Top Banner
VÖRÐUM VEGINN SAMAN ALLIR GETA KOSIÐ Í OPNU PRÓFKJÖRI SAMFYLKINGARINNAR Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI 5.-7. MARS 2009
8

Vörðum veginn saman

Mar 22, 2016

Download

Documents

Kynning á frambjóðendum í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2009.
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Vörðum veginn saman

VörðumVeginnsaman

allir geta kosið í opnu prófkjöri samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi

5.-7. mars 2009

Page 2: Vörðum veginn saman

rafrænt opið prófkjör - lýðræði í Verki -

Kjósendur í Norðausturkjördæmi geta ákveðið í opnu rafrænu prófkjöri 5. – 7. mars röðun efstu manna á framboðslista Samfylkingarinnar Prófkjörið verður opið öllum sem hafa kosningarétt og staðfesta stuðning sinn við flokkinn. Prófkjörið mun fara fram rafrænt og verður hægt að kjósa á heimasíðu flokksins. Prófkjörið verður haldið dagana 5. - 7. mars n.k. og þá gefst stuðningsaðilum að velja fólk til forystu sem það vill sjá á Alþingi fyrir þeirra hönd. Kosið verður um átta efstu sætin um hverjir leiða lista flokksins og því eru völd kjósenda gríðarlega mikil. Kynjaregla flokksins verður viðhöfð þar sem annað kynið þarf að hafa lágmark 40% sæta framboðslistans. Einstaklingar af sama kyni skipi þó aldrei fleiri en tvö sæti í röð.

Samfylkingin er opinn og lýðræðislegur flokkur og er óhræddur við að setja verk sín í

dóm kjósenda. Sú leið að hafa prófkjör til Alþingiskosninga opið og um leið rafrænt sýnir að flokkurinn vill hlusta á kjósendur og nú gefst kjósendum kostur á að sýna vilja sinn í verki.

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf á jafnaðarmönnum við stjórnvölinn eins og einmitt núna. Við þurfum að bæta hag heimilanna og fólksins í landinu og hlúa vel að unga fólkinu sem mun koma til með að bera hitann og þungann í þeirri endurreisn sem við höldum í. Það er því mikilvægt að við veljum okkur frambjóðendur sem við treystum. Samfylkingin í Norðausturkjördæmi leggur traust sitt á kjósendur og gefur þeim kost á að velja sér frambjóðendur í opnu rafrænu prófkjöri.

Ykkar tími er kominn!

Jóhann Jónsson, kosningastjóri

Sveitarfélag Tengiliður Heimilisfang Heimasími FarsímiAkureyri Jón Ingi Cæsarsson Ránargötu 30 461-2770 825-1176Borgarfjörður Eystri Lára Stefánsdóttir Eiðsvallagötu 9 461-1061 896-3357Breiðdalsvík Ómar Bjarnþórsson Ásvegi 13 475-6602 895-3533Dalvík Ingvar Kristinsson Hlíðarbrekka 466-1552 862-8877Djúpivogur Bergþóra Birgisdóttir Steinum 13 478-8124 849-3439Egilsstaðir Sigfríð Steingrímsdóttir Fjóluhvammi 1 447-1022 866-3153Eskifjörður Eydís Ásbjörnsdóttir Bleiksárhlíð 21 476-1240 891-7018Fáskrúðsfjörður Íris Valsdóttir Króksholti 3 475-1245 899-8981Grímsey Lára Stefánsdóttir Eiðsvallagötu 9 461-1061 896-3357Hrísey Guðrún Kristjánsdóttir Miðbraut 10 466-1716 895-0422Húsavík Ingólfur Freysson Sólvöllum 6 464-1241 899-9241Kópasker Kristbjörg Sigurðardóttir Boðagerði 3 465-2106 869-8166Laugar Arnór Benónýsson Hella 464-3395 661-6292Mývatn Arnór Benónýsson Hella 464-3395 661-6292Neskaupsstaður Guðmundur R. Gíslason Valmýri 6 477-1817 669-1060Ólafsfjörður Rögnvaldur Ingólfsson Ólafsvegi 49 466-2375 865-4324Raufarhöfn Jónas F Guðnason Aðalbraut 53 465-1161 863-3361Reyðarfjörður Gíslunn Jóhannsdóttir Stekkjargrund 9 474-1500 844-5887Seyðisfjörður Jón Halldór Guðmundsson Múlavegi 59 472-1136 895-1136Siglufjörður Ólafur Kárason Hávegi 7 467-1833 894-8933Stöðvarfjörður Björgvin Valur Guðm. Fjarðarbraut 29 475-8811 869-0117Vopnafjörður Ólafur Ármannsson Skálanesgötu 6 473-1330 894-4530Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir Langanesvegi 8 468-1249 845-6826

trúnaðarmennlisti yfir kjörstaðilaugardaginn 7. marsSiglufjörður: Þormóðsbúð, húsi Slysavarnarfélagsins, niðri opið 10-17

Ólafsfjörður: Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði, opið 12-16

Akureyri: Lárusarhús, Eiðsvallagötu 18, opið 10-17

Húsavík: Borgarhólsskóla, opið 10-15

Vopnafjörður: Skálanesgata 6, opið 10-17

Egilsstaðir: Hótel Hérað, opið 11-17 Seyðisfjörður: Hótel Aldanopið 13-17 Auk þess verða kjörstaðir á Dalvík, Laugum, Neskaupstað og Eskifirði. Opnunartími þeirra verður auglýstur á www. samfylking.is

Page 3: Vörðum veginn saman

Stefanía býr á Egilsstöðum og er gift Gesti Helgasyni, þjónustustjóra á Reyðarfirði, þau eiga þrjú börn. Stefanía starfar sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands. Starfaði áður hjá Þróunarfélagi Austurlands sem framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands (2005-2007), skrifstofustjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands (1999-2005) og sérfræðingur hjá Skattstofu Norðurlands Eystra á Akureyri (1995-1997). Situr í stjórn Vísindagarðsins, í framkvæmdaráði Vaxtarsamnings, í Vinnumarkaðsráðs Austurlands og er einn stofandi Tengslanets austfirskra kvenna. Stefanía er með BA próf í heimspeki frá HÍ, rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, MBA frá HR og stundar nú kennsluréttindanám við Háskólann á Akureyri.

