Top Banner
Æskulýðsstarfið okkar er þessa dagana að fara í jólafrí eftir ánægjulegt og kröftugt haustmisseri. Deildirnar eru fjölbreyttar en því miður hefur þeim fækkað lítillega frá fyrra ári og er þar fyrst og fremst um að kenna skorti á leiðtogum en við erum þegar farin að leita leiða til að bregðast við því ástandi og viljum efla leiðtogaþjálfun og stækka enn frekar þann frábæra hóp sjálfboðaliða sem heldur uppi æskulýðsstarfinu. Það er stórkostlegt tækifæri að fá að segja börnum og unglingum frá Jesú Kristi og miðla trú, von og kærleika. Við finnum það svo vel hversu þakklát börnin eru og í haust höfum við líka fengið tölvupósta og símtöl frá foreldrum sem hafa séð ástæðu til að þakka fyrir starfið. Ein móðir vitnaði um hvernig þátttaka dóttur hennar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK hefði bjargað henni út úr vítahring eineltis sem hafði viðgengist allt of lengi í skólanum. En eftir að dóttir hennar fór að sækja fundi breyttist eitthvað í vinahópnum og krakkarnir úr starfinu slógu skjaldborg utan um hana í skólanum og líðanin breyttist og móðirin var svo þakklát. Við vitum að við höfum mikilvægu hlutverki að gegna og í haust hafa hugleiðingarnar verið útlegging á einstökum bænum úr Faðir vorinu. Bænin sem Jesús kenndi okkur er annað og meira en þula sem við lærum utan að, hún er trúarjátning, syndajátning og bæn um styrk og handleiðslu inn í nýjan dag. Með þá bæn á vörum erum við betur undir það búin að njóta alls þess góða og um leið standa sterk þegar á móti blæs. Krakkarnir í vetur hafa verið öflugir og virkir og yngri deildum var boðið upp á fótboltamót en unglingadeildirnar fóru á miðnæturíþróttamót í Vatnaskóg og fyrir norðan fór unglingadeildin og gisti á Hólavatni. Unglingadeildirnar eru líka víða farnar á fullt í fjáröflun til að safna fyrir Evrópuhátíð KFUM sem verður haldin í Prag í ágúst 2013, en þangað stefna hópar úr nokkrum unglingadeildum. Yfirskrift þeirrar hátíðar er „Elskum lífið“ og það er boðskapur sem á góðan samhljóm með öllu því fjölbreytta starfi sem við bjóðum. Þú getur eflaust lagt þessu góða starfi lið með einhverjum hætti, tekið virkan þátt, sagt öðrum frá eða lagt starfið fram fyrir Guð í bæn. Megi Guð blessa og leiða starf KFUM og KFUK. Jóhann Þorsteinsson Sviðsstjóri æskulýðssviðs Fjölbreytt og kröftugt æskulýðsstarf Fréttabréf KFUM og KFUK 3. tölublað 2012
12

Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

Mar 23, 2016

Download

Documents

Fréttabréf KFUM og KFUK í desember 2012
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

1

Æskulýðsstarfið okkar er þessa dagana að fara í jólafrí eftir ánægjulegt og kröftugt haustmisseri. Deildirnar eru fjölbreyttar en því miður hefur þeim fækkað lítillega frá fyrra ári og er þar fyrst og fremst um að kenna skorti á leiðtogum en við erum þegar farin að leita leiða til að bregðast við því ástandi og viljum efla leiðtogaþjálfun og stækka enn frekar þann frábæra hóp sjálfboðaliða sem heldur uppi æskulýðsstarfinu. Það er stórkostlegt tækifæri að fá að segja börnum og unglingum frá Jesú Kristi og miðla trú, von og kærleika. Við finnum það svo vel hversu þakklát börnin eru og í haust höfum við líka fengið tölvupósta og símtöl frá foreldrum sem hafa séð ástæðu til að þakka fyrir starfið. Ein móðir vitnaði um hvernig þátttaka dóttur hennar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK hefði bjargað henni út úr vítahring eineltis

sem hafði viðgengist allt of lengi í skólanum. En eftir að dóttir hennar fór að sækja fundi breyttist eitthvað í vinahópnum og krakkarnir úr starfinu slógu skjaldborg utan um hana í skólanum og líðanin breyttist og móðirin var svo þakklát. Við vitum að við höfum mikilvægu hlutverki að gegna og í haust hafa hugleiðingarnar verið útlegging á einstökum bænum úr Faðir vorinu. Bænin sem Jesús kenndi okkur er annað og meira en þula sem við lærum utan að, hún er trúarjátning, syndajátning og bæn um styrk og handleiðslu inn í nýjan dag. Með þá bæn á vörum erum við betur undir það búin að njóta alls þess góða og um leið standa sterk þegar á móti blæs. Krakkarnir í vetur hafa verið öflugir og virkir og yngri deildum var boðið upp á fótboltamót en unglingadeildirnar fóru á miðnæturíþróttamót

