Top Banner
Fögnuður og yndi Fræðsluefni handa sumarbúðum KFUM & KFUK sumar 2009
64

Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Mar 10, 2016

Download

Documents

Fögnuður og yndi. Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009. Höfundur efnisins er Ingunn Huld Sævarsdóttir
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Fögnuður og yndiFræðsluefni handa sumarbúðum KFUM & KFUK

sumar 2009

Page 2: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

2

Fögnuður og yndiFræðsluefni handa sumarbúðum KFUM & KFUK sumar 2009

Útgefandi: KFUM og KFUK Holtavegi 28, ReykjavíkTexti: Ingunn Huld Sævarsdóttir Uppsetning: Rakel Tómasdóttir

Page 3: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

3

EFnisyFirlit

bls. 5

bls. 6

bls. 6

bls. 8bls. 10

bls. 12bls. 14

bls. 16bls. 10

bls. 22bls. 26

bls. 28bls. 30

bls. 34bls. 37

bls. 40bls. 42

bls. 44

bls. 46

bls. 47

Inngangur

Hefðir og venjur

Uppbygging fræðsluefnisins

1 Fyrsti dagur1.1 Hugleiðing: Líf og störf Sr. Friðriks Friðrikssonar 1.2 Aukahugleiðing: Komið til mín

2 Annar dagur 2.1 Fræðsla: Þitt orð er lampi fóta minna (- fræðsla um Biblíuna)2.2 Hugleiðing - Þakklæti

3 Þriðji dagur3.1 Fræðsla: Biblían og persónur hennar3.2 Hugleiðing – Þú ert dýrmæt(ur)

4 Fjórði dagur4.1 Fræðsla - Jesús 4.2 Hugleiðing: Fyrirgefning

5 Fimmti dagur5.1 Fræðsla: Að treysta Guði5. 2 Hugleiðing: Traustur vinur

6 Sjötti dagur6.1 Fræðsla: Krossdauði Jesú6.2 Hugleiðing: Upprisa Jesú og eilíft líf

7 Sjöundi dagur7.1 Heilagur andi og ávöxtur andans7.2 Hugleiðing: Sakkeus og áhrif Jesú á líf hans

8 Áttundi dagur8.1 Fræðsla: Fagnaðarerindið

Heimildaskrá

fylgiskjöl

Page 4: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

4

Page 5: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

5

FagnaðarErindið Kunnan gerðir þú mér veg lífsins,

gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

(Sálm. 16:11)

Fræðsluefnið handa sumarbúðum KFUM og KFUK samanstendur af fræðslu fyrir morgunstundir og hugleiðingum fyrir kvöldstundir. Markmið efnisins eru að kynna Biblíuna fyrir sumarbúðabörnunum, gefa þeim góða mynd af Guði, styrkja sjálfsmynd þeirra og fá þeim lykla að því hvernig þau geta notið þess góða lífs sem Guð hefur gefið þeim. Efninu er ætlað að vera í senn áhugavert, skemmtilegt, uppbyggilegt og fræðandi en þar sem áhugi er talinn námshvetjandi álít ég mikilvægt að börnin hafi gaman af fræðslunni og að hún höfði til aldurs þeirra. Í efninu eru því meðvitað notaðar fjölbreyttar kennsluaðferðir en þær geta einnig stuðlað að því að dýpka skilning sumarbúðabarnanna á fræðsluefninu. Í upphafi hverrar fræðslustundar eru aðalatriðin römmuð inn, það er að segja biblíutexti, boðskapur, mark-mið, gögn og aðrar ábendingar. Því næst er efnið og útfærsla þess útlistuð. Oft er tekin fram sú kveikja sem er höfð sem inngangur að efninu. Því næst eru ítarlegri upplýsingar fyrir þann sem efnið flytur. Jafnframt eru taldar upp fleiri hugmyndir tengdar fræðslunni, annars vegar fyrir yngri börn (6-9 og 9-12) og hins vegar fyrir eldri börn (9-12 og 12-14+). Við hverja morgunfræðslu eru talin upp þau uppflettivers sem tengjast textanum sem unnið er út frá og eftir hverja kvöldhugleiðingu er eitt minnisvers fyrir börnin til að læra. Einnig eru gefnar hugmyndir að söngvum sem hæfa efninu hverju sinni. Fræðsluefnið er sett upp þannig að í upphafi er fjallað um það sem síðar er svo vísað til, það er að segja fyrst er grunnur lagður sem síðan er byggt ofan á. Fljótlega í upphafi er því fræðsla um Biblíuna sem efnið í heild sinni byggir á. Samhengið í gegnum fræðsluefnið allt skiptir máli og er því ekki æskilegt að velja hugleiðingar af handahófi til að nota því án grunnsins eða þess sem byggja skal á er á hættu að það bitni á skilningi barnanna. Á það þá sérstaklega við um fræðslu um krossfestinguna, því hún þarf að koma á eftir fræðslu um Jesú og í framhaldi af henni verður að koma hugleiðing um upprisu Krists. Það er von mín að það orð sem sáð mun verða í hjörtu þeirra barna sem taka þátt í sumarstarfi KFUM og KFUK muni bera góðan ávöxt.

Guð gefi ykkur gleði í því dýrmæta starfi sem þið fáið að vinna meðal barnanna.

Með kærri kveðju,Ingunn Huld Sævarsdóttir

Page 6: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

6

1. BoðskapurBoðskap hverrar fræðslu eða hugleiðingar má finna á ,,teiknibólu-miðum” í fræðsluefninu. Boðskapurinn er það sem leiðtoginn ætti að hafa í huga þegar hann undirbýr sig. Mikilvægt er að leiðtoginn íhugi boðskapinn og er skilningur leiðtogans á efninu ein forsenda þess að hann geti komið boðskapnum skýrt og greinilega til skila til barnanna.

2. Minnisvers Hverri kvöldvöku fylgir eitt minnisvers (en nokkur uppflettivers fylgja hverri morgunfræðslu Tilvalið er ef börnin geta sjálf fengið tækifæri á daginn til að skrifa niður minnisversin á litla miða sem þau geta svo geymt í Nýja testamentunum sínum.

3. SöngvarSöngvarnir eru hluti af fræðsluefninu þar sem textar þeirra tengjast í flestum tilfellum því efni sem um er fjallað á tiltekinni stund. Söngvar-nir eru líka arfur sem börnin fá að taka með sér heim og geta búið í hjörtum þeirra alla ævi. Hugmyndirnar að söngvum eru eingöngu gefnar til að styðjast við og leiðtogum er að sjálfsögðu frjálst að nota aðra söngva. Þó ber að hafa í huga merkingu söngtextanna og tengsl þeirra við tiltekið efni.

4. RamminnÍ upphafi hverrar stundar er gefinn rammi þar sem fram koma eftirfarandi atriði:Texti – sá Biblíutexti sem efnið byggir á. Markmið með hugleiðingu/fræðslu – mikilvægt er að efnið sé flutt með markmiðin í huga. Gögn – upptalning á því sem nauðsynlegt er að hafa við höndina þegar efnið er flutt. Aðrar ábendingar – ábendingar höfundar til leiðtoga, yfirleitt varðandi það sem hafa ber í huga við undirbúning og flutning efnisins.

HEFðir og vEnjur á HElgistundumÍ fræðsluefninu fyrir sumarið 2008 fjallar Henning Emil Magnússon um mikilvægi þess að halda í hefðir og venjur. Þær veita öryggi og hjálpa börnunum í æskulýðsstarfinu að læra hvað er viðeigandi hegðun á helgistund. Það gefur leiðtogum og börnum einnig tilfinningu fyrir samfellu í starfinu, þ.e.a.s. allir vita að hverju þeir ganga. Hefðir eins og bænir og sérstakir söngvar geta líka þjónað þeim tilgangi að undirbúa hugi barnanna undir það sem í vændum er. Þar að auki veita hefðir leiðtogum bæði aðhald og hjálp við skipulagningu samverustunda (Henning Emil Magnússon 2008:5).

Tillögur að uppbyggingu á helgistundum:

Morgunstund:SöngurUpphafsbænTrúarjátningKveikja að fræðslunniFræðslan sjálf(Umræður)*Efni úr kaflanum Fleiri hugmyndirMinnisversBænSöngur

* ef leikir eru hafðir með sem fleiri hugmyndir er gott að fara í þá þegar stundinni hefur verið lokið á minnisversi, bæn og söng.

Kvöldstund:SöngurUpphafsbænKveikt á kertum (og minnisvers lesið)Kveikja að hugleiðingunniHugleiðingin sjálfMinnisvers (endurtekið)Bæn (endað á því að allir fara saman með bænina Faðir vor)Söngur

uppbygging FræðsluEFnisins

Page 7: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

7

5. KveikjaEfnið hefst vanalega á kveikju sem hefur það hlutverk að vekja áhuga barnanna á efninu og opna hug þeirra til að taka við fræðslunni. Kveikja er kennslufræðilegt hugtak sem hefur verið notað um þær aðferðir sem kennarinn beitir til að draga athygli nemenda að efninu. Kveikjur geta verið af ýmsu tagi (Ingvar Sigurgeirsson 1999:19). Þó kveikjan sé til þess gerð að vekja áhuga barnanna á efninu er mikilvægt að áhuganum sé haldið út alla kennsluna og það er hægt meðal annars með því að brjóta upp fræðsluna/hug-leiðinguna, virkja börnin með spurningum eða breyta um kennslu-aðferð. Því betur sem leiðtoginn er undirbúinn undir að flytja efnið, þeim mun greiðlegar ætti honum að ganga að halda áhuga bananna til enda. Ef leiðtoginn er öruggur og þekkir efnið vel ætti hann að geta komið því betur til skila til barnanna, svo lengi sem hann gerir það á forsendum þeirra og ekki á of háfleygu máli.

6. Fræðsluefnið sjálft: Fræðslan/hugleiðinginEins og hugtökin gefa til kynna er meiri fræðsla á morgnana en á kvöldin. Kvöldhugleiðingarnar innihalda efni fyrir börnin til að taka með sér inn í svefninn og þegar þar kemur við sögu þurfa börnin því að komast í ró. Á kvöldin er gjarnan farið dýpra í efnið úr morgun-fræðslu sama dags og komið er inn á það hvaða gildi efnið hafi fyrir líf barnanna og hvernig þau geti tileinkað sér viðkomandi efni. Hugleiðingarnar sem og fræðslan eiga að vera uppbyggjandi og hvetjandi fyrir börnin á trúargöngu þeirra en meira er um boðun á kvöldin en á morgnana. Markmiðið með fræðsluefninu í heild sinni er að gefa börnunum góða guðsmynd grundvallaða á Biblíunni og að þau fái að skilja og skynja kærleika Guðs, en tengi Guð ekki við hörku eða heift. Mikilvægt er að mæta börnunum þar sem þau eru stödd, á þeirra þroskastigi. Það felur meðal annars í sér að rætt sé við þau á máli sem er þeim skiljanlegt og er þá ekki átt við orðanotkunina eina heldur skiptir framsetning fræðsluefnisins einnig máli. Mikilvægt er að sá grunnur sem lagður er í upphafi sé skýr og að ekki sé gengið út frá því að börnin hafi þekkingu sem í raun er ekki til staðar. Því það sem er byggt án grunns er ekki byggt til að endast. Einnig þarf að varast að það efni sem fjallað er um sé eitthvað sem börnin, sem koma úr ólíkum aðstæðum, geti ómeðvitað tengt við eitthvað slæmt. Ef það ætti til dæmis að fjalla um það að Guð sé góður faðir þá þyrfti að lýsa nánar persónueinkennum góðs föður, því sum börn eiga því miður slæma reynslu af föður og gætu þá yfirfært hana á guðsmynd sína. Engin tvö börn túlka efnið á sama hátt því reynsla hvers og eins litar sýn þeirra og þá merkingu sem þau leggja í hlutina. Þess vegna er mikilvægt að fræðsluefnið sé útbúið og útfært með það fyrir augum (Evenshaug og Hallen 1984:18).

7. Fyrir leiðtogaÍ framhaldi af hverri fræðslu og hugleiðingu má finna kafla fyrir leiðtoga þar sem farið er ítarlegar í þá Biblíutexta sem fræðsluefnið byggir á. Flest það efni er unnið úr skýringarritum hinna ýmsu bóka Biblíunnar og gefur bakgrunnsupplýsingar sem oft varpa mikilvægu ljósi á textann.

8. Fleiri hugmyndirÍ þessum kafla má finna hugmyndir að því hvernig hægt sé að vinna frekar með efni helgistundarinnar. Markmiðið með fleiri hugmyndum er að þær hjálpi leiðtogum við að gera fræðsluefnið enn áhugaverðara í augum barnanna og að dýpka skilning þeirra á efninu sem tekið er fyrir. Fleiri hugmyndir eru annars vegar hugsaðar fyrir yngri börn (6-9 og 9-12) og hins vegar fyrir eldri börn (9-12 og 12-14+).

9. FylgiskjölÍ fræðsluefninu og þá sérstaklega í kaflanum um fleiri hugmyndir er vísað í fylgiskjöl sem flest geyma sögur sem tengjast efninu á einn eða annan hátt. Fylgiskjölin má finna í lok þessa heftis.

10. Ábyrgð leiðtogans Sú krafa er ekki gerð á leiðtogann að honum takist að þilja upp og fara í gegnum allt efni, fleiri hugmyndir, fylgiskjöl og annað heldur er honum lögð sú ábyrgð í hendur að velja það sem hann telur við hæfi að nýta fyrir þann barnahóp sem efnið á að ná til og innan þeirra tímamarka sem fræðslunni eða hugleiðingunni er sett. Mikilvægt er að hafa í huga að virkja börnin á einn eða annan hátt, með spurningum eða notkun kennsluaðferða sem gera börnin virk á listrænan eða verklegan hátt. Hver leiðtogi hefur sína styrkleika og ætti að nýta þá þegar hann flytur fræðslu eða hugleiðingu fyrir sumarbúðabörnin. Gerðu meira en þú treystir þér til, því ef þú gerir aðeins það sem þú veist að þú getur og ræður við þá gefurðu þér ekki tækifæri til þess að vaxa og læra í gegnum það að takast á við eitthvað sem reynir á þig. Hafðu einnig í hugaað þú þarft ekki að reiða þig á eigin hæfni heldur Drottinn og hans hjálp. Það þýðir þó ekki að þú eigir að vera kærulaus. Það er allt í lagi að gera eitthvað sem þú hefðir viljað gera betur – þú lærir bara af því. Lærisveinar Jesú gerðu mistök, af hverju ætti Jesús ekki að fyrirgefa þér þín mistök? Það eina sem hann biður um er viljugt hjarta – ekki fólk sem er það fullkomið að það þurfi ekki á hjálp hans að halda.

11. Samhengi – tengsl innan efnisinsFræðsluefnið Fögnuður og yndi er byggt upp þannig að í upphafi er lagður grunnur sem efnið byggir svo á. Samhengið í gegnum fræðsluefnið í heild skiptir því máli og ekki er æskilegt að velja hugleiðingar eða fræðslu af handahófi til að nota því án grunnsins sem byggja skal á getur það bitnað á skilningi barnanna. Sérstaklega á það við um fræðslu um krossfestinguna því hún þarf að koma á eftir fræðslu um Jesú og í framhaldi af henni verður svo að koma hugleiðing um upprisu Krists.

12. UppflettitextarHverri fræðslu fylgja uppflettitextar sem tengjast efninu á einn eða annan hátt en það er mikilvægt að kenna börnunum hvernig þau sjálf geti nýtt sér Biblíuna (Nýja testamentin sín) og að hún verði þeim handgeng.

,,Gefðu manni fisk og þú hefur mætt hungri hans í dag.

Kenndu manninum að veiða og þú hefur mætt hungri hans fyrir lífstíð”

(Höfundur óþekktur).

Page 8: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

8

HugleiðingSr. Friðrik Friðriksson (PPT: glæra 1) fæddist þann 25. maí árið 1868 að Hálsi í Svarfaðardal (PPT: glæra 2), en Svarfaðardalur liggur út frá Eyjafirði á Norðurlandi (og er því nálægt Akureyri). Við fæðingu var naflastrengurinn vafinn þrjá hringi um höfuð Friðriks svo óttast var um líf hans. Ljósmóðirnin skírði hann strax skemmri skírn og hann var látinn heita Friðrik í höfuðið á pabba sínum sem talinn var hafa látist á sjó skömmu áður. Seinna kom í ljós að pabbi hans hafði lent í hrakningum og báturinn lokast inni vegna ísa, en hann skilaði sér heim heill á húfi stuttu eftir fæðingu sonar síns. Friðrik ólst upp á Norðurlandi en flutti oft á milli bæja með foreldrum sínum sem voru frekar fátækir. Strax í æsku hafði hann mikinn áhuga á bókum og var trúrækinn. Þegar Friðrik var enn ungur lést faðir hans og eftir að móðir hans veiktist var fjölskyldan leyst upp og Friðrik fór í fóstur. Þrátt fyrir fátækt gat Friðrik farið í nám og gekk hann í Latínuskólann í Reykjavík sem í dag ber nafnið Mennta-skólinn í Reykjavík, betur þekktur sem MR (PPT: glæra 3).Friðrik var ágætis námsmaður og tók virkan þátt í félagslífinu. Á miðjum skólaferlinum lenti hann hins vegar í mikilli ástar-sorg. Hann fór þá leið að sefa sorg sína með áfengisdrykkju og varð sífellt óánægðari með sjálfan sig. Hann fór með skipi til Færeyja og var í svo mikilli ástarsorg að hann vildi helst bara deyja. Á skipinu kynntist hann manni sem leið álíka illa, og Friðrik fór að hughreysta manninn. En við það áttaði hann sig á því að hann sjálfur yrði að takast á við eigið líf.

Texti: Róm. 8:28 - Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.

Markmið með hugleiðingu: Að börnin kynnist sögu KFUM og KFUK og að Guð hafi góðar áætlanir með líf þeirra.

Gögn: Skjávarpi, tölva og glærusýning um líf sr. Friðriks Friðrikssonar.(Sjá aukaefni á diski).

Aðrar ábendingar: Þar sem þetta er fyrsta kvöldið er við hæfi að hugleiðingin sé á léttu nótunum, sé ekki tilfinningaþrungin svo hún ýti ekki undir heimþrá.

Minnisvers (PPT: glæra 12):Jeremía 29:11 – Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

Boðskapur: Guð getur snúið öllu til góðs.

Fyrsti dagur11.1 Hugleiðing: Líf og störf Sr. Friðriks FriðrikssonarFræðslunni fylgir glærusýning með myndum.

Friðrik fór af skipinu í Færeyjum og fékk fljótlega vinnu. Á samkomu þar varð hann fyrir trúarlegri reynslu, kom aftur til Íslands og lauk námi sínu við Latínuskólann. Eftir stúdentspróf fór Friðrik til Danmerkur og kynntist þar starfi KFUM. Hann byrjaði fljótlega að starfa innan félagsins og hjálpaði drengjum sem bjuggu við erfiðar aðstæður. Starf hans fréttist til Íslands og skólastjóri Prestaskólans í Reykjavík, Þórhallur Bjarnarson (sem síðar varð biskup Íslands), sendi Friðriki bréf þar sem hann bað hann að koma heim til Íslands og byrja KFUM-starf (PPT: glæra 4). Friðriki þótti tilhugsunin um að yfirgefa starfið í Danmörku og fara út í óvissuna á Íslandi vera skelfileg, því starfið úti gekk svo vel. Fyrir utan það var Friðrik viss um það að hann hefði ekki þá hæfileika sem þyrfti til að byrja KFUM-starf í Reykjavík (en þar hafði hann rangt fyrir sér). Stuttu síðar, þegar Friðrik var að skoða bréfið frá Þórhalli betur, tók hann eftir því að það var skrifað akkúrat sama kvöld og hann hafði beðið Guð um að leiðbeina sér um framtíð sína. Friðrik leit á þetta sem tákn frá Guði. Skömmu síðar fór hann til Íslands, byrjaði að læra í Prestaskólanum og fór að undirbúa stofnun KFUM. Hann stofnaði félagið svo formlega þann 2. janúar 1899 og 29. apríl sama ár, eftir að stelpurnar höfðu þrýst á hann, stofnaði hann KFUK, (PPT: glærur 5 og 6). Eftir þetta gaf Friðrik sig allan í starf KFUM á Íslandi.Hann kom líka meðal annars að stofnun knattspyrnu-félaganna Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði (sem drengir innan KFUM áttu frumkvæðið að) og studdi dyggi-

Page 9: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

9

SöngvarÍ bljúgri bæn

Enginn þarf að óttast síður Ég er heimsins ljós

Fleiri hugmyndirFyrir yngri börn:Leirhugleiðing – Boðskapur: Guð getur alltaf gert gott úr hlutunum, jafnvel þegar við höfum klúðrað þeim.

Gögn: Leir (trölladeig) og borð.Sá sem hugleiðinguna flytur sýnir að hægt er að móta ýmislegt úr leirnum, eyðileggja það og byrja upp á nýtt. Ef okkur mistekst þá getum við alltaf hnoðað leirinn aftur saman og byrjað upp á nýtt. Jesús vill líka móta lífið okkar og er alltaf tilbúinn að hjálpa okkur að laga það sem okkur hefur mistekist (Linda Sjöfn Sigurðardóttir 2002:36).

Jer. 18:1-6: Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni: Farðu nú niður í hús leirkerasmiðsins. Þar mun ég láta þig heyra orð mín. Ég gekk því niður til húss leirkerasmiðsins einmitt þegar hann var að vinna við hjólið. Mistækist kerið, sem hann var að móta úr leir-num, bjó hann til nýtt ker eftir því sem honum sýndist best. Þá kom orð Drottins til mín: Get ég ekki farið með yður, Ísraelsmenn, eins og þessi leirkerasmiður gerir? segir Drottinn. Þér eruð í hendi minni, Ísraelsmenn, eins og leirinn í hendi leirkerasmiðsins.

Boðskapur: Gefumst ekki upp! Ef Friðrik hefði gefist upp á leiðinni til Færeyja þá hefði hann farið á mis við svo margt yndislegt í lífinu. Þegar öll von virðist úti þá getur Guð gripið inn í og gert eitthvað gott úr því.

Fyrir eldri börn:• Spurningakeppni upp úr efninu.• Einnig er hægt að nota spurningar upp úr efninu í ratleik daginn eftir.

lega við starf þeirra (PPT: glæra 7). Hann var seinna kjörinn heiðursfélagi beggja liðanna. Auk þess tók hann þátt í því að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, lúðrasveit og karlakór. Friðrik stofnaði félagið Væringja innan KFUM vorið 1913 og þegar Friðrik fór til vesturheims um haustið sama ár varð það félag að hreinu skátafélagi – en þetta var ári eftir að fyrsta skátafélagið var stofnað á Íslandi. Síðast en ekki síst varð hann til þess að sumarbúðastarf í Vatnaskógi hófst (PPT: glæra 8 og 9). Friðrik hafði kynnst sumarbúða-starfi í Danmörku og hvatti ungu mennina í KFUM hér á landi til að byrja samskonar starf. Friðrik dvaldi oft í Vatnaskógi á sumrin og bjó þá vanalega í herbergi í Gamla skála sem síðar hefur verið kallað Sr. Friðriks herbergi. Sr. Friðrik varð mjög virtur og vel liðinn maður á Íslandi, ekki bara innan raða KFUM og KFUK. Hann var meðal annars kjörinn heiðursdoktor í guðfræði, heiðursborgari Akraness og var sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar árið 1948 fyrir starf í þágu æsku þessa lands. Hann var mikið skáld og orti allt sitt líf, jafnvel þar til hann var orðinn yfir 90 ára gamall og er því mikið til af sálmum, söngvum og kvæðum eftir hann sem og öðru efni sem hann hefur þýtt. Söngurinn Sjáið merkið, Kristur kemur var í fyrstu söngbók KFUM sem prentuð var í ársbyrjun 1899 og hefur því fylgt félaginu frá upphafi (Friðrik Friðriksson 1898:70-71). Friðrik þýddi seinna t.d. sönginn Áfram Kristsmenn, Kross-menn og sálminn Enginn þarf að óttast síður. Einnig orti hann

sönginn Hver er í salnum? (Friðrik Friðriksson 1968: 61-62, 64-65, 109) (PPT: glæra 10). Friðrik Friðriksson lést í mars árið 1961 tæplega 93 ára gamall. Líf Friðriks hafði meiri og dýpri áhrif á íslenska menn og menningu á 20. öldinni, en flestra samferðamanna hans. Í sumarbúðunum í Vatnaskógi stendur brjóstmynd af sr.Friðriki og einnig á æfingasvæði Valsmanna. Auk þess er hann einn fárra sem stytta hefur verið reist af meðan hann lifði og stendur sú stytta af honum og ungum dreng viðLækjargötuna í Reykjavík (PPT: glæra 11). Einkunnarorð Friðriks voru: Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins (Jes. 12:3). Og uppáhalds Biblíuversið hans var: Guð er oss hæli ogstyrkur, örugg hjálp í nauðum (Sálm. 46:2).(Halldór Elías Guðmundsson 2001:62-63). Líf sr. Friðriks Friðrikssonar byrjaði ekki vel og á leiðinni til Færeyja var hann alveg að gefast upp á því en Guð þekkti hvernig honum leið og mætti honum. Seinna átti sr. Friðrik eftir að hjálpa ungum drengjum í Danmörku og byrja stórkostlegt starf á Íslandisem enn í dag er í fullum gangi. Við getum lagt allt okkar í hendurnar á Guði og hann getur snúið öllu upp í eitthvað gott. (Róm. 8:28: Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim semhann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni).

Page 10: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

10

Texti: Matt. 11:28 - Komið til mín, öll þér sem erfi ðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.

Markmið með hugleiðingu: Að börnin læri að þau geti lagt sig í hendur Jesú.

Gögn: Tveir fi mm lítra brúsar fullir af vatni.

Aðrar ábendingar: Þar sem þetta er fyrsta kvöldið er við hæfi að hugleiðingin sé á léttu nótunum, sé ekki tilfi nningaþrungin svo hún ýti ekki undir heimþrá.

KveikjaTvö börn eru fengin upp. Leiðtogi lætur annað þeirra fá fi mm lítra brúsa fullan af vatni og biður barnið um að halda á brúsanum. Við hitt barnið segir leiðtoginn: ,,heyrðu, ég skal halda á þessu fyrir þig” (og hann heldur á brúsanum fyrir barnið meðan hann talar). Barnið sem heldur á brúsanum þreytist á meðan leiðtoginn talar en barnið sem ekkert þarf að bera stendur þarna uppi líka en með tómar hendur.

Fyrsti dagur11.2 Aukahugleiðing: Komið til mín...Ef ekki þykir ástæða til að hafa fræðslu um sr. Friðrik Friðriksson á fyrsta kvöldi íeinhverjum sumarbúðum er þessi hugleiðing höfð með sem annar möguleiki

Boðskapur: Við getum lagt allt í hendur Jesú.

