Top Banner
Heilsa móðir og barn Helgin 20.-22. febrúar 2015 Nokkur heilræði: Svefn Þú munt líklega ekki fá mikinn svefn fyrstu vikurnar og mánuði eftir að barnið fæðist. Reyndu að leggja þig á meðan barnið sefur. Reyndu að vera virk yfir daginn. Fæðingarþunglyndi Suma daga gætir þú verið pirruð, uppstökk og niðurdregin en það er eðlilegur partur af því að takast á við nýtt hlutverk. Ef þér líður hins vegar illa flesta daga skaltu tala við lækni eða ljósmóður. Hreyfing Hreyfing er okkur öllum lífsnauðsynleg, jafnt líkamlega sem andlega. Hreyfing eftir barnsburð hefur því marga jákvæða þætti í för með sér fyrir hina nýbökuðu móður. Áfengi Ekki drekka áfengi ef þú ert með barn á brjósti því áfengið gæti farið í brjóstamjólkina. Forðastu að nota áfengi til að slaka á og reyndu frekar að fara í bað, spjalla við vin eða eyða tíma með makanum. Fimm á dag Reyndu að borða að minnsta kosti fimm mis- munandi ávexti eða grænmeti á dag. Forðastu salt Ekki innbyrða meira en 6 g, eða u.þ.b. teskeið, af salti á dag. Næringarríkur matur Það er sérstaklega mikilvægt að borða hollan og næringarríkan mat þegar þú ert með barn á brjósti. Við mjólkurframleiðslu brenna konur 400-700 hitaeiningum á dag og er því mælt með að mjólkandi mæður bæti 500 hitaeiningum við þann hitaeiningafjölda sem þær neyttu fyrir meðgöngu. Fæðubótarefni Mundu að taka D-vítamín ef þú ert með barn á brjósti. Gott er að mjólkandi mæður haldi áfram að taka inn meðgönguvítamín en þær þurfa að innbyrða 1000 milligrömm af kalki á dag, sem er stærri skammtur en ráðlagt er á meðgöngunni. Hugsaðu vel um heilsuna eftir fæðingu Foreldrahlutverkinu fylgir ekki eingöngu ábyrgð heldur er það einnig eitt dýr- mætasta hlutverk hvers foreldris. Lífið tekur margvíslegum breytingum þegar barn kemur í heiminn, en það kemur kannski mörgum á óvart hvað svona lítil mannvera þarf mikla umönnun. En á meðan nýbökuð móðir hugsar um barn sitt er mikilvægt að huga einnig að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri. Við lífrænt án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur hipp.is . facebook
12

Hmb 20 02 2015

Apr 07, 2016

Download

Documents

Fréttatíminn

Health magazine, Iceland, Fréttatíminn
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Hmb 20 02 2015

Heilsamóðir og barn Helgin 20.-22. febrúar 2015

Nokkur heilræði:SvefnÞú munt líklega ekki fá mikinn svefn fyrstu vikurnar og mánuði eftir að barnið fæðist. Reyndu að leggja þig á meðan barnið sefur. Reyndu að vera virk yfir daginn.

FæðingarþunglyndiSuma daga gætir þú verið pirruð, uppstökk og niðurdregin en það er eðlilegur partur af því að takast á við nýtt hlutverk. Ef þér líður hins vegar illa flesta daga skaltu tala við lækni eða ljósmóður.

HreyfingHreyfing er okkur öllum lífsnauðsynleg, jafnt líkamlega sem andlega. Hreyfing eftir barnsburð hefur því marga jákvæða þætti í för með sér fyrir hina nýbökuðu móður.

ÁfengiEkki drekka áfengi ef þú ert með barn á brjósti því áfengið gæti farið í brjóstamjólkina. Forðastu að nota áfengi til að slaka á og reyndu frekar að fara í bað, spjalla við vin eða eyða tíma með makanum.

Fimm á dagReyndu að borða að minnsta kosti fimm mis-munandi ávexti eða grænmeti á dag.

Forðastu saltEkki innbyrða meira en 6 g, eða u.þ.b. teskeið, af salti á dag.

Næringarríkur maturÞað er sérstaklega mikilvægt að borða hollan og næringarríkan mat þegar þú ert með barn á brjósti. Við mjólkurframleiðslu brenna konur 400-700 hitaeiningum á dag og er því mælt með að mjólkandi mæður bæti 500 hitaeiningum við þann hitaeiningafjölda sem þær neyttu fyrir meðgöngu.

FæðubótarefniMundu að taka D-vítamín ef þú ert með barn á brjósti. Gott er að mjólkandi mæður haldi áfram að taka inn meðgönguvítamín en þær þurfa að innbyrða 1000 milligrömm af kalki á dag, sem er stærri skammtur en ráðlagt er á meðgöngunni.

Hugsaðu vel um heilsuna eftir fæðinguForeldrahlutverkinu fylgir ekki eingöngu ábyrgð heldur er það einnig eitt dýr-mætasta hlutverk hvers foreldris. Lífið tekur margvíslegum breytingum þegar barn kemur í heiminn, en það kemur kannski mörgum á óvart hvað svona lítil mannvera þarf mikla umönnun. En á meðan nýbökuð móðir hugsar um barn sitt er mikilvægt að huga einnig að eigin heilsu, andlegri og líkamlegri.

Við lífrænt

án rotvarnarefna enginn viðbættur sykur hipp.is . facebook

Page 2: Hmb 20 02 2015

Hreyfing á meðgöngu og eftir barnsburðFlestar konur mega stunda reglubundna alhliða þjálfun á með-göngu, þó henta þeim ekki allar æfingar. Allar konur ættu að ráðfæra sig við sinn lækni eða ljósmóður áður en byrjað er að stunda æfingar. Gott er að hafa í huga að á öðrum og þriðja hluta meðgöngu er ekki æskilegt að gera æfingar liggjandi á baki því það getur hindrað blóðflæði til fylgjunnar. Einnig er ráðlagt að bæta við aukinni slökun inn í æfingakerfið. Svo má ekki gleyma því að drekka nóg af vatni fyrir æfingu og á meðan æfingu stendur.

heilsa móðir og barn Helgin 20.-22. febrúar 20152

MeðgöngujógaÍ meðgöngujóga er farið vel yfir öndun og djúpslökun sem getur komið sér vel í fæðingunni sjálfri. Flestar konur byrja í meðgöngujóga á 14. –16. viku og eru fram að fæðingu. En það er aldrei of seint að byrja. Jógasetrið, Yoga með Maggý og Jógahofið á Akureyri eru meðal þeirra sem bjóða upp á námskeið í meðgöngujóga.

KerrupúlKerrupúl er sniðug hreyfing fyrir foreldra og börn þeirra í vögnum eða kerrum. Kerrupúl er alhliða æfingakerfi byggt á þol- og styrktarþjálfun, fyrir mæður sem vilja rækta líkama og sál eftir barnsburð. Kerrupúlstímar eru byggðir upp á upp-hitun, kraftgöngu og stöðvaþjálfun, lögð er áhersla á þá vöðvahópa sem þarfnast styrkingar eftir barnsburð. Barnið fær að koma með og njóta útiverunnar og sam-verunnar við móður og önnur börn.

