Top Banner
Fimmtudagur 18. september 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 31. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Nú í sumar var birt ársskýrsla HSSA fyrir árið 2013 en hana má nálgast í heild sinni á heimasíðu HSSA, www.hssa.is. Þar er finna ýmsar tölulegar upplýsingar um starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar. Heilbrigðisstofnunin starfar eftir stefnu sem samþykkt var haustið 2012, kjörorð HSSA eru ALÚÐ - ÖRYGGI – ÞEKKING. Framtíðarsýn stofnunarinnar er: • Að vera leiðandi í að tryggja velferð og heilbrigði íbúa sveitarfélagsins með grunnheilbrigðisþjónustu og umönnun aldraðra og sjúkra. • Uppfyllir kröfur löggjafans og notenda um ör yggi og gæði. Er eftirsóttur vinnustaður með starfsfólk í fremstu röð af báðum kynjum, með góða færni og faglegan metnað. Skapar hvetjandi umhverfi til rannsókna, þróunar og fjarlækninga. Sýna ráðdeild í rekstri. Leita leiða til að bæta þjónustuna með mælikvörðum á árangur sem stofnunin þarf og vill uppfylla. Stofnunin hefur nú unnið starfsáætlun sem byggir á þessari framtíðarsýn og hana má nálgast á heimasíðu HSSA. Á heimasíðu HSSA eru reglulega settar inn fréttir og og upplýsingar um starfsemina. Það eru nokkrir sem ekki þekkja til þess að hægt er að sækja um lyfjaendurnýjun í gegnum heimasíðuna. Nú er einnig hægt að kaupa minningarkort Gjafa- og minningarsjóðs Skjólgarðs rafrænt á heimasíðu HSSA en hnappurinn minningarkort er á forsíðunni. Gjafa- og minningasjóðurinn hefur staðið þétt við bakið á stofnuninni og fjármagnað kaup á tækjum og ýmsum búnaði sem hefur ekki hefur verið hægt að fjármagna á annan hátt. Í yfirliti um starfsemi HSSA kemur fram að þjónustusvæði stofnunarinnar er ansi víðfeðmt eða alls 6.280 m² og er lengsta vegalengd frá heimili að heilsugæslu 145 km. Íbúafjöldi sveitarfélagsins var 2.167 þann 1.janúar 2014 og er hann stöðugur milli ára. Það hefur fjölgað töluvert íbúum sem eru eldri en 65 eða um 21 frá árinu 2012 á meðan fjöldi yngri íbúa helst stöðugur eða fækkar lítillega. Í töflu 1 má sjá helstu starfsemistölur frá árunum 2011-2013. Hjúkrunar- og sjúkrasvið Á hjúkrunarheimilinu eru 24 hjúkrunarrými og 3 sjúkrarými. Líkt og kemur fram í töflunni hér að ofan má sjá að nýting sjúkrarýma er góð eða 98%, þess má geta að sjúkrarýmum fækkaði um eitt í kjölfar hrunsins og samþykktum hjúkrunarrýmum fækkaði um tvö. Sjúkrarýmin eru vel nýtt og eru mikilvæg fyrir samfélagið. Sjúkrarýmin eru nýtt fyrir bráðveika, í hvíldarinnlagnir fyrir eldri íbúa, í endurhæfingu eftir brot eða slys, lyfjagjafir og fleira. Nýting hjúkrunarrýma var 94% en laus hjúkrunarrými voru nýtt í hvíldarinnlagnir. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er 2,6 ár, meðal lyfjakostnaður á einstakling er 116.976 kr., meðalaldur íbúa er 86,4 ár. Ljóst er að aðbúnaður á hjúkrunardeild er langt frá því að uppfylla þau viðmið sem Velferðarráðuneytið setur. Ný viðmið voru samþykkt í júní á þessu ári og þar er gert ráð fyrir að hvert einstaklingsrými eigi að vera 28 m² með baðherbergi og sameiginlegt rými 65 m². Á hjúkrunarheimili HSSA búa 22 af 24 íbúum í tvíbýli sem eru 20,8 m², sameiginlegt rými á hvern einstakling er 39 m². Einungis tvö einbýli eru á heimilinu og þau eru 17 m² og deila þau með sér einu baðherbergi. Á þessu má sjá að það er orðið mjög brýnt að fá bætt úr húsnæðismálum á hjúkrunarheimilinu. Það verður því aðal áhersla okkar næstu misseri að þrýsta á stjórnvöld og sækja fjármagn til að byggja við heimilið. Dvalarrými eru Ársskýrsla HSSA Tafla 1 2011 2012 2013 Íbúafjöldi á þjónustusvæði HSSA 2.142 2.166 2.167 Heildarfjöldi starfsmanna 116 97 105 Innlagnir á sjúkradeild 99 101 100 Meðal nýting sjúkrarýma 87,7% 76,8% 98,0% Heildarfjöldi viðtala á heilsugæslu 7.487 9.018 8.684 Fjöldi skráðra símtala á heilsugæslu 4.735 5.356 5.458 Fjöldi koma í mæðravernd 276 286 287 Fjöldi koma í ungbarnavernd 380 392 459 Fjöldi samskipta í heimahjúkrun 3.673 3.3.19 6.138 Fjöldi skjólstæðinga í heimahjúkrun 50 60 68 Fjöldi myndgreininga (röntgen) 361 395 540 Fjöldi fæðinga 3 9 2 Framhald á bls. 3 Fræðslufundur í febrúar 2013. Þorrablót 2012.
6

