Top Banner
GOLF.IS 01. TBL. 2016 Spennandi golfsumar framundan hjá íslenskum kylfingum. Golfvellir landsins koma vel undan vetri. HAUSTFERÐIR GOLFSKÁLANS TIL ALICANTE GOLF Almennar golfferðir Golfskóli fyrir byrjendur og lengra komna Golfferðir “Heldri” kylfinga (65 ára og eldri) Golfgleði Golfskálans Verð frá 129.900 kr. Upplýsingar og bókanir á golfskalinn.is Á meðal efnis í Golf á Íslandi: Konur spila oftar golf en karlar Golfsögur sem þú vilt heyra Breytingar á Eimskipsmótaröðinni Elsti kylfingur landsins undirbýr sig fyrir eigið 100 ára afmælismót Hvernig byrjar þú í golfi? Ólafía Þórunn keppir á mótaröð þeirra bestu Unga kynslóðin mætir vel á Íslandsbankamótaröðina Öldungamótaröðin vex og dafnar Góð ráð frá PGA Hversu mörgum hitaeiningum brennir kylfingurinn? Breytingar á golfreglunum Er forgjöfin þín tómur misskilningur? Golfvellir landsins á nýju Íslandskorti EM kvenna verður stærsta golfmót Íslandssögunnar
48

Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Jul 29, 2016

Download

Documents

Fyrsta tölublað ársins af tímaritinu Golf á Íslandi er á leiðinni inn um bréfalúguna hjá 90.000 heimilum um land allt. Gleðilegt golfsumar!
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

GOLF.IS

01. TBL. 2016

Spennandi golfsumar framundan hjá íslenskum kylfingum.Golfvellir landsins koma vel undan vetri.

HAUSTFERÐIR GOLFSKÁLANSTIL ALICANTE GOLF

Almennar golfferðirGolfskóli fyrir byrjendur og lengra komna

Golfferðir “Heldri” kylfinga (65 ára og eldri)Golfgleði Golfskálans

Verð frá 129.900 kr.Upplýsingar og bókanir á golfskalinn.is

Á meðal efnis í Golf á Íslandi: ■ Konur spila oftar golf en karlar ■ Golfsögur sem þú vilt heyra ■ Breytingar á Eimskipsmótaröðinni ■ Elsti kylfingur landsins undirbýr sig fyrir eigið 100 ára afmælismót ■ Hvernig byrjar þú í golfi? ■ Ólafía Þórunn keppir á mótaröð þeirra bestu ■ Unga kynslóðin mætir vel á Íslandsbankamótaröðina ■ Öldungamótaröðin vex og dafnar ■ Góð ráð frá PGA ■ Hversu mörgum hitaeiningum brennir kylfingurinn? ■ Breytingar á golfreglunum ■ Er forgjöfin þín tómur misskilningur? ■ Golfvellir landsins á nýju Íslandskorti ■ EM kvenna verður stærsta golfmót Íslandssögunnar

Page 2: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Golf á ÍslandiÚtgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.

framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, [email protected].

Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, [email protected]

Textahöfundar: Sigurður Elvar Þórólfsson, Arnar Geirsson, Hörður Geirsson, Edwin Roald.

Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir.

ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Frosti Eiðsson, Auðunn Daníelsson, Aðalsteinn Ingvarsson, Haraldur Jónasson tók myndir í kennsluefnið og Elísabet Halldórsdóttir tók forsíðumyndina.

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson.

auglýsingar: Stefán Garðarsson, [email protected], símar: 514 4053 og 663 4556.

Blaðinu er dreift í 90.000 eintökum.

Prentun: Ísafold.

Næsta tölublað kemur út í júní.

www.orninngolf.is [email protected] s: 577-2525B Í L D S H Ö F Ð A 2 0

Kæri lesandi.

Sumarið er komið og nú streyma tugþúsundir Íslendinga, á öllum aldri, á golfvelli landsins. Golfíþróttin er næstfjölmennasta íþróttagreinin sem leikin er á Ísland, næst á eftir knattspyrnu, en frá aldamótum hefur íþróttin átt gríðarlega góðu gengi að fagna. Á þessum tíma hefur fjöldi skráðra félagsmanna tvöfaldast, farið úr 8.000 kylfingum í tæplega 17.000 og sýna kannanir okkur að annar eins fjöldi Íslendinga stundar golfíþróttina reglulega á hverju ári. Það er með ólíkindum og að sjálfsögðu sitjum við á heimsmeti í þátttakendafjölda. Það er því óhætt að fullyrða að golfið er ekki íþrótt fárra, heldur fjöldans. Golfið er sannkölluð almennings­íþrótt. Það eru fáar íþróttagreinar sem höfða jafn mikið til almennings eins og golfið. Fólk úr öllum stéttum, á öllum aldri og öllum getustigum getur leikið golf hér á landi við frábærar aðstæður. Það má því með sanni segja að golfið sé hið eina sanna fjölskyldusport. Fyrir tilstuðlan forgjafarkerfisins geta allir meðlimir fjölskyldunnar leikið saman og meira að segja keppt við sömu aðstæður, á

sama vellinum og við sömu reglur. Það eru ekki margar íþróttir sem bjóða upp á að amman og afinn geti keppt við barnabörnin sín.

Golfið er einstök íþrótt. Kostir íþróttarinnar eru endalausir og þá ber að auglýsa. Þess vegna hefur þú fengið þetta tímamótaeintak af tímaritinu Golfi á Íslandi í hendurnar, lesandi góður. Undan­farna áratugi hefur Golf samband

Íslands staðið að útgáfu tímaritsins en hefur til þessa látið duga að senda tímaritið til allra skráðra félagsmanna í golfhreyfingunni. Að þessu sinni er tímaritinu dreift inn á öll heimili landsins í sérstöku dagblaðssniði. Það er von okkar í golfhreyfingunni að lestur blaðsins muni koma til með að gefa þér áhugaverða innsýn í starf hreyfingarinnar og vonandi vekja upp forvitni og áhuga á íþróttinni. Ef spurningar vakna þá þykist ég viss um að golfklúbburinn í næsta nágrenni við þig hefur öll svör á reiðum höndum.

Það er allt útlit fyrir gott golfsumar með þéttri dagskrá. Sem fyrr munu golfklúbbar landsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fjölbreytt úrval golfmóta, kennslu, nýliðanámskeiða, viðburða fyrir börn og annars konar skemmtidagskrá. Þar fyrir utan er félagsandinn og stemningin sem fylgir því að tilheyra golfklúbbi ómetanleg viðbót. Þetta þekkja allir kylfingar sem lokið hafa leik með nánum vinum. Ég hvet þig til að prófa, þú sérð ekki eftir því.

Ég býð þig og fjölskyldu þína hjartanlega velkomna á fyrsta teig. Góða skemmtun

Með bestu kveðju,Haukur Örn Birgisson

Forseti Golfsambands Íslands

alþjóðlegt miðnæturævintýri

Að leika golf á Íslandi er ævintýri líkast. Miðnæturgolfið nýtur vinsælda og Arctic Open er eitt stærsta golfmót hvers árs sem haldið er á Akureyri. Rétt um 230 kylfingar skemmtu sér vel á Jaðarsvelli 25.–27. júní á síðasta ári þegar mótið fór fram. Alþjóðlegur blær var á mótshaldinu þar sem um 40 erlendir kylfingar mættu til leiks í blíðskaparveðri og nutu þess að leika golf í miðnætursólinni sem skein skært báða keppnisdagana. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, segir að Arctic Open sé að ná nýjum hæðum og þær breytingar sem gerðar hafa verið á Jaðarsvelli séu að skila sér. Áhugi erlendra kylfinga er alltaf að aukast og frábær kynning í bandaríska golftímaritinu Golf Digest í fyrra vakti áhuga hjá mörgum.

Frá Arctic Open 2015. Mynd/Auðunn Daníelsson

Ég hvet þig til að prófa - þú sérð ekki eftir því2 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 3: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

VOR &SUMAR

2016

nýjarKOMNAR Í VERSLANIRvörur

Brynjar Eldon Geirsson er nýr framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands. Brynjar er 38 ára gamall og menntaður sem PGA-golfkennari. Hann hóf störf í byrjun mars s.l. en hann hefur hefur starfað innan golfhreyfingarinnar frá árinu 1995, bæði á Íslandi og í Þýskalandi.

Hvernig er upplifunin af fyrstu vikunum í nýja starfinu?„Það er búið að vera mjög skemmtilegt að takast á við þetta starf sem er mjög fjölbreytt og í mörg horn að líta. Ég kem inn á tíma þar sem mikið gengur á þannig að ég, eins og allir aðrir starfsmenn sambandsins, er á kafi þessar vikurnar. Mér finnst mjög jákvætt hljóð í klúbbunum og mikill kraftur í hreyfingunni. Hvernig er staðan á golfíþróttinni í dag og hvernig sérðu nánustu framtíð fyrir þér, helstu áhersluatriði sem golfhreyfingin þyrfti að einblína á næstu misseri?„Staðan er góð og ég sé aukningu iðkenda fyrir mér á næstu árum og íþróttin verður áfram í mikilli sókn. Við þurfum með samstilltu átaki að kynna íþróttina fyrir fjölskyldunni, eldri borgurum og að sjálfsögðu ungviðinu sem er okkar framtíðariðkendur. Á sama tíma þurfum við að vinna að því að laga klúbbana að framtíðinni. Þar má nefna aukinn straum golfferðamanna, umhverfisvottun og byggja

klúbbana upp sem fjölbreytt útivistarsvæði í sátt við sitt umhverfi.“Undanfarin tvö ár hefur Brynjar starfað sem íþróttastjóri Märkischer Golfclub Potsdam í Berlín. Hann þekkir vel til innra starfs hjá mörgum klúbbum á Íslandi eftir að hafa starfað sem íþróttastjóri hjá GKG, GR og um tíma sem aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá GSÍ. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu sumri, veðrið hefur leikið við okkur á vormánuðum og vellirnir koma flottir undan vetri. Félagatalið hefur verið á uppleið hjá mörgum klúbbum. Afreksfólkið okkar er á góðri leið og hlakka ég mikið til að sjá mót eins og Íslandsmótið á Akureyri og EM kvenna hjá Oddi sem verður stærsta mót sem haldið hefur verið á Íslandi frá upphafi. Ég vona svo sannarlega að veðrið leiki við okkur í sumar og sem flestir sjái sér fært að leika golf sem oftast í góðra vina hópi. Ég óska öllum gleðilegs sumars og góðra stunda á golfvellinum í ár,“ sagði Brynjar Eldon Geirsson.

„Mikill kraftur í hreyfingunni“– Brynjar Eldon Geirsson framkvæmda­stjóri GSÍ

„Golfsumarið leggst mjög vel í mig og það verður svo sannarlega nóg að gera. Stærsta verkefnið er auðvitað Eimskipsmótaröðin. Síðan mótaröðinni lauk á síðasta ári hefur farið fram vinna við að gera mótaröðina eins áhugaverða og mögulegt er, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Í því felast nokkrar breytingar á fyrirkomulagi t.d. hvað varðar fjölda móta og útreikning stiga,“ segir Andrea Ásgrímsdóttir, mótastjóri Golfsambands Íslands, en hún er sannfærð um að Eimskipsmótaröðin verði spennandi allt til enda.

„Það verður ekki ljóst hver stendur uppi sem sigurvegari fyrr en á lokamótinu. Breytingar á stigaútreikningi eru með þeim hætti að spennan á að halda allt til loka.“ Stærsta mót ársins 2016 er Íslandsmótið í golfi sem fer fram á akureyri 21.­24. júlí. „Mikill undirbúningur hefur átt sér stað hjá Golfklúbbi Akureyrar og má eiga von á virkilega glæsilegu móti. Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í því, enda minn gamli heimavöllur sem ég ber miklar tilfinningar til.“ Ein af breytingunum á Eimskipsmótaröðinni 2016 er að aðeins þeir kylfingar sem eru með nægjanlegan stigafjölda fá keppnisrétt á síðustu tveimur mótunum. Fyrirmyndin að þessu kerfi er m.a. sótt í smiðju FedEx

stigalistans á PGA­mótaröðinni. Andrea segir að það sé því að miklu að keppa að safna stigum á fyrstu mótum ársins og standa vel að vígi þegar nær dregur lokum mótaraðarinnar. „Lokamótið fer að þessu sinni fram á miðju sumri sem er besti tími ársins. Ástand golfvalla ætti að vera með besta móti á þessum tíma. Með tilliti til þessa tel ég að það muni myndast góð stemning bæði hjá keppendum og áhorfendum. Því má auðvitað ekki gleyma að verðlaunafé fyrir stigameistara Eimskipsmótaraðarinnar hefur hækkað umtalsvert. Sigurvegarar í karla­ og kvennaflokki geta unnið sér inn hálfa milljón kr. í verðlaunafé. Þetta verður mótaröð þeirra bestu og það verður gaman og spennandi að fylgjast með þróun mála þegar líður á.Síðan er það auðvitað Íslandsbankamótaröðin en það er mótaröðin okkar fyrir börn og unglinga sem eru lengra komnir. Hluti af henni er Áskorendamótaröðin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu keppnisskref. Það verður því einnig nóg að gera fyrir krakkana okkar í sumar. Önnur mót eins og t.d. Íslandsmót golfklúbba og Íslandsmót 35 ára eldri verða svo á dagskrá eins og vanalega. Ég lít á sumarið með jákvæðum augum enda uppfullt af skemmtilegum og krefjandi verkefnum,“ sagði Andrea Ásgrímsdóttir, mótastjóri GSÍ.

– Vinnum að því að gera Eimskipsmótaröðina eins áhugaverða og mögulegt er

andrea er nýr mótastjóri GSÍ

Andrea Ásgrímsdóttir mótastjóri GSÍ. Mynd/seth@golf

3GOLF.IS

Page 4: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Heimavörn Securitas–Miklu meira en innbrotavörn

Innbrotaviðvörun Brunavörn Vatnslekavörn Gaslekavörn Spennuvakt Lyklaafhending

www.securitas.is580 7000

Keppnistímabilið á Eimskipsmótaröðinni 2016 hefst föstudaginn 20. maí á Strandarvelli á Hellu þar sem fyrsta mót ársins fer fram. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulaginu á mótaröð bestu kylfinga landsins.

HElSTu BREyTinGaRnaR ERu: Öll mót, fyrir utan Íslandsmótið á Jaðarsvelli á Akureyri, verða þriggja daga mót.Mót ársins 2016 verða sex talsins eins og síðastliðin ár. Það fyrsta á Hellu, 20. ­ 22. maí, og það síðasta á Korpúlfsstöðum, 19. ­ 21. ágúst. Þau tvö mót sem koma í kjölfarið og fara fram í september eru mót nr. 1 og 2 sem tilheyra keppnistímabilinu 2016­2017.Á mótum nr. 1 og 2 og á Íslands­mótinu verður fjöldi þátttakenda 144, á móti nr. 4 (Keilir) verða þeir 54 og á nr 6. (Korpúlfsstaðir) verður fjöldinn 48. Nýtt stigakerfi mun taka gildi frá og með fyrsta móti á þessu ári. Sex mót telja til stigameistaratitils í bæði kvenna­ og karlaflokki og munu mótin hafa mismunandi vægi.Meginmarkmiðin með þessum breytingum eru að ná stígandi í

áunnum stigafjölda eftir því sem líður á mótaröðina. Þannig gefa síðustu mótin á hverju tímabili fleiri stig heldur en mót í upphafi tímabils. Má segja að síðustu fjögur mótin, Íslandsmótin tvö og lokamótin tvö megi kalla „final four“. Einnig er það markmið að úrslit liggi ekki fyrir þegar lokamótið hefst. Áður en lokamótið hefst mun fara fram endurútreikningur á stigum líkt og gert er í FedEx­úrslitakeppninni á PGA­mótaröðinni. Með þessum breytingum verður einnig vægi sigurs meira en áður ásamt því að lokamótið fer fram á besta tíma, með tilliti til bæði keppenda og ástands valla.

á ÍSlandSmóTinu Í HolukEPPni ERu EinniG áHERSluBREyTinGaR: Keppendur í karlaflokki verða 32 og raðast í 8 riðla. Í kvennaflokki verða

keppendur 24 og raðast í 6 riðla. Forgjöf keppenda ræður því í hvaða röð leikmenn raðast í riðla.Þátttökuréttur á Íslandsmótinu í holukeppni er með eftirfarandi hætti: Íslandsmeistarar í holukeppni 2015, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu Íslend­ing arnir á heimslista áhuga manna á þeim tíma sem skráningar fresti lýkur. Að öðru leyti ræður staðan á stigalistanum, talið frá og með Íslandsmóti í holukeppni 2015.Ákveðið hefur verið að auka verðlaunafé stigameistara í hvorum flokki umtalsvert. Stigameistarar hvors flokks árið 2016 fá 500.000 kr. í verðlaun séu þeir atvinnumenn. Standi áhugakylfingur uppi sem sigurvegari verða verðlaun samkvæmt reglum um áhugamennskuréttindi.

– Töluverðar breytingar gerðar á Eimskips móta­röðinni 2016

Spennandi nýjungar

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR verður án efa í baráttunni um efstu sætin á Eimskipsmótaröðinni 2016. Mynd/seth@golf

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur blandað sér í

baráttuna um efstu sætin á Eimskipsmótaröðinni á

undanförnum árum.

4 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 5: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Dagskrá Eimskipsmótaraðarinnar fyrir kEppnisárið 2016:

20.– 22. maí: Egils Gull mótið. GHR, Strandarvöllur, Hellu. (1)

3.– 5. júní: Símamótið. GM, Hlíðavöllur, Mosfellsbæ. (2.)

18.– 21. júní: KPMG-bikarinn GS, Hólmsvöllur í Leiru, Íslandsmótið í holukeppni. (3)

15. – 17. júlí: . GK, Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði. (4) Keppt um Hvaleyrarbikarinn

21. – 24. júlí: Íslandsmótið í golfi á Eimskipmótaröðinni. GA, Jaðarsvöllur, Akureyri, Íslandsmótið í golfi. (5)

19. – 21. ágúst: Securitasmótið. GR, Korpúlfsstaðavöllur, Reykjavík. (6)

Mót 2016 seM tilheyra keppnisárinu 2016-2017:2. – 4. sept.: Nýherjamótið. GV, Vestmannaeyjavöllur. (1)

19.– 21. sept.: Honda Classic mótið. GL, Garðavöllur, Akranesi. (2)

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst í síðari hluta maímánaðar og fer fyrsta mótið fram á Strandarvelli við Hellu. Keppnistímabilið í ár er það sjötta í röðinni undir merkjum Eimskipsmótaraðarinnar. Farsælt samstarf Golfsambands Íslands og Eimskips mun halda áfram næstu árin þar sem Eimskip er aðal styrktar– og samstarfsaðili Golfsambands Íslands.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips: „Eimskip hefur átt gott samstarf við Golfsambandið undanfarin ár. Með þessu samstarfi leggur Eimskip sitt af mörkum til enn frekari uppbyggingar á golfíþróttinni. Golf er frábær fjölskylduíþrótt sem leikin er um allt land. Umgjörð íslenskra golfvalla er afar glæsileg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað víðsvegar um land bæði á völlunum sjálfum og í því

félagsstarfi sem klúbbarnir reka. Það eru fáar íþróttir sem eru eins vel til þess fallnar að allir í fjölskyldunni geti tekið þátt, allt frá börnum til afa og ömmu. Allir geta leikið og keppt á jafnréttisgrundvelli.Gaman er að fylgjast með árangri íslenskra atvinnukylfinga og er árangur þeirra ekki síst uppskera samstarfs golfhreyfingarinnar við fyrirtæki landsins.

