Top Banner
MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 MONITORBLAÐIÐ 17. TBL 2. ÁRG.
24

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR ... · efni sitt hjá tímaritinu Metro í Bretlandi.Á vefsíðunni LadyGaga-Metro.com má sjá allar umsóknir þar

Jan 31, 2021

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
  • MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is

    FRÍT

    T

    EINT

    AK

    TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

    FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011MONITORBLAÐIÐ 17. TBL 2. ÁRG.

  • Allar LEVI’S gallabuxur fyrir dömur, kr. 7.995

    Allar LEVI’S gallabuxur fyrir herra, kr. 9.995

    KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400

    Girnilegasti lagermarkaður landsins!

    NÝTT FRÁ LEVI’S

    Ráð

    and

    i-au

    glýs

    inga

    stof

    aeh

    f.

  • Margir lentu illa í því um páskana er þeir opnuðuspenntir páskaeggin sín. Auðvitað er átt viðspennuna sem fylgir því að lesa málsháttinn semleynist inni í súkkulaðiegginu á hverju ári.Í mörgum tilvikum urðu súkkul-aðiunnendur fyrir vonbrigðummeð málshættina sem verðafurðulegri og furðulegri meðárunum. Deila má um hvortfrumleiki þeirra sé tilbóta en hér eru nokkurdæmi um málshætti semeru með þeim verstu íbransanum.

    Ekki þarf nema einn gikkí hverri veiðiferð.

    Guð fer ekki ímanngreinarálit.

    Allir eru ógiftir í verinu.

    Enginn verður af einum bita feitur.

    Betra er eplið gefið en étið.

    Dauðir lykta allir menn eins.

    Ekki má vita hver gefur öðrum bita.

    Betra er að vera góður maðuren þykjast.

    Á sléttlendi heldur þúfanað hún sé fjall.

    Fram og aftur er jafn langt.

    Allir elska eitthvað.

    Grísir gjalda, gömul svín valda.

    Sá sem vill mjólk, ætti ekki aðsetjast á stól með fötu úti í haga og

    bíða eftir því að kýrin komi til hans.

    Ef hundur yrði bænheyrðurmyndi rigna beinum.

    Hin 22 ára gamlaAdele er að taka yfir heiminn umþessar mundir endaer nýjasta platahennar, 21,alveg frábær ogþess virði aðhlusta á. Lögineru ef til villheldur væmin áköflum en allir hafagott af því að komast í snertingu viðmjúku hliðina af og til.

    Það jafnast ekkertá við ljúffengan bröns á laugardags-

    morgnum og á kaffihúsinuTíu dropum er hægt að

    fá einn slíkan í hæstagæðaflokki á góðuverði. Beikon, egg ogallt tilheyrandi fyrirþá sem eru hrifnir af

    listinni við að sameinamorgunmat og hádegis-

    mat í eina stóra kaloríuveislu.

    LadyGaga leitar aðaðstoðarmannifyrir verk-efni sitt hjátímaritinu Metroí Bretlandi. Ávefsíðunni LadyGaga-Metro.com má sjá allar umsóknirþar sem fólk svarar spurningunni„Why were you born this way?“ ogmá þar finna fáránlega fyndin, góð,léleg og furðuleg svör sem er hægtað skemmta sér konunglega yfir.

    Monitormælir meðÍ SPILARANN

    3fyrst&fremst

    Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson ([email protected]) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson ([email protected]) George KristóferYoung ([email protected]) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson ([email protected]) Gunnþórunn Jónsdóttir ([email protected]) Sigyn Jónsdóttir ([email protected]) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson ([email protected]) Forsíða: Allan SigurðssonMyndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: [email protected]

    FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Monitor

    Feitast í blaðinuMarcus Walker varðÍslandsmeistarimeð KR á dögunum.Hann elskarÍsland.

    Jón Jónsson íviðtali. Hann á sérdraum um að rústaherbergi þóhann sé edrú.

    Misskildir lagatext-ar. Um hvað fjallaðiBohemian Rhapso-dy í raun ogveru?

    12

    Höddi Magg í loka-prófinu. BradleyCooper myndi leikahann í kvik-mynd.

    Stíllinn kíkir ífataskápinn hjáHallfríði Þóruog AndraHrafni. 16

    8

    Síðasta sms sem Hörður Magnússon fékkvar frá manninum í appelsínugulu úlpunni.

    Í MALLAKÚTINN

    Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og markvörð-ur KR í knattspyrnu, eyddi páskunum á megin-landi Evrópu þar sem hann þeysti milli Belgíu,Hollands og Þýskalands til að taka upp auglýsing-ar fyrir Kók með leikmönnum U21 landsliðsins.Með honum í för var Baldur Kristjáns ljósmyndariog var lokahnykkurinn síðastliðinn miðvikudagmeð þeim Rúrik Gíslasyni og Aroni Einari Gunn-arssyni, en þeim var flogið hingað til lands til aðleika í auglýsingunum.

    „Þetta er metnaðarfullt verkefni. Algjörhetjuauglýsing,“ segir Hannes sem kann betur enflestir að búa til hetjuefni, en hann er maðurinná bak við til dæmis Leynilöggutrailer Audda ogsjónvarpsþættina Atvinnumennina okkar. „Þaðvar gaman að sjá Gylfa taka á móti okkur árándýrum Porsche-jeppa, en bjóðast strax til aðhjálpa okkur að bera töskur og græjur. Hann ermjög kammó og þægilegur gæi og ekkert búinnað tapa sér þó að hann sé búinn að eignast

    pening,“ segir Hannes þegar hann er spurðurhvort glamúrinn á ungu landsliðsstrákunum sésvipaður og á atvinnumönnunum sem teknirvoru fyrir í þáttunum.

    25 tökur á einföldu atriðiHannes á erfitt með að meta hver hafi verið

    besti leikarinn af strákunum, en segir jákvætt aðþeir hafi valið knattspyrnuna frekar en leiklistina.„Rúrik fékk til dæmis það einfalda verkefni aðlíta upp og strjúka sér um ennið á sama tíma. Þaðþurfti svona 25 tökur til að ná því. Hann negldiþað þó á endanum, enda myndarlegur maður,“segir hann og hlær.

    Strákarnir sem spila á Íslandi léku í senu semtekin var upp í ískulda og roki á Seltjarnarnesiundir rigningarvél. „Ég var í flíspeysu og úlpu envar samt svo kalt að ég gat ekki hugsað. Þeir voruí engu nema æfingatreyju og auk þess renn-blautir undir rigningarvélinni. Eftir fjóra-fimm

    klukkutíma af tökum kom framleiðandinn til mínog sagði: „Nú hættir þú. Þú vilt ekki að íslenskalandsliðið verði allt með lungnabólgu út af þér,“segir Hannes.

    Hannes Þór Halldórsson og Baldur Kristjáns geraauglýsingar með U21 landsliðinu fyrir lokakeppni EM.

    Emmsjé GautiÞegar ég segi,,fokk´´ segiðþið ,,Jesús´´fór misvel í

    tónleikagesti Priksins á páska-nóttu 25. apríl kl. 19:38

    Ilmur Kristj-ánsdóttirHitti forsæt-isráðherraSkotlands áðan,

    hann tók í hönd mína og égþakkaði honum fyrir matinn- ég hélt að hann væri eigandiveitingastaðarins sem égvar að borða á, svo spurðihann mig hvort ég mælti meðeinhverju á matseðlinum....ég sagði honum bara að fásér ostrurnar. Það er gaman íGalsgow:) 27. apríl kl. 00:28

    Efst í huga Monitor

    „Lífið er eins og sardínudós“

    AuðunnBlöndalHélt ég mundialdrei segjaþetta en Friends

    eldist ekki vel !!! Búinn aðhenda 1 seríu af Entourage ítækið í staðinn...

    26. apríl kl. 00:58

    HANNES OG BALDUR VISSU EKKI AF LANDSLIÐSMANNINUMARONI EINARI FYRR EN ÞEIR FENGU AÐ SJÁ ÞESSA MYND

    Mynd/Golli

    Á NETINU

    Vala Grandhahahaha égmætti i skólan idag ein var ekkiað fatta að skól-

    in hjá mér byrjaði á morgun...svo mín var bara biðandi 15min eftir hurðin opna og alveggáttuð hvað fólk væri að komaseint i skólan eftir langanpáska frí hahahahaha

    26. apríl kl. 13:01

    Vikan á...

    4

    22

    Blaz Rocaer í slakanum27. apríl kl. 02:54

    Betri í boltanumen leiklist

  • 4 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    Myn

    d/Si

    gurg

    eir

    Vissir þú eitthvað um Ísland áður

    en þú komst til landsins? Ég vissi

    ekki mikið um landið áður en ég

    kom. Áður en ég kom ákvað ég að

    forvitnast um landið á Google og

    það fyrsta sem ég sá varBláa lónið.

    Ég var mjög spenntur fyrir komunni

    hingað en ég hélt að hérmyndi vera

    miklu kaldara og verra veður. Ísland

    kom mér mjög mikið á óvart og mér

    hefur liðið mjög vel hérna.

    Vissir þú að hér væri spilaður

    körfubolti? Já, reyndar. Leikmaður

    frá sömu borg og ég spilaði hérna

    á síðasta leiktímabili svo ég hafði

    heyrt um íslenskan körfubolta áður.

    Hvað finnst þér um íslenska körfu-

    boltann? Mér finnst hannfrábær.

    Það er mikil samkeppnií deildinni

    en ég vildi óska að það væru fleiri

    leikir á tímabilinu.

    Af hverju valdir þú að koma til

    Íslands? Ég fékk tilboð um að spila

    í öðrum löndum en mérleist svo

    vel á KR þar sem þeir hafa oft unnið

    deildina og eru gott lið svo ég ákvað

    að koma hingað.

    Hvernig kannt þú

    við þig hér? Ég elska

    Ísland. Allir hafa verið

    mjög vingjarnlegir við

    mig og það er búið að

    vera frábært að spila

    fyrir KR.

    Hvað er það besta

    við Ísland að þínu

    mati? Liðsfélagar

    mínir í KR. Ég hefði ekkigetað

    valið betra lið og ég hefaldrei

    fengið heimþrá því þeirbuðu mig

    velkominn strax á fyrstuæfingunni.

    En það skrítnasta? Mér fannst

    rosalega skrítið að sjá fólk skilja

    börnin sín eftir fyrir utan búðir

    meðan það fer inn að versla. Það

    er algjör klikkun og í fyrsta skipti

    sem ég sá það var ég rosalega

    hissa.

    Er satt að þú hafir keyptflugmiða

    fyrir mömmu þína til Íslands

    til að koma og horfa á úrslita-

    keppnina áður en KR komst svo

    langt? Já, ég gerði það. Éghafði

    á tilfinningunni að við myndum

    komast í úrslitin og sembetur fer

    gekk það eftir.

    Hvað er framundan hjáþér?

    Ég fer heim í vikunni ogþarf að

    ákveða með foreldrum mínum

    hvað sé best fyrir mig að gera á

    þessum tímapunkti ferilsins. Ég

    hef samt ekki mikinn tíma til að

    hugsa mig um hvaða markmið

    ég vil setja mér og munlíklega

    afgreiða þetta á innan við viku.

