Top Banner
HJÚKRUNARHEIMILI Í FJARÐABYGGÐ HULDUHLÍÐ AÐ DALBRAUT ESKIFIRÐI HÖNNUNARSAMKEPPNI SAMKEPPNISLÝSING ÚTBOÐ NR 14838 Verkkaupi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið Fjarðabyggð Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands
28

Document

Mar 22, 2016

Download

Documents

http://ai.is/wp-content/uploads/2010/04/hjuk_eskifirdi_samk.pdf
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1:

HJÚKRUNARHEIMILI Í FJARÐABYGGÐ

HULDUHLÍÐ AÐ DALBRAUT ESKIFIRÐI

HÖNNUNARSAMKEPPNI

SAMKEPPNISLÝSING ÚTBOÐ NR 14838

Verkkaupi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið Fjarðabyggð

Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins

Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands

Page 2:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

i

EFNISYFIRLIT

1   ALMENN ATRIÐI ................................................................................................................ 1  1.1   Ávarp ráðherra ........................................................................................................ 1  1.2   Verkkaupi ................................................................................................................ 2  1.3   Yfirlit yfir verkefnið ................................................................................................... 2  1.4   Samkeppnisform ..................................................................................................... 2  1.5   Lykildagsetningar samkeppninnar ........................................................................... 3  1.6   Áherslur dómnefndar ............................................................................................... 3  1.7   Verðlaun .................................................................................................................. 3  1.8   Tungumál samkeppninnar ....................................................................................... 3  1.9   Höfundarréttur tillagna ............................................................................................. 3  

2   TILHÖGUN SAMKEPPNINNAR ............................................................................................. 4  2.1   Þátttökuréttur ........................................................................................................... 4  2.2   Afhending samkeppnisgagna .................................................................................. 4  2.3   Forval ...................................................................................................................... 4  2.4   Dómnefnd og ritari dómnefndar ............................................................................... 4  2.5   Trúnaðar- og umsjónarmaður .................................................................................. 5  2.6   Samkeppnisgögn ..................................................................................................... 5  2.7   Vettvangsskoðun - kynningarfundur ........................................................................ 5  2.8   Fyrirspurnir .............................................................................................................. 6  2.9   Samkeppnistillögur – innihald og skil ....................................................................... 6  2.10   Merking, afhending og skilafrestur ........................................................................... 7  2.11   Niðurstaða samkeppninnar ...................................................................................... 8  2.12   Sýning ..................................................................................................................... 8  2.13   Rýnifundur ............................................................................................................... 8  

3   LÝSING VERKEFNIS .......................................................................................................... 9  3.1   Markmið .................................................................................................................. 9  3.2   Keppnissvæðið ........................................................................................................ 9  3.3   Lóð, aðkoma og nánasta umhverfi ........................................................................... 9  

3.3.1   Lóð, umhverfi, umferð ................................................................................ 9  3.3.2   Skipulag ................................................................................................... 10  3.3.3   Ofanflóð ................................................................................................... 10  

3.4   Náttúru- og veðurfar .............................................................................................. 11  3.5   Jarðvegsaðstæður ................................................................................................. 12  3.6   Almenn starfsemislýsing og hugmyndafræði ......................................................... 12  

3.6.1   Hugmyndafræði ........................................................................................ 12  3.6.2   Meginfyrirkomulag byggingar ................................................................... 13  

Page 3:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

ii

3.7   Húsrýmisáætlun .................................................................................................... 13  3.7.1   Brúttó- og nettóstærðir, rýmistafla ............................................................ 13  3.7.2   Hjúkrunarrými, einkarými .......................................................................... 13  3.7.3   Sameiginleg rými eininganna ................................................................... 14  3.7.4   Sameiginleg rými hjúkrunarheimilisins, miðlæg ........................................ 15  3.7.5   Lög, reglur ................................................................................................ 17  3.7.6   Rýmistafla ................................................................................................ 18  

3.8   Gerð og gæði byggingar ........................................................................................ 19  3.8.1   Listskreyting ............................................................................................. 19  3.8.2   Hönnun lóðar ............................................................................................ 19  3.8.3   Aðgengi fyrir alla ...................................................................................... 19  3.8.4   Tæknilegar útfærslur ................................................................................ 19  

3.9   Kostnaðarviðmið .................................................................................................... 21  4   VERK Í KJÖLFAR SAMKEPPNI........................................................................................... 22  

4.1   Hönnunar- og framkvæmdatími ............................................................................. 22  4.2   Hagnýting keppnistillagna ...................................................................................... 22  4.3   Þóknun hönnuða, samningur ................................................................................. 22  4.4   Trygging hönnuða ................................................................................................. 22  

5   SAMÞYKKI SAMKEPPNISLÝSINGAR .................................................................................. 23  6   UMSÖGN ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS ............................................................................ 25  

Page 4:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

1

1 ALMENN ATRIÐI

1.1 Ávarp ráðherra Bygging nýja hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar mun marka tímamót í byggingasögu stofnana fyrir aldraða hér á landi. Hulduhlíð verður fyrsta hjúkrunarheimilið sem er skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Í gegnum tíðina hafa hjúkrunarheimili iðulega borið mörg einkenni sjúkrastofnana hvað varðar stærð, útlit, innra skipulag og áherslur í daglegum rekstri. Á síðari árum hefur rutt sér til rúms ný hugmyndafræði um skipulag og rekstur hjúkrunarheimila sem byggist á rétti íbúanna til að lifa eðlilegu heimilislífi, njóta friðhelgi einkalífs og búa við sjálfstæði og sjálfræði eins og kostur er. Í nóvember 2008 gaf félags- og tryggingamálaráðuneytið út viðmið um skipulag hjúkrunarheimila og setti þannig skýra umgjörð um þessa hugmyndafræði. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á eldri hjúkrunarheimilum til að nálgast breyttar áherslur. Margt hefur tekist vel í þeim efnum en eins og vænta má eru möguleikar til breytinga takmörkum háðir í húsnæði sem upphaflega var að mörgu leyti skipulagt í anda hefðbundinna sjúkrastofnana. Hönnun og skipulag Hulduhlíðar á allt að miða að því að því að skapa umhverfi og aðstæður sem líkjast eins og kostur er því sem fólk á að venjast á hefðbundnum einkaheimilum en mæta engu að síður þörfum þeirra sem hafa skerta getu til athafna daglegs lífs. Skipulaginu er ætlað að styrkja í framkvæmd þá hugmyndafræði að íbúunum verði eins og kostur er gert kleift að taka þátt í sem flestum athöfnum daglegs lífs og í ákvörðunum sem varða þá sjálfa og þeirra nánasta umhverfi. Í þessu felst jafnframt að veita hverjum og einum stuðning sem miðar að því að viðhalda getu hans, virkni og færni eins og kostur er og aðstoða hann við að takast á við breyttar aðstæður. Áhersla verður lögð á að skapa aðstæður á heimilinu sem stuðla að vellíðan fólks, jafnt heimilismanna, starfsfólks og aðstandenda. Með hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð fáum við að sjá hugmynd verða að veruleika og leggjum grunninn að mikilsverðum breytingum í öldrunarþjónustu til framtíðar.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra

Page 5:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

2

1.2 Verkkaupi Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Fjarðabyggð, verkkaupi þessa verkefnis, býður til hönnunarsamkeppni, opinnar samkeppni, um nýbyggingu hjúkrunarheimilis í Fjarðabyggð nánar til tekið um nýbyggingu Hulduhlíðar að Dalbraut, Eskifirði.

1.3 Yfirlit yfir verkefnið Fyrirhugað er að reisa nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð, Hulduhlíð, að Dalbraut 1 á Eskifirði. Áætlað er að þar verði 20 hjúkrunarrými og komi þau í stað hjúkrunarrýma í núverandi Hulduhlíð sem er dvalar- og hjúkrunarheimili að Bleiksárhlíð, Eskifirði. Bygginguna skal hanna í samræmi við stefnu í öldrunarmálum og viðmið félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem sett eru fram í ritinu Skipulag hjúkrunarheimila, nóvember 2008, fylgiskjal G. Hanna skal bygginguna með vistvænar lausnir að leiðarljósi og eru keppendur hvattir til að kynna sér rit Framkvæmdasýslu ríkisins um vistvænar byggingar (fylgiskjal I). Á síðari stigum verður umfang vistvænnar hönnunar ákveðið. Huga skal að stefnu sem fram kemur í ritinu Menningarstefna í mannvirkja gerð, Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist (fylgiskjal J). Markmið er að búa heimilsmönnum vistlegt heimili þar sem mannréttindi, mannúð og virðing eru að heiðri höfð. Umhverfi, aðstæður og skipulag á hjúkrunarheimili skal byggt á þeirri meginreglu að heimilismönnum sé eins og kostur er gert kleift að taka þátt í sem flestum athöfnum daglegs lífs og að eiga hlut að ákvörðunum sem varða þá sjálfa og þeirra nánasta umhverfi. Gert er ráð fyrir litlum einingum sem skiptast annars vegar í rúmgott einkarými fyrir hvern og einn, ígildi stúdíóíbúðar, og hins vegar sameiginlegt rými fyrir heimilsmenn og starfsfólk viðkomandi einingar, meðal annars með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu. Samkvæmt áðurgreindum viðmiðum er gert ráð fyrir að hámarki 75 fermetra brúttórými fyrir hvert hjúkrunarrými. Inni í þeirri fermetratölu er einkarými íbúans, sameiginlegt rými íbúa í hverri einingu, stoðrými og aðstaða starfsfólks. Brúttóstærð hjúkrunarheimilisins verður að hámarki 1500 m2. Stefnt er að því að útboð á verklegri framkvæmd, á grundvelli hönnunarteikninga, verði auglýst vorið 2011 og byggingin verði tekin í notkun vorið 2013.