Eystrahorn 31. tbl. 2014

Apr 03, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 31. tbl. 2014

Fimmtudagur 18. september 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn31. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Nú í sumar var birt ársskýrsla HSSA fyrir árið 2013 en hana má nálgast í heild sinni á heimasíðu HSSA, www.hssa.is. Þar er að finna ýmsar tölulegar upplýsingar um starfsemi heilbrigðisstofnunarinnar. Heilbrigðisstofnunin starfar eftir stefnu sem samþykkt var haustið 2012, kjörorð HSSA eru ALÚÐ - ÖRYGGI – ÞEKKING. Framtíðarsýn stofnunarinnar er:• ·Að vera leiðandi í að tryggja velferð og

heilbrigði íbúa sveitarfélagsins með grunnheilbrigðisþjónustu og umönnun aldraðra og sjúkra.

• ·Uppfyllirkröfurlöggjafansognotendaumöryggi og gæði.

• Er eftirsóttur vinnustaður með starfsfólk í fremstu röð af báðum kynjum, með góða færni og faglegan metnað.

• Skapar hvetjandi umhverfi til rannsókna, þróunar og fjarlækninga.

• Sýna ráðdeild í rekstri.• Leita leiða til að bæta þjónustuna með

mælikvörðum á árangur sem stofnunin þarf og vill uppfylla.

Stofnunin hefur nú unnið starfsáætlun sem byggir á þessari framtíðarsýn og hana má nálgast á heimasíðu HSSA. Á heimasíðuHSSA eru reglulega settar inn fréttir og og upplýsingar um starfsemina. Það eru nokkrir sem ekki þekkja til þess að hægt er að sækja um lyfjaendurnýjun í gegnum heimasíðuna. Nú er einnig hægt að kaupa minningarkort Gjafa- og minningarsjóðs Skjólgarðs rafrænt á heimasíðu HSSA en hnappurinn minningarkort er á forsíðunni. Gjafa- og minningasjóðurinn hefur staðið þétt við bakið á stofnuninni og fjármagnað kaup á tækjum og ýmsum búnaði sem hefur ekki hefur verið hægt að fjármagna á annan hátt.Í yfirliti um starfsemi HSSA kemur fram að þjónustusvæði stofnunarinnar er ansi víðfeðmt eða alls 6.280 m² og er lengsta vegalengd frá heimili að heilsugæslu 145 km. Íbúafjöldi sveitarfélagsins var 2.167 þann

1.janúar 2014 og er hann stöðugur milli ára. Það hefur fjölgað töluvert íbúum sem eru eldri en 65 eða um 21 frá árinu 2012 á meðan fjöldi yngri íbúa helst stöðugur eða fækkar lítillega. Í töflu 1 má sjá helstu starfsemistölur frá árunum 2011-2013.

