Top Banner
tímarit um sportveiði og tengt efni VEIÐISLÓÐ 5 . 2011
100

VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Mar 07, 2016

Download

Documents

Vötn og veiði

Tímaritið Veiðislóð kemur nú út í fimmta skiptið. Fimmta blað af sex sem tilraunin okkar samanstendur af. Þetta er ritað seint í október og stangaveiðitíminn á enda. Veturinn að minna á sig og veðurfar og náttúran að breytast. Flestir farfuglar flognir, laxar og sjóbirtingar huga að hrygningu. Nú er skotveiðitími og lesendur sjá áherslubreytingar í efnistökum. Þetta verður allt saman mjög sveigjanlegt hjá okkur, stundum meira af þessu og minna af hinu. Og öfugt.
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

tímarit um sportveiði og tengt efniVEIÐISLÓÐ

5. 2011

Page 2: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Infinity

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

NÝJA NORSKA STÓRFISKASTÖNGIN FRÁ HENRIK MORTENSEN

Page 3: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

frá ritstjórn

Tímaritið Veiðislóð kemur nú út í fimmta skiptið. Fimmta blað af sex sem tilraunin okkar samanstendur af. Þetta er ritað seint í október og stangaveiðitíminn á enda. Veturinn að minna á sig og veðurfar og náttúran að breytast. Flestir farfuglar flognir, laxar og sjóbirtingar huga að hrygningu. Nú er skotveiðitími og lesendur sjá áherslubreytingar í efnistökum. Þetta verður allt saman mjög sveigjanlegt hjá okkur, stundum meira af þessu og minna af hinu. Og öfugt.

Laxveiðisumarið var það 6. besta frá upphafi skráninga þrátt fyrir talsverðan barlóm í veiði-

mönnum. Menn greinilega orðnir allt of góðu vanir! Gott silungsveiðisumar er að baki,

sjóbleikjuvertíð sem var sums staðar góð en annars staðar mörkuð hnignun tegundarinnar.

Sjóbirtingsvertíðin frekar dauf á heildina litið. Við óskum lesendum okkar og veiðimönnum

öllum góðs vetrar og að rjúpur og gæsir verði á vegi skotveiðimanna.

Guðmundur Guðjónsson, ritstjóriHeimir Óskarsson, útlit og umbrot

Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

FermingarBrúðkaupAfmæli

Árshátíðir FundirMóttökur

veisluþjónusta

Búðakór 1 • 203 Kópavogi • Sími 820 7085 • [email protected]

Lystaukandi veislur

Page 4: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011
Page 5: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

6 Stiklað á stóru Við segjumí máli og myndum frá gangi mála á bökkum vatnanna síðan síðast!

10 Veiðisögur Við birtum valdar veiðisögur frá nýliðnu sumri og hér segir Ragna Fróðadóttir frá Maríulaxinum og tilstandinu í kring um hann.

14 Veiðisögur Hér er önnur „saga frá sumri“ en að þessu sinni vantar nafn í hana. En sagan er eigi að síður dramatísk og dagsönn. Vettvangurinn er Klingenberg í Laxá í Kjós.

16 Skotveiði – Viðtal Við tókum nýskipaðan for-mann Skotvís, Elvar Árna Lund, tali og hann sagði okkur frá brýnustu verk-efnum nýrrar stjórnar.

26 Veitt erlendis Við ætlum að segja af og til frá skemmtilegum veiðiskap utan landsteinanna. Hér segir Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár okkur frá sínu uppáhaldi, sem er á Eyjunni grænu.

30 Viðtal Við tókum tali magn-aðar veiðikonur og tengda-mæðgur á Valdastöðum í Kjós, Þórdísi Ólafsdóttur og Önnu Björgu Sveinsdóttur.

42 Skotveiði – skarfar Einar Páll Garðarsson sagði okkur frá skarfaveiðum og lét magnaðar veiðisögur fylgja með.

48 Lífríkið Þeir Friðþjófur Eyjólfs son endurskoðandi og Jóhann Sigurðsson útgefandi urðu vitni að ótrúlegu sjónarspili.

54 Ljósmyndun Ljósmyndagalleríið okkar er að þessu sinni í höndum Daða Harðarsonar sem hefur rétt eins og fyrirrenn-arar hans í fyrri tölublöðum sinn stíl og sína sýn á hlutina. Njótið vel!

74 Einu sinni var Við hverfum jafnan aftur í tímann í þessum efnisflokki og að þessu sinni rifjum við upp merka sögu „Ensku Húsanna“ við Langá.

82 Veiðihundar Snorri Rafnsson segir okkur frá afburða veiðihundinum Camo og óvenjulegu upp-eldi hans og þjálfun.

84 Ný bók Bubbi Morthens hefur sent frá sér nýja veiðibók. Birtur er valinn kafli úr bókinni...

90 Villibráðareldhúsið Að þessu sinni tilenkum við Villibráðareldhúsið Úlfari Finnbjörnssyni meistara-kokki sem sendi nýverið frá sér aldeilis magnaða elda-mennskubók um villibráð. Salka gefur út og fengum við leyfi til birta eins og eina girnilega uppskrift og fróð-leik um „hangitíma“ fugla.

94 Græjur og fleira Hér er margt að finna frá hinum ýmsu verslunum sem auglýsa í blaði voru. Frásagnir af spennandi nýjungum og öðrum sniðugheitum, auk þess sem Fróðleikshorn Óla í Veiðihorninu er á sínum stað, meira að segja tvo Fróðleikshorn!

efnið

Page 6: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

stiklað á STÓRU

6 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Björn K.Rúnarsson stal aftur senunni með því að veiða líklega stærsta lax 2011, þ.e.a.s. af þeim löxum sem voru mældir og vegnir í votta viðurvist. Þessi var 106 cm og 27 pund. Án vafa 30 pundari nýgenginn! Mynd Árni Pétur Hilmarsson.

Page 7: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

7

Þegar þetta er skrifað síðla í október er útlit fyrir að þrátt fyrir talsvert svartagallsraus laxveiðimanna um slakt sumar, sé hér sjötta besta frá upphafi skráninga sem sýnir hversu körfuharkan getur orðið fáránleg! Það gengur ekki upp að bera allt saman við metveiði.

Page 8: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

flokkurstiklað á stóru

8

Veiði mun alltaf sveiflast á víxl, upp eða niður. Vonandi bara að hún fari ekki enn lengra niður 2012. Og þó hún gerði svo gæti sumarið orðið gott. En rétt eins og síðustu árin, þá voru menn farnir að bíða með talsverðri óþreyju eftir haustrigningunum og líkt og í fyrra, þá komu þær víða seint. Of seint fyrir sumar árnar, en aðrar náðu nokkrum dögum, jafnvel 1-2 vikum af góðu vatni og fínni veiði. Það hressti marga lokatöluna!

Sjóbirtingsgengd fór seint í gang og fór aðeins að glæðast

í kjölfarið á nokkrum hressilegum haustlægðum, seint í

september, með þokkalegu hitastigi og talsverðri úrkomu.

Það verður þó ekki fyrr en í samantekt næsta tölublaðs að

við getum með sanni sagt hvort að birtingsvertíðin hafi verið

góð, frábær eða léleg. Hér eru nokkrar flottar myndir sem

fönguðu stemminguna síðan síðast!

Fanney Dóróthe og Arnar Óskarsson með sinn hvorn 7 punda birtinginn úr Geirlandsá. Mynd Gunnar Óskarsson.

Thomas Mahnke veiddi þann stærsta í Selá í sumar, 105 cm hæng. Fékk síðan 103 cm daginn eftir. Mynd Gísli Ásgeirsson.

Gunnar Helgason er varla að ná þessu....enda laxinn ferlegur. Þessi var 106 cm og talinn 26 pund. Mynd Ásmundur Helgason.

Lúðvík heitir þessi kappi með 94 cm hæng úr Vatnsdalsá sem var veginn 10 kg, eða 20 pund! Mynd frá vatnsdalsa.is

Page 9: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Júlíus Guðmundsson rennir 92 cm hæng ofan í klakkistu í Breiðdalsá.

Svafar Magnússon nældi í 102 cm hæng í Réttarhyl í Kjarrá.

Þetta er sá stærsti úr Veiðivötnum 2011. Mynd Bryndís Magnúsd.

Ýmir Jónsson með 98 cm hæng úr Laxá í Leirársveit.

Eðvarð Eyfjörð Axelsson veiddi Maríulaxinn sinn í Álftá á Mýrum. Mynd Jón Eyfjörð.

Page 10: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

10 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Ragna og Hörður “gæd” með Máríulaxinn.

Page 11: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

11

Auðvitað missti ég laxinn en lexíunni gleymi ég aldrei

veiðisaga

Ég byrjaði að veiða fyrir slysni þegar mér var boðið í óvissu­ferð í september 2009 og eftir þá ferð breyttist líf mitt. Ég hafði aldrei veitt og skildi ekki þetta stórskrítna fólk sem stóð úti í miðri á að reyna að ná einhverjum fiski heilu og hálfu dagana þegar það voru fiskbúðir um allt land. Ég fékk lánaða veiðistöng og maðkurinn settur á fyrir mig en ég vildi prufa að kasta sjálf enda var ég búin að sjá þetta í sjónvarpinu og hlaut að geta kastað sem ég og gerði og eftir nokkrar tilraunir lenti

allt á réttum stað og viti menn MaríuLaxinn var á, 6 pund!

Mér tókst að landa honum með mikilli

tilsögn og bað ég hann afsökunar áður

en ég rotaði hann (ég hafði aldrei drepið

neitt stærra en flugu) og var strax

tilbúin í næsta. Síðar um daginn tók

annar lax aðeins minni og þá var ég ein

og mér tókst að landa honum líka. Nú

var ég farin að skilja fólkið með prikið

í ánni. Eftir þessa ferð var veiðifélagið

Hrygnurnar stofnað en í því erum við

fjórar vinkonur þ.e. Kristín Reynisdóttir,

Birna Sigurðardóttir, Svanhvít Tómas-

dóttir og ég. Nú er ég alltaf til í að fara

út að veiða.

Ég keypti mína fyrstu flugustöng

(Vision að sjálfsögðu) í Hrygnunni í vor

eftir að hafa heyrt margoft að það væri

ekkert til sem toppaði að landa flottum

fiski á flugu. Ég var búin að sjá til flugu-

veiðimanna margoft og sá að þetta væri

nú kannski meira en að segja það að

hitta í vatnið eftir allar þessar sveiflur

svo ég skellti mér á kastnámskeið

hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur.

Námskeiðið gekk „ágætlega“ fannst

mér, en kennaranum leist nú ekkert

allt of vel á aðferðirnar hjá mér svona

framan af og spurði mig hvað ég héldi

að ég væri að gera. En eftir miklar

æfingar og mörg mistök tókst mér að

kasta nokkurn vegin á þann stað sem

ég ætlaði mér. Ég veit að ég á eftir að

læra heilmikið um fluguveiði og hlakka

bara til.

Eftir nokkrar veiðiferðir með nýju

flugustöngina mína beit loksins á í

Ytri Rangá seinni partinn í ágúst. Ég

var búin að sjá veiðifélaga mína landa

fiskum á fluguna sama dag og nú

ætlaði ég sko að landa. En allt sem mér

Ragna Fróðadóttir

Page 12: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

12 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

veiðisaga

hafði verið sagt og ég séð um löndun

á fiski á flugu var gleymt. Ég ætlaði

bara að gera eins og vanalega með

kaststöngina, draga dýrið inn og vippa

uppá bakkann. Auðvitað missti ég

laxinn en lexíunni gleymi ég aldrei.

Næsti lax tók í Húseyjarkvíslinni viku

síðar svo ég hlustaði á gædinn, en samt

ekki nógu vel svo ég missti hann líka.

Allt er þegar þrennt er, því daginn eftir

beit aftur á. Þessi skildi ekki sleppa og

með góðri hjálp frá Herði, gædinum

okkar, tókst að landa 8 punda hrygnu

sem tók á Monroe Killer í Laxhyl. Í Hús-

eyjarkvíslinni er öllu sleppt svo hrygnan

fékk frelsið aftur eftir myndatökuna og

dásamlega lífreynslu hjá veiðikonunni.

Seinna sama daginn fékk ég svo 10

punda sjóbirting en hann tók á Kol-

skegg í Klapparhyl. Ég veit að þetta er

bara byrjunin á fluguveiði minni og

þegar ég sit hér og skrifa er ég strax

farin að láta mér hlakka til að fara í

næstu veiðiferð sem er bara eftir 5 daga

og það eru bara 2 dagar síðan ég kom úr

síðustu veiðiferð og þar fékk ég að finna

hvað flugurnar eru öflugar því ég fékk

flugu á bólakaf í puttann á mér og svo í

kinnina þannig að ég á heilmargt ólært.

(Skrifað á meðan enn var veiðitími)

Ragna FróðadóttirLaxinn togar úr einni áttinni, Hörður úr hinni.

10 punda sjóbirtingsbónus.

Page 13: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

13

Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal

BESTA URRIÐAVEIÐISVÆÐI Í HEIMI! Veiðileyfin færðu á SVFR.IS

Page 14: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

14 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Að elta, elta og elta enn og aftur

veiðisaga

Hér er saga frá sumri, eini gallinn við hana er að það var ekki fest

nafn á veiðimanni við hana. Þó vitum við að það var veiðimaður

en ekki veiðikona. En vettvangurinn var hin æsilega hitsveiðislóð

Klingenberg í Laxá í Kjós. Sagan er ekkert verri þó að nafnið vanti,

en þó að hún hafi borist okkur í gegnum óþekktan fjölda milliliða

þá teljum við að þessi útgáfa sé mjög nærri sannleikanum.

Atvikið átti sér sum sé stað við veiði-

stað inn Klingenberg sem er rétt ofan

við Laxfoss í neðanverðri Laxá í Kjós.

Þetta var fáum dögum eftir að erlendur

veiðimaður sá þar óheyrilega stóran

lax sem náði feiknalegum þunga í

frásögnum. Ekki síst þegar frá leið.

Ekki veiddist sá stóri hængur, en um

haustið telja þó sumir að hann hafi sýnt

sig aftur, en þá var nokkrum félögum

sem voru á frísvæðinu illa brugðið dag

einn þegar þeir voru að skoða sig um á

breiðunum neðan við Káranesfljót. Sáu

þeir þá laxasporð standa upp úr ánni,

sporð sem var eins og stórt skóflublað.

Myndband var sýnt á vefsíðum, því

miður sýndi það lítið, en vitni voru þó á

einu máli um að þetta hlaut að vera lax í

algerri yfirvigt.

En þetta var útúrdúr.

Þegar lax er að ganga er að öllu jöfnu

slatti af fiski í Klingenberg og sjá menn

hann vel ef þeir gægjast af klettinum.

Það er ekki ráðlegt að gera svo, því

laxinn sér þá veiðimennina jafn vel og

þeir sjá laxana. Sem sagt. En þarna kom

veiðimaður og var vatn lítið. Nokkrir

fiskar í Klingenberg og einhverjir þeirra

vænir, enda var nokkuð um 9-11 punda

hrygnur að ganga um þetta leyti.

Það er vinsælt að hefja veiðar í Klingen-

berg með hitsaðri flugu, eða hitstúpu.

Örsmá bláleit hitstúpa varð hér fyrir

valinu og hún hafði ekki sveimað oft

yfir spegilinn með sínu vaffi þegar

fiskur tók sig upp úr djúpinu og kom

á eftir með tilheyrandi boða. En hann

snéri frá þegar flugan sló upp að land-

steinunum. Þetta virtist í fljótu bragði

vera ein af þessum fallegu stóru hrygn-

um sem þarna héldu til um tíma.

Page 15: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

15

Í næsta kasti kom hún aftur. Og í næsta

kasti enn og aftur. Og svo koll af kolli.

Veiðifélaginn taldi, átján sinnum elti

laxinn í átján köstum og veiðimaðurinn

var gersamlega að fara af límingunum.

All nokkrum sinnum hafði félaginn

reynt að ná sambandi og nefna það að

freista þess að hægja aðeins á flugunni

á síðasta metranum með því að lyfta

stangartoppinum aðeins. Loks barst það

inn fyrir heyrnarsvið veiðimannsins,

hann lyfti stönginni í nítjánda kastinu

og það smellvirkaði, laxinn skellti sér á

fluguna.....

.....en festi sig ekki! Og þar með var

hann búinn að missa áhugann. Þarna

köstuðu þeir til skiptis ýmsum flugum

og reyndu margt. En enginn lax hreyfði

sig eftir þetta. Þessi litla saga hefur

alla burði til að vaxa og dafna. Laxinn

gæti stækkað verulega og þau skipti

sem hann elti fjölgað líka umtalsvert.

Hins vegar erum við ekki til frásagnar

um það, höfum ekki heyrt nýjustu

útgáfuna. Kannski myndum við ekki

átta okkur á því að um sömu veiðisögu

væri að ræða!

Flugan lögð af list yfir Klingenberg. Mynd Heimir Óskarsson.

