Top Banner
Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr sjávarfangi Vorráðstefna 31. mars og 1. apríl 2015 Smári Geirsson
16

Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Apr 15, 2017

Download

Business

FIFIsland
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Upphaf vélvæddrar framleiðslu á

lýsi og mjöli úr sjávarfangi

Vorráðstefna 31. mars og 1. apríl 2015

Smári Geirsson

Page 2: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Upphafið

Þegar rætt er um framleiðslu á mjöli og lýsi úr sjávarfangi er gjarnan miðað við að upphafið megi rekja til fyrstu síldarverksmiðjanna sem sáu dagsins ljós 1908-1911

Staðreyndin er sú að þessi iðnaður er eldri og upphafið tengist hvalavinnslu

Í hvalaiðnaðinum voru þróaðar aðferðir sem síðan voru nýttar til vélvæddrar framleiðslu á fiskimjöli og lýsi

Skoðum söguna um upphafið nánar

Page 3: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Óvélvædd lýsisvinnsla er ævaforn

Heimildir eru um

framleiðslu á lýsi til

útflutnings á 17. öld

(erlendir hvalveiðimenn,

Baskar og Hollendingar,

bræðsla)

Á 19. öld farið að

framleiða hákarlalýsi og

lýsi úr fisklifur (bræðsla,

sjálfrunnið lýsi)

Page 4: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Upphaf vélvæddrar lýsisframleiðslu

Fyrsta vélvædda lýsisverksmiðjan í heiminum var hvalstöðin á

Vestdalseyri við Seyðisfjörð sem reis 1865 (bandarískt

hvalveiðifélag, lýsi framleitt úr spiki, kjöti og beinum, gufuvélar)

Page 5: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Hráefnisins aflað

Bandaríska hvalveiðifélagið hóf tilraunir

með nýjar veiðiaðferðir – afkastamikil

verksmiðja þurfti mikið hráefni

Page 6: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Önnur vélvædd lýsisverksmiðja

1866 Í kjölfar bandaríska félagsins komu danskt félag og

hollenskt. Héldu áfram vélvæddri lýsisframleiðslu á

Djúpavogi og Seyðisfirði

Smelteríið á Djúpavogi byggt 1866

Page 7: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Norska hvalveiðitímabilið

Norska hvalveiðitímabilið á Íslandi hófst

1883 – í fyrstu nýttu hvalstöðvarnar

einungis skíði og spik

Page 8: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Norska hvalveiðitímabilið

Norska hvalveiðitímabilið 1883-1915

Átta hvalstöðvar flestar á Vestfjörðum, fimm á

Austfjörðum – tímamót í þróun vélvæðingar á

Íslandi

Page 9: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Norska hvalveiðitímabilið - hráefni

Menn höfðu náð

góðum tökum á öflun

hráefnis – gufuknúnir

hvalveiðibátar, öflugur

veiðibúnaður

Mest veiði árið 1902:

1305 hvalir

Page 10: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Betri nýting hráefnis

Áhugi fyrir betri nýtingu hráefnis – farið

að framleiða mjöl 1892 – sífellt fleiri

stöðvar komu upp gúanóverksmiðjum

Page 11: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Mjölframleiðslan

Framleiðsla á hvalmjöli bætti hag

fyrirtækjanna

Framleitt beinamjöl og kjötmjöl

Framleitt gúanó: 2/3 kjötmjöl og 1/3

beinamjöl

Mjölið nýtt sem kraftfóður fyrir skepnur

og sem áburður

Page 12: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Sömu aðferðir

Framleiðsla á hvalmjöli byggir á sömu

aðferðum og framleiðsla á fiskimjöli

Norðmennirnir sem voru upphafsmenn

síldarbræðsluiðnaðarins sóttu þekkinguna

í hvalaiðnaðinn

Page 13: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Sum hvalveiðifyrirtækin voru afar

stór Stærsta hvalstöðin á norska hvalveiðitímabilinu

var á Asknesi í Mjóafirði (um 300 starfsmenn, 9

hvalveiðibátar, 2 flutningaskip)

Tók mest á móti 486 hvölum á einni vertíð

Page 14: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Hvalstöð - síldarbræðslustöð

Þegar hvalstöðvar hættu starfsemi var

bent á að þær gætu hentað sem

fiskimjölsverksmiðjur með litlum

breytingum

Einni hvalstöð var breytt í

síldarverksmiðju árið 1924 en hún var á

Stekkeyri í Hesteyrarfirði. Það voru

Norðmenn sem áttu verksmiðjuna en

síðar eignaðist Kveldúlfur hana

Page 15: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Hvalstöð - síldarbræðslustöð

Ein þeirra hvalstöðva sem reynt var að

selja árið 1912 og bent á að myndi henta

sérlega vel sem fiskimjölsverksmiðja var

stöðin á Svínaskálastekk utan við Eskifjörð

Page 16: Upphaf vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli úr

Niðurstaða

Upphaf vélvæddrar lýsis- og mjölframleiðslu á Íslandi er alls ekki rétt að miða við upphaf síldarverksmiðjuiðnaðar

Upphafið á að rekja til hvalaiðnaðarins. Þar verða til aðferðir til vélvæddrar framleiðslu á lýsi og mjöli sem síðan eru nýttar til framleiðslu á lýsi og mjöli úr síld og fiski. Þar er upphafspunkturinn...

Takk fyrir