Hjúkrunar- og sjúkrasviðÁhjúkrunarheimilinueru24hjúkrunarrýmiog 3 sjúkrarými. Líkt og kemur fram í töflunni hér að ofan má sjá að nýting sjúkrarýma er góð eða 98%, þess má geta að sjúkrarýmum fækkaði um eitt í kjölfar hrunsins og samþykktum hjúkrunarrýmum fækkaði um tvö. Sjúkrarýmin eru vel nýtt og eru mikilvæg fyrir samfélagið. Sjúkrarýmin eru nýtt fyrir bráðveika, í hvíldarinnlagnir fyrir eldri íbúa, í endurhæfingu eftir brot eða slys, lyfjagjafir og fleira. Nýting hjúkrunarrýma var 94% en laus hjúkrunarrými voru nýtt í hvíldarinnlagnir. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er 2,6 ár, meðal lyfjakostnaður á einstakling er 116.976 kr., meðalaldur íbúa er 86,4 ár. Ljóst er að aðbúnaður á hjúkrunardeild er langt frá því að uppfylla þau viðmið sem Velferðarráðuneytið setur. Ný viðmið voru samþykkt í júní á þessu ári og þar er gert ráð fyrir að hvert einstaklingsrými eigi að vera 28 m² með baðherbergi og sameiginlegt rými 65m².Áhjúkrunarheimili HSSA búa 22 af 24 íbúum í tvíbýli sem eru 20,8 m², sameiginlegt rými á hvern einstakling er 39 m². Einungis tvö einbýli eru á heimilinu og þau eru 17 m² og deilaþaumeðséreinubaðherbergi.Áþessumá sjá að það er orðið mjög brýnt að fá bætt úr húsnæðismálum á hjúkrunarheimilinu. Það verður því aðal áhersla okkar næstu misseri að þrýsta á stjórnvöld og sækja fjármagn til að byggja við heimilið. Dvalarrými eru

Ársskýrsla HSSA

Tafla 1 2011 2012 2013

Íbúafjöldi á þjónustusvæði HSSA 2.142 2.166 2.167

Heildarfjöldi starfsmanna 116 97 105

Innlagnir á sjúkradeild 99 101 100

Meðal nýting sjúkrarýma 87,7% 76,8% 98,0%

Heildarfjöldi viðtala á heilsugæslu 7.487 9.018 8.684

Fjöldi skráðra símtala á heilsugæslu 4.735 5.356 5.458

Fjöldi koma í mæðravernd 276 286 287

Fjöldi koma í ungbarnavernd 380 392 459

Fjöldi samskipta í heimahjúkrun 3.673 3.3.19 6.138

Fjöldi skjólstæðinga í heimahjúkrun 50 60 68

Fjöldi myndgreininga (röntgen) 361 395 540

Fjöldi fæðinga 3 9 2 Framhald á bls. 3

Fræðslufundur í febrúar 2013. Þorrablót 2012.

Page 2: Eystrahorn 31. tbl. 2014

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 18. september 2014

Körfuknattleiksdeild SindraÆfingar hófust hjá körfuknattleiksdeild Sindra í byrjun september samkvæmt stundarskrá. Æfingar verða gjaldfrjálsar út september og

því er um að gera að mæta og prófa að æfa körfubolta. Við vonumst eftir að sjá sem flesta.Stjórn og þjálfarar körfuknattleiksdeildar Sindra

Eystrahorn

Snorri Snorrasonlögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlariSími 580-7915

Álaugarvegur - atvinnuhúsnæðiUm er að ræða 731,9 m² límtréshús klætt með yleiningum, 8 m lofthæð, 2 iðnaðarhurðir, góð starfsmannaaðstaða og rúmgóðar skrifstofur.

