Top Banner
Valur Valsson nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi FRÍMÚRARINN Fréttabréf Frímúrarareglunnar á Íslandi 2. tölublað, 3 árgangur. Nóvember 2007
24

Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

Mar 13, 2016

Download

Documents

Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi - Newspaper Freemasonry in Iceland
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

Valur Valssonnýr stórmeistari

Frímúrarareglunnará Íslandi

FRÍMÚRARINNFréttabréf Frímúrarareglunnar á Íslandi 2. tölublað, 3 árgangur. Nóvember 2007

Page 2: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

2 FRÍMÚRARINN

Page 3: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 3

ÚtgefandiFrímúrarareglan á Íslandi

Skúlagötu 53-55,Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

RitstjóriSteinar J. Lúðvíksson (X),

[email protected]

RitstjórnEinar Einarsson R&K YAR (ábm.)

[email protected]örn Kristmundsson (X)

Guðbrandur Magnússon (IX)[email protected]

Steingrímur S. Ólafsson (VIII)[email protected]

AuglýsingarBjörn Kristmundsson (X)

Klapparhlíð 5,270 Mosfellsbær

Sími 553 3847/894 4353

NetfangGreinar sendist [email protected]

merktar Frímúrarinn

Prentun:Prentmet Suðurlands, Selfossi.

Efni greina í blaðinu eru skoðanir höfunda og þurfaekki að vera í samræmi við

skoðanir Reglunnar.Höfundar efnis framselja

birtingarétt efnisins til útgefanda.Ritstjórn áskilur sér rétt tilað ritstýra aðsendu efni.

ForsíðumyndNýkjörinn stórmeistari Frímúrarareglunnar

á Íslandi, Valur Valsson.(Ljósmyndari: Jón Svavarsson)

,,Markmið Reglunnarer að göfga og bæta

mannlífið.Reglan vill efla góðvild

og drengskapmeð öllum mönnumog auka bróðurþelþeirra á meðal.“

Eins og flestum frímúrurum erkunnugt um fóru fram stórmeistara-skipti í reglunni 20. október sl. Sig-urður Örn Einarsson sem verið hafðistórmeistari reglunnar frá 6. febrúar1999 lét af embætti að eigin ósk ogvið tók Valur Valsson sem gegnthafði embætti HSM um nokkurra áraskeið. Í reglunni teljast það alltafmikil tíðindi þegar skipt er um æðstastjórnanda hennar og var svo einnigað þessu sinni. Það mátti glögglegasjá af þeim fjölda bræðra sem sóttuinnsetningarfund hins nýja SMR. Þarvar hann í senn boðinn velkominn tilþeirra mikilvægu starfa sem bíðahans og Sigurður Örn kvaddur oghonum þakkað einstaklega farsæltstarf í þágu Frímúrarareglunnar.

Það hefur verið gæfa Frímúrara-reglunnar bæði í hinu innra starfihennar og einnig út á við að æðstustjórnendur hennar hafa allt frá upp-hafi verið bræður sem hafa notiðtrausts og álits. Fyrsti SMR varherra Sveinn Björnsson, síðar forsetiÍslands en hann gegndi embættinu áárinum 1951-1952. Aðrir er gegnthafa embættinu eru Ólafur Lárusson,herra Ásgeir Ásgeirsson, ValdimarStefánsson, Ásgeir Magnússon, Víg-lundur Möller, Gunnar J. Möller, Ind-riði Pálsson og Sigurður Örn Einars-son. Er Valur Valsson því tíundiSMR reglunnar.

Starf æðsta stjórnanda reglunnar,SMR, er vandasamt. Frímúrararegl-an er fjölmennur félagsskapur semstarfar um land allt, frímúrarabræð-ur eru þverskurður íslensks þjóðfé-lags. Þótt höfuðmarkmið frímúr-arastarfsins sé langt frá því að veraleyndarmál byggir hið félagslegafundastarf þó á ævafornum siðum oghefðum sem aðeins félagar vita hvereru. Það er ekki sjálfgefið að þeir semlítið vita um regluna eða hafa ekkifyrir því að kynna sér markmið henn-ar hafi til hennar jákvæð viðhorf,enda sýnir sagan víða um lönd aðvíða hafa menn haft horn í síðu henn-ar og þess hefur verið freistað aðgera hana tortyggilega. Þar hafagengið hvað harðast fram veraldlegirog geistlegir valdamenn sem töldureglustarfið líklega ógna veldi sínu.

Frá fyrstu tíð hefur Frímúrara-reglan á Íslandi verið blessunarlegalaus við fordóma og tortryggni þjóð-félagsins. Áður fyrr þegar meirileynd hvíldi yfir reglustarfinu varþað þó ekki sjálfsagt að svo væri. Enmeð störfum sínum og framkomu íþví sem við frímúrarar köllum „hin-um ytra heimi” áunnu frímúrarar sértraust og var það ekki síst að þakkaþeim mönnum sem völdust til hinnarfélagslegu forystu reglunnar. Með al-úð og eindrægni í störfum sínumsýndu þeir og sönnuðu fyrir hinumefagjörnu að ekkert illt gæti hlotist affrímúrarareglunni – þvert á móti aðþar væri um að ræða uppbyggileganfélagsskap, ekki aðeins fyrir bræð-urna heldur og fyrir allt þjóðfélagið.

Frímúrarinn vill nota þetta tæki-færi til þess að koma á framfæriþökkum bræðranna til fráfarandiSMR, Sigurðar Arnar Einarsson.Hann hefur, allt frá því hann tók viðembættinu, leitt frímúrarastarfið afmikilli farsæld og notið trausts, virð-ingar og vinsælda bræðranna. Hannlagði alla sína embættistíð miklaáherslu á að hlú að grasrótarstarfinuí reglunni, bæði með heimsóknumsínum í allar stúkur landsins og upp-byggingu fræðslu og kennslu í frí-múrarafræðum í reglunni. Út á viðmótaði Sigurður Örn þá stefnu aðkynna regluna og opna almenningisýn á meginmarkmið reglustarfsins.Það hefur m.a. verið gert með „opnuhúsi” í höfuðstöðvum reglunnar, upp-setningu heimasíðu Reglunnar á Net-inu og með útgáfu fréttablaðsins Frí-múrarinn. Er ekkert vafamál að fjöldifólks sem ella hefði lítið haft af regl-unni að segja hefur kynnst starfihennar og fengið á henni áhuga. Þaðhefur m.a. komið fram í mikilli aðsóknað hinum mörgu stúkum reglunnar.

Jafnhliða sem Sigurði Erni erufærðar þakkir bjóða bræðurnir hinnnýja SMR, Val Valsson, velkominn tilstarfa. Br. Valur hefur starfað í frí-múrarareglunni í rúmlega þrjátíu árog gegnt þar mörgum trúnaðar- ogábyrgðarstörfum. Er honum beðiðblessunar í þeim veigamiklu störfumsem nú taka við hjá honum.

Steinar J. Lúðvíksson

StórmeistaraskiptiFRÍMÚRARINN

Page 4: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

4 FRÍMÚRARINN

Laugardaginn 23. júní 2007 hittust Yfirarkitektar Ís-lands, Svíþjóðar og Noregs, ásamt ritstjórum Frímúr-arablaða sömu landa á árlegum fundi sínum sem að þessusinni var haldinn á Akureyri. Dönsku fulltrúarnir af-boðuðu sig.