Page 16: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

16 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Page 17: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

17

Elvar Árni Lund

Veiðistjórnun og ESB í brennidepliÞað urðu sviptingar á aðalfundi Skotvís í febrúar síðast

liðnum. Nýr formaður var kjörinn eftir að Sigmar B.Hauks-

son hafði setið í formannstóli um ómunatíð. Þá kom nýtt

blóð í stjórnina, en nýi formaðurinn var reyndar þáverandi

varaformaður , Elvar Árni Lund. Hann fékk góða kosningu,

Sigmar hafði um tíma leitast eftir því að hætta og stakk upp á

Elvari með þeim árangri að Elvar situr nú í heita sætinu.

skotveiði

Og sætið er heitt svo um munar, því það

brenna ýmis málefni á skotvís og skot-

veiðimönnum landsins almennt. Stór

mál sem þarf að taka á við æ minnkandi

pyngju, en Skotvís var eitt þeirra batt-

ería sem tapaði öllum opinberum

styrkjum eftir uppstokkun í kjölfar

hruns. Veiðislóð settist niður með Elvari

í mánuðinum og hann sagði okkur frá

tveimur brýnustu málunum sem steðja

að skotveiðimönnum. Annars vegar

er veiðistjórnun í landinu í ólestri og

annað, sem kannski færri gera sér grein

fyrir, eða ef svo fer að Ísland gangi í

ESB, þá er eins gott að lög og reglur um

skotveiði séu komin á hreint áður en

öllu er lokað, því ella gæti í framhaldinu

öll veiðimennska með skotvopn, eins

og við þekkjum hana, breyst eða horfið

vegna valdboða frá Brussel.

Það var og. Við spurðum Elvar fyrst út í veiðistjórnunarmálið og hann sagði: „Villidýralögin frá 1994 byggðu á

gömlum grunni og þau eru nú úrelt.

Samkvæmt þeim voru öll dýr og fuglar

friðuð nema með undanþágum. Í þetta

vantar alla hugsun. Ef við lítum til

nágrannaþjóða okkar, t.d. Noregs og

Svíþjóðar þá eru þessi mál á allt öðrum

stað. Þar byggist skotveiði á nýtingu á

stofnum, þ.e.a.s. hvernig best er að nýta

stofna á sjálfbæran hátt til framtíðar

og er þá litið til bæði stofna nytjadýra/

fugla og ekki síður afræningja. Það

verður að vera stjórn á stofnum allra

þessara tegunda þannig að jafnvægi sé

í öllu saman. Þetta hafa nágrannaþjóðir

okkar fyrir löngu séð og áttað sig á því

að málaflokkurinn er best kominn í

höndum veiðimanna sjálfra sem síðan

Page 18: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

skotveiði

Eftir gott morgunflug.

hafa aðgang að upplýsingum, rann-

sóknum og ráðgjöf frá aðilum á borð

við Náttúrufræðistofnun og Um-

hverfisstofnun. Þegar Svíar höfðu farið

inn á þessa braut, svo dæmi sé tekið,

þá voru t.d. elgir friðaðir í mörg ár. Það

var búið að ganga illa á stofn þeirra.

En í dag er veitt meira af elg en nokkru

sinni fyrr og er stofninn þó í jafnvægi

og vel settur. Sama má segja um fleiri

tegundir.“

En eru veiðimenn í stakk búnir að taka þetta að sér hér á landi?„Menn verða bara að gera þetta, en við

vitum að það verður ekki gert á einni

nóttu. Það er að mörgu að hyggja.

Tökum sem dæmi handahófskenndar

friðlýsingar og friðlönd. Ég hef t.d. verið

undrandi á því að rjúpan skuli ekki eiga

sér einhver friðlönd þar sem mikið er

um hana og friðland gæti skilað ein-

hverju. Þess í stað er rjúpan með stórt

friðland á Suðvesturlandi þar sem lítið

er af rjúpu og friðlandið skilar engu.

Þetta er dæmi um að ekki er rætt við

veiðimenn og þeirra álit fengið. Annað

sem ég kem kannski að á eftir er endur-

skoðun á veiðitíma ýmissa tegunda. En

við erum líka að velta fyrir okkur veiðar

á nýjum tegundum.“

Nýjum tegundum? Hrossagauk kannski?„Við skulum nú ekki minnast á hann

að svo stöddu, en nýjar tegundir gætu

einmitt verið nýjar tegundir. T.d. er það

mál manna að krónhirtir gætu plumað

sig vel, landslag t.d. á Vesturlandi er

honum mjög hagstætt. Það líkist mjög

því sem hann er vanur í Skotlandi, hann

er harðgert dýr og loftslag fer hlýnandi.

Það fara margir skotveiðimenn frá Ís-

landi til Skotlands til að skjóta krónhirti.

Af hverju ekki að snúa þessu við og

koma með krónhirtina hingað? Þá er

líka spennandi að skoða innflutning á

villtum hérum, en allt yrði þetta auðvi-

tað að eiga sér stað með ítrustu kröfum

um heilnæmi dýranna og að það væri

útilokað að sjúkdómar gætu borist með

þeim til landsins.

Page 19: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

19

Elvar Árni Lund

Eruð þið virkilega að spá í svona hluti á sama tíma og flest bendir til að það megi ekki einu sinni flytja hreindýr milli landshluta hér á landi?„Það mál er eins og hver önnur bábylja

sem þarf að komast á hreint sem allra

fyrst. Menn eru að tala um það í fullri

alvöru að hreindýr geti smitað sauðfé

af sjúkdómum, en samt er 300 ára

sambúð þeirra á Austurlandi staðreynd

án vandkvæða. Ég hef ekki enn hitt

Austfirðing sem vill losna við hrein-

dýrin. Það er líka talað um að hreindýr

og skógrækt fari ekki saman. Er ekki

stærsta skóglendi landsins á Austur-

landi? Og alveg fram á síðustu öld

má lesa í bókum og greinum um það

hvernig sauðfjárbúskapur muni leggjast

af ef hreindýrum fjölgi. Ekki bólar á því,

þetta dafnar alveg hreint hlið við hlið.“

En hvað með veiðistjórnun þegar vandi á borð við fæðuskort steðjar að nytjategundum eins og t.d. sandsíli versus svartfugl?„Lundinn er að mestu háfaður og skot-

veiði á lunda skiptir engu máli. Þar

stafar hrunið af fæðuskorti og ungar

hafa ekki komist á legg svo neinu nemi

í áraraðir. Ástandið er því alvarlegt

þar sem menn vita lítið hvort og hve-

nær sandsílið kemur til baka. Hvarf

það vegna hlýnunar, eða vegna sam-

keppni við makríl eða eitthvað annað?

En á sama tíma kemur fram aukning í

lundabyggðum á norðanverðu landinu.

Hvað svartfuglinn varðar, langvíu,

stuttnefju og álku, þá er ársveiðin úr

þeim stofnum samtals um 46 þúsund

fuglar úr stofnum sem telja milljónir

fugla, þannig að ekki eru skotveiðar að

skipta neinum sköpum þar. Líffræð-

ingar taka undir það. Hins vegar virðist

vandinn þar einnig vera fæðuskortur og

rannsóknir eru enn sem komið glopp-

óttar. Hvað svartfugl varðar þá getum

við sundurliðað það aðeins. Í fyrsta lagi

er talið að teistustofninn sé innan við

20þúsund fuglar. Það má skoða það

að draga úr veiðum á teistu. Varðandi

svartfuglinn þá hefur það verið ýmsum

hugleikið að veitt er alveg fram til

15.mai og eru sumir á því að verið sé að

skjóta varpfugl þegar komið er að varpi.

Þetta mætti leysa með því að t.d. færa

út 500 metra landhelgina frá fugla-

björgunum. Þetta byggir á því að menn

telji að það sé varpfuglinn sem sé nær

björgunum á þessum tíma. Ef við erum

t.d. að tala um svartfugl sem skotinn er

djúpt inni á Eyjafirði á vorin þá finnst

mönnum líklegt að það sé ekki varpfugl.

Við höfum talað við Umhverfisstofnun

og Náttúrufræðistofnun um þetta atriði,

um að farið verður í að senda sýni til

Formaðurinn með hreindýr.

Page 20: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

20 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

skoðunar. Sýni sem myndu skera úr

um hvort að slíkir fuglar séu í varpi eða

ekki, en svartfugl þarf að kryfja til fá

slíka vitneskju.“

Talandi um umdeilda veiðistjórnun, hvað þá með rjúpuna?„Já, það er út í hött hvernig því máli er

ýtt áfram frá ári til árs. Það er sorglegt

að ákvarðanir sem varða veiðistjórnun

á rjúpu séu pólitískar. Það er ótrúlegt

þetta tilfinningaferli sem fer í gang í

hvert skipti sem málefni rjúpnaveiða

kemur til kasta umhverfisráðherra. Það

er okkar mat að ráðherra eigi ekkert

að vera að blanda sér í þetta. Þetta á að

vera í höndum Umhverfisstofnunar og

Skotvís sem myndu sækja álit til Nátt-

úrufræðistofnunar og Fuglaverndar.

Að ráðherra sem er að vasast í virkjun-

arleyfum, útblæstri, saltblásýrudælingu

í hafið og svo framvegis sé að taka

þetta mál upp frá ári til árs á bara ekki

að eiga sér stað.

Dæmi um vitleysuna er einmitt núna.

Það er búið að rúna veiðitímann niður

í níu daga og að ekki skuli drepnir fleiri

en svo og svo margir fuglar. Það á að

vera hægt að stýra rjúpnaveiðum á

skynsamlegan máta og það á að vera

hægt að gera það til nokkurra ára í

senn. Það er ekkert nýtt að rjúpnastofn-

inn dali. Hann gerir það reglulega

og hefur farið neðar en þetta og náð

sér samt upp. En það þarf að byggja

upp þekkingu í þessu. Það gengur t.d.

ekki að í líkani því sem notast er við

á Náttúrufræðistofnun sé ekkert ráð

gert fyrir afræningjum á borð við refi,

sílamáfa og minka. Þá er búið að nefna

það í álitsgjöfinni frá NÍ að ef til vill sé

komin streita í rjúpnastofninn og að

ákveðinn prósentufjöldi fugla deyi úr

streitu ef stunduð er skotveiði. Þetta

mun víst byggjast á rannsóknum á

dalrjúpu í Noregi þar sem tilgáta er í

gangi þess efnis að ef veiðiálag er kom-

ið að 30 prósentum þá komi streita í

stofninn. Ef að fimm rjúpur séu skotnar

geti aðrar 3-4 dáið úr streitu. Hafa

ber í huga að hér á landi hefur veiðin

verið í kringum 10% af veiðistofninum

undanfarin ár. Ég segi, það getur þurft

að draga úr veiðum ef illa árar hjá

stofnum, en að kenna skotveiði um allt

og líta á skotveiðibann sem lausn á öllu

er ekki raunhæft eða sanngjarnt.

Léttir í skapi á góðum degi.

Page 21: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011
Page 22: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

22 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Það er sem sagt hringlað með rjúpuna.

En það er ekkert hringlað með gæsina.

Og þó! Nú er t.d. farin af stað umræða

um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs sem

mun tengjast Þjórsárverum. Á þessum

slóðum nærri Hofsjökli hafa verið

miklar og góðar heiðagæsalendur sem

sennilega verður bannað að skjóta úr

verði þarna stofnaður þjóðgarður m.v.

það sem á undan er gengið. En við

erum að tala um stærsta heiðagæsa-

stofn sögunnar, stofn upp á 350-400

þúsund fugla að hausti. Þetta er enn eitt

dæmið um hvernig skoða þarf hlutina

í heild sinni, því mér vitandi veit eng-

inn hvernig það færi með viðkvæman

hálendisgróðurinn á þessum slóðum ef

að geysilegur fjöldi heiðagæsa á svæð-

inu væri ekki grysjaður með skotveiði.

Tökum annað dæmi. Mönnum finnst

eitt og annað um fyrirkomulag hrein-

dýraveiða á Íslandi. Það er fjórföld eftir-

spurn miðað við úthlutunarkerfið sem

hér er við lýði. Og verðið sem gert er

að greiða veldur því að flestir sem fara

á hreindýr sækjast eftir því að ná sér í

sem mest kjöt. Einn og einn er að leita

að stóra hornarekka til að setja upp á

vegg. Þetta leiðir af sér að mesta sóknin

er í stærstu tarfana og beljurnar. Eina

lausnin er að þetta kosti minna, menn

hafi fleiri dýr og ekki síst fleiri veiði-

staði. Við vorum einmitt að tala áðan

um hreindýr til Vestfjarða.“

Þetta eru þau verkefni sem bíða ykkar, en hvar eru þau á vegi stödd?„Við erum byrjaðir á viðræðum við Um-

hverfisstofnun. Þetta er rétt að byrja, en

skotveiðimenn eru meðvitaðri en aðrir

um nauðsyn þess að koma þessum

málum fljótt og vel af stað.“

Svo talaðir þú um ESB eins og ljótan draug.....„Já, við höfum miklar áhyggjur af þessu

inngangsferli Íslands í ESB sem nú

stendur yfir. Ef niðurstaðan verður sú að

ísland gangi í ESB, þá varðar það framtíð

skotveiða á Íslandi um ókomna tíð. Ef

ekki verður haldið rétt á spöðunum gæti

allt breyst og margt glatast.“

skotveiði

Elvar Árni með góðum veiðifélaga.

Page 23: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Elvar Árni Lund

23

Útskýrðu þetta nánar....„Hvað skotveiði varðar þá er Ísland

jaðarsvæði með ýmsum nytjateg-

undum sem eru lítt eða ekkert þekktar

í nágrannalöndum okkar. Heim-

skautarefurinn er t.d. á válista og talinn

í útrýmingarhættu í ESB löndunum og

stranglega friðaður. Á Íslandi er hann

hins vegar eina stóra landrándýrið og

allt annað en í útrýmingarhættu. Fyrst

þyrftum við undanþágur til að veiða

hann, síðan þyrftum við að útskýra

vandlega grenjaveiðarnar sem myndu

aldrei vera samþykktar sem undanþága

seinna meir.

Page 24: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

24 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

skotveiði

Svartfugl og skarfar eru tegundir sem

eru nánast ekkert veiddar í ESB löndum

og fleira mætti telja, hreindýr eru t.d.

talin húsdýr í Svíðþjóð og Finnlandi. Á

Íslandi yrðu kannski einu villtu hrein-

dýrin í ESB. Við höfum verið að ráðfæra

okkur við sænska kollega okkar sem og

samtökin Face sem eru samtök skot-

veiðimanna í Evrópu og eru fulltrúar

7 milljóna skotveiðimanna í álfunni.

Þessir aðilar eru á einu máli að það

megi ekkert vera útundan þegar kemur

að því að loka samningaferlinu. Allt,

hvert einasta smáatriði, verði að vera

krystaltært. Það á ekki hvað síst við

vegna þess að skotveiðar eru í sama

kafla samningaferilsins og hvalveiðar

sem munu örugglega verða fyrir-

ferðarmiklar í umræðunni og menn því

ekki gefa sér mikinn tíma í annað. Þessi

mál verða því að vera frágengin og skýr,

því ef öllu er lokað án þess, þá fer allt í

sama mótið og ekkert fæst gefið eftir.

Við höfum áhyggjur af því að þegar

þessi samningskafli verði tekinn upp þá

fái veiðar lítinn tíma og stjórnvöld hafa

satt best að segja lítið gefið upp hver

stefna þeirra sé í þessum málum. Það

er ekki ásættanlegt að okkar mati og við

leggjum mikla áherslu á að hvergi verði

hvikað frá þeim veiðihefðum sem hér

ríkja. Um þetta atriði þurfa veiðimenn

og SKOTVÍS að standa vörð því það er

reynslan frá öðrum þjóðum sem hafa

gengið í ESB að það sem ekki er neglt

niður með undanþágum og fyrir-

vörum verður fyrr en seinna bannað og

straumlínulagað að viðmiðum ESB.

Þannig að segja má að það sé yfirvofandi hætta á ferðum?„Það gæti vel farið svo, já. Ekki spurn-

ing, því það er utanríkisráðuneytið

sem fer með ESB málin fyrir hönd

ríkisstjórnarinnar, en skotveiðin heyrir

undir umhverfisráðuneytið sem hefur

enn sem komið er ekkert samband

haft við SKOTVÍS sem þó eru einu

hagsmunasamtök skotveiðimanna í

landinu og skilgreint sem hagsmuna-

aðili samkvæmt lögum. UST er reyndar

að vinna í þessu en við vitum að það er

ráðuneytið sem fer með völdin. Og allt

er þetta að gerast núna. Þannig að við

höfum áhyggjur af þessu. Það mun ef-

laust lenda á okkur að taka saman gögn

og færa rök fyrir undanþágum, að við

megum veiða heimskautaref á greni,

að við megum veiða lunda í háf, að við

megum veiða hreindýr á Íslandi. Fleira

í þeim dúr eflaust. Þetta þolir enga bið,“

segir Elvar Árni, formaður Skotvís.

Page 25: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

25

Page 26: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

26 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Einn veiðifélaganna

með fallegan lax.

Page 27: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

27

Pétur Pétursson

Tæki Írland fram yfir KólaskagaÞeir eru margir, jafnt Íslendingar sem aðrir, sem hafa

gaman að því að prófa laxveiðiár í öðrum löndum.

Vinsælast er líklega að fara til Rússlands og eltast

við stórlaxa á Kólaskaga. Það getur verið krefjandi

veiðiskapur og menn setja stundum í ferlega laxa.

En það er sama sagan þar og hér, aldrei á vísan að

róa. Svo eru aðrir sem að kjósa miklu mun afslappaðra

umhverfi til tilbreytingarlaxveiða. Pétur Pétursson hefur

t.d. engan áhuga á Kólaskaga, en gæti hugsað sér að

veiða lax á Írlandi á hverju ári.

