Top Banner
1954 2014 Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands Spjaldakynning
12

Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

Apr 06, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

1956Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsverkfræðingur, fer í kynnisferð fyrir LFÍ, - heimsækir höfuðstöðvar CIE í París og ljóstæknifélögin í Bretlandi og á Norðurlöndum.

Hann tekur við kennslu í lýsingartækni í rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík. Notuð er í fyrstu kennslubók eftir Georg Weber í þýðingu Gunnars Bjarnasonar, skólastjóra.

1957Fast samband er komið á milli LFÍ og ljóstæknifélaganna á hinum Norðurlöndunum. Óformlegt heiti þessa samstarfs verður Nordlys. Reglulegir fundir eru haldnir til skiptis í löndunum fimm.

Stofnun Ljóstæknifélags ÍslandsFyrst var rætt um stofnun félags um lýsingu eftir stofnun Sambands íslenskra rafveitna (SÍR) árið 1943 en árið 1938 hafði verkfræðingur frá Osramfélaginu í Kaupmannahöfn haldið fyrirlestra um ljósgjafa og lýsingu í sal Nýja bíós í Reykjavík. Árið 1951 fær SÍR ritara nýstofnaðs Lystenkisk Selskab í Danörku til að halda fyrirlestra um lýsingu og segja frá félaginu.

1954Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélagsins (RVFÍ) undirbýr stofnun félagsins. Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri, kjörinn formaður bráðabirgðastjórnar.

Sylvester Guth, forstöðumaður rannsóknarstofu National Electric Light Association (NELA) í Bandaríkjunum heldur fyrirlestra við stofnun hins nýja félags.

Ljóstæknifélag Íslands (LFÍ) stofnað 22. október í 1. kennslustofu Háskóla Íslands. Í lögum LFÍ er þess frá upphafi gætt að stjórnina skipi m.a. fulltrúar frá samtökum rafveitna, augnlækna, iðnrekenda, arkitekta, rafvirkjameistara og lampaseljenda. Stofnfélagar eru alls 78. Í fyrstu stjórn sitja: Steingrímur Jónsson, formaður, Jakob Gíslason, raforkumála stjóri, ritari, Hans R. Þórðarson, stórkaupmaður, gjaldkeri, Bergsveinn Ólafsson, augn læknir, Guðmundur Marteinsson, rafmagnseftirlitsstjóri, Júlíus Björnsson, rafvirkjameistari, og Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt, - meðstjórn-endur.

1955LFÍ gengur í Alþjóðalýsingarsambandið CIE (Commission Internationale de l’Eclairage).

Jakob Gíslason, sem unnið hafði að stofnun LFÍ sem formaður RVFÍ, sækir alþjóðaþing CIE í Zürich.

Eggert Steinsen, rafmagnsverkfræðingur, flytur erindi á félagsfundi um Grundvöll lýsingar og birtutöflur.

1958Í fjölrituðu riti LFÍ (nr.10) er að finna yfirlit yfir erindi á fyrstu fundum félagsins. Þar er m.a fjallað um grundvöll lýsingar, birtutöflur, viðhald lýsingarkerfa, tilrauna- og mælingastofu, um-ferðar lýsingu, bifreiðalýsingu, lýsingu og augn-þreytu og mælingar á himinskærleika í Reykjavík. Meðal flutningsmanna eru Gísli Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, Aðalsteinn Guðjohnsen, Bergsveinn Ólafsson og Stein grímur Jónsson.

Svokölluð mælistofunefnd er stofnuð en þegar í upphafi er ljóst að verkefnið reyn ist erfitt fjárhagslega. Ekki tekst því að koma fyrirhugaðri mælistofu LFÍ á fót.

1959Aðalsteinn Guðjohnsen tekur að sér að vera framkvæmdastjóri LFÍ. Kristinn Guðjóns-son, forstjóri, hefur tekið sæti í stjórn í stað Júlíusar Björnssonar.

Alþjóðaþing CIE er haldið í Brüssel. Formaður, framkvæmdastjóri og Kristinn Guðjónsson, stjórnarmaður, sækja þingið.

1960Ivar Folcker, formaður sænska félagsins Svenska Föreningen för Ljuskultur og nýkjörinn forseti C.I.E., flytur erindi á aðalfundi LFÍ um Þróun raflýsingar.

Félagið gengst fyrir „ljósviku“ í tengslum við aðalfundinn og var ætlunin að örva sem flesta til átaka á sviði bættrar lýsingar. Beitti félagið sér fyrir flóðlýsingu nokkurra bygginga og styttu Jóns Sigurðssonar.

Á öðrum fundi eru flutt erindin Ljós og lýsing á liðnum öldum (Jón Á. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur), Kennsla í lýsingartækni (Jón Sætran, raffræðingur), Lýsing frá sjónarhóli arkitektsins (Skúli Norðdahl, arkitekt) og Lýsing og öryggi á vinnustað (Þórður Runólfsson, öryggismálastjóri).

1961Rolf Aspestrand, framkvæmdastjóri norska félagsins Selskapet for Lyskultur flytur erindi um Ljós og liti í iðnaði.

Raftækjaverksmiðjan Rafha er skoðuð. Fulltrúi frá danska fyrirtækinu Louis Poulsen heldur fyrirlestur á fundi LFÍ.

Alþjóðlegt ljóstækniorðasafn er þýtt af orðanefnd LFÍ og gefið út fjölritað. Í því er einnig að finna skilgreiningu á hverju orði og hugtaki.

Stiklur úr sögu

Ljóstæknifélags Íslands

Spjaldakynning

Page 2: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

1956Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsverkfræðingur, fer í kynnisferð fyrir LFÍ, - heimsækir höfuðstöðvar CIE í París og ljóstæknifélögin í Bretlandi og á Norðurlöndum.

Hann tekur við kennslu í lýsingartækni í rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík. Notuð er í fyrstu kennslubók eftir Georg Weber í þýðingu Gunnars Bjarnasonar, skólastjóra.

1957Fast samband er komið á milli LFÍ og ljóstæknifélaganna á hinum Norðurlöndunum. Óformlegt heiti þessa samstarfs verður Nordlys. Reglulegir fundir eru haldnir til skiptis í löndunum fimm.

Stofnun Ljóstæknifélags ÍslandsFyrst var rætt um stofnun félags um lýsingu eftir stofnun Sambands íslenskra rafveitna (SÍR) árið 1943 en árið 1938 hafði verkfræðingur frá Osramfélaginu í Kaupmannahöfn haldið fyrirlestra um ljósgjafa og lýsingu í sal Nýja bíós í Reykjavík. Árið 1951 fær SÍR ritara nýstofnaðs Lystenkisk Selskab í Danörku til að halda fyrirlestra um lýsingu og segja frá félaginu.

1954Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélagsins (RVFÍ) undirbýr stofnun félagsins. Stein grímur Jónsson, rafmagnsstjóri, kjörinn formaður bráðabirgðastjórnar.

Sylvester Guth, forstöðumaður rannsóknarstofu National Electric Light Association (NELA) í Bandaríkjunum heldur fyrirlestra við stofnun hins nýja félags.

Ljóstæknifélag Íslands (LFÍ) stofnað 22. október í 1. kennslustofu Háskóla Íslands. Í lögum LFÍ er þess frá upphafi gætt að stjórnina skipi m.a. fulltrúar frá samtökum rafveitna, augnlækna, iðnrekenda, arkitekta, rafvirkjameistara og lampaseljenda. Stofnfélagar eru alls 78. Í fyrstu stjórn sitja: Steingrímur Jónsson, formaður, Jakob Gíslason, raforkumála stjóri, ritari, Hans R. Þórðarson, stórkaupmaður, gjaldkeri, Bergsveinn Ólafsson, augn læknir, Guðmundur Marteinsson, rafmagnseftirlitsstjóri, Júlíus Björnsson, rafvirkjameistari, og Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt, - meðstjórn-endur.

1955LFÍ gengur í Alþjóðalýsingarsambandið CIE (Commission Internationale de l’Eclairage).

Jakob Gíslason, sem unnið hafði að stofnun LFÍ sem formaður RVFÍ, sækir alþjóðaþing CIE í Zürich.

Eggert Steinsen, rafmagnsverkfræðingur, flytur erindi á félagsfundi um Grundvöll lýsingar og birtutöflur.

1958Í fjölrituðu riti LFÍ (nr.10) er að finna yfirlit yfir erindi á fyrstu fundum félagsins. Þar er m.a fjallað um grundvöll lýsingar, birtutöflur, viðhald lýsingarkerfa, tilrauna- og mælingastofu, um-ferðar lýsingu, bifreiðalýsingu, lýsingu og augn-þreytu og mælingar á himinskærleika í Reykjavík. Meðal flutningsmanna eru Gísli Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, Aðalsteinn Guðjohnsen, Bergsveinn Ólafsson og Stein grímur Jónsson.

Svokölluð mælistofunefnd er stofnuð en þegar í upphafi er ljóst að verkefnið reyn ist erfitt fjárhagslega. Ekki tekst því að koma fyrirhugaðri mælistofu LFÍ á fót.

1959Aðalsteinn Guðjohnsen tekur að sér að vera framkvæmdastjóri LFÍ. Kristinn Guðjóns-son, forstjóri, hefur tekið sæti í stjórn í stað Júlíusar Björnssonar.

Alþjóðaþing CIE er haldið í Brüssel. Formaður, framkvæmdastjóri og Kristinn Guðjónsson, stjórnarmaður, sækja þingið.

1960Ivar Folcker, formaður sænska félagsins Svenska Föreningen för Ljuskultur og nýkjörinn forseti C.I.E., flytur erindi á aðalfundi LFÍ um Þróun raflýsingar.

Félagið gengst fyrir „ljósviku“ í tengslum við aðalfundinn og var ætlunin að örva sem flesta til átaka á sviði bættrar lýsingar. Beitti félagið sér fyrir flóðlýsingu nokkurra bygginga og styttu Jóns Sigurðssonar.

Á öðrum fundi eru flutt erindin Ljós og lýsing á liðnum öldum (Jón Á. Bjarnason, rafmagnsverkfræðingur), Kennsla í lýsingartækni (Jón Sætran, raffræðingur), Lýsing frá sjónarhóli arkitektsins (Skúli Norðdahl, arkitekt) og Lýsing og öryggi á vinnustað (Þórður Runólfsson, öryggismálastjóri).

1961Rolf Aspestrand, framkvæmdastjóri norska félagsins Selskapet for Lyskultur flytur erindi um Ljós og liti í iðnaði.

Raftækjaverksmiðjan Rafha er skoðuð. Fulltrúi frá danska fyrirtækinu Louis Poulsen heldur fyrirlestur á fundi LFÍ.

Alþjóðlegt ljóstækniorðasafn er þýtt af orðanefnd LFÍ og gefið út fjölritað. Í því er einnig að finna skilgreiningu á hverju orði og hugtaki.

Page 3: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

1962Lýsing í kirkjum er rædd á fjölmennum fundi. Kirkjunnar menn taka þátt í umræðum ásamt tæknimönnum og arkitektum.

Hafin eru kvöldnámskeið í lýsingartækni, og síðar kennsla í Iðnskólanum í Reykjavík. Meðal kennara er Ólafur S. Björnsson, raffræðingur.

1964Lýsing í verslunum er rædd á félagsfundi.

Magnús Oddsson, tæknifræðingur, tekur við sem framkvæmdastjóri LFÍ.

Á 10 ára afmælisári félagsins eru félagar orðnir 182, þar af 29 stofnanir, fyrirtæki og félög en 153 einstaklingar = 182 (29 + 153).

1967Alþjóðaþing CIE er haldið í Washington í Bandaríkjunum. Formaður sækir þingið en þar sjá norrænu félögin sameiginlega um fundarefnið Lýsingarhætti innanhúss.

Formaður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra um hríð, en nú er Kolbeinn Pétursson, tækni fræðingur, ráðinn í starfið. Hann flytur erindi um Blöndun lita, litfræði og notkun hennar fyrir litasjónvarp.

Guðmundur Marteinsson gengur úr stjórn en Ólafur S. Björnsson, verksmiðjustjóri, er kjörinn í hans stað.

1968Á fundum skýrir formaður frá þingi CIE í Washington, Magnús Oddsson fjallar um Iðnaðarlýsingu og Kolbeinn Pétursson um Ljósvarma.

Þá flytur Daði Ágústsson, tæknifræðingur, erindi um BZ-aðferðina (BZ = British Zonal Method) í félagsbréfi, en aðferðin hefur rutt sér til rúms við útreikninga á lýsingarkerfum, þ.m.t. birtu og glýjustigi.

Daði Ágústsson er ráðinn framkvæmdastjóri félagsins.

Steingrímur Jónsson, fyrsti formaður félagsins ásamt Rolf Aspestrand, framkvæmda­stjóra norska ljóstæknifélagsins skoða Rafha á haustfundi 1961.

Á haustdögum 1969 flutti félagið skrifstofu sína að Laugavegi 26.

Á aðalfundi Landssambands Íslenskra rafverktaka 1969. F.v. Gissur Pálsson, Daði Ágústsson framkvæmdastjóri LFÍ, Aðalsteinn Guðjohnsen formaður LFÍ, Gunnar Guðmundsson formaður LÍR, Vilberg Guðmundsson og Júlíus Helgason.

