Top Banner
Fimmtudagur 4. desember 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 42. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Það var virkilega skemmtileg uppákoma í Gömlubúð á sunnudaginn var. Minnst var 150 ára afmæli hússins og fluttu nemendur úr Heppuskóla fróðlegan og skemmtilegan leikþátt um upphaf verslunar á Papósi og Höfn. Var flutningur og framsetning unga fólksins til fyrirmyndar en Vala Garðarsdóttir skrifaði textann og Kristín Gestsdóttir leikstýrði. Á myndinni eru frá vinstri: Vala Garðarsdóttir, Zóphonías Torfason, Salóme Morávek, Stefán Þór Jónsson, Sunna Guðmundsdóttir, Andri Þór Agnarsson og Agnes Jóhannsdóttir. Á Hornafirði og um landið allt hefur umræða átt sér stað um mikilvægi þess að efla áhuga á tækni og tölvutengdum greinum með því markmiði að auka áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Stjórnvöld gáfu nýlega út hönnunarstefnu til þess að hvetja sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki til dáða. Í Vöruhúsinu hefur markvisst verið unnið við að setja upp Fab Lab hönnunarsmiðju með það að leiðarljósi að auka vægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Fyrir þá sem ekki vita þá er Fab Lab stafræn smiðja með tækjum og tólum til að skapa. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Nafnið Fab Lab stendur fyrir Fabrication Laboratory. Það eru yfir 330 Fab Lab smiðjur í heiminum, þannig að Fab Lab er stórt samfélag fólks sem hefur það markmið að ná sér í þekkingu og miðla þekkingu til annarra. Það er mikil gróska hjá íslenskum Fab Lab smiðjum. Fab Lab Vestmannaeyjar opnuðu fyrst og svo hafa sprottið upp nýjar smiðjur eins og Fab Lab Sauðárkrókur, Fab Lab Ísafjörður, Fab Lab Akranes, sem er verið að enduropna, Fab Lab Reykjavík og Fab Lab Austurland (Fjarðabyggð) sem opnaði glæsilega smiðju 8. nóvember. Þessar smiðjur hafa allar það markmið að tengja saman einstaklinga, fyrirtæki, skóla og aðrar stofnanir til að ná fram aukinni samkeppnishæfni á sviði tækni, vísinda, hönnunar og nýsköpunar. Í Vestmannaeyjum hafa fleiri ungmenni skráð sig í tækninám sem er rakið til Fab Lab smiðjunnar. Fab Lab Hornafjörður hefur unnið með Nýsköpunarmiðstöð frá 2013 en á næstu vikum verður skrifað undir samstarfssamning. Í kjölfarið verður smiðjan okkar fullgild Fab Lab smiðja sem gefur okkur aukin tækifæri til að bjóða upp á formlegt nám. En 2016 verður boðið upp á fjarnám frá MIT í Boston sem kallast Fab Academy. Um miðjan desember lýkur löngu námskeiði sem heitir Fab Lab Hönnunar og frumkvöðlasmiðja og er unnin í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Það eru um fjórtán manns sem hafa sótt námskeiðið og það hefur verið mikið um að vera og góður hópur þar á ferð. Unnið er markvisst við það að tengja Fab Lab verkefnið við öll skólastigin, endurmenntun og fræðslu. Við þurfum einnig að byggja á því sem við erum góð í og tengjast betur atvinnulífinu. Tökum dæmi um samstarf við atvinnulífið þar sem Millibör, FAS og Vöruhúsið gerðu með sér samstarfssamning. Millibör kom inn með þekkingu og hefur kennt fatahönnun og fatasaum á framhaldsskólastigi. Gerður var samningur til tveggja ára þar sem Millibör kom með helming af tækjum og Vöruhúsið með styrk frá ríkinu, annan helming til þess að hægt væri að hefja námið. Í samstarfssamningnum fékk Millibör tækifæri til að nýta stofuna fyrir utan kennslutíma til að framleiða sínar vörur. Á móti skilar hún tímum sem nýttir hafa verið í Vöruhúsinu eins og t.d. stefnumótun Vöruhúss, undirbúning keppenda fyrir Stíl hönnunarkeppni og fleira. Nemendur FAS sem hafa nýtt sér þessa áfanga hafa lært mikið og einnig þeir sem hafa farið á námskeið í fatasaum í gegnum Fræðslunetið. Þessi þekking sem hefur orðið til er stóri plúsinn við slíkt samstarf og að sjá okkar lið lenda í öðru sæti í Stíl Hönnunarkeppninni sem haldin var í Hörpu síðustu helgi er ómetanlegt. Ég hvet alla sem hafa áhuga á list- og verkgreinum að kíkja í Vöruhúsið eða Fab Lab smiðjuna, Vöruhúsið er fyrir alla. Hægt er að fá frekari upplýsingar á heimasíðunni www.voruhushofn.is. Nýtum tækifærin! Vilhjálmur Magnússon 150 ára afmæli Gömlubúðar Fab Lab smiðjan í Vöruhúsinu Bæjarstjórnarfundur 210. fundur Bæjarstjórnar Hornafjarðar verður fimmtudaginn 4. desember kl. 16:00 í Ráðhúsinu. Bæjarstjóri Björn Ingi Jónsson
8

