Top Banner
SNÆFELL 2. tbl. 30. árgangur 2011 an an ngur 2011 011 011 r2 2 gu n
44

Snæfell 2. tbl. 2011

Mar 20, 2016

Download

Documents

Jólablað Snæfells 2011
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Snæfell 2. tbl. 2011

1. tbl. 30. árgangur 2011SNÆFELL2. tbl. 30. árgangur 2011ananngur 2011011011r 22ggun

Page 2: Snæfell 2. tbl. 2011

FÍT

ON

/ S

ÍA

VIÐ STYÐJUMOKKAR FÓLK!Frá upphafi hefur þjóðin stutt dyggilega við bakið á íþrótta- og ungmenna-

félögunum í landinu, sem og öryrkjum með því að taka þátt í Lottó og Víkinga-

lottó. Um leið hafa ófáir heppnir spilarar dottið í lukkupottinnog fyllt ört stækkandi flokk íslenskra Lottómilljónamæringa.

Við þökkum ykkur kærlega þennanómetanlega stuðning í gegnum árin.

Takk fyrir okkur.

Íslensk getspá fagnar 25 ára afmæli Lottó á Íslandi

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á

facebook.com/lotto.is

Page 3: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 3

Fjölskylda og félagsauðurEin af þeim spurningum sem UÍA þarf reglulega að svara er til hvers það sé og fyrir hverja. Austfirðingar og austfirskt samfélag eru lykilhugtökin í þeim svörum. Með hugtakinu félagsauður er átt við þær félagslegu tengingar sem við myndum í samfélaginu. Erlendar rannsóknir benda til þess að á síðustu áratugum hafi þessar tengingar trosnað verulega. Í nútímasamfélögum, einkum í borgum, einangrast einstaklingurinn. Einangrunin leiðir til minni þátttöku í samfélaginu, minna trausts til samfélags og hrakandi heilsu, jafnt andlegrar sem líkamlegrar.Eitt af hlutverkum ungmennafélaganna er að efla þessi félagslegu tengsl. UÍA leggur sitt af mörkum til að svo megi verða og skilar þannig styrkara samfélagi á Austurlandi. Hvert íþróttamót er meira en keppni. Það er líka undirbúningur og fundir. Mótin eru vettvangur þar sem ólíkir einstaklingar koma saman og vinna að sameiginlegu markmiði.Við sáum áþreifanlega hversu sterkur félagsauður er til staðar á Austurlandi þegar við héldum Unglingalandsmótið. Hundruð sjálfboðaliða lögðu sitt af mörkum til að mótið gengi sem best. Sumir héldu í málband, aðrir dæmdu leiki og enn aðrir vöktuðu tjaldsvæðin. Fyrir alla þessa hjálp erum við hjá UÍA óendanlega þakklát.Bíðum við: „Við hjá UÍA?“ Er UÍA stofnun? Fyrirtæki? Flugvél? Leðurblaka? Súper-man?Nei! UÍA er frjáls félagasamtök, regnhlíf fjörutíu íþrótta- og ungmennafélaga á Austurlandi sem endurspegla allt litróf mannlífsins á svæðinu. UÍA er fólkið á Austurlandi. Því væri kannski réttara að segja að Austfirðingar séu óendanlega þakklátir sjálfum sér.Í þessu blaði er rætt við Jónínu Zophoníasdóttur, bónda á Mýrum í Skriðdal. Þar segir hún frá uppvexti sínum, hvernig átta manna stórfjölskyldan stóð saman. Hvernig fólkið í sveitinni stóð saman, menn fylgdust hver með öðrum og hjálpuðust að. Slík tengsl eru merki um ríkan félagsauð. Hún rifjar líka upp öflugt félagsstarf ungmennafélaga þar fyrr á tíðum, þar sem menn riðu með leiksýningar á milli héraða, stofnuðu hljómsveitir til að spila á böllum og veittu bæjarlækjunum til að geta æft sig í sundi. Hvernig menn komu saman og gáfu vinnu sína til að byggja félagsheimili og síðar íþróttasvæði.

Félagsheimilin eru áþreifanlegur minnis-varði um starf ungmennafélaganna víða um landið. Þetta eru glæstar byggingar sem hýstu iðandi mannlíf, en í dag eru þau víða merki um breytta tíma. Starfsemin í þeim hefur minnkað, fólkið er farið og þau eru of stór og dýr til að núverandi samfélög standi undir þeim. Víðast eru menn samt sammála um að þau séu mikilvægir miðpunktar fyrir samfélagið og íbúum og brottfluttum þykir vænt um þau.Hjálmar Jónsson, íþróttamaður UÍA, þakkar fjölskyldunni góðan árangur sinn. Hún þvælist með honum landshorna á milli og er til taks þegar hjólið bilar. Þegar Hjálmar byrjaði í mótorkrossinu var hann einn úti í braut með pabba sínum og hjólaði. Leiðinlegt til lengdar en skilaði árangri.Ungmennafélagsstarfið er eins og ein stór fjölskylda. Í starfinu komum við saman og segjum frá afrekum okkar, mistökum og lærdómum. Við vinnum þvert á kynslóðir. Þjálfarar miðla til nýrra iðkenda. Gamlir stjórnarmenn segja okkur hvernig hlutirnir voru gerðir, um leið og við leitum nýrra leiða að nýjum verkefnum sem skila nýjum sigrum.Við leikum okkur ekki ein. Við vinnum ekkert ein og óstudd. Við vinnum saman.Íslandi allt! Stjórn UÍA

SNÆFELL

Efnisyfirlit

Útgefandi:Ungmenna- og íþróttasamband

Austurlands

Ritstjórar og ábyrgðarmenn:Gunnar GunnarssonHildur Bergsdóttir

Myndir:UÍA

Garðar EðvaldssonJóhann Atli HafliðasonBjarni Jens Kristinsson

Sigríður Þrúður ÞórarinsdóttirHöfundar efnis

Prófarkalesari:Urður Snædal

Umbrot, prentun og bókband:Héraðsprent

Upplag:4000 eintök

Dreifing:Öll heimili á sambandssvæði UÍA

Afgreiðsla:Skrifstofa UÍA

Tjarnarás 6, 700 EgilsstaðirSími: 471-1353

www.uia.is – [email protected]

Forsíðu prýða myndir frá ULM 2011

Stjórn UÍA 2011-2012Elín Rán Björnsdóttir, formaður, EgilsstöðumGunnar Gunnarsson,

ritari, Fljótsdal.Gunnlaugur Aðalbjarnarson,

gjaldkeri, Egilsstöðum.Vilborg Stefánsdóttir,

meðstjórnandi, Neskaupstað.Jósef Auðunn Friðriksson,

meðstjórnandi, Stöðvarfirði.Böðvar Bjarnason,

varamaður, Egilsstöðum.Jóhann Atli Hafliðason,varamaður, FossárdalStefán Bogi Sveinsson,

varamaður, Egilsstöðum.

Frá stjórn UÍA ......................................3BN vann Launaflsbikarinn ......................4Sambandsþing UÍA ...............................4Þróttur vann allt í blakinu ......................6UMFB vann SE Spark ............................6UÍA hjólaði í vinnuna..............................6Maraþonsund hjá Þrótti ........................8UÍA og herinn ......................................8Farandþjálfun UÍA............................... 10Styrkir úr Spretti ............................... 10„Mér finnst þetta skemmtilegt“............ 12- Jónína ZophoníasdóttirHjálmar Jónsson, íþróttamaður UÍA ..... 18Tvenn bronsverðlaun í Íslandsglímunni ..20„Ekki hægt að sleppa móti á heimavelli“ ...21- Ragna Jara Rúnarsdóttir„Glíman er góð alhliða hreyfing“ ...........21- Ásmundur Hálfdán ÁsmundssonÞetta gerðist víst á ULM ....................22Gengið á Grænafell.............................26„Skákin er margslungin og djúp íþrótt“ ..28- Bjarni Jens KristinssonHöttur bikarmeistari í körfuknattleik ....29ULM var stærsta verkefni sundráðs ....30Keppendur UÍA í frjálsum sífellt sýnilegri ..31Afreksmenn ......................................32- Heiðdís Sigurjónsd. og Lilja Einarsd.Afreksmaður: Eysteinn B. Ævarsson ....33Fjölbreytni í frjálsíþróttaskóla ..............33Afreksmaður: Andrés Kristleifsson ......34Sérdeildin vann Bólholtsbikarinn...........34„Gott að hafa vini með sér í ævintýrum“ .. 36- Heiða Elísabet GunnarsdóttirDagbókarbrot frá Belgíu .....................38Daniel Sakaluk: Kornungur fagmaður ...40Ellihrumir ungmennafélagar .................40Sumarhátíð og sjötíu ára afmæli .......... 41Ævintýri Spretts Sporlanga .................42

Stjórn og starfsmenn UÍA 2011, frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Elín Rán Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Vilborg Stefánsdóttir, Jósef Auðunn Friðriksson og Hildur Bergs-dóttir, framkvæmdastýra. Á myndina vantar: Gunnlaug Aðalbjarnarson, Böðvar Bjarnason og Jóhann Atla Hafl iðason. Mynd: Heiður Vigfúsdóttir.

Page 4: Snæfell 2. tbl. 2011

4 SNÆFELL

LAUNAFLSBIKARINN2011

Launaflsbikarinn

Langþráður titill BoltafélagsinsBoltafélag Norðfjarðar (BN) náði loks því langþráða takmarki að hampa sigurlaununum í bikarkeppni UÍA í knattspyrnu, eftir að hafa orðið í öðru sæti fimm ár í röð. Annað árið í röð endaði úrslitaleikurinn, sem að þessu sinni fór fram á Fellavellinum, í vítakeppni. Að þessu sinni nýttu Norðfirðingar spyrnur sínar betur en andstæðingarnir úr Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar (KAH).

Ekkert útlit var fyrir að leikurinn færi í vítakeppni eftir fyrri hálfleikinn. Norð-firðingar réðu þar ferðinni og skoruðu tvö mörk gegn engu. Algjör umskipti urðu í leikhléi og eftir það sóttu KAH-menn ákaft. Það skilaði þeim tveimur mörkum og færum til að gera út um leikinn í lokin, enda komust þeir yfir í byrjun framlengingar. Þeir fengu tækifæri til að gera út um leikinn skömmu síðar

er þeim var dæmd vítaspyrna en Ívar Sæmundsson, markvörður BN, varði spyrnu Braga Emilssonar.BN-menn jöfnuðu síðan metin á 110. mínútu. Þeir fengu einnig sitt færi til að gera út um leikinn. Á 120. mínútu var dæmt víti en spyrna Alexanders Freys Sigurðssonar fór í slána og yfir.

Hornfirðingar fóru illa að ráði sínu í vítakeppninni. Tvær fyrstu spyrnurnar fóru forgörðum og það nýttu BN-menn sér til að vinna vítakeppnina 4-2 og leikinn samanlagt 7-5.Birkir Björnsson, Ungmennafélagi Borgarfjarðar (UMFB), varð markahæsti leikmaður keppninnar í ár með 10 mörk. Hann var einnig valinn besti leikmaðurinn í vali forráðamanna liðanna. Átta lið voru skráð til leiks í upphafi sumars en eitt heltist fljótlega úr lestinni. BN varð efst í riðlakeppninni en KAH í þriðja sæti. Í undanúrslitum vann BN Spyrni 2-0 í Neskaupstað en KAH vann meistara síðasta árs, Hrafnkel Freysgoða/Neista á Breiðdalsvík 3-5.

61. sambandsþing UÍA fór fram á Eskifirði laugardaginn 5. mars. Góð mæting var á þingið en þar áttu 12 aðildarfélög ríflega 40 fulltrúa.

Ýmis þörf málefni voru rædd á þinginu. Eftir það liggja meðal annars fyrir nýjar reglur um úthlutun Lottótekna til aðildarfélaga, nýjar reglur um kjör íþróttamanns UÍA og Afreks- og fræðslusjóð UÍA. Björn Ármann Ólafsson og Gunnar Gunnarsson fulltrúar UMFÍ og Helgi Sigurðsson og Helga Steinunn Guðmundsdóttir fulltrúar ÍSÍ sóttu UÍA heim, veittu viðurkenningar, fluttu ávörp og báru okkur kveðjur úr hreyfingunni. Starfsmerki UMFÍ hlutu Seyðfirðingarnir Adolf Guðmundsson og Þorvaldur Jóhannsson, og gullmerki ÍSÍ hlaut Helga

Alfreðsdóttir, Egilsstöðum. Að venju voru afhent starfsmerki UÍA og í ár féllu þau í hlut Þórodds Helgasonar, Sigurbjargar Hjaltadóttur, Benedikts Jóhannssonar, Gunnar Jónssonar og Berglindar Agnarsdóttur. Merkið er veitt fyrir ötult sjálfboðastarf í þágu íþróttamála á Austurlandi. Þá var Hjálmar Jónsson útnefndur íþróttamaður UÍA en hann fékk bikara frá UÍA og 100.000 styrk úr Spretti.Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri UÍA afhenti UÍA fána sem varðveittir verða í öllum íþróttahúsum á Austurlandi og ætlaðir eru til notkunar á mótum og viðburðum aðildarfélaganna. Á þinginu voru þinggestir beðnir um að tilnefna fjall UÍA í gönguverkefni UMFÍ, Fjölskyldan á fjallið, og barst fjöldi tillagna. Kjaftaskur

og mathákur þingsins voru að vanda valdir og að þessu sinni þótti Ingimar Harðarson úr Leikni hafa skarað fram úr sem mathákur og Stefán Már Guðmundsson úr Þrótti sem kjaftaskur.

Lið Boltafélags Norðfjarðar, Launaflsbikarmeistari 2011.

Sambandsþing UÍA

Nýjar reglur samþykktar um afrekssjóð og lottótekjur

Starfsmerkishafar ásamt framkvæmdastjóra og formanni. Frá vinstri: Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastjóri UÍA, Þóroddur Helgason Seljan, Sigurbjörg Hjaltadóttir, Benedikt Jóhannsson, Gunnar Jónsson, Berglind Agnarsdóttir og Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.

Staðan að lokinni riðlakeppninniSæti Lið L U J T Mörk +- Stig1 BN ‘96 6 4 2 0 25 - 9 16 142 Hrafnkell Freysgoði 6 4 1 1 27 - 12 15 133 KAH 6 4 0 2 17 - 17 0 124 Spyrnir 6 3 0 3 30 - 21 9 95 06. Apríl 6 2 1 3 15 - 20 -5 76 UMFB 6 1 1 4 18 - 24 -6 47 Þristur 6 0 1 5 6 - 35 -29 1

Page 5: Snæfell 2. tbl. 2011

Jólagjöf semhentar öllum

Þegar þú notar Gjafakort Landsbankans

til jólagjafa verður jólagjöfi n aldrei vandamál.

Gefandinn ákveður upphæðina og viðtakandinn

velur gjöfi na. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 6: Snæfell 2. tbl. 2011

6 SNÆFELL

Kvennalið Þróttar Neskaupstað í blaki vann alla titla sem í boði voru á árinu. Íslands-, deildar- og bikar-meistaratitlarnir skiluðu sér allir til Norðfjarðar í vor eftir magnaða leiki við HK.

Fyrir sumum titlunum þurfti að hafa meira en öðrum. Þannig réðust úrslit Íslandsmeistaramótsins í oddahrinu í oddaleik í Neskaupstað. Heimastúlkur unnu fyrstu tvær hrinurnar en HK jafnaði og knúði fram oddahrinuna. Fjöldi gulra stuðningsmanna hvatti Norðfirðinga ákaft áfram enda varð fögnuðurinn mikill í leikslok.Spennan var ekki minni í úrslitaleik bikarkeppninnar skömmu áður. Þar komst Þróttur einnig í 2-0 en HK jafnaði. Til að vinna oddahrinu þarf að skora fimmtán stig og hafa tveggja stiga forskot. Tveggja stiga forskotinu náðu Norðfirðingar ekki fyrr en í stöðunni 17-19 og hafði leikurinn þá snúist nokkrum sinnum.„Þetta er sennilega mest spennandi leikur sem ég hef spilað. Ég get ekki lýst því sem fram fer í huga manns þegar staðan er orðin svona,“ sagði fyrirliðinn Kristín Salín Þórhallsdóttir eftir leikinn.Deildarmeistaratitillinn var sá fyrsti af þessum þremur sem kom í hús, en

Þróttur hafði yfirburði í Mikasa-deildinni síðasta vetur. Miglena Apostolova úr Þrótti var þá valin besti leikmaður ársins.Nú skömmu fyrir jól var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sem uppalin er í Þrótti, valin blakkona ársins. Hún hefur í haust spilað með varaliði Rote Raben í þýsku annarri deildinni, en aðalliðið er í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Í byrjun árs varð Jóna Guðlaug norskur bikarmeistari með UiS Volley en hún var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.

Lið UÍA varð í þriðja sæti í keppni fyrirtækja innan sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs í landsátakinu Hjólað í vinnuna sem ÍSÍ stóð fyrir í maímánuði. Átakinu er ætlað að auglýsa umhverfisvænni samgöngumáta og heilsusamlegri lífstíl. Fjöldi austfirskra hópa tók þátt í átakinu.

Starfsmenn UÍA lögðu að meðaltali að baki 35,5 km og ferðuðust í 8,75 daga af þeim tuttugu sem átakið stóð yfir. Hörð samkeppni var um þriðja sætið á Fljótsdalshéraði en sjö lið áttu möguleika á að hreppa það allt fram í síðustu viku keppninnar. Vont veður setti strik í reikninginn síðustu dagana.Starfsfólk skrifstofunnar lagði mikið á sig en framkvæmdastýran hljóp heiman frá sér í vinnuna, 18 km fyrsta daginn.Þetta er í þriðja sinn sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað verðlaunar fyrir-tæki og stofnanir sem starfa innan sveitarfélagamarkanna með þessum hætti. Lið bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs varð í fyrsta sæti en KPMG/SKRA í öðru sæti. Samanlagður árangur hinna átján liða í sveitarfélaginu var rúmlega tvöfalt betri en í fyrra.Víðar um Austurland mynduðust hópar í verkefninu. Starfsmenn Fjarðabyggðar, Síldarvinnslunnar og Sparisjóðs Norðfjarðar lögðu meira en 50 km að meðaltali að baki í keppninni. Átakið verður aftur á dagskrá 2. – 22. maí í vor. Allar nánari upplýsingar eru á www.hjoladivinnuna.is.

UÍA verðlaunað í átakinu

Hjólað í vinnuna

Ungmennafélag Borgarfjarðar vann SE Spark, knattspyrnumót sem UÍA og Samvirkjafélag Eiðaþinghár stóðu að í tilefni 85 ára afmæli SE. Mótið var haldið á Eiðum um miðjan ágúst. Keppt var í sjö manna liðum.Lítil knattspyrnuiðkun hefur verið á hinum fornfræga Eiðavelli undanfarin ár, en völlurinn var hirtur og snyrt í kring fyrir mótið. Kvenfélag Eiðaþinghár seldi kaffi meðan á mótinu stóð. Fjögur lið mættu til leiks: ÍF Kjöt, UMFB, Þristur

og SE og leikin var einföld umferð. Borgfirðingum gekk best, Þristarmenn urðu í öðru sæti, Kjötmenn urðu þriðju og heimamenn fjórðu.

Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson, starfsmenn UÍA, taka við viðurkenningu úr höndum Freys Ævarsson og Guðrúnar Helgu Elvarsdóttur, sem stýrðu leiknum hjá Fljótsdalshéraði.

Blak

Þróttur vann allt sem hægt var að vinna

Borgfirðingar unnu SE Sparkf ð S S

Sigurlið UMFB með verðlaunagripi sína.

Page 7: Snæfell 2. tbl. 2011

Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum

Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is

Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3

750 kr.

