Top Banner
Arkitektafélag Íslands • Félag íslenskra landslagsarkitekta 4/2008 Byggingarlist í brennidepli Mannlíf í miðborg Fyrirlestrar, umræður og sýningar. Norræna húsið 10. apríl - 13. maí. 06. maí kl.17.00 Miðborgin Mín Norræna húsið Vangaveltur um miðborgina. Uppbygging. Húsafriðun. Dagskrá á vegum AÍ. Framsöguerindi og umræður fara fram á íslensku. 10. maí kl.10.00 Reinventing Harbour Cities Norræna húsið Jürgen Bruns-Berentelg, Ketil Thorsen, Vito, Acconci, Ute Meta Bauer, West 8 architects Fyrirlestrar á vegum CIA.IS , LHÍ og Norræna hússins. Fyrirlestrarnir farar fram á ensku. 13. maí kl. 20.00 Nýjar hugmyndir og ný byggð Framtíðarsýn um byggingar og skipulag í návígi við hafið Norræna húsið Graeme Massie Architects, Skotlandi og big arkitektar frá Danmörku. Fyrir- lestrar á vegum Listasafn Reykjavíkur og Norræna hússins. Fyrirlestrarnir farar fram á ensku. Byggingarlist í brennidepli – Mannlíf í miðborg er samstarfsverkefni Nor- ræna hússins, Arkitektafélags Íslands, Listaháskóla Íslands, Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar og Lista- safns Reykjavíkur. Fyrirlestur AÍ 15. maí kl. 17. 00 Jamie Fobert frá London Norræna húsið Jamie Fobert er starfandi arkitekt í London, sem hefur vakið athygli fyrir verk sín og unnið til margvíslegra verð- launa. Í fyrirlestri sínum í Norræna hús- inu, fimmtudaginn 15. maí næstkom- andi fjallar hann um eigin verk. Fyrir- lesturinn hefst kl. 17.00. SAMKEPPNIR Samkeppni um Hönnunarsafn Íslands Samkeppni um Hönnunarsafn Íslands er lokið og dómnefnd hefur kynnt nið- urstöður sínar. Alls bárust 35 tillögur, allar teknar til dóms. Niðurstöður dóm- nefndar voru eftirfarandi: 1. verðlaun kr. 3.250.000. Höfund- ar: PK ARKITEKTAR ehf., Bernd Kolb, arkitekt, Cassiano Rabelo, arkitekt, Fernando de Mendonca, arkitekt, Kristjana Margrét Sigurðardóttir, arki- tekt, Leonardo Colucci, arkitekt, Pálmar Kristmundsson, arkitekt. Ráðgjöf: Verk- fræðistofa Þráinn og Benedikt ehf. 2. verðlaun kr. 1.600.000. Höfund- ar: Arkitema k/s og Arkþing ehf., Hall- grímur Þór Sigurðsson, arkitekt MAA, Sofie Peschart, arkitekt MAA, Morten Mygind, arkitekt MAA, Sigurður Hall- grímsson, arkitekt FAÍ. 3. verðlaun kr. 1.150.000. Höfund- ar: Sigríður Anna Eggertsdóttir, M.arch FAÍ, Erik Rønning Andersen, M.arch MNAL. Innkaup kr. 500.000. Höfundar: Ene Cordt Andersen, arkitekt FAÍ, MAA, Þórhallur Sigurðsson, arkitekt FAÍ, MAA. Þrívíddarvinnsla: Fractal, Ilona Najdek, Magdalena Pernak. Athyglisverð tillaga. Höfundur: Bjarki Zophoníasson, dipl.Arch. ETH SIA BDA AÍ, Samstarf: Thomas Heller, dipl.Arch. ETH, Teiknistofa PZ ehf., Ráðgjafaverkfræðiþjónusta FRV, Vest- mannaeyjum. Athyglisverð tillaga. Höfundur: Auður Hrönn Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ. Samkeppni um sýningarskála við Norræna húsið Niðurstöður samkeppni Norræna húss- ins um hönnun sýningarskála hafa nú verið kynntar. Dómnefnd taldi enga til- lögu uppfylla þau markmið sem sett voru fram í keppnislýsingu og ákvað því að veita ekki fyrstu verðlaun. Þess í stað voru veitt tvenn 2. verðlaun, ein 3. verð- laun ásamt viðurkenningu. Alls bárust 10 tillögur sem allar voru teknar til dóms. Höfundar verðlaunatillagna eru: 2. verðlaun kr. 500.000. Falk Krü- ger, FAÍ og Aðalheiður Atladóttir, FAÍ. 2. verðlaun kr. 500.000. Hugi Bald- vin Hugason Briem. 3. verðlaun kr. 300.000. Harpa Stef- ánsdóttir, FAÍ. Viðurkenning kr. 200.000. Óskar Örn Arnórsson, nemi. Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélagið. Hugmyndasamkeppni Landsnets um hönnun háspennulínumastra Hugmyndasamkeppni Landsnets er lokið og dómefnd hefur kynnt niður- stöður sínar. Samkeppnin var öllum opin og var auglýst erlendis. Alls bárust 98 tillögur innan skilafrests, þar af voru 97 tillögur teknar til dóms, einni tillögu var vísað frá vegna ófullnægjandi gagna. Að auki bárust 7 tillögur of seint, þ.e. eftir að dómnefnd hafði hafið störf. 1. verðlaun, 15.000 evrur. Architect Sebastian Krehn, Austurríki. 2. verðlaun, 10.000 evrur. Shin Design,Yong-ho Shin, Suður Kórea. DAGSKRÁ Í MAÍ Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ. 1. verðlaun PK Arkitekta ehf. „Tillagan er einföld og snjöll... og einkennist af yfirvegun, látleysi og hógværum glæsileika.“ (Úr dómnefndaráliti).
4

