Top Banner
HÓLAVATN, KALDÁRSEL, VATNASKÓGUR, VINDÁSHLÍÐ OG ÖLVER SKOÐA ÞÚ VERK GUÐS FRÆÐSLUEFNI FYRIR SUMARBÚÐIR KFUM OG KFUK 2010 VIKA B
48

Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

Mar 28, 2016

Download

Documents

Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2010 (vika B).
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

HÓLAVATN, KALDÁRSEL, VATNASKÓGUR, VINDÁSHLÍÐ OG ÖLVER

SKOÐA ÞÚ

VERK GUÐS FRÆÐSLUEFNI FYRIR SUMARBÚÐIR

KFUM OG KFUK 2010

VIKA B

Page 2: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

2

SKOÐA ÞÚ VERK GUÐS - Fræðsluefni fyrir sumarbúðir

KFUM og KFUK 2010

1. útg. 2003 2. útg. 2010 Ritstjóri:

Gyða Karlsdóttir

Höfundar efnis:

Sigríður Schram, Gyða Karlsdóttir, Bjarni Guðleifsson, Halla Jónsdóttir og Ragnar Snær Karlsson.

Höfundarréttur:

KFUM og KFUK á Íslandi Holtavegi 28 104 Reykjavík Sími: 588 8899 Netfang: [email protected] Veffang: www.kfum.is

Page 3: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

3

INNGANGUR Fræðsluefni sumarbúðanna að þessu sinni er endurútgáfa þess efnis sem upphaflega kom út fyrir sumarið 2003. Efnið var lesið yfir og má í stuttu máli segja að það hafi staðist skoðun og er það mat okkar að það hafi staðist vel tímans tönn enda byggir það á þeim boðskap sem var og er og mun vera. Í fræðsluheftinu eru tillögur að sex biblíulestrum og sjö hugleiðingum fyrir viku dvalarflokk. Þetta er seinna heftið af tveimur, en gert er ráð fyrir að þau séu notuð til skiptis til að koma í veg fyrir að börn sem dvelja tvær vikur fái sömu fræðsluna. Markmið KFUM og KFUK með sumarbúðastarfi er samhljóða markmiði alls starfs KFUM og KFUK, en það er að stuðla að þroska mannsins í heild sinni; líkama, sál og anda. Með fræðsluefninu viljum við gera andlega þáttinn markvissari. Meginþema efnisins er Skoða þú verk Guðs: Í sjálfum þér, í umhverfinu, í náttúrunni, í Jesú. Með fræðslunni viljum við að krakkarnir finni útrétta hönd Guðs og uppgötvi þá staðreynd að Guð ER og að það er gott að eiga Guð sem lífsförunaut og vin í lífinu. Það er óþarfi að lifa í tómarúmi og tilgangsleysi af því að höfundurinn á bak við allt sem lifir, höfundurinn á bak við mig, hefur áhuga á mér og elskar mig nákvæmlega eins og ég er. Guð varðar um mig og það hvernig ég lifi og hefur gefið með vegvísi um hvernig er best að lifa. Í fræðsluheftinu eru biblíutextar til að vinna út frá þessum þemum og hugmyndir og hugsanir sem hægt er að styðjast við. Þemasöngur vikunnar er „Þakkir fyrir hvern fagran morgun“ og er gert ráð fyrir að hann sé sunginn á hverjum morgni þannig að börnin læri hann utanað og kunni þegar þau fara heim. Kristnihátíðarsjóður var styrktaraðili þessa fræðsluefnis þegar það kom fyrst út árið 2003. Verkefnisstjóri þá var Gyða Karlsdóttir. Samning efnis var í höndum Gyðu og Sigríðar Schram kennara, sem einnig sá um myndavinnu og glærugerð. Að samningu efnis komu einnig Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur, Halla Jónsdóttir kennari og Ragnar Snær Karlsson æskulýðs-fulltrúi KFUM og KFUK. Hafa ber í huga að fræðsluefni verður þá fyrst gott ef vandað er til undirbúnings og flutnings. Mikilvægt er að lesa í hópinn og skynja hversu djúpt og ítarlega hægt er að fylgja eftir boðskapnum án þess að tapa athygli og áhuga áheyrenda. Ef skjávarpi og tölva eru notuð er mikilvægt að allt sé klárt þannig að ekki þurfi að láta börnin bíða á meðan tæknin er græjuð. Leggjum metnað okkar í hverja stund og væntum þess að börnin upplifi nýja hluti með Guði. Með ósk um Guðs blessun, Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi

KFUM og KFUK á Íslandi

Page 4: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

4

EfnisyfEfnisyfEfnisyfEfnisyfEfnisyfiririririrlitlitlitlitlit

Biblíulestrar

1 Biblíulestur – dagur 2Handbragð skaparans ................................................................. 5

2 Biblíulestur – dagur 3Orð Guðs – vegvísir .................................................................. 9

3 Biblíulestur – dagur 4Náungi minn ...............................................................................13

4 Biblíulestur – dagur 5Guð er styrkur minn ....................................................................17

5 Biblíulestur – dagur 6Kærleiki Guðs .............................................................................21

6 Biblíulestur – dagur 7Þakklæti ......................................................................................25

7 Biblíulestur – lokadagurHeimferðardagur .........................................................................27

Hugleiðingar

1 Hugleiðing – dagur 1Meistarinn er hér og vill finna þig ..............................................29

2 Hugleiðing – dagur 2Skrautskrift skaparans ................................................................31

3 Hugleiðing – dagur 3Miskunna þú mér ........................................................................35

4 Hugleiðing – dagur 4Guð elskar sérhvern mann ..........................................................39

5 Hugleiðing – dagur 5Eigi þreytast að biðja ..................................................................41

6 Hugleiðing – dagur 6Trú og efi ....................................................................................43

7 Hugleiðing – dagur 7Fylg þú mér.................................................................................45

Ritningartextar ............................................................................48

Page 5: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

5

Handbragð

skaparans1.24

Hversu mörg

eru verk þín,

Drottinn, þú

gjörðir þau öll

með speki, jörðin

er full af því, er

þú hefir skapað. 25

Þar er hafið, mikið

og vítt á alla

vegu, þar er

óteljandi grúi,

smá dýr og stór.

Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1000004:24:24:24:24:24–254–254–254–254–25

Þakkir fyrir hvern fagran morgun

þakkir fyrir hvern nýjan dag

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Sálm 104:24–25

UUUUUmfmfmfmfmfjöllunjöllunjöllunjöllunjöllun

Við getum séð handbragð skaparans í náttúrunni. Náttúrunni málíkja við bók og höfundurinn er Guð, sá sem skapaði allt úr engu.Höfundurinn hefur ritað bókina bæði með stóru letri, sem við greinum

aðveldlega til dæmis þegar viðhorfum á stjörnuhimininn, fjöllin ogsteinana. En svo skrifar hannsumt með venjulegri leturstærðsem stundum vill fara fram hjáokkur og við tökum ekki eftir nemavið staðnæmumst og skoðumnáttúruna betur. Þá getum við tildæmis greint lítil sandkorn, litlarköngulær og flugur. Þetta erheimur sem mörgum er hulinn. Ogí þriðja lagi er bók náttúrunnarskrifuð með örsmáu letri sem ekkier sýnilegt nema sérfræðingum

sem nota smásjár eða aðrar óbeinar aðferðir til að skoða og lesaþetta örletur. Sérfræðingarnir geta svo teiknað þetta örletur í sýnilegristærð, þannig að við getum séð hvernig fruma í mannslíkamanumlítur út og hvernig hún starfar og nú er verið að skrá erfðamengimannsins og staðsetja eiginleikana á litningunum. Sem sagt stórtletur, venjulegt letur og örletur. [Glæra 1]

Fyrst er það stóra letrið: Allir sjá stóra letrið sem blasir við okkur ídaglega lífinu; landið, fjöllin, hafið, gróðurinn, dýrin, fuglana. En þaðer ekki víst að allir taki eftir því og enn færri tengja þessináttúrufyrirbæri skaparanum. Þeim finnst þetta bara hafa verið þarnaog þeir velta því ekki fyrir sér hvernig þetta hefur orðið til. Og þaðtruflar suma að vita ekki hvort jörðin varð til á einum degi eðaþúsundum ára. En þetta á ekkert að trufla trúaðan mann. Guð,skaparinn, er almáttugur og getur gert hvað sem honum þóknast áskömmum eða löngum tíma. Stóra letrið á að vera okkur til gleði.[Glærur 2,3]

Þá er það venjulega letrið: Í venjulega letrinu eru til dæmis blómin,fuglarnir, köngulærnar, flugurnar, sandkornin. Því miður eru það alltof fáir sem lesa venjulega letrið, annaðhvort eru þeir svo fjarlægir

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Náttúran er eins og bók

sem Guð hefur ritað, með

mismunandi letri. Það er

hægt að fá löngun til

þess að kynnast

skaparanum með því að

lesa bók náttúrunnar.

Við getum kynnst

skaparanum persónu-

lega með því að lesa

Biblíuna og biðja.

Biblíulestur í viku B - Dagur 2

Skoða þú verk Guðs - í umhverfinu

BBBB BIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

R

Page 6: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

6

náttúrunni, svo umluktir steinveggjum og malbiki að þeir komast ekkií snertingu við þessar gersemar, eða þeir eru hreinlega blindir eðaólæsir á letur skaparans í náttúrunni. Þegar náttúran lýkst upp fyrirmanni og ólæs maður verður skyndilega sjáandi þá fyllist hann gleðiog fögnuði og þakkar þeim sem bjó til þessa fegurð, þakkar þeimsem opnaði fyrir honum nýjan heim, gerði hann sjáandi, og ekkibara sjáandi heldur læsan á bók náttúrunnar. Og sá sem horfir áþessar litlu lífverur, sem sumum finnast ógeðslegar, þá sér hann aðþær eru í raun fallegar og ótrúlega vel gerðar. Ekki er síður merkilegtað kynna sér lífshætti þeirra, sjá hvernig háfjallaplönturnar dragafram lífið við erfiðar aðstæður, skilja hvernig farfuglarnir rataheimshorna á milli, sjá hvernig köngulóin spinnur sinn undurfagraveiðivef og sjá hve litfögur smádýrin geta verið. Jafnvel sandkornineru falleg þegar betur er að gáð. Gleði þess sem uppgötvar þetta ersú sama og hjá blinda manninum sem Jesús læknaði. Hann féll aðfótum Jesú og sagði: „Ég trúi, herra.“ Þegar þú ert orðinn læs ávenjulega letrið í bók náttúrunnar, þá ættir þú að lofa skaparann,Drottin Guð. [Glærur 4,5,6]

Þá er það örletrið, sem sést ekki með berum augum. Hafið þið prófaðað kíkja í smásjá? Vísindamenn skoða til dæmis frumurnar í lifandiverum, erfðaefnið og starfsemi einstakrar frumu. Það er ótrúlegtstarf sem fram fer í hverri einustu frumu líkama hvers manns. Þaðgetur verið að okkur finnist ekki allt sérlega fagurt í þessum smásæjaheimi. [Glæra 7]

Þegar steinvala er slípuð í þunna flögu og ljós látið skína í gegnumhana, þá koma í ljós alls konar litbrigði. Í venjulegum steini felstfegurð, svo mikil að skáld yrkja um þessa fegurð steinvölunnar. Oghver sem kynnist þessum smásæja heimi steinsins eða lífverannafyllist lotningu og hlýtur að sannfærast um það að á bak við þettastendur almáttugur skapari.

Í Danmörku er fallegur grasgarður. Yfir dyrum hans er skilti meðlatnesku orðunum „Deo maximus in minimum“. Það merkir: „Í hinusmáa sést hve Guð er mikill.“

Guð sem skapaði himin og jörð og allt sem á henni er skapaði aðlokum manninn. Og hann hefur auga með öllu, sandkornum ásjávarströndu, fuglum himins og hárunum á höfði okkar. Þetta er sáGuð sem ekki aðeins gaf okkur þetta líf sem við lifum nú, heldur gafhann okkur eilíft líf ef við gerumst lærisveinar Jesú.

Að lokum þetta: Við getum hrifist af fegurð sköpunarverksins ogokkur finnst við jafnvel kynnast skaparanum við það að skoða verkhans. En það eru yfirborðsleg kynni. Skaparinn er jafn fjarlægur ogkynnin jafn yfirborðsleg og kynni þín af höfundi bókar sem þú hefurlesið eða kynni þín af málara málverks sem þú hefur skoðað. Þú ertí engu sambandi við höfundinn eða málarann. En skaparanumþurfum við að kynnast persónulega og það gerum við með því aðlesa hans orð og biðja til hans, komast í beint samband. (Ath.Biblíulesturinn á morgun fjallar um Biblíuna – og það hvernig viðkynnumst Guði með því að lesa hana.)

BænBænBænBænBæn

Góði Guð,

þakka þér

fyrir

yndislega

sköpun þína.

Hjálpa þú

mér að taka

eftir

fegurðinni í

hinu stóra

og smáa sem

þú hefur

skapað.

Þakka þér

fyrir að ég

fæ að sjá

handbragð

þitt í

sköpuninni,

kynnast þér í

Biblíunni og

tala við þig

sem besta vin.

Skoða þú verk Guðs - í umhverfinu

Page 7: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

7

Hugmyndir tengdar efninu

1. Náttúruskoðun

Leyfið börnunum að skoða smáa hluti í náttúrunni með stækkunargleri (eða víðsjá). Þaðmá hvort sem er senda þau út með stækkunargler til að skoða smáa hluti í náttúrunnieða taka laufblöð, skordýr, blóm og annað inn til skoðunar.

Einnig er hægt að útbúa spæjarabók (nokkur lítil blöð heftuð saman) til að senda börninmeð út. Þá teikna þau í bókina það sem þau sjá í gegnum stækkunarglerið.

2. Leikur sem tengist sköpun/þróun! :)

Steinn, skæri, blað. Í þessari útfærslu er leikurinn hópleikur.

(útgáfa: Egg – Risaeðla – Maður – Kool)

Þessi hópleikur getur verið mjög skemmtilegur. Hann byggist á þremur handarstellingum:

Steinn: Krepptur hnefi.

Blað: Flatur lófi.

Skæri: Vísifingur og langatöng í sundur, þumall, baugfingur og litli fingur beygðir inn ílófann.

Steinninn er sterkari en skærin því það má skemma skæri með stein. Skærin eru sterkarien blaðið því skæri geta klippt blað. Blaðið er sterkari en steinninn því það má pakkastein í pappír.

Skoða þú verk Guðs - í umhverfinu

Ritningarvers tengd efninu

1. Ef Guð er upphaf alls hins skapaða – hvenær varð Guð til?Sálm 90:1–2

Drottinn, þú hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns. 2Áður enfjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðarert þú, ó Guð.

2. Hvað finnst Guði um mig sem manneskju? Sálm 139:1414Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður,undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.

3. Hvernig getur það haft áhrif á hvað mér finnst um aðra og hvernigég umgengst þá? Matt 7:1212Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér ogþeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.

4. Hvaða verkefni hefur Guð falið mér í sköpun sinni? Ef 2:1010Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka,sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggjastund á þau.

5. Um hvað er Davíð að biðja í Sálm 51:12? Hvað merkja þessiorð?12 Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugananda.

Page 8: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

8

Egg – Risaeðla – Maður – Kool

Þátttakendur ganga um gólf í fyrirfram gefnum hlutverkum sem eru egg, risaeðla, maðurog kool maður. Allir í leiknum byrja sem egg og ganga þá um eins og egg (best er að sásem stjórnar leiknum ákveði hvernig allir eiga að hreyfa sig). Þátttakendur reyna að hittaaðra sem eru að gera það sama. Hver og einn kynnir sig og segir: „Góðan dag, ég heiti[segir til nafns]“ og hinn svarar: „Góðan dag ég heiti [segir til nafns]“. Síðan er talið, einn,tveir og þrír. Á þremur rétta leikmenn fram aðra höndina í einhverri ofangreindri stellingu,þ.e.a.s. steinn, skæri, blað. Ef báðir aðilar mynda sömu stellinguna verður að reynaaftur. Sá sem hefur betur umbreytist þá í risaeðlu og reynir á sama hátt að verða maðurog síðan að verða kool. Eggið gengur um eins og egg, risaeðlan eins og risaeðla ogmaðurinn eins og maður og sá sem er kool gengur um eins kool maður og smellir fingrum.Leiknum er lokið þegar flestir eru orðnir kool.

Page 9: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

9

Orð Guðs

– vegvísir2.24

Hver sem heyrir

þessi orð mín og

breytir eftir þeim,

sá er líkur

hyggnum manni, er

byggði hús sitt á

bjargi. 25

Nú skall

á steypiregn,

vatnið flæddi,

stormar blésu og

buldu á því húsi,

en það féll eigi,

því það var

grundvallað á

bjargi.

26En hver sem

heyrir þessi orð

mín og breytir

ekki eftir þeim, sá

er líkur heimskum

manni, er byggði

hús sitt á sandi.

27Steypiregn

skall á, vatnið

flæddi, stormar

blésu og buldu á

því húsi. Það féll,

og fall þess var

mikið.”

Matt 7Matt 7Matt 7Matt 7Matt 7:2:2:2:2:24–24–24–24–24–277777

Þitt orð er lampi

fóta minna og

ljós á vegum

mínum.

Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1111119:19:19:19:19:10505050505

Með hverju getur

ungur maður

haldið vegi sínum

hreinum? Með því

að gefa gaum að

orði þínu.

Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1111119:99:99:99:99:9

Ég geymi orð þín í

hjarta mínu til

þess að ég skuli

eigi syndga gegn

þér.

Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1111119:19:19:19:19:111111

Þakkir þú vilt mér lýsa, leiða

lífs um æviveg

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Matt 7:24–27, Sálm 119:9, 11, 105

UUUUUmfmfmfmfmfjöllunjöllunjöllunjöllunjöllun

Jesús talaði oft í dæmisögum þegar honum lá mikið á að útskýrafyrir fólki það sem hann vildi segja. Í Matteusarguðspjalli er frægræða sem hann flutti uppi á fjalli fyrir framan mikinn mannfjölda.

Þessi ræða er kölluð Fjallræðan. Í lokræðunnar segir hann dæmisögu til aðbrýna fyrir fólkinu að orð hans séugagnslaus ef það er aðeins hlustað áþau, en ekki tekið mark á þeim ogbreytt eftir þeim.

Líkingin sem Jesús tekur er af tveimurmönnum sem báðir byggja sér hús.Annar hugar vel að undirstöðunni semhúsið á að standa á og byggir hús sittá bjargi. [Glærur 1,2,3] Þegar óveður

geisar, rigningin beljar og vindur gnauðar á húsinu hefur það engináhrif, húsið stendur stöðugt af því að það er byggt á traustum grunni.[Glærur 4,5,6,]

Hinn maðurinn hefur aldrei verið þekktur fyrir að eyða of miklumtíma í eitthvað sem honum finnst ekki skipta máli. Ef maður ætlar aðbyggja sér hús þá er bara að drífa í því, finna sér fallegan stað þarsem þægilegt er að lifa og auðvelt að klambra kofanum saman.Hann byggir hús sitt á sandi. [Glærur 7,8,]. Þegar óveður geisar ogvindar blása hressilega, kemur í ljós að undirstöðurnar eru veikar,rigningin sópar þeim burtu, húsið riðar til falls og maðurinn situr eftirí rústum kofans. Þessu átti hann ekki von á. [Glærur 9,10,11]

„Sá sem heyrir það sem ég hef að segja og breytir eftir því er einsog vitur maður sem byggir hús sitt á bjargi“, segir Jesús. Auðvitað erJesús ekki að tala um að byggja raunverulegt hús, hann talar í líkingu.Hann meinar að sá sem hlusti á orð sín og breyti eftir þeim, hafisterka undirstöðu fyrir líf sitt. Það skiptir miklu máli þegar maðurbyggir grundvöll undir líf sitt og að undirstaðan sé góð oggrundvöllurinn sterkur. Grunnurinn þarf að lífið á enda. Þegarerfiðleikar koma upp og freistingar mæta, stenst sá sem hefur tryggaundirstöðu. [Glæra 12]

Fyrst orð Jesú eru svona mikilvæg, eins og hann heldur fram, hlýturað skipta miklu máli að hlusta á þau. En hvernig getum við heyrt orð

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriðiiðiiðiiðiiði

Í Biblíunni kynnumst

við Guði. Biblían vísar

okkur veginn og

hjálpar okkur að

taka skynsamlegar

ákvarðanir. Hún er

leiðarvísir og hand-

bók fyrir lífið.

Biblíulestur í viku B - Dagur 3

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

BBBB BIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

R

Page 10: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

10 Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Jesú nú á dögum þegar við höfum Jesú ekki lengur hjá okkur einsog lærisveinarnir og fólkið sem hann talaði við. Til þess hefur Guðgefið okkur Biblíuna. Biblían er orð Guðs til okkar. Þegar við lesumhana, kynnumst við því hver Guð er og hvað hann vill með okkurmennina. Boðskapur hennar mótar breytni okkar, því hún segir frákærleika Jesú. Þar fáum við leiðsögn um lífið og skiljum betur réttog rangt. Orð Jesú eru þannig eins og ljós sem lýsa okkur réttanveg. [Glæra 13]

Kristnir menn segja að Orð Guðs sé sannleikur.

Það eru til mörg ritningarvers í Biblíunni sem segja að Orð Guðs sésannleikur og geti hjálpað okkur að vita hvað er rétt og velja það.Þess vegna getur Biblían forðað okkur frá mörgum mistökum. ÍBiblíunni getum við líka kynnst því hver Guð er.

Um orð Guðs stendur meðal annars:

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálm 119:105[Glæra 14]

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Meðþví að gefa gaum að orði þínu. Sálm 119:9 [Glæra 15]

Ég geymi orð þín í hjarta mínu til þess að ég skuli eigi syndgagegn þér. Sálm 119:11 [Glæra 16]

Biblían er eins og bókasafn. Hún er 66 mismunandi bækur. Hún erskrifuð af a.m.k. 39 mismunandi höfundum. Það tók um 1500 ár aðskrifa hana. Samt passar allt saman og segir okkur svo margt umGuð.

Í Gamla testamentinu eru sögurnar um allt sem gerðist áður en Jesúsfæddist. Þar segir frá því sem gerðist frá upphafi heimsins, þar erusögurnar um Adam og Evu, örkina hans Nóa, Móse og dóttur Faraós,Davíð og Golíat, Jónas í hvalnum, Rut, Ester, Rakel, Rebekku ogmargar fleiri allt fram að þeim tíma að Jesús fæddist. [Glæra 17]

Í Nýja testamentinu eru sögurnar um Jesú, dæmisögurnar sem hannsagði, sögur um lærisveina hans og fullt af bréfum sem hinir fyrstukristnu skrifuðu til annarra kristinna einstaklinga eða til safnaða.[Glæra 18]

Við kristnir menn trúum því að Biblían sé orð Guðs og að hún getihjálpað okkur að vita hvað sé rétt að gera. Það er gott að byrja aðlesa um Jesú og það sem hann segir við okkur. Við þurfum líka aðlæra boðorðin tíu og fara eftir þeim. Þannig getum við kynnst Guðiog orði hans og leyft því að vísa okkur veginn og hjálpa okkur við aðtaka réttar ákvarðanir. Þá er líf okkar byggt á grunni sem stendurstöðugur þótt á móti blási og erfiðleikar steðji að.

Ritningarvers tengd efninu

1. Af hverju ætti ég að lesa Biblíuna? 2. Tím 3:16–17

Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, tilumvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess aðsá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðsverks.

BænBænBænBænBæn

Góði Guð.

Viltu hjálpa

mér að leita

leiðsagnar

þinnar þegar

ég þarf að

taka erfiðar

ákvarðanir.

Viltu hjálpa

mér að skilja

orðið þitt

þegar ég les í

Biblíunni og

viltu hjálpa

mér að gera

það sem er

rétt og gott.

Viltu líka

hjálpa þeim

sem eru yfir

okkur settir

að fara eftir

þínu orði

þegar þeir

taka

ákvarðanir

sem skipta

máli.

Page 11: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

11Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Hugmyndir tengdar efninu

Bókamerki

Búa til bókamerki í Biblíuna. Það má gjarnan skrifa versin úr Sálmi 119 á það.

2. Hvað á ég að gera ef ég er hræddur? Sálm 23:1–4

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænumgrundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar semég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttavegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,óttast ég ekkert illt, því að þú er hjá mér, sproti þinn og stafurhugga mig.

3. Hvað á ég að gera ef mig langar í eitthvað sem einhver annará? 5. Mós 5:21

Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, og ekki ágirnast húsnáunga þíns, ekki land hans, ekki þræl hans eða ambátt, ekkiuxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.

4. Hvað á ég að gera ef systir mín/bróðir minn er óþolandi? Matt18:21b-22

„Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörirvið mig? Svo sem sjö sinnum?”22Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnumsjö.“

5. Hvað á ég að gera í sambandi við námið og skólann? Orðskv.4:7–97Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allareigur þínar! 8Haf hana í hávegum, þá mun hún hefja þig, húnmun koma þér til vegs, ef þú umfaðmar hana. 9Hún mun setjayndislegan sveig á höfuð þér, sæma þig prýðilegri kórónu.”

6. Hvað segir Sálmur 119 fleira um orð Guðs?

Sálm 119; Orð Guðs: Veitir blessun v.1, hreinsar v.9, er innblásiðaf Guði v.13, veitir ráð v.24, styrkir v.28, gefur frelsi v.32, veitirhuggun v.52, er dýrmætt v.72, fræðir v.102, gefur skynsemi v.104,er ljós v.105, veitir von v.114, kennir manni að hata hið illa v.128,er hreint v.140, er eilíft v.152, er trúfesti v.160, veitir öryggi v.165.

Page 12: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

12

Page 13: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

13

Náungi

minn3.25

Lögvitringur

nokkur sté fram,

vildi freista hans

og mælti:

“Meistari, hvað á

ég að gjöra til

þess að öðlast

eilíft líf?”

26Jesús sagði við

hann: “Hvað er

ritað í lögmálinu?

Hvernig lest þú?”

27Hann svaraði:

“Elska skalt þú

Drottin, Guð þinn,

af öllu hjarta

þínu, allri sálu

þinni, öllum mætti

þínum og öllum

huga þínum, og

náunga þinn eins

og sjálfan þig.”

28Jesús sagði við

hann: “Þú

svaraðir rétt.

Gjör þú þetta, og

þú munt lifa.”

29En hann vildi

réttlæta sjálfan

sig og sagði við

Jesú: “Hver er þá

náungi minn?”

30Því svaraði

Jesús svo:

“Maður nokkur

fór frá

Jerúsalem ofan

til Jeríkó og féll

í hendur

ræningjum. Þeir

flettu hann

klæðum og börðu

hann, hurfu

brott síðan og

létu hann eftir

dauðvona. 31

Svo

vildi til, að

prestur nokkur

fór ofan sama

veg og sá

manninn, en

Þakkir þú gefur góða vini,

þakkir, Guð elskar sérhvern mann.

Þakkir að ég get endurgoldið

og elsku veitt í mót

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Lúk 10:25–37

UUUUUmfmfmfmfmfjöllunjöllunjöllunjöllunjöllun

Einu sinni kom maður til Jesú og sagði: Þú segir að maður eigi aðelska náungann eins mikið og sjálfan sig. En hver er þá náungiminn?

Þá sagði Jesús honum dæmisögu til að útskýra málið:

Maður nokkur þurfti að fara frá Jerúsalem niður til Jeríkó. [Glæra 1]

Hann þurfti að fara um fjallaskarðsem var mjög hættulegt. [Glæra 2Útskýra kort: Borgin neðst til vinstrier höfuðborgin Jerúsalem þar semmaðurinn bjó. Borgin þar fyrirnorðan er í Samaríu, en þangaðfóru menn helst ekki og vildu ekkieiga samskipti við Samverja. Jeríkóer borgin til hægri á kortinu.]

Þar var mjög heitt, oft sandrok og þar gátu ræningjar verið á ferð. Ínánd við skarðið voru engin þorp því það var mjög erfitt að búa þar.Hins vegar var þar í nágrenninu gistiheimili fyrir þá sem voru þar áferð og náðu ekki að komast leiðar sinnar fyrir myrkur. [Glæra 3]

Ferðamaðurinn hafði ekki heppnina með sér, því án þess að hanngæti varist komu að honum ræningjar, börðu hann og hirtu af honumeigur hans og meira að segja fötin líka. [Glæra 4]

Svo skildu þeir hann eftir nær dauða en lífi við veginn.

Ferðamaðurinn gat ekki bjargað sér sjálfur, hann gat ekki einu sinnistaðið upp. [Glæra 5]

Svo vildi til að prestur nokkur var á sömu leið og sá ferðamanninn,en sveigði fram hjá. [Glæra 6]

Síðan kom levíti (aðstoðarmaður prests) sömu leið, sá manninn, enhann gekk líka framhjá. Þá var ferðamaðurinn trúlega búinn að missaalla von um að einhver kæmi honum til hjálpar. [Glæra 7]

En stuttu seinna átti Samverji nokkur leið þar um. (Og þið munið aðGyðingar vildu ekki umgangast Samverja, þeir vildu helst ekki talavið þá.) En Samverjinn sá manninn liggjandi á götunni og kenndi íbrjósti um hann. [Glæra 8]

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriðiiðiiðiiðiiði

Jesús bendir okkur á

að allir sem við

umgöngumst séu

náungi okkar sem við

eigum að koma vel fram

við.

Biblíulestur í viku B - Dagur 4

Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

BBBB BIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

R

Page 14: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

14

Hann gekk til hans, batt um sár hans. [Glæra9]

Hann lyfti honum upp á asna sinn og fór meðhann til gistihússins sem var þar næst. [Glæra10]

Þar hugsaði hann um hann og sá til þess aðhann gæti hvílst, hann fengi að borða oghonum myndi batna. Daginn eftir þurftiSamverjinn að halda sína leið, en hann baðeiganda gistihússins að hugsa vel ummanninn og sagðist sjálfur ætla að borga.[Glæra 11]

Eftir að Jesús hafði sagt þessa sögu spurðihann manninn hver hefði reynst náungi þeimsem féll í hendur ræningjunum. Maðurinn svaraði að það hefði veriðsá sem miskunnaði sig yfir hann og kom honum á gistihúsið. Þásagði Jesús honum að fara og gera eins.

Við ættum að sýna öllum kærleika og koma fram við alla eins og viðvildum að væri gert við okkur. Þá þurfum við að sýna öllum kærleikaog miskunnsemi, sama hverjir það eru.

Hvað gerðum við ef við sæjum Birgittu Haukdal grátandi og liggjandií gangstéttinni á Ingólfstorgi?

Hvað gerðum við ef við hittum Eið Smára Guðjonsen úti á stoppistöðog hann ætti ekki pening í strætó?

Hvað gerðum við ef leiðinlegasti krakkinn í hinum bekknum lægigrátandi á gangstéttinni?

Hvað gerðum við ef asísk kona bæði okkur að lána sér fyrirstrætómiða?

Hvað myndum við vilja að ókunnugir gerðu ef við lægjum meidd ágangstéttinni eða ættum ekki fyrir strætó?

Hver er náungi minn sem ég á að sýna kærleika?

Bróðir/systir, nágranni, krakkarnir í hverfinu, krakkarnir í skólanum,krakkarnir í hinu hverfinu, krakkarnir í næsta skóla, pólsku krakkarnir,asísku krakkarnir, krakkar í yngri bekkjum, krakkar í eldri bekkjum,ókunnugir krakkar, gamlar konur, gamlir menn, rónar, betlarar,villingarnir...?

Hvað myndum við vilja að væri gert fyrir okkur ef við værum fátæk,hötuð, hungruð, veik, fangar, rónar, einmana, heimilislaus, ný íhverfinu...?

Hvað getum við gert fyrir fátæka, hataða, hungraða, veika, fanga,róna, einmana, heimilislausa, nýja í hverfinu ...?

Móðir Theresa er þekkt um allan heim fyrir starf sitt meðal fátækra áIndlandi.

Hún sagði við konurnar sem störfuðu með henni að þegar þær sæjuilla haldið fólk úti á götu, veikt, fátækt eða deyjandi, ættu þær aðkoma fram við fólk eins og það væri Jesús í dulargervi.

Kannski er það einmitt hugarfarið sem Jesús vill að við höfum. Við

Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

BænBænBænBænBæn

Góði Guð,

viltu hjálpa

mér að elska

náunga minn

og koma fram

við aðra af

kærleika og

miskunnsemi.

Viltu hjálpa

mér að sjá

tækifærin til

að blessa

annað fólk.

sveigði fram hjá.

32Eins kom og

levíti þar að, sá

hann og sveigði

fram hjá. 33

En

Samverji nokkur,

er var á ferð, kom

að honum, og er

hann sá hann,

kenndi hann í

brjósti um hann,

34gekk til hans,

batt um sár hans

og hellti í þau

viðsmjöri og víni.

Og hann setti

hann á sinn eigin

eyk, flutti hann

til gistihúss og

lét sér annt um

hann. 35

Daginn

eftir tók hann

upp tvo denara,

fékk

gestgjafanum og

mælti: ,Lát þér

annt um hann og

það sem þú kostar

meiru til, skal ég

borga þér, þegar

ég kem aftur.’

36Hver þessara

þriggja sýnist þér

hafa reynst

náungi þeim manni,

sem féll í hendur

ræningjum?”

37Hann mælti: “Sá

sem

miskunnarverkið

gjörði á honum.”

Jesús sagði þá við

hann: “Far þú og

gjör hið sama.”

Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 10:25–30:25–30:25–30:25–30:25–377777

Page 15: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

15Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

ættum að koma fram við alla sem þurfa hjálp eins og þeir væruJesús í dulargervi.

Ritningarvers tengd efninu

1. Lesið saman Gullnu regluna í Matt 7:12. Hvernig væri að lifa efallir færu eftir þessari reglu.12Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér ogþeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.

2. Hvað segir Jesús um þá sem eru miskunnsamir? Hvað merkirað miskunna? Matt 5:77Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.

3. Hvert segir Jesús að sé mikilvægasta boðorðið (tvöfaldakærleiksboðið)? Matt 22:34–4034Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa,komu þeir saman. 35Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildifreista hans og spurði: 36"Meistari, hvert er hið æðsta boðorð ílögmálinu?”37Hann svaraði honum: “,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, aföllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.’ 38Þetta erhið æðsta og fremsta boðorð. 39Annað er þessu líkt: ,Þú skaltelska náunga þinn eins og sjálfan þig.’ 40Á þessum tveimurboðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.”