1.4 Samkeppnisform Samkeppnin fer fram í samræmi við samkeppnislýsingu þessa og byggir á leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins, Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni, drög dags. 27.11.2007. Um samkeppni þessa gilda lög nr. 84/2007 um opinber innkaup. Samkeppnin er almenn framkvæmdasamkeppni, opin öllum sem uppfylla skilyrði verkkaupa og samkeppnislýsingar samanber kafla 2.1 Þátttökuréttur. Að lokinni samkeppni óskar verkkaupi eftir að keppendur myndi hönnunarteymi um tillöguna með þeim hönnuðum sem að verkinu koma t.d. arkitektum, verkfræðingum, landslagsarkitektum og innanhúshönnuðum. Dómnefnd mun vísa frá tillögum sem: • Ekki er skilað inn á tilsettum tíma. • Ekki fullnægja kröfu um nafnleynd. • Ekki uppfylla kröfur samkeppnislýsingar. Dómnefnd metur tillögur sem berast í samkeppnina með hliðsjón af fyrirliggjandi samkeppnislýsingu og gögnum sem þar er vísað til. Hún leggur áherslu á að tillögur höfunda uppfylli markmið samkeppninnar. Um greiðslur og verðlaunafé er fjallað í kafla 1.7 Verðlaun. Um hagnýtingu verðlaunatillagna er fjallað í 4. kafla Verk í kjölfar samkeppni.

Page 6:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

3

1.5 Lykildagsetningar samkeppninnar Samkeppnisgögn afhent 16. mars 2010 Skilafrestur fyrirspurna nr. 1 13. apríl 2010 Lokasvör við fyrirspurnum nr. 1 21. apríl 2010 Lokaskilafrestur fyrirspurna nr. 2 26. maí 2010 Lokasvör við fyrirspurnum nr. 2 31. maí 2010 Skilafrestur tillagna fyrir kl. 16.00 7. júní 2010 Niðurstaða dómnefndar, í síðasta lagi um miðjan ágúst 2010 Hönnunarsamkeppni þessi var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu 16. mars 2010.

1.6 Áherslur dómnefndar Dómnefnd metur tillögur sem berast í samkeppnina með hliðsjón af fyrirliggjandi samkeppnislýsingu og gögnum sem þar er vísað til. Dómnefnd leggur höfuðáherslu á eftirfarandi atriði við mat sitt á úrlausnum: Heildarlausn húsnæðisins skili vandaðri og góðri byggingarlist, þannig að form,

efnisval og heildaryfirbragð hæfi starfseminni. Yfirbragð hússins marki sérstöðu í byggðinni við Eskifjörð. Góðar og aðlaðandi lausnir íbúðareininga og sameiginlegra svæða. Heimilislegt umhverfi. Innra fyrirkomulag, innbyrðis tengsl og notkun dagsbirtu. Einfaldar tæknilausnir, sem stuðla að vistlegu heimili. Lausnir og efnisval sé ákjósanlegt með tilliti til framkvæmdakostnaðar, endingar,

rekstrarkostnaðar, umhverfis- og vistfræðiþátta. Sveigjanleika sem henti þörfum starfseminnar. Umferðar-, aðgengis- og öryggismál. Fyrirkomulag á lóð, góð útvistarrými og aðlögun að umhverfinu.

Dómnefnd mun í niðurstöðum sínum fjalla almennt um allar innkomnar tillögur, þar sem tekið verður á mismunandi lausnum höfunda, mismunandi einkenni tillagna dregin fram og afstaða dómnefndar til þeirra birt. Dómnefnd gefur umsögn um allar innsendar tillögur. Sjá einnig kafla 4.2 Hagnýting keppnistillagna. Niðurstöður dómnefndar verða gefnar út á vefsíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is og á vefsíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is.

1.7 Verðlaun Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð allt 7.000.000 án vsk. Veitt verða þrenn verðlaun, 1., 2. og 3. verðlaun og verða 1. verðlaun að lágmarki 3.500.000. Auk þess hefur dómnefnd umboð til að veita tillögum viðurkenningar fyrir allt að kr. 1.000.000. Verkkaupi hyggst nýta sér niðurstöðu samkeppninnar, sjá kafla 4 Verk í kjölfar samkeppni. Jafnframt er gert ráð fyrir að það hönnunarteymi sem samið verður við vinni deiliskipulag lóðarinnar.

1.8 Tungumál samkeppninnar Tungumál þessarar samkeppni er íslenska og sama á við um verkefnið sjálft eftir samkeppnina. Öll gögn keppenda svo sem fyrirspurnir, greinargerðir og útskýringar á teikningum við skil tillögu, skulu vera á íslensku. Svör við fyrirspurnum verða á íslensku.

1.9 Höfundarréttur tillagna Varðandi höfundarrétt tillagna vísast í „Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni, drög“, kafla 3.3.4 Höfundarréttur tillagna.

Page 7:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

4

2 TILHÖGUN SAMKEPPNINNAR

2.1 Þátttökuréttur Þátttaka í samkeppninni er öllum heimil að undanskildum eftirfarandi aðilum. Auk dómnefndar og starfsmanna hennar, ritara, trúnaðarmanns og ráðgjafa, er þátttaka óheimil þeim, sem rekur teiknistofu með þessum aðilum, er þeim nátengdur eða vinnur að verkefnum með þeim sem talist gætu hafa áhrif á árangur viðkomandi í samkeppninni. Þá hafa þeir sem tóku þátt í undirbúningi samkeppninnar ekki þátttökurétt. Meginreglan varðandi hæfi þátttakenda er sú að þeir sjálfir beri ábyrgð á hæfi sínu.

2.2 Afhending samkeppnisgagna Samkeppnislýsing þessi verður birt á vefsíðu Ríkiskaupa: http://rikiskaup.is, útboðsnúmer 14838, frá og með þeim tíma sem fram kemur í kafla 1.5 Lykildag-setningar samkeppninnar. Samkeppnislýsing er öllum opin. Til þess að fá aðgengi að ítargögnum þurfa þátttakendur að skrá sig á vef Ríkiskaupa http://rikiskaup.is, útboðsnúmer 14838. Þegar þátttakandi hefur skráð sig á vef Ríkiskaupa fær viðkomandi senda staðfestingu í tölvupósti. Í kjölfarið getur þátttakandi hlaðið niður ítargögnum af vefnum. Ítargögn verður einnig hægt að nálgast, gegn framvísun staðfestingar á þátttöku og 3500 kr. greiðslu, á skrifstofu Ríkiskaupa Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8:00 - 16:00. Ítargögn eru tilgreind í kafla 2.6 Samkeppnisgögn. Þau er eingöngu hægt að nálgast á vefsíðu eða skrifstofu Ríkiskaupa. Tengil inn á gögnin má einnig finna á vef Arkitektafélags Íslands, http//ai.is, og á vef Framkvæmdasýslu ríkisins, http://fsr.is.

2.3 Forval Ekki er um forval að ræða í þessari samkeppni.

2.4 Dómnefnd og ritari dómnefndar Verkkaupi hefur skipað eftirtalda aðila í dómnefnd: Tilnefndir af verkkaupa:

Ásmundur Ásmundsson, verkfræðingur, formaður dómnefndar Vilborg Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytinu Jóhann E. Benediktsson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands: Einar Ólafsson, arkitekt FAÍ Þorsteinn Helgason, arkitekt FAÍ

Ritari dómnefndar er: Bergljót S. Einarsdóttir, verkefnastjóri/arkitekt FAÍ Framkvæmdasýslu ríkisins Dómnefnd er heimilt, í samráði við verkkaupa að kalla til sérfræðinga sér til ráðuneytis, t.d. á sviði umferðarmála, hljóðvistar og kostnaðarmats. Sérfræðingar dómnefndar mega hvorki eiga þátt í neinni tillögu, né hafa hagsmunatengsl við neinn tillöguhöfunda. Viðfangsefni sérfræðinga er eingöngu á þeirra sérsviði og koma þeir ekki að annarri umfjöllun dómnefndar og dæma ekki tillögurnar. Sérfræðingur er kallaður til í samráði við trúnaðar- og umsjónarmann. Sjá einnig grein 3.2.4 Dómnefndarstörf í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni, drög.

Page 8:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

5

2.5 Trúnaðar- og umsjónarmaður Trúnaðar- og umsjónarmaður samkeppninnar er: Gísli Þór Gíslason Ríkiskaup, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími: 530 1400 / Fax: 530 1414 Netfang: [email protected] Verkefnisstjóri samkeppnisferilsins á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins er: Bergljót S. Einarsdóttir, verkefnastjóri/arkitekt FAÍ.