Atvinnukylfingarnir eru frábærar fyrirmyndir fyrir ungu kynslóðina. Nú þegar höfum við eignast atvinnukylfing, hana Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, sem tekur þátt í evrópsku mótaröðinni og vonandi ekki langt að bíða þess að við eignumst einnig karlkylfing á einni af stóru mótaröðunum. Auk þess að vera aðalstyrktaraðili GSÍ er Eimskip einn af stofnfélögum Forskots, sem er afrekssjóður kylfinga. Sá sjóður hefur á undanförnum árum stutt við bakið á mörgum af okkar efnilegustu kylfingum og gert þeim kleift að taka þátt í mótaröðum erlendis. Við vonumst til þess að sem flestir áhugakylfingar njóti sumarsins á golfvöllum landsins og noti einnig tækifærið til að fylgjast með okkar bestu kylfingum keppa á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sjáumst á golfvellinum!“

„sjáumst á golfvellinum”

Gylfi Sigfússon á Íslandsmótinu í holukeppni 2015 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Eimskip býður einfaldari verðlagningu og meðhöndlun fyrir smærri sendingar í innflutningi frá Evrópu og Bandaríkjunum. Nú �ölgar rúmmetrunum um 40%.

Ef þú ert með sendingu undir 1.200 kg og 3,5 rúmmetrum þá er eBOX lausnin fyrir þig. Á ebox.is er hægt að að reikna út heildarverð fyrir flutninginn á einfaldan hátt.

Kynntu þér málið á ebox.is

auðveldar smásendingar

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is

þyngd undir1.200 kg

allt að3,5 rúmmetrar

hratt ogörugglega

5GOLF.IS

Page 6: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Það verður mikið um að vera á golfdögum Kringlunnar og GSÍ sem fram fara dagana 12. -14. maí n.k. Golfdagar í Kringlunni hafa nú fest sig í sessi á vordögum enda gríðarlega vinsælir og hafa laðað að mikinn fjölda gesta. Á fjórða tug verslana verða með golftengd tilboð á þessum dögum og margar verslanir tengja útstillingar í verslunum sínum golfíþróttinni með skemmtilegum hætti. Golfdagar Kringlunnar og GSÍ ná hátindi laugardaginn 14. maí. Á þeim degi verða fulltrúar frá fjölda golf klúbba í göngugötu Kringlunnar og kynna þar starfsemi sína á sérstakri golfsýningu. Samhliða á þeim degi verður boðið upp á ýmsar golf þrautir, kynningar, fræðslu, leiki og keppnir. Þar verður m.a. keppt um lengsta upphafshöggið í sérstökum golf hermi sem settur verður upp á staðnum. Einnig verður púttkeppni og afrekskylfingar á vegum GSÍ leiðbeina gestum á púttflötum sem settar verða upp.

Annað árið í röð fer fram Íslandsmót í því að halda bolta á lofti.Einnig verða þar ýmsir þjónustu- og söluaðilar sem munu kynna vörur sínar og þjónustu.Veglegir vinningar verða í boði fyrir þá sem taka þátt en fyrir ári tóku tæplega 500 manns þátt í skemmti-legum golfþrautum á golf degi Kringl-unnar og GSÍ. Alls lögðu um 60.000 manns leið sína í Kringluna fyrir ári þegar golfdagarnir fóru fram.

– Skemmtun, leikir, kynning og fræðslaGolfdagar Kringlunnar og GSÍ

Þjónustuvefur Símans gefur betri yfirsýnHeildarlausnir í fjarskiptum fyrirtækjaSíminn býður upp á liprar fjarskiptalausnir fyrir stór og smá fyrirtæki. Þjónustuvefurinn okkar er frábært tól fyrir þitt fyrirtæki og veitir góða yfirsýn yfir kostnað og notkun hjá Símanum. Framsetning vefsins er bæði einföld og myndræn sem gerir pöntun þjónustu og breytingar á þjónustuleiðum einstaklega þægilegar.

Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf Símans í síma 800 4000 eða [email protected]

Þú getur meira með Fyrirtækjalausnum Símans

Karen sigursælust – Átta Íslandsmeistaratitlar á átta árum Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja er sigur sælasti kylfingur allra tíma á Íslandsmótinu í golfi. Karen á met sem seint verður slegið. Hún hefur átta sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlinum og hún vann titilinn átta ár í röð. Fyrst árið 1989 og í áttunda sinn árið 1996. Ólöf María Jónsdóttir, GK, og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, eru næstar í röðinni í kvennaflokki með fjóra Íslandsmeistaratitla hvor.

Þrír kylfingar hafa sigrað sex sinnum alls á Íslandsmótinu í golfi í karlaflokki. Þeir sem deila metinu eru Björgvin Þorsteinsson, Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Átjánfalda þríeykið á enn möguleika á að bæta metið því þeir hafa allir verið virkir keppendur á Íslandsmótinu á undanförnum árum. Björgvin og Úlfar léku báðir á Garðavelli í fyrra en Birgir ekki þar sem hann var að leika á Áskorendamótaröð atvinnukylfinga í Evrópu. Keppt verður um Íslandsmeistaratitlinn í 75. sinn á Jaðarsvelli á Akureyri í sumar og verður spennandi að sjá hvort þríeykið mæti til leiks og geri atlögu að metinu sem þeir deila.

1971 Björgvin Þorsteinsson GA1973 Björgvin Þorsteinsson GA 1974 Björgvin Þorsteinsson GA1975 Björgvin Þorsteinsson GA1976 Björgvin Þorsteinsson GA1977 Björgvin Þorsteinsson GA

1986 Úlfar Jónsson GK1987 Úlfar Jónsson GK 1989 Úlfar Jónsson GK1990 Úlfar Jónsson GK1991 Úlfar Jónsson GK1992 Úlfar Jónsson GK

1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL 2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG

Karen Sævarsdóttir. Mynd/GSÍ

Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson. Mynd/[email protected]

6 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 7: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

PIPA

VERTU KLÁR Á FYRSTA TEIG

Í tilefni golfdaga verður boðið upp á fjölbreyttar golfkynningar,ráðgjöf og keppnir í göngugötu. Golfkennarar gefa góð ráð og

afrekskylfingar GSÍ stýra spennandi keppnum.Golfklúbbar kynna starfsemi sína.Glæsileg tilboð fjölda verslana.

Taktu þátt og þú gætir unnið frábær verðlaun!

KOMDU OG GERÐU ALLT KLÁRT FYRIR GOLFSUMARIÐ

GLÆSILEG TILBOÐ Í FJÖLDA VERSLANA 12.–14. MAÍ

GOLFVEISLA14. MAÍ

DRIVE-KEPPNI

Ekki þarf að skrá sig til keppni, bara mæta á svæðið.

NÁNDAR-KEPPNI

PÚTT-KEPPNI

Page 8: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Ertu búinn að skoða nýjasta

tölublað GolfMos?Þú finnur eintakið á

www.golfmos.is/golfmos

Við erum á Golfdögum í Kringlunni og

sunnudaginn 15. maí er Golfhátíð á vallarsvæðum GM.

ERTU BÚINN AÐ KYNNA ÞÉR FÉLAGSSTARF GOLFKLÚBBS MOSFELLSBÆJAR?KÍKTU Í HEIMSÓKN OG KYNNTU ÞÉR GOLFKLÚBB MOSFELLSBÆJAR

hvað þarf égtil að byrja í golfi?

8 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 9: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Kostir golf­íþróttar innar eru endalausir

Helsta einkenni golfíþróttarinnar á Íslandi er að golfið er almenningsíþrótt. Golfið er ekki íþrótt fárra, heldur fjöldans. Það eru fáar íþróttagreinar sem höfða jafn mikið til almennings eins og golfið. Fólk úr öllum stéttum, á öllum aldri og öllum getustigum getur leikið golf við frábærar aðstæður hér á landi. Kostir íþróttarinnar eru endalausir.

NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / NETVERSLUN.IS

NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI

VIÐ HÖFUM GÓÐA REYNSLU AF

HLJÓÐI

Kylfur og útbúnaður

Rétt val á kylfum hefur góð áhrif á útkomuna hjá kylfingum og þá sérstaklega hjá byrjendum. Ekki er nauðsynlegt að byrja með fullkominn útbúnað hvað varðar fjölda kylfa og slíkt. Golfkylfur hafa þróast gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Það er alls ekki mælt með því að byrja með „fornar“ blaðkylfur með leðurgripum frá frænda þínum sem hann ætlaði að henda á haugana. Það er leyfilegt að vera með 14 kylfur í pokanum en byrjendur komast af með 3-4 kylfur til að byrja með. Margir sérfræðingar mæla með 6-járni, 8-járni og fleygjárni (PW) ásamt pútter í upphafi. Næst væri hægt að bæta við blendingskylfu (hybrid) sem er 18-21 gráður. Gráður? Allar golfkylfur eru með mismunandi gráður á höggfletinum. Hærri gráðutala þýðir að boltinn flýgur hærra. Því hærri sem talan er, því vinalegri er kylfan fyrir byrjendur. Ef þú ert að byrja í golfi og ætlar að

kaupa þér dræver, prófaðu að slá með dræver með 10 gráðu halla á höggfletinum eða meira. 3-tréð ætti að vera 17 gráður en ekki 15 gráður

og þannig fikrar þú þig áfram í kylfuvalinu.

Nýttu þér tæknina sem er í boði en

margar kylfur eru hannaðar fyrir byrjendur. Sem dæmi má nefna að kylfur með

þykkum botni virka betur fyrir

þá sem eru að byrja í golfi en þunnar kylfur

eru hannaðar fyrir kylfinga sem eru lengra á veg komnir.

golfboltar Það er ekki nauðsynlegt að byrja golfferilinn með dýrustu boltunum. Reglan er einföld. Ef þú týnir mörgum boltum á hring notaðu þá ódýra bolta. Mestu máli skiptir að boltinn henti sveifluhraða þínum. Atvinnukylfingar slá fastar í boltann en þú og boltinn sem þeir kjósa er harður. Það eru til margar tegundir af boltum og þeir eru mismunandi mjúkir. Fyrir byrjendur er gott að nota mjúka bolta og þegar sveiflan verður hraðari er hægt að fikra sig áfram á þessu sviði.

SKór og fatnaðurÞað er ekki nauðsynlegt að vera í sérstökum golffatnaði til þess að byrja með. Íþróttaskór duga vel í byrjun og hefðbundinn útivistarfatnaður sem er þægilegur þegar allra veðra er von. Golffatnaður er hannaður til þess að kylfingum líði vel þegar þeir eru að slá og hreyfa sig úti á golfvellinum.

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga í Eyjum 2015.

Mynd/Aðalsteinn Ingvarsson

9GOLF.IS

Page 10: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Það eru óteljandi sögur af því hvernig kylfingar byrja að slá fyrstu höggin í þessari frábæru íþrótt. Foreldrar, systkini, afar og ömmur, vinir og ættingjar leika stórt hlutverk þegar kemur að nýliðum í golfíþróttinni. Golf á Íslandi fékk Andreu Ásgrímsdóttur, fram kvæmda stjóra PGA á Íslandi, sem eru samtök golfkennara, til þess að svara stóru spurningunni - hvað á maður að gera til þess að byrja í golfi? „Við í PGA­samtökunum á Íslandi mælum alltaf með því að byrjendur leiti sér aðstoðar hjá PGA­kennara í upphafi. Af hverju? Það er gríðarlega mikilvægt að læra grunnatriðin rétt frá upphafi og nýta tímann síðar til þess að byggja ofan á það. Árangurinn verður betri og ánægjan af leiknum enn meiri. PGA­golfkennari er fagmaður sem hefur gengið í gegnum nám og lært kennslufræði og önnur fræði sem tengjast beint starfinu og er auk þess með persónulega reynslu af leiknum.“

hVAð GETuR GERST EF ÉG ByRJA EkkI MEð RÉTTu hAnDTökIn?„Það að ætla að læra golf upp á eigin spýtur getur reynst þrautin þyngri og oft erfiðara en fólk heldur. Án þess að kunna grunnatriði golfsveiflunnar og réttu handtökin getur verið erfitt að ná árangri. Eins og við vitum líka öll getur verið erfitt að venja sig af einhverju sem gert hefur verið lengi.“

REynSLuBOLTARnIR þuRFA EInnIG RÁðGJöF „Það er ekki síður mikilvægt að hitta PGA­golfkennara fyrir þá sem eru lengra komnir. Hlutverk PGA­kennarans getur verið margþætt en það fer mikið eftir óskum hvers og eins. Hlutverk þeirra er t.d. að kenna byrjendum grunnatriði sveiflunnar, regluleg þjálfun yfir lengri tíma, kennsla á leikskipulagi, æfingaáætlun og spilakennsla á vellinum, einkakennsla, hópkennsla, barnakennsla o.s.frv.,“ segir Andrea en á Íslandi hefur verið starfræktur golfkennaraskóli síðan 2006 sem fylgir öllum lágmörkum PGA í Evrópu og hafa um 30 sérfræðingar á mismunandi sviðum kennt við skólann. „Námið í PGA­skólanum skiptist í golfhluta, íþróttafræðihluta og viðskiptahluta. Að sama skapi leggjum við áherslu á að útskrifaðir golfkennarar haldi sér við og sæki endurmenntunarnámskeið og reynt er að hafa sem flest í boði á hverjum tíma. Markmið PGA á Íslandi er að menntun og gæði kennslunnar séu á við það besta sem þekkist í Evrópu og

við erum svo sannarlega stolt af því að geta boðið kylfingum upp á þá kennara sem við höfum menntað til starfsins,“ sagði Andrea Ásgrímsdóttir.

hVERnIG kEMST ÉG TIL pGA GOLFkEnnARA?Hægt er að fá upplýsingar um hvaða PGA­kennarar eru í boði á heimasíðu félagsins, pga.is, en þar er að finna lista yfir alla félaga á Íslandi. Einnig eru flestir klúbbar með upplýsingar um þá kennara sem starfa hjá þeim.Til að fá sem mest út úr kennslunni eða þjálfuninni er mikilvægt að það sé góð samvinna á milli nemanda og kennara. Þá er að sjálfsögðu margt sem kemur til eins og t.d. menntun, persónuleiki, markmið, sýn á golf­leikinn, reynsla o.fl. Því hvetjum við fólk til að afla sér upplýsinga um bakgrunn kennara, reynslu og hvort viðkomandi hefur réttindi til að kenna.Best er auðvitað að hafa beint samband við kennarann og fá upplýsingar um hann, hvað hann býður upp á og mælir með fyrir þig.“

Einblíndu á það sem skiptir máliLáttu fagfólk vinna verkið á meðan þú sinnir öðru.

hvernig byrja ég

í golfi?

10 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 11: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Það eru ýmsar óskrifaðar reglur og hefðir í golfíþróttinni sem lærast smátt og smátt eftir því sem oftar er leikið. Vanir kylfingar eru allir af vilja gerðir að aðstoða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í golfveröldina. Hér eru svörin við mikilvægum spurningum sem nýliðar velta oft fyrir sér áður en þeir fara í golf.

hVER ByRJAR?Áður en byrjað er á fyrsta teig er vaninn að henda upp tíi til þess að ákveða hver slær fyrsta höggið. Á öðrum teig slær fyrstur sá kylfingur sem var á fæstum höggum á fyrstu braut. Ef skorið er jafnt breytist röðin ekki.

hVEnæR Á ÉG Að SLÁ?Eftir teighöggið á sá sem er lengst frá holunni að slá fyrstur. Það kemur fyrir að sami kylfingur slær nokkur högg áður en röðin kemur að þeim næsta. Hins vegar er ekkert að því að slá á milli högga hjá öðrum ef sá kylfingur er tilbúinn og lætur meðspilara sína vita að hann ætli að slá. Það flýtir leik og er til fyrirmyndar.

hVAR Á ÉG Að STAnDA þEGAR AðRIR SLÁ?Til hliðar og aðeins fyrir aftan viðkomandi. Og að sjálfsögðu það langt frá að engin hætta sé á því að þú fáir kylfuna í þig. Það þarf að gæta þess að skugginn af þér trufli ekki sjónlínuna hjá þeim sem er að slá og allar óþarfa hreyfingar eða hljóð geta truflað.

hVERT MÁ ÉG FARA MEð GOLFkERRunA?Í rauninni út um allt nema inn á teiga, flatir og ofan í glompur. Margir vellir eru með leiðbeiningar um gönguleiðir fyrir kylfinga og vernda þar með viðkvæm svæði. Hafðu í huga hvar næsti teigur er þegar þú gengur inn á flötina og leggðu kerrunni með hliðsjón af því. Það flýtir leik. Ef þú ert með burðarpoka

þá gilda sömu reglur en það er í lagi að taka pokann með inn á teiga.

hVAR Á ÉG Að LEGGJA kERRunnI þEGAR ÉG púTTA?Við hliðina á flötinni og nálægt göngustígnum að næsta teig. Þú flýtir leik með þessum hætti og þarft ekki að ganga til baka til þess að ná í kerruna eftir að hafa lokið við holuna.

hVERnIG TýnI ÉG EkkI BOLTAnuM?Horfðu vel á eftir boltanum ef hann fer inn í hátt gras eða torfæru. Finndu eitthvert kennileiti sem gæti leitt þig í rétta átt að boltanum. Golfboltar eru litlir og getur verið erfitt að finna þá eftir slæmt högg.

hVERnIG Á ÉG Að uMGAnGAST GOLFVöLLInn?Kylfur skilja oft eftir sig kylfuför og það er nauðsynlegt að setja torfuna aftur á sama stað. Það fer reyndar eftir því hvar í heiminum maður er staddur en á Íslandi er nauðsynlegt að setja torfið á sinn stað. Á flötunum er mikilvægt að laga boltaför með flatargafli. Teigar eru viðkvæmir og þá sérstaklega á par 3 holum. Það er ágæt regla að taka æfingasveiflur fyrir utan teiginn á par 3 holum.

hVAð GERI ÉG Í GLOMpunnI?Ef kylfan snertir sandinn áður en þú slærð telst það sem eitt högg. Ekki taka æfingasveiflu í glompunni og ekki leggja kylfuna í sandinn áður en

þú slærð. Eftir höggið er gríðarlega mikilvægt að raka förin eftir fætur og kylfu í glompunni og ganga þannig frá að þú gætir viljað slá á þessum stað á ný.

hVAR Á ÉG Að STAnDA þEGAR AðRIR púTTA?Þar sem þú truflar ekki. Það er að ýmsu að hyggja. Ekki standa beint fyrir aftan kylfinginn eða í púttlínunni fyrir aftan holuna. Það er bannað. Það þarf að gæta þess að stíga ekki í púttlínuna hjá öðrum. Ef sólin skín þá gæti skugginn af þér verið í púttlínunni og þá þarftu að færa þig. Það er í góðu lagi að undirbúa sitt pútt á meðan aðrir

gera. Gættu þess að standa kyrr þegar aðrir pútta en það flýtir leik að vera tilbúinn þegar röðin kemur að þér.

hVEnæR Á ÉG Að MERkJA BOLTAnn Á FLöTInnI?Ef boltinn þinn er í púttlínu hjá öðrum á flötinni þarf að merkja boltann og taka hann upp. Ef merkið er enn fyrir þarf að færa það til hliðar og nota púttershausinn til þess að ákveða hversu langt merkið er fært. Það má færa það eins oft til hliðar og þörf er á. En gættu þess að færa það til baka á nákvæmlega sama stað áður en þú púttar.

hVAð Á ÉG Að GERA VIð FLAGGIð?Ef boltinn er á flötinni og þú púttar í flaggstöngina þá er það eitt vítishögg. Það er hins vegar í lagi að slá í stöngina ef boltinn er fyrir utan flötina. Ef kylfingar eiga langt pútt eftir er venjan að standa við flaggið og taka það síðan úr þegar boltinn fer af stað. Það er best að taka sér stöðu við hliðina á holunni og gæta þess að skugginn sé ekki í púttlínunni. Þegar þú leggur flaggið niður gættu þess að það sé nógu langt frá og og engin hætta sé á því að aðrir pútti í flaggið. Ekki leggja það niður beint fyrir aftan holuna.