Pétur Pétursson er leigutaki Vatns-

dalsár, Reykjadalsár í Reykjadal og

Eldvatns í Meðallandi. Hann er í sam-

starfi við frönsku veiðileyfaferðaskrif-

stoduna G&P Voyages. Í tengslum við

það samstarf hefur hann reynt veiðar

víðar en hér uppi á klakanum. Hann

hefur t.d. farið til Írlands og fannst það

svo magnað og skemmtilegt að hann

myndi frekar fara þangað aftur heldur

en eitthvað annað.

„Áin heitir Owenduff og veiðihúsið

heitir Rock House Estate. Það er þarna

önnur á líka sem heitir Bellaweeny,

en hún er fyrst og fremst sjóbirtingsá.

Þessar ár eru í norðanverðri Mayo sýslu

og miðað við það sem gengur og gerist

á Írlandi þá eru þetta afskekktar og lítt

snortnar ár. Það stafar af því að þær eru

í miðjum þjóðgarði. En það er eitthvað

við Írland sem erfitt er að skýra. Þetta

er svo hlýlegt land, hlýlegt umhverfi og

hlýlegt fólk að manni líður umsvifalaust

vel. Þá er enginn asi á neinu eða nein-

um og þetta eru veiðitúrar sem maður

kemur hvíldur og endurnærður heim

úr, ekki þessir dæmigerðu veiðitúrar þar

sem menn koma þreyttari heim heldur

en þeir voru þegar þeir fóru af stað,“

segir Pétur, auðheyrilega hrifinn. Hann

segir einnig um veiðimöguleikana:

stangaveiði erlendis

Page 28: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

28 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

„Það er mikið talað um Rússland og

Ísland, en þarna er líka fínasta veiði. Ég

hef ekki kynnst Bellaweeny, en Owen-

duff er nett og skemmtileg veiðiá, ekta

spræna til að leika sér með hits og setja

í einn og einn lax. Þessi á gefur nokkur

hundruð laxa á hverri vertíð og það er

veitt á 4-5 stangir á 7 kílómetra kafla í

ofanverðri ánni. Sum árin er hún með

góðar „springer“ göngur og svo eru smá-

laxagöngurnar yfirleitt jafnar og góðar.

Þarna er sjóbirtingur líka og Bellaweeny

er raunar fyrst og fremst sjóbirtingsá.

Vertíðin byrjar í febrúar en vorlaxarnir

byrja að ganga og veiðast af krafti í apríl.

Veitt er síðan út september. Þá tekur við

skotveiðitími og er margt hægt að skjóta

á þessum slóðum, m.a. endur og hrossa-

gauka fyrir þá sem það vilja, en þá þurfa

menn að fara í sér ferð nema að þeir fari

í lok september til að veiða á stöng og

láta síðan skotveiðitímann taka við. En

hvernig sem menn hafa það, þá er svo

Owenduff er nett og falleg laxveiðiá.

Ágúst Sigurðs-son og Ólafur Valdemars son að snæðingi í Rock House Estate. Mynd Pétur Pétursson

vel tekið á móti manni þarna að leit er

að öðru eins, og að gista í þessu gamla

19 aldar setri, ég held að Rock House

Estate sé frá 1820, er alveg yndislegt.

Þetta myndi ég taka fram yfir Kólaskaga

hvenær sem er.“

Lesendur geta skoðað sig betur um á

www.rockhouse-estate.com

Page 29: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011
Page 30: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

30 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Page 31: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

31

Veiðikonur á ValdastöðumEf einhvers staðar er hægt að tala um laxveiði-stórfjöl-

skyldu, þá þarf varla að fara lengra heldur en upp í Kjós

og detta inn í kaffi á Valdastöðum. Þar búa nánast undir

sama þaki, tvenn hjón af tveimur kynslóðum.

Þau veiða öll. Og ekki bara veiða, heldur eru með veiði-

dellu á háu stigi og svo veiða líka öll börnin, barnabörnin

og tengdabörnin. Í fyrstu þótti okkur spennandi tilhugs-

un að hitta þau öll fjögur, en karlarnir voru búnir að lofa

sér eitthvað annað. Við áttuðum okkur þá eins og skot

á því að miklu sniðugra var að láta karlana róa og taka

kvenþjóðina á Valdastöðum tali og fórum því í heimsókn

til Þórdísar Ólafsdóttur og Önnu Bjargar Sveinsdóttur.

Page 32: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

32 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

viðtal

Þær eru tengdamæðgur. Þórdís er eig-

inkona Ólafs Þórs Ólafssonar , bónda,

veiðigarps og forystumanns í Veiði-

félagi Laxár í Kjós til fjölda ára. Anna

Björg er eiginkona Ólafs Helga Ólafs-

sonar, sonar Ólafs Þórs og Þórdísar og

með slyngari laxveiðimönnum lands-

ins. Þetta er því mikið og öflugt veiði-

slegti og mikið vafamál hvort að talað er

um annað en laxveiði á heimilinu.

Þórdís er alin upp á Hrauni við Ölfusár-

ósa. Hraun var og er mikil veiðijörð.

Bæði veiddist þar lax í net og svo var

þarna um árabil einn allra besti sjóbirt-

ingsveiðistaður landsins, svokallaður

Hraunssandur. Þar gekk birtingurinn

upp með vesturlandinu, Hraunsmegin

og það var afar vinsælt að skreppa að

Hrauni og veiða sér í soðið. „Það voru

stórir birtingar í ánni í þá daga. Eru

kannski enn, en ekki í neinu magni.

Þetta hefur breyst mikið. Hins vegar

ólst ég upp við veiðiskap og ég veiddi í

skurðum og kílum og í Þorleifslæknum

með einhverju priki. Ég man að pabbi

smíðaði eitt sinn spún úr skeið og mok-

veiddi þangað til að spónninn tapaðist

og sá ég mikið eftir honum. Þetta hefur

verið um og upp úr 1950. Síðan fjaraði

veiðiskapur út úr lífi mínu þangað til að

ég tók saman við Ólaf Þór og við hófum

búskap hér í Kjósinni,“ segir Þórdís.

Var Ólafur þá þegar mikill laxveiðiforkólfur?„Nei nei, guð minn góður. Hann var

bara sætur strákur, um tvítugt. Þetta

var um 1961 og það var ekki fyrr en upp

úr 1970 að við fórum að veiða í Laxá.

Þá áttum við bændadaga samkvæmt

arðskrá sem við nýttum nokkuð. Ég fór

þá að veiða og síðan fórum við að kaupa

dag og dag og þá var ég meira bara að

skottast með, Ólafur hélt svolítið fast í

prikið á þessum árum. Ég átti nú samt

mín augnablik, tók einu sinni hálfan

dag þegar Páll í Pólaris var með ána, tók

Ólaf son minn með mér til aðstoðar og

landaði fimm löxum. Á þessum árum

var þetta því á hófsömu nótunum, en

alltaf jafn gaman þegar færi gáfust.“

Anna Björg birtist á sjónarsviðinu á

Valdastöðum 1983. Þá samanstóð veiði-

skapur Valdastaðafólksins af vorveiði-

dögum í Laxá í sjóbirtingi og 9.sept-

ember sem var opinber lokadagur og í

höndum landeigenda og gesta þeirra að

nýta. Ólafur Helgi tók það í sínar hend-

ur að kenna frú sinni bæði maðk- og

fluguveiði og náði hún fljótlega góðum

tökum á verkefninu. Þær eiga báðar,

tengdamæðgurnar, skemmtilegar

minningar frá þessum árum, ólíkar þó,

þ.e.a.s. þær sem þær segja okkur:

Þórdís í miðri veiðisögu.

Page 33: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

33

Tengdamæðgur á Valdastöðum

Þórdís segir okkur frá því að eitt árið

var orðið tvísýnt um að hún gæti tekið

þátt í veiðiskapnum þann 9.september.

„Ég var ófrísk af Valdísi, yngstu dóttur

okkar, og allt útlit fyrir að fæðingin yrði

um þetta leyti. Ég sagði Óla það alltaf,

það verður 9.september, og viti menn,

kvöldið áður virtist allt vera að fara í

gang og ég var keyrð til Reykjavíkur. Óli

varð eftir og fór auðvitað bara að veiða.

Áin var í vexti og takan óvenjugóð

miðað við það, hann landaði 19 löxum

fyrir hádegið og ætlaði síðan að hringja

í mig í hléinu, en þá var gamli sveita-

síminn enn við lýði og honum var

lokað milli 1 og 4. Hann fékk nú samt

þær upplýsingar að hann væri aftur

orðinn pabbi og með það fór hann aftur

út að veiða. Áin var hins vegar kominn

í svoleiðis ham að hann bætti engum

fiski við, en þetta var nú orðið heldur

betur flott hjá honum, 19 laxar komnir

á land. Þetta hljómar kannski ekki vel í

dag, en á þessum tíma var þetta ekkert

þannig að karlarnir væru að skipta sér

af barnsfæðingum. Það var seinni tíma

mál og ég skyldi hann alveg mæta vel.

Þegar Valdís var barn, skyldi hún þetta

ekki alveg eins vel, hún átti afmæli á

lokadeginum og þurfti að kyngja því að

það var gleðskapur kvöldið fyrir af-

mælið hennar og síðan allir úti að veiða

þegar hún vildi halda upp á daginn. En

svona var þetta, hún lærði að skilja þetta

og er forfallin veiðikona í dag.“

Minning Önnu Bjargar er af öðrum

toga. Hún segir frá: „Ég var stödd á

lokadegi við Bakkahyl í Bugðu. Það

hafði verið flóð og það var enn mikið

vatn, en áin að sjatna. Sem sagt kjör-

skilyrði. Þarna lenti ég í algjöru moki,

Anna Björg búin að landa laxi.

Page 34: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

34 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

viðtal

landaði níu löxum allt að 17 pundum.

Veiddi alla á stóra Micky Finn straum-

flugu. Skrýtið að hafa lítið sem ekkert

kastað þeirri flugu síðan, því þetta er

góð fluga. Þetta var alveg magnað og ég

hafði gaman af því sem ég frétti seinna.

Þórarinn Sigþórsson, betur þekktur

sem Tóti tönn, var þarna meðal gesta

og hann var einmitt á ferðinni þarna og

sá til mín. Ég var ekki með lax á þegar

hann sá til mín og ég heyrði síðan

að hann hefði sagt: „Sjá hana Önnu,

dinglandi þarna með þessa fluguskjátu

sína.“ Hann hefur líklega ekki haft mikla

trú á mér, en það var gaman að sjá upp-

litið á honum þegar hann frétti hvernig

mér gekk.“

Þær Þórdís og Anna Björg eru í veiði-

félagsskap sjö kvenna, hóp sem hélt

upp á tuttugu ára afmæli sitt s.l. sumar.

Kvennahópar í stangaveiði eru nú

orðnir all nokkrir víða um land, en

eflaust hafa fáir þeirra verið við lýði í

heil tuttugu ár. Þetta er félagsskapurinn

Óðflugur, en hópinn skipa auk þeirra

tengdamæðgna Vigdís Ólafsdóttir

(dóttir Þórdísar), Hrafnhildur Sigurðar-

dóttir, Sólveig Einarsdóttir, Brynhildur

Árnadóttir og Hjördís Þorfinnsdóttir.

Sumar í hópnum höfðu aldrei veitt

þegar félagið var stofnað, en eru

allar öflugar í dag og þær sem minnst

kunnu forðum jafnvel afladrottningar í

veiðiferðum hópsins hin seinni ár. Þær

segja frá tilurð Óðflugna:

„Það var nú þannig að við vorum í

kokteilboði og eiginmennirnir allir

meira og minna að veiða saman. Við

veltum því þá upp hvort við ættum ekki

bara að búa til félagsskap og fara saman

Hér er verið að segja ýkjulausa, alveg dagsanna veiðisögu.

Page 35: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Join the CULT

Hrygnan ehf. | Síðumúla 37 | Sími: 581-2121 | www.hrygnan.is

Page 36: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

36 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

viðtal

í veiði. Við vorum allar til í þetta. Fyrsti

veiðitúrinn var farinn í Straumana í

Hvítá í Borgarfirði og höfum við farið á

hverju sumri þangað síðan, alls tuttugu

sinnum. Við veljum okkur góðan tíma í

júlí og sjaldan hefur brugðist að veiðin

hefur verið góð. Allt upp í um 30 laxar

sem er frábært á tveggja stanga svæði.

Straumarnir eru yndislegt veiðisvæði,

gamla veiðihúsið fram úr hófi sjarmer-

andi og veiðistaðurinn bæði einfaldur,

auðveldur og gjöfull. Þó er besti hluti

hans líka viðkvæmur. Við erum sjö,

en höfum afslappaða skiptingu sem

hleypir öllum að. Síðan bönnum við allt

nema flugu á Strenghorninu nema rétt

áður en vöktum lýkur, þá megum við

fara með maðk eða spún. Í minning-

unni hafa þetta verið frábæra ferðir og

við höfum komið okkur upp skemmti-

legum siðum og venjum.“

En þið hafið veitt víðar er það ekki?„Jú, við höfum veitt í Laugardalsá,

Soginu, Þverá í Fljótshlíð, höfum líka

skroppið að Hrauni og í sjóstangaveiði.

Straumarnir eru þó fasti punkturinn.

Síðan er Laxá okkar alltaf inni í mynd-

inni. Við opnum ána og eftir veiði-

tíma sér fjölskyldan um klakveiðina og

útúr henni náum við veiðitúr því við

veiðum klaklaxinn á stöng. Þegar að-

stæður eru góðar er oft frábær veiði og

við náum öllum nauðsynlegum löxum

á stuttum tíma.

Einhver skemmtileg veiðisaga frá þessum Óðfluguárum?„Fullt af góðum minningum og góðri

veiði, en engar sérstakar uppákomur.

Stundum höfum við verið með marga

fallega 10 til 12 punda laxa í aflanum og

það gefur ferðunum meiri lit. Annars

Auðvitað þurfa fluguboxin að vera uppi á borðum.

Page 37: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

37

Þórdís með nýgenginn Straumalax.

Þarna eru Óðflugurnar á árshátíð í Sterling í Skotlandi...og þótti við hæfi að klæða sig upp í Braveheart stíl.

Page 38: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

38 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

var reyndar eitt skemmtilegt atvik

eitt sumarið. Þá setti ein okkar í lax á

Strenghorninu og laxinn fór niður í

strenginn og náði þar að festa línuna

við stein. Við vorum nú allar á einu máli

um að fórna töluverðu til að ná lax-

inum. Það var þó mikill straumur þarna

og allt annað en auðvelt að athafna sig.

Við hengdum okkur þá saman, fremst

var ein okkar með háfinn, síðan sú

næsta sem hélt aftan í hana. Þá önnur

og loks sú með stöngina, sem hélt líka

með annarri hendi í þá sem var fyrir

framan hana. Það var tekin mynd af

þessum ósköpum, fjórar konur þarna í

röð, mislangt úti í straumnum, ríghald-

andi hver í aðra að reyna að landa laxi.

En það tókst fyrir rest og við höfðum

mikið gaman að þessu eftir á.“

En hvað með flugur og aðferðarfræðina?Þórdís svarar: „Ég hef nú mest gaman

að því að kasta einhverju skrautlegu og

ég er alveg sérstaklega hrifin af þýsku

Snældunni. Bæði er hún falleg og svo

hef ég mikið dálæti á Þýskalandi. Við

Ólafur förum þangað á hverju hausti,

helst í Móseldalinn í vínsmökkun

(það rifjast upp í samtalinu að í opnun

2009 veiddi Þórdís 8 punda sjóbirting í

Kvíslafossi á þýska Snældu).

Anna Björg segir hins vegar þetta:

„Ég byrja alltaf fyrsta veiðitúrinn minn

á því að kasta lítilli svartri Frances.

Alveg svartri, ekki með gulum haus eða

svoleiðis. Eftir það er ég mest í smáum

flugum og flotlínum. Hef mikið dálæti

t.d. á Black and blue long tail útgáfum.

Helst vil ég ekki taka flotlínuna af.“

Og það kemur líka á daginn að Anna

Björg er sérvitur og jafnvel hjátrúarfull

við laxveiðarnar. Þannig fór hún helst

ekki til veiða um árabil nema að vera í

rauðum sokkum. Hún hvarf þó frá því, en

nú í all mörg ár getur hún alls ekki farið

Í eldhúsinu á Valdastöðum ríkir létt andrúmsloft. Blaðamönnum var boðið uppá miklar kræsingar og uppá miklar kræsingarog Ólafur Þór leit við..

Flugubox Þórdísar að ofan og Önnu Bjargar

að neðan ... aðeins nettara hjá tengdadótturinni.

Page 39: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

39

Page 40: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

40 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

viðtal

til veiða nema að hafa um hálsinn sér-

stakt hálsmen sem Hrafnhildur vinkona

hennar keypti erlendis og gaf henni. Er

það fiskur, útskorinn úr beini. Einhvers

konar indjánalist. Þá gengur Anna Björg

um árbakkana með einkenni legasta

rotara landsins í vasanum. Hún sýnir

okkur hann, sérkennilega lagað drápstól

úr ryðfríu stáli, og spyr hvort við áttum

okkur á honum. Það gerum við hins

vegar ekki og hún segir þá:

„Þetta er mjaðmaliður úr ömmu minni.

