Top Banner
Fimmtudagur 24. september 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 32. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin og Heilbrigðisstofnanir standa nú fyrir tilraunaverkefni um miðlæga símsvörun og faglega símaráðgjöf fyrir allt landið. Markmiðið er að koma á öflugri heilbrigðisímaráðgjöf undir eitt símanúmer fyrir allt landið, allan sólarhringinn. Ráðgjöfin miðar að því að ráðleggja fólki með erindi sín þannig að hægt sé að veita þjónustu á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Erindum á dagvinnutíma er vísað á viðkomandi heilsugæslustöð og utan dagvinnutíma eru nauðsynleg símtöl áframsend til vaktlækna í hverju héraði. Búið er að innleiða verkefnið á Norðurlandi og nú er Suðurland að innleiða verkefnið. Símaráðgjöfin er með símanúmerið 1700 og svara hjúkrunarfræðingar í það númer. Númerið 1700 er nú gefið upp þegar hringt er á heilsugæslustöðina eftir klukkan 16 á daginn og um helgar. Annað árið í röð er Hólmar Hallur Unnsteinsson á Huldu SF aflahæsti strandveiðibáturinn á landinu. Í samtali við blaðið hafði Hólmar þetta að segja um sumarið; „Veiðarnar gengu vel í ár, líkt og síðasta ár en slæmt veðurlag setti strik í reikninginn. Á síðasta ári var lítið sem ekkert um bræludaga og gekk sjósókn vel. Mun meira líf var á miðunum í sumar heldur en í fyrrasumar. Alls stunduðu 12 bátar strandveiðar frá Hornafirði í sumar. Meðalafli á bát var 24.845 kg. og heildarafli 298.136 kg. Hornafjarðarbátarnir voru aflaháir á landsvísu og þá vegna þess að við fengum að nota alla þá daga sem í boði voru. Brottför úr höfn var hjá mér yfirleitt í kringum 3:00 og í síðasta lagi í landi áður en að 14 tímum lýkur, eða um kl. 17:00. Brottfarir geta sveiflast til eftir veðri, stundum fór ég fyrr og stundum seinna. Vinnutíminn er því mjög misjafn. Veiðisvæðið fór fyrst og fremst eftir veðri. Við höfum ansi stórt svæði til að sækja á en ætli það lengsta sé ekki í kringum 50 sjómílur í hvora átt. Magnið sem má veiða í hverri veiðiferð eru 650 þorskígildi, sem jafngildir 774 kg af þorski, eða 955 kg af ufsa. Svo veiðum við úr heildarpotti og ef hann klárast fyrir mánaðamót þá eru veiðar stöðvaðar út þann mánuð. Ef hinsvegar að potturinn klárast ekki, þá flytjast þær aflaheimildir yfir á næsta mánuð. Hámarksfjöldi handfærarúlla um borð eru fjórar. Ekki er heimilt að róa á föstudögum, en þeir nýtast vel til viðhalds og viðgerða ef til þeirra kemur. Það er jú alltaf eitthvað sem kemur uppá. Ég er mjög sáttur með árangurinn í sumar. Strandveiðarnar koma með mikið líf í hafnir og sem dæmi má taka að hér í Hornafjarðarhöfn voru iðulega erlendir ferðamenn viðstaddir landanir úr bátunum. Þetta hafa verið í kringum 300 tonn síðustu 3 sumur sem að strandveiðibátar hafa landað hér á Hornafirði. Því er hægt að segja að veiðarnar lífgi vel uppá samfélagið sem og eru tekjur til hafnarinnar talsverðar af þeim.“ Heildarafli á bát og fjöldi róðra Hulda ............ 40.165 ...... 51 Sæunn........... 39.004 ...... 49 Örn II ............ 31.475 ...... 42 Von ................ 28.048 ...... 40 Auðunn ......... 26.549 ...... 38 Jökull ............ 26.039 ...... 38 Snjólfur ......... 22.175 ...... 30 Húni .............. 21.529 ...... 34 Uggi .............. 17.889 ...... 25 Stígandi ........ 16.971 ...... 29 Staðarey........ 10.601 ...... 18 Halla Sæm ...... 9.907 ...... 15 Rún.................. 7.784 ...... 13 Strandveiðarnar gengu vel í sumar Nýtt símanúmer vaktþjónustu eftir opnunartíma heilsugæslu 1700
6