Eystrahorn 42. tbl. 2014

Apr 06, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 42. tbl. 2014

Fimmtudagur 4. desember 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn42. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Það var virkilega skemmtileg uppákoma í Gömlubúð á sunnudaginn var. Minnst var 150 ára afmæli hússins og fluttu nemendur úr Heppuskóla fróðlegan og skemmtilegan leikþátt um upphaf verslunar á Papósi og Höfn. Var flutningur og framsetning unga fólksins til fyrirmyndar en Vala Garðarsdóttir skrifaði textann og Kristín Gestsdóttir leikstýrði. Á myndinni eru frá vinstri: Vala Garðarsdóttir, Zóphonías Torfason, Salóme Morávek, Stefán Þór Jónsson, Sunna Guðmundsdóttir, Andri Þór Agnarsson og Agnes Jóhannsdóttir.

Á Hornafirði og um landið allt hefur umræða átt sér stað um mikilvægi þess að efla áhuga á tækni og tölvutengdum greinum með því markmiði að auka áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Stjórnvöld gáfu nýlega út hönnunarstefnu til þess að hvetja sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki til dáða. Í Vöruhúsinu hefur markvisst verið unnið við að setja upp Fab Lab hönnunarsmiðju með það að leiðarljósi að auka vægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Fyrir þá sem ekki vita þá er Fab Lab stafræn smiðja með tækjum og tólum til að skapa. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Nafnið Fab Lab stendur fyrir Fabrication Laboratory. Það eru yfir 330 Fab Lab smiðjur í heiminum, þannig að Fab Lab er stórt samfélag fólks sem hefur það markmið að ná sér í þekkingu og miðla þekkingu til annarra. Það er mikil gróska hjá íslenskum Fab Lab smiðjum. Fab Lab Vestmannaeyjar opnuðu fyrst og svo hafa sprottið upp nýjar smiðjur eins og Fab Lab Sauðárkrókur, Fab Lab Ísafjörður, Fab Lab Akranes, sem er verið að enduropna, Fab Lab Reykjavík og Fab Lab Austurland (Fjarðabyggð) sem opnaði glæsilega smiðju 8. nóvember. Þessar smiðjur hafa allar það markmið að tengja saman einstaklinga, fyrirtæki, skóla og aðrar stofnanir til að ná fram aukinni samkeppnishæfni á sviði tækni, vísinda, hönnunar og nýsköpunar. Í Vestmannaeyjum hafa fleiri ungmenni skráð sig