Page 11: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

11

HugleiðingÞekkið þið einhvern sem hefur farið í bakpokaferðalag? Hafi ð þið kannski séð fólk ganga um Ísland með þungan bakpoka og undrast hvernig það fer að því að bera hann?– Sumir ferðast þannig mánuðum saman. Við erum sennilega ekki vön að þurfa að bera eitthvað þungt nema kannski skólatöskurnar, sem oft geta reyndar verið talsvert þungar. En sem betur fer eru til bílar, strætisvagnar og jafnvel skólabílar svo við þurfum sjaldan að ganga mjög langar vegalengdir með þyngsli á bakinu. Þó hafi ð þið efl aust séð fólk bera eitthvað gríðarlega þungt jafnvel um langan veg. Jesús gerði mikið af því að kenna fólki og oft var mikill fjöldi fólks sem hlustaði á hann. Margt fólk þurfti einmitt að ganga langar vegalengdir til þess eins að koma og hlusta. Eitt skiptið þegar Jesús var að tala við fullt af fólki sagði hann: Komið til mín, öll þér sem erfi ðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld (Matt. 11:28). En þá meinti hann ekki: komið til mín og hendið bakpokunum ykkar á mig og ég skal leyfa ykkur að hvíla ykkur. Jesús talaði nefnilega oft í líkingum, það er að segja, hann tók dæmi úr lífi fólks og líkti því við eitthvað annað. En hvað ætli Jesús hafi meint með því að fólk sem hefði erfi ði og bæri eitthvað þungt ætti að koma til hans og hann myndi gefa því hvíld? – Þegar Jesús gekk á jörðinni talaði hann mikið við gyðinga (- hann var sjálfur gyðingur) en gyðingar trúa á Guð. Trúarbók þeirra eru bækur úr Gamla testamentinu sem í standa meðal annars boðorðin 10 (hér er hægt að virkja krakkana og spyrja

hvort þau geti talið upp einhver boðorð). Til þess að lifa í sátt við Guð trúa gyðingar að þeir þurfi að haga sér virkilega vel og rétt og ef þeir syndguðu á tímum Jesú, það er að segja ef þeir gerðu það sem ekki mátti, þá þurftu þeir að færa Guði fórnir til þess að fá fyrirgefningu. Það gat því verið mjög erfi tt líf. Þegar maður hafði gert eitthvað rangt þá var maður ekki bara með samviskubit yfi r því heldur lá það þungt á manni og kostaði mann ,,fórnir”. Fólkið þurfti því að vinna hart að því að lifa réttlátu og góðu lífi . En þegar Jesús sagði við fólkið: Komið til mín, öll þér sem erfi ðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld þá átti hann við það að fólkið gæti lagt allt sitt í hans hendur. – Allan þennan þunga sem það hafði innra með sér og hann myndi gefa fólkinu hvíld frá því. Hann myndi gefa þeim fyrir-gefningu svo þau þyrftu ekki að burðast með samviskubit og hann myndi líka létta af þeim áhyggjum og taka frá þeim ótta.Jesús getur nefnilega haldið á öllum þunganum sem við berum stundum innra með okkur. Við getum komið til hans hvenær sem er og lagt allt í hans hendur og þá léttir það á okkur og við upplifum svona ,,hvíld” innra með okkur. Ef við óttumst getum við lagt það í hans hendur og hann gefur okkur öryggi, ef við höfum áhyggjur getum við rétt honum þær og hann gefur okkur frið og ef við erum með samviskubit út af einhverju sem við höfum gert getum við beðið Jesú um fyrirgefningu og hann fyrirgefur okkur svo við þurfum ekki að burðast með samviskubitið (sbr. við Beare 1981:267-277).

Í lokinSpyrja barnið sem þurfti að halda á 5 lítra brúsanum hvernig það hafi gengið og tala um það við börnin hversu gott það er að geta varpað þunga sínum yfi r á Drottin.

Page 12: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

12

22.1 Fræðsla: Þitt orð er lampi fóta minna (- fræðsla um Biblíuna)annar dagur

Texti: Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum (Sálm. 119:105).

Markmið með fræðslunni: Að börnin kynnist Biblíunni á skemmtilegan hátt og öðlist grunn sem önnur fræðsla er svo byggð á. Ekki er víst að öll börnin þekki vel til Biblíunnar og mikilvægt er að þau fái svör við því af hverju Biblían sé svona merkileg bók, – af hverju fræðslan í sumarbúðunum sé til dæmis ekki frekar byggð á Harry Potter bókunum.

Gögn: Biblía og tvö vasaljós (eða tvö sérútbúin ,,lýsandi Nýja testamenti”).

Aðrar ábendingar: Tvo leiðtoga þarf til aðstoðar við leikþáttinn í upphafi (og lok) fræðslunnar. Hann þarfnast ekki mikillar æfingar heldur byggir frekar á spuna. Þó er mikilvægt að leiðtogarnir kynni sér leikþáttinn og viti út á hvað hann gengur. Mikilvægt er að fræðslan um Biblíuna sé ekki flutt of hratt, heldur að börnunum sé gefinn hæfilegur tími til að meðtaka hana alla. Sé fræðslan flutt fyrir yngri börn májafnvel einfalda hana eða umorða.

Kveikja 1-2 leiðtogar (A og B) með smá leikþátt:

Ljósin eru slökkt og dregið er fyrir glugga (til að búa til sem mest myrkur). A gengur inn í myrkrinu og rekur sig á og meiðir sig, jafnvel fótbrotnar og hægt er að gera eitthvað spaugilegt úr því. B kemur inn með vasaljós sem lýsir fótum hans leiðina áfram, finnur jafnvel eitthvað sniðugt sem A sá ekki í öllu myrkrinu. Í framhaldi af því er versið lesið: Þitt orð er lampi fóta minna... og því næst er fræðsla sem tengist versinu og útskýrir það.

FræðslaBiblían er sérstök bók og í rauninni er hún ekki bók heldur bækur en orðið Biblía á grísku (biblios) þýðir einmitt bækur. Biblían skiptist í tvo hluta, Gamla testamentið sem í eru 39 rit og Nýja testamentið sem inniheldur 27 rit. Samtals eru því rit Biblíunnar 66 talsins. (Í nýju Biblíuútgáfunni eru auk þess Apókrýfu bækur Gamla testamentisins, en þær eru 11 talsins). Í Biblíunni má finna ýmsar frásagnir af fólki sem fylgdi Guði, sálma um mikilfengleik Guðs, orðskviði – eins konar viskuorð – sem sum eru meira að segja notuð sem málshættir (t.d. Dramb er falli næst – Orðskv. 16:18). Einnig má finna spádómsrit og bréf sem skrifuð voru til fólks og kirkna og fleira. Síðast en ekki síst inni--heldur Biblían fullt af frásögnum af lífi og starfi Jesú. Í henni getum við lært hvað hann kenndi, eins og til dæmis bænina ,,Faðir vor” og lesið um ýmis kraftaverk og lækningar sem hann gerði og um það að hann var krossfestur og reis svo upp frá dauðum. Biblían var ekki skrifuð af einum manni eins og flestar bækur sem við þekkjum og það sem gerir hana líka sérstaka er það að hún var skrifuð á löngu tímabili (sem spannar sennilega um

1000 ár. Elstu hlutar hennar eru e.t.v. 3000 ára). Biblían var skrifuð á skinn og papírus og hún er vinsælasta bók allra tíma. Gamla testamentið var upprunalega skrifað á hebresku (sem er lesin frá vinstri til hægri) og Nýja testamentið á grísku en Biblían er nú til á fjölda tungumála. En af hverju er Biblían stundum kölluð Orð Guðs? Biblían er meira en bara bók sem segir okkur frá ýmsu sem gerðist í gamla daga. Hún fjallar um elsku Guðs til mannanna og sú elska hefur ekkert breyst jafnvel þó að í dag séu lifnaðarhættir fólks orðnir allt öðruvísi en þegar Biblían var skrifuð. Guð talar til okkar í gegnum orðið sitt og í Biblíunni er einmitt minnst á það að geyma orð Guðs í hjarta sínu (Sálm. 119:11). Guð vill að við vitum að hann elskar okkur og það er kannski hægt að segja að á vissan hátt sé Biblían ,,ástarbréf” Guðs til okkar mannanna. Hún segir frá því að Jesús kom, lagði mikið á sig og gekk í dauðann fyrir okkur, allt vegna þess að elska Guðs til okkar er svo mikil. Orð Guðs minnir okkur líka á það að við getum alltaf treyst Guði og alltaf leitað til hans og hann heyrir bænir okkar.

Boðskapur: Orð Guðs getur lýst okkur í gegnum lífið.

Page 13: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

13

Framhald af kveikjuOrð Guðs er eins og þetta vasaljós sem lýsir okkur áfram í lífi nu. – En hvað skyldi það nú kenna okkur?• Að elska (hægt að gera smá leikþátt um hatur/elsku – með sömu karakterum).• Að sættast.• Að ljúga ekki. - Önnur persónanna getur t.d. sagt sögu af því þegar hún laug og kom sér í svakaleg vandræði. – Þá hefði nú verið betra að segja sannleikann.• Að stela ekki.• Að fyrirgefa.• Að óttast ekki dauðann – við eigum eilíft líf í Jesú.

Ath: Það þarf að útskýra líkinguna vel fyrir börnunum og hafa í huga að þau eiga ekki eins auðvelt með að tengja á milli líkingarsögu og merkingar hennar eins og við, hin eldri, eigum.

Tengja þetta hugleiðingunni sem var kvöldið áður:Líf sr. Friðriks áður og eftir að hann mætti Guði og kynntist orði hans. Orð Guðs lofar okkur t.d. að við eigum von (sbr. minnis-versið í gær). Við getum minnt okkur á það þegar við göngum í gegnum erfi ða tíma. Fræðsluna má svo enda á áframhaldandi leikþætti um persónunurnar í byrjun: B réttir A ljósið sitt (og Biblíu/Nýja- testamenti um leið) og er þá með annað sjálfur Jafnvel er hægt að leggja enn meira í þetta og hafa ljós inni í Nýjatestamentunum – þannig að Orð Guðs ,,bókstafl ega lýsi þeim veginn áfram”.

Uppfl ettiversSálm. 119:105 – Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.Matt. 5:16 – Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum.Jóh. 8:12 – Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“

SöngvarB-I-B-L-Í-A

Þakkir fyrir hvern fagran morgunnHvað heitir konungur trjánna?

Fleiri hugmyndirFyrir yngri börn:

• Blindingjaleikur: Börnin eru pöruð saman tvö og tvö. Í hverju pari er einn ,,blindur” og einn ,,sjáandi” sem leiðir þann blinda áfram. Hinn blindi stendur aftan við þann sem leiðir með hendur á öxlum hans og lokuð augun. Sá sem leiðir gengur frjálst um salinn og fær þau fyrirmæli að ganga ekki of hratt heldur hugsa vel um þann sem er leiddur áfram.

• Leikurinn: Að treysta náunganum:Hér reynum við hvernig það er að vera blindur. Einn leiðir blindan þannig að vísifi ngur þess sem er blindur er í miðjum lófa þess sem leiðir (ath. þetta er eina snerting þátttakenda). Þessi leikur er án orða. (Hreiðar Örn Stefánsson 1999:18).

Fyrir eldri börn:

Þegar Biblían (Davíðssálmarnir) var skrifuð voru ekki til ljósaperur, heldur voru olíulampar notaðir. Fyrsta ljósaperan varð ekki til fyrr en árið 1879 þegar Thomas Alva Edison tókst loks að gera peru sem virkaði. Sagan segir að hann hafi þurft að gera 3000 tilraunir áður en honum tókst það loks. Það tók því gríðarlega langan tíma að búa til fyrstu ljósaperuna eins og við þekkjum hana í dag og við getum verið þakklát fólki eins og Edison sem sýndi mikla þrautseigju og lagði mikið á sig við að ná takmörkum sínum sem við fáum að njóta góðs af í dag. Edison hefði getað gefi st upp eftir 20 misheppnaðar tilraunir en hann sýndi miklaþrautseigju og hélt áfram að reyna. Þetta var alls ekki auðvelt og hann þurfti að leggja mikið á sig til að ná þessu takmarki sínu. Á sama hátt varð Biblían ekki til á einum degi – heldur löngum tíma. En núna eigum við hana og hún getur lýst okkur veginn í lífi nu eins og ljósapera lýsir upp dimmt herbergi.

Page 14: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

14

Texti: Lúk. 17:12-19 og Sálm. 136:1 - Þakkið Drottni því að hann er góður, miskunn hans varir að eilífu.

Markmið með hugleiðingu: Að börnin læri um mikilvægi þakklætis fyrir sig sjálf og aðra og séu hvött til að lifa þakklátu lífi. Að efla jákvæða hugsun barnanna.

Aðrar ábendingar: Börnin ættu að vera virkir þátttakendur í hugleiðingunni.

Minnisvers: 1. Mós. 31:8 – Drottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast.“

22.2 Hugleiðing - Þakklætiannar dagur

KveikjaBörnin eru spurð hvað þeim líki, hvað þeim finnist skemmtilegt að gera og hvað það sé sem fái þeim til að líða vel.Annað hvort fá þau miða sem þau sjálf skrifa á og hengja svo upp á fallegt stórt plakat eða þau eru beðin um að rétta upp hönd og svara. Svörin eru annað hvort látin duga sögð eða þá að leiðtogi skrifar atriðin á fallegt plakat jafnóðum til að halda utan um þau. Sá sem flytur hugleiðinguna bendir á að þessar góðu gjafir komi frá Guði og hvetur í hugleiðingu sinni börnin til að vera dugleg að þakka Guði.

Biblíutexti lesinn

(Lúk. 17:12-19) - Jesús læknaði tíu líkþráa menn – einn kom til baka og þakkaði Jesú.Segja börnunum að þá frásögn sé að finna í Lúkasar-guðspjalli í Nýja testamentinu.Spyrja hvort einhver muni hvað það séu mörg rit í Nýja testa-mentinu (27).

Hvar eru hinir níu?

Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!“Jesús sá þá og sagði við þá: „Farið og sýnið yður prestunum.“ Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?“ Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér.“ (Lúk. 17:12-19)

Boðskapur:

Þakklátt hugarfar gefur

okkur sjálfum og öðrum

mikla gleði. Við höfum

ótal margt að þakka fyrir.

SöngvarDrottinn mun sjálfur fara fyrir þérÞakkir fyrir hvern fagran morgun

Dag í senn

Page 15: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

15

HugleiðingMikilvægi þess að hafa þakklátt hugarfar:

Við verðum glöð þegar aðrir þakka okkur fyrir eitthvað sem við höfum gert og þannig verður Guð líka þakklátur þegar við þökkum honum og aðrir þegar við þökkum þeim. Þegar við höfum þakklátt hugarfar þá gefur það okkur sjálfum líka mikla gleði og maður nýtur lífsins miklu betur ef maður er þakklátur.Hér væri frábært ef leiðtoginn getur sjálfur sagt hvað þakklæti hefur gert fyrir hans eigið líf.

Við getum tamið okkur þakklátt hugarfar. Þegar við setjumst niður til að biðja bænir eða erum úti á fallegum sumardegi getum við þakkað Guði upphátt eða í hljóði fyrir allt sem hann leyfir okkur að njóta. Það mun ekki bara gleðja hjarta Guðs heldur einnig okkur sjálf, því þegar við byrjum að þakka virkar það oft eins og að skrúfa frá krana og við fyllumst þakklæti og gleði yfir lífinu og kærleika Guðs til okkar. Jafnvel þó að við, á erfiðum tímum, munum varla eftir neinu sem við getum þakkað Guði fyrir – þá getum við þakkað honum fyrir það að hann elskar okkur og að hann hefur lofað því að hann muni aldrei yfirgefa okkur (5. Mós. 31:8 og Hebr. 15:5b).

Dæmi höfundar: Einu sinni leið mér illa, ýmislegt hafði gerst sem hafði gert mig niðurdregna. En þá mundi ég eftir því að góð vinkona mín átti snilldar bók sem bar heitið: Það sem gerir mig glaða. Þessi vinkona mín hafði gengið í gegnum ýmsar raunir en virtist þó alltaf vera glöð og þakklát Guði fyrir allt það góða sem hann hafði gert fyrir hana. Hún hafði útbúið þessa bók sjálf og í hana skrifaði hún ýmislegt sem hún upplifði í daglega lífinu sem gaf henni gleði. Sem dæmi um hluti sem hún hafði skrifað í bókina sína voru: hnetusmjörs- og sultusamloka, handahlaup, spila á píanóið og fleira. Ég brá á það ráð að útbúa mína eigin bók og fyllti inn í hana og geri enn af og til þegar mér dettur eitthvað í hug sem hefur gefið mér gleði. Hvenær sem er get ég svo sest niður og lesið bókina og hún minnir mig á allt sem ég er þakklát fyrir og það sem er öllu mikilvægara: hún beinir augum mínum til Guðs því hann hefur leyft mér að njóta alls þessa.

Fleiri hugmyndirFyrir yngri börn: • Sagan: Sjö undur veraldar:Dag einn spurði kennari nemendur sína hvort þeir gætu skrifað niður lista yfir það sem þeir teldu að væru sjö undur heimsins á okkar dögum. Svörin urðu mörg og misjöfn en hér er það sem flestir stungu upp á: 1. Egypsku pýramídarnir 2. Taj Mahal 3. Mikla-Gljúfur 4. Panamafljótið 5. Empire State byggingin 6. Sankti Péturs kirkjan. 7. KínamúrinnÁ meðan kennarinn las svörin upp fyrir nemendur sína, tók hann eftir stúlku sem var enn með blaðið sitt í hendinni og leit út fyrir að vera hálf ráðvillt. Hann spurði hana hvort hún ætti í erfiðleikum með að skrifa listann. Hún svaraði: Já, eiginlega. Það er erfitt því það er svo mikið sem hægt er að skrifa! Þá sagði kennarinn: Segðu okkur hvað þú ert búin að skrifa og kannski getum við hjálpað þér. Unga stúlkan sagði: Ég tel að sjö undur heimsins séu: 1. Að sjá 2. Að heyra 3. Að snerta 4. Að finna bragð 5. Að finna lykt 6. Að hlæja 7. Að elska

Það varð algjör þögn í bekknum um stund.Þessir hlutir eru svo einfaldir og svo stórfenglegir að maður gleymir þeim oft í hversdeginum. Ekki gleyma því að Það dýrmætasta sem til er fæst ekki keypt né geta mannanna hendur búið það til.(Höfundur óþekktur).Í tengslum við söguna mætti gefa börnunum eitthvað gott (einn sykurpúða eða súkkulaðimola) og benda þeim á að Guð skapaði þau með bragðlauka svo þau gætu fundið bragð. Einnig væri hægt að segja einn brandara í tengslum við eitt af undrum heimsins: að hlæja eða biðja börnin að gefa hvort öðru faðmlag og koma þannig inn á það að snerting er dýrmæt og getur gefið okkur mikið.• Sagan: Þakkarkarfan (Vinje 2005: 111-115) (sjá fylgiskjöl).

Fyrir eldri börn:• Sagan: Sjö undur veraldar – hér að ofan• Gefa hverju barni tækifæri til að búa sitt eigið hefti með yfir skriftinni: Það sem ég er þakklát(ur) fyrir eða Það sem gerir mig glaða(n). Fyrirmælin tengd því verkefni eru meðal annars þau að í heftinu má ekki vera neitt sem er neikvætt eða gerir þau leið.

Page 16: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

16

33.1 Fræðsla: Biblían og persónur hennarÞriðji dagur

Textar: Ýmsir

Markmið með fræðslunni: Að börnin kynnist Biblíunni enn betur, hvaða frásagnir hún hafi að geyma. Að áhugi barna á Biblíunni aukist við það að þau fá tækifæri til að lifa sig inn í sögur hennar og kynnast persónunum sem voru fólk eins og þau sjálf.

Gögn: Ýmis tákn sem tengjast persónum úr Biblíunni (þau fylgja fræðsluefninu).

Aðrar ábendingar: Fræðslan krefst þess að nokkrir (2-3) leiðtogar aðstoði þann sem fræðsluna annast.• Leiðtogar fara í hin ýmsu hlutverk og fyrir hvert hlutverk er tákn á borð við einhverja flík eða hlut eða annað sem tengist þeirri persónu.• Táknin (föt/hlutir) eru eingöngu ætluð til notkunar með fræðsluefninu og því skal ekki nota eitthvað sem einnig er notað á uppákomum á kvöldvökum, heldur hafa það aðskilið.

UndirbúningurVelja persónur og leikendur. Þeir foringjar sem taka að sér að leika einhverja persónu ættu að vera búnir að lesa versin sem fylgja hverri persónu til að þekkja vel til mála og geta svarað spurningunum og spunnið út frá þeim þegar þeir lifa sig inn í karakterinn.

FræðslaSá sem fræðsluna flytur rennur í gegnum nokkrar frásögur Biblíunnar með því að taka viðtal við nokkrar persónur sem við getum lesið um í Biblíunni. Valdar eru nokkrar frásagnir úr Gamla og Nýja testamentinu. Við frásagnirnar koma persónur sem þeim tengjast og segja frá upplifunum sínum. Viðtalið er sett upp sem sjónvarpsþáttur þar sem börnin eru áhorfendur í sal og gott er að virkja þau í að klappa fyrir þáttagestunum. Gjarnan má hæfileikaríkur starfsmaður leika þáttastef við upphaf og enda þáttarins.

SöngvarÉg vil líkjast Daníel/Rut

Með Jesú í bátnumFús ég, Jesús, fylgi þér

Klappljós

Spyrill/þáttastjórnandi (tákn: bindi/míkrafónn/hárkolla) : Góðan daginn kæru áhorfendur og verið þið velkomin í þáttinn Klappljósið. Gestir mínir í kvöld eru engir aðrir en hinn heimsþekkti Davíð sem barðist við Golíat, maður sem læknaðist af ólæknandi sjúkdómi og fleiri, en þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið uppi þegar vinsælasta bók allra tíma, Biblían, var skrifuð. Bjóðum fyrst velkominn til okkar manninn sem fékk að upplifa það sem fáir hafa fengið – að verða faðir á gamalsaldri: Abraham! (Hvetur áhorfendur til að klappa).

Boðskapur:

Biblían er um fólk eins

og þig og hvernig það

þekkti Guð.

Page 17: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

17

Abraham – Tákn: Klæddur í föt sem gamall maður en haldandi á bleiu (1. Mós 15-21).

Stutt ávarp og heilsa

Spyrill: Af hverju sagðirðu Faraó að Sara, konan þín, væri systir þín? Abraham: Af því ég hélt þeir myndu annars drepa mig ef ég segðist vera maðurinn hennar, því hún er svo falleg... ...Hún er kannski búin að eldast aðeins núna en mér finnst hún enn falleg.Spyrill: Hvernig er svo að vera faðir svona á gamals aldri? Abraham: Þetta er það sem okkur Söru hefur alltaf dreymt um. Sumir eiga svolítið bágt með að trúa því að hann Ísak sé sonur okkar og aðrir hlæja bara þegar ég segi þeim það, en ég lái þeim það svosum ekki. Ég var nú 100 ára þegar hann fæddist. Spyrill: Hvað segirðu? Hversu gamall varstu þegar Ísak fæddist!?Abraham: 100 ára. Ha ha ha. Ég hlæ nú því það hlægilega er að Ísak þýðir einmitt hlátur á hebresku. Mér þykir alveg undur vænt um son minn. Hann hefur glatt okkur mömmu sína mikið. Þakka fyrir og kveðja.

Spyrill: Næstur er hinn heimsþekkti Davíð, betur þekktur sem Davíð konungur, sem á unga aldri barðist við hinn risavaxna Golíat og sigraði hann. Gefum honum gott klapp!

Davíð – Tákn: slöngva/kóróna – (1. Sam. 17 og 2. Sam. 11).

Stutt ávarp og heilsa.

Spyrill: Af hverju barðist þú við Golíat?Davíð: Enginn annar þorði að leggja í hann en ég vissi að Guð var með mér svo ég þyrfti ekkert að óttast. Spyrill: En þú hafðir nú ekki eins mikla reynslu af bardaga og hinn risavaxni Golíat. Ég hef heyrt að hann hafi verið bardagamaður frá barnæsku, en þú... varst þú ekki fjárhirðir?Davíð: Jú, það er rétt hjá þér. En það er nú ýmislegt sem maður þarf að gera þegar maður passar kindurnar. Það var nú ekkert grín þegar ljón eða björn kom og tók kind úr hjörðinni. Þá varð ég bara að hlaupa á eftir skepnunum og ég hafði nú bæði drepið ljón og björn áður en ég mætti hinum risavaxna Golíat því Drottinn hafði frelsað mig úr klóm ljónsins og bjarnarins. Spyrill: Það segirðu satt. Annars finnst mér það nú magnað að þú skyldir hafa drepið Golíat með steini úr slöngvunni þinni, brynklæddan risamanninn. En hvað gerðirðu annað en að vera fjárhirðir áður en þú varst konungur?Davíð: Ég hef lengi haft gaman af því að spila á hörpu og var einmitt fyrst fenginn í þjónustu Sáls konungs til að spila fyrir hann á hörpu þegar honum leið illa (og var skjaldsveinn hans). Spyrill: En samdir þú alla þessa 150 Davíðssálma? (bendir á Biblíuna)Davíð: Nei, en marga.Spyrill: Er eitthvað sem þú sérð eftir í lífinu?Davíð: Já, það er nú ýmislegt. Það sem hefur kannski legið einna þyngst á mér er að ég lét Úría, mann Batsebu, deyja. Hann var í hersveit minni og ég lét biðja um að hann yrði settur í fremstu víglínu, því ég elskaði konuna hans. Eftir þetta allt saman, þegar ég hafði séð að mér, grátbað ég Guð um fyrirgefningu og ég veit að þetta var verulega rangt af mér. En ég er mjög þakklátur fyrir það að Guð fyrirgaf mér.

Þakka fyrir og kveðja.

Spyrill: Næsti gestur okkar læknaðist af ólæknandi sjúkdómi. Bjóðum hann velkominn (fær áhorfendur til að klappa).

Page 18: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

18

Konan sem átti að grýta – Tákn: Steinar og bros! (Jóh. 8:1-11)

Stutt ávarp og heilsa.

Spyrill: Af hverju ætluðu mennirnir að grýta þig? Konan: Af því ég hafði gert svolítið sem alls ekki má gera og refsingin var sú að það átti að henda í mig grjóti. Þeir fóru með mig í helgidóminn þar sem Jesús var að kenna og spurðu Jesú hvort það ætti ekki að gera eins og stæði í lögmálinu; að grýta mig. Spyrill: En hverju svaraði Jesús?Konan: Hann sagði ,,Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana”. – Þeir fóru þá hver af öðrum og Jesús sagðist heldur ekki sakfella mig og að ég mætti bara fara og ætti ekki að syndga framar. Spyrill: Og hvernig leið þér?Konan: Eins og þungu fargi væri af mér létt. Úff, þú getur ekki ímyndað þér hvað ég var hrædd þegar það átti að fara að grýta mig... Ég hafði heyrt talað um Jesú en sá hann í fyrsta skipti þarna og veistu, ég hef aldrei upplifað annan eins kærleika. Nú langar mig ekki lengur að gera það sem ég gerði áður og átti að grýta mig fyrir. Ég fann að ég er óendanlega dýrmæt í augum Jesú og það er það sem skiptir mig mestu máli núna (túlkun höfundar).

Þakka fyrir og kveðja.

Spyrill: Síðasti gestur okkar í Klappljósi í dag er samversk kona sem mun segja frá reynslu sinni af því að tala við Jesú.

Maður sem læknaðist af líkþrá – Tákn: Bros og fatnaður frá Biblíutímanum (Matt. 8).

Stutt ávarp og heilsa.

