Top Banner
Fimmtudagur 12. júní 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 23. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ 14. júní Hlaupið verður frá Sundlauginni kl. 11:00. Þátttökugjald 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri Bolur fylgir gjaldinu og frítt í sund Landsbyggðarvinir verðlauna Öræfakrakkana Í vetur hafa fjórir nemendur á miðstigi og unglingastigi Grunnskólans í Hofgarði unnið verkefni á vegum Landsbyggðar vina, en þetta félag kallar á vinnu unglinga í grunnskólum landsins. Unnin eru verkefni þar sem áhersla er lögð á að draga fram hugmyndir um framfarir í heimabyggð. Fjórmenningarnir, þeir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Ísak Einarsson og Styrmir Einarsson unnu til fyrstu verðlauna í hugmyndavinnu fyrri hluta verkefnisins, og í seinni hlutanum deildu þeir fyrstu verðlaunum með Grunnskólanum á Hólmavík . Síðari hluti verkefnisins var nánari útfærsla á því hvernig hugmyndirnar úr fyrri hluta gætu komist í framkvæmd. Þetta voru peningaverðlaun og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í Reykjavík 22. maí s.l. Nemendur gerðu þar grein fyrir verkefnunum og útfærslu. Grunnskólinn í Hrísey og Víðstaðaskóli í Hafnarfirði fengu einnig viðurkenningar. Allir verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjöl og boli sem merktir voru Landsbyggðarvinum. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna ásamt fleirum, m.a. frá stjórnsýslu heimabyggða þeir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar, og Kristján Guðnason bæjarstjórnarmaður á Höfn. hugmynd sem kom frá Grunnskólanum í Hofgarði um að byggja sögusafn með veitingastað var þyngst á metunum tryggja fjórmenningunum verðlaunin en hinar hugmyndirnar voru að auka fullvinnslu afurða í heimabyggð þar sem ferðamenn ættu kost á fjölbreyttum heimaunnum réttum og svo voru útfærðar hugmyndir um útitafl og aðstöðu til að iðka bogfimi, eða útbúa bogfimigarð. Markmið þeirra félaga var að skapa fleiri störf og fjölga íbúum. Skólinn hefur nú á stefnuskrá að halda verkefninu vakandi næsta vetur með upplýsingasöfnun. Í samstarfi við Einar og Matthildi á Hofsnesi er áformað að byrja á því að gera ýmislegt úr sögu sveitarinnar sýnilegt í kaffiaðstöðu sem þau eru að undirbúa í kaupfélagshúsinu á Fagurhólsmýri en þar munu þau einnig hafa aðstöðu fyrir sitt ferðþjónustufyrirtæki, Öræfaferðir. Landsbyggðarvinir stuðla m.a. að verndun náttúrulegra og menningarlegra verðmæta, svo og sögulegra minja. Vonandi á þetta verkefni skólans eftir að vaxa og dafna í framtíðinni með aðkomu margra; að varðveita sögu sveitarinnar ásamt því að njóta matarmenningar og afþreyingar í Öræfum. F.v. aftari röð: Pálína Þorsteinsdóttir, Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Kristján Guðnason og fyrir framan eru þeir Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson
4

Eystrahorn 23. tbl. 2014

Mar 24, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 23. tbl. 2014

Fimmtudagur 12. júní 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn23. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ 14. júníHlaupið verður frá Sundlauginni kl. 11:00.

Þátttökugjald 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri

Bolur fylgir gjaldinu og frítt í sund

Landsbyggðarvinir verðlauna ÖræfakrakkanaÍ vetur hafa fjórir nemendur á miðstigi og unglingastigi Grunnskólans í Hofgarði unnið verkefni á vegum Landsbyggðarvina, en þetta félag kallar á vinnu unglinga í grunnskólum landsins. Unnin eru verkefni þar sem áhersla er lögð á að draga fram hugmyndir um framfarir í heimabyggð. Fjórmenningarnir, þeir Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Ísak Einarsson og Styrmir Einarsson unnu til fyrstu verðlauna í hugmyndavinnu fyrri hluta verkefnisins, og í seinni hlutanum deildu þeir fyrstu verðlaunum með Grunnskólanum á Hólmavík . Síðari hluti verkefnisins var nánari útfærsla á því hvernig hugmyndirnar úr fyrri hluta gætu komist í framkvæmd. Þetta voru peningaverðlaun og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í Reykjavík 22. maí s.l. Nemendur gerðu þar grein fyrir verkefnunum og útfærslu. Grunnskólinn í Hrísey og Víðstaðaskóli í Hafnarfirði fengu einnig viðurkenningar. Allir verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjöl og boli sem merktir voru Landsbyggðarvinum. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra ávarpaði samkomuna ásamt fleirum, m.a. frá stjórnsýslu heimabyggða þeir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar, og Kristján Guðnason bæjarstjórnarmaður á Höfn. Sú hugmynd sem kom frá Grunnskólanum í Hofgarði um að byggja sögusafn með veitingastað var þyngst á metunum að tryggja fjórmenningunum verðlaunin en hinar hugmyndirnar voru að auka fullvinnslu afurða í heimabyggð þar sem ferðamenn ættu kost á fjölbreyttum heimaunnum réttum og svo voru útfærðar hugmyndir um útitafl og aðstöðu til að iðka

