Top Banner
Lokaverkefni til BS-prófs í sjúkraþjálfun Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við styrkmælingar, á miðri meðgöngu og eftir fæðingu Anna Hlín Sverrisdóttir Steinunn S. Kristjánsdóttir Leiðbeinendur: Sólveig Ása Árnadóttir, dósent í sjúkraþjálfun PhD Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari MS Námsbraut í sjúkraþjálfun Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2015
45

Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

Aug 06, 2020

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

Lokaverkefni til BS-prófs í sjúkraþjálfun

Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við styrkmælingar, á miðri meðgöngu og eftir fæðingu

Anna Hlín Sverrisdóttir

Steinunn S. Kristjánsdóttir

Leiðbeinendur:

Sólveig Ása Árnadóttir, dósent í sjúkraþjálfun PhD

Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari MS

Námsbraut í sjúkraþjálfun

Læknadeild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2015

Page 2: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

Thesis for a BS degree in Physical Therapy

Women’s perception of pelvic floor muscle contraction and the association with pelvic floor muscle strength, midterm and after

first childbirth

Anna Hlín Sverrisdóttir

Steinunn S. Kristjánsdóttir

Supervisors:

Sólveig Ása Árnadóttir, PhD

Þorgerður Sigurðardóttir, MS

Department of Physical Therapy

Faculty of Medicine

School of Health Sciences

June 2015

Page 3: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

Ritgerð þessi er til BS-gráðu í sjúkraþjálfun og er óheimilt að afrita ritgerðina á

nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Anna Hlín Sverrisdóttir og Steinunn S. Kristjánsdóttir 2015

Prentun: Svansprent

Reykjavík, Ísland 2015

Page 4: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

ii

Ágrip

Höfundar: Anna Hlín Sverrisdóttir og Steinunn S. Kristjánsdóttir.

Titill: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við styrkmælingar á miðri meðgöngu

og eftir fæðingu.

Leiðbeinendur: Sólveig Ása Árnadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir.

Lokaverkefni til BS-prófs í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands, 2015.

Bakgrunnur: Stór hluti kvenna glímir við vanvirkni grindarbotns sem hefur neikvæð áhrif á

athafnagetu þeirra og tækifæri til þátttöku. Tíðni þessa vanda eykst mjög á meðgöngu og eftir fæðingu

vegna þeirra breytinga sem verða á kvenlíkamanum. Niðurstöður rannsókna sýna að meðferð

sjúkraþjálfara getur minnkað einkenni frá grindarbotni og þannig haft jákvæð áhrif á daglegt líf kvenna.

Markmið: Í fyrsta lagi að rannsaka hvort munur væri á vöðvastyrk grindarbotnsvöðva og upplifun

kvenna á samdrætti þeirra, fyrir og eftir fyrstu fæðingu. Í öðru lagi að skoða hvort fylgni væri milli styrks

og upplifunar á samdrætti annars vegar fyrir fæðingu og hins vegar eftir fæðingu. Í þriðja lagi að meta

hvort breyting væri á hlutfalli kvenna sem stunduðu grindarbotnsæfingar á meðgöngu miðað við eftir

fæðingu. Í fjórða lagi að kortleggja hversu stórt hlutfall kvenna taldi sig spenna aðra vöðva með

grindarbotnssamdrætti á miðri meðgöngu og eftir fæðingu.

Aðferð: Rannsóknin var unnin úr fyrirliggjandi gögnum úr framskyggnri áhorfsathugun með

endurteknum mælingum. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu 2007 til 2008. Alls luku 36 heilbrigðar

frumbyrjur á aldrinum 19-39 ára þátttöku í rannsókninni. Konurnar fylltu út spurningalista á miðri

meðgöngu og 6-12 vikum eftir fæðingu. Styrkur grindarbotnsvöðva var mældur með Myomed 932®.

Þau tölfræðipróf sem notast var við í greiningu gagna voru parað t-próf, Friedman próf, Spearman

fylgnistuðull (rs) og McNemar próf.

Niðurstöður: Styrkur grindarbotnsvöðva minnkaði (p<0,0001) eftir fyrstu fæðingu miðað við á miðri

meðgöngu en sjálfsmat kvennanna á upplifun á samdrætti grindarbotnsvöðva breyttist ekki (p=0,157).

Það fannst ekki marktæk fylgni á milli styrkmælinga og sjálfsmats á upplifun á samdrætti

grindarbotnsvöðva og ekki var munur á fylgni fyrir (rs=0,05) og eftir fæðingu (rs=0,538). Fleiri konur

gerðu grindarbotnsæfingar eftir fæðingu (94%) miðað við á miðri meðgöngu (67%) (p=0,0039) og

hlutfall þeirra sem fannst aðrir vöðvar spennast með grindarbotnssamdrætti var 53% á miðri

meðgöngu og 58% 6-12 vikum eftir fæðingu.

Ályktun: Niðurstöður þessa verkefnis benda til þess að sjálfsmat kvenna á samdrætti

grindarbotnsvöðvanna gefi ekki réttmæta mynd af virkni þeirra. Það undirstrikar hversu mikilvægt það

er að finna leiðir til að efla og virkja líkamsvitund kvenna í tengslum við samdrátt

grindarbotnsvöðvanna, með það markmið að fyrirbyggja og meðhöndla vanvirkni grindarbotns. Einnig

er þörf á að þróa aðferð til að miðla þekkingu og fræðslu um grindarbotnsæfingar ásamt kennslu í réttri

framkvæmd þeirra, í forvarnarskyni og til að efla lýðheilsu. Þar eru sjúkraþjálfarar í leiðandi hlutverki

vegna sérfræðiþekkingar sinnar í hreyfingu og hreyfistjórn.

Page 5: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

iii

Abstract

Authors: Anna Hlín Sverrisdóttir and Steinunn S. Kristjánsdóttir.

Title: Women’s perception of the contraction of pelvic floor muscles and the relationship with pelvic

floor muscle strength, midterm and after first childbirth.

Supervisors: Sólveig Ása Árnadóttir and Þorgerður Sigurðardóttir.

Thesis for a BS-degree in Physical Therapy, University of Iceland, 2015.

Background: Many women are affected by pelvic floor dysfunction, which has a negative impact on

their level of activity and participation. The prevalence rises during pregnancy and postpartum due to

physical changes on the woman’s body. Research shows that physiotherapy can assist in decreasing

pelvic floor dysfunction symptoms and have a positive impact on women’s daily life.

Purpose: Firstly, to investigate whether there is a difference in pelvic floor muscle strength and

women’s perception of their contraction midterm and after first childbirth. Secondly, to see if there is a

correlation between strength and perception of the contraction, midterm and postpartum. Thirdly, to

evaluate if there is a change in the proportion of women who do pelvic floor muscle exercises midterm

and postpartum. Lastly, to map how great a percentage of women think they are contracting other

muscles while contraction their pelvic floor muscles, midterm and postpartum.

Method: This study is based on data from a prospective, repeated measures, observational study.

Data for the study was collected from 2007 to 2008 and a total of 36 healthy primiparas aged 19-39

years completed the study. The women answered a questionnaire midterm and 6-12 weeks

postpartum. The strength of their pelvic floor muscles was measured with Myomed 932® in the same

visits. Paired t-test, Friedman’s test, Spearman’s correlation (rs) and McNemar’s test was used for

statistical analysis.

Results: The strength of the pelvic floor muscles was reduced (p<0,0001) after first childbirth

compared to midterm but women’s self-evaluation of their perception of the pelvic floor muscle

contraction did not change (p=0,157). No correlation was found between strength and self-evaluation

of the perception of pelvic floor muscle contraction and there was no difference in the correlation

midterm (r=0,05) and postpartum (r=0,538). More women did pelvic floor muscle exercises

postpartum (94%) compared to midterm (67%) (p=0,0039) and the percentage of women who felt

other muscles contract when they contracted the pelvic floor muscles was 53% midterm and 58% 6-12

weeks postpartum.

Conclusion: The result of this study suggests that women’s perception of pelvic floor muscle

contraction does not correlate to their strength. This emphasizes how important it is to find ways to

strengthen and enhance women’s body awareness associated with pelvic floor muscle contraction, in

order to prevent and treat pelvic floor dysfunction. It is equally important to develop a way to share

information and education about pelvic floor muscle exercises as well as to teach correct contractions,

as a part of preventive measures and to promote public health. This is where physiotherapists bear a

leading role because of their expertise in movement and motor control.

Page 6: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

iv

Þakkir

Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis okkar til B.Sc. gráðu við

Námsbraut sjúkraþjálfunar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands:

Dr. Sólveigu Ásu Árnadóttur, dósent við Námsbraut í Sjúkraþjálfun fyrir umsjón með verkefninu,

faglegar ráðleggingar og ómælda aðstoð við uppbyggingu verkefnisins og yfirlestur.

Þorgerði Sigurðardóttur, sjúkraþjálfara M.S. og doktorsnema í Meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun

fyrir umsjón með verkefninu, faglegar ráðleggingar og ómælda aðstoð við uppbyggingu verkefnisins og

yfirlestur.

Dr. Þórarni Sveinssyni, námsbrautarstjóri og prófessor fyrir ráðleggingar og hjálp við tölfræðilega

úrvinnslu

Önnu Helgadóttur (Íslenska, M.S.) og Sigrúnu Tinnu Sveinsdóttur (Enska, B.A.), fyrir yfirlestur.

Einnig viljum við þakka fjölskyldum okkar fyrir þolinmæði og ómældan stuðning á meðan

verkefnavinnu stóð.

Page 7: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

v

Efnisyfirlit

Ágrip ....................................................................................................................................................... ii

Abstract ................................................................................................................................................. iii

Þakkir ..................................................................................................................................................... iv

Efnisyfirlit ............................................................................................................................................... v

Myndaskrá ............................................................................................................................................ vii

Töfluskrá ............................................................................................................................................... vii

Orðalisti ............................................................................................................................................... viii

1 Inngangur ......................................................................................................................................... 1

2 Markmið verkefnis, rannsóknarspurningar og rannsóknartilgátur ............................................ 3

3 Fræðilegur bakgrunnur ................................................................................................................... 4

3.1 Vanvirkni grindarbotns ............................................................................................................ 4

3.1.1 Vanvirkni grindarbotns: þátttaka og lífsgæði kvenna ........................................................... 4

3.1.2 Vanvirkni grindarbotns: faraldsfræði .................................................................................... 5

3.1.3 Vanvirkni grindarbotns: einkenni og afleiðingar ................................................................... 5

3.1.4 Vanvirkni grindarbotns: áhættuþættir ................................................................................... 6

3.2 Áhrif meðgöngu og fæðingar á grindarbotninn .................................................................... 6

3.2.1 Breytingar á grindarbotni á meðgöngu ................................................................................ 6

3.2.2 Breytingar á grindarbotni við fæðingu .................................................................................. 7

3.3 Starfsemi grindarbotnsvöðva .................................................................................................. 8

3.3.1 Réttur samdráttur grindarbotnsvöðva .................................................................................. 8

3.3.2 Hæfileiki kvenna til að spenna grindarbotnsvöðvana með sjálfráðum samdrætti ............... 8

3.3.3 Hreyfistjórn og hreyfinám grindarbotnsvöðva ...................................................................... 9

3.4 Meðferð sjúkraþjálfara við vanvirkni grindarbotns ............................................................... 9

3.4.1 Meðferð við þvagleka ......................................................................................................... 10

3.4.2 Meðferð við vanvirkni grindarbotns á meðgöngu ............................................................... 10

3.4.3 Grindarbotnsæfingar: Tíðni, tímalengd, ákefð og endurtekningar ..................................... 11

3.4.4 Grindarbotnsæfingar: Endurgjöf á samdrátt grindarbotnsvöðva ........................................ 12

3.4.5 Grindarbotnsæfingar í hóptímum ....................................................................................... 12

3.5 Hindranir í meðferð við vanvirkni grindarbotns .................................................................. 13

3.5.1 Meðferðarheldni í þjálfun grindarbotnsvöðva .................................................................... 13

3.5.2 Þekking kvenna á grindarbotnsæfingum og tilfinning þeirra fyrir réttum samdrætti

vöðvanna ....................................................................................................................................... 14

4 Efni og aðferðir .............................................................................................................................. 15

4.1 Rannsóknarsnið...................................................................................................................... 15

4.2 Þátttakendur ............................................................................................................................ 15

4.3 Framkvæmd ............................................................................................................................ 15

4.4 Breytur ..................................................................................................................................... 16

4.4.1 Vöðvastyrkur ...................................................................................................................... 16

Page 8: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

vi

4.4.2 Upplifun á samdrætti grindarbotnsvöðva ........................................................................... 16

4.4.3 Ástundun grindarbotnsæfinga ............................................................................................ 16

4.4.4 Samvirkni annarra vöðvahópa með samdrætti grindarbotnsvöðva ................................... 17

4.4.5 Bakgrunnsbreytur ............................................................................................................... 17

4.5 Úrvinnsla og tölfræðigreining gagna.................................................................................... 17

4.6 Siðfræði ................................................................................................................................... 18

5 Niðurstöður .................................................................................................................................... 19

5.1 Styrkur grindarbotnsvöðva ................................................................................................... 20

5.2 Upplifun á samdrætti .............................................................................................................. 21

5.3 Fylgni hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna á samdrætti ................ 22

5.4 Ástundun grindarbotnsæfinga .............................................................................................. 23

5.5 Samvirkni annarra vöðvahópa við samdrátt grindarbotnsvöðva ...................................... 23

6 Umræður ........................................................................................................................................ 25

6.1 Styrkur grindarbotnsvöðva ................................................................................................... 25

6.2 Upplifun kvenna á samdrætti grindarbotnsvöðva .............................................................. 25

6.3 Fylgni milli hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna á samdrætti ....... 25

6.4 Ástundun grindarbotnsæfinga .............................................................................................. 26

6.5 Samvirkni annarra vöðvahópa við samdrátt grindarbotnsvöðva ...................................... 26

6.6 Gildi niðurstaðna fyrir sjúkraþjálfara og næstu skref......................................................... 27

6.7 Takmarkanir ............................................................................................................................ 27

7 Ályktun ........................................................................................................................................... 29

Heimildaskrá ........................................................................................................................................ 30

Fylgiskjal: Tilkynning til Vísindasiðanefndar ................................................................................... 35

Page 9: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

vii

Myndaskrá

Mynd 1. Tímasetning mælinga á meðgöngu og eftir fæðingu ............................................................... 16

Mynd 2. Samanburður á hámarksstyrk grindarbotnsvöðva á miðri meðgöngu og eftir fæðingu .......... 20

Mynd 3. Upplifun kvenna á samdrætti grindarbotnsvöðva á miðri meðgöngu og eftir fæðingu ............ 21

Mynd 4. Fylgni á milli hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna á samdrætti á miðri

meðgöngu ...................................................................................................................................... 22

Mynd 5. Fylgni á milli hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna á samdrætti eftir

fæðingu........................................................................................................................................... 22

Mynd 6. Samanburður á hlutfalli þátttakenda sem stunduðu grindarbotnsæfingar á miðri meðgöngu og

eftir fæðingu ................................................................................................................................... 23

Mynd 7. Samanburður á hlutfalli þátttakenda sem fannst aðrir vöðvar spennast með

grindarbotnssamdrætti á miðri meðgöngu og eftir fæðingu ........................................................... 24

Mynd 8. Vöðvar og vöðvahópar sem konunum fannst spennast með grindarbotnssamdrætti á miðri

meðgöngu og eftir fæðingu ............................................................................................................ 24

Töfluskrá

Tafla 1. Bakgrunnur þátttakenda. .......................................................................................................... 19