í tækninám sem er rakið til Fab Lab smiðjunnar. Fab Lab Hornafjörður hefur unnið með Nýsköpunarmiðstöð frá 2013 en á næstu vikum verður skrifað undir samstarfssamning. Í kjölfarið verður smiðjan okkar fullgild Fab Lab smiðja sem gefur okkur aukin tækifæri til að bjóða upp á formlegt nám. En 2016 verður boðið upp á fjarnám frá MIT í Boston sem kallast Fab Academy. Um miðjan desember lýkur löngu námskeiði sem heitir Fab Lab Hönnunar og frumkvöðlasmiðja og er unnin í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Það

eru um fjórtán manns sem hafa sótt námskeiðið og það hefur verið mikið um að vera og góður hópur þar á ferð. Unnið er markvisst við það að tengja Fab Lab verkefnið við öll skólastigin, endurmenntun og fræðslu. Við þurfum einnig að byggja á því sem við erum góð í og tengjast betur atvinnulífinu. Tökum dæmi um samstarf við atvinnulífið þar sem Millibör, FAS og Vöruhúsið gerðu með sér samstarfssamning. Millibör kom inn með þekkingu og hefur kennt fatahönnun og fatasaum á framhaldsskólastigi. Gerður var samningur til tveggja ára þar sem Millibör kom með helming af tækjum og Vöruhúsið með styrk frá ríkinu, annan helming til þess að hægt væri að hefja námið. Í samstarfssamningnum fékk Millibör tækifæri til að nýta stofuna fyrir utan kennslutíma til að framleiða sínar vörur. Á móti skilar hún tímum sem nýttir hafa verið í Vöruhúsinu eins og t.d. stefnumótun Vöruhúss, undirbúning keppenda fyrir Stíl hönnunarkeppni og fleira. Nemendur FAS sem hafa nýtt sér þessa áfanga hafa lært mikið og einnig þeir sem hafa farið á námskeið í fatasaum í gegnum Fræðslunetið. Þessi þekking sem hefur orðið til er stóri plúsinn við slíkt samstarf og að sjá okkar lið lenda í öðru sæti í Stíl Hönnunarkeppninni sem haldin var í Hörpu síðustu helgi er ómetanlegt. Ég hvet alla sem hafa áhuga á list- og verkgreinum að kíkja í Vöruhúsið eða Fab Lab smiðjuna, Vöruhúsið er fyrir alla. Hægt er að fá frekari upplýsingar á heimasíðunni www.voruhushofn.is. Nýtum tækifærin!

Vilhjálmur Magnússon

150 ára afmæli Gömlubúðar

Fab Lab smiðjan í Vöruhúsinu

Bæjarstjórnarfundur210. fundur Bæjarstjórnar Hornafjarðar verður fimmtudaginn 4. desember kl. 16:00 í Ráðhúsinu.

Bæjarstjóri Björn Ingi Jónsson

Page 2: Eystrahorn 42. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 4. desember 2014

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

kemur út fimmtudaginn 18. desemberÞeir sem óska eftir að senda jólakveðjur, auglýsa eða fá birt efni í jólablaðinu eru beðnir að hafa samband við ritstjóra sem fyrst í tölvupósti: [email protected]. Jólablaðið kemur út fimmtudaginn 18. desember og þarf allt efni, auglýsingar og kveðjur að berast í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 16. desember. Fólk getur sjálft samið kveðjurnar eða valið staðlaðar kveðjur sem hægt er að fá sendar í tölvupósti. Hér fyrir neðan er sýnishorn af einni gerð jólakveðju sem kostar kr. 3.000,- (3.765,- m/vsk).

Jólablað Eystrahorns

Sendum vinum og vandamönnum innilegar jólakveðjur

með þökk fyrir liðin ár .

Jón og Gunna

Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. Jeremía 29:12

Fyrirbænastund í Hvítasunnukirkjunni Lifandi VatnÁtt þú eða einhver þér tengdur við veikindi, verki eða annarskonar vandamál að stríða.

