Top Banner
Fyrstu húsakynni Reglunnar á Íslandi 1. tölublað, 5. árgangur. Apríl 2009 Stórhátíð 2009 Húsvígsla á Selfossi Viðbrögð við áföllum og mótlæti
24

Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

Mar 07, 2016

Download

Documents

Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi - Newspaper Freemasonry in Iceland
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

Fyrstu húsakynniReglunnar á Íslandi

1. tölublað, 5. árgangur. Apríl 2009

Stórhátíð 2009Húsvígsla á SelfossiViðbrögð við áföllum og mótlæti

Page 2: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.
Page 3: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 3

ÚtgefandiFrímúrarareglan á Íslandi

Skúlagötu 53-55,Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

RitstjóriSteinar J. Lúðvíksson (X),

[email protected]

RitstjórnGunnlaugur Claessen YAR (ábm.)

Guðbrandur Magnússon (IX)[email protected]

Jónas Gestsson (X)[email protected]

Páll Júlíusson (IX)[email protected]

Steingrímur S. Ólafsson (IX)[email protected]

AuglýsingarPáll Júlíusson (IX)

[email protected]

PrófarkalesturBragi V. Bergmann (VI)

[email protected]

NetfangGreinar sendist [email protected]

merktar: Frímúrarinn

Prentun:Prentmet Suðurlands, Selfossi

Efni greina í blaðinu eru skoðanir höfunda og þurfaekki að vera í samræmi við

skoðanir Reglunnar.Höfundar efnis framselja

birtingarrétt efnisins til útgefanda.Ritstjórn áskilur sér rétt tilað ritstýra aðsendu efni.

ForsíðumyndForsíðumyndin er af húsi Nathan & Olsen að

Austurstræti 16 þar sem síðar varReykjavíkurapótek. Á efstu hæð hússins hafði

Frímúrarareglan á Íslandi sittfyrsta aðsetur.

,,Markmið Reglunnar er aðgöfga og bæta mannlífið.Reglan vill efla góðvild

og drengskapmeð öllum mönnumog auka bróðurþelþeirra á meðal.“

Á næsta ári verðurþess minnst í Svíþjóðað þá eru liðin 275 árfrá því frímúrarastarfhófst þar í landi. Ognú eru aðeins átta árþar til minnst verður300 ára afmælis enskustórstúkunnar. Frí-múrarareglur eru þvímeð elstu menningar-stofnunum í heimin-um. Það er því ekkióeðlilegt að mennspyrji sig hvort svonagamall félagsskapurgeri ennþá gagn oghvort hann falli inn ínútímasamfélag.

Reyndar er það ekki aðeins ald-urinn sem vekur upp spurningarheldur ekki síður sú staðreynd aðstarfsemin hefur lítið breyst allanþennan tíma.

Og þá vekur það ekki síður at-hygli að frímúrarastarf hefur lifaðaf allar umbreytingar og byltingar,jafnvel þó að henni hafi á fyrri tím-um sérstaklega verið sótt af valda-miklum einræðisöflum og þjóðfé-lagsstofnunum.

Loks er ástæða til að velta þvífyrir sér hvaða erindi Reglan á í nú-tímanum þar sem breytingar erueftirsóknarverðar breytingannavegna og flestu umturnað í þágunýjunga.

Frímúrarareglan stundar mann-rækt. Hún skapar umgjörð og veitirefnivið í leitandi hugsun bræðranna.Og Reglan beinir sjónum þeirra aðsínum innri manni og hvetur til eig-in framfara. Þetta hefur reynst ei-líft verkefni því manneskjan breyt-ist lítið. Hún hefur alltaf þörf fyrirleiðbeinandi starf við mannræktina.Og þess vegna gerir Frímúrararegl-an gagn.

Þetta kemur hvað best í ljós þeg-ar aðstæður í þjóðfélaginu breytasttil hins verra.

Efnahagslegt áfall síðustu mán-aða á Íslandi hefur til dæmis orðiðtil þess að fundarsókn í Frímúrara-

reglunni hefur aukistumtalsvert víða umland. Í stúkunum íReykjavík er aukn-ingin um 10% fráfyrra starfsári.

Á stúkufundumfinna bræður skjól oghvíld frá umrótinu ísamfélaginu og fyrirfjölmiðlaágangi. Ástúkufundum getabræður horft inn á viðog hvílt hugann ogjafnframt hitt vini ogfélaga. Þar endurnýjamenn rafhlöður sínarog styrkja sig semmanneskjur. Og þess

vegna gerir Frímúrarareglan gagn.En þótt starfið hafi lítið breyst í

hundruð ára þá hefur Frímúrara-reglan lagað sig að aðstæðumbræðra og samfélagsþróuninni. Ogvið erum enn að. Nú er í undirbún-ingi stofnun tveggja nýrra stúkna íReykjavík sem verða með nýjusniði. Önnur nefnist Rannsóknar-stúka og þar verður lög áhersla árannsóknir og fræðslu um hin marg-slungnu fræði frímúrara. Hin stúk-an er nefnd Hádegisstúka og erfyrst og fremst ætluð bræðrum semeiga erfitt með að mæta á kvöld-fundi eða sitja langa fundi. Í þessumstúkum fara ekki fram stigveiting-ar. Þátttakendur verða áfram í sín-um Jóhannesarstúkum og taka stigeftir hefðbundnum leiðum.

Þessar stúkur verða sennilegastofnaðar á næsta ári. Þær eru nýj-ung og vænti ég þess að þær verðitil að efla frímúrarastarfið enn frek-ar.

Þannig sækjum við fram en höld-um samt fast í gamlar hefðir og siði.Þar er grundvöllurinn sem hefurreynst svo haldgóður og tryggir aðvið getum sagt með sanni að Frí-múrarareglan geri gagn.

Valur Valsson,stórmeistari Frímúrareglunnar

á Íslandi

Gerir Frímúrarareglan gagn?

Valur Valsson SMR

Page 4: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

4 FRÍMÚRARINN

Er fiskur of góðurfyrir þig?

Page 5: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

Br. Karl Guðmundsson, R&K, semnú er 84 ára gamall, gekk í Frímúr-araregluna árið 1955 og hefur starfaðþar af miklum þrótti frá upphafi framá síðustu ár. Störf hans verða ekkirakin hér, en aðeins skal nefnt aðhann hefur gegnt fjölmörgum em-bættum innan Reglunnar og var síð-ast Hersir Stórmeistarans í 11 ár.

Á löngum frímúraraferli sínumhefur hann einnig stundað rannsókn-arstörf á fræðum frímúrara af mikillielju og hafði um árabil aðstöðu tilþess í herbergi á fyrstu hæð í eldrihluta Regluheimilisins við Borg-artún.

Í október síðastliðnum greindihann Stórmeistara Frímúrararegl-unnar frá því að hann teldi þessumstörfum sínum nú vera lokið og færðiReglunni um leið að gjöf það, semherbergið hafði að geyma, og var alltpersónuleg eign Karls. Um var aðræða allmarga muni og bækur sem ímörgum tilvikum voru gjafir til hansá hátíðisdögum frá íslenskum og er-

lendum vinum og samstarfsmönnum,en umfram allt mörg hundruð skjölsem eru árangur rannsóknarvinnuKarls um fjölmargt í fræðum frímúr-ara.

Enginn vegur er til þess hér aðrekja efni þessara gagna en látið viðþað sitja að nefna sérstaklega eittverka hans. Frímúrarareglan á Ís-landi er reist á hinu svokallaðasænska frímúrarakerfi, sem einnig ávið um reglur frímúrara í Danmörku,Noregi og Svíþjóð. Frumhöfundurþessa kerfis var sænskur maður aðnafni Carl Fredrick von Eckleff,fæddur 1723, en aðrir menn unnuverkið áfram eftir lát hans og full-gerðu það.

Karl Guðmundsson hefur nú afrek-að að þýða alla fræðabálka Eckleffs,1.–9. bók, sem er ekkert minna enþrekvirki. Þá verður líka að hafa íhuga að viðfangsefnið var ekki bein-línis aðgengilegt, enda þýtt úr fornusænsku ritmáli. Þetta hefur Karl gertaf þeirri nákvæmni, sem einkennir öll

störf hans. Þótt ekki sé nema fyrirþetta eina verk er gjöf hans Reglunnimikils virði og fyrir það eru honumfærðar einlægar þakkir.