Page 10: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

viii

Orðalisti

Aðfærsluvöðvar mjaðma Mm. Adductor Coxae

Bandvefsreifar Fascia

Bandvefsreifar mjaðmagrindarops Endopelvic fasca

Eigin tilfinning Personal belief

Fjölbyrja Multipara

Frávikshlutfall Coefficient of variation (CV%)

Frumbyrja Primipara

Innri skálægi kviðvöðvi M. Obliquus Abdominis Internus

Leiðnihraði Terminal motor latency

Lyftivöðvi endaþarms M. Levator Ani

Mjóbaks-spjaldbeins taugaflækja Lumbo-sacral plexus

Milli matsmanna fylgnistuðull Intraclass correlation coefficient (ICC)

Mót endaþarms og garna Anorectal

Samvirkni Co-contraction

Spöng Perineum

Upplifun Perception

Vanvirkni grindarbotns Pelvic floor dysfunction

Vanvirkni grindarbotnsvöðva Pelvic floor muscle dysfunction

Vöðvastækkun Muscular hypertrophy

Ytri skálægi kviðvöðvi M. Obliquus Abdominis Externus

Þekking á framkvæmd Knowledge of performance

Þekking á takmarki Knowledge of result

Þjóvöðvar M. Obliquus Abdominis Externus

Þvagrásar- og kynfæraop Urogenital Hiatus

Þverlægi kviðvöðvi M. Transversus Abdominis

Page 11: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

1

1 Inngangur

Vanvirkni grindarbotns er langvinnt ástand sem hrjáir um það bil einn þriðja fullorðinna kvenna (Bump

og Norton, 1998) og stór hluti þeirra segir einkenni hafa neikvæð áhrif á lífsgæði (Jelovsek og Barber,

2006; Sensoy, Dogan, Ozek og Karaaslan, 2013; Simeonova, Milsom, Kullendorff, Molander og

Bengtsson, 1999). Einnig hafa ómeðhöndluð einkenni sálfræðileg, fjárhagsleg og félagsleg áhrif á líf

kvenna (Davis og Kumar, 2003). Hlutverk grindarbotnsins er að mynda stuðning eða gólf fyrir

grindarholslíffæri og einnig eru vöðvarnir samdráttarvöðvar þvagrásar og endaþarms og legganga hjá

konum (Raizada og Mittal, 2008). Rannsóknir hafa sýnt að hæfileiki til þess að virkja

grindarbotnsvöðvana á réttan hátt með sjálfráðum eða ósjálfráðum samdrætti er skertur hjá hluta

kvenna (Durnea, Khashan, Kenny, Tabirca og O’Reilly, 2014; Talasz o.fl., 2008; Vermandel o.fl.,

2015).

Helstu áhættuþættir fyrir vanvirkni grindarbotns hjá konum eru meðganga, fæðing, áverki á

grindarbotn, tíðarhvörf, öldrun, kynþáttur og þjóðerni. Algengustu einkenni vanvirkni sem hafa áhrif á

daglegt líf eru þvagleki, sig á grindarholslíffærum, hægðaleki og vandamál við hægðalosun (Davis og

Kumar, 2003). Ástæðan fyrir því að meðganga og fæðing eru helstu áhættuþættir fyrir vanvirkni

grindarbotns er sú að breytt hormónastarfsemi veldur lífeðlis- og líffærafræðilegum breytingum á

kvenlíkamanum, afstaða líffæra í grindarholi breytist og það hefur áhrif á virkni grindarbotnsvöðvanna

(Chan o.fl., 2014). Einnig tapa grindarbotnsvöðvarnir styrk sínum á meðgöngu og í fæðingunni sjálfri

(Marshall, Walsh og Baxter, 2002).

Kerfisbundin samantekt, þar sem algengi þvagleka hjá konum eldri en tuttugu ára í Evrópu var

skoðuð, sýndi að vandinn er til staðar hjá 14%-69% kvenna (Cerruto, D'Elia, Aloisi, Fabrello og

Artibani, 2013). Rannsókn á 10.000 íslenskum konum á aldrinum 30-75 ára sýndi að 38% þátttakenda

hafði fundið fyrir þvagleka á mánaðartímabili (Guðmundur Geirsson, Guðmundur Vikar Einarsson,

Eiríkur Orri Guðmundsson og Þorsteinn Gíslason, 2002). Stór rannsókn, sem samanstóð af konum

sex mánuðum eftir barnsburð, sýndi að 12% þátttakenda var með hægðaleka og 25% með þvagleka á

þeim tímapunkti (Handa o.fl., 2007). Vandamálið er því stórt og mikilvægt að bregðast við því.

Meðferð sjúkraþjálfara við vanvirkni grindarbotnsvöðva þarf ávallt að vera skjólstæðingsmiðuð þar

sem þekking og reynsla sjúkraþjálfarans eru samtvinnuð markmiðum skjólstæðings (Marques,

Stothers og Macnab, 2010). Einnig er mælt með því samkvæmt klínískum leiðbeiningum að réttur

samdráttur grindarbotnsvöðva sé staðfestur af meðferðaraðila áður en sértæk þjálfun hefst (NICE,

2013). Fyrsta meðferð við vanvirkni grindarbotns er þjálfun vöðvalagsins með grindarbotnsæfingum,

sem hafa það markmið að styrkja og bæta tímasetningu vöðvasamdráttarins (Price, Dawood og

Jackson, 2010). Sýnt hefur verið fram á að með réttri virkjun vöðvanna í grindarbotnsæfingum ná

konur að minnka einkenni sín um allt að 70% en það helst í hendur við þá gerð vanvirkni sem um

ræðir. Niðurstöður nýrra faraldsfræðilegra rannsókna undirstrika mikilvægi grindarbotnsæfinga á og

eftir meðgöngu hjá konum til þess að draga úr líkum á vanvirkni grindarbotns (Cerruto o.fl., 2013).

Þrátt fyrir aukna umræðu og framboð á meðferðarúrræðum síðastliðin 20-30 ár eru nokkrar hindranir í

meðferð, eins og léleg meðferðarheldni kvenna í æfingum, skynjuð áhætta á kvillum er lítil og tilfinning

þeirra fyrir réttum samdrætti er aðeins rétt í hluta tilfella (Chiarelli og Cockburn, 1999; Chiarelli, Murphy

Page 12: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

2

og Cockburn, 2003). Einnig er skortur á upplýsingum til kvenna um þær breytingar sem verða á

meðgöngu og við fæðingu.

Mikilvægt er að skoða nánar þær breytingar sem verða á grindarbotninum á meðgöngu og við

fæðingu sem geta leitt af sér vanvirkni grindarbotns. Með því að dýpka þekkingu á þessu sviði má

þróa árangursríkar aðferðir og fleiri úrræði í sjúkraþjálfun fyrir þennan stóra hóp kvenna. Það gæti

aukið athafnagetu og möguleika til þátttöku, ásamt því að bæta lífsgæði þeirra kvenna sem glíma við

vanvirkni grindarbotns.

Page 13: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

3

2 Markmið verkefnis, rannsóknarspurningar og rannsóknartilgátur

Markmið verkefnisins var í fyrsta lagi að rannsaka hvort munur væri á vöðvastyrk grindarbotnsvöðva

og upplifun kvenna á samdrætti þeirra, fyrir og eftir fyrstu fæðingu. Í öðru lagi að skoða hvort fylgni

væri milli styrks og upplifunar á samdrætti annars vegar fyrir fæðingu og hins vegar eftir fæðingu. Í

þriðja lagi að meta hvort breyting væri á hlutfalli kvenna sem stunduðu grindarbotnsæfingar á

meðgöngu miðað við eftir fæðingu. Í fjórða lagi að kortleggja hversu stórt hlutfall kvenna taldi sig

spenna aðra vöðva með grindarbotnssamdrætti á miðri meðgöngu og eftir fæðingu.

Eftirfarandi rannsóknartilgátur voru því settar fram:

1. Vöðvastyrkur grindarbotnsvöðva mælist meiri fyrir en eftir fyrstu fæðingu.

2. Það er munur á upplifun kvenna á samdrætti grindarbotnsvöðvanna fyrir og eftir fyrstu

fæðingu.

3. Það er fylgni á milli vöðvastyrks grindarbotnsvöðva og sjálfsmati á upplifun á samdrætti

grindarbotnsvöðva, annars vegar á miðri meðgöngu og hins vegar eftir fyrstu fæðingu.

4. Hlutfall kvenna sem stunda grindarbotnsæfingar eftir fæðingu eykst miðað við hlutfall kvenna

sem stunda grindarbotnsæfingar á miðri meðgöngu.

5. Það er meirihluti kvenna sem spenna aðra vöðvahópa með samdrætti grindarbotnsvöðvanna.

Page 14: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

4

3 Fræðilegur bakgrunnur

Fyrir fræðilegan bakgrunn var leitað að rannsóknum og ritrýndum greinum sem snúa að hverjum

afmörkuðum þætti sem fjallað er um. Leit var framkvæmd á leitarvélunum pubmed.gov fram til dagsins

29.03.2015. Einnig voru leitarorð slegin inn á leitir.is en þau skiluðu takmörkuðum árangri. Útilokaðar

voru greinar á öðru tungumáli en ensku og íslensku, ásamt greinum sem gefnar voru út fyrir 1990

nema tilefni þótti til. Dæmi um samsetningu leitarorða: "pelvic floor muscles contraction", "pelvic floor

muscles" AND “function” AND “strength”, “motor control” AND “Pelvic floor muscle contraction”,

“faraldsfræði og þvagleki”. Eftir lestur titils og úrdrátta voru fleiri greinar útilokaðar og að lokum var

gerð handvirk leit í heimildalistum greina til að dýpka heimildalistann.

3.1 Vanvirkni grindarbotns

3.1.1 Vanvirkni grindarbotns: þátttaka og lífsgæði kvenna

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að vandamál vegna vanvirkni grindarbotns er stórt og áhrif vegna

einkenna geta haft mikil áhrif á líf einstaklinga. Vanvirkni grindarbotns hefur neikvæð áhrif á lífsgæði

eins þriðja hluta fullorðinna kvenna en þrátt fyrir það virðist vandinn vera að mörgu leyti vangreindur

og vanmeðhöndlaður (Bump og Norton, 1998). Algengt einkenni vegna vanvirkni grindarbotnsvöðva er

þvagleki og í stórri rannsókn á konum með þvagleka þar sem meðalaldur þátttakenda var 49 ár,

svöruðu 96% þeirra að einkenni hefðu neikvæð áhrif á lífsgæði (Sensoy o.fl., 2013). Áður hafði verið

sýnt fram á að þvagleki hindraði 14% kvenna með einkenni í að fara út á meðal fólks, 10% kvenna

með einkenni forðaðist verslunarleiðangra og 19% tók ekki þátt í þjálfun eða íþróttastarfsemi vegna

þvaglekans (Simeonova o.fl., 1999). Þátttakendur í þessari rannsókn voru 20 ára og eldri og hlutfall

kvenna með þvagleka jókst marktækt eftir aldri. Það gefur auga leið að slík hindrun hefur neikvæð

áhrif á lífsgæði, eins og rannsókn Simenova og félaga staðfesti einnig með mælingum á lífsgæðum.

Niðurstöður þeirra sýndu skert lífsgæði þátttakenda með þvagleka miðað við viðmiðunarhóp. Annað

dæmi um einkenni vegna vanvirkni grindarbotns er sig á grindarholslíffærum og líkt og þvagleki getur

það haft mikil áhrif á daglega virkni kvenna (Jelovsek og Barber, 2006). Það hefur neikvæð áhrif á

lífsgæði og þær konur sem hafa einkenni eru með slakari sjálfsmynd en aðrar konur.

Rannsókn á konum sex mánuðum eftir fæðingu sýndi að um 39% þeirra var með þvagleka,

hægðaleka eða hvort tveggja á þeim tímapunkti (Handa o.fl., 2007). Rannsakendur sýndu fram á að

einkenni kvennanna höfðu neikvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði og sem dæmi má nefna að um ein

ung frumbyrja af hverjum fimm tjáði einkenni hægðalekans hafa miðlungs eða mikil neikvæð áhrif á

lífið og lífsgæði. Þær konur sem voru bæði með hægðaleka og þvagleka voru með minni lífsgæði en

þær sem voru með aðra hvora gerðina. Í íslenskri rannsókn á konum á aldrinum 30-75 ára voru 28%

kvennanna sem sögðu þaglekann hafa áhrif á daglegt líf (Guðmundur Geirsson o.fl., 2002). Í þeirri

rannsókn var einnig markmiðið að meta kostnað þátttakenda vegna þvagleka sem reyndist vera að

meðaltali 814 kr. í hverjum mánuði og 2.322 kr. hjá þeim konum sem töldu sig vera með mikinn

þvagleka. Heildarkostnaðurinn á Íslandi var áætlaður minnst 1.000 milljónir kr. á ári þegar rannsóknin

var framkvæmd árið 2002, en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn sé hærri í dag. Davis og Kumar (2003)

Page 15: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

5

lýstu því hvernig ómeðhöndluð einkenni vegna vanvirkni grindarbotns hafa sálfræðileg, fjárhagsleg og

félagsleg áhrif á í líf kvenna. Þeir segja að einkenni geta haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd og sjálfstraust

þar sem margar konur neita einkennum, skammast sín fyrir einkenni og reyna að fela þau. Þetta hefur

þær afleiðingar að líf þeirra takmarkast af einkennum og þær einangrast inn í vítahring sem oft skapar

óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er því ljóst að einkenni og afleiðingar vegna vanvirkni

grindarbotns takmarka þátttöku kvenna talsvert og skerða lífsgæði. Það er því brýn nauðsyn að vekja

athygli á vandanum, leita lausna og aðstoða þær konur sem glíma við vandamálið.

3.1.2 Vanvirkni grindarbotns: faraldsfræði

Nýlega komu fram niðurstöður úr þversniðsrannsókn á 779 konum, þar sem meðalaldurinn var 50 ár,

sem leituðu á heilsugæslu í Salt Lake í Bandaríkjunum á árunum 2008-2012. Niðurstöður sýndu að

21% þeirra voru með sig á grindarholslíffærum, 17% áreynsluþvagleka og 5% hvoru tveggja

(Henderson, Wang, Egger, Masters og Nygaard, 2013). Rannsóknir á algengi þvagleka eru margar og

í nokkrum íslenskum rannsóknum hefur staðan verið kortlögð hér á landi. Í erindi á þingi skurðlækna,

svæfinga- og gjörgæslulækna voru kynntar niðurstöður úr rannsókn á faraldsfræði þvagleka á Íslandi

(Guðmundur Geirsson o.fl., 2002). Þátttakendur voru 10.000 íslenskar konur á aldrinum 30-75 ára og

kom í ljós að 38% þeirra hafði fundið fyrir þvagleka á mánaðartímabili. Áreynsluþvagleki var

algengastur meðal yngri kvenna en tíðni bráðaþvagleka jókst með aldri. Önnur íslensk rannsókn, með

það markmið að skoða tíðni þvagleka meðal stúlkna á aldrinum 16-19 ára í framhaldsskólum í

Reykjavík og á Suðurlandi, sýndi fram á sams konar tíðni (Guðmundur Geirsson, Bente Hansen og

Kristrún Hermannsdóttir, 2003). Um þriðjungur þátttakenda hafði misst þvag og þar af voru 11% sem

misstu það tvisvar eða oftar í viku og áreynsluþvagleki var algengastur. Um það bil fjórðungur af

stúlkunum með einkenni töldu þau hafa einhver áhrif á daglegt líf.

