Top Banner
36

Freyja 1-1

Mar 13, 2016

Download

Documents

Freyja, fyrsti árgangur, fyrsta tölublað
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Freyja 1-1
Page 2: Freyja 1-1

FREYJA 1 -1

Búnaðarblaðið Freyja1. tölublað, 1. árgangurÚtgáfudagur: 6. ágúst 2011

Ábyrgðarmenn og ritstjórar:Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (898-4897), Axel Kárason (860-2935)og Eyjólfur Ingvi Bjarnason (862-0384)

ISSN: 1670-8911Höfundur forsíðumyndar: Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu

Útgefandi:Útgáfufélagið SjarminnRaftahlíð 55550 Sauðárkró[email protected]

Hvernig landbúnað viljum við? -Daði Már Kristófersson 3Aukum hlutdeild innlendra næringarefna og orku í landbúnaði -Ingvar Björnsson 4Minkarækt er alvöru atvinnugrein -Einar E. Einarsson 7Fjárrag að hausti -Unnsteinn Snorri Snorrason 14Fóðuráætlanagerð -Berglind Ósk Óðinsdóttir 19Geymsla rótarávaxta -Edda Þorvaldsdóttir 22Til hvers Landbúnaðarsafn? -Bjarni Guðmundsson 25Það er svo rómantískt að búa í sveit -Anne og Sæmundur 28Lesið í lambabókina -Eyjólfur Ingvi Bjarnason 32Mjaltaþjónar á Norðurlöndum -NMSM 33

EFNISYFIRLIT

Page 3: Freyja 1-1

FREYJA 1 -1

Frá ritstjórnÍ dag lítur fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju dagsins ljós og er því við hæfi að gera nokkragrein fyrir blaðinu sem og hvernig þrem einstaklingum með litla sem enga reynslu af út-gáfustörfum dettur í hug að ráðast í útgáfu búnaðarblaðs.

Útgáfa búnaðarblaða hefur í gegnum tíðina verið mikilvægur þáttur í miðlun fræðslu tilstarfandi bænda og annara áhugamanna um landbúnað. Í hugum flestra sem á einn eða annanhátt hafa komið að landbúnaði á Íslandi var Freyr ómissandi hluti af íslenskum landbúnaði,enda kom blaðið út frá árinu 1904 fram til ársins 2006 með nokkrum hléum þó.

Við sem að útgáfu Freyju stöndum höfðum rætt um það okkar á milli að vettvang til miðlunará hagnýtu fræðsluefni í landbúnaði vantaði sárlega hér á landi eftir að Freyr hætti að koma út.Endirinn á þeim umræðum varð sá að við ákváðum að ráðast í það verkefni að gefa út bún-aðarblað og skapa þannig þennan vettvang.

Blaðið hlaut að sjálfsögðu nafnið Freyja til heiðurs gamla Frey enda má segja að Freyja byggi ásömu grunnhugmyndafræði og upphafsmenn Freys löguð upp með á sínum tíma þ.e að starfaí þágu landbúnaðarins og miðla fjölbreyttum fróðleik bæði til gagns og ánægju fyrir lesendur.

Við sem stöndum að Freyju viljum nota tækifærið og þakka þeim sem hafa stutt við bakið áokkur og hvatt okkur með ráðum og dáðum í aðdraganda þessarar útgáfu og vonumst við tilað Freyju verði vel tekið.

Frá ritnefndAllt frá því að útgáfu tímritsins Freys var hætt hefur verið rætt um það hversu mikið tómarúmskapaðist í miðlun þekkingar á sviði landbúnaðar. Það var því fagnaðarefni þegar ungirbúvísindamenn komu fram með þá hugmynd að koma á tímariti til að efla miðlun á hagnýtufræðsluefni og upplýsingum á sviði landbúnaðar og uppfyllti þessa þörf. Í kjölfarið stofnuðuþau útgáfufélagið Sjarmann og fyrsta tölublað tímaritsins Freyju er hér að líta dagsins ljós.

Það er markmiðið að efni tímaritsins sé þannig sett fram að það sé aðgengilegt fyrir starfandibændur og áhugafólk um landbúnað með áherslu á hagnýta framsetningu og gildi. Hér skapstvettvangur fyrir fagfólk og fræðimenn í landbúnaði til þess að koma á framfæri faglegu efni áaðgengilegan hátt um hin margvíslegu svið íslensks landbúnaðar. Það ætti að vera fagnaðaefnihverjum þeim sem stundar fræðslu og rannsóknir í landbúnaði að eiga kost á slíkum miðli. Í þvíljósi ætti efnisöflun að vera fremur auðveld og ekki þörf á að greiða sérstaklega fyrir efni sembirt er hverju sinni.

Við sem skipum ritnefnd blaðsins munum leitast við að vera ritstjórn til aðstoðar við mótunritstjórnarstefnu og við faglegt efnisval í blaðið. Við munum freista þess með aðkomu okkar aðblaðið verði vettvangur faglegrar umræðu og ábyrgra skoðanaskipta um íslenskan landbúnaðog framtíð hans.

Í ritnefnd Freyju sitja:Bjarni Guðmundsson, Eiríkur Loftsson, Emma Eyþórsdóttir, Gunnar Guðmundsson og Magnús B. Jónsson

2

Page 4: Freyja 1-1

Þegar ég frétti af því frábæra framtaki aðkoma á fót nýju fagtímariti um landbúnaðar-mál þótti mér sérstök ástæða til að kannahvort áhugi væri fyrir umræðu um landbún-aðarpólitík á vettvangi þess. Ritstjórar tókuvel í hugmyndina og ætla ég því að ríða ávaðið með nokkrar vangaveltur um landbún-aðarstefnu og framtíð landbúnaðar hér álandi. Það er von mín að fleiri fylgi í kjölfar-ið með sínar hugmyndir svo Freyja geti orðiðfrjór vettvangur umræðu og nýrrar framtíð-arsýnar.

Engum dylst að stuðningskerfi landbúnaðar-ins eru mikilvæg. Þau móta rekstrarskilyrðibænda og hafa áhrif á ákvarðanir þeirra frádegi til dags. Hegðun bænda hefur afleiðingarsem stundum þarf að bregðast við meðbreytingum á stuðningskerfinu. Þessi gagn-virkni milli stuðningskerfisins og bænda gerirþað að verkum að þróun stuðningskerfa er oftbest skilin í ljósi óæskilega afleiðinga fyrristuðningskerfa. Með tímanum getur myndastmikil gjá milli stuðningskerfa og þeirra mark-miða sem þeim er ætlað að ná. Tökum nær-tækt dæmi. Opinberri verðlagningu landbún-aðarafurða var upphaflega ætlað m.a. aðtryggja afkomu bænda með stöðugra verðlagi.Þróun í framleiðslutækni lækkaði framleiðslu-kostnað án þess að því væri fylgt eftir meðlækkun afurðaverðs. Framleiðslan varð ábata-samari og stöðugt fleiri bændur vildu fram-leiða stöðugt meira. Til varð umframfram-leiðsla sem enginn vildi kaupa. Viðbrögðin viðþessu voru ekki að afnema opinbera verðlagn-ingu eða lækka verð heldur að takmarka að-ganginn að markaðinum með kvótum. Enkvótar stoppa eðlilega þróun í bústærð. Þávoru kvótarnir gerðir framseljanlegir og

UMRÆÐAN

FREYJA 1 -1

Hvernig landbúnað viljum við?

DAÐI MÁRKRISTÓFERSSON

HagfræðingurHáskóla Íslands

markaður skapaðist fyrir kvóta. Hve mikið erubændur tilbúnir að borga fyrir kvóta? Jú allanumframhagnað sem hafa má af því að nýtahann. Niðurstaðan er að takmarkaður hópurbænda sem fékk úthlutað kvóta hagnast en af-koma bænda almennt er lakari en ef engin op-inber verðlagning væri. Kerfi sem upphaflegavar ætlað að bæta afkomu bænda leiðir á end-anum til rýrari afkomu. Þó svo hvert skref íþróuninni sé eðlilegt og skiljanlegt er lokanið-urstaðan vond. Þetta er dæmi um það hvernigþróun stuðningskerfisins leiðir það frá upp-haflegum markmiðum. Þess vegna verðurstöðugt að eiga sér stað gagnrýnin umræða umstuðningskerfið og endurmat á því hvort þaðþjóni tilgangi sínum.

Og þá kemur stóra spurningin: Hvernig land-búnað viljum við? Hvert er markmiðið? Viljumvið stór bú eða lítil? Viljum við ákveðnadreifingu um landið? Hvað á að framleiðahvar? Um þessi atriði eru og verða skiptarskoðanir. Án stefnu er erfitt að leggja mat áhvort stuðningskerfið er skynsamlegt. Um-ræða um stefnu í landbúnaði er því nauðsyn-leg.

Þó svo ekki sé hægt að fletta upp landbúnaðar-stefnu íslenskra stjórnvalda má finna brot afhenni hér og þar. Sem dæmi á afkoma bændaað vera í samræmi við afkomu sambærilegrastétta. Það hefur mistekist. Hverju hefur stuðn-ingskerfið áorkað? Jú, kúabúskapur erherfilega skuldsettur því yngri bændur hafaþurft að greiða eldri bændum út ríkisstuðning-inn þeirra mörg ár fram í tímann þegar þeirkaupa kvóta. Þetta er eðlilegur fylgifiskurframseljanlegra kvóta en tæplega markmiðsem einhverjum hefði dottið í hug að æskilegtværi að ná.

Mín skoðun er þessi. Landbúnaður er „busi-ness“. Haga á opinberum stuðningi þannig aðhann varðveiti sem mest af því frelsi sembændur þurfa til að geta tekið skynsamlegarrekstrarákvarðanir sem tryggja arðbæran land-

3

Page 5: Freyja 1-1

LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA

FREYJA 1 -1

búnað. Ríkið á ekki að skipta sér af því hvað erframleitt eða hvar framleiðslan fer fram. Þærákvarðanir á að taka á grundvelli hagkvæmni.Skilgreina á landbúnað með sem víðustumhætti sem alla starfsemi þar sem land er undir-staða framleiðslu. Stuðningi á að haga þannigað allir njóti hans án skilyrða um hvaða land-búnað þeir stunda. Hverfa á frá einskorðunstuðnings við ákveðna tegund landbúnaðar.Almennari stuðningur mun virkja nýsköpunog nýta betur þau tækifæri sem landið býðuruppá. Nýting lands til landbúnaðar er undir-staða raunverulegs matvælaöryggis, forsendabyggðar í dreifbýli, undirstaða margraatvinnugreina, s.s. ferðaþjónustunnar og birt-ingarmynd þess menningarlandslags sem

margir Íslendingar óska að búa við.

Mikilvægast er að bændum sé gert mun beturkleift að taka ákvarnaðir um hvernig landbún-að þeir stunda á grundvelli raunverulegrarekstarskilyrða, ekki opinberra kerfa sem mót-ast hafa meira af sögunni en eiginlegum mark-miðum um þróun landbúnaðar á Íslandi.Þannig er lagður grunnur að arðbærum land-búnaði. Ef landbúnaður er arðbær atvinnu-grein mun ungt fólk sjá tækifæri í landbúnaði.Þá verður framtíð landbúnaðarins alltaftryggð.

INGVAR BJÖRNSSON

HéraðsráðunauturBúgarði

Aukum hlutdeild innlendra næringarefna ogorku í landbúnaðiÁ síðustu misserum hefur mörgum orðið ljóst að hnökralaus viðskipti milli landa eru e.t.v.ekki jafn sjálfsögð og talið hefur verið. Sé horft lengra aftur og sagan skoðuð dylst engum aðáhættusamt er fyrir afskekktar þjóðir, svo ekki sé talað um eyþjóðir, að reiða sig á innflutningá nauðsynjavörum eins og matvælum. Flestar sjálfstæðar þjóðir leggja því kapp á að tryggjasem best aðgang að matvælum innan sinna landamæra og það er megin ástæða þess að þærstyðja við matvælaframleiðslu með ýmsum hætti.

landi miðað við fólksfjölda og við framleiðumsjálf megin þorra okkar matvæla. Hins vegarerum við verulega háð innflutningi á hráefn-um til þessarar framleiðslu og því má spyrjahvert sé framleiðsluöryggi íslensks landbúnað-ar og um leið fæðuöryggi þjóðarinnar?

Framleiðslu- og fæðuöryggi

Íslenskan landbúnað er hægt að skilgreina víttsem framleiðslu og þjónustu sem byggir á nýt-ingu landsins gæða og greinar hans eru marg-ar og ólíkar. Fyrirferðamest er þómatvælaframleiðslan og þar gegnir búfjárrækt-in lykilhlutverki. Ísland er ekki akuryrkjuland,hvað sem síðar verður og jarðræktin snýst þvíað mestu um framleiðslu á fóðri til búfjárfram-leiðslu. Í fljótu bragði má ætla að þessi fram-leiðsla sé nokkuð örugg og geti sinnt þvígrunnhlutverki að útvega þjóðinni nægjanlegt

Allir eru þó í orði kveðnu hlyntir heimsvið-skiptum með landbúnaðarafurðir en þá helstef þeir geta selt en þurfa ekki að reiða sig áframleiðslu annara. Annar vinkill á ofurá-herslu þjóða til að tryggja sér matvæli erulandkaup ríkra þjóða s.s. Kínverja, Japana ogolíuríkja í miðausturlöndum, í Afríku og öðr-um ríkjum hins vanþróaðari heims. Þar er núhafið mikið kapphlaup um að tryggja land-búnaðarland og matvælaframleiðslu fyrir vax-andi fjölda velstæðra íbúa. En hver er staðaokkar Íslendinga í þessu samhengi. Við stönd-um vel hvað varðar aðgengi að ræktanlegu

4

Page 6: Freyja 1-1

LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA

FREYJA 1 -1

magn af gæða matvælum – en er það svo?Ljóst er að íslensk búfjárrækt er verulega háðerlendum aðföngum til daglegs reksturs ogallar skorður eða hnökrar á viðskiptum á millilanda koma fljótt niður á framleiðslunni.Svína- og alifuglaræktin er háð innflutningi áfóðri að utan og því algjörlega berskjölduð fyr-ir skyndilegum breytingum á framboði ogverði.