Á vegum Fræðaráðs Frímúrara-reglunnar hefur gjöfin nú verið skrá-sett í heild sinni og einstökum hlutumkomið fyrir til varðveislu í skjala-safni, minjasafni og bókasafni Regl-unnar eftir því sem við á.

Fáeinum munum og skjölum hefurverið komið fyrir í sérstökum sýning-arskáp í Regluheimilinu, þar semhann verður hafður til loka þessastarfsárs. Meðal þess, sem þar er aðfinna, er ein blaðsíða úr siðabálkumEckleffs með rithönd hans sjálfs ogþýðing Karls Guðmundssonar við hliðhennar.

Gjöf Karls verður að öðru leyti að-gengileg á söfnum Reglunnar fyrir þásem vilja kynna sér hana nánar.

Gunnlaugur Claessen, oddviti Fræðaráðs

Meðal gripa í sýningarskáp í Regluheimilinu er sænskt fræðslukver um reglu frímúrara, sem Grímur Thomsen,skáld og frímúrari, átti en það kemur fram á fyrstu blaðsíðu þess. Karl Guðmundsson var sennilega fjórði eigandiþess eftir daga skáldsins. Ennfremur má þarna sjá allstóran kertastjaka, sem br. Sigurjón Jóhannsson vélstjórismíðaði og gaf vini sínum Karli í afmælisgjöf.

Gjöf Karls Guðmunds-sonar til Reglunnar

Page 6: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

Minningar frá frímúrarastarfinu í fyrstuheimkynnum reglunnar Austurstræti 16 (núReykjavíkur apótek. Natan & Olsen húsiðvar það kallað í „gamla“ daga, því fyrirtækiðNatan & Olsen byggði húsið. Húsameistarivar br. Guðjón Samúelsson, síðar húsameist-ari ríkisins. Annar aðaleigandi var br. CarlB. H. Olsen, stórkaupmaður. Eftir því semteikningar sýna, hefur frá upphafi verið gertráð fyrir, að Frímúrarareglan hefði efstuhæð hússins til sinna nota.

Nokkru eftir 1940 var orðið svo þröngt íþessu gamla og viðkunnanlega húsnæði, aðeitthvað varð að gera til úrbóta. Mikið varrætt um að byggja yfir regluna nýtt hús,ágætis lóð var fengin vestur á Melum, þarsem Hótel Saga stendur nú (Bændahöllin).Búið var að kaupa þó nokkurt byggingarefni,

teikningar voru fyrir hendi o.s.frv. Fyrstaskóflustungan var tekin, allt virtist í lagi, enþá kom algjör neitun á byggingarleyfi, vegnaallra þeirra hafta, sem voru í gildi og annarraerfiðleika vegna styrjaldarástandsins sem þávar. Þessi þáttur er svo kunnur að ekki verð-ur hann umtalaður frekar hér.

Þannig hagaði til í hinu gamla húsnæðireglunnar að þar var ris (hanabjálki). Háa-loftið var allt undir súð nema turnherbergið ínorðurhorni. Fremst á þessu háalofti hafðireglan fatageymslu. Þar voru einnig geymdeinkenni br. í járnskápum, sem enn eru not-aðir í Borgartúni.

Það var um helmingur háaloftsins semreglan hafði, hinn hlutann notaði þáverandieigandi sem „lagerpláss“ fyrir apótekið, br.Þorsteinn Scheving Thorsteinsson. Svo var

Fyrstu heimkynni Reglunnar

Myndin er tekin við vígsluhátíð „háaloftsins“ (turnherbergisins) í Austurstræti 16. Á myndinni eru í fremri röð frávinstri: Jónas Guðmundsson, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Þórðarson, Pétur Guðmundsson, Frantz A. Hákonsson,Helgi Jónasson, Högni Halldórsson, Guðbergur G. Jóhannsson, Þórarinn Guðmundsson, Carl Olsen og ÞorsteinnSch. Thorsteinsson. Aftari röð frá vinstri: Snæbjörn G. Jónsson, Óskar Gíslason, Guðmundur M. Björnsson, ÁrniSnævarr, Ársæll Árnason, Kristinn Pétursson, Gústaf A. Pálsson, Tómas Tómasson, Axel Kristjánsson, Sigmund-ur Halldórsson, Óli J. Ólason, Guðmundur St. Gíslason, Gísli Halldórsson, Hörður Bjarnason, Ágúst Jóhannesson,Þorgeir Guðmundsson, Helgi Magnússon, Haraldur Johannessen og Gunnar Einarsson. Myndin var tekin um 1941,en Reglan hafði haft aðsetur á efstu hæð hússins frá 1917.

Forsíðumyndin er afhúsi Nathan & Olsenað Austurstræti 16þar sem síðar varReykjavíkurapótek.Á efstu hæð hússinshafði Frímúrararegl-an á Íslandi sittfyrsta aðsetur.

Page 7: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

Þakkir voru Scheving færðar fyrirvelvilja hans, bæði fyrr og ekki sístnú. Ákveðið var að boða St.m. Edduog Helgafells í kaffi næstkomandisunnudagsmorgun og afhenda þeimþetta viðbótarhúsnæði til notkunar,og var það gert.

Þetta aukna húsnæði kom að mikl-um notum fyrir regluna þann tíma,sem hún átti eftir að starfa á þessumstað. Ég held, að öllum br. hafi þóttvænt um háaloftið, sem þar komu, ogþað svo, að ákveðið var að opna kaffi-stofu þar á daginn 2-3 tíma. Þangaðkomu margir br. og sumir daglega tilað hittast, fræðast og tengja vináttu-böndin nánar. Sýnir gestabók háa-loftsins það best. Br. Högni Halldórs-son, varðveitti hana ásamt ýmsu öðruviðkomandi þessu tímaskeiði.

Háaloftið var starfrækt, þangað tilFrímúraraljósið var flutt í Borg-artún, árið 1951. Kom háaloftið oft aðgóðum notum við reglustarfið, lestur,

stigveitingar o.fl. Undirritaður fékkleyfi til að skoða gerðabók reglunnarfrá þessum tíma, til að hressa upp áminnið. Þar var háaloftið hverginefnt, utan einu sinni. Árið 5945.4.20(skrá nr. 443). Br. Haraldur Jóhann-essen bað um orðið, talaði nokkur orðum háaloftið til þess að vekja athyglibræðra á kaffistofunni.

Nú þegar eru margir háa-loftsbræður látnir og þeir sem ennlifa orðnir fullorðnir. Þegar ég hugsatil þessara góðu bræðra finnst mér aðþeirra þáttur megi í heiðri hafður, ogá þetta framtak megi minnast, ekkisíður en annað.

Reykjavík 16. október, 1973

Þorleifur Óskar Gíslason. (Óskarvar þekktur gullsmiður í Reykjavíkog hafði verslun á Skólavörðustíg.Hann gekk í Regluna 1939 og lést1980).

Myndin er tekin í tilefni af ferð nokkurra bræðra til að skoða minjar fráveru Frímúrarareglunnar í Austurstræti 16. Á myndinni eru frá vinstri:Eggert Steinþórsson, Ólafur Brynjólfsson, Guðlaugur Guðjónsson, Örn Jó-hannsson, Halldór Ólafsson, Ragnar Borg og Örn Þór Arnarson. Ljósm. JónSvavarsson.

