Top Banner
Fimmtudagur 26. ágúst 2010 Eystrahorn Eystrahorn 30. tbl. 28. árgangur Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús Nú stendur undirbúningur fyrir flugeldasýninguna á Jökulsárlóni sem hæst, en hún fer fram næstkomandi laugardag þann 28. ágúst. Mikið verður um dýrðir, en þetta er ellefta árið sem flugeldasýningin er haldin. Það er staðarhaldarinn á Jökulsárlóni ásamt Björgunar- félagi Hornarfjarðar sem standa þessum einstaka viðburði sem er fjáröflun fyrir björgunarfélagið. Ríki Vatnajökuls ferðaþjónustuklasi Suðausturlands og Inspired by Iceland verkefnið sjá um kynningu á viðburðinum. Í fyrra komu 1.050 manns á flugeldasýninguna sem var metþátttaka frá byrjun. Það sem er sérstakt við þessa flugeldasýningu er það einstaka umhverfi sem Jökulsárlónið er, risastórir fljótandi ísjakar sem eru upplýstir með útikertum og kyrrðin á svæðinu gerir upplifunina enn sterkari. Flugeldasýningin virkar helmingi umfangsmeiri þar sem öll ljósadýrðin endurspeglast í jökullóninu. Áhugi er hjá aðstandendum flugeldasýningarinnar að gera meira úr þessum viðburði með því að tengja við hann aðra listviðburði eins og tónleika. Einnig hafa komið upp hugmyndir um flugeldalistamenn erlendis frá sem setja saman tónlist við flugeldasýningu þar sem flugeldarnir dansa í takt við tónlistina. Til þess framkvæma svona viðburð þarf fjármagn og skipulag ásamt góðri kynningu. Viðburðurinn í þessu magnaða umhverfi sem Jökulsárlónið er hefur alla burði til þess að laða að fjölda fólks alls staðar úr heiminum að mati Rósu Bjarkar Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Ríki Vatna- jökuls. Flugeldasýning á Jökulsárlóni Ljósmynd: Runólfur Hauksson
8

Eystrahorn 302010

Mar 21, 2016

Download

Documents

Til þess að framkvæma svona viðburð þarf fjármagn og skipulag ásamt góðri kynningu. Viðburðurinn í þessu magnaða umhverfi sem Jökulsárlónið er hefur alla burði til þess að laða að fjölda fólks alls staðar úr heiminum að mati Rósu Bjarkar Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Ríki Vatna- jökuls. Fimmtudagur 26. ágúst 2010 30. tbl. 28. árgangur Eystrahorn Ljósmynd: Runólfur Hauksson
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 302010

Fimmtudagur 26. ágúst 2010 Eystrahorn

Eystrahorn30. tbl. 28. árgangur

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Nú stendur undirbúningur fyrir flugeldasýninguna á Jökulsárlóni sem hæst, en hún fer fram næstkomandi laugardag þann 28. ágúst.Mikið verður um dýrðir, en þetta er ellefta árið sem flugeldasýningin er haldin. Það er staðarhaldarinn á Jökulsárlóni ásamt Björgunar-félagi Hornarfjarðar sem standa að þessum einstaka viðburði sem er fjáröflun fyrir björgunarfélagið. Ríki Vatnajökuls ferðaþjónustuklasi

Suðausturlands og Inspired by Iceland verkefnið sjá um kynningu á viðburðinum. Í fyrra komu 1.050 manns á flugeldasýninguna sem var metþátttaka frá byrjun. Það sem er sérstakt við þessa flugeldasýningu er það einstaka umhverfi sem Jökulsárlónið er, risastórir fljótandi ísjakar sem eru upplýstir með útikertum og kyrrðin á svæðinu gerir upplifunina enn sterkari. Flugeldasýningin virkar

helmingi umfangsmeiri þar sem öll ljósadýrðin endurspeglast í jökullóninu. Áhugi er hjá aðstandendum flugeldasýningarinnar að gera meira úr þessum viðburði með því að tengja við hann aðra listviðburði eins og tónleika. Einnig hafa komið upp hugmyndir um að fá flugeldalistamenn erlendis frá sem setja saman tónlist við flugeldasýningu þar sem flugeldarnir dansa í takt við tónlistina.