Mjólkurframleiðslan og kindakjötsframleiðsl-an eru ekki eins háðar aðkeyptu fóðri en enguað síður verulega háðar aðgengi að grunn-framleiðsluþáttunum; orku og næringarefn-um. Þar komum við að kjarna málsins. Íslensk-ur landbúnaður er verulega háður aðgengi aðinnfluttri orku (eldsneyti) og næringarefnum(áburði). Í því ljósi ætti eitt meginmarkmiðþeirra sem koma að landbúnaði að vera aðstuðla að raunverulegu fæðuröryggi þjóðar-innar með því að hámarka notkun á innlendriorku og næringarefnum. En hvaða möguleikahöfum við til að auka hlutdeild innlendra hrá-efna í framleiðslunni?

Stærstur hluti eldsneytisnotkunar í landbúnaðier vegna jarðræktar og öll notkun áburðar er

vegna fóðuröflunar. Jarðræktin (fóðuröflunin)er því sá þáttur sem háðastur er aðgengi aðinnfluttri orku og næringarefnum. Megin drif-krafur í vangaveltum um aðfanganotkun hefurekki verið fæðuöryggi heldur fremur kostnað-ur og hagkvæmni. Hráefni til landbúnaðar-framleiðslu lúta lögmálum heimsviðskipta ogþví hafa hræringar í viðskiptum mikil áhrif áverð og framboð þessara vara hér á landi.Tvennt má nefna sem gerir íslenska fram-

leiðslu óháðari ytri þáttum. Annars vegar erhægt að bæta nýtingu aðfanga og draga þann-ig úr notkun þeirra og hins vegar skipta útinnfluttum aðföngum fyrir innlend.

Bætt nýting aðfanga

Hækkandi áburðarverð hefur hvatt til bættrarnýtingar á búfjáráburði til að draga úr kostnaðivið tilbúinn áburð. Undanfarin misseri hafarannsóknamenn beint sjónum sínum aðefnainnihaldi búfjáráburðar og nýtingu áburð-arefna. Í ljós hefur komið að sá búfjáráburðursem til fellur á búum í dag er efnaríkari engömul áburðargildi segja til um. Þá hefur at-hyglinni einnig verið beint að langtímaáhrifumbúfjáráburðar og áhrifum dreifingartíma á nýt-

          Kornakur á Möðruvöllum í Hörgárdal í júlí 201 1 .

5

Page 7: Freyja 1-1

LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLA

FREYJA 1 -1

ingu. Einnig er unnið að rannsóknum ááburðarsvörun túna en allar þessar athuganirbæta þekkingu á nýtingu áburðarefna ogleggja því grunn að hagkvæmari áburðarnotk-un.

Annar þáttur sem bætt getur nýtingu áburðar-efna er ræktun belgjurta. Þrátt fyrir áralangartilraunir með smára sem lofa góðu hefur rækt-un hans ekki breiðst út. Undanfarið hefur þómátt merkja vaxandi áhuga bænda en meginvandamálið er aðgangur að efnivið sem þoliríslenskar aðstæður. Þar sem veðurskilyrði eruhagstæð ættu bændur tvímælalaust að ræktasmára í blöndun með grasi en smárinn hentareinmitt vel með búfjáráburði þar sem hanngerir kröfur um steinefnaríkan áburð.

Þriðji þátturinn sem nefndur verður sem tæki-færi til bættrar nýtingar næringarefna erendurræktun eða ræktun uppskerumeiri teg-unda. Tún ganga úr sér og gróðurinn semkemur í stað sáðgresis uppfyllir ekki kröfurum uppskeru og fóðurgæði. Endurræktun erþví eitt besta ráðið til að bæta nýting áburðar-efna og draga úr yfirferð. Á móti vinnur aðendurræktun krefst aukinnar eldsneytisnotk-unar.

Innlend orka og næringarefni í stað inn-fluttra

Umræða um aukna nýtingu innlendra hráefnahefur ekki verið fyrirferðamikil í landbúnaðiog verður það að teljast sérkennilegt. Helsthefur þessa orðið vart í tengslum við þann fá-menna hóp sem hefur lagt fyrir sig lífrænanbúskap og þá vegna regluverksins sem honumtengist. Ýmsir ónýttir möguleikar eru til staðarvarðandi vinnslu áburðar úr lífrænum leifum.Í fyrsta lagi má nefna úrgang frá sjávarútvegi,slóg og afskurð. Gríðarlegt magn fellur til afúrgangi frá sjávarútvegi. Þessi úrgangur hefurtil skamms tíma verið urðaður eða skilað aftur

til sjávar með tilheyrandi strandmengun.Þarna er stór uppspretta næringarefna semhægt væri að nýta sem áburð í landbúnaði.

Vaxandi vitundar gætir varðandi sorpflokkunog þá ábyrgð sem hver einstaklingur verður aðtaka, á þeim úrgangi sem hann skapar. Þarnaer um mikið magn að ræða sem hægt er aðjarðgera og vinna áburð úr. Ýmis vandamálþarf að leysa í þessu ferli svo til verði nothæfuráburður. Skoða þarf magn óæskilegra efna íúrganginum t.d. þungmálma og eiturefna ogganga úr skugga um að smitefni berist ekkimeð áburði.

Íslendingar hafa aðgang að tiltölulega ódýrriorku í formi rafmagns og varma en verða aðreiða sig á innflutt eldsneyti. Það ætti að veramarkmið í landbúnaði að lágmarka notkun áslíku eldsneyti og nýta í staðinn orku sem fall-ið getur til sem hliðarafurð landbúnaðar.Þarna eru ónýtt tækifæri en nokkurn tíma get-ur tekið að útfæra tæknilegar lausnir. Nefnamá ræktun olíujurta sem gæti í framtíðinniorðið fýsilegur kostur, einkum ef hægt er aðnota áburð úr innlendum hráefnum. Gas-vinnsla úr mykju og lífrænum leifum hefurbreiðst hratt út í Evrópu í þeim tilgangi aðframleiða rafmagn. Íslendingar eiga nóg afhagstæðu rafmagni og því ætti slík gasvinnslafremur að leysa af hólmi eldsneyti.

Þegar kemur að vangaveltum um orku ognæringarefnanám úr innlendu, lífrænu hráefnikemur fljótt í ljós ákveðin heildarmynd. Íhverju héraði gæti risið lífmassaver sem nýttilífrænar hliðar afurðir og úrgang til gasvinnsluog áburðar. Þarna væri hægt að slá margarflugur í einu höggi. Söfnun og vinnsla úrlífrænum úrgangi og notkun hans í landbún-aði er umhverfismál, atvinnumál, gjaldeyris-mál og fæðuöryggismál. Hér er því skorað ástjórnvöld og forystu bænda að gera ítarlegaúttekt á hráefnanotkun og möguleikum þessað auka notkun á innlendri orku og næringar-efnum í landbúnaði.

6

Page 8: Freyja 1-1

LOÐDÝRARÆKT

FREYJA 1 -1

Minkarækt er alvöru atvinnugreinHvers vegna ekki á Íslandi ?

Minkarækt hefur verið stunduð á Íslandi frá árinu 1930, en bæði fjöldi búa og umfangframleiðslunnar hefur sveiflast mikið í gengum tíðina. Aðstæður á Íslandi til minkaræktareru góðar og því skrýtið af hverju atvinnugrein sem þessi hefur ekki náð meiri festu ílandbúnaðarsamfélaginu en raun ber vitni.

E INAR EÐVALDE INARSSON

Ráðunautur BændasamtakaÍslands í loðdýrarækt

Minkarækt er alþjóðleg, kvótalaus og spenn-andi búgrein sem byggir á dugnaði og kjarkiþeirra sem hana stunda. Til lengri tíma þá lifabara þeir bestu af, það eru þeir sem framleiðabestu vöruna fyrir minnstan pening en þaðverður ekki gert öðruvísi en að vanda tilverka. Minkurinn er mjög viðkvæmur, hanner lifandi skepna sem krefst góðs aðbúnaðarog þekkingar þeirra sem greinina stunda. Réttvinnubrögð skila árangri og því er raun-veruleg samkeppni í greininni. Íslendingareiga möguleika á að margfalda sína fram-leiðslu og þar með að skapa bæði atvinnu ogútflutningstekjur.

Minkarækt á heimsvísu

Verslun með skinn er margra alda gömul hefð.Í upphafi tengist hún veiðum en á 19. öldinnibyrjaði víða skipuleg ræktun dýra vegnaskinnsins og er í dag stunduð ræktun á mörg-um dýrategundum vegna skinnsins en í flest-um tilfellum nýtist skrokkurinn einnig.Minkurinn er ein af stærstu tegundunum, enskipuleg ræktun á honum byrjaði seint á 18.öldinni í Kanada og Rússlandi. Um aldamótin1900 barst þessi áhugi til Evrópu og þá sér-staklega til Norðurlandanna. Á flestum Norð-urlandanna byrjuðu bændur með refarækt enminkaræktin kom til sögunnar um og upp úr1930. Í dag er skipuleg minkarækt stunduð ímeira en 20 löndum.

Heimsframleiðsla minkaskinna hefur aukistjafnt og þétt alla tíð en árið 1981 var hún 23milljónir, árið 1991 26 milljónir, árið 2001 33milljónir skinna og nú árið 2011 er því spáð aðhún verði tæpar 60 milljónir skinna. Stærstaframleiðslulandið er Danmörk með um 14milljónir minkaskinna en síðan kemur Kínameð helmingi minna en Danmörk og Holland,Pólland og Finnland eru með 2 til 5 milljónirskinna hvert land. Bandaríkin og Kanada erulíka stór ásamt Rússlandi og baltnesku löndun-um. Mikið af skinnum frá þeim löndum semliggja langt frá okkur koma þó aldrei á opin-bera markaði heldur eru seld beint innanlandanna og því geta tölur um raunverulegaframleiðslu verið hærri en þessar sem hér erunefndar. Sé horft á framleiðsluna á Íslandi máöllum vera ljóst að við erum mjög lítil í þessusamhengi eða með um 140.000 skinn á ári semer með því minnsta sem skráð er á listum yfirlönd í framleiðslu.

Heimsframleiðslan hefur því á síðustu 30 ár-um vaxið um meir en 10 milljónir skinna áhverju 10 ára tímabili. Margir spádómar hag-fræðinga eru til um þróun mála á heimsvísunæstu ár en margir þeirra telja að vöxturinnfram til ársins 2050 verði mjög mikill og að t.d.eftirspurn eftir lúxusvörum muni á þvítímabili tífaldast meðan hagkerfi heimsinsmuni fjórfaldast. Þessum vexti er reyndar ekkispáð innan hinna ríku OECD landa en þar ereinungis spáð 20% vexti, en á því svæði býrum einn milljarður manna. Vöxturinn verðurþar sem fjöldinn býr eða í Kína, Rússlandi,Brasilíu og fleiri löndum en samanlagður íbúa-fjöldi í þeim löndum sem menn horfa á semmestu vaxtarsvæði lúxusvara næstu 40 árineru um 3,5 milljarðar manna.

7

Page 9: Freyja 1-1

LOÐDÝRARÆKT

FREYJA 1 -1

Það er ansi margt sem bendir til að eftirspurn áminkaskinnum muni halda áfram að aukast,en án efa mun eitthvað af þeirri eftirspurnverða svarað í þeim löndum sem vöxturinnverður í. Það sem gerir hins vegar stöðu Norð-urlandanna og þar með okkar mjög sérstaka ersú mikla þekking og reynsla sem við búum aðum allt sem snýr að meðhöndlun dýrannaásamt markaðssetningu og úrvinnslu á vörun-um en uppboðshúsin og þá sérstaklega Kopen-hagen Fur í Danmörku eru í dag leiðandi öfl áþessum stærstu framtíðar vaxtarsvæðum.Hefur t.d. vinna og árangur af markaðssetn-ingu Kopenhagen Fur í Kína hlotið heimsat-hygli og hafa þeir verið verðlaunaðir fyrir sittstarf og árangur af bæði heimamönnum ogöðrum en sem dæmi um stærð fyrirtækisins þáverður velta þeirra árið 2011 yfir 200 milljarðaríslenskra króna.

Minkarækt á Íslandi

Saga minkaræktar á Íslandi hófst upp úr 1930en þá var fyrir refarækt í landinu. Fram til árs-ins 1980 sveiflaðist fjöldi búa nokkuð en ekkier hægt að segja að umsvif greinarinnar hafiverið mikil fyrstu áratugina. Upp úr 1983 byrj-aði búum að fjölga verulega en eins og í mörg-um öðrum löndum varð aftur fækkun eftir aðheimsmarkaðsverð skinna lækkaði verulega ílok níunda áratugarins.

Í dag eru starfandi 22 minkabú með að meðal-tali 1.800 læður hvert, en til samanburðar eruminkabú í Danmörku 1.433 með að meðaltali1.937 læður. Flest búanna á Íslandi eru íSkagafirði og á Suðurlandi eða 17 talsins. Þrjúbú eru í Vopnafirði, eitt á Höfn og eitt áVesturlandi. Stærstu fóðurstöðvarnar eru áSauðárkróki og Selfossi og er framleiðslugetaþessara stöðva vannýtt í dag.

Nánast öll íslensk minkabú eru byggð uppeins og minkabú í okkar nágrannalöndum meðsömu gerðir af búrum og hreiðurkössum. Þaðsama má segja um vélar og önnur tæki semþarf til daglegra starfa. Þekking íslenskraminkabænda á greininni er einnig innflutt eníslenskir loðdýrabændur hafa í gegnum árin

átt gott samstarf við loðdýrabændur á öllumNorðurlöndum. Þannig hefur flust mikið afþekkingu til landsins þó vissulega hafi þurftað aðlaga einstaka hluti að íslenskum aðstæð-um.