    Það er aldrei að vita hvað gerist

    næst.

    Langar þig að koma aftur til

    Íslands þó þú munir kannski

    ekki halda áfram í körfu-

    boltanum hér? Alveg pottþétt.

    Það er mjög gott að búahérna

    og ábyggilega mjög skemmti-

    legt að koma hingað í frí.

    Umhverfið er svo rólegtog ég

    væri alveg til í að flytja hingað

    aftur einn daginn.

    Elskar ÍslandMarcus Walker er 24 ára g

    amall bandarískur körfuboltamaður frá

    Kansas City sem sýndi ótrúleg tilþrif með KR í vetu

    r og fagnaði

    Íslandsmeistaratitlinum með þeim í síðustu viku. Mo

    nitor spurði

    Marcus út í lífið á Íslandiog bjarta framtíð hans í k

    örfunni.

    Á 60 SEKÚNDUMUppáhaldslið í NBA? Þaðhljómar kannski ótrúlega enég á mér ekkert uppáhaldsliðog horfi mjög sjaldan á NBA.Uppáhaldskörfu-boltamaður? AllenIverson.Uppáhaldskörfu-boltamaður áÍslandi? PavelErmolinski í KR.Uppáhaldstónlist-armaður? Ludacris.Uppáhaldsmatur?Kjúklingur í ofnimeð hrísgrjónum.Uppáhalds íslenski matur?Lambakjöt.Uppáhaldskörfu-boltakvikmynd?He Got Game ogLove & Basketball. MARCUS Í SÍNU

    NÁTTÚRULEGAUMHVERFI

  • 6 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni ykkarí fimm orðum? Léttpoppuð nýbylgja undirhippískum áhrifum.

    Hvað er hydrophobic krossfiskur? Þettaþýðir í rauninni bara vatnshræddurkrossfiskur. Nafnið er hugmyndasmíðMagnúsar og Arnars Péturs og er held égbara eitthvað hljómsveitaflipp svo það erengin rosaleg meining á bak við vatns-hrædda krossfiskinn.

    Hversu erfitt er að vera eina stelpan íhljómsveitinni? Ég er ekki frá því að égsé orðin ein af strákunum. Ég hlæ aðsömu bröndurunum og fíla líka fótboltaalveg í döðlur. Þeir eru samt með svonastrákahúmor sem ég er alveg komin inn í.Kærastinn minn tók að minnsta kosti eftirstórri húmorsbreytingu eftir að ég byrjaði íhljómsveitinni.

    Hvernig kom það til að þú byrjaðir íhljómsveitinni? Ég var í söngtíma og sáauglýsingu í FÍH en strákarnir eru einmittallir að læra þar. Svo fór ég í áheynarprufuog þetta small allt saman alveg svakalegavel.

    Hvað ert þú að gera fyrir utan aðvera söngkona í rokkhljómsveit? Éger tónlistarkennari á Suðurnesjunum.Kenni söng og á þverflautu, klarinett,saxófón og trompet. Svo er ég sjálf að kláratónlistarnámið mitt í Reykjanesbæ. Er að

    klára burtfararpróf í rytmískum söng ogþverflautu.

    Hvaða söngkona er þín helsta fyrirmynd?Þær eru eiginlega nokkrar. Ég er undiráhrifum frá Evu Cassidy, einhvers konarsoul Aretha Franklin blundar í mér og svovottur af Shady Owens. Það var allavegasagt við mig um daginn að ég hljómaðieins og hún sem er æðislegt.

    Draumagiggið? Eigum við ekki bara aðsegja Hróarskelda og Muse að hita upp fyr-ir okkur eða öfugt. Það væri pínu draumurað spila þar.

    Afkvæmi hvaða tveggja hljómsveitaværi Hydrophobic Starfish? Ég myndisegja Trúbrot því við höfum oft fengiðsvona Trúbrots-vibe frá fólki og svohefur okkur verið líkt við Írafár sem ég erekki sammála. Ætli við séum ekki baraeingetið afkvæmi Trúbrots með áhrifumfrá nýbylgju.

    Hvað er framundan hjá hljómsveitinni?Spila á Svínarí á Faktorý í byrjun maí ogsvo er stefnan að reyna að gigga sem mestog koma okkur að. Við ætlum að reynaað taka einhverja tónleika í sumar ogspilum vonandi á Airwaves í haust. Það varæðislega gaman síðast.

    Er plata á leiðinni? Það fer eftir hversu velgengur. Við eigum nóg efni í plötu en það

    verður bara að koma í ljós hvenær hún færað líta dagsins ljós.

    Uppáhaldscoverlag? Það er pínu skrítið aðvið spilum engin coverlög. Reyndar tókumvið eitt á æfingu um daginn, einhvern blúsog ég tók nokkra flotta tóna á munn-hörpuna. Yfirleitt þegar þeir fara eitthvaðað djamma á æfingum sest ég bara og ferí símann.

    Ætlið þið að meika það? Við stefnum áað verða nafn. Það er klárlega næsta skrefog við viljum vera þekkt. Okkur finnstvið hafa alla burði til þess og auðvitaðer draumurinn að meika það og túra umEvrópu.

    Á Facebook-síðu hljómsveitarinnar segistþið stefna á heimsyfirráð eða dauða.Hvoru eru þið nær í augnablikinu? Ætlivið séum ekki nær heimsyfirráðum því viðerum afskaplega lifandi og eldhress.

    Mun ekkihorfa ábrúðkaupiðTónlistargoðið Morrissey ásak-aði bresku konungsfjölskyldunaum að vera tækifærissinnaí útvarpsviðtali á BBC 5liveí vikunni. Hann sagðist ekkiætla að horfa á brúðkaup Vilhjálms og Kate Middletonen talið er að um tveir milljarðar manns muni horfa áathöfnina sem allir eru búnir að vera að tala um síðustuvikur og jafnvel mánuði. „Af hverju ætti ég að horfa ábrúðkaupið? Af hverju ætti ég að horfa á það?“ sagðiMorrissey í viðtalinu. „Ég get ekki tekið neitt af þessualvarlega. Mér finnst þessi svokallaða konungsfjölskyldaekki tala máli Bretlands núna og mér finnst landið ekkiþurfa á henni að halda,“ hélt Morrissey áfram og varhvergi nær hættur að segja skoðanir sínar á konungs-fjölskyldunni. „Mér finnst þau vera tækifærissinnar ogekkert annað. Ég held að þau þjóni engum tilgangi,“sagði Morrissey sem er greinilega ekki par sáttur meðgengið í Buckingham-höll.

    Hryllings-myndinBlackSabbathTónlist Ozzy Osbourne oghljómsveitarinnar BlackSabbath mun prýða nýjahryllingsmynd sem sonurinn Jack Osbourne er með íbígerð um þessar mundir. Jack á framleiðslufyrirtækiðJacko Productions og gaf út yfirlýsingu varðandi nýjuhryllingsmyndina eftir frumsýningu tónleikaheimild-armyndarinnar God Bless Ozzy Osbourne sem hannframleiddi einnig. Hann virðist hafa gaman af að gerakvikmyndir tengdar föður sínum og mun nýja myndineinfaldlega heita Black Sabbath og innihalda tónlisthljómsveitarinnar en ekki er komið í ljós hvernigsöguþræðinum verður háttað.

    Með hákarlaheimahjá sérRapparinn Lil Wayne er umþessar mundir að leggja loka-hönd á níundu breiðskífu sína,The Carter IV, sem kemur útþann 16. maí í Bandaríkjunum.Flest lögin voru tekin upp ogsamin eftir að hann kom úr fangelsi þann 4. nóvemberá síðasta ári. Í viðtali við MTV News sagðist hann verabúinn á því eftir mikla vinnutörn en hlakkar engu aðsíður til að gefa út plötuna. Paris Hilton tók áhugavertviðtal við Lil Wayne fyrir Interview Magazine og spurðihann meðal annars út í gæludýr þar sem hún hefur ein-mitt mikinn áhuga á slíkum, sérstaklega smáhundum.Þá kom í ljós að rapparinn á frekar óvenjuleg gæludýrer hann sagðist eiga fjöldamarga fiska og tvo hákarla.„Annar þeirra er nýfæddur en hinn er töluvert stærri,“sagði Lil Wayne sem geymir hákarlana í búri á heimilisínu í Miami.

    Vill ekki búa ílúxusíbúðSöngdívan Susan Boyle afhjúpaði vaxmynd af sjálfri sérfyrr í vikunni á Madame Tussaud‘s safninu í Blackpool.Hún er því opinberlega orðin stórstjarna en vill ekki lifasem slík. Á síðasta ári flutti hún af gamla heimili sínuí Blackburn eftir að unglingur braust inn í húsið. Húnflutti þá í lúxusíbúð sem sæmir stórstjörnu en hefur núákveðið að flytja aftur í gamla húsið sitt þar sem lúxus-inn henti henni illa. Susan sagði í nýlegu viðtali að húnsaknaði einnig gömlu nágrannanna og samskiptannasem fylgdu því að búa í grónu hverfi.

    Hljómsveitin Hydrophobic Starfish vakti athygli á Músíktilraunumí fyrra og hefur getið sér gott orð síðan. Monitor ræddi við MarínuÓsk, söngkonu sveitarinnar, sem er eitt allsherjar tónlistargúrú.

    nýbylgjuafkvæmi

    MARÍNA ÓSK ÁSAMT HINUMVATNSHRÆDDU KROSSFISKUM

    Eingetið

    Trúbrots

    Mynd/Sigurgeir

    HYDROPHOBIC STARFISHStofnuð: 2009.Meðlimir: Marína Ósk (söngur), Arnar Pétur(gítar), Magnús Ben (hljómborð), Örn Ingi(bassi) og Gunnar Leo (trommur).Tvö góð lög: Leiðin heim og 1967.Fyndin staðreynd: Æfingastaður Hydropho-bic Starfish er stofa Magnúsar hljómborðs-leikara því þau eru svo rosalega heimilisleg.

  • NÁMSGREINAR Í GRUNNNÁMI

    � ��� � �������

    � ��� � ����������

    � �� � �����

    � ��� � ������

    � ��� � ����

    ���

    � ��� � �����������

    � ��� � �������

    � ��� � ����������

    � ��������� � �����

    � ��������� � ��� ����

    Samanlátum

    viðhjólin

    snúast

    UMSÓKNARFRESTURER TIL 5. JÚNÍ

    www.hr.is

  • 8 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    Það er ekki alltaf auðvelt að skilja merkingu lagatexta. Monitor tóksaman nokkra sem hafa valdið miklum misskilningi í gegnum tíðina.

    Ástarlageða pólitískur áróður?

