Top Banner
Seltjarnarnesbær
43

Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

May 08, 2020

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SeltjarnarnesbærÁrsskýrsla 2010

Page 2: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

  

Efnisyfirlit

    Bls.

Inngangur/ávarp bæjarstjóra 3Stjórnkerfi Seltjarnarnesbæjar 4Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í nefndum og stjórnum 5Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í samstarfsnefndum/verkefnum 6Bygginga- og umhverfissvið 7Félagsþjónustusvið            10Fjárhags- og stjórnsýslusvið            13Íþrótta- og tómstundasvið            14Fræðslusvið             19Menningarmál            26Lækningaminjasafn Íslands            29

Ársreikningur bæjarsjóðs 2010

2

Page 3: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010

Sviðsstjórar Seltjarnarnesbæjar hafa tekið saman í þessari ársskýrslu helstu verkefni á árinu 2010.

Fjárhagsáætlun ársins 2010 unnin sameiginlega með minnihlutanum , líkt og gert var fyrir árið 2009.  Í þeirri vinnu var haft að leiðarljósi að verja grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu. Almennt var gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum. Áætlunin var unnin á erfiðum tímum og var einbeittur vilji bæjarfulltrúa meiri- og minnihluta að vinna saman að gerð fjárhagsáætlunar  fyrir árið 2010.

Á liðnu ári hefur komið fram hjá bæjarstjórn að flatur niðurskurður dugi ekki lengur, heldur þurfi að skoða einstaka útgjaldaþætti og spyrja áleitinna spurninga um eðli, tilgang og réttlætingu. Bæjarfélagið hefur reynt að halda úti sömu þjónustu fyrir minna fé, dregið hefur verið úr yfirbyggingu og reynt að samnýta mannafla betur.

Enn er mikil óvissa um þróun helstu hagstærða á næstunni og erfitt að leggja fram traustar forsendur. Ljóst er að árið 2010 var afar erfitt í íslenskum þjóðarbúskap, stefnan í ríkisfjármálum er einn helsti áhættuþátturinn.

Vinnumarkaður, allar spár s.s. Seðlabanka og fjármálaráðuneytis, gera ráð fyrir að atvinnuleysi verði svipað á næsta ári. Viðbúið er að atvinnuleysi í heild verði á bilinu 9,5% til 11,5% á landinu. Svo mikið atvinnuleysi mun vafalítið hafa mikil áhrif á tekjumyndun og launaþróun og því umtalsverð óvissa um þróun atvinnulífsins á næsta ári.

Samdrætti í tekjum bæjarins hefur verið mætt með hagræðingu í rekstri til að mæta lægri tekjum sem og kostnaðarhækkunum. Frekari hagræðingarkrafa hefur verið gerð á yfirstjórn sveitarfélagsins, sem og stjórnunardeildir stofnana. 

Starfsfólk Seltjarnarnesbæjar hefur tekið að sér aukin verkefni auk þess sem áhersla er lögð á enn frekara samstarf milli stofnana og deilda í því skyni að ná sem mestri hagræðingu. Hagrætt var í viðhaldsverkefnum og forgangsraðað út frá öryggissjónarmiðum og brýnni þörf á árinu 2010.

Bæjarstjóri vill þakka samstarfsmönnum í bæjarstjórn, að ógleymdu starfsfólki Seltjarnarnesbæjar, sem hefur tekið ágjöfinni með miklum skilningi og æðruleysi  á erfiðum tímum.

3

Page 4: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Stjórnkerfi Seltjarnarnesbæjar

Þann 8. september 2010 samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar tillögu um nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins. Nýtt stjórnskipulag tók formlega gildi 1. október 2010.

Fjármálastjóri

Félagsmálastjóri

Bæjarstjóri

Reikningshald

Launadeild

Skjalavistun

Þjónustuver

Byggingatækni-fræðingur

Samnings-stjórnun

Upplýsinga-tæknimál

Eignasjóður

Fræðslufulltrúi Menningar-fulltrúi

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Innheimta

Sundlaug

Leikskóli

Grunnskóli

Tónlistarskóli

Bókasafn

Náttúrugripa-safn

Fræðasetur

ÖldrunarmálÁhaldahús

Umhverfisdeild

Málefnifatlaðra

Jafnréttismál

Samskipti við íþróttafélög

Vinnuskóli

Hunda- og kattaeftirlit

Barnavernd

Daggæsla í heimahúsum

Íþróttamið-stöðvar

Íþróttasvæði

Félagsmiðstöð

B-hluta fyrirtæki

Hitaveita

Vatnsveita

Fráveita

Félagsheimili

Félagsl. íbúðir

Lækninga-minjasafn

Félagsþjónusta

Menningar-viðburðir

Skipulagsmál

Rekstur/þjónusta FjölskyldumálefniTækni/umhverfi

Forvarnir

Forvarnir

Forvarnir

Markmiðið með breyttu stjórnkerfi er að draga úr kostnaði á ýmsum rekstrarsviðum til að mæta minnkandi tekjum, en standa þess í stað vörð um gunnrekstur eins og t.d. skóla-, umhverfis- og öldrunarmál. Fimm stöður framkvæmdastjóra mismundi sviða bæjarins voru lagðar niður í sparnaðar- og hagræðingarskyni. Í fyrsta áfanga við innleiðingu á nýju stjórnkerfi er tekið upp flatt stjórnskipulag, þar sem starfsemi sveitarfélagsins er skipt í sex verkefnasvið. Flatt skipulag felst því í því að fela sérfræðingum þátttöku í stjórnun, stytta boðleiðir og einkennist af teymisvinnu með því að ýta undir samvinnu milli einstaklinga þvert á starfsemi.

Stefnt er að því að skipulag starfsemi sveitarfélagsins verði eins einfalt og kostur er og færist nær fyrri uppbyggingu og virkni stjórnskipulags bæjarins, auk þess sem tekið er mið af því sem almennt gerist hjá sveitarfélögum af sambærilegri stærð og Seltjarnarnesbær.

4

Page 5: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í nefndum og stjórnum 31. desember 2010

Bæjarstjórn SeltjarnarnessÁsgerður Halldórsdóttir bæjarstjóriGuðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnarSigrún Edda JónsdóttirLárus B. LárussonBjarni Torfi ÁlfþórssonÁrni EinarssonMargrét Lind Ólafsdóttir

JafnréttisnefndGuðrún B. Vilhjálmsdóttir formaðurRagnar JónssonHelga Ólafs Ólafsdóttir

MenningarnefndKatrín Pálsdóttir formaðurFannar HjálmarssonÞórdís SigurðardóttirHaraldur Eyvinds ÞrastarsonHafdís Ósk Kolbeinsdóttir

EndurskoðendurAuðunn Guðjónsson KPMG hf.

SkoðunarmennGuðmundur HannessonGuðmundur Einarsson

Skipulags– og mannvirkjanefndBjarni Torfi Álfþórsson formaðurAnna Margrét HauksdóttirHannes RichardssonÞórður Ó. BúasonRagnhildur Ingólfsdóttir

FélagsmálaráðRagnar Jónsson formaðurGuðrún B. VilhjálmssonGuðrún Edda HaraldsdóttirMagnús MargeirssonLaufey Elísabet Gissurardóttir

SkólanefndSigrún Edda Jónsdóttir formaðurBjörg FengerDavíð Birgisson SchevingHalldór ÁrnasonSigurþóra Steinunn Bergsdóttir

Fjárhags– og launanefndGuðmundur Magnússon formaðurBjarni Torfi ÁlfþórssonMargrét Lind Ólafsdóttir

UmhverfisnefndMargrét Pálsdóttir formaðurAndri SigfússonElín Helga GuðmundsdóttirHelgi ÞórðarsonBrynjúlfur Halldórsson

Íþrótta– og tómstundaráðLárus B. Lárusson formaðurGuðrún KaldalPáll ÞorsteinssonMagnús Örn Guðmarsson

YfirkjörstjórnPétur KjartanssonÞórður BúasonGróa Kristjánsdóttir

5

Page 6: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Felix Ragnarsson

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í samstarfsnefndum/verkefnum

AlmannavarnanefndÁsgerður HalldórsdóttirGuðmundur Magnússon

Starfskjaranefnd Starfsfé Seltj.Guðmundur MagnússonMargrét Lind Ólafsdóttir

BláfjallanefndEgill Jóhannsson

ReykjanesfólkvangurEgill Jóhannsson

Fulltrúarráð Brunabótafélags ÍslandsIngimar Sigurðsson

Fulltrúarráð EirarJónína Þóra EinarsdóttirPetrea I. Jónsdóttir Sigurþóra Bergsdóttir

Stjórn Lækningaminjasafns ÍslandsGunnar Lúðvíksson formaðurSunneva HafsteinsdóttirAnna Lísa RúnarsdóttirSigurbjörn SveinssonÓttar Guðmundsson