MeðgöngusundSundleikfimi á meðgöngu er góð hreyfing. Í vatni vegur líkaminn aðeins um 10% af eigin þyngd. Þess vegna er vatnið mjög gott æfingaumhverfi. Í meðgöngusundi er meðal annars farið yfir stöðugleika-þjálfun fyrir mjóbak og mjaðmagrind. Einnig eru gerðar liðkandi og styrkj-andi æfingar fyrir allan líkamann.

Handhægarumbúðirmeð tappa

Barnsins stoð og stytta

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Stoðmjólk var þróuð í samvinnu við samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Landlæknisembættisins, Landspítala háskólasjúkrahúss, Háskóla Íslands og Miðstöð heilsuverndar barna. Nánari upplýsingar á ms.is

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Iana Reykjavík

Vor/Sumar2015

Full búð af nýjum vörum

• Sængurgja�r• Afmælisgja�r• Tækifærisgja�r

Galli 11.295.-Húfa1.995.-

Page 3: Hmb 20 02 2015

Ert þú að reyna að eignast barn?Pregnacare vörurnar frá Vitabiotics eru vítamín fyrir konur á barneignar-aldri. Pregnacare Conception inniheldur nauðsynleg næringarefni fyrir kon-ur sem eru að reyna að eignast barn. Pregnacare Original er hannað fyrir barnshafandi konur og Pregnacare Breast-feeding hentar öllum mæðrum hvort sem þær eru með barn á brjósti eða ekki.

Pregnacare conception, vítamíntöflurnar, eru sér-staklega hannaðar fyrir konur sem eru að reyna að verða barnshafandi. Eftir að ákvörðunin um að reyna að eignast barn hefur verið tekin er nauðsynlegt að undirbúa líkamann til að hámarka líkurnar á þungun. Slíkur undirbúningur felst meðal annars í því að sjá til þess að líkaminn fái alla þá næringu sem hann þarf. Samsetning Pregnacare conception taflnanna taka mið af alþjóð-legum rannsóknum sem sýna fram á að ákveðin vítamín og steinefni gegna mikil-vægu hlutverki fyrir frjósemi kvenna. Töflurnar innihalda 400 mcg af fólinsýru en mikil-vægt er fyrir allar konur sem

hyggjast verða þungaðar að taka inn fólinsýru. Þær inni-halda einnig sink sem stuðlar að eðlilegri frjósemi og B6 sem stuðlar að eðlilegu horm-ónaflæði. Auk þess innihalda þær B12, járn, magnesíum

og D-vítamín sem skipta máli fyrir eðlilega frumuskiptingu. Önnur lykil næringarefni semi Pregnacare conception inniheldur eru L-Arginine, Inositol, N-Acetyl Cysteine og Beta karótín.

Pregnacare originalPregnacare original hentar öllum konur sem eru nú þegar barns-hafandi. Þær innihalda 19 mikilvæg vítamín og steinefni fyrir barns-hafandi konur og ófædd börn þeirra. Í töflunum eru 400 mcg af fólínsýru en það er magnið sem mælt er með að taka frá getnaði og til 12. viku meðgöngu. Auk þess er 10 mcg af D3 vítamíni. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að taka inn rétt magn af vítamínum og steinefnum á meðgöngu en Pregnacare original hefur séð til þess að hvert hylki innihaldi hæfilega mikið magn af næringarefnum. Hvert hylki inniheldur vítamín eins og B12 vítamín, D-, E-, C- og K-vítamín og steinefni á borð við magnesíum, sink og kopar. Pregnacare inniheldur hóflegan skammt af járni en ekki er mælt með að taka mikið af járni á meðgöngu. Óhætt er að byrja að taka Pregnacare Original hvenær sem er á meðgöngu.

Mælt er með brjóstagjöf allavega fyrstu 6 mánuðina. Það er mikilvægt fyrir mjólkandi mæður að fá öll nauðsynleg vítamín og steinefni til að framleiða næringarríka mjólk og viðhalda eigin heilsu. Pregnacare breast-feeding er búið til af sérfræð-ingum og inniheldur nauðsynleg vítamín, steinefni og fitusýrur til að fyrirbyggja næringarskort. Bæði hjá mæðrum með barn á brjósti og þeim sem eru það ekki. Samsetning taflanna tekur mið af alþjóðlegum rannsóknum og innihalda hóflega skammta af næringarefnum. Hver tafla inni-

heldur 700 mcg af kalki, K- og D-vítamíni og magnesíum. Auk þess inniheldur hver tafla 300 mg af DHA fitusýrum en þær stuðla að heilbrigðri heila- og augnstarf-semi hjá ungbörnum.

Pregnacare Conception auka líkurnar á þungun til muna samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Hún var unnin af University College London og The Royal Free Hospital yfir sex mánaða tímabil árið 2009 og náði til 58 kvenna á

aldrinum 19-40 ára sem voru í hefðbundinni ófrjósemis-meðferð. Þeim var skipt á tilviljunarkenndan hátt í tvo hópa. Annar hópurinn tók Pregnacare Conception daglega en hinn hópurinn tók 400 mcg af fólínsýru daglega.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að konurnar sem tóku Pregnacare voru líklegri til þess að verða barnshafandi en 67% kvennanna í Preg-nacare hópnum urðu barns-hafandi á móti 39% kvenna í hinum hópnum

Pregnacare conception

Hvaða vítamín eru nauðsynleg barns-hafandi konum?D-vítamínÞað er mikilvægt að þú fáir 10 mcg af D-vítamíni á dag í gegnum meðgönguna og ef þú ert með barn á brjósti. D-vítamín örvar frásog kalks og fosfórs í meltingarvegi sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigðar tennur og bein. Mikilvægt er að taka D-vítamín fyrir heilsu barnsins fyrstu mánuði ævi þess.

FólínsýraMikilvægt er að fá 400 mcg af fólinsýru á dag áður en þú verður barnshafandi og fram á 12. viku meðgöngu. Fólin-sýra minnkar hættuna á ákveðnum fæð-ingargöllum. Ef þú tókst ekki fólinsýru áður en þú varðst barnshafandi skaltu byrja að taka hana þegar þú kemst að því að þú ert barnshafandi.

C-vítamínC-vítamín verndar frumur og heldur þeim heilbrigðum.

KalkKalk er mikilvægt fyrir tennur og bein barnsins þíns.

Pregnacare breast-feeding

Vitamin.is/facebook

Fæst í apótekum, Krónunni og Fjarðarkaupum.