Frá vinstri: Aðalsteinn Guðjohnsen, Haraldur Sæmundsson rafvirki, Gísli Jónsson rafveitustjóri í Hafnarfirði og Hjalti Þorvarðarson rafveitustjóri á Selfossi á Hamrinum í Hafnarfirði.

Steingrímur Jónsson

1963Steingrímur Jónsson lætur af störfum sem formaður að eigin ósk.

Aðalsteinn Guðjohnsen er kjörinn formaður. Stjórnin er óbreytt að öðru leyti.

Á fundi er fjallað um lýsingu í skólum. Kirkjulýsing er tekin fyrir öðru sinni og sænskur arkitekt, Samuel Fränne, flytur allmarga fyrirlestra með fjölbreyttri myndasýningu.

Út kemur bókin Góð lýsing - almenn hugtök og reglur, samin af Aðalsteini Guðjohnsen, gefin út af Iðnskólaútgáfunni. Bókin er að verulegu leyti byggð á bók sama efnis útgefinni af sænska félaginu Svenska Föreningen för Ljuskultur.

Alþjóðaþing CIE er haldið í Vín. Formaður sækir þingið ásamt Kristni Guðjónssyni, stjórnarmanni.

Steingrímur Jónsson er kjörinn heiðursfélagi LFÍ.

1965Námskeið er haldið fyrir afgreiðslufólk í lampaverslunum. Fræðslufundir eru haldnir á Siglufirði, Sauðárkróki og Akureyri.

Norrænt ljóstæknimót er haldið í fyrsta sinn á Íslandi. Mótið, NLM-65, er haldið í Haga skóla í Reykja vík og þátttakendur eru 148, þar af 65 Íslendingar. Mótinu eru gerð ítarleg skil í sænska ritinu Ljuskultur. Guðmundur Marteinsson er formaður undirbúnings nefndar og nýtur aðstoðar Gunnlaugs Pálssonar, arkitekts. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Sigurður Briem, rafmagnsverkfræðingur.

1966Flutt eru erindi hjá ýmsum aðilum í Reykjavík samkvæmt sérstökum óskum. Á félags-fundum eru flutt erindi um Lýsingu á vinnustöðum utanhúss, svo og um Götulýsingu. Einnig eru flutt erindi um efnið „Augu - lýsing - umferðarslys” frá ráðstefnu í Þýska-landi, um Gæði lýsingar frá fundi enska félagsins IES og um Hitun af völdum lampa.

1969Bifreiðaljósanefnd og fræðslunefnd starfa allnokkuð. Framkvæmdastjóri fjallar um Lýsingu í íþróttahúsum og á íþróttavöllum. Hann flytur erindi ásamt Skúla Norðdahl um Gæðamat lýsingarkerfa.

Norræna ljóstæknimótið er haldið í Bergen. Framkvæmdastjóri greinir frá því í félagsbréfi LFÍ. Hann ritar einnig grein um Iðnaðarlýsingu í félagsbréfið. Gefið er út LÍF Í LJÓSI, vandað rit um heimilislýsingu, myndskreytt og litprentað. Það er m.a. selt rafveitum landsins sem margar hverjar senda það öllum rafmagnsnotendum. Ritið er þýðing á sænsku riti sama efnis. Félagið tekur skrifstofu á leigu að Laugavegi 26 og opnar þar á haustmánuðum.

Page 4: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

1970Á aðalfundi flytur framkvæmdastjóri erindi um Lýsingu í sjúkrahúsum. Hann flytur á haustfundi fyrirlestur, ásamt Axel Magnússyni garðyrkjuráðunaut, um Lýsingu í gróðurhúsum.

Framkvæmdastjóri heimsækir Osram- verksmiðjurnar í München. Haldinn er í Stokkhólmi fundur framkvæmdastjóra norrænu ljóstæknifélaganna. Skrifstofa LFÍ er flutt úr Hafnarhúsinu að Laugavegi 26 þar sem Byggingarþjónusta arkitekta er. Þar er settur upp sýningarbás og almenningi veitt fræðsla.

Framkvæmdastjóri kennir lýsingartækni í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann heldur einnig fyrirlestra fyrir rafveituna á Egilsstöðum, Iðnskóla Akureyrar, garðyrkjubændur í Borgarfirði og Tækniskóla Íslands.

Hannes Kr. Davíðsson lætur af stjórnarstörfum. Við tekur Skúli H. Norðdahl, arkitekt.

1971Framkvæmdastjóri heimsækir bandaríska ljóstæknifélagið í New York og lýsir þeirri heimsókn á félagsfundi. Einnig sækir hann ársfund IES í Chicago. Undirbúin er bók um götulýsingu. Formaður sækir Alþjóðaþing CIE í Barcelona, ásamt Kristni Guðjónssyni stjórnarmanni.

Námskeið er haldið í Útreikningum á birtu og fyrirlestrar um Heimilislýsingu fyrir Kvenréttindafélag Íslands og í Tækniskóla Íslands um Lýsingartækni.

Birtumælingar eru gerðar í nær öllum frystihúsum Sölumiðstöðvar hraðfrysti-húsanna.

1972Bókin Götulýsing kemur út í saman-tekt Daða Ágústssonar.

Framkvæmdastjóri ritar grein um Flóðlýsingu bygginga í félags bréf LFÍ.

Sýndar eru fjórar fræðslukvikmyndir á aðalfundi: sænsk mynd um Líf í ljósi og myndir um halógenlampa, um framleiðslu og notkun á flúrpípum og kvikasilfurperum.

Ólafur S. Björnsson lætur af stjórn-arstörfum. Guðjón Guð munds son, verksmiðjustjóri, tekur sæti í stjórn.

1975 Fluttir eru fyrirlestrar fyrir félagasamtök um blómalýsingu, heimilislýsingu og íþróttalýsingu. Erindi framkvæmdastjóra um gjörlýsingarkerfi og Magnúsar Oddssonar um skólalýsingu birtast í félagsbréfi.

Formaður situr Alþjóðaþing CIE í London.

1976Örlygur Þórðarson tekur við sem framkvæmdastjóri, en samstarf tekst með SÍR og LFÍ um skrifstofuhald.

1977Í félagsbréfi er birtur þýddur kafli úr grein í sænska ritinu Ljuskultur: Góð lýsing einkennist af sjö þáttum.

Vandað yfirlit yfir eiginleika hinna ýmsu ljósgjafa er birt í félagsbréfi.

1978Sænskar birtutöflur eru þýddar og birtar í félagsbréfi. Félagið mælir með þeim til notkunar hér á landi.

Þráinn Sigurjónsson hefur tekið að sér uppsetningu reikninga og löggilta endur-skoðun.

Ljóstæknifélagið fékk oft mjög góða athygli fjölmiðla og oft var sagt frá starfi þess.

Útgáfa félagsins var öflug og frá 1961 var gefið út vandað félagsbréf.

1973Teknar eru allmargar ljósmyndir af lýsingu á ýmsum stöðum, svo sem í sjúkrahúsum, af dagsbirtu í byggingum, í frystihúsum, af flóðlýsingu bygginga og af heimsmeistaraeinvígi Spasskýs og Fischers. Ítarleg grein er rituð í félagsbréfið um Rýrnun ljóss og viðhald lýsingarkerfa.

Norrænt ljóstæknimót er haldið í Damörk. Þátttaka frá Íslandi er allgóð. Framlag Íslands er Gegnumlýsing fiskflaka í fiskvinnslustöðvum. Ólafur S. Björnsson tekur sæti í stjórn að nýju.

1974Á félagsfund er boðið nemendum úr ýmsum skólum í Reykjavík, m.a. úr Háskólanum, Tækniskólanum og Iðnskólanum. Starfsemi félagsins er kynnt og síðan rætt um heimilislýsingu og umferðarlýsingu. Formaður, framkvæmdastjóri og Ólafur S. Björnsson annast kynninguna.

Byggingarþjónustan flytur að Grensásvegi 11 og fylgir skrifstofa LFÍ með.

Ráðstefnan Glugginn er haldin með Byggingarþjónustunni og þar rætt um Dagsbirtu og útreikninga á henni.

Á aðalfundi tekur Karl Eiríksson, forstjóri, sæti í stjórn í stað Hans R. Þórðarsonar.

Á haustfundi er rætt um Vinnulýsingu og Lampa til vinnulýsingar. Flutningsmenn eru framkvæmdastjóri og Ólafur S. Björnsson. Framleiðendur halda sýningu á lömpum.

Félagar er alls 208 (39 + 169).

Kennsla hefst í lýsingartækni við Háskóla Íslands undir stjórn Gísla Jónssonar, prófessors.

1979Á aðalfundi er skoðuð sýningin „Ljósið kemur langt og mjótt“. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, kynnir sýninguna og svarar fyrirspurnum.

Í tengslum við 100 ára afmæli glóþráðarperu Edisons er efnt til viðamikillar sýningar í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er opnuð á afmælisdegi perunnar 21. október. Hún stendur í vikutíma og sýningargestir eru um 1500.

Haustfundur er haldinn á 25 ára afmælisdegi félagsins 22. október. Jakob Gíslason er kjörinn heiðursfélagi. Gísli Jónsson, prófessor, flytur þar erindið Glóperan.

Jakob Gíslason

Page 5: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

1987Eyjólfur Jóhannsson lætur af störfum sem fram-kvæmda stjóri. Ráðinn er til bráðabirgða Gauti Hösk-uldsson, rafmagnsverkfræðingur. Sjónstöð Íslands tekur til starfa og Ljóstæknifélagið sýnir ýmislegt efni við vígslu hennar. Ekki tekst að koma sýningunni Lýsing fyrir aldraða og sjónskerta upp á sama tíma.

Kristinn Guðjónsson er kjörinn heiðursfélagi á aðal-fundi. Hann er forstjóri Stálumbúða hf. og braut-ryðjandi í framleiðslu flúrlampabúnaðar.

Alþjóðaþing CIE er haldið í Feneyjum og sækir formað-ur þingið. Stutta frásögn er að finna í félagsbréfi.

1988Söluráðstefna, Elmässan, er haldin í Stokkhólmi. Ljósbúnaður er þar óvenjulega áberandi þáttur.

Fjórar nefndir eru að störfum innan LFÍ: útgáfunefnd, fræðslunefnd, fjáröflunarnefnd og sýningarnefnd. Sú síðasttalda undirbýr sýningu um lýsingu fyrir aldraða og sjónskerta.

Fjársöfnun og undirbúningur er hafinn að uppbyggingu ljóstæknistofu við Háskóla Ísland undir forystu Gísla Jónssonar, prófessors.

1980Magnús Ágústsson, lífeðlisfræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins, ritar grein í félagsbréfið um Lýsingu í heimilisgróðurhúsum. Einnig er birt þýdd skýrsla um Lýsingu á bifreiðaverkstæðum.

1983Jakob Björnsson, orkumálastjóri, tekur sæti í stjórn í stað forvera síns, Jakobs Gíslasonar.

Félagið flytur aðsetur sitt að Hallveigarstíg 1, þar sem Byggingarþjónusta arkitekta er til húsa.

Á aðalfundi er rætt um Lýsingu fyrir aldraða og sjóndapra. Í Menningamiðstöðinni Gerðubergi er haldinn fundur um Heimilislýsingu. Framsögu hafa Finnur Fróðason, arkitekt, og Ásgrímur Jónasson, iðnfræðingur.

Formaður og framkvæmdastjóri sækja Alþjóðaþing CIE í Amsterdam. Þar kemur norræna NORDLYS-nefndin einnig saman og ræðir undirbúning norræna ljóstæknimótsins sem halda á í Reykjavík.

Lýsingartækni í Háskólanum er gerð að valgrein.

1984Félagslögum er breytt á aðalfundi þannig að aðalstjórn skipa fimm menn. Stjórnin getur leitað eftir tilnefningum tveggja manna til viðbótar frá fyrirtækjum, félögum eða stofnunum sem aðild eiga að félaginu.

Sigurður M. Magnússon, kjarneðlisfræðingur, tekur sæti í stjórn sem fulltrúi Hollustuverndar ríkisins. Jón Otti Sigurðurðsson og Karl Eiríksson láta af stjórnar-störfum. Samtök tryggingarfélaga afþakka boð um að tilnefna mann í stjórn.

Framkvæmdastjóri tekur saman efni í félagsbréfið um Málmgufulampa og Sjálfvirka stýringu ljóss. Lars Veghal frá Järnkonst í Svíþjóð flytur erindi um Kröfur til lampabúnaðar.

Félagar eru alls 174 (38 + 136). Hefur þeim fækkað nokkuð vegna vangoldinna félagsgjalda.

1985Norræna ljóstæknimótið er haldið í Reykjavík öðru sinni og nefnt NLM-85. Formaður undirbúningsnefndar er Gísli Jónsson, prófessor. Skúli Norðdahl, arkitekt, er nefnd-inni til sérstakrar aðstoðar. Framkvæmdastjóri er Hersir Oddsson. NLM-85 eru gerð ítarleg skil í ritum norrænu ljóstæknifélaganna, Ljuskultur, Lampetten og Lyskultur.

Norræna NB-aðferðin til útreikninga á lýsingu er kynnt í félagsbréfi en talið er líklegt að hún munu leysa ensku BZ-aðferðina af hólmi hér á landi. Með henni er tekið meira tillit til þæginda lýsingar en áður.