Hann var settur í hana þegar sá gamli

gaf sig, en þessi virkaði alls ekki. Hún

var alltaf að hrökkva úr liði og hann var

því tekinn aftur úr henni. Þar sem ég sá

hann síðan liggjandi á borði sá ég strax

notagildið og varð mér ljóst að þetta var

laxarotari sem ég myndi ekki skilja við

mig. Það er ansi gaman að því þegar lax

kemur á land og mál að rota hann, og ef

krakkarnir eru með, þá æpa þeir: Hvar

er amma, hvar er amma!“

Þórdís getur þess þegar hér er komið

sögu, að þær séu báðar hrifnar af

maðkveiði, ekki síður en fluguveiði og

þær eru sammála um að maðkveiði

sé jafnvel enn meiri kúnst heldur en

fluguveiðin. Þær tala báðar um hversu

stórkostlega skemmtilegt það er að

renna maðki fyrir lax í sjónmáli ofan af

brú. Fylgjast grannt með viðbrögðum

laxins og fá að sjá hann missa sig og

taka maðkinn upp í sig. „Það er nú samt

ekki alltaf sama stuðið. Einu sinni var ég

að hjálpa Óla að renna að laxi í Gljúfurá

í Borgarfirði. Ég var fyrir ofan að segja

honum til og það fór nokkur tími í þetta.

Laxinn sýndi þó aldrei nein viðbrögð

og þess var varla von, því við nánari

athugun kom í ljós að þetta var steinn

sem líktist laxi!, segir Þórdís.

Það er nú svo, að það er ekki hægt að

sitja endalaust og sötra kaffi á sveita-

heimili þrátt fyrir að gestrisnin sé

óaðfinnanleg. Þá er maður óðar farinn

að tefja fyrir verkum því bændur hafa

í mörg horn að líta og öll eru þau á

Valdastöðum bændur þó að gripið sé

í eitt og annað á milli. Við látum því

frásögn Þórdísar af sjónrennsli að grjóti

vera lokapunktinn á skemmtilegri

heimsókn til hressra veiðikvenna á

Valdastöðum.

Rotarinn óborganlegi og óviðjafnanlegi.

Page 41: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage þær bestu á markaðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir eru hannaðar og þróaðar af flugveiðimönnum og framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta fyrir fisk og veiða með Sage er einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða að eiga að minnsta kosti eina Sage stöng.

Allar Sage stangir eru með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda!

VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGIN. ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

“ONEtm” SERIES - Verð 109.990,-Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst.

Z-AXIS ROD SERIES - Verð 99.990,-Hröð stöng. Kröftug hleðsla sem auðveldar lengdar og nákvæmnisköst.

99 ROD SERIES - Verð 99.990,-Mið-hröð stöng. Djúp hleðsla. Sérhönnuð til að bera þungar flugur og túpur.

VXP ROD SERIES - Verð 74.990,-Mið-hröð stöng. Kraftmikil og fínleg stöng fyrir allar aðstæður.

FLIGHT ROD SERIES - Verð 59.990,-Mið-hröð stöng. Góð alhliða flugustöng.

VANTAGE ROD SERIES - Verð 39.990,-Mið-hröð stöng. Góð byrjendastöng á góðu verði.

“The ONE” er komin!BEST FRESHWATER ROD- International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST SALTWATER ROD- International Dealer Show í New Orleans 2011

BEST ROD- Efftex 2011

Page 42: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

42 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Dílaskarfur.

Page 43: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

43

Einar Páll Garðarsson

Maður hefur stundum varla undan að hlaða og skjótaLíklega þykja veiðidýr skotveiðimanna hér á landi fá, en þau mega eiga það að þau bjóða eigi að síður upp á tals-verða fjölbreytni í aðstæðum og sókn. Það er mikið látið með gæs, rjúpu og hreindýr, en sumum finnst krefjandi og spennandi að fara á skarf. Stöku skjótari nær þeim af kajak, en aðrir sitja fyrir þeim í klettóttum fjörum. Einn þeirra er Einar Páll Garðarsson, fyrrum kenndur við Veiðihúsið, en rekur nú ásamt eiginkonu sinni hundabúðina Bendir, sem þjónustar vinnu-, gælu- og veiðihunda frá Border Collie og uppúr í stærð. Búðin hefur verið til í eitt og hálft ár og færist bara í aukana ef eitthvað er. En Palli, eins og hann er kallaður, er mikill veiðimaður, hvort heldur er með byssu eða stöng og hann sagði okkur frá skarfaveiðum sem eru greinilega gríðarlega spennandi.

skarfaveiðar

Page 44: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Búinn að sækja fugl.

Gerviskarfar í klettunum. Myndir úr safni Einars Páls Garðarssonar.

Page 45: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

45

skarfaveiðar Einar Páll Garðarsson

Fyrst er að nefna, að skarfategundirnar

íslensku eru tvær, dílaskarfur og topp-

skarfur. Skarfa má sjá út um allt land.

Fyrst og fremst við sjávarsíðuna, en þeir

leita einnig í tíma og ótíma upp með

veiðiám og inn á stöðuvötn þar sem

þeir eltast við lax og silung. En fjöldinn

er á Vesturlandi, frá Reykjanesskaga

til Vestfjarða. Nánast allt varp beggja

tegunda er á þessum slóðum. Meira

er af dílaskarfi og verpir hann bæði

umhverfis Faxaflóa og Breiðafjörð, en

toppskarfurinn er meira bundinn við

Breiðafjarðarsvæðið. Skarfarnir báðir

eru stórir og fyrirferðarmiklir fuglar

og þekkja vegfarendur þá oft á færi

þar sem þeir sitja á skerjum eða öðru

við ströndina og halda vængjunum

þöndum. Þetta er sérstakt, en stafar af

því að þrátt fyrir að þessar tegundir lifi

á því að kafa og veiða, þá gaf náttúran

þeim ekki fitukirtla til að þurrka væng-

ina eins og endur, gæsir og aðrar sund-

fuglategundir fengu í vöggugjöf. Þess

vegna þurfa skarfar að sitja um hríð og

baða út vængjunum til að þerra þá!

Þrátt fyrir að dílaskarfur og toppskarfur

séu náskyldir, þá er atferli þeirra

ótrúlega ólíkt. Þeir verpa báðir í þéttum

byggðum og komi menn að skeri með

toppskarfavarpi, þá sitja skarfarnir sem

fastast, geifla sig og gagga framan í

hina óboðnu gesti og fljúga ekki frá

ungum sínum fyrr en í fulla hnefana.

Sumir gera það alls ekki, rífa og bíta frá

sér og láta ófriðlega. En komi menn að

skeri þar sem dílaskarfar búa, þá sópast

allur fugl af skerinu og lætur sig hverfa

um leið og glyttir í bátsskelina!

Veturinn er veiðitíminn. Einar Páll

segir okkur að menn fari ekki bara út á

ströndina og byrji að skjóta. Skarfur inn

hafi ákveðið atferli sem beri að miða við.

„Þeir eru með morgun- og kvöldflug

rétt eins og gæsir og ef við gefum

okkur að það sé janúar eða febrúar og

morgunháflæði sé ca klukkan níu, þá

má fara að búast við skarfaflugi um

10.30 til 11.30 leytið. Þeir sækja grimmt

í sker, hvort það er til þess að sitja á

meltunni eða eitthvað annað veit ég

ekki, en þeir eru afar einbeittir og það

getur komið fugl eftir fugl þannig að

stundum hefur maður ekki haft undan

að hlaða og skjóta,“ segir Einar Páll.

Einar Páll segir allra best að hafa þraut-

þjálfaða veiðihunda við skarfaveiðarnar.

Best er veiðin við klettóttar strendur og

það getur verið mikið sog og hreyfing

á sjónum. „Labradorar eru bestu

sóknarhundarnir á sjó vegna þess að

þeir eru með tvöfaldan feld og góðan

pels. Ef þeir eru að auki í neoprenevesti

sem skýlir helstu líffærum þeirra, þá

eru þeir ótrúlega harðir af sér, þolnir og

duglegir. Aðrar tegundir, t.d. Vasteh, eru

líka góðir, en þeir geta aldrei farið eins

margar ferðir út í sjóinn að sækja og

satt að segja eru ekki margar tegundir

sem láta sig hafa það að sækja skarfinn í

því veðri og við þær aðstæður sem oft er

boðið upp á. En góðir veiðihundar láta

sig vaða og þeir sleppa ekki bráðinni,

sama í hvaða vandræðum þeir kunna

að lenda. Ég hef þurft að leggjast á

klappirnar og grípa í þá þegar kjalsogið

skilar þeim upp að grjótinu til að hjálpa

þeim upp úr og það getur meira að

segja dugað að grípa í fuglinn sem er í

kjafti þeirra, því þá nást þeir líka uppúr

þar sem þeir sleppa ekki fuglinum. En

fuglinn kemur stundum svo ört inn

að þetta verður mikill atgangur. Eitt

sinn vorum við tveir að veiða með tvo

þjálfaða Labradora með okkur og þegar

þeir voru búnir að sækja 55 skarfa þá

bara hættu þeir og tóku ekki í mál að

sækja meira. Voru bara búnir á því!“

Page 46: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

46 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

En það er líka hægt að veiða án hunda.

Einar Páll heldur áfram: „Það er best

að hafa hund, það er engin spurning.

En ef menn hafa ekki hund þá þarf að

vera með strategíu. Ef það eru víkur

og vogar, þá flýgur skarfurinn yfir

klapparoddana og þá þarf að koma sér

þannig fyrir að þegar fuglinn dettur, þá

lendi hann á þurru en ekki í sjó. Þá er

best að það sé álandsvindur og aðfall, ef

að fugl tæki upp á því að enda í sjónum.

Ein af mínum betri skarfaferðum var

hundlaus túr norður á Strandir fyrir all

nokkrum árum.

Þetta var að haustlagi og við ætluðum

tveir saman norður á Gjögur til

pabba og ganga til rjúpna. Þegar við

komum inn í Reykjafjörð hafði veðrið

breyst til hins verra og var svartaþoka

lögst yfir, alveg niður í fjöru. Þegar

rjúpnadagurinn rann upp var því ekki

um það að ræða að ganga til rjúpna.

Eftir að hafa spáð í spilin um stund,

tilkynnti pabbi að nú skyldum við

fara á skarf. Þarna vorum við með

það sem við köllum skarfa-silúettur,

útskorna skarfa úr krossviði og ég

vil meina að þetta hafi verið fyrstu

svoleiðis gerviskarfarnir sem notaðir

voru hér á landi. Þegar við komum á

vænlegan stað stilltum við silúettunum

upp í klettum frekar en á klöppum í

fjöruborðinu þar sem við vildum ekki

eiga á hættu að missa fugla út í sjó.

Við pabbi biðum nú hlið við hlið, en

félagi okkar var á öðrum stað þar sem

tálfuglanna naut líka við.

Ekki leið á löngu þar til fyrsti skarfurinn

lét sjá sig og síðan var stanslaust flug,

hver skarfurinn af öðrum kom fljúgandi

fyrir klettinn og um leið og þeir komu

auga á tálfuglana, tóku þeir vinkilbeygju

og komu fljúgandi beint í flasið á okkur.

Á stuttum tíma lágu 70 fuglar. Við pabbi

náðum flestum, en félagi okkar líka

nokkrum og hann skaut auk þess sel

sem kom í færi. Náði honum á land,

þannig að þetta var mikið ævintýri.

Við vorum á Lödu Sport og hún var

gersamlega smekkfull af fugli með

tilheyrandi lykt, en eins og þeir vita

sem þekkja til skarfa, þá er lyktin af

þeim ekki sérlega góð. Við fórum síðan

með þetta heim að Gjögri og tókum

hörkutörn þar sem við hamflettum

hvern einasta fugl og enduðum

síðan daginn á því að elda skarf, enda

smakkast fátt betra en nýveidd villibráð.

Þessi túr endaði síðan með því að

þokunni letti daginn eftir og við áttum

frábæran dag á rjúpu áður en haldið var

aftur suður.“

En hvert eiga menn að fara og hvað ber

að nota? „Það segja ýmsir að skarfurinn

sé skotharður, en satt best að segja er

hann það alls ekki. Ég nota yfirleitt 42

gramma hleðslu, 2 eða 4. Það er víða

hægt að veiða, en menn verða að kynna

sér skotvopnalöggjöfina, því ansi mörg

svæði eru útilokuð þegar hún er túlkuð.

Samt eru mörg svæði opin. Hvalfjörður,

Suðurnes, Mýrarnar, það er víða hægt

að fara og skjóta svo fremi sem menn

hafa í hendi leyfi landeigenda, en þess

ber að sjálfsögðu að afla hverju sinni.“

skarfaveiðar Einar Páll Garðarsson

Page 47: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Gore-tex gerir gæfumuninn.

Gore-tex öndunarfilman

ber höfuð og herðar yfir

aðrar öndunarfilmur bæði

hvað varðar vatnsheldni og

útöndun.

Simms notar Gore-tex Per-

formance-Shell og Gore-tex

Pro-Shell í vöðlur og jakka.

Engar málamiðlanir. Simms

er málið

ÞÚ FÆRÐ SIMMS EINNIGHJÁ VEIÐIMANNINUM

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI!

Veiðibúð allra landsmanna á netinu. veidimadurinn.is

Page 48: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

48 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

„ ... Loks virtist álftin vera sátt við að lambið myndi ekki hreyfa legg eða lið framar og settist hún nokkuð til hliðar við hræið og svall móðurinn. Hvað eftir annað þandi hún sig út og öskraði, líkt og hún væri að trappa niður sturlunina.“

Mynd Skarphéðinn Þórisson.

Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson. Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson.

Page 49: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

49

lífríkið Álftir

Aðgát skal höfð í nærveru morðóðra álfta!Eitt sinn skrifuðum við og birtum á vefnum okkar www.votnogveidi.is grein sem fjallaði um óstöðuga hegðun einstakra álfta þegar kemur að því að verja óðal, börn og buru. Nánar tiltekið fjallaði greinin um það morðæði sem rennur á stöku fugl. Þetta er ekki algengt ástand og þetta virðast vera bara fáir fuglar miðað við allan fjöldann, en á daginn kom þó að ýmsir þeir áhugamenn sem rætt var við þekktu til dæma um þessa skefjalausu grimmd stöku álfta.

Vettvangurinn er Bugða í Kjós og vitni að þessu voru þeir Friðþjófur Eyjólfsson endurskoðandi og Jóhann Sigurðsson bókaútgefandi. Þeir segja nú frá:

„Við vorum lengi í sjokki yfir því sem við

sáum og vorum fyrst um sinn og lengi

vel alls ekki á því að segja þessa sögu.

Spurning hvort að okkur yrði trúað og

svo leið okkur alls ekki vel. En þetta var

snemma í ágúst og við ókum niður með

Bugðu. Þegar við vorum komnir um

það bil að veiðistaðnum Golfstraumi,

stóð ekki allt í einu álft í vegslóðanum,

sem þarna var nokkuð niðurgrafinn og

því ekki inni í myndinni að sveigja frá

fuglinum. Fuglinn sýndi ekkert farar-

snið á sér, sveigði sig upp og veifaði

vængjunum. Hoppaði síðan upp á

bakkann og gerði sig líklegan til að

gogga í okkur inn um opna bílrúðu.

Bubbi Morthens reið á vaðið með

frásögn um álft á Laxá í Aðaldal sem óð

yfir á öndverðan bakka, tugi metra, til

að ráðast á straumandarkollu og unga

hennar. Flutu nokkrir dauðir ungar

niður ána frá þeirri aðför. Komu menn

þá fram í framhaldinu og greindu frá

árásum álfta á aðra fugla, bæði full-

orðna og unga. Ein frásögnin var einkar

ógeðfelld, hún var frá Vífilstaðavatni og

sagði frá álft sem sleit rauðhöfðaunga

í tvennt og sporðrenndi báðum hlut-

unum eftir að hafa nærri murkað lífið úr

móðurfuglinum.

En tilefni þess að við rifjum þetta upp er, að við heyrðum nýverið nýja sögu af sama meiði. Ætlum að skrásetja hana hér og renna síðan í framhald-inu því helsta úr grein okkar frá vetr-inum 2009-2010.

Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson.

Page 50: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

50 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

lífríkið

Þá var bara að loka rúðunni og aka

neðar með ánni og er nú álftin úr

sögunni í bili. Við fórum í veiðistaði

neðan við Golfstraum og vorum

nokkra stund að vasast í því. Segir

ekki af aflabrögðum, en undir kvöld

ókum við í rólegheitum upp eftir aftur.

Annar okkar enn í veiðigallanum,

hinn kominn í borgaraleg klæði. Við

stoppuðum bílinn við Golfstraum

og önduðum að okkur frískandi

kvöldloftið og nutum stundarinnar. En

allt í einu urðum við varir við einhvern

fyrirgang nokkuð langt úti í kjarri og

víðivöxnum móanum handan árinnar.

Í fyrstu sáum við ekki hvað þarna var á

ferð, en greinilegt að mikið gekk á.

Þessi fyrirgangur barst óðum nær okkur

og loks sáum við að þarna var komin

álftin aftur og að þessu sinni sótti hún

grimmdarlega að stálpuðum lamb-

hrút. Hékk álftin aftan í lambinu, búin

að bíta sig fasta og barði ítrekað með

vængjunum og blés og fnæsti um leið.

Leikurinn barst hratt að árbakkanum

og var lambið vitstola af hræðslu sem

vonlegt var.