það einu sinni er góðvinur minn ogbr. Frantz A. Hákonsson (d.22.5.1946), bakarameistari var að talavið mig, að hann segir: „Það værihægt að laga mikið í bili, ástandið íhúsnæðismálum reglunnar, ef viðgætum fengið allt háaloftið fyrir okk-ur, en það er sennilega ekki hægt, þvíScheving notar innri hlutann semgeymslu.“ Ég sagði: „Þú ættir nú aðtala við Scheving og útskýra fyrirhonum málið.“ Hákonsson taldi þaðvíst vonlítið, að mig minnir, en svonokkru síðar kemur hann til mín íheimsókn og venju fremur broshýr.„Ég er búinn að tala við Scheving,sem gaf samþykki sitt strax, og viðþurfum ekki að greiða neina leigufyrir plássið. Hann er samur við sigþegar reglan á í hlut. Búinn að leigjasér lagerpláss niður við höfn. Svo núþarf að flytja lagerinn strax niðureft-ir, svo að við getum byrjað að setjanýja húsnæðið í stand.“

Nokkrir hressilegir bræður vorufengnir til hjálpar og gekk verkið vel.Smám saman komu fleiri í hópinn,enda allir innilega velkomnir semvildu leggja hönd á plóginn. Eins ogmeðfylgjandi mynd sýnir vorum viðorðnir þrjátíu talsins. Myndin er tek-in við víglu háaloftsins, þegar verk-inu var lokið og húsnæðið fullbúið tilnotkunar.

Allir höfðu bræðurnir lagt eitthvaðaf mörkum, vinnu, efni, húsgögn,þilofna (rafmagns), málningu, dúka ágólf, o.s.frv., eða nánast allt sem tilþurfti, að ógleymdum peningum. Þor-steinn Scheving kom svo meðþriggja álna ljósastjaka frá konusinni, ásamt góðum óskum, þegarreisugildið var haldið.

Page 8: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

8 FRÍMÚRARINN

Stórhátíð Reglunnar var haldin 19.mars 2009 og sóttu 248 bræður hátíð-ina. Það er nokkru meira en í fyrra ogeinn mesti fjöldi sem sótt hefur Stór-hátíð í mörg ár. Þessi mikla fundar-sókn bræðranna á Stórhátíð er í sam-ræmi við almennt aukna fundarsókná fundi Reglunnar á starfsárinu, semvæntanlega bendir til þess að innanReglunnar finni bræður styrk og friðí ölduróti þess ástands sem nú ríkir íþjóðfélaginu.

Á fundinum voru tveir bræðurvígðir til R&K, þeir br. Vigfús ÞórÁrnason og br. Þorsteinn Eggerts-son.

Tveir R&K létu af embættum áþessum fundi en það eru br. ÞórirStephensen, sem lét af embættiÆKR og br. Þórður Óskarsson, semlét af embætti ST.R. Þá lét bróðirmeð heiðursmerki Reglunnar, ÖrnJóhannsson, af embætti Yf.Kv. SMRValur Valsson þakkað þeim fyrir velunnin störf í þágu Reglunnar ogbræðranna.

R&K br. Örn Bárður Jónsson varskipaður til þess að vera ÆKR ogR&K br. Úlfar Guðmundsson varskipaður til þess að vera SÆK.

Í Landsstúkunni urðu þær breyt-ingar helstar að R&K br. Vigfús ÞórÁrnason var skipaður til þess að veraSt.Km og R&K br. Þorsteinn Egg-ertsson var skipaður til þess að veraSt.R. Breytingar voru gerðar meðalembættismanna í Landsstúkunni,Stúartstúkunni á Akureyri og ráðumReglunnar sem of langt er að teljaupp í þessari stuttu samantekt.

Á Stórhátíð flutti IVR, br. Þor-steinn Sv. Stefánsson, skýrslu umstörf Reglunnar á liðnu starfsári.Þar kom meðal annars fram að í Frí-múrarareglunni á Íslandi eru nú3.374 virkir bræður.

Stólmeistaraskipti urðu í tveimurSt.Andr.st. á starfsárinu. Br. Krist-ján Þórðarson lét af embætti í St.Andr.st. Heklu og var Halldór Jó-hannsson kjörinn í hans stað og br.Pétur A. Maack lét af embætti í St.

Andr.st. Hlín og tók Hákon BirgirSigurjónsson við af honum.

Á starfsárinu var haldið upp á 25ára afmæli St. Jóh.st. Drafnar, 50 áraafmæli St. Jóh.st. Gimli, 15 ára af-mæli Frímúrarakórsins og jafnframtvar vígður nýr stúkusalur St. Jóh.st.Röðuls á Selfossi.

FHR br. Kristján S. Sigmundssonflutti skýrslu um fjárhag Reglunnarog kom fram í máli hans að á starfsár-inu hafi verið hafist handa við viðhaldinnan húss í Regluheimilinu í Reykja-vík sem hefur setið nokkuð á hakan-um vegna kostnaðarsamra utanhúss-viðgerða að undanförnu.

Við borðhaldið ávarpaði DSM br.Einar Einarsson nývígða R&K ogþakkaði br. Vigfús Þór Árnason fyrirþeirra hönd.

Auðunn Ágústsson

Stórhátíð 2009Á Stórhátíð voru tveir bræður vígðir til R&K, þeir Þorsteinn Eggertsson og Vigfús Þór Árnason, sem hér eru ásamtVali Valssyni, stórmeistara Frímúrarareglunnar á Íslandi. Ljósm. Matthías Jóhannsson.

Page 9: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

Þrítugsafmæli St. Jóh.st. Sindravar fagnað með hátíðarfundi föstu-daginn 21. nóvember að viðstöddufjölmenni. Meðal gesta var SMR br.Valur Valsson, sem heiðraði stúkunameð nærveru sinni. Hátíðina sóttueinnig nokkrir úr æðstu stjórn regl-unnar og fjölmargir gestir, sem settiskemmtilegan og ánægjulegan svip áhátíðina. Frímúrarakórinn fluttinokkur lög undir stjórn br. JónsKristins Cortes og Sindratónarsungu einnig nokkur lög undir stjórnbr. Baldurs Þóris Guðmundssonar, ogbr. Hjörleifur Valsson lék á fiðlu.

Stúkunni bárust jafnframt vegleg-ar gjafir frá öðrum stúkum. Br. Hall-dór Jóhannsson og br. Sveinn GrétarJónsson fluttu kveðjur frá öðrumstúkum. Sindrabræður eru þakklátirþeim fjölda bræðra sem heimsóttustúkuna og fyrir hlýjan hug þeirra ígarð Sindrabræðra.

Upphaf frímúrarastarfs á Suður-nesjum má rekja til þess að árið 1949var stofnað frímúrarafélagið North-

ern Lights Masonic Club á Keflavík-urflugvelli af bandarískum varnar-liðsmönnum og íslenskum starfs-mönnum á vellinum. Þangað sóttumargir Suðurnesjamenn fundi, bræð-ur sem unnu á vellinum, hvort heldurþeir voru búsettir á Suðurnesjum eðaá höfuðborgarsvæðinu. Meðal þeirravar br. Benedikt Þórarinsson semsíðar varð fyrsti Stm. Stúkunnar, br.Eyjólfur Þórarinsson og br. JóhannLíndal. Fyrir forgöngu þessarabræðra og annarra áhugasamrabræðra fékkst samþykki þáverandiSMR, br. Ásgeirs Magnússonar, tilað stofna Fræðslustúku í Keflavík erværi undir vernd og umsjón St.Jóh.st. Mímis í Reykjavík. Áfram varunnið að undirbúningi og nutu heima-menn þar góðrar leiðsagnar br. Ein-ars Birnis sem þá var Stm. Mímis ogsíðar br. Vilhjálms Jónssonar. Þann9. apríl 1975 var stofnuð Fræðslu-stúka í Keflavík og voru stofnendur27.

Formleg St. Jóh.st. var síðan

stofnuð 21. nóv. 1978 og voru stofn-endur 36.

Sindri var fyrst til húsa að Víkur-braut 13 en árið 1992 var flutt aðBakkastíg 16.

Alls hafa fimm bræður setið íStólmeistarasæti stúkunnar á þess-um 30 árum, en þeir eru:

Br. Benedikt Þórarinsson frá 21.nóvember 1978.

Br. Jóhann Líndal Jóhannsson frá15. febrúar 1983.

Br. Gunnlaugur Karlsson frá 28.apríl 1992.

Br. Björn Samúelsson frá 3. febr-úar 1998.

Br. Halldór Vilhjálmsson frá 1.febrúar 2005.

Í tilefni afmælisins var gefin útbók um sögu stúkunnar. St. Jóh.st.Sindri býr nú við góðan húsakost oggóðar aðstæður til að rækja frímúr-arastarfið, enda hefur starfið ávalltverið öflugt og gott og aðsókn aðstúkunni hefur verið góð.

