Top Banner
– sjá viðtal í miðopnu við Lödu Cherkasoff, rúss- neskan Flateyring sem rekur ásamt eiginmanni sínum verslunina Bergkristal á Ísafirði og hefur ákveðnar skoðanir á rússneskum stjórnmálum og hvernig þau hafa verið túlkuð í vestrænum fjöl- miðlum að undanförnu. Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 13. mars 2008 · 11. tbl. · 25. árg. Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum – sjá viðtal í miðopnu við Lödu Cherkasoff, rúss- neskan Flateyring sem rekur ásamt eiginmanni sínum verslunina Bergkristal á Ísafirði og hefur ákveðnar skoðanir á rússneskum stjórnmálum og hvernig þau hafa verið túlkuð í vestrænum fjöl- miðlum að undanförnu. Vatnssölusamningur undirritaður Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Halldór Guðbjarnason frá Brúarfoss ehf. hafa undirritað samning um vatnssölu. Brúarfoss hyggst setja á fót vatnsverksmiðju á Ísafirði og innan 6-8 mánaða hefst útflutningur á vatni í gámum. Vatninu verður dælt í þar til gerðar blöðrur og sent til Þýska- lands til fyrirtækja sem þurfa ferskt vatn í framleiðslu sína. Einnig er kveðið á um 15.000 fermetra lóð á hafnarsvæðinu á Ísafirði undir átöppunarverksmiðju og hefur Brúarfoss rétt rúm tvö ár til að hefja bygg- ingarframkvæmdir. Í máli Halldórs Guðbjarnasonar kom fram að í átöppunarverksmiðjunni yrðu til störf fyrir tugi manna og að í henni yrði vatni tappað á neytendaum- búðir. Brúarfoss mun fá allt umframvatn sem fellur til á Ísafirði eftir að þörfum heimila og fyrirtækja hefur verið annað. Í samningnum er einnig kveðið á um Brúarfoss sé heimilt að leggja aðra vatnslögn frá göngunum yfir á hafnarsvæðið. Kostnaður við vatnslögnina fellur á Brúarfoss. Öll verð í samningnum eru trúnaðarmál. Að undirritun lokinni var að sjálfsögðu skálað í vatni. Halldór Halldórsson og Halldór Guðbjarnason undirrita samninginn. Mikill heiður Sjóstangveiðiverkefni Hvíldarkletts á Suðureyri og ferðaskrifstofanna Island Pro Travel og Ang- elreisen í Þýskalandi fékk í síðustu viku skandinav- ísku ferðaverðlaunin 2008. Guðmundur Kjartansson, framkvæmdastjóri Island Pro Travel, veitti verð- laununum viðtöku í sam- eiginlegu sendiráði Norð- urlandanna í Berlín. „Þeir sem standa að þessu eru Nordis, tímarit um ferðamál á Norður- löndum, og fulltrúar ferða- málaráða í allri Skandi- navíu. Það eru veitt tvenn verðlaun og við unnum í svokölluðu „innovation“ flokki þar sem verðlaun- að er fyrir ferskustu, nýju hugmyndina“, segir Guð- mundur. Aðspurður segir Guðmundur að vissulega sé mikill heiður að hljóta verðlaunin. „Þetta er mjög gaman fyrir okkur. Bæði finnst mér verk- efnið eiga það fyllilega skilið, en að auki lít ég á þetta sem almenna viður- kenningu fyrir ferðaþjón- ustuna á Íslandi, því við erum jú að keppa við hin Norðurlöndin í þessu.“ „Þessi verðlaun eru eins og Óskarinn á Norð- urlöndum í þessum bransa, og mikil staðfesting á því sem við erum að gera með Angelreisen og Elíasi Guðmundssyni í Hvíldar- kletti“, segir Guðmundur Kjartansson, framkvæm- dastjóri Island Pro Travel. [email protected]
20

Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

May 16, 2022

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

– sjá viðtal í miðopnu við Lödu Cherkasoff, rúss-neskan Flateyring sem rekur ásamt eiginmannisínum verslunina Bergkristal á Ísafirði og hefurákveðnar skoðanir á rússneskum stjórnmálum oghvernig þau hafa verið túlkuð í vestrænum fjöl-miðlum að undanförnu.

Rússnesk stjórn-mál misskilin í vest-rænum blöðum

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk

Fimmtudagur 13. mars 2008 · 11. tbl. · 25. árg.

Rússnesk stjórn-mál misskilin í vest-rænum blöðum

– sjá viðtal í miðopnu við Lödu Cherkasoff, rúss-neskan Flateyring sem rekur ásamt eiginmannisínum verslunina Bergkristal á Ísafirði og hefurákveðnar skoðanir á rússneskum stjórnmálum oghvernig þau hafa verið túlkuð í vestrænum fjöl-miðlum að undanförnu.

Vatnssölusamningur undirritaðurHalldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

og Halldór Guðbjarnason frá Brúarfoss ehf. hafaundirritað samning um vatnssölu. Brúarfoss hyggstsetja á fót vatnsverksmiðju á Ísafirði og innan 6-8mánaða hefst útflutningur á vatni í gámum. Vatninuverður dælt í þar til gerðar blöðrur og sent til Þýska-lands til fyrirtækja sem þurfa ferskt vatn í framleiðslusína. Einnig er kveðið á um 15.000 fermetra lóð áhafnarsvæðinu á Ísafirði undir átöppunarverksmiðjuog hefur Brúarfoss rétt rúm tvö ár til að hefja bygg-ingarframkvæmdir.

Í máli Halldórs Guðbjarnasonar kom fram að íátöppunarverksmiðjunni yrðu til störf fyrir tugimanna og að í henni yrði vatni tappað á neytendaum-búðir. Brúarfoss mun fá allt umframvatn sem fellurtil á Ísafirði eftir að þörfum heimila og fyrirtækjahefur verið annað.

Í samningnum er einnig kveðið á um Brúarfoss séheimilt að leggja aðra vatnslögn frá göngunum yfirá hafnarsvæðið. Kostnaður við vatnslögnina fellurá Brúarfoss. Öll verð í samningnum eru trúnaðarmál.Að undirritun lokinni var að sjálfsögðu skálað í vatni. Halldór Halldórsson og Halldór Guðbjarnason undirrita samninginn.

Mikillheiður

SjóstangveiðiverkefniHvíldarkletts á Suðureyriog ferðaskrifstofannaIsland Pro Travel og Ang-elreisen í Þýskalandi fékkí síðustu viku skandinav-ísku ferðaverðlaunin 2008.Guðmundur Kjartansson,framkvæmdastjóri IslandPro Travel, veitti verð-laununum viðtöku í sam-eiginlegu sendiráði Norð-urlandanna í Berlín.

„Þeir sem standa aðþessu eru Nordis, tímaritum ferðamál á Norður-löndum, og fulltrúar ferða-málaráða í allri Skandi-navíu. Það eru veitt tvennverðlaun og við unnum ísvokölluðu „innovation“flokki þar sem verðlaun-að er fyrir ferskustu, nýjuhugmyndina“, segir Guð-mundur. Aðspurður segirGuðmundur að vissulegasé mikill heiður að hljótaverðlaunin. „Þetta ermjög gaman fyrir okkur.Bæði finnst mér verk-efnið eiga það fyllilegaskilið, en að auki lít ég áþetta sem almenna viður-kenningu fyrir ferðaþjón-ustuna á Íslandi, því viðerum jú að keppa við hinNorðurlöndin í þessu.“

„Þessi verðlaun erueins og Óskarinn á Norð-urlöndum í þessum bransa,og mikil staðfesting á þvísem við erum að gera meðAngelreisen og ElíasiGuðmundssyni í Hvíldar-kletti“, segir GuðmundurKjartansson, framkvæm-dastjóri Island Pro Travel.

[email protected]

Page 2: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 200822222

Dregur úr fólksfækkun í BolungarvíkDregur úr fólksfækkun í BolungarvíkDregur úr fólksfækkun í BolungarvíkDregur úr fólksfækkun í BolungarvíkDregur úr fólksfækkun í BolungarvíkÍbúum Bolungarvíkur hefur fækkað um 17,4% á síðustu 10árum samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Bolvíkingarvoru 904 í lok síðasta árs en 1.094 á sama tíma fyrir áratug.Hröðust var fækkunin í upphafi tímabilsins, en talsvert hefurdregið úr henni á síðari hluta þess. Þannig hefur einungisfækkað um 5,6% frá árinu 2001, en fram að því hafði fækk-unin numið 12,4 prósentustigum á einungis fjórum árum.

Rólegt yfir fasteignamarkaðnumRólegt yfir fasteignamarkaðnumRólegt yfir fasteignamarkaðnumRólegt yfir fasteignamarkaðnumRólegt yfir fasteignamarkaðnumRólegt er yfir ísfirskum fasteignamarkaði að sögn GuðmundarÓla Tryggvasonar, fasteignasala hjá Fasteignasölu Vestfjarða.

Hann segir ástandið hér í samræmi við það sem er annarsstaðar á landinu m.t.t. þess lánsfjárkostnaðar sem fast-eigna-

kaupendum sé boðið upp á um þessar mundir. Vísitalaíbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í stað síðustu

mánuði en á síðasta ári hækkaði hún um 14%.

Ríkisvaldið á að beita sérfyrir olíuhreinsunarstöð rétteins og annarri atvinnustarf-semi að mati Einars KristinsGuðfinnssonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „ Þaðeru síðan sérstök rök semhníga að því að beita sér sér-staklega fyrir uppbyggingu áþessu sviði á Vestfjörðum

vegna stöðu byggðar og nei-kvæðrar byggðaþróunar“,segir Einar. Hann er fylgjandiolíuhreinsunarstöð á Vest-fjörðum. „ Sjaldan er ég spurð-ur hvort ég sé fylgjandi upp-byggingu rækjuverksmiðja,byggingafyrirtækis eða ann-arrar atvinustarfsemi. En auð-vitað er ég fylgjandi uppbygg-

ingu olíuhreinsistöðvar eðaannarri atvinnustarfsemi svofremi sem hún uppfyllir al-menn skilyrði sem við setjum,hvort sem það er á sviði um-hverfismála eða annarra þátta.“Aðspurður hvort hann munibeita sér fyrir því að stöðinverði reist segir Einar að hannmuni vitaskuld leggja undir-

búningi málsins lið.„Það hef ég þegar gert, til

dæmis með því að leggja þvílið að lagðir voru fram fjár-munir af hálfu hins opinberaog það gerðist, þó í litlu væri,í fjárlagagerðinni fyrir yfir-standandi ár.“ Hann segir þaðvera brýnt að eyða óvissuþátt-um um verkefnið. „ Þar hafa

þeir aðilar mestu hlutverki aðgegna sem hafa forystu umþetta mál og þar á ég vitaskuldvið fjárfestana og þá sem hafahaft frumkvæði í málinu.“

Einar segist ekki ætla aðreyna að vekja óraunhæfarvæntingar og segist hafa tekiðeftir því að þingmenn kjör-dæmisins hafi ekki verið að

slá neinar keilur í þessu máli,eins og hann orðar það. „Viðmunum áfram halda að vinnaað annars konar uppbyggingu,enda er augljóst að ein ákvörð-un útilokar ekki aðra. Upp-bygging á einu sviði drepurekki niður frumkvæði á öðrumsviðum, eins og reynslan hefursýnt“, segir Einar Kristinn.

Ríkið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð

Aldrei fór ég suð-ur á sama stað

Aldrei fór ég suður –rokkhátíð alþýðunnar verð-ur haldin á sama stað og ífyrra, í gömlu Eimskipa- ogRíkisskipaskemmunni viðÁsgeirsbakka Ísafjarðar-hafnar. „Samkomulag hef-ur náðst við AÓÁ-útgerðum afnot af skemmunni ogeru forsvarsmönnum fyrir-tækisins hér með færðarbestu þakkir fyrir liðlegheit-in“, segir í frétt frá aðstand-endum hátíðarinnar. Hátíð-in verður haldin í fimmtasinn dagana 21. og 22. marsnæstkomandi og munu áfjórða tug hljómsveita stígaá stokk.

Aldrei fór ég suður hefurstækkað með hverju árinusem hún hefur verið haldinog er nú svo komið að tak-markað gistipláss á norðan-

verðum Vestfjörðum er lík-legra en áhugaleysi til aðhamla endalausum vextihennar. Þess ber að geta aðnýir og spennandi kostir ígistingu standa til boða fráfyrri árum. Nánari upplýs-inga um gistimöguleika erað vænta á heimasíðu hátíð-arinnar, aldrei.is. Þá verðureinnig opinberað fyrir helgihvaða hljómsveitir munukoma fram á hátíðinni.

Hátíðin er að vanda hald-in í samstarfi við bakhjarlahennar, Flugfélag Íslands,Glitni og Símann, en þar aðauki nýtur hún veglegsstyrks Eyrarrósarinnar ogMenningarráðs Vestfjarða,að ógleymdu framlagi fjöl-margra fyrirtækja og ein-staklinga á Ísafirði og víðar.

[email protected]

Þrjú söfn fá styrkúr Safnasjóði

Byggðasafn Vestfjarðafær alls 2,35 milljónir krónaúr Safnasjóði á yfirstand-andi reikningsári, en úthlut-að var úr sjóðnum í síðustuviku. Safnið fékk 2 millj-ónir í rekstrarstyrk, og 350þúsund krónur til rekstursfarskóla. Þá fékk MinjasafnEgils Ólafssonar á Hnjóti1,7 m.kr. í rekstrarstyrk ogByggðasafn Húnvetningaog Strandamanna fékk 2,4milljónir.

Eins og venjulega vekurekki síður athygli hverjirumsækjenda fá ekki styrk,en hvorki Listasafn Ísa-

fjarðar né LjósmyndasafnÍsafjarðar fá styrki að þessusinni. Þá fá hvorki Náttúru-gripasafnið í Bolungarvíkné Sjóminjasafnið í Ósvörstyrki, en styrkbeiðni Sauð-fjárseturs á Ströndum bíðurafgreiðslu.

Safnaráð úthlutar úr sjóð-num sem starfar samkvæmtsafnalögum nr 106/2001 ogheyrir undir menntamála-ráðuneyti. Alls bárust 59umsóknir um styrki aðþessu sinni og fengu 36söfn úthlutun samtals aðfjárhæð 73 m.kr.

[email protected]

Orkubú Vestfjarða er aðundirbúa jarðhitaleit í Tungu-dal. Kostnaðaráætlun er 120-140 milljónir króna eftir þeimupplýsingum sem borist hafa.Þegar Össur Skarphéðinsson,iðnaðarráðherra, var við vígsluTungudalsvirkjunar í fyrrasagði hann m.a: „Orkustofnunog Íslenskar orkurannsóknirtelja hins vegar að miklar líkurséu á að finna heitt vatn áÍsafirði. Ég vil að gengið verðiúr skugga um hvort unnt sé aðfinna hér heitt vatn, sem dugar– með núverandi kerfi Orku-búsins – til að koma upp jarð-varmaveitu hér á Ísafirði. Það

verður án efa flókið og áhættu-samt verkefni því það eru erfiðjarðlög sem þarf að fara ígegnum á 6-800 metra dýpi.

Í þetta verkefni verður hinsvegar ráðist sem sameiginlegtviðfangsefni iðnaðarráðu-neytisins og Orkubús Vest-fjarða. Ef þetta gengur uppmun það reynast mjög arðbærtverkefni fyrir okkur öll, jafnthið opinbera sem íbúa semvæntanlega munu þá njótaódýrari upphitunar, og meirilífsgæða.“ Ísafjarðarbær hefurlýst yfir vilja til að taka þátt íjarðhitaleit enda um miklahagsmuni fyrir íbúa sveitar-

félagsins að ræða. OrkubúVestfjarða hefur hins vegarlýst því yfir að fyrirtækið munisjá um jarðhitaleit og virkjunjarðhita finnist hann í Tungu-dal enda er þetta hlutverkOrkubúsins og það var stofnaðtil að sjá um þessi mál fyrirsveitarfélögin á Vestfjörðumá sínum tíma.

Samkvæmt þeim úttektumsem ISOR hefur kynnt er Ísa-fjörður stærsta einstaka verk-efnið á landsvísu. Þ.e. að finn-ist jarðhiti á Ísafirði er þaðstærsta „kalda“ byggðarlagiðsem myndi breytast í jarð-hitabyggðarlag. Orkusjóður

hefur auglýst styrki til jarð-hitaleitaátaks árin 2008-10annars vegfar sem liður í mót-vægisaðgerðum vegna skerð-ingar þorskafla, en þar eru tilráðstöfunar 150 milljónirkróna, og hins vegar almennastyrki til jarðhitaleitar á köld-um svæðum.

Ekki er kunnugt á hvaðastigi málið er núna hjá Orku-búinu en fyrir nokkru fékk for-maður Sambands ísl. sveitar-félaga upplýsingar þess efnisað undirbúningur stæði yfir.Þ.e. kostnaðaráætlun og und-irbúningur fyrir útboð borunarí Tungudal. – [email protected]

Orkubúið undirbýrjarðhitaleit í Tungudal

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.

