Top Banner
Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Tvíhljóðun á Ritgerð til B.A.-prófs Daníel Þór Rannveigarson Kennitala: 270191-2319 Leiðbeinandi: Jón Axel Harðarson Janúar 2018
26

Tvíhljóðun...2. Sérhljóðakerfi íslensku til forna 2.1 Forsaga íslenskrar tungu Íslenska er af indóevrópsku málaættinni og tilheyrir flokki germanskra mála. Innan germönsku

Feb 02, 2021

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
  • Háskóli Íslands

    Hugvísindasvið

    Almenn málvísindi

    Tvíhljóðun á

    Ritgerð til B.A.-prófs

    Daníel Þór Rannveigarson

    Kennitala: 270191-2319

    Leiðbeinandi: Jón Axel Harðarson

    Janúar 2018

  • 2

    Ágrip

    Í þessari ritgerð verður þróun tvíhljóðsins á tekin fyrir frá þeim tímum er það var langt

    einhljóð. Fyrst verður farið lauslega yfir forsögu íslenskrar tungu þar sem sérhljóðakerfi

    frumnorrænu er lýst. Þar á eftir verður sérhljóðakerfi forníslensku skoðað út frá þeim

    heimildum sem við finnum í Fyrstu málfræðiritgerðinni. Þá verður einnig litið yfir helstu

    breytingar sem urðu í málinu í lok 12. aldar og á 13. öld. Þar á eftir verður meginefni

    ritgerðinnar tekið fyrir. Þar verður fjallað um það hvenær hið gamla langa á hafi fallið

    saman við gamalt langt ǫ́ og hvernig samfallshljóðið hafi breyst í það tvíhljóð sem það

    er í dag. Þá verða heimildirnar sem benda til þessarar þróunar einnig athugaðar svo

    sem ritháttarbreytingin vá > vo en hún er óbeinn vitnisburður um tvíhljóðun á. Einnig

    verður litið yfir þróun tvíhljóðsins au og hvers vegna það féll ekki saman við á. Að

    lokum verður hljóðdvalarbreytingin tekin fyrir en hún er ein áhrifamesta breyting á

    íslensku máli. Með hljóðdvalarbreytinguna að leiðarljósi verður sérstaða íslenskra

    tvíhljóða hvað lengd varðar einnig tekin sérstaklega fyrir.

  • 3

    Efnisyfirlit

    Ágrip ........................................................................................................................ 2

    1. Inngangur ............................................................................................................. 4

    2. Sérhljóðakerfi íslensku til forna ............................................................................. 5

    2.1 Forsaga íslenskrar tungu ......................................................................................... 5

    2.2 Fyrsta málfræðiritgerðin og sérhljóðakerfið á 12. öld ............................................ 7

    2.3 Breytingar í lok 12. aldar og á 13. öld ..................................................................... 9

    2.4 Samantekt ............................................................................................................. 12

    3. Tvíhljóðun á ........................................................................................................ 13

    3.1 Samfall við ǫ́ .......................................................................................................... 13

    3.2 Heimildir fyrir tvíhljóðun á ................................................................................... 13

    3.3 vá > vo ................................................................................................................... 15

    3.4 Hvers vegna féll á ekki saman við au? .................................................................. 19

    3.5 Hljóðdvalarbreytingin og lengd tvíhljóðsins á í fornmáli og nútímamáli ............. 20

    4. Lokaorð .............................................................................................................. 23

    Heimildarskrá: ........................................................................................................ 25

  • 4

    1. Inngangur

    Sérhljóðakerfi íslensku til forna var töluvert frábrugðið því kerfi sem við þekkjum í dag.

    Forníslenska sérhljóðakerfið þróaðist úr hinu frumnorræna sérhljóðakerfi sem hafði

    tiltölulega einfalt hljóðkerfi miðað við það sem þekkist síðar frá forníslenskum tíma.

    Ýmsum hljóðvörpum fjölgaði á síðfrumnorrænum tíma sem varð til þess að hljóðgildi

    urðu mun fleiri en áður.

    Í Fyrstu málfræðiritgerðinni kemur fram að merkingargreinandi munur hafi verið

    á milli langra og stuttra sérhljóða annars vegar og langra munnkveðinna og nefkveðinna

    sérhljóða hins vegar. Miðað við þær upplýsingar sem finnast í Fyrstu málfræði-

    ritgerðinni má einnig sjá að sérhljóðakerfi forníslensku var mun fjölskrúðugra en það

    sérhljóðakerfi sem er í nútímamáli Íslendinga. Í lok 12. aldar og á 13. öld urðu hins

    vegar margar breytingar á þessu kerfi, sérstaklega í formi samfalla, hvarfi nefjunar,

    lækkunar stuttra sérhljóða og tvíhljóðunar flestra langra sérhljóða.

    Meginefni ritgerðarinnar er þó þróun tvíhljóðsins á en það er talið hafa verið

    langt einhljóð á forníslenskum tíma og hafa tekið áhugaverðum breytingum fram að því

    tvíhljóði sem það er í dag. Upphaflega var hljóðgildi á langt, ókringt, uppmælt, fjarlægt

    hljóð [a:] en um og upp úr 1200 féll það saman við ǫ́ og hefur samfallshljóðið verið

    langt, kringt, uppmælt, hálffjarlægt [ɔ:]. Síðar hefur það tvíhljóðast í [ɔu̯] og í

    framhaldinu hefur fyrri þáttur tvíhljóðsins afkringst og hafði tvíhljóðið þá fengið sinn

    nútímalega framburð, eða [au̯]. Tilfærðar verða heimildir fyrir þeim breytingum sem

    áttu sér stað og á hvaða tímabili þær gerðust.

    Ein sterkustu rökin fyrir tvíhljóðaframburði á er ritháttarbreytingin 'vá' >'vo' en

    breytingin bendir til þess að á hafi verið orðið að tvíhljóði snemma á 14. öld. Þá verður

    saga og þróun tvíhljóðsins au skoðuð en þrátt fyrir að samföll sérhljóða hafi verið

    algeng í fornu máli þá féll au aldrei saman við á, þrátt fyrir að au hafi haft framburðinn

    [ɔu̯] snemma á forníslenskum tíma. Að lokum verður fjallað um hljóðdvalarbreytinguna,

    sem gekk yfir á 16. öld og hafði gríðarlega mikil áhrif á miðíslenskt hljóðkerfi og olli því

    að lengdarreglur íslensku gjörbreyttust, þ.m.t. reglur um lengd tvíhljóða, sem hafði

    ávallt samsvarað lengd langra einhljóða í fornu máli.

  • 5

    2. Sérhljóðakerfi íslensku til forna

    2.1 Forsaga íslenskrar tungu

    Íslenska er af indóevrópsku málaættinni og tilheyrir flokki germanskra mála. Innan

    germönsku málaættarinnar tilheyrir íslenska norðurgermönsku málunum sem telja öll

    Norðurlandamálin, að undanskilinni finnsku og samísku málunum. Norðurgermönsku

    málin eru iðulega talin vera komin af sameiginlegu frumnorrænu máli. Elstu varðveittu

    heimildirnar fyrir frumnorrænu máli eru rúnaáletranir frá ofanverðri 2. öld til um 800

    og sýna yngri áletranir að frumnorræna var töluvert frábrugðin forníslensku. Einn helsti

    munurinn er hið svokallaða stóra brottfall, þ.e. í forníslensku höfðu mörg áherslulaus

    stutt sérhljóð fallið brott. Dæmi um þetta má sjá á áletrun á Galluhus-horninu sem er

    talið vera frá um 400 en þar kemur fyrir nafnið hlewagastiʀ1 sem myndi vera Hlégestur í

    nútímamáli en Hlégestr í fornmáli. Þarna má sjá augljósan mun á frumnorrænu -gastiʀ

    og forníslensku -gestr en þar er bæði um að ræða brottfall áherslulaus i en einnig i-

    hljóðvarp af a sem breyttist í e. Hljóðvarpið sýnir að breytingin a > e átti sér stað fyrir

    brottfall.2

    Sérhljóðakerfi frumnorrænu er talið hafa veri töluvert einfaldara en það

    forníslenska. Helsti munur kerfanna felst í fjölda hljóða en eldri frumnorræna er talin

    hafa haft stuttu sérhljóðin a, e, i, (o) og u og löngu sérhljóðin ā, ē, ī, ō og ū. Hið stutta o

    var þó fyrst um sinn aðeins stöðubundið afbrigði af u og kom fyrir á undan h eða ef ǣ, ō

    eða a komu fyrir í næsta atkvæði á eftir. Frumnorræna hafði einnig nefkveðin löng

    sérhljóð, ā̃, ī ̃og ū̃ sem komin eru af frumgermönskum anh, inh og unh þar sem nefhljóð

    féll brott og olli uppbótarlengingu á undanfarandi sérhljóði. Síðar þróuðust einnig

    nefjuðu sérhljóðin ē ̃og ō̃.3 Auk þeirra voru tvíhljóðin (ei), eu, ai og au. Eins og sést er

    þetta ekki mjög fjölskrúðugt kerfi, sérstaklega í samanburði við sérhljóðakerfi

    fornmálsins. Miðað við þær upplýsingar sem hægt er að lesa úr Fyrstu málfræði-

    ritgerðinni (nánar síðar) má sjá að í forníslensku hafi sérhljóðin verið 36, þ.e. níu ólík

    1Öll áletrunin hljóðar svo: "ek hlewagastiʀ holtijaʀ horna tawidō" og er þýdd "ek, Hlégestr Høltir (eða

    Hyltir), horn táða (gerði, bjó til)" (sjá Kristján Árnason 2005:316–317).

