Top Banner
Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 Þórsdag í tíundu viku sumars (21. júní), verður að vanda blótað á Þingvöllum. Gert er ráð fyrir að hittast á hefðbundnum stað í Almannagjá kl. 18:30. Dagskrá: Allsherjargoði helgar blótið og aðrir goðar taka til máls. Lögsögumaður les upp lög félagsins, brúðkaup og siðfesta. Að athöfnum loknum fylkjum við liði niður á flötina undir furulundinum og mötumst. Glímumenn sýna listir sínar og tónlistaratriði verður meðal skemmtiatriða. Blóttollur er 2.500 krónur, en börn í fylgd með foreldrum, 12 ára og yngri, fá frítt. Mikilvægt er að greiða aðgöngumiðana tímanlega inn á reikning félagsins (reikn. 0101-26-011444, kt. 680374-0159) svo hægt sé að panta matinn af einhverri nákvæmni. Einnig verður hægt að kaupa miða við tjaldið á 3.500 kr., en fjöldi slíkra miða hlýtur að takmarkast við innkeypt magn matar. Athugið að ekki verður tekið við greiðslukortum! Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér utanfélagsgesti. Góða skemmtun! 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Baldursson — [email protected] 1 ISSN 1670-6811
8

Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

Mar 29, 2021

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

ÞingblótÁsatrúarfélagsins2007Þórsdag í tíundu viku sumars (21. júní), verður að vanda blótað á Þingvöllum. Gert er ráð fyrir að hittastá hefðbundnum stað í Almannagjá kl. 18:30.

Dagskrá:Allsherjargoði helgar blótið og aðrir goðar taka til máls. Lögsögumaður lesupp lög félagsins, brúðkaup og siðfesta.

Að athöfnum loknum fylkjum við liði niður á flötina undir furulundinumog mötumst. Glímumenn sýna listir sínar og tónlistaratriði verður meðalskemmtiatriða. Blót toll ur er 2.500 krón ur, en börn í fylgd með foreldrum, 12ára og yngri, fá frítt.

Mikilvægt er að greiða aðgöngumiðana tímanlega inn á reikning félagsins(reikn. 0101-26-011444, kt. 680374-0159) svo hægt sé að panta matinn afeinhverri nákvæmni. Einnig verð ur hægt að kaupa miða við tjaldið á 3.500kr., en fjöldi slíkra miða hlýt ur að tak markast við inn keypt magn mat ar.Athugið að ekki verður tekið við greiðslukortum!

Félags menn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér utanfélagsgesti.Góða skemmtun!

16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Baldursson — [email protected]

1

ISS

N 1

670-

6811

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:50 Page 1

Page 2: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

Askja og hlíðarnar

Reykjavíkurborg hefur gefið vilyrði fyrir lóð í Öskjuhlíð fyrir Hofbyggingu Ásatrúar-félagsins. Nákvæm staðsetning lóðarinnar hefur verið á reiki um nokkurt skeið.Þegar undirritaður kom að þessu máli var lóðin staðsett við skógarjaðarinn milli duft-grafreitsins og perlunnar, þar er grunnt í klöpp en nokkuð bratt. Vegna flugumferðareru okkur settar hæðartakmarkanir og lá beint við að halda hæð frá aðkomunni, inní bergið, og hafa náttúrulega klettaveggi í hofinu. Slíkt mundi skapa ákveðið tíma-leysi og sterka náttúrutilfinningu, lýsing og hljómburður yrðu óregluleg og lifandi.

Lóð á þessum stað reyndist ekki endanlega ákveðin og var lögð til hliðar. Íframhaldi þess var um hríð opið fyrir staðsetningartillögu af okkar hálfu og skoðaðiég, ásamt Hilmari Erni, svæðið nokkuð ítarlega á þeim tíma. Ég gerði mér grein fyrirauknu mikilvægi staðarvals þegar til stendur að byggja með og úr umhverfinu.Möguleikinn á sérafnotareitum utan lóðar okkar hefur verið ræddur inni á Borgar -skipulagi.

Fljótlega var ramminn minnkaður og settur utanum staðinn þar sem skóflustungavar tekin í vetur. Ég hef gert uppdrætti af tveimur tillögum um staðsetningu lóðar oghofbyggingar á því svæði, önnur þar sem hofið er vestan göngustígsins sem liggur þarniður frá Perlunni, hin þar sem hann er austanmegin. Lokadaginn 3. mars sýndi égáhugasömum félagsmönnum staðina tvo ásamt helstu hugsanlegu fylgilundum.

