Top Banner
Fimmtudagur 20. mars 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 11. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is Föstudaginn 14. mars voru Menningarverðlaun Hornafjarðar afhent ásamt styrkjum úr Atvinnu- og rannsóknarsjóði og Menningarstyrkir Hornafjarðar. Að þessu sinni voru veittir styrkir upp á samtals 10 milljónir króna. Ragnari Imsland voru veitt Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014 fyrir þau lista- og handverk sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og það örlæti sem hann hefur sýnt samfélaginu með gjöfum sínum sem fegra umhverfi okkar víða. Óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna. Föstudaginn 21. mars verður hátíð hjá Nettó en þá opnar verslun okkar á Höfn aftur eftir stórfelldar endurbætur. Húsnæðisþrengslin þar hafa varað í langan tíma og reynt mikið á starfsfólk verslunarinnar. Síðustu árin hefur umferð ferðamanna aukist og viðskiptavinum fjölgað til muna ekki síst yfir sumartímann. Með breytingunum viljum við hjá Nettó gera betur í þjónustu við íbúa Hafnar og nærsveita. Verslunin á Höfn er nú byggð upp í sama stíl og aðrar Nettó verslanir þar sem áfram er lögð áhersla á lágt verð, mikið og fjölbreytt vöruval. Samfélagsleg ábyrgð skipar stóran sess í starfsemi allra Nettó verslana um allt land. Áhersla er lögð á flokkun á sorpi og reynt er eftir fremsta megni að nýta orku frá kælivélum til upphitunar verslunarhúsnæðis. Í Nettó á Höfn verða sett glerlok á alla frysta en það eitt og sér leiðir til 40% sparnaðar á rafmagni. Einnig verður hitastig í þeim jafnara sem tryggir aukin gæði á vörum og dregur einnig úr rýrnun í verslun sem er afar jákvætt skref í rétta átt ef horft er til þess alþjóðlega vandamáls sem felst í sóun matvæla. Á Höfn verður einnig sett upp rakakerfi í grænmetistorgi sem viðheldur betur ferskleika ávaxta og grænmetis. Vöruval í dagvöru verður áfram mikið og fjölbreytilegt sem og hefðbundin sérvara á góðu verði. Sett verður upp „bakað á staðnum“ sem slegið hefur í gegn í öllum Nettó verslunum, en með því býður Nettó mikil gæði , lág verð og öflug tilboð á fjölmörgum vörum. Í nýrri og endurbættri Nettó á Höfn verður einnig boðið uppá rjúkandi heitt kaffi, brauð smurt á staðnum ásamt heitu bakkelsi. Á tímum þegar verið er að loka verslunum eða draga úr þjónustu á landsbyggðinni heldur Nettó áfram að bæta í og gera betur. Framvegis verður opið alla sunnudaga í Nettó á Höfn með framúrskarandi þjónustu þess frábæra starfsfólks sem þar starfar. Við breytingarnar mun verslun okkar á Höfn stækka um 200 fermetra og verður því í kringum eitt þúsund fermetrar þegar endurbótum lýkur og staðsetning áfram á besta stað í bænum. Nettó vill þakka viðskiptavinum sýnda þolinmæði á meðan breytingar hafa staðið yfir og frábæru starfsfólki Nettó fyrir að gera þessar breytingar að veruleika. Nettó á Höfn opnar eftir stórfelldar endurbætur Ragnar Imsland hlaut Menningarverðlaunin Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ laugardaginn 22. mars kl. 12:00 Sameiginleg lúðrasveit Hornafjarðar og Tónskólans munu leika lög úr söngleikjum með öðru í bland. Boðið verður upp á humarsúpu á tónleikunum. Aðgangseyrir er kr. 2.000,- Sumar-Humar tónleikar 8 liða úrslit í 2. deild karla í körfu: Sindri - Ármann í íþróttahúsinu Höfn föstudagskvöld kl 20:00 Mætum og hvetjum okkar lið - Áfram Sindri!
10

Eystrahorn 11. tbl. 2014

Mar 31, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Eystrahorn 11. tbl. 2014

Fimmtudagur 20. mars 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn11. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

Föstudaginn 14. mars voru Menningarverðlaun Hornafjarðar afhent ásamt styrkjum úr Atvinnu- og rannsóknarsjóði og Menningarstyrkir Hornafjarðar. Að þessu sinni voru veittir styrkir upp á samtals 10 milljónir króna. Ragnari Imsland voru veitt Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014 fyrir þau lista- og handverk sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og það örlæti sem hann hefur sýnt samfélaginu með gjöfum sínum sem fegra umhverfi okkar víða. Óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Föstudaginn 21. mars verður hátíð hjá Nettó en þá opnar verslun okkar á Höfn aftur eftir stórfelldar endurbætur. Húsnæðisþrengslin þar hafa varað í langan tíma og reynt mikið á starfsfólk verslunarinnar. Síðustu árin hefur umferð ferðamanna aukist og viðskiptavinum fjölgað til muna ekki síst yfir sumartímann. Með breytingunum viljum við hjá Nettó gera betur í þjónustu við íbúa Hafnar og nærsveita. Verslunin á Höfn er nú byggð upp í sama stíl og aðrar Nettó verslanir þar sem áfram er lögð áhersla á lágt verð, mikið og fjölbreytt vöruval. Samfélagsleg ábyrgð skipar stóran sess í starfsemi allra Nettó verslana um allt land. Áhersla er lögð á flokkun á sorpi og reynt er eftir fremsta megni að nýta orku frá kælivélum til upphitunar verslunarhúsnæðis. Í Nettó á Höfn verða sett glerlok á alla frysta en það eitt og sér leiðir til 40% sparnaðar á rafmagni. Einnig verður hitastig í þeim jafnara sem tryggir aukin gæði á vörum og dregur einnig úr rýrnun í verslun sem er afar jákvætt skref í rétta átt ef horft er til þess alþjóðlega vandamáls sem felst í sóun matvæla. Á Höfn verður einnig sett upp rakakerfi í grænmetistorgi sem viðheldur betur ferskleika ávaxta og grænmetis. Vöruval í dagvöru verður áfram mikið og fjölbreytilegt sem og hefðbundin sérvara á góðu verði.