bogfimi, eða útbúa bogfimigarð. Markmið þeirra félaga var að skapa fleiri störf og fjölga íbúum. Skólinn hefur nú á stefnuskrá að halda verkefninu vakandi næsta vetur með upplýsingasöfnun. Í samstarfi við Einar og Matthildi á Hofsnesi er áformað að byrja á því að gera ýmislegt úr sögu sveitarinnar sýnilegt í kaffiaðstöðu sem þau eru að undirbúa í kaupfélagshúsinu

á Fagurhólsmýri en þar munu þau einnig hafa aðstöðu fyrir sitt ferðþjónustufyrirtæki, Öræfaferðir. Landsbyggðarvinir stuðla m.a. að verndun náttúrulegra og menningarlegra verðmæta, svo og sögulegra minja. Vonandi á þetta verkefni skólans eftir að vaxa og dafna í framtíðinni með aðkomu margra; að varðveita sögu sveitarinnar ásamt því að njóta matarmenningar og afþreyingar í Öræfum.

F.v. aftari röð: Pálína Þorsteinsdóttir, Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Kristján Guðnason og fyrir framan eru þeir Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson

Page 2: Eystrahorn 23. tbl. 2014

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 12. júní 2014

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Börn 15 ára og yngri eiga samkvæmt lögum að nota reiðhjólahjálma. Allar rannsóknir sýna fram á að þeir verja höfuð vel, jafnvel í alvarlegum umferðarslysum. Á dögunum voru krakkar í 1. og 5. bekk svo heppin að fá afhenta hjálma frá Kiwanis og Slysavarnarfélaginu og er það frábært framtak. En nú eru börnin okkar komin út í vorið á hjólunum sínum en því miður er áberandi hversu fá börn nota hjálma þrátt fyrir þrotlausan áróður og er ég þá að tala um mjög unga krakka sem hjóla um á umferðargötum án reiðhjólahjálms. Sem er ólöglegt! Við foreldrar erum fyrirmynd barnanna okkar og þurfum að líta í eigin barm með þetta eins og svo margt annað. Auðvitað eigum við öll að nota hjálma og kannski ekki síður þegar við eldumst. Til að reiðhjólahjálmur verji höfuðið þarf hann að vera rétt stillur. Hann þarf að verja enni og hnakka og sitja þétt að höfðinu. Ekki má nota húfu undir hjálmi, því ef barn dettir af hjóli getur hjálmurinn færst til þegar það lendir í götunni og veitir hann þá síðri eða enga vörn. Best er að nota þunna lambhúshettu eða eyrnaskjól sem fest eru á bönd hjálmsins. Vonast ég til að allir hjóli út í sumarfríið með hjálm á höfðinu, börn og fullorðnir með því getum við komið í veg fyrir alvarleg slys.