í Vatnaskóg og fyrir norðan fór unglingadeildin og gisti á Hólavatni. Unglingadeildirnar eru líka víða farnar á fullt í fjáröflun til að safna fyrir Evrópuhátíð KFUM sem verður haldin í Prag í ágúst 2013, en þangað stefna hópar úr nokkrum unglingadeildum. Yfirskrift þeirrar hátíðar er „Elskum lífið“ og það er boðskapur sem á góðan samhljóm með öllu því fjölbreytta starfi sem við bjóðum. Þú getur eflaust lagt þessu góða starfi lið með einhverjum hætti, tekið virkan þátt, sagt öðrum frá eða lagt starfið fram fyrir Guð í bæn. Megi Guð blessa og leiða starf KFUM og KFUK.

Jóhann ÞorsteinssonSviðsstjóri æskulýðssviðs

Fjölbreytt og kröftugt æskulýðsstarf

Fréttabréf KFUM og KFUK

3. tölublað 2012

Page 2: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

2

Kæra félagsfólk og aðrir lesendur Fréttabréfs KFUM og KFUK. Blaðið sem þú hefur nú undir höndum flytur fréttir af starfi KFUM og KFUK, bæði því sem markvert hefur gerst frá því að síðasta blað kom út í lok sumars og því sem framundan er í starfinu. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í starfi KFUM og KFUK og hafa gert frá því að starfið hófst fyrir 113 árum síðan. Það eru sjálfboðaliðar sem standa á bak við það öfluga félagsstarf sem sagt er frá í blaðinu. Félagið hefur orðið mörgum til blessunar vegna þess að Jesús Kristur hefur verið kjarni starfseminnar. Þar sem manneskjur koma saman í nafni Jesú Krists, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, mótar Jesús andrúmsloftið með kærleika sínum. Orðin sem við meðtökum í fræðslu félagsins bæta okkur og hvetja til góðra verka. Þau eru jafnvel kvíðastillandi vegna þess að sá er aldrei einn, sem getur leitað athvarfs í Guði. Það er gott að geta varpað áhyggjum sínum á Drottin, sem ber umhyggju fyrir okkur. Þannig bætum við eigin og annarra geðheilbrigði. Markmið KFUM og KFUK er að gera manneskjur á öllum aldri sterkari til líkama, sálar og anda. Það er hollt að taka þátt í félagsstarfi, að rjúfa eigin félagslegu einangrun og byggja sig upp í hollum félagsskap. Það er líka mikils virði að láta gott af sér leiða. Í blaðinu segjum við frá öflugum unglingadeildum sem undirbúa för á Evrópuhátíð í Prag. Við segjum frá baráttu félagsins fyrir mannréttindum og baráttu þess gegn einelti og hvers konar ofbeldi. Við gleðjumst yfir metþátttöku í verkefninu Jól í skókassa vegna þess að munaðarlaus börn í Úkraínu munu fá gjöf sem minnir þau á að þau eru mikils virði og að eftir þeim er munað. Við segjum frá áhugaverðum fundum og samkomum sem sjálfboðaliðar skipuleggja og standa fyrir vegna þess að þeir hafa trú á verkefninu og njóta þess að vinna saman. Við leggjum nýtt ár í starfi KFUM og KFUK í Guðs hendur og þökkum fyrir varðveislu hans og blessun. Gleðilega hátíð og velkomin til þátttöku í starfi KFUM og KFUK á árinu 2013.

Fylgt úr hlaði

Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK

Heimsáskorun KFUM – 2012 „Skjótt´ á körfu“ (e. „Hoop Springs Eternal“) var haldin laugardaginn 13. október sl. með það að markmiði að fagna starfi KFUM um allan heim á sviði valdeflingar ungs fólks. KFUM-félög um allan heim skipulögðu viðburði þar sem þátttakendum og öllum sem vildu var boðið að skjóta á körfu.Á laugardeginum milli kl. 12:00-16:00 voru börn og unglingar í starfi KFUM og KFUK á Íslandi á ferðinni með færanlegar körfuboltakörfur af ýmsu tagi og buðu þeim

sem vildu að taka þátt í deginum með því að skjóta á körfu. Auk þess voru viðburðir fyrir börn og unglinga í deildastarfinu, m.a. við Sunnuhlíð á Akureyri, í KFUM og KFUK-húsinu í Keflavík, í Hveragerðiskirkju og á Holtavegi 28 í Reykjavík.Það voru 2047 þátttakendur sem tóku þátt í Heimsáskorun KFUM hér á Íslandi, þar af 472 þátttakendur í Reykjanesbæ, 215 á Akureyri, 98 í Grindavík og 215 í Hveragerði, ásamt 1047 einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu.

