Top Banner
GAR‹YRKJUFÉLAG ÍSLANDS - Maí 2011 Landshlutadeildir starfa vítt og breytt um landið Fimm klúbbar: » Ávaxtaklúbbur » Blómaskreytingaklúbbur » Matjurtaklúbbur » Rósaklúbbur » Sumarhúsaklúbbur Fundir og ferðir: » Fræðslufundir » Garðagöngur » Garðaskoðanir » Dagsferðir Grenndargarðar: » Í Reykjavík og Kópavogi Útgáfumál: » Garðyrkjuritið, árbók félagsins » Garðurinn í dagblaðsformi Frælisti með um 700-1000 tegundum og yrkjum Plöntuskiptidagar Lifandi heimasíða Ljósm. Kristinn H. Þorsteinsson. www.gardurinn.is Garðyrkjufélagið – Blómleg starfsemi í 126 ár FÁÐU AFSLÁTT AF 40.000 VÖRUM STRAX Í DAG
40

Gardurinn 2011

Mar 14, 2016

Download

Documents

Athygli

kynningarblad Gardyrkjufelags Islands
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Gardurinn 2011

GAR‹YRKJUFÉLAG ÍSLANDS - Maí 2011

Landshlutadeildir starfa vítt og breytt um landið

Fimm klúbbar:» Ávaxtaklúbbur» Blómaskreytingaklúbbur» Matjurtaklúbbur» Rósaklúbbur» Sumarhúsaklúbbur

Fundir og ferðir:» Fræðslufundir» Garðagöngur» Garðaskoðanir » Dagsferðir

Grenndargarðar:» Í Reykjavík og Kópavogi

Útgáfumál:» Garðyrkjuritið, árbók

félagsins» Garðurinn í dagblaðsformi

Frælisti með um 700-1000 tegundum og yrkjum

Plöntuskiptidagar

Lifandi heimasíða

Ljósm. Kristinn H. Þorsteinsson.

www.gardurinn.is

Garðyrkjufélagið – Blómleg starfsemi

í 126 ár

FÁÐU AFSLÁTT AF

40.000VÖRUM STRAX Í DAG

Page 2: Gardurinn 2011

2 » GAR‹URINN 2011

Helgina um mánaðamótin apríl-maí var jörð í Reykjavík og ná-grenni alþakin 20 cm jafnföllnum snjó. Þessi helgi nýttist ekki til úti-vinnu frekar en margar á undan. Páskahretið lét sig ekki vanta og varla þá hundi út sigandi. Rétt að hægt var að líta út á Föstudaginn langa. Öllum vorverkum hefur seinkað um tvær til þrjár vikur frá því sem við höfum vanist undan-farin ár.

En á mánudeginum 2. maí ger-ist kraftaverk um miðjan dag. Hit-inn rýkur upp í tveggja stafa tölur og allur snjórinn bráðnar síðan á einum sólarhring. Ómótsæðileg löngun grípur pistilhöfund til að rjúka upp í sumarbústað og skoða verksummerkin. Þegar komið er upp í sumarlandið við Hafravatn er Seljadalsáin í foraðsvexti og á vaðinu flýtur upp á miðjar hurðir á heimilisjeppanum. Vatn situr alls staðar í lægðum og jörðin dúar undir fótunum. En töfrasproti vorsins hefur snert alla náttúruna!

Ekkert jafnast á við íslenskt vor. Allir fuglar eru komnir og lóa, stelkur og hrossagaukur iðka list-flug – syngja og hneggja hástöfum í síðdegisblíðunni. Sandlóan hleyp-ur eftir árbakkanum snýr sér snöggt við og grípur flugu sem hef-ur vaknað við sólarhitann. Krókus-arnir standa nýútsprungnir upp úr snjónum sem er um það bil að hverfa. Páskaliljur og ýmsir smá-laukar gægjast upp úr mosanum út um allan skóg en bíða með blómin

um stund. Maríuerluhjónin eru strax farin að huga að hreiðrinu sínu sem þau hafa átt í blómapotti á hillu gróðurhúsinu í nærri 40 ár – ekki eru til skráð kynslóðaskipti. Svartþrösturinn, sem fyrst verpti í landinu okkar fyrir þremur árum, er nú farinn að syngja á þrem stöð-um – greinilega farinn að fjölga sér. Músarindilskarl tekur undir hjá honum dillandi röddu og sveiflast milli rjóðra í landinu báðum megin árinnar. Ég hef hann grunaðan um

að vera að búa í haginn fyrir fleiri en eina kellu núna. Músarindillinn er nefnilega fjölkvænisfugl. Hann verpti hjá okkur líklega fyrst í fyrra. Það má sennilega þakka stöflum af trjábolum og greinum sem féllu til við grisjun í skóginum og eru heimkynni fjölda skordýra sem litlir goggar kunna að meta.

Síðdegisganga um landið leiðir í ljós að vetraskemmdir eru hverf-andi. Meira að segja Austin-rósirn-ar sem ég setti niður í fyrra eru lít-

ið kalnar og ættu að geta sýnt hvað í þeim býr í sumar ef ekki kemur óvænt vorhret. Sama má segja um lyngrósirnar sem ég hef verið að pota niður í skjóli skógarins. Epla-trén og súrkirsiberið sem ég fékk í hitteðfyrra frá Nátthaga eru með þrútin brum. Kannski blómstra þau í ár? Spennandi tími framund-an – það fer um mann notalegur fiðringur af tilhlökkun.

Hvítasunnan er auðvitað eftir og maður veit aldrei á landinu bláa! Ísbjörninn í Hælavíkinni minnir okkur á hvar á hnettinum við bú-um. Skjótt skipast veður í lofti – segir máltæki sem endurspeglar langa og stundum bitra, íslenska reynslu. Heimshitnunin breytir því ekki þótt kannski dragi úr tíðni vorhreta. En þá er að grípa til þrautseigjunnar eftir því sem með þarf! Ræktunarfólk á hana ærna.

Liðið er viðburðaríkt 125. starfsár Garðyrkjufélagsins. Á fjöl-sóttri ráðstefnu í byrjun ársins 2010 var litið yfir farinn veg. Þar kom vel fram hvílík þáttaskil urðu í allri ræktun hér á landi við komu George Schierbecks landlæknis til Íslands á sínum tíma árið 1883 og hve stórt skref var tekið með stofn-un Hins íslenska garðyrkjufélags eins og Garðyrkjufélag Íslands hét í upphafi. Ásýnd gróðurs í bænum sem Schierbeck kom að var ekki fögur. Blásin urð og melar blöstu hvarvetna við um nakin holtin um-hverfis „höfuðborgina“ allt niður í

Þingholt. Aðeins túnin umhverfis Tjörnina, Vatnsmýrin og vestur um Hólavelli og Landakotstún bentu til þess að gróður gæti yfirleitt þrif-ist hér. Það hefur verið mikil ein-urð brautryðjandans að hefjast handa þrátt fyrir vantrú landans á tiltækinu. Þeim mun merkilegra er hvað vannst á þeim stutta tíma sem honum gafst hér.

Garðyrkjufélagið býr að merki-legum arfi. Það hefur rutt braut ræktunarmenningar í landinu og meðlimir þess stöðugt gert tilraunir með nýjar plöntutegundir og að-ferðir við ræktun þeirra við hér-lendar aðstæður. Félagið hefur ver-ið vettvangur fræðslu og leiðbein-ingar, útvegað fræ og efnivið og al-menningur síðar notið góðs af. Um þessar mundir beitir félagið sér af endurnýjuðu afli fyrir fræðslu um matjurtarækt út um allt land – ekki síst útbreiðslu á ræktun á nýjum tegundum og yrkjum sem reynslan sýnir að geta vaxið hér. Ör fjölgun hefur orðið í matjurtaklúbbi félags-ins sem er orðinn langfjölmennast-ur.

Mesta athygli vekur þó reynsla nokkurra félaga af ræktun ávaxta-trjáa. Sæmundur Guðmundsson hefur stundað þetta um árabil heima hjá sér á Hellu og við sum-arbústað á Rangárvöllum og prófað sig áfram. Í ljós hefur komið að með réttum aðferðum og vali á harðgerðum yrkjum er unnt að rækta hér epli, perur, plómur og kirsiber, bæði sæt og súr. Félagið hefur fengið Jón Guðmundsson, garðyrkjumann á Akranesi til að fara með fræðsluerindi um landið og kynna ávaxtarækt. Hann hefur haslað sér reynslu við skilyrði sem ekki væru fyrirfram talinn álitleg. Jafnframt hefur verið efnt til sam-starfs við Landbúnaðarháskólann um formlegt tilraunastarf um rækt-un ávaxtatrjáa sem félagar, búsettir í öllum landshlutum, sjá um. Þeir kaupa á eigin kostnað plöntur í því skyni en háskólinn fær í hendur gögn sem byggja á reynslu þeirra og árangri Þannig standa vonir til að safna megi mikilli reynslu á stuttum tíma og miðla til þjóðar-innar. Á annað hundrað yrki af þessum tegundum verða reynd – flest ættuð frá Rússlandi, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum og reynst hafa harðgerð á norðlægum slóð-um. Verkefnið hófst á þessu ári. Nýlega var stofnaður ávaxtaklúbb-ur félagsins sem um 300 félagar skráðu sig í á stuttum tíma.

Þannig heldur félagið áfram því starfi sem Schierbeck hóf við frum-stæð skilyrði. Það eru spennandi tímar framundan. Ísland er kannski á góðri leið með að verða ávaxtaræktarland!

Gleðilegt sumar!

Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður GÍ

Vorkoma

Þegar fyrstu vorboðarnir gægjast upp úr moldinni á vorin, tekur flest garðyrkjufólk til óspilltra málanna í garðinum.

Nánari upplýsingar á topplausnir.is

Safnkassi 390L. Safnkassi 800L.Hot pot 260L.

Sláttuorf Tætari Kerrur

Safnkassar í garðinn

Erum einnig með mikið úrval afkerrum og tækjum fyrir garðvinnuna.

Kerrur

g

S: 517 7718

S. 520 2220 www.efnamottakan.is Við sækjum!

Heilbrigð náttúra er ábyrgð okkar allraBrothætt Spillum ekki framtíðinni P

IPA

R

• S

ÍA

• 7

00

90

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu vi›

Gar›yrkjufélag Íslands.

Ritstjóri: Valborg Einarsdóttir (ábm).

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prent un og dreif ing: Landsprent ehf.

Forsíðumynd: Kristinn H. Þorsteinsson.

Dreift me› Morg un bla› inu og

á helstu garðyrkjustöðvar

fimmtudaginn 26. maí 2011.

GAR‹YRKJUFÉLAG ÍSLANDS - Maí 2011

Landshlutadeildir starfa vítt og breytt um landið

Fimm klúbbar:» Ávaxtaklúbbur» Blómaskreytingaklúbbur» Matjurtaklúbbur» Rósaklúbbur» Sumarhúsaklúbbur

Fundir og ferðir:» Fræðslufundir» Garðagöngur» Garðaskoðanir » Dagsferðir

Grenndargarðar:» Í Reykjavík og Kópavogi

Útgáfumál:» Garðyrkjuritið, árbók

félagsins» Garðurinn í dagblaðsformi

Frælisti með um 700-1000 tegundum og yrkjum

Plöntuskiptidagar

Lifandi heimasíða

Ljósm. Kristinn H. Þorsteinsson.

www.gardurinn.is

Garðyrkjufélagið – Blómleg starfsemi

í 126 ár

FÁÐU AFSLÁTT AF

40.000VÖRUM STRAX Í DAG

Page 3: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 3

Tækjaleiga Garðheimaj gopið virka daga til 18.00 | helgar til kl. 16.00

Himalajaeinir Geislasópur Syprus

úrval vandaðra garðvinnutækja!

Mold og túnþökur í kerruna!Afgreitt til kl. 18.00 alla daga

Gróðursetja ungar kryddplöntur

Gott fyrirbudduna!

Nú er rétti tíminn!

setja nidur kartöflur

sá fyrir salati nokkrum

sinnum á sumri

bistro á 2. hæð

Spennandibrauðmeti

ískaffibananasplit

Fullorðins terturog krúttlegar krakkakrásir

Velkomin á Spíruna græna og fjölskylduvæna kaffihúsið

Nýr ísréttamatseðill!

ís

Flottir útipottar og ker

nýarsendingar!

– mikið úrval

Útskriftarblómin

SumarblómaúrvalidÚrval ræktunarkassa fyrir svalirnar | sólpallinn | garðinn

Gott fyrir grænmetis-

og kryddrækt

g g

fjölskyldufyrirtækií 19ár

Page 4: Gardurinn 2011

4 » GAR‹URINN 2011

Í fyrrasumar reyndi ég í fyrsta skipti að rækta sykurertur (Pea ´Feltham First´). Árangurinn var hreint ótrúlega góður. Ertunum var sáð beint út í beð fyrstu dagana í júní, þær spruttu vel og minntu óneitanlega á ævintýrið um Jóa og baunagrasið. Fljótlega þurftu þær stuðning, og voru settar bambus-stangir við þær, en erturnar verða um 60 cm á hæð. Þær hafa klifur-þræði og nægir að aðstoða þær að-eins í upphafi, rétt á meðan þær

eru að ná að festa sig, síðan klifra þær og festa sig sjálfar. Fljótlega fóru þær að blómstra hvít-um fallegum blómum, um 2-3cm í þver-mál, keimlík-um og eru á ilmbaunum (Lathyryus odoratus) enda ná-skyldar. Sykurerturnar voru því til mikillar prýði í matjurtagarðinum. Í kjölfar blómgunar uxu fræbelg-irnir.

Nýtýndir fræbelgirnir eru frá-bært snakk og eiginlega lang bestir þannig. Einnig má klippa þá niður á salatið eða sjóða í nokkrar mín-útur í saltvatni eða nýta í grænmet-

issúpuna. Eftir að

baunirnar byrja að vaxa inn í fræ-

belgjunum verða belgirnir sjálfir óætir,

bæði seigir og trefjamikir. Um eða upp úr miðjum

ágúst voru baunirnar sjálfar orðnar fullþoskaðar, þá eru þær á stærð við grænar baunir. Sprengja þarf fræbelgina og skafa baunirnar innan úr. Gott er að forsjóða þær í 3-4 mín. í saltvatni, láta drena af þeim, lausfrysta í nokkrar klukk-urstundir og hella þeim síðan í frystipoka með rennilás. Þá er auð-velta að taka úr pokanum eftir þörfum allan veturinn.

Sykurertur eru af ertublómaætt-inni eins og baunagrasið. Því hljóta

þær að hafa rótargerla sem lifa í hnýðum og á rótunum, vinna köf-unarefni úr andrúmsloftinu og bæta þannig vaxtarskilyrði, eins og baunagrasið og aðrar skyldar plönt ur. Ráðlagt var að gróðursetja þær í „myllu“ eða „sikk-sakk“ með u.þ.b. 15 cm millibili og þar sem þær urðu svona háar, óx ekkert ill-gresi undir þeim, sem var hreint ótrúlegt.

Nú í vor ákvað Reykjavíkurborg að hætta að reka skólagarðana sem hafa verið fastur liður í starfsemi borgarinnar um áratugi. Margir hafa fengið sína fyrstu reynslu af umhirðu planta á þeim vettvangi og hafa búið að því æ síðan. Í þess-ari litlu grein verður ekki nöldrað út af þessari ákvörðun heldur

skoðað hvaða tækifæri felast í henni.

Um leið og skólagarðarnir voru lagðir niður var boðað að fjölskyld-

ur gætu leigt sér skika til matjurta-ræktunar. Þar gefst tækifæri fyrir fjölskyldur að stunda saman skemmtilega og uppbyggjandi iðju

við að rækta sitt eigið grænmeti, kenna börnunum að meta sam-vinnuna og að sjá árangur erfiðis í ljúffengri uppskeru. Fátt er skemmtilegra og meira gefandi en að stunda garðyrkju með börnum. Þau lifa sig inn í ferlið og sjá undur í öllu; ánamaðkurinn, moldin og vatnið verða uppspretta sannrar gleði sem við fullorðnir fáum hlut-deild í.

Hægt er að byrja snemma vors að sá innan dyra, fylgjast með fræj-unum verða að plöntum og veita þeim umhyggju með því að sjá þeim fyrir sólarljósi og vatni. Börn-in fá þar tækifæri til að upplifa eft-

irvæntinguna sem fylgir þessu undri sem það er að lifandi græn planta komi af litlu fræi. Síðan, þegar sumarið hefur tekið völdin, fer fjölskyldan með plönturnar út í garðinn og hlúir að henni fram eft-ir sumri. Þegar uppskeran er kom-in á diskinn og fjölskyldan hefur gætt sér á gómsætu grænmetinu, hefur heildarmynd af því hvaðan maturinn kemur lokist upp fyrir börnunum.

Það er full ástæða til að hvetja fólk til að leigja sér garða, hvort sem er hjá sveitarfélaginu eða hjá Garðyrkjufélagi Íslands til þess að rækta sitt eigið grænmeti.

Valborg Einarsdóttir

Sykurertur – auðveldar í ræktun

Börnin hafa gaman af að taka þátt frá upphafi.

Gulrót komin upp af fræi.

Jóhanna B. Magnúsdóttir

Skólagarðar – fjölskyldugarðar

Brynhildur Bergþórsdóttir

Bakkar sem mini gróðurhús

Ég lendi alltaf í því að verða uppiskroppa með potta til að sá í á vorin og nota flest sem ég finn. Stundum er salat selt í plastbökkum með áföstu loki. Þessir bakkar eru fyrirtaks mini gróðurhús sem tilvalið er að nota til að sá í. Bakkarnir eru með götum í botninn og lokið kemur í veg fyrir að fræið þorni.

Frábært er að endurnýta salat-bakka sem mini gróðurhús til að sá í.

Frábært snakk, auðvelt að rækta í garð-inum.

Fullþroskaðar sykurertur.

Gerðu garðverkin skemmtilegri

Þýsk gæðatæki sem auðvelda þér

garðvinnuna

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

KeðjusagirRafmagns- eðabensíndrifnar

HekkklippurRafmagns- eðabensíndrifnar

Úðabrúsar1-20 ltr.Með og ánþrýstijafnara

SláttuorfRafmagns- eðabensíndrifin

GarðsláttuvélarRafmagns- eðabensíndrifnar

SláttutraktorarÝmsar útfærslur

Einnig

mosatætarar,

jarðvegstætarar,

laufblásarar,

kantskerar

Page 5: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 5

Vilt þú rækta rósakál, spínat, spergil og mintu eða spreyta þig á plómum, stikilsberjum, kúmeni og kirsuberjum?

Einföld og handhæg bók fyrir alla garð-ræktendur – byrjendur og lengra komna.

Góð ráð og leiðbeiningar um hvernig þú getur notið ávaxta náttúrunnar beint úr eigin garði.

ALLIR ÚT Í GARÐLangar þig að rækta rósakál, spínat, spergil og mintu eða spreyta þig á plómum, stikilsberjum, kúmeni og kirsuberjum?

Ný handbók um matjurtarækt við íslenskar aðstæður, staðfærð af Birni Gunnlaugsyni garðyrkju- sérfræðingi.

Einföld og handhæg fyrir alla garðræktendur – byrjendur og lengra komna.

Ræktaðu gaRðinn þinn

Grænmeti, ávextir, kryddjurtir og ber Fyrir

íslenskaraðstæður

Page 6: Gardurinn 2011

6 » GAR‹URINN 2011

Ræktun limgerða, eða hekkja eins og sumri kalla þau, er jafngömul trjáræktinni hérlendis. Harðgert rauðrifsið var ekki alltaf nýtt til að fá af því berin, heldur gróðursettu menn það í raðir til að búa til skjól. Rauðrifsið gat potast upp og myndað skjól gegn vindinum í sjávarþorpum eins og til dæmis á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Víðir er fljótvaxnasturAlls konar víðitegundir gagnast vel til limgerðisræktunar. Það liggur á að fá skjól fyrir slítandi vindinum í berangurslegum görðum. Margar víðitegundir eru svo fljótsprotnar að limgerðin eru fljótt komin yfir 1 meter á innan við 2-3 árum. En ekki er skynsamlegt að hleypa víði-tegundum beint upp í fulla hæð án klippingar.

Klipping nauðsynlegFyrsta sumarið eftir gróðursetn-ingu fær víðirinn að vaxa að mestu óáreittur og tryggir rótfestu sína. En annað vorið, í mars og apríl, er bráðnauðsynlegt að klippa víðinn niður í 30 cm hæð. Þetta er gert til að stuðla að mikilli greinamyndun alveg neðan frá jörðu, svo að lim-gerðin verði síður berleggjuð á neðsta hálfa meternum í framtíð-inni. Falleg limgerði eru greinótt og græn alveg niður að jörðu.

Á hverju ári eftir það er ársvöxt-urinn klipptur í um 30 cm hæð of-an við síðustu klippingarhæð. Stundum klippa menn meira, til að fá ennþá þéttgreinóttari limgerði.

Mikilvægt er að klippa vel af hliðunum, láta ekki bætast við breidd limgerðanna meira en 2-5 cm, mesta lagi 10 cm árlega.

Og skynsamlegt er að klippa

limgerðin þannig að þau mjókki upp. Það stuðlar að betri lifun greinanna neðarlega á limgerðinu, þær fá meiri birtu.

Þrjár til fjórar plöntur á meterVið gróðursetningu eru settar 3-4 víðiplöntur á hvern lengdarmeter. Ef limgerðið á að verða fíngert og smágert, eru jafnvel gróðursettar 5-6 plöntur á meter til að auka samkeppni milli plantnanna um pláss og næringu, takmarka vöxt þeirra með því og klippa meira.

Jarðvegur Jarðvegur fyrir limgerðin þarf að vera myldinn og vel unninn alveg niður í 50 cm dýpt. Best er að grafa skurð sem er um skóflustunga á dýpt. Moldinni er mokað upp úr skurðinum og settur húsdýra-áburður í botninn á skurðinum. Til dæmis 20 cm lag af hrossataði, eða 10 cm lag af sveppamassa (hann er sterkari). Þessu lífræna lagi á að stinga saman við skurðbotninn til að losa hann í leiðinni og auka þar með loftun og framræslu vatns í jarðveginum.

Plöntunum er síðan raðað í skurðinn með jöfnu millibili, betra að stilla þeim dýpra en þær stóðu áður, því þær lyftast alltaf vegna frostáhrifa fyrsta veturinn. Gott er að strá hrossataði á moldina sem mokað var upp úr skurðinum (hrossatað svíður sjaldnast) og hylja ræturnar vel þeirri blöndu. Togað er örlítið í plönturnar svo þær standi lóðrétt og þrýst lauslega með fætinum á moldina sitthvor-um megin við plöntuna.

Vigtuð eru 50 grömm af blá-korni eða öðrum alhliða garðá-burði og dreift á hvern lengdarme-ter af limgerðinu eftir gróðursetn-ingu. Tilbúnum áburði á ALDREI að blanda saman við moldina, því hann getur sviðið rætur illa við beina snertingu.

VökvunVökva þarf hressilega, helst svo mikið að myndist pollur í kringum hverja plöntu, og í þurrkatíð þarf að vökva nokkuð þétt næstu vik-urnar á meðan rætur eru að leita út

í jarðveginn. Of mikill þurrkur veldur vaxtarstöðnun. Það á ekki að úða alla plöntuna heldur bleytir maður eingöngu jarðveginn, þann-ig að myndist pollur í hvert sinn. Það gefur almennilega rótbleytu sem endist í nokkra daga.

Á hverju ári er síðan nauðsyn-legt að gefa sama magn af til-búnum áburði til að halda við góð-um vexti í limgerðinu.

SumarklippingOft vaxa limgerðin svo mikið á einu sumri að nauðsynlegt er að skerða sumarvöxtinn og snyrta í lok júlí, sérstaklega ef óskað er eftir stífu formi.

En frjálslega vaxin limgerði eru einnig unaðsleg sjón allt sumarið og fram á haust.

Gljámispill og alparifs Víðir er fljótsprottnastur eins og áður sagði, en í fíngerðari limgerði og þar sem ekki er lengur mjög næðingssamt, eru gljámispill og alparifs (fjallarifs) algjör gullnáma fyrir garðeigendur. Gljámispill með sínu gljáandi dökkgræna laufi og síðan rauðum haustlit í septemer-lok og alparifs sem fljótt verður iðjagrænt snemma vors af fersku og fallegu laufi og fær síðan gulan haustlit, eru augnayndi í hverjum garði. Þau eru lengur að ná óskaðri hæð, en endast þeim mun lengur sem falleg limgerði.

NotkunartímiVíðir er bráðnauðsynlegur til að mynda fljótt skjól fyrir veðri og vindum, og einnig til að draga úr innsýn í garða, þar sem óskað er eftir næði fyrir forvitnum augum. Eftir tuttugu ár eða svo eru íbúðar-hverfi venjulega orðin gróin, loðin af gróðri og skjólgóð. Þá hefur víð-irinn oft lokið hlutverki sínu og er skipt út fyrir fjölbreytilegri garða-gróðri sem skreytir umhverfið meira. Hlutverk víðisins er oft eins og góðs fósturforeldris, að skapa fljótt skjól og lífvænlegra umhverfi fyrir mannfólkið og ferfætlingana í vindasömu landi. Og þrátt fyrir hlýnun undanfarinna ára, hefur veðurguðinn Kári margoft minnt á sig, að hann tekur áfram allsvaka-lega í. Það gætu frekar orðið meiri sviptingar í veðrinu með auknum hlýindum?

RyðsveppurAf víðitegundum voru bæði hregg-staðavíðir og gljávíðir mjög vinsæl-ir í limgerðisræktun. En báðir hafa orðið sitthvorri ryðsveppategund-inni að bráð, svo rækilega að í mörgum görðum eru þeir dauðir eða ónýtir ár hvert af stanslausri ryðsveppaplágu, sumar eftir sumar. Þeir virðast ekki ná að byggja upp mótstöðu, heldur minnka bara með hverju árinu. Sums staðar eru þó gljávíðilimgerði að halda sér í

horfinu á meðan hreggstaðavíðin-um hreinlega hrakar stöðugt. Það er mikil synd að þessar tvær víði-tegundir skyldu verða fyrir barðinu á skæðum sjúkdómum. Báðar voru einstaklega vel gerðar fyrir lim-gerðisræktun og fallegar.

Víðitegundir með mótstöðu gegn ryðiViðja stendur sig ennþá vel, þó hún fái smá ryð líka. Margir klónar af viðju eru í ræktun og með úrvali er hver garðplöntustöð iðulega með sinn uppáhaldsklón. Fram að þessu hefur ryðsveppur ekki grandað viðju. Hún kemur ókalin undan vetri og heldur áfram að stækka.

Víðiblendingarnir grásteinavíð-ir, rökkurvíðir og þorláksvíðir eru allir sama marki brenndir og viðj-an, að fá smá ryð á blöðin seinni-part sumars, og mismikið, en virð-ast aldrei skaðast af því. Þeir koma einnig ókalnir undan vetri ár eftir ár. Með þessum fjórum tegundum er því ennþá hægt að mæla í garða á vindasömum stöðum og í nýjum, berangurlegum íbúðarhverfum til að afmarka lóðir og búa til skjól fljótt. Þær stækka og hækka hratt og örugglega og hafa góða mót-stöðu gegn ryðsveppum.

Jörfavíðir Grófari víðitegundir eins og til dæmis yrkin af jörfavíði sem heita Foldi, Kólga og Taða, eru mjög sterk og henta þar sem er meira pláss eða lóðir mjög stórar. Þeir henta einnig í skjóbelti í skrúð-görðum og á bújörðum.

Jörfavíðiyrkið Katla og flest yrk-in af alaskavíði eru í grófasta lagi fyrir garðræktun en fyrirtak í skjól-beltaræktun á bújörðum.

SaltveðurSums staðar er mikil saltákoma af hafi og á slíkum stöðum reynast jörfavíðiyrkin og grásteinavíðir einna sterkust. Rökkurvíðir og Þor-láksvíðir standast einnig álagið vel í byggðarkjörnum við sjávarsíðuna.

Okkar ástkæra land Ísland er vindasamt land og stað-setning landsins á mörkum hlýja loftsins sem sækir að okkur úr suðri og kalda loftsins sem streym-ir í suður frá pólnum, skapar mikl-ar sviptingar yfir landinu. Auk þess mætast kaldir og hlýir hafstraumar í kringum landið og ýta undir enn meiri ólgu í veðurfarinu.

Það er bráðskynsamlegt að byrja alltaf á því að búa til skjól fyrir garða með hjálp fljótvaxinna víði-tegunda. Í skjóli þeirra sprettur all-ur garða- og trjágróður margfalt betur og nær fyrr að verða okkur til gleði og ánægjulegra unaðs-stunda.

Ólafur Sturla Njálsson rekur garð-plöntustöðina Nátthaga í Ölfusi.

Grásteinavíðir er blaðfallegur og hentar vel í limgerði.

Alparifs er gullnáma fyrir garð-eigendur.

Vel klippt viðjulimgerði snemma vors.

Ólafur Sturla Njálsson

LimgerðiBráðnauðsynleg til að mynda skjól fljótt!

Fullkomnastaskógarplöntustöð landsins!

Barri hf rekur fullkomnustu skógarplöntustöð á Íslandi að

Valgerðarstöðum 4 í nágrenni Egilsstaða.