Nú er í vinnslu breytt deiliskipulag, til þess var ráðinn þriðji aðili. Fyrsta uppkastgekk út á að færa lóðina niður eftir hryggnum sem áðurnefnt svæði er á. Þetta upp-kast fékk nýlega falleinkun flugmálastjórnar, þar sem það er inni í fluglínu. Ég hefóskað eftir fundi um framhaldið og á frekar von á að farið verði til baka að kross -götunum þar sem skóflustungan var tekin.

Ég hvet alla til að skoða sig um í Öskjuhlíðinni og meðan við sýnum skrifræðinuþolinmæði.

Magnús Jensson

2

Frá Öskjuhlíð.

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:50 Page 2

Page 3: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

3

Já? — Þetta með ergið?Sá snjalli drengur, Jóhannes Levy, er í síðasta fréttabréfi, 16. árg. 2. tbl 2007, að veltafyrir sér orðinu ergi og öðrum skyldum, hvað þau merki og hvort menn séu ekki aðrugla með merkingu þeirra. Hann gefur undirrituðum olbogaskot, nefnir vin minn aðvestan, og á þar við mig, vona ég, enda hefur mér alltaf þótt beinlínis heiður að þvíað geta kallað Jóa minn vin, eða amk. góðan kunningja. Ég tek því glaður upp hansk -ann, enda sá hanski enginn stríðshanski, aðeins mjúkur glófi. Sem innskot má nefna,að það orð mun vera fornt að uppruna og úr ga-lófi, í merkingunni ‘sam-lófi’, en ga-þessu eru norræn mál búin að týna eins og sumum öðrum forskeytum svo sem be- oger-. Frændur okkar Þjóðverjar hafa hins vegar varðveitt þau líkt og margt annaðfornt og Skandinavar síðan tekið aftur upp í sín mál, td. Danir í orðum eins og„gevær“ og „betale“. Nú er ég ekki að nefna þessi dæmi til þess að monta mig afsérstakri málkunnáttu, en ég hef reyndar langt nám að baki í íslenskri tungu, söguhennar og uppruna, sömuleiðis eytt stærstum hluta starfsævi minnar í að kennahana, einkum erlendum mönnum. Það gerir mig hins vegar engan veginn merkilegrien aðra innfædda notendur þessa máls. Við Jói mætumst hér einfaldlega sem tveirnotendur sama móðurmáls. Mitt málfar að vestan getur verið eitthvað frábrugðiðhans móðurmáli að norðan en á engan hátt merkilegra. Reyndar kynni Jói að verasterkari á því svelli en ég, þar sem ég er líklega „spilltur af lærdómi“, eins og sástórmerki málfræðingur og orðabókarhöfundur Ásgeir Blöndal Magnússon sagði umokkur stúdenta sína, þegar við vildum gerast heimildarmenn um fornlegt mál ömmueða afa. Okkur gæti nefnilega misminnt og við einfaldlega hafa lesið þetta á ein-hverjum þeim þúsundum mismerkilegra blaðsíðna, sem menn í slíku námi verða aðpæla í gegnum, nauðugir viljugir!

Já, ergi. Lítum á hana. Byrjum á að rifja upp, að mannlegt mál, hvort sem þaðnefnist swahili, enska, kínverska eða hvað sem menn kalla það, er margbrotið fyrir-bæri, sífellt lifandi og í þróun, breytist stöðugt og lýtur eigin lögmálum, oft engulíkara en að það hagi sér sem lifandi vera, oftast sjálfráð og einþykk. Það helsta semvið getum gert, td. ef við viljum sporna við óhentugum og heimskulegum breytingumfyrir sterk áhrif annarrar tungu, í dag raunar ekki nema ensku, er að nota hemla oghægja á þessum áhrifum svo tökumálið fái betri tíma til að laga nýjungar í hugsun ogorðafari að sjálfu sér. Tökuorð eru td. ekki hættuleg, ef málið fær tíma til að laga þauað sér. Íslenskan hefur alla tíð notað einmitt slíka tregðu í upptöku sinni á nýjumhugmyndum og orðafari og er þess vegna tiltölulega heilleg eða samleit og það ertvímælalaust kostur. Hvert tungumál hefur nefnilega sitt sérstaka kerfi og þolir ekkiað annað kerfi ryðjist inn með látum, það leiðir oftast til eyðileggingar fórnarlambs -ins. Ekki þýðir að hella saman fyrirvaralaust Makka-kerfi og PC-kerfi, og eru þóflóknustu tölvukerfi barnaleikur miðað við kerfi mannlegs máls, sem er svo djúprættí okkur, að við höfum enn í dag fleiri spurningar og erfiðari en við höfum svör við.