GLEÐIGJAFIR

Sendu jólapakkana með Landflutningum og allt andvirði flutningsgjaldsins til og frá Austurlandi rennur óskipt til barna- og unglingastarfs UÍA.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

4405

5

Page 8: Snæfell 2. tbl. 2011

8 SNÆFELL

Stríðið og vera hersins á Íslandi voru austfirskum ungmennafélögum afar hugleikin fyrstu árin, enda UÍA stofnað á sama tíma og síðari heimsstyrjöldin geisaði. Annað ársþing sambandsins var haldið 17. maí 1942, á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Þar kvaddi Þóroddur Guðmundsson sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu: „Þing U.M.S.A. haldið 17. maí að Eiðum lýsir aðdáun sinni á baráttu og frelsishug norsku þjóðarinnar og vottar henni dýpstu samúð sína á þessum merkisdegi hennar.“ Í fundargerð segir að tillagan hafi verið samþykkt samhljóða og ákveðið að senda hana norska sendiherranum í Reykjavík samdægurs.

Á þingi árið 1945 fögnuðu fundarmenn því að friður skyldi hafa komist á í Evrópu. Formaðurinn Skúli Þorsteinsson frá Eskifirði minnti enn fremur á þær skyldur sem landsmönnum væru lagðar á herðar með stofnun lýðveldis. Þar lagði hann svohljóðandi tillögu: „Fjórða þing U.Í.A. fagnar sigri bandamanna í Evrópu og minnist í djúpri lotningu allra sem liðið hafa þrautir og fallið í baráttu fyrir betra lífi, frelsi og mannréttindum.“En þótt stríðinu væri lokið var enn erlendur her á Íslandi og á því höfðu austfirskir ungmennafélagar sterkar skoðanir. Eftirfarandi tillaga Þórarins Þórarinssonar var samþykkt með 17 atkvæðum gegn einu á þinginu árið 1946.„Sambandsþingið ályktar: Dvöl erlendra herja á landi voru á friðartímum og umráð þeirra yfir íslenzkum landsvæðum, stórum eða smáum, er skerðing á sjálfstæði voru, enda ósamræmanleg

því og stofnar þjóðerni voru, tungu og þjóðlegri menningu í voða.Þess vegna telur þingið að engu erlendu ríki megi veita hér ítök né herstöðvar og skorar á íslenzka æsku – íslensk stjórnvöld og íslenzku þjóðina í heild að vísa einarðlega á bug öllum slíkum málaleitunum og krefjast þess að sá erlendi her, sem nú dvelur á landinu hverfi á brott, þegar í stað.“ Sambærilegar tillögur voru samþykktar á næstu þingum, en upp úr 1950 fara þingfulltrúar að láta í ljós þá skoðun sína að pólitísk þrætumál séu ekki viðeigandi á UÍA þingum. Tillögur um að vísa slíkum málum frá eru samt felldar og menn ræða áfram veru hersins hér. Þannig vill Vilhjálmur Sigurbjörnsson úr Eiðaþinghá árið 1952 að „herinn verði útilokaður frá því að spígspora um götur Reykjavíkur og valda allskonar ólifnaði. Örar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið hættulegum straumum í þjóðfélagi

Íslendinga.“ Árið 1954 tekur þing UÍA undir afstöðu síðasta sambandsráðsfundar UMFÍ þar sem fordæmt var að ungmenna- og íþróttafélög landsins kepptu íþróttakappleiki við bandaríska herinn. Þingið lýsti um leið „fullkomnu ósamþykki“ við afgreiðslu síðasta ársþings ÍSÍ á sama máli.Hermál eru alveg horfin af dagskránni árið 1958. Þá ályktuðu menn aftur á móti um landhelgismálið og eins var næstu ár á eftir lýst stuðningi við baráttu Íslendinga fyrir stærri landhelgi.Þingfulltrúar sendu einnig frá sér ályktanir þar sem þeir kröfðust þess að Danir skiluðu Íslendingum handritunum og árið 1946 voru Færeyingum sendar baráttukveðjur í sjálfstæðisbaráttu sinni. „Þingið sendir æskulýð Færeyja og Færeyingum öllum, hugheilar bróðurkveðjur og vottar þeim innilega samúð og virðingu í baráttunni fyrir auknu frelsi og sjálfstæði.“

Hið árlega maraþonsund sunddeildar Þróttar var haldið föstudaginn 14. október. Maraþonsundið er eitt aðalfjáröflunartæki sunddeildarinnar. Synt er í heilan sólarhring og er stefnan alltaf sú að synda til Egilsstaða, eða um 70 km. Í ár náði sunddeildin, ásamt góðu sundfólki í Neskaupstað, að synda 74,650 km. Yngsti hópurinn hóf sundið kl: 14:00 á föstudeginum og síðan gat sundfólkið valið að synda í 15, 30 mín eða lengur. „Þetta maraþon gæti ekki farið fram nema af því að bæjarbúar taka virkan þátt,“ segir Guðlaug Ragnarsdóttir, yfirþjálfari deildarinnar. „Það hefur aldrei staðið á sundfólki hér í Neskaupstað að aðstoða krakkana í þessari fjáröflun og er sunddeildin þakklát fyrir alla aðstoðina.“

Maraþonsund sunddeildar Þróttar

www.landsvirkjun.is

Sendum landsmönnum öllum okkar bestu óskir um

gleðileg jól og farsæld á komandi ári

UÍA og herinn

Eldri hópurinn í lauginni. Mynd: Sunddeild Þróttar

Page 9: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 9

����������

��� ����������������������������������������������

��������������������������������������� �!��������

Page 10: Snæfell 2. tbl. 2011

10 SNÆFELL

Fimm aðildarfélög UÍA þáðu þjónustu farandþjálfara sambandsins í sumar. Meðal markmiða þjálfunarinnar var að safna saman öflugu liði til keppni á Unglingalandsmótinu. Þjálfarinn segist hafa séð marga efnilega frjálsíþróttamenn í sumar.Það var Hildur Bergsdóttir, fram-kvæmdastýra UÍA, sem sá um þjálfunina. Hjá Þrótti, Þristi, Súlunni og Einherja voru reglubundnar æfingar, en hjá Val aðstoðaði farandþjálfarinn þjálfara félagsins. Að auki fékk Huginn Seyðisfirði frjálsíþróttakynningu inn í leikjanámskeið sitt.„Ég keyrði af stað í byrjun júní í bíl sem Bílaverkstæði Austurlands lánaði okkur. Hann var fullur af startblokkum, kúlum og ýmsum frjálsíþróttabúnaði,“ segir Hildur en þjálfunin stóð fram að Unglingalandsmóti.Þátttakendur voru á aldrinum 5-15 ára. Í Neskaupstað og á Vopnafirði voru æfingar annars vegar fyrir 10 ára og yngri og hins vegar 11 ára og eldri, en á öðrum stöðum voru aldurshóparnir saman á æfingum.„Krakkarnir sýndu mikinn áhuga og voru duglegir á æfingum. Það var ákaflega gaman að sjá hversu margir efnilegir frjálsíþróttakappar leyndust víða um Austurland og hve fljótir þeir voru að ná tökum á íþróttinni.“Til viðbótar við farandþjálfunina voru haldnar tvær samæfingar á Vilhjálmsvelli. Fleiri þjálfarar komu að þeim æfingum og ekki veitti af því um 80 börn mættu á fyrri æfinguna.Stór hluti þeirra sem nutu farand-þjálfunarinnar tók þátt í Sumarhátíð UÍA. Margir úr hópi 11 ára og eldri lögðu einnig leið sína á Unglingalandsmótið og upplifðu þar frjálsíþróttakeppni með yfir 600 keppendum á öllum getustigum.„Farandþjálfunin eykur við greinaflóruna á hverjum stað og skiptir þá krakka máli sem ekki finna sig í þeim greinum sem eru í boði. Aðrir vilja bæta við nýjum greinum eða tækni. Þjálfunin veitir þeim sem búa á litlum stöðum, þar sem erfitt er að ná í lið, tækifæri til að keppa í einstaklingsíþrótt þar sem ekki þarf mikla reynslu eða grunn,“ segir Hildur.Hún er ánægð með viðbrögð foreldra og þátttakenda í sumar. Aðstaðan mætti samt víða vera betri. „Það var aldrei langt og leiðinlegt að keyra því ég vissi að á áfangastað biði fullt af áhugasömum krökkum. Félögin sem tóku þátt í verkefninu og foreldrar tóku

mér fagnandi. Víða var aðstaðan þannig að það var krefjandi fyrir þjálfara að þjálfa, en með jákvæðni krakkanna og aðstoð félaganna tókst okkur að gera það besta úr stöðunni á hverjum stað. Samæfingarnar voru skemmtileg viðbót og krakkarnir höfðu gaman af að komast á alvöru völl.“

Alls var 1,4 milljón króna úthlutað úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa, á árinu, en á fjórða tug verkefna hlaut styrk. Úthlutað var tvisvar, að hausti og vori. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins en UÍA um skipulag og umsjá. Báðir aðilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum.

Úthlutanir úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa árið 2011Afreksstyrkir:Heiðdís Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttir og knattspyrna, Höttur, 100.000 kr.Lilja Einarsdóttir, blak, Þróttur, 100.000 kr.Andrés Kristleifsson, körfuknattleikur, Höttur, 50.000 kr.Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleikur, Höttur, 50.000 kr..

Iðkendastyrkir:Alexandra Sigurþórsdóttir, fimleikar, Höttur, 50.000 kr.Atli Geir Sverrisson, frjálsíþróttir og körfuknattleikur, Höttur, 50.000 kr.Dagur Mar Sigurðarson, hestaíþróttir, Blær, 50.000 kr.Eiríkur Ingi Elísson, skíði, Skíðafélagið í Stafdal, 50.000 kr.Eva Dögg Jóhannsdóttir, glíma, Valur, 20.000 kr.Hekla María Samúelsdóttir, glíma, Valur, 20.000 kr.Hjörtur Elí Steindórsson, glíma, Valur, 20.000 kr.Lilja Tekla Jóhannsdóttir, skíði, Þróttur, 50.000 kr.Ragnar Pétursson, knattspyrna, Höttur, 50.000 kr.Steinar Aron Magnússon, knattspyrna og körfuknattleikur, Höttur, 50.000 kr.Svanur Ingi Ómarsson, glíma, Valur, 20.000 kr.Þuríður Lillý Sigurðardóttir, glíma, Valur, 20.000 kr.Örvar Þór Guðnason, frjálsar íþróttir, Höttur, 50.000 kr.

Þjálfarastyrkir:Bjartur Þór Jóhannsson, skíði, Þróttur, 40.000 kr.Blakdeild Hattar, 50.000 kr.Eysteinn Húni Hauksson, knattspyrna, Höttur, 60.000 kr. Fimleikadeild Hattar, 50.000 kr.Magnús Jónasson, knattspyrna, Höttur, 40.000 kr.Viðar Örn Hafsteinsson, körfuknattleikur, Höttur, 50.000 kr.Vilborg Stefánsdóttir, hestaíþróttir, Blær, 10.000 kr.

Félagsstyrkir:Blakdeild Hattar, 50.000 kr. Fimleikadeild Hattar, 50.000 kr.Skautafélag Austurlands, 50.000 kr. Skíðadeildir Austra, Vals og Þróttar, 50.000 kr.UMF Austri, 50.000 kr.UMF Ásinn, 25.000 kr.UMF Þristur, 25.000 kr.

Sprettur afrekssjóður

Á fjórða tug verkefna fékk styrk

Farandþjálfun UÍA

Fullt af efnilegu frjálsíþróttafólki um allan fjórðung

Hressir krakkar í farandþjálfun á Vopnafirði.

Page 11: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 11

Önnumst

CABAS

tjónaskoðanir

fyrirtryggingafélög.

VÖNDUÐ

Réttingar og sprautunFramrúðuskipti

Bílaleiga

Opið virka daga kl. 8 - 18

VINNUBRÖGÐ

VOTTAÐ RÉTTINGAVERKSTÆÐI

Rúðuviðgerðir

Landgræðsla ríkisins

Sagnagarður Landgræðslunnar

Saga landgræðslu í máli og myndum.Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og

endurheimt landgæða á Íslandi.

Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is

Sendum landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir

viðskiptin á líðandi ári.

Page 12: Snæfell 2. tbl. 2011

12 SNÆFELL

Jónína Zóphoníasdóttir frá Mýrum í Skriðdal er ein af manneskjunum á bakvið tjöldin í austfirsku íþróttastarfi. Þótt hennar eigin börn séu orðin fullorðin mætir hún enn á Sumarhátíðir við sem flest tækifæri og stendur úti við langstökksgryfjuna með kaffibrúsann. „Það er svo gott að fá sér kaffi,“ segir hún. Fyrir þrjátíu árum tók Jónína þátt í að endurreisa Ungmennafélag Skriðdæla og tíu árum síðar varð hún fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þristar, sem meðal annars var stofnað upp úr félaginu í Skriðdal. Snæfell leit við á Mýrum í alvöru kúamjólk og smákökur og fékk að heyra um ungmennafélagsstarfið og lífið í sveitinni í fortíð og nútíð.

„Ég er fædd hér á Mýrum í Skriðdal 28. febrúar 1949 og ólst upp á þessum bæ,“ byrjar Jónína. Foreldrar hennar voru Zophonías Stefánsson og Ingibjörg Einarsdóttir. Systkinin voru fjögur og að auki voru amma og afi, á heimilinu. „Mér finnst ég hafi átt mjög góða æsku, mjög fjarri vonsku heimsins. Það var ekkert að óttast nema ef draugar leyndust einhvers staðar. Ég man eftir áfallinu sem ég fékk þegar ég komst að því að það væru ekki allir góðir, það væru líka til vondir menn. Ég var svo hissa. Andinn í sveitinni var góður. Menn fylgdust með nágrönnunum og ég fann að fólki þótti vænt hvort um annað þótt það væri kannski ekki mikill samgangur. Þetta var áhyggjulaust og átakalaust uppeldi, kannski einum of.“

Það voru móðurforeldrar Jónínu, Einar Jónsson frá Vallaneshjáleigu og Amalía Björnsdóttir frá Vaði, sem bjuggu á Mýrum en þeirra bú var áður í Geitdal. „Það var mikil blessun að hafa líka ömmu og afa á bænum, alveg ómetanlegt. Til þeirra vorum við alltaf velkomin. Þau vissu og kunnu margt sem þau fóru með. Þau höfðu svo gaman af vísum og þulum. Amma hafði einstaklega mikið og gott minni og mamma líka. Amma gat farið með vísur og þulur sem hún hafði lært 50 árum fyrr þegar hún var orðin níræð. Hún kunni vísu sem vinnukona á Vaði hafði haft eftir móður sinni og þá erum við komin aftur á sautjándu öld. Þegar ég fór að eignast börnin fór gamla fólkið með vísur og þulur fyrir þau sem sungnar höfðu verið fyrir okkur. Börnin mín muna ekkert eftir þeim í dag en ég lærði þulurnar og fór að skrifa þær niður.“

Viðbrigði að fara á Laugarvatn

Grunnmenntun sína hlaut Jónína í farskóla sem var í sveitinni. Í hann fór hún fyrst þegar hún var tíu ára, veturinn eftir var henni kennt heima en síðan fór hún í skólann næstu tvö ár þar á eftir. „Ég man að ég tók lestrarpróf þegar ég var sex ára. Það var haldið í Þingmúla og ég gekk þangað ein. Það þótti ekki neitt tiltökumál. Þrettán ára tók ég fullnaðarpróf og var síðan ráðskona með Kristínu á Borg í skólanum í Þingmúla einn vetur.“Farskólinn var í Flögu, Birkihlíð og Grímsárvirkjun. Krakkarnir voru hálfan mánuð í skólanum og hálfan mánuð heima. „Ég man eftir einu ferðalagi í skólann þegar hann var í Birkihlíð. Það var seint um kvöld í glampandi tunglskini og miklu frosti. Við sátum á sleða sem dreginn var á dráttarvél á beltum. Við vorum lengi á leiðinni og okkur var kalt. Útifatnaður þá var ekki jafn fullkominn og í dag, þótt við höfum eflaust verið í ull. Við komum í Birkihlíð um miðnættið og ég man hvað Björn og Hulda, sem þar bjuggu, tóku vel á móti okkur. Þau gáfu okkur kakó og brauð og þegar við lögðumst upp í rúm var þar heit vatnsflaska sem óskaplega gott var að ylja sér við.“Fimmtán ára gömul fór Jónína í skóla á Laugarvatni þar sem föðurbróðir hennar, Þórarinn Stefánsson, kenndi. „Það voru mikil viðbrigði að fara þangað. Ég þekkti engan þar. Ég sótti of seint um, skólinn var orðinn fullur og það var líka fullt á Eiðum en síðar var hringt í mig og mér sagt að

Jónína Zophoníasdóttir á Mýrum í Skriðdal

„Mér finnst þetta skemmtilegt“

„Mér finnst ég hafi átt mjög góða æsku, mjög fjarri vonsku heimsins. Það var ekkert að óttast nema ef draugar leyndust einhvers staðar.“

Page 13: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 13

það hefði losnað pláss. Ég fór fyrst til Reykjavíkur og síðan áfram með rútu á Laugarvatn. Þegar ég kom að skólanum virtist enginn vita að mín væri von. Ég stóð úti á hlaði með farangurinn minn og vissi ekkert hvert ég ætti að fara. Föðurbróðir minn bjóst ekki við mér fyrr en daginn eftir og hafði brugðið sér af bæ. Ég var fljót að komast inn í félagslífið og sat meðal annars í stjórn skólafélagsins. Mér fannst skólinn góður. Hann var strangur og á hreinu hvað mátti og hvað mátti ekki. Á Laugarvatni fékk ég áhuga á íþróttum. Skólinn var mjög íþróttasinnaður. Nemendur íþróttakennaraskólans þar kenndu okkur sund og leikfimi. Ég hafði aldrei tekið þátt í neinum íþróttum en fannst gaman í íþróttatímunum.“Eftir þrjú ár á Laugarvatni valdi Jónína að halda áfram námi í Samvinnuháskólanum á Bifröst. „Ég hef oft spurt mig að því af hverju ég valdi Bifröst. Ég hef lítinn áhuga á tölum eða bókhaldi, leiðist það frekar. Hinir kostirnir voru Menntaskólinn á Akureyri eða í Reykjavík. Menntaskóli er fjögurra ára nám og ég held að þetta hafi að einhverju leyti verið peningaspursmál. Námið á Bifröst var hagnýtt og tók aðeins tvö ár. Þar var mikið félagsstarf og skemmtilegur andi. Margir, sem þar lærðu, hafa tekið þátt í ungmennafélagsstarfi, ég nefni t.d. þá Sigurjón Bjarnason og Björn Ágústsson.“

Vinsælar leiksýningar Skriðdæla

Eftir námið fór Jónína að vinna. „Ég kynntist manninum mínum, Jóni Júlíussyni, hér fyrir austan. Hann vann sem tæknifræðingur hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði. Við giftum okkur 1975 og bjuggum á Reyðarfirði í tvö ár. Við fluttum í sveitina og hófum búskap á Mýrum 1976.“ Starf ungmennafélagsins hafði þá verið í dvala um nokkurt skeið en Jónínu var vel kunnugt um öflugt starf Skriðdæla fyrr á tímum, ekki síst þar sem umsvif félagsins höfðu verið mikil á Mýrum. „Það var ekkert íþróttastarf í sveitinni á mínum uppvaxtarárum. Börnin fóru að heiman í héraðsskólana fljótlega eftir fermingu og unnu á sumrin. Þrír ungir menn, Eyþór Stefánsson úr Flögu, Reynir Eyjólfsson frá Hátúnum og Sigurður Runólfsson frá Litla-Sandfelli, mynduðu stjórn ungmennafélagsins. Þeir stofnuðu hljómsveit, Lúdótríóið, sem var vinsæl á Austurlandi og hélt mannmargar samkomur. Þeir spiluðu víða á böllum, meðal annars í ungmennafélagshúsinu á Arnhólsstöðum.Ungmennafélagið, sem stofnað var 1919, varð strax öflugt því þá var margt ungt fólk á bæjunum. Innan þess var öflugt

leikfélagsstarf og sett upp stórverk eins og Tengdamamma og Happið. Fundir voru haldnir í gamla húsinu á Mýrum, en bygging þess hófst 1917. Ingifinna, seinni kona afa míns Stefáns Þórarinssonar, var mikil driffjöður í þessu starfi. Sýningarnar voru á Mýrum og voru mjög vinsælar. Fólkið fór með leiktjöldin á hestum yfir