Barri er leiðandi fyrirtæki í innleiðingu nýjunga á sviði skógarplönturæktunar og

hefur byggt sérhannaða kæli- og frystigeymslu fyrir skógarplöntur.

Til sölu verða í vor ýmsar tegundir skógarplantna bæði í pappakössum af

frysti og bökkum með plöntun y�rvetruðum á hefðbundinn hátt.

Barri hf. rekur Gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð.

Á Tumastöðum verða til sölu �estar tegundir skógarplantna og pottaplöntur sem eru ræktaðar hjá fyrirtækinu.

Barri selur og sendir skógarplöntur um allt Ísland auk Færeyja og Grænlands.

Ræktunargeta Barra er allt að 130 þúsund �ölpottabakkar á ári.

Barri hf. Valgerðarstaðir 4 • 701 Egilsstaðir • sími: 471 2371 / 899 4371 Tumastaðir • 861 Hvolsvöllur • sími: 481 3171

www.barri.is • [email protected]

Page 7: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 7

Gæði, þjónusta og ábyrgð - það er TENGI

Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • [email protected]ðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050

Heilsunuddpottar

Hreinsiefni fyrir heita potta

Úrval af nuddpottum hjá Tengi

Page 8: Gardurinn 2011

8 » GAR‹URINN 2011

Það var um daginn að ég skrapp á ávaxtanámskeið hjá honum Jóni Guðmundssyni frá Akranesi. Mað-urinn ræddi um allra handa norð-urevrópska ávexti og trén sem þeir hanga á. Þegar þar kom sögu að hann fór að ræða um perutré, þá kviknaði á perunni hjá mér, - bíddu við, höfum við Eyfirðingar ekki rúmlega tvöhundruð ára reynslu í perurækt. Svo ég náttúru-lega galaði upp að hann þyrfti ekk-ert að segja okkur um perur, við værum búnir að rækta þetta hér á þriðja hundrað ár, að vísu með hlé-um. Jón brást ekki hinn versti við

og sagðist hafa heyrt þennan orð-róm. Af sjálfsögðu sagðist ég sanna mál mitt og fór beina leið heim og opnaði Garðagróður, þar stendur: „Trjárækt mun hafa byrjað snemma á Akureyri. Árið 1779 er þess getið, að perutré dansks kaupmanns Lynge að nafni hafi borið full-þroska aldini.“1 Engar heimildir fann ég um uppruna textans þar, en ég var kominn á sporið. Hver sagði þetta? Var þetta ekki bara misskilningur, lygi eða bull? Ég varð að sanna mál mitt, þetta með tvöhundruð ára fyrirhyggjuna. Grúsk hófst, eyrum lokað, skrudd-

um flett, lyklaborð slegið, lesið, rýnt, ekki Bretarnir, í hvaða hillu er Sir Josep? Um miðjan dag að stauta í forndönsku í bókasafni Googul, allt ritað með þessari fögru silfur-skrift. Litlu fyrr aðrar perur á öðr-um stað, sönnun, þetta er sönnun, bullið var þá satt eftir allan þennan tíma, og sagan er þessi:

Maður var nefndur Ólafur og var Ólafsson, hann komst til met-orða í Danmörk þegar íslenska var ekki í sérlegu uppáhaldi og kallaði sig því Olaus Olavius. Eftir hann liggja einhver prentuð rit, eitt þeirra er „Oeconomisk reise igen-nem det nordvestlige, nordlige og nordöstlige Island“. Þetta er mjög fróðleg skýrsla um ástand útgerða, grjótgarða, garðyrkju og fjárkláða svo fátt eitt sé talið. (Steindór Stein-dórsson hefur þýtt bókina). J. Er-ichsen, (Jón Eiríksson) ritar langan formála að bókinni, þar er þessi frábæri klausa sem ég var að leita að og það sem var enn betra, til-vitnunin í „Garðagróðri“ var óná-kvæm og vitlaus. Ég byrjaði nú stautið og reyndi að þýða í anda Olavíusar og hér er þýðing sem vonandi getur talist nákvæm, reyndi að fylgja orðavali og upp-byggingu textans af smásmugulegri nákvæmni: (Textinn hefst eftir upptalningar á fremur mislukkuð-um tilraunum til trjáræktar):

„Öll þessi óáran verður þó ekki til þess að maður missi sjónar á tak-markinu, heldur reynir maður að þoka ætlunarverkinu áleiðis, því sem mætti kalla nýlega byrjaðar tilraunir á þessu sviði, í von um að þessi þrjóska muni alla vegana einu sinni sigrast á öllum hindrunum. Og þessi von styrktist ekki lítið við það að sem „Kammer Junker“ Leverzau hefur séð í garði Lynge kaupmanns í Eyjafirði 1779. Það voru tvö svolítil perutré og hafði annað þeirra fullkomlega stóra peru, sem hann hélt sannarlega að myndi ná þroska. Þar var líka rifsr-unni með nokkrum berjum og fáein linditré og allt leit þetta mjög vel út. Finnst þessi innfluttu tré, og þá sér-staklega perutrén standa sig svona vel

á Norðurlandi, þá gætu þau staðið sig jafn vel eða ennþá miklu betur í öðr-um mildari sveitum.“2 Þarna var það svart á hvítu, fullkomin alsæla fór um mig. Sem sagt trén voru tvö og annað þeirra með hálfþroskaða peru sem er bara ansi gott. En samt ekki það sama og fullþroskuð, eins og segir í texta „Garðagróðurs,“ því það er ekki það sama að „vera“ og að líta út fyrir að muni næstum örugglega „verða“. Þar er efinn. Ekki minkaði Þórðargleðin þegar ég rakst á grein eftir Ingólf Davíð-son í Skógræktarritinu 1985, þar sem hann hafði stafavíxl í ártalinu svo 1779 var orðið að 1797.

Fredrik Lynge þessi var við kaupmannsstörf 1775 og varð eig-inlegur kaupmaður 1776. Hann var síðasti einokunarkaupmaðurinn á Akureyri. Um hann er eitt og annað til á prenti og eins og við er að bú-ast um danskan kaupmann, þá er það misfagurt. Samt liggja um hann bæði góðir og slæmir vitnisburðir og trúi svo hver sem vill. En það má hann eiga að í garði hans voru perutré 1779. Hann fer aftur heim til Danmerkur 1788.3

Ég sé enga ástæðu til að efast um tilvist þessara perutrjáa, þó perutré séu ekki harðgerðustu tré sem völ er á, þá eru þau samt rækt-uð í löndum Norður Evrópu og geta lifað hér í góðum árum í það minnsta. Að trén séu tvö styrkir það að blóm frjóvgist og komi með ávöxt. Auk þess hafa perutré að öll-um líkindum verið ein venjuleg-ustu tré danskra gróðrarstöðva um þessar mundir og einfalt mál fyrir kaupmann að fá slíkt að utan, ef þau bara lifa volkið til landsins. Hvort peran náði þroska? Það er nú það.

Ekki hef ég rekist á að ferða-langar hafi séð þessi perutré á átj-ándu öldinni. Kannski hafa þau ekki lifað móðuharðindin, eða ver-ið étin af kindum eða skemmd af skemmdarvörgum. Líklega fáum við aldrei að vita það.

Hitt er það að í leitinni að þess-um perutrjám þá fann ég óvart önnur. Þau voru í Hörgárdal. Þau fundust í bókinni „Ásýnd Eyjafjarð-ar“ í kaflanum um Skriðufeðga. Þar er þess getið að veturinn 1822 hafi flest drepist nema sex greni og sex perutrjáviðarplöntur.4 Jónas Hall-grímsson sá þessar grenihríslur í kröm 1839 en ekki minnist hann á perur.5

Sem sagt: perurækt á Norður-landi fagnar nú um þessar mundir 230 ára afmæli og afraksturinn er ein umdeild pera.

P.s. Þessari grein er ekki ætlað að fjalla um ofskreytt jólaseríutré sem um þessar mundir eru stund-um nefnd „Perutré“.

Heimildir:1 Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskars-

son. 3. útgáfa. Reykjavík, 1981, bls 29.2 Olaus Olavius. Oeconomisk reise igen-

nem det nordvestlige, nordlige og nor-döstlige Island. Gyldendalsforlag. Kaupannahöfn 1780. (Úr formála rit-uðum af J. Erichsen sem eftir mínum heimildum er Jón konferensráð Eiríks-son). Þýðing á tilvitnun HÞ.

3 Klemens Jónsson. Saga Akureyrar. Ak-ureyrarkaupstaður 1948.

4 Ásýnd Eyjafjarðar. Ritstjóri Bjarni Guð-leifsson. Skógræktarfélag Eyfirðinga, 2000

5 Jónas Hallgrímsson. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Bréf og dagbækur II. bindi. Dagbækur. Reykjavík, 1989.

Sagan segir að í garði Fredrik Lynge, síðasta einokunarkaupmannsins á Akureyri hafi verið perutré árið 1779. Ljósm: Valborg Einarsdóttir.

Helgi Þórsson

Kviknar á perunni (Pyrus)

Velkomin á heimasíðu Yndisgróðurshttp://yndisgrodur.lbhi.is

Page 9: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 9

Garðyrkjufélag Íslands er eitt elsta áhuga-mannafélag landsins, stofnað árið 1885. Alla tíð hefur markmið félagsins verið að efla og auka áhuga á garðyrkju í landinu. Félagið heldur úti öflugri heimasíðu www.gardur-inn.is með fréttum af félagsstarfi og fróðleik um allt er lýtur að garðyrkju. Heimasíða félagsins er einnig vettvangur til skoðana-skipta meðal félagsmanna og þar geta nýir félagar skráð sig í félagið. Kostir þess að vera félagsmaður eru margvíslegir. Plöntuskipta-dagur á vorin hefur verið vinsæll dagur um land allt, skipulagðar eru garðagöngur, garðaskoðanir, fræðslufundir og námskeið. Árlega er í boði frælisti með um 1000 teg-undum sem félagar hafa safnað sjálfir. Farið er í skipulagðar fræðslu- og skoðanaferðir bæði innanlands og utan. Innan félagsins eru starfræktir eftirtaldir klúbbar: Rósa-klúbbur, Matjurtaklúbbur, Sumarhús-aklúbbur,

Blómaskreytingaklúbbur og sá allra nýj-asti er Ávaxtaklúbburinn. Félagsskírteini veitir afslátt hjá garðplöntusölum og ýmsum öðrum fyrirtækjum.

Garðyrkja er áhugamál sem stuðlar að hollri útiveru og er bæði skapandi og gefandi fyrir líkama og sál, enda hafa rannsóknir sýnt tengsl á milli gróðurs og andlegar vellíð-unar. Árangur ræktunar er farin að setja svip á borg og bæ, aukin trjárækt gefur gott skjól fyrir aðra ræktun sem og mannfólkið. Stöð-ugt hafa bæst við nýjar tegundir af runnum og fjölærum plöntum sem eiga auðveldara uppdráttar í meira skjóli. Sumar þeirra koma e.t.v. til með að henta þjóðinni betur en aðr-ar, þegar fram í sækir, vegna hlýnandi veður-fars. Mikil vakning hefur verið í alls konar ræktun á landinu, ekki síst matjurtum og nú síðast ávöxtum. Margir vilja rækta sitt eigið, bæði grænmeti og ávexti, þar sannast hið

forkveðna „hollur er heimafenginn baggi“. Til að styðja við matjurtaræktun hefur fé-lagið fengið garðlönd til afnota fyrir félags-menn á höfuðborgarsvæðinu.

Félagsmenn Garðyrkjufélagsins fylgjast vel með og margir hafa unnið frábært braut-ryðjendastarf í ræktunartilraunum. Yngri félagsmenn læra af þeim sem eldri eru og reyndari, þannig miðlast þekkingin milli kynslóða. Það er því fljótt að borga sig að vera félagi.

Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands!

Ástrlogi/Lychnis x haagena. Ljósm. Hrafnhildur Reynisdóttir.

Kvöldið undirbúið, stemning fyrir garðveisluna. Ljósm.: Brynhildur Bergþórsdóttir.

Glaðlegir litir í garðinn, frúarhatturinn og tóbakshornið sem fæst í ýmsum litum. Ljósm.: Valborg Einarsdóttir.

Page 10: Gardurinn 2011

10 » GAR‹URINN 2011

Ræktun ávaxtatrjáa á sér ekki langa sögu hér á landi og er lítil hefð fyr-ir slíkri ræktun hér. Þó var það prófað hér á nokkrum stöðum á síðustu öld og í sumum tilfellum skilaði ræktunin sæmilegum ár-angri. Á undanförnum 10-20 árum hefur borist til landsins mikið ef efniviði sem skilað hefur mjög áhugaverðum árangri. Ýmsir hafa þar lagt hönd á plóg en Sæmundur Guðmundsson á Hellu hefur verið þar í fararbroddi.

Þegar stefnan er tekin á ávaxta-rækt er nauðsynlegt að vanda vel til verks í upphafi. Af ýmsu þarf að hyggja áður en haldið er af stað, sérstaklega við eins stutt sumur eins og eru hjá okkur og frekar lág-an sumarhita. Hér skipta góð yrki til ræktunar höfuð máli en fram á þennan dag hafa góð og harðgerð yrki verið vandfundin hér í gróðra-stöðum. Margt af því sem verið er að selja hér í dag hentar engan veg-inn til útiræktunar hér á landi. Sum tré geta verið þokkalega harð-gerð en eru of seinþroska fyrir ís-lenskar aðstæður og ná ekki að þroska aldin á okkar stutta sumri. Epla yrkin ´Aroma´ og ´Lobo´ eru t.d sæmilega harðgerð en þroskast of seint til þess að gæði verði sæmileg við íslenskar aðstæður. Sama má segja um plómuna ´Victoríu´ og peruna ´Conference´ þær eru of seinþroska fyrir okkar loftslag. Yrki til ræktunar hér á landi þurfa bæði að vera harðgerð og sæmilega snemmþroska.

Tölverður fjöldi yrkja er til fyrir norðlægar aðstæður og geta sum komist af með stutt og köld sumur og frostþol eplatrjáa á veturna get-ur verið -30 til -40°C og jafnvel meira. Öll ávaxtatré eru ágrædd á einhvern grunnstofn (rótarstofn) sem hefur tiltekna eiginleika t.d stærð trésins og hversu fljótt þau byrja að bera aldin. Eplatré sem vex á grunnstofnunum B9 eða M27 verður einungis rúmir 2 m á hæð en sama tré á ´Antonovka´ grunn-stofni getur orðið 7-8 m. Grunn-stofn getur líka haft áhrif á sjúk-dómsþol, þol gegn misjöfnum jarðvegi og frostþol. Á Norður-löndum eru margir grunnstofnar í notkun t.d er mest notað af M26 og MM106 í Noregi sem gefa frek-ar smá eða meðalstór tré. Á nyrstu

svæðunum er ´Antonovka´ oft not-aður og líka B9.

Sól og skjólÁvallt ætti að velja ávaxtatrjám sem sólríkastan og skjólbestan vaxtar-stað. Helst þannig að sól nái að skína á tréin a.m.k. hálfan daginn og jafnvel lengur. Oft er hlýjast og best fyrir tréin að vaxa upp við suður eða vesturvegg en þau mega líka standa út á grasflöt eða í beði með öðrum gróðri. Á skjólgóðum og sólríkum stað er mun hærri meðalhiti heldur en á berangri og það er þetta nær loftslag (Micro-clima) sem við sækjumst eftir. Í ræktun ávaxtatrjáa skiptir þessi hitamunur á berangri eða í góðu

skjóli og sól miklu máli hvað allan aldinþoska og gæði varðar.

Frjósamur jarðvegurEitt að því sem huga þarf vel að er jarðvegurinn og á það sérstaklega við um þá sem rækta í sumarbú-staðalóðum. Þar getur jarðvegur verið svo rýr að nauðsynlegt sé að fara í umtalsverðar jarðvegsbætur. Þá gæti þurft að flytja góða gróður-mold á staðinn, bæta í sandi og bú-fjáráburði. Jarðvegurinn má ekki vera of blautur og er nauðsynlegt að framræsa þar sem þess er þörf. Slíkt kemur helst upp þegar rækt-að er í blautu sumarbústaðalandi og þar sem mýrlent er. Gott er líka að hafa beð, sem ávaxtatré standa í,

Pera ´Broket Juli´.

Plóma ´Edda´.

Tvö rauð epli ´Kronprins´.

Helstu tegundir ávaxtatrjáa fyrir norð-

lægar aðstæður Epli (Malus pumila)Mjög mörg yrki hafa verið prófuð hér á landi og hafa mörg hver skil-að fullsköpuðum aldinum af góðum gæðum. Stærðin getur stundum verið smá en þó hafa líka aldin yfir 200 gr. sést sem eru 8-10 sm í stærð. Algengast er þó að þyngdin sé 70-100 gr. og stærðin 5-6 sm. Stærð, litur og bragðgæði eru þó afar mismunandi. Alls hafa yfir 100 yrki af eplum verið reynd hérlendis og enn eru að bætast við yrki til prófunar. Af þeim sem staðið hafa upp úr má nefna ´Carroll´, ´Close´, ´Haugmann´, ´Huvitus´, ´Kronprins´, ´Langballe´, ´Melba´, ´Pirja´, ´Quinte´ og ´Savstaholm´. Þó að nokkur séu hér nefnd eru til mun fleiri sem hafa skilað þokkalegun aldinum.

Pera (Pyrus communis)Minna hefur verið prófað ef perum hér og almennt þykja perutré við-kvæmari heldur en epli. Þó má finna dugleg yrki fyrir norðlægar að-stæður og hafa sum sýnt góða aðlögun að íslensku veðurfari. Aldinin hafa stundum verið frekar smá, 30-90 gr. en bragðgæðin oft með ágætum. Sum yrki eru líka gædd þeirri náttúru að vera alltaf með smá en bragðgóð aldin sama hvar þau vaxa. Yrki sem hafa þroskað góð aldin hér eru ´Broket Júlí´, ´Grev Moltke´, ´Pepi´ og ´Skánsk sykurpera´. Ýmis önnur koma líka til greina og eiga eftir að sanna sig í framtíð-inni.

Plóma (Prunus domestica)Alls hafa á milli 20-30 yrki af plómum verið reynd hér og enn er ekki víst hvaða yrki henta best. Plómur hafa verið mun breytilegri í upp-skeru heldur en epli og perur hafa verið. Nokkrar hafa gefið uppskeru af góðum gæðum og tréin reynst þokkalega harðgerð. Af þeim yrkj-um sem hafa gefið góð aldin má nefna ´Czar´, ´Eddu´ og ´Opal´. Nokk-ur önnur yrki hafa líka þroskað hér aldin af sæmilegum gæðum en þurfa að prófast betur.

Sætkirsiber (Prunus avium)Þó að sætkirsiber séu ekki eins frostþolin og önnur ávaxtatré hafa þau sýnt þokkalegustu þrif hér á landi og má líklega þakka það fremur mildum vetrum. Frostþol þeirra er 20-25°C sem er mun minna en t.d epla. Þau þroskast hinsvegar mun fyrr að sumrinu heldur en aðrir ávextir eða í lok júlí og ágúst. Af þeim yrkjum sem reynd hafa verið hefur ´Sunburst´reynst mjög vel og ´Early Rivers´, ´Huldra´, ´Stella´ og ´Sue´ líka þroskað góð aldin. Nokkur fleiri eru hér til reynslu en ár-angurinn verður metinn síðar.

Súrkirsiber (Prunus cerasus)Þau eru meðal harðgerðustu ávaxtatrjáa sem ræktuð eru og hafa frost-þol á við eplatré. Þau þroskast hinsvegar seinna á haustin heldur en sætkirsiber. Þau eru meira notuð í matreiðslu, en þó eru til yrki sem eru þokkalega sæt á bragðið. Uppskerumagn er stundum lítið þrátt fyrir mikla blómgun af einthverjum ástæðum. Súrkirsiber eru mjög góð og falleg garðtré sem blómgast oft mikið á vorin. Yrkið ´Skygge-morell´ hefur reynst duglegt og fengið góð aldin þó súr séu og ´Fanal´ hefur líka reynst duglegt. Fjölmörg yrki af súrkirsiberjum eru hér í prófun og gætu leynst mörg fleiri sem henta hér til ræktunar.

Þótt að ræktun ávaxtatrjáa sé hér skammt á veg komin er ljóst að við eigum hér góða möguleika ef vel er að verki staðið. Slík ræktun verður sjálfsagt seint arðbær nema helst í gróðuhúsum, þó getur hún samt verið skemmtileg og skilað viðunandi árangri til gamans.

Jón Guðmundsson

Ræktun ávaxtatrjáa

GarðyrkjustjóriKópavogs

Njótum útivistarsvæðanna og göngum vel um

Öllum er hollt að ræktagarðinn sinn og bæinn sinn

Page 11: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 11

aðeins hærra en umhverfið í kring eða 20-25 sm og að það nái 1 til 1,5m í kring um tréið. Þetta gerir það að verkum að jarðvegurinn verður hlýrri, hann loftar betur og vatn stendur síður í honum. Dýpt jarðvegsins þarf svo að vera um 50 sm. Þar sem ræktað er í frjósamri garðamold þarf síður að gera mikl-ar ráðstafanir með jarðveg en ávallt er gott að setja lífrænan áburð með við gróðursetningu. Ekki á að planta trjám dýpra heldur en þau stóðu í pottinum og æskilegt er að hafa staur með trjám fyrstu árin en dvergtré þarf stuðning alla ævi. Það tekur ávaxtatré oftast 2-5 ár að byrja að bera aldin en það getur þó verið mjög breytilegt. Millibil á milli trjánna fer mikið eftir því hvort á að klippa mikið eða að leyfa þeim að vaxa frjálst. Lítið klippt tré eru gróðursett með 3-5 m millibili, en grunnstofn hefur hér líka áhrif.

FrjóvgunFlest ávaxtatré eru gædd þeirri náttúru að frjóvgast ekki eða illa af eigin frjókornum. Það er því oftast nauðsynlegt að planta tveimur eða fleiri trjám saman og af mismun-andi yrkjum. Í einstaka tilfellum geta tré með engu móti frjóvgað hvert annað en slíkt er mjög sjald-gæft. Það á stundum við um mjög skyld tré að frjóvgun gengur illa. Flest yrki sömu tegundar sem blómgast á svipuðum tíma geta frjóvgað hvort annað. Það getur hinsvegar hent að snemm- og sein-blómstrandi tré nái ekki að blómg-ast á sama tíma og það leitt til þess að tré frjóvgist ekki. Langflest yrki af ávöxtum, sem hér eru í ræktun, blómgast um svipað leyti og ná a.m.k. saman hluta blómgunartím-ans. Það getur hjálpað til við frjóvgunina að bera frjó á milli plantna og blóma með mjúkum pensli. Það er að vísu verk hun-angsflugna en stundum er lítið um slík dýr í görðum á vorin og getur það hjálpað til að bera frjókorn á milli trjánna. Ef mikil frjóvgun verður hjá trjánum er gott að fækka aldinvísunum þannig að hjá eplum séu15-20 sm á milli aldina. Gott millibil hjá peru eru 10-15 sm og hjá plómum 5 sm. Slík grisjun tryggir betri aldingæði og gefur jafnari uppskeru á milli ára. Grisj-að er þegar aldinin eru á stærð við bláber eða lítið vínber og er gott að gera það í tveimur áföngum yfir þroskunartímann.

UmhirðaUmhirða ávaxtatrjáa þarf að vera í viðunnandi lagi t.d. hvað eftirlit með meindýrum varðar, en hér hafa aðallega fiðrildalirfur verið til vandæða. Frá miðjum maí og fram í júní þarf að fylgjast með lirfum í trjánum. Mest er um að lirfa haust-feta sæki í tréin en víðifeti getur

stundum líka verið til ama. Það getur líka gerst að blaðlýs og spunamaurar sækji á trén og er sá síðsstnefndi aðallega til vandræða í gróðurhúsum. Vökvun er líka æskileg í þurrkatíð og þegar aldin-in eru að vaxa. Ef vatnsupptaka plantnanna er óregluleg, þegar ald-inin eru að vaxa, geta komið í þau sprungur eða þau dottið af.

Áburðargjöf er líka nauðsynleg en bæði má dreifa safnhaugamold eða búfjáráburði í kringum tréin eða 30-50 gr. af t.d blákorni á fermeter í kring um tréin fyrri part sumars. Það getur líka verið gott að gefa áburð 2-3 sinnum yfir sumar-ið og þá minna í hvert skipti.

Klippingar og vaxtarformAldrei er nauðsynlegt að klippa

ávaxtatré. Það getur þó verið gagn-legt að snyrta tré til þess að hleypa birtu inn í trjákrónuna og þannig að lofti betur um hana. Það dregur úr sýkingarhættu, trén fá betra form og aldingæði verða betri. Oft-ast er nóg að snyrta tré hóflega eins og annan trjágróður. Þá er kal, krosslægjur og skemmdar greinar fjarlægðar. Einnig getur verið gott að grisja öðru hverju þegar trén eldast. Þá má klippa lauf og greinar sem skyggja á aldin um sumarið til þess að hleypa betur birtu að ávöxtunum.

Mikið formuð tré eru klippt á sumrin og það á við um geislatré (fan), snúrutré (cordon), gerðistré (espalier) og pýramíta. Þá eru allar greinar yfir 20 sm styttar niður í 5-10 sm eða 1-3 laufblöð. Þessi að-

ferð er oft notuð fyrir perur og epli og er klippt í júlí eða byrjun ágúst. Síðan má fara aftur yfir tréð vetur-inn eða vorið eftir. Þegar tré er ein-göngu klippt á veturna eða vorin er yfirleitt bara klippt um 1/3 framan af fyrri ársvexti og jafnvel minna. Ef klippt er mikið af ársvextinum leiðir það til ofvaxtar árið eftir og dregur úr blómgun.

Oft er það góður kostur að rækta ávaxtatré sem veggtré og get-ur það bæði verið á frístandandi skjólvegg eða upp við húsvegg. Á slíkum stöðum verður oft heitt og notalegt fyrir trén og aldingæði með besta móti. Þetta gæti verið góð aðferð í sveitum þar sem sum-arið er styttra heldur en á heitustu stöðunum á suðvestur og suður-landi. Kirsiber ´Sunburst´.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn y�r 12 ára aldri: 1 ta�a á dag. Börn 2 - 12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 ta�a (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 ta�a (5 mg) á dag. Ly�ð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tö�una má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. He�a ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er ge�ð sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Ly�ð inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum �nnur fólk fyrir sy�u sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Sérly�askrártexti samþykktur í desember 2005.

Ertu með ofnæmi?

Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs?

Lóritín®– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils

· Kláði í augum og nefi · Síendurteknir hnerrar · Nefrennsli/stíflað nef · Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða.Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

Ac

tav

is 0

14

03

2

Page 12: Gardurinn 2011

12 » GAR‹URINN 2011

Fæstu plöntuáhugafólki ætti að leynast fegurð smára og þá sérstak-lega rauðsmára (Trifolium pratense). Flestir innan fyrrgreinds hóps ættu að þekkja vel unaðslegan ilminn af blómum hans. Sum þekkjum við gagnsemi hans, jarðvegsbætandi áhrif hans og nytjar bæði fyrir menn og dýr.

Rauðsmári er fjölær planta sem myndar blaðhvirfingu í þúfu og langa blómstöngla með nokkrum fagurbleikum blómkollum sem ilma af sætum keim. Þrífingruð blöðin geisla af grósku og er hög-um og túnum til mikillar prýði.

Hvítsmári (Trifolium repens) finnst gjarnan í grassverði í görð-um en rauðsmári er vægast sagt mjög sjaldgæfur í görðum. En rauðsmári er prýðis góð planta sem getur vel hentað í beðin.

Smárar eru af ættkvíslinni Trif-olium, sem þýðir þríblöðungur og telur hún um 230 tegundir. Þeir tilheyra ertublómaætt (Fabaceae) og allar plöntur af þessari ætt eiga það sameiginlegt að binda nitur. Þessi sérstaki hæfileiki gerir það að verkum að plönturnar eru ekki háðar því niturmagni sem fyrir finnst í jarðvegi. Plöntur af ertu-blómaætt eru því oftast grósku-miklar og mynda baunir sem fræ. Enda eru baunir og ertur af þessari ætt. Tré sem vaxa í eyðimörkum og ófrjóu fjalllendi eru gjarnan af ertublómaætt og sem dæmi má nefna gullregn (Laburnum alpinum).

Áburðaverksmiðja náttúrunnarSmárar lifa í samlífi við gerla (Rhi-zobia) sem lifa í hnýðum á rótum hans. Þeir nema nitur úr lofti og umbreyta því á form sem plantan getur nýtt. Nitur er eitt af mikil-vægustu næringarefnum sem plantan þarfnast. Það er lykil frum-efni í allri prótínbygginu en 16% prótíns er nitur. Stór próteinrík fræ ertublóma útskýrist líklega af þessu niturnámi. En plantan gefur eitt-

hvað til baka. Talið er að um 15% af þeirri orku sem plantan fram-leiðir með ljóstillífun gefi hún gerl-unum, svo orkuþarft er það ferli að umbreyta gastegundinni N

2 í amm-

óníum NH3. Sá hæfileiki að nema

þetta mikilvæga næringarefni úr andrúmsloftinu gefur plöntunum mikla samkeppnishæfni. Öll nær-ingarefni sem plöntur þarfnast eru í forða í jarðveginum, misvel nýt-anleg þó. Eitt sker sig þó úr, nitur. Forði þess er í andrúmsloftinu, en um 78% andrúmsloftsins er nitur á forminu N

2.