– Svörin við stóru nýliðaspurningunum

Hvað á ég að gera?11GOLF.IS

Page 12: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

www.orninngolf.is [email protected] s: 577-2525B Í L D S H Ö F Ð A 2 0

„Ástand golfvalla er eftir því sem ég best veit mjög gott á landinu. Hér hjá okkur á Urriðavelli kemur völlurinn vel undan vetri og það lofar góðu fyrir sumarið. Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá er allt útlit fyrir gott golfsumar,“ segir Tryggvi Ölver Gunnarsson, vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Oddi. Tryggvi var í vetur valinn vallarstjóri ársins 2015 á aðalfundi Samtaka Íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi. Í umsögn dómnefndar í því vali sagði m.a: „Tryggvi Ölver er vel að þessum verðlaunum kominn en undir hans stjórn skartaði Urriðavöllur sínu fegursta síðastliðið sumar og á Tryggvi mikið hrós skilið fyrir sitt starf. Urriðavöllur hefur líklega aldrei verið í eins góðu ásigkomulagi og síðastliðið sumar.“

Það er gaman að fá slíka viður­kenningu en það eru margir sem eiga stóran hlut í þessu,“ segir Tryggvi en hann telur að íslenskir golfvallastarfsmenn hafi náð að vinna ótrúlega vel úr erfiðum aðstæðum á undanförnum vetrum. „Svellið sem leggst yfir flatirnar er helsta vandamálið þegar kemur að kali og skemmdum. Á undanförnum árum höfum við fundið fleiri og betri aðferðir til þess að vinna á klakanum

og bæta ástand flata með þeim hætti. Allt þetta hefur áhrif og í vetur var þessi vinna efst á forgangslistanum strax eftir áramót hjá flestum vallarstarfsmönnum á Íslandi,“ sagði Tryggvi Ölver en hannn hefur verið við störf á Urriðvelli frá árinu 2000. EM kvennalandsliða fer fram á Urriðavelli í byrjun júlí og segir Tryggvi Ölver allt útlit sé fyrir að völlurinn verði í toppstandi þegar það risamót fer fram.

Gott ástand golfvalla

– Tryggvi ölver Gunnarsson, valllarstjóri ársins 2015, er bjartsýnn fyrir sumarið

Frá Urriðavelli.

Tryggvi Ölver Gunnarsson. Mynd/GO

12 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 13: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Það er viðburðaríkt sumar fram undan hjá Golfklúbbnum Oddi en Evrópumót kvennalandsliða fer fram á Urriðavelli í júlí. Mótið verður stærsta alþjóðlega golfmótið sem haldið hefur verið á Íslandi til þessa og ætla forráðamenn GO í samstarfi við GSÍ að standa veglega að mótinu. Það stefnir einnig í góða þátttöku því tæplega 20 þjóðir hafa skráð sig til leiks og jafnvel er von á fleiri þjóðum en skráningarfrestur í mótið rennur ekki út fyrr en í byrjun sumars.

„Undirbúningur gengur vel en þetta er mjög stórt verkefni og í mörg horn að líta,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds, sem stýrir undirbúningi fyrir mótið.„Nú þegar hafa flestar af helstu Evrópu þjóðunum skráð sig til leiks og því er von á bestu áhugakylfingum Evrópu til landsins. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þessar konur spjara sig á Urriðavelli,“ bætir Þorvaldur við.

GRÍðARLEGT uMFAnGEvrópumótið hefur mikil áhrif á starfsemi GO í sumar og þurfti meðal annars að færa Meistaramót klúbbsins vegna þessa. „Það eru ýmis verkefni sem varða okkar félagsmenn sem við höfum verið að vinna núna síðustu vikur. Við erum með um 1200 félagsmenn og einhvers staðar verða þeir að spila á meðan á Evrópumótinu stendur enda verður völlurinn lokaður í viku. Það verkefni hefur reynst flókið enda flestir golfklúbbar

landsins með sitt Meistaramót þessa sömu viku. Við höfum mætt miklum velvilja hjá öðrum klúbbum vegna þessa verkefnis og teljum að við munum leysa þetta með farsælum hætti. Evrópumótið er gríðarlega umfangsmikið verkefni og snertir marga fleti í starfsemi klúbbsins,“ segir Þorvaldur.Sjálfboðaliðar spila stórt hlutverk á Evrópumótinu og segir Þorvaldur þau mál í góðu horfi. „Það hafa um 60 félagsmenn í GO skráð sig sem sjálfboðaliða og fjölmargir hafa sýnt áhuga á því að starfa við mótið með einum eða öðrum hætti. Við höfum einnig fundið fyrir gríðarlegum áhuga meðal félagsmanna á mótinu sjálfu og vonumst auðvitað til að kylfingar á Íslandi fjölmenni til að fylgjast með þessum frábæru kylfingum. Ég reikna fastlega með því að framtíðarstjörnur Evrópu í kvennagolfinu verði meðal keppenda á Urriðavelli í sumar.“

Evrópumót landsliða kvenna fer fram á urriðavelli 5. – 9. júlí.

mjög stórt verkefniÍ mörg horn að líta fyrir

Evrópumót kvenna á urriðavelli

Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Prófaðu að meðhöndla liðverkinameð Voltaren geli.

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

150g50% meira m

agn!

Ly�aauglýsing

Voltaren-Gel-NEW-14x20 copy.pdf 1 26/04/16 10:16

13GOLF.IS

Page 14: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Örninn Golfverslun · Golfskálinn · Golfbúð Hafnafjarðar · Ecco Búðin Kringlunni · Skóbúð Selfoss

Skóbúð Húsavíkur · Skóbúðin Keflavík · Nína Akranesi · Axel Ó Vestmannaeyjum · Skor.is NetverslunÚTSÖLUSTAÐIR

Spilaðu betur í ecco

Golf Biom Hybrid15153459556

Verð: 29.995

Golf Casual Hybrid15200401001

Verð: 20.995

Golf Cage13250457828

Verð: 28.995

Golf Biom Hybrid12021301083

Verð: 25.995

Golf Biom G210152358255

Verð: 32.995

Golf Casual Hybrid12201301007

Verð: 19.995

Risastórt ár framundan– ólafía sú þriðja

frá Íslandi sem kemst inn á

atvinnumótaröð þeirra bestu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær hér af 13. teig á Terre Blanche vellinum í Frakklandi. Mynd/[email protected]

Þeir kylfingar sem telja sig hafa getu til þess að reyna sig á atvinnumótaröðum í golfi þurfa að þræða þröngt nálarauga til þess að komast alla leið. Til þess að komast á LET Evrópumótaröð kvenna, þar sem Ólafía Þórunn er með keppnisrétt, þarf að komast í gegnum tvö úrtökumót sem fram fara í desember á hverju ári. Aðeins 30 efstu á lokaúrtökumótinu fá keppnisrétt og varð Ólafía í 26. sæti í desember s.l. Ólafía þurfti ekki að taka þátt í 1. stigi úrtökumótsins en keppt var á fjórum stöðum víðsvegar um heiminn um sæti á lokaúrtökumótinu.

Það er ekki nóg að komast í gegnum úrtökumótið til þess að fá að keppa. Mikil samkeppni er um þau sæti sem eru í boði á hverju móti. Nýliðar á LET líkt og Ólafía Þórunn þurfa að klífa upp stigalistann á LET- mótaröðinni með því að ná góðum árangri á

aðeins góður árangur skapar tekjur Þræða þarf þröngt nálarauga til þess að komast á mótaröð þeirra bestu

Ólafía slær hér úr glompu á LET Access móti í Frakklandi.

Mynd/seth@golf

14 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 15: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

STUTTA SPILI-D & LANGA FER-DINHorfðu á heildarmyndina

HONDA CR-V KOSTAR frá kr. 5.190.000

honda.is/cr-v

Hvort sem þú vilt sparneytni, rými og þægindi í golfið eða fjórhjóladrifog öruggt veggrip fyrir krefjandi vegi þá er Honda CR-V fyrir þig.Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmyndhagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllumheimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði ogverðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims áttunda árið í röð.Keyrðu Honda CR-V, betri 4x4 þegar á allt er litið.

stutta spili-d & langa fer-dinHorfðu á heildarmyndina

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800, Bílver, Akranesi, sími 431 1985Höldur, Akureyri, sími 461 6020, Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði þeim áfanga í desember á síðasta ári að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. GR-ingurinn, sem er 23 ára, er aðeins þriðji íslenski kylfingurinn sem nær slíkum áfanga. Ólöf María Jónsdóttir úr GK braut ísinn haustið 2004 og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er eini íslenski karl kylf ingurinn sem hefur náð alla leið inn á stóra sviðið. Ólafía er að hefja sitt annað ár sem atvinnu­kylfingur en hún lék um fjögurra ára skeið með hinu gríðar lega sterka háskólaliði Wake Forest í Bandaríkjunum. Í fyrra lék Ólafía á næststerkustu mótaröð Evrópu, LET Access mótaröðinni, þar sem hún endaði í 16. sæti á stigalistanum eftir að hafa leikið á 15 mótum.Verðlaunasafn Ólafíu hér á Íslandi er stórt og glæsilegt. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokki í höggleik og holukeppni og hefur leikið stórt hlutverk í sveit GR á Íslandsmóti golfklúbba. Ólafía varð Íslands­meistari í golfi á Eimskips mótaröðinni í fyrsta sinn árið 2011 þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru. Hún varð Íslandsmeistari í annað sinn á Leirdalsvelli hjá GKG árið 2014. Á þessu tímabili hefur Ólafía leikið á tveimur mótum á LET Access og hún þreytti frumraun sína á LET Evrópumótaröðinni í byrjun maí í Egyptalandi. Þar náði Ólafía ekki að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi af alls fjórum. Í maí verður nóg um að vera hjá Ólafíu Þórunni en hún mun taka þátt á tveimur mótum á

LET Access mótaröðinni á Spáni, sem er næststerkasta mótaröð Evrópu. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni verður einnig á meðal keppenda á þeim mótum. Einnig taka þær Ólafía og Valdís þátt á tveimur úrtökumótum í maí fyrir tvö risamót sem eru sameiginlegt verkefni LET Evrópu­móta raðarinnar og LPGA­móta raðarinnar í Banda ríkjunum. Fyrra úrtökumótið er fyrir Opna bandaríska meistaramótið og fer fram á Englandi 25. maí. Það síðara er í Frakklandi og fer fram viku síðar. Þar er keppt um laus sæti á Evian meistaramótinu sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í atvinnugolfi kvenna. Bæði Ólafía og Valdís eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu í ágúst. Þær hafa tíma fram í byrjun júlí til þess. Árangur þeirra á atvinnumótunum sker úr um hvaða möguleika þær eiga. Staða þeirra á heimslistanum ræður þar úrslitum og topp 10 sæti á LET Access mótaröðinni getur breytt miklu. Fylgst er með fréttum af gangi mála á heimslistanum á golf.is.

Ólafía slær hér inn á flöt á móti í Frakklandi í apríl s.l.

Mynd/[email protected]

þeim mótum sem eru í boði. Ólafía komst ekki inn á fyrstu fjögur mótin sem fram fóru í Eyjaálfu í byrjun ársins. Hún fékk fyrsta mótið í byrjun maí í Marokkó og hún getur búist við því að fá tækifæri á um sex mótum á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili.

Atvinnukylfingar eru líkt og trillusjómenn þegar kemur að tekjum. Ef ekkert fiskast þá eru engin laun og aðeins kostnaður við að koma sér á keppnisstaðinn, mótsgjaldið, uppihald og gisting. Áður en keppni hefst á atvinnumótum er engin trygging fyrir því að einhverjar tekjur skili sér. Aðeins góður árangur tryggir tekjur.

Keppnisrétturinn á LET Evrópumótaröðinni er aðeins tryggður ef árangurinn er góður. Þeir kylfingar sem eru í 109 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins halda keppnisréttinum. Þeir sem eru þar fyrir neðan þurfa að sanna sig á ný á úrtökumótinu í desember.

Á LET Evrópumótaröðinni eru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum eða 18 holur á dag. Þegar keppni er hálfnuð er niðurskurður og þeir sem komast ekki áfram sitja eftir með sárt ennið - og fá engar tekjur. Þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn eru öruggir með einhverjar tekjur og þeir kylfingar sem eru í efstu sætunum fá milljónir króna í sinn hlut. Á mótinu í Marokkó í byrjun maí var lágmarksverðlaunaféð 150.000 kr. sem kylfingurinn í 71. sæti fékk í sinn hlut. Sigurvegarinn, Nuria Itturios frá Spáni, fékk tæplega 10 milljónir kr. í sinn hlut.

Alls eru 19 mót á keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinnar á árinu 2016.

Thomas Bojanowski unnusti Ólafíu Þórunnar er oft aðstoðarmaður hennar í mótum. Hann var á sínum tíma einn besti 800 metra hlaupari Þýskalands. Mynd/seth@golf

15GOLF.IS

Page 16: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Það eru miklir fjármunir í boði fyrir þá sem ná árangri á atvinnu­mótaröðum í golfi. Verðlaunafé á LET Evrópumótaröðinni hefur hækkað mikið á undanförnum árum. LET Evrópumótaröð kvenna er með mun hærra verðlaunafé en LET Access mótaröðin. Sem dæmi má nefna að Shansan Feng frá Kína fékk alls 57,5 milljónir kr. í sinn hlut á síðasta tímabili en hún var efst á peningalistanum þrátt fyrir að hafa aðeins leikið á 6 mótum LET Evrópumótaröðinni. Til samanburðar var Melissa Reid frá Englandi í öðru sæti með um 36 milljónir kr. í verðlaunfé en hún lék á 14 mótum.

Marianne Skarpnord frá Noregi varð í 12. sæti á peningalistanum í fyrra. Hún fékk um 16 milljónir kr. í sinn hlut en hún tók þátt á 16 mótum. Suzann Pettersen frá Noregi náði ótrúlegum árangri á árinu 2013 þar sem hún varð stigahæsti kylfingurinn á mótaröðinni. Hún lék aðeins á þremur LET-mótum en hún leggur alla áherslu á að keppa á bandarísku LPGA mótaröðinni. Pettersen fékk alls 74 milljónir kr. í verðlaunafé. Hún sigraði m.a. á Evian Masters risamótinu og Mission Hills mótinu í Kína, og varð síðan önnur á Opna breska meistaramótinu.

Miklir fjármunir fyrir sigur á LET

16 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 17: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Meðalkarlmaður sem gengur með golfpokann á öxlunum 18 holur má búast við því að brenna um 1.500 hitaeiningum á hringnum sem tekur um fjórar klst.

Til samanburðar má nefna að 85 kg karlmaður sem hleypur 15 km á 1 ½ klst. brennir um 1.400 hitaeiningum á þeim tíma. Ef sá hinn sami myndi synda 6 km á 2 klst. væri hann nálægt því að brenna 1.400 hita­einingum. Samkvæmt ýmsum rannsóknum er ekki mikill munur á því að bera byrðarnar á öxlunum eða ýta þeim á golfkerru. Karlmaður, sem skilgreindur var hér fyrir ofan sem meðalmaður, brennir mjög svipuðum fjölda hitaeininga á 18 holum og sá sem er ekki með golfkerru eða um 1.500 hitaeiningum.

Kylfusveinamenningin hefur aldrei náð sér á strik á Íslandi nema í keppnis golfi þar sem margir afreks­kylfingar nýta sér kylfusveininn þegar mest á reynir. Kylfingar sem ganga 18 holur með aðstoðarmann á pokanum brenna um 1.200 hita­einingum. Eins og áður er miðað við meðalkarlmann. Margir nýta sér golfbíla þegar þeir leika golf og á 18 holu golfhring má gera ráð fyrir að meðalkarlmaður á golfbíl brenni um 800 hitaeiningum. Þeir sem nýta sér golfbíla ganga að meðaltali 3,8 km. á 18. holu hring.

Heimildir: Golflink.com og Golfdigest.com

Hvað gengur þú marga kílómetra á 18 holum?

Eitt af því allra jákvæðasta við þá stað-reynd að vera ekki mjög góður í golfi er eftirfarandi: Þeir sem slá flest högg skilja fleiri hitaeiningar eftir úti á vellinum.

Í grein sem birt var í tímaritinu Inside Golf árið 2012 var vitnaði í útreikninga sérfræðinga. Þar kom fram að háforgjafarkylfingar ganga að meðaltali 8,9 km á 18 holu hring. Lágforgjafarkylfingar ganga um 8,2 km að meðaltali og meðalkylfingurinn gengur um 8,5 km að meðaltali.

Góð brennslaá einum golfhring

ER ÞAÐEITTHVAÐ ÍVÍKINGABLÓÐINU?

Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal.

Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNARLEYNIVOPN.IS

HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM?

17GOLF.IS

Page 18: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Íslandsbankamótaröð kylfinga 18 ára og yngri hefur notið vinsælda hjá yngri afreks­kylfingnum landsins á undanförnum árum. Tímabilið í ár verður það fjórða í röðinni frá því samstarf Golfsambands Íslands við Íslandsbanka hófst. Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár og samhliða verður leikið á Áskorendamótaröð Íslands banka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni.Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista

áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri.„Nú er fjórða samstarfsár okkar og GSÍ að hefjast og það er mikil tilhlökkun fyrir sumrinu. Umgjörðin á mótunum hefur verið til fyrirmyndar og við sjáum það á fjölda

þátttakenda að áhuginn er mikill hjá yngri kylfingum landsins.“„Það hefur verið gaman að fylgjast með ungum og efnilegum kylfingum á mótaröðunum, hvort sem þau eru að stíga sín fyrstu skref eða eru lengra komin. Kylfingarnir fá ætíð glaðning frá Íslandsbanka og fulltrúi bankans mætir í mótslok og hittir keppendur,“ segir Hólm-fríður Einarsdóttir markaðs- og þjónustustjóri Íslandsbanka við Golf á Íslandi. „Við brydduðum upp á nýjung í tengslum við Íslandsmót unglinga síðasta sumar og sýndum beint frá mótinu. Á vefnum sporttv.is var hvert einasta högg á 6. braut á Korpúlfsstaðavelli sýnt á síðustu tveimur keppnisdögunum.

Mikill fjöldi fylgdist spenntur með mótinu og fagnaði þessari nýbreytni. Við fögnuðum svo úrslitum Íslandsmótsins á Korpu í klúbbhúsinu með skemmtilegri dagskrá sem Auddi Blö stýrði við mikinn fögnuð. Við vorum mjög ánægð með móttökurnar og munum klárlega halda þessu áfram. Við hlökkum til samstarfsins í sumar og að fá að fylgjast áfram með ungum og efnilegum kylfingum því framtíðin er sannarlega björt í golfíþróttinni,“ sagði Hólmfríður.Fyrstu mótin á þessu tímabili verða haldin á Suðurnesjum en Íslandsbankamótaröðin fer fram á Hólmsvelli í Leiru 27.-29. maí og Áskorendamótaröðin fer fram í Grindavík 28. maí.

