Top Banner
sigmar aron inspector scholae 2014-15
10

Sigmar - inspector scholae 2014-2015

Mar 20, 2016

Download

Documents

 
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

sigmar aroninspector scholae

2014-15

Page 2: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

2

VidburdirSkólafélagið stendur fyrir mjög stórum hluta félagslífsins í skólanum. Meðal viðburða má nefna busaball, árshátíð Skólafélagsins, jólaball, Herranótt, Orrann, Söngkeppnina, Gettu betur og margt, margt fleira. Helsta verkefni mitt, nái ég kjöri, verður að sjálfsögðu að sjá til þess að þessir viðburðir, sem og aðrir sem Skólafélagið heldur, verði sem glæsilegastir, skemmtilegastir og aðgengilegastir. Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú. Sem formaður Skólafélagsins gegnir inspector scholae þó einnig öðrum störfum en hann er málsvari nemenda út á við og gagnvart rektor og starfsmönnum skólans. Ég heiti því að standa vörð um hagsmuni nemenda MR.

Kæri MR-ingur!

Ég heiti Sigmar Aron Ómarsson og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti inspector scholae fyrir skólaárið 2014 – 2015. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég vil tryggja að MR-ingar búi áfram við öflugasta og fjölbreyttasta félagslíf allra framhaldsskóla landsins.

Undanfarið skólaár hef ég setið í stjórn Framtíðarinnar og gegnt þar stöðu ritara og varaforseta. Þetta ár hefur í senn verið ákaflega skemmtilegt og um leið mjög svo lærdómsríkt. Ég tel mig hafa öðlast mikla reynslu sem mun án efa nýtast mér vel, verði ég kosinn. Áhugi minn fyrir félagsstörfum kveiknaði reyndar löngu áður en ég byrjaði í MR en ég gegndi t.a.m. stöðu formanns Framtíðarinnar, nemendafélags Grunnskóla Borgarfjarðar. Auk þess hef ég sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir skiptinemasamtökin AFS og Landssamband æskulýðsfélaga, svo dæmi séu nefnd.

Nú spyrja sig eflaust margir hvers vegna ég bjóði mig fram til að starfa innan

Skólafélagsins en ekki Framtíðarinnar í ljósi liðins árs. Svarið við þeirri spurningu er einfalt: Ég vil halda áfram að starfa í þágu nemenda og félagslífs skólans en mig langar líka að breyta til og prufa eitthvað nýtt. Því ákvað ég að bjóða mig fram til forystu í Skólafélaginu.

Page 3: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

3

DansleikirBöllin eru stærstu og fjölsóttustu viðburðir ársins. Það er því lykilatriði að mikið sé í þau lagt. RAVE-Busaball Skólafélagsins er eitt stærsta og fjölsóttasta menntaskólaball á landinu. Ballið í ár var sérstaklega vel heppnað. Uppröðunin á salnum virkaði vel og ljósasýningin mögnuð. Verði ég kjörinn get ég lofað því að busaballið 2014 verði ekki síðra. Árshátíðin er svo krúnudjásnið í viðburðaflóru Skólafélagsins. Við undirbúning og skipulagningu hennar verður engu til sparað svo hún hverfi MR-ingum seint úr minni. Hvað skreytingar varðar tel ég rétt að nemendur ráði för. Sé ríkur vilji til að halda skreytingum óbreyttum mun ég standa fyrir því en ég er einnig opinn fyrir öðrum kostum. Jólaballið vil ég halda með hefðbundnu sniði og gefa MR-ingum þannig kost á að fagna jólapróflokum. Ég vil kanna möguleikann á að halda lokaball eftir vorprófin sem framundan eru. Ég tel að slíkt ætti að vera samstarfsverkefni Skólafélagsins og Framtíðarinnar.