VITABIOTICS eru mest seldu vítamín í Bretlandi og hafa hlotið hin virtu verðlaun "The Queens award for enterprise".

móðir og barn heilsaHelgin 20.-22. febrúar 2015 3

Page 4: Hmb 20 02 2015

Helgin 20.-22. febrúar 20154

E lla´s Kitchen barnamatur á rætur sín-ar að rekja til föður sem vildi að Ella dóttir sín fengi eins næringarríkan

mat og hægt væri. Hann vildi líka ala hana upp við að hollur matur getur verið bæði skemmtilegur og bragðgóður. Í dag er Ella orðin táningur og Ella´s Kitchen barnamatur orðinn þekktur um allan heim fyrir bragð og gæði.

Maturinn er eingöngu unninn úr lífrænum innihaldsefnum og er laus við öll aukefni, engum viðbættum sykri, salti eða vatni hefur verið bætt við. Þessar skemmtilegu skvísur standast hæstu krílakröfur með litríkum umbúðum sem gaman er að koma við og áferð matarins er viðeigandi miðað við hvert aldursskeið.

Úrvalið er breitt og því ætti að vera auð-velt að finna eitthvað sem hentar öllum krílum frá fjögurra mánaða aldri og upp úr. Hægt er að velja um ávaxtaskvísur, bland-aðar grænmetis- og ávaxtaskvísur, rís-skvís-ur, morgunskvísur, kvöldverðarskvísur eða þurrgrauta.

Unnið í samstarfi við

Nathan & Olsen

100% lífrænar skvísur fyrir litla sæta matgæðinga

Ella s Kitchen býður upp á margar tegundir af ávaxta-

og grænmetismauki fyrir börn fjögurra

mánaða og eldri. Gott er að gefa

barninu þær ein-tómar eða blanda

þeim við graut eða jafnvel kjöt þegar

kynna á barnið fyrir fastri fæðu.

Allar vörurnar frá Ella s Kitchen eru 100% lífrænar og tilvalin fæða fyrir litla sæta matgæðinga.

V erslunin Móðurást var opnuð árið 2002 í miðbæ Kópavogs en flutti á Laugaveg síðast-

liðið vor. „Starfsemi mjaltavélaleig-unnar hófst reyndar mikið fyrr, eða upp úr 1990. Þá keypti ég nokkrar mjaltavélar og fór að leigja út eftir að hafa eignast fyrirbura. Ég fór svo í al-þjóðlegt próf og öðlaðist réttindi sem brjóstagjafaráðgjafi IBCLC og hef haldið þeim við síðan,“ segir Guðrún Jónasdóttir, sem starfar sem brjósta-gjafaráðgjafi í Móðurást.

Fjölbreytt vöruúrvalGuðrún segir að þau kunni vel við sig á nýjum stað. „Hér erum við í alfaraleið, aðkoman er góð og næg bílastæði. Vöruúrval hefur aukist í sumum flokkum, svo sem í brjósta-gjafahöldurum og -fatnaði og aukin áhersla er lögð á vefverslunina, enda er ný vefsíða í smíðum.“ Fjölbreytni einkennir fyrst og fremst vöruúrvalið hjá Móðurást. „Hér er mjög fjölbreytt vöruúrval fyrir konur með börn á brjósti, fyrirburafatnaður af ýmsum gerðum og Carters samfellur,“ segir Guðrún, en einnig er von er á nýrri danskri barnafatalínu. „Hér fæst allt frá naghringjum fyrir ungbörn upp í jafnvægishjól og dúkkur fyrir eldri

börn, að ógleymdum hinum frábæru Silver Cross barnavögnum, bílstólum og kerrum.“

Ráðgjöf við brjóstagjöfAuk fjölbreytts vöruúrvals veitir Móðurást faglega þjónustu við brjóstagjöf. „Brjóstagjafaráðgjafi er yfirleitt á staðnum og er alltaf tilbúinn til að svara fyrirspurnum foreldra,“ segir Guðrún. Nánari upp-lýsingar má nálgast á vefsíðunni www.modurast.is en þar er einnig að finna aðgengilega vefverslun.

Unnið í samstarfi við

Móðurást

Móðurást er verslun fyrir verð-andi og nýorðna foreldra. Auk þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval barnavara er hægt að leigja mjaltavélar og fá faglega aðstoð og ráðleggingar þegar kemur að brjóstaráðgjöf.

Verslunin Móðurást veitir faglega brjóstaráðgjöf

Guðrún Jónasdóttir starfar í Móðurást og er auk þess með alþjóðlegt próf sem brjóstagjafaráðgjafi. Hún tekur vel á móti fyrirspurnum foreldra. Mynd Hari

Stofnað

Gotitas de OroAnti-Lice ShapooAnti-Lice hair LotionKemur í veg fyrir lúsasmitVirk samsetning innihaldsefna ver háriðog hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit í 90% tilfella án þess að valda óþægindum né ertingu.

Notið eins og hvert annað sjampó fyrir venjulegan hárþvott og/eða spreyið daglega í þurrt háriðInniheldur ekki eitur- né skordýraefni

Fyrirbyggjandi

lúsasjampólúsaspreyÖflug tvenna fyrir börn sem fyrirbyggir lúsasmit

Nýtt

Um

boð:

ww

w.v

itex

.is

Útsölustaðir flest apótek og heilsu búðir.

Stofnað

Page 5: Hmb 20 02 2015

B irna Þórisdóttir, doktors-nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, kom að

rannsókn á D-vítamíni í blóði ís-lenskra barna og segir hana benda á mikilvægi þess að íslensk börn taki inn D-vítamín aukalega með fæðu og samhliða brjóstagjöf. 76 íslensk ársgömul börn tóku þátt í rannsókninni.

D-vítamín inntaka frá tveggja vikna aldri„Í rannsókninni kom í ljós að þau börn sem fylgja ráðleggingum um inntöku á D-vítamíngjafa, annað-hvort D-vítamíndropum eða lýsi, voru með hátt D-vítamín í blóði,“ segir Birna. „Það er ráðlagt að taka D-vítamín dropa frá tveggja vikna aldri og svo er hægt að skipta yfir í lýsi þegar börnin byrja að borða fasta fæðu.“

Almennar ráðleggingar mæla með því að börn séu á brjósti að lágmarki til 6 mánaða aldurs og segir Birna ástæðuna vera þá að brjóstamjólk sé besta fæða sem völ sé á fyrir börnin fyrstu 6 mánuðina auk þess sem talið sé að meltingar-kerfið sé ekki nógu þroskað fyrir 4 mánaða aldur.

„Það er stundum þörf á ábót milli 4 – 6 mánaða aldurs en þá er talið að það sé í lagi að gefa börnum að smakka mat, eins og barnagrauta, mauk og grænmeti. En það er tal-ið mikilvægt að halda brjóstagjöf áfram á meðan hægt er.“

Viðbót með dropum eða lýsiSamkvæmt Birnu hafa erlendar rann-sóknir leitt í ljós að D-vítamín inntaka móður með barn á brjósti skili sér að einhverju leyti yfir í brjóstamjólkina og geta því ungbörn einnig fengið D-vítamín með brjóstagjöfinni. Talið er þó að magnið sé ekki nægilegt og því er oft þörf á því að koma D-vítamíni aukalega að með fæðunni eða fæðu-bótarefnum eins og dropum eða lýsi. Þá er stoðmjólkin D-vítamín bætt og hentugur kostur fyrir börn sem eru farin að neyta fastrar fæðu. Þá

fæst einnig D-vítamínbætt þurrmjólk fyrir börn með mjólkuróþol.