Til þess að framkvæma svona viðburð þarf fjármagn og skipulag ásamt góðri kynningu. Viðburðurinn í þessu magnaða umhverfi sem Jökulsárlónið er hefur alla burði til þess að laða að fjölda fólks alls staðar úr heiminum að mati Rósu Bjarkar Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Ríki Vatna-jökuls.

Flugeldasýning á Jökulsárlóni

Ljósmynd: Runólfur Hauksson

Page 2: Eystrahorn 302010

2 EystrahornFimmtudagur 26. ágúst 2010

EystrahornSími: 862-0249 • Rnr. 0172 – 26 - 000811 • Kt. 240249-2949Útgefandi: ................................HornafjarðarMANNIRitstjóri og ábyrgðarmaður: ......................Albert EymundssonNetfang: [email protected]ófarkalestur: ........................Guðlaug HestnesLjósmyndir: .............................Maríus SævarssonUmbrot: ..................................Heiðar SigurðssonAðstoð: .....................................Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ..................................LeturprentISSN 1670-4126

ÁskrifendurVildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949Útgefandi þakkar þeim fjölmörgu sem nú þegar hafa greitt vildaráskrift.

KIRKJUDAGUR Í STAFAFELLSKIRKJU

sunnudaginn 29. ágústMessa kl. 14:00

Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur prédikar

Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur þjónar fyrir altari

Organisti: Kristín Jóhannesdóttir

Samkór Hornafjarðar leiðir safnaðarsöng

Kirkjukaffi í Fundarhúsinu eftir messu

Sóknarnefnd Sóknarprestur

Þessir kátu krakkar Sessilía Sól og Jón Halldór héldu tombólu á dögunum í Hlíðartúninu og söfnuðu 3,800 krónum til styrktar Rauða krossinum. Hornafjarðardeild RKÍ þakkar þeim kærlega fyrir stuðninginn.

A-lið 6. flokks kvenna, sem samanstendur af stelpum á eldra ári í flokknum en þær eru fæddar árið 2000, vann um helgina úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ fyrir Norður – og Austurland. Mótið fór fram sl. laugardag í hryssingskulda og rigningu á Húsavík. Spilaðir voru þrír leikir og skemmst er frá að segja að Sindrastelpur unnu tvo og gerðu eitt jafntefli. Þær unnu heimaliðið Völsung í fyrsta leik og Tindastól frá Sauðárkróki, en gerðu svo jafntefli við Hött frá Egilsstöðum. Áður höfðu stelpurnar einnig

unnið Austurlandsriðilinn með sannfærandi hætti þannig að óhætt er að segja að þær hafa staðið sig mjög vel í sumar.6. flokkur kvenna sendi líka tvö lið til keppni á Símamót Breiðabliks í Kópavogi. Bæði liðstóðu sig mjög vel í þeirri keppni en árangur B – liðsins á þessu sterka móti var mjögeftirtektarverður en þær enduðu í 8. sæti, sem er sannarlega glæsilegur árangur. Við óskum öllum stelpunum í 6. flokki kvenna til hamingju með glæsilegt knattspyrnutímabil

Unnu Hnátumót KSÍStarf í Sundlaug HafnarFrá og með 1. september vantar starfsfólk í Sundlaug Hafnar.Um er að ræða vaktavinnu og felst starfið í baðvörslu, ræstingu og afgreiðslu. Umsóknarfrestur er til og með 27.ágúst 2010.Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags.Upplýsingar gefur Haukur Helgi í síma 470-8000 og 897-8885. Einnig má senda umsóknir á netfangið [email protected]álgast má umsóknareyðublöð á skrifstofu sveitarfélagsins Hafnarbraut 27.

Sundlaug Hafnar

Árni Þorvaldsson þjálfari og stelpurnar sem sumar komu beint úr afmælisveislu í myndatöku

Page 3: Eystrahorn 302010

3Eystrahorn Fimmtudagur 26. ágúst 2010

Á fundi bæjarráðs 12. júlí sl. lagði áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu þar sem þeim tilmælum var beint til þeirra flokka, sem buðu fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum, að þeir upplýstu um heildarkostnað og styrki vegna framboða sinna sl. vor. Tillagan var samþykkt samhljóða í bæjarráði. Í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að birting upplýsinga um kostnað og styrki vegna sveitarst jór narkosninganna sé eðlilegur liður í því að auka gagnsæi og traust kjósenda á stjórnmálamönnum. Traust kjósenda á kjörnum fulltrúum er nauðsynlegur

