Top Banner
Fimmtudagur 25. ágúst 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 29. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Laugardaginn 27. ágúst fara fram töðugjöld í Gömlubúð. Hátíðin er liður í Lifandi safni Menningarmiðstöðvar og Gömlubúðar þar sem boðið hefur verið upp á fjölbreytta viðburði á safninu í sumar. Húsið opnar klukkan 13:00 með mótorhjólasýningu. Boðið verður upp á ýmsar uppákomur á meðan á töðugjöldunum stendur, leikir verða fyrir börnin og hoppukastalar. Hilmar og fuglarnir stíga svo á svið klukkan 16:00 og boðið verður upp á þjóðlegar veitingar. Allir eru velkomnir á hátíðina og fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningi. Töðugjöld í Gömlubúð Meistaraflokkur karla leikur á laugardaginn kl. 14:00 við KB úr Breiðholti á Leiknisvellinum og heimaleikur Sindra verður á Sindravöllum á þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30. Fyrir leikinn verður uppskeruhátíð hjá yngri flokkunum og í hálfleik fá Íslandsmeistararnir í 3. flokki kvenna sigurlaunin sín afhent. Hornfirðingar og stuðningsfólk á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til að mæta í Breiðholtið og hvetja Sindrastrákana vel. Úrslitakeppni 3.fl. karla í 7-manna bolta fer fram um helgina á Sindravöllum. Þar keppa auk Sindra, Snæfellsnes, Skallagrímur og UMFL. Stúlkurnar í 5. fl. fara til Akureyrar og keppa í úrslitakeppninni um helgina. Stúlkurnar í 2. flokki kvenna leika tvo heimaleiki í þessari viku, í dag kl. 17:00 gegn Álftanesi/Haukum og á laugardaginn kl. 16:00 gegn ÍBV. Mætum vel á Sindravelli til að hvetja unga fólkið til dáða. Með góðum stuðningi geta áhorfendur verið eins og tólfti liðsmaðurinn. Margir flokkar í úrslitum í fótboltanum
6

Eystrahorn 29. tbl. 2011

Mar 23, 2016

Download

Documents

Eystrahorn 29. tbl. 2011
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 29. tbl. 2011

Fimmtudagur 25. ágúst 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn29. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Laugardaginn 27. ágúst fara fram töðugjöld í Gömlubúð. Hátíðin er liður í Lifandi safni Menningarmiðstöðvar og Gömlubúðar þar sem boðið hefur verið upp á fjölbreytta viðburði á safninu í sumar. Húsið opnar klukkan 13:00 með mótorhjólasýningu. Boðið verður upp á ýmsar uppákomur á meðan á töðugjöldunum stendur, leikir verða fyrir börnin og hoppukastalar. Hilmar og fuglarnir stíga svo á svið klukkan 16:00 og boðið verður upp á þjóðlegar veitingar. Allir eru velkomnir á hátíðina og fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningi.

Töðugjöld í Gömlubúð

Meistaraflokkur karla leikur á laugardaginn kl. 14:00 við KB úr Breiðholti á Leiknisvellinum og heimaleikur Sindra verður á Sindravöllum á þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30. Fyrir leikinn verður uppskeruhátíð hjá yngri flokkunum og í hálfleik fá Íslandsmeistararnir í 3. flokki kvenna sigurlaunin sín afhent.Hornfirðingar og stuðningsfólk á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til að mæta í Breiðholtið og hvetja Sindrastrákana vel.Úrslitakeppni 3.fl. karla í 7-manna

bolta fer fram um helgina á Sindravöllum. Þar keppa auk Sindra, Snæfellsnes, Skallagrímur og UMFL.Stúlkurnar í 5. fl. fara til Akureyrar og keppa í úrslitakeppninni um helgina.Stúlkurnar í 2. flokki kvenna leika tvo heimaleiki í þessari viku, í dag kl. 17:00 gegn Álftanesi/Haukum og á laugardaginn kl. 16:00 gegn ÍBV.Mætum vel á Sindravelli til að hvetja unga fólkið til dáða. Með góðum stuðningi geta áhorfendur verið eins og tólfti liðsmaðurinn.

