Top Banner
2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009
28

Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

Mar 23, 2016

Download

Documents

Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi - Newspaper Freemasonry in Iceland
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009

Page 2: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.
Page 3: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.
Page 4: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

4 FRÍMÚRARINN

Er fiskur of góðurfyrir þig?

Page 5: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 5

ÚtgefandiFrímúrarareglan á Íslandi

Skúlagötu 53-55,Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

RitstjóriSteinar J. Lúðvíksson (X),

[email protected]

RitstjórnGunnlaugur Claessen YAR (ábm.)

Guðbrandur Magnússon (IX)[email protected]

Jónas Gestsson (X)[email protected]

Páll Júlíusson (IX)[email protected]

Steingrímur S. Ólafsson (IX)[email protected]Þór Jónsson (I)

[email protected]

AuglýsingarPáll Júlíusson (IX)

[email protected]

PrófarkalesturBragi V. Bergmann (VI)

[email protected]

NetfangGreinar sendist [email protected]

merktar: Frímúrarinn

Prentun:Litlaprent ehf., Kópavogi

Efni greina í blaðinu eru skoðanir höfunda og þurfaekki að vera í samræmi við

skoðanir Reglunnar.Höfundar efnis framselja

birtingarrétt efnisins til útgefanda.Ritstjórn áskilur sér rétt tilað ritstýra aðsendu efni.

ForsíðumyndGuðbrandsbiblía

Ljósmyndari: Guðmundur Skúli Viðarsson

„Markmið Reglunnar er aðgöfga og bæta mannlífið.Reglan vill efla góðvild

og drengskapmeð öllum mönnumog auka bróðurþelþeirra á meðal.“

Nýtt starfsár erhafið og ég býð allabræður velkomna tilstarfa. Því fylgirávallt nokkur eftir-vænting að koma tilfyrsta fundar nýsstarfsárs og hitta áný félaga og vini.Ekki verður annaðsagt en fundarstarf-ið hafi byrjað vel. Áfyrsta fund Lands-stúkunnar mættu174 bræður og á 60ára afmælisfundHuldar komu 144bræður. Fyrstufundir annarra stúkna hafa einnigverið vel sóttir. Þessi mikli áhugier sérstaklega ánægjulegur.

Erlendur frímúrari spurði mignýlega hvort bræður á Íslandisæktu fundi vegna áhuga á fræð-unum og boðskap Reglunnar eðafyrst og fremst vegna félagsskap-arins. Ég svaraði með því aðvitna í máltækið: „Svo er margtsinnið sem skinnið.“ Eflaust litubræður mismunandi augum áþátttöku sína í Reglunni. Samtværi ég nokkuð viss um að flestirbræður sæktu fundi til að njótakyrrðarinnar, umhverfisins ogboðskaparins, – að hvíla hugannfrá amstri hins ytra heims ogáhyggjum hversdagsins. Á frí-múrarafundum væri lífið og til-veran metin á annan hátt. Enjafnframt sæktu menn styrk íbræðralagið og bróðurhuginn ogþví væri félagsskapurinn einnigmikilvægur.

Þessi erlendi frímúrari sagðimér þá frá áhyggjum sínum afþví að í hans landi væri boðskap-urinn á undanhaldi og vekti núminni áhuga en áður. Þar sæktumenn fyrst og fremst fundi til aðhitta félaga sína.

Ég hef ekki slíkaráhyggjur. Íslenskirfrímúrarar hafa lif-andi áhuga fyrirboðskapnum. Þaðsannast meðal ann-ars á umræðumbræðra og spurn-ingum sem brenna ávörum margrabræðra. Og það hef-ur líka sannast ááhuga og aðsókn aðfræðslufundunumJóhannesi, semhafa verið haldnirþrívegis og þaðsýndi sig einnig á

Andrési 2009 nú í október.Í stúkustarfinu er þessum

áhuga meðal annars mætt meðfræðsluerindum, stuttum eðalöngum, á nær öllum fundum eðavið bróðurmáltíðir.

Ég vil nota þetta tækifæri tilað þakka stólmeisturum og ræðu-meisturum stúkna fyrir dugnaðþeirra við að fylgja þessum siðeftir. Það er mikilvægt að þessustarfi verði haldið áfram.

Þá vil ég þakka öllum þeimbræðrum sem sjá um bókasöfn íRegluheimilinu í Reykjavík og ístúkuhúsum vítt og breitt umlandið. Með starfi bókasafnannaer áhuga bræðra um boðskapinneinnig mætt. Þannig er meðmargvíslegum hætti stutt við lif-andi áhuga bræðranna á fræðumReglunnar.

Framundan er spennandistarfsár og ég hlakka til að hittabræður á nýjan leik.

Valur Valsson, stórmeistari

Frímúrarareglunnar á Íslandi

Valur Valsson SMR

Velkomnir til starfa

Page 6: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

Undirbúningur fyrir ráðstefnunaAndrés 2009, hófst á vormánuðumundir styrkri stjórn þeirra JónasarGestssonar og Sigmundar ArnarArngrímssonar. Ráðstefnan varsameiginlegt verkefni Fræðslu-nefndar Frímúrarareglunnar svo ogSt. Andrésar stúknanna Helgafells,Hlínar, Heklu, Huldar á Akureyri ogSt. Andr. Fræðslustúkunnar Hörpuá Ísafirði. Ráðstefnan var haldinþann 25. október í Regluheimilinu íReykjavík. Dagskráin var tvískipt.Fyrri hlutinn sameiginlegur, en sásíðari stigbundinn. GunnlaugurClaessen YAR setti ráðstefnuna ogbauð bræður velkomna. SMR ValurValsson flutti ávarp og lýsti ánægjusinni með að ráðstefna sem þessiskyldi vera haldin. Fundarstjórisameiginlega hlutans, Steinn G.

Ólafsson Stm. Helgafells, stýrðifundinum af lagni og lipurð. Erindifluttu Einar Einarsson, DSM ogfyrrv. Stm. Helgafells, Kristján M.Magnússon, Rm. Huldar, og Guð-mundur Tómasson, Stm. Fjölnis. Aðloknum erindunum voru bornar framfyrirspurnir, og fengust góð svör ogskýringar við öllum spurningum.

Eftir kaffihlé skiptust bræður ítvo hópa eftir stigum.

St. Andrésar Ungbræðra- ogMeðbræðrastigshópnum stýrði Há-kon Birgir Sigurjónsson, Stm. Hlín-ar en erindin fluttu Björgvin Bjarna-son, Rm. Hörpu og Ingólf J. Peter-sen, fv. Stm. Helgafells. St. Andr-ésar Meistarstigshópnum stýrðiHalldór Jóhannsson, Stm. Heklu, enerindin fluttu sr. Kristján Björnsson,Km. Hlés og Snorri Magnússon,

A.Sm. Landsstúkunnar. Að loknumerindunum fóru fram fjörugar um-ræður varðandi þau málefni er framkomu á fundinum.

Um 160 bræður sóttu ráðstefnunaog fengu þeir að heyra mjög margtáhugavert og heillandi, sem um leiðvarpaði ljósi á ýmsar fyrri vanga-veltur og verður án efa til þess aðmenn heimsækja nú bókasöfnin ennbetur til að kafa dýpra í fræðin. Öllerindin verða prentuð og afhentbókasafni Reglunnar.

Öllum bræðrum er komu að ráð-stefnunni með einum eða öðrumhætti er þakkað þeirra framlag, semvarð til þess að samverustundinheppnaðist frábærlega vel í allastaði.

Jóhann Ólafur Ársælsson.

Andrés 2009 í Reglu-heimilinu í Reykjavík

Skemmtileg og fræðandi ráðstefna. Fremst sitja (frá vinstri) Jónas Gestsson form. Fræðslunefndar, Snorri Magnús-son og sr. Kristján Björnsson, en þeir fluttu báðir erindi á ráðstefnunni. Ljósmyndir: Rúnar Hreinsson.

Page 7: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 7

Líflegar umræður. Magnús Halldórsson, St. Jóh. Nirði, ber fram fyrirspurn.

Valur Valsson, Stórmeistari Regl-unnar.

Sr. Örn Bárður Jónsson ÆKR. Góð þátttaka var á fundinum. Meðal annarra voru þar (á fremsta bekk frávinstri) Einar Einarsson DSM, Gunnlaugur Claessen YAR og sr. ÚlfarGuðmundsson St.Km.

Page 8: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

Guðbrandsbiblía er fyrsta heildar-útgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuðá Hólum í Hjaltadal og kennd viðGuðbrand Þorláksson (1541-1627)biskup að Hólum.

Guðbrandur var sonur sr. ÞorláksHallgrímssonar, prests á Mel í Mið-firði, og Helgu Jónsdóttur. Guð-brandur þótti vera einn mesti lær-dómsmaður á Íslandi, einn af fulltrú-um húmanismans og hafði mikinnáhuga á landafræði, stærðfræði ogstjörnufræði. Hann lærði í Hólaskóla

á árunum 1553-1559 og síðar í Kaup-mannahafnarháskóla árin 1560 til1564. Eftir heimkomuna varð hannrektor í Skálholtsskóla og síðarprestur á Breiðabólsstað í Vestur-Hópi, en þar var starfrækt prents-miðja. Árið 1570 var Guðbrandur afkonungi kvaddur til biskups á Hólumí Hjaltadal, enda einn af fáum Íslend-ingum sem hlotið höfðu menntun íHafnarháskóla. Hann var síðar vígð-ur til biskups í Frúarkirkjunni 8. apr-íl 1571 og kom það sama sumar til

stóls síns og gegndi þar biskupsemb-ætti sínu til dauðadags.

