Top Banner
Limruflutningur, eldingar og starfsþróun Sýning um íslenskt atvinnulíf í Ingunnarskóla Eftir farsælt haust, þar sem Sýning um íslenskt atvinnulíf var sett upp í skólum víðs vegar um Vestur- land, hefur sýningin nú hafið ferð sína um höfuðborgarsvæðið. Vikuna 19-23 janúar var sýningin sett upp í Ingunnarskóla og viðburður skipulagður með góðum gestum úr sýnendahópnum. Gestir þriðjudagsins 20. janúar voru þeir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls samtaka álfram- leiðenda, Björn Berg Gunnarsson, þróunarstjóri fræðslumála hjá Íslandsbanka, og Rúnar Freyr Rúnarsson, rafvirki og rafveituvirki hjá Landsneti. Í áheyrendahópnum voru um 150 nemendur í 8-10 bekk skólans ásamt starfsfólki. Pétur Blöndal hóf leik og sagði áheyrendum frá þeim störfum sem hann hefði sinnt í gegnum tíðina en hann hefur m.a. starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, unnið hjá banka og auglýsingastofu og gefið út limrubók. Nýtti hann tækifærið og fór með tvær limrur sem vöktu lukku viðstaddra. Að svo búnu kynnti Pétur íslenska áliðnaðinn og hlutverki Samáls. Forstjórar íslensku álveranna þriggja sitja í nefnd Samáls og gegna samtökin því hlutverki að huga að ýmsum fram- faramálum í iðnaðinum. Alls starfa um 2000 starfsmenn á álverssvæðunum og eru starfsheitin afar fjölbreytt allt frá verkfræðingum til sálfræðinga og allt þar á milli. Útflutningur áls frá Íslandi nemur um 40% og er hið sama og í sjávarútvegi. Er afhendingaröryggi hvað mest hérlendis og notuð endurný- janleg orka við framleiðsluna auk þess sem ál er vel fallið til endurvinnslu. Þá var nýverið gerður samningur um þróunar- setur og álklasa tengdum iðnaðinum og því margt í farvatninu. Næst steig á stokk Björn Berg en hann hefur unnið hjá Íslands- banka síðastliðin átta ár á ýmsum sviðum bankans. Björn lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Tjáði hann nemendum að sem slíkur væri hægt að starfa við fjölbreytt störf og það væri afar skemmtilegt við starfið hjá bankanum að hann hefði fengið að flytjast á milli deilda og þróast í starfi. Þannig hafi hann t.a.m. lokið löggildingarnámi í verðbréfamiðlun á vegum Íslandsbanka. Björn hafði áður gengt ýmsum störfum og var m.a. stjórnarformaður Húsdýragarðsins um tíma auk þess að starfa við fiskútflutning. Hann lauk máli sínu með því að hvetja nemendur til að huga að sparnaði strax á unglingsárunum enda gott að kunna að fara með peninga. Loks hélt Rúnar Freyr erindi sitt en starf hans felur í sér mikla vettvangsvinnu og ferðalög um landið í öllum veðrum til að tryggja að ekki verði rafmagnslaust á landinu.Hjá Landsneti starfa um 120 manns og eru af þeim 56% með háskólapróf og um 32% með iðnmenntun. Rúnar Freyr tjáði nemendum að við vinnuna þyrfti að gæta fyllsta öryggis enda þurfi starfsmenn t.d. oft að vinna í mikilli hæð uppi í rafmagnsmöstrum og þá sé líka betra að vera ekki lofthræddur. Þá sagði Rúnar Freyr eldingar orðnar algengari hérlendis sem geti eyðilagt búnað og voru nemendur áhugasamir að vita hvernig viðgerðir færu fram og hvort að þyrfti t.a.m. að skipta um fleiri en einn streng þegar einn bilar. Útskýrði Rúnar Freyr að hann sæi strengina svolítið fyrir sér eins og þvottasnúru sem þyrfti að byggja upp á nýtt en oftast væri bilun þannig að aðeins hluti strengsins virkaði ekki. Þó væri ætíð mikilvægt að hafa sem snörust handtök við lagfæringar. Háskólinn á Bifröst þakkar gestum dagsins kærlega fyrir komuna og starfsfólki og nemendum Ingunnarskóla fyrir samvinnuna. Gestir dagins þeir Pétur Blöndal, Rúnar Freyr Rúnarsson og Björn Berg Gunnarsson. Nemendur Ingunnarskóla hlýða á erindi dagsins
1

Sýning um íslenskt atvinnulíf í Ingunnarskóla dagins þeir Pétur Blöndal, Rúnar Freyr Rúnarsson og Björn Berg Gunnarsson. Nemendur Ingunnarskóla hlýða á erindi dagsins

