Top Banner
Fimmtudagur 15. nóvember 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 40. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Í nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að sveitarfélagið Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu og er valið í fjórða sæti sem draumasveitarfélag. Tímaritið gaf sveitarfélögum á landinu einkunn þar sem gerður er samanburður hvernig þau eru stödd fjárhagslega. Þar eru fimm þættir skoðaðir ; breytingar á fjölda íbúa, afkoma sem hlutfall af tekjum, skattheimta, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfall. Hornafjörður kemur mjög vel út í samanburði við önnur sveitarfélög. Þegar gerður er samanburður á landsvísu þá er skuldastaðan á Hornafirði ásættanleg, þegar reiknaðar eru skuldir sem hlutfall af tekjum. Árið 2011 eru skuldir 52% sem hlutfall af tekjum en sem dæmi þá eru skuldir hlutfall af tekjum í Reykjavík 263%, Fjarðarbyggð 208% og Garðabæ 67%. Fólksfjöldi á landinu öllu var 0.5% en á Hornafirði jókst íbúatalan um 1% sem er helmingi meiri en meðaltal á landsvísu. Talið er að íbúafjölgun gefi vísbendingu um að betri skilyrði eru í viðkomandi sveitarfélögum og ef íbúafækkun á sér stað eru skilyrði ekki eins og best verður á kosið. Veltufjárhlutfallið er 1,35 sem gefur vísbendingu um að sveitarfélagið hafi nokkuð góða lausafjárstöðu, en miðað við að draumasveitarfélagið hafi veltufjárhlutfall nálægt 1.0, þá er afkoma sem hlutfall af tekjum 7.9% en á að vera sem næst 10%. Draumasveitarfélagið Hornafjörður í fjórða sæti Undanfarin ár hafa Hornfirðingar safnast saman fyrsta laugardag á aðventunni, slegið upp markaði og notið jólastemningar. Jólamarkaðurinn er orðinn ómissandi hluti jólaundirbúningsins og skemmtilegt krydd í tilveruna. Jólamarkaðurinn verður með breyttu sniði í ár. Síðustu ár hefur markaðurinn verið í Nýheimum og Miðbæ en í ár verður markaðinn haldinn í söluhjöllum á torginu milli Ráðhússins og Nýheima. Markaðurinn verður opinn dagana 1., 8., 15., og 22. desember klukkan 13:00 - 16:00. Þeir sem vilja fá aðstöðu á markaðnum eru beðnir um að senda upplýsingar um þá daga sem sótt er um, upplýsingar um söluvarning, nafn og kennitölu á netfangið jolamarkadur@ hornafjordur.is. Þá eru hönnuðir, veitingastaðir og verslanir hvött til að vera með og dreifa þannig jólamarkaði útum alla Höfn. Tilkynna þarf um þátttöku og umsókn um aðstöðu í söluhjöllum fyrir 22. nóvember á ofangreint netfang. Nánari upplýsingar má finna á www.hornafjordur.is Árna Rúnar í 2. – 4. sæti Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar fer fram 16. og 17. nóvember. Kosning hefst föstudaginn 16. nóvember og lýkur kl. 18:00 laugardaginn 17. nóvember. Kosningin fer fram á netinu á heimasíðu Samfylkingarinnar www.samfylking.is en þar einnig að finna leiðbeiningar um þátttöku í flokksvalinu. Kjörstaður verður einnig opinn í húsi Afls við Víkurbraut frá 13 – 17 báða dagana fyrir þá kjósendur sem ekki hafa aðgang að nettengdri tölvu eða heimabanka. Takið þátt – hafið áhrif Tryggjum Árna Rúnari góða kosningu á lista Samfylkingarinnar fyrir nk. alþingiskosningar. Stuðningsmenn Jólamarkaður
6

Eystrahorn 40. tbl. 2012

Mar 25, 2016

Download

Documents

Eystrahorn 40. tbl. 2012
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 40. tbl. 2012