Fljótlega eftir komuna að Hólumhóf Guðbrandur undirbúning að gerðog prentun Biblíunnar sem síðar varvið hann kennd. Það var hins vegarekki fyrr en árið 1579 að Friðrik IIDanakonungur gaf út tvö bréf þarsem Guðbrandur fékk leyfi til að látaprenta Biblíuna og að allar kirkjurlandsins voru skyldaðar til að kaupaeitt eintak auk þess sem konungurlofaði fjárstuðningi til verksins. Við

GuðbrandsbiblíaEinn merkasti dýrgripur íslenskrar menningar í eiguFrímúrarareglunnar – árituð af Guðbrandi Þorlákssyni biskup

Page 9: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

undirbúning útgáfunnar notaði Guð-brandur eldri þýðingar eins og hægtvar. Hann tók Nýja testamenti OddsGottskálkssonar (1540) upp nálegaóbreytt og hvað Gamla testamentiðsnerti notaði hann þýðingar GissurarEinarssonar.

Sagt er að sjö menn hafi prentaðbókina á tveimur árum og hefurprentunin líklegast hafist 1582. Taliðer að tvær pressur hafi verið notaðartil að flýta prentuninni og yfir verk-inu var Jón Jónsson frá Breiðabóls-stað í Vestur-Hópi.

Guðbrandsbiblían er 1.242 blaðsíð-ur í stóru broti og alls voru prentuðum 500 eintök.

Ekki er vitað með vissu hversumargar Biblíur úr upphaflegu útgáf-unni eru til, en talið er að eintökintelji varla fleiri en þrjá til fjóra tugi.Vitað er um fjögur eintök sem árituðeru af Guðbrandi sjálfum og er einnslíkur dýrgripur í eigu Frímúrara-reglunnar á Íslandi.

Satt er það, Frímúrarareglan á Ís-landi á einhvern merkasta dýrgrip ís-lenskrar menningar. Það er því varlaofsögum sagt að Guðbrandsbiblía séeitt mesta afrek íslenskrar prent- ogútgáfusögu. Mikilvægi Biblíunnar tilvarðveislu íslenskrar tungu verðuraldrei metið til fjár.

Guðbrandsbiblían „okkar“, semprentuð var og gefin út árið 1584, ergjöf Gunnlaugs Einarssonar læknisfrá Eiríksstöðum á Jökuldal til St.

Jóh.St. Eddu. Br. Ársæll Árnasonbókbindari batt bókina inn í brúntmaroccin skinn, handgyllt eftir eiginteikningu og gaf hann bandið. Þettavar árið 1927. Gjöfina tileinkaði hannvini sínum, br. Agli Jacobsen, sem þávar látinn. Ársæll var bróðir í Eddu,bóksali og bókaútgefandi, en vann sínsíðustu ár við bókband á Landsbóka-safni. Gefandinn lét kvaðir fylgjagjöfinni:

„Þessa bók, sem er með eiginhand-aráritun Guðbrands biskups sjálfs átitilblaðinu og að því er ég veit bezthefur jafnan verið í minni ætt, gef éghér með St. Jóh.St. Eddu í Reykjavíktil fullrar eignar og umráða, að þvítilskildu: 1) Að hún gæti hennar velog geymi hana jafnan intra nuiroscomenticios svos og á góðum stað. 2)Að hún verði stúkunnar ævarandieign, og verði ekki af hendi látin ámeðan stúkan starfar hér á landi. 3)Að stúkan sjái svo um að bókin gangitil þjóðminjasafnsins með sömu skil-málum og hér er greint, ef stúkan ogþar með frímúrarareglan skyldi leys-ast upp hér eða hætta störfum á Ís-landi.

Reykjavík 25. október 1923G Einarsson Eiríksstöðum,Jökuldal.“Lengi vel átti Guðbrandsbiblían

„okkar“ ekki neinn fastan samastaðog var hún því lengur en skyldi í eins-konar bráðabirgðageymslu í skjala-skáp í einu af vinnuherbergjum Regl-

unnar. Það var svo fyrir fáeinum ár-um og fyrir tilstuðlan áhugasamrabræðra, að Guðbrandsbiblíunni varkomið í vörslu og ábyrgð MinjasafnsReglunnar sem búið hefur Biblíunniviðeigandi umgjörð við anddyri hátíð-arsals Reglunnar.

Sérstakar þakkir vil ég færa eftir-töldum bræðrum sem veittu mér liðvið gerð þessarar greinar, en þeireru: Ísleifur Jónsson, SæmundurGuðmundsson, Jón Þór Hannesson,Trausti Laufdal, Hallgrímur Mari-nósson, Guðmundur Viðarsson og síð-ast en ekki síst br. Gunnlaugur Cla-essen.

Höskuldur Höskuldsson,Bv. R.

Heimildir:Ragnar Fjalar Lárusson: Hólabiblíurnar þrár,

På sporet af gamle bibler, [Kbh.] 1995, 36-39.

Stefán Karlsson: Um Guðbrandsbiblíu. Saga 22(1984), 46-55.

Gunnar Karlsson o.fl.: Fornir tímar, Saga 103(2003), 192-195.

Magnús Már Lárusson: Formáli að ljósprentunGuðbrandsbiblíu (1956).

Sveinbjörn Pálsson: Gotneskt letur og Guð-brandsbiblía, ritgerð (2008).

Skjöl (4 eintök) af Minja- og bókasafni Regl-unnar, skjölin eru ódagsett, höfundarókunnir.

Guðbrandur Þorláksson: Guðbrandsbiblía(1584).

Fylgiskjöl og áritanir Guðbrandsbiblíu: Gjafa-bréf: 1) Ársæll Árnason 2) Gunnlaugur Ein-arsson.

Upphaf Jóhannesarguðspjalls. Ljósmyndir: Guðmundur Skúli Viðarsson.

Page 10: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

10 FRÍMÚRARINN

Ljósmyndasafn Reglunnar:Varðveisla minninga

Starfsmennljósmyndasafns, f.v.:Rúnar Hreinsson,Matthías ÁrniJóhannsson, Bjarni ÓmarGuðmundsson, Jón BjarniBjarnason, Jón Þór Hannessonog Guðmundur SkúliViðarsson.

Aðdraganda að stofnun Ljós-myndasafns Frímúrarareglunnar márekja allt aftur til ársins 1988, þegarþáverandi SMR, Indriði Pálsson, fólMinjaverði Reglunnar, RagnariBorg, að kanna á hvern hátt værihentugast að varðveita ljósmyndir íeigu Reglunnar. Br. Eyjólfi Hall-dórssyni var falið að skipuleggja þaðog hafa umsjón með því, en hannásamt br. Hauki Björnssyni gerðiskipulagsskrá fyrir safnið. Strax íupphafi hófst mikil vinna við skönnungamalla ljósmynda og vann br. ÓlafurBrynjólfsson mikið og gott starf viðþað verk. Þáttur br. Guðlaugs Guð-jónssonar og br. Karls Guðmundsson-ar við skráningu skal ekki vanmetinnenda voru skannaðar og skráðar um3.000 ljósmyndir. Það kom fljótlega íljós þegar myndirnar voru skráðar aðyngri bræður þekktu ekki alla bræð-ur á myndunum. Það er því mikil-vægt að réttar upplýsingar fylgimyndum sem berast safninu á hverj-um tíma. Stór hluti gömlu myndannaeru verk br. Vigfúsar Sigurgeirsson-

ar ljósmyndara og hefur br. GunnarVigfússon séð til þess að allar myndirsem faðir hans tók fyrir Frímúrara-regluna eru nú komnar á safnið.

Ljósmyndasafnið hefur alla tíðheyrt undir Minjasafn Reglunnar oghefur samstarf safnanna verið meðágætum. Upphafleg tillaga að reglu-gerð safnsins þarfnast nú endurskoð-unar þar sem umhverfi og tækni hafabreyst. Því er Fræðaráð að vinnanýjar starfsreglur fyrir safnið. Nauð-synlegt er að setja skýrar reglur ummyndatökur í Frímúrarahúsinu ognotkun á ljósmyndum sem teknar eruí starfinu. Þetta hefur verið gert áhinum Norðurlöndunum og einnig ernauðsynlegt að það verði gert hér.

Jón Bjarni Bjarnason, safnvörður

„Ég sé Ljósmyndasafnið sem lif-andi vettvang fyrir starfið og ekkisíst fyrir starfið utan Reglunnar,varðveisla minninga sem alltaf erhægt að leita til þegar sagan er skoð-uð. En fyrst og fremst lifandi vett-vang fyrir bræðurna og stúkurnar til

að sækja í fortíðina eða nútíðina semvið höldum utan um á myndrænan ogaðgengilegan hátt,“ segir Jón Bjarni.

Starfið síðustu ár

Safnið fékk fasta aðstöðu fyrir 5árum og hefur nú yfir að ráða góðumtækjum, m.a. tölvubúnaði, prentaraog ljósmyndavél ásamt fylgibúnaði.Tæknin er breytt frá því sem áðurvar og öll starfsemin byggir nú ástafrænum lausnum. Mikið afmyndum hefur bæst við safnið síð-ustu árin þannig í dag eru um 20þúsund myndir í safninu. Þessarmyndir eru skráðar eftir atburðumen unnið er að nánari skráningu ogvið það starf er mikilvægt að fá lið-sinni eldri bræðra við skráninguna,en ljósmyndir með takmörkuðumupplýsingum eru litlar heimildir fyrirframtíðina.