Fundurinn var haldinn nyrðra til að hægt væri að bjóðaerlendu gestunum til að vera viðstaddir Jónsmessufund-inn á Akureyri og er óhætt að segja að þeir hafi veriðánægðir með það sem fyrir augu og eyru þeirra bar oglýstu þeir allir mikilli ánægju með fundinn og hrifningu afhúsinu, móttökum bræðranna og síðast en ekki síst nær-veru SMR.

Fljótlega kom í ljós að fyrir fundinum lágu fjölmörgmál sem skipta miklu máli fyrir framgang norræns sam-starfs á sviði fræðslu- og útgáfumála. Höfundarréttarmál,heimasíður og útgáfa Frímúrarablaðanna á Norðurlönd-unum vorur fyrirferðarmikil á fundinum en ekki síðurbirting og varðveisla fræðsluerinda en mikill misbresturvirðist vera á hvaða kerfi er notað til þeirra mála.

Netmál, bæði innri og ytri, voru jafnframt til umræðuog þá var opnað á umræðu um skjalasafn Reglnanna og

hvort efni sem þar væri eða þangað kæmi væri skannaðog sett á stafrænt form.

Í lok Akureyrarfundarins buðu Norðmenn til næstafundar Yfirarkitekta og ritstjóra Frímúrarablaðanna ogverður hann haldinn í Tromsö í Noregi síðustu helgina ímaí 2008.

Yfirarkitektar og ritstjórarFrímúrarablaðanna á Norðurlöndunum funda

Frá vinstri: Paul B. Hansen, Skv.R., Ulf Gustavsen, varaoddviti fræðaráðs frá Noregi, Kjell Mazetti, ritstjórisænska Frímúrarablaðsins, Einar Einarsson, YAR,Karl Jens Holmen, YAR frá Noregi, Sigurður Örn Ein-arsson, SMR, Lars von Knorring, YAR frá Svíþjóð, TerjeHelsingeng, ritstjóri norska Frímúrarablaðsins, Stein-grímur S. Ólafsson, ritstjórn Frímúrarablaðsins.

Page 5: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 5

Fæddur 1. júní 1928,dáinn 18. maí 2007

Með sárumtrega kveðj-um við þenn-an öðling semvar öllumhjartfólginn.Hann komsterkt inn í lífmitt á haust-dögum 1980og var þar síð-an. Fyrst sem

vinur og fyrirmynd og seinna einnigsem læknir og ráðgjafi fjölskylduminnar á ótal vegu. Aldrei bar þarskugga á og aldrei varð okkur sund-urorða hvað þá meir.

Það var haft á orði í fjölskyldunniað allir ættu að eiga jafn góðan vin oglækni sem Ólafur var. Væri þáheilsufar og andleg líðan í landinumiklu betri.

Ég er svo heppinn að hafa átt hannað nánum vini og samstarfsmanni íFrímúrarareglunni um áratuga skeiðog sé nú á eftir þessum mínum ást-kæra félaga og fræðara en ég hefverið hans sporgöngumaður frá

fyrstu tíð þar.Eins og áður hefur komið fram var

Ólafur frímúrari og naut þar mikilstrausts og virðingar enda kallaður tilstarfa í Æðstu stjórn reglunnar þarsem hann starfaði um árabil.

Frímúrarareglan á Íslandi sendirættmennum Ólafs og vinum öllumdýpstu samúðarkveðjur og minnistlátins liðsmanns með söknuði, virð-ingu og þakklæti.

Pétur K. Esrason

Ólafur Ingibjörnsson - in memoriam

Fæddur 22. ágúst 1916,dáinn 4. júní 2007

Við Jón A.Skúlason hitt-umst fyrst tilsamstarfs ínóvember1978 viðstofnun nýrr-ar félagsdeild-ar Frímúrara-reglunnar áÍslandi íKeflavík ogsvo sem mérstóð sú athöfn

nærri hjarta mátti vel finna það áJóni að hann kunni starfanum einnigmjög vel, einmitt í Keflavík og kunniþar að sjálfsögðu æði vel skil mannaog málefna.

Jón kom þar sem endranær framaf þeirri hógværð og yfirvegun, sem

mér fannst ætíð síðan í kynnum okk-ar vera aðalsmerki hans auk nota-legrar og góðgjarnrar kímni þess semkann góð skil mannlegra samskipta,en getur jafnvel við hátíðleg og/eðaalvarleg atvik kallað fram þægilegaglaðværð svo sem til að brjóta upp ástundum nokkuð þyngra yfirbragðlíðandi stundar.

Jón var í daglegu lífi maður hlað-inn störfum og miklum trúnaði bæðisem opinber starfsmaður viðamikilsembættis sem og annarra starfa semhonum í krafti menntunnar sinnarvar fyrir trúað.

Í stjórn Frímúrarareglunnar á Ís-landi sat hann sex ár eða allt til hannlét þar af starfi við aldursmörk emb-ættismanna Reglunnar.

Þar áður mörg ár sem embættis-maður Landsstúkunnar og enn fyrrritari stjórnarinnar og þakkar núRegla hans enn mikilsverð störf hansá hennar vegum og vottar aðstand-endum hans samúð.

Vegna samveru okkar og sam-starfs í stjórn Reglunnar áttum viðJón A. Skúlason oft á tíðum ýmisssamskipti og vorum af því tilefnistundum sessunautar við fundar- eðaveisluborð og minnist ég margraslíkra ánægjustunda og skrafs umheima og geima enda var Jón fróðurbæði um lönd og þjóðir og kunnieinnig frá margri skondinni sögu aðsegja og skil breytilegra og mismun-andi siða og venja frá margvíslegumstöðum.

Skiptumst við stundum á upplýs-ingum og athugunum þessu tengt ogvantaði þegar svo bar við sjaldnastumræðuefni.

Við reglubræður Jóns A. Skúla-sonar söknum nú bróður í stað ogvottum honum við leiðarlok virðinguokkar og þökk og konu hans InguGröndal og ástvinum hans öllumsamúð og hluttekningu.

Einar Birnir

Jón A. Skúlason - in memoriam

Frímúrarar!Munið minningarkort bræðranefndar.

Hægt er að panta kort á heimasíðu Frímúrarareglunnar.www.frmr.is

Page 6: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

Nýr stórmeistari tekur við

Laugardaginn 20. októb-er sl. urðu stórmeist-araskipti í Frímúrara-

reglunni. Sigurður Örn Einars-son lét af embætti en við tókValur Valsson. Mikill fjöldibræðra lagði leið sína í Frí-múrarahúsið og var viðstaddurathöfnina og tók þátt í borð-haldi að henni lokinni. Frímúr-arinn bregður hér uppnokkrum svipmyndum fráþessum merkisdegi.

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar: Valur Valsson lyftir glasi og skálar við bræður undir borðum en svo sem sjá má var sal-urinn þéttskipaður og hátíðarblær yfir öllu.