Heimsáskorun KFUM - 2012

„Skjótt’ á körfu“

Unglingar í starfi KFUM og KFUK í Grindavíkurkirkju buðu gestum í Bláa lóninu að skjóta á körfu í tengslum við Heimsáskorun KFUM laugardaginn 13. október

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi eru orðin fastur þáttur í starfi flestra sókna landsins. Námskeiðin hefjast í ágúst og standa fram í nóvember. Liðlega 2000 börn komu í 34 hópum í Vatnaskóg í haust. Flestir hóparnir

dvöldu í rúman sólarhring, sumir í rúma tvo sólarhringa og tveir hópar í fimm daga. Námskeiðin gengu mjög vel. Síðasta

námskeiðinu lauk þann 30. nóvember. Skógarmenn hafa haldið námskeiðin í samvinnu við Reykjavíkur- og Kjalarnesprófastsdæmi, en flest börn komu í Vatnaskóg úr þessum prófastsdæmum. Börn af Vesturlandi, Norðurlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi hafa einnig heimsótt Vatnaskóg á þennan hátt.Einnig hafa nokkrir hópar sett stefnuna á fermingarnámskeið eftir áramót. Þátttaka í fermingarnámskeiði í Vatnaskógi er fyrir mörgum fermingarbörnum hápunktur fermingarundirbúningsins.

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi

Hápunktur fermingarundirbúningsins

Page 3: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

3

Janúar- 2. Skipulagsdagur Vinagarðs- 14. Deildastarf hefst eftir jólafrí- 25.-27. Norrænn formanna- og

framkv.stj. fundur- 25.-27. Leiðtogahelgi II í

Vatnaskógi

Febrúar- 2. Leiðtogaþjálfun:

Skálholtsnámskeið- 3. Árshátíð Vindáshlíðarstúlkna- 10. Brennómót YD KFUM og

KFUK- 12. Hátíðar- og inntökufundur

KFUM og KFUK- 22.-24. Unglingalandsmót KFUM

og KFUK- 24. Landsþing unglinga í KFUM

og KFUK

Mars- 1. Alþjóðlegur bænadagur kvenna- 3. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar- 5. Aðalfundur: Reykjanesbær- 11. Aðalfundur: Vinagarður- 12. Aðalfundur: Vindáshlíð- 13. Aðalfundur: Kaldársel- 15. Skipulagsdagur Vinagarðs- 16. Skráning hefst í sumarbúðir- 19. Aðalfundur: Ölver- 20. Aðalfundur: Akureyri- 20. Aðalfundur: Vestmannaeyjar- 20. Aðalfundur: Hólavatn- 21. Aðalfundur: Vatnaskógur- 27.-30. Skólamót KSS

Apríl - 12. Fulltrúaráðsfundur KFUM og

KFUK- 13. Aðalfundur KFUM og KFUK- 16.-17. Námskeið fyrir starfsfólk

sumarbúða- 19.-20. Vorferðir YD KFUM og

KFUK- 25. Tónleikar Skógarmanna- 25. Kaffisala Skógarmanna- 26. Skipulagsdagur Vinagarðs

Maí: - 8.-12. Aðalfundur

Evrópusambands KFUM- 11. Vorhátíð Vinagarðs- 24.-26. Feðginahelgi í Vatnaskógi- 28.-29. Námskeið fyrir starfsfólk

sumarbúða

Viðburðadagatal

Í bakvarðasveit yngri deilda eru styrktaraðilar að mætingarverðlaunum YD og MD deilda, en ætlunin er að veita dvöl í sumarbúðum félagsins sem verðlaun. Erfitt er fyrir félagið og starfsstöðvar þess að standa að baki kostnaði allra deilda við þetta verkefni og viljum við leita til félagsfólks, velunnara og fyrirtækja að styðja við deildirnar til að koma til móts við kostnað sem af þessu hlýst. Allir þeir sem vilja taka þátt í þessu verkefni eru beðnir um að hafa samband við Þorstein fjármálastjóra í síma 588-8899 eða á netfangið [email protected]. Listi yfir gefendur verður birtur í næsta Fréttabréfi KFUM og KFUK ásamt nafni þeirrar deildar sem þeir styrkja. Ef óskað er eftir nafnleynd verður það virt. Ekki er birt upphæð gefenda eða heildarupphæð sem safnast á hverja deild heldur aðeins heildarupphæð verkefnisins í lokin. Markmiðið er að safna 270.000 krónum. Þær deildir sem eru starfandi í vetur eru:

- YD KFUK á Holtavegi í Reykjavík.- MD Skapandi á Holtavegi.- YD KFUM og KFUK í Grensáskirkju.- YD KFUM og KFUK í Aflagranda í

Reykjavík.- YD KFUM og KFUK í Bústaðakirkju.- YD KFUK í Seljakirkju í Reykjavík.- YD KFUM í Seljakirkju í Reykjavík.- YD KFUM í Lindakirkju í Kópavogi.- YD KFUK í Lindakirkju í Kópavogi.- YD KFUM og KFUK í Digraneskirkju í

Kópavogi.- YD KFUM í Keflavík.- YD KFUK í Keflavík.- YD KFUM og KFUK í

Grindavíkurkirkju.- YD KFUM og KFUK í Njarðvík.- YD KFUM og KFUK í Borgarnesi.- YD KFUM á Akureyri.- YD KFUK á Akureyri.- YD KFUM og KFUK í

Hveragerðiskirkju.

Bakvarðasveit yngri deilda– Viltu vera með?

Boð á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi, 13. apríl 2013Laugardaginn 13. apríl 2013 verður aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi haldinn í húsi félagsins að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundurinn stendur frá kl. 11-16.Félagsmenn í KFUM og KFUK á Íslandi eru hér með formlega boðnir á fundinn, þar sem fram munu fara hefðbundin aðalfundarstörf, meðal þeirra kjör nýrrar stjórnar félagsins fyrir starfsárið 2013-2014. Allir skráðir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld á árinu 2013 hafa rétt til að greiða atkvæði á fundinum og fá afhent fundargögn og kjörseðla við komu á fundinn.Dagskrá fundarins verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Miðnæturíþróttamót Unglingadeilda. Dagana 16.-17. nóvember var haldið fjörugt miðnæturíþróttamót í Vatnaskógi. Á svæðinu voru 70 unglingar og leiðtogar sem skemmtu sér hið besta og nutu alls þess sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða.

Page 4: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

4

Leiðtogahelgi KFUM og KFUK fór fram dagana 12.-13. október í húsi félagsins við Holtaveg 28. Að þessu sinni var ungleiðtogum á aldrinum 14-17 ára boðið að taka þátt í helginni. Á helginni fór fram margvísleg fræðsla um KFUM og KFUK, leiðtogahlutverkið og Biblíuna. Fræðsla helgarinnar var bæði í fyrirlestraformi og verkefnaformi. Meðal verkefnanna var að gera skoðanakönnun og spyrja gangandi vegfarendur spurninga og lögðu

ungleiðtogarnir eftirfarandi spurningar fyrir vegfarendur: Hvað er KFUM og KFUK? og: Hvert er megininntak kristinnar trúar? Að því loknu var unnið með niðurstöðurnar í hópum. Leiðtogahelgin að þessu sinni rann saman við Heimsáskorun KFUM og KFUK, sem fram fór síðdegis þann 13. október. Næsta leiðtogahelgi verður dagana 25.-27. janúar í Vatnaskógi og verður hún opin öllum leiðtogum í æskulýðsstarfi félagsins.

Skemmtileg leiðtogafræðsla

Í minningu látinna félagsmanna á árinu 2012

Á árinu 2012, sem senn er á enda runnið, voru nokkrir félagsmenn KFUM og KFUK kvaddir til hinstu hvíldar. KFUM og KFUK á Íslandi færir aðstandendum þeirra og ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biður þeim Guðs blessunar.

Blessuð sé minning þeirra:Ingveldur ÞórðardóttirBaldur BjarnasenIngibjörg KolbeinsdóttirÞórður EinarssonGunnar PéturssonMagnea Rannveig ÞorgeirsdóttirTheodór S. MarinósonGunnar P. Sigurðsson

Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. (Jóh. 11.25)

Ég lifi’ í Jesú nafni,í Jesú nafni’ eg dey,þó heilsa’ og líf mér hafni,hræðist ég dauðann ei.Dauði, ég óttast eigiafl þitt né valdið gilt,í Kristí krafti’ eg segi:Kom þú sæll, þá þú vilt.

Hallgrímur Pétursson

Febrúarnámskeið í Skálholti

KFUM og KFUK í samstarfi við þjóðkirkjuna halda saman námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 2. febrúar í Skálholti og býður KFUM og KFUK öllum sjálfboðaliðum í æskulýðsstarfi félagsins til þátttöku í námskeiðinu. Þema námskeiðsins að þessu sinni er ungmennalýðræði. Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Jón Ómar Gunnarsson.

Ungir aðstoðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK undirbúa kynningu á niðurstöðum skoðanakönnunar sem var hluti leiðtogahelgar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 12.-13. október 2012.