grunnur fyrir dagleg störf sveitarstjórnarmanna og í anda opinnar og lýðræðislegrar stjórnsýslu. Samfylkingin fagnar því að bæjarráð hafi tekið undir með áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar um nauðsyn þess að fjármál framboðanna séu uppi á borðum og öllum kunn. Á fundi bæjarstjórnar þann 12. ágúst sl. þar sem tillagan var lítillega rædd kom einnig framstuðningur við tillöguna þótt borið hafi á áhyggjum einstakra bæjarfulltrúa um að of mikið gagnsæi gæti leitt til vandræða við fjármögnun smærri framboða og nýrra. Í samantekt gjaldkera Samfylkingarinnar á Hornafirði kemur fram að heildartekjur framboðsins vegna kosninganna

hafi numið 579.687 kr. en að heildarkostnaður framboðsins vegna kosninganna hafi verið 764.515 kr. Gjöld umfram tekjur voru því 184.928 kr. Tekjur framboðsins koma nær eingöngu frá sveitarfélaginu auk framlags frá Samfylkingunni á landsvísu. Fram kemur að stærstu útgjaldaliðirnir hjá framboðinu

voru prentun og uppsetning blaða og bæklinga og auglýsingar í staðarfjölmiðlum.

f.h. Stjórnar Samfylkingarinnar á Hornafirði

Árni Rúnar Þorvaldsson, formaður

Kostnaður og styrkir Samfylkingarinnar vegna sveitarstjórnarkosninga 2010

Rekstrareikningur

TekjurSveitarfélagið Hornafjörður nóvember 2009 ......................... 218.163Sveitarfélagið Hornafjörður júlí 2010 ..................................... 111.411Samfylkingin ............................................................................. 248.912Framlag aðrir ................................................................................... 687Kaffisjóður ........................................................................................ 414Tekjur samtals ...................................................579.587

GjöldPrentun og uppsetning ............................................................ 161.578Auglýsingar ............................................................................... 352.515Póst og flutningsgjöld ................................................................ 38.164Rekstur kosningaskrifstofu ....................................................... 28.796Sími kosningaskrifstofu ............................................................. 16.143Fjölskyldu- og grillhátíð ............................................................. 58.856Matur, stjórn og frambjóðendur ............................................... 26.840Auglýsingavörur ......................................................................... 31.623Húsaleiga 3 vikur ....................................................................... 50.000Gjöld samtals .....................................................764.515Gjöld umfram tekjur ............................................................184.928

w w w . i n n i . i s

ÓfeigstangiFullbúið 66,9 m² atvinnuhúsnæði á 1. hæð á góðum stað. Sér inngangur

Víkurbraut 0101

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum, Sími 580 7908

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7907

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík, Sími 580 7925

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, Höfn

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915

Atvinnuhúsnæði: Vandað og velútbúið 927 m² fiskverkunarhús staðsett á góðri lóð við höfnina. Húsið er límtrésgrind, einangrað og klætt með yleiningum. Laust strax

Fullbúinn 137,6 m² eignarhluti á annari hæð í atvinnuhúsnæði. Skiptist nú í 3 rými auk kaffistofu og snyrtingarBjört eign með miklu útsýni.

BugðuleiraAtvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði

Nú hefur kokkur lokað og við

þökkum viðskiptin í sumar.

Næturopnun í vetur verður auglýst nánar

síðar.

Þau skipuðu efstu sætin á lista Samfylkingarinnar sl. vor

FÉLAGsnúmer Sindra er 780

Page 4: Eystrahorn 302010

4 EystrahornFimmtudagur 26. ágúst 2010

Nú eru skólarnir að byrja nýtt skólaár. Af því tilefni hafði blaðið samband við skólastjórnendur til að fá almennar upplýsingar um skólastarfið. Hulda Laxdal Hauksdóttir og Þórgunnur Torfadóttir skólastýrur Grunn-skóla Hornafjarðar höfðu þetta að segja um komandi skólaár;