4. Hvernig kemur kærleikurinn fram við aðra? I. Kor 13:4–74 Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinnöfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekkiupp. 5 Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. 6 Hann gleðst ekki yfiróréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. 7 Hann breiðir yfir allt,trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Hugmyndir tengdar efninu

Frásögn

Unglingspiltur í Milwaukee í Wisconsinfylki Bandaríkjanna greindist með krabbamein.Hann dvaldi á sjúkrahúsi þar sem hann gekst undir geilsa- og lyfjameðferðir. Á þessutímabili missti hann allt hár. Þegar kom að því að drengurinn mátti fara heim kom í ljós aðhann var mjög áhyggjufullur. Áhyggjurnar voru þó ekki vegna sjúkdómsins, heldur vegnaþess að hann þurfti að fara sköllóttur í skólann. Hann ákvað því að nota hárkollu eðahúfu.

Þegar hann kom heim gekk hann inn í forstofuna og kveikti ljósið. Honum til mikillarundrunar sá hann um fimmtíu vini sína samankomna á heimilinu til að bjóða hannvelkominn heim. Drengurinn leit yfir hópinn og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum –allir vinirnir höfðu rakað af sér hárið!

Nálgun:

Vilja ekki allir eiga sanna vini sem eru tilbúnir að ganga langt, jafnvel fórna hárinu, fyrirþá. Því miður eru slíkir vinir ekki á hverju strái.

Page 16: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

16

Þegar við ákveðum að fylgja Kristi erum við ættleidd í risastóra fjölskyldu þar sem kærleikurog vinátta ríkja. Þessi fjölskylda kallast kirkja, líkami Krists. Í fyrra Korintubréfi 12. kaflasegir að þegar einn limur líkamans þjáist þá þjást allir limirnir með honum. Og ef einumlim gengur vel þá gleðjast allir limirnir með honum. Við þjáumst hvert með öðru oggleðjumst hvert með öðru. Um það snýst kirkjan. Við erum samfélag, fjölskylda og sannirvinir.

Þegar við högum okkur á þennan hátt erum við að gera það sama fyrir hvert annað ogJesús gerði fyrir okkur. Jesús elskaði okkur svo mikið að hann var tilbúinn að gangalengra en að raka hár sitt fyrir okkur. Hann þjáðist og dó á krossinum fyrir okkur. Hanngaf líf sitt svo við mættum lifa. „Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnarfyrir vini sína“ (Jóh 15:13).

(Af www.kirkjan.is, © Youth Specialties, Inc 1994)

Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

Page 17: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

17

Guð er

styrkur minn4.18

Meðan hann var

að segja þetta við

þá, kom

forstöðumaður

einn, laut honum

og sagði: “Dóttir

mín var að skilja

við, kom og legg

hönd þína yfir

hana, þá mun hún

lifna.”

19Jesús stóð upp

og fór með

honum og

lærisveinar hans.

23Þegar Jesús kom

að húsi

forstöðumannsins

og sá pípuleikara

og fólkið í

uppnámi, 24

sagði

hann: “Farið burt!

Stúlkan er ekki

dáin, hún sefur.”

En þeir hlógu að

honum. 25

Þegar

fólkið hafði verið

látið fara, gekk

hann inn og tók

hönd hennar, og

reis þá stúlkan

upp.

Matt 9:1Matt 9:1Matt 9:1Matt 9:1Matt 9:18–18–18–18–18–19,23–259,23–259,23–259,23–259,23–25

Þakkir jafn fyrir grát og gleði,

þakkir, þú veitir styrk og þor,

þakkir þú sorgir berð á burt

og bætir angur allt.

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Matt 9:18–19 og 23–25

Umfjöllun

Texti biblíulestrarins í dag er frásagan af dóttur Jaírusar sem Jesúsreisti frá dauðum. Fyrir utan Matteusarguðspjall er þessa frásögulíka að finna í Mark 5:21–43 og Lúk 8:40–56. Inni í henni er innskot

um konuna sem snerti klæði Jesú til þessað fá lækningu vegna blóðláts, en viðtökum hana ekki með hér.

Jaírus var forstöðumaður ísamkunduhúsi Gyðinga í borginniKapernaum í Ísrael. Hann var mikilsmetinn maður og hafði verið valinn aföldungum borgarinnar til þess að gegna

þessu mikilvæga starfi. Það var í hans verkahring að velja þá semlásu ritningarlestra og fluttu bænir og prédikanir í samkunduhúsinu.Vegna starfs síns í samkunduhúsinu hefur hann ef til vill þekkt tileinhverra þeirra mörgu kraftaverka sem Jesús gerði. Kannski hafðihann orðið vitni að einhverju slíku í samkunduhúsinu.

Jaírus vissi greinilega af veru Jesú í Kapernaum því að hann leitaðihann uppi og fann hann í samræðum við lærisveina Jóhannesarskírara. Hann vindur sér strax að honum og fellur að fótum hans umleið og hann biður hann að hjálpa sér. „Dóttir mín var að skilja við,kom og legg hönd þína yfir hana, þá mun hún lifna.“ – segir hann íörvæntingu sinni við Jesú. (v. 18)

Jesús stendur strax upp og fer með honum ásamt lærisveinum sínum.

Jesús synjar engum hjálpar sem til hans leitar í neyð. Þegar einhverþarfnast hjálpar, kemur Jesús. Eitt sinn tók það hann þrjá daga aðkomast á leiðarenda til þess sem þurfti hjálp, en hann fór samt, sbr.Jóh 11:6–7. (v.19)

Þegar Jesús kemur að húsi forstöðumannsins sér hann aðflautuleikararnir eru komnir (en það var siður í Ísrael að leigjaflautuleikara og grátkonu í jarðafarir) og fólkið er í uppnámi. Fólkiðveit að stúlkan er dáin og það er þegar byrjað að undirbúa greftrunhennar. Á þessum tíma var fólk yfirleitt greftrað sama dag og þaðlést vegna þess að það var svo heitt og erfitt að geyma lík.

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriðiiðiiðiiðiiði

Jesús er með mér

þegar erfiðleikar

steðja að í lífi

mínu.

Biblíulestur í viku B - Dagur 5

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

BBBB BIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

R

Page 18: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

18

Jesús skipar fólkinu að fara úr húsinu. „Stúlkan er ekki dáin“ segirhann, „hún sefur“. En það var hlegið að honum. Þegar allir hafayfirgefið húsið, nema foreldrar hennar og lærisveinar Jesú, tekurJesús í hönd stúlkunnar og rís hún þá upp. [Glæra 1]

Jesús vakti stúlkuna upp frá dauðum eins auðveldlega og ef húnhefði verið sofandi. Hann gaf hana foreldrum hennar aftur. ÍLúkasarguðspjalli er sagt að stúlkan hafi verið 12 ára og að hún hafiverið eina barn foreldra sinna. Bæn föður fyrir dóttur sinni hafði Jesúsnú svarað.

Allar manneskjur lenda einhvern tíma í erfiðum aðstæðum sem þærmegna ekki að kljást við einar. Erfiðleikarnir geta verið margs konar.Það sem einum finnst óyfirstíganlegt, er ekki eins erfitt fyrir öðrum.Það er af því að við erum ólík og þolum mismikið. Jesús þekkir okkureins og við erum og veit hvernig okkur líður hverju sinni. Þegar viðleitum til hans með erfiðleika okkar og biðjum hann um hjálp, getumvið treyst því að hann kemur. Hann kemur til að vera hjá okkur oghjálpa í neyðinni, eins og hann gerði þegar Jaírus, faðir veikustúlkunnar, leitaði til hans. Guð hefur gefið okkur bænina til þess.Hér er gott tækifæri til að leggja áherslu á bænina sem opnar Jesúleið inn í huga okkar og hjarta, svo hann geti borið byrðarnar meðokkur. Það er svo þungt að bera þær einn. (Ath. að kvöldhugleiðinginfjallar einmitt um bænina.)

Ritningartextar sem tengjast efninu

1. Hvað er bæn? Matt 11:28

„Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og égmun veita yður hvíld.“

2. Er hægt að biðja Guð um hvað sem er? Heyrir Guð allar bænir?Jóh 14:14

„Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.“

3. Af hverju læknast ekki allir sem beðið er fyrir? Lesið bæn Davíðsí þjáningu og erfiðleikum Sálm 69:17 og fullvissu hans í Sálm145:18

„Bænheyr mig, Drottinn, sakir gæsku náðar þinnar, snú þér aðmér eftir mikilleik miskunnar þinnar.“ (Sálm 69:17)

„Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákallahann í einlægni.“ (Sálm 145:18)

4. Lesið Sálm 46:2

„Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.“

BænBænBænBænBæn

Góði Guð,

þakka þér

fyrir að þú

ert með mér

þegar ég á

erfitt. Viltu

hjálpa mér að

koma með

erfiðleikana

mína og bera

þá fram fyrir

þig, svo þú

getir borið þá

með mér.

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 19: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

19

Hugmyndir tengdar efninu

1. Sporin í sandinum

Mann nokkurn dreymdi draum. Hann dreymdi að lífi hans væri lokið og hann sá það fyrirsér sem gönguferð með Jesú eftir sendinni strönd. Þegar hann virti líf sitt fyrir sér sá hannfótspor tveggja manna – Jesú og sín eigin. Hann tók þó eftir því að á köflum voru aðeinsein spor í sandinum. Þetta voru einmitt þau tímabil í lífi hans þegar hann átti hvað erfiðast.

Þetta olli manninum nokkru hugarangri og hann sagði við Drottin, „Drottinn, þú sagðir aðþú myndir aldrei yfirgefa mig. Þú sagðir, þegar ég ákvað að fylgja þér, að þú myndirganga með mér alla leið. En nú hef ég séð að þar sem ég átti hvað erfiðast í lífi mínu voruaðeins ein spor í sandinum. Hvernig gastu skilið mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þínmest?“

Jesús svaraði: „Kæri sonur, þú mátt vita að ég elska þig og ég myndi aldrei yfirgefa þig.Skoðaðu þessi fótspor aðeins betur. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar semþú sérð aðeins ein spor – var það ég sem bar þig.“

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 20: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

20

Page 21: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

21

Kærleiki

Guðs5.16

Því svo elskaði

Guð heiminn, að

hann gaf son sinn

eingetinn, til þess

að hver sem á

hann trúir

glatist ekki,

heldur hafi eilíft

líf. 17

Guð sendi

ekki soninn í

heiminn til að

dæma heiminn,

heldur að

heimurinn skyldi

frelsast fyrir

hann.

Jóh 3:1Jóh 3:1Jóh 3:1Jóh 3:1Jóh 3:16–16–16–16–16–177777

Drottinn, náð þín er veitt án enda.

Drottinn, ég ávallt treysti þér.

Biblíutexti

Jóh 3:16–17

Umfjöllun

Notið bókina án orða.

Margir hafa búið til sögur og myndir til að útskýra af hverju Jesúsþurfti að koma á jörðina og deyja fyrir okkur.

Maður nokkur bjó til bók um það. Það skrýtna við þessa bók er að íhenni eru hvorki orð né myndir. Hafið þið nokkurn tíma séð bók ánorða eða mynda? (Það er ekki hægt að kíkja á síðustu blaðsíðuna íþessari bók til að sjá hvernig hún endar.)

Eins og þið sjáið er bókin með mismunandi litum blaðsíðum og hverlitur á að minna okkur á hluta af sögunni.

GULUR

Guli liturinn minnir okkur á Guð oghimininn. Á himnum er Guð semskapaði mig og þig. Þar var Jesúsáður en hann kom til jarðar sem lítiðbarn og hann fór þangað aftur eftirað hann reis upp frá dauðum.

Guð er heilagur og góður. Hann villekki hafa neitt hjá sér sem er vont.

Þess vegna er eitt sem getur alls ekki verið á himnum. Getið þiðímyndað ykkur hvað það er?

SVARTUR

Það er allt það illa (syndin). Það er það sem þessi svarta blaðsíðaminnir okkur á. Synd er allt sem fólk hugsar, segir eða gerir semsærir Guð, til dæmis að ljúga, svindla, vera eigingjarn eða meiðaaðra.

Í Biblíunni stendur að allir hafi gert eitthvað rangt. (Róm 3:23)

Það þýðir allir: Stórir og litlir, ungir og gamlir. Það er alveg samahvar maður býr eða hver maður er, allir hafa syndgað. Allir geraeinhvern tíma eitthvað sem Guði líkar ekki. Guð sagði að þeir semsyndguðu gætu ekki fengið að vera hjá honum. (Róm 6:23) Þá getumvið, ég og þú, ekki heldur verið hjá honum ef við höfum einhverntíma gert eitthvað rangt.

En Guð hefur frábæra áætlun til þess að við getum verið vinir hansog getum verið hjá honum.

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriðiiðiiðiiðiiði

Guð elskar okkur og

vill eiga samfélag við

okkur. Hann leyfði

syndinni ekki að

eyðileggja samband

sitt við okkur.

Biblíulestur í viku B - Dagur 6

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

BBBB BIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

R

Page 22: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

22 Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Guð sendi Jesú, sinn fullkomna son, til þess að fæðast semungabarn. Jesús lifði fullkomnu lífi. Hann syndgaði ekki. Þegar hannvarð fullorðinn tóku illir menn hann og negldu hann á kross.

RAUÐUR

Rauða síðan minnir okkur á Jesú. Rauði liturinn minnir okkur á blóðhans og að hann dó fyrir okkur.

Vegna þess að Jesús dó, getur Guð fyrirgefið okkur syndirnar ef viðbiðjum hann. Þá verðum við vinir Guðs og getum verið með honum.

Biblían segir:

Öllum þeim sem tóku við honum[Jesú] gaf hann rétt til að verðaGuðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Jóh 1:12

HVÍTUR

Hvíti liturinn minnir okkur á hreint hjarta. Hann er tákn um hreinleika.Hann táknar það að Guð hefur tekið þig í sátt, þú ert Guðs barn.

Hvernig getum við öðlast hreint hjarta?

Þú getur beðið Guð um að gefa þér áfram hreint hjarta. Þú skaltbiðja hann að fyrirgefa þér það sem þú hefur gert rangt. Þá hefurhann lofað að hlusta á þig og fyrirgefa þér og gefa þér hreint hjartaá ný. Biddu Jesú um að vera vinur þinn. Þá verður þú barnið hansog hann mun aldrei yfirgefa þig.

Þú getur gert það núna ef þú vilt. Við skulum biðja saman og þeirsem vilja geta sagt með mér (í hljóði eða upphátt).

Kæri Jesús, ég þakka þér fyrir að þú komst til að frelsa mig. Égtek á móti þér. Með dauða þínum hreinsaðir þú mig frá allri syndog skapaðir í mér nýtt hjarta. Þakka þér fyrir að gera mig aðbarni Guðs. Amen.

GRÆNN

Þá er bara einn litur eftir. Það er græni liturinn. Hann táknar vöxt.Allir lifandi hlutir vaxa og þroskast. Þegar maður biður Guð aðfyrirgefa sér og frelsa sig þá verður maður barn hans. Þá þurfum viðað vaxa eins og venjuleg börn og læra að þekkja Guð betur ogverða alltaf betri og betri vinir hans og líkjast honum meira.

Maður getur gert ýmislegt til að vaxa í trúnni á Guð:

1. Lærðu að biðja til Guðs og tala við hann á hverjum degi.

2. Lærðu að hlusta á hann með því að lesa Biblíuna, orð Guðs, tilað vita hvað hann segir.

3. Farðu í KFUM og KFUK/TTT/unglingastarf til að vera innan umannað fólk sem trúir á Jesú og til þess að læra enn meira umhann og hvernig við getum verið vinir hans.

4. Biddu Guð að hjálpa þér að lifa svo honum líki.

Svo getur þú sagt öðrum frá Jesú.

Ritningarvers tengd efninu

1. Getur einhver svarað í einni setningu um hvað Biblían er? Jóh3:16

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, tilþess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

BænBænBænBænBæn

Kæri Jesús, ég

þakka þér fyrir

að þú komst til

að frelsa mig.

Ég tek á móti

þér. Með dauða

þínum

hreinsaðir þú

mig frá allri

synd og

skapaðir í mér

nýtt hjarta.

Þakka þér

fyrir að gera

mig að barni

Guðs. Amen.

Page 23: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

23Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

2. Er ég barn Guðs? Jóh 1:12

Öllum þeim sem tóku við honum[Jesú] gaf hann rétt til að verðaGuðs börn, þeim er trúa á nafn hans.

Hugmyndir tengdar efninu

1. Sagan Vitlaust mark

Þann 1. janúar 1929 léku háskólaliðin Georgia Tech og UCLA úrslitaleik um Rósabikarinní ameríska fótboltanum. Einn leikmanna UCLA, Roy Riegels, ruglaðist eitthvað í ríminueftir að hafa lent í tæklingu og tók að hlaupa með boltann í átt að eigin marki. Hann hljópheila sextíu og fimm metra áður en samherji hans, Benny Lom, náði að kasta sér á hannog fella hann við marklínuna. Að öðrum kosti hefði Roy skorað sjálfsmark. LeikmönnumUCLA tókst ekki að koma boltanum framar á völlinn í fyrri hálfleik. Þess í stað náðuleikmenn Georgia Tech boltanum og skoruðu.

Í hálfleik spurðu áhorfendur sig: „Hvað mun þjálfari UCLA, Nibbs Price, gera við RoyRiegels í síðari hálfleik?“ Allir leikmennirnir gengu til búningsherbergja og settust á bekkina,nema Roy. Hann vafði teppi utan um sig, settist niður í einu horninu, faldi andlitið í lófumsér og grét eins og barn.

