Top Banner
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang [email protected] Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband í Borgarfirði Upplag Bændablaðsins 12.000 Þriðjudagur 12. október 2004 17. tölublað 10. árgangur Blað nr. 204 4 2 Rafrænt bókhald 10 Gulrætur 18 Færeyingar vilja íslenskar mjólkurvörur Fríverslunarsamningur hefur verið undirritaður milli Færeyja og Íslands án milli- göngu EFTA og er samningur- inn nú til umfjöllunar hjá fær- eyskum yfirvöldum. Samning- urinn, verði hann samþykktur, nær til allra afurða og er því víðtækari en aðrir fríverslunar- samningar að því er fram kemur á vefriti viðskiptaráðu- neytisins. Einnig að ef samningurinn öðlast gildi megi segja að Færeyjar og Ísland verði eitt markaðssvæði fyrir alla vöru og þjónustu. Vitað er að áhugi er fyrir ýmsum íslenskum mjólkurvörum hjá færeyskum kaupmönnum og sagði Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í samtali við Bændablaðið að vel væri fylgst með málinu og litið væri á þetta sem spennandi tæki- færi ef þetta verður að veruleika. ,,Við munum skoða þetta vel en vitum hins vegar ekkert um hvernig verð mun koma út þegar upp verður staðið. Ákveðnir aðilar í Færeyjum hafa sýnt mjólkur- vörum héðan áhuga og við höfum fengið skeyti þar um. Þeir segja að ef samningurinn verður að veruleika vilji þeir gjarnan fara að skoða verð og fleira. Okkar menn hafa farið til Færeyja og litið á að- stæður þannig að segja má að við séum farnir að leggja aðeins grunn að viðskiptum við Færeyjar," sagði Guðlaugur Björgvinsson. Friðjón G. Jónsson ostameistari með Rjómamysuostinn, sem fékk hæstu einkunn í ostadómum á Ostadögum. "Þetta gat varla betra verið," sagði Friðjón G. Jónsson, ostameistari Norðurmjólkur, í samtali við blaðið. Eins og fram kemur í annarri frétt fékk Norðurmjólk verðlaun fyrir Rjómamysuost en auk þess fékk Norðurmjólk gullverðlaun fyrir Gullgráðost og silfurverðlaun fyrir 17% Gouda. Friðjón sagði að árangurinn mætti þakka frábæru hráefni, "en við þurfum líka hæft og gott fagfólk og almennt starfsfólk. Þetta er allt til staðar. Ég er að sjálfsögðu afar ánægður með þann árangur sem við náðum með Rjómamysuostinn en ég er sérstaklega ánægður með Gullgráðostinn, við höfum lagt mikla vinnu í að þróa hann á síðustu árum. Það verk er nú að skila sér," sagði Friðjón og lagði á það áherslu að sýning á borð við þá sem efnt var til í Smáralind skilaði sér í aukinni þekkingu almennings á framleiðsluvörum mjólkursamlaganna. Meira um Ostadaga á bls. 8 Ánægður ostameistari ,,Mig vantar fleiri bændur til að veiða ál fyrir mig og auglýsi hreinlega eftir þeim til starfans. Ég greiði 500 krónur fyrir kílóið og legg mönnum til allt sem þarf til veiðanna, lána þeim gildrur, geymslukistur, jafnvel báta og vöðlur og síðan sækjum við aflann til þeirra," sagði Kjartan Halldórsson í Sægreif- anum í Reykjavík. Kjartan hefur látið smíða yfir 100 gildrur, leiðara og álkistur en í þeim er állinn geymdur lifandi þar til hann er sóttur til bænda. Kjartan hefur gert samning við fjölda bænda frá Eyja- firði og vestur um til Hornafjarðar um veiða fyrir sig. Dæmi eru um bændur hafi fengið allt að 80 kg af ál í einni vitjun sem er að sjálf- sögðu drjúg búbót. Hægt er að veiða ál frá því snemma að vori og fram á haust eða þar til frost byrja. Veiðarnar eru ekki mjög vandasamar og menn fljótir að komast upp á lag með þær og víða kunna menn vel til verka. Reyktur áll er sælgæti Steingrímur Matt- híasson, makaðsfulltrúi Sægreifans, hefur verið að þróa reykingu á ál og hefur náð það góðum tökum á reykingunni að fróðir menn telja íslenska álinn ekki gefa þeim danska neitt eftir. Sölu- samningar eru í burðar- liðnum við íslenska verslunarkeðju um sölu á reyktum ál og er verið að þróa umbúðir og merk- ingar fyrir hann. Þá hefur hollenskt fyrirtæki óskað eftir viðskiptum með hrá- ál til reykingar. Það fyrir- tæki þarf alls 700 tonn af áli á ári og kaupir hann víða að. Óreyktur áll er líka herramanns matur. Fyrir skömmu bauð Sægreif- inn til álveislu fyrir gesti og gangandi þar sem frægir kokkar elduðu ála- súpu, ál steiktan í kryddi og líka í hveiti og olíu. Einnig var boðið upp á snittur með reyktum ál. Fólki líkaði þessi matur einstaklega vel, að sögn Kjartans. Til þessa hefur reykt- ur áll lítið verið á boð- stólnum hér á landi. Þó hefur smávegis verið flutt inn af honum frá Danmörku. Þeir Steingrímur og Kjartan eru sannfærðir um að góður markaður sé fyrir ál hér á landi. Kjartan fullyrðir að hægt sé að veiða tugi tonna af ál á ári hér við land og að ála- veiðar geti orðið umtalsverð búbót fyrir bændur. Steingrímur telur að hægt sé nú þegar að selja tvö til þrjú tonn á ári af reyktum ál á innanlandsmarkaði. Sjá bls. 16 Auglýsir eftir bændum til að veiða ál Jólastjörnur sjá dagsins ljós! Rauði liturinn er nú farinn að sjást á jólastjörnunum sem þau Hreinn Kristófersson og Ingibjörg Sigmundsdóttir framleiða í Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði. Þar sem hluti garðplönturæktunar er árstíðarbundinn er breytt um framleiðslutegund um mitt ár. Frá janúar til júlí eru ræktuð sumarblóm en frá júlí til desember eru húsin nýtt undir græðlingatöku og jólastjörnuræktun. Þá eru laukblóm s.s. túlipanar, páskaliljur og hýasintur einnig þáttur í framleiðslunni. Fyrstu jólastjörnurnar fara til kaupenda í lok þessa mánaðar. Vinsældir þessarar plöntu hafa aukist á liðnum árum. Hreinn sagði að mest væri selt af jólastjörnum upp úr miðjum nóvember og um aðventuna. "Við erum nú búin að vera í þessu í tæp tuttugu ár og það fer ekki hjá því að maður læri af reynslunni. Jólastjarnan er viðkvæm planta og ekki sama hvernig farið er með hana," sagði Hreinn. Á myndinni t.v. er Hreinn með fallega jólastjörnu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þau hjón hófu uppbyggingu garðyrkjustöðvarinnar fyrir röskum tveimur áratugum. Nú eru um fjögur þúsund fermetrar undir gleri og annað eins er í plasthúsum. Vaxandi áhugi fyrir veiðiminja- safni Ráðstefna til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum Þann 6. nóvember n.k. verður haldin ráðstefnan “Þetta getur Ísland” til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum, fyrrum skógræktarstjóra. Ráð- stefnan verður haldin á Hallorms- stað frá kl. 11-17 og er öllum opin. Fjallað verður um aðlögun í víðu samhengi; aðlögun trjátegunda að veðurfari, viðhorf fólks gagnvart skógum og skógrækt og áhrif skógræktar á land og fólk. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum skog.is
32

Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang [email protected] Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Sep 27, 2020

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Auglýsingasíminn er 563 0300Netfang [email protected]

Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust

breiðband íBorgarfirði

Upplag Bændablaðsins

12.000Þriðjudagur 12. október 2004 17. tölublað 10. árgangur

Blað nr. 20442Rafrænt bókhald

10Gulrætur

18

Færeyingarvilja íslenskarmjólkurvörurFríverslunarsamningur hefurverið undirritaður milliFæreyja og Íslands án milli-göngu EFTA og er samningur-inn nú til umfjöllunar hjá fær-eyskum yfirvöldum. Samning-urinn, verði hann samþykktur,nær til allra afurða og er þvívíðtækari en aðrir fríverslunar-samningar að því er framkemur á vefriti viðskiptaráðu-neytisins. Einnig að efsamningurinn öðlast gildi megisegja að Færeyjar og Íslandverði eitt markaðssvæði fyriralla vöru og þjónustu.

Vitað er að áhugi er fyrirýmsum íslenskum mjólkurvörumhjá færeyskum kaupmönnum ogsagði Guðlaugur Björgvinsson,forstjóri Mjólkursamsölunnar, ísamtali við Bændablaðið að velværi fylgst með málinu og litiðværi á þetta sem spennandi tæki-færi ef þetta verður að veruleika.

,,Við munum skoða þetta velen vitum hins vegar ekkert umhvernig verð mun koma út þegarupp verður staðið. Ákveðnir aðilarí Færeyjum hafa sýnt mjólkur-vörum héðan áhuga og við höfumfengið skeyti þar um. Þeir segja aðef samningurinn verður aðveruleika vilji þeir gjarnan fara aðskoða verð og fleira. Okkar mennhafa farið til Færeyja og litið á að-stæður þannig að segja má að viðséum farnir að leggja aðeins grunnað viðskiptum við Færeyjar,"sagði Guðlaugur Björgvinsson.

Friðjón G. Jónsson ostameistarimeð Rjómamysuostinn, sem fékkhæstu einkunn í ostadómum áOstadögum.

"Þetta gat varla betra verið,"sagði Friðjón G. Jónsson,ostameistari Norðurmjólkur, ísamtali við blaðið. Eins og framkemur í annarri frétt fékkNorðurmjólk verðlaun fyrirRjómamysuost en auk þess fékkNorðurmjólk gullverðlaun fyrirGullgráðost og silfurverðlaunfyrir 17% Gouda.

Friðjón sagði að árangurinnmætti þakka frábæru hráefni, "envið þurfum líka hæft og gottfagfólk og almennt starfsfólk.Þetta er allt til staðar. Ég er aðsjálfsögðu afar ánægður með þannárangur sem við náðum meðRjómamysuostinn en ég ersérstaklega ánægður meðGullgráðostinn, við höfum lagtmikla vinnu í að þróa hann ásíðustu árum. Það verk er nú aðskila sér," sagði Friðjón og lagði áþað áherslu að sýning á borð viðþá sem efnt var til í Smáralindskilaði sér í aukinni þekkingualmennings á framleiðsluvörummjólkursamlaganna.Meira um Ostadaga á bls. 8

Ánægður ostameistari

,,Mig vantar fleiribændur til að veiða álfyrir mig og auglýsihreinlega eftir þeim tilstarfans. Ég greiði 500krónur fyrir kílóið oglegg mönnum til alltsem þarf til veiðanna,lána þeim gildrur,geymslukistur, jafnvelbáta og vöðlur og síðansækjum við aflann tilþeirra," sagði KjartanHalldórsson í Sægreif-anum í Reykjavík.

Kjartan hefur látiðsmíða yfir 100 gildrur,leiðara og álkistur en íþeim er állinn geymdurlifandi þar til hann ersóttur til bænda. Kjartan

hefur gert samning viðfjölda bænda frá Eyja-firði og vestur um tilHornafjarðar um aðveiða fyrir sig. Dæmi eruum bændur hafi fengiðallt að 80 kg af ál í einnivitjun sem er að sjálf-sögðu drjúg búbót. Hægter að veiða ál frá þvísnemma að vori og framá haust eða þar til frostbyrja. Veiðarnar eru ekkimjög vandasamar ogmenn fljótir að komastupp á lag með þær ogvíða kunna menn vel tilverka.

Reyktur áll er sælgætiSteingrímur Matt-

híasson, makaðsfulltrúiSægreifans, hefur veriðað þróa reykingu á ál oghefur náð það góðumtökum á reykingunni aðfróðir menn telja íslenskaálinn ekki gefa þeimdanska neitt eftir. Sölu-samningar eru í burðar-liðnum við íslenskaverslunarkeðju um sölu áreyktum ál og er verið aðþróa umbúðir og merk-ingar fyrir hann. Þá hefurhollenskt fyrirtæki óskaðeftir viðskiptum með hrá-ál til reykingar. Það fyrir-tæki þarf alls 700 tonn afáli á ári og kaupir hannvíða að.

Óreyktur áll er líka

herramanns matur. Fyrirskömmu bauð Sægreif-inn til álveislu fyrir gestiog gangandi þar semfrægir kokkar elduðu ála-súpu, ál steiktan í kryddiog líka í hveiti og olíu.Einnig var boðið upp ásnittur með reyktum ál.Fólki líkaði þessi matureinstaklega vel, að sögnKjartans.

Til þessa hefur reykt-ur áll lítið verið á boð-stólnum hér á landi. Þóhefur smávegis veriðflutt inn af honum fráDanmörku. ÞeirSteingrímur og Kjartaneru sannfærðir um aðgóður markaður sé fyrirál hér á landi. Kjartanfullyrðir að hægt sé aðveiða tugi tonna af ál áári hér við land og að ála-veiðar geti orðiðumtalsverð búbót fyrirbændur. Steingrímurtelur að hægt sé nú þegarað selja tvö til þrjú tonn áári af reyktum ál áinnanlandsmarkaði.

Sjá bls. 16

Auglýsir eftirbændum til að veiða ál

Jólastjörnur sjádagsins ljós!Rauði liturinn er nú farinn aðsjást á jólastjörnunum semþau Hreinn Kristófersson ogIngibjörg Sigmundsdóttirframleiða í GarðyrkjustöðIngibjargar í Hveragerði. Þarsem hluti garðplönturæktunarer árstíðarbundinn er breyttum framleiðslutegund um mittár. Frá janúar til júlí eruræktuð sumarblóm en frá júlítil desember eru húsin nýttundir græðlingatöku ogjólastjörnuræktun. Þá erulaukblóm s.s. túlipanar,páskaliljur og hýasintureinnig þáttur í framleiðslunni.

Fyrstu jólastjörnurnar faratil kaupenda í lok þessamánaðar. Vinsældir þessararplöntu hafa aukist á liðnumárum. Hreinn sagði að mestværi selt af jólastjörnum upp úrmiðjum nóvember og umaðventuna. "Við erum nú búinað vera í þessu í tæp tuttugu árog það fer ekki hjá því að maðurlæri af reynslunni. Jólastjarnaner viðkvæm planta og ekki samahvernig farið er með hana,"sagði Hreinn.

Á myndinni t.v. er Hreinnmeð fallega jólastjörnu. Mikiðvatn hefur runnið til sjávarsíðan þau hjón hófuuppbyggingugarðyrkjustöðvarinnar fyrirröskum tveimur áratugum. Núeru um fjögur þúsund fermetrarundir gleri og annað eins er íplasthúsum.

Vaxandiáhugi fyrirveiðiminja-

safni

Ráðstefna til heiðursSigurði Blöndal áttræðumÞann 6. nóvember n.k. verður haldinráðstefnan “Þetta getur Ísland” tilheiðurs Sigurði Blöndal áttræðum,

fyrrum skógræktarstjóra. Ráð-stefnan verður haldin á Hallorms-stað frá kl. 11-17 og er öllum opin.Fjallað verður um aðlögun í víðu

samhengi; aðlögun trjátegunda aðveðurfari, viðhorf fólks gagnvart

skógum og skógrækt og áhrifskógræktar á land og fólk.

Nánari upplýsingar er að finna ávefnum skog.is

Page 2: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

2 Þriðjudagur 12. október 2004

Ragnar hugar að sveppum í einum ræktunarklefanna.

Fyrirtækið Flúðasveppir er 20ára á þessu ári. "Hér hefur

orðið mikil breyting á þessum20 árum," segir Ragnar

Kristinn Kristjánsson, stofnandiog eigandi Flúðasveppa.

"Framleiðslan hefur aukistgífurlega og hér er stöðug þróun

í vinnubrögðum ogframleiðsluvörum. Fyrstu

áætlanir gerðu ráð fyrir aðframleiða 500 kg á viku en nú

framleiðum við 9-10 tonn á vikuog hér vinna að jafnaði 25manns. Við framleiðum 8

vörunúmer í sveppum og 10 ímold. Það er orðið mikið

umstang í kringum ýmsarhliðarbúgreinar með

svepparæktinni. Um þessarmundir eru engin stór

stækkunaráform uppi, en fyrirliggur mikið viðhald og stöðug

viðleitni til að ná betri tökum áræktun og rekstri."

Flúðasveppir eru eini innlendisveppaframleiðandinn. "Við búum

í smáríki og eigum í samkeppnivið erlenda framleiðslu," segir

Ragnar, "og í önnum dagsinshvarflar það stundum að manni

hvað það væri nú mikluauðveldara að flytja bara inn

sveppi í pökkum og dósum, frekaren að standa í allri þessarri vinnu.

Hér er um algjörlega innlendaframleiðslu að ræða. Við ræktum

reyr á hátt í 180 ha lands til

framleiðslu á hálmi í rotmassa,búum til rotmassann og mold og

svo auðvitað ræktum við sveppinaog pökkum þeim til söluaðila.

Neytendur, sem kaupa íslenskasveppi, vita hvað þeir eru að fá.

Hér eru engin eiturefni notuð,hvorki í svepparæktinni né í því

hréfni sem notað er við ræktuninaá hálminum. Við rekum markvissagræna umhverfisstefnu sem felst í

því að nýta vatn og öll hráefnimjög vel. Þetta er afar sjálfbær

búskapur. Vatn er endurnýtt eftirákveðnu kerfi til ræktunar; í

kælivatn, í rotmassa og í þrif.Hluti af rotmassanum er notaður

til að framleiða mold og hluti hanser borinn á akurinn sem

reyrhálmurinn er ræktaður á ogþaðan hefst hringrás hans á ný."

Flúðasveppir eru þekktastirfyrir hvíta sveppi en framleiða líka

ljósbrúna kastaníusveppi. Þáframleiðir fyrirtækið hina vinsælu

Hreppagróðurmold í grænupokunum, Sveppamassa, mildan

eða sterkan fyrir garða og ker, ogalgjörlega lífræna Flúðamold sem

fyrst var búin til fyrirgarðyrkjubændur en er nú komin á

almennan markað. Þessi mold erlaus við illgresi og sníkjudýr en

full af lífmassa og næringarefnum.

Flúðasveppir

Markviss umhverfisstefna í framleiðslunni

AfmælisblaðFreys er komið út

Út er komið 100 áraafmælisblað Freys. Meðal efnis

þess er viðtal við MatthíasEggertsson ritstjóra sem ber heitið

"Innst inni er ég nokkur um-vandari". Jónas Jónsson, fyrrv.

búnaðarmálastjóri og ritstjóriFreys, rekur sögu blaðsins í

greininni"Freyr 100

ára". BjarniGuðmunds-

son áHvanneyrirekur sögu

bútækni hérá landi á

síðustu öld ígreininni

"Tækni viðbústörf á tuttugustu öld - þættir úr

breytingasögu" og MagnúsÓskarsson, fyrrv. kennari og

tilraunastjóri, skrifar greinina:"Þættir úr sögu túnræktar". Þá eruí blaðinu kveðjur og árnaðaróskir

frá Guðna Ágústssyni, landbúnað-arráðherra og Haraldi Benedikts-

syni, formanni BÍ.Að lokum má nefna að í blað-inu er syrpa af efni úr fyrri ár-

göngum blaðsins og nokkurt úrvalaf efni sem birst hefur undir fyrir-

sögninni "Altalað á kaffi-stofunni".

Aldarafmælisblað Freys er 88bls. að stærð.

7.-8. tbl., 100. árg. Október 2004FREYR

100ára

Þorkell Fjeldsted, Ferjukoti íBorgarfirði, hefur í mörg árbarist fyrir því að komið verðiupp veiðiminjasafni hér á landi.Í Ferjukoti eru til fjölmargirgamlir munir sem tengjast bæðinetaveiði og stangaveiði alvegfrá því að þessar veiðar hófust á

19. öld. Það var langafi Þorkels,Andrés Fjeldsted, sem var frum-kvöðull að stangaveiði hér álandi. Netaveiði á laxi sem at-vinnugrein hófst í Ferjukoti uppúr 1870. Þá hófst niðursuða álaxi og er sú niðursuðu-verksmiðja til enn sem og íshúsið

þar sem laxinn var geymdur,netageymslurnar og bátarnirsem notaðir voru við netaveið-arnar. Það var Skoti sem varfenginn til landsins til að kennamönnum bæði netaveiðar eins ogþær hafa þekkst síðan og aðsjóða laxinn niður.

Þorkell segir vaxandi áhugafyrir því að koma upp veiðiminja-safni og segist hann vongóður umað það styttist í því að þessidraumur hans verði að veruleika.Sá vísir að veiðiminjasafni sem tiler í Ferjukoti nýtur mikilla vin-sælda og segir Þorkell að fjöldifólks komi árlega til að skoða þámuni sem til eru. Hins vegar séumunirnir ekki merktir heldur segisthann fara með gestum og kynnaþeim munina. Fyrir skömmu komuskólastjórar af Vesturlandi í heim-

sókn, án barnanna, og skoðuðusafnið og sögðu á eftir að það værialveg jafn gaman að koma meðkrakkana að Ferjukoti eins og aðfara með þau í Þjóðminjasafnið.

,,Mín hugmynd er sú að komaupp aðstöðu á þessu svæði í Borg-arfirði þar sem safnað yrði samangömlum munum alls staðar að aflandinu. Fólk gæti þá komið hing-að munum sem það hefur undirhöndum og vill gefa til safnsins.Þá er mér kunnugt um að Veiði-málastofnun á tæki og tól sem húnþarf að losna við. Menn tala um aðkoma upp aðstöðu fyrir söfn ígamla fjósinu á Hvanneyri og þarmætti hugsa sér að koma uppveiðiminjasafni. Hins vegar hef égáhuga á að koma upp lifandi safnihér í Ferjukoti," sagði Þorkell.

Fyrir 5 árum var stofnaðurmenningarmálasjóður Borgar-byggðar og var Þorkell sá fyrstisem fékk styrk úr sjóðnum semhann notaði til að safna saman þvísem til var í kvikmyndum ogmyndböndum um netaveiði. Hannsegist hafa náð að safna um þriggjaklukkustunda efni bæði frá RÚVog Stöð 2 auk kvikmynda semhann fann. Úr þessu efni öllusaman lét Þorkell búa til umklukkustundar langt myndbandsem hann notar til sýninga í Ferju-koti og víðar auk þess sem fólkhefur fengið spóluna lánaða.

,,Það var siður hér í Ferjukotiað henda aldrei neinu og þessvegna eru allir þessir dýrmætumunir til," segir Þorkell Fjeldsted.

Vaxandi áhugi fyrir þvíað koma upp veiði-

minjasafni í Borgarfirði

Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti.

Greiðsla gæðastýringarálagsNú þegar liðið er á seinni

hluta sláturtíðar spyrjamargir um fyrirkomulag áálagsgreiðslum vegnagæðastýringar.

Í stuttu máli þá á að greiðaþann 25. nóvember n.k. 95%af áætluðum álagsgreiðslumfyrir slátrun janúar tiloktóber. Þann 20. desember ásíðan að greiða 95% af

álagsgreiðslum fyrir slátrun ínóvember. Lokauppgjör á aðfara fram 10. febrúar árið2005.

Greitt verður á framleiðsluþeirra framleiðenda semuppfylla kröfur umgæðastýrða framleiðslu ígæðaflokkum E, U, R og O ogá alla fituflokka nema 4 og5.

Frumkvöðlasmiðja Í nóvember stendur til að halda

“Frumkvöðlasmiðju” aðLaugum í Sælingsdal,

Dalasýslu. Hér er um að ræðanámskeið fyrir fólk með

viðskiptahugmyndir eða fólksem langar til að vinna með

skemmtilegum hópi við leit aðáhugaverðri viðskiptahugmynd.Námskeiðið verður dagana 6.,

13., 20. og 27. nóvember kl.10:00-16:00. Þátttökugjald er

kr. 26.000 en bændur álögbýlum geta sótt um styrk frá

Framleiðnisjóði. Skráning á námskeiðið er ísíma 563-0367 en einnig erhægt að senda tölvupóst á

[email protected] Hér er um að ræða áhugavert

tilraunaverkefni enaðstandendur þess eru

Búnaðarsamtök Vesturlands,Búnaðarsamband V-

Húnavatnssýslu, Sóknarfæri tilsveita, Framleiðnisjóður ogFrumkvöðlafræðslan SES.

Page 3: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband
Page 4: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

4 Þriðjudagur 12. október 2004

Sveitarfélögin Borgarbyggð,Borgarfjarðarsveit, Skorradals-hreppur og Hvítársíðuhreppur íBorgarfirði hafa gert sam-komulag við eMax, þráðlausubreiðbandsþjónustuna, um aðkoma upp slíku kerfi í þessum

sveitarfélögum. Þar með getaíbúar þessara sveitarfélagafengið hágæða nettengingu viðtölvur sínar.

Stefán Jóhannesson, fram-kvæmdastjóri eMax, sagði ísamtali við Bændablaðið að

ástæða þess að sveitarfélög í dreif-býlinu gerðu samninga við eMaxog önnur fyrirtæki sem bjóðaþráðlausa breiðbandstengingu sésú að Síminn býður bara upp áISDN í dreifbýlinu en ekki ADSL.

Emax hefur verið að setja upp

sitt kerfi víða um land, m.a. íHrútafirði og í skólasetrinu íBifröst í Borgarfirði og nær þaðlíka til sveitabæja í næsta ná-grenni.

Stefán segir að það sé mjögmikið að gera hjá þeim við upp-setningu á þráðlausu breiðbandi.Hann segir fyrirtækið vera í við-ræðum við fimm til tíu sveitarfélögí þessu sambandi. eMax hefurunnið töluvert á Suðurlandi og ernú að vinna í Eyjafirði.

Kostnaður er að sjálfsögðualltaf afstætt hugtak. Stefán segirað algengasta stofngjaldið sé16.900 krónur síðan sé annarstofngjaldsflokkur sem er 24.900krónur. Þetta fer eftir því hvaðmenn þurfa öflugan búnað vegnavegalengda o.fl. Algengastamánaðargjaldið er síðan 4.900krónur og inn í því eru falin 500mb af erlendu niðurhali.

Fjögur sveitarfélög í Borgarfirði

Gera samninga við eMaxum þráðlaust breiðband

Ferðaþjónustabænda

Gott sumar aðbaki og rífandi

gangur íutanlands-ferðunum

,,Sumarið hefur gengið mjög velog allt verið með mestu

ágætum," sagði Sævar Skapta-son, framkvæmdastjóri Ferða-þjónustu bænda, í samtali við

Bændablaðið, en nú nálgasttöðugjöld hjá ferða-

þjónustubændum.Sævar segir að hvað bændur

varði hafi fjöldi ferðamanna semnotfærði sér bændagistinguna

verið svipaður og í fyrra en þaðvar mjög gott ár. Sumir ferða-

þjónustubændur eru komnir meðum 90% nýtingu yfir háanna-

tímann þannig að erfitt sé að bætavið. Á þessu ári fjölgaði ferða-

þjónustubændum um 13.Oft hefur verið kvartað yfir

því að ferðamannatímabilið áÍslandi væri stutt og til skamms

tíma var sagt að það væru aðeinssumarmánuðirnir þrír. Þetta hefurverið að breytast og vetrargestumhefur fjölgað. Sævar var spurður

hvort eitthvað hefði teygst áferðamannatímabilinu vor og

haust. Hann segir svo vera.,,Flugfargjöld hafa lækkað og

þar með hefur ferðamanna-tímabilið lengst. Fólk kemur fyrrá vorin og lengra fram á haustið.

Þar er fyrst og fremst um að ræðafólk á eigin vegum en ekki ískipulögðum hópum," segir

Sævar.Ferðaþjónusta bænda hefur í

auknum mæli boðið upp á hóp-ferðir til útlanda og segir Sævar

þær hafa náð vinsældum oggengið mjög vel. Í sumar var

boðið upp á ferð til Kína og varuppselt í hana og gekk hún í alla

staði vel. Einnig var hjólaferð viðrætur Alpanna, heimsókn til

skoskra bænda og gönguferð ífaðmi Alpanna, þessar ferðir

tókust líka allar mjög vel.Framundan er ferð á jóla-

markaðinn í Frankfurt í Þýska-landi og síðan verður farin skíða-ferð eftir áramótin. Þar verður umað ræða ferð fyrir gönguskíðafólk.

Benda má fólki á að fara inn áwww.sveit.is til að skoða

upplýsingar um bæina íFerðaþjónustu bænda og

www.baendaferdir.is til að sjáupplýsingar um

utanlandsferðirnar.,,Það er alveg ljóst að þessi til-

raun okkar til að efla utanlands-ferðirnar hefur heppnast fullkom-

lega," sagði Sævar Skaptason.

Skýrsla rafmagnsöryggisdeildar Löggilding-arstofu um ástand raflagna á gisti- ogveitingastöðum hefur að vonum vakið miklaathygli. Áður hafði Löggildingarstofa gefiðút skýrslur um ástand raflagna í hesthúsum ílandinu og á bændabýlum og vöktu báðarmikla athygli fyrir það hve margt var að-finnsluvert. Sú spurning hlýtur að vaknahvaða opinbert eftirlit sé með raflögum íhúsum yfirleitt hér á landi fyrir utan svonaútrás Löggildingarstofu og skýrslu þar um.

Jóhann Ólafsson, forstöðumaður rafmagns-öryggisdeildar Löggildingarstofu, sagði að þaðværi ekkert reglubundið opinbert eftirlit meðeldri raflögnum. Hann benti á vandamálið íþessu sambandi að um 140 til 150 þúsundneysluveitur í landinu (hús með rafmagni) og áhverju ári léti Löggildingarstofa skoða hátt í500 veitur.

,,Við höfum engan möguleika á að fylgjastmeð öllum neysluveitum í landinu. Það erufyrst og fremst eigendur og umráðmenn sem

bera ábyrgð á ástandi raflagna í eigin húsnæði.Þess vegna höfðum við til eigenda varðandiþessi mál. Við beitum úrtaksskoðunum, gefumút skýrslur um ástandið og gerum mönnumþannig grein fyrir stöðunni. Eins og varðandiástandið hjá gisti- og veitingahúsum þá er þaðeigendanna að sjá til þess að hlutirnir séu í lagirétt eins og hjá fólki almennt sem á að sjá tilþess að málin séu í lagi, hvort sem það eru raf-lagnir, pípulagnir eða annað," sagði Jóhann.

Ef menn gera miklar breytingar eðalagfæringar á rafmagnskerfi húsa, til að myndagisti- og veitingahúsa eða verksmiðjuhúsa, þáer vanalega um endurnýjun að ræða. Verkið erunnið af löggiltum rafverktaka og hann ber þáábyrgð á að allur frágangur sé í lagi og oftast ergerð úttekt á svona breytingum.

,,Síðan líða árin og rafkerfið hrörnar smáttog smátt en það kemur enginn opinber aðili tilað líta eftir ástandinu. Við að vísu látumframkvæma úrtaksskoðanir og birtum skýrslurum ástandið en það er bara ekki nóg. Því er

mjög mikilvægt að eigendur húsa láti löggiltarafverktaka yfirfara raflagnirnar og stuðliþannig að bættu öryggi," segir Jóhann Ólafsson.

Ekkert reglubundiðopinbert eftirlit í landinu

með eldri raflögnum

Þessi mynd var tekin í lok ágúst í Spielmannsau í Þýskalandi, alveg við landamæri Þýskalands og Austurríkis. Þessi stóri hópur Íslendinga, ásamtausturrískum og þýskum leiðsögumönnum, var að leggja upp í sex daga gönguferð eftir svokölluðum E5 vegi í Ölpunum. Hæðarmismunur er mikill ogvar tvisvar sinnum farið yfir 3.000 metra hæð og hæst 3.058 metra. Hópurinn labbaði þvert yfir Austurríki og endaði ferðina í Ítalíu. Veðurfar var yfirleittmjög gott, en þó var tvisvar sinnum snjókoma. Allir komu heilir heim, dasaðir, en þrátt fyrir það endurnærðir eftir fjalladvölina. Ferðin var á vegumFerðaskrifstofu bænda. Fararstjórinn, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Fb er lengst til hægri á myndinni sem Sigismund Scwarthäfter tók.

