Top Banner
2009
27

C3%BDrsla091103_02

Mar 27, 2016

Download

Documents

http://www.ai.is/media/skjol/AI_arsk%C3%BDrsla091103_02.pdf
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: C3%BDrsla091103_02

2009

Page 2: C3%BDrsla091103_02

2

Efnisyfirlit

Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands 2009 3 Framtíðarsýn og stefnumótun 4Samkeppnir 5 Samkeppni á vegum ríkisins 5 Framtíð arkitektasamkeppni 6Markaðs- og kynningarmál 7 Nýtt lógó Arkitektafélagsin Íslands 7 Heimasíða 7 Schweizerischer Ingenieur- und Architektverein 7 Borgarþróunarstofa 7 20/20 sóknaráætlun fyrir Ísland 7 Alþjóðadagur arkitekta 2009 8Útgáfa 9 AT- tímarit 9 Arkitíðindi 9 Byggingarlist í augnhæð 10 Orðanefnd 10Menntamál 11 Mastersnám í arkitektúr 11 Endurmenntun 11 Öndvegisstyrkir Rannís 11 Bókasafn AÍ 12Viðburðir og fræðsla um byggingarlist 13 Íslensku byggingarlista-verðlaunin 13 Lýðheilsa og skipulag 13 Vaxtarbroddar 13 HönnunarMars 14 Yfirlitssýning á íslenskum verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts. 14 Rýmin í bænum 14 Fyrirlestrar 15Maður er manns gaman 16 Gönguferðir á laugardagsmorgnum 16 ARON 16 Siðanefnd 16Atvinnu- og réttindamál arkitekta 17 Breyting á lögum um virðisaukaskatt 17 Launþegafélag Arkitekta 17 Sjúkrasjóður AÍ 18 Starfsumhverfi arkitekta 18 Atvinnuleysi arkitekta 18Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar 19Arkitektafélag Íslands 20 Stjórn 20 Skrifstofa 20 Rekstur félagsins 20 Félagar 21 Heiðursfélagar 22 Stjórn og fastanefndir kjörin á aðalfundi 17.nóvember 2008 22 Bandalag íslenskra listamanna 23 Norræn samvinna 23 Hönnunarmiðstöð Íslands 23Samstarf 23 Bandalag íslenskra listamanna 23 Norræn samvinna 23 Hönnunarmiðstöð Íslands 23Byggingarlistastefna 25Fulltrúar AÍ í ýmsum nefndum og ráðum utan félagsins 26

Ljósmyndir: Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ

Bls.15 Bakkaflöt 1 Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt FAÍ

Teikning bls.16 Halldór Baldursson teiknari FÍT

Page 3: C3%BDrsla091103_02

3

Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands 2009

arkitektar búa yfir. Arkitektar eru meðal hinna skapandi stétta og starfa á breiðu sviði tækni, vísinda og lista. Arkitektar eru mjög meðvitaðir um að gæði hönnunar og að markviss undirbúningur skilar miklum virðisauka og ávinningi til framtíðar. Þeir hafa menntun og þjálfun í að tileinka sér hugsun nýsköpunar og leita snjallra lausna á flóknum viðfangsefnum og setja þær í samhengi við umhverfi og aðstæður. Því hefur verið komið á framfæri við ráðherra að stjórnvöld ættu í ríkari mæli að leita ráðgjafar hjá arkitektum þegar kemur að endurhæfingu og uppbyggingu íslensks samfélags eftir hrun fjármálakerfisins. Það er einnig á ábyrgð arkitektanna sjálfra að skoða starfsvið sitt í víðara samhengi og leita inn á óhefðbundin svið. Markmiðið er að víkka út starfsvettvang arkitekta og efla faglega þekkingu stéttarinnar.

Mikil samstaða og samhugur hefur einkennt samskipti arkitekta á liðnu ári og tilvist Arkitektafélags Íslands hefur aldrei verið mikilvægari. Innan vébanda félagsins hefur átt sér stað öflug og fjölbreytt starfsemi sem byggist að stærstum hluta á sjálfboðavinnu félagsmanna. Félagið er samfélag einstaklinga og það er undir þeim komið hvernig félagið tekst á við þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsvettvangi arkitekta á mjög skömmum tíma. Síðastliðið ár hefur félagið farið í gagnrýna sjálfsskoðun og mótað sér stefnu og framtíðarsýn.

Vinna við endurmat og úrbætur á samkeppnisumhverfi félagsins hófst í október með mjög vel heppnuðum félagsfundi og er nú vinnuhópur að störfum sem fylgir því máli eftir.

Breytt uppsetning ársskýrslu félagsins er meðal annars árangur af stefnumótunar vinnu félagsins. Markmiðið er að ársskýrslan endurspegli kröftuga starfsemi félagsins á áhugaverðan hátt. Í skýrslunni er horft til helstu þátta í starfsemi félagsins á liðnu ári. Skýrslan er unnin í samstarfi stjórna, fastanefnda, stjórnar og fulltrúa félagsins í ýmsum verkefnum. Nefndarmenn og félagar hafa lagt til efni í skýrsluna, en ritstjórn og uppsetning hefur verið í höndum stjórnar. Stjórn þakkar öllum er komu að gerð ársskýrslunnar fyrir þeirra framlag.

Stjórn Arkitektafélags Íslands þakkar öllum félagsmönnum sem starfað hafa í nefndum og starfshópum á vegum félagsins fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins á starfsárinu.

Mikil samstaða og samhugur hefur einkennt samskipti arkitekta á liðnu ári og tilvist Arkitektafélags Íslands hefur aldrei verið mikilvægari.

Atorka og seigla arkitekta er aðdáunarverð á tímum þegar hrun fjármálakerfisins hefur kippt hefðbundnum starfsgrundvelli undan stéttinni og skilið hana eftir í limbó. Atvinnuleysi meðal arkitekta er af allt annarri stærðargráðu en þekkist hjá öðrum stéttum og fyrirtækin mörg hver takast á við gífurlegan taprekstur til að geta standa við sínar skuldbindingar. Í tæp tvö ár hefur ekki hafist markviss undirbúningur framkvæmda hér á landi og það er með öllu óljóst hversu lengi það ástand mun vara. Framkvæmdahlé sem nú varir gefur tækifæri til að endurskoða viðhorf og gildismat sem hafa verið ráðandi í samfélaginu. Það ætti að nýta möguleika sem við höfum til framþróunar í faginu og vinna að mikilvægum, en áður oft undirmönnuðum, samfélagslegum verkefnum sem tengjast byggingarlist í skipulags- og mannvirkjagerð. Það má læra margt af því sem gert var á liðnum árum og áratugum ef til þess er vilji Úrræði sem stjórnvöld hafa sett fram til að rétta við hag arkitektastéttarinnar hafa verið hjákátleg í ljósi þess mikla vanda sem blasir við og afleiðingum vandans á aðrar stéttir byggingariðnaðarins. Það má læra margt af því sem gert var á liðnum árum og áratugum ef til þess er vilji.

Stjórn AÍ og FSSA hafa fundað með forsætis- og iðnaðarráðherra um atvinnuástand arkitekta og vakið athygli á víðtækri reynslu og þekkingu sem

Page 4: C3%BDrsla091103_02

4

Framtíðarsýn og stefnumótunTillaga um að mótuð yrði stefna og framtíðarsýn fyrir Arkitektafélag Íslands var samþykkt á aðalfundi félagsins 17. nóvember 2008.

Framtíðarsýn og stefnumótun á að vera í stöðugri endurskoðun og þeirri vinnu lýkur aldrei. Hér er því gerð grein fyrir þeim áfanga sem náðist á liðnu starfsári. Vinna við stefnumótun fór af stað af frumkvæði stjórnar. Ráðgjafafyrirtækið Capacent hafði faglega umsjón með þeirri vinnu. Þátttaka félagsmanna við að móta stefnu og framtíðarsýn fyrir félagið er afar mikilvæg og skiptir sköpum um það hvernig til tekst. Haldinn var hálfsdags vinnufundur í desember 2008 þar sem liðlega fjörutíu félagsmenn tóku virkan þátt. Frjó umræða um félagið, starfsemi og hlutverk átti sér stað og lagðar voru fram uppbyggilegar tillögur og hugmyndir ásamt nauðsynlegri gagnrýni. Capacent tók saman niðurstöðu fundarins og greindi þær og setti fram tillögu í samstarfi við stjórn og skrifstofu að stefnumótun og uppbyggingu á starfsemi félagsins. Miklar væntingar eru til þess að hálfu félagsmanna að félagið standi fyrir öflugri starfsemi og verið kröftugur málsvari stéttarinnar sem og fyrir fagið.

Hlutverk félagsins hefur verið skilgreint með eftirfarandi orðum: Arkitektafélag Íslands stuðlar að góðri byggingarlist í skipulags- og mannvirkjagerð og bættri

umhverfisvitund. Félagið og stendur vörð um faglega og félagslega hagsmuni arkitekta.

Framtíðarsýn fyrir tímabilið 2009-2013, var sett fram með eftirfarandi markmiðum:Á næstu árum verður unnið markvisst að því að gera Arkitektafélag Íslands að:

Eftirsóknarverðum faglegum og •félagslegum bakhjarli arkitektaVirkum þátttakanda í umræðum •og ákvörðunum um skipulags- og byggingamálÖflugum samstarfsaðila þeirra sem •koma að miðlun upplýsinga og fræðslu, þróun byggingarlistar og menntun um arkitektúr og hönnunSameiginlegum heildarsamtökum •arkitekta á Íslandi

Starfsemi félagsins er tvíþætt. Annarsvegar þjónusta við félagsmenn og almenn hagsmunagæsla og rekstur þess þáttar byggist á félagsgjöldum. Hinsvegar tekjuaflandi verkefni sem tengjast faginu, eins og samkeppni, ráðstefnur, útgáfa og önnur þjónusta, t.d. við mótun byggingarlistastefnu. Fjáröflun til hinna ýmsu verkefna á vegum félagsins væri þá alfarið á skrifstofu og léttir það álagið á sjálfboðaliðum, sem leggja fram sinn tíma til verkefna á vegum félagsins. Það er ljóst ef félagið á að eflast í samræmi við stefnumótunina verður að fjölga félögum. Nú má ætla að um ¾ hluti þeirra arkitekta sem hlotið hafa löggildingu

iðnaðarráðuneytisins séu félagar í AÍ. Fjölgun félaga er eilífðarverkefni í rekstri félagasamtaka. Sett er fram það markmið í stefnumótuninni að stefna beri að heildarsamtökum arkitekta. Í því samhengi er horft til velheppnaðrar sameiningar sænsku arkitektafélaganna.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanMarkaðs- og kynningarmál er einn helsti veikleiki félagsins og stendur stéttinni og faginu fyrir þrifum. Gera þarf verulegt átak í kynningarmálum á starfi arkitekta og mikilvægi góðrar byggingarlistar fyrir samfélagið. Önnur verkefni sem félagið mun beita sér fyrir á komandi árum eru:

Samkeppnismál•Byggingarlistastefna•Atorka arkitekta gagnvart •alþjóðlegum kreppumHönnunarmars•Íslensku byggingarlistaverðlaunin•Leiðsögurlit um íslenska •byggingarlist ný útgáfa

Miklar væntingar eru til þess að hálfu félagsmanna að félagið standi fyrir öflugri starfsemi og verði kröftugur málsvari stéttarinnar sem og fyrir fagið.

Page 5: C3%BDrsla091103_02

5

Verkefni samkeppnisnefndar er að stuðla að nýjum samkeppnum um byggingar og skipulag. Samkeppnisnefnd gengur frá efnisatriðum samnings við útbjóðendur svo sem tímaramma samkeppninnar, gerir tillögu til stjórnar A.Í. um dómnefndarmenn, verðlaunaupphæð og þóknun dómnefndarmanna og trúnaðarmanns. Tilnefnir trúnaðarmann í samráði við útbjóðanda.

Á starfsárinu var einungis lokið við og undirbúnar eftirfarandi samkeppni:

Ævintýragarður í MosfellsbæKeppnin hófst 19. janúar 2009 og stóð til 1. apríl 2009.Menningarhús og kirkja í Mosfellsbæ.Keppnin hófst 2. febrúar 2009 með skilafresti til 30. apríl 2009Hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík.Samkeppnin hófst á sjómannadaginn, 7. júní 2009. Skiladagur var til 6. október síðastliðinn, og er dómnefnd nú að störfum. Eftirfarandi samkeppni eru fyrirhugaðar:Framhaldsskóli MosfellsbæjarKeppnis gögn eru tilbúin en óljóst er hvenær keppnin hefst.Nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðarbyggð, Hulduhlíð.Félags- og tryggingamálaráðuneytið óskaði í sumar eftir samstarfi við A.Í. um samkeppni. Málið lagðist í dvala og hefur

ekki enn tekist að vekja það. Skrifstofuhús fyrir Alþingi.Alþingi óskaði í vetur eftir samstarfi við A.Í. um samkeppni. Verkefnið hefur lagst í dvala. Hafnarsvæði Seltjarnarnesbæjar.Bæjarstjórn Seltjarnarness efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag hafnarsvæðisins á Seltjarnarnesi. Tímasetning samkeppninnar og verðlaunafjárhæð hefur enn ekki verið ákveðin. Dómnefnd var skipuð árið 2008.Nýtt Háskólasjúkrahús.Framkvæmdasýsla ríkisins fyrirhugar framkvæmdakeppni, að undangengnu forvali, um nýtt háskólasjúkrahús. Þessi keppni yrði auglýst á Íslandi og á evrópska efnahagssvæðinu. Gerð verður krafa um að íslenska verði notuð. Ætla má að um 5 hópar verið valdir í forvali.Fræðslumiðstöðin Garðarshólmi, Húsavík. Sveitarfélagið Norðurþing hyggst efna til samkeppni um kynningar og fræðslumiðstöð á Húsavík undir heitinu Garðarshólmur (tilvísun í Garðar Svavarsson, sænskan mann sem hafði vetursetu hér á landi um 870.). Verndarar verkefnis verða Konungur Svíþjóðar og Forseti Íslands. Max Dager, forstjóri Norræna hússins hefur komið að undirbúningi þessa verkefnis og hefur verið í sambandi við AÍ um þetta. Frestun hefur orðið á þessu verkefni og í dag er áætlað að opnun Garðarshólma verði sumarið 2011.

