Top Banner
Fimmtudagur 20. febrúar 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 7. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Í tilefni umræðu um afnám verðtryggingar langar undirritaðan að spyrja þingmenn kjördæmisins eftirfarandi spurninga. 1. Er þingmaðurinn fylgjandi forræðishyggju? Getur þingmaðurinn útskýrt hvort það samræmist stefnu flokks hans / hennar að stjórnvöld skipi fjármálastofnunum að fækka valkostum á fjármálamarkaði þannig að neytendum standi aðeins tilteknir lánaflokkar til boða? 2. Treystir þingmaðurinn fullorðnu fjárráða fólki til að velja sjálft – án milligöngu stjórnmálamanna – þá tegund lána sem viðkomandi óskar að fjármagna fasteignaviðskipti sín með? Ef svarið er já – er þingmaðurinn þá sammála þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að banna tiltekin lán – þ.e. verðtryggð langtímalán? 3. Er þingmaðurinn sammála því að tilfærslur – þ.e. að það að nota skattfé m.a. til að niðurgreiða húsnæðiskostnað með vaxtabótum eða álíka – sé í grunninn félagsleg aðgerð til að auðvelda tekjulágum fjölskyldum til að komast í ásættanlegt húsnæði með viðráðanlegri greiðslubyrði? 4. Ef svarið við 3 er já – ertu þá sammála niðurstöðu vinnuhóps ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar, að stytta lán og hækka verulega greiðslubyrði til að flýta eignamyndun í húsnæðinu? 5. Er réttlætanlegt að nota skattfé til að flýta eignamyndun íbúðakaupenda? 6. Ef svarið við 3 er nei – til hvers eru þá vaxtabætur? 7. Gerir þingmaðurinn sér grein fyrir því að ef tillögur vinnuhópsins ná fram að ganga – mun tekjulægsta fólkið í samfélaginu aldrei eiga möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði eða komast í öruggt húsnæði með ásættanlega greiðslubyrði? 8. Ef svar við 7 er já – hefur þingmaðurinn eða stjórnmálaflokkur hans/ hennar einhverjar fyrirætlanir um hvernig koma eigi til móts við það fólk? 9. Ef lausnin við spurningu 7 er að koma upp virkum leigumarkaði þar sem leigjendur geta gengið að góðu húsnæði og búsetuöryggi – væri ekki grundvallaratriði að koma þeim markaði á fót áður en markaðnum er lokað á tekjulægsta fólkið? 10. Ef venjulegur launamaður hefði keypt íbúð á kr. 7 milljónir í ársbyrjun 1997 ( í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu) og tekið til þess 5 milljón kr. 40 ára verðtr yggt jafngreiðslulán hefði greiðslubyrði verið 40% af mánaðarlaunum miðað við 5. launaflokk SGS ( sá launaflokkur í launatöflu þá sem samsvarar launaflokki 5 í dag.) Lánið stæði í dag í kr. 9.314.000 og greiðslubyrðin væri 27% af dagvinnulaunum viðkomandi miðað við 5. launaflokki SGS. Íbúðin væri væntanlega um 25 milljón kr. virði miðað við meðaltal fermetraverðs þinglýstra kaupsamninga. Getur þingmaðurinn upplýst hvernig verðtr yggt langtímalán hefur skaðað hagsmuni þessarar fjölskyldu: a) Með tilliti til greiðslubyrði? b) Með tilliti til eiginfjárstöðu í húsnæðinu? Aths. Undirritaður er enginn sérlegur aðdáandi verðtryggingar og reyndar sammála því viðhorfi að með verðtryggingu er lánveitandi með bæði belti og axlabönd á lánaáhættu sína og mér finnst það ekki endurspeglast í vaxtakröfum. Þannig finnast mér 5,1% vextir eins og reiknað er með í dæminu hér að ofan - vera nánast okurvextir miðað við veðstöðu og verðtr yggingu lánsins. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd í því efnahagslífi sem við búum við með verðbólguskotum og sveiflum – eru verðtryggð langtímalán að mínu mati eitt besta búsetuöryggi láglaunafólks sem við eigum völ á í dag. Það að verðbótaþættinum er jafnað á eftirstöðvar tryggir að áhrifum verðbólguskota (sem verður í óverðtryggðu kerfi mætt með vaxtahækkunum) er dreift á eftirstöðvarnar og í því felst m.a. búsetuöryggið. Ennfremur óttast ég að með styttingu lána og hærri vaxtabyrði í upphafi eins og kynnt er í tillögum um óverðtryggð lán þar sem vaxtabyrði er þyngst í upphafi láns – muni stór hópur fólks ekki standast greiðslumat og því vera gert ókleyft að kaupa eigið húsnæði – fólk sem í dag stenst greiðslumat miðað við langtíma jafngreiðslulán. Í dag er ekkert kerfi sem grípur fólk sem ekki ræður við kaup á eigin húsnæði – annað en óskipulagður leigumarkaður þar sem búsetuöryggi er ekkert svo og leiguíbúðir sveitarfélaga sem eru fáar og biðlistar langir. Aðrar lausnir eru t.d. Búseti og álíka kerfi – en umfang þeirra er hvergi nógu mikið til að mæta þörfum. Verði tillögur „verðtryggingahópsins“ að veruleika – sé ég ekki betur en að félagslegum markmiðum húsnæðismála sé fórnað fyrir hagsmuni þeirra sem ráða við hærri greiðslubyrði og vilja hraðari eignamyndun og geta tekið á sig sveiflur í greiðslubyrði. Í sjálfu sér er ekkert að því markmiði – en ég hef aldrei náð að skilja hvers vegna það á að „afnema verðtr yggingu“ . Ég hefði haldið að það væri sjálfsagt að fjölga valkostum á markaðnum – en sýnist að það sé aðallega pólitískur rétttrúnaður sem ræður för. Fórnarlömbin verða láglaunafólk sem verður dæmt út af fasteignamarkaðnum og mun því þurfa að þvælast á milli leiguíbúða og skólahverfa með börn sín – og mun aldrei ná að byggja upp neitt eigið fé. Sverrir Albertsson Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags Opið bréf til þingmanna Suðurkjördæmis Mynd: Óðinn Eymundsson
6