Vill byggjaheimarafstöð

Jörðin Torfastaðir II íGrímsnes- og Grafningshreppi er íeigu sveitarfélagsins. Nú hefurábúandi þar óskað eftir því að fáað byggja heimarafstöð og villhefjast handa nú þegar. Sveit-arstjórn hefur samþykkt fyrir-liggjandi beiðni. Að TorfastöðumII er rekið minkabú.

www.bondi.is

Page 5: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband
Page 6: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

6 Þriðjudagur 12. október 2004

Upplag: 12.000 eintökÍslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti.

ISSN 1025-5621

BændablaðiðMálgagn bænda og landsbyggðar

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargraannarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en

þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)

Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór SigurdórssonNetfang blaðsins er [email protected]

Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins

Næstu blöð!okt.26.

nóv.9. 23.

Frestur til að panta stærri auglýsingar erá hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá-auglýsingar þurfa að að berast í síðastalagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu.

Fengu uppsagnarbréfÁ dögunum fengu starfsmennLandbúnaðarháskólans áHvanneyri, Rannsóknarstofnunarlandbúnaðarins og Garðyrkju-skólans á Reykjum bréf þar semþeim var tilkynnt að störf þeirrayrðu lögð niður frá og meðáramótum. Í bréfinu var bent á aðstarfsfólki þessara stofnana væriboðið starf við Landbúnaðar-háskóla Íslands.

Þeir starfsmenn sem voruráðnir fyrir gildistöku laga umréttindi og skyldur opinberrastarfsmanna frá 1. júlí 1996 eigarétt á biðlaunum. Ef starfstímiviðkomandi, sem á þennan rétt, erskemmri en 15 ár getur hannfengið biðlaun í allt að sex mánuðien 12 mánuði ef starfstíminn erlengri - enda hafni viðkomandiekki sambærilegu starfi.

Viðmælandi Bændablaðsinssagði aðspurður um hvort ekkiværi teygjanlegt hvað væri"sambærilegt" starf að þar styddisthið opinbera við ákveðnarstarfsreglur.

Síminn logaði hjá AgliÍ síðasta Bændablaði óskaði

bruggmeistari Egils Skallagríms-sonar eftir að komast í sambandvið bændur í nágrenni Reykja-víkur. Ástæðan var sú að ölverk-smiðjan vildi gefa bændum bygg-hrat sem er úrgangsefni í bjórfram-leiðslunni. Að sögn voru viðbrögðlesenda Bændablaðsins gríðarlegagóð en um 20 bændur gáfu sigfram svo eftirspurnin var næg.Tveir kúabændur fyrir austan fjallhrepptu hnossið.

Ferskar afurðirSveinn Andri Sveinsson,

skiptastjóri þrotabús Ferskra afurðaá Hvammstanga, hefur sentBændasamtökunum skriflegastaðfestingu á því að ekkert munikoma upp í almennar kröfur. Þaðlitla af eignum félagsins sem ekkieru veðsettar munu renna tilgreiðslu forgangskrafna. Bændursem þurfa að færa afskriftir tilbókar er bent á að nálgast afrit afsvari skiptastjóra á vef Bænda-samtakanna undir "Félagssvið" -"Lög, reglugerðir og auglýsingar".

SauðkindinJón Bjarnason fer mikinn á

vefsíðu Vinstri-grænna þar semhann lofar íslensku sauðkindina íhástert. Lýsingar Jóns fá matgæð-inga til þess að fá vatn í munninn:"Sláturgerðin er hluti haustverk-anna. Blóðmör, lifrapylsa, heima-gerð kæfa og rúllupylsur, allt erþetta hluti íslenskrar matarmenn-ingar og lostæti. Víða kemur fólksaman til að gera slátur, fjölskyld-ur, vinahópar, fólk á sveitabæjumeiga góða stund saman við slátur-gerð og verkun sláturmatar tilvetrarins". Og áfram heldur þing-maðurinn og nú um ullina: "Ull ís-lensku sauðkindarinnar er sérstök.Ytri hárin, togið, er afar slitsterktog hrindir frá vatni, en undir erþelið mjúkt og hlýtt. Vinnsla úr uller grunnur fjölbreytts handverkssem nú sækir fram og á miklamöguleika ekki síst við hlið örtvaxandi ferðamennsku í landinu". Ílokin hvetur Jón landsmenn til aðhugsa hlýtt til sauðkindarinnar"þessa fallegu haustdaga meðansmalarnir hóa á brúnunum oghjarðirnar renna göturnar tilbyggða"

Um nokkurra áratuga skeið hefur áalþjóðavettvangi verið fjallað um viðskipti millilanda með það að markmiði að draga úr hömlum áþeim. Samningar um aukið frelsi í viðskiptum meðbúvörur hófust á vegum GATT á 9. áratugnum, enGATT var leyst af hólmi með stofnunAlþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO 1992.

Hugmyndin á bak við aukið frelsi í viðskiptumer sú að frelsið auki velmegun þjóða jafnt ogeinstaklinga. Um langan aldur hafa lönd hins vegarvarið markaði sína með tollum, sem lagðir hafaverið á innflutning, og greitt með útflutningi ámatvælum sínum og mörgum öðrum vöruflokkum.

Fórnarlömbin í þessum viðskiptum hafaeinkum verið fátæk lönd, þróunarlönd, sem komaekki framleiðslu sinni á markað og eru illa varin eðaóvarin gagnvart ódýrum innflutningi, sem rænirþeirra eigin bændur lífsbjörginni.

Við fall Sovétríkjanna árið 1989 vareftirminnilega staðfest hrun kommúnismans í reyndhvað sem leið fagurri hugmyndafræði þeirrar stefnuum jöfnuð og réttlæti. Jafnframt fékk andstæðakommúnismans, kapítalisminn, mikinn byr í seglin.

Alþjóða viðskiptastofnunin hefur reglulegahaldið fundi með þátttöku allra aðildarþjóða sinnaþar sem á dagskrá hefur verið aukið frelsi íviðskiptum í anda alþjóðahyggju. Þær niðurstöður,sem að hefur verið stefnt, hafa þó ekki fengist.Fastur fylgifiskur þessara funda er jafnframt aðmótmælendur alþjóðavæðingarinnar, af ýmsumtoga, hafa fjölmennt á fundarstaðina.

Síðustu viðræðulotu innan GATT/WTO lauk1994 og þar var í fyrsta sinn samið um aukið frelsi íviðskiptum með búvörur. Árið 2001 fór síðan nýviðræðulota af stað í Doha, svokölluð Dohalota.Stefnt var að því að samningum lyki á þessu ári ogtækju þeir gildi 2005. Sú tímaáætlun er nú farin útum þúfur en viðræðurnar eru í fullum gangi og ertíðinda vænst af ráðherrafundi sem haldinn verður íGenf í lok júlí á þessu ári.

Samkvæmt hugmyndafræðialþjóðavæðingarinnar skal hver þjóð njóta þess aðframleiðsla hennar sé hagkvæmari og ódýrari enannarra þjóða. Til að leggja mat á stöðu hverrarþjóðar í þeim efnum er reiknað svokallað PSE, semkallað hefur verið tekjuígildi stuðnings viðlandbúnað í hverju landi, miðað viðheimsmarkaðsverð. PSE hefur þó sína veikleika.Þannig er tekjuígildi stuðnings við

mjólkurframleiðendur í Evrópu fundið með því aðganga út frá mjólkurverði á Nýja-Sjálandi aðviðbættum flutningskostnaði á þungaeiningu á ostieða smjöri til Evrópu.

Eftir því sem lengur hefur liðið hefur æ beturkomið í ljós að stefna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, að beita viðskiptafrelsi ogalþjóðavæðingu til að jafna kjör ríkra og fátækraþjóða, á sér ýmsa annmarka. Þar má í fyrsta laginefna að sífellt fleiri þjóðir krefjast þess að hafamatvælaöflun til eigin þarfa á sinni könnu. Ástæðaþess er sú að þær vilja ekki eiga þessa mikilvægustuundirstöðu í lífi hvers manns, matinn, undir öðrum,þ.e. að framboð á nægum og hollum mat sé tryggt.

Þá er matvælaframleiðsla og búseta í hverjulandi nátengd frá aldaöðli og mikilvægur hluti afmenningararfi hverrar þjóðar og sjálfsmynd hennar.Í því sambandi kemur oft upp hugtakiðbúsetulandslag í umræðunni, þar sem aldagróinbyggð á nú undir högg að sækja.

Þessara sjónarmiða gætir mjög í nýrrilandbúnaðarstefnu ESB en samkvæmt henni á aðgreiða opinber framlög til landbúnaðar að einhverjuleyti sem byggðastyrki (svokallaðar grænargreiðslur).

Á hinn bóginn vex fylgi við því áalþjóðavettvangi að afnema markaðstruflandistyrki með útflutningi, hvort sem er í beinumfjárframlögum eða sem greiðslufresti.

Á síðari árum hefur sífellt meira borið á því aðauðug alþjóðleg fyrirtæki eða auðugir aðilar, semstarfa í svokölluðum þróunarlöndum, hafi boðiðfram búvörur á alþjóðarmarkaði á lágu verði. Þettahefur gerst í framhaldi af sams konar starfsemi áöðrum sviðum, þar sem kunnust er fataframleiðslaog samsetning raftækja.

Við þessa framleiðslu eru starfsmönnum greiddafar lág laun og öll vinnuskilyrði og atvinnuréttindilátin lönd og leið. Við búvöruframleiðslu eruumhverfismál þar að auki fótum troðin sem ogreglur um notkun eiturefna. Viðkomandiþróunarlönd standa illa í viðskiptum við þessifyrirtæki. Þau eru að leitast við að efla atvinnulíf ílöndum sínum en kröfum þeirra um úrbætur íaðbúnaði og umhverfismálum er svarað meðhótunum um að starfsemin verði lögð niður og flutttil landa þar sem hún sé velkomin.

Ódýrar vörur, þar á meðal búvörur, eru síðanfluttar á markað hvar sem hann er að finna og nýttþað frelsi sem nú hefur fengist um rýmkunalþjóðaviðskipta. Fregnir um alvarlegar afleiðingarþessa fyrir fátæk lönd berast úr ýmsum áttum. Þarmá nefna stórfelldan flótta bænda í Mexíkó frábúum sínum þar sem ódýrt korn og sojabaunirstreyma inn í landið frá Bandaríkjunum. FráIndlandi berast einnig fréttir um áföll í landbúnaðivegna ódýrs innflutnings og fjölda sjálfsvígagjaldþrota bænda.

Þann lærdóm verður að draga af baráttuAlþjóða viðskiptastofnunarinnar fyrir frjálsumviðskiptum og alþjóðavæðingu að þar birtistveikleiki kapítalismans. Af öllumframleiðsluþáttum er þar frelsi fjármagnsins eittsem sett er í öndvegi. Afrakstur af fjármagni eræðri réttindum og þörfum fólks sem ogumhverfisins. Þessi stefna stenst ekki hugmyndirum sjálfbæra þróun, sem er forsenda þess að líf fáiað þróast til lengdar. Kommúnisminn stóðst ekkiraunveruleikann, hinn óhefti kapítalismi gerir þaðekki heldur. /M. E.

Leiðarinn

Smáttog stórt

Hagkerfi og sjálfbær þróun

Guðmundur segir að árið 1943hafi komið hlaup í Fögruhlíðará enþegar þetta hlaup hafi sjatnað hafiþessi steinn komið í ljós íárbakkanum.

Guðmundur segist hafa veittþessum steini athygli í nokkradaga, hafa velt honum við ogskoðað hann. Þetta var nokkrufyrir neðan gömlu rafstöðina íSleðbrjótsseli. "Þar kom að ég fórmeð hestakerru að ánni, hnoðaðisteininum upp í kerruna og fórmeð hann heim í Sleðbrjótssel.

Hugmynd mín var að setjahring í hann og gera að hestasteini.En það varð nú aldrei, en steinninnvar þarna á hlaðinu og menn fóru

að taka á honum." Lengst af varsteinninn á heimahlaðinu en varsíðan færður niður á hólinn framog niður af bænum. Sjálfur segistGuðmundur hafa tekið steininnupp nokkrum sinnum.

"Ég man nú ekki glöggt hverjiraðrir tóku hann upp meðan ég var íSleðbrjótsseli fram undir 1950.Þó man ég eftir Fögru-hlíðarbræðrum, Guðþóri og Sigur-jóni, Torfastaðabræðrum, Ingimarog Stefáni og Geir á Sleðbrjót, semallir tóku hann. Svo hafa mér yngrimenn tekið hann, hef fyrir satt aðManni í Másseli hafi tekið hannalloft, enda annálað hraustmenni.

Mér fannst vel til fundið þegar

því var hreyft fyrir tveimurárum að gefa Brúarásskólasteininn til að leyfaskólapiltum og -stúlkum ogöðrum að reyna sig á honum.

Sonur minn, Rúnar, gekkí þetta ásamt fleirum, leitaðiálits systkinanna fráSleðbrjótsseli, þeirra Svavarsog Ásu, og fannst þeim þettahið besta mál.

Steinninn var vigtaður ívotta viðurvist á Egilsstöðumog reyndist 130 kíló, hann varáletraður hjá Álfasteini áBorgarfirði en á honumstendur Aflraunasteinn 130kg Guðm. Björgvinsson kommeð þennan stein íSleðbrjótssel 1943 gafBrúarásskóla 2004."

Guðmundur segir að þaðhafi ekki verið margt semhægt var að gera sér tildægrastyttingar á sínumunglingsárum, en steinatökvar þó eitt. "Það var töluvertlitið upp til ungra manna semvoru vel að sér og sterkir oger svo enn sem betur fer. Égvona að ungt fólk haldi áframað reyna krafta sína á heil-brigðan hátt hér eftir semhingað til," sagði GuðmundurBjörgvinsson að lokum. /SA.

Gaf Brúarásskóla 130 kg aflraunastein!

Guðmundur Björgvinsson frá Ketilsstöð-um afhenti þeim Jónasi Þór Jóhannssyni,sveitarstjóra Norður-Héraðs, og MagnúsiSæmundssyni, skólastjóra Brúarásskóla,steininn til varðveislu og notkunar./Bbl.mynd SA.

Guðmundur Björgvinsson frá Ketilstöðum í Hlíð kom færandi hendií Grunnskólann í Brúarási þegar hann færði skólanum 130 kílóaaflraunastein sem hann reyndi afl sitt á, sem var þó nokkurt, þegarhann var ungur maður í Sleðbrjótsseli úti í Hlíð.

Page 7: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 7

Nú yrkja menn á Leir umkennaraverkfallið og HreiðarKarlsson segir:

Kennaradeilan er enn í hörðumhnút. Nú hafa báðirsamningsaðilar lofað því að komaá næsta fund, án þess að hafanokkuð til mála að leggja. Þettagetur orðið sérkennilegur fundur,til dæmis á þessa leið:

Kennaraverkfallið treinist ítalsverða stundog tímana langa nemendur megaþreyja.Deiluaðilar ætla að koma á fundán þess að hafa nokkuð frekar aðsegja. Fundurinn verður allur á einalund;Ásmundur hlustar ásamningamennina þegja.

Hverjum að kenna?Árni Reynisson bætir við og segir:

Og nú þegar önnur vikan verðurfrávirðist um það snúast þessisenna:ekki hvernig, hvenær eða hvortþað á -heldur hverjum þetta eralltsaman- að kenna

Ber lítið á hæfileikunumAð sjálfsögðu yrkja menn líka umJón Steinar og baráttu hans ogannarra um að koma honum íhæstarétt. Hreiðar Karlsson segir:

Enn er þrasað um hæstarétt ogtilnefningu dómara. Hópurvalinkunnra lögmanna hefurgengið fram fyrir skjöldu til aðbenda á vanmetna og að því erokkur skilst - lítið þekktahæfileika Jóns Steinars.Vandséð er hvernig hægt var aðgera Jóni ljótari grikk en þetta,eða þannig:

Jón er eflaust engum manni líkur,enda nógir til að greina frá því.Þó að hann sé hæfileikaríkur,hefur sjaldan borið mikið á því.

Inni er bjart við yl og söngSéra Hjálmar Jónsson sendiþessa vísu Þórðar Kárasonar fráLitla-Fljóti á Leirinn og telur hanaorta á Hveravöllum:

Nóttin vart mun verða löngvex mér hjartastyrkur.Inni er bjart við yl og söng,úti svartamyrkur.

Ólafur Stefánsson sagði vísurnarvera tvær og þá síðari svona:

Þessi bolli lífsins launljúf og holl mun bera,en elta rollur út um hrauneinn má skollinn gera.

KveðjaÞegar einn af kunningjumHákonar Aðalsteinssonar, skáldsog skógarbónda á Húsum, varðfimmtugur fékk hann þessakveðju frá vini sínum:

Kveðjur skulu vinum valdar,verðugt er að minnast dagsins.Nú skal hylltur hálfrar aldarhöfuðverkur samfélagsins.

Mælt afmunni fram

Hvert er markmiðið/tilgangurinn meðráðstefnunni?

Markmiðið er að kalla eftir norrænumáherslum og alþjóðlegum um öryggi og heilnæmimatvæla. Ráðstefnan mun gefa okkur miklivægayfirsýn með því að kalla eftir sjónarmiðumneytenda, matvælaiðnaðar og stofnana sem hafaeftirlit með leikreglum matvælaiðnaðarins.

Við viljum fara yfir stöðu Norður-landaþjóðanna á þessu sviði. Hvarstöndum við sem matvælafram-leiðendur í alþjóðlegu sam-hengi og hvernig tryggjum viðað Norðurlöndin verði áframí framvarðasveit þeirra semkeppa að sem mestu mat-vælaöryggi.

Hvað einkennir ráðstefnuna -þ.e. þau erindi sem þar verðaflutt?

Dagskráin ber það með sérað reynt er að ná til fæðukeðjunnar í heild sinni,frá haga til maga. Fyrirlestrar á ráðstefnunni eruólíkir um margt en í því felst einmitt sú yfirsýnsem ég nefndi áðan. Tökum dæmi:

Fulltrúi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar(WTO) mun ræða um reglur um fóður ogmatvæli.

Fulltrúi Efnahags- og framfarastofnunarEvrópu (OECD) fjallar um rekjanleika ífiskiðnaði.

Fulltrúi Matvælastofnunar Sameinuðuþjóðanna (FAO) fjallar um dýraheilbrigði ogfóðurgæði.

Fulltrúi Matvælastofnunar Bandaríkjanna(FDA) fjallar um þau matvæli sem á ensku erukölluð Functional Foods og þær reglur sem þauverða að lúta í matvælaframleiðslu.

Loks mun fulltrúi Alþjóða heilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) ræða um gildi neyslu-vatnsgæða við matvælaframleislu.

Á dagskrá ráðstefnunnar er úrval erlendra oginnlendra fyrirlesara. Erfitt er að velja nafn eðanöfn úr svo hæfum hópi en þó vil ég nefnaframkvæmdastjóra Matvælaöryggisstofnunar

Evrópu, Geoffrey Podger, semmun fjalla um öryggi matvæla

út frá áhættumati. Hannmun kynna störf og mark-mið stofnunarinnar. Einnigvil ég nefna Unni Kjernessem mun fjalla um traustneytenda á Norðurlöndumog Evrópu til matvæla. Hér

er um að ræða afarþýðingarmikla niðurstöðu

rannsóknarskýrslu sem nýtist jafntneytendendum sem matvælafram-

leiðendum.

Ef hægt er að tala um "hagnað" í sambandi viðsvona ráðstefnuhald - hver er þá hann fyrirÍsland?

Það leikur ekki vafi á því að vilji Íslendingarvera í forystu sem matvælaframleiðsluþjóð erokkur nauðsyn á að fylgjast grannt með erlendumstraumum og stefnum á þessu sviði. Hér erum viðað fá fyrirlestra þeirra sem best þekkja til. Þaðeykur skilning okkar og segir okkur hvar viðstöndum í erlendum samanburði. Norðurlöndinhafa með sér afar sterka samvinnu á mat-vælasviðinu sem mun endurspeglast í umræðunniog þeirri framtíðarsýn að Norðurlöndin séu íforystu hvað varðar örugga og heilnæma fæðu.

Allar nánar upplýsingar er að finna áheimssíðu ráðstefnunnar www.foodsafety.is

Ráðstefna um ÖRUGG OG HEILNÆM MATVÆLI - norrænar áherslur, verður haldiná hótel Nordica í Reykjavík dagana 14. og 15. október nk.

Eins og kunnugt er þá erumatvælaráðuneytin á Íslandi eru

þrjú; umhverfisráðuneyti,landbúnaðarráðuneyti og

sjávarútvegsráðuneyti. Þau hafastarfað vel saman á sviði matvæla.

Krafan um nákvæmlega þettaráðstefnusamstarf kemur fram á

norrænum vettvangi. Ráðstefnan erframlag Íslands á matvælasviði á

formennskuárií Norður-

landaráði. Ánorrænum

vettvangi erustarfandiembættis-

mannanefndirum landbúnaðog skógrækt,fiskveiðar og

matvæli.Fram til þessa

hafa þærstarfa nokkuðsjálfstætt enþað er viljimatvæla-

ráðherra Norðurlanda að nefndirþessar starfi þétt saman og

framtíðarsýnin er sú að nefndin verðieinungis ein. Sett hefur verið fram

ein sameiginleg verkáætlunnefndanna enda er þeim ætlað að ná

til fæðukeðjunnar í heild sinni fráhaga til maga. Samstarfið hefur

gengið vel við undirbúningráðstefnunnar og stuðlar að því aðgera íslenska kerfið skilvirkara meðsterkari og stærri einingum en nú er.

Bændablaðið fór á fund SigríðarStefánsdóttur, lögfræðings í

umhverfisráðuneytinu til að fræðastfrekar um matvælaráðstefnuna sem

hefst á fimmtudaginn.

Haraldur Benediktsson, formað-ur Bændasamtaka Íslands, er ný-kominn heim frá Bandaríkjunum þarsem hann var viðstaddur kynningu áíslensku lambakjöti í fjórum WholeFoods verslunum í Washington,ásamt Baldvin Jónssyni, fram-kvæmdastjóra Áforms, og SigurgeirSindra Sigurgeirssyni sauðfjárbónda.Sigurgeir Sindri og Sigurgeir Þor-geirsson, framkvæmdastjóri BÍ, voruásamt Baldvin líka í Austin í Texas áráðstefnu Whole Foods búðanna. Þarvoru yfirmenn verslunarkeðjunnarað ræða gerð staðla um aðbúnað ogmeðferð á dýrum sem er forsendaþeirra afurða sem þeir selja í sínumverslunum. Sigurgeir Þorgeirssonflutti erindi um íslenska sauðfjárræktog aðbúnað sauðfjár á Íslandi á ráð-stefnunni. Að henni lokinni fóru þeirtil Washington þar sem Haraldurkom til móts við þá. Sigurður Hallvar þá einnig kominn til að standafyrir kynningum á kjötinu í búðun-um. Þá tóku við kynningar á íslenskalambakjötinu og dreifing á geisla-diskum og bæklingum um íslensktsauðfé og íslenskt lambakjöt.

Haraldur sagði að það hefðiverið mjög gaman að fylgjast meðþegar Sigurður Hall og SigurgeirSindri gáfu fólki að smakka íslensktlambakjöt og sjá hversu vel fólki

líkaði kjötið.,,Þegar farið var að ræða við það

kom í ljós að sumir höfðu ekki hug-mynd um hvað eða hvar Ísland er,aðrir sögðust hafa heyrt þess getið ogsíðan var fólk sem vissi allt umlandið og fagnaði því að geta fengiðíslenskt lambakjöt. Mér þótti gamanað fylgjast með því fólki sem var aðsmakka íslenska kjötið í fyrsta sinnog sjá sælusvipinn sem færðist yfirandlit þess þegar það fann bragðið afkjötinu. Ein af Whole Foods verslun-um sem við komum í hefur selt

íslensk lambakjöt lengst verslana þarvestra. Þar upplifði maður alveg nýjahlið á þessu. Verslunarstjórinn varafskaplega hrifinn af íslenska kjötinuog sagði að í ágúst væri fólk farið aðspyrja hann um hvenær sölutímabiliðá íslensku lambakjötinu byrji. Íþessari verslun hittum við fólk semhafði keypt íslenskt lambakjöt árumsaman og sagðist ekki geta án þessverið eftir að sölutímabilið er hafið.Sumir báðu verslunarstjórann að látasig vita þegar sölutímabilið væri aðenda til þess að það gæti birgt sig upp

og keypt kjöt í frystinn. Einn við-skiptavinur bað verslunarstjórann aðtaka frá fyrir sig 10 lambalæri í loksölutímabilsins. Hún sagðist ekkigeta haldið veislu nema hafa íslensktlambakjöt og sagðist ekki bara haldaveislur frá ágúst til desember, húngerði það á öðrum tímum líka og þáyrði hún að eiga til íslenskt lamba-kjöt," sagði Haraldur.

Hann sagðist því hafa upplifaðgríðarlega stemningu fyrir íslenskakjötinu og mikinn velvilja hjá fólkiog að því þykir kjötið einstök vara.Haraldur segir kjötborðin og fram-setning kjötsins hjá Whole Foodsvera með ólíkindum glæsileg ogmiklu framar en við þekkjum hérheima.

Haraldur segist vera mjög bjart-sýnn á framhald útflutnings á ís-lensku lambakjöti til Bandaríkjanna.Hann segist líka sjá möguleika á aðselja fleiri íslenskar búvörur tilBandaríkjanna, eins og osta, smjör,skyr og fleira. Baldvin Jónsson hefurverið að ræða um sölu á þessumvörum við ráðamenn Whole Foodverslananna. Framhaldið ræðst mjögaf iðnaðinum hér heima, hvort hanner tilbúinn að fylgja þessu eftir.Haraldur trúir að það sé farvegurfyrir sölu á þessum vörum í Banda-ríkjunum og telur það mikið slys efmenn láta ekki á það reyna.

,,Ég er mjög bjartsýnn á fram-haldið eftir þess ferð. Maður ságlöggt hve mikið starf hefur veriðunnið og líka hversu mikið starf ereftir og alla þá möguleika sem erufyrir hendi til að auka söluna tilBandaríkjanna. Ég yrði ekki hissaþótt hægt verði að selja verulegtmagn til Bandaríkjanna eftir svo semeins og sex ár," sagði HaraldurBenediktsson.

Á myndinni t.v. eru þeir SiggiHall og Sigurgeir Sindri að ræða viðviðskiptavin um kosti íslenskalambakjötsins.

Haraldur Benediktsson, formaður BÍ fór til Bandaríkjanna til að fylgjast með sölu lambakjöts

Gaman að sjá hversu vel fólkilíkaði íslenska lambakjötið

Sigurgeir Sindri og Siggi Hall ræða við bandaríska konu um kostilambakjötsins.

Fjöldi merkra fyrirlesaraá ráðstefnu um matvæli

Page 8: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

8 Þriðjudagur 12. október 2004

Gæði íslenskra mjólkurvaraer sterkasta vörnin

Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði íávarpi við setningu Ostadaga að nú væru þrjú ár liðin frá þvísíðast var efnt til Ostadaga en þetta væri í 12. skiptið. Fyrstvoru Ostadagar haldnir árið 1982 og þá í húsakynnum Osta-og smjörsölunnar á Bitruhálsinum. Í þrjú síðustu skiptin hafaOstadagar verið haldnir í Perlunni.

Á liðnu ári tók stjórn OSS þá ákvörðun að haldaOstadaga annað hvert ár, en taka þátt í mjólkurvörusýningu íHerning á Jótlandi hitt árið og það ár sem mikil vélasýning erhaldin jafnhliða mjólkurvörusýningunni. Eins og glöggirlesendur Bændablaðsins muna þá sagði blaðið frá þátttökuíslensks mjólkuriðnaðar í sýningunni í Herning á liðnu ári.

Magnús sagði að sýning á borð við Ostadaga hefði afarjákvæð áhrif á ostagerð í landinu. "Neytandinn -ostaneytandinn - hefur hér tækifæri til að svala forvitni sinniog fær um leið aðgang að því fólki sem vinnur að framleiðsluá íslenskum ostum. Hér gefst tækifæri til að koma meðathugasemdir og ábendingar, skoða og smakka á því sem íboði er," sagði Magnús og bætti því við að hinn hefðbundnineytandi hefði mestan áhuga á miklum og jöfnum gæðum.Magnús sagði einnig að gæði íslenskra landbúnaðarvaraværu sterkasta vörnin í ört vaxandi alheimssamkeppni meðmjólkurafurðir.

Úrslit í ostadómum voru tilkynnt við setninguOstadaga í Smáralind. Hæstu einkunn ogheiðursverðlaun fékk Rjómamysuostur fráNorðurmjólk, 12,99 stig, en hæst eru gefin 15 stig.Friðjón G. Jónsson ostameistari tók viðverðlaununum fyrir hönd Norðurmjólkur. Í flokki fastra osta hlaut gullverðlaun Maribó fráMjólkursamlagi KS, Sauðárkróki, silfurverðlaunGauda 17% frá Norðurmjólk og bronsverðlaunMaribó kúmen 26% , einnig frá KS.Í flokki desertosta fékk RjómamysuosturNorðurmjólkur gull, silfurverðlaun Fetaostur íólífum frá Mjólkursamlaginu í Búðardal ogbronsverðlaun Mysingur frá Norðurmjólk.Í flokki annarra osta fékk gullverðlaun Gullgráðaostur frá Norðurmjólk og silfurverðlaunLúxusyrja frá Mjólkursamlaginu í Búðardal.Formaður dómnefndar var Geir Jónsson,

forstöðumaður Rannsóknarstofu Osta- ogsmjörsölunnar, og með honum í dómunum vorufimm mjólkurfræðingar.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendirFriðjóni G. Jónssyni ostameistara heiðursverðlaunfyrir Rjómamysuost frá Norðurmjólk.

Rjómamysuostur frá Norður-mjólk fékk hæstu einkunn

Á myndinni eru verðlaunahafar. F.v. Svavar Sigurðsson,Mjólkursamlagi KS Sauðárkróki, Jóhannes Hauksson,Mjólkursamlaginu Búðardal, Sævar Hjaltason, MjólkursamlaginuBúðardal, Friðjón Jónsson, Norðurmjólk, GuðmundurSigurjónsson, Norðurmjólk, Geir Jónsson, formaður dómnefndar,Hermann Jóhannsson, Norðurmjólk og Magnús Ólafsson, forstjóriOSS. Á myndinni t.v. hér fyrir neðan má sjá Brynleif Hallsson,Norðurmjólk, hampa osti en t.h. er Diddu sem tók lagið fyrir gesti áopnunarhátíð Ostadaga.

Ostadagar í Smáralind

Ágústa Andersen t.h. ogÞórunn Birgisdóttir,starfsmenn landbúnaðar-ráðuneytisins.

Page 9: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 14. september 2004 9

Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400

74-98 hestöflVendigírRafstýrt framdrif/mismunadrifslásHliðarpústLipur og knárGott aðgengi að vélarrýmiHagstætt verð

Valtra - þegar vanda skal valið.

Ný A-lína Glæsilegt útlit

Mest selda dráttarvélá Norðurlöndum

Dagur kvenna í dreifbýli verðurnú haldinn hátíðlegur í annaðskipti á Íslandi, í samvinnu Lif-andi landbúnaðar - grasrótar-hreyfingar kvenna í landbúnaðiog Kvenfélagasambands Íslands.Margvíslegar uppákomur, víttog breitt um landið, erufyrirhugaðar í tilefni dagsins.