Spyrill: Hvernig sjúkdómur er þetta segirðu sem þú varst með?Maðurinn: Líkþrá eða öðru nafni holdsveiki. Þetta er hrikalegur sjúkdómur og af því að hann var talinn bráðsmitandi þá mátti holdsveikt fólk ekki vera innan um aðra. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var. Sjúkdómurinn endar á því að hafa þau áhrif að maður missir fingur og tær og líkami manns verður allur afmyndaður. Þið eruð heppin að vera ekki í hættu á að fá þennan sjúkdóm í dag.Spyrill: Og hvað gerði Jesús?Maðurinn: Sko, það var fullt af fólki og ég kom til hans þrátt fyrir að ég hafi ekki mátt vera innan um fólkið... og ég fór á hnén og bað hann, ef hann vildi, um að hreinsa mig af líkþránni. Jesús rétti bara út höndina, lagði hana á mig – en enginn hafði snert mig í langan tíma því fólkið óttaðist að smitast og svo sagði hann: ,,Ég vil, verð þú hreinn!”. Og á sömu stundu hreinsaðist ég af líkþránni. Þetta var svo undarlegt, allt í einu fékk ég tilfinningu aftur til dæmis í nefið, ég hafði ekki fundið fyrir nefinu mínu í langan tíma... húðin mín varð aftur eðlileg og líkami minn varð allur heill! Ég mun aldrei gleyma þessu! og áreiðanlega ekki allt fólkið heldur sem varð vitni að þessu.

Þakka fyrir og kveðja.

Spyrill: Bjóðum velkomna konuna sem Jesús bjargaði frá grjótkasti.

Page 19: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

19

Samverska konan sem hitti Jesú við brunninn – Tákn: Vatnsfata (Jóh. 4).

Stutt ávarp og heilsa.

Spyrill: Hvað var það svona merkilegt sem Jesús sagði við þig?Konan: Hvað hann sagði við mig?! Það var nú bara mjög merkilegt að hann skyldi tala við mig á annað borð. Hann byrjaði á að biðja mig um að gefa sér að drekka. Rabbínar (kennarar) eins og hann tala ekki við konur – svo er ég líka samversk en hann gyðingur og gyðingar leggja ekki í vana sinn að tala við samverja. Spyrill: En hvað var það sem þið rædduð um þarna við brunninn? Konan: Sko, hann fór eitthvað að tala um að hann gæti gefið mér vatn og að ef ég myndi drekka það myndi mig aldrei aftur þyrsta... En svo bað hann mig að ná í manninn minn – en ég svaraði honum að ég ætti engan mann og þá var bara eins og hann gjörþekkti allt líf mitt. Hann vissi að ég hefði átt fimm menn og að maðurinn sem ég væri með væri ekki minn maður. Og á þeirri stundu vissi ég að hann væri einstakur! Hann talaði við mig um Guð og sagði mér að hann væri Messías – Kristur – og það var þess vegna sem hann þekkti mig svona vel. Því hann er Kristur! Spyrill: Og hvað gerðirðu eftir að hafa hitt hann?Konan: Hljóp og sagði öllum að koma og sjá manninn sem sagði mér allt sem ég hafði gert! Ég sagði þeim að athuga hvort hann væri Kristur og þau komu.

Þakka fyrir og kveðja.

Í lokin

Sá sem fræðsluna flytur tekur af sér táknið sem hann notaði sem spyrill og dregur saman efni fræðslunnar: þetta var allt bara fólk eins og ég og þú en Guð mætti því öllu á sérstakan hátt. Alveg eins og Jesús þekkti samversku konuna, þekkir hann okkur og elskar.

Uppflettitextar

Sálm. 119:9 – Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.Sálm. 37:5 – Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.Matt. 5:44 – En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.1. Pét. 5:7 – Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.

Fleiri hugmyndir Fyrir yngri og eldri börn

Kyrrmyndir: Kyrrmyndir eru einfaldasta útfærslan á hlutverkaleik og reyna meðal annars á samvinnu þeirra sem taka þátt. Í þessari leikrænu vinnu er unnið með líkamstjáningu án orða og hreyfinga en líkamstjáning skiptir miklu máli í leiklist. Þátt-takendur taka að sér hlutverk og stilla sér upp sem stytta (líkt og vaxmynd) eða kyrrmynd í ákveðnum tilgangi (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2006:24). 3-4 börn í hóp – fjöldi hópa eftir hentisemi. Hóparnir eru teknir upp og hver þeirra er beðinn um að búa til tvær kyr-rmyndir. Leiðtogi felur hverjum hóp eitt af eftirfarandi atriðum og hópurinn útfærir það á sinn eigin hátt:• Abraham (áður og eftir að hann eignaðist son)• Davíð (áður og eftir að hann felldi Golíat)• Maður með líkþrá (áður og eftir að Jesús læknar hann)• Konan sem átti að grýta (áður og eftir að Jesús mætti)• Samverska konan við brunninn (áður og eftir að hún hittir Jesú)

Börnin fá fimm mínútur til að ræða saman frammi um hvernig þau ætli að útfæra myndirnar sínar (á meðan eru öll hin börnin inni í sal að syngja saman). Þegar þau sýna myndirnar er eitt barn sem segir áhorfendum að loka augum og hópurinn stillir sér upp í mynd eitt, því næst segir hann þeim að opna og áhorfendur virða hana fyrir sér. Barnið segir svo loka - og opna þegar síðari myndin er tilbúin. Eftir hverja kyrrmyndasýningu er hægt að biðja fulltrúa úr hverjum hópi að segja áhorfendum hvað hafi verið að gerast á myndunum (en ef það segir sig sjálft er það óþarfi).

Page 20: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

20

33.2 Hugleiðing – Þú ert dýrmæt(ur)Þriðji dagur

Texti: Sálm. 139:14 – Ég lofa þig fyrir það, að ég er undur-samlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.

Markmið með hugleiðingu: Að sjálfsmynd barnanna styrkist – að þau fái að vita hve dýrmæt þau eru hvert og eitt.

Gögn: Geislaspilari og verkið Caprice nr. 1 eftir Nicol Paganini eða annað fiðluverk.

Aðrar ábendingar: Börnin ættu svo að sjálfsögðu að finna það á þeim kærleika sem þau upplifa í sumarbúðunum að þau eru dýrmæt ☺

Biblíuvers og kveikjaVersið er lesið: Sálm. 139:14 – Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Því næst má minnast á persónurnar sem ,,komu” í morgun, ekkert þeirra var eins eða hafði sömu sögu að segja en Guð hafði áhuga á þeim öllum. Alveg eins hefur Guð áhuga á okkur og við skiptum hann máli.

Hugleiðing: Sagan um strákinn og fiðluna(á meðan sagan er sögð er hugljúft og notalegt að leika lágt stillta fiðlutónlist)

Langt í fjarska er stór borg sem heitir London. Í borginni bjó drengur og honum þótti ákaflega gaman að spila á fiðlu. Í hverri viku ók hann með strætisvagninum til fiðlukennarans og spilaði á fiðluna sína. Dag einn stóð hann og beið eftir strætisvagninum. Hann hafði lagt fiðluna frá sér, - hún hallaði upp að biðskýlinu. Þá gerðist það í einu vetfangi að einhver rekst í fiðluna og hún þeytist út á götuna. Í sama mund kom strætisvagn akandi. Þegar vagninn var farinn fór strákurinn út á götuna og týndi saman fiðlubrotin. Þungum skrefum gekk hann til fiðlukennarans og sýndi honum mölbrotna fiðluna. Það yrði erfitt fyrir hann að æfa sig fyrir næsta fiðlutíma. Fiðlukennarinn virti fyrir sér fiðlubrotin. Það var útilokað að gera við fiðluna. Hún var mölbrotin. - Hvar fékkstu þessa fiðlu? spurði kennarinn. - Pabbi keypti hana á flóamarkaði. Ég held hún hafi kostað 150 pund.- Ég er með nokkra aura, sagði kennarinn. Fyrir þessa upphæð ætti ég að geta fundið fyrir þig þokkalega fiðlu. Hann velti brotunum milli handanna. Þá tók hann allt í einu eftir áletrun á einu brotanna. Kennarinn þurrkaði rykið af henni og las áletrunina á ónýtri fiðlunni: ,,Stradivaríus”. Enginn hafði gert sér grein fyrir þessu. Gamla fiðlan var ekta Stradivaríus, hún var smíðuð af besta fiðlusmið veraldar. Stradivaríusarfiðla er margra milljóna króna virði. Sem betur fer fékk strákurinn aðra fiðlu til að æfa sig á, en aldrei nokkurn tíma í lífinu myndi hann fá að spila aftur á Stradivaríusarfiðlu.

Boðskapur:

Þú ert dýrmæt(ur) því

heimsins mesti

snillingur bjó þig til.

Minnisvers Sálm. 139:14 – Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.

SöngvarÓ vef mig vængjum þínum

Ver mér nær, ó GuðGuð gaf mér eyra

Page 21: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

21

Í Finnlandi var gerð 21 árs langtímarannsókn á því hvort sjálfsálit ungs fólks á aldrinum 12 og 18 ára segði fyrir um bjartsýnt/svartsýnt hugarfar þeirra við 33ja ára aldur. Niðurstöðurnar sýndu að sjálfsálitið sem mældist á unglingsárunum er á mark-tækan hátt tengt bjartsýnu eða svartsýnu hugarfari á fullorðinsárum, með undantekningunni 5-19% (p<.001). Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að unglingar sem töldust í þremur hæstu flokkum sjálfsálits við 12 og 18 ára aldur sýndu marktækt lægra stig svartsýni/depurðar en þeir sem höfðu haft breytilegt eða lágt sjálfsálit á unglingsárunum (Heinonen og fleiri 2005).

Að sögunni lokinniSpyrja börnin hvort þau hafi heyrt um Stradivaríusarfiðlur. Þær eru nefndar eftir höfundi sínum, hinum ítalska Antonio Stradivari, sem var uppi á 17. og 18. öld og var snillingur í fiðlusmíði (og smíðaði einnig gítara, selló og lágfiðlur). Smiðsgripir hans hafa varðveist og í dag eru hljóðfærin gríðarlega verðmæt (Wikipedia [2009]). Fyrir nokkrum árum kom rússneskur fiðlusnillingur, fæddur í Sovétríkjunum sem voru og hétu, til Íslands til þess að spila á tónleikum í Háskólabíói. Í viðtali sem tekið var við hann og birtist í Morgunblaðinu 26. maí 2002, kom fram að fiðlan sem hann leikur á er Stradivaríusarfiðla. Fiðlan hans er fræg fyrir það að árið 1998 þegar hún var á uppboði í London, var kaupandi sem var tilbúinn að greiða fyrir hana 950.000 pund sem eru meira en 100 milljónir í íslenskum krónum. Það var japönsk efnakona sem kom því til leiðar að Vengerov fékk fiðluna. Fiðlan er svona dýr og eftirsótt af því að höfundurinn á bak við hana var snillingur. Veist þú, að þú ert Stradivaríus. Þú ert einstök smíð og ótrúlega dýrmæt manneskja af því að höfundurinn á bak við þig er Guð, skapari alls sem er. Guð hefur letrað nafn sitt á

þig. Og ekki nóg með það. Þú ert letraður í lófa hans. Í einu ritinu í Biblíunni stendur að Guð hafi rist þig á lófa sér og að þótt að kona gæti gleymt barni sem hún er með á brjósti, þá gleymi Guð þér samt aldrei. Það stendur orðrétt svona: ,,Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína.” (Jes. 49:15-16). Kannski líður þér eins og þú sért fiðla sem hefur verið keypt á flóamarkaði. Það hefur kannski enginn sagt við þig að þú sért Stradivaríus. Guð hefur letrað nafn sitt á þig. Guð er höfundurinn að þér og það sem Guð gerir er einstakt. Þú ert ekta Stradivaríus, þú ert merktur Guði, skapara þínum. Þess vegna skaltu ekki hlusta þegar einhver setur út á útlit þitt, eða gerir lítið úr hæfileikum þínum. Það er svo margt sem þú hefur til að bera sem Guð hefur gefið þér. Það er bara ekkert víst að allir sjái það. Og þú átt að fara vel með líkama þinn og sál og þjóna Guði með þeim hæfileikum sem þér hafa verð gefnir. (Gyða Karlsdóttir o.fl. 2003b:31-34)

Fleiri hugmyndirFyrir yngri börn:• Glærusýning með myndum af stórbrotnu sköpunarverkinu. • Sagan: Þú ert frábær (Lucado 2007:7-31) (sjá fylgiskjöl). • Fá þumalfingur eins barns, þrýsta honum á stimplapúða og svo á glæru sem er varpað upp á vegg og útskýra að barnið er einstakt og enginn í heiminum á eins fingrafar! (Arna Grétarsdóttir og Gamer [2009]:12).

Fyrir eldri börn:• Önnur útgáfa af sögunni Stradivarius (Wirén og Johansson 2000:23-25) (sjá fylgiskjöl).• Umræður um verðgildi eins manns:Læknar sem ætla að sérhæfa sig í að vita ,,allt” um manns-höndina eina, þurfa, að loknu sex ára læknanámi (sem hver sem er kemst ekki einu sinni í) að læra í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót og eru því lágmark tíu ár að sérhæfa sig í þessum líkam-sparti einum. Þeir geta þó ekki, eftir allt þetta nám, búið til hönd sem virkar eins fullkomlega og hendur okkar gera. Ef fólk missir tönn eða brýtur svo það verður að búa til gervitönn í staðinn, þá kostar það í dag um hálfa milljón en það mun þó aldrei verða eins fullkomin tönn og sú sem þau upprunalega voru með. Fullorðið fólk er með 28 tennur (32 ef það hefur enn endajaxlana). Og reiknið nú: Hversu ,,dýrmætur” væri tanngarður þeirra einn? – og það er bara hluti líkamans!

• Umræða um verðmæti fata: Föt sem eru fjöldaframleidd og seld í H&M eru mun ódýrari en einstök hönnun. Peysa í H&M myndi til dæmis kosta um xxx krónur en peysa sem er eingöngu gerð í einu eintaki af fata-hönnuði gæti kostað xxxxxx krónur. Það er vegna þess að mikið hefur verið lagt í þá flík og þú getur verið viss um það sem kaupandi að þú átt ekki eftir að rekast á nokkurn í nákvæmlega eins peysu þegar þú ferð á meðal fólks. Eins og hönnunarflíkur erum við hvert og eitt hönnuð á einstakan hátt, með einstakan persónuleika, hæfileika, áhuga og útlit. Jafnvel eineggja tvíburar sem virðast mjög líkir eru aldrei nákvæmlega eins. Við erum samt mun dýrmætari en einhver hönnunarflík því fyrir utan það að flíkur eru bara dauðir hlutir sem hægt er að gera eftirlíkingar af, þá erum við lifandi manneskjur, einstök og elskuð af Guði. Ef það ætti að setja á okkur verðmiða þá væri ekki hægt að skrifa verðið upp í nokkrum gjaldmiðli sem til er, því ekkert getur komið í staðinn fyrir okkur. Jesús greiddi einmitt lausnargjald fyrir okkur með sínu eigin lífi.

Fyrir unglinga:Vindáshlíð: • Tónlistarmyndband – lagið: Love song með hljómsveitinni Third Day – íslenskur texti og myndir viðÍ líkingu við: (http://www.youtube.com/watch?v=HwlCibGItok). • Lagið Mirror með stúlknasveitinni BarlowGirl (sjá fylgiskjöl).

Page 22: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

22

44.1 Fræðsla - JesúsFjórði dagur

Texti: Lúk. 10:25-37 og Jóh. 4

Markmið með fræðslustund: Að börnin fræðist um Jesú, hvað hann kenndi og gerði svona merkilegt og hvernig hann kom fram við aðra.

Gögn: Þvottasnúra og þvottaklemmur, blöð og túss, tákn/búningar fyrir persónur í leikritinu um miskunnsama Samverjann.

Aðrar ábendingar: Í þessari fræðslu er fjallað um Jesú. Til að gera hana sjónræna og virkja fleira en eyru barnanna er hægt að strengja snúru yfir salinn, skrifa Jesús og aðalatriðin á blöð og hengja þau á snúruna. Einnig má hengja upp myndir á hana.

Undirbúningur: Vera búin(n) að biðja átta börn um að leika í sögunni um miskunnsama Samverjann.

KveikjaHægt er að strengja snúru yfir salinn. Í gegnum fræðsluna eru svo hengd blöð á snúruna jafnóðum með áletruðum aðalatriðum og jafnvel myndum. Hægt er að hafa 3 stór blöð sem eru með útgangspunktunum þremur (kenndi, kærleikur, kraftaverk) og nokkur minni blöð tengd þeim atriðum. Á blöðunum getur til dæmis staðið:• Kenndi: Elska Guð og náungann, söguna um miskunnsama Samverjann, bænina Faðir-vor, að elska óvini og fyrirgefa þeim sem gera okkur eitthvað• Kærleikur: Samverska konan, konan sem átti að grýta, börnin, sjúkir.• Kraftaverk: Blindur maður, lamaður maður, kona með blóðlát, tengdamamma Péturs með sótthita, litla stúlkan sem var dáin, Lasarus í gröfinni, heyrnardaufir, líkþráir o.s frv.

FræðslaJesús – kenndi:

Í Nýja testamentinu getum við lesið margt um Jesú. Hann fæddist í fjárhúsi í Betlehem. Þegar hann var orðinn fullorðinn (30 ára), skírði Jóhannes skírari hann (ekki nafngift heldur trúarleg athöfn) og Jesús fékk lærisveina til fylgdar við sig og kenndi fólki um guðsríki. Hann talaði við hópa fólks og kenndi til dæmis að við eigum að elska óvini okkar (Matt. 5:44/Lúk.6:27), koma vel fram við aðra (Matt. 17:12), ekki dæma aðra (Matt. 7:1/Lúk. 6:37) og fyrirgefa þeim sem hafa gert okkur eitthvað (Matt.6:14/11:25). Einu sinni var lögvitringur sem kom og spurði Jesú hvað hann ætti að gera til að öðlast eilíft líf. Jesús spurði hann á móti hvað væri ritað í lögmálinu (hvað lest þú?). Hann svaraði ,,Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig” – og í framhaldi af því spurði lögvitringurinn Jesú hver væri eiginlega náungi sinn. Til að svara því sagði Jesús honum söguna um Miskunnsama Samverjann.

Boðskapur: Jesús kenndi, sýndi kærleika og vann kraftaverk.

SöngvarElska Jesú er svo dásamleg

Á bjargi byggðiJesús er bjargið

Page 23: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

23

Miskunnsami Samverjinn – leikritSögumaður (sá sem flytur fræðsluna) og átta leikarar: maður, tveir ræningjar, prestur, levíti, Samverji, fararskjóti og hóteleigandi. Átta börn eru fengin til að leika söguna með látbragði á meðan hún er lesin. Sögumaður þarf að stoppa þegar við á og gefa hinum tíma til að leika. Það er að segja, sagan má ekki vera lesin of hratt. Undirbúningur: ræða við börnin átta og útskýra til hvers er ætlast af þeim.

Sögumaður: Maður nokkur fór frá Jerúsalem til Jeríkó en á leiðinni varð hann fyrir því að ræningjar réðust á hann. Þeir rifu af honum fötin og börðu hann og forðuðu sér svo í burtu og skildu hann eftir dauð-vona. Svo vildi til að prestur nokkur var á sömu leið og sá manninn en sveigði fram hjá honum. Levíti, (sem var eins konar aðstoðarmaður prests), átti líka leið þar hjá og sá manninn liggjandi en sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, sem var á ferðinni, kom að manninum liggjandi og þegar hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann (en hér skal skotið inn í að gyðingar og Samverjar voru óvinir) gekk til hans, hlúði að sárum hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Hann setti hann á sitt eigið dráttardýr, flutti hann á gistihús og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, borgaði gistihúsa-eigandanum og sagði við hann: ,,Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur”.

Umfjöllun um leikritið og sögunaÞessi saga á líka erindi við okkar líf, jafnvel þótt við þekkjum enga Samverja og séum uppi löngu eftir að Jesús sagði söguna. Öll eigum við einhverja vini, sem við hugsum vel um og komum vel fram við. Ef einhver væri að stríða vini okkar í skólanum er líklegt að við myndum standa með honum. Okkur væri að minnsta kosti ekki sama um vin okkar og við myndum líka gera ráð fyrir því að vinur okkar myndi hjálpa okkur ef við lentum í vandræðum. En í sögunni um miskunnsama Samverjann notar Jesús dæmi um tvær persónur sem eru úr ólíkum hópum sem eru svarnir óvinir. Gyðingar forðuðust Samverja svo að það er ekki hægt að segja að mikil vinátta hafi verið þeirra á milli. Jesús vildi koma því til skila með sögunni að við eigum að koma vel fram við aðra og hjálpa öðrum, sama hvort það séu vinir okkar eða einhverjir sem jafnvel hafa komið illa fram við okkur. Jesús kenndi fólki um elsku Guðs og elska Guðs nær til allra. Það er enginn sem Guð elskar ekki heldur skiptir hver persóna Guð máli. Sama hvernig sú persóna lítur út eða hvað hann/hún hefur gert. Eins vill Jesús að við líkjumst honum. Hann vill hjálpa okkur að elska alla og í rauninni sagði hann líka að hvað sem við myndum gera einum af hans minnstu bræðrum (það er að segja einhverjum á jörðinni) það myndum við gera honum. Ef við gerum öðrum gott, stöndum með þeim sem aðrir koma illa fram við, hjálpum þeim sem hafa slasað sig og gefum þeim að borða sem eru hungraðir, þá gleður það hjarta Guðs líka, því hann vill að öllum líði vel og að við hjálpum hvert öðru. – Allir eru náungar okkar og skipta máli. Allir eiga að skipta okkur máli, ekki bara bestu vinir okkar sem við erum í góðu áliti hjá. Og ekki bara aðrir vinir okkar og kunningjar sem okkur líkar vel við. Því allir eru mikilvægir og dýrmætir. Jesús sagði við lögvitringinn: ,,far þú og gjör slíkt hið sama” – Hvað getum við gert til að vera góð við náunga okkar?

Fyrir leiðtoga • Lögvitringur = (lögmálið = fyrstu 5 bækur GT)Hann var maður sem var lærður í lögmálinu og hann prófaði Jesú hér, þ.e.a.s. hann spurði spurningarinnar, ekki til að fá upplýsingar heldur til þess að sjá hvers konar svar Jesús myndi gefa. Hann gæti jafnvel hafa verið að vona að Jesús myndi svara henni illa svo hann gæti haft tækifæri til að láta hann verða sér til skammar. Hann var sem sagt ekki einlægur þegar hann spurði. Spurning hans ,,hvað ætti ÉG að gera” sýnir að hann var að hugsa um sáluhjálp byggða á eigin verkum og hafði engan skilning á guðdómlegri náð (sú óverðskuldaða gjöf sem við fáum frá Guði). Eilíft líf þýðir líf sem mun aldrei enda og í kristnum skilningi er það líf, líf með Guði. Það að Jesús svari lögvitringnum með því að vitna í lögmálið var algjörlega við hæfi og einmitt það sem rabbíni myndi gera (Morris 1977:187).

• Prestur og levítiLeví var forfaðir Leví ættkvíslarinnar hjá Ísraelsmönnum. Levítar voru eins konar aðstoðarmenn presta af Aronsætt (Sundemo 1974:167). Presturinn hefur sennilega ekki getað fundið út hvort maðurinn væri lífs eða liðinn nema með því að snerta hann. En ef hann snerti hann og maðurinn væri dáinn þá hefði presturinn brotið heilagleikalögin sem lögmálið kvað á um (3.Mós. 21). Eina leiðin til að presturinn myndi örugglega halda heilagleikalögin var með því að láta manninn afskiptalausan. Hins vegar gæti hann aðeins hjálpað manninum með því að fara til hans. Í þessari togstreitu voru það heilagleikalögin sem presturinn kaus að fylgja frekar en hann lét manninn ekki bara afskiptalausan heldur sveigði líka hjá yfir á hinn vegarhelminginn. Heilagleikalögin áttu líka erindi við levíta sem einnig þjónuðu í musterinu. Það getur verið að fleiri ástæður hafi verið fyrir því að mennirnir hjálpuðu manninum ekki, eins og til dæmis hætta á því að ræningjarnir kæmu aftur. Jesús vakti fólkið til umhugsunar um það að það sé mikilvægt að rétta öðrum hjálparhönd og að fólk ætti ekki að láta lögmálið eða reglur stöðva sig í því (Morris 1974:189).

• Samverji Samverjar var fólkið kallað sem var frá Samaríu. Það var haturssa-mband á milli Gyðinga og Samverja og því athyglisvert að Jesús skuli taka Samverja sem dæmi um mann sem hjálpaði. – Með því vildi hann sýna að við eigum að elska óvini okkar og hjálpa öðrum, sama hverjir það eru, - við eigum ekki að gera upp á milli fólks. Náungi nær því yfir alla þá sem þarfnast okkar eða hjálpar okkar á einhvern hátt.

• Viðsmjör og vínViðsmjörið er ólífuolía og var notað til að lina sársaukann, eins og smyrsl. Vínið var notað til að hreinsa sárið (Morris 1974:190).

• Tveir denararHafa sennilega dugað fyrir tveggja mánaða dvöl á gistiheiminu, sem er rausnarlegt. Jafnframt segir Samverjinn við gisthúsaeigandann að ef dvölin verði dýrari en það þá muni hann borga það síðar. Hann sá manninn nauðstaddan og gerði allt sem hann gat til að hjálpa honum og meira en það sem nægilegt var (Morris 1974:190).

Page 24: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

24

Framhald af fræðsluKærleikur:

Það sem Jesús kenndi var líka eitthvað sem hann sjálfur lifði eftir. Það sjáum við til dæmis á sögunni af honum og samversku konunni við brunninn (Jóh. 4) (sem við fengum að sjá viðtal við í gær). Jesús talaði við hana að fyrra bragði þrátt fyrir það að hann væri gyðingur og hún væri samversk, enda urðu lærisveinar hans hissa á því að hann skuli hafa talað við konuna. Það sem gerði samtal Jesú við þessa konu enn sérstakara er að hann þekkti hana og vissi margt um líf hennar án þess að hafa nokkurn tímann hitt hana. Konan sannfærðist um það að hann væri Messías, lausnarinn sem koma átti. Hann gjörþekkti líf hennar af því að hann var og er Guð (sbr. Sálm. 139:1-4). Konan fór inn í borgina og sagði fólkinu að koma og sjá Jesú og margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar, sem sagði þeim að hann hefði sagt sér allt sem hún hefði gert. Og miklu fl eiri tóku trú þegar þeir heyrðu í Jesú sjálfum og þeir sögðu við konuna: Það er ekki lengur vegna orðanna þinna sem við trúum , því við höfum sjálfi r heyrt í honum og vitum að hann er sannarlega frelsari heimsins. Konan við brunninn var sennilega lögð í einelti og margir litu niður á hana. Hún var kannski ein við brunninn bara til að geta fengið að vera í friði. Jesús vill mæta þeim sem eru útskúfaðir og einmana.

Kraftaverk:Jesús gerði líka undraverða hluti, ýmis kraftaverk. Til dæmis breytti hann vatni í vín, gekk á vatni og hann læknaði fullt af fólki sem sumt hafði verið veikt í fjölda ára, jafnvel frá fæðingu. Hann læknaði heyrnardaufa, blinda (Matt. 20:29-34), lamaða, konu með blóðlát, konu með sótthita, reisti litla stúlku frá dauðum og líka fullorðinn mann sem hafði verið dáinn í fjóra daga. Öll þessi verk vann hann til að hjálpa fólki, ekki til að sýna sig.