Eystrahorn 7. tbl. 2014

Mar 10, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 7. tbl. 2014

Fimmtudagur 20. febrúar 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn7. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Í tilefni umræðu um afnám verðtryggingar langar undirritaðan að spyrja þingmenn kjördæmisins eftirfarandi spurninga.

1. Er þingmaðurinn fylgjandi forræðishyggju? Getur þingmaðurinn útskýrt hvort það samræmist stefnu flokks hans / hennar að stjórnvöld skipi fjármálastofnunum að fækka valkostum á fjármálamarkaði þannig að neytendum standi aðeins tilteknir lánaflokkar til boða?

2. Treystir þingmaðurinn fullorðnu fjárráða fólki til að velja sjálft – án milligöngu stjórnmálamanna – þá tegund lána sem viðkomandi óskar að fjármagna fasteignaviðskipti sín með? Ef svarið er já – er þingmaðurinn þá sammála þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að banna tiltekin lán – þ.e. verðtryggð langtímalán?

3. Er þingmaðurinn sammála því að tilfærslur – þ.e. að það að nota skattfé m.a. til að niðurgreiða húsnæðiskostnað með vaxtabótum eða álíka – sé í grunninn félagsleg aðgerð til að auðvelda tekjulágum fjölskyldum til að komast í ásættanlegt húsnæði með viðráðanlegri greiðslubyrði?

4. Ef svarið við 3 er já – ertu þá sammála niðurstöðu vinnuhóps ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar, að stytta lán og hækka verulega greiðslubyrði til að flýta eignamyndun í húsnæðinu?

5. Er réttlætanlegt að nota skattfé til að flýta eignamyndun íbúðakaupenda?

6. Ef svarið við 3 er nei – til hvers eru þá vaxtabætur?

7. Gerir þingmaðurinn sér grein fyrir því að ef tillögur vinnuhópsins ná fram að ganga – mun tekjulægsta fólkið í samfélaginu aldrei eiga möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði eða komast í öruggt húsnæði með

ásættanlega greiðslubyrði? 8. Ef svar við 7 er já – hefur þingmaðurinn eða

stjórnmálaflokkur hans/ hennar einhverjar fyrirætlanir um hvernig koma eigi til móts við það fólk?

9. Ef lausnin við spurningu 7 er að koma upp virkum leigumarkaði þar sem leigjendur geta gengið að góðu húsnæði og búsetuöryggi – væri ekki grundvallaratriði að koma þeim markaði á fót áður en markaðnum er lokað á tekjulægsta fólkið?