Mynddiskurinn (DVD) Daginn í dag 2 er kominn út hjá Skálholtsútgáfunni. Hann er sjálfstætt framhald af samnefndum þáttum sem komu út árið 2010 og slógu rækilega í gegn.

Daginn í dag 2 miðlar gildum kristinnar trúar á ferskan máta í þremur 33 mínútna þáttum. Hafdís og Klemmi eru sem fyrr dugleg að breyta hversdagslegum atburðum í ævintýri. Þau taka m.a. þátt í spennandi kassabílakappakstri, halda hæfileikasýningu og horfa á sjónvarpsþáttinn Nebbnilega áður en þau leggja af stað í sunnudagaskólann. Þá sjáum við brúðurnar Benna og Nebba eiga í höggi við dularfullan nebbaþjóf!Á disknum syngur barnahópur tólf sunnudagaskólalög og táknar með tali (TMT). Í lok hvers þáttar kemur Tinna táknmálsálfur, sem mörg börn þekkja úr

Stundinni okkar, í heimsókn og túlkar einn barnasálm á táknmáli. Þrjár dæmisögur Jesú eru færðar til nútímans í þáttunum og eru þær teiknaðar af Gunnari Júlíussyni.Daginn í dag 2 er viðamesta verkefni Skálholtsútgáfunnar til þessa. Þorleifur Einarsson leikstjóri sá einnig um klippingu og brúðugerð og skrifaði handrit ásamt sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni og sr. Guðna Má Harðarsyni. Myndataka var í höndum Stefáns Drengssonar, Rannveig Eva Karlsdóttir sá um búninga, Elma Karen um förðun og Atli Þór Einarsson um tæknibrellur og aðstoðaði við hljóðupptökur. Með aðalhlutverk fara Hafdís Maria Matsdóttir og Jóel Sæmundsson. Óskar Einarsson útsetti tónlist í sönglögum en Helgi Reynir Jónsson sá um kvikmyndatónlist í þáttunum. Daginn í dag 3 var einnig tekinn upp síðastliðið sumar til útgáfu 2013.Daginn í dag 2 er til sölu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Hagnaður af hverjum disk rennur til sumarbúðastarfs KFUM og KFUK á Íslandi.

Daginn í dag 2 er kominn út

Page 5: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

5

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur KFUM og KFUK, Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, hóf sumarið 2012 vinnu við gerð og útgáfu á Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Tilgangurinn með gerð og útgáfu aðgerðaáætlunarinnar er að öllum líði vel í leik og starfi innan aðildarfélaga ÆV. Allir sem starfa innan ÆV eiga að kynna sér þessa áætlun og ber að vinna eftir henni. KFUM og KFUK hefur hafið innleiðingu aðgerðaáætlunarinnar með því að kynna hana fyrir: leiðtogum æskulýðsstarfsins á skipulagssamveru í upphafi hausts, forystufólki í félaginu á samráðsþingi sem haldið var í Vindáshlíð í október og formönnum sumarbúðanna á formannafundi í byrjun desember. Fulltrúi KFUM og KFUK í ráðgjafahóp um eineltisvarnir, sem starfar á vegum Æskulýðsvettvangsins, er Margrét Árný Sigursteinsdóttir aðstoðarskólastjóri. Samhliða útgáfu aðgerðaáætlunarinnar hefur ÆV nú staðið fyrir tíu opnum fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála. Fræðsluerindin hafa verið haldin í Vestmannaeyjum, Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Grundarfirði, Borgarnesi, Selfossi, Hólmavík og Hvolsvelli. Erindin hafa verið mjög vel sótt og hafa á þriðja hundrað manns sótt þau. Mikil og góð eftirspurn er eftir fræðsluerindunum, sérstaklega frá skólum víðs vegar um landið og vonast ÆV til þess að á nýju ári verði unnt að verða við öllum þeim óskum sem hafa borist. Það er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur sem flytur fræðsluerindin og byggir hún þau

á nýútkominni bók sinni EKKI MEIR sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélaga, sem og foreldra og börn. Það sem Kolbrún fjallar um er:- Staðarmenningin og starfsfólkið.- Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum,

í skólum og í félögum. - Þolandinn/gerandinn, aðstæður og

persónueinkenni.- Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina. - Viðbrögð við kvörtun um einelti,

vinnsla málsins frá tilkynningu til málaloka.

- Helstu mistök í eineltismálum.Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun, sem og eineltisplakat sem einnig hefur verið gefið út, hafa fengið mikið lof og mikil eftirspurn er eftir plakötum.Félagsfólk er hvatt til þess að kynna sér eineltisvarnaráætlunina, en hana má finna á heimasíðu félagsins, kfum.is og á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins, aeskulydsvettvangurinn.is.

