Top Banner
Fimmtudagur 20. október 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 37. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús Skaftafellsstofa hefur verið opin alla daga ársins ef undanskildir eru fjórir dagar sem var lokað vegna öskufalls frá Grímsvatnagosinu í maí. Frá því farið var að hafa opið allt árið hefur fjöldi gesta aukist stöðugt flesta mánuði utan háannatímans og má nefna sem dæmi að fjöldi gesta í september jókst um 26% frá því í fyrra og alls um 50% frá árinu 2009. Fjöldi sumarstarfsmanna var svipaður og í fyrra, flestir eru við störf í Skaftafelli, en einnig var landvörður á Höfn í þrjá mánuði og í 6 vikur á Lónsöræfum. Þá var í sumar eins og í fyrra, upplýsingagjöf á vegum þjóðgarðsins í Skálafelli, Hólmi og Hoffelli. Störf landvarða eru að stórum hluta upplýsingagjöf og önnur þjónusta við ferðamenn, en þeir sinna einnig öðrum verkefnum svo sem fræðslugöngum, eftirliti, talningum, viðhaldi á göngustígum, merkingum og fleiru. Daglega var boðið upp á tvær gönguferðir og barnastund í Skaftafelli og í fyrsta skipti var nú einnig boðið upp á fræðslugöngur á svæðinu við Heinaberg einu sinni í viku. Íslendingum sem tjölduðu í Skaftafelli fækkaði umtalsvert milli ára en vætusamt sumar, umfjöllun um öskufall á svæðinu og jafnvel hátt eldsneytisverð á eflaust allt sinn þátt í því. Í byrjun sumars opnaði Svavar Jónatansson ljósmyndasýningu í Skaftafelli og stendur hún ennþá yfir. Um leið frumsýndi hann einnig kvikmynd sína Inland Vatnajökull sem er sýnd alla daga. Kvikmyndin er samansett úr ljósmyndum sem Svavar hefur tekið úr rútum og flutningabílum sem hann hefur ferðast með á öllum árstímum og öllum tímum dags um suðursvæðið. Þá var Guðrún Ingólfsdóttir með málverkasýningu í veitingasalnum í Skaftafelli í sumar með landslagsmyndum úr sveitarfélaginu. Einnig voru fjórir opnir fyrirlestrar vísindamanna sem voru við rannsóknir í nágrenni Skaftafells í sumar. Í sumar var stikuð gönguleið um Heinabergssvæðið. Upphaf hennar er við bílastæðið framan við Heinabergslón þar sem þurrsalerni er staðsett. Vegagerðin hefur lagt okkur lið við að bæta aðgengi að Heinabergssvæðinu með því að laga veginn að Heinabergslóninu, Heinabergsfelli og áleiðis Bólstað. Í Skaftafelli var stikuð ný gönguleið yfir Morsárdal frá göngubrúnni við Götugil, um gamlan farveg Skeiðarár inn að Réttargili við Bæjarstaðarskóg. Þá voru gerðar miklar lagfæringar á gönguleiðinni inn Skaftafellsjökli og gönguleiðinni að Svartafossi. Á báðum þessum leiðum hefur grjóthrun úr klettum skapað hættu fyrir göngufólk og þurfti að færa þær til af þeim sökum. Leiðin að Skaftafellsjökli verður fær hjólastólum alla leið að lóninu framan við jökulinn. Á nýjum svæðum innan þjóðgarðsins í Hoffellsfjöllum og í Hjallanesi við Skálafell hafa nýlega verið stikaðar gönguleiðir auk þess sem fjöldi gönguleiða er í Lónsöræfum. Sauðfjárbeit er á nokkrum stöðum innan þjóðgarðsins og er nú líklega flest fé að verða komið af fjalli. Samkvæmt reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð er heimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landbúnað ef ekki er unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt og fyllstu aðgátar er gætt. Hafa skal fullnægjandi útbúnað til slíks aksturs og því er ekki leyfilegt að nota mótorhjól í þessu skyni þar sem mjó dekk þeirra geta skilið eftir ljót ör í landinu. Á það einnig við í friðlandinu á Lónsöræfum. Nýverið var sett upp fyrsta fræðsluskiltið af þremur við Hoffellsjökul og starfsmenn þjóðgarðsins eru með skilti og bæklinga fyrir fleiri staði í vinnslu sem stefnt er að koma upp fyrir næsta sumar. Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér Vatnajökulsþjóðgarð er bent á að síðsumars kom út bókin Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð eftir Hjörleif Guttormsson. Einnig bendum við á heimasíðu þjóðgarðsins www.vjp.is og svo erum við líka á Facebook. Sjáumst í þjóðgarðinum. Starfsfólk á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Fjölgun gesta í Vatnajökulsþjóðgarði
6

