Top Banner
Framtíð Hestamannafélagsins Gusts ræðst líklega á næstu vikum. Það stefndi í alvarlega tilvistar- kreppu hjá félaginu þegar verktak- ar hófu að kaupa upp hesthús á svæðinu í stórum stíl, og á upp- sprengdu verði. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að mjög verði þrengt að reiðleiðum frá núverandi fé- lagssvæði Gusts. Bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson, mætti á fund með hestamönnum og upplýsti þar að stefnt væri að því að bjóða hestamönnum framtíðarathafna- svæði á Kjóavöllum. Núverandi formaður Gusts er Bjarnleifur Bjarnleifsson. Hann tók við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin veldi fulltrúa í viðræðuhóp við Kópavogsbæ var felld en tillaga um að Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Guðmundur Hagalínsson og Guð- mundur Pálsson skipuðu viðræðu- hópinn var samþykk með þorra at- kvæða. Athuga þarf í hverju mögu- leikar Gusts eru fólgnir á Kjóavöll- um á svæðinu milli hesthúsabyggða Andvara og Heimsenda. Bjarnleifur Bjarnleifsson, formað- ur Gusts, segir að verið sé að vinna á fullu að lausn málsins. „Við erum kannski ekki sáttir við að þurfa að fara upp á Kjóavelli, en ætli við reynum ekki að gera gott úr vondu. Ef lausnin verður aðgengileg fyrir hestamenn til framtíðar eru Kjóavellir alls ekki slæmt svæði. En við viljum fá betri aðstöðu en við höfum í dag ef við eigum að sam- þykkja að flytja okkur. Það er verið að vinna á fullu að leysa þetta mál í samstarfi við Kópavogsbæ, en einnig bæjaryfirvöld í Garðabæ. Ég er hóflega bjartsýnn að það takist vel,“ segir formaður Hestamannafé- lagsins Gusts. 2. tbl. 2. árg. FEBRÚAR 2006 Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum Ódýrari lyf í Kópavogi Ódýrari lyf í Kópavogi Íbúum Kópavogs bjóðast lyf á lægra verði í lyfjaverslun Apótekarans að Smiðjuvegi 2. Verið velkomin! Smiðjuvegi 2, Kópavogi Opið alla virka daga kl. 10-18 - segir Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður Hestamannafélagsins Gusts Byggð þéttist óðum í Vatnsendahverfi við Elliðavatn. Vatnsendaskóli hefur þegar tekið til starfa og Hörðuvallaskóli hefur starfsemi næsta haust. Svo er nú ekki alveg ónýtt að búa við vatnsbakkann, og njóta m.a. fuglalífsins sem því fylgir. Lyfjaval.is Sími 577 1160 OPIÐ 10-24 „Viljum betri aðstöðu á Kjóavöllum“
16

Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

May 19, 2020

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

Framtíð HestamannafélagsinsGusts ræðst líklega á næstu vikum.Það stefndi í alvarlega tilvistar-kreppu hjá félaginu þegar verktak-ar hófu að kaupa upp hesthús ásvæðinu í stórum stíl, og á upp-sprengdu verði. Í deiliskipulagi ergert ráð fyrir að mjög verði þrengtað reiðleiðum frá núverandi fé-lagssvæði Gusts. Bæjarstjóri,Gunnar I. Birgisson, mætti á fundmeð hestamönnum og upplýsti þar

að stefnt væri að því að bjóðahestamönnum framtíðarathafna-svæði á Kjóavöllum.

Núverandi formaður Gusts erBjarnleifur Bjarnleifsson. Hann tókvið starfi formanns fyrir skömmu afÞóru Ásgeirsdóttur, sem sagði afsér þegar tillaga á félagsfundi um aðstjórnin veldi fulltrúa í viðræðuhópvið Kópavogsbæ var felld en tillagaum að Sveinbjörn Sveinbjörnsson,Guðmundur Hagalínsson og Guð-

mundur Pálsson skipuðu viðræðu-hópinn var samþykk með þorra at-kvæða. Athuga þarf í hverju mögu-leikar Gusts eru fólgnir á Kjóavöll-um á svæðinu milli hesthúsabyggðaAndvara og Heimsenda.

Bjarnleifur Bjarnleifsson, formað-ur Gusts, segir að verið sé að vinnaá fullu að lausn málsins.

„Við erum kannski ekki sáttir viðað þurfa að fara upp á Kjóavelli, enætli við reynum ekki að gera gott úr

vondu. Ef lausnin verður aðgengilegfyrir hestamenn til framtíðar eruKjóavellir alls ekki slæmt svæði. Envið viljum fá betri aðstöðu en viðhöfum í dag ef við eigum að sam-þykkja að flytja okkur. Það er veriðað vinna á fullu að leysa þetta mál ísamstarfi við Kópavogsbæ, eneinnig bæjaryfirvöld í Garðabæ. Éger hóflega bjartsýnn að það takistvel,“ segir formaður Hestamannafé-lagsins Gusts.

2. tbl. 2. árg.

FEBRÚAR 2006Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum

Ódýrari lyfí KópavogiÓdýrari lyfí Kópavogi

Íbúum Kópavogs bjóðast lyf á lægra verðií lyfjaverslun Apótekarans að Smiðjuvegi 2.

Verið velkomin!Smiðjuvegi 2, Kópavogi

Opið alla virka daga kl. 10-18

- segir Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður Hestamannafélagsins Gusts

Byggð þéttist óðum í Vatnsendahverfi við Elliðavatn. Vatnsendaskóli hefur þegar tekið til starfa og Hörðuvallaskóli hefur starfsemi næstahaust. Svo er nú ekki alveg ónýtt að búa við vatnsbakkann, og njóta m.a. fuglalífsins sem því fylgir.

Lyfjaval.isSími 577 1160

OPIÐ 10-24

„Viljum betri aðstöðu á Kjóavöllum“

Page 2: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 20062 Kópavogsblaðið

Útgefandi: Borgarblöð ehf.

Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík

Sími: 511 1188 • 561 1594

Fax: 561 1594

Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298

Netfang: [email protected]

Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933

Netfang: [email protected]

Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson

Umbrot: Valur Kristjánsson

Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins

Dreifing: Íslandspóstur

2. tbl. 2. árgangur

Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavognum.

S T U T T A RB Æ J A R F R É T T I R

Þ á er öllum prófkjörum lokið hjá stjórnmálaflokkunum íKópavogi og við tekur að birta framboðslistanna og semjastefnuskrár. Þær verða, ef að líkum lætur, eitthvað ívafðar

loforðum til kjósenda, sem vonandi verður að einhverju leitistaðið við ef viðkomandi stjórnmálaflokkur kemst í meirihluta-samstarf um stjórn bæjarfélagsins. Þrátt fyrir að fylgi stjórn-málaflokkanna yrði óbreytt frá síðustu kosningum er ljóst aðnýir fulltrúar, nýtt fólk, sest í bæjarstjórn Kópavogs. Hjá Fram-sóknarflokknum eru það Samúel Örn Erlingsson og Una MaríaÓskarsdóttir, hjá Sjálfstæðisflokki Ásthildur Helgadóttir og hjáSamfylkingu Guðríður Arnardóttir og Jón Júlíusson. En Vinstrigrænir ætla að breyta því og koma að manni, jafnvel mönnum,og eins stefna allir núverandi bæjarstjórnarflokkar á það aðauka fylgi sitt. Það er mín von og reyndar fleiri Kópavogsbúaað kosningabaráttan verði stutt, snörp og málefnaleg, en ekkisíst skemmtileg. Það er nefnilega þannig að stjórnmál og stjórn-málabarátta þarf alls ekki að vera leiðigjörn, síður en svo. Enauðvitað er það undir frambjóðendum komið hvaða stefnumálefnabaráttan tekur.

Góð skólahljómsveit

S kólahljómsveit Kópavogs er mjög öflug hljómsveit, og fjöl-menn en í henni eru um 140 nemendur úr Kópavogi. Sveit-in hefur starfað síðan árið 1967 þegar fyrstu tónleikarnir

voru haldnir undir stjórn Björn Guðjónssonar, stofnanda sveit-arinnar. Hljómsveitin hefur spilað við nánast öll opinber tæki-færi í Kópavogi, og oft eru tilheyrendur langt að komnir, einsog t.d. þegar hljómsveitin spilar við opnun sjávarútvegssýning-arinnar í Fífunni. Þá eru Kópavogsbúar montnir af hljómsveit-inni sinni, og mega vera það. En það er ekki tekið með sitjandisældinni að verða góður spilari í hljómsveitinni, því það er æftfjórum sinnum í viku. Hljómsveitin heldur tvo fasta tónleika árhvert, en því miður hefur þurft að fara með þá til Reykjavíkurvegna þess að hljómsveitin hefur sprengt utan af sér allt hús-næði í Kópavogi. En vonandi lagast það með tilkomu óperu-hússins.

Hvergi betra að búa?

Bæjarstjórn hefur samþykkt að byggð verði 15 hæða skrif-stofu- og verslunarbygging við Smáralind og áður var búiðað samþykkja byggingu 20 hæða byggingar norðan

Smáralindar á lóð við Smáratorg. Það er vissulega ánægjulegtef þörf er fyrir allt þetta húsnæði, það eykur umferð um þettasvæði og verslun verður blómlegri, og er þó þegar orðinn veru-leg. Þessar byggingar festa líka þetta svæði í sessi sem einskonar miðbæ alls höfuðborgarsvæðisins en byggðin teygir sigstöðugt í suðurátt, en miklar lóðaúthlutanir og byggingafram-kvæmdir eiga sér stað í Kópavogi og Hafnarfirði. Með miklumframkvæmdum í Vatnsenda- og Kórahverfi heldur áfram súánægjulega búsetuþróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár íKópavogi, og tryggir stöðu Kópavogs sem eins fýsilegastasveitarfélags til búsetu á Íslandi í dag.Það er gott að búa í Kópavogi, það er enginn brandari heldurbláköld staðreynd.

Geir A. Guðsteinsson

Að afloknumprófkjörum

Kópavogsbær hlauthvatningaverðlaunSamtóns

Á hátíð sem efnt var til í Þjóðleik-húsinu vegna Íslensku tónlistaverð-launanna 2005 voru afhent sérstökverðlaun Samtóns, kölluð hvatninga-verðlaun. Þau hlaut Kópavogsbær fyr-ir öflugt tónlistar- og menningarstarf íbænum og fyrir að byggja fyrsta sér-hannaða tónlistarhús landsins og fyrirþað stefna hiklaust að bygginu óperu-hús á svæðinu vestan Gerðarsafns,Salarins og Bæjarbókasafns kópavogs.Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, tókvið hvatningaverðlaununum, enda velvið hæfi því það er fyrst og fremsthann sem er hugmyndasmiður aðbyggingu óperuhúss í Kópavogi.

Gagnrýni á reksturStrætós

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, hef-ur bent á að hugsanlega verði byggð-arsamlagið Strætó bs. leyst upp ogKópavogsbær taki aftur upp reksturstrætisvagna. Þessi umræða spretturnú upp vegna mikils kostnaðar viðrekstur Strætós og reksturinn þá í ein-hverju samstarfi við Reykjavíkurborg.Sú hagkvæmni sem átti að skila sér tilKópavogsbæjar við sameiningu SVRog Almenningsvagna hafi alls ekki skil-að sér eins og væntingar stóðu til.Gunnar segir að með stofnun Strætóshafi hann borið í brjósti vonir umbætta þjónustu og lækkun kostnaðar,en hvorugt hafi gengið eftir. Að hansmati er leiðarkerfið mjög dularfullt eðaskrýtið og fulltrúar Reykjavíkurborgarhafi ekki ljáð máls á því að keyra áminni vögnum þar sem farþegar séufáir. Kópavogsbær sat hjá þegar nýirkjarasamningar voru undirritaðir viðstarfsmannafélag Strætó og segir bæj-arstjóri ástæðuna vera þá að ekki hafilegið fyrir upplýsingar um raunveru-legan kosnað kjarasamninganna.

Nýjar reglur um þjónustu við fatlaða

Samþykktar hafa verið nýjar reglurum þjónustu við fatlaða einstaklinga.Reglurnar taka mið af nýsamþykktristefnu Félagsþjónustu Kópavogs í mál-efnum fatlaðra og kveða á um ýmis ný-mæli í þjónustunni til viðbótar viðhefðbundna liðveislu og ferðaþjón-ustu. Má þar helst nefna liðveislu fyrirheimilismenn á sambýlum, sérfræði-aðstoð og ráðgjöf fyrir fjölskyldur og

stuðningsfjölskylduúrræði. Í reglunum kemur fram að markmið

þjónustunnar er að veita fötluðum ein-staklingum og langveikum börnum, ogeftir atvikum foreldrum þeirra, félags-legan og sálfræðilegan stuðning semmiðar að aukinni félagslegri færni oggetu til að njóta mennignar og félags-lífs. Jafnframt að styrkja foreldra í upp-eldishlutverkinu með ráðgjöf sérfræð-inga og úrræði stuðningsfjölskyldna.