Meðganga og fæðing er áhættuþáttur fyrir vanvirkni grindarbotns og rannsóknir á þessum hópi

staðfestir það. Í rannsókn á 759 konum sex mánuðum eftir barnsburð voru 12% með hægðaleka, 21%

voru með loftleka og 25% voru með þvagleka (Handa o.fl., 2007). Kerfisbundin samantekt, þar sem

algengi, tíðni og áhrif meðgöngu á þvagleka meðal kvenna í Evrópu var skoðuð, leiddi í ljós að

rannsóknir sýna að þvagleki er til staðar hjá 14%-69% kvenna (Cerruto o.fl., 2013). Aldur þátttakenda

var mismunandi milli rannsókna, þeir yngstu voru 20 ára og í öðrum rannsóknum voru þeir eldri en 80

ára, þar sem tíðni þvagleka hækkaði með aldri. Rannsóknin sýndi einnig að algengi þvagleka á

meðgöngu rís frá 8% á fyrsta þriðjungi meðgöngu upp í allt að 35% á þriðja þriðjungi þar sem

áreynsluþvagleki er algengasta gerðin eða hjá 79% þeirra sem voru með einkenni. Um sjö vikum eftir

fæðingu fellur tíðnin niður í 16% en er þó meiri en á fyrsta þriðjungi. Þrátt fyrir að tíðnitölum úr

rannsóknum beri ekki nákvæmlega saman um algengi vandans þá eru niðurstöður skýrar og staðfesta

að hann er stór. Raunveruleg þörf er á því að beina sjónum nánar að því að þróa aðferðir sem ná til

margra kvenna og þróa úrræði fyrir þennan stóra hóp.

3.1.3 Vanvirkni grindarbotns: einkenni og afleiðingar

Vanvirkni eða minnkuð virkni grindarbotns er fjölbreyttur flokkur vandamála sem hrjáir konur á öllum

aldri. Grindarbotninn samanstendur af vöðvum sem skiptast í djúpt og grunnt vöðvalag (Raizada og

Page 16: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

6

Mittal, 2008). Annars vegar er hlutverk hans að mynda stuðning eða gólf fyrir grindarholslíffæri og hins

vegar eru vöðvarnir samdráttarvöðvar þvagrásar og endaþarms og einnig legganga hjá konum. Til að

sinna sínu hlutverki þurfa vöðvarnir að dragast saman á fullnægjandi hátt og koma þannig í veg fyrir

einkenni í tengslum við vanvirkni grindarbotns. Algengustu einkennin sem hafa áhrif á daglegt líf eru

þvagleki, sig á grindarholslíffærum, hægðaleki og vandamál við hægðalosun (Davis og Kumar, 2003).

Einnig hefur einkennum tengdum vanvirkni grindarbotnsvöðva verið skipt niður í fimm hópa: lægri

þvagvega einkenni, einkenni frá þörmum, einkenni við samfarir, sig á grindarholslífærum og verkir

(Messelink o.fl., 2005).

Í eigindlegri rannsókn í Hollandi var fylgst með konum frá einum mánuði til eins árs eftir fæðingu

um leggöng (Buurman og Lagro-Janssen, 2013). Allar konurnar fundu fyrir einhverjum einkennum

vegna vanvirkni grindarbotns eins og þvagleka, verk frá grindarbotni, sig á grindarholslíffærum,

sprungu í endaþarmi, hægðatregðu, gyllinæð eða verk við samfarir. Einkennin og alvarleiki þeirra kom

konunum á óvart því ljósmæður og kvensjúkdómalæknar höfðu ekki undirbúið og rætt um hugsanleg

einkenni eftir fæðingu. Stór hluti þátttakenda skammaðist sín fyrir einkenni og forðuðust að viðurkenna

vandamálið vegna ótta við að samfélagið myndi líta á þær sem gamlar og skítugar konur. Þrátt fyrir að

einkenni séu sjaldan lífshættuleg geta þau verið vandræðaleg fyrir konur og þær veigra sér við því að

leita aðstoðar (Davis og Kumar, 2003). Einkennin eru því oft ómeðhöndluð og geta með tímanum

valdið félagslegri einangrun og hindrunum í þátttöku daglegs lífs.

3.1.4 Vanvirkni grindarbotns: áhættuþættir

Algengustu orsakir og áhrifaþættir sem stuðla að minnkaðri virkni grindarbotns eru: meðganga,

fæðing, áverki, tíðarhvörf, öldrun, kynþáttur og þjóðerni (Davis og Kumar, 2003). Aðrir orsaka- og

áhrifaþættir eru fyrri grindarholsskurðaðgerðir og núverandi sjúkdómsástand eins og Marfan eða

Ehlers-Danos og meltingarsjúkdómar. Síðast en ekki síst eru það lífsstílsþættir sem auka

kviðarholsþrýsting, reykingar, offita og langvinnir öndunarfærasjúkdómar.

Meðganga og fæðing eru því áhættuþáttur fyrir vanvirkni en menn átta sig illa á hinni eiginlegu

ástæða fyrir vanvirkni eftir fæðingu. Nýlega kom fram rannsókn sem gefur til kynna að helstu áverkar á

grindarbotni verði fyrir fyrstu meðgöngu vegna meðfæddra veikleika í byggingu grindarbotns (Durnea

o.fl., 2014). Niðurstöður sýndu að einkenni vegna vanvirkni grindarbotns sem komu fram á meðgöngu

jukust ekki eftir fæðingu í flestum tilfellum. Þó svo að meðganga og fæðing séu áhættuþáttur er þetta

náttúrulegt ferli fyrir lífverur og flestir geta verið því sammála að fjölgun mannkynsins sé ómissandi.

Það er því mikilvægt að skoða nánar þær breytingar sem verða á grindarbotninum á meðgöngu og við

fæðingu til þess að leita lausna og draga úr vandanum.

3.2 Áhrif meðgöngu og fæðingar á grindarbotninn

3.2.1 Breytingar á grindarbotni á meðgöngu

Meðganga er áhættuþáttur fyrir vanvirkni grindarbotns vegna þeirra breytinga sem eiga sér stað í

líkamanum á meðgöngu. Nýlega hafa sjónir fræðimanna beinst að áhrifum meðgöngu á

grindarbotnsvöðva með áherslu á að skoða samspil hormóna og lífeðlisfræðilegra þátta og hvaða áhrif

Page 17: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

7

þessar breytingar hafa á virkni grindarbotns. Sangsawang (2014) kom fram með hugmyndir um að

þetta samspil hefði mikil áhrif á styrk grindarbotnsvöðva, sem hefur síðan áhrif á hlutverk þeirra sem

samdráttarvöðva og sem stuðningur við grindarholslíffæri. Helstu hormónabreytingarnar sem verða

eru aukning á prógestróni og breytingar á relaxínmagni. Helstu lífeðlisfræðilegu breytingarnar er

aukinn þrýstingur á grindarbotninn vegna ört stækkandi fósturs (Chan o.fl., 2014). Þessar breytingar í

sameiningu hafa líffærafræðilegar breytingar í för með sér og blöðruháls, legháls og mót endaþarms

og garna síga niður og svæði þvagrásar- og kynfæraops stækkar eftir því sem líður á meðgöngu.

Einnig verða bandvefsbreytingar og bandvefsreifar verða teygjanlegri og viðkvæmari (Hilton og Dolan,

2004). Rannsóknir styðja þá hugmynd að þær breytingar sem verða á meðgöngu minnki styrk

grindarbotnsvöðva. Rannsókn á konum á fyrstu meðgöngu, með það markmið að kanna

styrkbreytingu grindarbotnsvöðva og þvagleka út meðgönguna, sýndi marktæka styrkminnkun

grindarbotnsvöðva við mælingar á þrítugustu og sjöttu viku meðgöngu miðað við viðmiðunarhóp

(Gameiro o.fl., 2011). Einnig jókst þvagleki jafnt og þétt eftir því sem leið á meðgönguna. Önnur

rannsókn, með það að leiðarljósi að skoða styrkbreytingu hjá konum sem gengust undir keisaraskurð,

fæðingu um leggöng og viðmiðunarhóp, sýndi svipaðar niðurstöður (Koc, Duran, Ozdemırcı, Bakar og

Ozengin, 2011). Marktæk minnkun á styrk var eftir fæðingu bæði um leggöng og eftir keisaraskurð og

ekki var marktækur munur á styrk þeirra sem gengust undir keisaraskurð og þeirra sem fæddu um

leggöng. Íslensk rannsókn, þar sem skoðað var styrkbreyting eftir mismunandi tegundum fæðinga,

sýndi marktæka minnkun eftir keisaraskurð en þó marktækt minni minnkun en eftir fæðingu um

leggöng (Þorgerður Sigurðardóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Árni Árnason og Kari Bø, 2011). Þessar

rannsóknir styðja það að meðgangan ein og sér hefur mikil áhrif á grindarbotninn og styrk

grindarbotnsvöðva.

3.2.2 Breytingar á grindarbotni við fæðingu

Það hefur lengi verið þekkt að fæðing er helsti áhættuþáttur fyrir minnkuðum styrk grindarbotns

(Kegel, 1948). Rannsóknir sýna minni styrk grindarbotnsvöðva eftir fæðingu bæði miðað við

viðmiðunarhóp kvenna sem ekki hafa átt börn og eins með samanburði á mælingum á miðri

meðgöngu og 6-12 vikum eftir fæðingu (Marshall o.fl., 2002; Þorgerður Sigurðardóttir o.fl., 2011). Við

fæðingu verður mikill þrýstingur á vefi og þeir þurfa að teygjast mikið. Það getur leitt til skemmda á

grindarbotnsvöðvum, bandvef og/eða taugum (Fonti, Giordano, Cacciatore, Romano og La Rosa,

2009). Skaði á Pudental-taugina er algengasti taugaskaðinn en einnig þekkist skaði á

mjóbaksspjaldbeinstaugaflækjuna. Rannsókn á áhrifum fæðingar sýndi að tveimur til þremur dögum

eftir fæðingu var leiðnihraði Pudental-taugarinnar minni en fyrir fæðingu (Lee og Park, 2000). Tveimur

mánuðum eftir fæðingu höfðu breytingar á leiðnihraða gengið til baka en það tekur engu að síður

virkni grindarbotns að minnsta kosti sex mánuði að verða eðlilega á ný. Áður hafði verið sýnt fram á að

fyrsta fæðing valdi í 80% tilfella hluta taugaskaða á Pudental-tauginni sem gengur til baka á tveimur

mánuðum í flestum tilfellum (Allen, Hosker, Smith og Warrell, 1990). Áverki á lyftivöðva endaþarms

eftir fæðingu hefur töluvert verið rannsakaður. Nýleg rannsókn á 160 frumbyrjum sýndi að 20% þeirra

fengu áverka á lyftivöðva endaþarms eftir fæðingu um leggöng (Kearney, Miller, Ashton-Miller og

DeLancey, 2006). Það fer eftir stærð áverkans sem verður hve mikil áhrif hann hefur á virkni

Page 18: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

8

grindarbotns. Niðurstöður einnar rannsóknar sýndi að þær konur sem hljóta mikinn áverka á lyftivöðva

endaþarms eru með 47% minni grindarbotnsstyrk og úthald í samanburði við þær konur sem ekki

hljóta skaða, sex vikum eftir fæðingu (Hilde o.fl., 2013). Það er því ljóst að fæðing er stór áhættuþáttur

fyrir vanvirkni grindarbotnsvöðva þar sem miklar breytingar geta átt sér stað.

3.3 Starfsemi grindarbotnsvöðva

3.3.1 Réttur samdráttur grindarbotnsvöðva

Þar sem vanvirkni grindarbotnsvöðva er stórt vandamál er mikilvægt að átta sig á eðli samdráttar og

hvort konur geti spennt grindarbotnsvöðva. Við réttan samdrátt grindarbotnsvöðva lyftist spöngin upp

og inn á við, þrenging verður á þvagrásar-og kynfæraopi og það lokast fyrir þvagrás, endaþarmsop og

leggöng (Messelink o.fl., 2005). Við aukinn kviðarholsþrýsting þurfa vöðvar grindarbotns að dragast

saman til að vinna á móti auknum þrýstingi og viðhalda stuðningi við grindarholslíffæri. Rétt virkni

grindarbotnsvöðva er því mikilvæg til að koma í veg fyrir þvag- og hægðarleka. Samdráttur

grindarbotns getur bæði verið ósjálfráður og sjálfráður. Sjálfráður samdráttur er þegar vöðvar eru

virkjaðir meðvitað af einstaklingi en ósjálfráður þegar kviðarholsþrýstingur eykst t.d við hósta. Sýnt

hefur verið fram á að við sjálfráðan samdrátt grindarbotnsvöðva virkjast vöðvar þvagrásar einnig (Bø

og Stien, 1994). Við það eykst lokunarþrýstingur þvagrásar og að sama skapi minnkar hann við slökun

grindarbotnsvöðva (Baessler, Miska, Draths og Schuessler, 2005). Hjá heilbrigðum konum sem glíma

ekki við vanvirkni í grindarbotni virkjast þverlægi kviðvöðvi, ásamt innri skálæga kviðvöðvanum við

sterkan samdrátt grindarbotnsvöðva og kviðarholsþrýstingur eykst (Gill og Neumann, 2002; Sapsford

o.fl., 2001). Það er því ekki hægt að framkalla hámarksamdrátt grindarbotnsvöðva samhliða því að

viðhalda slökun á djúpu kviðvöðvunum.

3.3.2 Hæfileiki kvenna til að spenna grindarbotnsvöðvana með sjálfráðum

samdrætti

Þegar rannsóknir um hvort konur geti spennt grindarbotnsvöðvana og hvort samdráttur sé réttur eru

skoðaðar, kemur í ljós að margar konur eru ófærar um það. Tölur eru mismunandi og er líklegasta

skýringin misjafnar kröfur milli rannsókna um hvenær réttum grindarbotnssamdrætti er náð. Í

rannsókn, sem framkvæmd var í Austurríki, sýndu niðurstöður að 45% kvenna úr úrtaki gat ekki

spennt grindarbotnsvöðva sjálfrátt með réttum samdrætti án leiðbeininga (Talasz o.fl., 2008). Þar af

voru 15% sem gátu ekki spennt þá en 30% framkvæmdu veikan samdrátt og án lyftu á leggöngum.

Þær konur sem stunduðu grindarbotnsæfingar voru með marktækt sterkari samdrátt en þær sem ekki

stunduðu þær. Einnig kom í ljós að í aðeins 27% tilfella virkjuðust grindarbotnsvöðvar ósjálfrátt áður

en kviðarholsþrýstingur jókst. Tibaek og Dehlendorff (2014) tóku saman gögn frá árunum 1992-2008 í

þeim tilgangi að fá áreiðanlegar tölur um grindarbotnsstarfsemi hjá konum með vanvirkni í

grindarbotni. Í ljós kom að 70% kvenna með vanvirkni gátu ekki framkvæmt réttan og nægilega

sterkan sjálfráðan samdrátt. Stór rannsókn á 779 konum í Bandaríkjunum leiddi þó í ljós að 83% -

86% kvenna sem glímdu við enga eða litla vanvirkni náðu réttum grindarbotnssamdrætti í fyrstu

tilraun. (Henderson o.fl., 2013). Af þeim sem tókst það ekki náðu 78% þeirra að framkvæma réttan

Page 19: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

9

samdrátt með einföldum leiðbeiningum. Í nýrri rannsókn, þar sem hæfileiki kvenna til að framkvæma

eðlilegan samdrátt á fyrstu viku eftir fæðingu var metinn, sýndu niðurstöður að 48% kvenna gat

framkallað eðlilegan samdrátt á þeim tímapunkti (Vermandel o.fl., 2015). Í rannsókn frá 1991 á konum

með vanvirkni í grindarbotni, tókst einungis 49% kvennanna að framkvæma réttan samdrátt

grindarbotnsvöðva og athygli vekur að 25% beittu aðferð sem væri líkleg til að ýta undir þvagleka

(Bump, Hurt, Fantl og Jean, 1991). Í fyrri rannsóknum sýndu niðurstöður algengustu villurnar sem

konur gera þegar þær eru beðnar um að spenna grindarbotnsvöðvana (Bø o.fl., 1988). Algengustu

villurnar eru: samdráttur ytri vöðva eins og kviðvöðva, aðfærsluvöðva mjaðma og þjóvöðva í stað þess

að spenna grindarbotnsvöðvana. Sumar konur halda einnig í sér andanum eða ýkja innöndun í stað

þess að spenna grindarbotnsvöðvana. Þessar niðurstöður vekja upp spurningar um tengsl

hreyfistjórnar við réttan samdrátt grindarbotnsvöðva.

