Top Banner
Verkís hf | Ármúla 4 | 108 Reykjavík | +354 422 8000 | www.verkis.is | [email protected] Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011 Glímt við þjóðveginn áhrif hjáleiðar um Selfoss á landnotkun og samfélag
17

Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Feb 23, 2016

Download

Documents

ghazi

Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011. Glímt við þjóðveginn – áhrif hjáleiðar um Selfoss á landnotkun og samfélag. Í dag. Erindið byggir á meistaraverkefni í umferð og skipulagi við tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. - PowerPoint PPT Presentation
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Verkís hf | Ármúla 4 | 108 Reykjavík | +354 422 8000 | www.verkis.is | [email protected]

Ráðstefna Félags landfræðinga 2011Hrafnhildur Brynjólfsdóttir27 október 2011

Glímt við þjóðveginn – áhrif hjáleiðar um Selfoss á landnotkun og samfélag

Page 2: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Í dag

Erindið byggir á meistaraverkefni í umferð og skipulagi við tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Landnotkun og samgöngur -nokkrir punktar úr verkefninu

Athyglinni beint að áhrifum hjáleiðar um Selfoss á þéttbýlið

Verkefnið er í vinnslu :o)Helstu heimildir sem vísað er í í erindinu: Efla, 2009. Hljóðvist Hveragerði – Selfoss. Tvöföldun Suðurlandsvegar. Reykjavík: Vegagerðin. Efla, 2010a. Suðurlandsvegur. Frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss. Frumdrög, júlí 2010. Reykjavík:

Vegagerðin. Efla, 2010b. Suðurlandsvegur. Frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss. Matsskýrsla, maí 2010. Reykjavík:VegagerðinVegagerðin, 2010a. Veghönnunarreglur. Reykjavík: Vegagerðin.Vegagerðin, 2010b. Þjóðvegir í þéttbýli. Leiðbeiningar 2010. Reykjavík: Vegagerðin.

2

Page 3: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Meistaraverkefni

• Tilgangur rannsóknarinnar er að meta áhrif hjáleiðar um Selfoss með áherslu á áhrif á samfélag og landnotkun

• Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á áhrifum nýrra samgöngutenginga og spá fyrir um áhrif hjáleiðarinnar á Selfoss sérstaklega og almennt um áhrif hjáleiða við íslenskar aðstæður.

• Aðferðir: rýni fræðilegra heimilda, rýni tilviks, viðtöl við hagsmunaaðila til að leita upplýsinga um væntingar mismunandi aðila um áhrif hjáleiðarinnar.

• Vörn í janúar 2012.

3

Page 4: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Hjáleið um Selfoss

• Vegagerðin undirbýr tvöföldun Suðurlandsvegar.• Markmið með framkvæmd að auka umferðaröryggi og

umferðarrýmd• Umhverfismat og frumdrög hönnunar tilbúin• Áform um 1+1 veg og tvöföldun í framtíð• Ákvörðun um tvöföldun Suðurlandsvegar er tekin af

ráðherra• Kostnaðaráætlun miðað við 2+2 = 6,38 milljarðar• Með gerð 1+1 vegar, frestun á gerð mislægra gatnamóta

og einbreiðrar brúar má fresta stofnkostnaði upp á 2,7 milljarða, bara 3,7 eftir.

4

(Efla, 2010a)

Page 5: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Veglína 1

5

Umfjöllun miðar við veglínu 1 sem hefur verið á skipulagi síðan 1970Kort úr umhverfismati framkvæmdarinnar. (Efla, 2010b)

Page 6: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Veglína 1

6

Skipulagt þéttbýli við hjáleiðina

Page 7: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Landnotkun við hjáleiðina

7

Bæði sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur hafa skipulagt þéttbýli við hjáleiðina(Aðalskipulag Árborgar 2005-2025 og Aðalskipulag Hraungerðishrepps 2003-2015).

Page 8: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Þjóðvegur í þéttbýli/dreifbýli• Hjáleiðin er hönnuð sem hraðbraut í þéttbýli, hönnunarhraði

110 km/klst og áætlaður hámarkshraði 90 km/klst (Efla, 2010a). Hringbraut í Reykjavík 60 km/klst og í Ártúnsbrekkunni 80 km/klst.

• Skv. leiðbeiningum Vegagerðarinnar um þjóðvegi í þéttbýli er “leyfilegur hámarkshraði á þjóðvegum í þéttbýli 30-40-50-60-70-80 km/klst (Vegagerðin, 2010b).

• Skv. umferðarlögum er hámarkshraði í þéttbýli 50 km/klst nema annað sé tekið fram. Ef hækka á hámarkhraða þarf að rökstyðja það sérstaklega t.d ef tryggja þarf þjónustustig vega með mikilli umferð. D: Reykjanesbraut og Ártúnsbrekka

• Er verið að færa þjóðveginn út fyrir þéttbýli ?

8

Page 9: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Undirbúningur framkvæmdar

• Ekkert arðsemismat hefur verið unnið fyrir framkvæmdina

• Ekkert umferðaröryggismat hefur verið unnið fyrir framkvæmdina– Bæði ofangreind verkefni hafa þótt of umfangsmikil

• Skv. veghönnunarreglum á að velja þversnið fyrir veg út frá umferðarspá (Vegagerðin, 2010a). • Hjáleiðin er hönnuð sem framtíðar 2+2 vegur þrátt fyrir

að skv. umferðarspá dugi 1+1 vegur um alla sjáanlega framtíð (Efla, 2010a).