    2Kristján Árnason 2005:313–317.

    3Jón Axel Harðarson 2016a.

  • 6

    hljóðgildi sem gátu ýmist verið löng eða stutt, nefjuð eða ónefjuð. Sé það rétt hefur

    sérhljóðakerfi fornmálsins tekið töluverðum breytingum frá síðfrumnorrænum tíma.4

    Elstu íslensku heimildirnar eru frá 12. öld en ýmsir textar sem hafa verið

    varðveittir í handritum eru þó taldir vera eldri. Kveðskapurinn hefur varðveist í

    munnlegri geymd allt frá 9. öld og má því telja að elsta forníslenska hefjist sem einhvers

    konar bókmenntamál á því tímabili. Íslenska var upphaflega norskt innflytjendamál en á

    elstu tímum landnáms á Íslandi mætti segja að íslenska og norska hafi verið eitt og

    sama málið en í eldri ritum er oft talað um (forn)norrænu eða danska tungu. Norskir

    textar frá um 1200 og síðar sýna að munurinn á málunum hefur enn á þeim tíma verið

    mjög lítill en á 13. og 14. öld varð munurinn mun meiri.5

    Almennt er gert ráð fyrir að undir lok frumnorrænu hafi sérhljóðin verið fimm

    stutt og fimm löng: a, e, i, o og u og ā, ē, ī, ō og ū þar sem löngu sérhljóðin voru bæði til

    sem munnkveðin og nefkveðin hljóð. Því skal þó haldið til haga að lengdarreglur

    nútímamáls giltu hvorki í frumnorrænu né fornmáli. Í nútímamáli dreifast stutt og löng

    sérhljóð eftir atkvæðagerð en á tímum frumnorrænu og fornmálsins var lengdin föst og

    breyttist ekki, sama á hverju gekk í beygingu. Eins og sést bættist stutt o við sem

    sjálfstætt hljóðan en það hefur líklega gerst heldur snemma, sbr. orðið holtijaʀ sem

    kemur fyrir á áðurnefndu Galluhus-horni. Hefði o enn verið stöðubundið afbrigði af u

    þegar textinn var færður í letur hefði ekkert a-hljóðvarp átt að vera vegna i-sins í öðru

    atkvæði orðsins (orðið greindist í atkvæðin hol.ti.jaʀ). En líkt og o hafði upprunalega

    verið stöðubundið afbrigði af u höfðu fleiri hljóðön stöðubundin afbrigði á þennan hátt.

    Annað dæmi sem mætti nefna er [æ] og [ɛ] sem voru stöðubundin afbrigði a, sbr.

    frnorr. *haldiʀ (2. p. et. nt. fh. af *haldan 'halda'), þessi orðmynd varð hęldr og síðar

    heldr í forníslensku. Það voru áherslulaus sérhljóð sem ollu hljóðvörpum á undan-

    farandi sérhljóðum og eftir stóra brottfall stóðu hljóðvarpshljóðin uppi sem sjálfstæð

    hljóðön. Hljóðvörpunum fylgdi róttæk breyting á hljóðkerfi fornmálsins þannig að

    samanborið við frumnorrænu var munur á sérhljóðakerfinu mjög mikill. Að öðru leyti

    héldust hljóðgildi nokkuð svipuð þar sem hljóðvörp verkuðu ekki.6

    4Kristján Árnason 2005:317.

    5Kristján Árnason 2005:318.

    6Kristján Árnason 2005:319–320 og Jón Axel Harðarson 2016a.

  • 7

    2.2 Fyrsta málfræðiritgerðin og sérhljóðakerfið á 12. öld

    Til þess að geta skoðað og greint sérhljóðakerfi forníslensku á 12. öld er hentugt að

    styðjast við Fyrstu málfræðiritgerðina (FMR hér eftir). Ritgerðin, sem talin er hafa verið

    skrifuð á öðrum fjórðungi 12. aldar, gefur mjög góða lýsingu á hljóðkerfi frá þeim tíma.

    Þó FMR sé ekki elsta heimild okkar um íslenskt mál er ekki talið tilefni til að hugsa sér

    að á öldunum fyrir 12. öld hafi sérhljóðakerfið verið mikið frábrugðið því sem birtist í

    FMR.7

    Markmið höfundarins, sem er iðulega kallaður Fyrsti málfræðingurinn, var að

    búa til stafróf sem hentaði íslensku máli betur en það latneska. Í ritgerðinni leggur hann

    til að nota þá latnesku stafi sem standa fyrir þau hljóð sem íslenska og latína eiga

    sameiginleg, en fella brott þá stafi sem engin þörf er fyrir í íslensku og bæta við nýjum

    stöfum fyrir hljóð sem íslenska hefur en latína ekki. Til þess að halda öllum

    forníslenskum sérhljóðum aðgreindum notar höfundur FMR alla fimm sérhljóða latínu,

    þ.e. a, e, i, o og u en bætir við nýjum sem voru notaðir til að endurspegla þau hljóðgildi

    sem latína hafði ekki. Nýju stafirnir voru fjórir, ę, ø, ǫ og y en ásamt þeim bætir

    höfundur FMR við tveimur viðbótartáknum, broddi fyrir löng einhljóð og punkti fyrir

    nefhljóð. Hver stafur gat ýmist haft bæði viðbótartákn, annað þeirra eða hvorugt, allt

    eftir því hvort stafurinn átti að tákna hljóð sem var bæði langt og nefjað, eða einungis

    annað hvort langt eða nefjað eða hvorki langt né nefjað. Til að rökstyðja mál sitt setur

    höfundur FMR upp lágmarkspör þannig að hann geti sýnt fram á að hljóðþátturinn sem

    greinir þau að sé merkingargreinandi. Litið er svo á að stutt nefjuð sérhljóð hafi ekki

    verið sérstök hljóðön heldur stöðubundin afbrigði stuttra munnkveðinna sérhljóða,

    þannig að þau komu aðeins fyrir í nálægð við önnur nefhljóð. Út frá þessu getum við

    gert ráð fyrir að forníslenska hafi haft 27 hljóðkerfislega aðgreind sérhljóð en sérhljóðin

    í heild hafi verið 36. En þótt höfundurinn skýri hljóðgildi sérhljóðanna lítið þá eru til

    upplýsingar um þau. Þar sem hann notar latnesku bókstafina a, e, i, o og u má gera ráð

    fyrir því að þeir hafi haft svipað eða sama hljóðgildi og í miðaldalatínu. Höfundurinn

    gefur skýra lýsingu á nýju stöfunum en hann lýsir þeim sem eins konar samblandi, bæði

    hvað varðar hljóðgildi og útlit, þeirra stafa sem þeir eru gerðir úr. Einnig má geta þess

    7Aðalsteinn Hákonarson 2010:9.

  • 8

    að hver stafur hafði alltaf sama grunngildi sama hvers konar viðbótartákn var notað. Út

    frá þessum upplýsingum sem við finnum í FMR getum við endurgert sérhljóðakerfi

    forníslensku á 12. öld með þónokkurri nákvæmni:8

    Frammælt Uppmælt

    Ókringd Kringd Ókringd Kringd

    Nálæg i [i] y [y] u [u]

    Miðlæg e [e] ø [ø] o [o]

    Fjarlæg ę [ɛ] a [a] ǫ [ɔ]

    Tafla 1. Sérhljóðakerfið á 12. öld

    Eins og áður segir voru það hljóðvörp frá tímum yngri frumnorrænu sem gerðu

    kerfið svona fjölskrúðugt. Við i/j-hljóðvarp af frumnorrænum a, o og u bættust við ę, ø

    og y og við u/w-hljóðvarp af a bættist ǫ við. Einnig urðu ø og y til við u/w-hljóðvarp af e

    og i og sömuleiðis gat ø orðið til við samverkandi i/j- og u/w-hljóðvarp af a.9

    Það skal tekið fram að sérhljóðin sem greint er frá hér að ofan eru áherslu-

    sérhljóð. Þau áherslulausu sérhljóð sem komu fyrir í forníslensku eru aðeins talin hafa

    verið þrjú. Þessi hljóð voru [a], [ɪ] og [ʊ] og voru þau í elstu íslensku almennt rituð með

    'a', 'e' og 'o'.10

    Þegar kemur að tvíhljóðum er ekki minnst beint á þau í FMR. Þó á höfundur

    FMR við tvíhljóð í lok sérhljóðakaflans þegar hann talar um að raddstafur (þ.e. sérhljóð)

    „hafnar sínu eðli og hann má heldur þá samhljóðandi heita heldur en raddstafur. Það er

    þá er hann er stafaður við annan raddstaf“.11 Höfundur FMR nefnir svo sex orð sem

    dæmi um þetta; þrjú þeirra, austr, eir og eyrer, sýna hnígandi tvíhljóð sem er almennt

    gert ráð fyrir í forníslensku, þ.e. au, ei og ey. Hin þrjú orðin, eárn, eór og uín, sýna dæmi

    um stígandi tvíhljóð sem voru mun síðar rituð já, jó og ví. Fleiri orð eru nefnd í

    8Aðalsteinn Hákonarson 2010:9–10.