Jónas Gestsson

Sindri fagnar 30 ára afmæliGóðra vina fundur. Sr. Þórir Stephensen, R&K, ÆKR, br. Gunnlaugur Karlsson, fv. Stm. Sindra, br. með heiðurs-merki Reglunnar (br. Gunnlaugur lést 5. febr. sl.), br. Einar Birnir, R&K, fv. DSM. Ljósm. Jón Svavarsson.

Page 10: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 10

Eftir að hafa verið í byggingu íhálft fimmta ár var Regluheimilinorsku Frímúrarareglunnar í Oslóvígt 22. september 1894 af þáverandiStm., Óskari II. konungi. Húsið oginnviðir þess voru þá stolt og prýðiborgarinnar og líklega landsins alls.Það var því með sorg í hjarta sembræðurnir litu aftur augum Reglu-heimilið árið 1945 eftir að þýskar her-sveitir og norskir nasistar höfðu leik-ið það illa í þau rúmu fimm ár semhernám Noregs stóð í síðari heims-styrjöld. Fyrst höfðu þýsku hersveit-irnir notað það til að hýsa menn ogdýr, auk þess sem skotæfingar fóruþar fram og loks höfðu Quislingar

áætlanir um að breyta húsinu í veit-ingastað og félagsheimili þarlendranasista.

Norskir frímúrarar urðu að bíða ínokkurn tíma að loknu hernáminumeð að taka húsið í notkun að nýju.

Að hluta til helgaðist það af því aðhúsið hafði orðið fyrir miklumskemmdum og ekki fundarhæft í þvíen jafnframt af því að bandamennnotuðu húsið sem bækistöð og Rauðikrossinn notaði það til að taka á mótiNorðmönnum sem snéru úr fangavistí Þýskalandi. En uppbygging hófst aðnýju og húsið var gert fundarhæft.

Hátíðarsalur Regluheimilisins varsvo endurnýjaður sumarið 2006 íþeirri mynd sem hann var viðvígsluna árið 1894 og skjaldarmerkiReglunnar í lofti hússins gert uppþannig að það er eins og það var fyrir1940. Forsalurinn eða armigersalur-inn var næsta stóra viðgerðar- og

Endurnýjaður armigersalurnorsku Frímúrarareglunnar

eftir Arne HilmarAndresen,fv. minja-vörð norskuFrímúrara-reglunnar

Endurnýjaður armigersalur norska Frímúrarahússins.

Page 11: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 11

viðhaldsverkefni Reglunnar og varráðist í það sumarið 2008. Þar hafðimargt farið forgörðum, ýmislegt ver-ið fjarlægt af nasistum eða þeirhreinlega málað yfir. Það var þvítalsverð eftirvænting í hugummargra bræðra þegar vinna hófst viðað fjarlægja nokkur lög af málninguaf veggjum og lofti salarins.

Að í salnum væri að finna einkennifjögurra sænsk-norskra konunga –þeirra Karls Jóhanns XIV, Óskars I,Karls XV og Óskars II – kom engumá óvart. Að leifar skjaldarmerkja St.Jóh. St.st. Olaus den hvide Leopardog St. Andr.st. Oscar til den flamm-ende Stjerne, skyldu koma í ljós, komheldur engum á óvart. En að skjald-armerki norsku umdæmisstúkunnar,sem starfaði frá 1870 – 1891, skyldikoma í ljós, kom bræðrunum hinsvegar verulega á óvart. Ástæðan fyr-ir því að þetta skjaldarmerki var tilstaðar var líklega sú að þegar arki-tekt hússins, br. Jóhannes HenrikNissen, teiknaði innviði og skreyting-ar hússins, var það hluti af sænskureglunni og ekki var reiknað með aðhún yrði sjálfstæð meðan á bygginguhússins stóð.

Skjaldarmerki norsku umdæmis-stúkunnar voru tveir stórir, hring-laga skildir en yfir þá hafði verið mál-að með olíumálningu og síðar meðhefðbundinni málningu. Ekki reynd-

ist unnt að hreinsa svæðið þannig aðupprunlegt skjaldarmerkið kæmiheilt undan málningunni, en út frámynstri og útlínum ásamt gögnumfrá þeim tíma, reyndist unnt að málaaftur skjaldarmerkið í þeirri myndsem það var rétt fyrir vígslu hússins.Jafnframt komu í ljós fjölmörg frí-múraratákn sem málað hafði veriðyfir í gegnum tíðina.

Þeir sem heimsótt hafa salinn síð-

ustu áratugi minnast hans eflaustsem salar í dökkum litum – rauðbrún-ir veggir og þungar, brúnar hurðir.Nú hafa upprunalegir litir verið end-urnýjaðir, í sal sem nú er mun léttarayfir í ljósari litum, ásamt endurnýjuð-um súlum og viðgerðum sem margirfremstu iðnaðarmenn Evrópu hafatekið þátt í. Að sjá salinn endurnýj-aðan í upprunalegri mynd er heim-sóknarinnar virði.

Unnið að viðgerð armigersalar sumarið 2008.

Enn má sjá merki um veruþýskra hermanna og skemmdar-verk þeirra í armigersalnum.Ákveðið var að lagfæra ekki eittkúlnagat af ótalmörgum til aðminna bræður á þann tíma.Á myndinni er dreginn hringurum kúlnagatið.

Page 12: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

12 FRÍMÚRARINN

Í grein um Freystein Gunnarsson er birtist í síðasta tbl.Frímúrarans var sú leiða villa að rangt var farið með föð-urnafn Þórarins tónskálds og fiðluleikara Guðmundssonar.Í greininni var einnig sagt að Freysteinn hefði ekki gegntembættum í Reglunni en hið rétta er að hann var umskeið 2.v Y.St. og 1.v. Rm í Eddu og Rm. í Mími í fjögurár. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum.

Leiðrétting

Munið minningarkort bræðranefndar

Hægt er að panta kort á heimasíðuFrímúrarareglunnar www.frmr.is

Page 13: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 13

Húsvígsla á SelfossiLaugardaginn 6. desember sl. á 25

ára afmælisfundi Röðuls vígði SMRValur Valsson ásamt fylgdarliði,glæsilega viðbyggingu við stúkuhúsRöðuls að Hrísmýri 1 á Selfossi.

Viðbyggingin sem er 277m² aðgrunnfleti er á tveimur hæðum. Áneðri hæð nýbyggingar er 184m²borðsalur ásamt eldhúsi en auk þesser millibygging á milli eldra hússinsog þess nýja, þar sem er aðalinngang-ur hússins ásamt stiga og hjólastóla-lyftu á milli hæða. Á efri hæð ný-byggingarinnar er 61m² forsalur ogstúkusalurinn 130m² sem er byggðurþannig að hlutfall á milli lengdar ogbreiddar er samkvæmt gullinsniði eninn af honum er einnig rúmgóðgeymsla.

Í eldra húsinu eru nú embættis-mannaherbergi þar sem áður varstúkusalur á efri hæðinni en einnig erþar bókasafn og skrúðhús. Á neðrihæð eldra hússins er svo rúmgóðbræðrastofa. Húsið er einangrað aðutan og klætt með ljósum steinflísum.

Við vígsluna var þétt setinn bekk-

urinn en til fundar mættu 210 bræð-ur, víða komnir að. Þrátt fyrir mikinnfjölda gesta fór vel um alla, bæði ífundarsal og borðsal, og ber þaðmerki þess hversu vel hefur til tekistvið skipulag hússins enda Röðuls-bræður afar stoltir af því.

Starfsárið 2005/2006 var nokkurumræða meðal bræðra um húsnæðis-mál stúkunnar og fljótlega komu upphugmyndir um fyrirkomulag hugsan-legrar viðbyggingar.

Í kjölfarið, eða þann 1. mars 2006,skipaði stólmeistari stúkunnar, ÖrnGrétarsson, undirbúningsnefnd fyrirviðbyggingu við Frímúrarahúsið aðHrísmýri 1 og skyldi hún skilaskýrslu eigi síðar en 19. apríl 2006.