Íslendingar í Evrópuskólann?Núverandi þingmenn þurfa að axla ábyrgð og læra af reynslunni og reynslu annarra þjóða. Full aðild að Evrópusambandinu er eitt mikilvægasta skrefið sem Íslendingar geta stigið til að reisa við efnhags- og atvinnulíf í landinu og skapa stöðugleika. Með ykkar stuðningi mun ég beita mér fyrir að:

n umsvifalaust verði farið í viðræður um aðild að Evrópusambandinu,n verðtryggingin verði afnumin og gengið frá skuldbreytingum á gjaldeyrislánum,n stutt verði við uppbyggingu í ferðaþjónustu og þróun Vatnajökulsþjóðgarðs,n samgöngumál verði sett í forgang,n unnin verði samræmd atvinnu- og menntastefna fyrir kjördæmið,n lagðar verði niður stöður aðstoðarmanna þingmanna og leitað leiða til að þingmenn kjördæmisins geti stundað starf sitt innan þess, n aðgengi allra að framhalds- og háskólanámi verði bætt með auknu samstarfi háskóla við framhaldsskóla, fræðslumiðstöðvar og þekkingarsetur,n Stjórnarskráin verði endurskoðuð utan þings og byggt á reynslu annarra þjóða.

Stefanía G. Kristinsdóttir 39 ára - Egilsstöðum - framkvæmdarstjóri

2.-4. sæti www.stefaniakristinsdottir.blog.is »

Svala er uppalin í Kópavogi, en hefur verið búsett á Akureyri undanfarin ár.

Menntun: B.S. gráða í blaðamennsku frá Kansasháskóla og framhaldsháskólagráða í alþjóðastjórnmálum frá Glasgowháskóla. Er nú í MPA námi við Háskóla Íslands. Starfsferill: Sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu frá janúar 2007. Blaðamaður 2005-2007. Verkefnisstjóri Evrópuverkefna 2004-2005. Jafnréttisráðgjafi 1999-2003. Kynningarráðgjafi 1997-1999. Upplýsingafulltrúi og deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins 1994-1997. Félagsstörf: Var fyrsti formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, formaður Kópavogslistans, varamaður í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, sat í stórustjórn KRFÍ, stjórn Grósku og ýmsum nefndum á sveitarstjórnarstigi. Situr nú í sérfræðinganefnd Evrópuráðsins í jafnréttismálum.

Tími til að breyta!Eftir hrun bankanna hefur mjög ákveðin krafa um aukið lýðræði og breytt vinnubrögð fengið hljómgrunn í samfélaginu. Framundan er gríðarleg uppbygging sem krefst aðkomu fólks af báðum kynjum með fjölbreytta þekkingu og reynslu.

Mín helstu baráttumál eru jafnréttismálin, málefni fjölskyldna, samgöngumál og umhverfismál í víðum skilningi. Úrræði í húsnæðis- og atvinnumálum eru brýn og þá þarf að vernda hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu.

Það er lykilatriði að setja nýjar leikreglur í samfélaginu sem koma í veg fyrir spillingu og einkavinavæðingu. Til lengri tíma litið þurfa Íslendingar að forðast einangrun á alþjóðavettvangi og þar vil ég líta til aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar.

Nú er ekki tíminn fyrir klíkustjórnmál eða gamaldags hagsmunapólitík. Ég hef áhuga á því að taka þátt í endurreisn íslensks samfélags með jafnrétti, lýðræði og jöfnuð að leiðarljósi.

Því óska ég eftir stuðningi kjósenda í Norðausturkjördæmi í 3. – 5. sæti.

Svala Jónsdóttir 42 ára - Akureyri - sviðsstjóri

3.-5. sæti

Kvæntur Gunnhildi H. Gunnlaugsdóttur skurðhjúkrunarfræðingi, eigum við hjónin tvö börn. Kennari við Menntaskólann á Akureyri frá 1992

Lauk prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og í sögu og þjóðfélagsfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Sjósókn á togurum og bátum á sumrin á námsárunum. Formaður samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrar.

n Aðild Íslands að Evrópusambandinu er að mínu mati augljósasta leiðin til þess að bæta lífskjör alls almennings. Gera má ráð fyrir að matvælaverð geti lækkað verulega, þjóðin mun geta tekið upp evru sem gjaldmiðil, það verður mögulegt að gera áætlanir um rekstur heimila og fyrirtækja, fjárfestingar í íslensku atvinnulífi verða vænlegri, landsbyggðin gæti sótt styrki til uppbyggingar á atvinnuvegum sínum. Ef allar þjóðir gefa eftir hluta af hinu ætlaða fullveldi sínu, þá batnar heildarhagur, þar liggur fegurð hugmyndarinnar um ESB.

n Hver veiðiferð íslenskra fiskiskipa á að vera rannsóknarleiðangur í þágu hafrannsókna. Allt brottkast verði bannað, í orði og á borði. Eldsneytisskattar flýti því að rafmagnsknúnir bílar komist í almenna notkun.

n Framhaldsskólanemar eiga að hafa raunhæfa leið til þess að ljúka stúdentsprófi árinu yngri en algengast er nú.