Samningur um aukináhrif foreldraráðsKópavogsskóla

Nýlega undirrituðu bæjarstjóri,Gunnar I. Birgisson og Jón Ólafur Hall-dórsson formaður foreldraráðs Kópa-vogsskóla samning um aukin áhrif for-eldraráðsins á stjórn skólans. Samn-ingurinn felur það í sér að foreldraráð-ið kemur að ákvörðunum um áherslurí skólastarfi og notkun þess fjármagnssem skólanum er úthlutað í fjárhagsá-ætlun. Einnig er foreldraráði heimiltað afla bakhjarla eða stuðningsaðilavið skólastarfið. Samningurinn felureinnig í sér að foreldraráðið kemur aðráðningu skólastjóra við skólann efskólastjóraráðningu ber upp á samn-ingstímanum. Samningur þessi er til-raun til að veita foreldrasamfélaginuaukin áhrif á menntun og skólastarfbarna þeirra og aðbúnað í skólanum. Ílok samningstímans skal gera úttekt áþví hvernig þetta fyrirkomulag reynd-ist og ákveða með hliðsjón af þvíhvaða skref verða tekin í átt til íbúa-lýðræðis í grunnskólum bæjarins íframtíðinni.

Stofna skal Tónminjasafn

Á fundi bæjarráðs Kópavogs nýver-ið var samþykkt eftirfarandi tillaga:

„Bæjarstjórn felur framkvæmda-stjóra tómstunda- og menningarsviðsað hafa umsjón með undirbúningi aðstofnun tónminjasafns í Kópavogiásamt 3ja manna undirbúningsnefndkosinni af bæjarráði. Tillögur nefndar-innar liggi fyrir 1. apríl nk.“

Hamragrill í nýtthúsnæði

Hamragrill í Hamraborg í Kópavogihefur flutt um set og er nú milli Sub-way og Catalínu að Hamraborg 11.Veitingasalurinn er bæði bjartari ogstærri en sá gamli og eins virðist að-gengi að eldhúsi vera betra. Íris Eva

Bachmann, veitingamaður, segistánægð með nýja staðinn, en flutning-urinn stafi fyrst og fremst af því aðeigandi eldra húsnæðisins hafi sagtleigunni upp.

Frábær þjónusta Sam-skipta í Hæðarsmára

Samskipti ehf. hefur verið starfandi íprentþjónustu í 26 ár. Í upphafi sér-hæfði fyrirtækið sig í ljósritun í stóruog smáu og síðar í stafrænni prentun.Samskipti rekur einnig öfluga merk-ingadeild og þjónustu við sýnendurvörusýninga hverskonar. Fyrirtækið erí örum vexti og eru starfsmenn nú ríf-lega þrjátíu á þremur stöðum á höfuð-borgarsvæðinu; á Hverfisgötu 33, Síðu-múla 4 og Hæðasmára 4 í Kópavogi.

Í síðast mánuði urðu mikil tímamót ísögu Samskipta er fest voru kaup áfyrstu offsetvél fyrirtækisins. Vélin eraf gerðinni Heidelberg Quickmaster DIPro og er mjög fullkomin og afkasta-mikil. Ráðnir hafa verið tveir útlærðirprentarar með gríðarlega starfs-reynslu. Miklar vonir eru bundnar viðvélina og segja má að Samskipti getinú í fyrsta sinn sinnt öllum þörfumviðskiptavina sinna á sviði prentunarog þeir dagar er vísa þurfti verkefnumfrá vegna tækjaskorts liðnir.

Fyrirlestrar um trúar-brögð í BókasafniKópavogs

Bókasafn Kópavogs stendur nú fyrirfyrir kynningu á ýmsum trúarbrögð-um. Þetta er röð fræðsluerinda semverða á miðvikudögum fram eftir vetri.Fjarlægðir jarðarkringlunnar eru alltafað styttast. Íslendingar leggjast í ferða-lög til annarra heimshluta og fólk fráöðrum löndum kemur hingað, sumirtil að setjast hér að. Því er mikilvægtað þekkja svolítið til menningar þjóðasem áður voru framandi. Einnig verð-ur litið til okkar forna átrúnaðar, Ása-trúarinnar. Þessi erindaröð er framlagbókasafnsins til að eyða fordómum ogvekja von um frið í heiminum. Þrír fyr-irlestrar eru að baki en sá næsti er 1.mars nk. og fjallar um Islam. Þar munAmal Tamimi flytur erindi um Islam,sem er höfuðtrú í Mið-Austurlöndumog víðar. Síðan verður fjallað um Ása-trú á vegum félaga úr Félagi Ásatrúar-manna og 22.mars verður kynnturZen-Búddismi sem er almennur íAusturlöndum fjær, s.s. Kína og víða.Erindin verða flutt í Kórnum á 1. hæðBókasafns Kópavogs og er öllumheimill.

Page 3: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

150 þúsund króna aukahlutapakkifylgir öllum Corolla bifreiðum: álfelgur, vindskeið og skyggðar rúður.

Verð frá 1.685.000 kr.

www.toyota.isÍS

LEN

SKA

AU

GLÝ

SIN

GA

STO

FAN

/SIA

.IS

TO

Y 31

423

01/2

006

Toyota Nýbýlavegi 4KópavogurSími: 570-5070

Toyota AkureyriBaldursnesi 1AkureyriSími: 460-4300

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbærSími: 421-4888

Toyota SelfossiFossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000

Einstaklega veglegur

Meiri Corolla – sama verð

Nú færðu í takmarkaðan tíma meiri Corolla fyrir sama verð. Veglegur aukahlutapakki gerir aksturinn enn ánægjulegri: álfelgur, vindskeið og skyggðar rúður fylgja öllum Corolla bifreiðum.

Corolla er einn vinsælasti bíll síðustu tveggja áratuga. Aksturseiginleikar, öryggi, sparneytni og lág bilanatíðni hafa skipað honum sérstakan sess í hugum Íslendinga.

Á endanum velur þú Corolla.

Page 4: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 20064 Kópavogsblaðið

Menntaskólinn í Kópavogi meðal stærstu framhaldsskóla landsins:

Menntaskólinn í Kópavogi erað verða með stærstu skólumlandsins en við hann stunda ídag nám um 1.300 nemendur ogvið hann starfa um 100 kennar-ar. Kennt er við skólann á 23mismunandi námsbrautum.Menntaskólinn í Kópavogi (MK)hefur allmikla sérstöðu meðalframhaldsskóla landsins þóttstærsti hlutinn sé hefðbundiðbóknám til stúdentsprófs, eðaum 850 nemendur sem er um65% allra nemenda skólans. Íboði eru þrjár stúdentsbrautir;náttúrufræðibraut, félagsfræða-braut og málabraut sem veitanemendum trausta og almennaundirstöðuþekkingu í bóklegumgreinum og góðan undirbúningfyrir margvíslegt háskólanám.

Sérstaðan er fyrst og fremst súað skólinn er kjarnaskóli í hótela-og matvælagreinum sem þjónust-ar allt landið og er skólinn meðfjórar iðngreinar á því sviði, þ.e.matreiðslunám, framreiðslunámeða þjónsnám, bakaranánám ogkjötiðnaðarnám. Allt eru þettalögbundnar iðngreinar. Fleirinámsbrautar tengdar þessu námieru t.d. matartæknanám, mat-sveinanám, slátraranám, smur-brauðsnám auk meistaraskólafyrir matvælagreinarnar sem erþriggja anna nám.

Auk þessa býður MK upp ánám á ferðamálabraut. Hagnýtingnámsins felst ekki síst í því aðnemendur kynnast vinnuferlumferðaþjónustufyrirtækja, fara ístarfsþjálfun og lögð er áhersla ásamstarf við atvinnulífið.

Pláss fyrir fleirií kjötiðnaði

Menntaskólinn í Kópavogi legg-ur ríka áherslu á fjölbreyttakennsluhætti og nýtingu upplýs-ingatækni í skólastarfi. Upplýs-ingatæknin er nýtt á margvísleg-an hátt í náminu og kennslanmiðast í ríku mæli við stafrænnamiðla og kennslukerfa.

Margrét Friðriksdóttir, skóla-meistari, segir að aðsókn í hótelaog matvælagreinarnar ganginokkuð í sveiflum og það megitengja saman við ástandið á at-vinnumarkaðnum.

„Ef það er mikil þensla á at-vinnumarkaðnum er síður sótt íþessar greinar en ef þrengist umatvinnutækifæri sækja fleiri íþessar greinar hérna hjá okkur.Þessar greinar eru auðvitað nokk-uð misjafnalega vinsælar, en þaðer einna vinsælast að læra mat-reiðslu. Það er venjulega biðlistieftir því að komast á samning ogeinnig að fá skólapláss hér enþað hefur verið nokkuð rýmra íhinum greinunum og við venju-lega getað þjónustað flesta þásem sótt hafa í þær greinar. Í daggætum við tekið fleiri nemendur í

kjötiðnaðarnám,“ segir MargrétFriðriksdóttir, skólameistari.

- Fá allir skólavist í MK semhyggjast stunda hefðbundið bók-nám til stúdentsprófs?

„Nei, en það er mjög misjafnteftir árum. Það hefur verið bættvið húsnæðið hér jafnt og þétt ásíðustu árum en fyrir um fjórumárum síðan var ástandið í hús-næðismálum orðið mjög slæmtog þá þurftum við að hafna um200 umsóknum í bóknámið.Svokölluð norðurálma var aðvísu rifin en í staðinn byggt tveg-gja hæða hús sem tekin var ínotkun árið 2004. Þá gjörbreyttistöll okkar aðstaða því þar fengumvið 18 nýjar kennslustofur. Fráþeim tíma hefur okkur tekist aðþjónusta nokkurn veginn allaKópavogsbúa, sem sitja fyrirskólaplássi, en samt höfum viðþurft að neita milli 30 og 40 nem-endur um skólavist síðan sú álmavar tekin í notkun. Um 30% nem-enda í bóknámi eiga lögheimiliutan Kópavogsbæjar.“

Þörf nýs framhaldsskólaí nýjum hverfum

- Í tengslum við samninga Kópa-vogsbæjar við Knattspyrnuaka-demíu Íslands hefur verið rætt umbyggingu nýs framhaldsskóla íKópavogi. Er það stuðningur viðMK ef í Kópavogi yrði starfrækturannar framhaldsskóli?

„Alveg tvímælalaust. Þetta erekki spurning um hvort heldurhvenær annar framhaldsskólitekur til starfa í Kópavogi semstaðsettur yrði upp í nýju hverf-unum upp undir Elliðavatni. Mérfinnst skinsamlegt að sá skóli

yrði starfræktur í samstarfi sveit-arfélaganna hér, því það er ljóstað Reykjavíkurborg er einnig aðbyggja þarna uppfrá, s.s. í Norð-lingaholti, og mér sýnist aðbyggðin í Garðabæ muni einnigteygja sig þarna uppeftir. Þaðþarf framhaldsskóla á þettasvæði til að þjónusta þá nemend-ur sem búa munu þarna í fram-tíðinni.

Það væri mjög góð ráðstöfunef sá skóli yrði einnig sérhæfðureins og gert var hér í MK. Slíkséræfing er af hinu góða en þáþarf skólinn að vera búinn þvínýjasta í kennslubúnaði, kennslu-efni á viðkomandi sviðum. Ég séhins vegar það ekki alveg fyrirmér sem stendur í hverju þessisérhæfing yrði fólgin, en beinast

lægi við að sérhæfingin væri aðeinhverju marki tileinkuð íþrótt-um. Það hefur líka verið talað umlistnám, s.s. listdans, en mér erkunnugt um að Verslunarskólinnhefur eitthvað verið að veltaþeim þætti fyrir sér. Það er hinsvegar áríðandi að þessi sérhæf-ing sé skoðuð ofan í kjölinn,starfsemin sé greinilega skil-greind, áður en rokið er til ogbyggður nýr framhaldsskóli.

Það er mikil fylgni við þaðmeðal skólafólks í dag á suðvest-urhorni landsins að framhalds-skólar séu sérhæfðir, og ég erfylgjandi því, en það er nokkurandstaða gegn því á landsbyggð-inni þar sem vilji er til þess aðbjóða upp á sem breiðast og fjöl-

breyttast námsframboð innansama skólans.“

- Ferðamálabrautin innan MKhefur verið að njóta vaxandi vin-sælda en þar hafa verið farnarnokkuð aðrar leiðir í námsfram-boði. Í hverju felst sú sérhæfing?

„Við leggjum sérstaka áherslu ástarfsnám í ferðamálanáminu hérí MK. Háskólarnir eru með ferða-málanám, sem er fyrst og fremstakademískt nám eða bóknám, enr héerum við fyrst og fremst aðmennta fólk fyrir atvinnulífið. Viðerum með nokkrar námsbrautir,s.s. fyrir flugliða og fyrir fólk semhyggst starfa á ferðaskrifstofumog fyrir fólk sem ætlar að sinnaalmennari störfum í ferðaþjón-ustu, t.d. á upplýsingamiðstöðum

í hinum dreifðu byggðum lands-ins. Þetta er eini skólinn semmenntar leiðsögumenn.“

Skólameistari segir að flestirþeir sem útskrifist af ferðamála-braut nýti sér þá þekkingu til aðstarfa í ferðaiðnaðinum. Þróuninhefur einnig orðið sú að margirmeð aðra menntun hafi hafiðnám á ferðamálabraut og því hafinámið nokkuð þróast út í fullorð-insfræðslu og í vaxandi mæli séfarið að kenna þessar brautir ákvöldin til að koma til móts viðþá sem eru í fullu starfi á daginneða í háskólanámi og eru að takaþetta nám með sem starfsrétt-indanám. Þetta fólk er því oftbúið að ljúka stúdentsprófi eðaháskólanámi og er jafnvel þegar

farið að starfa á þessu sviði, eðahyggst skipta um starfsvettvang.