Fyrir tíma áburðarverksmiðja voru niturbindandi jurtir ræktaðar á ökrum. Þær þóttu jarðvegsbæt-andi og gefa aukna uppskeru. Elstu heimildir um gagnsemi ertublóma eru frá því um 250 árum fyrir kristsburð. Eftir að ódýr tilbúinn áburður flæddi inn á markað í upphafi síðustu aldar dró úr notk-un þessara jurta en aðferðir og þekking féll þó ekki í gleymskunn-ar dá og hafa ertublóm nú fengið uppreisn æru, að blessaðri lúpín-unni undanskilinni.

Þótt landbúnaður, og þá sér-staklega túnrækt, meti smára til þeirra virðingar sem hann á skilið, hefur garðáhugafólk ekki tekið honum jafn fagnandi. Hins vegar er róið að því öllum árum að flytja inn nýja fjölæringa sem þurfa hlýrri sumur og frjórri jarðveg.

Smári, þá rauðsmári sérstaklega, fyllir hins vegar öll þau skilyrði sem sett eru beða-fjölæringum.

Og gott betur. Smárinn bindur köfnunarefni, öðrum plöntum til gagns. Enda eru megintilgangur þess að rækta hann á ökrum og í túnum að spara áburð.

Smári sem þekjuplantaHvítsmári hentar vel sem þekjupl-anta í beði og ekki síst matjurta-beði. Hann getur haldið frá illgresi og gefið köfnunarefni til þeirra jurta sem skal uppskera. Þetta er

vel þekkt aðferð í lífrænni ræktun og auðvelt að stunda í matjurta-beðum áhugafólks.

Ræktun smáraSmárar eru sérstakir í ræktun að því leytinu til að þeir þola illa sam-keppni í frjórri jörð og geta verið með öllu horfnir úr túnum eftir þrjú til fimm ár. Hæfileiki þeirra að spretta vel í ófrjósemi hentar illa í samkeppni við kraftmikil grös. Sé hann hinsvegar ræktaður í beði er líklegt að hann endist um ókomin ár. Hann þolir ekki blautan jarðveg né lágt sýrustig. Beð sem hafa mýr-arjarðveg myndi því ekki henta rauðsmára. En þeir sem ekki hafa farið út í slíkar aðgerðir að skipta út holtajarðvegi í beðunum sínum gætu vel ræktað smára með prýðis árangri. Einnig myndi smárinn koma vel út í steinabeðum.

Enn sem komið er mun ekki hægt að kaupa rauðsmára í garð-yrkjustöðvum landsins og fræ eru ekki seld nema í tugkílóa vís. Ef einhver rennur á plöntur í blóma og ætlar sér að taka fræ er ekki lík-legt að þau séu að finna. Á Íslandi vantar skordýr með nógu langan rana til að bera frjó á milli blóma.

Hunangsflugur gegna þessu hlut-verki erlendis og vonandi fara þær að gera það hér líka þar sem bý-flugnarækt fer vaxandi með aukn-um árangri. Rauðsmári myndar ekki renglur eða hlaupara af sama krafti og hvítsmári og því er út-breiðsla hans hæg. Plöntunum má hins vegar skipta með því að reka stunguskóflu um miðjan hnausinn

og stinga upp helminginn. Þetta er þó vandasamt verk því rauðsmári myndar stólparætur sem náð geta niður á 6 metra dýpi.

Síðasta vor voru ræktaðar rúm-lega hundrað plöntur að Reykjum í fjölpottabökkum og gróðursettar um sumarið og reyndust vel. Nú í vor mun koma í ljós hversu vel þær koma undan vetri.

Ilmandi blómkollur rauðsmárans og þrífingruð blöð hans er góð viðbót í garðinn.

Hrannar Smári Hilmarsson

Smára í blómabeðin

Hrannar Smári Hilmarsson, garðyrkju-fræðingur og nemi í búvísindum.

Fyrir rúmum tuttugu árum gróður-setti ég fjórar sýprus plöntur í garðinum mínum. Þær voru ekki háar í loftinu þegar ég keypti þær í gömlu gróðrarstöðinni í Fossvogi eða um 20-30 cm. Mér var sagt að þær gætu ekki lifað af veturinn úti. Ákvað ég samt að prófa og gróður-setti þær í beð sem er í miklu skjóli fyrir öllum áttum nema helst aust-anátt. Fyrstu árin skýldi ég þeim með litlum plöntum af fjallafuru, sem síðar voru færðar á annan stað í garðinum. Beðið með sýprusun-um er við hliðina á bílaplaninu við húsið okkar, þar eru hitalagnir og festir því ekki snjó. Vafalítið hafa plönturnar notið góðs af hitaveit-unni. Skemmst er frá því að segja að sýprusinn hefur dafnað svo vel að nú er hæsta tréð orðið tæplega

fjórir metrar og hin trén aðeins lægri. Ekki veit ég hvað sýprus get-ur orðið hár og trúlega er engin marktæk reynsla komin á það hversu hár hann getur orðið hér á landi. En hingað til hefur hann hækkað á hverju ári og það er gaman að fylgjast með vexti hans‚ eins og reyndar með öllum gróðri.

Sýprusinn er einstaklega falleg-ur allan ársins hring, sígrænn með fíngerðar greinar. Hann nýtur sín vel bæði sumar og vetur og fegrar umhverfið. Hægt er að taka eina og eina grein í jólaskreytinguna. Í skammdeginu skreyti ég hann með ljósaseríu, með litlum glærum per-um svo stirnir á græn blöðin. Sýp-rusinn minn er sannkallaður gleði-gjafi í garðinum.

Hæsti sýprusinn er orðinn fjórir metrar.

Margrét Margeirsdóttir

Uppáhalds-plantan mín

Page 13: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 13

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Heita vatnið er einhver ódýrasta orka til húshitunar sem við eigum völ áEn það er sjálfsagt að fara eins vel með hana og við getum

Í yfir 50 ár hefur Danfoss stjórnbúnaður staðið vörð um nýtingu heita vatnsins

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar tilhitakerfa svo sem:

Ofnhitastilla

Gólfhitastýringar

Þrýstistilla

Hitastilla

Mótorloka

Stjórnstöðvar

Varmaskipta soðna og boltaða

Úrval tengigrinda á lager

Sérsmíðaðar tengigrindur ogstöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Við höfum í áratugi verið leiðandi íframleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfiog séð notendum um allan heim fyrirbúnaði og lausnum, sem gerir líf þeirraþægilegra.

Við erum eini framleiðandinn á markað-inum sem sérhæfðir sig í framleiðslustjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum ogtengigrindum fyrir hitakerfi.

Við leggjum metnað okkar í að finnaréttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkarhverjar sem stærðirnar, þarfirnar eðakröfurnar kunna að vera.

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Dýrmæt orkulind, en ekki ótæmandi

Page 14: Gardurinn 2011

14 » GAR‹URINN 2011

Hindber hafa verið til í landinu í rúm hundrað ár, samt er ekki hægt að segja að hindberjarækt hafi sleg-ið í gegn hérlendis til þessa. Ástæða þess er meðal annars sú að mörg yrki hindberja þroskast svo seint að þau klára ekki uppskeru-tímabilið hér og sum ná varla að byrja það nema í bestu árum.

Það eru nú orðin um tólf ár síð-

an ég fór að gefa hindberjum gætur og hef haldið uppi fyrirspurnum víða og niðurstaðan er þessi: Það er gamalt hindberjayrki á sveimi í landinu sem ekki líkist neinu þeirra yrkja sem algeng eru í rækt-un nú til dags. Þetta er yrkið ´Gamla Akureyri´. Það er mjög þyrnalítið, ólíkt villihindberjum og mörgum ræktuðum yrkjum. Berin

eru smá eða lítið stærri en á villi-hindberjum en þau eru afar bragð-góð og hafa hin síðari ár verið al-gjörlega árviss með uppskeru og nokkru fyrr en flest önnur yrki. Þetta yrki er í minjasafnsgarðinum á Akureyri þar sem Sigurður Sig-urðsson gróðursetti hindber frá gróðrarstöðinni Sandnæs í Noregi árið 1903, sem vekur grunsemdir um að þar sé að finna upphaf yrk-isins hérlendis. Þetta yrki er í Hal-lormstaðaskógi, kallað norsk hind-ber, og líklega mun víðar á Héraði, það er í Brekku í Skagafirði og það var eða er í Fossvogi í Reykjavík auk garða á Akureyri og líklega miklu víðar. Þetta má samt ekki

skilja sem svo að allar hindberja-breiður landsins séu af þessu yrki. Svo er ekki og því miður er alveg jafn auðvelt að fjölga hindberjum sem tæpast þroska ber hérlendis og hinum sem eru árvissar. Einhverjir Akureyringar hafa kallað þessi ber ´Bakaraber´ og telja að danskir bak-arar hafi komið með þau til lands-ins og það verður víst þrautin þyngri að sanna það hvenær þau komu hingað og með hverjum, en hitt er víst að þau eru dugleg og einhver þau bragðbestu ber sem hægt er að hugsa sér. Hinsvegar eru þau heldur uppskerulítil og eiga því ekki síður heima í skógin-um en í garðinum.

Góður uppskerudagur í september 2011. Mestmegnis ber á yrkinu ´Gamla Akur-eyri´.

Helgi Þórsson

Hindberjayrkið ´Gamla Akureyri´

Þúfuvíðir, Salix barrattiana, er ný-græðingur í íslenskri garðaflóru. Hann er einn af mörgum víðiteg-undum og hundruðum klóna af víði sem safnað var í Alaska árið 1985 af Óla Val Hanssyni og fé-lögum. Eftir nokkurra ára prófanir í tilraunareitum Garðyrkjuskólan ríkisins á Reykjum í Ölfusi var ljóst að ekkert biti á þennan runna. Aldrei kalskemmdir, heilbrigður, tiltölulega laus við ásókn skordýra og nú, 25 árum síðar, ennþá ekki sést ryðsveppur á blöðum hans. Undirritaður hafði umsjón með prófunum á víðiefniviðnum á Reykjum fyrstu 9 árin og hefur æ síðan fylgt plöntunum leynt og ljós eftir.

Það er venjan að gefa útvöldum klónum í tilraunum sérstakt yrkis-heiti. Eins konar vinnuheiti, sem gefur klóninum ákveðna stöðu í heimi garðyrkjunnar.

BústiBesti þúfuvíðisrunninn fékk yrkis-heitið ‘Bústi’ og er seldur undir því heiti, skrifað: Þúfuvíðir ‘Bústi’. Bæði íslenska tegundarheitið og yrkisheitið vísa til vaxtarlags runn-ans. Hann er eins og stór þúfa í laginu, breiður um sig, en ekki hár í loftinu. Hann er þéttgreinóttur og þekur vel. Ekki þarf að klippa hann til að örva myndun þéttari greinabyggingar. 10 ára gamall runni þekur 1 fermeter og nær ekki 50 cm hæð.

Rauðir karlreklar í apríl og maíSérstaða þúfuvíðis felst í blómgun-inni. Runninn blómstrar snemma á vorin, áður en hann laufgast og er þakinn rauðum karlreklum. Venju-lega eru karlvíðireklar skærgulir, en þúfuvíðir er með rauða og þeir ilma dásamlega! Í steikjandi sól-skini er ilmurinn eins og sterkur kryddilmur. Þúfuvíðir ‘Bústi’ er sannkölluð perla á meðal víðiteg-unda í apríl og maí og margir sjá í honum uppáhaldsplöntu sína á þessum ársstíma.

Fínn í berangurinnÞúfuvíðir er mjög vindþolinn og

hentar við margvíslegar aðstæður. Í berangurslegum, nýjum borgar-hverfum er oft ansi næðingssamt fyrstu árin, en þúfuvíðir kallar ekki allt ömmu sína, þrífst vel og blómstrar ríkulega. Þúfuvíðir þrífst best á björtum, opnum og sólrík-um stöðum.

Undirritaður sér í þúfuvíði arf-taka loðvíðisins, þ.e.a.s. þeirra lág-vöxnu klóna af loðvíði sem áður fyrr voru gróðursettir í stór flæmi til að þekja jarðveg, til dæmis kringum stór tré, grjót og á um-ferðareyjum, eða notaður í lág-vaxnar bryddingar í beðköntum framan við hærri runna og tré. Loðvíðirinn hefur því miður orðið fórnarlamb alls konar vanþrifnaðar

eftir því sem hlýnað hefur, þar sem fiðrildalirfur og ryðsveppur hafa gert honum lífið leitt. Loðvíði hef-ur því víða hrakað.

Það má heita að þúfuvíðir svari kalli markaðarins um plöntu sem getur komið í stað loðvíðis.

Að auki er rauður litur á reklum þúfuvíðis frekar sjaldséður litur snemma vors þar sem gulir, bláir og hvítir blómlitir eru algengastir.

„Einn vinur“Þúfuvíðir á einn „vin“. Það er rjúp-

an okkar heittelskaða af bæði mat-glöðum, skyttum og rómantíker-um. Hún étur brum hans með góðri lyst, og þá verður heldur lítið um blómgun. Brumát hennar virk-ar eins og klipping á runnann, sem verður ennþá þéttgreinóttari næsta sumar. Rjúpan er sem betur fer ekki algeng í þéttbýli og geta því þúfuvíðisrunnar skartað sínu feg-ursta þar.

Haustlitur Þúfuvíðir fær haustlit tiltölulega snemma í september. Hann er sí-trónugulur, jafnvel pínu óranslitur og æðastrengirnir mynda dökk-brúnt net. Þegar rýnt er í blöðin á þessum tíma, heyrist stundum sagt „vá hvað þetta er sérstakt og fín-legt.“

En runnar, þaktir rauðum karl-reklum snemma vors, gera flesta kjaftstopp.

Ólafur Sturla Njálsson rekur garð-plöntustöðina Nátthaga í Ölfusi.

Þúfuvíðir ‘Bústi’ er með fallega rauða rekla sem ilma dásamlega.

Nýgræðingur í íslenskri garðaflóru.Bústi er eins og stór þúfa í laginu, breiður um sig, en ekki hár í loftinu.

Ólafur Sturla Njálsson

ÞúfuvíðirFallegur runni og hörkutól!

Heiðmörk 38810 Hveragerði Sími 483 4800̃ Fax 483 4005www.ingibjorg.iS [email protected]

GRÓÐURINN Í GARÐINN fáið þið hjá okkur:

Sumarblóm Tré og runnar Matjurtaplöntur RósirFjölær blóm Skógarplöntur

Page 15: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 15

Til félaga í Garðyrkjufélagi ÍslandsUndanfarin 6 ár hefur Garðurinn, blað Garðyrkjufélags Íslands, verið prentað í dagblaðsformi einu sinni á ári til kynningar á félaginu. Garð-yrkjufélagið á 126. ára afmæli í dag, og öll þessi ár hafa félagsmenn skrifað greinar, bæði í Garðinn og Garðyrkjuritið og með því stuðlað að fjölbreyttari ræktun. Blaðið end-urspeglar þannig strauma og stefn-ur félagsins hverju sinni. Fjölbreytt efni frá félögum er því alltaf vel þegið. Fegurð garðsins og skjólið sem hann veitir okkur, laðar fram það jákvæða í hverjum og einum, en matjurta- og ávaxtagarðurinn er ekki eingöngu uppspretta hollrar fæðu, því útivistin og umhirða garðsins stuðlar að andlegri og lík-amlegri vellíðan.

Í félaginu sameinast þeir sem áhuga hafa á hverskonar ræktun, hvort sem það eru tré og runnar, skrautplöntur, matjurtir, í garðin-um heima, grenndargarðinum, við sumarbústaðinn, eða e.t.v. bara á svölunum.

Það er tímanna tákn, að mest öll samskipti við félagsmenn fara í dag fram á heimasíðu félagsins. Fréttir af uppákomum og atburðum á vegum félagsins eru auglýst á heimasíðunni, þar er einnig að finna ýmsan fróðleik auk þess sem félagar geta skipst á skoðunum. Fé-lagið sendir reglulega tölvupóst til félaga, til að minna á allar upp-ákomur á vegum félagins. Því eru félagar áminntir um að tilkynna ný og breytt netföng og/eða heimilis-föng til félagsins. Þeir félagar sem ekki eru með tölvur, geta þess í stað skráð netfang náins ættingja eða vinar eða hringt á skrifstofuna, en allar breytingar má tilkynna á netfang félagsins [email protected].

Plöntuskiptidagur félagsins verður í grasagarðinum laugardag-inn 28. maí, frá kl. 11-13. Munið félagsskírteinin!

Plöntuskiptidagur Árnesinga-deildar verður sunnudaginn 5. júní frá 13-15 í Tryggvagarði á Selfossi.

Munið garðagöngurnarGarðagöngur sumarins verða eftir-talda daga, þær hefjast allar kl. 20:00 og verða nánar auglýstar á heimasíðu félagsins er nær dregur:

1. júní Urtagarðurinn í Nesi. Leiðsögn: Vilhjálmur Lúðvíksson.

15. júní Flóruganga í Elliðaárdal. Leiðsögn: Guðríður Helgadóttir.6. júlí Vesturbæjarganga. Leiðsögn: Ásta Camilla Gylfadóttir. 10. ágúst Grafarvogur. Leiðsögn: Kristinn H. Þorsteinss.24. ágúst Hafnarfjarðarganga.

Leiðsögn: Ásta Camilla Gylfadóttir.

Þau sáu um skreytingarnar á hátíðinni Blóm í bæ í Hveragerði.

Garðaskoðun í sumarferð félagsins.

Líf og fjör á plöntuskiptadegi.

Sigur-vegarinnHún glóir og glampar víðaþá glápir í heita sól,hún grænan er klædd í kjólog kann einkar vel að skríða.

Hún flytur í garð úr garði,til gamans svo leit við hérog sælureit sá hjá mérog settist að fyrr en varði.

Og hér er það hún sem ræðursvo hnoðrum gefst ekkert rúmné murum og morgunfrúm,hún mergsýgur kínaglæður.

Ég reyndi með ýmsu eitriað útrýma henni skjóttog fékkst við það fram á nóttmeð formalínblöndu heitri.

Því þjakar mig þrálátt hóstiog þrútið og stíflað nefaf eitrinu hlotið hef,er helaumur fyrir brjósti.

Ég lifi á læknasulliog líkamann visna finnen skrautklædd um skrúðgarð

minnfer skriðsóley hlaðin gulli.

Davíð Hjálmar Haraldsson

Page 16: Gardurinn 2011

16 » GAR‹URINN 2011

Í þetta hlaup nota ég hansarósir sem er dásamlega fallega rautt og bragðast, já, eins og rósir. Það má nota allar gerðir rósa, en rauðar og bleikar gefa fallegasta litinn. Það er mikilvægt að nota bara rósir sem ekki hafa verið sprautaðar með skordýraeitri. Hlaupið er frábært á ristað brauð, vöfflur eða með lambakjötinu.

1 lítri rósablöð1 lítri vatn800 grömm sykur20 grömm Melatin – gult2 tsk. sítrónusafi

Það þarf að safna fullútsprungn-um rósum sem eru ekki farnar að fölna. Rósablöðin eru losuð af knúppnum og þeim pakkað þétt í ílát. Það er nauðsynlegt að fjarlægja hvíta oddinn neðst á rósablöðun-um því hann er beiskur á bragðið. Það er best gert með litlum hníf eða skærum.

Rósablöðin eru þá sett í pott með vatninu og lok sett á. Hitað hægt upp að suðu og látið krauma rólega undir lokinu í 5 mínútur. Takið af hitanum og látið standa yfir nótt.

Rósablöðin eru sigtuð frá og all-ur vökvi kreistur úr þeim. Best er að nota hendurnar til þess.

Vökvinn er mældur og bætt við vatni upp í 1 lítra ef þarf. Sítrónu-safanum er bætt út í.

Þá er Melatíninu bætt út í vökv-ann og hann hitaður að suðu. Sykrinum er sáldrað í vökvann og þegar allt er komið að suðu er látið sjóða í eina mínútu.

Hlaupið er sett í sterílar krukk-ur (gott að setja krukkurnar í 140° C heitan ofn í nokkrar mínútur) og látið kólna.

Hansarósablöð hafa dásamlega fallegan rauðan lit.

Rósrautt hlaupið er frábært á vöfflurnar eða með steikinni.

Brynhildur Bergþórsdóttir

Rósahlaup

Mikið er grænmetið gott. Litadýrð þess gefur ekkert eftir sælgætis-göngum stórmarkaðanna. Í París er sagt að salat á hverjum degi sé allt að því lífsnauðsyn.

Ég var ekki dugleg við græn-metið því sveppir, olífur og annað sáust sjaldan á borðum Íslendinga í mínu ungdæmi. Það tók mig nokk-urn tíma að venjast því, en þegar frá leið varð þetta sjálfsagður liður í matseldinni. Að lokum var þetta eitt af því sem ég og fjölskyldan saknaði mikið þegar heim var komið frá útlöndum. Grænmetis-markaðir eru um allt Frakkland tvisvar í viku, grænmetið nýtínt, ferskt og dásamlegt. Á liðnum ár-um hef ég stundum haft garðholu heima við og haft ómælda ánægju af að ná í nýtt grænmeti í matinn.

Við hrunið árið 2008 fór ég að velta því fyrir mér hvað hver og einn gæti gert til að hlúa að sjálfum sér og sínum. Þá rifjaðist upp mál-verkasýning sem ég sá í London fyrir nokkrum árum sem bar nafn-ið Garðar. Þar voru málverk sem sýndu almenningsgarða sem búið var að breyta í matjurtagarða. Þeg-ar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess, var mér sagt að þetta hafi verið gert í stríðinu, bæði til að afla meiri fæðu og einnig í félags-legum tilgangi. Þessar myndir hafa setið í mér og hef ég að hluta til þess vegna sótt um reit á Klambrat-úni undir ræktun undanfarin vor. Engin viðbrögð hafa verið við um-sóknum mínum, en ég held áfram að sækja um. Sem barn var ég í skólagörðum á Klamratúni, og man hve montin ég var þegar ég rogaðist með kálhausana heim þeg-ar á sumarið leið. Mín skoðun er sú að það ætti að taka spildu í öll-um skrúðgörðum borgarinnar undir grænmetisræktun. Þetta

myndi lífga upp á garðana og veita öllum ánægju, ekki aðeins þeim sem fá úthlutað reit, heldur einnig þeim sem koma til að fylgjast með sprettunni. Í Hlíðunum þar sem ég bý, eru engir grenndargarðar og ekki er hægt að ætlast til þess að fólk sem ekki á bíl fari upp í Mos-fellsbæ til að rækta og varla væri mikill sparnaður í því að taka strætó þangað upp eftir til að ná sér í smávegis af grænmeti í kvöld-matinn, auk þess sem grænmetið er hollast nýupptekið úr garðinum.

Þeir sem ferðast hafa til Norður-landa hafa margir séð „Koloniha-ver“ í borgum. Það eru svæði þar sem jarðarparti er úthlutað til fólks, og þeir ganga fyrir sem búa í blokkum og hafa ekki tök á að

nálgast móður jörð. Þar er hægt að byggja smá kofa og njóta þess að vinna í moldinni.

Mér var bent á að skoða garð hjá heimili fyrir aldraða á Skáni í Svíþjóð. Þar var forkunnarfagurt svæði bakvið húsið og meðal ann-ars var hringlaga blettur með lág-vöxnu limgerði utan um. Miðjan var hellulögð fyrir áhaldakofann. Síðan var svæðinu skipt niður í trapisulagaða bletti sem íbúarnir gátu nýtt sér fyrir það sem helst var áhugi á. Þar voru m.a. ræktuð jarð-arber, rabarbari, kartöflur, blóm og margt annað sem gladdi augað og magann. Þar hittum við 94 ára konu sem var að fylgjast með því hvernig gengi. Hún sagði okkur að hún hefði haft tvo reiti fyrstu tvö árin eftir að hún flutti þangað, nú væri hún aðeins að fylgjast með hvernig hinum gengi og hafði greinilega mjög gaman að.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað gæti hentað okkur. Ég á mér draum um að farið verði að nýta t.d. þessa stóru velli sem eru um-hverfis fjölbýlishús um allt land. Margir vellirnir eru marflatir og ónýttir, oft aðeins sláttufólkið sem fer um þá yfir sumarið. Það væri alveg kjörið fyrir íbúana að nýta part af þeim til ræktunar. Það þarf ekki mikið til að útbúa pláss fyrir þá íbúa sem áhuga hafa á útiveru

og fersku grænmeti. Ef til vill þyrfti fólk að fá smá aðstoð við að skera torfið ofan af. Aðrir þyrftu leið-beiningar um sáningu, gróðursetn-inguna og áburð. En það er líka enginn smá sparnaður fyrir íbúana sem njóta uppskerunnar.

Vinahjón mín keyptu sér gamalt hús með stórum garði til að geta ræktað. Megnið af því sem þau borða kemur úr garðinum sem er afar fallegur, með trjám, blómum, berjarunnum og alls kyns græn-meti. Englendingar sem eru frægir fyrir rósaræktun sína, eru líka jafn-framt með góðan skika undir grænmeti í sínum görðum.

Þar sem hlýnað hefur mikið á Íslandi má auðveldlega rækta ávaxtatré, vínber og tómata í óupp-hituðum gróðurhúsum og sum ávaxtatrén hreinlega útivið. Gaman væri að liggja undir epla- eða plómutrjánum úti í garði og teygja sig í ávextina til að svala þorstan-um.

Það má segja að það séu breyttir tímar frá gamalli minningu um litla gróðurhúsið á sjávarbakkanum á Hvammstanga, heimasmíðað og óupphitað með þennan stóra vín-við þungan af berjaþrúgum.

Oft taka breytingar á lífsmáta dálítinn tíma. Hvernig var það með kartöfluræktun Íslendinga í upp-hafi? Nú er sú ræktun sjálfsagður hlutur.

Áhaldahús í miðju grenndargarðs við íbúðir eldri borgara í Svíþjóð.

Hringlaga grenndargarður með limgerðisgirðingu.

Almenningsgarði í London var breytt í matjurtagarð á stríðsárunum.

Björg Sigurðardóttir

Grænmetisræktun í heimilisgörðum

Page 17: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 17

Við hjónum höfðum lengi ætlað okkur að útbúa matjurtagarð í bak-garðinum okkar. Við lukum við uppsteypingu beða og kerja vorið 2010, en áttum þá eftir að setja jarðveg í og ákveða skipulagið. Ég var svo heppin að reka augun í auglýsingu frá Lbhí um námskeið/fyrirlestur um „ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði.“ Þar sem ég vissi mjög lítið um slíka ræktun var ekki um ann-að að ræða en að skella sér. Kenn-arinn var Auður Jónsdóttir garð-yrkjufræðingur. Hún er bæði fróð og skemmtileg, en mesti vandinn fyrir mig við að fara á svona áhuga-verðan fyrirlestur, var að matjurta-garðurinn minn var allt í einu orð-inn allt of lítill! Mig langaði að rækta allt það sem Auður hafði frætt okkur um. Einnig langaði mig til að eiga stóran skrautmatjurta-garð eins og er í Grasagarðinum!

Þegar ég fór á námskeiðið var ég byrjuð á forræktun heima. Þá sá ég fljótlega að sáðplönturnar mínar voru mjög veiklulegar! Fór heim og henti þeim öllum og byrjaði upp á nýtt. Í annarri umferð af sáningu urðu sáðplönturnar miklu hraust-legri og sterkbyggðari. Til að fá sterkar spírur þarf að hafa góða mold (en ekki of góða), hita, ljós og vatn. Það er mikill kúnst að hafa hlutföllin rétt, fyrir byrjanda í sán-ingu og matjurtarækt er þetta e.t.v. meira spurning um heppni en þekkingu.

Á námskeiðinu var kennt hvern-ig best er að vinna moldina fyrir

beðin og einnig hvað er æskileg moldarhæð. Við hjónin vönduðum okkur mikið, og viti menn – þetta bar þvílíkan árangur. Satt að segja hafði ég ekki mikla trú á mikilli uppskeru, þó svo byrjunin væri

góð. Frá byrjun sumars og fram á haust fengum við gómsætt salat og spínat á hverjum degi. Ef ég man rétt þá fórum við að fá nýjar kart-öflur í lok júlí, en þá hófst einnig spergilkáls- og gulrótaveisla. Allt sumarið gátum við líka bragðbætt salat og mat með steinselju, gras-lauk, oreganó og kóríander.

Í lok febrúar í ár var ég tilbúin að byrja að sá aftur, enda var veðrið svo milt þá, en þá kom snjórinn, og síðan hef ég beðið mjög óþolinmóð eftir að vorið kæmi aftur, vitandi að ég yrði að bíða eftir páskahretinu. Sem plástur á sárið byrjaði ég með smá forræktun fyrir páska, einnig er alltaf gaman að fara út í garð og kíkja á beðið mitt, dást að gras-lauknum, hvítlauknum, hindberj-arunnanum og rabarbaranum og öðrum fjölæringum, en allt er þetta farið að spretta vel þrátt fyrir veð-urfarið.