3.3.3 Hreyfistjórn og hreyfinám grindarbotnsvöðva

Hreyfistjórn er skilgreind sem hæfileikinn til að stýra þeim kerfum sem koma að hreyfingu líkamans á

skilvirkan hátt (Shumway-Cook og Woollacott, 2012, bls 3). Í tengslum við grindarbotninn má því segja

að ákjósanleg hreyfistjórn væri sú að grindarbotnsvöðvar dragast saman á réttum tíma og af réttum

krafti þegar þeirra væri þörf. Hinsvegar virðist vera skortur á þeim eiginleika hjá fjölda kvenna.

Hreyfinám snýr að því hvernig heilbrigðir einstaklingar læra eða breyta nýjum hreyfingum og einnig

hvernig hægt er að endurþjálfa og ná upp færni sem hefur tapast af einhverjum orsökum (Shumway-

Cook og Woollacott, 2012, bls 21). Í hreyfinámi eru tíðni æfinga, endurgjöf, aðstæður við þjálfun og

fjölbreytni í æfingu þau lykilatriði sem hafa þarf í huga til þess að þjálfa einstaklinga með

hreyfistjórnunarvandamál (Shumway-Cook og Woollacott, 2012, bls 34). Hjá konum með vanvirkni í

grindarbotni er því mikilvægt að endurþjálfa þá færni að draga saman grindarbotnsvöðvana sjálfrátt og

hvetja til eðlilegrar ósjálfráðra virkni þeirra eftir fremsta megni með þessi lykilatriði hreyfináms í huga,

til þess að draga úr afleiðingum vanvirkni á starfsemi líkamans, athafnagetu þeirra og möguleika til

þátttöku.

3.4 Meðferð sjúkraþjálfara við vanvirkni grindarbotns

Vegna þeirra miklu áhrifa sem vanvirkni grindarbotnsvöðva hefur á lífsgæði kvenna er meðferð

mikilvæg og þörf. Meðferð sjúkraþjálfara við vanvirkni grindarbotnsvöðva þarf ávallt að vera

skjólstæðingsmiðuð þar sem þekking og reynsla fagmanns er samtvinnuð markmiðum skjólstæðings

(Marques o.fl., 2010). Í rannsóknum þar sem staðlaðar aðferðir hafa verið notaðar til þess að leggja

mat á samdrátt grindarbotnsvöðva, er lagt upp með að réttur grindarbotnssamdráttur sé staðfestur af

prófanda eða heilbrigðisstarfsmanni (Ghaderi og Oskouei, 2014). Í dag mæla klínískar leiðbeiningar

frá, „National Institute for Health and Care Excellence“ (NICE), um meðferð þvagleka hjá konum með

því að réttur samdráttur grindarbotnsvöðva sé staðfestur af meðferðaraðila áður en sértæk þjálfun

vegna vanvirkni hefst. Ástæðan er að stór hluti kvenna nær ekki réttum samdrætti með einföldum

munnlegum leiðbeiningum (NICE, 2013). Í rannsóknum á grindarbotnsæfingum sem meðferðarúrræði

hefur árangur af æfingameðferð við þvagleka fyrst og fremst verið skoðaður og því verður það tekið

fyrir í þessu verkefni.

Page 20: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

10

3.4.1 Meðferð við þvagleka

Samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá NICE um meðferð við þvagleka hjá konum skal þjálfun

grindarbotnsvöðva vera fyrsta meðferð við áreynslu- og blönduðum þvagleka og vara í að minnsta

kosti þrjá mánuði áður en aðrir meðferðarmöguleikar eru skoðaðir (NICE, 2013). Einnig á blöðruþjálfun

að vera fyrsta meðferð við bráða- eða blönduðum þvagleka og vara í að minnsta kosti sex vikur. Enn

sem komið er vantar sannanir fyrir áhrifamætti grindarbotnsæfinga sem meðferð við ofvirkni í

þvagblöðru. Helsti tilgangur grindarbotnsæfinganna er að bæta tímasetningu samdráttar

grindarbotnsvöðvanna, auka styrk þeirra og stífleika bandvefsreifa mjaðmagrindarops (Price o.fl.,

2010). Einnig er markmið þjálfunar að grindarbotnsvöðvarnir verði færari í að bregðast við aukningu í

kviðarholsþrýstingi með sjálfráðum samdrætti (Balmforth, Mantle, Bidmead og Cardozo, 2006).

Sú aðferð að spenna grindarbotnsvöðvana sjálfrátt fyrir atburð sem líklegt er að valdi þvagleka, svo

sem að hósta eða hnerra, gengur meðal annars undir nöfnunum „The Knack Maneuver“ eða „The

Stress Strategie“. Í rannsókn á aðferðinni hjá konum með þvagleka var sýnt fram á tafarlausan

árangur af sjálfráðum samdrætti grindarbotnsvöðva fyrir áreynslu hjá konum með áreynsluþvagleka

(Miller, Sampselle, Ashton-Miller, Hong og DeLancey, 2008). Rannsakendur skoðuðu tvo hópa

kvenna, annars vegar konur sem voru ekki óléttar og hins vegar óléttar konur. Með því að beita

aðferðinni gátu þátttakendur beggja hópa dregið úr þvagleka í 77% tilfella annars vegar og 79% hins

vegar.

Ein orsök áreynsluþvagleka er lítill styrkur grindarbotnsvöðva og liðbanda, og því hafa

grindarbotnsæfingar verið notaðar sem hluti af fyrstu meðferð við áreynsluþvagleka. Með því að

styrkja vöðvalagið má draga talsvert úr tíðni áreynsluþvagleka (McLean o.fl., 2013). Í kerfisbundinni

samantekt frá 2010 leiddu niðurstöður í ljós að allt að 70% kvenna með áreynsluþvagleka næðu

árangri í að minnka einkenni með grindarbotnsæfingum sem gerðar voru í að minnsta kosti þrjá

mánuði (Price o.fl., 2010). Einnig kom fram í þeirri samantekt að konur á öllum aldri gætu náð þessum

árangri með grindarbotnsæfingum, þ.e. að hækkandi aldur hefur ekki neikvæð áhrif á möguleika á

árangri meðferðar.

3.4.2 Meðferð við vanvirkni grindarbotns á meðgöngu

Þar sem meðganga og fæðing eru helstu orsaka- og áhættuþættir vanvirkni, hafa margar rannsóknir

beint sjónum sínum að því að finna meðferðarúrræði fyrir konur á meðgöngu og eftir barnsburð. Dr.

Arnold Kegel (1948) var fyrsti fræðimaðurinn til þess að lýsa virkni grindarbotnsæfinga og gagnsemi til

að endurheimta virkni grindarbotns eftir fæðingu. Hann lýsti mögulegum fæðingaráverkum ásamt

helstu aðferðum sem hægt væri að nota til meðferðar. Einnig lýsti Kegel mikilvægi þess að

endurhæfing grindarbotnsins eftir fæðingu barns væri virkt ferli en ekki óvirkt. Æfingarnar þyrftu að

vera rétt framkvæmdar, vöðvarnir þyrftu að spennast einangrað í fyrstu og taka þyrfti tillit til stignunar

æfingar eftir því sem vöðvalagið styrkist.

Niðurstöður nýrra faraldsfræðilegra rannsókna undirstrika mikilvægi grindarbotnsæfinga á og eftir

meðgöngu hjá konum til þess að draga úr líkum á vanvirkni grindarbotns (Cerruto o.fl., 2013).

Cochrane-samantekt, sem var uppfærð 2012, leiddi í ljós að sannanir eru fyrir því að

grindarbotnsæfingar á meðgöngu séu gagnlegar sem forvörn við þvagleka á meðgöngu, þó svo að

Page 21: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

11

konan hafi þá þegar ekki einkenni um þvagleka við upphaf æfinga (Boyle, Hay-Smith, Cody June og

Mørkved, 2012).

3.4.3 Grindarbotnsæfingar: Tíðni, tímalengd, ákefð og endurtekningar

Rannsóknir á gagnsemi grindarbotnsæfinga sem meðferðarform við vanvirkni grindarbotns eru margar

hverjar ólíkar hvað varðar framkvæmd og stöðlun á æfingaformi (Marques o.fl., 2010). Fræðimenn

hafa ekki komið sér saman um hvaða æfingaaðferð virkar best með tilliti til mismunandi samsetningar

tíðni, tímalengdar, ákefðar og endurtekninga æfinga sem meðferð við vanvirkni grindarbotns og erfitt

reynist að bera aðferðir saman. Þó virðist sem svo að æfingar sem byggðar eru á lífeðlisfræði vöðva

og þeim þjálfunaraðferðum sem sýnt hafa árangur fyrir rákótta vöðva, skili meiri árangri en þær sem

gera það ekki. Samkvæmt leiðbeiningum um almenna styrktarþjálfun er mikilvægt að spennta rákótta

vöðva sérhæft í þjálfun (American College of Sports Medicine, 2009). Eins er mikilvægt að beina

styrktarþjálfun beint að grindarbotninum sjálfum, spenna grindarbotnsvöðvana einangrað og án

virkjunar í gegnum aðra vöðva til þess að framkalla hámarks samdrátt vöðvanna (Bø, Kvarstein,

Hagen og Larsen, 1990). Marques og félagar (2010) færa einnig rök fyrir því að öll þjálfun, þar á

meðal þjálfun grindarbotnsvöðva, verði að vera einstaklingsbundin og erfitt sé að finna eina aðferð

sem henti öllum.

Í kerfisbundinni samantekt á grindarbotnsæfingum sem meðferðarform við þvagleka er tekið

saman hvaða æfingaform voru notuð í rannsóknum á því sviði (Price o.fl., 2010). Algengasta aðferðin

var sú að spenna grindarbotnsvöðva 8-12 sinnum þar sem hver samdráttur varði í 4-30/40 sekúndur,

3-20x á dag. Heildartími meðferðar var allt frá einni viku og upp í sex mánuði, en algengast var að

meðferðin stæði yfir í þrjá mánuði. Þá skiptir máli að þjálfa samdrátt grindarbotnsvöðva í mörgum

mismunandi stöðum; liggjandi á bakinu, í hliðarlegu, á fjórum fótum, sitjandi, standandi og síðan við

hreyfingar og aðrar athafnir daglegs lífs með hugmyndafræði hreyfináms og stignunar að leiðarljósi.

Í tímamótarannsókn frá 1990 kom í ljós að rannsóknarhópur sem fékk að koma einu sinni í viku í

45 mínútur í senn í hópþjálfun til viðbótar við heimaprógramm, bætti styrk grindarbotnsvöðva og

minnkaði þvagleka marktækt meira en samanburðarhópur sem fékk aðeins heimaprógramm (Bø o.fl.,

1990). Heimaprógrammið samanstóð af fyrirmælum um grindarbotnsæfingar þrisvar sinnum á dag, 8-

12 sterkir samdrættir í hvert skipti. Í hópþjálfuninni var samdrætti haldið í 6-8 sekúndur í hvert skipti og

í lok langra samdrátta var 3-4 hröðum endurtekningum bætt við. Þessar æfingar voru gerðar í

standandi stöðu, sitjandi stöðu, liggjandi og á hækjum sér, 8-12 endurtekningar af löngum og 3-4 af

hröðum samdrætti í hverri stöðu. Helstu niðurstöðurnar voru þær að í rannsóknarhópi var meiri ákefð

og áhersla á hraða samdrætti grindarbotnsvöðanna sem var talið að skilaði sér í aukinni

vöðvastækkun miðað við samanburðarhópinn.

Rannsókn sem skoðaði áhrif þjálfunar grindarbotnsvöðva í liggjandi stöðu annars vegar og í

standandi og liggjandi stöðu hins vegar tókst ekki að sýna fram á mun á milli hópa, þrátt fyrir að

kenningar innan þjálfunarfræðinnar hvetji til þjálfunar í þeirri stöðu sem er líkust virkni daglegs lífs

(Borello-France, Zyczynski, Downey, Rause og Wister, 2006). Aftur á móti bentu höfundar á að þar

sem þátttakendum var öllum kennt að spenna grindarbotnsvöðva fyrir hósta eða hnerra, til þess að

koma í veg fyrir þvagleka, hefði það getað stuðlað að þessum niðurstöðum. Þeir veltu einnig upp þeirri

Page 22: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

12

hugmynd að aðrir þættir hafi meiri áhrif á árangur en sú staða sem þjálfað er í, svo sem tíðni,

tímalengd, ákefð og endurtekning æfinga. Því þarf að rannsaka þetta betur.

3.4.4 Grindarbotnsæfingar: Endurgjöf á samdrátt grindarbotnsvöðva

Endurgjöf er mikilvægur hlekkur í hreyfinámi og hefur verið notuð sem gagnlegt hjálpartæki við

endurþjálfun færni. Henni hefur verið skipt í innri og ytri endurgjöf (Shumway-Cook og Woollacott,

2012, bls 34-35). Innri endurgjöf felur í sér allar þær skynupplýsingar sem einstaklingurinn fær frá eigin

líkama, s.s. sjónrænar eða stöðuskynsupplýsingar, til þess að bæta og læra betur þá hreyfingu sem er

í þjálfun. Ytri endurgjöf felur í sér allar þær upplýsingar sem einstaklingur fær frá umhverfi sínu í sama

tilgangi, og er skipt í þekkingu á framkvæmd og þekkingu á takmarki. Við samdrátt grindarbotnsvöðva

er engin sýnileg hreyfing útlima eða bols, en sú hreyfing sem verður sést einungis með áhorfi á

grindarbotninn sjálfan og finnst með þreifingu. Við sjálfráðan samdrátt grindarbotnsvöðva eða með

öðrum orðum, ástundun grindarbotnsæfinga, fær einstaklingurinn sjálfur þar af leiðandi engar beinar

sjónrænar upplýsingar sem endurgjöf á frammistöðu. Hann verður að treysta á ytri endurgjöf á

frammistöðu, aðra skynjun frá svæðinu, stöðuskynjun og eigin líkamsvitund. Líkamsvitund hefur verið

skilgreind sem meðvituð skynjun á ástandi líkamans (Mehling o.fl., 2009). Hins vegar hefur lítið verið

rannsakað hversu nákvæm líkamsvitund og upplifun kvenna er þegar þær spenna

grindarbotnsvöðvana, það er hversu vel tekst þeim til við lokatakmarkið.

3.4.5 Grindarbotnsæfingar í hóptímum

Fáar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að skoða árangur af grindarbotnsæfingum í hóptímum, án

þess að réttur samdráttur vöðvanna sé staðfestur. Stór rannsókn á 779 konum í Bandaríkjunum leiddi

þó í ljós að 83%-86% kvenna sem glímdu við enga eða litla vanvirkni náðu réttum

grindarbotnssamdrætti í fyrstu tilraun. Af þeim sem tókst það ekki náðu 78% þeirra að framkvæma

réttan samdrátt með einföldum leiðbeiningum (Henderson o.fl., 2013). Rannsakendur komust þar af

leiðandi að þeirri niðurstöðu að lýðgrundaðar íhlutanir í forvarnarskyni væru gagnlegar án klínískrar

staðfestingar á réttum samdrætti grindarbotnsvöðvanna.