Skólinn kominn í framtíðarhorf

Skólameistari segir Mennta-skólann í Kópavogi vera kominn íþað horf sem hann verði í fram-tíðinni, búið sé að byggja starf-semina vel upp á þremur sviðum.Búið sé að fullnýta skólalóðina tilbygginga og þær byggingar rúmameð góðu móti um 1.300 nem-endur, eða þann fjölda sem er viðnám í skólanum í dag.

Unnið er að nýrri skóla-námskrá fyrir Menntaskólann íKópavogi sem markmiðið er aðunnið verði eftir á haustönn 2006.Skólanámskrá tekur til allra þáttaskólastarfsins, eins konar „biblía“skólastefnunnnar og starfsáætl-unar skólans. Þessi nýja skóla-námskrá tengist því að mennta-málaráðuneytið hefur gefið útnýja námskrá fyrir hótel- og mat-vælagreinar auk þess sem sam-setning náms á félagsfræði- ognáttúrufræðibraut er til endur-skoðunar í ráðuneytinu.

Í haust er einnig stefnt að þvíað fá ISO-9001 gæðastjórnunar-vottun fyrir skólann sem er mjögmikilvægt vegna upplýsingatækn-innar sem verður stöðugt mikil-vægari í öllum þáttum skólaárs-ins, enda flestir nemendur tölvu-væddir. Gæðavottun er einnigmikilvæg vegna náms á hótel- ogmatvælasviði, enda er skólinn að-ili að Evrópusambandi hótels- ogferðamálaskóla. Undirritaður hef-ur verið nýr árangursstjórnunar-samningur til þriggja ára milli MKog menntamálaráðuneytisins.

Sérdeild fyrir einhverfaSíðustu fjögur 7 ár hefur verið

rekin sérdeild fyrir einhverfanemendur, en slík starfsemi var

áður rekin í Digranesskóla, entalið var eðlilegt að slík deildværi rekin í framhaldsskóla. Í dageru 7 nemendur við nám í deild-inni. Skólameistari, Margrét Frið-riksdóttir, segir að nemendur áfélagsfræðibraut við MK geti nýttsér nálægð deildarinnar með þvíað kynna sér hvað einhverfa er,og er það þá hluti af námi þeirra.

Allmargir vita ekki hvað ein-hverfa er, en gagntækar þroska-rannsóknir er samheiti yfir alvar-leg þroskafrávik sem fela í sérvíðtækar truflanir í taugaþroskaog koma venjulega fram á fyrstuárum í lífi barns. Einhverfa erundirflokkur gangtækraþroskaraskana.

Skólameistari, Margrét Friðriksdóttir, á göngum skólans meðal nemenda.

Frá útskrift MK í Digranesskóla í desembermánuði 2004.

Aðsókn í hótela- og matvælagreinartengist ástandinu á atvinnumarkaðnum

www.glersalurinn.is

Glæsilegur

veislusalur

Sími: 586 9006

Page 5: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

Á fundi bæjarstjórnar Kópa-vogs 14. febrúar sl. var fyrriumræða um þriggja ára fjár-hagsáætlun bæjarins, en síðariumræða fer fram 28. febrúarnk. Einnig var kosið í nefndiren Ómar Stefánsson bæjarfull-trúi Framsóknar vék úr hafnar-nefnd fyrir Samúeli Erni Er-lingssyni og Ásdís ÓlafsdóttirSjálfstæðisflokki vék úr hús-næðisnefnd og vinabæjarnefndfyrir Birni Ólafssyni og GróuÁsgeirsdóttur. Ljóst er að þeirsem koma nýir inn á framboðs-lista flokkanna eru þegar farnirað minna á sig með setu ínefndum.

Meirihluti bæjarráðs, og síðanbæjarstjórnar, samþykkti á fund-inum að auglýsa gamla Kópa-vogshælið til sölu. Þetta er einahúsið í Kópavogi sem teiknað eraf þáverandi húsameistara ríkis-ins, Guðjóni Samúelssyni. Konurí kvenfélaginu Hringnum söfn-uðu fyrir byggingu þess og varþað tekið í notkun árið 1926 ogrekið sem hressingarhæli til árs-ins 1939 er ríkið tók við rekstrin-um og þar rekinn holdsveikra-hæli til ársins 1974 og einnig fá-vitahæli. Breski herinn nýtti hús-ið um skeið eftir hernámið árið1940. Það hefur staðið ónotað sl.20 ár og er mjög illa farið, endaekkert viðhaldið farið fram á því.Kópavogsbær eignaðist húsiðþegar bærinn keypti af ríkinuhluta Kópavogstúns fyrir þrem-ur árum síðan. Margir álíta aðbærinn eigi að gera húsið uppog þannig varðveita hluta afmenningarsögu bæjarins.

Í umræðum um húsið í bæjar-stjórn kom m.a. fram að endur-gerð þess kosti ekki minna en100 milljónir króna samkvæmtmati Benjamíns Magnússonararkitekts . Margir vilji nýta húsiðfyrir einhver samtök tengdummenningu eða náttúruvísindumeða breyta því í íbúðarhúsnæðieða gistiheimili. Sigrún Jónsdótt-ir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinn-ar, segir að fjársterkur aðili viljikaupa Kópavogshælið og því sélagt þetta ofurkapp á að seljahúsið nú.

„Í fyrra kom fólk sem starfarmeð krabbameinssjúkum til bæj-arstjóra með mjög „fallega“ hug-mynd um starfsemi í þessu húsiog bent á ýmsa möguleikahvernig þau gætu komið að upp-byggingu hússins ef vilji stæði tilþess. Það var illa tekið í þærhugmyndir af hálfu bæjarstjóra,“segir Sigrún Jónsdóttir.

Turn byggður viðSmáralind

Á fundi bæjarstjórnar var ein-nig samþykkt að leyfa byggingu15 hæða hús við norðvesturendaSmáralindar, þ.e. að Hæðar-smára 1. Sigrún Jónsdóttir varósátt við þá afgreiðslu, aðallegavegna þess að athugasemdir fráíbúum í nágrenni Hæðarsmára 1höfðu ekki borist alla leið til bæj-arskipulagsins þrátt fyrir að þærhefðu verið merktar þannig, eða„Turn við Smáralind“.

„Þrátt fyrir það var því hafnaðað athugasemdir þessara íbúafengju sömu meðferð og annara.Það fórst fyrir að áframsendaþennan póst sem samnnanlegahafði borist til Kópavogsbæjar.Því átti að fresta afgreiðslu máls-ins meðan þær athugasemdirvoru kynntar,“ segir Sigrún Jóns-dóttir, bæjarfulltrúi.

Vond útsendingHægt er að fylgjast með um-

ræðum á bæjarstjórnarfundum ábygljulengdinni 98,3. Varla erhægt að segja að það sé vönduðútsending, hún datt t.d. oft út ásíðasta bæjarstjórnarfundi og ístað radda bæjarfulltrúa hljóm-aði skyndilega hávær rokktón-list. Nokkrum sinnum var gertfundarhlé, og þá eðlilega sett inntónlist meðan það fundarhlévarði, en undantekningarlaustvoru umræður hafnar að nýjuáður en tónlistin þagnaði. Þettaeru ekki vönduð vinnubrögð, ogþað hlýtur að vera lágmarks-krafa að sá sem stjórnar útsend-ingunni sé vakandi við það.

FEBRÚAR 2006 5Kópavogsblaðið

Kópavogshælið auglýst til söluBæjarstjórn Kópavogs:

Gamla Kópavogshælið er mjög illa farið, og verðugt verkefni að geraþað upp, hver svo sem starfsemin verður í húsinu í náinni framtíð.

Page 6: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

Framsóknarflokkurinn á þrjábæjarfulltrúa í Kópavogi, varmeð einn fulltrúa fyrir kosning-arnar 1998, bætti þá við sig ein-um og bætti aftur við sig fulltrúavið kosningarnar 2002. Þriðjimaður á lista Framsóknarflokks-ins þá var Ómar Stefánsson, semvann sigur í prófkjöri Framsókn-arflokksins í vetur og leiðir list-ann í vor. Sá sigur var jafnvel ör-uggari en margur hafði gert ráðfyrir, því það voru fleiri mætirframbjóðendur að sækjast eftirforystuhlutverkinu hjá Framsókn.

Ómar segir að hann sé alls eng-inn nýgræðingur í pólitík, hannhafi byrjað afskipti af bæjarstjórn-armálum fyrir 20 árum og verið álista síðan 1990, og það hafi ekkisíst skilað honum í forystusætið.Hann hafi í raun aldrei efast um aðhonum tækist að ná 1. sætinu.

- Þú hefur verið aðalmaður í bæj-arstjórn Kópavogs sl. fjögur ár. Íhvaða hvaða málaflokkum hefurþú aðallega verið að beita þérþennan tíma?

„Ég hef mikinn áhuga á íþrótta-málum og tómstundamálum al-mennt. Ég er sjálfur uppalinn ííþróttum og var einn fyrstu starfs-maður fyrstu félagsmiðstöðvarinn-ar í Kópavogi, Ekkó. En síðan þró-aðist þetta þannig að áhugi jókst áskipulagsmálum og ég tók sæti íbygginganefnd og síðan í skipu-lagsnefnd þegar ég varð bæjarfull-trúi. Svo kom það að sjálfu sér aðþegar börnin komu fór maður aðhafa meiri áhuga á skólamálum ogfélagsmálum.“

Nýtt fólk með nýjar hugmyndir

- Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðju-dag fórst þú úr hafnarstjórn og Sam-úel Örn Erlingsson tók þar sæti. Erþegar farið að nota þá sem skipamunu efstu sætin á framboðslistaFramsóknarflokksins í Kópavogi?

„Það eru ákveðin tímamót ístarfsemi Kópavogshafnar, Atl-antsskip eru að fara þaðan og þvíer ágætt að hleypa nýju fólki aðmeð nýjar hugmyndir. Þarna ermikið að gerast, íbúar vesturbæj-arins vilja margir hverjir fá breyt-ingar á svæðinu en þarna er m.a.verið að skipuleggja blandaðabyggð. Það er því mjög gott fyrirnýjan mann að komast með putt-ann á púlsinn.“

- Ertu sáttur við þá athygli ogframgang þeirra mála sem Fram-sóknarmenn hafa verið að beita sérfyrir innan bæjarstjórnar Kópavogsá yfirstandandi kjörtímabili. Hafaöll mál fengið farsælan endi í meiri-hlutasamstarfinu með Sjálfstæðis-flokknum?

„Nei, ég er ekki alveg nógu sátt-ur. Við Framsóknarmenn erum núekki heldur þannig að við berjumokkur á brjóst og eignum okkureinhver mál. Stjórnmál eru mála-miðlanir og í samstarfi lagar þúþig að því fólki sem þú ert aðvinna með, og þeirra skoðunum.Auðvitað gengur svona samstarfupp og niður en í flestum tilfellumhefur það gengið glimrandi vel. Enþað er ekki alltaf einhugur, enaldrei stórir árekstrar. En ef skoð-aðar eru stefnuskrár þessa flokka íKópavogi sést að það skilur ekkimikið þá að. Við erum kannskimeð meiri áherslur á fjölskyldu-gildin.“

- Kópavogsbær var að skila góð-um rekstri á síðasta ári, raunar ein-um þeim besta allra sveitarfélaga áhöfuðborgarvæðinu. Mörgum finnst

hins vegar að þessu góði rekstur séekki að skila sér til Kópavogsbúa,heldur sé verið að safna í sarpinn.Á þessi gagnrýni rétt á sér?

„Á sínum tíma keypti bæjarfélag-ið dýrt land sem var skuldfært enekki eignfært. Nú þegar verið er aðúthluta þessum lóðum koma tekj-ur af því inn í reikningana. Snjallrekstur bæjarfélagsins fyrir all-löngu síðan er nú að skila sér. Enauk þess hefur þessi góði reksturverið að skila sér í bættri þjónustuvið bæjarbúa. Það má t.d. alltafgera betur í þjónustu við aldraðaog byggja fleiri þjónustuíbúðir ogdvalarheimili. Það er verið aðhefja byggingu á 57 þjónustuíbúð-um við Sunnuhlíð og nú heyrastraddir um að það eigi að fjölgaþeim enn frekar. Ekki ætla ég aðstanda í vegi fyrir því. Svo erHrafnista að koma með nýja þjón-ustu sem felst m.a. í því að eldriborgar geti keypt þá þjónustu enhaldið áfram á búa inni á sínuheimili ef heilsan leyfir það. Enþað er ákveðin skörun við ríkið íöldrunarmálum en það er þannigað ef maður réttir þeim litla puttaer búið að naga af manni hendina.Í félagsþjónustu hefur þjónustanverið bætt, og farið þar inn á hlutisem ríkið á að sinna. En samt kem-ur ekkert frá ríkinu í staðinn. Viðhöfum m.a. bent á þetta þegar viðhöfum átti fundi með fjárlaganefndAlþingis.