Sett verður upp „bakað á staðnum“ sem slegið hefur í gegn í öllum Nettó verslunum, en með því býður Nettó mikil gæði , lág verð og öflug tilboð á fjölmörgum vörum. Í nýrri og endurbættri Nettó á Höfn verður einnig boðið uppá rjúkandi heitt kaffi, brauð smurt á staðnum ásamt heitu bakkelsi. Á tímum þegar verið er að loka verslunum eða draga úr þjónustu á landsbyggðinni heldur Nettó áfram að bæta í og gera betur. Framvegis verður opið alla sunnudaga í Nettó á Höfn

með framúrskarandi þjónustu þess frábæra starfsfólks sem þar starfar. Við breytingarnar mun verslun okkar á Höfn stækka um 200 fermetra og verður því í kringum eitt þúsund fermetrar þegar endurbótum lýkur og staðsetning áfram á besta stað í bænum. Nettó vill þakka viðskiptavinum sýnda þolinmæði á meðan breytingar hafa staðið yfir og frábæru starfsfólki Nettó fyrir að gera þessar breytingar að veruleika.

Nettó á Höfn opnar eftir stórfelldar endurbætur

Ragnar Imsland hlaut Menningarverðlaunin

Hinir árlegu hádegistónleikar Lúðrasveitar Hornafjarðar og Tónskólans verða haldnir í Sindrabæ laugardaginn 22. mars kl. 12:00 Sameiginleg lúðrasveit Hornafjarðar og Tónskólans munu leika lög úr söngleikjum með öðru í bland. Boðið verður upp á humarsúpu á tónleikunum. Aðgangseyrir er kr. 2.000,-

Sumar-Humar tónleikar

8 liða úrslit í 2. deild karla í körfu:

Sindri - Ármann í íþróttahúsinu Höfn föstudagskvöld kl 20:00Mætum og hvetjum okkar lið - Áfram Sindri!

Page 2: Eystrahorn 11. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 20. mars 2014

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Helga Magnúsdóttir fæddist 12. júlí1930 í Steinholti á Höfn. Hún lést 16. mars sl. á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Bjarnasonar f. 14. 8. 1894, d. 30. 11. 1987, og Sigurnýjar Stefánsdóttur f. 29.1.1897, d. 17.5. 1947. Ásamt Helgu áttu þau Ástu Bjarnheiði f. 2.7. 1927, d. 24.6. 1996, og uppeldissoninn Róbert Bjarnar Marinósson f. 30.júní 1930. Helga giftist 7. apríl 1958 Gísla Bjarnasyni mjólkurfræðingi f. 10.9.1918, d.17.5.1973. Eftirlifandi eiginmaður Helgu er Ragnar Arason vélstjóri f. 2.6 1928 en þau gengu í hjónaband þann 20. febrúar 1981. Dætur Helgu og Gísla eru: 1) Guðbjörg Signý f. 2.12.1957, eiginmaður Stefán Bjarni Finnbogason f. 7.8.1957, búsett í Osló Noregi. Börn þeirra eru: a) Gísli Eiríkur f. 27.2.1979, býr með Michaelu Viken f. 18.9.1989, búsett í Svíþjóð, b) Ingólfur f. 20.12.1981, giftur Sumeru Norrin Chaudry f. 16.10. 1980, búsett í Noregi. Synir þeirra eru David f. 2007 og Mikael f. 2011, c) Hulda f. 5.7.1988, búsett í Noregi, Bogey f. 6.2.1995 og býr í foreldrahúsum í Noregi. Fyrir átti Guðbjörg Helgu Kristínu Skúladóttur f. 9.4.1977, býr með Fredrik Holmblad, búsett í Svíþjóð. Synir Helgu Kristínar og Stefans Ekström eru: Noel Ragnar f. 2004 og Leon Rolf f. 2006. 2) Magnhildur Björk f. 5.4.1964, eiginmaður Þorvaldur Jón Viktorsson f. 9.7.1953, búsett á Höfn. Synir þeirra eru: a) Andri f. 3.10.1986, b) Viktor Ragnar f. 3.11.1988, býr með Hrafnhildi Önnu Guðjónsdóttur f. 20.5.1991, búsett á Höfn, sonur Þorvaldar og Guðnýjar Árnadóttur er Árni Rúnar f. 26.7.1976, maki Ragnhildur Einarsdóttir f. 3.8.1976. Börn þeirra eru: Guðný f. 2000, Einar Karl f. 2001 og Sólborg f. 2012. Uppeldissonur Helgu er Magnús Sigmar Aðalsteinsson f. 4.12.1947, búsettur í Reykjavík. Börn Magnúsar og Lilju Hjartardóttur f. 29.5.1953 eru: a) Helga f. 15.6.1975, býr með Sigurði Bjarka Þórðarsyni f. 30.7. 1968, búsett í Reykjavík. Dóttir þeirra er Ástrós Hekla f. 2009, b) Hjörtur f. 21.1. 1980, búsettur í Danmörku. Helga fæddist og ólst upp á Höfn í Steinholti þar sem nú er Miðtún 11 ásamt fjölskyldu og systkinum. Uppvöxtur Helgu og hennar kynslóðar hélst í hendur við sögu Hafnar því bærinn var í örum vexti frá því að breytast úr litlu kauptúni í það bæjarfélag sem það er í dag. Margar barnmargar fjölskyldur bjuggu á Höfn á þessum tíma og var oft líf og fjör í starfi og leik. Helga og tvíburasysturnar Hulda og Ragna á Móhól voru óaðskiljanlegar og í bernskuminningum Helgu voru þær systur aldrei víðs fjarri. Fleiri koma við sögu og má þar nefna Ástu Kalla, Sigurbjörgu Ragnars og Steinu í Laufási en vinskapur þeirra hélst alla tíð. Skólaganga Helgu hófst í Hafnarskóla þar sem Óli Kr. Guðbrandsson kenndi allt sem bar að kenna en eins og Helga sagði hafði hann í mörgu að snúast og meira að segja kenna handavinnu stúlkna þótt örvhentur væri. Helga fór einn vetur á Húsmæðraskólann á Hallormstað en andlát móður hennar varð til þess að árin á Hallormsstað urðu ekki fleiri því ný verkefni kölluðu á hennar starfskrafta. Þessi óvæntu verkefni ungrar stúlku vann hún af alúð og röggsemi, Helga vann ýmis störf utan heimilis en lengst af starfaði hún í Mjólkursamlagi KASK og átti margar góðar stundir með góðum vinnufélögum. Helga var um tíma í Kvenfélaginu Tíbrá og Slysavarnafélaginu, hún hafði gaman af að spila og hafði alla tíð mikinn áhuga á fjárbúskap og stundaði hann ásamt föður sínum allt til ársins 1973. Helga og fyrri eiginmaður hennar Gísli bjuggu mestanpart búskapar í Miðtúni 10 en Helga flutti síðan á Norðurbraut 5 sem var heimili hennar og eftirlifandi eiginmanns hennar sem þau lögðu mikla alúð við á allan hátt.Eftir að Helga og Ragnar tóku saman hófst tímabil ferðalaga um víða veröld og eru fá lönd eflaust í mið Evrópu sem þau hafa ekki heimsótt. Óhætt er að segja að þau hjónin hafi notið lífsins þau ár sem þau áttu saman. Síðustu æviárin dvaldi Helga á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands í faglegri og góðri umsjá starfsfólks og færir fjölskylda Helgu þeim innilegar þakkir fyrir alúðlega ummönnun allt til hinstu stundar.