    Material GirlMadonna

    Margir halda að lagið sem skaut Madonnu upp ástjörnuhimininn hafi verið sungið frá hennar innstuhjartarótum en poppdrottningin var í raun að geragrín að efnishyggju heimsins. Í viðtali við tónlist-artímaritið Rolling Stone árið 2009 sagði Madonnalögin Material Girl og Like A Virgin hafa verið sunginí mikilli kaldhæðni til að ögra heiminum. „Textinnfjallaði alls ekkert um mig,“ sagði söngdívan umsmellina. „Veraldlegir hlutir skipta mig litlu máli ogég var svo sannarlega ekki hrein mey.“

    Born InThe USABruce Springsteen

    Það er kannski augljóstfyrir mörgum en þessimisskildi baráttusöngurBandaríkjamanna ermeð þeim kaldhæðnarií mannkynssögunni.Margir Bandaríkjamennsyngja hástöfum er lagiðer spilað fyrir hafna-boltaleiki og fyllastþjóðerniskennd án þessað hlusta almennilega átextann. Lagið var samiðtil að benda á neikvæðáhrif stríðsins í Víetnamá Bandaríkjamenn enviðlagið hljómar svo velfyrir flestum að versineiga til að gleymast.

    BohemianRhapsodyQueen

    Oft hefur því veriðhaldið fram að hiðstórmerkilega lagQueen segi frá baráttusöngvarans FreddieMercury við alnæmi ogdramatískur textinn umeftirsjá tákni erfiðleik-ana við að sætta sigvið dauðann. Meðlimirsveitarinnar hafa ekkiviljað tjá sig mikiðum sanna merkingutextans en Mercuryhafði látið hafa eftir sérað orðin væru samsuðaaf einhverju rugli semrímaði og passaði velvið tónlistina.

    Mr. Tambour-ine ManBob Dylan

    Ótalmargar kenningar hafaverið uppi um merkingutextans í lagi Dylans og yfirleitthefur verið talið að lagið fjallium ofskynjunarlyf og Mr. Tam-bourine Man sé þá eiturlyfjasaliDylans. Yfirbragð lagsins styðurkenninguna vel og þykir ummargt líkjast áhrifum eiturlyfjaá borð við LSD en Dylan segistekki hafa tekið slíkt fyrr en eftirað hann samdi lagið. Hann seg-ir lagið alls ekki vera um eitur-lyf heldur leitina að innblæstriog bendir á að fyrirmyndin aðhinum fræga tambúrínumannisé tónlistarmaðurinn BruceLanghome sem lék á stóratyrkneska tambúrínu í mörgumlaga Dylans.

    Summerof ‘69Bryan Adams

    Árið 1969 varBryan Adams tíu áragamall svo lagið hefurnákvæmlega ekkertað gera með ártalið.Textinn segir frásumri þar sem hannvar í hljómsveit, varðástfanginn og lærðiá gítar en Adamssegir allt það vera bullí kringum merkingulagsins. Talan 69 vísarnefnilega í kynlífsstell-ingu sem hann er mjögsvo hrifinn af og lagiðfjallar aðallega um aðnjóta ásta á sumrin,sama hvort það er árið1969 eða 1999.

    Hotel CaliforniaThe Eagles

    Furðulegur textinn við þetta fræga lag hefurfengið ótalmargar túlkanir í gegnum árin.Ein er sú að lagið vísi í hótel sem stofnandiDjöflakirkjunnar, Anton La Vey, keypti enmeðlimir sveitarinnar segja hana ranga. Lagiðfjalli í raun um háan lifistandard sveitarinnar íBandaríkjunum og Los Angeles.

    Lucy In The Sky With DiamondsThe Beatles

    John Lennon hélt því staðfastlega fram alla tíð að lagið hafi veriðsamið í kringum mynd sem sonur hans teiknaði og hefði ekki að gerameð ofskynjunarlyfið LSD þrátt fyrir að orðin Lucy, sky og diamondsmyndi skammstöfun lyfsins. Textinn hljómar svo sannarlega eins ogeitthvað sýrutripp en Lennon stóð fastur á sínu þrátt fyrir að hafaviðurkennt að margir aðrir textar Bítlanna hafi vissulega fjallað umeiturlyf og reynslu þeirra af slíku.

    Every Breath You TakeThe Police

    Ástfangin pör hafa löngum túlkað textann semrómantískan ástaróð og lagið hefur verið leikið í brúð-kaupum um árabil. Sting hafði þó allt annað í huga oghefur sagt að lagið sé í raun mun óhuggulegra en fólkgrunar. Hann skrifaði textann er hjónaband hans var írúst og vildi tjá afbrýðisemi og þráhyggju sem helltistyfir hann á því tímabili. Hann segir textann eiga meiravið eltihrelli en ástfangna menn.

    STING Á SÍNARDÖKKU HLIÐAR

    HÓTELIÐ GÆTI VERIÐHIMNARÍKI EÐA HELVÍTI

    ÞEIR HITTU LUCY IN THE SKYWITH DIAMONDS AF OG TIL

    MADONNA VEITAÐ NEKT SELUR

    MERCURY SAGÐI TEXTANNVERA BULL OG VITLEYSU

    BRUCE GLOTTIR LÍKLEGA ÍKAMPINN Á HAFNABOLTALEIKJUM

    ER HANN AÐ HUGSA UMKYNLÍFSSTELLINGAR?

    HVER VAR EIGINLEGAHERRA TAMBÚRÍNA?

  • 9FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Monitor

    á brúðkaupinuGrætt

    Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga í þaðheilaga á föstudaginn. Sauðsvartur almúginn geturveðjað á hina ýmsu hluti tengda brúðkaupinu og tókMonitor saman það helsta sem veðbankar bjóða upp á.

    Á MEÐAL ÞESS SEM HÆGT ER AÐ VEÐJA ÁVERÐUR BRÚÐARVÖNDURINN GRIPINN?VERÐUR RIGNING ÞEGAR ÞAU MÆTA TIL KIRKJUNNAR?MUN PABBI KATE GRÁTA ÞEGAR HANN LEIÐIR HANA NIÐUR KIRKJUGÓLFIÐ?BILAR BÍLLINN Á LEIÐINNI AÐ KIRKJUNNI?KLIKKAR BEINA ÚTSENDINGIN HJÁ BBC?VERÐUR VILHJÁLMUR MEÐ GLERAUGU Í ATHÖFNINNI?MUN EINHVER MISSA GIFTINGARHRINGINN?VERÐUR BRÚÐKAUPSDAGURINN HEITASTI DAGUR ÁRSINS 2011?NÆST MYND AF FILIP PRINS SOFANDI Á MEÐAN Á ATHÖFNINNI STENDUR?MUN BRÚÐKAUPSGEISLADISKURINN NÁ EFSTA SÆTI Á BRESKA VINSÆLDALISTANUM?MUN KATE YFIRGEFA VILHJÁLM VIÐ ALTARIÐ?MUNU VILHJÁLMUR OG KATE EIGNAST SON SEM MUN SPILA Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI?MUNU VILHJÁLMUR OG KATE EIGNAST BARN SEM PRÝÐIR FORSÍÐU VOGUE ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR 18 ÁRA?

    HVAÐ ERSTUÐULL?Upphæðin semlögð er undir á tiltekið atriði er margfjölduð meðviðkomandi stuðli ef það fer rétt. Dæmi: Ef þúsund

    krónur eru lagðar undir á að það verði fiskur í matinnfást 9.000 krónur til baka þar sem stuðullinn er 9,00.

    HVAÐ VERÐURÍ MATINN?1,73 Naut2,50 Lamb6,00 Kjúklingur9,00 Fiskur9,00 Hjörtur21,00 Fasani21,00 Akurhæna21,00 Skógarhænsni26,00 Svín34,00 Pasta51,00 Pítsa101 McDonalds

    / KFC / Burger King

    VIÐ HVAÐA LAG DANSAÞAU BRÚÐKAUPSDANSINN?6,00 You‘re Beautiful (James Blunt)8,00 Don‘t Wanna Miss A Thing (Aerosmith)9,00 You‘re Still The One (Shania Twain)9,00 Angels (Robbie Williams)9,00 Everything I Do (Bryan Adams)11,00 Amazed (Lonestar)11,00 Chasing Cars (Snow Patrol)11,00 Truly Madly Deeply (Savage Garden)13,00 I Will Always Love You (Whitney Houston)13,00 When You Say Nothing At All (Ronan Keating)15,00 Love Is All Around (Wet Wet Wet)17,00 Wonderful Tonight (Eric Clapton)17,00 Have I Told You Lately (Rod Stewart)19,00 Nothing Compares 2 U (Sinead O‘Connor)21,00 Without You (Nilsson)26,00 How Deep Is Your Love (Take That)34,00 Unchained Melody (Righteous Brothers)34,00 The Power Of Love (Jennifer Rush)51,00 Sex On Fire (Kings Of Leon)

    HVAR KYSSIRVILHJÁLMURKATE ÁSVÖLUNUM?

    1,20 Á varirnar5,00 Á kinnina17,00 Á hendina21,00 Á ennið

    34,00 Á eyrað

    Vodafone IS 3G 10:3210:32

    Dýrð í Apphæðum!Fermingartilboð í öllum verslunumStórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvalsframúrskarandi fermingargjafa.

    Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina meðþínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa.þ g g

    Nokia C5- 03

    3.333 kr.á mán. í 12 mán.Fullt verð: 39.990 kr.

    200 MBá mán. fylgirmeð í 6 mán.

    2bíómiðar

    í Sambíóinfylgja

    á meðan birgðir endast

    to

    n/

    A

  • 11FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2010 Monitor

    Jón Jónsson er knattspyrnu-maður og menntaður hagfræð-ingur. Þú veist hver hann er afþví að undanfarið ár er hannbúinn að gefa út hvern slagar-ann á fætur öðrum. Þá verðurað finna á hans fyrstu plötusem kemur út í næsta mánuði.

    Feginnað fara ekki

    auðvelduleiðina

  • 12 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    viðtalið

  • 13FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Monitor

    Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gefur út sína fyrstuplötu, Wait for Fait, í næsta mánuði. „Wait for Fait ertitillag plötunnar. Það fjallar um gæja sem er staddurí stórborg að bíða eftir ástinni sinni,“ segir Jón. Þótthann neiti því að textinn sé saminn um eigin reynsluá hann ekki langt að sækja efnistökin. Jón bjó íBoston um þriggja ára skeið, þar sem hann stundaðihagfræðinám við Boston University. Hann kynntistkærustunni sinni 17 ára gamall, en þvertekur þó fyrirað lögin séu meira og minna samin um hana. „Þettaer ekki það væmið samband að ég sitji með gítarinná rúmstokknum og syngi hana í svefn,“ segir hannog hlær.

    Upphaf tónlistarferils Jóns má rekja til unglingsárahans í Hafnarfirði þar sem hann var iðinn við aðtroða upp og taka þátt í hæfileikakeppnum. Síðarlá leiðin í Verzlunarskólann þar sem Jón fór meðaðalhlutverk í nokkrum söngleikjum skólans. Hannfór hins vegar fyrst að spila eigið efni á háskólaárumsínum í Boston „þar sem enginn vissi hver maður varog þar varð einhvern veginn nýtt upphaf,“ segir Jón.

    Jón gaf út sitt fyrsta lag hérlendis í febrúar í fyrra,en það var lagið Lately sem náði miklum vinsældum.Í kjölfarið fylgdu Kiss in the Morning, When You‘reAround og Sooner or Later. „Ameríkuskotið sálarp-opp“ Jóns virðist hafa hitt beint í mark hjá landanum.