Þórdalsheiði, sem var þjóðleiðin í þá daga og sýndi á Eskifirði og Reyðarfirði.“Stuttu eftir að félagið var stofnað fóru menn að huga að því að byggja félagsheimili. Í bók Stefáns Bjarnasonar frá Flögu „Frá torfbæ til tölvualdar á 50 árum“ segir frá því að félagið hafi keypt mótatimbrið sem notað var þegar

bogabrú var byggð yfir Grímsá og notað það til að slá upp fyrir félagsheimilinu á Arnhólsstöðum, sem enn stendur. Einar Stefánsson, síðar yfirbyggingafulltrúi á Egilsstöðum og faðir þrístökkvarans Vilhjálms Einarssonar, var yfirsmiður en heimamenn lögðu fram mikla vinnu. „Ungmennafélagar unnu geysimikið í sjálfboðavinnu,“ segir í bók Stefáns. Byrjað var á húsinu vorið 1932 og það vígt 1. desember sama ár. Segja má að Mýrar og Arnhólsstaðir hafi verið miðpunktar ungmennafélagsstarfseminnar í Skriðdal.„Afi átti fjórtán börn með tveimur konum og hann sendi þau öll í skóla. Þau lærðu líka öll að synda í sundpolli sem hann kom upp með því að veita í hann vatni úr bæjarlæknum. Föðurbróðir minn, Garðar Stefánsson, keppti í sundi á

landsmótinu á Hvanneyri 1943 og náði þar besta árangri UÍA manna. Árangur hans þótti merkilegur fyrir þær sakir að engin sundlaug var á Austurlandi. Hann hafði reyndar verið á Laugarvatni í skóla og lært enn meira sund þar. Menn stífluðu lækinn á Arnhólsstöðum og æfðu þar sund og líka frjálsíþróttir.“

Ungmennafélag Skriðdæla, UFSD, var endurreist á fundi í mars 1981. Ásta Sigríður Sigurðardóttir í Þingmúla varð formaður en Jónína gjaldkeri. „Þegar við fluttum upp í sveit fékk ég áhuga á að endurreisa félagið. Það hittist þannig á að á þessum tíma urðu kynslóðaskipti í sveitinni. Það fluttist margt ungt fólk

í sveitina og síðan fæddust börnin. Við fengum farandþjálfara frá UÍA til að vera með æfingar á Arnhólsstöðum og við funduðum í félagsheimilinu. Það var góð þátttaka á æfingunum og þangað komu bæði börn sem bjuggu í sveitinni og eins börn sem voru hér í sveit. Girðingin í kringum félagsheimilið var orðin ónýt og við gengumst fyrir því að girða nýja. Við stóðum fyrir spilavist og nokkrum böllum þannig að starfið var nokkuð öflugt.“

„Ég held að aðrir hafi átt heiðurinn af vinnunni“

Jónína og Jón eiga þrjú börn. Ingibjörgu (1977), Einar Hróbjart (1980) og Zophonías (1984). Eftir að það yngsta fæddist dró Jónína sig út úr stjórn félagsins. Hlöðver

Leikflokkur úr Skriðdal um 1925-1927 í leikferð á Reyðarfirði. Talið frá vinstri: Þórarinn Stefánsson, Björn Guðnason, Sæmundur Sæmundsson, Þórunn Benediktsdóttir, Einar Stefánsson, Þorbjörg Benediktsdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigríður Benediktsdóttir, Ingifinna Jónsdóttir og Björgúlfur Guðnason. Á myndina vantar Björgu Jónsdóttur frá Litla-Sandfelli sem síðar lék í leikritinu. Mynd: Stefán Bjarnason/Frá torfbæ til tölvualdar á 50 árum

„Þegar við fluttum upp í sveit fékk ég áhuga á að endurreisa ungmennafélagið. Það hittist þannig á að

á þessum tíma urðu kynslóðaskipti í sveitinni.“

Page 14: Snæfell 2. tbl. 2011

14 SNÆFELL

Jökulsson, frá Grímsá í Skriðdal, stóð fyrir æfingum og fór með hópa á Sumarhátíð. Smám saman sofnaði félagið samt. „Ég man að einu sinni hafði ég farið með krakkana á Sumarhátíð til að fylgjast með. Félagið hafði ekki greitt sín gjöld til UÍA þannig að börnin úr Skriðdal fengu því ekki að keppa. Einari fannst það svo sárt, hann grét yfir þessu. Ég ákvað að þetta skyldi ekki koma fyrir aftur.“Árið eftir smalaði Jónína saman krakkahóp úr Skriðdal og af Völlum og fór með á Sumarhátíðina. „Einar Hróbjartur og Guðmundur Ingi (Þorsteinsson frá Hallormsstað) rembdust eins og rjúpan við staurinn en voru samt langsíðastir í hlaupunum. Við hlógum að þeim en þeir voru mjög sælir.“Í framhaldinu fór Jónína að þreifa fyrir sér um stofnun nýs félags í kringum Hallormsstaðarskóla sem tæki við af þeim ungmennafélögum sem starfað höfðu í Skriðdal, Fljótsdal og á Völlum. „Það voru ekkert allir hrifnir fyrst. Menn spurðu hvað og hvernig,“ rifjar hún upp. Þá var hafin bygging íþróttahúss á staðnum, sem hrepparnir þrír borguðu. Foreldrar barna í skólanum lögðu einnig fram vinnu sína. „Það var ákveðið að hvert heimili sem ætti barn í skólanum legði fram ákveðin dagsverk. Þannig komst húsið upp á ódýrari hátt en ella.“ Meira var líka framkvæmt í kringum skólann. Þar var byggð sundlaug og íþróttavöllur þar sem aðstandendurnir lögðu fram mikla sjálfboðavinnu til að koma upp.„Það var haldinn fundur á Hallormsstað um það að stofna öflugt ungmennafélag þeirra þriggja hreppa sem stóðu að skólanum,“ Félagið skyldi taka við af þremur ungmennafélögum: Ungmennafélagi Fljótsdæla, Ungmennafélagi Skriðdæla og Ungmennafélaginu Viðarri á Völlum. „Börnin voru í heimavist alla vikuna og komu þreytt heim um helgar. Þetta gerði það að verkum að erfitt var að halda úti starfi yfir vetrartímann. Ef menn ætluðu að vera með vetrarstarf. Þá varð það að vera í skólanum. Þarna var líka komin góð aðstaða til íþróttaiðkunar sem ekki var til staðar í hinum hreppunum.”Það varð úr að Ungmennafélagið Þristur var stofnað 23. apríl 1992 og Jónína varð fyrsti formaður þess. „Félagið starfaði aðallega í kringum skólann. Við reyndum að hafa æfingar til skiptis í öllum sveitum og á Iðavöllum, þar sem við fengum aðstöðu hjá hestamannafélaginu Freyfaxa. Ég safnaði oft saman krökkum og fór með á æfingar. Lengi vel var öflugt æfingastarf í sveitunum en það er með

þetta eins og annað, börnin eldast og fara í vinnu. Hér hafa ekki orðið kynslóðaskipti á bæjunum og það leiðir að sjálfu sér að þegar börnunum fækkar er ekki hægt að vera með æfingar nema í samvinnu við aðra.Það var ýmislegt sem félagið stóð fyrir. Það styrkti skákæfingar í skólanum og stóð fyrir kaffihúsaskákmóti. Körfu-bolti var stundaður í skólanum og knatt-spyrna á sumrin. Frjálsíþróttaæfingar-nar á sumrin snérust um að æfa fyrir Sumarhátíðina. Mætingin var minni eftir

hana. Félagið fór í mörg ár með stóran og öflugan hóp á hátíðina.Ég held að ég hafi aldrei gert mikið í þessu ungmennafélagi. Ég held að allir aðrir hafi átt heiðurinn af vinnunni. Onni (Zophonías Einarsson) var mjög öflugur. Hann hafði góða reynslu því hann hafði alltaf verið félagi í Samvirkjafélagi Eiðaþingár og var vanur og mikill ungmennafélagsmaður. Síðan var Þórarinn Rögnvaldsson á Víðivöllum mjög öflugur og starfaði mikið með alla syni sína fjóra sem voru duglegir í starfinu. Björn Magnússon á Eyjólfsstöðum og Skúli Björnsson á Hallormsstað voru líka mjög duglegir og áhugasamir. Umhverfi skólans var einstakt. Við vorum með góða kennara sem tóku þátt í starfinu. Það var mikil jákvæðni innan skólans fyrir starfinu og í sveitunum í garð skólans. Við vorum alltaf velkomin með starfið inn í skólann. Þar höfðu menn líka aðgang að tölvutengingum, sem ég hafði ekki hér heima, þannig að tölvuvinnan kom á aðra en mig.Af börnum Jónínu er það Einar sem mestum árangri hefur náð á íþróttasviðinu. Hann hefur kastað spjóti yfir 50 metra sem telst eitt af sextíu bestu köstum

Íslandssögunnar. Hann starfar í dag sem íþróttakennari í Reykjavík. „Hann finnur sig alveg í því starfi. Hann var alltaf mikið fyrir íþróttirnar þótt hann væri latur að æfa sig. Hann bara keppti. Ég segi honum alltaf að hann hefði orðið betri ef hann hefði æft sig meira.“

„Mér finnst gaman að fylgja krökkunum í þessu

uppbyggilega starfi“

Þótt börn Jónínu séu vaxin úr grasi mætir hún reglulega á Sumarhátíð

Stjórn endurreists ungmennafélags Skriðdæla 1981. Frá vinstri: Guðgeir Guðmundsson, Ásta Sigurðardóttir, Sigurbjörn Árnason (sem heldur á Katrínu Ósk Sigurbjörnsdóttur), Jónína og Einar Árnason. Mynd: Snæfell 1981

Ég hef mætt undanfarin ár á Sumarhátíð þegar ég hef getað. Mér finnst þetta skemmtilegt og mikilvægt og það er gefandi og skemmtilegt að vinna með börnum.“

Page 15: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 15

sem starfsmaður Þristar og ritar við langstökksgryfjuna. „Ég er í sjálfu sér „anti-sportisti.“ Ég horfi aldrei á fótbolta en mér finnst handboltinn spennandi. Mér finnst gaman að fylgja krökkunum í þessu uppbyggilega starfi og fallegt að sjá ungt fólk og börn í íþróttum. Það veitir ekki af að efla svona starf nú á tímum, þörfin hefur kannski aldrei verið meiri. Það skiptir líka miklu máli að foreldar séu með börnum sínum. Það skiptir miklu máli í skólastarfi að foreldrar sýni áhuga á því sem börnin eru að læra og fást við.Ég hef mætt undanfarin ár á Sumarhátíð þegar ég hef getað. Mér finnst þetta skemmtilegt og mikilvægt og það er gefandi og skemmtilegt að vinna með börnum. Ég kenndi börnum í sveitinni í tíu ár (1979-1989) hér heima á Mýrum. Þau voru 6-9 ára. Þetta var skólasel frá Hallormsstað.Ég held að þegar efnahagsástandið er slæmt eins og núna sé auðveldara að fá fólk til að taka þátt í svona starfi. Það er margt sem aldrei hefði gerst í okkar í þjóðfélagi hefðu menn ekki verið tilbúnir að vinna sem sjálfboðaliðar. Ég held að starfið í ungmennafélaginu hafi þroskað þá krakka sem tóku þátt, og jafnvel gert þá að betri manneskjum. Ég held að allt svona starf efli félagsþroska. Menn læra að fylgja vissum aga, kannski eykur þetta líka samheldnina og menn læra frekar að gleðjast yfir sigrum annarra.“

„Nú þurfa aftur að verða kynslóðaskipti“

Fólki hefur fækkað í Skriðdal og það elst hratt eins og í mörgum öðrum sveitum. Af unga fólkinu sem flutti þangað á áttunda áratugnum hafa margir flutt burtu. „Það er fullorðið fólk hér á mörgum bæjum og börnin eru farin. Nú þurfa aftur að verða kynslóðaskipti,“ segir Jónína. „Ég hef trú á að þau verði ef fólk stendur upp og ákveður að koma öðrum að. Það er mikið af ungu fólki í bændaskólanum á Hvanneyri sem vill komast á jarðir en það er svo erfitt að byrja. Menn verða að geta gengið inn í bú. Afkoma í sveitum er alls ekki nógu góð. Það er of dýrt að kaupa jarðir, kvóta, bústofn og tæki. Mér finnst erfitt fyrir bónda að eiga heyvinnutæki einn í dag. Annað hvort verða menn að eiga þau saman eða kaupa verktaka, sem mér sýnist margir vera farnir að gera. Fóðurbætir og áburður hafa líka snarhækkað í verði á síðustu árum.“Jónína rifjar samt upp að það hafi ekki verið auðvelt fyrir hana og Jón að komast af stað. „Við byggðum hér fjós og íbúðarhús en fórum okkur hægt. Það hefur örugglega borgað sig. Þegar við byggðum fjósið var verðbólgan 80% og lánið rauk upp úr öllu valdi, sem var mjög

erfitt. Ég held að þetta sé um margt líkt stöðunni í dag en þetta gekk til baka og lagaðist. Það er mjög erfitt hjá mörgum með miklar skuldir, en margir hafa það líka ágætt. Ég held að kreppan í Evrópu eigi eftir að hafa meiri áhrif hér en hún gerir í dag. Við flytjum mest út þangað og það gæti orðið erfiðra að selja okkar vörur þar. Fólk lifir allt öðruvísi en þegar ég var að alast upp.“Þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti horfir Jónína bjartsýn fram á veginn. „Mér finnst mikill vaxtarbroddur og mörg ónýtt tækifæri í sveitunum, til dæmis í sauðfjárræktuninni. Þetta er svo ein-staklega gott kjöt. Heimurinn vill kaupa kjöt af skepnum sem ganga úti frjálsar. Það eru líka verðmæti í ullinni ef meira verður unnið úr henni og við göngum ekki bara í norskum ullarfötum.Nú fer skógurinn líka að gefa af sér. Með hlýrra veðri eykst ræktun. Menn rækta repju og korn og reiða sig meira á heimafengið fóður. Maður sér til dæmis hvað Eymundi (Magnússyni) í Valla-nesi hefur tekist.

Búskaparhættir breytast og samgöngur hafa batnað. Veturnir eru ekki jafn langir og þeir voru. Það er önnur hugsun, en hún verður samt ekki nýtt til fulls fyrr en við, sem erum komin á minn aldur, stöndum upp og leyfum öðrum að komast að.“ GG

Stjórn UMF Þristar að loknum stofnfundi. Aftari röð frá vinstri: Björn Hólm Magnússon, Bjarki Sigurðsson, Ína Gunnlaugsdóttir, Zophonías Einarsson og Þórarinn Rögnvaldsson. Fremri röð: Ingvar Skúlason, Jónína og Andra Björk Jónsdóttir. Mynd: Snæfell 1992

NafnaþulaEftirfarandi þula er meðal þeirra sem Jónína hefur skrifað niður. Í henni eru falin tólf karlmannsnöfn. Snæfelli er ekki kunnugt um að þulan hafi áður birst á prenti en þeir sem þekkja hana geta annað hvort haft samband við Jónínu eða skrifstofu UÍA.Svör við gátunni sendist á [email protected] eða á UÍA, Tjarnarási 6, 700 Egilsstöðum fyrir 10. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum og vinningshafi fær óvæntan glaðning frá UÍA.

Hugans fley úr höfn ég stefni.Hásetana tólf ég nefni.Situr fyrsti á efstu klettum annar sést í flestum stéttum þriðja sá um þjóðbraut renna og þann fjórða á mínum penna fimmti ungan fær ei svanna finnst sá sjötti í skálpum granna. Sjöundi oft á auðs manns borði áttundi sitja á hræjum þorði.Níunda sá í austri sveima á sá tíundi hvergi heima Ellefti er und blómum borinn bar ég hinn tólfta á sniðil skorinn. Læt ég svo fleyið að landi beitaog lestu mér hvað þegnar heita.

Svanni = stúlkaskálpum granna = illindi á milli nágrannasniðil skorinn = hnífur til að skera með og sníða

Page 16: Snæfell 2. tbl. 2011

16 SNÆFELL

Skipulagi aðalstjórnar Hattar hefur verið breytt til að auka skilvirkni. Samstarfssamningar hafa verið undirritaðir við sterka bakhjarla um stuðning við barna- og unglingastarf. Fimleikadeildin fagnaði á árinu 25 ára afmæli sínu og um 200 krakkar æfa með deildinni í dag.

Á undanförnum árum hafa nokkrar breytingar átt sér stað innan Hattar og starfið eflst. Árið 2010 var sú breyting samþykkt að aðalstjórn var ekki lengur mynduð af aðilum sem ekki tengdust deildum, heldur með formönnum hverrar deildar fyrir sig og þremur aðilum sem eru kosnir á aðalfundi félagsins. Þetta hefur gefið góða raun, en með þessu myndast umræðugrundvöllur deilda á einum vettvangi.Síðustu mánuði hefur aðalstjórnin tekið tvær mikilvægar stefnumarkandi ákvarðanir fyrir Hött en það er annars vegar „Stefna gegn einelti innan Hattar“ og hins vegar „Stefnulýsing í málum jafnréttis kynja og kynþátta“. Hægt er að kynna sér þetta nánar inn á heimasíðu félagsins, hottur.is. Með þessari vinnu stígur félagið skref fram á við varðandi rétt barna sem iðka sína íþróttagrein innan Hattar. Allir skulu vera jafnir innan Hattar og njóta jafnra tækifæra til að þroskast í leik.Innan félagsins eru sex deildir sem höfðu árið 2010 yfir 500 iðkendur og einnig er mikill fjöldi félagsmanna sem styður við félagið hverju sinni. Á árinu 2011 voru samningar undirritaðir við þrjú fyrirtæki um samstarf til styrktar unglinga og barnastarfi Hattar. Þessi fyrirtæki eru Arion banki, Nettó og Landsbankinn. Með þessum samningum hefur rekstrargrundvöllur deilda styrkst og er þannig stoð til betra starfs fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði.

Fimleikadeild Hattar 25 áraFimleikadeild Hattar fagnaði 25 ára afmæli sínu 9. september síðastliðinn. Deildin hélt veglega veislu fyrir iðkendur, fjölskyldur þeirra og aðra gesti. Meðli mir deildarinnar voru búnir að stilla upp stökkgólfi, litlum og stórum trampólínum, loftgryfju og öðrum skemmtilegum áhöldum. Ungir sem aldnir tóku ýmis stökk með misgóðum árangri og mikil

gleði ríkti í salnum sem endurspeglar starf deildarinnar.Upphafið má rekja til starfs Unnars Vilhjálmssonar og Hólmfríðar Jóhannsdóttur, en undir þeirra stjórn hófust reglulegar fimleikaæfingar og fimleikadeild var stofnuð. Til að byrja með voru þetta aðeins um 10-20 stúlkur, en iðkendum hefur sífellt farið fjölgandi síðan þá og nú er kynjahlutfallið um 75% á móti 25%, stúlkum í vil. Þátttakendur hafa síðustu ár verið um og yfir 200, á aldrinum 4-20 ára. Flestir

þeirra eru frá Egilsstöðum, en á síðustu árum hafa um 30-40 iðkendur komið úr Fjarðabyggð og frá Seyðisfirði. Í dag stafar Auður Vala Gunnarsdóttir sem yfirþjálfari deildarinnar ásamt um 20 aðstoðarþjálfurum. Margt hefur breyst frá fyrstu dögum deildarinnar, aðbúnaður er í dag mun

betri og áhöldin hafa breyst. Foreldrar hafa unnið ómetanlegt starf við fjáröflun til tækjakaupa, en einnig hefur verið leitað til fyrirtækja og annarra velunnara sem hafa hlúð vel að starfi deildarinnar. Þessi stuðningur hefur skilað góðum árangri og betri aðbúnaði til æfinga. Fimleikar njóta nú mikilla vinsælda og mikill metnaður er í starfi deildarinnar. Vonir fimleikadeildarinnar standa til þess að aðstaða til fimleikaiðkunar verði bætt enn frekar með byggingu sérhæfðs fimleikahúss, en með því gætu

iðkendur fimleika á Austurlandi staðið jafnfætis öðrum með æfingaaðstöðu.

