Top Banner
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 3. tbl. október 2012 19. árg. Kvöldvaka í Hraunbyrgi fimmtudaginn 11. október kl. 20 Vináttudagurinn 28. október Í Hafnarfirði St. Georgsgildið í Hafnarfirði og Skátafélagið Hraunbúar hafa tekið höndum saman og boða til sameiginlegrar kvöldvöku í Hraunbyrgi á fimmtudaginn kl. 20. Þær Dagbjört Lára og Sigrún Edvardsdóttir eru fulltrúar okkar í undirbúningi kvöldvökunnar og stefnt er að því að kitla skáta- og hláturs- taugarnar. Við fáum að upplifa skátavígslu, sjá myndbandsbrot frá félagsútilegu Hraunbúa, sjá gjörning í tengslum við Friðarþing BÍS, upplifa skemmtiatriði og síðast en ekki síst verða skáta- söngvar sungnir af fullum krafti. Ekki missa af þessum einstaka atburði! Takið frá 28. október kl. 14-17 því þá stendur St. Georgsgildið fyrir Vináttudegi St. Georgsgilda. Undirbúningur er í fullum gangi og fylgist með á heimasíðunni. Munið: http://stgildi.hraunbuar.is
4

Gildispósturinn október 212 - 3. tbl. 19. árg.

Mar 06, 2016

Download

Documents

Gildispósturinn október 212 - 3. tbl. 19. árg.
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Gildispósturinn október 212 - 3. tbl. 19. árg.

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði3. tbl. október 2012 19. árg.

Kvöldvaka í Hraunbyrgi fimmtudaginn 11. október kl. 20

Vináttudagurinn 28. október Í Hafnarfirði

St. Georgsgildið í Hafnarfirði og Skátafélagið Hraunbúar hafa tekið höndum saman og boða til sameiginlegrar kvöldvöku í Hraunbyrgi á fimmtudaginn kl. 20.

Þær Dagbjört Lára og Sigrún Ed vards dóttir eru fulltrúar okkar í und ir búningi kvöldvökunnar og stefnt er að því að kitla skáta- og hláturs-taugarnar.

Við fáum að upplifa skátavígslu, sjá myndbandsbrot frá félags útilegu Hraun búa, sjá gjörning í tengslum við Friðarþing BÍS, upplifa skemmti atriði og síðast en ekki síst verða skáta-söngvar sungnir af fullum krafti.

Ekki missa af þessum einstaka atburði!

Takið frá 28. október kl. 14-17 því þá stendur St. Georgsgildið fyrir Vináttudegi St. Georgsgilda. Undirbúningur er í fullum gangi og fylgist með á heimasíðunni.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is

Page 2: Gildispósturinn október 212 - 3. tbl. 19. árg.

Ágæti gildisskáti.Ég hef verið skáti í 47 ár og því í

stærsta hluta lífs míns. Fyrstu minn-ing arnar um skátastarf er heimsókn á Vormót á Höskuldarvöllum 1964 þar sem ég minnist félaga í okkar gildi sem þar voru í öflugu starfi. Því rann mér blóðið til skyldunnar þegar farið var þess á leit við mig að ég tæki við stöðu gildismeistara því ég vil svo gjarnan vera með í að tryggja að ungt fólk geti orðið skátar og fái að upplifa gott skátastarf. Í gegnum allt mitt skátastarf hef ég vitað af fullorðnu fólki, gömlum skátum og velunnurum sem alltaf var boðið og búið að aðstoða og tryggja að skátastarfið gæti blómstrað. Það er leiðarljósið sem mér finnst að starf eldri skáta eigi að hafa.

Hins vegar tel ég mikilvægast af öllu að við sem störfum í gildinu njótum þess að vera saman, syngja skátasöngva og hlæja saman. Það er svo margt hægt að gera en auðvitað hentar það sama ekki öllum. Því er mikilvægt að hafa fjölbreytt starf. Á fundinum á fimmtudaginn viljum við kalla eftir hugmyndum og að sjálfsögðu langar mig að viðra nokkrar hugmyndir.

Ég gekk um skóginn við skálann um daginn og sá hvað hægt er að gera með því að klippa trjágreinar af trjám svo auðveldara sé að fara um skóginn. Það

gæti verið skemmtileg kvöldstund eða hluti úr degi að hópast, jafnvel með yngri skátum og markvist klippa greinar og fella einhver tré. Eftir að við fórum gönguferð í kring um svæðið á gildisfundi fyrir skömmu, áttaði ég mig á því hversu stórt svæðið okkar er og hversu mikla möguleika það býður upp á.