Fimmtudagur 15. nóvember 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn40. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að sveitarfélagið Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu og er valið í fjórða sæti sem draumasveitarfélag. Tímaritið gaf sveitarfélögum á landinu einkunn þar sem gerður er samanburður hvernig þau eru stödd fjárhagslega. Þar eru fimm þættir skoðaðir ; breytingar á fjölda íbúa, afkoma sem hlutfall af tekjum, skattheimta, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfall. Hornafjörður kemur mjög vel út í samanburði við önnur sveitarfélög. Þegar gerður er samanburður á landsvísu þá er skuldastaðan á Hornafirði ásættanleg, þegar reiknaðar eru skuldir sem hlutfall af tekjum. Árið 2011 eru skuldir 52% sem hlutfall af tekjum en sem dæmi þá eru skuldir hlutfall af tekjum í Reykjavík 263%, Fjarðarbyggð 208% og Garðabæ 67%. Fólksfjöldi á landinu öllu var 0.5% en á Hornafirði jókst íbúatalan um 1% sem er helmingi meiri en meðaltal á landsvísu. Talið er að íbúafjölgun gefi vísbendingu um að betri skilyrði eru í viðkomandi sveitarfélögum og ef íbúafækkun á sér stað eru skilyrði ekki eins og best verður á kosið. Veltufjárhlutfallið er 1,35 sem gefur vísbendingu um að sveitarfélagið hafi nokkuð góða lausafjárstöðu, en miðað við að draumasveitarfélagið hafi veltufjárhlutfall nálægt 1.0, þá er afkoma sem hlutfall af tekjum 7.9% en á að vera sem næst 10%.

DraumasveitarfélagiðHornafjörður í fjórða sæti

Undanfarin ár hafa Hornfirðingar safnast saman fyrsta laugardag á aðventunni, slegið upp markaði og notið jólastemningar. Jólamarkaðurinn er orðinn ómissandi hluti jólaundirbúningsins og skemmtilegt krydd í tilveruna. Jólamarkaðurinn verður með breyttu sniði í ár. Síðustu ár hefur markaðurinn verið í Nýheimum og Miðbæ en

í ár verður markaðinn haldinn í söluhjöllum á torginu milli Ráðhússins og Nýheima. Markaðurinn verður opinn dagana 1., 8., 15., og 22. desember klukkan 13:00 - 16:00. Þeir sem vilja fá aðstöðu á markaðnum eru beðnir um að senda upplýsingar um þá daga sem sótt er um, upplýsingar um söluvarning, nafn og kennitölu á netfangið jolamarkadur@

hornafjordur.is. Þá eru hönnuðir, veitingastaðir og verslanir hvött til að vera með og dreifa þannig jólamarkaði útum alla Höfn. Tilkynna þarf um þátttöku og umsókn um aðstöðu í söluhjöllum fyrir 22. nóvember á ofangreint netfang. Nánari upplýsingar má finna á www.hornafjordur.is

Árna Rúnar í 2. – 4. sæti Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar fer fram 16. og 17. nóvember. Kosning hefst föstudaginn 16. nóvember og lýkur kl. 18:00 laugardaginn 17. nóvember. Kosningin fer fram á netinu á heimasíðu Samfylkingarinnar www.samfylking.is en þar einnig að finna leiðbeiningar um þátttöku í flokksvalinu. Kjörstaður verður einnig opinn í húsi Afls við Víkurbraut frá 13 – 17 báða dagana fyrir þá kjósendur sem ekki hafa aðgang að nettengdri tölvu eða heimabanka.

Takið þátt – hafið áhrifTryggjum Árna Rúnari góða kosningu á lista

Samfylkingarinnar fyrir nk. alþingiskosningar.

Stuðningsmenn

Jólamarkaður

Page 2: Eystrahorn 40. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 15. nóvember 2012

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Breytingar hafa orðið hjá Fasteignasölunni Inni og umboðsskrifstofu TM á Höfn. Þann 1. október s.l. tók Jaspis ehf við rekstri fasteignasölunnar og umboðsskrifstofu TM á Höfn en eigendur eru þau Snorri Snorrason og Heiða Dís Einarsdóttir. Sigríður Kristinsdóttir lögmaður stofnaði skrifstofuna í janúar 1989

þegar hún flutti til Hornafjarðar þá nýútskrifaður lögfræðingur. Snorri er öllum hnútum kunnugur í þessum rekstri þ.s. hann hefur verið starfsmaður á skrifstofunni frá árinu 2000. Snorri aflaði sér réttinda sem lögg. fasteigna- fyrirtækja og skipasali árið 2006 og réttinda sem löggiltur leigumiðlari árið 2009. Samfara þessum breytingum hefur skrifstofan nú flutt í Miðbæinn og eru allir boðnir velkomnir þangað og verður áfram veitt góð þjónusta til kaupenda og seljenda sem og tryggingartaka TM. Sigríður mun verða með annan fótinn á Höfn og sinna lögfræðiþjónustu fyrir Hornafirðinga sem þess óska, en hún er nú ein af eigendum Acta lögmannsstofu sem hefur starfstöð í Turninum í Kópavogi.