1986Ólafur S. Björnson biðst undan endurkjöri til stjórnar og eru honum þökkuð mikil og góð störf. Egill Skúli Ingibergsson er kjörinn í stjórn.

Dr. Warren G. Julian, aðstoðarprófessor við Háskólann í Sydney, sem verið hefur á fyrirlestraferð í Danmörk og Svíþjóð, er fenginn hingað til að halda erindi um Lýsingu fyrir aldraða og sjónskerta.

Út kemur ný og vönduð Handbók um lýsingartækni. Bókin er eftir Lars Starby og þýdd úr sænsku af Aðalsteini Guðjohnsen. Útgefandi er Iðnskólaútgáfan. Bók þessi er sérstaklega valin af Ljóstæknifélaginu og mælt með henni bæði sem handbók og kennslubók.

Kennsla í lýsingartækni við Háskóla Íslands er aukin í tvær námseiningar.

1981Í stjórn er kjörinn Jón Otti Sigurðsson í stað Guðjóns Guðmundssonar.

Haldinn er fundur í Hólabrekkuskóla og þar rætt um tillögur um Reglugerð um skólalýsingu.

Formaður sækir Norræna ljóstæknimótið NB-81 í Helsingfors í Finnlandi. Norræna samstarfið er talið gróskuminna er áður var.

Eyjólfur Jóhannsson, tæknifræðingur, tekur við starfi framkvæmdastjóra af Örlygi Þórðarsyni.

1982Framkvæmdastjóri fjallar á fundi um Þróun ljósgjafa. Einnig birtist grein eftir hann í félagsbréfi um Breyttar lýsingarkröfur á skrifstofum.

Á heimilissýningu í Laugardagshöll er gefið út rit sem vekur athygli og nær góðri útbreiðslu. Edda Björnsdóttir, augnlæknir, tekur sæti í stjórn í stað Bergsveins Ólafssonar.

Kristinn Guðjónsson

Page 6: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

1989Fyrsta tölublað nýs rits um lýsingu kemur út: LFÍ hefur útgáfu tímaritsins LJÓS sem er litprentað og vandað í alla staði.

Sýningin LÍF Í RÉTTU LJÓSI, sýning um lýsingu fyrir aldraða og sjónskerta, er opnuð í húsakynnum Blindrafélagsins og Sjónstöðvar Íslands. Þetta er með viðamestu verkefnum félagsins af þessu tagi. Auk formanns LFÍ er undirbúningsnefnd skipuð arkitektunum Ferdinand Alfreðssyni og Skúla Norðdahl auk forstöðumanns Sjónstöðvarinnar, Guðmundar Viggóssonar. Ólafur S. Björnsson hefur umsjón með framkvæmdum. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er viðstödd opnunina, svo og heilbrigðisráðherra og landlæknir.

Norræna ljóstæknimótið NB-89 er haldið í Þrándheimi. Frá Íslandi eru þátttakendur 8, þar af 3 fyrirlesarar. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, víkur úr stjórn og Örlygur Jónasson, rafveitustjóri, er kjörinn.

Kennsla í ljóstækni við Háskóla Íslands er aukin í 3 einingar. Húsnæði fæst undir ljóstæknistofu í VR III og er hugsuð sem bráðabirgðaaðstaða. Mestur hluti fjármuna til uppbyggingu hennar er fenginn utan Háskólans.

1990Í tímaritinu LJÓS er m.a. fjallað um sýninguna Líf í réttu ljósi, Útreikninga í tölvum, Kennslu í lýsingartækni við Háskólann, Lýsingu í Borgarleikhúsi og NB-89 í Þrándheimi.

Ritið Líf í réttu ljósi er gefið út af LFÍ og Sjónstöð Íslands í stóru upplagi en í því er að finna myndir og texta af sýningarspjöldum samnefndrar sýningar. Ritið er selt rafveitum, gefið á biðstofur lækna og nær mikilli útbreiðslu.

Andrés Magnússon, læknir, flytur fyrirlestur um Ljósameðferð við skamm degis-þunglyndi.

Félagslögum LFÍ er breytt. Aðalsteinn Guðjohnsen lætur af störfum sem formaður. Við tekur Egill Skúli Ingibergsson. Bergur Jónsson tekur sæti í stjórn.

Fundur er haldinn í Hallgrímskirkju um Þýðingu ljóssins í trúarathöfnum, Lýsingarkerfi kirkjunnar og Sjónarmið arkitekta við val ljósgjafa. Flytjendur eru séra Karl Sigurbjörnsson, Eyjólfur Jóhannson og Garðar Halldórsson, arkitekt.

Sú nýjung er tekin upp að veita viðurkenningar fyrir vönduð lýsingarkerfi. Þá er lögð áhersla á fundahöld á landsbyggðinni ekki síður en í Reykjavík.

Hafin er útgáfa Fréttabréfs með upplýsingum um ljóstæknistarf erlendis og ýmsar nýjungar á sviði lýsingartækni.

1991Ráðist er í verkefnið Dagur ljóssins í samstarfi við Sjónstöð Íslands, Félag raftækjasala og Rafmagnseftirlit ríkisins. Umfjöllunarefnið er ákveðið Heimilið - Vinnulýsing.

Viðurkenningar eru veittar fyrir lýsingarkerfi í fimm byggingum.

Háskóli Íslands fær til afnota ljóskúlu til notkunar við mælingar á lampabúnaði.

Alþjóðaþing CIE er haldið í Melbourne í Ástralíu. Enginn Íslendingur sækir þingið.

1992Á aðalfundi flytur Árni Guðni Einarsson erindi um Götulýsingu.

Á fundi að Hótel Örk í Hveragerði flytur Magnús Ágústsson, ylræktarráðunautur, erindi um Ræktun við raflýsingu, Eyjólfur Jóhannsson um Ljósgjafa í gróðurhúsum.

Skrifstofa LFÍ hjá Byggingarþjónustunni að Hallveigarstíg er starfrækt til ársloka. Þá er Byggingarþjónustunni lokað og skrifstofa félagsins er flutt í verkfræðistofuna Rafteikningu, Borgartúni 17, þar sem formaður hefur aðsetur.

Samvinna er tekin upp við Neytendasamtökin um birtingu greina um lýsingu í Neytendablaðinu.

Valgerður Skúladóttir er kjörin í stjórn.

1993Flutt er erindi á aðalfundi um Segulsvið og áhrif þess á mannslíkamann af þeim Vilhjálmi Rafnssyni, lækni, og Friðrik Alexanderssyni, raftæknifræðingi.

Úr stjórn ganga Ferdinand Alfreðsson, Guðmundur Viggósson og Víðir Kristjáns-son. Í stjórn taka sæti Skúli Norðdahl, arkitekt, og Ólafur M. Kjartansson, rafmagns-verkfræðingur.

Flutt eru erindi um Breytingu á ljósabúnaði sviðs og salar í Þjóðleikhúsinu (Guðjón Magnússon, arkitekt, Eyjólfur Jóhannsson og Jón Otti Sigurðsson), um Lýsingu í Ráðhúsi Reykjavíkur (Steve Christer og Margrét Harðardóttir, arkitektar, og Daði Ágústsson) og um Stöðu lampaframleiðslu á Íslandi.

Formaður sækir ráðstefnuna Lux Europa í Edinborg ásamt þrem öðrum íslenskum þátttekendum, svo og norræna þingið NB-93 í Danmörk.

Page 7: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

1994Formaður sækir Nordlys-fund í Gautaborg.

Gengist er fyrir fjársöfnun vegna ljóstæknistofu í Háskóla Íslands. Egill Skúli Ingibergsson lætur af störfum sem formaður, svo og Bergur Jónsson og Valgerður Skúladóttir, stjórnarmenn. Gísli Jónsson, prófessor, verður formaður og nýir stjórnarmenn Ólafur S. Björnsson og Stefán S. Skúlason.

Skúli Norðdahl flytur á aðalfundi erindið Poul Henn-ingsen og ljósið í tilefni 100 ára afmælis Henningsens.

Formaður minnist 40 ára afmælis LFÍ og flytur úrdrátt úr sögu félagsins. Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri og fyrrverandi formaður LFÍ, er kjörinn heiðursfélagi.

Félagar eru alls 210 ( 44 + 166). Þeim hefur nú fjölgað nokkuð.

1995 Skrifstofa félagsins er flutt í Háskóla Íslands þar sem formaður hefur skrifstofu. Útgáfustarfsemi liggur niðri á árinu. Formaður situr Nordlys-fund í Stokkhólmi.

Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt, er kjörinn heiðurs félagi.

Veittar eru viðurkenningar fyrir lýsingarkerfi fjögurra bygginga.

Útgáfu Fréttabréfsins er hætt en gerður samningur við Hönnunarhúsið í Hafnarfirði um útgáfu tímaritsins LJÓS. Aðeins tvö tölublöð þess hafa komið út áður (1989 og 1990).

Kennslu í ljóstækni við Háskóla Íslands er hætt.

1996Farin er kynnisferð í mars til Philips Lighting í Eindhoven, þar sem m.a. eru skoðaðar verksmiðjur og svonefnt „Light Studio“. Þátttakendur eru 14 auk maka, alls 25 manns.

Formaður sækir samstarfsfund Nordlys í Stokkhólmi, svo og norræna ljóstæknimótið NB-96, einnig í Stokkhólmi. Hann sækir auk þess stjórnarfund LUX Europa í Arnhem í Hollandi.

Skrifstofuhald er áfram á skrifstofu formanns í Háskóla Íslands.

1997Á fundum er rætt um Kennslu í ljóstækni: núverandi ástand og framtíðarhorfur. Framsögu hafa kennarar við Háskólann, Tækniskólann og Iðnskólann. Einnig er á fundi í boði Reykjafells rætt um Rafeindastraumfestur, auk þess sem fyrirtækið Zumtobel er kynnt. Þá ræðir Guðjón L. Sigurðsson, iðnfræðingur, um Lýsingu Reykjanesbrautar. Loks er efni fundar Umræður um ljósmengun með þá Þorstein Sæmundsson, stjörnu-fræðing, Hilmar Jónsson, tæknifræðing og Skúla H. Norðdahl, arkitekt, sem frummælendur.

Rætt er um að næsta þing LUX Europa verði haldið á Íslandi 2001.

Tímaritið LJÓS kemur út að nýju, efnismikið eftir langt hlé. Ritstjóri þess er Guðni Gíslason, innanhússarkitekt. Meðal efnis er „Mengun myrkranna“, Um straumfestur, Um Ljóstæknistofu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands, „Hvað varð um stjörnurnar?“ og Fyrirkomulag rafmagnsöryggismála.

Formaður sækir LUX-Europa ráðstefnuna í Amsterdam, ásamt Agli Skúla Ingi bergs -syni og Guðjóni L. Sigurðssyni. Formaður situr fund í Nordlys-nefndinni í Kaupmanna-höfn.

Félagið kemur sér upp einfaldri heimasíðu sem Guðni Gíslason hefur unnið.

1998Ákveðið er að endurútgefa ritið Líf í réttu ljósi, um lýsingu fyrir aldraða og sjónskerta. Upplag er sérstaklega afhent Sjónstöð Íslands að gjöf.

Á fundi er rætt um Liti og ljós. Ræðumenn eru Óðinn Þórarinsson, rafmagnsverk-fræðingur, Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, auk formanns LFÍ.

Nordlys-fundur er haldinn í Reykjavík.

Á fyrri fræðslufundi ársins flytur Robert Klarén hjá AB Fagerhult í Svíþjóð erindið Hönnun lýsingar með aðstoð tölvu. Sá síðari er haldinn í boði Epal þar sem fulltrúar frá Louis Poulsen fræða gesti um vöruþróun og fleira.

Hannes Helgason er kjörinn í stjórn í stað Stefáns S. Skúlasonar.

Farin er kynnisferð í september til Þýskalands og Austurríkis. Skoðaðar eru verksmiðjur og kynning fer fram hjá Osram og Zumtobel.

Jón Otti Sigurðsson, tæknifræðingur, flytur erindi á aðalfundi um Lýsingu í Hafnarborg og Lýsingu í myndlistarhúsum.

1999Þórður Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur, er kjörinn formaður á aðalfundi, en Gísli Jónsson, prófessor og formaður félagsins er þá nýlátinn. Úr stjórn ganga Skúli Norðdahl og Ólafur G. Guðmundsson. Nýir stjórnarmenn eru Ferdinand

Alfreðsson, arkitekt, Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku og Jens Þórisson, augnlæknir.

Samið er við Guðna Gíslason um vinnu fyrir félagið sem Gísli Jónsson hafði sinnt áður. Ný og endurbætt heima-síða er tekin í notkun í nóvember.

Á aðalfundi kynnir Egill Skúli Ingi-bergsson Nýjungar í rannsóknum á lýsingu.

2000Tímaritið LJÓS kemur út eftir nokkurt hlé. Meðal efnis er: Lampaframleiðsla Ársæls í 50 ár, Breytt viðhorf til lýsingar eftir Egil Skúla Ingibergsson, Reglugerð kostar eftir Guðjón L. Sigurðsson, Ljósa- og rafmagnsstýring eftir Svan björn Einarsson, tæknifræðing, Dags birtuglýja, þýdd grein eftir Ali A. Nassal, Hvaða dýr sjá liti rétt eftir Jurgen Pind.