Eystrahorn 37. tbl. 2011

Mar 30, 2016

Download

Documents

Eystrahorn 37. tbl. 2011
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 37. tbl. 2011

Fimmtudagur 20. október 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn37. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Skaftafellsstofa hefur verið opin alla daga ársins ef undanskildir eru fjórir dagar sem var lokað vegna öskufalls frá Grímsvatnagosinu í maí. Frá því farið var að hafa opið allt árið hefur fjöldi gesta aukist stöðugt flesta mánuði utan háannatímans og má nefna sem dæmi að fjöldi gesta í september jókst um 26% frá því í fyrra og alls um 50% frá árinu 2009. Fjöldi sumarstarfsmanna var svipaður og í fyrra, flestir eru við störf í Skaftafelli, en einnig var landvörður á Höfn í þrjá mánuði og í 6 vikur á Lónsöræfum. Þá var í sumar eins og í fyrra, upplýsingagjöf á vegum þjóðgarðsins í Skálafelli, Hólmi og Hoffelli. Störf landvarða eru að stórum hluta upplýsingagjöf og önnur þjónusta við ferðamenn, en þeir sinna einnig öðrum verkefnum svo sem fræðslugöngum, eftirliti, talningum, viðhaldi á göngustígum, merkingum og fleiru. Daglega var boðið upp á tvær gönguferðir og barnastund í Skaftafelli og í fyrsta skipti var nú einnig boðið upp á fræðslugöngur á svæðinu við Heinaberg einu sinni í viku. Íslendingum sem tjölduðu í Skaftafelli fækkaði umtalsvert milli ára en vætusamt sumar, umfjöllun um öskufall á svæðinu og jafnvel hátt eldsneytisverð á eflaust allt sinn þátt í því. Í byrjun sumars opnaði Svavar Jónatansson ljósmyndasýningu í Skaftafelli og stendur hún ennþá yfir. Um leið frumsýndi hann einnig kvikmynd sína Inland Vatnajökull sem er sýnd alla daga. Kvikmyndin er samansett úr ljósmyndum sem Svavar hefur tekið úr rútum og flutningabílum sem hann hefur ferðast með á öllum árstímum og öllum tímum dags um suðursvæðið. Þá var Guðrún Ingólfsdóttir með málverkasýningu í

veitingasalnum í Skaftafelli í sumar með landslagsmyndum úr sveitarfélaginu. Einnig voru fjórir opnir fyrirlestrar vísindamanna sem voru við rannsóknir í nágrenni Skaftafells í sumar.Í sumar var stikuð gönguleið um Heinabergssvæðið. Upphaf hennar er við bílastæðið framan við Heinabergslón þar sem þurrsalerni er staðsett. Vegagerðin hefur lagt okkur lið við að bæta aðgengi að Heinabergssvæðinu með því að laga veginn að Heinabergslóninu, Heinabergsfelli og áleiðis að Bólstað. Í Skaftafelli var stikuð ný gönguleið yfir Morsárdal frá göngubrúnni við Götugil, um gamlan farveg Skeiðarár inn að Réttargili við Bæjarstaðarskóg. Þá voru gerðar miklar lagfæringar á gönguleiðinni inn að Skaftafellsjökli og gönguleiðinni