Helstu styrkleikar íslenskrar minkaræktareru eftirfarandi:

1. Mikið er til af góðu hráefni til fóður-gerðar.2. Nægt landrými er til bygginga og/eðalosunar á úrgangi frá búunum.3. Margar umhverfisaðstæður eins ogloftslag og aðgengi að vatni er greininni hag-stætt.4. Mikla þekkingu og reynslu má finna hjánúverandi minkabændum sem hafa náð góð-um tökum á framleiðslu skinna.5. Lega landsins hefur ekki neikvæð áhrifá kostnað við flutning vöru á markað og upp-boðshúsin sem bændur eiga viðskipta við sjáum alla markaðssetningu og er kostnaður viðhana innifalinn í föstu söluverði skinna semallir greiða jafnt fyrir.

Útflutningsverðmæti minkaskinna frá Íslandifór árið 2010 í fyrsta skipti yfir milljarð krónaog verður nú árið 2011 töluvert meira. Meðal-búið var því árið 2010 að velta nálægt 50 millj-ónum á ári.

Feldgæði, stærð og frjósemi

Í ræktunarstarfinu heima á búnum eru lífdýrvalin eftir mörgum eiginleikum sem sumir erumælanlegir en aðrir huglægir. Mikilvægustumælanlegu eiginleikarnir eru feldgæði, stærðog frjósemi dýranna en í þessum eiginleikumgetum við auðveldlega borið okkur saman viðaðar þjóðir. Eiginleikar eins og hegðun, atferlieða mjólkurlagni eru meira eiginleikar semeinstaka bændur vinna með innan síns eiginræktunarhóps.

Sé horft á þróun í stærð og feldgæðum ís-lenskra minkaskinna þá voru þau ekki lakariað gæðum en skinn annarra landa á níundaáratugnum. Eftir verðhrunið og þann sam-drátt sem því fylgdi á árunum eftir 1990 dró

8

Page 10: Freyja 1-1

LOÐDÝRARÆKT

FREYJA 1 -1

verulega úr framförum ogákveðin kyrrstaða kom í rækt-unina meðan framfarir urðu íöðrum löndum. Frá árinu1996 má segja að hjólin hafiaftur farið að snúast en þávoru flutt inn ný kynbótadýrog frá árinu 2001 hefur veriðum árlegan innflutning aðræða, mest högna eftir pörun.Í öllum tilfellum hafa dýrinverið keypt frá bændum semliggja hátt á danska topplist-anum með sína framleiðslu,en þau innkaup ásamtmetnaðarfullu ræktunarstarfibænda hafa skilað framförum.

Ef við berum alla íslensku framleiðslunasaman við alla dönsku framleiðsluna sem ánefa liggur á toppnum í heiminum má sjá að viðliggjum undir þeim í feldgæðum og stærð ensé þróunin í feldgæðum á fjórum bestu gæða-

flokkunum skoðuð má sjá að frá árinu 2006hefur bilið minnkað úr 33% í 12% (mynd 1), ensé eingöngu horft á tvo bestu gæðaflokkanahefur bilið minnkað um 4% (mynd 2), en fram-farir milli áranna 2009 og 2010 eru jafnmiklarhjá íslenskum bændum og dönskum þegarhorft er á tvo bestu gæðaflokkana. Aðrar þjóð-ir eins og Noregur, Pólland eða Holland erumeð minni framfarir en Íslendingar á samaárabili en Norðmenn hafa oft í gegnum tíðina

komið vel út í samanburði þjóða. Þróunin ístærð högnaskinna (mynd 3), hefur hinsvegarekki verið eins góð síðustu ár en þar höfumvið dregist aftur úr dönskum bændum ogframfarir frá árinu 2008 eru nánast engar. Út-koman er betri í þróun á stærð læðuskinna(mynd 4), en þar hefur þróun íslensku fram-leiðslunnar orðið svipuð og í Danmörku.

Ástæður fyrir minni framförumí stærð á högnum geta veriðnokkrar. Helstar mætti nefnaað síðustu ár hafa bændur lagtmikla áherslu á feldgæðin ogþví ekki verið eins strangir ástærðarmörkum högna tilásetnings. Eins tel ég að sábreytileiki sem ennþá er tilstaðar í íslenskri fóðurfram-leiðslu komi meira niður áhögnunum en læðunum og þásérstaklega stærð þeirra.

Frjósemi minka er ekki einfaltfyrirbæri og oft getur veriðmjög erfitt að henda reiður á

ástæðum velgengni eða ástæðum slæmrar út-komu. Í samanburði við önnur lönd þá er frjó-semin hér á landi mun lægri en í Danmörkuþar sem hún er best. Íslenskir bændur eru ídag með svipaða útkomu og norskir og finnsk-ir bændur eða á bilinu 4,5 til 5,0 hvolpa áparaða læðu við fráfærur. Flestar aðrar þjóðirliggja lægra eða á svipuðum stað en það nei-kvæða við ræktun og þróun síðustu ára er aðfrjósemin hefur dalað og er það eitt af stóru

    Mynd 1 . Þróun í feldgæðum á öllum framleiddum minkaskinnum í

    Danmörku og Íslandi frá 2006 ti l 201 0 í fjórum bestu gæðaflokkunum.

    Mynd 2. Þróun í feldgæðum á öllum framleiddum minkaskinnum í

    Danmörku og Íslandi frá 2006 ti l 201 0 í tveimur bestu gæðaflokkunum.

9

Page 11: Freyja 1-1

LOÐDÝRARÆKT

FREYJA 1 -1

verkefnunum í dag að snúa þeirri þróun við.

Niðurstaðan er engu að síður sú að íslenskirminkabændur eru komnir í hóp samkeppn-ishæfustu landa við ræktun á feldgæðum ogstærð en samt er ljóst að enginn má sofna áverðinum því víða eru miklar framfarir íundirbúningi því allir vilja reyna að hámarkaverð sín fyrir skinnin. Þar eru danskir bændurengin undantekning en þeir eru með mjögmörg átaksverkefni í gangi til að hvetja bænd-ur áfram þó þeir séu langbestir í dag.

Verðþróun skinna

Í töflu eitt má sjá verðþróun íslensku fram-leiðslunnar í bæði dönskum og íslenskumkrónum. Sé eingöngu horft á verðin í dönsk-um krónum má sjá aðverðin sveiflast oft um 30%milli ára en 72% hækkuninfrá 2009 til 2010 er eins-dæmi í sögunni. Það erþví óhætt að segja að þessigrein búi ekki við stöðugtafurðaverð en þegar upper staðið er það afkoma yf-ir lengri tíma sem skiptiröllu því í raun lifa minka-bændur á meðaltalinu.

Það mikilvægasta í verð-þróun skinna er þó hvern-ig söluverð þeirra er í sam-anburði við samkeppn-islöndin. Á mynd 6 má sjáþann verðmun í dönskum

krónum sem er á framleiðslu nokkurra þjóða.Árið 2006 var íslenska meðalverðið um 27 dkrlægra en það danska en árið 2010 er það aðeins13 dkr lægra. Norðmenn hafa legið næstdönskum bændum í verði minkaskinna en árið2010 var íslenska framleiðslan í fyrsta skipti íöðru sætinu. Á myndinni má einnig sjá aðPólverjar, Finnar og Svíar hafa frá 2006 ekkinálgast meðalverð danskra bænda með samahætti og íslendingar og jafnvel í sumum tilfell-um frekar fjarlægst þá. Norðmenn eru þvíhelstu keppinautar Íslendinga um besta meðalskinnaverðið í samkeppni þjóðanna eins og sjámá á mynd 5.

Þessi árangur í skinnaverði er bein afleiðing afbetri framleiðslu og vandaðri vinnubrögðumbænda en aðstæðurnar til framleiðslu

Mynd 3. Þróun í stærð

högnaskinna á öllum fram-

leiddum minkaskinnum í

Danmörku og Íslandi frá

2006 ti l 201 0 í þremur

stærstu stærðarflokkunum.

  Mynd 4. Þróun í stærð læðuskinna á öllum framleiddum minkaskinnum í

  Danmörku og Íslandi frá 2006 ti l 201 0 í tveimur stærstu stærðarflokkunum

1 0

Page 12: Freyja 1-1

LOÐDÝRARÆKT

FREYJA 1 -1

minkaskinna eru og hafa veriðgóðar á Íslandi sem og umhirðadýranna.

Aðstæður og stofnkostnaður

Minkarækt verður að stunda þarsem aðgengi að hráefnum til fóð-urgerðar er gott og fóðurfram-leiðsla trygg. Í dag er lögðáhersla á að efla minkarækt íkringum starfandi fóðurstöðvarmeð sérstaka áherslu á Suður-land og Skagafjörð. Önnursvæði koma vissulega til greina,en til að þau séu raunhæfur kost-ur þarf að byrja á byggingu fóðurstöðva og aðtryggja fóður á samkeppnishæfu verði.

Stofnkostnaður á einu minkabúi getur veriðmjög breytilegur eftir aðstæðum en ekki erþörf á að kaupa mikið land undir búið sjálftþví í nánast öllum tilfellum er auðvelt að losnavið úrgang á aðrar jarðir og/eða svæði semþarf að græða upp en af þeim er nóg á Íslandi.

Reiknað dæmi um byggingu á nýjum minka-skála frá grunni á keyptu landi með vönduð-um innréttingum, tækjum og lífdýrum eráætlaður um 100.000 krónur á læðu. Miðaðvið meðalskinnaverð síðustu 5 ára og meðal-tals frjósemi er það rúmlega 4,5 sinnum áætluðvelta búsins. Viðbygging við bú í rekstri þarsem búið er að fjárfesta í fóðurvélum ogmörgu öðru sem nýtist áfram við stækkunina

er um 3,0-3,5 sinnum áætluð velta á einnilæðu. Áætla má að stofnkostnaður við 1.000læðu bú, byggt frá grunni, sé um 100 milljónir.

Þetta eru háar tölur en það verður að skoðaþær í samhengi við áætlaða veltu sem líka ermikil. Sé horft á stofnkostnaðinn sem hlutfallaf veltu miðað við skinnaverð síðustu 3 áraverður hann um 25% lægri eða 2 til 3 sinnumveltan sem er mjög lítið miðað við marganannan landbúnaðartengdan atvinnurekstur.Mikilvægt er líka að hafa í huga að ekki þurfaallir að byrja strax í stærstu gerð bygginga.Það er raunhæfur kostur að gera 5 eða 7 áraáætlun um uppbyggingu og gera á þeim tímaekki ráð fyrir að taka nema lágmarkslaun út úrrekstrinum og láta þar með allt sem hægt er frárekstrinum fara aftur í uppbyggingu og lifasjálfur í grunnin á tekjum af annarri vinnu sem

    Mynd 5. Meðalverð allra minkaskinna frá Danmörku, Noregi,

    Finnlandi, Hollandi og Íslandi sem seld eru hjá Kopenhagen Fur frá

    2006-201 0 í íslenskum krónum, reiknað á meðalgengi hvers árs.

Mynd 6. Frávik Íslands, Noregs,Finnlands, Svíþjóðar, Hollands og

Póllands frá danska meðalverð-

inu á þeim skinnum sem seld eru

hjá Kopenhagen Fur í dönskum

krónum frá 2006 ti l 201 0.

1 1

Page 13: Freyja 1-1

LOÐDÝRARÆKT

FREYJA 1 -1

síðan myndi minnka í hlutfalli við stækkunbúsins. Vissulega kostar þetta vinnu og álagmeðan á stendur en takist verkefnið gæti stað-ið eftir eðlilega skuldsett og rekstarhæft fyrir-tæki sem hægt er að einbeita sér betur að oghafa góð laun út úr þegar ætlaðri bústærð ernáð.

Þegar sótt er um leyfi til minkaræktar eruminkaskálar og búr viðkomandi umsækjendatekin út og þurfa þá að standast íslensk lög umbúrastærðir og dýrheldni en þau byggja ígrundvallaratriðum á sömu reglum og í gildieru í okkar nágrannalöndum.

Rekstarafkoma og framleiðslukostnaður

Um afkomu síðustu ára og áratuga væri hægtað skrifa langa grein því vissulega hafa komiðmörg mögur og erfið ár í greininni. Rétt erhins vegar að halda til haga þeirri staðreynd

að á síðustu árum hefur afkoman batnað, með-al annars vegna betri skinnaverða en líkavegna lækkunar á framleiðslukostnaði sem

varð í kjölfar á átaki sem gert var með fóður-stöðvunum um raunlækkun á fóðurkostnaðisem var orðinn of hár hér á landi. Eins varmöguleikinn á fjármögnun nýfjárfestinga í er-lendri mynt greininni til góða.

Framleiðslukostnaður er einn mikilvægastiþátturinn í samkeppni þjóða og í nýrri saman-tekt sem Kopenhagen Fur gerði nú í maí 2011um framleiðslukostnað í 9 löndum kemur framað Ísland er ekki ódýrasta landið til að fram-leiða í heldur er framleiðslukostnaður hérlægri en bæði í Noregi og Danmörku en mjögsvipaður og í Svíþjóð og Litháen. Samkvæmtsamantektinni er örlítið ódýrara að framleiðaskinnin í Póllandi, Hollandi og Lettlandi en áÍslandi. Niðurstaðan úr samantektinni er aðÍsland er mjög vel samkeppnishæft í þessumsamanburði og raunhæfur kostur miðað viðgengi íslensku krónunnar nú í maí.

Í töflu 2 má sjá hvernig þróunin í skinnaverðihefur verið í erlendri mynt og íslenskum krón-um ásamt reiknuðum framleiðslukostnaði.

Tafla 1 . Meðalverð allra íslenskra skinna seld hjá Kopenhagen Fur frá árinu 2003 ti l 201 0 í bæði dönskum og

íslenskum krónum ásamt meðalgengi viðkomandi árs og prósentu breytinga í verði bæði dönskum krónum og

íslenskum.

    Tafla 2. Söluverð skinna í dönskum og íslenskum krónum ásamt reiknuðum framleiðslukostnaði á verðlagi

    hvers árs frá 2005-201 0.

1 2

Page 14: Freyja 1-1

LOÐDÝRARÆKT

FREYJA 1 -1

Í framleiðslukostnaðinum er gert ráð fyrir lág-markslaunum og meðaltalsafborgunum lána.Allar tölur eru á verðlagi hvers árs. Eins og sjámá af töflunni þá er mismunur á söluverði ogframleiðslukostnaði mjög breytilegur milli áraen frá árinu 2005 til 2010 er það einungis árið2007 sem reksturinn skilaði neikvæðri niður-stöðu, en árið 2005 var hann í járnum. Hinárin hefur reksturinn í öllum tilfellum verið aðskila góðri afkomu.

