Top Banner
Fimmtudagur 26. maí 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 21. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun Til hamingju FAS og útskriftarnemar Það var hátíðleg og ánægjuleg stund í Nýheimum á laugardaginn þegar fram fór fjölmennasta útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu til þessa. Unga efnilega útskrifarfólkið bókstaflega geislaði af gleði og fögnuði. Sömuleiðis leyndi sér ekki stolt og aðdáun aðstandenda og gesta. Á svona stundum verður maður betur meðvitaður um ómetanleg verðmæti framhaldsskólans fyrir samfélagið hér. Alls voru útskrifaðir 25 stúdentar, tveir stuðningsfulltrúar, tveir sjúkraliðar, einn leiðbeinandi í leikskóla og einn vélstjóri. Dúx skólans var Kristján Helgi Hjartarson og fékk hann einnig verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku frá sendiráði Dana. Freyr Sigurðarson fékk verðlaun fyrir besta árangur í ensku en þau verðlaun gaf sendiráð Kanada, einnig fékk Freyr tvenn verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum sem gefin voru af Háskólanum í Reykjavík og Verkstjórafélagi Austurlands. Gerður Mekkín Gunnarsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í þýsku frá sendiráði Þýskalands. Margt athyglisvert kom fram í ræðu skólameistara, Eyjólfs Guðmundssonar. Í vetur hafa verið um 220 til 240 nemendur við skólann. Á þeim 9 árum sem skólinn hefur verið í Nýheimum hefur hann vaxið úr því að vera um 100 nemenda skóli í að vera um 200 nemenda skóli. Ungu fólki á hefðbundnum framhaldsskólaaldri hefur fjölgað verulega en þau eru nú um 120 og flest þeirra í stúdentsnámi á almennri braut. Fjarnámsnemendur voru 60 til 70, flestir í vélstjórar og skipstjórnarnámi. Yfir 30 nemendur 25 ára og eldri mættu reglulega í skólann í nám í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku undir heitinu „Aftur í nám“. Kennslan var seinnipart dags og við það miðað að allt námið færi fram innan skólans og að ekkert heimanám yrði þar fyrir utan. Einnig er námsmatið símat án hefðbundins lokaprófs. Skólameistari lagði áherslu á að ef fólki er skapað gott umhverfi til náms þá er það tilbúið að liggja mikið á sig til að mennta sig. Fram kom að töluverðar breytingar verða á skipulagi og námsframboði í skólanum á næstu misserum og fjölbreytni aukin. Stefnt er að verulegri aukningu náms fyrir fullorðið fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og stúdentsnámið verður stokkað upp og komið á framhaldsskólaprófi og síðast en ekki síst verður stafsnám við skólann eflt verulega. Jafnframt eru bundnar vonir við að nýtt skipulag á félagsstarfi nemenda verði félagslífi þeirra til framdráttar en í viðhorfskönnunum meðal nemenda hefur komið fram óánægja meðal þeirra. Mynd: Sigurður Mar Skólameistari Eyjólfur Guðmundsson.
6

Eystrahorn 21. tbl. 2011

Mar 31, 2016

Download

Documents

Eystrahorn 21. tbl. 2011
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 21. tbl. 2011

Fimmtudagur 26. maí 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn21. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun

Til hamingju FAS og útskriftarnemar

Það var hátíðleg og ánægjuleg stund í Nýheimum á laugardaginn þegar fram fór fjölmennasta útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu til þessa. Unga efnilega útskrifarfólkið bókstaflega geislaði af gleði og fögnuði. Sömuleiðis leyndi sér ekki stolt og aðdáun aðstandenda og gesta. Á svona stundum verður maður betur meðvitaður um ómetanleg verðmæti framhaldsskólans fyrir samfélagið hér. Alls voru útskrifaðir 25 stúdentar, tveir stuðningsfulltrúar, tveir sjúkraliðar, einn leiðbeinandi í leikskóla og einn vélstjóri. Dúx skólans var Kristján Helgi Hjartarson og fékk hann einnig verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku frá sendiráði Dana. Freyr Sigurðarson fékk verðlaun fyrir besta árangur í ensku en þau verðlaun gaf sendiráð Kanada, einnig fékk Freyr tvenn verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum sem gefin voru af Háskólanum í Reykjavík og Verkstjórafélagi Austurlands. Gerður Mekkín Gunnarsdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í þýsku frá sendiráði Þýskalands.