Frá stofnun flokksins hef ég starfað í Samfylkingunni á Akureyri, ég gef kost á mér í prófkjörinu til þess að vinna jafnaðarstefnunni brautargengi.

Þorlákur Axel Jónsson 45 ára - Akureyri - framhaldsskólakennari

3.-4. sæti

Ferill: Starfaði við sjómennsku og byggingarvinnu á námsárum mínum. Lauk embættispróf í lögum frá Háskóla Íslands árið 1982 og hef rekið lögmannsstofu á Húsavík síðan þá. Ég hefi tekið þátt í flokksstarfinu í Norðurlandi eystra og í hinu nýja kjördæmi okkar, Norðausturkjördæmi. Var formaður stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar við stofnun þess í Norðurlandskjördæmi eystra og fyrsti formaður sameinaðs félags við tilkomu Norðausturkjördæmis. Ég hefi verið varaþingmaður Samfylkingarinnar og tekið sæti á Alþingi í þrjú skipti. Þar hef ég komið í gegn nokkrum málum, m.a. fengið samþykkt lagafrumvörp og þingsályktanir. n Byggðamál: Ég hef alla tíð barist fyrir byggðamálum, sem einn þeirra sem á heimili og starfsvettvang á landsbyggðinni. Ægivald höfuðborgarsvæðisins og forgangur þess til opinberra starfa og þjónustu hefur veikt landsbyggðina, á sama tíma og kvótakerfi í sjávarútvegi og veiking landbúnaðar er mótdrægt búsetu- og atvinnuöryggi á landsbyggðinni. Byggðastofnun hefur unnið mikið verk varðandi atvinnulíf á landsbyggðinni í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og nýsköpun. Stofnunin var fengin sérstaklega til að koma að málum, sumarið 2007, þegar þorskveiðiheimildir voru skornar niður um þriðjung. Núverandi ríkisstjórn hefur það einnig sem sérstakt stefnumál í endureisninni að auka útlánagetu Byggðastofnunar.

n Auðlindanýting: Eitt aðal baráttumál mitt er að þær auðlindir sem eru á landsbyggðinni séu nýttar til að styrkja byggð, atvinnu og eignir fólks þar. Ég studdi atvinnuuppbyggingu síðustu ára á Austurlandi. Einnig hefi ég barist fyrir nýtingu orkuauðlinda í Þingeyjarsýslum til atvinnuuppbyggingar, sem mun skapa hundruð starfa þar og á Húsavík, Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu.

Örlygur Hnefill Jónsson55 ára - Þingeyjarsveit - lögmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunar

1.-4. sæti www.hnefill.net »

www.svalaj.blog.is »

Page 4: Vörðum veginn saman

Aðalbjörn Björnsson er 53 ára og á þrjá syni, Tryggva 22 ára, Bjart 14 ára og Heiðar 12 ára. Er kennaramenntaður frá KHÍ 1981 og lauk diplómanámi í stjórnunarfræði menntastofnana 2008. Var félagi í alþýðubandalaginu og síðan samfylkingunni frá því að hún var stofnuð .

Hef setið í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps frá 1982 og verið skólastjóri við Vopnafjarðarskóla frá 1995. Hef starfað lengi að íþrótta- og æskulýðsmálum og sat í stjórn Ungmennafélagsins Einherja til margra ára ásamt því að spila knattspyrnu með félaginu á „gullaldarárum“ þess.

Til kjósendaEftir þá kreppu sem skollið hefur yfir Ísland og umheiminn munu komandi misseri og ár verða erfið okkur Íslendingum og gjörólík því sem verið hefur liðin ár. Ríki og sveitarfélög þurfa að mæta skuldastöðu þjóðarbúsins og minni tekjum þannig að miklu máli skiptir fyrir almenning í landinu hverjir verða við völd. Því er mikilvægt að grunngildi jafnaðarstefnunnar verði ráðandi undir forystu Samfylkingarinnar.

Á þessum erfiðu tímum er grundvallaratriðið að vernda velferðarkerfið og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Þá hlýtur að verða nauðsynlegt að þeir sem betur mega sín láti meira af hendi til samfélagsins en verið hefur. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum og ætla að reynsla af sveitarstjórnar- og skólamálum geti gagnast mér til að vinna jafnaðarstefnunni brautargengi.

Aðalbjörn Björnsson 53 ára - Vopnafirði - skólastjóri

4.-5. sæti

Ég er 47 ára, fædd og uppalin í sjávarplássi á vesturlandi. Gift og á 2 börn.

Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, af félagsmálum og ferðamálum. Mikla reynslu af að vinna sjálfstætt og hef verið í sjálfstæðum atvinnurekstri síðustu 8 ár.

Ég er með verslunarpróf, lauk Brautargengisnámskeiði hjá Impru og Símey ásamt fjölda starfstengdra námskeiða. Hef góða tungumálakunnáttu vegna búsetu erlendis m.a. í Þýskalandi, Frakklandi og Noregi. Var forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri um tíma, hef unnið á sviði ferðamála s.s. ferðaskrifstofu, hjá flugfélagi og á hótelum bæði hérlendis og erlendis. Hef unnið við fiskvinnslu og verið farandverkamaður. Ég hef mikið komið að félagsmálum, var m.a. formaður Norræna félagsins á Akureyri og setið í mörgum nefndum og stjórnum á sviði norræns samstarfs ásamt því að gegna trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri sem fulltrúi í fastanefndum bæjarins. Er í dag varaformaður Íþróttaráðs, varamaður í stjórn Akureyrarstofu og Minjasafns Akureyrar. Ég sit í flokkstjórn Samfylkingarinnar fyrir NA-kjördæmi. Er virkur þátttakandi í FKA, Félagi kvenna í atvinnurekstri.