Af hverju?Víða um lönd er 15. október

helgaður konum í dreifbýli. Mark-miðið er að gera dreifbýliskonursýnilegri, efla samstöðu þeirra inn-byrðis og ekki síður að sýnakonum í þeim löndum þar semstaða þeirra er verri, samstöðu oghvatningu.

Nokkrar staðreyndir:·Konur í dreifðum byggðum,

flestar bændur, teljast vera um 1.6milljarður.

·Konur framleiða að meðaltaliyfir helming allrar fæðu sem fram-leidd er í heiminum - og allt að80% t.d. í Afríku.

·Líf manna á jörðinni grund-vallast á möguleikum þeirra til aðfá nægilegt magn af hollum ognæringarríkum mat.

·Það hlýtur að vera sameigin-legt markmið að ALLAR mann-

eskjur á jörðinni fái nóg af hollumog næringarríkum mat.

·Eignarhald kvenna nær ein-ungis til um 2% lands og í vasaþeirra rennur aðeins 1% af arðilandbúnaðarins.

·Tveir þriðju hlutar ólæsra íheiminum eru konur.

·Fjöldi kvenna sem lifa undirfátækramörkum í dreifðum byggð-um hefur tvöfaldast frá árinu 1970.

Af þessu má sjá að það ermikilvægt að virkja enn frekar þáauðlind sem í konum í dreifbýlibýr, fela þeim meiri völd, gera þærsýnilegri.

Líffræðilegur fjölbreytileiki =matvælaöryggi

Yfirskrift alþjóðadags kvenna ídreifbýli að þessu sinni er: Líf-fræðilegur fjölbreytileiki er mikil-vægur fyrir matvælaöryggi. Íþessu samhengi er kastljósinubeint að líffræðilegum fjölbreyti-leika plantna- og dýrategunda semmikilvægum þætti í lífsbaráttumanna. Með því að verndamargbreytileika þeirra tegundasem notaðar eru í landbúnaðitryggjum við matvælaöryggi tillangs tíma auk umhverfissjón-armiða. Nú á tímum á líffræðilegurfjölbreytileiki undir högg aðsækja. Fátækt og alþjóðavæðingveldur því að víða er von umskammtímagróða látin ráða því aðfarið er yfir náttúrulegt burðarþolvistkerfa. Fjölbreytileiki tegundaer sums staðar kominn niður fyrirhættumörk.

Kvenkyns bændur eru reiðu-búnir til að halda áfram viðleitnisinni til að vernda líffræðileganfjölbreytileika á jörðinni. Þær eruvíða gæslumenn líffræðilegs fjöl-breytileika, og gegna mikilvæguhlutverki í landbúnaðarframleiðsluheimsins. Fyrir konur í van-þróuðum ríkjum er mikilvægt aðtileinka sér nútíma tækni, meðtilheyrandi þekkingu og þjálfun, tilað ná meiri og betri afköstum.Hvar er valdið og ábyrgðin nú umstundir? Í höndum framleiðendaog stjórnmálaleiðtoga? Hvaðahlutverki gegna kvenkyns bændur?Eiga þær ekki að hafa áhrif áframtíð matvælaframleiðslu, semþær nú þegar standa fyrir aðstórum hluta? Við, konur í drei-fbýli, viljum nota þetta tækifæri tilað varpa ljósi á mikilvægimatvælaöryggis í heiminum fyrirokkur og komandi kynslóðir. Viðviljum taka þátt í að tryggja þaðsem best.

Dagur kvenna í dreifbýli

Markmiðið er að geradreifbýliskonur sýnilegriog efla samstöðu þeirra

www.sveit.is

Page 10: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

10 Þriðjudagur 12. október 2004

,,Ég var með stúdentspróf semundirstöðu en hóf svo fjarnámið íleikskólakennarafræðum fyrirþremur árum og lýk því væntan-lega næsta vor," sagði SigríðurBjörk Marinósdóttir sem erfjögurra barna móðir, í samtali viðBændablaðið.

Hún sagði að þær þyrftu aðfara í Kennaraháskólann í Reykja-vík nokkrar vikur á ári en þess utanstundar hún sína vinnu á leikskólaog nýtir svo hverja lausa stund tilað læra. Námið fer að sjálfsögðufram í tölvu í gegnum netið.

,,Mér líkar afskaplega vel viðfjarnámið og mæli hiklaust með aðfólk nýti sér þennan möguleika.

Það er frábært að geta verið heimaen samt stundað nám í ákveðnumgreinum. Fjarnám er mjög heppi-legt fyrir þá sem ætla að ljúkakennaranámi, þroskaþjálfanámieða leikskólakennaranámi, svodæmi séu tekin. En sá sem fer ífjarnám þarf mikinn sjálfsaga.Hættan á að gefa eftir þegar enginnrekur á eftir er fyrir hendi, endahefur orðið nokkurt brottfall í fjar-námi á leikskólabraut hér á landi.Mín regla í þessu sambandi ereinföld, þegar ég er ekki að vinnaþá er ég að læra," sagði SigríðurBjörk Marinósdóttir.

Langaði að læra meiraSigríður Björk Gylfadóttir

lýkur leikskólakennaranámi í voren þær nöfnur hafa fylgst að ínáminu. Hún er líka með stúdents-próf sem undirstöðumenntun. Húnvar spurð hvað hafi hvatt hana tilað fara í þetta nám.

,,Mig langaði bara að haldaáfram að læra.Ég byrjaði ung aðeiga börnin mín og þegar því varlokið þá ákvað ég að fara í frekaranám. Síðan kom annað inn ímyndina. Ég er kúabóndi en fékk

allt í einu ofnæmi fyrir kúm þannigað ég varð að finna mér eitthvaðannað að gera en maðurinn minnsinnir kúnum. Ég mun því íframtíðinni vinna sem leik-skólakennari," sagði SigríðurBjörk Gylfadóttir.

Hún segir að sér hafi líkaðfjarnámið afar vel. Þetta hafi veriðerfitt, erfiðara en að sækja skóladaglega. Sá sem fari í fjarnámþurfi að vera vel skipulagður oghafa sjálfsaga. Öðru vísi gangiþetta ekki.

Nöfnur að ljúka leikskóla-kennaranámi í fjarnámi

Fjarnám nýtur sívaxandi vinsælda meðal fólks á öllum aldri álandsbyggðinni. Sumir hefja nám frá grunni, aðrir rifja upp ogsumir bæta við fyrra nám sitt. Meðal þeirra sem eru í fjarnámi ívetur eru nöfnurnar Sigríður Björk Gylfadóttir í Steinsholti ogSigríður Björk Marinósdóttir í Þrándarholti í Skeiða- ogGnúpverjahreppi. Þær eru báðar að ljúka leikskólakennaranáminæsta vor.

Gréta Ingvarsdóttir,Deildartungu í Borgarfirði

Verklegu námskeiðinbetri en fyrirlestrarnirGréta Ingvarsdóttir frá Deildar-tungu í Borgarfirði sótti eitt afhinum nýju tveggja daga nám-skeiðum um rafrænt bókhald -rafræn samskipti í notkun ádkBúbótar forritinu. Hún sagði ísamtali við Bændablaðið að sérhefði líkað námskeiðið mjög vel.

,,Ég hafði áður farið á einsdags fyrirlestrarnámskeið umnotkun á forritinu. Það er hinsvegar allt annað og betra þegarmaður fær að koma með sína tölvuog gögn með sér og vera að í tvodaga heldur en hlýða bara áfyrirlestra. Það er allt annað að fáað gera hlutina sjálfur heldur enhlusta á aðra segja frá hvernig eigiað fara að," sagði Gréta.

Hún segist vera búin að verameð gamla Búbótar forritið frá þvíárið 1994 var búin að ná þokka-legum tökum á því en samt sé þaðsvo að fólk bæti alltaf einhverjuvið sig með því að fara á nám-

skeiðin. Þegar hún fékk forritiðfyrst byrjaði hún að fara á nám-skeið og fór svo að vinna með það.Síðan fór Gréta á annað fyrir-lestranámskeið og þá fyrst segisthún hafa getað spurt sér til gagnsþví þá hafi hún vitað hvað sigvantaði vita.

,,Aftur á móti þykir mér leið-beiningabókin sem fylgir forritinuekki mjög spennandi enda þóttforritið sé gott. Hins vegar get égalveg játað það að mér finnst ekkigaman að vinna á tölvu en reyni aðvinna með forritið eftir bestu getuog að afla mér nauðsynlegra upp-lýsinga til að auðvelda mérverkið," segir Gréta Ingvarsdóttir.

Ásta F. Flosadóttir frá Höfða I í Grýtubakkahreppi

Besta námskeiðið semég hef farið á

,,Þetta var besta dkBúbótnámskeiðið sem ég hef farið á. Éger með kandidatspróf frá Hvann-eyri og þar lærðum við á gamladkBúbót forritið. Ég fór svo ánámskeið í fyrra og þá var þettaallt orðið nýtt fyrir manni endabúið að breyta öllu kerfinu. Eftirþað fór ég að færa bókhaldið fyrirföður minn í dkBúbót. Ég lenti svosem ekki í neinum miklum erfið-leikum sem ekki var hægt að leysameð símtali. Ég ákvað svo að faraá framtalsnámskeiðið og hafðimjög mikið gagn af því. Ég varbúin að gera eina skattaskýrslu,skila henni og fá athugasemdir fráskattinum. Þar var um Búbótar-

villu var að ræða sem þurfti aðlaga en ég vissi ekki hvernig égætti að fara að því. Það var svosýnt á námskeiðinu og allt gertklárt í tölvunni minni fyrir næstaár. Ef ég hefði haldið áfram ánþess að fara á námskeiðið þá hefðiég lent í umtalsverðum erfið-leikum. Það eru ýmis smáatriði

sem ekki er að finna í leið-beiningunum sem ég kunni ekki enlærði á námskeiðinu," sagði ÁstaFlosadóttir, Höfða í Grýtubakka-hreppi, en hún er ein þeirra semsótt hafa hin nýju dkBúbótarnám-skeið.

Hún segir það ómetanlegt að fáað koma með tölvuna sína með sérog vinna með eigin gögn eins ogboðið er upp á á tveggja daganámskeiðunum. Hún bendir á aðþegar verið er að setja upp fyrirfólk ímynduð dæmi þá sé það

aldrei það sama og að vinna meðsínar tölur og pappíra.

Ásta segist vinna þannig vinnuað tölvunni hennar er vel haldiðvið, vírusvarnir uppfærðar reglu-lega. Hún segir það hafa veriðáberandi hve margar tölvur voru íólagi þegar komið var með þær ánámskeiðin. Það þurfti að hreinsaþær og setja upp vírusvarnirþannig að þær yrðu nothæfar.

,,Bara það að fagmenn komitölvum manna í lag á námskeiðun-um er ómetanlegt. Það eru engarsmá upphæðir sem það kostar aðfara með tölvur til sérfræðinga efeitthvað er að. Námskeiðið var tilfyrirmyndar, það besta sem ég heffarið á," sagði Ásta F. Flosadóttir.

Haukur Suska, Hvammi II Vatnsdal

Ætlar aftur á námskeiðHaukur Suska, Hvammi II í

Vatnsdal, fór á tveggja daga nám-skeið um dkBúbót forritið semhaldið var á Blönduósi á dögunum.Hann hafði ekki reynslu af fyrir-lestranámskeiðunum.

,,Ég hafði ekki unnið meðþetta forrit áður og þótti nám-skeiðið ótrúlega gagnlegt. Maðurfékk mjög persónulega þjónustuþví ekki var um fyrirlestraform aðræða heldur verklegt nám. Maðurþurfti að vinna ákveðin verkefnisem kennararnir lögðu fyrir og íframhaldinu gátum við svo fariðað vinna í okkar eigin bókhaldi.Þar fengum við fulla þjónustu ogstuðning frá kennurunum og þvínýttist tíminn sérstaklega vel.

Þarna var hver með sína tölvu ogfólk var komið mislangt í að notaforritið. Sumir voru komnirnokkuð langt en aðrir alveg aðbyrja og því fékk hver aðstoð ísamræmi við kunnáttuna," sagðiHaukur.

Á námskeiðinu á Blönduósivoru nokkrir sem höfðu farið áfyrirlestranámskeiðin og höfðumenn á orði að verklega nám-skeiðið væri miklu betra.

,,Mér líst vel á dkBúbót forritiðsem er eins og allir vita sniðið aðbúrekstri og mér þykir ágætt aðnota það. Ég er staðráðinn í að faraá næsta námskeið sem haldið verð-ur á Blönduósi eða nágrenni,"sagði Haukur Suska.

Impra, nýsköpunarmiðstöð Iðntækni-stofnunar á Akureyri, auglýsir nú eftirumsóknum um styrki úr verkefninu Ný-sköpun í starfandi fyrirtækjum -Árangur í verki. Umsóknarfrestur er til15. október. Verkefnið hefur það aðmarkmiði að styðja lítil og meðalstórfyrirtæki á landsbyggðinni í öllum at-vinnugreinum til að byggja upp þekk-ingu og færni í nýsköpun ogmarkaðssókn.

Unnið verður með þátttökufyrirtækjum í

8-12 mánuði að úrbótum og þróunnýrra lausna til sóknar á núverandiog nýjum mörkuðum með aðstoðhæfra ráðgjafa. Sérstök áherslaverður lögð á kerfisbundna upp-byggingu ferla, nýsköpun í verki,aukna færni á sviði nýsköpunar ogmarkaðssóknar, uppbyggingu þekk-ingar og árangur í verki og bættanárangur í rekstri

Stuðningur við fyrirtækin, semverða fyrir valinu, er til kaupa á 23 ráðgjafa-

dögum og getur numið allt að 500.000kr. gegn jafnháu framlagi styrkþega.

Nánari upplýsingar um verkefniðog umsóknareyðublað er að fá hjáSigurði Steingrímssyni, verkefnis-stjóra Impru, Glerárgötu 34, 600Akureyri.

Sigurður sagði í samtali viðBændablaðið að mikil ásókn væri í þástyrki sem Impra veitir á lands-byggðinni og alls ekki hægt að verða

við öllum þeim óskum sem berast. Hann

segist ekki hafa tekið það saman hve margarumsóknir berast sem ekki er hægt að verðavið en þær skipti tugum. Sama væri hvaðaverkefni um er að ræða, hvort heldur það erfrumkvöðlastigið eða stuðningur viðstarfandi fyrirtæki eins og hér er verið aðauglýsa. Hann segir að áberandi margarumsóknir berist varðandi vöruþróun ístarfandi fyrirtækjum og langt frá því aðhægt sé að verða við þeim öllum.

Þeir styrkir sem tilheyra landsbyggðinnivoru fyrst veittir í ársbyrjun 2003 og vorufjármagnaðir af byggðaáætlun.

,,Það er engin spurning að það er sýni-legur árangur af þessum fyrstu styrkveit-ingum á landsbyggðinni. Sömuleiðis erubundnar væntingar við verkefni sem enn erekki lokið. Ég tel þó ekki rétt að ætla aðmæla árangurinn fyrr en að tveimur til þrem-ur árum liðnum," sagði Sigurður.

Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum - árangur í verki

Sýnilegur árangur af fyrstu styrkveitingunum

Sigurður

Rafrænt bókhald - rafræn samskipti í notkun á dkBúbótar forritinuMarinósdóttir er til vinstri en Gylfadóttir til hægri.

Bjóða áætlunarferðirmilli Egilsstaða og

Akureyrar yfirvetrartímann

SBA-Norðurleið hefur ákveð-ið að bjóða upp á áætlun-arferðir milli Egilsstaða ogAkureyrar yfir vetrartímann.Fulltrúar fyrirtækisinskynntu þessar fyriráætlanir áfundi á Hótel Héraði í dag.

SBA-Norðurleið hefurannast áætlunarakstur milliEgilsstaða og Akureyrar aðsumarlagi mörg undanfarin áren vetrarþjónusta verður nú íboði í fyrsta sinn. Ferðir verðasex daga vikunnar, þ.e. brott-farir frá Egilsstöðum á þriðju-dögum, fimmtudögum, föstu-dögum og sunnudögum og fráAkureyri á mánudögum, mið-vikudögum, föstudögum ogsunnudögum. Frá þessu ergreint á heimasíðu AusturHéraðs

Page 11: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 11

lækkar kólesteról

Benecol – fyrir þá sem vilja lækka kólesterólBenecol er bragðgóður, náttúrulegur mjólkur-drykkur. Hann er ætlaður þeim sem vilja lækka kólesteról, en of hátt kólesteról er einn af stærstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Benecol hefur slegið í gegn erlendis og er nú framleitt af Mjólkursamsölunni.

Vísindalega staðfest virkni BenecolsFjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum áratugum á áhrifum plöntu-stanólesters, hins virka efnis í Benecol, á magn kólesteróls í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla þess leiði til verulegrar lækkunar kólesteróls (sjá línurit).

Áhrif BenecolsTil að ná hámarkslækkun nægir að drekka eina 65 ml flösku á dag og má þá reikna með allt að 15% meðaltalslækkun kólesteróls þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Mælanleg áhrif koma fram á nokkrum vikum eftir að neysla hefst, en kólesteról hækkar aftur sé neyslu hætt.

Benecol fæst í tveimur bragðtegundum, með appelsínu og jarðarberjum, og er selt í kippum sem innihalda sex flöskur.

inniheldur plöntustanólester sem

-2 0 2 4 6 8 10 12 14200

210

220

230

240

250

tími (mán.)

)ld/g

m(lór etse ló k

rannsóknartímiFyrir Eftir

Á 12 mánaða tímabili lækkaði kólesteról um 15% í hópi fólks sem fékk stanólester

Heimild: Miettinen o.fl., New England Journal of Medicine, 1995; 333:1308-12.

án stanólesters

með stanólester

nýjung

Framleitt með einkaleyfi frá

Hin svokallaða kálæxlaveikihefur verið til umfjöllunar aðundanförnu. Þótt veikin sé ekkialveg ný af nálinni hérlendis og sé,að því er best er vitað, bundin viðafmörkuð svæði á Suðurlandi, þáer full ástæða til þess að bregðasthart við og koma í veg fyrir að húnberist inn á ný svæði og helst aðútrýma henni. Engin lyf eru þekktsem vinna á veikinni og hún leggsteingöngu á jurtir af krossblómaætt(t.d. fóðurkál, gulrófur, næpur ogýmsar káltegundir), en þar geturhún valdið stórfelldu tjóni. Einsog áður hefur komið fram þá erstarfandi nefnd sem vinnur að þvíað draga úr útbreiðslu veikinnar.Nefndin hefur lagt áherslu á aðbændur bregðist vel við og grípi tiltiltækra ráða til þess að vinna gegnveikinni.

En hvað er hægt að gera? Þaðer einkum tvennt sem kemur tilgreina. Annars vegar að loka sýktulandi með grasrækt og rækta þargras í næstu 8– 0 árin. Hins vegarað koma í veg fyrir að smit berist íósýkt land.

Varðandi fyrra atriðið þá hefurnefndin lagt áherslu á að lokasýktu landi með grasrækt, endahafa bændur brugðist vel við oghafa margir nú þegar lokað sýktulandi þar sem veikinnar hefurorðið vart. Þetta hefur í för með sértalsverðan kostnað og hefur Bjarg-

ráðasjóður brugðist vel við ogtekið þátt í þeim kostnaði.

Hvað síðara atriðið varðar þáer margt sem þarfa að hafa í huga.Kálæxlaveikin er sveppa-sjúkdómur. Sveppurinn semveikinni veldur leggst á ræturplantna af krossblómaætt og dreg-ur frá þeim næringu. Hann fjölgarsér með dvalargróum sem lifaárum saman í jarðvegi. Þau berastsíðan með mold og ýmsu öðru semþau komast í snertingu við og getaeinnig borist með vatni. Til þess að

varna útbreiðslu sveppsins (dvalar-gróanna) er margt að varast. Ífyrsta lagi þarf að þrífa öll tæki,verkfæri og vélbúnað vel eftirnotkun í landi þar sem grunur erum kálæxlaveiki. Þá þarf að varastað mold úr sýktu landi berist meðskóm eða verkfærum. Einnig skalvarast að rækta og flytja plöntur(kálplöntur, trjáplöntur og annað)af sýktu landi á svæði þar semveikin er óþekkt. Við þrif átækjum, búnaði og öllu öðru semborið getur smit úr sýktum jarð-

vegi þarf að gæta þess að þvotta-vatnið renni strax í burtu, án þessað það berist inn á ræktunarlandiðog að smit úr því komist í jarðvatnræktarlandsins. Helst þarf þvotta-aðstaða að vera þannig að vatniðfari sem fyrst út í farveg sem skilarþví til sjávar.

Tekið skal fram að kálæxla-veiki er hættulaus þeim sem neytaplantnanna, skaðinn felst eingönguí uppskerurýrnun/-bresti á viðkom-andi tegund og því að nýjarplöntur/svæði nái að smitast.

Hin svokallaða kálæxlaveikier ekki það eina sem þarf aðvarast, ýmislegt annað smit geturborist með óhreinindum og jarð-vegi. Full ástæða er til þess aðminna einnig á reglur um varnirgegn búfjársjúkdómum.

Framleiðsla og sala á gróður-mold á ekki að eiga sér stað úrsýktri mold. Einnig þarf að koma íveg fyrir að smit berist á ósýktsvæði með hvers kyns for-ræktuðum plöntum, sem seldar erueða gefnar til áframhaldandiræktunar.

Auk þess að minna á þrif átækjum. sem fara á milli bæja eðaúr sýktu landi á ósýkt á sama bæ,þá skal minnt á að við sölu ánotuðum landbúnaðartækjum ættiþað að vera ófrávíkjanleg regla aðþrífa og sótthreinsa tækin áður enfarið er með þau til sölu.

Bændur og verktakar, setjiðaldrei óhrein tæki í sölu, helst ættiað sótthreinsa þau að þvottiloknum. Vélasalar og aðrir semtaka við notuðumlandbúnaðartækjum ogvinnuvélum til sölu, takið aldreivið óhreinum tækjum, gerið kröfuum að þau komi til ykkar velþvegin og helst sótthreinsuð.Verktakar og aðrir sem fara meðtæki á milli svæða ættu að þrífa ölltæki og áhöld vel eftir vinnu áhverjum stað.

Sú spurning hefur vaknað hvermuni bera ábyrgð ef smit berstsannanlega með tilteknum hættiinn á ósýkt svæði, svo sem meðnotuðum tækjum sem seld eru ámilli manna, með tækjum ogáhöldum sem fylgjaverktakavinnu, með plöntum eðagræðlingum sem seld eru, eða meðöðrum rekjanlegum hætti. Tekiðskal fram að á þetta hefur ekkireynt, en óhjákvæmilega vaknaspurningar sem þessar. F.h.nefndarinnar /ÁS

Varnir gegn kálæxlaveikiTæki skal þrífa og loka þarf landi

Á rótum fóðurkálsins má sjá hvernig kálæxlaveikin er að búa um sig. Ljósm. ÁS

Page 12: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

12 Þriðjudagur 12. október 2004

Árið 2001 markaðssetti MSvörulínuna Skyr.is hérlendissem náði strax gríðarmiklumvinsældum meðal neytenda.Hafa vinsældirnar farið stig-vaxandi og stefnir í að árið 2004verði metár í sölu á Skyr.is.

Skyr.is er unnið með vinnslu-aðferð sem byggist á sérstakrisíunaraðferð sem gefur skyrinumýkt og eykur nýtingu prótína.

Skyr.is er tilbúið til neyslu ogannað útálát er óþarft. Skyr.is fæstnú í sjö mismunandi bragð-tegundum, þar af er ein hrein ogtvær án viðbætts sykurs. Hægt erað fá Skyr.is í 170 g dós og 500 gdós og fylgir með 170 g dósinniskeið svo hægt sé að njóta þesshvar og hvenær sem er.

Skyr.is er 99,8% fitulaust endaunnið úr undanrennu eins og annað

skyr. Þó er það næstum rjóma-kennt og veitir góða saðningu. Þaðer því tilvalið megrunarfæði. Fyrirutan að vera fitusnautt þá erSkyr.is prótínríkt eins og annaðskyr. Í ofanálag gerir fyrrnefndsíunaraðferð það að verkum að hinhollu mysuprótein varðveitast íSkyr.is en síast ekki frá eins og ívenjulegu skyri. Eru mysuprótínum fjórðungur prótínanna í Skyr.is

og þar með er Skyr.is ein auðug-asta uppspretta mysuprótína ínáttúrulegu formi sem völ er á.Mysuprótín eru vinsæl meðallíkamsræktarfólks og þykja hafamargvísleg heilsusamleg áhrif,meðal annars á ónæmiskerfið.

Hinar miklu vinsældir Skyr.ishafa einnig náð út á skyndi-bitamarkaðinn og hafa verið settirupp svokallaðir BOOZT-barir áþremur stöðum í Reykjavík; íKringlunni, World Class Spöng-inni og Laugum. BOOZT saman-stendur af Skyr.is og ávöxtum semhrært er saman með klaka. Margireru farnir að gera skyrdrykkiheima fyrir sem byggjast áBOOZT-drykkjum og á þessiþróun sinn þátt í auknumvinsældum Skyr.is.

Skyr.is er framleitt hjá Mjólk-urbúi Flóamanna Selfossi en salaog dreifing er í höndum Mjólkur-samsölunnar.

Skyr.is hefur náðmiklum vinsældum

Grunnskóla- ogstjórnsýsluhúsbyggt að Borg í

GrímsnesiSveitarstjórn Grímsnes- ogGrafningshrepps hefur ákveðiðað byggt verði nýtt grunnskóla-og stjórnsýsluhús að Borg íGrímsnesi og að það verði tekiðí notkun 12. ágúst 2005. Þá umleið verður lögð af kennsla íLjósafossskóla.

Gunnar Þorgeirsson oddvitisagði í samtali við Bændablaðiðað hugmyndavinnu væri lokið ognú væru verkfræðingar og arki-ektar að bera saman bækur sínar.Sveitarstjórn hefur samþykkt aðsemja við Fasteign ehf. umbyggingu hússins á grundvellifyrirliggjandi gagna. Um verðurað ræða einkaframkvæmd og munGrímsnes- og Grafningshreppurleigja húsið af eigendunum.

Tvær nýjar rannsóknir sýna fram á aðmjólk hefur grennandi áhrif en hægt er aðhafa áhrif á offitu með því að taka inn kalksem flestir fá úr mjólkurafurðum.

Offita hefur aukist mikið síðustuáratugina og stöðugt fleiri tala umoffitufaraldur á heimsvísu. Hingað tilhefur athyglin einkum beinst að fitu ogkolvetnum en nú hefur athyglivísindamanna einnig beinst að kalkiog því jákvæða hlutverki sem þaðhefur.

Á ráðstefnu sem var nýlega haldiní Prag voru samankomnir 2.400vísindamenn til að fara yfir nýjusturannsóknirnar á offitu. Á meðal þeirrasem kynntu niðurstöður sínar á þessariráðstefnu var virtur danskurvísindamaður, Arne Astrup. Rannsóknhans sýndi fram á að kalk í mjólk ogmjólkurafurðum dregur úr upptökufitu í líkamanum. Fullorðinireinstaklingar með offituvandamál vorurannsakaðir og var þeim skipt upp ítvo hópa. Hóparnir fengu mismunandimatseðla sem þeir áttu að fara eftir,annars vegar með lágu og hins vegarháu kalkinnihaldi. Aðaluppsprettakalks í báðum hópum voru fitulitlarmjólkurafurðir. Athygli vakti aðupptaka fitu í líkamanum var minnihjá þeim sem neyttu kalkríkrar fæðu.

Í annarri rannsókn, semframkvæmd var af Michael B. Zemel íBandaríkjunum, var 32 einstaklingumskipt í 3 hópa sem fengu sama fjöldahitaeininga í fæðunni en mismikið afkalki úr fitulitlum mjólkurafurðum.Hópurinn sem fékk minnst af kalkiléttist um 6,4 kg, miðhópurinn léttistum 8,6 kg og sá hópur sem fékk mest kalkléttist um 10,9 kg. Rannsóknin stóð yfir í 24vikur.

Það liggja einnig fyrir aðrar rannsóknirsem gefa til kynna samhengi á milli neyslukalks og líkamsþyngdar. Þessar tværnýjustu rannsóknir eru áhugaverðar að þvíleyti að þær sýna fram á að áhrif kalks álíkamsþyngd eru meiri en áður hefur veriðtalið og vegna þess að fitulitlar

mjólkurafurðir hafa verið aðaluppsprettakalks.

Síðarnefnda rannsóknin sýndi ekkieinungis fram á að sá hópur sem neyttikalkríkustu fæðunnar léttist mest, heldur

leiddi hún einnig í ljós að sú fita sem hvarfvar magafita (kviðarholsfita) hjá samahópnum. Þetta er sú fitutegund sem talin erhættulegust þegar um er að ræða fitutengdasjúkdóma eins og til dæmis sykursýki afgerð 2. Fitutap af magasvæðinu var 19% hjáþeim hópi sem fékk minnst af kalki, 50,1%hjá miðhópnum og 66,2% hjá þeim hópisem neytti kalkríkustu fæðunnar.

Næringarfræðingar eru þegar farnir að

benda fólki á að drekka mjólk þegar þaðvill grennast. Að þeirra áliti er mjólk bestauppspretta kalks því úr henni getur maðurfengið mikið kalk, litla fitu og fáar kaloríur.

Kari H. Brugge, næringarfræðingur hjáGrete Roede AS, segir að þauráðleggi fólki, sem kemur til þeirraog vill grennast, að drekka mjólk.Enn fremur segir hún að þegar fólkvill léttast þurfi það að fækkakaloríum og einnig er mikilvægt aðhafa mikla fjölbreytni í fæðunniþannig að maður fái nægjanlegtmagn af vítamínum og steinefnum.Ef mjólkinni er sleppt, getur veriðerfitt að fá nógu mikið kalk. Þærrannsóknir sem framkvæmdar hafaverið núna undanfarið gefi fólki enneina ástæðu til að mæla meðmjólkurdrykkju.

Skýringar á grennandi áhrifummjólkurafurða:

Kalk hefur áhrif áumbreytingu á fitu og kaloríum.

Kalkið virðist minnkafituuppsöfnun í fitufrumunum þegarof mikil orka er til staðar.

Við orkuleysi hefur verið tekiðeftir að kalk örvar fitubrennslu.

Mikil kalkneysla virðist semsagt draga úr uppsöfnun á fitu ogörva fitubrennslu viðþyngdarminnkun.

Hæfileikar kalksins til aðviðhalda fitubrennslu, þrátt fyrirorkuskort, gefur til kynna mikilvægiþess að halda áfram að borðafitulitlar mjólkurafurðir ímegrunarkúrum.Kalk getur einnig myndað ógegndræp

sambönd í þörmunum með fitu og þannigdregið úr fituupptöku upp að vissu marki.

Mjólk inniheldur þar að auki önnurefni, svokölluð lífvirk peptíð, sem virðasteinnig hafa fituminnkandi áhrif.

Heimild: www.tine.noÞýtt af Landssambandi kúabænda,

október 2004.

Nýjar rannsóknir sýna framá að mjólk er grennandi!

Bestibænda-

vefurinn!Ert þú með vefsíðu þar sem

segir frá lífinu í sveitinni, þínu búieða bændafjölskyldu? Ef svo er þágetur þú tekið þátt í vefsíðukeppnium “besta bændavefinn 2004” þarsem vegleg verðlaun eru í boði -helgardvöl fyrir tvo á RadissonSAS!

Allir bændur og aðrir sem búaí sveit geta tekið þátt í keppninni.Keppt er í tveimur flokkum:

Mundu að frestur til aðtilkynna þátttöku rennur út 1.desember nk. svo það er nægurtími til vefsmíða eða til endurbótaá eldri vefjum! Úrslit verðatilkynnt miðvikudaginn 8.desember á vefnum bondi.is ogumfjöllun um keppnina og þá semtilnefndir voru birtist í jólablaðiBændablaðsins.