Fulltrúaráð málræktarsjóðsSólveig Pálsdóttir

Stjórn SorpuBjarni Torfi Álfþórsson

Fulltrúaráð SSHLárus B. LárussonÁrni Einarsson

Stjórn StrætóBjarni Torfi Álfþórsson

Fulltrúaráð SorpuBjarni Torfi Álfþórsson

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisinsÁsgerður Halldórsdóttir

Gjafasjóður Sigurgeirs EinarssonarÁsgerður HalldórsdóttirJón Jónsson

Stjórn starfsmenntunarsjóðs St.fél. SeltjarnarnessGuðmundur MagnússonMargrét Lind Ólafsdóttir

Heilbrigðisnefnd KjósarsvæðisHaraldur Eyvinds ÞrastarsonKristín Ólafsdóttir

Svæðisskipulag SSHLárus B. LárussonÁrni Einarsson

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélagaÁsgerður HalldórsdóttirGuðmundur MagnússonMargrét Lind Ólafsdóttir

Veitustofnanir - stjórnÁsgerður HalldórsdóttirSjöfn ÞórðardóttirFriðrik FriðrikssonGuðmundur Jón Helgason

6

Page 7: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Magnús Rúnar Dalberg

Bygginga- og umhverfissvið

Aðsetur: Austurströnd 2 og Framkvæmda- og þjónustumiðstöð Austurströnd 1Sími: 5959 100Veffang: www.seltjarnarnes.isVefpóstur: [email protected]öðumaður veitna/bæjarverkfræðingur: Stefán Eiríkur StefánssonSkipulags- og byggingarfulltrúi: Örn Þór Halldórsson Garðyrkjustjóri: Steinunn ÁrnadóttirAfgreiðslutími: Mánud. – fimmtud. frá kl. 8:45 – 16:00                           Föstudaga frá kl. 8:45-14:00Fjöldi starfsfólks: 10Fjöldi stöðugilda: 10

Bygginga- og umhverfissvið fer með umhverfis- og byggingarmál. Það hefur umsjón með öllum framkvæmdum á vegum bæjarins, byggingareftirliti, brunavörnum, viðhaldi á fasteignum bæjarins, gatna-, vatns- og fráveitukerfum, garðyrkju, vinnuskóla og umhverfismálum. Bygginga- og umhverfissvið fer einnig með málefni áhaldahúss, smábátahafnar og landsupplýsingakerfis.

Í afgreiðslu bæjarskrifstofu, Austurströnd 1 eru afgreiddar allar rafmagns- bygginga- og verkfræðiteikningar húsa í bænum. Þar liggja umsóknareyðublöð vegna byggingaframkvæmda og uppáskrifta iðnmeistara og móttekin gögn til byggingarfulltrúa og byggingar- og skipulagsnefndar.

Skipulags- og byggingafulltrúiLokahönd var lögð á deiliskipulag Lambastaða- og Bakkahverfis og öðlaðist  deiliskipulag Bakkahverfis gildistöku í lok ársins.Vegna ýmissa breytinga var hinsvegar ákveðið að endurauglýsa deiliskipulag Lambastaðahverfis og er reiknað með að það hljóti fullnaðarafgreiðslu um mitt árið 2011.Haldið var áfram með undirbúning deiliskipulags Hjúkrunarheimilis í samvinnu við Arkís.Átaks er þörf á að öðlast yfirsýn yfir lóðir og landamerki innan sveitafélagsins. Á það bæði við um lóðir í eigu bæjarins og einstaklinga. Sú stefna hefur nú verið tekin upp að ekki er tekið við nýjum umsóknum um byggingarleyfi án þess að fyrir liggi skýr lóðamörk með réttu mæliblaði.Leiðrétta þarf lóðamörk landupplýsingakerfis bæjarins og samræma við hnitasett mæliblöð. Leiðrétta þarf skráningu á stærðum einstakra fasteigna innan bæjarins, en ljóst er að um kostnaðarsama vinnu verður að ræða sem að einhverju leitu mun geta skilað sér í leiðréttum fasteignagjöldum. Ný og ítarlegri gjaldskrá var samþykkt á árinu og verður m.a. framvegis innheimt gjald vegna úttekta, til að mæta kostnaði.  Áfram hefur verið unnið að því að yfirfara og leiðrétta rafræna skráningu á uppdráttum í geymslu bæjarins, auk þess sem nýir uppdrættir eru nú samstundis skráðir inn.

7

Page 8: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Reikna má með ýmsum breytingum á verklagi skipulags- og byggingafulltrúa með gildistöku nýrra skipulags- og mannvirkjalaga, sem m.a. fela í sér ríkara eftirlit samhliða útgáfu byggingarleyfa, auk ítarlegri vinnubragða við undirbúning nýrra skipulagsáætlana.

Framkvæmda- og þjónustumiðstöðStarfsmenn áhaldahússins unnu að margvíslegum viðhalds- og þjónustuverkefnum á árinu, auk þess að sinna verkefnum sem veitustjóri, garðyrkjustjóri eða aðrir forstöðumenn stofnana óskuðu eftir.

Nokkuð var um nýframkvæmdir og viðhaldsvinnu við dreifikerfi veitustofnana, gatna-, gangstétta og göngustíga.

Viðhald fasteigna, bæði húseigna og lóða þ.m.t. leiksvæða í eigu bæjarins voru stór þáttur í starfseminni. Snjómokstur og hálkueyðing var með minnsta móti, enda veður milt.

Sumarstarfsemi áhaldahússins var með hefðbundnu sniði. Samtals komu 140 sumarstarfsmenn á aldrinum 18 til 24 ára við sögu sem dreifðust á tímabilið frá miðjum maí og fram í miðjan ágúst. Í fyrstu viku voru sumarstarfsmenn 43 en fóru í 130 þegar mest var. Verkefnin voru fjölbreytt, þökulagningar (Hrólfsskálamelur, urtagarður, innigarður í Való, meðfram göngustíg Norðurströnd og víðar), málningarvinna, (umferða- og bílastæðamerkingar svo fátt eitt sé nefnt), hjallasmíði, og alls konar viðhaldverkefni. 

Síðastliðið vor kom til starfa nýr starfsmaður Jón Ingvar Jónasson og vann hann við hlið bæjarverkstjóra og tók síðan við því starfi í byrjun október 2010.

Viðhald gatnakerfis og gangstéttaÁ árinu 2010 var talsvert unnið að malbiksviðgerðum í bænum.Unnið var að almennu viðhaldi á umferðarmerkjum og málun á götum og merkingu bílastæða. Unnið var að gerð umferðaröryggisáætlunar sem verður höfð til viðmiðunar við forgangsröðun framkvæmda. Í samvinnu við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var unnið að gerð áhættumats fyrir höfuðborgarsvæðið. Ennfremur var hafin vinna, í samstarfi við Vinnueftirlitið, að gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þar sem gert er áhættumat og áætlun um forvarnir fyrir vinnustaðinn.Hafinn var undirbúningur að gerð nýrrar götu að Lækningaminjasafninu við Sefgarða.

Framkvæmdir við smábátahöfn og sjóvarnagarðaÁ árinu var unnið að reglubundnu viðhaldi á smábátahöfn.

Framkvæmdir á vatnsveitu, fráveitu og hitaveituUndanfarið ár var mikið unnið að viðhaldi og viðgerðum í dreifikerfi vatns-, hita- og fráveitu. Reglubundið viðhald var á öllum dælustöðvum fráveitukerfisins. Heimæðar hita-, vatns- og fráveitu voru víða endurnýjaðar í bænum. Starfsmenn áhaldahúss sinntu reglubundnu viðhaldi á dreifikerfi veitnanna. Í samstarfi við Vinnueftirlitið, var hafin vinna að gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þar sem gert er áhættumat og áætlun um forvarnir fyrir veiturnar. Ennfremur var unnið að gerð verkferla fyrir starfsmenn sem og 

8

Page 9: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

öryggishandbók. Ungmennum sem boðið var starf hjá bænum sáu m.a. um hreinsun á niðurföllum í götum.

Hitaveita SeltjarnarnessSkrifstofa hitaveitunnar er staðsett í áhaldahúsi bæjarins. Gjaldskrá hitaveitunnar var hækkuð um 9 kr/m3 á árinu.

Helstu verkefni hitaveitunnar árið 2010Byggð var ný bygging utan um eina af borholum hitaveitunnar og voru stýringar fyrir borholudælur hitaveitunnar fluttar þangað inn. Nýir tíðnibreytar voru settir við allar dælur hitaveitunnar og ennfremur var stjórn- og stýrikerfi hitaveitunnar á Lindarbraut endurnýjað. Unnið var að undirbúningi á lagningu stofnæðar hitaveitunnar frá dælustöð hitaveitunnar á Lindarbraut að Suðurströnd sem og stofnlögn frá Suðurströnd inn í Nesveg.Tekin voru sýni til efnagreininga úr borholum á árinu 2010 og sýni úr öllum vinnsluholum til hlutgreininga. Starfsmaður Hitaveitunnar mældi rafleiðni í vinnsluvatni vikulega í þeim holum sem voru í dælingu hverju sinni. Sjálfvirkar mælingar á vinnsluþáttum voru teknar á klukkutíma fresti í borholum. Rennsli var mælt í öllum holunum, en vatnsborð var eingöngu handmælt. Vinnslan var með svipuðu sniði árið 2010 og undanfarin ár að því leyti að mun minni vinnsla var yfir sumarmánuðina en yfir vetrarmánuðina.