Nefndin skilaði niðurstöðum sínumá tilsettum tíma og var þá búið að út-færa nánar hugmyndir að viðbygg-ingu. Niðurstöður nefndarinnar voruí grófum dráttum þessar: Að byggðyrði viðbygging á tveimur hæðum viðnúverandi hús. Á neðri hæð yrðiborðsalur (samkomusalur) ásamt eld-húsi. Á efri hæð stúkusalur og forsal-

ur ásamt geymslu. Nýbygginginskyldi tengd við núverandi hús meðmillibyggingu þar sem jafnframt yrðiaðalinngangur í bæði húsin og stigiog hjólastólalyfta upp á efri hæð.

Þá vann nefndin nokkuð ítarlegakostnaðaráætlun og fjármögnunar-áætlun sem lögð var fyrir æðstaráðreglunnar og stúkuráð og skipaði þaðbr. Jóhannes Harrý Einarsson r.p.m.Hm.R til að annast frekari samskiptivið Röðul um framvindu málsins.

19. apríl 2006 skipaði stólmeistariRöðuls svo byggingarnefnd vegnaviðbyggingar við núverandi húsnæðiRöðuls í Hrísmýri sem hefur haldiðutan um framkvæmdina síðan.

Aðaluppdrættir hússins voru sam-þykktir í skipulags- og byggingar-nefnd Árborgar þann 12. nóvember2006. Á vormánuðum 2007 var upp-steypa hússins ásamt utanhússfrá-gangi boðin út í lokuðu útboði á með-al nokkurra verktaka á svæðinu.Smíðandi ehf. á Selfossi bauð lægst.Skrifað var undir verksamning viðfyrirtækið 14. júní 2007 og hófst þaðþá strax handa við verkið. Smíðandiehf. skilaði húsinu fulleinangruðu ogtilbúnu undir múrverk að innan í lokfebrúar 2008 en lauk við frágang ut-anhúss sumarið 2008.

Fenginn var verktaki á meðalbræðra til að smíða loft yfir stúkusalog annar í sandspörslun veggja ogmálningarvinnu. Einnig var hluti afraflagnavinnu keyptur að en segjamá að öll önnur vinna við innanhúss-frágang hafi verið unnin í sjálfboða-vinnu bræðranna. Sama má segja umalla jarðvinnu undir og í kringumhúsið, vinnu við lagnir, hönnun, bæðiaðal- og séruppdrátta fyrir húsið ogframkvæmdaeftirlit.

Frá því í september 2008 og framað vígslu var góður hópur bræðra viðvinnu flest kvöld og allar helgar íhúsinu og hreint ótrúlegt hversumiklu var áorkað á stuttum tíma,enda myndaðist einstök stemmning ámeðal bræðra og mikil samheldni íhópnum.

Fjölmargar góðar gjafir báruststúkunni einnig frá bræðrum í öðrumstúkum.

Byggingarnefnd Röðuls

Valur Valsson, Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi klippirá borða er nýja húsið á Selfossi var formlega vígt. Til vinstri er Örn Grétars-son Stm. Röðuls. Ljósm. Jón Svavarsson.

Page 14: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

14 FRÍMÚRARINN

Þann 16. nóvember 2008 var hald-inn fræðslufundur í Regluheimilinu íReykjavík með systrum og bræðrumum viðbrögð við áföllum og mótlætien það var Fræðaráð Reglunnar semsá um fundinn.

Kveikjan að þessum fundi eru þærhremmingar sem þjóðfélag okkar erað ganga í gegnum, og höfðu margirbræður lýst yfir áhyggjum af fram-tíðinni, fjárhagslegum, félagslegumsem og persónulegum.

Ákveðið var í Fræðaráði, meðsamþykki SMR, að halda fræðslu- ogkynningarfund um hvernig maðurinnalmennt bregst við er hann verðurfyrir áföllum og/eða mótlæti á lífs-leiðinni en ekki sem nein „meðferð“.Þá væri einnig hægt að koma meðleiðbeiningar um hvert viðkomandigæti leitað til að fá andlegan stuðningog hjálp, þ.e.a.s. leita til fagfólks einsog geðlæknis, sálfræðings, prests,kirkju, félagssamtaka, vina, ástvinaog sækja fundi í Reglunni.

Fundinn sóttu um 250 bræður ogsystur en hann var undir stjórnKristjáns Þórðarsonar, R&K, vara-oddvita Fræðaráðs. Líflegar umræð-ur voru á fundinum og er óhætt aðfullyrða að almenn ánægja hafi veriðmeð hann. Erindi fluttu Halldór Kol-beinsson geðlæknir, Jóhann Loftssonsálfræðingur og Örn Bárður Jónssonsóknarprestur.

Viðbrögð líkamans við áfalli.Halldór Kolbeinsson geðlæknir

Íslendingar standa nú á miklumerfiðleikatímum sem stafar af fjár-málakreppu er mun setja mark sittog álag á margar fjölskyldur og hafavíðtæk áhrif á unga sem aldna.Áreitin eru stöðugri, það er ótryggtatvinnuástand, verðbólga, sem eykuróvissu um framtíðina og veldur nei-kvæðu viðhorfi. Allar þessar óeðli-legu aðstæður er stafa af fjármála-áföllum geta leitt til líkamlegra við-bragða sem við köllum streitu. Enhvernig skynjar einstaklingurinnþessa streitu?

Líkaminn býr yfir streituhormón-um sem leiða til þess að mikil orka

safnast fyrir og við finnum fyrir lík-amlegum viðbrögðum; s.s. hjartaðslær örar, blóðþrýstingur hækkar,lungun þenjast út, öndun verður tíð-ari, vöðvar spennast upp er valdaskjálfta og stoðkerfisverkjum, húðindælir út svita. Meltingarstarfsemiminnkar, fólk finnur fyrir ógleði,brjóstsviða og munnþurrki.

Þegar um er að ræða stöðugalangvarandi streitu þá eru ekki baralíkamleg einkenni sem við verðumvör við heldur líka tilfinningaleg við-brögð t.d. einbeitingarleysi, óróleika,reiði, pirring, erfiðleika við að takaákvarðanir og afköst minnka. Fólkgetur fundið fyrir neikvæðum hugs-unum, áhuga- og gleðileysi. Félagslegtengsl minnka og það getur borið ásvefntruflunum, hræðslu og kvíðasem geta þróast í svartsýni, vonleysiog þunglyndi.

Hvað er best að gera? Fyrst ogfremst þarf hver að sinna sínumgrunnþörfum, passa upp á svefn,næringu og losa út orkuna með því aðhreyfa sig meira og gefa sér meiritíma með fjölskyldunni.

Mikilvægt er að viðhalda og helstað auka félagsstarf, t.d. með því aðsækja vel fundi og þekkt er að fé-lagsleg virkni og stuðningur draga úrstreitueinkennum. Vera síðan á varð-bergi fyrir svefnleysi og tilfinninga-legri vanlíðan og leita þá til fagfólks.

Áföll geta haft mikil líkamlegáhrif á einstaklinginn og það er þvímikilvægt fyrir hvern og einn að gerasér grein fyrir hinum nánu tengslummilli streitu, heilsufars og félagslegsstuðnings. Mikil linnulaus oglangvarandi streita leiðir til ýmisskonar vanlíðunar og er heilsuspill-andi.

Andlegt og tilfinningalegtjafnvægi.

Jóhann Loftsson sálfræðingur

Frá örófi alda hefur mannskepnangengið í gegnum tímabil sem hafaverið erfið og önnur þar sem allt hef-ur leikið í lyndi og lífsbardaginn veriðauðveldur. Í milljónir ára hefur mað-urinn sem dýrategund verið að þróa

hæfni líkamans til að takast á viðjafnt ofgnógt sem hungur. Í aðminnsta kosti 300 þúsund ár höfumvið verið að þróast tilfinningalega tilað gera okkur fær um að mæta þeimsveiflum sem við stöndum frammifyrir í mannlegu samfélagi. Á þessumtíma hefur maðurinn þróað með sérfjölskrúðugt viðbragðamunstur til aðtakst á við bæði örbirgð, harðræði ogskort og jafnframt að takast á viðofgnógt, ofát og vellystingar.