Hversvegna ættir þú að veita mér brautargengi til að vera fulltrúi þinn á Alþingi Íslendinga?Jú ágæti kjósandi! Samþykkjum ekki endurtekið efni, endurtekna frasa og loforð með litla innistæðu. Krefjumst breytingar til batnaðar, til betra lífs og afkomu. Við þurfum fólk sem tekur á öllum málum með festu og krafti. Málum sem þola enga bið, málum heimilanna og atvinnulífsins. Án atvinnulífsins rekast ekki heimilin.

Ég hef kjark, vilja og getu til að standa í framlínu á óvissu og átaktímum, til að vera virkur þáttakandi í því viðreisnarstarfi sem framundan er.

Ég óska eftir stuðningi þínum í 1. - 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Agnes Arnardóttir47 ára - Akureyri - atvinnurekandi

1.-2. sæti

Kvæntur Helgu Sigurðardóttur sérkennara og saman eigum við Þorgerði MBA og markaðsfulltrúa Icepharma og Sigrúnu læknanema. Menntun: Meistarapróf í stjórnun og stjórnsýslu skóla 1996 frá UBC í Vancouver í Kanada. BA-próf í uppeldisfræði frá HÍ – og kennsluréttindi 1982. Stúdent MA 1972. Starfsferill: Framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi frá 2007. Sérfræðingur við RHA, stundakennari og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri 1997-2007. Skólastjóri í Barnaskóla Akureyrar (Brekkuskóla) 1985-1997. Kennari1974-1985. Félagsmál: Stjórnarstörf fyrir Skólastjórafélögin 1987-1992 og alþjóðleg verkefni á vegum Félags skólastjóra og yfirkennara. Í stjórn Akureyrardeildar KEA 1998-2006 og aðalstjórn KEA 2001-2008 – þar af stjórnarformaður 2002-2006. Í stjórn Samvinnutrygginga 2003-2007. Í stjórn Sundsambands Íslands 1998-2008 þar af formaður 2000-2006. Bar ábyrgð á alþjóðastarfi Sundsambands Íslands árin 2000-2006 og sótti ársfundi Evrópska sundsambandsins (LEN) og Alþjóðasundsambandsins (FINA) og leiddi þátttöku sundmanna á Ólympíuleikum í Sydney árið 2000.

Áherslupunktar:n Virkara lýðræði og þátttaka almennings um endurnýjun í stjórnmálum. n Samfylkingunni ber að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem flokkurinn gerði í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum.n Gera þarf fjölskyldum kleift að standa í skilum – með því að niðurfæra höfuðstól verðtryggðra lána og frysta erlend lán. n Gera þarf skuldaskil fyrirtækja og lækka stýrivextina hratt í 3-5%. n Setja verður forgang á aðildarviðræður við ESB og óska flýtimeðferðar í tengingu við evru og aðild að myntbandalaginu. n Fjárfesta þarf í framtíð unga fólksins; hækka barnabætur og samræma húsnæðisbætur.n Sérstakt menntunarátak – mun auðvelda leiðina út úr kreppunni - samfara endurmenntun.n Setja þarf forgang á nýsköpun í atvinnulífi.n Flytja þarf forgang í atvinnulífi frá fjármagni og viðskiptum – yfir í framleiðsludrifna starfsemi og beinni verðmætasköpun.n Legg áherslu á jafnvægi sjónarmiða varðandi umhverfisvernd og nýtingu auðlinda.n Auðlindum þjóðarinnar verði ráðstafað með tímabundinni leigu og undið ofan af gjafakvótaúthlutun.

Benedikt Sigurðarson56 ára - Akureyri - framkvæmdarstjóri

1.-6. sæti blogg.visir.is/bensi »

Ágæti kjósandi! Samfylkingin hefur miklu hlutverki að gegna á komandi árum. Framundan eru uppbyggingartímar þar sem mikilvægt er að hefðbundinn jafnaðarmaður með reynslu og þekkingu hafi áhrif á mótun samfélagsins þar sem jöfn tækifæri allra verði höfð að leiðarljósi. Velferðarkerfið verður að verja þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum og tryggja þarf grunnþjónustuna m.a. í heilbrigðis- og menntakerfinu. Í okkar kjördæmi bíða verkefni t.d. á sviði atvinnumála, nýtingar orku og í samgöngumálum með uppbyggingu vega og jarðgangagerð.

Ég lauk B.ed. prófi frá KHÍ og framhaldsnámi í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ. Starfaði sem grunnskólakennari, skólastjóri, skólafulltrúi og félagsmálastjóri, áfangastjóri og skólameistari VA og forstöðumaður skólaskrifstofu Austurlands. Ég hef gegnt fjölda trúnaðarstarfa m.a. verið bæjarfulltrúi í Neskaupstað, formaður bæjarráðs Neskaupstaðar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.

Hef verið alþingismaður frá árinu 1999. Er formaður menntamálanefndar, formaður Íslandsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, einn af varaforsetum Alþingis og sit í iðnaðarnefnd. Þá hef ég starfað í ýmsum nefndum á vegum stjórnvalda t.d. um sameiningu sveitarfélaga, um endurskoðun starfsnáms, um endurskoðun vegalaga, um framhaldsfræðslu og er formaður landflutningsráðs samgönguráðuneytisins.

Ég er kvæntur Helgu Magneu Steinsson og eigum við fimm uppkomin börn. Heimili okkar er í Neskaupstað og hefur flutningur fjölskyldunnar til höfuðborgarinnar aldrei verið á dagskrá enda hefur búsetan eystra tryggt nauðsynleg tengsl við mannlífið í kjördæminu.