Við þurfum hugmyndaríkt fólk til að koma með villtar hugmyndir um nýtingu svæðisins og taka í framhaldi ákvarðanir um framtíðarplön.Nýtt gildi

Eins og kynnt hefur verið á fundum er stefnt að því að stofna nýtt skátagildi í Hafnarfirði 14. febrúar nk. Fjölmargir áhugasamir ungir skátar hafa lýst yfir áhuga á að vera með og formlegur undirbúningur hefst á næstunni en Davíð Már Bjarnason hefur tekið að sér að leið undirbúninginn með góðri aðstoð okkar. Er mikill hugur í fólki og vonandi verður þetta mikil lyfti-stöng fyrir eldriskátastarf í Hafnarfirði. Þá verður líka stefnt að stofnun „Skáta-gildanna í Hafnarfirði“ regn-hlífarsamtaka skátagilda í Hafnarfirði sem bæði gildin munu standa að. Undir þessi samtök færi Skátalundur og landið og munu þá bæði gildin njóta og bera ábyrgð. Þetta fyrirkomu-

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is

Framtíðarsýn gildismeistaraAukið starf á styrkum grunni

Page 3: Gildispósturinn október 212 - 3. tbl. 19. árg.

Vináttudagurinn er í umsjón St. Georgsgildisins í Hafnarfirði í ár og verður hann haldinn sunnudaginn 28. október nk.

Dagskrá:Hraunbyrgi kl. 14•Söngur um vináttu•Vinátta í huga ungra skáta•Söngur•Vináttuboðskapurinn fluttur

•Heimsókn í Gallerí Múkka•Heimsókn í Annríki

•Kaffi og myndasýning í Hraunbyrgi (Dagskráin getur breyst)

lag gefur möguleika á stofn un og aðkomu fleiri og jafnvel lítilla gilda. Formlegar tillögur og fyrirkomu lag verður kynnt á gildisfundi og form lega afgreitt á aðalfundi í febrúar.

Það er gaman til þess að vita að þessir áhugasömu ungu skátar eru á svipuðum aldir og þeir skátar sem

stofnuðu St. Georgsgildið í Hafnarfirði á sínum tíma!

Að lokum hvet ég ykkur kæru gildisskátar að koma á fundi og vera virk í umræðunni og einnig að fylgjast með á heimasíðunni okkar.

Góða skátun!

VináttudagurinnÍ Hafnarfirði sunnudaginn 21. október

Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf.Hlátur við hlátri skyli höldar taka en lausung við lygi.

Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. - Hávamál

FélagsgjöldGreiðsluseðlar vegna árgjalds 2012-

2013 hafa verið sendir út og eru gildis félagar hvattir til að bregðast

fljótt við. Hjón munu fá eina rukkun kr. 5.000.

Hornstaur í landi Skátalundar!!

Page 4: Gildispósturinn október 212 - 3. tbl. 19. árg.

Fram

unda

n • Fimmtud. 11. okt. kl. 20 Sameiginleg kvöldvaka með Hraunbúum í Hraunbyrgi.

• Föstudaginn 19. okt. kl. 17 Stjórnarfundur.• Sunnudaginn 28. okt. kl. 14 Vináttudagur St. Georgsgildanna haldinn í

Hafnarfirði.• Laugardaginn 3. nóv. kl. 10 Haustfundur landsgildisstjórnar, gildis meist-

ara og varagildismeistara í Skátamiðstöðinni.• Fimmtudaginn 8. nóv. kl. 20 Sameiginlegur fudnur með Kópavogsgildinu.• Föstudaginn 16. nóv. kl. 17 Stjórnarfundur• Fimmtudaginn 22. nóv. kl. 20 Tæknifundur í Hraunbyrgi - Facebook,

Skype og snjallsímar.• Fimmtudaginn 29. nóv. kl. 20 Afhending friðarljóssins í Klaustrinu

Fylgist með á http://stgildi.hraunbuar.is

<<Nafn>> <<Nafn2>><<Heimili>> <<Postfang>>

Hópur gildisfélaga gekk um landið okkar við Hvaleyrarvatn og fylgdi útjöðrum landareignarinnar. Landið er orðið mjög gróskumikið og gefur mikla möguleika. Huga þarf að skipulagi landsins og því nauðsynlegt að hugmyndavinna fari af stað sem fyrst. — Hér bruðu menn sér út fyrir svæðið og komu við í „Riddaralautinni“, nokkuð austan við svæðið okkar.

St. Georgsgildið í HafnarfirðiStofnað 22. maí 1963