Nóg um það að sinni, en þetta er hluti kjarnans: Málið er alltaf að þróast ogbreyt ast og er þar merking orða meðtalin. Það eru sem sé engar andstæður, að ergigeti þýtt bæði þetta og hitt, eða annað í dag en í gær. Létt dæmi er sögnin aðhenda, sem í fornmáli þýddi ‘grípa’ en þýðir nú þveröfugt. Eða sagnirnar spyrja sem

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:50 Page 3

Page 4: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

þýddi ‘frétta’ og fregna (skyld „frétta“) sem þýddi ‘spyrja’, sbr. enn þýsku, sögnina„fragen“.

Orðið ergi er samstofna við argur, sem samkvæmt orðabókum hefur í fornmálinokkrar merkingar, þ.e. ‘svívirðilegur, gramur, ragur, kvenkyns, kynvilltur’. ‘Kynvilla’er ekki notað niðrandi hér en var vissulega og er neikvætt og nú myndum við frekartala um samkynhneigð. Ásgeir Blöndal bendir á, að etv. hafi uprunarótin *er(e)gh-merkt ‘að titra’ og merkingarnar ‘huglaus, lostafullur’ kvíslast þaðan. Kvenkynsorðiðergi er td. sagt vera ‘geðvonska, gemja’ og í fornmáli einnig ‘losti, bleyði, kynvilla’.Sögnin ergjast virðist aðeins þýða ‘verða skapstyggur’ og ekki það að gerast hommi!Ergelsi þarf ekki að ræða hér, það er augljóslega nýlegt tökuorð úr dönsku og hefurmerkingu sína þaðan. Í nútímamáli er ergi lítið notað, argur þýðir ‘úrillur’ eða slíkt,en ragur ‘hugdeigur’. Þessi orð eru tvímyndir með hljóðavíxlum, argur-ragur, ergi-regi, og er slíkt vel þekkt, td. ars-rass, sbr. ars eða ass í ensku.

Nú er það svo, að samkynhneigð og gagnkynhneigð eru nokkuð villandi orð.Einn kunningi minn sagðist reyndar vera sjálfkynhneigður og ætli það gildi ekki umokkur öll? Kynhneigð er sjálfhverf! Það er nefnilega þannig, að skýr mörk er hérhvergi að finna, þótt vissulega finni menn oftast greinilegan mun á sér í reyndinni. Ídýraríkinu riðlast kynin td. óhikað hvort á öðru og þarf ekki annað en horfa á kúahópþar sem ein er yxna, blessuð litlu lömbin æfa sig hvert á öðru og steggirnir (fressin)hennar mömmu riðu óspart kettlingum af hvoru kyninu sem var, fullorðna steggiréðu þeir ekki við! Þá hef ég séð hrúta sem greinilega voru hommar, litu ekki viðánum, hversu sætar sem þær annars voru. Grátbrosleg er sagan, sem norsk vinkonamín sagði mér, af karlfroskinum sem sat daglangt á kúptum steini, líkum kvenfroskií laginu, bíðandi eftir því að „hún“ spýtti frá sér eggjum sínum svo hann gætisprautað sæðinu yfir þau, svo sem þeirrar dýrategundar er vandi.

Þá er það þetta með Óðin og Loka, og reyndar Freyju og Skaði og fleiri af þvíkyni, og hvort þetta fólk hafi riðlast hvað á öðru. Jú, það bendir ýmislegt til þess enhöldum samt endilega spurningarmerki Jóa vinar míns. Það á fullan rétt á sér þvímálið er flóknara en svarið já/nei segir til um.