Auglysinga- og kynningastarfAuglýsinga- og kynningastarf er mjög mikilvægt í öflugu nemendafélagi og vil ég leggja ríka áherslu á það. Því betur sem okkur tekst að aulgýsa og kynna viðburði, því líklegra er að fólk mæti á þá og að þeir hepnist vel. Ég held að þar sé góður fyrirvari lykilatriði. Fólk þarf tíma til að skipuleggja sig og því er nauðsynlegt að allir viti hvað sé í gangi með góðum fyrirvara. Að mínu mati hefur mæting á kvöldviðburði verið heldur dræm í vetur og því spurning hvort skoða eigi að halda þá í auknum mæli beint eftir skóla. Þannig þarf ekki að fara heim og koma aftur til að taka þátt.

Fjar- og markadsmalMikilvægt er að taka fjármál félagsins föstum tökum. Við höfum aldeilis lært af reynslunni að ýmislegt getur farið úrskeiðis í þeim efnum. Útgáfustarfsemi félagsins byggist að öllu leyti á sölu auglýsinga og því er mikilvægt að markaðsmálin séu í lagi. Ég vil endurskoða markaðsmálin frá grunni enda er ljóst að núverandi fyrirkomulag er ekki að virka mjög vel. Samræma þarf betur markaðsnefndir og hugsanlega koma upp einni sameiginlegri markaðsnefnd Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Skref í þá átt var stigið í ár með stofnun markaðsnefndar Skólafélagsins og embættis markaðsstjóra. Fyrirtæki úti í bæ hafa ekki skilning á tveggja-nemendafélaga kerfi okkar MR-inga og því tel ég mikilvægt að sameina markaðsstarf félaganna. Þá gæti verið einn markaðsstjóri sem ynni náið með gjaldkera Framtíðarinnar og quaestor scholaris. Hann hefði yfirumsjón með öllu markaðsstarfi félaganna en nægan mannskap þyrfti í nefndina sjálfa til að tryggja að álag á hvern og einn yrði ekki of mikið. Þetta er að sjálfsögðu hugmynd sem útfæra þarf nánar í samstarfi við Skólafélags- og Framtíðarstjórn.

$

Page 4: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

4

CosukjallariEins og flestir vita hefur internetið í Cösu ekki virkað mjög vel í vetur. Ef ég á að segja alveg eins og er þá skil ég ekki hvers vegna það hefur verið. Allir reikningar voru greiddir á réttum tíma og starfsmaður frá Símanum kom oft að laga þetta. Við erum sem sagt að borga fyrir þjónustu sem við fáum ekki. Þetta verður að laga. Ef Síminn sér sér ekki fært að halda úti viðunandi tengingu í Cösu vil ég að skoðað verði að versla við önnur fjarskiptafyrirtæki. Í vetur voru nokkrir sófar í Cösu endurnýjaðir en það voru strákarnir og stúlkurnar í Kakólandi sem sáu um það fyrir dósa- og flöskupening. Að auki er búið að skreyta veggina og koma nokkrum lömpum fyrir til að gera svæðið enn huggulegra. Þetta var frábært framtak og huggulegheitavæðing Cösu er verkefni sem ég vil að haldið verði áfram með næsta vetur. Einnig væri hægt að koma upp fleiri blaðarekkum til að gera útgáfunni okkar hærra undir höfði. Að lokum vil ég athuga möguleikann á að fá Fréttablaðið borið út í Cösu.

AmtmannsstigurAmtmannsstígur tók miklum breytingum í sumar og haust. Miklu var hent og rýmin gerð vinnuvænni. Amtmannsstígur er jú vinnustaður þeirra fjölmörgu einstaklinga sem koma að skipulagningu og undirbúningi félagslífsins í skólanum. Ég vil halda þessu starfi áfram. Einnig stóðu Skólafélagið og Framtíðin saman að því að kaupa „green-screen“ en það hefur reynst góð og mikið notuð fjárfesting. Mikilvægt er að auka smátt og smátt við tækjakostinn og bæta þannig aðstöðuna. Umgengni hefur þó ekki alltaf verið til fyrirmyndar en hana þarf að bæta. Það er miklu auðveldara og skemmtilegra að vinna í hreinu og skipulögðu umhverfi.