KFUM og KFUK tekur þátt í baráttu gegn einelti- Frábær aðsókn á fræðsluerindi Æskulýðsvettvangsins

Góð þátttaka á Verndum þau námskeiðum - Haldin á sjö stöðum í haust

Í haust hefur KFUM og KFUK boðið sjálfboðaliðum sínum og starfsfólki að sækja Verndum þau-námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins, en námskeiðið er skyldunámskeið fyrir alla sem starfa með börnum á vegum félagsins. Á námskeiðinu er fjallað um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi eða vanrækslu í garð barna og unglinga. Afar mikilvægt er að allir þeir sem starfa með börnum og unglingum þekki rétt viðbrögð, komi slík mál upp í æskulýðsstarfinu eða á starfsstöðvum félaganna. Á námskeiðinu koma líka fram mjög skýr skilaboð um að ofbeldi líðst ekki í félagsstarfinu. Það sem af er vetri hafa Verndum þau námskeiðin verið haldin á sjö stöðum á landinu; Reykjavík, Borgarnesi, Keflavík, Dalvík, Hrafnagili, Þórshöfn og Húsavík. Námskeiðin hafa verið vel sótt og almenn ánægja ríkir með þau. Námskeiðin hafa opnað augu sjálfboðaliða félaganna og gert þá meðvitaðri um þá ábyrgð sem við berum sem störfum með börnum og unglingum. Hvert einasta barn sem kemur í starf KFUM og KFUK er dýrmæt sköpun Guðs og á skilið að komið sé fram við það af kærleika og því veitt aðstoð ef það býr ekki við viðunandi aðstæður.

Fótbolta- og brennómót yngri deilda

Það voru glaðir og ánægðir krakkar sem tóku þátt í fótboltamóti yngri deilda KFUM og KFUK í íþróttahúsinu í Austurbergi í byrjun nóvember. Þriðja árið í röð báru stúlkurnar í Yngri deild KFUM og KFUK í Grindavík sigur úr býtum. Þann 10. febrúar næstkomandi verður síðan að venju boðið upp á brennómót fyrir yngri deildir. Nánari upplýsingar um brennómótið verða sendar á deildastarfsmenn í upphafi árs.

Vel sóttir tónleikar Karlakórs KFUM og KFUK. Það voru rétt um 300 manns sem nutu söngs Karlakórs KFUM og KFUK í húsi félagsins við Holtaveg þann 15. nóvember sl.

Hluti þátttakenda á Verndum þau-námskeiði sem haldið var í húsi KFUM og KFUK 13. september síðastliðinn.

Page 6: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

6

Alþjóðaráð KFUM og KFUK hefur heldur betur verið í blóma síðustu mánuði. Frá því að síðasta fréttabréf kom út í ágúst hafa tíu ungmenni verið send á ýmiss konar viðburði um allan heim á vegum KFUM og KFUK.Á sumarmánuðum var bryddað upp á þeirri nýjung að búa til síðu Alþjóðaráðs á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með því sem er í gangi hjá ráðinu og fylgjast með tilboðum, sem jafnframt eru auglýst á heimasíðu félagsins, kfum.is. Gleðilega leggst lítill kostnaður á félagið þrátt fyrir mikinn vöxt í alþjóðastarfinu. Flest námskeiðin sem við tökum þátt í eru styrkt að miklu eða öllu leyti og standi einhver kostnaður þar fyrir utan fellur hann í flestum tilfellum á þátttakandann sjálfan.

Ferðir annarinnar Salvar Geir Guðgeirsson, leiðtogi til margra ára og stjórnarmaður í stjórn Vatnaskógar, og Reynir Berg Jónsson, leiðtogi í Grindavík, héldu til Oulu í Finnlandi í byrjun október. Þar sóttu þeir námskeiðið R_U_Online sem fjallaði um áhrif internetsins á líf okkar og hvernig hægt væri að nota það til að koma jákvæðum breytingum til leiðar. Daníel Bergmann, leiðtogi í Grensáskirkju, fór einnig utan í byrjun október, til Strasbourg í Frakkland. Þar tók hann þátt í þingi um ungmennalýðræði á vegum Evrópuráðsins (Council of Europe). Þar fékk hann meðal annars tækifæri til að taka þátt í umræðu á Evrópuþinginu og fékk að kynnast því beint í æð hvað unga kynslóðin á mikið á brattann

að sækja víða í heiminum.Um miðjan október sendum við þau Berglindi Ólafsdóttur, leiðtoga í Ten Sing, og Inga Hrafn Pálsson, stjórnarmeðlim í Ten Sing og leiðtoga í Digraneskirkju, á námskeiðið