Í töflu 3 má sjá hver áætlaður framleiðslu-kostnaður er á einu minkaskinni árið 2011.Stærsti kostnaðarliðurinn er fóðurkostnaður.Afborganir og vextir er liður sem getur veriðbreytilegur eftir aldri búa og fjárfestingum síð-ustu ára ásamt samsetningu lána viðkomandi.

Vegna mikilla sveifla á íslensku krónunni ráð-legg ég fjármögnun í erlendri mynt endatekjurnar allar í erlendri mynt. Einnig er ekkiskynsamlegt að hafa minna en 40% eigið fé ístofnkostnaði búanna þannig að það sé sveigj-anleiki í rekstrinum þegar skinnaverð breytastharkalega eða önnur áföll koma sem alltaf get-ur gerst, en þessi rekstur nýtur engra ríkis-styrkja og er ekki kvótastýrður.

Að lokum

Framleiðsla minkaskinna er komin til að veraog líklegt að Evrópulöndin verði áfram í farar-broddi í þeirri framleiðslu eins og þau hafaverið. Möguleikar til framleiðsluminkaskinna á Íslandi eru miklir en því miðurvannýttir.

Minkarækt er kvótalaus, alþjóðleg búgrein þarsem Ísland hefur um 0,3% hlutdeild í nú-verandi framleiðslu en við sendum frá landinuum fimm sinnum meira af hráefnum til fóður-gerðar í öðrum löndum en hér er notað í dag.Það er enginn vafi að hér er hægt að aukaþessa framleiðslu en mikilvægt er að byggja þáaukningu á reynslu liðinna ára og framkvæmahana í samráði við núverandi fóðurstöðvar ogá forsendum greinarinnar sjálfrar.

Minkarækt er spennandi búgrein fyrir alla ogsérstaklega ungt fólk sem vill starfa og byggjaupp atvinnu hér á landi en um leið starfa ogkeppa við önnur lönd um framleiðslu á vörusem seld er við hamarshögg á heimsmarkaði.

Tafla 3. Áætlaður framleiðslukostnaður minkaskinna á

Íslandi árið 201 1 .

Heimildir:

„Afsætning afpels kan 10-dobbles frem mod 2050“, Pels

avisen Marts 2011. Hedensted gruppen, (Hedensted,

2011), 1-3.

Clausen, Jesper: „Avlsdyrbestanden stiger:

avlsdyrtælling 2011“, Dansk Pelsdyravl 2011:5.

Kopenhagen Fur (Kopenhagen, 2011), 20-23.

Einar E. Einarsson: „God økonomi i minkproduktion i

Island“, Dansk Pelsdyravl 2010:2. Kopenhagen Fur

(Kopenhagen, 2011), 36-38.

Einar E. Einarsson: „Island – et godt valg til

minkproduktion“, Dansk Pelsdyravl 2010:1. Kopenhagen

Fur (Kopenhagen, 2011), 34-35.

Heimasíða Kopenhagen Fur,

http://www.kopenhagenfur.com/ . Efni tekið júní 2011.

1 3

Page 15: Freyja 1-1

BÚTÆKNI

FREYJA 1 -1

rekstur á bíl eru dæmi um mismunandi verk-þætti sem þarf að huga að.

Við innrekstur í fjárhús þarf að huga að tveim-ur megin þáttum. Annars vegar er það að-rekstur að fjárhúsunum í aðhald og hins vegarinnrekstur á fénu. Mikilvægt er að hægt sé aðreka féð í aðhald áður en farið er að reka féðinn í sjálf fjárhúsin. Þegar kemur að því aðreka féð inn þarf að huga vel að staðsetningumá hurðum og ekki síður að það verði gottrennsli á fénu inn í húsin. Þegar lambahópareru reknir að húsum er oft gott að hafa nokkr-ar heimavanar kindur með í hópnum semleiða lömbin heim að fjárhúsum.

Eitt af því sem skiptir miklu máli að hausti erað aðstaða til móttöku sláturbíla sé sem best. Ídag eru slíkir bílar orðnir stærri og fyrirferðar-

Fjárrag að haustiHaustin eru annasamur og skemmtilegur tími í augum flestra sauðfjárbænda. Smalamennsk-ur og fjárrag taka hins vegar mikinn tíma og því rétt að leita allra leiða til hagræðingar viðslíka vinnu. Aðstaða til fjárrags getur verið mjög mismunandi milli búa. Í sumum tilvikumbyggir fjárragið á miklu vinnuafli og þörf á aðstoð inn á búin t.d. þegar verið er að vigta fé,bólusetja, stiga lömb eða telja fósturvísa. Góð aðstaða til fjárrags getur sparað mikla vinnuog bætt meðhöndlun sauðfjár.

Huga að öllum verkþáttum

Þegar hugað er að vinnuhagræðingu við fjár-rag er mikilvægt að taka tillit til allra þeirraverka sem þarf að framkvæma. Gott er aðgera lista yfir alla verkþætti og tryggja þannigað tekið sé tillit til þeirra allra við hönnun.Innrekstur á fé, rúningur, flokkun, ormalyfs-gjöf, bólusetning, fósturvísatalning, klaufsnyrt-ing, vigtun, holdstigun, lambamælingar og

UNNSTEINN SNORRISNORRASON

BútækniráðunauturBændasamtaka Íslands

Mynd 1 . Hér má sjá dæmi um hvernig má útfæra raggang. Best væri að vera með 2 svona einingar svo þannig að

gangurinn sé a.m.k. 6 metrar. Þessi útfærsla byggir á hugmynd frá NSG í Noregi. Þá má líka hugsa sér að svona

gangur komi upp að mil l iþi l i í fjárhúsum og aðeins önnur hl iðin sé þá hallandi. Það mætti útbúa þannig að hægt væri

að breyta hallanum og þannig hægt að sti l la ganginn eftir því hvort ragað væri í lömbum eða ful lorðnu fé.

1 4

Page 16: Freyja 1-1

BÚTÆKNI

FREYJA 1 -1

meiri en áður þekktist. Gott er að setja sig ísamband við bílstjóra og fá upplýsingar umhvað megi gera til þess að auðvelda aðgengibílsins. Í sumum tilvikum er gott að vera til-búinn með þann lambafjölda sem hæfir í hvert

hólf á bílnum. Það getur auðveldað verulegavinnu við lestun bílsins.

Flokkunargangur

Margir hafa komið sér upp flokkunargöngumtil meðhöndlunar og flokkunar á fé. Ýmsar út-færslur má sjá á slíkri aðstöðu. Hlutverkflokkunargangs er fyrst og fremst að auðveldaog einfalda fjárrag, en hann má líka nota tilýmiskonar meðhöndlunar á gripum, t.d. orma-lyfsgjafa eða bólusetninga.

Við hönnun á aðstöðu til fjárrags er afar mikil-

vægt að kindur sjái greiðlega útgönguleiðireða í þá átt sem þær eiga að fara. Kindurrenna greiðar í átt að ljósi og forðast skugga.Því er lýsing afar mikilvæg þar sem er verið aðraga í fé. Best er að vera með mörg ljós með

minni styrkleika en fáa sterka ljósgjafa, til þessað fá sem jafnasta ljósdreifingu.

Hliðar flokkunargangsins eiga að vera þéttklæddar með efni sem hefur slétta áferð.Gripirnir eiga að fara eftir ganginum hver áeftir öðrum. Við annan enda gangsins er hafthlið þar sem hægt er að flokka gripi í tvær tilþrjár áttir.

Best er að hafa flokkunarganginn V-laga.Þannig er auðveldara að vinna með gripi semeru misstórir og þar að auki er nær ómögulegtfyrir gripi að snúa við. Gangurinn ætti að vera

  Mynd 2. Einföld aðhaldsrenna. Miki lvægt er að mynda trekt að flokkunarganginum.

Mynd 3. Tvöföld aðhaldsrenna. Hentugt er að hafa tvær aðhaldsrennur fyrir framan flokkunarganginn. Þannig er

al ltaf hægt að hafa ful la aðhaldsrennu ti lbúna og þvi eru afköst við sundurdrátt meiri .

1 5

Page 17: Freyja 1-1

BÚTÆKNI

FREYJA 1 -1

250-300 mm breiður að neðan og 550-650 mmbreiður að ofan. Hæð hliðanna á að vera aðlágmarki 900 mm. Ef gerður er gangur semekki er með V-laga hliðum ætti breidd hans aðvera 450 mm.

Æskilegt er að flokkunargangurinn sé minnst 3– 3,5 m á lengd en kostur að hann sé allt að 4 –6 m langur.

Flokkunarhliðin eiga að vera 1,0 – 1,2 m ábreidd. Þannig er minni hætta á að stærri grip-ir, t.d. ær komnar að burði, rekist í innrétt-ingarnar og féð rennur greiðar út úr flokkunar-ganginum. Best er að hafa flokkunarhlið úrrimlum þannig að fé sjái út gegnum ganginnþegar það hleypur inn í hann. Rimlahlið erulíka að jafnaði léttari en þéttklædd hlið. Megingalli við rimlahlið er að lappir og horn getakrækst í rimlana. Það ræðst að sjálfsögðu afefnisvali og útfærslu við smíði.

Best er að stjórna flokkunarhliðinu með hand-fangi þannig að sá sem stendur við hliðið getistaðið nokkuð aftan við hliðið sjálft. Þanniggetur hann frekar rekið á eftir fénu og þaðrennur því betur eftir ganginum.

Ef haft er hlið til að loka inngangi á flokkunar-gangi er best að það sé þétt klætt. Þannig sérféð ekki til baka og leitar því frekar áfram og úteftir ganginum. Eins sjá gripir sem bíða eftirþví að komast inn á ganginn ekki hvað þar ferfram, t.d. ef gangurinn er notaður við orma-lyfsgjafir eða bólusetningu.

Þegar fjárvigt er komið fyrir í framhaldi afflokkunargang þarf að staðsetja hana við endagangsins þó þannig að flokkunarhliðið komi áeftir vigtinni. Þannig er hægt að flokka gripibeint út úr fjárvigtinni. Það þarf því að veramöguleiki á að hliðra til flokkunarganginumeða flokkunarhliðinu til þess að koma vigtinnifyrir.

Aðhaldsrenna

Við hönnun og uppsetningu á flokkunargöng-um þarf að huga sérstaklega að innganginum.Oft eru gerð þau mistök að vinna með of stórafjárhópa. Það leiðir oftar en ekki til þess aðerfitt er að fá gripi til að hlaupa inn í ganginn.Því er nauðsynlegt að geta skipt gripum upp íminni hópa sem auðveldara er að reka inn íganginn. Fyrir framan flokkunarganginn þarfþví að koma fyrir rennu/stíu þar sem hægt erað þrengja að smærri fjárhópum. Kostur er aðslík stía sé löng og mjó. Þannig er frekar hægtað tryggja að allir gripir snúi í sömu átt þegaropnað er inn í flokkunarganginn. Gera má ráðfyrir 0,3-0,4 m2 á grip í aðhaldsrennu. Í sum-um tilvikum getur hentað jafn vel að nota að-haldsrennur til ýmiskonar meðhöndlunar, einsog ormalyfsgjafa eða bólusetninga.

Þegar flokkunarganginum er valinn staðurþarf að tryggja að hann nýtist við sem fjöl-breyttust verk. Vigt þarf að vera hægt aðkoma fyrir við endann á ganginum. Gera þarfráð fyrir aðstöðu til lambadóma og fósturvísa-talningar. Við þau verk er algengast að unnið

Mynd 4. Einnig þekkist það að í stað aðhaldsrennu sé komið fyrir innsetningarhring. Ytri hl iðar hringsins og

grindurnar eiga að vera úr þéttklæddu efni. Grindurnar eru festar á miðjustólpann með þeim hætti að hægt sé að

sveifla þeim í hring. Þannig er hægt að þrengja smám saman að hópnum sem er á leið inn í flokkunarganginn.

1 6

Page 18: Freyja 1-1

sé við vinstri hlið gripsins. En auðvitað er þaðeitthvað misjafnt milli manna og því best aðbáðir möguleikar séu fyrir hendi.

Við ragganginn þarf að gera ráð fyrir hillumfyrir ýmsa smáhluti sem grípa þarf til við fjár-ragið. Ef ormalyf er gefið í ragganginum erhentugt að hengja ormalyfsbrúsann á slá fyrirofan ganginn. Þá er hægt að draga hann eftirslánni og einnig hengja upp inngjafarspraut-una þegar þess þarf.

Huga þarf sérstakleg að góðri lýsingu yfir rag-ganginum og að þar sé góð aðstaða fyrir óm-skoðunartæki og fyrir ritara við lambadóma.

Á næstu árum munum við sjá aukna notkun ásjálfvirkum flokkunargöngum. Með aukinninotkun örmerkja munu ýmsir möguleikarvarðandi vinnuhagræðingu við fjárrag verðaraunhæfur kostur. Mikilvægt er að fylgjast velmeð þróun slíkra mála og byggja upp aðstöð-una með það í huga að alltaf megi bæta viðnýjum búnaði og auka sjálfvirkni.

Hagræðing við sundurdrátt

Líklega er algengara að fjárrag hér á landi farifram með því að draga í sundur fjárhópa en aðnota flokkunargang við sundurdrátt. Oft erekki önnur aðstaða fyrir hendi eða þá að fljót-legra er að draga í sundur ef um fáa gripi er aðræða. Auðvelda má þessa vinnu með ýmsumhætti og eru hér á eftir nefnd nokkur dæmi.

Lokaorð

Hér hefur verið farið yfir ýmis atriði sem verter að huga að þegar kemur að fjárragi. Að-stæður geta verið mismunandi milli bæja ogþví má sjá ýmsar útfærslur á slíkri aðstöðu. Íþessum efnum er mikilvægt að nýta eiginreynslu og vera opin fyrir nýjum aðferðum oglausnum. Mikilvægt er að allar framkvæmdirtaki mið af öðrum verkum sem unnin eru ífjárhúsunum. Þannig má auðveldlega finnalausnir sem nýtast hvort sem er við fjárrag aðhausti eða vinnu á sauðburði.