Þegar þau komu fram á bakkann á móti

okkur hætti álftin augnablik barsmíð-

unum og hik kom á lambið. En óðar

blés álftin aftur í herlúðurinn, stökk upp

á bakið á lambinu og lét enn og aftur

höggunum rigna og þetta voru gríðar-

leg högg og feiknaleg læti. Lambið

hrökklaðist fram af bakkanum og út

í ána og álftin fylgdi með, fnæsandi

og hoppandi ofan á bakinu á lambinu

og berjandi af algerri sturlun. Á þetta

horfðum við agndofa og eitthvað var

rætt um að gera eitthvað í málinu.

Annar okkar myndaðist við að vaða af

stað, en þá gerði álftin sér skyndilega

lítið fyrir og felldi lambið og drekkti því

þarna á augabragði. Og þó lambið væri

hætt að berjast um hélt álftin áfram að

berja á hræinu. Hún hætti síðan, virtist

draga djúpt andann og fór þá hræið að

reka hægt niður ána uns það steytti á

grynningu. Skipti þá engum togum að

álftin rauk aftur í hræið og lét höggin

dynja á því, beit og djöflaðist.

Loks virtist álftin vera sátt við að lambið

myndi ekki hreyfa legg eða lið framar

og settist hún nokkuð til hliðar við

hræið og svall móðurinn. Hvað eftir

annað þandi hún sig út og öskraði, líkt

og hún væri að trappa niður sturlunina.

Það leið langur tími þar til við fengum

málið aftur eftir þetta sjónarspil. Menn

verða ekki samir eftir að horfa upp á

slíkar aðfarir. En við spurðum fugla-

fræðing síðar út í þetta. Langaði til að

vita hvort að þetta væri þekkt og hvað

álftinni gengi eiginlega til. Sá sem við

ræddum við var einu sinni rotaður af

Friðþjófur.

Page 51: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

51

Álftir

álft og sagði hann að við hefðum gert

rétt í því að skipta okkur ekki af. Hún

hefði sem hægast getað gengið frá

öðrum okkar eða báðum.“

Svo mörg voru þau orð Friðþjófs og

Jóhanns. Og skulum við þá rifja upp

greinarkorn okkar frá því á sínum tíma:

Í bók Bubba Morthens og Einars Fals

Ingólfssonar Áin, sem fjallar um veiði-

svæði Nesbæja á miðsvæðum Laxár í

Aðaldal hnutum við um lýsingu Bubba

á skrautlegu atferli álftar nokkurrar.

Bubbi var sum sé að veiðum á Grundar-

horni og var búinn að festa í laxi þegar

hann sá álft koma fljúgandi og hlamma

sér á straumandarfjölskyldu sem var

skammt undan. Álftin var með ferlegan

fyrirgang, baðaði út vængjunum og

gerði sér lítið fyrir og drap alla unga

fjölskyldunnar, sem voru nokkrir þótt

talan hafi ekki komið fram. En þeir flutu

hver á eftir öðrum steindauðir undan

álftinni þangað til að enginn lifði.

Kollan reyndi eitthvað að malda í móin

en mátti sín lítils. Síðan synti álftin upp

að öndveðum bakka og lét þar eins og

ekkert hefði gerst. Við spurðum Bubba

að því hvort að þetta hafi verið varpfugl

að verja óðalið sitt, kannski með unga í

nágrenninu, en hann sagði að um staka

álft hafi verið að ræða. Hann hefði hins

vegar séð annað svipað tilvik, á Vitaðs-

gjafa. Þá hafi verið um paraða álft að

ræða og í því tilviki réru hann og leið-

sögumaður hans á vettvang og tókst að

afstýra algeru fjöldamorði. Einhverjir

unganna lágu þó dauðir eftir.

Álftin er orðlögð fyrir að verja lendur

sínar af hörku og skynsemi, en þessar

lýsingar virtust okkur vera fullmikið af

því góða. Við spurðum því nokkra fugla-

sérfræðinga útí þetta atferli Álftarinnar.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson fugla-

fræðingur hjá NFÍ sagði: „Varðandi

álftina, þá heyrir maður einstaka

sinnum svona morðsögur. Þótt þessi

sé í svakalegra lagi. Einstaka álftir geta

verið mjög aggressívar og er það þá

oftast tengt vörn óðals. Þær hafa drepið

andarunga, kindur, lömb, ráðist á börn

svo nokkuð sé nefnt. Þrátt fyrir að svona

sögur séu þekktar er þessi hegðun mjög

sjaldgæf. Ég hef reyndar aðeins einu

sinni séð álft tugta til rollu sem fór inn

á óðalið. En athuga ber að steggurinn

getur farið talsverða leið frá fjölskyldu

og hreiðri. Reiðar álftir eru frekar og

bölsótast iðulega langt út fyrir venjulega

hreiðurhelgi.”

Skarphéðinn Þórisson í Fellabæ sendi

okkur þennan pistil: „Ég hef rekist á

þrjár virkilega ágengar álftir yfir ævina

sem er afskaplega fáar miðað við allan

skarann sem ég hef heilsað upp á. Á

8. áratug síðustu aldar réðist að mér

Jóhann.

Page 52: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

52 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

lífríkið

“hvæsandi” álft á Ástjörn við Hafnar-

fjörð Á 9. áratug síðustu aldar varð ég

vitni af því að álft drap tveggja vetra

kind í Jökuldalsheiðinni, flaug upp á

bak hennar, beit hana í hnakkann og

lamdi hana í síðurnar með þeim af-

leiðingum að rif brotnuðu og stungust

í líffæri svo henni blæddi inn. Loks,

á tjörn við Kross í Fellum hefur par

verpt í nokkur ár og var karlfuglinn

mjög agressívur og réðst að manni ef

maður nálgaðist hreiðrið - hann varð

fyrir dráttarvél og bæklaðist og hvarf í

sumar. Að lokum rifjast upp frétt sem

ég heyrði í útvarpinu fyrir löngu en þar

var sagt frá því að álftir væru óvenju að-

gangsharðar á afréttum Þingeyjinga og

fældu fé jafnvel út í vötn og drekkti því.

Óli bóndi varð fyrir barðinu á einni en

um það kvað nágranni hans: Álftarbjálfi

æskusnar/ Ólaf felldi og lagðist yfir/ í

fangbrögðum er fylgdu þar/ fuglinn dó

en Óli lifir.”

Þá sendi okkur pistil Tómas Grétar

Gunnarsson forstöðumaður Háskóla-

seturs Suðurlands. Tómas sendi okkur

líka þessa mögnuðu myndaseríu sem

birtist með þessum línum: „Sumarið 1996

heimsóttum við pabbi um 30 álftahreiður

til mælinga. Aðeins eitt af þeim pörum

sýndi tennurnar svo okkur þótti nóg um.

Kannski gefur það einhverja hugmynd

um tíðni slíkrar ákafahegðunar. Sumarið

2005 varð ég vitni að því að álft með unga

hjólaði í eina tvílembda í Grímsnesinu.

Bóndinn fann ána dauða og barða

nokkrum dögum seinna. En hún slapp

þó í það skipti sem ég sá til. Tók nokkrar

myndir í gegnum skóp á löngu færi.

Álftin lét vita af sér í góða stund áður en

hún lét til skarar skríða. Rollan skeytti því

engu. Árásin sjálf tók þó nokkrar mínútur

og mest allan tímann hékk álftin á baki

og barði og beit. Jórturdýrin voru sturluð

af hræðslu og orðin aðframkomin í

hitanum þegar álftin sleppti takinu.“

Mynd: Tómas Grétar Gunnarsson.

Page 53: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Lax-, silungs- og skotveiði

Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla,

Tungulækur, Minnivallalækur

og Fögruhlíðará

www.strengir.is

Page 54: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

54 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Undirritaður að setja 2ja ára lax í kistu í Sandá í Þistilfirði. Þessi hefur sennilega farið upp fyrir foss eins og tíðkast víða þessi árin.

Page 55: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Ljósmyndagalleríið er að þessu sinni í höndum Daða Harðarsonar,

stangaveiðimanns með meiru. Daði hefur lengi mundað veiðigræjurnar

og smátt og smátt færðist ljósmyndun í aukana. Daði hefur komið víða

við, var meðal annars um tíma formaður stangaveiðifélagsins Ármanna.

Um galleríið, ljósmyndunina og sjálfan sig sagði Daði þetta:

„Ég tel mig fæddan með veiðigenið. Var víst kominn með delluna á

svipuðum aldri og ég byrjaði að ganga í barnaskóla. Fyrsta flugustöngin

var keypt fyrir fermingarpeninga og smám saman byggðist upp einhver

skilningur á því hvað maður var að gera. Það tók langan tíma, áratugi.

Svo einhvern veginn fór maður að læra hraðar og ná ásættanlegum

árangri oftar, jafnvel góðum á stundum.

Það er eins og þetta eigi við um flest það sem maður tekur sér fyrir

hendur, fyrst erfitt en alltaf spennandi. Gengur hægar en maður vildi í

fyrstu. Svo fer árangur erfiðisins að skila sér. Oftar og betur, stundum.

Vonandi er þroskinn orðinn nógu mikill í myndasmíðinni og viðunandi

í þínum augum lesandi góður til að þú njótir myndanna sem hér eru.

Allavega er ég farinn að vera oftar ánægður með aflann sem myndavélin

skilar mér í hús. Sömuleiðis árangurinn þegar heim er komið: mynd-

vinnsluna sjálfa, hún er ekki minna mál né síður skemmtileg.

55

Daði Harðarson

Vonandi er þroskinn orðinn nógu mikill í myndasmíðinni

ljósmyndun

Page 56: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

56 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Tól og tæki eru aðallega Canon vélar, síðustu tvær eru 1Ds Mark ll og 5D

Mark ll. Linsur hafa helst verið 16-35mm, 24-70mm og 100-400L. Ég

á erfitt með að gera upp á milli linsanna, þær hafa allar reynst mér vel.

Myndavélarnar batna bara með ótrúlegum hraða og ekkert lát verður á

því næstu árin.

Aðkoma mín að vinnslu myndanna liggur í starfi mínu sem útgefandi. Ég

hef fínunnið nánast allar myndir sem útgáfufyrirtækið Nýjar víddir hefur

gefið út, sennilega undanfarin 10 ár. Þaðan lá leiðin eðlilega í myndatök-

una sjálfa og ég sé bara mest eftir því að hafa ekki byrjað miklu fyrr.

Myndvinnslan er í Photoshop og Lightroom og smám saman fjölgar

aukaforritum til frekari vinnslu. Nik forritin eru mér hugleikin, sérstaklega

Viveza. Fínleg HDR vinnsla vekur áhuga minn en ég reyna að forðast of-

vinnslu þar á bæ. Megnið af myndvinnslunni er í Photoshop, öll fínvinna

hefur verið þar til skammast tíma, grunnvinna í Lightroom og utanum-

hald. Að fara nánar út í þá sálma hér væri eins og að tala um flugur, línur

og stangir á fyrirlestri hjá golfklúbbi og því sleppi ég því.

Samkvæmt myndunum virðist gallerý gesturinn aðallega laxveiðimaður

en það vil ég sverja af mér. Grunnurinn og afar sterk taug er í mér

gagnvart silungsveiði, aðallega í straumvatni þó. Er bara minna með

myndavélina uppi við, einn á stöng og á göngu nánast daglangt. Norð-

austur hluti landsins er aðaláhersla þessara mynda, örlögin hafa leitt mig

þangað undanfarin ár. Þau sömu ár hef ég ræktað ljósmyndarann í mér

og því vel við hæfi að stíga fram sem slíkur á síðum Veiðislóðar.

Njótið heil og takk fyrir mig,

Daði Harðarson

Ásgeir félagi minn kampakátur með vænan urriða í Laxá í Aðaldal, snemmsumars.

Page 57: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

57

Ásgeir félagi minn kampakátur með vænan urriða í Laxá í Aðaldal, snemmsumars.

Page 58: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Þorkell félagi minn og frændi, örlagavaldur í lífi mínu hvað laxveiði varðar allavega.

58 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Page 59: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

59

Löxum sleppt með bros á vör.

Þorkell félagi minn og frændi, örlagavaldur í lífi mínu hvað laxveiði varðar allavega.

Page 60: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

60 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Í Veiðivötnum. Þar var ég í mestu vandræðum með að velja milli stangar og myndavélar. Þessar myndir eru allar samsettar úr mörgum skotum.

Page 61: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

61

Page 62: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

62 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Sandá í Þistilfirði. Fuglalífið spillir ekki fyrir.

Page 63: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

63

Sandá í Þistilfirði. Fuglalífið spillir ekki fyrir.

Page 64: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

64 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Sandárfoss. Ef vel er að gáð sést veiðimaður í fjarska í speglinum í gljúfrinu. Samsett og HDR unnin mynd.

Page 65: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

65

Sandárfoss. Ef vel er að gáð sést veiðimaður í fjarska í speglinum í gljúfrinu. Samsett og HDR unnin mynd.

Page 66: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

66 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Í vetrardvala. Laxá í Kjós rétt ofan brúar.

Page 67: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

67

Í vetrardvala. Laxá í Kjós rétt ofan brúar.

Page 68: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Einhver besta vakt sem ég man eftir. Síðdegið sem eldingu laust niður í kú á suðurlandi, í restinni af fellibyl sunnan úr löndum fyrir örfáum árum.

68 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Page 69: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

69

Einhver besta vakt sem ég man eftir. Síðdegið sem eldingu laust niður í kú á suðurlandi, í restinni af fellibyl sunnan úr löndum fyrir örfáum árum.

Page 70: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Styggð komin að grágæsafjölskyldu vegna ónæðis okkar félaganna.

70 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Page 71: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

71

Styggð komin að grágæsafjölskyldu vegna ónæðis okkar félaganna.

Page 72: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

72 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Afar væn sjóbleikja veidd sumarið 2011. Átta pund takk. Nei, ekki ég; Þorkell frændi.

Page 73: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

73

Page 74: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

einu sinni var

Ensku húsin endurspegla söguna

Pétur Pétursson snikkari á Langárfossi

reisti húsið sem íbúðarhús fyrir sjálfan

sig og fjölskyldu sína árið 1884 að því

talið er. Þótti það á þeim tíma eitthvert

myndarlegasta húsið í héraðinu. Pétur

flutti um áratug síðar til Ameríku og

seldi sr. Einari Friðgeirssyni bæði húsið

og jörðina.

Séra Einar prófastur á Borg var mikill

sveitarhöfðingi, jafnt í andlegum sem

veraldlegum efnum og var jafn framt

umsvifamikill kaupsýslumaður. Hann

sá greinilega verðmæti laxveiðanna

langt, langt fram í tímann. Á þessum

árum komu enskir veiðimenn til veiða

í Langá og höfðust jafnan við í tjöldum

austan við ána hjá þeim veiðistað sem

þeir nefndu Camp Pool, en kallast

Dyrfljót í dag og er skammt ofan við

Sjávarfoss. Séra Einar keypti allan veiði-

rétt í ánni og leigði til erlendra veiði-

manna, auk þess að breyta íbúðarhús-

inu í veiðihús. Árið 1902 seldi hann hins

vegar ána og húsið til aðalsmanns af

frægri skoskri ætt, Oran Campell esq.

74 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • maí 2011

Enn eru til nokkur af elstu veiðihúsum landsins. Hluti af Straumahúsinu, Ensku Húsin við Langá, Lundur við Hítará og kannski einhver fleiri. Þessi gömlu hús hafa sál, á því er enginn vafi. Við litum við í Ensku Húsunum við Langá fyrir nokkrum misserum til að skoða okkur um. Stangaveiði í Langá á sér langa sögu og lengri en gengur og gerist meðal íslenskra laxveiðiáa. Saga sú tengist mjög Ensku Húsunum svokölluðu á Langárfossi sem teljast í dag elsta veiðihús landsins þó að þau gegni því hlutverki ekki lengur. Þar reka nú hjónin Ragnheiður Jóhannesdóttir og Stefán Ólafsson myndarlega ferðaþjónustu og er húsunum haldið smekklega við og gamli tíminn er látinn halda sér í öllum aðalatriðum.

Page 75: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Campell veiddi í Langá ásamt vinum

og ættingjum fram að fyrra stríði. Um

þann tíma er ekki mikið vitað, en þó eru

til skráningar á veiði frá og með árinu

1900 sem síðari eigendur varðveittu og

um 200 ljósmyndir teknar árið 1903 af

enskum ljósmyndara sem hét Lamden

og var sá veiðifélagi Campells. Veiði

lagðist af í Langá á meðan á stríðinu

stóð og Campell andaðist einnig á þeim

árum. Það má kannski segja að þótt lítið

sé, þá er það meira en varðveist hefur af

stangaveiðisögunni víða um land.

Eftir fyrra stríðið kom við sögu ensk

hefðarfrú, Walterina Favoretta Kenn-

ard, sem keypti ána og veiðihúsið

af dánarbúi Campell‘s árið 1923. Frú

Kennard og veiðifélagar hennar komu

með skipi frá Englandi um miðjan júní

ár hvert. Frúin dvaldi þá sjálf yfirleitt allt

sumarið með dætrum sínum, en í lok

75

Hreindýr á Reykjanesinu

júlí eða byrjun ágúst voru hollaskipti

veiðimanna, vorhópurinn fór og haust-

hópurinn kom og veiddi fram í septem-

ber. Á þessum árum var eiginmaður frú

Kennards með Grímsá á leigu og hafði

hún það fyrir sið að heimsækja hann

einn dag í hverri viku.