Eystrahorn 32. tbl. 2015

Jul 23, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 32. tbl. 2015

Fimmtudagur 24. september 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn32. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin og Heilbrigðisstofnanir standa nú fyrir tilraunaverkefni um miðlæga símsvörun og faglega símaráðgjöf fyrir allt landið. Markmiðið er að koma á öflugri heilbrigðisímaráðgjöf undir eitt símanúmer fyrir allt landið, allan sólarhringinn. Ráðgjöfin miðar að því að ráðleggja fólki með erindi sín þannig að hægt sé að veita þjónustu á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt. Erindum

á dagvinnutíma er vísað á viðkomandi heilsugæslustöð og utan dagvinnutíma eru nauðsynleg símtöl áframsend til vaktlækna í hverju héraði. Búið er að innleiða verkefnið á Norðurlandi og nú er Suðurland að innleiða verkefnið. Símaráðgjöfin er með símanúmerið 1700 og svara hjúkrunarfræðingar í það númer. Númerið 1700 er nú gefið upp þegar hringt er á heilsugæslustöðina eftir klukkan 16 á daginn og um helgar.

Annað árið í röð er Hólmar Hallur Unnsteinsson á Huldu SF aflahæsti strandveiðibáturinn á landinu. Í samtali við blaðið hafði Hólmar þetta að segja um sumarið; „Veiðarnar gengu vel í ár, líkt og síðasta ár en slæmt veðurlag setti strik í reikninginn. Á síðasta ári var lítið sem ekkert um bræludaga og gekk sjósókn vel. Mun meira líf var á miðunum í sumar heldur en í fyrrasumar. Alls stunduðu 12 bátar strandveiðar frá Hornafirði í sumar. Meðalafli á bát var 24.845 kg. og heildarafli 298.136 kg. Hornafjarðarbátarnir voru aflaháir á landsvísu og þá vegna þess að við fengum að nota alla þá daga sem í boði voru. Brottför úr

höfn var hjá mér yfirleitt í kringum 3:00 og í síðasta lagi í landi áður en að 14 tímum lýkur, eða um kl. 17:00. Brottfarir geta sveiflast til eftir veðri, stundum fór ég fyrr og stundum seinna. Vinnutíminn er því mjög misjafn. Veiðisvæðið fór fyrst og fremst eftir veðri. Við höfum ansi stórt svæði til að sækja á en ætli það lengsta sé ekki í kringum 50 sjómílur í hvora átt. Magnið sem má veiða í hverri veiðiferð eru 650 þorskígildi, sem jafngildir 774 kg af þorski, eða 955 kg af ufsa. Svo veiðum við úr heildarpotti og ef hann klárast fyrir mánaðamót þá eru veiðar stöðvaðar út þann mánuð. Ef hinsvegar að potturinn klárast ekki, þá flytjast þær aflaheimildir yfir

á næsta mánuð. Hámarksfjöldi handfærarúlla um borð eru fjórar. Ekki er heimilt að róa á föstudögum, en þeir nýtast vel til viðhalds og viðgerða ef til þeirra kemur. Það er jú alltaf eitthvað sem kemur uppá. Ég er mjög sáttur með árangurinn í sumar. Strandveiðarnar koma með mikið líf í hafnir og sem dæmi má taka að hér í Hornafjarðarhöfn voru iðulega erlendir ferðamenn viðstaddir landanir úr bátunum. Þetta hafa verið í kringum 300 tonn síðustu 3 sumur sem að strandveiðibátar hafa landað hér á Hornafirði. Því er hægt að segja að veiðarnar lífgi vel uppá samfélagið sem og eru tekjur til hafnarinnar talsverðar af þeim.“