Minningarkort Bjarnaneskirkju fást hjá Valgerði á Stapa (sími 478-1454)og Halldóru í Efnalaug Dóru (sími 478-2216)

Samverustund verður í Ekrusalnum föstudaginn 16. nóvember kl. 17:00.

Fáum heimsókn frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar.

Félag eldri Hornfirðinga

Samverustund

SeljavallakjötvörurOpið föstudaginn 16. nóvember frá kl. 15:00 - 18:00

Mikið úrval af fersku nautakjöti. Hakk, gúllas, hamborgarar, osso bucco, steikur o.fl. Ennfremur 10 kg kassar - “Kjöt í kassa”.

Sjá nánar á www.seljavellir.is

Verið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Harmoníkufélag HornafjarðarAðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 21. nóvember kl. 17:00 í Sindrabæ (bíósalnum).Aðalefni fundarins verður tillaga stjórnar um að starfsemi félagsins verði formlega lögð niður og eignum þess ráðstafað í samræmi við lög félagsins.

Stjórn Harmoníkufélags Hornafjarðar

HafnarkirkjaSunnudaginn 18. nóvember Messa og sunnudagaskóli

kl. 11:00. Barnakór 4 og 5 ára syngur í messunni.

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Breytingar hjá INNI

Kaffi Hornið auglýsir

Jólamatseðilsem verður í gangi alla daga til jóla

Verið velkomin

Starfsfólk Kaffi Hornsins

Forréttir:Andar vorrúlla með Balsamikkremi•Jól á fjöl, þurrkað kjöt og pylsur með rauðlaukssultu•Humar Ceviche á ristuðu brauði•

Aðalréttir:Grísasíða með rótar grænmeti•Lambahryggur með soðsósu•Ofnbakaður saltfiskur með ólífum og sólþurrkuðum tómötum•Hægeldaður lambaskanki með sætri kartöflumús•Nauta rib eye með bernes•

Eftirréttir:Heimalöguð súkulaði terta með vanilluís •Ísterta Kaffi Hornsins með berjasósu•Enskur karmellubúðingur með vanilluís•

Strandganga í Öræfum Helgarferð 17. - 18. nóvember

Lagt af stað kl. 9:00 frá Tjaldstæðinu á Höfn einnig er hægt að mæta við Fjallsá kl. 10:00.

Á laugardag verður gengið frá Fjallsá að Hólá. Kvöldmatur verður í Hofgarði og piparkökubakstur með börnunum

Á sunnudag verður lagt af stað frá Nestanga kl. 10:00 og gengið út að Hólá.

Gengið er ca í 4-5 tíma hvorn dag.

Verð kr. 3.500,- fyrir full orðna og kr. 2000 fyrir börn. Innifalið er gisting í svefnpokaplássi og kvöldmatur.

Endilega hafið samband ef fólk vill aðeins vera með annan daginn. Skrá þarf í þessa ferð fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16.nóvember.

Munið hlýjan klæðnað og laxapokar gætu komið að góðu gagni.

Upplýsingar og skráning hjá Rögnu í síma 662-5074.

Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

Hugsaðu jákvætt, það er léttara

F.v. Sigríður, Snorri og Heiða Dís.

Page 3: Eystrahorn 40. tbl. 2012

mar

khon

nun.

is

Tilboðin gilda 15. - 18. nóvemberTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

KJÖT & FISKUR

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

1.894ÁÐUR 2.398 KR/KG

21% AFSLÁTTUR

LAMBALÆRIS-SNEIÐAR

2.994ÁÐUR 3.888 KR/KG

LAMBAPRIME

APPELSÍNUR MELBA TOAST100 GCO-OPERATIVE

149ÁÐUR 298 KR/KG

117ÁÐUR 179 KR/STK

149ÁÐUR 298 KR/PK

50% AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR35% AFSLÁTTUR

PIZZASNÚÐAR35X115 GR

ÁÐUR 2.998 KR/PK

HUMARSKELFLETTUR 500 G

1.97934% AFSLÁTTUR

BLÁLANGA

1.358ÁÐUR 1.698 KR/KG

ÞORSKHNAKKARLÉTTSALTAÐIR

1.480ÁÐUR 1.898 KR/KG

Page 4: Eystrahorn 40. tbl. 2012

mar

khon

nun.

is

Tilboðin gilda 15. - 18. nóvemberTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