10. Ef venjulegur launamaður hefði keypt íbúð á kr. 7 milljónir í ársbyrjun 1997 ( í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu) og tekið til þess 5 milljón kr. 40 ára verðtryggt jafngreiðslulán hefði greiðslubyrði verið 40% af mánaðarlaunum miðað við 5. launaflokk SGS ( sá launaflokkur í launatöflu þá sem samsvarar launaflokki 5 í dag.) Lánið stæði í dag í kr. 9.314.000 og greiðslubyrðin væri 27% af dagvinnulaunum viðkomandi miðað við 5. launaflokki SGS. Íbúðin væri væntanlega um 25 milljón kr. virði miðað við meðaltal fermetraverðs þinglýstra kaupsamninga. Getur þingmaðurinn upplýst hvernig verðtryggt langtímalán hefur skaðað hagsmuni þessarar fjölskyldu:

a) Með tilliti til greiðslubyrði?b) Með tilliti til eiginfjárstöðu í húsnæðinu?

Aths. Undirritaður er enginn sérlegur aðdáandi verðtryggingar og reyndar sammála því viðhorfi að með verðtryggingu er lánveitandi með bæði belti og axlabönd á lánaáhættu sína og mér finnst það ekki endurspeglast í vaxtakröfum. Þannig finnast mér 5,1% vextir eins og reiknað er með í dæminu hér að ofan - vera nánast okurvextir miðað við veðstöðu og verðtryggingu lánsins.Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að

í því efnahagslífi sem við búum við með verðbólguskotum og sveiflum – eru verðtryggð langtímalán að mínu mati eitt besta búsetuöryggi láglaunafólks sem við eigum völ á í dag. Það að verðbótaþættinum er jafnað á eftirstöðvar tryggir að áhrifum verðbólguskota (sem verður í óverðtryggðu kerfi mætt með vaxtahækkunum) er dreift á eftirstöðvarnar og í því felst m.a. búsetuöryggið. Ennfremur óttast ég að með styttingu lána og hærri vaxtabyrði í upphafi eins og kynnt er í tillögum um óverðtryggð lán þar sem vaxtabyrði er þyngst í upphafi láns – muni stór hópur fólks ekki standast greiðslumat og því vera gert ókleyft að kaupa eigið húsnæði – fólk sem í dag stenst greiðslumat miðað við langtíma jafngreiðslulán.Í dag er ekkert kerfi sem grípur fólk sem ekki ræður við kaup á eigin húsnæði – annað en óskipulagður leigumarkaður þar sem búsetuöryggi er ekkert svo og leiguíbúðir sveitarfélaga sem eru fáar og biðlistar langir. Aðrar lausnir eru t.d. Búseti og álíka kerfi – en umfang þeirra er hvergi nógu mikið til að mæta þörfum.Verði tillögur „verðtryggingahópsins“ að veruleika – sé ég ekki betur en að félagslegum markmiðum húsnæðismála sé fórnað fyrir hagsmuni þeirra sem ráða við hærri greiðslubyrði og vilja hraðari eignamyndun og geta tekið á sig sveiflur í greiðslubyrði. Í sjálfu sér er ekkert að því markmiði – en ég hef aldrei náð að skilja hvers vegna það á að „afnema verðtryggingu“ . Ég hefði haldið að það væri sjálfsagt að fjölga valkostum á markaðnum – en sýnist að það sé aðallega pólitískur rétttrúnaður sem ræður för. Fórnarlömbin verða láglaunafólk sem verður dæmt út af fasteignamarkaðnum og mun því þurfa að þvælast á milli leiguíbúða og skólahverfa með börn sín – og mun aldrei ná að byggja upp neitt eigið fé.

Sverrir Albertsson Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags

Opið bréf til þingmanna SuðurkjördæmisMynd: Óðinn Eymundsson

Page 2: Eystrahorn 7. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 20. febrúar 2014

Ford Explorer 2006 til söluEkinn 104.100 km. Nýir bremsuklossar og diskar að framan og aftan. Ný dekk, kerti. Búið að skipta um olíu, síu og legu í gírkassa, reim í altenator og hjöruliði. DVD tæki og gott útvarp eru í bílnum. Skipti á ódýrari bíl kemur til greina. Skoða öll tilboð.Verðlegg Fordinn á 2.100.000. Upplýsingar hjá Pawel í síma 846-4420.

Íbúð óskastAuglýsi eftir íbúð eða húsi til leigu frá og með 1. maí n.k.Þarf að rúma einn einstakling og vera á Höfn. Skoða allt. Upplýsingar hjá Björgu Sigurjóns í síma 866 9293 eða á netfangið [email protected].

Lesum á móðurmálinu, það er mikilvægt að missa ekki tengslin við uppruna sinn.

Leemos en la lengua materna, es importante no perder la relación con nuestro origen.