May 23, 2018

Download

Documents

dinhque
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Sýning um íslenskt atvinnulíf í Ingunnarskóla dagins þeir Pétur Blöndal, Rúnar Freyr Rúnarsson og Björn Berg Gunnarsson. Nemendur Ingunnarskóla hlýða á erindi dagsins

Limruflutningur, eldingar og starfsþróun

Sýning um íslenskt atvinnulíf í IngunnarskólaEftir farsælt haust, þar sem Sýning um íslenskt atvinnulíf var sett upp í skólum víðs vegar um Vestur-land, hefur sýningin nú hafið ferð sína um höfuðborgarsvæðið. Vikuna 19-23 janúar var sýningin sett upp í Ingunnarskóla og viðburður skipulagður með góðum gestum úr sýnendahópnum.

Gestir þriðjudagsins 20. janúar voru þeir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls samtaka álfram-leiðenda, Björn Berg Gunnarsson, þróunarstjóri fræðslumála hjá Íslandsbanka, og Rúnar Freyr Rúnarsson, rafvirki og rafveituvirki hjá Landsneti. Í áheyrendahópnum voru um 150 nemendur í 8-10 bekk skólans ásamt starfsfólki.

Pétur Blöndal hóf leik og sagði áheyrendum frá þeim störfum sem hann hefði sinnt í gegnum tíðina en hann hefur m.a. starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu, unnið hjá banka og auglýsingastofu og gefið út limrubók. Nýtti hann tækifærið og fór með tvær limrur sem vöktu lukku viðstaddra. Að svo búnu kynnti Pétur íslenska áliðnaðinn og hlutverki Samáls. Forstjórar íslensku álveranna þriggja sitja í nefnd Samáls og gegna samtökin því hlutverki að huga að ýmsum fram-faramálum í iðnaðinum. Alls starfa um 2000 starfsmenn á álverssvæðunum og eru starfsheitin afar fjölbreytt allt frá verkfræðingum til sálfræðinga og allt þar á milli. Útflutningur áls frá Íslandi nemur um 40% og er hið sama og í sjávarútvegi. Er afhendingaröryggi hvað mest hérlendis og notuð endurný-janleg orka við framleiðsluna auk þess sem ál er vel fallið til endurvinnslu. Þá var nýverið gerður samningur um þróunar-setur og álklasa tengdum iðnaðinum og því margt í farvatninu.

Næst steig á stokk Björn Berg en hann hefur unnið hjá Íslands-banka síðastliðin átta ár á ýmsum sviðum bankans. Björn lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Tjáði hann nemendum að sem slíkur væri hægt að starfa við fjölbreytt störf og það væri afar skemmtilegt við starfið hjá bankanum að hann hefði fengið að flytjast á milli deilda og þróast í starfi. Þannig hafi hann t.a.m. lokið löggildingarnámi í verðbréfamiðlun á vegum Íslandsbanka. Björn hafði áður gengt ýmsum störfum og var m.a. stjórnarformaður Húsdýragarðsins um tíma auk þess að starfa við fiskútflutning. Hann lauk máli sínu með því að hvetja nemendur til að huga að sparnaði strax á unglingsárunum enda gott að kunna að fara með peninga.

Loks hélt Rúnar Freyr erindi sitt en starf hans felur í sér mikla vettvangsvinnu og ferðalög um landið í öllum veðrum til að tryggja að ekki verði rafmagnslaust á landinu.Hjá Landsneti starfa um 120 manns og eru af þeim 56% með háskólapróf og um 32% með iðnmenntun. Rúnar Freyr tjáði nemendum að við vinnuna þyrfti að gæta fyllsta öryggis enda þurfi starfsmenn t.d. oft að vinna í mikilli hæð uppi í rafmagnsmöstrum og þá sé líka betra að vera ekki lofthræddur. Þá sagði Rúnar Freyr eldingar orðnar algengari hérlendis sem geti eyðilagt búnað og voru nemendur áhugasamir að vita hvernig viðgerðir færu fram og hvort að þyrfti t.a.m. að skipta um fleiri en einn streng þegar einn bilar. Útskýrði Rúnar Freyr að hann sæi strengina svolítið fyrir sér eins og þvottasnúru sem þyrfti að byggja upp á nýtt en oftast væri bilun þannig að aðeins hluti strengsins virkaði ekki. Þó væri ætíð mikilvægt að hafa sem snörust handtök við lagfæringar.

Háskólinn á Bifröst þakkar gestum dagsins kærlega fyrir komuna og starfsfólki og nemendum Ingunnarskóla fyrir samvinnuna.

Gestir dagins þeir Pétur Blöndal, Rúnar Freyr Rúnarsson og Björn Berg Gunnarsson.

Nemendur Ingunnarskóla hlýða á erindi dagsins