Sunddeild Hattar í vextiSunddeild Hattar er ung deild í miklum vexti. Á vetrarönn æfa 25 börn á aldrinum 6 – 16 ára sund hjá deildinni. Börn 8 ára og yngri æfa 2x í viku og 9 ára og eldri æfa 3 – 4x í viku. Deildin leggur áherslu á að sem flestir geti komið og iðkað sund, bæði af áhuga og kappi. Keppendur frá Hetti hafa aðallega tekið þátt í mótum á

Austurlandi og náð góðum árangri. Eitt af markmiðum sundþjálfunar er að kenna þátttöku í mótum og efla þannig liðsheild, samkennd og anda meðal sundiðkenda.

Fyrir hönd Hattar,Davíð Þór Sigurðsson, formaður

Íþróttafélagið Höttur

Stefnumarkandi breytingar og góð samheldni

Fimleikahópur frá Hetti gengur inn á völlinn á Unglingalandsmótinu þar sem í fyrsta sinn var keppt í fimleikum.

arionbanki.is – 444 7000

Page 17: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 17

Óskum Fáskrúðsfirðingum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsæls komandi árs.

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Óskum starfsmönnum, viðskiptavinum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Óskum starfsmönnum, viðskiptavinum og

Austfirðingum öllum gleðilegra jóla

og farsældar á komandi ári.

Launafl ehf vill óska öllum starfsmönnum og

viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla, árs og friðar,

með þökk fyrir góð samskipti og samstarf á árinu

sem er að líða.

Page 18: Snæfell 2. tbl. 2011

18 SNÆFELL

Mótorkrossmaðurinn Hjálmar Jónsson, sem ekur fyrir Akstursíþróttafélagið START á Fljótsdalshéraði, var útnefndur íþróttamaður UÍA fyrir árið 2010 á þingi sambandsins í mars. Hjálmar komst þá í íslenska landsliðið í mótorkrossi og varð í þriðja sæti Íslandsmótsins. Snæfell hitti hinn 25 ára gamla Hjálmar, sem er nýfluttur austur, í jólaundirbúningnum og ræddi við hann um nýja mótorkrossbraut, líf íþróttamannsins og sprungin dekk.

Því miður gekk Hjálmari ekki að fylgja eftir góðum árangri síðasta árs. Hann var „óheppinn“ eins og hann orðar það sjálfur. Hann sprengdi dekk í fyrsta riðli (mótó) fyrstu keppni, í seinni riðlinum viðbeinsbrotnaði hann. Þar sem beinið fór í sundur hefði Hjálmar átt að hvíla sig í sex vikur. Því hlýddi hann ekki þar sem aðeins voru fjórar vikur í næsta mót, en þar ók hann þó varlega því fall af hjólinu hefði þýtt nýtt brot. Dekkin sprungu tvisvar í viðbót í keppnum sumarsins sem

var því ekkert sérstaklega gott. „Ég ætla mér að vera helgrimmur næsta sumar. Ég verð kominn á Hondu aftur. Ég æfi stíft og vona að það skili mér árangri.“

„Fáránlega margir pjakkar hér sem eiga hjól“Hjálmar hafði samt aðrar ástæður til að fagna á þessu ári. Hann flutti austur í Egilsstaði á ný í september eftir að hafa verið í námi og unnið í Reykjavík og hann og unnusta hans, Bergrún Hafsteinsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn í nóvember. Þá var byggð upp mótorkrossbraut skammt utan Egilsstaði fyrir Unglingalandsmótið, sem leysti aðstöðuvanda mótorkrossmanna þar. „Ég er ekki viss um að ég hefði flutt austur aftur ef það hefði ekki verið komin braut. Ég sagði alltaf að ég flytti ekki austur fyrr, ég ætla ekki að hætta strax í íþróttinni.“

Hjálmar kveðst ánægður með brautina í Ylsgrúsum í landi Mýness. „Þetta var íþróttamannvirki sem þurfti fyrir okkur. Við vinnum síðan smátt og smátt í henni til að hún verði fín. Ég kann vel við mig í henni. Hún er fjölbreytt og í henni er meiri hæðarmismunur en öðrum brautum á Íslandi. Þær eru flestar á flatlendi. Í hana vantar samt lengri beina kafla fyrir stærri hjólin. Maður gefur í og þarf að bremsa strax aftur.“Hjálmar trúir því að brautin komi til með að efla unga austfirska ökuþóra. „Það eru fáránlega margir pjakkar sem eiga hjól, en þeir eru ekki nógu duglegir að hjóla.“Hann er líka ánægður með hvernig til tókst á Unglingalandsmótinu þar sem í fyrsta sinn var haldin alvöru mótorkrosskeppni á Austurlandi. „Keppendunum fannst mjög gaman og það var góð reynsla að halda mótið. Við vorum með fólk í að flagga sem hafði næstum aldrei séð svona keppni áður. Þetta voru sjálfboðaliðar og þeir vildu læra.“

Hjálmar Jónsson, íþróttamaður UÍA 2010

„Ég sagði alltaf að ég myndi ekki flytja austur aftur fyrr en það kæmi braut“

„Þegar ég byrjaði var ég bara einn úti í braut með pabba að hjóla í hringi. Það er hundleiðinlegt til lengdar, en skilar manni áfram.“

Page 19: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 19

Sendum viðskiptavinum og öllum Austfirðingum bestu jóla- og nýárskveðjur

með þökkum fyrir viðskiptin síðastliðin 22 ár.

ð k

stliðin 2

Hér

aðsp

rent

Sími 471 2013 · www.rafey.is

Skellinaðra fyrir fermingapeninganaÞrátt fyrir nýju brautina hefur þrengt verulega að akstursíþróttum undanfarin ár. Gengishrunið og hækkun bensínverðs eru þar stærstu áhrifavaldarnir. „Þetta er orðið svaðalega dýrt núna. Í góðærinu kostaði nýtt hjól 800 þúsund krónur og maður var á nýju hjóli á hverju ári, þeir sem voru á toppnum fengu góða díla. Nýtt hjól kostar í dag 1,6 milljónir. Síðan er það bensínkostnaðurinn, bæði í ferðalög á milli móta og á hjólin. Þetta er nánast ekki hægt, en það þýðir ekki að gefast upp,“ segir Hjálmar. Þegar þrýst er frekar á hann að útskýra hvernig þetta sé samt hægt svarar hann: „Ég veit það eiginlega ekki. Maður getur þetta ekki nema með því að fá hjálp frá styrktaraðilum og fjölskyldu.“Á meðan við ræðum saman verður Hjálmari tíðrætt um fjölskyldu sína. Björgvin bróðir hans er einnig öflugur mótorkrossmaður og faðir þeirra, Jón Kristinn Jónsson, stýrði keppni í greininni á Unglingalandsmótinu. Móðirin, systirin og nokkrir frændur fara á milli og hjálpa til á mótum. „Það er ekki hægt að standa í neinu svona nema hafa foreldra sína 100% á bakvið sig. Þú ferð ekkert út á land að keppa fimmtán ára gamall. Þú

þarft fjárhagslegan stuðning og einhvern nógu gamlan til að keyra bílinn með hjólin í kerru á milli staða!“Hjálmar segir viðurkenninguna frá UÍA heiður fyrir einstakling sem barist hafi í íþrótt sem fáir aðrir hafi stundað, á svæði þar sem varla hafi verið neinar aðstæður til staðar. „Þegar ég byrjaði var ég bara einn úti í braut með pabba að hjóla í hringi. Það er hundleiðinlegt til lengdar, en skilar manni áfram.“Mótorkrossáhugann fékk hann frá frænda sínum sem átti hjól og lék sér á því. Skellinaðra var keypt fyrir fermingarpeningana, en Hjálmari þótti ekki nægur kraftur í henni. „Ég varð leiður á að hjóla á henni eftir tvo mánuði. Ég keypti mér þá alvöru mótorkrosshjól og eftir það var ekki aftur snúið.“

„Ef maður leyfir sér eitt þá leyfir maður sér annað“Hjálmar er fagmaður í sinni íþrótt og færir fórnir til að ná árangri. Hann æfir fjórum til fimm sinnum í viku, hjólar þegar það er hægt en fer annars í ræktina. „Maður væri þúsund sinnum betri ef hægt væri að hjóla allt árið, en við búum á Íslandi og hér er snjór.“

Æfingarnar í brautinni yfir sumar-mánuðina snúast um að komast í samband við hjólið. Stilla það rétt og læra á það. „Maður er ryðgaður þegar maður hefur ekki hjólað lengi.“ Menn fara í sérstök tækniatriði, æfa ræsingar og hjóla eins og þeir væru að keyra í mótó-i í keppni. Þar fyrir utan er það mataræðið. „Þú getur hreyft þig og hreyft en þú kemst ekkert áfram ef þú úðar í þig nammi þess á milli. Matarræðið er 70% af árangrinum.“ Áfengi snertir Hjálmar ekki á keppnistímabilinu og reyndar lítið þess utan. „Ég er lítill áfengismaður.“Hjálmar viðurkennir að það jaðri við að hann hafi ofsóknarbrjálæði gagnvart nammi. „Sykur er óvinurinn. Ég borða helst engan sykur. Ég fæ sektarkennd við að borða nammi, þótt ég geri það einu sinni í viku. Sumum finnst maður ganga of langt, fuss og sveia þegar maður hafnar konfektmola á fimmtudegi, en ef maður leyfir sér eitt þá leyfir maður sér annað. Menn verða að leggja sig alla fram vilji þeir verða góðir. Það þýðir ekki að mæta í keppni á laugardegi, ætla sér að standa sig þar og fara síðan heim í kók og pítsu.“

Page 20: Snæfell 2. tbl. 2011

20 SNÆFELL

Austfirskir glímumenn sönkuðu að sér verðlaunum árið 2011, líkt og mörg undanfarin ár. Hápunktur ársins var Íslandsglíman sem haldin var á Reyðarfirði, en tveir Austfirðingar komust þar á verðlaunapall.

Í nógu var að snúast í glímunni hér eystra á árinu. Í byrjun apríl hélt Glímudeild Vals, í samstarfi við Glímusamband Íslands, þrjú glímumót: Grunnskólamót, Sveitaglímu Íslands og Íslandsglímuna. Mótin fóru öll fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og skemmtu keppendur og áhorfendur sér hið besta.Grunnskóli Reyðarfjarðar vann í heildarstigakeppni Grunnskólamótsins, auk þess sem tveir austf irskir glímumeistarar hömpuðu skólameist-aratitlum. Í sjöunda bekk vann Haraldur Eggert Ómarsson alla sex andstæðinga sína og í tíunda bekk varð Patrekur

Stefánsson efstur með þrjá vinninga. Þar að auki nældu Austfirðingar sér í fern silfurverðlaun og fern bronsverðlaun á mótinu.Í Sveitaglímu Íslands vann UÍA tvöfallt í flokki: 11-12 ára stráka og í flokki 15-16 ára stráka. Yngri sveitina skipuðu Pálmi Þór Magnússon, Sveinn Marinó Kristjánsson, Stefán Halldór Árnason og Máni Snær Ólafsson og þá eldri, Patrekur Trostan Stefánsson, Svanur Ingi Ómarsson og Haraldur Eggert Ómarsson.Íslandsglímukeppnin var sú hundraðasta og fyrsta í röðinni. Keppnin var afar skemmtileg og spennandi frá upphafi til enda, og fjölmargir áhorfendur fylgdust með. Heiðursgestir mótsins voru Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, sem afhenti Grettisbeltið og Janne Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alcoa Fjarðaál, sem afhenti Freyjumenið

í mótslok. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í sjötta sinn. Þar gerði Reyðfirðingurinn ungi Ásmundur Hálfdán Ásmundsson harða atlögu að keppinautum sínum og hafnaði í þriðja sæti eftir æsispennandi viðureignir. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fyrsta sinn. Þar átti UÍA einnig fulltrúa á verðlaunapalli, en Ragna Jara Rúnarsdóttir varð þar þriðja eftir hetjulega baráttu við stallsystur sínar. Pétur og Marín hlutu einnig Hjálmshornið og Rósina fyrir fagra glímu. Íslandsglíman hefur ekki áður farið fram á Austurlandi og Ásmundur og Ragna Jara eru fyrstu verðlaunahafar UÍA í langri sögu hennar.

Glíma

Tvenn bronsverðlaun í Íslandsglímunni

UÍA hópurinn sýnir verðlaun sín í skólaglímunni.

Page 21: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 21

Ragna Jara Rúnarsdóttir

„Ekki hægt að sleppa móti á heimavelli“Ragna Jara Rúnarsdóttir, 21 árs glímumaður úr Val, náði þriðja sætinu í glímunni um Freyjumenið eftir úrslitaglímur um 2. – 4. sæti. Hún, Hugrún Geirsdóttir úr HSK og Guðbjörg Lóa Þorgrímsdóttir úr GFD, urðu jafnar með fimm vinninga. Í úrslitaglímunum fékk Ragna Jara einn vinning en Guðbjörg Lóa náði silfursætinu með 1,5 vinning. Snæfell ræddi við Rögnu Jöru um keppnina.

„Það var mjög góð tilfinning að keppa á heimavelli. Þetta er í fyrsta sinn sem ég keppi í Íslandsglímunni og ég hefði ekki verið með ef mótið hefði farið fram annars staðar. Mér fannst ekki hægt að sleppa því af því það var heima.” Ragna Jara æfir ekki glímu að staðaldri en æfði af kappi þegar hún var í grunnskóla. Hún þakkar Þóroddi Helgasyni glímufrömuði með meiru árangur sinn enda hafi hann átt veg og vanda af glímustarfinu á Reyðarfirði. Ragna segist hafa byrjað að æfa glímu því flestir krakkarnir í skólanum hafi gert það. „Mér finnst drepleiðinlegt að hlaupa og þessi íþrótt er eiginlega andstæðan við það og hentaði mér því vel. Glíman reynir frekar á styrk og tækni og mér finnst hún afar skemmtileg.“Ragna hvetur þá krakka sem finnst glíma spennandi til að prufa og sjá hvað þeim finnst. „Ég held að öllum krökkum hljóti að finnast gaman í glímu, þetta eru mikil átök og hamagangur.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

„Glíman er góð alhliða hreyfing“Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, 17 ára Reyðfirðingur, náði þeim frábæra árangri í Íslandsglímunni í vor að verða í þriðja sæti. Hann þurfti að leggja Jón Smára Eyþórsson í úrslitaglímu um bronsið. Snæfell ræddi við Ásmund Hálfdán Ásmundsson glímukappa um íþróttina og árangurinn á Íslandsglímunni.

„Það var mjög fínt að keppa í sinni fyrstu Íslandsglímu á heimavelli. Ég fékk góðan stuðning áhorfenda og ekki leiðinlegt að taka við bronsinu þar,“ segir Ásmundur glaðbeittur.Hann segist fyrst og fremst þakka þjálfurum sínum í gegnum tíðina árangurinn á mótinu og þá ekki síst Þóroddi Helgasyni, forsprakka glímudeildar Vals. „Glíman hér eystra væri ekki þar sem hún er í dag nema vegna hans. Ég er líka mjög þakklátur

foreldrum mínum fyrir allan stuðninginn. Pabbi fór til dæmis með okkur glímukrakkana um allt land í keppnisferðir og passaði upp á hópinn.“Ásmundur byrjaði að æfa glímu þegar hann var 11 ára gamall, aðallega af því að eldri bræður hans voru í íþróttinni og hún virkaði spennandi. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum og segir glímuna vera öðruvísi og skemmtilega íþrótt sem allir geti tekið þátt í. „Glíman er góð alhliða hreyfing og það er mjög skemmtilegur félagsskapur í kringum hana. Lykilatriðið er bara að mæta á æfingar, reyna að standa sig og hafa gaman.“Aðspurður um hvað einkenni hann sem glímumann, vefst Ásmundi tunga um tönn en svarar loks: „Ja, það er allavega ekki beint léttleikinn, en mögulega styrkur, annars eru sennilega aðrir betri í að svara þessu en ég!“

Ásmundur horfir á Jón Smára eftir að hafa skellt honum í gólfið í úrslitaglímunni.

Ragna Jara glímir sig í átt að bronsinu.

Page 22: Snæfell 2. tbl. 2011

22 SNÆFELL

Við treystum því að þið hafið séð stolta krakka á verðlaunapalli, brosandi andlit, tímaseðla sem stóðust upp á sekúndubrot og glæsileg afrek. Það er nákvæmlega sú ímynd sem við viljum að þið hafið. Ýmislegt skrautlegt gekk þó á bakvið tjöldin í undirbúningnum og yfir mótshelgina. Hér er brot af því besta:

Einbeittir starfsmennStarfsmenn í spjótkasti á ULM fengu mjög ströng fyrirmæli um að fylgjast ávallt mjög vel með og allir störðu þeir með hvöss augu og fylgdust með börnunum kasta. Þar af leiðandi tók enginn eftir því að gömul kona hafði gengið frá vallarhúsinu, þvert yfir völlinn í átt að áhorfendabrekkunni. Hún hafði vaggað áfram sínum stuttu rólegu skrefum með sinn staf þvert yfir spjótkastgeirann, en sem betur fer kastaði enginn mjög langt á meðan. Þegar starfsmenn tóku loksins eftir henni var hún lögð af stað yfir hlaupabrautina rétt hjá endamarkinu. Allir gripu í örvæntingu um höfuð sér því búið var að ræsa 200 metra hlaup og of seint var að kalla í hana því þá hefði hún líklega stoppað á miðri brautinni. Starfsmenn biðu því á barmi taugaáfalls og vonuðu að hún yrði komin yfir áður en hlaupararnir kæmu á fullri ferð. Það leit út fyrir að þetta myndi sleppa en þegar hún átti bara eftir að stíga út af síðustu brautinni, stoppaði hún og brá hendi á enni sér og skimaði í

kringum sig eftir sínu fólki í hópi áhorfenda. Þessi sekúndubrot voru lengi að líða í huga starfsmannanna en rétt áður en til árekstrar kom, steig hún síðasta skrefið út af brautinni og hefur örugglega fundið þytinn af hlauparanum sem rétt straukst við hana á endasprettinum. Tæpari geta hlutirnir varla orðið.

Tjald og greinastjóri á flugiFádæma veðurblíða einkenndi verslunar-mannahelgina, nema seinni part sunnu-dagsins þegar fór aðeins að blása. Síðla sunnudags var Hildur Bergsdóttir, einn þriggja greinastjóra í frjálsum, stödd ásamt fleirum inni í stæðilegu 4 fm tjaldi sem komið hafði verið fyrir á vellinum til að hýsa þá sem sáu um verðlaunin og afhendingu þeirra. Í einni vindhviðunni hófst tjaldið á loft og fauk ofan af mannskapnum og áleiðis í átt að hlaupabrautinni. Keppni var í fullum gangi og Hildur, sem var ekki tilbúin að sjá framkvæmd mótsins fjúka út í veður

og vind á síðustu metrunum, rauk á stað á eftir tjaldinu, kastaði sér á það og náði góðu taki. Hún var nokkuð sigri hrósandi á svip þegar þessum áfanga var náð og taldi að eftirleikurinn yrði auðveldur.

Sú varð þó ekki raunin. Op tjaldsins snéri upp í vindinn og það tók því á sig góðan vind og lét sig ekki muna um að fjúka áfram þrátt fyrir að eitt greinastjóragrey héldi í það dauðahaldi. Áhorfendur, keppendur og starfsfólk frjálsíþróttakeppninnar ráku upp stór augu þegar þau sáu tjaldið

Þetta gerðist víst á Unglingalandsmótinu!

Þökkum öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum

sem störfuðu við undirbúning og

framkvæmd 14. Unglingalandsmóts

UMFÍ sem fram fór á Egilsstöðum síðastliðið sumar.

UÍA

Page 23: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 23

fjúka um völlinn og Hildi í sínu neongula sjálfboðaliðavesti blakta utan á því. Skemmti fólk sér konunglega yfir þessu sjónarspili og raunar svo vel að enginn kom Hildi til hjálpar fyrr eftir dágóða stund, því starfsmenn mótsins voru flestir óvígir af hlátri. Fyrstur á vettvang var þjálfari eins aðkomuliðsins, sem náði Hildi niður á jörðina. Greinastjórar höfðu allt mótið lagt ríka áherslu á það við þjálfara sem og aðra áhorfendur að halda á áhorefndasvæði en vera ekki að þvælast á vellinum og Hildur meðal annarra stuggað við nokkrum. Við þessum ágæta þjálfara var þó ekki amast og naut hann fullrar friðhelgi í björgunaraðgerðunum.