R&K sem voru viðstaddir stólmeistaraskiptin. Fremsta röð f.v.: Þórir Stephensen,Þorsteinn Sv. Stefánsson, Allan Vagn Magnússon, Indriði Pálsson, fyrrverandiSMR, Valur Valsson SMR, Sigurður Örn Einarsson, fráfarandi SMR, Einar Einars-son og Örn Bárður Jónsson. Miðröð f.v: Guðmundur Ó. Þorsteinsson, Einar Birnir,Pétur K. Esrason, Jón H. Bergs, Jón Birgir Jónsson, Skúli Ágústsson og BengtBjarnason. Efsta röð f.v.: Úlfar Guðmundsson, Skúli Lýðsson, Ólafur Ágúst Ólafs-son, Eiríkur P. Sveinsson, Hallgrímur Skaptason , Gunnlaugur Claessen, Aðal-steinn V. Júlíusson, Jón Sigurðsson, Júlíus Egilson, Sigurður Kr. Sigurðsson, Haf-steinn Hafsteinsson og Þórður Óskarsson. Ljósmyndir tók Jón Svavarsson

Page 7: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 7

Góðir gestir komu til fundarins fráNorðurlöndunum og Englandi. Fremriröð f.v: Anders Fahlman, SMR sænskuReglunnar, Hans Martin Jepsen, SMRdönsku reglunnar, Valur Valsson, SM,Ivar Anstein, Skar SMR norsku regl-unnar, Kurt Österberg SMR 33°of theAncient and Accepted Rite for Finnland,Ragnar Tollefsen, DSM norsku reglunn-ar og fulltrúi Íslands við hana. Aftariröð f.v: Steen Havsted-Hansen, St.Sm.dönsku reglunnar, Olav Lyngset, HSMnorsku reglunnar, Börge Calusen, fyrrv.SMR dönsku Reglunnar, Indriði Páls-son fyrrverandi SMR, Sigurður ÖrnEinarsson, fráfarandi SMR, Alan Eng-lefield, Grand Chancellor UGLE og KarlEric-Erikson, IVR sænsku reglunnar.

Þrír kunnir bræður með heiðursmerki Reglunnar: Örn Jóhannsson, GunnlaugurKarlsson og Hörður Þórarinsson.

Stólmeistarar og stjórnandi bræður semvoru viðstaddir: F.v.: Jónas Þ. Jóhanns-son (Vöku), Pétur A. Maack (Hlín), Vil-hjálmur Halldórsson (Sindra) HalldórGuðbjarnason (Eddu), Allan VagnMagnússon HSM, Eiríkur Greipsson(Njálu), Ólafur Ásgeirsson (Rún), Ind-riði Pálsson fyrrverandi SMR, Hall-grímur Skaptason (Stuartstúkunni Ak-ureyri), Már Sveinbjörnsson (Hamri),Valur Valsson SMR, Örn Grétasson(Röðli), Guðmundur Kr. Tómasson(Fjölni), Ólafur Johnson (Nirði), Sig-urður Örn Einarsson fráfarandi SMR,Bergur Jónsson (Gimli), Hannes Guð-mundsson, varameistari Heklu), Gunn-ar Ólafsson (Akri), Steinn G. Ólafsson(Helgafelli), Sveinn Jónsson (Mími),Úlfar Hauksson (Huld) og Jóhann Heið-ar Jóhannsson (Glitni).

Page 8: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.
Page 9: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 9

Sjötíu og fimm ára afmælishátíðRúnar var haldin á Akureyri laugar-daginn 15. september sl. Um 150bræður mættu til fundarins semhófst í stúkuhúsi Rúnar kl. 14.00. Þarvar m.a. hlýtt á hið talaða orð, ein-söng tveggja bræðra og þar fór framveiting heiðursmerkja Rúnar tilnokkurra bræðra o.fl. Á meðan bræð-urnir voru á fundinum var óvissuferðfyrir systurnar og var góður rómurgerður af henni. Við borðhald voruhaldnar ræður, gefnar afmælisgjafirog sungið. Það var st.m. Rúnar: Ólaf-ur Ásgeirsson sem stjórnaði fundi ogborðhaldi. SMR, Sigurður Örn Ein-arsson, mætti á fundinn en það komfram í máli Ólafs að þetta var fimmtaheimsókn SMR til Akureyrar á einuári og þriðja heimsóknin til Rúnar ásama tíma. Var honum þökkuð frá-bær tryggð við Rúnarbræður og

starfið á Akureyri. Um kvöldið varsvo öllum boðið á skemmtun og dans-leik í stúkuhúsinu og þangað komu

hátt í tvö hundruð manns ogskemmtu sér hið besta við söng ogdans fram eftir nóttu.

75 ára afmæl-ishátíð Rúnar

Einar Einarsson YAR Frímúrarareglunnar, sr. Gunnlaugur Garðarsson ogEinar Thorlacius á 75 ára afmælishátíð Rúnar á Akureyri.

Page 10: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

10 FRÍMÚRARINN

Page 11: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 11

Árið 1946 gekk mætur maður, Sigurjón Jóhanns-son í Regluna. Alla sína tíð tók hann mikinn þátt ístarfi hennar og sýndi okkar félagsskap einstakanhlýhug og fórnfýsi. Hann starfaði með okkur allt framá tíræðisaldurinn, en hann lést árið 1994, þá 96 áragamall. Engin venjulegur frímúrari hér á ferð endaeinlægur maður, falslaus og hvers manns hugljúfi.Eitt sinn þegar Sigurjón var hér á fundi, þá orðin velfullorðinn, leið yfir hann og var því fluttur út í sjúkra-börum. Var eftir honum haft, að hefði hann mátt fá aðráða þá hefði hann kosið að yfirgefa þetta jarðlíf íRegluheimilinu.

Það eru margir br. sem muna eftir Sigurjóni hér áfundum og þá sérstaklega í biðherbergi einu ónefndu.Hann hlaut heiðursmerki Reglunnar árið 1982.

Sigurjón Jóhannsson fæddist í Flatey á Breiðarfirði árið 1898, en var ætt-aður úr Svefneyjum. Hann ólst upp í Flatey, síðar fluttist hann til Reykjavík-ur og nam vélsmíði. Hann var lengi vélstjóri í sænska frystihúsinu sem Reyk-víkingar sem komnir eru yfir miðjan aldur þekkja vel til, ennfremur var hanntil sjós á Sambandskipunum lengi vel. Til gamans má geta þess að synir hansþrír eru allir frímúrarar og einnig tveir sonarsynir, Árni og Sigurjón Jóhanns-synir. Sigurjón var mikill hagleiksmaður og lék allt í höndunum á honum, ogþað er ekki á neinn hallað hér innan dyra þótt segja megi að hann hafi veriðfremstur meðal jafningja í þeim efnum.

Jón Þór Hannesson, Minjavörður Reglunnar

Trú, von og kærleikur

Sigurjón Jóhannsson gaf stúkunnisinni, St.Jóh.st. Eddu, þennan ein-staka kertastjaka, sem hann smíðaðiúr látúni og eir. Samskonar kerta-stjaka er að finna í kirkjunni í Flat-ey. Í Regluheimilinu í Reykjavík erumargir munir og gripir sem Sigur-jón hefur farið höndum um og lagtgjörva hönd á. En Sigurjón var ekkivið eina fjölina felldur í handverk-inu, hann málaði, saumaði ogbróderaði ef svo bar við.

Kertastjaki og veldisstafurá hrafntinnu með hornmáti oghringfara. Merktur Br. Guido Bern-höft fyrrv. St.Sm Reglunnar.Fallegur og persónulegur gripur.

Br. Sigurjón Jóhannsson alnafni Sigurjóns og barnabarn, held-ur hér á sverði sem afi hans smíðaði og gafhonum. Á innfelldu myndinni má sjá tákniná sverðinu fyrir trú, von og kærleika.

Frá Minjasafni Reglunnar

Sigurjón Jóhanns-son

Page 12: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

12 FRÍMÚRARINN

Eins og flestir bræður í Reglunnivita hefur starfsemi Stjórnstofu, enþó sérstaklega Aðalskrifstofu vaxiðumtalsvert á undanförnum árum.

Þetta hefur haft í för með sér auk-ið álag á starfsmenn auk þess semhúsnæðið fyrir starfsemina hefursmám saman orðið of þröngt ogóhentugt. Jafnframt var vinnuað-staðan á allan hátt komin úr takt viðþað starf, sem þar fer fram.