Where East meets West sem haldið var í Istanbúl í Tyrklandi. Námskeiðið var hluti af Catch the vision verkefni KFUM í Evrópu sem við höfum tekið þátt í í tvígang áður.Anna Elísa Gunnarsdóttir, stjórnarkona og meðlimur í Alþjóðaráði, fór svo til Navarra á Spáni í lok október þar sem hún sótti

svokallað SOHO námskeið. Þar var fjallað um EVS sjálfboðaliða og hvernig það gengur fyrir sig að fá sjálfboðaliða eða senda utan.Thelma Lind Waage, sumarbúðastarfsmaður til margra ára, fór til Antwerpen í Belgíu um síðustu mánaðarmót þar sem hún sótti námskeið um ofbeldi gegn konum. Námskeiðið kallaðist Stop the violence: Girls speak out. Sólveig Reynisdóttir, leiðtogi í Seljakirkju og meðlimur í Alþjóðaráði og Pragnefnd, sótti námskeiðið Rainbow Resources í Búdapest, Ungverjalandi, nú um miðjan nóvember á vegum Heimssambands KFUK. Heimssambandið hefur komið með fleiri spennandi tilboð fyrir okkur á þessari önn og í byrjun nóvember sendum við til að mynda Kristínu Sveinsdóttur á námskeið á þeirra vegum til Seoul í Suður-Kóreu. Þegar þetta er ritað er Bára Sigurjónsdóttir svo stödd á þeirra vegum á heimsþingi um mannréttindi ungmenna. Námskeiðið er haldið í Balí í Indónesíu og er á vegum UNFPA sem eru samtök innan Sameinuðu þjóðanna. Bára var þar valin úr rúmlega 5.000 umsækjendum í

eitt af þeim 900 sætum sem í boði voru. Framkvæmdastjórinn okkar, Gyða Karlsdóttir, sótti svo framkvæmdastjórafund á vegum KFUM í Evrópu sem haldinn var í Brussel nú í byrjun nóvember. Þetta var í fyrsta skipti sem fundurinn var haldinn og þótti hann lukkast afar vel. KFUM í Evrópu greiddi för Gyðu á fundinn, uppihald hennar og gistingu.

Verðmæti alþjóðastarfsinsÍ lok hverrar ferðar er þátttakendum gert að skila inn matsblaði til Alþjóðaráðs. Það er skemmtilegt að sjá á matsblöðunum hversu mikið þátttakendur uppörvuðust og þroskuðust á þessum ferðum. Að taka þátt í alþjóðastarfi opnar augu þátttakenda fyrir því hversu stór heimurinn er, hversu raunveruleg vandamál hans eru og hversu miklu máli hver einstaklingur getur skipt í að gera hann að betri stað. Á sama tíma er frábært hvernig námskeið innan KFUM og KFUK

auka þekkingu þátttakenda og tilfinningu fyrir því hversu stór og öflug hreyfing við erum og hversu sterkt bakland við eigum um allan heim. Það að kynnast nýju fólki, nýjum stöðum og nýjum menningarheimum styrkir leiðtogana okkar persónulega og skilar sér þannig í öflugri einstaklingum í starfinu okkar og baráttunni að betri heimi. Það er ómetanlegt að geta boðið leiðtogunum okkar upp á þau tækifæri sem þessar ferðir veita þeim.

Annasamur tími hjá Alþjóðaráði

Í Alþjóðaráði 2012-2013 sitja:Tinna Rós Steinsdóttir, formaðurBirgir Urbancic Ásgeirsson, gjaldkeriAnna Elísa Gunnarsdóttir, ritari.Sólveig Reynisdóttir, upplýsingafulltrúiHildur Björg Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi

Daníel Bergmann tók þátt í þingi um ungmennalýðræði í Strasbourg í október.Frá námskeiði í Búdapest, Ungverjalandi, um fjölbreytileika, stöðu kynjanna og kynhneigð.

En Sólveig Reynisdóttir leiðtogi í Seljakirkju tók þátt í námskeiðinu.

Ingi Hrafn Pálsson leiðtogi í TenSing og Digraneskirkju í góðum hópi á námskeiði KFUM í Evrópu í Istanbúl í Tyrklandi.