Menningarhús á Egilsstöðum.Skipuð var dómnefnd árið 2008. Óvíst er hvenær samkeppnin verður auglýst.

Fjöldi samkeppna og tekjur félagsins af samkeppnishaldi á liðnum árum: 2007 2008 2009samk.lokið á árinu: 4 11 3tekjur AÍ af samkeppnum 5,5mill 6,9mill 2,0mill

Varðandi nákvæmar upplýsingar um keppninnar vísast til heimasíðu A.Í.

Samkeppni á vegum ríkisinsSamkeppni á vegum ríkisins hafa undanfarið verið haldnar skv. „Leiðbeiningar um samkeppni – drög 27.11.2007”. Enn hefur ekki verið gengið frá samningum við ríkið um aðkomu félagsins að samkeppnum á vegum þess og ágreiningur um þóknun fyrir hönnun er enn óleystur. Á félagsfundi þann19. mars var stjórn AÍ og FSSA falið að skipa þriggja manna samninganefnd vegna viðræðna við ríkið um hönnunarþóknun. Niðurstaða könnunar meðal aðildarfyrirtækja FSSA um raun tímanotkun við hönnun mismunandi gerðir bygginga er grundvöllur samningaviðræðna að hálfu arkitekta og er hennar að vænta nú í byrjun vetrar.

Það felst mikill virðisauki í velútfærðri samkeppni þar sem þátttakendur leggja fram þekkingu og sköpunarkraft til að verkkaupinn fá sem bestu tillögu.

Samkeppnir

Page 6: C3%BDrsla091103_02

6

Framtíð arkitektasamkeppniÞróun byggingarlistar liggur í meðal annars í arkitektasamkeppnum og má segja allar helstu byggingar Evrópu frá síðustu öld er árangur samkeppni. Arkitektafélag Íslands hefur í yfir 60 ár markvisst þróað samkeppnisreglur og samkeppnishald hefur verið snar þáttur í starfsemi félagsins. Forsenda þessarar þróunar er ákveðin sjálfsgagnrýni og vilji til að betrumbæta samkeppnisumhverfið. Í upphafi er lagður grunnur að gæðum hverrar byggingar, hvort sem átt er við byggingarlist, tækni, notagildi eða hagkvæmni. Það felst mikill virðisauki í velútfærðri samkeppni þar sem þátttakendur leggja fram þekkingu og sköpunarkraft til að verkkaupinn fá sem besta tillögu. Því miður er það svo að þeir sem standa að framkvæmdum skilja oft ekki þennan virðisauka. Arkitektasamkeppnir eiga erfitt uppdráttar og verkkaupar eða ráðgjafar þeirra sjá oft ofsjónum yfir kostnaði við samkeppnishaldið. Það þarf að snúa við þessu viðhorfi og draga fram kosti samkeppnisformsins, sem eina bestu leið til að bæta manngert umhverfi.

Arkitektafélagið er í harðri samkeppni við ýmsar verkfræðistofur um samkeppnishald. Á það helst við um lokaða keppni sem þátttakendur fá greitt fyrir tillögugerðina. Í þeim keppnum eru kröfur til fagmennsku dómara og gagna sem er skilað með allt öðrum hætti en venjan er hjá félaginu.

Hér á landi hefur athygli fjölmiðla gagnvart samkeppnum verið sáralítil. Áhugi almennings er þó sýnu meiri og mikil aðsókn að sýningu á tillögum Vatnsmýrarkeppninnar er ágætt dæmi um það. Á aðalfundi fyrir tveimur árum var samþykkt sú nýbreytni að sýning á tillögum er opnuð þegar dómnefnd hefur samþykkt tillögurnar til dóms. Sýningin er síðan opin almenningi allan tímann meðan dómnefnd er að störfum. Þetta hafa menn reynt á Norðurlöndunum með mjög góðum árangri. Samkeppnin fær mikla athygli í fjölmiðlum og opinbera umræðu. Verkkaupinn er mjög ánægður og telur sig hafa fengið mikið út úr samkeppninni.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanRáðgjöf frá AÍ verði sjálfsagður •þáttur strax í upphafi undirbúnings framkvæmda um hvaða leið sé heppilegust við val á arkitekt.Samkeppnisformið verði aðlaðandi •og eftirsótt leið við val á lausn verkefnisins og arkitekt.Einfalda regluverkið um •samkeppni í samstarfi við helstu framkvæmdaaðila, aðeins ein útgáfa af samkeppnisreglum.Byggja upp faglega, öfluga og •skilvirka samkeppnisþjónustu innan vébanda AÍ í samráði við helstu framkvæmdaaðila.

Arkitektafélag Íslands hefur í yfir 60 ár markvisst þróað samkeppnisreglur og samkeppnishald hefur verið snar þáttur í starfsemi félagsins. Forsenda þessarar þróunar er ákveðin sjálfsgagnrýni og vilji til að betrumbæta samkeppnisumhverfið.

Page 7: C3%BDrsla091103_02

7

Markaðsnefnd AÍ fundaði reglulega á s.l. starfsári. Fundirnir hafa alls verið um 20 talsins. Fundarefni hefur verið tengt ákveðnum málefnum hverju sinni og almennri umræðu um stöðu okkar og félagsins í þjóðfélaginu.

Fyrripart starfsársins eða frá nóvember og fram í janúar beindust kraftar og vinna markaðsnefndar aðallega að skilgeiningu á stefnu og markmiði nefndarinnar og félagsins í heild í ljósi gerbreyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Auk hefðbundinna funda hafa nefndarmenn unnið saman gegnum, tölvupósta og síma, enda hin bestu samskiptaverkfæri.

Nýtt lógó Arkitektafélags Íslands Félagsmerki (lógó) fyrir þennan ágæta félagsskap hefur aldrei verið til í sögu félagsins - merkilegt nokk. Samkeppnin hófst 19. september og lauk 4. desember Þátttaka var heimil félagsmönnum AÍ og félögum í Félagi íslenskra teiknara (FÍT). Úrslit og verðlaunaafhending fór fram fimmtudaginn 5. febrúar 2009. Þá var því merkisdagur í sögu félagsins þegar formlegt lógó AÍ birtist fyrsta sinni. Alls bárust 173 tillögur í samkeppnina. Höfundur verðlaunatillögu reyndist vera Hilmar Sigurðsson, grafískur hönnuður FÍT. Dómnefnd veitti einnig annarri tillögu viðurkenningu, höfundar hennar eru Ene Cordt Andersen, arkitekt FAÍ og Þórhallur Sigurðsson, arkitekt FAÍ.

HeimasíðaMarkaðsnefnd hefur verið tíðrætt á fundum sínum um nauðsyn þess að gera heimasíðu félagsins aðgengilegri, fjölbreyttari og virkari. Nefndin afréð því í samvinnu við stjórn, að hefja vinnu við gerð nýrrar síðu. Kristján Örn Kjartansson, nefndarmaður, hefur unnið að þessu verkefni. Stefnt er að því að ljúka gerð hennar og koma henni í loftið með m.a. nýju lógói o.fl. fyrir aðalfund 17. nóvember.

Schweizerischer Ingenieur- und ArchitektvereinÁ vormánuðum tók markaðsnefnd að sér að undirbúa og skipuleggja heimsókn stjórnar svissneska arkitekta- og verkfræðingafélagsins, Schweizerischer Ingenieur- und Architektverein (SIA). Hópurinn taldi alls um 15 manns.Settur var upp fyrirlestur um sögu íslenskrar byggingarlistar sem Pétur H. Ármannsson sá um. Skipulögð heimsókn á 4 arkitektastofur, skoðaðar byggingar í miðbænum – bæði eldri og nýrri dæmi. Í lokin flutti Ívar Örn Guðmundsson og Baldur Ó Svavarsson erindi um byggingalist dagsins í dag hérlendis með nokkrum dæmum. Loks var haldið á öldurhús þar sem félagsmönnum AÍ gafst kostur á að blanda geði við þennan stóra hóp geðþekkra kollega frá Sviss.

BorgarþróunarstofaMarkaðsnefnd hefur ályktað um stofnun “BorgarÞróunarStofu”, til að rýna núverandi stöðu skipulags- og uppbyggingarmála og til að vinna að framtíðarsýn höfuðborgarsvæðisins í samhengi. Ætti þessi ráðgjafastofa að vinna að stefnumótandi verkefnum og úthluta/úthýsa síðan rannsóknarverkefnum til frekari útfærslna til hönnuða og ráðgjafa. Ráðgjafastofan myndi aðstoða við að móta heildstæða skipulagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið allt og sjá um samræmingu á milli sveitarfélaga, sem og annarra stofnanna, s.s. Faxaflóahafna og Samgönguráðuneytis. Hugmyndin að BorgarÞróunarStofu var kynnt Samtökum Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu (SSH). Kynningarfundir hafa verið haldnir, með framkvæmdastjóra - og formanni SSH og einnig formanni Framkvæmdanefndar, sem og öðrum sem að máli koma. Erindi um tillöguna hefur verið kynnt á fundi hjá Samvinnunefnd SSH og í Framkvæmdanefnd þeirra, þar sem fjallað verður frekar um erindið.

20/20 sóknaráætlun fyrir ÍslandMarkaðsnefnd hefur vakið athygli á aðkomu arkitekta að stýrihópi/verkefni sem er á vegum ríkisstjórnarinnar. Verkefnið er liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar og hefur að markmiði að Ísland skipi sér á ný í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð

Gera þarf verulegt átak í kynningarmálum á starfi arkitekta og mikilvægi góðrar byggingarlistar fyrir samfélagið.

Markaðs- og kynningarmál

Page 8: C3%BDrsla091103_02

8

og sönnum lífsgæðum. Áætlunin hefur fengið nafnið „20/20 – Sóknaráætlun fyrir Ísland.“ Verkefnið sem unnið verður í víðtæku samráði á næstu mánuðum, felst í því að draga fram styrkleika og sóknarfæri þjóðarinnar og gera tillögur og áætlanir á grunni þeirra. Lögð verður áhersla á að ná breiðri samstöðu um sameiginlega framtíðarsýn og lykilákvarðanir í endurreisnarstarfinu. Markmiðið er að forgangsraða fjármunum, nýta auðlindir og virkja mannauð þjóðarinnar til að vinna gegn fólksflótta og leggja grunn að almennri velsæld. Auk þess að leggja grunn að nýrri atvinnustefnu verður við undirbúning sóknaráætlunar sérstaklega kallað eftir hugmyndum um endurskipulagningu í opinberri þjónustu, stjórnkerfi og stjórnsýslu. Þá verður gerð tillaga að nýrri skiptingu landsins í svæði til að skapa viðspyrnu í endurreisnarstarfinu og stuðla að sterku samfélagi og vænlegum lífsgæðum til framtíðar. Gert er ráð fyrir verkefnið hefjist formlega á haustdögum og ljúki haustið 2010 þegar fyrir liggi framtíðarsýn og sóknaráætlun sem nái til ársins 2020. - Þarna eigum við arkitektar svo sannarlega erindi. Unnið er að því máli.

Alþjóðadagur arkitekta 2009Markaðsnefnd kom að auglýsingu og kynningu á alþjóða arkitektadeginum fyrir hönd stjórnar AÍ. Hann er haldinn fyrsta mánudag í október ár hvert. Fréttatilkynning UIA var þýdd og send

á alla helstu fjölmiðla landsins, með upplýsingum og beiðni um umfjöllun og kynningu á þessum degi. Jafnframt var hún send persónulega á ýmsar lykilpersónur viðkomandi fjölmiðla. Skemmst er frá því að segja að enginn áhugi var á efninu og engin svör eða viðbrögð bárust. Það segir meira en mörg orð um stöðu stéttarinnar og áhuga fyrir málefnum henni tengdri innan fjölmiðlageirans. Fréttatilkynning UIA hljómar svo:

Alþjóðadagur arkitekta 2009Alþjóðasamtök arkitekta, UIA, ákváðu á fundi sínum í San Jose í Kostaríku, þann 15-16 febrúar 2009 að þema alþjóðadags arkitekta verði eftirfarandi:”Atorka arkitekta gagnvart hinni alþjóðlega kreppu”.Arkitektar eru kallaðir til heildstæðrar nálgunar hvers verkefnis. Nálgun sem byggir á fjölþættri tæknilegri, menningarlegri, efnahagslegri og félagslegri færni arkitektsins , vegna eðli og umfangs arkitektastarfsins. Arkitektinn þarf að taka ákvarðanir sem varða hvorutveggja, einstaklinginn (verkkaupa) og samfélagið (umhverfið) í hverju skrefi hvers verkefnis og á öllum sviðum þess. Frá hönnun, - til framkvæmda, - notkunar, - viðhalds og endurvinnslu jafnvel.Árangur þessarar vinnu arkitektsins ræðst af þeim eldmóð sem hann blæs í glæður þess á hverju stigi. Það er arkitektinn sem er drifkraftur þessa flókna samspils ólíkra þátta. Óháð eðli, stærð og

umfangi hvers verkefnis.Hvert nýtt verk kallar á nýja nálgun og skilgreiningu við lausn þess. Nýr verkkaupi, ný lóð, annað veðurfar, annar efnahagur, nýjar þarfir, ný kostnaðarviðmið, nýir notendur. Þróun nýrra viðeigandi lausna, þar sem tekið er tillit til allra þessara ólíku þátta verkefnisins í hverju nýju tilfelli, er daglegt viðfangsefni arkitekta.