Andlát

Helga Magnúsdóttir

BjarnaneskirkjaAðalfundur Bjarnanessóknar verður haldinn í Bjarnaneskirkju sunnudaginn 23. mars kl. 20:00.

Sóknarnefndin

Frá Ferðafélaginu

Jeppa- og útivistaferð23. mars kl. 10:00 frá Tjaldstæði Hafnar.Keyrt um Hvalnesfjörur og út að Papós með viðkomu hjá Grænkletti. Fært öllum jeppum.Verð 500- kr. og nestisbiti.Þeir sem ekki eru á bíl greiða bílstjóra 1000 kr.Hlökkum til að hefja vor- og sumarstarfið með ykkur.Frekari upplýsingar Ragna sími 6625074.

AðalfundurAðalfundur Ferðafélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn þriðjudaginn 25. mars kl. 20.00 í sal verkalýðsfélagsins að Víkurbraut 4.Venjuleg aðalfundarstörf.Stjórnin

Aðalfundur Blakdeildar Sindra verður haldinn í Sindrahúsinu miðvikudaginn 26 mars kl 18:00.Aðalfundur Knattspyrnudeildar Sindra verður haldinn í Nýheimum 26. mars kl 20:00.Aðalfundur aðalstjórnar Sindra verður haldinn í Nýheimum 27. mars kl. 20:00.Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma

Helga MagnúsdóttirNorðurbraut 5, Höfn í Hornafirðisem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands laugardaginn 16. mars, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju Höfn, laugardaginn 22. mars kl. 14:00.

Ragnar ArasonMagnús Sigmar AðalsteinssonGuðbjörg Signý Gísladóttir Stefán Bjarni FinnbogasonMagnhildur Björk Gísladóttir Þorvaldur Jón ViktorssonBarnabörn og barnabarnabörn.

Beint frá býli - MiðskersbúiðVinsamlega athugið breyttan opnunartíma. Opið

laugardaginn 22. mars kl. 16:00 – 18:00. Úrval af fersku grísakjöti, bógar með beini kr.650,- kg. beikon o.fl.

Velkomin í sveitina Pálína og Sævar Kristinn

www.midsker.is

Page 3: Eystrahorn 11. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 20. mars 2014

Íslenska menntastefnan er byggð á einstaklingsmiðuðu námi í skóla án aðgreiningar og til að vinna að framgangi hennar var ný aðalnámskrá (2011) allra skólastiga reist á sex grunnþáttum menntunar; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun. Þessir þættir eru ekki námsgreinar en eiga að fléttast inn í alla kennslu. Önnur mikilvæg nýjung er áhersla á lykilhæfni, það er hún sem einkennir góðan námsmann og í henni felast ekki síst viðhorf til sjálfs sín og annarra og viðhorf til náms og