Íslandsbanka­mótaröðin nýtur vinsælda – Umgjörðin á mótunum hefur verið til fyrirmyndar

Frá keppni á Íslandsbanka­mótaröðinni 2015. Mynd/seth@golf

Frá keppni á Íslandsbanka mótaröðinni 2015. Mynd/seth@golf

18 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 19: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

www.sindri.is I sími 567 6000Smiðjuvegi 1 grá gata, Kópavogi

EKKI BARA GÆÐIUNDIRFATNAÐUR

OG SOKKAR

16.400 m/vsk

Fullt verð 23.515

VINNU-BUXUR

KULDA-GALLI

Rassvasi með tölu

Hliðarvasar

Penna og símavasi

Litir: Grár,

Svartur, Blár

Vatns- og vindhedur.

Hnjápúðavasar.

Litur: Gulur/svartur.

HNJÁPÚÐARPolyethene efni

Passa á flestar

buxur

POLOBOLUR100% bómull

Litir: Hvítur, Blár,

Svartur og Grár

1.900 m/vsk 1.500 m/vsk

Fullt verð 2.344Fullt verð 2.964

ÖRYGGISSKÓRStáltá, stál í sóla. S3 öryggisstaðall

FLÍSJAKKI

Renndur brjóstvasi

Litur: svartur

BELTI TEYGJANLEGT

Brjóstvasar með rennilás

Tveir hliðarvasar

Árennd hetta

Vind og vatnsheldur

1.990 m/vsk

Fullt verð 3.448

17.900 m/vsk

Fullt verð 23.957

9. 630 m/vsk

Fullt verð 14.816

6 . 500 m/vsk

Fullt verð 9.781

17.310 m/vsk

Fullt verð 21.638Í KAUPBÆTI

19. 900 m/vsk

Fullt verð 27.566

EN 471VINDJAKKI

13.900 m/vsk

Fullt verð 17.686

VINNUBUXUR EN471CORDURA® hnjápúðavasar

Hangandi vasar

Vasi fyrir ID kort

Litur: Svartur/Gulur

Frá vinstri­ Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Hlynur Bergsson(GKG), Ingvar Andri Magnússon (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR); Ólöf María Einarsdóttir (GHD), Andrea Ásmundsdóttir (GA).

MóTIn Á ÍSLAnDSBAnkA-MóTARöðInnI SuMARIð 2016:27.­29. maí: Golfklúbbur Suðurnesja, Hólmsvöllur í leiru. (1)

10.­12. júní: Golfklúbbur Þorlákshafnar, Þorláksvöllur. Íslandsmót í holukeppni (2).

15.­17 júlí: Golfklúbbur kópavogs og Garðabæjar, leirdalsv. Íslandsm. í golfi (3)

5.­7. ágúst: Golfklúbbur Hellu, Strandarvöllur. (4)

26.­28. ágúst: Golfklúbbur Grindavíkur, Húsatóftavöllur. (5)

9.­11. september: Golfklúbburinn keilir, Hvaleyrarvöllur. (6)

mótin á áskorendamótaröð Íslandsbanka sumarið 2016:

28. maí: Golfklúbbur Grindavíkur, Húsatóftavöllur. (1)

11. júní: Golfklúbbur Setbergs, Setbergsvöllur. (2)

6. júlí: Golfklúbbur Hveragerðis, Gufudalsvöllur. (3)

7. ágúst: Golfklúbburinn Glanni, Glannavöllur Borgarfirði. (4)

27. ágúst: Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, kálfatjarnarvöllur. (5)

10. september: Golfklúbbur mosfellsbæjar, Bakkakotsvöllur. (6)

Frá árinu 2000 hefur verið gríðarleg fjölgun í golfíþróttinni. Á síðasta ári voru 14.600 skráðir félagar í golfklúbbum landsins, þar af um 1.800 börn. Fjöldi þeirra sem fara einu sinn eða oftar í golf á ári á Íslandi eru um 50.000 samkvæmt könnun á vegum Gallup. Ísland er í 18. sæti yfir 20 stærstu golfsambönd Evrópu. Kylfingum hefur fjölgað um 12% á síðustu 5 árum. Ísland er í efsta sæti ef litið er á fjölda íbúa en 5% landsmanna eru skráðir í golfklúbb sem er Evrópumet. Ef íbúafjöldanum er deilt á golfvelli landsins eru 5.200 íbúar á hvern völl. Ef litið er á nýtinguna er Ísland í 19. sæti í Evrópu. Ef heildarfjölda kylfinga er deilt niður á 63 golfvelli landsins eru 260 kylfingar um hvern völl. Á síðustu 15 árum hefur kylfingum fjölgað um nánast helming (8.500 í 16.500).

Evrópumet– 5% landsmanna

í golfklúbb

19GOLF.IS

Page 20: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Einu sinni höfðu allir hlutir verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna

þeir saman í eina stóra heild. Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að

velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili?

Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla trygginga-

vernd þú þarft. Skoðaðu þitt dæmi með reiknivél Varðar á vordur.is

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.

HeimiliðLíf- og heilsa

BíllinnReksturinn

ÍSLEN

SKA/SIA.IS VO

R 68611 04/14

VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT?

Nýtt forgjafarkerfi tók gildi 1. janúar 2016 og gildir næstu fjögur ár eða til ársins 2019. Lykilatriði kerfisins eru í meginatriðum óbreytt en helstu breytingar verða eftirfarandi:

■ Upphafsforgjöf karl- og kvenkylfinga verður nú 54 í stað 36. ■ Nýr forgjafarflokkur 6 (forgjöf 37 – 54) verður til. ■ Enginn hækkun á forgjöf í forgjafarflokkum 5 og 6 (frá forgjöf

26,5 upp í 54). ■ 9 holu skor leyft til forgjafar í forgjafarflokki 2 (frá forgjöf 4,5

upp í 54). ■ * Stjörnumerkt forgjöf fellur niður. ■ Fjöldi skora til að fá forgjöf minnkaður í að skila minnst einu

skori. ■ CSA leiðrétting fellur niður í mótum.

Tilgangur forgjafarkerfis er að gera kylfingum með mismunandi getu, konum sem körlum, kleyft að taka þátt í mismunandi afbrigðum keppni á eins jöfnum og sanngjörnum grunni og unnt er. Skor kylfings eru notuð til leiðr­éttingar forgjafar. Forgjöf sem byggð er á mörgum nýlegum skorum sýnir eðli samkvæmt öruggari mynd af hæfni kylfings en færri eða eldri skor. Jafnvel hjá kylfingi með rétta forgjöf dreifast skorin yfir og undir meðaltali. Almennt minnkar bilið milli bestu og verstu skora með lægri forgjöf en skorum nálægt meðaltali fjölgar. Það er dæmigert að með hækkandi forgjöf verður meðalskorið hærra og frávik frá meðaltali eykst.

AFhVERJu VOnBRIGðI?Fjölmargir kylfingar hafa eflaust upplifað eftirfarandi. Þeir ljúka 18 holu hring og eru ánægðir hvað þeim gekk vel en fara svo að reikna og sjá að fyrir þennan hring fá þeir bara 32 punkta. Vonbrigðin leyna sér ekki.Afhverju vonbrigði? Ástæðan fyrir þeim byggist á misskilningi hvað forgjöf stendur fyrir. Flestir kylfingar búast við því að á eðlilegum degi eigi þeir alltaf að ná 36 punktum.

Þar liggur vandamálið, því þessar væntingar verða ekki uppfylltar. Forgjafarkerfið er þannig uppbyggt að forgjöf kylfinga á að endurspegla „mögulega besta árangur“ viðkomandi. Með öðrum orðum að á þeim degi detta púttin loksins niður og allt gengur upp. Kylfingur sem fær 32 punkta hefur ekki náð að sýna sitt besta, hann á meira inni en á þessum degi vantaði smá upp á. Samt er hann inn á gráa svæðinu og staðfesti þar með að hann var nálægt sínu besta.Til dæmis er það líklegt að kylfingur með 4.4 í forgjöf eða lægra leiki á eða undir forgjöf sinni í um 35% af leiknum umferðum, en kylfingur með um 20 í forgjöf mundi leika á eða undir forgjöf sinni í um 10% leikinna umferða. Kylfingur í framför mun leika oftar undir forgjöf en aðrir kylfingar með sömu forgjöf. Þetta heldur áfram þar til forgjöf þeirra reiknast orðin rétt, en þá verður skorun þeirra álík annarra með svipaða forgjöf. Andstæð þróun mun sjást hjá leikmönnum í afturför.Sá sem gerir sér grein fyrir þessu ætti, næst þegar hann fær 32 punkta, að minnsta kosti að gleðjast yfir því að ná að staðfesta getu sína hvað forgjöf varðar.

TIL FORGJAFARREIknInGS ERu punkTAR VEITTIR þAnnIG MIðAð VIð pAR hVERRAR hOLu:

nettóskor á holu PunktarMeira en eitt högg umfram PAR ......................................... 0Eitt högg umfram PAR ........................................................ 1PAR ..................................................................................... 2Höggi minna en PAR .......................................................... 3Tveimur höggum minna en PAR ........................................ 4Þremur höggum minna en PAR .......................................... 5Fjórum höggum minna en PAR .......................................... 6

Kylfingur verður að bæta 18 punktum við árangur 9 hola svo úr verði gilt skor.

hVAð ER “Góð” FORGJöF?Hvaða forgjöf er góð? 36? ­ 24? ­ 18? eða undir 10? Það skiptir ekki máli! Hvað nýtist of lág forgjöf kylfingi sem er löngu hættur að geta leikið á henni? Hún nýtist honum ekkert, og fyrir utan að skemma fyrir sjálfum sér þá skemmir hann fyrir öllum sem vilja keppa á réttlætis grundvelli.Í grunninn byggir forgjafarkerfið á því að kylfingur reynir eftir fremsta megni að ná sem bestum árangri

á hverri holu og fylgi golfreglum. Þar að auki er gert ráð fyrir því að kylfingur skili inn eins mörgum gildum skorum til forgjafar og hann getur. Þá mun forgjöfin sýna hans réttu getu.

■ Góð forgjöf byggist á mörgum nýlegum skorum!

■ Forgjöf er ekki stöðutákn! ■ Forgjöf er ekki eign

kylfingsins sem hann getur “fryst” eins og hann vill.

ER FORGJAFARkERFIð FLókIð?Nei, ekki ef kylfingurinn einbeittir sér af því sem skiptir máli! Það sem er mikilvægt að vita er eftirfarandi.Grunnreglan er að ef hann fær meira en 36 punkta þá lækkar forgjöfinEf hann lendir á gráa svæðinu þá er forgjöfin óbreyttEf hann nær ekki inn á gráa svæðið þá hækkar forgjöfinForgjafarnefnd klúbbsins er ábyrg fyrir forgjafarstjórn hjá kylfingnumTilkynna þarf forgjafarhring áður en hann er leikinnEf hringur er ekki tilkynntur til forgjafar, mun hann ekki hafa áhrif á forgjöfÞetta er næstum allt sem hinn almenni kylfingur þarf að vita.

FORGJöF VERðuR Að BREyTA SVO SEM hÉR SEGIR:

Forgjafar -flokkar

Forgjöf Grátt svæði Punktar neðan gráa svæðis ins: Hækka aðeins

um:

Draga frá fyrir hvern punkt

ofan gráa svæðisins

18 holu skor

9 holu skor

1Plús -

4,435 - 36 - 0,1 0,1

24,5 – 11,4

34 - 36 35 - 36 0,1 0,2

311,5 – 18,4

33 - 36 35 - 36 0,1 0,3

418,5 – 26,4

32 - 36 34 - 36 0,1 0,4

526,5 –

36,0Enginn hækkun 0,5

6 37 - 54 Enginn hækkun 1

Er forgjöfin stór misskilningur?– nýtt forgjafarkerfi tók gildi 1. janúar 2016

20 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 21: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

SagaPro– minna mál með

18 holur

www.sagamedica.is

Fæst í apótekum, heilsu- og matvöruverslunum

EFTIRFARAnDI BREyT InGAR ERu SÉRSTAkLEGA ÁhuGA-VERðAR FyRIR kyLFInGA OG DóMARA:

■ Ný undantekning við reglu 6-6d mun fækka frávísunum. Frá næstu áramótum varðar það ekki lengur frávísun þótt leikmaður skili of lágu skori, ef ástæðan er sú að hann sleppti vítahöggum sem hann vissi ekki, þegar hann skilaði skorkortinu, að hann hafði bakað sér. Í staðinn er vítahöggunum bætt á skorkortið og leikmaðurinn fær tvö aukahögg í víti fyrir hverja holu sem var með of lágu skori.

■ Óleyfilegt verður að festa kylfuna eða framhandlegg við líkamann þegar högg er slegið. Þessi breyting snýr fyrst og fremst að löngu pútterunum og var kynnt fyrir tveimur árum.

■ Ekki verður lengur sjálfkrafa víti þótt bolti hreyfist eftir miðun, þar sem regla 18-2b er felld niður. Þess í stað þarf að meta hvort leikmaðurinn hafi valdið því að boltinn hreyfðist.

Vandamál við að ákvarða hvort leikmaður megi nota farsímann sinn sem fjarlægðarmæli hverfa. Ef staðarreglur leyfa notkun fjarlægðarmæla má nota hvaða tæki sem er, svo framarlega sem leikmaðurinn noti enga þá eiginleika í tækinu sem eru óleyfilegir. Að auki er ekki beitt frávísun fyrr en við endurtekið brot á reglunni.Ný útgáfa golfreglnanna gildir frá og með síðustu áramótum til ársloka 2019. Hörður Geirsson hefur útbúið íslenska útgáfu reglnanna og verða þær aðgengilegar í klúbbhúsum landsins áður en langt um líður.

Áhugaverðar breytingar á golfreglunumR&A í Skotlandi og Golfsamband Bandaríkjanna kynntu í lok síðasta ár breytingar á golfreglunum og tóku breytingarnar gildi um síðustu áramót.

GrikklandCOSTA NAVARINOLÚXUS, FRÁBÆRIR GOLFVELLIR, FRAMÚRSKARANDIHÓTEL, DÁSAMLEG STRÖND, SPA OG FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA.

BÓKAÐU STRAX

Flug, gisting, morgunverður alla daga og 5 kvöldverðir,6 dagar golf, golfkennsla og gleði.

www.icegolftravel.is

21GOLF.IS

Page 22: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND FLUGFELAG.IS

NÁÐU GÓÐU FLUGI

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík.

BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030

REYKJAVÍKGRAFARHOLTSVÖLLURÞessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.

ÍSAFJÖRÐURTUNGUDALSVÖLLURSkemmtilegur 9 holu völlur í útivistar- paradís Ísfirðinga. Ægifagurt lands-lag skapar glæsilega umgjörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.

EGILSSTAÐIREKKJUFELLSVÖLLURAðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufells- völlur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.

AKUREYRIJAÐARSVÖLLURLeiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.

Á undanförnum árum hafa mörg hundruð kvenna nýtt sér þetta tækifæri og í fyrra er talið að um 800 konur hafi mætt á svæðið og hvetjum við alla til að bjóða vinkonum, mömmum, ömmum systrum, frænkum, saumaklúbbum o.s.frv. með sér í golf. Það verða

kylfur á staðnum og frí golf­kennsla ­ það þarf bara að mæta! Segir Andrea.Stelpugolf 2016 fer fram mánudaginn 16. maí og verður að venju á æfinga­svæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.

Stelpugolfdagurinn er samvinnu­verkefni PGA á Íslandi, GSÍ, GKG, ZO•ON, Icelandair Cargo, Íslandsbanka og Eimskips.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebook/stelpugolf

– margt áhugavert verður í boði á æfingasvæði GkG mánudaginn 16. maí

Um 45.000 manns lesa tímaritið Golf á Íslandi sem Golfsamband Íslands gefur út fimm sinnum ári. Þetta kemur fram í neyslu- og lífsstílskönnun sem Gallup framkvæmir reglulega. Fyrsta tölublaði Golf á Íslandi 2016 er að þessu sinni dreift í 90.000 eintökum á landsvísu. Markmiðið með útgáfunni er að kynna golfíþróttina og það fjölbreytta starf sem unnið er í golfhreyfingunni.

45.000lesa Golf á Íslandi

Stelpugolf hefur fest sig í sessi sem eitt af vorverkefnum golfhreyfingarinnar en dagurinn er verkefni PGA á Íslandi og Golfsambands Íslands. Markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Að sjálfsögðu geta þó fjölskyldumeðlimir af báðum kynjum komið á Stelpugolf og tekið þátt í skemmtilegum þrautum og leikjum - pútt, vipp, pitch og teighögg. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar á æfingasvæði GKG þar sem verða til staðar þaulæfðir PGA golfkennarar sem leiðbeina. Einnig verður æfingahringur og þrautir í SNAG golfi.

Stelpugolfstækkar og stækkar

22 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 23: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

SpecialComlex

NÁTTÚRULEGTFYRIR LIÐINA

Útsölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana

Eru liðverkir að hækka forgjöfina?Viðheldur heilbrigði liða og beinasvo þú getir lifað góðu lífi án verkjaog eymsla

Góð forvörn fyrir þá sem stunda mikla álagsvinnu, álagsíþróttir og þarsem slitgigt er ættgeng

Inniheldur vatnsmeðhöndlað brjóskúr fiskibeinum sem er öflugt byggingar-efni fyrir bein og brjósk

NUTRILENK GOLD er frábær valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski.

Getur minnkað liðverki og vonandi forgjöfina líka.

PR

ENTU

N.IS

NUTRILENKGOLD

NÁT TÚRULEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur verið lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu á undanförnum árum.

„Það er spennandi tímabil fram undan. Afrekshópar GSÍ hafa hist reglulega eftir áramót eða fimm sinnum alls, auk þess sem úrvalshópur GSÍ hefur hist aukalega undir stjórn Birgis Leifs. Undirbúningurinn hefur gengið vel hér heima og háskólakylfingarnir hafa margir hverjir leikið vel á mótum vetrarins. Atvinnukylfingarnir, sem eru í Forskoti afrekssjóði, fá mörg verkefni og það verður án efa hart barist um sætin í landsliðunum fyrir landsliðsverkefni ársins 2016,“ segir Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari GSÍ. Í landsliðsteyminu eru einnig Birgir Leifur Hafþórsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, Björgvin Sigurbergsson, aðstoðarþjálfari stúlkna/kvenna, Ragnar Ólafsson, liðsstjóri landsliða og Gauti Grétarsson sem sér um líkamsþjálfun landsliðskylfinga. „Hvað atvinnukylfingana varðar ber hæst að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur á mótaröð þeirra bestu í Evrópu og er hún aðeins þriðji íslenski kylfingurinn sem nær þeim áfanga. Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á LET Access mótaröðinni sem er næststerkasta mótaröð Evrópu. Birgir Leifur Hafþórsson er einnig með mörg verkefni á dagskrá á Challenge Tour sem er næststerkasta atvinnumótaröð Evrópu. Þórður Rafn Gissurarson og

Axel Bóasson hafa einnig í nógu að snúast á atvinnumótaröðum í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu,“ segir Úlfar Jónsson. Stóru landsliðsverkefnin á árinu 2016 eru fjölmörg. Karlalandsliðið leikur í 2. deild karla á Evrópumótinu í Lúxemborg 6.­9. júlí og kvennalandsliðið leikur hér á landi á EM á Urriðavelli. Heimsmeistaramót karla og kvenna fara síðan fram í Mexíkó í september.