að Svartafossi. Á báðum þessum leiðum hefur grjóthrun úr klettum skapað hættu fyrir göngufólk og þurfti að færa þær til af þeim sökum. Leiðin að Skaftafellsjökli verður fær hjólastólum alla leið að lóninu framan við jökulinn. Á nýjum svæðum innan þjóðgarðsins í Hoffellsfjöllum og í Hjallanesi við Skálafell hafa nýlega verið stikaðar gönguleiðir auk þess sem fjöldi gönguleiða er í Lónsöræfum.Sauðfjárbeit er á nokkrum stöðum innan þjóðgarðsins og er nú líklega flest fé að verða komið af fjalli. Samkvæmt reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð er heimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landbúnað ef ekki er unnt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt og fyllstu aðgátar er gætt. Hafa skal fullnægjandi útbúnað til slíks

aksturs og því er ekki leyfilegt að nota mótorhjól í þessu skyni þar sem mjó dekk þeirra geta skilið eftir ljót ör í landinu. Á það einnig við í friðlandinu á Lónsöræfum. Nýverið var sett upp fyrsta fræðsluskiltið af þremur við Hoffellsjökul og starfsmenn þjóðgarðsins eru með skilti og bæklinga fyrir fleiri staði í vinnslu sem stefnt er að koma upp fyrir næsta sumar. Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér Vatnajökulsþjóðgarð er bent á að síðsumars kom út bókin Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð eftir Hjörleif Guttormsson. Einnig bendum við á heimasíðu þjóðgarðsins www.vjp.is og svo erum við líka á Facebook.Sjáumst í þjóðgarðinum.

Starfsfólk á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fjölgun gesta í Vatnajökulsþjóðgarði

Page 2: Eystrahorn 37. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 20. október 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Auður Bjarnadóttir jógakennari, leikstjóri og dansari og María Margeirsdóttir hönnuður og matgæðingur koma til Hornafjarðar helgina 4. -6. nóvember. Þær ætla að miðla þekkingu sinni og reynslu á jóga og lifandi og hollu mataræði. Auður hefur stundað jóga síðan 1992. Hún bjó í Bandaríkjunum frá 1998-2000 og kynnti sér nánar ýmsar greinar jógans. Árið 1999 tók hún kennarapróf í Kaliforníu og lærði síðan meðgöngujóga. Hún tók kennarapróf í Kundalini jóga í New York 2005 og hefur kennt það síðan. Hún opnaði Jógasetur 2002. Auður hefur dansað frá því hún man eftir sér. Frá árinu 1973 starfaði hún sem dansari og ballettkennari á Íslandi og víðar um heim. Hún starfar sem danshöfundur og leikstjóri í dag. Auður hefur stundað nám í dansi og er í áframhaldandi kennaranámi í jóga enda lítur hún á sig sem eilífan nemanda í jóga, dansi og þeirri miklu list að lifa lífinu skapandi. Til gamans má geta að Auður bjó hér á Höfn árin ´90 -´91 með manni sínum Hákoni Leifssyni organista og eignuðust þau dóttur hér á gamla elliheimilinu. Hún hlakkar því mikið til að koma til okkar og segir að það sé bæði dásamlegt fólk og umhverfi á Hornafirði. María er grafískur hönnuður og hefur mikinn áhuga á lífrænu fæði. Hún breytti mataræði sínu í kjölfar veikinda og hefur það gefist mjög vel. Það er þó ekki nauðsynlegt að hafa átt við sjúkdóma að stríða til að kynnast þessu flotta fæði og lífstíl. Meðal þess sem María ætlar að vera með á námskeiðinu er lasagna, gulrótarsúpa, öðruvísi mjólk og súkkulaðikaka svo eitthvað sé nefnt. Hún segir að lifandi fæði og jóga vinni vel saman en lifandi fæði gengur út á það að líkaminn fái sem mesta orku á sem auðveldastan hátt. Lifandi fæða eins og ávextir, grænmeti, hnetur og fræ eru þá í sinni upprunalegu mynd eins og náttúran skapaði hana. Í lifandi fæði eru alls kyns ensím, vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Við hitun yfir 42° eyðileggjast ensímin og fæðan gefur okkur ekki eins mikla næringu, orku og vellíðan. Nokkuð hefur verið talað um mismunandi sýrustig fæðu og sagt að basísk fæða fari betur í líkamanum en súr. Mikilvægt er að huga að jafnvægi þarna á milli en vitað er að slæmar bakteríur þrífast betur í súrum líkama. Það sem við borðum hefur áhrif á hugann. Lifandi fæði og jóga eiga vel saman og er góð næring fyrir líkama og sál. Jóga styrkir einbeitingu og kraft ásamt því að hjálpa okkur að tengjast bæði okkur sjálfum og alheimsorkunni. Auk þess gefur lifandi fæði lífsorkunni innra með okkur aukið vægi. Nánari upplýsingar á www.tna.is.

Hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og jeppa

Hágæða dekk á góðu verði

Persónuleg þjónusta

Tjöruþvottur

AFGREIÐSLUTÍMI

Virka daga 8–17

Helgaropnun eftir samkomulagi

SÓLNING

Hjólbarðar

Bugðuleiru 3, Höfn. Sími 894 1616/894 7962

Jóganámskeið

Fyrsta samverustundin verður í Ekrusalnum

föstudaginn 21. október kl. 17:00. Sigurður Hannesson kemur í heimsókn.

Félagsvistin byrjar á ný sunnudaginn 23. október kl. 14:00

Stjórn félags eldri Hornfirðinga

Samverustund

OPIÐ HÚSOpið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 22. október kl. 13:00 -15:00

Íbúð til leigu84 fm. íbúð til leigu.

Upplýsingar í síma 478-2110

Auður Bjarnadóttir

María Margeirsdóttir

Page 3: Eystrahorn 37. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 20. október 2011

Opið miðvikudaga kl. 8:00 - 12:00 og 17:00 - 20:00

Katrín Birna Höfðavegur 1 Sími 615-1231

Næstu námskeið Þekkingarnets Austurlands á Hornafirði

Hnífasmíði 29. - 30. október kl. 10:00 - 15:00•Útskurður 4. - 5. nóvember •kl. 15:00 - 19:00 og 9:00 - 16:00Prófkvíði 9. nóvember kl. 16:00 - 19:00•Jóga 4. - 6. nóvember. Helgarnámskeið.•Tölvunámskeið fyrir byrjendur •8., 10., 15. og 17. nóvember kl. 17:00 - 19:00

Nánari upplýsingar á www.tna.is og í síma 470-3800

Muniðaðfleststéttarfélögveitastyrki til námskeiða. 20% afsláttur til eldri borgara.

Ábyrg meðferð fjármuna er grundvallarþáttur í starfsemi hvers sveitarfélags. Þetta ber öllum kjörnum fulltrúum að hafa í huga við ákvarðanatöku í bæjarstjórn. Efnahagshrunið og fjárhagsvandræði margra sveitarfélaga í kjölfarið hafa svo rennt frekari stoðum undir þessi sannindi. Árangur bæjarstjórnar Hornafjarðar á síðasta kjörtímabili í rekstri sveitarfélagsins ber þess skýr merki að þessi alkunnu sannindi hafi verið leiðarstef í störfum hennar - og við skulum vona að svo verði áfram.

Viðvarandi nemendafækkun -

hagræðing nauðsynlegÍ flestum - ef ekki öllum - sveitarfélögum eru fræðslumálin stærsti einstaki útgjaldaliðurinn. Innan fræðslumálanna er það rekstur grunnskóla sem tekur mest til sín í rekstrinum. Af þeim sökum ber bæjarfulltrúum að fylgjast mjög vel með rekstri grunnskólans og leita allra leiða til hagræðingar. Þetta á ekki síst við þegar skólastigið glímir við viðvarandi nemendafækkun. Það á við um Grunnskóla Hornafjarðar og því miður sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Meðvituð um þessar staðreyndir tók bæjarstjórn Hornafjarðar eina stærstu ákvörðun, sem tekin hefur verið í skólamálum á Hornafirði, haustið 2008 - rétt fyrir hrun. Hún fólst í því að skólahald í Nesjaskóla var flutt út á Höfn. Svo ákvörðunin næði fram að ganga varð að ráðast í viðamiklar framkvæmdir og endurbætur á húsnæði Hafnarskóla. Einnig var tekin ákvörðun um að flytja 7. bekk úr Hafnarskóla yfir í Heppuskóla. Framkvæmdirnar í Hafnarskóla og flutningur 7. bekkjar voru forsenda þess að hagræðingin, sem stefnt var að, næði fram að ganga.