vinnubragða. Skólastefnan okkar var samþykkt í bæjarstjórn Hornafjarðar 10. desember 2009 en síðan þá hefur nýja aðalnámskráin verið gefin út, spjaldtölvur og snjallsímar hafa bæst við blýanta, bækur og fartölvur sem tæki til náms á öllum skólastigum. Já, líka í leikskólunum. Samfara örum tæknibreytingum hafa líka orðið miklar þjóðfélagsbreytingar og viðhorf manna til menntunar hafa breyst. Við erum að læra alla ævi. Við lærum í störfunum okkar, á vettvangi félagsmála, í samskiptum og svo mætti lengi telja. Í vaxandi mæli er farið að meta menntunina sem við öflum okkur utan skóla inn í námsmat formlega kerfisins í þeim tilgangi að opna mönnum leið til að byggja áfram á þeirri einstaklingsbundnu þekkingu og færni sem menn hafa aflað sér. Þessi þróun getur af sér það viðhorf að það eigi að vera sjálfsagt í nútíma samfélagi að hafa aðgang að vandaðri og fjölbreyttri menntun alla ævi. En talandi um skólastefnu og endurnýjun lífdaga hennar ... hvaða myndir birtast fyrir hugskotssjónum okkar þegar við hugsum um skóla? Jú, sennilega sjáum við flest fyrir okkur skólahús með skólastofum, kennurum sem kenna frá töflunni og raðir af börnum á mismunandi aldri fara upp í gegnum skólastigin sem liggja eins og beina brautin okkar upp á fullorðinsár. Leið okkar um brautina liggur stig af stigi og lýkur með einhverju prófi ef við höfum það af að ganga hana til einhvers enda. Kassar og hólf! Nú er árið 2014. Sýnin sem lýst er hér að framan er gamalgróin og klassísk. Er þetta sú sýn sem við viljum viðhalda? Eða viljum við móta aðra sýn, sýn sem gerir ráð fyrir að við þurfum að bregðast við óvæntum og óþekktum verkefnum sem hoppa upp í fangið á okkur? Hvernig eigum við að þjóna börnum og fjölskyldum í sveitunum, þar sem skólar hafa eða eru að leggjast af? Eigum við að byggja upp samfélag þar sem viðhorf til náms, alls konar náms, eru jákvæð og uppbyggjandi? Þar sem við hvetjum hvert annað til að sýna seiglu og þrautseigju. Þar sem uppgjöf er ekki valkostur. Í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, meðal skólastjórnenda og nokkurra hagsmunaaðila, hefur farið fram umræða og undirbúningsvinna um mótun stefnu í þessum málaflokki. Ekkert hefur ennþá verið ákveðið en samstaða er um að draga úr áhrifum kassa og hólfa innan og milli skólanna og auka samstarf, samfellu og flæði. Samstaða er einnig um að við mótum okkur menntastefnu sem nær út fyrir hús og stofur. Menntastefna sveitarfélagsins á að vera eins og regnhlíf yfir menntun alla ævi og hún á að byggjast á gildum íbúanna og væntingum þeirra til náms. Við, íbúar sveitarfélagsins þurfum að eiga samtal og vinna saman að mótun menntastefnunnar. Fyrsta stóra skrefið í þessu samtali verður tekið í marslok. Þá verður haldin ráðstefna um menntun þar sem við fáum til okkar skemmtilega og skapandi leiðtoga í íslenskum menntamálum. Af því tilefni hvet ég alla áhugasama Hornfirðinga til að taka laugardaginn 29. mars frá, njóta þess sem gestir okkar hafa fram að færa og síðast en ekki síst, taka þátt í samræðum og leggja fram hugmyndir um nýja menntastefnu. Ráðstefnan verður ókeypis en óskað er eftir að væntanlegir þátttakendur skrái sig svo hægt sé að gera ráðstafanir í samræmi við fjölda. Skráning fer fram í afgreiðslu Ráðhúss Hornafjarðar og dagskráin verður auglýst síðar.

Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri

AÐALFUNDURAðalfundur Ferðamálafélags Austur-

Skaftafellssýslu verður haldinn miðvikudaginn 26. mars kl. 20:00 í húsi AFLS, Víkurbraut Höfn.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf auk þess sem ræða þarf framtíð félagsins.

Stjórnin

Hjálp, skólastefnan okkar er orðin úrelt!

Hvernig sérð þú Sjávarþorpið Höfn fyrir þér?

Stefnumótun í Nýheimum miðvikudaginn 26. mars kl.15:00Stefnumótunarvinna um „Sjávarþorpið Höfn“ í Nýheimum miðvikudaginn

26.mars kl.15. Hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt í ímyndarsköpun og framtíðarsýn um „Sjávarþorpið Höfn“.

Allir velkomnir!Skráning fer fram í gegnum [email protected].

Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri SASS á Höfn.

Bókmenntahátíð í ÞórbergssetriSunnudaginn 23. mars kl 14:00

Dagskrá:

Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá

Þórbergur og ég - Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavík flytur erindi og les úr verkum sínum.

,,Ég er eins og menn verða eftir næstu aldamót“ - Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur flytur erindi.

Mannlíf í Suðursveit - Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður. Upplestur úr handriti séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar.

Afhentar gjafir:

Bókaskápar Þórbergs og Margrétar á Hringbraut 45 - voru í eigu Gríms Helgasonar handritasérfræðings og Hólmfríðar Sigurðardóttur kennara

Allar frumútgáfur af verkum Þórbergs, bundnar í skinn - Jóhann Guðmundsson

Kaffiveitingar

Allir velkomnir!

Sýningar verða í:Sindrabæ miðvikudaginn 26. mars kl. 20:00Hofgarði fimmtudaginn 27. mars kl. 20:00 Miðaverð 3.500- kr. - miðasala við innganginn

Þessi rómaða sýning er nú á ferð um Suðausturland

Page 4: Eystrahorn 11. tbl. 2014

www.n1.is facebook.com/enneinn

á Höfn 20.–23. mars 

Húllumhæ tilboð

Á þjónustustöð N1:

Í verslun N1:

Seljavallaborgari, franskar og 1/2 lítri kók í plasti á 995 kr.

og fleiri girnileg tilboð á stöðinni.