Þannig liðu árin undir stjórn Kennards,

en hún byggði setustofu við húsið árið

1927. Heimamenn báru virðingu fyrir

frúnni og kölluðu veiðihúsið ensku

húsin. Hópur Kennards var skipaður

ráðskonu, vinnustúlkum og leiðsögu-

mönnum sem allt voru heimamenn, en

auk þess hafði hún yfirleitt enska þjóna.

Haustið 1939 skall síðari heimstyrjöldin

á og frúin bjó sig til vetursetu. Lét hún

m.a. setja upp kabyssu í eldhúsið og bjó

í haginn svo hún gæti dvalist við ána á

meðan stríðið stæði. Breski sendiherr-

ann lét hins vegar sækja hana og flytja

Page 76: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011
Page 77: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011
Page 78: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

78 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

til Englands ásamt öðrum breskum

þegnum þá um haustið. Frú Kennard

kom aldrei aftur í veiðihúsið við Langá

og seldi það, ásamt veiðiréttinum, árið

1944 umboðsmanni sínum hérlendis,

Geir Zoega stórkaupmanni.

Geir hafði þá um lengi gætt hagsmuna

frúarinnar og gjarnan dvalið við ána

með fjölskyldu sína. Tókust þá góð

kynni með honum og bændunum við

ána. Einn þeirra var Jóhannes Guð-

mundsson á Ánabrekku, þá ungur mað-

ur. Jóhannes keypti veiðiréttindi Geirs

og veiðihúsið í áföngum á árunum 1943

til 1967. Þessi kaup byggðust á lax- og

silungsveiði-lögunum sem sett voru

árið 1936, en þau veittu landeigendum

rétt til að leysa til sín veiði á matsverði.

Eftir árið 1960 rak Jóhannes og síðar

fjölskylda hans veiðihúsið sem allt til

ársins 1998 þjónaði ánni. Nú hefur hins

vegar verið byggt stærra hús til þeirra

nota, en Ragnheiður dóttir Jóhannesar

og Stefán eiginmaður hennar reka þar

nú gistihús/ferðaþjónustu.

Eftirfarandi frásagnir skráðum við af

samtölum við þau góðu hjón: Á meðan

áin var seld í bútum var gjöfulasta veiði-

svæðið neðstu svæðin sem kennd voru

við Langárfoss og Ánabrekku. Þangað

komu margir eftirminnilegir aðilar og

veiddu. Sumir héldu tryggð við svæðið

um langt árabil. Einn þeirra var Antonio

Ruiz Ochoe, eða einfaldlega Tony. Tony

var auðugur Spánverji, en búsettur í

Puerto Rico og kom hann hingað með

eiginkonu sinni Theresu og börnum

sem voru ung fyrstu árin. Tony og fylgi-

fólk hans komu hingað fyrst í stuttan

veiðitúr uppúr 1970, en svo komu þau

aftur og aftur. Alls komu þau í 30 ár og

öll þau ár að þremur undanskyldum

veiddu þau í Langá og voru stundum

allt upp í 3-4 vikur við veiðarnar.

Í hópi Tony‘s voru ýmsir vinir hans og

skyldmenni og var mikill fjölskyldu-

bragur yfir dvöl þeirra. Með tímanum

litu þau nánast á hvert annað sem eina

stóra fjölskyldu, þ.e.a.s. Tony, Theresa

og börnin þeirra annars vegar og þau

Ragnheiður, Jóhannes, Stefán og Run-

ólfur Ágústsson og fjölskylda hans sem

komu að leigunni um langt skeið með

fólkinu á Ánabrekku og Litlu brekku.

Það áttu þessir Spánverjar sammerkt að

þeir voru auðugir. Þeir voru líka saman-

saumaðir sem er eflaust ein af skýring-

unum á auð þeirra. Einn af vinum

Tony‘s var Paco. Dag einn veiddi Paco

stóran lax, a.m.k. 18 punda sem þykir

mikill fiskur á mælikvarða Langárlaxa.

Tony var svo hrifinn að hann sagði við

Paco að hann skyldi láta stoppa laxinn

upp og færa veiðihúsinu laxinn að gjöf.

Paco hugsaði sig um og spurði Tony

hvað það myndi kosta. Tony svaraði:

70 þúsund. En Paco taldi það af og frá.

Það væri allt of mikið. Tony gaf sig hins

vegar ekki og stakk þá upp á því að

hann myndi sjálfur leggja til helming-

inn af upphæðinni. Aftur hugsaði Paco

sig um og féllst loks á það. Að hann

myndi reiða fram 35 þúsund og Tony

35 þúsund. Það sem Paco vissi ekki,

en Tony var með alveg á hreinu var,

að uppstoppun á laxinum myndi kosta

35 þúsund krónur. Á endanum var það

því Paco sem borgaði einn og óstuddur

uppstoppun á laxinum. Þessi fallegi lax

hangir enn í Ensku húsunum og ber

Spánverjunum gott vitni.

Eitt sinn voru Spánverjarnir mættir

til veiða sem fyrr, en í þetta skipti brá

svo við að lítið vatn var í ánni og lítið

gengið af laxi. Veiðin gekk afleitlega og

það fór ekki vel í geðið á þeim spænsku

því þetta voru kappsfullir veiðimenn

einu sinni var

Page 79: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Veiðislóð

Page 80: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

80 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

einu sinni var

sem vildu vera í fiski. Algengt var að

nýir menn væru í hópnum eða að gestir

kæmu um stundarsakir. Nú bar svo vel í

veiði að í hópnum var Katólskur biskup

og þegar ástandið versnaði frekar en hitt

og það var alls engin rigning í langtíma

veðurkortum var stofunni í Ensku Hús-

unum snarlega breytt í safnaðarrými.

Altari var sett upp og síðan hófst eitt-

hvað sem ekki verður kallað eldmessa

heldur öllu frekar regnmessa. Lofaði

biskupinn Drottinn og flutti messu sem

var framan af í aðalatriðum venjuleg

guðsþjónusta á Katólska vísu. En er á

leið breyttist tónninn og biskupinn var

farinn að ákalla Guð ákaft og fara þess

a leit við hann, lengstra orða, að beina

nú eins og einni góðri og grunnri lægð

inn yfir Vesturlandið. Voru síðan fluttar

heitar bænir í sömu veru. Og viti menn,

það fylgir sögunni að regnmessan hafi

hrifið með glæsibrag.

Spánverjarnir voru miklir kappsmenn

í veiðinni, það hefur komið fram.

Þeir byrjuðu yfirleitt seint í júní eða í

júlíbyrjun og má því segja að þeir hafi

bókstaflega átt lang besta veiðitímann

á svæðinu öll þessi ár. Enda veiddu þeir

oft gríðarlega vel og stundum feykilega

mikið. Þeir voru lítið fyrir að veiða og

sleppa og nýttu allan sinn lax sjálfir.

Mest var flutt jafn harðan í Eðalfisk í

Borgarnesi sem reykti aflann og sá um

að senda hann á heimaslóðir gestanna.

Það var spennandi þegar Tony lýsti því

yfir að hann væri nærri því að veiða

sinn 400 lax í Langá. Annars var treg-

veiði þegar þetta var og það var lengra í

tímamótalaxinn heldur en menn töldu

í fyrstu. Loksins stóð Tony á 399 löxum,

en það var lítið vatn og léleg taka og illa

gekk að ná laxi númer 400. Loks tókst

það og hvað skyldi laxinn hafa tekið?

Tvíkrækju númer 10...beran öngul!

Svona mætti lengi halda áfram, upp um

alla veggi hanga myndir af mönnum og

löxum. Veiðisaga á bak við hverja ein-

ustu mynd. Við leyfum myndum Einars

Fals og nokkrar af þeim gömlu einnig að

segja meira en mörg orð....

Síðasta myndin sýnir þau Ragnheiði og Stefán í dyragættinni. Nýjar myndir úr húsunum eru eftir Einar Fal, en þær gömlu eru af veggjum gömluhúsanna. Þar má sjá m.a. Oran Campbell, Maddam Kennard og fleiri sem við sögu komu í fortíðinni.

Page 81: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Matseðilldagsins

NJ@

RANGA.DK

Page 82: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

veiðihundar

Stigameistarinn fékk grunnþjálfunina seint!Í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum mánuðum var greint frá ótrúlega

nánu sambandi milli manna og hunda. Nándin hefur þróast í aldanna

rás og er nú svo djúpstæð að þegar hundaeigandi klappar dýri sínu,

framkallar heili beggja vellíðunarefni sem framleiðist einnig við

nálgun og ástúð foreldra og barna. Sambönd manna og hunda geta

því orðið afar náin. Það mætti til dæmis taka fyrir samband Snorra

Rafnssonar og Labradorsins Camo, en saman unnu þeir á dögunum

stigameistaratignina á veiðihundaprófum ársins.

„Flestir líta á þessi próf sem keppni

og ég er þar í hópi. Við Kamó fórum í

þetta til að vinna og það tókst. Það voru

margir góðir hundar í þessu þannig að

þetta var alveg brjálað spennandi, en

Camo leysti öll sín verkefni með þeim

sóma að hann hlaut flest stig og sýnid

hversu góður veiðihundur hann er,“

sagði Snorri í samtali við Veiðislóð.

Ferill Camo er sérstakur því að sögn

Snorra þá fór hundurinn upp um

flokka líkt og bíl væri skipt upp um

gíra. Eftir fyrsta prófið í byrjendaflokki

fór Camo strax í Opinn flokk þó að

hann mætti fara fimm sinnum í próf

í byrjendaflokkinum. Það sama var

í opna flokkinum, eftir eitt skipti af

fimm mögulegum þar var ekki eftir

neinu að bíða heldur farið rakleiðis í

Úrvalsflokkinn og þar vann Camo þrjú

af sex prófum og fékk samanlagða

stigatölu sem aðrir hundar gátu ekki

leikið eftir.

Page 83: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Snorri Rafnsson

„Camo var orðinn eins árs þegar ég

eignaðist hann og við fengum því aldrei

þetta hvolpa-bond sem þykir yfirleitt

æskilegt milli hunda og eigenda þeirra.

Systir mín átti Camo fyrst, en hann var

svo krefjandi og nánast klikkaður að hún

treysti sér ekki til að hafa hann. Yfirleitt

eru Labradorar ekki svo mjög krefjandi

þannig að þetta vakti áhuga minn. Ég tók

hann hins vegar ekki strax, hann fór í tvo

mánuði á hundahótel og þar á eftir var

hann heilt sumar á sveitabæ. Um haustið

tók ég hann og fór með hann algerlega

óþjálfaðan á gæs og hann sótti fyrir mig

umyrðalaust 13 gæsir. Ég sá þá hvað bjó

í honum. Ég hef átt marga veiðihunda,

ekki hvað síst minkahunda og með þá

þarf maður helst að hemja veiðieðlið.

Camo var svona og ég fann að ef mér

tækist að ná honum góðum þá myndi

enginn eiga jafn góðan veiðihund. Eftir

gæsatímann hófst í raun grunnþjálfun

Camo í fyrsta sinn. Þjálfunin gekk vel,

en það mátti aldrei, og má eldrei enn,

hleypa Camo áfram um eina tommu. Ef

hann komst upp með eitthvað gat það

tekið heila viku að leiðrétta. Niðurstaðan

er sú að hundurinn er alger perla. Hann

hlýðir á veiðum og leysir allt sem hann

þarf að leysa og er alltaf jafn glaður og

ákafur. Hann er líka nánast manískur,

fær svona tuttugu prósent meiri orku í

veiðitúrum og gefur aldrei eftir þó hann

þurfi að hoppa með gæs ótal sinnum yfir

girðingu, þó hann rífi sig allan og tæti,

það er alltaf jafn gaman. En það má aldrei

slaka á klónni við hann.“

BendirVERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR

511-4444 www.bendir.is

Page 84: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

84 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Bubbi Morthens hefur sent frá sér nýja

veiðibók. Bókin heitir einfaldlega Veiðisögur

og kemur Bubbi víða við í frásögnum sínum

sem eru bæði veiðisögur af honum sjálfum

og öðrum. Margar ár koma við sögu og það er

fátt í veiði sem Bubbi lætur sér óviðkomandi.

Útgefandi er Salka forlag og fengum við

góðfúslega leyfi bæði Bubba og Sölku til

að birta meðfylgjandi kafla úr bókinni.

My

nd

Ein

ar F

alu

r In

lfss

on

.

Page 85: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

MINKURINN(og sundspretturinn)

Fjallið blasti við. Fjólublár skuggi með grænum og brúnum flákum, svörtum

giljum fullum af rökkri og hrafnaglingri, mosavöxnum steinum, blóðbergi við

skriðufótinn og sauðkindum í hlíðum sínum. Sauðkindin er lygilega fótviss,

hún er að kroppa gras í 45 gráðu halla og jarmar hlæjandi niður til okkar

mannanna sem stöndum úti í á, horfum upp til hennar og furðum okkur á því

að þarna skuli hún vera stödd án utanaðkomandi hjálpar. Ég meina, hvernig

kemst hún á þessa staði þar sem hún er að kroppa grasið og krydda sjálfa sig

fyrir haustið? Íslenska sauðkindin er í raun fjallageit í dulargervi.

Ég var staddur ofan í gljúfri á efra svæðinu. Það var frekar hvass vindur

sem sló á yfirborð árinnar báruhjúp sem var fullkomið fyrir veiðimanninn.

Því aldrei veiðist betur en þegar báruhjúpur er á ánni. Ég var búinn að setja í

fjóra laxa og landa tveimur þegar ég sá hann. Hvílík fegurð. Fullkomlega skap-

aður fyrir sund. Gljáandi feldurinn, tinnusvört augun. Sennilega hataðasta dýr

seinni tíma í íslenskri náttúru. Minkur. Sagan segir að á fjórða áratugnum hafi

vörubíll oltið með fullan farm af minkabúrum og síðan hafa fuglar, silungur og

lax verið í stórkostlegri hættu umfram þá sem var fyrir tíma útlagans. Minks-

ins, sem er blóðþyrstur eins og rakarinn Sweeney Todd.

Ég horfði á hann þar sem hann kom að landi beint fyrir framan mig. Það

lá stór steinn upp við bakkann. Þangað fór hann. Virtist ekkert kippa sér upp

við nærveru mína heldur skaust undir steininn. Þegar ég beygði mig og kíkti

undir grjótið sá ég að þar var hann ofan í holu með þrjár bleikjur, hauslausar.

Ég settist í grasigróna brekkuna og hugsaði: Á ég að reyna að farga honum?

Reyna að grýta hann?

85

Page 86: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Í þessum pælingum gerðist dálítið undarlegt. Í raun stórfurðulegt.

Minkurinn kemur undan grjótinu, prílar til mín og upp á vöðluskóna, lyftir

sér upp, setur framfæturna á hnéð á mér, teygir höfuðið til mín með þessi

gljásvörtu augu sín og hnusar af mér í smá stund. Ég býst við að hann hafi

aldrei séð mannveru áður eða þá verið búinn að éta sveppi og verið svona

fullur af ást. Þó ég hefði haft byssu á þessari stundu hefði mér verið fyrirmunað

að drepa hann. Þetta fallega kvikindi hafði með þessari framkomu sinni unnið

sér grið. Ég brosti og fór að tala til hans á einhverju barnamáli. Eftir smá stund

þaut hann upp í hlíðina og hvarf í berjalyngið.

Ég sat bergnuminn í smá stund en ákvað síðan að koma mér í gírinn og kasta

flugunni.

Ég gekk smáspöl niður með ánni þar til enginn bakki var lengur til að ganga

eftir heldur tók við snarbrött hlíðin. Ég ákvað að príla upp hana og eftir drjúga

stund var ég kominn hálfa leið upp. Þar leit ég ofan í gljúfrið þar sem áin rann

í töluverðu skjóli frá vindinum. Ég leit upp. Djísus hvað þetta var bratt! Ég leit

niður – en hvað var þetta? Bíddu við, jú, vá! Þarna lágu þeir, þrír stórir skuggar,

fyrir miðju í rennunni. Ég sá strax að ég gæti vaðið út á klöppina og náð full-

komnu kasti.

En nei, ó nei, hvernig á ég að komast niður til þess að geta kastað á þá?

Andskotans, hugsaði ég. En þá greip mig svo mikill laxaskjálfti að ég ákvað að

láta mig renna niður brattann. Ef heppnin yrði með mér þá myndu vöðlur og

rass sleppa frá stórskaða. Ég reyndi að grafa hælana djúpt ofan í gras og berja-

lyng og mjakaði mér niður. En vöðlur eru ekki stamar, þannig séð og því fór

sem fór. Ég rann á sæmilegum hraða alla leið niður þar til ég stöðvaðist ofan í

ánni og festist í djúpu vatni á klöppinni í algjörri sjálfheldu. Nú gat ég kastað á

laxana en hvað svo? Ef einhver þeirra tæki þá ætti ég engan möguleika annan

en að þreyta hann á staðnum. Ef hann væri á annarri skoðun – sem væri ekki

ólíklegt – þá yrði ég að synda átta til tíu metra. Og það var ekki spennandi til-

hugsun. Nei, ég fékk hroll við þá tilhugsun.