Eina sem þú þarft að gera tilað taka þátt í keppninni er aðsenda upplýsingar umheimasíðuna og hver sé höfundurhennar á netfangið [email protected].

Úrslit verða tilkynntmiðvikudaginn 8. desember ávefnum bondi.is.

Geitfjárræktarfélag Íslandsvill minna geitfjáreigendur á

aðalfund félagsins sem haldinnverður þann 5. nóvember nk.

kl. 14:00 í bókaherbergiBændasamtaka Íslands í

Bændahöllinni.

Fundarefni :- Venjuleg aðalfundarstörf.

- Niðurskurður geita samhliðaniðurskurði sauðfjár í

riðutilfellum.- Möguleiki á auknum rann-

sóknum á geitum vegna riðu.Formaður

Page 13: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 13

Bændablaðið kemurnæst út 26. október.

Tökum að ljúka ásjónvarpsmyndum Austurdal í

SkagafirðiTökur á mynd um Austurdal íSkagafirði eru á lokastigi. Kvik-myndatökulið fylgdi StefániHrólfssyni, gangnaforingja fráKeldulandi og mönnum hans ísmölun í 39. viku en áður hafðiverið myndaður uppreksturhrossa 17. júní og messa íÁbæjarkirkju í Austurdal umverslunarmannahelgi.

Það eru Árni Gunnarsson áSauðárkróki og Ingimar Ingimars-son, bóndi á Ytra Skörðugiliásamt Þorvarði Björgúlfssyni,kvikmyndagerðarmanni, semstanda að gerð myndarinnar.Teknar hafa verið upp um 12klukkustundir af efni úr dalnumog verður afraksturinn 30-40mínútna langur þáttur ætlaður tilsýningar í sjónvarpi. Aðstand-endur myndarinnar stefna þó aðfrumsýningu í Skagafirði ínóvember þegar myndin verðurtilbúin.

Austurdalur er einstöknáttúruperla og státar meðalannars af skógi vaxinni fjallshlíð í400 metra hæð yfir sjó. Merkigilmilli samnefnds bæjar og eyði-býlisins Gilsbakka og hrikaleggljúfur Jökusár Eystri gera það aðverkum að þetta landssvæði hefurverið einangrað og erfitt yfir-ferðar.

OG JERMIN STEINEFNI

Steinefnaskortur er dýr, steinefni eru ódýr. Fóðrun á steinefnum með beit verður öruggari með Jermin steinefnablöndunni og Microfeeder stein-efnaboxinu. Leitið upplýsinga.

www.fodur.is Sími 570-9800 Hentar fyrir nautgripi og hross.

Er tryggt að dýrin þín fá nóga tilfærslu steinefna?

Félagsmálaráð-herra gestur í

Garðyrkju-skólanum

Árni Magnússon félagsmála-ráðherra var gestur á miðviku-dagsfundi starfsmanna og nem-enda Garðyrkjuskólans áReykjum í Ölfusi á miðviku-daginn. Árni þekkir starf skól-ans mjög vel enda var hann for-maður nefndar sem vann aðskýrslunni "Háborg grænageirans", sem fjallaði um stöðuog framtíðarsýn skólans. Hannfagnaði mikilli aðsókn aðskólanum og sagði að það hefðikomið skýrt fram áríkisstjórnarfundi nýverið aðbyggt yrði upp á Reykjum líktog landbúnaðarráðherra hefurbeitt sér fyrir og er að vinna að.

Árni talaði einnig umhúsbréfamarkaðinn, atvinnumál,jafnréttismál og annað sem hanner að vinna að í ráðuneytinu meðsínu fólki. Fjölmargar spurningarvoru lagðar fyrir ráðherrann, semhann svarði mjög skýrt, m.a. ummálefni öryrkja, sameiningu sveit-arfélaga, vistun fanga á Sól-heimum í Grímsnesi, nýja áfengis-verslun hjá Esso í Hveragerði ogmargt fleira. Í lokin færðu starfs-menn og nemendur honum fullanpoka af íslensku grænmeti ogblómaskreytingu, sem nemendur áblómaskreytingabraut skólansunnu. Næsti gestur á miðviku-dagsfundi skólans verður SigurðurHelgason hjá Umferðarstofu,miðvikudaginn 13. október.

Árni Magnússon félagsmálaráð-herra, sem var leystur út meðfullum poka af íslensku grænmetiog blómaskreytingu eftir heim-sóknina í Garðyrkjuskólann. /MHH

Page 14: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

14 Þriðjudagur 12. október 2004

Hólaskóli hefur tekið að sérvistun á svokölluðu Knapa-merkjakerfi en þar er um aðræða stigskipt námsefni í hesta-mennsku til kennslu á grunn- ogframhaldsskólastigi svo og tilnámskeiðshalds á vegummenntaðra reiðkennara. Náms-efnið er byggt þannig upp að umer að ræða 5 stig sem þyngjasteftir því sem ofar er komið.

Markmið knapamerkja-kerfisins eru eftirfarandi:·Að auka áhuga og þekkingu á ís-lenska hestinum og hestaíþróttum. ·Að bæta reiðmennsku og meðferðíslenska hestsins.·Að auðvelda aðgengi að menntumí hestaíþróttum fyrir unga semaldna. ·Að bjóða upp á þroskandi námfyrir börn og unglinga í samvistumvið hesta og náttúru landsins.

Forsaga Knapamerkjakerfisinser í stuttu máli sú að ÍSÍ kom frammeð þá hugmynd 1998 að öll sér-sambönd innan vébanda þessstæðu að því að þróa námsefni tilnotkunar við kennslu í hesta-

mennsku. Þegar Átak í hestamennsku tók

svo til starfa um áramót 1999-2000var þetta eitt af þeim málum semstarfsmaður þess, Hulda Gústafs-dóttir, vann að í samvinnu viðHólaskóla og ýmsa aðra aðila semlögðu til faglega sérþekkingu,teikningar, hönnun og tilrauna-kennslu á námsefninu til að byrjameð. Má benda á t.d. að teikningarí námsefninu eru flestar eftir PéturBehrens, hönnun á merkjum ogútliti hjá auglýsingastofunni Tung-linu, tilraunakennsla og yfirlesturkennslugagna hjá Ingimar Ingi-marssyni og Magnúsi Lárussynisvo eitthvað sé nefnt.

Síðastliðna mánuði hefur veriðunnið að því að finna Knapa-merkjakerfinu varanlega vistuninnan skólakerfisins og hefurHólaskóli, eins og áður sagði,tekið það verkefni að sér og ráðiðtil þess Helgu Thoroddsen. Skól-inn mun meðal annars taka að séráframhaldandi þróun og útgáfu ánámsefni, prófum, og kennsluleið-beiningum svo og dreifingu, um-

sjón og utanumhald á þeim gögn-um sem fylgja þessu viðamikla,nauðsynlega og áhugaverðaverkefni.

Þróun Knapamerkjakerfisinsmun því haldast í hendur viðkennslu og námsefnisgerð á Hól-um bæði á fyrsta ári, leiðbeinenda-stigi þar sem nemendur skólansútskrifast með réttindi til að kennaá 1. og 2. stigi Knapamerkjakerfis-ins og á þriðja ári, reiðkennara-braut þar sem nemendur öðlastréttindi til að geta kennt öll 5 stigKnapamerkjakerfisins.

Nánari upplýsingar um Knapa-merkjakerfið er hægt að nálgasthjá Hólaskóla, sími 455-6300 eðaHelgu Thoroddsen, sími 863-4717.

Hólaskóli vistar Knapamerkjakerfið

Knapamerki 1. stigA

Knapamerki 2. stigA

Knapamerki 3. stigA

Knapamerki 4. stigA

Knapamerki 5. stigA

Fyrirspurnum eyðingu

minka og refaÞuríður Backman hefur lagt

fram fyrirspurn á Alþingitil umhverfisráðherra um störfnefndar um eyðingu minka ogrefa. Hún spyr hvort nefnd semráðherra skipaði um minka- og

refaveiðar hafi skilaðniðurstöðum, hvenær megi

vænta þess að tillögurnefndarinnar um aðgerðir tilað draga úr skaða af völdumrefa verði kynntar og hvort

auknu fjármagni verði varið tilþessa málaflokks til að koma

til móts við stóraukinn kostnaðsveitarfélaganna?

www.bondi.is

Það er ef til vill ekki fjarlægur draumurað íslenskir bændur framleiði og seljiíslenskt bygg á markaði. Nú eru flutt innárlega á bilinu 14,5 þúsund tonn aferlendu fóðurbyggi til landsins eníslenskir bændur framleiða á bilinu 7-8þúsund tonn á ári. Það sem af er þessu árihafa verið flutt inn til landsins rúm 8,5þúsund tonn samkvæmt tölum Að-fangaeftirlitsins.

Í byrjun september hittust ýmsir aðilartengdir kornrækt og ræddu þær leiðir semmögulegar eru til að selja íslenskt korn áinnanlandsmarkaði. Þar var ákveðið að Em-bætti yfirdýralæknis og Aðfangaeftirlitið út-byggju verklagsreglur um m.a. meðferðkornsins, innra eftirlit, flutning og meðferðvéla. Landbúnaðarráðuneytið hefur málið nútil umfjöllunar en reglurnar munu líta dags-ins ljós á næstu dögum að sögn ráðamanna.

Formaður BÍ vill efla möguleika áafsetningu korns og koma á virkum

markaðiÍ síðasta Bændablaði sagði Haraldur

Benediktsson, formaður Bændasamtakanna,að helsta verkefni í kornræktinni nú væri aðefla möguleika á afsetningu framleiðslunnarog koma á virkum markaði fyrir bygg tilfóðurs. Haraldur nefndi einnig að hægt væriað binda vonir við kornrækt til lyfja-framleiðslu. Þar væri í fararbroddi líf-tæknifyrirtækið ORF en það hefði þróaðaðferðir til að framleiða lyfvirk efni úr bygg-plöntunni og vinna til lyfjagerðar. Hvaðstarfsemi ORF áhrærir og þá möguleika semþar blasa við verður tíminn að leiða í ljós.

Hálmurinn hefur verið til ýmsa hlutanýtilegur, m.a. í svepparækt. Hann hefurvíða breytt húsvist í útihúsum, t.a.m. þarsem hann er notaður sem undirburður fyrirfé og kálfa. Þá er ótalin markaðssetning á ís-

lenska bygginu á manneldismarkað sem erað sækja í sig veðrið, sbr. sölu lífrænsræktaðs byggs frá Eymundi Magnússyni íVallanesi.

Innflutningsverð sveiflast í kringum 15 kr. á kg

Margir telja að við óbreytt ástand séóraunhæft að rækta korn eingöngu til aðselja inn í fóðurstöðvarnar. Í fyrra voru

margir bændur með umframbirgðir og sáumenn fyrir sér að geta selt umframmagn tilfóðursalanna og þeir miðlað því svo áfram.Úr því varð þó ekki.

Verðið er að sjálfsögðu afgerandi ensamkeppnin er erfið við innflutta kornið.Innflutningsverð á korni hefur sveiflast íkringum 15 kr. á kg en bændur hafa keyptþað á 19 kr. frá fóðursölum. Fóðursali semBændablaðið ræddi við benti einnig á að núværi minna notað af byggi í fóðurblöndurvegna hás heimsmarkaðsverðs. Stað-kvæmdarvörur, s.s. hveiti, maís og rúgur,væri valkostur sem gripið væri til við fóð-urblöndun við slíkar aðstæður. Byggið fernánast eingöngu í svínafóður, er ekki notað ífuglafóður og lítið í kúafóður.

Bændur þurfa að fá a.m.k. 20 kr. fyrir kg. ísinn hlut

Formaður Landssambands kornbænda,Ólafur Eggertsson, sagði við Bændablaðiðað ef fóðursalar byðu íslenskum bændum 14kr. á kg, komið til Reykjavíkur, þá væri þaðeinfaldlega of lágt. Þeir þyrftu að fá a.m.k.20 kr.á kg. fyrir fullþurrkað korn til þess aðgeta haft eitthvað upp í kostnað. "E.t.v. ættuÍslendingar að taka Norðmenn sér tilfyrirmyndar en þar er kornframleiðslanvernduð að nokkru leyti. Verð á innfluttukorni í Noregi er nú 12,16 kr. ísl. Þeirleggja á skatt sem nemur 7,08 kr. ísl. þannigað bóndinn fær 19,25 kr. ísl. fyrir hvert kílóinnlagt í fóðurstöð. Norskir bændur fáþannig um 6 kr. meira en bændur hér á landi.Fóðurinnflytjendur í Noregi verða að sækjaum vissan innflutningskvóta en sá kvóti fereftir því hvað bændurnir framleiða mikiðupp í innanlandsnotkun."

Ólafur telur óraunhæft að hækka inn-flutningsskatta sem myndu hækka kjarn-fóðurverð því ekki gætu allir bændur ræktaðkorn vegna mismunandi skilyrða. "Þessvegna ætti að greiða þeim bændum styrk,sem leggja korn inn í fóðurstöð, 6-7 kr. á kg.Þeir sem væru með gott umframkorn gætuþannig afsett sitt bygg og þess vegna aukiðkornræktina og haft af því tekjur. Ef viðgæfum okkur að bændur gætu selt 2.000tonn og fengju 7 kr í styrk á hvert kg er um14 milljónir að ræða. Heildarverðmæti fram-leiðslunnar yrði hins vegar um 40 milljónir.Það ætti ekki að vera vandi að koma meðaukið fjármagn í kornræktina með þessumhætti ef vilji væri fyrir hendi," segir Ólafur.

Kornræktin hefur breytt hugarfari bændaÞeir aðilar sem Bændablaðið ræddi við

um þróun kornræktarinnar voru allir sam-mála um að ræktunarmenningin hefði tekiðstórstígum framförum fyrir hennar til-stuðlan. Bændur hefðu margir hverjir náðverulegri færni í fóðrun sinna gripa og náðað auka afurðir með bættri fóðrun. Mennværu einnig að auka kjarnfóðurþáttinn ogfengju þannig aðra sýn á fóðrunina. Einn afstærstu kostum kornræktarinnar væri hinsvegar sá að bændur hefðu snúið sér ennfrekar að endurræktun og það væri mikilsvirði. Samhliða kornnotkuninni væru þeir aðfá orkuríkari og betri hey fyrir vikið. Þettaværi sú hagræðing sem bóndinn fengi hvaðmest út úr með því að rækta sjálfur sitt korn./TB

Von á sérreglum um meðferð á innlendukorni frá landbúnaðarráðuneyti

Er markaður fyriríslenskt bygg?

Page 15: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 15

Fjós eru okkar fag

Landstólpi ehf.

Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríkssons: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190

Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf- Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar

- Hafið samband - við mætum á staðinn

Weelink - fóðrunarkerfi

Ametrac - innréttingar í fjós

Promat og AgriProm - dýnur

Zeus og Appel - steinbitar

Dairypower - flórsköfukerfi

PropyDos - súrdoðabrjóturinn

Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur

Uno Borgstrand - loftræsting

Ivar Haahr - opinn mænir

Lynx - eftirlitsmyndavélar

Carfed - plastgrindur í gólf

Við óskum Kraftvélaleigunni til hamingju meðstærsta trjákurlara landsins, Vermeer BC 1000i

Sími 594 6000Akralind 2, 201 Kópavogur

Kraftvélaleigan bætir flotann

Gráðaostur er íslenska afbrigði Roquefort hinsfranska frá samnefndum bæ í Suður-Frakklandi.Nafn ostsins var fyrst lögverndað árið 1407 og erbundið við ost úr sauðamjólk sem látin er gerjast ínáttúrulegum kalksteinshellum Combalou viðþorpið Roquefort. Til eru heimildir um ostinn,skráðar af Plíníusi eldri (árið 23-79 e.Kr.) og þvítalið víst að Rómverjar til forna hafi þekkt hann.Einnig segir sagan að þegar Karli mikla hafi fyrstverið boðið að bragða hafi hann afþakkað en þegarhann loks lét tilleiðast hafi hann orðið afar sólginn í

hann. Árið 1939 var fyrst hafin framleiðsla ágráðaosti í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Þaðvar með hann eins og margar aðrar bragðmiklar ogsérstæðar fæðutegundir fyrr og síðar að ekki voruallir jafnhrifnir. Neyslan jókst þó smám saman, árfrá ári, og nú er svo komið að gráðaostur er talinnnær ómissandi þar sem ostar eru saman komnir áborð. Á seinni tímum hefur notkun hans ímatargerð aukist verulega, eins og til dæmis íeftirrétti, súpur, sósur og salöt.

"Þróunin er sú að kúabúum erað fækka og þau eru að stækka.Fjárþörfin er víða mjög mikil og þarhafa bankarnir verið að bjóða bænd-um ákveðnar lausnir. Lánasjóðurlandbúnaðarins hefur t.d. ekki veriðað lána kúabændum til kvótakaupasem er einn stærsti liðurinn ístækkun búa en það gera bankarnir.Við sjáum það fyrir okkur að stórubændurnir sem verða áfram í bú-skap muni færa sig í auknum mælitil bankanna með sín viðskipti. KB-banki hefur t.d. verið að bjóðabændum fjármögnun þar sem lánfrá Lánasjóðnum hafa verið greiddupp. Það er kominn skriður á þessimál og við finnum verulega hrey-fingu í þessa átt," segir Ingimundur.

Aðspurður sagðist Ingimundurekki geta gefið upp fjölda bændasem hefðu ráðist í þetta en það værie.t.v. hugmynd fyrir Hagþjónustulandbúnaðarins að kanna það í lokárs. Hann gæti hins vegar nefnt að áSuðurlandi væru nokkrir stórirbændur að fara þessa leið en þá ættihann við kúabændur sem stenfndu áyfir 300 þúsund lítra framleiðslu."Fjárþörfin er mjög misjöfn og hverbóndi er með sínar forsendur en þaðer ekki óeðlilegt að bóndi með 400þús. lítra framleiðslu skuldi um 100milljónir króna."

Veðrétturinn skiptir máliÁ það hefur verið bent að það

skjóti skökku við að Lánasjóðurlandbúnaðarins skuli lána eingönguá fyrsta veðrétti og taka þannigminni áhættu en þeir einkaaðilarsem á eftir koma. Þannig sé sjóð-urinn að bjóða betri kjör með því aðniðurgreiða vexti með skattfé. Þettahefur m.a. verið gagnrýnt en eins ogframkvæmdastjóri Lánasjóðsinsbenti á í síðasta Bændablaði er þettabundið í lögum sjóðsins.

"Við fáum náttúrlega ekki alltaffyrsta veðrétt. Það sem við erum núað bjóða nýtt eru hagstæðari íbúðar-

lán en áður hafa þekkst en bændumbjóðast þau eins og öðrum við-skiptavinum bankans. En til þess aðsvo megi verða þurfum við að hafafyrsta veðrétt og til þess að það sékleift þarf að greiða upp Íbúðasjóðs-lán og Lánasjóðslán því þeir sjóðireru báðir með veð í íbúðarhúsi ogjafnvel jörðinni sem slíkri," segirIngimundur.

En hvernig eiga bændur aðundirbúa sig þegar þeir vilja berasaman kjör hjá bönkunum?

"Búnarsamband Suðurlandsbýður bændum upp á mjög góðaráðgjöf um fjármál og það er best að

bændur leiti þangað til að reikna útsitt dæmi. Það þarf m.a. að huga aðgreiðslubyrði, kostnaði við skuld-breytingar og vaxtakjörum. Það eralltaf ákveðinn kostnaður við aðendurfjármagna lán og menn verðaað meta hvort þeir leggi út í þannkostnað til að fá lægri vexti í fram-tíðinni. Þegar bændurnir koma íbankann eru þeir gjarnan með árs-reikninginn og búrekstraráætlun ífarteskinu. Í kjölfarið fá þeir tilboðsem þeir fara með til Búnaðarsam-bandsins og bera saman viðástandið eins og það er. Búnaðar-sambandið uppfærir svo þá áætlunþegar tilboð um breytt lánafyrir-komulag liggur fyrir. Þá sér bónd-inn sína stöðu fyrir og eftir og geturtekið ákvörðun í framhaldinu.Bændur þurfa að lokum að spyrjasig hvar hag þeirra sé best borgið oggera ekkert nema að mjög velígrunduðu máli."

En sinnir bankinn sjálfurrekstrarráðgjöf til bænda?

"Öll rekstrarráðgjöf sem slík erá hendi Búnaðarsambandsins endaer það inni í þeirri þjónustu sembændurnir greiða fyrir. Á milliokkar og Búnaðarsambandsins ergóð samvinna og við þekkjumrekstrarþörf bænda almennt. Hjákúabændum eru þetta nokkuðþekktar stærðir, við vitum inn-komuna og gjöldin og það er ekkimikið um óvænta liði."

Hvað með þjónustugjöldin ogkvaðir þeirra sem koma nýir íviðskipti?

"Það gildir það sama um bænd-ur eins og aðra viðskiptamenn.Menn þurfa t.d. að vera með sínveltuviðskipti í bankanum annarshækka vextirnir úr 4,2% í 5,1% áíbúðarlánum. Það er í raun einakvöðin. Þeir sem koma inn ígreiðsluþjónustu gera samning umhvaða gjöld eigi að greiða og hvaðbóndinn eigi að leggja til á mánuði.Að öðru leyti eru viðskipti viðbændur ekkert frábrugðin þeim við-skiptum sem venjuleg heimili eruað gera nema þau eru stærri ísniðum."

Flas er ekki til fagnaðarIngimundur segir bændur dug-

lega að leita sér upplýsinga og sér-staklega sé það áberandi eftir aðnýju íbúðalánin komu til sögunnarnú í september. "Það á hins vegareftir að komast reynsla á þetta ogflas er ekki til fagnaðar í þessummálum - best er að ígrunda stöðunavel og nota þá ráðgjöf sem Búnaðar-sambandið býður upp á við aðreikna út stöðuna ef endurfjár-mögnun stendur fyrir dyrum," sagðiIngimundur Sigurmundsson, úti-bússtjóri KB- banka á Selfossi. /TB

“Við sjáum það fyrir okkurað stóru bændurnir sem

verða áfram í búskap munifæra sig í auknum mæli til

bankanna með sín viðskipti.KB-banki hefur t.d. verið aðbjóða bændum fjármögnun

þar sem lán frá Lánasjóðnumhafa verið greidd upp. Það er

kominn skriður á þessi málog við finnum verulega

hreyfingu í þessa átt,” segirIngimundur.

Í síðasta Bændablaði var rætt við Guðmund Stefánsson, framkvæmdastjóraLánasjóðs landbúnaðarins, um breytt landslag á lánamarkaði. Í fram-haldinu ræddi blaðið við Ingimund Sigurmundsson, útibússtjóra KB-banka á Selfossi, um sömu málefni og hann spurður um viðskipti við

bændur út frá sjónarhóli bankamannsins

Bændur færa sigí auknum mæli til

bankanna

Níðsterkar fötur • Endingarbetri túttur • Auðveld þrif • Minnivinna • Fást nú hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi.

Munið einnig hinar frábæru Cow Comfort básamottursem sameina bæði mikil gæði og gott verð.

Elvar Eyvindsson - Skíðbakka 2S: 487-8720, 899-1776 - Tölvup.: [email protected]

Látið mjólkurbarinn létta störfin!

Page 16: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

16 Þriðjudagur 12. október 2004

Á árunum 1960 til 1964 varnokkurt magn veitt af álum áÍslandi til útflutnings. Stóð JónLoftsson að skipulögðum veiðum.Síðar stóð Samband íslenskra sam-vinnufélaga að álaveiðum. Álarnirsem komu frá Skaftárhreppi þóttumeð þeim stærstu og magnið mik-ið, sbr. mynd nr. 1. Bændur höfðuaukatekjur af þessum veiðum áþeim tíma. Fyrir um 9 árum vareinnig gerð tilraun til skipulegraálaveiða á Íslandi. Nú eru margirsem veiða ála fyrir sjálfan sig þarsem mörgum þykir reyktur állherramannsmatur.

Vegna versnandi afkomubænda var ákveðið árið 1991 af at-vinnumálanefnd Skaftárhrepps aðgera könnun á magni ála o.fl. ágömlu veiðisvæðunum til aðathuga hvort möguleiki væri aðhefja veiðar á þeim á ný. Þettaverkefni var eitt af fjórum semfjallaði um nýtingu á staðbundnumfiskistofnum í hreppnum. Eittverkefnið fjallaði svo um veiðar áglerál.

Valdir voru fjórir veiðistaðirfyrir verkefnið, þar af tveir staðirþar sem veitt var 1962 til saman-burðar. Þeir staðir voru Fitjarflóð íLandbroti og Steinsmýrarflóð íSyðri-Steinsmýri í Meðallandi.Bæði þessi vatnasvæði eru meðtært vatn og gott vatnsgegnum-streymi. Hinir veiðistaðirnir voruVíkurflóð í Efri-Vík í Landbroti ogMjóásvatn í Norðurhjáleigu, íÁlftaveri. Þessi vatnasvæði erumeð gruggugt vatn og lítið gegn-umstreymi og verða volg á góðumsumardegi þegar sólin skín.Bændur á veiðisvæðunum lögðu tiltæki og vinnu sem hjálpaði mikiðvið framkvæmd verkefnisins.

Álagildrurnar, sem voru 8-10metra langar, voru hefðbundnarmeð tveimur endapokum ogleiðara á milli þeirra. Möskva-stærð í enda gildranna var 11 mm.Állinn kemur syndandi aðgildrunni með botni en syndir ekkiyfir gildruna heldur meðframhenni og lendir þá í endapokanum.Möguleiki er að vera með agn ígildrunum, t.d. saltfiskbút, en þaðvar ekki gert í þessu verkefni.

Kvarnir voru teknar og þæraldursgreindar á vegum Veiði-málastofnunar á Selfossi ásamtfæðu álanna.

Álar og silungar voru merktirog vonast var til að þeir fiskarveiddust aftur seinna af veiði-mönnum til mælinga, en þaðgerðist ekki.

Niðurstöður, FitjarflóðFitjarflóð var besta veiði-

svæðið í hreppnum 1961 til 1963og því gert skil hér, ásamt því aðþar veiddust flestir álarnir afveiðsvæðunum fjórum íverkefninu.

Meðalþyngd álanna var 350 gr,sá þyngsti var 950 gr og sá léttastivar um 50 gr. Þyngd ála er annarsmjög mismikil eftir veiðivötnum(gruggug eða tær vatnakerfi), sjámynd nr. 2.

Meðallengd var 57 sm, sá

lengsti var um 74 sm og stysti varum 30 sm.

Meðalholdastuðull, sem segirtil um hvað fiskurinn var feitur,var 0,166. Holdmesti állinn íFitjarflóði var um 0,27 en sárýrasti var 0,05.

Meðalaldur var 10,6 ár. Elstiállinn var um 16 ára, 770 gr aðþyngd og 72 sm að lengd. Yngstiállinn var um 5 ára, gildrurnarhéldu ekki yngri álum sem fóru ígegnum möskvann á gildrunum.

Meðalummál, mælt fyrir fram-an bakugga, var 10,5 sm. Minnstaummál var 6 sm en sá digrasti varmeð 17 sm.

Meðalveiði, þ.e.a.s. veiddirálar á hverja gildru eftir eina veiði-nótt, var 0.67 álar. Veiðisvæði erumisgjöful eftir vatnagerð, sjá myndnr. 3.

Litur. Álarnir voru flokkaðirmest í 9 litaflokka. Dekkstuálarnir voru yngstir eða 8,5 ára aðmeðaltali. Þeir ljósustu voru 12ára að meðaltali.

Þyngsti állinn sem veiddist áöllum fjórum veiðisvæðunum varum 1870 gr í Mjóásvatni. Hannvar einnig sá digrasti meðholdastuðulinn 0,29 og 86 sm álengd. En lengsti állinn semveiddist var 94 sm.

Aðalfæða álanna í Fitjarflóðivoru vatnabobbar, um 70%, jafntvar af hornsílum, rykmýlirfum ogþráðormum í fæðu álanna.

UmræðaAð mati undirritaðs þá ganga

þeir álar til sjávar sem fara aðnálgst holdastuðulinn 0,2, eru þeirþá að verða bjartálar, eftir um 12ár í ferskvatni. Þessa ála er best aðveiða áður en þeir ná til sjávar ogmá miða við að taka alla ála semeru þyngri en 400 gr og lengri en50 sm. Minni fiskur mætti vera

áfram í vatninu til vaxtar. Hér mábæta við að hængarnir fara minnitil sjávar en hrygnurnar, minnstibjartállinn sem veiddist var 42 sm.Þessar tölur eru svo breytilegareftir veiðivötnum.

Veiðin í Fitjarflóði í einagildru var um 30 kg alls frá 9. júlítil 30. ágúst. Hægt er að fá mikinnafla í veiðivötnum ef allur áll værihirtur og þá einungis í nokkur ár,vegna hættu á ofveiði eins oggerðist í Skaftárhreppi. Mestaveiði á dag í eina gildru var 0,67 íþessu verkefni en var 1962 um 7,0sem sýnir mikla minnkun á afla-

brögðum. Mikill munur er í veiði eftir

dögum. Þar kemur inn veðurfar,lofthiti, birta, gerð gildra o.s.frv.Best er að veiða sem næst útfallivatnsins til að ná ljósustu álunum áleið til sjávar. Þegar fer að haustaog dimma þá er mesta veiðin aföllum ál, sjá mynd 1.

Mikið sást af glerálagöngumáður fyrr í hreppnum og eru tilýmsar sögur um hann.

Á landinu öllu veiddist árið1961 17 tonn af ál, 1962 voru það13 tonn, 1963 voru það 10 tonn ogminna eftir það.

Handverk mannanna hafavaldið því að veiðisvæðum álahefur fækkað með framræslumýra, breytinga á árfarvegum,uppþurrkun svæða ásamt kólnandiveðurfari eftir 1960 o.s.frv. Þettahafði einnig áhrif á silung ogfugla. Til viðbótar má nefna aðsandfok í Skaftárhreppi hefur færtvatnasvæðin í kaf.

Undirritaður telur að fá veiði-svæði geti haldið uppi stöðugumveiðum til lengdar, þó að álarfinnist víða um land. Þá helst frásunnanverðu Snæfellsnesi og

austur fyrir Höfn í Hornafirði umSuðurland.

Að síðustu má nefna það aðmeðhöndlun á þessu dýra hráefniþarf að vera rétt eftir veiðar og viðslátrun svo að gæðin eyðileggistekki, en það er svo annar kafli út affyrir sig.

Trúlega er erfitt að treysta á ár-vissar glerálaveiðar á sama veiði-staðnum hér á landi vegna breyti-leika í straumum fyrir utanströndu, breytinga á vindakefumog veðráttu á landi.

Til er rit sem, sem fjallar nánarum þetta efni, það nefnist Ála-rannsóknir 1991 og er meðmörgum myndum og töflum. Þaðmá nálgast á skrifstofu Skaftár-hrepps, Kirkjubæjarklaustri hjáÓlafíu Davíðsdóttur.

Heimild; Jón Gunnar Schram. 1991.Álarannsóknir 1991. AtvinnumálanefndSkaftárhrepps Vestur - Skaftafellssýsluog Fjölbrautaskóli Suðurlands. 59 bls.

Fjölrit.

Höfundur: Jón Gunnar Schram,fiskeldisfræðingur.

S. 551 2005

Állinn hrygnir íÞanghafinu um 5000 kmvið austurströnd Mið-Ameríku. Seiðin berast tilEvrópu með Golfstraumn-um sem tekur um 3 ár.Þegar til Evrópu er komiðhafa glerálaseiðin náð 6-8cm lengd og ganga þá upp í

ferskvatn. Þar dvelst állinní fleiri ár sem fer eftir þvíhvaða lífskilyrði eru fyrirhendi, t.d. hiti og fæðu-framboð. Elsti áll í þessuverkefni í Skaftárhreppi varum 16 ára gamall íferskvatni en 19 ára í raunmeð dvöl í hafi sem gleráll.

Hér í þessu ritkorni er baratalað um aldur í ferskvatni.