Umheimurinn glímir um þessar mundir við fjölþætta, samtvinnaða og umfangsmestu alheimskreppu sögunnar. Við glímum samtímis við bæði umhverfislega-, veðurfarslega-, efnahagslega- og félagslega alheimskreppu sem kallar á skjót viðbrögð ef ekki á illa að fara. Þessi kreppa neyðir okkur til að endurskoða öll okkar viðmið og leita nýrra og hugvitsamra leiða við lausn hennar. Hér er tækifæri fyrir arkitekta til þess að koma fram með sínar sérstæðu og fjölþættu hæfileika og leiða baráttuna við leit og þróun á tæknilegum, umhverfislegum, félagslegum, fjárhagslegum og fagurfræðilegum lausnum.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Fyrirhugað er að halda opið málþing um UIA þemað 2009-10 á komandi vetri, hugsanlega í samvinnu við Iðnaðarráðuneytið og stýrihóp verkefnisins „20/20 – Sóknaráætlun fyrir Ísland.“

Gera þarf verulegt átak í ímyndar- og kynningarmálum arkitekta.

Arkitektar eru kallaðir til heildstæðrar nálgunar hvers verkefnis. Nálgun sem byggir á fjölþættri tæknilegri, menningarlegri, efnahagslegri og félagslegri færni arkitektsins , vegna eðli og umfangs arkitektastarfsins.

Page 9: C3%BDrsla091103_02

9

Arkitektafélag Íslands hefur verið einn öflugasti aðilinn í útgáfu efnis er tengjast byggingarlist í landinu. Hjá systurfélögum á Norðurlöndum er útgáfan ein af grunnstoðum í rekstri félaganna. Það ber að stefna að því að byggja upp útgáfu um byggingalist, sem alvöru atvinnugrein. Hagsmunir stéttarinnar felast meðal annars í því að hér sé haldið uppi vandaðri útgáfu á efni um byggingarlist.

AT- tímaritÞað fyrirkomulag á útgáfu blaðsins síðastliðin ár hefur verið það að félögin AÍ og FÍLA eru eigendur blaðsins en reksturinn hefur verið í höndum útgefenda (Athygli), sem jafnframt hefur verið ábyrgðarmaður blaðsins.

Athygli rifti samningnum 2008 þar sem þeir sáu fram á að blaðið yrði rekið með tapi vegna hruns á auglýsingamarkaði. þeir sáu þó um útgáfu 1 tbl. 2009 en það var skorið mikið niður í blaðsíðufjölda vegna lítilla auglýsingatekna. Síðan þá hefur ritnefnd í samráði við stjórnir AÍ og FÍLA tekið að sér að sjá um útgáfu blaðsins. Ritnefndin hefur í tengslum við þetta fengið liðsauka frá Sturlu Jónssyni arkitekt til að sjá um auglýsingaöflun, uppsetningu blaðsins og samskipti við prentsmiðju. Ritnefndin hafði þó ekki neina vinnuaðstöðu til að byrja með en við fengum svo inni á skrifstofu hjá Reykjavíkur Akademíunni í vor en erum nú flutt á skrifstofu Arkitektafélagsins við Engjateig 9. Sturla hefur lánað tölvu

og forrit fyrir vinnslu á næsta tölublaði en hugmyndin er að festa kaup á tölvu og forritum við fyrsta tækifæri. Blaðið mun því halda áfram að koma út tvisvar á ári, vor og haust. Seinna tölublað ársins er nú í lokavinnslu, efnisöflun er lokið, auglýsingaöflun hafin og uppsetning komin vel á veg. Stefnt er að því að blaðið verði tilbúið um miðjan nóvember.

Ritnefndin hefur lagt sérstaka áherslu á að taka þátt í mikilvægum umræðum í samfélaginu sem tengjast faginu með það að markmiði að auka hlut félagsmanna í umræðunni og koma henni þannig á hærra plan. Samkeppnum er áfram gerð góð skil og reynt að halda í hefðir með efni frá skólum.

Ritnefndin hefur lagt á það áherslu að auglýsingar í blaðið séu vel gerðar svo þær verði ekki lýti á blaðinu, en enn er langt í land hjá mörgum auglýsendum. Áfram er lögð áhersla á að gera myndefni og teikningar betri. Í þessu samhengi hefur ritnefnd leiðbeint greinarhöfundum við hreinsun teikninga og textað teikningar sjálf.Að venju er vilji nefndarmanna mikill fyrir aukinni þátttöku félagsmanna og fagfólks að blaðinu á breiðum grundvelli.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Markmiðið er að blaðið verði að hluta til vettvangur skoðanaskipta fagaðila sem endurspegli málefni liðandi stundar. Með öflugu og metnaðarfullu blaði er von til

þess að félagsmenn og aðrir taki við sér og notfæri sér þennan vettvang. Stefna og markmið útgáfu AT er að blaðið sé fagtímarit í stöðugri þróun með faglegan metnað að leiðarljósi, í umfjöllun jafnt sem umgjörð.

ArkitíðindiFréttablað félagsins, Arkitíðindi hóf göngu sína 1965 og var gefið út að jafnaði fjórum sinnum á ári. Síðustu árin var fréttablaðið gefið út í 8 tölublöðum á ári, í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta og Athygli, sem sá um uppsetningu, prentun og dreifingu blaðsins. Framkvæmdastjóri félagsins hafði umsjón með útgáfu blaðsins. Auglýsingatekjur stóðu undir kostnaði við útgáfu fréttablaðsins, sem var dreift heim til félagsmanna endurgjaldslaust. Síðastliðið haust varð verulegur samdráttur í auglýsingatekjum og ekki var unnt að halda útgáfunni áfram nema kæmi til fjárframlag að hálfu félagsins. Síðast kom Arkitíðindi út í Desember 2008.

Nýjir miðlar hafa komið fram og er horft til þess að heimasíða félagsins þjóni hlutverki fréttablaðs. Heimasíða félagsins hefur því miður aldrei endurspeglað það mikla og kröftuga starf sem rekið er á vegum félagsins. Upplýsingamiðlun til félagsmanna um viðburði á vegum félagsins, eða málefni sem tengjast faginu á einhvern hátt er komið á framfæri í formi tölvupóstsendinga.

Ritnefndin hefur lagt sérstaka áherslu á að taka þátt í mikilvægum umræðum í samfélaginu sem tengjast faginu með það að markmiði að auka hlut félagsmanna í umræðunni og koma henni þannig á hærra plan.

Útgáfa

Page 10: C3%BDrsla091103_02

10

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Unnið hefur verið að endurnýjun heimasíðunnar með það að markmiði að gera síðuna að skilvirkum upplýsinga- og fréttamiðli félagsmanna. Öll upplýsingamiðlun, sem hingað til hefur nær eingöngu verið send út sem tölvupóstur til félagsmanna, mun nú aðeins birtast á heimasíðu félagsins. Félagar geta síðan gerst áskrifendur að upplýsingabreytingum á síðunni, einnig verður sendur út tölvupóstur einu sinni í viku með nýjustu upplýsingum á síðunni.

Byggingarlist í augnhæðKennslubókin byggingarlist í augnhæð var gefin út þann 28. mars, útgáfa bókarinnar var hluti af dagskrá HönnunarMars. Höfundur er Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt FAÍ og Námsgagnastofnun er útgefandi. Námsefni bókarinnar fellur mjög vel að stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist, þar sem í 3.kafla er lýst sýn stjórnvalda í grunnmenntun grunn- og framhaldsskólanema, með gerð vandaðs námsefnis í byggingarlist (sjá 3:1, 3:2). Námsefnið miðast við starfsumhverfi íslenskra grunnskóla og flest dæmi eru sótt í íslenska byggingarlist. Verkefnin eru þannig fram sett, að auðvelt er að aðlaga þau styttri sem lengri tíma ásamt þverfaglegri samvinnu við aðrar námsgreinar eins og móðurmál, myndmennt, samfélagsfræði og stærðfræði. Bergljót Einarsdóttir, Egill Guðmundsson, og Margrét Leifsdóttir

mynda starfshóp á vegum AÍ sem vann að verkefninu.

Orðanefnd Árið 1997 hlaut Orðanefnd Arkitektafélags Íslands styrk úr Málræktarsjóði að upphæð kr. 400.000 til undirbúnings fyrstu útgáfu orðaskrár um byggingarlist. Grundvöllur verkefnisins var íðorðaskrá sú sem fyrri orðanefnd Arkitektafélags Íslands tók saman undir stjórn og að frumkvæði Páls V. Bjarnasonar arkitekts á árunum 1987-88 í tengslum við útgáfu Alfræðiorðabókar Arnar og Örlygs. Auk Páls áttu sæti í þeirri nefnd arkitektarnir Hannes Kr. Davíðsson og Pétur H. Ármannsson. Málfarsráðgjafi var Þórhallur Guttormsson íslenskufræðingur.

Í upphafi nefndarstarfsins hafði Páll V. Bjarnason milligöngu um afnotarétt á tölvutækum lista yfir orð og hugtök á sviði byggingarlistar sem tilgreind voru í Íslensku alfræðiorðabókinni. Áhersla hefur verið lögð á að safna saman sem flestum þekktum íðorðum á fagsviði arkitekta þannig að yfirsýn fengist yfir helstu hugtök og efnisflokka án þess þó að farið væri út í eiginlega nýyrðasmíð. Þá var ákveðið að leita að samheitum (þýðingum) hinna íslensku fagorða á þremur öðrum tungumálum: ensku, dönsku og þýsku. Í fyrstu var ætlunin að vinna myndskýringar með ákveðnum orðum en við nánari athugun var ákveðið að láta það bíða þar til í næsta áfanga verkefnisins.

Formlegt starf nefndarinnar hefur verið með hefðbundnu sniði á starfsárinu, og er uppbyggingu orðasafnsins lokið. Ekki talið álitlegt að ráðast í myndþátt orðasafns en haldið til haga þeim möguleika að það gæti hugsanlega verið verkefni fyrir nema í Listaháskóla Íslands. Hinsvegar verður nýyrðasmíð skoðuð eftir föngum og félagsmenn hvattir til að vekja athygli nefndarinnar á álitamálum til umfjöllunar.Utanaðkomandi aðilar hafa í nokkrum mæli haft samband við einstaka nefndarmenn. Þannig hafa Páll og fleiri nefndarmenn veitt ráðgjöf vegna hugtaka í byggingarlist til þýðenda, blaðamanna og annarra einstaklinga. Fyrirspurnir eru einnig teknar fyrir og ræddar á fundum. Nefndin hefur einnig verið í samráði við Íslenska málstöð og borið undir aðila þaðan orð eða hugtök sem varða byggingarlist eða íðorðasmíð. Eitt er það markmið orðanefndar að mynda nýyrði á sviði byggingarlistar og skipulags, eins og segir í starfsreglum nefndarinnar. Rétt er því að vekja athygli á þessu atriði til félagsmanna AÍ.

Rétt er einnig að vekja athygli félagsmanna á orðasafninu sem gefið var út af AÍ í maí 2002. Það er að finna í orðabanka Íslenskrar málstöðvar og slóðin er: http://www.ismal.hi.is/ob/uppl/arkitekt.html. Þar er að finna hugtök á íslensku, útskýringar og einnig sömu hugtök ná ensku, dönsku og þýsku.

Áhersla hefur verið lögð á að safna saman sem flestum þekktum íðorðum á fagsviði arkitekta þannig að yfirsýn fengist yfir helstu hugtök og efnisflokka án þess þó að farið væri út í eiginlega nýyrðasmíð

Page 11: C3%BDrsla091103_02

11

Reglubundið starf menntamálanefndar er að afgreiða erindi frá iðnaðarráðuneyti þar sem sótt er um leyfi til að mega nota lögverndaða starfsheitið: arkitekt og erindi frá umhverfisráðuneyti þar sem sótt er um leyfi til löggildingar, þ.e. leyfi til að leggja inn aðaluppdrætti. Til að afgreiða þessi erindi heldur nefndin fundi þegar erindi liggja fyrir og einnig hefur hún útbúið upplýsingablað um ferli fyrrnefndra umsókna sem sett verður á heimasíðu AÍ. Samhliða þessu fjallaði nefndin á árinu um ýmis önnur mál tengd menntunarmálum stéttarinnar.

Mikil gagnrýni hefur komið fram á löggildingarnámskeið sem haldið er hjá Iðu, fræðslusetri iðnaðarins, þessi námskeið eru m.a. forsenda þess að menn fái fyrrnefnd löggildingarleyfi og er vinna í framhaldi af þessari gagnrýni í gangi hjá nefndinni og stefnt er að því við fyrsta tækifæri að leggja fram rökstuddar athugasemdir og leiðir til úrbóta.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Menntamálanefndin hefur verið virk í svokölluðu menntamálaráði, þ.e. skuggaráðuneyti sem spratt upp úr Öndvegissetri, stefnumótunarfundum AÍ, sem haldnir voru í janúar s.l. í kjölfar breyttra aðstæðna hjá stéttinni. Menntamálaráðið er opið öllum félagsmönnum og þar hefur farið fram frjó umræða um ýmis málefni m.a. um að skipulögð verði rökræðukennsla og í framhaldi af því verði haldnar

pallborðsumræður um ýmis mál sem snerta fagið, þar sem fram fari gagnrýnin rökræða sem aftur geti leitt af sér gagnrýnin skrif og faglega umfjöllun m.a. í fjölmiðlum.

Mastersnám í arkitektúr Í gangi er undirbúningsvinna fyrir mastersnám í arkitektúr við LHÍ. Sigrún Birgisdóttir lektor og fagstjóri í arkitektúr við LHÍ og jafnframt fulltrúi í menntamálanefndinni situr í vinnuhópi sem skrifar masterprófslýsingu fyrir LHÍ. Ráðgert er að senda þá skýrslu til Brussel í tilheyrandi viðurkenningarferli fyrir fullnaðarnám í arkitektúr innan tíðar.