Spurningar og umræður að lokum

• Hvernig ætli það hafi verið að mæta Jesú? • Hvernig haldið þið að það sé öðruvísi að hitta hann en einhvern annan? • Hvað getið þið ímyndað ykkur að hann hefði sagt við ykkur?

Hægt er að gefa börnunum tækifæri til að teikna myndir af Jesú og hengja þær upp á vegg eða jafnvel á snúruna.

Uppfl ettitextarJóh. 11:28b – (Að svo mæltu fór hún, kallaði á Maríu systur sína og sagði í hljóði:) „Meistarinn er hér og vill fi nna þig.“Jóh. 8:12 – Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“Sálm. 34:5 – Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu sem ég hræddist.

Page 25: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

25

Fleiri hugmyndirFyrir yngri börn• Brot úr kvikmyndinni: Sagan um Jesú fyrir börn (Schmidt 2008). • Frjáls listsköpun: Börnin fá tækifæri til að skrifa ljóð, mála mynd, teikna eða leira.• Kyrrmyndir: Í kyrrmyndum taka leikendur að sér hlutverk og stilla sér upp sem stytta eða kyrrmynd í ákveðnum tilgangi. Þessi kennsluaðferð þarf ekki mikinn undirbúning og hana má í raun nota á öllum aldursstigum. Hún reynir á samvinnu þátt-takenda. Kyrrmyndir minna á vaxmyndir á vaxmyndasöfnum þar sem hver persóna er kyrr sem stytta á ,,myndinni”. Einnig er hægt að útskýra kyrrmynd sem ,,lifandi ljósmynd”. Þegar þátttakendur hafa skapað sínar kyrrmyndir gengur leiðbeinandi gjarnan á milli og spyr einfaldra spurninga sem tengjast viðfangsefninu (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2006:24-25). Þrjú börn í hóp eru fengin til að búa til seríu af þremur kyrrmyndum. 1. Ræningjarnir ráðast á manninn.2. Presturinn gengur fram hjá. 3. Samverjinn hjálpar manninum. • Samviskugöng: Notað þegar fengist er við innri hugsanir eða vangaveltur og þegar verið er að fjalla um umdeilda persónu eða erfiðar ákvarðanir. Þátttakendur stilla sér upp í tvær raðir þannig að það myndist göng á milli. Þeir snúa andlitinu inn í göngin. Þeir sem mynda göngin eru í hlutverki samvisku þeirra sem ganga í gegnum þau. Einn er valinn til að ganga í hlutverki prestsins, levítans eða miskunnsama Samverjans í gegnum göngin og um leið og hann gengur í gegn eiga þátttakendur öðrum megin í röðinni að segja eitthvað til að hvetja persónuna til að hjálpa manninum sem var ráðist á og þátttakendur hinum megin eiga að segja eitthvað sem hvetur persónuna til að ganga fram hjá án þess að hjálpa hinum nauðstadda. Einn úr hvorri röð á víxl ávarpar persónuna sem gengur í gegn þar til hún er kominn í gegnum göngin og allir hafa sagt eitthvað við hana. Að samviskugöngum loknum er tilvalið að hafa umræður. Hvernig fannst nemendum að hvetja hann til að hjálpa/hjálpa ekki? (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2006:33).

Fyrir eldri börn:• Samviskugöng (sjá hér að ofan).• Kastljósið: Ein persóna úr sögunni ,,Miskunnsami Samverjinn” er sett í kastljósið. Sá sem hana leikur sest í stól fyrir fra-man hópinn. Hann situr fyrir svörum barnanna og leiðbeinendanna um þessa persónu og afstöðu hennar. Aðferðin getur varpað frekari ljósi á söguna eða ástæður fyrir því hvers vegna persónan tók þær ákvarðanir sem hún gerði (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2006:28). • Skrifað í hlutverki: Börnin skrifa bréf, dagbók eða skilaboð frá persónu úr sögunni eins og þau séu persónan sem um ræðir (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2006:30). Dæmi: Börnin skrifa dagbók sem maðurinn sem hafði verið ráðist á, í lok dagsins þegar hann liggur á gistiheimilinu. Dæmi: Börnin skrifa bréf til opins dálks í Morgunblaðinu þar sem þau þakka óþekktum aðila fyrir að hafa bjargað sér (og semja sjálf hvert björgunarverkið hafi verið). – Það er gert til þess að örva ímyndunarafl þeirra og fá þau til að hugsa hvernig hægt er að leggja öðrum lið og hversu þakklátur maður verður þegar einhver réttir manni hjálparhönd. • Frjáls listsköpun: börnin fá tækifæri til að skrifa ljóð, mála mynd, teikna o.s.frv.

Markmiðið með öllu ofangreindu: Að börnin lifi sig inn í textann og nálgist atburðina sjálf. Að þau öðlist færni í að setja sig í annarra spor.

Page 26: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

26

44.2 Hugleiðing: FyrirgefningFjórði dagur

Texti: Skuldugi þjónninn: Matt. 18:21-33.

Markmið með hugleiðingu: Að börnin læri um mikilvægi fyrirgefningarinnar og þess að lifa fyrirgefandi lífi.

Gögn: Hvítt léreftsefni, ljóskastari/vasaljós og hattar/kóróna á höfuð leikara (fyrir skuggaleikhús). Spýta sem hægt er að brjóta með handafli.

Aðrar ábendingar: Það sem gerir þessa hugleiðingu enn betri er að leiðtoginn hafi tileinkað sér að fara eftir boðskapi Jesú um að fyrirgefa.

Minnisvers:Róm. 12:21 – Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.

Umræður fyrir hugleiðingu Jesús kennir okkur að elska og fyrirgefa þeim sem hafa gert okkur eitthvað. Jesús lifði líka sjálfur eftir því sem hann kenndi. Spyrja börnin hvort þau geti tekið dæmi um það hvernig Jesús sýndi elsku í verki. Rifja upp söguna um miskunnsama samverjann og það sem þau lærðu í morgunn.

Hugleiðingin er sett fram sem skuggaleikhúsSögumaður stendur til hliðar við tjaldið og les söguna. Bak við tjaldið eru tveir leiðtogar sem leika með látbragði það sem við á. Ljós er látið lýsa aftan á tjaldið og leiðtogana og þannig verður skuggamyndin til á tjaldinu.

Sögumaður:Einu sinni kom Pétur, lærisveinn Jesú, til hans og vildi vita hversu oft hann ætti að fyrirgefa – og spurði: „Drottinn, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgerir við mig? Svo sem sjö sinnum?“ Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö. Hér hefst skuggaleikhúsiðÞví að líkt er um himnaríki og konung sem vildi láta þjóna sína gera skil. Hann hóf reikningsskilin og var færður til hans maður er skuldaði tíu þúsund talentur. Sá gat ekkert borgað og bauð konungur þá að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu sem hann átti til lúkningar skuldinni. Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér allt. Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina. Þegar þjónn þessi kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: Borga það sem þú skuldar! Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér. En hann vildi það ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi uns hann hefði borgað skuldina. Þegar samþjónar hans sáu hvað orðið var urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt sem gerst hafði. Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum eins og ég miskunnaði þér? (Matt. 18:21-33).

Boðskapur: Að elska óvini sína og fyrirgefa þeim sem gera eitthvað á okkar hlut.

SöngvarÞegar lít ég liðinn tíma

Því svo elskaði Guð heiminn

Page 27: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

27

Útskýra vel fyrir börnunum líkinguna í sögunni: Guð fyrirgefur okkur allt sem við höfum gert rangt ef við biðjum hann, líkt og konungurinn í sögunni. Hann vill að við líkjumst honum og fyrirgefum þeim sem hafa gert okkur eitthvað. Mikilvægi þess fyrir okkur sjálf að fyrirgefa: Ef við veljum að fyrirgefa ekki veldur það okkur sjálfum vanlíðan – það er eins og að byrla öðrum eitur en drekka það svo sjálf. Ef við erum bitur í hjarta okkar mun það láta okkur sjálfum líða illa en sá sem við erum sár út í og viljum ekki fyrirgefa hefur kannski ekki hugmynd um það og líður miklu betur en okkur. Spyrja börnin: Hvort líður ykkur betur þegar þið eruð reið út í aðra eða þegar þið eruð búin að sættast við þá? (Gefa börnunum tækifæri til að svara og svo má jafnvel leggja enn meiri áherslu á mikilvægi sáttfýsi og fyrirgefningar): Okkur líður best ef við erum sátt við aðra en ef aðrir hafa gert okkur eitthvað er það besta sem við getum gert að fyrirgefa þeim svo við getum notið lífsins en ekki lifað með reiði og beiskju í hjartanu. Ef við höfum ekki fyrirgefi ð einhverjum þá bitnar það oft á fl eirum en þeim aðila. Það bitnar kannski á góðum vinum okkar sem hafa ekki gert okkur neitt, því við erum sár og reið og þeir fi nna fyrir því. Ef við viljum fyrirgefa einhverjum en fi nnst það erfi tt þá getum við beðið Guð um að hjálpa okkur að fyrirgefa. Jesús fyrirgaf þeim sem krossfestu hann og þess vegna getur hann hjálpað okkur að fyrirgefa öðrum ef við biðjum hann um það.

Í lokin Örstuttur leikþáttur sem tengist minnisversinu. Einhver (foringi) reynir að slá foringjann sem fl utti hugleiðinguna, með spýtu, en sá hinn sami nær tökum á spýtunni, tekur hana úr lófa þess sem sló til hans og í stað þess að reyna að slá hann til baka brýtur hann spýtuna og hendir brotunum í ruslið. Því næst er það útskýrt að í stað þess að vera reið til baka við þann sem gerir okkur eitthvað þá getum við sigrað hið illa með góðu. – Með því að fyrirgefa og reyna ekki að hefna okkar. Þeir sem sigra hið illa með góðu eru meiri hetjur en þeir sem reyna að ná sér niðri á illu með því að gera eitthvað illt á móti.

Fyrir leiðtoga • 77 sinnum/70 sinnum sjö: Uppástunga Péturs, að fyrir-gefa svo sem sjö sinnum, nær lengra en það sem rabbínarnir boðuðu. Toseptha (hebreskur texti) segir: ,,Ef maður syndgar einu sinni, tvisvar eða þrisvar þá er honum fyrirgefi ð en ef hann syndgar í fjórða skiptið þá er honum það ekki fyrirgefi ð”. Pétri þykir hann kannski hafa tekið stórt skref með þessu en svar Jesú tekur á áhrifaríkan hátt burtu öll takmörk. Það snýr við hefnd Lameks (1. Mós. 4:24) sem skyldi hefna 77 sinnum inn í þau fyrirmæli að fyrirgefningu eigi að gefa 77 sinnum. Þetta þýðir, að sjálfsögðu, að þetta er ekki spurning um að halda yfi rlit yfi r hve oft fyrirgefning er gefi n, andi fyrirgefningarinnar heyrir ekki undir lög og formlegar reglugerðir. Töluna, sem gefi n er upp á grísku, má skilja á tvo vegu, 77 sinnum eða 70 sinnum sjö. Málfræðingar samþykktu að á grísku þýði þetta 77 sinnum, en ekki 70 sinnum 7. Það passar við töluna í kafl anum um Lamek. Hebreski textinn þar er ekki eins tvíræður. • 10 þúsund talentur: Þessi svífandi háa upphæð var álíka mikil og allir skattar auðugs ríkis. Samkvæmt Jósefus, var skattur eins árs úr Júdeu, Idumaea, Samaríu, Galíleu og Peraea samanlagt 800 talentur. Sem þýðir: Hann myndi aldrei með nokkru móti getað borgað þessa skuld. • 100 denarar: Nokkurra mánaða verkamannalaun. Ef hann hefði tíma gæti hann án efa borgað þetta til baka. • Boðskapur: Jesús væntir þess að ókeypis fyrirgefning Guðs sem við höfum hlotið hafi þau áhrif á líf okkar að við séum tilbúin að fyrirgefa öðrum. (Beare 1981:381-383).

Fleiri hugmyndirÍ stað skuggaleikhússins má byrja á smá leikþætti og segja svo söguna um skulduga þjóninn: Foringi kemur inn og spinnur (skáldar): Hann xxxxx (einhver uppspunninn aðili) er ömurlegur. Hann er alltaf að taka það sem ég á án þess að biðja um leyfi og vitiði hvað gerðist áðan? – Hann tók gítarinn minn og var eitthvað að leika sér með hann og sleit tvo strengi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið... (af leikinni innlifun): ég þoli hann ekki. Sá sem hugleiðinguna fl ytur tekur svo til máls og segir við þann pirraða að hann verði nú að ræða við þann sem hann segist ekki þola – og að hann þurfi svo að fyrirgefa honum. Sá pirraði getur hreytt út úr sér: En hann er alltaf að gera þetta! Ég get ekki bara endalaust fyrirgefi ð honum! Því næst segir sá sem hugleiðinguna fl ytur: Nú skal ég segja þér hvað Jesús segir um fyrirgefninguna.

Page 28: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

28

55.1 Fræðsla: Að treysta GuðiFimmti dagur

Texti: Í stormi: Lúk. 8:22-25.

Markmið með fræðslustund: Að börnin fái að vita að þau geta treyst Guði.

Aðrar ábendingar: Mikilvægt að virkja börnin, með spurningum, leik og öðru.

KveikjaNokkur börn eru fengin til að aðstoða þann sem fræðsluna flytur. Persónur sem þarf að leika: Jesús, nokkrir lærisveinar (þess vegna 12 til að hafa það rétt), og nokkrir (3-4) til að leika storminn. Börnin fá sín hlutverk og eru svo beðin um að leika söguna á meðan hún er sögð. Sá sem flytur fræðsluna má gjarnan stoppa, umorða textann enn frekar og gefa leikurunum tíma til að tjá söguna með leik sínum.

Í stormi (Lúk. 8:22-25) – (umorðað):

Dag einn fór Jesús út í bát ásamt lærisveinum sínum. Hann sagði við þá: ,,Förum yfir vatnið” og þeir lögðu frá landi. En á meðan þeir sigldu þá sofnaði hann. Þá skall á mikill stormur svo báturinn fylltist næstum af vatni og voru þeir í mikilli hættu. Lærisvein-arnir fóru þá til Jesú, vöktu hann og sögðu: ,,Meistari, meistari, við förumst!” En Jesús vaknaði og hastaði á vindinn og öldurótið og öldurnar róuðust strax og það varð logn. Og hann sagði við lærisveinana: ,,Hvar er trú ykkar?” En þeir urðu hræddir og skyldu ekkert í þessu og sögðu hver við annan: ,,Hver er hann eiginlega? Bæði vindurinn og vatnið hlýða skipunum hans”.

FræðslaJesús hefur sennilega verið þreyttur eftir að hafa verið að kenna allan daginn og lærisveinar hans höfðu sumir verið fiskimenn áður en þeir fóru að fylgja Jesú. Þeir hljóta að hafa verið vanir því að lenda í óveðri þannig að þetta hefur greinilega verið mjög mikill stormur enda segir í textanum að þeir hafi verið í mikilli hættu. Þeir vöktu Jesú og sögðu við hann að þeir væru að farast en hann hastaði á vindinn og öldurnar þannig að allt í einu varð logn. Hvernig ætli lærisveinunum hafi liðið við það?Hvað mynduð þið hugsa ef þið væruð með einhverum sem gæti látið óveður verða að logni? Lærisveinarnir sögðu hver við annan: Hver er hann eiginlega? – Þeir voru búnir að fylgjast með honum gera ýmislegt óvenjulegt en samt kom þetta þeim á óvart. Þessi saga sýnir okkur mátt Jesú og að hann var ekki bara einhver maður. Hún kennir okkur líka að þegar við óttumst þá getum við leitað til Jesú. Við getum treyst honum jafnvel þó að aðstæður líti illa út (fyrir eldri börn: ,,þó stormar geysi í lífi okkar”). Jesús var alveg rólegur í bátinum, hann svaf bara og óttaðist ekki um að farast. Við getum beðið hann að róa huga okkar þegar við erum áhyggjufull, alveg eins og hann róaði storminn og við getum treyst því að hann er ávallt með okkur því hann sagði það og það stendur í Biblíunni: Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar (Matt. 28:20).

Boðskapur: Guð er traustur, trúfastur og elskar okkur. Hann yfirgefur okkur aldrei.

Page 29: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

29

Fyrir leiðtoga• Jesús hefur sennilega verið þreyttur eftir að hafa verið að kenna allan daginn. • Galíleuvatn er 700 fet (rúma 200 metra) undir sjávarmáli og aðliggjandi eru fjallmikil svæði og því eru oft stormar þar. Kalt loft frá hæðunum feykist niður þverhnípt gilin til austurs og getur rifi ð sjóinn upp á örskotsstundu. Í þetta skiptið fylltist báturinn af vatni svo mennirnir voru í hættu. Lærisveinarnir voru sumir reyndir fi skimenn og hafa því ekki kvartað yfi r hvaða stormi sem er. • Spurning hans: Hvar er trú ykkar? gefur til kynna að lærisveinarnir hefðu ekki þurft að vera svona óttaslegnir. • Mikilvæga spurningin hér sem Lúkas vill ekki að les- endur missi af er: Hver er þessi? (Morris 1977:154-155).

Uppfl ettitextarSálm. 56:4 – Þegar ég hræðist set ég traust mitt á þig.Sálm. 9:11 – Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.Sálm. 37:5 – Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.Hebr. 11:11 – Fyrir trú öðlaðist Abraham kraft til að eignast son og þó var Sara óbyrja og hann kominn yfi r aldur. Hann treysti þeim sem fyrirheitið hafði gefi ð.

SöngvarMeð Jesú í bátnum get ég brosað í stormi.

Guð þú gætir mín æ.Elska Jesú er svo dásamleg.

Fleiri hugmyndirFyrir yngri og eldri börn:Leikurinn: Stormurinn, lærisveinarnir og Jesús. (Stormurinn hræðir lærisveininn, lærisveinninn vekur Jesú og Jesús hastar á storminn).Leikurinn er svipaður og SKÆRI – BLAÐ – STEINN. Leikreglur eru þessar: Til að leika storminn hristum við hendur og hrópum fhúúú! eins ógurlega og við getum. Til að leika lærisveinana grípum við fyrir munninn með hægri hendi og hrópum með skelfi ngarsvip: Vaknaðu! Til að leika Jesú lyftum við hægri hendi upp með fl ötum lófa og segjum yfi rvegað: Rólegur! Börnunum er skipt í tvo hópa sem fara hvor í sitt horn salarins. Hóparnir, hvor fyrir sig, ákveða hvað af þessu þeir ætli að leika. Þegar allir eru tilbúnir mætast hóparnir í miðjum salnum. Leiðbeinandi telur upphátt einn – tveir – þrír og á þremur leika börnin það sem þeirra hópur hafði ákveðið. Stormurinn nær lærisveinunum lærisveinarnir ná Jesú og Jesús nær storminum. Sá hópur sem leikur eitthvað sem nær öðru á að elta hinn hópinn að þeirra upphafsstað og reyna að vinna einstaklinga yfi r í sinn hóp. Leikurinn er endurtekinn þar til allir hafa náðst yfi r í annan hvorn hópinn. Ef hóparnir mætast og hafa óvart ákveðið að leika það sama þá fara þeir aftur í hornin sín og koma sér saman um eitthvað nýtt að leika. (Innblásið af útfærslu Ásu Helgu Ragnarsdóttur á leiknum Tígris-dýr – Tarzan – Jane) (Sbr. Hreiðar Örn Stefánsson 1999:44-45).

Page 30: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

30

55. 2 Hugleiðing: Traustur vinurFimmti dagur

Texti: Jóh. 13:36-38, Jóh. 18:15-27 og Jóh. 21:15-19

Markmið með hugleiðingu: Að börnin fái að vita að Guð gefst ekki upp á þeim, sama hvað á dynur.

Gögn: Tákn fyrir Pétur (höfuðfat) og tákn fyrir þáttastjórnanda ef sú hugmynd er notuð.

Aðrar ábendingar: Leiðtogi getur komið inn í hlutverki Péturs lærisveins.

Sagan af Pétri lærisveini þegar hann afneitaði Jesú – og hvernig Jesús bregst við því. Jesús þekkti hann vel og vissi meira að segja að hann myndi afneita sér en Jesús hætti samt ekki að vera vinur hans. Seinna átti Pétur eftir að leggja mikið á sig við að segja öðrum frá Jesú – Jesús vissi það líka.

Minnisvers:Jóh. 15:13 - Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína

Kveikja Börnin eru beðin um að telja upp það sem einkennir góðan vin. Leiðtogi skrifar þau atriði á litla töflu eða á litaða miða og festir þá með kennaratyggjói upp á vegg jafnóðum (einnig mætti hengja á snúru). Leiðtoginn má líka sjálfur telja upp atriði eða fá hina leiðtogana til að koma með hugmyndir. Líklegt er að börnin muni nefna það að traust einkenni góðan vin. Ef ekki, þá má leiðtoginn telja það atriði upp sjálfur. Þegar börnin hafa fengið tækifæri til að telja upp það sem þeim dettur í hug og eru orðin sátt við atriðin sem komin eru á töfluna/vegginn þá spyr leiðtoginn eftirfarandi spurninga:Var Jesús traustur vinur lærisveina sinna?En voru lærisveinarnir traustir vinir hans?

Nú skulum við fá að heyra söguna af því þegar Pétur sem var lærisveinn og góður vinur Jesú sagðist ekki þekkja hann – og stóð ekki með Jesú þegar mest á reyndi. Svo skulum við fá að heyra hvernig Jesús brást við því.

Boðskapur:

Þótt við bregðumst,

bregst Guð okkur ekki.

SöngvarJesús, Jesús.

Drottinn er minn hirðir.Enginn þarf að óttast síður.

Page 31: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

31

Hugleiðing (Sagan er í þremur hlutum)- Jesús segir fyrir um að Pétur muni afneita sér -Biblíutexti: Jóh. 13:36-38 (umorðað):Símon Pétur spurði Jesú hvert hann væri að fara. Jesús svaraði honum að hann gæti ekki fylgt sér þangað sem hann færi en að seinna myndi hann fylgja sér. Pétur sagði þá: ,,Drottinn, af hverju get ég ekki fylgt þér núna? Ég myndi leggja líf mitt í hættu fyrir þig!” Jesús svaraði honum: ,,Viltu leggja líf þitt í hættu fyrir mig? Sannlega segi ég þér: Áður en haninn galar þá muntu hafa sagt þrisvar sinnum að þú þekkir mig ekki”.

- Eftir að Jesús var handtekinn -Biblíutexti: Jóh. 18:15-27 (umorðað):Símon Pétur og annar lærisveinn eltu Jesú. Sá lærisveinn þekkti æðsta prestinn og fór með Jesú inn í hallargarð æðsta prestsins. En Pétur stóð fyrir utan dyrnar. Hinn lærisveinninn kom út og talaði við þernuna sem gætti dyrana og fór inn með Pétur. Þernan við dyrnar sagði þá við Pétur: ,,Ert þú ekki líka einn af lærisveinum þessa Jesú?” Hann svaraði: ,,Nei, það er ég ekki”. Þjónarnir og varðmennirnir höfðu kveikt kolaeld því það var kalt og þeir stóðu við hann og vermdu sig. Pétur stóð hjá þeim og hlýjaði sér. Á meðan hann var þar var æðsti presturinn að yfirheyra Jesú.Þar sem Símon Pétur stóð og hlýjaði sér var hann spurður: Ert þú ekki líka einn af lærisveinum hans? Hann neitaði því og sagði: ,,Ekki er ég það”. Þá sagði einn af þjónum æðsta prestsins, frændi þess sem Pétur hafði hoggið eyrað af: ,,Sá ég þig ekki í grasgarðinum með honum?” Aftur neitaði Pétur að hann þekkti Jesú og um leið galaði haninn.

Að lokumJesús elskaði Pétur ennþá, þrátt fyrir það að Pétur hefði afneitað honum. Og hann vildi gefa Pétri nýtt tækifæri til að segja það að hann elskaði hann. – Þrjú ný tækifæri –. Eftir þetta átti Pétur eftir að verða miklu hugrakkari og meira að segja lenti hann í háska og var settur í fangelsi fyrir það að segja öðrum fagnaðarerindið um Jesú Krist. Jesús elskar okkur og þekkir okkur betur en við sjálf. Hann er þolinmóður við okkur og vill hjálpa okkur þegar okkur finnst við hafa brugðist.

Umræður

Við getum rétt ímyndað okkur hvernig Pétri hlýtur að hafa liðið. Það stendur í Biblíunni að eftir þetta hafi hann grátið beisklega – svo hann hlýtur að hafa séð mikið eftir því að hafa afneitað Jesú og þá kannski munað eftir því sem Jesús hafði sagt – að hann myndi afneita sér þrisvar. Hvað ætli Pétur hafi hugsað? Hann stóð ekki með vini sínum þegar vinur hans var í erfiðleikum staddur, heldur sagðist bara ekki þekkja hann. Ætli hann hafi ekki haft gríðarlegt samviskubit? En skyldi Jesús hafa verið reiður við hann og sár yfir því að hann sagðist ekki þekkja hann?

- Þegar Jesús var risinn upp frá dauðum og birtist lærisveinum sínum í þriðja skiptið - Biblíutexti: Jóh. 21:15-19:Þegar þeir höfðu matast sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir?“ Hann svarar: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“ Jesús segir við hann: „Gæt þú lamba minna.“ Jesús sagði aftur við hann öðru sinni: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“ Hann svaraði: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“ Jesús segir við hann: „Ver hirðir sauða minna.“ Hann segir við hann í þriðja sinn: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“ Pétur hryggðist við að hann skyldi spyrja hann þriðja sinni: „Elskar þú mig?“ Hann svaraði: „Drottinn, þú veist allt. Þú veist að ég elska þig.“ Jesús segir við hann: „Gæt þú sauða minna. Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur bjóstu þig sjálfur og fórst hvert sem þú vildir en þegar þú ert orðinn gamall munt þú rétta út hendurnar og annar býr þig og leiðir þig þangað sem þú vilt ekki.“ Þetta sagði Jesús til að kynna með hvílíkum dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð. Og er hann hafði þetta mælt sagði hann við hann: „Fylg þú mér.“

Page 32: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

32

Fyrir leiðtoga• Án kærleika til Jesú hefði Pétur ekki getað þjónað öðrum. • Jesús ávarpar hann ,,Símon Jóhannesson” en ekki með nafninu Pétur sem hann hafði áður sagt að hann yrði nefndur – því Pétur hafði ekki enn sýnt það að hann ætti verðskuldaða nafnbótina ,,kletturinn”. • ,,meira en þessir” (v. 15) gæti þýtt meira en hinir elska mig eða meira en þú elskar allt annað. Ef til vill á hann við báðar merkingar. Það er mikilvægt að Pétur, í svörum sínum, forðast samanburðinn sem spurning Jesú innihélt (en hann Pétur hafði áður gefi ð stórar yfi rlýsingar um að hann elskaði Jesú meira en allir hinir).• Orðin sem Jesús notar þegar hann spyr Símon Pétur hvort hann elski sig eru mismunandi á grísku – en á íslensku er eitt orð notað (því við eigum ekki eins mörg orð yfi r elsku). Í fyrsta og annað skiptið sem Jesús spyr Pétur, notar hann orðið agapaō, sem er sagt merkja sterkari elsku en orðið phileō sem Pétur notar í öllum þremur svörum sínum. Þegar Jesús spyr Pétur í þriðja skiptið notar hann orðið phileō og þess vegna segja fræðimenn að Pétur hafi hryggst, - vegna þess að Jesús hafi efast um að hann elskaði hann jafnvel á þennan minni hátt. Einnig getur verið að Pétur hafi hryggst þegar Jesús bar upp spurninguna í þriðja sinn, því það hafi minnt hann á að hann afneitaði Jesú þrisvar sinnum. • Orðin sem Jesús notar yfi r sauðina eru einnig mismunandi ef gríski textinn er skoðaður. Fyrst biður hann Pétur að gæta lambanna, svo ungu sauðanna og svo fl okks allra sauðanna. (Tasker 1976:228-234).

