Top Banner
NÁMSSKRÁ MSS MSS CURRICULUM PROGRAM NUCZANIA ÁGÚST - NÓVEMBER 2011
7

Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

Mar 11, 2016

Download

Documents

Námskrá MSS
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

NÁMSSKRÁ MSSMSS CuRRiCuluM

PRogRaM NuCzaNia

ÁgÚST - NÓVEMBER 2011

Page 2: Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

2 Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is 3Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is

ÁGÚST

TÓMSTUNDANÁM

Leðurtöskugerð - Grindavík Þátttakendur gera sína eigin leðurtösku eftir sinni eigin hugmynd.Leiðbeinandi: Kolbrún Sveinsdóttir kjóla-og klæðskerameistariTími: Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:00 til 22:00Hvar: Hjá MSS GrindavíkVerð: kr. 9.900 ( þátttakendur geta komið með gamalt leður til að sauma úr og þurfa að koma með sína eigin saumavél og geta einnig keypt fylgihluti og leður á kostnaðarverði.)

Lærðu að gera sykurmassaÞátttakendur læra undirstöðuatriðin í sykurmassagerð og helstu áhöld og notkun þeirra kennd.Leiðbeinandi: Hildur María MagnúsdóttirTími: 24. ágúst kl. 19:00 til 22:00 í Holtaskóla v/SunnubrautHvar: Holtaskóli v/Sunnubraut KeflavíkVerð: kr. 8.900 (innifalið í verði er silikonmotta 39x30 og óskreytt kaka.)

Skrautskrift fyrir byrjendurÞátttakendur læra undirstöðuatriði skrautskriftar og að ná tökum á gotneska skrautskriftarletrinu.Leiðbeinandi: Jens GuðmundssonTími: 25, 29. og 31. ágúst kl. 18:00 til 22:00 Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 9.900 (innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk en þátttakendur verða að koma með sér skrifblokk)

SEPTEMBER

TUNGUMÁLANÁMEnska ILögð áhersla á að byggja upp enskan orðaforða, þjálfa framburð, tal og ritun ásamt því að fara í nokkur grunnatriði í málfræði.Leiðbeinandi: Þórey GarðarsdóttirTími: 1. september til 20. október kl. 18:00 til 20:00 ( 24 kennslustundir )Kennt verður á fimmtudögum í 8 skipti.Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 29.000

TÓMSTUNDANÁMVeðurfar á Suðurnesjum Farið er í einkenni veðurlags á Suðurnesjum. Rakin eru hver eru áhrif fjalla og fjarða á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað er hversu ríkur þáttur sjórinn og sjávarhitinn hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur fyrir Reykjanesið. Einniger fjallað um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi þeirra. Leiðbeinandi: Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Staðsetning: MSS Krossmóa 4. Reykjanesbæ. Tími: Þriðjudagurinn 6. september kl. 19 - 22. Tímafjöldi: 3 klst.Verð: 3.900 kr.

LjósmyndanámskeiðÞátttakendum verður kennt að nýta betur möguleika myndavélarinnar. Þeir þátttakendur sem vilja taka myndavélar með sér.Leiðbeinandi: Oddgeir KarlssonTími: 5. og 8. september kl. 18:00 til 22:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 6.000

KökuskreytingarNámskeið í kökuskreytingum þar sem þátttakendur læra undirstöðuatriðin í kökuskreytingum þar sem unnið er með gumpaste og sykurmassa.Leiðbeinandi: Stefanía Sara JónsdóttirTími: 7. September kl. 19:00 til 22:00 í Holtaskóla v/SunnubrautHvar: Holtaskóla v/Sunnubraut Keflavík.Verð: kr. 8.900 (innifalið er silikonmotta 39x30 og óskreyttar möffins)

Sveppir og sveppatínsla fræðslukvöldHvaða sveppir eru góðir til átu og hverjir ekki ? Lærum að greina þar á milli með henni Ásdísi Pálsdóttur þar sem hún

fjallar um helstu matsveppi sem er hægt að tína hér á ÍslandiLeiðbeinandi: Ásdís PálsdóttirTími: 8. September kl. 18:00 til 19:30Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 2.900

SilfursmíðiÞátttakendur læra að vinna með silfur og íslenska steina, gera sína eigin hönnun. Innifalið í námskeiði eru hlutir allt að 5 gripum að eigin vali.Leiðbeinandi: Vífill ValgeirssonTími: 9. september kl. 18:00 til 22:00 og 10. september kl. 10:00 til 14:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 29.900 (Allt efni innifalið) Hámark 10 manns á námskeið

KrókódílaheklSkemmtilegt hekl sem hentar í sjöl, kraga eða hálsmen. Þátttakendur komi með sér heklunál númer 3,5. Garn í prufu verður á staðnum. Þátttakendur þurfa að koma með sjálfir garn (Kunstgarn eða Delano ) ef þeir hafa áhuga að byrja á t.d. sjali.Leiðbeinandi: Sara Bertha ÞorsteinsdóttirTími: 14. September kl. 18:00 til 20:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 3.900

Leðurtöskugerð - SandgerðiÞátttakendur gera sína eigin leðurtösku eftir sinni eigin hugmynd.Leiðbeinandi: Kolbrún Sveinsdóttir kjóla-og klæðskerameistariTími: Miðvikudaginn 14. september kl. 17:00 til 22:00Hvar: Í Grunnskóla SandgerðisVerð: kr. 9.900 (þátttakendur geta komið með gamalt leður til að sauma úr og þurfa að koma með sína eigin saumavél og geta einnig keypt fylgihluti og leður á kostnaðarverði.)