25% afsláttur af Osram perum, Bosch rúðuþurrkum og 5 lítra brúsa af rúðuvökva.

Tech-tappa viðgerðarsett fyrir jeppa5.990 kr. 4.490 kr. 

Topplyklasett, 1/4” & 1/2” á aðeins 16.900 kr. 

Scanrip LED-höfuðljós 5.950 kr. 4.490 kr. 

Þrautabraut á laugardegiLaugardaginn 22. mars kl. 12-14 verðum við hörð í horn að taka. 

Magnað húllumhæ með þrautakeppni fyrir börn og full-orðna í umsjón Lilju Bjargar, fjórðu sterkustu konu heims. Verslunin verður opin meðan þrautakeppnin fer fram.Boðið verður upp á ís, drykki og blöðrur fyrir börnin.

10 punktar á lítraFimmfaldir punktar á hverjum dísel- og bensínlítra. Freistandi tilboð í verslun og þjónustustöð N1 Höfn í fjóra daga. 

500 punkta innspýtingN1 býður nýja korthafa velkomna með 500 punkta innspýtingu á ný N1 kort.

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

68251 03/14

Page 5: Eystrahorn 11. tbl. 2014

www.n1.is facebook.com/enneinn

á Höfn 20.–23. mars 

Húllumhæ tilboð

Á þjónustustöð N1:

Í verslun N1:

Seljavallaborgari, franskar og 1/2 lítri kók í plasti á 995 kr.

og fleiri girnileg tilboð á stöðinni.

25% afsláttur af Osram perum, Bosch rúðuþurrkum og 5 lítra brúsa af rúðuvökva.

Tech-tappa viðgerðarsett fyrir jeppa5.990 kr. 4.490 kr. 

Topplyklasett, 1/4” & 1/2” á aðeins 16.900 kr. 

Scanrip LED-höfuðljós 5.950 kr. 4.490 kr. 

Þrautabraut á laugardegiLaugardaginn 22. mars kl. 12-14 verðum við hörð í horn að taka. 

Magnað húllumhæ með þrautakeppni fyrir börn og full-orðna í umsjón Lilju Bjargar, fjórðu sterkustu konu heims. Verslunin verður opin meðan þrautakeppnin fer fram.Boðið verður upp á ís, drykki og blöðrur fyrir börnin.

10 punktar á lítraFimmfaldir punktar á hverjum dísel- og bensínlítra. Freistandi tilboð í verslun og þjónustustöð N1 Höfn í fjóra daga. 

500 punkta innspýtingN1 býður nýja korthafa velkomna með 500 punkta innspýtingu á ný N1 kort.

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

68251 03/14

Page 6: Eystrahorn 11. tbl. 2014

sudurland.isNý upplýsingasíða um Suðurland

Konukvöldá Hótel Höfn laugardagskvöldið 5. apríl

Tapas - Tíska - Taumlaus gleðiMiðapantanir í síma 478-1240

Verslun DóruHúsgagnaval

!

 

Jaspis Hársnyrtistofa – Sími 478 2000

Heiða Dís Einarsdóttir

Hársnyrtimeistari.

Kristjana Hafdalförðunarfræðingur

Hárstofan Súa

Page 7: Eystrahorn 11. tbl. 2014

Brid

gehe

lgi o

g hr

ossa

kjöts

veisl

a í

Þórb

ergs

setri

Byrja

ð að s

pila

bridg

etvím

ennin

g kl.1

4 á l

auga

rdag

og sp

ilað

linnu

laust

til há

degis

á su

nnud

ag. H

lé frá

kl.19

.30-

20.30

þar s

em et

ið ve

rður

sa

ltað h

ross

akjöt

með

tilh

eyra

ndi g

óðgæ

ti.

Konu

kvöl

d á H

ótel

Höfn

Suðr

æn s

veifla

í for

dryk

k, tap

as og

töfra

ndi tó

num.

skus

ýning

, það

flotta

sta í

hár o

g för

ðun.

Happ

dræ

tti o.fl

. Hóte

l Höfn

kl.19

:30

Stjö

rnus

koðu

n í

stjö

rnua

thug

unar

stöð

ttúru

stof

u Su

ðaus

turla

nds

Boðið

verð

ur up

p á

stjör

nusk

oðun

, ef v

eður

ley

fir. F

járhú

savík

.Kl

. 20:3

0 - 22

:00

Sam

spil m

anns

og

náttú

ru u

ndir

jökli

í 11

00 ár

Leiðs

ögn u

m Gö

mlub

úð

þar s

em fa

rið ve

rður

yfir

sögu

Hor

nafja

rðar

og

sams

pil m

anns

og ná

ttúru

un

dir jö

kli í 1

100 á

r.Ga

mlab

úð kl

.13 og

kl.15

Tónl

eikar

með

Eyjó

lfi

Krist

jánss

yni

Aðga

ngse

yrir e

r 100

0 kr.

fyrir m

atarg

esti,

an

nars

1700

kr.