BÚTÆKNI

FREYJA 1 -1

  Mynd 5. Auðvelda má

sundurdrátt með því að

koma fyrir hl iðum á   mil l i-

þi l i (mil l i króa). Þannig er

hægt að skil ja í sundur fjár-

hópa án þess   að þurfa

að draga hverja kind eftir

al lri krónni. Þessi hl ið nýt-

ast einnig á   sauðburði og

auðvelda alla flutninga á

gripum um fjárhúsin.

1 7

Page 19: Freyja 1-1

BÚTÆKNI

FREYJA 1 -1

  Mynd 6. Kostur er að útfæra hlið

þannig að þau séu jafn breið

krónni   og hægt að opna þau

beggja vegna. Það auðveldar

verulega alla   vinnu við fjárrag.

Auðveldara er að reka út á gang-

inn og gripir   verða síður fyrir

hnjaski af völdum troðnings.

  Mynd 7. Hlið með lokuteini sem hægt er að opna beggja vegna og í báðar áttir.

Mynd 8. Víða er fjárragi þannig háttað

að dregið er í sundur í öðrum endanum

á krónni. Oft fer þetta rag fram á sama

stað frá ári ti l árs. Þar má fjölga hl iðum

í mil l iþi l og þannig auðvelda sundur-

drátt með því að geta dregið frá sér

a.m.k. 3 hópa. Hér er líka upplagt að

koma fyrir vigt eða raggang og nýta

hl iðin á mil l iþi l inu sem flokkunarhl ið.

1 8

Page 20: Freyja 1-1

FÓÐRUN

FREYJA 1 -1

Fóðuráætlanagerð- skipulag fóðurnýtingar á komandi vetri -

Eflaust skipuleggja allir að einhverju leiti hvernig fóðurforðinn verði nýttur yfir veturinn.Hvernig slíku skipulagi er háttað getur þó verið mismunandi, allt frá því að menn áætli gæðifóðursins og velji þannig hvað skal nota á hverjum tíma, upp í að fá efnagreind fóðursýni ogvinna út frá þeim fóðuráætlanir. Hér á eftir verður komið inn á nokkur atriði sem er ágætt aðhafa í huga þegar skipuleggja á nýtingu fóðurforðans.

Gróffóður er uppistaðan í heildarfóðri semnotað er til mjólkur- og kjötframleiðslu (jórtur-dýra). Því skiptir miklu máli að vanda vel tilverka við framleiðslu gróffóðursins. Hag-kvæmni í fóðrun hlýtur alltaf að vera markmiðen til þess að ná fram sem mestri hagkvæmniþurfum við að nýta gróffóðrið sem best ogvelja aðkeypt fóður sem passar og bætir uppheimaaflað fóður. Til þess að hægt sé að veljakjarnfóðurtegundir á móti gróffóðrinu þurfumvið að vita efnainnihald þess. Gróffóður hefurmismunandi næringarefnainnihald sem fermeðal annars eftir því hvar það er ræktað,hvaða grastegundir eru í túninu, sláttutíma ogfleira. Því er mikilvægt að láta efnagreina gróf-fóðrið. Ekki er nauðsynlegt að senda sýni úrhverri einustu spildu, heldur að skipuleggjasýnatökuna, taka samsýni og halda þannigkostnaði í lágmarki. Senda þarf sýni sem gefasem besta yfirsýn yfir gróffóðurforða búsins.Góð regla er að senda sýni úr fyrri slætti ogseinni slætti, eins að senda sýni ef það er eitt-hvað sérstakt sem einkennir hluta fóðursinst.d. rýgresi. Svo er hægt að flokka túnin niður ínýræktir og gömul tún. Það sem þarf að hafa íhuga er að sýnið samanstandi af einsleitu fóðri

þ.e. túnum sem eru með svipaða tegundasam-setningu og á sama þroskastigi þegar þau eruslegin. Mikilvægt er að stafla rúllunum/bögg-um í samræmi við skipulag sýnatökunnar,þannig að hægt sé með góðu móti að komast ímismunandi fóður hvenær sem er.

Að lesa úr niðurstöðum efnagreininga

Það er til lítils að láta efnagreina gróffóðrið efmaður veit ekki eftir hverju á að horfa eðahvernig það nýtist. Tafla 1 sýnir viðmiðunar-gildi próteins, trénis og orku fyrir gott gróffóð-ur. Gott er að miða við að próteinið sé á milli150-170 g/kg þurrefnis. Ef próteinið er lægragetum við lent í vandræðum með lágt PBV, þávantar prótein fyrir örverurnar í vömbinni. Efpróteinið verður of hátt í gróffóðrinu eigagripirnir í vandræðum með að nýta það allt ogvið sjáum afleiðingarnar í hækkuðu úrefni ímjólkinni. En eðlilegt er að úrefnið liggi á milli3 og 6 mmól/l. NDF er trénið í gróffóðrinu,það sem er tormelt. NDF hækkar hratt eftir þvísem plantan þroskast og eykst eftir því semhlutfall stönguls eykst á kostnað blaða. Gróf-fóður sem er slegið mjög snemma getur haftNDF niður í 350 g/kg þurrefnis (t.d. rýgresi)en gróffóður sem er slegið mjög seint geturhaft NDF upp í 650 g/kg þurrefnis. Eins og áð-ur sagði er NDF tormelt og hefur því mikiláhrif á át og nýtingu fóðursins. Heppilegt er aðhafa það á bilinu 450-520 g/kg þe. Þá er eðlis-bygging gróffóðurs í vömbinni heppileg enekki svo mikil að fóðrið meltist illa. Góð eðlis-bygging fóðurs í vömbinni er mikilvæg fyrir

BERGLIND ÓSKÓÐINSDÓTTIR

FóðurfræðingurBændasamtökum Íslands

1 9

Page 21: Freyja 1-1

FÓÐRUN

FREYJA 1 -1

vambarum-hverfið og þarmeð fóðurátið.Með auknumgrófleika fóðursþarf að tyggja aðbæði át og jórt-ur verði meirasem leiðir tilaukinnar munnvatnsmyndunar, það virkarsem „buffer“ í vömbinni og hefur jákvæð áhrifá vambarumhverfið. iNDF er ómeltanlegi hlutiNDF og eykst þar af leiðandi einnig eftir þvísem grasið þroskast. Þar sem iNDF erómeltanlegt nýtist það ekki sem næring fyrirgripinn og því er ekki gott að hafa það í miklumagni, ef það er hátt hefur það neikvæð áhrifá niðurbrot fóðursins og þar með átið. Það erheppilegast að hafa iNDF á bilinu 80-140 g/kgNDF. Orkan í fóðrinu er gefin upp í nettó orkumjólkur NEL20 og hefur orkueiningunaMJ/kg þe. Gott gróffóður hefur nettó orku íkringum 6,20 MJ/kg þe. En það svarar til 0,89FEm.

Val á öðru fóðri

Þegar gæði og magn gróffóðursins liggur fyrirer hægt að velja annað fóður sem þarf að gefameð. Ef próteinið í gróffóðrinu er lágt vantarupp á PBV. Þá verðum við að velja kjarnfóðursem gefur prótein sem losnar í vömbinni ognýtist örverunum. Það er mikilvægt að veitaörverunum þá orku og næringu sem þærþurfa því þær eru grundvöllurinn fyrir því aðgróffóðrið nýtist sem best. Örverurnar þurfabæði kolvetni og prótein. Ef próteinið í gróf-fóðrinu er hátt veljum við kjarnfóður sem hef-ur lágt PBV, en þá er einnig mikilvægt að ör-verurnar hafi nægjanlega orku til þess að nýtapróteinið í gróffóðrinu. Í þessu tilfelli er gottað gefa bygg með gróffóðrinu. Bygg hefur lítiðprótein en það hefur sterkju sem losnar auð-veldlega í vömbinni og gefur örverunum orkutil þess að nýta hátt próteininnihald gróffóð-ursins.

Bygg er mikið ræktað á Íslandi og því er mikil-vægt að nýta það sem best. Eins og áður sagðihentar bygg vel með gróffóðri sem hefur nægj-

anlegt prótein, en ekki eins vel með gróffóðrisem hefur lágt prótein. Á sama tíma og viðviljum nýta byggið sem best þurfum við einnigað hafa í huga að of mikil bygggjöf getur haftneikvæð áhrif á vambarumhverfið og át.Sterkjan í bygginu er auðleyst kolvetni semnýtist örverunum í vömbinni og eykur því nýt-ingu og niðurbrot gróffóðursins upp að vissumarki. Of mikil sterkja hefur hins vegar nei-kvæð áhrif á örverurnar því vömbin nær ekkiað losa sýruna sem myndast við niðurbrotiðnægjanlega hratt með þeim afleiðingum aðvömbin súrnar. Því er mikilvægt að áætlabygggjöfina þannig að hún hafi ekki neikvæðáhrif á nýtingu gróffóðursins, það gerum viðmeð því að gefa ekki of mikið bygg og dreifagjöfum yfir daginn.

Það er fleira sem þarf að hafa í huga en gæðiog magn fóðurs

Þegar skipuleggja á nýtingu fóðurforðans meðþví að vinna fóðuráætlun þarf líka að huga aðgripunum sem eiga að éta fóðrið. Hámjólkakýr þurfa betra gróffóður en geldu kýrnar ogkvígurnar þurfa að stækka á fyrsta mjalta-skeiði. Það er því mikilvægt að greina þærþarfir sem eru til viðhalds, mjólkurframleiðslu,vaxtar og fósturframleiðslu. Það skiptir máli áhvaða mjaltaskeiði gripirnir eru og einnig hvará mjaltaskeiðinu þeir eru. Fyrst eftir burð eigakýrnar erfitt með að éta nægjanlegt magn fóð-urs til þess að uppfylla orkuþarfir sínar, því ermjög mikilvægt á þessum tíma að þær hafi að-gang að mjög góðu gróffóðri. Þetta sama gróf-fóður hentar mjög illa fyrir kýr sem eru komn-ar langt inn í mjaltaskeiðið og geldum kúm,þær eiga það á hættu að verða of feitar semveldur vandkvæðum á næsta mjaltaskeiði. Þvíer mjög gott ef það er mögulegt að hafa geldarkýr aðskildar frá þeim sem eru mjólkandi ogfóðra þær sérstaklega.

        Viðmiðunargildi fyrir gott gróffóður.

20

Page 22: Freyja 1-1

FÓÐRUN

FREYJA 1 -1

Það er einnig mikilvægt að vera viss um aðhámjólka kýrnar og kvígurnar komist vel aðgóða gróffóðrinu. En þær standa oft illa að vígií baráttunni um átpláss og því ná kýr sem síð-ur þurfa góða gróffóðrið að éta meira en góðuhófi gegnir. Það er því mikilvægt að í fjósumþar sem allar kýrnar komast að sama fóður-ganginum hvort sem þær eru ný bornar eðaekki, að fóðrið sé einsleitt. Þannig að þaðskipti ekki máli hvar á fóðurganginn þærkomast að, þær komast að því fóðri sem þeimer ætlað.

Til þess að nýta heimaaflað fóður sem best ogá sem hagkvæmasta hátt er best að gera fóður-áætlun að hausti. Fóðuráætlanagerð tryggirgóða nýtingu á gróffóðrinu og rétt val á kjarn-

fóðri. Við skulum því hafa það í huga að þaðer bæði óhagkvæmt að offóðra eins og það erað vanfóðra. Við vanfóðrun fær gripurinn ekkiþau næringarefni sem hann þarf til viðhalds,vaxtar, fósturvaxtar og framleiðslu og við sjá-um afleiðingarnar í aflögn, smærri gripum,vanhöldum og minni framleiðslu. Við offóðr-un er framboð næringarefna meira en það semgripurinn þarfnast, eða samsetning næringar-efna röng. Í þeim tilfellum nýtir skepnannæringarefnin ekki og við sjáum afleiðingarn-ar í feitum gripum, háu úrefnisinnihaldi ímjólk og næringarríkum skít. Ef samsetningheildarfóðursins er þannig að hún passi þörf-um gripanna þýðir það einfaldlega heil-brigðari gripi og meiri framleiðslu.

21

Page 23: Freyja 1-1

GARÐRÆKT

FREYJA 1 -1

EDDA ÞORVALDSDÓTTIR

KennariLandbúnaðarháskóla Íslands

Geymsla rótarávaxtaÞað sem við köllum „rótarávexti“ er forði plöntu sem yfirvetrast til að hefja vöxt næsta ár. Ínáttúrulegum heimkynnum viðkomandi plantna, geymast þessir plöntuhlutar í jörðu millivaxtarskeiða. Það eitt er sameiginlegt algengustu rótarávöxtum sem hér eru ræktaðir en kart-öflur eiga uppruna sinn í Suður-Ameríku, gulrófur í Evrópu og gulrætur eiga sínar rætur íAsíu.

Við geymslu rótarávaxta þarf að líkja semmest eftir jarðvegsaðstæðum á viðkomandistöðum en einnig er mikilvægt að gera sérgrein fyrir hvernig plantan sjálf undirbýrgeymslu forðans milli ára. Ber þá að minnastþess að slíkar jurtir leggjast í dvala, þegar ann-að tveggja eðlilegum vaxtartíma þeirra lýkureða hiti fellur svo mikið að jurtin sér sig knúnatil að draga saman í lífsstarfseminni. Í dvalahægir mjög á öllum ferlum en plantan deyrekki, hún andar og viðheldur lágmarks lífs-starfsemi. Til þess þarf hún súrefni og hóflegarakt umhverfi. Kjörgeymsluaðstæður eru ídimmu, röku, frostlausu og loftgóðu um-hverfi. Allt of oft er reynt að geyma kartöflur,rófur og gulrætur í sömu geymslu, þó dvala-aðstæður séu misjafnar fyrir þessar tegundir.Hérlendis er sjaldgæft að vaxtartímirótarávaxta nái þeirri lengd sem plöntunum ereðlilegur á sínum upprunasvæðum og því gottað þekkja aðferðir til að ýta undir dvalaferli,þegar að upptöku kemur.