Margir flokkar í úrslitum í fótboltanum

Page 2: Eystrahorn 29. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 25. ágúst 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Sá hópur fólks sem flokkast sem aldraðir er mjög misleitur og jafnvel fjölbreyttari en aðrir aldurshópar, enda samansettur af mótuðum einstaklingum með fjölbreytta reynslu. Hver einstaklingur hefur lifað sínu lífi og mótast af því. Hækkandi aldur fer mis mjúklega með einstaklinginn og miklar breytingar eiga sér stað. Breytingar eins og líkamlegir eða andlegir sjúkdómar, missir og sorg eða búferlaflutningar þar sem fólk flytur í minna eigið húsnæði eða það flytur úr sínu húsnæði og inn á hjúkrunar- eða dvalarheimili.Aldraðir eru stimplaðir af samfélagi og lögum og allir settir undir sama hatt, þ.e. gengið er út frá því að þessir einstaklingar hafi nákvæmlega sömu þarfir.Það sem einkennir helst kynslóðina sem er „öldruð“ í dag er nægjusemi, þeir kvarta ekki og flestir hafa þurft að vinna hörðum höndum fyrir sér og sínum í gegnum tíðina.Ég er nýútskrifuð úr hjúkrunarfræði og starfa sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands. Ég er full áhuga og ánægð í mínu starfi og ber hag íbúa heimilisins mjög fyrir brjósti. Ég tel það forréttindi að starfa með öldruðum, yndislegt fólk sem hefur mikla lífsreynslu og er markað af henni. Ég held

að við í okkar litla samfélagi getum verið stolt af okkar heilbrigðisstofnun, við státum af fagfólki, yndislegu starfsfólki sem gerir sitt allra besta á hverjum degi. Vinnur við það að hugsa um og hlúa að fólki sem ekki lengur getur verið heima hjá sér. En mögulega getum við gert betur og er það markmið mitt og annarra starfsmanna að gera gott hjúkrunarheimil ennþá betra.Meginmarkmið umönnunar sjúklinga á hjúkrunarheimilum er að styrkja mannlega reisn og auka gæði þess lífs sem eftir er. Með þessi markmið í farteskinu eru okkur næstum allar leiðir færar.Inni á hjúkrunarheimilum í dag er mikið af fólki með heilabilunarsjúkdóma, okkar heimili er ekkert frábrugðið. Að mínu mati er umhyggja einn stærsti þáttur í hjúkrun heilabilaðra. Aðrir mikilvægir þættir eru t.d. virðing, skilningur og samskipti.Samskipti er vissulega stór þáttur því að heilabilaðir tjá sig ekkert endilega með orðum og þá er nauðsynlegt að kunna að meta það samskiptamunstur sem viðkomandi notar og virða það.Aðstandendur þessa einstaklinga eiga oft erfitt, þeir finna fyrir sektarkennd, sorg og hræðslu. Það er í verkahring okkar hjúkrunarfólksins að hjálpa aðstandendum í gegnum þessa

erfiðleika, þar sem það er svo mikilvægt að aðstandendur, ættingjar og vinir haldi áfram að njóta samvista hvert við annað. Það er ákaflega mikils virði fyrir íbúa hjúkrunarheimila að fá fólkið sitt til sín. Þó svo að starfsfólk geri sitt besta við umönnun þá jafnast ekkert á við nærveru ættingja sem hafa ferðast saman í gegnum lífið. Við þessi vistaskipti hins aldraða er gott að taka með hluti að heiman, hluti sem viðkomandi þykir vænt um, t.d. myndir, teppi eða uppáhalds rúmfötin. Einnig

er sniðugt að taka myndaalbúm með þar sem það getur létt lund að skoða myndir af ættingjum og vinum. Oft heyrir maður setningar eins og „hann þekkir mig ekki lengur svo það þíðir ekkert að heimsækja hann“ Þetta er alrangt því heilabilaðir njóta þess að fá fólk sem það hefur þekkt í heimsókn, það finnur einhver tengsl. Margt er hægt að gera í heimsóknum til fólks með heilabilun eins og t.d. skoða gömul albúm, nudda hendur viðkomandi með kremi, tala um gamla daga, spila á spil, lesa dagblöðin, hlusta á tónlist, ganga um garðinn o.fl. Samverustundirnar þurfa ekki að taka langan tíma í einu en ég get lofað ykkur því að þeirra verður notið. Mig langar að hvetja ættingja, vini og vandamenn að kíkja til okkar í heimsókn. Ég er handviss um að þið eigið eftir að njóta þess. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.