Eftir glerálatímabilið íhafi hefst uppvaxtartíma-bilið í ferskvatni og erállinn þá kallaður guláll.Þegar állinn hefur náð full-um þroska þá breytist liturhans og hann verður hvítur

á magann og dökkur ábakið, eins og lax, og er þákallaður bjartáll. Bjartáll-inn gengur til sjávar áhaustin til hrygningar íÞanghafinu og er þá verð-mætari vegna feitleika sínsen guláll.

Á leið sinni í Þanghafið

étur állinn ekkert þvímeltingafærin hverfa en ístað þeirra þroskast kyn-færin. Þess vegna verðurállinn að vera vel feitur þvíað fituforðinn verður aðduga honum alla leið fráÍslandi. Hrygnurnar erustærri en hængarnir. Állinn

andar með tálknum í vatnien á landi lokar hanntálknunum og andar þá meðhúðinni. Dæmi er um að állhafi farið í einum áfanga 8km milli vatna í blautu grasiog eru förin eftir hann einsog eftir reiðhjól. /JGS

Álaveiðar í Skaftárhreppi,Vestur-Skaftafellssýslu

0100200300400500600700800900

1000

Þyn

gd

,gr

Meðalþyngd 350 583 297 951

Fitjarflóð Víkurflóð Steinsmýrarfl Mjóásvatn 0

0,1

0,2

0,3

0,4

0,5

0,6

0,7

0,8

Ála

r á

gild

ru e

ftir

ein

n d

ag

Meðalveiði 0,67 0,16 0,44 0,14

Fitjarflóð Víkurflóð Steinsmýrarfl Mjóásvatn

Mynd 2. Meðalþyngd er mjög breytileg eftir vatnagerð. Minnstameðalþyngdin er í tveim vötnum með tæru vatni.

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

Þyn

gd

, kg

Afli, kg á mán. 12 149 477 882 1.664 494 216

Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv.

Tilraunaveiðar á ál í Skaftafellssýslu.

Kjartan Halldórsson t.h. ogSteingrímur Matthíasson meðreyktan ál á milli sín. Fyrir ofan þáer álagildra eins og Kjartan lánarbændum. Þessar gildrur lét hannsmíða í Kína.

Mynd 1. Þróun álaveiða í Fitjarflóði 1962. Veiðin eykst þegar það ferað skyggja en minnkar svo með meiri kulda.

Mynd 3. Afli er mismikill eftir gerð vatnakerfa. Fitjarflóð ogSteinsmýrarflóð eru með tært vatn en hin með gruggugt vatn.

Page 17: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 17

Eskimo Trading ehfbýður viðar Kamínur á

ótrúlega góðu verði,aðeins kr. 37.900.

Fjórir litir, hurð,öskuskúffa og toppur

eru þó í öllum tilfellumsvargrá. Takmarkað

magn af reykrörum til álager. Sendum út á

land. Gsm 821 6920Hs.554 2913

Sölustaðir Höfn Hornafirði: Gsm. 691 0231

Ísafjörður: Rörtækni Sími 456 3345

Landskeppnismalahundafélags Íslands

Keppni verður haldin í Dalsmynni í Villingarholtshreppi hegina 30.-31 oktober n.k. Laugardagsmorgunin 30. hefst keppni kl. 11.00 á

unghundum. Úrslit hefjast kl. 13.00 á sunnudag.

Skráning í símum 483-1362 Skúli, 486-5526 Ingvar og 893-2985Hilmar.

Með von um góða þátttöku. Mótshaldarar

Alls bárust 37 tillögur fyrir 54.landsþingið og hafa þær veriðsendar formönnum allra hesta-mannafélaganna og hægt er aðnálgast þær á heimasíðunni LH.

Alþjóðlegar keppnisreglurJón Albert Sigurbjörnsson,

formaður LH, sagði í samtali viðBændablaðið að viðamesta mállandsþingsins yrði án vafa tillaga

stjórnar sambandsins um að takaupp alþjóða keppnisreglurnarFIPO. Þær keppnisreglur gilda ámótum íslenska hestsins erlendisen hér á landi hafa gilt aðrarreglur. Jón Albert segir að þettamuni þýða töluverðar breytingar ámótum hér heima án þess að hægtsé að tala um einhverja kú-vendingu. Íslensku reglurnar hafaverið að nálgast FIPO reglurnar og

því tímabært að taka skrefið tilfulls og vinna þetta í alþjóðlegusamstarfi.

Á landsþinginu verða kynntarniðurstöður nefndar sem hefurunnið að tillögum um skipu-lagsbreytingar á sambandinu.Sömuleiðis verða kynntar hug-myndir stjórnarinnar að nýjuskipuriti. Þá verða kynnt drög aðstöðlun fyrir landsmót og Ís-landsmót hestamanna. Menn hafadeilt um landsmótsstaðina en meðþessum stöðlum mun það liggjaljóst fyrir hvað mótsstaðirnir þurfaað uppfylla til að fá að haldamótin.

Aukin umsvifJón Albert segir að á undan-

förnum árum hafi umsvif LHaukist mjög og að þau muni haldaáfram að aukast. Velta LH hefurstóraukist og er orðin yfir 30milljónir króna. Tekin hefur veriðupp skráning reiðleiða sem unniner í samstarfi við Vegagerðina ogLandmælingar. Það hefur sér-stakur starfsmaður verið í þvíundanfarið í hlutastarfi. Nú stend-ur til að skipa reiðveganefndir íhverju umdæmi Vegagerðarinnartil þess að tengja betur samanstarfsemi LH og starfsemina semfram fer í hverju umdæmi Vega-gerðarinnar.

Þetta telur Jón Albert að verðiviðamestu mál þingsins en aðsjálfsögðu verða fjölmörg önnurmál til umræðu og afgreiðslu.

54. landsþing LH á Selfossi29. og 30. október

Lagt til að alþjóðakeppnis-reglurnar FIPO verðiteknar upp hér á landi

Sérkjör • Útgjaldadreifing • KB Netbanki • Eigin þjónustufulltrúi • Persónutryggingar • Viðbótarlífeyrissparnaður • Fasteignalán • Afurðalán • Innkaupakort • Fjármögnun til kvótakaupa

NO

NN

I O

G M

AN

NI

IY

DD

A /

sia

.is

/ N

M1

33

47

HEILDARFJÁRMÁLAÞJÓNUSTA FYRIR BÆNDUR

Ný þjónusta hjá KB banka sérsniðin fyrir önnum kafna bændur.

Láttu okkur sjá um þín fjármál svo þú hafir betri yfirsýn yfir reksturinn og fjármál fjölskyldunnar.

Hafðu samband við næsta útibú og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig og þína.

Landsþing Landssambands hestamannafélaga, hið 54. í röðinni,verður haldið á Selfossi dagana 29. og 30. október nk. í boðihestamannafélagsins Sleipnis. Rétt til þingsetu eiga 145 þingfulltrúarfrá 46 hestamannafélögum. Landssamband hestamannafélaga (LH)eru heildarsamtök 48 hestamannafélaga með um átta þúsundfélagsmenn. Stjórn sem kjörin er á landsþingi fulltrúahestamannafélaganna og framkvæmdastjóri sinna daglegum rekstrisambandsins.

Frá síðasta landsmóti

Page 18: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

18 Þriðjudagur 12. október 2004

Það hvarflaði ekki að LárusiStefánssyni, þar sem hannbograði í skólagörðunum fyrirnokkrum árum, að hann ættieftir að gerast garðyrkjubóndi.

Honum fannst ekki einu sinnigaman í garðræktinni. Síðarvann hann í mörg ár í Áburðar-verksmiðjunni í Gufunesi ogsvo voru hann og kona hans,

Stefanía Bjarnadóttir,bústjórar á kjúklingabúi Móa íHvalfirði. "Ég hafði bara séðgrillaða kjúklinga fram að því,"segir Lárus kíminn. Óhræddvið ný og ókunnug verkefniréðust þau hjón í kaup ágarðyrkjubýlinu Reykjaflöt íHrunamannahreppi og fluttuþangað í fyrra. "Okkur langaðimikið upp í sveit," segir Lárusum ásæðu þessa, "og við erumsvo sannarlega komin í góðasveit. Hér er gott mannlíf,fjölbreytt félagslíf, krakkarniránægðir í Flúðaskóla og elstadóttirin í ML. Hér er mikilsamvinna og samhjálp meðalgarðyrkjubænda. Það eru allirkollegarnir boðnir og búnir aðleiðbeina okkur og liðsinna ogsvo fáum við líka frábæraþjónustu ráðunauta."

Á Reykjaflöt eru papríkur ogchillipipar ræktað inni en út eruræktaðar gulrætur, púrra,vorlaukur, icebergsalat, rautt salatog sætar kartöflur. Jarðhiti er ástaðnum og fyrri eigandi hafðilagt hitalagnir á 70 cm dýpi undirstórum garði. Hægt er að plægjayfir þeim. Vegna þessa var hægtað setja út gulrætur 1. apríl og

uppskera snemma.Lárus segir full snemmt að

segja til um afkomu búsins. "Viðseljum bara á því verði sem okkurer skammtað og höfum nánastekkert um að það segja.Möguleikar okkar liggja í því aðskapa okkur sérstöðu og gera ekkibara það sama og allir hinir. Viðerum t.d. í ræktun á vorlauk ogeinu innlendu framleiðendurnir.Við köllum þessa tegundGunnlauk," segir Lárus og bætirvið:"Við vorum svo heppin aðfinna hana Gunn og fá til starfahjá okkur, þar fáum við bæðifagþekkingu og dugleganliðsauka." Gunn M. H. Apelander frá Noregi en búsett á Flúðum."Ég er garðyrkjuhagfræðingur,"segir hún, "og er mjög ánægðmeð að vinna hér. Nú er égloksins farin að nota menntunmína en ekki bara að tínatómata." Gunn segir mikinn fenghafa verið að komu norskssérfræðings, Kari Aarekol, semhefur komið hingað til landsþrisvar í ár og kynntgarðyrkjubændum bættargeymsluaðferðir, ræktun nýrrategunda og afbrigða ogillgresiseyðingu. /Soffía.

Lárus Stefánsson garðyrkjubóndi með stórar gulrætur úr volgum garðinum. Bændablaðsmyndir: Soffía.

Lárus Stefánsson á Reykjaflöt

“Möguleikarokkar liggja í þvíað skapa okkursérstöðu og geraekki það samaog allir hinir”

Andri Þórarinsson, nágranni frá Reykjadal, fékk að máta sæti ökumanns.Þóra Sædís Bragadóttir, í Reykjadal, og Stefanía Bjarnadóttir garðyrkju-bóndi pökkuðu púrrulauk.

SigríðurBjarnadóttir frá

Hólsgerði íEyjafirði

Fékk viður-kenningu fyrir

viðskipta-áætlunin á

fyrsta lands-byggðanám-

skeiðinu,,Þessi viðskiptaáætlun mín ereiginlega viðskiptaleyndar-mál ennþá og því get ég ekkisagt þér enn sem komið er útá hvað hún gengur," sagðiSigríður Bjarnadóttir fráHólsgerði í Eyjafirði. Húnfékk viðurkenningu fyrirgóða viðskiptaáætlun á fyrstalandsbyggðarnámskeiðiBrautargengis sem haldið varí fyrra.

,,Málið er að ég hef gengiðmeð ýmsar hugmyndir í koll-inum og þar á meðal þessa við-skiptaáætlun og hafði veriðmeð hana í huga í nokkur ár.Síðan dreif ég mig á þetta nám-skeið þar sem ég fékk aðstoðvið uppsetningu áætlunarinnarog ýmislegt í tengslum við hanasem var afar gagnlegt. Það varIMPRA Iðntæknistofnun semhélt þetta Brautargengisnám-skeið sem var fyrsta lands-byggðanámskeiðið. Við vorummeð fjarfundabúnað og þaðvoru líka hópar á Egilsstöðumog Ísafirði á námskeiðinu. Viðhittumst eina helgi í upphafi ensíðan vorum við á sitt hvorumstaðnum," sagði Sigríður.

Námskeiðið gekk út á aðgera viðskiptaáætlanir fyrirhvað sem er, það var ekkert sér-stakt þema þar í gangi. Það varmjög ólíkt margt af því semkonurnar tóku fyrir. Sumar voruþá þegar komnar með fyrir-tækjarekstur og unnu út frá þvíen aðrar voru með hugmyndirsem þær útfærðu.

Sem fyrr segir vill Sigríðurekki skýra frá því að svo komnuút á hvað verðlaunaáætlunhennar gengur en sagðist getaskýrt frá henni að ári. Það litlasem upp hjá henni fékkst var aðhún fjallaði um ræktun ogverslun. Hún segist ætla aðfylgja áætluninni eftir og þaðtengist því fyrst og fremst aðskapa sér tekjur og halda áframbúsetu í Hólsgerði.

,,Námskeiðið var mjöggagnlegt og áhugavert og mjöghnitmiðað sett upp. Ég mælimeð þessu námskeiði við allarkonur enda er menntun orðinmikill áhersluþáttur í þjóðfélaginútímans og sem betur fer býðstokkur landsbyggðafólki þessikostur líka,” sagði Sigríður.

Page 19: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 19

BBÚÚJJÖÖRRÐÐ ÓÓSSKKAASSTTFjársterkur aðili óskar eftir að kaupa

nautgripabújörð í fullum rekstri, ekki væriverra ef önnur búhlunnindi fylgdu jörðinni.

Tilboðum skal skila inn til afgreiðsluBændablaðsins fyrir lok október merkt:

Bújörð 5349.Frekari upplýsingar fást í síma 856-2704.

Tveir góðir aðstoðarmenn voruað störfum nýverið í tilraunagróð-urhúsi Garðyrkjuskólans á Reykj-um en það voru þær Rebekka Sifog Jóhanna Rut en þær eru báðarsex ára og voru í fríi í skólum sín-um vegna verkfalls kennara. Re-bekka Sif er í skóla í Þorlákshöfnog er dóttir Gunnþórs Guðfinns-sonar, starfsmanns skólans, og Jó-hanna Rut er í skóla í Hveragerðiog er dóttir Arndísar Eiðsdóttur,sem er einnig starfsmaður skólans.Þær aðstoðuðu foreldra sína við aðflokka tómata í tilraunagróður-

húsinu og stóðu mjög vel í þvíhlutverki. Hver veit nema þær eigieftir að stunda nám í Garðyrkju-skólanum og vinna við fagið íframtíðinni.

Rebekka Sif (t.v.) og Jóhanna Rut að störfum í tilraunagróðurhúsiGarðyrkjuskólans. Bændablaðsmynd/MHH

Góðir aðstoðarmenn í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans

Dóha-viðræðurnar um aukiðfrelsi í heimsviðskiptum eru

hafnar á ný á grundvelli sam-komulags sem tókst í lok júlí um

ramma fyrir áframhaldandisamningaumleitanir. Haldnir

hafa verið samningafundir umlandbúnað og viðskiptareglur og

í fyrradag stjórnaði StefánHaukur Jóhannesson, sendi-

herra Íslands í Genf, fundisamninganefndar WTO um

markaðsaðgang fyrir iðnaðar-vörur (NAMA). Þetta kemur

fram í Stiklum, Vefriti við-skiptaskrifstofu utanríkis-

ráðuneytisins.

Samstaða um að tryggjahagsmuni þróunarríkja

Stefán Haukur segir megin-verkefnið að auka verulega frelsi í

heimsviðskiptum og á sama tímaað tryggja sérstaklega hagsmuni

þróunarríkja. Aðildarríki WTO eru 147

talsins. Öll aðildarríkin eiga mikiðundir niðurstöðu Dóha-við-

ræðnanna og þar sem aðstæðurþeirra eru mjög mismunandi hafa

þau ólík viðhorf og markmið."Helsta verkefni framundan er að

greina mismunandi kröfur ogaðstæður aðildarríkjanna. Síðan

þurfum við að finna jafnvægi milliþeirra markmiða, sem mismun-andi ríki og ríkjahópar hafa, og

þess svigrúms sem er til að komatil ná þeim markmiðum," sagði

Stefán Haukur. "Niðurstaða Dóha-viðræðnanna getur haft veruleg

áhrif í þá átt tryggja aðstæður fyriráframhaldandi hagsæld og

aukningu í heimsviðskiptum. Tilþess að ná árangri þá þurfa ríkinað vera tilbúin til að skoða nýjar

hugmyndir og lausnir."StefánHaukur segir að einlægur vilji hafi

komið fram á fundinum til aðvinna áfram á grundvelli ramma-

samkomulags frá því í júlí. Á fundi um viðskiptareglur

sem haldinn var í síðustu viku varmeðal annars fjallað um ríkis-styrki í sjávarútvegi, en Ísland

hefur barist gegn slíkum styrkjumþar sem þeir ýta undir ofveiði og

offjárfestingu, skekkja sam-keppnisstöðu og stuðla að óskyn-samlegri nýtingu auðlindarinnar.

Rammasamkomulagið frá júlíRammasamkomulagið um

áframhald Dóha-viðræðnanna,sem náðist í júlí, gerir m.a. ráð

fyrir að hæstu tollar á vörur, aðraren landbúnaðarvörur, lækki meira

en lægri tollar. Samið verðursérstaklega um afnám tolla á

vörur, sem eru þróunarríkjunummikilvægar, en ekki hefur verið

ákveðið um hvaða vöruflokkaverður að ræða. Ennfremur er gertráð fyrir að þróunarríki hafi meiri

sveigjanleika en iðnríki til aðviðhalda tollum.

Hvað varðar landbúnað er gertráð fyrir að heimildir aðildarríkja

til að styrkja landbúnað eftirleiðum, sem teljast framleiðslu-

tengdar og markaðstruflandi, verðilækkaðar um 20% strax við

gildistöku hugsanlegs samnings.Enn á eftir að semja um hversu

mikil lækkunin verður á heildinalitið. Samkomulag náðist um af-

nám útflutningsstyrkja fyrirákveðin tímamörk sem samið

verður um síðar. Gert er ráð fyrirað heimildir til að leggja á hæstutolla í landbúnaði lækki meira en

heimildir til að leggja á lægri tolla.Ákveðið svigrúm verður fyriraðildarríki til að lækka tolla á

svokallaðar "viðkvæmar vörur"minna en tolla á aðrar vörur á

sama tíma og gengið er út frá þvíað tollkvótar verði rýmkaðir í því

skyni að auka markaðsaðgangfyrir búvörur í heimsviðskiptum.

Dóha-viðræðurnar um aukið frelsiheimsviðskiptum eru hafnar á ný

Bændablaðið kemurnæst út 26. október.

Samtal viðbændur

Boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Átaksverkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli, Bændasamtök Íslands og Síminn í samvinnuvið búnaðarsambönd boða til funda með bændum. Fundarefni er hagnýting

upplýsingasamfélagsis í þágu dreifbýlisins. Kynnt verða netforrit Bændasamtakanna,þar á meðal huppa.is - gagnagrunnur fyrir kúabændur. Farið verður yfir nýjustu stöðu ágagnaflutningsneti Símans í dreifbýlinu. Einnig verða hagstæð tilboð til þeirra sem kom

á fundina. Bændur eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri, eiga samtal um upplýsingasamfélagið

og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Framsögumenn á fundunum verða: Árni Gunnarsson og Einar Einarsson fráUpplýsingatækni í dreifbýli, Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar

Bændasamtaka Íslands og Gunnar Magnússon, vörustjóri á Talsímasviði hjá Símanum.

14október

Hyrnan íBorgarnesi

fimmtudaginn 14.október kl. 10.00

14október

Vogaland íKróksfjarðarnesifimmtudaginn 14.október kl. 15.00

16október

FélagsheimiðVíðihlíð V-Hún.laugardaginn 16.október kl: 10:00

14október

Birkimelur áBarðaströnd

fimmtudaginn 14.október kl. 21.00

21október

MiðgarðurSkagafirði,

fimmtudaginn 21.október kl: 10:00

21október

Híðarbær,Hörgárbyggð

fimmtudaginn 21.október kl: 14:00

21október

Ídalir, Aðaldalfimmtudaginn 21.október kl: 20:30

21október

Hótel Norður-ljós, Raufarhöfnföstudaginn 22.október kl: 10:00

22október

Kaupvangur,Vopnafirði,

föstudaginn 22.október kl: 15:00

22október

Ekkjufell áHéraði,

föstudaginn 22.október kl: 20:30

15október

FræðslumiðstöðVestfjarða á Ísa-firði föstudaginn15. okt. kl. 10.00

15október

GrunnskólinnHólmavík

föstudaginn 15.október kl: 17:00

Upplýsingatækni í dreifbýli þakkar eftirtöldum aðilum stuðning við verkefnið:KB banki, RARIK, ESSO, KS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Síminn,

Verkefnið um upplýsingasamfélagið , Bændasamtök Íslands.

Page 20: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

20 Þriðjudagur 12. október 2004

Nr. 767/2004

AUGLÝSINGum ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið 2005.

Landbúnaðarráðherra hefur í samræmi við ákvæði 3. gr.reglugerðar nr. 524/1998 um útflutning á kindakjöti, með síðaribreytingum, ákveðið að til að hljóta undanþágu frá útflutningsskylduskuli fjöldi vetrarfóðraðra kinda vera að hámarki 0,64 á hvert ærgildigreiðslumarks á því lögbýli, sem undanþegið kann að vera. Undanþága þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2005 og skalmiða talningu á fjölda sauðfjár við sannreynda talningubúfjáreftirlitsmanns sem framkvæma skal fyrir 15. apríl 2005.

Auglýsing þessi er sett í samræmi við reglugerð nr. 524/1998, umútflutning á kindakjöti með síðari breytingum og með heimild í 6.mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og söluá búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.Auglýsingin kemur í stað auglýsingar nr. 722 frá 23. september2003.

Landbúnaðarráðuneytinu, 24. september 2004.

F. h. r.

Ólafur Friðriksson.Atli Már Ingólfsson.

Upphaf nýs framleiðsluárs erþegar mjaltaskeiðinu lýkur oggeldstaðan tekur við. Margt af þvísem við gerum í geldstöðunni oglýtur að hirðingu og fóðrun hefurmeiri eða minni áhrif á hvernigkúinni vegnar að því er varðarvæntanlegan burð, framleiðslu,heilbrigði og frjósemi á komandimjólkurskeiði.

Hvað á geldstaðan að vera löng?Geldstöðutíminn hjá íslenskum

kúm er mislangur. Bóndinn á ogverður að stýra hve lengi hver kýrstendur geld. Einkum tvo þættiþarf að leggja til grundvallarákvörðun á lengd geldstöðunnar;aldur kýrinnar og holdafar.Eðlileg lengd geldstöðu er 6-9vikur. Sex vikna geldstaða á íflestum tilvikum að duga fyrireldri kýr sem eru í eðlilegum hold-um. Feitar kýr ættu ekki að standalengur geldar en 6-7 vikur.Magrar kýr og 1. kálfs kvígurþurfa heldur lengri geldstöðu eða 8- 9 vikur. Sé geldstöðutíminn ofskammur kemur það niður áafurðum á næsta mjólkurskeiði.

Hvers vegna geldastaða?Geldstaðan er mikilvægur og

nauðsynlegur tími fyrir kúna tilundirbúnings komandi mjólkur-skeiði. Á þessum tíma endurnýjastýmsir mikilvægir vefir líkamans,einkum í júgrinu og á þessum tímafer fósturvöxturinn að segja til sínfyrir alvöru. Geldstaðan er ekki,,afslöppunartími" heldur á hún aðvera markviss og skipulegur undir-búningstími fyrir komandi mjólk-urskeið.

Hvernig er heppilegast að fóðra ígeldstöðunni ?

Ýmsar kenningar hafa veriðuppi um hvernig heppilegast sé aðstanda að fóðrun síðustu vikurnarfyrir burð. Í seinni tíð er hin al-menna regla, studd töluverðumfjölda rannsókna; - að kýrnar séumarkvisst fóðraðar til að mætaþörfum til viðhalds og fóstur-þroska og að þær haldi svipuðumog jöfnum holdum síðustu 6 - 8vikurnar fyrir burð. Sjá töflu 1.

Í geldstöðunni eiga gripirnirhvorki að fitna né leggja af.

Það er alls ekki æskilegt aðmegra of feitar kýr og kvígur ígeldstöðunni.

Ekki er heldur æskilegt að fitaeða bæta hold magurra gripa.

Of sterkt eldi fyrsta kálfskvígna á þessum tíma getur einnigvaldið óþarflega miklum fóstur-vexti og burðarerfiðleikum semfylgifisk.

Rétt undirbúningsfóðrunkvígna, jafnt sem eldri kúnasíðustu tvo mánuði meðgöngunnarer því gríðarlega mikilvæg.

Séu kýrnar ekki í eðlilegumeða réttum holdum í upphafigeldstöðu er orðið of seint aðgrípa til aðgerða. Þessvegnaættu bændur að meta holdafarallra sinna gripa á miðju mjólk-urskeiðinu (150 dögum eftirburð) og nýta seinni hluta þesstil að stýra holdafarinu á réttabraut m.t.t. geldstöðunnar fram-undan.

Undirbúningfóðrun fyrir burðÞegar nær dregur burði, t. a. m.

síðustu 2-3 vikur gelstöðunnar þarfað hefja aðlögun kúa, jafnt sem 1.kálfs kvígna, að því fóðri sem þæreiga að fá um og eftir burðinn.Þetta gildir jafnt um heyfóður semkjarnfóður. Fóðurumskipti nálægtburði ber að varast. Fóðurað-lögunin snýst um að byggja upprétta örveruflóru í vömbinni og

aðlaga tegundasamsetningu hennarþví fóðri sem mjólkurframleiðslaná að byggja á. Þannig tryggjumvið stöðugt gróffóðurát. Eftireinhliða gróffóður seinni hlutamjólkurskeiðs og fyrri hlutageldstöðunnar þarf að venjagripina kjarnfóðri. Kjarnfóðurað-lögunin má ekki verða of ör. Góðviðmiðun er að byrja ekki fyrr en ífyrsta lagi 3 vikum fyrir burð, -gefa lítið framan af en aukadagsgjöfina jaft og þétt síðustudagana fyrir burð. Hagnýt við-miðun getur verið að dagleg kjarn-fóðurgjöf um burð nemi þriðjungiþess sem mest verður gefið á dageftir burð. Muna að taka tillit tilþess að flestar kýr hafa yfir.

Snefilefni og vítamín Kvígur eru alla jafnan fóðraðar

nær eingöngu á heyfóðri stærstanhluta meðgöngunnar. Því má geraráð fyrir að almenn steinefna-,snefilefna- og vítamínstaða hjáþeim geti verið í knappara lagi umburð. Þetta getur líka átt við umeldri kýr. Hafi þær hinsvegar haftaðganga að saltsteinum eða fengiðalhliða bætiefnablöndu eða kjarn-fóður er staðan önnur. Undir-búningsfóðrun kvígna fyrir burðþarf því öðrum þræði að snúast umað tryggja þeim nægileg stein-,snefilefni og vítamín svo og að-laga þær kjarnfóðri.

Staða andoxunarefnaÁ síðustu vikunum fyrir burð

er mikilvægt að byggja upp styrks.k. ,,andoxunarefna" hjá kúm ogkvígum. Á þessum tíma verðamikil umskipti í efnaskiptunum ogálag á lifur stóreykst. Ef ekki er

rétt staðið að fóðrun er ávallt mikilhætta á að gripirnir fari að brjótaniður forðafitu. E-vítamín er eittvirkasta andoxunarefnið, sem verfitu gegn skemmdum af völdumþránunar. Erlendis er því víðaráðlagt að gefa kúm og kvígum alltað 1000 mg af E-vítamíni ágrip/dag síðustu tvær vikur með-göngunnar (1000 mg E-vítamínsamsvara 1000 A.E (alþjóða-einingar)).

Selen / Vítamín E gefið fyrir burðÞessi mikilvægu næringarefni

vinna jafnan saman og eru nefnd ísamhengi. Einföld og örugg leiðtil þess að tryggja gripum nægilegtmagn snefilefna og vítamína al-mennt er að nota s.k. forðastauta,sem komið er fyrir í meltingarvegigripanna. Sérstakir forðastautareru til fyrir gripi í geldstöðu (All-Trace ,,Dry Cow"). Þeir innihaldaflest mikilvægustu snefilefninásamt A, D og E vítamínum, eruætlaðir gripum yfir 150 kg þungaog endast í 4 mánuði. Heppi-legasti ísetningatími er við upphafgeldstöðu eða u.þ.b. tveimurmánuðum fyrir burð. Hverjum griperu gefnir tveir stautar en efna-losunin verður við núning milliþeirra.

Markviss og skipuleg fóðrunog hirðing kúnna í geldstöðunnigetur skilað töluverðum árangri íframleiðslu, heilbrigði og frjósemiá komandi mjólkurskeiði. /GG

Þann 24. ágúst fór hópur ávegum Ferðaþjónustu bænda tilSkotlands. Ferðin var fullbókuð,40 farþegar ásamt fararstjóraferðarinnar sem var SigurgeirÞorgeirsson.

Nú í sumar hefur verið eittmesta rigningarsumarið á Skot-landi í manna minnum en eftir smáskúrir fyrsta daginn vorum viðmjög heppin með veður. Eftirkomuna til Glasgow var haldiðnorður á bóginn í áttina tilInverness og á leiðinni var heim-sóttur bóndabær sem sérhæfir sig ísauðfjárbúskap, eða nánari tiltekiðsvarthöfðafé. Þar er verið að gerasérstakar rannsóknir á svarthöfðaféþví það hefur hingað til ekkigreinst með riðu. Við Invernessvar síðan farið í fleiri heimsóknir ábæi og var búfjárráðunauturstaðarins okkur innan handar íþeim efnum. Bæirnir sem viðskoðuðum sérhæfðu sig í naut-griparækt, svínarækt, sauðfjárrækt,kornrækt og fleiru. Sumir eru íeinkaeigu en aðrir eru nokkurskonar leiguliðar. Þarna var einnigáhugavert að sjá hvernig bændurn-ir gátu nýtt sér hina ýmsu styrki á

vegum Evrópusambandsins, ensérstaklega vakti athygli okkarsamvinna eins bæjarins viðnáttúruverndarsinna svæðisins oghversu vel heimafólk og starfs-menn þjóðgarðs unnu saman.

Á leiðinni aftur í suðurátt varfarið á sauðfjárhundasýningu,nokkuð sem varð hápunktur ferð-arinnar. Það var hreinlega stór-kostlegt að sjá hvernig einn maðurgat stjórnað ellefu hundum við aðreka fé. Hvolparnir eru einungis 6

vikna gamlir þegar þeir byrja íþjálfuninni og byrja þeir á að rekagæsir. Í tvö ár eru þeir þjálfaðirmeð raddskipunum en læra síðanað hlýða flautunni sem er óspartnotuð.

Áfram var haldið suður tilPerth þar sem elsta starfandi viskí-verksmiðja Skotlands var heim-sótt. Eftir að hafa smakkað áframleiðslunni hélt hópurinn ígistingu í bænum Crieff. Seinnihluta ferðarinnar skoðuðum viðm.a. Stirling kastala, gistumsíðustu tvær næturnar í Glasgowog fórum í dagsferð til Edinborgar.

Eftir sérstaklega vel heppnaðaferð, þar sem blandað var samanfræðslu og skemmtun, var haldiðheim á leið. Nú hefur veriðákveðið að vera með aðra svipaðafagferð á næsta ári og kemur í ljósá næstu mánuðum hver áfanga-staðurinn verður.

Skotlandsfararnir.

Skoskir sauðfjár-bændur sóttir heim

Skotinn sýndi ótrúlega snilld með 11 hunda.