2.6 Samkeppnisgögn Eftirtalin eru samkeppnisgögn þessarar samkeppni. Ítargögn eru öll önnur gögn en samkeppnislýsing: Samkeppnislýsing

Ítargögn, sem aðgengileg verða á vefsíðu Ríkiskaupa, http://rikiskaup.is, eða á geisladiski gegn gjaldi, sjá kafla 2.2 Afhending keppnisgagna, eru: Kortagrunnar. Grunnkort og deiliskipulag á dwg, dxf, dgn, mcd og pdf formi.

o Hæðarlínur o Dalbraut 1, lóðarblað o Íþróttasvæði og leikskóli, deiliskipulag o Leirá 1, deiliskipulag o Kirkjulóð o Hæðarpunktar

Loftmynd. Ljósmyndir og myndband. Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni, drög dagsett 27.11.2007. (fylgiskjal A)

o Hér eftir nefnt Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. (fylgiskjöl B) Rýmistafla á excel formi. (fylgiskjal C) Leiðbeiningarit um kaup á ráðgjöf. (fylgiskjal D) Veðurfarsgögn. (fylgiskjöl E) Reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu

hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats. (fylgiskjal F) Skipulag hjúkrunarheimila, viðmið félags- og tryggingamálaráðuneytisins

nóvember 2008. (fylgiskjal G) Stefna í málefnum aldraðra. (fylgiskjal H) Rit Framkvæmdasýslu ríkisins um vistvænar byggingar. (fylgiskjal I) Ritið Menningarstefna í mannvirkja gerð, Stefna íslenskra stjórnvalda í

byggingarlist. (fylgiskjal J) Teikningar af nálægum húsum. (fylgiskjöl K)

Sjá einnig kafla 2.2 Afhending samkeppnisgagna.

2.7 Vettvangsskoðun - kynningarfundur Ekki verður boðað til vettvangsskoðunar né kynningarfundar um verkefnið, en þátttakendur eru hvattir til að kynna sér aðstæður á lóðinni og nágrenni.

Page 9:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

6

2.8 Fyrirspurnir Fyrirspurnir skal senda með tölvupósti beint til trúnaðar- og umsjónarmanns á netfangið [email protected] sem flokkar fyrirspurnirnar og tekur af öll auðkenni. Hann beinir fyrirspurnum sem varða kafla 2 til dómnefndar en svarar öðrum í samráði við verkefnisstjóra samkeppninnar. Um er að ræða tvo formlega fyrirspurnatíma, sjá tímasetningar í kafla 1.5 Lykildagsetningar samkeppninnar. Öll svör og tilkynningar eru sett á vef Ríkiskaupa. Keppendur eru hvattir til að fylgjast reglulega með vefnum. Þátttakendum er sérstaklega bent á að nýta sér fyrri fyrirspurnatímann. Vakin er athygli á að upplýsingar, fyrirspurnir og svör við þeim verða eingöngu birt á vef Ríkiskaupa http://rikiskaup.is, útboðsnúmer 14838. Svör verða ekki send í tölvupósti til keppenda. Sjá einnig kafla 3.2.2 Fyrirspurnir í ritinu Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni.

2.9 Samkeppnistillögur – innihald og skil Keppendur skulu skila útprentuðum gögnum, og gögnum á geisladiski til trúnaðar- og umsjónarmanns hjá Ríkiskaupum. Óskað er eftir öllum gögnum á geisladiski og skulu þau vera á pdf-formi auk rýmistöflu á excel formi. Óskað er eftir tveimur eintökum af umræddum geisladiski. Skila skal eftirfarandi gögnum:

TEIKNINGAR: Afstöðumynd (með norður upp) í mkv. 1:500, sem sýnir lóð og lóðarhönnun,

næsta nágrenni og göngu- og vegatengingar. Grunnmynd, skurðmyndir og útlit í mælikvarðanum 1:200. Ólíkar lausnir á fyrirkomulagi einkarýmis/hjúkrunarrýmis í mælikvarða 1:200. Fjarvíddar- og rúmteikningar (þrívíddarmyndir) og/eða ljósmyndir að vali höfunda. Skýringarmyndir (riss) að vali höfunda.

Tillöguarkir (teikningar) skulu vera í stærð A1 (594 x 841 mm) prentaðar út á ógegnsæjan pappír og upplímdar á hörð spjöld. Allur texti skal ritaður á vélrænan hátt. Tillöguarkir, A1, skulu að hámarki vera 4. Keppendur skulu gera grein fyrir upphengingu í hægra horni að neðan. Lagt er til að tillöguarkir, A1, verði láréttar (landscape), 2 fyrir ofan og 2 fyrir neðan. Tillöguarkir, A1, skulu einnig vera í pdf-formi á geisladiski. Líkön og önnur gögn, sem ekki er beðið um í keppnislýsingu, verða ekki lögð fyrir dómnefnd. Tillöguarkir í ramma eða gleri verða ekki lagðar fyrir dómnefnd.

GREINARGERÐ: Í greinargerð með tillögu skal koma fram: Lýsing á megininntaki tillögunnar, helstu forsendum, markmiðum og áherslum

kepppenda, að hámarki 1000 orð. Lýsing á skipulagi, helstu stærðum, efnisnotkun og tæknilegum útfærslum. Þar

skal gerð grein fyrir þeim atriðum sem dómnefnd leggur áherslu á samanber kafla 1.6 Áherslur dómnefndar og kafla 3.1 Markmið auk annarra atriða sem keppendur vilja skýra frá.

Lýsing á frágangi byggingarinnar, þ.e. efnisvali, frágangi utanhúss, frágangi gólfa, lofta og veggja innanhúss, loftræsingu, lagnakerfi, frágangi lóðar og bílastæða og öðru því sem getur haft áhrif á kostnaðarmat dómnefndar og ráðgjafa hennar.

Rýmistöflu keppenda skal birta í greinargerð. Greinargerð skal birta í heild sinni á tillöguörkum, A1.

Page 10:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

7

Greinargerðinni skal skila í 6 eintökum í arkarstærðinni A4. Greinargerð skal einnig skila á pdf-formi á geisladiski. Birta skal smækkuð afrit allra uppdrátta í greinargerð í A3 (brotnu).

RÝMISTAFLA: Rýmistöflu er að finna í kafla 3.7.7 Rýmistafla. Auk þess er hún á excel formi í ítargögnum í fylgiskjali C. Rýmistaflan er leiðbeinandi. Keppendum ber að skila rýmistöflu með tillögum sínum og er mælst til þess að fyrrgreind rýmistafla verði notuð. Rýmistölur fyrir einstök rými skulu vera nettóstærðir. Ennfremur skal gefa brúttóstærð (heildarstærð) byggingarinnar.

2.10 Merking, afhending og skilafrestur

MERKING GAGNA: Gögn skal merkja sem hér segir: Auðkenna skal öll tillögugögn með fimm stafa tölu, að vali keppenda.

o Í 2x5 sm stóran reit í hægra horni, að neðan, hverrar tillöguarkar. o Í haus greinargerðar eða neðanmáls. o Á geisladisk. o Á umslag með nafnmiða. o Á önnur gögn ef við á.

Ógagnsætt umslag, merkt orðinu „Nafnmiði“ skal fylgja tillögunni. Í umslaginu skulu vera nöfn, heimilisföng og símanúmer keppenda.

Allar umbúðir skal merkja með auðkennitölunni. Þess skal gætt sérstaklega að ekki komi fram neinar upplýsingar um tillöguhöfund

á gögnum sem sett eru á geisladisk.

AFHENDING GAGNA: Gögn skal afhenda sem hér segir: Tillöguörkum skal skilað innpökkuðum í ógegnsæjar umbúðir og skulu ekki önnur

gögn vera í þeim umbúðum. Greinargerð í 6 eintökum ásamt geisladiski skal skilað í ógegnsæjum umbúðum. Nafnmiða skal skila í sérstöku umslagi.

SKILAFRESTUR TILLAGNA: Tillögum skal skila sem hér segir: Skila skal tillögum til trúnaðar- og umsjónarmanns hjá Ríkiskaupum, Borgartúni

7C, Reykjavík í síðasta lagi á þeim tíma og þeim degi sem fram kemur í kafla 1.5 Lykildagsetningar samkeppninnar. Við afhendingu tillagna fær keppandi kvittun merkta auðkennitölunni. Þeir sem óska eftir að skila tillögum fyrir þann tíma skulu hafa samráð við trúnaðar- og umsjónarmann.

Þeim keppendum, sem ekki geta afhent tillögu á þeim stað og tíma sem sett er fram í kafla 1.5 Lykildagsetningar samkeppninnar, er heimilt að koma tillögum sínum í póst eða flugafgreiðslu fyrir lok skilafrestsins. Keppandi skal í framhaldi af því og fyrir lok skilafrests senda vottorð um afhendingu gagnanna, frá hlutaðeigandi afgreiðslumanni, til trúnaðar- og umsjónarmanns í símskeyti eða símbréfi eða með öðrum sannanlegum hætti.

o Í vottorðinu skal koma fram auðkennistala tillögunnar. o Póstsendar tillögur skal merkja trúnaðar- og umsjónarmanni

samkeppninnar. Tillögum, sem sendar eru inn með framangreindum hætti verður ekki veitt viðtaka lengur en sjö dögum eftir að skilafresti lýkur. Vakin er athygli á að póstsending getur tekið lengri tíma en sjö daga.

Page 11:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

8

Ófrávíkjanlegt skilyrði þess að tillögu sé veitt viðtaka og hún dæmd er að henni sé skilað á réttum tíma samkvæmt framangreindu og að nafnleyndar sé gætt.

2.11 Niðurstaða samkeppninnar Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum á þeim tíma sem um er getið í kafla 1.5 Lykildagsetningar samkeppninnar. Um rof nafnleyndar verður farið í samræmi við kafla 3.2.5 Nafnleynd rofin í ritinu í Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni. Ákvæði um dómnefndarálit er að finna í kafla 3.2.6 Dómnefndarálit í ritinu Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni. Verkkaupi gefur út dómnefndarálit á prentuðu formi.