Leit mannsins að tækni til að haldatilfinningalegu og andlegu jafnvægiburt séð frá umhverfissveiflum erengan veginn lokið og hver og einnþarf að nota þau tæki sem okkur erugefin af mikilli yfirvegun og ákveðnitil að þau nýtist sem best en snúistekki í höndum okkar og vinni gegnokkur. Það er nefnilega einkenni allraandlegra eiginleika mannsins að hanngetur notað alla eiginleika sína fyrirsig eða gegn sér. Allir eiginleikarmannsins hafa jákvæðar og nei-kvæðar hliðar, allt aftir því hvernigviðkomandi notar eiginleika sína.

Í grunninn skiptist þróunarsagamannsins í fimm þrep; líkama, skynj-un, vitsmuni, tilfinningar og trú eðaheimspeki. Að sjálfsögðu myndaþessi þrep eina heild en við skiptumþeim upp til að fá betri yfirsýn yfirþau.

Fyrsta þrepið í þróunarsögunni erþróun líkamans. Líkaminn þarf súr-efni, næringu og hreyfingu. Það ersvo okkar að velja hvernig við förummeð þetta merkilega tæki, líkamann.Ef við öndum grunnt og hægjum ásúrefnisstreyminu til líkamans, síg-um við eins og niður í létt þunglyndiog doða. Þetta er í sjálfu sér fín vörnþegar við þurfum að draga okkur inní eigin skel og ná okkur eftir áfall eðaerfiðleika. Hins vegar er þetta afleittlangtímaástand og leiðir til frum-kvæðis- og bjargarleysis. Við getummagnað þetta ástand eins og okkursýnist með óhófi og stjórnleysi í mat-arræði og með því að hreyfa okkursem minnst. Ef við ætlum að færasteitthvað í fang eða takast á við ein-hverja erfiðleika er þetta óskaplega

Viðbrögð við áföllum og mótlætiFræðslufundur í Regluheimilinu 16. nóvember 2008

Page 15: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

óheppilegt lífsmunstur. Hin leiðinstendur okkur líka til boða, aðtryggja góða öndun með miklu súr-efnisflæði, borða holla og góða fæðuog efla hreyfingu þannig að við náumhámarksorku út úr líkamanum. Báð-ar þessar leiðir standa til boða og þaðer okkar að nota visku okkar ogþekkingu til að velja þá leið sem viðviljum fara.

Næst á eftir líkamsþróuninni tek-ur við þróun skynjunarinnar. Þargetum við að sama skapi valið hvortvið hreyfum við skynfærum okkarmeð áreitum sem eru niðurbrjótandi,ljót eða grimmúðleg eða hvort viðörvum þau með fegurð, fágun, göfgiog gleði. Allir þekkja hvernig þaðgetur breytt hugarástandi manns aðsetja rétta plötu á fóninn. Við getumöll spilað á vellíðan okkar og vanlíðanmeð tónlist, myndlist, bragði, lykt ogsnertingu.

Vitsmunir okkar eru þeir þættirsem við dáum hvað mest og þar eruótal möguleikar á að stjórna ástandiokkar. Við styrkjum okkur og verð-um sæl við að glíma við uppbyggjandiverkefni með vitsmunalegum átök-um, en með neikvæðum niðurrífandihugsunum sem ekki krefja okkur umnein átök keyrum við okkur niður íþunglyndi og vonleysi.

Tilfinningalegi þátturinn í okkurer ef til vill sá litskrúðugasti og ef tilvill sá kraftmesti. Við getum spilað áhatrið og fengið eins konar andleganæringu út úr því að rækta það meðokkur. Á sama hátt getum við farið íeins og upphafið ástand með því aðleitast við að hlúa að ástartilfinning-um okkar.

Græðgi, píslarvætti, sjálfsvanmat,hroki, þrjóska og óþolinmæði hafa ásama hátt jákvæðar og neikvæðarhliðar sem við, með vilja okkar, get-

um valið hvernig við spilum með.Samkennd okkar með mannkyninu

og þörf fyrir að setja líf okkar í trúar-legt samhengi eða heimspekilegt erórjúfanlegur þáttur af þroska manns-ins. Þar getum við valið hvernig viðstaðsetjum okkur gagnvart því semvið upplifum sem æðra vald yfir okk-ur. Við getum valið að setja okkur íþá stöðu að við séum öll meira ogminna á sama ferðalaginu og séumsamferðarfólk og jafnframt að þvíferðalagi sé stjórnað af einhverju aflisem er meira en við hvert um sig.Hins vegar getum við líka skilgreintokkur sem einstaklinga sem eru al-einir hver fyrir sig án stærra eðaæðra samhengis við mannkynið ogjörðina.

Við stjórnum ef til vill ekki því,

sem við lendum í á lífsleið okkar, enokkur er öllum útveguð vopn og verj-ur til að ákveða sjálf hvernig viðbregðumst við og hvernig við látumokkur líða á því ferðalagi sem lífið er.

Hugbót vonarinnar.Örn Bárður Jónsson sóknarprestur

Þegar sá vandi sem þjóðin glímirnú við er skoðaður í sögulegu sam-hengi má ljóst vera að hann stenstengan veginn samanburð við erf-iðustu mál sem þjóðin hefur glímt viðí rúmlega þúsund ára langri sögusinni. Margir kalla ástandið sem núríkir kreppu. Hvaða orð á þá að notayfir svartadauða sem hér geisaði1402, stóru bólu 1707-9 , móðuharð-indin 1783-5, spænsku veikina 1918,sjóslysin í aldanna rás, snjóflóðin ogmannskaðana alla?

Kreppa eða ekki kreppa? Látumþað liggja á milli hluta hvaða orð á aðnota yfir ástandið sem við nú upplif-um.

Við erum fámenn þjóð og búum ígjöfulu landi. Við hljótum að getahjálpast að við að jafna kjör svo viðgetum öll lifað og komist sæmilega afá meðan efnahagslægðin gengur yfir.

Í Harmljóðum Jeremía spámannseru orð (3.21-26) sem kunna að veitaeinhverjum hugbót í hremmingumsamtímans eins og þau hafa gefiðGyðingum og kristnu fólki kraft í ald-anna rás:

„En þetta vil ég hugfesta og þessvegna vona ég: Náð Drottins er ekkiþrotin, miskunn hans ekki á enda,hún er ný á hverjum morgni, mikil ertrúfesti þín. Drottinn er hlutdeildmín, segir sál mín, þess vegna vonaég á hann. Góður er Drottinn þeim erá hann vona og þeim manni er tilhans leitar. Gott er að bíða hljóðureftir hjálp Drottins.“

ÆÐRULEYSISBÆNINGuð, gefðu mér æðruleysi til

að sætta mig við það sem ég fæekki breytt,

kjark til að breyta því sem égget breytt og vit til að greina þará milli.

Að lifa einn dag í einu, njótahvers andartaks fyrir sig,

viðurkenna mótlæti sem frið-arveg, með því að taka syndug-um heimi eins og hann er,

eins og Jesús gerði en ekkieins og ég vil hafa hann

og treysta því að þú munirfæra allt á réttan veg ef ég gefmig undir vilja þinn

svo að ég megi vera hæfilegahamingjusamur í þessu lífi

og yfirmáta hamingjusamurmeð þér þegar að eilífðinni kem-ur.

Amen

Framsögumenn á fundi Fræðaráðs: Halldór Kolbeinsson, Örn Báður Jónsson og Jóhann Loftsson.

Page 16: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

16 FRÍMÚRARINN

Haldið var endurlífgunarnámskeiðfyrir lækna í Reglunni fædda 1940 ogyngri sunnudaginn 8. mars og örygg-isnámskeið fyrir siðameistara stúknasem funda í Regluheimilinu. Örygg-isámskeiðin voru haldin dagana 14.og 15. mars á vegum FræðslunefndarFræðaráðs.

Leiðbeinendur voru Kristján Þórð-arson, R&K, varaoddviti Fræðaráðs,Sveinn Geir Einarsson svæfinga-læknir og Jónas Helgason forvarna-fulltrúi.

Námskeið fyrirsiðameistara

Frá endurlífgunarnámskeiði fyrir siðameistara.