Þótt starfsemi Aðalskrifstofu ogStjórnstofu fari fram á sama stað,þ.e. á skrifstofunni í Regluheimilinu íReykjavík, er munurinn á Stjórn-stofu og Aðalskrifstofu sá, að umStjórnstofu fara allar ákvarðanir t.d.skipunarbréf, tilskipanir, fulltrúabréfog erlend samskipti, en á Aðalskrif-stofu, sem er þjónustustofa fyrirRegluna, fer fram gagnasöfnun ogdreifing gagna, upplýsingar, bókhald,uppgjör og ýmis útgáfustarfsemi, t.d.á félagatali Reglunnar og stúkna.

Veturinn 2005-2006 var unnið aðundirbúningi að breytingu og stækk-un á húsnæðinu.

Aðalsteinn V. Júlíusson vannteikningar af verðandi húsnæði, þarsem íbúð húsvarðar var bætt viðþessi tvö herbergi sem skrifstofanvar áður í. Vorið 2006 var hafisthanda um breytingarnar, sem lokiðvar við um haustið. Inngangur í nýjuskrifstofuna er nú að austan, þ.e.sami inngangur og áður var í íbúðhúsvarðar.

Jafnframt þessum breytingum ogstækkun á húsnæðinu, var allt sím-kerfi Regluheimilisins endurnýjað,sem og tölvutengingar og lagnir umallt húsið. Þá var sett upp sér örygg-iskerfi fyrir skrifstofuna.

Húsnæði skrifstofunnar er núrúmgott og bjart og myndir úrMyndasafni Reglunnar skreyta vegg-ina.

Hinn 1. mars s.l. lét Þórður Ósk-arsson af störfum, sem skrifstofu-stjóri eftir 16 ára starf. Ég vil hérmeð þakka honum fyrir allt hansmikla starf. Við starfi Þórðar tókÞorsteinn Eggertsson, sem verið hef-ur skrifstofumaður hér síðan í maí

2001. Auk þess voru, 1. nóvember2006, ráðnir tveir nýjir starfsmennþau Margrét Guðmundsdóttir, gjald-keri og fulltrúi og Valdimar Tómas-son, bókhaldari í hálfu starfi. Þannigeru launaðir starfsmenn skrifstofunn-ar nú þrír.

Auk þeirra hefur Gísli Marteins-son séð um færslur í félagatal ogskjalavörslu og Jón Friðsteinssonhefur séð um færslu spjaldskrár.Loks má nefna útgáfustarfsemi ávegum Stúkuráðs og Fræðaráðs, enEinar Birnir hefur um árabil unniðfyrir Stúkuráð, að uppfærslu ogbreytingum á siðabálkum. Hann hef-ur látið af störfum og eru honumþökkuð hans góðu störf gegnum árin.

Einar Einarsson, oddviti Fræð-aráðs hefur nú umsjón með útgáfu-starfseminni fyrir Stúkuráð ogStyrktarráð, en Þórður Óskarssonhefur áfram aðstöðu sem Stórritariog Innsiglisvörður hefur þar einnigaðstöðu.

Þorsteinn Sv. Stefánsson, IVR

Breytt og endurnýjuð skrifstofa í Regluheimilinu í Reykjavík

Starfsfólk á Aðalskrifstofu Frímúrarareglunnar í Reykjavík. Fremst er Margrét Guðmundsdóttir, í aftari röð f.v.Einar Einarsson, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Valdimar Tómasson, Þorsteinn Eggertsson, Jón Friðsteinsson, GísliMarteinsson.

Page 13: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 13

Í byrjun vetrarstarfs Reglunnar2004 var skipaður hópur til að vinnaað tillögum um endurbætur á Regl-uheimilinu utanhúss. Í hópinn völd-ust Halldór Guðmundsson, EinarBjarndal Jónsson, Jens Sandholt, Sig-urður Kr. Sigurðsson og undirritað-ur.

Fyrsti undirbúningsfundur varhaldinn í nóvember. Þá hófst ná-kvæm skoðun á húsunum og í fram-haldi voru lagðar fram tillögur um aðklæða bæði húsin með flísum og ein-angrun, endurgera þök, laga múrverkvið innganga, endurnýja glugga,neyðarútganga og hurðir svo eitt-hvað sé talið upp.

Þá var hafist handa að teikna allarútfærslur og breytingar, gera verk-fræðivinnu og að lokum lá fyrir ná-kvæm verklýsing ásamt kostnaðar-áætlun. Þegar verkefnið hafði veriðsamþykkt af SMR var verkið boðið útí apríl 2006 og tilboð opnuð 5. maí.

Verksamningur var síðan und-irritaður 1. júní við Virki ehf. oghófst vinna í ágúst.

Verklok voru áætluð í október, enþegar þetta er skrifað er aðeins eftirað ljúka við mósaík í ramma efst áhúsinu.

Endurbætur á Regluheimilinu

Verkið hefur í alla staði gengiðmjög vel og nánast hnökralaust. Þvíber að þakka einstaklega vel undir-búinni verklýsingu og mjög sam-vinnufúsum verktaka.

Þá er einnig vert að geta þess aðverkið er í samræmi við upphaflegakostnaðaráætlun.

Ég vil að lokum þakka nefndar-mönnum fyrir frábærlega vel unninog óeigingjörn störf og ekki síst verk-takanum, Vilberg Þór Jónssyni, oghans starfsmönnum.

Örn Jóhannsson Y.Kv.

Frá undirskrift verksamningsins. Á myndinni eru: Fremri röð f.v.: Sigurð-ur Örn Einarsson, Vilberg Þór Jónsson, Örn Jóhannsson. Aftari röð f.v.Einar Bjarndal Jónsson, Jens Sandholt og Halldór Guðmundsson.

Page 14: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.
Page 15: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 15

Bróðir WolfgangVínarborg

Um mitt ár 1781 sagði Wolf-gang sig úr þjónustu hins háakirkjufursta Colleredo í

Salzburg og flutti til Vínarborgar tilað starfa sem tónskáld. Viðskilnaðurhans við Colleredo var ekki átakalausog hafði í för með sér, að hrokafullurkirkjuaðallinn hafnaði honum. Aust-urríska kirkjan bar því ekki gæfu tilþess að njóta tónlistar hans. Eins áttihann mjög erfitt uppdráttar hjá aust-urrísku hirðinni og fékk ekki það velborgaða fasta stöðu að það gerði hon-um kleift að lifa mannsæmandi lífi.

Fígaró

Árið 1786 bað Jósef II keisariWolfgang um að semja óperu. Hannvaldi að semja tónlist við handritLorenzos da Pontes (Emanuele Con-egliano 1749-1838) sem byggði áfranskri skáldsögu Le Mariage deFigaro eftir Pierre-Augustin Caronde Beaumarche (1732-99), en leikritsem byggt var á skáldsögunni varbannað í Austurríki vegna þeirrarandúðar sem þar kemur fram gagn-vart aðlinum. Þann 1. maí var því óp-eran „Brúðkaup Fígarós“ frumsýnd íVínarborg. Hugsanlega hefði Wolf-gang aldrei samið þessa óperu hefðihann ekki kynnst boðskap frímúrara-reglunnar, en með henni ögraði hann

nokkuð aðlinum og gaf tækifæri tiltortryggni. Í raun er það óskiljanlegthvernig þeim da Ponte og Wolfgangtókst að fá leyfi fyrir flutningi áþessu verki. Í bréfi til Nannerl syst-ur Wolfgangs í lok apríl kemur framótti föður þeirra um að andstæðingarWolfgangs muni gera allt sem þeirgeti til að níða niður verk hans, en íbréfi frá Wolfgang til föður síns segir

hann frá því, að á annarri sýninguhafi 5 sinum þurft að endurtaka atriðiúr óperunni og á þriðju sýningu hafi 7sinnum þurft að endurtaka atriði.Þetta gekk það langt að stjórn óperu-hússins lagði bann við endurtekning-um í sýningum óperunnar. Óperanvar sýnd alls níu sinnum þetta ár enþá tekin af dagskrá.