2.12 Sýning Eftir að úrslit liggja fyrir verður haldin sýning á þeim tillögum sem bárust, í samræmi við grein 3.3.3 í ritinu Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni.

2.13 Rýnifundur Í samræmi við kafla 3.3.2 Rýnifundur í ritinu Leiðbeiningar um hönnunarsamkeppni, verður haldinn rýnifundur innan eins mánaðar frá verðlaunaafhendingu.

Page 12:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

9

3 LÝSING VERKEFNIS

3.1 Markmið Markmið samkeppninnar er að fá tillögur um hönnun húss og lóðar fyrir hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð, Hulduhlíð að Dalbraut á Eskifirði, í samræmi við stefnu í öldrunarmálum og viðmið félags- og tryggingamálaráðuneytisins Skipulag hjúkrunarheimila, nóvember 2008. Úrlausnir keppenda skulu byggja á samkeppnislýsingu þessari og áðurgreindum viðmiðum ráðuneytisins. Aðlaga þarf kröfur að aðstæðum á staðnum. Markmið: Að skapa öllum heimilsmönnum vistlegt heimili, þar sem mannréttindi, mannúð og

virðing eru í heiðri höfð. Að fá fram hugmyndir að heimili fyrir aldraða og langveika einstaklinga. Að byggingin marki sérstöðu í byggðinni við Eskifjörð. Að umhverfissjónarmið og vistvæn hönnun verði höfð að leiðarljósi við útfærslu

byggingar og lóðar. Á síðari stigum hönnunar verður horft til vistferilskostnaðar (life cycle cost) m.a. við val á byggingarefnum.

Að byggingin verði aðgengileg öllu fólki. Að byggingin verði á einni hæð. Að byggingin verði hagkvæm með hliðsjón af heildarstærð, framkvæmda- og

rekstrarkostnaði. Að skapa góð rými til útvistar fyrir heimilismenn. Að sýna fram á góða aðkomu að lóð og tengsl við gangstígakerfi Eskifjarðar. Að hanna byggingu og lóð með hliðsjón af ofanflóðahættu.

3.2 Keppnissvæðið Keppnissvæðið er lóð hjúkrunarheimilisins að Dalbraut 1 á Eskifirði. Á tillögu að lóðarblaði er byggingarreitur afmarkaður, lega lagna sýnd og skilgreiningar á hættusvæðum. Sjá einnig kafla 3.3.3 Ofanflóð. Falli tillaga keppenda að byggingu utan byggingarreits skal gera sérstaka grein fyrir ástæðum þess í greinargerð. Keppendur skulu sýna aðkomu bíla inn á lóðina óháð eldri aðkomumöguleikum sem sjá má á tillögu að lóðarblaði. Sjá einnig umfjöllun í kafla 3.3 Lóð aðkoma og nánasta umhverfi.

3.3 Lóð, aðkoma og nánasta umhverfi

3.3.1 Lóð, umhverfi, umferð Lóðin, Dalbraut 1, er um 5287 m2 að stærð og liggur við Norðfjarðarveg, sem liggur frá Reyðarfirði í gegnum Eskifjörð og til Norðfjarðar. Hún afmarkast af Norðfjarðarvegi að vestan, Dalbraut að norðan, Bleiksá að austan og Leirubakka (fyrirhuguðum) að sunnan. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þjóðvegurinn fari um ný Norðfjarðargöng. Kirkju- og menningarmiðstöð er norðan Dalbrautar undir s.k. Bleiksárhlíð. Sundlaug og íþróttasvæði liggja sunnan Dalbrautar og vestan Norðfjarðarvegar. Austan Bleiksár er iðnaðar- og hafnarsvæði (athafnasvæði), nefnt Leirá 1. Leirubakki liggur frá iðnaðar- og hafnarsvæðinu (athafnasvæðinu) til vesturs að Norðfjarðarvegi. Stutt er að meginíbúðarbyggð Eskifjarðar, austan Bleiksár. Gangstéttar eru með Strandgötu og stígur með Norðfjarðarvegi frá Strandgötu og að Sundlaug samanber loftmynd 2009 í fylgiskjölum.

Page 13:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

10

Á nyrðri hluta lóðarinnar er gamalt verslunarhúsnæði. Syðri hluti lóðarinnar er jarðvegsfylling og áform eru um að fylla meira í svæðið sunnan hennar. Keppendur skulu gera grein fyrir lóðarhönnun og aðkomu að lóðinni, sýna fyrirkomulag útirýma heimilismanna, bílastæða, gönguleiða og hugmyndir að útfærslu varnargarða vegna ofanflóða. Jafnframt skal koma með hugmyndir að frágangi lands við Bleiksá og tengsl við stígakerfi utan lóðar. Áhersla er lögð á góð sameiginleg útirými heimilismanna og gesta. Útisvæði fyrir heilabilaða þarf að vera lokað og í beinum tengslum við einingu 1. Gera skal ráð fyrir 25 bílastæðum á lóðinni, þar af verði 2-3 fyrir fatlaða. Almennt er ekki gert ráð fyrir að heimilismenn eigi bíla. Gestir heimsækja heimilismenn á ýmsum tímum. Gera þarf ráð fyrir aðkomu sjúkrabíla að inngangi. Þá er gert ráð fyrir að sorp verði í gámum á afmörkuðu svæði á lóðinni. Aðkoma sorpbíla að sorpgámum skal vera hindrunarlaus. Huga skal að greiðum aðgangi hreyfihamlaðra á stígum á lóðinni og í nánd við hana. Um 840 bílar aka um Norðfjarðarveg á sólarhring skv. upplýsingum Vegagerðarinnar. Sjá einnig kafla 3.2 Keppnissvæðið.

3.3.2 Skipulag Tillaga að lóðarblaði Dalbrautar 1 liggur fyrir. Í kjölfar hönnunarsamkeppninnar verður deiliskipulag lóðarinnar unnið á grundvelli þeirrar tillögu sem útfærð verður. Austan Bleiksár er í gildi deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis (athafnasvæðis) sem þar er, nefnt Leirá 1, samþykkt í júní 1994, br. 1995. Vestan Norðfjarðarvegar er í gildi deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið, sundlaugina og leikskóla, nefnt Dalur 1, dags. 17.01.1997. Jafnframt liggur fyrir tillaga að fyrirkomulagi bílastæða á lóð kirkjunnar norðan Dalbrautar. Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007 – 2027 var samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar 14. júlí 2009 og staðfest af umhverfisráðherra 24. ágúst 2009. Öll ofangreind gögn fylgja með sem ítargögn.

3.3.3 Ofanflóð Lóð hússins er að hluta á hættusvæði A vegna ofanflóða í Bleiksá. Vegna þessa skal hönnuður gera ráð fyrir 3 metra háum varnargarði, sem skal liggja við lóðarmörk að norðan og austan nærri rauðri línu, sem afmarkar hættusvæði C á tillögu að lóðarblaði. Garðurinn skal enda við Dalbraut í líkri hæð og er á götunni. Lengd garðsins skal vera 80-90 m og skal bratti fláans ármegin vera a.m.k. 1:1,5. Verkhönnun á varnargarði þessum verður unnin í samráði við fulltrúa verkkaupa. Verði hluti hússins á svæði A skal á því svæði reikna með að vegna ofanflóða þurfi veggir að norðanverðu á húsinu að þola þrýsting frá 2m djúpu vatni mælt frá gólfplötu hússins. Ef gluggar eru á þessari hlið skulu þeir vera með gleri, sem þolir þrýstinginn, og ef hæð upp í glugga er minni en 1,5 m skulu gluggar og gluggafestingar á sama hátt þola þrýstinginn. Opnanleg fög skulu vera sjálflokandi við þrýsting utan frá. Aðalinngangar verði ekki á þeirri hlið hússins. Álagið reiknast sem óhappaálag og skal reikna styrkleika miðað við brotmarksástand í samræmi við ákvæði í reglugerð um hættumat vegna ofanflóða. (Reglugerð nr. 505/2000 með breytingu nr. 495/2007) Vísað er til skýrslna um snjóflóðahættu á Eskifirði og áætlun um varnir, sem má finna á vef Veðurstofu Íslands http://www.vedur.is/ofanflod/haettumat/eskifjordur/

Page 14:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

11

3.4 Náttúru- og veðurfar Veðurfar á Eskifirði er mótað af háum fjöllum og nálægð sjávar. Meðalhiti síðasta áratug var 4,5° sem er svipað og í Kollaleiru í fjarðarbotninum og á Neskaupstað. Mun hlýrra hefur verið síðasta áratuginn en var á tímabilinu 1977-2006 en þá var meðalhitinn inn í fjarðarbotni 3,8°. Ársúrkoma er að jafnaði um 1250 mm á ári og er það svipað og mældist að jafnaði í Kollaleiru en talsvert minni en mælist á Neskaupstað þar sem hún nær 1900 mm. Á vindrósum sést hvernig vindurinn lagar sig að landslaginu. Algengustu vindáttir á Eskifirði eru inn og út fjörðinn þ.e.a.s. norðvestlægar og suðaustlægar áttir. Á sumrin má sjá áhrif hafgolu í suðaustanáttinni en hún hverfur yfir háveturinn. Hvassasta vindáttin er að jafnaði vestnorðvestanátt en austanátt getur orðið mjög hvöss en er mun sjaldgæfari. Vindasamara er á Eskifirði en í Kollaleiru og á Neskaupstað. Meðalvindur er 4,5 m/s á Eskifirði, mesti 10 mínútna meðalvindur hefur mælst 32,3 m/s og mesta hviða 41,9 m/s. Af fjallinu ofan Eskifjarðar getur skapast flóðahætta. Krapaflóð og blaut snjóflóð falla þegar rignir ofan í mikinn snjó samfara hálku. Einnig geta orðið vatnsflóð og skriðuföll samfara stórrigningum þ.e. þegar úrkoma mælist yfir 100 mm á sólarhring. Hætta á þurrum snjóflóðum skapast við svipaðar aðstæður og á Neskaupstað, þ.e. í norðvestan - norðaustan hvassviðrum með mikilli ofankomu. Sjá einnig kafla 3.3 Ofanflóð hér að framan, fylgiskjöl E um veðurfar og fylgiskjal B greinargerð Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 m.a. 3. kafla Náttúra.