7. bekkur fluttur í Heppuskóla -

bráðabirgðalausnFlutningur 7. bekkjar var í raun erfiðasti hjallinn á þessari vegferð. Umræðan var á þeim nótum að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða svo koma mætti nemendum 1., 2. og 3. bekkjar fyrir á nýjum stað. Engin fagleg rök lágu til grundvallar ákvörðun um flutning 7. bekkjar

á milli skólastiga. Miðað við nýtingu núverandi húsnæðis Grunnskóla Hornafjarðar er ljóst að ekki er lengur þörf á þessu bráðabirgðaúrræði. Framkvæmdir og endurbætur á Hafnarskóla kostuðu bæjarsjóð um 130 milljónir króna. Var því um stóra og dýra framkvæmd á mælikvarða sveitarfélagsins að ræða. Á móti kom stærsta hagræðingaraðgerð í skólamálum á Hornafirði á síðustu árum - lokun Nesjaskóla.

Bæjarsjóður bara látinn borga - engar

hugmyndir um hagræðingu

Nú hyggur meirihlutinn í bæjarstjórn á framkvæmdir og endurbætur á húsnæði grunnskólans í Heppuskóla. Ef að líkum lætur þá er um mun dýrari framkvæmd að ræða en í tilviki Hafnarskóla. Stærsti munurinn er þó sá að engin hagræðing er fyrirsjáanleg í rekstri grunnskólans í kjölfar framkvæmdanna. Engin athugun hefur farið fram á því hvort framkvæmdirnar geti leitt til hagræðingar í rekstri grunnskólans. Hér nægir að nefna þann möguleika að segja upp leigusamningum um húsnæði undir handmenntahús í gamla vöruhúsinu og nýta húsnæði Heppuskóla undir þá starfsemi skólans. Þetta er að mínu mati ekki til marks um ábyrga fjármálastjórn.Mér þykir ekki síður alvarlegt að meirihluti bæjarstjórnar ætlar bjóða sjálfum sér upp á það að taka ákvörðun um þessar kostnaðarsömu framkvæmdir án þessi að fyrir liggi nokkur

framtíðarsýn um það hvort 3 eða 4 árgangar verði til framtíðar í Heppuskóla. Sú ákvörðun hvílir alfarið á herðum stjórnenda frá ári til árs en meirihluti bæjarstjórnar skilar auðu. Hann ætlar bara að láta útsvarsgreiðendur borga. Fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn sýna umræðunni og áhyggjum foreldra af flutningi 7. bekkjar fullkomið virðingarleysi með áhuga - og afstöðuleysi sínu til málsins.

Lágmark að forsendur liggi fyrir - 3 eða 4

árgangar í húsnæðinu?Til þess að bæjarstjórn Hornafjarðar geti uppfyllt skilyrði fyrir inngöngu í hóp þeirra, sem hafa ábyrga meðferð fjármuna að leiðarljósi, verður bæjarstjórn

að gera tvennt að mínu mati áður en ákveðið verður að fara í þessar dýru framkvæmdir. Hún verður að kanna til hlítar alla möguleika á hagræðingu í rekstri grunnskólans í tengslum við framkvæmdirnar. Einnig finnst mér það algjört lágmark að fulltrúar meirihlutans bryðji nú tvöfaldan skammt af sjálfstraustspillum og leyfi sér að krefjast þess að fyrir liggi, áður en til ákvörðunar kemur, hvort um er að ræða húsnæði fyrir 3 eða 4 árganga í Grunnskóla Hornafjarðar - fyrst þeir treysta sér ekki til að móta þá stefnu sjálfir.