Document

Mar 28, 2016

Download

Documents

http://www.ai.is/media/arkitidindi/2008/Arkitidindi-mai08.pdf
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1:

Arkitektafélag

Íslands • Félag

íslenskra landslag

sarkitekta

4/2008

Byggingarlist í brennidepliMannlíf í miðborgFyrirlestrar, umræður og sýningar.Norræna húsið 10. apríl - 13. maí.

06. maí kl.17.00 Miðborgin Mín Norræna húsiðVangaveltur um miðborgina.Uppbygging.Húsafriðun.Dagskrá á vegum AÍ.Framsöguerindi og umræður fara fram á íslensku.

10. maí kl.10.00Reinventing Harbour Cities Norræna húsiðJürgen Bruns-Berentelg, Ketil Thorsen, Vito, Acconci, Ute Meta Bauer, West 8 architects Fyrirlestrar á vegum CIA.IS , LHÍ og Norræna hússins. Fyrirlestrarnir farar fram á ensku.

13. maí kl. 20.00 Nýjar hugmyndir og ný byggð Framtíðarsýn um byggingar og skipulag í návígi við hafiðNorræna húsið Graeme Massie Architects, Skotlandi og big arkitektar frá Danmörku. Fyrir-lestrar á vegum Listasafn Reykjavíkur og Norræna hússins. Fyrirlestrarnir farar fram á ensku.

Byggingarlist í brennidepli – Mannlíf í miðborg er samstarfsverkefni Nor-ræna hússins, Arkitektafélags Íslands, Listaháskóla Íslands, Kynningarmið-stöðvar íslenskrar myndlistar og Lista-safns Reykjavíkur.

Fyrirlestur AÍ15. maí kl. 17. 00Jamie Fobert frá LondonNorræna húsiðJamie Fobert er starfandi arkitekt í London, sem hefur vakið athygli fyrir verk sín og unnið til margvíslegra verð-launa. Í fyrirlestri sínum í Norræna hús-inu, fimmtudaginn 15. maí næstkom-andi fjallar hann um eigin verk. Fyrir-lesturinn hefst kl. 17.00.