Margt athyglisvert kom fram í ræðu skólameistara, Eyjólfs Guðmundssonar. Í vetur hafa verið um 220 til 240 nemendur við skólann. Á þeim 9 árum sem skólinn hefur verið í Nýheimum hefur hann vaxið úr því að vera um 100 nemenda skóli í að vera um 200 nemenda skóli. Ungu fólki á hefðbundnum framhaldsskólaaldri hefur fjölgað verulega en þau eru nú um 120 og flest þeirra í stúdentsnámi á almennri braut. Fjarnámsnemendur voru 60 til 70, flestir í vélstjórar og skipstjórnarnámi. Yfir 30 nemendur 25 ára og eldri mættu reglulega í skólann í nám í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku undir heitinu „Aftur í nám“. Kennslan var seinnipart dags og við það miðað að allt námið færi fram innan skólans og að ekkert heimanám yrði þar fyrir utan. Einnig er námsmatið símat án hefðbundins lokaprófs. Skólameistari lagði áherslu á að ef fólki er skapað gott umhverfi til náms þá er það tilbúið að liggja mikið á sig til að mennta sig. Fram kom að töluverðar breytingar verða

á skipulagi og námsframboði í skólanum á næstu misserum og fjölbreytni aukin. Stefnt er að verulegri aukningu náms fyrir fullorðið fólk sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og stúdentsnámið verður stokkað upp og komið á framhaldsskólaprófi og síðast en ekki síst verður stafsnám við skólann eflt verulega. Jafnframt eru bundnar vonir við að nýtt skipulag á félagsstarfi nemenda verði félagslífi þeirra til framdráttar en í viðhorfskönnunum meðal nemenda hefur komið fram óánægja meðal þeirra.

Mynd: Sigurður Mar

Skólameistari Eyjólfur Guðmundsson.

Page 2: Eystrahorn 21. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 26. maí 2011

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir umsækjendur

hæfnispróf veiðimanna.

Skráning fer fram á www.veidikort.is

Staðsetning:Skotvopn bóklegt: 22. og 23. júní kl 18.00-22.00

Veiðikortanámskeið: 24. júní kl 17.00-23.00Skotvopn verklegt:

Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 10.500,- og skotvopnanámskeiðið kr. 20.000.-

Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd

Höfn í Horna�rði

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í

sérhvert hús

Foreldrar og annað fullorðið fólk!Kaupið ekki áfengi fyrir börnin ykkar

Það leysir engan vanda en býr til vandamál

Dalshrauni 13 • 220 Hafnarfirði • Sími: 565 [email protected] • www.glerborg.is

Hér á landi er síbreytileg veðrátta alþekkt. Þess vegna ættu Íslendingar að velja vandaðar vörur sem eru framleiddar fyrir erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds.

PVC-u GLUGGARHURÐAR OG GLER

Öll framleiðsla frá Glerborg er CE vottuð

Gunnar Ingi Valgeirsson ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja

Gunnar Ingi Valgeirsson tekur við af Hauki Helga Þorvaldssyni sem forstöðumaður íþróttamannvirkja í sumar. Gunnar Ingi á langan feril að baki í störfum fyrir íþróttahreyfinguna á staðnum, sem lögreglumaður og eigandi ör yggisþjónustufyr ir tækis . Hann var valinn úr hópi 14 umsækjenda. Af þeim voru fimm boðaðir í viðtöl og leitað umsagna um þá.Verkefni forstöðumanns eru að veita íþróttamannvirkjum forstöðu, halda utan um rekstur og mannahald í íþróttamannvirkjum, bera ábyrgð

á íþróttasvæðum í sveitarfélaginu, að vera tengiliður sveitarfélagsins við íþróttahreyfinguna og hafa yfirumsjón með stefnumótun í æskulýðs- og tómstundamálum. Undanfarin ár hefur verið mikil uppbygging á íþróttamannvirkjum sem mikilvægt er að hlúa vel að. Í umræðunni er að ljúka þurfi við byggingu á milli sundlaugar og íþróttahúss. Um leið og Hauki Helga er þakkað fyrir hans framlag til íþrótta- og æskulýðsmála á undaförnum árum er Gunnar Ingi boðinn velkominn til starfa.