Árni Rúnar Þorvaldsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Að bryðja í sig sjálfstraust

Page 4: Eystrahorn 37. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 20. október 2011

Kundalini jóga og heilandi fæðiAuður Bjarnadóttir jógakennari, leikstjóri og dansari og María Margeirsdóttir hönnuður og matgæðingur verða með námskeið á Hornafirðihelgina4.-6.nóvembern.k.Yfirskriftinánámskeiðinuer"Gerum jóga saman - matreiðum saman - njótum saman!"

Það má segja að þetta séu tvö námskeið á einni helgi og því einstakt tækifæri til að styðja við heilbrigðan og orkugefandi lífstíl fyrir líkama og sál. Jóga er kröftug aðferð sem vinnur að því að byggjauppstyrkogorku,örvainnkirtlakerfiðogkomajafnvægiátaugakerfiðogorkustöðvar.

Í sambland við holla og lifandi fæðu leiðbeina þær stöllur um hollan og uppbyggilegan lífsstíl. Kjörið tækifæri til að byrja á nýju mataræði eða kynnast því.

Námskeiðið hentar jafnt fyrir byrjendur og lengra komna, því jóginn byrjar alltaf "hér og nú".

Verð: 35.000.-HótelVatnajökull-Hornafirði,4.-6.nóvember.Gistaðfaranóttsunnudags. Hægt er að gista báðar næturnar en þá kostar námskeiðið 38.000.- ef fólk vill njóta helgarinnar í botn. Allt fæði og námsskeiðsgögn innifalið.

Föstudagur Jógaæfingkl.17-18:30Léttfæðikl.19-20.Þeirgistasemvilja.

Laugardagur 8:00-9:15 Jógaæfing 9:30 Morgunmatur 10:30-13:00 Eldhús, hádegismatur undirbúinn og borðaður 14:00-16:00 Djúpslökun og ganga 17:00-18:30 Kvöldmatur undirbúinn 19:00 Matur Gisting

Sunnudagur Jógaæfing,morgunmaturo.fl.Borðaðkl.13:00.

Dagskráin er ekki tæmandi, en leiðbeinendur verða til staðar allan tímann.

Skráning á www.tna.is, [email protected] eða í síma 470-3800

Kundalini jógakennaranám hefst hjá Jógasetrinu í nóvember. Nánari upplýsingar gefur Auður í síma 846-1970.

Á slóðum bókanna Málþing í Þórbergssetri 22.- 23. október

Laugardagur 22.október15:00 Málþingið sett15:15 Ávarp; Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri15:30 Bókmenntir á aðventu: Skúli Björn Gunnarsson Gunnarsstofnun16:00 Orðsins list: Saga og sögur Guðrún Helgadóttir Háskólanum á Hólum16:30 Erindi; Hjalti Vignisson bæjarstjóri,17:00 Misstu Íslendingar af norska olíusjóðnum vegna rangtúlkunar á Landnámabók; Fjölnir Torfason17:30 Umræður um stöðu ferðaþjónustunnar almennt, vetrarferðamennsku og menningarferðaþjónustu19:00 Kvöldverður20:30 Kvöldstund í Þórbergssetri

Sunnudagur 23. október9:00 Morgunhressing og morgunganga meðal steinanna, sem tala.10:15 Á slóðum Guðríðar og Hallgríms: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur10:45 Veruleiki skáldskaparins Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur Háskólasetur Hornafjarðar11:15 Fræðandi ferðalög, upplifun, skilningur eða skemmtun; Þorvarður Árnason Háskólasetur11:45 Að búa í heimi skáldævisögunnar; Þorbjörg Arnórsdóttir Þórbergssetur12:10 Umræður12:40 Hádegisverður og málþingslok

ALLIR VELKOMNIR

Þórbergssetur

Örfá sæti laus föstudaginn 28. október og laugardaginn 29. október.

AllrA SíÐuStu SýNINgAr!

Fyrsta ölvunin og vímuefnanotkunKynning á niðurstöðum fyrir nemendur í FAS og fyrir landið í heild.