KJÖT & FISKUR

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

1.894ÁÐUR 2.398 KR/KG

21% AFSLÁTTUR

LAMBALÆRIS-SNEIÐAR

2.994ÁÐUR 3.888 KR/KG

LAMBAPRIME

APPELSÍNUR MELBA TOAST100 GCO-OPERATIVE

149ÁÐUR 298 KR/KG

117ÁÐUR 179 KR/STK

149ÁÐUR 298 KR/PK

50% AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR35% AFSLÁTTUR

PIZZASNÚÐAR35X115 GR

ÁÐUR 2.998 KR/PK

HUMARSKELFLETTUR 500 G

1.97934% AFSLÁTTUR

BLÁLANGA

1.358ÁÐUR 1.698 KR/KG

ÞORSKHNAKKARLÉTTSALTAÐIR

1.480ÁÐUR 1.898 KR/KG

Page 5: Eystrahorn 40. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 15. nóvember 2012

Laus staða deildarstjóra

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga

Leikskólinn Lönguhólar

Sveitarfélagið Horna�örður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.horna�ordur.is

Lúðrasveit Tónskólans sem skipuð er krökkum á aldrinum 9-14 ára stefnir á mót í Gautaborg í júní á næsta ári. Krakkarnir verða því með margskonar fjáröflun í vetur sem við vonum að bæjarbúar taki vel í. Næstkomandi laugardag ætlum við að vera með kaffihúsastemningu í Sindrabæ frá kl. 14:30 - 16:00. Þar verður hægt að kaupa kaffi og meðlæti auk þess sem ýmsar uppákomur verða á boðstólnum. Gestir geta mætt hvenær sem er og verið eins og þeim hentar innan þess tíma. Hvetjum við alla til að mæta!

Kaffihúsastemning

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16.-17. nóvemberKosning hefst á miðnætti fimmtudaginn 15. nóvember. Á kjörskrá eru flokksmenn og stuðningsmenn skráðir fyrir 9. nóvember. Kosningu lýkur kl. 18.00 laugardaginn 17. nóvember.

Um netkosningu er að ræða. Farið er inn á vefsíðu flokksins - xs.is -og „Flokksval 2012“ valið.

Þeir sem hafa ekki aðgang að nettengdri tölvu eða eru ekki með aðgang að heimabanka geta kosið á fjórum kjörstöðum í Suðurkjördæmi föstudag 16. nóvember og laugardag 17. nóvember kl. 13.00-17.00:

Reykjanesbær: Salur Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14

Selfoss: Samfylkingarsalurinn, Eyravegi 15

Vestmannaeyjar: Alþýðuhúsið við Skólaveg

Höfn í Hornafirði: Víkurbraut 4, 2. hæð

Nánari upplýsingar á xs.isKjörstjórn

Munið forvarnartónleikana í Nýheimum í kvöld kl. 20:30.Ókeypis aðgangur en frjáls framlög verða vel

þegin til styrktar forvarnarstarfi.Kvennakór Hornafjarðar mun sjá um kaffi og

vöfflusölu sem fjáröflun fyrir kórinn.Nánar um tónleikana í síðasta Eystrahorni

Tax-free Tax-freefrá 14. - 17. nóvember er tax-free

af öllum barnafatnaði og barnaskóm

fullt af nýjum jólafötum

Verslun Dóru

Útsala – Útsala50% afsláttur af barnafatnaðisokkabuxur í stórum stærðum

Jólastell • pantanir teknar til 1. desemberVerið velkomin

AtvinnAStarfsmann vantar í skipaviðhald hjá Skinney-Þinganes hf.

Upplýsingar veitir Aðalsteinn í síma 892-3432

Opið kl. 10:00 -12:00 og 13:00 - 18:00 virka daga og laugardaga kl. 12:00 - 16:00

Page 6: Eystrahorn 40. tbl. 2012

REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR

Bókanir og allar upplýsingar veitir starfsfólk okkar á staðnum, í síma 471 1500 og í tölvupósti á [email protected].

Jólaandi og ljúfmetiá Icelandair Hótel Héraði

JólahlaðborðAllar helgar frá 10. nóvember bjóðum við upp á okkar margrómaða jólahlaðborð.Ógleymanleg kvöldstund fyrir þá sem kjósa framúrskarandi þjónustu og umgjörð. Verð á mann: 7.900 kr.

Jólahlaðborðið er í boði fyrir hópa öll kvöld vikunnar.

JólatilboðJólahlaðborð og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði.Verð á mann 13.900 kr.Hægt er að bæta við aukanótt án endurgjalds!

Gjafabréf á Brunch eða jólahlaðborð er hugulsöm gjöf á einstaka upplifun.