Ingibjörg Hlínardóttir, byrjandi í mat-jurtarækt.

Matjurtagarðurinn í byrjun sumars. Matjurtagarðurinn í lok sumars.

Ingibjörg Hlínardóttir

Matjurtagarðurinn minn

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S S

FG

420

40 0

4.20

08

Garðapokinn er veglegur og traustur plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir 5 stk. í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi innifalin í verði. Þú pantar Garðapokann á www.gardapokinn.is, færð staðfestingu á pöntun og við sendum þér síðan pokana heim.

Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á www.gardapokinn.is og fyllir út beiðni. Einnig er hægt að hringja í síma 535 2500 og panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir sóttir samkvæmt áætlun sem hægt er að sjá á heimasíðunni.

Garðatunnan er 240 lítra tunna sem íbúar gerast áskrifendur að. Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina og er hægt að sjá losunardaga á www.gardatunnan.is.

Þjónusta fyrir græna fingurGarðapokinn.is

Fyllið út beiðni á www.gardapokinn.is

eða hringið í síma 535 2520

og pokinn verður sóttur.

Þjónustan gildir á höfuðborgarsvæðinu.

Í pokann má eingöngu fara garðaúrgangur!

Gardatunnan.is Gardapokinn.is

Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2500 • [email protected] • www.gamar.is

EIN

N, T

VEI

R O

G Þ

RÍR

21.

705

Gámaþjónustan hf býður garðeigendum á höfuðborgar- svæðinu upp á söfnun garðaúrgangs með tveimur mismunandi leiðum, Garðapoka og Garðatunnu.

Gardatunnan.is

Garðaúrgangur

Tvær góðar leiðir sem létta þér garðvinnuna!

Page 18: Gardurinn 2011

18 » GAR‹URINN 2011

Síðla sumars og á haustin ræða matjurtaræktendur oft um nýtingu uppskerunnar úr garðinum. Það nýjasta í umræðunni eru berjavín, rabarabaravín, berjasnafsar og ým-iskonar líkjörar. Í vetur áskotnuð-ust mér tvær flöskur af víni, önnur innihélt rifsberjavín en innihald hinnar flöskunnar var til helminga búið til úr sólberjum og krækiberj-um. Báðar þessar veigar voru bún-ar til eftir sömu uppskriftinni. Rifs-berjavínið er engu líkt, minnir ekki á neitt annað vín og smakkast sér-lega vel. Þyki einhverjum rauðvín gott, þá jafnast það engan veginn á við blöndu af íslenskum krækiberj-um og sólberjum, því bragðgæði slá öllu öðru víni við. Uppskriftin fylgir hér með.

Berjavín Uppskriftin er miðuð við u.þ.b. 25 lítra lögun.

Öll ílát og áhöld þurfa að vera mjög hrein og þvegin vandlega upp úr viðurkenndum sótthreinsi-efnum fyrir víngerð og skoluð í tví-gang á eftir. Tómar flöskur eru þvegnar vel eftir notkun og síðan skolaðar vandlega með heitu vatni áður en fyllt er á þær aftur. Margir nota rúsínur og banana sem þeir telja að gerið vínið fyllra, sem er nauðsynlegt í rifsberja- og kræki-berjavín en óþarfi í sólberja-, blá-berja- og stikkilsberjavín. Best er að nota gerjunarker úr plasti fyrir 1. og 2. gerjun, en glerkút fyrir lokafellingu. Athugið að velja dimman stað fyrir gerjun og lofa-fellingu.

1. Ber söxuð, 5-6 kg saft með hrati, nægjanlegt í 25 lítra lögun. Ath. að miðað er við kíló en ekki lítra.

2. 1,5 kg saxaðar rúsínur (val-frjálst).

3. 3 stk vel þroskaðir bananar saxaðir (valfrjálst).

4. Sjóðið 6-8 lítra af vatni og leys-ið 4 kíló af sykri upp í heitu vatninu.

5. Öllu blandað saman í gerjunar-kútinn, fyllt með vatni upp í 25 lítra.

6. Kaliummetabisulfit (potasium – metabisulfis) er hrært út í blönduna (til að drepa villiger sem gæti verið með ávöxtunum).

7. Gernæringu hrært út í blönd-una.

8. Hrist vel saman, lok og vatnslás sett á kútinn og látið standa í u.þ.b. 2 sólarhringa.

9. Vínger leyst upp skv. uppskrift á umbúðunum.

10. Gerjun ætti að hefjast innan tveggja sólarhringa og látið gerjast í ca. 10 daga. Kúturinn er hristur þokkalega vel nokkrum sinnum á dag.

11. Hratið skilið frá vökvanum, notið plastsigti. Vökvanum hellt á

annan gerjunarkút gegnum grisju. 12. 2 kíló sykur er leyst upp í sjóð-

heitu vatni og blandað saman við. Heildarmagnið ætti þá að vera sem næst 25 lítrar.

13. Hreyfið kútinn ekki og látið gerjast í myrki í 1-3 mánuði. Fylgist með hvenær gerjum hættir og bætið þá við u.þ.b. 1 mánuði, þannig að botnfall nái að setjast.

14. Vökvanum fleytt ofan af botn-fallinu í glerflösku, látið standa í myrki, helst á svölum stað (10-15°C) í nokkra mánuði. Þeir óþolinmóðu geta notað felliefni til að stytta þenn-an tíma.

15. Vökvanum fleytt ofan af botn-fallinu í lokafleytingu og sett á flösk-ur.

16. Fyrir notkun er gott að hella víninu á karöflu, þar sem oft verður smávegis botnfall í flöskunni við stöðu, sem gruggast upp ef verið er að marghella úr sömu flöskunni.

Fyrir þá sem eru lífrænt þenkj-andi og vilja sleppa kemiskum efn-um er best að nota langan tíma til að láta gerjun stoppa og grugg setj-ast. Auðvitað er hægt að nota stoppara á gerjunina og felliefni á botnfallið. Tíminn vinnur með

þeim sem vilja sleppa kemiskum efnunum.

RabarbaravínUndir hnappnum Uppskriftir á heimsíðu Garðyrkjufélagsins www.gardurinn.is eru tvær gamlar upp-skriftir af rabarbaravíni, en einnig er hægt að nálgast slíkar uppskrift-ir hjá seljenum gersetta fyrir heimatilbúin vín. Hef heyrt að gott sé að frysta rabarbarann áður og að rabarbaravín þurfi að geyma í allt að 9 mánuði til að það nái að þroskast og verða bragðgott

Berjasnafs og berjalíkjörSjálf gerði ég tilraunir með heima-tilbúna berjasnafsa úr fjórum mis-munandi tegundum af berjum, slíkar uppskriftir hafa gengið eins og eldur í sinu á meðal ræktenda. Notaði einungis 300 gr af sykri í 1 kg af berjum og hellti vodka yfir. Þessar uppskriftir má útfæra á ýmsan hátt með mismunandi berj-um, berjablöndum, sykurmagni og jafnvel mismunandi tegundum af sterku víni. Bláberjasnafs og sól-berjasnafs báru af. Sólberjalíkjör-inn þarf lengri geymslutíma eða

allt að 6 til 8 mánuði til að verða bragðgóður. Rifsberjasnafs er full súr, trúlega henta berin betur í lí-kjör eða í vín og krækiber henta alls ekki í þennan snafs, þar sem þau springa ekki, þau þarf að saxa og síðan má nota saftina. Viss sjarmi er að hafa eitthvað af heilum berjum eftir í snafsaflöskunni, sér-staklega ef hún er glær. Töluverð hefð er fyrir slíkum berjasnöfsum

víða erlendis og eftir að snafsinn er kominn á flöskur eru berin notuð til konfekt- og desertgerðar, en trú-lega hafa þau legið í einhverju öðru en vodka!

Berjasnafs1 kg af berjum 300 gr sykurBerin og sykurinn eru sett í

stóra krukku, síðan er fyllt upp með vodka eða öðrum sterkum vínanda, u.þ.b. 250-300 ml eða þannig að vel fljóti yfir. Látið standa í 6-10 vikur. Hristið reglu-lega. Eftir 6 vikur er snafsinn sikt-aður og hellt yfir á flöskur.

Berjasnafs400 g ber2 tsk hunang ½ líter af vodka eða annað sterkt vínSkolið berin vandlega og frystið

þau. Setjið þau síðan frosin á flösku, bætið við hunanginu og hellið vodkanum yfir. Látið standa við stofuhita í 3-4 mánuði.

Berjalíkjör500 g ber 1 kg sykur 1 líter vodkaSaxið berin og blandið við syk-

urinn og hellið vodka yfir. Hellið öllu saman á flöskur, geymið á köldum stað í 3-4 vikur.

Borgarstjórn Malmö í Svíþjóð ásamt nærliggjandi landbúnað-arháskóla og Náttúruskólanum í Malmö hafa ráðist í það verkefni að breyta skólaleikvöllum í borginni úr steinsteyptum óvistlegum plön-um í græna garða með hólum og hæðum, ræktunarsvæðum og trjá-lundum. Skólaleikvöllurinn á að vera við allra hæfi, einnig þeirra sem ekki eru virkir í frjálsu íþrótta-starfi. Leikvellirnir eiga bæði að þjóna frítíma barnanna, gefa þeim möguleika á að vera meira skap-andi í leikjum sínum, bjóða upp á svæði sem nemendur geta bæði dundað sér í næði og leikið hina hefðbundnu leiki. Gróðurinn, ræktunarsvæði og landslag á að vera fjölbreytt og gagnast í skóla-starfinu. Nú í vor er átta milljónum sænskra króna varið í að endur-skipuleggja tólf skólaleikvelli. Enn fremur er áætlað að sjö nýir leik-vellir verði lagðir á þessu ári fyrir 10 milljónir.

Gert er ráð fyrir því að fjöl-breytni leikvallarins örvi börnin til meiri hreyfingar, garðurinn nýtist sem kennslustofa þar sem börnin

geta kynnst hringrás náttúrunnar, ræktað eigin grænmeti, ávexti o.fl. Gerð hefur verið könnun á því hve mikið börn hreyfa sig á hefð-bundnum leikvöllum. Tilgátan er að börn hreyfi sig meira í þessu nýja umhverfi og verður það met-ið. Niðurstöðurnar verða síðan bornar saman.

Í viðtali við skólastjórann í Vid-

edalsskolan í Malmö, sem er dæmigerð skólabygging frá stein-steypuáratug sjöunda áratugsins og hafði fengið skólalóð sína út-nefnda sem ljótustu skólalóð í Malmö, kom fram að skólinn verði tilraunaskóli hvað þetta varðar og fær hann meira fé til breytinganna, eða eina milljón sænskra króna. Þar á að gróðursetja flestar þær

plöntur sem þrífast á þessu svæði, sem mun laða að fugla og skordýr og mynda líffræðilega hringrás. Börnin í skólanum taka þátt í skipulagningunni og einnig vinnunni við uppbygginguna. Steinsteypan er öll tekin og sett í hrúgur til að mynda undirlag fyrir hólana. Þessar breytingar verða nýttar í uppeldislegum tilgangi og til náttúrufræðikennslu og annarr-ar kennslu. Ganga þarf vel um svæðið meðan það er að ná sér á strik, en nú þegar er byrjað að nýta það í skólastarfinu þar sem nemendur fá að fylgjast með þró-un á gróðurvextinum undir um-sjón sérfræðinga frá Náttúruskól-anum í Malmö.

Þau börn sem halla sér að íþróttum verða ekki útundan því byggt verður upp pláss fyrir þau.

Endursögð grein úr blaði Syd-svenska Malmö og samtal við skólastjóra Videdalsskolan í Malmö.

Skólaleikvöllurinn á að vera við allra hæfi, einnig þeirra sem ekki eru virkir í frjálsu íþróttastarfi.

Haukur Viggósson og Sigríður Sigurðardóttir, Malmö

Endurskipulagning skólalóða

Valborg Einarsdóttir

Veigar garðsins

Bláberjasnafs, rifsberjavín og sólberja-snafs, allt heimatilbúið.

Hvað er nú það, spyr sá sem ekki veit. Pappahringir innan úr klósett- og eldhúsrúllum eru upplagðir til nota til sáningar og forræktunar á plöntum innanhúss eða í gróður-húsum, auk þess sem tiltölulega mikið fellur til af þeim á flestum heimilum. Þetta er mjög auðvelt og upplagt að nota veturinn til að safna pappahringjum, sem síðan eru klipptir í tvennt, settir í sáð-bakka og fylltir af mold. Smá lægni þarf til að fylla hringina af mold, en gott er að loka fyrir botninn

með annarri hendi á meðan mold-inni er mokað í með hinni hend-inni. Hringirnir passa mjög vel í sáðbakkann, og auðvelt er að skrifa utan á þá hvað fræ voru sett í þá. Þegar kemur að gróðursetningu má gróðursetja papparúlluna með sáð-plöntunni, ekkert er hróflað við ungri rótinni og plantan heldur áfram að dafna í garðinum. Pappa-hringirnir eru sérstaklega hentugir til forræktunar á ýmsum matjurt-um og sumarblómum. Pappahringirnir passa mjög vel í

sáðbakka.

Valborg Einarsdóttir

Klósettrúlluræktun!

Velkomin á heimasíðu Yndisgróðurshttp://yndisgrodur.lbhi.is

Page 19: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 19

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 552 4407

Strætóbekkurinn- er lífstíðareignÞægilegur og endingargóður bekkur sem þolir íslenskt veðurfar.

jarnsteypan.is

Gjáhella 4 221 Hafnarfjörður Sími 552 4407

Tilþrifamiklar trjáfellingar rata öðru hvoru í fréttirnar þar sem eig-endur hinna föllnu trjáa lýsa með tárin í augunum hvernig þeim varð við þegar þeir uppgötvuðu „skemmdarverkið“. Í þessum frétt-um eru oft viðruð sjónarmið þeirra sem stóðu að verknaðinum og fær áhorfandinn þá mynd af hörðum nágrannadeilum um gróður og birtu. Deilan um hvaða tré skal vera og hvað skal fara getur einnig snúist um kostnað, því þegar um er að ræða margra metra hátt tré getur umstangið við fellingu verið töluvert og kostnaður nokkrir tugir þúsunda. Ekki er nóg að ráðast að rótinni með vélsög, því þegar tréð fellur getur verið erfitt að stjórna því hvar það lendir og gæti jafnvel hlotist slys af. Það getur þurft krana til að styðja við tréð meðan það er sagað eða saga það niður í bútum úr körfubíl. Síðan getur þurft vörubíl til að flytja burt stofn og greinar. Best er að fá fagmenn til aðstoðar þegar þarf að grisja eða fella stór tré til að forðast afdrifarík mistök. Þannig er betur tryggt að tré sé fellt af kunnáttu en einnig mikilvægt frá fagurfræðilegu sjón-armiði.

Gróðurinn er ekki alltaf tilbúinn að vaxa í samræmi við þinglýst lóðamörk. Tré sem í upphafi var aðeins fáar greinar á lítilli spíru og gróðursett vel innan lóðamarka getur seinna orðið nágrönnum til ama þegar sólin nær ekki lengur að skína gegnum laufþykknið. Hversu auðvelt er að eiga við gróður, ræðst að sjálfsögðu af hverrar tegundar hann er, að því þarf fólk að huga þegar það gróðursetur tré í görðum sínum. Auðveldara er að hafa stjórn á vexti trjáa ef þau verða ekki hávaxin. Trjágróður í görðum okkar var lengi frekar einsleitur en á seinni árum hafa garðyrkjustöðv-ar fjölbreyttara úrval og hafa bæst við margar áhugaverðar tegundir sem ná ekki mikilli hæð en veita þó skjól fyrir vindum.

„Mitt er þitt og hjá mér áttu heima“Nágrannadeilur vegna gróðurs eru þó ekki alltaf milli lóða, heldur geta sjónarmið íbúa sama húss stangast verulega á þegar kemur að ákvarðanatöku um sameiginlega lóð. Einn íbúi gæti kosið að hafa fallega hellulögn og sólpall þar sem hann fær notið hvíldarstunda, meðan annar kýs að eiga sem flest-ar stundir við ræktun eða búa til kálgarð. Þörf fólks fyrir að „helga“ sér land er líka ofarlega á baugi í deilum sem þessum, þar sem eign-arhald virðist mjög ríkt í mörgum og óþægileg sú tilfinning að ein-hver sé að „troða manni um tær“. Virðist sem málin séu oft auðveld-ari viðfangs í stærri fjölbýlishúsum heldur en í þeim smærri. Fólki hættir frekar til að taka málum persónulega þar sem um fáa íbúa er að ræða. Þá er mikilvægt að draga andann djúpt og reyna að skilja hvað býr að baki skoðunum mótaðilans.

„Garður er granna sættir“Blessunarlega hefur löggjafinn reynt að losa okkur við ómakið af því að standa í nágrannaerjum vegna garða og sett reglur varðandi nýtingu sameiginlegrar lóðar. Oft-ast gildir sú regla í fjölbýlishúsum að meirihlutinn ræður. Það gildir þó ekki alfarið um ákvarðanir varðandi sameiginlega lóð þar sem réttur fólks til að nýta lóðina alla er

varinn í lögum. Lögin um fjöleign-arhús, nr. 26/1994, fjalla um skipt-ingu húsa og þar er að finna meg-inreglur um eignarráð og takmark-anir þeirra. Þar er einnig að finna reglur um réttindi og skyldur íbúa og eigenda og um húsfélög. Þessi lög tóku gildi 1. janúar 1995. Þeim hefur verið breytt nokkrum sinn-um en á vefslóðinni www.althingi.is/lagas/139a/1994026.html er að finna núgildandi útgáfu laganna. Væntanlega býr meirihluti Íslend-inga í fjöleignarhúsum, þannig að

það getur verið mjög skynsamlegt að kynna sér efni þessara laga.

Í lögunum er einnig fjallað um Kærunefnd fjöleignarhúsamála. Mörg dæmi eru um að leitað hafi verið álits nefndarinnar til að leysa deilur um lóðir. Nefndin leggur mat á málið út frá sjónarmiðum allra deiluaðila og úrskurðar í sam-ræmi við grenndarrétt. Á heima-síðu kærunefndarinnar má lesa fyrri úrskurði: www.rettarheimild.is/Felagsmala/KaerunefndFjoleignar-husamala/ Nágrannadeilur um gróður á milli lóða eru algengar. Ljósm: Kristinn H. Þorsteinnson.

Hrafnhildur Reynisdóttir og Einar Örn Thorlacius

„Ei glóir æ á grænum lauki“

Page 20: Gardurinn 2011

20 » GAR‹URINN 2011

Grasagarður Reykjavíkur í sam-starfi við Norrænu erfðaauðlinda-stofnunina og Erfðanefnd landbún-aðarins óskar eftir upplýsingum um einærar og skammlífar garð-plöntur sem hafa verið í ræktun í görðum landsmanna frá því fyrir 1970. Þetta geta verið tegundir sem hafa erfst í gegnum kynslóðir, sérstakar tegundir sem menn hafa tínt fræ af og ræktað til útplöntun-ar í áratugi eða plöntur sem vitað er að hafi lifað hálfvilltar í görðum til langs tíma. Dæmi um plöntur sem þessar eru ofkrínd baldursbrá og þrenningarfjólur í ýmsum lit-brigðum.

Vitir þú um svo gamla stofna af slíkum garðplöntum hefur Grasa-garður Reykjavíkur áhuga á að fá að vita meira. Við höfum áhuga á að heyra sögur þessara plantna. Í hversu mörg ár hafa þær verið

ræktaðar? Af hverju eru þær rækt-aðar? Er eitthvað sérstakt við þær, eins og til dæmis blómlitur? Hver hefur ræktað þær, hvar og hvernig?

Við hvern er hægt að hafa sam-band til að nálgast fræ og fá nánari upplýsingar? Það væri einnig mjög gagnlegt að fá myndir sendar af til-teknum plöntum.

Norræna erfðaauðlindastofnun-in varðveitir fræ af ræktuðum plöntum fyrir hönd Norður-landanna og vill gjarnan stuðla að varðveislu garðplantna. Sérstakir stofnar einærra og skammlífra plantna eiga hættu á að hverfa sjónum okkar ef ekkert er að gert. Því er von okkar sú að fólk skrifi okkur línu og deili vitneskju sinni með okkur. Meiri upplýsingar má finna á heimasíðu Grasagarðsins og erfðanefndarinnar, www.grasagar-dur.is og www.agrogen.is.

Hægt er að senda Grasagarðin-um tölvupóst á [email protected] eða senda bréf í pósti á P.O.Box 8372, 128 Reykjavík.

Veist þú um gamla stofna af einærum plöntum sem hafa erfst í gegnum kyn-slóðir?

Grasagarður Reykjavíkur

Upplýsingar um einærar og skammlífar garðplöntur

„Líklega næsta lítið“ svarar Helgi Hallgrímsson í bók sinni SVEPPA-BÓKIN- Íslenskir sveppir og sveppa-fræði sem kom út hjá Bókaforlaginu Skrudda fyrir jólin 2010 og hlaut bókmenntaverðlaun bóka út gefenda í flokki fræðibókmennta. Það er orð að sönnu hjá Helga að því er mig áhrærir. En mikið er ég fróðari eftir lesturinn og hef þó aðeins farið yfir hana til að fá yfirlit og síðan staldrað við nokkra valda kafla. Hún opnaði fyrir mér heilt, nýtt ríki lífsins á jörðinni – svepparíkið!

Þetta er mögnuð bók og mikill fengur fyrir áhugafólk um íslenska náttúrufræði. Ekki grunaði mig að Helgi væri búinn að vinna alla þessa vinnu um íslenskt svepparík-ið. Ég vissi að æviverk Helga væri

orðið ærið en að þar á ofan væri þetta hafði ég lítinn grun um. Hér er á ferðinni stórvirki, bæði í þágu fræðanna fyrir Ísland og fyrir áhugasaman almenning. Frábært er að svona bók skuli verða til hjá jafn fámennri þjóð!

Í bókinni er fjallað almennt um sveppi og sveppafræði og útskýrð nýlega skilgreind fræðileg staða sveppa sem sérstaks ríkis innan líf-ríkisins. Fjallað er um lífshætti, hlutverk og áhrif þeirra í hringrás lífsins á jörðinni; sem skaðvalda og nytjalífverur séð frá sjónum mannsins og sagt frá mismunandi afstöðu manna til þeirra. Einnig er sagt skemmtilega í máli og mynd-um frá sögu og stöðu svepparann-sókna, bæði alþjóðlega og hér á

landi til þessa dags. Fyrir leikmann í líffræði er það mikill kostur að þessi mikla bók, alls 632 síður, er skrifuð á máli sem maður skilur strax í meginatriðum og hefur strax gagn af að lesa. Þó tekur tíma sinn að setja á sig ýmis fræðiheiti og þætti í lýsingum sveppa til að gera manni kleift að greina þá. Það á auðvitað aðallega við um stór-sveppina, því flestir eru í raun smásæir og ekki greinanlegir nema með tækjum.

Maður dáist að uppáfinninga-seminni í íslenskum nafngiftum á þeim 700 tegundum sem lýst er að maður ekki tali um allar 1000 tegundirnar sem getið er. Þar hafa ýmsir lagt skapandi hönd á plóginn auk Helga og sennilega skemmt sér vel í leiðinni þegar hljómur nafnanna og hugartengslin sem þau vekja eru skoðuð. Þau leggur maður nú ekki öll á minnið

svona einn tveir og þrír. En gagn-legt er þó að geta byrjað á að glóra í helstu einkenni og flokka sveppa og átta sig á því sem maður sér daglega af svepparíkinu. Það er reyndar bara lítill hluti sveppanna þegar talið er í fjölda tegunda talið og lífmassa. Gott er að byrja á hatt-sveppunum sem oftast bera fyrir augun.

Fyrir utan gott, íslenskt málfar prýða bókin greinagóðar skýringar-myndir og vandaðar ljósmyndir af einstökum tegundum og atriðum sem skýra helstu einkenni og lífs-hætti sveppa algerlega frábærar. Bókbandið er sérlega vandað og bókin opnast þægilega inn að kjöl þótt þykk sé. Spjöldin eru afar traustleg og virðast þola vel hnjask.

Bókin hlýtur að nýtast nemendum í líffræði, fróðleiksfúsum almenn-ingi og sérfræðingum á ýmsum sviðum sem vilja kynna sér hvernig sveppir hafa áhrif á dagleg við-fangsefni þeirra. Þar eru ærin til-efni.

Athyglisverð er saga Helga um það hvernig stóð á því að hann byrjað á þessum rannsóknum. Það var vegna þess að „landsgerlafræð-ingurinn“ sem þá var, dr. Sigurður Pétursson á Rannsóknastofu fiski-félagsins (Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins), sendi honum árið 1960 boð um að hann gæti fengið styrk frá tryggingarfélagi til að kanna fúasveppi í nýlega smíðuð-um tréskipum sem þá olli miklu tjóni og fjárútlátum. Dr. Sigurður vildi fá mann til að sérmennta sig í þessum fræðum og setja upp rann-sóknastöðu í sveppafræðum. Þann-ig kom vandamálið á undan fræð-unum hjá Helga. Síðar hvarf vandamálið með tréskipunum en eftir varð fræðiáhuginn. En fræðin hans Helga hafa sannarlega nýst al-menningi áfram því hann birti í Ársriti Garðyrkjufélags Íslands árið 1969 víðlesna grein um íslenska matsveppi og svo aftur Sveppakver-ið sem Garðyrkjufélagið gaf út árið 1979 en er nú löngu uppselt. Það er sannarlega hægt að mæla með Sveppabókinni.

Vilhjálmur Lúðvíksson

Hvað vita Íslendingar um sveppi?

Gömlu fræi má strá á blautan eldhúspappír.

Brynhildur Bergþórsdóttir

Góð ráð með gamalt fræ

Flestir eiga eitthvað til af gömlu fræi frá fyrri árum og oft er engin leið að vita hvort það muni spíra eða ekki. Auðvitað er hægt að sá því í mold og bíða, en það getur líka verið sniðugt að strá fræinu á eldhús-pappír sem hefur verið bleyttur og brjóta einu sinni yfir. Merkja með tegund og dagsetningu og stinga í plastpoka. Auðvelt er að kíkja reglulega í pokann og sjá hvort fræðið spírar.

Einfalt er að klippa eldhúspappírinn í lítil stykki og „sá“ þeim síð-an í mold með spírunum á. Plönturnar vaxa auðveldlega í gegnum pappírinn og verður ekki meint af.

Page 21: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 21

Frá Kew Garden í London.

Íslensk ætihvönn

í þúsund ár

Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn

www.sagamedica.is

Ætihvönn hefur frá landnámi verið talin ein mikilvægasta lækningajurtin. Rannsóknir benda til þess að forfeður okkar hafi þar haft á réttu að standa

Ætihvönn sem vex á norðurslóðum hefur lengi verið talin virkari en sú sem vex sunnar í álfunni

Rannsóknir benda til þess að efni í hvönn:· Geti aukið magn taugaboðefnis sem er mikilvægt fyrir heilbrigt minni· Geti unnið gegn streitu· Geti haft kvíðastillandi áhrif· Geti haft slakandi áhrif á sléttar vöðvafrumur m.a. í þvagfærum· Geti unnið gegn veirum

Hvönn er náskyld ginseng plöntunni og hefur því stundum verið kölluð „Ginseng norðursins“

Í vetur, þegar byrjað var að fjalla um þessi nýju lög um takmörkun á innflutningi jurta til landsins, þá hefur ein bók, sem ég las í vetur, kallast svolítið á við þessa umræðu í huga mér.

Hvers vegna við höfum verið að flytja inn jurtir og hvaða not eru af þeim? Við þurfum mörg hver aðeins að líta út um gluggann til að sjá þennan gróður sem að miklu leyti hefði ekki vaxið hér á landi ef innflutningur hefði verið bannaður á þeim á sínum tíma. Þessi umræða á sér stað víða um heim eins og í Bretlandi þar sem ræktun á innfluttum nytja- og skrautjurtum, allt frá tímum Róm-verja, hefur víða eytt „náttúrulegum“ vist-kerfum, sérstaklega í Englandi. Á annan hátt höfum við gert slíkt hið sama en með aðstoð náttúruaflanna hefur okkur tekist að gera hluta Íslands að eyðimörk.

Bókin Brother Gardeners eftir Andreu Wolf er rannsókn hennar á hvernig og hvaða jurtir voru fluttar inn til Bretlands á átjándu öld og hvernig garðamenning Breta náði nýj-um hæðum. Hún fjallar aðallega um sex ein-staklinga, ástríðufulla safnara á plöntum, upphaf nútíma grasafræði þar sem Carl Lin-neaus berst fyrir viðurkenningu á plönt-unafnakerfi sínu. Einnig um skráningu jurta sem nánast flæddu yfir Bretland frá nýlend-um þeirra og uppbyggingu grasagarðsins í Kew í London. Áhugamenn og aðrir keppt-ust við að heimsækja England til að skoða nokkra af þessum eftirminnilegu görðum og sjá furðujurtir úr fjarlægum heimshornum.