Handmálun og spaði Unnið með olíu á striga, notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fara með heim tvær stærðir af myndum 20x80 og 30x20.Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir ( Tobba )Tími: 20. og 22. september kl. 18:00 til 20:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 10.900

(allt efni innifalið)

Skrautskrift fyrir byrjendur - VogarÞátttakendur læra undirstöðuatriði skrautskriftar og að ná tökum á gotneska skrautskriftarletrinu.Leiðbeinandi: Jens GuðmundssonTími: 21., 26. og 28. september kl. 18:00 til 22:00 Hvar: Í Stóru VogaskólaVerð: kr. 9.900 (innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk en þátttakendur verða að koma með sér skrifblokk)

Sokka- og vettlingaprjónÞátttakendur prjóna annað hvort sokka eða vettlinga (bæði ef tími gefst) hafa þarf meðferðis uppskrift, garn og sokkaprjóna sem hæfa uppskriftinni og prjóna númer 4 - 4 ½ Leiðbeinandi: Sara Bertha ÞorsteinsdóttirTími: 27.,29. September og 4. október kl. 18:00 til 20:00 Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 9.900

Tarot og heimar dulspekinnarErtu næm manneskja eða bara forvitin um fræði tarotspila og notkun þeirra ? Flott námskeið þar sem farið verður í sögu og uppruna tarotspilanna og fleira.Leiðbeinandi: Katrín Sjöfn SveinbjörnsdóttirTími: 29. september, 3., og 6. október kl. 18:00 til 20:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 14.900

TUNGUMÁLANÁMÍslenska fyrir útlendinga Boðið verður upp á íslensku 1 - 2 - 3 - 4 og 5. Kennsla hefst í september.Hvert námskeið er 60 kest.Nánari upplýsingar í síma 412-5955, 421-7500 eða með því að senda fyrirspurnir á [email protected].

Page 3: Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

4 Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is 5Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is

Icelandic for foreignersMSS offers courses from level one to level five.The courses begin in September. Each course is 60 lessons. Placement tests are available. Please register for the tests. Further information and registration tel. 412-5955,421-7500 or [email protected]

Osrodek Szkoleniowy MSS na Suðurnesjum oferuje kurs jezyka islandzkiego 1- 2 – 3 – 4 - 5.Kurs jezyka islandzkiego dotowany jest przez Fundusz Szkolenia przy Zwiazkach Zawodowych. Kurs trwa 60 godzin. Oferujemy bezplatne egzaminy z jezyka islandzkiego.Blizszych informacji i zapisów dokonac mozna pod numerem 412-5955 ,421-7500, [email protected] oraz www.mss.is. LandnemaskólinnNám fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur náð nokkru valdi á íslensku. Lögð er áhersla á íslenskt talmál og þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námið er 120 kest, þar sem farið verður í íslensku, samfélagsfræði, tölvur færnimöppu, sjálfsstyrkingu og samskipti. Nám þetta er ætlað fyrir þá sem hafa nokkra íslenskukunnáttu eða um 150 kest að baki.

The Settlers SchoolThe Settlers’ School is for foreigners who speak some Icelandic. The emphasis is on spoken language as well as knowledge about the Icelandic community and economy. The subjects we teach are: Icelandic, sociology, computer science, the making of a personal portfolio, building up self-esteem and communication. The course is 120 lessons and is based on conversations and projects, where students seek information on the web, from the media and from institutions. The Ministry of Education has agreed that credit points, from The Settlers´ School, up to ten points, can be evaluated in Comprehensive Colleges.

Szkola dla osiedlencow. Kurs obejmuje 120 godzin prowadzonych w jezyku islandzkim nauki o spoleczenstwie islandzkim, asertywnosci i kontaktow z ludzmi z otoczenia, przygotowania CV oraz nauki na komputerze. Jest to kurs przeznaczony dla znajacych jezyk islandzki lub tych, ktorzy ukonczyli 150 godzin kursu jezyka islandzkiego.

TalnámskeiðNámskeið fyrir útlendinga sem vilja leggja sérstaka áherslu á talmál. Nemendur þurfa ekki að hafa undirstöðu í málinu en það sakar þó ekki. Námskeiðið er 60 kennslustundir.

Malo ksiazek, duzo mowieniaKurs dla obcokrajowcow, ktorzy chca nauczyc sie mowic w jezyku islandzkim.

Nie trzeba posiadac specjalnej znajomosci jezyka, chociaz jego znajomosc nie jest przeszkoda. Kurs trwa 60 godzin lekcyjnych.

TÖLVUNÁM

GOTELS samfélagsmiðlarGoogle apps. Opera, Twitter, E – bay, Linked, Skydrive, Skybe, My space, Facebook.