    Þú ert ekki beint með þennan týpíska bakgrunnsem flestar poppstjörnur hafa, ert með BA-gráðu íhagfræði og starfaðir nokkur sumur á markaðsdeildLandsbankans áður en þú fórst á fullt í tónlistina.Var ætlunin upphaflega að fara í hefðbundna, vellaunaða 9-5 vinnu?

    Ætli það hafi ekki verið planið svona framan af.Ef það væri ennþá góðæri þá hefði ég eflaust reyntað fullráða mig á markaðsdeildinni og væri núnaað upphugsa einhverja sjúka herferð fyrir Námuna.Það reyndar heillar alveg ennþá en ég er feginn þvíað hafa ekki farið alveg augljósu leiðina og staldraðaðeins við og gefið því tækifæri að sinna af fullrialvöru því sem mér finnst skemmtilegast.

    Hvenær breyttist allt? Var einhver vendipunktursem varð til þess að þú ákvaðst að fara á fullt ítónlistina?

    Þegar ég fór til Boston í háskólanám árið 2006.Maður var búinn að vera svolítið smeykur við aðvera með sína eigin tónlist hérna á Íslandi, enda varmaður ennþá ungur og óharðnaður. Það spilaði líka

    inn í að ég var enn að má af mér söngleikjastimp-ilinn síðan í Verzló. Svo kom ég til Boston þar

    sem enginn vissi hver maður var og þar varðeinhvern veginn nýtt upphaf. Ég asnaðist

    til að spila þessi lög fyrir fólkið í kringummig og þau voru bara „yeah, that‘s

    what‘s fucking up“. Þegar ég fann aðfólkið úti var að fíla þetta hélt égáfram að semja lög og spila. Þarnavar ég reyndar það klikkaður aðég hélt að ég myndi bara vera íBoston og verða einhver hetja þar.Auðvitað var það ekki þannig, þettavoru bara einhverjir vinir í kringum

    mann. Ég myndi segja að annarvendipunktur hafi verið að Frikki bró

    drullaðist til að gefa út alltof vinsæltlag (Hlið við hlið). Þá hugsaði ég með

    mér: „Ég er eldri bróðir hans og það er égsem var alltaf að semja lög, hvaða rugl er

    þetta? Ég kenndi honum á gítar!“ Þetta á ekkiað hljóma svona biturt samt (hlær). En hann setti

    pressu á mig og mamma og pabbi voru bara: „Heyrðu,litli bróðir þinn er búinn að gefa út lag. Drullast þútil að gefa út lag, þú átt nóg af þessu.“ Þannig aðvendipunktarnir eru Boston og Friðrik.

    Þetta var síðla árs 2009.Hvenær komstu heim frá Boston?

    Vorið 2009. Síðan fór ég með Kristjáni (SturluBjarnasyni, hægri hönd Jóns í tónlistinni) út í tvománuði í reisu um Bandaríkin í október og nóvember.

    Á meðan ég var úti var Friðrik á þvílíkri uppleið meðlagið sitt hérna heima.

    Hvað gerðist þegar þú komst heimúr Bandaríkjareisunni?

    Þá fór ég að hugsa um þetta á aðeins alvarlegrinótum. Aðallega vegna þess að það hafði gengiðsvo vel í Bandaríkjunum og ég hugsaði með mérað nú þyrfti ég að fara að gefa út lög og stefna áplötuútgáfu. Það var gott og hollt að fá viðbrögð fráÍslendingum. Ég man hvað það var ótrúlega gamanþegar ég og Kristján fögnuðum því fáránlega mikiðþegar Lately var í 10. sæti á topp 30 lista Rásar 2 ogsvo 8 mánuðum seinna When You’re Around í 1. sætiá Bylgjunni. Öll þessi litlu skref eru mjög skemmtileg.Í september í fyrra héldum við mjög vel heppnaðatónleika í Risinu en það voru fyrstu tónleikarnir semPrime (umboðsskrifstofa Jóns) skipulögðu. Tónleik-arnir gengu framar vonum og það mættu svo margirað það þurfti að hætta að hleypa fólki inn. Júlli (JúlíusJóhannsson, umboðsmaður Jóns) æstist allur upp viðþetta og hélt að hann væri kominn með einhvernundra tónlistarmann í hendurnar sem ætti baramilljónir aðdáenda á Íslandi svo hann fór strax í aðplana gigg á Græna Hattinum á Akureyri. Þar mættuaftur á móti svona 25 manns. Það var frekar fyndiðen kenndi manni um leið að það þarf þolinmæði íþessu öllu. Róm var ekki byggð á einum degi.

    Þú virðist eiga aðdáendur úr öllum hópum,unglingar, ömmur og afar og allir þar á milli.Er það rétt metið?

    Já, það er svolítið skemmtilegt. Fyrir svona fjórummánuðum hefði ég sagt við þig að bara 40 ára og eldriværu að hlusta á þetta. En svo spilaði ég á Samfés ogþað gekk alveg fáránlega vel. Svo erum við Kristjánbúnir að vera duglegir að fara í menntaskólana aðspila í hádegishléum og við höfum fengið mjög góðviðbrögð þar. En það er rétt sem þú segir, maðurhefur séð alveg 65 ára konur klappandi og syngjandivið When You’re Around. Það er svona svipað „crowd“og maður var að spila fyrir í fjölskylduboðum í gamladaga. Það hefur mótað mig (hlær).

    Lýstu tónlistinni þinni í setningu semrúmast í Twitter-skilaboðum.

    Ameríkuskotið sálarpopp þar sem kassagítarinn erbúinn að eignast marga góða vini sem eru til í gottgrúv.

    Þú kemur fram með hljómsveit undir þínu nafni.Hvort er Jón Jónsson sólólistamaðureða hljómsveit?

    Frá upphafi hef ég hugsað þetta sem Jón Jónsson– söngvari og lagahöfundur. Ég er mikill aðdáandimargra slíkra, John Mayer, Jack Johnson, GavinDeGraw og allra þessara gæja. Líka vegna þess aðtónlistin verður fyrst til á kassagítar og í söng. Ég talaekki um hljómsveitina John Mayer eða hljómsveitinaElton John, en það er vissulega staðreynd að þessirmenn væru lítið án þeirra frábæru hljóðfæraleikarasem spila með þeim. Strákarnir sem spila með mérspila stóra rullu í þessu og Kristján er náttúrulegasérstaklega mikið með puttana í þessu. Ég hef veriðduglegur við að gefa þeim það kredit sem þeir eigaskilið enda miklir hæfileikamenn og kannski er þaðþess vegna sem fólk hefur ruglast og haldið að JónJónsson sé hljómsveitarnafn.

    Á Þorláksmessu birtist frétt um að þú og allt bandiðværi lagst í svínaflensu. Hvað var málið?

    Ég fékk símtal frá mbl.is en þar hafði einhver heyrtaf veikindum í bandinu. Einn okkar hafði veriðgreindur með vott af svínaflensu og fékk eitthvað lyf.Það var í raun ekkert vesen nema hvað að frétta-maðurinn var tilbúinn að blása þetta aðeins uppog setti inn frétt undir fyrirsögninni: „Hljómsveitinmeð svínaflensu.“ Ég var létt ósáttur með þessa fréttenda kom hún sér ekkert alltof vel fyrir okkur svonarétt fyrir Þorláksmessugigg á Fabrikkunni. Ég heldað enginn myndi njóta þess að borða hamborgarannsinn og hlusta á svínaflensuhljómsveit í leiðinni. Éghringdi aftur í blaðamanninn og útskýrði að ástandiðá okkur væri ekki svona alvarlegt. Hann lagaði hanaog úr varð einhver mest óspennandi frétt í heimi:„Hljómsveitin með flensu.“

    Margir sem heyra lögin þín eiga erfitt með að trúaþví að þarna sé Íslendingur á ferð. Stefnir þú á aðfara út með þetta?

    Þegar ég var ungur og vitlaus ætlaði ég að byrjaá hinum endanum. Ætlaði bara að byrja í Bostonog hélt að það væri nóg að spila þrisvar sinnum áeinhverjum bar og þá myndi allt gerast. Núna ermaður jarðbundnari og bara slakur á því hérna áÍslandi. Mér finnst krefjandi og skemmtilegt að vinnamér inn aðdáendur á Íslandi og reyna að sanna aðþó maður sé poppari þá er alvara á bakvið þetta ogað þetta er frá hjartanu. Sú krefjandi vinna er ennþá

    í gangi. Ég á eftir að gefa út plötuna og það verðurkannski prófsteinninn í þessu öllu saman, að sjáhvaða viðbrögð hún fær. En ég neita því ekki að baraaf því að ég á svo marga góða vini úti í Bandaríkjun-um þá langar mig að fara þangað og spila fyrir þá ogvonast til þess að þetta spyrjist eitthvað út. Líka afþví að ég er stoltur af því sem ég er að gera og vil aðþau heyri að mér og bandinu hefur farið fram. Ég veitað þetta er dipló svar en það væri draumur í dós efþetta gengi eftir.

    Gætir þú hugsað þér að flytja út og leggja allt ísölurnar við að reyna að meika það?

    Nei. Ég hef það svo fínt á Íslandi og á góða fjöl-skyldu, vini og kærustu sem er í námi. Maður þyrftiað rífa upp margar rætur til þess að fara. En ég meinaef það kæmi einhver gæi og bara: „I‘m telling you, I‘llgive you 100 million dollars if you get your ass overhere...“

    Er það setningin sem þú þarft að heyra?Það er setningin. Gæinn er frá Georgia.

    Þú ert bróðir Friðriks Dórs. Er þetta einhvers konarJackson-fjölskylda?

    Já. Pabbi og mamma hleyptu okkur aldrei út. Viðáttum bara að vera heima að æfa okkur.

    En þau hleyptu La Toyu út?Já, já. Nei, við vorum bara öll send í tónlistarskóla.

    Sem betur fer því annars væri ég á götunni í dag.

    Er ekkert aðeins of væmið að syngja fyrir gamlarfrænkur í fjölskylduboðum?

    Það er mömmu að kenna. Hún var alltaf meðeitthvað: „Jæja syngið þið núna.“ Svo lærði maður aðhumma það frá sér.

    Hvernig var að sjá litla bróður „meika það“ á undanþér? Engin afbrýðisemi?

    Nei, engin afbrýðisemi. Það er bara frábært hvaðhonum hefur gengið vel og ef eitthvað er hefurvelgengni hans hjálpað mér. Ég hef alltaf vitað hvaðFriðrik er hæfileikaríkur á þessu sviði. Hann hefursamið fullt af skemmtilegum lögum í gegnum tíðinaog alltaf farið sínar eigin leiðir í tónlistinni, ekkiendilega hermt eftir stóra bróður eins og margir gera.Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert var að semjalag með honum fyrir plötuna hans og flytja það síðaná útgáfutónleikunum hans. Tónlist einsog Friðrik er að gera er miklu vinsællií dag en tónlist eins og ég er að gera.Þú sérð að Rihanna er með einhverjar

    Maður hefur séð alveg65 ára konur klapp-

    andi og syngjandi við WhenYou’re Around. Það er svonasvipað „crowd“ og maður varað spila fyrir í fjölskylduboð-um í gamla daga.