Venjulega láta þjálfarar dæluna ganga og láta leikmenn heyra það í hálfleik ef illa gengur.En nú var Nibbs þjálfari orðlaus. Hann var sennilega að hugleiða hvað hann ætti að geravið Roy. Þá kom tímavörður og tilkynnti að síðari hálfleikur ætti að hefjast eftir þrjármínútur. Þjálfarinn leit á leikmennina og sagði, „Við byrjum síðari hálfleik með óbreyttlið.“

Leikmennirnir stóðu á fætur og hlupu út, allir nema Roy. Hann sat grafkyrr. Þjálfarinnkallaði á hann og sagði honum að koma, en hann hreyfði sig ekki. Nibbs gekk þá að Royog sagði: „Heyrðirðu ekki hvað ég sagði? Við ætlum að byrja síðari hálfleik með óbreyttlið.“ Roy Riegels leit nú upp og Nibbs sá að þessi sterkbyggði maður var útgrátinn.„Þjálfari, ég get ekki spilað síðari hálfleik,“ sagði Roy. „Ég hef eyðilagt allt fyrir þér ogKaliforníuháskóla. Ég hef líka eyðilagt allt fyrir sjálfum mér. Ég get ekki horfst í augu viðáhorfendur til að bjarga eigin skinni.“

Þjálfarinn klappaði Roy á öxlina og sagði, „Drífðu þig nú á fætur. Leikurinn er bara rétthálfnaður. “ Og Roy Riegels lék síðari hálfleikinn. Þú getur spurt leikmenn Georgia Techef þú trúir mér ekki, en þeir hafa aldrei séð leikmann leika eins vel og Roy gerði í síðarihálfleik.

(Úr bókinni A Little Phrase for Loosers eftir Haddon Robinson. Birt í Christianity Today,26. október, 1992.)

Nálgun

Náð Guðs er eins og þjálfari Roys. Stundum finnst okkur við hafa klúðrað hlutunum svoilla að okkur langar mest til að hætta og fara heim. Guð gefur okkur þó ekki upp á bátinn.Hann segir: „Drífðu þig nú á fætur. Leikurinn er bara hálfnaður.“ Fagnaðarerindið umnáð Guðs er fagnaðarerindi nýrra tækifæra. Við ruglumst stöðugt í ríminu en Guð tekurokkur aldrei út af. Þess í stað hvetur hann okkur til dáða.

(Af kirkjuvefnum www.kirkjan.is, © Youth Specialties, Inc 1994)

Page 24: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

24

Page 25: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

25

Þakklæti6.11

Svo bar við á

ferð hans til

Jerúsalem, að

leið hans lá á

mörkum Samaríu

og Galíleu. 12

Og

er hann kom inn í

þorp nokkurt,

mættu honum tíu

menn líkþráir.

Þeir stóðu

álengdar, 13

hófu

upp raust sína og

kölluðu: “Jesús,

meistari, miskunna

þú oss!”

14Er hann leit þá,

sagði hann við þá:

“Farið og sýnið

yður prestunum.”

Þeir héldu af stað

og nú brá svo við,

að þeir urðu

hreinir. 15

En einn

þeirra sneri

aftur, er hann sá,

að hann var heill

orðinn, og lofaði

Guð hárri raustu.

16Hann féll fram

á ásjónu sína að

fótum Jesú og

þakkaði honum. En

hann var

Samverji. 17

Jesús

sagði: “Urðu ekki

allir tíu hreinir?

Hvar eru hinir

níu? 18

Urðu engir

til þess að snúa

aftur að gefa

Guði dýrðina nema

þessi

útlendingur?”

19Síðan mælti

Jesús við hann:

“Statt upp, og far

leiðar þinnar. Trú

þín hefur bjargað

þér.”

Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 177777:1:1:1:1:11–11–11–11–11–199999

Drottinn, ó Drottinn, þér ég þakka

að ég þakkað ég þakkað ég þakkað ég þakkað ég þakka ka ka ka ka kann.ann.ann.ann.ann.

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Lúk 17:11–19

UUUUUmfmfmfmfmfjöllunjöllunjöllunjöllunjöllun

Enn er sagt frá því að Jesús hafi verið á ferð. Á leið sinni til Jerúsalemkom hann inn í þorp eitt. Þar mætir honum sérstakur hópur. Tíumenn sem voru allir með alvarlegan sjúkdóm sem hét holdsveikikomu til hans. [Glæra 1] Þetta var sjúkdómur sem gerði það aðverkum að fingur og tær og nef duttu af fólki og smá saman dó það.Það var vond lykt af fólki með þennan sjúkdóm og veikt fólk máttibara vera með öðrum veikum. Þess vegna voru þessir menn í einumhópi. Þeir máttu ekki búa hjá fjölskyldu sinni og ekki umgangast

neinn sem ekki var með sjúkdóminn.Þessi sjúkdómur er ekki til í okkarheimshluta í dag, og ef hann kæmi afturværi hægt að lækna hann. En þannigvar það ekki á tímum Jesú. Það voruengin lyf til og engin lækning.

En þessir tíu menn, sem við vitum ekkihvað hétu og bjuggu í þorpi sem við vitum heldur ekki hvað hét, þeirhöfðu heyrt um Jesú. Heyrt að hann gæti læknað. Þegar þeir sjáhann fara þeir að kalla til hans, en þeir vissu að þeir mættu ekki faratil hans. Þeir kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss“. (Nú vitiðþið hvað það þýðir að miskunna – við ræddum um það íhugleiðingunni um Bartímeus blinda, það þýðir að hjálpa).

Jesús horfði á þá og vissi að líf þeirra hafði verið erfitt og sársaukafullt.Jesús horfði á þá og fór að þykja vænt um þá. Og hann segir við þá:„Farið á skrifstofuna til prestsins“, því að þar var ákveðið hvort fólkværi veikt eða frískt og hvort það mætti hitta aðra. Þegar þeir vorurétt lagðir af stað, fundu þeir hvernig þeir læknuðust. „Við erumheilbrigðir“, hrópuðu þeir. „Við skulum flýta okkur til prestsins svo aðvið fáum að fara heim og hitta fjölskyldur okkar. Foreldra, konur ogbörnin okkar“.

Allt í einu segir einn þeirra: „Við verður að fara aftur til Jesú“. „Nei,við megum ekki vera að því, við höfum þegar misst svo mikið úrlífinu“. Svo að níu hlupu til prestsins. Einn snéri við. [Glæra 2] Hannvar útlendingur og sumir litu niður á hann. Hann hljóp til Jesú. Hannhló og grét af gleði og þakkaði Jesú fyrir að hafa læknað sig ogsagðist alltaf mundi trúa á hann. Jesús varð glaður yfir því að hannskyldi snúa við og muna að þakka. Þá spurði Jesús eftir hinum níu,

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriðiiðiiðiiðiiði

Þakklæti til Guðs

fyrir allt það góða

sem við fáum að

njóta í lífinu.

Biblíulestur í viku B - Dagur 7

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

BBBB BIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

R

Page 26: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

26

hvort þeir hefðu ekki líka orðið heilbrigðir og Jesús varð sorgmædduryfir því að þeir skyldu gleyma að þakka fyrir það sem hann hafðigert fyrir þá.

Það er stundum sögð stutt saga sem kennir okkur þetta sama. Guðhafði sent tvo engla sína til að safna saman öllum bænum fólks umalla jörðina. Annar engillinn kom klyfjaður bænum og var Guð glaðurþegar hann tók við þeim og hlustaði á þær allar. Hinn engillinn komheldur dapur til baka og það rétt sáust nokkrar bænir í körfunni hans.Hann átti að safna saman þakklæti fólksins. Guð var hryggur þegarhann tók við nærri tómri körfu. „Af hverju gleymir fólkið að þakka?“spurði hann. Getið þið svarað þessari spurningu Guðs?

Höfum við eitthvað að þakka fyrir? Fyrir hvað getum við þakkað?Fáið börnin til að nefna hluti sem þeim finnst þau hafa fyrir að þakka(heilsu, foreldra, heimili, fæði, klæði, vini og besta vininn Jesú ...).Munum eftir að þakka á hverjum degi.

Ritningarvers tengd efninu

1. Lesið saman Fil 4:4–6. Hvað hvetur Páll Filippíbúa til að gera?4Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. 5Ljúflyndiyðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. 6Veriðekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðarkunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. 7Og friður Guðs,sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsaniryðar í Kristi Jesú.

2. Fyrir hvað getum við þakkað?

3. Fyrir hvað þakkaði höfundur Sálms 118 v. 5, 14, 21 og 28–29?5Í þrengingunni ákallaði ég Drottin, hann bænheyrði mig ogrýmkaði um mig.14Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, og hann varð mér tilhjálpræðis.21Ég lofa þig, af því að þú bænheyrðir mig og ert orðinn mérhjálpræði.28Þú ert Guð minn, og ég þakka þér, Guð minn, ég vegsamaþig. 29Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hansvarir að eilífu.

4. Hvað er höfundur Þessaloníkubréfs að hvetja lesendur bréfsinstil að gera? I. Þess 5: 16–1816Verið ætíð glaðir. 17Biðjið án afláts. 18Þakkið alla hluti, því aðþað er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.

BænBænBænBænBæn

Kæri Jesús

Þakka þér

fyrir allt það

góða sem þú

gefur okkur.

Þakka þér

fyrir það að þú

ert vinur

okkar og

frelsari.

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 27: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

27

Heimferðardagur7.24

Þetta er

dagurinn sem

Drottinn hefir

gjört, fögnum,

verum glaðir á

honum.

25 Drottinn,

hjálpa þú,

Drottinn, gef þú

gengi!

26 Blessaður sé

sá sem kemur í

nafni Drottins,

frá húsi Drottins

blessum vér yður.

Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1Sálm 1111118:28:28:28:28:24–264–264–264–264–26

Biblíutexti

Sálm 118:24–26

Umfjöllun

Á heimferðardegi í sumarbúðum KFUM og KFUK er yfirleitt enginntími fyrir venjulegan biblíulestur síðasta morguninn.

Brottfarardagurinn einkennist afstressi við að troða ofan í töskur ogkoma öllum í rútu á tilsettum tíma.Munum að þessi dagur er það síðastasem börnin muna af okkur ogsumarbúðunum. Gætum að þvíhvernig við komum fram við börnin í

öllu stessinu. Látum þau ganga fyrir; hjálpum þeim að pakka ofan ítöskur og reynum að gera þennan dag að ánægjulegum degi, einsog alla hina dagana, þótt það sé veriðað kveðja eftir skemmtilega dvöl.

Ef tími gefst fyrir stutta helgistund,mætti nota tækifærið til að rifja uppsönginn sem við höfum verið aðsyngja á hverjum morgni; „Þakkir fyrirhvern fagran morgun ...“ og innihaldhans. Í söngnum erum við minnt á aðþakka Guði fyrir allt sem okkur ergefið. Við erum minnt á að Guð vísarokkur veginn (sbr. Biblían) svo okkurfarnist vel. Guð veitir okkur styrk íerfiðleikum (sbr. Bartímeus og Jaírus)og lofar að vera með okkur þegarerfiðleikar steðja að. Við erum líkaminnt á að þakka fyrir náð Guðs semer takmarkalaus (hér mætti rifja uppJóh 3:16, Litlu Biblíuna). Hvetjumbörnin til að halda áfram að biðja ogþakka Guði þegar þau koma heim.

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

„Frá húsi Drottins

blessum vér yður...“

Biblíulestur í viku B - Lokadagur

Skoða þú verk Guðs

BBBB BIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

RIB

LÍU

LESTU

R

Hugmyndir tengdar efninu

Þennan dag væri skemmtilegt að afhenda börnunum bókamerki með textanum íþakkarsálminum „Þakkir fyrir hvern fagran morgun“.

BænBænBænBænBæn

Góði Guð. Þakka þér

fyrir hvern morgun

sem ég fæ að vakna og

vera til. Þakka þér

fyrir allar góðar

gjafir þínar. Þakka þér

fyrir að ég má vera

barnið þitt og treysta

því að hvar sem ég er,

ert þú hjá mér. Þú

yfirgefur mig ekki

þegar erfiðleikar

steðja að. Þú ert með

mér í gleði og

sorg.Viltu vera með

mér á leiðinni heim og

hjálpa mér þegar heim

kemur að halda áfram

að eiga þig fyrir vin og

biðja til þín.

Page 28: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

28

Page 29: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

29

Meistarinn er hér

og vill finna þig1.38

Á ferð þeirra

kom Jesús í þorp

nokkurt, og kona

að nafni Marta

bauð honum heim.

39Hún átti systur,

er María hét, og

settist hún við

fætur Drottins

og hlýddi á orð

hans. 40

En Marta

lagði allan hug á

að veita sem mesta

þjónustu. Og hún

gekk til hans og

mælti: “Herra,

hirðir þú eigi um

það, að systir mín

lætur mig eina um

að þjóna gestum?

Seg þú henni að

hjálpa mér.”

41En Drottinn

svaraði henni:

“Marta, Marta, þú

ert áhyggjufull

og mæðist í

mörgu, 42

en eitt

er nauðsynlegt.

María valdi góða

hlutskiptið. Það

verður ekki frá

henni tekið.”

Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 10:38-420:38-420:38-420:38-420:38-42

Biblíutexti

Jóh 11:28 Meistarinn er hér og vill finna þig.

Lúk 10:38–42 Eitt er nauðsynlegt

UUUUUmfmfmfmfmfjöllunjöllunjöllunjöllunjöllun

Velkomin í sumarbúðirnar. Nú eruð þið komin á mjög góðan stað.Þið eruð vonandi öll búin að finna hvað það er friðsælt hér og fallegtumhverfi. Hafið þið heyrt í fuglunum, vindinn í trjánum, niðinn ílæknum?

Hingað er allt starfsfólkið komið til að þið getið átt góða ogskemmtilega dvöl ísumarbúðunum. Við erum búinað skipuleggja íþróttir og leiki,kvöldvökur og útivist, búa tilgirnilegan matseðil og dýrindiskökur, þrífa herbergin og lagatil í leikdótinu/bátaskýlinu. Við

erum búin að kaupa föndurefni, bolta og fleira dót. Þetta eiga aðvera skemmtilegar sumarbúðir.

En það er eitt í viðbót mjög sérstakt við þennan stað. Þessi staðurer helgaður Guði. Þetta eru kristilegar sumarbúðir. Við sem vinnumhér erum öll sannfærð um að hér sé eitt sem er enn mikilvægara enallir leikirnir og skemmtunin og það er sérstök nærvera Guðs. Guðer hér.

Þess vegna fáið þið líka á hverjum degi að heyra eitthvað sem okkurfinnst vera það mikilvægasta í lífinu: Að þessi friður og fegurð semer hér allt í kringum okkur getur líka verið innra með okkur þannig aðvið eigum frið í hjarta og þekkjum Guð.

Í sumum sumarbúðum KFUM og KFUK hanga þessi orði í rammauppi á vegg: Meistarinn er hér og vill finna þig. Þessi orð eru úr einnisögu í Biblíunni um Jesú og vini hans. En þau gilda líka fyrir okkurforingjana og ykkur. Jesús er hér og vill finna þig. [Glæra 1]

Jesús er ekkert að njósna um þig eða fylgjast með þér til að skammaþig. Hann vill vera með þér. Hann vill vera vinur þinn og vera meðþér í því sem þú ert að gera. Hann er eins og vinur sem kemur ogspyr eftir þér. [Glæra 2] Hann treður sér ekki inn í líf þitt. Ef þú viltbjóða honum að vera með þér skaltu opna fyrir honum og þá kemurhann til þín. Þú getur notað dagana í sumarbúðunum til þess aðlæra meira um hann og kynnast honum betur.

Orðin „Meistarinn er hér og vill finna þig“ eru sögð við Maríu vinkonuJesú. En það er til önnur þekkt saga um Maríu.

Einu sinni var Jesús heima hjá vinum sínum, systkinunum Maríu,

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Það er mikilvægt að taka

sér tíma og sitja við fætur

Jesú.

Hugleiðing í viku B - Dagur 1

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

HHHH HU

GLEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

Page 30: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

30

Mörtu og Lasarusi. Þar var margt fólk sem Jesús var að tala við.Þegar klukkan var orðin margt og fólkið orðið svangt, fór Marta aðútbúa mat. Það þurfti að kveikja upp eld, finna hvað hún ætlaði aðhafa í matinn, kannski þurfti hún að baka brauð, búa til salat ogsúpu. Svo þurfti að bera á borð og margt fleira. [Glæra 3]

Venjan var að konurnar á heimilinu sæju um eldhússtörfin. Þessvegna fannst Mörtu að María hefði átt að hjálpa sér. En María sathjá Jesú og hlustaði á hann og sýndi engan áhuga á að hjálpa Mörtuvið eldhússtörfin. Henni fannst mikilvægara að hlusta á það semJesús hafði að segja. Þá fór Marta til Jesú og kvartaði undan Maríuog bað hann að segja henni að koma og hjálpa sér. En Jesús svaraðiað eitt væri nauðsynlegt. María hefði valið góða hlutskiptið (valiðvel), að hlusta á hann, og það ætti ekki að banna henni það.

Síðan þetta gerðist hafa kristnir menn um allan heim notað þessiorð til að minna sig á að það er mikilvægt að vera með Jesú oghlusta á hans orð. Ég hvet ykkur til að nota tækifærið hér ísumarbúðunum til að sitja við fætur Jesú og hlusta á það sem hannhefur að segja. Þá veljið þið vel.