Ragnheiður Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur, HSSA

Listin að eldast með reisn

Alltaf tilboð í

Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,

Margrétar Sigurbjargar Sigurðardóttur Hólmi á Mýrum í HornafirðiSérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins á Höfn.

Guðjón Sigurður Arason börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

Page 3: Eystrahorn 29. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 25. ágúst 2011

Velferð þjóðarinnar í bráð og lengd ræðst að stórum hluta hvernig okkur sem þjóð tekst að hámarka virði sjávarafurða. Auðlindin er takmörkuð og því verður að byggja upp kerfi sem tryggir arðsemi í greininni og stuðlar að almennum lífsgæðum í landinu. Á seinni árum hefur verið deilt um eignarhald á aflaheimildum, skiptingu umframarðs af auðlindinni og afleiðingum framsals kvóta fyrir einstakar byggðir. Um allangt skeið hefur því ríkt óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið. Í umræðunni í dag er mikilvægt að líta til skýrslu svokallaðrar sáttanefndar í sjávarútvegi sem skilaði af sér síðasta haust og álit sérfræðinga sjávarútvegsráðherra um áhrif frumvarpa hans um breytingar á stjórn fiskveiða sem birtist í sumar. Fyrirtækið KPMG hefur ennfremur unnið að úttekt á áhrifum frumvarpanna fyrir Hornafjörð og liggja helstu niðurstöður fyrir.

Sáttanefndin vildi samningaleið

Sáttanefndin skoðaði fyrst og fremst tvær leiðir við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, fyrningarleið og samningaleið. Nefndin hafnaði fyrningarleiðinni af þeirri ástæðu að hún leiddi til fjöldagjaldþrots í sjávarútvegi og myndi valda miklu raski í sjávarbyggðum. Nefndin leitaði til Karls Axelssonar hrl. og Lúðvíks Bergvinssonar hrl. og fyrrum alþingismanns en báðir komu að vinnu auðlindanefndar sem skilaði niðurstöðum sínum um síðustu aldamót. Á ítarlegan hátt setja þeir fram grunnhugmynd að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi sem breið samstaða myndaðist um í sáttanefndinni. Samningaleiðin, eins og ég skil hana, gengur út á eftirfarandi grundvallaratriði:

Að sambærilegar reglur eigi 1. að gilda um allar auðlindir Íslendinga. Að við breytingu á 2. fiskveiðistjórnunarkerfinu þurfi að horfa til byggðasjónarmiða, einkum þar sem sjávarútvegur er stór hluti af hagkerfi einstakra staða.Að við gerð samninga 3. verði horft til þeirra sem hafa aflaheimildir undir höndum í dag auk þess

að taka tillit til byggða- og nýliðunarsjónarmiða.Að eyða réttaróvissu um 4. eignarhald með gerð samninga.Að umgengni um auðlindina 5. og nýting hennar sé sem best tryggð.Að samningar séu gerðir 6. til lengri tíma en skemmri, m.a. til að komast hjá svokölluðum leigjendavanda og tryggja áframhaldandi þróun og nýsköpun í greininni.Að gjald komi til vegna 7. nýtingar auðlindanna.Að kveða skýrt á um réttindi 8. og skyldur samningshafa til að skýra fyrir aðilum hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að samningar verði endurnýjaðir.

Það var ljóst við framlagningu frumvarpanna að þau tækju ekki mið af þessum atriðum í nokkrum veigamiklum atriðum, einkum er varðar endurnýjun samninga og lengd þeirra. Hin breiða samstaða sem myndaðist í nefndinni er því ekki til staðar lengur, sem er miður. Þegar frumvörpin voru lögð fram á Alþingi lá engin greining fyrir um áhrif frumvarpanna á einstakar byggðir, þjóðarbúið í heild eða fyrirtæki í sjávarútvegi

Hvað sögðu sérfræðingar

ráðherra?Skömmu eftir að fundum Alþingis var frestað í vor birtist álit sérfræðihóps sem skipaður var af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hópurinn telur að „stærra“ frumvarpið eins og það var lagt fram brjóti í bága við samningaleiðina og þá sérstaklega um tímalengd nýtingarréttar og ákvæði um endurnýjun. Hópurinn telur að samningstími til 15-23 ára sé of skammur og frumvarpið eyði ekki óvissu um endurnýjun samninga.Sérfræðingahópurinn dró einnig í efa að markmið um nýliðun myndi nást, einkum vegna þess að veðsetningu aflaheimilda á að banna sem sérfræðingar segja að sé „beinlínis fjandsamlegt nýliðum“. Einnig ræða sérfræðingar talsvert um framsal aflaheimilda og þeirrar togstreitu sem ríkir á milli hagkvæmis-