Verkefni Land Dags. Aldur Kyn Fjöldi

Breska áhuga mannamótið Wales Opið-WAGR KK

EM karla 2. deild Lúxemborg 6.-9. júlí KK 6

EM stúlkna Noregur 5.-9. júlí U18 KVK 6

EM kvenna Ísland 5.-9. júlí KVK 6

EM einstaklinga Eistland 3.-6. ág. Opið-WAGR KK

Duke of York England 7.-9. ág. 17-18 ára KK/KVK 1+1

EM pilta 2. deild Tékkland 14.-17. sept. U18 KK 6

HM kvenna Mexíkó 14.-17. sep. KVK 3

HM karla Mexíkó 21.-24. sep. KK 3

– nóg um að vera hjá landsliðs­ og atvinnu kylfingum

„Spennandi tímabil framundan“

23GOLF.IS

Page 24: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016
Page 25: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016
Page 26: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Kylfur fyrir börn og unglingaSPEQ eru gæða kylfur fyrir krakka sem koma í fimm mismunadi stærðarflokkum. Hjá SPEQ eru mismunandi stífleikar í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta.

Golfpokarnir eru vel hannaðir og geta krakkarnir valið um fjóra liti. Pokarnir eru með tvöföldum burðarólum og standi. Einnig er hægt að setja pokana á kerrur.

Við bjóðum einnig upp á bæði tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.

Nánari upplýsingar um úrvalog verð á golfskalinn.is

Untitled-3 1 6.5.2016 10:11:08

Ég skoðaði Royal County Down þegar ég sótti aðalfund evrópskra golfvallaarkitekta í vor. Þar hitti ég fyrir ákaflega indælan mann, Martin Rooney, sem var þá nýlega orðinn 95 ára.

Það aftraði honum þó ekki frá því að smeygja golfpokanum á öxlina og rölta sinn reglulega hring á besta golfvelli heims samkvæmt Golf Digest. Eftir því sem fleiri tækninýjungar koma fram sem ætlað er að spara kylfingum sporin, þá minnir Martin Rooney okkur á hversu heilnæmt það er að leika golf á tveimur jafnfljótum. Sá eiginleiki er kjölfesta golfleiksins og hefur verið um aldir.

- 95 ára með golfpokann á öxlinni á besta golfvelli heims

Gangan er kjölfesta golfleiksins

26 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 27: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Þú færð golfkortið og nestið hjá okkur á leiðinni á völlinn

Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is

Sex daga vikunnar, bera um 600 starfsmenn okkar út

dagblöð, tímarit, fjölpóst, eða markpóst, inn á 80.000

heimili. Fyrir fyrirtæki sem vilja koma skilaboðum á

framfæri erum við í lykilhlutverki.

VIÐ LÁTUMÞAÐ BERAST

„Mér finnst notalegt að fara ein í kyrrðinni á kvöldin og njóta náttúrunnar þegar ég leik kvöldgolfið,“ segir Dóra María Lárusdóttir sem er betur þekkt sem knattspyrnukona úr Val og íslenska landsliðinu. Dóra er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og er með 20,8 í forgjöf. Hún hefur leikið golf frá 12 ára aldri en golfáhuginn er mikill í fjölskyldu hennar.

„Pabbi var og er duglegur að drífa mig með á golfvöllinn. Það er mikill áhugi á golfi í fjölskyldunni og það hafði áhrif á að ég fékk áhuga á golfi. Auk þess fylgdist ég mikið með mági mínum, Ólafi Má Sigurðssyni, þegar hann keppti í golfi hér á árum áður og ég held að það hafi einnig haft áhrif á að áhuginn var til staðar.“

Eins og hjá mörgum kylfingum sækist Dóra María í útivistina og náttúruna þegar hún ákveður að fara í golf. Sumarið 1997 fór Dóra María á golfnámskeið á Korpúlfsstaðavöll þar sem hún hafði meiri áhuga á að mæta í stígvélum og leita að boltum í Korpunni en golfinu sjálfu.

„Í minningunni höfðum við krakkarnir mun meiri áhuga á að mæta í stígvélum og keppast um að finna sem flesta bolta út um allt á vellinum eða í Korpuánni, frekar en að æfa okkur í íþróttinni. Ég á kannski ekki að segja frá því en ég gleymi mér reyndar enn þann dag í dag við að þefa uppi bolta úti á velli,“ Dóra tók fótboltaskóna af hillunni nýverið og er byrjuð aftur að æfa af krafti með Val en hún sér samt sem áður fram á gott golfsumar. „Ég mun spila minna en áður þar sem ég „slysaðist“ aftur í fótboltann. Ég mun nýta hvert tækifæri sem

gefst til þess að spila golf og langar mikið að komast á 1­2 velli úti á landsbyggðinni. Markmið sumarsins er að missa ekki forgjöfina mikið upp. Ég mun setja mér háleit markmið þegar ég segi skilið við fótboltann. Samt sem áður er ég í golfi til þess að njóta og hafa gaman.“ Hlíðavöllur í Mosfellsbæ er uppá­halds völlur Dóru Maríu en hún kann einnig vel við sig á Grafarholtsvelli. „Uppáhaldsholan er hins vegar sú sjöunda í Kiðjaberginu þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað þar lengi,“ sagði Dóra María Lárusdóttir.

– dóra maría lárusdóttir gleymir sér enn við að leita að boltum á golfvellinum

Sækist í kyrrðina í kvöldgolfinu

27GOLF.IS

Page 28: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Hjónin Atli Hilmarsson og Hildur Kristjana Arnardóttir eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni en þau hafa tekið íþróttina föstum tökum undanfarin tvö ár. Bæði eru þau með keppnisskap sem brýst fram af og til en helsta markmið þeirra með golfinu er að njóta útiverunnar, hlaða batteríin og fá hvíld frá amstri hversdagsins. Atli og Hildur voru nýbúin að leika nokkrar holur í Mýrinni hjá GKG þegar Golf á Íslandi hitti þau á æfingasvæði klúbbsins. Atli var lengi í fremstu röð handboltamanna á Íslandi og síðar sigursæll þjálfari og Hildur var einnig keppniskona í handbolta með Víkingi, Stjörnunni og Hameln í Þýskalandi. Atli segir að margir hafi reynt að ýta þeim af stað í golfinu á árum áður og þá sérstaklega fjölskylda hans sem átti sumarhús í Öndverðarnesi. Atli: Það var alltaf verið að reyna að koma okkur í golfið enda voru nánast allir í fjölskyldunni að leika golf. Við gáfum þessum tækifæri í nokkur skipti, á Jónsmessumótum og slíkum mótum. Samt náðum við aldrei að tengja við golfið. Hildur: Þetta var fyrir rúmlega 30 árum og ég hafði engan áhuga á þessu en Atli var með aðeins meiri áhuga. Hann fékk svo hálft golfsett þegar hann varð 35 ára og átti því kylfur en það varð aldrei neitt úr þessu hjá okkur. Árið 1997 fór Atli að þjálfa KA á Akureyri og þá reyndu þau hjónin á ný að byrja í golfi. Hildur: Við reyndum að fá krakkana okkar með í þetta, Arnór, Þorgerði Önnu og Davíð Örn. Arnór fékkst aðeins með í þetta og lék þónokkuð þegar hann var barn, en yngri börnin

voru ekki tilbúin. Ég var alveg til í að byrja á þessum tíma. Fór m.a. á námskeið en ég sá fljótt að ég hafði ekki tímann sem þurfti í þetta. Ég var farin að flýta mér mikið á 7. braut ef ég ætlaði að leika níu holur.Atli: Árið 2005 fluttum við suður á ný. Á þeim tíma fórum við á vornámskeið tvö ár í röð. Við gleymdum bara að fara í golf eftir þessi ágætu námskeið. Við fylgdum því ekkert eftir að fara út á völl. Ég veit ekki hvað það var, hvort við vorum eitthvað smeyk við þetta ­ ég veit það ekki.Það átti eftir að breytast og heimsókn Hildar til sonarins Arnórs og fjölskyldu hans í Saint­Raphaël í Frakklandi var vendipunkturinn. Hildur: Það sem varð til þess að ég fór af stað var heimsókn til Arnórs til Frakklands. Hann leikur sem atvinnumaður með handboltaliðinu Saint­Raphaël í Suður­Frakklandi. Þar voru tveir 18 holu vellir og einn 9 holu völlur. Ég þurfti aðeins að ganga í 10 mínútur út á völl og í einhver skipti varð ég ein eftir. Einn morguninn fór ég og spurði hvort það væri eitthvert námskeið sem ég gæti farið á. Það var eitt að byrja eftir hádegi þann dag og ég sló til. Þar var ég á fimm daga námskeiði og fannst þetta rosalega gaman. Í kjölfarið keypti ég mér sex góðar kylfur, þar

„Golfsamfélagið tekur vel á móti byrjendum“Gamla keppnis­skapið brýst fram í golfinu hjá hjónunum atla og Hildi

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Mitsubishi Outlander PHEV hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur og tvíorkutækninheldur betur sannað sig. Fjórhjóladri�nn gæðingur sem gengur bæði fyrir rafmagni ogbensíni svo að þú komist allra þinna leiða með góðri samvisku. Komdu og prófaðu!

RAFMAGN EÐA BENSÍN? ÞÚ VELUR

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER PHEV

FYRIR HUGSANDI FÓLK

Mitsubishi Outlander PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladri�nn frá:

6.590.000 kr.

28 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 29: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

sem ég hafði aldrei átt kylfur sjálf. Ég byrjaði aðeins þetta sumar en þetta var árið 2014. Við Atli gengum síðan í GKG árið 2015 og það má segja að það hafi verið ég sem dró Atla í golfið. Ég held að það sé enn þannig, ég á oftar frumkvæðið að því að fara í golf. Atli: Ég endurnýjaði golfsettið mitt líka eftir að Hildur fékk sér þessar fínu kylfur. Við gengum í klúbbinn og tókum þetta bara með trompi. Frá fyrsta hring höfum við alltaf skrifað niður skorið á öllum hringjum. Kannski var það ekki besta hugmynd í heimi enda skorið ekki alltaf að gleðja okkur.Atli náði um tíma að lækka sig aðeins í forgjöf en hann segist vera í hæstu hæðum á því sviði núna. Hildur segir að það sé eitt af markmiðum sumarsins að ná betri tökum á golfsveiflunni en hún tekur virkan þátt í kvennastarfi GKG og er komin í nefndarstörf á því sviði. Hildur: Útiveran og félagsskapurinn er það sem heillar mest við golfið. Það að auki gleymi ég öllu öðru um leið og ég byrja að spila golf. Ég fer stundum líka alein að spila og finnst það bara fínt. Atli: Keppnismaðurinn kemur upp í mér í golfinu, mér finnst gaman að berjast við sjálfan mig. Við Hildur getum spilað saman, enda erum við bæði jafngóð eða léleg. Hildur er fljót að leiðrétta Atla og segir: „Við erum bara jafngóð ­ er það ekki?”

uMBuRðALynDI OG þOLInMæðIAtli og Hildur segja að vel hafi verið tekið á móti þeim í golfsamfélaginu þrátt fyrir að þau væru algjörir byrjendur. Atli: Það eru allir mjög þolinmóðir gagnvart okkur. Við skráum okkur

með bláókunnugu fólki í rástíma og það hefur ekki verið neitt vandamál. Ég er á því að kylfingar eru alveg sérstaklega umburðalynt fólk.Hildur: Við segjum alltaf frá því að við séum byrjendur. Mér finnst sjálfsagt að fólk viti að það er að fara að spila með byrjendum, það eru kannski ekki allir sem nenna því, það eru flestir sem segjast hafa verið byrjendur einhverntíma. Atli segir að hann sjái stundum eftir því að hafa ekki byrjað fyrr í golfinu ­ og ekki nýtt tækifærin sem eru til golfiðkunar á stöðum eins og í Frakklandi þar sem sonurinn hefur búið undanfarin ár. Hildur sér hins vegar ekki eftir neinu og er bara glöð að þau séu byrjuð í þessari frábæru íþrótt. Atli: Markmið sumarsins eru að reyna að komast eins oft út á völl og hægt er. Hildur: Hjá mér er markmiðið að reyna að ná tökum á golfsveiflunni. Allt annað er bara plús. Það væri reyndar gaman að lækka forgjöfina eitthvað. Eins og áður segir eru hjónin með keppnisskap og Atli segir að stundum eigi hann erfitt með að hemja sig. Atli: Gömlu félagarnir úr handbolta­landsliðinu, Kristján Arason, Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson, sögðu alltaf að þetta yrði ekkert mál fyrir mig því ég væri góðan grunn úr handboltanum. Ég hélt að þetta kæmi bara af sjálfu sér, þar sem ég hefði verið í handbolta. Ég var ekki lengi að átta mig á því að það er ekki þannig en við höfum bara gaman af þessu bæði tvö. Hildur: Það sem er gríðarlega jákvætt er að við getum verið saman í þessari íþrótt. Annars gengi þetta ekkert, samveran er stór partur af þessu líka.

*Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað.

SUMAR ÁKVARÐANIR MARKA NÝTT UPPHAF

Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign? Hjá flestum eru fyrstu fasteignakaupin stærsta fjárhagslega ákvörðun lífsins. Hjá Íslandsbanka færðu frítt greiðslumat, 100% afslátt af lántökugjaldi og allt að 2.000.000 kr. aukalán til kaupa á þínu fyrsta húsnæði.*

Kynntu þér möguleikana á islandsbanki.is og pantaðu tíma hjá húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi.

» 2.000.000 kr. viðbótarlán» Ekkert lántökugjald» Frítt greiðslumat

HÚSNÆÐISÞJÓNUSTA ÍSLANDSBANKA

2013 2014 2015

Viðbótarlán, ekkert lántöku­gjald og frítt greiðslumat við kaup á fyrstu fasteign

29GOLF.IS

Page 30: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

TILBOÐ FYRIR KLÚBBA OG FYRIRTÆKIPOLOBOLUR, PEYSA OG DERHÚFA, SÉRMERKT MEÐ ÞÍNU MERKI.

FJÖLDI LITA Í BOÐI

FYRIR KLÚBBA OG FYRIRTÆKI

15.990kr.ALLUR PAKKINN

ÞITT LOGO

HÉR

ÞITT LOGO

HÉR

ÞITT LOGO

HÉR

15.990kr.ALLUR PAKKINN

ÞITT LOGO

HÉR

ÞITT LOGO

HÉR

ÞITT LOGO

HÉR

FRÁ 9.990kr.BÆTTU VIÐ BUXUM

FRÁ 9.990kr.BÆTTU VIÐ SKÓM

Facebook “f ” Logo

RGB / .eps

Facebook “f ” Logo

RGB / .eps

VILLTU VINNA NÝJA NIKE DRIVERINN?

FYLGSTU MEÐ Á FACEBOOK!

SKANNAÐU KÓÐANN EÐA LEITAÐU AÐ

“NIKE GOLF Á ÍSLANDI”

PROXIMUS EHF. - [email protected]

ÞITT MERKIHÉR

Frá keppni á Öldungamótaröðinni 2015. Mynd/GR

Landssamtök eldri kylfinga, LEK, voru stofnuð þann 9. ágúst árið 1985. Starfsemi LEK hefur vaxið mikið frá stofnun en Íslandsmót eldri kylfinga fór fyrst fram árið 1984. Helsta verkefni LEK snýr að mótahaldi fyrir eldri kylfinga og er óhætt að segja að mótaröð eldri kylfinga sé gríðarlega vinsæl og fjöldi keppenda í hverju móti er mikill.

LEK er að hefja sitt 32. starfsár. Starfsemi LEK hefur farið vaxandi með árunum og sömuleiðis þátttaka í mótum á vegum þess. Ævintýraleg fjölgun hefur orðið á eldri kylfingum frá stofnun LEK árið 1985. Stofnárið munu hafa verið um 200 eldri kylfingar í öllum golfklúbbum lands­ins og er þá átt við karla 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri, en í dag er talan á sjöunda þúsund.Öldunga mótaröð LEK hefur tekið töluverðum breytingum á undan­

förnum árum. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldinu árið 2014 og er það mat þeirra sem best þekkja að breytingarnar hafi gert gott mótahald enn betra. Mótaskrá Landssamtaka eldri kylfinga fyrir árið 2016 er þétt og fjölbreytt að vanda. Öldunga mótaröðin var sett á lagg irnar sumarið 2014, þar sem hinn almenni kylfingur var settur í forgang. Á þessari mótaröð geta allir tekið þátt og er keppnis fyrir komulagið höggleikur og

stiga útreikn ingurinn með sama sniði og á Eimskips mótaröðinni.Markmiðið með breytingunni á Öldungamótaröðinni árið 2014 var að nálgast hinn almenna kylfing enn betur. Markmiðið er að ná til fleiri kylfinga en áður hvað mótahaldið varðar. Á Öldungamótaröðinni geta allir tekið þátt sem eru 50 ára og eldri

­ karlar og konur, áhugamenn og atvinnumenn. Keppt er um titilinn Öldungamótaraðarmeistari. Alls eru níu mót á Öldunga móta­röðinni og er Íslandsmót eldri kylfinga með í þeirri tölu.Það er ekki skilyrði að vera félagi í Landssambandi eldri kylfinga til þess að taka þátt á Öldungamótaröðinni en að sjálfsögðu óska forsvarsmenn

félagsins þess að sem flestir séu félagar í LEK. Íslandsmótið fer fram á Garðavelli á Akranesi 15. – 17. júlí. Samkvæmt hefðinni er mótið haldið á sama velli og Íslandsmótið í golfi á Eimskips­mótaröðinni fór fram árið áður. Alls verða mótin á Öldungamóta­röðinni níu talsins á þessu ári.

Mótaskrá LEk 2016– Þétt og fjölbreytt keppnisdagskrá

lEk­fréttir færast yfir á golf.isStjórn LEK samþykkti á stjórnarfundi 14. apríl sl. að nýta sér boð Golfsambands Íslands um að staðsetja heimasíðu LEK undir tengli sambandsins, golf.is.

Framvegis verða því allar upplýsingar og fréttir um starfsemi LEK settar inn á heimasíðu sambandsins í fréttadálknum LEK á golf.is. Gamla heimasíðan, lek.is, verður áfram virk, en ekki uppfærð.

30 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 31: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4

M3Ð 1 4SKR1FTTryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó.

Áskrift – ekkert rugl!

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M6

77

56

ÍSLENSK GETSPÁEngjavegi 6, 104 ReykjavíkSími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.

67 manns hafa setið í stjórn lEk

Frá því fyrsta stjórn LEK var kjörin árið 1985 í Borgarnesi hafa alls 67 manns setið í stjórn. Í þessum hópi eru 15 konur og 52 karlar. Mjög misjafnt er hvað stjórnarsetan hefur verið löng hjá hverjum og einum. Hér fara á eftir nöfn þeirra sem hvað lengst hafa setið í stjórn hjá samtökunum.

Helgi Daníelsson 15 ár, Jón Ólafur Jónsson 11 ár, Lucinda Grímsdóttir 10 ár, Sigurður Albertsson 10 ár, Inga Magnúsdóttir 10 ár, Edda Svavarsdóttir 7 ár, Ásgeir Nikulásson 7 ár, Ríkharður Pálsson 7 ár, Kolbrún Stefánsdóttir 6 ár, Alfreð Viktorsson 6 ár, Halldór Sigmundsson 6 ár, Sveinn Sveinsson 6 ár, Kristín Pálsdóttir 5 ár, Sveinn Snorrason 5 ár, Sverrir Einarsson 5 ár.