Page 3: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 33333

Þörf á öryggisplani fyrir BolungarvíkurhöfnÞörf á öryggisplani fyrir BolungarvíkurhöfnÞörf á öryggisplani fyrir BolungarvíkurhöfnÞörf á öryggisplani fyrir BolungarvíkurhöfnÞörf á öryggisplani fyrir BolungarvíkurhöfnÖryggisplön og bjölluskápa vantar við flestar bryggjur í Bolungarvíkurhöfn samkvæmt úttekt Siglingastofnunar á slysavörnum. Þávantar ljós á Brjótinn og Grundargarð auk þess sem björgunarnet og/eða Björgvinsbelti vantar á flotbryggjuna. Einnig þarf aðbæta litinn á innsiglingarmerki svo hann verði skýrari. Siglingastofnun hefur farið fram á að gerðar verði úrbætur á þessumþáttum innan sex mánaða. Hafnarstjórn Bolungarvíkur fól hafnarstjóra og hafnarverði að fara yfir úttektina og gera áætlun umnauðsynlegar úrbætur. Einnig var ákveðið að gert verði öryggisplan fyrir höfnina.Hafnir sem njóta ríkisstyrks og þurfa að bætaúr slysavörnum geta sótt um styrk til Siglingastofnunar. Kostnaðaráætlun þarf að liggja fyrir til grundvallar. Styrkur til kaupa ábúnaði er 60% og fæst mótframlag greitt gegn framvísun reikninga fyrir útlögðum kostnaði án virðisaukaskatts.

Sparisjóður Bolungarvíkur hagnaðistum 255 milljónir króna á síðasta ári

Sparisjóður Bolungarvíkurhagnaðist um 255 milljónirkróna eftir skatta á síðasta árisamanborið við 185 milljónirkróna árið 2006. Fyrir skattanam hagnaðurinn 306 milljón-um króna samanborið við 206milljónir árið á undan. Arð-semi eiginfjár eftir skatta var19,5% samanborið við 20,2%arðsemi árið 2006. Hreinarvaxtatekjur lækkuðu um 6,6%frá fyrra ári og voru 137 millj-ónir króna. Hreinar rekstrar-tekjur námu 661 milljón sam-anborið við 453 milljónir árið2006, sem er 45,9% aukningmilli ára. Hlutfall kostnaðaraf tekjum var 34,5% saman-borið við 38,8% árið 2006.

Ársreikningur SparisjóðsBolungarvíkur sýnir að spari-sjóðurinn er í traustum vexti.Stofnfé nam 769 milljónumkróna í árslok og jókst um251% á árinu. Varasjóður nam1.237 milljónum í árslok ogjókst því um 18,2% á árinu.Heildareignir sjóðsins námu9.257 milljónum króna íárslok 2007 og hafa aukistum 37,6% á árinu. Útlán tilviðskiptamanna námu 5.079milljónum króna í árslok ogjukust um 47,1%. Hlutfall út-lána til einstaklinga í árslok2007 var 45,7% en var 55,5%

í árslok 2006. Innlán námu3.274 milljónum króna, semer 3,5% aukning milli ára.Eigið fé Sparisjóðs Bolungar-víkur nam 2.006 milljónumkróna í árslok 2007, sem erhækkun upp á 58,5%, ogCAD-eiginfjárhlutfall var15,1% í lok ársins.

Stjórn Sparisjóðs Bolungar-víkur mun leggja til við aðal-fund að stofnfjáraðilum verðigreiddur 20% arður af stofn-fjáreign í lok ársins 2007. Áárinu gekk sparisjóðurinn inní samstarf um rekstur SP-ráð-gjafar sem sér um ýmis sér-verkefni fyrir sparisjóðina og

hefur reynsla ársins 2007 ver-ið mjög góð og skilað sér íaukningu útlána. Meðalfjöldistarfsmanna sparisjóðsins áárinu var 14 og var árið hiðfyrsta sem sparisjóðurinn gerirreikningsskil í samræmi viðIFRS. Horfur fyrir árið 2008eru sæmilegar, þrátt fyrir erf-

iða stöðu á fjármálamörkuð-um. Búist er við samdrætti íútlánum og harðri samkeppnium innlán á árinu. Sparisjóð-urinn er nokkuð vel í stakkbúinn til að takast á við þæráskoranir sem séð er fram áað komi á árinu og varlegavar farið í að endurmeta fjár-

hagslegar eignir sparisjóðsinsí gangvirði í árslok 2007.

Aðalfundur Sparisjóðs Bol-ungarvíkur verður haldinnmánudaginn 17. mars nk. Þessmá einnig geta að sparisjóð-urinn fagnar 100 ára afmælisínu á árinu.

[email protected]

Sparisjóður Bolungarvíkur.

Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar

Klofin í afstöðutil byggðakvótaAtvinnumálanefnd Ísa-

fjarðarbæjar tekur ekki und-ir tillögu Í-listans um aðbyggðakvóti þessa fisk-veiðiárs og þess næsta verðiúthlutað saman. Nefndinleggur til að skorað verði ásjávarútvegsráðherra að út-hlutun byggðakvóta verði íupphafi næsta fiskveiðiárog það sé tryggt að útgerðirnái að nýta sér úthlutuninainnan raunhæfs tímaramma.Bæjarstjórn vísaði tillögun-um til atvinnumálanefndartil umsagnar.

Guðmundur Þór Krist-jánsson frá Í-lista skilaðiséráliti. Hann leggur til að

tilheyrði og til þeirra semgera út í bæjarfélaginu. Út-gerðir myndu tryggja aðminnsta kosti þreföldunkvótans og skal allur aflinnunninn á svæðinu.

Í upphafi fundar atvinnu-málanefndar bauðst Krist-ján G. Jóhannsson, formað-ur nefndarinnar, að víkja affundi vegna hugsanlegsvanhæfis. Aðrir fundar-menn sáu ekki fyrir sérhagsmunárekstra og sat for-maður því fundinn áfram,enda ekki verið að ræðaúthlutanir til einstakra fyrir-tækja.

[email protected]

bæjarstjórn Ísafjarðarbæjaróski heimildar ráðherra til aðbjóða byggðakvóta út til leiguá frjálsum markaði. Kvótinnyrði þá boðinn til þeirra út-gerðaflokka sem kvótinn

Illa hefur gengið aðúthluta byggðakvóta og

enn verið að úthluta kvótasíðasta fiskveiðiárs.

Helga Margrét söng tilsigurs í söngkeppni MÍ

Helga Margrét Marzellíus-ardóttir fór með sigur úr být-um í söngkeppni Menntaskól-ans á Ísafirði sem fór fram ííþróttahúsinu á Torfnesi álaugardag. Hún samdi frum-samið lag sem heitir Tímabil.„Keppnin gekk afar vel fyrirsig. Það var mjög fín mætingog mikil gleði og mikið gam-an“, segir Gunnar Jónsson,menningarviti NMÍ. 11 atriðikepptu að þessu sinni um hyllidómnefndar og áhorfenda. Íöðru sæti var Guðbjörn Veig-arsson og Ásgeir Helgi Þrast-arson hafnaði í því þriðja.Hljómsveit kvöldsins skipuðuþeir Valdimar Olgeirssonbassaleikari, Björn Hjálm-arsson trymbill, Halldór Smára-son orgelleikari og gítarleik-ararnir Ásgeir Þrastarson ogKristján Sigmundur Einars-son.

Helga Margrét mun flytja

sigurlagið í Söngkeppni fram-haldsskólanna sem fer fram áAkureyri í apríl. MÍ-liðar hafaundanfarin ár lagt metnað sinní að skera sig úr með ýmsumhætti í áhorfendastúkunni áaðalkeppninni en henni ervanalega sjónvarpað í beinniútsendingu í Ríkissjónvarp-inu. Besti árangur sem Mennta-skólinn á Ísafirði hefur náð er

þriðja sætið en því hafa full-trúar skólans hampað tvisvar.

Dómnefnd kvöldsins varskipuð balllistamönnunumBirgi Olgeirssyni og IngunniÓsk Sturludóttur, HálfdánBjarki Hálfdánsson rokkstjóriAldrei fór ég suður og ArnariGauta Markússyni söngvariSvitabandsins þurfti að veljaá milli 11 atriða.

Mikil gleði og mikið gaman var á söngkeppni MÍ.

Page 4: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 200844444

Nýr diskur Villa Valla rakaraNý plata með ísfirska

rakaranum og djassgeggj-aranum Villa Valla er

væntanleg á 78 ára afmæl-isdegi hans þann 26. maí.Ber platan vinnuheitið „Í

tímans rás“. Viðar HákonGíslason, tónlistarmaðurog barnabarn Villa, er að

leggja lokahönd á hljóð-blöndun plötunnar í

stúdíói Önundar Pálssonar

í gamla lýsistanknum viðFlateyri. „Við erum búnir

að taka nokkra daga íþetta lokamix. Ferlið er

búið að vera aðeins lengraen við bjuggumst við. Það

er eiginlega mér að kenna,ég er búinn að vera á

tónleikaferðalögum og íalls konar vitleysu. En svo

langaði mig líka að takamér smá tíma í þetta svo

maður væri ekki aðdúndra út bara einhverju.Ég vildi ekki gefa plötuna

frá mér fyrr en ég væriorðinn virkilega ánægður.

Stundum er betra að mælatvisvar og saga einu sinni“,segir Viðar. „Þetta er alveg

„Mér lýst bara vel á þetta,hann er orðinn mjög fær í

þessu strákurinn“, segirVilli. „Þarna eru góðir

menn að spila með mér;Magnús Reynir, Óli Kitt,Jón Páll og Önni Páls, og

strákarnir úr Flís. Svoætla KK og Ylfa Mist aðsyngja.“ – [email protected]

ótrúlega skemmtileg ogflott plata. Svo lýst mér

alveg fáránlega vel á þettastúdíó hans Önna, ég ápottþétt eftir að koma

hingað með þau bönd semég er að vinna með“, segir

Viðar. Villi sjálfur eránægður með plötuna og

verkvit barnabarnsins.

Viðar Hákon með afa sínum Villa Valla og Önundi Pálssyni upptökumanni. Ljósm: Páll Önundarson.

Page 5: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 55555

Atvinna í boðiÓskum að ráða starfsfólk í herbergjaþrif

á Gamla gistihúsið og á Hótel Ísafjörðsem fyrst.

Einnig vantar starfsfólk til sumarstarfa.Um er að ræða störf í gestamóttöku, í næt-urvörslu og við herbergjaþrif.

Ráðningartími er frá júní byrjun og útsumarið eða eftir hentugleika. Vaktavinna.

Upplýsingar veitirÁslaug á Hótel Ísafirði.

Námskeiðog ráðgjöf

Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafiheimsækir fyrirtæki og verður með einstakl-ingsráðgjöf í Bolungarvík, Súðavík og Ísa-fjarðarbæ, dagana miðvikudaginn 12. tillaugardagsins 15. mars.

Björn verður ennfremur með námskeiðí Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12 áÍsafirði fimmtudaginn 13. mars kl. 20-22.Þar mun Björn kynna hvaða aðstoð náms-og starfsráðgjafi getur veitt, gefa fólkikost á að fara í áhugasviðsgreiningu ogfinna hvar styrkleikar þeirra liggja.

Ráðgjöfin og námskeiðið er fólki aðkostnaðarlausu.

Fólk er hvatt til að nýta sér tilboðin ogpanta einstaklingsviðtöl í síma 456 5025eða mæta á námskeiðið.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Framkvæmda-stjóri Markaðsdags

BolungarvíkurBolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir

framkvæmdastjóra Markaðsdags Bolung-arvíkur árið 2008. Framkvæmdastjórinnber ábyrgð á framkvæmd og fjáröflun mark-aðsdagsins og kynningu hans í samráðivið bæjaryfirvöld í Bolungarvík.

Leitað er eftir ábyrgum og hugmynda-ríkum einstaklingi sem hefur reynslu afskipulagningu viðburða og fjáröflun í tengsl-um við þá. Föst upphæð er lögð frá sveit-arfélaginu og nemur hún 350.000 krónumþetta árið.

Áhugasamir hafi samband við Grím Atla-son, bæjarstjóra Bolungarvíkur fyrir 28.mars nk.

Markaðsdagur Bolungarvíkur verðurhaldinn 5. júlí 2008.

Moggabloggarar hafa tekiðhöndum saman og ætla aðbjarga Vestfjörðum. Nokkrirí hópi moggabloggara hyggj-ast stofna BBV-samtökin,sem stendur fyrir Bloggararbjarga Vestfjörðum. Samtök-in ætla að berjast fyrir atvinnu-lífi og bættu mannlífi á Vest-förðum. Bloggararnir eru ekkihrifnir af olíuhreinsunarstöðá Vestfjörðum og ætla sér aðstöðva þau áform. Samtökinsegjast vera með margar hug-

myndir til að auka störf í fjórð-ungnum. Þetta eru ekki flokks-pólitísk samtök og hópurinnstendur saman af fólki víða aflandinu. Í tilkynningu segirað það sem sameinar þessabloggara er að allir eiga ýmistættir að rekja til Vestfjarðaeða er þar búsettir. Í fréttatil-kynningu frá samtökunumsegir ennfremur:

„Það sem þessi samtök ætlaað gera er að koma með nýstörf sem munu byggjast á

því að nýta hina ósnortnu nátt-úru Vestfjarða og ekki síðurað sanna fyrir þjóðinni í eittskipti fyrir öll að Vestfirðirgeta staðið á eigin fótum ogbjargað sínum málum sjálfiref þeir fá til þess frið fyrirstjórnvöldum þessa lands,sem fram að þessu hafa ekkertgert til að stöðva hinn miklafólksflótta af svæðinu og öllumræða um Vestfirði veriðneikvæð og sumir telja að þarbúi ekkert fólk nema sérvitr-

ingar og hugsi ekki um neittnema úreltar atvinnugreinareins og sjávarútveg og land-búnað. Vestfirðir eiga nefni-lega dýrmæta fjársjóði og meðþví að nýta þá er hægt að snúaþessari þróun við og fólk ferað vilja flytja til Vestfarða.“

Í undirbúningshóp fyrirsamtökin eru Ásthildur CesilÞórðardóttir, Ísafirði, JakobFalur Kristinsson, Sandgerðiog Rósa Aðalsteinsdóttir,Vopnafirði. – [email protected]

Bloggarar bjarga Vestfjörðum

Hjónin Sigurður Sigurðs-son og Áslaug Jóhannsdóttirtaka við rekstri Dalbæjar áSnæfjallaströnd í vor. „Viðtökum við fyrsta hópnum áhvítasunnunni, en svo verðumvið með opið í júní, júlí ogágúst“, segir Sigurður. Hannsegir mikilla breytinga að

vænta og að fjölmargar nýj-ungar verði í boði. „Ég ætlaað kynna fyrir fólki undurvestfirskra jurta og mun bjóðaupp á seiði sem eru allra meinabót, hvort sem um er að ræðamagakveisu eða vandamál íkynlífinu. Ég er búinn að geraítarlegar tilraunir með kyn-

lífsmeðalið á einum manni ogþað svínvirkaði á hann, hannkláraði allan skammtinn semég átti fyrir haustið og vetur-inn.“

Sigurður, sem betur erþekktur sem Siggi blóma, erÍsfirðingum að góðu kunnur.Hann hefur rekið blómaversl-

anir á Ísafirði, á Eiðistorgi ogí Kringlunni. Sigurður segistætla að reka hundavænan staðog keyra nokkuð á kajakræð-ara. Þar að auki ætlar Sigurðurað bjóða upp á ýmsar göngu-ferðir; draugastíginn, galdra-stíginn og fótspor Mick Jagg-ers, sem kom við á Bæjum.

Siggi blóma og frú taka við Dalbæ

Tónleikar til styrktar Sól-stöfum, systursamtaka Stíga-móta á Ísafirði, sem haldnirvoru í Ísafjarðarkirkju í síð-ustu viku, tókust með miklumágætum. Mæting var þó mjögdræm, en einungis um 30manns hlýddu á tónlist Mugi-sons, Mysterious Mörtu og

Birgis Olgeirssonar. „Ég veitekki hvað klikkaði og skil ekkiaf hverju mætingin var svona“,segir Gunnar Jónsson, menn-ingarviti Nemendafélags Mennta-skólans.

„Það var ágætis kynningfyrir tónleikana og ég er alveghandviss um það hafi fleiri en

30 manns vitað af þeim.“ Þráttfyrir fámennið voru tónleik-arnir góðir og notaleg ogheimilisleg stemmning mynd-aðist í salnum. „Mugison stóðsig með prýði, söng þarna ánrafmagns með konunni sinni.Mysterious Marta tryllti síðanlýðinn með frumsömdum lög-

un, og Birgir Olgeirsson grættihann svo með tregafullumsöng“, segir Gunnar.