Guð þráir að lækna, leysa og mæta þér á allan þann hátt sem þú þarfnast. 

Þú ert velkomin að koma og fá fyrirbæn hjá okkur á föstudaginn  05. desember frá kl. 17.30 - 18.30 í Hvítasunnukirkjunni á Hafnarbraut (við hliðina á Gömlu Mjólkurstöðinni).

Hvítasunnukirkjan Lifandi Vatn

HafnarkirkjaSunnudaginn 7. desember Aðventusamkoma kl. 16:00

Barnakór og Samkór Hornafjarðar syngja.

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri flytur hugvekju.

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

BjarnaneskirkjaSunnudaginn 7. desember Aðventusamkoma kl. 20:00

Barnakór og Samkór Hornafjarðar syngja. Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir frá Miðskeri

flytur hugvekju. Kaffiveitingar í Mánagarði.

Prestarnir - sóknarnefndin

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í EKRUNNI AUGLÝSIR:

Það er alltaf eitthvað um að vera í EKRUNNI, má benda á handavinnu, spilað, teflt, boccía, pílukast, snóker, þythokkýspil, samverustundir,dans,kórstarf, leikfimi o.fl. Kíkið við !Næsta samverustund er Jólasamverustundin sunnudaginn 14. desember. Gengið frá Ekrunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00. Fylgist með auglýsingum í Eystrahorni.

Alltaf velkomin á viðburði í EKRUNNI

Hársnyrtistofan FLIKK Austurbraut 15 • Sími 478-2110

Full stofa af flottum skartgripum og gjafavöru, einnig gjafabréf.

Opið á laugardögum til jóla frá 13:00-16:00.Minni á heimasíðuna,

hársnyrtistofan Flikk á facebook.Verið velkomin

Sindravörur til söluSindramarkaður (notað og nýtt) t.d. Sindrabuff,

legghlífar, handklæði, körfuboltabúningar og fleira, er að Víkurbraut 2.

Opið laugardag og sunnudag nk. kl. 14:00 - 16:00.

Styrktarhappdrættið - LínanDregið hefur verið í Línunni hausthappdrætti Slysavarnadeildarinnar Framtíðar. Alls voru 92 vinningar dregnir út og þegar hefur verið haft samband við vinningshafa. Við þökkum kærlega góða þátttöku og þökkum þeim sem styrktu okkur með vinningum.

Línunefnd

Page 3: Eystrahorn 42. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 4. desember 2014

vERKEFNASÝNINGSýning á vinnu nemenda FAS og Grunnskóla Hornafjarðar föstudaginn 5. desember kl. 17:00 til 19:00 í Vöruhúsinu. FAS nemendur sýna verkefni í fatasaum, kvikmyndagerð, sjónlist, og matreiðslu.

Grunnskólanemendur sýna verkefni ímyndmennt og textíl. Einnig verður opið hús í listastofu og Fab Lab hönnunarsmiðju. Öll hjartanlega velkomin. Nemendur og kennarar.

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri byrjar í janúar 2015 og verður til 10 maí 2015.

Allar nánari upplýsingar hjá Snæsu í síma 866-6242 og 478-1005.

Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu HSSA

Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu við HSSA verður til kynningar

í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar fimmtudaginn 4. desember

kl. 12:00 - 13:00.

Umhverfis- og skipulagssvið

Hótel SmyrlabjörgSíðasta jólahlaðborðið fyrir þessi jól verður

laugardaginn 6. desember.Borðin svigna undan hefðbundum

jólaréttum og villibráðBorðhald hefst klukkan 20:00

Verð 7.900- kr. á mannBorðapantanir í síma 478-1074

Hlökkum til að sjá ykkur í dag

Halló - halló! Taxfrí af allri vöru í verslun okkar fimmtudaginn

4. desember til laugardagsins 6. desember.