Stjórn AÍ hefur vakið athygli menntamálaráðherra á mikilvægi þess að hér á landi megi stunda í arkitektúr sem veitir mastergráðu og ítrekað stuðning við áform Listaháskóla Íslands um að koma upp fullnaðarnámi arkitektúr við skólann.

EndurmenntunÞann 6. október var undirritaður samstarfssamningur milli Arkitektafélags Íslands og Endurmenntunar Háskóla Íslands, þar sem EHÍ tekur að sér skipulagningu námskeiða í samstarfi við AÍ. Endurmenntun gerir reglulega könnun meðal félagsmanna um þarfir þeirra og óskir til símenntunar og niðurstaða könnunar liggur til grundvallar námskeiðsþróun. Félögum

Arkitektafélags íslands er boðinn afsláttur af ákveðnum námskeiðum. Formaður menntamálanefndar er jafnframt fulltrúi AÍ hjá Endurmenntunarstofnun.Síðasliðinn vetur kom m.a. fram mikill áhugi á sjálfbærni og í framhaldi af því verða haldin tvö námskeið nú haust. EHÍ sótti um Leonardo-styrk til yfirfærslu á þekkingu varðandi þetta málefni og var AÍ samstarfsaðili varðandi styrkumsóknina, ekki hlaust styrkurinn að þessu sinni og er ástæðan aðallega talin tímaskortur, farið var of seint af stað, en EHI vill ótrauð reyna aftur þar sem um er að ræða umtalsverða fjárhæð sem færi þá til framdráttar sjálfbærni á Íslandi.

Öndvegisstyrkir RannísÍ kjölfar hrun fjármálakerfisins var stofnað til nýrra öndvegisstyrkja Tækniþróunarsjóðs, sem meðal annars kom til vegna þrýstings AÍ á stjórnvöld að gripið yrði til aðgerða til að koma til móts við það mikla áfall sem stéttin hafði orðið fyrir. Sjóðurinn skyldi veita á ári allt að 90 milljónum króna í þennan flokk. Allt að 3 verkefni fá styrk til 3ja ára, hvert að hámarki 30 milljónir króna á ári. Gerð er krafa um 50% mótframlag umsækjenda. Umsóknafrestur er einu sinni á ári, hinn 1. mars. Árið 2009 var auglýst eftir umsóknum vegna eftirfarandi þriggja málaflokka, sem eru: Vistvænt eldsneyti, vistvænar byggingar og skipulag, sjálfbær ferðaþjónusta. Stefnt var að því að veita einn eða tvo styrki á hvert þessara sviða að undangengnu faglegu mati.

Menntamál

Stjórn AÍ hefur vakið athygli menntamálaráðherra á mikilvægi þess að hér á landi megi stunda í arkitektúr sem veitir mastergráðu.

Page 12: C3%BDrsla091103_02

12

Stjórn tækniþróunarsjóðs úthlutaði þann 16. júní aðeins hluta þess fjármagns sem var til ráðstöfunnar, ekki var veitt neinum styrkjum til rannsókar á vistavænu eldsneyti, eitt verkefni hlaut styrk til rannsókna á vistvænum byggingum og skipulagi, og þá aðeins veitt helming þess fjár sem var til ráðstöfunar. Tvö verkefni hlutu styrk til rannsókna á sjálfbærri ferðaþjónustu. Fjármunir sem ekki voru nýttir í öndvegisstyrki var ráðstafað í almenna verkefnastyrki . Stjórn AÍ hefur gert athugasemd við þá ráðstöfun við Iðnaðarráðuneyti.

Tvö verkefni sem arkitektar stóðu að hlutu Öndvegisstyrki.

Í flokknum Vistvænar byggingar og skipulag hlaut verkefnið Betri borgarbragur styrk og mun það takast á við skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins í víðu samhengi og mismunandi mælikvarða, allt frá stjórnsýslu og svæðisskipulagi, útfærslu á aðalskipulags- og deiliskipulagsstigi, niður í göturými, byggingargerðir, orkunýtingu og efnisnotkun. Að verkefninu standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og arkitektastofurnar Gláma-Kím, Tröð, Kanon, ASK og Hús og skipulag í samstarfi við Hörpu Stefánsdóttur. Verkefnisstjóri er Björn Marteinsson arkitekt og verkfræðingur.

Í flokknum sjálfbær ferðaþjónusta var úthlutað styrk til rannsóknarverkefnis

Arkís, Heilsuhótel Stykkishólmi. Markmið markaðsrannsóknarinnar er að gera raunhæfa viðskiptaáætlun sem laðar að sér fjárfesta og rekstraraðila til að gera verkefnið að veruleika. Lokamarkmiðið er að opnað verði umhverfisvænt heilsuhótel í Stykkishólmi sem laðar að sér erlenda viðskiptavini. Megin niðurstöður Rannsóknarinnar nýtist hvaða staðsetningu sem er á Íslandi. Niðurstöður þessa verkefnis myndu ryðja brautina fyrir önnur verkefni með sömu eða svipaða markhópa. Sjálfbær ferðamennska er ein af framtíðaratvinnugreinum á Íslandi og hér er um verkefni að ræða sem er hrein viðbót og styrkur við það sem fyrir er.

Bókasafn AÍ Bókasafn AÍ hefur verið afhent bókasafni Listaháskóla Íslands til varðveislu. Í samningi AÍ við Listaháskóla Íslands er tryggt að félagar í AÍ hafi aðgang að bókasafni Listaháskóla Íslands og eigi þess kost að fá þar lánaðar bækur endurgjaldslaust.

Þann 6. október var undirritaður samstarfssamningur milli Arkitektafélags Íslands og Endurmenntunar Háskóla Íslands, þar sem EHÍ tekur að sér skipulagningu námskeiða í samstarfi við AÍ.

Page 13: C3%BDrsla091103_02

13

Verkefni dagskrárnefndar er að sjá um viðburði sem miðast af að fræða bæði félagsmenn og efla vitund almennings um byggingarlist og skipulag. Þess má geta að dagskrárnefnd Arkitektafélagsins er á Facebook : http://www.facebook.com/people/Dagskrarnefnd-Arkitektafelags- Islands/1592901928

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanDagskrárnefnd hafi yfirumsjón með helstu faglegu viðburðum á vegum félagsins. HönnunarMars, fyrirlestrar og málþing.

Íslensku byggingarlista-verðlauninÍslensku byggingarlistaverðlaunin voru fyrst afhent 20. október 2007. Stefnt er að því að afhenda verðlaunin annað hvert ár. Undirbúningur fyrir byggingarlistaverðlaunin 2009 hefur ekki gengið eins og vonir stóðust til þar sem ekki hefur tekist að fjármagna verkefnið. Leitað hefur verið til stjórnvalda eftir styrk til verkefnisins og vísað til þess að viðurkenning á því sem vel er gert er grundvallarþáttur byggingarlistastefnunnar.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanStefna að því að veita Íslensku byggingarlistaverðlaunin 2010. Skipa þarf starfshóp sem stefndur að undirbúningi og fjármögnun verkefnisins.

Lýðheilsa og skipulagDagskrárnefnd skipulagði málþingið “Lýðheilsa og skipulag – Málþing um skipulagsmál”. Þetta var þriggja daga málþing sem var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Málþingið var haldið sömu helgi og HönnunarMars. Hver dagur tók fyrir ólík þemu 1) Framtíðarsýn – Borgin í heild/Infrastrúktur/Vöxtur 2) Framtíðarsýn – Sjálfbærni/Vistvæni 3) Framtíðarsýn – Borgarrými/Heilbrigt líf borgaranna. Haldin voru 21 stutt erindi af 20 fyrirlesurum. Við skipulagningu málþingsins var það talið vera kostur að vera hluti af dagskrá HönnunarMars en það sýndi sig að vegna mikils fjölda viðburða þá mættu færri á málþingið til að hlusta á áhugaverð erindi sem eiga erindi til allra. Framtíðarhorfur – verkefni fram undanVegna fjölda áskorana er unnið er að því að endurtaka málþingið “Lýðheilsa og skipulag – Málþing um skipulagsmál”. Það átti að halda það aðra helgina í október en vegna Umhverfisþings sem haldið var á sama tíma var ákveðið að seinka því og er í skoðun að fá samstarfsaðila svo að erindin nái til fleiri aðila.

Vaxtarbroddar Vaxtarbroddar voru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í mars 2009 og opnaði sýningin á HönnunarMars 2009. Sýnendur unnu saman að gerð sýningar og var dagskrárnefnd þeim innanhandar. Sýningin gekk mjög vel og var vel sótt.

Alls sýndu 13 nýútskrifaðir arkitektar verk sín á sýningunni. Flestir þessara arkitekta lærðu í Danmörku en einnig voru útskriftarverk frá Svíþjóð, Englandi, og Hollandi. Viðfangsefni þessara verkefna voru með fjölbreyttu sniði og má með sanni segja að þau hafi verið eins ólík og þau voru mörg. Um helmingur þátttakenda unnu að verkefni sem staðsett voru hér á landi. Íslenski menningararfurinn var þar í deiglunni sem og samspil bygginga við stórbrotið íslenskt landslag. Í þeim verkefnum sem staðsett voru erlendis mátti svo sjá spennandi tilraunir af arkitektónískum toga.Á plakati fyrir sýninguna mátti lesa markmið þátttakenda fyrir frekari starfsvettvang hér á landi. Þar var kallað eftir gagnrýnni og uppbyggilegri umræðu sem og trú á gæði en ekki magn. Það er því full ástæða til að horfa fram á veginn þegar íslensk byggingarlist er annars vegar.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanNýútskrifaðir arkitektar haldi sýningu á verkum sínum í tengslum við HönnunarMars 2010

Viðburðir og fræðsla um byggingarlist

Dagskrá Arkitektafélagsins var einstaklega fjölbreytt, allt frá kvikmyndum, sem tengjast arkitektúr og tónlist, sýningum og fyrirlestrum til skoðunarferða um rómaðar byggingar og opnar vinnustofur.

Page 14: C3%BDrsla091103_02

14

HönnunarMarsDagana 26.-29. mars var haldinn hönnunarhátíðin HönnunarMars, sem var skipulögð af Hönnunarmiðstöð og fagfélögunum sem standa að henni. Yfir 130 viðburðir voru á dagskrá þessa dagana, sem voru sýningar & innsettningar, opin hús í teiknistofur og Listaháskólann, fyrirlestrar og spjall ásamt skoðunarferðum. Arkitektafélagið átti stóran þátt í hátíðinni og voru liðlega tuttug viðburðir skipulagðir á þess vegum. Arkitektarnir Theresa Himmer, Anders Møller Nielsen og Olga Sigfúsdóttir báru uppi þungan af skipulagningu hátíðarinnar fyrir hönd arkitekta ásamt dagskrárnefnd félagsins.

Dagskrá Arkitektafélagsins var einstaklega fjölbreytt, allt frá kvikmyndum, sem tengjast arkitektúr og tónlist, sýningum og fyrirlestrum til skoðunarferða um rómaðar byggingar og opnar vinnustofur.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanHönnunarMars 2010 verður haldinn dagana 18.-21.mars. Undirbúningur hátíðarinnar er að hefjast og hefur Hönnunarmiðstöð yfirumsjón með viðburðinum, en hvert fagfélag hefur sína verkefnisstjórn.

Dagskrá Arkitektafélagsins var einstaklega fjölbreytt, allt frá kvikmyndum, sem tengjast arkitektúr og tónlist, sýningum og fyrirlestrum til skoðunarferða um rómaðar byggingar og opnar vinnustofur.

Arkitektafélagið mun standa fyrir reiðtúr um Heiðmörk að

Byggingin er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni 1910.Guðjón Magnússon arkitekt verður leiðtogi ferðarinnar.

Með fyrirvara um að verði þingfundur þennan dag fellurheimsókn niður. (max. 40 manns)

(max. 50 manns)

Baldur verður leiðtogi ferðarinnar og mun upplýsa okkur ummargt skemmtilegt og fróðlegt á leiðinni.Áætlaður brottfaratími er kl: 16.00 frá Eldingu í Ægisgarðiog komutími kl: 19:00.

Skoðunarferðir

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Alþingi, opnar byggingar (13:00-14:00)Sigurður Einarsson arkitekt segir frá

Kirkjustræti, 101 Rvk

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Hjólandi arkitektar, skoðunarferð á reiðhjólum(11:00-13:00)Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötumegin, 101 Rvk Nánari upplýsingar í síma 840 47 95

Nánari upplýsingar í síma 840 47 95

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Hæstiréttur, opnar byggingar (13:00-14:00)

(16:00-19:00)

Steve Christer arkitekt segir frá

Við Arnarhól, 101 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Reiðtúr með Íshestum

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Reykjavík á láði, bátsferð (16:00-19:00)Leiðsögn: Baldur Ó. Svavarsson arkitekt

Farið frá Eldingu - Ægisgarði, 101 RvkNánari upplýsingar í síma 840 47 9726.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Tónlistarhúsið, opnar byggingar (15:00-16:00)Ósbjörn Jacobsen arkitekt segir frá

Við upplýsingaskiltið, Sæbraut, 101 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Þjóðleikhúsið, opnar byggingar (11:00-12:00)Vigdís Jakobsdóttir segir frá

Við Hver sgötu, aðalinngangur, 101 Rvk

(max. 30 manns)

(max. 20 manns)

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Arkitektúr á hvíta tjaldinu(20:00-23:00/20:00-24:00)

26.03 / Jeans Team - tónleikar (20:00-00:000)

Fös: Kynnir Guðmundur Oddur MagnússonKoolhaas Houselife (2008) Mon oncle (1958)Lau: Kynnir Guja Dögg HauksdóttirMy architect (2003) The Fountainhead (1949)

Í tilefni frumútgáfu bókarinnar Byggingarlist í augnhæð býðurListasafn Reykjavíkur til útgáfuteitis í Hafnarhúsinu.Bókina skrifaði Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt og deildarstjóribyggingarlistardeildar við safnið. en hú n út afArkitektafélagi Íslands og Námsgagnastofnun.Opin verður byggingarlistarsmiðja fyrir börn á öllum aldri bæðilaugardag og sunnudag í Hafnarhúsinu.