FORMEnn LEk FRÁ upphAFISveinn Snorrason (1985)

Sverrir Einarsson (1986-1988)

Hörður Guðmundsson (1989-1991)

Tómas Árnason (1992-1994)

Ásgeir Nikulásson (1995-1998)

Ríkharður Pálsson (2000-2001/2003-2006)

Garðar Eyland (2002)

Jón Ólafsson (2007-2008)

Lucinda Grímsdóttir (2008)

Henry Þór Gränz (2009-2012)

Guðjón Sveinsson (2013-2014)

Kolbrún Stefánsdóttir (2014)

konur án forgjafar: Þórdís Geirsdóttir, GK

með forgjöf: Þórdís Geirsdóttir, GK

karlar án forgjafar: Jón Haukur Guðlaugsson, GR.

karlar með forgjöf: Sigurður Aðalsteinsson, GÖ.

LAnDSLIð 2016konur 50 ára og eldriÞórdís Geirsdóttir, GK María Málfríður Guðnadóttir, GKGÁsgerður Sverrisdóttir, GRSteinunn Sæmundsdóttir, GRKristín Sigurbergsdóttir, GK Anna Snædís Sigmarsdóttir, GKkarlar 70 ára og eldriJóhann Peter Andersen, GK Guðlaugur R. Jóhannesson, GOGunnlaugur Ragnarsson, GKKristinn Jóhannsson, GRPétur Elíasson, GKHelgi Hólm, GSG

karlar 55 ára og eldrián forgjafarJón Haukur Guðlaugsson, GRHilmar Theódór Björgvinsson, GSGunnar Páll Þórisson, GKGSigurður Aðalsteinsson, GÖGauti Grétarsson, NKSæmundur Pálsson, GRmeð forgjöfGuðlaugur Kristjánsson, GKGJónas Tryggvason, GRHörður Sigurðsson, GRÁsbjörn Þ. Björgvinsson, GMHalldór Svanbergsson, GKGHelgi Svanberg Ingason, GKG

MóTASkRÁ LEk 2016

Mót Völlur Umsjón Fyrirkomulag

28. 05 Ping mótið/Öldungamótaröðin (1) Hvaleyrarvöllur GK Punktakeppni

29.05 Öldungamótaröðin (2) Strandarvöllur GHR Punktakeppni

05. 06 Öldungamótaröðin (3) Hólmsvöllur í Leiru GS Punktakeppni

18. 06 Öldungamótaröðin (4) Kiðjabergsvöllur GKB Punktakeppni

25.06 Öldungamótaröðin (5) Jaðarsvöllur GA Punktakeppni

26.06 Öldungamótaröðin (6) Jaðarsvöllur GA Punktakeppni

09.­16.07 Evrópumót 70 ára og eldri Château de la Tournette

Belgía Punktakeppni

15.­17.07 Íslandsmót eldri kylfinga (7) Garðavöllur Leynir Höggleikur

29.07­05.08

Evrópumót 55 ára og eldri Larvik/Vestfold Noregur

Höggleikur

12.08­14.08

Sveitakeppni eldri kylfinga 1. deild karla

Húsatóftavöllur GG Holukeppni

12.08­14.08

Sveitakeppni eldri kylfinga 2. og 3 deild karla

Kiðjabergsvöllur GKB Holukeppni

12.08­14.08

Sveitakeppni eldri kylfinga 1. og 2. deild kvenna

Öndverðarnesvöllur GÖ Holukeppni

20.08 Öldungamótaröðin (8) Garðavöllur Leynir Punktakeppni

30.08­5.09 Evrópumót golfklúbba eldri kvenna Sierra Golf Club Pólland Höggleikur/holukeppni

17. 09 Öldungamótaröðin (9) Grafarholtsvöllur GR Punktakeppni

18.09 Golfgleði LEK Leirdalsvöllur GKG Betri bolti

Stigameistarar öldungamóta-raðarinnar LEk 2015

Frá keppni á Öldungamótaröðinni 2015 í Vestmannaeyjum.

31GOLF.IS

Page 32: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Gull A4 Golfbla PRINT.pdf 1 4.5.2016 15:48

Það er mikilvægt fyrir alla kylfinga, á hvaða getustigi sem er, að huga að grundvallarþáttum golfíþróttarinnar með reglulegu millibili. Golf á Íslandi fékk Inga Rúnar Gíslason yfirþjálfara meistaraflokka Golfklúbbs Reykjavíkur til að rifja upp nokkur mikilvæg atriði.

Ingi Rúnar er menntaður PGA golfkennari og hefur m.a. starfað sem íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja og Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ.

Góð líkamsstaðaer lykilatriði golfsveiflunnar

Það er lykilatriði að líða vel og slaka á yfir boltanum. Bakið er beint og gættu þess að hnén séu ekki of bogin.

Mikilvægast er að líkamsþunginn sé í táberginu, ekki í hæl eða tá. Þannig fæst gott jafnvægi. Á þessari mynd er Ólafía Þórunn með þungann of mikið í hælunum.

líkamsstaða

Jafnvægi

32 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 33: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

10.000kr.Inneign fylgirKauptu Nike driver og aðra Nike kylfu og þú færð tíu þúsund króna inneign á Nike vörur.

10.000kr.Inneign fylgirKauptu Nike járnasett (7 kylfur) og þú færð tíu þúsund róna inneign á Nike vörur.

10%AFSLÁTTURAF VÖRU OG ÞJÓNUSTUÍ VERSLUN

S Í M I 5 6 5 1 4 0 2 W W W . G O L F B U D I N . I S

KOMDU MEÐ KYLFURNARYFIRFÖRUM, STYTTUM, LENGJUM, LÖGUM OG SKIPTUM UM GRIP.

Tilboð gilda út maí.

Aðalatriðið er að ná góðu jafnvægi í lokastöðunni - alltaf. Ef það tekst ekki þarf að sveifla hægar og komast þannig í góða lokastöðu, og fá betri tilfinningu fyrir góðri lokastöðu. Finndu þinn takt. Golf snýst um endurtekningu, ekki að slá langt.

lokastaðan

Margir kylfingar reyna að hafa vinstri höndina beina í aftursveiflunni. Það er erfitt að fá gott flæði í sveifluna ef kylfingurinn reynir að hafa vinstri höndina stífa eða beina. Betra er að vinstri handleggurinn sé ekki of boginn en samt ekki beinn - slappaðu bara aðeins af í hendinni.

Reyndu að fá kraft úr stuttri aftur sveiflu með því að klára framsveiflu. Löng aftursveifla skapar skekkju mörk. Ef kylfan ferðast of langt í aftursveiflunni eru meiri líkur á að við förum í ranga stöðu. Snúðu öxlunum og notaðu úlnliðina. Alltof margir snúa öxlunum of lítið og nota úlnliðina vitlaust.

33GOLF.IS

Page 34: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Kristín Anna Hassing byrjaði í golfi sumarið 2007 og frá þeim tíma hefur hún stundað íþróttina af krafti. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefur náð forgjöfinni niður í 16,7. Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, kveikti neistann hjá Kristínu sem starfar sem íþrótta- og smíðakennari.

„Ragnhildur kom til starfa í skól­anum hjá okkur og hún ákvað að sjálfsögðu að kynna golfið fyrir ungling unum. Þarna snerti ég golf­kylfur í fyrsta skipti og það var ekki aftur snúið. Ég fór og keypti mér þrjár ódýrar kylfur, PW, 9­járn og pútter. Og sumarkort hjá á Thorsvöllinn hjá GR. Þá hafði ég allt sem ég þurfti. Ég fjölgaði kylfunum smátt og smátt í pokanum og gekk í GKG fljótlega,“ segir Kristín en hún var frekar feimin við að leika golf með öðrum í fyrstu og fannst eins og hún væri fyrir þeim sem vanari væru. „Á öðru sumrinu mínu var golfið tekið með trompi og ég skráði 70 hringi. Flestir voru 9 holu hringir en 18 holu hringjunum fjölgaði jafnt og þétt. Uppskeran var eftir því og ég lækkaði forgjöfina úr 40 í 25.“ Kristín tók þátt í Meistaramóti GKG mjög fljótlega eftir að hún gekk í klúbbinn og hvetur hún alla sem eru að byrja í golfi að taka þátt í slíku móti. „Ég kunni lítið í golfreglunum og þegar boltinn stoppaði á holu­barminum í eitt skiptið þá spurði ég hvort þetta væri ekki gefið og tók upp boltann. Meðspilarnir horfðu á mig stórum augum og kalla varð til dómara þar sem engin af okkur vissi hvað nú ætti að gera. Mig minnir að ég hafi fengið tvö högg í víti og varð að leggja boltann niður þar sem hann lá og pútta honum niður. Eftir það hef ég lagt mig fram við að læra reglurnar.“ Kristín er innt eftir skemmtilegu atviki á golfferlinum. „Árið 2010 spilaði ég Garðavöll á Akranesi í fyrsta skipti. Ég var ein

á ferð og fór á æfingasvæðið og var ekki að hitta boltann vel. Ég hugsaði að það væri gott að ég væri ein. Þegar ég kom á teig þá voru þar þrír kylfingar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með foreldrum sínum en hún var að taka æfingahring fyrir eitthvert mót. Þetta var mér til happs því auk þess að fá þennan skemmtilega félagsskap þá fékk ég góð ráð um hvernig best væri að leika völlinn. Síðan fylgdist ég grannt með Ólafíu og reyndi að læra af henni og endaði með að spila minn besta hring á ferlinum. Eftir góðan tíma í GKG ákvað ég að færa mig yfir í GR fyrir tveimur árum. Þar skipti mestu máli að ég bý í Árbænum og því mun styttra að fara og þar sem ég spila nokkuð oft þá er fjölbreytnin meiri í GR með Korpuna og Grafarholtið.“Kristín segir að golfíþróttin heilli hana á alla vegu. „Ég er keppnismanneskja og finnst gaman að setja mér markmið og keppa bæði við sjálfa mig og aðra. Útiveran og náttúruupplifunin er yndisleg og félagsskapurinn skemmtilegur. Það er oft öðruvísi að spila við karlana því þeir eru alltaf til í keppni og þá spila ég oftast betur. Annars finnst mér líka mjög gaman að æfa mig enda skilar það sér fljótt á vellinum og upphitun fyrir hring er mér nauðsynleg til að komast í gírinn. Ég spila alltaf þegar veður leyfir en ég er ekkert að berjast um á vetrarvöllum. Vonandi tekst mér að bæta mig í sumar og markmiðið er að komast undir 13 í forgjöf og komast í öldungasveit GR,“ sagði Kristín Anna Hassing.

Ljósmynd: [email protected]

debet | kredit

Félagakerfidk viðskiptahugbúnaður býður upp á alhliða lausn fyrir hin ýmsu félagasamtök eins og stéttar- og íþróttafélög, góðgerðarsamtök og klúbba. Í félagakerfinu er einfalt að hafa umsjón með félags- mönnum, félagsgjöldum, launagreiðendum, styrkjum og sjóðum og öllu því tengdu.

Afgreiðslukerfidk POS afgreiðslukerfi er eitt öflugasta afgreiðslu- kerfið á markaðinum í dag. Með dk iPos er afgreiðslukerfið komið í hendina, fyrir iPod, iPad og iPhone. dkPos afgreiðslu-kerfið fyrir windows tölvur er með sérsniðnar lausnir t.d. tengingu við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.

dk POS | í áskrift

bókhald | í áskrift

dk hugbúnaður ehf Bæjarhálsi 1 | 110 ReykjavíkHafnarstræti 53 | 600 Akureyriwww.dk.is | 510 5800 | [email protected]

Kristín Anna Hassing var nokkuð kát með þetta högg. Mynd/Frosti

– óvæntur hringur með ólafíu Þórunni bætti golfið hjá kristínu Önnu Hassing

„Ég er keppnismanneskja“34 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 35: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

ENN BETRA VERÐ Á GOLFBOLTUMVinsældir Callaway golfboltanna hjá okkur síðustu árin eru vægast sagt ótrúlegar. Við bjóðum upp á Supersoft, Chrome Soft, Solaire og Warbird á góðu verði.

Við mælum líka með notuðum golfboltum, (vatnaboltar), því þar er hægt að gera frábær kaup á notuðum boltum í

mjög góðum gæðum. Dæmi um vinsæla vatnabolta:

Callaway Supersoft - 12 boltar á 2.950 krSrixon AD333 - 12 boltar á 2.950 kr

Titleist blanda - 12 boltar á 3.450 krTitleist ProV1 - 12 boltar á 5.950 kr

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

Stefán Jóhannesson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, kynntist golfíþróttinni ungur að árum þegar hann heimsótti frænda sinn í Svíþjóð. Stefán lagði töluvert á sig til þess að æfa golf þegar hann var yngri en líkt og margir aðrir þá tók hann sér langt hlé frá golfinu og byrjaði aftur fyrir um tveimur áratugum. Golf á Íslandi ræddi við Stefán og var hann fyrst beðinn um að draga saman golfsögu sína í stuttu máli.

„Ég byrjaði í golfi árið 1976 í Svíþjóð. Þar var ég í heimsókn hjá frænda mínum, Þorsteini Svörfuði, og hans fjölskyldu. Þau voru þá á fullu í golfinu og ég heillaðist af þessu þar. Gerði lítið annað í nokkrar vikur. Þegar heim kom vandaðist málið. Ég er alinn upp á Dalvík og á þessum tíma var enginn golfvöllur þar. Næsti völlur var í Ólafsfirði og úr varð að ég gekk í GÓ. Næstu sumur æfði ég nokkuð vel, svona miðað við aðstæður allavega. Pabbi keyrði mig oft á milli og þegar ég

fékk bílpróf tók ég við akstrinum sjálfur! Ég fór því ófáar ferðirnar fyrir Múlann og ekki alltaf við kjöraðstæður. Á þessum tíma gekk golfið mikið út á keppni, bæði á mótum og svo að ná forgjöfinni niður. Á menntaskólaárunum hvarf hins vegar áhuginn og kylfurnar fóru í geymsluna. Önnur áhugamál tóku yfir. Tuttugu árum síðar kviknaði svo áhuginn aftur, þá norður á Akureyri. Ég var félagi í GA um árabil eða þar til fjölskyldan flutti suður. Undanfarin ár hef ég svo verið félagi í GR.

Hvað er það sem heillar þig mest við golfið? Það er ýmislegt, útivera, góður félagsskapur, ásamt fleiri atriðum. Það besta er þó að komast aðeins frá hinu daglegu amstri og ná að gleyma sér um stund. Svo er þetta bara svo gaman!Eftirminnilegasta augnablikið úr golfinu hingað til hjá þér?Þau eru auðvitað fjölmörg í gegnum tíðina. Bæði hefur maður lent í ýmsu sjálfur og eins þeir sem spila með manni. Ég hef séð menn kasta

frá sér kylfunni og lenda svo í að leita að henni aftur í góða stund. Eftirminnilegasta augnablikið, sem tengist golfinu, er án efa afmælisgjöf frá konunni. Hún spilar ekki golf sjálf (ennþá) en gaf mér engu að síður golfferð til Spánar í afmælisgjöf. Ferðin var undirbúin með mikilli leynd og ég hafði ekki grun um hvað var í vændum. Mætti til vinnu einn morguninn og þegar leið að hádegi bað einn starfsmaðurinn (Þorsteinn Hallgrímsson) mig um að koma með sér í stuttan bíltúr. Við lögðum af stað og þegar við vorum komnir áleiðis í gegnum Hafnarfjörðinn spurði ég hverju sætti. „Jæja væni, þig grunar sem sagt ekkert?“ sagði Þorsteinn og ég svaraði neitandi, alveg grandalaus. „Líttu aftur í,“ sagði Þorsteinn. Ég gerði það og sá þá ferðatösku og golfsett. „Við erum á leið til Spánar,“ sagði Þorsteinn um leið og hann rétti mér vegabréfið. Við héldum svo áfram til Keflavíkur og enduðum á Spáni. Frábær ferð í alla staði. Ég hef alla tíð síðan dáðst að þessari skipulagningu hjá konunni

og þessari leynd því óhjákvæmilega var fjöldi fólks sem vissi af þessu. Hvaða golfvellir eru í uppáhaldi hjá þér á Íslandi og af hverju?Mér finnst Grafarholtið alltaf skemmtilegt – það er eitthvað við þann völl – einhver karakter sem gerir það að verkum að maður fær aldrei leið á honum. Völlurinn hjá Oddfellow er líka mjög skemmtilegur og yfirleitt í góðu standi. Fjölbreyttar holur og völlurinn refsar ef þú ert ekki á brautinni. Þannig á það að vera að mínu mati. Þá verð ég að nefna Jaðarsvöll líka, hann hefur kannski ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár en ég hef fulla trú á að hann verði mjög flottur í sumar.Uppáhaldsholan er?Par 3 holur eru almennt í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega vel hannaðar holur þar sem hægt er að velja um áhættu eða öryggi. Ég nefni Bergvíkina á Hólmsvelli í Leiru, þar sem ég fékk fugl þar á síðasta hring.

Óvissugolfferð frá konunni stendur upp úr Stefán Jóhannesson

kynntist golfinu í Svíþjóð 13 ára gamall árið 1976

Stefán Jóhannsson horfir á eftir boltanum. Mynd/seth@golf

Feðgar. Stefán Jóhannesson og Jóhannes Stefánsson á Plantio á

Alicante. Mynd/seth@golf

35GOLF.IS

Page 36: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

VANTAR PLÁSS Í SKÚRNUM FYRIR GOLFSETTIÐ?

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/GE

Y 79

661

05/1

6

WWW.GEYMSLA24.IS

Forgjöfin er alveg ljómandi góð, þakka þér fyrir,“ segir Jóhannes Finnur Halldórsson kylfingur úr Leyni á Akranesi en hann hefur leikið golf í fjölmörg ár og átt skemmtilegar stundir á golfvellinum. Þegar Jóhannes er inntur eftir því hvað heilli hann mest við golfið er hann fljótur að svara.