Athugið opið alla fimmtudaga í desember til kl. 20:00 og laugardaga kl. 13:00 -1 6:00.

Komið og gerið góð kaup

Verslun Dóru

Page 4: Eystrahorn 42. tbl. 2014

4 EystrahornFimmtudagur 4. desember 2014

Leiftur Umf. Sindri 80 ára

Sunddeild Sindra hefur verið starfrækt um nokkurra ára skeið. Mikil bylting varð á sundmenningu okkar Hornfirðinga með tilkomu nýrrar sundlaugar árið 2009. Í dag eru iðkendur um 30 talsins, á aldrinum 8-17 ára. Þjálfarar eru tveir, þeir Trausti Magnússon og Goran Basrak. Í nóvember í fyrra fengum við til okkar Brian Marshall sem meðal annars hefur þjálfað íslenska landsliðið í sundi, haldnar voru æfingabúðir og buðum við Þrótti Neskaupsstað að taka þátt með okkur og heppnuðust æfingabúðirnar einstaklega vel og var samstarf þjálfara og foreldra til fyrirmyndar. Stefnt er því að endurtaka slíkt námskeið eftir áramót. Farið var á gullmót KR í febrúar og þar kepptu sín á milli krakkar af öllu landinu. Okkar iðkendur stóðu sig með prýði og eru þegar farin að æfa fyrir næsta mót. Þau sundmót sem deildin hefur hvað mest verið að sækja eru

mótin á Djúpavogi, eitt að hausti og annað að vori og voru börnin einmitt að ljúka einu slíku sunnudaginn 23. nóvember. Þar stóðu okkar börn sig mjög vel og mörg þeirra unnu til verðlauna. Sunddeildin hefur einnig verið með innanfélagsmót í kringum páska þar sem allir iðkendur eru leystir út með páskaeggi. Sunddeildin hefur af og til frá árinu 2011 boðið upp á Garpasund en það er sund fyrir fullorðna undir handleiðslu þjálfara og felst í 5 vikna námskeiðum með tímum tvisvar í viku. Sundnámskeið fyrir forskólabörn hefur verið haldið að vori hafi deildin náð að tryggja sér þjálfara.

Fyrir hönd sunddeildar Sindra, Stefanía og Sólrún

Fimleikadeild Sindra var stofnuð af Alberti Eymundssyni 1986-87. Fékk hann í lið með sér tvo íþróttakennara, þær Ágústínu Halldórsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur og voru þær því fyrstu þjálfarar fimleikadeildarinnar. Strax var ágætis áhugi á fimleikunum og þó nokkrir iðkendur byrjuðu að æfa. Eftir fyrsta árið var því ákveðið að boða til foreldrafundar þar sem fyrsta stjórn deildarinnar var stofnuð. Frá upphafi hafa aðstæður verið þannig að eini möguleikinn var að stunda almenna fimleika þar sem ekki voru mikil fjárráð til að kaupa tæki sem þurfti til áhaldafimleika. Fyrstu árin var tækjabúnaður af skornum skammti en með tímanum hefur deildin bætt nokkuð við sig af tækjum og í dag eigum við t.d. dansgólf og fíberdýnu. Einnig réðst deildin í mikil tækjakaup síðasta vor þar sem keypt voru áhöld fyrir um 3 milljónir. Þessi áhöld hjálpa iðkendum að bæta enn færni sína og eflir starf deildarinnar mikið. Í dag er iðkendafjöldinn enn að aukast og eru um 100 iðkendur í fimleikadeildinni sem er nokkuð mikið í litlu bæjarfélagi. Margir góðir þjálfarar hafa starfað við fimleikadeildina en að jafnaði starfa 6 þjálfarar við deildina og hafa náð góðum árangri í starfinu, sýnt mikinn metnað og áhuga og eru þeim þakkir skildar. Farið hefur verið á mörg mót bæði einstaklingsmót og hópmót og Sindra krakkarnir unnið til fjölda verðlauna þar á meðal marga Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. Stefna deildarinnar er að eldri flokkarnir fái að fara á tvö mót á ári ásamt einni ferð í æfingabúðir og hefur það að mestu gengið eftir þrátt fyrir mikinn kostnað við slíkar ferðir. Fimleikadeildin heldur árlega innanfélagsmót sem haldið er í apríl og er