Heilbrigðiseftirlit KjósarsvæðisÞverholti 2, 5. hæð, 270 MosfellsbærSími: 525 6795 Bréfsími: 525 6799Veffang: www.eftirlit.isFramkvæmdastjóri: Þorsteinn Narfason.

Um heilbrigðiseftirlitiðÁrið 2010 er tuttugasta og þriðja starfsár Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis (HEK). Það er rekið sameiginlega af Kjósarhreppi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Hlutverk heilbrigðiseftirlits er að sjá um að ákvæðum laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir,sé framfylgt. Einnig ákvæðum reglugerða, heilbrigðissamþykkta og ákvæðum í sérstökum lögum og reglum sem heilbrigðisnefndum er, eða kann að vera falið að annast framkvæmd á.

NeysluvatnGæði vatns á Seltjarnarnesi er almennt góð en vatnið kemur úr dreifikerfi eða vatnsbóli Reykjavíkur. Undanfarin ár hafa gæði frá aðkeyptu neysluvatni frá Orkuveitu Reykjavíkur haldist stöðug og öll sýni verið innan viðmiðunarmarka. Heilbrigðiseftirlitið fylgdist reglulega með neysluvatni á árinu, samkvæmt reglugerð um neysluvatn, en eftirlitið felur í sér sýnatökur, úttekt á innra eftirliti og mannvirkjum.

9

Page 10: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

FráveitaÁ Seltjarnarnesi er um helmingi alls skólps dælt í hreinsistöðina við Ánanaust hinn helmingurinn fer óhreinsaður í sjóinn við Lambastaði. Reglubundin vöktun á strandlengjunni á Seltjarnarnesi hefur farið fram í mörg ár. Fjórir sýnatökustaðir eru vaktaðir á ári hverju og sýni tekin til að kanna saurkólímengun. Hafinn var undirbúningur að dælingu skólps frá Lindarbraut í hreinsistöðina við Ánanaust.

Staðardagskrá 21Jarðgerð var haldið áfram á árinu, en allt lífrænt sem til fellur frá opnum svæðum bæjarins er jarðgert og endurnýtt. Það efni sem úr jarðgerð kemur er nefnt molta. Moltu var dreift á flest beð bæjarins og stofnanalóðir. Góður árangur af þeirri framkvæmd var mjög sýnilegur.Allar stofnanir bæjarins flokka sorp og nokkrar hafa einnig flokkað lífrænan úrgang úr eldhúsum, sem síðan er settur í jarðgerð bæjarins.

VinnuskólinnUmsóknir í vinnuskólann voru 249 alls, úr aldurshópnum 14 - 17 ára.  Elsti  árgangur vinnuskólans hefur lokið fyrsta ári í framhaldsskóla. Flokkstjórar voru 12 alls, þar af er einn yfirflokkstjóri. Tveir eldri árgangarnir voru í vinnu 7 tíma á dag en tveir yngri voru í 3,5 tíma á dag. Vinnuskólinn var starfræktur júní og júlí.Meginuppistaða í verkefnum vinnuskólans voru sláttur, almenn garðyrkjustörf, gróðursetning, hreinsun beða, götuhreinsun, málningarvinna og almenn fegrun á umhverfinu. Gott félagslíf er í vinnuskólanum.

Félagsþjónustusvið

Aðsetur: Mýrarhúsaskóli eldri við NesvegSími: 5959 100Bréfsími: 5959 138Veffang: www.seltjarnarnes.isAfgreiðslutími: Mánud. – fimmtud.  frá kl. 8:45 – 16:00                           Föstudaga frá kl. 8:45-14:00Félagsmálastjóri: Snorri AðalsteinssonFjöldi starfsmanna: 29Fjöldi stöðugilda: 17,5Félagsþjónustan er til húsa í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg. Þar starfa, auk félagsmálastjóra, 2 félagsráðgjafar í 1,9 starfsgildum og deildarstjóri í öldrunarþjónustu. Veitt er félagsleg ráðgjöf, tekið við umsóknum um félagslega þjónustu, unnið úr þeim og lagt mat á þjónustuþörf. Félagsráðgjafar á skrifstofu félagsþjónustu starfa einnig að barnavernd því að skrifstofan er líka starfsstöð barnaverndarnefndar.

Árið einkenndist af talsverðu álagi en fleiri leituðu eftir aðstoð og ráðgjöf af ýmsum toga í kjölfar efnahagsástands þess sem ríkt hefur frá árinu 2008. Fleiri fengu fjárhagsaðstoð en 

10

Page 11: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

verið hefur mörg undanfarin ár og var umtalsverð aukin vinna félagsráðgjafa við mat á umsóknum, ráðgjöf og að beina fólki eftir atvikum í endurhæfingarúrræði. Mikil útgjaldaaukning varð til fjárhagsaðstoðar á árinu.

Umsækjendum um húsaleigubætur fjölgaði og hafa aldrei áður jafnmargir fengið greiddar bætur frá því að farið var að greiða þær árið 1995. Fjölgun bótaþega þýddi einnig útgjaldaaukningu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga endurgreiðir um 50% af bótunum til sveitarfélaganna. 

Atvinnuleysi var svipað og árið áður en að meðaltali voru um 119 atvinnulausir skv. skrá Vinnumálastofnunar. Aðeins dró úr atvinnuleysi í lok ársins. Í upphafi árs voru 124 atvinnulausir en 115 við lok ársins. Fjöldi atvinnulausra hefur verið hlutfallslega lægri á Seltjarnarnesi miðað við önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnulausir geta sótt um þjónustukort sem hægt er að nota í sund, líkamsrækt og á bókasafnið þeim að kostnaðarlausu. Hafa margir atvinnualausir nýtt sér þjónustukortin.  

Starfshópur um stoðþjónustu starfaði áfram á árinu. Hópinn skipa lykilstarfsmenn í þjónustu við bæjarbúa í skólum, æskulýðsstarfi og félagsþjónustu. Hefur hópurinn metið ástand og líðan fólks í kjölfar þrenginga í efnahag og aukins atvinnuleysis. Fundargerðir hópsins eru kynntar í bæjarstjórn.

BarnaverndBarnaverndarmálum fækkaði nokkuð frá árinu áður en nokkur mál voru þyngri úrlausnar. Unnið var samkvæmt stefnu og framkvæmdaáætlun barnaverndar á kjörtímabilinu. Lokið var vinnu við forvarnarstefnu Seltjarnarnesbæjar. Höfuðmarkmið hennar er að börnum og ungmennum líði vel, þau búi við öryggi, umhyggju, þroskavænleg uppeldisskilyrði og lifi heilbrigðu lífi. Samráðshópur um áfengis og vímuvarnir fundaði nokkrum sinnum á árinu. Það er mat hópsins að dregið hafi úr áfengis- og vímuefnanotkun unglinga undanfarin ár og er öflugu forvarnarstarfi hjá öllum þeim sem koma að uppeldi barna og unglinga þakkaður sá árangur.

Þjónusta við aldraða og félags- og tómstundastarfVið þjónustu í þágu aldraðra og annarra starfa 7 manns á Skólabraut 3 – 5. Þar fer fram félags- og tómstundastarf, þar er starfrækt mötuneyti og dagvist aldraðra. Var fullt í dagvistinni nánast allt árið en 9 geta verið þar samtímis. Góð aðsókn var að félagsstarfinu og haldin myndarleg sýning á afrakstri vetrarstarfsins um vorið. Farið var í sumarferð vestur á Snæfellsnes og var þátttaka mjög góð og ánægja með ferðina. Félagsstarfið er opið öllum þó svo að það sé aðallega sótt af öldruðum. Svipaður fjöldi nýtti sér þjónustu mötuneytisins en fleiri fengu heimsendan mat en áður. Hópur karla tók sig saman í byrjun ársins og  hefur hist tvisvar í viku í safnaðarheimili kirkjunnar í kaffi og spjalli. Þeir stofnuðu einnig matarklúbb og reyndu fyrir sér með smíðahóp sem hafði aðstöðu í Valhúsaskóla. Átti Elísabet Jónsdóttir frumkvæði að kalla karlana saman með dreifibréfi. Hefur hún verið þeim innan handar með starfið.

11

Page 12: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

HeimaþjónustaStarfsmenn heimaþjónustu sinna því mikilvæga verkefni að styðja aldraða og aðra við ýmsa þætti heimilishalds og gera þeim unnt að búa lengur heima. Þessi þjónusta hefur verið að eflast og er aukin áhersla lögð á umönnunar- og félagslega þáttinn. Auk þess fær fólk aðstoð við hefðbundin þrif og hefur verktaki annast þjónustu á allnokkrum heimilum þar sem eingöngu er óskað eftir heimilisþrifum. Veitt var kvöld- og helgarþjónustu til þeirra sem þurfa aðstoð við lyfjagjöf, mat og að ganga til náða. Hefur heimaþjónustan á að skipa góðum starfsmönnum og ekki urðu miklar mannabreytingar á árinu. 