Grunnskóli Hornafjarðar

„Í skólann eru nú skráðir 294 nemendur og hefur fækkað um 10 frá síðasta ári sem skýrist m.a. af því að við útskrifuðum 29 nemendur í vor en innritum 20 í fyrsta bekk í haust. Starfsmenn við skólann eru 56 og er það svipað og verið hefur. Vel gekk að ráða kennara í vor og er hlutfall réttindakennara stöðugt að aukast. Í vetur verða 37 kennarar af 42 með réttindi eða í réttindanámi. Skólasetning verður í skólanum á fimmtudag og föstudag en hún verður með öðru sniði en venjulega. Nú boða umsjónarkennarar nemendur og foreldra í viðtal í upphafi skóla þar sem farið verður yfir markmið vetrarins. Við teljum gott fyrir þessa aðila að hittast strax í skólabyrjun og fara yfir ýmis mál er varða skólagönguna þar sem allir geta komið sínum

skoðunum á framfæri. Kynningarfundir fyrir foreldra verða síðan á fyrstu dögum skólans þar sem farið farið verður nánar yfir þá þætti sem snúa fyrst og fremst að foreldrum. Í vetur mun skólinn leggja áherslu á samstarf við foreldra líkt og undanfarin ár, því uppeldi og menntun er samstarfsverkefni heimilis og skóla. Starfsfólk skólans hefur verið á nokkrum námskeiðum síðustu daga. Þar má nefna námskeið í Uppeldi til ábyrgðar sem allt starfsfólk skólans sótti ásamt námskeiði um samskipti og liðsheild. Kennarar og ritarar sátu námskeið í mentor ásamt því sem einstaka kennarar hafa sótt ýmisskonar námskeið í sumar. Í vetur munum við leggja sérstaka áherslu á að Grunnskólinn sé heilsueflandi. Undir heilsueflingu má fella flest í daglegu lífi barnsins allt frá því að það fái íþróttatíma, frímínútur og hollan mat upp í það að fá tækifæri til að tjá skoðanir sínar, læra að taka tillit til annara, þekkja þarfir sínar og þar fram eftir götunum. Lögð verður áhersla á að kynna það sem fram fer í heilsueflandi skóla jafnóðum fyrir foreldrum og samfélaginu í heild því í skólanum teljum

við mikilvægt að unnið sé með heilsueflingu á öllum sviðum samfélagsins. Síðasta vetur náðum við góðum árangri hvað varðar hollan og góðan mat og sælgætisát og gosdrykkja hvarf nánast úr skólanum. Í vetur stefnum við enn lengra og með góðri samvinnu við heimili og samfélagið í heild lítum við björtum augum til vetrarins. Heilsueflandi skóli snýst um að gera heilbrigðan lífsstíl eftirsóknarverðan og að það verði sá lífsstíll sem nemendur taki með sér út í lífið. Á fyrstu dögum skólans verður útidagur með nemendum þar sem farið verður í hinar ýmsu ferðir allt eftir aldri og áhuga nemenda. Hefðbundið skólastarf hefst þó mjög fljótt en reynt verður að hafa heilsueflingu sem rauða þráðinn í gegnum skólastarf vetrarins því hún kemur inn á allt skólastarf. Starfsmannahópurinn er öflugur og bjartsýnn og með góðu samstarfi við foreldra verður þetta örugglega árangursríkt og gott skólaár.

HofgarðurPálína Þorsteinsdóttir skólastýra Hofsskóla í Öræfum hafði þetta að segja um skólastarfið þar;„Nemendur Grunnskólans í Hofgarði verða 12 í vetur í 2. til 7. bekk.Skólinn verður settur miðvikudaginn 25. ágúst kl. 17:00 að lokinni smölun á sumum bæjum. Ráðgert er að skólastarfið verði með hefðbundnu sniði í vetur. Það eru nokkuð sérstakar aðstæður hjá Öræfingum um þessar mundir, að það eru engin börn í sveitinni yngri en þau sem eru að koma í 2. bekk og munum við ekki eftir að þetta hafi gerst áður. Það má því segja að framtíð skólans sé í óvissu með þessu áframhaldi. Vonandi á ungt fólk eftir að sjá möguleika í búsetu hér. Það eru a.m.k. tímamót að nú er háhraðanettenging að komast í höfn í skólanum sem og á öðrum vinnustöðum og heimilum í sveitinni svo að þessi tækni ætti ekki framvegis að fæla fólk frá því að búa hér. Síðustu dagana hefur ýmislegt verið gert í viðhaldi við Hofgarð og það er afar ánægjulegt að koma að skólanum nýmáluðum að utan þetta haustið.“

Skólastarf að hefjast

Skólastarfið er fjölbreytt og stundum er farið í berjamó.