mjög skemmtilegt einstaklingsmót þar sem allir fá að taka þátt og eldri iðkendur keppa sín á milli sem er góð reynsla fyrir önnur mót. Yngri krakkarnir keppa ekki sín á milli heldur eru þau með sýningu fyrir foreldra og fá þátttökupening. Reglulega er reynt að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum, sem dæmi má nefna foreldradaginn sem hefur verið hjá okkur. Þá koma foreldrar á æfingu og krakkarnir fá að láta þá púla svolítið og sprella. Okkur þykir mikilvægt að eitthvað slíkt sé gert bæði á haustönn og vorönn því félagslegi

þátturinn skiptir miklu máli. Börnin verða fyrst og fremst að hafa gaman af að æfa og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Að lokum er gaman að segja frá því að fimleikadeildin býður einnig upp á fimleikaþjálfun fyrir leikskólabörn og hefur það verið gert í nokkuð langan tíma. Þar er mikil og góð þátttaka enda fimleikar skemmtilegir og gríðarlega góð undirstöðuþjálfun fyrir aðrar íþróttir.

Bestu kveðjur, Fimleikadeild Sindra

Sunddeild Sindra

Fimleikadeild Sindra

Page 5: Eystrahorn 42. tbl. 2014

5Eystrahorn Fimmtudagur 4. desember 2014

Dansleikur í SindrabæKarlakórinn Jökull heldur

dansleik í Sindrabæ laugardaginn 6. desember kl. 22:00.

Aðgangseyrir kr. 2.500,-

Jóla - tertu - tónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða í Nýheimum

miðvikudaginn 10.desember kl. 20:00

Komið og njótið með okkur söngsins á aðventunni og svo hið frábæra

tertuhlaðborð á eftir.

Miðaverð er kr. 2.500,- (tökum ekki kort)

Börn yngri en 12 ára fá frítt í fylgd með fullorðnum

Kvennakór Hornafjarðar

Laus staða við leikskólann Lönguhóla HornafirðiFramtíðarstarf

Um er að ræða leikskólakennara stöðu. (Ófaglærður ráðinn í stöðuna ef ekki fæst leikskólakennari)

Leikskólinn er útileikskóli og hefur stuðst við hugmyndafræði Reggio Emilia.

Umsækjendur þurfa að hafa gaman af börnum, góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæðir, samviskusamir og hafa ánægju af útiveru.

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í byrjun janúar.

Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttir leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið [email protected]

Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra fyrir 19. desember 2014.

Pókerklúbbur Hornafjarðar auglýsir1.000- kr. Rebuy mót þann 4. desember (í kvöld)Mót hefst kl. 20:00 og hægt verður að kaupa sig inn til kl. 21:00. Þeir sem hefja spil og detta út á þeim tíma geta keypt sig aftur inn. Þegar skráningu líkur verður hægt að bæta ofaná staflann sinn.

Mótið er haldið í Pakkhús kjallaranumTilvalið mót fyrir byrjendur, kostur á kennslu frá kl 19:00

Jólamót Knattspyrnudeildar Sindra verður haldið í Bárunni

laugardaginn 13. desember 2014Fyrst keppa 6. og 7. fl. karla og kvenna, frá kl. 10:00-12:00 og síðan 3. 4. og 5. fl. karla og kvenna frá kl. 12:00-14:00. Foreldrar hvattir til að koma og fylgjast með. Munið eftir að klæða ykkur vel.