Bogi fer flatt á boltanumÍ aðdraganda mótsins voru fundir undirbúningsnefndar oft langir og strangir. Gripu menn til ýmissa ráða til að láta fara vel um sig á þessum fundum og á einum

þeirra settist Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, á stóran framsóknargrænan æfingabolta sem var á skrifstofunni. Stefán lét vel af setunni á boltanum og ruggaði sér á honum hinn ánægðasti. Eitthvað fipaðist honum þó blessuðum, því allt í einu sáu fundarmenn Boga fljúga með skelfingarsvip í stórum boga á gólfið og boltann spýtast út í horn. Það er skemmst frá því að segja að gera þurfti hlé á fundarstörfum meðan nefndarmenn jöfnuðu sig - Bogi af byltunni og hinir af hlátri. Engan sakaði þó.

Leitin að ÖskubuskuSá miður skemmtilegi atburður átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins að rænt var úr sölutjaldi UMF Neista. Í stað fengsins skildu ræningjarnir eftir stóra körfuboltaskó. Aðstandendur mótsins og laganna verðir stóðu því í Öskubuskuleik í mótslok, en Öskubuska mun enn ófundin.

Of mörg feit svínMikið álag var á starfsmönnum fimmtudag og föstudag þegar menn mættu á svæðið. Ingólfur Sigfússon, tölvusérfræðingur mótsins, sat þá sveittur við, færði menn á milli liða og sinnti öðrum slíkum séróskum. Hann þurfti að breyta kerfinu til að rýma fyrir tólf aðilum sem allir vildu vera í liðinu „Feitu svínin.“

Af stundum og óstundvísiAð mótinu loknu fengu Austfirðingar mikið hrós fyrir frábært skipulag mótsins. Margir tímaseðlanna stóðust

nánast upp á sekúndu. Þannig var t.d. farið um knattspyrnuna. „Við vorum 20 sekúndum á eftir áætlun fyrsta daginn og einsettum okkur að gera betur,“ sagði einn greinastjórinn. „Ég held að það hafi munað fimm sekúndum annan daginn.“Ekki stóðust þó allar tímaáætlanir svona vel. Ferðaáætlun landsmótsstrætósins var til dæmis töluvert úr skorðum fyrsta daginn. Höfðu sumir á orði að hann byði upp á „óvissuferðir.“

Fjárfreki greinastjórinnÍ verkahring Ómars Braga Stefánssonar, framkvæmdastjóra mótsins, var m.a. að tryggja að öll útgjöld væru innan marka. Fjárhagsáætlun greinastjórans í sundi, Gunnar Jónssonar, þótti honum heldur útbólgin en greinastjórinn hafði ákveðið að athuga hversu langt hann kæmist. Ómar mun hafa fengið nett áfall yfir áætluninni og viðhaft stór orð um greinastjórann á fundi með öðrum lykilmönnum í undirbúningnum. Starfsmenn mótsins skemmtu sér yfir þessu og hlupu á milli með sögurnar. Meðal annars var Ómari sagt að greinastjórinn gæti hvergi

Page 24: Snæfell 2. tbl. 2011

24 SNÆFELL

hugsað sér að skera niður. „Svo þegar ég hitti Ómar eftir þetta þá var hann eins og köttur með kryppu tilbúinn til að stökkva á mig og hemja þennan rugludall. En svo held ég okkur hafi bara samist ágætlega,“ segir Gunnar.

Veiðileyfi á SprettLukkuhreindýrið Sprettur Sporlangi var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom með sitt sólskinsbjarta bros. Fyrir mótið var gerður griðasamningur við Umhverfisstofnun um að Sprettur væri undanþeginn öllum hreindýraveiðum. Ekki virtust samt allir taka mark á því.Þar sem Sprettur spókaði sig um á tjaldstæðinu vatt drengur einn sér að dýrinu, þreif í framfót þess og tilkynnti því: „Pabbi minn er sko veiðimaður. Hann fékk engu hreindýri úthlutað í ár en hann skal fá þig!“ Sprettur komst undan á hlaupum á UÍA tjaldsvæðið.Þá vafðist líffræðin nokkuð fyrir Felix Bergssyni, útvarpsmanni á Rás 2 sem

virtist halda að Sprettur væri lifandi hreindýr í bandi. Með lagni tókst þó verkefnastjóra í þráðbeinu viðtali að útskýra hvers kyns Sprettur væri.

Ný dagskrá Unglingalandsmóts kynnt í ljósi aðstæðnaSnjó kyngdi niður á Austurlandi í lok maí og hefði eflaust verið meira eftir því tekið ef ösku hefði ekki rignt annars staðar á landinu. UÍA þótti rétt að fullvissa landsmenn um að Unglingalandsmótið færi fram hvernig sem viðraði, en í versta falli yrði skipt um keppnisgreinar. Sambandið sendi því frá sér nýja dagskrá, sem vakti töluverða athygli og rataði meðal annars í landsmiðlana. Sumir voru reyndar ekki alveg með það á hreinu hvort um grín væri að ræða eða hvort Austfirðingarnir væru í alvöru svo svartsýnir um sumarkomu. Skrifstofunni bárust nokkur símtöl vegna þessa og þurftu aðstandendur mótsins að róa fólk og fullvissa það um að keppt yrði í hefðbundnum sumaríþróttum.

Dagskráin sem kynnt var er eftirfarandi:Föstudagur:

08:00 Tekið á móti gestum við bæjarmörkin og þeim ekið á snjóbílum að grunn- og menntaskólunum þar sem gisting er í boði. 09:00 Keppni hefst í 10 km skíðagöngu.10:00 Bobsleðakeppni.10:30 Fjörkálfaklúbbur: Snjókast við pabba og mömmu.11:00 Ístölt á Lagarfljóti.12:00 Keppendum boðið upp á heita súpu.13:00 Allir keppendur hjálpast að við að moka snjó af helstu götum bæjarins15:00 Boðið upp á heitt kakó.16:00 Keppni í vélsleðaakstri.17:00 Keppni í skautadansi í Tjarnar-garðinum.19:00 Keppendum boðið upp á heita máltíð.20:00 Setningarathöfn í Valaskjálf.22:00 Björgunarsveitarmenn fylgja keppendum heim í snjóstorminum.

Glaðir Grænlendingar í heimsóknHópur Grænlendinga úr samtökunum Sorlak, systursamtökum UMFÍ þarlendis, kom austur á Unglingalandsmótið. Þátttakan í mótinu var krökkunum mikil upplifun. Þau höfðu ekki áður hlaupið á tartanbraut eða stokkið í jafn fínan sand og er í langstökksgryfjunum á Vilhjálmsvelli. Hluti hópsins hljóp boðhlaup með Örvari Þór Guðnasyni, hlaupagarpi úr Hetti, og komst á verðlaunapall.Hópurinn var á landinu í viku og helming tímans á Austurlandi. Eftir mótið notaði hópurinn tækifærið til að ferðast um og átti meðal annars frábæran dag við Mývatn. Eftirfarandi þakkarbréf skildu þau eftir á skrifstofu UÍA með kveðjum til Austfirðinga.

„Til UMFÍ og Egilsstaðir inbygger, tak for vi kan deltage med i UMFÍ. Vi er meget meget glad for her i Egilsstadir vi aldri glemmer UMFÍ og Egilsstadir. Tak for alt, og jeres by meget smuk natur.Grönlandske gester: Themo Benjaminsen, Nuunu Tittusen, Seth-Lars B. Jakobsen, Salmoe B. Levisen, Erna B. Jakobsen, Jonathan Erngsen“

Lauslega þýdd eru skilaboðin þessi: „Til UMFÍ og Egilsstaðabúa. Takk fyrir að leyfa okkur að taka þátt í Unglingalandsmótinu. Okkur leið einstaklega vel hér á Egilsstöðum. Við gleymum aldrei UMFÍ né Egilsstöðum. Takk fyrir allt og hið yndislega umhverfi bæjarins ykkar.“

Grænlendingarnir og Örvar á verðlaunapalli.

Page 25: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 25

Starfsfólk Þekkingarnets Austurlands óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Við þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Við minnum á póstlista ÞNA á www.tna.is til að fá reglulega sendar upplýsingar um það sem er á

döfinni hjá okkur.

Hér

aðsp

aðspð

rent

r

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Gullberg

Gullberg ehfsendir landsmönnum

öllum bestu jóla- og nýárskveðjur.

Viðskiptavinir Hitaveitu Egilsstaða og Fella og aðrir Austfirðingar

Bestu jóla- og nýjárskveðjur og farsælt komandi ár

Page 26: Snæfell 2. tbl. 2011

26 SNÆFELL

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA 2012 6.-8. júlí á Egilsstöðum

Takið helgina frá.

Grænafell í Reyðarfirði var í ár útnefnt fjall UÍA í gönguverkefni Ungmennafélags Íslands, „Fjölskyldan á fjallið.“ Í haust stóð sambandið fyrir göngu á fjallið á degi íslenskrar náttúru.Í upphafi sumars var komið fyrir gestabók

á fjallinu. Valið á austfirska fjallinu var í ár með þeim hætti að fulltrúar á þingi UÍA gátu komið með tillögur sem síðan var valið úr.Grænafell telst í dag vinsælasta göngusvæði Reyðfirðinga en hópur fólks

heldur þangað upp í vikulegar göngur. Fjöldi fólks fór á fellið í sumar, sumir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Einir sextíu göngumenn voru í UÍA göngunni. Um 163 kveðjur voru í bókinni og þeim fylgdu mörgum skemmtileg skilaboð.

Fjölskyldan á fjallið

Takk fyrir komuna á Grænafell!

Leiðarlýsingar á gönguleiðumá Grænafell:

A) Frá gamla fótboltavellinum í Grænafelli, (en útivistarsvæðið við Grænafell er líka kallað Grænafell) og upp með Geithúsaárgljúfri.

Afleggjarinn þangað er með gönguleiðamerki og er 1 km frá Fáskrúðsfjarðarvegamótum í átt til Egilsstaða. Ekið upp brekku, ofan við hana er völlurinn á hægri hönd. Farið er yfir göngubrúna og um stíg gegnum skóginn og áfram upp með gljúfrinu. Þegar komið er upp úr brattanum er vel þess virði að ganga lengra inn með gljúfrinu áður en farið er á sjálft Grænafellið sem er á vinstri hönd (til vesturs).

Athugið að á köflum er mold í stígnum upp með gljúfrinu og hann því varasamur þegar blautt er.

B) Frá bílastæði, með gönguleiðamerki, neðst á Fagradalnum, rétt ofan við Skriðurnar.

Stikum er fylgt upp hlíðina, greiðfæra og klettalausa leið. Þegar upp á brekkubrún er komið er Grænafellsvatn í stefnu beint áfram, handan við smá hrygg, en toppur Grænafells til hægri. Geithúsaárgljúfrið er ofan í dalverpinu handan vatnsins. Allir sem koma á þessar slóðir ættu að skoða gljúfrið sem er mikilfenglegt og fagurt. Af Grænafelli er gott útsýni um fjallahringinn við innanverðan Reyðarfjörð og út eftir firðinum.

Ætla má 2-4 klukkustundir í ferðina.

Árni Páll Ragnarsson tók saman

Brot af því besta úr gestabókinni:

Dásamleg blíða, 17 stiga hiti og glampandi sól. Búið að busla í Grænafellsvatninu og baða báða hundana. Frábært útsýni yfir fallegan bæ.

Skruppum hér upp í morgungöngu. Frábært útsýni í allar áttir, gaman að sjá út fallega fjörðinn og fjallstindana allt um kring.

Toppur nr. 279 á árinu fyrir Ljósið. Markmið 400 toppar.

GEGGJAÐ veður, félagsskapur, útsýni, ganga!

I only wanted to go for a short walk but the farther I went, the more beautiful it became. Thank you Lord, thank you Iceland for another treasured memory. (Lauslega þýtt: Ég ætlaði bara í stutta göngu en því lengra sem ég hélt því fegurra varð. Þakka þér drottinn, þakka þér Ísland fyrir enn eina dýrmæta minningu).

Fallegustu menn Fjarðabyggðar fengu sér rölt upp brekkuna.

Í myndatöku brostu breitt,í bakgrunn fjall er vænten ívið þykir öllum leittef andlit þitt er grænt.

Philip Vogler

Mynd: Kristinn Þorsteinsson.

Page 27: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 27

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

OLLINN söluskáli Bíla og Vélaverkstæði.Vöruafgreiðsla - Skoðunarstöð - Olíuafgreiðsla

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Kaupvangi 5 700 Egilsstaðir S: 471 1551

Sendum Austfirðingum nær og fjær okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir

samskiptin á árinu sem er að líða.

Sendum Austfirðingumóskir um blessunarríka aðventu

og jólahátíð

ÓSKUM AUSTFIRÐINGUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐIRÍKRAR JÓLAHÁTÍÐAR OG GÆFU Á KOMANDI ÁRI.

SPRETTUR SPORLANGI, STJÓRN OG FRAMKVÆMDASTÝRA UÍA.

Page 28: Snæfell 2. tbl. 2011

28 SNÆFELL

Bjarni Jens Kristinsson

„Skákin er margslungin og djúp íþrótt“Bjarni Jens Kristinsson, tvítugur skákmaður frá Hallormsstað, hlaut á árinu styrk úr Afreks- og fræðslusjóði UÍA. Hann hefur í haust ferðast um Evrópu til að safna sér inn skákstigum sem hann vonar að færi honum stórmeistaratign að lokum. Snæfell ræddi við Bjarna Jens um skákina og mikilvægi þess að láta drauma sína rætast.

Bjarni Jens er nýkominn heim í jólafrí eftir að hafa þvælst um Evrópu síðan í byrjun september þar sem hann tók þátt í sjö alþjóðlegum skákmótum í Búlgaríu, Slóveníu, Noregi og Englandi. Markmið ferðarinnar var að öðlast aukna færni og reynslu í skákíþróttinni og bæta þannig möguleikana á að ná stóra markmiðinu, stórmeistaratitli í skák fyrir árið 2019.Aðspurður um árangur ferðarinnar segir Bjarni: „Þetta gekk kannski ekki alveg eins vel og ég hafði vonað. Ég lærði samt gríðarlega mikið af þeim skákmönnum sem ég kynntist og atti kappi við á þessum mótum.“ Hann reiknar með því að tefla á sem flestum mótum hér heima eftir áramót enda þátttaka á þeim töluvert ódýrari.

Gott líkamlegt form er mikilvægtÞegar markið er sett hátt getur leiðin þangað reynst löng og ströng. Bjarni æfði í 6-7 tíma á dag meðan á Evrópu-ferðinni stóð. Á og í kringum mótin sjálf tefldi hann í rúma 10 klukkutíma á dag. Æfingar

skákmanna eru margs konar. Auk þess að grandskoða byrjanir, endatöfl, frægar leikfléttur meistaranna og fleira í þeim dúr þarf Bjarni líka að halda sér í góðu líkamlegu formi til að halda einbeitingunni við skákborðið. Til þess syndir hann, skokkar og hjólar. „Ef maður er í slæmu formi segir líkaminn til sín og það truflar einbeitinguna. Það er eitt af því sem gerir skákina að íþrótt. Fyrrum þjálfarinn minn (Henrik Danielsson, stórmeistari) kenndi mér að vera á þrekhjóli og horfa á skákupptökur í leiðinni.“

Kenndi skák í vinnuskólanumÆvintýri sem þetta kostar líka sitt en Bjarni Jens vann sér inn fyrir ferðinni, auk þess að njóta styrkja frá nokkrum austfirskum aðilum. Meðal annars hélt hann skáknámskeið á Fljótsdalshéraði síðastliðið sumar, annars vegar fyrir börn á grunnskólaaldri og hins vegar sem hluta af námi í vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. „Mér fannst mjög gaman að leiðbeina börnum og unglingum og mér finnst að allir krakkar ættu að fá tækifæri til að stunda skák. Ég hvet alla krakka til að prófa og þeir sem hafa gaman af því að tefla ættu að reyna að gera sem mest af því og við sem flesta mótherja. Maður lærir líka ótal margt af því að skoða skákir gömlu meistaranna og lesa sér til um skákíþróttina.Það er mikill áhugi á skák hér

á svæðinu og krakkarnir eru duglegir og

áhugasamir. Við mættum því hlúa enn b e t u r

að barna- og unglingastarfi í skákinni hér á Austurlandi. Það er gaman að sjá hve öflugt starf er unnið á þeim vettvangi víða um land. Við gætum lært margt af skákfélögum til dæmis á Vestfjörðum, á Akureyri, í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu.“

Eltið draumanaBjarni Jens byrjaði að tefla sem smá polli þegar pabbi hans kenndi honum mannganginn. Þegar Bjarni hóf nám í Hallormsstaðaskóla, þá 10 ára gamall, kviknaði áhuginn fyrir alvöru. „Það var mikið skáklíf í skólanum og einn kennaranna, hann Onni (Zophonías Einarsson), var óþreytandi að kenna okkur og láta okkur tefla.Ég get gleymt mér tímunum saman við taflborðið. Þetta er svo margslungin og djúp íþrótt með öllum sínum mynstrum og leikfléttum að maður getur aldrei skilið hana alveg til fulls.“Aðspurður um hvað góður skákmaður þurfi að hafa að leiðarljósi við æfingar og keppni segir Bjarni að þolinmæði og yfirvegun séu lykilatriði, auk þess þarf góða einbeitingu og mikið ímyndunarafl og elju við æfingar.„Það er mikilvægt að eltast við drauma sína og leggja sig fram um að láta þá rætast. Ég mæli með því við alla sem vilja ná langt, hvort sem það er í skák eða öðrum íþróttagreinum að leggja sig alla í þetta og láta reyna á hvað maður getur og stefna svo enn lengra”.

Bjarni Jens við skákborðið í Búlgaríu.

Page 29: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 29

Óskum Austfirðingum öllum gleðilegra

jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum kærlega fyrir

viðskiptin á liðnum árum.

Starfsfólk Bílaverkstæðis Austurlands

Þökkum frábærar

viðtökur á jólahlaðborðinu

okkar í ár.

Við óskum ykkur gleðilegra

jóla og farsældar á nýju ári.

Kveðja,

www.hotel701.is

Tíundi flokkur Hattar náði í vor því afreki að verða bikarmeistari í 10. flokki drengja eftir æsilegan úrslitaleik gegn Stjörnunni úr Garðabæ. Þetta varð fyrsti titill austfirsks körfuknattleiksliðs í landskeppni á vegum Körfuknattleikssambandsins. Úrslitaleikurinn á Ásvöllum í Hafnarfirði var æsispennandi. Hattarmenn voru yfir eftir fyrsta fjórðung en Garðbæingar voru stigi yfir í hálfleik, 31-32.Hattarmenn spiluðu frábærlega í þriðja fjórðungi og voru yfir að honum loknum, 51-45. Þriggja stiga skyttur Hattar hittu vel og það var lykillinn að forystu þeirra. Á síðustu mínútunni minnkuðu Stjörnumenn muninn í þrjú stig, 64-61. Þeir fengu síðan tækifæri á þriggja stiga skoti til að jafna metin á lokasekúndunni en það geigaði og Hattarstrákarnir fögnuðu titlinum.Eysteinn Bjarni Ævarsson var valinn besti maður leiksins. Hann og Andrés Kristleifsson, sem báðir voru í liðinu, hafa í haust fest sig í sessi sem fastamenn í meistaraflokksliði Hattar. Þá voru þeir í

íslenska U-16 ára landsliðshópnum sem spilaði á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í júní. Liðið náði frábærum árangri og komst í úrslit þar sem það tapaði fyrir Finnum.

Viðar Örn Hafsteinsson sem þjálfaði liðið hefur síðan tekið við meistaraflokknum og fleiri leikmenn bikarmeistaraliðsins eru þar farnir að banka á dyrnar.