Þingmenn höfuðborgarsvæðis-ins líta á sig sem þingmenn allslandsins en þingmenn landsbyggð-arinnar líta bara á sig sem þing-menn síns landshluta. Mér finnstt.d. að þingmenn okkar kjördæm-is, Suðvesturkjördæmis, séu alls

ekki nógu góðir í því að gæta okk-ar hagsmuna. Við sjáum þettaendalaust í vegamálunum og þarnægir að benda á það endalausuraðir bifreiða sem fara um Kópa-vogsgjána nánast allan daginn. Áálagstímum er þetta nánast um-ferðaröngþveiti. Við sæjum þettaekki ef þingmenn okkar væru einsog þingmenn landsbyggðarinnar.“

Hamraborgin alltaf miðbær Kópavogs

- Miðja höfuðborgarsvæðisins erað færast stöðugt sunnar, þ.e. nærHafnarfirði en ekki Kjalarnesi.Kópavogur verður stöðugt meiramiðsvæðis. Sérðu fyrir þér að sámiðbær sé í kringum verslunarmið-stöðina Smáralind, en ekki áHamraborgarsvæðinu?

„Í mínum huga verður Hamra-borgin alltaf miðbær Kópavogs. Enlandfræðilega miðjan verður lík-lega kringum Smáralindina. Bæjar-stjórn samþykkti á síðasta fundisínum að reisa mikla verslunar- ogskrifstofubyggingu við norðvestur-hluta Smáralindarinnar þó ekkiséu allir sáttir við það. Það er ekki

verið að byggja of mikið þarna,þarna er einnig verið að byggjaannan verslunar- og skrifstofuturnsem undirstrikar að þarna ermiðja svæðisins, þarna vill fólkstarfa og versla. Við getum hinsvegar ekki gert ráð fyrir að þaðverði enginn biðtimi á umferðar-ljósum en bílastæðamálum verðurhins vegar vel fyrir komið, m.a.með bílakjöllurum.“

- Hvaða mál eða málaflokkamunið þið Framsóknarmenn setjaað oddinn í kosningabaráttunnivegna bæjarstjórnarkosninganna27. maí nk.?

„Það fer nú fram stefnumótunar-vinna og þeir sem skipa 6 efstusætin á lista Framsóknarflokksinsskipta með sér málaflokkunum íþeirri vinnu og fá til liðs við sigmargt gott fólk.

Ég á hins vegar ekki von á því að

það verði nein stór deilumál milliflokkanna í kosningabaráttunni enáfram munu skipulagsmálin skiptamiklu máli og eins vilja kjósendursjá hvernig fyrirkomulag leikskól-anna verður í framtíðinni. Hversumikið og hversu hratt er hægt aðgera hann gjaldfrjálsan, eiga allirað taka þátt í þeim kostnaði?“

- Það blæs ekki byrlega fyrirFramsóknaflokknum á landsvísu ískoðanakönnunum og það hefurenginn skoðanakönnun verið gerðsérstaklega fyrir Kópavog. Þið unn-uð mann síðast, þ.e. þú komst inn.Stefnið þið að þvi að halda þessumþremur mönnum?

„Við höfum við allar kosningarsíðan 1990 farið inn í kosningarmeð fylgi Framsóknarflokksinsmun lægra í skoðanakönnunum ensíðan hefur orðið raunin á. Ég heldað það verði engin breyting þar ávorið 2006. Það er því alveg ljóstað við ætlum að halda þessumþremur bæjarfulltrúum, og viðætlum eins og við síðustu kosning-ar að gera betur en þá og helst aðbæta við fjórða manni. Bæði Lindaog Una María eru öflugar baráttu-konur sem eiga heima í bæjar-stjórn.“

- Hvað kæmi íbúum Kópavogsbest að næsta bæjarstjórn setti áoddinn, hvaða málaflokkur er mestáríðandi að fá meiri framgang enönnur mál?

„Auðvitað að sem mest værifrítt, eins og leikskólar, strætó,sund og skólamáltíðir. En sígandilukka er alltaf best og ég held aðnúverandi meirihlutaflokkar,Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-flokkur hafi unnið mjög taktvisstað því að gera góðan bæ betri. Þvíverður vonandi haldið áfram ánæsta kjörtímabili.“

Óbundnir til kosninga

- Stefnir Framsóknarflokkurinnað áframhaldandi samstarfi viðSjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosn-ingar?

„Fyrir hverjar einustu kosningarí langan tíma höfum við fariðóbundnir af yfirlýsingum í þvímáli, og því ætla ég að haldaáfram. En þetta samstarf við Sjálf-stæðisflokkinn hefur gengið vel,það er mat flestra bæjarbúa. Enþað er eðli Framsóknarflokksinsað skoða alla möguleika, bæði tilhægri og vinstri,“ segir Ómar Stef-ánsson, oddviti Framsóknarflokks-ins við næstu bæjarstjórnarkosn-ingar.

FEBRÚAR 20066 Kópavogsblaðið

„Eðli Framsóknarflokksins að líta bæðitil hægri og vinstri í meirihlutasamstarfi“

Ómar Stefánsson með fjölskyldunni á góðri stund.

Ómar Stefánsson er mikill íþróttaáhugamaður. Hér hvetur hannmeistaraflokk HK í handbolta í sigurleik þeirra gegn KA fyrirnokkrum dögum.

- segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi

Þingmenn höfuðborgarsvæðisins líta ásig sem þingmenn alls landsins en þing-menn landsbyggðarinnar líta bara á sigsem þingmenn síns landshluta. Mér finnstt.d. að þingmenn okkar kjördæmis, Suð-vesturkjördæmis, séu alls ekki nógu góðirí því að gæta okkar hagsmuna.

Page 7: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 2006 7Kópavogsblaðið

Árið 2001 var stofnað til ljóða-samkeppni á vegum Lista- ogmenningarráðs Kópavogs og Rit-listarhóps Kópavogs, sem hlautnafnið Ljóðstafur Jóns úr Vör, íminningu skáldsins. Veitt eru pen-ingaverðlaun og verðlaunagripur,en jafnframt því fær verðlauna-skáldið til varðveislu í eitt ár silf-urskreyttan göngustaf, sem var íeigu Jóns úr Vör. Á stafinn er fest-ur skjöldur með nafni verðlauna-hafa ásamt ártali. Verðlaunin eruveitt við hátíðlega athöfn á fæð-ingardegi Jóns úr Vör þann 21.janúar ár hvert.

Óskar Árni Óskarsson hlautLjóðstafinn 2006 fyrir ljóðið „Íbláu myrkri“ en um er að ræðaljóðlistarverðlaun sem veitt eruað lokinni samkeppni. Ásamt þvíað fá hinn silfurbúna ljóðstaf Jónsúr Vör til varðveislu í eitt ár, ogverðlaunagrip til eignar, hlýturvinningshafinn 500.000 krónur íverðlaun. Að þessu sinni voruinnsend ljóð 365 talsins.

Ljóðið „í bláu myrkri“ er ort fyr-ir munn þeirrar nafnlausu verusem ávallt er reiðubúin að aðbirta manneskjunni hina ljóðrænumöguleika tilvistarinnar, staldrihún við og leggi við hlustir. Héreru myndir spunnar úr orðum afmikilli list og Óskar Árni hrífurokkur með sér í undursamlegtferðalag sem hefst í ljósaskiptun-um, hefur viðkomu í hafinu, minn-inu, hanskahólfinu og draumun-um, og lýkur hjá tunglinu, fjallinuog stelpunni við bensíndæluna.En lýkur þó ekki, því þróttmikilrödd ljóðmælandans ómar áframí huga þess les eða heyrir.

Samkvæmt þeirri hefð semmyndast hefur við veitingu ljóð-stafs Jóns úr Vör veitir dómnefnd-in einnig tvær 100.000 króna við-urkenningar fyrir ljóð sem vöktusérstaka athygli hennar. Þau eru„í klæðaskápnum“ eftirDraumeyju Aradóttur og „upp-skera (úr Aðaldalsljóðum)“ eftirAra Jóhannesson.

Í dómnefnd sátu Hjörtur Páls-son, ljóðskáld og þýðandi, SoffíaAuður Birgisdóttir, bókmennta-fræðingur, og Sjón, rithöfundur,sem var formaður dómnefndar.

Helstu verk Óskars Árna Ósk-arssonar eru:

• Ljóð• Einnar stjörnu nótt (1989)• Handklæði í gluggakistunni (1986)• Myrkrið kringum ljósastaurana (1999)• Norðurleið (1993)• Vegurinn til Hólmavíkur (1997)• Örsögur• Lakkrísgerðin (2001)• Truflanir í Vetrarbrautinni (2004)

Óskar Árni Óskarsson hlautí ár Ljóðstaf Jóns úr Vör

Verðlaunahafinn, Óskar Árni Óskarsson. Mynd: Krissy

Næsta sunnudag, 26. febrúar kl.11.00, verður tónlistarmessa íHjallakirkju. M.a. verður flutt Lítilkórmessa fyrir blandaðan kór eft-ir norska organistan og tónskáld-ið Kjell Mörk Karlsen. Kjell byggirmiskunnarbænina og dýrðarsöng-inn upp á einföldum og áhrifa-miklum stefjum. Trúarjátningin erbyggð upp á lagi og sálmi Lúthersnr. 225 í sálmabókinni. Heilagur,heilagur er bygður upp eins ogdýrðarsöngurinn og kaflinn, ó, þúGuðs lamb, er byggður á sálma-bókinni nr. 234 nema í stað þessað syngja lagið í F dúr eins ogvenja er hefur Kjell lagið ífrýgískri tóntegund sem gefur þvímjög skemmtilegan lit.

Félagar úr Kór Hjallakirkju syn-gja undir stjórn Jóns Ólafs Sig-urðssonar, organista. Prestur erséra Íris Kristjánsdóttir.

Æskulýðsdagurinn íHjallakirkju

Sunnudagurinn 5. mars nk. eræskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.Þá munu krakkar og ungt fólk að-stoða og sjá um helgihald í mörg-um kirkjum. Í Hjallakirkju munukrakkar úr æskulýðsstarfinu sjáum bæði lestra og bænir viðguðsþjónustu kl. 11.00. KórSnælandsskóla kemur og munleiða söng undir stjórn HeiðrúnarHákonardóttur og undirleikariverður Lóa Björk Jóelsdóttir.Talað orð og tónlist er í höndumungs fólks í Hjallakirkju á æsku-lýðsdaginn.

Í sunnudagaskólann, sem erávallt kl. 13.00 í Hjallakirkju, kem-ur Leikbrúðuland í heimsókn ogsýnir Vetrarævintýrið um selinnSnorra. Allir eru velkomnir íHjallakirkju á æskulýðsdaginn.

Tónlistarmessa í Hjallakirkju 26. febr.

Page 8: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 20068 Kópavogsblaðið

Framkvæmdir gangasamkvæmt áætlun

Framkvæmdir við SundlaugKópavogs eru nú í fullum gangi.Verktaki er ÁF-hús. Tilboð í niður-rif á elsta hluta mannvirkisins oguppsteypu þess nýja voru opnuðrétt fyrir jól og verktakinn hófsthanda á milli jóla og nýjárs. Áðurhöfðu öll tæki, innréttingar ogannar búnaður verið tekin niðurog fjarlægð. Hafist hefur veriðhanda við grafa fyrir nýjum bún-ingsklefum, sundlaugum og pott-um. Áætluð verklok á uppsteypunýja mannvirkisins er um mánað-armótin júní/júlí nk. Verður þáhafist handa við innréttingar ogfrágang, en innréttingar í búnings-klefa og frágangur útisvæðis verð-

ur boðinn út í aprílmánuði nk. ogá því verki að vera lokið í febrúar-mánuði 2007. Frágangur 25 metralaugar verður boðinn út síðar áþessu ári. Meðan þetta ástandvarir verða sundlaugagestir varirýmissa óþæginga sem nærveraverktakans veldur. Sett hefur ver-ið niður á svæðinu „kofi“ semgegna á m.a. hlutverki útiklefa, ogannar sem hýsir m.a. aðstöðusundkennara. Ekki er allir sáttirvið þessa ráðstöfun, enda ermannfólkið misjafnlega umburð-arlynt eða þolinmótt, og svo hafasumir allt á hornum sér. Það erlíklega gangur lífsins.

Jarðvinna við Sundlaug Kópavogs er í fullum gangi. Henni fylgir tölu-verð hljóðmengun, m.a. vegna höggbora.

Tónleikar sem bera nafnið „JustJulian“ verða fluttir í Hjallakirkjulaugardaginn 11. mars nk. kl.16.00. Frumflutt verða tónverk eft-ir Julian Michael Hewlett. Framkoma Julian M. Hewlett, Ian Wilk-inson, Kristín R. Sigurðardóttir,Níels Bjarnason, Natalía Chow,Jón Ólafur Sigurðsson og kórHjallakirkju.