Síðasta æfing fyrir jól er miðvikudaginn 17. desember og á nýju ári hefjast æfingar aftur mánudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.

Sendum öllum iðkendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðilega jólahátíð, þökkum árið sem er að líða og hlökkum til samstarfsins á nýju ári.

Kveðja frá yngri flokka ráði og þjálfurum Knattspyrnudeildar Sindra

Jóladagur í HaukafelliSkógræktarfélag Austur-Skaftfellinga býður fólki að koma í skóginn í Haukafelli sunnudaginn 14. desember kl. 11:00 - 15:00 og fella sitt eigið jólatré. Einnig verðum við með leiðisgreinar til sölu. Jólasveinarnir í Fláfjalli hafa áralanga reynslu af því að aðstoða fólk við val á jólatrjám og munu verða á staðnum. Boðið verður upp á heitt kakó og kökur.

Allur ágóði rennur til uppbyggingar og viðhalds svæða Skógræktarfélags A-Skaftfellinga.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Magnúsdóttir í síma 864-4055.

Skógræktarfélag Austur-Skaftfellinga

Page 6: Eystrahorn 42. tbl. 2014

6 EystrahornFimmtudagur 4. desember 2014

Menntaverðlaun SuðurlandsSamtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög o.fl.

Veitt verða peningaverðlaun sem nýtt verði til áframhaldandi menntunarstarfs. Jafnframt fylgir verðlaununum formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tengslum við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í janúar nk.

Hér með er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur. Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 5. janúar nk.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Árný Aurangasri Hinriksson, sem margir hér þekkja en hún kenndi í 9 ár við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, varði 14. nóvember sl., doktorsritgerð sína Dissident Voices: Sociocultural Transformations in Sri Lankan Post-Independence Novels in English (Andófs raddir: skáldsögur á ensku um félags- og menningarlegar umbyltingar í sjálfstæðu Sri Lanka). Athöfnin fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands. Árný Aurangasri ólst upp í Sri Lanka og stundaði þar grunn- og framhaldsskólanám. Eftir skólagöngu tók hún við að læra tónlist, japönsku, þýsku og spænsku. Hún starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í tíu ár. Árný Aurangasri flutti til Íslands 1983 og hefur lagt stund á enskukennslu um árabil. Viðfangsefni ritgerðarinnar er greining frá sjónarhóli eftirlendufræða á fjórtán skáldsögum um heiftug átök sem fylgdu í kjölfar sjálfstæðis Sri Lanka. Skáldsögur um þetta efni hafa ekki verið rannsakaðar áður í svo víðtæku samhengi. Aðal markmið ritgerðarinnar er að rannsaka hvernig þessar skáldsögur lýsa vandamálum sem fylgdu í kjölfar nýlendureksturs Breta, sem raskaði félagslegum og menningarlegum aðstæðum þannig að mikil óleyst spenna ríkti meðal þjóðfélagshópa og þjóðarbrota eftir að Sri Lanka fékk sjálfstæði. Á endanum var gerð uppreisn í suðri og þjóðarbrot tókust á í norðri. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar eru að enskar skáldsögur skrifaðar í Sri Lanka á tímabilinu 1948-2012 sýni glögglega hvernig nýlendurekstur Breta, og aðferð þeirra við að deila og drottna, raskaði innbyrðis valddreifingu og skildi eftir óleyst félags- og menningarleg vandamál sem blossuðu upp af heift þegar heimamenn fengu völdin. Flest skáldverkin sýna átökin á gagnrýninn og oft óvæginn hátt, en beita sér ekki að sama skapi í uppgjöri við breska nýlendutímann; val á tungumáli hefur verið sérstök menningarpólitísk átakamiðja í Sri Lanka en skáldsögurnar sýna sterka viðleitni í átt til sátta og friðar. Eiginmaður Árnýjar er Þórir Guðmundur Hinriksson, fyrrum starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem sérfræðingur í sjávarútvegsfræðum. Sonur þeirra er Neil Shiran Kanishka Þórisson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Árnýju Aurangasri eru færðar hamingjuóskir með doktorstitilinn.