Hótel

Höfn

kl. 2

2:00

Opið

hús

í Vör

uhús

inu

fyrir

ges

ti og

gan

gand

iAl

lir ve

lkomn

ir. Bo

ðið

upp á

myn

dlist,

tónli

st,

ljósm

yndu

m og

tísku

. Ke

nnsla

í gre

en sc

reen

kv

ikmyn

dun,

kynn

ing á

fab

lab o.

fl.Vö

ruhú

sið kl

.17-1

9

Nýhe

imad

agur

inn

Boði

ð up

p á s

úpu

og

skem

mtid

agsk

rá í

háde

ginu

frá k

l.11.3

0-13

:00

Ólga

tröl

laste

lpa

og le

ynda

rdóm

ar

Hein

aber

gsVi

ðbur

ður f

yrir a

lla

fjölsk

yldun

a.Mæ

ting í

Göm

lubúð

kl.12

, fyr

st sö

gustu

nd og

svo

farið

í Hein

aber

g að s

koða

sta

ðinn h

enna

r Ólgu

trö

llaste

lpu.

kl.12

-15

Eldk

lerku

rinn

Einle

ikur u

m Jó

n St

eingr

ímss

on og

Sk

aftár

elda.

Sind

rabæ

r kl. 2

0:00.

Flug

uhný

tinga

kenn

sla í

Vöru

húsin

uKe

nnd v

erða

un

dirstö

ðuatr

iði í

flugu

hnýti

ngum

. Skrá

ning

hjá vi

lhjalm

urm@

horn

afjor

dur.is

.Vö

ruhú

sið kl

. 17:0

0 - 19

:00

Sam

spil m

anns

og

náttú

ru u

ndir

jökli

í 11

00 ár

Leiðs

ögn u

m Gö

mlub

úð

þar s

em fa

rið ve

rður

yfir

sögu

Hor

nafja

rðar

og

sams

pil m

anns

og ná

ttúru

un

dir jö

kli í 1

100 á

r.Ga

mlab

úð kl

.13:00

og 15

Matís

dag

urin

n í

Nýhe

imum

Háde

gisfun

dur k

l. 12:1

5 í

Nýhe

imum

Boðið

verð

ur up

p á lé

ttan

háde

gisve

rð.

Náms

keið

seinn

a um

dagin

n.

Stjö

rnus

koðu

n í

stjö

rnua

thug

unar

stöð

ttúru

stof

u Su

ðaus

turla

nds

Boðið

verð

ur up

p á

stjör

nusk

oðun

, ef v

eður

ley

fir. F

járhú

savík

.Kl

.20.30

-22:0

0

Heim

sókn

í up

psjáv

arsk

ipið

Ásg

rím

Halld

órss

onLe

iðsög

n með

skipv

erjum

frá

kl.15

-17.

Fugl

asko

ðun

og

sögu

ferð

í Ing

ólfs

höfð

aFr

ítt í d

ag

Ingólf

shöfð

i kl.1

3.30

(mæ

ting k

l.13)

Mann

lífsm

yndi

r frá

Ho

rnafi

rði

Sýnin

g á m

annlí

fsmyn

dum

frá H

orna

firði s

íðustu

10

0 árin

.Bó

kasa

fn Ho

rnafj

arða

r kl.

11-1

5

Brjó

stsy

kurs

gerð

í V

öruh

úsin

uNá

mske

ið í

brjós

tsyku

rsger

ð. Ve

rð kr

. 500

. Skrá

ning h

já vil

hjalm

urm@

ho

rnafj

ordu

r.is.

Vöru

húsið

kl.17

:00 -

19:00

.

Opið

hús

í La

ndsb

anka

num

á Hö

fn

milli

kl.13

:00 -

16:0

0*V

eiting

ar*G

jöf fy

rir bö

rnin

*Tón

listar

atriði

kl.15

:00

Mann

lífsm

yndi

r frá

Ho

rnafi

rði

Sýnin

g á m

annlí

fsmyn

dum

frá H

orna

firði s

íðustu

10

0 árin

.Bó

kasa

fn Ho

rnafj

arða

r kl.

11:00

- 15

:00

Geng

ið fy

rir H

orn

og

jóga

Skem

mtile

g og f

ræða

ndi

gang

a fyri

r Hor

n. H

ulda

Laxd

al jóg

aken

nari m

un

leiða

okku

r í jó

gaæ

fingu

m í lo

kin. T

jalds

tæði

Hafna

r kl.

10. F

erða

félag

A-S

kaft.

Heim

sókn

í up

psjáv

arsk

ipið

Ásg

rím

Halld

órss

onLe

iðsög

n með

skipv

erjum

frá

kl.15

-17.

Bren

nóm

ót í B

árun

niNú

er að

smala

í 5

mann

a lið

og ta

ka

þátt í

stór

skem

mtile

gu

bren

nómó

ti. Sk

ránin

g á

staðn

um.

Kl.19

.30

Vatn

og

vellíð

anFr

ítt í s

und í

sund

laug

Hafna

r í da

g.

Frá H

ugm

ynd

að ve

rulei

kaSý

ning í

Kar

töfluh

úsinu

þar s

em ge

stir g

eta ky

nnst

hönn

un og

fram

leiðs

lu hjá

Milli

bör

og A

rfleifð

. Kar

töfluh

úsið

kl.14

-18 fi

mmtud

ag og

föstu

dag.

kl.12

-16 l

auga

rdag

og

sunn

udag

.

Fim

mtu

dagu

r 27.

mar

sFö

stud

agur

28. m

ars

Laug

arda

gur 2

9. m

ars

Sunn

udag

ur 30

. mar

sMá

nuda

gur 3

1. m

ars

Þrið

juda

gur 1

. apr

ílMi

ðviu

dagu

r 2. a

príl

Fim

mtu

dagu

r 3. a

príl

Föst

udag

ur 4.

apríl

Laug

arda

gur 5

. apr

íl

Frítt

í S

trætó

til o

g frá

Höf

n

á Le

ynda

rdóm

um S

uður

land

s,

28. m

ars

- 6.a

príl.