Norræna ljóstækniþingið NB-2000 er haldið í september í Finnlandi. Fimm félagsmenn LFÍ sækja þingið.

2001LUX Europa 2001 er haldið í Reykjavík í júní. Fullyrða má að sjaldan eða aldrei hafi Ljóstæknifélagið ráðist í jafnviðamið verkefni. Egill Skúli Ingibergsson og Ólafur Grétar Guðmundsson annast skipulagningu og njóta aðstoðar Guðna Gíslasonar við framkvæmdina. Ráðstefnuna sækja um 200 manns frá 29 löndum.

Félagaskrá, útgáfumál og heimasíða eru í höndum Guðna Gíslasonar.

Ólafur Grétar Guðmundsson tekur við af Agli Skúla sem tengiliður við LUX Europa.

Fjórir félagsmenn sækja Nordlys-fund í Árósum, fyrstu norrænu námstefnuna sem norrænu ljóstæknifélögin standa fyrir.

Óformlegar viðræður fara fram við Háskóla Íslands um framtíð ljóstæknistofu en engin svör fást.

Arne Thorsted frá Philips Lys í Danmörku er fenginn til að koma og halda fyrirlestur um Lýsingarhönnunarforritið FABA-Light.

Á aðalfundi flytur Hjalti Lúðvíksson erindi um Hönnun garðyrkjulýsingar.

Aðalsteinn Guðjohnsen

Gísli Jónsson formaður sæmir Hannes Kr. Davíðssyni nafnbótinni heiðursfélagi LFÍ

Ferðir félagsins voru annálaðar fróðleiks­ og ekki síður skemmtiferðir sem voru með í að efla félagsandann

Stjórnarmenn LFÍ f.v.: Ferdinand Alfreðsson, Þórður Guðmundsson, Ólafur S. Björnsson og Hannes Helgason

Erindi á LUX Europa voru mjög fjölbreytt

Bergur Jónsson og Jóhann Axelsson

Egill Skúli formaður LUX Europa

Fyrirlesarar fönguðu athygli áheyrenda

Page 8: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

2005Ný útgáfa af Götu- og veglýsingu kom út í byrjun árs.

Fræðslufundur var haldinn í Þjóð minja safninu í febrúar og lýsingin þar kynnt og skoðuð.

Námskeið um neyðarlýsingu var haldið mars og var þátttaka góð.

Tímaritið Ljós kom út í mars með miklu af vönduðu og góðu efni, m.a. Lýsing í Þjóðminjasafni, Ljóstæknibraut við Iðnskólann í Reykjavík, Ljósdíóður, Norrænu ljóstækniverðlaunin, Lýsing íþróttavalla, Hönnun lýsingar í Norica hótel og m.fl.

Á aðalfundi í apríl í húsakynnum VST flutti Sigurður Jónsson erindi um lýsingu í nýjum KB-banka og Jón Otti Sigurðsson sagði frá lýsingu hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Góður hópur félagsmanna hélt í víking til Ítalíu og heimsótti höfuðstöðvar Iguzzini í samstarfi við GH ljós. Var ferðin einkar vel hepnnuð og lærdómsrík og ekki voru móttökurnar af verri end-anum.

Í október kom út stærsta rit sem félagið hefur gefið út, Ljós og rými – gæðaviðmið fyrir lýsingu innanhús sem jafnframt innihélt birtutöflu. Var það gefið út í samstarfi við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Vinnueftirlit ríkisins.

Ljóstæknifélagið, Tímaritið Ljós og Orkuveita Reykjavíkur stóð fyrir veglegri hönnunarkeppni um ljósker. Gríðarlegur áhugi var á keppninni og bárust yfir 100 tillögur. Sýning á innsendum tillögum var opnuð í Gallerí 100° í húsnæði OR.

2003Hannað er nýtt merki félagsins. Höfundur er Ferdinand Alfreðsson, arkitekt. (Fyrra merkið var hannað við stofnun LFÍ af listakonunni Barböru Árnason).

Á aðalfundi útskýrir Haukur Magnússon, hönnuður hjá Rafhönnun, lýsinguna í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Fjölsóttur fyrirlestur, Power of Light, er haldinn í samvinnu við Arkitektafélagið. Fyrirlesarar eru frá Bretlandi og Bandaríkjunum.

Unnið er að því að koma á vandaðri kennslu í lýsingarkennslu við Iðnskólann.

Mikil vinna er lögð í að semja Reglur um vega- og gatnalýsingu. Samráð er haft við Staðlaráð Íslands en nýir Evrópustaðlar á þessu sviði munu taka gildi 2004..

Haldin er vel sótt Námstefna um lýsingu á vegum og götum. Formaður sækir fundi Nordlys í Osló og Stokkhólmi.

Tvö tölublöð af ritinu LJÓS koma út. Í þeim er m.a. að finna þetta efni: Götulýsing og ljósmengun, Lýsing og hönnun, Nordlys ráðstefnur, Framfarir í innanhússlýsingu - nýr Evrópustaðall, Rafmengun, Smáralind, Lýsing í máli og myndum, Götuljós dimmuð í einu þrepi, grein eftir Anders Liljefors: Kenningin… sem virk stjórnun, Lýsing í höfuðstöðvum OR, Ljósmengun í sveitinni, SIVRA - lýsingarkerfi fyrir breytilega lýsingu með sjálfvirkri stýringu (P. Ceregioli) og Ljósdióðu-skjáir.

Megnið af gögnum Ljóstæknifélagsins glatast þegar ljóstæknistofan er tekin undir aðra starfsemi innan Háskólans. Þrátt fyrir ítarlega leit finnast aðeins nokkrir mælar í eigu félagsins.

2002Nordlys-fundir eru ekki sóttir. Rætt er um að hætta því fundahaldi og endurskoða samstarfið.

Daði Ágústsson, tæknifræðingur, er kjörinn formaður. Nýir stjórnarmenn eru Hilmar Jónsson, varaformaður, Jón Ísaksson Guðmann, ritari, og Svanbjörn Einarsson, meðstjórnandi.

Lýsing í Bláa lóninu er tilnefnd til norrænu ljóstækniverðlaunanna. Lærdalsgöngin í Noregi verða hlutskörpust. Guðni Gíslason, innanhússarkitekt er fulltrúi félagsins í dómnefndinni.

2004Jens Þórisson, augnlæknir, flytur erindið Sjónin á félagsfundi.

Formlegt samkomulag er gert við Guðna Gíslason um ýmsa vinnu fyrir félagið, félagatal, innheimtu, umsjón með heimasíðu og fleira.

Ritið Neyðarlýsing er gefið út í samstarfi við Brunamálastofnun og fjölsótt námskeið um efnið er haldið. Ritið Götu- og veglýsing, - Reglur um lýsingu gatna og vega, kemur út í maí. Vinna við þetta rit hefur aðallega verið í höndum þriggja manna vinnuhóps sem í eiga sæti Aðalsteinn Guðjohnsen, Egill Skúli Ingibergsson og Hilmar Jónsson.

LFÍ gefur út rit- i ð Góð lýsing á heim -ilum, þýðingu á nýju dönsku riti um það efni.

Á

árinu eru félagar alls 140 (35 + 105). Í stjórn sitja: Daði Ágústsson, formaður, Hilmar Jónsson,

varaformaður, Ferdinand Alfreðsson, gjaldkeri, Jón Ísaksson Guðmann, ritari, Eiríkur Bogason, ritstjórnarfulltrúi, og Hannes Helgason og Jens Þórisson meðstjórnendur.

Að beiðni formanns LFÍ tekur Aðalsteinn Guðjohnsen saman úrdrátt úr sögu félagsins. Yfirlestur og ábendingar Ólafs S. Björnssonar og Guðna Gíslasonar nýtast vel.

Ljóstæknifélag Íslands fagnar 50 ára afmæli með veglegu boði á Hótel Víking í Hafnarfirði. Var þátttaka mjög góð enda öllum fyrrverandi stjórnarmönnum boðið. Þar var fyrst notaður nýr borðfáni félagsins.

Á ráðstefnu í tilefni af aldarafmæli raf væðingar á Íslandi flytur Aðal steinn Guðjohnsen erindið Leyndard ómar ljóssins og víkur þar einnig að Ljósmenningu í 50 ár. LFÍ var sam starfsaðili Orkuveitunnar að hátækni sýningarhúsi í Smáralind þar sem það nýjasta í lýsingu var kynnt.

Formaður sótt fund norrænu ljóstæknifélaganna og í september. Tekið var upp formlegt samtarf við breska ljóstæknifélagið í samvinnu norrænu ljóstæknifélaganna. LuxEuropa ráðstefnan var haldin í Berlín og sótti formaður ásamt varaformanni ráðstefnuna en sá síðarnefndi fór á vegum OR. Fjölmargir fróðlegir fyrirlestrar voru haldnir þar.

2006Verðlaun voru veitt í Hönnunarsamkeppni um ljósker 2005 við hátíðlega athöfn 14. janúar í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur þar sem sýning stendur yfir á innsendum tillögum. Í dómnefnd sátu: Guðni Gíslason, innanhússarkitekt frá Tímaritinu Ljósi, Ferdinand Alfreðsson, arkitekt og Eyjólfur Pálsson, innanhússarkitekt og forstjóri Epal frá Ljóstæknifélagi Íslands, Tinna Gunnarsdóttir, iðnhönnuður og Finnbogi Pétursson frá Orkuveitu Reykjavíkur. Auk þess var Ásgrímur Jónasson, rafmagnsiðnfræðingur í nefndinni í forföllum Eyjólfs Pálssonar.

Massimo Santanicchia, arkitekt átti vinningstillöguna og fékk 500 þús. kr. til áframhaldandi þróunar á ljóskerinu. Alls voru þrenn verðlaun veitt og 6 aðilar fengu viðurkenningar.

Þrír fræðslufundir voru haldnir í febrúar, Christoph Perktold frá Zumtobel Staff í boði Reykjafells fjallaði um dagsbirtustýringar og rekstrarsparnað. Henrik Clausen frá Fagerhult Light Academy í boði Smith og Norland flutti erindið „See the World in a New Light“ og Kim Asmussen og Anders B. Jensen frá Louis Poulsen Lighting í boði Epal fluttu erindi um gæði í utanhússlýsingu.

Ný heimasíða var tekin í notkun á nýju léni, www.ljosfelag.is Ýmsar nýjar upplýsingar voru settar inn á síðuna sem ekki höfðu verið aðgengilegar áður. Guðni Gíslason sá um hönnun hennar og innihald sem fyrr.

Stórnin var öll endurkjörin á aðalfundi og hafði félögum fjölgað um 19% á starfsárinu. Voru félagar orðnir 166, 1 heiðursfélagai, 35 fyrirtæki og stofnanir og 129 einstaklingar. Að fundi loknum kynnti David Lodge frá Cu Phosco í Bretlandi staðla sem notaðir eru í hönnun á vega- og gangnalýsingu.

Egill Skúli Ingibergsson var gerður að heiðursfélaga Ljóstæknifélagsins 17. maí og var honum afhent skjal því til staðfestingar á hádegisverði sem stjórn félagsins hafði boðað til. Var honum þakkað mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið.

Nordlys ráðstefnan var haldin í Reykjavík 14.-16. júní og var þátttaka vonum framar. Var ráðstefnan sett með móttöku í Þjóðminjasafninu en fyrirlestrar voru á Grand hótel. Kvöldverður var í Bláa lóninu þar sem heilsulindin var skoðuð en hún var framlag Íslands til Norrænu ljóstækniverðlaunanna. Verðlaunin voru svo veitt í ráðstefnulok og það var einmitt Heilsulind Bláa lónsins sem hlaut verðlaunin. Lýsingarhönnun annaðist Guðjón L. Sigurðsson hjá Rafteikningu í samstarfi við VA Arkitekta sem hönnuðu húsið. Í dómnefndinni sat einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna en Guðni Gíslason innanhússarkitekt var fulltrúi Íslands.

Nýtt rit um skólalýsingu kom út í september í samstarfi við Menntamálaráðuneytið. Mjög gott samstarf hafði náðst þýsku samtökin Fördergemenshaft Gutes Licht og veittu þau félaginu öll gögn endurgjaldslaust.

Frumkvæði var tekið að því að í haust yrði tekið upp nám í lýsingarhönnun í Iðnskólanum í Reykjavík. Daði Ágústsson var fulltrúi LFÍ í undirbúningshópi sem skólastjóri IR skipaði.

Að frumkvæði félagsins stofnaði borgarstjóranum í Reykjavík samráðshóp með það að markmiði að gera tillögur um valda staði í borginni þar sem rétt sé að koma upp sérstakri lýsingu til að fegra umhverfið. Þeir Daði Ágústsson og Aðalsteinn Guðjónsson voru fulltrúar félagsins í hópnum. Nefndin lét gera tölvugerðar myndir af völdum stöðum og gerði tillögur að lýsingu um 20 mannvirkja í Reykjavíkurborg. Þegar leið að kosningum datt botninn úr starfi nefndarinnar. Ekki tókst að vekja áhuga yfirvalda í Hafnarfirði og Garðabæ þrátt fyrir tilraun þess efnis.