Í rannsókn í Noregi kom í ljós að grindarbotnsæfingar kenndar í venjulegum líkamsræktartíma á

meðgöngu skilaði ekki árangri í færri umkvörtunum um þvag-, loft- eða hægðaleka miðað við

samanburðarhóp (Bø og Haakstad, 2011). Önnur rannsókn sem framkvæmd var í Brasilíu sýndi aðra

niðurstöðu en Bø og Haakstad. Sú rannsókn leiddi í ljós gagnsemi skipulagðs meðgönguhóps í að

draga marktækt úr tíðni þvagleka á meðgöngu miðað við samanburðarhóp (Miquelutti, Cecatti og

Makuch, 2013). Í grein sem var birt 2014 komust höfundar einnig að annarri niðurstöðu en Bø og

Haakstad. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að grindarbotnsæfingar í meðgönguhóp sem var

haldinn þrisvar sinnum í viku, með kröfu um 80% þátttöku af samtals 22 vikum á meðgöngu, skilaði

árangri sem fyrsta stigs forvörn þvagleka á meðgöngu án einstaklingsbundins mats á getu til að

spenna grindarbotnsvöðvana (Pelaez, Gonzalez-Cerron, Montejo og Barakat, 2014).

Þessar rannsóknir eru sambærilegar að því leyti að þær voru slembiraðaðar

samanburðarrannsóknir. Í þeim öllum voru yfir 100 konur á meðgöngu skoðaðar og gagnsemi

grindarbotnsæfinga án þess að réttur og fullnægjandi samdráttur væri staðfestur fyrir þjálfun. Árangur

Page 23: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

13

var metinn með því að þátttakendur svöruðu spurningum um þvag-, hægða og/eða loftleka. Þegar

aðferðafræði þessarra rannsókna er borin saman má sjá að helsti munurinn fólst í tíðni hópanna,

ákefð grindarbotnsæfinga og meðferðarheldni þátttakenda og má velta upp þeirri spurningu hvort nýrri

rannsóknir séu að læra af fyrri rannsóknum. Í þeim rannsóknum sem tókst að sýna fram á marktækan

mun á milli rannsóknarhóps og samanburðarhóps virðist vera lögð áhersla á meiri ákefð æfinga,

aukna tíðni hópa í viku og almennt betri meðferðarheldni, sem helst í hendur við þekkingu um

mikilvægi þess að þjálfun grindarbotns fylgi þeim viðmiðum sem notast er við í þjálfun rákóttra vöðva.

3.5 Hindranir í meðferð við vanvirkni grindarbotns

Þrátt fyrir mikla framþróun í meðferð við vanvirkni grindarbotns benda rannsóknir til þess að árangur

sé misjafn. Fræðimenn á sviði kvennaheilsu hafa því í auknum mæli beint sjónum sínum að orsökum

þess. Í nýlegum rannsóknum hefur verið leitast við að varpa ljósi á þær hindranir sem eru til staðar í

meðferðarferli við vanvirkni grindarbotns.

3.5.1 Meðferðarheldni í þjálfun grindarbotnsvöðva

Kegel (1948) lýsti því í sínu riti að léleg meðferðarheldni kvenna í grindarbotnsþjálfun væri stór hindrun

í árangri af æfingum og hafa fræðimenn leitast við að skilja ástæðuna. Bent hefur verið á að konum

finnist tímaskortur vera stærsta hindrunin í að stunda grindarbotnsæfingar (Wilson og Herbison, 1998).

Í annarri rannsókn var sýnt fram á að áhugahvöt þátttakenda sem var mæld sem meðferðarheldni,

hefði meiri fylgni við árangur heldur en alvarleiki einkenna, aldur og aðrir lýðfræðilegir þættir (Lagro-

Janssen, Debruyne, Smits og van Weel, 1991). Í rannsókn, þar sem markmiðið var að þróa

skjólstæðingsmiðaðri nálgun að grindarbotnsæfingum fyrir konur með þvagleka, var rýnihópur kvenna

fenginn til að varpa ljósi á skort á meðferðarheldni (Chiarelli og Cockburn, 1999). Rannsakendur

komust að því að meirihluti kvennanna skynjaði ekki miklar líkur á því að þær gætu þróað með sér

þvagleka og höfðu litla þekkingu á eðlilegri starfsemi blöðru og grindarbotnsvöðvanna. Einnig skorti

þær upplýsingar um hvernig þær ættu að bera sig að við æfingarnar ásamt hvatningu til æfinga. Þær

lýstu því að upplýsingar um mögulega vanvirkni grindarbotnsvöðva eftir fæðingu hefðu verið af

skornum skammti og einkenni komu mörgum í opna skjöldu.

Í rannsókn á konum á þrítugustu viku meðgöngu sem framkvæmd var 1999-2000, voru 54%

þátttakenda sem stunduðu grindarbotnsæfingar og 26% þeirra gerðu það oftar en einu sinni á dag

(Whitford, Alder og Jones, 2007). Í nýrri rannsókn var meðferðarheldni og hindranir í meðferð við

vanvirkni grindarbotns skoðuð. Rannsakendur komust að því að meðferðarheldnin og nægileg tíðni

æfinga var nokkuð há á þriggja mánaða tímabili, eða hjá yfir 80% þátttakenda (Borello-France o.fl.,

2013). Tólf mánuðum síðar var aðeins helmingur þátttakenda sem enn stundaði grindarbotnsæfingar

nægilega oft og gerði nægilega margar æfingar, miðað við þau fyrirmæli sem gefin höfðu verið í

upphafi. Þær hindranir sem höfðu sterkustu fylgni við lélega meðferðarheldni voru þær að konurnar

gleymdu að gera æfingar eða áttu erfitt með að finna tíma til að gera þær. Niðurstaða höfunda var því

að mikilvægt væri að þróa leið til að hjálpa konum að muna og finna tíma til að gera

grindarbotnsæfingar til lengri tíma.

Page 24: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

14

3.5.2 Þekking kvenna á grindarbotnsæfingum og tilfinning þeirra fyrir réttum

samdrætti vöðvanna

Þekking kvenna og iðkun grindarbotnsæfinga var rannsökuð meðal kvenna í sængurlegu (Chiarelli

o.fl., 2003). Þátttakendur svöruðu spurningalista um grindarbotnsæfingar, þekkingu á framkvæmd

þeirra, framkvæmd fyrir meðgöngu og á meðgöngu og fyrirætlunum um að gera æfingar eftir

meðgöngu. Höfundar komust að því að um 95% kvennanna sögðust þekkja grindarbotnsæfingar og

gátu sagt til um nægilega æfingatíðni. Einungis 16% gerðu þessar æfingar fyrir meðgöngu og 55%

gerðu æfingarnar á meðgöngu. Fyrirætlun um að gera grindarbotnsæfingar af réttri tíðni eftir

meðgöngu var til staðar hjá 91% kvennanna, en einungis 45% þeirra hafði þekkingu á tímalengdinni,

eða að þær þyrftu að gera æfingarnar alla ævi. Um 23% kvennanna höfðu ekki þekkingu á hversu

lengi þær ættu að gera æfingar. Þrátt fyrir fjölda þeirra sem ætluðu sér að gera æfingar má draga þá

ályktun út frá æfingatíðni fyrir og á meðgöngu að raunverulegur fjöldi þeirra sem gerðu æfingar eftir

fæðingu barns væri minni en ætlað var. Í nýlegri rannsókn var þekking kvenna á grindarbotnsæfingum

og virkni grindarbotnsins á miðri meðgöngu skoðuð og sýndi hún svipaða niðurstöðu og Chiarelli og

félagar (Hilde o.fl., 2013). Þá höfðu 89% kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni heyrt um

grindarbotnsæfingar sem meðferð við vanvirkni grindarbotnsvöðvanna og 35% þeirra gerðu

grindarbotnsæfingar einu sinni eða oftar í viku.

Í rannsókn var sýnt fram á áhugaverð tengsl ákveðinna þátta eins og sambandinu á milli tilfinningu

kvenna fyrir réttum samdrætti grindarbotnsvöðvana, fyrri reynslu þeirra á grindarbotnsæfingum og

raunverulegri getu til að spenna vöðvana á fyrstu viku eftir fæðingu (Vermandel o.fl., 2015). Um 73%

þátttakenda sögðust þekkja virkni grindarbotns og 52% voru með reynslu af grindarbotnsæfingum. Af

þeim konum sem þekktu til grindarbotns og höfðu reynslu af æfingum voru 81% sannfærðar um að

geta spennt grindarbotnsvöðvana en aðeins rúmlega helmingur gat raunverulega framkallað sterkan

samdrátt eða 55%. Rannsóknin sýndi einnig að í 33% tilfella var tilfinning kvenna fyrir því að geta eða

geta ekki spennt grindarbotninn röng. Eftir munnlega endurgjöf voru 74% þátttakenda sem bættu

grindarbotnssamdráttinn. Fyrri þekking og reynsla af grindarbotnsæfingum hafði sterkari tengsl við

getu til að framkvæma fullnægjandi samdrátt grindarbotnsvöðvanna heldur en tilfinning kvennanna

fyrir því. Þvagleki á meðgöngu hafði neikvæð áhrif á getu til að framkvæma réttan samdrátt en aðrar

bakgrunnsbreytur eða fæðingarútkoma hafði ekki marktæk áhrif á getuna.

Þegar þessar rannsóknir er skoðaðar með tilliti til fjölda þeirra kvenna sem glíma við vanvirkni

grindarbotns á meðgöngu, vekur það upp spurningar um hvernig fræðslu um mikilvægi

grindarbotnsæfinga í tengslum við meðgöngu sé háttað. Í rannsókn sem framkvæmd var á konum á

30. viku meðgöngu voru 80% þátttakenda sem greindu frá því að þær hefðu fengið eða leitað sér

upplýsinga um grindarbotnsæfingar nýlega (Whitford o.fl., 2007). Þriðjungur kvennanna höfðu áhuga á

að fá meiri upplýsingar um grindarbotnsæfingar og ljósmæður gáfu oftast þessar upplýsingar.

Page 25: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

15

4 Efni og aðferðir

4.1 Rannsóknarsnið

Þessi rannsókn er unnin upp úr fyrirliggjandi gögnum úr rannsóknarverkefninu „Styrkur og úthald

grindarbotnsvöðva fyrir og eftir fyrstu fæðingu og hvernig konur upplifa samdrátt vöðvanna“ eftir

Þorgerði Sigurðardóttur (2009). Finna má ítarlega lýsingu á framkvæmd rannsóknarinnar í heild sinni í

meistararitgerð Þorgerðar. Rannsóknin fór fram á árunum 2007-2008 og var framskyggn

áhorfsrannsókn með endurteknum mælingum. Meginmarkmið hennar var að meta styrk og úthald

grindarbotnsvöðva fyrir og eftir fyrstu fæðingu og meta breytingar eftir tegund fæðinga. Hér kemur stutt

samantekt á lýðfræðilegum upplýsingum um þátttakendur, skilyrðum fyrir þátttöku í rannsókninni,

framkvæmd rannsóknar og úrvinnslu gagna.

4.2 Þátttakendur

Ljósmæður á ellefu heilsugæslustöðvum í Reykjavík buðu konum sem komu í reglubundið eftirlit á 13-

16 viku meðgöngu að taka þátt. Skilyrði til þátttöku voru að meðgangan væri sú fyrsta og að um væri

að ræða eitt lifandi fóstur sem staðfest var með ómskoðun. Konurnar væru heilbrigðar, eldri en 18 ára

og væru færar um að skilja íslensku eða ensku. Skilyrði til útilokunar frá þátttöku í rannsókninni voru

áhættumeðganga eða fjölbyrjun, valkvæður keisaraskurður, endurteknar þvagfærasýkingar eða aðrir

sjúkdómar sem gætu haft áhrif á þátttöku í rannsókninni. Alls fjörutíu og fjórar hraustar frumbyrjur á

aldrinum 19-39 uppfylltu skilyrði fyrir rannsókn og samþykktu að taka þátt.

4.3 Framkvæmd

Áður en mælingar hófust fengu konurnar upplýsingar um virkni grindarbotns. Þær lærðu um réttan

samdrátt sem var staðfestur með þreifingu áður en mælingar voru gerðar. Þær fengu þau fyrirmæli að

einbeita sér að grindarbotnssamdrætti meðan á mælingu stæði. Þær áttu að forðast samvirkni annarra

vöðva en grindarbotnsvöðva en samdráttur kviðvöðva án hreyfingar á mjóbaki/mjaðmagrind var

leyfður sem eðlileg samvirkni. Styrkmælingar fóru fram í baklegu með hnén bogin og fætur í sundur.

Konurnar voru beðnar um að spenna grindarbotnsvöðvana þrisvar sinnum eins fast og þær gætu og

reyna að halda í fimm sekúndur. Tíu sekúndna hvíld var á milli samdrátta. Sá samdráttur sem mældist

sterkastur var notaður í rannsóknina. Aðrar breytur voru byggðar á sjálfsmati kvennanna sem fylltu út

skriflegan spurningarlista þegar þær komu í styrkmælingu. Mynd 1 sýnir hvenær á meðgöngu og eftir

fæðingu konurnar komu í mælingar.

Page 26: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

16

Mynd 1. Tímasetning mælinga á meðgöngu og eftir fæðingu. Gögn eru sett fram sem meðaltal ± staðalfrávik og spönn

4.4 Breytur

4.4.1 Vöðvastyrkur

Til að meta hámarksstyrk grindarbotnsvöðva var rannsóknartækið Myomed 932® (Enraf- Nonius,

Delft, Netherland) notað og styrkur metinn í hPa. Mælitækið var áreiðanleikaprófað fyrir rannsóknina

(Þorgerður Sigurðardóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Árni Árnason og Kari Bø, 2009). Niðurstöður

áreiðanleikaprófana sýndu að milli matsmanna fylgnistuðull (ICC) var 0,97; (p˂0,001) og frávikshlutfall

(CV%) var 11,09%.

4.4.2 Upplifun á samdrætti grindarbotnsvöðva

Upplifun var metin með spurningunni: Hvernig upplifir þú samdrátt grindarbotnsvöðvanna núna?

Svarmöguleikar voru: (1) Ég finn sterkan og greinilegan samdrátt. (2) Ég finn vöðvana dragast saman,

en get ekki haldið vöðvasamdrætti lengi. (3) Ég finn samdrátt sem erfitt er að halda. (4) Ég reyni að

draga vöðvana saman en er ekki viss hvað gerist í grindarbotninum. (5) Mér finnst ekkert gerast.

4.4.3 Ástundun grindarbotnsæfinga

Fjöldi kvenna sem stunduðu grindarbotnsæfingar á hverjum tímapunkti var metinn með spurningunni:

Gerir þú grindarbotnsæfingar núna? (Æfingar fyrir vöðvana umhverfis þvagrás, leggöng og endaþarm).

Svarmöguleikar voru: (1) Nei. (2) Já, daglega. (3) Já, að minnsta kosti þrisvar í viku. (4) Já, einu sinni

til tvisvar í viku. (5) Já, að minnsta kosti einu sinni í viku. (6) Já, stundum þegar mér finnst ég þurfa

þess.

Fyrri mæling

Vika meðgöngu

22,1 ± 1,4

20,0-26,0

Fæðing fyrsta barns

Seinni mæling

Vikur frá fæðingu

6,3 ± 1,0

5,4-11,7

Page 27: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

17

4.4.4 Samvirkni annarra vöðvahópa með samdrætti grindarbotnsvöðva

Samvirkni annarra vöðvahópa samhliða samdrætti grindarbotnsvöðva var metin með spurningunni:

Þegar þú dregur grindarbotnsvöðvana saman núna, heldur þú að aðrir vöðvar dragist saman um leið?