Farið er í mikilvægustu atriði helstu samfélagsmiðla á netinu. Hvernig hægt er að markaðssetja sig, þjónustu og vörur á netinu. Fyrsta skrefið til að ná árangri í viðskiptum og lífinu almennt er að rækta tengslanet sitt. Tengslanet er ekki byggt upp þegar við höfum tíma aflögu, það er nauðsynlegt verkfæri til að ná árangri i lífinu. Það snýst um hvern við þekkjum og hver þekkir okkur! Besta leiðin til að kynnast fólki í dag er gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter, Google, YouTube og LinkedIn.Námskeiðið hefst í þegar næg þátttaka fæst. Kennsla fer fram á síðdegis 2 daga í viku.Þátttakendur hafi undirstöðuatriði í tölvufærni (Windows/Mac).Tími: 30 kennslustundir.Leiðbeinandi: Rósa Stefánsdóttir margmiðlunarhönnuður og vefráðgjafi Bláa Lónsins.Verð: 34.500 kr

Tölvunámskeið fyrir byrjendurTölvunámskeið fyrir fólk með litla sem enga kunnáttu á tölvur. Markmiðið er að gera þátttakendur færa um að vinna sjálfstætt í Windows umhverfinu ásamt því að geta notað Word ritvinnsluna. Þá verða kynntir helstu möguleikar sem Internetið býður upp á. Þátttakendur ljúka námskeiðinu með gerð færnimöppu og ferilskrá. Tími: Kennsla hefst í september, tímafjöldi alls 30 kest.Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: 31.000 kr

DK- tölvubókhaldsnámskeið Byrjendanámskeið í notkun DK fjárhags- og viðskiptamannabókhalds.Leiðbeinandi: Páll Rúnar PálssonTími: 12. september til 27. október kennt á mánu- og fimmtudögum kl. 13:30 til 15:30 Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 47.000

Grunnnámskeið í töflureikni með Excel Office IFarið verður yfir flipa og tækjaslá forrits með það að markmiði að nemendur nái tökum á einföldum reikniaðgerðum. Nemendur fá æfingu í einföldum útreikningi, notkun einfaldra innbyggðra falla í forriti eins og samlagningu, meðaltals, hæsta og lægsta gildi, talningu texta og talnasafna ásamt því að vinna með mismunandi talanútlit. Eins munu nemendur fá grunnþjálfun í vinnslu mynda og grafa í töflureikni. Engar forkröfur eru gerðar. Kennsla fer fram í húsnæði MSS að Krossmóa 4 Reykjanesbæ seinni part dags eða á kvöldin.Tími: September, 10 kest.Leiðbeinandi: Ottó Valur ÓlafssonVerð: 15.000 kr

Grunnnámskeið í ritvinnslu, Word Office IFarið verður í helstu stillingar í Officehnapp og farið í gegnum stillingar í forritinu ásamt því að fara nokkuð ítarlega í flipa og borða í aðgerðar/tækjaslá forrits. Nemendur fá þjálfun í ritun einfaldra skjala, uppsetningu þeirra, undirskrift ásamt vinnslu á haus og fæti og búa skjöl undir prentun. Nemendur læra að vinna með spássíur og mismunandi leturgerðir. Jafnframt verða skoðaðar helstu aðgerðir myndvinnslu í Word. Þeir sem ekki hafa náð fingrasetningu fá æfingaverkefni til að vinna heima.Kennsla fer fram í húsnæði MSS að Krossmóa 4 Reykjanesbæ seinni part dags eða á kvöldin.Tími: September; 10 kest.Leiðbeinandi: Ottó Valur ÓlafssonVerð: 15.000 kr

STARFSTENGT NÁMSvæðisbundið leiðsögunámMarkmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um Reykjanesið. Námið er samtals 22 einingar og skiptist í tvennt; kjarna og svæðisbundið leiðsögunám. Nám í kjarna er 17 einingar. Nám í svæðisþekkingu eru 5 einingar og felur í sér sérhæfingu á Reykjanesi. Kennsla hefst í september/október og útskrifast þeir nemendur sem lokið hafa bæði kjarna og svæðisbundinni leiðsögn í júní 2012. Kennt er tvö kvöld í viku, frá klukkan 18:00 til 22:00 eða 21:20. Einnig verða vettvangsferðir einstaka laugardaga.Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir skulu hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám/starfsreynslu.

Námið kostar kr. 232.000. Kostnaður vegna vettvangsferða er innifalinn en nemendur greiða sjálfir fyrir mat í ferðum. Námsgögn eru ekki innifalin í skólagjöldum. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu MSS: www.mss.is

UmhverfissmiðjaMSS auglýsir námskeið í umhverfissmiðju í samstarfi við LBHÍ. Námskeiðið er tvískipt. Í námskeiði I verður kennt í hóptíma gerð verkdagbóka, flatarmálsmælingar, gerð og lestur grunnteikninga, verklýsingar og verkáætlun.Í námskeiði II er kennd steina- og hellulögn ásamt innsýn inn í almenna umhirðu garða, gróðursetningu og þökulögn. Þar verður farið nánar í tól og tæki viðkomandi verks, verklag, undirbúning verks og raunverkefni unnið frá upphafi til enda og frágangur í verklok. Námskeið I og II eru samtals 120 kest (80 klst). Kennt verður frá september fram í nóvember. Kennsla er ýmist í formi fyrirlestra og verklegra æfingaLBHÍ metur námskeiðið til eininga inn í nám við Garðyrkjuskóla Ríkisins.

HljóðsmiðjaNámskeiðið kennir grundvallaratriði hljóðvinnslu. Kennd er einföld hljóðvinnsla samkvæmt verklýsingum og fyrirmælum verkstjóra. Kennt er að taka upp talmál og tónlist, klippa upptöku, laga galla í upptöku og búa til flutnings í viðeigandi hljómflutningsbúnaði. Verkefni eru unnin undir verkstjórn en þó með nokkru sjálfsforræði.Námið er 120 klst og verður kennt bæði á dagtíma og á kvöldin ef þátttaka næst í hópa.Kennt verður frá lokum september fram í nóvember. Námskeiðið er unnið í samstarfi við upptökuverið Geimstein.

Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskiptiSterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er ætlað fólki sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi frh. næstu

síðu »

Page 4: Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

6 Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is 7Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is

námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn. Í náminu er lögð mikil áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem nýtast námsmönnum bæði í leik og starfi. Námið hefst í september og verður kennt síðdegis og eftir vaktafyrirkomulagi. Tímafjöldi alls 150 kest.Verð: 27.000 kr.

Færni í ferðaþjónustuNám sem hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu s.s. á hótelum, bílaleigum, söfnum og við ýmiskonar afþreyingu. Þátttakendum gefst kostur á að fara í starfsþjálfun hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu. Námið hefst í lok september og verður kennt síðdegis og eftir vaktafyrirkomulagi. Námið er 160 kest.Verð: 29.000 kr. Námskeið fyrir fólk í umönnunarstörfum. Námskeið sem nýtist strax í vinnu. Kennt verður fóta- og handa nudd, slökun, farið verður yfir líkamsbeitingu og fjallað verður um öldrunarbreytingar og helstu einkenni þess. Námskeiðið er 12 kst. Kennt verður þrjá miðvikudaga þann 14., 21. og 28. september frá kl. 17 – 20. Verð: 16.500 kr.

Fagnámskeið fyrir starfsfólk leikskóla. Tveggja anna námsleið sem ætlað er að auka faglega og persónulega þekkingu og færni starfsfólks sem vinnur á leikskólum. Starfsfólk leikskóla þarf að hafa lokið þessari námsleið til þess að komast inn í Leikskólabrú. Námsleiðin er í heild sinni 210 kest og verða kenndar á fyrri önn 112 kest og 98 kest á vorönn 2012. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 17.15 – 20.00Námið er metið til allt að 17 eininga. Verð: 36.000 kr.

Skrifstofuskólinn I.Námsleiðin Skrifstofuskólinn er ætluð þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða þeim sem hafa hug á því að skipta um starfsvettvang. Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar á námi í framhaldsskóla til allt að 18 eininga. Meta má námið á móti allt að 12 einingum í vali, 12 einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir styrkleika viðkomandi einstaklings. Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki í atvinnuleit eða á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Tímafjöldi alls 240 kest.Verð: 43.000 kr.

Skrifstofuskólinn II.Almennir bókarar 80 kennslustundir Markmið námskeiðsins er að auka færni þátttakenda í bókfærslu og er lögð áhersla á hagnýtingu bókhalds í rekstri fyrirtækja. Einnig verður farið í upplýsingatækni og skatta eins og það kemur til með að gagnast þeim sem vinna við bókhald. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu með grunnþekkingu á bókhaldi áður en námskeiðið hefst, hafi til dæmis lokið Skrifstofuskóla I. Helstu fög sem kennd verða: Tölvubókhald, excel, skattskil og tollskýrslugerð. Tímafjöldi alls 80 kest. Verð: 75.000 kr.Nám á framhaldsskólastigi

GrunnmenntaskólinnGrunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja stíga sín fyrstu skref í framhaldsskólanámi í hlýlegu umhverfi sem tekur tillit til þarfa fullorðinna einstaklinga. Í náminu verður m.a. farið í íslensku, stærðfræði, ensku, námstækni, upplýsingartækni og sjálfseflingu. Námið er 300 stundir að lengd og er kennt í litlum hópum. Námið hentar vel þeim sem hafa misst vinnuna og vilja nota tímann til að styrkja stöðu sína. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga.Tímafjöldi alls 300 kest.Verð: 54.000 kr.

Aftur í nám – nám fyrir lesblinda, tölublinda, ADHD og ADD Aftur í nám er ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir eða eiga við námsörðugleika að etja. Stuðst er

við Ron Davis aðferðina og eru 40 einkatímar á námskeiðinu. Einnig verður farið í sjálfsstyrkingu, íslensku, tölvur og að lokum fá allir þátttakendur tíma hjá náms- og starfsráðgjafa. Námskeiðið er 95 kennslustundir í heildina. Námið hefst í byrjun september.Námið hentar vel þeim sem hafa hætt í námi og eða þeim auk vilja við sitt nám. Verð: 64.000 kr

HÁSKÓLANÁM

Markaðsetning vöru og þjónustu – Fjarnám (ígildi 6 ects eininga) Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa við sölu- og markaðssetningu á vöru og þjónustu.Tilgangur og markmið námsins er að auka skilning þátttakenda á hlutverki faglegs markaðsstarfs innan fyrirtækja og samfélags. Veitt er yfirsýn yfir fjölbreytileika markaðsstarfsins og mikilvægi stjórnunar þess. Inntak markaðsfræðinnar er kynnt, helstu grundvallarhugtök og kenningar sem fyrirtæki og samfélög nýta sér. Áhersla er á hagnýta nálgun, svo þátttakendur geti fært sér í nyt það sem farið er í, á sínum vinnustað. Unnin eru hópverkefni þar sem unnið er að hagnýtum lausnum í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Markaðsaðstæður á Íslandi eru kynntar.Námskeiðið er 36 kest. Kennt verður á miðvikudögum frá 14. september til 30. nóvember kl. 16:30-19:00. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, verkefnavinnu og umræðum. Nemendum gefst tækifæri til að eiga samskipti sín á milli og við kennara á innri vef háskólans (Moodle).Verð: 72.000 kr.Skráning: Til 1. september.Frekari upplýsingar á www.unak.is/simenntun og í símum 460 8090/460 8091

OKTÓBER

TÓMSTUNDANÁMNuddnámskeið – grunnnámskeiðKennt verður hvernig nudda á bak og herðar. Teygjur og nudd á háls og hnakka og andlitsnudd. Farið verður í gegnum hinar ýmsu nuddaðferðir s.s. sænskt slökunarnudd og djúpvefjanudd. Einnig verður kennd nálgun við nuddþega og gæði snertingarAuk þess er farið yfir helstu vöðva og beinauppbyggingu á hverju svæði sem tekið er fyrir.Leiðbeinandi: Flosi Sigurðsson, nuddfræðingur. Tími: Hefst í Október. 18 kest námskeið. Verð: kr. 24.000.