Skolafelagid og FramtidinFrá mínum bæjardyrum séð er félagslíf MR ein heild. Það eru fjölmörg tækifæri til að efla samvinnu félaganna tveggja án þess að eyðileggja þá jákvæðu samkeppni sem á sér stað. Sem dæmi má nefna blaðaútgáfuna en erfitt hefur reynst að safna auglýsingum í blöðin í ár. Þetta á í raun við alla útgáfustarfsemi. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að fyrirtæki halda að sér höndum þegar kemur að því að styrkja nemendafélög. Við þessu verðum við að bregðast. Ég tel skynsamlegt að leggja aukna áherslu á sameiginlega blaðaútgáfu félaganna. T.d. gefa bæði félög út busablað en innihald þeirra er nánast alveg það sama. Með því að gefa út sameiginlegt busablað sparast hundruð þúsunda í prentkostnað. Gott dæmi um þetta var útgáfa Lokatíðinda í desember síðastliðnum sem tókst mjög vel. Þetta er að sjálfsögðu verkefni sem vinna þarf í samstarfi við Framtíðarstjórn og ritstjórnir blaðanna. Félagslífið í MR er sameiginlegt verkefni Skólafélagsins og Framtíðarinnar.

AMT

Page 5: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

5

Hér hef ég útlistað nokkrum af áherslumálum mínum fyrir komandi skólaár. Að sjálfsögðu eru margar hugmyndir sem veltast um í kollinum en ég tel réttara að vinna þær og þróa í samvinnu við nýja stjórn, nái ég kjöri. Þar, kæri MR-ingur, kemur þú inn í myndina.

Til að ná kjöri þarf ég á þínum stuðningi að halda. Ég vona að þú kynnir þér málin vel og takir svo upplýsta ákvörðun þann 4. apríl næstkomandi!

Bestu kveðjur,

Ég kynntist Sigmari þegar við lentum saman í bekk í 4. S. Þá var hann nýsnúinn aftur úr sinni árslöngu, lífsmótandi

reisu í Perú. Mér líkaði samstundis mjög vel við Sigmar. Hann ber einhvern veginn með sér bara þessa reisn og virðuleika. Samt án alls djóks, þá er Sigmar bara prúðmenni af nátturunnar hendi. Þegar Sigmar talar þá hlustar fólk. Við urðum fljótt nánir vinir og það segir meðal annars margt um hann Sigmar, að ekki er nóg með það að eftir að hafa

aðeins þekkt hann í rétt rúmt ár, þá telji ég Sigmar vera einn af mínum bestu vinum, heldur hef ég aldrei

séð hann æsa eða missa sig allan þann tíma. Sigmar fékk afburðarkosningu í fyrra af einfaldri ástæðu. Allir vita að þeir

geta treyst Sigmari, og þegar hann tekur sér eitthvað fyrir hendur, þá gerir hann það eins vel og hann getur, og ef það er eitthvað sem skiptir hann persónulega miklu máli þá gerir hann nokk meir. Ég veit að félagslífið skiptir Sigmar afskaplega miklu máli, og þar með veit ég líka að ef Sigmar verður inspector, þá eru góðir tímar framundan fyrir Menntaskólann.

I had the chance to meet and work with Sigmar during a Youth in Action project called ChapEX whose participants were AFS volunteers. I can honestly say that it was a pleasure for me to work with him. He contributes very well to the group with the ideas he comes up with. He is also very motivated to take responsibilities and work hard on them and very good at communicating and setting up positive relationships with people which makes it possible to get the best results out of a group work. I encourage all of you to vote for Sigmar in the elections at your school since he is probably the best candidate you will find!