Page 15:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

12

3.5 Jarðvegsaðstæður Ekki hafa verið teknar neinar prufuholur á lóðinni, en lóðinni má skipta upp í 3 svæði. Svæði 1 sem er syðst á lóðinni, en þar er búið að jarðvegsskipta og keyra út nýjum fyllingarpúða sem er tilbúinn fyrir byggingar. Svæði 2 er ofan við svæði eitt og liggur meðfram Norðfjarðarvegi að þar sem núverandi söluskáli stendur ásamt malbikuðu bílastæði, þar má gera ráð fyrir að púði sé hæfur til byggingar þar sem söluskáli stendur en ekki hægt að fullyrða neitt um útisvæðið. Svæði 3 liggur svo meðfram Bleiksá, aftan við núverandi söluskála, en það er óhreyft land. Farið verður í jarðvegsathuganir að lokinni hönnunarsamkeppni.

3.6 Almenn starfsemislýsing og hugmyndafræði Hanna skal nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð með samtals 20 hjúkrunarrýmum. Öll hjúkrunarrýmin skulu vera einstaklingsrými með einkabaðherbergi. Lagt er til að eining fyrir heilabilaða verði lokuð og rúmi 6 einstaklinga, sjá kafla 3.6.2 Meginfyrirkomulag byggingar, enda gert ráð fyrir að einstaklingar með heilabilun á byrjunarstigi geti búið í opnum einingum. Stöðugildi hjúkrunarheimilisins gætu orðið um 15. Reikna má með um 6 starfsmönnum á dagvakt við hjúkrun og umönnun og um 3 á kvöldvakt, auk 2-3 í eldhúsi á dagtíma og 1 í ræstingu. Hjúkrunarforstjóri sinni jafnframt umönnun á heimilinu og/eða sinni öðrum heimilum í Fjarðabyggð. Almennt er gert ráð fyrir að þjónusta og viðtöl við heimilismenn og aðstandendur fari fram í einstaklingsrýmunum. Er þar meðal annars átt við viðtöl lækna, hjúkrunarfræðinga og einstaklingsþjálfun. Hópæfingar, iðjuþjálfun og afþreying fari fram í borð- og setustofu eininganna.

3.6.1 Hugmyndafræði Eftirfarandi er útdráttur úr 1. kafla ritsins Skipulag hjúkrunarheimila þar sem fjallað er um hugmyndafræði uppbyggingar og skipulags hjúkrunarheimila samkvæmt stefnu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Hjúkrunarheimili eru heimili fólks, sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum með viðeigandi stuðningi og þarf á umönnun og hjúkrun að halda. Skipulag hjúkrunarheimilis, þ.e. húsnæðið, staðsetning þess, umhverfi og skipulag á daglegum rekstri, þarf að taka mið af þessu. Því þarf að leggja áherslu á að skapa aðstæður sem líkjast eins og kostur er húsnæði, skipulagi og aðstæðum á venjulegum einkaheimilum fólks. Umhverfi, aðstæður og skipulag á hjúkrunarheimili skal byggt á þeirri meginreglu að heimilismönnum sé eins og kostur er gert kleift að taka þátt í sem flestum athöfnum daglegs lífs og að eiga hlut að ákvörðunum, sem varða þá sjálfa og þeirra nánasta umhverfi. Lögð skal áhersla á að skapa aðstæður þannig að öllum líði sem best á heimilinu, jafnt heimilismönnum, starfsmönnum sem og aðstandendum og gestum, sem vilja dvelja með heimilismönnum, jafnvel daglangt. Í stað stórra stofnana er gert ráð fyrir litlum einingum sem skiptast annars vegar í rúmgott einkarými fyrir hvern og einn (ígildi stúdíóíbúðar) og hins vegar sameiginlegt rými heimilismanna og starfsfólks viðkomandi einingar, meðal annars með eldunaraðstöðu, borðstofu og dagstofu. Litlar einingar og heimilislegt umhverfi eykur nánd og samveru heimilsmanna og starfsfólks. Stuðningur við einstaklinginn skal miða að því að viðhalda getu hans, virkni og færni, eins og kostur er, með hans eigin þátttöku, hjúkrun, aðhlynningu, þjálfun, læknishjálp og hjálpartækjum og aðstoða hann þannig við að takast á við breyttar aðstæður. Hjúkrunarheimili þarf að vera góður, heimilislegur og skapandi vinnustaður fyrir þá sem þar vinna m.a. í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.

Page 16:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

13

3.6.2 Meginfyrirkomulag byggingar Hjúkrunarheimilinu verði skipt í þrjár einingar, með sameiginlegri aðkomu og sameiginlegum stoðrýmum að hluta. Litið er á hverja einingu sem heimili heimilismanna og deila með sér borðstofu, opnu eldhúsi og setustofu. Eining heilabilaðra (eining 1) skal vera lokuð með rými fyrir að minnsta kosti 6 heimilsmenn og aðgangi að lokaðri verönd. Gera skal ráð fyrir að hinar tvær einingarnar (einingar 2 og 3) verði með sameiginleg rými að hluta. Þær þurfa ekki að vera jafnar að stærð. Lögð er áhersla á sveigjanleika í notkun húsnæðis. Lögð er áhersla á aðgengi fyrir alla sem erindi eiga um bygginguna og lóðina. Lögð er áhersla á hagkvæman rekstur og hagkvæma notkun rýma.

3.7 Húsrýmisáætlun Hjúkrunarheimilið skal hanna með hliðsjón af samkeppnislýsingu þessari í heild sinni og viðmiðum félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem fram koma í ritinu Skipulag hjúkrunarheimila, nóvember 2008, sjá fylgiskjal G. Stangist kröfur eða lýsingar á skulu þær kröfur sem fram koma í samkeppnislýsingu hafa forgang. Í kafla 3.7.6 Rýmistafla eru áætlaðar nettóstærðir helstu rýma. Stærðir sem upp eru gefnar skal nota sem viðmið. Starfsemi sem fer fram í rýmunum er lýst hér á eftir. Keppendum er heimilt að víkja frá stærðum einstakra rýma telji þeir tilefni til. Í þeim tilvikum skal færa rök fyrir breytingum í greinargerð. Hámarksstærð byggingar er þó bundin samanber 1. mgr. í kafla 3.7.1 Brúttó- og nettóstærðir rýma. Gera skal grein fyrir meginfyrirkomulagi (innra fyrirkomulagi) einstakra rýma.

3.7.1 Brúttó- og nettóstærðir, rýmistafla Í viðmiðum félags- og tryggingamálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að hámarki 75 m2 brúttóstærð fyrir hvert hjúkrunarrými þ.e. fyrir hvern einstakling. Brúttóstærð hjúkrunarheimilisins verður að hámarki 1500 m2. Í brúttófermetratölu er allt rými byggingarinnar þar með talið allt gangarými, anddyri, forstofa, geymslur, tæknirými, inn- og útveggir. Nettóflatarmál byggingar er samanlagt nettóflatarmál einstakra rýma (gólfflatarmál mælt milli veggja). Farið er fram á að keppendur skili rýmistöflu er sýni brúttóstærð byggingarinnar og nettóstærðir allra helstu rýma. Jafnframt geri þeir grein fyrir flatarmáli umferðarrýmis (ganga, anddyris, forstofu o.fl) að viðbættu grunnflatarmáli inn- og útveggja, og reikni það sem prósentuhlutfall af nettóflatarmáli. Takist keppendum að minnka hlutfall umferðarrýmis (miðað við gefnar forsendur) er óskað eftir að einstaklingsrýmin og sameiginleg rými eininganna verði stækkuð. Rýmistafla á excel formi fylgir með ítargögnum (fylgiskjal C).