Doktorsvörn

Glæsilegt úrval af rúmum og dýnum í öllum stærðum og gerðum frá Svefn og heilsu og RB rúm

Góðar sængur og koddar

Mikið úrval af nytsamlegum og fallegum jólagjöfum.

Kaffi á könnunni • Verið velkomin

Hafðu það hlýlegt um jólin

HúsgagnavalOpið: virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

bæjArmáLAFunDurVið bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna verðum með bæjarmálafund nk. laugardag kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu.

Frjálsleg umræða um bæjarmálin og boðið uppá súpu.

Við bæjarfulltrúar verðum að sjálfsögðu mættir og vonumst eftir að fá sem flesta í heimsókn og taka þátt í fjörugum umræðum.

Bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna á Hornafirði

Page 7: Eystrahorn 42. tbl. 2014

490 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 2.490 kr.

Frozen klukka

Punktar gilda: ×2 Punktar gilda: ×2

1.495 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 3.495 kr.

Vinur minn vindurinn

Punktar gilda: ×2

990 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 2.990 kr.

Anthon Berg konfekt

Punktar gilda: ×3

4.990 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 7.990 kr.

Kjöthitamælir

Punktar gilda: ×6

8.900 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 14.900 kr.

Skrefamælir

Punktar gilda: ×2

4.990 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 6.990 kr.

Latabæjarspilið

Coke4x2 l

1.000 punktarAlmennt verð: 1.660 kr.

Baby Born dúkka

3.890 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 6.890 kr.

Punktar gilda: ×3

Mix & Go blandari

4.990 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 9.990 kr.

Punktar gilda: ×5

Punktar gilda: ×2

1.990 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 3.990 kr.

DVDBBC Africa

Punktar gilda: ×2

990 kr. stk.+1.000 punktarAlmennt verð: 2.990 kr.

DVDHarrý og Heimir eða Rio 2

LEGOHundasnyrtistofa eða torfærubíll

3.990 kr. stk.+1.000 punktarAlmennt verð: 6.990 kr.

Punktar gilda: ×3

Punktar gilda: ×3

1.990 kr. stk.+1.000 punktarAlmennt verð: 4.990 kr.

Playmo taskaRiddari eða fatabúð

1.590 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 3.590 kr.

CDStefán Hilmarsson – Í desember

Punktar gilda: ×2

990 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 2.990 kr.

CDSkálmöld – Með vættum

Punktar gilda: ×2

Tilboðsvörur fást á þjónustustöðvum N1

til 6. janúar 2015 eða meðan

birgðir endast.

Tilvalið í jólapakkann frábær tilboð fyrir N1 korthafa

Frozen hárbók

Punktar gilda: ×2

1.990 kr.+1.000 punktarAlmennt verð: 3.990 kr.

Page 8: Eystrahorn 42. tbl. 2014

ENN

EMM

NM

6604

0

Hafnarbraut 24 | 780 Höfn | www.martolvan.is | 478 1300

CANON EOS 1200D

SONY 48” W6 SJÓNVARP LENOVO G50 FARTÖLVA

CANON PIXMA MG5650

89.900 kr.

175.990 kr. 59.900 kr.

19.900 kr.M/ 18-55 IS linsu Kennslubók, námskeið og Camlink þrífótur fylgir með. Valin besta DSLR byrjendavélin af EISA 2014-2015.

Örþunnt og glæsilegt. Full HD LED háskerpa. Netteng janlegt og innbyggt WiFi.

Stílhrein fartölva á frábæru verði. 4GB minni, 1TB diskur, Win 8.1 Home.

Háþróaður fjölnota prentari með WiFi. Prentun, ljósritun og skönnun. Sparaðu pappír með prentun báðum megin.

GRÆJAÐU JÓLIN