BænBænBænBænBæn

Góði Guð, ég

þakka þér

fyrir þennan

fallega stað

og alla

krakkana sem

eru komnir

hingað í

sumarbúðirnar.

Viltu gefa

okkur

skemmtilegan

og góðan

tíma. Viltu

vera með

okkur öllum

og gæta

okkar. Viltu

líka leyfa

okkur að

kynnast þér

betur og

verða vinir

þínir.

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 31: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

31

Skrautskrift

skaparans2.26

Guð sagði:

“Vér viljum gjöra

manninn eftir

vorri mynd, líkan

oss, og hann skal

drottna yfir

fiskum sjávarins

og yfir fuglum

loftsins og yfir

fénaðinum og yfir

villidýrunum og

yfir öllum

skriðkvikindum,

sem skríða á

jörðinni.”

27Og Guð skapaði

manninn eftir sinni

mynd, hann skapaði

hann eftir Guðs

mynd, hann skapaði

þau karl og konu.

28Og Guð blessaði

þau, og Guð sagði

við þau:

“Verið frjósöm,

margfaldist og

uppfyllið jörðina

og gjörið ykkur

hana undirgefna

og drottnið yfir

fiskum sjávarins

og yfir fuglum

loftsins og yfir

öllum dýrum, sem

hrærast á

jörðinni.”

I. Mós 1: 26–28 I. Mós 1: 26–28 I. Mós 1: 26–28 I. Mós 1: 26–28 I. Mós 1: 26–28

6Eru ekki fimm

spörvar seldir

fyrir tvo

smápeninga? Og þó

er ekki einn þeirra

gleymdur Guði.

7Hárin á höfði yðar

eru jafnvel öll

talin. Verið

óhræddir, þér

eruð meira verðir

en margir spörvar.

Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 12:6–72:6–72:6–72:6–72:6–7

Biblíutexti

I. Mós 1:26–28 og Lúk 12:7

Umfjöllun

Á biblíulestrinum í morgun heyrðum við að náttúran væri eins ogbók sem Guð hefði ritað með mismunandi letri. Sumt er ritað meðstóru letri (stjörnuhiminninn, fjöll ...), sumt er ritað með venjuleguletri (köngulær og flugur) og sumt með örsmáu letri sem ekki er

hægt að sjá með berum augum. Ísköpunarsögu Biblíunnar er sagt aðGuð hafi endað á því að skapamanninn; karl og konu. Þau vorueins konar hápunktursköpunarverksins. Það má því segjaað manneskjan sé eins konarskrautskrift skaparans í bóknáttúrunnar.

Guð er höfundurinn að okkur oghandbragð Guðs sést á okkur. Viðerum dýrmæt sköpun hans og

höfum fengið margt að gjöf (hæfileika, eiginleika ...) sem Guð vill aðvið förum vel með og notum til að gleðja aðra og gera lífið á jörðinnibetra. Af því að Guð hefur skapað okkur, þekkir Guð okkur betur ennokkur annar gerir. Það er erfitt að ímynda sér það, en meira aðsegja foreldrar okkar þekkja okkur ekki eins vel og Guð. Guð þekkirokkur svo vel að hann veit meira að segja hve hárin á höfði okkareru mörg (sbr. Lúk 12:7). Það er gott að Guð þekkir okkur svona velvegna þess að Guð elskar okkur óendanlega mikið og vill okkur allthið besta.

Til þess að leggja áherslu á að við erum dýrmæt sköpun Guðs ogóendanlega mikils virði, mætti segja eftirfarandi sögu afStradivaríusarfiðlunni. Söguna er að finna í hugvekjubókinni UnderOverfladen og hugvekjan í heild er í liðnum: Hugmyndir tengdarefninu hér á eftir.

Segja söguna um strákinn og fiðluna

Langt í fjarska er stór borg sem heitir London. Í borginni bjó drengurog honum þótti ákaflega gaman að spila á fiðlu. [Glæra 1]

Í hverri viku ók hann með strætisvagninum til fiðlukennarans ogspilaði á fiðluna sína. Dag einn stóð hann og beið eftirstrætisvagninum. Hann hafði lagt fiðluna frá sér, – hún hallaði uppað biðskýlinu. Þá gerist það í einu vetfangi að einhver rekst í fiðlunaog hún þeytist út á götu. Í sama mund kom strætisvagn akandi.

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Guð er höfundur að

mér. Enginn má telja

mér trú um að ég sé

lítils virði og

ómerkilegur, því Guð

hefur gert mig eins og

ég er. Ég er dýrmæt

sköpun hans.

Hugleiðing í viku B - Dagur 2

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

HHHH HU

GLEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

Page 32: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

32

Þegar vagninn var farinn fór strákurinn út á götuna og týndi samanfiðlubrotin. Þungum skrefum gekk hann til fiðlukennarans og sýndihonum mölbrotna fiðluna. Það yrði erfitt fyrir hann að æfa sig fyrirnæsta fiðlutíma.

Fiðlukennarinn virti fyrir sér fiðlubrotin. Það var útilokað að gera viðfiðluna. Hún var ónýt.

– Hvar fékkstu þessa fiðlu? spurði kennarinn.

– Pabbi keypti hana á flóamarkaði. Ég held hún hafi kostað 150 pund.

– Ég er með nokkra aura, sagði kennarinn. Fyrir þessa upphæð ættiég að geta fundið fyrir þig þokkalega fiðlu. Hann velti brotunum millihandanna. Þá tók hann allt í einu eftir áletrun á einu brotanna.Kennarinn þurrkaði rykið af henni og las áletrunina á ónýtri fiðlunni:„Stradivaríus“.

Enginn hafði gert sér grein fyrir þessu. Gamla fiðlan var ektaStradivaríus, – hún var smíðuð af besta fiðlusmið veraldar.Stradivaríusarfiðla er margra milljóna króna virði. Sem betur fer fékkstrákurinn aðra fiðlu að æfa sig á, en aldrei nokkurn tíma í lífinumyndi hann fá að spila aftur á Stradivaríusarfiðlu.

–––

Hafið þið heyrt um Stradivaríusarfiðlur? Þær eru nefndar eftir höfundisínum, Stradivaríusi sem var uppi á 18. öld og var snillingur ífiðlusmíði. [Glæra 2]

Í fyrra kom sovéskur fiðlusnillingur, Maxim Vengerov, til Íslands tilþess að spila á tónleikum í Háskólabíói. Það var tekið viðtal viðhann í Morgunblaðinu 26. maí 2002 og þar kom fram að fiðlan semhann leikur á, er Stradivaríusarfiðla. Fiðlan hans er fræg fyrir það aðárið 1998 var kaupandi á uppboði í London sem var tilbúinn að greiðafyrir hana 950.000 pund (114 milljónir íslenskra króna). Það varjapönsk efnakona sem kom því til leiðar að Vengrov fékk fiðluna.Fiðlan er svona dýr og eftirsótt af því að höfundurinn á bak við hanavar snillingur.

Veist þú, að þú ert Stradivaríus. Þú ert einstök smíð og ótrúlegadýrmæt manneskja af því höfundurinn á bak við þig er Guð, skaparialls sem er. Guð hefur letrað nafn sitt á þig. Og ekki nóg með það.Þú ert letraður í lófa hans. Í einu ritinu í Biblíunni stendur að Guðhafi rist þig á lófa sér og að þótt kona gæti gleymt barni sem hún ermeð á brjósti, þá gleymi Guð þér samt aldrei. Það stendur orðréttsvona: „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunnieigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þérsamt ekki. Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína.“(Jes 49:15–16b)

Kannski líður þér eins og þú sért fiðla sem hefur verið keypt áflóamarkaði. Það hefur kannski enginn sagt þér að þú ertStradivaríus. Guð hefur letrað nafn sitt á þig. Guð er höfundurinn aðþér og það sem Guð gerir er einstakt. Þú ert ekta Stradivaríus, þúert merktur Guði skapara þínum. Þess vegna skaltu ekki hlusta þegareinhver setur út á útlit þitt, eða gerir lítið úr hæfileikum þínum. Þaðer svo margt sem þú hefur til að bera sem Guð hefur gefið þér. Þaðer bara ekkert víst að allir sjái það. Og þú átt að fara vel með líkamaþinn og sál og þjóna Guði með þeim hæfileikum sem þér hafa veriðgefnir.

BænBænBænBænBæn

Góði Guð.

Þakka þér

fyrir að þú

ert skapari

minn og hefur

gert mig eins

og ég er.

Þakka þér

fyrir að þú

elskar mig

eins og ég er,

en ekki eins

og ég ætti að

vera. Viltu

hjálpa mér að

bera virðingu

fyrir sjálfum

mér og öðrum

og láttu

hæfileikana

sem þú hefur

gefið mér

verða mér og

öðrum til

blessunar.

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 33: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

33

Hugmyndir tengdar efninu

1. Sagan – Þú getur líka orðið falleg/ur

Mynd af leikkonunni Michelle Pfeiffer birtist á forsíðu tímarits með fyrirsögninni, „Þaðsem Michele Pfeiffer skortir er...ekkert!“

Blaðamaður nokkur komst þó síðar að því að leikkonuna vantaði nokkuð þrátt fyrir allt.Myndin af Pfeiffer var nefnilega lagfærð fyrir 1500 dali áður en hún var birt. Á reikningiþess sem lagaði myndina má sjá lista yfir þau atriði sem hann þurfti að lagfæra til aðfegra Michelle Pfeiffer:

Lagfæra húðlit, milda augnlínu, milda broslínu, skerpa varalit, skera af höku, fjarlægjahálslínur, milda línu undir eyrnasnepli, auka lýsingu á eyrnalokkum, bæta við kinnalit,hreinsa hálslínu, hreinsa hár sem stóð uppúr, fjarlægja hár af kjól, lagfæra háralit, bætavið hári ofan á höfði, bæta við hliðar kjóls til að fá fallegri línur, stækka ennið, bæta áöxlum á kjól, milda hálsvöðva, hreinsa og milda krumpur í kjól undir handlegg og bætavið saumi á merki á hægri hlið.

Samtals: 1.525 dalir.

Nálgun:

Allir geta orðið fallegir ef mynd þeirra er lagfærð fyrir 1500 dali. Við megum ekki beraokkur saman við stjörnur hvíta tjaldsins og þá sem virðast hafa allt sem okkur dreymirum. Þetta fólk er rétt eins og þú og ég. Innst inni þráir það væntumþykju og tilgang.Sumir halda að þeir geti öðlast þessa hluti með frægðinni. Það er mesti misskilningur.„Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað“ (1. Sam 16:7).

(Af kirkjuvefnum www.kirkjan.is © Youth Specialties, Inc 1994)

2. Stradivarius –

Frásaga úr hugvekjubókinni Under Overfladen eftir sænska skólaprestinn Torgny Wirén,gefin út í danskri þýðingu árið 2000. Í bókinni fléttar hann saman eigin reynslu semstarfandi prestur með ungu fólki og sögum sem sumar eru vel þekktar. Söguna þýddiGyða Karlsdóttir.

Þetta gerðist árið 1991, nokkrum mánuðum eftir að Eistland varð frjálst ríki. Ég fór meðskólakór til litla landsins hinum megin við Eystrasaltið. Við bjuggum hjá fjölskyldum, héldumkonserta og komum fram á hinum ýmsu stöðum. Eitt síðdegið heimsóttum við barnaheimililangt uppi í sveit. Mörg barnanna voru hreyfihömluð, önnur bjuggu þarna af því að foreldrarþeirra gátu ekki haft þau. Hvert barn átti rúm og litla kommóðu fyrir fötin sín. Annaðvirtust þau ekki eiga.

Það var erfitt að ganga um meðal barnanna, vitandi að þau höfðu ekki brot af þeimþægindum sem við bjuggum við heima. Við gátum ekki einu sinni talað við þau. En viðgátum sungið. Það var því frábært að hefja dagskrána og byrja að syngja, flytja tónlistog dans. Börnin á barnaheimilinu og starfsfólk þess sátu á gólfinu og horfðu á. Svonanokkuð höfðu þau aldrei séð. Fyrst voru augun full af undrun, en brátt kveiknaði neisti íaugum þeirra. Ljós vonar og gleði vaknaði sem ekki hafði verið þar áður.

Áður en síðasta lagið var sungið var komið að mér að taka til máls. Mig langaði svo aðvekja með þeim von og trú á framtíðina. Mig langaði að fá þau til að skilja að þau værumikils virði og dýrmæt. Starfsfólkið var þarna líka og margir sátu með lítið hreyfihamlaðbarn í fanginu. Börnin voru föl og mögur, fötin sem þau gengu í voru vafalítið fengin úrfatasöfnun og augun voru dauf og líflaus.

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 34: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

34

Ég spurði börnin hvort þau vissu hvað fiðla væri. Túlkurinn þýddi fyrir mig. Þegar éghafði fullvissað mig um að flestir hefðu skilið við hvað ég átti, byrjaði ég frásögn mína:

Langt í fjarska er stór borg sem heitir London. Í borginni bjó drengur og honum þóttiákaflega gaman að spila á fiðlu. Í hverri viku ók hann með strætisvagninum tilfiðlukennarans og spilaði á fiðluna sína. Dag einn stóð hann og beið eftir strætisvagninum.Hann hafði lagt fiðluna frá sér, – hún hallaði upp að biðskýlinu. Þá gerist það í einuvetfangi að einhver rekst í fiðluna og hún þeytist út á götuna. Í sama mund kom strætisvagnakandi. Þegar vagninn var farinn fór strákurinn út á götuna og týndi saman fiðlubrotin.Þungum skrefum gekk hann til fiðlukennarans og sýndi honum mölbrotna fiðluna. Þaðyrði erfitt fyrir hann að æfa sig fyrir næsta fiðlutíma.

Fiðlukennarinn virti fyrir sér fiðlubrotin. Það var útilokað að gera við fiðluna. Hún varmölbrotin.

– Hvar fékkstu þessa fiðlu? spurði kennarinn.

– Pabbi keypti hana á flóamarkaði. Ég held hún hafi kostað 150 pund.

– Ég er með nokkra aura, sagði kennarinn. Fyrir þessa upphæð ætti ég að getafundið fyrir þig þokkalega fiðlu. Hann velti brotunum milli handanna. Þá tók hann allt íeinu eftir áletrun á einu brotanna. Kennarinn þurrkaði rykið af henni og las áletrunina áónýtri fiðlunni: „Stradivaríus“.

Enginn hafði gert sér grein fyrir þessu. Gamla fiðlan var ekta Stradivaríus, – hún varsmíðuð af besta fiðlusmið veraldar. Stradivaríusarfiðla er margra milljóna króna virði.Sem betur fer fékk strákurinn aðra fiðlu að æfa sig á, en aldrei nokkurn tíma í lífinu myndihann fá að spila aftur á Stradivaríusarfiðlu.

Þegar ég hafði lokið frásögn minni sneri ég mér að börnunum.

– Kannski líður þér eins og þú sért fiðla sem hefur verið keypt á flóamarkaði. Það erenginn sem hefur sagt sér að þú sért Stradivaríus. Guð hefur letrað nafn sitt á þig.Jafnvel þótt finna megi í veröldinni einhverja sem eru fallegri, duglegri eða smartari enþú, – og jafnvel þótt enginn í veröldinni hafi uppgötvað það, þá er merkið þarna samt. Þúert ekta Stradivaríusarfiðla.

Sjaldan hef ég fengið sterkari viðbrögð. Ekki frá börnunum, heldur starfsmönnunum. Égsá augu þeirra fyllast tárum. Forstöðukonan sat með lítinn fatlaðan dreng í fanginu. Húnþrýsti honum fastar að sér en hún hafði nokkru sinni gert áður. Eldri kona sat ein á stól.Hún gekk að einu barnanna og knúsaði það. Meira að segja túlkurinn gat ekki annað entárfellt.

Á einhvern óskiljanlegan hátt var eins og þau hefðu uppgötvað Stradivaríusarmerkið hjábörnunum sem þau höfðu sinnt í öll þessi ár. Þau höfðu sjálfssagt séð það áður, en núvar það greinilegra. Ég held reyndar að þau hafi orðið vör við fótspor hans sem áletruninagerði.

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 35: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

35

Miskunna

þú mér3.46

Þeir komu til

Jeríkó. Og þegar

hann fór út úr

borginni ásamt

lærisveinum sínum

og miklum

mannfjölda, sat

þar við veginn

Bartímeus, sonur

Tímeusar, blindur

beiningamaður.

47Þegar hann

heyrði, að þar færi

Jesús frá Nasaret,

tók hann að hrópa:

“Sonur Davíðs,

Jesús, miskunna þú

mér!” 48

Margir

höstuðu á hann, að

hann þegði, en

hann hrópaði því

meir: “Sonur

Davíðs, miskunna

þú mér!”

49Jesús nam staðar

og sagði: “Kallið á

hann.”

Þeir kalla á blinda

manninn og segja

við hann: “Vertu

hughraustur,

statt upp, hann

kallar á þig.”

50Hann kastaði frá

sér yfirhöfn sinni,

spratt á fætur og

kom til Jesú.

51Jesús spurði

hann: “Hvað vilt þú,

að ég gjöri fyrir

þig?”

Blindi maðurinn

svaraði honum:

“Rabbúní, að ég fái

aftur sjón.”

52Jesús sagði við

hann: “Far þú, trú

þín hefur bjargað

þér.”

Jafnskjótt fékk

hann sjónina og

fylgdi honum á

ferðinni.