Undirbúningur kúaog kvígna fyrir burð

NautgriparæktGeldstaðan

Tafla 1. Viðhaldsþarfir FEm á dag AAT g/dag g AAT / FEmLífþungi, kg 400 3,8 291 77 450 4,1 318 78 480 4,3 333 77 Fósturvöxtur: 8. mán meðgöngu 1,5 106 71 9. mán meðgöngu 2,5 159 63 Viðhald + fósturv. Kýr, 450 kg á 8. mán. 5,6 424 Kýr, 450 kg á 9. mán. 6,6 477

Page 21: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 21

Markaskrár 2004 komu út íöllum markaumdæmum fyrirréttir, samtals 18 að tölu. Þæreru með svipuðu sniði og fyrriskrár nema að nú eru í fyrstaskipti birt frostmörk hrossa ogallar gildandi fjallskilasam-þykktir í landinu. Samtals vorubirt 14.158 mörk, þar af 309frostmörk hrossa, en mörkumhefur fækkað um tæp 14% síðan1996 þegar markaskrárnarkomu síðast út. Markaverðirannast dreifingu markaskráa oger henni lokið en vanti einhverjamarkaeigendur eintök skuluþeir hafa samband við viðkom-andi markaverði.

Hafinn er undirbúningur að út-gáfu landsmarkaskrár, hinnarþriðju, og er stefnt að útgáfuhennar fyrir jól. Landsmarka-skráin hefur notið vaxandivinsælda enda bæði gagnleg ogfróðleg, einkum þeim sem hafaáhuga á mörkum og sauðfjár-búskap. Enn eru eyrnamörk tölu-vert notuð á hross og nú bætastfrostmörkin við. Skráin muneinnig gagnast vel þegar kröfur

verða hertar um merkingu sauðfjárog hrossa. Þar að auki er hún ein-stök á heimsmælikvarða. Báðarfyrri útgáfur seldust upp og tölu-vert er spurt um þá nýju. Þarverða öll mörkin úr markaskránumauk marka sem bætast við nú áhaustnóttum.

Verði markaeigandi var viðeinhverjar villur eða aðra ágalli ímarkaskrá sinni bið ég hann vin-samlegast að hafa samband viðviðkomandi markavörð sem fyrstþví að við viljum lagfæra það sembetur má fara fyrir útgáfu lands-markaskrárinnar. Þurfi að komamarki á birtingu, þannig að þaðkomist með í skránni, þarf að hafastrax samband við markavörð envið mig beint ef um frostmarkfyrir hross er að ræða. Allirmarkaverðir sem staðið hafa aðútgáfu markaskrár 2004 haldaáfram störfum sínum nema Þor-steinn Oddson,markavörður Rang-árvallasýslu. Honum þakka égfarsæl störf og og býð velkominntil starfa eftirmann hans, KjartanG. Magnússon, bónda í Hjallanesi./Ólafur Dýrmundsson.

Markaskrárnarkomnar út-landsmarkaskrá í undirbúningi

Stíflurétt eftir lagfæringar sem gerðar voru á henni í haust. Mynd: ÖÞ

Bændur lagfærðu StífluréttEins og áður hefur komið framfór snjóflóð yfir Stíflurétt í Fljót-um í janúar sl. og stórskemmdihana. Réttin var steinsteypt,byggð árið 1959. Allir dilkarskemmdust eitthvað og einnigalmenningurinn en suðurhlutiréttarinnar skemmdist minnst.

Eftir fundahöld bænda íAustur-Fljótum með fulltrúumsveitarfélagsins Skagafjarðarvar niðurstaðan sú að byggð varný rétt í sveitinni og kostaðisveitarfélagið byggingu hennar.Sú réttarbygging var raunarkomin á dagskrá áður og kom ístað mjög gamallar réttar áHoltsdal.

Nýja réttin stendur skammtfrá þar sem Ólafsfjarðar- ogSiglufjarðarvegur mætast viðKetilás og er hún nú aðalréttsveitarinnar. Það varð hinsvegar niðurstaðan að bændur ísveitinni kostuðu lagfæringar áStífluréttinni þannig að þar værihægt að rétta fé. Eftir þetta eralmenningurinn að vísu munminni en áður og við hannaðeins sex dilkar í stað fjórtán.

Lagfæringin fólst í að steypaað hluta þá veggi sem eftir stóðuog setja timburveggi í staðtveggja veggja sem alvegbrotnuðu niður. Til Stífluréttarhefur um árabil verið rekið fé afLágheiði, Hvarfdal og Móa-

fellsdal. Svo var einnig nú engangnafyrirkomulagi í sveitinniað öðru leyti talsvert breytt.Þannig tóku aðeins bændur átveimur fremstu bæjunum fé sittí Stíflurétt en safninu að öðruleyti sleppt út og það rekiðáfram niður sveitina daginn eftirog það réttað í nýju réttinni. Þarvar mikill mannfjöldi samankominn á réttardaginn til aðskoða þetta nýja mannvirki ogfagna réttardeginum meðheimafólki í sveitinni.

Heimasíða Ferðaþjónustubænda - á meðal þeirra 10bestu hjá Green Globe 21!Þann 1. október veittu Green Globe 21

viðurkenningu, því fyrirtæki innan GreenGlobe 21 sem gefur bestu upplýsingar

um Green Globe 21 á heimasíðu sinni (e."Best Practice Website"). Heimasíða

Ferðaþjónustu bændawww.farmholidays.is var ein þeirra 10

sem komst á lista yfir 10 bestu.

Viðurkenninguna í ár fékk Bali HiltonInternational fyrir www.balihilton.com.

Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóriFerðaþjónustu bænda segir þetta gottframtak hjá Green Globe 21 sem hvetjieflaust fleiri fyrirtæki til að gera betur íað upplýsa almenning um hvernig hægt

er að stuðla að sjálfbærari ferðaþjónustumeð þátttöku í Green Globe 21.

Lánaflokkur Lánað Vextir Veð Láns- Láns- Afb.

vegna tími hlutfall frestur

Jarðakaupalán Jarðakaup 3,85% Í jörð 40 ár 65% Já

Jarðakaupalán Jarðakaup 6,25% Í jörð 25 ár 65% Já

Bústofnsk.lán Bústofnskaup 3,85% Í jörð 10 ár Sjá lánareglur Nei

Vélakaupalán Skráðar vélar 6,25% Í jörð/vél 8-10 ár 65% Nei

Vélakaupalán Óskráðar vélar 6,25% Í jörð 10 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Fjós 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Búnaður í fjós 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Fjárhús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Búnaður í fjárhús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Svínahús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Bún. í svínahús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Alifuglahús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Bún. í alif.hús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Hesthús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Reiðskemmur 6,25% Í jörð 25 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Gróðurhús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Bún. í gróðurhús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Garðáv.geymslur 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Bún. í garðáv.g. 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Loðdýrahús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Bún. í loðd.hús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Framkvæmdalán Hlöður 3,85-6,25% Í jörð 25-30 ár 65% Já

Framkvæmdalán Búnaður í hlöður 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei

Skuldbr.lán Endurfjármögnun 6,25% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei

Skuldbr.lán Sk.br. höfuðstóls 6,25% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei

Önnur lán Leitarm.hús og fjárréttir 6,25% Sv.sj. 15-20 ár 65% Nei

Önnur lán Veiðihús 6,25% Fasteign 15-20 ár 65% Nei

Önnur lán Veituframkvæmdir 6,25% Í jörð 20 ár 65% Nei

Önnur lán Rafstöðvar 6,25% Í jörð 40 ár 65% Nei

Afurðastöðvar Afurðastöðvar 6,25% Fasteign 20 ár 65% Nei

Lántökukostnaður er samtals 2,5% (stimpilgjald 1,5% og lántökukostnaður 1,0%).

Þar við bætist þinglýsingarkostnaður kr. 1.200 fyrir hvert lán.

Gjalddagar eru 12 á ári nema óskað sé eftir færri gjalddögum.

Lánasjóður landbúnaðarinsLánatafla 2004

Yfirlit yfir helstu lánaflokka og lánskjör

Öll ný lán eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs

Í gildi frá 1. október 2004

Lánstími framkvæmdalána er almennt 30 ár vegna nýbygginga,

25 ár vegna viðbygginga og 20 ár vegna endurbóta.

Nánari upplýsingar er að finna í lánareglunum á vefsíðu Lánasjóðsins, www.llb.is,

eða með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins, sími: 480 6000, fax: 480 6001, netfang: [email protected]

Lækkunvaxta

Lánasjóður landbúnaðarins hefur lækkað breytilega vextiskuldabréfa sem eru 6,50% eða hærri um 0,25 %-stig.

Vextir sem voru 6,50% verða því 6,25% o.s.frv.

Þá verða vextir nýrra bústofnskaupalána 3,85% og vextir nýrraendurfjármögnunar og skuldbreytingalána verða 6,25%.

Vextir lána til vélakaupa verða 6,25% óháð veði, en sjóðurinn munveita lán til kaupa á allt að fimm ára gömlum vélum með veði

í jörð eða skráningarskyldri vél.

Þessar breytingar tóku gildi 1. október 2004. Yfirlit um vexti og lánakjörer að finna í lánatöflu sjóðsins, en nánari upplýsingar er hægt að fá

á vefsíðu sjóðsins www.llb.is og á skrifstofu sjóðsinsAusturvegi 10, Selfossi. Sími 480 6000, netfang [email protected]

Lánasjóður landbúnaðarins

Page 22: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

22 Þriðjudagur 12. október 2004

FjölskyldaEiginkona Guðbrands 1.4.1972 er

Snjólaug f. 14.11.1945 á Ísafirði,vefnaðarkennari. Foreldrar hennarvoru Guðmundur f.9.2.1918 á Ísafirði,d. 27.6.1977, vélstjóri á Ísafirði,Bárðarson og kona hans 24.6.1944,Margrét f. 8.8.1915 á Leifsstöðum íKaupangssveit d. 3.3.1963 á Ísafirði,kennari á Ísafirði, Bjarnadóttir.Guðbrandur og Snjólaug eiga tvosyni:

Brynjólfur Steinar f. 27.2.1973 áAkranesi, bóndi á Brúarlandi.

Guðmundur Ingi f. 28.3.1977 áAkranesi, líffræðingur. Nemi íumhverfisstjórnun í Yale háskólanum íUSA.

SystkiniHelga Brynjúlfsdóttir

f.20.10.1936, húsfr. og matráðskona íReykjavík.

Ólöf Brynjúlfsdóttir f. 7.6.1938,húsfr. í Haukatungu syðri I

Ragnheiður HrönnBrynjúlfsdóttir f. 2.8.1939, húsfr. ogbankaritari í Borgarnesi.

Eiríkur Ágúst Brynjúlfssonf.15.1.1942 d. 25.5.1998, bóndi áBrúarlandi.

Halldór Brynjúlfsson f. 20.6.1943,verkamaður og bifreiðastjóri íBorgarnesi.

Brynjúlfur Brynjúlfsson f.25.3.1945, verkstjóri í Kópavogi

Guðmundur Þór Brynjólfsson f.12.12.1950, pípulagningameistari ogverkstjóri í Borgarnesi.

FöðursystkiniÞórður Hólm Eiríksson

f.16.3.1904, d.5.6.1964, bóndi áHömrum í Hraunhreppi

Ingibjörg Eiríksdóttir f. 7.8.1905,d. 9.8.1905.

Jóhannes Eiríksson f.20.12.1906, d. 30.12.1906.

Jón Ársæll Eiríksson f. 4.1.1908,d. 30.1.1908

Jóhanna Eiríksdóttir f. 13.7.1909,d. 2.7.1979, húsfr., í Reykjavík.

Sigríður Eiríksdóttir f. 21.4.1913,d. 6.3.1971, verkakona í Reykjavík.

Ása Eiríksdóttir f. 26.6.1914, d.5.5.1995, húsfr. í Reykjavík

MóðursystkiniIngólfur Guðbrandsson

f.4.5.1902, d. 2.4.1972, bóndi áHrafnkelsstöðum í Hraunhreppi.

Sigurður Guðbrandsson f.4.4.1903 d. 25.4.1984, mjólkurbússtjórií Borgarnesi, seinna í Reykjavík.

Jenny Guðbrandsdóttir f.19.6.1904, d. 1.12.1983, verkakona íReykjavík.

Stefanía þórný Guðbrandsdóttirf. 24.1.1906, d. 24.10.1984, húsfr. íBorgarnesi.

Guðrún Guðbrandsdóttir f.24.2.1908, d. 12.12.1985, húsfr. íReykjavík.

Pétur Guðbrandsson f. 23.6.1912,d. 2.3.1913.

Sigríður Petrína Guðbrandsdóttirf.31.3.1914, d.15.6.1987, húsfr. íReykjavík.

Andrés Guðbrandssonf.19.12.1916, d.15.3.2003, sjómaður íReykjavík.

Ólöf Guðbrandsdóttirf.2.10.1919,d.16.4.2001, húsfr. íReykjavík.

Hrefna Guðbrandsdóttirf.30.11.1921, húsfr. í Reykjavík

Framætt1. grein1 Guðbrandur Brynjúlfsson, f.

30. apríl 1948 á Hrafnkelsstöðum áMýrum. Brúarlandi á Mýrum

2 Brynjúlfur Eiríksson, f. 21.des. 1910 á Hamraendum í

Hraunhreppi, d. 12. jan. 1976. Bóndiog bifreiðastjóri á Brúarlandi íHraunhreppi - HalldóraGuðbrandsdóttir (sjá 2. grein)

3 Eiríkur Ágúst Jóhannesson, f.11. ágúst 1873, d. 30. ágúst 1952.Bóndi á Hamraendum í Hraunhreppi -Helga Þórðardóttir (sjá 3. grein)

4 Jóhannes Guðmundsson, f. 8.maí 1844, d. 10. júlí 1881. Bóndi áHrafnkelsstöðum í Hraunhreppi -Ingibjörg Runólfsdóttir, f. 23. okt.1838, d. 30. des. 1916. Húsfr. á

Hrafnkelsstöðum

2. grein2 Halldóra Guðbrandsdóttir, f.

15. maí 1911 á Hrafnkelsstöðum íHraunhreppi. Húsfr. á Brúarlandi íHraunhreppi

3 Guðbrandur Sigurðsson, f. 20.apríl 1874, d. 31. des. 1953. Bóndi áHrafnkelsstöðum í Hraunhreppi - ÓlöfGilsdóttir (sjá 4. grein)

4 Sigurður Brandsson, f. 30.mars 1837, d. 10. ágúst 1914. Bóndi áMiðhúsum á Mýrum - HalldóraJónsdóttir, f. 16. sept. 1844, d. 18.júní 1921. Húsfr. í Miðhúsum á Mýrum

3. grein3 Helga Þórðardóttir, f. 1. sept.

1876, d. 30. jan. 1937. Húsfr. áHamraendum

4 Þórður Sigurðsson, f. 3. nóv.1841, d. 16. des. 1906. Bóndi íSkíðsholtum - HólmfríðurSigurðardóttir, f. 9. mars 1849.Hólmlátri Hjörsey

4. grein3 Ólöf Gilsdóttir, f. 27. jan. 1876,

d. 23. sept. 1956. Húsfr. áHrafnkelsstöðum

4 Gils Sigurðsson, f. mars 1829,d. 15. ágúst 1901. Bóndi á Krossnesi -Guðrún Andrésdóttir, f. 11. júní1836, d. 28. febr. 1916.

Nokkrir langfeðgar:Jóhannes 1-4 var sonur

Guðmundar f. 14.1.1801, d. 7.8.1888,bónda á Háhóli, Smiðjuhólsveggjumog Leirulækjarseli, Guðmundssonar f.um 1759, d. 19.3.1807, bónda áHáuhjáleigu, Þaravöllum og Stórbýlu áAkranesi, Jónssonar.

Sigurður 2-4 var sonur Brands, f.10.4.1806, d. 16.4.1865, bónda íFornaseli og Litlabæ á Mýrum,Sigurðssonar f. um 1773, d.27.10.1821, bónda í Ferjukoti íBorgarhreppi, Guðmundssonar, f. um1736, d. 3.11.1801, bónda í Ferjukoti,Runólfssonar, f. um 1716, d. um1780, bónda í Ánabrekku íBorgarhreppi og á Hreðavatni íNorðurárdal, Dagssonar, f. um 1685,d. um 1760, bónda á Steinum íStafholtstungum, Magnússonar, f. um1623, bónda á Hóli í Þverárhlíð 1703Guðmundssonar.

Þórður 3-4 var sonur Sigurðar, f.5.8.1817, d. 14.2.1897, bónda íSkíðsholtum, Ólafssonar, f. um 1785 íSaltvík á Kjalarnesi, d. 27.1.1836,bónda í Tanga í Álftaneshreppi,Jónssonar.

Gils 4-4 var sonur Sigurðar, f. um1790, d. 22.10.1838, bónda áHofsstöðum í Álftaneshreppi,Erlendssonar, f. um 1763, d.23.9.1817, bónda í Krossnesi,Jónssonar, f. um 1720, bónda íLambhúsatúni í Hraunhreppi,Erlendssonar f. um 1698, bónda áAkratanga í Hraunhreppi, Jónssonarf. um 1658, bónda í Haga íHraunhreppi 1703, Árnasonar.

Guðbrandur Brynjúlfsson er fæddur30.4.1948 á Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Hanntók landspróf frá miðskóla Borgarness, varðbúfræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri1966 og búfræðikandídat (BS) frá sama skóla1971. Hefur verið við búskap á Brúarlandi áMýrum frá 1971 og tók formlega við búinu 1973ásamt tveimur bræðrum sínum, Eiríki Ágústi ogGuðmundi Þór. Guðmundur hætti búskap 1975en Eiríkur bjó á Brúarlandi til dauðadags 1998.Guðbrandur vann við smíðar með búinu 1973 og1974.

Hann sat í stjórn umf. Björn Hítdælakappi ínokkur ár og þar af formaður 1972-74. Í stjórnBúnaðarf. Hraunhrepps í nokkur ár. Íhreppsnefnd Hraunhrepps 1978-90 og oddvitihennar öll árin. Fulltrúi Hraunhrepps ísýslunefnd Mýrasýslu árin 1986-88. Átti sæti ífulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga 1978-86.Í stjórn veiðifélags Álftár frá 1976. Átti sæti í stjórn RæktunarsambandsMýramanna um árabil. Í varastjórn Svínaræktarfélags Íslands mörg ár og ístjórn þess frá vori 2004. Formaður stjórnar Búnaðarsambands Borgarfjarðar1993-98, stjórnarmaður í Búnaðarsamtökum Vesturlands 1994-98. Sat tvoaðalfundi Stéttarsambands bænda og eitt Búnaðarþing sem fulltrúiBúnaðarsambands Borgfirðinga á tíunda áratugnum. Guðbrandur sat íbæjarstjórn Borgarbyggðar fyrir Borgarbyggðarlistann árin 1998-2002, í stjórnSkógræktarfélags Borgarfjarðar frá 1988, Skógræktarfélags Íslands frá 2002.Frá 1999 formaður Sorpurðunar Vesturlands. Formaður stjórnarLandgræðslusjóðs frá árinu 2003.

Guðbrandur hefur tekið nokkurn þátt í stjórnmálastarfi, fyrst íAlþýðubandalaginu og seinna í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.

Ættir& uppruni

Umsjón:Ármann

Þorgrímsson,Akureyri.

BrúarlandBrúarland er nýbýli u.þ.b. 50 ára og stendur á bökkum Álftár. Þjóðvegurinn

út á Snæfellsnes lá um hlað á Brúarlandi allt til ársins 1990 og var brú á ánnifast við bæinn. Vestan árinnar var mjög kröpp beygja að brúnni og urðu þar oftumferðaóhöpp en aldrei slys. Á árunum 1954-1990 er vegurinn var færður frábænum og ný brú byggð á Álftá urðu a.m.k. 6 alvarleg óhöpp við brúna , þar aflentu fjórir bílar í ánni en engin slys urðu á fólki. .Halldóra húsfreyja sagði oft ísambandi við þessi óhöpp að það hlyti á hvíla eitthvert sérstakt lán yfir þessumstað. Eitt sinn valt Landrover jeppi, sem var með hestakerru aftan í og hest í,ofan í ána og lenti á hvolfi en hestakerran varð eftir á hliðinni uppi á veginum.Hvorki sakaði mann né hest en rétt er að segja frá því að í þessu tilviki varökumaðurinn prestur.

Nú gef ég Guðbrandi orðið: "Eina sögu ætla ég að láta fylgja hér með semtengist fæðingarstað mínum, Hrafnkelsstöðum og er sönn. Þannig var mál vaxiðað afi minn í föðurætt, Eiríkur Ágúst Jóhannesson, var í vinnumennsku áHrafnkelsstöðum kringum aldamótin 1900. Á bænum var á þessum tíma ung ogfögur gjafvaxta stúlka sem Helga hét Þórðardóttir. Eiríkur felldi fljótt hug tilheimasætunnar, sem eðlilegt má teljast. En fljótlega eftir að kvisast fór umsamdrátt þeirra upphófust hinir mögnuðustu reimleikar á bænum. Kvað svorammt að þeim að húsráðendur sáu þann kost vænstan að kalla til prest aðkveða draugsa niður.

Þegar prestur kom til þessara embættisverka kallaði hann allt heimilisfólkiðsaman í baðstofu og lagði svo fyrir að ef vart yrði við draug þennan framarskyldi hann einfaldlega skotinn.

Reimleikanna varð ekki framar vart og Eiríkur afi minn gat óáreittur haldiðáfram að stíga í vænginn við tilvonandi eiginkonu sína, Helgu Þórðardótturömmu mína. Skýringin á reimleikunum var sú, og það mun presti hafa veriðkunnugt um , að annar vinnumaður á bænum lagði einnig hug á stúlkuna."

Page 23: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 23

Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400

buvelar.is

Mikið úrvalplógvarahluta

Einnig spjót ogtindar í kvíslar,greipar og fl.

BÆNDUR! Kjötsagir, hakkavélKjötsagir, hakkavélar, ar,

vakúmpökkunarkúmpökkunarvélar og pokar á lager.vélar og pokar á lager.

Ofl.ofl.ofl…………Ofl.ofl.ofl………… 14 þúsund númera vörulisti.

NORDPOST PÓSTVERSLUN

Arnarberg ehf sími 555 - 4631 & 568 - 1515

Dugguvogi 6 – 104 Reykjavík

ALHLIÐA SÓTTHREINSIEFNI

FRAMLEIÐANDI: HEILDSÖLUDREIFING:

www.antecint.com

Frekari upplýsingar á www.antecint.comog hjá dýralækninum þínum.

Umboðsaðili á Íslandi:PharmaNor hf.Hörgatúni 2, 210 GarðabæSími 535 7000

Góðar bækur á

frábæru verði!Gunnar á Hjarðarfelli Höfundar: Gunnar Guðbjartsson, ErlendurHalldórsson og Jónas JónssonÚtg. BÍ 1997kr. 1.500

Halldór á HvanneyriHöfundur: Bjarni GuðmundssonÚtg. Bændaskólinn á Hvanneyri 1995kr. 900

Byggðir SnæfellsnessRitnefnd: Þórður Kárason, Kristján Guðbjartssonog Leifur Kr. JóhannessonÚtg. Bsb. Snæfellinga 1977kr. 600

Saga Torfa Bjarnasonar og ÓlafsdalsskólaHöfundur: Játvarður Jökull JúlíussonÚtg. BÍ 1986kr. 800

Hvanneyri Menntasetur bænda í hundrað árHöfundur: Bjarni GuðmundssonÚtg. Bændaskólinn á Hvanneyri 1989kr. 400

Ættbók íslenskra hrossaHöfundur: Þorkell BjarnasonÚtg. BÍ 1982kr. 500

Rit Björns Halldórssonar Höfundur: Gísla Kristjánsson og Björn SigfússonÚtg. BÍ 1983kr. 1.200

Hallir gróðurs háar rísaHöfundur: Haraldur SigurðssonÚtg. Samband garðyrkjubænda 1995kr. 800

BYGGÐIRSNÆFELLSNESS

Bækurnar eru til sölu hjá BændasamtökumÍslands, Hótel Sögu. Síminn er 563 0300.

Bækurnar fást hjá Bændasamtökum Íslands,Bændahöllinni. Sími 563 0300

Rafmagnsöryggisdeild Löggild-ingarstofu hefur síðastliðin tvöár látið skoða raflagnir á þriðjahundrað gisti- og veitingahúsavíðsvegar um landið. Markmiðiðmeð skoðununum var að fá semgleggsta mynd af ástandiraflagna og rafbúnaðar í gisti-og veitingahúsum og komaábendingum á framfæri viðeigendur og umráðamenn þeirraum það sem betur má fara.

Þessi umfangsmikla skoðun,sem tekur til stærstu sem smæstuþátta varðandi rafmagnstöflur,raflagnir og rafbúnað, leiðir í ljósað raflögnum og rafbúnaði ís-lenskra gisti- og veitingahúsa er ímörgum tilfellum ábótavant.Athygli vekur að gerðar voruathugasemdir við merkingu búnað-ar í rafmagnstöflum í nær öllumgisti- og veitingahúsum semskoðuð voru eða í 91% tilvika. Þávar gerð athugasemd við frágangtengla og töfluskápa í 76%skoðana.

Marteinn Njálsson, formaðurFélags ferðaþjónustubænda, sagði

í samtali við Bændablaðið aðvissulega væri niðurstaða skýrsl-unnar sláandi. Hann sagði að sam-kvæmt þeim ljósmyndum sembirtar væru í skýrslunni af raf-lögnum og rafmagnstöflum værigreinilegt að fagmenn hefðu ekkiséð um fráganginn, eins og á aðvera, heldur ófaglærðir.

,,Við munum að sjálfsögðuræða þetta mál hjá Félagi ferða-þjónustubænda og hvetja til þessað þessi mál séu í lagi. En ég vilbenda á að í sumar heimsóttum viðalla ferðaþjónustubæi innan okkarfélags og skoðuðum aðstöðuna.Við gerðum athugasemdir við þaðsem var í ólagi í herbergjunum, þarmeð talinn ljósabúnaður, rofar oginnstungur. Það eru kröfur hjáokkur að raflagnir í gestaaðstöðuséu í lagi og við fylgjum því eftirað þeir hlutir séu lagaðir. Viðskoðum hins vegar ekki rafmagns-töflur og raflagnir enda er þaðverksvið opinberra rafmagns-eftirlitsmanna. Forsendur fyrir aðvera í Félagi ferðaþjónustubændaer rekstrarleyfi fyrir viðkomandi

rekstri og treystum við því að slíktleyfi sé ekki gefið út nema aðöllum opinberum skilyrðum séfullnægt," sagði MarteinnNjálsson.

Í skýrslunni er tekið fram aðábyrgð á öllu því er lýtur að raf-magnsöryggi hvíli almennt á eig-anda atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.Því sé ljóst að eigendur veitinga-og gistihúsa á Íslandi verði aðhuga betur að ástandi raflagna ogbúnaðar en þeir hafa gert hingaðtil.

Slæmt ástandraflagna í gisti-

og veitingahúsum

Page 24: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

24 Þriðjudagur 12. október 2004

“Borgarbúar kunna kannski ekki skil áfóðurformúlum og hinum ýmsu tegundumheybindivéla en allir vita að bændur eru ákúpunni og það er stórmörkuðunum aðkenna.

Það eru orð að sönnu að stórmarkaðir -sem nú virðast allsráðandi ísmásöluversluninni -virðast hafa ómældtækifæri til að þrengja að birgjum sínum(matvælaframleiðendum).

En nú er kannski að verða breyting á.Eftir að hafa barið sér á brjóst árum

saman og lýst hneykslun sinni í heyrandahljóði eru nokkrir útsjónarsamir bændurfarnir að læra að nota kerfið sjálfum sér tilhagsbóta.” Þannig hljóðar upphaffréttaskýringar frá BBC sem Bændablaðiðleyfði sér að þýða. Án efa þekkja íslenskirbændur það sem starfsbræður þeirra áBretalandi hafa að segja - en gefum BBCorðið:

Fastir í keðjunniAð því er best verður séð er breski

matvörumarkaðurinn bændum afaróhagstæður.

Yfir 90% almennra borgara skipta aðmestu eða eingöngu við stórmarkaði; þvíeru slíkar verslanir allsráðandi á markaði,ekki bara hvað varðar rétti til að stinga íörbylgjuofninn, heldur á þetta einnig við umgrunnmatvöru eins og ost og egg.

"Af þessu leiðir að samningsstaða þeirraverður afar sterk," segir Stuart Thomson,fulltrúi samtaka bænda ogmatvælaframleiðenda, sem starfa í tengslumvið stjórnvöld í því markmiði að aukasamkeppnishæfni bresks landbúnaðar.

"Framleiðendur og neytendur erutengdir sterkri keðju," segir hann, en bændureru veikasti hlekkurinn.

Með því að einblína á verðið hafastórmarkaðir stuðlað að því að ýtastaðbundnum framleiðendum út afmarkaðnum - þannig hefurlandbúnaðarframleiðsla í Bretlandi minnkaðundanfarinn áratug, þótt heildarneyslamatvæla hafi aukist um nærri 50%.

Hvar er kjötið sem var á beininu?Bændur segja einnig að stórmarkaðir

beiti valdi sínu oft af tillitsleysi."Matvæli eru of ódýr - við ættum að

eyða í þau meiri peningum", segir JohnAlliston - Konunglegalandbúnaðarháskólanum

"Aldrei á ævi minni hef ég þurft aðkljást við aðrar eins nánasir," segir bóndi íDorset sem kýs að halda nafni sínuleyndu."Þeir líta á bændur sem fórnarlömb,ekki viðskiptaðila."

En hvað sem öllum ýkjum líður hafabændur raunverulega ástæðu til að kvarta.

Sölukeðjurnar sem kaupa afurðir þeirraeru grunsamlega flóknar í uppbyggingu. Afhverju pundi sem fæst fyrir vöruna ísmásölu er hlutur bænda að meðaltali 34pens - hlutdeild þeirra hefur lækkað um

28% síðan síðla á níunda áratugnum - og ísannleika sagt er allt annað en auðvelt að fágefið upp hvað orðið hefur að 66 pensunumsem eftir standa.

Þingnefnd sem skilaði skýrslu umverðlag á mjólk fyrr á þessu ári gat meðengu móti komist að því hvað varð um 18pens af heildarverðinu 50 pens á lítra.

Í skýrslunni var þess krafist aðmjólkurbúin gerðu bændum nákvæma greinfyrir því hvers vegna þau virðast þurfa að

taka til sín svo væna sneið afsmásöluverðinu.

Að grípa eplin þar sem þau gefastÍ reynd er sennilega farið að þrengja að

alls staðar í sölukeðjunniEn bændur líta ekki svo á: "Ef ekki

liggur ljóst fyrir hvernig viðskiptavinurinnreiknar dæmið, færðu á tilfinninguna aðhann sé að hlunnfara þig með einhverjumóti," segir bóndi í Yorkshire.

Stórmarkaðirnir fá mínus fyrir að veraduttlungafullir og tækifærissinnaðir í valisínu á viðskiptaaðilum (birgjum).

Kannski eru þessi viðhorf samtósanngjörn. Stórmarkaðir halda því fram aðþeir auðsýni birgjum sínum eins miklatryggð og hægt sé að ætlast til í venjulegumviðskiptasamböndum.

En þegar kemur að reikningsskilumfýkur öll tilfinningasemi út í veður og vind.Þannig sýndi nýleg könnun að meira enhelmingur eplanna sem bjóðast í verslunumkemur erlendis frá, þegar árstíð breskueplanna stendur sem hæst - alla leið fráSuður-Afríku, Brasilíu og Nýja-Sjálandi.

Fátt til ráðaHingað til hafa bændur gjarna brugðist

við með fjölbreyttari framleiðslu; þeir hafamarkaðssett nýjar afurðir sem fela í sérhærri virðisauka eða selt eftiróhefðbundnum leiðum álandbúnaðarmörkuðum.

"Þessar leiðir bjóða upp á möguleika,"segir talsmaður bænda. "En þær eru enginallsherjarlausn. Vissulega bjóðast tækifærien bændur sem fara út í fjölbreyttari

framleiðslu, minnka á endanum markaðsinn."