Hann vísar til þriggja vísna úr Lokasennu. Tvær skipta einkum máli hér, sú þar semLoki brigslar Óðni um að hann hafi slegið á helgan hlut, trumbu líklega, eins og völva,sem sé stundað seið og þar með hagað sér kvenlega. Í hinni brigslar Óðinn sínum gamlafóstbróður um að hafa mjólkað kýr með jötnum og fætt af sér börn. Hvort tveggja þettatelja þeir kumpánar „args aðal“. Þetta eru menn almennt sammála um að bendi tilsamkynhneigðar, það að karlmenn klæðist kvenfötum, svo sem Loki og Þór íÞrymskviðu, Loki ánægður en Þór hins vegar grútfúll, eða gangi í önnur hlutverkkvenna. Það virðist hjá heiðnum hafa verið neikvætt, þótt ekki sé um almennafordæmingu að ræða fyrr en seinna í kristni og þar mikil synd, svo sem við þekkjumenn í dag. Um kristin áhrif og túlkun kristinna manna í Lokasennu á nátt úrulegumheiðnum frjósemisathöfnum deila menn reyndar. Áhugavert er hins vegar, að þegarkonur bregða sér í karlmannsföt og vinna karlmannsverk, yfirleitt vegna dauða, hug -leysis eða dugleysis karlanna, þá virðist það sérlega hrósvert og að þær konur vaxi mjögí áliti, þrátt fyrir að nauðsynleg verkaskipting kynjanna væri mjög skýr í þjóðfélaginu.

4

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:50 Page 4

Page 5: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

Í Mími, blaði Félags stúdenta í íslenskum fræðum, 44. árgangi 2005 (bls. 100–107), skrifar Kolfinna Jónatansdóttir bráðskemmtilega grein einmitt um þetta efni,undir titlinum: Voru æsirnir argir? Hún rekur helstu merkingar þessara orða og segirsíðan:

Þriðja og mikilvægasta merking orðanna ragur og argur er að vera huglaus eða ókarl-mannlegur í siðferðilegu tilliti. Þessi merking er líka leidd af hinni kynferðis lega, sámaður sem er tilbúinn að vera undir öðrum manni kynferðislega mun líka bíða lægri hlutí öðrum málefnum.

Þá gat hetjan einmitt hrósað sér af að hafa gert andstæðing sinn að konu og getiðhenni börn, sbr. Helgakviðu Hundingsbana I. Það, að Loki kemur oft fram í konu -líki, segir kannski ekki svo mikið. Hann er ólíkindatól og „fjölbreytilegur að hátt -um“, sbr. orð Snorra Sturlusonar. En Kolfinna heldur áfram:

Kvenímyndin sjálf var ekki niðrandi, eingöngu þegar karlmenn þóttu hegða sér semkonur … Jón Karl Helgason hefur líka bent á að Þór geti hafa misst manndóm sinn átvennan hátt í upphafi Þrymskviðu, bæði með því að tapa hamrinum og einn ig með þvíað vera hugsanlega rekkjunautur Loka … Það virðist vera erfitt fyrir konur að fá á sigergisstimpil, af ásynjum eru hvorki Freyja né Skaði kallaðar argar, þrátt fyrir hegðun semer ólík hinni hefðbundnu kvenhegðun … Óðinn og Loki eru sann arlega argir, Óðinnstundar seið og klæðist kvenmannsfötum, [Ath.: Óðinn fer í kvenmannsföt til að flekaRindi. EPE] en Loki fullkomnar skilgreiningu á ergi, hann er jafnt kona og karlmaður ogverður bæði faðir og móðir.

Niðurstaða mín er sú að æsirnir voru argir, í það minnsta þeir er hér hefur verið rættum. En ergi þeirra kemur ekki að sök, því hún hefur æðra markmið, þeir eru guðir og lútaekki sömu siðferðisreglum og mennirnir. Breyskleiki guðanna í goðsög unum skiptirmiklu máli og brestir þeirra og mistök eru aukin og ýkt upp, bæði til skemmtunar ogaðvörunar.

Þetta er skemmtileg og um margt skynsamleg umræða hjá Kolfinnu, en þó má spyrja,hvort hér þurfi endilega að vera um að ræða samkynhneigð beinlínis, þótt líklegt sé.En amk. er kvenleg hegðun karlmanns talin niðurlægjandi og ámælisverð, karleghegðun konu hins vegar henni til sóma. Ég vil einnig gera athugasemd við síðustutvær setningar hennar. Það er einmitt eftirtektarvert hversu mjög norrænir guðirlúta sömu siðferðisreglum og menn, vissulega ekki að fullu en þeir eru sann arlegamannlega breyskir. Hins vegar mega hetjurnar í hetjukvæðum Eddu engan breysk -leika né siðferðisbrest sýna, þá falla þær úr hetjurullunni. Það má vera sannleikur íþessu með skemmtun og aðvörun, en þó er þetta mjög ólíkt refsingar hótunum kristn -innar, ef menn voga sér að víkja hið minnsta af þröngum vegi svokallaðra dygða.Sjálfir fara kristnir leiðtogar sjaldnast eftir þeim reglum og einhverjir siðlausustuglæpir mannkynsins hafa einmitt verið framdir og eru enn framdir af yfirlýstumkristn um siðferðispostulum, sbr. útrýmingu hundraða þjóða og samfelld fjöldamorðsaklauss fólks um allan heim fram á þennan dag.