MarMarMarMarMark 1k 1k 1k 1k 10: 46–520: 46–520: 46–520: 46–520: 46–52

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Mark 10:46–52

Umfjöllun

Eitt sinn var Jesús á gangi í borginni Jeríkó og hópur fólks fylgdihonum eftir. Þegar hann fór út úr borginni sátu betlarar viðborgarhliðið. Þeir voru fátækir, höfðu enga vinnu og margir voruveikir. Þeir báðu fólk sem fór um borgarhliðið að gefa sér smápeningfyrir mat. Bartímeus Tímeusarson var einn þeirra. [Glæra 1]

Á hverjum degi settist hann við borgarhliðið og bað fólk um peningsvo að hann gæti lifað fram á næsta dag. Bartímeus var blindur.

Þennan dag heyrir hann aðhópur fólks nálgast. Hann spyrþá sem hjá honum eru hvað umsé að vera. Honum er sagt aðJesús sé á ferð og fólk semfylgi honum eftir. Bartímeushafði heyrt um Jesú. Heyrt aðhann elskaði alla og gæti

hjálpað fólki af því að hann væri sonur Guðs. Bartímeus byrjar aðkalla. „Jesús, miskunna þú mér“. [Glæra 2]

Fyrst kallar hann lágt. Smá saman kallar hann hærra og hærra þartil hann er farinn að hrópa. Og fólkið fer að þagga niður í honum.[Glæra 3] „Ekki hafa svona hátt. Hvað heldur þú að Jesús vilji talavið þig, þú ert bæði fátækur og skítugur“. En Bartímeus kallar barahærra. Hann ætlar ekki að láta neinn hindra sig í að hitta Jesú.„Jesús Kristur miskunna þú mér“, hrópar Bartímeus fullum hálsi.Miskunna þýðir að hjálpa. [Glæra 4]

Bartímeus var að biðja Jesú að hjálpa sér. Haldið þið að Jesús hafihugsað eins og fólkið og gengið fram hjá honum?

Nei, auðvitað ekki. Jesús fer aldrei fram hjá þeim sem kallar á hann.Jesús biður vini sína að sækja hann og Bartímeus sprettur á fæturog kastar yfirhöfn sinni á götuna. Jesús horfir á hann og fer að þykjavænt um hann. Síðan segir hann við hann: „Hvað viltu að ég gerifyrir þig?“

Bartímeus var ekki í neinum vafa um það. Hann vildi fá sjónina aftur.Og Jesús læknaði hann og sagði að hann hefði mikla trú. [Glæra 5]

Hann lét ekkert stöðva sig í því að kalla á Jesú. Hann trúði því aðJesús gæti læknað sig. [Glæra 6]

Við megum alltaf kalla á Jesú, við megum alltaf biðja til hans. Viðskulum læra af Bartímeusi að láta aldrei neitt stöðva okkur í að talavið Jesú. Stundum er eitthvað inni í okkur sem vill stöðva okkur í að

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Jesús nam staðar hjá

Bartímeusi og heyrði bæn

hans um hjálp. Jesús vill

hjálpa okkur. Við getum

leitað til Jesú.

Hugleiðing í viku B - Dagur 3

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

HHHH HU

GLEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

Page 36: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

36 Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

tala við Jesú. Kannski efumst við um að hann vilji eða geti hjálpaðokkur. Kannski gera aðrir grín að okkur fyrir að vera að biðja. Jesúselskar okkur og kemur alltaf til okkar og hjálpar okkur þegar við biðjumhann.

Með eldri börnum er hægt að tengja hugleiðinguna við það semJesús sagði um sjálfan sig og það sem rætt var um á biblíulestrinumum morguninn, að orð Guðs sé lampi fóta okkar og ljós á vegumokkar. Það er erfitt að ferðast í niðamyrkri. Þá er mikilvægt að hafaljós sem lýsir veginn sem við ferðumst um svo við sjáum hvert viðerum að fara. Annars er hætta á að við villumst. Jesús sagði umsjálfan sig að hann væri ljós heimsins (Jóh 8:12). Hann kom í þennanheim til þess að enginn manneskja lifði í myrkri heldur hefði ljós.Bartímeus lifði í myrkri en Jesús gaf honum sjónina aftur. Jesús villgefa okkur sjónina þegar okkur líður eins og það sé ekki ljósglæta ítilverunni og við sjáum enga von. Þá skulum við ekki gefast upp áað kalla á Jesú, ekki einu sinni þótt einhver hasti á okkur og segi aðþað þýði ekkert að kalla – Jesús nemur staðar hjá okkur og hjálparokkur.

BænirBænirBænirBænirBænir

1.

Orðin sem

Bartímeus

kallaði til Jesú

er bæn sem

beðin er á

hverjum

sunnudegi í

kirkjunni. Þar

biðjum við Jesú

að hjálpa

okkur. Þessi

bæn er líka

stundum nefnd

Jesúbænin og

er þekktasta

bænin í

kirkjunni á

eftir Faðir

vorinu. Förum

saman með bæn

Bartímeusar,

Jesúbænina:

Jesús Kristur,

miskunna þú

mér (x3).

2.

Kæri Guð

Opna augu

okkar svo við

sjáum ljósið

þitt. Opna eyru

okkar svo við

heyrum orðið

þitt. Opna

hjörtu okkar

svo þaðan

hverfi myrkur

og inn flæði

ljósið þitt.

Opna varir

okkar svo við

tölum fyrir þig.

Láttu ljós þitt

skína í gegnum

okkur svo

aðrir sjái

birtuna þína.

Amen.

(Bæn úr bókinni

– Rundt om

kirkeåret,

Unitas Forlag

1999)

Page 37: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

37

4.3þá hvarf hann

brott úr Júdeu og

hélt aftur til

Galíleu. 4Hann varð

að fara um Samaríu.

5Nú kemur hann til

borgar í Samaríu,

er Síkar heitir,

nálægt þeirri

landspildu, sem

Jakob gaf Jósef

syni sínum. 6Þar var

Jakobsbrunnur.

Jesús var

vegmóður, og

settist hann þarna

við brunninn. Þetta

var um hádegisbil.

7Samversk kona

kemur að sækja

vatn. Jesús segir

við hana: “Gef mér

að drekka.” 8En

lærisveinar hans

höfðu farið inn í

borgina að kaupa

vistir.

9Þá segir samverska

konan við hann:

“Hverju sætir, að

þú, sem ert

Gyðingur, biður mig

um að drekka,

samverska konu?”

[En Gyðingar hafa

ekki samneyti við

Samverja.]

10Jesús svaraði

henni: “Ef þú

þekktir gjöf Guðs

og vissir, hver sá

er, sem segir við þig:

,Gef mér að drekka,’

þá mundir þú biðja

hann, og hann gæfi

þér lifandi vatn.”

11Hún segir við

hann: “Herra, þú

hefur enga skjólu

að ausa með, og

brunnurinn er

djúpur. Hvaðan

hefur þú þetta

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Jóh 4:3–42

Umfjöllun

Frásagan af samskiptum Jesú við samversku konuna lýsir betur enmargar aðrar frásögur í Nýja–testamentinu hvernig Jesús var oghvaða augum hann leit manneskjur. Í augum hans voru engir múrar,hvorki kynjamúrar, þjóðernismúrar né stéttamúrar.

Umfjöllunin um textann er þríþætt. Þaðer ykkar að meta út frá þeim aldurshópisem þið eruð að tala við, hvort þið takiðalla þættina þrjá, eða látið nægja aðtaka fyrsta hlutann. Með yngstubörnunum er líklega nóg að taka fyrstahlutann.

Hafið landakort af Ísrael á tímum Jesúá glæru eða stóru plakati. [Glæra 1]

I. hluti – Í augum Jesú eru allir menn jafnir

1. Frásagan hefst á því að Jesús er að fara frá Júdeu (sem varsyðsti hluti Ísraels) til Galíleu (sem var nyrðsti hlutinn). Á milli Júdeuog Galíleu var Samaría. Til þess að komast til Galíleu var styst aðfara í gegnum Samaríu. Þó að svo væri kusu Gyðingar að fara leiðsem tók helmingi lengri tíma. Þeir fóru yfir ána Jórdan, upp meðausturhlið árinnar þar til þeir voru komnir fram hjá Samaríu. Þá fóruþeir aftur yfir ána Jórdan og inn í Galíleu. (Sýnið krökkunum þetta ákorti). Það tók sex daga að fara þessa leið. En Gyðingar vildu heldurleggja á sig að fara svona langa leið, en að þurfa að eiga samneytivið Samverja. Ástæðan var aldagamall fjandskapur á milli þessaratveggja þjóða. Jesús var Gyðingur. Þess vegna var eðlilegast aðhann færi löngu leiðina, en í textanum okkar segir að hann hafiviljað fara í gegnum Samaríu. Það sýnir okkur að Jesús lét ekki aðrahafa áhrif á það hvaða augum hann leit fólk. Í hans huga voruSamverjar jafnmikilvægar manneskjur og Gyðingar eða hverjir aðrir.Allir menn voru jafnir. Þjóðerni breytti engu þar um. (v. 3 og 4)

2. Þegar Jesús er kominn inn í Samaríu með lærisveinum sínum,kemur hann að vegamótum og þar er brunnur sem heitirJakobsbrunnur. Jesús er orðinn þreyttur eftir langt ferðalag og sestvið brunninn, en lærisveinar hans fara inn í borgina Síkar til þess aðkaupa mat og aðrar nauðsynjar. (Það er greinilegt að lærisveinarnirhöfðu orðið fyrir áhrifum af því að fylgja Jesú, annars hefðu þeiraldrei farið inn í Samaríu með honum, hvað þá að kaupa mat afSamverjum). Þetta var um hádegisbil, klukkan tólf, á heitasta tíma

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Allir menn eru

jafnir fyrir Guði.

Guð fer ekki í

manngreinarálit.

Hugleiðing í viku B - Dagur 4

Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

HHHH HU

GLEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

Guð elskar

sérhvern mann

Page 38: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

38

lifandi vatn? 12

Ertu

meiri en Jakob

forfaðir vor, sem

gaf oss brunninn

og drakk sjálfur

úr honum og synir

hans og fénaður?”

13Jesús svaraði:

“Hvern sem drekkur

af þessu vatni mun

aftur þyrsta, 14

en

hvern sem drekkur

af vatninu, er ég

gef honum, mun

aldrei þyrsta að

eilífu. Því vatnið,

sem ég gef honum,

verður í honum að

lind, sem streymir

fram til eilífs lífs.”

15Þá segir konan við

hann: “Herra, gef

mér þetta vatn, svo

að mig þyrsti ekki og

ég þurfi ekki að

fara hingað að

ausa.”

16Hann segir við

hana: “Farðu,

kallaðu á manninn

þinn, og komdu

hingað.”

17Konan svaraði:

“Ég á engan mann.”

Jesús segir við

hana: “Rétt er það,

að þú eigir engan

mann, 18

því þú hefur

átt fimm menn, og

sá sem þú átt nú, er

ekki þinn maður.

Þetta sagðir þú

satt.”

19Konan segir við

hann: “Herra, nú sé

ég, að þú ert

spámaður. 20

Feður

vorir hafa tilbeðið

Guð á þessu fjalli,

en þér segið, að í

Jerúsalem sé sá

staður, þar sem

tilbiðja skuli.”

21Jesús segir við

hana: “Trú þú mér,

kona. Sú stund

kemur, að þér

munuð hvorki

tilbiðja föðurinn á

þessu fjalli né í

Jerúsalem. 22

Þér

tilbiðjið það, sem

dagsins. (v. 5 og 6) [Glæra 2]

3. Þá kemur samversk kona að brunninum með skjólu sína. Þaðkemur á óvart að konan skuli koma að þessum brunni á þessumtíma að sækja vatn. Inni í borginni er nefnilega brunnur sem húngetur sótt vatn í, en Jakobsbrunnur stendur nokkuð utan við borgina.Hádegið er líka sá tími þegar menn draga sig í skuggann til að forðastheita sólina, en konan kýs að leggja á sig langa leið í steikjandisólarhitanum til þess að sækja vatn. Ástæðan er líklega sú að hanalangar ekki að hitta neinn. Hún veit að fólk lítur niður á hana fyrirþað hvernig hún lifir. Það er auðveldara að þola sólarhitann endæmandi augnarráð fólks. Í dag kemst hún ekki hjá því að hitta fólk.Við brunninn situr maður, Gyðingur, og hann biður hana um að gefasér að drekka. (v. 7 og 8) [Glæra 3]

4. Konan er hissa þegar Jesús yrðir á hana. Hún á ekki von áþessu. „Hvernig stendur á því að þú sem ert Gyðingur, biður mig umað drekka, samverska konu?“ spyr hún. (v.9)

5. Hér erum við komin að atriði sem skiptir miklu máli í frásögninni.Það er sérstaða Jesú og viðhorf hans til manneskjunnar. Jesús varkarlmaður og Gyðingur. Sá sem hann er að tala við á brunnbrúninnier ekki bara Samverji heldur samversk kona. Á þessum tíma höfðukonur ekki sömu stöðu og karlmenn. Samkvæmt ströngum siðumGyðinga mátti rabbúní ekki heilsa konu á almannafæri. Rabbúnímátti ekki einu sinni heilsa konu sinni, dóttur eða systur áalmannafæri. Það var meira að segja til flokkur farísea á þessumtíma sem var kallaður „hinir blæðandi farísear“ vegna þess að þeirlokuðu augunum þegar þeir mættu konu á götu og gengu þess vegnaá veggi og hús.

Jesús talaði við Samverja. Samverjinn var ekki bara kona, heldurkona sem samfélagið leit niður á vegna þess hvernig hún lifði. Ekkertaf þessu breytti viðhorfi Jesú til konunnar. Jesús elskaði hana semmanneskju, sem Guðs barn. Þannig elskar hann okkur líka.

6. Er einhver í þínu umhverfi sem aðrir líta niður á? Hvernig myndiJesús koma fram við hann? Hvernig kemur þú fram við hann?

II. hluti – Jesús svalar þorstanum í sálinni

7. Þegar samverska konan verður hissa á að Jesús skuli biðjahana um að gefa sér vatn að drekka, segir Jesús að ef hún vissihver hann væri, myndi hún biðja hann og hann myndi gefa hennilifandi vatn. Spyrjið krakkana hvort þau viti hvað Jesús eigi við meðþví. Konan tók orð hans bókstaflega og hélt að hann væri að talaum raunverulegt vatn. Á þessum tíma var stundum talað um lifandivatn í þeirri merkingu að það væri rennandi vatn. Hún hélt að Jesúsværi að bjóða sér betra vatn en vatnið í Jakobsbrunni, því það varekki uppsprettuvatn heldur vatn sem safnaðist í brunninn úrjarðveginum. Þess vegna spyr hún Jesú hvort hann sé meiri Jakobiforföður þeirra sem lét byggja brunninn. (v. 10–12)

8. Þá segir Jesús: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun afturþyrsta, en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, munaldrei þyrsta að eilífu.“ Reynum að útskýra þessi orð Jesú fyrirbörnunum. Jesús er ekki að tala um venjulegan þorsta sem við

Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

Page 39: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

39Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

þér þekkið ekki. Vér

tilbiðjum það, sem

vér þekkjum, því

hjálpræðið kemur

frá Gyðingum. 23

En

sú stund kemur, já,

hún er nú komin, er

hinir sönnu

tilbiðjendur munu

tilbiðja föðurinn í

anda og sannleika.

Faðirinn leitar

slíkra, er þannig

tilbiðja hann. 24

Guð

er andi, og þeir, sem

tilbiðja hann, eiga

að tilbiðja í anda og

sannleika.”

25Konan segir við

hann: “Ég veit, að

Messías kemur –

það er Kristur.

Þegar hann kemur,

mun hann

kunngjöra oss

allt.”

26Jesús segir við

hana: “Ég er hann,

ég sem við þig tala.”

27Í sama bili komu

lærisveinar hans

og furðuðu sig á

því, að hann var að

tala við konu. Þó

sagði enginn: “Hvað

viltu?” eða: “Hvað

ertu að tala við

hana?”

28Nú skildi konan

eftir skjólu sína,

fór inn í borgina og

sagði við menn:

29"Komið og sjáið

mann, er sagði mér

allt, sem ég hef

gjört. Skyldi hann

vera Kristur?”

30Þeir fóru úr

borginni og komu

til hans.

31Meðan þessu fór

fram, báðu

lærisveinarnir

hann: “Rabbí, fá þér

að eta.”

32Hann svaraði þeim:

“Ég hef mat að eta,

sem þér vitið ekki

um.”