Read in your mother language, it's important not to lose the connection to your origin

Pročitajte  na svom maternjem jeziku, vačno je da  vas da ostanete u vezi svojim izvorom.

Czytaj w swoim ojczystym jčzyku, wačne jest by znač swoje pochodzenie

Mag basa kita sa atong pinulongan, importanti nga mahibaw.an ninyo diin mo gikan...

Árið 1999 staðfesti UNESCO að 21. febrúar ár hvert skyldi vakin athygli á þýðingu móðurmálsins fyrir einstaklinga. Ekki verður skorast undan því á þessu ári og hefur íslenska UNESCO nefndin og stofnun Vigdísar Finnbogadóttir í erlendum tungumálum ákveðið að í vikunni 21. – 28. febrúar verði boðið upp á ýmsa viðburði í tilefni af móðurmálsdeginum. Að þessu tilefni verður vakin athygli á starfi ýmissa aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum og hvatt til umræðu í skólum hvernig best sé að koma til móts við þarfir nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku. Tungumálið er tæki til samskipta og flest þekkjum við þá tilfinningu að skorta orð og geta ekki komið skoðunum eða upplýsingum á framfæri. Því er það ávinningur fyrir samfélagið að eiga einstaklinga sem hafa vald á mörgum tungumálum og fjöltyngdir einstaklingar eru afar verðmætir. Því er mikilvægt að einstaklingar af erlendum uppruna fái að viðhalda móðurmáli sínu en jafnframt að tileinka sér íslenskuna sem er ríkismálið og aðal samskiptamál út í samfélaginu. Tungumálanám hvort sem það er móðurmálið okkar eða annað felur í sér tækifæri, ekki hvað síst í ferðamannaiðnaðnum sem er ört vaxandi atvinnugrein hér á landi. Það veitir ferðamanninum öryggiskennd að geta átt þægileg samskipti sem dregur úr tortryggni og þjónustan verður faglegri. Sveitarfélagið Hornafjörður er ríkt af auðlindum en ekki hvað síst af fjölda tungumála sem töluð eru í sveitarfélaginu. Í grunnskólanum má nefna að þar eru töluð 13 tungumál en það er aðeins hluti af þeim tungumálum sem einstaklingar hafa á valdi sínu í öllu sveitarfélaginu. Þess má geta að fyrir ári var útbúið plakat sem hannað var af Vilhjálmi Magnússyni í samvinnu við undirritaða, en plakatið hefur vakið athygli og verður dreift í bókasöfn höfuðborgarinnar og notað til að auglýsa málþing á vegum UNESCO og stofnun Vigdísar Finnbogadóttur þann 28. febrúar í Norræna húsinu þar sem móðurmálið er aðal umfjöllunarefni. Að lokum má minna á að á bókasafninu í Nýheimum má finna bækur á ýmsum tungumálum og hægt að fá að milliláni frá öðrum söfnum til að viðhalda og efla móðurmálsvitund þeirra sem hér búa.

Magnhildur Björk Gísladóttir, Verkefnisstjóri um málefni innflytjenda Sveitarfélagið Hornafjörður

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Snorri Snorrasonlögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlariSími 580-7915

Trölli söluskáli Söluskáli með skyndibita, pizzur, hamborgara, kjúkling ofl. Gott atvinnutækifæri

DalbrauT „MjólkursTöðin“Um er að ræða 658 m² atvinnuhúsnæði. Góð lofthæð, auðvelt að breyta innréttingu. Laust fljótlega.

kirkjubrauTRúmgott 137,1 m² einbýlishús ásamt 19,3 m² sólstofu og 42,7 m² bílskúr, samtals 199,1 m². Húsið er nú með 4 svefnherbergjum og möguleiki er á 5 herbergjum.

Nýtt á skrá

Móðurmálið er máliðAlþjóðleg vika móðurmálsins

21. – 28. febrúar 2014

Lesum á móðurmálinu, það er mikilvægt að missa ekki tengslin við uppruna sinn!

Mag basa kita sa atong pinulongan, importanti ngamahibaw.an ninyo diin mo gikan!

Pročitajte na svom maternjem jeziku, važno je da vas ostanete u vezi so svojim izvorom!

Leemos en la lengua materna, es importante no perder la relación

con nuestro origen!

Czytaj w swoim ojczystym języku, ważne jest by znaćswoje pochodzenie!

Read in your mother language, it’s important not to lose the connection to your origin!