Svarmöguleikar voru: (1) Nei. (2) Já. (3) Ég veit það ekki. Ef svarið var já þá fengu þátttakendur

fyrirmæli um að svara næstu spurningu sem var: Hvaða vöðvahópar telur þú að spennist/þvingist um

leið? (Merktu við allt sem á við þig). Svarmöguleikar voru: (1) Kviðvöðvar (naflinn dregst inn). (2)

Kviðvöðvar (mjaðmagrindin hreyfist). (3) Innanlærisvöðvar (lærin og hnén dragast saman). (4)

Rassvöðvar (setvöðvar/þjónhnappar). (5) Öndunarvöðvar (eins og að halda niðri í sér andanum). (6)

Aðrir vöðvar, hverjir?

4.4.5 Bakgrunnsbreytur

Þátttakendur svöruðu spurningum um aldur, hæð (cm.), þyngd (kg.), reykingar, reglulega líkamsrækt

fyrir meðgöngu, sjálfsmat á eigin heilsu, hjúskaparstétt, menntun og viðveru eða hvað þátttakandi

hafði helst haft fyrir stafni síðastliðna tólf mánuði.

4.5 Úrvinnsla og tölfræðigreining gagna

Notast var við tölfræðihugbúnaðinn SAS Enterprise Guide (útgáfa 6.1) við tölfræðilega greiningu

gagna. Í tölfræðiprófum voru marktektarmörk sett við p<0,05. Við úrvinnslu á upplifun á samdrætti

grindarbotnvöðva voru gögnin endurkóðuð og eftirfarandi kóðun notuð: (1) Mér finnst ekkert gerast. (2)

Ég reyni að draga vöðvana saman en er ekki viss hvað gerist í grindarbotninum. (3) Ég finn samdrátt

sem erfitt er að halda. (4) Ég finn vöðvana dragast saman, en get ekki haldið vöðvasamdrætti lengi.

(5) Ég finn sterkan og greinilegan samdrátt. Við úrvinnslu á ástundun grindarbotnsæfinga voru svör 2-

6 tekin saman í einn flokk sem bar heitið „já“. Ef þátttakandi svaraði þeirra spurningu „nei“ fékk hann

þau fyrirmæli að sleppa næstu spurningu um upplifun á grindarbotnssamdrætti á miðri meðgöngu. Allir

þátttakendur áttu að svara þeirri spurningu eftir fæðingu. Þar af leiðandi voru niðurstöður, á miðri

meðgöngu og eftir fæðingu, reiknaðar sem prósentur af heildarfjölda þeirra sem svaraði spurningunni í

hvort skiptið fyrir sig. Sama gilti um spurningu um samvirkni annarra vöðvahópa. Ef þátttakandi svaraði

„já“, fékk viðkomandi fyrirmæli um að svara næstu spurningu um hvaða vöðvahópar þátttakandi taldi

að væru að spennast/þvingast með. Þar af leiðandi voru niðurstöður reiknaðar sem prósentur af

heildarfjölda þeirra sem svaraði spurningunni í hvort skiptið fyrir sig.

Líkamsþyngdarstuðull var reiknaður út frá þyngd og hæð og því næst var meðaltal og staðalfrávik

reiknað fyrir aldur og líkamsþyngdarstuðul þátttakenda. Tíðnitölur voru teknar saman fyrir aðrar

bakgrunnsbreytur. Hlutfall var reiknað fyrir ástundun grindarbotnsæfinga, samvirkni annarra

vöðvahópa með grindarbotnssamdrætti og hvaða vöðvahópar spenntust með samdrætti. Parað t-próf

var notað til að meta hvort breytingar á styrk fyrir og eftir fæðingu væri marktækar. Friedman-próf var

notað til að meta hvort marktæk breyting væri á upplifun þátttakenda á samdrætti fyrir og eftir fæðingu.

Til að meta fylgni milli styrks og upplifunar var Spearman-fylgnistuðull notaður. McNemar-próf var

Page 28: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

18

notað til að meta hvort marktækur munur væri á hlutfalli þeirra sem stunduðu grindarbotnsæfingar á

meðgöngu miðað við eftir fæðingu.

4.6 Siðfræði

Í meðhöndlun gagna og í rannsóknum á fólki skal gæta þess að fylgja nokkrum lykilviðmiðum í

siðfræði rannsókna (World Medical Association, 2013). Allar konurnar sem tóku þátt í rannsókninni

skrifuðu undir upplýst samþykki fyrir þátttöku, rannsóknin fékk leyfi frá Vísindasiðanefnd (06-070) og

Persónuvernd dagsett 10. júlí 2007. Tilkynning um frekari úrvinnslu gagna var send til

Vísindasiðanefndar þann 19. september 2014 (sjá fylgiskjal), og fékk sú tilkynning samþykki án

athugasemda, sem er dagsett 7. október 2014. Nafnalista rannsóknarinnar var eytt áður en höfundar

fengu gögnin í hendur, og voru þar af leiðandi ópersónugreinanleg með öllu.

Page 29: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

19

5 Niðurstöður

Þátttakendur sem svöruðu báðum spurningalistum og tóku þátt í báðum mælingum voru 36 frumbyrjur

á aldrinum 19 til 39 ára. Flestar kvennanna voru í sambúð, langskólagengnar og í launaðri vinnu. Þær

mátu heilsu sína góða, lýstu heilsusamlegum lífsstíl og flestar þeirra reyktu ekki (sjá töflu 1).

Tafla 1. Bakgrunnur þátttakenda. Bakgrunnsbreytur eru settar fram sem meðaltal ± staðalfrávik og

fjöldi (hlutfall í %)

Bakgrunnsbreytur (N=36)

Aldur móður (ár), meðaltal +/- staðalfrávik

Líkamsþyngdarstuðull fyrir meðgöngu (kg/m2),

meðaltal +/- staðalfrávik

26,6 ±4,3

24,1 ±4,3

Reykingar, n (%)

Nei

5 (14%)

31 (86%)

Regluleg líkamsrækt fyrir meðgöngu (n)

Nei

24 (67%)

12 (33%)

Sjálfsmat á eigin heilsu (n)

Mjög góð

Góð

Hvorki góð né slæm

17 (47%)

18 (50%)

1 (3%)

Hjúskaparstétt (n)

Gift

Í sambúð

Einhleyp

6 (17%)

29 (80%)

1 (3%)

Félagslegar aðstæður1

Í launuðu starfi

Í skóla

24 (69%)

11 (31%)

Menntun (n)

Grunnskólamenntun

Framhaldsskólamenntun

Háskólamenntun eða annað sambærilegt nám

9 (25%)

9 (25%)

18 (50%)

1 Gagnagat: 1 þátttakandi svaraði ekki spurningu um félagslegar aðstæður

Page 30: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

20

5.1 Styrkur grindarbotnsvöðva

Styrkur grindarbotnsvöðva mældist marktækt lægri eftir fæðingu (22 ± 12 hPa að meðaltali) en á miðri

meðgöngu (42 ± 17 hPa að meðaltali) hjá frumbyrjunum) (t(35)= -20, p˂0.0001) (mynd 2).

Mynd 2. Samanburður á hámarksstyrk grindarbotnsvöðva á miðri meðgöngu og eftir fæðingu. Gögn

eru sett fram sem meðaltal ± staðalfrávik

42

22

0

10

20

30

40

50

60

Hám

arks

styr

kur

[hP

a]

Á miðri meðgöngu Eftir fæðingu

*p˂0.0001

Page 31: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

21

5.2 Upplifun á samdrætti

Ekki var marktækur munur á upplifun kvenna á samdrætti grindarbotnsvöðva fyrir og eftir fyrstu

fæðingu (p=0,157). Á súluriti (mynd 3) má þó sjá að sú tilhneiging er til staðar að hlutfallslega færri

finna sterkan samdrátt eftir fæðingu heldur en fyrir. Til viðbótar má sjá á súluritinu að hlutfallslega fleiri

konur reyna að draga saman grindarbotnsvöðvana en eru ekki vissar um hvað gerist í

grindarbotninum. Þrátt fyrir að munur á upplifun sé ekki marktækur leiða þessar niðurstöður í ljós að

einungis helmingur kvennanna upplifi samdrátt grindarbotnsvöðvanna sem sterkan og greinilegan.

Mynd 3. Upplifun kvenna á samdrætti grindarbotnsvöðva á miðri meðgöngu og eftir fæðingu

52%

40%

4% 4%0%

42%

28%

19%

11%

0%0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Finn sterkangreinilegansamdrátt

Finn samdrátt enget ekki haldið

lengi

Finn samdráttsem erfitt er að

halda

Reyni að dragasaman en ekki viss

hvað gerist

Finnst ekkertgerast

Hlu

tfal

lsle

g s

kip

tin

g sv

ara

Á miðri meðgöngu Eftir fæðingu

Page 32: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

22

5.3 Fylgni hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna á

samdrætti

Fylgni á milli styrks og upplifunar á miðri meðgöngu var rs = 0,055 og mældist ekki marktæk

(p=0,79). Fylgni milli styrks og upplifunar eftir fæðingu var rs = 0,106 og mældist ekki marktæk

(p=0,538). Fylgni á miðri meðgöngu er sýnd á mynd 4 og fylgni eftir fæðingu er sýnd á mynd 5. Á

myndunum má sjá að dreifing svara á miðri meðgöngu er mjög lítil og dreifast öll gildin á efstu tvo

svarmöguleikana. Eftir fæðingu dreifast gildin meira en á miðri meðgöngu og þá má sjá fleiri svör á

neðri enda skalans.

Mynd 4. Fylgni á milli hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna á samdrætti á miðri meðgöngu

Mynd 5. Fylgni á milli hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna á samdrætti eftir fæðingu

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

0 1 2 3 4 5

Styr

kur

[hP

a]

Upplifun

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

0 1 2 3 4 5

Styr

kur

[hP

a]

Upplifun

1= Mér finnst ekkert gerast

2= Ég reyni að draga

vöðvana saman en er ekki

viss hvað gerist í

grindarbotninum

3= Ég finn samdrátt sem

erfitt er að halda

4= Ég finn vöðvana dragast

saman, en get ekki haldið

vöðvasamdrættinum lengi

5= Ég finn sterkan og

greinilegan samdrátt

1= Mér finnst ekkert gerast

2= Ég reyni að draga

vöðvana saman en er ekki

viss hvað gerist í

grindarbotninum

3= Ég finn samdrátt sem

erfitt er að halda

4= Ég finn vöðvana dragast

saman, en get ekki haldið

vöðvasamdrættinum lengi

5= Ég finn sterkan og

greinilegan samdrátt

Page 33: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

23

5.4 Ástundun grindarbotnsæfinga

Fleiri konur gerðu grindarbotnsæfingar eftir fæðingu en á miðri meðgöngu (2(1, N=36)= 8,3,

p=0,0039). Mynd 6 sýnir hlutfall þeirra sem stunduðu grindarbotnsæfingar. Athygli vekur að á miðri

meðgöngu stunduðu aðeins tveir þriðju kvennanna grindarbotnsæfingar og einn þriðji kvennanna ekki.

Þrátt fyrir að marktækt fleiri gera grindarbotnsæfingar 6-12 vikum eftir fæðingu eru enn nokkrar konur

sem gera þær ekki.

Mynd 6. Samanburður á hlutfalli þátttakenda sem stunduðu grindarbotnsæfingar á miðri meðgöngu og

eftir fæðingu

5.5 Samvirkni annarra vöðvahópa við samdrátt grindarbotnsvöðva

Niðurstöðurnar sýndu að 53% og 58% kvennanna sögðust finna aðra vöðva spennast með þegar þær

framkvæmdu samdrátt grindarbotnsvöðva á miðri meðgöngu og eftir fæðingu (mynd 7). Á miðri

meðgöngu sögðust flestar kvennanna (74%) finna spennu í þjóvöðvum. Eftir fæðingu sögðust 71%

þeirra finna spennu í þjóvöðvum og 67% þeirra sögðust finna spennu í kviðvöðvum (naflinn dregst inn)

(mynd 8).

67%

94%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Hlu

tfal

lsle

g s

kip

tin

g s

vara

Á miðri meðgöngu Eftir fæðingu

*p=0,0039

Page 34: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

24

Mynd 7. Samanburður á hlutfalli þátttakenda sem fannst aðrir vöðvar spennast með

grindarbotnssamdrætti á miðri meðgöngu og eftir fæðingu

Mynd 8. Vöðvar og vöðvahópar sem konunum fannst spennast með grindarbotnssamdrætti á miðri

meðgöngu og eftir fæðingu

17%

53%

31%31%

58%

11%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Nei Já Ég veit ekki

Hlu

tfal

lsle

g s

kip

tin

g s

vara

Á miðri meðgöngu Eftir fæðingu

42%

32%

0%

74%

26%

67%

19% 19%

71%

38%

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

90%

100%

Kviðvöðvar (naflinndregst inn)

Kviðvöðvar(mjaðmagrindin

hreyfist)

Innanlærisvöðvar Þjóvöðvar Öndunarvöðvar

Á miðri meðgöngu Eftir fæðingu

Page 35: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

25

6 Umræður

Þrjár rannsóknatilgátur voru samþykktar í kjölfar tölfræðiprófa. Styrkur grindarbotnsvöðvanna minnkaði

eftir fyrstu fæðingu miðað við á miðri meðgöngu og fleiri konur gerðu grindarbotnsæfingar eftir fæðingu

miðað við á miðri meðgöngu. Einnig var hlutfall þeirra sem fannst aðrir vöðvar spennast með

grindarbotnssamdrætti 53% á miðri meðgöngu og 58% eftir fæðingu, og það samræmist síðustu

rannsóknartilgátunni. Tveim rannsóknartilgátum var hafnað. Sjálfsmat kvennanna á upplifun á

samdrætti grindarbotnsvöðvanna breyttist ekki eftir fyrstu fæðingu miðað við á miðri meðgöngu. Hvorki

fannst fylgni milli styrkmælinga og sjálfsmats á upplifun á samdrætti grindarbotnsvöðvanna á miðri

meðgöngu, né eftir fæðingu.

6.1 Styrkur grindarbotnsvöðva

Marktækur munur reyndist vera á vöðvastyrk grindarbotnsvöðva fyrir og eftir fyrstu fæðingu. Þessar

niðurstöður haldast í hendur við erlendar rannsóknir sem sýna fram á sömu niðurstöðu (Marshall o.fl.,

2002). Rannsóknir sýna fram á tengsl á milli lítils vöðvastyrks og auknum líkum á einkennum vanvirkni

frá grindarbotni en einnig að með sértækum styrkjandi æfingum má draga úr einkennum (McLean o.fl.,

2013). Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fræða og kenna réttar grindarbotnsæfingar á meðgöngu.

6.2 Upplifun kvenna á samdrætti grindarbotnsvöðva

Þótt niðurstöðurnar bendi til þess að konur upplifðu frekar sterkari samdrátt á miðri meðgöngu en eftir

fæðingu voru þær ekki tölfræðilega marktækar. Eins breyttist dreifingin úr því að svörun einskorðaðist

við efstu svarmöguleikana á miðri meðgöngu og í að dreifast á fleiri svarmöguleika eftir fæðingu.

Mælikvarði sem þessi virðist ekki hafa verið notaður í öðrum rannsóknum sem nota mætti til

samanburðar. Engar erlendar rannsóknir fundust, þar sem upplifun kvenna á samdrætti

grindarbotnsvöðva fyrir og eftir fæðingu, var skoðuð. Því er erfitt að leggja mat á þessa niðurstöðu.

6.3 Fylgni milli hámarksstyrks grindarbotnsvöðva og upplifunar kvenna

á samdrætti

Niðurstöður sýndu að það er ekki marktæk fylgni á milli hámarksstyrks grindarbotnssamdráttar og

upplifunar kvenna á samdrætti grindarbotnsvöðva samkvæmt þessum spurningarlista, hvorki á miðri

meðgöngu né eftir fæðingu.