HjúkrunarheimiliBygginganefnd hjúkrunarheimilisins vann áfram að undirbúningi byggingu hjúkrunarheimilis á árinu. Skrifað var undir samning við félags- og tryggingamálaráðuneytið um fjármögnun byggingar heimilisins í lok ársins og er gert ráð fyrir að heimilið verði byggt á árunum 2012 til 13 og verði tilbúið til notkunar í árslok 2013. Eftir er að semja um lóðarmál og bjóða verkið út. Unnið er að undirbúningi vegna útboðs og útfærslu teikninga. Þá er ekki búið að ganga frá samningi við rekstraraðila.

JafnréttismálJafnréttisnefnd Seltjarnarness bauð bæjarbúum til fræðslufundar um jafnréttismál í félagsaðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Suðurströnd. Á fundinum flutti Ingólfur V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands erindi sem hann nefndi: „Sérðu hvernig hann klæddi barnið“!! - Samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans. Í erindinu fjallaði Ingólfur um þær miklu og hröðu breytingar sem hafa átt sér stað í íslenskum fjölskyldum síðustu áratugi. Var fundurinn vel sóttur og urðu líflegar umræður eftir fróðlegt erindi Ingólfs. Þetta var þriðji fræðslufundurinn um jafnréttismál sem Jafnréttisnefnd stóð fyrir á nýliðnu kjörtímabili en eitt af hlutverkum nefndarinnar er að veita jafnréttisfræðslu. Knattspyrnudeild Gróttu bauð fundarmönnum upp á kaffi og vöfflur.

Fjárhags- og stjórnsýslusvið

Aðsetur: Austurströnd 2Sími 5959 100 Bréfsími 5959101Veffang: www.seltjarnarnes.isVefpóstur: [email protected]ðslutími: Mánudaga - Fimmtudaga frá kl. 8:45 – 18:00 og Föstudaga frá kl. 8:45 – 14:00Framkvæmdastjóri: Gunnar LúðvíkssonFjöldi starfsfólks: 10Fjöldi stöðugilda: 9,8

Fjárhags- og stjórnsýslusvið hefur yfirumsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins, rekstri, fjármálum og starfsmannahaldi. Sviðið sér einnig um upplýsingagjöf til bæjarbúa, 

12

Page 13: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

starfsmanna og viðskiptavina. Helstu viðskiptavinirnir eru íbúar Seltjarnarness, fyrirtæki og einstaklingar í viðskiptum við bæjinn ásamt stofnunum og starfsmönnum bæjarins.

Helstu lög og reglur sem móta starfsemi sviðsins og skapa því umgjörð eru lög um sveitarfélög nr. 45/1998, stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 50/1996 og samþykktir og reglur Seltjarnarnesbæjar. (www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir).

Stjórnskipulag og starfsmannahaldDagleg stjórn fjárhags- og stjórnsýslusviðs er í höndum fjármálastjóra. Sviðið skiptist í eftirfarandi megin starfseiningar; áætlunargerð og stjórnsýslu, starfsmanna- og launamál, bókhald og reikningskil, álagning og innheimt tekna, greiðsla reikninga, þjónusta við viðskiptavini og skjalastjórn.

FjármálRekstrartekjur bæjarfélagsins á árinu 2010 námu 2.410 mkr en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 2.282 mkr. Þar af voru skatttekjur 1.861 mkr. Meginhluti skatttekna eru útsvarstekjur sem námu 1.558 mkr. Fasteignaskattar námu 139 mkr. Seltjarnarnes er með lægsta álagningshlutfall útsvar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, eða 12,10%, en heimilt var að leggja á útsvar allt að 13,28% árið 2010

FjárhagsáætlunFjárhagsáætlun ársins 2010 var samþykkt af bæjarstjórn í desember 2009 en endurskoðuð 2009 og samþykkt breytt í bæjarstjórn 10. nóvember 2010

LykiltölurFjárhags- og stjórnsýslusvið 2006 2007 2008 2009 2010

Íbúafjöldi 4.471 4.446 4.403 4.406 4.327

Útsvarsprósenta 12,35% 12,35% 12,10% 12,10% 12,10%

Fasteignaskattur

Íbúðarhúsnæði 0,24% 0,24% 0,18% 0,18% 0,18%

Opinbert húsnæði 0,88% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32%

Atvinnuhúsnæði 1,12% 1,12% 1,12% 1,12% 1,12%

Skatttekjur í þús. kr. 356 426 422 397 431

Aðrar tekjur í þús kr 68 101 94 77 92

Laun og launatengd gjöld 263 285 314 328 325

Annar rekstrarkostnaður 147 185 235 225 194

13

Page 14: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Íþrótta- og tómstundasvið

Aðsetur: Íþróttamiðstöð SeltjarnarnessSundlaug sími: 561 1551Íþróttahús sími: 561 2266Suðurstrandavöllur sími: 571 0160Selið: sími 5959-177Veffang: www.seltjarnarnes.is og www.selið.is Íþrótta- og tómstundafulltrúi: Haukur GeirmundssonFjöldi starfsmanna: 34Fjöldi stöðugilda: 21

Hlutverk íþrótta- og tómstundasviðs er að stuðla að heilbrigði almennings, skipuleggja uppbyggilegt og skemmtilegt tómstundastarf, eiga gott samstarf við íþrótta- og æskulýðsfélög og gæta þess að engum sé mismunað vegna kyns, þjóðernis eða fötlunar. Seltjarnarnesbær gegnir lykilhlutverki í frítímaþjónustu bæjarbúa ásamt aðildarfélögum. Saman hafa þessir aðilar staðið fyrir og hlúð að hvers konar starfsemi sem stuðlar að því að íbúar geti lagt stund á uppbyggilegt tómstundastarf utan vinnutíma. Frítímaþjónustan er ekki lögbundin, heldur almenningsþjónusta sem fólk sækir af eigin hvötum. Virk þátttaka í uppbyggilegu frístundastarfi hefur jákvæð áhrif á alla aldurshópa og fjölskyldulíf. Aukinn stuðningur við íþróttafélögin skilar sér í auknum iðkendafjölda og öflugra starfi. Með tómstundastyrkjum er lögð áhersla á að öll börn og unglingar hafi sömu möguleika á tómstundastarfi við hæfi. Með uppbyggingu glæsilegra íþróttamannvirkja er sköpuð aðstaða í öruggu umhverfi. Með kosningu á íþróttamanni og konu Seltjarnarness sýnir bæjarfélagið stuðning við íþróttafólk sem skarar framúr. Fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða leggja fram mörg þúsund vinnustundir til þess að ná fram faglegum markmiðum og veita eins góða þjónustu og völ er á. Sú vinna skilar sér í fjölbreyttu æskulýðs- og íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa með það að markmiði að auka lífsgæði, vellíðan og ánægju bæjarbúa.

Með öflugu íþrótta- og tómstundastarfi er lagður grunnur að ákveðnum farvegi fyrir upprennandi kynslóðir. Í erfiðum þjóðfélagslegum aðstæðum skiptir líðan barna og unglinga afar miklu máli og að þau eigi griðastað í öflugu tómstundastarfi og félagslegt öryggi. Frítíminn hefur ýmis gildi fyrir einstaklinginn og má þar nefna afþreyingu og forvarnargildi en eins má segja að um ákveðið menntunargildi sé einnig að ræða þar sem þau öðlast ákveðna reynslu í tómstundastarfinu sem þau munu svo nýta sér í framtíðinni.

ÍþróttamiðstöðinGildi starfsstöðva íþróttamiðstöðvar samanstendur af þremur meginþáttum: öryggi, hreinlæti og þjónustu. Starfsmenn fara einu sinni til tvisvar á ári í endurmenntun skyndihjálpar og leitast er við að bæta við sérhæfðum námskeiðum þar fyrir utan.

14

Page 15: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

SundlauginSundlaugin og World Class mynda eina glæsilegustu heilsuræktaraðstöðu á landinu þar sem almenningi gefst tækifæri á að stunda líkamsrækt við bestu aðstæður sem völ er á. Mikil ánægja er með þessa tvennu og fjöldi fólks sækir aðstöðuna. Trimmklúbbur er starfræktur í tengslum við sundlaugina og sundleikfimi er kennd fjórum sinnum í viku endurgjaldslaust. Að hafa slíka heilsuparadís sem sundlaugin er í miðjum bænum eru forréttindi sem alltaf fleiri og fleiri nýta sér sem sína heilsurækt. Ekki þarf endilega að synda, heldur er hægt að láta heita vatnið og eimbaðið mýkja upp stirða liði og vöðva á meðan að heimsmálin eru leyst í góðra vina hópi. Miklar endurbætur hafa farið fram á sundlauginni á undanförnum árum. Á síðasta ári var útisvæði málað og nýtt gólfefni lagt á tröppur niður í kjallara.