Lj s 2005-1.qxd 27.2.2005 18:25 Page 1

ISBN 9979-9640-5-7

Góð lýsing í skólum

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ

ISBN 9979-9640-4-9

Ljós og rýmiGæðaviðmið fyrir lýsingu innanhúss

BIRTUTAFLA

NeyðarlýsingLeiðbeiningar um neyðarlýsingu og neyðarljós

ISBN 9979-9640-0-6

Götu- ogveglýsingReglur um lýsingu gatna og vega

ISBN 9979-9640-3-0

á heimilinuGóð lýsing

Stjórnarmenn 2003­2004. Efri röð: Hilmar Jónsson, Jens Þórisson, Svanbjörn Einarsson, Eiríkur Bogason. Neðri röð: Ferdinand Alfreðsson, Daði Ágústsson formaður og Jón Ísaksson Guðmann.

Egill Skúli Ingibergsson heiðursfélagi Ljóstæknifélags Íslands og Daði Ágústsson formður

Page 9: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

2007Fréttir koma af því að Ástralir hyggist banna notkun glóperunnar!.

Á aðalfundi í mars tekur Jón Stefán Einarsson arkitekt við gjaldkerastöðunni af Ferdinand Alfreðssyni sem ekki gaf kost á sér. Að fundi loknum var haldin ráðstefna um ljóstvista. Vel var mætt á fyrirlestra sem haldnir voru í fyrirlestrasal OR. Fyrirlesarar voru Daði Ágústsson, Snorri Hreggviðsson frá Volta, Lars Thomas frá Thorn/Johan Rönning og Jón Kjartansson frá Fálkanum. Lítil sýning á ljóstvistum og notkun þeirra hafði verið sett upp í anddyrinu. Sýnendur voru Johan Rönning, Epal, Volti, Fálkinn, GH-ljós, Dengsi og S. Guðjónsson.

„Hvernig gerum við opið rými að farsælum vinnustað“ var heiti á sameiginlegum morgunverðarfundi Vinnuvistfræðifélags Íslands og Ljóstæknifélags Íslands sem haldinn var í mars í fyrirlestrasal Orkuveitu Reykjavíkur.

Fyrirtækin Arkís, Batteríið og Luxor bætast í hóp fyrirtækja í LFÍ.

Félagið stóð í samstarfi við Epal fyrir ferð til Kaupmannahafnar í heimsókn til Louis Poulsen. 36 manns tóku þátt í þéttskipaðri vandaðri dagskrá. Mjög góður rómur

var gerður að ferðinni. Veitingahúsin voru að sjálfsögðu heimsótt og glatt var yfir ferðafélögunum.

Jafnmargir félagar þáðu boð Lúmex að Kolstöðum þar sem vel var tekið á móti fólki með mat og drykk og kvöldið var kryddað með vangaveltum um ljós og menningu.

Vorið 2007 luku 8 nemendur námi í lýsingarfræði en allir höfðu þeir reynslu á þessu sviði. Haustið 2007 innrituðust 30 nemendur í lýsingarfræði. Nám í ljóstækni skiptist í lýsingarfræði og lýsingarhönnun.

Ný útgáfa af Götu- og veglýsingu kom út og nýtt vandað rit um ljósastýringar sem gefið var út í samstarfi við Fördergemenshaft Gutes Licht í Þýskalandi.

Tímaritið Ljós kom út í apríl í ritstjórn Guðna Gíslasonar. Þar mátti lesa um starf félagsins, útboð á ljósaperum, um hússtjórnarkerfi, kennslu í lýsingarhönnun, friðarsúlu Yoko Ono í Viðey, glólampann, ljóstvista í gatnalýsingu og fl.

Fyrstu 9 lýsingarhönnuðirnir útskrifuðust við fyrstu útskrift í lýsingarhönnun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Þá útskrifuðust fyrstu ellefu nemendurnir í lýsingarfræði.

Daði Ágústsson formaður flutti erindi um ljóstvista og raforkusparnað á heimilum á málþingi Norðurorku í desember.

Nordlys ráðstefnan var haldin í Helsinki í október. Bar hún nafnið Nordic Lighting + Design conference. Var mjög til hennar vandað og margt áhugaverðra fyrirlestra þar sem áhersla var lögð á hönnunarþáttinn og upplifun okkar á ljósi og lýsingu. Félagið stóð fyrir ferð á ráðstefnuna og fóru 12 manns. Minnisstæðast í ferðinni var hrun íslensku krónunnar og lentu margir í að greiða hótelreikninginn með nær verðlausri íslenskri krónu. Framlag Íslands var erindið Lighting landscape sem Sigurður Einarsson arkitekt á Batteríinu flutti og tengdist byggingu á nýju tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík.

Norrænu ljóstækniverðlaunin voru afhent á Nordlys ráðstefnunni í Finnlandi í október. Danska Skuespillehuset sigraði en listaverkið Tempo í Husnes í Noregi fékk sérstaka viðurkenningu. Fulltrúi Íslands í dómnefndinni var Guðni Gíslason innanhússarkitekt. Engin tillaga barst frá Íslandi.

2009Fjórða útgáfa af ritinu Götu- og veglýsing kom út í janúar.

Nýtt rit um vinnustaðalýsingu kom út í maí. Ritið tekur á helstu þáttum í lýsingu vinnustaða, hvað beri að hafa til viðmiðunar og í ritinu er íslenskur staðall um lýsingu vinnustaða utanhúss sem nú hefur verið íslenskaður.

Guðjón L. Sigurðsson flutti erindi á fræðslufundi félagsins í febrúar og nefndist fyrirlesturinn „Breytileg dagsbirta sem innblástur fyrir skapandi lýsingarhönnun“.

Á aðalfundi félagsins í mars var Elías Jónsson kjörinn í stjórn félagsins í stað Hilmars Jónssonar sem ekki gaf kost á sér. Það bar til tíðinda að tillaga kom upp á fundinum um framboð í stjórn. Var framboðinu beint gegn Eiríki Bogasyni sem hvatti þá fundarmenn til að kjósa Kristján Kristjánsson. Var þá samþykkt breyting á tillögu kjörnefnar og tillagan svo samþykkt einróma. Umræður voru á fundinum um endurskoðun á flokkun félagsgjalda í kjölfar sameininga orkufyrirtækja og verkfræðistofa. Að tillögu Guðna Gíslasonar var ákveðið að endurskoða lög félagsins og var laganefnd skipuð af stjórn á næsta stjórnarfundi með Ólaf S. Björnsson sem formann. Alls sóttu 48 félagar fundinn. Þegar aðalfundarstörfum lauk var áhugaverður fyrirlestur í boði Fálkans og Aldabra um kosti ljóstvista og val á þeim. Einnig var nýr stjórnbúnaður kynntur og notkun á DMX hugbúnaði sýnd. Fyrirlesari var Geert Buch. Glæsilegar veitingar voru í fundarlok í boði Landsnets.

Félagið tók á leigu 18 m² skrifstofuhúsnæði að Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði en langt var

síðan félagið hafði haft eigin aðstöðu. Metnaðarfullar hugmyndir voru uppi um að setja upp hátæknilýsingu í herbergið til að sýna ýmsa möguleika en þær hugmyndir fjöruðu út. Daði Ágústsson formaður samdi við Mannvit um að láta í té fundarborð, 6 stóla og hillueiningu sem vel var þakkað. Öllum gögnum félagsins var komið þar fyrir en þau höfðu verið á ýmsum stöðum.

Á fræðslufundi í júlí var fyrirlesari Kevin Shaw, lýsingarhönnuður og meðlimur í International Association of Lighting Degsigners og Professional Lighting Design Association, sem eru alþjóðleg fagsamtök lýsingarhönnuða. Honum var boðið til landsins til að taka þátt í opnum fundi um framtíð glóperunnar og bann Evrópusambandsins um notkun hennar. Fundað var ásamt Kevin með samgöngu- og iðnaðarráðuneyti en þar var lítill áhugi sýndur.

Í október var Ljóstæknifélaginu sérstaklega boðið á málþing Verkíss um ljósgæði og lífsgæði þar sem alþjóðlegir fyrirlesarar miðluðu niðurstöðum úr nýjum rannsóknum og þeim möguleikum sem við höfum á því að bæta umhverfi okkar og vellíðan með birtu.

Ritið Neyðarlýsing er uppselt en vinna hefur verið í gangi um endurbætta útgáfu þess.

Ásta Logadóttir var eini þátttakandi félagsins á LuxEuropa ráðstefnunni í Istanbúl í september.

Formaður sótti stjórnarfund norrænu félaganna í Kaupmannahöfn. Aðrir fundir voru ekki sóttir vegna kostnaðar en stjórnarfundir hafa ekki verið haldnir á Íslandi nema í tengslum við Nordlys ráðstefnu.

Orkuveita Reykjavíkur og Ljóstæknifélagið sameinast um samkeppnina „Ljóstvistar“. Auglýst var eftir tillögum í vöruþróunarverkefni en markmiðið var að auka áhuga og styðja hönnuði til að þróa lampa úr ljóstvistum til innlendrar framleiðslu. Heildarverðlaunaféð var ein milljón kr. Öllum er heimil þátttaka. Yfir 250 manns sóttu keppnisgögn en tillögur bárust frá 35 manns.

Samtökin Guerilla Lighting Ísland voru stofnuð hér á landi á haustmánuðum. Þau eru hluti af alþjóðasamtökum sem stofnuð hafði verið 5 árum áður. Félagsmenn sem tóku þátt í Nordic light ráðstefnunni í Helsinki 2008 höfðu kynnst samtökunum og sumir tóku þátt í „ljósárásum“ þar. Tilgangurinn er að vekja athygli á lélegri eða ónógri lýsingu. Ljóstæknifélagið fagnaði framtakinu og studdi kaup á handluktum með 50 þús. kr. framlagi.

Fyrsta verkefnið var „ljósárásir“ í Laugardalnum þar sem yfir 200 manns mættu.

2010Sýning var haldin í janúar í húsnæði OR á innsendum tillögum í samkeppninni „Ljóstvistar“ Í dómnefnd voru Jón Stefán Einarsson arkitekt LFÍ formaður, Halla Kristjánsdóttir grafískur hönnuður, trúnaðar- og um sjónarmaður samkeppninnar, Kristján Kristjánsson lýsingarhönnuður LFÍ, Kolbeinn Bjarnason OR, Halldór S. Steinsen lýsingarhönnuður og Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir vöruhönnuður. Daði Ágústsson var verkefnisstjóri samkeppninar. Kristján Sigurðsson hlaut fyrstu verðlaun, Sturla Jónsson og Þorgeir Jónsson urðu í öðru sæti og Einar Þór Halldórsson í því þriðja.

Vinna hófst við útgáfu á vandaðri bók um nærræna lýsingarhönnun.

Á aðalfundi í mars var Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuður kjörinn formaður í stað Daða Ágústssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 8 ár á formanns-stóli. Hannes Siggason og Kristján Sigurbergsson koma inn nýir í stjórn.

Í framhaldi af aðalfundinum stóð félagið fyrir Ljósadeginum 2010 í húsnæði Há skóla Íslands. Dan Fayen frá iGuzzini í Noregi, listakonan Rúrí, Birgir Teitsson og Guðjón L. Sigurðsson héldu fyrirlestra. Á göngum vorur sýningarbásar frá fyrirtækjum. Ljósadagarnir voru vel sóttir og vel heppnaðir.

Í október bauð Jóhann Ólafsson & Co upp á fyrirlestra um notkun og framtíð ljóstvista.

Fræðslunefnd var sett á laggirnar á haustdögum en í henni sitja Hannes Siggason, varaformaður LFÍ, Stefán Sveinsson frá Rafiðnaðarskólanum, Skarphéðinn Smith frá S. Guðjónsson og Haukur Magnússon frá Mannviti. Verksvið nefndarinnar er að stuðla að almennri og hlutlausri fræðslu um allt sem kemur að lýsingu og sjónstarfi.

Á vordögum útskrifuðust 3 í lýsingarhönnun og 7 í lýsingarfræði frá Tækniskólanum. LFÍ veitti viðurkenningar fyrir bestan árangur .

14 hefja nám í ljóstækni hjá Tækniskólanum á haustdögum og er kennsla nú til samræmis við kennsluáætlun og viðmið PLDA (Professional Lighting Design Association).

Tvö verk voru tilefnd til norrænu lýsingarverðlaunanna en hvorugt þeirra hlaut

ISBN 978-9979-9640-8-7

Gæðalýsingmeð rafeindastýringu

2008Allir stjórnarmenn voru endurkjörnir á aðalfundi félagsins í apríl í húsnæði OR en 38 félagar sóttu fundinn. Að loknum hádegisverði var fyrirlestur í boði Reykjafells og Zumtobel. Fyrirlesari var Joachim Grab frá Zumtobel og nefndist fyrirlesturinn Humanenergy Balance þar er fjallað um lýsingarhönnun sem kemur á jafnvægi milli orku, umhverfis og einstaklinga. Stjórnarfundir voru flestir haldnir í húsakynnum OR:

Þrír stjórnarmenn sóttu ljósasýninguna Light+building í Frankfurt í apríl ásamt fjölda Íslendinga Ljóstvistar voru áberandi og stýribúnaður fyrir þá. Komu menn heim uppfullir af hugmyndum og fróðleik.