33Þá sögðu

lærisveinarnir sín á

milli: “Skyldi

könnumst við, t.d. eftir að hafa keppt fótboltaleik eða labbað úti ímiklum hita. Hann er að tala um þorsta í sálinni. Allir menn finna hjásér þrá eftir einhverju sem þeir vita ekki almennilega hvað er. Sumirreyna að svala þessum þorsta með því að eignast hluti, verða ríkirog geta veitt sér allt sem þeir óska sér. Það er ekki hægt að svalaþorstanum í sálinni með þeim hætti. Sumir reyna að deyfa þorstanní sálinni með fíkniefnum. Jesús segir að það sé aðeins með því aðtrúa á hann og hafa hann fyrir vin í lífinu sem við getum raunverulegasvalað þorstanum í sálinni. (v. 13–14 ) [Glæra 4]

9. Konan finnur að Jesús hefur eitthvað mikilvægt að gefa henni,og þótt hún skilji ekki alveg hvað hann á við með þessu tali umlifandi vatn, biður hún hann um að gefa sér það. Jesús segir henniþá að fara og sækja manninn sinn. Það er dálítið skrítið svar viðbeiðni um vatn, en Jesús veit að ef við ætlum að fylgja honum,þurfum við að horfast í augu við líf okkar og fá fyrirgefningu syndaokkar. (v. 15–16)

10. Konan ætlaði ekki í fyrstu að ræða um líf sitt við Jesú og svaraðiþví: Ég á engan mann. En Jesús þekkti hana og vissi að það hafðigengið illa hjá henni í einkalífinu. Hún hafði átt fimm menn og sásem hún var með núna var ekki maðurinn hennar. Þegar konan sáað Jesús vissi allt um hana, skildi hún að hann var enginn venjulegurmaður. Hún fann þegar hún ræddi við Jesú að hún gat talað um alltvið hann, líka það sem henni fannst erfitt að tala um. Jesús vareinhvern veginn allt öðruvísi en aðrir. Konan fann að hún þurfti á þvíað halda að tala við Guð um líf sitt. Hún þurfti að biðja umfyrirgefningu synda sinna. (v.17–19)

11. En hvar átti að tilbiðja Guð? Hvort á að tilbiðja Guð á fjallinu íSamaríu eða í Jerúsalem? – Hvar get ég fundið Guð? Það er írauninni það sem hún er að spyrja Jesú um. (Athugið hvaðkrökkunum finnst um það? Skiptir máli hvar maður biður til Guðs?)Jesús bendir konunni á að hún þurfi ekki að fara á einhvern sérstakanstað til þess að biðja Guð. Guð er að finna alls staðar. Aðalatriðið erað vera einlægur þegar maður talar við Guð. Hvetjum krakkana tilað ræða við Guð um það sem þeim liggur á hjarta. Það þarf ekki aðgera á ákveðnum stað eða tíma – það er hægt að gera bara þarsem maður er staddur hverju sinni. (v. 20–25)

III. hluti – Það hefur afleiðingar að kynnast Jesú

12. Þá stendur konan allt í einu upp og flýtir sér í burtu. Þeir sjáhana storma inn í borgina. Hún flýtti sér svo mikið að hún skildiskjóluna sína eftir við brunninn. Hún var búin að gleyma upphaflegaerindi sínu ti l brunnsins. Hún var líka búin að gleymaminnimáttarkenndinni og hræðslunni við annað fólk, því hún var aðflýta sér inn í borgina til þess að segja öllum sem hún hitti frá samtalisínu við Jesú. „Komið og sjáið mann, er sagði mér allt, sem ég hefgjört. Skyldi hann vera Kristur?“ sagði hún við þá sem hún hitti. Fólkhlýtur að hafa verið forviða þegar það hitti hana. Hún var svo áköfog sannfærandi og svo breytt að það hlaut eitthvað mikið að hafagerst í lífi hennar. (v. 28 – 30)

13. Samverjarnir sáu breytinguna sem var orðin á konunni oghlustuðu á vitnisburð hennar. Þeir tóku trú á Jesú fyrir orð konunnar.

Page 40: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

40

nokkur hafa fært

honum að eta?”

34Jesús sagði við þá:

“Minn matur er að

gjöra vilja þess,

sem sendi mig, og

fullna verk hans.

35Segið þér ekki:

Enn eru fjórir

mánuðir, þá kemur

uppskeran? En ég

segi yður: Lítið upp

og horfið á akrana,

þeir eru hvítir til

uppskeru.

36

Sá sem upp sker,

tekur þegar laun

og safnar ávexti til

eilífs lífs, svo að sá

gleðjist, er sáir, og

með honum hinn,

sem upp sker. 37

Hér

sannast orðtakið:

Einn sáir, og annar

sker upp. 38

Ég sendi

yður að skera upp

það sem þér hafið

ekki unnið við. Aðrir

hafa erfiðað, en þér

eruð gengnir inn í

erfiði þeirra.”

39Margir Samverjar

úr þessari borg

trúðu á hann vegna

orða konunnar,

sem vitnaði um það,

að hann hefði sagt

henni allt, sem hún

hafði gjört.

40Þegar því

Samverjarnir komu

til hans, báðu þeir

hann að staldra við

hjá sér. Var hann

þar um kyrrt tvo

daga.

41Og miklu fleiri

tóku trú, þegar þeir

heyrðu hann

sjálfan. 42

Þeir

sögðu við konuna:

“Það er ekki lengur

sakir orða þinna, að

vér trúum, því að

vér höfum sjálfir

heyrt hann og

vitum, að hann er

sannarlega

frelsari heimsins.”

Jóh 4:3–42Jóh 4:3–42Jóh 4:3–42Jóh 4:3–42Jóh 4:3–42

Margir vildu hitta Jesú sjálfan og fóru til hans og báðu hann að veraum kyrrt í Samaríu. Jesús var hjá þeim í tvo daga og miklu fleiri tókunú trú af því að nú kynntust þeir honum af eigin raun. Þeir sögðu viðkonuna: „Það er ekki lengur sakir orða þinna, að vér trúum, því aðvér höfum sjálfir heyrt og vitum, að hann er sannarlega frelsariheimsins.“ (v. 39–42)

14. „Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir til uppskeru.“ –sagði Jesús við lærisveina sína. Við tölum oft um kristniboðsakurinn– og vísum til þeirra staða í heiminum þar sem kristniboð fer fram,t.d. Eþíópíu og Kenýu. Við sem erum kristin höfum tekið á móti svomiklum gleðifréttum að við getum ekki annað en sagt öðrum fráþeim. Gleðifréttirnar eru þær að Guð sendi Jesú í heiminn til að verafrelsari mannanna. Jesús er sá Kristur sem Guð lofaði að senda.Þessu kynntist samverska konan við brunninn og hún varð að segjaöðrum frá. Það þarf alltaf einhvern til þess að segja frá Jesú, annarsfær fólk ekki tækifæri til að kynnast honum. (v. 35)

Orðskýringar:

Samverjar: Samverjar bjuggu í landinu á milli Júdeu og Galíleu. ÞegarÍsrael (Norðurríkið) var hertekið af Assýringum voru Ísraelsmennherleiddir og annað fólk settist að í landinu í þeirra stað. Þannigvarð til mjög blönduð þjóð í Samaríu. Gyðingar álitu þá óhreina oglitu niður á þá. Samverjar höfðu sína eigin Guðsdýrkun ogviðurkenndu aðeins Mósebækurnar sem heilaga ritningu.

Rabbúní: Raunveruleg þýðing orðsins er: „Herra minn, yfirmaðureða meistari“. Nýja-testamentið hefur það um logvitringa eðafræðimenn. (Biblíuhandbókin þín)

Til umhugsunar:

Ef Jesús hefði verið á Íslandi í dag – með hverjum hefði hann eytttímanum? Er litið niður á einhverja á Íslandi, vegna þeirra starfasem þeir sinna eða vegna þess hvaðan þeir eru? Lítum við niður áeinhvern?

Skoða þú verk Guðs - í náunga þínum

Page 41: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

41

Eigi þreytast

áð biðja5.1Þá sagði hann þeim

dæmisögu um það,

hvernig þeir

skyldu stöðugt

biðja og eigi

þreytast: 2"Í borg

einni var dómari,

sem hvorki

óttaðist Guð né

skeytti um

nokkurn mann. 3Í

sömu borg var

ekkja, sem kom

einlægt til hans

og sagði: ,Lát þú

mig ná rétti á

mótstöðumanni

mínum.’ 4Það vildi

hann ekki lengi

vel. En að lokum

sagði hann við

sjálfan sig: ,Ekki

óttast ég Guð að

sönnu né skeyti um

nokkurn mann. 5En

þessi ekkja lætur

mig aldrei í friði.

Því vil ég rétta

hlut hennar, áður

en hún gjörir út af

við mig með nauði

sínu.’”

6Og Drottinn

mælti: “Heyrið,

hvað rangláti

dómarinn segir.

7Mun Guð þá ekki

rétta hlut sinna

útvöldu, sem

hrópa til hans dag

og nótt? Mun hann

draga að hjálpa

þeim? 8Ég segi yður:

Hann mun skjótt

rétta hlut þeirra.

En mun

Mannssonurinn

finna trúna á

jörðu, þegar hann

kemur?”

Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 1Lúk 18:1–78:1–78:1–78:1–78:1–7

Biblíutexti

Lúk 18:1–7

UUUUUmfmfmfmfmfjöllunjöllunjöllunjöllunjöllun

Eins og þið hafið tekið eftir er beðið oft á dag í sumarbúðunum.

Það er beðið á morgnana og kvöldin, stundum um miðjan dag ogstundum oftar.

Við gerum það af því að Jesússagði okkur að biðja. Hannsagði að Guð á himnum vissium allt sem við þörfnuðumst oghann vill gefa okkur það ef viðbiðjum hann.

Bæn er samtal okkar við Guð. Hún er eins og samtal við vin. Þegarég tala við vini mína tala ég stundum og þá hlusta þeir á mig, enstundum tala þeir við mig og ég hlusta. Stundum hlæjum við ogskemmtum okkur yfir einhverju skemmtilegu, stundum tölum við umsorglega hluti og stundum leitum við ráða hvort hjá öðru. Enskemmtilegast finnst okkur að vera saman.

Guð vill að við tölum við hann.

Það eru til margar góðar bænir sem hægt er að læra utanbókar, enstundum er nauðsynlegt að tala við Guð með sínum eigin orðum.Guð þekkir okkur og veit hvers við þörfnumst en hann vill samt aðvið biðjum hann um það. [Glærur 1,2]

Hann segist vilja vera okkur svo góður og gefa okkur góðar gjafir.Hann sagði meira að segja að það myndi engum pabba detta í hugað gefa barninu sínu stein ef það væri svangt og bæði um brauð.Og þess vegna myndi Guði heldur aldrei detta í hug að gefa okkurvondar gjafir.

Hann vill að við höfum fæði og klæði, fjölskyldu og heimili, heilsu,framtíðarvon, gleði og frið og allt sem við þörfnumst.

En Jesús vissi líka að stundum verðum við óþolinmóð þegar viðbiðjum. Þess vegna sagði hann einu sinni dæmisögu um að viðskyldum stöðugt biðja og ekki þreytast.

Í borg einni var dómari. Hann trúði ekki á Guð og var sama um flestamenn. Í sömu borg bjó ekkja sem kom oft til hans og bað hann aðhjálpa sér að ná fram rétti sínum á manni sem hafði brotið á henni.Lengi vel vildi dómarinn ekki hjálpa henni. En að lokum sagði hannvið sjálfan sig: „Ég trúi ekki á Guð og er sama um flesta menn, enþessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Þess vegna vil ég hjálpa henniáður en hún gerir út af við mig með nauði sínu.“

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Jesús hefur sagt okkur að

biðja Guð um allt sem við

þörfnumst.

Hugleiðing í viku B - Dagur 5

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

HHHH HU

GLEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

Page 42: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

42

Og Jesús sagði: „Heyrið hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guðekki miklu frekar hjálpa þeim sem trúa á hann og hrópa til hans dagog nótt?“

Guð svarar öllum bænum. [Glæra 3]

Stundum segir hann „já” og við fáum strax bænasvar.

Stundum segir Guð: „Bíddu, ég vil gera þetta fyrir þig, en það er ekkitímabært ennþá.“

Stundum segir Guð: „Nei, þetta er ekki gott fyrir þig.“

Ef fjögurra ára barn bæði pabba sinn að lána sér stóra, beittakjötsaxið myndi pabbinn auðvitað segja „nei“.

Ef barnið bæði hins vegar um stórt hjól, segði pabbinn kannski: „Já,ég er alveg til í að gefa þér stórt hjól þegar þú ert orðinn 7 ára“.

En ef barnið bæði um eitthvað sem það vantaði myndi pabbinn geraallt sem hann gæti til að barnið fengi það sem það vantaði.

Þannig er Guð líka gangvart okkur því við erum börnin hans semhann elskar.

Hér ætti sá sem sér um hugleiðinguna að gefa krökkunum sinn eiginvitnisburð um bænasvar eða segja frá áþreifanlegum bænasvörumsem aðstandendur sumarbúðanna hafa fengið varðandisumarbúðirnar.

BænBænBænBænBæn

Góði Guð, ég

þakka þér

fyrir allt það

góða sem þú

hefur gert

fyrir mig.

Þakka þér

fyrir að þú

vilt mér

aðeins það

besta.

Hjálpaðu mér

að muna eftir

þér og biðja

til þín.

HugmHugmHugmHugmHugmyndir tyndir tyndir tyndir tyndir tengdar efninuengdar efninuengdar efninuengdar efninuengdar efninu

1. Í Jesú nafni

Jesús sagði að við ættum að biðja í hans nafni.

Ef ég bið eitthvert ykkar að fara inn í eldhús og biðja ráðskonuna um kökubita myndi húnörugglega neita því. En ef þið segðuð henni að ég hefði beðið ykkur að sækja kökubitamyndi hún rétta ykkur kökusneiðina af því að ég hef vald til að biðja um hana. Þessvegna segir Jesús okkur að biðja í hans nafni því að hann hefur vald til þess að veitaokkur það sem við biðjum um.

2. Að heyra í Guði

Stundum finnst okkur erfitt að heyra þegar Guð er að tala við okkur. Ef við erum duglegað biðja og dugleg að æfa okkur að hlusta á Guð, munum við verða fljótari að skiljahvernig hann talar við okkur.

Sá sem lærir á hljóðfæri verður ekki snillingur á fyrsta árinu, en ef hann æfir sig reglulegaog sinnir náminu vel verður hann betri og betri með tímanum. Þeir sem læra á hljóðfæriþurfa líka að læra tónheyrn. Þeir þurfa að þekkja tóna og tónbil með því að hlusta. Viðþurfum líka að þjálfa okkar innri eyru svo við heyrum þegar Guð talar til okkar.

Skoða þú verk Guðs - í sjálfum þér

Page 43: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

43

Trú

og efi6.19

Um kvöldið

þennan fyrsta

dag vikunnar

voru

lærisveinarnir

saman og höfðu

læst dyrum af

ótta við Gyðinga.

Þá kom Jesús,

stóð mitt á meðal

þeirra og sagði

við þá: “Friður sé

með yður!”

20Þegar hann

hafði þetta mælt,

sýndi hann þeim

hendur sínar og

síðu.

Lærisveinarnir

urðu glaðir, er

þeir sáu Drottin.

21Þá sagði Jesús

aftur við þá:

“Friður sé með

yður. Eins og

faðirinn hefur

sent mig, eins

sendi ég yður.”

22Og er hann

hafði sagt þetta,

andaði hann á þá

og sagði:

“Meðtakið

heilagan anda.

23Ef þér

fyrirgefið

einhverjum

syndirnar, eru

þær fyrirgefnar.

Ef þér synjið

einhverjum

fyrirgefningar,

er þeim synjað.”

24

En einn af þeim

tólf, Tómas,

nefndur tvíburi,

var ekki með þeim,

þegar Jesús kom.

25Hinir

lærisveinarnir

sögðu honum:

BiblíutBiblíutBiblíutBiblíutBiblíuteeeeextixtixtixtixti

Jóh 20:19–31

Umfjöllun

Í hugleiðingunni í kvöld fáum við að kynnast Tómasi, lærisveininumsem tók ekki öllu sem gefnu og vildi sannanir þegar honum var sagtað Jesús væri upprisinn og hefði birst vinum hans.

Heimildin sem við höfum um þennan atburð er Jóhannesarguðspjall20. kafli, vers 19–31. Kaflinn byrjar reyndar á að segja frá því semgerðist á páskadagsmorguninn þegar Jesús birtist Maríu úti við

gröfina eftir að hann var risinn upp.Pétur og Jóhannes, lærisveinarJesú, höfðu líka farið að gröfinni ogséð hana tóma, en Jesús hafði ekkibirst þeim.

Um kvöldið, þennan undarlegapáskadag, gerist það síðan að lærisveinarnir eru saman komnir allirinni, nema reyndar Tómas, og þeir hafa læst að sér af ótta viðGyðinga. Þeir voru hræddir af því að vinur þeirra, og sá sem þeirhöfðu trúað að væri sonur Guðs, var nú dáinn og hafði verið tekinnaf lífi með hræðilegum hætti eins og afbrotamaður. Það var búið aðraska tilveru þeirra og taka frá þeim gleðina. Þá gerist það allt í einuað Jesús stendur mitt á meðal þeirra. Þeir vissu að hann gat ekkihafa komist inn um læstar dyrnar, en þeir vissu að þetta var hann.Hann heilsar þeim með kunnuglegum orðum: „Friður sé með ykkur.“Síðan sýnir hann þeim hendur sínar og síðu. Hann vill að þeir viti aðþetta er hann. Það er ástæðulaust að óttast lengur, þeir eru ekkieinir. Jesús er með þeim. Jesús stendur við hlið þeirra sem eruhræddir og gefur þeim sinn frið.