Heklað veskiÞátttakendur hekla veski eftir uppskrift sem leiðbeinandi verður með á staðnum. Þátttakendur kaupa garnið sjálfir hjá leiðbeinanda og kostar dokkan 490 kr. og þarf tvær dokkur í eitt veski. Þátttakendur setji niður óskaliti með því að hafa samband við MSS tímanlega svo að það sé hægt að mæta óskum um litaval. Þátttakendur komi með sér heklunál nr. 8.Leiðbeinandi: Sigríður Margrét JónsdóttirTími: 3. og 6. október kl. 18:00 til 20:00Hvar: MSS í KrossmóaVerð: kr. 5.900

Súpugerð með ErniNámskeið í súpugerð fyrir þá sem vilja galdra fram flotta og girnilega súpu. Einnig verður farið í hvernig brauð má gera með súpunni. Þátttakendur fá að fara með afraksturinn með sér heim að námskeiðinu loknu.Leiðbeinandi: Örn GarðarssonTími: 5. október kl. 18:00 til 22:00 í Holtaskóla v/SunnubrautHvar: Holtaskóla v/Sunnubraut Keflavík.Verð: kr. 6.900 (Allt efni innifalið)

Page 5: Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

8 Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is 9Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is

Leðurtöskugerð - Keflavík Þátttakendur gera sína eigin leðurtösku eftir sinni eigin hugmynd.Leiðbeinandi: Kolbrún Sveinsdóttir kjóla-og klæðskerameistariTími: Miðvikudaginn 12. október kl. 17:00 til 22:00Hvar: Hjá MSS Krossmóa.Verð: kr. 9.900 (þátttakendur geta komið með gamalt leður til að sauma úr og þurfa að koma með sína eigin saumavél og geta einnig keypt fylgihluti og leður á kostnaðarverði.)

ÆttfræðigrúskÆttfræðigrúsk í fjársjóðskistu forfeðranna, á námskeiðinu er þátttakendum kennt hvernig er hægt að nota heimildir til að skrifa ævibrot forfeðra og annarra látinna einstaklinga. Hvar á að leita að upplýsingum um einstaklinga frá 19. og 20 öld, hvernig er best að vinna úr þeim. Ýmis forrit, ættfræðirit, dagblöð, kirkjubækur og aðrar heimildir verða notaðar til að rekja ævi eins íslendings sem var fæddur á ofanverðri 19. öldLeiðbeinandi: Eyrún Ingadóttir sagnfræðingurTími: 17., og 20. október kl. 19:30 til 22:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 8.900

TUNGUMÁLANÁMEnska IIÁframhaldandi áhersla lögð á byggja upp enskan orðaforða, þjálfa framburð, tal og ritun ásamt því að fara í nokkur grunnatriði í málfræði.Leiðbeinandi: Þórey GarðarsdóttirHvar: Hjá MSS KrossmóaTími: 13.október til 1. desember kl. 18:00 til 20:00Verð: kr. 29.000

TÖLVUNÁMGrunnnámskeið í töflureikni með Excel Office IINemendur fá þjálfun í uppsetningu einfaldra rekstrarlíkana. Þjálfun í að tengja saman gögn á mörgum síðum í vinnubókinni jafnframt því að vinna með lifandi gögn, súlurit og skífurit. Eins verða nokkur fjármálaföll í töflureikni kynnt og fá nemendur tækifæri til að reikna út andvirði skulda og hlutabréfa, afborganir af mismunandi lánum og reikna núvirði einstaka fjárfestinga. Kennsla fer fram í húsnæði MSS að Krossmóa 4 Reykjanesbæ seinni part dags eða á kvöldin. Forkröfur eru Excel I.Tími: Október; 10 kest.Leiðbeinandi: Ottó Valur ÓlafssonVerð: 15.000 kr

Grunnnámskeið í ritvinnslu, Word Office IIGrunnnámskeið í ritvinnslu í framhaldi af Grunnnámskeiði

í ritvinnslu Word Office I og fyrir þá sem hafa náð færni og þekkingu á grunnatriðum forritsins. Farið verður í uppsetningu ritgerða og skýrslna, vinna með mismunandi leturgerðir og stíla, inndreginn texta og neðanmálsgreinar, forsniðnar forsíður og efnisyfirlit. Eins verður skoðað hvernig má vinna með einfaldar töflur í Word, ásamt því að setja upp forsniðnar töflur og gröf og myndir úr Excel töflureikniKennsla fer fram í húsnæði MSS að Krossmóa 4 Reykjanesbæ seinni part dags eða á kvöldin. Forkröfur eru Word ITími: Október; 10 kest.Leiðbeinandi: Ottó Valur ÓlafssonVerð: 15.000 kr