ÍþróttahúsÍþróttahúsið er nánast fullnýtt frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Þar fer fram íþróttastarf skólanna og öflugt starf Gróttu. Mikill uppgangur hefur verið í starfi Gróttu þar sem hundruð sjálfboðaliða leggja hönd á plóginn. Dvalartími barna og unglinga er langur í íþróttahúsinu og því mikið öryggi fyrir foreldra að vita af þeim í vernduðu umhverfi, þar sem þau geta beðið eftir æfingum í góðu yfirlæti. Fyrir utan venjubundið viðhald  var gólfið í samkomusal Gróttu slípað og lakkað og lóðin lagfærð við innganginn. Nokkur brýn viðhaldsverkefni bíða í íþróttahúsinu fyrir utan viðbótarbyggingu við fimleikasalinn.

KnattspyrnuvöllurSuðurstrandavöllur hýsir glæsilega knattspyrnuaðstöðu með gervigrasvelli, stúku, fjórum búningsklefum ásamt félags- og skrifstofuaðstöðu. Þar er framtíðaraðstaða knattspyrnufólks Gróttu og upprennandi knattspyrnumenn og konur munu auka getu sína í framtíðinni. Til knattspyrnuaðstöðunnar teljast einnig sparkvellir og Valhúsavöllur sem notað er sem æfingasvæði.

15

Page 16: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

LykiltölurÍþrótta og tómstundaráð Seltjarnarness: 2007 2008 2009 2010

Sundlaug

Heildarfjöldi sundlaugagesta 137.161 140.597 179.788 185.924

Fjöldi fullorðinna 76.844 85.156 61.391 63.525

Fjöldi aldraðra 12.557 7.603 10.344 9.250

Fjöldi barna 6- 18 ára aldurs 21.527 24.705 23.280 20.080

Öryrkjar 3.062 1.890 1.493 1.726

Grótta 1.746 708 580 598

Skólar 18.420 17.415 15.816 15.026

Önnur aðsókn 3.005 3.120 2.903 2.160

Korthafar World Class - teljari-skanni 63.981 73.619

Íþróttahús

Fjöldi almennra leigjenda 8.630 8.300 8.500 8.320

Fjöldi skólabarna 42.000 44.000 43.000 43.000

Fjöldi iðkenda handknd. Gróttu 48.934 57.353 59.100 60.527

Fjöldi iðkenda knattspd. Gróttu 13.158 11.574 11.900 12.059

Fjöldi iðkenda fimleikad. Gróttu 30.401 34.550 37.300 38.507

Aðrir hópar innan Gróttu 2.902 2.750 2.500 2.530

Félagsmiðstöðin Seliðv/Suðurströnd.Veffang: www.selid.is Vefpóstur: [email protected] /[email protected]ími: 5959 177 /5959 178Æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður: Margrét SigurðardóttirFjöldi starfsfólks: 6Fjöldi stöðugilda: 3

Helstu verkefni 2010Aðalstarfsemi félagsmiðstöðvarinnar er yfir vetrartímann. Er þá megináherslan lögð á tómstundastarf unglinga s.s. böll, klúbbastarf, námskeið, fyrirlestra, forvarnarstarf, útvarpssendingar, ferðalög og fleira. Selið er aðallega opið unglingum frá aldrinum 13-16 ára 

16

Page 17: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

þ.e. 8., 9. og 10. bekk, en þó taka yngri börn líka þátt í starfinu að einhverju leyti. 7. bekkur hefur fastan tíma einu sinni í viku, en Selið hefur alfarið umsjón með félagslífi nemenda í Valhúsaskóla. Eins hefur verið uppbygging í starfi fyrir 16 ára og eldri á Seltjarnarnesi. Ungmennaráð Seltjarnarness er á sínu öðru starfsári. Hefur þetta gefið góða raun og mikilvægt er að starfið haldi áfram. Unglingar 16 ára og eldri eru með eitt fast kvöld í viku í Selinu.Grunnskólinn og SeliðSamvinna skólans og Selsins er mjög góð. Búið er að sameina skíðaferðalög Valhúsaskóla og Selsins. Þá fer starfsfólk frá báðum stofnunum í ferðalögin og sami háttur var hafður á með vorferð 10. bekkjar. Starfsmaður Selsins kennir valáfanga fyrir 9. og 10. bekk í félagsmálafræði við skólann. Eins hafa starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar verið með eineltisfræðslu og verið með samskiptafræðslu í samstarfi við skólann. Eins og undanfarin ár var samstarf milli foreldrafélags Valhúsaskóla og Selsins en þá var unnið að nokkrum samstarfsverkefnum og má þar helst nefna foreldrarölt og lokaball.Önnur starfsemi SelsinsÝmsir félagahópar á vegum Seltjarnarnesbæjar hafa fengið að nýta sér húsnæði Selsins til fundahalda eða skemmtana. Hljómsveitaraðstaða sem er staðsett í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar hefur verið nýtt alla daga vikunnar og eru hljómsveitarmeðlimir á öllum aldri frá 13 ára til 50+. Bekkjarkvöld voru haldin í Selinu auk  barnaafmæla. Eldri borgarar hafa nýtt sér aðstöðu Selsins til þess að koma saman og spila billiard og eins hafa hópar utan af landi fengið að gista í félagsmiðstöðinni.ÖskudagurÖskudagsskemmtun er samvinnuverkefni íþrótta-og tómstundaráðs, Selsins og foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness. Framkvæmdaaðilar eru Grunnskóli Seltjarnarnes, félagsmiðstöðin Selið og foreldrafélagið. Haldnar  voru tvær skemmtanir fyrir í Mýrarhúsaskóla fyrir 1.-3.bekk og 4.-6. bekk sem heppnuðust mjög vel.Sumardagurinn fyrstiHátíðardagskrá á Sumardaginn fyrsta er samvinnuverkefni Selsins og Íþróttafélagsins Gróttu. Boðið var upp á dagskrá í íþróttamiðstöðinni sem var vel sótt.Þjóðhátíðardagurinn 17. júníSelið sá um skipulagningu og dagskrá á hátíðarhöldum Seltjarnarnesbæjar á 17. júní ásamt Menningarnefnd. Lúðrasveit Seltjarnarness leiddi skrúðgöngu og boðið var upp á skemmtun á Eiðistorgi auk dagskrár í Félagsheimili Seltjarnarness þar sem bæjarbúar gátu keypt kaffiveitingar og hlustað á ljúfa tóna frá Listahópi Seltjarnarness og Regínu Ósk. Skemmtiatriði voru flutt af Seltirningum og fleirum. Björgvin Frans var kynnir. Hátíðin heppnaðist að öllu leyti vel og var fjölmenn.SumarnámskeiðSelið sér um sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Námskeið sem börnunum stóð til boða voru leikja-, survivor- og knattspyrnunámskeið en einnig var starfræktur smíðavöllur í samstarfi við garðyrkjustjóra Seltjarnarness. Færri börn sóttu námskeiðin í ár frá því í fyrra en aukning var í aðsókn á smíðavöllinn.

17

Page 18: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Selið og VinnuskólinnHver vinnuflokkur stundaði listsköpun tvo til fjóra daga í senn undir handleiðslu starfsmanns Selsins. Unnið var með sama þema og árinu áður þar sem unglingarnir unnu að uppbyggingu á þorpinu “litla Seltjarnarnes” í samstarfi við smíðavöllinn og eins voru unnar stuttmyndir sem hafa verið aðgengilegar á internetinu.Listahópur SeltjarnarnessUngt fólk á aldrinum 18 til 24 ára gat sótt um að starfa við ýmsa listsköpun á vegum Seltjarnarnesbæjar. Í sumar samanstóð hópurinn af 11 tónlistarmönnum. Listahópurinn vann að einstaklings-og hópverkefnum sem bæjarbúar nutu góðs af.