Page 3: Eystrahorn 21. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 26. maí 2011

Í vetur hafa verið æfingar á mánudögum og fimmtudögum og eru iðkendur 30 talsins á aldrinum 8-16 ára, heldur færri en voru fyrir áramót en þá voru 7 ára líka en í janúar var ákveðið að bjóða upp á íþróttaskóla fyrir þann aldur en þar er boðið upp á flestar fjölbreyttar íþróttir.Við fórum í dósasöfnun í febrúar og þökkum kærlega fyrir þær góðu móttökur sem íbúar hafa sýnt okkur. Fyrir peningana voru keyptar skeiðklukkur og uggar. Þá voru einnig pantaðar keppnispeysur en þau kaup voru einnig styrkt af nokkrum fyrirtækjum sem við viljum þakka kærlega fyrir velvildina.Í apríl héldum við svo páskaeggjamót innan deildarinnar, allir fengu páskaegg og átti önninni að ljúka þar með. En okkur var boðið að taka þátt í árlegu vormóti á Djúpavogi þremur dögum seinna og auðvitað létum við okkur ekki vanta þar. Krakkarnir okkar stóðu sig öll með mikilli prýði og hringlaði í verðlaunapeningunum á heimleiðinni.Eftir páska hófst svo vor/sumarönnin og drifum við okkur beint í æfingabúðir og á mót á Neskaupsstað fyrstu helgina í maí, enda nýju peysurnar komnar upp úr kassanum og ekki eftir neinu að bíða. Föstudagur fór í æfingar, en einnig var boðið upp á dómaranámskeið þar sem yfirdómari frá Sundssambandi Íslands, Ólafur Baldursson, kenndi. Tveir dómaranemar fóru frá Sindra, Þuríður Snorradóttir og Ásdís Pálsdóttir.

Þá var gist í Nesskóla þar sem fór mjög vel um okkur. Mótið sjálft var á laugardegi þar sem dómaranemarnir þreyttu verklega hluta námskeiðsins. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel. Sunddeild Sindra varð í 1. sæti í boðsundi 12 ára og yngri eftir svakalega baráttu og ætlaði allt að verða vitlaust í lauginni. Til Sunddeildar Sindra komu einnig 6 gull, 4 silfur og 2 brons. 10 ára og yngri fengu öll þátttökupening. Við eigum fullt af efnilegum sundfólki í Sunddeild Sindra þau stóðu sig frábærlega.Í maí fóru krakkarnir aftur af stað í dósasöfnun og nú söfnum við fyrir korkum og öðrum æfingatækjum til að bæta sundtæknina enn frekar. Stefnt er á að fara svo á Hallormsstað næstu helgi, en þar er hátíð haldin og keppt verður í sprettsundum, hlaupi og farið í leiki og haft gaman. Í júní verður æfingum fjölgað í 3 í viku og verður þá útskrifuðum 2.bekk boðið að koma aftur inn. Helgina 18-19.júní munum við svo bjóða öðrum sunddeildum að koma til okkar í æfingabúðir. Við verðum ekki með æfingar í júlí og ágúst en munum hvetja allt sundfólk til að mæta í laugina og synda sér til skemmtunar og heilsubótar, sérstaklega vonumst við til að krakkarnir verði dugleg að synda og fjölmenni svo á unglingalandsmót um verslunarmannahelgina og sýni hvað í þeim býr.