Kartöflur

Vaxtartími kartaflna á Íslandi nær oft að veraum 100 dagar, þær þurfa mun lengri tíma tilað ná fullum þroska og vetra sig eðlilega. Afþessum sökum hafa hnýðin ekki undirbúiðdvala þegar tekið er upp – því getur verið gottað slá grösin (eða fella með þar til gerðum efn-um) svo sem viku fyrir áætlaða upptöku.Þannig fá kartöflurnar skilaboð um að vetrunþurfi að hefjast, hýðið styrkist og þær verðabetur varðar fyrir upptökuskemmdum. Ef grösfalla við snemmkomið frost og veður leyfir mádraga örlítið að taka upp með sama árangri.

Við upptöku er ýmislegt sem skiptir máli oggott að vita við upphaf ræktunar, tökum nokk-ur dæmi:Grýttur jarðvegur eykur líkur á skemmdumkartaflna, þær geta í vexti rekist í hvasst grjótog hlotið af skaða sem lítur út ekki ósvipaðkláða, stundum verða dældir í kartöflunum afþessum sökum. Grjót skemmir auk þess hýðivið upptöku, rispar það og flettir af þegarverst lætur, slíkt eykur mjög á smithættu(bakteríur og sveppir eiga greiða leið ínæringu um brostið hýði).

Ekki taka upp í bleytu, þá fylgir meiri jarðveg-ur kartöflunum og sjúkdómasmit fylgir hon-um (sé það á annað borð til staðar) og lekurmilli kartaflna, einnig veldur jarðvegur í kart-öflubingnum hitamyndun (gerjun) sem erákaflega óæskileg og síðast en ekki síst, þurfaskítugar kartöflur lengri tíma til að þorna ogmeiri líkur eru á að freistast sé til að þvo þær.

Best er að taka upp í þurru veðri og helst þarflofthitinn að vera um 10°C (allavega ekki lægrien 5°C). Í kulda er kartöflunum hætt við aðspringa og hýðið er viðkvæmt.

Það er mikilvægt að plöntuleifar fylgi ekkikartöflunum í geymslu. Bæði er hættara við

    Mynd 1 . Sprungur: vaxtarsprungur (ofar),

    upptökusprungur (neðar)

22

Page 24: Freyja 1-1

GARÐRÆKT

FREYJA 1 -1

myglu ef slíkt fer með og svo enn og aftur erþarna smitberi (sé sýking í garðlandinu).

Áður hefur verið vikið að því að hérlendis nákartöflur sjaldan fullum þroska, það gerir aðverkum að þær eru ósköp vanburðugar aðtakast á við hnjask, ekki bara vegna veiks hýð-is, heldur líka vegna þess að innviðir kartöfl-unnar eru viðkvæmari en í fullþroska rótar-hnýðum og því er hætt við að þær merjist.Fara þarf varlega með þær í upptöku, marinkartafla dökknar við suðu og verður ólystug.

Ekki er mælt með að þvo kartöflur eftir upp-töku náttúruleg vörn hnýðisins minnkar ogþar með geymslugildið. Sölukartöflur eru t.d.ekki þvegnar fyrr en rétt fyrir markaðssetn-ingu. Kartöflur þarf að þurrka vel og hratt fyr-ir geymslu, án þess að þær tapi raka. Ekki máskína á þær sól eftir upptöku, því þá verðaþær grænar og ekki eftirsótt matvara.

Það má forsjóða kartöflur og frysta en slíkgeymsla er sjaldgæf hérlendis, algengast er aðkoma þeim í þar til gerða geymslu.

Kartöflugeymslur eru víða til, þær fullkomn-ustu með allskonar tæknibúnaði til að stillahita, raka, blástur o.fl. Heimageymslur eru oftgamalgrafnar inn í hóla, hafa síðan veriðendurbættar t.d. með því að koma gámi fyrir íhólnum, einangra vel, festa á góða loftræstit-úðu og fá þannig sæmilega loftræst, frostfríttgeymsluhúsnæði.

Kartöflur geymast best við um 4°C hita – farihitinn niður fyrir 2°C kemur fram sætubragð

og ef þær frjósa, þá eru þær hreint og klártónýtar.

Mismunandi er hvort kartöflur eru geymdar íbing, í kössum, í pokum (úr neti, striga eðajafnvel plasti) – allt er þetta vel nothæft, nemakartöflur í þéttum plastpoka, verða ónýtar áskömmum tíma (þær eru bara í dvala og verðaað anda, þó lítið sé).

Vel þroskaðar kartöflur geymast betur en líttþroskaðar. Það er mikilvægt að öll sár og hýð-isrispur þorni og grói sem allra fyrst og því erþörf á að þurrka kartöflur strax eftir upptöku –helst ætti það ekki að taka lengri tíma en sólar-hring, varast ber þó að þurrka þær í sól ogblæstri. Best er að láta dvalann byrja rólega, þáeru kartöflurnar geymdar við 10-20°C hita í 10-14 daga, síðan er hitinn lækkaður í um 4°C ograkinn þarf að vera um 90%, annars skorpnaþær. Þetta hita- og rakastig á síðan að vara all-an geymslutímann. Áður en neyta á kartaflnaer gott að hita þær aðeins með því að geymaþær 1-2 daga við ca 10 gráður.

Í geymslu ber aðallega á tvenns konarskemmdum, svokölluðu votaroti sem lýsir sérí blautum myglublettum og kartaflan verður áendanum lin drulla sem úr vellur, þessi ein-kenni koma fyrst og fremst fram ef bakteríu-sjúkdómar eru í kartöflunum. Þurrarot hinsvegar kemur fram í því að þurrkblettir koma íhýðið og smám saman skorpnar kartaflan upp,slík einkenni eru oftast af völdum sveppasýk-inga. Hvort heldur sem er þarf að þrífageymslur vel áður en ný uppskera fer í þær.

Rófur

Hefðbundið er í heimilisgarðrækt að kippa róf-um upp og skera af þeim kálið og mesturótarflækjuna, áður en þeim er komið ígeymslu. Betra er að skera kálið af dálítið áðuren taka á upp, þá hefja rófurnar dvalaundir-búning sinn af sjálfsdáðum. Gulrófur eru ekkiviðkvæmar fyrir frosti og þola að frost fari í-7°C að næturlagi, án þess að skaði hljótist af,SVO FRAMALEGA sem þær eru ekki teknarupp fyrr en þær hafa þiðnað almennilega ogtaka verður upp í frostlausu. Þar af leiðir aðgeyma má rófur á vaxtarstað alllengi fram eftirhausti.Velja skal þurrt veður til upptökunnar,það minnkar líkur á geymsluvandamálum(sbr. kartöflur).

Mynd 2. Tvær kartöflur úr sömu geymslunni, önnur sýkt

(votarot), hin heilbrigð.

23

Page 25: Freyja 1-1

GARÐRÆKT

FREYJA 1 -1

Kjöraðstæður tilað geyma gulróf-ur eru 0°C og 95-98% loftraki.Rakinn þarf aðvera svo mikilltil að rófurnarþorni ekki uppog verði linar.Loftræsting þarfað miðast við aðrófurnar skorpni

ekki í geymslunni, því má ekki vera trekkurþar.

Meðferð við upptöku ræður langmestu umskorpnun og hugsanlega smitun í geymslu. Efrófa er heil þegar hún kemur í geymslu, eruminni líkur á ofþornun og litlar líkur á að t.d.sveppasjúkdómar nái fótfestu í henni. Mikil-vægt er því að sár eftir afskurð, þorni vel áðuren þangað kemur. Erlendis tíðkast að vaxúðarófur sem geyma á lengi til að minnka útg-ufun, oft hefur slík meðferð áhrif á bragðgæði.

Helstu geymslusjúkdómarsem herja á rófur eru af völd-um sveppa. Því er áríðandi aðgæta ítrasta hreinlætis. Gul-rófur eru geymsluþolnar meðafbrigðum ef þær eru við rétthita-/ rakastig og geymslurvel sótthreinsaðar. Einnig erhægt að snöggsjóða gulrófur íhóflega stórum bitum, frystasíðan og nota í matargerð.Næpur þurfa samskonar með-höndlun og rófur og geymastvið líkar aðstæður, þær eru þó fljótsprottnariog geymast skemur.

Gulrætur

Það er ekki auðvelt að sjá hvenær gulrætur eru“tilbúnar” til upptöku – meira að segja er ofterfitt að átta sig á hversu stórar þær eru (þóendinn sem upp snýr sé bústinn, er ekki vístað rótin sé löng). Enda þarf djúpan myldinnjarðveg svo þær geti vaxið langt niður.Þurrviðri er best til gulrótaupptöku og mæltmeð að skera grasið rúman cm frá rótinni. Allsekki má láta gulrætur þorna í sól eða vindi –það leiðir til allt of mikils rakataps og þar meðskorpnunar.

Frostþol gulróta er dálítið svo ekki þarf að ótt-ast skaða í fyrstu frostum haustsins, svo fremium vægt frost sé að ræða og upptaka látin bíðaþar til þiðnar. Sambærilegt við rófnaupptök-una.

Gulrótum er ákaflega hætt við skorpnun ogþarf því að passa vel upp á rakt umhverfi fráupptöku til neyslu. Best er að setja þær strax íplastumbúðir til að hindra útgufun. Mikilvægter þó að loftskipti geti átt sér stað í umbúðun-um, annars myndast óheppilegar lofttegundir,sem skaða bragð og gæði rótanna. Vandamálgeta skapast ef jarðvegur fylgir í pokana, þvíætti að þvo gulrætur sem pakka á í plast.

Vegna mikils raka sem þarf að vera í æskileg-um gulrótargeymslum, er hætt við að sveppa-sjúkdómar geri vart við sig, allavega ef hiti fereitthvað yfir núllið.

Best er að þvo gulræturnar varlega úr kölduvatni, áður en þeim er komið í geymslu. Þann-ig næst burtu mikið af sveppagróum sem er að

finna í jarðveginum og á rót-unum. Auðvitað þarf síðanað nota hreinar umbúðir ogsótthreinsaðar geymslur, þarsem kjöraðstæður ríkja. Gul-rætur geymast best við 0°Cog 98-100% raka.

Gömul aðferð við geymslugulróta, er að hafa vel rakansand í kössum og grafa ræt-urnar í sandinn. Þannig helstraki á þeim en „jarðvegur-inn“ er eins hreinn og hugs-

ast getur en auk þess rakaheldinn.Ef gulrætur eru grófbrytjaðar og snöggsoðnar,má frysta þær og nota í matargerð, þetta er fyr-irtaksráð til að fullnýta eigin uppskeru.

Hreinlæti er fyrir öllu

Við upptöku og geymslu matjurta er mikil-vægt að þekkja til náttúrulegs vaxtarferilsþeirra, vita hvað hentar best í dvala og síðasten ekki síst gæta fyllsta hreinlætis þegargeymsla þeirra er undirbúin. Með því er hægtað eiga matarforða fram að næstu uppskeru.

Mynd 3. Kartöflur með þurrarot,

skorpnar og óætar.

  Mynd 4. Vel geymdar og heilbrigðar,

  fyrra árs uppskera á leið í pottinn í júlí

  201 1 .

24

Page 26: Freyja 1-1

SAGAN

FREYJA 1 -1

Til hvers Landbúnaðarsafn?

Þótt um sé að ræða árþúsunda þróun má segjaað frumhugsun landbúnaðar hafi ekki breyst ítímanna rás: Jörð er ræktuð og búfé alið tilhins sama og fyrr; að afla fæðu og fóðurs tilframfærslu mannkyns. Sannarlega hafa nýjarþarfir komið til, að ekki sé nú talað um verk-hætti og vinnubrögð. Flest af því snýst þófremur um formið en innihaldið. Sunnlenskurbóndi sem plægir akur sinn með margskeravendiplógi við 200 hestafla dráttarvél haustið2011 keppir að sama marki og kollegi hans viðaustanvert Miðjarðarhaf gerði árþúsundumfyrr er sá gekk um akurpentu sína með krók-bogna viðargrein sem einhver dró: Að búanytjajurtum sínum sem bestan sáðbeð.

Á milli krókbognu viðargreinarinnar ogstálgljáandi vendiplógsins liggur mikil saga.Kynslóð hefur bætt kynslóð reynslu og þekk-ingu, ekki aðeins um jarðvinnsluverkfæriðheldur fjölmargt annað sem stuðlað hefur aðframförum, t.d. efnistækni, nýir aflgjafar, stý-ritækni og fleira. Með vendiplógi sínum vinn-ur sunnlenski bóndinn á við þúsundir mannameð krókbognu viðargreinunum. Þær þús-undir fást nú við önnur viðfangsefni í verka-skiptu samfélagi.

Í öllum þeim aðföngum sem nútímabúið á Ís-landi krefst liggur þekking. Fyrir hana er gold-ið í kaupverði aðfanganna, þótt oftast sé húnsmár og jafnvel hverfandi hluti þess. Í tímannarás hefur þekking borist frá kynslóð til kyn-slóðar. Vitað er að alltaf bættist meira eðaminna við þekkingu kynslóðanna og sjálfsagthefur eitthvað glatast líka, t.d. þekking semekki var lengur brýn þörf fyrir. Í breytingalitl-um samfélögum fyrri tíma, barst verkþekkingog kunnátta hljóðalítið á milli kynslóða. Í dageru tengslin orðin slitróttari. Ábyrgðinni hefurí meira mæli verið varpað á skóla og rann-sóknastofnanir.

Eitt af hlutverkum skóla er að varðveita þekk-ingu. Seint verður vitað hvaða þekkingar kannað verða þörf eða hvenær. Hérlendis vorumvið t.d. jafnvel farin að halda að kal í túnumtilheyrði fortíðinni en erum nú skyndilegaminnt á að svo er hreint ekki. Þekkingu geym-um við á rit- og myndmáli, en líka í persónu-bundinni verkkunnáttu og hlutum, svo semáhöldum og verkfærum. Byggðasöfn eru t.d.hlutasöfn þekkingarvarðveislunnar. Það erhins vegar samspil þessara þriggja þátta, semmótar þá menningu, er einkennir verksvið-ið/atvinnugreinina og framsækni þess á hverj-um tíma.