Erlendar rannsóknir sýna fram á að tilfinning kvenna fyrir því hvort þær geti eða geti ekki spennt

grindarbotninn er röng í 33% tilfella, með öðrum orðum hefur ein af hverjum þremur konum rangt fyrir

sér (Vermandel o.fl., 2015). Það má segja að það sem konan upplifir að gerist í grindarbotninum við

sjálfráðan samdrátt hefur ekki tengsl við það sem er að gerast. Sem dæmi má nefna þátttakanda sem

lýsir upplifun sinni sem svo: „Ég finn vöðvana dragast saman en get ekki haldið vöðvasamdrætti lengi“,

á meðan styrkmæling á hennar grindarbotnsvöðvum gaf 0 hPa.

Page 36: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

26

Einnig má velta því fyrir sér hvort þessi kvarði sé heppilegur til að skoða tengsl upplifunar og þess

sem gerist við samdrátt grindarbotnsvöðvanna. Þegar svarmöguleikarnir eru skoðaðir má sjá eðlismun

á efstu tveimur svarmöguleikunum. Valmöguleiki númer fimm: „Ég finn sterkan og greinilegan

samdrátt“ beinir sjónum að upplifun á styrk grindarbotnsvöðvanna, en valmöguleiki númer fjögur: „Ég

finn vöðvana dragast saman en get ekki haldið vöðvasamdrættinum lengi“ beinir sjónum að upplifun á

tímalengd vöðvasamdráttar eða með öðrum orðum að úthaldi þeirra. Það gæti verið áhugavert að

skoða hvort tengsl séu á milli upplifunar á úthaldi og tímamælingar vöðvasamdráttar, og eins væri

mikilvægt að aðskilja þessa þætti þegar væri verið að skoða upplifun kvennanna.

6.4 Ástundun grindarbotnsæfinga

Niðurstöður sýndu að marktækur fleiri konur stunduðu grindarbotnsæfingar eftir fæðingu en á miðri

meðgöngu. Þessi niðurstaða helst í hendur við rannsóknir á þessu sviði sem sýna fram á aukningu í

ástundun grindarbotnsæfinga á meðgöngu og eftir fæðingu. En þó eru ekki allar konur sem gera

grindarbotnsæfingar á þessum tímapunktum. Í rannsókn frá Hilde og félögum (2013) voru um 35%

kvenna sem gerðu grindarbotnsæfingar á miðri meðgöngu en 67% kvennanna í þessari rannsókn

höfðu gert þær á miðri meðgöngu. Einnig má færa rök fyrir því að það að taka þátt í rannsókn af þessu

tagi auki líkur á því að kona geri grindarbotnsæfingar og því er erfitt að bera þessar tölur saman. Það

er þó athyglisvert að sjá hversu stór hluti kvenna gerir ekki grindarbotnsæfingar á meðgöngu, þar sem

meðganga er einn af áhættuþáttum fyrir vanvirkni grindarbotns.

6.5 Samvirkni annarra vöðvahópa við samdrátt grindarbotnsvöðva

Niðurstöðurnar sýndu fram á að 53% og 58% kvennanna sögðust finna aðra vöðva spennast með

þegar þær framkvæmdu samdrátt grindarbotnsvöðva, fyrir og eftir fæðingu. Flestar þeirra sögðust

finna spennu í þjóvöðvum fyrir fæðingu, en eftir fæðingu sögðust flestar finna spennu í þjóvöðvum og í

kviðvöðvum (naflinn dregst inn). Rannsóknir sýna fram á að algengasta villan sem konur gera þegar

þær reyna að spenna grindarbotnsvöðvana er að spenna þjóvöðva sem eiga ekki að spennast undir

þessum kringumstæðum (Bø o.fl., 1988). Rannsóknir sýna þó að með hámarkssamdrætti grindarbotns

virkjast þverlægi kviðvöðvi með. Því er erfitt að leggja mat á hvort þær konur sem segjast finna fyrir

spennu í kviðvöðvum séu að framkvæma rangan samdrátt eða fullnægjandi hámarkssamdrátt með

samvirkni þverlægra kviðvöðva (Gill og Neumann, 2002).

Hins vegar má velta upp þeim spurningum hvort það sé þeim auðveldara að spenna kviðvöðvana

heldur en grindarbotnsvöðvana eftir fæðingu og hvort þær reyni af meira afli en minni árangri að

spenna grindarbotninn. Einnig hvort styrkminnkun grindarbotnsvöðva í kjölfar fæðingar birtist sem

aukning í virkjun kviðvöðvanna þegar þær reyna að spenna grindarbotninn og hvort þær nái

sannarlega að spenna grindarbotnsvöðvana á þessum tímapunkti eftir fæðingu. Rannsóknir hafa sýnt

að konur í sængurlegu eftir fæðingu geta í 55% tilfella framkallað sterkan samdrátt grindarbotnsvöðva

og eftir einfaldar munnlegar leiðbeiningar eykst hlutfall þeirra upp í 74% (Vermandel o.fl., 2015).

Page 37: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

27

6.6 Gildi niðurstaðna fyrir sjúkraþjálfara og næstu skref

Niðurstöður þessa verkefnis undirstrika mikilvægi þess að sjúkraþjálfarar, sem koma að konum á

meðgöngu og eftir fæðingu, hvetji þær til að stunda grindarbotnsæfingar. Stór hluti kvennanna, sem í

úrtakinu voru, sagðist finna fyrir samdrætti annarra vöðvahópa með grindarbotnssamdrætti. Þar sem

einangraður samdráttur grindarbotns er mikilvægur í styrkþjálfun grindarbotnsvöðvanna, er óvíst hvort

flestar þessara kvenna framkvæmi þann samdrátt sem æskilegur er fyrir styrkþjálfun þeirra (Bø o.fl.,

1990). Einangraður samdráttur grindarbotns er án virkjunar annarra vöðva, fyrir utan þverlæga

kviðvöðva og innri skálæga kviðvöðva, og án virkjunar í gegnum aðra vöðva. Mikilvægt er fyrir

sjúkraþjálfara og aðra meðferðaraðila að vera meðvitaðir um þær villur sem eru algengastar þegar

konur spenna grindarbotnsvöðvana, í því markmiði að fræða og kenna réttar grindarbotnsæfingar.

Einnig væri gagnlegt að taka grindarbotnsþjálfun upp á næsta stig og halda áfram að þróa fræðslu og

áhrifaríkar munnlegar leiðbeiningar fyrir grindarbotnsþjálfun í hóptímum. Þessar niðurstöður benda

einnig til þess að það er mikilvægt fyrir konur að stunda grindarbotnsæfingar í forvarnarskyni á

meðgöngu og eftir fæðingu. Séu þær óvissar um framkvæmd æfinga eða æfingaform, geti þær leitað

til sjúkraþjálfara.

Vegna mikilla áhrifa vanvirkni grindarbotns á stóran hóp kvenna, sér í lagi á meðgöngu og eftir

fæðingu, væri mjög gagnlegt ef upplifun kvennanna af grindarbotnssamdrætti væri áreiðanlegt

matstæki. Ekki er ljóst hvort sá skali sem notast var við í þessari rannsókn sé heppilegt matstæki á

upplifun kvennanna, þar sem hann tekur fyrir tvo undirþætti í sitt hvorum svarmöguleikanum, sem eru

tengdir upplifun kvennanna á úthaldi og styrk grindarbotnsvöðvanna. Því er nauðsynlegt að leita

annarra leiða sem gætu verið betri mælikvarði á samdrátt grindarbotnsvöðvanna svo hægt sé að þróa

meðferðarúrræði sem eru hagkvæmari heldur en það sem er í boði.

Næstu skref í rannsóknum á þessu sviði væru að þróa sjálfsmatskvarða til dæmis með aðstoð

vöðvastyrksmælinga og viðtala við konur sem gefa rétta mynd af samdrættinum. Einnig væri

áhugavert að skoða hjá hve stórum hópi kvenna upplifun helst sannarlega í hendur við styrk

vöðvanna. Út frá því væri hægt að greina hvort og þá hvaða breytur hafa áhrif á líkamsvitund og

hreyfistjórn þegar kemur að samdrætti grindarbotnsvöðva. Þær upplýsingar væri einnig hægt að nýta í

skjólstæðingsmiðaðri þróun á matsaðferðum og viðeigandi meðferðum.

Gagnlegt væri að kanna stöðu sjúkraþjálfara innan mæðraverndar og á fæðingardeild, ásamt því

að skoða hvernig fræðslu og kennslu á réttum grindarbotnssamdrætti er háttað á þessum mikilvægu

tímamótum. Til viðbótar væri þörf á að kanna hvar konur á Íslandi fræðast um grindarbotnsæfingar og

hvernig meðferðarúrræðum er háttað innan íslenska heilbrigðiskerfisins séu þær að glíma við einhvers

konar vanvirkni. Þar að auki væri áhugavert að kortleggja helstu hindranir í meðferð hjá íslenskum

konum.

6.7 Takmarkanir

Við túlkun á niðurstöðum er mikilvægt að hafa takmarkanir rannsóknarinnar í huga. Unnið var úr

fyrirliggjandi gögnum og því afmarkast verkefnið af aðferðafræði og framkvæmd upphaflegu

rannsóknarinnar. Einnig voru spurningalistarnir þróaðir með annað markmið í huga en það sem var

haft að leiðarljósi í þessu verkefni.

Page 38: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

28

Sem dæmi um áhrif þess á þessa rannsókn þá liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu margar konur

spenntu grindarbotninn á fullnægjandi hátt án leiðbeininga, eða með einföldum munnlegum

leiðbeiningum, þegar styrkur grindarbotnsvöðva var mældur. Ef þessar upplýsingar væru til staðar

væri hægt að skoða hvort tengsl væru á milli upplifunar og hæfileika til þess að spenna

grindarbotnsvöðvanna án leiðbeininga. Í upphaflegu rannsókninni fengu konurnar hins vegar fræðslu

um grindarbotninn og fullnægjandi samdrátt, sem síðan var staðfestur af prófanda með þreifingu, áður

en styrkmælingar fóru fram. Spurning um upplifun á grindarbotnssamdrætti var ekki stöðluð og

einungis 24 af 36 konum svöruðu þeirri spurningu í fyrri mælingunni. Ástæðan var sú að aðeins þær

sem höfðu reynslu af ástundun grindarbotnsæfinga á þeim tíma sem spurningarlistinn var lagður fyrir,

áttu að svara spurningunni. Það hefði styrkt rannsóknina ef allar konurnar hefðu svarað þessari

spurningu, þótt ekki sé ljóst hvort niðurstöðurnar hefðu farið á annan veg. Tölfræðilegt afl og nægilegur

fjöldi þátttakenda fyrir upphaflegu rannsóknina var reiknað út frá markmiðum hennar. Þar sem

konurnar voru fáar og þar sem þær svöruðu ekki allar þeim spurningum sem unnið var úr í þessu

verkefni, er ekki ljóst hvort tölfræðilegt afl verkefnisins sé nægilega sterkt. Það getur haft þau áhrif að

hver sá munur sem sannarlega er til staðar í þýðinu, hafi ekki komið fram í niðurstöðum

rannsóknarinnar.

Inntökuskilyrði í rannsóknina voru þess eðlis að þau gætu haft áhrif á alhæfingargildi niðurstaðna

og því ber að taka tillit til þess í túlkun þeirra. Einnig voru þátttakendur sjálfboðaliðar í rannsókn sem

getur haft áhrif á samsetningu hópsins og því ber að skoða bakgrunn og lýðfræðilega þætti

þátttakenda í samhengi við niðurstöður.

Ekki er ljóst hvort hægt sé að yfirfæra niðurstöður um ástundun grindarbotnsæfinga yfir á stærra

þýði þar sem þátttaka í rannsókninni hefur mögulega verið hvetjandi þáttur og stuðlað að því að fleiri

konur stunduðu grindarbotnsæfingar heldur en þær hefðu annars gert. Það gæti hafa haft áhrif á

niðurstöður og þann mun á fjölda þeirra sem stunduðu grindarbotnsæfingar á miðri meðgöngu og eftir

fæðingu. Þrátt fyrir það haldast niðurstöðurnar í hendur við erlendar rannsóknir sem sýna svipaðar

tölur.

Að lokum má nefna að samvirkni annarra vöðva með grindarbotnssamdrætti var metin með

sjálfsmati þátttakenda en virkni vöðvanna var ekki mæld, sem getur gefið villandi upplýsingar.

Spurningin gefur vissulega mynd af upplifun kvennanna á því sem þeim finnst vera að gerast en ekki

liggja fyrir upplýsingar um hvort sú upplifun haldist í hendur við það sem raunverulega á sér stað hjá

hverri og einni.

Page 39: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

29

7 Ályktun

Vitundarvakning hefur orðið á mikilvægi grindarbotnsæfinga á meðgöngu og í kjölfar fæðingar en þó

virðist vanta þekkingu á framkvæmd, tíðni og hve lengi konur þurfa að stunda grindarbotnsþjálfun.

Stærsta hindrunin í meðferðarheldni virðist vera sú að muna eftir æfingum og hafa tíma til að gera

æfingar, ásamt því að skortur virðist vera á fræðslu um áhrif meðgöngu og fæðingar á líkamann.

Líklega má áætla að einstaklingsmeðferð sé árangursríkasta meðferðin en hún getur verið

kostnaðarsöm og tímafrek fyrir einstaklinginn og gæti fælt hóp kvenna frá því að leita sér aðstoðar.

Hópmeðferð hefur sýnt árangur í rannsóknum og með réttum leiðbeiningum sem aðstoða konurnar við

að skynja réttan samdrátt. Með góðri fræðslu, fjölbreyttri þjálfun og mikilli ákefð við æfingar mætti

útbúa þjálfunarform sem skilar árangri sem forvörn og meðferð fyrir stóran hóp kvenna.

Þar sem vanvirkni grindarbotnsvöðva er víðtækt og vanmeðhöndlað vandamál sem hefur áhrif á

lífsgæði eins þriðja fullorðinna kvenna þarf að leggja áherslu á aðgengilegt og aðlaðandi

meðferðarúrræði fyrir þennan hóp. Niðurstöður þessa verkefnis benda til þess að sjálfsmat kvenna á

samdrætti grindarbotnsvöðvanna gefi ekki réttmæta mynd af virkni þeirra. Það styður við þær klínísku

leiðbeiningar að nauðsynlegt sé að nota beina mælingu til þess að meta styrk grindarbotnsvöðvanna.

Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að finna leiðir til að efla og virkja líkamsvitund kvenna í

tengslum við samdrátt grindarbotnsvöðvanna. Markmiðið væri að þróa hagkvæmar og áreiðanlegar

leiðir sem hægt væri að nota í forvarnarskyni og til að efla lýðheilsu.

Sjúkraþjálfarar eru sérfræðingar í hreyfingu og hreyfistjórn og geta því verið mikilvægur hlekkur

með sína sérfræðiþekkingu til að koma að fyrsta stigs forvörnum í hóptímum og einstaklingsþjálfun

kvenna á meðgöngu. Mikilvægt er að skoða hvort aukinnar aðkomu sjúkraþjálfara á meðgöngu og eftir

fæðingu sé þörf til að draga enn frekar úr líkum á því að kona þrói með sér vanvirkni eftir meðgöngu

og fæðingu.

Page 40: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

30

Heimildaskrá

Allen, R. E., Hosker, G. L., Smith, A. R. B. og Warrell, D. W. (1990). Pelvic floor damage and childbirth: A neurophysiological study. BJOG: An International Journal of Obstetrics and Gynaecology, 97(9), 770-779.

American College of Sports Medicine. (2009). Progression Models in Resistance Training for Healthy Adults. Medicine and Science in Sports and Exercise, 41(3), 687-708.