Aðgangseyrir var kr. 1.000sem rann óskiptur til Sólstafa.Þar að auki gaf Nemendafé-lagið samtökunum 50 þúsundkrónur úr eigin sjóði.

[email protected]

Fámennt en góðmenntHerra og frú Mugison voru órafmögnuð og traustvekjandi.

Page 6: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 200866666

GullkistanRitstjórnargrein

Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, [email protected] · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693

og 849 8699, [email protected] · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, símar 456 4694 og 863 7655, [email protected] ogSmári Karlsson, sími 866 7604, [email protected]. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:

Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected]. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og HalldórSveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig

sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X

Frá því að Ísafjarðardjúp fékk nafngiftina Gullkistan hefurmikið vatn runnið til sjávar og vægt til orða tekið orðið byltingí öllu er lýtur að veiðum og vinnslu sjávarfangs: Verksmiðjutog-arar í stað áraskipa, fiskvinnsluvélar í stað flatningshnífa.

En fleira hefur breyst. Það afdrifaríkasta var þegar við vökn-uðum upp við þá staðreynd að sjórinn gat hvorki ,,gleypt allt“né ,,gefið endalaust.“ Öldum saman ríkti þessi tvíeggja hugs-unarháttur. Lengst af var okkur vorkun vegna þekkingarleysis.Síðari ár hefðum við átt að vita betur: að lífríki hafsins þoldiekki takmarkalausa áníðslu og sóðaskap; að fiskistofnarnirvoru ekki óþrjótandi; að gerð veiðarfæra skipti máli og hvarþau voru notuð. Allt var þetta látið róa, allt vék þetta fyrirsífellt stærri og kraftmeiri skipum, öflugri veiðarfærum, meirikröfum um afköst. Mikið vildi alltaf meira.

Það er bágt að standa í stað. Eftir rúmlega tveggja áratugareynslu af fiskveiðistjórnunarkerfi, sem ætlað var að stuðla aðendurreisn fiskistofna, sem voru að hruni komnir, miðar okk-ur enn aftur á bak. Þorskveiðin dregst stöðugt saman, við blas-ir að hvert sjávarplássið á fætur öðru er í andarslitrunum eftirað frumburðarréttur íbúanna var frá þeim tekinn.

Árum saman voru veiðar og vinnsla rækju ríkur þáttur í at-vinnulífi byggðarlaga við Djúp þótt sveiflur milli ára væru þará líkt og gengur. Nú liggur öll rækjuveiði niðri og óvíst umframhald. Og nú ber nýrra við: ,,Það á aldrei að leyfa rækju-veiðar í Ísafjarðardjúpi aftur,“ segir landskunnur útgerðarmaðurí Bolungarvík. Íslendingar börðust fyrir banni á botnvörpuveið-um á landgrunninu, segir hann, auk þess sem Djúpið sé,,mesta uppeldistöð Íslands.“ Við upphaf rækjuveiða var aflinnhandpillaður og örfáir bátar við veiðar. Síðustu árin 40 til 50skip að veiðum, vélvæddar rækjuverksmiðjur við Djúp ekkiteljandi á fingrum annarrar handar. Allt undir sama tempói ogaðrar veiðar: Meiri gróði í dag, morgundagurinn reddast!Um nokkkurt skeið hefur HG í Hnífsdal staðið fyrir fiskeldi íDjúpinu. Ekki er annað vitað en að það lofi góðu þótt langtkunni að vera í land með að það verði sú ,,stóriðja“ sem mönn-um kann að hafa til hugar komið að orðið gæti. Á fundi semfram fór á Ísafirði fyrir nokkrum árum komust menn að þeirriniðurstöðu að þorskeldi á Vestfjörðum væri ákjósanlegurkostur. Hefur annað komið í ljós?

Nú virðast blikur á lofti. Togveiðar til áframeldis hafa veriðbannaðar í Djúpinu. Ágreiningurinn snýst um veiðarfæri. BBspyr: Eru árekstrar um á hvern hátt við komum til með að nýtaþá möguleika sem óyggjandi eru fyrir hendi í Ísafjarðardjúpióumflýjanlegir? Kjarni málsins hýtur að vera sá að Djúpiðverði nýtt með hagsmuni heildarinnar að leiðarsljósi. Viðhljótum að stefna að því að Ísafjarðardjúp verði á ný sú Gull-kista, sem það var fyrri kynslóðum. s.h.

Hvað tefur fjáhagsáætl-un Ísafjarðarkaupstaðar

Á þessum degi fyrir 22 árum

Þessi orð eru rituð 6. mars 1986 og liðið á þriðja mánuð árs-ins. Bæjarstjórn hefur enn ekki lokið því skylduverki að semjafjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Sagt er að taka eigi uppþráðinn á sunnudaginn. Ekki er unnt að neita, að kjarasamningarþeir sem nýlokið er, hafa hugsanlega tafið eitthvað. […] Viðlestur dagskrár bæjarstjórnafunda, sem jafnframt birtir, fundar-gerðir, má sjá að meirihluti bæjarstjórnar á góðan vilja. Sávilji stendur til margra góðra málefna. En eitt vill gleymast.Útsvarsgreiðslur skulu borga brúsann. Annað er víst að aðrirmunu ekki gera það. En hversu langt fram í tíðina er núverandimeirihluti búinn að binda útsvörin okkar? Á sama tíma og takaþarf tvo tugi milljóna að láni, skortir ekki neitt á listann umþau verkefni sem vinna skal. Stórhugurinn leynir sér ekki. Þógleymist það að hluti lánsfjárins rennur til greiðslu afborganaog vaxta.

Það er ódýrara að vera áskrifandi!

Fiskistofa og Neytendastofa sáu ljósiðFiskistofa og Neytendastofa sáu ljósiðFiskistofa og Neytendastofa sáu ljósiðFiskistofa og Neytendastofa sáu ljósiðFiskistofa og Neytendastofa sáu ljósiðFiskistofa hefur breytt reglum um vigtarmenn á höfnum landsins. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnarþví að Neytendastofa og Fiskistofa hafi „loksins séð ljósið og breytt reglunum til þess vegar aðvinnandi sé eftir þeim“, eins og segir í fundargerð hafnarstjórnar. Guðmundur M. Kristjánssonhafnarstjóri segir að reglurnar hafi verið á þá leið að allir starfsmenn hafnanna voru vanhæfir til aðvigta fisk vegna skyldleika og tengsla við útgerðir og fiskvinnslu. Hann segir að þetta hafi veriðsérstaklega slæmt á minni stöðunum þar sem starf vigtarmanns er ekki full staða og menn hafi gertþetta með öðru starfi. Svo var komið að nánast enginn í viðkomandi var hæfur til að gegna starfinu.

Nokkuð jöfn íbúafækkunNokkuð jöfn íbúafækkunNokkuð jöfn íbúafækkunNokkuð jöfn íbúafækkunNokkuð jöfn íbúafækkunÍbúum Ísafjarðarbæjar hefur fækkað nokkuð jafnt og þétt síðastaáratuginn og voru þeir einungis 3.963 þann 1. desember í fyrra,

en tíu árum áður voru þeir 4.395. Nemur fækkunin um 10%.Fækkað hefur á öllu tímabilinu nema milli áranna 2003 og 2004þegar íbúum fjölgaði um 4, og milli áranna 1997 og 1998 þegar

þeim fjölgaði um 79, eða 1,8%. Mest var fækkunin milli 1998og 1999 þegar íbúum sveitarfélagsins fækkaði um 199.

Gert er ráð fyrir að vinnavið að flokka og greina gögnfrá kalda stríðinu muni takaum fjögur ár. Skilgreiningarskortir hins vegar á því hvaðagögn heyri undir þjóðaröryggiog hvenær aflétta skuli leyndyfir þeim. Hjá Þjóðskjalasafn-inu bíða menn fyrirmæla ut-anríkisráðuneytisins. Sam-kvæmt ákvörðun utanríkisráð-herra skulu gögnin flokkuðfyrir vestan, það er á Ísafirði.Utanríkisráðuneytið hefur fal-ið Þjóðskjalasafninu að annastverkið, það er flokka og greina

skjöl ráðuneytisins frá árunum1945 til 1991. Gögnin verðaþví flutt vestur til greiningar.Um 1300 hillumetrar eða svo.Samkvæmt breytingu á lögumum Þjóðskjalasafn frá því ívor er gert ráð fyrir stofnunöryggismálasafns sem eins ognafnið bendir til mun geymaskjöl sem snerta öryggismálÍslands fyrst og fremst á árun-um 1945 til 1991.

Bjarni Þórðarson, fjármála-stjóri Þjóðskjalasafnsins, segirunnið að því að finna starfs-fólk og húsnæði fyrir verkefn-

ið. Gert er ráð fyrir að flokkungagnanna taki tvo starfsmennum 4 ár. Hjá Þjóðskjala-safninu telja menn brýnt aðannar tveggja starfsmannannasem flokki gögnin, sé sér-fræðimenntaður, með háskóla-próf og helst sagnfræðingureða stjórnmálafræðingur.

Nú er beðið eftir skilgrein-ingu frá utanríkisráðuneytinuum hvar mörkin skuli liggjaum hvað gera megi opinbertfrá Kalda stríðinu. Meginregl-an er sú að gögn sem varðaöryggismál skuli gerð opinber

að 30 árum liðnum, að sögnPéturs G. Kristjánssonar skjala-varðar.

Ef um gögn sem varðaeinkahagi fólks er að ræða erunnt að halda þeim leyndumnema gagnvart viðkomandi, íallt að 80 ár. Hjá Þjóðskjala-safninu bíða menn nú skýrrafyrirmæla varðandi Kaldastríðsgögn utanríkisráðuneyt-isins um hvaða gögn teljistvarða við þjóðaröryggi ogskuli því halda leyndum áframog flokka þau sérstaklega. Fráþessu var greint á ruv.is.

Gögn úr kalda stríð-inu flokkuð á Ísafirði

Rúmlega þrjátíu atriði hafaverið staðfest á Aldrei fór égsuður – rokkhátíð alþýðunnarsem verður haldin á Ísafirðidagana 21. og 22. mars. Þeirsem koma fram eru; Bob Just-man, Hjaltalín, Retro Stefson,Sprengjuhöllin, XXX Rott-weilerhundar, Sign, SSSól,

Mysterious Marta, Megas ogSenuþjófarnir, Dísa, Hraun,Morðingjarnir, Skakkaman-age, Karlakórinn Ernir meðÓttari Proppé, Múgsefjun,Johnny Sexual, Ben Frost,Abbababb, Sudden weatherchange, Vax, Vilhelm, Hell-var, Hjálmar, Biogen, Skátar,

Ultra mega teknóbandið Stef-án, Steintryggur, Lára Rún-arsdóttir, Benny Cresposgang, Flateyrar-rapp og Hálf-kák.

Hátíðin verður haldin ígömlu Eimskipa- og Ríkis-skipaskemmunni við Ásgeirs-bakka Ísafjarðarhafnar. Er hún

haldin með dyggum stuðningiFlugfélags Íslands, Glitnis ogSímans, en þar að auki nýturhún fjárstyrks frá Eyrarrósinniog Menningarráði Vestfjarðaog andlegum og verandlegumstuðningi einstaklinga og fyr-irtækja á Ísafirði og víðar umland. – [email protected]

Ernir með forsöngvara á AFSFrá hátíðinni í fyrra. Mynd: Páll Önundarson.

Page 7: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 77777

Fíkniefni fundust í heimahúsiFíkniefni fundust í heimahúsiFíkniefni fundust í heimahúsiFíkniefni fundust í heimahúsiFíkniefni fundust í heimahúsiLögreglan á Vestfjörðum lagði hald á um 400 grömm af hassi í húsleit sem framkvæmdvar í heimahúsi á Ísafirði í síðustu viku. Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, var hand-tekinn í tengslum við rannsókn málsins, en hann hafði skömmu áður verið stöðvaður viðalmennt umferðareftirlit, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hefuráður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Af magninu að ráða má ætla að efniðhafi verið ætlað til sölu og dreifingar á norðanverðum Vestfjörðum. Um er að ræðamesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á í einu lagi á Vestfjörðum til þessa.

Súðvíkingum og Djúpmönnum fækkarSúðvíkingum og Djúpmönnum fækkarSúðvíkingum og Djúpmönnum fækkarSúðvíkingum og Djúpmönnum fækkarSúðvíkingum og Djúpmönnum fækkarSúðvíkingum og Djúpmönnum hefur fækkað umtalsvert undanfarinn áratug,en mismikið á tímabilinu. Alls voru íbúar Súðavíkurhrepps 63 færri í desem-

ber í fyrra en í lok ársins 1997, eða sem nemur 22,7 prósentustigum. Fækk-unin var langmest milli áranna 1999 og 2000 þegar íbúum sveitarfélagsins

fækkaði um 27 eða sem nemur 10,6%. Íbúum fjölgaði svo aftur um 11 árið2002, fækkaði um 5 ári síðar, fjölgaði svo um 6 og fækkaði aftur jafn mikið

ári síðar. Kemur þetta fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Hefur ekkitekið afstöðu

Geir H. Haarde, forsætis-ráðherra sagði á alþingi fyrirhelgi að hann hafi ekki tekiðafstöðu til olíuhreinsistöðv-ar á Vestfjörðum, enda teljihann margt enn óljóst hvaðþað varðar. Álfheiður Inga-dóttir, þingkona vinstri grænna,spurði ráðherrann hvorthann væri sammála EinariKristni Guðfinnssyni, land-búnaðar og sjávarútvegs-ráðherra, sem hafi sagt í fjöl-miðli að ríkisvaldið eigi að

beita sér fyrir olíuhreinsi-stöð rétt eins og annarri at-vinnustarfsemi, hann séfylgjandi olíuhreinsistöð áVestfjörðum og muni leggjaundirbúningi málsins lið.

Forsætisráðherra sagðistskilja vel að heimamenn áVestfjörðum, eins og tildæmis landbúnaðar og sjáv-arútvegsráðherra, fagni öll-um nýjum hugmyndum umatvinnuuppbyggingu á heima-svæði þeirra.

Sumarbyggð í Súðavíkhefur sótt um lóðir til bygg-ingar 10 sumarhúsa vegnasjóstangveiði í Bolungarvíkog viðleguplássi fyrir sjó-stangveiðibáta. Ekki erkrafa um að öll húsin séu ásama reitnum þótt það séæskilegt. Húsin verða öllsömu gerðar, einlyft timb-urhús um 65 fermetrar aðstærð. Mögulega verðuruppbyggingunni skipt niðurtil tveggja ára. „Áformokkar sem að þessu stönd-um eru skýr. Hafist verðihanda síðla sumars 2008 ogbyggingu að fullu lokið íapríl 2009 þannig að reksturgeti hafist í maí það árið“,segir í bréfi Sumarbyggðartil hafnarstjórnar Bolungar-víkur.

Rekstrinum fylgja bátarog þörf fyrir viðlegupláss.„Með tilliti til þess vonumvið að hafnaryfirvöld í Bol-ungarvík hugi að því meðhvaða hætti verði tekið ámóti allt að tíu bátum í dag-legri umferð frá apríl tiloktóber ár hvert. Æskilegter ef nokkur er kostur, aðbátar þurfi ekki að hafa fleirien einn utan á sér í viðlegu“,

segir í bréfinu.Sumarbyggð hf., Tálkna-

byggð ehf., og Próton sam-einuðust nýlega í eitt fyrir-tæki með höfuðstöðvar íSúðavík undir heitinu Sum-arbyggð. Eins og greint hef-ur verið frá hófst samstarffjögurra sveitarfélaga áVestfjörðum innan félags-ins Fjord Fishing síðla árs2005. Það voru Bolungar-vík, Súðavíkurhreppur,Tálknafjarðarhreppur ogVesturbyggð. „Það starfsem þá var grundvallaðhefur leitt til mikillar upp-byggingar í ferðaþjónustuá Vestfjörðum sem útlit erfyrir að muni vaxa til munaí náinni framtíð. Í andaþeirra fyrirheita sem uppivoru við stofnun Fjord Fish-ing ehf., hefur verið unniðþó svo snuðra hafi hlaupiðá þráðinn fyrir réttu ári“,segir í bréfi Sumarbyggðar.

Hafnarstjórn fagnar þvíef Sumarbyggð ehf., hefurrekstur í Bolungarvík. Við-legupláss er nægjanlegt semstendur en það yrði að skoðafyrirkomulagið þegar nærdregur.

[email protected]

Sumarbyggð fær-ir út kvíarnar

Bolungarvík.

Karlmaður hefur verið sak-felldur fyrir Héraðsbroti Vest-fjarða fyrir brot gegn blygð-unarsemi unglingsstúlku ogáfengislagabrot. Hann var hinsvegar sýknaður af ákæru umkynferðisbrot gegn annarristúlku. Refsing ákærða ákveð-in sex mánaða fangelsi. Þávar hann dæmdur til greiðslumiskabóta. Manninum vargert að sök að hafa afklættstúlku sem stödd var í sam-kvæmi hjá dóttur hans svo húnvar á nærbuxum einum fata,lagst ofan á hana og káfað á

brjóstum hennar. Hann varsíðar sýknaður af þeim sökum.Síðar um nóttina lagðist hannvið hlið annarrar stúlku semvar í nærfötum einum fata ogkáfað á brjóstum hennar innanklæða og niður eftir læri. Þávar honum einnig gert að sökað hafa boðið stúlkunum uppá áfengi þrátt fyrir ungan aldurþeirra.