Safnið er ungt og það vita ekkiallir bræður um starfssemi þess. Tilað safnið geti þjónað hlutverki sínuer mikilvægt að því berist afrit af öll-um myndum sem teknar eru í tengsl-um við Frímúrarastarfið um allt land.Mikilvægasta verkefni safnsins er aðvarðveita sögu Reglunnar í ljós-myndum. Það er gert með því aðskipuleggja myndatökur á helstu at-burðum í starfinu (afmælum, stórhá-tíðum, systrakvöldum, innsetningumo.s.frv.) Safnið sýnir einnig ljós-

Page 11: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 11

Árni Blöndal, fyrrum bóksali og flugvallarstjóri áSauðárkróki, er aldursforseti frímúrara í St. Jó-hannesarstúkunni Mælifelli. Hann á 51 ár að baki ístúkustarfi, var meðal stofnenda Bræðrafélagsins ogsíðar stjórnandi bróðir Fræðslustúkunnar. BróðirÁrni hefur lengi fengist við ljóðagerð í tómstundum,en ekki haldið henni á loft. Ritstjórn Frímúraransfrétti nýlega af óvenjufallegri bæn, sem hann orti áliðnu sumri og fékk leyfi hans til birtingar á henni.Ekki fer hjá því að við skynjum þar hreina og ein-læga frímúrarahugsun.

Árni Blöndal:

Bæn

Ég bið þig, ó, Drottinn, að gefa mér gæturog ganga við hlið mér á sérhverri stundog vaka svo hjá mér um niðdimmar nætursvo njóti ég hvíldar, er festi ég blund.

Þú hefur mig leitt gegnum ævina allaog ennþá ég fagnandi treysti á þigað leiða mig áfram til himinsins hallaer héðan í burtu þú kallar á mig.

Ég þakka þér Drottinn þau ár, sem ég átti,og yndisleg voru á þessari jörð.Ég reyndi að hjálpa sem mest er ég máttiþeim mönnum, sem baráttan reyndist of hörð.

Sauðárkróki 10. ágúst 2009

myndir í Regluheimilinu og tekurmyndir af munum á Minjasafni.

Guðmundur Viðarsson, safnvörður

„Mikilvægur þáttur í starfi safns-ins er varðveisla heimilda, söfnun ogskráning þeirra. Það gera sérkannski ekki allir grein fyrir gildiþessa fyrir starfið á landsvísu. Sam-ræmingarhlutverk safnsins er einnigmjög mikilvægt; að til sé einn staðursem allar ljósmyndir úr starfsemiFrímúrarareglunnar á Íslandi eruvarðveittar og aðgengi að þeim ségott,“ segir Guðmundur Viðarsson.

Ýmis verkefni í gangi

Unnið er að því að gera safniðsýnilegra fyrir bræður, til ánægju ogfróðleiks. Í því sambandi er byrjað aðvinna ljósmyndabækur sem verða tilsýnis á Bókasafni Reglunnar, íBræðrastofu og á Minjasafni.

Ljósmyndasafnið hefur umsjónmeð því að myndir séu teknar afembættismönnum og annast upp-setningu á þeim. Mikilvægt er aðsafna á einn stað myndum frá öllumstúkum og verður í vetur byrjað aðsafna myndum frá stúkum á lands-byggðinni sem ekki eru ennþá komn-ar í safnið. Myndir þurfa að berastsafninu í töluvtæku formi og grunn-skráðar í möppum eftir atburðum,einnig er mikilvægt að fá upplýsingarum þá sem eru á myndunum.

Rúnar Hreinsson, forstöðumaðurljósmyndasafns

„Ljósmyndasafnið á að vera að-gengilegt fyrir allar stofnanir Regl-unnar og að sjálfsögðu einstakabræður. Nútíðin verður fljótt að for-tíð, þess vegna er það mikilvægt aðmynda nútíðina fyrir framtíðina.Sagt er að ljósmynd segi meira enþúsund orð,“ segir Rúnar Hreinssonað lokum.

Jón Þór Hannesson

Þeir bræður sem hafa áhuga á að komaað skráningu mynda eða koma mynd-um á safnið hafi samband við RúnarHreinsson í síma 822 2516. Netfangið:[email protected]

Page 12: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

12 FRÍMÚRARINN

Page 13: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

St. Andrésarstúkan Huld á Ak-ureyri fagnaði 60 ára afmælisínu þann 30. september sl. Há-tíðarfundinn sóttu tæplega 150bræður, margir þeirra langt aðkomnir, og er fundurinn sá fjöl-mennasti í sögu stúkunnar.

Stm. Huldar, Úlfar Hauksson,setti hátíðarfundinn og bauð bræðurvelkomna. Hæst uppl. R&K HSM,Allan V. Magnússon, flutti ávarp;fyrrv. Stm. Huldar, Magnús Björns-son, rakti sögu stúkunnar og hæstlýs-andi br. Kristján Már Magnússon,ræðumeistari stúkunnar, fluttifræðsluerindi. Inn á milli söng Frí-múrarakórinn á Akureyri nokkur lögog ennfremur söng hæstlýsandi br.Stefán Arngrímsson einsöng meðkórnum. Undirleikari var br. KaldoKiis. Við þetta tækifæri var frumfluttnýtt lag eftir háttuppl. br. m.h.r.Birgi Helgason, söngstjóra kórsins,

St. AndrésarstúkanHuld á Akureyri 60 ára

Sem sjá má var þétt setinn bekkurinn í veislustúkunni. Myndir: Páll A. Pálsson.

Ólafur Ásgeirsson og Kristján Már Magnússon.

Page 14: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

14 FRÍMÚRARINN

við texta eftir Steindór Steindórssonfrá Hlöðum.

Þakklátir og fullir virðingar

Í afmælisávarpi sínu sagði Stm.Huldar, Úlfar Hauksson, m.a.: „Viðerum hér saman komnir til að minn-ast 60 ára afmælis St. Andrésarstúkunnar Huldar. Við hlýddum héráðan á yfirlit um sögu stúkunnar ogheyrðum hvernig áhugi og eldmóðurbræðranna og velvilji yfirstjórnarreglunnar varð til þess að fullgildAndrésarstúka varð að veruleika hérá undraskömmum tíma.

Við sem njótum í dag arfleifðarþeirra sem byggðu upp stúkuna ogmótuðu starfið erum í senn þakklátirog fullir virðingar gagnvart 60 árafrábæru verki sem okkur er nú trúaðfyrir. Okkur ber að gæta arfleifðar-innar og skila henni áfram til þeirrasem á eftir koma, a.m.k. í jafn full-komnu ásigkomulagi og þegar viðtókum við henni. Það er bæði mikiðverk og vandasamt.“

Veislustúka í matsal

Að loknum fundarslitum vardrukkinn bróðurbikar í risi og síðanvar veislustúka sett í matsal. Þarflutti lýs. br. Bragi V. BergmannMinni Reglunnar og hæstlýs. br.Angantýr Arnar Árnason Minni Ís-lands. Bræður sungu Minni Reglunn-ar, Minni Íslands og Systraljóð og

Rúnarkórinn söng undir stjórn Birgis Helgasonar (snýr baki í myndavélina). Við orgelið er Kaldo Kiis.

fjölmargir bræður fluttu stúkunniárnaðar- og heillaóskir.

Þess skal getið að Huld fékk aðgjöf nýjar klukkur frá St. Andrésarstúkunum Helgafelli, Huld, Hlín ogHeklu. Þá fengu allir bræður semfundinn sátu litla silfurbjöllu að gjöfsem Vm. Einar Thorlacius smíðaði.

Það var komið fram yfir miðnættiþegar hátíðar- og veislustúkunni varslitið. Síðan var þjóðsöngurinn sung-inn. Óhætt er að fullyrða að þessi há-tíð verður þeim mikla fjölda bræðrasem hana sóttu ógleymanleg.

Bragi V. Bergmann.

Sigurður Jóhannesson og Björn Baldursson.

Page 15: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

Eins og fram kemur hér að framanfagnaði St. Andrésarstúkan Huld áAkureyri 60 ára afmæli sínu þann 30.september sl. Á hátíðarfundinumrakti Magnús Björnsson, fyrrverandistólmeistari Huldar, sögu stúkunnar.Í erindi hans kom m.a. fram að upp-haf frímúrarastarfs á Akureyri megirekja til áranna 1928-1929. Þá voru 5frímúrarabræður búsettir á Akureyriog nágrenni, allir félagar í St. Jóh.stEddu en árið 1931 voru þeir orðnir12. Þeir settu sér það takmark að fáfrímúrarastúku norður en fyrstaskrefið var að fá að stofna St. Jóh.fræðslustúku. Málið fékk góðar und-irtektir í embættismannaráði St.Jóh.st. Eddu sem og í stjórn dönskuStórstúkunnar í VIII. Regluumdæm-inu en á þessum tíma var frímúr-arastarf hér á landi undir danskristjórn. Samþykkt var að stofna mættiSt. Jóh. fræðslustúku á Akureyriundir umsjá St. Jóh.st. Eddu.Fræðslustúkan Rún var síðan stofn-

uð 25. júní 1931 í húsakynnum semhöfðu verið leigð á efstu hæð nýsverslunarhúss KEA við Hafnar-stræti.

St. Jóh.stúkan Rún stofnuð

Eftir stofnun fræðslustúkunnarfjölgaði bræðrunum hratt og við þaðsköpuðust möguleikar á stofnun full-kominnar St. Jóh.stúku. Sá draumurrættist 5. ágúst 1932 þegar St. Jóh.st.Rún var stofnuð. Stofnendur voru 21að tölu. Fyrsti Stm. Rúnar var Vil-hjálmur Þór, sem einnig hafði veriðformaður fræðslustúkunnar og for-ystumaður og leiðtogi um stofnun frí-múrarastarfsins á Akureyri. Eftir aðVilhjálmur Þór flutti til Reykjavíkurvar hann meðal allra fremstu braut-ryðjenda frímúrarastarfs hér á landiog einna fremstur í flokki þeirra semstóðu að stofnun Stórstúku Frímúr-arareglunnar hér á landi árið 1951 ogþar með varð Ísland sjálfstættRegluumdæmi.