Dalbraut „Mjólkurstöðin“Um er að ræða 658 m² atvinnuhúsnæði. Góð lofthæð, auðvelt að breyta innra skipulagi og breyta í minni einingar.Laust strax

skólabrúSteinsteypt, vel skipulagt 112,7 m² einbýlishús, 2 svefnherbergi, einangrað og klætt að utan.

nýtt á skrá nýtt á skrá nýtt á skrá

Vesturbraut25•Sími:862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

HafnarkirkjaSunnudaginn 21. september

Messa kl. 11:00

Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru

sérstaklega boðin velkomin

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Illugi Gunnarsson, menntamála-ráðherra, býður íbúum Hafnar í Hornafirði og nágrenni að hitta sig á opnum fundi og ræða hvernig hægt sé að bæta menntun barna á Íslandi. Á fundinum mun menntamála-ráðherra kynna hvítbók um menntun og hvernig við sem samfélag getum bætt meðal annars læsi og námsframvindu barna okkar. Þá mun hann einnig ræða leiðir til að efla verk- og tækninám.Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn, 18. september kl. 20:00 í Nýheimum.Fundurinn er öllum opinn og eru kennarar, foreldrar og allir þeir sem hafa áhuga á menntun boðnir sérstaklega velkomnir.

Illugi ræðir menntamál á opnum fundi

Jaspis 25 ára21.9.1989 – 21.9.2014

Allir velkomnir í afmæli föstudaginn 19. september milli kl. 16:00 og 19:00

25% afsláttur af hárvörum frá 19. - 26. septemberNöfn viðskiptavina fara í pott

og dregið verður föstudaginn 26. september.

Aðalvinningur; miðar fyrir tvo á BLÍTT OG LÉTT á Hótel Höfn.

Heiða Dís og Snorri

!

 

Jaspis Hársnyrtistofa – Sími 478 2000

Heiða Dís Einarsdóttir

Hársnyrtimeistari.

Síðasti leikurinn2. deild karla - Sindravellir Laugardaginn 20 september kl. 14:00 Sindri - Völsungur

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn í safnaðarheimili Hafnarkirkju

mánudaginn 29. september kl. 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Hvetjum alla karla sem hafa gaman af söng að mæta og kynna sér þennan skemmtilega félagsskap.

Stjórnin

Page 3: Eystrahorn 31. tbl. 2014

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 18. september 2014

6 á stofnuninni staðsett í Mjallhvít eins og húsið er kallað daglega. Nýting dvalarrýma var 95%, meðal lyfjakostnaður á einstakling 71.876 kr, meðaldvalartími er 3 ár og er meðalaldurinn 85,7 ár. Þegar byggt verður við hjúkrunarheimilið munu dvalarrýmin færast í sömu byggingu.Dagdvöl aldraðra er á neðstu hæð Ekrunnar. Hún er opin alla virka daga og eru 10-15 einstaklingar sem nýta sér þjónustuna daglega. Í hádeginu er afgreiddur heitur matur til eldri íbúa Hornafjarðar og eru um 30 manns í hádegismat í Ekrunni alla virka daga. Heilbrigðisstofnunin er með samning fyrir 6,5 plássi í þjónustusamning við ríkið. Samtals nýttu 17 einstaklingar sér þjónustuna og er ljóst að karlarnir eru í miklum minnihluta 2 á móti 15 konum. Nýting rýma í dagdvölinni var 8,5.

MötuneytiMötuneytið er mikilvægur hluti af starfsemi HSSA en þaðan eru eldaður matur heimilismanna og starfsmanna. Einnig er sendur út matur í heimahús, í Ekruna og til heimaþjónustudeildarinnar. Að meðaltali eru sendir út úr eldhúsi HSSA 37 skammtar á dag alla daga ársins. Það mun breytast á þessu ári en líkt og íbúar flestir vita þá er skólamatur fyrir Grunnskóla Hornafjarðar nú eldaður í mötuneytinu.