Aðalsöguhetjurnar í bókinni eru: Peter Collinson kaupmaður í London og ákafur plöntusafnari, John Bartram bóndi í Penn-sylvaníu sem verður helsti jurta- og fræút-flytjandi og mikilvirkur grasafræðingur í N-Ameríku, Philip Miller sem samdi vinsæla garðyrkjualfræðibók, Carl Linneus hinn sænski sem einfaldaði nafnakerfi jurta til muna, Daniel Sollander, sænskur grasafræð-ingur sem skráði og greindi stóran hluta þessara jurta sem bárust til Evrópu um þetta leyti og Joseph Banks sem varð yfirmaður Grasagarðsins í Kew og byggði hann upp, ásamt því að vera hvað ötulastur í að gera England að því stórveldi í grasafræði og

garðyrkju sem það var fram á tuttugustu öld.Í bókinni er horft á þetta tímabil frá öðru

sjónarhorni en við erum vön. Styrjaldir stór-þjóðanna í Evrópu, frelsisbarátta nýlendanna í N-Ameríku, könnun Kyrrahafsins og ýmis-legt fleira sem gerðist á þessum tíma í mann-kynssögunni. Allt þetta sjáum við útfrá aug-um garðyrkjuáhugamannsins, sem bíður í ofvæni eftir sendingu af fræum og græðling-um sem ættu að fara að koma næstu vikurn-ar eða ákveðin þjóðremba Englendinga um að vilja ekki innleiða nafnakerfi Linneusar. Þrátt fyrir þessa sögulegu nálgun er persón-unum oft lýst skemmtilega og með því að vitna í bréf þeirra verður hún persónulegri og einstaklingarnir verða manni hugleiknari. Þegar sá ungi og sérlundaði snillingur Lin-neus er að kynna Bretum hugmyndir sínar að nýju nafnakerfi, þá eiga margir eldri og ráðsettari fræði- og garðyrkjumenn erfitt með að kyngja þessum nýju hugmyndum sem jafnvel mörgum þótti dónalegar.

Garðar Bretlands væru vissulega ekki eins fjölbreyttir í dag ef þessi mikli innflutningur á jurtum hefði ekki átt sér stað. Mörgum þessara nýbúa fylgdu bæði kostir og gallar. Sumir gallarnir verða ekki vandamál fyrr en 200-300 árum eftir að jurtin kom til Eng-lands, sumar báru óþrif með sér sem fór að herja á þann gróður sem var til staðar og aðr-ar dreifðu sér óþarflega greitt.

Garðyrkjuáhugamönnum sem eru á ferð-inni um Bretland, má benda á fjöldann allan af görðum, stórum og smáum sem gaman er að ganga um, sjá og skoða breytilegan gróð-urinn sem oft á rætur að rekja til fjarlægra landa. Ekki síður getur verið áhugavert að koma þar á mismunandi tímum árs til að fylgjast með hvernig litir og form breytast. Það þarf ekki annað en að vera nokkra daga í London og fara til dæmis í Kew til að njóta þessarar fegurðar og fjölbreytni. Virða fyrir sér einstakan og oft sérkennilegan gróður frá suðurhluta Afríku eða meira en tvö hundruð ára gamla furu sem á rætur að rekja til Penn-sylvaníu og var kannski gróðursett þarna þegar Móðuharðindin dundu yfir hér á Ís-landi.

Ingimar Magnússon

Ræktun og inn-flutningar jurta í gegnum söguna

Page 22: Gardurinn 2011

22 » GAR‹URINN 2011

„Kærleiksíkt uppeldi á þeim sum-arblómum, trjám og runnum sem við ræktum skiptir máli,“ segir Sig-ríður Helga Sigurðardóttir garð-yrkjufræðingur í Mörk í Fossvogi. „Það þarf að fara reglulega út og at-huga hvort blómin séu ekki að fá þá hlýju og þann kærleika sem þau þurfa til að verða falleg svo þau geti glatt okkar yndislegu við-skiptavini sem koma til okkar þeg-ar kuldanum linnir. Ég vil jafn-framt hjálpa fólki að upplifa von-ina sem felst í því að uppskera fal-leg og glaðleg sumarblóm sem gefa

fólki von um fallegt og blómríkt sumar.“

Sigríður segir að þegar blómin eru komin á sinn endanlega stað þurfi fólk að passa upp á að þau fái næga næringu. „Eftir því sem þau fá betra atlæti og eftir því sem þau fá betri næringu þeim mun fallegri verða þau. Í fyrsta lagi þarf að passa upp á að þau séu í góðu íláti – ef þau eru ekki sett í beð; þau þurfa að vera í potti með gati eða götum á þannig að vatnið geti lekið úr honum. Það þarf að setja vikur í botninn og góða mold sem inni-

heldur áburð. Síðan þarf að vökva blómin með sumarblómaáburði allt sumarið á meðan þau eru í blóma. Þau eru mjög háð vatni fyrst eftir útplöntun á meðan ræt-urnar eru að koma sér fyrir í mold-inni. Ef þau eru sett í beð hafa blómin meiri möguleika að ná sér í vatn en það þarf samt að vökva þau. Ég segi við fólk: „Endilega hafið fjölbreytni í vali á sumar-blómum því það er svo nærandi fyrir augað.“ Þá uppsker fólk þenn-an mikla gleðigjafa sem falleg sum-arblóm eru.

Einnig er mikil ánægja sem felst í því að setja krydd og salt í potta t.d. nálægt grillinu, á pallinum eða svölunum því þá er svo stutt að ná sér í krydd á grillið og salat með matnum. Þannig að gróður getur nært okkur bæði í gegnum augun og svo einnig til að borða og krydda lífið.

Ég segi að blómin gleðji og að þau gefi okkur eitthvað. Mér sem garðyrkjumanni gefa þau von um komandi tíð; segja má að þessi árs-tími, vorið og sumarið, næri sálina í fólki. Þetta gefur manni meira en maður veit. Ég segi því við fólk: Höldum áfram þótt á móti blási, höldum í vonina og látum glaðleg sumarblóm ylja okkur í sumar.“

www.mork.is Sigríður Helga Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur í Mörk í Fossvogi.

Áhugaverð bók fyrir garðaeigendur:

Ræktum sjálf

Gróðrarstöðin Mörk

Blómin gleðja

Vaxandi áhugi er á ræktun mat-jurta enda ávallt ánægjulegt að geta boðið upp á uppskeru úr eigin garði. Fyrir utan þá miklu búbót sem í því felst eru matjurtir til mik-illar prýði og ekki skemmir holl-ustan fyrir þegar við eigum þess kost að rækta grænmeti, ávexti, kryddjurtir og ber.

Út er komin bókin Ræktum sjálf en þar er að finna ýmis góð ráð og leiðbeiningar um hvernig hægt er að njóta ávaxta náttúrunn-ar, beint úr eigin garði. Ræktum sjálf er einföld og handhæg bók fyrir alla garðræktendur, hvort heldur reynslubolta eða byrjendur. Í bókinni eru upplýsingar um hve-

nær og hvernig best er að sá eða planta, góð ráð við ræktun ólíkra tegunda sem og upplýsingar um hvernig best er að skipuleggja upp-skeruna. Viltu rækta rósakál, spín-at, spergil og mintu eða spreyta þig á plómum, stikilsberjum, kúmeni og kirsuberjum? – Allt um það í bókinni góðu!

Höfundar bókarinnar, Gitte Kjeldsen Bjørn og Jørgen Vittrup, hafa mikla reynslu af ræktun græn-metis og ávaxta. Björn Gunnlaugs-son garðyrkjusérfræðingur stað-færði bókina fyrir íslenskar aðstæð-ur og skrifaði formála.

www.forlagid.is

Ræktum sjálf er falleg og eiguleg bók.

Georg Ottóson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa.

Flúðamold

Lífræn og alíslenskLífræn mold, Flúðamold, er fram-leidd hjá Flúðasveppum. Rotmassi, sem notaður er við svepparækt-unina, er m.a. notaður í hana en eftir að sveppir hafa verið ræktaðir í honum í vissan tíma er hann lát-inn moltast í um tvo mánuði. Þá er hann þurrkaður og verður gott áburðarefni. Síðan er hann bland-aður saman við mómold, kalk og Hekluvikur. Það er því enginn til-búinn áburður notaður við fram-leiðsluna.

Georg Ottóson, framkvæmda-stjóri Flúðsasveppa, segir að Flúða-mold innihaldi öll grunnefni og snefilefni sem þurfa að vera í mold. Hann segir að moldin hafi reynst vel. „Ég rækta viðkvæmar tegundir eins og papriku í moldinni auk tegunda eins og tómata og jarðar-berjaplöntur.“

Georg segir að rotmassi sé not-aður við svepparæktina en á nokk-urra vikna fresti þarf að skipta um efni. Hann fær um 60 tonn af rot-massa á viku og segist hann nýta hvert einasta kíló. „Ég tel þetta

mikið verðmæti og ég sem ræktun-armaður hef sífellt meira álit á þessu efni. Vistvæn ræktun er okk-ar leiðarljós.“

Georg hefur prófað að nota rot-massann í útirækt og segist setja um 20 tonn á hektarann. Þar rækt-ar hann m.a. hvítkál, kínakál og spergilkál. „Ég hef einnig gert til-raunir með kartöflur og það geng-ur einnig vel að rækta þær með rotmassa sem blandaður er saman við góða mold. Rotmassi hefur einnig verið notaður við ræktun á ávaxtatrjám og gengið vel.“

Georg segir að rotmassinn hafi verið notaður á Árborgarsvæðinu um árabil og segir að síðast hafi hann verið notaður á nýja knatt-spyrnuvöllinn á Selfossi. „Það er góð reynsla af honum þar. Rot-massinn var lagður á völlinn með sérstökum hætti sem er alveg nýtt á Íslandi.“

Flúðasveppir framleiða fleiri tegundir af mold. Má þar nefna Hreppamold sem búið er að fram-leiða í áratugi.

Page 23: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 23

FÁÐU AFSLÁTT AF

40.000VÖRUM STRAX Í DAG

ALLT FYRIR GARÐINN

Á BETRA VERÐI

KJARAKLÚBBUR HÚSASMIÐJUNNAR OG BLÓMAVALSKJARAKLÚBBUR HÚSASMIÐJUNNAR OG BLÓMAVALS ER NÝR AFSLÁTTARKLÚBBUR SEM VEITIR ÞÉR AFSLÁTT AF NÆR ÖLLUM VÖRUM Í HÚSASMIÐJUNNI OG BLÓMAVALI, RÍFLEGA 40.000 VÖRUR!

SKRÁÐU ÞIG Á WWW.HUSA.IS EÐA Í NÆSTU VERSLUN.

Page 24: Gardurinn 2011

24 » GAR‹URINN 2011

Ísland var vaxið viði milli fjalls og fjöru þegar landið var numið, segir Ari hinn fróði Þorgilsson í Íslend-ingarbók. Það vita flestir Íslending-ar og eru líka flestir sammála um, að fyrst Ari sá ástæðu til að taka þetta sérstaklega fram, var örugg-lega ekki mikið eftir af hinum fornu skógum þegar komið var fram á 12. öld. Þó að Ari hafði sennilega helst átt við landið sunn-an heiða, má telja nokkuð víst að eitthvað svipað hafi verið upp á teningnum hér fyrir norðan.

Um miðja 18.öld var í anda upplýsingartímans farið um víða veröld og náttúru og fólki vandlega lýst. Þannig voru landlýsingar um Ísland samdar á árinu 1744 til 1749.

Joen Bendixsen sýslumaður í Norður Sýslu, lagði síðustu hönd á

verk sitt „Description over Norðer-sijssels udi Island Situation, Biærge, klipper, Fiælde, Dale og adskillige producter og beskaffenhed til land og vand“ á Rauðurskriðum sumarið 1747. Í því verki fullyrðir hann að skógar væru fáir í sýslunni, í Hals Thinglav í Fnjóskadal, er um hreinan birkiskóg að ræða, og má segja að staðan hafði þannig lítið breyst frá því að Ari fróði samdi Ís-lendingarbók. Fyrir utan birki nefnir J. Bendixsen reynivið og víði á listanum yfir jurtir sem í sýslunni vaxa, en hefur reynir þá örugglega einugis verið að finna sem einstakt tré á stöku stað og víðir sem jarð-lægir runnar. Í kafla 6 í Huusevigs Thinglav, er landgæðum ítrekað lýst frá Tjörnesi og suður í Reykja-hverfi og er hvergi minnst á skóg eða tré í þeim kafla. Eina ræktunin

sem J. Bendixsen vitnar til, er tún-rækt eða allavega heyvinnsla, auk þess sem hann tekur fram að korn-rækt sé ekki stunduð hér í sýslunni lengur. Menn telja fyrir víst að kornrækt hafi verið stunduð hér frá landnámsöld og eitthvað fram eftir öldum. Nokkuð víst má telja að varla hafi verið um aðra ræktun eða garðyrkju að ræða í landi Húsavíkur á þessum tíma.

Kálgörðum fjölgaði ört á seinni hluta aldarinnar, þó mismikið eftir árferði, en t.a.m. voru 101 slíkir garðar í sýslunni árið 1791. Skot-inn Ebenezer Henderson dvaldi á Íslandi árin 1814-1815. Hann fór þrjár ferðir um landið á þeim tíma og dvaldi sumarið 1814 nokkra daga á Húsavík hjá Hans Baagøe, eins og fram kemur í ferðabók Hendersons. Hans Baagøe hafði þá nýlega verið ráðinn verslunarstjóri hjá Ørum og Wulffs en hafði þegar komið upp myndarlegri ræktun í garði sínum að sögn Hendersons. Ekki er vitnað í neina trjárækt hér heldur aðeins grænmetisrækt, en ekki er óhugsandi að eitthvað af skrautblómun og einstaka tré hafi verið í garðinum hjá Baagøe. Allavega sýna báðar heimildir að garðræktaráhugi var byrjaður hjá þingeyingum og Henderson segir eftirfarandi um garð Hans Baggøes: „... til þessarar gróðurstöðvar leita bændur úr allmikilli fjarlægð til þess að fá útsæði og fræ.“

Fyrstu heimildir um eiginlegan trjáræktaráhuga á Húsavík má finna í fundargerð Fundarfélags Húsavíkur frá 7. feb. 1897. Á þeim fundi flutti Ari Jochumsson stutt erindi um hið svokallaða „trjárækt-armál“ auk þess sem lesin var upp grein úr Ísafold eftir Einar Helga-son, garðyrkjufræðing frá Vilvorde. Málið var greinlega viðkvæmt og menn ósammála, eins og kemur fram í gerðarbók. Þar kom fundar-stjóri með tillögu um að skipa nefnd, þegar öllu ætlaði að slá í bardaga. En ekkert kom út úr vinnu þessarar nefndar og er „trjá-ræktarmálsins“ ekki getið aftur í gerðarbókum Fundarfélagsins.

Árið 1899 var komið á fót trjá-ræktarstöð á Akureyri og mikil gróska var þar innra í ræktunar-málum. Sama ár, 1899, kom tilboð frá prestinum á Húsavík til Kvenfé-lags Húsavíkur um að félagið gæti fengið plöntur til ræktunar eftir-gjaldlaust. Tilboðið var samþykkt og 1901 var búfræðingur látinn velja stað fyrir garðstæði og var móstykki norðan túns Sigtryggs í Höfða fyrir valinu. Einhverra hluta vegna gekk illa að koma ræktun-inni í gott horf og 1903 leituðu Kvenfélagskonur til Fundarfélags-ins eftir styrk til að koma á fót blóma- og trjáviðarrækt ásamt kál-rækt í garðstæðinu. Hart var mælt á móti, meðal annars af Baldvini Friðlaugssyni búfræðingi, sem taldi

að of illa hefði gengið til þessa, auk þess sem garðurinn væri illa stað-settur, og beiðni var því hafnað.

Á fundi Kvenfélagsins 25. apríl 1903 var skýrt frá hinu nýstofnaða Ræktunarfélagi Norðurlands og kemur fram í gerðarbók Kven-félagsins að einhver tengsl voru á milli þessara tveggja félaga um hríð. Ræktunarfélagið er áhugavert í sambandi við garðræktarmál á Húsavík. Í fyrsta lagi vegna nám-skeiðshalds innra í almennri jarð-rækt, garðyrkju og skógrækt frá um 1903 til um 1940, þar sem samtals 426 nemendur, þar af 287 stúlkur, sóttu námskeið félagsins. Mjög líklegt er að einhverjir frá Húsavík og þá Kvenfélaginu, hafði verið á meðal þessara stúlkna. Þar að auki var stofnuð aukatilrauna-stöð á Húsavík snemma á 20.öld út frá trjáræktunarstöð Ræktunar-félagsins á Akureyri, sem þó örugg-lega hafði eingöngu verið starfrækt í stuttan tíma. Engu að síður gekk seint með garðstæði Kvenfélagsins á Húsavík og í tvígang 1904 og 1906 var reynt að koma vinnu af stað aftur í „gamla garðinum“ en með litlum árangri. Ólíklegt er að garðstæði Kvenfélagsins og auka tilraunastöð trjáræktarstöðvarinnar á Húsavík, hafi verið eitt og sama verkefnið, þannig að trúlega var um tvö trjáræktunarverkefni að ræða á Húsavík snemma á 20. öld.

Einhverjar trjáplöntur hafa þó verið gróðursettar í heimagörðum þessa áhugafólks á þeim tíma og má sjá árangur af starfsemi frum-kvöðlanna, meðal annars á mynd-um, frá því snemma á 20. öld, þar sem myndarleg reyniviðartré blasa við.

Upphaf skógræktar og Skógræktarfélags HúsavíkurÁ þriðja og fjórða áratug 20. aldar er lítið um heimildir um garð- og trjárækt á Húsavík. Þó sýna mynd-ir frá þessum tíma að einstaka tré hafa verið gróðursett í heimagörð-um og þá kannski aðallega hjá að-fluttu fólki. Auk þess hefur lóðin umhverfis kirkjuna verið girt af og þar væntanlega verið plantað

Bræðradæturnar Þóra Steingrímsdóttir og Þórleif Pétursdóttir Nordland standa við um 10 ára gömul reynitré í garðinum við Formannshúsið um 1920.

Jan Klitgaard

Saga trjá- og skóg-ræktar á Húsavík

Elstu heimildir um tré og trjárækt á Húsavík

Pipar og salt - Klapparstígur 44 - Sími 562 3614

Blómagrindur úr ryðfríu smíðajárni undir glugga og á veg

Verð frá 2.500 kr.

Fuglahús, margar gerðir. Verð frá 3.900 kr.

40 cm, 50 cm, og 75 cm.

35 cm í þvermál

Page 25: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 25

blómum og nokkrum trjáplöntum. Garður þessi er nefndur Stúku-garður í fundarskýrslu Skógræktar-félagsins frá 1944.

Hugsanlegt er að aðflutt fólk frá gróðursælum svæðum hafði tekið garðræktarmenninguna með sér til Húsavíkur og þannig smám saman komið frekari ræktun af stað. Allavega blása mildari skógræktar-vindar snemma á fimmta áratug síðustu aldar og 10. apríl 1943 var Skógræktarfélag Húsavíkur stofnað að frumkvæði Sigurðar Gunnars-sonar, Jóns Hauks Jónssonar, Þóris Friðgeirssonar o.fl. Stofnfélagar voru 54 talsins sem sýnir aukna vakningu og áhuga á skógrækt meðal Húsvíkinga og þá kannski sérstaklega meðal karla, enda voru eingöngu karlmenn kosnir í 5 manna stjórn félagsins.

Hreppurinn úthlutaði Skóg-ræktarfélaginu landi umverfis Botnsvatn og var birkifræum sáð í Krubbnum haustið 1944. Áætlað var að girða 7 km en vegna áhuga-leysis heimamanna á verkefninu endaði girðingin í 1,2 km. Sumarið 1948 tókst loks að ljúka girðingar-vinnunni og sama ár voru fyrstu plönturnar gróðursettar, 750 birki-plöntur. Árið eftir var haldið áfram og tókst að koma niður 1100 birki-plöntum og 250 furuplöntum.

Á næsta áratug var mikið unnið í skógræktarreitnum við Botnsvatn, ýmist við gróðursetningu, útsán-ingu eða stækkun girðingarinnar og fóru afköst gróðursetninga upp í tæp 10.000 plöntur árlega þegar best gekk. Til gamans má geta þess að árið 1954 fór Guðmundur Hall-dórsson sjómaður með 50 sitkag-reniplöntur út í Mánáreyjar. Gam-an væri að fara út í Mánáeyjar að skoða hvernig til hefur tekist, en það er önnur saga. Auk sitkagrenis voru á þessum árum gróðursett við Botnvatn birki, fura, stafafura, lerki, sitkabastarður og ösp en alls voru 39.940 trjám plantað á þess-um tíu árum.

Strax í upphafi sjöunda áratug-arins fóru menn að beina athygli sinni að garðlöndum í Skála-brekku, en þar var plantað 2.650 plöntum á afgirtu svæði. Sama ár voru auk þess gróðursettar 4.730 plöntur við Botnsvatn. Næstu 9 ár var unnið að því að koma upp skógi innan þessara tveggja girð-inga, sem báðar voru stækkaðar með nokkara ára millibili og voru gróðursettar þar samtals um 40.000 plöntur.

Í gerðabókum Skógræktar-félagsins er ekki mikið getið gróð-ursetninga á árunum milli 1970 og 1979, en þó virðist félagið hafa verið starfandi að einhverju leyti. Á níunda áratug var haldið áfram gróðursetningum við Botnsvatn og í Skálabrekku, þó ekki af miklum krafti, auk þess að plantað var m.a.

við Sunnuhvol og í Þorvaldstaða-gili.

Niðurstaðan er þá sú að á fyrstu tæpum 50 árum í sögu skógræktar á Húsavík hafa verið gróðursettar rúmlega 100.000 plöntur, aðallega í reitnum sunnan Botnsvatns og í Skálabrekku, en einnig við Sunnu-hvol og í Þorvaldstaðagili. Auk þess voru einstaklingar með tún á leigu frá bænum undir skógrækt, meðal annars fyrir neðan stallana.

Um 1996 afhendir skógræktar-félagið óformlega skógræktargirð-ingar sínar til sveitafélagsins og hafa þær síðan verið í umsjá garð-yrkjustjóra þess. Undanfarin 20 ár, eða eftir að sveitarfélagið tók að sér umhirðu skógar og nýgróðursetn-ingar, hefur skógræktarfélagið haft frekar hægt um sig. Þó hefur verið ræktaður smá skiki við Yltjarnir sunnan við bæinn. Félagið tók að sér gróðursetningu landsgræðslu-plantna árið 2008, í fjarvist garð-yrkjustjóra, og var aðili í atvinnu-átaksverkefninu 2009 ásamt Skóg-ræktarfélagi Íslands og Norður-þingi.

Landgræðslan og LandgræðsluskógarNæstu skref í skógræktarmálum á Húsavík voru tekin 4. mars 1989 þegar haldin var ráðstefna um um-hverfismál í Félagsheimilinu. Í framhaldi af þeim fundi var Hús-gull, Húsvísk samtök um gróður-vernd, uppgræðslu, landnýtingu og landgræðslu, stofnað af frum-kvöðlunum Sigurjóni Jóhannes-syni, Árna Sigurbjarnasyni, Sigur-jóni Benediktssyni o.fl. Voru þetta grasrótarsamtök sem höfðu tölu-verð áhrif á og afskipti af gangi skógræktarmála næstu ár.

Fyrsta verkefni samtakanna var að koma á friðun fyrir beitarálagi búfjár í landi bæjarins og sumarið 1989 var komið upp 14 km langri girðingu umhverfis bæjarlandið frá Gvendarbás upp á Grjótháls, það-an ofan við Botnsvatn sunnan Krubbs, um Bláuskriður austur fyr-ir Húsavíkurfjall og síðan austan Bakkaskurðsbrúnarinnar og Skjól-brekku, niður að þjóðvegi. Samn-ingur til 50 ára, á milli Húsavíkur-kaupstaðar og Skógræktarfélags Ís-lands um ræktun skóga til útivistar innan fyrirnefndar bæjargirðingar, var síðan undirritaður 2. okt. 1991. Í framhaldi af því var landið einnig tekið til friðunar og upp-græðslu af Landgræðslu ríkisins í samvinnu við sveitarfélagið árið 1992 og landið samningsbundið til ársins 2012.

Þessi fyrstu 10 ár Landgræðslu-skógaverkefnisins voru gróðursett-ar rúmlega 1.000.000 plöntur sem að mestu var skjalfært af garð-yrkjumanni sveitafélagsins. Til eru loftmyndir með merktum svæðum hverrar trjátegundar og ártölum

gróðursetningar. Svæðin, þar sem gróðursett var á þessum árum, eru norðan, austan og sunnan við bæ-inn.

Sumarið 1999 gerði Einar Gunnarsson frá Skógræktarfélagi Íslands, að beiðni bæjartæknifræð-ings Húsavíkurkaupstaðar, úttekt á árangri og útbreiðslu gróðursetn-inga undangenginna ára. Hann

kom með tillögu um aðgerðir og úrbætur í Skógræktaráætlun fyrir Húsavík, auk þess sem hann kort-lagði þau svæði þar sem gróðursett hafði verið. Svæðið var hólfað nið-ur og hvert hólf skilgreint með númeri t.a.m. a21, b9 eða d11. Skógræktaráætlunin frá 1999 hefur síðan þá verið grunnur sem Land-græðsluskógaverkefnið hefur verið byggt á og kortið yfir gróðursetn-ingar verið notað til skráningar út-plöntunnar. Þau svæði, þar sem plantað hefur verið utan við þau sem innifalin eru í Skógræktaráætl-uninni, hafa hingað til verið merkt með GPS punktum og þau skráð. Dæmi um skráningu:

Útplöntun landgræðsluplantna 200522512 Larix suk., 21038 Betula pub., 2479 Pinus con., 2000 Picea sit.

Reitur a19, d15, g7, g8, c10. Blandaðir íbætur, endurgróður-setning

Sunnan Katlanna, Kúalág.Blandaðar gróðursetningar í þyrp-ingum.

GPS:66 02 519 17 33 99766 01 850 17 34 35066 01 876 17 33 559

Árin 2003 og 2004 útbjó garð-yrkjustjóri Norðurþings að eigin frumkvæði vinnuplagg um framtíð og skipulag skógræktar í landi Húsavíkur, sem fór til bæjarverk-fræðings og Framkvæmdanefndar. Ekki komu nein viðbrögð við vinnuplagginu, en hefur það samt sem áður verið notað sem grunnur í stefnu skógræktar ásamt Skóg-ræktaráætluninni frá 1999.

Í september árið 2005 var und-arritaður nýr samningur á milli Húsavíkur og Landgræðslu ríkisins um landbóta- og landnýtingaráætl-un fyrir afréttarlöndin, meðal ann-ars á Reykjaheiði. Bæjargirðingin var stækkuð töluvert, sem nemur um 20 km, og nær nú alveg að Höskuldsvatni. Hingað til hefur einungis verið sáð og plantað lúp-ínu innan nýju girðingarinnar, nema í hólfi í Saltvíkurbrekkum, þar sem gróðursettar voru tæplega 50.000 plöntur árið 2006.

Í desember 2009 kom Gabriel Pic frá Skógræktarfélagi Íslands til Húsavíkur til að fara yfir árangur-inn síðan skógræktaráætlunin var gerð, árangurinn metinn og skóg-ræktarkortin uppfærð. Úrvinnsla þessarar vinnu stendur nú yfir.

Lengri útgáfu greinarinnar er að finna á vefnum www.gardurinn.is

Frá gömlu skógræktargirðingunni við Botnsvatn með Húsavíkurfjall í baksýn, febrúar 2010.

Page 26: Gardurinn 2011

26 » GAR‹URINN 2011

„Nú flytjum við suður í sólina,“ til-kynnti eiginkonan fyrir nokkrum árum, sem haldin er átthagafjötr-um. Hún hafði sótt um starf suður í Reykjanesbæ og fengið, og eins og ekkert væri sjálfsagðara átti ég, uppalinn Kópavogsbúinn, nú að yfirgefa æskustöðvarnar og lognið, og flytjast þangað sem ég taldi út-hjara veraldar og vindinn vera fundinn upp. En eins og alltaf þeg-ar tveir deila höfðum við bæði rétt fyrir okkur. Sólin skín hér miklu meira og nú vitum við bæði hvað-an vindurinn blæs. Og þá er að finna leiðir til þess að lifa með því.

Við fundum okkur, að mér fannst, dásamlegt lítið hús sem féll vel að þeim kröfum sem við gerð-um. Þokkalegur garður sem krafð-ist lítillar umhirðu þannig að við gátum sinnt okkar áhugamálum og farið á fjöll og í ferðalög þegar við vildum. Töldum okkur heppin. En fljótt skipast veður í lofti og ekki liðu margir dagar þar til nágrann-inn, sem bjó á móti og er ham-hleypa til verka, fór að láta í ljós skoðnir sínar á hvað mætti öðru-vísi vera.

Hann benti mér vinsamlega á að bílastæðið, blómakassinn og hekk-ið sem að honum snéri væri nú kannski ekki það augnayndi sem ég teldi það vera og benti mér um leið á verkataka sem myndi að-stoða mig við að fá blómakassann í burtu og sá seldi einnig hellur. Það reyndist vera mágur hans sem seinna átti eftir að verða mér inn-anhandar með flest það sem mig vanhagaði um. Tónninn var sleg-inn og garðrækt hefur síðustu árin

verið stór hluti af lífi okkar hjóna. Og sólin skín meira og bjartar en nokkru sinni fyrr.