SAMKEPPNIR

Samkeppni um Hönnunarsafn ÍslandsSamkeppni um Hönnunarsafn Íslands

er lokið og dómnefnd hefur kynnt nið-urstöður sínar. Alls bárust 35 tillögur, allar teknar til dóms. Niðurstöður dóm-nefndar voru eftirfarandi:

1. verðlaun kr. 3.250.000. Höfund-ar: PK ARKITEKTAR ehf., Bernd Kolb, arkitekt, Cassiano Rabelo, arkitekt, Fernando de Mendonca, arkitekt, Kristjana Margrét Sigurðardóttir, arki-tekt, Leonardo Colucci, arkitekt, Pálmar Kristmundsson, arkitekt. Ráðgjöf: Verk-fræðistofa Þráinn og Benedikt ehf.

2. verðlaun kr. 1.600.000. Höfund-ar: Arkitema k/s og Arkþing ehf., Hall-grímur Þór Sigurðsson, arkitekt MAA, Sofie Peschart, arkitekt MAA, Morten Mygind, arkitekt MAA, Sigurður Hall-grímsson, arkitekt FAÍ.

3. verðlaun kr. 1.150.000. Höfund-ar: Sigríður Anna Eggertsdóttir, M.arch FAÍ, Erik Rønning Andersen, M.arch MNAL.

Innkaup kr. 500.000. Höfundar: Ene Cordt Andersen, arkitekt FAÍ, MAA, Þórhallur Sigurðsson, arkitekt FAÍ, MAA. Þrívíddarvinnsla: Fractal, Ilona Najdek, Magdalena Pernak.

Athyglisverð tillaga. Höfundur: Bjarki Zophoníasson, dipl.Arch. ETH SIA BDA AÍ, Samstarf: Thomas Heller, dipl.Arch. ETH, Teiknistofa PZ ehf., Ráðgjafaverkfræðiþjónusta FRV, Vest-mannaeyjum.

Athyglisverð tillaga. Höfundur: Auður Hrönn Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ.

Samkeppni um sýningarskála við Norræna húsiðNiðurstöður samkeppni Norræna húss-ins um hönnun sýningarskála hafa nú verið kynntar. Dómnefnd taldi enga til-lögu uppfylla þau markmið sem sett voru fram í keppnislýsingu og ákvað því að veita ekki fyrstu verðlaun. Þess í stað voru veitt tvenn 2. verðlaun, ein 3. verð-laun ásamt viðurkenningu. Alls bárust 10 tillögur sem allar voru teknar til dóms. Höfundar verðlaunatillagna eru:

2. verðlaun kr. 500.000. Falk Krü-ger, FAÍ og Aðalheiður Atladóttir, FAÍ.

2. verðlaun kr. 500.000. Hugi Bald-vin Hugason Briem.

3. verðlaun kr. 300.000. Harpa Stef-ánsdóttir, FAÍ.

Viðurkenning kr. 200.000. Óskar Örn Arnórsson, nemi.

Samkeppnin var haldin í samstarfi við Arkitektafélagið.

Hugmyndasamkeppni Landsnets um hönnun háspennulínumastraHugmyndasamkeppni Landsnets er lokið og dómefnd hefur kynnt niður-stöður sínar. Samkeppnin var öllum opin og var auglýst erlendis. Alls bárust 98 tillögur innan skilafrests, þar af voru 97 tillögur teknar til dóms, einni tillögu var vísað frá vegna ófullnægjandi gagna. Að auki bárust 7 tillögur of seint, þ.e. eftir að dómnefnd hafði hafið störf.

1. verðlaun, 15.000 evrur. Architect Sebastian Krehn, Austurríki.

2. verðlaun, 10.000 evrur. Shin Design,Yong-ho Shin, Suður Kórea.

DAG SKRÁÍ MAÍ

Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ. 1. verðlaun PK Arkitekta ehf. „Tillagan er einföld og snjöll... og einkennist af yfirvegun, látleysi og hógværum glæsileika.“

(Úr dómnefndaráliti).