LykiltölurFélagsmiðstöðin Selið 2007 2008 2009 2010Mætingameðaltal nem. vorönn í dagstarfi 19 9 9 13Mætingameðaltal nem. vorönn í kvöldstarfi 20 18 18 14Mætingameðaltal 12 ára barna haustönn 23 30 30 41Mætingameðaltal 12 ára barna vorönn 17 12 12 11Mætingameðaltal nem. Haustönn í dagstarfi 15 13 13 23Mætingameðaltal nem. Haustönn í kvöldstarfi 22 22 22 29Mætingameðaltal hjá eldriborgurum á vorönn 5 6 6 6Mætingameðaltal hjá eldri borgurum á haustönn 5 6 6 7Fjöldi nemenda í félagsmálafræði í Selinu á vorönn 35 27 27 26Fjöldi nemenda í félagsmálafræði í Selinu á haustönn 27 18 18 30Heildarfjöldi heimsókna í Selið 5700 5000 5000 7.600Viðburðir Selsins og Valhúsaskóla haldnir í Félagsheimili og/eða Valhúsaskóla 1524 1524 2.947

Sumarnámskeið SelsinsFjöldi barna skráð á leikjanámskeiðum að sumri 181 152 167 150Fjöldi barna skráð á Survivor-námskeið 75 59 92 77Fjöldi barna skrá á Smíðavalla - námskeið 65 59 34 54Fjöldi barna skráð í fótboltaskóla Gróttu 132 76 103 97Heildarfjöldi á sumarnámskeiðum Selsins 453 368 438 378

18

Page 19: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

FræðslusviðAðsetur: Austurströnd 2Sími: 5959 100 Bréfsími: 5959 101Veffang: www.seltjarnarnes.isVefpóstur: [email protected]ðslutími: Mánud. – fimmtud.  frá kl. 8:45 – 16:00                           Föstudaga frá kl. 8:45-14:00Fræðslufulltrúi: Baldur PálssonFjöldi starfsfólks: 168Fjöldi stöðugilda: 136

Fræðslusvið fer með yfirumsjón starfsemi  grunn-, leik- og tónlistarskóla, daggæslu í heimahúsum, auk þess að sinna forvarnarstarfi. Fræðslufulltrúi hefur umsjón með upplýsingagjöf fyrir skólanefnd, undirbúningi funda og ritun fundargerða, ásamt eftirfylgni við stefnumörkun og ákvarðanir nefndarinnar. Fræðslufulltrúi hefur yfirumsjón með fjárhagsáætlanagerð þeirra starfsstöðva sem tilheyra sviðinu í samráði við hlutaðeigandi stjórnendur. Sviðið hefur auk þess umsjón með innritun barna til dagforeldra og í leik-, grunn- og tónlistarskóla, ásamt umsjón með skráningu nemenda bæði í grunn- og tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags. Fræðslufulltrúi hefur yfirsýn yfir dagforeldra í bænum, veitir þeim ráðgjöf og starfsleyfi, auk þess að hafa eftirlit með því að starfsreglum sé framfylgt.

Stærstu verkefni fræðsluskrifstofu á árinu 2010 voru sameining leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku í Leikskóla Seltjarnarness og breytingar á starfsemi fræðslusviðs. Á haustdögum voru gerðar breytingar á skipuriti bæjarins þannig að til varð Fræðslusvið í stað þess sem áður hét Fræðslu-, menningar- og þróunarsvið (FMÞ). Fræðslufulltrúi fer nú með það hlutverk sem framkvæmdastjóri FMÞ gegndi áður gagnvart skólum bæjarins auk hluta þeirra verkefna sem leikskólafulltrúi hafði með höndum.

Daggæsla í heimahúsumÁ Seltjarnarnesi eru starfandi 6 dagforeldrar á fjórum heimilum. Hjá þeim dvelja 29 börn, þar af eiga 14 börn lögheimili á Seltjarnarnesi. Dagforeldrar eru sjálfstæðir atvinnurekendur og starfa samkvæmt starfsleyfi og dvalarsamningum sem gerðir eru við foreldra/forráðamenn barnanna. Skólaskrifstofa Seltjarnarness veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti samkvæmt reglugerð félagsmálaráðuneytisins nr. 907/2005.

19

Page 20: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Leikskóli SeltjarnarnessSuðurströnd 1 og 3Símanúmer: 5959280 / 5959290Veffang: http://www.leikskoli.seltjarnarnes.is Vefpóstur: [email protected] / [email protected] Leikskólastjóri: Soffía GuðmundsdóttirAðst.leikskólastjóri: Anna HarðardóttirFjöldi starfsmanna: 48Fjöldi stöðugilda: 42,30

Leikskóli Seltjarnarness starfar samkvæmt lögum um leikskóla og reglugerðum þeim tengdum. Skólinn starfar á tveimur starfsstöðvum sem standa á sömu lóð við Suðurströnd.    Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt  til sjálfshjálpar í öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því samkvæmt hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og  fullorðna í frjóu og skapandi umhverfi.

Helstu verkefni 2010Sameining leikskólannaLeikskóli Seltjarnarness var formlega stofnaður við sameiningu leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku 1. júlí 2010. Farið var í gegnum alla þætti leikskólastarfsins og skoðuð þau tækifæri sem falist gætu í breytingunum. Ákveðið var að sameinast um og tileinka sér það besta í faglegu starfi hvors skóla og gera góða leikskóla að enn betri nýjum sameinuðum Leikskóla Seltjarnarness.HandleiðslaUndir handleiðslu Gylfa Dalmanns dósents við HÍ var farið í gildavinnu, SVÓT- greiningu og umbótastarf vegna sameiningarinnar.TónlistÖll   börn   skólans   njóta   kennslu   tónmenntakennara   sem   er  mikilvæg   viðbót   við   annað tónlistarstarf sem fram fer í skólanum. Elstu börn skólans æfa kórsöng.UmhverfismenntLeikskólinn flaggar grænfánanum sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir starf að umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar. Virk umhverfisnefnd er starfandi við skólann.SMT – skólafærniÍ SMT – skólafærni er lögð áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun með því að kenna og þjálfa félagsfærni og gefa jákvæðri hegðun barna gaum með markvissum hætti.Íþróttaskóli GróttuSamstarfsverkefni   leikskólans  og  Gróttu  þar   sem börnin   fá   kynningu  og   leiðsögn   í  þeim íþróttagreinum sem félagið býður upp á þ.e. handbolta, fótbolta og fimleikum.

20

Page 21: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Samningur leikskólans við menntavísindasvið Háskóla ÍslandsLeikskólinn er heimaskóli nema við menntavísindasvið HÍ sem felur í sér að sjá þeim fyrir æfingakennurum og vettvangstengingu meðan á námi stendur.JafnréttisstefnaStefnan er höfð að leiðarljósi í daglegu starfi. StarfsmannamálÍ samstarfi við nágrannasveitarfélögin í Kraganum er boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra og námskeið fyrir alla sem starfa í leikskólanum. Í kjölfar sameiningarinnar voru fengnir fyrirlesararnir Tryggvi Hallgrímsson og Gylfi Dalmann til að fjalla um breytingar og breytingastjórnun og áhrif breytinga á mannlega þáttinn.Umbótahópar: Stofnaðir voru þrír umbótahópar sem munu innleiða gildi Leikskóla Seltjarnarness, helstu áhersluþætti í samskiptum og breytingar á starfsumhverfi skólans.

LykiltölurLeikskóli Seltjarnarness 2007 2008 2009 2010

Fjöldi nemenda 192 192 191 174

Nemendur 0 – 2 ára 24 21 29 53

Nemendur 2 – 6 ára 168 174 162 121

Hlutfall leikskólanemenda af íbúum Seltj.ness

4,3% 4,3% 4,1% 4,0%

Meðaldvalartími nemenda á dag í LS 8,18 8,28 8,03 8,15

Heildarfjöldi stöðugilda við LS 46,49 42,42 43,15 42,3

Stöðugildi leikskólakennara á launum 18,01 22,73 18,25 13,49

Hlutfall leikskólakennara í fullu starfi 60,95% 43,5% 48,12% 60,65%

Söðugildi starfsfóks með aðra fagmenntun

3,12 2,94 6,84 7,06

Fjöldi annars starfsfólks 21,86 20 18,07 22,05

Fjöldi stöðugilda í eldhúsi 3,5 3 3 3

21

Page 22: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Grunnskóli Seltjarnarnessv/ Nesveg og v/ SkólabrautSími: 5959 200/5959 250Bréfsími: 5959 201/5959 251Veffang: www.grunnskoli.isVefpóstur: [email protected]ólastjóri: Guðlaug SturlaugsdóttirAðstoðarskólastjórar: Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ólína ThoroddsenFjöldi starfsmanna: 94Fjöldi stöðugilda: 76Fjöldi nemenda: 542Grunnskóli Seltjarnarness starfar skv. lögum um grunnskóla og reglugerðum þeim tengdum. Hann heyrir undir Fræðslusvið Seltjarnarnesbæjar. Skólinn er deildaskiptur grunnskóli : yngsta stig ( 1. – 3. bekkur ), miðstig ( 4. – 6. bekkur ) og unglingastig ( 7. – 10. bekkur ). Í Grunnskóla Seltjarnarness er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur hafi gleði af námi í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpunargáfu. Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið.