    Texti: Björn Bragi Arnarsson [email protected]: Allan Sigurðsson [email protected]

    HRAÐASPURNINGARHvað er það síðasta sem þú hugsarum áður en þú sofnar? Hvernig Jesúhafi liðið á krossinum.

    Ef þú yrðir að borða sömu máltíðinaí einn mánuð, hvaða máltíð yrði fyrirvalinu? Grjónagrautur og slátur.

    Með hverjum myndir þú helst viljalokast í lyftu í klukkutíma? Frikka Dór.

    Hvert er uppáhaldsvopnið þitt? Allargerðir eggvopna.

    Hvort myndir þú frekar sofa hjáSimma eða Jóa? Ég myndi fá þá til aðtvímenna á mig.

    Hvaða tungumál myndir þú mest viljageta talað reiprennandi? Frönsku eðaspænsku. Myndi samt læra þýskuna tilað skilja uppistandið hjá Mið-Íslandi.

    Hvaða persóna í kvikmynd eða sjónvarpsþætti myndirþú helst vilja vera? Múfasa í Lion King til að upplifa þaðað sænga hjá ljónynju.

    Við hvað ertu hræddastur? Elghestafaraldur.

    Eru álfar kannski menn? Já. Sönnun þess má finna ígömlu Þykkvabæjarauglýsingunum.

    Hvar er draumurinn? Á Rauðarárstíg 41.

    Eftir því sem ég eldistþá verða viðbrögð

    fólks skrýtnari þegar maðursegir því að maður drekkiekki. Þá hugsa menn aðmaður hljóti að hafa hætt aðdrekka því maður hafi verið íeinhverju veseni í fortíðinni.

  • 14 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    Mér finnst krefjandiog skemmtilegt að

    vinna mér inn aðdáendur áÍslandi og reyna að sannaað þó maður sé poppari þá eralvara á bakvið þetta og aðþetta er frá hjartanu.

    Ég veitað það

    hljómar voðavæmið en ég varbara svo heppinnað ég fann bararéttu stelpunaþegar ég var 17ára og hún 16.

    30 milljónir aðdáenda á Facebook á meðan JohnMayer, sem ég fíla sjálfur miklu meira, er með þrjármilljónir. Þess vegna er gott fyrir mig með tónlistinamína, sem er ekki eins fljót að fanga athygli fólks,að geta sagt að ég sé bróðir Friðriks. Það var kannskiskrýtið fyrst af því að hann er yngri, en núna hika égekki við það ef það hjálpar til.

    Þið Friðrik eruð svolítið eins og Kaínog Abel er það ekki?

    Jú, ég er Kaín og ef þessari velgengni hans fer ekkiað linna þá er fátt annað í stöðunni en að drepahann. Á ég að gæta bróður míns?

    Pabbi ykkar er að minnstakosti eins og Abraham.

    Þú meinar hvort hann þurfi að drepa son sinn líktog Abraham drap Ísak? Ég held að pabbi neyðist til aðdrepa mig af því að ég hef verið svo væminn í þessuviðtali.

    Annað sem gerir þig að óhefðbundinni poppstjörnuer að þú ert líka knattspyrnumaður. Getur þúeitthvað í fótbolta? Ertu hvíti Cafu eða er þetta barahobbí?

    Ég hef náttúrulega spilað fótbolta síðan ég maneftir mér. Það er hluti af mér og mínum lífsstíl aðæfa fimm sinnum eða oftar í viku. Mér þykir í raunrosalega skrýtið að ímynda mér lífið án fótbolta eðaeins og einn limagóður félagi minn sagði: „Hvernigætli það sé að eiga líf á milli 5 og 7?“ Ég er langt í fráhæfileikaríkasti gæinn á vellinum en ég fer þettaá áræðninni og kappseminni. Það sem er líka svogaman í fótboltanum er að fyrir mér er hann svokrefjandi og ég þarf að standa mig virkilega vel til aðfá að spila stóra rullu – ég tala nú ekki um þegar ég erí jafn góðu liði og FH-liðið er. Ég hef gaman af slíkumáskorunum og reyni á hverjum degi að bæta mig semknattspyrnumaður.

    Ert þú eina íslenska poppstjarnan með six-pack,fyrir utan mögulega nafna þinn Jónsa í svörtumfötum?

    Er ekki Jónsi í Sigur Rós með six-pack líka?

    Orðið á götunni er að þrátt fyrir að þú spilir meðeinu besta liði landsins vitir þú ekkert um fótbolta.Er það rétt?

    Við skulum bara orða það þannig að þegar þessirspekingar byrja að tala og eru eitthvað: „Hvað varManchester City að kaupa þennan Balotelli?“ Þá tekég tvö skref aftur á bak og lauma mér út.Ég væri ógeðslega lélegur ífótbolta-pub-quiz.

    Hvers lenskur er Kenny Dalglish, knattspyrnustjóriLiverpool?

    Hann er velskur.

    Hann er skoskur.Ég vissi að hann væri skoskur. Ég var að grínast

    með að segja að hann væri velskur. Ekki hafa þettameð í viðtalinu.

    Við getum ekki hagrætt sannleikanum. Að öðru. Þúhefur aldrei drukkið áfengi. Hvers vegna tókstu þáákvörðun?

    Ég hef alveg bragðað áfengi og veit hvernig þaðsmakkast, en ég hef aldrei drukkið það mikið magnað ég finni á mér. Þetta er ekki ákvörðun sem ég tók,þetta hefur einhvern veginn bara þróast svona. Égvar alltaf bara heví hress á því og þurfti ekki að borgaleigubíl heim og svona. Plús það að síðan varð þettaallt í einu töff, að ég væri eini gæinn sem var ekki aðdrekka. Svo reyndar eftir því sem ég eldist þá verða

    viðbrögð fólks skrýtnariþegar maður segir

    því að maðurdrekki ekki. Þá

    hugsa menn aðmaður hljótiað hafa hættað drekkaþví maðurhafi verið

    í einhverjuveseni í

    fortíðinni.

    Þú hefur ekkiþurft að drekka til

    að losa um hömlur?Feimni hefur ekki veriðað hrjá þig?

    Nei, það er rétt hjá þér. Ég dansa yfirleitt mest aföllum og ef það eru læti þá er ég alveg til í að takaþátt.

    Þannig að ef þú meikar það úti er ólíklegt að viðfréttum af þér að rústa hótelherbergjum.

    Ég gæti alveg gert það sóber. Ég væri bara í gleði-vímu eftir að hafa spilað fyrir milljón manns. Það eralveg draumur að rústa herbergi.

    Annað sem er ekki hefðbundið poppstjörnu-einkenni er að þú ert búinn að vera með sömustelpunni síðan í menntaskóla. Þarftu ekki að hættameð henni þegar platan kemur út?

    Jú, það er stefnan. Hún veit að sambandi okkar erlokið þegar platan kemur út. Nei, nei, ég veit að þaðhljómar voða væmið en ég var bara svo heppinn aðég fann bara réttu stelpuna þegar ég var 17 ára oghún 16. Það er sama hver reynir að draga mig á tálar,ég lít ekki við því (hlær).

    Nú er hún í tannlæknanámi á meðan þú ert aðsyngja og leika þér í fótbolta. Finnst þér allt í lagi aðhún sé að fara að sjá fyrir fjölskyldunni í framtíð-inni?

    Ætli þetta sé ekki þriðji vendipunkturinn í ákvörð-uninni um að gerast tónlistarmaður. Fyrst húnverður tannlæknir þarf ég ekkert að sjá fyrir fjöl-skyldunni, ég get bara verið að leika mér. Ég reyndarer með það stórt egó að ég sé mig ekki alveg vera aðfara að þiggja einhverja ölmusu frá henni.

    Hvenær á að fara að hlaða niður litlum Jónum?Hvað er þetta viðtal í Nýju lífi?

    Ég er ekki að tala um börn, ég er að tala um jónir,samheiti yfir hlaðnar agnir.

    Auðvitað! Við höfum alveg rætt þetta, en ég veitekki hvort maður á eitthvað að fara með þetta ífjölmiðla. Það kemur örugglega að því fyrir þrítugt.

    Hvernig er fimm ára planið, hvað varðar tónlistina,fótboltann og einkalífið?

    2016? Orðinn þrítugur. Hvað varðar fótbolta vil égvera búinn að vinna tvöfalt, það er að segja bikar- ogÍslandsmeistaratitil á sama ári. Hvað varðar tónlistværi gaman að vera búinn að gefa út svona þrjárplötur og hafa náð að þróa mig í tónlistinni meðhverri plötu. Ég myndi líka vilja upplifa það að faraí svona sex vikna túr á einhverja svala staði. Hvaðvarðar einkalífið þá vona ég að ég verði enn meðþessari stelpu sem ég hitti þegar ég var 17 og að húnsé ekki hlaupin á brott með allan tannlæknapening-inn sinn.

  • FERSKARILITUR

    „Mínir viðskiptavinir elska alltaf hárið á sér þegar

    það er nýlitað á stofu og spyrja mig stöðugt

    hvernig þeir geta haldið við þessari tilfinningu um

    að vera nýlituð frá stofu og milli heimsókna á

    hárgreiðslustofuna. Ég hef verið að bíða eftir vöru

    með Lavender tækni sem við litunarsérfræðingar

    vitum að dregur úr gulum tónum, svo að ég er

    mjög ánægð að ég geti mælt með línu við mína

    viðskiptavini sem virkilega hjálpar þeim við að

    halda við stofu litaða hárið.“

    Nicola Clarke, stjórnandi í hönnunlitaumhirðu fyrir John Frieda®

    vörumerkið

    ins og allar konur með litað ljóst hár vita, getur

    sjálfstraustið aukist töluvert þegar gengið er út af

    hárgreiðlsustofu með nýlagað hár. Jæja, góðu fréttirnar eru

    að hárvörusérfræðingar John Frieda® hafa sett þessa

    tilfinningu á brúsa með því að þróa Sheer Blonde® Colour

    Renew línu, sem gerir hárið sýnilega bjartara og silkimjúkt

    í lengri tíma.

    Með einstakri tækni með Lavender og ljósfræðilegri

    birtingu, hefur Sheer Blonde® Colour Renew línan verið

    þróuð sérstaklega fyrir litað ljóst hár. Þegar vörurnar eru

    notaðar saman losa þær þig við gulan tón og gefa síðan

    raka fyrir gljándi ljóst útlit.

  • 16 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    Gunnþórunn Jónsdó[email protected]

    stíllinn

    Stíllinn heldur áfram að kíkja í fataskápinn hjá áhugaverðu fólki.

    Íslensk náttúraá stuttbuxunum

    Sýnir persónu-leikann í fötum

    Hallfríður Þóra Tryggvadóttirer 20 ára hæfileikarík og hresshnáta. Hallfríður, betur þekkt semHalla, getur leikið, sungið og alltmögulegt. Hún vinnur í Spúútnikog er með skemmtilegan ogflottan fatasmekk og leyfði húnStílnum að koma og kíkja ánokkrar fallegar flíkur.