Page 2:

Útgefandi: Arkitektafélag Íslands Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 551 1465, fax 562 0465Netfang AÍ: [email protected] Vefsí›a: www.ai.is Ábm.: Gu›rún Gu›mundsdóttir. Umsjón: Athygli ehf. Prentun: Litróf2

3. verðlaun, 5.000 evrur. BYSTRUP ARCHTECTS AND DESIGNERS, Dan-mörk. Burðarþol: Ramboll A/S, Ulrick Støttrup Andersen. Vindur: Svend Ole Hanse. Efnisval: Richard Aagaard

Fimm tillögur hlutu viðurkenningar, 1.000 evrur hver. Viðurkenning: Tony Leung, Hong Kong. Viðurkenning: Hornsteinar arkitektar ehf., Ísland. Graf-ísk hönnun: Friðrik Snær Friðriksson. Viðurkenning: Jared Winchester, USA. Viðurkenning: Choi+Shine Architects, LLC. Thomas Shine, Jin Choi, USA. Við-urkenning: BYSTRUP ARCHTECTS AND DESIGNERS, Danmörk. Burðar-þol: Ramboll A/S, Ulrick Støttrup And-ersen. Vindur: Svend Ole Hanse. Efnis-val: Richard Aagaard. Einnig hlutu 11 tillögur viðurkenninguna „Athyglisverð tillaga“.

Samkeppni um Stofnun Árna Magn-ússonar í íslenskum fræðum og Íslenskuskor Háskóla Íslands.Samkeppni um hönnun nýbyggingar fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslenskuskor Hugvísindadeildar Háskóla Íslands hófst 6. mars s.l. Framkvæmdasýsla rík-isins er umsjónaraðili samkeppninnar f.h. menntamálaráðuneytis, sem er verkkaupinn. Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES.

Um er að ræða u.þ.b. 5.500 m² byggingu sem mun hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands og er stað-sett vestan Suðurgötu í Reykjavík. Skila-dagur tillagna er 12. júní 2008. Veitt

verða verðlaun að heildarfjárhæð 12.000.000 án vsk, fyrstu verðlaun verða eigi lægri en 6.000.000. Áætlað er að hönnun verði lokið haustið 2009 og framkvæmdum lokið haustið 2011.

Dómnefnd samkeppninnar skipa: Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi alþingismaður, formaður dómnefndar, Vésteinn Ólason, tilnefndur af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Guðmundur R. Jónsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt FAÍ og Hildigunnur Haralds-dóttir, arkitekt FAÍ, eru fulltrúar Arki-tektafélags Íslands í dómnefndinni.

Samkeppnin er opin framkvæmda-keppni og er haldin skv. „Drögum að leiðbeiningum um hönnunarsam-keppni”, útg. 27. nóv. 2007. Stjórn AÍ hefur samþykkt drögin til reynslu í eitt ár. Samkeppnisgögn er að finna á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Keppnis-lýsingu má einnig nálgast á vefsíðu AÍ www.ai.is.

Tveggja þrepa samkeppni um hús Listaháskóla Íslands Listaháskóli Íslands og Samson Prop-erties ehf. í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og menntamálaráðuneyti buðu til samkeppni um hönnun Listaháskóla Íslands í miðborg Reykjavíkur 16. janúar síðastliðinn. Markmið samkeppninnar er að fá fram tillögur sem verði grund-völlur að hönnun bygginga sem hýsa munu alla starfsemi skólans frá haustinu 2011. Samkeppnin er tveggja þrepa framkvæmdakeppni og stendur seinna þrep samkeppninnar nú yfir. Alls bárust 20 tillögur í fyrra þrepi, fimm tillögur

hafa verið valdar til áframhaldandi þró-unar í síðara þrepi. Skiladagur síðara þreps er 16. júní 2008. Verðlaun verða veitt að loknu síðara þrepi að heildar-fjárhæð átta milljónir króna. Þá fá þátt-takendur í síðara þrepi greitt fyrir til-lögugerð.

Tveggja þrepa boðskeppni um höf-uðstöðvar LandsbankansSamkeppni Landsbankans um hönnun nýbyggingar höfuðstöðva Landsbanka Íslands hf. hófst 19. október síðastlið-inn. Samkeppnin er tveggja þrepaboðskeppni að undangengnu forvali og stendur nú síðara þrep samkeppnin-ar yfir. Dómnefnd valdi 5 tillögur af 20 til þátttöku í seinna þrepi. Skiladagur seinna þreps er 9. maí og dómnefnd áætlar að ljúka störfum í byrjun júní.