En niður var ég kominn. Þarna voru drekarnir í miðjunni. Ég setti Sunray

Shadow undir, beitti gáruhnútnum og kastaði þvert á strauminn. Flugan

skautaði yfir vatnið og nálgaðist staðinn þar sem laxarnir voru. Þegar hún fór

yfir brá fyrir silfurglampa eitt augnablik síðan hélt hún áfram för sinni. Ég var

86 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Page 87: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

byrjaður að gera mig kláran í næsta kast, var að byrja að lyfta línunni upp úr,

þá kom þessi svaðalega skvetta og hann var á.

Takk fyrir! Mér brá svo svakalega að litlu munaði að ég færi í ána. Laxinn

þaut niður ána til að byrja með. Ég lyfti upp stönginni og tók á honum, enda

átti ég engan möguleika annan. Það var komið vel niður á undirlínu þegar hann

sneri við og kom á sömu siglingu til baka upp ána. Ég reyndi af veikum mætti

að spóla inn línuna en það fór allt í steik. Laxinn var kominn upp fyrir klöppina

og var nú örlítið spakari. Ég var með dúndrandi hjartslátt og þurran góm því

línan var í flækju hjá mér. Ég var ekki búinn að sjá laxinn, hafði ekki hugmynd

um hvað hann væri stór. Ég reyndi að fara að öllu rólega og barðist við að leysa

déskotans hnútinn sem kominn var á línuna. Þetta var að takast hjá mér. En

nei, heldur þú að djöflamergurinn hafi ekki tekið roku niður ána aftur og það

sem gerðist var að ég var með fingurna í flækjunni og þegar snöggt átakið kom

á línuna flæktist hún um vísifingur hægri handar sem varð fastur. Alveg pikk-

fastur. Það eina sem ég gat gert var að grípa með vinstri hendinni um línuna,

sleppa stönginni og taka á eins og kraftar mínir leyfðu. Um leið brá ég hendinni

upp að munninum og beit í helvítis línuna til að reyna að losa um hnútinn.

Meðan á þessu veseni stóð fann ég sáran sviða í lófa vinstri handar. Línan

var að brenna mig.

Djísus, nú stoppaði hann. Fingurinn var orðinn þrútinn, dofinn og blár.

Hvaða líkur eru á að þetta gerist? Váá, ég veit það ekki en ef það getur gerst þá

má segja að það gerist. Ég beit fastar í línuna og náði að losa um hnútinn. Nú

beit ég í línuna sjálfa og hafði vinstri höndina lausa og náði að losa fingurinn

úr klemmunni. Ég tók stöngina og fann tenginguna aftur gegnum línuna við

laxinn. Mig logsveið í lófa vinstri handar og vísifingur hægri handar var ekki í

sínu besta formi.

Ég tók á honum og skyndilega kom hann upp úr, skrúfaði sig upp. Höfuðið

sneri niður, sporðurinn sveigður upp, glitrandi vatnið tært í loftinu eins og

ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar. Ég er sannfærður um að þegar Guð ákvað að

skapa fiskana í vötnum og ám heimsins varð laxinn meistaraverkið.

Nú sá ég hann. 16-18 pund og nýkominn í ána. Ég reyndi að giska á dýpið

þarna við klöppina. Einn og hálfur, tæpir tveir metrar þar sem dýpst var. Lax-

inn leitaði niður aftur, ekki í neinum tryllingi heldur bara jafnt og þétt. Ég fann

87

Page 88: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

að hann færi bara með línuna sem fór út af hjólinu eins og öllum veiðilínum er

ætlað en þessi ætlaði sér ekki að koma til baka eins og flest allar hinar gera, þú

skilur. Ég er pínu vaðhræddur, ekki þó þannig að það hamli mér, frekar bara

svona geri mér grein fyrir því að maður getur drukknað ef allt fer á versta veg.

Það eru alltaf í mér smá ónot ef ég þarf að vaða djúpt og nú var ég einn. Enginn

félagi til að styðja sig við.

Ég fór út á brún klapparinnar og mat stöðuna þannig að ef ég færi sem næst

veggnum mín megin þá væri þetta gerlegt. Kannski yrði ég að synda á einum

stað. Ég beygði mig niður, hélt með vinstri lófa um skaftið á stönginni, þann

hægri hvíldi ég á klöppinni og lét mig síga út í, vatnið náði mér uppundir

hendur ef ég stæði á tá. Ég mjakaði mér af stað. Línan hélt áfram að lulla þetta

út og var vel komið niður undir línu. Þetta gekk bara ágætlega fannst mér. Við

vorum komnir svona miðja vegu, ég og óttinn minn, þegar laxinn tók upp á

því að auka hraðann. Sólin náði ekki að skína þarna niður til okkar þannig að

skuggarnir voru rótfastir á sumum stöðum þarna niðri. Nú kom að því að ég

varð að láta mig gossa.

Ég spennti alla vöðva og fór á flot. Ég sökk upp fyrir haus. Mér skaut upp

aftur. Ég hoppaði, svamlaði, böðlaðist áfram og allt í einu fundu fætur mínir

botninn. Ó hvílík fegurð! Þarna blasti bakkinn við með grænu grasi, baðaður

sólarljósi, eins og opin kirkja sem bauð syndarann velkominn eftir að hann

hafði sloppið við vítislogana með játningum sínum.

88 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Page 89: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Ég var kominn í ljósið, hundblautur með hjartslátt en á þurrt. Mér fannst,

þér að segja, ég vera að koma úr lífsháska. Nú gat ég hlaupið á eftir laxinum

og ég fann að hann var orðinn dasaður. Eftir svona 50 metra stoppaði hann

og fór að sýna á sér kviðinn. Ég spólaði inn metra eftir metra. Ó, hvað það var

yndisleg tilfinning að standa þarna með sólina heita fyrir ofan sig. Vindurinn

var ennþá að leika sér í gljúfrinu, renna sér niður með hlíðum þess og skjótast

síðan eftir yfirborði árinnar, fullur af gáska og leikgleði. Ég þokaði laxinum

nær og nær.

Breitt bakið blágrænt að sjá, hvítur kviðurinn. Þetta var fallegur lax. Ég

settist á bakkann, renndi mér niður og læsti greipinni um sporðinn, losaði

úr honum og leyfði honum að jafna sig. Síðan þaut hann úr greip minni út í

strauminn og hvarf mér sjónum.

Að veiða er svo oft eitthvað annað en að landa laxinum. Nú þegar þetta er

skrifað er myrkur úti, endalaust rok og rigning, en þá er ég að sleppa þessum

laxi í annað sinn, ég horfi á eftir honum hverfa ofan í einn af hyljum hugans.

Að veiða, er rétt til getið lesandi góður, ekki bara þessi stund á bakknum

um sumarið góða, hún er líka þegar þú liggur að kvöldi dags uppi í rúmi og

kannski eru hverdags-áhyggjur að halda fyrir þér vöku. Þá er gott að hverfa

aftur til þeirra stunda þegar sólin skein hvað heitast og stöngin þín var bogin

og línan rauk útaf hjólinu, eða kannski bara þegar þú sast í grasinu og fannst

fögnuðinn fylla brjóst þitt yfir því hversu gaman var að lifa nákvæmlega þá

stund. Þú getur opnað tölvuna þína og skoðað laxana þína aftur og aftur,

myndirnir geyma sumarið og stundina þegar þú hélst á laxinum brosandi allan

hringinn. Þú getur raðað í fluguboxið þitt þegar myrkrið er hvað dimmast.

Þarna er hún flugan sem þú valdir og sá minnisstæðasti frá liðnu sumri tók

hana einmitt þegar öll von virtist úti. Stundum þegar ég er í umferðinni, að

bíða á rauðu ljósi, er þá ekki laxinn að stökkva og ég kominn í bullandi töku.

Að vera veiðimaður á stöng eru forréttindi sem eru orðin afar sjaldgæf í

löndunum í kringum okkur. Þar eru ár, og sumar hverjar fornfrægar, orðn-

ar sjúkar af mengun, hafa tapað laxastofni sínum að mestu, þar getur hinn

venjulegi maður ekki einfaldlega farið útí bíl, fundið næsta vatn og byrjaða að

veiða. Ísland er ennþá Paradís stangveiðimannsins og ef við stöndum vaktina

og pössum uppá vötnin og árnar þá eigum við von um að börnin okkar geti

veitt í framtíðinni.

89

Page 90: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

villibráðareldhúsið

Stóra bókin um villibráð

Eftir eitt gargandigott lundahádegi....

Villibráðareldhúsið okkar er að þessu sinni tileinkað Úlfari Finnbjörns-syni matreiðslumeistara og skotveiðimanni sem nýverið sendi frá sér glæsilega villibráðarbók, Stóru bókina um villibráð, sem Salka forlag gaf út. Hér birtum við eina uppskrift úr bókinni og fróðleik um hversu lengi hin ýmsa villibráð á að hanga. Að fletta bókinni hleypti af stað valkvíða, því hér eru einhverjar 300 síður eða svo af fróðleik og uppskriftum og leiðbeiningum um villibráð. Sannkölluð biblía.

90 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Úlfar hefur lengi verið í hópi fremstu

matreiðslumeistara landsins og hefur

hann um langt skeið einmitt sérhæft

sig í villibráð. Fervel á því að við vitnum

í hann hér: „Áhugi á veiðum og nátt-

úrunni rak mig í kokkinn á sínum

tíma. Ég vildi fá að vita hvað hægt væri

að gera við allt þetta fínerí sem nátt-

úran hefur upp á að bjóða. Ég stundaði

töluvert af skot- og stangaveiði og kom

heim með aflann og henti í fangið

á mömmu. Mamma bjó alltaf til eitt-

hvað ægilega gott en ég vildi fá að vita

hvað hægt væri að gera meira. Engar

bækur voru til með villibráðarupp-

skriftum og engar upplýsingar var að

hafa. Á þessum árum vann ég við að

hjálpa vini mínum, Jóhanni Brands-

syni, að stoppa upp fugla. Aðallega voru

það lundar og rjúpur sem seldar voru í

ferðamannabúðunum og þá hrannaðist

upp hjá okkur lundakjöt sem við borð-

uðum í hádegis- og kvöldmat alla

daga. Lundinn var þá soðinn í mauk og

borðaður með sultu og kartöflum. Þetta

þótti okkur voða gott til að byrja með en

undir lokin hefðum við getað gargað.

Eftir eitt gargandi gott lundahádegi

sagði ég við Jóa: „Hey, nú fer ég bara

og læri þessa vitleysu!“ „Ha? Hvaða vit-

leysu?“ spurði hann. „Heyrðu, ég ætla

bara að læra að elda lunda og verða

sprenglærður kokkur.“ Eftir það varð

ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað

upp lunda síðan.“

Page 91: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

91

Hve lengi þarf bráðin að hanga?

Þegar talað er um að láta villibráð

hanga er átt við að nýveidd villibráð

er hengd upp við kjöraðstæður, 0-4°C,

og helst þar sem vel loftar um hana.

Best er að sjálfsögðu að láta bráðina

hanga í kæli en ef því verður ekki við

komið má til dæmis hengja hana upp

í köldum bílskúr, kaldri geymslu eða á

öðrum stöðum sem eru dimmir, kaldir

og vel loftræstir. Ef fuglar eru skotnir

snemma á veiðitímabilinu og flugur

eru enn á sveimi verður að gæta þess

að þær komist ekki í bráðina og einnig

verður að hengja hana þannig upp að

hvorki börn né kettir eða önnur húsdýr

nái til hennar.

Þegar villibráð er hengd upp við kjör-

aðstæður verða efnabreytingar í kjötinu

og það verður meyrara og betra. Bráð

sem skotin er snemma á veiðitíma-

bilinu, þegar enn er hlýtt í veðri, er ekki

gott að láta hanga lengi. Því hærra sem

hitastigið er þeim mun skemur þarf

bráðin að hanga (sjá töflu). Hafið einnig

í huga að sá tími sem bráðin þarf að

hanga ræðst af stærð hennar, tegund og

aldri. Sumir veiðimenn fara eftir þeirri

reglu að sé dagafjöldinn sem bráðin

hangir margfaldaður með því hitastigi

sem hún hangir við megi útkoman ekki

fara yfir 40.

Þegar bráð er felld kemur svokölluð

dauðastirðnun í kjötið eftir u.þ.b. 20

mínútur. Þá verður kjötið mjög stíft og

seigt. Það tekur kjötið u.þ.b. 24 klukku-

stundir að losna úr þessum álögum og

þá er hægt að borða kjötið en það er þó

trúlega enn seigt og með blóðbragði.

Kjötið verður meyrara og bragðbetra ef

bráðin fær að hanga. Ef ekki er að-

staða til að láta bráðina hanga heila má

vinna hana og úrbeina, pakka henni í

lofttæmdar umbúðir og geyma í kæli

í nokkra daga, þannig fer minna fyrir

henni. Innmat er pakkað sérstaklega og

hann frystur strax.

Page 92: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

villibráðareldhúsið

92 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Fuglar sem eru blóðugir, skítugir eða

iðraskotnir eru ekki hengdir upp heldur

unnir strax, pakkað í lofttæmdar um-

búðir og geymdir þannig í nokkra daga

áður en þeir eru eldaðir eða frystir. Gæta

þarf ýtrasta hreinlætist áður og á meðan

fuglar hanga. Það sama gildir um hrein-

dýr. Ef hreindýr er iðraskotið þarf að

hreinsa dýrið sérstaklega vel í kringum

sárið og skera í burtu allt blóðugt kjöt.

Öll villibráð sem á að hengja upp þarf að

vera hrein, þurr og hanga við 0-4°C þar

sem vel loftar um hana. Sjófuglar, selir

og að sjálfsögðu hvalir eru ekki hengdir

upp. Gengið er strax frá kjötinu en það

er ekki sett í frysti fyrr en dauðastirðnun

er lokið eða eftir u.þ.b. 24 klukkustundir.

TEGUND TÍMI

Gæsir 7­12 dagar

Stokkendur 5­7 dagar

Rauðhöfðaendur 4­6 dagar

Urtendur 3­4 dagar

Rjúpur: ... sem á að léttsteikja 5­7 dagar ... eldaðar á gamla mátann <30 dagar

(Því lengur sem rjúpur eru látnar hanga þeim mun bragðmeiri verða þær)

Hreindýrakálfar og ungar kýr 5­10 dagar

Hreindýratarfar <12 daga

hengitímitafla!

Page 93: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

93

Grilluð gæs með sólberjahjúp– fyrir fimm til sex

Aðferð

Setjið af vatninu í pott ásamt salti, timjangreinum, einiberjum og

pipar. Hleypið upp suðu og látið sjóða í 5 mínútur. Hellið þá restinni

af vatninu í pottinn ásamt epla-cider og sultu og kælið niður fyrir

10°C. Setjið gæsina í pottinn, ef vökvinn flýtur ekki alveg yfir gæsina

má bæta vatni í pottinn. Geymið í kæli í 24 klukkustundir.

Takið gæsina úr pottinum og þerrið hana. Penslið gæsina með olíu og

setjið hana á grillbakka. Grillið á meðalheitu grilli í 1-1½ klukkustund.

Penslið þá gæsina með sólberjasósunni og grillið í 5 mínútur til viðbótar.

Penslið gæsina aftur og berið hana síðan fram með restinni af sól-

berjasósunni og meðlæti að eigin vali.

Sólberjasósa og -hjúpurSetjið allt nema olíu í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið olíunni

saman við í mjórri bunu og látið vélina ganga á meðan.

• 1 l vatn

• 3½ dl gróft salt

• 10 timjangreinar

• 10 einiber, steytt

• 20 piparkorn

• 1 gæs

• 2 l epla-cider

• 1 dl sólberjasulta, helst heimalöguð

• 2 msk. olía

Með því að leggja gæsina í svona pækil er minni hætta á að hún verði þurr við eldun.

• 2½ dl sólberjasulta

• 2 msk. portvín

• 2 msk. balsamedik

• 2 tsk. timjanlauf

• ½ tsk. nýmalaður pipar

• 1 tsk. worchestershire-sósa

• salt

• 2 dl olía

Sólberjasósa og -hjúpur

Page 94: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

græjur ofl.

Um haglaskot

Haglaskot Stærðir ­ Hraði

Margir skotveiðimenn, ekki síst byrjendur standa óklárir á stærðum haglaskota.

Í stuttum pistli ætlum við að reyna að útskýra mun á stærð haglaskota. Það er bæði þyngd, hleðslu, hraða og síðast en ekki síst haglastærð.

Í fyrstu er rétt að hafa í huga að þegar talað er um þyngd og hleðslu skota er átt við þyngd á höglum en ekki púðri eins og sumir halda.

Blý er algengasta efnið í höglum hér á landi og víðar. Framleiðendur hafa valið blý þar sem það er heppilegast með tilliti til þyngdar, dreifingar og ákomu. Allra síðustu ár hefur blý verið bannað sumstaðar erlendis sér í lagi þar sem veitt er í votlendi (Waterfowl Hunting). Til „Waterfowl hunting“ mætti telja andaveiði og heiðagæsaveiði hér á landi eða með öðrum orðum þar sem skotið er við vötn og ár. Í Bandaríkjunum er blý víðast hvar leift þar sem stundaðar eru „Upland Hunting“ veiðar en svo gætum við kallað grágæsa- og rjúpnaveiði hérlendis.

Fyrri hluta hausts í gæsaveiði eru algeng skot 2 ¾“ með um 40 gramma hleðslu en þegar líður á veiðitíma, fugl verður varari um sig og skjóta þarf jafnvel á lengri færum færa fleiri veiðimenn sig í þyngri hleðslur sem gjarnan eru kallaðar Magnum hleðslur og velja 3“ skot og þá oftar stærri högl.