Norræna húsið, 101 Rvk

Eftir opnunarteiti Hönnunarmiðstöðvarinnar í Saltfélagshúsinustendur AÍ fyrir teiti í Pikknikk salnum. Þar verða tónleikar meðspúttnik hljómsveitinni JEANS TEAM frá Berlín. Hljómsveitinaskipa 1 arkitekt og 2 myndlistamenn. Þeir hafa gert garðinnfrægan ytra með lögunum eins og ´Oh Bauer´ og´Keine Melodien´í Bretlandi á dögunum. Veitingar verða seldar á barnum.Aðgangseyrir 1.000 kr.

Pikknikk - Grandagarði 8, 101 Rvk

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Pecha Kucha (20:30-22:30)Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Rvk

Byggingalist í Augnhæð - Útgáfuteiti(15:00-17:00)

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Rvk

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03

Viðburðir

Umræður um arkitektúr og skipulag.Eitt A innanhúsarkitektar, KANON arkitektar, MFF ehf,Teiknistofan Tröð verða með opið hús.

VA arkitektar -Smiðjan – módelgerð fyrir börn á öllum aldri.Opin smiðja þar sem hugarfóstur þátttakenda er byggt íeinföldum módelefnivið. Þátttakendur: Allir gestir.Leiðbeinendur: Arkitektar frá teiknistofunni.

Opið hús verður á teiknistofunni TARK.Kl. 15:00 verður greint verður frá sögu elstu teiknistofunnar áÍslandi - Margrét Leifsdóttir arkitek

KRADS arkitektar bjóða upp á opna vinnustofu í tveimurgámum á bílaplaninu fyrir utan Saltfélagshúsið.

Opin hús

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Hönnunardeild Listháskóla Íslands (13:00-16:00)

Skipholt 1, 105 RvkNánari upplýsingar í síma 840 47 7526.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Opnar teiknistofur - Arkís (12:00-18:00)Opið hús verður hjá Teiknistofunni ARKÍS undir heitinu Vistvænhönnun. Þar verður boðið upp á sýningu tengdri efninu ásamt

Opið hús fyrir alla sem áhuga hafa á vannýttri auðlind í íslenskusamfélagi. Hönnun er í vissum skilningi óáþreifanleg, en er örugg-lega ótæmandi og sjálfbær. Okkur langar til að opna dyrhönnunardeildar Listaháskólans til að sýna öllum sem áhuga hafaá, að skoða möguleika hönnunar og arkitektúrs til hagsældar fyriríslenskt samfélag. Þar geta gestir séð hvernig hönnun ogarkitektúr samþætta viðskipti og menningu, og kynnstframsækinni hönnun og nýsköpun. Nemendur deildarinnar munusetja fram frumlegar og áhugaverðar tillögur hinna ýmsu verkefnasem þeir hafa tekist á hendur s.l. misseri.

Aðalstræti 6, 101 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Opnar teiknistofur - Goggurinn (11:00-14:00)

Laugavegur 26, 101 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Opnar teiknistofur - Módelsmiðjan(10:00-22:00 / 13:00-18:00 / 13:00-18:00)

Borgartúni 6, 105 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Opnar teiknistofur - TARK (13:00-16:00)

Brautarholti 6, 105 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Plug In Studio - KRADS (12:00-19:00)

Saltfélagshúsið, Grandagarði 2, 101 Rvk

ARKITEKTAFÉLAGIÐ Á HÖNNUNARMARS

Hildur Gunnlaugsdóttir og Hildur Sigþórsdóttir arkitektarsýna okkur inn í ímyndaða framtíð nokkurra lóða í borginni.

Vaxtarbroddar er samsýning á lokaverkefnum nýútskrifaðraarkitekta. Á sýningunni gefst almenningi tækifæri til að kynnastverkum arkitektanna sem hafa stundað nám við hina ýmsu skólaerlendis.

Sýningaskáli Arnaldar Schram arkitekts verður til sýnisundir berum himni í Fógetagarðinum við Aðalstræti.

Loksins eru úrslit í alþjóðlegri samkeppni um nýjarhöfuðstöðvar gamla Landsbankans birtar almenningi. 22tillögur bæði af innlendum og erlendum arkitektum.

Sýningar & Innsetningar

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Borg framtíðarinnar - Klippimyndir

Í glugga Tryggvagötu 4-6, 101 Rvk

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Pavillion í Fógetagarðinum

Aðalstræti, 101 RvkNánari upplýsingar í síma 840 47 87

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03 - 15.04Samkeppni um höfuðstöðvar Landsbanka Íslands(15:00-22:00/7:30-20:00/12:00-20:00)

Haskólatorg, 101 RvkNánari upplýsingar í síma 840 47 90

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03 - 05.04Vaxtarbroddar, lokaverkefni arkitektanema(17:00-19:00/8:00-19:00/12:00-18:00/12:00-18:00)

Ráðhús Reykjavíkur, 101 RvkÍ tengslum við útgáfu bókarinnar Byggingarlist í augnhæðverður Guja Dögg Hauksdóttir með fyrirlestur í Hafnarhúsinuum börn og byggingarlist þar sem m.a. verður sagt og sýnt afnýlegum byggingarlistarbúðum og -smiðjum barna og unglingasem unnar hafa verið með hliðsjón af verkefnum í bókinni.Allan daginn er einnig boðið upp á opna byggingarlistarsmiðjufyrir börn á öllum aldri í Hafnarhúsinu.

Fyrirlestrar & Spjall

26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Arkitektúr og hönnun Bláa Lónsins (11:00-12:00)

Laugavegur 15, 101 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Byggingalist í augnhæð (15:00-17:00)

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 RvkNánari upplýsingar í síma 840 47 9826.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar ogMorgunblaðsins (13:00-18:00)Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu, 101 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Pecha Kucha (20:30-22:30)Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Rvk26.03 / 27.03 / 28.03 / 29.03Skipulag og lýðheilsa (17:00/11:00/13:00)Framtíðarsýn: Borgin í heild, infrastrúktúr, vöxtur,Sjálfbærni vistvæni, Borgarrýmið, heilbrigt líf borgarinnarRáðhús Reykjavíkur, 101 Rvk

Bláa Lónið leggur ríka áherslu á arkitektúr og hönnun.Sígríður Sigþórsdóttir, VA Arkitektar, er aðalhönnuður mann-virkja fyrirtækisins og má þar nefna, Bláa Lónið, Bláa LóniðLækningalind og Hrey ngu og Blue Lagoon Spa í Reykjavík.Í hönnun sinni hefur Sigríður lagt áherslu á samspil hönnunar ogarkitektúrs, skilin á milli hins náttúrulega og manngerða verðaþví oft óljós. Sigríður verður í verslun Bláa Lónsins aðLaugavegi 15, laugardaginn, frá klukkan 11.00 – 12.00 þar semhún mun önnun sína með óformlegum hætti og svarafyrispurnum gesta

Sjá einnig nánar vefsíðu Hönnunarmiðstöðvarinnar um frekari

Hægt er bóka sig skoðunarferðirnar hjá Hönnunarmiðstöðinni.

viðburði á HönnunarMars www.honnunarmidstod.is

Sérstakar þakkir fá þeir aðilar sem styrktutónleikana með Jeans Team:

Page 15: C3%BDrsla091103_02

15

Yfirlitssýning á íslenskum verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts.Í vor hófst undirbúningsvinna vegna yfirlitssýningar á íslenskum verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts sem haldin verður á Kjarvalsstöðum dagana 7.nóvember til 31.janúar á næsta ári. Sýningin er samstarfsverkefni milli Arkitektafélags Íslands og byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur. Undirbúningshópinn skipa Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Laufey Agnarsdóttir, Magnús Jensson (arkitektar faí / dagskrárnefnd AÍ), Guja Dögg Hauksdóttir (arkitekt faí / byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur) og Sigríður Maack arkitekt faí. Hópurinn hefur frá byrjun átt náið og ánægjulegt samstarf með Högnu og hefur það verið afar dýrmætt. Með þessari sýningu vill Arkitektafélag Íslands og Listasafn Reykjavíkur heiðra Högnu Sigurðardóttur í tilefni af áttræðisafmæli hennar auk þess sem sýningunni er ætlað að vekja athygli almennings á hinu mikilvæga framlagi hennar til byggingarlistar á Íslandi.

Rýmin í bænumÁ menningarnótt þann 22. ágúst síðastliðinn fór fram hugmyndasmiðja í Zímsen húsinu þar sem gestum Menningarnætur gafst kostur á að upplifa rýmin í bænum á nýjan hátt og koma eigin hugmyndum á framfæri.

Almenningsrými miðborgarinnar voru í brennidepli á hugmyndasmiðjunni. Leitast var við að finna svör við því hvað felst í orðunum; gata, torg og garður en í því samhengi voru Laugavegur, Lækjartorg og Hljómskálagarður kynnt til sögunnar. Þessum stöðum voru gerð góð skil í teikningum og ljósmyndum. Jafnframt voru dregin upp erlend dæmi til samanburðar. Hverjum þessara staða fylgdi vinnustöð þar sem gestir gátu teiknað hugmyndir sína á útprentaða ljósmynd eða grunnmynd sem tilheyrði viðkomandi stað. Einnig gat fólk skrifað niður hugmyndir og vangaveltur á minnismiða og tekið þátt í óformlegri “teiknibólukönnun”.

Aðstandendur viðburðarins voru arkitektarnir Ástríður Magnúsdóttir, Bjarki Gunnar Halldórsson, Helgi Steinar Helgason, Hildur Gunnlaugsdóttir og Hildur Steinþórsdóttir. Hópurinn, sem fengið hefur nafnið Skyggni ágætt, leggur sig fram við að sjá nýja möguleika í umhverfinu þar sem lögð er áhersla á gæði en ekki magn. Ferskleiki, bjartsýni og sköpunargleði eru þar höfð að leiðarljósi. Jafnframt ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að skapa uppbyggilegan umræðuvettvang, um arkitektúr og umhverfi hér á landi.

FyrirlestrarHjörleifur Stefánsson arkitekt FAÍ kynnti bók sína Andi Reykjavíkur á hádegisverðafundi þann 6. nóvember 2008. Bókin fjallar um byggingarlist og skipulagsmál í Reykjavík og er þarft innlegg í umræðuna um miðbæ Reykjavíkur.

Bandaríski arkitektinn Richard Calderon hélt fyrirlestur “Back to the Future through historic Hamlets / Villages / Towns” í Norræna húsinu í júníbyrjun. Fyrirlesturinn var haldinn í samstarfi við Norræna húsið og var ágætlega sóttur.

Gunnlaugur Halldórsson arkitekt, aldarminning. Fyrirlestur Péturs H. Ármannssonar arkitekts í Norræna húsinu á alþjóðlegum degi byggingarlistar þann 5. október.Gunnlaugur Halldórsson (1909-1986) er í hópi merkustu frumherja íslenskrar byggingarlistar. Verk Gunnlaugs endurspegla tryggð hans við hugsjón módernismans um hönnun í anda einfaldleika og notagildis. Meðal þeirra eru verkamannabústaðir við Hringbraut austan Hofsvallagötu, Félagsgarður við Hávallagötu, viðbygging við Landsbankann, Búnaðarbankinn í Austurstræti, byggingar SÍBS á Reykjalundi, Amtsbókasafnið á Akureyri, Háskólabíó, íbúðarháhýsi við Sólheima 25-27 og Búrfellsvirkjun (þrjú síðustu ásamt Guðmundi Kr. Kristinssyni).

Almenningsrými miðborgarinnar voru í brennidepli á hugmyndasmiðjunni. Leitast var við að finna svör við því hvað felst í orðunum; gata, torg og garður en í því samhengi voru Laugavegur, Lækjartorg og Hljómskálagarður kynnt til sögunnar. Þessum stöðum voru gerð góð skil í teikningum og ljósmyndum.

Page 16: C3%BDrsla091103_02

16

Skemmtinefnd hittist reglulega. Ræddar voru ýmsar tillögur í dagskrár skemmtinefndar. Sökum ástands í þjóðfélaginu var ákveðið að halda einfaldari og ódýrari árshátíð. Árshátíðin var haldin í Viðey og tókst mjög vel. Ákveðið var að halda áfram að bjóða uppá gönguferðir á fjöll í nágrenni Reykjavíkur, hinsvegar varð ekkert úr því.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Árshátíð vorið 2010

Gönguferðir á laugardagsmorgnumUndanfarinn vetur hafa kvenkyns arkitektar komið saman með óformlegum hætti til að efla liðsandann og skiptast á skemmtilegum frásögnum um allt sem snýr að faginu og okkur sjálfum. Í gamni hefur heitið “Högnur” orðið að eins konar samheiti fyrir kvenkyns arkitekta í þessu samhengi. Í vor var efnt til “Högnu” gönguferða um fjögur hverfi borgarinnar, til að hrista vetrarslenið af konum, hreyfa sig og kynnast nýjum hliðum á borginni. Þótti við hæfi að síðasti göngutúrinn lægi, framhjá húsi Högnu að Brekkugerði 19. Mæltust þessar gönguferðir vel fyrir og lýstu margar yfir áhuga á að gera meira af slíku. Var þáttaka í þessum gönguferðum góð framan af en síðan fór að eitthvað að fækka í hópunum. Var ljóst að ekki hentuðu laugardagsmorgnar öllum og líkast til of þétt að hafa gönguferðirnar vikulega.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan – Vonast er til að taka upp gönguferðir að nýju og þá með öðru sniði.

ARONÁrsskýrsla til aðalfundar AÍ 2009Stjórn ARON (til eilífðar):Halldór Gíslason aðalformaðurBaldur Ó Svarvarsson besti vinur aðal.