Ákærði neitaði sök og sagðiað stúlkurnar tvær hefðu hang-ið í íbúðinni að partýi loknutil að leita sér að kynferðis-legum athöfnum. Stúlkurnar

voru þá einungis 13 og 14 áraað aldri. Sagði hann að önnurstúlkan hefði flett upp um sigog sýnt honum á sér brjóstinog sagt að hann mætti káfa ásér en ekki hafa við sig kyn-mök þar sem hún væri ein-ungis þrettán ára.

Ákærði var dæmdur til aðsæta sex mánaða fangelsi oggreiða annarri stúlku 150.000krónur ásamt vöxtum auk344.474 krónur í sakarkostn-að. Þá var bótakröfu hinnarstúlkunnar vísað frá dómi.

Símon Sigvaldason, hér-

aðsdómari, lagði fram sittsératkvæði um að hans mativæri framburður stúlkunnarsem átti bótakröfu sem varvísað frá dómi trúverðugur.Þá styddi það mál hennar aðvitni sögðu hana hafa komiðgrátandi út úr herbergi þar semhún var ein með ákærða ogsamkvæmt vitnisburði móðurstúlkunnar hefði lífstíll hennarog líðan breyst til hins verraeftir atvikið. Hins vegar hafiframburður ákærða veriðeinkar ótrúverðugur í heildsinni. – [email protected]

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Skátar voru vígðir við varðeld við Dyngju.

Á fjórða tug skáta vígðirHátt í 40 skátar voru vígðir

inn í Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan við varðeld viðskátabústað félagsins Dyngjuí Dagverðardal á föstudags-kvöld. „Vígslan gekk eins ogí sögu. Það var smá snjókomaen að öðru leiti fínasta veðurog ég held að bæði foreldrarog börn hafi verið mjög ánægðmeð þetta“, segir HrafnhildurÝr Elvarsdóttir, starfsmaðurskátafélagsins. Verið var aðtaka upp nýja skátadagskrá þarsem krökkunum er skipt niðurí nýja flokka óháð kynjum.Að þessu sinni eru það tólfdrekaskátar sem eru krakkar áaldrinum 7-9 ára, 17 fálka-skátar sem eru á aldrinum 10-12 ára og loks tíu dróttskátar áaldrinum 13-15 ára.

Vígslan átti að vera á hlaup-ársdag, en fresta þurfti hennivegna veðurs. Þá voru liðin80 ár frá því að skátafélagiðEinherjar var stofnað af frum-

kvæði Gunnars J. Andrewíþrótta- og fimleikakennara ogstofnendur voru 14 talsins.Tveimur og hálfum mánuðiseinna var kvenskátafélagiðValkyrjan stofnað eða 17. maí.Fyrir 15 árum síðan voru fé-lögin sameinuð undir heitinuEinherjar/Valkyrjan.

Skátafélagið Einherjar -Valkyrjan er því rótgróið íbæjarlífinu á Ísafirði og hefurætíð síðan staðið fyrir fjöl-breyttu og uppbyggjandi æsku-lýðsstarfi svo eftir er tekið íbænum og víðar um land.

Markmið skátahreyfingar-innar er að þroska börn ogungt fólk til að verða sjálf-stæðir, virkir, hjálpsamir ogábyrgir einstaklingar í samfé-laginu. Bæjarbæjar eru vel-komnir að koma og fylgjastmeð skátavígslunni. Sungiðverður við varðeld og drukkiðheitt kakó svo eitthvað sénefnt. – [email protected] Vígslan gekk eins og í sögu.

Page 8: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 200888888

STAKKUR SKRIFAR

Landflótta ÍslendingurStakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

Færeyjasöfnunin óþörf?Færeyjasöfnunin óþörf?Færeyjasöfnunin óþörf?Færeyjasöfnunin óþörf?Færeyjasöfnunin óþörf?Elís Poulsen fréttaritari ríkisútvarpsins í Færeyjum lét þau orð fjalla íSvæðisútvarpi Vestfjarða að söfnun til handa Færeyingum sé eiginlegaóþörf. Ísafjarðarbær hefur styrkt söfnunina og bæjarráð hefur hvatteinstaklinga og fyrir tæki að gera hið sama. Elís sagði að flestir hefðuverið tryggði fyrir tjóni. Sjóvarnagarðar og hafnarmannvirki skemmd-ust í óveðrinu sem gekk yfir Færeyjar en að sögn Elís mannvirkin íeigu hins opinbera og ber það kostanað af skemmdunum.

Sex hundruð fundirSex hundruð fundirSex hundruð fundirSex hundruð fundirSex hundruð fundirSex hundraðasti fundur bæjarstjórnar Bolungarvíkur var haldinn í síðustu viku.

Bæjarstjórn Bolungarvíkur kom fyrst saman til fundar laugardaginn 1. júní 1974 áskrifstofu Guðmundar Kristjánssonar sveitarstjóra í Ráðhúsinu. Guðmundur var

ráðinn bæjarstjóri á fundinum en því starfi gegndi hann til dauðadags árið 1987.Forseti bæjarstjórnar var kosinn Ólafur Kristjánsson en hann varð bæjarstjóri við

fráfall Guðmundar Kristjánssonar og gegndi því starfi til ársins 2002. Bolungarvíkfékk kaupstaðarréttindi við samþykkt laga frá alþingi þann 5. apríl árið 1974.

Ekki verður annað sagt en Vestfirðingar veki athygli heima og aðheiman. Í Fréttablaðinu síðasta laugardag var frétt þess efnis að Íslendingurhefði leitað pólitísks hælis í Danmörku. Einhverjir kunna að hafa hrokkiðvið að Íslendingur leiti eftir hæli erlendis. En við nánari lestur fréttarinnarverður ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri, að fréttin eigi við rök aðstyðjast. Forstjóri Útlendingastofnunar, Hildur Dungal, sem þekkt er af fág-aðri framkomu og því að vera nákvæm í samskiptum við fjölmiðla staðfestiað rétt væri að nafngreindur Íslendingur ætti í hlut en taldi heldur ólíklegtað honum yrði að ósk sinni.

Þegar lengra var lesið kom í ljós að maðurinn taldi sig sæta ofsóknum afhálfu íslenska ríkisins og embættismanna þess, einkum var þar einn semkom við sögu. Þar reyndist um að ræða fyrrverandi sýslumann á Ísafirði,Ólaf Helga Kjartansson, sem nú er sýslumaður á Selfossi. Auðvitað vaktiþessi fullyrðing athygli, ekki síst fyrir það að fram kom í fréttinni að hinnpólitíski flóttamaður hafði verið dæmdur fyrir að ráðast á nefndan sýslumanní dómhúsinu á Selfossi, þar sem hann var við skyldustörf.

Þá verður lesandanum hugsað til þess hvað embættismaðurinn skyldihafa gert þessum manni sem nú leitar á náðir frænda okkar Dana til þess aðfá skjól fyrir þessum skelfilegu ofsóknum íslenska ríkisins. Ekki var nein

svör að finna í fréttinni sjálfri. Þó var eina setningu að finna í lokin. Nú ervitað að Vestfirðingar eru öðrum fremri á öllum sviðum, en ekki er vitað tilþess að sýslumaðurinn sem sat lengi á Ísafirði hafi lagt í vana sinn að of-sækja fólk, þótt mörgum líki misjafnlega við hann. Skýringin á því kann aðfelast í því að hann vilji rækja embætti sitt af festu og einurð, sem sé um-fram það sem öllum finnst við hæfi.

Það sem vekur athygli er að það virðist fremur vera hinn landflótta mað-ur sem hafi ofsótt sýslumanninn en öfugt. Fróðlegt verður að sjá hvernigmálið þróast, en Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar virtist svaraaf mikilli kímnigáfu á þann veg að líkurnar væru minni en engar nema efDanir hefðu því meiri áhyggjur af efnahagsástandi íslensku þjóðarinnar.Sýslumaðurinn svaraði hins vegar aðeins, að hann hefði ekki ofsótt um-ræddan mann, hvorki sem embættismaður né einstaklingur og bætti þvíreyndar við á visir.is að ásakanir þessar væru gjörsamlega út í hött. Kann-ski er aumingja sýslumaðurinn bara of stífur. Hann hefði átt að byrja á þvíað hlæja að þessu og nota svo húmorinn. En hinu verður ekki neitað aðmaðurinn skráir nafn sitt á spjöld Íslandssögunnar með nýjum hætti og þaðvirðist gerast ítrekað, enda er hann Vestfirðingur og þeir skera sig ævinlegaúr fjöldanum.

ÖrútgáfaJóhannes-arpassíuJanusz Frach, fiðlu-

kennari TónlistarskólaÍsafjarðar, hefur að und-anförnu staðið í strönguað undirbúa tónleika í Ísa-fjarðarkirkju á föstudag-inn langa, þar sem hiðmerka verk Johanns Se-bastian Bachs, sjálf Jó-hannesarpassían, verðurflutt í „örútgáfu“ Janusz-ar. Í fyrra flutti hópur tón-listarmanna valda þætti úrMatteusarpassíu Bachs áföstudaginn langa undirstjórn Januszar og tókstsvo vel til að hann hefurráðist í að endurtaka leik-inn, nú í kirkjunni og meðsönghóp, auk þess semhljóðfæraleikararnir verðanú nokkuð fleiri.

Þeir koma úr röðumkennara og nemenda skól-ans, en einnig taka nokkr-ir nemar úr ListaháskólaÍslands sem tengjast Ísa-firði þátt í flutningnum.Janusz hefur valið þættiúr verkinu og útsett fyrirstrengi, en gítar, þver-flauta og trompet farameð einleikshlutverk. Þásyngur hópur nemendanokkra þætti og upples-arar segja okkur sögunasem gerðist á föstudaginnlanga, eins og hún kemurfyrir í Jóhannesarguð-spjalli og fara með ýmsarhugleiðingar út frá sögu-þræðinum.

Tónleikarnir verða íÍsafjarðarkirkju á föstu-daginn langa kl. 17.

Miklar framkvæmdir eruframundan á Suðureyri enframkvæmdakostnaður verð-ur á bilinu 63-68 milljónir íár. Helsta verkefnið er upp-fylling í Lónið til uppbygg-ingar sjóstangaveiðiverkefni.Lagðar verða götur og lagnirundir hús fyrir sjóstangveiði-menn. Einnig á að endur-byggja stálþilið í þorpinu og

dýpka innsiglingarennu. Þettakom fram á íbúafundi Ísa-fjarðarbæjar um aðkomu bæj-arins að atvinnumálum. Þarfór Óðinn Gestsson hjá Ís-landssögu yfir stöðu mála hjáfyrirtækinu og hvernig unniðyrði eftir að samdráttur íþorskveiðiheimildum er dreg-inn saman um 30%. Þar einsog á hinum stöðunum var

umræða um ný tækifæri í at-vinnulífinu og minnst var áSjávarþorpið Suðureyri ogsjóstangaveiðiverkefni Hvíld-arkletts í því samhengi, en þauverkefni vaxa hratt á milli ára.

Eins og greint hefur sjávar-þorpið Suðureyri ehf., undir-búið mótvægisaðgerðir vegnaniðurskurðar á þorskveiði.Verkefnið gangur út að efla

alla innviði og skapa grund-völl fyrir frekari atvinnusköp-un og menningu á svæðinu.Með þessu tveggja ára átaks-verkefni verði sjávartengdriverkþekkingu haldið við,samhliða uppbyggingu á verð-mætaskapandi störfum fyrirsamfélagið á nýjum sviðum.Stefnt er að því að ráða fram-kvæmdastjóra Sjávarþorpsins

Suðureyri sem fyrst og munhann ásamt stjórn klasanshalda utan um framangreintátaksverkefni en áætlað um-fang verkefna sem tilheyraþessum mótvægisaðgerðumeru 580 milljónir kóna fyrirtveggja ára tímabil.

Sjóstangveiðiverkefni Hvíld-arkletts hefur gengið vonumframar. – [email protected]

Lónið á Suðureyri fylltupp fyrir sumarhúsalóðir

Suðureyri. Ljósm: Mats Wibe Lund.

Page 9: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 99999

Andey seld til FæreyjaAndey seld til FæreyjaAndey seld til FæreyjaAndey seld til FæreyjaAndey seld til FæreyjaSveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur fyrir sitt leyti samþykkt sölu á Andey ÍS frá Frosta hf. tilfæreysks aðila sem sýnt hefur skipinu áhuga og gert kauptilboð. Aðspurður um málið segir ÓmarMár Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, að samkvæmt hluthafasamningi frá árinu 2004verður að fá samþykki sveitarfélagsins standi til að selja eignir félagsins. Á fundi sveitarstjórnar áfimmtudag voru lögð fram gögn þar sem fram koma upplýsingar um kaupanda og kaupverð. Ekkihefur þó enn verið gengið formlega frá sölunni. Eins og flestir vita hefur Andey legið hreyfingar-lítið við bryggju á Ísafirði undanfarið og hefur skipið verið á söluskrá í nokkurn tíma.

Nýr vefur opnaðurNýr vefur opnaðurNýr vefur opnaðurNýr vefur opnaðurNýr vefur opnaðurHeilbrigðisstofnun Bolungarvíkur hefur opnað vef þar sem finna má

ýmsar upplýsingar og fregnir af starfseminni. Til að mynda er þarað finna upplýsingar um almenna læknaþjónustu, tannlækna-

þjónustu og skólaheilsugæslu. Einnig er þar að finna pólsk-íslenskaorðabók. Heilsugæslan var vígð árið 1978 en eftir það voru gerðar

ýmsar breytingar á sjúkraskýlinu svokallaða sem hýsir SjúkrahúsBolungarvíkur en það var byggt á sjötta áratugnum.

Spítaladraugur-inn frumsýndurStarfsmenn Heilbrigðis-

stofnunar Ísafjarðarbæjar hélduárshátíð í Edinborgarhúsinu álaugardagskvöld. Að sögnSvavars Þórs Guðmundssonarhófst skemmtunin með teitumí heimahúsum áður en safnastvar saman í Edinborg. Þá tókuvið skemmtiatriði sem voruekki af verri endanum. „Þem-

að var blómabörn. Það vorusungin lög úr Hárinu og kórsjúkrahússins fylgdi þemanuog söng gömul hippalög. Svovar sýnd stuttmyndin Spítala-draugurinn sem Lýður Árna-son, frístundalæknir og kvik-myndagerðamaður tóku upp.

Í myndinni fóru starfsmenná kostum við að gera grín að

starfsfélögum sínum“, segirSvavar.

Að borðhaldi og skemmti-atriðum loknum var stiginndans fram á rauða nótt viðundirleik Halla og Þórunnar.„Þetta var alveg stórkostlegskemmtun og mér skilst aðallir séu mjög sáttir“, segirSvavar. – [email protected]

Page 10: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 20081010101010

„Það sem mestu máli skiptir er að með Pútin kom stöðugleiki semRússland þurfti svo sárlega á að halda. Eftir að hann komst til valdafór þjóðin að ná sér á strik eftir mjög erfitt tímabil og efnahagurinnhefur farið mjög vaxandi. Það er eins og valdamenn á vesturlöndumog þá sérstaklega í Bandaríkjunum vilji alls ekki sjá þetta gerast.“

Auðvitað vill fólkiðbúa við stöðugleika

Hin rússneska Lada Cherka-soff er eiginkona GuðbjartsJónssonar frá Flateyri, sem veler þekktur á svæðinu. Lada ereinstaklega framtakssöm konaen þau hjónin reka samanverslunina Bergkristal á Ísa-firði.

Lada er frá litlum bæ umþað bil 175 kílómetrum utanvið Moskvuborg. Hún segirbæinn vera lítinn á rússneskanmælikvarða. Þar búa þó um600 þúsund manns, langtumfleiri en á öllu Íslandi.

„Ég kom til Íslands sumarið2004 svo ég hef búið hérna ínæstum fjögur ár. Síðan þá hefég samt verið í miklu sam-bandi við fólkið heima í Rúss-landi, bæði mína fjölskylduog ættingja, en þar að auki erég í miklu og góðu viðskipta-sambandi við fyrirtæki í Rúss-landi. Þaðan kemur stærsturhluti þeirra vara sem ég er aðselja í Bergkristal.“

Eins og ævintýriEins og ævintýriEins og ævintýriEins og ævintýriEins og ævintýri

– Nú hafa tíðar fréttir boristfrá Rússlandi að undanförnu,sérstaklega af rússneskumstjórnmálum. Þingkosningarvoru í desember og forseta-kosningar á dögunum. Þú hef-ur væntanlega fylgst með þessuaf áhuga?