Page 17: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 17

SigurðurIngólfsson

FerðI

Þú leggur út á hafið.

Rétt eins og öldurnar hafi ekki sagt þér að vera heima.

Þú siglir inn í myndinasem kallar þig burt

í átt til sjóndeildarhrings.

II

Þrátt fyrir allter þinn báturstórskip.

Enginn mun nokkru sinni taka það frá þér.

Þú mælir hann nefnilega útmeð hjartanu.

Lunningarnareru dýrmæti

og hver þófta er hásæti.

Og yfir ölluvakir himinninn.

Alveg óumbeðinn.

III

Þú horfirí öldurnar.

Særótið sem er svipaðhuganum

og það er samahvað þú reiknar út hafið,

það er alltafjafn ófyrirsjáanlegt.Hvítfyssandieða kyrrlátt.

IV

Þú brettir upp ermar,dregur djúpt andann

og rýnir í hluti sem búa innra með þérog fleyta þér áfram

yfir öldurótiðsem er rétt eins og þaðsem fer um huga þinn.

Þú dregur framþekkingu sem þú veiststundum varla af.

Fyrr en þú horfirupp eftir mastrisem tengir samanhiminn og haf,nýjan morgunog gamalt kvöld.

Stafn, skutur og mastur,hornrétt yfir hafinu,undir himninumfleyta þér nær sjóndeildarhringnum.

V

Það brakarí brjósti þér.

Sponsgat opnastá óvarlegum stað.

Veðragnýrí fjarska kallar til þín.

Undir fótum þér brestur í fjöl.

Árarnar virðast sleiparien þegar þú lagðir af stað.

Myrkrið í djúpinusyngur þér ljóð,

seyðandi gutlvirðist allt að þvífárviðri.

Og himinninn galopinn

líkt og hafið.

VI

Stjörnuskingælir við vanga þinn.

Festinginyfir þérlaumar að þér leyndarmálumsem vísa þér leið.

Jafnvelalla leiðina heim.

Karlsvagn þeysir hjá.

Innra með þér hrapa stjörnur.

Glæðurnar læðast um fingurna.

Þeir grípa árinasem skyndilega er haldreipi.

Taug niður í hafiðþaðan sem himinninn kallar.

VII

Þú horfirí átt að sjóndeildarhring.

Þú hefur fiskað.

Þinn aflibýr í þóftunum,í höndunumog stjörnunum sem falla af himnum ofanog glitra þar sem sloppinn fiskurflýtir sér burt.

Og eins og fiskurinn,heldur þú heim á leið.

Yfir bárurnar,undir himninumog heim.

Vitandi fullvelað þú leggur aftur á hafið.

Rétt eins og öldurnar hafi ekki sagt þér að vera heima.

Page 18: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

18 FRÍMÚRARINN

Það var mikil eftirvænting sem lá íloftinu þegar Hamars- og Njarðar-bræður ásamt systrum voru búnir aðkoma sér fyrir í stúkusalnum aðLjósatröð 2, þann 12. október 2008.Því nú styttist óðum í að gestirfengju að heyra ómþýða tóna frá hinunýja og fagra pípuorgeli sem bræðurí Hamri og Nirði voru búnir að safnafyrir á ótrúlega skömmum tíma.

Hugmyndinni að þessu stórvirkivar hrundið af stað vegna hvatningarbróður okkar í Hamri, Gísla Erlends-sonar, sem eitt sinn er hann var áfundi, fannst eins og handriðið ásöngloftinu breyttist í orgelpípur.Hugmyndin lét hann ekki í friði, endapípari, og á undra skömmum tímavar hann búinn að hrinda hugmynd-inni í framkvæmd og á afmælisfundiHamars þann 1. nóvember 2006 varformlega stofnaður orgelsjóður St.Jóh. stúknanna Hamars og Njarðarog skipuð var nefnd til að vinna aðmálinu. Eyjólfur Þ. Haraldsson varskipaður formaður og fékk hann meðsér nokkar frábæra bræður bæði úrHamri og Nirði. Sem sérlegir ráð-gjafar voru að sjálfsögðu söngstjórar

stúknanna, þeir Marteinn H. Frið-riksson Hamarsbróðir og Úlrik Óla-son Njarðarbróðir, sem því miðurlést áður en verkinu lauk.

Söfnunin gekk mjög vel, endamargir sem lögðu hönd á plóginn. Þaðvoru haldnir styrktartónleikar íDómkirkjunni í Reykjavík, semMarteinn H. Friðriksson skipulagði.Gunnlaugur Stefán Gíslason, listmál-ari og Hamarsbróðir, málaði myndsem var fjölfölduð í 100 eintökum ogseldist myndin mjög vel (nokkur ein-tök eru enn eftir). Eiginkona GíslaErlendssonar, Svanhvít Magnúsdótt-ir leirlistakona, útbjó 100 glæsilegarkönnur sem seldust á svipstundu.Vegleg matarveisla var haldin aðLjósatröð 2, og gaf hún góðan pening.Margir bræður gáfu einnig veglegarfjárhæðir, einn gaf kr. 40.000.- þarsem hann var búinn að vera 40 ár ístúkunni.

En veglegast gjöfin kom frá Egg-erti Ísakssyni, fyrrverandi Stólmeist-ara Hamars, syni og tengdasyni, kr.2.000.000, glæsilegt framlag og velþegið.

Björgvin Tómasson orgelsmiður

var fenginn til að hanna og smíðaorgelið. Öll samvinna við Björgvinvar til fyrirmyndar og stóðust allirþættir, hvort heldur var verð, hönn-un, uppsetning eða afgreiðsla, allt100%.

Nú var stóra stundin runnin upp.Fyrstu tónarnir fóru að berast fráhljóðfærinu. Marteinn H. Friðrikssonlék af mikilli nærfærni og blíðu,Eiríkur Hreinn Helgason bróðir okk-ar í Eddu söng með sinni fallegu,djúpu og þróttmiklu rödd og allirvoru hugfangnir, ánægðir og glaðir.Stórmeistari Reglunnar, Valur Vals-son, og kona hans heiðruðu samkom-una. Valur óskaði stúkunum til ham-ingju með orgelið og rómaði þanndugnað sem bræðurnir höfðu sýnt viðað koma þessu veglega verkefniáfram á jafn skömmum tíma og raunbar vitni.

Það voru stoltir Stólmeistarar,þeir Már Sveinbjörnsson í Hamri ogÓlafur H. Johnsson í Nirði, semgengu út stúkugólfið að athöfn lok-inni.

Jóhann Ólafur Ársælsson

Vígsla pípuorgels að LjósatröðMarteinn H. Friðriksson sestur við hljóðfærið.

Page 19: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 19

Regluhátíð var haldin 17. janúar2009 undir stjórn SMR, Vals Vals-sonar, og sátu ríflega 400 bræðurfundinn. Hann hófst með flutningiFrímúrarakórsins, undir stjórn JónsKristins Cortes og einsöngs ÍvarsHelgasonar á „Gengið til starfa“ eftirMozart og sáu þeir Jónas Þórir Þóris-son á orgel og Hjörleifur Valsson áfiðlu um undirleikinn.

Þá bauð SMR bræðurna velkomnatil Regluhátíðar. St.KM, br. ÚlfarGuðmundsson, flutti ávarp og lagði útfrá tímanum. Hvatti hann bræðurnatil að nýta tímann vel, vera til fyrir-myndar og eftirbreytni fyrir aðra.

Fleiri tónlistaratriði voru flutt afFrímúrarakórnum, Jónasi Þór, Ein-ari Clausen, Hjörleifi Valssyni, ÍvariHelgasyni, Örnólfi Kristjánssyni ogEiríki Hreini Helgasyni.

Í ávarpi sínu sagði SMR frá þvíhvernig bræður og jafnvel þeir semeinungis koma í Regluheimilið á jóla-ball, upplifi í húsinu frið og ró.Hvernig dýrmætt sé að eiga eitthvaðsem standi allt af sér, jafnvel á um-

brotatímum þegar fæst er óhult ogflestu umturnað. Á fundum eigi frí-múrarar skjól fyrir slagveðri heimsog geti hvílt hugann frá áhyggjum ogkvíða, umluktir hlýju og bróðurkær-leika, studdir af bróðurhönd semhjálpi þeim til að takast á við vanda-málin af æðruleysi. Í Regluheimilinugeti bræður endurnýjað krafta sínaog styrkt sig í baráttu hversdagsins.