Við lifum á erfiðum tímum sem kalla á lausn brýnna verkefna. Ég tel að við þá vinnu skipti máli að hafa víðtæka reynslu af stjórnmálum þar sem uppbyggingin þarf að ganga hratt og örugglega fyrir sig.

Ég óska eftir áframhaldandi stuðningi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Bestu kveðjur, Einar Már Sigurðarson

Einar Már Sigurðarson57 ára - Fjarðabyggð - alþingismaður

2. sæti

Page 5: Vörðum veginn saman

Fjölskylda: Maki: Ásta Guðný Kristjánsdóttir. Börn: Guðrún nemi, Sigurður Haukur grunnskólakennari og Baldvin kerfisfræðingur.

Nánari starfsferill: Útskrifaður kennari 1970 og kenndi víða í Reykjavík til1991. Framkvæmdastjóri Kennarafélags Reykjavíkur 1983-1985. Kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1991-1997. Náms- og starfsráðgjafi við grunnskóla Akureyrar frá 1998 til 2008. Starfaði síðast við Skólaskrifstofu Akureyrar sem verkefnastjóri.

Félagsstörf: Í stjórn Gagnfræðaskólafélags Reykjavíkur 1979-1982. Í stjórn Kennarasambandsins 1982-1985. Í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur frá 1982 og formaður 1983-1985. Í stjórn Neytendasamstakanna 1980-1985. Fulltrúi kennara í fræðsluráði R.vk. 1982-1985. Formaður Sambands ísl. karlakóra frá 2002 til 2005 Kosningastjóri Samfylkingarinnar á Akureyri 2005-2006. Kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi 2006-2007. Formaður 60+ Samfylkingarfélags á Akureyri frá 2008.

Allir með!Á haustþingi Samfylkingarinnar síðasta haust sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins að fyrst kæmi þjóðin og svo flokkurinn. Samfylkingin hefði það verkefni að vera í forystu við fjáhagslegar björgunaraðgerðir. Enginn mætti sitja hjá í þessari vegferð. Sjálfur hef ég ákveðið að vera með og láta gott að mér leiða. Helstu áherslumál mín eru eftirfarandi:

n Lífeyrir verði skattlagður sem fjármagnstekjuskatturn Hugað verði að leiðum til að aðstoða heimilin út úr núverandi skuldafeni og styðja við sprotafyrirtæki n Breyting verði gerð á kosningalögum á þann hátt að persónukjör verði heimilaðn Hafnar verða hið fyrsta aðildarviðræður við ESB

Ágæti kjósandi. Ég gef kost á mér í 4.-6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og hvet þig að taka þátt í að efla lýðræðið.

Gísli Baldvinsson 61 árs - Akureyri - náms og starfsráðgjafi

4.-6. sæti www.gislibal.blog.is »

Maki: Sigurður Gunnarsson, járnsmiður og hagfræðingur Börn : Ívar Pétur Kjartansson 22. ára

Ferill: Leikskólakennari frá 1982. KHÍ 1991- 1992. Dipl. í sérkennslufræðum frá HA 2007. Hef starfað sem forstöðumaður sérdeildar, kennari í grunnskóla, leikskólakennari og leikskólastjóri. Ég er nú sérkennari við leik- og grunnskóla Seyðisfjarðar. Ég hef tekið virkan þátt í starfi ýmissa félagasamtaka og í sveitarstjórnarmálum á Seyðisfirði. Ég hef verið virk í flokkum jafnaðarmanna frá 16 ára aldri. Ég er ein af stofnendum SAMGÖNG (Samtök áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi) og var fyrsti formaður þeirra samtaka.

Áherslur: Ég vil verja hag heimilanna af krafti m.a. með lækkun vaxta á húsnæðislánum í 2% strax. Vinna þarf markvist að því að efla og styrkja landsbyggðina með breyttum áherslum. Stefna stjórnvalda undanfarna áratugi að stefna öllu Suður er skaðleg byggðum landsins, þessari þróun verður að snúa við. Nauðsynlegt er að leita nýrra leiða í menntun og atvinnu til að eflingar landsbyggðinni. Forsenda byggðar í landinu eru bættar samgöngur, í því efnahagsástandi sem nú ríkir tel ég að flytja þurfi fjárveitingar í samgöngumálum frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Bættar samgöngur í Reykjavík miða að því að stytta ferðatíma innan bæjar, bættar samgöngur út á landi eru lífsspursmál fyrir byggðir landsins. Efla þarf jafnrétti, lýðræði og gegnsæi með nýrri stjórnarskrá. Endurskoða þarf íslenska stjórnkerfið frá grunni og tryggja sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Herða skal löggjöf gegn ofbeldi og draga fjárglæpamennina til ábyrgðar. Hefja skal viðræður um EB aðild og þjóðaratkvæði um inngöngu.

Guðrún Katrín Árnadóttir 51 árs - Seyðisfirði - sérkennari

2.-4. sæti

Maki: Guðjón J. Björnsson, lögfræðingur.

Ég er stúdent frá MR, lauk lagaprófi frá HÍ, stundaði 3ja anna rekstrar- og viðskiptafræðinám við HA og hef réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður.

Ég starfa hjá Ferðamálastofu en var áður hjá Vinnumálastofnun á Akureyri.

Ég er bæjarfulltrúi, ritari Samfylkingarinnar, sit í stjórn og framkvæmdastjórn flokksins og er varaformaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri.