Page 33: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

33

Fleiri hugmyndir Sá foringi sem flytur hugleiðinguna skellir sér í hlutverk þáttastjórnanda (spyrils) og býður Pétur lærisvein velkominn í þáttinn til sín. Þátturinn endar á því að Pétur segir frá því að Jesús hafi kennt þeim hvernig eigi að biðja. Þá segir leiðtoginn: ,,Við kunnum einmitt þá bæn (fer úr hlutverkinu sínu sem þáttastjórnandi með því að taka af sér það tákn og segir:) nú skulum við biðja saman Faðir vor.”

Þátturinn Klappljós

Spyrillinn býður börnin velkomin að skjánum og kynnir Pétur, gest þáttarins.

Pétur lærisveinn Jesú - Tákn: Höfuðfat.

Spyrill: Ég frétti að Jesús hefði læknað tengdamóður þína (Matt. 8:14-15) er það rétt?Pétur: Já, sótthitinn bara fór. Spyrill: En þú hefur nú ekki alltaf gengið undir nafninu Pétur. Hvert er þitt upprunalega nafn?Pétur: Símon Jóhannesson – en Jesús sagði að ég ætti að heita Pétur því það þýðir kletturinn (Matt. 16:18). Spyrill: Hvað gerðir þú áður en þú fórst að fylgja Jesú? Pétur: Ég og Andrés bróðir vorum nú bara fiskimenn (Matt. 4:18-22).Spyrill: Hvað hefurðu lært af Jesú?Pétur: Ýmislegt alveg. Það sem hann kennir er allt annað en maður hefur heyrt áður – til dæmis kenndi hann að maður eigi ekki að hefna sín heldur elska óvini sína og sættast við andstæðinga sína (Matt. 5).Spyrill: Og gerir þú það?Pétur: Já, en það er sko ekki alltaf auðvelt. En maður hefur lært svo mikið af Jesú. Hann kenndi okkur líka að hafa ekki áhyggjur heldur að treysta Guði. Og hann kenndi okkur líka að dæma ekki aðra – mér finnst það einmitt líka stundum erfitt... Svo sagði hann ,,Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra” – Þannig að ef ég vil ekki að einhver geri grín að mér þá á ég auðvitað ekki að gera grín að öðrum. (Ákafur) Heyrðu, svo læknaði hann mann sem var líkþrár! (Matt. 8:1-4) – (vandræðalegur) æ, við áttum eiginlega ekki að segja neinum það... Svo er hann alltaf að segja okkur dæmisögur og það er gott að fá að vera lærisveinninn hans – því við fáum oft útskýringar og svona. Spyrill: En hver telur þú að Jesús sé? Er hann bara góður kennari eða vitur maður...?Pétur: Ég veit að hann er Kristur, sonur hins lifanda Guðs (Matt. 16:16).Spyrill: Það er ekkert annað (smá þögn). En hann kenndi ykkur líka að biðja og ef ég fer rétt með, þá kunna krakkarnir þá bæn. Pétur: Já, hann kenndi okkur líka að biðja: Faðir vor... (Matt. 6:9-13).

Þeir sem leika spyrilinn og Pétur taka af sér táknin (fara úr búningum) og biðja með börnunum.

Page 34: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

34

66.1 Fræðsla: Krossdauði Jesúsjötti dagur

Texti: Matt. 27:1-56 og Lúk. 23:1-56. Jóh. 15:13 - Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.

Markmið með fræðslustund: Að börnin fræðist um þennan hornstein kristinnar trúar.

Gögn: Minningargrein eða ljóð.

Aðrar ábendingar: Þessari fræðslu verður að fylgja hugleiðingin um upprisu Krists. Hafa þarf í huga að þessi fræðsla gæti verið erfi ð fyrir barn sem hefur misst og syrgt sem og viðkvæm börn. Þess vegna skiptir miklu máli að leggja áherslu á vonina sem tengist krossfestingu Krists – Jesús reis aftur upp frá dauðum!

Kveikja – önnur hvor Dagblaðafrétt sem tengist dauða/sorg/þjáningu er lesin:Á hverjum degi deyr fjöldi fólks en hvað er svona merkilegt við dauða Jesú?Upplestur á ljóði – fagurfræðileg nálgun á kveikju (Ingvar Sigurgeirsson 1999:21-22).

Á föstudaginn langa (eftir Davíð Stefánsson)

Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. Í öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað.

Í gegnum móðu’ og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa, en dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín.

Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Sigurbjörn Einarsson 1995:106)

Boðskapur: Að börnin fræðist um krossdauða Jesú og hvaða þýðingu hann hefur.

Page 35: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

35

FræðslaÞrátt fyrir að Jesús hafi kennt fólki um kærleika og guðsríki og sýnt kærleika í verki líkaði ekki öllum vel við hann. Trúar-leiðtogunum fannst sér standa ógn af honum og þeir gerðu allt sem þeir gátu til að reyna að finna sök á hendur honum. Fyrir þeim var það guðlast að gera sig jafnan Guði og þegar Jesús sagði til dæmis að hann gæti fyrirgefið mönnum syndir þeirra (Matt. 9:1-7) urðu þeir mjög hneykslaðir. Því þeir trúðu að það gæti Guð einn gert. Jesús gerði ýmislegt sem í þeirra augum var rangt og það gerði þá reiða. Hann læknaði til dæmis konu á hvíldardegi (Lúk. 13:10-17) en samkvæmt hefð gyðinga var hvíldardagurinn heilagur dagur og höfðu ýmsar reglur orðið til í gegnum tíðina. Til dæmis máttu þeir ekki ganga lengra en vissa vegalengd þann dag (sennilega var leyfileg vegalengd á hvíldardegi um 1200 metrar). Að lokum handtóku þeir Jesú og reyndu að fá hann dæmdan. Júdas, einn af lærisveinum Jesú, sveik hann og framseldi í hendur trúarleiðtoganna fyrir 30 silfurpeninga. Trúar-leiðtogarnir ákváðu að Jesús skyldi tekinn af lífi en þar sem þeir höfðu ekki heimild til að gera það sjálfir framseldu þeir hann í hendur Pílatusar landshöfðingja. Júdas sá síðan eftir því að hafa svikið Jesú og vildi skila peningunum aftur og henti þeim til trúarleiðtoganna sem voru inni í musterinu (og fór svo og stytti sér aldur). Pílatus undraðist yfir því að Jesús reyndi ekki að svara fyrir sig og verja sig en fann sjálfur enga sök hjá honum og vildi því ekki dæma hann til dauða. Hann lét senda Jesú til Heródesar sem ríkti yfir Galíleu, til að láta hann taka þessa ákvörðun, en Heródes niðurlægði Jesú og gerði grín að honum og sendi hann svo aftur til Pílatusar. Páskahátíðin var að renna í garð og þá var landshöfðinginn (Pílatus) vanur að gefa einn fanga lausan. Hann spurði fólkið hvort það vildi fá Barabbas lausan (sem var mikill glæpa-maður og hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup í borginni og manndráp – Lúk. 23:19), eða Jesú. Kona Pílatusar hvatti hann til að láta Jesú lausan því hún hafði átt þunga drauma út af þessu og sagðist vita að hann væri réttlátur. En trúarleiðtogarnir (æðstu prestarnir og öldungarnir) fengu fólkið til að biðja um Barabbas og krefjast þess að Jesús yrði krossfestur. Pílatus sá að hann gat ekki mótmælt því en hann þvoði hendur sínar og sagðist sjálfur vera saklaus af því að gera þetta, þetta væri gert því að fólkið hefði beðið um það. Hann gaf fólkinu Barabbas lausan en lét húðstrýkja Jesú (berja með svipum) og framseldi hann til krossfestingar. Á leiðinni upp að hæðinni þar sem Jesús yrði krossfestur safnaðist margt fólk saman, menn og konur sem grétu og hörmuðu hann. Jesús hughreysti fólkið á leiðinni. Tveir glæpamenn voru krossfestir á sama tíma og Jesús, sitt hvorum megin við hann á stað sem heitir Hauskúpa. Þegar hermennirnir höfðu fest Jesú á krossinn sagði hann: ,,Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera”. Fólkið stóð

og horfði á og höfðingjarnir og hermennirnir sem krossfestu hann gerðu gys að honum. Þegar klukkan var orðin 12 á hádegi varð sólmyrkvi um allt landið og fortjaldið í musteri (bænastað gyðinga) rifnaði sundur í miðjunni. Þá hrópaði Jesús hárri röddu: ,,Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn” og eftir þessi orð dó hann og var síðar lagður í gröf.

Markvissar spurningar

Spurningunum er ætlað að kanna skilning barnanna og einnig er þeim varpað fram til að virkja þau og fá þau til að velta efninu betur fyrir sér. Mikilvægt er að sá sem spyrji doki við í nokkrar sekúndur og gefi börnunum tíma til að svara.

• Hvers vegna haldið þið að Jesús hafi ekki reynt að verja sig og svara fyrir sig hjá Pílatusi?• Hvernig haldið þið að fólkinu hafi liðið sem fylgdist með Jesú ganga upp á Hauskúpu-hæðina?• Hvers vegna þvoði Pílatus á sér hendurnar?• Hvað haldið þið að Jesús hafi meint þegar hann sagði: ,,Faðir fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera”?• Hafið þið séð sólmyrkva? Hversu oft ætli það komi sólmyrkvi á hádegi?

Framhald af hugleiðingu

Árétta það að þó að trúarleiðtogar gyðinga hafi dæmt Jesú til dauða, þá voru flestir sem fylgdu Jesú og stóðu með honum samt líka gyðingar. Jesús var sjálfur gyðingur sem og lærisveinar hans. Þannig að það þýðir alls ekki að allir gyðingar séu slæmir þó að trúarleiðtogar þeirra hafi krafist þess að Jesús yrði krossfestur.

Sagan endar samt ekki hér heldur endar hún rosalega vel, því Jesús reis upp frá dauðum og lærisveinarnir áttu eftir að hitta hann aftur.

SöngvarKrossinn á Golgata stóð

Jesús er bjargiðHvað heitir konungur trjánna?Elska Jesú er svo dásamleg

Page 36: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

36

Fyrir leiðtoga• Trúarleiðtogarnir höfðu dæmt Jesú eftir sínum lögum en höfðu sjálfir ekki völd til að taka hann af lífi, landstjórinn einn hafði völd til að dæma til dauða. Í augum trúarleiðtoganna var Jesús sekur því hann hafði sagst vera (tekið undir það að vera) sonur Guðs – og það var að þeirra mati guðlast. Í augum Rómverjanna var það enginn dauðadómur svo gyðingarnir þurftu að byggja ásakanir sínar á því sem í augum Rómverja væri talið sakar vert. Þeir gerðu það með því að ásaka Jesú um að vera konungur, pólitískur byltingarsinni.• Pílatus hefur sennilega búist við að Jesús væri allt öðruvísi og þegar hann mætti honum hefur honum sennilega brugðið – við getum rétt ímyndað okkur hvernig það var að hitta Jesú og mæta kærleika hans. Pílatus sagðist ekki finna neina sök hjá honum og gerði ýmislegt til að reyna að forðast það að þurfa að lífláta hann, - býður fólkinu til dæmis að velja milli þess að fá Jesú eða Barabbas lausan. • Heródes Antípas var einn af sonum Heródesar mikla. Eftir dauða föður síns árið 4. f. Kr., ríkti hann yfir Galíleu og Pereu. Heródes Antípas var hrakinn frá völdum árið 39 e. Kr. (Sundemo 1974:112). • Barabbas var fangi sem hafði tekið þátt í upphlaupi og framið morð. Það að hann sé látinn laus en Jesús dæmdur til dauða sýnir skýra mynd af því að Jesús deyr saklaus í stað hins seka manns (Morris 1977:324 og Sundemo 1974:24).

Fleiri hugmyndirFyrir yngri börn:• Sagan: Konungurinn og börnin ef hún var ekki notuð sem aukaefni í annarri fræðslu (Wirén og Johansson 2000: 260-263) (sjá fylgiskjöl).• Sagan: Hvíti silkiborðinn (Wirén og Johansson 2000:14-16) (sjá fylgiskjöl).

Fyrir eldri börn:• Sagan: Gullstangir á eitt pund stykkið (Wirén og Johansson 2000:212-214) (sjá fylgiskjöl).• Syndir á krossinn: Börnin fá miða og skrifa á þá eitthvað sem þau vilja biðja Jesú að fyrirgefa sér, brjóta svo vel saman og festa með nöglum á krossinn. • Áhrifaríkt myndbrot úr kvikmyndinni Spiderman 2 – þegar hann bjargar lestinni: http://www.youtube.com/watch?v=GYOYewO_Veg&feature=PlayList&p=5DB7BA0694F14559&playnext=1&playnex t_from=PL&index=5

Uppflettitextar Jóh. 3:16 – Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft lífHebr. 12:2 – Beinum sjónum okkar til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Hann leið með þolinmæði á krossi og mat smán einskis af því að hann vissi hvaða gleði beið hans og hefur nú sest til hægri handar hástóli Guðs. 1. Jóh. 4:9 – Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð he-fur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf

Page 37: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

37

66.2 Upprisa Jesú og eilíft lífsjötti dagur

Texti: Matt. 28:1-10, 18-20.

Markmið með hugleiðingu: Að börnin fræðist um þennan hornstein kristinnar trúar og hvaða þýðingu hann hefur.

Gögn: Tvær stórar greinar sem mynda kross og grænir miðar fyrir börnin.

Falleg tónlist: Prelúda í C-dúr fyrir píanó eftir J.S. Bach

Aðrar ábendingar: Verða að haldast í hendur: kennsla um Jesú (4.1, 6.1 og 6.2).

Minnisvers: Jóh. 11:25-26 - Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“

Jesús sagði: Ég er með yður alla daga allt til enda veraldar... (Matt. 28:20)

KveikjaLaufin á krosstréð: Sá sem hugleiðinguna flytur hefur fyrirfram búið til kross úr tveimur dauðum greinum og byrjar á því að sýna börnunum krossinn og rifja upp með þeim það sem þau lærðu um morguninn. Dæmi um spurningar:• Hvers vegna var Jesús krossfestur?• Hvernig leið ykkur að heyra um krossfestinguna? • Hvernig ætli lærisveinum Jesú og vinum hans hafi liðið?

Nú skulum við heyra um það sem gerðist á þriðja degi, eftir krossfestinguna:

Hugleiðing - Lúk. 24 (umorðað)

En í dagrenningu fyrsta dags vikunnar (á Páskadegi) komu María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs (og Jesú) og fleiri konur til grafarinnar með ilmsmyrsli. Þær sáu þá að steininum hafði verið velt frá gröfinni og þegar þær stigu inn fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. Þær skildu ekkert í þessu en þá brá svo við að hjá þeim stóðu tveir menn í skínandi klæðum (englar). Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit sín til jarðar. En þeir sögðu við þær: ,,Hvers vegna leitið þér þess sem er lifandi meðal hinna dauðu? Hann er ekki hér, hann er risinn upp. Munið eftir því hvað hann sagði við ykkur meðan hann var enn í Galíleu. – Hann sagði að Mannssonurinn myndi verða framseldur í hendur syndugra manna og krossfestur en rísa upp á þriðja degi.” Og þær minntust þess sem Jesús hafði sagt, fóru frá gröfinni og

sögðu lærisveinum hans og öllum hinum frá þessu. Lærisveinarnir tóku ekki mark á orðum þeirra en Pétur stóð samt upp og hljóp til grafarinnar, leit þar inn og sá bara lík-klæðin. Svo fór hann heim og undraðist það sem gerst hafði. Seinna sama dag, þegar tveir þeirra (lærisveinar, en ekki tveir af þessum 12 sem voru í innsta lærisveinahringnum) voru úti að ganga mættu þeir manni og ræddu við hann lengi áður en þeir áttuðu sig á því að það væri Jesús. Jesús birtist þeim aftur eftir það og steig síðar upp til himins. Það allra síðasta sem Jesús sagði við lærisveina sína var: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ (Matt. 28:18-20).

Boðskapur: Jesús reis upp frá dauðum og sigraði dauðann til að gefa okkur eilíft líf með sér.

Page 38: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

38

Að lokum Að hugleiðingu lokinni fá börnin, hvert og eitt, grænt laufblað úr pappír sem þau mega skrifa nafnið sitt á og fá svo að hengja laufblöðin út um allt á efri hluta krossins þannig að þegar blöðin eru komin á hann ætti hann að líta út eins og tré að sumarlagi. Sá sem hugleiðinguna fl ytur minnist á það að alveg eins og Jesús reis upp frá dauðum hefur hann lofað að hver sem trúir á hann glatist ekki, heldur hafi eilíft líf – sem þýðir að þegar við deyjum fáum við að lifa með honum. Á haustin missa fl est tré laufi n sín og eru líkt og berstrípaður krossinn án laufblaða allan veturinn en að vetrinum loknum kemur vor og laufi n vaxa á ný. – Þegar við deyjum og fáum eilíft líf með Jesú er eins og það verði ný árstíð – og sú árstíð er litrík og skemmtileg. - Á meðan börnin skrifa nöfnin sín og hengja laufblöðin á krossinn má gjarnan leika einhverja fallega tónlist á borð við Prelúdu í C-dúr fyrir píanó eftir J.S. Bach.

Fyrir leiðtoga• Ilmsmyrsli: voru meðal annars notuð til að smyrja lík og konurnar hafa því sennilega ætlað sér að ljúka greftrun inni með því að smyrja lík Jesú. • Í Markúsarguðspjalli er sagt frá því að á leiðinni hafi konurnar rætt um það hvernig þær ættu að geta fært þungan steininn frá hellismunna grafarinnar. Í Lúkasar guðspjalli er hins vegar bara tekið fram að þegar þær komu hafi verið búið að velta steininum frá. • Tveir menn í skínandi (leiftrandi) klæðum: á augljóslega að vera skilið sem svo að um tvo engla hafi verið að ræða. • [Konurnar] hneigðu andlit sín til jarðar: að hneigja sig var merki um virðingu og þær beigja sig því hér í virðingar skyni við englana. • Þær minntust þess: (v. 8 og 9) – Jesús talaði oft í líkingum og kannski hafa konurnar haldið að um slíkt hafi verið að ræða þegar hann talaði um að hann myndi rísa upp á þriðja degi – þarna átta þær sig á merkingu þess sem þær höfðu heyrt Jesú segja áður. • Allir hinir: Aðrir fylgjendur Jesú (en lærisveinarnir) í grenndinni.• Pétur er ekki enn sannfærður um upprisuna eftir að hafa séð líkklæðin í gröfi nni (Morris 1974:333-336).• Manns-sonurinn: Gamalt heiti á Messíasi. En hann mun koma til þess að grundvalla eilífðarríki sitt (Messíasarríkið). Gamla testamentið lýsir í Dan. 7, 13 komu Manns-sonarins, hvernig hann kemur í skýjum himins og honum er gefi ð vald, heiður og ríki eilífðar- innar, svo að honum skyldu allir lýðir þjóna. Heitið Manns-sonurinn kemur fyrir sjötíu sinnum í Nýja testamentinu. Jesús nefnir sjálfan sig oft Manns-soninn. Guðspjallamennirnir segja þetta um Manns-soninn:- Manns-sonurinn er guðlegur og heimkynni hans eru fyrst og fremst í hinum eilífu himnesku bústöðum. - Hann kom í heiminn án þess mikið bæri á því, í allsleysi og fátækt. - Hann þjáðist, dó, reis upp og sneri aftur til himna, til ríkis Guðs. - Hann kemur við lok tímanna, kemur sem konungurinn og grundvallar eilíft ríki Messíasar (Sundemo 1974:178).

SöngvarUpprisinn er hann.

Því svo elskaði Guð heiminn.Ég er heimsins ljós.

Spurningar tengdar efninu• Af hverju ætli lærisveinarnir hafi ekki trúað konunum þegar þær sögðu þeim að Jesús væri risinn upp frá dauðum?• Á hvaða hátíðisdegi höldum við upp á það að Jesús hafi risið upp frá dauðum? (Páskadegi)• Hvað þýðir það fyrir okkur að Jesús hafi risið upp frá dauðum?

Page 39: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

39

Fleiri hugmyndir Fyrir yngri börn:• Frjáls myndsköpun – börnin fá að teikna myndir. • Brot úr kvikmyndinni: Sagan um Jesú fyrir börn (Schmidt 2008).

Fyrir eldri börn:• Umræður um áreiðanleika þessa atburðar:Í gegnum tíðina hafa menn velt því fyrir sér hvað gerðist þarna á Páskadagsmorguninn þegar Maríurnar komu að gröfinni ásamt fleiri konum. Hvað hafði orðið um líkama Jesú? Var Jesús raunverulega upprisinn eða var verið að setja at-burð á svið? Síðar í 28. kafla í Matteusarguðspjalli er sagt frá sögusögn sem æðstu prestarnir borguðu varðmönnunum fyrir að breiða út. Þeir áttu að segja að lærisveinarnir hefðu komið um nóttina og stolið líkama Jesú. Fleiri sögusagnir urðu til. hér eru fjórar skýringar sem menn hafa sett fram um það hvers vegna Jesús var ekki í gröfinni á páskadagsmogrun og hugsanleg andsvör við því: 1. Jesús var ekki dáinn. Hann komst til meðvitundar aftur í gröfinni og tókst að komast út. 2. Lærisveinarnir stálu líkinu. Þessi skýring var vinsæl meðal faríseanna og hinna skriftlærðu (sbr. Matt. 28:11-13). 3. Yfirvöld stálu líkinu. 4. Biblían segir að Jesús hafi risið upp frá dauðum í nýjum líkama sem gat orðið sýnilegur og horfið aftur jafn skyndilega.

Staðhæfing 1Er líklegt að Jesús hafi ekki verið raunverulega dáinn?- Jesús hafði verið húðstrýktur af Rómverjum. Margir létust þegar við þann verknað. - Hann hékk á krossinum í sex tíma með nagla í gegnum hendur og ristar.- Ef dauðadæmdur fangi slapp úr höndum varðmanna, áttu þeir á hættu að verða refsað. Þess vegna gættu þeir þess að fangar sem teknir voru niður af krossunum, væru örugglega látnir. - Hermennirnir stungu Jesú í síðuna með spjóti. - Úr sárinu kom blóð og vatn (Jóh. 19:34). Þegar manneskja er látin, þá skilur blóðið sig. Niðurstaða: Allt bendir til þess að Jesús hafi verið dáinn.

Staðhæfing 2Lærisveinarnir stálu líkamanum til þess að láta aðra halda að Jesús væri upprisinn. - Við vitum að það var mikilvægt bæði fyrir yfirvöld og hina skriftlærðu Gyðinga að kæfa hrifninguna í kringum Jesú. - Þess vegna var mikilvægt að líkami Jesú væri um kyrrt í gröfinni. Til öryggis var hermönnum stillt upp við gröfina til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerðist. - Lærisveinarnir voru daprir og í uppnámi eftir dauða Jesú. Er líklegt að slíkur hópur myndi ná að yfirbuga hermennina?- Lærisveinar Jesú tóku algjörum stakkaskiptum eftir upprisu Jesú. – Þeir breyttust úr döprum einstaklingum í kraftmikla kristniboða.

- Margir lærisveinanna voru síðar drepnir vegna þess að þeir játuðu Krist og héldu því fram að hann hefði risið upp frá dauðum. Myndi einhver láta drepa sig fyrir eitthvað sem hann vissi að væri uppspuni?Niðurstaða: Það er ekki líklegt að lærisveinarnir hafi stolið líkama Jesú til þess að láta aðra halda að hann væri upprisinn.

Staðhæfing 3Yfirvöld stálu líkama Jesú. Höfðu yfirvöld, bæði þau rómversku og Gyðingarnir ástæðu til að stela líkinu?- Pontíus Pílatus hafði áhuga á að róa ástandið í Jerúsalem, - það er ólíklegt að hann hafi viljað koma af stað ósönnum sögusögnum. - Fyrir faríseana og hina skriftlærðu var líflaus líkami Jesú besta sönnun þess að hann væri ekki Messías, eins og hann hafði sjálfur haldið fram. - Ef einhverjir þessara hefðu haft líkama Jesú undir höndum hefðu þeir getað stöðvað allar sögusagnir sem gerðu tilraun til að gera Jesú að Messíasi og frelsara. Niðurstaða: Yfirvöld höfðu enga ástæðu til að fela líkama Jesú.

Staðhæfing 4Upprisa Jesú er grundvallaratriði í kristinni trú. Ef Jesús reis ekki upp – ef þetta var bara allt blekking, er kristin trú marklaus og eins gott að segja skilið við hana sem fyrst. Skýringin á því af hverju líkami Jesús var ekki lengur í gröfinni er sú að Jesús var risinn upp frá dauðum. Það er ekki heimska og órökvísi að trúa því, það er einfaldlega besta skýringin á því sem gerðist.

Páll postuli: Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar (1. Kor. 15:14). (Gyða Karlsdóttir o.fl. 2003a:54-55).

Page 40: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

40

77.1 Heilagur andi og ávöxtur andanssjöundi dagurÍ nafni Guðs föður, sonar og heilags anda ,,...mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera” (-úr sálmi eftir P. Jónsson)

Texti: Gal. 5:22-23

Markmið með fræðslustund: Að börnin læri hvað Biblían segir um heilagan anda og þau góðu áhrif sem Guð hefur á líf okkar.

Gögn: Egg, vatn, lituð karton klippt út eins og níu ávextir.

Aðrar ábendingar: Mikilvægt að börnin taki virkan þátt, virk hlustun og tjáning.