Skortur getur valdið beinkrömD-vítamín gegnir mikil-vægu hlutverki við bein-myndun þar sem það hefur meðal annars áhrif á kalkupptöku beina. Því er áríðandi að börn í vexti fái 10 míkrógrömm af D-vítamíni daglega, sam-

kvæmt ráðleggingum frá Landlæknisembættinu. Al-varlegur skortur á D-vítam-íni getur valdið beinkröm en önnur einkenni eru þreyta og úthaldsleysi.

Föst fæða samhliða brjóstagjöfBrjóstagjöf er talin mæta helstu næringarþörfum ung-barnsins fyrstu 6 mánuðina. Það er þó einstaklingsbund-ið hvenær ungbarnið fer að

neyta fastrar fæðu og byrja flest að smakka annan mat við 4 til 6 mán-aða aldurinn. Birna segir að mikil-vægt sé að fara hægt í að kynna ný matvæli fyrir ungbarninu. „Það er mælt með því að gefa eitt matvæli í einu á meðan að þau eru fyrst að smakka. Ef barnið er enn á brjósti þá dugar að gefa lítið í einu og halda brjóstamjólkinni áfram. Auka svo jafnt og þétt fjölbreytnina.“

Svala Magnea Georgsdóttir

[email protected]

móðir og barn heilsaHelgin 20.-22. febrúar 2015 5

Íslensk ungbörn þurfa D-vítamín aukalegaNýleg íslensk rannsókn sýnir að æskilegt er að taka inn D-vít-amín aukalega frá 2 vikna aldri.

Birna Þórisdóttir er doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Ís-lands.

Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is Fást í öllum helstu apótekum um land allt VELJUM ÍSLENSKT

Barnalínan frá Gamla apótekinu inniheldur engin viðbætt ilm-

og litarefni. Vörurnar í Barnalínunni eru íslenskar vörur þróaðar

í samstarfi við lækna og lyfjafræðinga.

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

3103

2

/ BARNIÐ

Verndar og nærirdýrmæta húð

Page 6: Hmb 20 02 2015

heilsa móðir og barn Helgin 20.-22. febrúar 20156

Þ egar efri öndunarvegur ung-barna stíflast þá geta foreldrar búist við ýmsum vandamálum,

s.s. truflun á svefni, vandamál við að nærast, drekka og almennum pirr-ingi barnsins. Málið er nefnilega að lítil börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess að hreinsa á sér nefið en ef það er alveg stíflað þá virkar hnerrinn ekki sem skyldi. Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda í gegnum munn. Því er mjög mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja næringar-gjöf svo barnið geti nært sig án erfið-leika.

Unnið í samstarfi við

Ýmus

Mælt er með því að nota Stérimar:Tvisvar sinnum á dag kvölds og morgna. Ef öndun um nef er erfið er mælt með notkun á þriggja tíma fresti. Einnig ef mikil slím-myndun er í nefinu.Mælt er með Stérimar fyrir mæður með barn á brjósti og þær sem geta ekki notað sýklalyf, t.d. á meðgöngu.Þegar verðandi mæður og þær sem nýorðnar eru mæður fá mikið kvef þá er ekki um marga meðferðarmöguleika að ræða. Stérimar fyrir fullorðna er þá besti kosturinn í stöðunni. Stérimar má nota á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur. Aukaverkanirnar eru engar og Stérimar er fullkomnlega skaðlaust bæði móður og barni. Stérimar fyrir fullorðna má fá í bæði 50 ml og 100 ml pakkningum. Stérimar hefur áunnið sér sess sem nauð-synlegt meðferðarúrræði gegn sýkingum í efri öndunarvegi. Sem dæmi má nefna að í mörgum löndum Evrópu mælast læknar til þess við sjúklinga sína að þeir noti ávallt Stérimar sem stuðningsmeðferð ef sjúk-lingum eru gefin sýklalyf vegna sýkinga í öndunarvegi.

Umboð og dreifing:Ýmus ehf. / Dalbrekku 28 / 200 Kópavogi / Sími 564-3607 / [email protected] / www.ymus.is

Nefið á að vinna líkt og lofthreinsi-kerfi og hreinsa innandað loft og koma því í rétt rakastig. Draga má úr líkum á sýkingum með því að halda nefinu hreinu. Þess vegna mæla svo margir háls nef og eyrnalæknar með Stérimar til hreinsunar á stífluðu nefi. Stérimar fyrir börn er tvennskonar. Stérimar Baby (Isotoniskt) er mild jafngild lausn sem nota má frá fæðingu og eins oft og þurfa þykir. Veldur ekki þurrki eða ójafnvægi í slímhúð og efri öndunarvegi. Stérimar Baby flaskan er sérhönnuð með þarfir ungabarns í huga. Minni þrýstingur og sérhannaður stútur, sem kemur í veg fyrir að honum

sé stungið of lang inn í nef barnsins, gera það að verkum að nú ætti ekkert barn að þurfa að þjást vegna stíflaðs nefs eða verða af þeirri mikilvægu nær-ingu sem fylgir brjóstagjöfinni.Stérimar Baby (Hypertoniskt) er byggð upp á sama hátt og Isotoniska lausnin en hefur meira saltinnihald. Stérimar Baby Hypertoniskt má nota frá þriggja mánaða aldri og takmarka skal notkun við 5-6 skipti á sólarhring. Um leið og búið er að losa stíflurnar í efri öndunarveginum er mælt með að skipt sé yfir í Stérimar Baby Isotoniskt til áframhaldandi og fyrirbyggjandi meðferðar.

Alveg eins og börn læra að ganga þurfa þau að læra að snýta sérHreinsun með Stérimar baby kennir barninu smám saman mikilvægi þess að snýta sér. Eitt púst í hvora nösina af Stérimar. Þegar vökvinn streymir aftur út úr nösinni þá tekur hann með sér slím og óhreinindi þannig að léttara verður fyrir barnið að anda. Stérimar baby fer mjög mildum höndum um barnið en það er ísó-tónisk lausn sem ertir hvorki né skemmir viðkvæma slímhimnu.

Hvernig á að hreinsa nef ungabarns:n Láttu barnið liggja á bakinu og snúðu höfði þess að þér.n Haltu barninu kyrru með annarri hendinni.n Úðaðu nú vel í nösina.n Lokaðu með fingri fyrir hina nösina og leyfðu vökvanum að virka.n Strjúktu í burtu slím og óhreinindi með hreinum pappír.n Ef þörf er, snúðu þá barninu yfir á hina hliðina og endurtaktu.n Taktu stútinn af brúsanum, þvoðu hann og þurrkaðu.n Ekki sveigja höfuð barns aftur.