Lj s 2008-1:Lj s 31.3.2008 15:31 Page 1

TILLAGA MERKT de121

Kristján SigurðssonUMSÖGN DÓMNEFNDAR

Lampinn er úr ógegnsæju plaströri t.d. með sandblásinni eða hvítmattri áferð. Rörið er í 90° boga og mögulegt að hafa í ýmsum stærðum. Inni í rörinu, í sitt hvorn enda, er komið fyrir ljósi úr hvítri ljósdíóðu (LED) sem dreifir ljósinu jafnt. Aðrir litir eru mögulegir. Vegna þess að rörið er matt og ljósið dreifist jafnt frá ljósgjafanum ætti lýsingin frá rörinu að vera mjúk og þægileg.

Ljósin þurfa staðlaða jafnspennu sem taka litla orku og staðlaðir litlir spennar eru kjörnir. Auk þess er hugsanlegt að nota rafhlöður sem orkugjafa.

Raffæðing til lampa er í gegnum höfuðlampa og er gert ráð fyrir einum höfuðlampa fyrir hverja uppstillingu og einum eða fleiri tengi-lömpum. Lamparnir eru tengdir saman með hringlaga seglum og er straumfæðing milli lampaeininga i gegnum hringlaga leiðara, ytri (+) og innri (-).

Hægt er raða einingum að vild og búa til ýmis form vegna þess straumfæðing milli eininga er í gegnum hringlaga leiðara.

Þar sem gert er ráð fyrir einfaldri framleiðslu-aðferð er ekki gert ráð fyrir að skipta út ljósdíóðum þegar þær gefa sig heldur er bara skipt um einingu.

Þessi lampi hefur allt til að bera sem prýða skal vinningslampa. Hann er ætlaður almenningi, er frumlegur og fallega hannaður. Hann tekur sérstakt tillit til ljósgjafa og nýtir eiginleika ljóstvista í hönnun sinni. Lampinn gefur möguleika á fjöl-breytni í stærð og lögun og á þannig viss samskipti við eiganda.

Mjög góðar líkur eru á að markaður finnist fyrir þennan lampa.

Tillagan er framsett á skýran og faglegan hátt.

1.

Fundað í húsnæði LFÍ í Hafnarfirði

Á aðalfundum er jafnan boðið upp á áhugaverða fyrirlestra og eru þeir jafnan vel sóttir.

Heiðursfélagarnir Aðalsteinn og Egill Skúli

Page 10: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

brautargengi, Vatnasafnið í Stykkishólmi og starfsmannhús í Gufuneskirkjugarði en lýsinghönnun annaðis Lumex. Varehuset K:Fem í Vallingby í Svíþjóð sem Ljusarkitektur hannaði var hlutskaprast. Fulltrúi Íslands í dómnefndinni var Guðni Gíslason innanhússarkitekt.

Níu félagsmenn sóttu norrænu ljóstækniráðstefnuna NORDLED 2010 sem haldin var í Kaupmannahöfn. Guðjón L. Sigurðsson var þar á meðal aðalfyrirlesara.

Eftir ráðstefnuna var haldið fyrsta Norðurlandamót ljóstæknifólks í badminton. Finnar sigruðu en Davíð Hafsteinsson frá Rafeyri og Guðni Gíslason, fulltrúar Íslands urðu í 4. sæti.

Ljóstæknifélagið stofnaði síðu á Facebook í október.

Í lok ársins flutti félagið skrifstofuaðstöðu sína sem það hafði haft á leigu að Bæjar-hrauni 2 í Hafnarfirði, í húsnæði Rafiðnaðarskólans í Reykjavík. Samstarfssamningi um rekstur skrifstofu var einnig sagt upp en Guðni Gíslason / Hönnunarhúsið ehf. hafði séð um bókhald, félagatal, heimasíðu, sölu á ritum og fl. fyrir félagið um langt skeið, allt frá vordögum árið 2000.

2011Ljóstæknifélagið undirritaði í upphafi ráðstefnunnar „Framtíð ljóssins“ 4. mars, samstarfssamning við Rafiðnaðarskólann um samnýtingu á skrifstofu- og fundaraðstöðu með Rafiðnaðarskólanum auk þess sem félagið fékk til afnota sérstakt ljósprófunarherbergi. Með þessu sparar félagið leigugreiðslur og greiðslu fyrir skrifstofuþjónustu. Var hið nýja ljósprófunarherbergi tekið í notkun í tengslum við ráðstefnuna. „Framtíð ljóssins“ var haldin í samstarfi Ljóstæknifélagsins, Rafiðnaðarskólans og Samtaka rafverktaka. Söluaðilar Osram og Philips auk fyrirtækjanna S.Guðjónsson og Rafkaup settu upp glæsilega sýningu. Ráðstefnan og sýningin var vel sótt af fagfólki og almenningi og þótti heppnast mjög vel í alla staði.

Á aðalfundi félagsins fluttu Haukur Magnússon og Sigurður Ívar Sigurjónsson frá Mannviti erindi um lýsingarhönnun í Hörpunni. Jens Þórisson augnlæknir, Jón Stefán Einarsson arkitekt og Kristján Gunnar Kristjánsson lýsingarhönnuður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Í þeirra stað voru kosin þau Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur, Halldór S. Steinsen lýsingarhönnuður og Soffía Valtýsdóttir arkitekt.

Halldór S. Steinsson, stjórnarmaður í LFÍ sat í dómnefnd Vox Juventa á vegum PLDA (Professional Lighting Design Association) sem veitir námsmönnum og ungum lýsingarhönnuðum tækifæri til að kynna niðurstöður úr rannsóknum sínum.

Fyrsta ljósprófunin fór fram í „Hvelfingu“ Ljóstæknifélagsins á miðju ári.

Morgunfundur var haldinn um notkun ljóstvista í götulýsingu í samstarfi við Verkís, Reykjavíkurborg, Vegagerðina og Ó. Johnsen & Kaaber. Komu fyrirlesarar frá Danmörku og Finnlandi. Um 100 manns mættu á fundinn.

Bókin Nordic Light kom út í nóvember. Bókin er samstarfsverkefni norrænu ljóstæknifélaganna og í henni má finna 25 verk þar sem fjallað er um norræna lýsingarhönnun. Ísland á fimm verk í bókinni.

Ljóstæknifélagið efndi til skoðunarferðar í Hörpu í nóvember og var hún vel sótt.

Í desember gafst félagsmönnum kostur á að leikmynd þáttanna Dans, dans, dans þar sem Alfreð Sturla Böðvarsson leikmynda- og ljósahönnuður hjá Luxor sýndi á bak við tjöldin.

Rafiðnaðarskólinn sá um rekstur skrifstofu, sölu rita og dreifingu gagna en að öðru leyti sáu stjórnarmenn sjálfir um störf fyrir félagið. Aukinn kraftur hefur verið settur í skrif á heimasíðuna og sér Halldór Steinsson um hana. Vikulegur rafpóstur er sendur til félagsmanna og færslur inn á Facebook sömuleiðis.

2012Morgunfundur var haldinn í samstarfi við Smith & Norland og fjallaði hann um ljós og heilsu. Fyrirlesarar voru Kristín Ósk Þórðardóttir frá Verkís, Þórdís Rós Harðardóttir frá Drekaflugu, Jón Grétar Stefánsson geðlæknir og Henrik Clausen frá Fagerhult. Hægt er að skoða fyrirlestrana á YouTube ef leitað er undir „fræðsludagar“ eða Ljóstæknifélag.

Á aðalfundi í mars var Daði Ágústsson, fv. formaður félagsins gerður að heiðursfélaga.

Svanborg Hilmarsdóttir rafvirki kemur ný í stjórn í stað Hannesar Siggasonar. Að loknum aðalfundi hélt Snævarr Guðmundsson landfræðingur fyrirlestur um ljósmengun og úttekt sem hann gerði á ljóshjúpnum yfir höfuðborgarsvæðinu. Að því erindi loknu var kvikmyndin The City Dark frumsýnd á Íslandi. Kvikmyndin er sýn höfundar á stjörnurnar og ljósmengun og hvaða áhrif hún hefur.

Á fræðslufundi í apríl kom hinn kunni lýsingarhönnuður Kevan Shaw til landsins á vegum Halldór S. Steinsen og hélt erindi um ljóstvista. Fundurinn var vel sóttur.

8 manna hópur útskrifaðist úr 2ja ára námi í lýsingarfræðum frá Tækniskólanum í maí.

Glóperubannið var mikið til umræðu en 1. september var bannað að selja hefð-bundnar glærar glóperur.

Ljóstæknifélag Íslands er nú formlega samstarfsaðili PLDC (Professional lighting design convention).

Ljóstæknifélagið kom að gerð nýrrar byggingarreglugerðar þar sem fjallað er um ljósmengun. Nefnd um gæði í myrkrinu hefur leitað eftir samvinnu við félagið. Fundað var um mótun reglna um neyðarlýsingu í byggingum.

Enn er unnið að því að gera lýsingarhönnun að viðurkenndu fagi og eru alþjóðasamtökin IALD og PLDA þar fremst í flokki. Tækniskólinn fór af stað með nám í lýsingarfræði eftir þriggja ára hlé. Nemendur eru þó fáir.

Fræðslunefnd félagsins í samstarfi við Fræðsluskrifstofu Rafiðnaðarins skipaði starfshóp um gerð nýrrar kennslubókar í lýsingartækni fyrir rafvirkja. Fljótt kom í ljós að ekki yrði lögð vinna í gerð nýrrar kennslubókar heldur var mikill vilji til að byggja upp gagnvirkan kennsluvef á netinu.

Formaður sótti stjórnarfundi í Nordlys í Frankfurt í apríl og í Osló í nóvember.

Bílakjallari Hörpu var tilnefndur til Norrænu ljóstækniverðlaunanna og hlaut heiðursviðurkenningu þegar þau voru afhent í nóvember. Lýsingarhönnun við leikskólann Matildelund í Örebro í Svíþjóð sigraði. Álaborg sjávarsíða hlaut einnig heiðursviðurkenningu. Verðlaunin voru veitt á Norrænu lýsingarráðstefnunni í Osló. Rósa D. Þorsteinsdóttir lýsingarhönnuður hélt erindi og fjallaði um myrkurgæði og Guðjón L. Sigurðsson fjallaði um lýsingarhönnun í bílakjallara Hörpu og á almenningstorgi.

2013Vetrarhátíð var haldin í Reykjavík í febrúar. Því hefur verið velt upp að breyta nafni hennar í Ljósahátíð og hefur borgin falast eftir samstarfi við Ljóstæknifélagið um framkvæmd hennar.

Á aðalfundi í maí var Halldór Steinn Steinsen, lýsingarhönnuður kjörinn nýr formaður en Guðjón L. Sigurðsson gaf ekki kost á sér. Ný í stjórn koma Rósa Dögg Þorsteinsdóttir innanhússarkitekt og Kristján Kristjánsson.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum voru 3 erindi flutt. Davíð Eysteinsson frá Eflu fræddi félagsmenn um sjúkrahúslýsingu. Dario Nunes hjá Lumex fjallaði um verkefni sitt í lýsingarhönnun við Háskólann í Wismar. Loks leiddi Guðmundur Pétur Yngvason félagsmenn í allan sannleik um nýja vöru frá Philips sem er kölluð Philips Hue.

Tveggja daga námskeið um áhrif rafgeislunar á starfsmenn og gerð áhættumats var haldið í október af Vinnueftirliti í samstarfi við Ljóstæknifélag Íslands. Víðir Kristjánsson efnafræðingur hjá Vinnueftirliti, Gísli Ingavarsson og Jens Þórisson læknar ásamt Ástu Logadóttur rafmagnsverkfræðingi sáu um fyrirlestra á námskeiðinu.

Starfshópur um myrkurgæði á Íslandi skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra greinargerð sinni þar sem settar eru fram þrettán tillögur um að varðveita myrkur-gæði og sporna við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Málþing var haldið í fundarsal Þjóðminjasafnsins í október sem vakti nokkra athygli.

Ný glæsileg vefsíða var tekin í gagnið á haustdögum eftir nokkurn undirbúning. Átak er gert í að vekja athygli á félaginu á Facebook og í lok árs fékk einn heppinn áhangandi síðunnar Doo Wop lampa frá Epal.

Almenn skrifstofustörf eru enn í höndum Rafiðnaðarskólans en formaður tekur einnig að sér ýmis brýn störf fyrir félagið.

Ljóstæknifélagið stóð fyrir námskeiði í Dialux Evo í desember. Þeir sem þekkja til vita að námskeið í Dialux eru fremur óaðgengileg og mjög kostnaðarsöm. Þetta var því gott tækifæri fyrir félagsmenn LFÍ að fá námskeið í þessu forrit á viðráðanlegu verði. Haft var samband beint við Dialux fyrirtækið í Þýskalandi og leiðbeinandi frá þeim, Ms. Cornelia Wuttke, kom til landsins og lóðsaði þátttakendur í gegnum kennsluefnið.