    9Aðalsteinn Hákonarson 2010:11.

    10Schulte 2002:888.

    11Hreinn Benediktsson 1972:222 (hér með nútímastafsetningu).

  • 9

    ritgerðinni sem hafa haft stígandi tvíhljóð en almennt er frekar litið á slík „tvíhljóð“ sem

    hljóðasambönd mynduð af hálfsérhljóði og sérhljóði.12

    Hvað hljóðgildi hnígandi tvíhljóðanna varðar er almennt gert ráð fyrir að au hafi

    haft framburðinn [au̯] í elstu forníslensku en hafi þó líklega snemma orðið að [ɔu̯].

    Líklegast er að ey hafi haft kringdan fyrri lið og samkvæmt því hefur framburðurinn

    verið [øy]̯ en miklu síðar féllu ey og ei saman í ei. Framburður ei hefur líklega verið [ɛi]̯ í

    fornu máli en í nútímamáli eru menn ekki á einu máli um hvort það skuli vera hljóðritað

    [ei]13 eða [ɛi]̯14. Framburðurinn [ɛi]̯ er þó líklega gamall framburður þar sem ei þróaðist

    úr frumnorrænu *ai og seinni þáttur hljóðsins hefur litað þann fyrri á svipaðan hátt og

    i-/j-hljóðvarp breytti a í ę.

    2.3 Breytingar í lok 12. aldar og á 13. öld

    Eins og áður hefur komið fram var (nánast) fullkomin samsvörun á milli stuttra og

    langra sérhljóða á 12. öld, þ.e. hvert stutt sérhljóð átti sér samsvörun í kerfi löngu

    hljóðanna þar sem hljóðið hafði sama hljóðgildi. En um 1200 hófust miklar breytingar á

    sérhljóðakerfinu.

    Fyrsta breytingin er sennilega samfall nefjuðu sérhljóðanna ǫ́ og ó (> ó). Þessi

    breyting sést t.d. í Ǫ́láfr (< frnorr. *Anu-laiƀaʀ) > Óláfr. Önnur dæmi sem mætti nefna

    eru orðin nǫ́tt > nótt og ǫ́ss 'guð' > óss (rúnarheiti). Þessi breyting verður eflaust fyrir

    samfall nefkveðnu sérhljóðanna við þau munnkveðnu, því annars hefði orðmyndin

    Ǫ́láfr, með nefjuðu ǫ́, ekki orðið Óláfr (> Ólafr > nísl. Ólafur) heldur *Álafr, þ.e.a.s.

    nefjað ǫ́ hefði fallið saman við munnkveðið ǫ́, sem féll saman við á eins og kemur betur

    fram síðar. Kerfisþvingun og samræmisáhrif (analógía) hafa oft komið í veg fyrir að þessi

    þróun eigi sér stað. Í orðum eins og ǫ́ss, ef. ásar, sem áður höfðu nefjað rótarsérhljóð,

    varð ǫ́ ekki fyrir venjulegri hljóðþróun og breyttist í ó vegna áhrifa frá orðum sem

    tilheyrðu sömu beygingarflokkum og höfðu munnkveðna beygingarhljóðanið

    /ǫ́ ~ (é)̨ ~ á/, sbr. ǫ́rr, ef. árar 'sendimaður'. Sem rúnarheiti var orðið ǫ́ss hins vegar

    12

    Hreinn Benediktsson 1972:154–155.

    13Eiríkur Rögnvaldsson 2013:15 og 43–44, Guðvarður Már Gunnlaugsson 2006:62 og Kristján Árnason

    2005:124.

    14 Björn Guðfinnsson 1946:65-66 og Kristján Árnason 1980a:112

  • 10

    einangrað og tók því hinni réttu hljóðbreytingu.15

    Hvað nefjuð sérhljóð varðar lítur út fyrir að á tímum höfundar FMR hafi nefjun

    sem merkingargreinandi þáttur komið almennt fyrir í mjög takmörkuðu umhverfi en í

    orðadæmum hans kemur stutt nefjað sérhljóð aðeins fyrir á undan nefhljóði. Í 8 af 9

    orðdæmum þar sem höfundur sýnir að nefjun langra sérhljóða er aðgreinandi þáttur í

    kerfinu stendur ekkert nefhljóð á eftir sérhljóðinu (það var fyrir löngu fallið brott með

    uppbótarlengingu sérhljóðsins). Í þeim orðum má þó gera ráð fyrir að þar hafi gamalt

    nefhljóð verið fallið brott. Hér má nefna lágmarksparið hár 'hár' og hȧr16 'hákarl'.

    Endurgera má hȧr sem *hanhaʀ í frumnorrænu. Þar féll nefhljóðið brott og við það

    lengdist a-ið og varð nefjað þannig að úr varð langt nefjað a. En þar sem bæði nefjað og

    ónefjað a þróuðust á sama veg, þ.e. urðu að á [au̯], má gera ráð fyrir að nefjun hafi

    horfið úr málinu tiltölulega snemma, mögulega þegar á 12. öld eða skömmu eftir að

    FMR var skrifuð.17 Einnig má taka fram að í öðru fornriti, Íslensku hómilíubókinni (frá

    um 1200), má sjá sérstakt tákn notað til að merkja nefjað ó. Það verður þó að teljast

    ólíklegt að táknunin hafi verið hluti af máli skrifara Hómilíubókarinnar heldur eigi hún

    rætur að rekja til forrits hennar. Sé þetta rétt hefur nefjun varla fallið brott seinna en á

    síðari hluta 12. aldar.18

    Eins og sagt var frá hér að framan sýnir FMR að á 12. öld hafði forníslenska níu

    aðgreinandi löng sérhljóð og er þessi greining staðfest í elstu varðveittu handritunum.

    Fyrstu merki um breytingar á þessu kerfi koma fyrir um 1200 þegar menn fara að rita 'a'

    (með eða án lengdarmerkis) þar sem áður var ritað 'ǫ' eða önnur jafngild tákn sem

    stóðu fyrir ǫ́. Samfallshljóðið er almennt talið hafa verið líkara hinu gamla ǫ́ en á sem

    svo þróast síðar meir í það á-hljóð sem er í nútímamáli, [au̯]. Fjallað verður nánar um

    þessar breytingar í 3. kafla. Eftir samfall þessara tveggja hljóða, eða um miðja 13. öld,

    má sjá að táknum sem áður stóðu fyrir é ̨annars vegar og ǿ hins vegar er ruglað saman.

    Þessi ruglingur bendir til þess að þessi tvö hljóð hafi verið fallin saman á þeim tíma.

    15

    Jón Axel Harðarson 2016b.

    16Höfundur FMR notaði punkt til að tákna nefjun og brodd til að tákna lengd sbr. Hreinn Benediktsson

    1972:88

    17Kristján Árnason 2005:327–328.

    18Aðalsteinn Hákonarson 2010:32.

  • 11

    Samfallshljóðið er iðulega ritað 'ę' eða 'æ' og því líklegra að hljóðgildið hafi verið líkara

    hinu gamla é ̨ en þó er 'æ' iðulega táknað til að greina á milli hins gamla é ̨ og nýja

    samfallshljóðsins.19

    Lengi var almennt talið að tvíhljóðun hinna ónálægu löngu sérhljóða, é, æ, ó og

    á, gæti ekki hafa hafist mikið fyrr en um 1300. En þó eru ýmsar vísbendingar um að

    tvíhljóðun hafi hafist töluvert fyrr. Frammæltu sérhljóðin é og æ hafa sennilega byrjað

    að tvíhljóðast upp úr 1200 en ó og á um hálfri öld síðar.20

    Strax á 12. öld kemur einnig fyrir breyting á stutta kerfinu. Hún fólst í því að

    miðlægt e og fjarlægt ę féllu saman. Ekki er alveg víst hvenær þetta samfall varð en

    hljóðin hafa líklega haldist aðgreind fram á miðja 12. öld hið minnsta. Samfallshljóðið

    hefur að öllum líkindum verið miðlægt e [e] frekar en fjarlægt ę [ɛ]. Áherslulaust

    frammælt sérhljóð, [ɪ], var jafnan ritað e og hefur þá samfallshljóðið væntanlega verið í

    meiri líkingu við það. Greinarmunur á é og é ̨hélst þó enn í langa kerfinu og voru því

    sérhljóðin í stutta kerfinu einu færri en í því langa.21

    Skömmu eftir 1200 lækkar ø og afkringist það í sumum tilvikum og fellur saman

    við e, eins og sjá má í orðunum (þf., þgf.) øxi > exi, kømr > kemr.22 Á svipuðum tíma

    fellur ǫ saman við ø en það samfall kemur fram í rithætti manna. Þar má sjá rittákn,

    sem áður höfðu staðið fyrir ǫ, þ.e. 'o, ǫ, ꜵ, ao', standa fyrir ø. Sömuleiðis sjást rittákn,

    sem áður höfðu táknað ø, þ.e. 'o, ø, eo', standa fyrir ǫ.23 Samfallshljóðið hefur að öllum

    líkindum verið það ö-hljóð sem þekkist í nútímamáli, þ.e. frammælt hálffjarlægt kringt

    sérhljóð [œ].24

    Fyrir utan þessi samföll, sem urðu til þess að einingum fækkaði innan stutta

    sérhljóðakerfisins, varð einnig sú breyting um og upp úr 1200 að hljóðin hófu að

    fjarlægjast hljóðgildi löngu sérhljóðanna. Nálæg hljóð lækkuðu og urðu hálfnálæg,

    i [i] > [ɪ], y [y] > [ʏ], u [u] > [ʊ] og miðlæg lækkuðu einnig og urðu hálfjarlæg, e [e] > [ɛ],

    19

    Aðalsteinn Hákonarson 2010:35–36.