Í gan

gi a

lla d

agan

a á

Leyn

dard

ómum

Suð

urla

nds

á H

orna

firði

:•

Suðr

æn

stem

ning

á H

ótel

Höf

n, s

penn

andi

spæ

nsku

r TA

PAS

mat

seði

ll í b

oði e

ingö

ngu

á Le

ynda

rdóm

um S

uður

land

s •

"Ley

ndar

dóm

ar L

öngu

stín

u". T

ilboð

á s

érvö

ldum

hum

arré

ttum

á H

umar

höfn

inni

Ley

ndar

dóm

um S

uður

land

s kl

. 18:

00 -

21:0

0•

Ges

tast

ofa

Vatn

ajök

ulsþ

jóðs

garð

s í G

ömlu

búð

verð

ur m

eð le

ngri

opnu

nart

íma

á Le

ynda

rdóm

um S

uður

land

s eð

a k

l. 10

:00

- 18:

00

• H

umar

veis

la á

Kaf

fi H

orni

nu -

20%

afs

láttu

r af ö

llum

hum

arré

ttum

á m

illi k

l. 18

:00

- 21:

00

• G

istih

eim

ilið

Dyn

gja

býðu

r upp

á 2

fyrir

1 í

gist

ingu

og

mor

gunv

erð

• 10

% a

fslá

ttur h

já F

lugf

élag

inu

Erni

af fl

ugi t

il og

frá

Höf

n

Á H

OR

NA

FIR

ÐITakið

þessa síðu

út

úr b

laðinu

og

gey

mið aug

lýsing

una!

sass

2.in

dd

118

.3.2

014

08:

22 e

.h.

Page 8: Eystrahorn 11. tbl. 2014

8 EystrahornFimmtudagur 20. mars 2014

Það hefur verið margt um manninn í Þórbergssetri og á Hala að undanförnu. Erlendir ferðamenn hafa flykkst að sem aldrei fyrr. Samkvæmt teljara sem settur var upp nýlega eru um 5000 gestakomur í Þórbergssetri það sem af er marsmánuði. Þann 1. febrúar voru tekin í notkun 14 ný herbergi með baði á Hala og eru nú alls 36 herbergi í notkun. Með auknu gistirými fjölgar gestum og nú er það svo að gistinætur verða fleiri í marsmánuði á Hala, en var í júlí og ágústmánuði á síðast liðnu sumri og líkur á um 90% nýtingu á gistirými. Þessi þróun er lyginni líkust, aðdráttaraflið er Jökulsárlón, íshellar og svo vonin um að sjá norðurljós. Markaðssetning fer fram á veraldarvefnum, þar sem allur heimurinn getur fylgst með hvað er að gerast á Íslandi, skoðað stórkostlegar myndir og pantað ferðir með því að ýta á nokkra hnappa á lyklaborðinu heima hjá sér. Á veturna gefur fólk sér góðan tíma að skoða sig um og kynnast okkur sem þjóð. Í Þórbergssetri leggjum við því áherslu á að kynna fyrir þjóðum heims sögu okkar og menningu og þau listaverk sem við eigum dýrust sem þjóð, þ.e. bókmenntir vorar allt frá fyrstu tíð til okkar daga. Næstu vikurnar eru líka merkir menningarviðburðir í Þórbergssetri. Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur og hann hefur lofað því að hafa grínistann með í för. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu og kaffiveitingar eru í lok dagskrár. Dagskráin í heild sinni er birt á nýjum vef Þórbergsseturs thorbergur.is. Hin árlega hrossakjötsveisla og bridgekeppni verður síðan helgina 5 - 6 apríl. Þegar hafa fjölmargir bókað sig víðs vegar af á landinu og búið er að panta hrossaketstunnuna. Allir eru velkomnir að koma og taka þátt. Það birtir yfir í sveitunum á Íslandi í atvinnulegu tilliti. Kallað er eftir aukinni framleiðslu landbúnaðarvara til að metta sívaxandi fjölda ferðamanna og ótal tækifæri eru til staðar fyrir fjölbreytt atvinnulíf m.a. með bættri nettengingu. Í Suðursveit skortir nú tilfinnanlega íbúðarhúsnæði fyrir fólk, næg atvinna er í boði árið um kring. Einnig skortir ákveðna grunnþjónustu til að fjölskyldufólk geti fest rætur, það á við um leikskóla og betri aðstæður til grunnskólanáms, en nú eru í boði. Vonandi finnst úrlausn á því á næstu árum þannig að mannlíf megi blómstra á ný og starfsfólk sem vinnur við ferðaþjónustu geti ílengst í sveitunum og orðið raunverulegir íbúar í sveitarfélaginu okkar. Þá fyrst er markmiðum okkar náð með að efla heilsárs búsetu, en um leið að bæta fagmennsku og stöðugleika í landbúnaði og ferðaþjónustu.

Á fjölmennum aðalfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga þann 12. mars sl. var samþykktur framboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí næstkomandi. Undirbúningur fyrir uppröðun á lista hófst síðastliðið haust og haldin var skoðanakönnun meðal félagsmanna í febrúar sl. Góð þátttaka var í skoðanakönnuninni og mikil samstaða á meðal félagsmanna um uppröðun á lista.Listann skipa eftirfarandi:1. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri2. Kristján S. Guðnason, matreiðslumaður3. Gunnhildur Imsland, ritari4. Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri5. Arna Ósk Harðardóttir, póstmaður6. Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfi7. Snæfríður Hlín Svavarsdóttir, leikskólastjóri8. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, húsmóðir9. Gunnar Páll Halldórsson, verkstjóri10. Erla Rún Guðmundsdóttir, bóndi11. Dóra Björg Björnsdóttir, nemi12. Gunnar Sigurjónsson, bóndi13. Örn Eriksen, fyrrverandi bóndi14. Reynir Arnarson, bæjarfulltrúi og vélstjóriFramsóknarmenn hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn í sveitarfélaginu s.l. 12 ár og verið með hreinan meirihluta s.l. 4 ár. Ljóst er með þennan öfluga hóp af frambærilegu fólki ganga Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra fullir eldmóðs til kosninga.