og byggðasjónarmiða. Telur hópurinn að ekki eigi að leggja það á atvinnugreinina sem slíka að stuðla að byggðamynstri sem fellur að stefnu stjórnvalda. Aðrar leiðir séu betur til þess fallnar að koma þeim byggðarlögum til bjargar sem eiga á brattann að sækja. Að endingu víkur hópurinn að áhrifum frumvarpanna á sjávarútvegsfyrirtæki. Í stuttu máli segja sérfræðingarnir að bæði flutningur á aflaheimildum í potta og hækkun á veiðigjaldi leiði til verri stöðu þeirra. Þetta þýðir á mannamáli að fyrirtæki þurfa að hagræða, fækka fólki og draga saman seglin.

Neikvæð áhrif á Hornafjörð

Vegna þess að engin greining lá fyrir í vor þegar frumvörpin voru lögð fram ákvað bæjarráð Hornafjarðar að ráðast í sjálfstæða úttekt á áhrifum frumvarpanna. Helstu niðurstöður starfsmanna KPMG um „stærra frumvarpið“ eru eftirfarandi:

Þorskígildistonn dragast • saman um rúmlega 1.600 tonn.Samdráttur aflaheimilda • nemur tæplega 9%

Aflaverðmæti minnka um 540 • milljónir króna.Útgerðir á Hornafirði • byggja allmikið á uppsjávar-tegundum, sérstaklega loðnu og síld og hafa þær keypt til sín aflaheimildir í þeim tegundum á undanförnum árum sem skerðast um 5.128 tonn eða sem samsvarar 604 þorskígildum.Jafnframt er humar skertur • um 493 þorskígildistonn

Hér blasir auðvitað við að staðurinn verður fyrir þungu höggi verði frumvarpið samþykkt á þeim nótum sem það var lagt fram í vor. Staðurinn hefur sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins samdrætti í atvinnulífi.

Vöndum okkurÞað er hart fram gengið gagnvart samfélaginu að flytja 1600 þorskígildistonn í burtu. Samdráttur í tekjum sveitarfélagsins og áhrif á viðskiptagreinar sjávarútvegsins verður verulegur. Við hljótum því öll að leggjast á árarnar við að þrýsta á stjórnvöld um að gerðar verði grundvallarbreytingar á frumvörpum um stjórn fiskveiða. Hér verður að hafa hugfast að ekki er um örfá störf að ræða heldur hundruð og ekki eitt fyrirtæki heldur tugi en síðast en ekki síst framtíð samfélagsins. Hér á Hornafirði búum við vel að því að útgerð er fjölbreytt, hátt hlutfall af afla hornfirskra báta er unninn hér og síðustu ár hafa verið stofnuð ný fyrirtæki í vinnslu og í útflutningi sjávarafurða. Það hefur tekist að byggja upp fjölbreyttan atvinnurekstur í sjávarútvegi og skapa störf á nær flestum stigum virðiskeðjunnar. Við hljótum að standa vörð um þann árangur.

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

Um fiskveiðistjórnun

Gleraugnaverslunin Birta verður með þjónustu í Jaspis

• miðvikudaginn 31. ágúst kl. 10:00 - 18:00• fimmtudaginn 1. september kl. 10:00 - 18:00• föstudaginn 2. september kl. 10:00 - 16:00

Gleraugnaþjónusta, gullsmíði & úrsmíði, gjafavara

Miðvangi 2-4 - 700 Egilsstaðir - Sími 471 2020Búðareyri 15 - 730 Reyðarfjörður - Sími 474 1234

E-mail: [email protected] - Gsm. 692 9990

Flott gleraugu

Gott verð

Page 4: Eystrahorn 29. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 25. ágúst 2011

Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000Fax 555 3332 • [email protected] • www.glerborg.is

SÍMI: 565 0000

PVC-uGLUGGARHURÐAROG GLERÁ Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt.Þess vegna ættu Íslendingar að veljavandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds.

Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu.Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi.

Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð

Líkt og flestir Hornfirðingar vita líklega nú þegar þá sóttum við um að fá að halda unglingalandsmót árin 2013 og 2014. Á setningarhátíð á unglingalandsmótinu á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina var tilkynnt að við munum halda unglingalandsmótið árið 2013. Árið 2007 héldum við okkar fyrsta unglingalandsmót með miklum ágætum. Það voru fjölmargir sem komu að mótshaldi, allt unnið í sjálfboðastarfi og tókst mótið mjög vel. Erum við ákveðin í að halda hér frábært unglingalandsmót árið 2013 með hjálp íbúa hér á Hornafirði og er undirbúningur að hefjast. Héðan frá USÚ fór vaskur hópur keppenda á unglingalandsmótið á Egilsstöðum eða um 60 keppendur. Þar var keppt í hinum ýmsu greinum íþrótta s.s. fótbolta, frjálsum íþróttum, sundi , körfubolta, golfi, mótorkrossi og fimleikum og er óhætt að segja að keppendur stóðu sig með mikilli prýði.

Íþróttamaður ársinsÞann 17. júní 2011 var íþróttamaður ársins á Hornafirði valinn og var það Sveinbjörg Zophoníasdóttir sem varð fyrir valinu enda vel að titlinum komin. Sveinbjörg var Íslandsmeistari í sjöþraut og langstökki kvenna. Hún vann óvæntasta frjálsíþróttaafrek 2010 í langstökki þegar hún stökk 6,10 m. og náði þar með 4. besta árangri kvenna í langstökki á Íslandi frá upphafi. Sveinbjörg hefur verið að keppa með A-landsliði Íslands síðastliðið ár í hinum ýmsu greinum og um allan heim með góðu gengi. Hún er fjölhæf frjálsíþróttakona og er hennar helsta grein fjölþraut en í sumar hefur hún keppt í þrautum á þremur stórum mótum erlendis og er hún búin að bæta sig í heildarstigum í sjöþrautinni og einnig í einstökum greinum svo sem 200 m. og 800 m. hlaupi ásamt kúluvarpi. Keppnistímabil sumarsins er nú hálfnað hjá Sveinbjörgu og á hún eftir að keppa á Meistaramóti Íslands 15-22 ára, Norðurlandameistaramóti unglinga í Kaupmannahöfn og Íslandsmeistaramóti í fjölþrautum. Óskum við henni góðs gengis á þessum mótum sem og í framtíðinni.

HvatningarverðlaunUSÚ veitti einnig þrenn hvatningarverðlaun þann 17. júní. Skíðadeild Sindra hlaut hvatningarverðlaun sem ætti nú jafnvel frekar að kallast bjartsýnisverðlaun. Að reka skíðadeild á Hornafirði og fara reglulega í Oddskarð má teljast mikil bjartsýni og dugnaður en þau hafa farið í margar ferðir austur og má segja að skíðafólkið frá Hornafirði hafi oft verið áberandi í brekkunum í austfirsku ölpunum síðastliðinn vetur! USÚ vill hvetja skíðadeildina til dáða um leið og þeim er óskað til hamingju með flott starf. Önnur hvatningarverðlaunin hlaut Ásdís Pálsdóttir fyrir góðan árangur í sundi síðastliðin ár. Ásdís hefur unnið til margra verðlauna m.a. á bikarmótum UÍA, sumarhátíð UÍA og á öðrum mótum. Ásdís stundar sundíþróttina af mikilli samviskusemi og er góð fyrirmynd annarra sundmanna. Alex Freyr Hilmarsson knattspyrnumaður hlaut þriðju hvatningarverðlaunin en Alex var valinn besti leikmaður 2. flokks karla árið 2010, auk þess að hafa æft með U19 ára landsliði Íslands. Þá fór Alex tvisvar út til æfinga síðastliðinn vetur fyrst til Danmerkur og svo til Belgíu. Alex er með það á hreinu hvað þarf til að ná langt og hefur hann meðal annars frætt unga krakka á Hornafirði um hvað þarf til að ná árangri. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Fréttir af starfsemi USÚ Styrkar- og afrekssjóðurÞann 27. júní var síðan úthlutað úr Styrktar- og afrekssjóði USÚ en tilgangur sjóðsins er að styrkja hornfirska afreksmenn sem eru í aðildarfélögum USÚ til æfinga og keppni. Einnig til verkefna sem auðga og efla ungmenna- og íþróttastarf á sambandssvæðinu. Að þessu sinni fengu þau Guðrún Ingólfsdóttir og Einar Ásgeir Ásgeirsson styrk úr sjóðnum. Guðrún hefur þjálfað Sveinbjörgu dóttur sína með frábærum árangri undanfarin ár. Guðrún hlaut styrk til að geta fylgt Sveinbjörgu erlendis í keppnisferðir en Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ekki haft tök á að senda þjálfara með Sveinbjörgu í allar keppnisferðir erlendis. Einar Ásgeir Ásgeirsson er efnilegur frjálsíþróttamaður. Hans helsta keppnisgrein eru millivegalengdarhlaup. Einar hlaut styrk til keppnis- og æfingaferða en hann þarf að fara fjölmargar ferðir til Reykjavíkur og víða um landið og vonandi erlendis líka. Í sumar hefur hann verið á ferð og flugi um landið og keppt með ágætu gengi, hnémeiðsl hafa verið að hrjá hann en hann stefnir á góðan hlaupavetur. Einar er við nám í verkmenntaskólanum á Akureyri á íþróttabraut og þar æfir hann frjálsar af kappi.