HeilsugæslaStarfsemi heilsugæslunnar er í föstum skorðum. Haldið er utan um þjónustuþætti í sjúkraskrákerfinu Sögu. Á árinu 2013 varheildarfjöldi samskipta 17.737 sem er 2% aukning frá árinu 2012. Viðtöl voru 8.684, símtöl 5.458 og vitjanir 463. Það er nokkuð jafnvægi í samskiptum á heilsugæslu milli ára.Vitjunum hefur fjölgað en það eru að

mestu vitjanir til nýbura fyrstu 6 vikur eftir fæðingu. Á undanförnum árum hefur fjöldiferðamanna sem sækir Hornafjörð farið sívaxandi en ferðamenn þurfa einnig á heilbrigðisþjónustu að halda. Á árinu 2013varfjöldikomaferðafólks1.187.Ámyndinnihér að neðan má sjá hlutfall samskipta eftir aldri þjónustuþega. Stærsti þjónustuhópurinn er á aldrinum 45-64 ára og eru það frekar konur sem sækja þjónustuna eða 54% .Töluverð sérfræðiþjónusta er í boði á heilsugæslustöðinni en hingað koma fæðingar- og kvensjúkdómalæknir, augnlæknir, barnalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir. Einnig kemur sálfræðingur einu sinni í mánuði að lágmarki og talmeinafræðingur.

HeimahjúkrunHeimahjúkrun er rekin af heilbrigðisstofnuninni líkt og lög kveða á um. Heimahjúkrun starfar alla daga vikunnar allt árið um kring í miklu samstarfi við heimaþjónustudeild. Heimahjúkrun og heimaþjónustudeild eru með sameiginlega starfsstöð á Silfurbraut. Markmið heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða þjónustu með það að markmiði að gera þjónustuþegum kleift að búa sem lengst heima. Stefnt er að því að ná fram enn frekari samþættingu í heimaþjónustu á næstu misserum. Fjöldi vitjana í heimahjúkrun voru 6.138 og fjöldi einstaklinga í heimahjúkrun var 68.

Ungbarna- og mæðraeftirlitUngbarna- og mæðraeftirlit er sinnt afljósmóður og hjúkrunarfræðingum á

heilsugæslustöðinni. Fæðingar á árinu 2013 voru 3 en eftir að ljósmóðirin hætti störfum á stofnuninni hafa ekki verið neinar fæðingar. Í sveitarfélaginu fæddust 31 barn á árinu 2013 og voru það 17 drengir og 14 stúlkur. Mæðravernd er enn í umsjá Áslaugar Valsdóttur ljósmóður en húnkemur reglubundið frá Reykjavík til að sinna mæðraverndinni. Komur í mæðravernd voru 287 á árinu. Í ungbarnaverndinni voru skráð samskipti 459, 268 samskipti við 81 drengi og 101 samskipti við 49 stúlkur. Það hallar því nokkuð á stúlkurnar hér á Hornafirði!

SkólahjúkrunarfræðingurSkólahjúkrunarfræðingur hefur verið starfandi í 30% starfshlutfalli. Markmið skólahjúkrunar er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Fjöldi barna í skólahjúkrun var 289 á síðasta ári en skólabörnum hefur farið fækkandi undanfarin ár.

SjúkraflutningarSjúkraflutningar eru hluti af starfsemi HSSA en tvær fullbúnar sjúkrabifreiðar eru staðsettar á Höfn og eru tveir sjúkraflutningamenn á bakvakt allan sólarhringinn til að sinna útköllum eftir þörfum. Alls eru 7 sjúkraflutningamenn á útkallslista. Vegna fjarlægðar á næsta sjúkrahús þarf iðulega að kalla á sjúkraflug til að flytja bráðveika eða slasaða og er það Mýflug á Akureyri sem sinnir sjúkrafluginu fyrir allt landið. Á töflu 2 má sjá fjöldasjúkraflutninga á árunum 2012-2013 en það hefur fjölgað nokkuð sjúkraflutningum hvort sem er með sjúkrabíl eða flugi milli ára.