Höfuðstöðvar bankans munu rísa á lóðum á Austurhafnarsvæði Reykjavíkur og við Lækjartorg. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Bankinn stefnir að framkvæmd verkefnisins í beinu framhaldi af sam-keppninni.

Samkeppni um gestastofu Vatnajök-ulsþjóðgarðs á SkriðuklaustriUmhverfisráðuneytið og ríkisstofnunin Vatnajökulsþjóðgarður buðu til opinnar samkeppni um hönnun gestastofu Vatnajökulþjóðgarðs á Skriðuklaustri í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Dómnefnd hefur lokið störfum og verða niðurstöður samkeppninnar kynntar í næstu Arkitíðindum.

Nú á vordögum hefur Norræna húsið efnt til veigamikillar og metnaðarfullrar dagskrár í tilefni 40 ára afmæli þess.

Þann 10. apríl s.l. hófst Byggingarlist í brennidrepli - mannlíf í miðborg, röð fyrirlestra, umræðna og sýninga. Dagskrá þessi er afrakstur samvinnu Norræna hússins, Arki-tektafélags Íslands, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar mynd-listar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Arki-tektafélag Íslands og Norræna húsið stóðu fyrir þremur málþingum sem hvert fyrir sig komu inn á hluti sem snerta höfuðborgarbúa miklu máli í dag, skipulag, uppbyggingu, samgöngur, mannlíf og miðborgin.

Fyrsta málþingið var haldið þann 12. apríl s.l. undir yfir-skriftinni Reykjavík í dag – Umræður síðastliðinna missera. Sérlega vönduð og áhugaverð erindi voru flutt. Meðal flytj-enda voru Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri, Helga Bragadóttir arkitekt hjá Kanon arkitektum og fyrrum skipu-lagsfulltrúi, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Kristín Einars-dóttir, aðstoðarsviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Komið var inn á þróun skipulags í Reykjavík og hver staðan er í dag, auk þess sem erindi voru flutt sem sýndu tengsl skipulags og samgangna á lýðheilsu og hvernig bæta megið ástandið.

Þann 29. apríl var annað málþing haldið á vegum Arki-tektafélagsins og Norræna hússins undir yfirskriftinnni Menningarstefna og uppbygging – Stefnumótun í bygg-ingalist og borgarskipulagi. Erindi voru flutt um mikilvægi menningarstefnu og tengsl við skipulag, auk þess sem sýnd voru dæmi frá Skotlandi og Englandi.

Síðasta málþingið, Miðborgin mín - Vangaveltur um mið-borgina, var haldið þann 6. maí. Eins og segir í titlinum voru haldin erindi þar sem flytjendur veltu fyrir sér miðborginni, mannlífi og miðborgarhugtakið var skilgreint. Auk þess voru kynnt nokkur ný byggingarverkefni í miðborginni. Meðal flytjenda voru. Steve Christer arkitekt FAÍ, Snorri Freyr Hilm-arsson, formaður Torfusamtakanna og Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins.

Málþingin fóru fram í Norræna húsinu og lauk þeim öllum með pallborðsumræðum.

F. h. markaðs- og dagskrárnefndar Arkitektafélags Íslands Aðalheiður Atladóttir, arkitekt FAÍ og

Laufey Agnarsdóttir, arkitekt FAÍ.

PIST ILL

Byggingarlist í brennidepli - Mannlíf í miðborg

Page 3:

FÉ LAG AR Í AÍ APRÍL 2008

Hei›ursfélagar 1Félagar búsettir á Íslandi 280Félagar búsettir erlendis 25Aukafélagar/nemar 43Samtals 349

N†IR FÉ LAGAR Í AÍAndri G Reynisson, nemiÁsgeir Sigurjónsson, nemiBergur Þorsteinsson, nemiBjörn Reynisson, nemiElva Hrönn Eiríksdóttir, nemiGuðmundur Skúli Halldórsson, nemiHildur Ísdal Þorgeirsdóttir, nemiHrafnhildur A. Jónsdóttir, nemiHrund Logadóttir, nemiJónína de la Rosa, nemiKristján Breiðfjörð Svavarsson, nemiKristín Una Sigurðardóttir, nemiLaufey Björg Sigurðardóttir, nemiPedro Precedo, nemi

Þau eru boðin velkomnin í félagið.