„Ég verð að viðurkenna aðég fylgdist ekki mikið meðþingkosningunum í desember,en þeim mun meira með for-setakosningunum núna. Þaðer að segja, ég er ekki sérfræð-ingur í stjórnmálum en hefmínar eigin skoðanir á þeimmálum. Ég gat séð þetta bæðimeð augum heimamannsinsog útlendingsins, en það varótrúlega mikið fjallað umþetta í erlendum blöðum ogáhugi vestrænu pressunnar áforsetakosningunum var mjögmikill. Það er mjög merkilegthvernig var fjallað um kosn-ingarnar og ég skil vel af hverjuflestir vesturlandabúar haldaað ástandið í Rússlandi sé al-veg agalegt, það lítur þannigút í blöðunum. En ég get sagtþað fyrir víst að ástandið und-anfarin átta ár hefur verið eins

og ævintýri fyrir íbúa landsinsmiðað við árin þarna á undanog veruleikinn er allt annar ensögurnar í blöðunum gefa tilkynna.“

Með Pútin komMeð Pútin komMeð Pútin komMeð Pútin komMeð Pútin komstöðugleikistöðugleikistöðugleikistöðugleikistöðugleiki

„Það sem mestu máli skiptirer að með Pútin kom stöðug-leiki sem Rússland þurfti svosárlega á að halda. Eftir aðhann komst til valda fór þjóðinað ná sér á strik eftir mjögerfitt tímabil og efnahagurinnhefur farið mjög vaxandi. Þaðer eins og valdamenn á Vest-urlöndum og þá sérstaklega íBandaríkjunum vilji alls ekkisjá þetta gerast.

Geturðu ímyndað þér mun-inn á ástandinu fyrir venju-legan Rússa? Ef valið stendurá milli daglegra byltinga ogáfloga annars vegar, eða stöð-ugleika hins vegar, hvaðmyndi maður velja? Ég getalveg sagt þér það að venjulegtfólk í Rússlandi er ekki mikiðað velta fyrir sér einhverrivaldabaráttu æðri stétta, fólkhefur voðalega takmarkaðanáhuga á henni. Það sem fólkvill er stöðugleiki í lífinu. Þaðvill geta farið til vinnu ámorgnana og komið heim ákvöldin án þess að verða lamineða rænd, það vill geta keyptsér að borða og borgað leig-una. Þetta er það sem rúss-neska þjóðin vill og þetta erþað sem hefur orðið gerlegtmeð Pútin.

Annað skiptir þjóðina minnamáli, hverjir nákvæmlega ráðahverju og þar fram eftir göt-unum.“ – Rússneska þjóðin erekki mikið að velta fyrir séreignarhaldi og umsvifum Gaz-prom og svoleiðis hlutum?

„Nei, það er langt í frá. Þaðer bara lítill hluti fólksins semhefur einhvern áhuga á þess-um málum. Eins og ég segi þáer meirihluti fólksins að spá ídaglegu lífi, hvað borða ég íkvöld, get ég sent barnið mittí skóla, hrynur þakið nokkuðaf húsinu mínu og þar frameftir götunum, og daglegt líf

er miklu betra núna en áður.“

Þekkir lítiðÞekkir lítiðÞekkir lítiðÞekkir lítiðÞekkir lítiðnýjan forsetanýjan forsetanýjan forsetanýjan forsetanýjan forseta

– En nú var kjörinn nýr for-seti á dögunum, Dmitri Med-vedev. Heldur þú að það séeinhverra breytinga að væntaí Rússlandi í kjölfarið?

„Nei það held ég ekki. Þettaer nákvæmlega sá maður semPútin og flokkur hans vildu fáí embættið og ástandið ættiekki breytast neitt að ráði.Stöðugleikinn á eftir að haldaáfram.“

– Hvernig líst þér á þennannýja mann?

„Hvorki ég né aðrir Rússarþekkjum þennan mann sér-staklega vel, því hingað tilhefur hann nær algerlega veriðí skugganum. En hann er ung-ur og virkar mjög duglegur,þannig að mér líst bara vel áhann.“

– Heldurðu að hann sé ekk-ert annað en strengjabrúðaPútins, eins og haldið hefurverið fram á vesturlöndum?

„Nei, það held ég ekki. Pút-in hefur ekki verið einráður íRússlandi, flokkurinn allurhefur haldið um stjórnartaumaog gerir það áfram, enda hefurþað gengið að mínu matiágætlega hingað til.“

Sífelld átök í TéténíuSífelld átök í TéténíuSífelld átök í TéténíuSífelld átök í TéténíuSífelld átök í TéténíuÞegar Lada er spurð út í

Boris Jeltsin og forsetatíð hansfer hún ósjálfrátt að hlæja.

„Hann var algjör andstaðavið Pútin og stjórnartíð hanseinkenndist af allt öðru enstöðugleika. Það var algjörrússíbani, upp og niður og uppog niður og enginn vissi viðhverju hann ætti að búast oghvernig ástandið yrði á morg-un. Það var ómögulegt að segja.Þetta breyttist mikið eftir aðPútin komst til valda.

– Rússar hafa mikið veriðgagnrýndir fyrir framgöngusína í Tétséníu. Hvernig finnstþér ástandið hafa þróast þar?

„Það hefur skánað undan-farin ár, það leikur enginn vafi

á því. Ég ætla ekki að fara aðhalda því fram að Tétsénía séfriðsælt svæði, þar eru sífelldátök sem mjög erfitt er aðhemja, en í það minnsta erþetta ekki lengur algjört stríðeins og það var áður.“

Aðrir kostirAðrir kostirAðrir kostirAðrir kostirAðrir kostirarfaslakirarfaslakirarfaslakirarfaslakirarfaslakir

„Ég sé í fljótu bragði enganbetri stjórnanda fyrir Rússlanden Vladimir Pútin. Eflaust ersá maður til sem hentar land-inu betur, ég efa það ekki, enhann er ekki sjáanlegur í augna-blikinu og ef maður hugsarum þær stjórnmálalegu hörm-ungar sem Rússland hefurgengið í gegnum frá falli Sovét-ríkjanna þá getur maður ekkiverið hissa þó að fólkið séhrifið af Pútin.

Ef við horfum á hina helstustjórnmálamennina í Rúss-landi þá er það ekki fögur sjón.Við höfum geðsjúklinginnVladimir Zhírinovskí til aðmynda. Hann er mjög gáfaðurmaður, en algjörlega brjálað-ur.“

– Hann vildi gera Ísland aðfanganýlendu, er það ekki?

„Jú, hann er með alls kynsfurðulegar hugmyndir í utan-ríkismálum. Til dæmis vill hannendilega hertaka Indland svohann geti laugað skó sína uppúr Indlandshafi.“

– En Gennadí Zhúganov,hvernig leist þér á hann?

„Hann er fulltrúi gamla tím-ans í Rússlandi, það er ekkertflóknara en það. Þegar maðurhugsar um Zhúganov ogKommúnistaflokkinn þá hugs-ar maður um mjög myrka dagaí sögu þjóðarinnar, og aftur-hvarf til fortíðar er ekki þaðsem fólkið vill. Það vill stöð-ugleika, en ekki eins og áðurvar.“

– Hann fékk samt hátt í 20%atkvæða í þessum kosningum.

„Já og ég er þannig séð ekk-ert hissa á því. Það er mikið afeldra fólki í Rússlandi sem erfullt af fortíðarþrá og saknarþessa gamla tíma þegar herinnvar sterkur og járnagi var áöllu í landinu.“

Ósanngjörn lýsingÓsanngjörn lýsingÓsanngjörn lýsingÓsanngjörn lýsingÓsanngjörn lýsing– Eins og þú hefur eflaust

orðið vör við hefur Pútin veriðlíkt við einræðisherra afmörgum á vesturlöndum.

„Það finnst mér mjög ósann-gjörn lýsing. En ég held aðþað sé einfaldlega vegna þessað hann er mjög sterkur leið-togi, og það er nákvæmlegaþað sem Rússland þurfti á aðhalda. Jeltsín var brandari, ogá hans tíma var lögum varlaframkvæmt og glæpaklíkuróðu uppi.

Þar áður höfðum við Gorba-tjov sem ég ber mikla virðingufyrir sem einstaklingi. Hannvar mjög góður maður meðgóðar hugmyndir og góðanvilja. Vandamálið var einfald-lega að hann var ekki nógusterkur leiðtogi og gat ekkileitt þjóðina.

Ef maður tekur þetta með íreikninginn og lítur til þesshvers konar menn voru á und-an og hvaða aðrir menn eru íboði, þá er ekkert skrítið aðmaður vilji að núverandi vald-hafar stjórni landinu áfram.“

Borga aldreiBorga aldreiBorga aldreiBorga aldreiBorga aldreisína reikningasína reikningasína reikningasína reikningasína reikninga

– Nú hafa ráðamenn í Kremlmikið verið gagnrýndir fyrirframkomu sína gagnvart Úkra-ínumönnum undanfarin ár, að-allega fyrir að hafa dregið úrflutningi á orku sem Úkraínu-menn treysta mjög á.

„Það sem enginn virðistminnast á í þeirri umræðu allrier að Úkraínumenn hafa aldreiborgað sína reikninga. Það eraldrei talað um það. Í öllumfyrirtækjarekstri er skrúfaðfyrir menn sem ekki borga ogþað er nákvæmlega það semverið er að gera, en þó bara ílitlum mæli. Rússar hafa veriðmjög þolinmóðir í þessu máli,en það er ekki hægt að látahvað sem er viðgangast.

Úkraína var í Sovétríkjun-um og fékk þessa orku þáókeypis frá Rússlandi. Þeirvildu verða sjálfstæðir og þáþurfa þeir að sjálfsögðu að

borga fyrir aðkeypta orku, þaðer það sem sjálfstæðið kostar.

Það gleymist líka að Úkraínu-menn hafa ekki sýnt neina bið-lund þegar kemur að því aðrukka fyrir flutning á gasi ígegnum landið. Rússar erumeð stórar og miklar lagnirsem liggja í gegnum Úkraínuog flytja gas til ýmissa landa íEvrópu. Úkraínumenn ætlasttil að það gjald sé greitt á hár-réttum tíma, en borga svo al-drei sína gasreikninga.

En eins og ég segi, ég heldað hinn venjulegi Rússi sé ekkimikið að spá í þessa hluti.“

Getur gengið örugg-Getur gengið örugg-Getur gengið örugg-Getur gengið örugg-Getur gengið örugg-ur um göturnarur um göturnarur um göturnarur um göturnarur um göturnar

– Voru glæpir ekki mikiðvandamál í valdatíð Jeltíns?Óð ekki mafían uppi?

„Glæpir eru ennþá talsvertvandamál í Rússlandi, en ör-yggið er samt miklu meira enþað var á tíunda áratugnum.Þá vissirðu aldrei á hverju þúgast átt von þegar þú labbaðiryfir götuna, það gat vel fariðsvo að þú yrðir rændur eðaþaðan af verra.

Á þessum tímum í Rúss-landi lenti fólk með lítil fyrir-tæki oft í því að til þeirra komuvafasamir strákar í leðurjökk-um og buðu vernd gegn greið-slu. Svona var ástandið, enþað hefur skánað mikið ogenginn af þeim sem ég þekki íRússlandi og rekur fyrirtækiþarf að greiða mafíósum fyrirvernd.

Núna eru glæpir meira áfjármálasviðinu. Viðskipta-glæpir eru ennþá mikið vanda-mál, en ég held að það eigieftir að takast að leysa það áendanum. Í það minnsta geturmaður gengið nokkuð öruggurum göturnar í dag.“

100 þúsund100 þúsund100 þúsund100 þúsund100 þúsundsvartir skórsvartir skórsvartir skórsvartir skórsvartir skór

– Finnst þér efnahagurRússlands hafa tekið miklumframförum frá tíunda áratugn-um?

„Já, það leikur sko enginn

Page 11: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 1111111111

„Svona var sovéskur efnahagur í hnotskurn. Flokkurinn réði því hvað varbúið til, hvar það var selt og á hvaða verði. Auðvitað gekk þetta ekki til

lengdar. Þetta er mjög leiðinlegt vegna þess að Rússar framleiða alveg hell-ing af gæðavörum, en út af þessu samfellda 70 ára niðurlægingarskeiði hafaþær frekar slæmt orð á sér. En ég held að það sé hægt og rólega að breytast.“

vafi á því. Efnahagurinn er áuppleið. Í stöðugleikanumsem nú ríkir er hægt að rekafyrirtæki og það er hægt aðbyggja upp efnahaginn. Þaðvar gjörsamlega vonlaust áð-ur.

Í Sovétríkjunum gastu rekiðfyrirtæki, en ekki eins og þérsýndist og þú máttir ekkibregðast við kröfum markað-arins. Ef þú varst til að myndameð skóverksmiðju, þá gastuallt eins fengið skipum fráyfirvöldum um að gera 100þúsund svarta skó. Og þáskipti engu máli þó að rauðirskór væru í tísku, þú réðstengu um það hvað þú fram-leiddir. Þú áttir bara að geraþína svörtu skó, og þetta varðað sjálfsögðu til þess að fyr-irtækin sátu uppi með vöru-fjall sem þau gátu ekki selt.“

Tekur tíma aðTekur tíma aðTekur tíma aðTekur tíma aðTekur tíma aðná fullri heilsuná fullri heilsuná fullri heilsuná fullri heilsuná fullri heilsu

„Svona var sovéskur efna-hagur í hnotskurn. Flokkurinnréði því hvað var búið til, hvarþað var selt og á hvaða verði.Auðvitað gekk þetta ekki tillengdar.

Þetta er mjög leiðinlegtvegna þess að Rússar fram-leiða alveg helling af gæða-vörum, en út af þessu samfellda70 ára niðurlægingarskeiðihafa þær frekar slæmt orð ásér. En ég held að það sé hægtog rólega að breytast.

Rússneskur efnahagur ereins og manneskja sem hefurátt við langvarandi veikindiað stríða. Sjúkdómurinn er far-inn, en það tekur samt tíma aðná aftur fullri heilsu.

– Eru Rússar ekki farnir aðflytja út alls kyns vörur til vest-rænna landa í síauknu mæli?

„Jú þetta er allt á uppleið.Þjóðverjar til að mynda kaupaósköpin öll af þeim kristal-vörum sem ég er að selja íminni verslun. Ég held að al-mennt séu rússnesk framleið-slufyrirtæki að sækja í sigveðrið. Auðvitað eiga mörgþeirra í vandræðum og mörgönnur hafa þegar dáið drottnisínum, en Rússar eiga fullt aföflugum fyrirtækjum semverða sterkari með hverju ár-inu.“

HörmulegHörmulegHörmulegHörmulegHörmulegeinkavæðingeinkavæðingeinkavæðingeinkavæðingeinkavæðing

– Nú gekk Rússland í gegn-um eina svakalegustu einka-væðingu sem sést hefur ímannkynssögunni. Eftir hanavarð hópur manna, svokallaðirOligarkar, gríðarlega efnaðurá mjög stuttum tíma. Var ekkisvekkjandi hvernig að þessuvar staðið? Var þetta ekkiósanngjarnt?

„Það var ekki beinlínissvekkjandi, það var bara hreint

út sagt hörmulegt. Algjörskelfing og svartur blettur ásögu þjóðarinnar.

Það er saga að segja frá þvíhvernig þetta fór fram. ÞegarGorbatjov var við völd ákvaðhann að deila niður ríkisfyrir-tækjunum, og auðlindunumþar með, milli allrar þjóðar-innar. Allir, þar á meðal unga-börn og gamalmenni, fengulítinn miða þar sem stóð aðþeir ættu pínulítinn hlut í ein-hverju fyrirtæki.

Vandamálið var að fæstirhöfðu nokkra einustu hug-mynd um hvað þetta var, hvaðþá hversu mikils virði þettaværi. Sérstaklega úti í litlumþorpum voru kannski gamlarprjónakerlingar sem hentumiðanum einhvers staðarofaní skúffu og spáðu ekkineitt í neinu. Svo voru ein-hverjir töffaralegir unglingarsem gengu á milli og véluðubréfin út úr fólkinu, og í flest-um tilfellum stálu þeir hlutun-um með hótunum og jafnvelmorðum.

Sumir menn, eins og t.d.Mikhail Khodorkovsky, gerð-ust allt í einu ríkir, menn semí dag eru látnir líta út eins ogsaklaus pólitísk fórnalömb ívestrænum fjölmiðlum. Enmaður byrjar að spyrja sighvernig slíkar upphæðir hafigetað lent í höndum eins manns.