Jói nefnir einnig Skírnismál og grimmu rúnastafina fjóra, sem Skírnir hótarþursa meynni Gerði hinni fögru með, þurs, ergi, æði og óþola. Ekki er allt ljóst þarna.

5

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:50 Page 5

Page 6: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

Þurs er væntanlega rúnastafurinn Þ, sem hét svo í norrænu, en reyndar þorn í forn -ensku og þaðan höfum við hann í ritmáli okkar. Óþoli gæti verið óðal, lokastafurinní eldra fúþarki, en hann táknar venjulega eignartengsl og er jákvæður. Eiginlegirskaðlegir rúnastafir eru yfirleitt taldir K, ‘kaun’, og N, ‘nauð’, en einnig geta veriðneikvæðir þeir Þ, ‘þurs’, H, ‘hagl’ og jafnvel en varla þó I, ‘ís’ og P, ‘perþó’ (keltn -eskur). Þetta er einfaldlega óljóst enda er þessi hugsun forfeðra okkar horfin langtinn í myrkur löngu liðins tíma. En staðreynd er, að bestu menn eru sammála um aðforfeður vorir hafi á einhverju skeiði tengt saman bleyðiskap og kvenleika karl mannaog „kynvillu“, sem er reyndar yngra orð og vont. Okkur flestum nú þykir þetta fárán-legt. Það rifjast upp fyrir mér, að við strákarnir á Ísafirði sögðum, þegar einhver varsvo huglaus að ráðast aftan að öðrum: Ragur er sá sem við rassinn glímir! Það virkaðivel. Ég skildi þetta sem hugleysi en seinna fór mig að gruna að þarna lægju að baki leif -ar ásakana um samkynhyneigð, eða það sem ungir í dag kalla stundum „að taka í görn“.

Jóhannes spyr að lokum um óargadýr, í fornmáli „dýr ið óarga“, ‘þetta óhræddaljón’, einnig um ergelsi og orðtakið svo ergist hver sem hann eldist, en þar er augljós -lega um að ræða ‘hugrekki’ og ‘úrillsku, þótt vissulega gerist sumir menn homm ar meðaldrinum, komi út út skápnum sem sé, og heiður sé þeim, þeir eru ekki ragir menn.

Hann endar á að hvetja menn til að hrekja orð sín. Engin ástæða er til þess enhins vegar nauðsynlegt að bæta við þau og það hef ég reynt hér. En kurlin komaaldrei öll til grafar, þegar rætt er um tungumál. Minnsti hluti tungumáls er nefni legasjálf orðin, sögð eða rituð, ekki frekar en að það sem birtist auganu á tölvuskjá sé hineiginlega tölva. Þar liggur mikið og flókið kerfi dulið að baki, og sjálft tungumálið erenn miklu flóknara og djúprættara kerfi. Þeim hæfileika, sem við börn búum yfir tilað læra grunnbyggingu þessa kerfis, glötum við því miður eftir uþb. fjögurra ára aldur.Síðar lærum við tungumál á allt annan hátt og ófrumlegri. Svo er nú það, og takkkærlega fyrir spjallið, Jóhannes meistari, og lesendur fyrir lesnennuna.

Eyvindur P. Eiríksson

6

VESTFIRÐINGAGOÐORÐ — SUMARBLÓT

Sumarblót verður haldið

þórsdag í tíundu viku sumars, 21. júní 2007

í Arnardal við Ísafjörð og hefst klukkan 18 í Skatnavör.

Blótathöfn og sameiginlegur snæðingur á staðnum,einnig sitthvað til skemmtunar. Gestir mega gjarnan taka með sér

ýmislegar vistir, menningarlegar, hljómandi,fastar og fljótandi eftir smekk og áhuga.

Allir velkomnir — Vestfirðingagoði.