Körfubolti

Fyrsti bikarmeistaratitillinn austur

Bikarmeistaralið 10. flokks Hattar.

Page 30: Snæfell 2. tbl. 2011

30 SNÆFELL

Á Austurlandi eru starfandi 5 sunddeildir innan UÍA. Deildirnar starfa undir merkjum Íþróttafélagsins Þróttar á Neskaupstað, Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum, UMF Neista á Djúpavogi, UMF Leiknis á Fáskrúðsfirði og UMF Austra á Eskifirði. Þá hefur sunddeild Sindra á Hornafirði tekið drjúgan þátt í samstarfi deildanna, en það fer sífellt vaxandi. Deildirnar eiga allar fulltrúa í sundráði UÍA sem sér um skipulagningu sundmóta og annarra sundviðburða á vegum sambandsins.

Á árinu var stærsti viðburður sundstarfsins sundmót Unglingalandsmótsins. Undirbúningur mótsins hófst strax haustið 2010 með undirbúningsfundi sundráðsins, enda ljóst að til að mótið heppnaðist vel þyrfti að undirbúa það vel og sunddeildirnar að standa saman að framkvæmd þess. Alls fundaði sundráðið formlega fjórum sinnum, en þegar líða tók að mótinu var mikið og náið samstarf milli forsvarsmanna deildanna. Ásamt því að undirbúa mótið sjálft ákvað sundráð að halda æfingabúðir til að efla keppendur og voru þær haldnar í tengslum við vormót UÍA í Neskaupstað. Stór hluti af framkvæmd sundmóts af þessari stærðargráðu er að til staðar sé nægur fjöldi starfsmanna. Meðal annars þurfti að manna mótið 16 dómurum og var haldið dómaranámskeið í tengslum við vormótið, þar sem 11 aðilar lærðu til starfa og dæmdu á því móti. Hluti þeirra dæmdi jafnframt á Aldursflokkamóti Íslands á Akureyri í júní, en það var skilyrði þess að þeir hefðu réttindi til að dæma á unglingalandsmótinu. Með þessu móti náðist að manna mótið til fulls með dómurum og öðrum starfsmönnum, en sundfélögin sem tóku þátt lögðu jafnframt til starfsmenn. Framkvæmd mótsins tókst í alla staði vel en það stóð í tvo daga. Í tengslum við sundmótið var boðið upp á sundleika 10 ára og yngri sem haldnir voru daginn fyrir mótið. Leikarnir voru sambland

af þrautum og keppni og voru mjög skemmtilegir. Það sýndi sig á þessu móti að samtakamáttur sunddeildanna er mikill og öllum þeim sem komu að framkvæmdinni eru færðar bestu þakkir.

Neisti sigursæll á fjórðungsmótumFjögur mót skipa fastan sess í starfi sundráðs UÍA og settu þau svo um munar svip sinn á íþróttalífið á Austurlandi á þessu ári. Fyrsta mót ársins var Vormót UÍA sem fór fram í Neskaupstað í byrjun maí. Þar kepptu 72 börn og unglingar 17 ára og yngri og höfðu gagn og gaman af. Sundmót Sumarhátíðar UÍA var haldið 8. og 9. júlí. Alls kepptu 86 keppendur, en keppt er í aldursflokkum auk garpasunds. Keppt er til verðlauna í hverri grein en að auki eru veitt afreksverðlaun fyrir bæði kyn í aldursflokkum 11 ára og eldri. Þá er keppnin einnig liðakeppni og náði sunddeild Neista að tryggja sér bikarinn þriðja. árið í röð, en sunddeild Þróttar lenti í öðru sæti.

Bestu afrek sundmanna voru: Sveinar 11-12 ára: Ásmundur Ólafsson, Neista Meyjar 11-12 ára: Kamilla Marin Björgvinsdóttir, Neista Drengir 13-14 ára: Ari Stanislaw Daníelsson, Austra Telpur 13-14 ára: Hekla Liv Maríasdóttir, Þrótti Piltar 15-17 ára: Adrian Tomasz Daníelsson, Austra Stúlkur 15-17 ára: Þórunn Egilsdóttir, Þrótti

Sundstarfið fór rólega af stað hjá sunddeildunum um haustið og var ákveðið að fella niður meistaramót Austurlands í aldursflokkum.Bikarmót Austurlands fór fram 20. nóvember á Djúpavogi, en þar er fyrst og fremst um liðakeppni að ræða. Mótið var ætlað keppendum 17 ára og yngri og mættu um 80 þátttakendur frá fjórum

félögum til leiks. Mótið heppnaðist vel í alla staði. Bikarmeistari að þessu sinni varð Neisti og hélt með því bikarnum, en auk þess hampaði hann bikar fyrir stigahæsta kvennaliðið. Í öðru sæti varð sundlið Hattar sem átti jafnframt stigahæsta karlaliðið. Lið Neista á Djúpavogi hefur náð þeim athyglisverða árangri að vinna þrjú ár í röð liðakeppni félaga í þeim mótum sem haldin hafa verið. Sunddeildin hefur náð að halda samfelldu og öflugu starfi sem skilar sér í þessum góða árangri.

Úrvalshópur sundmannaSundráð ásamt sundþjálfurum hefur á árinu unnið að stofnun úrvalshóps sundmanna sem skipaður væri efnilegum sundmönnum frá sunddeildum UÍA auk Sindra á Höfn. Á bikarmótinu á Djúpavogi var hópurinn stofnaður formlega og tilnefndu sunddeildirnar fjóra fulltrúa frá hverri sunddeild. Yfirumsjón með þjálfun og verkefnum hópsins er í höndum Óskars Hjartarsonar, sundþjálfara Hattar, en starfsemi hópsins er sameiginlegt verkefni allra þjálfara. Tilgangur úrvalshópsins er að efla og styðja við sundmenn sem vilja ná langt í sundinu og veita þeim aukin tækifæri til að efla sig. Á dagskrá úrvalshóps eru meðal annars æfingabúðir, fyrirlestrar og þátttaka í stærri mótum utan fjórðungs. Miklar væntingar eru gerðar til þessa samstarfsverkefnis og vonast til þess að sundstarfið eflist, en keppendur sem etja kappi heima fyrir vinna svo saman sem samherjar í sameiginlegu liði utan fjórðungs. Sundstarfið hefur almennt gengið vel á árinu og á viðburðum og mótum ársins hafa margir lagt hönd á plóginn og veitt ómetanlega aðstoð. Þeim eru færðar bestu þakkir og sérstaklega þeim sem koma langt að til að starfa á mótunum.

Fyrir hönd sundráðs,Gunnar Jónsson

Sundráð UÍA

Unglingalandsmótið var stóra verkefnið

Miklar vonir eru bundnar við nýstofnaðan úrvalshóp UÍA. Mynd: Garðar Eðvaldsson

Page 31: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 31

Frjálsíþróttastarf UÍA var mjög skemmtilegt árið 2011. Frjálsíþróttaráð UÍA stóð fyrir mörgum mótum og fjöldi þátttakenda var mikill. Keppendur UÍA stóðu sig með ágætum á árinu og náðu góðum árangri, en UÍA á bæði Íslands- og Unglingalandsmótsmeistara. Þrír ungir frjálsíþróttamenn UÍA náðu lágmarki í úrvalshóp FRÍ í ár og fimm komust í úrvalshóp UÍA sem hóf sitt annað starfsár í haust.

Í janúar og febrúar var haldið Austurlandsmót innanhúss, sem skipt var í tvennt. Annars vegar kepptu 11 ára og eldri í Fjarðaálshöllinni á Reyðarfirði 15. janúar og hins vegar 10 ára og yngri í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði 5. febrúar. Góð þátttaka var á yngra mótinu en það hefðu gjarnan mátt vera fleiri á því eldra. Ágætur árangur náðist þó í mörgum greinum. Á mótinu fyrir yngri hópinn var keppt í hefðbundnum greinum eins og spretthlaupi, langstökki og boltakasti en einnig var skemmtileg þrautabraut þar sem skipt var í lið á staðnum. Í lok mars var svo haldið greinamót innanhúss á Djúpavogi þar sem stigahæstu keppendurnir fengu páskaegg í verðlaun.Í sumar voru haldin fjögur greinamót á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum. Á hverju móti var keppt í allavega einni hlaupagrein, einni stökkgrein og einni kastgrein. Veitt voru verðlaun að loknum öllum mótunum fyrir stigahæstu einstaklingana af báðum kynjum í hverjum aldursflokki. Þátttakan var misgóð, allt frá 20 keppendum á móti upp í 38 keppendur. Spretts Sporlangamótið, fyrir 10 ára og yngri, var haldið um miðjan ágúst á Vilhjálmsvelli. Þátttakan var mjög góð og mættu um 50 keppendur frá sex félögum. Þar var keppt í ýmsum greinum ásamt þrautabraut sem alltaf er jafn vinsæl.

Æft í kirkjutröppunumUm miðjan maí fór úrvalshópurinn til Akureyrar í æfingaferð. Teknar voru tvær æfingar með UFA og þjálfurum þeirra, þar á meðal Unnari Vilhjálmssyni fyrrum UÍA manni, á frábæra íþróttavellinum á staðnum. Þar fengu krakkarnir meðal annars að prófa stangarstökk, ásamt því að taka tækniæfingar í þeim greinum sem þau æfa mest. Á laugardeginum var svo tekin góð æfing í kirkjutröppunum á Akureyri. Markmið ferðarinnar var að hrista hópinn saman, sem og að æfa við aðrar aðstæður en gert er vanalega.

Víðavangshlaup UÍA var haldið á Hallormsstað þann 1. júní. Um 30 keppendur hlupu um skóginn, en boðið var upp á 1,5 km skemmtiskokk fyrir 10 ára og yngri, 3 km hlaup með tímatöku fyrir 11-14 ára, 3 km skemmtiskokk fyrir 15 ára og eldri og síðast en ekki síst 10 km hlaup fyrir 15 ára og eldri. Samkvæmt venju var vandað frjálsíþróttamót á Sumarhátíð UÍA í júlí. Keppnin stóð yfir í þrjá daga, eins og áður, og voru keppendur rúmlega 200 frá 19 félögum. Tólf krakkar tóku þátt í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ á Egilsstöðum. Frjálsíþróttaráð aðstoðaði Hildi Bergsdóttur skólastýru við kennslu í skólanum.

Fimm í úrvalshópÍ ár hafa fimm frjálsíþróttamenn náð lágmarki fyrir Úrvalshóp UÍA. Umsjónarmenn hópsins, þær Mekkín Guðrún Bjarnadóttir og Lovísa Hreinsdóttir, fóru yfir lágmarkstölurnar í haust og bættu þær aðeins, enda var síðasta ár notað til þess að meta hvort þær væru of lágar eða háar. Úrvalshópinn 2011 skipa þau Andrés Kristleifsson (spjótkast 700 g), Daði Fannar Sverrisson (kúluvarp 4 kg, spjótkast 600 g, 60 m grind, sleggjukast 4 kg, kringlukast 1 kg), Erla Gunnlaugsdóttir (langstökk, 60 m), Heiðdís Sigurjónsdóttir (800 m, 60 m grind, langstökk, þrístökk) og Örvar Þór Guðnason (hástökk, 60 m), öll úr Hetti. Hópurinn hefur hist tvisvar nú á haustdögum og verður gaman að fylgjast með áframhaldinu. Þrír frjálsíþróttamenn UÍA náðu lágmarki í úrvalshóp FRÍ. Það eru Daði

Fannar Sverrisson í sleggjukasti, Erla Gunnlaugsdóttir í langstökki og Örvar Þór Guðnason í hástökki. Öll koma þau úr Hetti.

Fjórir ÍslandsmeistararÁrið 2011 eignuðumst við nokkra Íslandsmeistara, bæði innan- og utanhúss. Örvar Þór Guðnason varð í febrúar Íslandsmeistari í hástökki inni með stökk upp á 1,87 m. Á sama móti varð Daði Fannar Sverrisson Íslandsmeistari í 60 m grind á tímanum 9,73 sek. Í sumar urðu svo Daði Fannar Sverrisson og Brynjar Gauti Snorrason Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki í spjótkasti. Daði Fannar kastaði 600 g spjóti 46,53 m og Brynjar Gauti kastaði 800 g spjóti 39,43 m. Fjölmargir unnu til silfur- og bronsverðlauna á þessum mótum og mega allir vera stoltir af því. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Það er samróma álit allra að mótið hafi gengið eins og í sögu. UÍA eignaðist þrjá Unglingalandsmótsmeistara: Heiðu Elísabetu Gunnarsdóttur í 60 m og 200 m hlaupi og langstökki, Heiðdísi Sigurjónsdóttur í 200 m hlaupi og þrístökki og Daða Fannar Sverrisson í hástökki og spjótkasti. UÍA-menn unnu til fjölda verðlauna á mótinu. Árið 2011 var skemmtilegt og árangursríkt frjálsíþróttaár hjá UÍA og frjálsíþróttamenn sambandsins verða sífellt sýnilegri á mótum. Framundan er því bjartur tími.

Fyrir hönd frjálsíþróttaráðs,Lovísa Hreinsdóttir

Daði Fannar Sverrisson varð Unglingalandsmótsmeistari í hástökki.

Frjálsíþróttaráð UÍA

Keppendur UÍA sífellt sýnilegri

Page 32: Snæfell 2. tbl. 2011

32 SNÆFELL

Heiðdís Sigurjónsdóttir er fimmtán ára frjálsíþrótta- og knattspyrnukona úr Hetti. Hún vann til tvennra gullverðlauna á Unglingalandsmótinu í sumar og festi sig í sessi í meistaraflokksliðinu í knattspyrnu, auk þess að komast í landsliðsúrtak. Heiðdís er einn fjögurra afreksstyrkhafa úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa, á árinu.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir?Ég byrjaði 5 ára að æfa fimleika með Hetti.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni?Nei.

Hvaða íþróttir hefur þú stundað?Ég hef æft fimleika, frjálsar, fótbolta og dans.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum?Í sumar byrjaði ég inn á í öllum leikjum meistaraflokks Hattar í fótbolta og var markahæsti leikmaðurinn. Ég spilaði líka alla leikina með þriðja flokki Hattar. Í haust hef ég farið nokkrar ferðir til Reykjavíkur á úrtaksæfingar fyrir U-17

ára landsliðið í knattspyrnu. Ég hef tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í langstökki, árin 2008 og 2009, og þrisvar Unglingalandsmótsmeistari í frjálsum, 2007 í langstökki og 2011 í þrístökki og 800m hlaupi.

Hverjum eða hverju viltu þakka árangurinn?Ég hef haft góða þjálfara í gegnum tíðina og reynt að standa mig vel á æfingum og í keppnum.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina?Mig langar að æfa fótbolta vel í vetur og komast í U-17 ára landslið sem keppir næsta sumar. Svo langar mig líka að bæta árangurinn minn í frjálsum í sumar.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum?Þjálfarinn minn í Meistaraflokki Hattar, Sigga Baxter, og svo er Margrét Lára Viðarsdóttir mjög flott.

Hvað er uppáhalds íþróttaliðið þitt?Höttur og Liverpool.

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir?Ég bara elska að hreyfa mig og keppa. Svo hef ég eignast marga góða vini í íþróttunum.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig?Það þýðir að ég get farið á mun fleiri mót, æfingabúðir og keppnisferðalög, bæði í fótbolta og frjálsum.

Lilja Einarsdóttir er sautján ára blakkona úr Þrótti Neskaupstað. Hún hefur leikið með flestum yngri landsliðum Íslands og á að baki einn A-landsleik. Hún var fastamaður í Þróttarliðinu sem sankaði að sér öllum mögulegum verðlaunum síðasta vor. Lilja er einn af þeim fjórum íþróttamönnum sem fengu afreksstyrk úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa á árinu.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir?Ég byrjaði að æfa blak þegar ég var 7 eða 8 ára.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni?Ég man bókstaflega ekki neitt, en það hefur örugglega verið svakalega spennandi!

Hvaða íþróttir hefur þú stundað?Ég hef bara æft blak, ætli ég hafi ekki bara fallið alveg fyrir því um leið og ég byrjaði.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum?Það myndi vera þegar við í Þrótti Neskaupstað urðum Íslands-, deildar- og bikarmeistarar á síðasta tímabili. Svo var rosalega gaman að fá að fara í U-17 árin 2009 og 2010, U-19 núna 2011 og keppa einn U-21 leik og einn A-landsliðsleik í sumar.

Hverjum eða hverju viltu þakka árangurinn?Miglenu Apostolovu og Apostol Apostolov. Þau hafa þjálfað mig frá því að ég byrjaði að æfa. Miglena þjálfaði mig alveg þangað til ég var 14 ára. Þá byrjaði ég í meistaraflokki hjá Posta. Svo hefur fjölskyldan staðið fast við bakið á mér, sem og fólkið í kringum mann.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina?

Mig langar rosalega mikið að komast í A-landsliðsferð og fá að spila eins mikið blak og ég get í framtíðinni.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum?Miglena og Posti. Þau eru alveg rosaleg! Ekkert smá góðar fyrirmyndir og yndislegar manneskjur.

Hvað er uppáhalds íþróttaliðið þitt?Það myndi vera Þróttur Nes! Annars fylgist ég voða lítið með öðrum íþróttum, en ég styð íslenska handboltalandsliðið alveg 100%.

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir?Stemningin – klárlega! Félagsskapurinn er líka yndislegur. Maður kynnist svo mörgu skemmtilegu fólki sem maður á eftir að þekkja allt sitt líf. Svo er rosalega gaman að fá að ferðast með liðunum sínum.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig?Það er mikill heiður að hljóta afreks-styrkinn. Þetta léttir svo mikið undir með manni. Að fara í landsliðsferð er mjög kostnaðarsamt og líka allar græjurnar sem maður þarf að kaupa til að geta spilað.

AfreksmaðurHeiðdís Sigurjónsdóttir

AfreksmaðurLilja Einarsdóttir

Mynd: Garðar Eðvaldsson

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

Page 33: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 33

Eysteinn Bjarni Ævarsson er sextán ára körfuknattleiksmaður úr Hetti. Í vor varð hann bikarmeistari með tíunda flokki félagsins, síðan fór hann með U-16 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í Svíþjóð og í haust hefur hann gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki liðsins. Eysteinn Bjarni er einn fjögurra handhafa afreksstyrks úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa, á árinu.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir? 6 ára.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni?Nei, ekki mjög vel.

Hvaða íþróttir hefur þú stundað?Frjálsar, fótbolta og körfubolta.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum?

Að hampa bikarnum með tíunda flokki Hattar í körfuboltanum og komast í U-15 og U-16 ára landsliðin.

Hverjum eða hverju viltu þakka árangurinn?Þjálfurum og stuðningi foreldra.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina?Að ná eins langt og hægt er.

Hverjar eru þín helstu fyrirmyndir í íþróttum?Michael Jordan og Lebron James.

Hvað er uppáhalds íþróttaliðið þitt?Er það ekki bara Höttur?

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir?Allt við þessa íþrótt er skemmtilegt.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig?Hann hjálpar mér til að stunda íþróttina af krafti.

AfreksmaðurEysteinn Bjarni Ævarsson

Tólf krakkar tóku þátt í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem UÍA sá um á Egilsstöðum í júní. Þetta er vikulangt námskeið og þótt nafnið gefi vísbendingu um áherslu á frjálsíþróttir er dagskráin fjölbreytt og fleiri íþróttir kynntar. Sumir koma aftur og aftur en einnig bætast ný andlit í hópinn.

Nemendur skólans fengu kennslu í nær öllum greinum frjálsra íþrótta og var ýmsum brögðum beitt til að þeir næðu sem best að tileinka sér tækniatriði í hverri grein. Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, stýrði skólanum en fékk ýmsa aðra í lið með sér.Gunnar Gunnarsson, ljósmyndari, var hópnum meðal annars innan handar og myndaði mannskapinn í bak og fyrir í grindahlaupi. Myndirnar voru síðan greindar á tæknifundi þar sem farið var yfir það sem vel var gert og það sem betur mætti fara.