    Hvað ertu að gera í lífinu?Þessa stundina er ég að njótalífsins, nýkomin heim eftirþriggja mánaða ævintýri ogleiklistarnámskeið í New York.Hvað er planið í sumar? Mikilútivera og ferðalög um Ísland svoþað er eins gott að veðurguðirnirfari að haga sér. Mig langar mikiðað kíkja á Skjaldborg, Lunga ogkannski Eistnaflug. Ætla að geymaútlönd fram á haust, Ísland er svogott á sumrin.Hvar verslar þú helst fötin þín?Þegar ég lít yfir fataskápinn minner greinilegt að Spúútnik er uppá-halds, svo kemur Nostalgía ogKronkron fylgir fast á eftir. Listinner þó mun lengri fyrir útlönd.Ilmvatnið þitt? Það heitir Scarlettfrá Cacharel og er fullkomið. Ekkiof ömmulegt né gelgjulegt, baraalveg mitt á milli.Hver finnst þér vera smart? Sásem sýnir persónuleika sinn ífatavali og setur þau saman ásmekklegan og skemmtileganhátt.

    Langar mest aföllu að eignastHan Solo

    Andri Hrafn Unnarson er 21 ársgóðmenni og dugnaðarforkur ogbýr í Reykjavík. Þessi ungi maðurvinnur á Prikinu og veitinga-staðnum Horninu en þess á millier hann að njóta. Sjálfur segisthann einn daginn ætla að fljúgaúr hreiðrinu. Andri er alltaf töffklæddur og ákvað Stíllinn því að fáað skoða hvað honum væri kærastí fataskápnum sínum.

    Hvað er planið í sumar? Planiðnæsta sumar er að vinna, klæðaststuttbuxum og dansa.Hvar verslar þú helst fötin þín?Það er bara mjög misjafnt. Aðallegaþar sem ég finn eitthvað skemmti-legt.Hvað er í ipodnum þínum þessadagana? Aðallega Away fromthe Sea diskurinn eftir Yuksek.Annars er Rock Dust Light Stareftir Jamiroquai og nýi Reyk Veekmixdiskurinn mjög sexy stöff.Hver er statusinn þinn á facebooknúna? „Það er eitthvað í vændum“.Hvað langar þig mest til aðeignast af öllu í heiminum? TheMillenium Falcon og Chewbacca(Han Solo má alveg fylgja meðlíka). Þá er ég í góðum málum.Besti bitinn í bænum? Skyndi-bitinn er klárlega Nonni. Annarser líka svakalega gott að komast ísushi á Sushibarnum eða kjötsúpuá Frú Berglaugu.Hvernig krakki varstu? Ég varvirkilega hávaxinn.

    Stíllinnspjallaði við

    Hallfríði ÞóruTryggvadóttur og AndraHrafn Unnarson og fékkað skoða fallegar flíkur ífataskáp þeirra. Bæði ætlaþau að vera á Íslandi ísumar og njóta.

    Myndir/Sigurgeir

    SKYRTA: SPÚÚTNIKGOLLA: KORMÁKUR & SKJÖLDURBUXUR: SAUTJÁNSKÓR: KRONGLERAUGU: AUGAÐ

    HVERSDAGSJAKKI: KRONKRONTREFILL: GYLLTI KÖTTURINNHÚFA: ROSKILDE 2008SKYRTA: GÖTUMARKAÐUR Í NEW YORKBUXUR: ZARAMEN Á TENERIFESKÓR: KRON

    ÚT Á LÍFIÐSKYRTA: KRONKRONSMEKKBUXUR: KRONKRONHATTUR: K KÖBENHAVNSKÓR: FOOTLOCKERSÓLGLERAUGU: ÞÝFI ÚR 80’SFATASKÁP MÖMMU MINNAR.

    UPPÁHALDS

    HATTUR: SPÚÚTNIKKJÓLL: STINE GOYA

    SKÓR: KRON

    UPPÁHALDSKJÓLL: SPÚÚTNIKPILS: AMERICAN APPAREL

    BELTI: SPÚÚTNIKSKÓR: MARC BY MARC JACOBS

    ÚT Á LÍFIÐBOLUR: SEARCH AND DESTROY

    SKART: SPÚÚTNIK OG NEW YORKBUXUR: AMERICAN APPAREL

    SKÓR: KRONKRON

    HVERSDAGS

  • repair therapy

    ÞÚ REYNIR AÐ SLÉTTA ÞAÐ OG BLÁSA EN VIÐÞAÐ SKADDAST HÁRIÐ OG VERÐUR ENN ERFIÐARA.

    NÝTT DOVE INTENSE REPAIR SJAMPÓ OG HÁRNÆRING MEÐ FIBER ACTIVE

    TECHNOLOGY SMÝGUR DJÚPT Í HÁRIN OG BYGGIR ÞAU UPP INNAN FRÁ ÞANNIG

    AÐ HÁRIÐ LIFNAR VIÐ AÐ NÝJU.

    repair therapy

    DOVE INTENSE REPAIR ER SÉRFRÆÐIMEÐFERÐFYRIR MEÐHÖNDLAÐ HÁR.

  • 18 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 stíllinn

    Leikkonan Eliza Dushku og Victoria‘s Secretfyrirsætan Selita Ebanks skarta hér sama metalkjólnum. Kjóllinn er ekki upp á marga fiska oglítur út fyrir að vera svolítið „cheap“. Kjóllinnfer líkamsbyggingu Ebanks mun betur endasvakalegur kroppur en Dushku má eiga það aðhún valdi sér fallegri skó sem gera mikið fyrirminna spennandi kjól. Hins vegar sigrar Ebanks.

    Halle Berry og Abbie Cornish klæðast samaCalvin Klein kjólnum. Þrátt fyrir að þetta sésami kjóllinn, þá lítur hann alls ekki út fyrir aðvera það, þar sem þær stöllur eru mjög ólíkarí laginu. Berry hefði átt að fara í skóna hennarCornish, þar sem að ökklabönd á skóm geramann lágvaxnari og leggirnir fá ekki að njótasín.

    Hvor ber pelsinn betur? Ashley Tisdale eðaKourtney Kardashian? Pelsinn sem Kardashi-an systirin skartar er einhvernveginn flottarien pelsinn hennar Tisdale, þrátt fyrir að hannsé alveg eins. Kourtney sigrar stríðið að þessusinni, það er nefnilega eitthvað smart við aðvera í skóm í stíl við pelsinn. Ashley er líkasvolítið skinkuleg.

    Stórvinkonurnar Kelly Osbourne, sem ereinmitt orðin grönn og glæsileg og Miley Cyrus,barnastjarnan sem er við það að tryllast úrkynþokkaþrá, eru hér í eins kjól. Kelly reynirað gera kjólinn eitthvað „emo“ með því aðnota gaddabelti við hann en Miley gerir kjólinnbara sætari með fallegu hálsmeni og fallegumeinföldum svörtum hælum.

    Stjörnustríð

    „Að dæma aðrar konur er slæmt fyrirsálina.“ - Kim Kardashian.

    GoBlonde!Ertu enn og aftur kominmeð dökka rót? Hérna ervandamálið leyst.

    Nýja undravaran frá JohnFrieda er sannkallað meist-araverk. GoBlonder er fyrirþær/þá sem vilja lýsa háriðsmám saman á sem eðlileg-astan hátt. Stíllinn fékk aðprufa þessa snilldarvöru oggetur með sanni sagt að þettavirkar. Nú þegar er GoBlondertil í öllum verslunum semselja John Frieda vörur, t.d.Hagkaup og Fjarðarkaup. „Égbýst við því að þetta eigi eftirað rokseljast og sérstakleganúna þar sem sumarið ervonandi að koma og við viljumöll vera ljósari og ferskari aðsjá, sérstaklega undan vetri,“segir Margrét Helgadóttir sölu-og markaðsstjóri hjá JohnFrieda umboðinu. En hvað ætlihárgreiðslustofurnar segi?„Ég tel að þær verði alls ekkiglaðar þar sem mikið hefurdregist saman hjá þeim, enmálið er að á þessum tímumeru rannsóknir og þróunfyrirtækja orðin svo mikil aðþað kemur að því að það komivörur sem eru ódýrari og hentiviðskiptavininum betur“.

    GoBlonder virkar þannig aðspreyjað er í handklæðablautthárið og síðan blásið meðhárblásara, en efnið verðurvirkt með hita. Það er enginnvafi á að þú sérð mun á hárinuþínu eftir 3-5 skipti. Eitt af þvímikilvægasta er þó að við-skiptavinir John Frieda viti aðþetta er ekki fyrir brúnhærðaþar sem varan lýsir hárið.

    1Hún Gemma Ward er einaf þeim allra vinsælustu.Hún er frá Ástralíu en býrí New York og er fædd 3.nóvember árið 1987. Núer Gemma hins vegar eitthvað aðleita á leiklistarmiðin.

    „Ég spáði aldrei í því hvernig ég litiút, mér var alveg sama“

    2Freja Beha Erichsen erdönsk að uppruna. Húner fædd 18. október 1987og býr í New York. KarlLagerfeld elskar hana oghefur notað hana mikið í auglýsing-ar og fleira hjá sér.

    „Ég vildi óska þess að ég væri betri íað treysta fólki“

    3Natasha Polevshchikovaer sæt og seiðandi, fæddog uppalin í Rússlandi.Hún er fædd 12. júlí árið1985 og eins og flestarfyrirsætur, býr hún í New York.

    „Ég hlusta á rússneska poppmúsík“

    4Lara Stone er mjög eft-irsótt hollensk fyrirsæta.Hún er fædd 20. desem-ber 1983. Hún er líklegaþekktust fyrir sérstaktútlit sitt og svakalegt frekjuskarð,virkilega falleg.

    „Ef ég hefði agann til að vera súpermjó, myndi ég vera það. Ég hugsa umað fara í megrun, en svo fæ ég mérpizzu. Ég er kona, og allar konur langarað vera súper mjóar – því miður“

    5Breska fyrirsætan LilyDonaldson er sjóðandiheit. Hún er fædd 27.janúar árið 1988. Hún býrí London og hefur unniðmikið fyrir Alber Elbaz.

    „Já, að mörgu leyti líður mér eins ogég hef verið 21 árs í nokkur ár“

    Stíllinn kíkti aðeins á þessar ungu og upprennandi fyrir-sætur sem eru með þeim vinsælustu um þessar mundir.

    Flottustufyrirsæturnar

    GEMMA WARD FREJA BEHA ERICHSEN

    NATASHA POLEVSHCHIKOVA LARA STONE LILY DONALDSON

  • 7.990 KRVERÐ Á SETTI

    SPARAÐU 2.000 KR

    Smáralind // Kringlan

  • HævnenLeikstjóri: Susanne Bier.Aðalhlutverk: Mikael Persbrandt, TrineDyrholm og Markus Rygaard.Dómar: IMDB: 7,7 / Metacritic:Aldurtakmark: Bönnuð innan 12 ára.Lengd: 119 mínútur.Kvikmyndahús: Háskólabíó.

    Myndin var valin besta erlenda myndin bæði á GoldenGlobe og Óskarnum í ár og þykir ein sú besta fráDanmörku í mörg ár. Læknirinn Anton starfar bæði ílitlum bæ í Danmörku og flóttamannabúðum í Súdan.Á þessum tveimur stöðum berst hann við vandamálinnan fjölskyldunnar sem endurspegla beitta þjóðfé-lagsádeilu.