Tónleikarnir eru haldnir í tilefniaf 50 ára áfmæli Kópavogsbæjar,5 ára afmælis orgels Hjallakirkju

og 50 ára brúðkaupsafmælis for-eldra tónskáldsins. Julian samditónverk tileinkuð afmælisbörnun-um og verða þau frumflutt á tón-leikunum. Tónlistin er í nýrómat-ískum stíl og þykir mjög aðgengi-leg. Spilað verður á orgel og pí-anó og sungin verða einsöngs- ogkórverk. Tónlistin er mjög fjöl-breytt en meðal efnis er popptón-list, píanóverk, verk úr barna-söngleik, kórverk, orgelsvíta ogljúf einsöngslög.

„Just Julian“í Hjallakirkju

Nýjar leiðir og betri tengingar innan Kópavogs

Framundan eru breytingar áleiðakerfi Strætó sem munu bætaverulega þjónustuna við íbúaKópavogs. Leiðakerfisbreytingintekur gildi 5. mars næstkomandiog að sögn Ásgeirs Eiríkssonar,framkvæmdastjóra Strætó, er meðbreytingunni verið að sníða afhnökra sem komu í ljós þegar far-ið var að aka eftir leiðakerfinusem tekið var í notkun síðastliðiðsumar.

„Breytingarnar á leiðakerfinusem senn taka gildi taka mið af at-hugasemdum farþega okkar og við-skiptavina. Í nýja leiðarkerfinu verð-ur leiðum fjölgað um fjórar en þærbreytingar á akstursleiðum semsnúa beint að Kópavogi eru m.aþær að tengingar innan Kópavogsverða lagaðar. Við fengum meðalannars töluverðar kvartanir yfir þvíað strætisvagn skuli ekki aka af Ný-býlavegi upp að Hamraborg. Þettaverður lagað á þann hátt að íbúar íausturbænum geta nú tekið leiðnýja leið, sem er númer 25, um Ný-býlaveg og upp að Hamraborg ogíbúar vesturbæjar Kópavogs getanú gert það sama, einnig með nýrrileið sem ber númerið 26 og ekurum Kópavogsbraut, Kársnesbraut,Nýbýlaveg, Túnbrekku og Álfhólfs-veg að Hamraborg.

Leið 25 léttir á öðru vandamáli enKópavogsbúar hafa bent á að mikil-vægt sé að vagn aki um Hlíðarveg-inn, því nokkur bratti er á sunnan-verðum Kópavogshálsinum og þvímikilvægt að stytta þá vegalengdsem þarf að ganga á stoppistöð.Þetta verður lagað með leið 25 semekur hring um austurbæ Kópavogs,Álfhólsveg, Túnbrekku, Nýbýlaveg,Hlíðarhjalla og Hlíðarveg,“ segir Ás-geir.

„Breytingarnar á leiðakerfinusem senn taka gildi felast í fleiru.Tengingar innan Kópavogs verðabættar til muna. Ný leið, sem verð-ur númer 28, tengir Vatnsenda-hverfi, samkvæmt óskum íbúa, munbetur við önnur svæði Kópavogs.Vagninn mun aka í gegnum Kóra-,Sala- og Lindahverfi með viðkomu íSalalaug, að Smáralind um Dal-smára með viðkomu í Fífunni ogDigranesveg að Hamraborg, en ekkií Mjódd eins og áður var. Í ljósi þessað stofnleið 2 hefur verið lítið notuðí Kórum og Hvörfum mun hún núaka til og frá Salahverfi. Íbúar þess-ara hverfa hafa eftir sem áður kostá því að nýta sér stofnleið 2, endaleiðirnar samræmdar í tímatöflu.

Með þessum breytingum ættileiðarkerfið ætti að vera skilvirkaraog þjónustan við íbúa í Kópavogi aðvera betri.“

Umhverfisvænirstrætisvagnar

Strætó bs. lætur umhverfismálmikið til sín taka og fyrirtækiðhefur vakið athygli víða um löndfyrir að vera í fararbroddi hvaðvarðar umhverfisvænan akstur ogfyrir skömmu birtist frétt ábandarísku sjónvarpsstöðinniABC um tilraunir Strætó meðakstur vetnisknúinna strætis-vagna. Fréttin vakti það mikla at-hygli og þótti það merkileg aðnokkrir bandarískir sjónvarpsá-horfendur sáu ástæðu til þess aðsenda stjórnendum Strætó tölvu-póst, þar sem þeir lýstu ánægjusinni með tilraunina og um leiðáhyggjum yfir notkun orkugjafasem eru mengandi fyrir umhverf-ið. En Strætó vill gera enn beturog nýverið hófst tilraunaaksturmeð tveimur strætisvögnum semganga fyrir innlendri orku,metangasi sem verður til á urðun-arstað Sorpu í Álfsnesi

Ásgeir Eiríksson, framkvæmda-stjóri Strætó, er afskaplegaánægður með nýju vagnana sembrenna eingöngu metangasi. „Al-menningssamgöngur eru í eðlisínu umhverfisvænar, því þærdraga úr notkun einkabíla. En viðgetum gert betur og því fagna ég

þessari tilraun okkar meðmetangasið sem er orkugjafi semverður til við niðurbrot á lífræn-um úrgangi. Reyndar má segja aðnotkun metangassins hafi tvíþætt-an ávinning fyrir umhverfið. Ífyrsta lagi er metan gróðurhúsa-lofttegund og hefur mun meirigróðurhúsaáhrif en koltvísýring-ur. Nýting þess kemur því í vegfyrir að það berist út í andrúms-loftið og valdi þar gróðurhúsaá-hrifum.“

Sáralítil mengun„Metangasið er einnig mun um-

hverfisvænna en hefðbundið bíla-eldsneyti, því mælingar hafa sýntað einn metangasbíll mengar jafnmikið og 113 bensín- og díselbílar.Það má tína meira til, því metaniðer 30% ódýrara en bensín ogdísel, þannig að rekstur metan-bíla er mun hagkvæmari en geng-ur og gerist með bíla sem brennahefðbundnu eldsneyti,“ segir Ás-geir og bætir við að kraftur ogvinnsla metanbílanna sé ekki íneinu frábrugðin því sem er meðaðra bíla.

Gasnotkun er hverfandi hér álandi og margir Íslendingar óttastgas, bæði sprengihættu og þauáhrif sem gasleki getur haft í förmeð sér. Ásgeir segir ekki ástæðutil þess að óttast metangasið, „þvíþað er í raun mun hættuminnaeldsneyti en bensín. Metan erekki hættuleg lofttegund og ermun léttara en andrúmsloftið oggufar því hratt upp. Metan er lykt-arlaus lofttegund en á lokastigihreinsunarinnar er sett sérstaktlyktarefni saman við metanið tilþess að ökumenn verði varir viðleka, ef svo ólíklega fer að lagnirgefi sig. En metan er langt frá þvíeins eldfimt og bensín, þannig aðmetanið er mun hættuminna enþað eldsneyti sem alla jafna ernotað á bíla hérlendis.

Þótt Strætó sé nýfarinn að notametanbíla, hafa þeir verið í notk-un hér á landi í nokkur misseri.Sorpa er til að mynda með 14metanbíla í umferð og 12 önnurfyrirtæki reka nokkra metanbílahvert. Engin óhöpp hafa orðið íþessum bílum sem rekja má tilmetangassins,“ segir Ásgeir Ei-ríksson, framkvæmdastjóriStrætó bs.

Steinun Valdís Óskarsdóttir,borgarstjóri í Reykjavík og BjörnH. Halldórsson, framkvæmda-stjóri Metan hf. dæla metangasiá fyrsta strætisvagninn. ÁsgeirEiríksson, framkvæmdastjóriStrætó, fylgist með.

Sundlaug Kópavogs

borgarblod.is

Page 9: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 2006 9Kópavogsblaðið

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins íKópavogi, vegna bæjarstjórnar-kosninganna í vor, fór fram 21.janúar sl. Gunnar I. Birgisson,bæjarstjóri, varð í fyrsta sæti ogmun leiða lista flokksins, í 2. sætivarð Gunnsteinn Sigurðsson, í 3.sæti Ármann Kr. Ólafsson, í 4.sæti Ásthildur Helgadóttir og í 5.sæti Sigurrós Þorgrímsdóttir.Sjálfstæðisflokkurinn á fimm full-trúa í bæjarstjórn Kópavogs á yf-irstandandi kjörtímabili. Ármannskipaði 2. sætið við síðustu bæjar-stjórnarkosningar og Gunnsteinnþað þriðja, en þeir hafa nú sæta-skipti. Ásthildur er ný á listanum,og einnig þær konur sem náðu 7.,8. og 9. sæti listans, en í 10. efstusætunum urðu 7 konur.

Úrslit prófkjörsins voru þessi:

1. Gunnar I. Birgisson2. Gunnsteinn Sigurðsson3. Ármann Kr.Ólafsson4. Ásthildur Helgadóttir5. Sigurrós Þorgrímsdóttir6. Margrét Björnsdóttir7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir8. Gróa Ásgeirsdóttir9. Lovísa Ólafsdóttir10. Jóhanna Thorsteinson11. Bragi Michaelsson12. Gísli Rúnar Gíslason13. Hallgrímur Viðar Arnarson14. Pétur Magnús Birgisson15. Ingimundur Kr. Guðmundsson

Ásthildur Helgadóttir var af mörgum talin sigurvegari prófkjörs Sjálf-stæðisflokksins, en hún hafnaði í 4. sæti. Hún er hér með ÞorgerðiKatrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sem fylgdist með taln-ingu atkvæða ásamt fjölda fólks.

Bæjarstjóri leiðir listaSjálfstæðisflokksins íkosningunum í vor

Unglingastarf Leikfélags Kópa-vogs hefur starfað með blóma ívetur en um það bil tíu krakkará aldrinum 13 - 16 ára hittastnokkrum sinnum í viku í Hjáleig-unni. Eru það bæði leikarar oghljóðfæraleikarar. Stefnt er aðfrumsýningu á nýju íslenskuleikverki seinni hluta marsmán-aðar. Verkefnið er styrkt afKópavogsbæ.

Leikritið fjallar um unglinga ísamtímanum, með alvarlegumundirtóni en gleðin er þó nálæg. Ísýningunni verður flutt lifanditónlist og því ljóst að unglingarnireru að færast talsvert mikið ífang. Það er auðvitað fagnaðar-

efni að metnaður unglinganna sétil staðar í hæfilegu magni.

Leikritið er skrifað á æfingatím-anum af leikstjóranum, HrundÓlafsdóttur, en hún er leikskáld,framhaldsskólakennari og gagn-rýnandi. Aðstoðarleikstjóri erArnar Ingvarsson. Síðastliðiðhaust var leikrit Hrundar, Frelsi,sýnt í Þjóðleikhúsinu en það fjall-ar um ungt fólk á framhaldsskóla-

aldri í íslenskum samtíma. Kjarnileikhópsins eru krakkar sem hafaverið áður á grunnnámskeiði íleiklist hjá Hrund, en nokkrirunglinganna eru að starfa meðLeikfélagi Kópavogs í fyrsta sinn.En betur má ef duga skal, því ennvantar karlkyns leikara í hópinnog eins er þörf á fleira aðstoðar-fólki.

Unglingar hjá LeikfélagiKópavogs munu sýna leikverkum unglinga í samtímanum

Sparisjóður Kópavogs undirrit-aði samning nú á dögunum viðGallerí Lind og Kópavogsbæ umvaxtalaus listaverkalán. SPK villmeð þessu móti auðvelda list-unnendum að eignast falleglistaverk og stuðla að aukinniverslun hjá galleríum í Kópa-vogi.

Það voru þau Carl H. Erlingssonsparisjóðsstjóri SPK, SigurrósÞorgrímsdóttir formaður lista- ogmenningarráðs Kópavogs og Sig-

ríður Jónsdóttir eigandi GalleríLindar sem skrifuðu undir samn-inginn.

Listaverkalán er frábær leið tilað eignast fallegt listaverk, en lán-ið getur verið til allt að þriggja áraog allt að 600.000 krónur. Heimilter að greiða inn á lánið og greiðaþað upp hvenær sem er á láns-tímanum. Auðvelt er að sækja umlánið, en það er gert hjá GalleríLind á www.spk.is eðawww.galleri.is

Vaxtalaus listaverkalánhjá SPK

Him

inn

og

ha

f /

SÍA

ÖLL

ALMENN

PRENTUNSÍMI 561 1594

895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14

NETFANG: [email protected]

Page 10: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

Lyf og heilsa hefur flutt apó-tekið að Hamraborg 11 íHamraborg 8, yfir Gjánni íKópavogi og um leið lokað ap-óteki sínu í Hamraborg 11. Umer að ræða um 100 ferm. versl-un í nýju húsi sem byggt varyfir Gjána, það er yfir Hafnar-fjarðarveginn sem hefur skiliðað byggð í vesturbæ og miðbæKópavogs. Í sama hús er ein-nig Heilsugæsla Kópavogs ogLandsbankinn.

Í Lyf og heilsu Hamraborg ergleraugnaverslunin Augastaðursem er ný gleraugnaverslun erbýður upp á gleraugu, linsur,sjónmælingar og sjónfræðing ástaðnum. Augastaður er í eiguLyf og heilsu. Komi í ljós viðsjónmælingar að þörf er á augn-lækningu vegna þess að í ljóskemur einhvers konar augn-skaði, er viðkomandi viðskipta-vini bent á að hafa samband viðaugnlækni.