NÓVEMBERTÓMSTUNDANÁMHandmálun og spaði Unnið með olíu á striga, notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fara með heim tvær stærðir af myndum 20x80 og 30x20.Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir ( Tobba )Tími: 7. og 9. nóvember kl. 18:00 til 20:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 10.900 ( allt efni innifalið )

Reyktur matur og vínFlott námskeið með henni Dominique sem fer með okkur í heim reyktra matvæla og hjálpar okkur við að leita svara við því hvaða vín passar best með reykta fiskinum og reykta kjötinu.Leiðbeinandi: Dominique Plédel JónssonTími: 16. Nóvember kl. 20:00 til 22:00Hvar: Hjá MSS KrossmóaVerð: kr. 3.900

Konfektgerð - Vogar Þátttakendur eru leiddir í leyndardóm um hvernig á að búa til dýrindis konfekt. Farið er í gerð fyllinga og meðhöndlun á súkkulaði (temprun ). Afrakstur námskeiðs er um 30 Mozartkúlur, 30 trufflur, 30 karamellufylltir molar og ein súkkulaðiskál sem hver þátttakandi fær að taka með sér heim. Hámark 10 þátttakendur á námskeið.Leiðbeinandi: Hilmir Þór KolbeinsTími: 23. nóvember kl. 18:00 til 22:00Hvar: Í Stóru Vogaskóla í VogumVerð: kr. 8.900 ( allt efni innifalið )

NÁMSKEIÐ FYRIR PÓLVERJA / SZKOLENIA I DORADCTWO ZAWODOWE DLA POLAKOWKurs jezyka angielskiego 1-2-3-4 / Enska Kurs w jezyku polskim: Katarzyna Ostrowska.Przewidywany czas rozpoczecia kursu: Wrzesien, listopad 24 godz. lekcyjneCena: 33.000 tys. ISK. Do kursu jezyka angielskiego mozna starac sie o dofinansowanie do 50% w MSS i do 75% ze zwiazkow zawodowych

Kurs komputerowy / TölvunámskeiðKurs w jezyku polskim: Daniel Chwaszczynski – informatykPrzewidywany czas rozpoczecia kursu: Pazdziernik, 24 godz. lekcyjneCena: 33.000 tys ISK

Kurs kosmetyczny / Snyrtifræði Kurs w jezyku polskim: Justyna Ruszel - kosmetyczka.Przewidywany czas rozpoczecia kursu: Pazdziernik, 16 godz. lekcyjnychCena: 25.000 tys. ISK.

Kursu przedłużania paznokci / Nagla ásetningKurs w jezyku polskim: Monika Marchlewicz - kosmetyczka.Przewidywany czas rozpoczecia kursu: Wrzesien, listopad, 18 godz. lekcyjnychCena: 30.000 tys. ISKKurs kucharski / Matreiðslunámskeið Kurs w jezyku polskim: Pétur Lúkas Alexson – kucharz.

Przewidywany czas rozpoczecia kursu: Listopad, 18 godz. lekcyjnychCena: 31.000 tys. ISK.

Kurs SUSHIKurs w jezyku polskim: Pétur Lúkas Alexson – kucharz.Przewidywany czas rozpoczecia kursu: Pazdziernik, listopad 6 godz. lekcyjneCena: 9.000 tys. ISK

Kurs masazu – podstawowy / Nuddnámskeið Kurs w jezyku polskim: Flosi Sigurðsson – masazysta.Przewidywany czas rozpoczecia kursu: Wrzesien i listopad, 18 godz. lekcyjnychCena: 22.000 tys. ISK.Kurs na motorzyste wachtowego na jednostkach plywajacych o mocy maszyn głównych poniżej 750 KwRazem 85 godzin lekcyjnych Cena: 88.000 tys. ISK

Dofinansowanie z VMST oraz Zwiazkow ZawodowychKurs na starszego sternika motorowodnego dla jendostek plywajacych o dlugosci do 12 mRazem 105 godzin lekcyjnych Cena: 104.000 tys. ISKDofinansowanie z VMST oraz Zwiazkow ZawodowychWozki widlowe – uprawnienie JRazem 40 godzin lekcyjnychCena jeszcze nie ustalona.Dofinansowanie z VMST oraz Zwiazkow ZawodowychDofinansowanie na kursy mozna otrzymac ze Zwiazkow Zawodowych oraz VMST.Planujemy rowniez:Kurs robienia na drutach / Prjóna námskeið

Page 6: Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

10 Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is 11Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is

Kurs fryzjerstwa / HársnyrtinámskeiðPosiadamy tez szeroka oferte ciekawych kursow w jezyku islandzkim, np: kurs malarstwa, robienia torebek ze skory, wyrobow ze srebra, kurs fotograficzny, kurs dla przewodnika wycieczek, kurs sekretarki oraz jezyk norweski.Informacji udziela Eva, tel. 421-7500 / 412-5954 e-mail [email protected]

FULLORÐINSFRÆÐSLA FATLAÐRA

TÖLVUNÁMSKEIÐTölvunámskeið með Helga Biering hefst þann 22. ágúst. Kennt verður á fríforritið GIMP. Farið verður í hvernig hægt er að laga skemmdar myndir og hvernig hægt er að laga birtu og liti. Eins verður farið í nokkra af þeim fjölmörgu aðgerðum sem GIMP bíður uppá varðandi það að skapa sína eigin listaverk í myndvinnslu. Hvar: Kennt verður á mánudögum frá kl. 16.30 – 18.30 í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Verð: 4000 kr.