Matthildur Ásmundardóttir formaður USÚ

Jón Sölvi Ólafsson f.h. skíðadeildar Sindra, Alex Freyr Hilmarsson og Valur Zophoníasson sem tók við verðlaunum fyrir hönd Sveinbjargar íþróttamanns ársins. Á myndina vantar Ásdísi Pálsdóttur.

Einar Ásgeir og Guðrún Ingólfsdóttir

Page 5: Eystrahorn 29. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 25. ágúst 2011

Í FORMIÁ HÖFN Í HORNAFIRÐI

Í FORMIÁ HÖFN Í HORNAFIRÐI

Í FORMIÁ HÖFN Í HORNAFIRÐI

Enn og aftur erum við komin Íform og þetta árið munu falla mörg met á mótinu sem haldið verður 9. – 10. september hér á Höfn. Yngra fólkið ætlar að slá fyrri mótsmet á meðan þeir eldri telja sig hafa þetta á leikreynslunni. Það verða sömu greinar og í fyrra þó með þeirri undantekningu að golfið fellur niður vegna Sveitakeppni Austurlands sem verður á golfvellinum þessa helgi en í staðin verður ný grein Hafnarhlaupið. Hafnarhlaupið ætti enginn hlaupari að láta fram hjá sér fara, hlaupaleiðin er fjölbreytt og skemmtileg, 12,6 km löng þar sem hlaupið er hringinn í kringum bæinn, að mestu á göngustígum en einnig að hluta til á götum bæjarins. Fyrir þessa krefjandi grein verða veitt sérstök verðlaun og fá þeir sem skila sér snemma

í mark Humar frá Skinney/Þinganes. Kvöldskemmtunin verður á Víkinni og ekki verður maturinn af lakari endanum frá vertunum þar. Boðið verður upp á fordrykk, þá er humarsúpa, lambið góða í aðalrétt og endað á kaffi. Að sjálfsögðu eru skemmtiatriðin og ballið svo rúsínan í pylsuendanum. Verðið er hið ákjósanlegasta, einungis 9000- kr. á mann fyrir mót, mat, skemmtun og ball. Þetta er verðlækkun frá því í fyrra og því ætti enginn að láta Íformi fram hjá sér fara. Við hvetjum síðan alla Hornfirðinga sem ekki keppa til að koma á íþróttasvæðið og sjá úrvalsfólkið spreyta sig, hver veit nema þar fæðist stjörnur á næstu landsmót UMFÍ 50 ára+.Nánar um tímasetningar í mótinu, hlaupið og kvöldið á iformi.is

9.-10. september

AtvinnaStarfsfólk óskast í aðhlynningu á hjúkrunar- og sjúkradeild frá og með 1. september nk. Um er að ræða vaktavinnu aðra hverja helgi. Starfshlutfall 20%. Laun samkvæmt samningi sveitarfélagsins við AFL starfsgreinafélag. Upplýsingar veitir Ásgerður K. Gylfadóttir hjúkrunarstjóri í síma 470 8630 eða netfang [email protected] Umsóknarfrestur er til 29. ágúst nk.

Hlöðuball á HrollaugsstöðumLaugardaginn nk. kl. 11:00 – 03:00

Hljómsveitin Hlöðubandið sér um stuðið 16 ára aldurstakmark • Miðaverð 2000- kr.

Tjaldstæði á svæðinu

Page 6: Eystrahorn 29. tbl. 2011

Nýja HP haustlínan frá Martölvunni á skólatilboði