„Það er breiddin í aldrinum hjá þeim sem leika golf. Mér finnst gaman að hitta fólk á öllum aldri og keppa við frábæra kylfinga og minni frábæra kylfinga. Það sem einkennir golfið er félagsskapurinn við aðra kylfinga. Það kemur oft fyrir að maður skráir sig á rástíma og hittir þar fólk, sem maður hefur aldrei hitt áður og það verður vinir manns strax á fyrstu

holu. Ég upplifi jákvæðni í golfinu og andrúmsloftið er gott. Þar fyrir utan er golfið einnig einstaklega góð útivera og það er líka gott að við hjónin getum verið saman í þessu,“ segir Jóhannes en hann er giftur Guðbjörgu Gísladóttur. Jóhannes kynntist golfinu á síðustu öld þegar hann var nýfluttur á Akranes. „Ég keypti mér hálft notað golfsett sem var í hvítum strigapoka einhvern tímann á tímabilinu 1980 – 1983, þá nýfluttur á Akranes. Það var Reynir Þorsteinsson læknir sem kenndi mér fyrstu handtökin. Hann var góður kennari og skemmtilegur, en hafði enga þolinmæði. Þá bauð hann mér að horfa á kennslumyndband (sennilega VHS) í golfskálanum. Það var svolítið einkennilegt en margt þar sat í hausnum á mér og hjálpaði mér við framhaldið. Þá voru ýmsir félagar í Leyni, t.d. Dengsi og Sigvaldi á vellinum sem sögðu manni til. Það var mjög mikilvægt að fá slíkar leiðbeiningar. Það var allt á jákvæðu nótunum. Ég tók mér hlé frá golfinu í mörg, mörg ár. En við hjónin byrjuðum saman í golfi með því að fara í golfskóla til Spánar, þegar ég varð hálfrar aldar gamall.“ Jóhannes rifjaði upp skemmtileg atvik úr golfinu og þar stendur högg á hæsta tindi landsins upp úr. „Þegar ég gekk á Hvannadalshnjúk árið 2011 og vinur minn, Magnús Kristján Björnsson heitinn, var kylfuberi. Hann gekk með þessa einu kylfu sem ég tók með mér og ég sló þrjár kúlur, tvær út í buskann og eina

stutt á toppi fjallsins. Það er nú varla hægt að toppa það.“Það kemur ekki á óvart að Garða­völlur á Akranesi er í uppáhaldi hjá Jóhannesi en hann hreifst af völlunum á Vestfjörðum þegar hann heimsótti þá. „Garðavöllur er tvímælalaust minn uppáhaldsvöllur. Við fórum hjónin fyrir nokkrum árum í ferð um Vestfirði. Ákváðum að þræða alla golfvelli á fjörðunum. Við vorum mjög heppin með veður og það kom manni á óvart hvað vellirnir voru vel hirtir og skemmtilegir. Golfvöllurinn í Bolungarvík er eiginlega eini alvöru „links“ völlurinn á Íslandi. Ég legg til að vellirnir í Tungudal á Ísafirði og í Bolungarvík verði sameinaðir í einn 18 holu völl. Það yrði einstakt á heimsvísu. Að vísu mun það aldrei gerast. Blessuð sé hreppapólitíkin.Sú hola sem ég kem til með að hitta í upphafshögginu verður uppá halds holan hjá mér,“ bætir Jóhannes við en hann á eftir að slá draumahöggið og fara holu í höggi. „Mér finnst alltaf gaman að leika 6. holuna á Garðavelli, nema þegar upphafshöggið fer í vatnið, eða Tannabergið.“

höggin á hvannadalshnjúki standa upp úr Jóhannes finnur upplifir jákvæðni

og gott andrúmsloft í golfinu

nafn: Jóhannes Finnur Halldórssonaldur: 61 árs.klúbbur: Golfklúbburinn Leynir og einnig Golf­klúbburinn Auður, sem er eiginlega leyniklúbbur.forgjöf: 22,2

Jóhannes Finnur horfi hér á eftir boltanum á Plantio vellinum á Alicante. Mynd/seth@golf

36 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 37: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Í ár leggur eitt öflugt fyrirtæki til viðbótar lóð á vogarskálarnar. Vörður tryggingar kemur inn í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa stutt vel við bakið á íslenskum afrekskylfingum undanfarin ár. Vörður hefur verið einn aðalsamstarfsaðili Golfsambands Íslands síðastliðin ár, við útgáfu golfreglnanna og

Golfreglubókarinnar. Þá hefur félagið staðið að golfregluleik á netinu til að hvetja kylfinga að þjálfa og auka þekkingu sína á reglum golfsins. Það er því mikið gleðiefni að Vörður sé nú líka hluti af Forskoti afrekssjóði.Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair

Group. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.

Nánar má lesa um starfsemi sjóðsins á golf.is og forskot.com.

EFTIRTALDIR kyLFInGAR hAFA FEnGIð úThLuTAð úR FORSkOTI AFREkSSJóðI:

2012Birgir Leifur Hafþórsson, GKG

Tinna Jóhannsdóttir, GK

Stefán Már Stefánsson, GR

Ólafur Björn Loftsson, NK

Þórður Rafn Gissurarson, GR

2013Birgir Leifur Hafþórsson, GKG

Ólafur Björn Loftsson, NK

Þórður Rafn Gissurarson, GR

Axel Bóasson, GK

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

2014Birgir Leifur Hafþórsson, GKG

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL

Axel Bóasson, GK

Ólafur Björn Loftsson, NK

2015Birgir Leifur Hafþórsson, GKG

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL

Ólafur Björn Loftsson, GKG

Þórður Rafn Gissurarson, GR

2016Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG

Þórður Rafn Gissurarson, GR

Axel Bóasson, GK

um sjóðinnÞetta er í fimmta sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður um mitt ár 2012 og var í fyrsta sinn úthlutað úr sjóðnum þann 14. júní sama ár.

Markmiðið með stofnun Forskots afrekssjóðs árið 2012 var að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum. Sjóðurinn hefur frá upphafi beint sjónum sínum að fimm kylfingum á hverjum tíma og leitast við að auðvelda þeim að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi.Frá því að Forskot afrekssjóður var settur á laggirnar hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið enn meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum áfram inn á nýjar brautir.

Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun þessara styrkja. Ber þeim að leggja fram æfinga­ og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að hann virði reglur Íþrótta­ og Ólympíuhreyfingarinnar.Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þá til dáða.

úthlutun úr Forskoti,afrekssjóði kylfinga Í byrjun þessa árs var úthlutað úr forskoti, afrekssjóði kylfinga, og fá fimm atvinnu-kylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR) og Axel Bóasson úr (GK). Þetta er í fimmta sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Nú fær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hæsta styrkinn enda í fyrsta sinn sem sjóðurinn styrkir kylfing sem er með keppnisrétt í efstu deild atvinnumennsku í golfi.

Frá vinstri. Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra

Jónsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson. Á myndina vantar Þórð

Rafn Gissurason.

höggin á hvannadalshnjúki standa upp úr

37GOLF.IS

Page 38: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Way of Life!

dy

na

mo

re

yk

jav

ík

ALLGRIP 4WD skapar aksturseiginleika í sérflokki og gerir Suzuki Vitara S að alvöru jeppa þegar á reynir. Þú kemst alla leið!

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100

Suzuki einsetti sér að búa til bíl sem væri fremstur í sínum flokki. Bíl sem fólk gæti notið að eiga og aka. Það er óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til. Vitara S er flaggskipið í hópnum. Einstaklega fallegri hönnun bæði að innan og utan er fylgt eftir með mögnuðum aksturseiginleikum.

Vitara S er ákaflega tæknilega fullkominn bíll. Hann er meðhemlunaraðstoð sem aðvarar ökumann þegar hætta erá árekstri, einnig er bíllinn með hraðastillir með fjarlægðar skynjara sem gerir aksturinn þægilegri. Í bílnum er upplýsinga- og afþreyingarkerfi með Apple CarPlay og MirrorLink, auk fleiri tækninýjunga.

Vitara S kemur með nýrri og spennandi 1,4 lítra túrbóvél sem er mjög sparneytin og hefur fengið frábæra dóma. Bæði krafturinn og togið koma á óvart, hvort sem þú velur sjálfskiptan eða beinskiptan bíl.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

ÞENNANÞARFTU AÐ SJÁ!

SPORTLEGUR OG SPENNANDI

VITARA S

Hápunktur keppnistímabilsins á Eimskips­mótaröðinni í golfi 2016 verður á Jaðarsvelli 21. ­24. júlí þegar Íslandsmótið fer fram. Ágúst Jensson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar segir að undirbúningurinn fyrir mótið gangi vel. „Við ætlum að brydda upp á ýmsum nýjungum í tengslum við Íslandsmótið og munum við kynna þær fljótlega,“ segir Ágúst. Staðan á keppnisvellinum eftir veturinn er góð að sögn Ágústs. „Vorið hefur reyndar verið frekar kalt en græni liturinn er að taka yfir og þetta er allt saman á réttri leið með hækkandi hitastigi. Vallarstarfsmenn Jaðars leggja allt í verkefnið og völlurinn mun skarta sínu fegursta á Íslandsmótinu í golfi.“ Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Jaðarsvelli á undanförnum misserum. „Stærsta verkefnið er að ljúka við Klappir sem er nýja æfingaaðstaðan okkar. Það verður virkilega gaman að geta boðið upp á eina glæsilegustu æfingaaðstöðu landsins hér á svæðinu. Klúbbhúsið

hefur einnig verið tekið í gegn, nýtt gólfefni á veislusalnum og ýmsar breytingar gerðar á salnum. Í kjallaranum hefur allt verið tekið í gegn. Þar er nú fyrsta flokks búningsaðstaða fyrir gesti og keppendur.“ Ágúst er ánægður með hversu vel félagsmenn taka þátt í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið. „Það er virkilega góður andi hjá okkur hér fyrir norðan. Mikið sjálfboðaliðastarf unnið eins og sést á öllum þeim framkvæmdum sem við höfum verið í núna í vetur,“ sagði Ágúst en hann er í samningaviðræðum við veðurguðina sem að hans sögn lofa 20 stiga hita og hægri sunnanátt í Íslandsmótsvikunni.

„Lofa 20 stiga hita og hægri sunnanátt“

– Staðan á Jaðars­velli er góð og félags­menn undirbúa Íslandsmótið af krafti

Útsýnið af 7. teig á Jaðarsvelli er stórkostlegt en myndin er frá Íslandsmótinu í holukeppni 2015. Mynd/seth@golf

Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA

38 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 39: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Loftur Ingi Sveinsson byrjaði í golfi vorið 1973 á Akranesi en á þeim tíma var Jack Nicklaus stærsta nafnið í golfheiminum og Liverpool enskur meistari í fótbolta. Loftur náði góðum tökum á golfinu en stefnir á að bæta leik sinn í sumar og komast undir 6 í forgjöf. „Ég var í fótbolta líkt og aðrir strákar á sumrin en vorið 1973 kynntist ég golfinu. Það var mikill áhugi á golfi hjá strákunum í mínum árgangi. Ég fór með þeim að prófa og það var ekki aftur snúið. Það er sambland af mörgum þáttum sem ég sækist eftir í golfinu. Þar má nefna útiveru, hreyfingu, félagsskapinn, keppnina og maður er stöðugt að reyna að bæta sig.“Á löngum golfferli hefur margt minnisstætt gerst á golf hringjunum hjá Lofti. Hann rifjar upp eftir­minnilegt högg á Korpúlfs staðavelli. „Ég var eitt sinn að spila þriðju brautina á Korpunni sem er frekar löng par 3 hola. Ég „slæsaði“ boltann hressilega til hægri og hann stefndi út í miðja Korpuá og út af vellinum. Það var hins vegar mjög lítið vatn í ánni og klappirnar stóðu nokkuð upp úr. Boltinn lenti af krafti í einni klöppinni, skaust aftur inn á völlinn og endaði á miðri braut. Það var góð niðurstaða fyrir mig eftir lélegt högg.“Loftur er einn af mörgum sem æfir töluvert yfir vetrartímann á æfingasvæðinu en hann er félagi í GR. „Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort hægt sé að æfa. Ég byrja

að spila þegar GR­vellirnir opna og ég spila að jafnaði 2­4 sinnum í viku. Ég er í rúmlega 20 manna golfhóp, TFK, sem er með mótaröð yfir sumarið. Það er keppni um að komast í TFK­liðið sem leikur við Stullana í Ryderkeppninni. Ég tek einnig þátt í Meistaramóti GR annað hvert ár.“Markmið sumarsins hjá Lofti er að lækka forgjöfina, fækka „sprengjunum“ og bæta leik sinn. „Stefnan hjá mér er að komast niður í 6 í forgjöf í haust.“Að lokum var Loftur inntur eftir uppáhaldsholunni og uppáhalds­vellinum.„Önnur holan á Garðavelli á mínum gamla heimavelli á Akranesi hefur alltaf heillað mig. Hundslöpp til vinstri og vallarmörk báðum megin við brautina. Ég slæ upphafshöggið með blendingi og á þá um 100 metra eftir inn á flötina sem er í skógarrjóðri. Það er erfitt að gera upp á milli golfvalla. Ætli ég verði ekki að velja Kiðjaberg sem uppáhaldsvöllinn. Ég var í klúbbnum þar og varð tvívegis klúbbmeistari þegar völlurinn var níu holur. Ég er hrifnari af eldri hluta vallarins en stækkunin er samt sem áður góð,“ sagði Loftur Ingi Sveinsson.

GARÐAVÖLLUR18 HOLU GOLFVÖLLUR Í HJARTA AKRANES

• 18 holu golfvöllur• 6 holu æfingavöllur• Pútt- og vippsvæði

• Veitingasala og kaffihús• Æfingasvæði• Golfkennsla

Golfklúbburinn Leynir – Garðavöllur, pósthólf 9 300 Akranesi Skrifstofa - Rástímaskráning: 431-2711 – [email protected] - www.leynir.is

– Markmið sumarsins er að komast niður í 6 í forgjöf, segir Loftur Ingi Sveinsson

Þarf að fækka „sprengjunum“

Loftur Ingi Sveinsson slær hér á 12. teig í Korpunni. Mynd/Frosti

39GOLF.IS

Page 40: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Bíldshöfða 20 www.orninngolf.is [email protected] s: 577-2525

Þorsteinn Freyr Þorsteinsson er með rétt um 11 í forgjöf og félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann kynntist golfíþróttinni sem ungur maður þegar hann elti föður sinn í Grafarholtið þar sem golfkennarinn John Nolan lánaði honum afsagað 9-járn. Þorsteinn á enn eftir að upplifa draumahöggið en hann er, líkt og aðrir kylfingar, vongóður um að það takist einhvern tímann. „Ég byrjaði ekki af alvöru fyrr en upp úr 1990 en upphafið má rekja til föður míns sem tók mig með út á völl á sínum tíma. Það sem ég sækist mest eftir að fá út úr golfinu er keppnin við sjálfan mig og aðra, félagsskapurinn er frábær og útiveran. Þorsteinn rifjar upp skemmtilega golfsögu þar sem hann átti í höggi við Íslandsmeistarann frá árinu 1993. „Fyrir nokkrum árum var ég í holukeppni við afrekskylfinginn Þorstein Hallgrímsson í Grafarholtinu. Það var stíf austanátt og öskufall úr Eyjafjallajökli. Steini

lék á als oddi og átti fjórar holur eftir fyrri níu. Á 10. teig stóðum við með hvassa austanáttina í bakið og rétt sáum grilla í flaggið á flötinni gegnum öskumóðuna. Eftir að Steini sló fínt upphafshögg hafði ég engu að tapa, tók vel á því og náði mjög góðu höggi sem kom í ljós að var aðeins lengra en hans. Ég var ánægður með þessa byrjun á seinni níu. Ég hugsaði með mér að ég myndi snúa dæminu við og vinna næstu holur. Þessi vonarneisti slokknaði snarlega þegar Steini setti næsta högg í holu af um 60 metra færi og fékk örn. Hann vann leikinn örugglega. Þetta kennir

manni að keppa ekki við Eyjamann við þessar kjöraðstæður.“ Þorsteinn er í golffélagsskap í GR sem nefnist naloH og þar er keppt reglulega. „Ég er í félagsskap 20 eðal GR­inga og við spilum saman tvisvar sinnum í

viku. Þar fyrir utan spila ég við vini/vinnufélaga þegar tækifæri gefst.„Markmið sumarsins eru því að vinna græna jakkann í meistaramóti naloH og komast tryggilega niður fyrir 10 í forgjöf,“ sagði Þorsteinn Freyr.

– þorsteinn Freyr þorsteinsson á enn eftir að upplifa draumahöggið

Stefni á að vinna græna jakkann

mEðalfoRGJÖf kaRla oG kVEnna Meðalforgjöf karla er um 22 og meðalforgjöf kvenna er um 32. Meðalaldur karla sem skráðir eru í golfklúbba landsins er 47 ár og kvenna er 52 ár.

kylfingar með lægstu for gjöfina á Íslandi eru: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sexfaldur Íslandsmeistari og atvinnukylfingur er með +4,7 í forgjöf. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, tvöfaldur Íslands­meistari og atvinnukylfingur er ekki langt á eftir með +3,4 í forgjöf en hún er forgjafarlægsta

konan. Forgjafarlægstu karl­kylfingar landsins eru: Birgir Leifur +4,7, Haraldur Franklín Magnús, GR + 4,1 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, +4,1. Hjá konunum er Ólafía með lægstu forgjöfina og þar á eftir koma Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, +2,5, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, +1,3.

Kylfingar á flöt að undirbúa pútt. Mynd/GSÍ

Þorsteinn Freyr Þorsteinsson slær hér á 3. teig í Meistaramóti GR.

40 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 41: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Verðlaunagripurinn í karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba.

Kristín Helgadóttir og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

Mótið á sér rúmlega hálfrar aldar sögu en fyrst var keppt árið 1961 í karlaflokki og árið 1982 í kvenna­flokki. Í þessu móti keppa golf­klúbbar landsins sín á milli í holu keppni þar til einn klúbbur stendur uppi sem sigurvegari. Í dag eru fimm deildir í karlaflokki og tvær í kvennaflokki.Eins og greint var frá í leikreglum samkeppninnar var ákveðið að sá sem fyrstur kæmi með vinnings­nafnið hlyti verðlaunin. Kristín Helgadóttir Ísfeld, kylfingur úr GKG, fær heiðurinn af að eiga hugmyndina

að nýja nafninu, Íslandsmót golf­klúbba.Golfsamband Íslands þakkar öllum þeim sem tóku þátt og fagnar nýju glæsilegu nafni á þessu frábæra móti sem fram fer dagana 24.­26. júní n.k. 1. deild karla fer fram á Grafar­holtsvelli hjá Golfklúbbi Reykja­víkur og 1. deild kvenna fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR er sigursælasti klúbburinn í karlaflokki með 24 titla og einnig í kvennaflokki með 17 titla.

Íslandsmót golfklúbba– nýtt nafn á Sveitakeppni GSÍ

FJöLDI TITLA Í kARLAFLOkkI:Golfklúbbur Reykjavíkur (24)

Golfklúbburinn keilir (13)

Golfklúbbur akureyrar (8)

Golfklúbbur kópavogs og Garðabæjar (4)

Golfklúbbur Suðurnesja (3)

Golfklúbburinn kjölur (2)

Golfklúbbur mosfellsbæjar (1)

FJöLDI TITLA Í kVEnnAFLOkkI:Golfklúbbur Reykjavíkur (17)

Golfklúbburinn keilir (13)

Golfklúbburinn kjölur (3)

Golfklúbbur kópavogs og Garðabæjar (1)

Tæplega 200 tillögur bárust um nýtt nafn á á Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Íslandsmót golfklúbba varð fyrir valinu hjá dómnefnd í nafnasamkeppninni. Alls voru sex einstaklingar sem sendu inn tillögu að þessu glæsilega nafni.

41GOLF.IS

Page 42: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Stefán Þorleifssoner elsti kylfingur landsins

HVER Á SÉR FEGRAFÖÐURLAND

„...með fjöll og dal og bláan sand,með norðurljósa bjarmabandog björk og lind í hlíð? ”

Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is

Umhverfisvænprentsmiðja

100 ára afmælismót á dagskrá í sumar - leikur golf á hverjum degi ef færi gefst til

María Björg Sveinsdóttir slær hér úr glompu með tilþrifum. Mynd/seth@golf

Kraftur í– 60.000 Íslendingar léku golf á árinu 2015, segir Stefán Garðarsson

Page 43: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Stefán Þorleifsson er elsti kylfingur landsins en heiðursmaðurinn frá Neskaupstað fagnar 100 ára afmæli sínu þann 18. ágúst á þessu ári. Stefán er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og nýtir hann hvert tækifæri til þess að leika á hinum fallega Grænanesvelli.

Í samtali við Golf á Íslandi í apríl s.l. sagði Stefán að það væri góð tilfinning að fara inn í golf­sumarið 2016 þar sem 100 ára afmælið yrði hápunkturinn. Haldið verður upp á 100 ára afmælið laugar daginn 20. ágúst og afmælismót honum til heiðurs fer fram sunnudaginn 21. ágúst.