Heildarafli á bát og fjöldi róðra

Hulda ............40.165 ......51Sæunn ...........39.004 ......49Örn II ............31.475 ......42Von ................28.048 ......40Auðunn .........26.549 ......38Jökull ............26.039 ......38Snjólfur .........22.175 ......30Húni ..............21.529 ......34Uggi ..............17.889 ......25Stígandi ........16.971 ......29Staðarey ........10.601 ......18Halla Sæm ......9.907 ......15Rún ..................7.784 ......13

Strandveiðarnar gengu vel í sumar

Nýtt símanúmer vaktþjónustu eftir opnunartíma heilsugæslu

1700

Page 2: Eystrahorn 32. tbl. 2015

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 24. september 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Laugardaginn 10. október nk. verður haldið góðgerðarkvöld á Hótel Smyrlabjörgum. Hugmyndin með kvöldinu er að þar verður borðað til góðs og að fólk skemmti sér í þágu góðs málefnis. Lagt er upp með að þetta verði árviss þáttur í menningar- og skemmtanalífi í sveitarfélaginu og við hvetjum alla til að vera þátttakendur, Taka fjölskylduna með. Vinir, vinnufélagar, skipshafnir, saumaklúbbar og brottfluttir sveitungar fá hér gott tækifæri til að koma og leggja góðu málefni lið og láta gott af sér leiða. Þá eru nágrannar okkar fyrir austan og vestan hjartanlega velkomnir. Í tilefni góðgerðarkvöldsins verður tilboð á Hótel Smyrlabjörgum þar sem matur, gisting og morgunmatur kostar aðeins 8,000- kr. á mann miðað við 2ja manna herbergi, fyrir þá sem vilja nota tækifærið og gera sérstaklega vel við sig. Allur hagnaður af kvöldinu rennur til verkefna í þágu fatlaðra í sveitarfélaginu. Haft hefur verið samráð við félagsmálayfirvöld hjá Sveitarfélaginu Hornafirði um úthlutun styrkja. Í lok dagskrárinnar um kvöldið, að gestum viðstöddum, verða styrkirnir afhentir og þannig verða allir beinir þátttakendur í málefninu og öllum ljóst hvernig innkomu kvöldsins var varið. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil sem er dúett „til sjós og lands.“ Kótilettur og saltfiskur ásamt meðlæti og í eftirrétt er ís. Að borðhaldi loknu verður vegleg skemmtidagskrá en þar koma m.a. fram; Nemendur í Tónskóla A-Skaftafellssýslu, hagyrðingar, Páll Rúnar Pálsson söngvari, Hilmar og fuglarnir, Andri Páll Guðmundsson ungur söngvari úr Kópavogi, Hermann Árnason eftirherma og í lokin verður afhending styrkja til góðra málefna. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga, þar sem fiskisagan flýgur og því er rétt til að tryggja sér öruggan aðgöngumiða með því að greiða 4,000 kr. á mann inn á reikning 0172-26-526 kt. 301052-2279 sem gjaldkeri hefur stofnað vegna góðgerðarkvöldsins. Útprentuð kvittun fyrir innlegginu gildir sem aðgöngumiði. Þá er hægt að greiða við innganginn fyrir þá sem kjósa með peningum eða korti. Allar nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á Hótel Smyrlabjörgum hjá Laufeyju Helgadóttur eða öðrum í nefndinni. Húsið opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Matur, skemmtikraftar, öll vinna, framlag fyrirtækja og einstaklinga er gefin til góðs málstaðar. Helstu stuðningsaðilar góðgerðarkvöldsins eru; Skinney-Þinganes, Seljavellir-Kartöflur, Norðlenska, Kjörís, Eystrahorn og Ferðaþjónustan á Smyrlabjörgum. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í dúett til sjós og lands í þágu góðs málefnis.

F.h undirbúningsnefndar, Laufey Helgadóttir, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Haukur Helgi Þorvaldsson, Ásmundur Friðriksson

Húsnæði til leigu130 fm., 5 herbergja íbúð/hús til leigu á Hafnarbraut 20. Vinnuskipti möguleg. Verð 150.000 á mánuði. Laus 1. október.