FræðslaFrumefnið H2O hefur þrjú birtingarform: það getur verið ís, gufa eða fljótandi vökvinn vatn. Það er samt alltaf sama efnið þó það breyti um birtingarmynd. Egg er einnig í raun þrír hlutar. Það er eggjarauða, eggjah-víta og eggjaskurn. Guð er líka ,,þríeinn”. Hann er faðir, sonur og heilagur andi. Meðan Jesús var enn með lærisveinum sínum á jörðinni og var að tala um að hann myndi fara – þá sagði hann að hann myndi ekki skilja þá eftir munaðarlausa heldur myndi hann gefa þeim annan hjálpara – heilagan anda. Heilagur andi hefur góð áhrif á líf okkar. Guð er kærleikur (1. Jóh. 4:16b) og heilagur andi er Guð – þannig að heilagur andi gefur okkur kærleika til annarra. Guð er líka góður – sem þýðir að heilagur andi er góður – svo þegar heilagur andi býr í okkur (fyllir okkur) þá erum við full af gæsku gagnvart öðrum. Það segir líka í Biblíunni að Guð sé Guð friðarins (1. Þess. 5:23). Þar sem heilagur andi er andi Guðs þá getum við átt frið þegar við leyfum honum að fylla hjarta okkar. Á einum stað í Biblíunni stendur að ávöxtur andans sé kærleiki, gleði, friður, langlyndi (þolinmæði), gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfstjórn (Gal. 5:22-23). Ef við erum eins og ávöxtur á grein á trénu sem er Guð (teikna mynd) þá vöxum við og þroskumst því ávextir fá næringu sína og allt sem þeir þurfa til að vaxa, úr trénu. Spyrja börnin: Er einhver hér sem getur sagt mér hvernig epli verða til? En plómur? Hversu langan tíma haldið þið að það taki vínber að verða til, eða appelsínur? Ávextirnir þurfa ekkert að rembast við að stækka, þeir bara

eru á trénu. Alveg eins getum við bara ,,verið í Guði” – það er að segja haft hjarta okkar opið fyrir hans heilaga anda að hafa áhrif á líf okkar. En hvernig gerir maður það? – Maður fer ósjálfrátt að líkjast þeim sem maður umgengst. Vinkonur/vinir hafa stundum samskonar ,,takta” og skopskyn þeirra verður oft líkara eftir því sem vinirnir eyða meiri tíma saman. Alveg eins er það með Guð, því hann er ekki bara einhver hlutur heldur lifandi og raunverulegur. Ef við erum vinir hans þá förum við að líkjast honum – ekki í útliti heldur í framkomu okkar við aðra. Spyrja börnin: Hafið þið tekið eftir því að ef maður umgengst neikvætt fólk mjög mikið (fólk sem er alltaf í fýlu) – þá getur það gert mann leiðan og neikvæðan. En þegar maður er innan um hresst fólk þá er erfiðara að verða fúll og leiður (þó það sé samt alveg hægt). Ef við eigum tíma með Guði, hugsum um hann, biðjum til hans og lifum lífi þar sem hann er velkominn þá hefur hann áhrif á líf okkar á ósýnilegan hátt – en það verður þó sennilega sýnilegt í lífi okkar til dæmis á því að við sýnum öðrum kærleika og eigum gleði. Hér er tilvalið að sá sem fræðsluna flytur nefni dæmi úr eigin lífi. Dæmi höfundar gæti verið það að ég varð vör við það ein-hvern tímann eftir að ég ákvað að fylgja Jesú að mig langaði ekki lengur að baktala fólk. Það má samt kannski taka fram að þó að maður trúi á Guð er líf manns ekki alltaf laust við erfiðleika og fólk sem trúir á Jesú getur alveg lent í því að eiga erfitt með að sýna fólki kærleika – en þá er alltaf hægt að biðja Guð um hjálp og fyrir-gefningu. Þegar við munum hversu heitt hann elskar okkur þá auðveldar það okkur líka að elska aðra.

Boðskapur: Heilagur andi hefur góð áhrif á líf okkar. – Guð er þríeinn Guð.

Page 41: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

41

Í lokinHugmynd að upprifjun: Vera búin að klippa út níu ,,ávexti” í skemmtilegum litum; Epli, banana, appelsínu, vínberjaklasa, ananas, sítrónu, jarðarber, vatnsmelónu og mangó (eða peru, kíwí, plómu, ferskju o.s.frv.). Spyrja börnin hvort þau geti nefnt hvað ávöxtur andans sé og talið upp þá þætti. Skrifa það á ,,ávextina” og hengja þá upp á vegg – þannig geta börnin séð þetta aftur daginn eftir og þá rifjast það enn meira upp fyrir þeim.

Fyrir leiðtoga• Ávöxtur andans er í raun eintöluorð. • Langlyndi/þolinmæði. Orðið sem notað er gæti líka verið þýtt sem þolgæði. – Það að halda út í álagi og erfi ðleikum lífsins. • Trúfesti – trúverðugleiki, - annað hvort sem tryggð við viðtekinn sannleika eða sem áreiðanleiki í samskiptum okkar við aðra. (Guthrie 1974:139-140).

Uppfl ettitextarJóh. 14:16-17 – Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann því hann er hjá yður og verður í yður.Kól. 3:15 – Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát. Matt. 22:37 – Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Lúk. 11:13 – Fyrst þér, sem eruð vondir, hafi ð vit á að gefa börnum yðar góðar gjafi r, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann.

SöngvarJesús, hvað get ég þér gefi ð?

Þakkir fyrir hvern fagran morgunnÉg er með yður alla daga

Ó Jesús, bróðir besti

Page 42: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

42

77.2 Hugleiðing: Sakkeus og áhrif Jesú á líf hanssjöundi dagur

Texti: Lúk. 19:1-10.

Markmið með hugleiðingu: Að börnin fræðist um þau áhrif sem Jesús hafði á líf fólks og hegðun – og enn frekar um þau góðu áhrif sem Guð hefur á líf okkar

Gögn: Málverk eða íspinnar. Ef hljóðleikhús er notað: Myndir, mórberjatré uppi á vegg, hljóðgjafar – skó-par o.fl.

Aðrar ábendingar: Einn foringi þarf að aðstoða og leika Sakkeus í byrjun.

Minnisvers: Róm. 5:5 - Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn.

KveikjaSá sem hugleiðinguna flytur fær annan foringja til liðs við sig til að leika í upphafi – sá hinn sami byrjar á því að sitja aftast í barnahópinum svo lítið beri á. Sá sem hugleiðinguna flytur biður börnin um að standa upp til að sjá rosalega flotta mynd sem hann sé með (málverk) – einnig mætti hann vera með íspinna, auglýsa það og gefa hverju barni einn. Þetta er gert til að búa til svipaðar aðstæður og voru þegar Jesús var að koma inn í Jeríkó og allir vildu sjá hann (Lúk. 19:1-10). Foringinn sem situr aftast stendur upp á hné sér til að leika það að hann sé lítill, setur á sig tákn fyrir Sakkeus og reynir að komast að til að sjá það sem er svona merkilegt. Eftir einhverjar misheppnaðar tilraunir til að troða sér fram bendir sá sem hugleiðinguna flytur á hann og kynnir hann fyrir börnunum. Þegar ró er komin á barnaskarann er sagan af Sakkeusi sögð.

Boðskapur:

áhrif Jesú á líf fólks

Sagan af Sakkeusi (Lúk. 19:1-10)(umorðuð)

Jesús kom til borgarinnar Jeríkó og gekk í gegnum hana. Þar var maður sem hét Sakkeus. Hann var yfirtollheimtumaður og mjög ríkur. Hann langaði til að sjá hver Jesús væri en gat það ekki því það var svo mikið fólk og hann sjálfur svo lítill. Hann brá þá á það ráð að hlaupa á undan og klifra upp í mórberjatré til að sjá Jesú þegar hann myndi ganga fram hjá. Þegar Jesús kom að trénu leit hann upp og sagði við hann: ,,Sakkeus, flýttu þér niður, í dag á ég að vera í húsi þínu”. Hann flýtti sér niður og tók glaður á móti honum. Þeir sem sáu þetta brugðust illa við og sögðu: ,,Jesús heimsækir bersyndugan mann – mann sem hefur gert svo margt rangt!” En Sakkeus sneri sér til Jesú og sagði við hann: ,,Herra, ég ætla að gefa helminginn af eigum mínum til fátækra og það sem ég hef tekið frá fólki mun ég borga þeim fjórfalt til baka.” Þá sagði Jesús við hann: ,, Í dag hefur þetta hús hlotið hjálpræði enda ert þú líka afkomandi Abrahams. Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“

HugleiðingKannski hefur Sakkeus verið búinn að gefast upp á því að nokkur myndi vilja vera vinur hans, því fólkinu líkaði illa við hann vegna þess að hann var tollheimtumaður og tollheimtumenn þurftu að innheimta skatta af fólki og tóku mikið í eigin vasa. Sakkeus var einnig lítill vexti og það getur vel verið að hann hafi verið lagður í einelti fyrir það allt sitt líf. Jesús leyfði fólki að finna og vita að það væri dýrmætt og kærleikur hans breytti lífi þeirra. Við það að hitta Jesú hefur Sakkeus sennilega komist að því að kærleikur er dýrmætari en peningar. Jesús vill ekki bara vera með þeim sem eru alltaf góðir og gera aldrei neitt rangt, nei, hann vill vera með öllum. Hann var gagnrýndur fyrir það að vera með fólki sem hafði gert margt slæmt og sem aðrir litu hornauga en við sjáum þegar við lesum sögurnar af þessu fólki í Biblíunni að líf þeirra breyttist til góðs þegar það hafði fengið að kynnast kærleika Jesú. Jesús elskar af því að hann er Guð og Guð er kærleikur. Jesús elskar okkur ekki fyrir það hvað við gerum eða fyrir það hversu hlýðin og prúð við erum. – Nei, hann elskar okkur því að í hans augum erum við óendanlega dýrmæt, hvert og eitt, og hann vill að við vitum hvað hann elskar okkur heitt. Hvernig líður manni ef maður veit að einhverjum þykir vænt um mann? Líður manni öðruvísi en ef maður veit um einhvern sem þolir mann ekki? Það er dýrmætt að geta vitað að Jesús elskar okkur alltaf, sama hvað við gerum eða gerum ekki. Ósjálfrátt hefur kærleikur hans góð áhrif á líf okkar eins og á líf Sakkeusar.

Page 43: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

43

Fyrir leiðtoga• Sagan af Sakkeusi er andstæðan við söguna af ríka manninum sem var í kafl anum á undan (Lúk. 18:18-30). – Þar sem hún kemur svona stuttu á eftir fullyrðingu Jesú um það hve erfi tt það sé fyrir hina ríku að komast í himnaríki (18:24f) þá ætti þessi saga að vera tekin sem sterk birtingamynd af náð Guðs (18:27) (Morris 1977:271). • Yfi rtollheimtumaður: Jeríkó hlýtur að hafa verið góður staður fyrir tollheimtumann. Í gegnum hana lá mikilvæg leið frá Jerúsalem til Austurlanda fjær en þaðan komu verðmætar vörur á borð við ilmsmyrsli og önnur smyrsl sem Austurlöndin voru rík af. Það þarf því engan að undra að Sakkeus hafi verið ríkur. Á þessum stað og í þessu starfi gæti hann vart verið annað. En hann hlýtur að hafa verð óvinsæll og vinafár og sennilega hefðu fáir hleypt honum að til að sjá Jesú fyrst þeim líkaði illa við hann (Sakkeus) – en hann átti nú ráð við því.

• Mórberjatré: Auðvelt að klifra upp slíkt tré og þau vaxa gjarnan við vegi. • Gefa ferfalt aftur: Sakkeusi bar engin skylda til að greiða svo mikið til baka og hann vildi gera meira en hann þurfti. • Í dag hefur hjálpræði hlotnast þessu húsi: hlýtur að eiga fyrst og fremst við tollheimtumanninn, en getur átt við heimilið eða heimilisfólkið. • Niðji Abrahams: Sannur gyðingur, sá sem fylgir trú Abrahams, ekki endilega einhver sem á ættir sínar að rekja til ættfeðranna. • Leita að hinu týnda og frelsa það: Þessi saga sýnir vel að Jesús gerði einmitt það. Jesús leitaði Sakkeusar. Hann hafði frumkvæði af því að eiga samskiptin, ekki Sakkeus. Sá maður var sannarlega á meðal hinna týndu. En Jesús skyldi hann ekki eftir þar. Hann frelsaði hann (Morris 1977:271-273).

Fleiri hugmyndirFyrir yngri börn:• Hljóðleikhús:Virkja börnin til að taka þátt í að búa til alls kyns hljóð þegar sagan er sögð. Búa til nokkur spjöld. Á einu stendur til dæmis: hneykslunarhljóð. Á öðru getur staðið: peningahljóð. Einnig er hægt að láta eitthvert barn frá skó-par til að búa til gönguhljóðið þegar Jesús gengur að mórberjatrénu þar sem Sakkeus er. Á einu spjaldi getur líka staðið: ví haaaa! – þegar Sakkeus hoppar glaður niður. Og gaman væri ef hægt væri að gera eldhúshljóð – sem heyrist úr húsi Sakkeusar þegar Jesús kemur heim til hans og borðar. Hægt er að hafa mynd af mórberjatrénu uppi á vegg. • Kafl inn Júlía teiknar og byrjun næsta kafl a úr bókinni Við Guð erum vinir (Vinje 2005: 52-60) (sjá fylgiskjöl). • Fyrsti kafl inn í sögunni Kamilla og þjófurinn (Vinje 1983:5-9) (sjá fylgiskjöl).

Fyrir eldri börn:Trönubrot – að læra af blaði eða læra af öðrum sem kann.Jesús hafði áhrif á fólkið sem umgekkst hann, Sakkeus var einn af þeim. Við getum lært af því að vera með Jesú (með því að lifa með honum). Í Biblíunni getum við lesið hvernig við eigum að koma fram við aðra en heilagur andi getur líka leiðbeint okkur og hjálpað. Hvort ætli það sé betra að reyna að gera allt einn eða að fá Jesú til að hjálpa sér?

SöngvarÍ bljúgri bæn

Jesús, hvað get ég þér gefi ð?

Tveir sjálfboðaliðar keppa í því hver sé fl jótari að brjóta saman trönu (trana er fuglategund). Þetta er þekkt origami brot – en origami er japönsk list við að brjóta saman pappír. Annar sjálfboðaliðinn fær leiðbeiningar til að fara eftir,(Sjá fylgiskjöl) hinn fær að vera undir leiðsögn leiðtoga sem er ,,snillingur” í að brjóta saman trönu. Undir öllum kringum-stæðum ætti sá síðarnefndi að sigra og sýna þannig fram á það að við þurfum aðstoð og leið-beiningar Guðs. Jesús sagði: ,,En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni mun kenna yður allt og minna yður á allt það sem ég hef sagt yður” (Jóh. 14:26). Að keppninni lokinni er því minnst á þetta: Jesús valdi sér lærisveina sem voru með honum alltaf og fengu að læra af honum. Alveg eins getum við í dag verið lærisveinar hans. Á einum degi, eða broti úr degi, varð Sakkeus nýr maður við það að kynnast Jesú og elsku hans. Alveg eins getur elska Jesú haft áhrif á líf okkar í dag og við getum tekið glöð á móti honum eins og Sakkeus gerði.

Mörgum þætti merkilegt ef frægur fótboltakappi, kvik-myndastjarna eða einhver þekktur myndi tilkynna þeim að ,,í dag komi hann/hún í heimsókn”. Jesús var svo miklu meira en slík stjarna, hann er sjálfur sonur Guðs og það var á allra vörum hvað hann gerði, læknaði sjúka, reisti við dauða, sýndi kærleika, gerði ýmis kraftaverk og kenndi um Guðsríki.

Page 44: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

44

88.1 Fræðsla: Fagnaðarerindiðáttundi dagur

Texti: Jóh. 3:16 – Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

Markmið með fræðslustund: Að börnin rifji upp það sem þau hafa lært og að það styrki þannig lærdóminn. Einnig er markmiðið að efl a skilning þeirra á fagnaðarerindinu, að þau hafi gaman og fari heim með góðar minningar.

Gögn: Orðalausa bókin.

Aðrar ábendingar: Leiðtogi ætti að kynna sér vel hvað hver blaðsíða táknar svo hann geti fl utt hugleiðinguna blaðlaust í góðum tengslum við börnin sem á hana hlusta.

Uppfl ettitextarRóm. 5:8 – En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. Jóh. 13:34 – Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Efes. 2:8 – því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Jóh. 10:28 – Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn skal slíta þá úr hendi minni.Sálm. 145:18 – Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni. Róm. 5:5 – Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefi nn.Sálm. 28:7 – Drottinn er styrkur minn og skjöldur, honum treystir hjarta mitt. Ég hlaut hjálp, því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lofa ég hann.

SöngvarElska Jesú er svo dásamleg

Hvað heitir konungur trjánna?Þakkir fyrir hvern fagran morgunn

Boðskapur: Fagnaðarerindið og gildi þess.

Page 45: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

45

Fræðsla Orðalausa bókin: Bókin er, eins og nafnið gefur til kynna, laus við orð og raunar gæti boðskapur hennar líka gert okkur orðlaus. Hún dregur saman á einfaldan hátt boðskap Biblíunnar. Engar myndir eru í henni heldur aðeins mismunandi litaðar blaðsíður sem undirstrika það sem ,,lesið” er úr bókinni. Blaðsíðurnar eru dökk, rauð, litlaus (hvít), gyllt og græn. Gott er ef leiðtogi leggur á minnið hvað hver blaðsíða táknar svo hann þurfi ekki að lesa eftirfarandi beint upp heldur sé í góðum tengslum við börnin sem hann flytur efnið fyrir. Dökka blaðsíðan: Þessi blaðsíða minnir okkur á syndina. Syndin er það eina sem getur aldrei verið á himnum. Syndin færir líka myrkur í sálir okkar. Himnaríki er fallegur og skínandi staður og Biblían segir að Guð dvelji í miklu ljósi og að Jesús sé ljós heimsins. Páll postuli sagði Guð er ljós, og í honum er ekkert myrkur. Synd er allt það sem stendur gegn vilja Guðs. Þegar við til dæmis stelum, segjum ekki satt, missum stjórn á skapinu okkar eða óhlýðnumst þá erum við að syndga. Biblían segir að allir hafi syndgað. En hvernig ættum við þá að geta komist til himna fyrst synd getur ekki verið þar? – Biblían segir að eina leiðin til þess að losna við myrkrið eða syndina úr sálum okkar sé að hreinsa það burtu og það eina sem getur hreinsað það er ef einhver sem er algjörlega syndlaus tekur á sig refsinguna fyrir allar syndir okkar. Refsingin, eða gjaldið sem þarf að greiða, er dauði. Hefur einhvern tíma einhver verið til sem var syndlaus og borgaði þetta gjald fyrir sálir okkar? - Jesús gat lifað syndlausu lífi því hann er sonur Guðs. Jesús var algjörlega fullkominn og hann bar syndir okkar fyrir okkur (munið þið, tók byrgðarnar) svo við yrðum hreinsuð! Jesús er hið sanna ljós og getur fjarlægt allt myrkrið úr sálum okkar. Hann sagði: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins (Jóh. 8:12). Rauða blaðsíðan: Minnir okkur á kærleika Jesú. Rauður táknar hjartað sem tengist kærleika og rauður stendur líka fyrir blóðið sem tengist lífinu. Vissuð þið að hjartað dælir blóði um allan líkama okkar og að það heldur okkur lifandi? Þegar fólk missir mikið blóð í slysi getur það lent í lífshættu og þarf þá oft að fá blóð sem fólk hefur gefið í Blóðbankann – og það getur orðið til að bjarga lífi þess. Á svipaðan hátt táknar rauði liturinn það hvernig blóð Jesú bjargar okkur, hann bjargar sálum okkar frá myrkri syndarinnar. Hann sigraði syndina með því að fórna lífi sínu, úthella blóði sínu og hann dó á krossinum fyrir okkur. En hvað gerðist svo? (börnunum gefið færi á að svara). Hann reis upp frá dauðum og gefur okkur, ef við viljum taka við því, eilíft líf með sér. Þannig að þegar líf okkar á jörðinni er búið getum við lifað með Guði á himnum. Hreina blaðsíðan: Þegar við trúum á Jesú sem lausnara okkar og tökum við ókeypis fyrirgefningu hans þá hreinsar hann burtu allar syndir okkar og gefur okkur eilíft líf með sér svo við glötumst ekki. Það sem kristin trú snýst einmitt um er að treysta á Jesú. Hann opnar okkur leið inn í himnaríki þar sem við fáum að búa þegar lífið okkar hér á jörðu er búið. Og

lífið þar verður yndislegt, enginn sársauki eða kvalir, engin tár eða sorg, engir glæpir eða hatur, engir óvinir, ekkert illt og enginn ótti. Við getum beðið til Jesú: Komdu inn í hjarta mitt Jesús í dag. Viltu fyrirgefa mér allar syndir mínar og hreinsa sál mína svo hún verði hvít eins og snjór. Takk fyrir að frelsa mig. Ég veit að ég get treyst að þú svarar bæn minni því Biblían lofar að hver sá sem ákallar nafn Drottins muni frelsast (Róm. 10:13). Gyllta blaðsíðan: Minnir okkur á himnaríki. Himnaríki er staðurinn þar sem Guð býr og í Biblíunni stendur að göturnar þar séu úr skíragulli. Þar er enginn veikur, leiður eða vondur. Og þar deyr heldur enginn. Það er engin nótt þar og allir í himnaríki eru fullkomlega glaðir, alltaf (Op. 21:4 og Jes. 11:6-7). Það yndislegasta við himnaríki er að þar er Guð faðir, sonur og heilagur andi. Guð skapaði himinn og jörð. Hvað fleira skapaði hann? (leyfa börnunum að koma með sín svör og upptalningu). – Hann skapaði þig líka og elskar þig undurheitt. Biblían segir: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf (Jóh. 3:16). Við viljum vera hjá þeim og með þeim sem við elskum. Á sama hátt vill Guð að við séum nálægt honum því hann elskar okkur svo mikið. Græna blaðsíðan: Græni liturinn táknar vöxt. Alveg eins og gras og tré eru græn og vaxa þá vill Guð að við vöxum í þekkingu á honum. Það getum við gert með því að lesa og tileinka okkur orðið hans, Biblíuna. Annað sem hjálpar okkur líka til að vaxa er að tala við Guð í bæn. Svo getum við líka farið í kirkju eða sunnudagaskóla þar sem við fáum kennslu úr Biblíunni. Heilagur andi hans hjálpar okkur líka til að bera góðan ávöxt eins og við lærðum. Alveg eins og sól, hlýja og rigning hafa þau áhrif á gróðurinn að hann grænkar og vex, þannig hefur Guð þau áhrif á okkur að við vöxum og líkjumst honum meir, við lærum að elska aðra og okkur sjálf betur eins og hann elskar. (byggt á Stuyck [2009] og RSS [2009]).

Fyrir leiðtoga• Orðalausa bókin er sennilega eftir enska babtistaprestinn Charles Haddon Spurgeon og mun hafa verið notuð fyrst þann 11. janúar árið 1866 þegar hann hélt hugleiðingu fyrir nokkur hundruð munaðarlaus börn. Bókin hans innihélt þó aðeins þrjár síður, svarta, rauða og skjannahvíta (Wikipedia [2009]b).

Page 46: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

46

HEimildaskráPrentaðar heimildir:Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir. 2006. Leiklist í kennslu – handbók fyrir kennara. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Beare, F.W. 1981. The Gospel according to Matthew – A major new commentary with translation and notes. Harper & Row publishers, San Francisco. Beech, Rick. 2007. Origanni - The Complete guide to the art of paperfolding. Lorenz books, London.Biblían – heilög ritning. 2007. Hið íslenska Biblíufélag og JPV útgáfa, Reykjavík. Evenshaug, O. og Hallen, D. 1984. Barnet og religionen. Barnets psykologiske forutsettninger for religon. Lutherforlag, Oslo.Friðrik Friðriksson. 1898. Söngbók ,,kristilegs unglingafélags” – (prentuð sem handrit). Friðrik Friðriksson, Reykjavík. Friðrik Friðriksson. 1968. Sálmar – kvæði – söngvar. K.F.U.M. í Reykjavík/Bókagerðin Lilja, Reykjavík. Guthrie, Donald. 1974. Galatians. Marshall, Morgan & Scott, London. Gyða Karlsdóttir, Sigríður Schram, Bjarni Guðleifsson, Halla Jónsdóttir og Ragnar Snær Karlsson. 2003. Skoða þú verk Guðs – fræðsluefni fyrir sumarbúðir KFUM og KFUK 2003 (Vika A og Vika B). Landssamband KFUM og KFUK, Reykjavík. Halldór Elías Guðmundsson (ritstjóri). 2001. Handbók fyrir starfsfólk sumarstarfsins í Vatnaskógi. Skógarmenn KFUM, [útgáfustað vantar]. Henning Emil Magnússon. 2008. Ég er stofninn, þér eruð greinarnar. Boðunarefni KFUK og KFUM sumarið 2008. KFUK og KFUM á Íslandi, Reykjavík. Hreiðar Örn Stefánsson. 1999. Leikir og létt gaman – leikjasafn fyrir barna- og æskulýðsstarf. Skálholtsútgáfan, Reykjavík. Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna – handbók fyrir kennara og kennaraefni. Æskan, Reykjavík. Linda Sjöfn Sigurðardóttir. 2002. Manneskjur eru mikilvægar í augum Guðs – Boðunarefni KFUM &KFUK fyrir 9-13 ára krakka. Landssamband KFUM&KFUK, [útgáfustað vantar].Lucado, Max. 2007. Þú ert frábær. Þýð. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Bókaútgáfan Hólar, [útgáfustað vantar en prentuð í Singapore].Vinje, Kari. 1983. Kamilla og þjófurinn. Þýð. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Salt hf., Reykjavík. Vinje, Kari. 2005. Við Guð erum vinir. Þýð. Margrét Hróbjartsdóttir. Salt, Reykjavík. Morris, Leon. 1974. The Gospel according to St. Luke – an introduction and commentary. Inter-Varsity Press, Leicester.Sigurbjörn Einarsson (valdi efnið) 1995. Ljóð dagsins – ljóð fyrir hvern dag ársins og orð til íhugunar. Setberg, Reykjavík.Sundemo, Herbert. 1974. Biblíuhandbókin þín. Þýð. Sr. Magnús Guðjónsson. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. [útgáfustað vantar]. [Fyrst gefin út 1970.]Tasker, R.V.G. 1960. The gospel according to St. John – an introduction and commentary. Inter-Varsity Press, Leicester. Wirén, Torgny og Johansson, Mats. 2000. Under overfladen – en andagtsbog for unge og andre voksne. Þýð. (á dönsku) Carina Hansson. Unitats Forlag, Valby.

Aðrar heimildir:Schmidt, John. 2008. Sagan um Jesú fyrir börn. Lindin fjölmiðlun, Reykjavík. [Kvikmynd.]

Vefheimildir:Arna Grétarsdóttir og Gamer, Christoph. [2009]. Þú ert þýðingarmikil/ll – fræðsluefni fyrir sumarbúðir kirkjunnar. Vefslóð: http://thjodkirkjan.is/efnisveita/files/thu%20ert%20thydingarmikill_yfirlesid.pdf. [Sótt 7. apríl 2009.]

Heinonen, Kati, Räikkönen, Katri og Keltikangas-Järvinen, Liisa. 2005. Self-esteem in early and late adolescence predicts dispositional optimism–pessimism in adulthood: A 21-year longitudinal study. Vefslóð: http://www.sciencedirect.com/science?_ob=ArticleURL&_udi=B6V9F-4GDK9G4-1&_user=713833&_rdoc=1&_fmt=&_orig=search&_sort=d&view=c&_acct=C000039878&_version=1&_urlVersion=0&_userid=713833&md5=2945e31235cd5ce44c629a7d539e6d93. [Sótt 7. apríl 2009.]RSS. [2009]. The wordless book. Vefslóð: http://members.cox.net/rss1910/twb_index.html. [Sótt 28. apríl 2009.]Stuyck, Eric [2009]. The story of the wordless book. Vefslóð: http://berean.org/bibleteacher/wbindex.html. [Sótt 28. apríl 2009.]Wikipedia. [2009]. Stradivarius. Vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Stradivarius. [Sótt 4. apríl 2009.]

Wikipedia [2009]b. Wordless book. Vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/The_Wordless_Book. [Sótt 28. apríl 2009.]