Helstu verkefni 2010Innleiðing UppbyggingarstefnunnarStýrihópur heldur utan um verkefnið en haustið 2010 hófst þriðja ár innleiðingar. Uppbyggingarstefnan er mannúðarstefna sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Stefnt er að námsferð með starfsfólk skólans vorið 2011.Skóli á grænni greinUnnið er að verkefninu Skóli á grænni grein og flaggaði skólinn Grænfánanum á vorönn 2010. Í skólanum erstarfandi umhverfisnefnd sem hefur umsjón með þessum þætti skólastarfsins.Klæðskerasaumuð símenntunUm er að ræða símenntunarverkefni fyrir kennara og þroskaþjálfa sem miðar að því að hver starfsmaður getiskipulagt símenntun sína á þann hátt sem hann telur gagnast sér best. Þessu til viðbótar býður skólinn uppá námskeið/kynningar sem starfsfólk velur hvort það sækir. Verkefnið hófst vorið 2009.Mat á skólastarfiSkólinn lauk við fjögurra ára áætlun um innra mat vorið 2010 og ný þriggja ára áætlun var gerð og kynnt. Unnið er skv. þeirri áætlun nú.Áætlun gegn einelti og fleiri áætlanir

22

Page 23: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Áætlun gegn einelti var endurnýjuð og uppfærð skv. ráðleggingum sérfróðs aðila á því sviði.  Einnig var unnið að gerð og endurnýjun annarra áætlana sem finna má á vefsíðu skólans.  

ÞróunarverkefniUnnið var að þremur þróunarverkefnum ( Comenius ) í lífsleikni annars vegar og umhverfis-og náttúrufræðihins vegar. Öll verkefnin eru samþætt við ensku og unnin með öðrum Evrópulöndum.Moodle, námsumhverfi á vefUm er að ræða þróunarverkefni á unglingastigi. Moodle er námsumhverfi á vef sem sett var upp fyrir dönsku og samfélagsfræðikennslu. Í verkefninu er lögð áhersla á nýsköpun í skólastarfi, fjölbreytni í kennsluháttum og aukið aðgengi að upplýsingum fyrir foreldra og nemendur.Önnur verkefni:>Skólapúlsinn mælir átta sinnum á ári líðan nemenda o.fl. (hluti af sjálfsmati skólans)>Símenntunaráætlun var gerð í mars og birt á vefsíðu skólans.>Handbók foreldra var uppfærð og birt á vefsíðu skólans.>Skólanámskrá og kennsluáætlanir voru birtar á vefsíðu skólans.>Nemendum í 10. bekk er boðið að taka áhugasviðskönnun, Bendill.>Unnið var eftir samstarfssamningi um kennaranema við Menntavísindasvið HÍ.>Skólaráð hóf sitt þriðja starfsár haustið 2010.

LykiltölurGrunnskóli Seltjarnarness: 2007 2008 2009 2010

Fjöldi nemenda 639 605 575 546

Nemendur á yngsta stigi 151 139 135 138

Nemendur á miðstigi 194 171 161 155

Nemendur á unglingastigi 294 295 279 253

Heildarfjöldi stöðugilda við GS 99,6 97,6 103 100

Stöðugildi grunnskólakennara á launum 63 60 63 59

Söðugildi starfsfóks með aðra fagmenntun

12,6 13 10 11,2

Fjöldi annars starfsfólks 27 49* 48* 28

Hlutfall grunnskólakennara í fullu starfi 79% 82,5% 85,7% 86,7%

Grunnskóli Seltjarnarness -Skólaskjól

Nemendur í Skólaskjóli (1. – 4. bekkur) 100 80 80 100

Meðaldvalartími nemenda á dag í  2 klst. 2klst. 2,5 klst. 2,5klst.

23

Page 24: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Sk.skjóli

*þ.m.t. starfsfólk mötuneytis

Tónlistarskóli Seltjarnarnessv/SkólabrautSími: 5959 235Veffang: www.seltjarnarnes.is/tonlistarskoliVefpóstur: [email protected]ólastjóri: Gylfi GunnarssonAðstoðarskólastjóri: Kári Húnfjörð EinarssonFjöldi starfsmanna: 25Fjöldi stöðugilda: 16,69Fjöldi nemenda: 265

Skólinn hefur frá stofnun sinnt almennri tónlistarmenntun Seltirninga með áherslu á grunnskólaaldur. Í seinni tíð hafa æ fleiri nemendur á menntaskólaaldri stundað nám í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Ástæðan er meðal annars samþykkt sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu um að styrkja ekki nemendur til tónlistarnáms utan eigin sveitafélags.

Helstu verkefni 2010.TónleikarTónleikar skólans voru með hefðbundnu sniði eða á þriggja vikna fresti í sal skólans. Jóla - og vortónleikar skólans voru í Seltjarnarneskirkju og einnig tónleikar fyrir lengra komna nemendur. Samkvæmt venju voru tónleikar lúðrasveitanna haldnir í Seltjarnarneskirkju á vor- og haustönn. Hljóðfærakynning fyrir 7 og 8 ára forskólanemendur og foreldra þeirra var haldin á degi tónlistarskólanna, en þar svöruðu kennarar fyrirspurnum varðandi hljóðfæranámið. Þá heimsóttu grunn- og leikskólanemendur Tónlistarskólann í desembermánuði auk þess heimsóttu nemendur Tónlistarskólans leikskólanna nokkrum sinnum á skólaárinu.

Te og tónlistÁ haustönn hófst samstarf Bókasafns og Tónlistarskólans undir kjörorðinu Te og tónlist.Kennarar og lengra komnir nemendur héldu stutta tónleika á Bókasafni Seltjarnarness mánaðarlega á skólaárinu.HljómsveitirStarfandi voru þrjár lúðrasveitir innan skólans A, B og C sveit. Stjórnendur sveitanna eru Brynja Guðmundsdóttir og Kári Húnfjörð Einarsson.Strengjasveit var starfandi undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur og hélt hún tónleika á haust og vorönn. Skólalúðrasveitin fór í tónleikaferð og æfingabúðir til Vesturbyggðar á haustönn og hélt tónleika í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði í lok ferðar. Tvær aldurskiptar léttsveitir störfuðu innan skólans undir stjórn Kára Húnfjörð Einarssonar og komu fram á tónleikum á Kaffi 

24

Page 25: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Rósenberg og Rauða Ljóninu. Hljómsveitirnar tóku þátt í stórsveitamaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur og yngri sveitin lék á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói.NótanUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt í lokatónleikum Nótunnar og atriði þeirra þótti svo framúrskarandi að það var valið besta samspilsatriði á miðstigi.PrófAllir nemendur skólans taka vorpróf. Þegar nemandi hefur lokið ákveðnum áfanga í tónlistarnáminu gefst honum kostur á að þreyta áfangapróf á hljóðfæri.Ellefu nemendur luku grunnprófi, fimm  nemendur miðprófi,einn nemandi  rytmisku-grunnprófi. og einn nemandi rytmisku-miðprófi  Þá lauk einn nemandi VI stigs jazzprófi á klarinett og saxófón.Námskeið og endurmenntunVíkingur Heiðar Ólafsson var með opna kennslustund (masterklass) á vorönn fyrir kennara og eldri nemendur skólans. Á vorönn sóttu starfsmenn námskeið á vegum Rauða krossins í skyndihjálp. Einnig fór fram jafningjafræðsla  í meðferð tövuforrita, (Síbílíus og Band in a box). Leiðbeinendur voru Kári Húnfjörð Einarsson og Haukur Gröndal.

LykiltölurTónlistarskóli Seltjarnarness: 2007 2008 2009 2010

Fjöldi nemenda 287 274 265 260

Fjöldi nemenda í grunnnámi 215 209 194 192

Fjöldi nemenda í miðnámi 59 51 54 48

Fjöldi nemenda í framhaldsnámi 13 14 17 20

Fjöldi nemenda í lúðrasveitum skólans 80 90 90 90

Fjöldi kennara 25 25 24 24

Fjöldi stöðugilda 17,22 16,82 16,69 15,5

Fjöldi annars starfsfólks 1 1 1 1

25

Page 26: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

MenningarmálFreyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarnesbæjar í janúar.Tríó Blik hélt tónleika í Félagsheimili Seltjarnarness í nóvember, en Freyja er í tríóinu ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur og Danielu Hlinková. Fluttur þær stöllur lög eftir Ása í Bæ og Oddgeir KristjánssonÁrleg Jónsmessuganga Menningarnefndar Seltjarnarness var farin miðvikudaginn 23. júní og var með eindæmum vel heppnuð. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, rithöfundur og sýningarstjóri leiddi gönguna á milli útilistaverka á Seltjarnarnesi. Hann sagði frá verkunum og höfundum, merkingu verkanna og vali á staðsetningu. Í lok göngunnar var farið niður í fjöru þar sem kveikt var í brennu og sungið undir harmonikkuleik Gunnars Kvaran. Var sönggleðin mikil og sungið var þar til bálið brann út.

Fræðasetrið í GróttuStarfsemi Fræðasetursins í Gróttu var með hefðbundnum hætti árið 2010. Ýmsir nemendahópar sóttu Gróttu heim og dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma undir leiðsögn kennara eða foreldra, en hægt er að gista í setrinu. Góð aðstaða er í húsinu til að taka á móti hópum og ýmis búnaður til kennslu, rannsókna, verkefnavinnu, vettvangsferða, funda og veisluhalda. Upplýsingar um Fræðasetrið er að finna á heimasíðu bæjarins og þar er einnig að finna flóðatöflur sem veita upplýsingar um hvenær er hægt að komast út í Gróttu.