ARON = Arkitektafélg Reykjavíkur Og Nágrennis, er sjálfstætt starfandi félag með eigin skrifstofur, bókhald, rekstur og ræstingu. Félagið er fyrst og fremst stuðningsaðili við starfsemi AÍ. Markmið þess er að styrkja tengsl félagsins og félagsmanna við strauma og stefnur í íslensku þjóðlífi, ásamt því að styrkja rekstur öldurhúsa miðbæjarins. ARON hefur sterk tengsl við íslenskt atvinnu- og stjórnmálalíf líkt og sjá má á gestalista á fundum félagsins. Heiðursfélagi ARON er amma Davíðs Oddssonar – en fáar ömmur hafa haft jafn afdrifarík áhrif á gang mála í íslensku þjóðfélagi á umliðnum árum.

ARON er eini selskapur arkitekta sem stundar markvissa og árangursríka útrás í Afríku – Nánar tiltekið í Mósambík en þar er útibú ARON starfrækt við góðan orðstír. Dóri er þar héraðshöfðingi og er ekki væntanlegur heim í bráð.

ARON hefur oft fundað á s.l. ári og stefnir að fleiri fundum á komandi ári.Ekki er óskað eftir tilnefningum í stjórn

ARON á komandi starfsári.

F.h okkar Dóra.Baldur Ó. Svavarsson arkitekt FAÍ, FSSA og FARONMeð lögum skal land byggjaArkitektafélag Íslands er umsagnaraðili Alþingis um frumvörp til laga og reglugerða er snerta starfsvið arkitekta.

Siðanefnd Arkitektafélags ÍslandsEkkert mál barst nefndinni á liðnu starfsári og siðanefnd hélt því engan bókaðan fund.

ARON er eini selskapur arkitekta sem stundar markvissa og árangursríka útrás í Afríku – Nánar tiltekið í Mósambík en þar er útibú ARON starfrækt við góðan orðstír. Dóri er þar héraðshöfðingi og er ekki væntanlegur heim í bráð.

Maður er manns gaman

Page 17: C3%BDrsla091103_02

17

Staða arkitekta almennt hefur versnað verulega á þessu ári vegna hruns efnahagskerfisins og falls á gengi krónunnar síðastliðið haust. Horfur á markaði voru mjög þrúgandi strax upp úr áramótum, þar sem verulegur hluti launþega hafði fengið uppsagnir síðustu mánuði 2008 vegna breyttrar verkstöðu stofanna. Flestar uppsagnir tóku gildi fyrstu mánuði 2009. Verkefnastaða stofanna hefur almennt þrengst út árið, sem hefur komið beint niður á starfsöryggi launþegaarkitekta og auknum uppsögnum. Verst er ástandið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir arkitektar starfa. Þó nokkur dæmi eru um að launþegaarkitektar séu þegar farnir erlendis í leit að nýjum störfum. Einnig eru dæmi um að stofur séu að leita verkefna í auknum mæli erlendis. Því miður hefur LA ekki forsendur til að upplýsa um hlutfall atvinnulausra eða brottfluttra launþegaarkitekta, en líklegt er að það sé verulegt og töluvert yfir meðaltali annarra stétta.

Breyting á lögum um virðisaukaskattHinn 6. mars 2009 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Bætt var við áður gildandi lög ákvæði til bráðabirgða sem gildir á tímabilinu frá 1. mars 2009 til 1. janúar 2011. Arkitektafélag Íslands, Félag sjálfstætt starfandi arkitekta, Félag ráðgjafarverkfræðinga, Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag verkfræðinga og

Tæknifræðingafélag Íslands beittu sér sameiginlega fyrir því, þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu, að ákvæðið um endurgreiðslu virðisaukaskatts næði ekki einungis til vinnu iðnaðarmanna, heldur einnig til vinnu vegna hönnunar og eftirlits. Bréf þar að lútandi var sent Efnahags- og skattanefnd þingsins auk þess sem fulltrúar félaganna funduðu með nefndinni af sama tilefni. Markmiðið náðist með því að breytingar voru gerðar á lagafrumvarpinu til samræmis við kröfur félaganna og lögin þannig samþykkt. Breytingin varðar endurgreiðslu á virðisaukaskatti til byggjenda íbúðar- og frístundahúsnæðis vegna vinnu hönnuða og eftirlitsaðila. Ákvæðið nær einnig til hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhalds þess háttar húsnæðis, sem og til annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga. Um er að ræða 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna ofangreindrar þjónustu.Sjá nánar ný lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt: http://www.althingi.is/altext/136/s/0673.html

Launþegafélag ArkitektaÍ ljósi aðstæðna hefur lítið farið fyrir gerð nýrra kjarasamninga, sem þó voru lausir í febrúar. Ekki hefur verið gengið frá neinu varðandi framhaldið og því eru samningar LA og FSSA lausir og útrunnir. Stjórn hefur borist fjöldi fregna

af skerðingu starfshlutfalls og beinna launalækkana þeirra sem enn eru í starfi. Stjórn hefur verulegar áhyggjur af þessari þróun og að launagjá milli arkitekta- og verkfræðistarfa muni aukast enn frekar en orðið hefur.

Aðstæður hafa skerpt á umræðum um hlutverk LA, sem skv. lögum félagsins frá 1978 er stéttarfélag fyrir landið allt og deild í AÍ. Einnig tengslum LA við AÍ og Sjúkrasjóð arkitekta. Umræðurnar leiddu m.a. til opinna vinnufunda um framtíðarsýn um starfsemi og skipulag AÍ og tilraunar til að auka á samstarf við FSSA, með sameiningu félaganna. Stjórn LA hafði ekki beina aðkomu að undirbúningi funda um endurmótun og sameiningartillögum, en hefur tekið þátt á almennum nótum. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag LA er ófullnægjandi til að takast á við hlutverk sitt sem stéttarfélag og ekki til þess fallið að styrkja starfsemi þess. Töluverður munur er á starfsviði kjaranefndar og stéttarfélags. Í því árferði sem nú ríkir er ljóst að þörf launþegaarkitekta fyrir raunverulegan bakhjarl í formi þróttmikils stéttarfélags er verulegur og umfram það sem ólaunað og fjárvana félagsstarf LA getur staðið undir.

Atvinnu- og réttindamál arkitekta

Breytingin varðar endurgreiðslu á virðisaukaskatti til byggjenda íbúðar- og frístundahúsnæðis vegna vinnu hönnuða og eftirlitsaðila. Ákvæðið nær einnig til hönnunar eða eftirlits við endurbætur eða viðhalds þess háttar húsnæðis, sem og til annars húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga. Um er að ræða 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna ofangreindrar þjónustu.

Page 18: C3%BDrsla091103_02

18

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Í því ljósi er nú unnið að tillögum um breytingar á starfsramma LA til eflingar á stöðu og kjörum launþega, sem samtímis stendur vörð um þau góðu réttindi áunnist hafa í sjúkrasjóð, styrkir félagsstarf AÍ og sóknarfæri FSSA. Umræðum um framtíðar fyrirkomulag sjúkrasjóðs og tengslum hans við LA er þó ekki lokið og niðurstaða liggur því ekki fyrir. Einnig er staða sjóðs í eftir sviptingar í efnahagslífi landsins óljós.

Sjúkrasjóður AÍSjúkrasjóður Arkitektafélags Íslands hefur verið starfræktur um þriggja áratuga skeið. Það er mikið hagsmunamál fyrir arkitekta, hvort sem um launþega eða atvinnurekendur er að ræða, að málefni sjúkrasjóðs séu á tryggum grunni. Fyrir um áratug var gengið frá samkomulagi til bráðabirgða um vörslu SA hjá VR, þar sem SA er þó haldið sem sér einingu, enda eru sjóðfélagar SA að jafnaði ekki félagsmenn VR. Samkomulagið hefur veitt sjóðsfélögum SA sambærileg réttindi og gilda um sjúkrasjóð VR. Nú vinnur nýskipuð stjórn SA að endurskoðun/endurmati þess samkomulags.Skipuð var ný bráðabirgðastjórn SA: Lárus Guðmundsson fh. LA, Ásgeir Ásgeirsson fh. FSSA, Jóhannesi Þórðarsyni, sem lengst af hefur haldið utan um SA og Gunnari Baldvinssyni, sem ráðgjafa stjórnar, frá Almenna lífeyrissjóðnum.

Nú er komin upp sú staða að stór hópur arkitekta sem hafa orðið atvinnulausir, missa jafnframt bótaréttinn úr sjúkrasjóð. Guðrún framkvæmdastjóri AÍ og Magnús Baldursson hdl. f.h. FSSA, eftir samráð við stjórn LA, gengu til viðræðna við fulltrúa VR í sumar með það að markmiði að ráða bót á þessari óviðunandi stöðu. VR hafði þá þegar gripið til sérráðstafana fyrir sína félagsmenn í sömu stöðu.Gert hefur verið bráðabirgðasamkomulag LA og FSSA við VR vegna atvinnulausra arkitekta, sem voru sjóðsfélagar í SA fyrir starfsmissi, um að launþegar greiði 0,7% af atvinnuleysisbótum sem félagsgjald í VR, sem VR greiðir svo beint áfram inn í SA fyrir viðkomandi, til að viðhalda réttindum í SA. Undantekning þessi gildi út árið 2010.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undan Unnið er að framtíðarfyrirkomulagi SA, sem falli að hugmyndum um endurmótun AÍ.

Starfsumhverfi arkitektaAtvinnuleysi í okt. 08 mældist 3.106 manns alls á landinu öllu, en fór hæst í 14.814 skráða atvinnulausa í apríl. Síðan þá hefur heldur heldur dregið úr atvinnuleysi, sem taldi 12.145 atvinnulausa í september. Langflestir atvinnulausra eru á höfuðborgarsvæðinu. Ástandið kemur mjög hart niður á mannvirkjagerð vegna ofþenslu á byggingamarkaði undanfarin ár, sérstaklega í framleiðslu íbúðar- og

atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Fall krónunnar, hár fjármagnskostnaður og umtalsverð skuldastaða bæði heimila og fyrirtækja hafa orsakað mikla kólnun í allri eftirspurn. Viðskipti og framkvæmdir í kringum fasteignir og mannvirki hafa dregist gríðarlega saman. Þau verk sem enn eru í vinnslu voru flest hafin fyrir hrun. Á mannvikjasviði gætir hvað mestrar kólnunar í okkar stétt, þrátt fyrir ívilnanir um endurgreiðslu á vsk af vinnu hönnuða og vinnulið framkvæmda og viðhaldsverka á íbúðarhúsnæði.Staðan kallar á endurmat á hefðbundnu starfsumhvefi arkitekta og aðkomu að mótun manngerðs umhverfis. Í þeirri stöðu er ljóst að mikilvægi samstöðu og samvinnu arkitekta er mikilvægara nú en oft áður.

Atvinnuleysi arkitektaUpplýsingar frá Vinnumálastofnun um fjölda atvinnulausra arkitekta á skrá 2009. mars júlí ágúst september193 159 162 162

Tala skráðra atvinnulausra arkitekta fór hæst í mars en þá voru 193 skráðir atvinnulausir, þar af arkitektar (145), innanhússarkitektar (31), landslagsarkitektar (8), skipulagsfræðingar (3) og aðrir mannvirkjahönnuðir (6). VMS býst við auknu og vaxandi atvinnuleysi um 1% pr mánuð fram í mars á næsta ári. Þeir byggja sína spá á gögnum frá SÍ, SA, ASÍ og Hagstofu.

Nú er komin upp sú staða að stór hópur arkitekta sem hafa orðið atvinnulausir, missa jafnframt bótaréttinn úr sjúkrasjóð.

Page 19: C3%BDrsla091103_02

19

Minningarsjóður prófessors dr. phil. Húsameistara Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns sem dagsett var 08.12.1948.

Í erfðaskránni er svo fyrir mælt að ákveðnum hluta eigna hans skuli varið til sjóðsmyndunar í nafni hans. Þar segir ennfremur að fyrstu tíu árin eftir andlát hans skuli sjóðurinn varðveittur í þáverandi kennslumálaráðuneyti en eftir það renna til Húsameistarafélags Íslands eða, ef það félag yrði lagt niður, í það félag sem stofnað yrði á sama grundvelli og meirihluti félagsmanna væri íslenskir húsameistarar. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda.

Minningarsjóðurinn hefur í því skyni veitt styrki annað hvert ár, frá árinu 1995 og er þetta í áttunda sinn. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal heildarupphæð styrkveitinga vera 3/4 hlutar vaxtatekna síðast liðinna tveggja ára en 1/4 hluti vaxtatekna skal leggjast við stofnfé. Stjórn leggur til að skerpt verði á gr. nr. 3 og gr.nr.5 í skipulagsskránni fyrir sjóðinn hvað varðar hlut tekna til úthlutunar.

Í ár bárust tuttugu og ein umsókn um styrki. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu ákvað stjórn sjóðsins að úthluta 2.000.000 kr. Þann 24. apríl var styrkjum úthlutað til eftirtalinna verkefna:

Atli Magnús Seelow hlaut 400.000 kr. styrk til að ljúka ritun bókar um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins.

Haraldur Helgason arkitekt FAÍ hlaut 300.000 kr. styrk vegna vinnu við skráningar á samkeppnum á vegum AÍ , BMI og HIA á tímabilinu 1926-1939.

Halldóra Arnardóttir listfræðingur og Pétur H. Ármannsson arkitekt FAÍ hlutu 500.000 kr. styrk til loka vinnslu við að skrá 1. bindi í ritröð um íslenska arkitekta, en það fjallar um Manfreð Vilhjálmsson arkitekt.

Ingibjörg G.Guðjónsdóttir, félagsfræðingur ,Olga Guðrún Sigfúsdóttir, arkitekt FAÍ og Þórdís E Ágústsdóttir , ljósmyndari hlutu 300.000.-kr styrk til að ljúka við gerð bókar um baðmenningu Íslendinga í sögulegu samhengi frá tímum víkinga til okkar daga.