Eftir stofnun Rúnar fjölgaði ört íbræðrahópnum og þar kom að því aðhúsnæðið í kaupfélagshúsinu var orð-ið of lítið og þröngt um stúkustarfið.Þá vildi svo til að hús Akureyrarbíósað Hafnarstræti 73 var boðið til sölu.Það var keypt og vígt á afmælisdegiRúnar þann 5. ágúst 1936. Í þessuhúsi fór síðan fram allt frímúrar-astarf til ársins 1947.

St. Andrésarfræðslustúka vígð

Snemma árs 1942 fóru Rúnar-bræður að ræða nauðsyn þess aðstofna St. Andrésarfræðslustúku áAkureyri. Málið var rætt viðembættismannaráð St. Andr.st.Helgafells og síðan var formlegbeiðni þess efnis send. Beiðnin varsamþykkt einróma í embættis-mannaráði Helgafells og eindregiðmælt með því við yfirstjórn Reglunn-ar að umbeðið leyfi yrði veitt.

Þann 28. júli 1942 gaf yfirstjórninút stofnskrá fyrir St. Andr. fræðslu-

Ágrip af sögu St. Andrésar-stúkunnar Huldar

Framkvæmdir við Frímúrarahúsið við Gilsbakkaveg hófust í júlí 1945 en húsið var vígt 6. september 1947. Árið 1979var ákveðið að byggja við húsið og árið 1982, á fimmtíu ára afmæli Rúnar, var hver salurinn á fætur öðrum tekinn ínotkun. Ljósmynd: Páll A. Pálsson

Page 16: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

16 FRÍMÚRARINN

stúku á Akureyri. Nafn hennar skyldivera Huld. Fræðslustúkan skyldi lútaumsjón og eftirliti St. Andr.st.Helgafells í Reykjavík. Daginn fyrir10 ára afmæli Rúnar mætti yfirstjónfrímúrarastarfsins í Reykjavík, Vm.Helgafells og Stm. Eddu ásamt fleiribræðrum norður. Bræðurnir færðuAkureyrarbræðrum í afmælisgjöfrétt til að stofna St. Andr. fræðslu-stúku. Þann sama dag, 4. ágúst 1942,var stúkan vígð.

Stm. Helgafells, Ólafur Lárusson,hafði sýnt málinu mikinn áhuga ogstutt Akureyrarbræður dyggilega íöllum undirbúningi. Ólafur ætlaði aðkoma norður og vígja hina nýju stúkuen sakir lasleika gat ekki orðið af því.Það var því Vm. Helgafells, Sigur-geir Sigurðsson, sem framkvæmdivígsluna. Stofnendur stúkunnar voru15 að tölu. Þau 7 ár sem fræðslustúk-an starfaði voru haldnir 38 fundir og30 fræðsluerindi voru flutt. Þar áttistærstan hlut að máli Friðrik J. Rafn-ar, enda góður fræðari.

Fyrstu embættismenn stúkunnarvoru: Form. Tómas Björnsson;V.form. Sigurður E. Hlíðar; E.vbr.Jakob Frímannsson; Y.vbr. SigurðurStefánsson; Rm. Friðrik J. Rafnar;Sv. Jónas Kristjánsson; R. GuðjónBernharðsson og Skm. Balduin Ryel.

Sveinn Björnsson vígði hinafullgildu stúku

Andrésarbræðrum fjölgaði nú örtþótt enn þyrfti að sækja stigin tilReykjavíkur. Fjölgun í bræðrahópn-um varð það mikil að augljóst var aðslik þróun mundi brátt kalla á aukiðhúsrými. Svo kom að því að hafinnvar undirbúningur að nýju húsnæði.Byggingarlóð fékkst við Gils-bakkaveginn. Það var mikið áræði aðráðast í svo stórt verk en það tókstmeð miklum dugnaði og sjálfboða-vinnu bræðranna. Framkvæmdir hóf-ust í júlí 1945 en húsið var vígt 6.september 1947. Segja má að meðhinu nýja húsi hafi verið lagður horn-steinn að öflugu starfi frímúrara áAkureyri og Norðurlandi.

Í hinu nýja félagsheimili var gertráð fyrir aðstöðu fyrir fullkomna St.Andrésarstúku enda fræðslustúkanaðeins áfangi og ljóst að fullkominstúka yrði öllu starfinu mikill styrk-ur. Viðræður höfðu farið fram við

ráðamenn Reglunnar í Reykjavík ogmarkvisst unnið að undirbúningiþess. Þegar öllum undirbúningi varlokið var endanleg umsókn send yfir-stjórninni, þann 25. ágúst 1948, und-irrituð af 29 bræðrum. Málið gekksína boðleið samkvæmt Grundvallar-lögum Reglunnar til YfirstjórnarVIII. umdæmis Frímúrarareglunnarí Kaupmannahöfn.

Þann 30. september 1949 komStjórnandi Meistari Frímúrarastarfs-ins á Íslandi, Sveinn Björnsson for-seti, norður ásamt fylgdarliði til aðstofna og vígja fullgilda Lýsandi St.Andrésarstúkuna Huld. Vígsluvottarvoru Vilhjálmur Þór og Ólafur Lár-usson en stofnendur voru 30 bræður.Stofnskráin var gefin út 6. janúar1949 og skipunarbréf 19. janúar samaár.

Fyrsta stjórn stúkunnar varþannig skipuð: Stm. Friðrik J. Rafn-ar; Vm. Jónas Kristjánsson; E.stv.Sigurður O.Björnsson; Y.stv. SnorriGuðmundsson; Rm. Sigurður Stef-ánsson; Sm. Þórður V. Sveinsson; R.Ingimundur Árnason; Fh. BalduinRyel; L. Tómas Björnsson; E.stú.Guðmundur Pétursson; Y.stú. ÓlafurDaníelsson.

Húsnæðið stækkað til muna

St. Andrésarstúkan varð starfinu áAkureyri mikil lyftistöng. En bræð-urnir létu ekki staðar numið hér þvíbrátt var hafist handa um athugun ástofnun Stúartstúku. Góðar undir-tektir Yfirstjórnar Reglunnar leiddutil þess að Kapitula fræðslustúkanSkuld var stofnuð 5. janúar 1961 ogsíðar breytt í Stúartstúku 2. fl. 1968og 1983 í Stúartstúku 1. fl., sem þýddiað hægt var að veita I° til VIII° áAkureyri.

Nú voru stúkurnar orðnar þrjár enaðeins einn fundarsalur í húsinu;þrengslin voru farin að setja hömlurá starfið. Niðurstaðan varð sú að árið1979 var ákveðið að byggja við húsið.Hafist var handa sumarið 1980 og vargert ráð fyrir því að hver stúka fengisali við hæfi. Árið 1982 var mikið há-tíðarár en þá var 50 ára afmæli Rún-ar og var nú hver salurinn af öðrumtekinn í notkun.

Þann 27. október 1982 fékk Huldtvo sali og var það geysilegur munurfyrir alla starfsemi stúkunnar. Þessir

salir voru vígðir af þáverandi IVR,Karli Guðmundssyni.

Auk bræðranna á Akureyri sækjaframa sinn til Huldar bræður ífræðslustúkunum Draupni, Dröfn ogVöku og St. Jóh.st. Mælifelli ogNjálu. Þann 22. maí 2004 var stofnuðAndrésar fræðslustúkan Harpa á Ísa-firði og starfar hún undir umsjónHuldar.

Stólmeistarar Huldar frá upphafihafa verið þessir:

Friðrik J. Rafnar30/9 1949 – 3/5 1954Sigurður Stefánsson 3/5 1954 - 19/6 1965Jóhann Þ. Kröyer 19/6 1965 – 1/10 1968Jón G. Sólnes 1/10 1968 – 18/3 1973Arngrímur J. Bjarnason 18/3 1973 – 21/4 1982Gestur Ólafsson 21/4 1982 – 1/10 1984Ágúst Ólafsson1/10 1984 – 21/3 1988Magnús Björnsson 21/3 1988 – 24/11 1997Birgir V. Ágústsson 24/11 1997 – 5/3 2007 Úlfar Hauksson frá 5/3 2007

Áræðni og dugur

Eins og sést á því sem hér hefurverið sagt, má heita með ólíkindumhve hratt hlutirnir hafa gengið fyrirsig. Bræðrahópurinn sem hóf starfiðvar ekki stór en bræðurnir voru dug-miklir og áræðnir. Yfirstjórn Regl-unnar hefur ætíð sýnt Akureyrar-bræðrum fullt traust og tekið hverrimálaleitan þeirra vel og stutt þá á all-an hátt og fyrir það ber vissulega aðþakka.

Allt þetta hefði ekki getað gerst efekki hefði komið til óhemjumikilsjálfboðavinna bræðranna, allra semeins. Við eigum því það að þakka að ídag eigum við frímúrarar á Akureyrivirðulegt og fallegt félagsheimili þarsem allar stúkurnar hafa sína sali, velog fagurlega búna. Og stúkustarfið eröflugt sem aldrei fyrr.

Bragi V. Bergmann.

Greinin er unnin upp úr ítarlegusöguágripi Magnúsar Björnssonar.