Page 47: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

47

Fylgiskjöl1 – Þakkarkarfan

2 – Þú ert frábær

3 – Stradivarius

4 – Mirror – söngtexti

5 – Konungurinn og börnin

6 – Gullstangir á eitt pund stykkið

7 – Hvíti silkiborðinn

8 – Júlía teiknar

9 – Kamilla og Sebastían

10 – Trönubrot

Page 48: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009
Page 49: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Júlía hafði eignast nýja skó og þeir voru svo fallegir, að hún varð að hafa þá með sér í rúmið um kvöldið. - Ertu nokkuð búin að þakka Guði fyrir nýju skóna þína? spurði mamma. Nei, Júlía var ekki búin að því. En hún spennti strax greipar og þakkaði Guði fyrir fínu, nýju, rauðu og glansandi skóna sína. Svo sagði hún við mömu: - Nú átt þú að þakka fyrir þína skó. - Já, en ég er ekki búin að fá neina nýja skó, sagði mamma. - Þá geturðu þakkað fyrir, að spariskórnir þínir hafa ekki eyðilagst ennþá, sagði Júlía. - Já, þú hefur sannarlega rétt fyrir þér, sagði mamma og hló við. – Ég legg víst allt of lítið í þakkarkörfuna. Svo spennti hún líka greipar og þakkaði Guði. Hún þakkaði fyrir það, að spariskórnir hennar væru næstum eins og nýir ennþá og að þeir skyldu lítið hafa slitnað þótt hún væri búin að eiga þá í fjögur ár. - Hvað varstu eiginlega að tala um þakkarkörfu? spurði Júlía. - Ég las einu sinni um þakkarkörfuna í helgisögn, þegar ég var lítil, sagði mamma og bætti svo við, að helgisögn væri nokkurs konar kristilegt ævintýri. Helgisagnir stæðu ekki í Biblíunni, en þær ættu samt að kenna mönnunum eitthvað um Guð og Jesú og himininn. Helgisögnin um þakkarkörfuna ætti að kenna mönnunum að þakka Guði meir en þeir gerðu. - Geturðu þá ekki sagt mér söguna um þakkarkörfuna? spurði Júlía. - Jú, sagði mamma. – hún hefst á því að Guð kallaði á tvo af englunum sínum. Við getum kallað þá Mikael og Gabríel, því það eru englanöfn. - Hérna ætla ég að afhenda ykkur svolítið, sagði Guð við þá Mikael og Gabríel. - Gjörið þið svo vel, þið fáið hvor sína körfuna. - Hvað eigum við að gera við þær? spurðu englarnir. - Þið eigið að fljúga niður til jarðarinnar og safna í þær öllum bænunum, sem mennirnir biðja, svaraði Guð. – Þú, Gabríel safnar öllum þakkarbænunum, en þú Mikael safnar öllum hinum bænunum, þeim sem mennirnir biðja án þess að þakka fyrir nokkuð. Englarnir flugu af stað og Mikael fyllti sína körfu nærri því strax. Hann varð að fara upp til himins margoft til að tæma hana. En Gabríel sem átti að safna þakkarbænunum, fékk bara pínulítið í botninn á körfunni sinni. Það var vegna þess, að mennirnir vilja stöðugt fá eitthvað hjá Guði, en þeir gleyma svo alltof oft að þakka honum fyrir það, sem þeir fá. - Nú veit ég nokkuð, hrópaði Júlía. - Við gætum alveg fyllt þakkarkörfuna. Fyrst þakkar þú og svo þakka ég og svo þakkar þú og svo þakka ég...Þetta fannst mömmu góð hugmynd. Hún laut höfði og byrjaði strax að þakka. - Þakka þér góði Guð, að þú elskar alla menn, sagði mamma. - Þökk fyrir að englarnir gæta okkar, sagði Júlía. - Þökk, að þú sendir Jesú til jarðarinnar, sagði mamma. - Þökk, að ömmu líður vel, sagði Júlía. - Þökk, að þú fyrirgefur syndir, sagði mamma. - Þökk, að pabbi kemur bráðum heim, sagði Júlía. - Þökk, að við megum vera börnin þín, sagði mamma. - Þökk fyrir dúkkuhúsið og allar trédúkkurnar mínar, sagði Júlía. - Þökk fyrir Biblíuna, sagði mamma. - Þökk, að mamma hefur málað græna fíla á rúmið mitt, sagði Júlía. - Þökk, að þú vilt taka okkur heim til þín, þegar við deyjum, sagði mamma. - Þökk, að dúkkumaðurinn minn er búinn að eignast nýtt höfuð, svo nú get ég leikið mér að honum aftur, sagði Júlía. - Þökk, að þú heyrir þegar við biðjum til þín, sagði mamma. - Þökk fyrir... Jesúmyndirnar mínar og fyrir... Mamma, heldurðu ekki að þakkarkarfan sé full núna? - Það er hún áreiðanlega, svaraði mamma. - Þá getur þakkarengillinn flogið upp til Guðs og tæmt úr körfunni sinni, hrópaði Júlía glöð, - og svo getum við fyllt hana aftur á morgun. - Já, það getum við gert, sagði mamma. - Við getum þakkað Guði á morgun og alla hina dagana líka. Hvern einasta dag er eitthvað sem við getum þakkað Guði fyrir. Og skyldi okkur líða illa og séum við leiðar í skapi einhvern daginn, þá getum við samt þakkað Guði, að hann elskar okkur. Mamma beygði sig yfir rúmið til að kyssa Júlíu og bjóða henni góða nótt. - Bíddu aðeins, mamma, hrópaði Júlía. - Það er svolítið, sem ég hefi gleymt að þakka Guði fyrir. Svo spennti hún greipar einu sinni enn og sagði: - Þökk Guð að við erum vinir!(Vinje 2005:111-115)

ÞakkarkarFan 1

Page 50: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

2Vimmarnir voru smávaxið fólk úr tré.

Allt tréfólkið var skorið út af trésmiðnum Elí.Verkstæðið hans tróndi efst á hæð með útsýni yfir Vimmaþorp.

Vimmarnir voru hver öðrum ólíkir.Sumir voru með stórt nef, aðrir stór augu.

Sumir voru langir, aðrir stuttir.Sumir voru með hatt á höfðinu og aðrir í jökkum.

Samt sem áður voru allir Vimmarnir skornir út af sama trésmiðnum og allir bjuggu þeir saman í þorpinu.

Hvern einasta dag gerðu Vimmarnir það sama.Þeir gáfu hverjir öðrum límmiða.

Hver Vimmi átti lítið box með gylltum stjörnulímmiðum og annað box með svörtum blettalímmiðum.Dagana langa gengu Vimmarnir um götur þorpsins og límdu stjörnur eða bletti hver á annan.

Fallegu Vimmarnir, þeir sem voru tálgaðir úr úrvalsviði og málaðir með gæðamálningu, fengu alltaf gylltar stjörnur.Þeir sem voru ekki úr nógu vönduðum viði eða með flagnaða málningu fengu hins vegar svarta bletti.

Hæfileikaríkir Vimmar fengu líka stjörnur.Sumir gátu lyft þungum staurum hátt yfir höfuð sér eða stokkið yfir stóra kassa.Aðrir kunnu löng orð eða gátu sungið fallega söngva. Allir gáfu þeim stjörnur.

Sumir Vimmarnir voru þaktir í stjörnum!Í hvert skipti sem þeir fengu stjörnu leið þeim undur vel og langaði mest að gera eitthvað meira til að vinna sér inn enn fleiri stjörnur.

Aðrir Vimmar kunnu ekki margt. Þeir fengu svarta bletti.

Gussi var einn af þeim.Hann reyndi að stökkva hátt eins og aðrir en hann datt alltaf.

Þegar hann datt þá þyrptust allir hinir að honum til að líma á hann bletti.Stundum rispaði hann sig þegar hann datt.

Fyrir það fékk hann bara fleiri bletti.Þegar hann reyndi að útskýra fyrir þeim af hverju hann hefði dottið þá sagði hann eitthvað kjánalegt svo hinir Vimmarnir límdu á hann

enn fleiri bletti.Smám saman var Gussi búinn að fá svo marga svarta bletti að hann langaði ekki að fara út úr húsi. Hann var hræddur um að gera

eitthvað heimskulegt eins og að gleyma húfunni sinni eða stíga ofan í poll. Þá fengi hann bara fleiri bletti.Gussi var með svo marga bletti að stundum fékk hann enn fleiri bara af þeirri ástæðu.

,,Hann á þetta skilið!” sögðu Vimmarnir hver við annan og kinkuðu kolli til samþykkis. ,,Hann er ekki góður spýtukarl.”Smám saman fór Gussi að trúa þeim.

,,Ég er lélegur Vimmi,” sagði hann við sjálfan sig.Þá sjaldan að hann fór út þá leitaði hann í félagsskap annarra Vimma sem voru líka allir í blettum. Honum leið betur með þeim.

Dag nokkurn kynntist hann stelpu sem var hvorki með stjörnur né bletti.Hún var bara venjuleg spýtustelpa.

Hún hét Lúsía.Marga langaði að gefa henni límmiða en þeir vildu ekki límast á hana.

Sumir Vimmarnir dáðust að henni vegna þess að hún hafði enga bletti og hlupu til hennar til að líma á hana stjörnur.Þær festust ekki við hana.

Aðrir litu niður á hana vegna þess að hún var ekki með neinar stjörnur og langaði til að líma á hana bletti.Þeir festust ekki heldur við hana.

Svona langar mig að vera, hugsaði Gussi.Ég vil ekki að aðrir séu að merkja mig.

Hann fór að hitta þessa límmiðalausu Lúsíu og spurði hana hvernig hún færi að þessu. ,,Mjög einfalt,” svaraði Lúsía. ,,Ég fer og hitti Elí á hverjum degi.”

,,Elí?”,Já, Elí. Trésmiðinn. Ég sit hjá honum á verkstæðinu hans.”

,,Til hvers?”,,Hvers vegna heimsækir þú hann ekki bara sjálfur? Farðu upp á hæðina. Hann er þar.” Og með það kvaddi Lúsía og skundaði á braut.

Þú Ert Frábær (birt með leyfi þýðanda)

Page 51: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

,,Já, en vill hann nokkuð hitta mig?” kallaði Gussi á eftir henni.Lúsía heyrði það ekki.

Gussi fór heim. Hann sat við gluggann og horfði á tréfólkið þar sem það arkaði um og gaf hvert öðru stjörnur og bletti.,,Þetta er ekki réttlátt,” muldraði Gussi með sjálfum sér.

Hann ákvað því að heimsækja Elí.

Hann gekk upp mjóan stíginn efst upp á hæðina og tiplaði inn á stóra verkstæðið. Allt þarna inni var svo risavaxið að tréaugun hans Gussa stóðu á stilkum.

Stóllinn var jafnstór og hann!Hann varð að standa á tánum til að geta séð upp á vinnuborðið!

Hamarinn var eins og handleggurinn á honum!Gussi kyngdi. ,,Ég þori ekki að vera hér!”Hann snerist á hæli og ætlaði að rjúka út.

Þá heyrði hann nafnið sitt kallað.,,Gussi?” Röddin var djúp og sterk.

Gussi stansaði.,,Gussi! En hvað það er gott að sjá þig. Komdu og leyfðu mér að líta á þig.”

Gussi sneri sér hægt við og leit á stóra, skeggjaða handverksmanninn.,,Veistu hvað ég heiti?” spurði Vimminn smávaxni.

,,Auðvitað veit ég það. Ég bjó þig til.”

Elí laut niður og tók hann upp og setti hann á borðið hjá sér.,,Hmm,” sagði smiðurinn hugsi meðan hann virti fyrir sér svörtu blettina. ,,Mér sýnist þú hafa verið mjög illilega merktur.”

,,Ég ætlaði ekki að gera þetta, Elí. Ég vandaði mig eins og ég gat.”,,Þú þarft ekki að verja þig fyrir mér, vinur minn. Mér stendur á sama um hvað hinir Vimmarnir hugsa.”

,,Er þér sama?”,,Já og þér ætti líka að standa á sama. Hvað þykjast þau vera?

Hver gefur þeim leyfi til að líma stjörnur og bletti?Þau eru Vimmar rétt eins og þú.

Það skiptir ekki máli hvað þeim finnst, Gussi.Allt sem skiptir máli er hvað mér finnst.

Mér finnst þú vera frábær.”

Gussi skellihló.,,Ég, frábær! Hvers vegna? Ég get ekki gengið hratt. Ég get ekki stokkið. Málningin er öll að flagna af mér. Hvers vegna skipti ég þig

svona miklu máli?”Elí leit á Gussa, lagði hendurnar á mjóu tréaxlirnar hans og sagði hægum rómi:

,,Vegna þess að ég á þig. Þess vegna þykir mér svo vænt um þig.”Gussi hafði aldrei fundið það áður að neinn liti á hann á þennan hátt, þaðan af síður smiðurinn sem bjó hann til.

Hann varð orðlaus.

,,Á hverjum einasta degi hef ég beðið eftir því að þú kæmir,” sagði Elí.,,Ég kom af því ég hitti stelpu sem var ekkert merkt.”

,,Ég veit það. Hún sagði mér frá þér.”,,Hvers vegna festast límmiðarnir ekki á hana?”

Smiðurinn svaraði blíðlega: ,,Vegna þess að hún hefur ákveðið að það sem mér finnst sé mikilvægara en álit annarra. Límmiðarnir límast á þig því að þú leyfir þeim það.”

,,Ha?”,,Límmiðarnir límast bara á þig ef þeir skipta þig máli. Því betur sem þú treystir á kærleika minn því minna máli skipta límmiðarnir þig.”

,,Ég er ekki alveg viss um að ég skilji þetta.”

Elí brosti. ,,Þú skilur þetta seinna en það tekur tíma. Þú ert mjög mikið merktur. Í bili skaltu láta þér duga að líta inn til mín á hverjum degi og láttu mig minna þig á hvað mér þykir vænt um þig.”

Elí lyfti Gussa af vinnuborðinu og setti hann niður á gólf.,,Mundu,” sagði Elí þegar litli Vimminn var að ganga út um dyrnar, ,,þú ert frábær vegna þess að ég bjó þig til. Ég geri engin mistök.”Gussi stansaði ekki, en hann hugsaði innst inni í hjartanu: Hann meinar þetta í alvöru. Og um leið og hann hugsaði það féll af honum

blettur.(Lucado 2007: 7-31)

Page 52: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Þetta gerðist árið 1991, nokkrum mánuðum eftir að Eistland varð frjálst ríki. Ég fór með skólakór til litla landsins hinum megin við Eystrasaltið. Við bjuggum hjá fjölskyldum, héldum konserta og komum fram á hinum ýmsu stöðum. Eitt síðdegið heimsóttum við barnaheimili langt uppi í sveit. Mörg barnanna voru hreyfihömluð, önnur bjuggu þarna af því að foreldrar þeirra gátu ekki haft þau. Hvert barn átti rúm og litla kommóðu fyrir fötin sín. Annað virtust þau ekki eiga. Það var erfitt að ganga um meðal barnanna, vitandi að þau höfðu ekki brot af þeim þægindum sem við bjuggum við heima. Við gátum ekki einu sinni talað við þau. En við gátum sungið. Það var því frábært að hefja dagskrána og byrja að syngja, flytja tónlist og dans. Börnin á barnaheimilinu og starfsfólk þess sátu á gólfinu og horfðu á. Svona nokkuð höfðu þau aldrei séð. Fyrst voru augun full af undrun, en brátt kveiknaði neisti í augum þeirra. Ljós vonar og gleði vaknaði sem ekki hafði verið þar áður. Áður en síðasta lagið var sungið var komið að mér að taka til máls. Mig langaði svo að vekja með þeim von og trú á framtíðina. Mig langaði að fá þau til að skilja að þau væru mikils virði og dýrmæt. Starfsfólkið var þarna líka og margir sátu með lítið hreyfi-hamlað barn í fanginu. Börnin voru föl og mögur, fötin sem þau gengu í voru vafalítið fengin úr fatasöfnun og augun voru dauf og líflaus. Ég spurði börnin hvort þau vissu hvað fiðla væri. Túlkurinn þýddi fyrir mig. Þegar ég hafði fullvissað mig um að flestir hefðu skilið við hvað ég átti, byrjaði ég frásögn mína: Langt í fjarska er stór borg sem heitir London. Í borginni bjó drengur og honum þótti ákaflega gaman að spila á fiðlu. Í hverri viku ók hann með strætisvagninum til fiðlukennarans og spilaði á fiðluna sína. Dag einn stóð hann og beið eftir strætisvagninum. Hann hafði lagt fiðluna frá sér, - hún hallaði upp að biðskýlinu. Þá gerðist það í einu vetfangi að einhver rekst í fiðluna og hún þeytist út á götuna. Í sama mund kom strætisvagn akandi. Þegar vagninn var farinn fór strákurinn út á götuna og tíndi saman fiðlubrotin. Þungum skrefum gekk hann til fiðlukennarans og sýndi honum mölbrotna fiðluna. Það yrði erfitt fyrir hann að æfa sig fyrir næsta fiðlutíma. Fiðlukennarinn virti fyrir sér fiðlubrotin. Það var útilokað að gera við fiðluna. Hún var mölbrotin. - Hvar fékkstu þessa fiðlu? Spurði kennarinn. - Pabbi keypti hana á flóamarkaði. Ég held hún hafi kostað 150 pund.- Ég er með nokkra aura, sagði kennarinn. Fyrir þessa upphæð ætti ég að geta fundið fyrir þig þokkalega fiðlu. Hann velti brotunum milli handanna. Þá tók hann allt í einu eftir áletrun á einu brotanna. Kennarinn þurrkaði rykið af henni og las áletrunina á ónýtri fiðlunni: ,,Stradivaríus”. Enginn hafði gert sér grein fyrir þessu. Gamla fiðlan var ekta Stradivaríus, hún var smíðuð af besta fiðlusmið veraldar. Stradivaríusarfiðla er margra milljóna króna virði. Sem betur fer fékk strákurinn aðra fiðlu til að æfa sig á, en aldrei nokkurn tíma í lífinu myndi hann fá að spila aftur á Stradivaríusarfiðlu. Þegar ég hafði lokið frásögn minni sneri ég mér að börnunum. Kannski líður þér eins og þú sért fiðla sem hefur verið keypt á flóamarkaði. Það er enginn sem hefur sagt þér að þú sért Stradivaríus. Guð hefur letrað nafn sitt á þig. Jafnvel þótt finna megi í veröldinni einhverja sem eru fallegri, duglegri eða smartari en þú, - og jafnvel þótt enginn í veröldinni hafi uppgötvað það, þá er merkið þarna samt. Þú ert ekta Stradivaríusarfiðla. Sjaldan hef ég fengið sterkari viðbrögð. Ekki frá börnunum, heldur starfsmönnunum. Ég sá augu þeirra fyllast tárum. Forstöðukonan sat með lítinn fatlaðan dreng í fanginu. Hún þrýsti honum fastar að sér en hún hafði nokkru sinni gert áður. Eldri kona sat ein á stól. Hún gekk að einu barnanna og knúsaði það. Meira að segja túlkurinn gat ekki annað en tárfellt. Á einhvern óskiljanlegan hátt var eins og þau hefðu uppgötvað Stradivaríusarmerkið hjá börnunum sem þau höfðu sinnt í öll þessi ár. Þau höfðu sjálfsagt séð það að áður, en nú var það greinilegra. Ég held reyndar að þau hafi orðið vör við fótspor hans sem áletrunina gerði. (Wirén og Johansson 2000:23-25).

3stradivarius(Þýðing: Gyða Karlsdóttir)

Page 53: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Mirror, mirror on the wall, have I got it?

‘Cause Mirror you’ve always told me who I am

I’m finding it’s not easy to be perfect

So sorry you won’t define me

Sorry you don’t own me

Who are you to tell me

That I’m less than what I should be?

Who are you? Who are you?

I don’t need to listen

To the list of things I should do

I won’t try, I won’t try

Mirror I am seeing a new reflection

I’m looking into the eyes of He who made me

And to Him I have beauty beyond compare

I know He defines me

You don’t define me, you don’t define me

4mirror(höf. BarlowGirls)

Page 54: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Einu sinni, fyrir langa löngu, var konungur sem bjó á stórri fallegri jörð. Hann átti heilan herskara af börnum. Börnin hans nutu þess að búa í sveit og höfðu alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir stafni. Í skóginum voru ótal klifurtré sem þau gátu leikið sér í. Stundum sveifluðu þau sér á milli greinanna eða þau stukku niður af háum krónum trjánna. Ekket þeirra slasaðist eða meiddistþví þau lentu ofan á dúnmjúkum, þykkum mosa, eins og þau lægju í bómull!Ef þau skyldu nú fá leið á þessu, gátu þau alltaf hlaupið að klettunum. Fimmtán metrum neðar ólgaði hvítt, freyðandi fljótið. Börnin tókust í hendur og stukku út í. Vatnið gleypti þau og það var eins og þau soguðust inn í hringiðu sem þeytti þeim upp og niður. Þau supu hveljur en jöfnuðu sig fljótt og ekkert þeirra slasaðist. Á kvöldin söfnuðust þau saman kringum varðeldinn á ströndinni. Meðan sólin seig í haf og myrkrið skall á, nutu þau þess að borða ljúffengan grillmatinn. Þarna sátu þau og töluðu og hlógu af hjartans list. Brátt mátti heyra gítarspil og þau sungu og dönsuðu þarna á ströndinni, í glampanum af eldinum, þar til þau sofnuðu úti undir berum næturhimninum.

Þannig væri þetta enn, ef konungurinn hefði ekki verið með þjón. Þjónninn var nefnilega mjög öfundsjúkur. Hann vildi sitja í hásætinu og ráða. En það var auðvitað ekki hægt, vegna þess að þar sat fyrir konungur sem allir elskuðu og dáðu. Og þjónninn hugsaði mikið um hvað hann gæti gert til að ná konungssætinu. ,,Ekki get ég hrakið hann á brott” hugsaði hann, ,,og ekki gengur að tæla hann í burtu. En hann hlýtur að hafa einhvern veikan blett sem ég get ráðist á. Og allt í einu datt honum ráð í hug. Börnin! Pabba-konungurinn elskaði börnin sín. Hann hlyti að geta notað þau á einn eða annan hátt. Nokkrum dögum síðar var þjónninn einn með elsta drengnum. Hann spurði hann hvort hann vildi verða sá sem allir litu upp til; sterkastur og stærstur! Drengurinn var ekki alveg viss hverju hann ætti að svara en freistingin var of mikil. ,,Þá verður þú að gera nákvæmlega það sem ég segi þér”, sagði þjónninn. Nokkrum dögum síðar tók hann eina stúlkuna afsíðis ,,Vilt þú verða svo falleg að allir piltarnir vilji biðja þín?”Hún skildi heldur ekki hvað hann átti við með þessu en fannst þetta spennandi tilboð! Þjónninn útfærði nú ráðagerð sína og kallaði síðan öll börnin saman og útskýrði fyrir þeim. Og dag einn, þegar konungurinn sat í hásæti sínu sá hann öll börnin sín koma. Hann stóð upp til að bjóða þau velkomin en allt í einu tók hann eftir einhverju í augnaráði þeirra sem hann hafði aldrei séð áður. Það var eins og augnaráð þeirra væri þrungið hatri og ótta og hann sveið undan því. Þau gengu að hásætinu, í hundraða tali, vopnuð trésverðum og skjöldum. Í fyrstu skyldi konungurinn ekki neitt í neinu, fyrr en hann kom auga á þjóninn sem gekk síðastur inn! En vegna þess að hann var konungur hefði hann aðeins þurft að lyfta upp hendi sinni og þá hefðu allir hermenn hallarinnar komið inn í salinn og stöðvað það sem var í vændum. En það vildi hann ekki gera. Hann elskaði börnin sín. Enginn mátti vinna þeim mein. Hann lét sér því nægja að gefa þeim merki um hafa þögn. ,,Þið þurfið ekki að gera mér neitt”, sagði hann, ,,ég fer sjálfviljugur”. Því næst ruddi hann sér leið út, framhjá öllum barnaskaranum.

Konungurinn yfirgaf landið og þjónninn krýndi sig kórónu hans. Nokkra drengina gerði hann að smákonungum með umboð til að ráða yfir öðrum. Þeim þótti þetta að vísu spennandi en þeir voru síður en svo hamingjusamir. Það leit heldur ekki út fyrir að stúlkurnar væru hamingjusamar þótt þær hefðu herskarann af piltum gangandi á eftir sér. Í skóginum varð þó breytingin einna mest áberandi. Einhverra hluta vegna var mosinn ekki lengur mjúkur. Þegar börnin stukku niður úr trjánum, meiddu þau sig á harðri jörðinni. Og kristaltæra fljótið litaðist af blóði. Á kvöldin var ekki lengur hægt að safnast saman í kringum varðeldinn. Hver og einn smákonungur vildi hafa sinn eigin varðeld og sitt eigið ríki. Allir slógust þeir um að eignast stærra svæði til umráða og ná aftur því sem þeir höfðu tapað. Börnin voru ekki lengur hamingjusöm.

Pabba-konungurinn settist að í fjarlægu landi en hann fékk fregnir af því hvernig börnunum vegnaði og vissi um þjáningu þeirra. Hann vildi svo gjarnan geta hjálpað þeim en hann vissi bara ekki hvernig. ,,Ekki get ég komið sem konungur”, hugsaði hann. ,,Þá verð ég hrakinn í burtu. Og ef ég mæti með hermenn mína yrði það börnum mínum til skaða. Ég neyðist til að finna einhverja aðra leið”. Svo fékk hann hugmynd. Hann safnaði bæði hári og skeggi. Þegar honum fannst það orðið nægilega sítt, afklæddist hann konungsskrúðanum og tók af sér kórónuna. Í staðinn klæddist hann tötrum betlarans. Berfættur, með gítarinn á bakinu, hóf hann ferðina til landsins þar sem börnin hans bjuggu. Eftir langa og erfiða göngu náði hann þangað að lokum. Það var kvöld og sólin um það bil að ganga til viðar. Konungurinn gekk upp á hæðina og horfði yfir dalinn, þessa fallegu sveit sem eitt sinn hafði tilheyrt konungsríki hans. Varðeldar brunnu á víð og dreif. Mörg börn höfðu slasast í stríði og slagsmálum og það var eins og hatrið brynni í andlitum bar-nanna. Þegar konungurinn sá allt þetta settist hann niður og grét. Í skjóli myrkurs læddist hann að einum varðeldanna. Enginn tók eftir honum. Þau sátu þarna upptekin við að skipuleggja næsta áhlaup. Pabba-konungurinn settist niður og byrjaði að spila á gítarinn. Hann söng um löngu liðinn tíma, þegar mosinn var mjúkur

5konungurinn og börnin(nafn þýðanda vantar)

Page 55: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

og vatnið í fljótinu kristalstært og allir sameinuðust um einn varðeld. Börnin þögnuðu og lögðu við hlustir. Þekktu þau ekki þessar lýsingar úr lífi sínu frá liðinni tíð. Pabba-konungurinn hélt áfram að syngja söngvana sína. Hann gekk á milli varðeldanna. Sum barnanna fundu hvernig söngvarnir kveiktu þrá og söknuð innra með þeim en á önnur hafði hann engin áhrif. Að lokum hafði konungurinn safnað sa-man þeim börnum sem vildu koma og hóf ferðina með þeim til landsins sem hann bjó í núna.

Guð gat ekki komið til okkar sem konungur. Þess vegna varð hann að fæðast sem lítið barn í Betlehem. Jesús kom til að segja okkur frá landinu þar sem mosinn er alltaf mjúkur og vatnið í fljótinu kristalstært. Hann kom til að sækja okkur til landsins þar sem aðeins er kveiktur einn varðeldur. (Wirén og Johansson 2000: 260-263).