NN

UN

: VIL

LI M

AG

G

Kaþólska kirkjanSunnudagur 23. febrúar

Börnin hittast kl. 11:00 Hl. messa kl. 12:00 Eftir hl. messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar

Allir hjartanlega velkomnir

Aðalfundur UMF Mánaverður haldinn sunnudaginn

23. febrúar kl. 14:00 í Mánagarði. Venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar í boði.

Stjórnin

Frá Ferðafélaginu

Firðirnir fögru 5. áfangiSunnudaginn 23. febrúar 2014Gengið frá Hamri og út á Djúpavog. Lagt af stað frá tjaldstæðinu á Höfn kl .09.00 og frá Hamri kl. 10:15. Í lok göngu fáum við okkur kaffi og drögum út nokkra glæsilega vinninga úr skjólunni góðu. Verð 2500- kr., innifalið er kaffi/kakó og bakkelsi. Allir velkomnir og munið að taka með nesti og klæðast eftir veðri. Frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074.

Kútmagakvöld Lionsverður 15. mars n.k.Nánar auglýst síðar.

Page 3: Eystrahorn 7. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 20. febrúar 2014

Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar var stofnaður þann 23. maí 2013. Klúbburinn á rætur sínar að rekja til blús- og rokktónleika sem haldnir voru í Pakkhúsinu um miðjan mars sama ár. Mikill meirihluti þeirra tónlistarmanna sem fram komu á tónleikunum voru Hornfirðingar, ýmist búsettir hér eða brottfluttir. Þann 13. – 15. mars næstkomandi stendur klúbburinn fyrir tónlistarveislu með áherslu á þá tónlist sem fellur undir blús og rokk þó eflaust muni jassinn einnig óma. Eins og á tónleikunum í mars 2013 verða hornfirskir tónlistarmenn, ungir sem eldri, brottfluttir og heimamenn, áberandi á sviðinu. Einnig mæta til leiks hljómsveitin Dútl ásamt söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur og síðast en ekki síst gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason og hljómsveit hans, skipuð valinkunnum hljóðfæraleikurum. Allir tónleikarnir verða í Pakkhúsinu. Til frekari upplýsinga er vert að benda á eftirfarandi slóð: www.facebook.com/hornablues. Hátíð sem þessi verður ekki haldin án stuðnings velviljaðra einstaklinga og fyrirtækja. Eftirfarandi eru færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn: Menningarráð Suðurlands, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skinney - Þinganes, Gistihúsið Dyngja, Halldór og Bergþóra í Pakkhúsinu.

Stjórn Blús- og rokkklúbbs HornafjarðarFimmtudaginn 20. febrúar verður fyrsta spilakvöldið af fjögurra kvölda móti. Til þess að binda ekki spilamenn um of við mótið þá telja þrjú bestu kvöldin af þessum fjórum til vinnings. Munið að mæta með makker. Spilamennskan byrjar stundvíslega kl. 19:30 og það verður ekki hringt út til að bjarga yfirsetu eða stökum spilurum. Þetta tókst með afbrigðum vel síðasta fimmtudag, þar sem spilamennskan var búin um kl. 11:00 og það er ekkert sem segir að það geti gengið áfram.

Blús- og rokkhátíð

Enska 214 klst. Verð: 28.000.-

Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta enskan framburð og

auka orðaforðann. Einnig verður farið í uppröðun orða í setningum o.fl.

Nýheimar, mánudaga og miðvikudaga kl. 18:00 - 20:00. Byrjar 26. febrúar.

Leiðbeinandi: Anna María Kristjánsdóttir

Excel 112 klst. Verð: 25.000.-

Einstaklingsmiðuð kennsla í excel.

M.a. verður farið í reiknimöguleika forritsins og hvernig hægt er að sýna gögn á myndrænan hátt t.d. með því að nota köku-, línu- og súlurit.

Þátttakendur læra að vinna með stórar töflur og vinna úr gögnum á fjölbreyttan hátt.

Mánnúdaga og miðvikudaga kl. 17:00 - 19:00, alls sex skipti. Byrjar 31. mars.

Leiðbeinandi: Tinna Björk Arnardóttir

Að selja ÍslandHvernig bý ég til vöru, hvaða leyfi þarf ég, hvernig ætla ég að selja hana, hvernig ætla ég að verðleggja mig?Guðrún Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Ríki Vatnajökuls og Háskólasetrinu mun leitast við að svara þessum spurningum en einnig fara yfir allt söluferlið séð með augum kúnnans erlendis frá.Fræðsluerindið er ætlað hluthöfum Ríkis Vatnajökuls en er öllum opið sem áhuga hafa á og verður í fyrirlestrasal Nýheima miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20:00.