Sumar smásöluverslanir, t.d.stórmarkaðurinn Waitrose, hlusta gjarna áhugmyndir af þessu tagi. En þar semWaitrose kærir sig ekki um að eiga viðskiptivið bændur í stórum stíl er sjaldnast mikillakkur í sölusamningum á þeim vettvangi.

Sameinaðir stöndum vérEn nú er að koma upp aðferð sem vekur

meiri vonir. Breskir bændur hafa veriðeinstaklega tregir til að stofnasamvinnufélög og önnur samtökframleiðenda. Í Svíþjóð gegnir öðru máli.Þar er framleiðsla samvinnufélaga meira entvöfalt hærri en í öllum landbúnaði utanslíkra samtaka; í Bretlandi er hliðstæð talaaðeins þriðjungur aflandbúnaðarframleiðslu í heild.

Í Bretlandi hafa heldur ekki þróastfyrirtæki undir stjórn framleiðenda eins ogannars staðar hafa sprottið upp og haslað sérvöll á alþjóðlegum matvælamarkaði , einsog t.d. hollenski mjólkurrisinn Campina eðaOcean Spray, bandaríska fyrirtækið sem er

ráðandi á markaði fyrir trönuber."Hópar framleiðenda hafa lengi starfað á

þeim hluta markaðarins sem ekki erniðurgreiddur, t.d. í ferskvöru," segir StuartThompson frá samtökummatvælaframleiðenda. "En nú eru þeir líkafarnir að þoka sér inn á niðurgreiddageirann."

"Bændur selja æ færri stórumsmásölukeðjum," segir hann, "og því ereðlilegt að þeir bindist samtökum."

Mjólk manngæskunnarSlík samtök eru í örustum vexti innan

mjólkurframleiðslunnar þar sem samskiptibænda og stórmarkaða eru hvað stirðust.

"Ef við ætlum að taka framtíðina í okkarhendur, er nauðsynlegt að stytta keðjuna fráframleiðanda til neytanda," segir RobKnight, talsmaður breskramjólkurframleiðenda í bændablaðinuFarming Today.

Í ágúst urðu Samtök breskramjólkurframleiðenda, sem 3.250 bændureiga aðild að, þriðji stærsti söluaðili mjólkurmeð því að festa kaup á vinnslukerfismásöluverslana innansamvinnuhreyfingarinnar.

Smásöluverslanir hafa tekiðhugmyndinni vel. Í maí undirritaði Asda,sem ekki hefur verið þekkt að sérstakrimanngæsku gagnvart bændum, samningsem gildir um allt Bretland varðandi kaup ámjólk frá Arla, stærstamjólkurframleiðslufyrirtæki í landinu.

Þótt Arla sé ekki sjálft samvinnufélagverslar það við samvinnufyrirtækin ogleggur sig fram um gott samstarf viðbændur; og það sem meira máli skiptir,þessi viðskipti eru gegnsæ hvað varðar alltferli verðmyndunar.

Að slíta keðjunaSumir eru svo bjartsýnir að gera sér

vonir um að samtök framleiðenda verði tilþess að bændur taki ákvarðanir um verð ístað þess að vera þolendur verðlagningar.Þetta telur hins vegar Rob Knight,talsmaður Samtaka breskramjólkurframleiðenda, helst til hátt stefnt.Hann fullyrðir hins vegar að viðskipti afþessu tagi hafi margvíslegan ávinning í förmeð sér.

Í fyrsta lagi gera þau milliliðinn óþarfan- sem gæti orðið til þess að mjólkurbændurkæmu höndum yfir 18 pensin á lítra, semenginn áður fann.

"Ef við ætlum að taka framtíðina í okkarhendur er nauðsynlegt að stytta keðjuna fráframleiðanda til neytanda" segir hann.

Í öðru lagi boðar þessi breyting nýja ogskynsamlegri viðskiptahætti í landbúnaði.

"Smásöluverslanir styðja framleiðendursem standa saman," segir hann. "En þaðverður líka að vinna traust þeirra með því aðtaka á sig skuldbindingar og uppfylla þær."

Samt er ekki að vænta byltingar íviðskiptum með breskar landbúnaðarvörurfyrr en neytendur bregða út af vana sínum.

"Það liggur ljóst fyrir að matvæli eru ofódýr," segir John Alliston, deildarforseti íKonunglega landbúnaðarháskólanum. "Viðættum að eyða í þau meiri peningum."

Samt er engan veginn víst að sú verðiraunin. Markaðskönnunarfyrirtækið Mintelhefur sýnt fram á í rannsókn sinni að 40%neytenda vildu gjarna kaupa fleiri vörur semupprunnar eru á þeirra svæði - en eldra fólker áberandi innan þessa hóps.

Yngri neytendur hins vegar kæra sigyfirleitt kollótta um uppruna vörunnar semþeir kaupa. "Það er afar ólíklegt", segirMintel, "að yngra fólkið sé tilbúið að fórnaþeim möguleika að kaupa tilteknaframleiðslu allt árið".

Einu matvælaviðskiptin sem blómstraeru í tilbúnum réttum og annarri skyndivöruen einmitt á því sviði er staða breskra bændaveikust.

Bændur halda betur á spilunum núna enstórverslanirnar eru enn með öll trompin áhendi.

Þessi texti var saminn og fluttur afstarfsmanni BBC.

Stórmarkaðir líta ábændur sem fórnarlömb- ekki viðskiptaðila

Auglýsingadeild Bændablaðsins hefur fengið nýtt netfangNýja netfangið er

[email protected]

Page 25: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 25

Hólmar Pálsson, eigandi Minni-Borgar í Grímsnesi, sem rekiðhefur fyrirtækið Borgarhús ehf.síðan 1990 og smíðað á þeimtíma á annað hundrað sumar- ogheilsárshús, er með á prjónun-um hugmynd sem á vart sínalíka hér á landi. Hann ætlarbyggja 18 holu hágæðagolfvöllmeð glæsilegu golfhúsi og 17heilsárshúsum inn á golfsvæðinusjálfu. Stofnað hefur verið hluta-félagið Golfborgir ehf. og stefntað því að selja 170 hlutabréf íklúbbnum.

Hugmyndin um hágæðagolf-völl við Minni-Borg í Grímsnesihefur nú verið í þróun og útfærslu ítæp tvö ár. Hún hefur verið kynntvöldum aðilum og hefur vakiðhrifningu og þann hljómgrunn semhvatt hefur aðstandendur til aðhalda áfram undirbúningnum.Hólmar segir að margir hafi lýstþví yfir að þeir vilji vera meðþegar þeir sjá að hugmyndin verðiað veruleika.

Byggð verða 17 heilsárshúsinni á golfvallarsvæðinu sjálfu,sem verða í eigu Golfborga. Sér-stakt hlið verður á brautinni aðhúsunum við golfskálann. Þessihús verða í eigu félagsins og erufyrst og fremst ætluð til notkunarfyrir eigendur Golfborga og gesti.

Hólmar Pálsson sagði í samtali

við Bændablaðið að verið væri aðkoma þessu í gegnum deiliskipu-lag og síðan yrði hafist handa meðhönnun svæðisins.

,,Svo er maður að leita áskrifta

að hlutabréfum í Golfborgum endaer það fjöldinn sem á að eiga golf-völlinn, golfskálann og frístunda-húsin inni á vellinum. Hugmyndiner að menn njóti arðs af bréfunumsínum með því að nýta sér völlinn

og alla aðstöðu með niðursettumgjöldum bæði af vellinum, húsun-um og golfskálanum. Þá er gert ráðfyrir fleiru til afþreyingar á svæð-inu svo sem hestaleigu, stangveiðiog fleiru," sagði Hólmar

Hann segir að Golfborgir íheild sinni muni kosta nokkurhundruð milljónir króna, þ.e. golf-völlurinn, klúbbhúsið og frístunda-húsin inn á vellinum.

Þá sagðist Hólmar auk þessavera byrjaður á uppbyggingu frí-stundahúsasvæðis sem hann nefnirMinni-Borgir og er fyrir ofangolfvöllinn. Þar er um að ræða ámilli 20 og 30 frístundahús. Fyrstuhúsin verða tilbúin í nóvember nk.Hann sagðist helst vilja leigjaþessi hús til langtíma enda yrðieftirspurnin mikil ef golfvöllurinnverður að veruleika en einhverþeirra verða einnig í skamm-tímaleigu.

Hólmar er líka að byggja þaðsem hann kallar skógarþorp og erhugmyndin að byggja þrjú slík.Þetta eru 7 lítil hús sem byggðverða í kringum þorpstorg meðháum skjólveggjum og gróðri. Hitiverður undir þorpstorginu oggönguleiðum og þarna verður líka

þorpslaug. Þetta verða svæði þarsem hópar geta verið algerlega útaf fyrir sig og þessi hús verðaaðeins til leigu. Hann segir aðfyrsta þorpið verði tekið í notkun ívor.

Haustfundir LKNú liggur fyrir tímarammi haustfunda LK. Á fundunum munuforsvarsmenn LK ræða um nýgerðan mjólkursamning,hugsanleg áhrif alþjóðasamninga á samninginn, markaðsmálnautgriparæktarinnar o.fl. innri málefni greinarinnar. Ákveðiðhefur verið að halda fjórtán fundi og verður fyrsti fundurinn íBorgarfirði 26. október. Forsvarsmenn LK verða meðframsögur á fundunum en Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- ogsmjörsölunnar og formaður Markaðsnefndarmjólkuriðnaðarins, verður einnig með framsögu ummarkaðsmál mjólkurvara á þremur fundum; einum áVesturlandi, einum á Suðurlandi og einum á Norðurlandi.Nánar má lesa um skipulag fundanna hér fyrir neðan.

Þriðjudaginn 26. októberFundur hjá Mjólkurbúi Borgfirðinga í matsalLandbúnaðarháskólans kl. 20.30.

Miðvikudaginn 27. októberFundur hjá Félagi þingeyskra kúabænda ífélagsheimilinu Breiðumýri kl. 20.30.

Fimmtudaginn 28. októberFundur hjá Nautgriparæktarfélagi Vopnafjarðar íMiklagarði kl. 13.30.Fundur hjá Félagi nautgripabænda á Héraði og Fjörðum íGistihúsinu á Egilsstöðum kl. 20.30.

Mánudaginn, 1. nóvemberFundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi ífélagsheimilinu Flúðum kl. 20.30.

Þriðjudaginn 2. nóvemberFundur hjá Búgreinaráði BSE í nautgriparækt áhótel KEA kl. 20.30.

Miðvikudaginn 3. nóvemberFundur hjá Félagi skagfirskra kúabænda í Ólafshúsi (áSauðárkróki) kl 13.30.Fundur hjá Nautgriparæktarfélagi Vestur-Húnavatnssýslu ogFélagi kúabænda í Austur- Húnavatnssýslu í Víðihlíð kl. 21.00.

Fimmtudaginn 4. nóvemberFundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi á hótelKirkjubæjarklaustri kl. 13.00.Fundur hjá Félagi kúabænda á Suðurlandi í gistihúsinuÁrhúsum á Hellu kl. 20.30.

Föstudaginn 5. nóvemberFundur hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga á Hótel Ísafirði kl. 13.00.

Þriðjudaginn 9. nóvemberFundur hjá Mjólkurbúi Kjalarnesþings í Kaffi Kjós kl. 20.30.

Miðvikudaginn 10. nóvemberFundur hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal í Dalabúð kl. 20.30.

Fimmtudaginn 11. nóvemberFundur hjá Nautgriparæktarfélagi Austur-Skaftafellinga aðSmyrlabjörgum kl. 20.30.

Skrifstofa LKSími: 433 7077, fax: 433 7078. Netfang: [email protected]. Veffang:www.naut.is. Heimilisfang: Landssamband kúabænda,Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi.Umsjón:Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK

Verð til kúabænda hækkað hjá nokkrum sláturleyfishöfumNú hafa nokkrir sláturleyfishafar hækkað verð til kúabænda ogvegna þessara breytinga er nokkur munur orðinn á millieinstakra sláturhúsa. Þegar þetta er skrifað greiða sláturhúsin áSuður- og Vesturlandi mun hærri verð til bænda en önnursláturhús á landinu og eru bændur landsins hvattir til að kynnasér vel bæði verð og greiðslukjör sláturhúsanna áður enákvörðun er tekin um slátrun. Athygli er vakin á því að hér ásíðum blaðsins er birtur útdráttur af vef LK þar sem sjá má öllgildandi verð sláturleyfishafa nú í byrjun október. Jafnframt erathygli vakin á því að verð getur breyst með skömmum fyrirvaraog bændum því bent á að öruggast er að fylgjast meðverðlistum á heimasíðu LK.

AfleysingasjóðurEins og bændur vita hefur Afleysingasjóður verið að tæmasthægt og rólega undanfarin ár, enda ekki verið greitt til sjóðsinssl. ár annað en vextir. Nú er svo komið að sjóðurinn er uppurinnog því er ekki lengur hægt að fá afleysingastyrki úr þessumsjóð.

Minni-Borg í Grímsnesi

Hugmynd aðhágæðagolfvelli,lúxusgolfskála ogfrístundahúsum

Hugmyndin um 18 holu golfvöll og glæsilegt golfhús hefur fengið góðanhljómgrunn.

Fyrir nokkru var smalaðsvæðið frá Þríhyrningi og út meðMöðrudalsfjallgarði austur aðÁnavatni og Sænautavatni -austan og utan við Sænautavatn.Það er langur rekstur frá fjallinuÞríhyrningi og í rétt á Rangalónisem er eyðibýli við útendaSænautavatns. Af þeim sökum varþrengt að fénu á göngubrúnni áSænautaseli, sem er innan viðvatnið, og það tekið á bíla og ekiðí rétt. Þessar bráðfallegu myndirtók Gréta Dröfn Þórðardóttir,Hákonarstöðum.

Fjallgarðasmölun í Jökuldalsheiði.

Féð komið á brúna og bíður fars í réttina.

Sænautasel.

Page 26: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

26 Þriðjudagur 12. október 2004

Sláturhúsið Hellu Norðlenska KS

Sölufélag A-Hún. SS

Borgarness kjötvörur B. Jensen

Sláturfélag KVH

Ungnaut:UN 1 Ú A 350 341 355 340 348,47 349 343 340

UN 1 Ú A <200 330

UN 1 Ú A <210 322 328,97 324

UN 1 Ú A <230

UN 1 A 340 328 325 331 337,64 339 331 330

UN 1 A <230 300 305

UN 1 A <210 302 310,69 311 304

UN 1 A <200 310

UN 1 B 310 302 325 306 312,73 312 304 305

UN 1 B <230 300 288

UN 1 B <210 288 294,97 292 290

UN 1 B <200 290

UN 1 C 260 257 245 257 262,5 262 259 257

UN 1 C <230

UN 1 C <200 240

UN 1 M+ 290 285 285 287 293,33 291 287 286

UN 1 M+ <200 270

UN 1 M 270 263 263 263 268,42 268 265 261

UN 1 M < 200 250

KvígurK 1 U A 260 249 246 245 254,33 255 252 240

K 1 U B 250 244 240 240 248,92 249 246 230

K 1 U C 210 201 175 200 205,63 205 203 200

KýrK 1 A 260 245 245 249 257,92 259 248 246

K 1 B 235 222 220 225 233,69 235 224 224

K 1 C 165 158 150 158 164,22 164 160 157

K 2 195 183 185 183 190,74 192 185 183

K 3 170 163 150 163 169,73 170 165 160

K 4 170 50,23

KálfarMK 1 330 271 320 321,2

UK 1 220 160 170 210 210,43 190 168 180

UK 2 170 111 130 160 160 140 137 160

UK 3 130 91 110 130 130 110 115 120

AK 1 260 209 230 258 258,26 212 220 235

AK 2 190 130 150 180 180,43 165 189 189

AK 3 160 106 140 156 155,67 130 157 157

Ýmsar upplýsingar

Greiðskilmálar fyrir UN Staðgreitt

Greitt 2.

mánudag eftir

sláturviku.

Greitt einni viku

eftir sláturdag

Greitt 30

dögum e.

sláturdag

Greitt mánudag

eftir

innleggsviku

Staðgreitt 1.

föstudag eftir

sláturviku.

Greitt 25 dögum

eftir innl.mánuð

Greitt 25 dögum

e. innl.mánuð

Greiðsluskilmálar fyrir K Staðgreitt

Greitt 2.

mánudag e.

sláturviku.

Greitt einni viku

eftir sláturdag

Greitt 30 dögum

eftir sláturdag

Greitt mánudag

eftir

innleggsviku

Staðgreitt 1.

föstudag eftir

sláturviku.

Greitt 25 d. eftir

innl.mánuð

Greitt 25 dögum

e. innl.mánuð

Greiðsluskilmálar fyrir kálfa Staðgreitt

70 dögum eftir

innleggsdag.

Greitt 30 dögum

e. sláturdag

25. dag í fjórða

mánuði eftir

innleggsmánuð

úttektarmánuður

+ 25 dagar

25. dagur í

öðrum mánuði

Heimtaka, kr/kg 60 45 50 70 60 62

* Listinn er birtur með fyrirvara um villur, nánari upplýsingar á vef LK: www.naut.is

Útdráttur úr verðskrá yfir nautgripakjöt helstu sláturleyfishafa í október 2004*Tekið saman af Landssambandi kúabænda

Ég hef fylgst af áhuga meðréttlátri baráttu Samtaka eigenda

sjávarjarða. Samtökin hafabarist hart fyrir

fiskveiðiréttindum sjávarjarðasíðastliðin 3 ár og hafa fengiðmjög takmarkaðan stuðning.

Forvígismenn Samtakasjávarjarða eiga heiður skilinn

fyrir ósérhlífna baráttu fyrir réttidreifbýlisins. Nýlega skrifaði

lögfræðingur samtakanna,Ragnar Aðalsteinsson hrl.,

sjávarútvegsráðherra bréf þarsem ráðherra var krafinn svara

um fiskveiðirétti2ndi sjávarjarða.Svör

sjávarútvegsráðuneytisins voruskýr, öllum hugmyndum og

kröfum Samtaka sjávarjarða vareinfaldlega hafnað.

Búnaðarþing hefur ályktaðum að réttur sjávarjarða verði

virtur og nú hlýtur að teljasteðlilegt að Bændasamtökin fylgi

eftir ályktuninni og veiti

Samtökum eigenda sjávarjarðamyndarlegan stuðning til þess að

tryggja að bændur viðsjávarsíðuna geti sótt lagalegan

rétt sinn gagnvartósveigjanlegum og óréttlátum

stjórnvöldum.Hér er um hliðstætt mál að

ræða og þjóðlendumálið. Þó másegja að ríkið gerði landakröfu í

gegnum Óbyggðanefnd en núreynir sjávarútvegsráðherra að

svipta eigendur sjávarjarðaréttindum sínum án dóms og

laga.Hér er um mikilvægt

hagsmunamál að ræða sem mérfinnst eðlilegt að

Bændasamtökin styðji af fullumþunga.

Sigurjón Þórðarson,alþingismaður Frjálslynda

flokksins

Til stjórnar Bændasamtakanna Björn B. Jónsson, framkvæmda-stjóri Suðurlandsskóga,Rannveig Einarsdóttir,svæðisstjóri Suðurlandsskóga íAustur- Skaftafellssýslu, ogMagnús Hlynur Hreiðarsson,endurmenntunartjóriGarðyrkjuskólans, áttu fundnýverið á Höfn í Hornafirði meðskógarbændum í sýslunni umnám í Grænni skógum.Hugmyndin er að þeir taki námiðmeð Grænni skógum áSuðurlandi en nýr hópur byrjar íþví námi núna í haust. Námiðyrði þá kennt í gegnumfjarkennslubúnað frá Garðyrkju-skólanum á Höfn. Tólf skógar-bændur mættu á fundinn ogsýndu náminu mikinn áhuga.Eftir að námið hafið verið kynnt ímáli og myndum á fundinumspurðu bændurnir fjölmargraspurninga og lýstu ánægju sinnimeð fyrirkomulag námsins. Núeru eru 23 jarðir í Austur-Skaftafellssýslu íSuðurlandsskógum en áhugi áskógrækt hefur farið mjögvaxandi í sýslunni síðustu ár.

Mikill áhugi í Austur-Skaftafellssýslu fyrir Grænni skógum

Hópurinn sem mætti á fundinn á Höfn til að fá fróðleik um námið í Grænniskógum. Námið samanstendur af 17 námskeiðum þar sem 13 eruskyldunámskeið og a.m.k. 2 valnámskeið. Fyrstu námskeiðin verðakennd haustið 2004 og þau síðustu um vorið 2007.

www.landbunadur.is

Page 27: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 27

• Sjaldan á tali.

• Mögulegt að svara í einn símaog senda símtalið í annan innansímstöðvarinnar.

• Sítenging – allt að 128 kb/shraði.

• Hægt að skoða póst án þess aðsækja hann.

• Ekkert upphafsgjald ef skipt erá meiri hraða.

• Íslenskur hugbúnaður oghjálpartexti.

• Auðveld uppsetning.

• Síminn virkar í rafmagnsleysi.

800 7000 - siminn.is

Barnaherbergi

Eldhús

Skrifstofa

Stofa Útihús

Helstu kostir:

Síminn á tali

og netiðsjaldan

alltaftengtSíma- og netlausn með Fritz ISDN símstöð

• Frítt stofngjald á ISDN plús ogtveir mánuðir fríir

• Ekkert breytingargjald úrhefðbundnum síma í ISDN

• Frír aðgangur að Internetinu í tvománuði

Fritz símstöð

1 kr.Léttkaupsútborgun

og 1.000 kr. á mán.í 12 mán.

Verð aðeins: 12.001 kr.Verð áður: 15.980 kr.

EN

NE

MM

/ S

IA /

NM

136

25

Sérstakt tilboð verður á síma- og netlausnum til þeirrasem sækja fundina „Samtal við bændur“.

Eurit ISDN sími

Léttkaupsútborgun

og 600 kr. á mán.í 12 mán.

280 kr.

Verð aðeins: 7.480 kr.

Umferðarslys eru ægileg, þvíer undarlegt að veghaldari geriekki meira en raun er á að spornagegn þeim. Hér á ég við búfé(sauðfé) við vegi landsins. Það ersífellt talað um lausagöngubann,það sparar fyrir þann sem tekjurhefur af umferðinni. Búið er aðgirða höfuðborgina af, þetta geriríbúa þess svæðis óviðbúna því aðkoma út á ómerkt lausagöngu-svæði. Hver er ábyrgð veghaldara?

Í vor var pokinn ekki tekinn afaðvörunarskilti um sauðfé hjáSveinatungu í Norðurárdal fyrr enviku eftir að sauðfé fór að rölta umsvæðið. Hvað var veghaldari aðgera?

Sumstaðar er búið að girðameð vegum. Það er ekki nægilegtað girða, það þarf að halda við ogloka við girðingarenda. Bóndi meðbústofn heldur sínum parti við enjörð í eyði verður útundan. Verk-takar skilja eftir opin hlið tímunumsaman meðan verkið er unnið íþágu veghaldara. Veghaldari, hverer skylda þín?

Á Austurlandi eru aðvörunar-merki vegna hreindýra, sem erágætt, en engin aðvörun um nær-veru annarra ferfætlinga. Þó ersauðféð mun algengara á þessusvæði þegar umferðin þar er mest,þ.e.a.s. á sumrin. Veghaldari, ereitthvað að hjá þér?

Fólk, sem kemur til landsinsmeð flugi, fær upplýsingar í flug-vélinni um að hér sé sauðfé viðsuma vegi en þegar út á vegina erkomið eru engar frekari aðvaranir.Veghaldari, hvað er í gangi?

Í umræðunni síðustu daga erverið að benda á að sveitarfélögineigi að setja á lausagöngubann ogábyrgð þeirra sé svona og svona.En ef grannt er skoðað sýnir vega-gerðin að það sem hægt er aðkomast hjá að gera er í lagi,

samanber þau svör sem gefin eruaf ábyrgum aðilum þeirra sem,,þakka ábendingar og segja alltsvo dýrt, merkjum stolið og aðeftir ákveðinn tíma hætti fólk aðtaka mark á og fara eftir þessumumferðarmerkjum". Þarna er ein-hver að koma sér undan ábyrgð.Ekki hafa bændur hag af slysumog bústofnstjóni og tekjur þeirraekki meiri en svo að girðing millivegar og heimalands skarðar ítekjurnar.

Þegar haustar og dimmir eyksthættan á þessum slysum því hrað-akstur virðist ekki minnka meðbirtunni. Veghaldarar og fjár-veitingavald, það er ódýrara aðbyrgja brunninn með aðvörunstrax í stað þess að ýta ábyrgðinniá aðra. Þið fáið tekjur af öllumvegfarendum.GÞ

Bréf frá bændum

Það hendir bændur eins ogaðra þjóðfélagsþegna að bregðasér út fyrir landsteinana og þá erFlugstöð Leifs Eiríkssonar óhjá-kvæmilegur viðkomustaður ferðistmenn á annað borð flugleiðis. Sásem hér heldur um stílvopnið ereinn úr þeim hópi.

Fyrir tæpum mánuði átti égleið um FLE og leit þá inn í Ís-lenskan markað. Þarna eru allstórkæliborð sem ég taldi að væru tilþess að sýna og bjóða gestum oggangandi til kaups íslenskarmjólkur- og kjötvörur. Einhverntíma tel ég mig hafa heyrt að af-urðasölufyrirtækin okkar í mjólkog kjöti væru eignar- eða rekstrar-aðilar að Íslenskum markaði. Þessvegna undraðist ég mjög að sjáþessa sölustaði, - þ. e. kæliborðinnánast tóm. Gaddfreðið pakkað

dilkalæri lá að vísu þarna í full-kominni einsemd og lítið skárravar tegundavalið af ostunum, -frekar fátæklegt. Í öllu falli varlítið sem lokkaði ,,gestinn" til aðkíkja á vöruframboðið.

Sem búvöruframleiðanda þóttimér þetta skondin sjón, svo ekki sémeira sagt, og óneitanlega fór égað velta fyrir mér hvernig á þessugæti nú staðið?

Er vilja- og áhugaleysi afurða-sölufyrirtækjanna um að kennaeða er þetta svo hæpin söluleiðfyrir unnar landbúnaðarvörur oglítið magn sem þarna selst að ekkisvari kostnaði að sinna þessubetur? Gaman væri að fá skýring-ar á þessu. Er kannski betra ogskynsamlegra að hætta með sölukjöts og osta í flugstöðinni en geraþað með hangandi hendi. Bóndi

Gaddfreðið, einmana læri í Leifsstöð

Rafrænt bókhald -Rafræn samskiptiNámskeiðin Rafrænt bókhald - Rafræn samskipti, sem ætluð erunotendum bókhaldsforritsins dkBúbótar, verða haldin sem hér segir:

11. - 12. október Grunnskólinn Búðardal13. - 14. október Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði18. - 19. október Félagsheimilið Heimaland, V-Eyjafjöllum20. - 21. október Búnaðarmiðstöð Suðurlands, Selfossi25. - 26. október Búnaðarmiðstöð Suðurlands, Selfossi27. - 28. október Hólmavík29. - 30. október Vestur-Húnavatnssýsla

1. - 2. nóvember Syðri-Vík, Vopnafirði3. - 4. nóvember Fellabær, Héraði8. - 9. nóvember Hvanneyri10. - 11. nóvember Búgarður, Akureyri15. - 16. nóvember Suður-Þingeyjarsýsla17. - 18. nóvember Austur-Skaftafellssýsla19. - 20. nóvember Kjalarnesþing (Mosfellsbæ)23. - 24. nóvember Sauðárkrókur25. - 26. nóvember Hótel Kirkjubæjarklaustur

Námskeiðið byggir á einstaklingsleiðbeiningum við eigið bókhald þannig að það hentar jafntbyrjendum sem reyndum notendum sem vilja læra meira. Forritið, dkBúbót, er hægt að kaupahjá tölvudeild Bændasamtaka Íslands.

Námskeiðin eru haldin af búnaðarsamböndunum og Bændasamtökum Íslands í samstarfi viðverkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Baldur ÓliSigurðsson og Sigurður Eiríksson hjá Bændasamtökum Íslands auk ráðunautar hjáviðkomandi búnaðarsambandi.

Skráning á námskeiðin er hjá búnaðarsamböndunum eða á heimasíðu BÍ, www.bondi.is

Page 28: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

28 Þriðjudagur 12. október 2004

Allir einstaklingar í samfélagi mannabera einkennandi lykt sem menn greina velfrá sterkum ilmi svitalyktareyðis eðailmvatns. Líkamslyktinni stýra nokkur gen,nefnd MHC-gen. Ilmskynið er eitt afnæmustu skilningarvitum manna og dýra. Ídýratilraunum hefur komið fram að tildæmis bæði hornsíli og mýs völdu makameð MHC-genasamsetningu ólíka sinnieigin.

Konur falla ekki fyrir pabbalyktÞað olli nokkurri undrun þegar

vísindamenn í Chicago í Bandaríkjunumkomust að þeirri niðurstöðu að konur laðasthelst að líkamslykt sem líktist líkamslykt ogMHC-genasamsetningu feðra sinna. Þettamyndi leiða til þess að konur veldu makasem hefði svipaðar erfðir og þær sjálfar oggæti stuðlað að skyldleikarækt og úrkynjun.Það veikir þessa niðurstöðu að ímúsatilraunum hefur komið í ljós að mýsforðast lykt feðra sinna þegar þær erumökunarfúsar en eftir getnað velja þær lyktsem líkist feðrunum, líklega vegna þess aðsú lykt veitir þeim öryggi til uppeldisafkvæmanna. Þá hefur komið í ljós að konursem voru á getnaðarvarnarpillum brugðustvið á svipaðan hátt og fengnar mýs, þær

völdu menn með svipuð MHC-gen og feðurþeirra. Þetta kunna að vera óþekktaraukaverkanir getnaðarvarnarlyfja og líklegtmá telja að konur án pillunnar hefðu valið

menn með ólíka genasamsetningu. Því kannað vera að konurnar í fyrrnefndri tilraun,sem völdu lykt feðra sinna, hafi einmittverið undir áhrifum þessara aukaverkanapillunnar. Karlar og karldýr eru hins vegarónæmari fyrir lykt kvendýra og makast viðnánast hvaða kvendýr sem er mökunarfúst.

Tilraun með líkamslykt og makaval mannaMargar rannsóknir hafa sýnt að mæður

þekkja vel lyktina af nýfæddum börnumsínum. Vísindamann í Detroit íBandaríkjunum fýsti að vita hvernig aðrirfjölskyldumeðlimir kæmu út úrlyktartilraunum. Hann fékk til þátttöku ítilraun 25 fjölskyldur sem áttu að minnstakosti tvö börn á aldrinum 6-15 ára. Hann létþeim í té lyktarlausa boli, lyktarlausa sápuog plastpoka með lási. Þátttakendur áttu aðsofa í bolnum í þrjár nætur, þvo þá meðlyktarlausu sápunni og loka þá síðan ípokanum. Síðan lyktaði hver og einn aftveimur bolum, öðrum af eiginfjölskyldumeðlimi og hinum af óskyldumþátttakanda, án þess að vita um upprunabolanna. Þátttakendur voru beðnir um aðstaðfesta hvor bolurinn væri af ættingja oghvor ekki og einnig hvor lyktin þeim þættibetri.

Niðurstöðurnar voru á þá lund að báðirforeldrar þekktu ilminn af börnum sínum þómæðurnar væru öruggari en hvorugtforeldranna gat greint á milli barna sinna.Öll börnin þekktu lyktina af föður sínum enhins vegar þekktu 5-8 ára börn ekki ilminnaf móður sinni en 9-15 ára unglingar gerðuþað. Það kom hins vegar á óvart að flestumþátttakendum líkaði betur við lyktina afóskyldum einstaklingum en sínum eiginfjölskyldumeðlimum. Mæðrum líkaði tildæmis illa við lyktina af börnum sínum ogbörnunum fannst lyktin af feðrum sínumógeðfelld. Sem sagt: það að þekkja lykt ogað líka við hana er tvennt ólíkt.