„Fjölskyldudagur í Gróttu“ var haldinn hátíðlegur um miðjan apríl og stóð foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness fyrir vöfflukaffi að þessu sinni. Fjölmenni lagði leið sína út í Gróttu og naut náttúru og umhverfis og nýtti sér tækifærið að fara upp í Gróttuvita. Björgunarsveitin Ársæll var á staðnum og ferjaði fólk sem ekki treysti sér til að ganga út í eyju.

LykiltölurFræðasetrið í Gróttu 2007 2008 2009 2010

Fjöldi gistinátta úti í Gróttu 16 11 11 7

Heimsóknir skólahópa 15 9 2 5

Veislur, fundir og aðrar uppákomur 5 12 3 1

Fjöldi leigudaga á húsnæði Gróttu 36 32 16 9

Bókasafn SeltjarnarnessEiðistorgi 11, 2.hæðSími: 5959 170 Veffang: www.seltjarnarnes.is/bokasafnOpið mán-fim 10-19 og fös 10-17Vefpóstur: [email protected]æjarbókavörður: Pálína MagnúsdóttirFjöldi starfsmanna: 9 Fjöldi stöðugilda: 5,8

26

Page 27: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Bókasafn Seltjarnarness er menningar-, mennta- og upplýsingastofnun. Meginmarkmið safnsins er að efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgaranna. Þjónustan skal ná til allra, án tillits til aldurs, kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúarbragða, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu. Það skal leitast við að jafna aðgang að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu og standa vörð um íslenska tungu, bókmenntir og menningararf og hvetja til lesturs, náms og símenntunar.Starfsemi Bókasafns Seltjarnarness var með hefðbundnu sniði árið 2010. Heldur dró aftur úr útlánum eftir metárið 2009, þó útlán séu enn í sögulegu hámarki. Samstarf við skóla, leikskóla og tónlistarskóla var mikið og almenn aukning á því. Þá átti safnið í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélögin um útlán, símenntun og menningarstarfsemi.

Helstu verkefni 2010Helstu verkefni Bókasafns Seltjarnarness árið 2010 utan hefðbundinnar starfsemi, sneru að menningar- og félagsstarfi fyrir bæjarbúa. Var mikil áhersla lögð á þennan þátt í starfseminni og var þar verið að fylgja eftir stefnu sem sett var árið 2008, að efla menningar- og félagsstarf innan safnsins til muna. Starfsemin einkenndist þó af því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu og var reynt að gæta hófs í innkaupum og rekstri. Einnig var dregið mjög úr afleysingum vegna veikinda og annars tilfallandi forfalla. Safnið lokaði kl 17:00 á föstudögum í stað 19:00 áður og lokað var á laugardögum allt árið. Einnig lokaði safnið í tvær vikur í kringum verslunarmannahelgi. Mæltust þessar breytingar misvel fyrir hjá notendum safnsins, þó flestir hefðu skilning á nauðsyn þessa. Dregið var úr innkaupum á erlendum bókum og einnig var minna keypt af íslensku efni. Ekkert var keypt af myndefni á árinu, utan nokkurra íslenskra mynda og myndaflokka. Einnig var dregið verulega úr tónlistarinnkaupum. Allt þetta hefur skilað sér í minnkandi útlánum frá árinu áður, þó við megum vel við una með tæpar 17 bækur á íbúa á árinu.Allir starfsmenn safnsins utan einn sóttu Landsfund Upplýsinga í Stykkishólmi í september. Einnig sótti bæjarbókavörður ráðstefnu um rafræn bókasöfn í Evrópu í Brussel í september á vegum Upplýsingar, fagfélags bókavarða.Unnið var að öryggisáætlun fyrir bókasafnið á árinu.Haldið var upp á 125 ára afmæli safnsins með fyrirlestri landsbókavarðar og sýningu.Kvenfélagið Seltjörn flutti starfsemi sína á safnið og heldur nú fundi sína í Eiðisskeri og er það mjög ánægjulegt.Samstarfið við Tónlistarskóla Seltjarnarness um Te og tónlist hefur þroskast og þróast á mjög jákvæðan hátt. Prjónakaffi, leshringur, tónleikar, sýningar og fleiri uppákomur lífguðu upp á starfið og var mjög vel sótt.Höfundakynning ársins tókst sérstaklega vel í ár. Yfir 100 manns fylgdust með nokkrum höfundum kynna verk sín og tóku þátt í umræðum um bækur á eftir. Kvenfélagið sá um veitingar og var það sérstaklega ánægjulegt og skemmtilegt samstarf.Alls voru 101 viðburður á safninu árið 2010 og tóku 2125 gestir þátt í þessum viðburðum. Þar af voru 58 uppákomur fyrir börn með 891 þátttakanda. Aðrir sem voru með fundi / uppákomur á safninu voru 26 með um 516 þátttakendum.

27

Page 28: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

LykiltölurBókasafn Seltjarnarness: 2007 2008 2009 2010

Fjöldi titla 30.219 31.862 32.330 33.009

Fjöldi eintaka 49.672 52.460 52.635 53.400

Lánþegar með gilt skírteini 2.053 2.085 2.347 2.097

Lánþegar(konur) með gilt skírteini 1.436 1.415 1.634 1.419

Lánþegar(karlmenn) með gilt skírteini 524 551 590 506

Nýir lánþegar á árinu 613 608 707 525

Fullorðnir (18 ára+) 1.608 1.645 1.865 1.708

Ungmenni (13-17 ára) 146 137 139 92

Börn (0-12 ára) 253 247 286 243

Aðrar stofnanir/starfsfólk 47 56 57 54

Heildarútlán 68.370 67.209 77.463 69.840

Þar af útlán úr sjálfsafgreiðslu 16.928 22.473 16.655

Heildarútlán bóka 51.447 51.085 59.292 55.735

Heildarútlán tímarita 9.319 9.213 11.181 9.426

Heildaútlán mynddiska 2.037 3.121 3.005 2.133

Heildarútlán myndbanda 897 370 67 52

Fjöldi viðburða og sýninga á vegum safnsins

15 14 88 101

Fjöldi gesta á viðburði/sýningar á vegum safnsins

2.121 2.125

Þar af viðburðir fyrir börn 58

Viðburðir þar sem safnið lánar og/eða leigir húsnæði

84 26

Fjöldi gesta á viðburði þar sem safnið lánar og/eða leigir húsnæði

1.700 516

Lækningaminjasafn ÍslandsAðsetur: Austurströnd 2

28

Page 29: Inngangur ársskýrsla Seltjarnarness 2010 · Web viewUppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla var haldin í fyrsta sinn á vorönn. Léttsveit Tónlistarskólans tók þátt

Sími: 5959 100Bréfsími: 5959 101Veffang:  www.laekningaminjasafn.isVefpóstur: [email protected]öðumaður: Anna Þorbjörg ÞorgrímsdóttirFjöldi starfsmanna: 1Fjöldi stöðugilda í lok árs 2010: 1

Helstu verkefni 2010Sumarið 2010 var Nesstofa opin alla daga kl. 13 -17 og var aðgangur ókeypis. Aðsókn gesta var ágæt. Í Nesstofu var opnuð ný sýning, Saga og framtíð. Fornleifarannsóknir á Vestursvæðum. Sýningin er hluti af áætlun um sýningu í Nesstofu sem mun fjalla um búsetu í Nesi 1760-1834. Bæjarhóllinn var vettvangur kennslu í fornleifafræði við HÍ. Nemendur og kennarar fengu aðstöðu í geymslum safnsins í Bygggörðum og samhliða fóru fram leiðsagnir um uppgraftarsvæðið. Á opnunartíma Nesstofu voru reglulega farnar leiðsagnir um Nesstofu og bæjarhólinn og einnig hefur verið boðið upp á leiðsagnir fyrir hópa. Urtagarðurinn í Nesi var opnaður í ágúst. Ljósmyndun safngripa sem hófst árið 2009 var framhaldið á árinu og ný heimasíða var opnuð í lok árs. Safnið tekur þátt í fjölda minni verkefna, þar má nefna rannsóknar- og þróunarverkefni sjö safna á sviði samtímasöfnunar auk þess sem safnið tók þátt í safnanótt í febrúar. Einstaklingar gáfu safninu gripi, gögn og bækur sem tengjast sögu lækninga. Nesstofa var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2010 í flokknum byggingarlist. Lokið var við annan áfanga framkvæmdar við nýbyggingu Lækningaminjasafns.

Starfsmenn og námskeiðAuk safnstjóra störfuðu átta starfsmenn við safnið um lengri eða styttri tíma. Á árinu sat safnstjóri nokkrar ráðstefnur um sögu lækninga, söfn og safnamál.

LykiltölurLækningamynjasafn Íslands 2008 2009 2010

Fjöldi gesta 171 906 1.343

Leiðsagnir 6 18 34

Munir 14.000 14.000 14.000

Ný aðföng 6 30 14

29