Stjórn Sunddeildar Sindra

Sundið á uppleið

www.eystrahorn.is

Laugardaginn 4. júní stefnir Svavar Jónatansson að því að opna ljósmynda- og myndbandssýningu í gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli, ef Grímsvötn leyfa. Myndir úr landslagsverkum Svavars hafa þegar birst íbúum Hafnar á Vetrarhátíð 2010, þegar hann sýndi hluta úr verkinu Innland/Útland-Ísland, sem þá var í vinnslu. Landslag Vatnajökulssvæðis er nú viðfangsefni hans og veitir sérstæða sýn af heillandi umhverfi þess með frumsamdri tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar. Allar myndir eru teknar út um hliðarrúður vöru- og fólksflutningabifreiða. Sýningin er í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og er styrkt af Vinum Vatnajökuls. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á eftirfarandi vefslóðum: http://www.inlandoutland.com, http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/

Ljósmyndasýning

SumarvinnaSUNDLAUG HAFNARVantar starfsmann (kvenmann) í afleysingu við afgreiðslu og baðvörslu frá 1. júní – 15.ágúst í 80% starf. Helst að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði.

Laun samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess. Einnig má skila inn rafrænt á netfangið [email protected].

Nánari upplýsingar veitir Haukur Helgi Þorvaldsson forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 470 8000

Sindravellir2. flokkur kvenna

Laugardagur 28. maí kl. 16:00 Sindri - Þróttur R

Meistarflokkur kvenna bikarkeppnin Þriðjudagur 31. maí kl. 20:00

Sindri - Fjarðarbyggð (bikar)3. deild karla

Miðvikudagur 1. júní kl. 20:00 Sindri - Huginn

Page 4: Eystrahorn 21. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 26. maí 2011

Nýlega úthlutaði Kvískerjasjóður styrkjum ársins 2011 og er það sjöunda úthlutun frá stofnun hans árið 2003. Alls bárust 18 umsóknir og var samanlögð upphæð umsókna rúmlega 13 milljónir króna. Að þessu sinni er úthlutað 3,5 milljónum króna til þrettán verkefna.

Verkefnin sem hlutu styrk eru:

Eyðibýli í Austur – Skaftafellssýslu, Gísli Sverrir Árnason, • Samstarfshópur um verndun og nýtingu eyðibýla á Íslandi. Hámarksútbreiðsla Vatnajökuls í lok Litlu ísaldar, Snævarr • Guðmundsson.Skráning menningarminja í Öræfasveit, Guðlaug Matthildur • Jakobsdóttir.Stærstu jökulgarðar á Íslandi – setgerð, bygging og myndun • Kvíármýrar- og Kambamýrarkamba, Dr. Ívar Örn Benediktsson, Jarðvísindastofnun Háskólans.Rannsókn og miðlun á fornum minjum i landi Kvískerja, Elín Ósk • Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands.Könnun á kelfingu íss í Jökulsárlón, Eyjólfur Magnússon.• Birki á Skeiðarársandi: fræframleiðsla og frægæði, Dr. Kristín • Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins og Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Háskóla Íslands.Útivist og afþreying ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarði, Dr. • Þorvarður Árnason, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði.Áhrif landgræðsluaðferða, lúpínu og áburðargjafar/sjálfssáningar, • á dýralíf á Íslandi, Brynja Davíðsdóttir.Áhrif Vatnajökuls á veður og veðurfar, Hálfdán Ágústsson, • Reiknistofu í veðurfræði.Skráning mynda, Svavar M. Sigurjónsson.• Þróun gróðurs og jarðvegs í Skaftafelli og Öræfum síðustu • árþúsundir með tilliti til áhrifa loftslags, eldvirkni og mannvistar, Guðrún Gísladóttir.Fuglar: nytjar og hefðir, Björn Gísli Arnarson, Fuglaathugunarstöð • Suðausturlands.

Hlutverk Kvískerjasjóðs er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningu í Austur-Skaftafellssýslu. Frá upphafi hefur sjóðurinn stutt við margvísleg metnaðarfull verkefni sem bæði eru mikilvægt framlag inn í vísindaheiminn en ekki síður munu þau geta gagnast til að styrkja framþróun byggðar í Austur-Skaftafellssýslu. Á heimasíðu Kvískerjasjóðs mun í framtíðinni, eftir því sem mögulegt er og í samráði við styrkþega, verða hægt að nálgast upplýsingar um niðurstöður verkefna.