Hugmyndir og sköpunNámskeið í hugmynda og sköpunarvinnu. Kenndar verða leiðir til að fá hugmyndir í að skapa fallegar og vandaðar vörur. Einnig verður kennd ýmis tækni við að vinna með tré, plast og fleiri efni. Hvar: Kennslan fer fram á Hæfingarstöðinni að Hafnargötu 90 og hefst í lok september, nánar auglýst síðar.Verð: 4000 kr.

LeiklistarnámBoðið verður uppá leiklistarnám sem hefst í september. Þar fá nemendur kennslu í leikrænni tjáningu, framkomu og fleira. Þetta nám er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt í listahátíðinni List án landamæra. Námið verður auglýst síðar. Verð: 4000 kr. Lengri námsleið í Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Miðstöð símenntunar ætlar að fara af stað í samvinnu við Fjölmennt fjögra anna starfsnám sem hefst í september 2011 og því lýkur í maí 2013. Kennd verða 2 fög á hverri önn og á síðustu önninni fara einstaklingar á starfsvettvang. Haustið 2011 verður kennd líkamsbeiting við ýmis störf eins og ummönnun, herbergisþerna/þjónn , almenn þjónustu störf, vinna með börnum og fl. samtals 40 kennslustundir. Einnig verður kennt samskipti á vinnustað , í þjónustustörfum, við viðskiptavini og fl. samtals 40 kennslustundir. Nánari kynning á náminu verður auglýst í byrjun september.

RÁÐGJÖF OG GREINING Í BOÐI ALLA ÖNNINA

Lestrarerfiðleikar fullorðinnaMSS leiðir átak þar sem einstaklingar sem telja sig eiga við lestrarerfiðleika að stríða geta fengið greiningu og ráðgjöf í framhaldi af því. Flest stéttarfélögin á svæðinu koma að þessu átaki og niðurgreiða greiningu fyrir félagsmenn sína. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Önnu Lóu Ólafsdóttur í síma 421 7500 eða [email protected].

Náms- og starfsráðgjöfMSS býður upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga. Náms- og starfsráðgjafi getur veitt: • Upplýsingar um nám og störf • Aðstoð við að kanna áhugasvið og hæfni (áhugasviðsgreining)• Upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki• Aðstoð við að setja markmið og útbúa námsáætlun• Tækifæri til að setjast niður með hlutlausum aðila og skoða stöðu sína almennt

MSS býður upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa á vinnustöðum og ráðgjöf fyrir einstaklinga í húsnæði MSS. Til að fá nánari upplýsingar um þjónustuna, bóka viðtöl, áhugasviðsgreiningu eða kynningar á vinnustöðum er hægt að hafa samband við náms- og starfsráðgjafana Önnu Lóu Ólafsdóttur [email protected] eða Jónínu Magnúsdóttur [email protected] eða í síma 421 7500.

Áhugasviðsgreining Með áhugasviðsgreiningu eru fundin tengsl milli persónuleika og áhugamála annars vegar og starfsgreina hins vegar. Áhugasviðsgreining getur verið gagnleg ef einstaklingur er í vafa um hvað hann vill gera í framtíðinni en út úr greiningunni koma hugmyndir að starfssviðum sem er líklegt að einstaklingnum myndi líða vel í.Ef þú ert ekki viss um hvað þú vilt gera í framtíðinni eða

vilt fá staðfestingu á að þú sért á réttum stað í dag er áhugasviðsgreining kannski eitthvað fyrir þig.Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við náms- og starfsráðgjafana Önnu Lóu Ólafsdóttur [email protected] eða Jónínu Magnúsdóttur [email protected] eða í síma 421 7500.

ESB JÁ EÐA NEIUtanríkisráðuneytið og MSS standa fyrir fundarröð tímabilið 13. september til 11. október fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu og samningaferlið sem nú er í gangi vegna aðildarumsóknar Íslands.Aðalsamningamaður Íslands og fulltrúar úr samningahópum munu skýra frá ferlinu og kynna helstu málaflokka í viðræðum Íslands og ESB. Almennt um samningaferlið og verkefnin framundan.13. september kl. 18.00 til 19.30 Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í viðræðum Íslands og ESB. Sjávarútvegsmál 20. september kl. 18:00 til 19:30Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins og fulltrúi í aðalsamninganefnd.

Landbúnaðarmál 27. september kl. 18:00 til 19:30Harald Aspelund, varaformaður samningahóps um landbúnaðarmál.

Byggða-og sveitarstjórnarmál 4. október kl. 18:00 til 19:30Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, formaður samningahóps um byggða-og sveitarstjórnarmál

Gjaldmiðilsmál 11. október kl. 18:00 til 19:30Ólafur Sigurðsson, fulltrúi í samningahópi um gjaldmiðilsmál.

Nauðsynlegt er að skrá sig á þessa fyrirlestra í gegnum www.mss.is eða í gegnum síma 421 7500.

FYRIRLESTRAR FYRIR FYRIRTÆKI OG FÉLAGASAMTÖK Í BOÐI ALLA ÖNNINA

Hamingjan er hér!Í fyrirlestrinum er fjallað um hamingjuna í víðu samhengi og hvaða þættir það eru í lífi okkar sem gætu aukið á hamingju okkar.Tími: Tæp klukkustund og hentar vel í hádeginu.Fyrirlesari: Anna Lóa ÓlafsdóttirVerð: 20.000 kr.