Jafnframt skýrði SMR frá því aðtvær nýjar stúkur séu í burðarliðn-um. Hádegisstúka sem ætlað er aðmæta þörfum eldri bræðra og ann-arra sem af ýmsum ástæðum getaekki sótt kvöldfundi eða setið langanfund og verður henni stýrt af br. Jó-hannes Harry Einarssyni. Ennfrem-ur Rannsóknarstúka sem ætlað er aðefla rannsóknir á fræðum frímúraraog gangast fyrir fyrirlestrafundumog umræðum um málefnið. Hennimun br. Haukur Björnsson stýra.

Þá tilkynnti SMR að fv. Hersir,Karl Guðmundsson, hefði fært Regl-unni að gjöf persónulega eign sínasem er á vinnustofu hans í

Regluheimilinu. Fjöldi bóka og hund-ruð skjala. Þar á meðal er þýðing áöllum fræðabálkum Eckleffs úr fornrisænsku sem er hreint þrekvirki ogReglunni mikils virði.

Fjórir Stólmeistarar, sem létu afstörfum á árinu, þeir Kristján Þórð-arson Heklu, Pétur A. Maack Hlín,Jóhann H. Jóhannsson Glitni ogGunnar Ólafsson Akri fengu Starfs-merki Stólmeistara.

Eftir hátíðarfundinn stjórnaðiSMR veislustúku. HSM, br. AllanVagn Magnússon, ávarpaði SMR.IVR, hæstuppl. br. Þorsteinn Sv.Stefánsson ávarpaði erlenda gesti,sem voru að þessu sinni eftirfarandibræður: Frá Danmörku Hans MartinJepsen SMR, Ib Andersen DSM ogJens E. Lassen IVR. Frá NoregiIvar A. Skaar SMR, Magne FrodeNygaard fv. SMR, og Kaare TerlandIVR Frá Svíþjóð Anders StrombergDSM.

Ivar A. Skaar þakkaði fyrir höndgesta.

Regluhátíð 2009

Fulltrúar norrænna frímúrarabræðra á Regluhátíð 2009: Jens E. Lassen IVR dönsku Reglunnar, Ib Andersen DSMdönsku Reglunnar, Hans Martin Jepsen SMR dönsku Reglunnar, Valur Valsson SMR, Ivar Anstein Skar SMRnorsku Reglunnar, Magne Frode Nygaard fyrrv. SMR norsku Reglunnar, Karl Eric-Erikson IVR sænskuReglunnar, Anders Strömberg DSM sænsku Reglunnar. Ljósm. Bjarni Ómar

Page 20: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

20 FRÍMÚRARINN

www.bananar.is wwww.bonus.is

www.kjarnafaedi.iswww.eirvik.is

Page 21: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 21

www.ekran.is

Munið minningarkort bræðr-anefndar

Hægt er að panta kort á heimasíðuFrímúrarareglunnar www.frmr.is

Page 22: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.

22 FRÍMÚRARINN

Frá Minjasafni Reglunnar Jón Þór HannessonMinjavörður

Á minjasafninu er þessi merki-legi axlarborði sem lætur ekki mik-ið yfir sér við fyrstu sýn. En þegarsaga hans er skoðuð nánar kemurannað í ljós.

Borðinn sem er 6. gr. borði ergjöf frá br. Richard Braun en hannvar í bræðrafélaginu Eddu 1914.Samkvæmt frásögn br. Sveins Ka-aber rak Richard Braun verslun íAusturstræti í Reykjavík, en þeg-ar fyrri heimsstyrjöldin skall á1914 fluttist hann til Þýskalands oggekk í þýska herinn. Til er frásögnum tilurð borðans sem br. Helgi P.Briem skráði og er hún eftirfar-andi:

Á fyrsta fundi St. Jóh.st Eddustarfsárið 1969/70, þann 30. sept-ember 1969, afhenti Stm. Eddu, br.

Sveinn Kaaber, mér undirrituðum axlarborða 6. stigstil vörslu í safni Frímúrarareglunnar. Fylgdi afhend-ingunni sú frásögn, að hann væri fenginn frá RichardN. Braun, kaupmanni, sem hafði þrjár verzlanir hér áÍslandi um eitt skeið.

Braun var áhugasamur frímúrari og hafði fengið 5.stig Reglunnar í Þýsklandi, en þar er þessi borði 5.stigs borði. Það er sérkenni þessa þýska borða, aðhafa fimmhyrnda stjörnu. Hún snýr þó svo að tvöhorn snúa upp en eitt niður, en það er talið andsnúiðokkar merkjum. Af tilviljun og fyrir mistök var þessiborði afhentur einhverjum íslenskum bróður og

kvaðst Sveinn oft hafa leitað í geymslu 6. stigs, til aðsjá hvort borðinn hafi borist þangað aftur. Það varekki fyrr en í sumar sem hann rakst á hann aftur ogtók hann þá í sína vörzlu til afhendingar í safnið.Rakti hann síðar sögu Brauns, sem virtist mikillhörmungarmaður. Hann tók þátt í fyrri heimsstyrj-öldinni og særðist þá. Er Hitler komst til valda árið1932 og tók sér einræðisvald árið 1933, var Reglan of-sótt og hver stúkan af annarri var lögð niður. Braunmun hafa afhent borðann til vörslu 1934 eða 1935.

Í seinna stríðinu missti Braun alla þrjá syni sína ogkona hans hljóp frá honum. Hús hans var eyðilagt afsprengingu en hann vann fyrir sér með því að veratúlkur þýska hersins í Noregi.

Eins og kunnugt er voru byggingar Frímúrara íÞýskalandi rændar og brenndar af nasistum.

Er ég tók við borðanum kvaðst ég vona að sú ógiftasem hafði fylgt Braun fylgdi ekki þessum borða, endaginn eftir fór ég með hann til fjölkunnugrar konu,sem ég þekkti og afhenti henni hann í pappaöskju. Erhún tók við henni sagði hún strax: „Æ, hver ósköp eruþetta. Það eru allar víbrasjónir rangar. Og svo sterk-ar.“ Sagðist hún ekki geta snúið víbrasjónunum rétten ef til vill gæti hún „neutraliserað“ þær, svo hlutur-inn gerði ekki ógagn.

Endurtók hún vígsluna þrisvar sinnum, áður enhenni fannst stjarnan hlutlaus. En þar sem Reglanværi mjög opin fyrir víbrasjónum ráðlagði hún að látastjörnuna liggja flata en ekki hanga uppi, svo að horn-in tvö snéru upp, því þá gæti hún magnast aftur.

Kyngimagnaður axlarborði

Á Regluhátíð 13. janúar 2007, afhenti br. Hans MartinJepsen, S.M.R Frímúrarareglunnar í Danmörku, íslenskuFrímúrarareglunni tvo skildi að gjöf. Þeir eru skjöldurSt. Jóh.st Eddu og St. Andr.st. Helgafells. Þessir skildirhafa aldrei fyrr verið hér og voru smíðaðir í Danmörku ásínum tíma og hafa prýtt veggi „Armigersalarins“ í„Stamhúsinu“ eða Regluheimili bræða okkar í Kaup-mannahöfn. Þeir eru frábrugðnir núverandi skjöldumEddu og Helgafells, m.a. er kórónan danska konungskór-ónan en á okkar skjöldum er það hertogakóróna. Þetta erekki í fyrsta sinn sem bræður okkar í Danmörku sýnaokkur slíkan höfðingsskap og vinarþel.

Frá Regluhátíð 13. janúar 2007 þegar skildirnir voruafhentir. F.v.: Br. Halldór Guðbjarnarson, Stm. Eddu,br. Steinn Guðmundur Halldórsson, Stm. Helgafells,br. Hans Martin Jepsen, S.M.R. og br. Sigurður ÖrnEinarsson, S.M.R.

Skildirnir heim

Page 23: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.
Page 24: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 1.tbl. 5.árg.