    20Aðalsteinn Hákonarson 2016:92–103.

    21Aðalsteinn Hákonarson 2010:36.

    22Kristján Árnason 2005:329.

    23Aðalsteinn Hákonarson 2010:36.

    24Kristján Árnason 2005:329 kýs hér að nota [ö] en ég styðst við Alþjóðlega hljóðritunarstafrófið, IPA.

  • 12

    ø [ø] > [œ], og o [o] > [ɔ]. Ekkert bendir til þess að a hafi breyst á nokkurn hátt. Þessar

    breytingar urðu ekki til þess að innbyrðis afstaða hljóðana stutta kerfisins breyttist

    beinlínis og hafði því lítil áhrif á hvaða bókstafi menn notuðu til að rita. Við þessa

    hljóðfærslu fengu þó i og u sama hljóðgildi og áherslulaus [ɪ] og [ʊ]. Þar sem hin nýju

    hljóðgildi áherslusérhljóðanna e [ɛ] og o [ɔ] voru orðin of fjarlæg þóttu þau ekki lengur

    tæk til að tákna áherslulausu sérhljóðin. Varð þetta til þess að menn hófu að rita 'i' í

    stað 'e' fyrir áherslulaust [ɪ] og 'u' í stað 'o' fyrir áherslulaust [ʊ]. Þegar hér er komið

    sögu má sjá að það urðu töluverðar breytingar á sérhljóðakerfinu á 13. öld. Má gera ráð

    fyrir að stutta sérhljóðakerfið í kringum 1300 hafi verið eitthvað á þessa leið:25

    Stutt sérhljóð Löng sérhljóð

    i [ɪ] y [ʏ] u [ʊ] í [i:] ý [y:] ú [u:]

    e [ɛ] ö [œ] o [ɔ] é [ei]̯/[iɛ̯:] ó [ou̯]

    a [a] æ [æi]̯/[iæ̯:] á [ɔu̯]

    Tafla 2. Sérhljóðakerfið í kringum 1300

    2.4 Samantekt

    Eins og sjá má hefur forníslenskt sérhljóðakerfi tekið töluvert miklum breytingum frá

    forsögulegum tímum. Sérhljóðakerfi frumnorrænu var í upphafi tiltölulega einfalt en

    undir lok frumnorræns tíma hófu ýmis hljóðvörp að verka þannig að hið fjölskrúðuga

    sérhljóðakerfi sem höfundur FMR lýsir í ritgerð sinni er töluvert frábrugðið. Hin

    upprunalegu fimm frumnorrænu sérhljóð a, e, i, o og u (sem gátu einnig verið löng)

    höfðu orðið að níu vegna hljóðvarpsbreytinga, a, e, ę, i, ø, o, ǫ, u og y (sem gátu ýmist

    verið stutt eða löng, munn kveðin eða löng nefjuð). Strax á 13. öld komu fram ýmsar

    breytingar á sérhljóðakerfinu, einkum samföll, lækkun stuttu sérhljóðanna, tvíhljóðun

    nokkurra langra sérhljóða ásamt því að nefjuð sérhljóð hurfu algjörlega úr málinu.

    Væntanlega hafa þessar breytingar orðið til þess að sérhljóðakerfið í kringum 1300

    hefur verið líkt og sýnt er í töflu 2.

    25

    Aðalsteinn Hákonarson 2016:37 og Jón Axel Harðarson 2016b.

  • 13

    3. Tvíhljóðun á

    3.1 Samfall við ǫ́

    Eins og kunnugt er á í nútímamáli ávallt borið fram sem tvíhljóð, [au̯], en eins og áður

    hefur komið fram hefur þetta ekki alltaf verið raunin. Á tímum FMR var á borið fram

    sem langt einhljóð [a:] en ekki löngu síðar byrjaði það að taka kringingu og um og upp

    úr 1200 féll það saman við ǫ́. Þetta sést á því að þá fóru menn að rita orðmyndir eins og

    skál og drápu í stað eldri ritmynda, skǫ́l og drǫ́pu. Það er talið mun líklegra að

    samfallshljóðið hafi verið kringt [ɔ:] frekar en ókringt [a:].26 Til rökstuðnings fyrir því má

    benda á að eðlilegra er að kringt hljóð verði frekar að tvíhljóði með [u̯] sem seinni þætti

    en ókringt hljóð. Einnig má benda á þá þróun sem varð á hinu upprunalegu langa a í

    skandinavísku málunum. Eftir samfall þar má sjá ritháttinn 'aa' og síðar 'å' sem er enn í

    dag notaður til að tákna uppmælt kringt sérhljóð.27

    3.2 Heimildir fyrir tvíhljóðun á

    Í nútímamáli hafa önghljóðin [v] og [ɣ] fallið brott í ýmsum orðmyndum þar sem

    sérhljóðin á, ó eða ú koma fyrir á undan. Í fornu máli voru hljóðin hins vegar alltaf borin

    fram í þessu umhverfi. Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 má sjá mýmörg dæmi um þetta

    brottfall. Þar má t.d. sjá ritað 'laau' í stað lágu ásamt 'slou' fyrir slógu og 'Rouna' í stað

    rófuna, þar sem seinni tvö dæmin sýna fram á tvíhljóðun ó. Það má geta þess að elstu

    ummerki um brottfall [v] og [ɣ] finnast á miðri 15. öld.28 Í fornbréfi frá 1447 má sjá

    bæjarnafnið Skógum ritað 'skofvm' (sem er síðar leiðrétt í 'skogvm'). Upphaflegi

    rithátturinn gefur til kynna framburðinn [skou̯:ʊm].29 Út frá þessum dæmum er

    eðlilegast að líta svo á að undanfarandi hljóð, sem skilyrti brottfallið, hafi verið

    hálfsérhljóðið [u̯] og hafa þá bæði á og ó verið orðin tvíhljóð á þessum tíma með [u̯]

    sem seinni lið. Eins og áður segir þá eru elstu heimildir um brottfall [v] og [ɣ] frá miðri

    15. öld en þó hefur tvíhljóðunin átt sér stað miklu fyrr. Önghljóðin höfðu lengi staðið á

    26

    Kristján Árnason 2005:330.

    27Jón Axel Harðarson 2004:204.

    28Aðalsteinn Hákonarson 2010:45.

    29Jón Axel Harðarson 2016b.

  • 14

    eftir nálæga sérhljóðinu ú án þess að falla brott, sbr. hrúga, hrúgum.30 Það má einnig

    benda á að á miðri 14. öld má finna dæmi um ritháttinn 'aa' á undan ng, 'þaangat' og

    'laangan' en upp úr 1300 byrjðuðu einhljóð að tvíhljóðast á undan ng og nk.

    Rithátturinn 'aa' í þessum dæmum bendir til þess að á þeim tíma sem þau voru rituð

    hafi a á undan ng haft svipað hljóðgildi og á.31

    Önnur heimild fyrir tvíhljóðun á má finna með samburði á rími á milli é og e

    annars vegar og á og a hins vegar. Í Grettisrímum frá 15. öld má sjá hvernig é og e ríma

    saman en hvergi má finna dæmi um að á og a rími saman. Í kafla 2.3 var bent á þá

    breytingu í íslensku að með lækkun stuttra sérhljóða á 13. öld hefðu pör langra og

    stuttra sérhljóða með sama hljóðgildi verið úr sögunni þegar um 1300. Þetta þarf þó

    ekki að vera algilt og má hugsa sér að undantekningar komi til greina. Seinni þáttur

    hljóðasambandsins [jɛ:] (< é), sem hafði náð töluverðri útbreiðslu á 14. öld, hefur haft

    nokkurn veginn sama hljóðgildi og gamalt stutt e [ɛ], eftir lækkun þess úr [e]. Við

    hljóðdvalarbreytinguna féllu þessi hljóð saman og má sjá þau ríma saman í nútímamáli,

    létu : metu, él : sel. Önnur sérhljóðapör, t.d. á ~ a og ó ~ o héldust hins vegar aðgreind

    þrátt fyrir að lengdarmunur þeirra hafi horfið við hljóðdvalarbreytinguna. Þar sem

    einungis parið é ~ e gat rímað saman, en ekki á ~ a og ó ~ o þá hafa líklega hljóðgildin í

    seinni tveimur pörunum verið orðin svo ólík á þeim tímum. Finna má dæmi um rím

    é : e, sem eru frá lokum 14. aldar. Gert hefur verið ráð fyrir að á þessum tíma hafi forn

    hljóðdvöl ennþá verið í gildi og hafi því verið lengdarmunur á sérhljóðum í þessum

    pörum. En af hverju tíðkaðist þá að ríma saman é og e ef lengdarmunur var á þeim?