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

SamveruStund föstudaginn 25. september kl. 17:00. Austanáttin í tali og tónum. Helgi Seljan eldri leiðir okkur um lendur austfirskrar tónlistar. Söngur glens og gaman. Sjáumst, Haukur Helgi.

ÆFing hjá gleðigjöFum þriðjudag kl. 19:00. Nýja píanóið komið í hús.

ganga Frá ekrunni mánudaga kl. 10:00 og miðvikudaga kl. 10:00.

leikFimi í sal þriðjudaga kl. 16:30 og sundleikfimi fimmtudag kl. 15:30. Sigurborg stjórnar. Allir félagsmenn velkomnir.

Til sjós og landsDúett í þágu góðs málefnis

að Smyrlabjörgum 10. október 2015

EystrahornSeljavellir - kartöflur

Árleg inflúensubólusetning Bólusetning gegn inflúensu hefst mánudaginn

28. september n.k á heilsugæslustöð Hornafjarðar.

Vikurnar 28. september - 9. október er bólusett virka daga frá klukkan 11:00 - 12:00

og frá 13:00 - 14:00.

Eftir það virka daga milli kl. 11:00 - 12:00.

Ekki þarf að panta tíma.Landlæknir hvetur sérstaklega alla 60 ára og eldri og

þau börn og fullorðna sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum að láta bólusetja sig.

Kaþólska kirkjanHallooo! Halloooo! Sunnudaginn 26. september.- Skriftir frá kl. 11:00.- Hl. messa kl. 12:00.Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Page 3: Eystrahorn 32. tbl. 2015

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 24. september 2015

Bræðralag á tónleikaferð um landið í haust. Á Höfn í Hornafirði halda þeir tónleika í Pakkhúsinu föstudagskvöldið 2. október og hefjast þeir kl 21:00. Verð aðgöngumiða er 2.500 kr. Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir einir eða í fjölmennari hljómsveitum, innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana, Washington DC.... Nú hafa þeir gert langþráðan draum að veruleika: að taka upp plötu þar sem þeir semja hvor fyrir annan. Þar er músíkölsk samræða æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður. Upptakan fór fram á Kolsstöðum í Borgarfirði, á sólríkum sumardögum þar sem hvít jöklabreiða bar við augu út um upptökuglugga ásamt hrauni og blómstrandi kjarri.