Page 17: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 17

Meðal hinna fjölmörgu sem féllu íbardögum á austurvígstöðvunum ná-lægt Rostov árið 1944 var óþekkturrússneskur hermaður sem hafði í fór-um sínum óvenjulegt leyndarmál.Það var lítið, líklega heimatilbúið,merki sem var svo sérstaklega útlít-andi að sá sem leitaði á líkinu tók þaðtil hliðar. Mörgum árum síðar og eftiróþekktum leiðum hafnaði þetta sér-stæða merki á minjasafni norskuReglunnar en það var frímúrarabróð-ir sem ánafnaði safninu því með þeimupplýsingum að hér væri á ferðinnistúkumerki. Viðkomandi frímúrara-bróðir var mikill áhugamaður umrússneska frímúrarasögu og fannstþað passa á Minjasafnið sem hefuryfir að ráða nokkrum rússneskumgripum tengdum Reglustarfi.

Á framhlið merkisins er gullinnkross með rós í miðju. Á örmumkrossins má sjá tákn eða bókstafihvurs þýðing er enn ókunn. Bak-grunnurinn er svo tvö sverð semmynda kross. Á bakhlið merkisins máaftur sjá kross, mun minni en á fram-hliðinni og er hann í miðju sexhyrnd-rar stjörnu. Umhverfis stjörnuna málesa latnesku setninguna: DULCIAPOST AMARA, sem þýða má meðorðtakinu „Eftir skúr kemur skin.“Þetta latneska orðtak er fornt og mámeðal annars finna í skjaldarmerkja-bók Whitney´s frá 1586, þó þar sé þaðreyndar skrifað POST AMARADULCIA.

Eins og áður sagði endaði merkið íMinjasafni Reglunnar í Osló þar semgefandinn hafði veitt athygli veglegusafni rússneskra frímúraragripa semeru enn til sýnis í Minjasafninu í Osló.Þeir gripir fundust í leynihólfi í skatt-holi sem rússneskur innflytjandiflutti með sér frá Rússlandi í lok fyrriheimsstyrjaldar. Forngripasali semsíðar hafði það í umboðssölu áttaðisig fljótlega á að líklega væri leyni-hólf í skattholinu sem seljandinn vissiekki um. Hann leitaði og fann hólfiðog þar fundust rússnesku frímúrara-gripirnir. Forngripasalinn, sem varfrímúrarabróðir, fékk leyfi til að gefagripina á Minjasafnið í Osló.

En aftur að merkinu sem fannst árússneska hermanninum. Hversvegna er það svo merkilegt? Til aðskilja það er nauðsynlegt að skoðastuttlega sviptivindasama sögu frí-múrara í Rússlandi.

Sagan segir að Pétur Mikli hafiverið tekinn í Frímúrararegluna áEnglandi af sjálfum ChristopherWren. Það skal tekið fram að engaröruggar heimildir eru fyrir þessu ogvel getur verið að um þjóðsögu sé að

ræða. Fyrsta skriflega heimildin umfrímúrarastarf í Rússlandi er skipun-arbréf til John Phillips kafteins fráensku stórstúkunni árið 1731 þar semhonum er heimilað að stjórna stúku-starfi í Rússlandi. Fjöldi stúkna varlíka starfandi á árunum eftir þetta,aðallega í St. Pétursborg.

Eins og við þekkjum gætti víðamikillar tortryggni í garð félaga semáttu sér leyndarmál og störfuðu, efsvo má segja, undir yfirborðinu.Þetta átti ekki síst við í einræðislönd-um. Í Rússlandi var stúkustarf ævin-lega háð velvilja eða andúð keisaranshverju sinni. Það var sagt að frímúr-arar þar hefðu ýmist verið hlekkjaðirvið veggi í dimmum dýflissum eða íhásæti við hægri hönd keisarans.Þannig var það við upphaf stjórnar-tíðar Katrínar 2. að fjölmargir frí-múrarar sátu í stjórn eða stjórnunar-stöðum í Rússlandi. Hugmyndir frí-múrara féllu vel við hugmyndir henn-ar um upplýsinguna svonefndu. Envið lok veldistíma hennar hafði tafliðsnúist við og allir frímúrarar höfðumisst embætti sín og voru í ónáð.

Bann við frímúrarastarfi fylgdi svo

Leyndarmál rússneskahermannsins

eftir Erling Grønvold Olsen,minjavörðNorsku Frímúr-arareglunnar

Fram- og bakhlið rússneska merkisins.

Page 18: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

18 FRÍMÚRARINN

„Þetta verkefni er eitt það áhuga-verðasta og ánægjulegasta sem éghef nokkru sinni fengist við. Égmætti hvarvetna velvild og allir semég leitaði til voru fúsir að greiða götumína og leggja sitt af mörkum tilþess að markmiðið næðist – að gefaút vandaðan geisladisk með frímúr-aralögum eftir innlend tónskáld. Égtel að það sé vel við hæfi að minnast90 ára afmælis Eddu með slíku ogheiðra jafnframt minningu bæði laga-og ljóðahöfunda.“

Þetta sagði Smári Ólason,söngstjóri St.Jóh. Eddu, í viðtali viðFrímúrarann en Edda minnist umþessar mundir þeirra merku tíma-móta að níutíu ár eru liðin frá því aðstúkan var stofnuð. Geisladiskurinnsem Smári talar um er stærsti þátt-urinn í hátíðarhöldunum vegna af-mælisins og hefur Smári lagt miklavinnu og alúð í vinnslu hans.

Smári hefur um langt skeið starfaðað tónlistarmálum í St.:Jóh.: Eddu.Hann var vara-söngstjóri. í sautjánár en tók síðan við starfi söngstjóraog hefur gegnt því undanfarin ár. Enhvernig skyldi hugmyndin um útgáfugeisladisksins hafa komið til?

„Þegar ég gerðist varasöngstjórihjá Eddu var mér fengin í hendurbók með handskrifuðum nótum. Bók-in var með blárri kápu og gekk jafnanundir heitinu Bláa bókin. Í hennivoru lög sem notuð eru á fundunumog við hið hefðbundna frímúrarastarf.Af forvitni fór ég að kanna önnur lögsem voru í bókinni og þegar tækifærigafst tók ég eitt og eitt þessara„gleymdu“ laga og spilaði þau. Þettafékk svo góðar viðtökur hjá bræðrun-um að ég fór að rannsaka bókina bet-ur, bæði lög og texta, og heillaðist afþví sem þar var að finna og taldinauðsynlegt að koma þessu á fram-færi að nýju. Það má því segja að eitthafi leitt af öðru.“

Smári segir að þegar farið var aðræða hvað gera skyldi í tilefni 90 áraafmælis Eddu hafi hann blandað sér íumræðuna og stungið upp á því aðhljóðritaður yrði geisladiskur oghann gefinn út. „Þetta fékk góðarundirtektir og var ákveðið að diskur-inn yrði afmælisgjöf stúkunnar tilþeirra bræðra er sæktu hátíðarfund-inn.“

Þegar ákvörðunin hafði verið tekinhófst Smári handa en sjálfsagt hefur

Það varð mérköllun aðmeistaraverkinyrðu varðveitt- segir Smári Ólason sem stendur fyrirútgáfu geisladisks í tilefni níutíu áraafmælis St. Jóh. Eddu

í kjölfar valdaskipta þegar Páll 1.varð Rússakeisari. Banninu var svoaflétt þegar Páll lést og Alexander 1.varð keisari og hann lét sjálfur takasig inn í Regluna. Og starfið blómstr-aði allt þar til 12. ágúst 1822. Þábannaði keisarinn skyndilega Regl-una og öll þau félög sem á einhvernhátt höfðu leyndardóma eða voruflokkuð sem leynifélög.

Þrátt fyrir ströng viðurlög og hin-ar hörðustu refsingar hélt frímúrara-starf áfram í Rússlandi í leyndum.Og frímúrurum var refsað grimmi-lega. Þannig er þekkt dæmi um mannsem dæmdur var og afplánaði 20 árafangelsisdóm fyrir að hafa tekið þátt ístúkustarfi. Tolstoj skrifar einnig umupptöku í frímúrarastúku í bók sinni„Stríð og friður“ á þeim tíma semslíkt var bannað.

Við upphaf síðustu aldar vorustúkur stofnaðar bæði í Moskvu ogSt. Pétursborg en við valdatökukommúnista eftir fyrri heimsstyrjöldhverfur saga frímúrarastarfs ímyrkviði hins óþekkta. Frímúrararvoru ofsóttir og allt starf bælt niðurmeð harðri hendi.

Frímúrískur þankagangur og gildiReglunnar lifðu þó áfram í Rússlandií skjóli leyndar og þagnar. Það sann-ar frímúraramerkið sem fannst árússneska hermanninum árið 1944.

(Greinin er skrifuð sérstaklegafyrir Frímúrarann).

Fræðslunefnd Frímúrarareglunn-ar á Íslandi og ÆKR héldu samver-ustund með dagskrá í tali og tónumfyrir frímúrarabræðrur og systursunnudaginn 15. nóvember kl. 20 íNeskirkju.

Salvör Nordal, forstöðumaður Sið-fræðistofnunar HÍ flutti erindi semhún nefndi „Samfélagsleg ábyrgð átímum upplausnar og endurmats,“Matthías Johannessen skáld og fv.ritstjóri flutti ljóð, Eiríkur HreinnHelgason, Hjörleifur Valsson, JónasÞórir Þórisson og Örnólfur Kristjáns-son fluttu tónlist.

Séra Örn Bárður Jónsson, ÆKR,stýrði samverunni og leiddi almennansöng og bænagjörð.