    Sennilega er þetta vísbending um að samfall lengdar hafi þegar hafist á 14. öld. Þar

    með gátu e og seinni þáttur é rímað vegna þess að þau féllu saman. Hvarf

    lengdarmunar varð hins vegar ekki til þess að á ~ a og ó ~ o féllu saman því að á og ó

    voru þegar orðin að tvíhljóðum.32

    30

    Aðalsteinn Hákonarson 2010:45.

    31Aðalsteinn Hákonarson 2010:46.

    32Aðalsteinn Hákonarson 2016:98–100.

  • 15

    3.3 vá > vo

    Líklega má sjá sterkustu rökin fyrir því að á hafi tekið kringingu og fallið saman við ǫ́ í

    breytingunni vá > vo en þar má sjá skýra breytingu á rithætti orða. Orð sem voru

    upprunalega rituð með á á eftir v voru síðar skrifuð með o. Nokkur dæmi um þetta má

    sjá í eftirfarandi orðum: váru > voru, vágr > vogur, tvá > tvo, svá > svo. Elstu dæmin sem

    finnast um þessa breytingu eru frá 1311 ('suo') og 1340 ('hafnarvodum'). Í Grettis sögu,

    sem er sennilega rituð snemma á 14. öld, má sjá rím á borð við fjón : kvánar, sbr. við

    grán : kvánar í Þórsdrápu frá um 1000.33

    Breytingin vá > vo hefur orðið á þessa leið; vá [u̯a:] > [u̯ɔ:] þar sem [u̯ɔ:] verður

    síðar vo [vɔ(:)] en eftir hljóðdvalarbreytinguna (nánar um það í kafla 3.5) hefur lengd o-

    sins farið eftir atkvæðabyggingu. Í eldri skýringum á breytingunni vá > vo er gert ráð

    fyrir að hún hafi gengið yfir í tveimur skrefum. Fyrra skrefið var vá > vó og hið síðara

    vó > vo. Fyrra skrefið má einfaldlega skýra með hækkun sérhljóðsins en skýring síðara

    skrefsins er erfiðara viðfangsefni. Við fyrstu sýn mætti hugsa sér að hér sé einfaldlega

    um styttingu sérhljóðsins að ræða. En í orðum eins og voru (< váru) og vor (< vár)

    hefðum við fengið atkvæði sem hefðu stutt sérhljóð á undan stuttu samhljóði en

    þannig atkvæðibygging hvarf algjörlega á 16. öld með hljóðdvalarbreytingunni. Þá var

    almennt reiknað með að breytingin vó > vo hefði orðið löngu eftir breytinguna vá > vó

    og væri því í rauninni afleiðing hljóðdvalarbreytingarinnar á 16. öld. Sú skoðun er hins

    vegar ótrúverðug. Sé þetta stytting getum við aðeins hugsað okkur að hún hafi orðið í

    orðmyndum þar sem vó fór á undan löngu samhljóði eða samhljóðaklasa (sbr. váttr >

    vottur) en ekki í orðmyndum eins og várum (> vorum). Hljóðdvalarbreytingin á 16. öld

    hafði það í för með sér að lengd varð ekki lengur merkingargreinandi heldur

    stöðubundin, þannig að gömul löng sérhljóð (sem voru alltaf löng, óháð umhverfi) fóru

    að verða ýmist löng eða stutt, eftir því hvers konar umhverfi þau voru í. Eftir

    hljóðdvalarbreytinguna var o (< á) á eftir v aldrei stutt í orðmyndum eins og voru og

    vor. Að vísu virðist rím í kveðskap frá 14. og 15. öld á borð við fjón : kvánar, benda til

    millistigsins kvónar en hér er fremur um ónákvæmt rím að ræða; þar sem við hliðina

    33

    Hreinn Benediktsson 2002:231.

  • 16

    kemur fyrir rímið son : kván þar sem kván stendur greinilega fyrir kvon 'eiginkona').34

    Breytingin, er almennt talin hafa verið gengin yfir á 14. öld en á þeim tíma hafði

    forníslenska sérhljóðakerfið tekið töluverðum breytingum (sjá töflu 2). Þá höfðu

    miðlægu og fjarlægu sérhljóðin, é, ó, æ og á, sem áður höfðu verið löng einhljóð, orðið

    að tvíhljóðum. Þá hafði á tvíhljóðast í [au̯] en ef við gerum ráð fyrir að þessi tvíhljóðun

    hafi ekki orðið á eftir v, þá er líklegt að hér sé um frálíkingaráhrif vegna v að ræða. Ef

    það er rétt að á hafi ekki hækkað og fallið saman við miðlægt ó, þá hefur það haldist

    óbreytt sem [ɔ:] og þannig haft sama hljóðgildi og stutt o eftir að það hafði á 13. öld

    breyst úr [o] í [ɔ]. Við hljóðdvalarbreytinguna verður sú breyting hins vegar að hljóðin

    urðu ýmist löng eða stutt eftir því hvers konar umhverfi þau komu fyrir í. Þannig eftir að

    vá breyttist í [u̯ɔ:] hafi í opnum atkvæðum einungis orðið sú breytingá þessu

    hljóðasambandi frá fornmáli til nútímamáls að hálfsérhljóðið [u̯] hefur orðið að

    önghljóðinu [v]. Ritháttarbreytingin vá > vo byggist í raun á hljóðkerfislegri endur-

    túlkun35 og skal það rökstutt hér að neðan.

    Hvað ritháttinn varðar þarf breytingin 'va' í 'vo' ekki endilega að þýða að það

    hafi verið einhver breyting á framburði. Breytingin gefur frekar til kynna að langt a (á)

    hafi þá verið orðið að tvíhljóðinu [au̯] og því hafi rittáknið 'a' ekki lengur veriðvel til

    þess fallið að tákna [ɔ:] á eftir v. Það rittákn sem komst næst því að tákna þetta

    hljóðgildi var 'o' sem stóð fyrir bæði miðlægt langt ó og stutt o sem hafði fengið

    framburðinn [ɔ].36

    Allt frá 14. öld sjáum við vá og ó ríma saman í kveðskap. Ef við gerum ráð fyrir

    að langa uppmælta sérhljóðið á eftir v hafi verið fjarlægt, þá sést að rímið á milli vá og

    ó sýnir frekar óreglulegt rím, þ.e. hljóðgildi sérhljóðanna eru mismunandi þó lengdin sé

    sú sama. Þannig stendur á fyrir hið fjarlæga [ɔ:] en ó fyrir hið miðlæga [o:]. Til að skýra

    þessa óreglu mætti því hugsa sér að það hafi verið slakað á reglum bragarhátta í eldri

    kveðskap, en frá svipuðum tíma má einnig finna rímið æ : é, knén : væn. Rím vá og ó

    kemur þó töluvert oftar fyrir og á og ó ríma almennt ekki nema v komi á undan á. Því er

    34

    Sbr. Hrein Benediktsson 2002.231–232.

    35Hreinn Benediktsson 2002:232–233.

    36Hreinn Benediktsson 2002:233.

  • 17

    langsótt að ætla að hér sé um einhvers konar bragfræðilega slökun að ræða. Einnig má

    bæta því við að rímið vá : ó er mjög sérstakt að því leyti að það er ekki hægt að mynda

    lágmarkspör sem sýna muninn á [ɔ:] á eftir v annars vegar og miðlægs ó hins vegar, en v

    hafði þegar fallið brott á undan nálægum og miðlægum kringdum uppmæltum

    sérhljóðum (sbr. físl. úlfr : gotn. wulfs og ón 'von' < *vón < vǫ́n). Þó birtist v aftur fyrir

    framan sum kringd uppmælt sérhljóð vegna áhrifsbreytinga frekar snemma á ritöld.

    Rímið vá : ó þar sem sé engan veginn að vera vitnisburður um að [ɔ:] hafi á einhverjum

    tíma hækkað og fallið saman við ó. Það skal þó tekið fram að í þeim kvæðum þar sem

    rímið vá : ó kemur fyrir finnst einnig rímið vá : á en það má gera ráð fyrir að það sé að

    mestu leyti merki um braghefð.37

    Eins og áður segir finnast einnig dæmi um að vá rími við stutt o. Þau dæmi eru

    flest frá 14. og 15. öld og þó þau séu töluvert færri en dæmin um vá : ó annars vegar og

    vá : á hins vegar, þá eru þau of mörg til að hægt sé að hugsa sér að hér sé einungis um

    tilviljanir að ræða. Í elstu íslensku rímum má finna 377 dæmi þar sem vá rímar (þ.e.

    vá : á, vá : o og vá : o). Rúmlega þriðjungur þeirra sýnir orð þar sem sérhljóðið er í

    bakstöðu í einkvæðu orði, t.d. svá : þá og svá : þó. Stutt sérhljóð komu hins vegar aldrei

    fyrir í sambærilegu umhverfi og því ekki óeðlilegt að hér finnist engin dæmi um rímið

    vá : o. Tæplega þriðjungur sýnir hins vegar tvíkvæðar orðmyndir þar sem aðeins eitt

    samhljóð kemur á milli sérhljóða, váða : ráða og váða : hljóða. Í slíkum rímorðum varð

    fyrra sérhljóðið að vera langt og því er óhugsandi að finna hér dæmi um rímið vá : o.

    Síðasti þriðjungurinn eru dæmi um einkvæð orð sem hafa ýmist stutt eða langt sérhljóð

    á undan samhljóði í bakstöðu, kván : Rán, kván : sjón, kván : son. Spurningin er því

    hversu oft kemur rím á borð við kván : son fyrir miðað við rím með löngum sérhljóðum.