Þegar barnið er kvefað eða þegar ryk eða óhreinindi hindra innöndun barnsins

Stérimar gegn stífluð-um ungbarnanösum

B io Kult fyrir börn inniheld-ur sjö gerlastrengi af mis-munandi mjólkursýrugerl-

um. „Reynslan og rannsóknir sýna að gerlarnir styrkja og bæta bæði meltinguna og heilsuna, auk þess sem þeir innihalda hátt hlutfall af Omega 3,“ segir Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Icecare á Íslandi.

Omega 3 í duftformi„Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og erfitt getur verið að fá þau til að taka inn ýmis konar bætiefni og vítamín,“ segir Ásta D. Baldurs-dóttir. „Sonur minn, Gabríel 7 ára, er kröftugur orkubolti og er á ein-hverfurófinu. Mér hefur reynst erfitt að fá hann til að taka inn Omega 3 vegna áferðarinnar á olíunni og bragðsins, en hann er með mjög næmt bragðskyn. Í sumar sá ég síðan auglýsingu um Bio-Kult Infantis og það sem vakti athygli mína að það inniheld-ur Omega 3 í duft-formi sem bland-ast út í drykk eða mat. Ekki er verra að það inniheldur líka 50% af ráðlögð-um skammti af D3 vítamíni og Preplex blöndu sem styrkir meltinguna og kemur

í veg fyrir niðurgang. Auk þess er enginn viðbættur sykur, litar- eða bragðefni í duftinu.“

Bio Kult fyrir börn og full-orðnaÁsta hefur gefið syni sínum Bio Kult Original mjólkursýrugerlana til að styrkja þarmaflóruna, en þá uppgötvaði hún við lestur bókar-innar Meltingavegurinn og geð-heilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride. „Þar sem ég hef ágætis reynslu af Bio Kult vörunum fyrir okkur bæði ákvað ég að prófa Bio Kult Infantis fyrir Gabríel og það gengur mjög vel.

Dóttirin betri af bakflæðiHjónin Sigríður Alma og Ás-geir Haukur eiga litla dóttur sem fæddist með mjög slæmt

bakflæði. „Meltingarvegurinn var myndaður strax þegar

hún var eins dags göm-ul því uppköstin voru mjög mikil. Ástæðan var sú að magaopið var slakt og hleypti því fæðunni bæði upp og niður. Það var búið að prófa nokkur lyf á henni en við sáum aldrei neinn mun á

uppköstunum. Okkur var sagt að bíða róleg því magaopið myndi þroskast með tímanum,“ segir Sig-ríður. Þegar hjónin prófuðu að gefa dótturinni Bio Kult Infantis sáu þau strax mikla breytingu til hins betra. „Við prófuðum nokkrum sinnum að sleppa því að gefa henni duftið en þá fóru uppköstin aftur að aukast. Okkur líður vel með að gefa henni Bio Kult Infantis því þetta eru að-eins náttúrulegir gerlar, Omega 3 og D vítamín svo það gerir henni bara gott.“ Sigríður Alma og Ásgeir Haukur hvetja foreldra í svipaðri stöðu að prófa þessa náttúrulegu gerla. „Ef þeir geta hjálpað fleiri börnum þá er það þess virði að prófa – barnanna vegna.“

Unnið í samstarfi við

Icecare

Bio Kult Infantis: Meltingargerl-ar fyrir börn sem bæta heilsunaBio Kult Infantis er vísindalega þróuð blanda af vinveittum gerlum fyrir ungbörn og börn á öllum aldri. Ásta D. Baldursdóttir og hjónin Sigríður Alma og Ásgeir Haukur hafa góða reynslu af Bio Kult Infantis.

í f lestum apótekum

30%AFSLÁTTUR

Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Icecare á Íslandi.

Page 7: Hmb 20 02 2015

Ein leið til þess að lina sársauka og kæla góm barnsins við tanntöku er að útbúa hollan ís sem barnið borðar með bestu list.

móðir og barn heilsaHelgin 20.-22. febrúar 2015 7

Ungbarna og barnasundHrafnistu í Kópavogi (Boðaþingi í Kórahverfinu).

Hrafnistu í Hafnarfirði (við Álftanesveginn).

Upplýsingar og skráning hjá Sóleyju Einarsdóttur.

Íþrótta og ungbarnasundkennara www.sundskoli.is eða í síma 898-1496

T anntaka barna getur verið erf-iður kafli en henni fylgja oftast verkir og mikill pirringur. Ein

leið til þess að lina sársauka og kæla góm barnsins er að útbúa hollan ís sem barnið borðar með bestu list. Þann-ig samþættist bæði hollusta og lausn á pirringnum. Í barnavöruverslunum má nálgast sérstök ísform með sér-stöku handfangi sem ungbörn frá allt að 6 mánaða aldri ráða við að halda í.

Það er afar einfalt að útbúa ísinn. Uppistaðan er uppáhalds ávöxtur barnsins. Hér eru nokkur dæmi:

Maukaðu banana á disk með skeið og fylltu ísformið sem þú setur svo inn í frysti. Tilbúið eftir nokkrar klukku-stundir.

Hægt er að bæta bláberjum, mangó eða avókadó við bananann, allt eftir því hvað barnið ræður við að borða. Gott er að nota töfrasprota.

Þá er einnig tilvalið að skella teskeið af kókósolíu með í ísinn en hún inni-heldur hollar fitusýrur sem gera barn-inu gott.

Heimatilbúinn ungbarnaís við tanntökuSvona útbýrðu hollan ís sem kælir góminn.

www.lyfja.is

Fyrir þigí Lyfju

www.lyfja.is

AlvoGenius DHADHA er ein af Omega 3 fitusýrunum. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif DHA á vitsmunaþroska og athyglisgáfu barna ásamt bættri andlegri líðan mæðra. Fæst fyrir óléttar konur, konur sem stefna á þungun og börn frá þeim tíma sem þau fá fasta fæðu.

Gefðu barninu forskot - DHA fitusýrur fyrir barnsheilann.

í LyLyL fjfjf u

AlvoGenius DHA

Frábær Baby Neutral lína frá Lavera

krem – bossakrem – sjampó og sápa - húðolía

Sölustaðir: Heilsuhúsin.

20%

kynningarafsl. í

Heilsuhúsunum

til 27. febrúar

HEIMAPAKKINN!SEM BIGGEST LOSER KEPPENDUR FENGU MEÐ SÉR HEIM!

HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS

NUDDRÚLLA · ÆFINGADÝNA · SIPPUBAND · ÆFINGATEYGJA · KETILBJALLA

NÁNAR ÁWWW.GAP.IS

Page 8: Hmb 20 02 2015

heilsa móðir og barn Helgin 20.-22. febrúar 20158

P evaryl sveppalyf fæst án lyf-seðils og er ætlað til sjálfsmeð-höndlunar á sveppasýkingum í

leggöngum fyrir konur sem áður hafa verið greindar hjá lækni og þekkja ein-kennin. Pevaryl inniheldur virka efnið econazol sem hefur breiða sveppa-eyðandi verkun. Econazol frásogast lítið og er því fyrst og fremst um stað-bundna verkun að ræða.