Samverustund íNeskirkju

Page 19: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 19

hann þá ekki órað fyrir hversu mikilvinna væri framundan. Hann skoðaðisérstaklega þau lög eftir íslenska höf-unda sem samin höfðu verið fyrirstarfið í Eddu og ákvað að þau yrðu ádiskinum þótt vitanlega séu í bókinnimörg lög eftir erlenda meistara fyrritíma.

„Það var Sigurður Ísólfsson semhandskrifaði Bláu bókina upphaflegaárið 1947. Lögin í bókinni voru alls 39eftir níu erlend og fjögur íslensk tón-skáld. Flest laganna tilheyra al-mennu starfi frímúrara en nokkurþeirra voru tileinkuð Eddu. Lang-flest íslensku lögin voru eftir tvö tón-skáld, Þórarin Guðmundsson og ÍsólfPálsson. Þegar ég fór að skoða löginsem höfðu fallið í gleymskunnar dáverð ég að segja að það kom mér áóvart hve þau voru vönduð og hvemikla alúð höfundarnir höfðu lagt íþau. Þá má heldur ekki horfa framhjá því að sama alúð og væntumþykjakemur fram í vönduðum textum viðlögin sem flestir eru eftir FreysteinGunnarsson, þótt vissulega komi þareinnig fleiri góðir höfundar við sögu.Það má segja að smátt og smátt hafiþað orðið eins konar köllun hjá mér

að koma þessum listaverkum á fram-færi.“

Þegar farið var að velja hvaða lögyrðu á afmælisgeisladiskinum ákvaðSmári að taka þar með tvö lög semekki voru í Bláu bókinni – voru sam-in eftir að hún var skrifuð. Er þarannars vegar um að ræða jólalag eftirAtla Heimi Sveinsson, sem faðir hansfékk hann til að semja fyrir Edduþegar Atli var barn að aldri og hinsvegar Eddukantatan, sem flutt var á80 ára afmæli stúkunnar. „Þótt fyrstog fremst væri horft til liðins tíma ogþess sem er í Bláu bókinni fannstmér þessi tónverk vera þess eðlis aðþau ættu að vera með á diskinum,“segir Smári.

Smári segir að í mörg horn hafiverið að líta við vinnslu disksins.„Það voru einkum tveir menn semvoru bakhjarlar mínir, þeir FriðbjörnG. Jónsson og Eiríkur Hreinn Helga-son. Þeir veittu mér ómetanleganstuðning og hjálp. Þegar kom að upp-tökunum voru allir boðnir og búnir –bæði einstaklingar og eins Frímúrarakórinn. Langflest lögin voru tekinupp sl. sumar en á diskinum erueinnig upptökur laga frá árinu 1978

en þá voru hljóðrituð lög ÞórarinsGuðmundssonar og stjórnandi varJón Stefánsson. Fékk hann þá til liðsvið sig nokkra þekkta söngvara semvoru í Reglunni og er flutningurþeirra sérstaklega vandaður og fal-legur.“

Smári segir ennfremur að þátturupptökustjórans, Sigurðar RúnarsJónssonar, hafi verið mikill. „Öllhljóðvinnsla disksins var í hans hönd-um og hann lagði sig mjög fram viðað allt væri sem best úr garði gert oglagði mikla vinnu í verkið.“

Um tónlistina á afmælisdisknumsegir Smári. „Vissulega er hún barnsíns tíma. En það má segja um hanaeins og flest önnur listaverk, – þegarvel er til vandað standast þau tímanstönn. Þetta er grípandi og góð tónlistsamin af innileik og virðingu fyrirFrímúrarareglunni og það þarf ekkiannað en að hlusta á lögin og heyratextana til þess að maður finni hveReglan hefur skipað stóran sess íhugum þessara listamanna.“

Steinar J. Lúðvíksson

„Þetta er grípandi oggóð tónlist samin af inni-leik og virðingu fyrir Frí-múrarareglunni og þaðþarf ekki annað en aðhlusta á lögin og heyratextana til þess að mað-ur finni hve Reglan hefurskipað stóran sess í hug-um þessara listamanna.“

Smári Ólason.

Page 20: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

20 FRÍMÚRARINN

Bræður horfnir til Austursins Eilífa

In memoriam

Helgi Þorsteinsson – Rún – X13.09.1936 ❑ 10.2.1971 † 25.11.2008

Jón Norðquist – Gimli – IX20.04.1950 ❑ 19.1.1981 † 27.11.2008

Benedikt Á. Guðbjartsson – Edda – IX01.01.1924 ❑ 1.2.1955 † 29.11.2008

Sigurður Sigurðsson – Rún – X26.10.1931 ❑ 16.1.1957 † 11.12.2008

Svanurr Geirdal – Akur – X16.09.1935 ❑ 24.10.1970 † 12.12.2008

Hilmar Biering – Edda – X23.12.1927 ❑ 9.10.1962 † 22.12.2008

Birgir Axelsson – Mímir – X20.07.1940 ❑ 8.4.1974 † 12.01.2009

Halldór Pétursson – Edda – VIII22.08.1940 ❑ 2.10.1979 † 15.01.2009

Aðalsteinn Péturss. Maack – Edda – X17.11.1919 ❑ 20.3.1973 † 24.01.2009

Georg Jónsson – Edda – X04.07.1917 ❑ 4.12.1951 † 01.02.2009

Gunnlaugur Karlsson – Sindri – X17.02.1923 ❑ 26.10.1970 † 05.02.2009

Garðar Steindórsson – Hamar – X19.11.1938 ❑ 28.3.1972 † 17.02.2009

Ragnar Jón Gunnarsson – Glitnir – IX20.01.1957 ❑ 30.1.1985 † 04.03.2009

Helgii Hersveinsson – Edda – VIII18.07.1927 ❑ 2.4.1975 † 07.03.2009

Gísli G. Ísleifsson – Mímir – III18.05.1926 ❑ 27.11.1989 † 13.03.2009

Einar Árnason – Njála – VIII13.06.1945 ❑ 10.3.1975 † 24.03.2009

Eggert Ísaksson – Hamar – R&K04.07.1921 ❑ 4.3.1959 † 30.03.2009

Guðmundur Matthíasson – Edda – X27.10.1926 ❑ 12.4.1965 † 02.04.2009

Ketill Leósson – Röðull – II23.10.1947 ❑ 6.4.2005 † 05.04.2009

Eggert Þór Steinþórsson – Fjölnir – VIII04.01.1945 ❑ 12.4.1994 † 08.04.2009

Eiríkur Elí Stefánsson – Fjölnir – IX19.06.1921 ❑ 6.2.1978 † 11.04.2009

Ingibergur Viggó Jennsen – Mímir – IX17.02.1932 ❑ 2.12.1981 † 12.04.2009

Jón Magnús Guðmundsson – Glitnir – X19.09.1920 ❑ 30.1.1973 † 22.04.2009

Pétur Sörlason – Edda – X23.08.1927 ❑ 20.4.1976 † 28.05.2009

Gísli Bjarnason – Rún – VI 03.07.1930 ❑ 5.4.1972 † 30.05.2009

Sigurður J. Ringsted – Rún – X29.10.1921 ❑ 6.1.1958 † 06.06.2009

Guðm. Halldór Atlason – Fjölnir – VII 02.01.1958 ❑ 22.10.1991 † 18.06.2009

Guðbrandur Þorsteinsson – Sindri – IX18.05.1928 ❑ 9.4.1976 † 19.06.2009

Hreiðar G. Viborg – Mímir – X03.02.1923 ❑ 17.1.1955 † 30.06.2009

Runólfur Sæmundsson – Gimli – VII30.10.1916 ❑ 21.2.1966 † 01.07.2009

Kristján Hansen – Rún – IX26.06.1921 ❑ 4.4.1973 † 06.07.2009

Guðjón Björgvin Jónsson – Gimli – X30.03.1925 ❑ 20.3.1958 † 16.07.2009

Karl Gíslason – Gimli – IX20.06.1950 ❑ 20.1.1992 † 20.07.2009

Jón Baldursson – Mímir – IX24.02.1955 ❑ 11.3.1991 † 22.07.2009

Hörður Barðdal – Gimli – X22.05.1946 ❑ 4.3.1985 † 04.08.2009

Gunnar K. Gunnlaugsson – Mímir – I22.01.1951 ❑ 17.11.2008 † 06.08.2009

Þorsteinn R. Helgason – Mímir – X05.04.1925 ❑ 12.4.1954 † 08.08.2009

Guðm. V. B. Marinósson – Glitnir – X16.07.1940 ❑ 19.1.1971 † 10.08.2009

Heimir Stígsson – Sindri – VIII17.10.1933 ❑ 12.4.1978 † 11.08.2009

Baldur Ólafsson – Akur – X13.02.1933 ❑ 11.1.1966 † 12.08.2009

Jóel Ó. Þórðarson – Edda – IX05.06.1924 ❑ 7.10.1980 † 16.08.2009

Jón Kristinsson – Rún – X02.07.1916 ❑ 28.1.1953 † 16.08.2009

Sigurður Kristján Oddsson – Mímir – X22.01.1940 ❑ 8.3.1975 † 22.08.2009

Jakob Jóhann Havsteen – Röðull – IX26.04.1941 ❑ 22.1.1980 † 03.09.2009

Gunnlaugur S. Sigurðsson – Njörður – II17.07.1953 ❑ 2.4.2008 † 23.09.2009

Árni Grétar Finnsson – Hamar – X03.08.1934 ❑ 23.11.1971 † 11.10.2009

Kristján Hafliðason – Edda – III29.04.1919 ❑ 27.3.1962 † 16.10.2009

Rögnnvaldur Þorsteinsson – Akur – X12.03.1936 ❑ 11.3.1974 † 18.10.2009

Sveinn Torfi Sveinsson – Hamar – X02.01.1925 ❑ 30.1.1951 † 20.10.2009

Þorsteinn Kristinsson – Mímir – X24.04.1932 ❑ 21.4.1971 † 20.10.2009

Page 21: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 21

Nýlega fór fram stólmeistarakjör íHafnarfjarðar- og Garðabæjarstúk-unni Nirði. Kjörinn var Pétur BjörnPétursson og hefur hann verið setturinn í embættið.