Áætluð eru undirgöng milli Hveragerðis og Selfoss þar sem þörf er á því að tengja svæði sitt hvoru megin við veginn í dreifbýlinu. Engin slík tenging er áætluð í þéttbýlinu (Efla,

2010a). 9

Page 10: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Þversnið - vegtegund

10

Ljósmyndir, (C) KPS www.photo.is og Verkís.

(Efla, 2010a).

Áhrif á landnotkun, þéttleiki byggðar, umhverfi fyrir hverja, farartálmi fyrir gangandi, hjólandi, biðstöðvar almenningsvagna!, helgunarsvæði samgangna ...

Page 11: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Hljóðvist• Í umfjöllun um hljóðvist í hljóðvistarskýrslu og umhverfismati

framkvæmdarinnar er ekki fjallað um áhrif framkvæmdarinar á fyrirhugað þéttbýli við hjáleiðina (Efla, 2009).

11

Frístundabyggð

Íbúðabyggð

Íbúðabyggð

Athafnasvæði/verslun og þjónusta skipulögð við hjáleiðina

Page 12: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Áhrif á samfélag

• Í umhverfismati framkvæmdarinnar eru áhrif á samfélag metin verulega jákvæð út frá eftirfarandi viðmiðum:

– Áhrif á möguleika til að veita þjónustu– Áhrif og upplifun frá markverðum stöðum og svæðum– Áhrif á notagildi svæða eða gönguleiða til útivistar.

• Áhrif á þéttbýlið fá litla umfjöllun.• Við mat á áhrifum á samfélag er ekki vísað í neinar

sérfræðiskýrslur. Fuglarnir og vindurinn fá hins vegar sínar skýrslur. (Efla, 2010b)

– Fjallað er um möguleika þjónustuaðila í dreifbýlinu á að veita þjónustu t.d. ferðaþjónusta og hestamennsku

– Bylting í útivist á svæðinu milli Selfoss og Hveragerðis þar sem nú verðu hægt að hjóla og ganga á fáförnum hliðarvegum og hjólastígum (allt að 8 akreinar)

– Öryggi sumarhúsagesta og hótela mun aukast með tilkomu mislægra gatnamóta– Biðraðir síðari hluta dags á sunnudögum ættu að heyra sögunni til.

(Efla, 2010b) 12

Page 13: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Áhrif á samfélag - umhverfismat• Metin eru jákvæð áhrif af því að færa gegnumstreymisumferð út

fyrir Selfoss / víða í skýrslunni er sagt að umferð á Austurvegi á Selfossi muni minnka óverulega (hlutfall gegnumumferðarinnar er ca 15% skv. umferðarkönnun 2003)

• Engar tölur eru settar fram um umferð á Austurvegi fyrir og eftir framkvæmd.

• Metin eru jákvæð áhrif á umferðaröryggi þrátt fyrir að ekkert umferðaröryggismat hafi verið gert fyrir þéttbýlið

• Í umhverfismatinu er sagt að gera megi „ráð fyrir að stórmarkaðir og þjónusta haldi áfram að færast að útjaðri byggðarinnar eins og verið hefur undanfarin ár“ (Efla, 2010b).

• Þessi áhrif eru ekki tekin inn í mat og fá enga umfjöllun.– Áhrif á miðbæinn á Selfossi, yfirbragð byggðar, vegalengdir í þjónustu fyrir íbúa,

möguleikar á fjölbreyttum ferðamátum ...

13

Page 14: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Fossatorg

14

Við hjáleiðina er frátekin lóð og til eru drög frá 2006 um 20.000 fermetra verslunarmiðstöð á þeirri lóð

Fermetrar í verslunar- og skrifstofuhúsnæði á Selfossi voru alls um 60.000 fermetrar það ár.

(Myndir úr kynningu af vefsíðu ARKÍS)

Page 15: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Hjáleið í dreifbýli!

Hvergi í umhverfismati hjáleiðarinnar er umfjöllun um skipulagða byggð við hjáleiðina við Selfoss og Laugardæli. Í umhverfismati hefur hjáleiðinni verið bætti inn á ljósmyndir til að meta áhrif á landslag og sýnileika (Efla, 2010b).

15

Page 16: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Til umhugsunar

16

Mynd 1. Vítahringur aukinnar umferðarrýmdar. (New Jersey DOT og Pennsylvania DOT, 2008).

New Jersey DOT & Pennsylvania DOT, 2008: Smart Transportation Guidebook: Planning and Designing Highways and Streets that Support Sustainable and Livable Communities. Hér úr :Salvör Jónsdóttir og Árni Geirsson, 2009. Skipulagsáætlanir og þjóðvegir. Reykjavík: Alta og Vegagerðin.

Page 17: Ráðstefna Félags landfræðinga 2011 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir 27 október 2011

Til umhugsunar

Hjáleiðin eykur umferðarrýmd á þjóðvegi 1.Hjáleiðin eykur umferðarrýmd í þéttbýlinu þegar gegnumumferð fer þaðan, hlutfallið er ca 15%. Ný umferðarmannvirki skapa nýja umferð – innan fárra ára getur umferðin í þéttbýlinu verið orðin sú sama og hún var

• Er svona dýr framkvæmd réttlætanleg til að létta umferðinni af þéttbýlinu þegar áhrifin vara ekki til langframa?

• Réttlætir aukin umferðarrýmd á þjóðveginum fram hjá bænum ein og sér framkvæmdina?

17