Eftir að áhuginn hafði verið vakinn og samræður við þá sem þekktu til, áttuðum við okkur á að nauðsynlegt er að skipuleggja vel

framhaldið. Við þyrftum að vita hvað við vildum fá út úr garðinum til þess að hann uppfyllti að lokum óskir okkar. Við fórum okkur hægt og reyndum að finna leiðir til að ná fram því sem okkur fannst mikil-vægast. Að garðurinn yrði að griða-stað fjölskyldunnar þar sem upplif-anir okkar úr náttúrunni og teng-ingar við fortíðina yrðu sem ljósa-star. Að það sem gert yrði mætti ekki kosta mikið. Við yrðum að gera sem mest sjálf, þó nokkrir hafi þurft að bjarga málum þar sem bjartsýni okkar og hæfileikar hafa ekki dugað til.

Í raun held ég að sú vinna og hugsun sem við lögðum í byrj-unina sé fyrst nú farin að skila sér. Við skissuðum upp hverja einustu hugmynd sem við fengum og púsl-uðum saman þar til við fengum grófa mynd af því sem við óskuð-um okkur. Hvernig við gætum til að mynda sótt þá sjávarstemningu sem við bæði erum uppalin við inn í garð upp á miðri Miðnesheiði. Og ljóst að grönnunum leist lítið á

blikuna eða hina nýju nágranna, þegar þeir, seint á kvöldin í skjóli myrkurs, tóku til við að bera inn í garðinn slípað sjávargrjót, sem týnt var upp hér og þar á skaganum. Fjaran var komin heim í garð.

InngarðurinnHönnun garðsins byggir á þeirri meginhugmynd okkar að í raun sé um tvo garða að ræða. Inngarður og Útgarður. Þar sem inngarðurinn er ramminn um dagleg not og gestakomur. Við ákváðum strax að nýta hluta þeirra skjólgirðinga sem byggðar höfðu verið um leið og við vildum reyna að fá mjúkar línur inn í það svæði þar sem pallar og pottur skyldu vera. Þannig vildum við reyna að leiða hinar mjúku lín-ur náttúrunnar inn á manngerða pallana. Blómakassar og tröppur pallsins hafa þannig verið smíðuð í bogum sem gefa pallinum mikinn svip.

GrilliðEitt var það sem við lögðum mikla

áherslu á og drögum þar lærdóm af ferð okkar til Brasilíu, var að útbúa grillhús. Þrátt fyrir sól og mikla hita þar hafa þeir svipuð vandamál og við. Of mikil sól og þar rignir líka. Og þegar það gerist rignir mikið. Í stað þess að láta veðrið ráða hvenær þeir grilla, er því al-siða þar að hafa grillin inni í bíl-skúrunum, þar sem sem einnig er hægt að dekka upp borð fyrir stór-fjölskylduna.

Það varð því úr, eftir samráð við þá opinberu aðila sem að koma, að garðverkin færðust inn í veturinn og hlaðið var kolagrill, öllum reglum samkvæmt að brasílskri fyrirmynd. Óhætt er að segja að þessi ráðstöfun hafi gefið garðlífinu aukið gildi og nú er grillað bæði í hörðustu vetrarstormum og bestu sumarveðrum með tilheyrandi stemningu í hvert sinn.

GarðhúsiðEins og áður hefur komið fram er Inngarður aðskilinn frá Útgarði með skjólveggjum en einnig með

Hannes Friðriksson

Suður í sólina

Yfirlitsmynd yfir inngarðinn, útgarðurinn er hinum megin við grindverkið.

Slípað sjávargrjót umlykur tjörnina með gosbrunninum. Kolagrillið í bílskúrnum gerir það að verkum að nú er hægt að grilla allt árið óháð veðrum og vindu.

HVER ÞEKKIR FLÓRU ÍSLANDS?

Vill kaupa grös & jurtir

Nafn á jurtum Magn í kg Lýsing og verð á hvert kg

Klóelfting 13-15 Tínt í lok júní 2/3 efri hluti jurta. Einungis kvenjurtina (ekki Skollafótinn) 3000 kr. fyrir hvert kg þurrkað.

Vallhumall 20 Tínt um miðjan júlí þegar jurtin er rétt byrjuð að blómstra. 2500 kr. á hvert kg þurrkað.

Haugarfi 20-30 Tínt allt sumarið. Öll jurtin nýtt. 2000 kr. á hvert kg þurrkað.

Mjaðurt 30 Tínt í lok júní 2/3 efri hluti plöntu nýttur rétt eftir blómstur. 2000 kr. á hvert kg þurrkað.

Hvannarblöð 5 Tínt í maí. Heil ung blöð. 2500 kr. á hvert kg.

Hvannarfræ 5 Tínt í ágúst ljósgræn. 3000 kr. á hvert kg þurrkað.

Blágresi 2 Tínt í júní rétt þegar er byrjað að blómstra. 2/3 efri hluti plöntunnar. 3500 kr. á hvert kg þurrkað.

Gulmaðra 3 Tínt í lok júní og byrjun júlí þegar jurtin er ný byrjuð að blómstra. 3000 kr. á hvert kg.

Maríustakkur 15 Tínt í byrjun júní þegar jurtin er ný byrjuð að blómstra. 3000 kr. á hvert kg.

Blóðberg 5 Tínt í lok júní þegar rétt byrjuð að blómstra. 6000 kr. á hvert kg þurrkað.

Túnfífilsblöð 40 Tínt í byrjun maí-júní helst fyrir blómgun (ekki úr sér vaxin). 3000 kr. á hvert kg.

Gras (venjulegt) 20 Lífrænt gras (engin kemískur áburður notaður seinustu 3 ár) tínt þegar er orðið 10 cm langt. 2000 kr. á hvert kg þurrkað.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún í síma 552 1103. Eða hafið samband við [email protected]

Page 27: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 27

garðhúsi sem veitir útsýni til beggja garða. Hlutverk garðhússins er tvíþætt: að rækta og undirbúa plöntur á vorin og að vera afdrep fyrir fjölskylduna annan tíma árs-ins en að sjálfsögðu er notkunin mest yfir sumar- og hausttímann.

ÚtgarðurinnEins og í upphafi greinarkorns þessa töldum við okkur vera hepp-in að hafa fengið garð sem krefðist ekki mikils viðhalds. Og við höfum reynt að halda í þá hugsun hvað varðar útfærsluna á Útgarðinum. Þar höfum við plantað beinvöxnu

birki sem veitir gott skjól. Grjótið úr fjörunni skipar þar einnig veiga-mikinn sess þar sem fjölærum plöntum svo sem skriðmispli og rósum hefur verið plantað inn á milli steinanna. Þar höfum við einnig plantað peru- og eplatrjám. En garðræktin lætur ekki að sér hæða, hafi áhuginn á annað borð tekið sér bólfestu. Eitt helsta áhugamálið undanfarið hefur verið að minnka grassláttinn.

Lækjarniður og mosi tengjast upplifun okkar af náttúrunni sterk-um böndum. Og fjöruststeinarnir sem upphaflega höfðu þann tilgang

einan að minnka garðsláttinn hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þeir eru orðnir uppistaðan í læk og tjörn þar sem barnabörnin una hag sín-um vel. Um leið hefur orðið til nýtt horn í garðinum þar sem hægt er að setjast út með kaffibolla og njóta sólseturs Suðurnesjanna. Það gerist á fáum stöðum fallegra.

SálartetriðÁ erfiðum tímum eins og undan-farin ár hefur fátt haft betri áhrif á sálartetrið en útiveran. Að fara út í garðinn og hlúa að að því sem þar er að gerast um leið og maður nýt-

ur samvistanna við sína nánustu. Það er eins með garðræktina og annað sem maður tekur sér fyrir hendur. Þar þarf að liggja fyrir hvað maður ætlar sér og hvernig maður ætlar sér að ná því. Fyrstu hugmyndirnar sem við fengum um skipulag garðsins okkar fyrir sjö árum eru nú að verða að veruleika. Það var gert í mörgum en skemmtilegum smáskrefum. Við getum nú farið að einbeita okkur að sjálfri ræktuninni sem vonandi á eftir að næra bæði sál og líkama um ókomin ár.

Höfundur er innanhússarkitekt.

Sírenur vaxa víða um land og blómstra fallegum og ilmsterkum blómklösum. Það er freistandi að skera blómklasana af runnanum og setja í vasa. Því miður endist lykt þeirra ekki lengi og jafnvel þótt trénaðir stönglarnir séu marðir og látnir liggja í heitu vatni í nokkrar mínútur, visna þeir fljótt. Það er gott að klippa blómin af runnan-um, það eykur næsta árs blómgun.

Ein nýstárleg leið til að njóta sírenunar er að búa til saft úr blómunum. Saftin bragðast mjög vel og hefur sérstakt bragð sem ekki er auðvelt að lýsa. Helst má líkja bragðinu við sambland af rabbarbara og vínberjum, þurrt og svalandi.

Sírenan mín er með bleikum blómum og saftin verður rauð á lit. Ég hef það fyrir satt að ef blómlit-urinn er lillablár þá verði saftin bláleit. Passleg blanda er að hella um það bil 2-3 sentimetrum í glas af saftinni og fylla upp með ís-köldu vatni, en það fer líka vel að nota sódavatn í þennan óvenjulega svalandi drykk, einnig má drekka saftina óblandaða eins og líkjör.

Þessi uppskrift gerir um það bil einn lítra af saft. Blómin eru tínd þegar þau eru fullútsprungin, en ekki farin að fölna.

20 sírenu blómklasar 1 lítri af köldu vatni1 kíló af sykri1 sítróna25 grömm sítrónusýra

Það getur verið sniðugt að safna blómklösunum á hvítan dúk og láta þá liggja þar um stund til að gefa smádýrum tækifæri til að færa sig af blómunum. Það má líka skola blómin og spinna vatnið af þeim í salat skolskál.

Eftir hreinsun eru blómin tekin af trénuðum stönglunum og sett í krukku eða pott. Það er í lagi að láta litla klasa halda sér. Vatnið er soðið með sykrinum og heitum sykurleginum er hellt yfir blómin.

Sítrónan er þvegin og guli börk-urinn skorinn eða rifinn af. Gætið þess að láta ekki hvíta hlutann fara með, hann er bitur. Sítrónan er skorin í tvennt og safinn kreistur úr.

Berkinum, safanum og sítrónu-sýrunni er blandað við blómalög-inn og hrært í. Lok er sett á krukk-una og látið standa á dimmum og svölum stað. Hrærið í blöndunni tvisvar á dag.

Eftir 2 til 4 daga eru blómin sigtuð frá og vökvanum hellt á flösku. Saftin geymist vel í kæli í eina til tvær vikur, en það má líka frysta saftina á plastflöskum ef ætl-unin er að geyma hana lengur.

Nýstárleg leið til að njóta sírenunnar er að búa til saft úr blómunum.

Brynhildur Bergþórsdóttir

Sírenusaft

Stílhreint og snyrtilegt, auðvelt að hirða. Grillhornið á pallinum.

Nýtt á ÍslandiAutoPot

Sjálfvirk vökvunEinfalt í uppsetninguEkkert rafmagnEndalausir stækkunarmöguleikar

AQUAbox2 spyder Kr. 4.785,-

Easy2grow kerfi Kr. 8.480.-

Nánari upplýsingar á www.innigardar.is

InniGarðar ehf. - Lyngháls 4, 110 Reykjavík - Sími: 534 9585 - www.innigardar.is

Page 28: Gardurinn 2011

28 » GAR‹URINN 2011

Ef þú átt sólríkan garð sem snýr mót suðri þá ert þú kominn með góðan grundvöll fyrir jarðaberja-rækt. Það eru ár og dagar síðan far-ið var að rækta jarðarber hér á landi. Oft hefur eftir tekjan verið minni en efni stóðu til og er ástæða þess gjarnan eitthvert eftirtalinna atriða.

1. Beðið í skugga eða hálf-skugga.

2. Plönturnar of gamlar (Eldri en sex ára).

3. Órækt, næringarsnauður ill-gresis jarðvegur.

4. Saggi, ber mygla og verða sniglum að bráð.

5. Berin étin af þröstum jafnóð-um og þau þroskast.

Sem sagt: það er margt að var-ast, en með því að planta í gegnum svart plast á móti sól og með því að bregða léttu neti eða agríldúk yfir plönturnar á þroskunartíma þá er sigur unnin á flestum þessum óvinum.

Þegar litið er í jarðaberjabeð landsins er algengt að hitta gamalt yrki sem kallað er ´Jónína‘. Þetta yrki hefur verið hér áratugum sam-an. Berin á ´Jónínu er bragðgóð en smá og ekki jafn þrýstin og gljá-andi og nýrri yrki. Jónína er gjarn-an með aragrúa af renglum og það hefur orðið til þess að hún hefur dreifst víða. ´Abundace´ (a.m.k. 1880) er annað eldagamalt yrki sem finnst hér á landi. Það er alla vega frá 1880 þó hingað til lands komi hún löngu síðar. Það er með nýrlaga dökkrauð og ljúffeng ber. Þá leynist ´Zephyr´ (1965) í ein-staka garði. Það er duglegt danskt yrki sem þykir enn í dag eitt það besta í Norður Noregi. Fyrstu berin eru væn og vaxa gjarnan fram í kamb. Þýska yrkið ´Senga sengana‘ (1955) sló í gegn í allri norðanverðri Evrópu og var aðal yrkið um langt árabil, en hefur nú mátt láta í minnipokann fyrir öðr-um. Líklega hefur yrkið aldrei ver-ið algengt hér. En hinsvegar hafa norskættuðu afkomendur þess ´Glima´ (1969) og ´Jonsok´ áunnið sér nokkrar visældir hér. Það var Magnús Óskarsson á Hvanneyri sem átti mestan heiður af út-breiðslu norska hörkutólsins ´Glima´ um landið. En ´Glima´ er það yrki sem fyrst þroskar ber hér á landi, svona um tuttugasta júlí.

Bragðið er ferskt og ´Glima´ skilar oft meiri uppskeru hér en þau yrki sem þykja best sunnar í Evrópu. Frá Kanada kemur yrkið ´Bo-unty´(ca 1970) með stór dökk rauð kúlulaga ber sem eru sæt og góð. Gallinn á ´Bounty´ hér er sá að því hættir til að fara í fýlu og skila engri uppskeru, hugsanlega vegna þess að sumarið sé of kalt fyrir myndun blómvísa. ´Korona´ (1978) sem búið var til í Hollandi kemur gjarnan með risaber á plöntum á öðru ári, allt að 70 gr. Berin eru kónísk sæt og góð en plöntunni hættir við kali. Loks er að minnast á yrkið ´Polka´ (1987)

sem hefur nánast fullkomin ber. ´Polka´ er frá Hollandi eins og ´Korona´ og þau eiga það sameigin-legt að njóta mikilla vinsælda víða um Evrópu. Plantan er stór og berin myndarleg líka.

Jarðarberja yrki eru óteljandi og engin tvö eru alveg eins ekki frekar

en við manneskjurnar. Svo nú er bara að fara á stúfana og leita að

hinu eina sanna yrki sem passar fyrir þig.

Vorlyng, Erica carnea, tilheyrir lyngættinni eins og nafnið gefur til kynna, og samkvæmt því ætti það að þrífast betur í súrum jarðvegi. Reynsla undirritaðs er alveg á skjön við þá viðteknu venju og siði sem viðhafðir eru fyrir lyngættar-plöntur! Vorlyng þrífst eiginlega best þegar það fær að vera í friði fyrir sýrandi vökvum og áburði!

Í ósköp venjulegri íslenskri áfoksmold, svokölluðum móajarð-vegi, sem er orðin vel ræktaður og myldinn, er plantan orðin 6 ára gömul. Hún hefur stækkað á hverju ári og fær aldrei áburð!

Þarf nostursamlegan staðEn og það er stórt EN: Vorlyng þarf skjól fyrir roki. Það þýðir lítið að staðsetja það í beðkanti út við götu og gangstétt þar sem vetrar-næðingur nær að þræsa um það. Nostursamleg staðsetning í skjóli við steina og aðrar plöntur er nauðsynleg, ef vorlyng á að verða margra ára gamalt.

Tókst í þriðju tilraunUndirrituðum tókst ekki fyrr en í þriðju tilraun að fá vorlyng til að

þrífast og blómstra vel. Fyrstu tvær plönturnar dóu innan árs. Önnur fékk súran áburð, en hin fékk bara venjulegan áburð. Í þriðju tilraun var öllum áburðaraðgerðum sleppt

og sú planta lifir. Hún er orðin sex ára gömul og a.m.k. tíu sinnum breiðari núna en við gróðursetn-ingu.

Vorlyng er ekki hátt í loftinu,

rétt um 10-15 cm, en þess breiðara um sig. Það minnir mikið á beiti-lyngið íslenska, Calluna vulgaris, en er heldur þéttgreinóttara og dökk-grænna.

Í Englandi eru til svokallaðir „heathergardens“ þar sem alls kon-ar lyngtegundir og fjölmörg lyng-yrki þekja heilu beðin. Sumar teg-undir blómstra fyrri part árs, en aðrar seinnipart. Svokallað haust-lyng er iðulega selt í blómabúðum hérlendis á haustin og framundir jól. Það er látið þorna og heldur sér vel allan veturinn, en molnar síðan niður. Haustlyngið eru notað eins og um einnota vöru sé að ræða, þó það sé í raun runni sem getur orð-ið margra ára gamall.

Blómin þola vorhretVorlyng er þeirrar náttúru að mynda blómknúppa í röðum á endum árssprotanna um haust. Þegar hlýnar seinnipart vetrar, oft strax í mars, litast blómknúpparnir rauðbleikir eða rauðfjólublábleikir og vorlyngið blómstrar viðstöðu-laust langt fram á sumar. Vorhret og snjókoma virðast ekkert bíta á blómin. Þau birtast óskemmd und-an snjónum þegar hlýnar aftur.

Af vorlyngi eru til nokkur yrki. Plantan sem er 6 ára gömul í mín-um garði er af yrkinu Erica carnea ‘Vivellii’. Blóm þess eru rauð-fjólublábleik . Erica carnea ‘Winter-beauty’ eða öðru nafni ‘Winterf-reude’ er með heldur bleikari og ljósari blóm. Blendingurinn Erica x darleyensis ‘Silbersmelze’ með skærhvít blóm er einnig að þrífast vel, orðið þriggja ára gamall. Blað-verkið á Silbersmelze er skær-grænt, en blómgun hefur verið í sparara lagi fram að þessu.

Af ofangreindum er yrkið ‘Vivellii’ greinilega lang duglegast að blómstra. En sem sagt, sleppið öllum áburði og alls ekki sýra jarð-veginn fyrir lyngið! Það virðist vera óþarfi í íslenskri eldfjallajörð.

Ólafur Sturla Njálsson rekur garð-plöntustöðina Nátthaga í Ölfusi.

Ólafur Sturla Njálsson

Vorlyng – Undurfalleg lyngplanta sem blómstrar í 4 mánuði samfleytt!

Jarðarberjayrkið ´Jónína´ er líklega það yrki sem lengst hefur verið í ræktun hérlendis. Berin eru smá og allt öðruvísi en önnur ber sem eru í ræktun. Sumir myndu segja ljótari.

Nokkur yrki jarðarberja sem ræktuð eru í Kristnesi. Stærðarmunurinn á myndinni er ekki endilega lýsandi. Til dæmis er meðal ´Bounty´ berið stærra en meðal ´Glima´.

Helgi Þórsson

Jarðarber

Vorlyng vex ótrúlega vel í íslenskri eldfjallajörð.

Page 29: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 29

bmvalla.is

BM Vallá ehfBreiðhöfða 3110 Reykjavík

Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð!

Sími: 412 5050Fax: 412 [email protected]ð mánud.-föstud. 8-17

Terranýr valkostur fyrir veröndina

Terra er nýtt og fallegt verandar-efni úr slípuðum hellum sem fæst í hvítu, gráu og svörtu.

Terra er hagkvæm og endingar-góð lausn á veröndina, laus við umstang og viðhald sem fylgir hefðbundnum pallaefnum. Ekki eyða sumarfríinu í viðhald.

Komdu á sýningarsvæði okkar í Fornalundi og skoðaðu Terra-hellurnar eða hafðu samband við söludeildir okkar.

PIP

AR

\TB

WA

· 1

11

47

0

Page 30: Gardurinn 2011

30 » GAR‹URINN 2011

Í skógræktarstöðinni Barra hf eru ræktaðar um 40 trjátegundir, bæði lauf- og barrtré. Ný, fullkomin gróðrarstöð var byggð fyrir nokkr-um árum og er um að ræða tvö 2000 fm gróðurhús þar sem gert er ráð fyrir að rækta megi um þrjár milljónir plantna á ári. Einnig rek-ur Barri hf gróðrastöðina á Tuma-stöðum í Fljótshlíð þar sem lögð er áhersla á ræktun laufplantna í bökkum og pottum.

Sérstakar frysti- og kæli-geymslur voru byggðar en plönt-urnar eru geymdar þar á veturna. „Kosturinn við frystinguna er að plantan er í nákvæmu kjörhitastigi yfir veturinn og í algjörum dvala,“ segir Skúli Björnsson, fram-kvæmdastjóri hjá Barra hf. „Plöntur tapa lífsorkunni og verða fyrir skaða ef það eru miklar hita-sveiflur í umhverfinu.“ Skúli bend-ir á að hér á landi gæti hitinn farið jafnvel upp í 15 gráður í febrúar og þá tapa plöntur verulega frostþoli. „Þegar planta er geymd í frysti er

hún tilbúin að vaxa um leið og hún fer út og er þá með fullan lífskraft.“ Skúli segir að í Skandinavíu séu um 250-300 milljón plöntur geymdar með þessari aðferð.

Ferill frystra plantna hjá Barra er að sögn Skúla t.d. að sá fræi í mars, sáðplantan vex síðan og dafnar inni í gróðurhúsi fram í lok júní og er þá sett út til að rýma fyr-ir næstu kynslóð plantna. Þær eru síðan teknar inn í nóvember þegar þær eru búnar að mynda frostþol, pakkaðar í sérhannaða pappakassa og geymdar á brettum í frysti

Aðspurður um vinsælustu trjá-tegundirnar segir Skúli þær vera ís-lenskt birki, greni, fura og lerki. Hægt er að panta plöntur á heima-síðu Barra en það er nýjung sem verið er að þróa hjá fyrirtækinu.

„Önnur nýjung er tilraunarækt-un á erfðabreyttu byggi fyrir Orf – líftækni hf. Markmiðið var að ganga úr skugga um að möglegt væri að rækta bygg í bökkum í gróðurhúsinu og nota til þess sama

búnað sem notaður er við hefð-bunda skógarplönturæktun. Það hefur ekki verið ræktað bygg í bökkum áður eftir því sem við best vitum. Þetta verkefni er félaginu mjög mikilvægt og sér í lagi vegna mikils samdráttar í skógarplöntu-

ræktuninni. Við komust hjá því að segja upp starfsfólki sem flest hefur starfað hjá fyrirtækinu til margra ára. Við höfum bætt við starfsfólki núna að minnsta kost tímabundið til að geta annað fyrirliggjandi verkefnum í ræktun á trjáplöntum

og byggi. Ef áætlanir ganga eftir þá er framtíðin björt í rekstri Barra hf eftir krappa lægð hjá fyrirtækinu í kjölfar hruns bankanna og sam-dráttar í plöntuframleiðslu.“

www.barri.is

Kemi er rótgróið fyrirtæki sem hef-ur sérhæft sig í sölu á ýmsum efna-vörum til iðnaðar og heimilisnota. Í dag starfa hjá fyrirtækinu átta

manns og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt síðustu árin. Hjá Kemi fást ýmsar vörur fyrir rotþrær og niðurföll í sumarbústöðum. Einnig hreinsiefni fyrir heita potta.

„Við erum með öflugt hreinsi-efni unnið úr örverum sem kallast Zym FS ensímhreinsir og er til að þrífa fituskán sem sest í pottana,“ segir Óskar Harðarson sölumaður. „Einnig fást klórtöflur sem settir eru í pottana til að drepa bakterí-ur.“

Í versluninni fæst hreinsiefnið Sept O Aid en í því eru þurrfrystar örverur sem vakna til lífsins þegar þær eru settar út í rotþrær. „Þær lifa m.a. á pappír, fitu og öðrum úrgangi sem til fellur ofan í þróna. Það þarf að setja um fimm poka í rotþrær í heilsárshúsum en um tvo poka yfir sumarið. Þetta drepur líka niður lyktina sem kemur upp úr rotþrónum. Einnig er hægt að setja efnið í sturtuborna og niður-

föll til að eyða vondri lykt.“ Óskar vill benda á að vanda þarf val á efnum til að drepa ekki niður gerj-unina í rotþrónni. Betra er að nota lífrænar örverur og umhverfisvæn efni þar sem þau vinna með nátt-úrunni.

Hjá Kemi eru líka til hreinsiefni til að þrífa palla og fitulosandi efni á grill. Þá má nefna ofnahreinsi og stálhreinsi.

„Sífellt fleiri viðskiptavinir Kemi koma við í búðinni og þar er hægt að fá góð ráð um notkun og virkni efnanna sem við bjóðum til sölu. Þjónusta er kjörorð okkar og það sanna margir ánægðir viðskiptavin-ir sem fara burt með lausn á er-indagjörðum sínum. Við hjá Kemi erum einnig mjög stolt að geta not-að merki fyrirmyndarfyrirtæki árs-ins 2011 þar sem við skoruðum mjög hátt í síðustu könnun VR.“

www.kemi.is

Óskar Harðarson, sölumaður hjá Kemi.

Hjá Kemi er að finna gott úrval öflugra hreinisefna, m.a. fyrir palla og grill.

Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt

Úrval dekurplantna:alparósir, klifurplöntur,rósir, sígrænir runnar,ávaxtatré og berjarunnar.

Sími 483 4840 GSM 698 4840Veffang: www.natthagi.isNetfang: [email protected]ð alla daga kl. 10-19

Skógræktarstöðin Barri:

Plöntur frystar yfir veturinn

Í gróðurhúsum Barra er hægt að vera með um þrjár milljónir plantna í uppeldi.

Kemi

Örverur og umhverfisvæn efni

Page 31: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 31

Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ er orðin að árvissum viðburði í Hveragerði og er nú haldin í þriðja sinn. Sýningin er samvinnuverkefni Hveragerðisbæjar og allra fagfélaga græna geirans. Garðurinn heimsótti þær Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjar-stjóra Hveragerðis og Ástu Camillu Gylfadóttur umhverfisráðgjafa þar sem þær voru önnum kafnar við undirbúning sýningarinnar.

Blómlegar og grænar sýningar, líflegir markaðir og ýmsar keppnir verða haldnar helgina 23.-26. júní: „Blóm í bæ hefur tekist mjög vel en strax fyrsta árið naut hún mikilla vinsælda og skapaði sér gott orð,“ segir Aldís en tugþúsundir hafa heimsótt sýninguna. „Græni geirinn hefur ekki verið mjög sýnileg at-vinnugrein en með sýningunni ger-um við almenningi grein fyrir mik-ilvægi ræktunar og gróðurs í lífi og tilveru fólks. Þá hentar vel að hafa slíka sýningu í Hveragerði, sem kalla má vöggu garðyrkju á Íslandi!“

Skógarþema í árSýningarsvæðið byrjar við hring-torgið þar sem keyrt er inn í bæinn og nær sem leið liggur upp að Skrúðgarðinum á Fossflöt. „Þemað í ár er skógurinn, en í ár er alþjóðlegt ár skóga hjá Sameinuðu þjóðunum og sérlegur gestur sýningarinnar í ár verður Skógræktarfélag Íslands,“ segir Ásta Camilla og því munu all-ar skreytingar og uppákomur bera keim af því. „Í ár taka norskir og danskir blómaskreytar einnig þátt, sem er merki um að sýningin sé að spyrjast vel út og erum við mjög stolt af því. Ef fyrirtæki og einstak-

lingar í græna geiranum hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni með okkur eru þeir hvattir til að hafa samband!“

„Það er margt sem fer fram í skóginum, en við bjóðum upp á fjölda dagskráratriða þessa helgi. Við hefjum leika með miðsumar-shátíð, og reisum miðsumars

blómastöng í samstarfi við Norræna félagið hér í bæ. Síðan verðum við með fræðslugöngur um bæinn, ör-fyrirlestra, sýnikennslu, tónlistarat-riði, garðasúpu, tískusýningu blómanna og margt fleira,“ segir Al-dís en einnig verður graskarlasam-keppni, samkeppni um bestu rabar-barakökuna og keppt í landslags-hönnun á lóð í miðbænum þar sem íbúðarhúsið eyðilagðist í kjölfar jarðskjálftans 2008.