    Hreinn Benediktsson gerði tölfræðilega könnun á tíðni rímorða með reglulegu rími þar

    sem o, á eða ó kemur á undan samhljóði í bakstöðu, þ.e. rím á borð við lof : hof, lán :

    Rán og tjón : sjón. Við nánari athugun kom í ljós að rímin vá : o og vá : ó voru jafngildir

    valmöguleikar þó hvorugur möguleikinn sýndi fram á reglulegt rím. Það virtist frekar

    þannig að vá : o rím væri algengara, en vá : ó rím. En þar sem á tvíhljóðaðist var ekki til

    neitt reglulegt rím lengur fyrir langt [ɔ:] í hljóðasambandinu vá. Það hefur því verið

    37

    Hreinn Benediktsson 2002:233–234.

  • 18

    óhjákvæmilegt að gera einhvers konar slökun í bragarhætti og voru því vá : ó og vá : o

    bestu möguleikarnir. Í þeim síðari voru hljóðgildi þau sömu en lengdarmunur en í þeim

    fyrri var sama lengd en hljóðgildismunur. Þar sem bæði stutt o og langt ó komu aldrei

    fyrir á eftir v, þá var ekki hægt að mynda lágmarkspar með þeim annars vegar og löngu

    [ɔ:] hins vegar. Eins og áður hefur komið fram er líklegast að rímið vá : á byggist á

    braghefð.38

    Upp úr 1600 má sjá að vo : o rím kemur mun oftar fyrir í kveðskap en vá : o rím

    áður. Við hljóðdvalarbreytinguna var tekin upp ný lengdarregla þannig að enginn

    lengdarmunur var á o í hljóðasambandinu vo (< vá) og hinu gamla stutta o í

    sambærilegum atkvæðum Í opnum atkvæðum hélst o-ið í vo langt (sbr. nísl. vofa < físl.

    váfa) en í lokuðum styttist það (sbr. nísl vondur < físl. vándur) .39

    Eins og áður kom fram er elsta heimildin um tvíhljóðun á líklega ritháttar-

    breytingin vá > vo sem sést fyrst árið 1311, þar sem 'suo' er ritað fyrir gamalt svá (nísl.

    svo). Breytingin er, eins og áður segir, líklega afleiðing þess að á hafði orðið að

    tvíhljóðinu [au̯] og því of ólíkt á í stöðu á eftir v, sem hafði enn hljóðgildið [ɔ:]. Því var

    óæskilegt að sama rittákn væri notað fyrir bæði hljóðin. Sennilegast er að á [ɔ:] hafi

    ekki breyst beint í [au̯] heldur hafi verið millistig í þróuninni, þ.e. [ɔu̯], og hafi fyrri liður

    þess tvíhljóðs síðar afkringst. Ritháttarbreytingin 'va' > 'vo' hefur sennilega ekki orðið

    fyrr en eftir að á var orðið að tvíhljóði. Fyrir þann tíma stóð á fyrir [ɔ:] og stutt a fyrir

    [a]. Breytingin [ɔ:] > [ɔu̯] hefur varla haft þau áhrif að talin hafi verið þörf á

    ritháttarbreytingu. Því er eðlilegra að hugsa sér að [ɔ:] og [ɔu̯] hafi verið stöðubundin

    afbrigði hljóðansins /á/ þar sem þau komu fyrir í fyllidreifingu og eru hljóðfræðilega

    mjög skyld. Þegar [ɔu̯] breytist í [au̯] verða þau hins vegar of ólík til að vera skynjað sem

    afbrigði sama hljóðans. Miðað við þessar upplýsingar er hægt að gera ráð fyrir því að

    ritháttarbreytingin 'va' > 'vo' sé aðeins óbein vísbending um tvíhljóðunina. Vísbendingin

    segir okkur að [ɔu̯] hafi breyst í [au̯] í byrjun 14. aldar, en það bendir svo aftur til þess

    að tvíhljóðunin [ɔ:] > [ɔu̯] hafi ekki orðið mikið seinna en um miðja 13. öld.40

    38

    Hreinn Benediktsson 2002.234–237.

    39Hreinn Benediktsson 2002:237.

    40Aðalsteinn Hákonarson 2010:50.

  • 19

    3.4 Hvers vegna féll á ekki saman við au?

    Eins og áður hefur komið fram hafði forníslenska þrjú hnígandi tvíhljóð, ei, ey og au. Af

    þeim hefur au sennilega tekið mestum breytingum. Á allra elsta stigi forníslensku hefur

    au líklega haft framburðinn [au̯]41, þann framburð sem á hefur í dag, en au er komið af

    frumnorrænu *au. Mjög snemma á forníslenskum tíma, um 900, er þó gert ráð fyrir því

    að fyrri þáttur tvíhljóðsins hafi kringst og hafi því framburðurinn verið [ɔu̯], sennilega

    vegna áhrifa síðari þáttarins, sbr. u-/w-hljóðvarp. Þetta má sjá á rithættinum í

    fornhandritum, 'au', 'ǫu' 'ou'42. Þá vaknar spurningin; hvers vegna féll á ekki saman við

    au? Eins og áður segir tvíhljóðaðist á [ɔ:] og varð einnig að [ɔu̯]. Um 1200 þegar ǫ [ɔ]

    varð frammælt og féll saman við ø [œ] hefur fyrri þáttur tvíhljóðsins au tekið sömu

    breytingu; framburður au breyttist þá úr [ɔu̯] í [œu̯]. Ástæðan fyrir því að menn telja

    síðari þáttinn hafa verið uppmæltan fremur en frammæltan er sú að á þessum tíma

    hafði ey framburðinn [œy]̯ (< [øy]̯ eftir lækkun stuttra áherslusérhljóða) og þar sem

    ljóst er að au og ey féllu aldrei saman, þá er gengið út frá því að síðari þátturinn hafi

    greint tvíhljóðin að.43 Í nútímamáli er tvíhljóðið alveg frammælt en síðari þátturinn er

    ýmist kringdur eða ókringdur, þ.e. au hefur í dag framburðinn [œy]̯ eða [œi]̯ þar sem

    hljóðgildið með kringdum síðari þætti kemur einkum fyrir á undan varahljóði (sbr. orðin

    kaup og taumur).44 Eins og áður hefur komið fram hefur á [ɔ:] að öllum líkindum breyst

    í [ɔu̯] þegar um miðja 13. öld. Sé það rétt getur au ekki lengur hafa verið borið fram [ɔu̯]

    því annars hefðu á og au fallið saman. Því hefur þróun au í átt að [œy]̯ eða [œi]̯ hafist

    fyrir það tíma. Það er í góðu samræmi við þá viðteknu skoðun að ǫ hafi fallið saman við

    ø um 1200 hafa ǫ og fyrri þáttur tvíhljóðsins au þróast á sama hátt. Breyting

    tvíhljóðsins á úr [ɔu̯] í [au̯] hefur sennilega orðið í upphafi 14. aldar en þá sjást fyrstu

    merkin um ritháttarbreytinguna 'vá' > 'vo'.45

    Til að sýna betur fram á hvers vegna á féll ekki saman við au má skoða lengingu

    uppmæltra sérhljóða á undan l og varamæltu hljóði (f, p, m) eða gómhljóði (g, k) í forn-

    41

    Stefán Karlsson 2000:23 og Kristján Árnason 2005:337.

    42Aðalsteinn Hákonarson 2010:24 og Jón Axel Harðarson 2006:121.

    43Aðalsteinn Hákonarson 2010:70.

    44Jón Axel Harðarson 2016b.

    45Aðalsteinn Hákonarson 2010:70.

  • 20

    íslenskum orðmyndum, sbr. orð eins og hǫlf (kvk. af halfr) (> hǫ́lf), ǫlft (> ǫ́lft > nísl.

    álft). Þessi lenging virðist þegar hafa átt sér stað á 12. öld.46 Fyrir skömmu var því þó

    haldið fram að í þessum orðmyndum hafi l-ið verið rismælt eða gómfillumælt [ʟ] og það

    hafi haft þau áhrif á undanfarandi sérhljóð að þau hafi orðið að stuttum tvíhljóðum47

    (fjallað verður nánar um stutt og löng tvíhljóð í næsta kafla). Samkvæmt því hefði

    framburðarþróun þessara orða verið eftirfarandi: [hɔʟf] > [hɔu̯ʟf] eða [hɔʊ̯ʟf] og [ɔʟft] >

    [ɔu̯ʟft] eða [ɔʊ̯ʟft]. Sé þetta rétt mætti búast við því að tvíhljóðið [ɔu̯] eða [ɔʊ̯] hefði

    fallið saman við tvíhljóðið au. Ef tvíhljóðið [ɔu̯] eða [ɔʊ̯] hefði þróast í orðmyndunum

    hǫlf og ǫlft mættum við sem sé búast við [hœilf] og [œilf̥t] í nútímamáli en sú er ekki

    raunin. Sennilegasta skýringin er sú að sérhljóð hafi lengst á undan l og öðru samhljóði,

    þ.e.a.s. hǫlf og ǫlft hafi orðið hǫ́lf og ǫ́lft og síðar hafi ǫ́ tekið eðlilegri hljóðbreytingu,

    þ.e. ǫ́ [ɔ:] og á féllu saman og samfallshljóðið [ɔ:] tvíhljóðast í [ɔu̯] og verður að lokum

    [au̯]. Eins og áður hefur komið fram var samfallshljóðið táknað með a eða á eins og sjá

    má í orðmyndunum ft. sǫ́r (af sár) > sár og þt. bǫ́rum (af bera) > bárum. Raunar sýna

    orðmyndir eins og svolgra og volgur í nútímamáli að hér er augljóslega um lengingu að

    ræða en ekki tvíhljóðun á undan l og öðru samhljóði í forníslensku. Þróun þessara

    orðmynda var á þessa leið; *svalgra (sbr. svelgja) > *sválgra > svolgra, *valgr (sbr.

    velgja) > *válgr > volgr.