Selda Renda Verkfræðinemi og sjálfboðaliði

hjá AFS í Tyrklandi

Sindri Engilbertsson MR-ingur í Sviss

Page 6: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

6

Sigmar er örlátur drengur frá Hvanneyri sem eyðir frítíma sínum í þágu fólksins, þ.e. þegar hann er ekki að plana hvernig hann mun sigra félagslíf Lærða skólans og verða fyrsti maðurinn í 43 ár til þess að sitja í bæði Framtíðar- og Skólafélagsstjórn. Þessi ótrúlegi piltur brást okkur í ritstjórn aldrei og var okkur alltaf innan handar. Hann er frábær, traustverðugur og húmoristi af guðs náð. Sigmar kom alltaf fram við okkur af virðingu og hafði áhuga á öllu því við gerðum strax frá upphafi. Við leggjum allt okkar traust á Sigmar í Inspector á næsta ári. #simmiinspó #TeamSigmar

Ritstjórn Loka Laufeyjarsonar, haust 2013

Skólaárið 2013-2014 var einstaklega vel heppnað, hjá nemendafélögunum báðum. Aðeins minna hjá

skólanum sjálfum. Velgengni ársins er samblanda af mörgum þáttum en allra helst var það gríðarlega gott samstarf nemendafélaganna tveggja og ótrúlega dugnaðarfullum stjórnarmeðlimum. Þar helst í fararbroddi var hann Sigmar Aron, varaforseti Framtíðarinnar og næsti inspector scholae. Við segjum næsti útaf þeirri augljósu ástæðu að hann er langbesti valkosturinn í starfið. Það er alveg hreint yndislegt að starfa

með honum og er enginn sem setur meiri metnað og orku í vinnu fyrir okkur nemendur! Við í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar mælum hiklaust til þess að gera Sigmar að inspector næsta árs og fær hann atkvæði okkar allra!

Ritstjórn Loka Laufeyjarsonar, vor 2014

Sigmar Aron var í vinnuhópi LÆF síðasta vor. Það var gott að vinna með honum í hópi og hægt að treysta honum. Hann er hörkuduglegur og ekki hræddur að láta málin sig varða. Sigmar er flottur fulltrúi MR.

Unnsteinn JóhannssonFramkvæmdastjóri Landssambands Æskulýðsfélaga

Page 7: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

7

Ég kynntist Sigmari í fyrra og hann er ein fyndnasta manneskja sem ég hef kynnst. Sigmar hefur sýnt á þessu ári, sem varaforseti Framtíðarinnar, að hann er hæfur í hvaða starf sem er. Hann er maður orða sinna og hann starfar fyrir nemendur. Maðurinn er verðandi forseti Íslands í framtíðinni og tel ég að inspector sé aðeins upphitun fyrir feril hans. Gerir hvað hann getur til að bæta félagslíf og netið í cösu fyrir samnemendur sína. Sigmar er tryggur og efnilegur kandídat og treysti ég honum að gera næsta skólaár, besta ár lífs míns. Þess vegna ætla ég að láta X við Sigmar í inspector og þið kæru samnemendur ættuð að gera það sama. “In Sigmar we trust”

Gunnar Reynir Einarsson, 4. Z

Sigmar er frábær í alla staði! Hann hefur starfað sem ritari og varaforseti Framtíðarinnar í vetur og staðið sig afskaplega vel. Fjöldi orða koma upp í huga mér þegar ég hugsa til Sigmars: Drifkraftur, dugnaður, ritsnilli, góð nærvera, traust, snilligáfa, húmor og svo er hann líka afbragðs kokkur og góður vinur. Sigmar kemur vel fyrir og yrði flottur talsmaður fyrir hönd skólans. Félagslíf MR-inga yrði án efa viðburðaríkt og skemmtilegt undir stjórn hans. Ég styð Sigmar heils hugar og ætla að kjósa hann í embætti inspector scholae!