Samvinna allra bæjarbúaBlóm í bæ sækir fyrirmyndir til þekktra blómasýninga á borð við Chelsea Flower Show, en óhætt er að segja að allur bærinn taki þátt í sýningunni: „Bæjarbúar hafa tekið virkan þátt enda eru þeir duglegir í garðræktinni. Hveragerði er gróinn og fallegur bær, það er því tilvalið að rölta um allan bæinn, þótt að sýningarsvæðið sjálft sé Breiðu-mörkin, Listigarðurinn á Fossflöt og skólasvæðið. Hér verður eitthvað fyrir alla, bæði börn og fullorðna,“ segir Ásta Camilla og bendir á að hægt sé að taka strætisvagn nr. 51 frá Mjóddinni til Hveragerðis svo bílleysi ætti ekki að hamla neinum.

www.blomibae.is

Aldís Hafsteinsdóttir og Ásta Camilla Gylfadóttir undirbúa sýninguna Blóm í bæ í Hveragerði sem haldin er helgina 23.-26. júní.

Svipmynd frá blómasýningunni í fyrra.

Blóm í bæ í örum vexti

Sími 577 5757 | gamafelagid.isTAKTU GRÆNA SKREFIÐ MEÐ OKKUR

Vertu umhverfisvinur og búðu til þínaeigin gróðurmold

MOLTU-GERÐARÍLÁT

TILBOÐ19.900 kr.

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/U

TI

5050

0 06

/10

Page 32: Gardurinn 2011

32 » GAR‹URINN 2011

„Ég legg áherslu á að fólk þurfi ekki að hafa stóran garð til að gera blómlegt í kringum sig, það væri notalegt að sjá meiri grósku á svöl-um fjölbýlishúsa, bæði til nytja og yndis. Það er lítið mál að gróður-setja í ker og potta, jafnvel þótt maður hafi bara litlar svalir eða verönd til umráða,“ segir Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali í Skútuvogi en margir eru farnir að huga að gróðursetn-ingu sumarblómanna um þessar mundir.

„Við eigum gott úrval af plöntum í potta og ker, ýmsa teg-undir runna og trjáa jafnt sumar-blóm og kryddjurtir. Af trjánum má nefna birki, blágreni, birkikvist og ýmsar einitegundir sem geta un-að sér vel í stærri pottum ef fólk vill búa til lítinn nærgarð.“ Lára bendir einnig á að mikið úrval sé til af litríkum sumarblómum:

Brúðarauga (lóbelía), snædrífa, tóbakshorn, stjúpur, fjólur , flauel-isblóm og dalíur svo eitthvað sé nefnt. „Hortensíu vil ég nefna líka sem viðbót og „nýjung“ út í garð. Við hvetjum einnig fólk til að rækta kryddjurtir og salat í pott-um, þar má nefna klettakál, spínat, blaðsalat rautt og grænt, grænkál, jafnvel radísur fyrir börnin og leyfa þeim að setja kartöflu í pott. Þetta vex mjög vel í góðri mold og nauð-synlegt er að vökva reglulega og er tilvalið á svalir, verönd nálægt grillinu eða bara í garðinn! Vert er þó að huga að því að velja jurtum staði eftir harðgeri en hægt er að leita ráða hjá okkur í Blómavali með slíkt,“ segir Lára og bendir þeim sem eiga garða á að nú sé góður tími til klára að hreinsa beð-in og raka vel yfir þau, en með því móti er hægt að drepa fyrstu arfa-plönturnar og óæskilegan smá-

gróður sem er að spíra. Ef þetta er gert á þurrum eða sólríkum dögum þá vinnur það með garðeigandan-um.

Græn og mosafrí flötMargir huga nú einnig að grasflöt-inni en þegar kemur að áburðar-gjöf bendir Lára fólki á að best sé að gefa þrjú til fjögur kíló fyrir hverja hundrað fermetra í fyrstu gjöf, en gefa svo aftur minni skammt tvisvar til þrisvar sinnum yfir sumarið. „Með því móti höld-um við jöfnum vexti og fallegum grænum lit. Í gisinn grassvörð má síðan strá grasfræi til að endurnýja og þétta grasið. Kalk og þörungaá-burður (garðamjöl) bætir jarðveg-inn, ef ætla má að hann sé frekar lélegur. “

„Mosinn er höfuðóvinur fallegr-ar grasflatar. Mosinn hörfar undan öllum áburði, en einnig er hægt að notast við sérstakan mosaeyði sem inniheldur brennistein, járnsúlfat og köfnunarefni. Köfnunarefnið er sérlega hentugt því það örvar blað-vöxt grasins. Ég bendi þó fólki á að ef það notar mosaeyði er gott að fylgja því eftir með því að gefa grasinu blandan áburð eftir tvær til þrjár vikur,“ segir Lára. „Annað gott ráð í baráttunni við mosann er

að slá grasið ekki of snöggt, heldur að hafa um 3-5 cm sláttuhæð. Þá er nægur blaðmassi eftir á grasinu og þá byggist grasrótin betur upp og verður sterk. Það gerir það að

verkum að grasið vex betur og mosinn nær síður yfirhöndinni.“

www.blomaval.is

Að sögn A. Agnesar Gunnarsdótt-ur, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska Gáma-félaginu, hefur áhugi fólks vaknað á að nýta matarafganga og annan lífrænan úrgang með því að setja hann í moltugerðarílát sem fæst hjá fyrirtækinu. Úr því fæst molta sem síðar verður að áburði.

„Fólk tekur t.d. afskorninga úr garðinum, matarleifar, eggjaskurn, kaffikorg og tepoka, blandar þessu saman og setur í ílátið. Fjölbreyti-leikinn skiptir þarna öllu máli til þess að fá góða moltu svo þetta verði ekki bara drulla. Þá er mikil-vægt að setja gras, laufblöð og jafn-vel spæni til að þetta verði þurrara eða jafnvel tissjú og niðurrifin dag-blöð. Þessi úrgangur er oft kallaður stoðefni.“

Hvað matarleifarnar varðar segir Agnes að gott sé að setja t.d. hrís-grjón og grænmeti í ílátið til að byrja með og bæta síðar við kjöti og fiski, í litlu magni, þegar meiri reynsla er komin á jarðgerðina.

Helstu óvinir jarðgerðarmanna eru flugur, of mikil bleyta og kuldi. Vinnslutími moltunnar er misjafn og getur verið á bilinu 4-12 mán-uðir. Moltan er næringarrík og á að veita plöntum áburð í nokkur ár.

Opið hús verður hjá Íslenska gámafélaginu í Gufunesi 28. maí milli klukkan 13:00-16:00. Þá gefst fólki tækifæri til að kynnast starfsemi fyrirtækisins. Kynnt verð-ur hvernig lífrænn úrgangur verður að moltu, hvernig er flokkað í grænu tunnuna, fræðslutúr verður um Endurvinnsluþorpið og nóg verður um að vera fyrir krakkana. Hoppukastalar, kökur, blöðrur, rusla- og mótorhjólarúntur og margt fleira. Agnes segir að allir séu hjartanlega velkomnir í heim-sókn.

www.gamur.is

Íslenska gámafélagið

Moltugerðarílát til endurnýtingar

Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómaval hvetur svalareigendur til að gera grænt og fallegt í kringum sig.

Klif ehf. er gamalgróðið fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í þjónustu við málmiðnaðinn frá 1966. Fyrir-tækið á sér þó skemmtilega hliðar-sögu sem frumkvöðull í sölu heim-ilisgróðurhúsa. „Við höfum selt gróðurhús og íhluti í þau fyrir heimili í yfir 40 ár. Það má eigin-lega segja að þetta hafi verið áhugamál hjá fyrirtækinu sem sér-hæfir sig í fremur ólíkri atvinnu-grein!“ Segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Klifs, en lítið sem ekkert var um heimagróður-hús í upphafi áttunda áratugarins þegar fyrirtækið hóf innflutning á þeim.

„Það er nokkuð skemmtileg saga af hverju við fórum að selja gróðurhúsin, en það var þannig að stofnandi fyrirtækisins, Svavar Davíðsson, var eitt sinn staddur á læknastofu þar sem hann var að fletta tímaritum. Í norsku útivistar-blaði sá hann auglýsingu um heimagróðurhús og hann pantar sér eitt hús og setur upp. Eftir það spyrst gróðurhúsið út um allan bæ og hann fær vart frið fyrir fólki sem biður hann um að útvega sér slík hús. Úr þessu verðu bara heilmikil sala á nokkurra ára tímabili og nú 40 árum síðar erum við enn að,“ segir Stefán og bætir við að vel á annað þúsund slíkra húsa séu nú í notkun á Íslandi.

Gróðurhúsin eru af gerðinni

Eden og eru keypt af breskum að-ila. „Þau eru afar endingargóð en fyrsta húsið er enn í notkun 40 ár-um síðar, en það hefur verið fært um set tvisvar sinnum og notað mikið. Húsin koma í nokkrum stærðum, en algengast er að þau séu frá sex fermetrum upp í níu og tólf. Hægt er að halda þeim frostfríum yfir kaldasta tímann, en sumir hafa notað til dæmis afgang af heitu vatni, litla rafmagnsofna eða steinolíuofna til þess. Flestir fara af stað í ræktun í byrjun mars-

mánaðar en þeir sem eru allra harðastir nota húsin að staðaldri í átta mánuði á ári, sem er ágætis tími til ræktunar á norðurhjara jarðar!“

Stefán segir að strangt til tekið þurfi byggingarleyfi til að reisa slík gróðurhús, en slíkt sé þó sjaldnast gert enda afar flókið ferli og flestir fái bara vilyrði frá nágrönnum fyrir að byggja slík hús.

www.klif.is

Gróðurhúsin frá Klifi hafa verið í notkun hér á landi í áratugi.

Blóm og tré í potta og ker

Klif ehf. flytur inn gróðurhús:

Gróðurhús eru gott áhugamál

A. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmda-stjóri markaðs- og sölusviðs Íslenska gámafélagsins.

Vissir þú að úr 1 kg af lífrænum úr-gangi verður til 0,6 kg af moltu?

Page 33: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 33

SKRUDDA Eyjarslóð 9 – 101 Reykjavík - [email protected] - www.skrudda.is

Sveppabók Helga Hallgrímssonar er nauðsynleg handbók allra sem unna íslenskri náttúru. Glæsilegt rit sem fjallar um allt sem viðkemur íslenskum sveppum.

Brautryðjandaverk sem verið hefur í smíðum í 20 ár.

Í MHG Verslun ehf er lögð áhersla á að vera með vörur t.d. fyrir skóg-rækt, golfvelli og fótboltavelli en fyrirtækið flytur m.a. inn vinnuvél-ar og varahluti. Hvað skógræktina varðar eru seldar vörur frá Hus-

qvarna Garden & Forrest og má þar nefna sláttuvélar, sláttutrak-tora, keðjusagir, hekkklippur, kjarrsagir, tangir, bolahaldara og ýmiss konar öryggisfatnað svo sem buxur, hjálma, hanska og skór. „Menn eru skyldaðir til að nota ör-yggisfatnað hjá skógræktarfélögum landsins enda gríðarlega öflug en geta líka verið hættuleg tæki ef ekki er rétt með farið,“ segir Hilm-ar Árnason framkvæmdastjóri. „Ef keðjusög lendir í fæti á manni sem er í öryggisbuxum þá kæfa þær hana niður og drepa á henni áður en sár hljótast af.“

Í versluninni fæst ýmislegt fyrir þá sem vinna t.d. við að saga til hellur og grjót í garða svo sem

steinsagir, blöð, kjarnaborar og borvélar.

Hvað golfvelli varðar flytur verslunin inn og selur grasfræ, áburð, vökvunarkerfi, vélar, teiga-merkingar og holuskera og hvað knattspyrnuvelli varðar má nefna vökvunarkerfi, sláttuvélar, fræ, áburð og áburðar- og frædreifara.

„Einnig höfum við verið dreif-ingaraðilar fyrir Briggs&Stratton mótora og varahluti í þá síðastliðin 11 ár og eru þetta mótorar sem eru nánast í annarri hverri garðsláttu-vél og fleiri tækjum til garðvinnu stærri og smærri eins og sláttutrak-torum, rafstöðvum og fleiru.“

www.mhg.is Hilmar Árnason framkvæmdastjóri MHG Verslunar sem selur m.a. tæki fyrir skógrækt og garða.

MHG Verslun ehf

Ýmislegt fyrir skógræktina

Grænmeti og aðrar nytjaplöntur er auðvelt að rækta.

Í Gróðrarstöðinni Storð í Kópavogi er boðið upp á breitt úrval garð-plantna: Tré, skrautrunna, fjölær blóm, sumarblóm og alls konar krydd og matjurtir. Síðustu 2-3 ár hafa alls kyns ávaxtatré bæst við úrvalið. Flest er framleitt á Íslandi, en það sem ekki er hagkvæmt að rækta hér á landi vegna stutts sum-ars og lágs sumarhita er flutt inn.

Vernharður Gunnarsson, eig-andi Storðar, segir að garðmenning á Íslandi hafi breyst mikið á síðust 10-15 árum. Pallar og verandir með tilheyrandi skjólveggjum er orðinn sjálfsagður hluti af garðin-um. Þetta eykur notagildi garðsins og kallar á alls konar plöntur sem henta í ker og hengipotta.

„Á síðustu 3-4 árum hefur fólk í auknum mæli áttað sig á að skjól-góður garður er auðlind þar sem hægt er að rækta alls kyns nytja-plöntur sem gefa björg í bú: Græn-meti og kryddplöntur, gulrætur, kartöflur og ýmsa berjarunna. Áð-ur fyrr var grænmetisgarðinum gjarnan valinn staður á baklóðinni þar sem hann lenti fljótlega í skugga trjáa. Nú er hins vegar reynt að velja honum sólríkan stað þar sem hann getur verið stolt garðsins ef vel er að verki staðið.

Á síðustu árum hafa nokkrir hugsjónamenn og konur unnið mikið starf við leit að eplatrjám, kirsuberjatrjám, plómum og per-um sem geta gefið örugga upp-skeru á Íslandi. Þó leiðin sé löng að markinu hefur árangurinn verið ótrúlegur. Í framtíðinni verður það væntanlega hinn eðlilegast hlutur að skjótast út í garð seinnipart sumars til að ná sér í epli með morgunmatnum, eða fagurrauð kirsuber......eða gómsæta peru.“

www.stord.is

Gróðrarstöðin Storð

Garður-inn er

auðlind

Page 34: Gardurinn 2011

34 » GAR‹URINN 2011

-

-

[email protected]

Sími: 898 7436

Komum á staðinn og gerum verðtilboð ef óskað er.

W W W . M Y N S T R U N . C O M

Við sérhæfum okkur í vinnu við skrautsteypu, sem er falleg, endingar-góð og hagkvæm lausn fyrir sólpalla, innkeyrslur og gangstéttir.Skrautsteypa kemur í fjölmörgum litum og mögulegt er að leggja margskonar mynstur á hana.

Velkomin á nýja heimasíðuwww.gardplontur.is

Víkingar á landnámsöld mátu æti-hvönnina mikils, en hún hefur ver-ið talin ein mikilvægasta lækninga-jurtin á norðurhveli jarðar í alda-raðir. Nýjustu rannsóknir benda til þess að forfeður okkar hafi haft á réttu að standa, og framleiðir þekkingarfyrirtækið Saga Medica nú fjórar vörur sem byggja á ein-stakri efnasamsetningu hvanna-rinnar.

„Grunninn að Saga Medica er hægt að rekja 20 ár aftur í tímann þegar dr. Sigmundur Guðbjarnar-son hóf að rannsaka áhrif íslenskra lækningajurta. Fyrstu rannsóknir einblíndu á lúpínuseyði, en fljót-lega beindust augun að ætihvönn-inni sem er bæði auðræktanleg og vex mjög hratt. Sigmundur og Steinþór Sigurðsson lífefnafræðing-ur hafa nú rannsakað hvönnina í 18 ár,“ segir Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hjá Saga Me-dica, en með rannsóknunum hefur fyrirtækinu tekist að sýna fram á vísindalegar ástæður fyrir vinsæld-um vissra jurtategunda í gegnum aldirnar

Steinþór segir hvönnina hafa fjölbreytta notkunarmöguleika, og nefnir sem dæmi að rannsóknir bendi til þess að efni í hvönn geti aukið magn taugaboðefnis, unnið gegn streitu, haft kvíðastillandi áhrif, unnið gegn veirum og haft slakandi áhrif á sléttar vöðvafrum-ur.

„Það er athyglisvert að efnasam-setning hvannarinnar er afar mis-

munandi eftir svæðum og einstak-lingum. Ég tók fræ af 70 stöðum, hringinn í kringum landið, og mældi efnainnihaldið með tilliti til ákveðinna lífvirkra efna. Niður-staðan var sú að í fyrsta lagi er mjög mikill breytileiki milli staða, og þá er ég að tala um samsetningu frekar en magn því það getur ráðist af tilviljunum. Fljótt á litið var ekk-ert mynstur að sjá, en þegar við

teiknum þetta upp á kort þá sjáum við landsbyggðamun,“ segir Stein-þór. „Þetta segir okkur að hægt er að rækta hvönnina með tilliti til ákveðinna efna, en það er framtíð-arhugsjón hjá okkur. Við hefðum þá áhuga á að gera svipaðar rann-sóknir á laufunum og jafnvel rót-um, en í þeim eru önnur efni sem við sækjumst eftir. “

„Það eru ekki sömu efnin í laufi, fræjum og rót hvannarinnar. Eins og er nýtum við mest laufið og fræ-in,“ segir Þráinn. „Laufið notum við í SagaPro sem getur hjálpað til við að fækka salernisferðum á nótt-

unni og er góð lausn á algengu vandamáli. Nú er klínísk rannsókn í gangi á áhrifum þess, sem við bindum töluverðar vonir við. Fræ-in notum við svo í Angelicu, sem gagnast ágætlega við bæði kvefi og kvíða. Þá framleiðum við Voxis hálsbrjóstsykur og SagaMemo sem er unnið úr hvannarlaufi og blá-gresi og er góð fyrir minnið. Það er því ljóst að hvönnin nýtist á fjöl-breyttan hátt, og má segja að við séum rétt að byrja að uppgötva möguleika hennar.“

www.sagamedica.is

Saga Medica

Undraverð ætihvönn

„Allt sem hægt er að borða er afar vinsælt um þessar mundir, en fólk hefur greinilega áhuga á að vera meira sjálfbært og er það mjög

gott,“ segir Ingibjörg Sigmunds-dóttur, sem rekur Garðyrkjustöð Ingibjargar ásamt eiginmanni sín-um, Hreini Kristóferssyni. Garð-yrkjustöðin heldur upp á 30 ára af-mæli í sumar og því verður fjöldi tilboða í gangi, en óhætt er að segja að stöðin hafi aldrei boðið upp á jafn mikið úrval af garðplöntum, sumarblómum, trjám og runnum.

Plómur og kirsuber, epli og perur„Fjölbreytnin er sífellt að aukast, en það hefur hlýnað svo mikið undanfarin ár að við getum ræktað mun meira hér en áður þekktist. Hið nýjasta eru ávaxtatré sem vaxa vel í sól og skjóli. Ég er til dæmis með eitt plómutré úti í garði sem gaf mér yfir 200 plómur síðasta sumar, allar af sæmilegri stærð. Ég er svolítið hrædd um að hafa of-keyrt því, en það kemur í ljós á næstu dögum. Plóman gefur ekki alltaf jafna uppskeru á hverju ári,

en það gera kirsuberjatrén hins vegar, af þeim kemur árviss og mikil uppskera. Þá gengur einnig vel að rækta perur og epli hér á landi,“ segir Ingibjörg en bætir við að ávextirnir séu afar gómsætir, en þó sé ekki síðra hversu falleg trén eru í blóma. „Núna er einnig hægt að prófa að rækta kiwi, sem kemur af klifurplöntu. Um harðgera kiwi-tegund er að ræða sem á að þola að vera úti á góðum stað.“

Góð reynsla komin af ávaxtarækt„Það er komin ágæt reynsla af ræktun á eplum, en við erum svo heppin að hafa tvo frumkvöðla þar, hjónin, Sæmund Guðmunds-son og Eyrún Óskarsdóttir á Hellu sem hafa ræktað epli í fjöldamörg ár og svo Jón Guðmundsson á Akranesi. Auk eplaræktunar hafa þau ræktað peru-, epla-, og kirsu-berjatré með góðum árangri. Þau hafa verið dugleg að prófa ný yrki

og athuga hvað þrífst hér á landi, og hafa einnig verið dugleg að miðla af reynslu sinni og njótum við hin góðs af því,“ segir Ingi-björg.

„Fólk virðist hafa meiri tíma núna og er að prófa sig áfram í því að vera sjálfbært. Unga fólkið er sérstaklega tilbúið að prófa allt mögulegt, til að mynda kryddjurt-irnar sem eldra fólkið kann kannski ekki að nota í sama mæli. Ég set í ótal kryddpotta á hverju ári! Auðvitað getur verið erfitt að hefja garðrækt, en við erum vel mönnuð af fagfólki hér í garðyrkju-stöðinni og reynum að ráðleggja eins og við getum. Þá setjum við einnig töluvert af fróðleik inn á heimasíðuna okkar en svo bendi ég fólki einnig á heimasíðu garð-plöntuframleiðenda, gardplontur.is, sem er stútfull af fróðleik!“

www.ingibjorg.iswww.gardplontur.is

Ingibjörg Sigmundsdóttir segir ávaxtatrén falleg í blóma.

Góðir ávextir á afmælisári

Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hjá Saga Medica og Steinþór Sigurðsson lífefnafræðingur.

Hvannaakur við Hvítárvatn á Kili.

Page 35: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 35

lausnin ?!Eru gámar

og upp í bústaðgeymslu í garðinn*sumarbústaðinn!

Gestahús við*

Athuga með:

Eigum gáma hús, geymslu gáma og sal ernis hús í ýms­um stærðum og gerð um. Get um einn ig sér pant að ein ing ar eftir þörf­um viðskiptavina.

568-0100 • [email protected] • www.stolpiehf.is

Staðlaðar eða sérsniðnar gámaeiningar

Stólpi Gámar ehfKlettagörðum 5 • 104 Reykjavík

Gámar geta verið lausnin!

Tengi selur heilsupotta frá Sund-ance Spas sem bjóða upp á afar fullkomið nuddkerfi sem dregur úr streitu og eykur vellíðan. Fáir slaka þó á í óhreinum potti og því er nauðsynlegt að fólk þrífi pottana og hugsi vel um þá! „Það er engin ein töfralausn við að hreinsa rafmagns-potta, en það er tiltölulega auðvelt að halda þeim hreinum og vatninu í góðu standi,“ segir Magnús Andri Hjaltason, sölustjóri hreinlætis-tækjadeildar hjá Tengi ehf. í Kópa-vogi, en fjölmargir pottaeigendur kannast við vandamál á borð við að vatnið sé fúlt, komin sé mosalykt eða að þörungum fjölgi í leiðslun-um. „Í alla heita potta er þörf fyrir hreinsiefni því með mönnunum berast sápuleyfar, fita, sviti og húð-flögur. Það er mikilvægt að fólk fari í sturtu og þvoi sér vel fyrir potta-

ferðina, en mælingar sýna að það er 200 sinnum meiri mengun af þeim sem ekki þrífa sig.“

„Hjá Tengi bjóðum við upp á þrenns konar hreinsiefni: klórtöfl-ur, Bromin og silfurhylki.Við not-um klórtöflurnar þar sem potturinn er í stöðugri notkun, en þær eru

settar í pottinn fyrir og eftir notk-un. Bromin er hins vegar hentugt fyrir potta sem eru ekki stöðugt í notkun og einnig fyrir þá sem eru með klórofnæmi. Þá bjóðum við upp á silfurhylki til sótthreinsunar, en silfur er náttúruleg leið til sótt-hreinsunar og minnkar þörfina fyr-

ir klór í pottinum. Silfurhylkinn duga í 4 mánuði og henta því einn-ig þeim sem skilja við pottinn án eftirlits í lengri tíma,“ segir Magnús Andri og bætir við að einnig sé gott ráð að nota flögur frá SpaCare til að halda hæfilegu ph-gildi og kalk-magni vatnsins réttu. „Með því ger-um við vatnið þægilegra og hjálp-um til við að vernda innri búnað og yfirborð pottsins.“

Einnig þarf fólk að hreinsa lagn-ir og filter reglulega sem og lokið sjálft. „Við mælum með því að lagnahreinsa pottinn tvisvar á ári til að útrýma örverum sem kunna að

leynast þar og til að hindra gróður-myndun. Margir hafa það fyrir reglu að hreinsa filterinn á milli vatnsskipta en þá er gott að eiga annan filter til skiptana meðan sá sem var í notkun er hreinsaður, en hann þarf að liggja í hreinsiefni í hálfan sólarhring til að leysa upp fi-tuagnir og annað sem getur leynst þar,“ segir Magnús Andri að lokum og bætir við að ef farið sé að leið-beiningum og ráðleggingum sölu-manna ætti potturinn alltaf að vera í góðu lagi.

www.tengi.is

Tengi selur heilsupotta sem bjóða upp á afar fullkomið nuddkerfi. Magnús Andri Hjaltason, sölustjóri hreinlætistækjadeildar hjá Tengi ehf. í Kópavogi.

Góður er potturinn hreinn!

Vatnsræktarkerfi er á meðal þess sem fæst hjá InniGörðum. María Norðdahl, annar eigandi fyrirtæk-isins, segir að kerfin þurfi rafmagn en tækin geta verið hvar sem er s.s. úti í bílskúr, á ganginum eða geymslunni. Hiti þarf að vera yfir 18 gráðum og lýsing góð. Hægt að rækta kryddjurtir, tómata, gúrkur, kúrbít og fleira allt árið.

Vatnsræktarkerfin eru öflug í heitu gróðurhúsi. Nýjustu kerfin í InniGörðum heita AutoPot. Þau eru sjálfvirk en engin þörf er á raf-magni, dælu eða klukku. AutoPot er fyrir heit eða köld rými.

InniGarðar bjóða upp á úrval af næringu, rótarhvötum, blómgunar-hvötum og ýmsu öðru til að styrkja og efla plöntur, hvort sem er fyrir vatnsrækt, kókos eða mold. Fyrir þá sem vilja afmarka ræktunarrým-ið fást sérhönnuð ræktunartjöld frá Secret jardin. Með því að rækta í tjaldi er hægt að hafa stjórn á hita og rakastigi eftir því sem við á hverja plöntu og hámarka þannig árangurinn.

Í InniGörðum fæst úrval af lömpum og ræktunarperum frá 55w og upp í 1000w, hvort sem er fyrir forrækt eða fullrækt.

„Fólk þarf ekki að eiga gróður-hús eða einn hektara af landi. Sé plöntum skapað það sem þarf, er hægt að rækta krydd og salöt fyrir litla fjölskyldu á aðeins einum fermeter.

Við erum með mikið af íhlutum fyrir þá sem vilja hanna og smíða eigin kerfi, búa til leiðara og annað

skemmtilegt og nytsamt. Bara að nota hugmyndaflugið. Hér í versl-uninni höfum við heyrt fólk kalla InniGarða „dótabúðina eða nörda-búðina.“

Hingað koma einstaklingar sem eiga gróðurhús t.d. við sumarhúsin sín en hafa ekki nýtt sér þau al-mennilega af því að það þarf að vökva plönturnar reglulega en ekki eru allaf tök á því að fara á staðinn til að vökva. Þeir sem á annað borð hafa aðgang að vatni getum við bent á ýmsar lausnir til sjálfvirkrar vökvunar, annaðhvort með dælum og klukkum eða Autopot kerfi sem ekki notar neitt rafmagn. Til eru margar leiðir til sem ekki þurfa að kosta mikið.“

María leggur áherslu á að rækt-unarkerfin og lýsingin sem fæst hjá InniGörðum geri fólki kleift að

rækta allan ársins hring. „Það skiptir engu máli hvaða mánuður er. Ef ræktað er inni má segja að það sé júlí allt árið, fólk getur verið að tína jarðarber í febrúar. Það geta allir ræktað en áhugi allt sem þarf.“

www.innigardar.is

InniGarðar

Það geta allir ræktað

Aloavera og rósmarin í inniræktun.

María Norðdahl og Pétur Þórisson, eigendur InniGarða.

Page 36: Gardurinn 2011

36 » GAR‹URINN 2011

Norm-X hóf m.a. framleiðslu á fiskikerum, rotþróm og saltkerum áður en framleiðsla á heitum pott-um hófst en fyrirtækið hefur fram-leitt heita potta eða setlaugar frá árinu 1982. Þeir eru framleiddir með aðferð sem kallast hverfis-steypa. Efnið sem notað er, er það sama og notað er í framleiðslu á t.d. fiskikerum og rotþróm. Efnið heitir Polyethylene og er til í mörg-um styrkleikum og áferðum. Það þolir sólarljós sem þýðir að það brotnar síður niður og upplitast ekki. Efnið og framleiðslan hefur reynst mjög vel við íslenskar að-stæður, þolir veðurlag og vetur vel. Auðvelt er að þrífa pottana og er nóg að nota milda sápu og skola svo.