    The Lincoln LawyerLeikstjóri: Brad Furman.Aðalhlutverk: Matthew McConaughey,Marisa Tomei og Ryan Philippe.Dómar: IMDB: 7,5 / Metacritic: 6,3 / RottenTomatoes: 83%Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára.Lengd: 118 mínútur.Kvikmyndahús: Sambíóin Kringlunni og Egilshöll.

    Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á LincolnContinental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsuógæfumenn og telst frekar fær á sínu sviði. Einn daginntekst honum að landa risastóru máli fyrir ríkan glaumgosaað nafni Louis Roulet en sá er ásakaður um manndráp.Roulet sver að ásakanirnar séu rangar og einungis gerðartil að féfletta sig. Mick ákveður að taka málið að sér fyrirpeninginn en ekki líður á löngu þar til hann rekst á margtskuggalegt úr fortíð Roulet og starfið sem átti að reynastauðvelt snýst upp í allsherjarbaráttu upp á líf og dauða.

    kvikmyndir

    Hæð: 174 sentímetrar.Besta hlutverk: Hannibal Lecter.Staðreynd: Skapaði ekki baraillmennið Hannibal Lecter held-ur hefur einnig leikið illmenniúr mannkynssögunni á borð viðRichard Nixon og Adolf Hitler.Eitruð tilvitnun: „Ég held að þaðværi gaman að fara í hádegis-mat með honum, að því gefnuað þú sért ekki hádegismatur-inn.“ (Um Hannibal Lecter).

    1937Fæðist þann31. desember íMargam í Wales sem PhilipAnthony Hopkins. Er alltafkallaður Tony af vinum ogvandamönnum.

    1957Útskrifaðist úrtónlistar- ogleiklistarskóla í Wales og gekksíðan í breska herinn. Aðherþjónustunni lokinni ákvaðHopkins að flytja til London ogfreista gæfunnar sem leikari.

    1967Giftist PetronelluBarker en skildi viðhana þremur árum síðar. Þaueiga saman dótturina Abigailsem fæddist 1968.

    1973Gifti sig í annaðsinn og þá konu aðnafni Jennifer Lynton.

    1975Hætti að drekka.

    1980Fór með hlutverklæknisins Freder-ick Treves í myndinni um fíla-manninn. Myndin var tilnefndtil átta Óskarsverðlauna.

    1991Túlkaði mann-ætuna HannibalLecter í kvikmyndinni SilenceOf The Lambs og fékk Óskar-inn fyrir frammistöðu sína.Hopkins birtist aðeins í rúmar16 mínútur í kvikmyndinni svoÓskarsverðlaunaframmistaðaner ein sú stysta í kvikmynda-sögunni.

    1993Fékk riddaraorðubreska konungs-dæmisins.

    2000Fékk bandarískanríkisborgararétt.2002Skildi við JenniferLynton og byrjaðimeð kólumbísku leikkonunniStella Arroyave sem hann erenn giftur í dag.

    2003Fékk sína eiginstjörnu í frægðar-götu Hollywood.

    2006Fékk heiðurs-verðlaun CecilB. DeMille á Golden Globeverðlaununum fyrir ævistarf sittsem leikari.

    AnthonyHopkins

    FERILLINN

    20 Monitor FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    Frumsýningarhelgarinnar

    „One generation’s tragedy is the next one’s joke.“- Dewey Riley í Scream 4

    Popp-korn

    Óskarsverðlaunaleikar-anum Russell Crowe

    hefur lengi langað að setjast íleikstjórastólinn og hefur hanndaðrað viðfjöldakvikmynda-handrita ígegnumtíðina. Nú erhann kominnaftur á skriðog munlíklega leikstýra kvikmyndinni77. Hún segir frá tveimurlögreglumönnum sem tengjast ígegnum morðmál frá árinu1976 og frægan skotbardaga.Crowe hefur ekki enn skrifaðundir samning um að leikstýramyndinni og vill bíða þar tillokaútgáfa af handritinu líturdagsins ljós.

    Unglingastjarnan ZacEfron vinnur í óðaönn

    við að koma sér á kortið íHollywood sem alvörugefinnfullorðinn leikari og fær brátttækifæri til að sanna sig íspennu-myndinniDie In AGunfight.Myndin segirfrá ofbeldis-fullumungummanni semheillast af dóttur versta óvinarföður síns. Söguþráðurinn erkannski ekki sá mest spenn-andi en vonandi tekst hinumunga Efron að sýna sig ogsanna í myndinni sem er þóeinungis á fyrstu stigumframleiðslu um þessar mundir.

    Fjórða tölvuteikni-myndin um ísöldina, Ice

    Age: Continential Drift, hefurfengið fleiri stjörnur tiltalsetningarog nú eruþau JenniferLopez ogJeremyRenner búinað fáhlutverk ímyndinni.Áður höfðu tónlistarmaðurinnDrake, Ray Romano, QueenLatifah og Sean William Scottöll skrifað undir samning umað taka þátt í fjórðu teikni-myndinni í þessari bráðfyndnuseríu svo spennandi verður aðsjá útkomuna.

    Kvikmyndaframleið-andinn 20th Century

    Fox hrindir brátt af staðframleiðslu kvikmyndarinnarZorro Reborn sem mun flytjahinneitursvalaZorro frá 19.aldarumhverfisínu tilframtíðar-innar. Ekki erþó ennkomið í ljós hvort AntonioBanderas muni setja grímunaupp aftur eða hvort að nýrleikari setji á sig skikkju ogsveifli sverðinu sem Zorroframtíðarinnar.

    ThorLeikstjóri: Kenneth Branagh.

    Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Anth-ony Hopkins og Natalie Portman.

    Aldurtakmark: Bönnuð innan 12 ára.Lengd: 114 mínútur.

    Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakkaog Egilshöll.

    Hrokafulli þrumuguðinn Þór (Hemsworth) er rekinn úrÁsgarði fyrir að vera með vesen og er sendur af föðursínum, Óðni (Hopkins), til jarðar þar sem hann á að lifameðal manna. Á vegi hans verður vísindakonan JaneFoster (Portman) sem hefur mikinn áhuga á ofurkröft-um Þórs og fljótlega fella þau hugi saman. Fljótlega færÞór þó að finna fyrir skyldum sínum sem þrumuguð ogverja Jörðina gegn árásum illra afla sem hann reitti tilreiði í guðaheimum. Myndin er byggð á samnefndum

    teiknimyndasögum Marvel.

    LOKI OG ÞÓR MEÐANALLT LÉK Í LYNDI

    Sidney Prescott (Neve Campell) snýr aftur í heima-bæ sinn eftir að hafa skrifað sig frá vandamálumsínum með nýrri bók en hún er ekki fyrr stigin inní bæinn en Draugafés (Ghostface) fer að drepa fólká ný. Ég get ekki sagt að ég muni mikið eftir fyrrimyndunum og í raun er ég ekki alveg viss um aðég hafi séð þær allar. Mig minnti þó að tilgangurinnhefði verið að hrista upp í og hræða fólk. En annaðer uppi á teningnum hér. Þrátt fyrir bregðuatriði,blóð og drungalega tónlist af og til þá virkaði myndinmiklu meira á mig sem grínmynd heldur en hryll-ingsmynd. Hér er ég ekki að reyna að púlla hörðutýpuna í bíó sem hlær að öllum bregðuatriðunumog klappar þegar einhver er drepinn heldur var barasvona ódýr Scary Movie fílingur allan tímann.

    Ódýr bregðuatriðiMér finnst þó líklegt að reynsluboltinn Wes Craven,

    leikstjóri myndarinnar, hafi meðvitað farið þá leiðað beina athyglinni meira að svarta húmornum ogB-mynda stílnum enda myndin bæði illa leikin og

    bregðuatriðin ódýr. Svolítið eins og hann ætti svonabregðuhljóðasafn og hafi bara dreift þeim tilviljana-kennt hér og þar um myndina. Tilgangurinn hefurlíklega verið að búa til einhvers konar B-mynda/slasher stemningu og sem slík gengur myndin beturupp.

    Með réttu hugarfari er því alveg hægt að hafagaman af henni þrátt fyrir vonbrigði mín með aðláta hræða mig og marga aðra galla. Hún höfðareflaust til margra sem hafa gaman afsvona B-mynda fíling þó mér finnistþað ekkert endilega réttlæta það aðmyndir séu lélegar. Finnst það oftsvolítið eins og að segja brandara þarsem enginn hlær og útskýra svoeftir á að þetta hafi verið svonabrandari þar sem enginn áttiað hlæja. Já ókei, þá er þettasnilld.

    Kristján Sturla Bjarnason

    K V I K M Y N D

    Leikstjóri:Wes Craven.

    Aðalhlutverk:Neve Campbell,Courteney Cox ogDavid Arquette.

    Lengd: 111 mínútur.

    Dómar: IMDB: 7,2

    Scream 4

    Meira grín en hryllingur

  • 21FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 Monitor

    Pirates Of Silicon Valley (1999)Nördar elska þessa

    mynd, ekki sístfyrir þær sakir að húnfjallar um tölvunörda.Kvikmyndin segirfrá upphafsmönnumMicrosoft og Apple,þeim Bill Gates ogSteve Jobs, á virkilegaskemmtilegan háttog baráttunni þeirra á milli.

    Star Trek: The WrathOf Khan (1982)

    Auðvitað er þaðskylda hins almennanörds að horfa á StarTrek. Þessi er í uppá-haldi hjá mörgum,einkum vegna þessað hinn upprunalegiCaptain Kirk er íhenni. Vísindaskáld-skapur í sinni hreinustu mynd, sem sagt mjögnördaleg kvikmynd.

    War Games (1983)Ungur maður

    brýtur sér leið inn ímóðurtölvu banda-ríska hersins ogheimurinn er á barmiþriðju heimsstyrj-aldar. Kvikmyndiner frábærlega fyndinsökum þess hve stuttþróun heimilistölvavar komin á þessum tíma.

    Planet Of The Apes (1968)Upprunalegu

    kvikmyndirnar umapaplánetuna eruklassískar nördakvik-myndir og þá er ekkiverið að tala um nýjuútgáfuna með MarkWahlberg í aðalhlut-verki. Ef vottur afnördi blundar í þérmunt þú fíla þessar myndir í botn.

    Alien (1979)Geimverur,

    vélmenni, geimpl-ánetur, SigourneyWeaver í hörkustuðiog Ridley Scott íleikstjórastólnum.Þessi nördablandagetur ekki klikkað.

    Pi (1998)Leikstjórinn Darren Aronofsky er þekkt-

    astur fyrir kvikmyndirnar Black Swan ogRequiem For A Dream. Þessi flaug ekki einshátt en myndin segir frá ofsóknarbrjáluðumstærðfræðingi sem leitar að leyninúmeri semmun útskýra alheimsmynstrin er leynast ínáttúrunni. Nörd!

    Office Space (1999)Kvikmyndin

    náði ekki miklumvinsældum á sínumtíma en hefur meðtímanum orðið aðköltmynd nörda-samfélagsins. NördiðPeter Gibbons plottargegn stórfyrirtækinusínu og reynir aðstela peningum af því með tölvuvírus. Frábærmynd sem allir sannir nördar og jafnvel fleiriverða að sjá.