Í rjúpnaveiði velja menn léttari hleðslur svo sem 32, 36 eða 42 gramma hleðslur og smærri högl.

Oft er rætt um hraða skota og þykir mörgum hraði skipta meginmáli við val á skotum. Hraði getur vissulega skift máli þegar veiða skal hraðfleyga fugla svo sem endur en við gæsa-veiði skiptir hraði minna máli.

Gott er að hafa í huga að skot með léttari hleðslu svo sem 32 eða 36 gramma eru að öllu jöfnu mun hraðari en skot með þyngri hleðslu svo sem 42 eða 50 gramma.

Haglastærð skota vefst fyrir mörgum veiðimanninum enda ekki skrítið þar sem enginn alþjóðlegur staðall er til. T.a.m. nota enskir framleiðendur eitt númerakerfi á meðan bandaríkir framleiðendur nota annað. Réttast væri að nota millimetramál.

Til þess að auðvelda veiðimönnum að átta sig á haglastærðum birtum við hér töflu með skotum frá tveim velþekktum framleiðendum. Í töflunni má sjá ensk og amerísk númer haglanna auk millimetramáls þeirra svo og hraða skotanna.

Við vonum að þessi pistill hjálpi skotveiðimönnum við val á stærð haglaskota.

Úr fróðleikshorni Veiðihornsins Ólafur Vigfússon

94 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

mm > 2,75 3,00 3,25 3,50 3,75 4,00 4,50 m/s

Sellier & Bellot 36 gr. US 6 US 5 US 4 385

framleidd síðan 1825 EN 5 EN 4 EN 3 Sellier & Bellot 42,5 gr. US 5 US 3 US 1

380framleidd síðan 1825 EN 4 EN 2 EN BB Sellier & Bellot 53 gr. US 5 US 3 US 1

370framleidd síðan 1825 EN 4 EN 2 EN BB RIO 36 gr. US 5 US 4

405framleidd síðan 1896 EN 4 EN 3 RIO 42 gr. US 5 US 4 US 3

390framleidd síðan 1896 EN 4 EN 3 EN 2 RIO 50 gr. US 4 US 2 US BB

385framleidd síðan 1896 EN 3 EN 1 EN BBB

Page 95: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

græjur ofl.

Vision Ace skothausarnir Ace skothausarnir þykja góðir

Dragon veiðihjól - Fishmaker 735i og 935iVeiðiflugan á Reyðarfirði flytur inn Dragon veiðivörur frá póllandi og hafa móttökurnar á þeim vörum verið frábærar. Má þar nefan Dragon Fishmaker veiðihjólin.

Í fréttatilkynningu frá Veiðiglugunni segir meðal annars: „Fishmaker veiðihjólin eru hágæða hjól sem búa yfir öllum þeim eiginleikum sem hágæða hjól þurfa að bera og má þar nefna öflugt,hljóðlátt og mjög nákvæmt bremsukerfi sem hefur um það bil 100% meiri bremsluflöt en á samblærilegum hjólum. Þá eru large arbor spólur með v-laga lögun sem eru um 20% breiðari og taka mikið magn af línu en eru samt grunnar og eykur það kastlengd talsvert eða allt upp í 30% frá öðrum sambærilegum hjólum. Þá má nefna graphite hús,

Um flugulínur sínar segja Vision-menn: „Á síðasta ári kynntum við Vibe 85 og Vibe 125 með nýrri Dupont Teflon húð sem hafa reynst svo vel að línur okkar hafa aldrei selst betur. Þetta árið teflum við fram öllum helstu línum okkar sem ætl-aðar eru fyrir stóra fiska með þessari styrkingu. Bara að skella þessu á hjólið og bíða eftir fjörinu!“

Línufrumskógurinn er þéttur og hverjum þykir sinn fugl fagur. Í Hrygnunni fást ýmsar gerðir af flugulínum, m.a. skothausarnir sem kenndir eru við Ace, en eru frá fram-leiðandanum Vision. Það eru nokkrar gerðir og hafa gefist afbragðs vel og átt vaxandi vinsældum að fagna.

Kristín Reynisdóttir eigandi Hrygn-unnar segir: „það eru nokkrar útfærslur og hafa allar margt til brunns að bera, allt eftir því hvar skal veitt og við hvaða aðstæður. Þessir skothausar hafa verið mjög vinsælir og eru alltaf að sækja á.“

super balance linukerfi, allar legur í hjólunum eru framleiddar í japan og þýskalandi ásamt HEG bremsugír-unum (high efficiency gear), ekkert bakslag er i handfanginu (super stopper). Loks eru hjólin eru mjög létt og koma með auka spólu úr graphite og hjólatösku.

Er það okkar mat að þarna sé komin vara sem uppfyllir allar kröfur íslenskra stangveiðimanna þegar kemur að vali á góðu kasthjóli sem þarf að vera ódýrt, áreiðanlegt og fallegt, en umfram allt öruggt þegar á reynir í baráttunni við þann stóra. Dragon Fishmaker hjólin eru hönnuð af veiðimönnum fyrir veiðimenn. Hægt er að skoða og panta vörurnar á www.veidiflugan.is

95

Page 96: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

græjur ofl.

Dragon veiðivestin

Bernedelli haglabyssurnar til Veiðiflugna

Veiðiflugan á Reyðarfirði er með tvær gerðir af veiðivestum frá Dragon. Annars vegar er það veiði-vesti sem hannað er fyrir kaldari tíma ársins og hins vegar það sem við köllum stutt eða standard veiðivesti, segir í fréttatilkynningu frá Veiðiflug-unni. Og þar segir enn fremur:

„Vestið sem hannað er fyrir kaldari tíma ársins er með 12 vösum, 2 tækjahöldum að framan , neoprene öxlum, neoprene vösum til að hýja sér í, stórum rennilásum á öllum vösum sem auðveldar verulega að-gengi að vösunum og öndunargöt-um á neðri vösunum. Þá er fóðrað op fyrir taumaefni á brjóstvösum

Veiðiflugur hafa fengið umboðið fyrir Bernardelli haglabyssurnar. Bernardelli er eitt elsta byssumerkið á Ítalíu, stofnað 1865. Það var Vinzenso Bernardelli sem hóf að smíða byssur fyrir Ítalska herinn ásamt sonum sínum. 1903 stækkaði verksmiðjan og varð að því merki sem Bernardelli er í dag með framleiðslu á “hlið við hlið” haglabyssum sem hafa gert merkið heimsfrægt.

Bernardelli var fyrsti Ítalski byssu-framleiðandinn til að framleiða hálf sjálvirkar haglabyssur árið 1947 og hafa þeir verið leiðandi í þeirri smíði alveg síðan. Hálf sjálvirku haglabyss-urnar eru þær byssur sem við hjá Veiðiflugum munum leggja mesta áherslu á. Þetta eru gas skiptar byssur í hæsta gæðaflokki sem við munum með stolti bjóða Íslenskum veiðimönnum frá og með deginum í dag.

Hér geta menn séð hvernig skiptingin virkar:

þannig að ekki þarf að taka spólurnar út þegar bæta þarf taum á flugulín-una. Bakið á vestinu er tvöfalt og er hægt að fjarlægja ytra byrðið á heitari dögum og verður öndun í vestinu mun betri fyrir vikið. Þá er d hringur á bakinu fyrir háf . Þetta vesti er að okkar mati eitt af betri veiðivest-unum á markaðnum þegar kemur að því að meta notagildi og verð og ekki skemmir útlitið fyrir enda er þetta veiðivesti eins og flestar aðrar veiðivörur frá Dragon, hannað af veiðimönnum fyrir veiðimenn. Hægt er að skoða og panta vörurnar á www.veidiflugan.is“

96 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Smelltu á myndina til að skoða myndskeiðið

http://www.extrade.it/video/video-semiautomatico.html

Page 97: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

græjur ofl.

Mikið úrval af Patagonia fatnaði

Vision Cult DH Tvíhenda sem kallar fram bros á vör

Veiðiflugur fengu nú síðsumars umboð fyrir hinu heimsþekkta merki Patagonia sem er einn frægasti framleiðandi útivistarfatnaðar í heiminum. Í búðinni er nú prýðis úrval af Patagonia vörum eins og t.d. eftirfarandi:

Alpine Guide göngubuxurLéttar og liprar buxur, einstaklega þægilegar úr mjög vatnsfráhrindandi efni. Frábær kostur hvort sem er á heitum eða köldum dögum.

Í Hrygnunni fást hinar þekktu Vision veiðigræjur og meðal þeirra tóla og tækja er Vision Cult DH tvíhendan sem var fyrir nokkrum misserum að fá hæsta stigaskor fjölmargra stanga þar sem sérfræðingar hins þekkta tímarits Chasingsilver prófuðu alls konar tvíhendur með það að augna-miði að finna bestu tvíhenduna sem hentað gæti bæði vönum og óvönum.

Í umsögn tímaritsins segir að Vision Cult DH hafi komið öllum sérfræð-ingunum í dómnefndinni á óvart og stöngin hafi fengið besta meðal-skorið hjá öllum hópnum. Stöngin hefði reynst létt, sterk og einstaklega auðveld í meðförum. Það hafi nánast kallað fram bros á vör að kasta með henni og svo vel væri hún smíðuð að við lægi að það þyrfti engu afli að beita til að þeyta línunni, og flugunni með, nánast hvert á land sem er!

Rain shadow buxur og jakkiLéttur regnfatnaður, algjörlega vind- og vatnsheldur með Patagonia H2No® öndunarfilmu. Vatnsheldir rennilásar. Innan í fatnaðinum er upphleypt mynstur sem hámarkar útöndun. Vasar eru vatnsheldir. Í hálsmáli á jakkanum er microfleece til að auka á þægindi.

Torrentshell jakkiEinfaldur og góður jakki, vind- og vatnsheldur með Patagonia H2No® öndunarfilmu. Frábær kaup.

Stangarkönnunin var í:

ChasingSilver Magazine 4/2010. Vefsvæði þeirra er: www.chasingsilvermagazine.com og þar geta menn og konur séð röðun stanganna og hvaða einkunnir þær fengu.

Slagorð Vision með Cult stangirnar er: Join The Cult og svöruðu að-stanendur Vision þessum árangri með þeim orðum að Cult stangirnar hefðu verið hannaðar og framleiddar með það fyrir augum að auðvelda öllum fluguköstin. Þær virkuðu vel með alls konar línum, en trúlega færi best á því að nota Slide Spey 9/10 eða Ace shooting head (37 gr). Þá minna Visionmenn á, að Cult er ekki þessi eina verðlaunastöng, heldur sé um „heila fjölskyldu“ að ræða.

Nano Puff jakkiÓtrúlega hlýir jakkar, léttir og hægt að nota sem staka jakka eða sem einangrun undir öndunarfatnað. Þessi jakki er með Primaloft fyllingu sem er bylting í útivistarfatnaði. Jakkinn hefur hitaeiginleika dúnjakka og þornar á örskammri stundu. Hann er vindheldur og með vatnsfráhrind-andi ytra efni. Fáanlegur í mörgum litum og bæði sem renndur jakki og anorakkur.

Micro D hettupeysaAlveg einstaklega mjúk og þægileg peysa út micro fleece, létt og virkilega töff. Vinsælasta flíspeysan frá Patagonia.

97

Page 98: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

græjur ofl.

98 VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 5. tbl. 2011

Það er komið haustÁ þessum árstíma þegar veiðimenn pakka saman eftir sumarið er rétt að huga að nokkrum atriðum er varða geymslu á veiðibúnaði.

Láku vöðlurnar í síðasta túr?

Brotnaði stöngin?

Bilaði hjólið?

Það er því miður alltof algengt að veiðimenn muna á vorin eða jafnvel rétt áður en haldið er til veiða að fæturnir voru votir í síðasta veiðitúr síðasta ár.

Það er því ekki úr vegi að hvetja veiðimenn til að sækja varahlut í veiðistangir og láta gera við vöðlur svo allt sé klárt og tilbúið þegar haldið skal til veiða á ný. Ef þú átt vöðlur frá Simms getur þú komið með þær í Veiðihornið sem sér um að senda þær út á viðurkennt Gore-tex verkstæði Simms í Noregi þar sem farið er yfir vöðlur og gert við þær af fagmönnum. Lengja má líftíma á vönduðum vöðlum um eitt til þrjú ár með þessu móti. Rétt er að benda á að vöðlur sem sendar eru til yfirferðar og viðgerða verða að vera merktar og tandurhreinar.

Í sumum tilfellum tekur nokkrar vikur og jafnvel mánuði að fá varahluti í vandaðri veiðistangir. Ástæðan er sú að framleiðendur allra vandaðri stanga sérsmíða varahluti í hverja

stöng fyrir sig þannig að það komi ekki varahlutur sem passar nokkurn veginn heldur hlutur sem sem er sérsmíðaður og passar nákvæmlega. Það er því ekki úr vegi að leggja inn pöntun á varahlut nú í haust ef eitt-hvað hefur brotnað í sumar.

Flugur og spúnar. Farðu yfir öll boxin þín. Hentu úr ónýtum flugum og spúnum. Einnig þeim sem eru farnir að ryðga. Það er nauðsynlegt að eiga gott demantsbrýni og skerpa á biti króka. Ef það er raki í boxunum leyfðu þeim að standa opin svo allt sé þurrt fyrir vetrargeymsluna. Sorteraðu flugurnar og spúnana í boxunum þínum þannig að þú hafir góða yfirsýn yfir vopnabúrið að vori.

Vöðlurnar. Þær þarftu að þurrka vel. Ekki bara að utanverðu. Einnig að innan. Því miður heyrum við of oft frá veiðimönnum sem skilja ekkert í því að vöðlurnar „mígleka“ í fyrsta veiðitúr en voru heilar í síðasta veiðitúr síðasta árs. Ástæðan er oftar en ekki sú að vöðlurnar fóru í vetrar-geymslu rakar að innan. Í geymslunni morknuðu og fúnuðu samsetningar og saumar og vöðlurnar einfaldlega eyðilögðust í vetrargeymslunni. Þá er einnig líklegt að upp komi mygla í rökum vöðlum og öndunarfatnaði sé geymslan ekki góð. Mygla eyðileggur Gore-tex og aðrar öndunarfilmur á skömmum tíma.

Hjólin og bremsubúnaður þeirra. Það er áríðandi að slaka á bremsum allra hjóla. Þetta gildir jafn um kast-hjól og fluguhjól. Ef hjól eru geymd í hertri bremsu vilja diskarnir gróa saman og bremsubúnaður verður jafnvel ónýtur eftir vetrargeymsluna. Það er gott að venja sig á að slaka á bremsum hjóla þegar hjól eru tekin af veiðistöngum eftir veiðitúr. Farðu yfir hjólin þín og slakaðu á brems-unum fyrir vetrargeymsluna.

Girni og taumar. Nælongirni eldist illa. Ef þú ert í vafa um gæði nælon-girnis og tauma í töskunni þinni skaltu einfaldlega henda því. Fátt er leiðinlegra en að tapa fiski á ónýtt nælon. Sama gildir um sökkenda en kjarni þeirra er gjarnan úr næloni. Togaðu hraustlega í sökkendana þína því betra er að slíta þá heima en í fiski.

Hægt er að spara sér stórar upp-hæðir ef hugsað er vel um veiði-búnaðinn. Taktu þér smá stund í að fara yfir veiðigræjurnar þínar. Það er ávísun á gott gengi á næsta veiðisumri sem skellur á fyrr en varir.

Úr fróðleikshorni Veiðihornsins Ólafur Vigfússon

Page 99: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

græjur ofl.

Orvis Hydros og fleiraþví betra viðnámið sem hún veitir þegar glímt er við vænan fisk. Einfalt smellukerfi tryggir að hægt er með einföldum hætti að fínstilla brems-una hvort heldur glímt er við silung eða túnfisk!“

Við þetta bætti Ingólfur, að Orvis væru að koma sterkir og spennandi fyrir 2012, með nýjar áherslur og margt skemmtilegt. „Það er m.a. að koma nýtt Clearwater fluguhjól og Clearwater flugustöng sem að okkur lýst afar vel á og hlakkar mikið til að taka til sölu. Mér sýnist að þeir hjá Orvis hafi verið venju fremur duglegir með nýjungarnar,“ bætti Ingólfur við.

Vesturröst selur eitt og annað frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Orvis. Orvis hefur lengi verið eitt þekktasta og besta merkið í bransanum, en Ingólfur í Vesturröst telur Orvis vera að blása til nýrrar sóknar. Til marks um það eru nýju Orvis Hydros fluguhjólin.

Ingólfur segir: „Þetta glæsilega nýja hjól frá Orvis er talið vera með bestu bremsu sem til er í fluguhjóli þessum verðflokki. 4 -6 carbonfiber bremsudiskar í hjóli eftir stærð. Framleiðandinn fullyrðir að hingað til hafi ekkert fluguhjól haft jafn magnaða bremsu miðað við verð. Þetta eru nokkrar stærðir og því stærra hjólið, því betri bremsan og

Page 100: VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

VEIÐISLÓÐtímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi:GHJ útgáfa ehf.

Ritstjórn:Guðmundur Guðjónsson, ritstjóriHeimir Óskarsson, útlit og umbrotJón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif

Netfang: [email protected]