Dagskrárnefnd AÍ fékk 500.000.-kr í styrk vegna sýningar á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts FAÍ í tilefni af áttræðisafmæli hennar. Dagskrárnefnd skipa arkitektarnir Laufey Agnarsdóttir, Magnús Jensson og Anna Sóley Þorsteinsdóttir og vinna þau þessa sýningu í samstarfi við Gauju Dögg Hauksdóttur, arkitekt FAÍ og Sigríði Mack, arkitekt FAÍ.

Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda.

Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar

Page 20: C3%BDrsla091103_02

20

Á árinu voru haldnir fimm félagsfundir,þar sem tekið var á framtíðarsýn og stefnumótun félgsins, atvinnumálum og samkeppnismálum.

Tveir fulltrúaráðsfundir voru haldnir, en þar eiga sæti formenn allra fastanefnda félagsins ásamt formanni LA og stjórn AÍ. Fulltrúaráðsfundir eru samstarfs- og samráðsvettvangur stjórnar, fastanefnda og félaga ( deilda ) innan AÍ. Fulltrúa úr stjórn FSSA er jafnframt boðið að sitja fulltrúaráðsfundi AÍ, sem og öðrum sem talið er að eigi sérstakt erindi þangað hverju sinni.

Skrifstofa Á skrifstofu AÍ er haldið utan um félagsstörf og fjármál og stjórninni veitt aðstoð við sín störf. Þar hafa starfað framkvæmdastjóri AÍ, Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ, og Helga Sjöfn Guðjónsdóttir gjaldkeri/ritari í 70% hlutastarfi. Ásgerður Pálmadóttir sér um bókhald félagsins.

Vegna mikils halla á rekstri félagsins og litlar vonir um auknar tekjur til rekstur skrifstofu hefur stjórn tekið þá erfiðu ákvörðun að segja upp framkvæmdastjóra félagsins og lækka starfshlutfall ritara/gjaldkera félagsins. Framkvæmdastjórn félagsins verður í höndum stjórnar og Helga Guðjónsdóttir, ritari og gjaldkeri félagsins mun starfa áfram á skrifstofu.

Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hefur starfað hjá félaginu í 10 ár og þakkar stjórn henni fyrir störf í þágu félagsins.

Skrifstofa AÍ er til húsa að Engjateigi 9, 2. Hæð. Opnunartími skrifstofu verður alla virka daga nema föstudag milli kl. 9:00 og 13:00.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanLeita leiða til að auka rekstrartekjur félagsins, með það að markmiði að þær standi undir 2-4 starfsmönnum sem vinna að samkeppnishaldi, kynningar- og markaðsstarfi, útgáfustarfsemi auk annarra tekjuaflandi verkefna ásamt öflugri þjónustu við félagsmenn.

Rekstur félagsinsHelstu tekjustofnar félagsins eru félagsgjöld annars vegar og tekjur af samkeppni hins vegar. Tekjur af samkeppnum fer eftir umfangi og fjölda samkeppni og geta verið mjög breytilegar á milli ára.

Á aðalfundi félagsins í nóvember 2008 var samþykkt tillaga stjórnar um lækkun félagsgjalda. Rekstraráætlun fyrir komandi ár gerði ráð fyrir að félagið yrði rekið með tapi. Það var rökstutt með því að undanfarin ár hafði félagið skilað hagnaði og taldi stjórn það eðlilegt að nýta þann hagnað til lækkun félagsgjalda þar sem fyrirsjánlegt var mjög erfitt atvinnuástand meðal arkitekta. Mikið

Tilgangur félagsins er að stuðla að góðri byggingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra.

Félagsstarfið byggir á áhuga félagsmanna til þess að leggja sitt af mörkum. Fjöldi félagsmanna vinnur mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins í sjálfboðavinnu. Á vegum félagsins starfa 9 fastanefndir, auk þess starfa starfshópar um sérstök málefni sem unnið er að hverju sinni.

StjórnStjórn félagsins fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, sinnir rekstri félagsins og gætir hagsmuna félagsheildarinnar.

Stjórnarfundir voru haldnir að jafnaði á tveggja vikna fresti með hléum yfir sumarmánuðina. Til stjórnar berast margvísleg erindi, ýmist frá félagsmönnum eða utanaðkomandi aðilum, m.a. opinberum aðilum. Á stjórnarfundum eru einnig tekin fyrir ýmis konar afgreiðslumál, jafnframt því sem leitast er við að nota fundina til þess að móta stefnu í málum sem snúa að félaginu og félagsmönnum. Til Arkitektafélagsins er einnig leitað um tilnefningar fulltrúa í ýmis trúnaðarstörf utan félagsins. Framkvæmdastjóri AÍ situr stjórnarfundi.

Félagsstarfið byggir á áhuga félagsmanna til þess að leggja sitt af mörkum.

Arkitektafélag Íslands

Page 21: C3%BDrsla091103_02

21

aðhald hefur verið í rekstri félagsins, en því miður hafa aðrar tekjur, sem helst eru tekjur af samkeppnum brugðist og halli af rekstri félagsins stefnir í að vera meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjárhagur félagsins er með þeim hætti að rekstur félagsins verður að vera í jafnvægi næsta ár. Til að svo geti orðið þarf annaðhvort að auka tekjur verulega, eða lækka rekstrarkostnað. Engin merki eru um breyttar atvinnuhorfur arkitekta á komandi ári. Það er því ekki heppileg leið til að auka tekjur félagsins með hækkun félagsgjalda fyrir næsta rekstrarár og mjög óvíst er um aðrar tekjur.

Stjórn félagsins hefur sótt um styrki til Reykjavíkurborgar og ríkis vegna reksturs félagsins og fyrir stöðu atvinnuþróunarfulltrúa arkitekta. Umsóknirnar bíða afgreiðslu frjárlaganefndar Alþingis og Reykjavíkurborgar.

Engin merki eru um breyttar atvinnuhorfur arkitekta á komandi ári. Það er því ekki heppileg leið til að auka tekjur félagsins með hækkun félagsgjalda fyrir næsta rekstrarár og mjög óvíst er um aðrar tekjur.

FélagarFjöldi félaga og félagsgjöld. 2007 2008 2009Heiðursfélgar: 1 1 2Félagar bústettir á Íslandi 288 297Félagar búsettir erlendis 27 32Nemar 51 86Samtals: 314 367 417 Karlar 211 241 260Konur 103 126 157 Félagar sem greiða árgjald 246 253 284Félagar 67 ára og eldri 43 44 46Félagar sem ekki greiða árgjald 6 9Nýútskrifaðir arkitektar 14 20 Nýir félagar 24 58 60Úrsagnir 7 2 10 Félagsgjöld í vanskilum 1,0 mill 0,9 mill 0,75 mill

Árgjald félagsins 2008-2009 er 43.500 kr. Á aðalfundi 2008 var samþykkt almenn lækkun til félaga sem greiða fullt árgjald sem er þá 27.186kr.

Félagar sem starfa erlendis greiða 50% félagsgjalds. Einnig geta þeir arkitektar sem starfa hjá opinberum stofnunum sótt um að greiða 50% félagsgjald. Félagsmenn eldri en 67 ára greiða ekki árgjald hafi þeir verið í félaginu í a.m.k. 10 ár. Stjórn og ritnefnd AÍ greiða ekki árgjald. Frá aðalfundi AÍ 2006 geta nýútskrifaðir arkitektar orðið félagar í AÍ án þess að greiða árgjald fyrstu tvö árin eftir fullnaðarpróf og nemar í arkitektúr, bæði hér heima og erlendis greiða ekki fyrir aðild að félaginu. Ennfremur er í gildi sú regla, að þeir sem útvega nýja félagsmenn greiði 50% árgjald í eitt ár og einnig þeir nýju sem þeir fá með sér.

Félagsmenn sem skulda meira en tvö ár fara sjálfkrafa úr félaginu skv. félagslögum AÍ, en þeir sem skulda eitt ár eru ekki á póstlista félagsins og missa jafnframt atkvæðisrétt sinn.

Stjórn heimsótti fyrsta og annarsárs nema í arkitektúr við Listaháskóla Íslands þann 22. september síðastliðinn. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna starfsemi og sögu Arkitektafélags Íslands fyrir arkitektúrnemum og ræða atvinnumál stéttarinnar. Nemum var boðið að gerast félagar í AÍ og tóku 22 nemar því tilboði.

Page 22: C3%BDrsla091103_02

22

Heiðursfélagar

Alls hafa sex einstaklingar hlotið nafnbótina heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands. Tvö þeirra eru núlifandi, þ.e. Högna Sigurðardóttir sem kjörin var heiðursfélagi árið 2009 og Gísli Halldórsson arkitekt, sem kjörinn var heiðursfélagi árið 2002. Aðrir sem hlotið hafa þessa nafnbót eru Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 2001, Hörður Ágústsson listmálari og fræðimaður um byggingarlist, kjörinn heiðursfélagi 1992, Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, kjörinn heiðursfélagi 1969 og Sigurður Guðmundsson, arkitekt, sem varð heiðursfélagi Húsameistarafélagsins 1955.

Stjórn og fastanefndir kjörin á aðalfundi 17.nóvember 2008 Stjórn Arkitektafélags Íslands:Sigríður Magnúsdóttir, formaðurBjarni Snæbjörnsson, gjaldkeri og staðgengill formannsBorghildur Sölvey Sturludóttir, ritariÓlafur Sigurðsson, formaður, varamaður í stjórnBaldur Ó. Svavarsson, formaður, varamaður í stjórn

Skoðunarmenn ársreikninga:Jakob E. LíndalÞórarinn ÞórarinssonMálfríður K. Kristiansen, varamaður

Samkeppnisnefnd:Ólafur Sigurðsson, formaður, varamaður í stjórnJóhann EinarssonHarpa Stefánsdóttir

Markaðsnefnd:Baldur Ó. Svavarsson, formaður, varamaður í stjórnÍvar Örn GuðmundssonGunnar Örn SigurðssonKristján Örn Kjartansson

Laganefnd:Þorkell Magnússon, formaðurÓlafur JónssonGuðlaugur Gauti Jónsson

Menntamálanefnd:Gíslína Guðmundsdóttir, formaðurAnna Kristín HjartardóttirSigrún Birgisdóttir

Dagskrárnefnd:Laufey Agnarsdóttir, formaðurAnna Sóley ÞorsteinsdóttirMagnús Jensson

Ritnefnd:Þórarinn Malmquist, formaðurSteffan IwersenHarpa HeimisdóttirBjarki G. HalldórssonKristín Þorleifsdóttir fyrir hönd FÍLAValdimar Harðarson fyrir hönd FÍLA

Skemmtinefnd:Sturla Þór Jónsson, formaðurHildigunnur HaraldsdóttirStefán Benediktsson

Orðanefnd:Páll Bjarnason, formaðurHrafn HallgrímssonÞorsteinn GunnarssonOrmar Þór GuðmundssonMargrét ÞormarBergljót EinarsdóttirMagnús Jensson

Siðanefnd:Sigurður Harðarson, formaðurStefán Örn StefánssonValdís BjarnadóttirVilhjálmur Hjálmarsson, varamaður

Stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar:Sigriður Magnúsdóttir, formaðurSigríður Sigþórsdóttir, ritariSigurður Einarsson, gjaldkeriGuðmundur GunnarssonÁgúst Guðmundsson, forseti BÍL

Stjórn Launþegafélags Arkitekta:Friðrik Ó. Friðriksson, formaðurLárus GuðmundssonÖrn Baldursson

Alls hafa sex einstaklingar hlotið nafnbótina heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands. Tvö þeirra eru núlifandi, þ.e. Högna Sigurðardóttir sem kjörin var heiðursfélagi árið 2009 og Gísli Halldórsson arkitekt, sem kjörinn var heiðursfélagi árið 2002.

Page 23: C3%BDrsla091103_02

23

Mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins er samstarf við aðila sem tengjast starfssviði félagsins á einhvern hátt. Opinberir aðilar og stofnanir eru helstu samstarfsaðilar. Á liðnu ári hefur Hönnunarmiðstöð Íslands verið einn helsti samstarfsaðili félagsins ásamt byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur um að koma byggingarlist á framfæri og helstu viðburðir á vegum félagsins hafa verið í samstarfi við þessa aðila. Hvað varðar hagsmunamál arkitekta hefur Félag sjálfstætt starfandi arkitekta, FSSA verið helsti samstarfsaðili félagsins. Stjórnir félaganna hafa átt náið samráð síðastliðið ár við að vekja athygli ráðamanna á stöðu arkitekta og knýja á möguleika til úrlausna á yfirstandandi vanda í atvinnumálum stéttarinnar.

Útgáfa AT fagtímarits er samstarfsverkefni Félag íslenskra landslagsarkitekta og Arkitektafélags Íslands.

Bandalag íslenskra listamannaArkitektafélag Ísland er aðildarfélag Bandalags íslenskra listamanna, BÍL. Stjórn skipa formenn aðildarfélaganna þrettán, Ágúst Guðmundsson er forseti BÍL. Stjórnin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Árlega eru haldnir samráðsfundir stjórnar BÍL og menntamálaráðherra annars vegar og borgarstjóra hins vegar. BÍL setti sér það verkefni síðastliðið vor að færa íslenska ríkinu drög að almennri listastefnu og er verkefnið í vinnslu og stefnt að ljúka því í janúar 2010.