3.7.2 Hjúkrunarrými, einkarými Einkarými hvers heimilismanns skal vera eitt herbergi og innangengt úr því inn á einkabaðherbergi hans. Herberginu skal unnt að skipta niður í svefnkrók og setustofu með lausum skápum eða léttum færanlegum skilveggjum. Í baðherbergi skal vera handlaug, salernisskál og sturta. Það skal vera rúmgott þannig að góð vinnuaðstaða sé fyrir tvo starfsmenn til aðstoðar heimilismanni. Á salerni eða í sturtu er gerð krafa um að hægt sé að veita aðstoð á þrjá vegu og að handföng séu beggja vegna salernis. Í öllum einkarýmum skal vera mögulegt að hafa lítinn ísskáp og unnt að nota tölvu, síma og sjónvarp. Ekki er gert ráð fyrir eldunaraðstöðu í einkarýmunum. Í hverju

Page 17:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

14

herbergi verður fataskápur þar sem heimilismaður geymir föt sín og ýmsa smáhluti. Í honum verður fatahengi, hillur og skúffur. Læst öryggishólf er í fataskápnum fyrir persónulega muni, skartgripi og önnur verðmæti. Þar verði einnig lyfjarúllur einstaklinganna geymdar. Rými verður einnig í skápnum til að geyma lín og sængurfatnað. Heimilismaður skal geta horft út um glugga í set- og svefnkróki hvort sem hann er sitjandi eða liggjandi. Uppi við loft skal unnt að koma fyrir lyftibúnaði með rafdrifinni lyftu á braut svo lyfta megi heimilismanni úr hjólastól eða flytja hann í setustofu hans eða inn á baðherbergi og setja hann niður í réttri stöðu við þau tæki sem þar eru. Breidd dyra í einkarými skal vera næg til að unnt sé að flytja íbúa um þær í sjúkrarúmi. Dyragættir eiga að vera án þröskulds. Gera skal ráð fyrir lokuðu dyragati á milli einstaklingsíbúða eftir föngum, með því móti verður hægt að sameina íbúðir. Gera skal ráð fyrir þeim möguleika að heimilismenn geti gengið beint út í garð úr íbúð sinni. Hvert einkarými skal vera að lágmarki 36 m2 nettó. Keppendur skulu sýna nokkra valkosti á fyrirkomulagi innan einkarýmisins þar sem sjá má ólíkar lausnir á staðsetningu svefnaðstöðu og setustofu heimilismanns.

3.7.3 Sameiginleg rými eininganna

A. Setustofa, borðstofa, opið eldhús, vaktaðstaða Í sameiginlegu rými heimilisfólks í hverri einingu skal vera rúmgóð setustofa og borðstofa með eldunaraðstöðu sem þjónar öllum heimilismönnum og starfsmönnum einingarinnar. Auk þess skal vaktaðstaða starfsfólks tengjast því rými. Í setustofu skal vera aðstaða fyrir alla heimilismenn einingarinnar í sæti samtímis, ásamt aðstöðu fyrir gesti. Þar getur m.a. farið fram örvun, dagleg samvera, einstaklings- og hópþjálfun. Í sameiginlega rýminu skal huga að lögnum fyrir sjónvarp, tölvu og skjávarpa. Æskilegt er að hægt verði að nýta veggi til að varpa myndum á. Á síðari stigum hönnunar verður tekin afstaða til búnaðarkaupa. Í borðstofu skal vera rými fyrir alla heimilismenn einingarinnar ásamt starfsfólki. Allir skulu geta setið við borð og matast samtímis. Huga skal að aðgengi fyrir alla, sjá kafla 3.8.3 Aðgengi fyrir alla. Gera skal ráð fyrir litlu opnu eldhúsi í hverri einingu og skal það tengjast borðstofu heimilismanna þar sem matur verður framreiddur. Þar skal vera unnt að taka við fullbúnum mat frá miðlæga eldhúsinu og sinna einfaldri matargerð fyrir heimilismenn og starfsmenn einingarinnar. Auk þess verði þar hægt að hita kaffi og te og baka. Allur borðbúnaður einingarinnar verði geymdur þar og þveginn upp. Gert er ráð fyrir að fullbúnum léttum kvöldmat og kvöldhressingu verði ekið úr matreiðslueldhúsinu á eftirmiðdögum í eldhús eininganna. Hann verði geymdur þar og framreiddur. Heit máltíð verði framreidd í hádeginu. Í eldhúsunum skal gera ráð fyrir vaski, uppþvottavél, eldavél, bakarofni, viftu, stórum ísskáp með litlu frystihólfi, kaffivél, örbylgjuofni og skápum. Aðstaðan í opna eldhúsinu skal miðast við að heimilismenn geti fylgst með eða tekið þátt í matargerð og bakstri. Keppendur skulu sýna meginfyrirkomulag eldhúsa auk fyrirkomulags í borð- og setustofu eininganna. Stakstæð handlaug til handþvotta skal var í nálægð við sameiginlega rýmið. Bent er á að þegar þriðji aðili sér um matreiðslu í eldhúsi fellur það undir skilgreininguna stóreldhús skv. skilgreiningum heilbrigðiseftirlits. Í því tilviki þarf heilbrigðiseftirlit að veita starfsleyfi og eldhúsið að uppfylla kröfur heilbrigðiseftirlits.

Page 18:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

15

Gera skal ráð fyrir að borðstofa, setustofa, eldhús og vaktaðstaða myndi sameiginlegt rými í hverri einingu. Sjái keppendur möguleika á að tengja saman sameiginleg rými eininganna, við ákveðnar kringumstæður, án þess kvika frá markmiði um 3 einingar og heimilislegt umhverfi er óskað eftir að þeir kynni þann möguleika. Góðir gluggar skulu vera á borð- og setustofu sem unnt er að sjá út um hvort sem fólk stendur eða situr.

B. Stoðrými eininganna

Vaktaðstaða Vaktaðstaða skal tengjast sameiginlegu rými heimilismanna. Þar skal vera skrifstofuaðstaða með tölvutengingu og geymsluskápum fyrir trúnaðarskjöl. Í nánd við vaktaðstöðuna skal vera rými fyrir hvíldarstól m.a. fyrir stutta hvíld (powernapping) starfsfólks á næturvakt. Gera skal ráð fyrir að hægt sé að reka sameiginlega vakt fyrir einingar 2 og 3. Æskilegt er að eitt vaktrými tengist inngangi hjúkrunarheimilisins svo hægt verði að hafa yfirsýn yfir anddyri og aðkomu.

Skol Aðstaða skal vera fyrir skol með tæki til sótthreinsunar á bekjum, þvagflöskum og þvottaskálum. Gera skal ráð fyrir vaski við hlið sótthreinsitækis og vinnusvæði til beggja hliða. Auk þess skal gera ráð fyrir hillum og skápum. Gert er ráð fyrir sameiginlegu skoli fyrir einingar 2 og 3.

Snyrtingar Gera skal ráð fyrir 2 litlum salernum (m.a. fyrir starfsmenn) í einingunum þremur í nánd við sameiginlegt rými heimilismanna.

Geymslurými/-skápar í einingum Huga skal að geymslurými fyrir hjúkrunarvörur innan eininganna annað hvort litlum geymslum eða rúmgóðum skápum á göngum.

C. Útisvæði eininganna Gera skal ráð fyrir tveimur til þremur skjólgóðum görðum með greiðu aðgengi fyrir heimilismenn og gesti þeirra frá sameiginlega rýminu. Garðar skulu vera lokaðir með læsanlegu hliði.

3.7.4 Sameiginleg rými hjúkrunarheimilisins, miðlæg Rými sem fjallað er um hér á eftir eru sameiginleg fyrir allar einingarnar. Lagt er til að þau verði miðlæg og aðgengileg frá sameiginlegu opnu svæði.

Anddyri, forstofa Lögð er áhersla á rúmt og aðlaðandi anddyri og forstofu. Í forstofu skal gera ráð fyrir 21 póstkassa fyrir heimilismenn og skrifstofu. Keppendur meti sjálfir stærð rýmis. (Anddyri telst vera hluti umferðarrýmis samanber kafla 3.7.1 Brúttó- og nettóstærðir rýma, rýmistafla)

Skrifstofurými, fundir Lagt er til að eitt sameiginlegt rými verði fyrir stjórnendur og fundi. Þar verði möguleiki á að koma fyrir góðri fundaraðstöðu, skrifstofuaðstöðu fyrir tvo með tölvutengingum, rými fyrir ljósritun og prentun, geymslu skrifstofuvara og gagna.

Page 19:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

16

Þvottahús Aðstaða skal vera til þvotta á öllum fatnaði heimilismanna, líni og starfsmannafatnaði. Ekki er gert ráð fyrir að aðstoð verði fengin frá þvottahúsi utan heimilisins. Nauðsynlegt er að hafa rými fyrir línlager og tauvagna sem notaðir eru til að flytja hreint lín inn á einkarými heimilismanna. Auk þess skal gera ráð fyrir strauvél og aðstöðu til að strauja og ganga frá þvotti.

Búningsaðstaða Gert er ráð fyrir búningsherbergi fyrir starfsfólk í tengslum við sameiginlegt þvottahús. Skal það vera tvískipt, fyrir karla og konur, eða í því afmarkað rými, til að skipta um föt, sem hægt er að loka. Í búningsherbergi skal vera beint aðgengi að sturtu og rúmgóðri snyrtingu sem verði aðgengileg öllum, sjá kafla 3.8.3 Aðgengi fyrir alla. Þar skulu vera læstir skápar, samtals um 15 fyrir fatnað og persónulega muni starfsmanna. Gera skal ráð fyrir að starfsfólk eldhúss noti sama búningsherbergi. Skápar fyrir það starfsfólk verði tvískiptir, starfsmannafatnaður í sér hólfi og einkafatnaður í öðru hólfi, 4-5 skápar.