Á sal klukkan 12:00 fimmtudaginn 20. október.

Allir velkomnir

Skólameistari

Fundur um skólamálÍ samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins boðar skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd til opins fundar um skólamál í Nýheimum miðvikudaginn 26. október kl. 20:00. Til umræðu verða málefni leikskóla, grunnskóla og tónskóla sveitarfélagsins.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd Hornafjarðar

Page 5: Eystrahorn 37. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 20. október 2011

Vikuna 17. – 20. október hefur staðið yfir Rauðakrossvika á Austur-landi. Tilgangur vikunnar felst meðal annars í því að kynna starfsemi Rauða krossins. Rauði kross Íslands er hluti af alþjóðasamtökum og ber að sinna því hlutverki en samt sem áður gegnir hann mikilvægu hlutverki innanlands. Innan Rauða kross Íslands starfa 50 deildir sem sinna margvíslegu mannúðarstarfi í þágu þeirra sem standa höllum fæti í íslensku samfélagi. Um 3000 sjálfboðaliðar bera starfið uppi en þeir starfa í anda grundvallarmarkmiða Rauða kross hreyfingarinnar um mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni. Rauði krossinn sinnir ýmsum verkefnum innanlands, má þar nefna hjálparsímann 1717 sem er opin allan sólarhringinn en þangað leita margir vegna persónulegra mála og til að fá upplýsingar um neyðarástand innanlands. Aðstoð við flóttafólk, hælisleitendur og innflytjendur hefur verið verkefni Rauða krossins um árabil. Mörg önnur verkefni má nefna eins og fatasöfnum, heimsóknarvini, geðræktarmiðstöðvar og stuðningur við heimilislausar konur á höfuðborgarsvæðinu í Konukoti. Rauðakrosshúsin gegna mikilvægu hlutverki, eru miðstöðvar fyrir fólk í viðkomandi samfélögum og starfrækt af deildum innan Rauða krossins. Starfið er byggt á áralangri reynslu félagsins af viðbrögðum í neyð. Þar geta einstaklingar og fjölskyldur sótt sér sálrænan stuðning og ráðgjöf um þau úrræði sem bjóðast í samfélaginu. Einnig er í boði ýmis konar fræðsla og félagsstarf sem er opið öllum. Í tilefni kynningarviku Rauða krossins á Austurlandi verður opið hús í Rauðakrosshúsinu að Víkurbraut laugardaginn 22. október kl. 13:00 - 15:00. Kaffi og meðlæti verður í boði og hvetjum við alla til að líta við. Minnum við einnig á hina vinsælu Fatabúð Rauða krossins sem er opin á mánudögum frá 17:00 – 19:00 en hún er starfrækt undir styrkri stjórn Maríönnu Jónsdóttur en allur ágóði af sölunni rennur til Rauða krossins.

Magnhildur Björk Gísladóttir formaður Hornafjarðardeildar RKÍ

Rauðakrossvika á Austurlandi

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 .................... dragnót ..... 3 .... 17,0 ýsa/skarkoliSigurður Ólafsson SF 44 .... humarv. ..... 1 ...... 9,9 humar 2,2 (halar)Skinney SF 20 ..................... humarv ..... 3 .... 45,4 humar 10,1Þórir SF 77 .......................... humarv ..... 3 .... 38,9 humar 6,4Steinunn SF 10 .................... botnv ......... 1 .... 63,9 ýsa 31,0Guðmundur Sig SU 650 ..... lína ............. 3 .... 21,0 þorskur 13,7Ragnar SF 550 ..................... lína ............. 3 .... 26,7 þorskur 16,6Dögg SU 118 ....................... lína ............. 7 .... 76,0 þorskur 67,8Benni SU 65 ........................ lína ............. 4 .... 26,2 þorskur 22,3Siggi Bessa SF 97 ............... lína ............. 2 ...... 9,3 þorskur/keila Stígandi SF 72 ..................... handf ......... 1 ...... 0,7 þorskur 0,6Sævar SF 271 ...................... handf ......... 1 ...... 1,3 þorskur 0,9