Vörn gegn skyldleikaræktVísindamenn telja að þessi andúð á lykt

náskyldra ættingja kunni að vera hluti afvarnarkerfi mannsins gegn sifjaspellum eðablóðskömm. Það var til dæmis athyglisvertað systkinum af gagnstæðu kyni líkaði illavið lykt hvors annars. Það að börnum skuliekki falla í geð lykt af feðrum sínum er hlutiaf þróun þeirra til sjálfstæðis þar sem þauleita fremur í geðfellda lykt óskyldra.Þannig beinir ilmskynið fólki til fylgilagsvið óskylda einstaklinga og þá fráskyldleikarækt og sifjaspellum.

Alison Motluk, 2003: Your family really does stink.NewScientist 24. August, 20.Birgitte Svenning, 2002. Konurnar falla fyrirpabbalykt. Lifandi vísindi10/2002, 60-61.

Bjarni E. Guðleifsson,Möðruvöllum

Úr ríki náttúrunnar13. þáttur

Er líkamslykt manna hluti af varnarkerfi gegn skyldleikarækt?

Undanfarin misseri hafa starfs-menn Landgræðslunnar unnið aðmati á beitilandi þátttakenda ígæðastýringu í sauðfjárrækt. Ljóster að þetta verk hefur tekið talsvertlengri tíma en ráð var fyrir gert ogmá einkum rekja það til skorts ágögnum svo Nytjaland gæti lokiðsinni vinnu við upplýsingaöflunum gróður og stærðir lands. Nú erbúið að fara um þau svæði þar semgögn Nytjalands eru tilbúin. Þettaeru annars vegar svæðið fráSkagafirði, vestur um og tilBorgarfjarðarsýslu og hins vegarNorður Þingeyjarsýsla og Múla-sýslur. Enn vantar svolítið upp áað gögn í Suður-Þingeyjarsýslu,Eyjafjarðarsýslu og á Suðurlandiséu fullbúin.

Í stórum dráttum þurfa um 5%þeirra framleiðenda, þar sem mat ábeitilandi hefur farið fram, aðvinna landbóta- og landnýtingar-áætlanir. Þessir bændur hafa íframhaldi af þessu fengið tilkynn-ingu um að þeir þurfi að vinnalandbóta- og landnýtingaráætlunþar sem skilyrði um landnýtingueru ekki uppfyllt. Þegar hefurborið á því að þetta þykir ekkisanngjarn dómur, land sé í framförog engin ofbeit til staðar vegnamikillar fækkunar fjár. Einnigliggur fyrir ályktun Landssamtakasauðfjárbænda þar sem þess erkrafist að Landgræðslan virðiviljayfirlýsingu sauðfjársamnings-ins vegna mats á landnýtingarþættigæðastýringar.

Það er því e.t.v. ástæða til aðtíunda hér á hverju mat á beitilandibyggist og rifja upp hvað stendur ítéðri viljayfirlýsingu og þeimreglum sem settar voru í framhaldiaf því.

ViljayfirlýsinginTil upprifjunar þá eru sett fram

markmið í samningi um fram-leiðslu sauðfjárafurða um: aðsauðfjárrækt sé í samræmi við um-hverfisvernd, landkosti og æskileglandnýtingarsjónarmið. En hvaðeru æskileg landnýtingarsjónar-mið?

Í viljayfirlýsingunni eru mörgorð sem lúta að mati á landnýtingus.s. að nýting sé sjálfbær, ástand

ásættanlegt og gróður í jafnvægieða framför. Einnig stendur þar aðnýting skuli vera ágreiningslaus ogað stefnt skuli að því að auðnir ogrofsvæði verði ekki nýtt til beitar.

Af öllu þessu þá hefur þvíeinkum verið haldið á lofti í um-ræðum meðal bænda að gróðurverði að teljast í jafnvægi eða

framför. Og hvað felst í því? Aðeinhverskonar jafnvægisástand sétil staðar, að eyðing gróðurs eigisér ekki stað og/eða að merki séuum að gróður sé að sækja á.

Í vinnu starfsmanna Land-græðslunnar síðustu misseri hefurkomið í ljós að land er mjög víða íframför, gróðurþekja að aukast og

plöntutegundir sem illa þola beitað verða meira áberandi. Það hefureinnig verið staðfest að víða erland að eyðast í dag sökum jarð-vegsrofs. En hvernig á þá að metaland, þar sem hluti þess er í fram-för og hluti þess að eyðast? Er þaðí framför, jafnvægi eða afturför?Hvernig á að meta gróðurtorfur þarsem gróðurþekja er heilleg ofanáen rof í jöðrum? Hvaða áhrif hefurþurrkasumarið 2004 á viðkvæmgróðurlendi, sem eru illa varingegn vindi?

LagasetningÍ 43. gr. laga nr. 101/2002 eru

sett þau skilyrði að framleiðendursem taka þátt í gæðastýringu ísauðfjárrækt skuli hafa aðgang aðnægu nýtanlegu beitilandi fyrirbúfé sitt. Landnýting skal verasjálfbær þannig að framleiðslugetalandsins sé nægileg og nýtinginnan þeirra marka að gróðurfar séí jafnvægi eða framför að matiLandgræðslu ríkisins. Matið skalbyggjast á stærð gróðurlendis oggerð þess, gróðurfari og framleiðniásamt fyrirliggjandi gögnum umnýtingu og ástand, t.d. vegna rofs,uppblásturs o.fl., samkvæmt nánarireglum sem landbúnaðarráðherrasetur. Í greinargerð með frumvarp-inu segir að í lagaákvæðinu sé lýstá hvern hátt haga skuli nýtingubeitilanda og úrbótum, sé þeirraþörf, svo að nýting auðlindarinnarsé með skynsamlegum hætti og umhana skapist víðtæk sátt.

ReglugerðÍ samræmi við áðurnefnd lög

þá setur landbúnaðarráðherra nán-ari reglur um hvernig landnýtingskuli metin og er það gert í 13. gr.reglugerðar nr. 175/2003. Þar ernánast sami texti og í lögunum en íI. viðauka reglugerðarinnar er nán-ar útfært hvað í matinu felst. Mats-reglurnar byggjast einkum á mati ástærð gróðurlendis og gerð þess,gróðurfari og framleiðni ásamtfyrirliggjandi gögnum um nýtinguog ástand. Nýtanlegt beitiland skalvera í viðunandi ástandi og miðaðskal við að auðnir og rofsvæðiverði ekki nýtt til beitar.

Í þessu felst að þar sem verið

er að nýta til beitar auðnir ogrofsvæði, þó svo að nægileg beit sétil staðar fyrir það sauðfé sem þargengur, þá skuli stefnt að því aðhætt verði að nýta þessi sömusvæði til beitar í núverandi ástandi.Miðað er við að ekki megi veramikið eða mjög mikið jarðvegsrofá meira en 5% af beitilandi ogrofsvæði og auðnir mega ekkiþekja meira en 33% af beitiland-inu.

Víðast hvar á landinu hefurbeitarálag af völdum sauðfjárminnkað verulega frá því sem þaðvar mest, í kringum 1980. Og fjöl-margir bændur hafa unnið gríð-armikið starf á sínum jörðum viðað bæta landgæði með upp-græðslu. Það sem hins vegarstendur eftir er að enn er verið aðnýta land þar sem alvarlegt jarð-vegsrof á sér stað og fé hefur víðaóheftan aðgang að auðnasvæðum.

Markmið gæðastýringarinnarNiðurstaða gæðastýringarinnar

verður að vera í samræmi við þástefnumörkun sem felst í vilja-yfirlýsingunni, að nýting beitilandssé sjálfbær, ástand þess ásættanlegtog gróður í jafnvægi eða framför,að stefnt sé að því að auðnir ogrofsvæði verði ekki nýtt til beitar,og að þannig skapist víðtæk sáttum þá landnýtingu sem styrkt ermeð opinberu fé. Slík sátt er bænd-um nauðsynleg sem framleið-endum matvæla og þar sem reksturþeirra er styrktur með almannafé.

Fram til þessa hefur í flestumtilvikum gengið vel að ná sátt umþau markmið að halda auðnumfjárlausum og að stöðva jarðvegs-rof sem á sér stað innan beitilanda.Þessum markmiðum er, eðlimálsins samkvæmt, mis erfitt aðná. Upprekstraraðilar á afréttumhafa margir lýst vilja sínum til þessað halda auðnasvæðum og rof-svæðum fjárlausum meðmarkvissri förgun þess fjár semþangað leitar. Aðrir ætla að hefjaumfangsmiklar uppgræðslur endahafa bændur lengi verið mannaduglegastir við að vinna að þvímarkmiði að stöðva eyðingu landsmeð uppgræðslu. Ekki þarf því aðvera um stefnubreytingu að ræðaað því leyti, heldur að markmiðinséu skýr og að unnið verðimarkvisst að þeim. Því er gerðlandbóta- og landnýtingaráætlunarsíður en svo dauðadómur yfirsauðfjárbúskap viðkomandi fram-leiðanda, heldur tæki til að skerpamarkmið og áherslur í nýtinguþess lands sem hann hefur tilumráða.

Björn H. BarkarsonHöfundur er sviðsstjóri

landverndarsviðs Landgræðsluríkisins

Efri mynd: Uppgræðsla bænda hefur breytt auðnum og rofsvæðum ínytjaland. Neðri mynd: Melar geta verið að gróa en mikið rof í jöðrum.

Landnýtingarþáttur gæðastýringarí sauðfjárrækt - mat á beitilandi

Page 29: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 29

����������������������������������������������������

��� ����������������� ����������������� ����������������� �������������������������������������������������������� ������������ ������� �������������������������������������������� ��!��"� � � � � �

#������������!���$��������%�#&����������'((�)*'*&������������+�!��"������

SANTANA ER KOMINN

Verið velkomin í reynsluakstur á þessum frábæra

vinnubíl

Skemmuvegi 6 Sími: 587-1280

www.bsa.is

Matthildur Þórðardóttir, bóndi í Geitavík á Borgarfirði eystra, var að smala fyrstu göngu áBárðarstaðadal í Loðmundafirði á dögunum. Það er betra að líta vel í kring um sig á þessum slóðum

enda sá Matthildur fé upp í efstu eggjum við Jökulbotna í Herfellinu. Alls voru 12 manns úr Borgarfirði,Eiðaþinghá og úr Seyðisfirði að smala í Loðmundarfirði fyrir innan Klyppstað og Svartafell í þetta

skiptið og alls komu rúmlega 160 fjár til réttar sem er í meira lagi miðað við síðustu ár. /SA.

KÁLFAMJÓLKURDUFT Elitekalv no. 1

www.fodur.is Sími 570-9800

Ódýr og góð lausn á kálfauppeldi. Frábær samsetning næringarefna. Leiðbeiningar á íslensku. Stórlækkað verð.

Útsölustaðir: Fóðurblandan, Reykjavík. FB Búvörur, Selfossi. FB Búvörur, Hvolsvelli. Bústólpi, Akureyri.

Sturtuvagnarog stálgrinda-

hús fráWECKMAN

Sturtuvagnar

Einnig þak-og veggstál.

Stálgrindahús.Margar gerðir,hagstætt verð.

H. Hauksson ehfSuðurlandsbraut 48Sími: 588 1130Fax: 588 1131

��������������� ���������� ����������������������������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������� �������������������������������������������� �!�"#$�$ $

Smáauglýsingar BændablaðsinsSími 563 0300 Nýtt netfang [email protected]

Page 30: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

30 Þriðjudagur 12. október 2004

Óska eftir haugsugu eðahaugdælu á sanngjörnu verði.Uppl. í síma 695-6099.Óskum eftir greiðslumarki ímjólk. Upplýsingar í símum893-5622 og 862-6433.Óska eftir að kaupa sturtuvagnog góða kerru. Uppl. í síma899-2276.Óska eftir að kaupa 120-140ærgilda greiðslumark í sauðfé.Uppl. í síma 456-2002.Er að gera upp gamlanpólskan hnífatætara, AgrometUnia GGZ1.8, árg. ‘81, vantarannan í varhluti. Uppl. í síma896-2331.Óska eftir að kaupa ódýratraktorsgröfu. Uppl. í síma 893-7237.Óska eftir að kaupagreiðslumark í sauðfé, 150-250stk. Einnig óskast MasseyFerguson 35X til niðurrifs eðavarahlutir úr slíkri vél. Uppl.gefur Óli í síma 465-2351.Massey Ferguson varahlutir.Mig vantar bretti (yfir afturhjól,bæði hægra og vinstra) áFerguson 35 / MF 35. Einnigbretti á MF-135 árgerð ca1971.Uppl. í síma 863-3184.Óska eftir að kaupa notaðatraktorsgröfu á allt að kr.200.000. Uppl. í síma 863-0233.Óska eftir gömlum vörubíl,helst með krana, t.d. Benz ískiptum fyrir Daihatsu Ferosa,árg. '91, ekinn 130 þúsund km.Uppl. í síma 895-7272.

Til sölu haugsuga fimm tonna.Uppl. í síma 463-1337 eða892-3072.Tilboð óskast í 152,2 ærgildaframleiðslurétt í saufé semgildir fyrir framleiðsluárið 2005.Áskilinn er réttur til að takahvaða tilboði sem er eða hafnaöllum. Tilboð berist á netfangið[email protected] sölu nokkrar kelfdar kvígur.Uppl. í síma 866-8701.Til sölu Deutz dráttarvél ásamtnokkrum hrossum, 5-6 vetra. Ásama stað vantar starfskraftvið tamningar og fleira. Uppl. ísíma 435-1384.Til sölu Massey Ferguson 135árg. 1969 með húsi. Ergangfær en þarfnastlagfæringa. Einnig eru til sölu 2stk. af 34" traktorsfelgum.Uppl. í síma 848-1565.Til sölu vél í Mercedes Benz1513, árg. ‘74. Vélin er í mjöggóðu lagi. Uppl. í síma 866-0318.Til sölu 1.220 lítra Mullermjólkurtankur. Níu ára meðnýja kælikerfinu. EinnigÖverum plógur (þrískeri) árg.‘01. Lítið notaður. Á sama staðóskast Prima ámokstursgálgi –1.220 eða minni. Uppl. í síma694-3991 eða 694-9869 eftirkl. 18.Til sölu tvær tíkur - 4ramánaða. Móðir: Petra fráEyrarlandi, faðir: Rex fráDaðastöðum. Á sama staðóskast greiðslumark í sauðfé.Uppl. gefur Þorvarður í síma862-1835.

Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins styður:

atvinnuuppbyggingunýsköpunþróunrannsóknirendurmenntun

í þágu landbúnaðar.Kynntu þér málið:Veffang: www.fl.isNetpóstfang: [email protected] Sími: 430-4300Aðsetur: Hvanneyri311 Borgarnes

Smáauglýsingar

Sími 563 0300 Fax 552 3855 Veffang [email protected]

Til sölu Massey Ferguson,690, 4X4, árg. '83. Er meðTrima 1420 tækjum. Í góðu lagim.v. aldur og fyrri störf. Uppl. ísíma 463-1281.Örflóra fyrir haughús, rotþrær,niðurföll, fituskiljur, úti- oginnisalerni. Framtak-Blossisími 565-2556.Bændur! Nú er rétti tíminn tilað setja niðurbrotsefni íhaughúsið fyrir veturinn. Viðviljum minna á frostþurrkuðuhaugmeltuna sem hefur reynstafar vel. Sendum hvert á landsem er. Athugið: Erum meðúrvals úrbeiningarhníf, aðeinskr. 1.250-. Daggir, Strandgötu25, Akureyri, sími 462-6640. Til sölu Volvo N-7 vörubíll árg.´84. Ein hásing, m. kranaH.M.F. A-88-K-2. Ekinn264.000 km í góðu ástandi.Verð kr. 996.000 m. vsk. Uppl.í síma 461-1172.Vefstóll til sölu. Glimåkravefstóll til sölu, breidd 150ásamt rakgrind, spólurokki,bókum og fl. sem tilheyrirvefnaði. Allar nánariupplýsingar eru veittar í síma663-4534 eða með tölvupósti,[email protected] sölu holdakýr og kálfar.Uppl. í síma 487-6650 eða898-1230.Til sölu jarðýta I-H TD-9 árg.´71. Góð belti, nýupptekinnmótor. Uppl. í síma 892-5754.

Til sölu

Óska eftirErum að leita að traustum ogábyrgðarfullum starfskrafti igróðrastöð,(fjölbreytt ræktun)frá ca. 1.janúar 2005. 50-100% starf eftir samkomulagi.Starfsmannahús á staðnum.Umsóknir þurfa að berast fyrir1.desember 2004.Laugardalsblóm ehf.,Böðmóðsstöðum, Laugardal,Bláskógabyggð. Sími: 896-1839 eða 896-0071,tölvupóstur:[email protected] á lands-byggðinni. RáðningaþjónustanNínukot ehf. aðstoðar við aðútvega starfsfólk af Evrópskaefnahagssvæðinu. Áralöngreynsla. Ekkert atvinnuleyfinauðsynlegt. Upplýsingar ísíma 487-8576. Netfang:[email protected].

Steypusögun Norðurlandsauglýsir. Steypusögun,múrbrot, kjarnaborun ograufasögun í gólf fyrirhitalagnir. Snyrtileg umgengniuppl. í síma 864-2530, Bogi ogSævarUppstoppun. Tek tiluppstoppunar dýr og fugla.Kristján Stefánsson.Laugarvegi 13, 560,Varmahlíð. Sími: 453-8131

Óska eftir að koma 2 1/2 árssv/hv. border-labrador í sveit.Hann er vel upp alinn, hlýðinn,blíður, barngóður og vanurhestum og öðrum dýrum. Getekki sinnt honum lengur vegnabreyttra aðstæðna. Endilegahafið samband við Ernu í síma565-3467 eða 698-4876.

Atvinna

Þjónusta

Gefins

Máttur Mjóafjarðar er heiti nýsfélags sem stofnað var í Mjóa-firði þann 19. ágúst sl. Félagið erstofnað sem aðildarfélag innansamtakanna Landsbyggðin lifi,LBL.

Undirbúningur og stofnun fé-lagsins fór fram í góðri samvinnuvið Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur,fyrsta formanns LBL, íbúa Mjóa-fjarðar og sveitarstjórans, SigfúsarVilhjálmssonar í Brekku, og aðfrumkvæði þeirra síðarnefndu.Hefur stofnun félagsins staðið yfirall lengi.

Meðalaldur þeirra manna semvöldust í stjórn hins nýja félags er

um 30 ár og formaðurinn, EinarHafþór Heiðarsson, er aðeins 21árs. Er hann jafnframt yngsti for-maður innan samtakanna LBL.

Aðrir í aðalstjórn með EinariHafþór eru Valgerður Sigurjóns-dóttir, 22 ára, og Ingólfur Sig-fússon, 34 ára.

Í varastjórn völdust Heiðar W.Jones, 54 ára, og Erlendur M. Jó-hannson, 24 ára.

Góður andi ríkti á fundinum ogvar hugur í fólki að nýta betursamtakamátt fólksins í byggðar-laginu til að gera góða byggð betri./Fréttatilkynning.

Yngsta stjórnin í fámennasta byggðarlaginu

N Á M S K E I Ð H J Á E N D U R M E N N T U N L B H

MÁLMSUÐA HVANNEYRI, 11.-12. NÓVEMBER

LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN Á HVANNEYRI sími: 433 7000, fax: 433 7001, netfang: [email protected]

w w w . h v a n n e y r i . i s

BændurTek að mér rafbylgju-mælingar og varnir í

útihúsum og á heimilum.Leitið upplýsinga.Garðar Bergendal.

Sími 581-1564eða 892-3341.

HljómsveitinTraffic úr

BorgarnesiGóð hljómsveit ágóðu verði fyrir

árshátíðina,þorrablótið eða aðrarskemmtanir. Spilumhvar sem er, hvenær

sem er.

Upplýsingar gefaHafsteinn í síma 696-1544

eða Sigurþór í síma 696-3211.

PS. Geymið auglýsinguna

�������������� ����������������������

���������������������������������������������������������������������������������

�������������� �������!

"����������#��������������������

$��� �����������%

Grænni skógar áVestfjörðum í samvinnu

við SkjólskógaNú er unnið að því að koma

skógræktarnámi á fyrir skógar-bændur á Vestfjörðum, sem eru íSkjólskógum, í gegnum Grænniskóga á vegum Garðyrkjuskólans áReykjum í Ölfusi. Stefnt er að því aðbyrja með námið í október en þaðmun þá standa yfir í þrjú ár, eða frá2004 til 2007 eins og hjá Grænniskógum á Suðurlandi og Austurlandiþar sem nám hefst líka núna í haust.Garðyrkjuskólinn mun sjá um fram-kvæmd námsins á Vestfjörðum enþeir aðilar sem koma að náminu, aukskólans, eru Skógrækt ríkisins,Landgræðsla ríkisins, Skjólskógarog Félag skógarbænda á Vest-fjörðum. Grænni skógar er öflugtskógræktarnám, ætlað öllum fróð-leiksfúsum skógarbændum sem viljaná hámarksárangri í skógrækt.Námið byggir á 17 námskeiðum þarsem 13 eru skyldunámskeið oga.m.k. 2 valnámskeið. Hvert nám-skeið er í tvo daga í senn og þáyfirleitt frá kl. 16:00 til 19:00 áföstudegi og frá kl. 10:00 til 17:00 álaugardegi. Reynt er að koma viðverklegri kennslu og vettvangs-ferðum eins og hentar hverju sinni.

Bændablaðiðkemur næst út26. október.

Page 31: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

Þriðjudagur 12. október 2004 31

eMax býður uppá þráðlausar tengingar við Internetið í Borgarfirði, Hrútafirði, Grímsnesi, við Vík í Mýrdal auk Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.

Tilvalin lausn fyrir bæði sveitaheimili og sumarhús.

Hraðvirkt Internetsamband, sambærilegt við ADSL.

Hagstætt verð.

Innifalið í þjónustunni eru 2 netföng og svæði fyrir þína eigin heimasíðu.

Dreifikerfi í stöðugri uppbyggingu Kynntu þér málið og hafðu samband í síma 544 4454 eða á www.emax.is

Þráðlaust InternetLausn fyrir landsbyggðina

...í góðu sambandi Mannskapurinn, sem stóð að endurreisn á 122 vörðum frá Bólstað að Miklalæk, við húsið í Bjarnalækjabotnum.

Félagið var stofnað 15. nóvem-ber 2002 og eru félagar um 60.Tilgangur félagsins er að endur-reisa og halda við vörðum áSprengisandsleið hinni fornusem liggur frá Skriðufelli íÞjórsárdal að Bólstað við Sól-eyjarhöfðavað í Þjórsá. Alls eruvörðurnar 425 á þessari leið enþær reistu 3 garpar úr Bárðar-dal árið 1906. Einnig er á dag-skrá félagsins að gera uppgamla leitarmannakofa á afrétti

Gnúpverja. Bólstaðakofi semvar byggður 1892, Kjálkavers-kofinn sem var byggður 1894 ogGljúfurleitarkofinn sem varbyggður 1956. Búið er að endur-bæta og gera upp gamla kofanní Hólaskógi en hann var byggðurárið 1936.

Nokkrar vinnuferðir hafa veriðfarnar og er búið að endurreisa oglaga um 260 vörður, en skammtur-inn á ári er 100 vörður . Ætlunin erað klára verkið árið 2006 á 100 ára

afmæli varðanna.Eins er reynt aðtaka GPS punkta eða hnit á hverjavörðu þannig að þær verði örugg-lega til í framtíðinni! Eina félags-gjaldið er að hver hlaði 2 vörður áári. Vörðurnar eru í misgóðu ásig-komulagi en vel hefur gengið aðkoma þeim upp úr jörðinni meðjárnkörlum og skóflum.

Helgina 2.-3. október sl. fórgóður mannskapur inn á Bólstað.Byrjað var á því að fara yfir áSóleyjarhöfðavaði og í eyna ogreisa við vörðuna sem er þar ogsíðan yfir eystri álinn í Þjórsá ogendurreisa vörðuna sem þar er. Þáer komið að Holtamönnum að takavið, allavega inn að Fjórðungs-skvísl, en Bárðdælingar taka við úrþví og alla leið norður að Mýri íBárðardal. Í stjórn félagsins eru:Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi,Ragnar Ingólfson, Heiðargerði ogPáll Gunnlaugsson, Hamarsheiði.

Vörðuvinafélagið hefur á stefnuskráað endurreisa og viðhalda vörðum

á Sprengisandsleið hinni fornu

Þarftu að byggja, breyta eða bæta?

Nýbyggingar • HönnunTek að mér alla almenna hönnun

og teiknivinnuÞekking og reynsla í hönnun

mannvirkja til sveitaÍvar Ragnarsson,byggingafræðingur og fyrrv. bóndiHrafnagili II, 601 AkureyriSímar 462 5205 & 898 3311

Page 32: Þráðlaust 10 Blað nr. 204 Auglýsingasíminn er 563 0300 ... · Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband

SölufulltrúarSu›urlandBergur Pálsson, Hólmahjáleigu

Sími 487-8591 og 894-0491

Netfang [email protected]

Su›urlandBrynjar S. Sigurðsson, Heiði

Sími 486-8710 og 898-1594

Netfang [email protected]

Kjalarnesfling og Borgarfjör›ursunnanver›ur (a› Lundarhálsi)Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hólmi 1

Sími 431-1338 og 898-1359,

Netfang [email protected]

M‡ras‡sla og Borgarfjör›urnor›anver›urMagnús Þór Eggertsson, Ásgarði

Sími 435-1164, 898-8164 og 694-2264

Netfang [email protected]

SnæfellsnesBrynjar Hildibrandsson, Bjarnarhöfn 2,

Sími 438-1582 og 893-1582

Netfang [email protected]

Dalabygg›Jónas Guðjónsson, Hömrum

Sími 434-1356

Netfang [email protected]

Reykhólahreppur og SaurbærHafliði Viðar Ólafsson, Garpsdal

Sími 434-7799 og 892-4912Netfang [email protected].

Ísafjar›ars‡slurÁsvaldur Magnússon, Tröð

Sími 456-7783 og 868-8456

Netfang [email protected]

Strandas‡slaSigrún Magnúsdóttir, Þambárvöllum 2

Sími 451-3364, 853-9964 og 893-9964

Netfang [email protected]

Húnavatnss‡slurBirgir Líndal Ingþórsson, Uppsölum

Sími 452-4995 og 691-4995

Netfang [email protected]

Skagafjör›urSigríður Sveinsdóttir, Goðdölum

Sími 453-8001, 691-2619 og 852-1283

Netfang [email protected]

Eyjafjör›urArnar Árnason, Hranastöðum

Sími 463-1514 og 863-2513

Netfang [email protected]

S.-fiingeyjars‡sla, Kelduhverfiog Öxarfjör›urRagnar Þorsteinsson, Sýrnesi

Sími 464-3592 og 847-6325

Netfang [email protected]

fiistilfjör›ur, Langanesströnd ogVopnafjör›urHalldór Georgsson, Síreksstöðum

Sími 473-1458, 893-5058 og 855-1458

Netfang [email protected]

Héra›, Fir›ir og Brei›dalurHelgi Rúnar Elísson, Hallfreðarstöðum 2

Sími 471-3052, 860-2729 og 854-1985

Netfang [email protected]

A.-Skaftafellss‡sla,Djúpavogshreppur og Nor›fjör›urBjarni Hákonarson, Dilksnesi

Sími 478-1920 og 894-0666

Netfang [email protected]

Deildarstjóri ábur›arsöluÁlfhildur Ólafsdóttir

Sími 575-6000 og 894-2012

Netfang [email protected]

Sláturfélag Su›urlands svf. • Fosshálsi 1 • IS-110 Reykjavík · Sími: 575 6000 • Fax: 575 6090 • www.yara.is

TEGUND nóv '04 des-'04 jún-'05 EFNAINNIHALD, %Afsláttur frá júníver›i 15% 12% 0% N P K Ca Mg S B Cu Mn Mo Fe Zn Na SeOPTI-KAS™ (N 27) 1) 21.807 22.576 25.655 27,0 5,0 2,4

OPTI-NS™ 24-6 1) 24.219 25.074 28.493 24,0 8,0 0,9 6,0

Kalksaltpétur (N 15,5) 19.794 20.492 23.286 15,5 18,8

Bórkalksaltpétur (N 15,4) 1) 2) 20.761 21.494 24.425 15,4 18,5 0,30

CalciNit™ (f.gró›urhús) 3) 32.903 34.064 38.709 15,5 19,0

NP 26-6 (26-14) 24.453 25.316 28.768 26,0 6,1 2,7 1,4 2,0

NPK 25-2-6 24.686 25.557 29.042 24,6 1,6 6,0 0,8 1,4 4,0 0,02

NPK 24-4-7 (24-9-8) 23.832 24.673 28.038 24,0 3,9 6,6 2,0 2,0

NPK 21-3-8 + Se 1) 24.890 25.769 29.282 21,0 2,6 8,3 1,3 1,0 3,6 0,02 2,4 0,001

NPK 21-4-10 25.256 26.147 29.713 20,6 3,6 9,6 1,8 1,2 2,7 0,02

NPK 20-5-7 (20-12-8) 24.012 24.860 28.249 20,0 5,2 6,6 3,7 2,0

NPK 17-5-13 25.061 25.945 29.483 17,2 4,6 13,0 2,3 1,2 2,2 0,02

NPK 17-7-10 25.361 26.256 29.837 16,6 6,6 10,0 3,3 1,4 2,0 0,02

NPK 11-5-18 2)* 28.684 29.696 33.746 11,0 4,6 17,6 2,3 1,6 9,5 0,03 0,30 0,002 0,03

OPTI VEKST 6-5-20 1) 2)* 39.738 41.140 46.750 6,0 5,0 20,0 3,0 3,0 10,2 0,05 0,10 0,30 0,100 0,10

OPTI START™ NP 12-23 4) 39.984 41.395 47.040 12,0 23,0

OPTI-P™ 8 1) 2) 21.035 21.777 24.747 7,8 20,0 12,0

Mg-kalk - fíngert 0-2mm 1) 10.874 11.258 12.793 23,2 12,0

Mg-kalk - grófara 0,2-2mm 1) 11.613 12.023 13.662 23,2 12,0

Mg-kalk - korna› 1) 2) 24.684 25.555 29.040 20,5 12,0

1) Í 600 kg sekkjum. 2) Einnig fáanlegur í 40 kg pokum á 8% hærra ver›i en í ver›töflu.3) Í 25 kg pokum, 1.225 kg á hverju bretti. 4) Í 30 kg pokum *Klórsnau›ur, fl.e. inniheldur <2%ClÁbur›urinn er í 500 kg sekkjum nema annars sé geti›.

VER‹SKRÁ Ver› án vsk. - kr. á tonn

Yara ábur›urN‡tt nafn - Óbreytt gæ›i

INNIHALD ÁBUR‹ARTEGUNDA

Sá hluti Norsk Hydro sem anna›ist ábur›arframlei›slu hefur veri› ger›ur a› sjálfstæ›u fyrirtæki sem heitirYara. Engar breytingar ver›a á framlei›slunni af flessu tilefni og Yara b‡›ur bændum óbreytt vörugæ›i;ryklausan, kögglalausan, au›leystan, einkorna gæ›aábur› eins og fleir flekkja sem nota› hafa Hydro ábur›.

Langar flig í helgarfer›?

1) Hva›a ár hóf Norsk Hydro

ábur›arframlei›slu?

2) Hva› fl‡›ir or›i› „jara“?

3) Hversu mikill er fagafsláttur af

Yaraábur›i í kr/tonn?

Rétt svör er að finna í bæklingnum Áburður 2004-

2005 sem berast á öllum bændum í þessari viku.

Þeir sem senda svör til [email protected] eða SS-

Áburðarsala, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík, fyrir 10.

nóvember eiga möguleika á helgarferð fyrir tvo til

Noregs. Dregið verður úr réttum svörum og nöfn

vinningshafa birt í Bændablaðinu og á yara.is.