Matreiðslueldhús Gert er ráð fyrir matreiðslueldhúsi í byggingunni og þar verði eldaður matur fyrir heimilismenn og starfsfólk. Um er að ræða stóreldhús samkvæmt skilgreiningum heilbrigðiseftirlits. Sérstakt salerni í tengslum við eldhúsið skal ætlað starfsfólki þess. Áætlanir gera ráð fyrir að boðið verði upp á heitan mat í hádeginu auk morgunmatar, eftirmiðdagshressingar, kvöldmatar og kvöldhressingar. Öll matreiðsla og daglegur matarundirbúningur fari fram í matreiðslueldhúsinu, alla jafna á dagtíma. Kvöldmatur verði útbúinn í eldhúsinu, fluttur til eininganna og geymdur í kæli þar til hann verður borinn fram. Sama gildir um annan daglegan mat sem borinn er fram. Keppendur skulu sýna megin fyrirkomulag matreiðslueldhúss auk fylgirýma. Rými og búnaður sem þarf að huga að:

Svæði fyrir uppþvott með vaski, 2 vaskar fyrir matvæli (kjöt og grænmeti), vinnusvæði fyrir matartilbúning, skilja að vinnusvæði fyrir kjöt og grænmeti, vaskur fyrir áhaldaþvott, stakstæð handlaug.

Kælirými, frystirými, þurrgeymslurými (-skápar). Rými fyrir vagna. Aðstaða fyrir starfsfólk eldhúss til að matast. Snyrting fyrir starfsfólk eldhúss. Eldavél/eyja með pönnum, gufuofn(ar), háfur, loftræsing, uppþvottavél.

Við hönnun skal gæta þess að ekki verði hætta á krosssmiti. Eldhúsið skal uppfylla kröfur auk laga og reglugerða m.a. sem varða heilbrigðis- og byggingarmál. Gera skal ráð fyrir litlum þjónustuinngangi í nánd við eldhús. Lögð er áhersla á að keppendur hanni hagkvæmt eldhús og takmarki stærð þess eftir föngum.

Ræsting Gert er ráð fyrir einum rúmgóðum ræstiklefa fyrir alla bygginguna. Þar skal vera rúm fyrir ræstivagna, vask og öll nauðsynleg áhöld til ræstinga og aðskilið rúmgott lagerrými fyrir hreinlætisvörur.

Geymsla fyrir hjálpartæki og fleira Gera skal ráð fyrir geymslu fyrir ýmis konar hjálpartæki svo sem hjólastóla, súrefnissíur, vökvastatíf, standlyftara, hjúkrunarvörur og fleira. Almennt er þó gert ráð fyrir að hjólastólar og göngugrindur heimilismanna verði í einstaklingsrýmunum.

Page 20:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

17

Tæknirými Gera þarf ráð fyrir tæknirými fyrir inntök, stjórnbúnað o.fl.

Hirsla fyrir sóttmengaðan úrgang Gera skal ráð fyrir lítilli geymslu eða læstum skáp(um) fyrir sóttmengaðan úrgang.

Lyfjageymsla Lyfjageymsla skal vera læst herbergi. Þar skulu vera hillur, vinnuborð til að flokka og útbúa lyfjaskammta, vaskur, lyfjaísskápur og hillur.

Sorp, sorpgámar á útisvæði Gera skal ráð fyrir 3 tunnu sorpflokkun. Afmarka þarf svæði fyrir þrjá sorpgáma (2mx2mx2m) á lóðinni. Aðkoma sorpbíla og aðgengi starfsfólks að þeim skal vera hindrunarlaus. Lögð er áhersla á snyrtilegan frágang gámasvæðis og hagkvæma staðsetningu.

3.7.5 Lög, reglur Reglugerðir og lög má m.a. nálgast á vefsíðum Stjórnarráðs Íslands, Alþingis, Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar og Vinnueftirlits ríkisins. Eftirfarandi er listi yfir helstu lög, reglugerðir og reglur sem taka þarf mið af við hönnun byggingarinnar. Listinn er ekki tæmandi. Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 m.s.br. Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Lög um landlækni nr. 41/2007. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Reglur um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995. Skipulags- og byggingarlög nr. 77/1997 m.s.br.

o Skipulagsreglugerð nr. 400/1998 m.s.br. o Byggingarreglugerð nr. 441/1998 m.s.br.

Reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.

Lög um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingasjóð ríkisins nr. 46/1998..

Lög um matvæli nr. 93/1995. Reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu

matvæla nr. 522/1994 með breytingarreglugerðum nr. 191/1999 og 842/2004 Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla Lög um veitinga- og gististaði nr. 67/1985 Reglugerð um veitinga- og gististaði nr. 288/1987 með síðari breytingum Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 Mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 með breytingum Lög um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 Reglugerð um tóbaksvarnir nr.326/2007 Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 Lyfjalög nr. 93/1994 Reglugerð um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum

heilbrigðisstofnunum nr. 241/2004

Page 21:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

18

3.7.6 Rýmistafla Rýmistöflu þessa skal hafa til hliðsjónar við ákvörðun um stærð rýma. Í töflunni er tekið fram hvort um er að ræða viðmið, hámarks- eða lágmarksstærðir. Keppendur skulu færa rök fyrir lausnum sínum í greinargerð. Keppendur skulu gera grein fyrir brúttó- og nettóstærðum með hliðsjón af töflunni, sjá fylgiskjal C Rýmistafla.

Rými, viðmið Nettó- viðmið m²

Fjöldi rýma Krafa

EININGAR Hjúkrunarrými/einkarými með salerni 36 20 Lágmark Borðstofa, setustofa, opið eldhús, vaktaðstaða, eining 1, 11 m2 á hvern íbúa 66 1 Lágmark

Borðstofa, setustofa, opið eldhús og vaktaðstaða 11 m2 á hvern íbúa 1 Lágmark

Borðstofa, setustofa, opið eldhús og vaktaðstaða 11 m2 á hvern íbúa 1 Lágmark

Stoðrými eininga

Skol, eining 1 1 Skol, einingar 2 og 3 1 Snyrtingar, eining 1 og sameiginleg f. einingar 2 og 3 Geymslurými eða geymsluskápar fyrir hjúkrunarvörur í einingunum eftir aðstæðum 2-3 SAMEIGINLEG MIÐLÆG RÝMI Starfsfólk Skrifstofurými, stjórnendur, fundir 25 1 Viðmið Búningsaðstaða, salerni, sturta 16 1 Viðmið

Önnur rými Matreiðslueldhús ásamt fylgirýmum 50 1 Hámark Þvottahús, língeymsla, vagnar, vinnuaðst. 20 1 Hámark Geymsla fyrir hjálpartæki og fleira 15 1 Hámark Ræsting 1 Lyfjageymsla 1 Sóttmengaður úrgangur, geymsla/skápur 1 Tæknirými f. inntök, stjórnbúnað, loftræsibúnað o.fl. 1

Samtals nettóflatarmál

Viðbót fyrir umferðarrými, inn- og útveggi o.fl. (%)

Brúttóflatarmál, hámark 1500 m2 Hámark

Page 22:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

19

3.8 Gerð og gæði byggingar Miða skal við að allur frágangur byggingar og lóðar sé vistvænn, vandaður og endingargóður. Lögð er áhersla á að byggingin og lóðarhönnun falli vel að nánasta umhverfi. Keppendur skulu gera grein fyrir efnisvali og uppbyggingu hússins, á teikningum og í greinargerð. Taka skal tillit til hljóðvistar og sólarljóss og afstöðu þess til einstakra rýma. Í einstaklingsrýmum, uppi við loft, skal vera unnt að koma fyrir lyftibúnaði með rafdrifinni lyftu á braut. Sjá einnig kafla 3.7.2 Hjúkrunarrými, einkarými. Öll hönnun skal taka mið af þörfum aldraðra, fatlaðra og langveikra einstaklinga. Gera skal grein fyrir helstu hönnunarforsendum með hliðsjón af samkeppnislýsingu. Gæta skal þess að tillagan samræmist lögum og reglugerðum sem við eiga.

3.8.1 Listskreyting Í lögum um listskreytingar nr. 46/1998 kemur m.a. fram að verja skuli 1% af heildarbyggingarkostnaði opinberrar byggingar til listskreytingar hennar og umhverfis hennar. Keppendur skulu gera grein fyrir hugmyndum að listskreytingu t.d eðli listskreytingar og staðsetningu.

3.8.2 Hönnun lóðar Keppendur skulu gera tillögu um mótun og nýtingu lóðarinnar s.s. gangstígum, bílastæðum, sameiginlegum útisvæðum íbúanna og svæði fyrir sorpgáma. Einnig skal gera grein fyrir aðgengi slökkviliðs og sjúkrabíla og gera grein fyrir vörnum gegn ofanflóðum samanber kafla 3.3.3 Ofanflóð.

3.8.3 Aðgengi fyrir alla Haft er að leiðarljósi að samfélagið verði aðgengilegt öllum, einnig þeim, sem eru fatlaðir hvort sem um er að ræða hreyfihömlun, sjón- eða heyrnarskerðingu, eða annað sem kann að hafa áhrif á færnina. Húsið og lóðina skal hanna með aðgengi fyrir alla og gæta skal þess að umferð sé trygg og auðveld. Jafnframt skal huga að frágengi1

Sjá handbókina Aðgengi fyrir alla sem hægt er að nálgast á vefslóðinni:

úr húsinu. Öll rými hjúkrunarheimilisins skulu vera hjólastólafær, handrið með öllum gönguleiðum skulu skera sig vel frá veggjum og vera vel greinileg. Breidd ganga skal vera næg til þess að tveir hjólastólar geti mæst.

http://www.rabygg.is/adgengi/a%C3%B0gengifyriralla/efnisyfirlit.aspx.