Að sögn Guðnýjar Traustadóttur, markaðstengils hjá Vistor, er mikil reynsla komin á lyfið en Pevaryl hefur verið á markaði hér á landi í 35 ár og verið notað af fjölda kvenna. Fjöldi kvenna á barneignaraldri fær einhvern tímann sveppasýkingu í leggöng og um það bil helmingur þeirra fá hana að minnsta kosti einu sinni aftur. Sýkingin kemur frá smásæjum sveppi

”Candida Albicans“ sem almennt er til staðar í líkamanum en ef jafnvægi hans raskast getur það valdið sveppa-sýkingu.

Sveppasýking þrífst best þar sem er rakt, hlýtt og þétt, svo sem í leg-göngum. Sveppasýking herjar oft á konur á barneignaraldri þar sem þær hafa meira af hormóninu östrógeni, en það eykur glúkósamagn í leggöng-unum sem sveppurinn nærist á. Auk þess kemur sveppasýking oft fram í tengslum við sýklalyfjameðferð. Að sögn Guðnýjar getur það verið kostur að nota staðbundið lyf eins og Pevaryl við sveppasýkingum í leggöngum þar sem frásog þess er lítið.

Unnið í samstarfi við

Vistor

Pevaryl – sveppalyf fyrir konurVistor kynnir: Pevaryl skeiðarstíla og Pevaryl krem til staðbundinnar notkunar við sveppasýkingum í leggöngum.

Pevaryl er mjúkur egglaga stíll.

Pevaryl stíll og krem fæst án lyfseðils í apótekum.

Einkenni sveppasýkingarHelstu einkenni sveppasýkingar eru kláði í og utan við leggöng, hvítleit og jafnvel kornkennd útferð. Slímhúðin getur auk þess verið sár, þurr og með sviða.

Pakkningar Pevaryl:• 1 Depot forðastíll og krem (sam-

sett meðferð)• 3 skeiðarstílar og krem (samsett

meðferð)• 1 Pevaryl depot forðastíll (eins

dags meðferð)

Setjið skeiðarstílinn hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn. Berið kremið á og í kringum leggangaop og/eða á skapabarmana 2-3 sinnum ádagþartilóþægindineruhorfinog í þrjá daga til viðbótar. Þegar keyptur er pakki með 3 stílum er mjög mikilvægt að klára með-ferðina þ.e. 3 kvöld í röð.

Pevaryl má nota á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu en ekki skal nota Pevaryl á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema sam-kvæmt læknisráði.

Pevaryl fæst án lyfseðils í næsta apóteki.

Pevaryl 150 mg skeiðarstíll, Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíll og Pevaryl 1% krem (í samsettum pakkningum) (innihalda econazolnítrat) eru breiðvirk sveppalyf við sveppasýkingum í leggöngum (leggangabólga og skapabólga af völdum gersveppa). Skammtar: Einnskeiðarstíllháttíleggöngaðkvöldifyrirsvefn,3dagaíröð(Pevarylskeiðarstíll)eðaeinusinni(PevarylDepotskeiðarstíll).Krem:Beristásvæðiðíkringumleggangaopogendaþarmsop2-3ádag.Meðferðáaðvaraí3dagaeftiraðóþægindieruhorfin.Meðhöndlun maka: Þvoið reður og forhúð og berið kremið á tvisvar á dag þar til óþægindi hverfa og í 3 daga eftir það. Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega fyrir notkun skeiðarstíla. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð: Pevaryl og Pevaryl Depot má ekki nota samhliða annarri meðferð í eða á kynfærum. Ef fram koma merki um ertingu eða ofnæmi skal hætta meðferð. Pevaryl krem inniheldur bensósýru sem getur haft væg ertandi áhrif á húð, augu og slímhúðir og bútýlhýdroxýanisólsemgeturvaldiðstaðbundnumaukaverkunumíhúð(snertiexemi)eðahaftertandiáhrifáauguogslímhúð.Pevarylskeiðarstílarinnihaldaefniíolíugrunnisemgeturhaftáhrifáogdregiðúröryggilatexhettaoglatexverja.Ekkiskalnotalyfinsamtímis slíkum verjum. Þeir sem nota sæðisdrepandi lyf skulu ráðfæra sig við lækni, þar sem staðbundin meðferð í leggöngum getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt. Meðganga / brjóstagjöf: Pevaryl má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema skv. læknis-ráði. Nota má Pevaryl á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegur þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið. Ekki er þekkt hvort econazolnítrat berst í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar við notkun Pevaryl hjá konum með barn ábrjósti.Lesiðallanfylgiseðilinnvandlegaáðurenbyrjaðeraðnotalyfið.Markaðsleyfishafi:McNeilSwedenAB.UmboðáÍslandi:Vistorhf.,sími:535-7000

Olíulindin er ilmandi staður þar sem hægt er að fá persónulega þjónustu og ráðgjöf um hágæða heilsuvörur, næringarefni, eiturefnalausar hreinlætisvörur og þera-pútískar kjarnaolíur frá Young Living.

Lilja Oddsdóttir er meðal þeirra sér-fræðinga sem veita ráðgjöf í versluninni. Hún starfar einnig sem skólastjóri Heilsu-meistaraskólans, en hann kennir þriggja ára nám í náttúrulækningum. „Sérfræð-ingar okkar eru í búðinni alla virka daga milli klukkan 12 og 15. Sérstök ráðgjöf er veitt fyrir mæður og verðandi mæður á þriðjudögum og föstudögum,“ segir Lilja, en hún og Katrín Hjálmarsdóttir, heilsu-

meistari og Shabana Zaman kennari og kryddmeistari, skiptast á að veita ráðgjöf. Í Olíulindinni er boðið upp á meðferðir og nudd fyrir konur fyrir og eftir barns-burð. „Við hvetjum áhugasamar mæður til að koma í heimsókn til okkar og fá ráðgjöf um næringu og heilsu fyrir sig og barnið,“ segir Lilja.

Olíulindin er við Vegmúla 2 í Reykja-vík. Nánari upplýsingar má nálgast fés-bókarsíðunni Olíulindin – Young Living og í síma 551-8867.

Unnið í samstarfi við

Olíulindina

Olíulindin – Hof kærleikansFræðslumiðstöð og verslun fyrir mæður og verðandi mæður

Á meðgöngu og eftir barnsburð vakna ýmsar spurningar og ráðgjafar Olíulindarinnar veita svör við ýmsu. Dæmi:

n Er barnið með maga-kveisu?n Viltu sótthreinsa and-rúmsloftið?n Ertu með slit?

n Viltu sofa betur?n Viltu bæta sambandið og auka kynorkuna?n Viltu minnka sápunotk-un í þvottinn þinn?