Baráttumál mín eru velferðar-, atvinnu-, samgöngu- og byggðamál.

n Brýnt er að koma heimilum og fyrirtækjum til bjargar og endurreisa fjármálakerfi landsins.

n Forgangsverkefni er að standa vörð um velferðarkerfið, halda hjólum atvinnulífsins gangandi og vinna bug á sívaxandi atvinnuleysi. n Í kjölfar efnahagshrunsins er þörf á bættu siðferði, meira gegnsæi, bættum vinnubrögðum, betri stjórnsýslu og skapa á ný samfélagslega sátt. n Mikilvægt er að Íslendingar gangi til aðildarviðræðna við ESB og taki í kjölfarið upp evru. n Nauðsynlegt er að lækka vexti, vinna bug á verðbólgu, afnema verðtryggingu og tryggja gengisstöðugleika.

n Það er mikilvægt að jafnaðarmenn verði við stjórn landsins eftir næstu kosningar og því er Samfylkingunni best treystandi til að vinna þau mikilvægu verk sem framundan eru.

Helena Þ. Karlsdóttir41 árs - Akureyri - lögfræðingur og bæjarfulltrúi á Akureyri

3.-4. sæti

Ferill: Ég starfa hjá Samherja á Dalvík og hef gert það síðustu átta ár, bæði sem verkstjóri og sem almennur starfsmaður. Í dag er ég í námi samhliða vinnunni. Ég er mikil áhugamanneskja um stjórnmál og hef verið félagi í Ungum Jafnaðarmönnum og Samfylkingunni síðan 2007.

Við þurfum að hlúa að samfélaginu á fjölmargan hátt:

n Bjarga einstaklingum og fjölskyldum frá gjaldþrotum – sanngirni og samhjálp eru lykilorð!n Bætt rekstrarumhverfi atvinnulífsins og ný störf þurfa að koma til. Mig langar að sjá þjóðina þyrpast um það að koma með hugmyndir – og þá sem best til þekkja hverju sinni að vinna úr.n Menntun er hagnaður til framtíðar – of mikil skerðing gæti þýtt landsflótta fjölda nemenda sem kannski snúa ekki aftur hingað til að starfa.n Sanngjörn skipting á sjóðum ríkis til ríkisháskólanna. Og möguleiki á opnun, eða stuðningi, við „útstöðvar“ háskóla í jaðarbyggðum, það tryggir jafnari möguleika til náms.n Að fagleg vinnubrögð séu í fyrirrúmi alls staðar. Ráðningar í höndum fagnefnda og hagsmunatengsl sífellt sjáanleg.n Heilbrigðis- og félagsþjónusta sé mannleg og nálægt fólkinu til að veita þá aðstoð sem þarf. Erfiðir tímar þýða að slíkar stofnanir þurfa að vera skilvirkar – annars er hætta á skaða til lengri tíma.

Herdís Björk Brynjarsdóttir25 ára - Dalvík - nemi og verkakona

3.-4. sæti www.herdisbjork.blog.is »

www.gudrunkatrin.blog.is »

Page 6: Vörðum veginn saman

Ferill: Starfa sem afgreiðslumaður í Bónus á Akureyri.

Situr í stjórn Sölku, félags ungra jafnaðarmanna.

Lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri af málabraut.

Sjálfboðaliði skyndihjálpardeildar Rauðakrossins á Akureyri og Lautinni, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir.Reynsla af forvarnarstarfi.

Um mig: Ég heiti Jónas Abel Mellado og er ungur Akureyringur, ég er 22 ára og hef verið virkur í ungliðahreyfingunni undanfarin ár. Ég hef áhuga á að takast á við þau verkefni sem eru framundan og mun vinna vel og samviskusamlega að þeim. Ég vil undirstrika það að ég hef ekki mikla menntun, en ef ég geri eitthvað þá geri ég það vel og hef gaman af því.

Ég vil sjá ungt fólk í stjórnmálum og að ungt fólk taki þátt í uppbyggingu þessa lands sem það síðar meir tekur við. Í ungu fólki býr ónýttur kraftur sem hefur ekki verið virkjaður hingað til.Það sem ég vil standa fyrir er nýbreytni, heiðarleiki og að fólk viðurkenni takmörk sín og mistök. Ég lofa ekki neinu nema því, að ég fer í þetta af heilum hug og ber hag heildarinnar fyrir brjósti. Ég tek undir orð Ingibjargar ,,fólkið fyrst, síðan flokkurinn”.

Jónas Abel Mellado22 ára - Akureyri - afgreiðslumaður

3.-4.sæti

Ég bý á Egilsstöðum með tveimur af þremur börnum mínum. Ég er í námsorlofi frá starfi mínu við Menntaskólanum á Egilsstöðum í vetur og nýti það til mastersnáms í sérkennslufræðum með áherslu á stærðfræðikennslu, sem er sérstakt áhugamál mitt.

Í frítíma mínum vinn ég í pólitík, hreyfi mig, spjalla við börnin mín, les og prjóna svo eitthvað sé nefnt.

Mig langar til að vera með í að byggja upp nýtt samfélag á Íslandi.

Samfélag með:n öflugt atvinnulíf með áherslu á nýsköpun og fjölbreytnin íbúðalánakerfi þar sem það að búa fjölskyldu sinni heimili er ekki lúxusn umræðu um pólitík á máli sem allir skilja n lýðræðislegri þátttöku almennings í umræðu og ákvarðanatökun öruggum samgöngum á milli staða til að stækka atvinnu- og þjónustusvæðin fjölbreyttu framboði á námi fyrir allan háhraðanettengingu á öllum heimilum landsinsn öflugu sveitarstjórnarstigi með alla nærþjónustu við íbúa

Evrópusambandsumræðunni þarf að breyta í framkvæmd, skilgreina þarf samningsmarkmið og sækja um aðild. Íslenska krónan er of óöruggur gjaldmiðill til að standa undir öflugu atvinnulífi, upptaka evru myndi þar skapa nauðsynlegan stöðugleika.Með uppbrettar ermar, hugrökk en auðmjúk og tilbúin til samstarfs býð ég mig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Jónína Rós Guðmundsdóttir50 ára - Egilsstöðum framhaldsskólakennari og formaður bæjarráðs í Fljótdalshéraði