Laugardaginn 26. september verður haldið málþing um ömmur í fyrirlestrasal Nýheima á vegum RIKK – Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands – og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Höfn. Málþingið hefst kl. 14 og hefur hvor fyrirlesari um klukkustund til umráða fyrir erindi sitt og umræður. Á milli fyrirlestranna tveggja verður kaffihlé. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Málþinginu stýrir Soffía Auður Birgisdóttir. RIKK stóð á vormisseri 2015 fyrir fyrirlestraröð sem helguð var ömmum í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna. Markmiðið var að segja sögur kvenna sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi, í lok 19. aldar og á fyrri hluta 20. aldar, og varpa ljósi á framlag þeirra, stöðu og aðstæður. Fjallað var um sögu, hugmyndaheim og aðstæður þessara kvenna og efnið sett í kenningalegt en jafnframt persónulegt samhengi. Fræðimenn úr ýmsum greinum tengdu rannsóknarefni sín við ömmur/langömmur sínar og/eða konur sem tengdust þeim með einum eða öðrum hætti. Fjallað var um breiðan hóp kvenna með ólíka búsetu, menntun og menntunarmöguleika, af ólíkri stétt; þekktar sem óþekk(t)ar. Nánari upplýsingar um fyrirlestraröðina er að finna á vefsíðu RIKK: https://rikk.hi.is/margar-myndir-ommu-fyrirlestrarod-rikk-a-vormisseri-2015/. Skemmst er frá því að segja að fyrirlestraröðin vakti mikla athygli og segja má að aðsókn á hana sé dæmalaus. Svo fór að fyrirlestrarnir voru fluttir í stærstu salarkynni Háskóla Íslands og dugði varla til. Af þessu spratt sú hugmynd að flytja fyrirlestrana úti á landi, til að fleiri mættu njóta þeirra. Til Hafnar koma Erla Hulda Halldórsdóttir, sagnfræðingur og Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur. Fyrirlestur Erlu Huldu nefnist: „Hvers vegna amma? Saga og sjónarhorn.“ Í fyrirlestrinum verður rætt um aðferðir og kenningar í sambandi við ‘ömmusögu’. Hvað þýðir það að skrifa um ömmu? Hvaða kosti hefur það og hvað ber að varast? Erlendis hafa sögur af ömmum og formæðrum verið notaðar til þess að varpa ljósi á aðra þætti þjóðarsögunnar en þá sem teljast til hinnar almennu og viðurkenndu sögu. Sögur kvenna passa oftar en ekki illa við þá sögu. Inn í þessa aðferðafræðilegu umfjöllun stíga formæður Erlu Huldar sem voru húsmæður vestur á Snæfellsnesi með stóra barnahópa og enga þvottavél og vinnukonur sem ‘lentu’ upp í hjá kvæntum húsbændum sínum. Ömmur Erlu Huldar hafa enga tengingu við Hornafjörð en það gerir aftur á móti híbýlaprúður langafi sem fær að fljóta með í sögunni. Fyrirlestur Dagnýjar nefnist: „Hvað vildu þær — hefðu þær verið spurðar?“ Ömmur Dagnýjar, Ólína Kristín Snæbjörnsdóttir (1879-1964) og Þórunn Magnúsdóttir (1878-1960), voru ólíkar konur en nánast jafn gamlar, báðar bráðgreindar en höfðu fáa möguleika í lífinu. Dagný spyr sig hvað þær hefðu viljað verða ef þær hefðu átt valkosti kvenna í dag og leitast við að svara því í fyrirlestri sínum. Ólína var prestsfrú á Stað á Reykjanesi. Hún stjórnaði stóru heimili, þrjú börn komust upp auk fósturbarna sem ólust upp á Stað. Þar var mikið var um gestakomur og mikil risna. Ólína var alin upp í Hergilsey á Breiðafirði, annáluð hannyrða- og sögukona. Þórunn var ljósmóðir á Keisbakka á Skógarströnd. Umdæmi hennar var stórt og mjög erfitt og heilsa hennar var farin að gefa sig fyrir fimmtugt. Fjögur af fimm börnum hennar lifðu.

Litla Hólabrekkubúðin verður opin nk. laugardag og næstu laugardaga

á sama tíma kl. 14:00 – 17:00.Einnig verður opið alla virka daga

kl. 16:00 – 17:00. Glænýtt grænmeti og ýmislegt fleira til sölu.

Kaffi og konfekt í boði hússins. Endilega lítið við.

Hólabrekkubúðin

Ömmur á faraldsfæti koma til Hafnar

BræðralagUm land allt!

Austur-Skaftfellingar athugið!

Frá 1. október nk. mun opnunartími umboðs Tryggingastofnunar ríkisins og Sjúkratrygginga

Íslands hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á Höfn, breytast og mun umboðið vera opið frá

þriðjudegi-fimmtudags, kl. 9:00-14:00.

Vakin er athygli á að þetta er breyting frá fyrri opnunartíma umboðsins.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Page 4: Eystrahorn 32. tbl. 2015