Næstu námskeið:

24. febrúar: Spices Make You Smart – Shab-ana kennir um krydd og mat.

3. mars: Níu Lyklar – Nýtt líf. Grunn-námskeið um þerapútískar kjarnaolíur.

4ra vikna hreinsun

Kvið- og bakvöðvar

Líkamsstaða

Hreyfing og mataræðiNÝTT Í WORLD CLASS

Nánari upplýsingar og skráning á worldclass.is

Í FORM MEÐ 5:2 fyrir konur HREINT MATARÆÐIMÖMMU PILATES

Á námskeiðinu notum við hreinan, góðan og náttúrulega mat til þess að vinna rétt úr fæðunni og losum okkur við umframþyngd. Með fjölbreyttum æfingum.

Tímarnir eru kenndir mestmegnisá Pilates boltum, mikil áhersla er lögð á að styrkja kvið, bak, grindarbotni og styrktaræfingar fyrir allan líkamann.

Konur sem eru nýlega búnar að eiga börn þurfa að hafa það hugfast að nauðsynlegt er að fara rólega af stað í æfingum og Fit pilates æfingar henta mjög vel til þess.

Viltu léttast og breyta mataræðinu á þægilegan og árangursríkan hátt?

Á námskeiðinu notum við mataræðið 5:2 til þess að ná tökum á þyngdinni, bæta heilsu þína og koma þér í gott form til framtíðar.

Page 9: Hmb 20 02 2015

móðir og barn heilsaHelgin 20.-22. febrúar 2015 9

Fyrsta flokks pelar fyrir börnin

Fáar verslanir búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu

en Fífa þegar kemur að barnavörum, en verslunin

hefur boðið upp á fjölbreytt vöruúrval í yfir 35 ár.

F ífa leggur höfuðáherslu á þjónustu, gæði og öryggi ásamt því að bjóða fjölbreytt

úrval frá leiðandi merkjum. Meðal vörumerkja sem Fífa býður upp á eru pelar frá Dr. Brown´s.

Pelar sem koma í veg fyrir loftinntöku barnaGuðrún Ósk Arnórsdóttir, verslun-arstjóri Fífu, segir pelana búa yfir öllum þeim eiginleikum sem góður peli þarf að búa yfir. „Pelarnir frá Dr. Brown’s eru einstakir á þann hátt að sérstakur loftventill í pel-anum sér til þess að loftinntaka er minni þegar barnið drekkur. Loftið flæðir í gegnum túttuna án þess að það blandist við mjólkina. Allir pel-arnir frá Dr. Brown’s eru hannaðir þannig að þeir skili örugglega vít-amínum úr mjólkinni til barnsins.“

Úrval aukahluta frá Dr. Brown s Guðrún segir að pelinn henti börnum sem fá magakveisu einstaklega vel. „Pelanum fylgir tútta sem er fyrir 0-3 mánaða. Svo er hægt að kaupa aðr-ar stærðir af túttum aukalega fyrir eldri börn. Einnig fylgir sérstakur hreinsibursti til þess að hreinsa loft-ventilinn,“ segir Guðrún. Vinsælasti aukahluturinn er án efa kanna þar sem hægt er að hafa nokkra skammta í könnunni og geyma inni í ísskáp. „Þetta er frábær lausn sem lágmark-ar loftmyndun í mjólkurblöndunni,“ segir Guðrún. Í Dr. Browns línunni er einnig hægt að fá góðar stútkönnur, snuð og margt fleira. Guðrún býður alla velkomna í Fífu að Bíldshöfða 20 til að kynna sér úrvalið.

Unnið í samstarfi við

Fífu

Ýmsir aukahlutir eru fáanlegir með pelunum frá Dr. Brown´s.

Pelarnir frá Dr. Brown´s fást í ýmsum stærðum og gerðum.

Page 10: Hmb 20 02 2015

heilsa móðir og barn Helgin 20.-22. febrúar 201510

G yllinæð er bólgnar og þrútnar æðar í eða við endaþarmsop-ið og kemur fyrir hjá um 50%

einstaklinga einhvern tíma ævinnar. Blæðing úr endaþarmi ásamt kláða og sársauka eru helstu einkenni gyll-inæðar og er hún algengust hjá eldra fólki og konum á meðgöngu.

„Procto-eze kremið var sérstak-lega þróað sem mjúkt og létt krem sem húðin dregur hratt í sig,“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur hjá LYFIS. Kremið veitir góða vörn með því að búa til vatnsfitufilmu yfir erta svæðið. Vörnin dregur úr kláða og sviða og meðferðarsvæðið verður mýkra og rakara, sem kemur í veg fyrir að húðin springi og valdi óþægindum.

„Vörurnar eru í íslenskum um-búðum og fylgja góðar leiðbeining-ar á íslensku,“ segir Hákon.

Unnið í samstarfi við

LYFIS

Procto-eze – nýjung við gyllinæðLYFIS kynnir: Procto-eze Krem og Procto-eze Hreinsir fyrir gyllinæð. Procto-eze kremið er ætlað við ertingu og óþægindum vegna gyllinæðar og hreinsirinn hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið. Procto-eze fæst í apótekum.

Procto-eze krem hefur eftirfarandi kosti:

n Þríþætt verkun: Vörn – Rakagefandi – Græðandi

n Stjaka fylgir með – auðvelt í notkun

n Inniheldur ekki stera

n Byggir á náttúru-legum innihalds-efnum

n Þoldist vel í 12 vikna klínískri rannsókn

n Má nota á meðgöngu

Fyrir hámarks árangur er mælt með notkun á Procto-eze hreinsi sam-hliða Procto-eze kremi. Procto-eze hreinsir er hreinsifroða sem ætluð er til að viðhalda hreinlæti og draga úr óþægindum tengdum gyllinæð. Froðan hreinsar, róar og frískar óþæginda-svæðið. Hún hentar vel til að nota í sturtu og kemur í stað sápu sem oft ertir viðkvæmt svæðið.

Procto-eze hefur verið prófað í klínískum rannsóknum, það inni-heldur ekki stera og má nota á meðgöngu. Procto-eze hreinsir

Procto-eze krem

M eðganga og fæðing reyna mikið á líkamann og er góð hreyfing lykilatriði

þegar kemur að því að viðhalda líkamlegu hreysti. Í líkamsræktar-stöðinni Hreyfingu í Glæsibæ er boðið upp á faglega leikfimi fyrir konur bæði fyrir og eftir meðgöngu. Sandra Dögg Árnadóttir er sjúkra-þjálfari með yfir 10 ára reynslu af lík-amsrækt kvenna fyrir og eftir með-göngu. Hún segir námskeiðið, sem heitir Meðganga, móðir og barn, mæta einstaklingsmiðuðum þörfum og hentar því öllum sem vilja styrkja sig bæði fyrir og eftir meðgöngu.