Í apótekinu er auk lyfja boðiðupp á gott úrval af heilsuvör-um, hjúkrunarvörum og snyrti-vörum. Eins og í öðrum apótek-um Lyf og heilsu er í boði heim-sending á lyfjum og þeir við-skiptavinir sem taka lyf að stað-aldri, eiga kost á tölvustýrðrilyfjaskömmtun. Viðskiptavinir

geta auk þess fengið blóðsykur-, blóðfitu- og blóðþrýstings-mælingu í apótekinu. MagnúsJónsson er lyfsali apóteksins.

Hjúkrunardeild er starfrækt íLyf & heilsu Hamraborg þarsem m.a. er boðið upp á mikiðúrval mælum og öðrum vörumfyrir sykursjúka, stómaþega ogfleiri. Þar er einnig sérstakt ráð-gjafaherbergi þar sem unnt er

að afgreiða og spjalla við við-skiptavini.

Ingvar Stefánsson hefur um-sjón með uppbyggingu optik-hluta Lyfja og heilsu, þ.e. Auga-staðar sem er kallað „shop inshop“ eða búð í búð. Hann seg-ir það vera stóran kost fyrir Lyfog heilsu, og ekki síður við-skiptavinina, að vera í samahúsi og heilsugæslan, sem ný-lega flutti í húsið. Ingvar segirað meðal annars hafi Lyf ogheilsa keypt hlut í smásölu-rekstri innanlandsdeildar stoð-tækjafyrirtækisins Össurar,Flexor, og í verslun Lyfja ogheilsu á Akureyri sé verslaðmeð vörur frá Flexor, þ.e. búð íbúð auk Augastaðar. Ekki erskotið loku fyrir það að þaðgæti ekki gerst annars staðar.

Almenningur krefstmeiri þjónustu

„Tilgangurinn er fyrst ogfremst bætt þjónusta við Kópa-vogsbúa og það er mjög rökréttað vera með sjónmælingar oggleraugnaverslun í apóteki þvíþað er oft sama fólkið sem notarlyf og notar gleraugu. Um 80%þeirra sem eru 45 ára og eldrinota gleraugu og á þeim aldrifjölgar einnig þeim sem nota lyf.Almenningur krefst líka stöðugtmeiri þjónustu og þetta er baraein af okkar aðferðum við aðauka hana. Lyf og heilsa hefurskilgrein sig upp á nýtt ogheilsuþátturinn hefur fariðvaxandi, þ.á.m. augnheilsa. Þaðhefur einnig farið vaxandi sala ávítamínum í apótekum og meðþví má segja að verið sé í auknumæli að fara út í sölu á vörumsem eru fyrirbyggjandi, þ.e.vörum sem m.a. að draga úrlíkum á ýmsum sjúkdómum,“segir Ingvar Stefánsson.

FEBRÚAR 200610 Kópavogsblaðið

16” pizzameð allt að 4 álegg

2l gos á

99 kr.með öllumpizzum

2l gos á

99 kr.með öllumpizzum

Lyf og heilsa flytur yfir á Gjána

Starfsfólk Lyfja og heilsu í Hamraborg í stórglæsilegri og aðgengi-legri versluninni. Hægra megin er aðstaða Augastaðar.

Rökrétt að vera með sjónmælingar og gleraugnaverslun í apóteki

Guðríður Arnardóttir varð efstí prófkjöri Samfylkingarinnar íKópavogi sem fram fór 4. febrú-ar sl., og leiðir því listann í vor.Samfylkingin á þrjá fulltrúa íbæjarstjórn Kópavogs á yfir-standandi kjörtímabili.

Frá haustinu 2004 hefur Guðríð-ur kennt eðlis- og efnafræði viðFjölbrautaskólann í Garðabæ ogsamhliða því verið lausapenni hjátímaritinu Eiðfaxa og tímaritinuHestum. Sl. 4 ár hefur hún starfaðá fréttastofu Stöðvar 2, nú NFS,við gerð og flutning veðurfrétta.

Hafsteinn Karlsson bæjarfull-trúi varð í öðru sæti, Jón Júlíus-son íþróttafulltrúi Kópavogsbæj-ar í því þriðja og Flosi Eiríkssonbæjarfulltrúi í fjórða sæti. Flosileiddi listann við síðustu bæjar-stjórnarkosningar en ákvað nú aðsækjast eftir 4. sætinu og fjölgaþar með bæjarfulltrúum Samfylk-ingarinnar, nái hann kjöri.

Úrslit í prófkjörinu urðueftirfarandi:

1. Guðríður Arnardóttir 2. Hafsteinn Karlsson 3. Jón Júlíusson 4. Flosi Eiríksson 5. Ingibjörg Hinriksdóttir 6. Kristín Pétursdóttir 7. Þór Heiðar Ásgeirsson 8. Ragnhildur Helgadóttir 9. Björk Óttarsdóttir 10. Rut Kristinsdóttir 11. Bjarni Gaukur Þórmundsson 12. Margrét Júlía Rafnsdóttir 13. Jens Sigurðsson 14. Arnþór Sigurðsson 15. Guðmundur Örn Jónsson 16. Hreiðar Oddsson 17. Hulda Björg Sigurðardóttir 18. Tjörvi Dýrfjörð 19. Þorsteinn Ingimarsson 20. Jóhann Guðmundsson 21. Sigurður M. Grétarsson

Guðríður Arnar-dóttir leiðir listaSamfylkingarinnar

Einn kemur þá annar fer. Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, hefurákveðið að gefa ekki kost á sér við næstu bæjarstjórnarkosningar.Hér fagnar hún með sigurvegara prófkjörs Samfylkingarinnar í Kópa-vogi, Guðríði Arnardóttur, sér á hægri hönd þegar úrslit lágu fyrir.

Page 11: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

Blikksmiðjan Blikkás - Funiflutti nýlega í stórglæsilegt hús-næði að Smiðjuvegi 74. Fyrirtæk-ið hefur sérhæft sig í loftræsti-kerfum og er stærstur hlutiveltunnar í slíkum verkum. Enauk þess er fyrirtækið í allri al-mennri blikksmiðjuvinnu, s.s.formun á álklæðningum á húsog með fasta framleiðslu sem erBreiðfjörðs-mótatengi. Síðan fyr-irtækið Funi var keyptur hefurframleiðsla reykröra verið vax-andi þáttur sem og sala á ofnum,og hefur salan aukist um 300% áþremur árum. Það er fyrst ogfremst aukin eftirspurn á mark-aðnum sem veldur því í beinumtengslum við aukin fjárráð al-mennings en stöðugt fleiri viljahafa eldstæði í íbúðinni sé þesseinhver kostur. Aukningin erfyrst og fremst í íbúðum í þétt-býli, ekki í sumarhúsum.

Sigtryggur Páll Sigtryggsson,framkvæmdastjóri og blikksmið-ur, segir að Blikkás hafi veriðstofnað í janúarmánuði 1984 ennokkrum árum áður hafi hannbyrjað starfsemi í smáum stíl, þ.e.í bílskúr og fyrsta árið var ekkium neina framleiðslu að ræða,heldur var fyrst og fremst umuppsetningar á loftræstikerfumað ræða og mikið unnið fyrir ým-iss blikksmiðjufyrirtæki sem und-irverktaki. Það voru ekki stöðugverkefni og því fór Sigtryggur aðkaupa verkfæri til að brúa dauðatíma þegar verkefni skorti.

Úr einyrkjun í bílskúr í32 manna fyrirtæki

Bílskúrinn varð fljótlega of lítillog því fór starfsemin að Smiðju-vegi 18 og síðan að Skemmuvegi40 í Kópavogi.

„Ég keypti hlutabréfin í Blikkverað Skeljabrekku um 1990 og hugð-ist endurreisa fyrirtækið sem var

illa statt. Ég flutti starfsemi Blikk-áss þar inn en þá var starfs-mannafjöldinn kominn í 6 til 7karla. Það var ekki stoppað þarnema í tæp 2 ár því það var ekkihægt að bjarga Blíkkveri. Ég ogbróðir minn, Ólafur, sem er meðmér hér í rekstrinum, keyptum þáSkemmuveg 36 og fluttum Blikkásþangað inn. Nokkrum árum síðarvar byggt við það húsnæði. Þaðhúsnæði varð fljótlega of lítið þarsem innflutningsþátturinn varðstöðugt viðameiri, aðallega þak-rennur og tengd aðföng.

Við lögðum þá fram gögn tilbæjaryfirvalda vegna beiðni umfrekari viðbyggingu við Skemmu-veg 36 alveg niður að Reykjanes-braut í sömu línu og Steiniðjan er,en eitthvað fór það fyrir brjóstið áumhverfissinnum í bænum vegnaþess að þar fyrir neðan voruörfáar birkihríslur sem þurfti aðvernda.“!

Sigtryggur segir að þegar ekk-ert gekk eða rak í viðræðum viðKópavogsbæ um byggingaleyfihafi verið farið af rælni í viðræðurvið Kolvið Helgason í Funa viðDalveg. Það leysti ákveðin vanda-mál að sameina fyrirtækin, en inn-flutningsþátturinn og sölustarf-semin var þá flutt á Dalveginn ensmiðjureksturinn fluttur allur uppá Skemmuveg. Þessar áætlanirgengu eftir, og Funi var keyptur.

Ekki pólitísk ákvörðun„Segja má að í kjölfarið á kaup-

unum hafi okkur verið úthlutaðþessari lóð að Smiðjuvegi 74, envið höfðum áður sótt um hana, envorum í mikilli samkeppni viðfleiri aðila um þessa lóð hér. Égheld að Kópavogsbær hafi viljaðsinna okkur og komast út úrþeirri kreppu sem þeir vorukomnir í með því að hafnastöðugt umsóknum okkar um

stækkun við Skemmuveginn. Þeirleystu húsnæðisvandamál okkarmeð þessum hætti. Það var sagtað þetta væri pólitísk úthlutun, enmeð því að skoða þá sem sóttuum lóðina á móti okkur sé ég ekkiað það eigi við nokkur rök aðstyðjast. Okkar fyrirtæki var aukþess með lengstu rekstrarbúsetu

allra þeirra fyrirtæki sem sóttuum lóðina. Við töldum með kaup-um á Funa hefðum við verið búnirað leysa okkar mál, en við sett-umst niður og ákváðum að þiggjalóðina og byggja.

En ef fyrirtækið stækkar ennfrekar er ekki pláss fyrir okkur íKópavogi. Það er einfaldlega ekki

gert ráð fyrir svona atvinnustarf-semi í bænum.“

Auðveldara að forðastkennitöluflakkara

Sigtryggur segir að aðkoman séólíkt betri á Smiðjuveginum enþeir hafa átt að venjast, t.d. áSkemmuveginum, auk þess aðvera í mun stærra húsnæði. Búiðer að selja húsnæðið við Skemmu-veginn en húsnæðið við Dalveg-inn verður fyrst og fremst notaðvið lagerhald að sinni. StarfsmennBlikkás - Funa eru í dag 32 talsins.

- Samtök iðnaðarins hafa veriðdugleg við að benda á iðnaðarfyr-irtæki eða einyrkja sem stundaðhafa svokallað kennitöluflakk, ogþannig oft komist upp með aðsvíkja undirverktaka um umsamd-ar greiðslur. Hafið þið lent í slíkum„vef“?

„Á fyrstu sex árum míns rekst-urs tapaði ég geypilegum pening-um á svona starfsemi, og öllumínu eigin fé, og jafnvel gott bet-ur. Mitt stolt og heiðaleiki hindr-aði að ég tæki sjálfur upp slíkvinnubrögð, en með aðstoð við-skiptabankas voru ermar brettarupp og byrjað þar sem frá varhorfið. Þetta er ekki vandamál hjámér í dag. Undanfarin ár hafa af-skriftir verið 0,1%, sem tekur ekkiað nefna og alls ekki að gera veð-ur út af. Þegar maður er kominnmeð fótfestu og með fyrirtækisem er vel kynnt þá forðast þessimenn mann, og svo getur maðursjálfur forðast þá. Það var gertátak gegn því að menn gætu fariðá milli smiðja og safnað skuldumá vegum Félags blikksmiðjueig-enda með því að útbúa „svartanlista.“ Fyrirtækið Skuldaskil gefursig út fyrir það í dag að gera listayfir aðila sem eru að leika þennanleik, og því er auðveldara nú aðvarast viðskipti við þá,“ segir Sig-tryggur Páll Sigtryggsson, fram-kvæmdastjóri Blikáss - Funa.

FEBRÚAR 2006 11Kópavogsblaðið

Rúnar Jóhann Guðmundsson, Kolviður Helgason fyrrverandi eigandiFuna og Sigurður Hafsteinsson hjá Vektor sem teiknaði húsið. Sala ofnaeins og þeir standa hjá hefur aukist gríðarlega undanfarin misseri.

Eigendur Blikkás - Funa, bræðurnir Sigtryggur Páll og Ólafur.