Fæstir í Rússlandi láta þettasamt fara mikið í taugarnar ásér. Upphæðirnar sem um erað ræða eru svo geggjaðar aðfólk hreinlega skilur þær ekkiog nennir ekki að hugsa út íþetta. En Rússar eru langt ífrá allir sammála og ég veit aðNína vinkona mín hefur til aðmynda aðrar skoðanir á þess-um málum en ég.“

Vilja það samaVilja það samaVilja það samaVilja það samaVilja það samaog aðrar þjóðirog aðrar þjóðirog aðrar þjóðirog aðrar þjóðirog aðrar þjóðir

– En af hverju heldurðu aðvestrænir ráðamenn og fjöl-miðlar, og þá sérstaklega íBandaríkjunum, séu þá svonalítið hrifnir af Pútin og hinunýja Rússlandi?

„Ég held að menn séu barahræddir við að Rússland verðiaftur sterkt og stöðugt efna-hagsveldi. Það er ástæðan fyrirþessum undarlega, og að mérfinnst ósanngjarna, fréttaflutn-ingi af ríkjandi stjórnvöldum.

Það sem Vesturlandabúarskilja ekki er að nýtt, sterktRússland á ekki eftir að verðaeins og Sovétríkin. Það eruengin áform uppi um afskiptiaf öðrum löndum og metnaðurráðamanna til að vasast í mál-efnum annarra ríkja er mjögtakmarkaður. Þess vegna heldég að það sé ekkert að óttastþó Rússland verði aftur stór-veldi.

Það eru einfaldlega aðrar

reynsla er eiginlega sú aðstundum eru Rússar þægilegrií viðskiptum en Íslendingar.Til að mynda finnst mér mjögóþægilegt hvað getur veriðerfitt að fá uppgefið verð hjáíslenskum skipafélögum, yfir-leitt fær maður ekki að vitahvað flutningurinn kostar fyrren eftir að varan er komin tilÍslands.

Það virðast fleiri Rússar verasammála mér um að Íslend-ingar geti verið erfiðir í sam-skiptum. Ég var einu sinnibeðin um að aðstoða fiskkaup-anda hér á Íslandi við að kauparússneskan fisk. Ég hringditil Rússlands og allt gekk velþar til kom í ljós að ég var aðtala fyrir Íslendinga. Þá sögð-ust þeir vera hættir að verslavið þá, þar sem það hafði kom-ið oftar en einu sinni fyrir aðmenn reyndu að ljúga því aðþeir hefðu pantað eitthvað alltannað þegar fiskurinn varkominn, og vildu ekki borga.Þessir Rússar seldu Norð-mönnum, Bretum, hverjumsem er í rauninni nema Íslend-ingum.

En þó ferðalögin séu orðineinfaldari, þá getur þetta veriðvesen. Það er ekki út af nein-um illvilja rússneskra yfir-valda, heldur frekar af göml-um vana. Í Rússlandi eru allskonar skriffinnskustofnanirsem hreinlega gleymdist aðleggja niður eftir hrun Sovét-ríkjanna.“

Meiriháttar aðMeiriháttar aðMeiriháttar aðMeiriháttar aðMeiriháttar aðþurfa ekki að læsaþurfa ekki að læsaþurfa ekki að læsaþurfa ekki að læsaþurfa ekki að læsaLada segist kunna vel við

lífið á Íslandi.„Fólkið er mjög gott og mér

líður mjög vel hérna. Það erað sjálfsögðu eitt og annaðsem mér finnst óþægilegt, einsog til dæmis þegar við hjóninvorum föst í Önundarfirði útaf snjóflóðahættu. Ég skil velað það sé hætta fyrir hendi, enviðmótið og afskiptaleysiðstakk mig. Sérstaklega meðtilliti til pólska fólksins semvar fyrir aftan okkur og talaðiekkert annað en pólsku. Auð-vitað á að reyna að koma tilmóts við fólkið, ekki bara lokaveginum og hugsa ekkert út íafleiðingarnar.

En allt í allt er ég mjög ánægð.Ég er sérstaklega hrifinn afþví að Ísland er ekki með neinnher, og strákurinn minn þarfþess vegna ekki að verða her-maður frekar en hann vill.

Ég er líka hrifinn af örygg-inu sem hérna er, það eru ótrú-leg forréttindi að þurfa ekkiað hafa áhyggjur af börnunumsínum. Svo finnst mér alvegmeiriháttar að þurfa ekki aðlæsa útidyrahurðinni, það erótrúlega mikið frelsi fólgið íþví“

[email protected]

hugmyndir í gangi núna ogaðrar hugsjónir. Sovétríkin ogkommúnisminn voru svo sturl-uð að svo mörgu leyti, sérstak-lega hvað varðaði utanríkis-mál.

Nú er öldin önnur og viðviljum bara það sama og aðrarþjóðir. Við viljum stöðug-leika, við viljum geta unniðfyrir okkur og við viljum búavið öryggi. Ég held að fáarþjóðir átti sig betur á því hvaðhryðjuverk eru en við Rússar.Ástandið í Tétséníu hefur nátt-úrlega verið skelfilegt í gegn-um tíðina, að sjálfsögðu sér-staklega fyrir fólkið sem þar

býr, en líka fyrir Rússa.“– Hefur ekki dregið veru-

lega úr hryðjuverkaárásum aðundanförnu?

„Jú, þetta er að skána. Þaðskelfilegasta var náttúrlegagíslatakan í barnaskólanum íBeslan fyrir rúmlega þremurárum. Ég var einmitt úti íRússlandi þegar hún var ogvið fengum að fylgjast mjögvel með þessu. Þar var stans-laus fréttaflutningur, hverjaeinustu mínútu sem gíslatakanstóð yfir. Enn þann dag í dager ekki vitað nákvæmlegahvað gerðist í Beslan og afhverju þetta fór eins og það

fór, en síðan þá hefur ekkiverið nein hryðjuverkaárás afsömu stærðargráðu í Rúss-landi.“

Leifar af gamalliLeifar af gamalliLeifar af gamalliLeifar af gamalliLeifar af gamalliskriffinnskuskriffinnskuskriffinnskuskriffinnskuskriffinnsku

– Ferðu mikið til Rússlandstil að heimsækja fjölskyldueða til að gera viðskiptasamn-inga?

„Já, ég er nokkuð duglegvið það. Það er orðið mikluauðveldara að ferðast til Rúss-lands og gera viðskipti í Rúss-landi en það var áður. Og mín

Page 12: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 20081212121212

Nýtt flutningafyrirtæki á markaðinnNýtt flutningafyrirtæki á markaðinnNýtt flutningafyrirtæki á markaðinnNýtt flutningafyrirtæki á markaðinnNýtt flutningafyrirtæki á markaðinn Súðavíkurgöng ekki á dagskráSúðavíkurgöng ekki á dagskráSúðavíkurgöng ekki á dagskráSúðavíkurgöng ekki á dagskráSúðavíkurgöng ekki á dagskráÁskorun um að hefja þegar undirbúning að gerð jarðganga

milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar verður tekið fyrir viðnæstu endurskoðun samgönguáætlunar. Í bréfi samgöngu-ráðuneytisins til Ísafjarðarbæjar um málið er tekið fram aðnæstu jarðgöng sem fyrirhugðu eru á samgönguáætlun eruBolungarvíkurgöng, Dýrafjarðargöng, göng milli Eskifjarðar

og Norðfjarðar og göng undir Lónsheiði.

Westfrakt, nýtt flutningafyrirtæki hefur hafið flutninga milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Að sögnKarls Heiðars, framkvæmdastjóra Westfrakt, er fyrirtækið með einn bíl í rekstri á leiðinni. „Viðerum að keppa við risana og við sjáum til hvort við fjölgum bílum. Það fer eftir undirtektumVestfirðinga.“, segir Karl. Bransinn er harður fyrir vestan, að sögn Karls og segir hann risana, þ.e.Flytjanda og Samskip, stunda undirboð og erfitt fyrir nýja aðila að hasla sér völl á markaðnum.Fyrsta ferð Westurfrakt var fyrir tveimur vikum síðan og segir Karl þessar fyrstu tvær vikur lofagóðu. Fyrirtækið er ekki með vöruafgreiðslu á Ísafirði en það er fyrst og fremst í stórum förmum.

Tilboð óskast íAðalstræti 13-15Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir hér

með til sölu fasteignina Aðalstræti 13-15 íBolungarvík. Húsið er þrjár hæðir og erhver hæð um 240m² ásamt kjallara og377m² bakhúsi sem notað er sem geymslu-húsnæði.

Áhugasamir hafi samband við Grím Atla-son, bæjarstjóra í síma 450 7000 eða í net-fangið [email protected].

Tilboð óskast fyrir 16. mars 2008.

Bolungarvíkurkaupstaður

Halldór Halldórsson, bæjar-stjóri Ísafjarðarbæjar segistsammála Geir H. Haarde, for-sætisráðherra um að fjármagnhafi ekki skort til framkvæmdatillagna Vestfjarðaskýrslunn-ar. Skýrsla Vestfjarðarnefndarvar til umræðu á Alþingi í vik-unni. Halldór segir að reynd-ar hafi orðið tafir vegna þessað fjáraukalög og fjárlög voru

ekki samþykkt fyrr en í des-ember. Ekki þurfi að vera frek-ari tafir vegna fjármála aðsögn Halldórs. „Ég tel að að-ferðafræðin við Vestfjarða-skýrsluna sé að virka og þaðmiklu betur en við kannskitrúum sjálf. Þetta er nefnilegaglæsilegt dæmi um skýrslusem ekki er sett niður í skúffuheldur er nefndin enn starfandi

að beiðni forsætisráðherra.Hann vill að nefndin fylgiverkefnum alla leið í hlað“,segir Halldór.

Eins og greint er frá hér ásíðunni til hliðar, verður ekk-ert af skýrslugerðarmiðstöðlögreglu sem átti að vera stað-sett á Vestfjörðum. Halldórsegir það vera vegna tækni-breytinga og í staðinn sé

dómsmálaráðuneyti að finnaaðrar leiðir til að skapa störf áVestfjörðum. Hann vill bendaá önnur verkefni í skýrslunnisem ekki voru samþykkt envoru þar sem hugmyndir ogsum hver orðin að veruleika.Halldór nefnir þar t.d. störf ávegum Innheimtustofnun sveit-arfélaga og olíuhreinsistöðsem er til skoðunar.

Halldór sammála Geir Haarde

Styrkja Skála-víkursöfnunina

Ísafjarðarbær mun styrkjasöfnun fyrir íbúa Skálavíkurá Sandoy í Færeyjum. Mik-ið óveður reið yfir Færeyjarí febrúar og olli miklu tjóniog einna mestu í Skálavík. Íminnisblaði Halldórs Hall-dórssonar bæjarstjóra kem-ur fram að íbúar Ísafjarðar-bæjar eiga Færeyingummikið að þakka eftir snjó-flóðin 1995. Þeir létu mikiðfé af hendi rakna til samfé-lagsins og er leikskólinnGrænigarður á Flateyri gjöfFæreyinga því það var söfn-unarfé frá þeim sem fjár-magnaði byggingu leikskól-ans að langmestu leyti. Íminnisblaðinu segir:

„Nú kreppir að hjá frænd-um okkar í Færeyjum ogþví leggur undirritaður tilað málið verði tekið til um-fjöllunar í bæjarráði Ísa-fjarðarbæjar. Annars vegartil að ræða fjárframlag úrbæjarsjóði og hins vegar tilað vekja athygli á þeirrisöfnun sem stendur yfir oghvetja fólk og fyrirtæki íÍsafjarðarbæ til að láta eitt-hvað af hendi rakna til söfn-unarinnar.“

Bæjarráð samþykkti aðstyrkja söfnunina um 200þúsund krónur ásamt því aðhvetja íbúa og fyrirtæki íÍsafjarðarbæ, að leggja söfn-uninni lið. – [email protected]

Súðavík styðurvið FæreyingaSveitarstjórn Súðavíkur-

hrepps hefur samþykkt aðveita 300 þúsund krónastyrk til handa íbúum Skála-víkur á Sandeyju í Færeyj-um, en mikið óveður gekkyfir eyjaklasann um mánað-armótin janúar/febrúar ogolli miklu tjóni. Sérstaklegavarð tjónið mikið í Skálavíkþar sem bátar, sjóvarnar-garðar og önnur hafnar-mannvirki skemmdust.

„Vert er að minna á þann

mikla stuðning sem Færey-ingar sýndu í verki eftir snjó-flóðin sem féllu á Súðavíkþann 16. janúar 1995 meðfjársöfnun til samfélagsinssem fjármagnaði að mestubyggingu leikskólans í nýrribyggð í Súðavík en leik-skólinn Engjasel eyðilagðistí öðru flóðanna“, segir íbókun Súðavíkurhrepps.

Sveitarstjórn hvetur fólkog fyrirtæki til að láta eitt-hvað af hendi rakna.

Héraðsdómur Vestfjarðahefur dæmt skipstjóra til greið-slu sektar fyrir að hafa meðyfirsjón og vanrækslu orðiðvaldur að árekstri við annaðskip. Manninum, sem var einní áhöfn á 2,2 brúttórúmlestafiskiskipi, var gert að sök aðhafa vanrækt að fylgjast meðsiglingu annars báts í norður-átt í góðu skyggni á úti fyrirDýrafirði með þeim afleiðing-um að skipið sigldi á bátinn

þar sem hann var að veiðumog lét reka. Báturinn sökk tilhálfs og mannbjörg varð. Bát-urinn sem siglt var á var dregiðtil hafnar á Þingeyri mikiðskemmt.

Sá sakfelldi sagði fyrir dómiað hann gæti ekki gefið skýr-ingu á því af hverju hann varðekki var við hinn bátinn þarsem hann hafi verið uppi viðog verið að horfa í kringumsig. Hinn skipstjórinn sagðist

að veiðarfærin hefðu verið útiog dautt á aðalvél bát hans.Hann hefði þá séð bát komasiglandi og gert sér grein fyrirþví að ekki væri allt með feldu.Bullandi lens hefði verið hjáhinum bátnum og hann skoriðsig mjög mikið á lensinu.Kvaðst maðurinn hafa fariðstrax inn í stýrishús bátsins tilað ræsa aðalvélina og veriðað leggja höndina á kveikju-láslykilinn þegar báturinn

hefði skollið á skipi hans.Við ákvörðun refsingarinn-

ar var tekið mið af ákærðihafði ekki áður gerst sekurum refsiverða háttsemi. Varmanninum því gert að greiða200.000 króna sekt til ríkis-sjóðs og komi fjórtán daga fang-elsi í stað sektarinnar verðihún eigi greidd innan fjögurravikna frá uppkvaðningu dóms-ins.

[email protected]

Dæmdur fyrir að valda árekstri á sjó

Fræðslumiðstöð Vestfjarðahefur ákveðið í samstarfi viðVinnumálastofnun og Verka-lýðsfélag Vestfirðinga aðkanna möguleika á því aðbjóða nám í svokölluðumGrunnmenntaskóla á Þing-eyri. Grunnmenntaskólinn er300 kennslustunda nám, semhannað er af Mími-símenntuní samstarfi við Eflingu-stétt-arfélag. Fyrirhugað er að kenna

um það bil helming skólans ívor. Grunnmenntaskólinn erein af námskrám sem Fræð-slumiðstöð atvinnulífsins hef-ur metið fyrir hönd mennta-málaráðuneytisins og sam-þykkt að meta megi námið tilstyttingar náms í framhalds-skóla til allt að 24 einingum.

Tilgangur Grunnmennta-skólans er að stuðla að já-kvæðu viðhorfi námsmanna

til áframhaldandi náms ogauðvelda þeim að takast á viðný verkefni í vinnu. Í náminuer lögð áhersla á að námsmennlæri að læra, efli sjálfstraustsitt og lífsleikni. Námið er ætl-að fullorðnu fólki á vinnu-markaði, eldra en 20 ára ogmeð stutta formlega skóla-göngu. Fyrirhugað er kennslahefjist eftir páska og kenntverði þrisvar í viku út apríl, en

oftar í maí. Stundaskrá verð-urþó samin í samstarfi viðþátttakendur.

Í vor verða kenndir eftirfar-andi námsþættir: Sjálfsstyrk-ing og samskipti, námstækni,íslenska, enska, tölvu- og upp-lýsingatækni og náms- ogstarfsráðgjöf. Í öllum náms-þáttum verður reynt að miðaefni og kennslu sem mest viðþarfir og óskir þátttakenda.

Vilja Grunnmennta-skólann til Þingeyrar

Þingeyri. Ljósm: Mats Wibe Lund.

Page 13: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 1313131313

Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustu-hætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Vinnueftirlitið ermiðstöð vinnuverndarstarfs í landinu. Meginmarkmið stofnunar-innar er að fækka vinnuslysum, draga úr atvinnutengdum sjúk-dómum og stuðla að vellíðan starfsmanna á vinnustöðum.

Eftirlitsmaður ívéla- og tækjaeft-irlit á Vestfjörðum

Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða eftirlits-mann til starfa í véla- og tækjaeftirlit á Vest-fjörðum.