Virðingarfyllst, Ásgeir Gunnarsson, formaður valnefndar á lista Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga

AT V I N N AÓskum eftir að ráða starfsfólk á gistiheimilið í Hoffelli í sumar. Um er að ræða störf í þrifum á herbergum,

aðstoð við morgunverð og önnur tilfallandi störf.

Áhugasamir hafi samband

í síma 478-1514 eða á netfangið

[email protected]

Fjöldi ferðamanna og merkir viðburðir í Þórbergssetri

Framboðslisti framsóknarmanna

Lokað verður á Hótel Höfn vegna árshátíðar starfsfólks föstudaginn 21. mars og laugardaginn 22. mars.

Opnum aftur kl. 18:00 sunnudaginn 23. mars.

Stofan verður lokuð föstudaginn 21. mars til og með miðvikudeginum 2. apríl.

Rakarastofa Baldvins

Page 9: Eystrahorn 11. tbl. 2014

9Eystrahorn Fimmtudagur 20. mars 2014

Matísdagurinn mánudaginn 31. mars í Nýheimum:

– Hádegisfundur. Hefst kl. 12:15, boðið verður upp á léttan hádegisverð.

– Námskeið kl. 16:00-18:00 sem nýtist hornfirskum frumkvöðlum „Fagleg vinnubrögð, örugg matvæli“ - Upplýsingar, Óli Þór Hilmarsson [email protected]

– Sérfræðingar Matís verða til viðtals í Nýheimum frá kl. 10:30-12:00 og 13:30-16:00

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á hádegisfundinn og/eða á námskeiðið. Allir velkomnir.

Skráning og upplýsingar hjá Nínu Síbyl Birgisdóttur fyrir fimmtudaginn 27. mars netfang [email protected] sími 422 5136

Hvernig getur Matís stuðlað að samkeppnishæfari Hornafirði?

Nú í vikunni fer ný glæsileg heimasíða í loftið á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga með léninu www.sudurland.is. Vefsíðan er hugsuð fyrir okkur heimafólkið á Suðurlandi, þar sem við getum nálgast víðtækar upplýsingar um landshlutann okkar og að sjálfsögðu er hún líka fyrir aðra landsmenn. Þannig verður hún sameiginlegt andlit landshlutans út á við og inn á við. Með upplýsingasíðunni á að vera auðveldara fyrir notandann að finna hvaða afþreying og viðburðir eru í boði á Suðurlandi, hvar eru bókasöfn, sundlaugar, önnur söfn, hvar er hægt að borða og gista? Einnig er að finna upplýsingar um styrki og ráðgjöf sem er í boði í fyrir atvinnu- og menningarlíf á Suðurlandi. Verkefnið er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands sem m.a. felst í því að markaðssetja Suðurland sem góðan kost í staðsetningu fyrirtækja og stofnana, og kynna fólki Suðurland sem góðan búsetukost jafnframt því að koma á framfæri öflugu menningarlífi á á Suðurlandi, bæði fyrir íbúa og gesti.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

sudurland.is

Kristín Bára Gunnarsdóttir, verkefnastjóri upplýsingagáttar Suðurlands, sem hefur haldið utan um nýju síðuna, www.sudurland.is.

Bændur athugiðNorðlenska Höfn býður upp á vorslátrun á sauðfé

dagana 8. – 9. apríl. Vinsamlegast skráið inn sláturfjártölur sem allra fyrst.

Upplýsingar og skráning í síma 840-8870 eða á [email protected]

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðausturlands

verður haldinn í fundarsal Afls á Víkurbraut þann 3. apríl nk. kl. 20:00.• Venjuleg aðalfundarstörf, kosning í stjórn og önnur mál.• Kynning á starfsemi Ráðgjafaþjónustu krabbameinsfélagsins

í Skógarhlíð.

Kaffi á könnunni og allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Krabbameinsfélag Suðausturlands.

Til foreldrar barna í SindraJói í Jako verður í anddyri sundlaugarinnar í dag, fimmtudag, kl. 16:00-18:30 og afgreiðir pantanir. Einnig mun hann vera með fatnað til sölu. Yngriflokkaráð Sindra

Page 10: Eystrahorn 11. tbl. 2014

Tilboðin gilda 21.- 23. MaRS Aðeins í nettó höfn

Frábær opnunartilboð!

Velkomin í spennandi og

mikið endurbætta verslun nettó Höfn þann 21. mars kl. 10

PePsi - PePsi max - aPPelsínsúPerdósir

0,5l |verð áður 119 kr

Góu Hraun- eða ÆðiBiTar200 G |verð áður 225 kr

dailY CHeF - mÖndlur200 G |verð áður 2.398 kr

neTTó KaFFi400 G |verð áður 549 kr

emmess rjómaísvanillu eða súKKulaði

1l

59,- 129,- 719,- 299,-2FYRIR1

LambaLæriFRosIðkíLóverðÁðuR 1.349

998,-LambasúpukjötlauspakkaðFjallalambkíLóverðÁðuR 859

593,-

Meðal

nýjunga er :

nýtt og betra

grænmetistorg

bakað á staðnum

nýsmurt brauð

og rjúkandi kaffi