Blikkás - Funi í glæsilegt húsnæði að Smiðjuvegi 74:

Smíði loftræstikerfa aðall fyrirtækisins

Föstudaginn 27. janúar sl. varundirritaður samningur milliAtlantsskipa og Hafnarfjarðar-bæjar um aðstöðu fyrirtækisinsí Hafnarfjarðarhöfn en Atlants-skip hafa fengið úthlutað lóð hjáHafnarfjarðarbæ nr. 29 við Ós-eyrarbraut. Samningurinn gerirAtlantsskipum kleift að þrefaldagámavöll fyrirtækisins ásamtþví að byggja upp skrifstofur ogvöruhús á svæðinu. Svæðið

sjálft er um 40.000 fermetrar aðstærð. Gert er ráð fyrir að tekjurhafnarinnar aukist um nálægt 50milljónum króna árlega vegnaþessa, en um Hafnarfjarðarhöfner flutt árlega tæp ein milljóntonna.

Kópavogsbær sagði nýlegaupp samningum við Atlantsskipvegna starfsemi félagsins íKópavogshöfn á Kársnesinu.

Atlantsskip frá Kársnesi í Hafnarfjörð

Page 12: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 200612 Kópavogsblaðið

Ein stærsta ræstingaþjónusta landsins

Hreint ehf. að Auðbrekku íKópavogi var stofnað 12.desember 1983 og er ein elstaog stærsta ræstingaþjónustalandsins. Starfsemi fyrirtækis-ins hefur frá upphafi verið íAuðbrekkunni og hefur alla tíðsnúist um að þjóna fyrirtækj-um og stofnunum á höfuðborg-arsvæðinu öllu með regluleg-um ræstingum og tengdri þjón-ustu. Hreint þjónar mörgumtugum fyrirtækja og stofnana ásviði heildarlausna í ræstingar-þjónustu og ræstir hundruðiþúsunda fermetra atvinnuhús-næðis. Fyrirtækið hefur vaxiðumtalsvert undanfarin ár oghefur reksturinn þrefaldast ásíðustu þremur árum.

Í júní 2004 hófust ræstingar áSuðurlandi á vegum fyrirtækis-ins, aðallega á Selfossi og ernú um 10% af umsvifum félags-ins þar.

Sl. haust tók fyrirtækið viðstærsta verkefni sínu til þessameð því að taka við ræstingum í

verslunarmistöðinni Smáralind íKópavogi sem landsmenn þekk-ja vel. Sakir þess sprengdi fyrir-tækið utan af sér húsnæðið, ogvar það stækkað haustið 2005.Þá tekin í notkun stærra þvotta-hús og lager ásamt kennsluað-

stöðu og aðstaða ræstingastjórabætt. Í ársbyrjun 2006 vinna 120til 130 manns hjá Hreint og ergert ráð fyrir að þeim fjölgitöluvert á árinu.

Ari Þórðarson, framkvæmda-stjóri Hreint, segir að faglegræsting sé mikilvægur þáttur íviðhaldi atvinnuhúsnæðis.Íburðarmiklar innréttingar,tæknibúnaður og margvísleggólfefni, krefjist réttra aðferða,áhalda og efna svo að vel megifara. Við ræstingu sé gott skipu-lag og rétt skilgreining á ræsti-þörf lykilatriði varðandi kostn-að. Þess vegna sé ræsting fag-manna ekki bara betri, heldurlíka ódýrari.

Persónulegt sambandog trúnaður ekki síðurmikilvægt

„En ræstingarþjónusta snýstekki bara um fagleg vinnubrögð,heldur líka um persónulegtsamband við viðskiptavininn,þar sem trúnaður er í heiðrihafður. Til að standa undir þvítrausti sem okkur er sýnt, vönd-um við sérstaklega valið ástarfsfólki, leiðbeinum því ogbiðjum það að ganga um vinnu-staði sína, eins og það vill aðgengið sé um heimili þeirra.

Við teljum Hreint mjög verð-ugan valkost á vaxandi íslensk-um ræstingarþjónustumarkaðiþar sem krafist er faglegravinnubragða í öllum þáttumþjónustunnar. Við gerum ein-föld, skýr og skrifleg tilboð í öllverkefni og klæðskerasaumumþau að ólíkum þörfum þeirrasem til okkar leita. Við búumyfir þekkingu og reynslu semer vandfundin hér á landi,“segir Ari Þórðarson, fram-kvæmdastjóri.

Á nýliðnu ári söfnuðust sam-tals 77.046 krónur fyrir tilstilli 66ungra Kópavogsbúa sem héldutombólur, skipulögðu flöskusafn-anir eða söfnuðu fyrir félagiðmeð öðrum hætti. Krakkarnirfengu góðar móttökur í sjálf-boðamiðstöð Kópavogsdeildar íHamraborg 11 og þar var séð tilþess að mynd af þeim rataði ífjölmiðla. Kópavogsdeild þakkarþessum dugmiklu krökkum fyrirstuðning þeirra við starf félags-ins en allur ágóði af söfnunkrakkanna rennur til stuðningsbörnum í neyð í gegnum Rauðakross verkefni erlendis. Nú í byrj-un nýs árs hafa fleiri Kópa-vogskrakkar sýnt hug sinn í verki

og safnað fyrir Rauða krossinn. Nýlega afhentu vinkonurnar

Aníta Sævarsdóttir og ÁstrósÓmarsdóttir KópavogsdeildRauða kross Íslands 1.651 krónusem var ágóði af tombólu semþær héldu fyrir utan Nóatún íHamraborg. Stelpurnar sögðuststaðráðnar í að safna meiru fyrirRauða krossinn, til dæmis meðþví að syngja fyrir fólk. Þærsögðust vera heppnar að búa áÍslandi því hér væri aldrei stríð.Auk þess sögðust þær vera bún-ar að sverja upp á æru sína ogtrú að vera vinkonur um aldur ogævi og rífast aldrei. Sögðust þærtrúa því að sú sem sliti vinaeið-inn yrði fyrir eldingu.

Duglegir safnarar og góðar vinkonur, þær Aníta Sævarsdóttir ogÁstrós Ómarsdóttir.

Tombólubörn söfnuðu77.046 krónum árið 2005

Kópavogsdeild Rauða krossins:Hreint í Auðbrekkunni:

Smiðjuvegur 11 (gul gata) - 200 KópavogurSími: 517 2042 - GSM: 863 6310 - Fax 587 2041Netfang: [email protected]: www.profsteinn.is

Bókhaldsþjónusta fyrir

einstaklinga

og fyrirtæki sem byggir

á langri reynslu

úr íslensku atvinnulífi

Þú skalt skátivaka og vinna

Skátafélagið Kópar í Kópavogikom saman í Hjallakirkju sl.sunnudag þar sem ljósálfar og yfl-ingar voru vígðir inn í skátahreyf-inguna og síðar einnig einnig skát-ar. Félagsforingi Kópa, ÞorvaldurSigmarsson, setti og stjórnaði há-tíðinni, en m.a. voru gamlir skátarheiðraðir sem og bygginganefndKópa sem bar hita og þunga afbyggingu hins glæsilega félags-heimilis skáta við Digranesveg.

Sr. Sigfús Kristjánsson fór með

bæn, skátahöfðingi Íslands, Mar-grét Tómasdóttir, fluttu ávarp ogSkátakór Kópavogs, eldri skátar,söng við undirleik Jóns Ólafs Sig-urðssonar organleikara. Í lok at-hafnar var fánaborg borin úrkirkju og niður í félagsheimilið.

Skátafélagið Kópar var 60 ára ígær, 22. febrúar. Skátahreyfinginer stærsta æskulýðshreyfing íheiminum. Á Íslandi eru um 2.500skátar, víðs vegar um landið.

Ljósálfarnir sem teknir voru inn sl. sunnudag.

Skátarnir voru fjölmargir sem teknir voru inn í skátahreyfinguna.Skátastarf í Kópavogi er greinilega með miklum blóma.

Page 13: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 2006 13Kópavogsblaðið

Page 14: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

Golfklúbbur Kópavogs ogGarðabæjar fékk nýlega afhent-an farandbikarinn Bleika Bikar-inn, fyrir að vera sá golfklúbbursem safnaði mestu fé í samstarfs-verkefni Krabbameinsfélags Ís-lands og Golfsambands Íslandssem hófst á síðasta ári.

Samstarfið felur í sér að golf-klúbbar taka að sér að halda sér-stök golfmót fyrir konur undirnafni Bleika bikarsins og rennurallur ágóði af mótunum til rann-sókna á brjóstakrabbameini. Ságolfklúbbur sem skilar mestumtekjum til söfnunarinnar á hverjuári fær Bleika bikarinn til varð-veislu í eitt ár.

GKG hélt golfmót Bleika bikars-ins í júní á síðasta ári. Ágóðinn afmótinu nam á þriðja hundraðþúsund króna. Bleiki Bikarinnverður aftur á dagskrá hjá GKG23. júní á þessu ári. Jónas BragiJónasson glerlistamaður gerðiBleika bikarinn sérstaklega afþessu tilefni.

Í fyrra var keppt á tveimur stöð-

um en þrjátíu klúbbar tengdustátakinu með sölu á varningi. Aðminnsta kosti fimmtíu golfklúbbar

halda mót í sumar og fleiri hafasýnt áhuga.

Í liðlega 31 ár eða frá árinu1964 hafði Kópavogsbær í sam-vinnu við félög í bænum veittum 160 viðurkenningar fyrirsnyrtilegt umhverfi, fallegustugarða eða lóðir bæjarins.

Á árinu 1995 varð breyting áog núverandi fyrirkomulag tekiðupp. Ár hvert veitir Umhverfis-ráð einstaklingum og/eða fyrir-tækjum viðurkenningar fyrir end-urgerð húsnæðis; hönnun; frá-gang húss og lóðar á nýbygging-arsvæðum; framlag til ræktunar-mála og framlag til umhverfis-mála. Bæjarstjórn Kópavogs vel-ur hinsvegar götu ársins, ogá síðasta ári var það Fjallalind1 - 47.

Þótt nú sé vetur samkvæmtdagatali eru íbúar þessarar götugreinilega mjög umhverfislegameðvitaðir og er umgengni umgötuna og við einstaka hústil mikillar fyrirmyndar þótt oftsé erfitt að halda nánastaumhverfinu í sæmilegu horfi áþessum árstíma.

Það verður því gaman að fylgj-ast með því þegar vorar hverniggatan, eða íbúarnir, mun væntan-lega taka hlýlega á móti vorinuog tjalda því besta, og kannski

gott betur, og þá væntanlegasanna það að viðurkenninginhaustið 2005 hafi ekki verið neintilviljun.

FEBRÚAR 200614 Kópavogsblaðið

Gata ársins 2005

KSÍ semur við Kópa-vogsbæ um afnot afknatthúsi í Vallarkór

Kópavogsbær og Knattspyrnu-samband Íslands undirrituðu ný-lega tímamótasamkomulag um af-not og aðstöðu í knatthúsi Kópa-vogsbæjar sem áætlað er að reisaí Vallarkór í Vatnsendahverfi síð-ar á þessu ári. Markmið sam-komulagsins er m.a að tryggja aðknatthúsið uppfylli skilyrði semsett eru vegna kappleikja á al-þjóðlegum vettvangi sem og aðauka nýtingu mannvirkisins.

KSÍ tryggir með samkomulag-inu skipulagningu leikja í deildar-bikarkeppni KSÍ í knatthúsinu þarsem a.m.k helmingur leikja í úr-

slitakeppni bikarsins fari fram íhúsinu.

Þegar KSÍ skipuleggur lands-leiki innandyra á Íslandi munuþeir leikir fara fram í knatthúsinunema í þeim tilfellum sem tveirleikir þurfa fara fram á samatíma.

KSÍ mun leigja aðstöðu fyrirfjölmargar æfingar yngri lands-liða beggja kynja og verður knatt-húsið miðstöð þeirra, jafnframtþví sem KSÍ leigir knatthúsið fyrirverklega kennslu og fundarað-stöðu vegna þjálfaranámskeiða ávegum sambandsins.

Frá undirritun samningsins. F.v. Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóriKSÍ, Eggert Magnússon formaður KSÍ, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóriog Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi.

Gífurlegur fjöldikrakka á KEA-Skyr-móti Breiðabliks

KEA-Skyr mót Breiðabliksfór fram í Smáranum umnýverið. Mótið fór einkar velfram, en yfir 500 ungir ið-kenndur körfuknattleiks á Ís-landi heimsóttu Kópavoginnog háðu góða keppni. Mótið erhaldið fyrir drengi og stúlkursem eru 11 ára og yngri ogvoru þátttakendur alls um 600í 72 liðum. Mótið er eitt afþrem stærstu unglingamótun-um í körfuknattleik sem haldineru á Íslandi.

Mótið er skipulagt með gleðiog ánægju iðkendanna í fyrir-

rúmi. Allir þátttakendur fenguað vera með, engin stig voru tal-in í leikjunum og voru því allirþátttakendur sigurvegarar ogfengu medalíu og bol til minn-ingar um þátttökuna.

Vegna fjölda skráðra þáttak-enda þurfti að flytja riðil með 7ára stúlkum í íþróttahúsið íKárnsnesi en þar áttust viðBreiðablik og Njarðvík í tveimskemmtilegum leikjum ásamtþví að keppt var í stinger.Njarðvík og ÍR höfðu boðaðþátttöku í riðlinum en liðinmættu ekki til leiks.