Það er mat sjóðsstjórnar að Kvískerjasjóður hafi sannað gildi sitt, verið hvati að margvíslegum rannsóknum í Austur-Skaftafellssýslu og þannig stuðlað að framhaldi þess umfangsmikla vísindastarfs systkinanna á Kvískerjum eins og honum var ætlað við stofnun.

Kvískerjasjóður úthlutar styrkjum

Sauðburði er nú víða að ljúka og önnur vorverk taka við. Kornsáningu er nú lokið og má ætla að mikil aukning verði í kornrækt í sýslunni og hefur hún aukist mikið á milli ára. Má rekja það að einhverju leiti til mikilla verðhækkana á kjarnfóðri. Þá hefur einnig fjölgað afbrigðum af byggi sem þolir betur misjöfn veður og jarðvegsgerð á hverjum stað.

Vel hefur gengið í suðfjárræktinni þó svo að meðalvigt lambskrokka hafi lækkað en meðal fallþungi var lægri á flestum stöðum á landinu árið 2010 miðað við árið þar á undan. Helstu niðurstöður skýrsluhaldsins er að finna á vef Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is . Gaman er þó að geta þess að af 50 afurðahæstu búum í landinu sem voru með 100 ær eða fleiri og 29 kg. af kjöti eftir hverja á eða meira eru 4 bú í Austur-Skaftafellssýslu og eru þau ofarlega á þeim lista.

Nautgriparækt er í miklum blóma hér í sýslu og afurðir mjólkurkúa með mesta móti. Meðalafurðir árskúa í sýslunni er 5765 kg eftir hverja kú en einungis Skagfirsku kýrnar mjólka meira eða 5817 kg. eftir hverja kú. Svona hefur þetta verið s.l. 4 ár en um 2006 voru Austur-Skaftfellsku kýrnar þær afurðamestu nokkur ár í röð. Í Austur- Skaftafellssýslu eru 11 kúabændur og meðalbústærð er 38,1 árskú. Þess ber að geta að árið 2007 var meðalbúið með 30,1 árskú og er þetta mikil aukning. Af þessum 11 búum eru 5 þeirra með færri en 20 kýr og 2 af þeim með færri en 10 kýr.

Búfjáreftirliti er nú lokið í sýslunni og fer það fram á hverju vori, fjölgun er í bústofni bænda almennt á flestum búfjártegundum og þá aðallega í sauðfé en þar fjölgar um tæp 10 % frá árinu 2009 og er tafla hér að neðan sem sýnir þróunina og fjölda búfjár í sýslunni.

Þá er einnig eitt svínabú, eitt hænsnabú, eitt loðdýrabú og eitt andabú og er ekki hægt að gefa upp fjölda á þeim vegna trúnaðarskyldu, en þau bú ganga mjög vel og hafa sum þeirra verið að stækka.Þá stendur einnig til að gera tilraunir með ræktun á repju til olíuframleiðslu og fóðurframleiðslu en nánar verður greint frá því síðar.

Grétar Már Þorkelsson , ráðunautur Bssl

Alls í A-Skaft 2011 2010 2009

Kýr 489 474 499

Geldneyti 953 966 990

Ær og gemsar 18.462

Hrútar (fullorðnir og sauðir) 403

Lambhrútar og geldingar 442

Suðfé alls 19.307 18.358 17.475

Hross 993 894 903

Af landbúnaði í Austur-Skaftafellssýslu

Page 5: Eystrahorn 21. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 26. maí 2011

Ritari á heilsugæslustöð HSSAAuglýst er staða ritara á heilsugæslustöð HSSA, frá og með 1. ágúst n.k. Starfið er fjölbreytt og krefst þess að viðkomandi sýni frumkvæði, lipurð í mannlegum samskiptum, sé stundvís og hafi góða þjónustulund. Einnig er gerð krafa um góða almenna tölvukunnáttu og reynslu af skrifstofustörfum.Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins. Frekari upplýsingar veita Guðrún Júlía Jónsdóttir framkvæmdastjóri í síma: 470 8616 eða netfang: [email protected] og Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslusviðs í síma: 470 8613 eða netfang: [email protected] Umsóknarfrestur er til 2. júní nk.