Baessler, K., Miska, K., Draths, R. og Schuessler, B. (2005). Effects of voluntary pelvic floor contraction and relaxation on the urethral closure pressure. International Urogynecology Journal, 16(3), 187-191.

Balmforth, J. R., Mantle, J., Bidmead, J. og Cardozo, L. (2006). A prospective observational trial of pelvic floor muscle training for female stress urinary incontinence. BJU International, 98(4), 811-817.

Bø, K. og Haakstad, L. A. H. (2011). Is pelvic floor muscle training effective when taught in a general fitness class in pregnancy? A randomised controlled trial. Physiotherapy, 97(3), 190-195.

Bø, K., Kvarstein, B., Hagen, R. og Larsen, S. (1990). Pelvic floor muscle exercise for the treatment of female stress urinary incontinence: III. Effects of Two Different Degrees of pelvic Floor Muscle Exercises. Neurourology and Urodynamics, 9, 489-502.

Bø, K., Larsen, R., Oseid, Kvarstein, B., Hagen, R. og Jørgensen. (1988). Knowledge about and ability to correct pelvic floor muscle exercises in women with urinary stress incontinence. Neurourology and Urodynamics, 261-262.

Bø, K. og Stien, R. (1994). Needle emg registration of striated urethral wall and pelvic floor muscle activity patterns during cough, valsalva, abdominal, hip adductor, and gluteal muscle contractions in nulliparous healthy females. Neurourology and Urodynamics, 13(1), 35-41.

Borello-France, D., Burgio, K. L., Goode, P. S., Ye, W., Weidner, A. C., Lukacz, E. S.,… Spino, C. (2013). Adherence to Behavioral Interventions for Stress Incontinence: Rates, Barriers, and Predictors. Physical Therapy, 93(6), 757-773.

Borello-France, D., Zyczynski, H. M., Downey, P. A., Rause, C. R. og Wister, J. A. (2006). Effect of Pelvic-Floor Muscle Exercise Position on Continence and Quality-of-Life Outcomes in Women With Stress Urinary Incontinence. Physical Therapy, 86(7), 974-986.

Boyle, R., Hay-Smith, E. J. C., Cody June, D. og Mørkved, S. (2012). Pelvic floor muscle training for prevention and treatment of urinary and faecal incontinence in antenatal and postnatal women. Cochrane Database of Systematic Reviews, (10).

Bump, R. C., Hurt, G. W., Fantl, A. J. og Jean, W. F. (1991). Assessment of Kegel pelvic muscle exercise performance after brief verbal instruction. American Journal of Obstetrics & Gynecology, 165(2), 322-329.

Bump, R. C. og Norton, P. A. (1998). Epidemiology and Natural History of Pelvic Floor Dysfunction. Obstetrics and Gynecology Clinics of North America, 25(4), 723-746.

Page 41: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

31

Buurman, M. B. R. og Lagro-Janssen, A. L. M. (2013). Women’s perception of postpartum pelvic floor dysfunction and their help-seeking behaviour: a qualitative interview study. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 27(2), 406-413.

Cerruto, M. A., D'Elia, C., Aloisi, A., Fabrello, M. og Artibani, W. (2013). Prevalence, incidence and obstetric factors' impact on female urinary incontinence in Europe: A systematic review. Urologia Internationalis, 90(1), 1-9.

Chan, S. S. C., Cheung, R. Y. K., Yiu, K. W., Lee, L. L., Leung, T. Y. og Chung, T. K. H. (2014). Pelvic floor biometry during a first singleton pregnancy and the relationship with symptoms of pelvic floor disorders: A prospective observational study. BJOG: An International Journal of Obstetrics and Gynaecology, 121(1), 121-129.

Chiarelli, P. og Cockburn, J. (1999). The development of a physiotherapy continence promotion program using a customer focus. Australian Journal of Physiotherapy, 45, 111-119.

Chiarelli, P., Murphy, B. og Cockburn, J. (2003). Women's knowledge, practises, and intentions regarding correct pelvic floor exercises. Neurourology and Urodynamics, 22(3), 246-249.

Davis, K. og Kumar, D. (2003). Pelvic floor dysfunction: a conceptual framework for collaborative patient-centred care. Journal of Advanced Nursing, 43(6), 555-568.

Durnea, C. M., Khashan, A. S., Kenny, L. C., Tabirca, S. S. og O’Reilly, B. A. (2014). The role of prepregnancy pelvic floor dysfunction in postnatal pelvic morbidity in primiparous women. International Urogynecology Journal, 25(10), 1363-1374.

Fonti, Y., Giordano, R., Cacciatore, A., Romano, M. og La Rosa, B. (2009). Post partum pelvic floor changes. Journal of Prenatal Medicine, 3(4), 57-59.

Gameiro, M. O., Sousa, V. O., Gameiro, L. F., Muchailh, R. C., Padovani, C. R. og Amaro, J. L. (2011). Comparison of pelvic floor muscle strength evaluations in nulliparous and primiparous women: a prospective study. Clinics, 66(8), 1389-1393.

Guðmundur Geirsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Eiríkur Orri Guðmundsson og Þorsteinn Gíslason. (2002). Þvagleki meðal íslenskra kvenna - faraldsfræðileg rannsókn (Ágrip). Læknablaðið, 4(88).

Guðmundur Geirsson, Bente Hansen og Kristrún Hermannsdóttir. (2003). Tíðni þvagleka meðal stúlkna í framhaldsskólum. Læknablaðið, 89(4), 305-309.

Ghaderi, F. og Oskouei, A. E. (2014). Physiotherapy for Women with Stress Urinary Incontinence: A Review Article. Journal of Physical Therapy Science, 26(9), 1493-1499.

Gill, V., Neumann, P. (2002). Pelvic Floor and Abdominal Muscle Interaction: EMG Activity and Intra-abdominal Pressure. International Urogynecology Journal , 13(2), 125–132.

Handa, V. L., Zyczynski, H. M., Burgio, K. L., Fitzgerald, M. P., Borello-France, D., Janz, N. K., . . . Weber, A. M. (2007). The impact of fecal and urinary incontinence on quality of life 6 months after childbirth. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 197(6).

Henderson, J., Wang, S., Egger, M., Masters, M. og Nygaard, I. (2013). Can Women Correctly Contract Their Pelvic Floor Muscles Without Formal Instruction? Female Pelvic Medicine and Reconstructive Surgery, 19(1), 8-12.

Page 42: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

32

Hilde, G., Stær-Jensen, J., Siafarikas, F., Gjestland, K., Ellström Engh, M. og Bø, K. (2013). How well can pelvic floor muscles with major defects contract? A cross-sectional comparative study 6 weeks after delivery using transperineal 3D/4D ultrasound and manometer. BJOG: An International Journal of Obstetrics and Gynaecology, 120(11), 1423-1429.

Hilton, P. og Dolan, L. M. (2004). Pathophysiology of urinary incontinence and pelvic organ prolapse. BJOG: An International Journal of Obstetrics and Gynaecology, 111, 5-9.

Jelovsek, J. E. og Barber, M. D. (2006). Women seeking treatment for advanced pelvic organ prolapse have decreased body image and quality of life. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 194(5), 1455-1461.

Kearney, R., Miller, J. M., Ashton-Miller, J. A. og DeLancey, J. O. L. (2006). Obstetrical factors associated with levator ani muscle injury after vaginal birth. Obstetrics and gynecology, 107(1), 144-149.

Kegel, A. H. (1948). Progressive resistance Exercise in the functional Restoration of the Perineal Muscles. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 56, 238-249.

Koc, O., Duran, B., Ozdemırcı, S., Bakar, Y. og Ozengin, N. (2011). Is cesarean section a real panacea to prevent pelvic organ disorders? International Urogynecology Journal, 22(9), 1135-1141.

Lagro-Janssen, T. L., Debruyne, F. M., Smits, A. J. og van Weel, C. (1991). Controlled trial of pelvic floor exercises in the treatment of urinary stress incontinence in general practice. British Journal of General Practice, 41(352), 445-449.

Lee, S.-J., Park, J.-W. (2000). Follow- up evaluation of the effect of vaginal delivery on the pelvic floor. Diseases of the Colon & Rectum, 43, 1550-1555.

Marques, A., Stothers, L. og Macnab, A. (2010). The status of pelvic floor muscle training for women. Canadian Urological Association Journal, 4(6), 419-424.

Marshall, K., Walsh, D. M. og Baxter, G. D. (2002). The effect of a first vaginal delivery on the integrity of the pelvic floor musculature. Clinical Rehabilitation, 16(7), 795-799.

McLean, L., Varette, K., Gentilcore-Saulnier, E., Harvey, M.-A., Baker, K. og Sauerbrei, E. (2013). Pelvic floor muscle training in women with stress urinary incontinence causes hypertrophy of the urethral sphincters and reduces bladder neck mobility during coughing. Neurourology and Urodynamics, 32(8), 1096-1102.

Mehling, W. E., Gopisetty, V., Daubenmier, J., Price, C. J., Hecht, F. M. og Stewart, A. (2009). Body awareness: Construct and self-report measures. PloS One, 4(5), DOI: 10.1371/journal.pone.0005614

Messelink, B., Benson, T., Berghmans, B., Bø, K., Corcos, J., Fowler, C., . . . Van Kerrebroeck, P. (2005). Standardization of terminology of pelvic floor muscle function and dysfunction: Report from the pelvic floor clinical assessment group of the International Continence Society. Neurourology and Urodynamics, 24(4), 374-380.

Miller, J. M., Sampselle, C., Ashton-Miller, J., Hong, G.-R. S. og DeLancey, J. O. L. (2008). Clarification and confirmation of the Knack maneuver: the effect of volitional pelvic floor muscle contraction to preempt expected stress incontinence. International Urogynecology Journal and Pelvic Floor Dysfunction, 19(6), 773-782.

Page 43: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

33

Miquelutti, M., Cecatti, J. og Makuch, M. (2013). Evaluation of a birth preparation program on lumbopelvic pain, urinary incontinence, anxiety and exercise: A randomized controlled trial. BMC Pregnancy and Childbirth, 13, 154.

NICE. (2013). Urinary Incontinence. The Management of urinary continence in women. (Clinical Guideline 171).

Pelaez, M., Gonzalez-Cerron, S., Montejo, R. og Barakat, R. (2014). Pelvic floor muscle training included in a pregnancy exercise program is effective in primary prevention of urinary incontinence: A randomized controlled trial. Neurourology and Urodynamics, 33(1), 67-71.

Price, N., Dawood, R. og Jackson, S. R. (2010). Pelvic floor exercise for urinary incontinence: A systematic literature review. Maturitas, 67(4), 309-315.

Raizada, V. og Mittal, R. K. (2008). Pelvic Floor Anatomy and Applied Physiology. Gastroenterology Clinics of North America, 37(3), 493-vii.

Sangsawang, B. (2014). Risk factors for the development of stress urinary incontinence during pregnancy in primigravidae: a review of the literature. European Journal of Obstetrics and Gynecology and Reproductive Biology, 178, 27-34.

Sapsford, R., Hodges, P., Richardson, C., Cooper, D., Markwell, S. og Jull, G. (2001).

Co‐activation of the abdominal and pelvic floor muscles during voluntary exercises.

Neurourology and Urodynamics, 20(1), 31-42.

Sensoy, N., Dogan, N., Ozek, B. og Karaaslan, L. (2013). Urinary incontinence in women: prevalence rates, risk factors and impact on quality of life. Pakistan Journal of Medical Sciences, 29(3), 818-822.

Shumway-Cook, A. og Woollacott, M. H. (2012). Motor control: translating research into clinical practice (4. útgáfa). Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins.

Simeonova, Z., Milsom, I., Kullendorff, A. M., Molander, U. og Bengtsson, C. (1999). The prevalence of urinary incontinence and its influence on the quality of life in women from an urban Swedish population. Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica, 78(6), 546-551.

Talasz, H., Himmer-Perschak, G., Marth, E., Fischer-Colbrie, J., Hoefner, E. og Lechleitner, M. (2008). Evaluation of pelvic floor muscle function in a random group of adult women in Austria. International Urogynecology Journal of Pelvic Floor Dysfunction, 19(1), 131-135.

Tibaek, S. og Dehlendorff, C. (2014). Pelvic floor muscle function in women with pelvic floor dysfunction: a retrospective chart review, 1992-2008. International Urogynecology Journal, 25(5), 663-669.

Vermandel, A., De Wachter, S., Beyltjens, T., D’Hondt, D., Jacquemyn, Y. og Wyndaele, J. (2015). Pelvic floor awareness and the positive effect of verbal instructions in 958 women early postdelivery. International Urogynecology Journal, 26(2), 223-228.

Whitford, H. M., Alder, B. og Jones, M. (2007). A cross-sectional study of knowledge and practice of pelvic floor exercises during pregnancy and associated symptoms of stress urinary incontinence in North-East Scotland. Midwifery, 23(2), 204-217.

Page 44: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

34

Wilson, P. D., Herbison, G. P. (1998). A Randomized Controlled Trial of Pelvic Floor Muscle Exercises to Treat Postnatal Urinary Incontinence. International Urogynecology Journal, 9, 257-264.

World Medical Association. (2013, október). WMA Declaration of Helsinki - Ethical Principles for Medical Research Involving Human Subjects. Sótt af

http://www.wma.net/en/30publications/10policies/b3/index.html

Þorgerður Sigurðardóttir. (2009). Pelvic Floor Muscle Function Before and After First Childbirth and Women's Perception of Quality of the Contraction (meistararitgerð), Háskóli Íslands, Reykjavík.

Þorgerður Sigurðardóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Árni Árnason og Kari Bø. (2009). Test-retest intra-rater reliability of vaginal measurement of pelvic floor muscle strength using Myomed 932. Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica, 88(8), 939-943.

Þorgerður Sigurðardóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Árni Árnason og Kari Bø. (2011). Pelvic floor muscle function before and after first childbirth. International Urogynecology Journal, 22(12), 1497-1503.

Page 45: Upplifun frumbyrja á samdrætti grindarbotnsvöðva og tengsl við … · 2018-10-15 · iv Þakkir Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð lokaverkefnis

35

Fylgiskjal: Tilkynning til Vísindasiðanefndar

Reykjavík, 19. september 2014

Vísindasiðanefnd

Hafnarhúsinu,

Tryggvagötu 17

150 Reykjavík

Vegna: 06-070 Pelvic floor muscle strength before and after first

childbirth (and womens perception of quality of the contraction).

Hér með tilkynnist að nemar í Sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands munu vinna úr afmörkuðum hluta

gagna úr spurningalistum ofangreindrar rannsóknar og nýta í BS-verkefni sitt. Nafnalista

rannsóknarinnar hefur verið eytt og því eru upplýsingar með öllu ópersónugreinanlegar. Eftir standa

upplýsingar um aldur þátttakenda í árum. Áfram verður gætt fyllsta trúnaðar við alla meðhöndlun

upplýsinga. Meðfylgjandi eru umræddir listar. Upplýsingar verða nýttar úr spurningalistum 1b og 3 en

bakgrunnsupplýsingar eins og aldur, hæð og þyngd verða teknar úr lista 1a. Spurningalisti 2 sem nær

til fyrstu daga eftir fæðingu og hefur sambærilegar spurningar og í lista 1b og 3 verður ekki notaður.

Nemarnir eru:

Steinunn S. Kristjánsdóttir

kt 170887-2479

Anna Hlín Sverrisdóttir

kt 050590-2249

Leiðbeinendur verða:

Dr. Sólveig Ása Árnadóttir dósent HÍ

Þorgerður Sigurðardóttir, MSc, stundakennari HÍ

Virðingarfyllst,

__________________________________________________________________

Dr. Þóra Steingrímsdóttir, prófessor og yfirlæknir,

forstöðumaður fræðasviðs HÍ, kvenna- og barnasviði LSH

ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.