1.-2. sæti www.joninaros.blog.is »

Maki: Oddný Hervör JóhannsdóttirSími: 864 2133

Fyrri störf: Æskulýðs- og íþróttafulltrúi,verslunarmaður, forseti bæjarstjórnar(10 ár), varaformaður þingflokksSamfylkingarinnar.

n Atvinna og velferðNæg atvinna er forsenda velferðar fjölskyldna og heimila. Leggja þarf kapp á að skapa ný störf og að útrýma atvinnuleysi. Styrkur kjördæmisins felst í öflugum sjávarútvegi, landbúnaði, tækniiðnaði, stóriðnaði og ferðaþjónustu. Áframhaldandi stórátak í samgöngu- og fjarskiptamálum til að fylkja byggðum í sterk atvinnusvæði er lykilatriði í uppbyggingu til framtíðar.

Eitt mikilvægasta verkefni okkar á næstu árum er að standa vörð um velferðarkerfið og tryggja að því jafnan aðgang, óháð búsetu og fjárhag.

Brýnt er að verja hag heimilanna með bráðalausn vegna hækkandi greiðslubyrði lána. Hefja ber aðildarviðræður við Evrópusambandið og stefna að upptöku evru. Með áherslu á menntun, jöfn tækifæri og félagslegt réttlæti verður til samfélag í fremstu röð.

n Stöndum samanÉg heiti því að vera öflugur málsvari kjördæmisins í heild á Alþingi og hvet menn og konur til þess að standa saman sem einn maður í baráttunni fyrir betra Ísland.

Kristján L. Möller55 ára - Siglufirði - samgönguráðherra

1. sæti www.kristjanmoller.is »

Fæddur á Akureyri árið 1964 og alinn þar upp.Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1985Lokapróf frá Arkitektaháskólanum í Oslo árið 1992. Arkitektastörf á Akureyri og Reykjavík á árunum 1992-2009, þar af rekið teiknistofuna Kollgátu frá árinu 2004.

Þá hef ég m.a. unnið fjölmörg önnur störf í gegnum tíðina; mörg sumur sem verkamaður hjá Akureyrarbæ, í byggingarvinnu á Ólafsfirði, sótt sjó frá Fáskrúðsfirði, dælt bensíni á bíla víða um kjördæmið og kennt börnum í Barnaskóla Akureyrar. Ég hef leikið handknattleik og knattspyrnu með KA, Þór, Leiftri og Magna, og síðast en ekki síst verið liðsmaður hljómsveitarinnar Skriðjökla, annað veifið frá 1983.

Ég er kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur, lögmanni og á með henni tvö börn; Úlf 11 ára og Hrefnu 4 ára.

Þörf er á siðbót í stjórnmálum. Virðingu Alþingis þarf að endurreisa með vönduðum vinnubrögðum. Ég vil auðmjúka stjórnmálamenn sem einbeita sér að heildarmyndinni, gleyma sér ekki í verkefnum dagsins heldur horfa til framtíðar. Viðurkenna takmörk sín og leita til sérfræðinga þegar þörf er á. Bregðast þarf við kröfum almennings um beinni þátttöku og opnari umræðu. Alþingi á að endurspegla þarfir og óskir fólksins, því þurfum við meiri fjölbreytni á þing; konur og karla á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn. Umfram allt hugmyndaríkt fólk, með sjálfstæðar skoðanir.

Við enduruppbyggingu samfélagsins verður að hafa jöfnuð að leiðarljósi. Vandi fyrirtækjanna er vandi heimilanna og rekstarumhverfi þeirra verður að tryggja. Vandamálin verða ekki eingöngu leyst með skammtímalausnum. Við verðum að tryggja stöðugra efnahagsumhverfi svo fyrirtæki og heimili geti gert áætlanir til lengri tíma. Upptaka Evru er nauðsynlegur liður í því. Við eigum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax og bera samninginn undir þjóðina.

Logi Már Einarsson44 ára - Akureyri - arkitekt

1.-3. sæti www.logieinars.blog.is »

Page 7: Vörðum veginn saman

Ég heiti Óðinn Svan Geirsson og er 48 ára ég er lærður bakari frá 1980 í Kristjánsbakaríi og konditor frá Teknik skóla í Ringsted í Danmörku árið 1996.

Síðan hef ég starfað ýmis störf, bæði við sjómennsku og sölumennsku en í dag starfa ég sem verslunarstjóri Bónus á Akureyri.

Ferill: Ég er giftur og á fjögur börn og tvö barnabörn og allur minn tími hefur farið í að sinna fjölskylduni. Núna er lag að prufa pólitíkina aðeins og biðla ég til ykkar. Ég er evrópusinni og vill breytingar í landinu okkar þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.

Ég er duglegur og á auðvelt með að vinna með allavega fólki. Í dag er landið á niðurleið efnahagslega og við þurfum á allri jákvæðni að halda sem hægt er, tel ég mig hafa þar margt fram að færa. Ég hef oft runnið á rassgatið sjálfur og alltaf náð að standa upp og vel það. Ég vil ekki segja ykkur eitthvað sem ég get ekki staðið við þar sem ég er nýr á þessum velli.

Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og bið ykkur að styðja mig til góðra verka

Kveðja,Óðinn

ps. Ég á mjög auðvelt með að biðjast afsökunar þegar (ekki ef) ég geri mistök

Óðinn Svan Geirsson48 ára - Akureyri - verslunarstjóri

1.-8. sæti

Ferill: Blaðamaður á síðdegisblaðinu Vísi, síðar DV og Helgarpóstinum frá 1981. Þáttastjórnandi á Ríkissjónvarpinu á árunum 1985 til 1986 og síðar fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2 frá 1987 til 2001. Ritstjóri DV til 2003, þáttastjórnandi á Skjáeinum til 2004 og síðar fréttaritstjóri á Fréttablaðinu. Fréttastjóri Stöðvar frá 2005 til 2007 og síðar forstöðumaður fréttasviðs á sömu stöð. Í stjórn Blaðamannafélagsins um árabil, skipaður af ráðherra í stjórn Dags íslenskrar tungu frá byrjun, skipaður af ráðherra formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar frá 2001 og formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar frá 2003. Hef sent frá mér sjö ljóðabækur, þrjár sögur, fjölda söngtexta, haldið ljóðasýningar og birt margvísleg ljóð og prósa í safnritum, heima og erlendis, frá árinu 1980.

Til kjósenda: Stjórnmál eiga að vera mannbætandi. Þau eiga að lúta þörfum alls almennings. Þau mega aldrei vera borin ofurliði af hagsmunum stjórnmálaflokkanna sjálfra eða einstakra manna innan þeirra. Stjórnmál snúast ekki um það hvort kjörnir fulltrúar þjóðarinnar „geti gert“ ... heldur hvort þeir hinir sömu „geri rétt.“ Hrokafull valdapólitík síðustu áratuga hefur valdið almenningi miklum búsifjum – og hlutverk nýs Alþingis er að sjá til þess að slíkt komi aldrei fyrir aftur. Ég býð mig fram í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Ég er sannfærður um að gildi jafnaðarmennskunnar eru nauðsynleg við endurreisn Íslands. Þau fela í sér þá bjartsýni sem Íslendingar þurfa á að halda, innan heimilanna, innan fyrirtækjanna – og innan stjórnkerfisins. Við megum aldrei glata jöfnuði okkar aftur.

Hjarta mitt slær í Norðausturkjördæmi. Þar er pólitík mín á heimavelli. Ég einfaldlega held með kjördæminu. Ég vil sækja fram á styrkleikum svæðisins – fyrir fólk og fjölskyldur.

Sigmundur Ernir Rúnarsson47 ára - Akureyri - rithöfundur og sjónvarpsmaður

2. sæti www.sigmundurernir.is »

kosningaferliðKosning fer fram frá 5. mars til kl 17:00 þann 7. mars 2009.

Kosningarétt hafa allir sem eru á íbúaskrá í Norðausturkjördæmi þann 1. mars og verða orðnir 18 ára á kjördag. Félagar í

Samfylkingunni 16-18 ára geta einnig kosið.

Til að kjósa ferð þú inn á xs.is og þaðan á kjörsíðu Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og færð þar allar upplýsingar um hvernig þú

getur kosið.

Þar getur þú skráð þig til að taka þátt í netkosningu, færð kjörkóða sendan strax á netbanka þinn og klárar að kjósa.

Hafir þú ekki aðgang að netbanka, getur þú farið til umboðsmanna Samfylkingarinnar á nokkrum stöðum í kjördæminu og kosið hjá

þeim dagana meðan kosning stendur yfir 5.-7. mars. Upplýsingar um þá eru á www.xs.is

Kjósa skal 8 frambjóðendur og raða þeim í sæti með númerum.

Í yfirkjörstjórn prófkjörsins eru:

Lára Stefánsdóttir, formaður(sími 896-3357)Freyr ÓfeigssonRögnvaldur Símonarson

Varamenn:Hreinn PálssonJón Ingi CæsarssonUnnar Jónsson

Allar upplýsingar má fá á skrifstofu flokksins Eiðsvallagötu 18 á Akureyri. Sími 461-3230

Einnig má hafa samband við kosningastjóra flokksins í kjördæminu Jóhann Jónsson (sími 821-5999)

Page 8: Vörðum veginn saman

Listi yfir kjörstaði, laugardaginn 7. marsSiglufjörður: Þormóðsbúð, húsi Slysavarnarfélagsins, niðri. opið 10-17Ólafsfjörður: Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði, opið 12-16Akureyri: Lárusarhús, Eiðsvallagötu 18, opið 10-17Húsavík: Borgarhólsskóla, opið 10-15Vopnafjörður: Skálanesgata 6, opið 10-17Egilsstaðir: Hótel Hérað, opið 11-17 Seyðisfjörður: Hótel Aldan, opið 13-17 Auk þess verða kjörstaðir á Dalvík, Laugum, Neskaupstað og Eskifirði. Opnunartími þeirra verður auglýstur á www. samfylking.is

opið prófkjör samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi 2009

allir geta kosið Vertu með!»[ FrAmbjóðEndur Í próFKjörinu ]

Örlygur Hnefill Jónsson1.-4. sæti

Aðalbjörn Björnsson4.-5. sæti

Agnes Arnardóttir

1.-2. sæti

Þorlákur Axel Jónsson3.-4. sæti

Svala Jónsdóttir3.-5. sæti

Stefanía G. Kristinsdóttir

2.-4.sæti

Guðrún Katrín Árnadóttir2.-4. sæti

Helena Þ. Karlsdóttir3.-4. sæti

Herdís Björk Brynjarsdóttir

3.-4. sæti

Gísli Baldvinsson4.-6. sæti

Einar Már Sigurðarson

2. sæti

Benedikt Sigurðarson

1.-6. sæti

Logi Már Einarsson1.-3. sæti

Óðinn Svan Geirsson1.-8. sæti

Sigmundur Ernir Rúnarsson

2. sæti

Kristján L. Möller1. sæti

Jónína Rós Guðmundsdóttir

1.-2. sæti

Jónas Abel Mellado3.-4. sæti