Stefán er heilsuhraustur enda hefur hann hreyft sig reglulega alla tíð, í ýmsum íþróttagreinum. Hann fer daglega í sund og reynir að leika golf eins oft og hægt er. „Það fer eftir veðri hversu oft ég fer í golf í hverri viku,“ segir Stefán þegar hann er inntur eftir því hvernig hinn hefðbundni golfdagur sé hjá honum. „Venjulega fer ég á hverjum degi upp á Grænanesvöll og þá oftast eftir hádegi því ég fer í sund á morgnana. Oftast spila ég einn 9 holu hring.Stolt okkar hér á Neskaupstað er Grænanesvöllurinn, bæði stað­setn ingin á honum og skipulag hans og ekki síst það hve vel hann hefur verið hirtur á undanförnum árum.Öll aðstaða á vellinum, bæði æfingaaðstaðan og golfskálinn, er til fyrirmyndar miðað við stærð golfklúbbsins.“„Keppnisskapið er enn til staðar, en það þýðir nú lítið að ætla sér að bæta leik sinn þegar maður er kominn á tíræðisaldur,“ segir Stefán. Hann tók þátt í tveimur mótum á síðasta ári en ætlar að láta eigið afmælismót, Stefánsmótið, duga á árinu 2016. Golf á Íslandi óskaði eftir heilræðum frá Stefáni fyrir aðra kylfinga sem

vilja feta í fótspor hans og leika golf á aldar afmælinu.„Ég hvet alla sem kynnst hafa þessari íþrótt að halda áfram að stunda hana á meðan heilsa og áhugi er

fyrir hendi. Í golfi er maður alltaf að keppa við sjálfan sig,“ sagði Stefán Þorleifsson, elsti kylfingur landsins sem gæti án efa leikið undir aldri í sumar.

Komdu í Vodafone ONE og njóttu ávinnings í hverju skrefi

VodafoneVið tengjum þig

vodafone.is

ONE Traveller passar þér vel í útlöndumFyrir 690 kr. daggjald færðu ótakmarkaðar mínútur og SMS, 500 MB gagnamagn á dag og getur notað 4G reiki í fjölda landa, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Vertu áhyggjulaus í snjallsímanum á ferðalögum þínum erlendis.

Frá árinu 1999 hefur kylfingum fjölgað gríðarlega mikið á Íslandi. Við höfum fengið ýmsar áhugaverðar staðreyndir í gegnum neyslu- og lífsstílskönnun sem Gallup framkvæmir reglulega. Frá árinu 1999 höfum við fylgst með golfáhuga Íslendinga í gegnum slíkar kannanir. Þar kemur margt áhugavert í ljós,“ segir Stefán Garðarsson, markaðsstjóri Golfsambands Íslands.

„Í þessari könnun kemur m.a. í ljós að tæplega 60.000 Íslendingar léku golf á árinu 2015. Þar af leika ríflega 30.000 manns golf fimm sinnum eða oftar. Þetta eru tölur sem gleðja okkur í golfhreyfingunni. Til samanburðar eru um 17.000 skráðir í golfklúbba landsins. Það er því gríðarlegur fjöldi sem er ekki í golfklúbb en leikur samt sem áður reglulega. Því má bæta við að golf er í sjötta sæti þegar kemur að hreyfingu og tómstundum hjá þeim sem taka þátt í þessum könnunum,“ segir Stefán.

Athygli vekur að konur eru mjög iðnar við að leika golf og fara oftar í golf en karlar, samkvæmt þessari könnun Gallup.

„Þegar rýnt er í hóp þeirra, sem leika að öllu jöfnu mjög oft, eru konur ofar en karlar á því sviði. Konur leika golf 9,5 sinnum í mánuði að meðaltali

en karlar 8,1 sinni í mánuði að meðaltali. Þessi staðreynd gæti að mínu mati verið skemmtilegt umræðuefni á góðu sumarkvöldi.“

Stefán Garðarsson

konunum

43GOLF.IS

Page 44: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Helga Óskarsdóttir sló fyrstu golfhöggin árið 1992 en hún byrjaði ekki af krafti fyrr en árið 2005. „Maðurinn minn og systir mín voru bæði í golfi og ég hafði því slegið einhverja bolta áður en ég byrjaði. Það tókst í annarri tilraun að byrja af alvöru í golfi. Það eru margir þættir sem ég sækist eftir í golfinu og það skemmir ekki fyrir að ganga vel. Félagsskapurinn og útiveran eru stærstu atriðin,“ segir Helga en hún er með 18 í forgjöf og er félagi í GR. „Að jafnaði spila ég 3­4 sinnum í viku á sumrin. Ég byrja líka snemma, er t.d. búin að fara nokkrum sinnum á Hellu bæði í mars og apríl. Stefnan er að spila mikið og víða á landinu í sumar.“ Helga hefur frá mörgu að segja þegar hún rifjar upp skemmtilegt atvik frá golfferlinum. Hún er í kvennahóp sem kalla sig Fjólurnar og þær leika alla miðvikudaga. „Við hittumst líka oft um helgar. Þá koma karlarnir okkar með og eru í einum ráshóp og við í öðrum. Það er mikið hlegið í þessum hóp, sérstaklega hjá okkur stelpunum. Ein af okkur átti dræver sem við hlæjum alltaf jafn mikið að. Ofan á hausnum á drævernum var dæld á stærð við golfbolta. Þegar þessi vinkona mín var að byrja í golfi tókst henni að snúa drævernum algjörlega öfugt fyrstu skiptin. Það var ekki nóg með að hún gerði þetta einu sinni

heldur stækkaði alltaf dældin því henni tókst að gera þetta í nokkur skipti. Hún var vinsamlegast beðin um að leggja þessum dræver því við gátum aldrei slegið á eftir henni vegna hláturs.“ Markmið sumarsins hjá Helgu er að lækka forgjöfina enn frekar. Uppáhaldsholan mín á Íslandi er 15. brautin í Grafarholtinu. Það er alltaf krefjandi að ná parinu þar. Sú 18. í Grafarholtinu er einnig skemmtileg. Þar náði ég erni með því að vippa ofan í í öðru höggi og það voru meira að segja áhorfendur sem sáu þetta högg,“ segir Helga en Grafarholtið er uppáhaldsvöllur hennar. „Ég spilaði reyndar í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum síðasta sumar í þvílíkri bongóblíðu með stórum hópi vina. „Það er frábær völlur í Eyjum. Ég stefni á að fara þangað aftur í sumar.“

Helga óskarsdóttir og fjólurnar hlæja mikið á golfvellinum

BÚLGARÍA THRACIAN CLIFFS

ÓLÝSANLEGUR GOLFVÖLLUR SEM ALLA KYLFINGA DREYMIR UM AÐ SPILA, EINFALDLEGA FULLKOMINN STAÐUR TIL AÐ SPILA GOLF OG NJÓTA LÍFSINS.

BÓKAÐU STRAXFlug, gisting með morgunverði og 5 kvöldmáltíðum, golf, golfbílar, golfkennslaog gleði.

www.icegolftravel.is

44 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 45: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Íslandsmótið í golfi í beinni á RÚV frá Akureyri Golfsamband Íslands og RÚV hafa endurnýjað samkomulag um fjölbreytta golfumfjöllun á RÚV á næsta golfsumri. Samningurinn er til tveggja ára og að venju verður hápunktur dagskrárinnar bein útsending frá Íslandsmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri 21.-24. júlí.

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, og Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, undirrituðu samkomulag þess efnis nýverið í höfuðstöðvum Golfsambandsins.

Líkt og í fyrrasumar verður RÚV með sérstaka þætti um golf­íþróttina, Golf á Íslandi. Hlynur Sigurðsson verður umsjónar­maður. Fjallað verður um golfíþróttina frá ýmsum hliðum í Golf á Íslandi, hinn almenna kylfing, afrekskylfinga og Eimskips­mótaröðina 2016.

„Við hjá Golfsambandi Íslands erum virkilega ánægð með áframhaldandi samstarf við RÚV. Með þessum samningi byggjum við ofan á það góða samstarf sem hefur verið á milli Golfsambands Íslands og RÚV undanfarin ár. Það verður af nægu að taka í sumar og golfáhugamenn um allt land geta fylgst vel með íþróttinni á RÚV,“ sagði Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

Bein útsending verður frá tveimur síðustu keppnisdögunum á Íslandsmótinu á Eimskipsmótaröðinni, 23. og 24. júlí. Gert er ráð fyrir þriggja tíma útsendingu að lágmarki frá báðum keppnisdögunum. Þetta verður í 19. skipti sem sýnt verður beint frá Íslandsmótinu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru.

„Golf á Íslandi er í sókn og mikið af ungum og efnilegum kylfingum að koma fram á sjónarsviðið sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Samstarf RÚV og GSÍ hefur verið gott á undan förnum árum. Það verður spennandi að sýna beint frá Íslands mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri í sumar og á Hvaleyrarvelli árið 2017 en þá verður 20 ára afmæli beinna sjónvarpsútsendinga frá Íslandsmótinu í golfi,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV.

Golfferðir haustið 2016 komnar í sölu

Flogið með Icelandair

Hlynur Sigurðsson umsjónarmaður þáttarins á RÚV.

„Þátturinn verður með svipuðu sniði og síðustu ár en þó gerum við ákveðnar breytingar milli ára," segir Hlynur Sigurðsson umsjónar­maður Golfsins á RÚV en þátturinn hefur göngu sína 30. maí næst­komandi. „Þetta leggst ljómandi vel í mig. Vellirnir virðast koma vel undan vetri og því útlit fyrir frábært golfsumar."

BARnA- og unglingA golf Í fókusAðspurður hvaða breytingar verði gerðar á þættinum segir Hlynur að meiri fókus verði settur á yngri kylfinga þetta árið. „Við erum svo heppin að mikil rækt hefur verið lögð við barna- og unglingagolfið síðustu ár innan klúbbanna og innan GSÍ. Við eigum ótrúlega efnilega kynslóð kylfinga sem ég fullyrði að eigi eftir að ná langt. Síðan munum við brydda upp á fleiri skemmtilegum

nýjunum auk þess sem fastir liðir eins og golfkennsla, golfreglur og uppáhaldshola verða á sínum stað. Hlynur hefur sjálfur stundað golf frá árinu 2000. „Ég spila oftast á kvöldin, það hentar vel inn í fjölskyldurútínuna. Það er oft lygnara á kvöldin og ekkert betra en að spila í stillu seint á kvöldin. Það er fátt sem hleður batteríin betur."

Fjölbreytt efnisval í

á RÚV golfinu

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, og Stefán Garðarsson, markaðsstjóri GSÍ

45GOLF.IS

Page 46: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Heiðar Helguson horfir á eftir boltanum á teig í Grafarholtinu

Heiðar Helguson, fyrrum landsliðframherji í knattspyrnu, og íþrótta-maður ársins 2011, er lipur kylfingur en hann er með 7,8 í forgjöf. Heiðar er félagi í GR og fór að fikta við golfíþróttina fyrir um 20 árum en hefur gefið sér meiri tíma í golfið á undanförnum árum. „Ég hef spilað nokkuð reglulega undanfarin tíu ár. Það er aðeins óljóst hvernig ég byrjaði í golfinu. Ég var eitthvað að leika mér með vinum mínum hér á Íslandi en

áhuginn fór vaxandi þegar ég flutti til Englands. Margir af liðsfélögum mínum með ensku liðunum voru í golfi og það varð til þess að ég fór að spila meira golf,“ segir

Heiðar en hann lék lengi í ensku úrvalsdeildinni með liðum á borð við Watford, Fulham, Bolton og QPR. Alls lék Heiðar 55 A­landsleiki fyrir Ísland og skoraði hann 12 mörk.

„Það er alveg svakalega gaman að spila golf í góðum félagsskap. Það er það sem ég sækist mest eftir í golfinu, að eiga góðan dag með góðu fólki á golfvellinum. Heiðar rifjar upp góða sögu af félaga sínum sem lenti í smá tjóni með rándýra golfgræju. „Það var eftirminnilegt þegar ég fór í golf með félagi mínum sem var nýbúinn að kaupa rosalega flotta rafmagnskerru. Hann var afar ánægðu með græjuna og var stoltur á fyrsta teig. Við slógum upphafshöggin og lögðum af stað en hann hafði ekki alveg lært hvernig átti að stjórna kerrunni. Hann réð ekkert við hana og kerran endaði úti í tjörn á fyrstu braut. Það tók góðan tíma að ná kerrunni og golfpokanum

upp úr tjörninni. Það var bara slegið eitt högg á þessum golfhring,“ segir Heiðar og gefur ekkert upp hver þessi ágæti maður er. Eins og áður segir er Heiðar í GR og leikur hann að mestu á heimavöllunum. „Ég tek þó nokkra hringi á öðrum völlum á hverju sumri. Ég spila eins mikið og veður leyfir og markmið sumarsins er að fara einn hring á parinu. Maður verður að hafa markmið.“ Það kemur ekki á óvart að uppáhalds völlur Heiðars er á Englandi. „St. Georges Hill í Weybridge á Englandi er í uppáhaldi hjá mér. Rosalegur völlur í fallegu umhverfi og klúbbhúsið er stórkostlegt,“ sagði Heiðar Helguson.

– Markakóngurinn heiðar helguson stefnir á hinn fullkomna hring

Svakalega gamanað spila golf

St. Georges Hill í Weybridge á Englandi er í uppáhaldi hjá mér. Rosalegur völlur í fallegu umhverfi og

klúbbhúsið er stórkostlegt

46 GOLF.IS - Golf á Íslandi

Page 47: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

Rétta kortiðfyrir kylfinginn

Vildarpunktar Icelandair af allri verslun

Félagamiði

Framúrskarandi ferðatryggingar

Flýtiinnritun

Saga Lounge og Priority Pass

Viðbótarfarangur

Aðild að Icelandair Golfers

Premium Icelandair American ExpressPremium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.

Séð yfir 13. flötina á Vestmanneyjavelli. Mynd/GSÍ

Golf Iceland eru samtök sem voru stofnuð vorið 2008. Flestir golfklúbbar landsins, sem eru með 18 holu velli, auk nokkurra 9 holu valla, eru aðilar að samtökunum ásamt Golfsambandi Íslands, Ferðamálastofu og nokkrum af stærstu ferðaþjónustuaðilum á Íslandi. Magnús Oddsson er framkvæmda­stjóri Golf Iceland. Meginverkefni samtakanna eru kynningar og markaðsmál. Magnús er með skrif­stofu aðstöðu hjá Golfsambandi Íslands. Í samtali við Golf á Íslandi segir Magnús að helstu verkefni Golf Iceland séu uppbygging og kynning á vefsíðunni golficeland.org„Vefsíðan golficeland.org er efst á blaði hjá Google­leitarvélinni þegar leitað er að golfi á Íslandi. Við notum ýmsar leiðir til þess að kynna það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þar má nefna að kynningar­myndbönd eru í öllum vélum Icelandair. Við erum einnig með beina kynningu gagnvart söluaðilum golfferða með sérstakri áherslu á Bretland, Norðurlöndin, meginland Evrópu og Bandaríkin,“ segir Magnús.Sérstaða Íslands er rauði þráðurinn þegar kemur að því að selja erlendum gestum þá hugmynd að hægt sé að leika golf á Íslandi. „Miðnæturgolfið ber þar hæst. Einnig er hægt að leika golf í náttúru legu umhverfi og hér á landi er golf skilgreint sem náttúrutengd afþreying. Fjölbreyttir vellir og fjöldi þeirra vekur einnig athygli gesta. Það er auðvelt aðgengi að golfvöllum sem

allir eru opnir almenningi og mikið framboð af völlum,“ bætir Magnús við. Á undanförnum árum hafa golf­klúbbar landsins safnað mikilvægum upplýsingum um fjölda heimsókna erlendra kylfinga.„Það er samt sem áður erfitt að meta árangur nákvæmlega en þó er vitað að veruleg aukning varð á árinu 2015 í heildina. Sem dæmi má nefna að hjá golfklúbbi sem hefur talið alla kylfinga nákvæmlega varð 58% aukning á þeim velli á tveggja ára tímabili. Alls 460 hringir leiknir af erlendum gestum árið 2015 og tekjur á bilinu 5­6 milljónir kr. fyrir þann golfklúbb. Samkvæmt könnun Ferðamálastofu má gera ráð fyrir að erlendir gestir hafi leikið 8000 golfhringi sumarið 2015. Þriðjungur þeirra leikur fimm sinnum eða oftar og því dreifist spilið á fleiri velli hjá gestunum.“ Að lokum var Magnús inntur eftir því hvers væri að vænta á golfsumrinu 2016?„Miðað við fyrirspurnir, beinar bókanir og fjölgun söluaðila er útlit fyrir góða aukningu á þessu ári. Við erum því bjartsýn á gott golfsumar 2016.“

Útlit fyrir góða aukningu á árinu 2016

– segir Magnús Odddsson framkvæmdastjóri Golf Iceland

47GOLF.IS

Page 48: Golf á Íslandi - 1. tbl. 2016

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

795

66 0

5/16

Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express®

+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

Golfsettið ferðast frítt!

Eins og allir kylfingar vita reynir golf bæði á hug og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega. Það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6-7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn. Hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál?1. Hjartaheill – Hreyfing kemur

blóðinu af stað. Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki minnka auk þess sem til mikils er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu er

hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn.

2. Örvar heilann – reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Clive Ballard, sem stýrir rannsóknum hjá Alzheimer‘s Society, segir: „Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Reglubundin hreyfing tryggir

gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemmri tíma.“

3. Aukakílóin burt – Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef leikið er golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknarniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og

Svíþjóð auk þarlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum.

4. Minnkar streitu – Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á.

5. Betri svefn – Hreyfing og ferskt loft stuðla að bættum svefni. Regluleg hreyfing getur hjálpað fólki að sofna fyrr og ná lengri tíma í djúpum svefni. Svefn liðkar fyrir endurheimt í vöðvum eftir áreynslu og meiðsli.

6. Lág slysatíðni – Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega ósléttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum.

7. Lengir lífið – Oft er talað um að hláturinn lengi lífið. Hið sama má segja um golf, ef marka má afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma

8. Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve ólíkar kröfur hver golfvöllur

gerir til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig.

Í júlí 2015 birtist grein í New York Times þar sem fjallað var um niðurstöður tveggja rannsókna sem heimfæra má auðveldlega yfir á golfiðkun. Þar kom fram að „ganga í almenningsgarði rói hugann og breyti um leið starfsemi heilans í átt til bættrar andlegrar heilsu“

Golfbílar eru ekki sjálfsaGðirNotkun golfbíla er útbreidd víða um heim og það getur því verið mjög auðvelt að stökkva um borð í einn slíkan, fremur en að ganga. Þótt golfbílar gegni vissulega ákveðnu hlutverki, m.a. til að gera golf aðgengilegt eldra fólki og öðrum sem glíma við fötlun eða veikindi. Kylfingar ættu að reyna eftir fremsta megni að segja nei við golfbílnum og leika golf á tveimur jafnfljótum, eins og það er og hefur alltaf verið stundað í sinni hreinustu mynd, og njóta þannig hins margþætta heilsufarslega ávinnings sem hér hefur verið nefndur.

Hvaða Hlutverki GeGna Hönnuðir í þáGu lýðHeilsu?Við sem hönnum golfvelli þurfum að halda vöku okkar og leita allra leiða til að draga úr þörf á golfbílum. Skylda okkar er að gera kylfingum eins auðvelt og kostur er að ganga vellina, því umrædd heilsufarsleg áhrif eru og verða líklega meðal þýðingarmestu eiginleika golfleiksins á komandi áratugum. Aukin áhersla á auðgengna velli er þannig mikilvæg til að tryggja að golfíþróttin hafi áfram þýðingarmiklu hlutverki að gegna í samfélaginu og geti um leið horft björtum augum til framtíðar.

Sjö heilsuágóðar golfleiksins

Kylfingar á ferð. Mynd/Frosti Eiðsson/GSÍ

Eftir Edwin Roald golfvalla hönnuð.

48 GOLF.IS - Golf á Íslandi