2014Ljóstæknifélagið á nú fulltrúa í stjórn Vetrarhátíðar sem haldin var í Reykjavík í febrúar. Félagið stóð fyrir málþingi í Tjarnarbíói, í samvinnu við SART, um lýsingarskipulag í þéttbýli. Fenginn var lýsingarhönnuður Malmö-borgar Johan Moritz sem hélt erindi og voru þeir allir teknir upp. Þá skipulagði LFÍ með LFÍ félögunum Einari Sveini Magnússyni og Rósu Dögg Þorsteinsdóttur „ljósárásir“ með Guerilla Lighting á Íslandi ásamt nemendum í lýsingarfræðum við Tækniskólann og sjálfboðaliðum úr efra Breiðholti. Þessi atburður fékk talsverða fjölmiðlaumfjöllun enda skemmtilegt verkefni fyrir hlutað eig-andi. Ljóstæknifélagið stóð fyrir „Ljós-regnhlífununum“ sem skutu upp kollinum hér og þar í miðbæ Reykja-víkur á Vetrarhátíð. LFÍ félaginn og stjórnarmeðlimur Kristján Kristjánsson átti heiðurinn af lýsingarinnsetningu við listasafn Einars Jónssonar sem var notuð sem opnunaratriði Vetrarhátíðar. Formaður LFÍ Halldór S. Steinsen stóð fyrir lýsingarinnsetningu í Sundhöll Reykjavíkur í lok Vetrarhátíðar á Sundlauganótt.

Aðalfundur félagsins var haldinn í apríl. Tveir stjórnarmenn hverfa úr stjórn, þeir Jón Ísaksson Guðmann og Kristján D. Sigurbergsson. Ársæll Jóhannsson og Einar Sveinn Magnússon koma nýir inn í stjórn. Ákveðið er að hækka félagsgjöldin líttillega en þau höfðu verið óbreytt í nokkurn tíma.

Félagsskírteini eru gefin út í fyrsta sinn. Nokkur fyrirtæki veita félagsmönnum afslátt af vörum sínum.

Stjórn tilnefndi tvö verk til Norrænu lýsingarverðlaunanna 2014 eftir að hafa kallað eftir tillögum. Þetta eru starfsstöð Arionbanka á 2. hæð í Borgartúni 26. Arkitekt er Steinar Sigurðsson og lýsingarhönnun var í höndum Guðjóns L. Sigurðssonar hjá Verkís.

Hitt verkið eru göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. Arkitektar eru Teiknistofan

Tröð og Landslag en ráðgjöf í lýsingu var í höndum Snøhetta og verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar.

Það var hinsvegar íþróttahús við GI Hellerup skólann í Danmörku sem hlaut verð-launin og Holmenkollen í Noregi og Götaplatsen í Svíðþjóð fengu heiðursviður-kenningu.

Að beiðni formanns Halldórs S. Steinsen tekur Guðni Gíslason saman stiklur úr sögu félagsins frá 2004 og vinnur sögusýningu byggða á stiklunum ásamt stiklum sem Aðalsteinn Guðjohnsen tók saman fyrir 50 ára afmæli félagsins. Nýtur hann aðstoðar Daða Ágústssonar auk þess sem Halldór S. Steinsen og Guðjón L. Sigurðsson lesa yfir.

Ljóstæknifélags Íslands fagnar 60 ára afmæli sínu með afmælisfagnaði 23. október, strax eftir afmælisdaginn með veglegu málþingi og sögusýningu í höfuðstöðvum Orku Náttúrunnar að Bæjarhálsi 1.

Jón Ísaksson Guðmann, Guðjón L. Sigurðsson, Hannes Siggason og Kristján D. Sigurbergsson á stjórnarfundi.

Daði Ágústsson f.v. formaður var gerður að heiðursfélaga fyrir áratuga starf.

Sundhöllin í Reykjavík á Vetrarhátíð

Nemar úr HR í heimsókn

Halldór Steinn Steinsen

Page 11: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

brautargengi, Vatnasafnið í Stykkishólmi og starfsmannhús í Gufuneskirkjugarði en lýsinghönnun annaðis Lumex. Varehuset K:Fem í Vallingby í Svíþjóð sem Ljusarkitektur hannaði var hlutskaprast. Fulltrúi Íslands í dómnefndinni var Guðni Gíslason innanhússarkitekt.

Níu félagsmenn sóttu norrænu ljóstækniráðstefnuna NORDLED 2010 sem haldin var í Kaupmannahöfn. Guðjón L. Sigurðsson var þar á meðal aðalfyrirlesara.

Eftir ráðstefnuna var haldið fyrsta Norðurlandamót ljóstæknifólks í badminton. Finnar sigruðu en Davíð Hafsteinsson frá Rafeyri og Guðni Gíslason, fulltrúar Íslands urðu í 4. sæti.

Ljóstæknifélagið stofnaði síðu á Facebook í október.

Í lok ársins flutti félagið skrifstofuaðstöðu sína sem það hafði haft á leigu að Bæjar-hrauni 2 í Hafnarfirði, í húsnæði Rafiðnaðarskólans í Reykjavík. Samstarfssamningi um rekstur skrifstofu var einnig sagt upp en Guðni Gíslason / Hönnunarhúsið ehf. hafði séð um bókhald, félagatal, heimasíðu, sölu á ritum og fl. fyrir félagið um langt skeið, allt frá vordögum árið 2000.

2011Ljóstæknifélagið undirritaði í upphafi ráðstefnunnar „Framtíð ljóssins“ 4. mars, samstarfssamning við Rafiðnaðarskólann um samnýtingu á skrifstofu- og fundaraðstöðu með Rafiðnaðarskólanum auk þess sem félagið fékk til afnota sérstakt ljósprófunarherbergi. Með þessu sparar félagið leigugreiðslur og greiðslu fyrir skrifstofuþjónustu. Var hið nýja ljósprófunarherbergi tekið í notkun í tengslum við ráðstefnuna. „Framtíð ljóssins“ var haldin í samstarfi Ljóstæknifélagsins, Rafiðnaðarskólans og Samtaka rafverktaka. Söluaðilar Osram og Philips auk fyrirtækjanna S.Guðjónsson og Rafkaup settu upp glæsilega sýningu. Ráðstefnan og sýningin var vel sótt af fagfólki og almenningi og þótti heppnast mjög vel í alla staði.

Á aðalfundi félagsins fluttu Haukur Magnússon og Sigurður Ívar Sigurjónsson frá Mannviti erindi um lýsingarhönnun í Hörpunni. Jens Þórisson augnlæknir, Jón Stefán Einarsson arkitekt og Kristján Gunnar Kristjánsson lýsingarhönnuður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Í þeirra stað voru kosin þau Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur, Halldór S. Steinsen lýsingarhönnuður og Soffía Valtýsdóttir arkitekt.

Halldór S. Steinsson, stjórnarmaður í LFÍ sat í dómnefnd Vox Juventa á vegum PLDA (Professional Lighting Design Association) sem veitir námsmönnum og ungum lýsingarhönnuðum tækifæri til að kynna niðurstöður úr rannsóknum sínum.

Fyrsta ljósprófunin fór fram í „Hvelfingu“ Ljóstæknifélagsins á miðju ári.

Morgunfundur var haldinn um notkun ljóstvista í götulýsingu í samstarfi við Verkís, Reykjavíkurborg, Vegagerðina og Ó. Johnsen & Kaaber. Komu fyrirlesarar frá Danmörku og Finnlandi. Um 100 manns mættu á fundinn.

Bókin Nordic Light kom út í nóvember. Bókin er samstarfsverkefni norrænu ljóstæknifélaganna og í henni má finna 25 verk þar sem fjallað er um norræna lýsingarhönnun. Ísland á fimm verk í bókinni.

Ljóstæknifélagið efndi til skoðunarferðar í Hörpu í nóvember og var hún vel sótt.

Í desember gafst félagsmönnum kostur á að leikmynd þáttanna Dans, dans, dans þar sem Alfreð Sturla Böðvarsson leikmynda- og ljósahönnuður hjá Luxor sýndi á bak við tjöldin.

Rafiðnaðarskólinn sá um rekstur skrifstofu, sölu rita og dreifingu gagna en að öðru leyti sáu stjórnarmenn sjálfir um störf fyrir félagið. Aukinn kraftur hefur verið settur í skrif á heimasíðuna og sér Halldór Steinsson um hana. Vikulegur rafpóstur er sendur til félagsmanna og færslur inn á Facebook sömuleiðis.

2012Morgunfundur var haldinn í samstarfi við Smith & Norland og fjallaði hann um ljós og heilsu. Fyrirlesarar voru Kristín Ósk Þórðardóttir frá Verkís, Þórdís Rós Harðardóttir frá Drekaflugu, Jón Grétar Stefánsson geðlæknir og Henrik Clausen frá Fagerhult. Hægt er að skoða fyrirlestrana á YouTube ef leitað er undir „fræðsludagar“ eða Ljóstæknifélag.

Á aðalfundi í mars var Daði Ágústsson, fv. formaður félagsins gerður að heiðursfélaga.

Svanborg Hilmarsdóttir rafvirki kemur ný í stjórn í stað Hannesar Siggasonar. Að loknum aðalfundi hélt Snævarr Guðmundsson landfræðingur fyrirlestur um ljósmengun og úttekt sem hann gerði á ljóshjúpnum yfir höfuðborgarsvæðinu. Að því erindi loknu var kvikmyndin The City Dark frumsýnd á Íslandi. Kvikmyndin er sýn höfundar á stjörnurnar og ljósmengun og hvaða áhrif hún hefur.

Á fræðslufundi í apríl kom hinn kunni lýsingarhönnuður Kevan Shaw til landsins á vegum Halldór S. Steinsen og hélt erindi um ljóstvista. Fundurinn var vel sóttur.

8 manna hópur útskrifaðist úr 2ja ára námi í lýsingarfræðum frá Tækniskólanum í maí.

Glóperubannið var mikið til umræðu en 1. september var bannað að selja hefð-bundnar glærar glóperur.

Ljóstæknifélag Íslands er nú formlega samstarfsaðili PLDC (Professional lighting design convention).

Ljóstæknifélagið kom að gerð nýrrar byggingarreglugerðar þar sem fjallað er um ljósmengun. Nefnd um gæði í myrkrinu hefur leitað eftir samvinnu við félagið. Fundað var um mótun reglna um neyðarlýsingu í byggingum.

Enn er unnið að því að gera lýsingarhönnun að viðurkenndu fagi og eru alþjóðasamtökin IALD og PLDA þar fremst í flokki. Tækniskólinn fór af stað með nám í lýsingarfræði eftir þriggja ára hlé. Nemendur eru þó fáir.

Fræðslunefnd félagsins í samstarfi við Fræðsluskrifstofu Rafiðnaðarins skipaði starfshóp um gerð nýrrar kennslubókar í lýsingartækni fyrir rafvirkja. Fljótt kom í ljós að ekki yrði lögð vinna í gerð nýrrar kennslubókar heldur var mikill vilji til að byggja upp gagnvirkan kennsluvef á netinu.

Formaður sótti stjórnarfundi í Nordlys í Frankfurt í apríl og í Osló í nóvember.

Bílakjallari Hörpu var tilnefndur til Norrænu ljóstækniverðlaunanna og hlaut heiðursviðurkenningu þegar þau voru afhent í nóvember. Lýsingarhönnun við leikskólann Matildelund í Örebro í Svíþjóð sigraði. Álaborg sjávarsíða hlaut einnig heiðursviðurkenningu. Verðlaunin voru veitt á Norrænu lýsingarráðstefnunni í Osló. Rósa D. Þorsteinsdóttir lýsingarhönnuður hélt erindi og fjallaði um myrkurgæði og Guðjón L. Sigurðsson fjallaði um lýsingarhönnun í bílakjallara Hörpu og á almenningstorgi.

2013Vetrarhátíð var haldin í Reykjavík í febrúar. Því hefur verið velt upp að breyta nafni hennar í Ljósahátíð og hefur borgin falast eftir samstarfi við Ljóstæknifélagið um framkvæmd hennar.

Á aðalfundi í maí var Halldór Steinn Steinsen, lýsingarhönnuður kjörinn nýr formaður en Guðjón L. Sigurðsson gaf ekki kost á sér. Ný í stjórn koma Rósa Dögg Þorsteinsdóttir innanhússarkitekt og Kristján Kristjánsson.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum voru 3 erindi flutt. Davíð Eysteinsson frá Eflu fræddi félagsmenn um sjúkrahúslýsingu. Dario Nunes hjá Lumex fjallaði um verkefni sitt í lýsingarhönnun við Háskólann í Wismar. Loks leiddi Guðmundur Pétur Yngvason félagsmenn í allan sannleik um nýja vöru frá Philips sem er kölluð Philips Hue.

Tveggja daga námskeið um áhrif rafgeislunar á starfsmenn og gerð áhættumats var haldið í október af Vinnueftirliti í samstarfi við Ljóstæknifélag Íslands. Víðir Kristjánsson efnafræðingur hjá Vinnueftirliti, Gísli Ingavarsson og Jens Þórisson læknar ásamt Ástu Logadóttur rafmagnsverkfræðingi sáu um fyrirlestra á námskeiðinu.

Starfshópur um myrkurgæði á Íslandi skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra greinargerð sinni þar sem settar eru fram þrettán tillögur um að varðveita myrkur-gæði og sporna við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Málþing var haldið í fundarsal Þjóðminjasafnsins í október sem vakti nokkra athygli.

Ný glæsileg vefsíða var tekin í gagnið á haustdögum eftir nokkurn undirbúning. Átak er gert í að vekja athygli á félaginu á Facebook og í lok árs fékk einn heppinn áhangandi síðunnar Doo Wop lampa frá Epal.

Almenn skrifstofustörf eru enn í höndum Rafiðnaðarskólans en formaður tekur einnig að sér ýmis brýn störf fyrir félagið.