Norræn samvinnaSamstarf Arkitektafélagsins við systurfélög erlendis hefur aðallega falist í ársfundi stjórna og framkvæmdastjóra norrænna arkitektafélaga, sem haldinn er til skiptis í aðildarlöndunum sex, þ.e. Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi. Þessi norræni samstarfsvettvangur hefur nýst félaginu mjög vel og er hann einu faglegu tengsl félagsins við útlönd á reglulegum grunni. Þegar leita þarf upplýsinga eða ráða á milli funda er það jafnan auðsótt, hefur AÍ oft nýtt sér þau tengsl. Dagana 18.-19. September voru haldnir stjórnar- og samkeppnisfundir félaganna í Helsinki. Sigríður Magnúsdóttir formaður sótti báða fundina fyrir hönd AÍ.

Sameiginlega eiga norrænu félögin aðild að alþjóðlegum samtökum arkitekta, UIA ( Union Internationale des Architectes ). Norrænu arkitektafélögin mynda sameiginlega deild innan samtakanna. Finnska félagið, er nú í forsvari fyrir hönd Norðurlandanna í því starfi. Þriðja hvert ár standa UIA samtökin að alþjóðlegu þingi arkitekta sem haldin eru víðs vegar um heiminn. Í tengslum við þingin eru haldnar ráðstefnur, fyrirlestrar og sýningar um byggingarlist, næsta þing verður í Tokyo 2011. Félögin hyggja á sameiginlega þátttöku á þinginu og verður undirbúningur þess þema næsta norræns stjórnarfundar sem verður haldinn í Stokkhólmi vorið 2010.

Hönnunarmiðstöð ÍslandsHönnunarmiðstöð Íslands er einkahlutafélag stofnað af Arkitektafélagi Íslands, Félagi vöru- og iðnhönnuða, Félagi íslenskra gullsmiða, Leirlistafélagi Íslands, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta, Félagi íslenskra teiknara, Félagi fatahönnuða, Textílfélaginu og Félagi landslagsarkitekta.

Frá því að Hönnunarmiðstöðin var stofnuð þann 1. apríl 2008 í Þjóðmenningarhúsinu hefur starfsemin verið kraftmikil og verkefnin mörg og fjölbreytt. Framkvæmastjóri Hönnunarmiðstöðvar er Halla Helgadóttir en verkefnastjóri Kristín Gunnarsdóttir. Fulltrúi AÍ í 9-manna stjórn Hönnunarmiðstöðvar er Dennis Davíð Jóhannesson og er hann tengiliður við stjórn AÍ. Hönnunarmiðstöðin er tímabundið til húsa í Vonarstræti 4b. Stefnt er að því að Hönnunarmiðstöðin fái varanlegt húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Föst verkefni Hönnunarmiðstöðvar eru m.a. fyrirspurnir frá og samvinna við hönnuði, fyrirtæki, stofnanir og íslenska fjölmiðla, kynningarstarf og móttaka erlendra blaðamanna, umsjón með vefsíðu, rekstur Korpúlfsstaða og aðild að Myndstefi. Önnur verkefni ársins 2009 eru eftirfarandi:

Frá því að Hönnunarmiðstöðin var stofnuð þann 1. apríl 2008 í Þjóðmenningarhúsinu hefur starfsemin verið kraftmikil og verkefnin mörg og fjölbreytt.

Samstarf

Page 24: C3%BDrsla091103_02

24

Hönnun í útflutning. Útflutningsráð og Hönnunarmiðstöð stóðu fyrir hönnunarsamkeppni þar sem leidd voru saman fyrirtæki og hönnuðir með það að markmiði að hefja þróun á útflutningsvöru.

Orkuverið – Hönnunarmiðstöð, Innovit, Klak og Félag viðskipta- og hagfræðinga. Í janúar 2009 var Orkuverið stofnað þar sem hönnuðir og viðskiptafræðingar eru leiddir saman á svokölluðum hraðstefnumótum sem eru haldin u.þ.b. mánaðarlega.

Ráðgjöf v/hönnunarsýninga erlendis. Hönnunarmiðstöð hefur sett á fót nefnd til að aðstoða Útflutningsráð við að velja þær sýningar sem íslenskir hönnuðir taki þátt í.

Sýningin Íslensk hönnun á Listahátíð í Reykjavík og bókin Íslensk samtímahönnun. Sýningin er hönnuð sem farandsýning og verður hún einnig sett upp á Akureyri, Norðurlöndunum, á Expo í Kína og víðar.

Expo 2010 í Sjanghæ – Samráðshópur v/þátttöku Íslands

HönnunarMars 2009 er stærsti og umfangsmesti viðburður ársins hjá Hönnunarmiðstöð og var haldinn 26.-29. mars. Sjá umfjöllun sérstaks vinnuhóps á vegum AÍ.

Hönnunarsjóður Auroru hefur það markmið að styrkja unga hönnuði til ýmissa verkefna, útflutnings og markaðssetningar og úthlutar hann 25 milljónum króna á ári.

Framhald á 8+8 verkefni með Nýsköpunarmiðstöð. Verið er að móta samstarf Hönnunarmiðstöðvar og Nýsköpunarmiðstöðvar vegna verkefnisins 8+8 þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun í íslenskum framleiðslufyrirtækjum með þátttöku hönnuða.

Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar. Í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur hefur Hönnunarmiðstöð staðið fyrir mánaðarlegum fyrirlestrum tengdum hönnun og arkitektúr í Hafnarhúsinu.Sýningargluggi Hönnunarmiðstöðvar í Austurstræti. Í mars var opnað nýstárlegt gallerí í þrem gluggum í Austurstræti 16 sem snúa að Austurstræti. Hönnuðir sýna verk sín þar í 1-2 mánuði í senn.

Hádegisfyrirlestrar Hönnunarmiðstöðvar og Hönnunarsjóðs Auroru í Þjóðminjasafni Íslands um ýmis hagkvæm og fræðandi grundvallaratriði tengd hönnunargeiranum.

Stefnumótun Hönnunarmiðstöðvar. Í september 2009 var unnin stefnumótun Hönnunarmiðstöðvar. Davíð Lúðvíksson hjá Samtökum Iðnaðarins stýrði stefnumótuninni og alls tóku 17 manns þátt; fólk frá níu aðildarfélögum Hönnunarmiðstöðvar, menntamála-, iðnaðar- og utanríkisráðuneyti svo og Listaháskóla Íslands. Úrvinnsla fer nú fram og verður niðurstaðan kynnt í nóvember 2009.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanHönnunarmiðstöðin hefur farið vel af stað. Þátttaka arkitekta hefur verið mismikil eftir verkefnum en í þeim stærstu er hann umtalsverður svo sem HönnunarMars, sýningunni Íslensk Hönnun 2009 á Listahátíð í Reykjavík svo og varðandi Expó 2010. Í undirbúningi er verkefni, sem tengist ferðamannaiðnaði og ásýnd áfangastaða hringinn í kring um landið. Verkefni þetta er unnið í samvinnu við AÍ og ef vel tekst til mun það væntanlega skapa störf fyrir arkitekta þegar fram líða stundir. Í stefnumótun Hönnunarmiðstöðvarinnar, sem verður kynnt í nóvember 2009, birtist framtíðarsýn og fjölmörg verkefni og aðgerðir, sem mörg hver ættu að vera áhugaverð fyrir arkitektastéttina og vonandi til þess fallin að hjálpa henni upp úr þeirri djúpu lægð sem hún er í. Virk þátttaka arkitekta í starfsemi og verkefnum Hönnunarmiðstöðvarinnar er grundvöllur fyrir því að svo geti orðið.

Í stefnumótun Hönnunarmiðstöðvarinnar, sem verður kynnt í nóvember 2009, birtist framtíðarsýn og fjölmörg verkefni og aðgerðir, sem mörg hver ættu að vera áhugaverð fyrir arkitektastéttina og vonandi til þess fallin að hjálpa henni upp úr þeirri djúpu lægð sem hún er í.

Page 25: C3%BDrsla091103_02

25

Á liðnum árum hefur Arkitektafélag Íslands beitt sér fyrir því að íslenska ríkið og Reykjavíkurborg mótuðu sér menningarstefnu í mannvirkjagerð.

Á liðnum árum hefur Arkitektafélag Íslands beitt sér fyrir því að íslenska ríkið og Reykjavíkurborg mótuðu sér menningarstefnu í mannvirkjagerð.

Menningarstefna í mannvirkjagerð – stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist var lögð fram og samþykkt af ríkisstjórn í apríl 2007. Arkitektafélag Íslands hafði á sínum tíma frumkvæði að því að sú vinna fór af stað. Stefnan nær til varðveislu mikilvægra mannvirkja og staða, til viðhalds þeirra og til nýbygginga og skipulags. Markmið hennar er að tryggja gæði og vandvirkni í byggingarlist og að leggja grunn að markvissri upplýsingagjöf, fræðslu og menntun á þessu sviði. Stefnunni er fyrst og fremst ætlað að setja meginviðmið og vera leiðarljós fyrir mannvirkjagerð og skipulag af hálfu stjórnvalda. Hún skiptist í fjóra meginkafla: gæði, arfur, þekking og hagur. Í hverjum kafla eru skilgreind nokkur markmið.

Þann 17. desember 2007 skipaði menntamálaráðherra starfshóp til þriggja ára til þess að fylgja eftir tillögunum í menningarstefnunni. Starfshópnum er m.a. ætlað að útfæra tillögurnar, gera verk- og tímaáætlun og fylgjast með framvindu stefnunnar. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands í starfshópinn, sem annars er skipaður embættismönnum ráðuneyta og Framkvæmdasýslu ríkisins.

Starfshópurinn hefur farið í gegnum menningarstefnuna lið fyrir lið og sett fram tillögur að verkefnum, aðgerðum og hvaða aðilar beri meginábyrgð á framkvæmd á hverri aðgerð. Til að menningarstefnan í mannvirkjagerð í reynd skili þeim árangri sem að er stefnt, er mjög mikilvægt að þeir aðilar er málið varðar finni til ábyrgðar í daglegum störfum sínum á að hrinda henni í framkvæmd. Það er von starfshópsins að þau verkefni og þær aðgerðir sem hópurinn hefur skilgreint hjálpi hinum ýmsu framkvæmdaaðilum að vinna á markvissan hátt í anda menningarstefnunnar þannig að á næstu árum sjáist þess raunverulega stað að stjórnvöld hafa sett ákveðin markmið fyrir mannvirkjagerð opinberra aðila hér á landi þannig að íslensk byggingarlist eflist og þroskist. Í undirbúningi er nýbygging fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Byggingarnefnd hennar hefur verði falið að fylgja gaumgæfilega menningarstefnunni í mannvirkjagerð og skila greinargerð til menntamálaráðuneytis hvernig til hafi tekist í framkvæmd. Þá hefur starfshópurinn óskað eftir því við Framkvæmdasýslu ríkisins að hún leiði tillögugerð að gæðaflokkun á opinberum framkvæmdum, eins og tillaga að drögunum gerir ráð fyrir.

Menningarstefna fyrir Reykjavíkurborg er í vinnslu og hefur Arkitektafélag Íslands tilnefnt fulltrúa í vinnuhóp auk þess sem

félagar tóku virkan þátt í vinnufundi um menningarstefnu í byggingarlist fyrir Reykjavíkurborg.

Bandalag íslenskra listamanna hefur haft frumkvæði að því að móta listastefnu sem yrði hluti af menningarstefnu íslenska ríkisins. Verkefnið er unnið í fimm starfshópum, arkitektar og myndlistarmenn eru saman í einum starfshóp. Starfshópurinn hefur sett saman fyrstu drög að framtíðarsýn sem miðast við árið 2015 sem var til umræðu á sameiginlegum fundi AÍ og SÍM síðastliðið sumar. Ráðgert var að ljúka þessari vinnu í október, en því hefur verið frestað til janúarmánaðar.

Framtíðarhorfur – verkefni fram undanArkitektafélag Íslands á að byggja upp sérfræðiþekkingu í mótun menningarstefnu í mannvirkjagerð til að geta boðið ríki, sveitafélögum og stofnunum þjónustu við gerð byggingarlistastefnu, sem á að vera jafn sjálfsögð og að þeir aðilar móti sér jafnréttis- og umhverfisstefnu. Þjónusta af þessu tagi er virkur þáttur í starfsemi arkitektafélaganna á Norðurlöndunum og hefur farið vaxandi á liðnum árum.

Samkeppnir er ein leið til að tryggja gæði skv. byggingarlistastefnu.

Byggingarlistastefna

Page 26: C3%BDrsla091103_02

26

Fulltrúar AÍ í ýmsum nefndum og ráðum utan félagsinsStjórn listskreytingarsjóðs: Ástríður Eggertsdóttir, varamaður: Ásmundur H. Sturluson

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna: Sigríður Magnúsdóttir, formaður AÍ

Húsafriðunarnefnd ríkisins: Pétur H. Ármannsson, varamaður: Gylfi Guðjónsson

Stjórn Endurmenntunarstofnunar HÍ: Gíslína Guðmundsdóttir

Stjórn Myndstefs: Jóhannes Kjarval, varamaður: Stefán Örn Stefánsson

Fulltrúaráð Myndstefs: Jes Einar Þorsteinsson

Byggingarstaðlaráð Íslands: Ragnar Ólafsson, varamaður Ævar Harðarson

Fulltrúaráð Listahátíðar: Sigrún Birgisdóttir

Norræni byggingardagurinn: Þórarinn Þórarinsson

Gæðaráð byggingariðnaðarins: Richard Ó. Briem

Nefnd ráðuneytis um opinbera stefnu í byggingarlist: Sigríður Sigþórsdóttir

Nefnd fjármálaráðuneytis um samkeppnir á vegum ríkisins: Valdís Bjarnadóttir og Richhard Ó Briem

Stjórn Hönnunarmiðstöðvar Íslands: Dennis D. Jóhannesson, varamaður Borghildur Sölvey Sturludóttir

Starfshópur Reykjavíkurborgar um gæðastefnu í skipulags- og byggingarlist: Jóhann Sigurðsson

Aðild AÍ að eftirfarandi samtökum:Landvernd: fulltrúi AÍ í fagráði er Sigurður Harðarson

Page 27: C3%BDrsla091103_02