Page 5: Eystrahorn 302010

5Eystrahorn Fimmtudagur 26. ágúst 2010

Umhverfisstofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu sem birtist m.a. á vef stofunarinnar www.ust.is:„Veiðisvæði 9 verður lokað fyrir allar hreindýraveiðar frá og með 21. ágúst 2010. Svæðið samanstendur af Hornafirði, áður Mýrahreppi og Borgarhafnar-hreppi (Suðursveit).Vegna lokunarinnar mun Umhverfisstofnun endurgreiða veiðileyfisgjald þeim veiði-mönnum sem ekki hafa náð að veiða samkvæmt úthlutuðum veiðiheimildum á þessu veiði-tímabili.Lokunin er samkvæmt 8. gr. reglugerðar um stjórn hreindýraveiða, nr. 486/2003, og er til komin vegna upplýsinga um verulega fækkun á fjölda dýra á veiðisvæði 9 frá því að auglýsing um hreindýraveiðar fyrir árið 2010 var birt í Lögbirtingarblaðinu 21. janúar 2010.Breyting þessi er auglýst í samræmi við 6. gr. reglugerðar nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, að fenginni tillögu Umhverfisstofnunar og að höfðu samráði við Náttúrustofu Austurlands og formann Hreindýraráðs, sbr. 14. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með áorðnum breytingum.Eins og fram kemur er ástæða lokunarinnar veruleg fækkun dýra á svæðinu. Í eftirlitsflugi 20. júlí 2010 fundust ekki nema 113 dýr og vantar því 134 dýr miðað við þær tölur sem gefnar voru út árið 2009 af Náttúrustofu

Austurlands. Af 113 dýrum voru 107 dýr greind til kyns og aldurs. Kýr voru 45 en af þeim eru aðeins 22 á veiðanlegum svæðum og 23 á óveiðanlegu svæði. Veiðanlegir tarfar voru 8 en tarfaleyfin miðast við tveggja vetra tarfa og eldri. Af þeim dýrum sem vitað er með vissu að eru á svæðinu yrðu þá ekki eftir nema 65 dýr að veiðum loknum að meðtöldum kálfum og törfum á fyrsta ári. Útgefinn kvóti á svæðinu voru 29 kýr og 13 tarfar og því ljóst að verið væri

að höggva stórt skarð í stofninn á svæðinu.“Búið var að veiða 5 tarfa en enga kú þegar bannið tók gildi. Vegna þessara ákvörðunar Umhverfisstofunar hafði Eystra-horn samband við Sigurð Guðjónsson á Borg sem hefur verið leiðsögumaður með veiðimönnum á þessu svæði og hefur mikla reynslu af veiðum á því. Hann sagði að sennilega væru ekki allir ánægðir með þetta bann en vera sjálfur sammála, enda hafi

hann áður bent á að það virðist vera misræmi í talningu milli árstíða. Mest hefur verið veitt vestan Fláajökuls á svæði 9 og því hætta á að hjarðirnar verði ekki sjálfbærar lengur ef ekki verði gripið í taumana. Telur Sigurður að dýrin ferðist meira milli svæða en álitið hefur verið. Sigurður sagði að hreindýrin hefðu ekki farið vestur yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi en nokkrir tarfar sáust í Reynivallafjalli í hitteðfyrra.

Hreindýraveiðar stöðvaðar

Vinir Vatnajökuls styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum samkvæmt nánari upplýsingum sem lesa má hér fyrir neðan.Samtökin vilja setja í forgang verkefni sem stuðla að:

Aukinni þekkingu • almennings á náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.Samspili byggðarlaga innan • þjóðgarðsins.Aukinni fræðslu • og rannsóknum í

Vatnajökulsþjóðgarði og grenndarsamfélagi hans.Samspili útivistar, menningar • og Vatnajökulsþjóðgarðs.Tengslum barna og unglinga • við náttúruna.Auknum skilningi • umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu.Eflingu samkenndar • um mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn.Sjálfbærri ferðaþjónustu.•

Samtökin styrkja ekki: Almennan rekstrarkostnað • stofnana, félaga eða fyrirtækja.Einstaklinga vegna greiðslu • skólagjalda, námsdvala eða skólaferðalaga.

Þeir sem geta sótt um styrki eru: Einstaklingar, samtök/tengslanet og bæði einkareknar og opinberar stofnanir. Umsækjendur mega búa hvort heldur er innan eða utan Íslands. Þegar fleiri en einn aðili standa að verkefni, er það umsjónaraðili verkefnisins sem sækir um styrkinn, ekki einstakir aðilar að verkefninu.