    Star Wars (1977)Nördar halda því

    yfirleitt fram aðfyrstu þrjár StarWars myndirnar hafiverið frábærar en þærsíðari algjört rusl.Mundu því að talaalltaf illa um seinniþrjár Star Wars ínávist nörda.

    The Matrix (1999)Fyrsta myndin er sögð best og er jafnan talin

    vera mesta nördamynd sögunnar, ekki sístfyrir þær sakir að hún er næstum óskiljanleg.

    Lord Of TheRings (2001)

    Allir vita að LordOf The Rings erunördamyndir. Alvörunördar lásu bækurnarfyrst, jafnvel nokkr-um sinnum, og fórusvo á kvikmyndirnar.

    Spaceballs(1987)

    Költgrínmyndnördanna er án efaSpaceballs sem geriróspart grín að StarWars kvikmynd-unum. Nördalegurhúmor út í gegn.

    2001: A Space Odyssey (1968)Virkilega erfið mynd til að skilja en kannski

    eru einhverjir nördar færir um það. Myndiner í hæsta gæðaflokki og því dáð og dýrkuð afnördum víðsvegar um heim.

    Sumar kvikmyndir verða að teljast nördalegri en aðrar. Monitor tók saman nokkrar sem flokkast undir svokallaðar nörda-myndir sem er á engan hátt fullkomnuð skilgreining eins og er. Ef þú hefur séð fleiri en sjö af eftirfarandi kvikmyndumtelst þú svokallað nörd. Ef ekki er aldrei of seint að finna sitt innra nörd og leggjast yfir Matrix, Star Trek og Star Wars.

    Finndu þitt innra nörd

    Hristur og hrærður

    Tegund: Bílaleikur

    PEGI merking: 16+

    Útgefandi: Sony Computer

    Dómar: Gamespot: 8,5 / IGN: 8 /Eurogamer: 8

    Crysis 2

    TÖ LV U L E I K U R

    Ein þekktasta sería bílaleikja á PlayStation 3 er hin hraða og has-arfulla Motorstorm-sería. Á dögunum kom út þriðji leikur seríunnar,Motorstorm Apocalypse. Hér detta leikmenn inn í hóp ofurhuga semeru að keppa inni í stórborg. Eina vandamálið er að borgin er að hrunikomin vegna kröftugra jarðskjálfta.

    Í Motorstorm Apocalypse er nokkuð skemmtilegur söguþráður semfleytir mönnum í gegnum leikinn, en í honum fara leikmenn í hlut-verk þriggja ökuþóra sem þurfa að þeysast í gegnum hverja brautina áfætur annarri. Í byrjun eru einungis smáskjálftar í borginni, en þegará líður þyngjast skjálftarnir og fara heilu skýjakljúfarnir að hrynja yfirleikmenn þegar hámarkinu er náð.

    Fullkomin partí- og netspilunFyrir utan söguþráðinn er í leiknum fullkomin partí- og netspilun,

    en allt að fjórir geta spilað á sama skjánum (split-screen) og svo getaallt að 16 manns spilað í gegnum netið. Netspilun leiksins er mjögöflug og hafa framleiðendur hans tekið það besta úr spilun skotleikjaá netinu og sett inn í bílaleikjaformið og virkar það mjög vel. Það erufjölmargar gerðir farartækja í Motorstorm Apocalypse og eru þar ámeðal mótorhjól, fjórhjól, buggybílar, rallíbílar, trukkar og margt fleira.Hver gerð er mismunandi í stýringu og hegðun og þurfa leikmenn aðlæra inn á kosti hvers farartækis.

    Adrenalínhlaðin upplifunGrafík leiksins er stórkostleg og hreinlega ótrúleg upplifun þegar

    heilu skýjakljúfarnir fara að hrynja yfir leikmenn og einnig hvernigbrautirnar breytast hring eftir hring sökum jarðskjálftanna.Þeir sem eru með þrívíddarsjónvörp eru svo bænheyrðirþar sem leikurinn er einhver flottasti þrívíddarleikursem komið hefur út á PlayStation 3. Hljóð og tónlistleiksins henta honum mjög vel, ekkert stórkostlegt, enþéttur taktur tónlistarinnar er viðeigandi þegar heilubyggingarnar eru að hrynja allt í kring.

    Eftir að hafa spilað Motorstorm Apocalypse erég bæði hristur og hrærður, enda er hér á ferðinniadrenalínhlaðin upplifun sem er í senn einföld ogfjölbreytt.

    Ólafur Þór Jóelsson

  • Kvikmynd Ég fór að sjá ítölskukvikmyndaperluna Cinema Paradiso íHáskólabíói um daginn og var algjörlegaheilluð af henni og brosti allan tímann.Svo mæli ég með að allir sjái TheStory Of Anvil sem er geðveikt fyndin ogskemmtileg heimildarmynd um kanadískaþungarokkhljómsveit sem hefur verið aðspila saman í 30 ár og er ennþá að reyna aðmeika það.

    Þáttur The Wire eru með bestuþáttum sem ég hef séð. Miglangaði til að spóla til baka oghorfa á þá alla aftur um leiðog ég kláraði þá. Svo elska égThe Sopranos. Ég var lasin umdaginn og horfði á þá samfleytt í13 klukkutíma með vinkonu minni.Undir lokin vorum við farnar að talameð New Jersey-hreim og alvarlegafarnar að íhuga smá larp.

    Vefsíða Icanhascheezburger.com er mjög góð síða ef þúfílar ketti í manneskjufötum.Svo er alltaf gaman að kíkja áVice.com á Do´s and Dont´s.

    Bók Chronicles eftir Bob Dylan um lífhans og listir er frábær. Svo er MötleyCrüe: The Dirt alveg ótrúleg lesningen ég vara við að hún fær siðprúðastafólk til að langa að djamma, ganga íleðri og sofa hjá grúppíum.

    Plata Ein af mínumuppáhaldsplötum erRumours með FleetwoodMac sem var tekin upp íKaliforníu árið 1976. Þetta

    er algjört meistaraverk og sagahljómsveitarinnar er líka

    rosaleg. Ég mæli með þvíað kynna sér hana meðanhlustað er á plötuna.

    Staður Íaugnablikinuer það Babalú áSkólavörðustíg enég hef samt bara

    komið þangað einu sinni. Éghugsa að ég muni fara þangaðoftar með hækkandi sól af þvíþar er geðveikur útipallur semer tilvalinn fyrir bjórdrykkju!

    22 Monitor MFIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011

    fílófaxiðÓTUKTINIðnó

    20:00 Frumsýning Ótuktarinnar,einleiks með söngvum.Leikgerðin er eftir Valgeir Skagfjörð og erbyggð á bók Önnu Pálínu Árnadóttur. KatlaMargrét Þorgeirsdóttir fer víst á kostum íþessu verki sem verður sýnt í apríl og maí.Miðaverð er 2.900 krónur.

    BEGGI SMÁRIOG MOODSódóma

    21:00 Tónleikar hinsóviðjafnanlega Begga Smáraásamt hljómsveitinni MOOD sem er skipuðþeim Friðriki Geirdal Júlíussyni, Inga S.Skúlasyni og Tómasi Jónssyni. Aðgangseyrirer 1.000 krónur.

    BROTHER GRASSCafé Rósenberg

    22:00 Hinir SuðurríkjahljómandiBrother Grass snúa afturheim á Rósenberg þar sem þeim líður best.Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

    ÚTSKRIFTARSÝNINGKorpúlfsstaðir

    16:00 Nemendur í margmiðlunvið Borgarholtsskóla sýnaafrakstur námsins um helgina. Tæplega 30nemendur verða með verk á sýningunni ogþar á meðal tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar.

    föstudag29apríl

    DÍVAÚtgerðin Granda

    18:00 Sýning á verkum 1. ársnema í fatahönnun viðListaháskóla Íslands í kúrsinum Illustration.Unnið var út frá hugtakinu DÍVA og hefurhver og einn nemandi útbúið sína útgáfu afdívunni í innsetningarverki.

    KK STYRKTARTÓNLEIKARSalurinn Kópavogi

    20:00 Lionsklúbburinn Muninnbýður til styrktartónleikameð KK í tilefni 40 ára afmælis síns.Tónleikarnir eru til styrktar Vímulausri æskuog Foreldrahúss. Miðaverð er 3.000 krónur ogforsala miða fer fram á Midi.is.

    SKÁLMÖLDOG SÓLSTAFIRNasa

    21:00 Tvær af stærstuþungarokkshljómsveitumlandsins leiða saman hesta sína ástórtónleikum. Skálmöld og Sólstafirsameinast í kraftmiklu, þjóðlegu þungarokkisem snertir taugar hins almenna Íslendingsog auðvitað hinna hörðustu rokkara.Miðaverð er 2.500 krónur og miðasala ferfram á Midi.is.

    MEGAS OGSENUÞJÓFARNIRFaktorý

    22:00 Aðdáendur Megasar hafavafalaust verið ánægður meðendurnýjuð kynni hans við Senuþjófana ogum helgina gefst fullkomið tækifæri til að sjátónleika með þessum frábæru listamönnum.Megas og Senuþjófarnir spila á Faktorý bæðiá föstudags- og laugardagskvöldi svo enginnætti að missa af þessum einstaka viðburði.Aðgangseyrir er 1.500 krónur.

    Síðast en ekki síst» Þórunn Antonía, tónlistar- og leikkona, fílar:

    LOKAPRÓFIÐ skólinn

    „Ég var farin að sakna hennar svolítið,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir,leikkona, sem túlkar Janis Joplin á tónleikum í Tjarnarbíói umhelgina. Bryndís túlkaði Janis síðast fyrir þremur árum í sýningu umsöngkonuna í Íslensku óperunni en hefur ekki endurnýjað kynnin viðhana almennilega síðan þá. „Karakterinn kemur um leið og við teljumí fyrsta lag,“ útskýrir Bryndís sem þykir ná söngkonunni einstaklegavel. „Maður fer náttúrulega í ákveðinn gír við að fara í búninginn ogsetja á sig öll armböndin og hálsfestarnar,“ segir Bryndís sem hefurlengi túlkað Janis Joplin. „Ég byrjaði að syngja lagið Mercedes Benzmeð öllum stælunum í gaggó og hlustaði mikið á Janis á þeim tíma,“segir Bryndís sem sló í gegn með túlkun sinni á laginu. „Beðin ogóumbeðin söng ég þetta lag allsstaðar þar sem ég kom,“ segir húnog hlær. Tónleikarnir í Tjarnarbíói verða einstaklega flottir að sögnBryndísar sem vill þó ekki gefa of mikið upp um þá að svo stöddu.„Þetta verður að koma aðeins á óvart en ég get fullvissað tónleikagestium að þeir munu labba inn í æðislega flottan rokkhippaheim á laug-ardagskvöldið,“ segir Bryndís spennt fyrir tónleikunum sem hefjastkl. 20. Miðaverð er 2.900 krónur og forsala miða fer fram á Midi.is

    Endurnýjar kynninvið Janis Joplin

    | 28. apríl 2011 |KVÖLDSTUNDM/ JANIS JOPLINTjarnarbíóLaugardagur kl. 20:00

    fimmtud28apríl

  • FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „IRON MAN”