Hjólreiðaferðamennska á SuðurlandiFimmtudaginn 27. febrúar verður haldinn á Selfossi stofnfundur klasa um hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi. Ætlunin er að ná saman þeim aðilum sem áhuga hafa á að koma að uppbyggingu á þessu sviði, bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Einnig mun Björn Jóhannsson frá Ferðamálastofu flytja kynningu á fyrirhugaðri tengingu Íslands við EuroVelo.

Fundurinn verður haldinn í Fjölheimum á Selfossi kl. 13:00 fimmtudaginn 27. febrúar 2014.

Ef af einhverjum ástæðum þið sjáið ykkur ekki fært að koma á Selfoss, þá verður mögulegt að tengjast fundinum við fjarfundarbúnað.

Nánari upplýsingar má fá hjá starfsmanni verkefnisins, Sigrúnu Kapitolu í síma 8617873 eða á [email protected]

Góuhóf í ÖræfumLaugardaginn 1.mars

Ræðumaður: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir

Miðapantanir eru hjá Sigurði Gunnarssyni í síma 893-1150 eða á netfangið [email protected]

Góunefnd 2014

Bridds

Sjálfstæðisfólk hefur komið reglulega saman undanfarna laugardaga til að ræða og undirbúa uppröðun á D-lista við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kosin var kjörnefnd og ákveðið að viðhafa könnun meðal félagsmanna og stuðningsfólks listans. Fólk er hvatt til að koma ábendingum um hugsanlega frambjóðendur til kjörnefndarmannanna Bjarkar Pálsdóttur ( s. 861 8603 / netfang [email protected] ) eða Magnúsar Jónassonar ( s. 845 1200 / netfang [email protected] ). Sömuleiðis eru þeir sem áhuga hafa á að taka sæti á listanum bent á að hafa samband við ofangreinda aðila.Auðvelt er að ganga í Sjálfstæðisfélagið með því að fara á xd.isMinnt er á næsta súpufund laugardaginn 22. febrúar kl. 11:30.

Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna

Fréttatilkynning

Framboð undirbúið

Unglingurinn á HornafirðiSunnudaginn 2. mars kl. 17.00 í Mánagarði

Miðar fást á midi.is og á staðnum

ATH. Gaflaraleikhúsið og Menntalest Suðurlands (SASS) bjóða miðann á aðeins 1.750 kr ef að keypt er viku

fyrir sýningu eða fyrr. (almennt miðaverð er 2.500 kr)

Finnið okkur á Facebook - www.facebook.com/unglingurinn

Page 4: Eystrahorn 7. tbl. 2014

4 EystrahornFimmtudagur 20. febrúar 2014

Þann 26. febrúar 2011 var haldið íbúaþing um málefni sveitarfélagsins í Mánagarði. Margar góðar hugmyndir komu þar fram. Það er því við hæfi nú þremur árum seinna að fara yfir þá þætti sem komu út úr fundinum og hvað hefur komist í framkvæmd á þessum tíma. Í upphafi þings voru valin þrjú gildi fyrir sveitarfélagið sem eru eftirfarandi: samvinna – heiðarleiki – metnaður. Unnið var út frá átta markmiðum sem voru sundurgreind í starfsmarkmið og aðgerðir. Verður hér farið yfir markmiðin og hvað hefur áunnist í hverju og einu.

Greið leiðSamgöngu- og fjarskiptamál voru tekin fyrir undir þessu markmiði. Vegagerðin hefur hafið undirbúning fyrir framkvæmdir við nýtt vegstæði yfir Hornafjarðarfljót og leggur bæjarstjórn áherslu á það við ríkið að ekki verði frekari tafir á verkefninu, að fyrsti áfangi hefjist á árinu 2015. Unnið hefur verið að bættu fjarskiptasambandi á Mýrum og í Suðursveit með lagfæringu, bættum búnaði og lagningu ljósleiðara. Stefnt er að því að verkefninu verði lokið á því svæði fyrir vorið. Umferðamerkingar hafa verið bættar á Höfn og göngustígur bættur en ekki hefur verið ráðist í lagningu göngustígs inn í Nes enn sem komið er. Rannsóknir við Grynnslin í innsiglingunni í Hornafjarðarós halda áfram eftir föngum. Áfangaskýrsla kom út um síðustu áramót úr þeim gögnum sem búið var að safna og er framhaldið nú í höndum ríkisins en bæjarstjórn fylgir því eftir að unnið sé að varanlegri lausn við innsiglinguna.