    Þegar öllu er á botninn hvolft er svarið við spurningunni sem sett var fram hér

    að framan að breytingin au [ɔu̯] > [œu̯] er eldri en tvíhljóðun á [ɔ:], sem breyttist fyrst í

    [ɔu̯] og síðar [au̯]. Tvíhljóðið au var þegar orðið að [œu̯] um 1200 þegar ǫ féll saman við

    ø og á [ɔ:] tvíhljóðaðist ekki í [ɔu̯] fyrr en um miðja 13. öld. Þannig gat á ekki fallið

    saman við au.48

    3.5 Hljóðdvalarbreytingin og lengd tvíhljóðsins á í fornmáli og nútímamáli

    Í fornu máli fór lengd sérhljóða eftir uppruna þeirra. Sérhljóð gat ýmist verið langt eða

    stutt, óháð því hvort það kæmi fyrir í opnu eða lokuðu atkvæði. Atkvæði gátu því verið

    mislöng (misþung). Opin atkvæði með stuttu sérhljóði voru stutt en opin atkvæði með 46

    Sbr. Jón Axel Harðarson 2006:123-124 47

    Sandøy 1997-1998:72

    48Jón Axel Harðarson 2006:121–122.

  • 21

    löngu sérhljóði (þ.m.t. tvíhljóði) og lokuð atkvæði með stuttu sérhljóði voru löng. Enn

    lengri atkvæði, þ.e. ofurlöng, voru lokuð og höfðu langt sérhljóð. Þannig höfðu

    orðmyndir eins og tal, fara og verða stutt áherslusérhljóð en orðmyndir eins og bú,

    fórum, fúll og fóstra löng áherslusérhljóð. Á þessu varð hins vegar breyting þegar hin

    svokallaða hljóðdvalarbreyting kom til sögunnar. Hljóðdvalarbreytingin er ein stærsta

    breyting sem orðið hefur í íslensku máli. Breytingin fólst í því að lengd sérhljóða hætti

    að vera hljóðkerfisleg og fór að ráðast af atkvæðagerðinni, þ.e. því hvort atkvæðið væri

    opið eða lokað. Eftir breytinguna er reglan þannig að sérhljóð í opnu atkvæði eru löng

    en í lokuðu atkvæði stutt. Við hljóðdvalarbreytinguna urðu þá þær breytingar á

    orðmyndum sem nefndar voru hér að ofan að tal og fara fengu langt áherslusérhljóð og

    fúll og fóstra stutt en lengd áherslusérhljóðanna í verða, bú og fórum hélst óbreytt. Hér

    er þá gert ráð fyrir að einkvæðar orðmyndir sem enda á stuttu samhljóði, líkt og tal,

    séu meðhöndlaðar sem tvíkvæðar orðmyndir, þ.e. nf. þf. et. ta.l eins og þgf. ta.li og með

    viðskeyttum greini ta.lið o.s.frv. Eftir hljóðdvalarbreytinguna voru engin stutt

    áhersluatkvæði lengur til.49

    Þó ber að nefna að í orðmyndum þar sem áherslusérhljóð kemur fyrir á undan

    hljóðsamböndunum p, t, k, eða s + j, v eða r þá er sérhljóðið langt, sbr. Esja, sitja og

    vökva. Þetta má þó skýra með einföldum hætti. Hér hefur orðið breyting á

    atkvæðaskilum orðmyndanna. Í fornmáli voru atkvæðaskilin á milli lokhljóðs eða s og

    eftirfarandi j, v eða r en eftir hljóðdvalarbreytinguna voru atkvæðaskilin á undan

    þessum hljóðasamböndum, þ.e. Es.ja > E.sja sit.ja > si.tja og vök.va > vö.kva. Merki um

    þetta má sjá í dróttkvæðum skáldskap ásamt því að í Þriðju málfræðiritgerðinni, sem er

    rituð af Ólafi Þórðarsyni hvítaskáldi á 13. öld, er orðmyndunum hvatra og spakra, sem

    höfðu stutt áherslusérhljóð, lýst þannig að fyrra atkvæði þeirra hafi getað verið langt

    eða stutt, en það þýðir að það hafi ýmist verið lokað eða opið. Í nútímamáli eru það

    hins vegar ávallt opið og því sérhljóðið langt.

    Þrátt fyrir þessar breytingar var aldrei hætta á því að upprunalega löng og stutt

    hljóðpör eins og a/á, e/é, i/í, o/ó og u/ú féllu saman. Þær breytingar sem urðu á

    sérhljóðakerfinu á 13. öld, og lýst var í kafla 2.3, þ.e. lækkun stuttra sérhljóða og

    49

    Aðalsteinn Hákonarson 2010:6 og Jón Axel Harðarson 2016b.

  • 22

    tvíhljóðun langra einhljóða, urðu til þess að hljóðgildi upphaflegu hljóðparanna urðu

    sífellt ólíkari innbyrðis og á þeim tíma sem hljóðdvalarbreytingin hófst höfðu þessar

    breytingar þegar gengið yfir.50

    Það er fremur erfitt að tímasetja hljóðdvalarbreytinguna og þau ferli sem henni

    tengjast. Breytingarnar voru þess eðlis að þær kölluðu yfirleitt ekki á breytingar í

    rithætti. Talið er að hljóðdvalarbreytingin hafi einkum gengið yfir á 16. öld, einkum sá

    þáttur hennar sem felst í lengingu stutt sérhljóðs í opnu atkvæði. Þó sjást merki um það

    í kvæðinu Pétursdrápu að breytingin sé hafin. Kvæðið er ort undir dróttkvæðum hætti

    og það vekur athygli að í því eru nokkur dæmi sem sýna að orð sem hafa létt atkvæði

    samkvæmt fornum reglum beri ris. Dæmi um þetta er línan brjóst ok bar inn löstu þar

    sem bar þarf að bera ris svo að til verði fullburða dróttkvæð lína. Svo virðist sem

    höfundur kvæðisins hafi borið fram orð eins og bar með löngum sérhljóðum. Ekki er

    nákvæmlega vitað hver aldur Pétursdrápu er en eina handritið sem varðveitir kvæðið er

    talið vera frá þriðja fjórðungi 15. aldar. Kveðskapur frá seinni hluta 17. aldar og jafnvel

    18. aldar sýnir einnig aðgreiningu gamalla þungra og léttra atkvæða og bendir það til

    þess að breytingin hafi ekki náð almenninlegum stöðugleika fyrr en mun seinna,

    mögulega snemma á 18. öld. Það er einnig líklegt að breytingin hafi gengið mishratt yfir

    á mismunandi landsvæðum.51

    Hljóðdvalarbreytingin hafði einnig í för með sér athyglisverðar breytingar að því

    er lengd tvíhljóða varðar. Í fornmáli samsvöruðu tvíhljóð löngum einhljóðum að því

    leyti að lengd þeirra var tvær mórur. Einnar móru tvíhljóð komu ekki fyrir, þ.e.

    aðgreining stuttra og langra tvíhljóða var ekki til. Þannig hefur lengd á í orðmyndum

    eins og ás og ást í fornmáli verið sú sama bæði fyrir og eftir tvíhljóðun þess. En vegna

    þeirra breytinga sem urðu á hljóðkerfinu við hljóðdvalarbreytinguna styttust tvíhljóð í

    lokuðum atkvæðum líkt og einhljóð. Allt frá 14. öld þegar á [ɔu̯] breyttist í [au̯], hefur

    því engin breyting orðið á framburði tvíhljóðsins í ás til dagsins í dag, þ.e. það hefur

    haldið tveimur mórum sínum, en hins vegar hefur styst í orðum eins og ást, þar sem

    það hefur aðeins eina móru.52

    50

    Kristján Árnason 2005:332.

    51Kristján Árnason 1980b:160 og Kristján Árnason 2005:334–335.

    52Jón Axel Harðarson 2006:121 og 2007:94.

  • 23

    4. Lokaorð

    Í þessari ritgerð hefur saga tvíhljóðsins á verið rakin allt frá forníslenskum tíma, þegar

    það var langt einhljóð. Það hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar, líkt og íslenska

    hljóðkerfið í heild. Forníslenska, sem komin er af frumnorrænu, hafði mjög

    fjölskrúðugt sérhljóðakerfi en einstök hljóð sem á frumnorrænum tíma höfðu aðeins

    verið stöðubundin afbrigði annarra sérhljóða urðu að sjálfstæðum hljóðönum við stóra

    brottfall og olli það því að forníslenska hafði töluvert fleiri hljóðön en frumnorræna. Í

    Fyrstu málfræðiritgerðinni, sem skrifuð var á 12. öld af óþekktum höfundi, er

    sérhljóðakerfi forníslensku lýst ítarlega með það að markmiði að skapa nýtt stafróf sem

    myndi henta íslensku hljóðkerfi betur en það latneska (óbreytt). Í ritgerðinni kemur

    berlega fram að lengd og nefjun voru enn merkingargreinandi þættir í hljóðkerfinu

    þegar hún var skrifuð, og miðað við þær upplýsingar sem höfundurinn gefur okkur

    getum við gengið út frá því að á fyrri hluta 12. aldar hafi haft allt að 27 hljóðkerfislega

    aðgreind sérhljóð, ásamt þremur hnígandi tvíhljóðum, ei, ey og au.