3.8.4 Tæknilegar útfærslur Í þessum kafla er lýst kröfum sem gerðar verða til hönnunar byggingarinnar og hafa bein áhrif á útfærslu byggingarinnar. Keppendur þurfa ekki að lýsa tæknikerfum, nema þau hafi sérstök áhrif á útfærslu byggingarinnar. Grunnkerfi/sérkerfi Grunnkerfi eru öll þau kerfi sem þurfa að vera í byggingunni svo hægt sé að uppfylla kröfur starfseminnar og þarfir íbúanna sem þar búa, samanber samkeppnislýsing þessi og ritið „Skipulag hjúkrunarheimila“ (fylgiskjal G).

1 Með frágengi (en. egressibility) er átt við möguleika fólks til að komast út úr byggingu í eldssvoða  

Page 23:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

20

Gera skal ráð fyrir öllum hefðbundnum grunnkerfum s.s: Heimtaugar Fráveitukerfi Neysluvatnskerfi Loftræsikerfi Hitakerfi Rafkerfi

o Heimtaugar o Lagnaleiðir o Jarðskaut o Stofn- og undirdreifikerfi o Innilýsingarkerfi o Útilýsingarkerfi o Neyðarlýsingarkerfi o Loft- hita- og kælistýrikerfi o Heimtaug boðveitu o Fjarskiptalagnakerfi o Brunaviðvörunarkerfi

Sérkerfi eru öll þau kerfi sem íbúar og starfsfólk þurfa að hafa með tilliti til rekstrar-, þæginda- og öryggissjónarmiða. Sérkerfi sem hér skal gert ráð fyrir a.m.k eru: Dyrasímakerfi - aðgangsstýrikerfi Sjúkrakallkerfi með þráðlausum möguleika Lyftibúnaðarkerfi rafdrifið á braut í einstaklingsrýmum Möguleiki á myndavélakerfi í tengslum við vaktaðstöðu starfsfólks

Efnisval Gera skal grein fyrir burðarkerfi byggingarinnar og efnisvali. Almennt skulu rými búin góðum og slitsterkum efnum. Hurðarbúnaður skal vera endingargóður og lyklakerfi samræmt (masterskerfi). Keppendur skilgreini lofthæð en verkkaupi leggur áherslu á aðlaðandi og hagkvæma byggingu og að hægt verði að nota hefðbundinn tæknibúnað t.d. í hjúkrunarrýmum.

Rafkerfi Hönnuðir skulu gera ráð fyrir hefðbundnum kröfum til raflagnakerfis. Gera skal ráð fyrir síma- og tölvunotkun í einstaklingsrýmum, sameiginlegu rými og þar sem starfsmenn hafa starfsaðstöðu. Brunaviðvörunarkerfi skal vera í samræmi við reglur.

Hljóðhönnun Kröfur um hljóðvist skulu miðast við þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Við hljóðvistarhönnun er mikilvægt að hafa í huga sérþarfir aldraðra og langveikra einstaklinga. Öll rými hjúkrunarheimilisins skulu vera vel hljóðeinangruð/hljóðdempuð. Gera skal ráð fyrir sérstakri hljóðhönnun á síðari stigum hönnunar.

Loftræsing Ganga skal út frá því að húsið verði náttúrulega loftræst þar sem því verður við komið. Huga skal að sólarálagi. Tryggja skal að loftræsing og loftræsibúnaður sé í samræmi við eðli starfsseminnar t.d. þarf vélræna loftræsingu úr matreiðslueldhúsi og frá einstaklingsrýmum, sem hafa glugga á aðeins einni hlið hússins. Gera þarf ráð fyrir að gott aðgengi sé að öllum loftræsibúnaði.

Page 24:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

21

Sorp Gera skal ráð fyrir flokkun sorps í gámum á lóðinni. Sjá einnig umfjöllun um sorp í kafla 3.7.4 Sameiginleg rými hjúkrunarheimilisins, miðlæg.

3.9 Kostnaðarviðmið Ekki er ætlast til þess að keppendur skili inn kostnaðaráætlun með tillögum sínum, en á dómsstigi verða þær tillögur, sem að mati dómnefndar koma til álita, stærðar- og kostnaðarreiknaðar. Verkkaupi gerir ráð fyrir að framkvæmdakostnaður (verktakakostnaður) verði um 300 þúsund kr/m2 í byggingu þessari og skulu keppendur halda sig innan þess ramma. Ofangreinda tala á við um beinan verktakakostnað (byggingar og lóðar). Hönnun, umsjón og eftirlit, opinber gjöld og búnaður er ekki inni í ofangreindum tölum. Keppendur skulu sýna kostnaðargát og er miðað við að allur frágangur byggingarinnar og lóðar hennar sé vandaður og viðhaldskostnaður í lágmarki. Þær kröfur verða gerðar við endanlega hönnun mannvirkisins að horft verði til vistferilskostnaðar (life cycle cost). Tillagan skal uppfylla öll skilyrði, sem lýst er í samkeppnislýsingu þessari, fylgja húsrýmisáætlun, uppfylla tæknilegar kröfur, o.s.frv. Í tillögunni skal gera grein fyrir frágangi byggingarinnar, þ.e. efnisvali, frágangi utanhúss, frágangi gólfa, lofta og veggja innanhúss, loftræstingu, lagnakerfi, frágangi lóðar og bílastæða og öðru því sem getur haft áhrif á kostnaðarmat dómnefndar og ráðgjafa hennar.

Page 25:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

22

4 VERK Í KJÖLFAR SAMKEPPNI

4.1 Hönnunar- og framkvæmdatími Gert er ráð fyrir að fylgja eftirfarandi tímaáætlun: Úrslit samkeppninnar kynnt Sjá kafla 1.5 Lykildagsetningar Hönnun lokið og útboðsgögn tilbúin vor 2011 Framkvæmdir hefjast sumar 2011 Framkvæmdum lokið og bygging tekin í notkun vor 2013 Almennur fyrirvari er gerður vegna fjárveitinga til verksins. Sjá einnig kafla 4.3. Þóknun hönnuða, samningur.

4.2 Hagnýting keppnistillagna Verkkaupi stefnir að því að ganga til samninga við höfunda þeirrar tillögu sem dómnefnd mælir með til áframhaldandi hönnunar á húsinu. Falli verkkaupi frá frekari áformum um að framkvæma samkvæmt 1. verðlaunatillögunni hjúkrunarheimilis í Fjarðabyggð, Hulduhlíð að Dalbraut, Eskifirði eða óski útbjóðandi að ráða annan aðila til verksins, en dómnefnd hefur mælt með, skal greiða 1. verðlaunahafa bætur vegna verkefnismissis, sem nemur 100% af upphæð 1. verðlauna. Verkkaupi öðlast afnotarétt af verðlaunuðum og viðurkenndum tilögum, með þeim takmörkunum sem höfundarlög setja.

4.3 Þóknun hönnuða, samningur Verkkaupi fer fram á að hönnuðir myndi teymi um heildarhönnun byggingarinnar áður en samið er um hönnunina. Í Leiðbeiningum fjármálaráðuneytisins um kaup á ráðgjöf (fylgiskjal D) er kveðið á um að í samkeppnum sé þóknun til hönnuða að lokinni samkeppni skilgreind í keppnislýsingu. Samskonar ákvæði er einnig í grein 3.3.5 í Leiðbeiningum um hönnunarsamkeppni (fylgiskjal A). Þrátt fyrir þessi ákvæði hefur verkkaupi, í samráði við AÍ, ákveðið að í þessari samkeppni verði hafður sá háttur á, að sest verði að samningaborði með þeim aðila sem hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppninni og samið um hönnunarþóknunina. Verkkaupi setur þó þann fyrirvara, að ef samningar nást ekki, þá getur hann leitað til þeirra aðila sem fengu önnur verðlaun í samkeppninni og samið við þá um útfærslu á sinni tillögu. Einn samningur verður gerður við allt hönnunarteymið.

4.4 Trygging hönnuða Verði ekkert af fyrirhuguðu verkefni, af óviðráðanlegum orsökum, skal verkkaupi greiða verðlaunahöfundum, eða þeim hönnuðum sem samið hefur verið við um verkið, jafnvirði verðlaunaupphæðar tillögunnar í bætur.

Page 26:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

23

5 SAMÞYKKI SAMKEPPNISLÝSINGAR Keppnislýsing þessi og samningur milli AÍ og félags- og tryggingamálaráðuneytisins er grundvöllur samkeppninnar. Keppnislýsingin er samþykkt af verkkaupa og dómnefndarfulltrúum.

Reykjavík mars 2010

Fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytisins

_____________________________________________ Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra

f.h. Fjarðabyggðar

______________________________________________ Helga Jónsdóttir bæjarstýra Fjarðabyggðar

Page 27:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

24

Með undirritun sinni lýsa dómnefndarfulltrúar því yfir að þeir muni dæma eftir ákvæðum keppnislýsingarinnar. Dómnefnd:

_____________________________

Ásmundur Ásmundsson formaður

_____________________________ _____________________________

Vilborg Ingólfsdóttir Jóhann E. Benediktsson

_____________________________ _____________________________ Einar Ólafsson Þorsteinn Helgason

Page 28:

Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð Samkeppnislýsing 2010 __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

25

6 UMSÖGN ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS Arkitektafélag Íslands hefur skoðað og fjallað um kafla 1, 2 og 4 þessarar samkeppnislýsingar og gerir engar athugasemdir við hana.

F.h. Arkitektafélags Íslands

______________________________________ Sigríður Magnúsdóttir formaður