Á öðrum degi skólans lagði hópurinn land undir fót og heimsótti Stóra Sandfell í Skriðdal. Þar var farið á hestbak og í ratleik um Sandfellsskóg. Þá um kvöldið heimsótti Berglind Ósk Agnarsdóttir sagnaþula skólann og sagði sögur af sinni alkunnu snilld.Á þriðja degi skólans var farið í Fjarðabyggð. Hópurinn reyndi fyrir sér í sjómennsku við Mjóeyri, sumir reyndu að fiska með misjöfnum árangri en aðrir sigldu hreinlega í strand. Eftir að hafa tekið sundsprett í Sundlauginni á Eskifirði var haldið í fjallgöngu ásamt gönguhrólfum í gönguvikunni „Á fætur í Fjarðabyggð.“ Farið var upp Geitárhúsagil undir leiðsögn hins margslungna glímufrömuðar Þórodds Seljan. Hann sagði sögur og leiddi stóran hóp göngufólks áfram í ævintýralegu landslagi í gegnum lyng, kjarr og lúpínur. Um kvöldið fékk hópurinn kennslu í kóresku bardagaíþróttinni Taekwondo undir stjórn Óttars Brjáns Eyþórssonar.Fjórði dagur skólans var ekki síður viðburðaríkur en hinir fyrri. Auk hefðbundinna frjálsíþróttaæfinga hélt hópurinn í lautarferð og skoðaði svo Minjasafnið og klæddist þar fullum herklæðum að hætti fornkappa. Því næst færði hópurinn sig aftur yfir á Vilhjálmsvöll þar sem Michelle Lynn

Mielniek safnkennari stýrði fornleikum. Nemendurnir sýndu mikil tilþrif í bogfimi, grjótkasti, slöngvuvaði og hringaspili. Um kvöldið kom Þóroddur í heimsókn og glímdu nemendur af miklum móð undir hans stjórn fram eftir kvöldi, allt þar til Stefán Bogi Sveinsson, spurningajöfur, kom með spurningakeppnina Innsvar í farteskinu og varð úr æsispennandi bardagi um bjöllu og hinar ýmsu staðreyndir.Á síðasta degi skólans var efnt til frjálsíþróttakeppni á Vilhjálmsvelli og sýndu þar nemendur og sönnuðu að námið hafði reynst þeim vel. Pizzuveisla og útskriftarathöfn slógu botninn í frábæra frjálsíþróttaskóladvöl.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Fjölbreytni í frjálsíþróttaskóla

Gréta Sóley Arngrímsdóttir frá Borgarfirði á grindahlaupsæfingu.

Krakkarnir sem skráðu sig í frjálsíþróttaskólann.

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

Page 34: Snæfell 2. tbl. 2011

34 SNÆFELL

Andrés Kristleifsson er sextán ára körfuknattleiksmaður úr Hetti. Í vor varð hann bikarmeistari með tíunda flokki, í sumar keppti hann á Norðurlandamótinu í Svíþjóð með U-16 ára landsliðinu og í haust hefur hann unnið sig upp í meistaraflokk Hattar sem farið hefur vel af stað í fyrstu deildinni. Andrés er einn þeirra fjögurra sem fengu afreksstyrk úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa, á árinu.

Hvenær byrjaðir þú að stunda íþróttir?Ég byrjaði að leika mér með bolta þegar ég var tveggja eða þriggja ára. Ég byrjaði

hins vegar að æfa körfubolta með strákum sem voru þremur árum eldri en ég þegar ég var sex ára.

Manstu eftir fyrstu æfingunni þinni?Nei, það er orðið of langt síðan. Mig minnir samt að ég hafi verið í Allen Iverson búningi á henni.

Hvaða íþróttir hefur þú stundað?Ég hef stundað körfubolta, fótbolta, frjálsar íþróttir, sund, badminton og fimleika auk skólaíþrótta.

Hver eru helstu afrekin á ferlinum?Helstu afrek mín eru að hafa verið valinn í landslið Íslands í körfubolta 2 ár í röð, U-15 ára og U-16 ára. Ég hef einnig verið valinn körfuknattleiksmaður Hattar tvö ár í röð sem er mikill heiður.

Hverjum eða hverju viltu þakka árangurinn?Ég vil fyrst og fremst þakka föður mínum. Hann hefur þjálfað mig, hvatt mig áfram og hjálpað mér að verða betri alveg síðan ég byrjaði í íþróttum. Stuðningurinn frá fjölskyldunni hefur verið ómetanlegur.

Hvaða markmið hefur þú sett þér fyrir framtíðina?Ég stefni á að klára menntaskólann hér á landi, halda áfram í körfubolta og reyna að komast til Bandaríkjanna og fá tækifæri til að spila í háskólakörfuboltanum. Það yrði frábær reynsla.

Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum?Konungur körfuboltans, Michael Jordan. Einnig er LeBron James í miklu uppáhaldi hjá mér.

Hvað er uppáhalds íþróttaliðið þitt?Þau eru ansi mörg, en síðan ég byrjaði að fylgjast með NBA deildinni hef ég alltaf haldið mikið upp á New York Knicks. Í fótboltanum held ég mest upp á Manchester City.

Hvað er skemmtilegast við að æfa íþróttir?Ég hef bara svo gaman af því að hreyfa mig og félagsskapurinn er frábær.

Hvaða þýðingu hefur afreksstyrkur úr Spretti fyrir þig?Hann hjálpar mér og hvetur mig til þess að leggja mig ennþá meira fram og ná enn betri árangri.

AfreksmaðurAndrés Kristleifsson

Sérdeildin frá Egilsstöðum hampaði Bólholtsbikarnum í körfuknattleik þegar hann var afhentur í fyrsta sinn í vor. Sex lið tóku þátt í utandeildakeppninni sem körfuknattleiksráð UÍA efndi til eftir áramót.

Sex lið skráðu sig til leiks: Einherji, Ásinn, Samvirkjafélag Eiðaþinghár, 10. flokkur Hattar, Sérdeildin (eldri Hattarmenn) og Austri. Keppnin hófst skömmu eftir áramót og lauk um miðjan maí. Leiknar voru 10 umferðir heima og heiman og oft var hart barist.Að loknum umferðunum tíu komust fjögur stigahæstu liðin í úrslitakeppni mótsins. Hún fór fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og áttu þar sæti lið

Sérdeildarinnar, Ássins, 10. flokks og Austra.Tilþrifin á vellinum voru á köflum mögnuð og ljóst að liðin fjögur langaði öll að hampa bikarnum. Það gerði Sérdeildin loks eftir sannfærandi sigur á 10. flokki og spennandi viðureign við Ásinn í úrslitaleiknum, en sá leikur fór 54-53.Benedikt Guðgeirsson Hjarðar Ásnum var stigakóngur keppninnar með 260 stig og fékk fyrir það viðurkenningu á sama tíma og leikmenn Sérdeildarinnar hófu Bólholtsbikarinn á loft í fyrsta sinn.Það verður spennandi að sjá hverjir hampa bikarnum nú í vor en strax í haust hófst að nýju keppni um Bólholtsbikarinn. Að þessu sinni eru það lið ME, Neista, Sérdeildarinnar, Ássins/SE, Einherja

og Austra sem etja kappi. Hægt er að fylgjast með framgangi keppninnar á Facebooksíðu hennar, Bólholtsbikarinn.

Sigurlið Sérdeildarinnar

Bólholtsbikarinn

Sérdeildin fyrsti meistarinn

UÍA og Alcoa

SPRETTUR

BÓLHOLTS BIKARINN2011

Page 35: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 35

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

Bú›aröxl 3 • 690 Vopnafjör›ur • Sími 97-3140

VÖRUMARKA‹UR

VERKMENNTASKÓLIAUSTURLANDS

Samvinna - þekking - árangur

[email protected]

FJARÐABYGGÐ

HÉRAÐS- OG AUSTURLANDSSKÓGARVísindagarðurinn ehf.

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNANESKAUPSTAÐ

MENNTASKÓLINNÁ EGILSSTÖÐUM

Page 36: Snæfell 2. tbl. 2011

36 SNÆFELL

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir sankaði að sér verðlaunum á fyrsta Unglingalandsmótinu

„Það er gott að hafa góða vini með sér í svona ævintýrum“

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, 11 ára stúlka úr Neskaupstað, vakti mikla athygli á Unglingalandsmótinu í sumar. Hún vann þrenn gullverðlaun í frjálsíþróttum, auk silfur- og bronsverðlauna. Árangurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Heiða kynntist fyrst frjálsíþróttum í byrjun sumars þegar hún sótti farandæfingar UÍA í Neskaupstað og fór síðan í Frjálsíþróttaskólann. Snæfell tók hús á Heiðu og móður hennar, Guðrúnu S. Sigurðardóttur, og spurði þær út í frjálsíþróttaáhugann og upplifunina af mótinu.

„Ég heillaðist bara alveg af þessu. Við vorum með frábæran þjálfara sem kenndi okkur alls konar frjálsíþróttir. Þær eru mjög fjölbreyttar, eiginlega dálítið frjálst eins og segir í nafninu. Því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Heiða sem heldur mest upp á langstökk, spretthlaup og þrístökk.Heiða Elísabet er þróttmikil stelpa sem hefur alltaf haft gaman af íþróttum og prófað ýmsar greinar. Fjögurra ára gömul fór hún á leikjanámskeið og hefur haldið íþróttaiðkun áfram ótrauð síðan. Heiða hefur stundað fótbolta, fimleika,skíði, sund og blak. Hún er systir blakkonunnar

Helenu Kristínar Gunnarsdóttur sem leikið hefur með meistaraflokki Þróttar, með unglingalandsliðunum U-17 og U-19, A landsliðinu í blaki og með U-19 landsliðinu í strandblaki og tendraði ULM eldinn fyrir hönd UÍA. „Hún sagði mér frá því nokkrum dögum fyrir mótið. Mér fannst gaman að við skyldum báðar vera þarna.“

Prófaði fyrst frjálsar

í farandþjálfuninniFarandþjálfun UÍA hófst í byrjun júní og var Neskaupstaður einn af viðkomustöðunum. Þangað mætti Heiða á sína fyrstu alvöru frjálsíþróttaæfingu. Æfingarnar voru reyndar nýhafnar þegar vikuhlé var gert á þeim fyrir Frjálsíþróttaskóla UMFÍ og FRÍ sem UÍA hefur hýst á Egilsstöðum undanfarin sumur.„Þetta fannst mér mjög spennandi og fór strax að suða í mömmu að fá að fara. Hún leyfði það og ég ásamt nokkrum vinkonum mínum sem vorum á frjálsíþróttaæfingunum hjá Þrótti fórum saman. Það var rosalega skemmtilegt í skólanum,” segir Heiða með blik í auga. „Þar lærðum við enn meira og fórum í flóknari tækniatriði. Það var rosa gaman að kynnast öðrum krökkum sem hafa líka

áhuga á frjálsum og sjá hvernig þau fóru að. Sum voru búin að æfa lengi. Það var líka alveg geggjað að komast á alvöru frjálsíþróttavöll, þar sem var tartan og merktar brautir í hring, langstökksgryfja og alvöru hástökksdýnur. Ég lærði mjög margt nýtt í þessum nýju aðstæðum. Heima voru æfingarnar yfir-leitt á gervigrasvellinum. Við gerðum það besta úr aðstöðunni og fengum að prufa ýmsar greinar þar, en það er miklu skemmtilegra að prófa þetta allt á alvöru velli.“

Vinkonurnar í FrjálsíþróttaskólanumÞrátt fyrir nafnið snýst Frjálsíþróttaskólinn um meira en frjálsíþróttir. Þar er stíf og fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds. „Við fórum til dæmis í taekwondo, bogfimi og alls konar forníþróttir og á hestbak. Það var líka gaman að gista með krökkunum í skólanum. Það voru alls konar kvöldvökur og fjör, einu sinni fengum við að hafa diskóljós og vaka svolítið lengi.“Fyrsta alvöru keppni Heiðu var Sumarhátíðin þar sem hún vann til þrennra gullverðlauna í frjálsíþróttum, auk þess að keppa í sundi. „Það var mjög

Vinkonurnar á Unglingalandsmóti. Heiða Elísabet, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Nanna Björk Elvarsdóttir. Mynd: Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir.

Page 37: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 37

gaman á hátíðinni. Það var meiri alvara en æfingarnar. Fullt af krökkum að keppa og allt skipulagt.“Með gullbragðið á tungunni hélt Heiða áfram að æfa. Hún sótti tvær æfingar farandþjálfarans í viku og tók þátt í greinamótum UÍA og Hitaveitu Egilsstaða og Fella í frjálsíþróttum. „Það var alltaf gaman á æfingunum en þær urðu erfiðari og erfiðari. Okkur var kennd meiri og meiri tækni.“

Fóru „óvart“ á UnglingalandsmótiðÞar sem Unglingalandsmótið á Egilsstöðum var framundan voru krakkarnir sérstaklega hvattir til að taka þátt. „Ég suðaði náttúrlega í mömmu og vinkonur mínar í sínum mömmum,“ segir Heiða og brosir kankvís til mömmu sinnar sem kinkar kolli og bætir við: „Það má eiginlega segja að við höfum farið óvart, eða allavega ákveðið óvænt og með skömmum fyrirvara að skella okkur. Heiða vildi náttúrlega ólm fara og það voru nokkrar vinkonur hennar að fara líka. Hekla, frænka hennar, var líka að fara en hún keppir í sundi svo mamma hennar og við ákváðum að slá til, skelltum fellihýsinu aftan í bílinn og við brunuðum allar af stað!” Aðspurðar um upplifunina af ULM segja þær mæðgur nánast í einum kór: „Unglingalandsmótið var ótrúlega skemmtilegt og risastórt mót,” en Guðrún heldur áfram: „Það var bara allt æðislegt frá A til Ö: veðrið, aðstaðan, dagskráin.“Mæðgurnar gistu á tjaldstæðinu ásamt fleira UÍA fólki og skemmtu sér konunglega. „Það var mjög gaman að

vakna í útilegu og stökkva beint út á völl að keppa,“ segir Heiða. „Mér fannst allt svo stórt og flott. Risaskrúðgangan var æðisleg, og það var geggjað gaman á kvöldvökunum í risapartýtjaldinu og flottir söngvarar. Það voru ótrúlega margir þarna. Brekkan sem við notum stundum til að hita upp í var alveg troðin og mikil stemming. Lukkudýr UÍA var líka geðveikt skemmtilegt og flott og stendur upp úr í minningunni,” segir Heiða og hlær.

Góður andi meðal keppendaHeiða kveðst hafa lært margt því að horfa á eldri og reyndari keppendur. „Það var góð stemning á meðal keppendanna. Við vorum til dæmis að keppa í hástökki og þá kom ein stelpan, sem var að keppa við mig, til mín og fór að hvetja mig og leiðbeina mér. Ég sá fullt af keppinautum hrósa hver öðrum og klappa á bakið. Mér fannst þetta skrýtið og skemmtilegt.“Heiða hljóp i fyrsta skipti á ævinni í gaddaskóm á mótinu, en mamma hennar gaf henni þá skömmu fyrir mótið. Skórnir reyndust vel því Heiða sigraði í langstökki með stökki upp á 3,88 m, í 60 m hlaupi á tímanum 9,3 sek og í 200 m hlaupi á tímanum 31,46 sek. Heiða hafnaði ásamt boðhlaupssveitinni UÍA Eldingarnar í öðru sæti í boðhlaupi á tímanum 68,46 sek og varð í þriðja sæti í þrístökki með stökki upp á 8,10 sm. Að auki var hún hársbreidd frá verðlaunasæti í hástökki, en Heiða stökk jafn hátt og stúlkan sem hafnaði

í þriðja sæti en þurfti fleiri tilraunir til.„Þessi góði árangur kom mér mjög mikið á óvart. Ég var búin að æfa svo stutt og keppti við stelpur sem sumar eru búnar að æfa lengi og við topp aðstæður,“ segir Heiða. Móðir hennar tekur undir það að árangurinn hafi komið skemmtilega á óvart. „Ég vissi alveg að henni myndi ganga vel, því hún er svo dugleg stelpan, en mér datt ekki í hug að hún færi á verðlaunapall. Ég sat því sallaróleg og

grandalaus uppi í brekku þegar hún var fyrst kölluð á pall og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég sá hana rjúka af stað. Þegar ég áttaði mig á því hvað gekk á stökk ég á eftir með myndavélina og rétt náði að smella af. Eftir það var ég meira á tánum,” segir Guðrún brosandi.Aðspurð um hverju Heiða þakki árangurinn segir hún: „Hildi (Bergsdóttur) þjálfara sem kenndi mér rosalega margt, mömmu sem leyfði mér að taka þátt í þessu öllu og vinkonum mínum sem voru með mér á æfingum, í Frjálsíþróttaskólanum og á mótunum. Það er gott að hafa góða vini með sér í svona ævintýrum.“

Simmi Vilhjálms til bjargarí OddsskarðsgöngunumÆvintýri verslunarmannahelgarinnar voru ekki alveg á enda þegar þær mæðgur héldu af stað heim á leið seinnipart sunnudagsins. Það var eðlilega mikil örtröð í Norðfjarðargöngunum á þessum tíma, enda Neistaflug í fullum gangi. „Við vorum með fellihýsi aftan í bílnum sem leitaði svolítið út til annarrar hliðarinnar,“ segir Heiða kímin á svip. Móður hennar virðist ekki eins skemmt. „Við lendum í að þurfa að bakka í göngunum. Talsverð umferð var á móti og ég, sem hef 100 sinnum bakkað í þessum göngum, fékk fellihýsið engan veginn til að láta almennilega að stjórn. Við báðum fólkið í bílnum sem var fyrstur í röðinni sem komu á móti að bakka en þau treystu sér ekki til þess og mér var orðið skapi næst að rífa hýsið aftan úr bílnum og labba með það út. Eftir að við vorum búnar að fara afturábak og áfram í dágóðan tíma án þess að nokkuð gengi gengum við á bílaröðina og báðum um aðstoð og ekki stóð á henni. Okkur til mikillar gleði snarast Simmi Vilhjálms út úr einum bílnum og tekur til við að bakka fyrir okkur. Þetta tók allt sinn tíma en ég held að við höfum stöðvað umferðina í einar 40 mínútur.“Þær mæðgur eru sammála um að þær stefni aftur á þátttöku á unglingalandsmóti og vonast þá til að fleiri Norðfirðingar verði með í för. Aðspurð um áform sín í framtíðinni segist Heiða vonast til að geta æft frjálsar aftur næsta sumar. Helst stefni hún á atvinnumennsku í þeim eða blakinu. Móðir hennar ítrekar mikilvægi farandþjálfunarinnar og hversu skemmtileg viðbót hún sé við það íþróttaframboð sem fyrir er. „Blakið er sterkt hér á Norðfirði og fótboltinn, en það þarf fjölbreytni. Krakkarnir finna sig ekki í sömu íþróttunum og það á að leyfa þeim að kynnast sem flestum.“

Heiða Elísabet fremst í flokki í 600 metra hlaupi á Sumarhátíð UÍA.

Heiða Elísabet með verðlaunapeningana frá Unglingalandsmótinu.

Page 38: Snæfell 2. tbl. 2011

38 SNÆFELL

Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, og Jóhann Atli Hafliðason, úr varastjórn UÍA, fóru til Brussel í apríl á námskeið sem er hluti af „Youth in Action“ verkefninu. Yfirskrift námskeiðsins var „Íþróttir sem tæki til félagslegrar þátttöku“. Þau voru styrkt til fararinnar af Evrópu unga fólksins (EUF).

FormáliVið fylgjumst vel með þeim námskeiðum sem í boði eru í gegnum Evrópu unga fólksins og svo ótrúlega vildi til að við sóttum bæði um sama námskeiðið án þess að vita hvort af öðru. Dagskrá námskeiðsins var spennandi og löng. Upplýsingarnar sem við fengum fyrir námskeiðið gáfu til kynna að þetta yrði mjög fjölþjóðlegt, og voru þátttakendur frá ýmsum löndum Evrópu auk Marokkó, Pakistan, Ísraels og fleiri spennandi landa.