Pétur Björn Pétursson er fæddur31. janúar 1946 á Rauðará í Reykja-vík en sá staður er nú Skúlagata 55þar sem Frímúrarahúsið stendur.

Pétur Björn Pétursson Stm. Njarðar

Br. Eggert var fæddur að Rafn-kelsstöðum í Garði 4. júlí 1921 og ólsthann þar upp til 13 ára aldurs er hannflutti til Hafnarfjarðar og átti hannþar heima æ síðan. Árið 1944 hófhann störf hjá útgerðarfélaginu Ven-usi hf. í Hafnarfirði og var hann lengieini starfsmaðurinn á skrifstofu fyrir-tækisins. Eftir að starfsemi fyrirtæk-isins í sjávarútvegi var hætt árið1974 réðst Eggert til Hvals hf. semskrifstofustjóri og starfaði þar til árs-ins 1995 er hann lét af störfum fyriraldurs sakir.

Eggert tók um langt skeið virkanþátt í félagsmálum og stjórnmálum.Hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-flokksins í Hafnarfirði á árunum 1954til 1974 og átti þá sæti í fjölmörgumnefndum og ráðum á vegum bæjarfé-lagsins. Þá átti hann m.a. sæti í stjórnSparisjóðs Hafnarfjarðar, var í knatt-spyrnuráði Hafnarfjarðar, í stjórnStangaveiðifélags Hafnarfjarðar, varformaður Málfundafélagsins Magnaog formaður LandsmálafélagsinsFram. Hann var einn af stofnendum

Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og varheiðursfélagi HestamannafélagsinsSörla.

Eggert Ísaksson gekk í Frímúr-araregluna árið 1959. Hann fékkstrax mikinn áhuga á starfinu í Regl-unni og þeim hugsjónum sem húnstendur fyrir. Var Eggert snemmakallaður til trúnaðarstarfa í frímúrar-astarfinu og gegndi hann m.a. emb-ætti stól- meistara í St.:Jóh.: Hamrium árabil og tók síðan við embætti íæðstu stjórn Reglunnar. Hann varðR&K 18. mars árið 1989.

Öllum sínum störfum hvort heldurvar hjá atvinnuveitendum sínum eðaí félagsmálum gegndi Eggert af mik-illi trúmennsku og samviskusemi.Átti það ekki síst við störfin í Frí-múrarareglunni þar sem hann ávannsér virðingu og vináttu allra þeirra erstörfuðu með honum eða undir hansstjórn. Minning hans sem góðs bróð-ur mun lifa meðal frímúarabræðrasem senda öllum aðstandendum hansdýpstu samúðar og hluttekningar-kveðjur.

Eggert Ísaksson - minning

Fæddur 4. júlí 1921Dáinn 30. mars 2009

Hinn 30. mars sl. lést br. EggertÍsaksson R&K 87 ára að aldri.

Miðvikudaginn 2. desemberverður haldin H.&V. á IV/V°sem er 75. afmælisfundur stúk-unnar og hefst hann kl. 19.00. Þarsem búist er við fjölmenni og tilað tryggja rétta niðurröðun viðborðhald, þá verður skráð á fund-inn sem hér segir:

Laugardaginn 28. nóv. kl.13:00 - 15:00

Mánudaginn 30. nóv. kl. 17:00 -19:00

Þriðjudaginn 1. des. kl. 17:00 -19:00 (lokaskráning)

Einnig í síma 861-1620 á samatíma. (Guðm. Eiríksson)

Bræður eru beðnir að skrá sigá ofangreindum tíma og greiðaum leið fyrir málsverð.

Steinn G. Ólafsson Stm.

St. Andr. st.Helgafell 75 ára

Hann lauk embættisprófi í hag-fræði frá Háskóla Íslands árið 1974og hefur síðan starfað m.a. hjá Hag-vangi, Verðlagsstjóra, Fjölbrauta-skólanum í Breiðholti og nú starfarPétur Björn við Menntaskólann íKópavogi. Hann hefur verið í samn-inganefnd viðskipta- og hagfræðingaí NKH og starfað í norrænni nefndum viðskipta- og hagfræðinám aukþess sem hann hefur tekið virkanþátt í starfi íþróttahreyfingarinnar.Var hann um tíma formaður Íþrótta-félags stúdenta, formaður knatt-spyrnudeildar Fram og knattspyrnu-deildar Stjörnunnar í Garðabæ.

Pétur Björn gekk í St.: Jóh.: Fjölniárið 1996 og var einn stofenda St.:Jóh.: Njarðar árið 1999. Hann varVm. stúkunnar áður en hann varkjörinn stólmeistari.

Pétur Björn er kvæntur KristínuBlöndal og eiga þau fjóra syni og eittbarnabarn.

Page 22: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

22 FRÍMÚRARINN

Robert Burns (1759–1796) er JónasHallgrímsson Skota, af fátækumbændum kominn, rómantískur skáld-jöfur og hrifnæmur en jafnframtrammpólitískur róttæklingur sem létsig þjóðmálin varða. Sami maður oglíkti unnustu sinni við viðkvæmt blóm:

Já, elskan mín er eins og róssem opnast rjóð í maí ...(„My love is like a red, red Rose“þýð. Þorsteinn Gylfason)

upptendraðist af frönsku byltingunni,andæfði trúarbragðakreddum oghreintrúarstefnu og krafðist þess aðSkotland yrði sjálfstætt.

Liðin eru 250 ár frá fæðingu Burns.Af því tilefni hafa ævi hans og störfverið undir smásjá fræðimanna venjufremur. Þótt ástarljóð komi iðulegafyrst upp í hugann þegar nafn Burnsber á góma, gætir þess einnig í skáld-skap hans, ekki síður en viðhorfum tillífsins almennt, að hann var frímúrari.

Robert Burns aðhylltist gildi upp-lýsingastefnunnar, frelsi, jafnrétti ogbræðralag. Hann gagnrýndi óhóf, öfg-ar og tvískinnung hins veraldlega ogkirkjulega valds. Hann sá fegurðinaekki síður í smáu en stóru. Fer ekki ámilli mála að Frímúrarareglan hafðidjúp áhrif á hann, svo fórnaði hannkröftum sínum í hennar þágu og varmikils metinn innan hennar. Í þessusambandi er rétt að geta þess aðReglan hlaut bæði lof og last í þann tíðfyrir að gera ekki upp á milli manna,hvort heldur það snerti stjórnmála-skoðanir þeirra eða trúarbrögð.

Undir þrítugt var Burns orðinnþjóðþekkt ljóðskáld og naut félags-skapar við frammámenn og mennta-menn í Edinborg. Nú er ofsagt aðhann hafi alltaf notið þess félagsskap-ar. Hann gekk ekki að því gruflandi aðhonum, plógmanninum frá Ayrskíri,hefðu verið allar dyr lokaðar hjá há-stéttunum ef ekki væri fyrir hinaskáldlegu æð í líkama hans semtryggði honum sess þjóðskáldsins meðSkotum; hann var ljóðskáld af guðsnáð, ljóðin voru honum jafneðlileg ogandardrátturinn. Skáldmælgi hans,rómantísk taug og persónutöfrarleiddu hann einnig út í ýmis ástaræv-intýri sem fóru fyrir brjóstið á mörg-um samtíðarmönnum hans, ekki síst

fulltrúum kirkjunnar, en það er önnursaga.

Áhrif Frímúrarareglunnar eru víðabýsna augljós í ljóðum Burns – þóttþau hafi ekki endilega verið ljós ís-lenskum þýðendum þeirra, en flesthöfuðskáld Íslendinga hafa einhverntíma spreytt sig á Burns. Ekkert ferhins vegar á milli mála í ljóðinu „AMan’s a Man for a’ that“ um þá von aðvit og drenglund sigri í sannleikansstríði:

„ ... þrátt fyr allt og þrátt fyr allt,mun þetta verða um heimsból allt,að maður manni bindist blíttmeð bróðurhendi þrátt fyr allt. “(„Því skal ei bera höfuð hátt?“þýð. Steingrímur Thorsteinsson)

Í ljóði Burns „Libel Summons“,sem gaman væri að vita hvort til værií íslenskri þýðingu, segir frá bræðr-um. Hefur annar gerst sekur umhræsni og lygar en hinn um að van-rækja skyldur sínar. Ljóðið er dæmi-saga, reglubræðrum til áminningar,um að háleit markmið Frímúrararegl-unnar eigi að vera í fullu gildi, einnigutan stúkudyranna.

Eitt ljóðanna heitir einfaldlega „AMasonic Song“:

„Then round and round in mystic groundhe took the middle station’and with halting pace he reached the placewhere I was made a mason.“

Nú má halda því fram að Burns hafiá stundum gert meiri kröfur til frí-múrarabræðra sinna en hann gerði til

sjálfs sín. Hvað sem því líður – mann-legum breyskleika – er ótvírætt aðhann vildi halda þær dyggðir í heiðrisem sérhverjum frímúrara er ætlað.Til að mynda var hann andvígur þvíað bræðrum væri lánað úr sjóðumReglunnar. Þá ætti að nota í neyðar-tilvikum eða vegna hrumleika. Mikil-vægara væri að koma bróður í vandatil hjálpar en að þjóna stöku hugdettuí erli og amstri dagsins. Hér talaðisjálfsagt til hans strit á ökrunum íæsku og kröpp kjör, því að hann hafðifundið til þess hvílík hindrun og auð-mýkt fátækt er.