Sjúkraliði í heimahjúkrunLaus er 60% staða sjúkraliða í heimahjúkrun við Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, frá og með 15. ágúst nk.

Nánari upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri í síma 470 8600

Talþjálfun á Hornafirði í sumarÞórunn Halldórsdóttir talmeinafræðingur mun vera á heilsugæslustöðinni á Hornafirði vikuna 11. -15. júlí með talþjálfun. Þetta verður eina vikan sem hún getur boðið upp á þjálfunarrispu í sumar.

Hægt er að panta tíma með því að hafa samband í tölvupósti [email protected] eða í síma 691-0544 sem fyrst.

Kynningarfundur um OLE II verkefnið verður haldinn í Ekru

þriðjudaginn 31. maí nk. kl:13:30 – 16:00

Kynnt verður fjölþjóðlegt Evrópusambandsverkefni um öldrunarmál “Our life as elderly” (OLE “)

eða “Bestu æviárin” sem Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

hefur verið þátttakandi í síðustu 3 ár.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

Allir velkomnir

Fjórtán ömmur og afarSunnudaginn 24. apríl skírði séra Einar á Kálfafellsstað stúlkubarn. Athöfnin fór fram á Smyrlabjörgum. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema af því að þessi litla stúlka sem heitir Bryndís Björk á óvenju margar ömmur og afa eða 14 alls blóðtengd sem sennilega er einsdæmi hér um slóðir. Af þessu tilefni birtum við hér myndir af stórfjölskyldu hennar.

Standandi f.v. foreldrar, afar og ömmur: Bryndís Björk Hólmarsdóttir, Unnsteinn Þráinsson, Hólmar Hallur Unnsteinsson, Heiða Vilborg Sigurbjörnsdóttir, Laufey Helgadóttir, Sigurbjörn Karlsson. Sitjandi f.v langömmur og langafar og langalangamma: Halldóra Jónsdóttir, Sævar Kristinn Jónsson, Hólmar Pálsson, Gunnhildur Ágústsdóttir, Helgi Hálfdánarson, Vilborg Einarsdóttir (Bogga ljósmóðir, langamma, sem heldur á Bryndísi Björk), Bjarney Pálína Benediktsdóttir, Steinunn Aradóttir.

Hulda Kristófersdóttir langalangamma með Bryndísi Björk og Sigurður Jónsson langalangafi ásamt föður og afa. Á myndirnar vantar Þráinn Sigurðsson langafa.

Page 6: Eystrahorn 21. tbl. 2011

VELKOMIN Í NETTÓ

mar

khon

nun.

is

Birt

með

fyrir

vara

um pr

entv

illur o

g myn

davíx

l.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

Tilboðin gilda 26. - 29. maí eða meðan birgðir endast

KANILSNÚÐUR BAKAÐ Á STAÐNUM

GLÓALDINSAFI 1 L

ICEBERG SALAT

50%afsláttur

Kræsingar & kostakjör

50%afsláttur

249kr/kg

áður 498 kr/kg

698kr/kg

áður 798 kr/kg

999kr/pk.

áður 1.298 kr/pk.

88kr/stk.

áður 175 kr/stk.

175kr/kg

áður 349 kr/kg

199kr/stk.

áður 229 kr/stk.

GRÍSASKANKARFERSKIR

KJÚKLINGURFERSKUR

HAMBORGARARFROSNIR10 X 90 G

LAMBAHRYGGUR FYLLTUR

1.799kr/kg

áður 2.798 kr/kg

36%afsláttur

1.499kr/kg

áður 1.998 kr/kg

WOK NAUTAPOTTRÉTTUR FERSKUR

52%afsláttur

50%afsláttur

25%afsláttur

30%afsláttur

990kr/kg

áður 2.049 kr/kg

GRÍSAKÓTELETTUR FERSKAR

GRÍSAGÚLLASFERSKT

1.399kr/kg

áður 1.998 kr/kg