Kær kveðja, Ragnheiður skólahjúkrunarfræðingur

Hjólum út í sumarfríið með hjálm á höfði

Fótboltavertíðin er komin á fulla ferð. Leikir allra flokka Sindra í Íslandsmótum eru samtals um 130 og leikir Mána 12. Þar fyrir utan er þátttaka yngri flokka í ýmsum mótum víða um land og 3.fl. drengja og stúlkna fara í keppnisferð til Spánar. Samkvæmt þessu þá er að meðaltali einn leikur á dag í Íslandsmótum frá 10. maí til 20. september. Það eru fleiri leikir spilaðir að heiman en heima og fyrir keppendur héðan eru ferðalög yfirleitt lengri en hjá öðrum liðum. Þátttökufjöldinn sem æfir og keppir fyrir Sindra og Mána er hátt í 200. Þessi upptalning sýnir hversu gífurlegt umfang er í kringum þetta æskulýðs- og félagsstarf og mikil sjálfboðavinna liggur hér að baki, öðruvísi gengi þetta ekki upp. Það hefur gengið á ýmsu nú í upphafi móts og þegar svona margir flokkar eru sendir á mótin þá verða úrslit leikja á alla vegu. Meistaraflokkur karla hefur byrjað ágætlega, unnið tvo heimaleiki, tapað tveimur útileikjum og gert jafntefli á heimavelli. Leikirnir hafa verið spennandi og skemmtilegir. Meistaraflokkur kvenna hefur átt ágætis leiki þrátt fyrir tap í þremur fyrstu leikjunum en fyrsti sigurinn kom gegn Fjarðabyggð á þriðjudaginn. Það er óhætt að segja að úrslitin hafa ekki fallið með liðinu og ekki alltaf í samræmi við gang leikjanna. En svona er fótboltinn, óútreiknanlegur og þess vegna er hann vinsæll. Það hefur gengið á ýmsu hjá Mánaliðinu eins og við mátti búast. Fjórir útileikir og einn heimaleikur hafa tapast. Mikilvægt er að Gunnari Inga takist að halda liðinu saman til loka mótsins. Nú eru fjórir útileikir búnir og aðeins ein ferð eftir í tvo útileiki. Svo á liðið fimm heimleiki eftir. Yngri flokkarnir hafa staðið sig vel og það er afrek útaf fyrir sig að halda úti öllum þessum flokkum með ekki fjölmennara samfélag á bak við þá. Nú er bara að leggja fast að fólki að mæta á leikina og hvetja unga fólkið til dáða. Það er þeim mikilvægt að sjá og finna stuðning og það hvetur þau til að stunda heilbrigðar tómstundir.

Fylgis með á umfsindri.is og sindrafrettir.is

Leikir á hverjum degi

Íslandsmótið í knattspyrnuSindravellir miðvikudaginn 11. júní kl. 17:00 5. flokkur karla A-lið C Sindri – Álftanes

Sindravellir laugardaginn 14. júní kl. 16:00 2. deild karla Sindri – Reynir Sandgerði

Sindravellir sunnudaginn 15. júní kl. 14:00 3. flokkur karla C2 Sindri – Breiðablik 2

Sindravellir sunnudaginn 15. júní kl. 13:00 3. flokkur kvenna 7B Sindri – Völsungur

Sindravellir sunnudaginn 15. júní kl. 16:00 3. flokkur kvenna 7B Sindri – Einherji

AtvinnaOkkur á Kaffi Nýhöfn vantar stafsmann í sal og eldhús í sumar.

Kjörið fyrir fólk sem vill vinna í alþjóðlegu umhverfi og æfa tungumálakunnáttu sína á lifandi tilraunadýrum.

Upplýsingar veitir María í síma 865-2489 eða á [email protected]

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Mynd: Gunnar Stígur Reynisson

Eystrahorn

Page 3: Eystrahorn 23. tbl. 2014

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 12. júní 2014

Skóli er ekki bara lestur, skrift og reikningur. Ýmislegt annað er gert hér í Grunnskóla Hornafjarðar og ætla ég að tíunda helstu atriðin hér.

Árshátíð Á hverju ári er haldið árshátíð í skólanum. Það er stór viðburður og allir nemendur skólans bíða spenntir eftir að skipuleggja hana. Árshátíðin er fyrir alla nemendur skólans en aðeins hluti af honum skipuleggur hana. Í ár var þemað Óvitarnir, leikrit sem var sýnt í Borgarleikhúsinu. Í ár var það þannig að maður valdi sér hvað maður vildi gera t.d. búningahönnun, smíði á leikmunum, leiklist og svo matur en hér áður fyrr var það bara einn bekkur sem kom með skemmtiatriði. Leikritið heppnaðist mjög vel og það komu í kringum 500 manns að horfa á leikritið hjá krökkunum og yfir hundrað nemendur voru á sviðinu.

SkólaböllÞað eru haldin nokkur skólaböll yfir árið og eru það nemendurnir sem skipuleggja

þau og hefur þeim tekist það heldur vel. Svo eitthvað sé nefnt þá er haldinn haustfagnaður, rósaball, pakkaball og lokaball. Það er oftast 9. bekkur sem sér um að skipuleggja þessa viðburði. Lokaballið er talið vera flottasta ballið en þar er verið að kveðja 10. bekk og þá er oftast fengnir flottir tónlistarmenn og Sindrabær er alltaf vel skreyttur og oft er margmenni á lokaböllunum, það er líka fyrsta ballið sem 7. bekkur fær að koma á.