Tafla 2 2012 2013 Breyting milli ára

Sjúkrabíll 91 113 24%

Sjúkraflug 20 30 50%

Bæjarmálafundur í Sjálfstæðishúsinu

Almennur fundur um bæjarmálefni verður laugardaginn 20. september kl. 11:30

Súpa og meðlæti í boði.

Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu

Framsóknarfélag Austur-SkaftfellingaFramsóknarfélag Austur Skaftfellinga boðar til félagsfundar sem haldinn verður mánudaginn 22. september 2014. Fundurinn er haldinn í

„Papóshúsinu“ við Álaugarveg 3 og hefst klukkan 20:00.

Fundarefni:• Kjördæmisþing 3. - 4. október

að hótel Skaftafelli í Öræfum• Bæjarmál• Önnur mál

Stjórnin

Ráðhús Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður lokað

föstudaginn 3. október vegna starfsdags starfsfólks

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri

HSSA framhald:

Page 4: Eystrahorn 31. tbl. 2014

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 18. september 2014

ÁdögunumhélduyngriflokkarSindralokahófsem fór mjög vel fram og var mætingin góð hjá krökkunum. Lokahófinu var tvískipt og hélt 5.-7. flokkur karla og kvenna sitt lokahóf þann 28. ágúst en 3.-4. flokkur karla og kvenna var meðsittlokahófþann2.september.Ábáðumlokahófunum var krökkunum skipt í blönduð lið og haldið lítið fótboltamót, þar var hart barist og mikið fjör. Iðkendur í 5.-7. flokki fengu svo grillaðar pylsur og þátttökuverðlaun en 3.-4. flokkur fékk grillaða hamborgara, þar voru einnig veitt verðlaun fyrir besta félagann, mestu framfarirnar og bestu mætinguna.

Að þessu sinni hlutu eftirtaldir verðlaun :

3. flokkur karla Besta mætingin: Óttar Már EinarssonBestifélaginn:TómasLeóÁsgeirssonMestu framfarir: Ísar Svan Gautason

3. flokkur kvennaBesta mætingin: Ingibjörg ValgeirsdóttirBesti félaginn: Ingibjörg Lucia RagnarsdóttirMestu framfarir: Ólöf María Arnarsdóttir

4. flokkur karlaBesta mætingin: Kristófer HernandezBestifélaginn:IngólfurÁsgrímssonMestu framfarir: Dagur Freyr Sævarsson

4. flokkur kvennaBesta mætingin: Edda Björg EiríksdóttirBesti félaginn: Freyja Sól KristinsdóttirMestu framfarir: Regielly Oliveira Rodrigues

Yngriflokkaráð Sindra vill þakka öllum iðkendum sem og foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf í sumar. Það er von okkar að allt hafi gengið sem best þó auðvitað séu alltaf einhverjir hnökrar. Sem betur fer getum við reynt að gera betur og það er alltaf markið okkar. Æfingar munu hefjast aftur 22. september og hlökkum við til að sjá alla iðkendur aftur og vonandi einhverja nýja líka. Stundatafla verður birt fljótlega

Yngriflokkaráð Sindra

Lokahóf yngri flokka Sindra

www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Láttu Rekstrarlandlétta þér lífiðAðili að rammasamningum við ríki og Reykjavíkurborg

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

143

04

5

Við bjóðum mikið úrval hreinsiefna og hreinlætisvara fyrir stofnanir og almenn fyrirtæki. Sérsniðnar lausnir sem mæta þörfum hvers og eins hvort sem um er að ræða létt þrif eða sérþrif. Mikið úrval af moppum, klútum, ræstivögnum, hreinlætispappír og almennum ræstingaáhöldum.