    Í lok 12. aldar og á 13. öld urðu hins vegar margar breytingar á hljóðkerfinu.

    Elstu breytingar á löngu sérhljóðunum voru þær að nefjuðu hljóðin ǫ́ og ó féllu saman í

    ó og stuttu síðar hurfu löng nefjuð sérhljóð alveg úr málinu. Í kerfi löngu munnkveðnu

    sérhljóðanna féll á saman við ǫ́ og ǿ saman við é ̨og síðar fóru löngu sérhljóðin é, ó, æ

    (< é ̨+ ǿ) og á (< á + ǫ́) að tvíhljóðast. Í kerfi stuttu sérhljóðanna hefjast breytingarnar

    með samfalli e og ę í e um miðja 12. öld og skömmu síðar eða um og upp úr 1200 féll ǫ

    saman við ø. Eftir þessar breytingar lækkuðu stuttu sérhljóðin þannig að nálæg hljóð

    urðu hálfnálæg og miðlæg urðu hálffjarlæg og var þá ekki lengur fullkomin samsvörun á

    milli stuttra og langra sérhljóða innan sérhljóðakerfisins.

    Á þeim tíma sem Fyrsta málfræðiritgerðin var skrifuð var á borið fram sem langt

    einhljóð [a:] en um og upp úr 1200 hóf það að taka kringingu og féll að lokum saman

    við ǫ́ [ɔ:], þ.e. samfallshljóðið var [ɔ:], þrátt fyrir að það hafi verið ritað 'a' (með eða án

    lengdarmerkis). Síðar hóf [ɔ:] að tvíhljóðast og eru ýmsar óbeinar heimildir um það svo

    sem brottfall [v] og [ɣ] á eftir á, ó eða ú á 15. öld. Þá má benda á að á sama tíma ríma é

    og e enn saman á meðan á og a gera það ekki. Það er án efa vísbending um að

    tvíhljóðun á hafi verið gengin yfir á þeim tíma. Ennfremur ber rithátturinn 'aa' fyrir a (>

  • 24

    [au̯]) á undan ng, sem kemur upp úr 1300, vott um að tvíhljóðunin hafi átt sér stað.

    Ritháttarbreytinguna vá > vo, sem kemur fram snemma á 14. öld, er best að

    skýra þannig að á eftir v [u̯] hafi á sætt kringingu og orðið að [ɔ:] eins og í öðru

    hljóðumhverfi en síðar hafi frálíkingaráhrif v komið í veg fyrir tvíhljóðun þess. Eftir að á

    ([ɔ:]) hafði annars með kerfisbundnum hætti breyst í ([ɔu̯] >) [au̯] hentaði stafurinn 'a'

    illa til að tákna opna, uppmælta einhljóðið [ɔ:] sem þá kom aðeins fyrir á eftir v. Þetta

    orsakaði umrædda ritháttarbreytingu.

    Af þeim tvíhljóðum sem forníslenska hafði var það eflaust au sem tók mestum

    breytingum. Snemma í forníslensku var það orðið að [ɔu̯] og á fékk einnig þann

    framburð á 13. öld en þrátt fyrir það féllu þessi hljóð aldrei saman. Ástæðan er líklega

    sú að á 13. öld þegar ǫ féll saman við ø hafi au fengið framburðinn [œu̯], þ.e. breytingin

    au [ɔu̯] > [œu̯] er eldri en tvíhljóðun á [ɔ:] > [ɔu̯] > [au̯]. Einnig má benda á lengingu

    uppmæltra sérhljóða á undan l og varamæltu hljóði (f, p, m) eða gómhljóði (g, k) í

    forníslenskum orðmyndum eins og hǫlf (> hǫ́lf) og ǫlft (> ǫ́lft). Þróun þessara orða

    bendir til þess að sérhljóðin hafi lengst fyrst og síðar tekið eðlilegri þróun fremur en að

    þau hafi tvíhljóðast fyrst. Hefðu þau tvíhljóðast hefðu á og au væntanlega fallið saman,

    en sú varð ekki raunin.

    Í fornmálinu fór lengd sérhljóða eftir uppruna og gátu því löng og stutt sérhljóð

    komið fyrir í hvaða umhverfi sem var. Á 16. öld gekk hljóðdvalarbreytingin yfir og

    gjörbreytti þessu kerfi. Eftir hana koma löng sérhljóð aðeins fyrir í opnum atkvæðum og

    stutt sérhljóð í lokuðum. Breytingin náði einnig til tvíhljóða, sem í fornmáli samsvöruðu

    löngum einhljóðum að því er lengd varðar, þ.e. höfðu tvær mórur. Eftir hljóð-

    dvalarbreytinguna urðu því til stutt tvíhljóð sem hafa aðeins ein móru. Þannig hafði

    tvíhljóðið á [au̯] tvær mórur fyrir hljóðdvalarbreytinguna en eftir hana ýmist eina eða

    tvær, allt eftir því hvort það kemur fyrir í opnu eða lokuðu atkvæði.

  • 25

    Heimildarskrá:

    Aðalsteinn Hákonarson. 2010. Tvíhljóð í íslensku: Um tvíhljóðun og þróun tvíhljóða í

    íslensku máli til forna. Óprentuð MA-ritgerð. Háskóli Íslands, Reykjavík.

    Aðalsteinn Hákonarson. 2016. Aldur tvíhljóðunar í forníslensku. Íslenskt mál 38:83–123.

    Björn Guðfinnsson. 1946. Mállyzkur I. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.

    Eiríkur Rögnvaldsson. 2013. Hljóðkerfi og orðhlutakerfi í íslensku. Óprentað rit. Háskóli

    Íslands, Reykjavík.

    Guðvarður Már Gunnlaugsson. Um tvíhljóð að fornu og nýju. Lesið í hljóði fyrir Kristján

    Árnason sextugan 26. des 2006, bls. 62–65. Menningar- og minningarsjóður

    Mette Magnussen, Reykjavík.

    Hreinn Benediktsson. 1972. The First Grammatical Treatise. Institute of Nordic

    Linguistcs, Reykjavík.

    Hreinn Benediktsson. 2002. Relational Sound Change: vá > vo in Icelandic. Linguistic

    Studies, Historical and Comparative, bls. 227–242. Málvísindastofnun Háskóla

    Íslands, Reykjavík. [Áður birt í: Linguistic Method. Essays in Honor of Herbert

    Penzl. Ritstj. Irmengard Rauch og Gerald F. Carr. Janua linguarum, Series maior

    79, bls. 307–326. Haag, 1979].

    Jón Axel Harðarson. 2004. Ritdómur Andrea de Leeuw van Weenen: A Grammar of

    Möðruvallabók. Íslenskt mál 26:203–207.

    Jón Axel Harðarson. 2006. Sérhljóðalenging á undan l og öðru samhljóði í forníslenzku.

    Lesið í hljóði fyrir Kristján Árnason sextugan 26. desember 2006. Menningar- og

    minningarsjóður Mette Magnussen, Reykjavík.

    Jón Axel Harðarson. 2007. Forsaga og þróun orðmynda eins og hagi, segja og lægja í

    íslenzku. Íslenskt mál 29:67–98.

    Jón Axel Harðarson. 2016a. Þróun forníslenska hljóðkerfisins úr því frumnorræna.

    Glósur úr námskeiðinu ÍSL211G Fornmálið sem kennt var vorið 2016 við Háskóla

    Íslands.

  • 26

    Jón Axel Harðarson. 2016b. Hljóðkerfisfræðilegar breytingar. Glósur úr námskeiðinu

    ÍSL444G Íslensk málsaga sem kennt var vorið 2016 við Háskóla Íslands.

    Kristján Árnason. 1980a. Íslensk Málfræði. Seinni hluti. Iðunn, Reykjavík

    Kristján Árnason. 1980b. Quantity in historical Phonology: Icelandic and related cases.

    Cambridge Studies in Linguistics 30. Cambridge University Press, Cambridge.

    Kristján Árnason. 2005. Hljóð. Handbók um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði.

    Meðhöfundur Jörgen Pind. Íslensk tunga I. Almenna Bókafélagið, Reykjavík.

    Sandøy, Helge. 1997-1998. Breyting á hljóðlengd eða hljóðgildi? Íslenskt mál 19-20:45-83

    Schulte, Michael. 2002. The Phonological systems of Old Nordic I: Old Icelandic and Old

    Norwegian. Oskar Bandle (ritstj.): The Nordic Languages. An International

    Handbook of the History of the North Germanic Languages 1:882–895. Walter

    de Gruyter, Berlín og New York.

    Stefán Karlsson. 2000. Tungan. Guðvarður Már Gunnlaugsson (ritstj.). Stafkrókar.

    Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2.

    desember 1998. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Reykjavík.