Dagur 1Ferðalagið og félagarnir á gistiheimilinu„Annan apríl ferðuðumst við til Brussel með millilendingu í Danmörku. Sökum tímaleysis og „götukortalesblindu“ Elínar ákváðum við að taka leigubíl á gistiheimilið, þrátt fyrir að vera ráðlagt að taka lest og ganga restina. Leigubílaferðin var upplifun út af fyrir sig, 140 km/klst innanbæjar er of hratt fyrir meðal Íslending.Við gistum á gistiheimilinu „Sleep well“ með öðrum þátttakendum. Elín var í herbergi með króatískri stelpu sem talaði vel yfir meðallagi mikið og Jóhann Atli var með múslima frá Pakistan í

herbergi. Þetta byrjaði semsagt vel. Pólverjinn Tómasz var mættur á Sleep well og byrjaður á bjórnum, en það virtist vera eitt af aðalmarkmiðum hans þessa ferðina að drekka sem mest af slíkum vökva. Saklausum Íslendingum datt að sjálfsögðu slíkur ósómi ekki í hug.“

Dagur 2Mislukkaðir pólitíkusar og 28 tegundir af áfengi„Við fórum meðal annars í samvinnuleik sem lið okkar Jóhanns tapaði, en það var sko ekki á dagskrá að tapa fleiri leikjum. Við fórum í blindraleik þar sem við vorum pöruð með einhverjum og annar átti að leiða hinn með bundið fyrir augun út að lestarstöðinni og til baka aftur. Að

sjálfsögðu vann Elín þennan leik ásamt ísraelska körfuknattleiksmanninum Itay.Eftir át á vondum samlokum í hádeginu voru umræður um hvað væri líkt og ólíkt með samtökunum sem við komum frá, með það fyrir augum að vinna að samstarfsverkefnum síðar meir. Eftir spjall og hangs komu svo einhverjir misgáfulegir pólitíkusar til að taka þátt í einhvers konar pallborðsumræðum. Einn aðili frá Salto Youth (www.salto-youth.net) var þarna en hann var mjög gáfulegur og sagði frá gagnlegum hlutum. Stjórnmálamennirnir voru ekki eins áhugaverðir. Þeir töluðu eingöngu frönsku og töluðu svo mikið að túlkarnir höfðu ekki undan og komust ekki að. Menn voru alls ekki sammála pólitíkusunum. Það lá við að Bretinn í hópnum okkar ætlaði að hjóla í þá! Ísraelinn kom með alls konar fyndnar og skrítnar athugasemdir og Marokkóbúinn spurði einhverra spurninga sem þóttu ekki viðeigandi svo hann var stoppaður af og fékk aldrei svörin sem hann vildi. Þjóðlega kvöldið var fínt. Við sáum fullt af skrítnum mat: svínakjöt frá Portúgal, hnetunammi frá Palestínu og fleira. Við Jóhann buðum upp á harðfisk (sló ekki í gegn), skyr (nokkrir smökkuðu það), djúpur og víkingamix (nammi). Nammið var sennilega vinsælast. Auðvitað stóðum við okkur vel í að halda upp stemmingu og kenndum öllum færeyskan dans við Orminn langa. Þegar við hættum tóku ýmsir aðrir við sér og við dönsuðum línudans, króatískan hringdans og fleira.

UÍA fólk á stormandi ferð á námskeiðiá vegum Evrópu Unga fólksins

Dagbókarbrot frá Belgíu

Elín Rán og Jóhann Atli á bæjarrölti í Brussel.

UÍA kynningarborðið.

Page 39: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 39

Pólverjinn Tómasz stóð virkilega fyrir sínu, kom með 2 bjórtegundir og 3 eða 4 vodkategundir til að fólk gæti smakkað. Í heildina taldist okkur til að væri boðið upp á 28 mismunandi tegundir af áfengi. Sem betur fer var enginn sem smakkaði það allt.“

Dagur 3Vettvangsferð og Ísraelar sem vildu enga truflun„Dagurinn byrjaði á vettvangsheimsóknum. Elín fór í „Fire gym“, en Jóhann valdi „Kemy.“ Þriðji staðurinn sem var í boði var boxstöð. Á öllum stöðunum er unnið með ungu fólki sem á erfitt uppdráttar í lífinu. Markmiðið er að hjálpa þeim að fóta sig í lífinu og verða virkir þegnar í landinu. Í Fire Gym er meðal annars unnið með fátæk börn og börn með greiningar sem hafa áhrif á frammistöðu þeirra í skóla, t.d. ofvirkni, athyglisbrest og lesblindu. Lausnir belgískra skóla fyrir þessi börn eru víst engar aðrar en að krefjast þess að þau séu sett á lyf svo þau trufli aðra sem minnst. Í líkamsræktarstöðinni er reynt að hjálpa börnunum til að nota íþróttir og heilsurækt til að hætta á lyfjunum. Ekki eru skólaíþróttir í þeim skólum sem börnin í stöðinni sóttu.

Við höfðum um það bil hálftíma til að versla í lok dagsins og notuðum hann til að hlaupa í H&M eins og sönnum Íslendingum sæmir. Við meira að segja stungum greyið Allah af því að við máttum ekkert vera að því að bíða eftir græna kallinum við umferðarljósin og hlupum yfir götuna. Palestínumanninum Allah lá greinilega ekki svona mikið á að komast í búðir!Hópurinn fór saman út að borða um kvöldið. Eftir matinn röltum við um borgina og skoðuðum nokkrar glæsilegar byggingar og pissandi strákinn – sem er ansi lítill. Belginn Ben benti okkur svo á systur stráksins sem er inni í húsasundi í fremur vafasömu hverfi. Eins og gefur að skilja sat hún þar á hækjum sér.Hópurinn fylgdist vel með samlífi Ísraelanna tveggja, 18 ára stelpu og karlmanns á fimmtugsaldri. Aldursmunurinn var ekki það eina sem skildi þau að, því hæðarmunurinn var líka um hálfur metri. Þau fóru á undan hinum í hópnum heim á gistiheimilið og þegar við komum þangað hékk „truflið ekki“ skilti á hurðarhúni herbergis stelpunnar sem olli herbergisfélaga hennar töluverðu hugarangri.“

Dagar 4 og 5 Komin heim„Síðasti dagurinn var runninn upp. Við unnum að hugmyndum um verkefni sem væri hægt að hafa í „Youth in action“ verkefninu og unnum með öðrum til að athuga hvort við gætum búið til alþjóðleg verkefni eða samvinnuverkefni.Heimferðin var ströng, frá Brussel til Egilsstaða, með millilendingu í Kaupmannahöfn. Þess skal getið að snæddur var dásamlegur hamborgari í Kaupmannahöfn, þar sem Jóhann Atli ákvað að snúa aftur til fyrri matarvenja, eftir alla hollustu matarins í Brussel, og tína allt grænmetið af borgaranum. Eins og sumir aðrir sveitastrákar kýs hann grænmeti í formi rollu fremur en grass!Á heildina litið var ferðin frábær, lærdómsrík á alla máta og opnaði augu okkur fyrir nýjum möguleikum og því hversu gott við höfum það hérna á Íslandi. Vonandi fæðast einhver verkefni sem gagnast austfirskri æsku í kjölfarið. Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki á öllum aldri og ekki síður þegar það kemur frá öllum heimshornum.“

Birta, Gleraugnaþjónusta, gullsmíð & úrsmíð. Miðvangi 2-4 - Egilsstaðir s:

4712020. Búðareyri 15 - Reyðarfjörður s: 4741234.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga - Laufskógum 1 - Egilsstaðir s: 4711417

Blikar bókhaldsþjónusta - Hafnarbyggð 19 - Vopnafjörður s: 4731378

Sagnabrunnur ehf. - Hafnargötu 42 - Seyðisfjörður s: 8662967

Hótel Tangi - Hafnarbyggð 17 - Vopnafjörður s: 4731840

Efnalaug Vopnafjarðar - Miðbraut 4 - Vopnafjörður s: 4731346

Sláturfélag Vopnafjarðar - Hafnarbyggð 8a Vopnafjörður s: 4731840

Böggablóm - Strandgötu 12- Eskifjörður s: 4761267

Fjarðaþrif ræstiþjónusta - Strandgötu 46c - Eskifjörður s: 4761267

Borgarfjarðarhreppur - Hreppstofu - Borgarfjörður eystri s: 4729999

ÁS bókahald Austurvegi 20 - Reyðarfjörður - s: 4741123

Ökuskóli Austurlands s: 8933652

Tækniþjónusta Ella rafvirkja Skógarseli 15a - Egilsstöðum s: 8665965 -

[email protected]

Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

Seyðisfjörður

SÍMI 471-1800

Page 40: Snæfell 2. tbl. 2011

40 SNÆFELL

Knattspyrnumaðurinn Daniel Sakaluk úr Neskaupstað fórst af slysförum þann 10. apríl 2011. Að honum er mikil eftirsjá, sem félaga, íþróttamanni og einstaklingi. Daniel var átján ára að aldri og átti að baki fjórtán deildarleiki með Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar.

Daniel kom til Fjarðabyggðar um jólin 2009 frá pólska liðinu Baltyk Gdynia. Foreldrar hans og yngri bróðir höfðu flutt áður til landsins og komið sér fyrir í Neskaupstað, en Daniel var lengur úti og kláraði tímabilið þar. Hann var mikils metinn þar og forráðamenn pólska liðsins vildu ekki missa hann. Í maí 2008 hafði Daniel tekið þátt í sextándu vinabæjarleikunum sem haldnir eru árlega í Gdynia. Þar koma lið frá vinabæjum bæjarins í heimsókn, meðal annars Kiev, Kiel, Karlskrona og Kalingrad og keppa í handbolta, fótbolta, júdó og sundi. Lið Daniels vann knattspyrnu keppnina og hann var valinn besti leikmaðurinn.„Hann nálgaðist íþróttina á einstakan hátt,“ segir Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar. „Það var engin sveitamennska í kringum hann. Hugur Íslendinganna er oft enn í bílnum á leið á æfingu fyrstu 20 mínúturnar en Daniel var á fullu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hann lagði sig allan

fram á æfingum og maður fann það á honum á leiðinni heim ef hann var ekki sáttur við eigin frammistöðu eftir æfingu. Hann var kornungur fagmaður. Hann hafði þennan aukakraft sem kemur mönnum alla leið. Hann var tilbúinn að mæta á aukaæfinguna.“Með þessari ákveðni spilaði hann sig inn í meistaraflokkslið Fjarðabyggðar sumarið 2010. Heimir segir hann hafa verið gríðarlega líkamlega sterkan og þroskaðri að því leyti heldur en íslenska jafnaldra sína. „Það er greinilega lögð áhersla á það í Póllandi. Hann var góður boxari. Hann var líka jafnvígur á báða fætur með boltann.“Heimir lýsir Daniel sem leiðtoga á velli sem dró liðsfélaga sína áfram með gjörðum. „Hann reif aðra leikmenn með sér. Fyrir honum vakti aðeins eitt, að komast eins langt og hann gæti. Hann varð strax mikill KFF maður og lagði allt undir á vellinum fyrir liðið.“Þótt liðið félli í aðra deild haustið 2010 hafði frammistaða Daniels vakið athygli og liðin af suðvesturhorninu spurðust fyrir um hann. Honum var ætlað stórt hlutverk á miðju Fjarðabyggðar sumarið 2011. Félagar hans tóku fráfall hans, mánuði fyrir upphaf Íslandsmótsins, mjög nærri sér. „Þetta var áfall fyrir liðið og

samfélagið sem varð dofið um tíma,“ segir Heimir. „Liðið fékk frábæra hjálp frá fagfólki í Fjarðabyggð sem við erum afar þakklátir fyrir. Á endanum þjappaði þetta liðinu saman.“Daniels er minnst bæði í Fjarðabyggð og Gdynia. Þar var haldinn minningarleikur og leikmenn og stjórnarmenn Baltyk sendu foreldrum hans treyjuna hans, fyrirliðabandið og fána félagsins. Treyja hans, með númerinu 14, hefur verið lögð til hliðar um ókomna framtíð í meistaraflokki Fjarðabyggðar.

Daniel Sakaluk

Var kornungur fagmaður

Ellihrumir ungmennafélagar

UÍA sótti snemma um aðild að landssamtökunum UMFÍ og ÍSÍ og hefur síðan átt í miklum og góðum samskiptum við báðar hreyfingarnar. Fyrstu árin vildu fulltrúar UÍA að hreyfingarnar yrðu sameinaðar, en hafa fyrir löngu snúist á aðra skoðun.Á ýmsu hefur reyndar gengið í samskiptum UÍA og landshreyfinganna. Kristján Ingólfsson, síðar formaður UÍA, flutti eftirfarandi skýrslu af för sinni á landsþing UMFÍ á þingi UÍA árið 1959:

„Skýrsla fulltrúa UÍA á landsþingi UMFÍ. Kristján Ingólfsson (UMF Austra) fór sem fulltrúi UÍA til þingsins er haldið var í Framsóknarhúsinu í Reykjavík. Hann gat þess í upphafi, að hann hefði raunverulega ekki átt samstöðu með flestum fulltrúum á þessu þingi. Samkundan hefði fremur einkennst af eldri mönnum sem þátttakendum.Á þinginu var rætt um félagsheimilin og niðurstaðan sú að auðveldara væri að reisa félagsheimilin en reka þau og sannleikurinn væri sá, að samkvæmt upplýsingum íþróttafulltrúa að stór halli væri á rekstri félagsheimilanna árlega.Rætt var um tímaritið Skinfaxa og útgáfu þess. Hreyfði Kristján mótmælum á þinginu um það að stjórn blaðsins og ritstjóri væri sem nú er. Kvað hann unga menn en ekki gamla hæfari til að annast útgáfu blaðsins og ætti það eingöngu að vera lifandi málgagn íslenzkra ungmenna en ekki minnisblöð ellihrumra ungmennafélaga.“

Page 41: Snæfell 2. tbl. 2011

SNÆFELL 41

Sumarhátíðin síðastliðið sumar var með glæsilegra móti, bæði vegna þess að sambandið fagnaði á henni 70 ára afmæli sínu en einnig vegna þess að hún var nokkurs konar generalprufa fyrir ULM. Þar fengu nýir dómarar og starfsfólk að spreyta sig og reyna á þekkingu sína og getu. Ekki var síður fylgst með árangri starfsfólks en keppenda að þessu sinni.Keppni var að vanda fjölbreytt en keppt var í golfi, strandblaki, sundi, frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Einnig var

gestum og gangandi boðið að reyna jafnt fornar sem frumlegar íþróttagreinar eins og glímu, knattleik að hætti víkinga, vínberjaspýtingar og bómullarkast.Þátttaka í hátíðinni var góð og m.a. sóttu frændur okkar í Færeyjum okkur heim og tóku þátt í strandblakskeppni. Fjölmargir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóginn við framkvæmd hennar sem tókst í alla staði vel.Flestir keppendur voru í frjálsíþrótta-mótinu, eða rúmlega 200, og hafa ekki verið fleiri frá árinu 2006. Þar var það Höttur sem vann stigakeppni í báðum flokkum með yfirburðum og fékk alls yfir 1000 stig.Í mótslok voru veittar afreksviður-kenningar. Daði Fannar Sverrisson fékk þau í flokki pilta 15 ára og yngri fyrir spjótkast og Helga Jóna Svansdóttir í flokki stúlkna á sama aldri fyrir þrístökk. Þá fékk Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir afreksviðurkenningu í eldri flokki fyrir hástökk. Öll þrjú eru í Hetti. Einar Ásgeir Ásgeirsson, USÚ, fékk afreksviðurkenningu í karlaflokki.Í afmælisveislunni var boðið upp á risaafmælistertu auk þess sem hreindýrið Sprettur Sporlangi steig

sín þar fyrstu skref á opinberum vettvangi. Hann lagði þar klauf á plóg við veitingar viðurkenninga fyrir mynda- og ljóðasamkeppni sem UÍA stóð fyrir meðal austfirskra grunnskólabarna.

Öll nánari úrslit hátíðarinnar má finna í gegnum uia.is.

Sumarhátíð og sjötíu ára afmæli

Sendum öllum Unglingalandsmótsgestum nær og fjær hugheilar jóla- ognýárskveðjur með þökkum fyrir skemmtilega samveru um verslunarmannahelgina. Þökkum Austfirðingum fyrir ómetanlega aðstoð við undirbúning og framkvæmd

14. Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum í sumar.Unglingalandsmótnefnd.

Page 42: Snæfell 2. tbl. 2011

Hinn geðþekki hreindýrstarfur Sprettur Sporlangi var kynntur til sögunnar á Sumarhátíð UÍA 2011. Sprettur tók að sér hlutverk lukkudýrs UÍA, að vera gleðigjafi og vinur allra hvar sem hann kom. Það gerir hann á ýmsan hátt, keppir m.a. í íþróttum, gefur knús og les upp ljóð.

Það var Guðrún Þula Þórunnardóttir úr Neskaupstað sem átti nafnið á dýrið sem fyrst kom fram opinberlega á Sumarhátíðinni í 70 ára afmælishófi UÍA. Sprettur aðstoðaði við að afhenda verðlaun á hátíðinni, þótt honum væri fremur heitt í sólskininu.Það er ábyrgðarhluti að halda skepnur, hvað þá villt dýr sem auk þess eru herramannsmatur. Sprettur var vel meðvitaður um þá áhættu sem hann tók með því að taka að sér starf lukkudýrs UÍA. Þar sem hann taldi ferða- og starfsöryggi sínu ógnað á hreindýraveiðitímabilinu lét hann það verða sitt fyrsta verk að

leita á náðir Umhverfisstofnunar og óska eftir griðasamningi. Starfsmenn stofnunarinnar brugðust skjótt og vel við erindi hans, enda um brýnt mál að ræða. Samkvæmt samningnum er Sprettur undanþeginn hreindýraveiðikvótanum og auk þess ber Umhverfisstofnun að kynna veiðimönnum og leiðsögumönnum efni samningsins og ítreka það að stranglega sé bannað að veiða Sprett. „Þessi samningur er afar mikilvægur fyrir mig. Ég er hrærður yfir því hversu vel starfsmenn stofnunarinnar tóku í erindi mitt. Í staðinn ætla ég að leggja mig allan fram um að skemmta öllum á Unglingalandsmótinu,“ sagði Sprettur að lokinni undirritun.Hann stóð svo sannarlega við orð sín og skemmti börnum og fullorðnum konunglega á ULM, auk þess að aðstoða við undirbúning þess á ýmsan hátt.Sprettur hefur heiðrað ótal íþróttaviðburði aðra en ULM með nærveru sinni. Sérstakt frjálsíþróttamót fyrir 10 ára og yngri, Spretts Sporlangamótið, var haldið honum til heiðurs í ágúst síðastliðnum en

Sprettur lætur sig sjaldnast vanta þegar sá aldurshópur er annars vegar. Metnaður og áhugi Spretts á framgangi ungmenna- og íþróttamála er mikill, sem sést best á því að á miðjum fengitíma gaf hann sér tíma til að halda norður til Akureyrar til að ávarpa gesti á sambandsþingi UMFÍ. Þar steig Sprettur í pontu og þakkaði fyrir komuna á ULM með eftirfarandi kveðskap:

Á landsmóti er líf og fjör,leikur, söngur, gaman.

Börnin öll með bros á vör,best að vera saman.

Sællegur og sáttur kveð,segi bless með kossi.

Hlaupum, hoppum, allir með.Sjáumst á Selfossi.

Vakti málflutningur hans og framganga öll verðskuldaða athygli og lófatak.Sprettur Sporlangi er sannarlega mikill happafengur og spennandi verður að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Ævintýri Spretts Sporlanga

Sprettur heillar mæður á Unglingalandsmóti.

Hildur og Sprettur ræða breytingar á tímaseðli í frjálsum fyrir Unglingalandsmótið.

Sprettur á góðri stundu á Sumarhátíð.

Sprettur klappar föllnum félaga.

Sprettur og nafngjafi hans.

42 SNÆFELL

Page 43: Snæfell 2. tbl. 2011

KPMG Á AUSTURLANDI

Gleðilega hátíð

Starfsfólk KPMG á Egilsstöðum,

Höfn í Hornafirði og Fjarðabyggð óska

viðskiptavinum og öðrum Austfirðingum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

kpmg.is

Page 44: Snæfell 2. tbl. 2011