Frímúrarareglan

Hugmyndafræði frímúrareglunn-ar, bræðraþel, andi mannkærleikansog vinátta tók allan hug Wolfgangsog hann starfaði mjög ötullega. Hanneignaðist góða vini innan reglunnar.Einn af þeim var stúkubróðir hans,Anton Paul Stadler (1753-1812) semátti verulegan þátt í þróun klarín-ettsins. Það eru ófáar línur í verkumWolfgangs sem hann skrifaði beinlín-is fyrir þennan vin sinn og bróðurhans, Johann Nepomunk (1755-1804),en þeir voru báðir frábæri basset-horn- og klarínettuleikarar. FyrirAnton skrifaði Wolfgang árið 1789Klarínettenquintett K. 581 og eitt afsíðustu verkum hans er Klarínetten-konsertinn K. 622 sem hann lauk við ílok september og er ein fallegastatónsmíð hans. Þegar búið var gertupp eftir dauða Wolfgangs kom í ljósað Anton Stadler skuldaði honum 500gulden og líklega innheimtist það

eftir Smára ÓlasonII. hluti

Page 16: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

16 FRÍMÚRARINN

aldrei. Þær Konstansa og Sophie Hai-bel (1763-1846) systir hennar höfðuseinna meir ekki falleg orð um Antonog töldu, að hann hefði notað vinskapsinn við Wolfgang til þess eins aðhafa út úr honum peninga og drekkaá hans kostnað. Í bréfi árið 1800 segirKonstansa frá því, að Wolfgang ogStadler hafi ætlað að stofna nýja frí-múrarastúku með nafninu „Grotta,“en ekki liggja fyrir neinar aðrar upp-lýsingar um það.

Annar vinur Wolfgangs og reglu-bróðir var barón Gottfried vanSwieten (1733-1803), hollenskur dipl-omat í þjónustu austurríska ríkisins,en hann er einkum þekktur fyrirstuðning sinn við klassísk tónskáld,eins og Joseph Haydn, Wolfgang ogLudwig van Beethoven. Van Swietenvar einn af helstu stuðningsmönnumWolfgangs og kynnti fyrir honumtónlist þeirra Johanns SebastiansBach (1685-1750) og Georgs Frie-drichs Händel (1685-1759) sem hannhafði kynnst er hann dvaldist í Berl-ín. Framlag barónsins við að kynna

tónlist Bachs var svo mikilvægt aðJohann Nikolaus Forkel (1749-1818)tileinkaði honum fyrstu æfisöguBachs árið 1802. Í janúar 1793 stóðbaróninn fyrir flutningi á SálumessuWolfgangs til styrktar fjölskylduhans og hann greiddi fyrir skólahaldyngri sonarins (eftir gjaldþrotPuchbergs) allt til þess að Konstansagiftist aftur.

Karl von Lichnowsky (1761-1814)greifi var reglubróðir, vinur og nem-andi Wolfgangs og framan af mikillaðdándi hans. Lichnowsky fór meðWolfgang í síðustu stóru ferð hans tilPrag, Dresden og Leipzig árið 1789,þar sem hann kynntist betur tónlistJ.S. Bach og sagði þessi fleygu orð:„Loksins er eitthvað sem hægt er aðlæra af.“ Lichnowsky var einn afþeim sem að undirlagi van Swietenhöfðu gerst áskrifendur að sérstökumtónleikum sem Wolfgang hélt fyrirfrímúarabræður þar sem hann frum-flutti mörg verka sinna. Til að byrjameð fékk hann mjög vel greitt fyrir

þetta, en svo fór að aðeins einnáskrifandi var eftir á listanum; vanSwieten. Wolfgang virðist hafa reyntnokkuð mikið á þolrifin á Lichnowskyþví þann 9. nóvember 1791 kemurfram í réttarskjölum að gera skuli að-för að eigum Wolfgangs og helmingilauna hans hjá hirðinni þar sem hannhefði verið dæmdur til að greiðagreifanum með kostnaði rúmlega1.459 gulden. Greifinn var þekkturspilari og varð þess vegna nær gjald-þrota snemma á 19. öld, þannig aðgetum hefur verið leitt að því aðskuld Wolfgangs við hann hafi veriðspilaskuld. Við uppgjör á búi Wolf-gangs kom þessi skuld ekki framþannig að líklega hafa vinir hans ver-ið búnir að ganga frá henni fyrir eðaeftir dauða hans. Þetta mál var svorækilega þaggað niður að það varfyrst árið 1992 sem það kom fram ídagsljósið.

Lichnowsky varð einn helsti vel-gjörðarmaður Ludwigs van Beet-hoven (1770-1822), sem tileinkaðihonum allmörg verka sinna.

Page 17: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 17

Enn einn vinur Wolfgangs ogreglubróðir var Michael Puchberg(1741-1822) sem var efnaður vefnað-arkaupmaður. Hann gerðist frímúrarií stúkunni Zu den drei Adlern um1774 og gegnum störf þeirra í regl-unni kynntust þeir. Wolfgang sagðium Puchberg, að hann væri sannastiog raunbesti vinur sem hann ætti.Frá þrem síðustu árum Wolfgangseru til 21 bréf sem hann sendiPuchberg með beiðni um að lána sérfé. Hann lánaði Wolfgang alltaf fé, enalltaf minni upphæð en um var beðið.Bréf Wolfgangs til Puchbergs eru oftmjög átakanleg, sérstaklega um mittár 1791, hálfum mánuði áður enyngsti sonur hans fæddist, en þarsegir hann opinskátt frá þeim þrönguaðstæðum sem hann bjó við. Þráttfyrir það samdi Wolfgang sum af sín-um merkustu verkum í þrenginumsínum og svo virðist sem þeim munmeira veraldlegt mótlæti hann bjóvið hafi hann samið stórkostlegri tón-list sem er hátt hafin upp yfir alltveraldlegt amstur.

Puchberg tók að sér stjórn á dán-arbúi Wolfgangs eftir dauða hans.Talið er, að hann hafi verið búinn aðfá til baka um 1/3 hluta þess semWolfgang hafði fengið lánað hjá hon-um í gegnum árin, en hann lagði ekkifram kröfu í búið. Hann gerðist for-svarsmaður sona hans, Franz Xaver(1791-1844) sem seinna tók upp nafn-ið Wolfgang Amadeus (sonur) ogKarls Thomasar (1784-1858) og gekkþeim í föðurstað. Fyrir honum sjálf-um átti það að liggja að tapa aleig-unni í kjölfar stríðsátaka og árið 1801varð hann gjaldþrota.

Áætlað er að Wolfgang hafi á síð-ustu fjórum árum ævi sinnar fengiðum 11.000 gulden í tekjur og lán.Þann 7. desember 1787 veitti Jósef IIWolfgang stöðu sem „Kammer-Kompsositeur“ við hirðina og fékkhann fyrir það 800 gulden í árslaun.Fastar tekjur hans á þessu tímabilivoru því um 2.400 gulden á ári. Með-alkostnaður á þessum tíma fyrir fjöl-skyldu í Vínarborg var áætlaður um600 -1.000 gulden á ári þannig aðhann virðist hafa eytt miklu umframþað. Ferðalögin voru dýr, hann fórm.a. til Frankfurt am Main á eiginkostnað árið 1790 til að vera viðkrýningu Leopolds II sem keisara í

von um frekari frægð og frama enuppskar ekkert.