AFMÆLI Í APRÍL 2008 Manfreð Vilhjálmsson 80 ára 21. maí

Svanur Eiríksson 65 ára 26. maíGuðfinna Thordarson 60 ára 19. maíHalldór Guðmundsson 60 ára 14. maíSigrún Birgisdóttir 40 ára 31. maí

VÍSI TALA Í MAÍ 2008

Rúmmetraverð vísitöluhúss 43.852 kr.Vísitala byggingarkostnaðar 416,5

3

Myndin sýnir tillögu Falks Krueger og Aðalheiðar Atladóttur að sýningarskála í sam-keppni Norræna hússins, séð frá Norænna húsinu. Tillagan hlaut 2. verðlaun ásamt tillögu Huga Baldvins Hugasonar Briem.

1/2 síðu auglýsing

Page 4:

Handteiknaðar arkitektateikningar, með lifandi og fagmannlegum skissun-um, teikniútlistunum og arkitektaskrift, heyra nú fortíðinni til. Það virðist ekki þykja boðlegt lengur, og talið gamal-dags, að teikna með gömlu aðferðinni.

Undirteiknaður varð fyrir því fyrir nokkru, í smásamkeppni sem hann ákvað að taka þátt í, að teikningar hans áttu ekki að móttakast vegna þess að þær voru ekki tölvaðar. Sárgramur og móðgaður, fyrir hönd hinnar gömlu góðu arkitekta-teikningar, spurði hann hvort arkitektar sem ekki væru með í tölvuæðibunu-ganginum, væru orðnir útskúfaðir af samkeppnismarkaðinum? Engin bein svör komu önnur en þau að ríkið og sveitafélögin hefðu ákveðið þetta svona.

Væntanlega hafa þau ákveðið þetta upp á sitt eindæmi, og þá með hjálp ráðgjafarverkfræðinga og annarra stjórn- og skriffinnskuforkólfa sinna, hvernig arkitektar skuli matreiða hug-myndir sínar. Undirteiknaður varð til-neyddur til að fá sér tölvu-vélstjóra til að taka við og fullnægja öllum fýsnum og þörfum tölvubestíunnar.

Arkitektar eru sem sagt endanlega skikkaðir til að kreista gervimúsarkvik-indi og/eða pota með puttum í takka-bretti sem sendir rafboð í kísilflöguapp-arat sem sendir svo missterk rafstuð í ótölulega punkta í myndkassa til ágláps á ímyndaða mynd og segja: verði teikn-ing. Arkitektar nútímans virðast vera farnir að gleypa, gagnrýnislaust, við öllu því sem tölvumarkaðurinn og tölvuspekingar troða upp á þá.

Það er afar áfallandi að sjá það, þegar arkitektar, jafnvel þeir sem eru frábærir teiknarar og útlistarar, seilast í teikningabankann, þar sem bankastjór-ar eru tölvu-verkfræðingar,- tæknifræð-ingar, -grafíkerar og -teiknarar. Banka-hólfin eru stútfull af mýmörgum mynda-möppum um hin ótölulegu fyrirbæri,

myndþætti og hluti. Hér má nefna: himna, vötn, tré, gróður, fólk, dýr, hús-gögn, áferðir, efni, skrift og ótal margt annað.

Það er orðið dapurlegt hlutskipti arkitekta að vera eins og hverjar aðrar húsmæður í stórverzlun (molli) sem kaupa sér tilbúna rétti til heimabrúks, í staðinn fyrir að matreiða réttina sjálfar með sínu lagi og bragði. Teiknilistar arkitektsins er sem sagt ekki lengur óskað. Tölvutæknigúrúarnir eru teknir við og klára dæmið, en arkitektinn fær bara að velja, kreista og pota.