Hreint umhverfiUmhverfisstefna sveitarfélagsins var samþykkt 2013. Í umhverfisstefnunni er tekið á þeim þáttum sem komu fram um hreint umhverfi. Aukning í endurvinnslu varð í október sl. þegja 2ja tunnu kerfi var tekið upp í þéttbýli og verður það innleitt í dreifbýli nú í vor. Fræðsla um umhverfismál hefur verið sett á oddinn og verður tekinn í notkun umhverfisflipi á heimasíðu sveitarfélagsins á næstu vikum. Sveitarfélagið í samvinnu við Landvernd vinnur að minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í sveitarfélaginu. Verið er að kortleggja orkunotkun sveitarfélagsins og með hvatningu til starfsfólks og íbúa í formi fræðslu um það hvernig við getum dregið úr orkunotkun munu við vonandi sjá draga úr þegar samanburður verður tekinn í lok verkefnisins. Með aukinni endurvinnslu og fræðslu væntum við betri nýtingar á urðunarstaðnum í Lóni sem hefur

fengið nýtt starfsleyfi með auknum kröfum um mengunarvarnir og umgengni um staðinn. Þá leiddi rannsókn í ljós að óraunhæft væri að byggja orkuver við Hvanneyjarvita í Hornarfjarðarós en skoða mætti möguleika við Mikleyjarál og Melaál. En þess má geta að Valorka ehf. hefur einmitt verið að prófa sjávarhverfil í Mikleyjarál. Heildstæð áætlun um frágang opinna svæða hefur verið unnin af umhverfis- og skipulagsnefnd. Lögð hefur verið áhersla á frágangi í kringum félagsheimili og stofnanir sveitarfélagsins og ýmsar lagfæringar. Áherslan árið 2014 er á umhverfi verslunarkjarnans á Höfn, Mánagarðs og Holts.

Magnað menningarlífGamlabúð hefur verið flutt á Heppuna og Hornafjarðarsöfn hafa fengið Miklagarð til afnota til uppbyggingar safns og starfsemi í tengslum við það. Vöruhúsið er komið í fulla starfsemi í anda skýrslunnar Skapandi Samfélag þar sem áhersla er lögð á list- og verkgreinar með aðkomu skóla, frumkvöðla, listamanna og almennings. Efling félagsheimila í dreifbýli hefur ekki gengið eins og áformað var, efla þarf samvinnu heimamanna og Menningarmiðstöðvar til að koma því verkefni betur af stað.

Skapandi menntasamfélagLærdómssamfélagið Hornafjörður hefur unnið að sameiginlegri vinnu við innleiðingu á nýrri aðalnámskrá allra skólastiga frá leikskóla til framhaldsskóla. Aukist hefur framboð á formlegum brautum innan FAS. Efling hefur verið í list- og verkgreinum hjá skólunum í tengslum við Vöruhúsið. Menntastefna sveitarfélagsins verður unnin árið 2014 með aðkomu allra hagsmunaaðila. Stefnt var að auknu framboði á háskólanámi á Höfn í tengslum við sérstöðu og auðlindir svæðisins en ekki hefur orðið af því og né hefur orðið af keppni björgunarsveita í fjallamennsku á Hornafirði. Fram kom sú hugmynd að í Hofgarði yrði starfræktur umhverfis- og landbúnaðarskóli á grunnskólastigi en þótti það ekki raunhæft til framkvæmdar.

Blómstrandi samfélagByggt hefur verið við báða leikskólana á Höfn og bætt aðstaða starfsfólks og nemenda. Endurbótum við Heppuskóla er lokið og stefnan sett á Sindrabæ að nýju. Fjölskyldustefna sveitarfélagsins hefur verið yfirfarin og stefnt er að endurskoðun hennar haustið

2014. Stefnt var að jákvæðum fréttaflutningi frá sveitarfélaginu og hafa sveitarfélagið, íbúar og fyrirtæki þess verið tíðir gestir á skjáum landsmanna í sjónvarpsþáttum eins og Landanum, Fólkið í landinu og Ísland í dag. Einnig má geta sjónvarpsþáttarins Flikk Flakk, vefsíðu sveitarfélagsins og er efni frá sveitarfélaginu komið á framfæri á nokkrum síðum á samskiptavefnum facebook. Mikil og góð umfjöllun hefur einnig verið í tengslum við gerð bíómynda á svæðinu og á vegum ferðaþjónustunnar almennt. Eitt af markmiðum íbúaþingsins var að stuðla að íbúafjölgun um 30% fyrir 2016 með því að hætta sölu getnaðarvarna í Lyfju! Í stöðuskýrslu sem Árdís Erna Halldórsdóttir vann fyrir sveitarfélagið 2012 og þessi samantekt byggir að miklu leyti á, þá kom fram að umrætt verkefni hefur ekki hlotið hljómgrunn enn sem komið er.