Í tilefni af krýningu Leopolds tilkonungs Tékklands þann 6. septemb-er 1791 fór Wolfgang til Prag ogfrumflutti á vígsludeginum óperusína „La Clemenza de Tito“ sempöntuð hafði verið af Ríkisleikhúsinuí Prag. Þó svo almenningur tækihenni vel geðjaðist konungsfjölskyld-unni ekki að henni og eiginkona Le-opolds, hin spænskættaða Marie Lou-ise, sagði að þetta væri „deutscheSchweinerei.“

Heimilishaldið var dýrt, með tvoþjóna, og Konstansa langdvölum íBaden sér til heilsubótar. Í einu bréfasinna frá þeim tíma sem allt lék ílyndi hafði Wolfgang sagt, að hannvildi eignast allt það sem væri gott,ekta og fallegt. Nannerl systir hanssagði í bréfi um hann árið 1792, aðhann hefði ekki vitað hvernig ætti aðfara með peninga þar sem hann hefði

verið alinn upp við það að faðir hanshefði séð um allt fyrir hann og að auð-velt hefði verið að hafa fé af honumþar sem hann hefði verið svo góð-hjartaður. Hann barst mikið á íklæðaburði og lifði hátt en var ekkióreglumaður. Uppáhald hans voruflóknar klukkur sem jafnvel sýndugang himintunglanna og ástríða hansvar að spila billiard. Fram hafa komiðgetgátur um að fjárhagsvandi hanshafi komið til vegna spilaskulda einsog áður sagði, en hann á að hafa veriðsólginn í spil sem nefnist Tarock.Hafi svo verið fór Konstansa með þaðleyndarmál með sér í gröfina. Ásama tíma og hann sjálfur var í fjár-þröng lánaði hann öðrum peninga ogkæmi eitthvað inn virtist það hafaverið fljótt að renna úr greipum hans.

Þekktasta mynd sem til er af Wolfgang var gerð af svila hans, Joseph Lange (1751-1831) sem var leikari og myndlistarmaður.Þessi mynd er ýmist talin hafa verið gerð 1783 eða 1789. Myndin,sem er ekki fullgerð sýnir Wolfgang sitja við hljóðæfæri, en vitað erað Konstönsu þótti þetta vera besta mynd sem til væri af honum.

Framhald í næsta blaði

Page 18: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

18 FRÍMÚRARINN

Page 19: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 19

Ísíðasta tölublaði Frímúrarans(1.tbl., 3. árg., 2007), birtist greinmeð heitinu: Siðareglur (Ritual),

hver þarfnast þeirra? Umfjöllun umsiði og siðareglur er öllum samfélög-um mikilvæg og því er ástæða til aðhalda áfram þeirri umræðu, semþarna var hafin og hnykkja ánokkrum atriðum. Rétt er þó aðminna á að leynd hefur ætíð hvílt yfirinnra starfi og fundarsiðum frímúr-ara, þannig að hér er aðeins hægt aðtæpa á nokkrum grundvallaratriðum.

Orð og hugtökMikilvægt er að notkun orða og

hugtaka í umræðunni um siði og siða-reglur sé þannig að ekki fari á millimála hvað við er átt. Orðið siður hef-ur verið notað á ýmsan hátt: 1. vani,venja, regla, 2. hegðun (góð, slæm), 3.siðferði (einstaklinga, hópa, þjóða) og4. trúarbrögð (kristinn siður). Sér-staklega mikilvægt er að gera annarsvegar skýran greinarmun á því, semekki byggist á siðferðilegu gildismatiog tilheyrir því sem best er að nefnavana og venjur, og hins vegar því,sem byggist á siðferðilegum gildumeða siðrænum mælikvarða (félagsleg-um, stéttarlegum, trúarlegum, laga-legum o.s.frv.) og fer vel á að nefnasiðareglur.

SiðareglurSiðareglur geta verið skrifaðar eða

óskrifaðar, en þær byggjast á gildis-mati og ákvörðunum um hvað sé rétteða rangt og hvað sé gott eða illt íframferði og hegðun manna eða fé-lagshópa. Siðareglurnar geta átt upp-runa í trúarboðskap, siðfræðikenn-ingum eða sáttmálum stétta, hópa,félaga eða samfélaga. Vel þekkt er aðfagstéttir eiga skriflegar siðareglur(blaðamenn, læknar, lögfræðingaro.s.frv). Þær einkennast gjarnan afmjög ákveðnu orðalagi (Lögfræðingiber að -, Læknir skal -, Blaðamannisæmir ekki að -) og eiga að vera með-limunum til leiðbeiningar um hvað sérétt hegðun og hvað röng. Oft minnasiðareglur einnig á að frelsi fylgirábyrgð og að réttindum fylgja skyld-ur. Meginatriði er þó að siðareglur

eru leikreglur samskipta manna í við-komandi samfélagi og að þær vísaveginn til þess sem er siðferðilegagott og rétt að gera. Andstætt gerirsá einstaklingur rangt (illt) í siðferði-legu tilliti, sem ekki fer eftir siðaregl-um sinnar stéttar eða síns félagshóps.

SiðvenjurÍ hópum manna tíðkast ýmsir siðir

í hegðun eða framgöngu manna semgeta í sjálfu sér verið góðir eða slæm-ir, en hafa lítið með siðferði að gera. Ísumum fjölskyldum er til dæmis vaniað faðmast og kyssast, en í öðrumfjölskyldum snerta menn ekki hverannan, þegar þeir hittast á förnumvegi. Erfitt er að halda því fram aðfaðmlögin séu siðferðilega réttari ensnertingarleysið. Siðaregla fjölskyld-unnar hlýtur fyrst og fremst að snú-ast um það að vel sé tekið á móti ætt-ingjum og að þeim sé fagnað af alhug.Mörkin milli siðvenju og siðareglueru auðvitað ekki alltaf skýr og oftaster það svo að innihaldið skiptir meiramáli en umbúðirnar. Það getur tildæmis verið hreinn vani eða siðvenjaað meðlimir í ákveðnum hópi eða fé-lagi heilsist með handabandi, en þéttog innilegt handtak getur líka veriðmerki þeirrar óskrifuðu siðareglu fé-lagsins að hver maður fagni öllum fé-lagsmönnum vel og láti þá finna aðsamhugur og sönn vinátta ríkir innanhópsins.

FundarsiðirUndirritaður er ekki sáttur við að

íslenska orðið siðareglur sé notað um

erlenda orðið ritual, að minnsta kostiekki í tengslum við fundastarf frí-múrara. Miklu nær er að nota orðiðfundarsiðir. Um einstaka fundarsiðifrímúrara er að sjálfsögðu ekki hægtað ræða á opnum vettvangi, en fyrr-nefnd grein snérist um það að bendafélagsmönnum á að fundarsiðir erumjög mikilvægir, þeir skapa rammaum starfið og eru mjög öflugt tæki tilað bera þann boðskap sem Reglan villflytja meðlimunum. Þess vegna ermjög mikilvægt að einstakir bræðurgeri sér far um að skilja hver er boð-skapur þess sem fram fer og hver ermerking einstakra atriða í fundarsið-unum. Óhætt er að fullyrða að hverteinasta atriði er þrungið merkingu ogað leitin að þeirri merkingu er ofteins og leitin að persónulegum svör-um við ýmsum af grundvallarspurn-ingum lífsins: Hver er ég? Hver hef-ur skapað mig? Hver er tilgangurlífs míns? Hvaðan kem ég? ogHvert fer ég?