Lögð er áhersla á að umsóknir og fylgigögn með þeim berist VINUM Vatnajökuls áður en umsóknarfrestur rennur út. Að öðrum kosti eru þær ekki teknar til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að umsóknir hljóti afgreiðslu fagráðs VINA Vatnajökuls innan tíu vikna frá auglýstum skilafresti. Umsóknum skal skila á vefsíðu VINANNA: www.vinirvatnajökuls.is þar sem allar nánari upplýsingar er að finna. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 29. september 2010.

Vinir Vatnajökuls

Ljósmynd: Þorvarður Árnason

Page 6: Eystrahorn 302010

6 EystrahornFimmtudagur 26. ágúst 2010

Skólavörur á betra verði !

AtvinnANorðlenska auglýsir eftirtalin störf

laus til umsóknar í sláturhúsi fyrirtækisins á Höfn.

Sláturtíð hefst 21. september og stendur til 29. október 2010.

• Starfsmaður í kjötmat

• Verktaki í svíðinguNánari upplýsingar um störfin

veitir Einar Karlsson vinnslustjóri í síma 840 8870.

Umsóknarfrestur er til 3. september nk.

Umsóknir skulu berast Jónu Jónsdóttur starfsmannastjóra í síma 840 8805

eða á netfangið [email protected]

rEKStur KaffItEríu nÝHEIMaSveitarfélagsið Hornafjörður, f.h rekstraraðila Nýheima, óskar eftir tilboðum í rekstur kaffiteríu Nýheima .

Tilgangur reksturs kaffiteríu er að sjá um veitingasölu til starfsmanna, nemenda og almennings auk funda og ráðstefnugesta.

Aðstaðan er leigð út með þeim tækjabúnaði sem þar er til staðar í dag, því er aðstaðan ekki ætluð undir framleiðslueldhús. Heimilt að flytja mat að aðstöðunni.

Opnunartími með sölu á kaffiveitingum, sælgæti o.s.frv. þarf að vera til staðar að lágmarki frá 20. ágúst – 20. maí ár hvert og frá kl. 9:00-14:00 alla virka daga yfir þann tíma.

Nýheimar eru miðsvæðis á Höfn. Í Nýheimum eru um 40 starfsmenn, 150 nemendur stunda þar nám auk þess sem húsið er opið almenningi allt árið um kring.

nýr rekstraraðili skal hefja rekstur eigi síðar en 1. október 2010

Útboðsgögn má nálgast á vef sveitarfélagsins á slóðinni www2.hornafjordur.is/stjornsysla/utbod frá og með föstudeginum 20. ágúst. Kjósi bjóðendur að sækja útprentuð útboðsgögn þá verða þau seld hjá Sveitarfélaginu Hornafirði Hafnarbraut 27 á Höfn frá og með föstudeginum 20. ágúst. V erð útboðsgagna er 4.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað kl. 15:00 mánudaginn 13. september 2010 og verða þau opnuð þar kl. 15:05 þann sama dag.

Tækni- og umhverfissvið Hornafjarðar

Síðsumartilboð á GarðplöntumHaustgróðursetning gefur ekki síðri árangur

en vorgróðursetning

25% - 40% afsláttur á garðplöntum 24. – 28. ágústOpið þessa daga kl. 15 - 18.

Þess utan eftir samkomulagi sími 849-1920

Verið velkomin

Gróðrarstöðin Dilksnesi

Page 7: Eystrahorn 302010

Tölvur fyrir alla, unga sem aldna !

www.martolvan.is, [email protected], simi: 4781300, Litlubrú 1, 780 Höfn

Page 8: Eystrahorn 302010

1.198 1.898

NÝRNABAUNIR410 g

119KR ÁÐUR 149 KR

KJÚKLINGA- BAUNIR410 g

135KR ÁÐUR 169 KR

CHILI BAUNIR400 g

135KR ÁÐUR 169 KR

290KR/PK ÁÐUR 579

LÍFRÆN BLÁBERFRÁ AKRI 125 G

99KR/PK ÁÐUR 198

APPELSÍNUR Í LAUSU

HOLLUSTA Í HAUSTALLT Í ÁVAXTAÞEYTINGA

299 37 49

1.589