Page 56: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Hópur af mönnum hittist í klúbbi í Lundúnum. Þeir sátu og ræddu um það hvað sumir kaupsýslumenn græða mikið á því að verðleggja vörur sínar allt of hátt. Þeim fannst kaupsýslufólk flá heiðarlegt fólk um peninga. Kaupsýslumaður nokkur sat við næsta borð og að lokum gat hann ekki þagað lengur. Hann útskýrði fyrir þeim að fólk vildi ómeðvitað að verðið væri hátt. Ef maður reynir að selja eitthvað verulega ódýrt halda allir að það sé léleg vara. Flestir standa í þeirri meiningu að hlutur sé betri eftir því sem hann er dýrari. Að sjálfsögðu var enginn sammála kaupsýslumanninum. Þess vegna skoraði kaupsýslumaðurinn á hina að taka þátt í veðmáli. Reynum að selja ekta gullstangir á eitt pund stykkið, sagði hann. Ekki nokkur maður mun taka mark á okkur. Allir munu reikna með því að þær séu falsaðar. Skiljið þið ekki að við neyðumst til að selja hlutina dýrt til þess að fólk beri traust til vörunnar? Eftir stutta rökræðu urðu þeir sammála um að reyna þetta. Einn af mönnunum myndi fara út í miðborg Lundúna á háannatíma. Veðmálið gekk út á það að reyna að selja eina gullstöng á innan við fjórum klukkustundum. Ef honum tækist það myndi kaupsýslumaðurinn tapa veðmálinu, ef honum tækist það ekki myndi kaupsýslumaðurinn vinna. Maðurinn fór í sín bestu jakkaföt og gekk út á föstudagssíðdegi, þegar flest fólk safnaðist saman í bænum. Í fínu skjalatöskunni hans lágu glansandi gullstangirnar. Maðurinn var sannfærður um að þær myndu hverfa á augabragði. - Komið og kaupið ekta gullstangir, byrjaði hann. Aðeins á eitt pund stykkið. Komið og kaupið. Mjög ódýrar gullstangir. Fólk streymdi framhjá í hundraðavís. Nokkrir athuguðu málið en flestir litu ekki einu sinni á hann. Það var ekki einn einasti sem stoppaði til að kaupa. Enginn. Smám saman varð óró hans að örvæntingu. Maðurinn reyndi að hrópa, reyndi að hljóma eins sannfærandi og mögulegt væri. Samt hlustaði enginn. Af og til fékk hann kaldhæðnar athugasemdir frá fólki. Enginn tók hann alvarlega. Þegar maðurinn hafði hrópað í tvær klukkustundir í viðbót kom róni til hans og spurði hvað hann væri að reyna að selja. - Gullstangir, sagði maðurinn glaður. Ekta gull. Loksins, hugsaði maðurinn. Hann mun að minnsta kosti kaupa af mér. Róninn handfjatlaði gullstangina, bankaði í hana og vóg hana í höndum sínum. Svo hristi hann höfuðið tortrygginn. - Ó nei, sagði hann. Þetta er ekki gull. Ekki halda að þú getir gabbað mig svona auðveldlega. Og svo staulaðist hann í burtu. Maðurinn hélt áfram að hrópa og var næstum orðinn örmagna. Smám saman leið að lokum hinna umræddu fjögurra klukkus-tunda. Maðurinn byrjaði fyrir alvöru að efast um það að honum tækist að selja svo mikið sem eina gullstöng. Svo tók hann eftir ungum dreng, sem gekk á gangstéttinni og leiddi pabba sinn. Af eðlisávísun vissi maðurinn að þetta væri hans síðasta tækifæri. Hann hóf að hrópa upp á nýju tilkynningar um ódýru gullstangirnar. Drengurinn leit forvitinn á glansandi gullstykkin í höndum mannsins. - Pabbi, mig langar að fá svona, sagði hann. - Komdu nú, sagði faðirinn móður og vildi draga drenginn áfram. - En ég á sjálfur eitt pund, pabbi. Mig langar í svona. Gegn eigin vilja fylgdi faðirinn syni sínum til að kaupa eina gullstöng. Litli drengurinn borgaði og fékk sína stöng. Svo dró faðir-inn drenginn með sér niður götuna til að losna við allar vandræðalegu athugasemdir fólksins. Þegar þeir voru komnir úr augsýn byrjaði faðirinn að skoða gullstöngina. Óneitanlega var hún ekta. Eftir nokkrar húsaraðir kom hann auga á gullsmiðsverslun. Faðirinn gekk inn og sýndi gullstöngina. Gullsmiðurinn skoðaði hana gaumgæfilega. - Jú, sagði hann, eftir stutta stund. Þetta er ekta gull. Það kom fát á föðurinn. Hann hljóp til baka upp götuna. Nú vildi hann skyndilega kaupa allan lagerinn. Hann yrði ríkur. En fjórar klukkustundir voru liðnar og gullsölumaðurinn horfinn á braut. Verslunarmaðurinn tapaði veðmálinu en hann fékk að minnsta kosti sannað mál sitt. Vissulega er erfitt að selja ódýrt eitthvað sem er verulega dýrmætt.

Í gegnum alla sögu kristindómsins hefur þetta verið vandamálið. Að trúa á voldugan Guð sem lætur hverja litla manneskju skipta sig máli virðist stundum vera of gott til að vera satt. Eða að kærleikur hans skuli vera svo dásamlegur að hann hafi sjálfur kosið að deyja í okkar stað og að fyrirgefningin sé nú gefin algjörlega ókeypis til hvers sem vill taka við henni. Það hljómar of auðvelt. Og allt of ódýrt. Ráð kaupsýslumannanna er að verðleggja ekki ódýrt eitthvað sem er eins stórkostlegt. Hækkaðu verðið, þá mun varan seljast betur. En Guð hefur ekki áhuga á kaupsýslukænsku. Hið frábæra tilboð hefur verið það sama í 2000 ár: Guð, sem elskar alla og sem er hjá hverjum og einum, Guð sem er tilbúinn að fyrirgefa öllum sem biðja hann um það. Ef til vill er áhættan sú að einhverjir gangi bara fram hjá, því tilboðið virki of gott til að vera satt. En það breytir því ekki. Þrátt fyrir að mörgum finnist að boðskapurinn hljómi næstum of einfaldur, þá víkur Guð ekki frá sínum vilja um að gefa gjafir sínar ókeypis. (Wirén og Johansson 2000: 212-214)

6gullstangir á Eitt pund stykkið(Þýðing: Ingunn Huld Sævarsdóttir)

Page 57: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Í langan tíma höfðu foreldrarnir fundið hvernig elsti sonur þeirra fjarlægðist þau. Það var eins og þau næðu ekki lengur til hans. Hann var oft undir áhrifum þegar hann kom heim og þá skammaðist hann og öskraði á þau. Þar að auki voru þau viss um að hann stæli frá þeim peningum. Dag einn stóð faðirinn son sinn að verki. Þarna stóð þessi átján ára og hélt á tékkahefti föður síns. Honum sortnaði fyrir augum af bræði og æfareiður réðist hann á soninn. Heimilisfólkið gleymir sjálfsagt aldrei þeim slagsmálum. Þau stóðu þarna stjörf og sáu hvernig þessir tveir menn særðu hvorn annan til blóðs. Að lokum reif sonurinn sig lausan, tók tékkaheftið og rauk út. Hann stoppaði í dyragættinni og hreytti að þeim hinum verstu blótsyrðum og ókvæðisorðum. Síðan fullvissaði hann þau um ,,að hann mundi aldrei framar stíga fæti sínum inn á þetta heimili”. Í slíku brjálæðiskasti skellti hann hurðinni og hvarf. Enginn vissi hvert hann fór. Hann hafði ekkert samband við fjölskyldu sína. Í meira en þrjátíu ár kom ekkert lífsmark frá honum. Þau vissu ekki einu sinni hvort hann væri lífs eða liðinn. En dag einn var sendibréf í gamla, lúna póstkassanum. Það kom frá fjarlægu landi. Móðirin þekkti strax rithöndina. Stafirnir höfðu ekkert breyst frá því hann var í framhaldsskóla, skakkir og skrykkjóttir. Bréfið var frá elsta syninum. Hann skrifaði að síðan hann fór að heiman þarna um árið hafi hann verið á sjónum og ekkert komið heim öll þessi ár. ,,Ég veit að ég hef sært ykkur mikið og þið þurfið ekki að ásaka ykkur um neitt. Þið gerðuð allt sem þið gátuð. Ég á ekki skilið að fá að koma heim. Ég er fyrir löngu búinn að fyrirgera mér réttinum að svo mikið sem fá að stíga fæti mínum inn á heimili ykkar. En eftir því sem árin liðu fann ég meira og meira til þess hve ég þrái að fá að hitta ykkur.” Ég kem bráðlega aftur til Svíþjóðar og lestin sem ég ferðast með keyrir fram hjá húsinu ykkar. Ef þið getið hugsað ykkur að fá mig heim, getið þið hnýtt hvítan silkiborða í gamla eikartréð sem er í garðinum við hliðina á járnbrautarstöðinni. Sjái ég hann, fer ég úr lestinni þar og kem heim. Ef þar er enginn hvítur silkiborði held ég ferð minni áfram. Og ég skal lofa ykkur því að þið þurfið aldrei að hitta elsta son ykkar aftur.

Nokkrum mánuðum síðar sat mjög órólegur maður í lest og horfði út um lestargluggann. Þrátt fyrir langa fjarveru þekkti hann hvern krók og kima. Hann þrýsti enninu að glugganum þegar lestin tók síðustu beygjuna. Hann sá girðinguna og fánastöngina. Hann sá eikartréð, nei það sást næstum ekki í það fyrir hvítum silkiborðum: Komdu heim! Komdu heim!

Ég sagði þessa sögu í ósköp venjulegri guðsþjónustu í kirkjunni. Nokkrir mánuðir liðu og jólin nálguðust. Eins og venjan bauð, þurfti ég að færa mörgum sóknarbarna minna jólarós. Þarna voru nokkur nöfn sem ég kannaðist ekkert við. Ég kom að húsi eins þeirra og hitti þar fyrir gamlan mann. Hann bauð mér að setjast inn í eldhús. ,,Þú talaðir um mig í kirkjunni þennan sunnudag” sagði hann. Og þetta var mitt líf sem þú sagðir frá; ,,Sem unglingur sneri ég baki við Guði, ég var bitur og sár. Án trúar og án Guðs hélt ég út í lífið. Nú er ég nærri 84ra ára gamall. En þegar þú bauðst til altaris í guðsþjónustunni þá fór ég fram. Í fyrsta sinn síðan ég fermdist. Ég sá að það var hvítur silkiborði á eikartrénu! Gamli maðurinn sat við hinn enda borðsins og grét eins og barn. Þegar hann loksins ferðaðist heim með lestinni, framhjá bernskuheimili síns innra lífs, var eikartréð í garði Guðs svo þakið hvítum silkiborðum að það sást ekki í það! Boðskapurinn var alveg skýr: Komdu heim! Komdu heim!(Wirén og Johansson 2000:14-16).

7Hvíti silkiborðinn(Þýðing: Þórdís Klara Ágústsdóttir)

Page 58: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

- Ég ætla að skreppa til hennar frú Ragnheiðar, sagði mamma. – Er ekki allt í lagi þó þú sért ein heima smástund?- Ég vil helst ekki, að þú farir, sagði Júlía. - Þú mátt fá litina mína lánaða á meðan. Fínu litina, manstu? Þessa, sem þú færð bara lánaða, þegar ég vil fá að vera alveg í friði. - Þú mátt þá ekki vera lengi í burtu, sagði Júlía. - Nei, nei, ég verð eins fljót og ég get. Hérna er líka teikniblokkin. Þú mátt nota eins margar arkir og þú vilt. - Hvað á ég þá að teikna? hrópaði Júlia á eftir mömmu sinni. - Teiknaðu bara það sem þú vilt, sagði mamma neðan úr ganginum. – Teiknaðu eitthvað, sem þér finnst skemmtilegt, og svo fæ ég að skoða það, þegar ég kem heim. Júlía settist við eldhúsboðið. Teiknaðu eitthvað, sem þér finnst skemmtilegt, hafði mamma sagt. Henni fannst svo margt skemmtilegt. Henni fannst leikföngin sín skemmtileg, - og frú Ragnheiður líka. Svo fannst henni fröken Lára sem bjó í klæðskerahúsinu skemmtileg. Henni fannst klæðskerahúsið skemmtilegt líka, af því að það var svo sniðugt í laginu. Það eru svo skringilegar svalir á því og svo eru útidyrnar svo fínar. Fröken Lára hafði málað þær sjálf. Hurðin var skærblá með stóru, rauðu hjarta. Nærri allir krakkarnir í Hafragili höfðu spurt foreldrana sína hvort þau gætu ekki líka fengið hjarta á útidyrnar, en enginn hafði fengið það. Júlíu langaði til að teikna klæðskerahúsið. Vandinn var bara sá að teiknaði hún framhlið hússins fengi hún ekki með svalirnar, og ef hún ætlaði að fá hvorutveggja, mundi það einhvern veginn ekki passa. Þá liti út fyrir að húsið væri flatt út og þannig eiga hús ekki að vera. Ef til vill ætti hún að teikna skipið hans pabba? Það hafði hún oft gert áður. Og eiginlega líkaði henni ekki mjög vel við skipið hans. En það var bara svo auðvelt að teikna það. - Eitthvað sem mér líkar við – tautaði Júlía. Pönnukökur og rjómarönd kannski, nei, en það er ekki svo gott að teikna það. Svo kann ég vel við köttinn hennar frú Abrahamsen og mér líkar við mömmu og pabba og Jesús og – já Jesú! Nú vissi Júlía hvað hún vildi teikna. Hún ætlaði að teikna Jesú. Mamma átti að fá að sjá hver henni fyndist allra skemmtilegas-tur í öllum heiminum. Júlía hallaði sér yfir örkina og teiknaði hring. Það átti að vera andlitið. Eiginlega hafði hún hugsað sér, að andlitið ætti að vera langt og mjótt. En það varð nú bara kringlótt. Svo voru það augun. Þau urðu að vera sérstaklega falleg. Stór og góðleg og alveg óskaplega falleg urðu augun hans Jesú að vera. Júlía byrjaði með tveimur litlum punktum, og svo gerði hún þá smám saman stærri. Hún vandaði sig mjög mikið, en samt varð annað augað stærra en hitt. Það var sama hve mikið hún reyndi, það var ómögulegt að fá augun jafn stór. Júlía reif pappírsörkina af og byrjaði aftur. Nú urðu augun nærri því jafnstór, en þau urðu ekki eins falleg og Júlía vildi hafa þau. Þau líktust einna helst tveimur kringlóttum svörtum holum. - Það verður betra, þegar nefnið er komið, sagði Júlía vð sjálfa sig. Svo teiknaði hún svarta klessu mitt í kringlóttu andlitinu, því þannig var hún vön að teikna nef. En í dag fannst henni að það væri alls ekki nógu gott. Það leit út eins og trýni. Júlía reyndi að stroka út trýnið, en þá varð bara örkin skítug og svo varð hún að byrja á einni örk enn. Í þetta skipti teiknaði hún tvo smá punkta hlið við hlið. Það áttu að vera nasaholurnar. Svo bjó hún til hring um nasaholurnar og hann átti að vera sjálft nefið. En nú líktist nefið einna helst trýni á svíni. En það var nú bara ekki hægt að láta Jesú vera með svínstrýni í miðju andlitinu. Þess vegna byrjaði Júlía á enn einni örk og teiknaði Jesú aftur. Hún horfði á sjálfa sig í speglinum lengi áður en hún byrjaði á nefinu. Svo teiknaði hún tvö kringlótt göt fyrir nasaholurnar og ekkert annað. Júlía beygði sig betur yfir örkina. Nú ætlaði hún að teikna munn Jesú. Um munninn átti að leika vingjarnlegt bros, því þá gætu allir séð, að Jesús væri góður og að honum þætti vænt um alla menn. Júlía teiknaði fyrst ytri brún munnsins, og svo teiknaði hún tennurnar. Jesúmyndin fékk á sig skegg og hár. Það var ósköp auðvelt. Hún dró bara fjöldan allan af samhliða strikum. Og þá var teikningin búin. Júlía lyfti örkinni upp fyrir framan sig og horfði á hana. En hún var ekki ánægð með þennan Jesú sinn. Hann var hálf óhugnan-legur með þessar löngu tennur. Henni fannst hann líkjast sjóræningja. Það var eins og hann vantaði bara svartan augnlappa yfir annað augað og hníf í munninn. Brosið var líkast glotti og andstyggilegt. Það leit helst út fyrir að þessi Jesús hennar hefði gaman af að gera öðrum allt mögulegt illt. Júlía varð fokreið yfir þessari leiðinlegu teikningu. Hún varð svo reið að hún henti öllum örkunum undir eldhúsborðið. Og einmitt þá kom mamma heim frá frú Ragnheiði.

8júlía tEiknar(Þýðing: Þórdís Klara Ágústsdóttir)

Page 59: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

- Nú hlakka ég til að sjá hvað þú hefur teiknað, sagði mamma. - Þá skaltu bara kíkja undir borðið, sagði Júlía þvermóðskulega. Hún var með tár í augunum og neðri vörin hékk. Þetta mistókst allt. Mamma safnaði öllum teikningunum saman og skoðaði þær. - Já, en þetta er nú bara reglulega gott, sagði hún við Júlíu. Hérna hefur þú teiknað stórfínan sjóræningja, sé ég, reglulega óhugnanlegan náunga með stórar tennur. - Þetta er ekki neinn sjóræningi, snökkti Júlía. – Þetta er Jesús. Ég ætlaði að teikna hann svo fínan og sýna Mögðu hann, því hún veit eiginlega ekkert um Jesú. En ef ég sýni henni þennan ljóta Jesú minn, þá getur hún ekki séð að hann sé góður. Því það er hann. Mamma sat smástund og hugsaði. – Nú ætla ég að segja þér svolítið, sagði hún. - Við þurfum ekki að teikna mynd af Jesú til að geta sýnt öðrum hann. Við sýnum Jesú með því, hvernig við högum okkur. Við teiknum Jesú fyrir öðrum með lífi okkar, með því sem við gerum. Þegar við gerum það, sem er rétt og gott, sýnum við öðrum fallegan Jesú, og þegar við gerum það, sem er rangt er það eins og að sýna ljóta mynd af Jesú. Heldurðu að þú skiljir þetta núna? - Ég veit það ekki alveg, sagði Júlía. – Ég skil það ekki neitt afskaplega vel. - Þá skal ég reyna að útskýra það betur, sagði mamma. – Ef þú ert slæm og gerir eitthvað ljótt, geta aðrir hugsað sem svo: Stúlkan þarna er vinur Jesú, það hefi ég heyrt, en sjáið þið bara hvað hún er slæm og óþekk. Það er áreiðanlega Jesú að kenna. Nei, ég vil ekki kynnast honum. Og trúa á hann vil ég svo sannarlega ekki, hvað sem í boði er. Hvernig mynd teiknar þú af Jesú ef aðrir finna ástæðu til að hugsa svona um þig? Teiknar þú hann fallegan eða ljótan? - Ljótan, sagði Júlía. - En ef þú hegðar þér eins og Guð vill að þú gerir – hvernig verður mynd þín af Jesú þá? - Falleg, sagði Júlía. Og rétt á eftir spurði hún svo: - Hef ég nokkurn tíma teiknað fallega mynd af Jesú? Hún vildi ekki spyrja um hitt, hvort hún hefði nokkurn tíma teiknað ljóta mynd af Jesú. Um það vildi hún helst ekkert segja. - Jú, jú, þú hefur teiknað fallega mynd af Jesú. Manstu eftir því, þegar Pétur Árni og hinir krakkarnir göbbuðu þig með því að það væri fíll í bílskúrnum? Júlía kinkaði kolli. - Þá gerðirðu það, sem Jesús vildi að þú gerðir. Þú fyrirgafst þeim, sem höfðu verið ótuktarleg við þig. Og með því teiknaðir þú fallega mynd af Jesú. (Kaflinn heldur áfram en hér líkur þessu broti) (Vinje 2005: 52-60).

...ÞEgar mamma var vond

Page 60: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

Kamilla var átta ára og bjó ástamt Soffíu í litlu rauðu húsi sem kallað var Sólarstofa. Soffía var stórasystir Kamillu. Hún vann í Suðurbæ og kaupið sem hún fékk þar, nægði fyrir mat og fötum handa þeim systrunum. Kamilla átti hvorki föður né móður, en hún átti myndir af þeim. Þær héngu í gylltum ramma á herbergisveggnum í Sólarstofu og Kamilla horfði á þær, næstum á hverjum degi. Pabbi var kringluleitur og sköllóttur. En hann var aftur á móti með skegg undir nefinu. Því var skipt í miðju og endaði í sveig báðum megin. Mamma líktist Soffíu. Kinnirnar voru ávalar, augun stór og varirnar þykkar. Um hálsinn lá fallegt rauðrefaskinn og á höfðinu bar hún stóran hatt, skreyttan flauelsböndum og rósahvirfingu. Þau voru bæði alvarleg á svipinn, því að í gamla daga datt fólki ekki í hug að brosa við myndatökur. Þetta gerðist allt í gamla daga. Já í gamla daga – snemma á laugardagsmorgni – sat grannur piltur á spýtnakassa í Sólarstofu. Það var besti vinur hennar Kamillu. Allir sem hafa heyrt eitthvað áður um Kamillu, vita að besti vinur hennar var innbrotsþjófur sem hét Sebastían. Og þegar þú hugsar um venjulegan innbrotsþjóf, þá er ég næstum viss um, að þú sérð fyrir þér skuggalegan náunga, með svarta augngrímu og byssu í vasanum. En þannig var Sebastían ekki. Hann var alls ekki skuggalegur í útliti. Hann var ljós yfirlitum og freknóttur. Hárið var rautt, eyrun stór og augun svo blá og blíðleg að þú gætir aldrei ímyndað þér þau sem þjófsaugu. Kamilla vissi vel að Sebastían stal. Það hafði hún lesið í blaðinu. Þar var stór mynd af honum og undir myndinni stóð, að hann væri eftirlýstur af lögreglunni. Hann hafði stolið fjörtíu verðmætum úrum frá úrsmið í bænum. Þar að auki hafði hann stolið veski, falsað peninga og sitthvað fleira, sem þjófar aðhafast. Nú hafði hann flúið úr fangelsinu og heitið var verðlaunum hverjum þeim, sem skýrt gæti lögreglunni frá, hvar hann væri niður kominn. Allt þetta mátti lesa í dagblaðinu. Þegar Kamilla kynntist Sebastían fyrst, þá vissi hún ekki að hann væri þjófur. Og þegar hún svo komst að því að hann var vanur að stela, þá voru þau þegar orðin vinir. Sebastían var þá búinn að gefa henni bæði sykurdýr og berjakökur. Hann hafði kennt henni að spila á hárgreiðu og flauta með fin-grunum og tálgað fyrir hana báta sem lágu í pappakassa undir rúminu hennar. Kamillu var farið að geðjast vel að honum, og þá var of seint að fara að hugsa til hans eins og maður hugsar til þjófs. Áður hélt Kamilla að allir þjófar litu út fyrir að vera bæði reiðir og hættulegir og að þeir væru aldrei góðir við neinn. Sebastían gat bæði gert að gamni sínu og hlegið og kunni að leika ýmsar listir. Hann gat galdrað burtu krónupening og fundið hann aftur undir diskinum. Hann kunni að búa til sprellikarla, sem veifuðu á sér eyrunum, og hann gat klippt út örsmá pappírsdýr, sem hreyfðust þegar maður blés á þau. Svo pressaði hann einnig blóm. Kamilla hafði aldrei heyrt um þjófa, sem pressuðu blóm, en það gerði Sebastían að minnsta kosti. Og blómin urðu svo falleg að það var hreinasta undur. Sebastían var einnig snjall að segja ævintýri og skröksögur. Já, hann skrökvaði líka dálítið. Ég skal ekki neita því. En daginn sem ég ætla núna að segja frá, sagði hann þó að minnsta kosti satt. Samt sem áður hafði Kamilla aldrei áður heyrt neitt eins skrýtið og það sem hann sagði núna, þarna sem þau sátu sitt á hvorum spýtnakassanum og borðuðu flatköku. Sebastían teygði úr fótunum, svo að þeir náðu langt fram á gólf og sagði svo: ,,Nú ætla ég aldrei að stela framar”.,,Hvað þá,” sagði Kamilla. ,,Ég ætla aldrei framar að stela, Kamilla. Það er alveg satt.” Sebastían var mjög alvarlegur, en samt var gleði í svipnum og það var eins og hún kæmi frá augunum. Svo sagði Sebastían frá því sem hafði hent hann um nóttina. Hann var orðinn Guðs barn. Það var það, sem átti sér stað. Hann hafði lesið í myndabiblíunni hennar Kamillu og þar stóð, að allir gætu orðið Guðs börn ef þeir bara sjálfir vildu. Og það vildi Sebastían. Já, það var ekkert sem hann vildi fremur en að verða Guðs barn. Og þá varð hann það. ,,Og hvernig fórstu að þessu?” spurði Kamilla með miklum áhuga. Sebastían hugsaði sig um. ,,Það var ekki ég, sem fór neitt að því,” sagði hann um síðir. Ég bara spennti greipar og bað Guð að sjá um þetta.”,,Og þá gerði hann það?”,,Já, þá gerði hann það. Hann hefur gert mig að alveg nýjum Sebastían.” Hinn nýi Sebastían var öðruvísi heldur en sá gamli, það fann Kamilla. Hinn nýi Sebastían ætlaði ekki bara að gera það, sem hann langaði til. Nei, hann ætlaði að gera það sem rétt væri. Nú ætlaði hann að fara til baka í fangelsið og taka út refsingu sína. Ekki af því að hann langaði til þess, heldur aðeins af því að það var rétt. Og þegar hann kæmi aftur út úr fangelsinu, ætlaði hann að fara að starfa og

9kamilla og sEbastian

Page 61: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009

vinna sér inn peninga eins og annað fólk. Og aldrei framar í lífinu ætlaði hann að stela. Kamilla vissi vel að það var erfitt fyrir þjófa að fá atvinnu. Jafnvel þótt Sebastían segði að hann ætlaði að hætta að stela, þá var alls ekki víst að aðrir legðu trúnað á það. Fólk myndi hugsa, að hann hefði nú sagt þetta áður, en alltaf byrjað að stela á nýjan leik. Það gat ekki vitað að nú gilti öðru máli. Nú hafði hann beðið til Guðs og Guð gat hjálpað Sebastían þannig að hann stæli ekki oftar. Kamilla hugsaði sig um dálitla stund og spurði svo: ,,Hvað ætlarðu að gera, ef þú færð enga vinnu?” ,,Ég fæ áreiðanlega vinnu,” sagði Sebastían ákveðið. ,,Ég er viss um að Guði verður ekki skotaskuld úr því að útvega mér eitthvað að gera.”,,En ef þú samt sem áður færð nú enga atvinnu?” hélt Kamilla áfram. ,,Nú þá verð ég bara að betla,” sagði Sebastían og brosti. ,,En ef enginn gefur þér neitt? Hvort ætlarðu þá að stela eða svelta til dauða?”,,Þá dey ég heldur úr hungri,” svaraði Sebastían. Og Kamilla var sannfærð um að hann segði þetta í fullri alvöru.

(Vinje 1983:5-9).

Page 62: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009
Page 63: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009
Page 64: Fræðsluefni KFUM og KFUK sumarið 2009