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð 3. - 16. október (2 vikur)

Flóamarkaður í Pakkhúsinu laugardaginn 22.október Tilvalið að losa úr fataskápnum, geymslunni eða bílskúrnum og vera með sölubás í Pakkhúsinu

Básinn kostar 500 kr. og skráning fer fram í gegnum [email protected]

Opnunartími: Þriðjudagar og miðvikudagar kl.15:00-18:00 • FISKIDAGAR

Laugardagar kl.13:00-16:00 • Viðburðir og kaffihúsastemning

Eins og sjá má á töflunni um aflatölur hefur úthald báta verðið misjafnt. Ásgeir útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess hafði þetta að segja um úthald báta fyrirtækisins að undanförnu; „Vinnsla hefur verið með minnsta móti síðustu tvær vikur en vonandi bjartari horfur framundan í þeim efnum. Brælur hafa ekki verið að trufla okkur svo mikið á stærri bátunum en línubátar hafa lítið getað róið síðustu vikurnar vegna ótíðar.Þórir og Skinney eru og verða á humri út nóvember. Þeir voru við Eldey og vestur í Jökuldýpi í haust en eru nú komnir á heimamið. Humarafli hefur verið góður í allt haust. Hvanney er að skipta yfir í ufsanet eftir að hafa verið á snurvoð í haust og Steinunn heldur sínu striki á botntrollinu. Síldar- og makrílvertíðin hjá uppsjávarskipunum gekk mjög vel í sumar. Jóna Eðvalds er að fara í síldarmælingar í samstarfi við Hafró og er tíðinda að vænta úr þeim leiðangri fljótlega í nóvember. Þá ætti að vera ljóst hversu mikið má veiða af íslenskri síld á vertíðinni. Á mánudaginn var síldarleit veiðiskipa (þar með talin Jóna Eðvalds) með Hafró blásinn af vegna verkfalls undirmanna á skipum stofnunarinnar. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson átti að taka leitarleggina sem veiðiskipunum var síðan úthlutað en menn komust að þeirri niðurstöðu að um verkafallsbrot væri að ræða. Rannsóknarskipið Dröfn mun þó taka mælingu í Breiðafirðinum. Vegna þessa var ákveðið að Jóna fari strax á síldveiðar.“Jóhann á Fiskmarkaðnum sagði að vel hafði fiskast þegar bátar komust á sjó og var þokkalega ánægður með uppboðin hjá þeim.

Fúsi og áhöfn á línubátnum Dögg sló aflamet Arnars og félaga á Ragnari með því að landa 22.372 kg. á Stöðvarfirði 5. október sl. en Ragnar hafði landað 22.341 kg á Breiðdalsvík 25. júní sl.

Mikið af fallegum haustvörum komið í hús

ATH dagana 20. - 28. október

verður opið kl. 13:00 - 18:00

Verið velkomin

Page 6: Eystrahorn 37. tbl. 2011

Þú velur þann innlánsreikning sem hentar þér

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Viðskiptavinir eiga að hafa val. Landsbankinn kynnir nýjan

óverðtryggðan innlánsreikning með föstum vöxtum sem bætist

nú við � ölbreytt framboð sparireikninga bankans.

Skilmála og nánari upplýsingar má fi nna á vefsíðu okkar, landsbankinn.is, í síma 410 4000 eða næsta útibúi Landsbankans.

Fastir vextir og val um binditíma í 3, 6, 12, 24, 36 eða 60 mánuði.

Vextir fara stighækk-andi með lengri bindi-tíma.

Lágmarks� árhæð er 500.000 kr.

Vaxtareikningur er óverð-tryggður innlánsreikningur með stighækkandi vöxtum e� ir innstæðu. Hver innborgun er bundin í 7 daga, en er e� ir það ávallt laus til útborgunar.

Engin lágmarksinnstæða.

Óverðtryggður, fastir vextir Óverðtryggður, breytilegir vextir

Vextir á reikningnum eru allt að 5,20%.

Vextir á reikningnum eru allt að 3,25%.