ÞorrablótÞorrablót hefur alltaf verið haldið af 10. bekk. Þá sér hann um skreytingar, mat og skemmtiatriði. Oft hefur það tíðkast að fá smá útrás á kennurum og gera mikið grín að þeim. Þorrablótið er líka haldið í Sindrabæ eins og öll önnur böll sem eru á vegum skólans og er Sindrabær tilvalinn í svona hluti. Því miður hefur mætingin á Þorrablótið minnkað heldur mikið og er talið að ástæðan sé vegna þess að fáir borða hinn sí vinsæla þorramat lengur.

Leikir í frímínútumÍ skólanum eru einar langar frímínútur og hafa þær oft verið notaðar í íþróttakeppnir á milli bekkja. Bekkir velja sér þá lið til að keppa í hinum ýmsu íþróttum. Meira að seigja kennara hafa sitt eigið lið. Það er verið að keppa í hinum klassísku íþróttum; fótbolta, körfubolta og handbolta svo eitthvað sé nefnt. Svo þegar líða fer á sumarið þá er keppt úti en oftast eru keppnirnar inni í íþróttahúsi.

SkólaferðalögÞað hefur tíðkast í flestum skólum að fara með nemendur í skólaferðalög og við hér á Hornafirði erum mjög heppin því það er hægt

að skoða margt og fara með krakkana á marga staði. Yngsta kynslóðin hefur verið að fara í lambaskoðun, berjamó og fara i Bergárdal en eldri nemendurnir hafa oft fengið að fara á skíði á Neskaupstað og svo eru það líka hinar sí vinsælu skólabúðir Reykir og Laugar sem nemendur í 7. bekk og 9. bekk fá að fara í.

SkólahreystiSkólahreysti er árlegur viðburður á milli allra skóla landsins. Okkar skóli fer alltaf til Egilsstaða og keppir við skóla á austurlandi. Íþróttakennarar sjá um að þjálfa nemendur og passa að þeir séu tilbúnir í keppni. Okkur hefur gengið mjög vel síðustu ár í þessari keppni t.d. í fyrra voru við með besta tíman í hlaupabrautinni og í ár lendum við í annað sæti en til að komast í aðal keppnina þarf maður að vinna keppnina.

Unnið af Selmu Björt Stefánsdóttur í starfskynningu hjá Eystrahorni.

Fjörugt félagslíf í grunnskólanum

Aron Þormar Thomasson var líka í starfskynningu á Eystrahorni en hér er hann plötusnúður á balli í skólanum.

Selma Björt Stefánsdóttir.

Page 4: Eystrahorn 23. tbl. 2014

17. júní á Höfn

13:00 Forsala á blöðrum við N1 á Vesturbraut14:00 Skrúðganga frá N114:15 Lúðrasveitin leikur nokkur lög Hátíðarræða Ávarp Fjallkonunnar Ræða Nýstúdents Fimleikasýning Andlitsmálun Grillaðar pylsur Hoppukastalar Leikir; m.a. kassaklifur og sápukúlufótbolti og fleira Candyfloss og popp

Ef veður verður slæmt þá færast hátíðarhöldin

í íþróttahúsið

Bifreiðaskoðun á Höfn 23., 24. og 25. júní.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 20. júní.

Næsta skoðun er 14., 15. og 16. júlí.

Þegar vel er skoðað

Félagsmót Hornfirðings Sparisjóðsmótið

og úrtaka fyrir landsmótMótið verður haldið 14.-15. júní á Stekkhóli

•Pollaflokkur(skráðástaðnum)

•Barna-,unglinga-ogungmennaflokkur

•A-ogB-flokkurgæðinga

•Tölt

•Unghrossaflokkur4og5vetrahross

•100mskeiðog300mstökk

Skráningerhafináwww.sportfengur.com.Skráningargjalder2500kr.ogskalsendakvittuná[email protected]þegarþaðhefurveriðgreitt.Skráningumlýkurámiðnættifimmtudaginn12.júní.

Athugiðaðaðeinsskuldlausirfélagarhafakeppnisrétt.

NánariupplýsingarumtímasetningarbirtastáFacebookarsíðuHestamannafélagsinsHornfirðingsþegarnærdregur.