Rammasamningur Olís og Ríkiskaupa tryggir ríkisstofnunum og sveitarfélögum vörur á góðu verði á 40 stöðum víðsvegar um landið.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúi Olís á Höfn í síma 478 1260.

kynning rannís á styrkjamöguleikum

Föstudaginn 26. september kl. 15:00 í Nýheimum standa

Nýheimar Þekkingarsetur og Rannís fyrir kynningu á styrkjum sem ætlaðir eru til nýsköpunar og tækniþróunar.

Björn Víkingur Ágústsson, sérfræðingur á rannsóknar- og nýsköpunarviði, og Kristmundur

Ólafsson, sérfræðingur á alþjóðasviði, segja almennt frá

styrkjum og uppbyggingu umsókna, mati umsókna og þeirri ráðgjöf og

stuðningi sem Rannís veitir.Kynningin er öllum opin og

áhugasamir hvattir til að mæta.

Page 5: Eystrahorn 31. tbl. 2014

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 18. september 2014

Í tilefni af „degi íslenskrar náttúru“ var haldið upp á hann með því að veita umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Umhverfisviðurkenningarnar voru veittar í 19 sinn, Páll RóbertMatthíasson formaður umhverfis-og skipulagsnefndar veitti verðlaunin og Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands greindi frá störfum stofunnar sem eru æði mörg þrátt fyrir að hafa einungis starfað í rúmt ár. Viðurkenningar voru veittar í þremur flokkum. Þeir aðilar sem tilnefndir voru hafa skarað framúr og verið til fyrirmyndar í umhverfismálum og umhverfisvernd innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þeir verðlaunaflokkar sem um ræðir eru, lóðir í þéttbýli sem og lóðir lögbýla, fyrirtæki og stofnanir. Umhverfisviðurenningarfyrirárið2014hlutu,fyrirfallegalóðAuðurGústafsdóttir og Helgi Helgason að Sandbakka 5 fyrir snyrtilega og vel hirta lóð. Fyrir lögbýli Gunnhildur Ingimarsdóttir og Jón Malmqvist Einarsson að Jaðri í Suðursveit fyrir snyrtilegt umhverfi og útlit. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fyrir að hafa á undanförnum árum unnið markvisst að umhverfismálum með flokkun sorps, heimaræktun matjurta og endurskipulagningu og úrbótum á lóð með tilliti til aukinnar nýtingar heimilisfólks, starfsfólks, gesta og gangandi.

Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Blítt og létt er 13. sýning Hornfirska skemmtifélagsins. Í sýningunni flytja hornfirskir listamenn mörg af bestu sjómannalögum allra tíma í bland við misjafnlega sannar sögur af sjómannslífinu.

SýningarFrumsýning laugardaginn 4. október2. sýning laugardaginn 11. október3. sýning laugardaginn 18. október4. sýning laugardaginn 25. október5. sýning laugardaginn 1. nóvember

MatseðillForréttur: SaltfisksdúóAðalréttur: Nautalund bernaiseEftirréttur: Skyr og ananas fromage með rabbarbarahlaupi

Innifalið er þriggja rétta kvöldverður, sýningin Blítt og létt og stórdansleikur með hljómsveitinni Andrá. 18 ára aldurstakmark.

Sýningargestum býðst gisting á Hótel Höfn í tvær nætur á verði einnar. Þannig kostar þriggja rétta kvöldverður, sýning, dansleikur og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði aðeins kr. 19.050,- á mann.

Stærri hópar fá sérstakan afslátt. Hafið samband við Hótel Höfn til að fá nánari upplýsingar.

Miðapantanir og nánari upplýsingar á Hótel Höfn í síma 478-1240

Frumsýning 4. október 2014

Miðaverð aðeins kr. 8.900,-

Page 6: Eystrahorn 31. tbl. 2014

Dæmi um hvað MÁ fara í endurvinnslutunnuna