Freistandi ævintýriFerðamönnum hefur fjölgað mikið í sýslunni á sl. þremur árum og hefur framboð á gistingu og afþreyingu einnig aukist á tímabilinu. Mikil áhersla er á afurðir úr héraði og hafa íbúar og fyrirtæki á svæðinu verið öflug í að taka þátt í ævintýrinu. Í samvinnu við ferðaþjónustuna er unnið að því að auka aðgengi ferðalanga að salernisaðstöðu. Og bætti gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að hluta til úr þeim málum í þéttbýlinu á Höfn sl. sumar er þar er nú rekin heilsársþjónusta sem veitir samhæfðar upplýsingar til ferðafólks.

Fyrirmyndar velferðarkerfiUndirbúningur sveitarfélagsins að byggingu nýs hjúkrunarheimilis með gerð deiliskipulags við Víkurbraut er á lokastigi. Velferðarráðherra hefur ítrekað verið gerð grein fyrir stöðu húsnæðismála hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands og þrýst hefur verið á að fjármagn verði sett til nýbyggingar á Höfn. Mönnun lækna hefur verið trygg síðustu ár en ráða þarf ljósmóður til stofnunarinnar. Forvarna- og heilsueflingarstefna hefur verið í undirbúningi meðal annars með íbúaþingi um málið og hefur velferðarteymi og grasrótarhópur um heilsueflingu- og forvarnir verið mjög virkur.

Gjöfult atvinnulífAtvinnustefna sveitarfélagsins er í mótun og tengslum við hana hefur atvinnulífið á staðnum verið greint. Aukning hefur orðið í heilsársstöðugildum í ferðaþjónustu og mælist lítið atvinnuleysi í sveitarfélaginu. Sprotafyrirtæki hafa tekið til starfa sem dæmi má nefna; Millibör, Heppa-Matarhöfnin og Ice Walk. Búnaðarstefna hefur verið mótuð af sveitarfélaginu og Búnaðarsambandinu. Segja má að meginþorri þeirra hugmynda sem rötuðu í samantekt íbúaþingsins hafi fundið sér farveg á einn eða annan hátt sem er gleðilegt. Áfram verður unnið að þeim verkefnum sem ekki er lokið og segja má að vinunni ljúki aldrei þar sem samfélagið er í stöðugri mótun og að styttast kann í næsta íbúaþing þar sem halda má áfram þeirri vinnu sem hófst fyrir þremur árum þann 26. febrúar 2011.

Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri

Frá íbúaþingi til dagsins í dag

Page 5: Eystrahorn 7. tbl. 2014

Opnun sýningarinnar “Heimahöfn“ í Svavarssafni

Sýning á verkum Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur opnar í Listasafni Hornafjarðar, Svavarssafni þann 21. febrúar klukkan 16:00.

Sýningin nefnist Heimahöfn, en þar eru verk sem Guðrún hefur unnið á árunum 2010-2014. Flest eru unnin með blöndu sem hún býr til sjálf og er eins konar tempera sem heitir „patine au vin“, einnig eru nokkur verk unnin með akrílmálningu.

Léttar veitingar í boði

Allir velkomnir

karlakórinn Jökull verður með kökubasar í Miðbæ föstudaginn 21. febrúar kl. 17:00

Page 6: Eystrahorn 7. tbl. 2014

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Hér

aðsp

rent

Orlofsíbúð AFLs á SpániUmsóknarfrestur um orlofsdvöl í íbúð félagsins við Alicante.

Íbúðin er í úthverfi bæjar sem heitir Torreviejaog er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá Alicante.

Í húsinu eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns. Allur annar búnaður er í húsinu (handklæði, rúmföt og stranddót).

Leigt er í hálfan mánuð í einu og er leiga 54.000,- fyrir félagsmann.

Fyrstur kemur fyrstur fær!

1. apríl - 15. apríl, 15. apríl - 29. apríl, 29. apríl -13. maí, 13. maí - 27. maí.

Úthlutun:27. maí - 10. júní, 10. júní -24. júní, 24. júní - 8. júlí, 8. júlí - 22. júlí, 22.júlí - 5. ágúst,

5. ágúst - 19. ágúst, 19. ágúst - 2. sept, 16. sept - 30. sept.

Sækja má um á skrifstofum AFLs fyrir 10. mars nk.

Úthlutað verður 12. mars.