Einelti hér – getur ekki verið!Á námskeiðinu er fjallað um samskipti, einelti og kynferðislega áreitni. Tími: Námskeiðið er 3 klst (4,5 kest)Fyrirlesari: Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi Verð: 45.000 kr.

Öll dýrin í skóginum eru vinir – eða hvað! Í fyrirlestrinum er fjallað um samskipti og ábyrgð einstaklinga þegar kemur að þeim.Tími: Tæp klukkustund og hentar vel í hádeginu.Fyrirlesari: Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi Verð: 20.000 kr.

Er H-vítamínskortur á þínum vinnustað!Í fyrirlestrinum er fjallað um mikilvægi þess að stuðla að jákvæðri orku á.Tími: Tæp klukkustund og hentar vel í hádeginu.Fyrirlesari: Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi Verð: 20.000 kr.

Page 7: Námskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

12 Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is Skráning í síma 421 7500 eða á www.mss.is

Fundir fjárans fundir !Stutt kynning á fundarsköpum og umræðustjórnun í minni hópum. Farið er yfir meðal annars: Til hvers að halda fund? Markmið fundarins. Dagskrá funda. Fundarboðið. Hlutverk umræðustjóra. Hlutverk fundarmanna. Fundaraðferðin „Tour de Table“. Tími: Stuttur fyrirlestur. 2 ½ klst.Fyrirlesari: Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur. Verð: 40.000 kr.

Hópa og teymisstarf Boðið er upp á námskeið í hópa – og teymisstarfi þar sem farið í ólík hlutverk þátttakenda. Hverjar eru þarfir þátttakenda, væntingar og markmið? Hvað er hægt að gera til að bæta árangur og finna betri leið að markmiðum. Tími: Fyrirlestur tekur rúmar 2 klukkustundir hentar fyrir fyrirtæki þar sem krafan er skilvirkt hópastarf. Fyrirlesari: Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur. Verð: 40.000 kr.

JákvæðniÖrfyrirlestur um jákvæðni. Byggt á fræðum Barböru Fredrickson.Jákvæðni breytir hvernig hugur okkar starfar. Farið er yfir nokkur skref í að tileinka sér jákvæðni.Jákvæðni umbreytir framtíðinni og með tímanum laðar jákvæðnin það besta fram í þér.Tími: Tæp klukkustund og hentar vel í hádeginu.Fyrirlesari: Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur.Verð: 20.000 kr.

Sjálfsblekking - og leiðir úr kassanumFarið er yfir hvað sjálfsblekking er og hvernig fólk lokast inn í henni, hvernig hún grefur undan persónulegum afrekum og árangri fyrirtækja og – það mikilvægasta- hvernig hægt er að losna úr henni. Tími: Fyrirlestur rúmar 2 klukkustundirFyrirlesari: Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur.Verð: 40.000 kr.

Táknmál líkamans. 1 – 4 klukkustundir. Skemmtilegur fyrirlestur um táknmál sem fylgt hefur manninum frá því hann klifraði niður úr trjánum. Kynnt eru nokkur grunntákn sem eru sameinginleg öllu mannkyninu. Látum líkamann tala. Hvernig getum við lesið í hug manns af látbragði hans. Hvernig hægt er að hafa áhrif á hugsanir annarra með látbragði. Ekki er um neina beina kennslu að ræða heldur er reynt að vekja upp dulda þekkingu. Tími: 1-3 klukkustundir. Fyrirlesari: Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur.Verð: 20.000 – 50.000 kr.

Námskeið fyrir fyrirtæki og félagasamtök í boði alla önnina

FundarstjórinnÁ námskeiðinu er kennd fundarstjórn, undirstaða fundarskapa, meðferð tillagna, málfar fundarstjóra, umræðustjórnun auk margar annarra þátta er gera fundi markvissa, árangursríka og skilvirka. Hentar fyrir félög og fyrirtæki þar sem krafan er að fundir fari fram samkvæmt fundarsköpum.Tími: Þriggja kvölda námskeið í fundarstjórn og fundarsköpum. 3 sinnum 3 klukkustundir. Leiðbeinandi: Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur.Verð: 90.000 kr.

Hamingjan og lífiðÁ námskeiðinu er fjallað um hamingjuna í víðu samhengi. Hvað er það sem veitir okkur hamingju: peningar, menntun, maki, sól, flottur líkami, tengsl við aðra eða eitthvað allt annað? Erum við að keppast við að leita hamingjunnar þegar hún er kannski beint fyrir framan okkur? Erum við að bíða eftir því að einhver ákveðin manneskja eða atburður veiti okkur hamingjuríkt líf? Ertu að vinna við það sem veitir þér bæði merkingu og ánægju eða veistu hvar áhugi þinn og metnaður liggja?Fjallað er um þessa þætti og fleira á skemmtilegu og fræðandi námskeiði um það sem okkur dreymir öll að upplifa – meiri hamingju!Tími: Námskeiðið er kennt tvö kvöld frá kl. 20.00 – 22.00.Leiðbeinandi: Anna Lóa ÓlafsdóttirVerð: 9500 kr.

Sjá svo nánari upplýsingar á heimasíðu okkar yfir öll námskeið á www.mss.is

FYLGIST MEÐ Á FACEBOOK.Fylgist með facebooksíðu Fisktækniskóla Suðurnesja. Þar er hægt að fylgjast með starfsemi Fisktækniskólans og MSS ásamt því að fá ýmsar fréttir úr sjávarútveginum.