Þegar Jesús er búinn að fullvissa þá um að þetta sé hann og þeirþurfi ekki að óttast, segir hann við þá: „Eins og faðirinn hefur sentmig, eins sendi ég yður.“ Síðan andar hann á þá og segir: „Meðtakiðheilagan anda.“ Þetta er ótrúlega falleg stund. Jesús hefði alveghaft ástæðu til að setja ofan í við lærisveinana. Þeir höfðu að vissuleyti brugðist honum. Hann var búinn að segja þeim að hann ætti aðrísa upp, en þeir höfðu ekki skilið það. Þeir drógu sig afsíðis inn ílokað herbergi, voru hræddir við fólk og þorðu varla að láta sjá sig.Í stað þess að lýsa yfir vonbrigðum sínum með þá, gerir Jesús þvertá móti: Hann lýsir yfir trausti á þá. Hann sýnir þeim svo mikið traustað hann felur þeim gríðarstórt, mikilvægt verkefni: Eins og faðirinnhefur sent mig, eins sendi ég yður. Þeir áttu að sinna hlutverki Jesúhér á jörð; að taka að sér syndara, að sinna fólki og láta það vita aðsyndir þess væru fyrirgefnar.

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Jesús gefur okkur

kraftinn til að trúa.

Hugleiðing í viku B - Dagur 6

Skoða þú verk Guðs - í Jesú

HHHH HU

GLEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

Page 44: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

44

“Vér höfum séð

Drottin.”

En hann svaraði:

“Sjái ég ekki

naglaförin í

höndum hans og

geti sett fingur

minn í naglaförin

og lagt hönd mína

í síðu hans, mun

ég alls ekki trúa.”

26Að viku liðinni

voru lærisveinar

hans aftur saman

inni og Tómas með

þeim. Dyrnar voru

læstar. Þá kemur

Jesús, stendur

mitt á meðal

þeirra og segir:

“Friður sé með

yður!” 27

Síðan

segir hann við

Tómas: “Kom

hingað með fingur

þinn og sjá

hendur mínar, og

kom með hönd

þína og legg í síðu

mína, og vertu

ekki vantrúaður,

vertu trúaður.”

28Tómas svaraði:

“Drottinn minn og

Guð minn!”

29Jesús segir við

hann: “Þú trúir,

af því þú hefur

séð mig. Sælir eru

þeir, sem hafa ekki

séð og trúa þó.”

30Jesús gjörði

einnig mörg

önnur tákn í

augsýn lærisveina

sinna, sem eigi eru

skráð á þessa

bók. 31

En þetta er

ritað til þess að

þér trúið, að

Jesús sé Kristur,

sonur Guðs, og

að þér í trúnni

eigið líf í hans

nafni.

Jóh 20:1Jóh 20:1Jóh 20:1Jóh 20:1Jóh 20:19-39-39-39-39-311111

Eins og áður kom fram, vantaði einnlærisveininn páskadagskvöldið þegar Jesúsbirtist lærisveinum sínum. Lærisveinunum varmikið niðri fyrir þegar þeir fluttu Tómasi þessarstórkostlegu fréttir að Jesús hefði birst þeimum kvöldið og talað við þá með sérstökumhætti. En Tómas trúði þeim ekki. Hann vildiáþreifanlegar sannanir fyrir þessum orðumvina sinna og sagði að ef hann gæti ekki séðnaglaförin í höndum hans og sett fingur sínaí naglaförin og lagt hönd sína í síðu hans, þágæti hann alls ekki trúað. (v. 24–25)

Viku seinna, líka á sunnudagskvöldi, vorulærisveinarnir aftur saman komnir inni ogTómas með þeim. Þá gerist það aftur aðJesús stendur mitt á meðal þeirra og heilsar þeim meðfriðarkveðjunni: „Friður sé með ykkur.“ Síðan snýr hann sér beint aðTómasi, – það var greinilegt til hvers hann var kominn – og segir viðhann: „Tómas, komdu hingað með fingur þinn og sjáðu hendur mínarog komdu með hönd þína og leggðu í síðu mína. Vertu ekkivantrúaður, heldur trúaður.“ (v.26–28) [Glæra 1]

Það þekkja eflaust allir að hafa efast um ýmislegt sem sagt er íguðspjöllunum um Jesú, til dæmis það sem snertir upprisuna ogkraftaverkin. Það er eðlilegt að efast. Guð hefur gefið okkur gagnrýnahugsun og við eigum að nota hana til þess að leita svara og verðavís. Tómas átti erfitt með að meðtaka upplýsingarnar um að Jesúsværi upprisinn og hefði birst vinum hans. Það er kannski ekkert svoerfitt að setja sig í hans spor. Við viljum líka gjarnan fá sannanir.Það er bara þannig með margt sem snertir hluti sem skipta miklamáli, það getur verið erfitt að sanna þá vísindalega. Þannig er þaðtil dæmis með kærleikann. Foreldrar sem elska barnið sitt af ölluhjarta eiga erfitt með að sanna það fyrir barninu, en þeir geta sýntþað með atferli sínu, í samveru með barninu og því hvernig þeirforgangsraða í lífi sínu. Barnið fær að upplifa og reyna kærleikaforeldra sinna.

Þegar Jesús var búinn að sýna Tómasi naglaförin og síðusárið, féllTómas að fótum Jesú og sagði: „Drottinn minn og Guð minn.“ Honumvarð allt í einu ljóst, hver Jesús raunverulega var. (v. 28)

Flestir foreldrar elska börn sín mjög mikið og kunna að sýna þeimþað. Ást þeirra er mikil, hvort sem börnin gera sér grein fyrir hennieða ekki. Jesús elskar alla menn mjög mikið (hér má vísa í það semsagt var á biblíulestrinum um morguninn) og ást hans breytist ekkiþótt mennirnir trúi ekki á hann eða þótt þeir efist. Tómas fékk samahlutverk og hinir lærisveinarnir, að vera sendiboði Jesú, þótt hannætti í erfiðleikum með að trúa. Hann fékk að reyna það sama oghinir lærisveinarnir, að Jesús kom til hans þegar hann var hræddurog niðurdreginn og veitti honum styrk. Á sama hátt stendur Jesúshjá þér mitt í erfiðleikum þínum til þess að veita þér styrk og sendirþér heilagan anda, huggarann, til þess að uppörfa þig og styrkja oggefa þér þann kraft sem þú þarft til þess að lifa og vera sendiboðiJesú hér á jörð.

Skoða þú verk Guðs - í Jesú

BænBænBænBænBæn

Kæri Jesús,

viltu hjálpa

mér, þegar ég

efast og

finnst erfitt

að trúa. Þakka

þér fyrir að þú

reist upp frá

dauðum og

lifir enn.

Þakka þér

fyrir að ég fæ

að lifa alltaf

með þér.

Page 45: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

45

Fylg

þú mér7.16

Jesús var á

gangi með

Galíleuvatni og

sá Símon og

Andrés, bróður

Símonar, vera að

kasta netum í

vatnið, en þeir

voru fiskimenn.

17Jesús sagði við

þá: “Komið og

fylgið mér, og

mun ég láta yður

menn veiða.” 18

Og

þegar í stað létu

þeir eftir netin og

fylgdu honum.

19Hann gekk

skammt þaðan og

sá Jakob

Sebedeusson og

Jóhannes bróður

hans, og voru

þeir einnig á báti

að búa net.

20Jesús kallaði

þá, og þeir

yfirgáfu

Sebedeus föður

sinn hjá

daglaunamönnunum

í bátnum og

fylgdu honum.

MarMarMarMarMark 1:1k 1:1k 1:1k 1:1k 1:16–206–206–206–206–20

Biblíutexti

Mark 1:16–20

Umfjöllun

Nú skulum við ímynda okkur að við séum stödd við stórt vatn. Þaðeru bátar úti á vatninu og í þeim eru fiskimenn sem eru á veiðum.(Glæra 1) Sumir eru að kasta netum en aðrir eru að draga inn netin.Þá kemur maður gangandi niður hæðina í átt að vatninu. Sumirmannanna líta upp til að athuga hver þetta sé en aðrir halda áframvinnu sinni. Þarna úti á vatninu rétt, við ströndina, eru bræður, Símonog Andrés, sem eru að kasta netum í vatnið. Jesús kallar til þeirra:

„Komið og fylgið mér, og munég láta yður menn veiða“.Jesús er að segja þeim aðhætta því sem þeir eru að geraog koma með sér. Hann segirþeim að hann ætli að kennaþeim að veiða menn. Haldið

þið að Símon og Andrés hafi ekki hugsað um hvað hann hafi meintmeð því að veiða menn? – Þeir sem voru vanir að veiða fisk tilmatar, áttu þeir nú að fara að veiða menn? En hvað gerðu þeir?Þeir skildu eftir netin og fylgdu Jesú.

Jesús gekk aðeins lengra eftir ströndinni og sagði það sama viðaðra bræður, þá Jakob og Jóhannes, sem voru að vinna við netinmeð pabba sínum. Þeir stóðu líka upp og fylgdu Jesú.

Þessir fyrstu lærisveinar Jesú voru ekki gamlir menn sem voru orðnirþreyttir á að vinna og vildu fara að gera eitthvað annað. Getið þiðímyndað ykkur hvað þeir voru gamlir (leyfið krökkunum að komameð uppástungur um aldur)? Þeir hafa ekki verið eldri en svona16–17 ára gamlir. [Glæra 2]

Jesús sagði við þessa ungu menn „Fylgið mér“. Með því var hannað segja við þá: „Komið og verið með mér, lærið af mér og ég skalkenna ykkur margt.“

Það voru fleiri en bara þessir lærisveinar sem fylgdu Jesú. Þeir semfylgdu honum fengu að vera með honum, læra af honum og þekkjahann. Ætli allir sem Jesús bauð að fylgja sér hafi komið með honum?Nei, það gerðu ekki allir. Þeir sem ekki komu og fylgdu honum misstulíka af miklu. Þeir gátu t.d. ekki kynnst honum. Þeir gátu ekki veriðvinir hans af því að þeir vildu ekki vera með honum. Þeir sáu hannekki gera kraftaverk. Þeir misstu svo sannarlega af miklu.

Það er erfitt að halda vináttu við vin eða vinkonu sem maður gefursér aldrei tíma til að hitta eða vera með. Ef við viljum vera vinir Jesú

ÁherÁherÁherÁherÁhersluatrsluatrsluatrsluatrsluatriði:iði:iði:iði:iði:

Jesús kallar okkur til

fylgdar við sig til þess að

við getum þekkt hann.

Hugleiðing í viku B - Dagur 7

Skoða þú verk Guðs - í Jesú

HHHH HU

GLEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

UG

LEIÐ

ING

Page 46: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

46

verðum við að kynnast honum. Það gerum við með því að vera meðhonum.

Jesús kallar mig og þig til fylgdar við sig. En hvernig fylgjum viðhonum? Það gerum við með því að tala við hann, lesa um hann íNýja testamentinu, hlusta á aðra segja frá honum og biðja til hans.Við getum talað við hann hvar sem er og hvenær sem er. Við getumfarið á fundi í KFUM og KFUK og kirkjunni þar sem við fáum aðfræðast um Jesú.

Í kvöld er síðasta kvöldið okkar saman hér í sumarbúðunum. Þegarþú heldur heim á morgun spyr Jesús þig sömu spurningarinnar oghann spurði lærisveinana við vatnið: „Vilt þú fylgja mér?“

Skoða þú verk Guðs - í Jesú

BænBænBænBænBæn

Góði Jesús

þakka þér

fyrir dagana í

sumarbúðunum.

Þakka þér

fyrir að þú

ert alltaf

með mér.

Þakka þér

fyrir að þér

þykir vænt um

mig. Ég vil

fylgja þér og

alltaf vera

með þér.

Komdu með

frið þinn og

kærleika inn í

hjarta mitt og

hjálpa mér að

vera

lærisveinn

þinn. Í Jesú

nafni. Amen.

Hugmyndir tengdar efninu

Leikir

Leikir sem hægt er að nota í tengslum við hugvekju. Þessa leiki væri til dæmis hægt aðnota á kvöldvöku og vísa síðan í þá í hugleiðingunni.

a) Þrautakóngur

Leiðtoginn er fyrstur og gerir ýmsar þrautir sem hinir herma eftir. Veljið léttar þrautir þvímarkmiðið er að hafa það skemmtilegt en ekki að finna út hver er bestur í þrautunum. Íþessum leik erum við að „fylgja“ leiðtoganum, – gera eins og hann. Er það hluti af því aðfylgja Jesú, að gera eins og hann og taka hann til fyrirmyndar?

b) Hvar ertu Jakob?

Blindingjaleikur. Tveir þátttakendur eru með bundið fyrir augun. Jakob er með lyklakippueða eitthvað sem heyrist í. Þátttakendum er snúið í nokkra hringi og komið fyrir langt fráhvorum öðrum. Sá sem er ekki Jakob spyr: „Hvar ertu Jakob“ og reynir síðan að gangaá hljóðið. Jakob á að reyna að koma sér í burtu svo hinn finni hann ekki. Leiknum er lokiðþegar búið er að ná Jakobi.

c) Símon segir

Þessi leikur er líkur þrautakóngi og er hægt að fara í hann með stórum hóp. Þennan leiker gott að hafa á kvöldvöku, t.d. rétt fyrir hugleiðingu. Stjórnandinn stendur fyrir framanhópinn og segir til dæmis: „Símon segir, allir standi á vinstri fæti.“ Þá eiga allir í hópnum

Page 47: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

47Skoða þú verk Guðs - í Jesú

að fylgja fyrirmælum hans og standa á vinstri fæti. Hópurinn má ekki hætta að standa ávinstri fæti nema stjórnandinn segi: „Símon segir hætta.“ Stjórnandinn heldur áfram aðgefa ýmis fyrirmæli, en hópurinn má ekki fara eftir þeim nema í fyrirmælunum sé setningin„Símon segir“ og stjórnandinn verður líka að gefa fyrirmæli um að hætta með því aðsegja „Símon segir hætta“. Í hugleiðingunni er hægt að vísa í þennan leik og velta fyrirsér, hverjum við hlýðum, hvaða fyrirmælum við förum eftir, – hverjum við fylgjum.

d) Að leiða blindan (traustleikur):

Mjög góður leikur til að leggja áherslu á orð Jesú: „Fylg þú mér“

Best er að útbúa smá hindrunarbraut áður en leikurinn hefst. Hún verður að vera öruggsvo ekki sé hætta á slysi. Tilgangur leiksins er að hafa gaman af og kenna um trú ogtraust en ekki að reyna á styrk og yfirburði. Þess vegna er gott að láta eitt til tvö pör farasaman í einu.

Annar leikur blindan en hinn er blindrahundurinn. Það má ekki tala í leiknum. Einusamskiptin eru snerting lófa í lófa. Sá sem leikur hinn blinda leggur lófa, t.d. hægri handar,ofan á hægri lófa blindrahundsins. Blindrahundurinn stjórnar ferðum þeirra með ákveðnumhreyfingum:

Að ýta lófa upp merkir að nú fari þeir upp, t.d. upp á stól.

Að lækka lófann þýðir að nú fari þeir niður, t.d. skríða.

Að draga lófann að sér, þýðir að nú á að fara áfram.

Að ýta lófa frá sér merkir að fara aftur á bak.

Að draga lófann aftur þýðir að stoppa.

Það getur verið nauðsynlegt að vera með eina sýnikennslu. Brýnið fyrir þátttakendumað fara varlega. Þennan leik má t.d. hafa rétt fyrir hugleiðingu því hann er tilvalinn íumræður um trúna á Guð, að treysta öðrum og það að leggja traust sitt á Jesú.

Markmiðið með öllum leikjum sem við notum er að hafa það skemmtilegt en ekki að vitahver sé bestur og flinkastur. Notum því alla leiki sem hjálpartæki í fræðslu og skemmtunen ekki hjálpartæki í einelti.

Page 48: Fræðsluefni KFUM og KFUK - Sumar 2010 (b)

48

RitningRitningRitningRitningRitningarararararttttteeeeextxtxtxtxtararararar

Allar stundirnar í fræðsluefni sumarbúðanna byggja á ákveðnumritningartextum eða frásögum úr Biblíunni. Hér fyrir neðan eru upplýsingarum þá texta sem notaðir voru í viku B og á hvaða samverum þeir vorunotaðir.

Úr Gamla testamentinu

I. Mósebók 1:26-28 ............................... Hugleiðing í viku B - dagur 2

Sálmur 104:24-25 ................................. Biblíulestur í viku B - dagur 2

Sálmur 119:9, 11, 105 ........................... Biblíulestur í viku B - dagur 3

Sálmur 118:24-26 ................................. Biblíulestur í viku B - dagur 8

Úr Nýja testamentinu

Matteusarguðspjall 9:18-19 og 23-25 ... Biblíulestur í viku B - dagur 5

Markúsarguðspjall 10:46-52 ................. Hugleiðing í viku B - dagur 3

Markúsarguðspjall 1:16-20 ................... Hugleiðing í viku B - dagur 7

Jóhannesarguðspjall 3:16-17 ............... Biblíulestur í viku B - dagur 6

Jóhannesarguðspjall 11:28 ................... Hugleiðing í viku B - dagur 1

Jóhannesarguðspjall 4:3-42 ................. Hugleiðing í viku B - dagur 4

Jóhannesarguðspjall 20:19-31 ............. Hugleiðing í viku B - dagur 6

Lúkasarguðspjall 10:25-37 ................... Biblíulestur í viku B - dagur 4

Lúkasarguðspjall 17:11-19.................... Biblíulestur í viku B - dagur 7

Lúkasarguðspjall 10:38-42 ................... Hugleiðing í viku B - dagur 1

Lúkasarguðspjall 12:7 ........................... Hugleiðing í viku B - dagur 2

Lúkasarguðspjall 18:1-7 ....................... Hugleiðing í viku B - dagur 5