Ljóstæknifélagið stóð fyrir námskeiði í Dialux Evo í desember. Þeir sem þekkja til vita að námskeið í Dialux eru fremur óaðgengileg og mjög kostnaðarsöm. Þetta var því gott tækifæri fyrir félagsmenn LFÍ að fá námskeið í þessu forrit á viðráðanlegu verði. Haft var samband beint við Dialux fyrirtækið í Þýskalandi og leiðbeinandi frá þeim, Ms. Cornelia Wuttke, kom til landsins og lóðsaði þátttakendur í gegnum kennsluefnið.

2014Ljóstæknifélagið á nú fulltrúa í stjórn Vetrarhátíðar sem haldin var í Reykjavík í febrúar. Félagið stóð fyrir málþingi í Tjarnarbíói, í samvinnu við SART, um lýsingarskipulag í þéttbýli. Fenginn var lýsingarhönnuður Malmö-borgar Johan Moritz sem hélt erindi og voru þeir allir teknir upp. Þá skipulagði LFÍ með LFÍ félögunum Einari Sveini Magnússyni og Rósu Dögg Þorsteinsdóttur „ljósárásir“ með Guerilla Lighting á Íslandi ásamt nemendum í lýsingarfræðum við Tækniskólann og sjálfboðaliðum úr efra Breiðholti. Þessi atburður fékk talsverða fjölmiðlaumfjöllun enda skemmtilegt verkefni fyrir hlutað eig-andi. Ljóstæknifélagið stóð fyrir „Ljós-regnhlífununum“ sem skutu upp kollinum hér og þar í miðbæ Reykja-víkur á Vetrarhátíð. LFÍ félaginn og stjórnarmeðlimur Kristján Kristjánsson átti heiðurinn af lýsingarinnsetningu við listasafn Einars Jónssonar sem var notuð sem opnunaratriði Vetrarhátíðar. Formaður LFÍ Halldór S. Steinsen stóð fyrir lýsingarinnsetningu í Sundhöll Reykjavíkur í lok Vetrarhátíðar á Sundlauganótt.

Aðalfundur félagsins var haldinn í apríl. Tveir stjórnarmenn hverfa úr stjórn, þeir Jón Ísaksson Guðmann og Kristján D. Sigurbergsson. Ársæll Jóhannsson og Einar Sveinn Magnússon koma nýir inn í stjórn. Ákveðið er að hækka félagsgjöldin líttillega en þau höfðu verið óbreytt í nokkurn tíma.

Félagsskírteini eru gefin út í fyrsta sinn. Nokkur fyrirtæki veita félagsmönnum afslátt af vörum sínum.

Stjórn tilnefndi tvö verk til Norrænu lýsingarverðlaunanna 2014 eftir að hafa kallað eftir tillögum. Þetta eru starfsstöð Arionbanka á 2. hæð í Borgartúni 26. Arkitekt er Steinar Sigurðsson og lýsingarhönnun var í höndum Guðjóns L. Sigurðssonar hjá Verkís.

Hitt verkið eru göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. Arkitektar eru Teiknistofan

Tröð og Landslag en ráðgjöf í lýsingu var í höndum Snøhetta og verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar.

Það var hinsvegar íþróttahús við GI Hellerup skólann í Danmörku sem hlaut verð-launin og Holmenkollen í Noregi og Götaplatsen í Svíðþjóð fengu heiðursviður-kenningu.

Að beiðni formanns Halldórs S. Steinsen tekur Guðni Gíslason saman stiklur úr sögu félagsins frá 2004 og vinnur sögusýningu byggða á stiklunum ásamt stiklum sem Aðalsteinn Guðjohnsen tók saman fyrir 50 ára afmæli félagsins. Nýtur hann aðstoðar Daða Ágústssonar auk þess sem Halldór S. Steinsen og Guðjón L. Sigurðsson lesa yfir.

Ljóstæknifélags Íslands fagnar 60 ára afmæli sínu með afmælisfagnaði 23. október, strax eftir afmælisdaginn með veglegu málþingi og sögusýningu í höfuðstöðvum Orku Náttúrunnar að Bæjarhálsi 1.

Jón Ísaksson Guðmann, Guðjón L. Sigurðsson, Hannes Siggason og Kristján D. Sigurbergsson á stjórnarfundi.

Daði Ágústsson f.v. formaður var gerður að heiðursfélaga fyrir áratuga starf.

Sundhöllin í Reykjavík á Vetrarhátíð

Nemar úr HR í heimsókn

Halldór Steinn Steinsen

19542014

Eftirtaldir hafa átt sæti í stjórn LFÍAðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri

Ársæll Jóhannsson, byggingatæknifræðingur

Bergur Jónsson, rafmagnseftirlitsstjóri

Daði Ágústsson, tæknifræðingur

Edda Björnsdóttir, augnlæknir

Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur

Einar Sveinn Magnússon, lýsingarhönnuður

Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri

Elís Jónsson,

Ferdinand Alfreðsson, arkitekt

Gísli Jónsson, prófessor,

Guðjón Guðmundsson, verksmiðjustjóri

Guðjón L. Sveinsson, lýsingarhönnuður

Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur

Guðmundur Viggósson, augnlæknir

Halldór S. Steinsen, lýsingarhönnuður

Hannes Helgason,

Hannes Siggason, rafmagnstæknifræðingur

Hilmar Jónsson, tæknifræðingur

Jakob Björnsson, orkumálastjóri

Jens Þórisson, augnlæknir

Jón Ísaksson Guðmann, tæknifræðingur

Jón Otti Sigurðsson, tæknifræðingur

Jón Stefán Einarsson, arkitekt

Karl Eiríksson, forstjóri

Kristinn Guðjónsson, forstjóri

Kristinn Jóhannesson, markaðsstjóri

Kristján D. Sigurbergsson, rafvirkjameistari

Kristján Gunnar Kristjánsson, lýsingarhönnuður

Ólafur G. Guðmundsson, augnlæknir

Ólafur M. Kjartansson, rafmagnsverkfræðingur

Ólafur S. Björnsson, notendaráðgjafi

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, innanhússarkitekt

Sigurður M. Magnússon, eðlisfræðingur

Skúli H. Norðdahl, arkitekt

Soffía Valtýsdóttir, arkitekt

Stefán S. Skúlason, sölustjóri

Svanbjörn Einarsson, rafmagnstæknifræðingur

Svanborg Hilmarsdóttir, rafvirki

Valgerður H. Skúladóttir, verkfræðingur

Víðir Kristjánsson, deildarstjóri

Þórður Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur

Örlygur Jónasson, rafveitustjóri

Formenn LFÍ frá upphafi

Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri 1963-1990

Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri 1954-1963

Egill Skúli Ingibergsson, framkvæmdastjóri 1990-1994

Þórður Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur 1999-2002

Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuður 2010-2013

Gísli Jónsson, prófessor 1994-1999

Daði Ágústsson, tæknifræðingur 2002-2010

Halldór Steinn Steinsen, lýsingarhönnuður 2013-

Framkvæmdastjórar frá upphafiSkömmu eftir stofnun Ljóstæknifélags Íslands var ráðinn framkvæmdastjóri í hlutastarf og hafa framkvæmdastjóraskipti orðið mun tíðari en formannaskipti. Oft hefur verið erfitt að fá menn í starfið og þá aðallega vegna lítillar greiðslugetu félagsins. Formenn hafa því stundum orðið að taka starfið að sér eins og fram kemur á eftirfarandi lista yfir þá sem gegnt hafa starfi framkvæmdastjóra:

Aðalsteinn Guðjohnsen 1956-1965

Magnús Oddsson 1965-1966

Aðalsteinn Guðjohnsen 1966-1967

Kolbeinn Pétursson 1967-1968

Daði Ágústsson 1968-1976

Örlygur Þórðarson 1976-1981

Eyjólfur Jóhannsson 1981-1986

Aðalsteinn Guðjohnsen 1986-1990

Egill Skúli Ingibergsson 1990-1994

Gísli Jónsson 1994-1999

Guðni Gíslason* 1999-2010

* bar ekki titilinn framkvæmdastjóri

Heiðursfélagar LFÍSteingrímur Jónsson 1963

Jakob Gíslason 1979

Kristinn Guðlaugsson 1987

Aðalsteinn Guðjohnsen 1994

Hannes Kr. Davíðsson 1995

Egill Skúli Ingibergsson 2006

Daði Ágústsson 2012

Guðni Gíslason 2014

Hön

nuna

rhús

ið e

hf. 2

014

Page 12: Stiklur úr sögu Ljóstæknifélags Íslands

19542014

Eftirtaldir hafa átt sæti í stjórn LFÍAðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri

Ársæll Jóhannsson, byggingatæknifræðingur

Bergur Jónsson, rafmagnseftirlitsstjóri

Daði Ágústsson, tæknifræðingur

Edda Björnsdóttir, augnlæknir

Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur

Einar Sveinn Magnússon, lýsingarhönnuður

Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri

Elís Jónsson,

Ferdinand Alfreðsson, arkitekt

Gísli Jónsson, prófessor, formaður

Guðjón Guðmundsson, verksmiðjustjóri

Guðjón L. Sveinsson, lýsingarhönnuður

Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur

Guðmundur Viggósson, augnlæknir

Halldór S. Steinsen, lýsingarhönnuður

Hannes Helgason,

Hannes Siggason, rafmagnstæknifræðingur

Hilmar Jónsson, tæknifræðingur

Jakob Björnsson, orkumálastjóri

Jens Þórisson, augnlæknir

Jón Ísaksson Guðmann, tæknifræðingur

Jón Otti Sigurðsson, tæknifræðingur

Jón Stefán Einarsson, arkitekt

Karl Eiríksson, forstjóri

Kristinn Guðjónsson, forstjóri

Kristinn Jóhannesson, markaðsstjóri

Kristján D. Sigurbergsson, rafvirkjameistari

Kristján Gunnar Kristjánsson, lýsingarhönnuður

Ólafur G. Guðmundsson, augnlæknir

Ólafur M. Kjartansson, rafmagnsverkfræðingur

Ólafur S. Björnsson, notendaráðgjafi

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, innanhússarkitekt

Sigurður M. Magnússon, eðlisfræðingur

Skúli H. Norðdahl, arkitekt

Soffía Valtýsdóttir, arkitekt

Stefán S. Skúlason, sölustjóri

Svanbjörn Einarsson, rafmagnstæknifræðingur

Svanborg Hilmarsdóttir, rafvirki

Valgerður H. Skúladóttir, verkfræðingur

Víðir Kristjánsson, deildarstjóri

Þórður Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur

Örlygur Jónasson, rafveitustjóri

Svanborg Hilmarsdóttir, rafvirki

Valgerður H. Skúladóttir, verkfræðingur

Víðir Kristjánsson, deildarstjóri

Þórður Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur

Örlygur Jónasson, rafveitustjóri

Formenn LFÍ frá upphafi

Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri 1963-1990

Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri 1954-1963

Egill Skúli Ingibergsson, framkvæmdastjóri 1990-1994

Þórður Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur 1999-2002

Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuður 2010-2013

Gísli Jónsson, prófessor 1994-1999

Daði Ágústsson, tæknifræðingur 2002-2010

Halldór Steinn Steinsen, lýsingarhönnuður 2013-

Framkvæmastjórar frá upphafiSkömmu eftir stofnun Ljóstæknifélags Íslands var ráðinn framkvæmdastjóri í hlutastarf og hafa framkvæmdastjóraskipti orðið mun tíðari en formannaskipti. Oft hefur verið erfitt að fá menn í starfið og þá aðallega vegna litillar greiðslugetu félagsins. Formenn hafa því stundum orðið að taka starfið að sér eins og fram kemur á eftirfarandi lista yfir þá sem gegnt hafa starfi framkvæmdastjóra:

Aðalsteinn Guðjohnsen 1956-1965

Magnús Oddsson 1965-1966

Aðalsteinn Guðjohnsen 1966-1967

Kolbeinn Pétursson 1967-1968

Daði Ágústsson 1968-1976

Örlygur Þórðarson 1976-1981

Eyjólfur Jóhannsson 1981-1986

Aðalsteinn Guðjohnsen 1986-1990

Egill Skúli Ingibergsson 1990-1994

Gísli Jónsson 1994-1999

Guðni Gíslason* 1999-2010

* bar ekki titilinn framkvæmdastjóri

Heiðursfélagar LFÍSteingrímur Jónsson 1963

Jakob Gíslason 1979

Kristinn Guðlaugsson 1987

Aðalsteinn Guðjohnsen 1994

Hannes Kr. Davíðsson 1995

Egill Skúli Ingibergsson 2006

Daði Ágústsson 2012

Hön

nuna

rhús

ið e

hf. 2

014

Hönnun og uppsetning: Hönnunarhúsið ehf. – Guðni Gíslason

Myndefni af timarit.is, úr blöðum félagsins og frá félagsmönnum

Stiklur hafa tekið saman: Aðalsteinn Guðjohnsen og Guðni Gíslason

Byggðar á gögnum úr safni Ljóstæknifélagsins og samantekt Gísla Jónssonar á 40 ára afmæli félagsins

Yfirlestur og góð ráð:Ólafur S. Björnsson, Daði Ágústsson, Guðjón L. Sigurðsson og Halldór Steinn Steinsson

Prófarkalestur:Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir

Október 2014