Siðareglur frímúraraÞað er ekki hægt að yfirgefa þetta

efni án þess að velta því örlítið fyrirsér hvort til séu eða - öllu heldur -hverjar séu siðareglur frímúrara. Áheimasíðu Frímúrarareglunnar kem-ur fram að hún er sjálfstætt félag eðasamtök sem hefur mannrækt aðmarkmiði og byggir starfsemi sína ákristnum grundvelli. Spyrja máhverjar séu þær siðareglur sem með-limum slíks félagsskapar beri að faraeftir. Svörin er ekki að finna á heima-síðunni á sama hátt og finna má siða-reglur lækna og lögmanna á heima-síðum samtaka þeirra stétta, en til-vísunin í hinn kristna grundvöll Regl-unnar er skýr. Það er því verðugtverkefni hverjum áhugasömum frí-múrara að reyna að botna setning-arnar sem eru sambærilegar viðformlegar siðareglur fyrrnefndrastarfsstétta: Frímúrara ber að... ,Frímúrari skal... , Frímúrara sæmirekki að...

Jóhann Heiðar Jóhannsson

Siðir og siðareglur„Óhætt er að fullyrða aðhvert einasta atriði erþrungið merkingu og aðleitin að þeirri merkingu eroft eins og leitin að per-sónulegum svörum viðýmsum af grundvallar-spurningum lífsins.“

Page 20: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

20 FRÍMÚRARINN

Þórður Sigurðsson – Akur – X02.09.1920 ❑ 07.04.1975 † 06.11.2006

Marinó E. Þorsteinsson – Rún – X30.08.1920 ❑ 03.04.1957 † 18.11.2006

Stefán V. Þorsteinsson – Hamar – IX26.06.1928 ❑ 27.01.1981 † 04.12.2006

Guðmundur Jóhannssson – Mímir – X30.08.1914 ❑ 18.01.1954 † 13.12.2006

Bertram H. Möller – Mímir – X11.01.1943 ❑ 24.03.1982 † 20.01.2007

Valgarð Ó. Breiðfjörð – Edda – X09.02.1933 ❑ 05.03.1963 † 07.02.2007

Ólafur B. Theódórsson – Akur – IX20.08.1943 ❑ 15.11.1976 † 19.02.2007

Jósef H. Siigurðsson – Rún – X15.04.1910 ❑ 23.10.1946 † 28.02.2007

Torfi B. Tómasson – Glitnir – X20.05.1935 ❑ 01.12.1959 † 06.03.2007

Valberg Lárusson – Edda – X09.12.1927 ❑ 14.11.1978 † 18.03.2007

Þráinn Guðmundsson – Gimli – IX24.04.1933 ❑ 03.03.1980 † 20.03.2007

Hreinn Hjartaarson – Edda - R&K31.08.1933 ❑ 17.11.1964 † 28.03.2007

Ingvi B. Jakobsson – Mímir – IX09.04.1927 ❑ 09.04.1976 † 17.04.2007

Jón Sigurðsson – Gimli – X14.03.1932 ❑ 12.11.1973 † 30.04.2007

Gunnleifur Kjartansson – Akur – X29.01.1941 ❑ 12.01.1976 † 05.03.2007

Gísli Rafn GGuðmundsson – Edda – X01.05.1936 ❑ 19.03.1974 † 17.03.2007

Ólafur Ingibjörnsson – Edda – R&K01.06.1928 ❑ 06.10.1955 † 18.05.2007

Þórmundur S.G. Hjálmtýss. Edda –X13.04.1935 ❑ 04.03.1986 † 19.05.2007

Magnús Helgi Ólafsson – Edda – VI01.07.1947 ❑ 09.04.1991 † 28.05.2007

Jón Anton Skúlason – Edda – R&K22.08.1916 ❑ 24.11.1953 † 04.06.2007

Hjörtur Jónsson – Njála – X24.06.1933 ❑ 08.11.1965 † 08.06.2007

Hjalti Ólafsson – Mímir – X30.05.1926 ❑ 24.03.1958 † 18.06.2007

Karl Gústaf Ásgrímsson. Gimli – IX20.08.1929 ❑ 04.02.1980 † 01.07.2007

Einar Oddur Kristjánsson. Njála – X26.12.1942 ❑ 14.11.1983 † 14.07.2007

Björn Guðmundsson – Gimli – X22.08.1928 ❑ 20.02.1958 † 15.07.2007

Erlingur Þorsteinsson – Edda – X19.08.1911 ❑ 27.02.1951 † 23.07.2007

Kristinn Þorleeifur Hallss. – Gimli – X04.06.1926 ❑ 23.10.1958 † 29.07.2007

Þorsteinn Guðmundsson – Edda – X19.12.1918 ❑ 23.01.1951 † 04.08.2007

Þórarinn Símonarson – Hamar – VII23.12.1923 ❑ 09.02.1982 † 13.08.2007

Daníel G. Einarsson – Edda – X09.07.1921 ❑ 19.10.1971 † 13.08.2007

Guðmundur Elías Árnason – Edda – X14.03.1916 ❑ 29.10.1957 † 16.08.2007

Guðmundur B. Ólafsson – Gimli – X12.09.1924 ❑ 18.11.1957 † 14.09.2007

Þorsteinn G. Bernharðsson. – Edda – X01.02.1915 ❑ 11.01.1944 † 20.09.2007

Bræður horfnir til Austursins Eilífa

In memoriam

Ljósmynd/Einar Falur

Page 21: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

FRÍMÚRARINN 21

Hópur Glitnisbræðra og -systrabrá sér í fræðslu- og skemmtiferð út íViðey 17. ágúst sl og var sr. ÞórirStephensen, fyrrum staðarhaldari íViðey, strax svo elskulegur að sam-þykkja að vera leiðsögumaður ogfræðari hópsins.

Vaskir bræður og systur, ásamtörfáum gestum, mættu þar í skjól-góðum flíkum og traustum göngu-skóm. Allir höfðu með sér nest-ispakka því ætlunin var að finna fal-lega laut seinna um kvöldið og njótakvöldsólarinnar með mat og drykk.Eftir að fargjaldið hafði verið greittsteig hópurinn um borð og reyndustþar vera rúmlega 30 manns. Svolítillblástur var, en sjó hreyfði tæpast ogeftir tæplega 10 mín. siglingu varlagst að bryggju í eynni. Fólkið gekkléttum skrefum í land og eitt fyrstaverkefnið var að ná hópnum saman tilmyndatöku á tröppum Viðeyjar-kirkju. Sr. Þórir tók þegar við stjórn-inni, mundaði staf sinn og gekk hröð-um skrefum göngustíginn út ávestureyna, en þangað höfðu fæstirferðalanganna komið.

Smátt og smátt lægði vindinn ogkvöldsólin svipti af sér þunnri skýja-hulunni. Veðrið varð eins og bestverður á kosið á íslensku sumar-kvöldi og bjart til allra átta. Sr. Þórirlét hópinn syngja íslensk lög á göng-unni og reyndist hrókur alls fagnað-ar. Þrátt fyrir að vera aldursforset-inn í hópnum var það einnig hannsem hélt uppi gönguhraðanum.