Tölvuútlistanir verða sífellt meira samtóna, einsleitari og flatneskjulegri, þó þær komi frá ólíkum arkitektum. Það var þó klaufadómslegast að sjá, fyrir nokkru í samkeppni, þegar tveir arki-tektar höfðu notað sama himininn og sömu trén úr bankanum.

Enn eitt glöggt dæmi um afturförina er yfirlitsmyndin (sýnd í dagblöðum) af tónlistar-og ráðstefnuhúsinu við höfn-ina, sem var eins og gerð af miðlungs auglýsingastofu. Þar bar að líta kaliforn-ískt skýja-og birtufar í bakgrunni og að því er sýndist, í forgrunni skrautbúið amerískt leikarafólk. Þetta voru aðalat-riðin sem tóku alla athyglina, en bygg-ingin sjálf var svo aukahlutur inná milli. Í öðru dæmi um skipulagsverk var þrif-legur gæsasteggur í uppflugi með buslugangi, við vatnstjörn, hafður í áberandi forgrunni og leita þurfti svo í baksviðinu að skipulagsmyndinni. Hann var greinilega tekinn úr bankanum fuglalexikon.

Undirteiknaður hefur undanfarin misseri fylgst með teikningum arkitekta við ýmis tilefni og spurt sig, hvort arki-tektar væru hættir að geta teiknað og útfært hugmyndir sínar án hjálpar tölvu-skessunnar? Búið til sjálfstæðar sér-stæðar myndskapanir um verk sín. Fjöl-margir arkitektar geta þetta leikandi létt en verða að láta undan vegna

þrýstings stofnanagúrúa ríkis-og bæja.Það er rétt að minnast þess þá er

menn hafa vogað sér það dauða-dæmda. Fallegt dæmi um það var í einni af verðlaunateikningum um Glitn-issvæðið, þar sem ein lítil, stórkostlega falleg og skisseruð og lituð skýringar-mynd sagði það sem segja þurfti, margfalt meira en glanshamraða vél-teiknaða lakið á næsta bæ við. Eins var ánægjulegt að sjá í vor stórfallegar og lýsandi handteiknaðar teikningar brezku arkitektanna frá arkitektastof-unni ENGL group, sem útfærðu mið-bæjarkjarna Garðabæjar m.a. og sýndu lausnina með frábærum skilmerkileg-um, tússuðum og vatnslituðum teikn-ingum, fullum af arkitektónísku lífi.

Margir erlendir arkitektar hafa gagn-rýnt þróunina. Nefna má t.d. hinn heimsfræga, margverðlaunaða ástr-alska arkitekt og heimspeking, Glenn Murcutt sem gerir athugasemdir við og oft stólpagrín að útganginum á tölvu-teikningum.

Erlendu arkitektarnir hafa bent á hina sterku samfylgni sem er á milli list-rænnar hönnunar og listrænnar útlist-unar. Undirteiknaður vill taka undir það.

PSÞað ætti að vera, öllum heimsins

hugsandi arkitektum, áhyggjuefni að sumir skólar í Bandaríkjunum og Evr-ópu eru farnir að láta tölvuskessuna sjá um alla útlistun á fjarvídd, skugga-myndun og alhliða teknískri- og fag-teikningu og spara sér að kenna nem-endum þau fög. Undirteiknuðum finnst það ábyrgðarhluti að svipta unga arki-tektúrnema þeirri þekkingu og faggleði sem felst t.d. í því að „konstrúera“ fjar-víddar- og rúmmyndir og skuggamynd-anir bygginga.

Arkitekt með sorgarborða

4

Í POTTINUM

Handteiknaðaarkitektateikningin burtkvödd

In Memoriam

Fráskemmtinefnd

Gönguferðir sumarið 2008Í sumar verður farið í gönguferðir tvö fimmtudags-kvöld í mánuði til að hita upp og síðsumars verður stefnt á „Laugaveginn“ og grillveislu í Þórsmörk.

Berlín haust 2008Farið verður í skoðunar- og menningarferð til Berlínar í september. Meðan arkitektar skoða byggingarlist verður eitthvað heillandi í boði fyrir þá maka sem hafa fengið sig fullsadda af faginu okkar.