„Setlaugarnar eru til í nokkrum litum en eins er hægt að sérpanta aðra liti,“ segir Lárus Kristinn Lár-usson verslunarstjóri. „Við erum sí-fellt að vinna í því að auka vöruúr-valið og litaúrvalið. Við bjóðum einnig allar þær PVC lagnir sem til þarf auk þess sem við bjóðum m.a. upp á lok, ljósabúnað, nuddkerfi, hitamæla, hauspúða, pottastýringar og dælur. Markmið okkar er: Okk-ar verð – betra verð.“

Lárus segir að hjá fyrirtækinu sé

reynt að bíða með allar verðhækk-anir og sífellt sé unnið í því að finna ódýrari birgja erlendis til þess að geta boðið lægra verð á vörunum sem seldar eru í verslun-inni. Hann segir að það hafi tekist og að í ár hafi t.d. verið hægt að lækka nuddkerfið um 15% vegna þess.

„Eins hefur verið unnið í því að lækka framleiðslukostnaðinn á set-laugunum. Það hefur líka tekist vel. Það hefur vegið upp á móti heimsmarkaðsverði á olíu en við notum díselolíu við framleiðslu á

setlaugunum og eins skiptir heims-markaðsverð á olíu miklu máli á heimsmarkaðsverði á Polyethylene og pvc lagnaefni.“

Öll smíðamál sem notast á við þegar smíða skal undir pottinn er að finna á heimasíðunni, normx.is. Þar má líka sjá myndir og verð á setlaugunum.

„Setja þarf aukaundirstöður undir pallinn þar sem setlaugin á að vera en um tvö tonn af vatni fara í pottinn og er því þyngdin mikil þar sem setlaugar eru stað-settar.“

„Við hjá Norm-X seljum einnig viðarkamínur og seinna í sumar eru væntanlegar þrjár nýjar teg-

undir af viðarkamínum á góðu verði.“

www.normx.is

Pottarnir frá Norm-X hafa yljað Íslendingum um árabil.

Jurtaapótekið var stofnað í des-ember 2004 af Kolbrúnu grasa-lækni. Hugmyndin með þessari verslun var að ná til stærri hóps af fólki með vörur sem væru unnar úr lífrænt ræktuðum eða villtum jurtum. Gæði og ferskleiki jurta er haft að leiðarljósi framleiðslunnar

þar sem það eykur á virkni vör-unnar sem einkennir sérstöðu Jurtaapóteksins. Hugmyndir Kol-brúnar með stofnun þess var að fræða fólk um lækningamátt jurta, áhrif betri fæðu og umbun al-mennrar heilsu. Með þetta að leið-arljósi væri auðveldara fyrir hvern og einn að taka sjálfstæðar ákvarð-anir varðandi heilsu sína og lífstíl.

Kolbrún Björnsdóttir, eigandi Jurtaapóteksins, hefur starfað við ráðgjöf í 18 ár eða frá því að hún útskrifaðist útskrifaðist úr grasa-læknaskólanum í Bretlandi árið 1993. Á þessum tíma hefur Kol-brún hjálpað þúsundum manna með ráðleggingum sínum um mat-aræði og jurtir. Þessa víðtæku þekkingu og reynslu Kolbrúnar er að sjá í hennar síðasta framtaki sem er bókin „Betri næring – betra líf“ en sú bók hefur verið á met-sölulista bókabúða frá því að hún kom út á prenti á þessu ári. Í bók-inni ítrekar Kolbrún að góð melt-ing sé undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Bókin er einstaklega að-gengileg og rekur Kolbrún grasa-læknir á skýran og einfaldan hátt hvernig meltingarkerfið virkar og hvernig hægt er að koma starfsemi þess í lag til frambúðar. Ásamt lýs-ingu á heilunarferlum fylgja spenn-andi uppskriftir að réttum úr

smiðju Kolbrúnar og Sólveigar Ei-ríksdóttur (Solla á Gló).

Í versluninni á horni Laugavegs og Skólavörðustígs er unnið sleitu-laust við framleiðslu á vörum beint úr náttúrunni en mikil vakning hefur orðið hér á landi um nátt-úrulegar vörur, þá sérstaklega ís-lenskar vörur, unnar úr íslenskum jurtum. Starfsmenn Jurtaapóteks-ins er nú 8 talsins að Kolbrúnu meðtalinni og hefur fjölgað mjög

síðustu árin. Kolbrún hefur lagt mikla áherslu á að nota sem mest af íslenskum jurtum en erfitt hefur verið að finna fólk sem kann á ís-lenska flóru og getur tínt jurtir. Margar jurtir þurfa ákveðna með-höndlun bæði við tínslu og við þurrkun en Kolbrún leitar nú að fólki í þau störf.

www.jurtaapotek.is

Kolbrún Björnsdóttir og samstarfsfólk hennar í Jurtaapótekinu.

Norm-X

Setlaugar í ýmsum litum

DalíaDalíaengin venjuleg blómabúðengin venjuleg blómabúðGlæsibæ sími 568 9120

Blóm eru tækifærisgjöffrábær

Glæsibæ sími 568 9120

Jurtaapótekið með metsölubók:

Betri næring – betra líf

Þegar lífið kviknar á vorin og við komust í meiri snertingu við nátt-úruna koma gjarnan fram kvillar sem líkjast venjulegu kvefi eða of-sakláða. Oftar en ekki er þó um að ræða ofnæmisviðbrögð sem hægt er að ráða bót á.

Einkenni svokallaðs ofnæmisk-vefs eru oftast kláði í augum, nefi, eyrum og hálsi, síendurtekinn hnerri, glært nefrennsli, stíflað nef og rauð, fljótandi augu. Einkennin vara gjarnan í 7-10 daga. Það er margt í náttúrunni sem kallar fram ofnæmisviðbrögð en oftast er um að ræða frjókorn, myglusveppi, rykmaura og dýrahár. Þá getur hátt rakastig og mikil loftmengun, eins og svifryk, tóbaksreykur, ilmvötn eða önnur lyktsterk efni, valdið auknum ofnæmisviðbrögðum.

Góð ráð við ofnæmi Forðist útiveru þegar frjókorn

eru í sem mestu magni, sérstak-

lega á þurrum, sólríkum og vindasömum dögum.

Reynið að hafa glugga og hurðir lokaðar þegar frjókornatímabil stendur sem hæst.

Gott er að þvo frjókorn af húð og hári með því að fara í sturtu eða bað.

Forðist garðvinnu, s.s. slátt og rakstur laufa.

Þurrkið ekki þvott utandyra. Ef um dýraofnæmi er að ræða

ætti að forðast dýrahald á heim-ilinu.

Athugið að plöntur innandyra geta bæði valdið ofnæmi og eru kjörstaðir fyrir myglumyndun.

Haldið rakastigi hæfilegu til að koma í veg fyrir myglu.

Fjarlægið teppi og mottur sem safna í sig ryki.

Notið ofnæmisprófaðar sængur, kodda og rúmföt.

Upplýsingar í boði Actavis

Þekkir þú helstu ein-kenni ofnæmiskvefs?

Page 37: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 37

Margir garð- og sumarhúsaeigend-ur kannast við það vandamál þegar tæki og önnur verkfæri safnast að og plássið til að geyma yfir vetur-inn verður æ takmarkaðra. Í stað þess að byggja sérstök hús fyrir all-ar græjurnar getur verið einfaldara að kaupa sér geymslugáma frá Stólpa-Gámum ehf. en þeir eru fá-anlegir í ýmsum stærðum.

„Kosturinn við þessa leið er auðvitað sá að geymslan kemur til-búin á staðinn og getur strax farið að gegna sínu hlutverki. Það þarf ekki iðnaðarmenn á staðinn með þeim kostnaði sem því fylgir og að-eins þarf að útbúa frostfrían púða undir gáminn þar sem hann á að vera. Við bjóðum gáma frá 6 fetum sem eru 1,8 m á lengd, 1,9 m á breidd og 1,7 m á hæðina að inn-anmáli og upp úr. Þessa gáma er auðvelt að koma fyrir í landinu en þeir eru auðvitað vatnsheldir og læsanlegir,“ segir Ásgeir Þorláks-son, framkvæmdastjóri fyrirtækis-ins í samtali við Garðinn.

Stólpi-Gámar flytja einnig inn tilbúnar herbergiseiningar sem hægt er að kaupa stakar eða raða saman til ýmissa nota. Hafa slík hús risið á vegum ferðaþjónustuað-

ila víða um land svo og á sumar-húsasvæðum. Margir kaupa þau sem aðstöðu meðan verið er að byggja bústaðinn en breyta þeim svo í geymslu- eða gestahús síðar. Þá flytur fyrirtækið einnig inn WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum, tilbúin til notkunar.

Stólpi-Gámar ehf. eru hluti af Stólpa ehf., gamalgrónu fyrirtæki sem hóf starsemi sína 1974. Hlut-verk Stólpa í gegnum árin hefur einkum snúist um viðhald, við-gerðir, leigu og sölu á vöruflutn-ingagámum og gámahúsum, m.a. fyrir verktaka.

www.stolpiehf.is

Collector 45 sláttuvél4 hestaflaB&S mótor55 ltr. grashirðikassi

AU

GLÝ

SIN

GA

SE

TR

Estate Pro 22 sláttutraktór22 hestafla, sjálfskipturB&S mótor300 ltr. grashirðikassi

Combi 45S sláttuvél með drifi4 hestafla B&S mótor55 ltr. grashirðikassi

Hágæðasláttutæki

Vetrarsól ehf. - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864

Garden Combi sláttutraktór12,5 hestafla, sjálfskipturB&S mótor170 ltr. grashirðikassi

Segja má að í Garðheimum fáist flest það sem þarf fyrir garðinn. Sumarblóm og kryddjurtir eru á meðal þess sem eru í aðalhlutverki þegar fer að vora.

Steinunn Reynisdóttir, deildar-stjóri garðyrkjudeildar, segir að þegar kemur að sumarblómunum sé mikilvægt að hugsa vel um plönturnar og vökva daglega ef þurrt er í veðri. Mikilvægt er að nota fljótandi áburð í vatnið þegar vökvað er en einnig er hægt að setja örfá korn af blákorni í mold-ina og vökva síðan. Þegar plantað er sumarblómum er líka gott að nota vatnskristalla í moldina sem draga til sín vökva og miðla út í moldina þegar vökva vantar í moldina.

Margar tegundir sumarblóma fást í Garðheimum og segir Stein-unn að margarita og sólboði séu

vinsælar fyrir utan tegundir eins og stjúpur, fjólur, morgunfrúr og há-degisblóm. Steinunn nefnir einnig tóbakshorn og dalíur. Svo má nefna hengiplöntur eins og snæ-drífu og hengitóbakshorn.

Að sögn Steinunnar njóta kryddjurtir sífellt meiri vinsælda. „Við reynum að vera með töluvert úrval af kryddjurtum. Við erum t.d. með lífrænt ræktað krydd frá garðyrkjustöðinni Engi. Algengar tegundir eru graslaukur, timian, steinselja, dill, kóríander, salvía og basilika og margir eru hrifnir af að setja mintu út í svaladrykki. Við erum með nýjungar af fræi eins og kanilbasil, sem er basilplanta með kanilbragði, og sítrónugrasi og við höfum einnig verið með fræ af syk-urplöntu sem er 25 sinnum sætari en sykur en með fáum kalóríum. Það er úr mörgu að velja og ef fólk

aðhyllist lífræna ræktun þá er hægt að fá lífrænt ræktað fræ af sumum tegundunum.“

Hvað trjáplöntur varðar segir Steinunn að fólk sé farið að blanda tegundum meira saman í beð; til dæmis sígrænum tegundum, lág-vöxnum kvistum og stærri trjám eða runnum.

„Kvistir blómstra um mitt sum-ar og runnamurur eru í blóma frá júni og út sumarið. Ef fólk kýs stærri runna þá get ég nefnt síren-ur en þær eru til í nokkrum litum sem eru þó yfirleitt í bleikum og fjólubláum tónum. Reynitegund-irnar hafa komið sterkar inn því þær fá mjög fallega haustliti; blóm

trjánna eru hvít eða bleiklit og berjaliturinn getur verið marg-breytilegur.“

Þegar plantað er trjám og runn-um er gott að blanda í holuna líf-

rænum áburði sem nýtist sem „nesti“ fyrir plöntunar í nokkur ár.

www.gardheimar.is

Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri garðyrkjudeildar Garðheima.

Garðheimar

Kryddjurtir æ vinsælli

Fyrir garðeigendur og sumarhúsafólk:

Gámar leysa vandann

Stólpi Gámar bjóða upp á 6, 8 og 10 feta geymslugáma – hentuga í garðinn og sumarbústaðalandið.

Gámahúsin frá Stólpa koma tilbúin með öllum lögnum.

Page 38: Gardurinn 2011

38 » GAR‹URINN 2011

„AeroGarden, eða litla lífríkið eins og við köllum garðinn gjarnan á ís-lensku, er lítið vatnsræktartæki með sjálfvirkri vökvun og gróður-lýsingu,“ segir Auður Jóhannes-

dóttir, framkvæmdastjóri Lifu ehf sem flytur AeroGarden inn og selur m.a. á www.grodurhus.is. Tækið er ætlað til heimilisnota og hentar sérstaklega vel fyrir kryddjurta-ræktun, salat og smærri ávexti s.s. chili og tómata. AeroGarden loft-garðurinn sér eiginlega um rækt-unina fyrir eigandann sem þarf að-eins að setja vatn í tankinn, bæta við næringu á tveggja vikna fresti og vera duglegur að klippa plönt-urnar og njóta þeirra. Fræin koma eða eru sett í sérstaka hólka og þegar plönturnar vaxa hanga þær í raun yfir vatninu en ræturnar eru ofan í því og þannig kemst hluti rótarinnar í beina snertingu við súrefni sem framkallar hraðari vöxt en í venjulegri moldarræktun.

Auður bendir á að þar sem eng-in mold fylgi vatnsræktun losni fólk við óþrifnað sem henni fylgir gjarnan auk þess sem minna er um skordýr. Annar stór kostur við tækið er sjálfvirk gróðurlýsingin sem er mikilvæg hér þar sem lítill-ar birtu gætir yfir vetrarmánuðina og svo lætur garðurinn vita þegar þarf að sinna honum, t.d. ef vatn er farið að minnka.

Aðspurð segist Auður sjálf vera með tvo garða í eldhúsinu sínu. „Ég rækta venjulega kryddjurtir í öðr-um garðinum og við erum dugleg að nota þær í matargerð en hinn garðurinn er notaður meira í til-raunastarfsemi. Núna erum við með kokteiltómata í honum og höf-

um fengið fína uppskeru frá ára-mótunum en börnin á heimilinu fylgjast grannt með vextinum og eru fljót að falast eftir tómötunum þegar þeir verða gulir og rauðir. Við höfum líka notað hann í for-ræktun fyrir útiræktun með góðum árangri en í ár voru tómataplöntu-rnar bara of flottar til að ég tímdi að slátra þeim svo að við slepptum forræktuninni. Í staðinn er ég búin að taka græðlinga af tómataplönt-unum og ætla að setja þá í mold og hafa úti á svölum í sumar.“

www.grodurhus.is

Auður Jóhannesdóttir, framkvæmda-stjóri Lifu ehf sem flytur inn AeroGar-den.

Litla lífríkið, AeroGarden.

Ef viður er látinn standa ómeð-höndlaður utandyra þá byrjar yfir-borðið mjög fljótt að grána og hverfur þá upprunaleg og falleg áferð viðarins. Nú er komið á markað efni sem ver viðinn gegn gráma og gerir pallinn aftur sem nýjan.

SérEfni hefur þróað notkun á sérstökum uppleystum járnoxíðlit-arefnum sem UV-vörn í harðviðar-olíuna. Mikilvægt er að nota rétt og nægjanlegt magn af UV-járnox-íðinu til að það nái að endurkasta geislum sólarinnar og koma þannig í veg fyrir grámamyndun,“ segir Árni Þór Freysteinsson hjá SérEfni. Fyrirtækið er með á boðstólum sérstaka harðviðarolíu, kínverska tréolíu, hefur verið notuð öldum saman á allar tegundir af viði til að koma í veg fyrir sprungumyndun og upptöku vatns eða raka.

„Við þekkjum það öll að ef við-ur er látinn standa ómeðhöndlaður utandyra byrjar yfirborðið mjög fljótt að grána og hverfur þá upp-runaleg og falleg áferð viðarins. UV-ljós sólarinnar brýtur niður byggingareiningar viðarins, hann tærist og tapar eiginleikum sínum

með tímanum. Glær olía dregur úr áhrifum UV-ljóssins en kemur eng-an veginn í veg fyrir grámamynd-un. Ýmsar svokallaðar kemískt framleiddar UV-síur, líkt og notað-ar eru í sólarvarnarkrem fyrir húð-ina, eru stundum notaðar í glærar olíur og sagðar verja viðinn gegn gráma. En oftast er það með afar misjöfnum árangri, sérstaklega ef tekst illa til þar sem vatnsálag er mikið,“ segir Árni Þór og bætir við:

„Til að varðveita upprunalegan lit harðviðarins við notkun olíunn-ar hafa verið hannaðar litablöndur með UV-járnoxíðvörninni sem líkj-ast upprunalegri áferð viðarins sem mest. Athuga ber vel að jafnvel glær olía breytir áferð harðviðar nokkuð, líkt og þegar hann blotnar af vatni. Ef viðeigandi harðviðarlit-ur er settur út í olíuna breytist áferðin hins vegar ekki mikið. Lit-urinn í viðnum helst vel og hann gránar ekki.

„Það er afar mikilvægt að viður-inn sé hreinn og vel þurr áður en borið er á hann. Ef grámi er kom-inn í viðinn þarf að fjarlægja hann með Nordsjö-pallahreinsi og vatni. Í sumum tilfellum þar sem grám-

inn er djúpur þarf að endurtaka aðgerðina. Vegna mikils raka getur verið varasamt að bera á palla of snemma á vorin eða seint á haust-

in. Mikilvægt er því að láta sólina þurrka viðinn áður en borið er á hann.“ segir Árni Þór.

Árni Þór Freysteinsson hjá SérEfni í Síðumúlanum: Auðvelt að halda tréverkinu eins og nýju árum saman við ef rétt er staðið að verki.

Lifa

Vatnsræktun án óþrifnaðar

Harðviðarolía frá SérEfni ehf:

Náttúruafurð á harðviðinn

www.serefni.is

Page 39: Gardurinn 2011

GAR‹URINN 2010 » 39

Sumarið er komið á Íslandi og mikil garðvinna framundan hjá mörgum. Eins og flestir garðyrkju-menn vita þá getur garðurinn skil-að af sér miklum úrgangi sem á ekki erindi í hefðbundnar rusla-tunnur. Gámaþjónustan býður upp á tvær leiðir til þess að létta fólki garðvinnuna: Garðapokann og Garðatunnuna.

„Garðapokann pantar þú á net-inu og færð 5 stykki send til þín í pósti. Pokarnir eru veglegir og traustir 150 lítra plastpokar, en hirðing pokanna er innifalin í verð-inu. Þegar pokarnir eru fullir pant-ar þú svo aftur losun á netinu og við sækjum þá til þín. Þetta hentar fyrir alla garða, fyrir gras og annað slíkt. Þeir sem eru stórvirkari í garðinum gætu íhugað að fá sér Garðatunnu, en hana tæmum við

tvisvar í mánuði , 7-8 mánuði á ári. Hana getur fólk einnig pantað í gegnum netið,“ segir Jón Ísaksson, markaðsstjóri Gámaþjónustunnar, og segir fólk hafa verið duglegt að nýta báða kostina. „Það er ótrúlega þægilegt að hafa svona þjónustu, þú losnar við að setja garðaúrgang-inn í heimilisbílinn og aka á næstu gáma- eða endurvinnslustöð. Þetta sparar því bæði bensín og fyrir-höfn!“

Jón segir garðaúrganginn vera vel nýttan: „Mest af honum fer í jarðgerð í Berghellu í Hafnarfirði þar sem molta er framleidd. Molt-an er afar kraftmikill áburður sem hentar vel í alla garða. Við jarðger-um efnið í sérstökum gámum þar sem það hitnar í yfir 70 gráður, en um svokallaða loftháða ummynd-un er að ræða. Við ferlið deyja öll

illgresisfræ og því er afar hentugt að setja moltuna yfir beðin.“

„Garðeigendur geta sótt hingað á Gámavelli við Berghellu Hafnar-firði bæði moltu, hrossaskít og timburflís í fólksbílakerru eða önn-ur ílát. Þessi þjónusta er fyrst og fremst ætluð heimilum og einstak-lingum, en fyrirtæki og stofnanir, sem þurfa yfirleitt meira magn, þurfa að hafa samband við okkur hjá Gámaþjónustunni.“

www.gamar.isJón Ísaksson: Einstaklingar geta sótt ókeypis moltu, hrossatað og timburflís í endur-vinnslustöð Gámaþjónustunnar hf við Berghellu.

Gámaþjónustan léttir garðvinnuna:

Garðapokinn og garðatunnan

Á sumrin arka kylfingar af stað, en golf er með vinsælli íþróttum hér á landi. Það getur þó verið tímafrekt áhugamál sem heldur fólki frá heimilinu, auk þess sem að dýrt getur verið að leigja velli. Í fyrsta sinn gefst kylfingum nú kostur á að sameina heimili og áhugamál þar sem Garðálfarnir garðþjón-ustufyrirtæki bjóða nú í fyrsta sinn upp á að leggja heimapúttvelli á hagstæðu verði í garða og sumar-húsalóðir.

„Við bjóðum upp á svokallaða heimapúttvelli, sem eru úr gervi-grasi. Þetta gervigras er sérhannað fyrir bæði frost og þýðu en íslenska veðráttan ætti því ekki að vera til fyrirstöðu! Þá getur fólk sett snjó-bræðslu undir völlinn og þannig æft sig allan ársins hring og fengið forskot á samkylfinga sína,“ segir Björgvin Þórðarson sem rekur Garðálfana.

„Við bjóðum upp á mismunandi gerðir af púttvöllum, bæði velli á góðu verði sem hentað getur flest-um og svo einnig dýrari tegund sem er kannski aðeins meira „pro-fessional“ og hentar fyrir þá sem eiga aðeins meiri pening. Vellirnir sjálfir geta verið í mörgum stærð-um, frá 10 fermetum og allt þar á eftir, allt eftir því hvað fólk vill. Við leggjum niður vellina og setjum

holurnar sem geta verið frá einni upp í það sem fólk vill.“ Björgvin segir vellina tilvalda bæði á heimil-um sem og upp í sumarbústað en þeir þurfa lítið sem ekkert viðhald og endast lengi. „Púttvellirnir eru lífstíðareign, en hérlendis eru fót-boltavellir úr samskonar grasi sem hafa verið í notkun í 20 ár og líta enn út eins og nýir og eins og gefur að skilja er mun meira álag á fót-boltavelli en púttvelli.“

Garðálfarnir er 6 ára gamalt fyr-irtæki og sérhæfir sig í alhliða garðþjónustu. „Það má segja að við förum hvert þangað sem fólk þarf á okkur að halda, frá suðurlandi upp á vesturland. Við sjáum um flest þau verkefni sem þarf að vinna í garðinum, allt frá því að slá gras-bletti og snyrta tré yfir í að hanna og ganga frá sumarbústaðarlóðum. Við leggjum mikla áherslu á að veita afbragðs þjónustu og þjón-usta kúnnana eins vel og hægt er. Gerum tilboð samdægurs eða með dags fyrirvara og kappkostum að skila verkum okkar eins fallegum og fagmannlega frágengnum og kostur er,“ segir Björgvin og bendir á að sá tími sem sparast við að út-hýsa garðverkunum nýtist vel á púttvellinum.

www.gardalfarnir.is

Björgvin Þórðarson hjá Garðálfunum segir einfalt mál að fá sér góðan púttvöll í garðinn.

Garðálfarnir komnir í golf

Fyrirtækið Steindir gera meira en að framleiða og selja úrvals hellur og steina fyrir garða og innkeyrslur því þar fást einnig nýstárleg gróð-urhús, GrowCamp, sem henta jafnt fyrir svalir, palla og garða.

„Þetta er í rauninni yfirbyggt gróðurbeð sem kemur í flötum pakka og er svo raðað saman á staðnum, sem tekur ekki meira en 1-2 tíma og ætti að vera á flestra færi. Hægt er að setja húsið á svalir eða pall, en ef fólk vill ekki hafa moldina beint á undirlaginu er boðið upp á að hafa gróðurinn í bökkum. Ef fólk flytur er svo hægt að flytja húsið með sér,“ segir Dag-rún Guðlaugsdóttir, en hún rekur fyrirtækið Steindir ásamt eigin-manni sínum, Sigurði Jónssyni.

Hentar vel bakveikum„Það eru ýmsir kostir þess að rækta í GrowCamp. Fólk getur gróðursett snemma á vorin, eða um leið og frostið er farið úr jörðu. Hér á landi er það kannski í mars eða apríl en þá er til dæmis hægt að setja niður

kartöflur, taka þær síðan upp í maí og setja eitthvað annað niður. Hús-in bæði lengja þann tíma sem hægt er að rækta og styttir ræktunartím-ann sjálfan,“ segir Dagrún. „Þá henta þau sérlega vel þeim sem eiga erfitt með að beygja sig, beðið er hálfan meter frá jörðu og því er hægt að sitja við garðyrkjuna. Yfir beðinu er svo bæði net og plast, en hægt er að rúlla hvoru tveggja upp

þegar verið er að vinna í beðinu. Með því er líka hægt að stjórna hitastiginu til að koma í veg fyrir að of heitt verði á plötunum eins og stundum vill verða í hefðbundnum gróðurhúsum. Netið heldur skor-dýrunum og gæludýrum frá og kemur í veg fyrir að slagveðursrign-ing eyðileggi plöntunar“.

www.steindir.is

Margar uppskerur yfir árið

„GrowCamp er hægt að hafa bæði á flöt og á palli,“ segir Dagrún Guðlaugsdóttir en hún rekur fyrirtækið Steindir ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Jónssyni.

Page 40: Gardurinn 2011

SUNNUMÖRK

BREI

ÐAM

ÖRK

ÞELAMÖRK

AUSTURMÖRK

REYK

JAM

ÖRK

HEIÐMÖRK

HVE

RAM

ÖRK

KIRKJA

BREIÐAMÖRK

REYKJAMÖRK

LAUGASKARÐSUNDLAUG

SELFOSS REYKJAVÍK

LANDBÚNAÐAR-

HÁSKÓLI ÍSLANDS

LISTIGARÐUR

LISTASAFNÁRNESINGA

HÓTELÖRK

ÖRK

ÖMÖRK

HHHV

HI

F

BREI

J

AGFE D

I

CB

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ er nú haldin í þriðja sinn, fyrri sýningar hafa notið mikillar vel-gengni, fjöldi gesta á öllum aldri hafa sótt hátíðina heim í góðu veðri þar sem þeir hafa notið fjölbreyttrar

sýningar græna geirans þar sem fagfélög, framleiðendur og fyrirtæki taka höndum saman.Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Sýningarsvæði og uppákomurLystigarðurinn á FossflötÁ útisvæði eru sýnendur með stærri garðvörur og skraut. Garðplöntusýning, blómaskreytingar, miðsumarsblómastöng og blómasviðið.

MarkaðurinnHér verður markaðsstemmningin ráðandi og íslensk fram-leiðsla áberandi

BlómagerðiSýningarsvæði innandyra í íþróttahúsi bæjarins þar sem ævin-týraleg blómasýning á pottaplöntum og afskornum blómum verður til sýnis. Ýmsir aðilar með kynningu á starfsemi sinni.

GúrkugerðiGrænmetisframleiðendur kynna framleiðslu sína.

Garðyrkjufélag Íslands

- með græna fingur út um allt.

Blómaskreytingar

Félagsmenn í Félagi blómaskreyta sýna listir sínar um allt sýningarsvæðið

Garðplöntuframleiðendur

Félagsmenn í Félagi garðplöntuframleiðenda sýna stoltir framleiðslu sína – tré, runna, fjölært, sumarblóm og matjurtir.

Félag íslenskra landslagsarkitekta ogFélag skrúðgarðyrkjumeistaraNýr smágarður opnaður, hannaður af landslagsarkitektum og útfærður af skrúðgarðyrkjumeisturum.

Skógræktarfélag ÍslandsÍ tilefni af ári skógarins hjá Sameinuðu þjóðunum er „skógur“ þema sýningarinnar í ár - Skógræktarfélagi Íslands boðið sem sérstökum gestum sýningarinnar.

GarðshornSýning á smágörðum úr smágarðasamkeppni Félags íslenskra landslagsarkitekta og Hveragerðisbæjar frá 2009.

TjaldsvæðiGóð aðstaða til gistingar og afþreyingar.

A

D

G

B

E

H

C

F

I

J

K

K

Sýningin er opin:Fimmtudaginn 23. júní kl. 17.00 – 19.00 Föstudaginn 24. júní kl. 12.00 – 18.00Laugardaginn 25. júní kl. 12.00 – 18.00Sunnudaginn 26. júní kl. 12.00 – 18.00

Velkomin á sýninguna!Aðgangur ókeypis alla dagana.

Allar nánari upplýsingar er að finna hjáverkefnisstjóra í síma 483-4000og á www.blomibae.is.

AR

GH

! 051

0

Garðyrkju- og blómasýningin 2011

Hveragerði 23. – 26. júníwww.blomibae.is Upplifun!Upplifun!

Fræðslugöngur!

Örfyrirlestrar!

Tískusýningblómanna!

Tískusýningblómanna!

Ljóða-blóma-staurar!

Ljóða-blóma-staurar!