Vestureyjan reyndist stærri og

gróðursælli en bræður og systrurhöfðu almennt gert sér í hugarlund.Sr. Þórir var fundvís á fallegaáfangastaði og merkilegar minjar ummannlíf og sögu í eynni. Lestur gam-alla áletrana á veðurbörðum steinumvar verðugt verkefni þessa áhuga-sama hóps. Skemmtisögur frá fyrri

öldum krydduðu ferðina og var leið-sögumaðurinn ekki feiminn við aðbenda á skoplegu hliðina á mannlífinuí eynni. Að lokinni göngu var fariðinn í Viðeyjarkirkju þar sem sr. Þórirkom sér fyrir í stólnum og rakti sögukirkjunnar. Eftir að hafa skoðað forn-minjauppgröftinn bak við Viðeyjar-stofu sigldi ánægður hópurinn aftur íland eftir þriggja tíma fræðslu- ogskemmtiferð á þessum merka stað ínæsta nágrenni höfuðborgarinnar.

Jóhann Heiðar Jóhannsson, StmGlitnis.

Viðeyjarferð Glitnis

Laugardaginn 5. maí – skömmueftir að sumarhlé hófst á hefðbundustarfi Frímúrarareglunnar var efnttil vorhátíðar Reglunnar í húsakynn-um hennar. Slík vorhátíð hefur veriðhaldin undanfarin ár og mælst mjögvel fyrir, enda hefur jafnan verið veltil dagskrár vandað og hátíðarblæryfir samkomunni. Ekki hafa bræðureinir aðgang að vorhátíðinni heldurgeta tekið með sér gesti og var áber-andi á hátíðinni í ár hversu margarfjölskyldur mættu til samkomunnarog áttu þar saman góða stund. Varhátíðarsalur Reglunnar fullskipaður.

Dagskrá vorhátíðarinnar hófstmeð lúðrablæstri en síðan fluttiKristján J. Eysteinsson, formaðurhátíðarnefndar stutt ávarp. Meginat-riði dagskrárinnar var tvíþætt. Ann-ars vegar kynnti Stm. Landsstúk-unnar, R&K Valur Valsson úthlutunúr Frímúrarasjóðnum til góðgerðar-mála og hins vegar var fjölbreytt tón-listardagskrá þar sem margir lista-menn, bæði hljóðfærarleikarar ogeinsöngvarar komu við sögu. Frímúr-arakórinn, undir stjórn Jóns KristinsCortes, átti einnig stóran þátt í hátíð-leika samkomunnar.

Sem fyrr greinir voru veittirstyrkir úr Frímúrarasjóðnum oggerði R&K Valur Valsson grein fyrirþeim. Þeir aðilar sem hlutu styrkinavoru Samtök Parkingsonsjúklingasem hlutu fjárveitingu til útgáfu-starfsemi, Orgelssjóður Stykkis-hólmskirkju hlaut styrk til kaupa ánýju pípuorgeli og sýslumannsemb-ættin á Seyðisfirði og á Selfossi hlutustyrki til kaupa á hundum til fíkni-efnaleitar. Fulltrúar þessara aðilatóku við styrkjunum og fluttu þeirstutt ávörp þar sem þeir þökkuðuReglunni góðan stuðning.

Að dagskrá lokinni brugðu margirgestanna sér í borðsal þar sem heittvar á könnunni og sýnt var mynd-band um starf Frímúrarareglunnar áÍslandi, en auk þess var St. Jóhannes-arsalurinn og Minjasafn Reglunnaropið.

Glæsilegvorhátíð

Séra Þórir Stephensen leiðsögumað-ur hópsins

Hópur Glitnis-bræðra og systraá kirkjutröppumViðeyjarkirkjuásamt séra ÞóriStephensen, leið-sögumannihópsins og fyrr-um staðarhald-ara í Viðey.

Page 22: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.

22 FRÍMÚRARINN

Landsmót frímúr-ara, fjölskyldumót,sem haldið var áSauðárkróki laugar-daginn 11. ágúst sl.,tókst í alla staði vel.Sextíu og einn þátt-takandi var skráðurtil leiks. Keppt var íhægu og hagstæðugolfveðri á erfiðumen mjög góðum Hlíð-arendavellinum, of-an við bæinn.

Mótið var sett íglæsilegu frímúrara-húsi þeirra Mæli-fellsbræðra að Borg-armýri. Boðið varupp á kaffi, lystugtmeðlæti og léttarveigar. Snemma álaugardagsmorgnin-um söfnuðust bræð-ur, systur og niðjarvið golfskálann ogtóku að hita upp fyr-ir átök dagsins. Ekki var laust við aðvott af spennu og eftirvæntingumætti greina í andlitum þátttakendaenda eðlilegt þar sem flestir höfðulagt á sig ferðalag landshluta á milli.Mótið hófst síðan stundvíslega klukk-an níu við hvellt flaut frá mótsstjóra.Allir keppendur tóku þá strax að sláenda hafði þeim verið dreift umbrautir vallarins.

Keppenda biðu skemmtilega hann-aðar brautir með vatnstorfærum,glompum og illvígum karga sem refs-aði miskunnarlaust þeim sem slógufeilhögg. Margir léku því á mun fleirihöggum og tóku heldur lengri tíma íspilamennskuna en vanalega - enfengu í staðinn heilmikla æfingu fyrirsveifluna og andlega jafnvægisþjálf-un að auki.

Sigurður Örn Einarsson SMR sleitsíðan fimmta Landsmóti frímúrara aðlokinni verðlaunaafhendingu og há-tíðarkvöldverði í frímúrarahúsinu.Áður hafði gestum verið boðið að

skoða nýleg og glæsileg salarkynniMælifellsbræðra. SMR tilkynnti jafn-framt að næsta Landsmóti yrði hald-ið laugardaginn 9. ágúst 2008 áGarðavelli á Akranesi.

Mælifellsbræður höfðu veg og

vanda að undirbúningi og fram-kvæmd mótsins. Þeir bræður eigaheiður skilið fyrir frammistöðuna þvímótshaldið og allt í kring um það varfyrsta flokks.

Vel heppnað golflandsmótfrímúrara á Sauðárkróki

Niðjaflokkur: 1. sæti: Friðgeir Atli Arnarsson (NK)

Systraflokkur: 1. sæti: Guðfinna Sigurþórsdóttir (GS)2. sæti: Anna Ragnh. Grétarsdóttir (GÍ)3. sæti: Sigríður Elín Þórðardóttir (GSS)

B flokkur karla: 1. sæti: Maron Pétursson (GÍ)2. sæti: Sigurður H. Sigurðsson (GR)3. sæti: Borgi Guðm. Árnason (GO)

A flokkur án forgjafar: 1. sæti: Hilmar Th. Björgvinsson - (GS)2. sæti: Magnús Ingi Stefánsson (GR)3. sæti: Guðm. Rúnar Vífilsson (GSS)

A flokkur með forgjöf: 1. sæti: Björn Karlsson (GK)2. sæti: Sigurgeir Þórarinsson (GR)3. sæti: Grétar Leifsson (GKG)

Stúkukeppni: Öruggir sigurvegarar voru Mælifells-bræður (Ásgeir Einarsson, Rúnar Vífils-son, Sigurður H. Sigurðsson og Sigur-geir Þórarinsson skipuðu sveitina)

Nándarverðlaun á 3./12. braut: Þorbjörg Albertsdóttir 0,51m.

Nándarverðlaun á 6./15. braut: Grétar Leifsson 1,64m.

Verðlaunaafhending í stúkukeppninni. Mælifellsbræður hampa bikarnum.

ÚRSLIT GOLFMÓTSINS

Page 23: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.
Page 24: Frímúrarareglan á Íslandi - 2007 : 2.tbl. 3.árg.