Frímúrarar greiddu götu skáldsinsá ýmsa lund og höfðu mikið um það aðsegja að ljóð hans kæmu út á prenti –og skáldið sótti hugarfró og andleganinnblástur í Regluna, ekki til kirkj-unnar eða annarra stofnana samfé-lagsins. Frímúrarabræður Burnsstuddu hann líka í andstreymi og þvígleymdi hann aldrei.

„May freedom, harmony and loveunite you in the grand design,beneath th’ omniscient Eye above,the glorious Architect divine ...“(„Adieu, a heart-warm, fond adieu“)

Ekki eru allir á einu máli um að„Auld Lang Syne“ sé frímúraraljóð,en fer það nokkuð á milli mála – jafn-vel í íslenskri þýðingu MatthíasarJochumssonar?

„Þótt sortnað hafi sól og lund,ég syng und laufgum hlynog rétti mund um hafið hálftog heilsa gömlum vin. “(„Hin gömlu kynni gleymast ei“)

Fer vel á því, einmitt vegna ótví-ræðrar vísunar til bræðralagshugsjón-ar Burns, að þetta ljóð skuli sungið viðvinsælt lag um allan heim. Það er íanda Burns og það er í anda Reglunn-ar.

Robert Burns var ekki heilsu-hraustur undir það síðasta og þrautirhans elnuðu við sjóböð sem honum varráðlagt að taka. Hann lést úr gigtsóttog hjartveiki langt fyrir aldur fram,aðeins 37 ára, - eins og Jónas Hall-grímsson.

Þór Jónsson

Robert Burns – 250 ára minning

Page 23: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 23

Hið árlega stórmót FGF, Lands-mót frímúrara var haldið með helduróhefðbundnu sniði á árinu. Þá varbrugðið á það ráð að keppa á tveimurgolfvöllum; annars vegar á Víkurvellií Stykkishólmi og hins vegar á Bára-velli við Grundarfjörð. Það var gertmeð þeim hætti að átján holu hringvar skipt á milli þessara tveggjavalla, 9 holur á hvorum. MótanefndFrímanns, undir forystu br. GylfaSigurðssonar, formanns mótanefndarFrímanns og br. Kjartans Páls Ein-arssonar, mótsstjóra heimamanna,hafði veg og vanda af þessu nýja fyr-irkomulagi og útbjó skorkort til þessað ná að halda utan um skor af tveim-ur völlum í einu og sama mótinu.

Mæting var að vanda á föstudags-kvöldi þar sem kylfingar mættu tilskráningar auk þess sem fólk ræddimálin og lagði niður keppnisáætlanirsínar.

Á laugardagsmorgni var blásið tilkeppni og ræst var á öllum teigumbeggja vallanna á sama tíma. Gekk ámeð léttum skúrum um morguninnen veðrið batnaði eftir því sem á dag-inn leið. Um hádegisbil, þegar allirhöfðu lokið 9 holu leik, tóku kylfingarsig til og fluttu sig um set á milli bæj-arfélaganna og hófu leik á seinni 9holunum.

Það var samdóma álit þeirra semþátt tóku að þetta fyrirkomulag hafitekist með afbrigðum vel.

Verðlaun voru að vanda veitt fyrirbestan árangur í 5 keppnisflokkumauk stúkukeppninnar vinsælu. Flokk-arnir eru kvenna-, niðja-, B-flokkurauk A-flokks bæði með og án forgjaf-ar. Verðlaunahafar á Landsmóti frí-múrara árið 2009 voru að þessu sinni.

Verðlaunahafar í kvennaflokki. Frá vinstri: Jóhann Gunnar Stefánsson, for-maður Frímanns, Guðmunda Þorleifsdóttir 1. sæti, Erlín Linda Sigurðar-dóttir 2. sæti og Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir 3. sæti.

Landsmót frímúrara 2009

Niðjaflokkur1. Alexander Egill Guðmundsson2. Tómas Jónsson3. Emil Kristinn Sævarsson

Konur1. Guðmunda Þorleifsdóttir2. Erlín Linda Sigurðardóttir3. Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir

B-flokkur1. Hilmar Halldórsson2. Jóhannes Finnur Halldórsson3. Björn Erlendsson

A-flokkur með forgjöf1. Már Sveinbjörnsson2. Ægir Vopni Ármannsson3. Gylfi Sigurðsson

A-flokkur - höggleikur1. Ellert Magnason2. Gunnar Ólafur Schram3. Jón Hermann Karlsson

Stúkukeppni1. Glitnir2. Mímir C-sveit3. Mímir A-sveit

Ýmsir velunnarar Landsmótsinsaðstoðuðu við útvegun verðlauna semvoru með glæsilegasta móti. Það varsíðan Guðmundur B. Hannah sem sáum að útbúa alla verðlaunagripimótsins og hefur séð um að merkjainn sigurvegara flokkanna á alla far-andgripi.

Jóhann Gunnar Stefánsson,formaður Frímanns

Sigurvegarar í stúkukeppninni voru sveit St.Jóh. St. Glitnis. Sveitinaskipuðu Sigurður Örn Einarsson, Ellert Magnason, Jóhann GunnarStefánsson og Björn Erlendsson. Ljósmyndir: Bjarni Ómar Guðmundsson

Page 24: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

24 FRÍMÚRARINN

www.bananar.is wwww.bonus.is

www.kjarnafaedi.iswww.eirvik.is

Page 25: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

FRÍMÚRARINN 25

www.ekran.is

Muniðminningarkortbræðranefndar

Hægt er að panta kortá heimasíðu

Frímúrarareglunnarwww.frmr.is

EFNALAUGIN BJÖRG

Page 26: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.

26 FRÍMÚRARINN

Frá Minjasafni Reglunnar Jón Þór Hannessonminjavörður

Grunsemdir í garð frímúrara erunæstum jafngamlar og reglustarfiðsjálft. Síðan snemma á 18. öld hafaeinstaklingar og hópar sakað frímúr-ara um eitt og annað, m.a. um áætl-anir um heimsyfirráð, djöfladýrkunvið inntöku nýrra félaga, að þegja yf-ir myrkraverkum og samsærum umað steypa af stóli réttkjörnum full-trúum þjóða, svo fátt eitt sé hérnefnt.

Sem sagt frímúrarar hafa lengimátt sitja undir ósanngjörnum ogupplognum áróðri. En færri vita, að ásama tíma hefur frímúrarastarfstyrkt stoðir þjóðfélaga, byggt uppeinstaklinga, komið að og styrktmörg góð málefni og þar með látiðmargt gott af sér leiða. Þrátt fyrirþessi jákvæðu ætlunarverk sín hafafrímúrarar þurft að heyja harða bar-áttu fyrir því að leiðrétta misskildarskoðanir um reglustarfið. Og það komþví ekki neinum á óvart þegar nasist-ar komust til valda í Þýskalandi, aðsérstök fæð væri lögð á frímúrar-astarfið, og það ekki eingöngu íÞýskalandi heldur og líka í öllum

Áróður nasista gegn frímúrurum

löndum sem nasistar lögðu undir sig íseinni heimsstyrjöldinni, m.a í Noregiog Danmörku.

Góður vinur Minja-safns Reglunnar br.Frank Langenaken,minja- og skjalavörðurbelgíska frímúrara-safnsins í Brussel, af-henti Minjasafni Regl-unnar gamla kvikmyndfrá 1942. Þessi kvik-mynd Les Forces Occul-tes var gerð fyrir til-stuðlan setuliðs nasistaí Frakklandi og í sam-starfi við „Vichy“-stjórnina sem þá vareins konar leppstjórnnasista í Frakklandi.

Þessi kvikmynd ermerkileg fyrir þær sak-ir að hún var gerð til aðsverta orðspor og til-gang frímúrara, áróð-

ursmynd gegn frímúrarastarfinu.Fátt var hættulegra í augum nasistaen frímúrarar. Myndin var kvik-

mynduð m.a. í „The Grand Orient deFrance - rue Cadet“ í París og í húsa-kynnum franska þingsins. Myndin er43 mínútur að lengd og var frumsýndalmenningi 9. mars 1943.

Hinir frönsku kvikmyndagerðar-menn nýttu sér „expressionískan“stíl, m.a. í lýsingu til að kalla framdimma og þunglamalega stemmn-ingu.

Kvikmyndin segir frá ungum þing-manni, Pierre Avanel, sem gengur íRegluna. Þar uppgötvar hann að frí-múrarar ásamt gyðingum eru aðsannfæra Frakka um að ráðast gegnÞýskalandi. Leikstjóri myndarinnarvar Paul Riche en hans rétta nafn varJean Mamy. Hann var vilhallur„Vichy“-leppstjórninni og var eftirstríð dæmdur til dauða fyrir samstarfvið nasista. Hann var tekinn af lífi 29.mars 1949.

Áróðursfrímerki frá Serbíu gegn frímúrurum oggyðingum. Þessi frímerki voru hluti af áróðurs-herferð Serba sem hliðhollir voru setuliði nasista íSerbíu í seinni heimsstyrjöldinni.

Undir hæl nasista var skipulagður áróður gegn frímúrurum. Hér er myndfrá Belgíu frá árinu 1941, þar sem auglýsing um sýningu sem átti að sannasamsæriskenningar nasista um Regluna sést fyrir framan frímúrarahúsið íBrussel.

Page 27: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.
Page 28: Frímúrarareglan á Íslandi - 2009 : 2.tbl. 5.árg.