Byrjendahóparnir stóðu sig vel og mátti sjá þar tilburði sem lofagóðu. Ekki voru talin stig í leikjunum, enda aukaatriði á svona móti.Þátttakan er fyrir öllu. Hér eiga Blikastúlkur við jafnaldra sína fráSuðurnesjum.

Gómsætur maturfyrir ferminguna

Haf›u samband í síma 694 6311/564 2112 e›a á[email protected] - og fá›u tilbo› í veisluna flína.

Sko›a›u girnilega matse›la ofl. áheimsí›unni www.sturlabirgis.is

Frá afhendingu Bleika bikarsins. Konný Hansen, fyrrverandi formaðurkvennanefndar GKG, Anna Día Erlingsdóttir, verkefnisstjóri Bleika bik-arsins, Bergþóra Sigmundsdóttir, núverandi formaður kvennanefndarGKG og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.

GKG hlaut Bleika bikarinn

Page 15: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

FEBRÚAR 2006 15Kópavogsblaðið

Góður liðsstyrkurtil HK/Víkings

Sameiginlegt lið kvennaknatt-spyrnulið HK og Víkings hefurbæst góður liðsstyrkur fyrir Ís-landsmótið sem hefst í maímán-uði, því Brynja Valdimarsdóttir,sem lék sumarið 2005 með liðiSkagakvenna, hefur tilkynnt fé-lagaskipti yfir til HK/Víkings.Brynja er framherji og er hafteftir henni að leið HK/Víkingsmuni liggja beint upp í úrvals-

deildina næsta sumar. Það erþví ekki bara Breiðablik semsafnar að sér góðum knatt-spyrnukonum fyrir næsta sum-ar. Félögin munu ekki mætastnæsta sumar á knattspyrnuvell-inum nema þau dragist saman íbikarkeppni, því þau leika ekkisaman í sömu deild íkvennaknattspyrnunni.

HK hreppti FiskbúðarbikarinnHK sigraði á Fiskbúðarmóti 2.

flokks karla í knattspyrnu,hraðmóti sem haldið var íFífunni í byrjun febrúarmánað-ar. HK-ingar unnu alla sína leikiog fengu 12 stig, Valur fékk 7stig og hreppti silfurverðlaunin,Selfyssingar voru með 5 stig, ÍBVmeð 4 og Víkingur Ólafsvík fékkekkert stig.

Leikið var í 11 manna liðum ogleiktími var 1x30 mínútur. Mótiðgekk mjög vel fyrir sig. Fiskbúðinokkar gaf öll verðlaun. Úrslit leik-ja urðu sem hér segir:

Valur - ÍBV 1-0Selfoss - HK 0-1Víkingur Ó. - Valur 0-1ÍBV - Selfoss 0-0Víkingur Ó. - HK 0-2Valur - Selfoss 0-0ÍBV - Víkingur Ó. 4-0HK - Valur 1-0Selfoss - Víkingur Ó. 3-0HK - ÍBV 4-0

Dómarar voru Kristinn Jakobs-son, Rúnar Sigurðsson og EinarSigurðsson en leikmenn meistara-flokks HK sáu að stórum hluta umlínuvörsluna. HK mætti Selfossi ífyrsta leik og þar stefndi allt í jafn-tefli en um 90 sekúndum fyrirleikslok náði Þórhallur Siggeirs-son að skora sigurmark HK, 1-0.HK lék síðan við Víking frá Ólafs-

vík. Eyþór Helgi Birgisson skoraðisnemma leiks og undir lokin inn-siglaði Þórhallur sigurinn, 2-0.

Þegar kom að leik HK og Valsvar ljóst að það væri úrslitaleikurmótsins. HK gat tryggt sér efstasætið með sigri og tókst það. IngiÞór Þorsteinsson skoraði sigur-markið eftir fimm mínútna leik, 1-0.

Að lokum vann svo HK sigur áÍBV, 4-0. Bjarki Már Sigvaldasonskoraði fyrsta markið og Ingi Þórþað næsta. Kristján Þór Einarssonog Arnar Helgi Jónsson bættusvo við mörkum fyrir HK áður enleik lauk.

Sigurreift lið HK með „fiskibikarinn“ góða.

Sigurður Víðisson fyrirliði HKmeð bikarinn glæsilega sem Fisk-búðin okkar gaf.

Blikar sigursælir á vígslumóti Frjáls-íþróttahallarinnar

Vígslumót nýju Frjálsíþrótta-hallarinnar í Laugardal var hald-ið 28. janúar sl. Þar með hófstnýr kafli í sögu frjálsra íþótta áÍslandi sem þar með er orðinsamkeppnisfær við það bestasem gerist erlendis og aðraríþróttagreinar hérlendis.

Keppendur frá frálsþíþrótta-deild Breiðabliks var allnokkrir ogljóst þegar árangur þeirra er met-in af þessu móti að vænta má allshins besta á frjálsíþróttamótumkomandi sumars. Alls tóku 14Blikar þátt í vígslumótinu.

Ákamótið í handbolta var hald-ið í 10. sinn helgina 3. til 5. febrú-ar sl. í íþróttahúsinu Digranesi íKópavogi og voru þátttakendurliðlega 800 talsins. Það var árið1996 sem unglingaráð HK í hand-knattleik ákvað að halda mót fyriryngstu iðkendur drengja og stúlk-na, þ.e. 7. flokkur barna 7-10 ára.Ákveðið var að kalla mótið „Áka-mót“ í minningu Þorvarðar ÁkaEiríkssonar sem var fyrsti formað-ur HK.

Í gegnum árin hefur þetta veriðeina mótið á Íslandi fyrir þennanaldurshóp. Keppt er eftir reglumHSÍ fyrir þennan aldurshóp, skor-uð mörk eru ekki talin og því eng-inn sigurvegari, heldur fá öll börn-in sams konar viðurkenningu eftirað hafa lokið keppni. Sl. tíu árhafa allir þátttakendur á Ákamót-inu fengið eins verðlaunapeninga,bíómiða, drykki og íspinna. Fyrir-tækin Klukkan í Hamraborg,Emmess ís, Sambíóin, SparisjóðurKópavogs, Olís, Vífilfell og Mjólk-ursamsalan hafa verið styrktarað-ilar Ákasmótsins s.l. tíu ár og nú íár styrkti JB byggingarfélag íKópavogi myndarlega við bakið áÁkamótinu. Auk þess fengu allirþátttakendur í ár aukalega áprent-aða boli í tilefni 10 ára afmælisins.

Skoraði í nærhorniðSigurður Egill Karlsson, fyrirliði

HK-Digranesskóla, en liðum HKvar skipt eftir því í hvaða skólakeppendur eru, segist hafa spilaðhandbolta síðan hann var 6 áragamall og spilað í 4 ár. Hann segirað margir á heimili hans fylgst velmeð handbolta, og bróðir hanssem er 12 ára gamall, spilar með5. flokki HK.

„Það er miklu skemmtilegra aðspila sókn heldur en vörn og sér-staklega og að skora, sérstaklegasiðasta markið sem ég gerði núnaen þá fór ég inn úr horninu ogskoraði í nærhornið,“ sagðikampakátur fyrirliðinn.

Allir fóru að æfa handbolta

Sveinn Anton Sveinsson mark-vörður HK-Lindaskóla, stóð sig

vel gegn Fjölni og varði þámarga erfiða bolta. Hann segirgaman að spila í marki og ekkertvera hræddur við að fá boltann ísig. En af hverju fór hann að æfahandbolta?

„Strákarnir í bekknum mínumfóru allir að æfa handbolta hjáHK og mig langaði til þess líka.

Það er enginn handbolti æfðurhjá Breiðabliki. Þetta er mjöggaman og vonandi fær maður aðspila fullt af leikjum í vetur, þaðer mest gaman,“ segir borubratt-ur markmaðurinn.

Linda Björk Ómarsdóttir sigurreif á verðlaunapalli eftir sigur í60 metra grindahlaupi kvenna.

HK-Lindarskóli í 7.flokki pilta. Á innfelldri mynd er markvörðurliðsins, Sveinn Anton Sveinsson.

HK-Digranesskóli. Fyrirliðinn, Sigurður Egill Karlsson, á innfelldri mynd.

Tveir Bikar voru þátttakendur í 1.500 metra hlaupi karla. StefánGuðmundsson, í gráum bol varð í 3. sæti og Kári Steinn Karlsson, íBlikabol varð í 4. sæti.

Handbolti í öllum regnbogans litum á Ákamóti HK

Page 16: Ódýrari lyf í Kópavogi - Kópavogsblaðið · við starfi formanns fyrir skömmu af Þóru Ásgeirsdóttur, sem sagði af sér þegar tillaga á félagsfundi um að stjórnin

Þóra B. Helgadóttir, knatt-spyrnukona úr Breiðabliki, ogArnar Sigurðsson, tennismaðurút Tennisfélagi Kópavogs, vorukjörin íþróttakona og íþrótta-karl Kópavogs fyrir árið 2005 áÍþróttahátíð Kópavogs sem framfór í Salnum 22. janúar sl.

Þóra Björk Helgadóttir er einbesta knattspyrnukona landsins ídag. Hún fór fyrir liði Breiða-bliks á liðnu sumri en liðið varðbæði Íslands- og bikarmeistari ímeistaraflokki í knattspyrnukvenna. Hún hefur einnig veriðaðalmarkmaður íslenska lands-liðsins í knattspyrnu sem hefurátt velgengni að fagna á liðnumárum.

Arnar Sigurðsson tennisleikariúr TFK er fremsti íþróttamaðurlandsins í sinni grein. Síðastliðiðár var besta ár Arnars í íþrótt-inni. Hann varð fyrstur Íslend-inga til að komast inn á heims-listann í tennis á árinu, lék mjögvel með háskólaliði sínu í Kali-forníu og komst í undanúrslit ásterku atvinnumannamóti íÞýskalandi. Hann vann til brons-verðlauna á Smáþjóðaleikunumog varð Íslandsmeistari bæði íeinliða- og tvíliðaleik á árinu enþetta var í 9 skiptið sem Arnarvinnur það afrek.

Sem íþróttakona og íþróttakarlársins fengu þau að launumfarandbikar og eignarbikar vegnakjörsins jafnframt því sem Gunn-ar I. Birgisson bæjarstjóri afhentiþeim 150 þúsund króna ávísun tilviðurkenningar frá bæjarstjórnKópavogs.

Þóra og Arnar voru valin úrhópi 38 íþróttamanna sem fenguviðurkenningu ÍTK eftir tilnefn-ingar frá íþróttafélögunum íbænum.

Í flokki 17 ára og eldri voru þaðArnar Sigurðsson og SigurlaugSigurðardóttir TFK, Auður Waag-fjörð Jónsdóttir og Einar Sigurðs-son HK, Elísabet Sif Haraldsdótt-ir Hvönn, Inga Rós Gunnarsdóttirog Rúnar Alexandersson Gerplu,Ottó Sigurðsson GKG og Sigur-björg Ólafsdóttir, Sindri MárPálsson og Þóra B. HelgadóttirBreiðablik.

Í flokki 13 til 16 ára voru þaðAndri S. Ólafsson, Arnar FreyrNikulásson, Grétar Már Pálsson,Guðmundur Kristjánsson Guð-rún Óskarsdóttir, Guðrún VakaSteingrímsdóttir, Hildur SigrúnGuðbrandsdóttir, Hjörtur Hall-dórsson, Hlín Gunnarsdóttir,Margrét L. Hrafnkelsdóttir ogRagnar Björnsson úr Breiðabliki,Ingvar Ágúst Jochumsson ogKristjana Sæunn Ólafsdóttir úrGerplu, Ingunn Gunnarsdóttir ogJón Steinar Þórarinsson úr GKG ,Freyja Þorvaldsdóttir úr Gusti,Eyþór Þorsteinsson úr HFR, Aar-on Palomares, Arnar Atli Sigur-gíslason, Birta Björnsdóttir,Karen Sturludóttir, Kem Karl La-Um og Rut Arnfjörð Jónsdóttir úrHK, Dennise Margrét Yaghi ogHaukur Freyr Hafsteinsson úr

Hvönn og Birkir Gunnarsson ogSandra Dís Kristjánsdóttir úrTFK.

Flokkur ársins 2005 var kjörinnmeistaraflokkur Breiðabliks íknattspyrnu kvenna en liðið varðbæði Íslands- og bikarmeistari áárinu 2005.

Gerpla hlaut afreksviður-kenningu ÍTK

Afreksviðurkenningu ÍTK 2005hlaut íþróttafélagið Gerpla fyrirþað einstaka afrek að verða bikar-meistari í liðakeppni karla tíu árí röð, eða óslitið frá 1996.Jafnframt því vann félagið 9 af 11bikarmeistaratitlum sem í boðivoru á sl. ári.

Þóra B. Helgadóttir og Arnar Sigurðsson íþróttamenn Kópavogs

Þóra B. Helgadóttir, íþróttakona ársins og Sigurður Þorsteinsson, faðirArnars Sigurðssonar íþróttakarls ársins, með verðlaunabikara semfylgja útnefningunni. Arnar dvelur við æfingar og keppni erlendis.

- Gerpla hlaut afreksviðurkenningu ÍTK

Hárlengingar á Wink hársnyrtistofunni

Við erum með opið til 22 á kvöldins:544-4949

Smiðjuvegi 1, 200 kóp.