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:51 Page 6

Page 7: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

Það er venjulega barnmargt á blótunum hennar Jóhönnu við Aronsbústað enda tilmikils að vinna í eggjaleitinni, sem er skemmtilegur leikur fyrir börnin eftir blót -athöfn. Við hömpum nýjum vinningshafa þetta árið. Til hamingju Dagur!

7

Það er víðsýnt frá Aronsbústað þar sem Jóhanna Kjalnesingagoði hélt árlegt vorblót sitt ímaí.

Jóhanna verðlaunaði alla sem þátt tóku í eggjaleitinni. Dagur vinningshafi er fyrir miðri mynd.

Blótað í Kollafirði

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:51 Page 7

Page 8: Þingblót Ásatrúarfélagsins 2007 · 2013. 4. 4. · 16. árg. 3. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagið, Síðumúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill

Frá lögsögumanniÞað eru mér mikil vonbrigði að tilkynna ykkur að lóðarmálið er enn að ganga millimanna í kerfinu og vísa hér til greinar Magnúsar Jenssonar á síðu 2. Á lögréttufundi 23.maí sl. var ákveðið að leggja meiri þunga á borgarstarfsmenn til þess að reyna að komamálinu í höfn. Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með gangi mála á heimasíðunni:www.asatru.is, milli frétta bréfa.

Það er hins vegar margt að gerast þessa dagana í Ásatrúarfélaginu. Hávamálin eruvæntanleg úr prentsmiðju í júní/júlí. Dreifingu annast Hið íslenska bókmenntafélagen einnig verður hægt að kaupa eintök beint af Ásatrúarfélaginu í Síðumúlanum.Eintakið kostar á almenn um markaði 3.490 kr., en félagsmenn fá 20% afslátt.Hávamálin verða einnig gefin út í hátíðarútgáfu, prentuð á „betri“ pappír í 99tölusett um eintökum, handbundin í alskinn og árituð af allsherjar goða, lögsögumanniog Vestfirðingagoða, sem einnig ritar formála að útgáfunni. Eintakaverð þeirra bókaer óákveðið, en verður trúlega um 30.000 kr. Hátíðarútgáfan verður afgreidd eftirpönt unum en afgreiðsla hennar getur dregist fram á haustið. Póstkortin eru í vinnsluog eru væntanleg í júlí.

Verið er að gera kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðs bautasteins sem reistur verðurvið Dragháls, og væntanlega hefjast framkvæmdir að henni lokinni.

Fyrsta gróðursetningarferð félagsins í Heiðmörk verður farin laugardaginn 9. júníog eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta. Áhugasamir hittast við bú -stað landvarðar við Elliðavatn kl. 10. (Sjá nánari lýsingu á asatru.is.) Klæðið ykkureftir veðri og takið með ykkur nesti. Jónína K. Berg staðgengill allsherjargoða ogJóhanna Harðar dóttir Kjalnes inga goði, verða með blót athöfn að gróðursetningulokinni.

Þingblótið á Þingvöllum verður svo að venju þórsdaginn 21. júní og verður dag -skrá með svipuðu sniði og síðast.

Vestfirðingagoði, Eyvindur P. Eiríksson, verður með blót í héraði á sama tímaþannig að kraftar ásatrúarfólks munu svífa yfir landinu á nk. sumarsólstöðum.

Þórsnesgoði, Jónína K. Berg, verður með dísarblót um haustjafndægur í sept -ember, sem nánar verður auglýst á heimasíðu félagsins.

Það er mikill hugur í ungliðum félagsins og hafa þeir ákveðið að hittast á þórs -dögum í sumar undir stjórn Rúnar Knútsdóttur, runknuts.gmail.com — Alls kynsuppákomur eru fyrirhugaðar.

Undirritaður hvetur foreldra til að koma með börn sín í barnastarfið fyrsta laugar -dag hvers mánaðar hjá Árna Einarssyni, [email protected], en Árni heldur einnig utan umrímnafélagið Braga.

Árni var á ofangreindum lögréttufundi einróma samþykktur sem goðaefni og vilég nota tækifærið og óska Árna, fyrir hönd lögréttu, til hamingju með áfangann. Til -lagan verður borin undir allsherjarþing í haust.

Símatími félagsins er sem fyrr á týsdögum og þórsdögum milli 14 og 16.

Á sjómannadaginn,Egill Baldursson.

8

1-Vor sidur 3. tbl. 2007:Vor sidur 2006 27.5.2007 13:51 Page 8