Rakel Björk Björnsdóttir, 5. UScriba scolaris 2013 - 2014

Ég hef þekkt Sigmar frá því hann flutti á Hvanneyri flottur fyrir 11 árum. Frá því þá hefur margt breyst en alltaf erum við jafn nánir vinir. Ég get sagt það frá mínum dýpstu hjartarótum að hann er maður sem hægt er að treysta. Toppmaður sem aldrei bregst. Þið hafið nú bara séð það sjálf eftir árið í ár lesendur góðir. Ef þið kjósið

kallinn getið þið búist við bombuári þar sem ekkert fer úrskeiðis hjá Skólafélaginu. Allt flott. Kviss bang. Kveðja,

Pétur Björnsson, 6.T

Page 8: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

8

Skrallfélagið er búið að njóta þess út í ystu æsar að vinna með Sigmari. Þegar kom að því að skrifa þessi meðmæli komu upp endalausir kostir í fari Sigmars, t.d. hvað hann er ábyrgðarfullur, skipulagður og metnaðargjarn auk þess sem hann er mjög þægilegur í samræðum og góður leiðtogi. Það er þó alltaf stutt í hnyttnina hjá Sigmari og við getum staðfest það að fáir eru eins uppfullir af (aula)bröndurum og hann. Vorum við sammála um að hann er duglegur að úthluta verkefnum, sem og að gera hlutina sjálfur. Hann er með gott frumkvæði og stendur sig vel í öllu sem hann gerir. Skrallfélagið styður Sigmar í inspector, takk fyrir samstarfið Simmi!

„Sigmar er einn dugmesti og áreiðanlegasti einstaklingur sem ég hef unnið með. Hann er svo sannarlega traustsins verður. Myndi treysta honum fyrir börnunum mínum... ef ég ætti börn.“

Aron Freyr Jóhannsson Formaður Reykjavíkurdeildar AFS

Sigmar er einn metnaðarfyllsti og skipulagðasti strákur sem ég þekki. Frá því að ég kynntist honum hefur hann ekki gert annað en að veita mér innblástur og sýnir hann á hverjum degi hvað í honum býr. Hann er alltaf hress

og brosandi og ég er stoltur af því að geta kallað hann einn af mínum betri vinum.Alex Kári Ívarsson, 5. Z

Forseti Róðrafélagsins,

Le Pré 2013 - 2014

Skrallfélag Framtíðarinnar 2013 – 2014

Page 9: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

9

Myndataka: Emil Örn Kristjánsson Hönnun bæklings: Gunnar Birnir Ólafsson

Það eru mörg orð sem nota má til að lýsa Sigmari Aroni Ómarssyni. Traustur, dansari, hjálpsamur, elskhugi og duglegur eru dæmi um nokkur þeirra. Við í ritstjórninni höfum unnið mikið með Sigmari í gegnum þetta skólaár og hann hefur aðstoðað okkur ótrúlega mikið. Við getum ekki ímyndað okkur nokkurn mann hæfari í inspector scholae og hann er algjörlega með atkvæði okkar í rassvasanum. #simmspector

Sigmar er maður með allt á hreinu. Hann er duglegur, skynsamur og skemmtilegur. Sigmar er þægilegur í umgengni og afar einlægur. Hann er algjörlega traustsins verður og því fullkominn fulltrúi skólans.

Alma Kristín Ólafssdóttir, 4.M

Ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa 2013 - 2014

Eins og stórstjarnan og lífskúnstnerinn Tyga sagði eitt sinn: „Ég treysti þér“ er miklu betra en „Ég elska þig“ því að þú treystir ekki endilega alltaf manneskjunni sem þú elskar en þú getur alltaf elskað manneskjuna sem þú treystir. Við vitnum í hann vin okkar Tyga á þessari stundu til þess að gera ykkur, kæru kjósendur, ljóst að Sigmar er maður sem getur tekið erfiðar ákvarðanir. Sigmar er grjótið sem heldur sinni stöðu á móti straumi fljótsins. Hann er maður sem er hægt að treysta. Og við elskum hann öll. Við leggjum öll eggin okkar í körfuna hans Sigmars.

Góðgerðafélag

Framtíðarinnar 2013 - 2014

Page 10: Sigmar - inspector scholae 2014-2015

Sigmar Aron Ómarsson Inspector Scholae 2014-15