Verksvið:· Vinnuvéla- og tækjaeftirlit.· Fræðsla, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.Menntunar- og hæfniskröfur:· Staðgóð tæknimenntun, t.d. í vélfræði- eða iðnmenntun.· Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu, s.s. vinna við stjórn og viðgerð vinnuvéla.· Geti unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi.· Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum.· Reynsla í tölvunotkun æskileg.· Reynsla af fræðslu- og kynningarstarfi er kostur.Um er að ræða starf í Vestfjarðaumdæmi

með aðsetur á Ísafirði. Æskilegt er að við-komandi geti hafið störf sem fyrst eða eigisíðar en 1. júní 2008. Starfsþjálfun fer framvið upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamn-ingum opinberra starfsmanna. Umsóknirásamt upplýsingum um menntun og fyrristörf sendist Vinnueftirliti ríkisins, Árnagötu2-4, 400 Ísafjörður, eða á netfang [email protected] og á netfangið [email protected] fyrir 10.apríl nk. Umsóknareyðublað er ekki notað.

Nánari upplýsingar um starfið fást hjáValgeiri Haukssyni, símar 450 3082 eða895 1594, netfang: [email protected] eðaMagnúsi Guðmundssyni, símar 550 4600eða 891 7622, netfang: [email protected].

Síðasta tölublað Bæjarins besta fyrirpáska kemur út í næstu viku. Tryggið ykkurauglýsingapláss í tíma í síma 456 4560.

Tryggið ykkur aug-lýsingapláss í tíma!

Raggi Bjarna syngur á skíðavikunniRaggi Bjarna syngur á skíðavikunniRaggi Bjarna syngur á skíðavikunniRaggi Bjarna syngur á skíðavikunniRaggi Bjarna syngur á skíðavikunniSkemmtikrafturinn góðkunni Raggi Bjarna mun stíga á stokk á veitingastaðn-um Við Pollinn á Ísafirði um páskana. Raggi Bjarna mun syngja fyrir gesti yfirþriggja rétta kvöldverði ásamt góðum gesti sem ekki er gefið upp hver er. Aðsögn Halldórs Karls Valssonar, annars eiganda Við Pollinn, er mikil eftirvænt-ing fyrir því að fá kappann vestur en þau eru ófá árin síðan Raggi Bjarna sló ígegn í dægurlagabransanum og þykir hann ætíð vera jafn góður skemmti-kraftur. Raggi mun koma fram á Við Pollinn á skírdag og föstudaginn langa.

„Maður tekur þann höfuðverk“„Maður tekur þann höfuðverk“„Maður tekur þann höfuðverk“„Maður tekur þann höfuðverk“„Maður tekur þann höfuðverk“„Jú, maður tekur þann höfuðverk“, segir Reimar Vilmundarson, útgerðarmaður í

Bolungarvík, aðspurður hvort hann fari á grásleppu í vor. Hann segir að fyrstu fréttiraf vertíðinni séu ekki góðar. „Þeir eru byrjaðir fyrir sunnan og verð og aflabrögð eru

léleg.“ Reimar hefur verið á grásleppu í 20 ár og alltaf róið frá Bolungarvík. Nú ætlarhann að róa frá Norðurfirði og býst við að fara þangað um páska. Á sumrin er Reimarí farþegaflutningum frá Norðurfirði norður á Hornstrandir. Hann segir að sumarið líti

vel út. „Við erum komnir með eitthvað í kringum 1.100 bókanir“, segir Reimar.

Ekki hefur strandað á fjár-veitingum til verkefna Vest-fjarðaskýrslu, sagði Geir H.Haarde, forsætisráðherra á Al-þingi í síðustu viku. Sagðihann að í upphafi árs hafi veriðbúið að ráða í 19 störf, 7 störfhafi verið í auglýsingum og íundirbúningi eða í biðstöðuönnur 20. Síðan þá hafi boristfréttir af öðrum verkefnum sem

verið sé að koma í gang einsog Þjóðtrúarstofu á Hólmavík.

Skýrsla Vestfjarðarnefndarvar til umræðu á Alþingi enfyrirspurn Kristins H. Gunn-arssonar var á dagskrá þar semhann spyr hvenær þess sé aðvænta að tillögur Vestfjarða-nefndar forsætisráðherra verðiað fullu komnar til framkvæmdaog hvers vegna u.þ.b. helm-

ingi tillagna nefndarinnar hafiverið frestað og fjármagnskorið niður um helming, einsog fram komi í samþykktatvinnumálanefndar Vestur-byggðar frá 5. febrúar sl.

Forsætisráðherra sagði mis-skilnings gæta í ályktun at-vinnumálanefndar Vestur-byggðar. Fjármagn hafi ekkiverið skorið niður. Það taki

tíma að útfæra verkefnin ográða fólk til starfa og staðreynd-in sé sú að ekki hafi tekist aðnýta allt það fjármagn semþegar hafi verið veitt til verk-efna í fjárlögum 2008, meðalannars vegna skorts á sérhæfðifólki.

Þess er vænst að úr rætist ánæstu mánuðum.

[email protected]

Strandar ekki á fjármagni

52 börn fermd í ÍsafjarðarkirkjuSjö fermingarmessur verða

í Ísafjarðarkirkju þetta árið oger sú fyrsta á pálmasunnudagen sú síðasta 15. júní. Fjöldifermingarbarna í hverri athöfner frá einu barni upp í átján.Þá verður ein fermingarmessaí Hnífsdalskapellu. Að aukifermist einn drengur í Staðar-kirkju í Aðalvík í ágúst. Fimm-tíu og tveir unglingar hafa ver-ið í fermingarfræðslu í Ísa-fjarðarkirkju í vetur. Auk hefð-

bundinna fræðslustunda umkirkju og kristni var fræðslaum skaðsemi fíkniefna. Þaðforvarnaverkefni var unnið ísamstarfi við tollgæsluna ogkomu tollvörður og fíkniefna-hundur í heimsókn í kirkjuna.

Þá söfnuðu unglingarnarpeningum fyrir hjálparstarfkirkjunnar svo að hægt væriað grafa eftir hreinu vatni íAustur-Afríku og reisa þarbrunna með handdælu. Einn

slíkur brunnur getur tryggtþúsund manns hreint vatn ímarga áratugi, en hreint vatner undirstaða heilbrigðis. Aðsögn sr. Magnúsar Erlings-sonar hefur verið fallið frástórum fermingarathöfnumsem áður tíðkuðust og reynt ístaðinn að hafa hverja ferm-ingarmessu einstaka og sniðnaað þörfum unglinganna.

„Við leggjum áherslu á þátt-töku unglinganna sjálfra bæði

í söng og lestri. Andrúmsloftiðer afslappað og sniðið að þörf-um fjölskyldnanna. Enginfermingarmessa stendur leng-ur en klukkustund. Það þættislök framleiðni hjá einhverrikirkjunni í Reykjavík að veraþrjá mánuði að ferma fimmtíubörn! Á Vestfjörðum er annartaktur í mannlífinu“, segirMagnús Erlingsson, sóknar-prestur á Ísafirði.

[email protected]

Maður þarf ekki að vera hár í loftinu eða hokinn af aldri til að hafa áhyggjur af mengun jarðar og loftslagsmálum.Það sannast í Baldri Björnssyni, 9 ára Ísfirðingi sem hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Svo miklar að hann hefurskrifað Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum. Í bréfinu biður hann forráðamenn S.Þ. aðtaka sig á í mengunarmálum. Það var lestur greinar í Lifandi vísindum sem fékk Baldur til að velta þessum málumfyrir sér. „Ég sá í blaðinu mynd sem var tekin fyrir 140 árum og svo aðra mynd tekna fyrir 3 árum. Það sást hvaðþað hefur hlýnað mikið á þessum tíma á trjágróðrinum“, segir Baldur. Engan skyldi undra að hann er afar mót-fallinn olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og líklega yngsti andstæðingur hennar. Baldur segist sjálfur lítið getagert til að sporna við mengun jarðar vegna þess að fullorðnir hlusta ekki á hann.Vonandi kemst boðskapur hanstil skila í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. – [email protected]

Níu ára gutti ritar SÞ bréfBaldur póstleggur bréfið.

Page 14: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 20081414141414

Hlífarsamsætið haldið í 102. sinnÁrlegt Hlífarsamsæti eldri

borgara í Ísafjarðarbæ varhaldið í 102. sinn á sunnudag.Samkoman var fyrst haldinárið 1907 og í þetta sinn varsamsætið til húsa í Frímúr-arasalnum á Ísafirði. Að vandavar boðið upp á margvísleg

skemmtiatriði m.a. söng Hlíf-arkórinn, séra Magnús Erl-ingsson flutti hugvekju, nem-endur Tónlistarskólans lékuljúfa tóna og félagar í Herðisýndu glímu. Að loknumskemmtiatriðum og kaffiveit-ingum var stiginn dans.

Hlífarsamsætið á sér langasögu því snemma árs 1907tóku nokkrar konur á Ísafirðisig saman og efndu til hófsfyrir eldri samborgara sína.Hlífarkonur hafa haldið slíksamsæti síðan og því var þettaí 101. skipti sem samsætið var

haldið í ár. Eru samsætin orðinrækilega fastur liður í menn-ingarlífi Ísafjarðar. Kvenfé-lagið vill koma á framfæriþakklæti til allra þeirra semleggja félaginu lið við fram-kvæmd samsætisins.

[email protected]

Page 15: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 1515151515

Guðrúnar Önnu HäslerSundstræti 36, Ísafirði

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhugvið andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,

móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu

Guð blessi ykkur öllBæring Gunnar Jónsson

Hans Georg Bæringsson Hildigunnur Lóa HögnadóttirGeir Elvar Bæringsson Inga Lára Þórhallsdóttir

Gunnar Reynir Bæringsson Guðrún ArnfinnsdóttirGertrud Hildur Bæringsdóttir Valgeir Guðmundsson

Jón Sigfús Bæringsson Edda BentsdóttirHenry Júlíus Bæringsson Jóna Benediktsdóttir

barnabörn og barnabarnabörn.

Heiðin frumsýnd á morgunHeiðin frumsýnd á morgunHeiðin frumsýnd á morgunHeiðin frumsýnd á morgunHeiðin frumsýnd á morgunKvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði verður frumsýnd á morgun íHáskólabíói. Myndin var tekin upp á sunnanverðum Vestfjörðum sl. vor, að mestu í Reykhólasveit.Heiðin skartar nokkrum af fremstu leikurum Íslendinga ásamt ungum leikurum sem setja sterkan svip ámyndina. Meðal leikara er vestfirski kómedíuleikarinn Elfar Logi Hannesson. „Myndin, sem er ljúf sár ogrammíslensk saga, gerist á einum kosningadegi og segir frá Albert sem heimsækir sveitina sína eftir langafjarveru í námi og hvernig viðtökur hann fær á æskustöðvunum. Faðir Alberts, Emil, er þennan samadag beðinn um að fara með kjörkassa út á flugvöll, en hann missir af vélinni“, segir í tilkynningu.

Bæjarfulltrúar minntust SturluBæjarfulltrúar minntust SturluBæjarfulltrúar minntust SturluBæjarfulltrúar minntust SturluBæjarfulltrúar minntust SturluÁ fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á fimmtudag risu bæj-arfulltrúar úr sætum og minntust Sturlu Halldórssonar sem

lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 1. mars s.l. Sturla varyfirhafnarvörður í Ísafjarðarkaupstað um árabil og virkur í

félagsmálum. Hann var formaður sjómanna- og stýrimanna-félagsins Bylgjunnar í áratug og var um tíma bæjarfulltrúi.

Útför Sturlu fór fram frá Ísafjarðarkirkju á laugardag.

sem er starfrækt í yfir 100löndum víðsvegar um heim-inn. Meðal verkefna sem JCIVestfirðir standa fyrir í heima-byggð má nefna leikinn Fjalla-passann í samvinnu við Heilsu-eflingu í Ísafjarðarbæ, árlegtpáskaeggjabingó, flóamark-að, aðstoð við fundarhöld hjáaðilum og félagasamtökum,árviss sólstöðuganga og marg-skonar námskeið.

Junior Chamber er alþjóð-leg hreyfing fyrir ungt fólk áaldrinum 18 til 40 ára með

áhuga og metnað til að eflastjórnunarhæfileika sína meðvirkri þátttöku í málefnumþjóðfélagsins á jákvæðan hátt.„Hjá Junior Chamber hafalífsgæði fólks forgang og und-irstaða starfsins er að byggjaupp einstaklinginn, gefa hon-um tækifæri til að vaxa í starfiog leik og þannig gera hannhæfari til takast á við stjórnunog ábyrgð í félagsstarfi og at-hafnalífi“, segir á vefsíðu JCVestfirðir.

[email protected]

Í þessum mánuði eru tíu árliðin frá því að JCI Vestfirðirvoru stofnaðir. Félagið er hluti

af Landshreyfingunni JCIÍsland sem er svo hluti af Jun-ior Chamber International

JCI Vestfirðirfagna afmæli

Guðmundur Kjartansson,framkvæmdastjóri og eigandiIsland Pro Travel í Þýskalandisegir það algjörlega rangt aðElías Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri Hvíldarkletts,hafi á fölskum forsendumfengið upplýsingar sem hafiorðið til þess að Hvíldarkletturhafi gengið inn í samning milliIsland Pro Travel og FjordFishing, eins og Haukur Vagns-son lét að liggja í frétt í BB í

síðustu viku. „Elías er borinnþarna mjög þungum og röng-um sökum. Sannleikurinn ersá að Elías og Hvíldarkletturhafa ekkert að gera með samn-inginn milli Fjord Fishingannars vegar og Island ProTravel og Angelreisen hinsvegar“, segir Guðmundur.

„Sannleikurinn í málinu ersá að eftir að samningurinnvar gerður árið 2006 gekk ým-islegt á, en til að gera langa

sögu stutta þá kom það í ljóseftir fund í janúar 2007 aðFjord Fishing treystu sér ekkitil að standa við gert sam-komulag. Þá buðum við sveit-arfélögunum nýjan húsaleigu-samning sem var hafnað ogFjord Fishing ákvað að gangatil samstarfs við annan aðila áþýska markaðnum. Á þeimtímapunkti ákváðum við aðganga til samstarfs við Elías.Hann kom ekkert að málinufyrir það“, segir Guðmundur.

„Við erum stanslaust aðleita nýrra leiða til að einfaldaflutninga milli Evrópu ogVestfjarða. Það getur vel veriðað það sé til einhver gerleg

leið til að fljúga beint á milli,en þá þarf bara að leggja spiliná borðið. Kannski eru þessirmenn með snjallar hugmyndirog þá hlustum við að sjálf-sögðu á þær.“

„Síðan er rétt að það komifram að Elías vann ásamtSeiglu á Akureyri kraftaverk íþví á sínum tíma að standsetja24 einingar, hús og báta. Þettaer ósönn og ósanngjörn gagn-rýni sem kemur fram á Elíassem hefur að mínu viti staðiðsig eins og hetja“, segir Guð-mundur Kjartansson, fram-kvæmdastjóri Pro Travel íÞýskalandi.

[email protected]

„Ósönn og ósanngjörn gagnrýni á Elías“

Athuganir Hvíldarkletts,Atvinnuþróunarfélags Vest-fjarða, Impru og Alsýnar áhagkvæmni farþegaflutningamilli Evrópu og Vestfjarðaeiga að gagnast öllum aðilumá svæðinu og eru ekki ein-göngu miðaðar við þarfir Hvíld-arkletts. Þetta segir ShiranÞórisson hjá Atvinnuþróun-arfélagi Vestfjarða. „Mark-miðið er að niðurstöðurnarverði aðgengilegar öllum að

lokum, annars værum við ekkimeð í þessu. Markmiðið hjáElíasi er að gefa þessa grein-ingarvinnu út opinberlega tilallra. Við værum ekki að takaþátt í þessu verkefni nema viðgætum séð fram á að það ættiað vinna það faglega ogþannig að það þjónaði svæð-inu í heild sinni. Það er ekkiverið að skoða þetta eingöngumeð hans rekstur í huga“, seg-ir Shiran.

„Frá okkar bæjardyrum séðer Elías að byggja þetta verk-efni upp mjög faglega og erað skoða alla þessa þætti“,segir Shiran. Aðspurður sam-sinnir hann því að við fyrstusýn virðist sem ekki sé arðbærtað ráðast í beint millilandaflugmilli Ísafjarðar og Evrópu.

„Ég veit að Elías er að leitaað aðila sem er tilbúin aðskoða þessa flutninga meðhagnaðarsjónarmið í huga,

annað hvort innanlands eðamilli landa ef möguleiki reyn-ist á því“, segir Shiran.

Steinþór Bragason hjá Al-sýn, sem komið hefur að verk-efninu, segir að athuganirnarséu í raun á byrjunarstigi, enljóst að mörg vandamál þurfiað leysa. „Við erum að þreifaokkur áfram og málið er ívinnslu“, segir Steinþór Braga-son.

[email protected]

Athuganirnar gagnist öllumÍsafjarðarflugvöllur.