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 24. september 2015

Ráðstefna á vegum félags safna og safnmanna (FISOS) var haldin á vegum Hornafjarðarsafna dagana 16.- 18. september s.l. Á ráðstefnunni voru saman komnir starfs,- og fræðimenn innan allra helstu safna á Íslandi í dag. Helsta viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni var „Varðveisla til framtíðar“, en mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um safnakost okkar Íslendinga og þá einna helst hvernig varðveita á hann til framtíðar og annarra kynslóða svo að sómi sé af. Kröfur um að menningararfurinn sé aðgengilegur og sýnilegur eru stöðugt að aukast og með því fylgir meira álag á safngripi. Á sama tíma eru söfnin lögbundin til tryggja að honum verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Safnkosturinn stækkar sífellt, verður fjölbreyttari og flóknari í stærð og uppbyggingu og geymslur af skornum skammti svo vægt sé til orða tekið. Helstu umræðuefni ráðstefnunnar var þessu tengt, m.a. grisjun, fyrirbyggjandi forvarsla og fjármagn, spurningar eins og, hvernig geta söfn landsins mætt kröfum í nútíma utanumhaldi safna og á hvað eiga þau að leggja áherslu, bar ítrekað á góma. Eins brennur á mörgum skortur á fjármagni, forvörslubúnaði og ekki síst skilningi stjórnmálamanna á eðli nútíma varðveislu á sameiginlegum menningararfi okkar Íslendinga.

Sveitarfélagið Hornafjörður og USÚ taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ á ný. Við hvetjum sem flesta til að finna sér sína hreyfingu þessa viku. Í boði er hreyfing fyrir alla. Skiljum bílinn eftir heima og göngum eða hjólum til vinnu alla vikuna. Tökum þátt í sundkeppni á milli sveitarfélaga landsins en skráningarblað liggur fyrir í Sundlaug Hornafjarðar. Sjá á vef www.umfi.is.

Dagskrá hreyfivikunnarFrítt er í tíma í Sporthöllinni alla vikuna. Grunnskóli Hornafjarðar verður með hreyfiþema alla vikuna. Frítt í sund laugardaginn 26. september.

Fimmtudagur 24. september 06:10 - 7:00 Metabolic – Sporthöllin 09:15 - 10:15 Fit 50+ – Sporthöllin 12:10 - 12:50 Hádegisþrek – Sporthöllin 15:00 Vatnsleikfimi hjá Eldri Hornfirðingum í Sundlauginni 16:30 Göngum saman á frjálsíþróttavellinum HSU Hornafirði 17:10 - 18:00 Pilates – Sporthöllin 18:00 - 19:30 Opinn tími hjá blakdeild kvenna í íþróttahúsinu 18:10 - 19:10 Styrkur - Sporthöllin

Föstudagur 25. september10:00 Boccia hjá Eldri Hornfirðingum í Ekrunni 11:00 Söngur með leikskólabörnum Hjúkrunarheimili HSU Hornafirði

Laugardagur 26. september - Frítt í Sund!09:00 Ganga Ferðafélags Austur- Skaftfellinga um Hvannagil - Hvannadal- Bæjardal. 10:00 Hlaupahópur Hornafjarðar hleypur rólegt hlaup frá N1

Ráðstefna FISOS

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. september 2015 að gera breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Markmið með breytingum á aðalskipulagi Hornafjarðar er fyrst og fremst m.t.t. umhverfissjónarmiða. Með framkvæmd breytts aðalskipulags er stuðlað að hreinsun fráveituvatns, tryggt að staða fráveitumála verði í samræmi við kröfur og dregið úr og komið í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif vegna fráveitumála.

Valkostir til skoðunar voru óbreytt ástand og tillaga að breyttu fyrirkomulagi fráveitu. Niðurstaða samanburðar er að breytingartillagan hafi í för með sér veruleg jákvæð áhrif umfram núverandi ástand. Umsagnir frá heilbrigðiseftirlitinu styðja þá niðurstöðu. Varðandi vöktun þarf að fylgjast með efnastyrk við útrásarop og á nokkrum mælistöðum.

Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 Höfn Hornafirði.

Hreyfivikan á Hornafirði 21. - 27. september

IcelAndIc 1 for begInnerSIcelandic I, for beginners, will start in Nýheimar 6th of October at 19:30The course will be held Tuesdays and Thursdays at 19:30 - 21:00.For more information contact Magga Gauja, tel: 4708074 and email: [email protected] Everybody welcome who wants to learn Icelandic.

Page 5: Eystrahorn 32. tbl. 2015

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 24. september 2015

BlakErum hér nokkrar hressar konur í blaki á mánudagskvöldum kl.18:30 í Mánagarði. Við erum að þessu okkur til skemmtunar, eru ekki einhverjar konur þarna úti sem vilja taka þátt í þessu með okkur.