Rétt hreyfistjórnun kennd„Ég hef verið að þróa þessa mömmuleikfimi síðastliðin ár. Þetta er alveg sérstök ástríða hjá mér og ég kenndi sundleikfimi fyrir óléttar konur í mörg ár. Það sem við leggj-um áherslu á er rétt hreyfistjórnun og að nota vöðvana í réttri röð þegar kemur að kviðnum, mjóbakinu og öðrum vöðvum sem snúa að stöðug-leika,“ segir Sandra Dögg en hún segir að konum hætti til að hreyfa sig vitlaust á og eftir meðgöngu og auka þar með álag á líkamann með tilheyrandi verkjum.

Að hlusta á eigin líkamaÁ námskeiðinu eru kennd þrjú mis-munandi erfiðleikastig sem henta hverjum og einum. Sandra Dögg segir að mikilvægt sé að ofgera sér ekki heldur að fara varlega í hreyf-ingarnar. „Sumar konur eru slæmar í líkamanum og þurfa að passa sig en aðrar þola meira. Ég kenni kon-unum að hlusta á eigin líkama og að

gera æfingarnar út frá því hvar þær eru staddar. Áherslan er mest á kvið, bak, mjaðmagrind og grindarbotn.“

Barnið nýtur góðs afNámskeiðið er ætlað fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður.

„Æfingarnar sem við gerum fyrir börnin stuðla að hreyfiþroska fyrir þau. Að lyfta börnum, hnoðast að-eins með þau og leika við þau hef-ur styrkjandi áhrif. Þetta er í raun svipað og í ungbarnasundinu,“ segir Sandra en hún er með kennararétt-indi í ungbarnasundi og segist nýta þekkinguna fyrir leikfimina.

Notaleg aðstaða„Það er yndisleg stemning og að-staðan er svo góð. Við getum opn-að út í garð þannig að sumar eru að koma með barnavagn þangað. Salurinn er hlýr og með þægilega lýsingu og mjúka tónlist. Þetta er mjög kósí.“

Unnið í samstarfi við

Hreyfingu

Hreyfing sniðin að þörfum verðandi mæðra

Námskeiðið er ætlað fyrir kon-ur á meðgöngu og nýbakaðar mæður.

Sandra Dögg Árnadóttir er sjúkraþjálf-ari með yfir 10 ára reynslu af líkams-rækt kvenna.

Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.

Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur Bambo Nature

Bambo Nature – er annt um barnið þitt.

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1441

58

Sölustaðir Bambo Nature:

Page 11: Hmb 20 02 2015

móðir og barn heilsaHelgin 20.-22. febrúar 2015 11

R annsóknir hafa sýnt að svo-kallaðar DHA fitusýrur hafa margvísleg og jákvæð áhrif

á heilastarfsemi barna. DHA fitu-sýrur eru ein gerð Omega 3 fitusýra og verða til við ljóstillífun þörunga. DHA er notað sem byggingarefni í frumuveggjum og er talið afar mik-ilvægt fyrir heilbrigðan þroska mið-taugakerfis. Við framleiðum ekki nægt DHA sjálf og þurfum því að ná í það annars staðar frá í gegnum fæðuna.

AlvoGenius: DHA fitusýrur í hylkjum Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur nú markaðssett vöruna AlvoGenius DHA sem inniheldur mjög hátt hlut-fall af DHA fitusýrum. Henrik Þórð-arson, lyfjafræðingur hjá Alvogen, er sérfróður um þessa nýju vöru. „AlvoGenius er Omega 3 olía í hylkj-um, unnin úr ræktuðum þörungum. Hún inniheldur mjög hátt hlutfall af ákveðinni tegund af Omega 3, svo-nefndu DHA sem gerir hana eink-um heppilega fyrir óléttar konur og börn. Innihaldsefnið í AlvoGenius heitir Life’s DHA og hefur verið rannsakað mjög mikið í tengslum við þroska og starfsemi heilans.

DHA fitusýrur unnar úr þörungum Fjölmargar Omega 3 vörur eru fáanlegar nú til dags og því liggur beinast við að spyrja hvers vegna fólk ætti að velja þessa frekar en aðra? Henrik segir að það sem geri AlvoGenius frábrugðna mörgum öðrum vörum sé hið háa DHA inni-hald og líka sú staðreynd að varan

sé unnin beint úr þörungunum sem búa DHA-ið sjálft til. „Omega 3 er einnig fáanlegt úr fiski og hörfræj-um en þar er mun lægra hlutfall af DHA en í AlvoGenius. Þörungarnir sem um ræðir eru ekki ræktaðir í sjó þannig að varan er ekki útsett fyrir sjávarmengun og svo er ekki vottur af fiskibragði því þetta er auð-vitað ekki fiskiolía,“ segir Henrik.

Heilaþroski hefst í móðurkviði Rannsóknir hafa sýnt að DHA er mikilvægt fyrir heilaþroska barna. „Lyfjafræðingar alhæfa frekar sjald-an, en ég get sagt að nægilegt DHA á meðgöngu og á fyrstu árunum er almennt talið mjög mikilvægt, bæði fyrir byggingu heilans sem er að margfaldast að stærð á fyrstu árunum og svo á heilastarfsemina sjálfa, sjónina og fleira,“ segir Hen-rik. Alvogen býður þess vegna upp á tvær útgáfur af vörunni – eina fyrir óléttar konur og aðra fyrir börnin seinna meir. „Það hefur verið sýnt fram á marktækar framfarir á at-hyglisgáfu, námsárangri og jafnvel greindarvísitölu hjá þeim börnum sem fá hæfilegan viðbótarskammt af DHA. Reyndar er þetta svo þekkt að 98% mjólkurdufts í Bandaríkjun-um inniheldur sama DHA og er í Al-voGenius,“ segir Henrik.

Einnig fyrir fullorðna Aðspurður um hvort DHA fitusýrur geti nýst fullorðnum segir Hen-rik: „Það er oft talað um að líkaminn endurnýi sig á sjö árum, svo það er nú varla of seint fyrir flesta. Satt að segja hafa rann-

sóknir sýnt fram á jákvæð áhrif á meðgöngutíma hjá þeim konum sem tóku inn DHA og einnig fram á betri andlega líðan þeirra. Aðal-málið er að líkaminn framleiðir ekki mikið af DHA sjálfur og fólk fær oft lítið af efninu úr fæðunni al-mennt. Það er því góður kostur að bæta við DHA magnið með vörum eins og AlvoGenius,“ segir Henrik.

AlvoGenius DHA fæst í apótek-um. Nánari upplýsingar á AlvoGe-nius.com

Unnið í samstarfi við

Alvogen

DHA fitusýrur – mikilvægar fyrir heilaþroska Icepharm

a

NÁTTÚRULEGAfyrir

MÓÐUR OG BARN

facebook.com/burtsbeesiceland

Page 12: Hmb 20 02 2015

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, drei�ýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband.

Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is.

Við seljum rafmagn — um allt land.

ORKA FYRIR

ÍSLAND

Bran

denb

urg

Orkusalan 422 1000 [email protected] orkusalan.is Raforkusala um allt land