Page 16: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 20081616161616

Herrar buðu dömum á rósaballiðHið árlega rósaball var haldið í Grunnskólanum áÍsafirði í síðustu viku. Ballið er stefnumótaball og

tíðkast þá að herrar bjóði dömum á dansleikinn. Nöfnþeirra pilta sem ekki höfðu kjark til að bjóða dömum

á ballið eða vildu aukna spennu í leikinn voru sett ípott og stúlkur dregnar þeim til handa. Ballið er eittstærsta ball ársins, en einnig sóttu það unglingar frá

nágrannabæjunum. Fjáröflunarnefnd 10. bekkjarstendur fyrir ballinu en ágóði af því er nýttur í

skólaferðalag að vori. Ljósmyndari blaðsins kom viðá ballinu og tók þar meðfylgjandi myndir.

Page 17: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 1717171717

Page 18: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 20081818181818

Mannlífið

Netspurningin er birt vikulegaá bb.is og þar geta lesendur látiðskoðun sína í ljós. Niðurstöðurnareru síðan birtar hér.

SmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingarSmáauglýsingar

Gistinóttum á hótelum fækkarGistinóttum á hótelum fækkarGistinóttum á hótelum fækkarGistinóttum á hótelum fækkarGistinóttum á hótelum fækkarGistinóttum á hótelum hefur fækkað mikið í janúar

á milli ára á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suður-nesjum, en þessir landshlutar eru af einhverjumástæðum teknir saman í pakka þegar Hagstofa

Íslands telur saman gistinætur eftir mánuðum. Íjanúar í ár voru gistinæturnar 3.942, en á sama

tíma í fyrra voru þær 5.238.

Sprettganga Núps er ómissandi við setningu Skíðavikunnar.

Skíðavikan fyrir alla

Furðufatadagurinn er ávallt vinsæll.

Skíðavikan á Ísafirði verðursett eftir tæpa viku og er veriðað leggja lokahönd á veglegadagskrá hátíðarinnar. „Undir-búningurinn hefur gengiðljómandi vel og ég finn aðþað er hugur í fólki. Þar semveturinn hefur verið erfiðurheld ég að fólk sé meira en tilí að lyfta sér upp og hlakkimikið til“, segir Anna SigríðurÓlafssóttir, skíðavikustjóri.Skíðavikan hefur verið haldiðhátíðleg heila mannsævi, eðafrá árinu 1935. Fjöldi gestaleggur árlega leið sína vesturum páska og er oft haft á orðiað íbúafjöldi Ísafjarðar tvö-faldist í dymbilvikunni. Úrvallistamanna, jafnt ísfirskir semaðkomnir, hafa troðið upp áSkíðaviku í gegnum tíðina ogeiga margir sinn fasta sess ídagskrá vikunnar.

Það hefur alltaf verið mark-mið Skíðavikunnar að verameð sem fjölbreyttasta dag-skrá og miðast hún síður ensvo við áhuga á skíðaíþrótt-inni. Enda hefur það sýnt sigað gestir hátíðarinnar komaallsstaðar að og er sama hvortum sé að ræða partíglöð ung-menni og nátthrafna, miðaldrabrottflutta Ísfirðinga, útivist-arfólk eða krakka með páska-

eggjadellu.Lengst af einskorðaðist

Skíðavikan við Ísafjörð enmeð bættum samgöngum hef-ur dagskráin teygt anga sínaút til nágrannabyggðarlagaÍsafjarðar síðustu ár með góð-um árangri og nær hún nú tilDýrafjarðar, Önundarfjarðarog Súgandafjarðar auk Bol-ungarvíkur.

Að vanda er vegleg dagskráí boði í ár og verða flestirhefðbundnir dagskrárliðir ásínum stað. „Allir ættu að getafundið eitthvað sitt við hæfien við höfum leitast eftir þvíað hafa viðburði fyrir allaaldurshópa enda er Skíðavik-an fyrir alla, allt frá smábörn-um til gamalmenna“, segirAnna Sigríður.

Fyrst ber að nefna setninguhátíðarinnar en þá koma allirsaman á Silfurtorgi og hafagaman. Lúðrasveit Tónlistar-skóla Ísafjarðar marserarásamt meðlimum úr Skíðafé-lagi Ísfirðinga frá Ísafjarðar-kirkju að Silfurtorgi. Söngva-og músíkmúsin Píla Pínaskemmtir og skíðafélagiðselur heitt kakó og pönnu-kökur. Það má má því búastvið reglulegri hátíðarstemmn-ingu.

Strax að því loknu hefstsprettganga Núps sem erómissandi liður við setninguSkíðavikunnar. Í beinu fram-haldi af því verður opnun áverkum vestfirskra ljósmynd-ara í Edinborgarhúsinu en þarkoma saman áhugaljósmynd-arar og atvinnuljósmyndarar.Búast má við spennandi sýn-ingu en það er góð þátttakaenda er mikil gróska ljós-myndun á svæðinu.

Nostalgía með SSSólNostalgía með SSSólNostalgía með SSSólNostalgía með SSSólNostalgía með SSSól

Fastir liðir eins og venjulegaeru t.d. furðufatadagurinnTungudal en í ár mun Abba-babb hópurinn skemmta gest-um á meðan pylsur grillast ogkaramellur falla af himnumofan. Án efa mun prumpulag-ið vinsæla vekja mikla lukkuhjá yngstu kynslóðinni en þaðer eitt vinsælasta lag söng-hópsins.

Þá verður boðið upp ágönguskíðaferð um friðlandHornstranda með Jóni Björns-syni. „Gaman er að sjá frið-landið í vetrarbúningi en þaðer sjaldgæft að fólk fari þan-gað yfir vetrartímann. Sama ávið um Jökulfirðina en einnigverður boðið upp á ferð þang-

Óskum eftir einbýlishúsi tilkaups inni í firði á Ísafirði. Uppl.í síma 869 6852.

Til sölu er Volkswagen Trans-porter. Skráður fyrir sjö farþega.Goður bíll á góðu verði. Uppl. ísíma 891 6381.

Til sölu er Nissan Almera árg.1999, sjálfskiptur, ekinn 134þús. km. Vínrauður, smurbók,rafdrifnar rúður og speglar. Verðkr. 250 þús. Upplýsingar í síma867 2677.

Kaupi bíla til niðurrifs. Upplýs-ingar í síma 899 4201.

Sænsk kona óskar eftir vinnu áÍsafirði í júní, júlí og ágúst. Tal-ar reiprennandi sænsku, finn-sku, ensku og frönsku. Skiluríslensku, dönsku og norsku.Er með mastersgráðu í frönsk-um málvísindum og hefur m.a.unnið við kennslu og umönnun.Svar sendist á [email protected].

Alls svöruðu 701.Alls svöruðu 701.Alls svöruðu 701.Alls svöruðu 701.Alls svöruðu 701.Já sögðu 230 eða 33%Já sögðu 230 eða 33%Já sögðu 230 eða 33%Já sögðu 230 eða 33%Já sögðu 230 eða 33%

Nei sögðu 402 eða 57%Nei sögðu 402 eða 57%Nei sögðu 402 eða 57%Nei sögðu 402 eða 57%Nei sögðu 402 eða 57%Óvíst sögðu 69 eða 10%Óvíst sögðu 69 eða 10%Óvíst sögðu 69 eða 10%Óvíst sögðu 69 eða 10%Óvíst sögðu 69 eða 10%

Spurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnarSpurning vikunnar

Ætlar þú á skíðiÆtlar þú á skíðiÆtlar þú á skíðiÆtlar þú á skíðiÆtlar þú á skíðium páskana?um páskana?um páskana?um páskana?um páskana?

Lögreglan á Vestfjörðumhandtók á mánudag skipstjóraá dagróðrabáti vegna grunsum ölvun en báturinn var þánýlagstur að bryggju eftirstuttan róður á miðin. Tveirvoru í áhöfn bátsins. Fátítt erað skipstjórnendur séu hand-teknir vegna gruns um ölvun.Bannað er að sigla undir áhrif-um áfengis, bæði með ákvæð-um í siglingalögum og áfeng-islögum.

Í 238. grein siglingalagasegir að enginn megi stjórnaeða reyna að stjórna skipi,stjórna skipaferðum eða veitaöryggisþjónustu vegna skipa-ferða ef hann er undir áhrifumáfengis. Mörkin eru dregin við0,5 prómill vínanda í blóði ensé magnið svo mikið eðameira telst viðkomandi óhæf-ur skipstjórnandi. Þessi ákvæðieiga við um stjórnendur sér-hvers fljótandi fars, óháð lengdeða knúningsmáta.

Frá þessu var greint á vefMorgunblaðsins.

[email protected]

Grunaðurum ölvun við

skipstjórn

Page 19: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður

FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 1919191919

Sælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnarSælkeri vikunnar er Ágústa Hólmbergsdóttir á Ísafirði

Fiskréttir og gráðosta-fylltar kjúklingabringur

Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Horfur á föstudag: Norðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eðasnjókoma norðan- og austanlands, en bjartviðri að mestu

sunnanlands. Frost 0-5 stig. Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Horfur á laugardag: Hæg breyti-leg átt og víða bjartviðri. Frostlaust næst sjónum annars vægt

frost. Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Horfur á sunnudag: Hæg breytileg átt og víða bjartviðri.Frostlaust næst sjónum annars vægt frost.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðFallist á tillögu ÍsafjarðarbæjarFallist á tillögu ÍsafjarðarbæjarFallist á tillögu ÍsafjarðarbæjarFallist á tillögu ÍsafjarðarbæjarFallist á tillögu ÍsafjarðarbæjarEnginn umsækjandi um byggðakvóta Þingeyrar uppfyllti skilyrði sjávarútvegsráðuneytisins um aðhafa landað afla til vinnslu í Ísafjarðarbæ en Ísafjarðarbær sendi ráðuneytinu drög að tillögu umskiptingu byggðakvótans síðla í nóvember s.l. Ráðuneytið hefur nú svarað erindinu og leggur framtillögu, sem er í megin dráttum samhljóða tillögu Ísafjarðarbæjar þess efnis að 25% af úthlutuðumbyggðakvóta alls 87 þorskígildistonn, skiptist jafnt á milli umsækjenda er uppfylla reglur og 75%skiptist miðað við aflahlutdeildir viðkomandi skipa eins og þær voru við upphaf fiskveiðiársins2006/2007. Tillaga Ísafjarðarbæjar var gerð til að leysa úr þeirri pattstöðu sem hafði myndast.

Sælkeri vikunnar býður uppá tvo góða rétti sem hún segirað allir geti eldað. Réttina hef-ur Ágústa eldað í mörg ár oghafa þeir margsannað ágætisitt. Fyrri rétturinn er bragð-góður og klassískur fiskréttursem best er að bera fram meðsoðnum hrísgrjónum og hrá-salati. Seinni rétturinn er ljúf-fengar kjúklingabringur meðgráðosti. Ágústa mælir meðað þær séu bornar fram meðhrísgrjónum eða kartöflubát-um og fersku salati eftir smekkhvers og eins.

Góður fiskréttur800 g ýsuflök300 rækjur200 g sveppir1 stk laukur½ blaðlaukur1 stk paprika græn1 stk paprika rauð2 gulrætur skornar í sneiðar½ dós ananaskurl150 g rjómaostur1 ½ dl rjómi eða kaffirjómi½ tsk paprikuduft1 tsk karrý1 ½ tsk súpukraftur

Steikið lauk og blaðlauk ísmjöri, bætið paprikunni, gul-rótunum, sveppunum, ananas-

kurlinu og safanum út í, látiðkrauma í smástund. Setjiðrjómaostinn og rjómann út íog látið jafnast út. Þá er fisk-urinn settur út í og látið kraumaí 8-10 mínútur. Bætið nú rækj-unum út í og sjóðið í 1-2 mín-útur.

Kjúklingabringurfylltar með gráðosti

4-6 kjúklingabringurGráðosturSalt og piparMatreiðslurjómiSveppir gróft skornirKúrbítur skorinn í strimlaKjúklingakraftur

Skerið vasa í bringurnar ogsetjið gráðostinn í. Kryddiðþær og brúnið á pönnu. Takiðtil hliðar. Sveppir og kúrbíturbrúnað á pönnu og takið tilhliðar. Látið síðan bringurnarmalla í rjómanum og kraftin-um í ca 30 mínútur. Helliðsteikta grænmetinu yfir bring-urnar áður en þær eru bornarfram. Má setja ferska stein-selju ef vill.

Ég skora á SigurbjörguGuðmundsdóttur á Ísafirði aðkoma með uppskrift í næstablað.

Subaru til sölu!Til sölu er Subaru Legacy Wagon GL,

4WD, árgerð 2003, ekinn 70 þús. km. Bíllí toppstandi.

Upplýsingar gefur Mazzi í síma 860 2122.

að.Einnig má minna á Big

Jump snjóbrettakeppnina semer ætíð sjónræn skemmtun þarsem efnileg ungmenni sýnalistir sínar.

Rokkhátíðin Aldrei fór égsuður hefur vaxið ásmeginsíðan hún var fyrst haldin fyrirfjórum árum og óhætt að segjaað tilkoma hennar hafi fjölgaðSkíðavikugestum verulega.Hljómsveitin víðfræga SSSólmun skemmta Skíðavikugest-um á Páskadansleik í Edin-borg í ár. Hljómsveitin var áárum áður fastagestir á Skíða-viku, svo það vakna sjálfsagtgóðar minningar hjá mörgumvið endurkomuna.

Meðal nýjunga má nefnasnjóskúlptúrakeppni á Suður-eyri en ákveðið var að blásatil hennar til að koma til mótsvið fjölskyldufólk. Fram-kvæmdinni svipar til sand-kastalagerðar en þátttakendurfá vissan tíma til að búa tilsem flottastan skúlptúr. Einn-

ig geta ungir sem aldnirskemmt sér saman í göngu-bingói. Um er að ræða nokk-urs konar ratleik þar sem fariðer eftir mismunandi göngu-leiðum og safnað númerum.Göngubingóið hefur veriðhaldið og er áður vinsæl af-þreying fyrir fjölskylduna.

Messur, rokk ogMessur, rokk ogMessur, rokk ogMessur, rokk ogMessur, rokk ogfótbolti gegnfótbolti gegnfótbolti gegnfótbolti gegnfótbolti gegn

fordómumfordómumfordómumfordómumfordómum

Messur og bænahald verðaað sjálfsögðu áberandi í dag-skránni enda fer hátíðin framum sjálfa páskana. Mikilbreidd er þó viðburðum ogsem dæmi standa unglingar áÍsafirði fyrir rokkmessu í Ísa-fjarðarkirkju.

Öllu gamni fylgir einhveralvara og það sannast í heims-meistarakeppni fyrirtækja ogstofnanna í innanhúsknatt-spyrnu í íþróttahúsinu Torf-nesi sem haldið er í tilefni

dags Sameinuðu þjóðannagegn fordómum. Mótshaldarier Rætur, félag áhugafólks ummenningarfjölbreytni á Vest-fjörðum. Fyrirtæki senda liðtil þátttöku og mega þau verablönduð körlum og konum ogeiga að vera sem fjölþjóðleg-ust. Um er að ræða frábærttækifæri í því fjölþjóðlegasamfélagi sem er á Vestfjörð-um fyrir fólk af ólíkum upp-runa að koma saman og spilafótbolta og hafa gaman.

Rétt er að vekja athygli áþví að Ísfirðingafélagið ogByggðasafn Vestfjarða opnasýningu á skíðaminjum íminningu Guðmundar fráMosdal í Sóltúni, húsi Ísfirð-ingafélagsins, við Hlíðarveg.Guðmundur byggði húsið ogvar mikill frumkvöðull ískíðamennsku á svæðinu.Boðið verður upp á létta ogskemmtilega stemmningu ígarðinum.

Tónlist er venju samkvæmtáberandi í dagskrá Skíðavik-

unnar. Af nægu er að taka ensem dæmi má nefna að dægur-lagahetjan Raggi Bjarna munskemmta gestum á kvöldstundVið Pollinn og hljómsveitinBermúda með ÍsfirðinginnIngvar Alfreðsson í broddifylkingar heldur útgáfutón-leika í félagsheimilinu í Hnífs-dal, en sveitin hefur nýlegagefið út sinn fyrsta disk sember heitið Nýr dagur.

Og ekki má gleyma stofnunFramfarar, styrktarsjóðs skíða-manna. Styrkir úr sjóðnum eruætlaðir ungu og efnileguskíðafólki í Ísafjarðarbæ semhyggst ná langt í íþróttinni.Framför starfar í nánu sam-starfi við Skíðafélag Ísafjarðarenda verður sjóðurinn sterkurbakhjarl SFÍ nú og á komandiárum.

Dagskrá Skíðavikunnar máfinna í heild á vef hátíðarinnarsem finna má á slóðinniskidavikan.is en þess ber aðgeta að enn eiga eftir að bætastvið viðburðir.

Aldrei fór ég suður – Rokkhátíð hátíðarinnar hefur stóraukið fjölda gesta Skíðavikunnar undanfarin ár.

Page 20: Rússnesk stjórn- mál misskilin í vest- rænum blöðum heiður