Áhugakonur um blak

Eins og fram hefur komið þá hefur stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði hvatt aðila í héraði til að taka þátt í fjársöfnun til kaupa á nýju ómtæki fyrir heilsugæsluna.Hér er um afar mikilvægt framfaraspor að ræða sem gagnast muni íbúum og starfsfólki vel. Læknar í dag eru farnir að líta á ómtæki sem framlengingu á hlustunarpípunni og sem nauðsynlegt tæki til greiningar og við meðferð á ýmsum sjúkdómum s.s. snemmsónar, kanna legu fósturs á meðgöngu, greina blæðingu í kviðarholi og gollurhúsi, greina loftbrjóst eða blóð í brjóstholi, finna æðar fyrir æðaleggi og ýmislegt annað sem ekki þarf sérfræðikunnáttu til. Það vill svo til að gamla tækið gaf sig um daginn og þess vegna brýn þörf á að kaupa nýtt tæki strax ásamt frekari búnaði sem hjartalæknar og kvensjúkdómalæknar geta nýtt sér. Tækið, sem ætti að vera hluti stofnbúnaðar, en er það ekki, kostar um 6 miljónir króna með viðbótarbúnaði. Fáröflunin hefur gengið þokkalega en þó vantar að reka endahnútinn á söfnunina og hér með er skorað á alla aðila sem geta að leggja málinu lið til að koma því í höfn. Íbúar héraðsins hafa gegnum tíðina sýnt samstöðu í mikilvægum verkefnum og nú skorum við á þá og aðra velunnara að taka myndarlegan þátt í þessu verðuga verkefni.

Söfnunarreikningur í Landsbankanum á Höfn er 172 -26 - 6704 og kennitala 670415 - 0230.

Þeir sem eiga eftir að greiða félagsgjaldið, sem sent var í heimabanka viðkomandi, eru hvattir til að gera það við fyrsta tækifæri til að auðvelda kaupin á næstunni. Frekari upplýsingar um málið gefur Elín Freyja Hauksdóttir læknir á Heilbrigðisstofnuninni sími 470-8600 eða [email protected].

Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði.

Opið bréf til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga á HornafirðiAtvinna

Starfsmann vantar hjá Eimskip Höfn. Meiraprófsréttindi nauðsynlegt. Um framtíðarstarf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf strax.

Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107.

Sjálfstæðisfélag A-Skaft.Almennur félags- og bæjarmálafundur 26. september kl. 12:30 í Sjálfstæðishúsinu.

Súpa og meðlæti.

Dagskrá:

1. Kjör fulltrúa á Landsfund 23. -25. október nk.

2. Skipan leikskólamála.

3. Önnur mál.

Stjórnin

frá ferðafélaginuHvannagil - Hvannadalur - bæjardalurlaugardaginn 26. september

Dagsferð, hækkun 400 m. en mild nema fyrstu 150 m upp úr Hvannagili þar er gegnið upp skýra kindagötu. Leiðin er 21 km og tekur um 8 klst. Gengið eftir kindagötum um mjög fallega dali. Gangan hefst þar sem sumarbústaðirnir í Stafafellsfjöllum enda og komið fram við Karlsána rétt við Hlíð í Lóni. Verð 1000 kr. pr mann 1500 fyrir hjón og frítt fyrir börn 16 ára og yngri. Séu hundar með skulu þeir vera í ól. Vinsamlegast skrá sig hjá Rögnu fyrir kl. 21:00 á föstudag 25 september.Frekari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074.

FöstudagshádegiNýheimar þekkingarsetur og Hornafjarðarsöfn kynna:

Föstudaginn 25. september kl. 12:15 mun Matthildur Ásmundardóttir kynna fyrir okkur heilsueflandi lífsstíl og

átak því tengdu innan sveitarfélagsins á þessu misseri.

Hvetjum alla til þess að mæta!

Page 6: Eystrahorn 32. tbl. 2015