Það er því ekki tilviljun að skóli hefur veriðhelsti bakhjarl Landbúnaðarsafns Íslands. Meðþví undirstrikar háskólinn að varðveisla þekk-ingar sé eitt af hlutverkum hans. Bændaskólarvoru hvað fyrstu verkmenntaskólar landsinsog þar hófst söfnun og miðlun þekkingar á

Landbúnaður telst til elstu atvinnuvega mannkyns. Hann varð til þegar mannkyn hóf aðhugsa til fleiri daga en hins líðandi hvað snerti öflun fæðu og klæða; þegar menn létu sérekki lengur nægja að neyta þess sem náttúran gaf heldur tóku að geyma forða, temja dýr tilþarfa sinna og síðan rækta jurtir sér til nytja (agri-culture).

BJARNI GUÐMUNDSSON

Landbúnaðarsafni Íslands

25

Page 27: Freyja 1-1

SAGAN

FREYJA 1 -1

sviði búnaðarfræða, einkumjarðræktar.

Það eru nær 110 ár síðan íslensk-ir bændur hreyfðu því á þingisínu (á Búnaðarþingi 1903) aðvarðveita eldri búverkfæri. Íframhaldinu beitti BúnaðarfélagÍslands sér nokkuð fyrir verk-efninu; sá m.a. til þess aðvarðveittust merkilegjarðvinnsluverkfæri frá Torfa íÓlafsdal. Með verkfærasafni,sem lögbundið var á Hvanneyriárið 1940 (lög nr. 64/1940 umrannsóknir í þágu atvinnuveg-anna), vannst nokkuð, þótt fljót-lega gleymdist. Áhugamenn,m.a. með atbeina Búnaðarþings,Hvanneyrarskóla og síðar Rann-sóknastofnunar landbúnaðarins,tóku að þoka búvélasafni áfram,er kom fram á áttunda áratug síðustu aldar.Með tímanum leiddi það til þess að í ársbyrjun2007 varð til sjálfseignarstofnunin Landbún-aðarsafn Íslands, með stofnaðild Landbún-aðarháskólans, Bændasamtaka Íslands ogBorgarbyggðar.

Landbúnaðarsafn Íslands tók við því efni ersafnast hafði til Búvélasafnsins á Hvanneyri.Það safn hafði þá þegar fengið formlega viður-kenningu Safnaráðs sem sérsafn á sínu sviði.Búvélasafnið var dæmigert hlutasafn. Meðstofnun Landbúnaðarsafnsins var hlutverkiðvíkkað því vél eða verkfæri er ekki sjálfstæð

Mynd 1 . Á íslenska safnadeginum 1 0. júlí sl . var opnuð líti l sýning í

Landbúnaðarsafni í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.

Sýningin dregur fram hugmyndir Jóns forseta um skóla fyrir bændur (frá

1 849), og efl ingu landbúnaðarframleiðslu og viðskipta með landvörur

bænda í kjölfar fengins verslunarfrelsis þjóðarinnar árið 1 854. Það síð-

arnefnda kynnti Jón í riti sínu Líti l varningsbók er út kom árið 1 861 .

Ljósm. Þórunn Edda Bjarnadóttir.

Mynd 2. Heyskapur á Hvanneyrarfit um 1 930 - á tímum handafls og handverkfæra. Með samvinnuLandbúnaðarsafns og Laxveiði- og sögusafnsins í Ferjukoti er nú að ljúka rannsóknarverkefni um nýtingu borgfirskaflæðiengja ti l heyöflunar á 20. öld og verkháttum við hana.Ragnhildur Helga Jónsdóttir umhverfisfræðingur og bóndií Ausu stjórnar verkefninu. Ljósm. Árni G. Eylands.

26

Page 28: Freyja 1-1

SAGAN

FREYJA 1 -1

eining heldur hluti í verki sem varpa þarf ljósiá sem heild. Sú hugmynd mótar hlutverkLandbúnaðarsafns eins og það er skilgreint ístofnskrá þess. Er ætlunin að fara þar svipaðaleið og danska landbúnaðarsafnið og raunarfleiri erlend landbúnaðarsöfn hafa farið:Danska landbúnaðarsafnið byrjaði sem tækni-gripasafn, einkum plóga og handverkfæra, ensíðan var farið að sinna mun fleiri þáttumlandbúnaðarins, m.a. varðveislu og meðferðplöntuerfðaefnis.

Hlutur er lítils virði ef enginn veit hvernig á aðnota hann eða hvernig hann var notaður. Söfn-un fróðleiks um notkun og viðhald kunnáttu íhelstu verkþáttum er því hluti safnsstarfsins.Á því sviði má benda á afar merkilegt heim-ildasafn Þjóðminjasafns sem varð til meðskráningu þjóðhátta t.d. um slátt og heyskapog fleiri bústörf frá tímum handverkfæranna.Þjóðhættir breytast og söfnun þeirra er þvísístætt viðfangsefni. Hins vegar hefur tækni tilsöfnunarstarfsins orðið hentugri með árunum;má þar nefna tölvuvæddar mynd- oghljóðupptökur.

En til hvers að vera að sanka þessum fróðleiksaman? Vissulega finna margir unað í því aðhalda ýmsu til haga, að fá söfnunaráráttu sinnisvalað. Það eitt á þó varla við þegar um opin-ber söfn er að ræða. Safn hjálpar okkur til við

skerpingu sjálfsmyndar okkar – og varpar ljósiá menningu okkar. Landbúnaður var eitthelsta viðfangsefni okkar allt fram á fyrstu ársíðustu aldar. Hann er því gildur þáttur ís-lenskrar þjóðmenningar eins og sjá má ábyggðasöfnum vítt um land.

Í Landbúnaðarsafni Íslands á með tímanum aðverða til heildarmynd af þróun íslensks land-búnaðar sem endurspeglar það hvernig þekk-ing varð til og hvernig henni hefur verið beitttil þess að framleiða hráefni til fæðis og klæðafyrir þjóðina. Líka megi þar fá nokkra mynd afþví samfélagi sem mótaði landbúnaðinn áhverjum tíma.

Áður var nefnt að frumhlutverk landbúnaðar-ins breytist lítt og ekki hverjir sem tímarnireru. Hins vegar markast tækni og vinnubrögðaf þekkingu hvers tíma. Eftirsóknarverð staðasafnsins væri sú að í þekkingu geymda þarmætti sækja hugmyndir til þess að takast á viðný viðhorf sem skapast sem og hugmyndir tilþess að lýsa þáttum úr menningu okkar og tjáþá. Freistandi er því að ljúka skrifunum meðorðum, sem svo oft hefur verið vitnað til, endafela þau í sér mannvit sem vart verður beturorðað: Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skalbyggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað ernýtt. Að sínum hluta þarf LandbúnaðarsafnÍslands að geta veitt þá fræðslu.

27

Næsta tölublað Freyju kemur út 5. nóvember

Prentað eintak kostar kr. 1500nánari upplýsingar á [email protected]

Freyja er blað sveitafólksins, eflið útbreiðslu Freyju!

Page 29: Freyja 1-1

RADDIR ALLRA BÆNDA

FREYJA 1 -1

Það er svo rómantíkst að búa í sveit!Anne Manly Thomsen og Sæmundur Jón Jónsson

Árbæ á Mýrum

Maður getur næstum heyrt fuglasöng og bak-grunnstónlistina, líkt og í gömlu dönskuMorten Korch bíómyndunum þar sem allt lékí lyndi. En er allt jafn fullkomið og það líturút fyrir að vera, og ef það er það ekki, hversvegna í ósköpunum finnur maður þá ennþáunga bændur um allt?

Það er ósköp venjulegur rigningardagur, þegarvið komum inn í útihúsin hjá Sæmundi í Ár-bæ. En í dag er maður ekki leiður yfir rigning-unni, það eru nefnilega mánuðir síðan þaðkom eitthvað sem kallast getur rigning, svograsvöxturinn hefur látið bíða eftir sér. Þaðlitla sem var slegið, þegar „venja“ er að hefjaslátt, líktist frekar 3. slætti frá síðasta ári semþurfti að hreinsa af túnunum. En núna hefurrigningin gefið von umþokkalega uppskeru í sum-ar, þrátt fyrir allt. Svona erþað á hverju ári, ef ekkivantar regn, þá rignir ofmikið, of mikið rok eða ofkalt. Í stuttu máli þá kvartabændur víst alltaf undanveðrinu, sama hvernig þaðer. „En það er auðvelt aðverða háður spennunni,líkt og spilafíkillinn semheldur áfram að spila, þóhann vinni aldrei, þá held-ur hann alltaf áfram, þaðsegir konan mín allavega“segir Sæmundur og hlær.

Ef maður spyr hann af hverju hann haldiáfram, þá stendur ekki á svari. Þrátt fyrir langavinnudaga og óvissa framtíð, þá er starfið fulltaf möguleikum og krefjandi verkefnum. Engirtveir dagar eru eins og alltaf eitthvað nýtt aðtakast á við. Hann segir að í byrjun hafi hannog konan tekið við býlinu vegna þess að þauhöfðu bæði lokið landbúnaðarmenntun ogvildu búa úti á landi.

Þegar gengið er í gegnum útihúsin þá leynirsér ekki að þau eru komin til ára sinna. Bygg-ingarnar eru frá því upp úr 1950, en núverandiinnréttingar og skipulag er tilkomið eftir aðSæmundur og Anne tóku við árið 2005. Kýrnareru núna í lausagöngu í stað þess að verabundnar á bás. Sæmundur útskýrir að vanda-

    Fjölskyldan saman að störfum (yngsta meðliminn vantar)

28

Page 30: Freyja 1-1

RADDIR ALLRA BÆNDA

FREYJA 1 -1

mál með spenastig, júgurbólgu og doða heyrisögunni til en jafnframt kom í ljós að sumarkýrnar áttu við fótavandamál að stríða. Eftir aðhafa reynt ýmislegt látum við núnaklaufsnyrta allar kýrnar einu sinni á ári.”Núna eru við ekkimeð neina kú semekki getur fylgthinum eftir vegnalélegra eða ofvax-inna klaufa, áðurleiddi það oft tilþess að þær fengujúgur- og liðabólgu”segir Sæmundur.

Í gömlu hlöðunnikomum við framhjárisastóru gulu tækisem mun vera fóð-urblandari. Hann virðist ekki passa inn í þettagamla umhverfi en samkvæmt Sæmundi þáhefur hann haft mjög jákvæð áhrif á heilsufarkúnna. Eftir að kýrnar voru leystar af básun-um eru þær allar fóðraðar á heilfóðri, þar semöllum fóðurefnum er blandað saman og eruþví allar mjólkurkýrnar fóðraðar eins og engineinstaklingsfóðrun. Geldkýr og óbornar kvígureru hafðar sér þar sem þær fá gróft kalísnautthey og geldstöðukjarnfóður fyrir burð. „Það erá hreinu að maður hittir ekki alltaf á réttulausnina í fyrstu tilraun“ segir Sæmundur oglyftir öxlunum, „en þegar maður gefur eftirsmá stolt og viðurkennir að hlutirnir virkiekki, þá getur maður haldið áfram og fundiðréttu lausnina, þetta er eins og púsluspil semgengur aldrei upp fyrr en öll púslin snúa rétt ásínum stað“.

Gömlu byggingarnar eru greinileg kennileitiþess hve mikil áhrif fjármálakreppan hefurhaft á marga bændur. Meðan parið var á fulluað þróa og vinna að lausnum á búinu, skallefnahagskollsteypan á með þeim afleiðingumað allt sem hugsanlega þarf í nýbyggingu, erorðið miklu dýrara og á meðan versnarástandið á gömlu byggingunum. Fleiri lag-

færingar og breytingar á núverandi bygging-um eru ekki mögulegar og því þarf róttækaraðgerðir til að halda þróuninni áfram, eitthvaðsem efnahagurinn gefur ekki færi á þessastundina.

Þegar kýrnar hafafengið fóður semmun halda þeimuppteknum fram aðkvöldmjöltum,hoppum við upp ígrænu dráttavélina.„Hún er með rauðarfelgur, það er mikil-vægt“ segirSæmundur hlæjandiog heldur áframmeð því að segja fráöllum rökræðumsem hann hefur átt

við 5 ára son sinn, sem gjarnan vill eiga öðru-vísi dráttarvél, ef hún verði græn eins og þessiþá verði felgurnar að minnsta kosti að veragular. Á leiðinni í gegnum hlaðið á bænumkomum við framhjá ísgerðinni, sem var sett álaggirnar 2008. Lagt var út með það að skapameiri tekjur af því sem þegar var framleitt ábúinu. Hugmyndin er hollensk og felst í því aðsem mest af hrávörunum komi úr nærum-hverfinu. Öll mjólk og rjómi kemur beint frákúnum og í raun er hægt að bera fram rjómaísí hádeginu úr mjólk sem kom frá kúnum ímorgunmjöltunum. Ísinn hefur mikið að-dráttarafl fyrir ferðaþjónustuna sem er rekin ásama stað af foreldrum Sæmundar.

Við keyrum um akurlendið sem aðallega ernotað til ræktunar á grasi og korni, en búið ersjálfbært hvað varðar öflun á fóðurbyggi oggróffóðri. Síðustu ár hafa verið gerðar tilraunirmeð að verka gróffóðrið í votheysstæðu, fyrst íakurstakk úti á túni og síðan á malarplani viðútihúsin. Þrátt fyrir að það hafi létt undir dag-leg verk eins og fóðrun, þá hefur það því mið-ur ekki haft jákvæð áhrif á mjólkurframleiðsl-una. Sæmundur kvartar undan próteininni-haldinu í mjólkinni sem hefur aldrei verið eins

    Dýrin una sér vel, frjáls úti í náttúrunni  

29

Page 31: Freyja 1-1

RADDIR ALLRA BÆNDA

FREYJA 1 -1

lágt: „Ennþá einn hlutur sem þarf að lagfæraaðeins þannig að það virki eins og ætlunin er“viðurkennir hann. En það eru aðrir hlutir semhafa skilað óvenju góðum árangri. Efst á land-areigninni, þegar komið er upp í þurra oggrýtta jörð þar sem jökulvötnin runnu um áðuren þau voru beisluð, sjáum við akur sem ermun grænni en hinir. Það er hérna sem gerðhefur verið tilraun með að dreifa fiskúrgangi.„Að vísu þarf maður að venjast því að veraviðkomustaður allra hrafna og máva á svæð-inu, auk þess að taka við skömmum frákonunni þegar vindáttin stendur frá móttöku-svæðinu að bænum, en uppskeruaukinn ogsparnaðurinn við áburðarkaup vegur þaðupp“ segir Sæmundur og brosir út í annað.

Allt í einu stöðvar hann dráttarvélina og stekk-ur út eins og brjálæðingur. Það tekur undirrit-aða smá stund að átta sig á aðstæðum. Fyrirframan slánann, sem stekkur hrópandi ogkallandi, veifandi höndum og fótum, hleypurhópur af hvítum ullarhnoðrum. Eftir því semvið nálgumst markagirðinguna, fjölgar í hópn-um. Þegar að girðingunni er komið troða þærsér undir eða í gegnum hver á eftir annarri og

hverfa út í buskan.Þegar Sæmundur kem-ur síðan móður ogmásandi inn ídráttavélina, muldrarhann eitthvað um aðtúnarollurnar verðikomnar inn aftur áðuren við verðum kominheim. Það er greinilegamjög tímafrekt ogvirðist endalaus vinnaað gera við girðingarog reka úr túnunum áþessu landssvæði, hafimaður ekki áhuga á aðfóðra sauðfé annarrabænda, hreindýr, álftireða gæsir, sem viðverðum óneitanlegaminnt á þegar gasbyss-

an hleypir af með miklum hvelli við hliðina ádráttarvélinni. Sem betur fer getum við líkanýtt tækifærið til að líta eftir dýrunum, sem íraun tilheyra búinu. Í síðasta hólfinu sem viðförum í gegnum eru hestar og uxar sem hafðireru úti allt árið. Báðir hóparnir bera þessgreinileg merki að vera brauðætur. Það erbæði notalegt og heillandi að klappa þessumljúfu dýrum og sjá hvernig þau njóta þess aðvera frjáls úti í náttúrunni. „Það er ekkert einsgott og að setja tennurnar í kjöt, sem maðurveit að hefur lifað frjálsu og streitulausu lífi“segir Sæmundur, en flýtir sér að bæta því viðað hvorki konan né börnin myndu leyfa hon-um að setja tennurnar í einhvern af hestunum:„Þeir eiga víst að kallast reiðdýr“ segir hannog hlær.

Á heimleiðinni tölum við um framtíðina ílandbúnaðinum, bæði fyrir fjölskylduna og al-mennt hinn íslenska bónda. Það er enginn vafiá því að framtíðin getur verið eins og happa-drætti. Það er ómögulegt að vita hvernig að-stæður verða eftir fimm til tíu ár, bæði efna-hagslega og framleiðslulega séð. Það er í þaðheila tekið mjög erfitt fyrir ungt fólk að hefja

Hesturinn hefur verið leystur af sem þarfasti þjónninn

30

Page 32: Freyja 1-1

RADDIR ALLRA BÆNDA

FREYJA 1 -1

búskap og fyrir þá sem þó ná svo langt, geturróðurinn verið mjög þungur. Enginn vafi leik-ur þó á því að fyrir okkur er lífið með dýrun-um, náttúrunni í kringum okkur og frjálsræðiðsem það gefur að vera sinn eigin herra, ástæð-an fyrir því að okkur líkar að vera bændur.Það mikilvægasta er að vera í stöðugri þróunog skapa ný tækifæri, í stað þess að festast íóþarfa endurtekningum. Ekki þrjóskast við aðhalda því áfram sem ekki virkar, eingönguvegna þess að maður sé of stoltur til að viður-kenna mistök, stundum er hollt að viðurkennaað maður hafi rangt fyrir sér og halda áframmeð lífið.

Heima safnast fjölskyldan saman í hádeg-ismat, eitthvað sem líklega gerist oftar hér en í

þéttbýli þar sem hver sér um sig allan daginnog kemur þreyttur heim að loknum vinnudegi.Það eru því líka kostir fyrir fjölskyldulífið hjáþeim sem reka landbúnað, kostir sem vegameira en ókostir við að búa langt frá skóla ogtómstundaiðju. Rými er til að vera útaf fyrirsig en að geta á sama tíma notið kosta þesssem samfélagið býður upp á, veraldarvefurinná þar stóran þátt. Fjarnám, þar sem hægt er aðlæra án þess að yfirgefa heimili og fjölskyldu ílengri tíma. Með þessum orðum vill undirrituðsvipta hulunni af sjálfri sér sem „konunni í Ár-bæ“ sem fékk með þessari samantekt að æfasig í greinarskrifum fyrir stúdentspróf semhún er á fullu við að ljúka.

31

Page 33: Freyja 1-1

Sauðfjárbændur sem taka þátt í skýrsluhaldikannast flestir við bláu haustbókin sem þeir fáí hendur að loknu voruppgjöri. Í bókinni ermikið af upplýsingum. Þessi pistill leiðbeinirmönnum varðandi upplýsingar um ættern-ismat við líflambaval.

Ætternismatið er reiknað fyrir fjóra eiginleikaog byggir á upplýsingum um BLUP kynbóta-mat foreldra. Fyrir alla eiginleika er landsmeð-altalið sett á 100. Hærri einkunn bendir því tilþess að viðkomandi gripur sé líklegur til kyn-bóta í þeim eiginleika.

Eiginleikarnir fjórir sem ætternismat erreiknað fyrir eru; fita, gerð, frjósemi og mjólk-urlagni. Mat fyrir fitu byggir á upplýsingumum fitu sláturlamba samkvæmt EUROP mats-kerfinu, hærri einkunn bendir því til minni fituhjá afkomendum gripsins. Mat fyrir gerðbyggir einnig á upplýsingum úr EUROP mats-kerfinu þannig að hærri einkunn bendir tilbetri gerðar hjá afkomendum. Frjósemismatiðbyggir á upplýsingum um fjölda fæddralamba, hærri einkunn hjá gimbrarlömbumbendir þá til að gimbrin geti orðið frjósöm ærog hjá hrútlömbum bendir það til að dæturhrútsins verði frjósamar ær. Mat á mjólkur-lagni byggir á upplýsingum um afurðarstigánna, hjá gimbrarlömbum bendir hærri ein-kunn til að gimbrin geti orðið afurðasöm ær oghjá hrútlömbum að dætur hans verði afurða-samar ær.

Vilji menn reikna út eina einkunn fyrir við-komandi lamb er slíkt hægt á einfaldan hátt.Ræktandinn verður þó að ákveða vægi hverseiginleika í sinni ræktun. Eftirfarandi dæmi er

byggt á upplýsingum um lamb sem finna má íbókinni.

Ef allir eiginleikar eiga að hafa jafnt vægi leggj-um við einkunnirnar saman og deilum svo ímeð fjórum. 123 + 119 + 104 + 114 = 460.460/4 = 115 í einkunn.

Ef afurðaeiginleikar eiga að gilda 70% (frjó-semi 35%, mjólkurlagni 35%) á móti 30% frákjötgæðum (gerð 15%, fita 15%) þarf að gefahverri einkunn vægisstuðul. Formúlan lítur þásvona út:((15*fita)+(15*gerð)+(35*frjósemi)+(35*mjólk-urlagni) / 100)

Fyrir sama lamb:((15*123)+(15*119)+(35*104)+(35*114) / 100) =((1845+1785+3640+3990) / 100 =11260 / 100 = 112,6 í vegna einkunn

Sömu formúlu má nota fyrir hvaða samsetn-ingu af vægi eiginleikanna sem ræktandi kýsað nota.

Með því að sækja lambabókina á Excel formiinn á skýrsluhaldskerfi BÍ, www.fjarvis.is mágera sömu útreikninga þar og hér er líst.

Að skoða ætternismat lamba á þennan hátt ogvelja „bestu“ lömbin samkvæmt því til ásetn-ings er góð leið til að bæta hjörðina. Jafnframtætti afkoman af búskapnum að batna í þá áttsem hver bóndi vill beina henni. Ef ráðnauturhefur komið og dæmt lömb er gott að hafaþessar einkunnir til hliðsjónar, sérstaklega efvalið stendur milli tveggja sambærilegra gripaskv. dómi.

SAUÐFJÁRRÆKT

FREYJA 1 -1

Lesið í lambabókinaEyjólfur Ingvi Bjarnason

32

Page 34: Freyja 1-1

UTAN ÚR HEIMI

FREYJA 1 -1

Mjaltaþjónar á Norðurlöndum

Snorri Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla ÍslandsEsa Manninen og Kaj Nyman, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðar ogmatvæla (MTT), FinnlandiMats Gyllenswärd, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, SvíþjóðOdd Rønningen, afurðafélaginu Tine, NoregiCarl Oskar Paulrud og H.C. Larsen, Þekkingarsetri landbúnaðarsins,Nautgriparæktarsviði, Danmörku

NMSM

Afurðastöðvarnar á Norðurlöndunum vinnasaman að ýmsum hagsmunamálum á sviðimjólkurgæðamála. Þetta er gert í gegnum fé-lagsskapinn NMSM (Nordiske Mejeriorgan-isationers Samarbejdsudvalg for Mæl-kekvalitetsarbejde) og einn vinnuhópur innanNMSM sér um mjaltatækni og kallast hanntæknihópur NMSM. Þessivinnuhópur sér meðal annarsum að safna saman árlegumupplýsingum um útbreiðslumjaltaþjóna á Norðurlöndun-um.

Samkvæmt nýjustu tölumtæknihóps NMSM sést að í bæðiDanmörku og á Íslandi var til-tölulega ör þróun á útbreiðslumjaltaþjóna til ársins 2008 envegna fjármálakreppunnar nán-ast stöðvaðist frekari þróun íkjölfarið. Athyglivert er hins-vegar að sjá að fjármálakreppanhafði lítil áhrif á þróunina áhinum Norðurlöndunum (sjánánar á mynd 1).

Fimmta hver kýr mjólkuð af mjaltaþjóni

Samtals voru 4.812 mjaltaþjónaklefar í notkunum síðustu áramót á 3.040 kúabúum eða semnemur 1,6 mjaltaþjónaklefum á hverju mjalta-þjónabúi. Alls voru 32.554 kúabú í rekstri áNorðurlöndunum við áramótin 2010/2011,sem þýðir að 9,3% kúabúa Norðurlandannaeru með mjaltaþjóna. Þessi bú eru hinsvegar

Síðustu árin hefur verið ör þróun í útbreiðslu mjaltaþjóna á Norðurlöndunum og í dag erþað svo að hvergi annars staðar á heimsvísu er jafn hátt hlutfall mjólkur framleitt í fjósummeð mjaltaþjónum. Hæst er hlutfallið í Danmörku þar sem 26,9 prósent innveginnar mjólk-ur kemur frá mjaltaþjónabúum en Ísland er skammt undan með 26,4%. Á meðal Norður-landanna er fimmta hver kýr mjólkuð af mjaltaþjóni og samtals nemur mjólkurmagnið 22%af heildarframleiðslu landanna.

    Mynd 1 . Þróun útbreiðslu mjaltaþjóna hefur verið hröð frá    árinu 1 996

33

Page 35: Freyja 1-1

UTAN ÚR HEIMI

FREYJA 1 -1

mun stærri að jafnaði með 96,4 kýr en meðal-stærð búa sem ekki voru með mjaltaþjóna áNorðurlöndunum við síðustu áramót var hins-vegar 39,6 kýr. Vegna þessa munar hefurtæknihópur NMSM metið það svo að af tæp-lega 1,5 milljón mjólkurkúm Norðurlandanna,séu 20% þeirra mjólkaðar af mjaltaþjónum. Þámetur vinnuhópurinn það einnig svo að 22%af þeirri mjólk sem er lögð inn í afurðastöðv-arnar á Norðurlöndunum komi frá mjalta-þjónabúum, þ.e. af heildarframleiðslunni árið2010 upp á 11,5 milljarða lítra mjólkur þá hafiu.þ.b. 2, 5 milljónir lítra komið frá mjaltaþjóna-búum.

Danir leiða

Flest mjaltaþjónabú voru við síðustu áramót íDanmörku, eða 896 bú með 2.094 mjaltaklefa.Þar á eftir kemur svo Svíþjóð með 755 mjalta-þjónabú og 1.156 mjaltaklefa. Þegar horft er tilstærðar búanna kemur hinsvegar í ljós aðdönsku búin eru miklu stærri að jafnaði en búhinna Norðurlandanna. Þannig var meðal-stærð danskra mjaltaþjónabúa við síðustu ára-

mót 2,34 mjaltaklefar á hvert bú en næststærstu búin voru í Svíþjóð þar sem 1,53mjaltaklefar voru á hverju búi. Hin löndin þrjúeru allnokkuð frá þessum stærðum og eruundir 1,22 mjaltaklefum á hvert bú (sjá nánar ítöflu 1).

Hið norræna samstarf

Þrátt fyrir allmikinn mun á mjólkurframleiðsl-unni á milli Norðurlandanna eiga þau það öllsameiginlegt að verulegur hluti mjólkurinnarkemur frá búum með mjaltaþjónum. Sú stað-reynd kallar um leið á eftirlit með gæðaþáttummjólkurinnar eins og frumutölu, líftölu oglausum fitusýrum í mjólk. Mikilvægi þverfag-legs samstarfs Norðurlandanna varðandirannsóknir á mjaltaþjónum, framleiðslu þeirraog mjólkurgæðum hefur því síst minnkað áliðnum árum, þvert á móti.

Greinin hefur einnig birtst á hinumNorðurlöndunum í Buskap, KVÆG, Nauta ogHusdjur

  Tafla 1 . Danmörk leiðir hin Norðurlöndin þegar horft er ti l ólíkra þátta er lúta að mjaltaþjón-  um, 31 . desember 201 0.

34

Page 36: Freyja 1-1