Page 7: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

7

Getum haft áhrif á heiminn- Kristín Sveinsdóttir sótti námskeið í Seoul í Suður-Kóreu

„Mér fannst magnað að sjá hvað KFUK um allan heim eru mikil baráttusamtök í réttindum kvenna. Ég hafði ekki hugmynd um það en fannst ótrúlega hvetjandi að upplifa það,“ segir Kristín Sveinsdóttir sem fór á dögunum sem fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi til Seoul í Suður Kóreu. Þar sótti hún námskeið sem haldið var á vegum Heimssambands KFUK og fjallaði um ofbeldi gegn konum og friðarmál. Um 40 konur voru þar saman komnar og var Kristín í hópi þeirra yngstu. „Við vorum þrjár 21 árs, en svo voru þarna konur upp í rúmlega sextugt. Allar rosalega hressar og skemmtilegar,“ segir Kristín. Hún segir menningarsjokkið ekki hafa verið mikið við að koma til Suður-Kóreu. „Það kom mér í raun meira á óvart hvað þetta er vestrænn heimur. Til dæmis voru allir mjög tískulega sinnaðir og flottir í tauinu þarna og í alveg sömu tísku og heima. Svo er allt mjög tæknilega þróað og flott,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji ferðina geta nýst sér í starfi KFUM og KFUK á Íslandi svarar hún játandi. „Ekki spurning. Mig langar til dæmis að skapa vettvang innan félagsins til að vekja upp umræður um þetta málefni og skoða það hvað við getum gert til að hafa áhrif í heiminum. Við eigum svo mikið af kröftugum kjarnakonum í félaginu okkar og aldrei að vita nema það að breikka áhrifasvið félagsins myndi styrkja það inná við í leiðinni,“ segir hún.Auk þess að hafa fræðst um starf KFUK í

heiminum hafði ferðin í för með sér mikla persónulega uppbyggingu fyrir Kristínu. „Vera mín þarna fékk mig til að hugsa minn gang og spá í því hvað ég vil gera við líf mitt. Þetta opnaði augu mín fyrir því hvað KFUM og KFUK er mikið alþjóðlegt afl og sterkt tæki fyrir okkur til að hafa áhrif. Þó að við búum í landi sem er komið vel á veg í baráttu kvenna megum við ekki loka augunum fyrir því sem er í gangi hjá systrum okkar úti í heimi. Ferðin gaf mér von um að ég geti í alvörunni haft einhver áhrif og ég kom heim ennþá stoltari af því að geta sagst vera hluti af þessu magnaða félagi,“ segir Kristín. „Það er ótrúlega frábært tækifæri sem alþjóðastarf KFUM og KFUK er að veita leiðtogum með því að bjóða upp á svona ferðir. Maður lærir svo ótrúlega mikið á því að vinna með fólki alls staðar að og frá ólíkum menningarheimum, það gefur alveg nýja sýn á heiminn. Mér finnst mikill styrkur fyrir félagið að geta boðið upp á svona frábær tækifæri fyrir leiðtoga sína og starfsfólk og er ekkert smá þakklát fyrir að hafa fengið þessa ómetanlegu lífsreynslu,“ segir Kristín að lokum.

Kristín Sveinsdóttir til hægri á myndinni

Nýnemar MA kynnast mannréttindum á Hólavatni

Nú í haust fóru rúmlega tvö hundruð nýnemar Menntaskólans á Akureyri í níu hópum í árlega skálaferð á Hólavatn. Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs, tók á móti hverjum hópi og bauð upp á um klukkustundar langa dagskrá sem byggð var á æfingum úr bókinni Kompás – handbók í mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Megininntak þeirrar fræðslu var um almenn mannréttindi, borgaravitund og fátækt. Almenn ánægja var meðal nemenda með verkefnið en að því loknu nutu þau þess sem Hólavatn hefur upp á að bjóða og gisti hver hópur eina nótt á staðnum. Haustverkefni sem þetta er mikilvægur þáttur í viðleitni stjórnar Hólavatns til að auka notkun staðarins og er ánægjulegt að geta um leið fengið tækifæri til að miðla fræðslu og auka vitund ungs fólks um mikilvægi almennra mannréttinda og virðingar.

Eins og flestum lesendum fréttabréfsins er kunnugt þá verður Evrópuhátíð KFUM haldin dagana 4.-10. ágúst 2013. Undirbúningur er í fullum gangi bæði hér á landi og í Prag, en gert er ráð fyrir 10.000 þátttakendum alls staðar að úr Evrópu. KFUM og KFUK á Íslandi hyggst ekki bara njóta þess sem aðrir gera á Evrópuhátíðinni, heldur bjóða upp á skemmtilega dagskrá og smiðjur fyrir aðra. Þannig verður t.d. TenSing hópurinn með leikþætti og tónlist. Þá mun KFUM og KFUK á Íslandi bjóða upp á 1-2 helgistundir á mótinu, sem verða skipulagðar af unglingum og leiðtogum. Við hvetjum auk þess leiðtoga og hópa til að koma með hugmyndir að smiðjum, leikjum og skemmtidagskrá sem við getum boðið upp á til að gera hátíðina enn betri fyrir alla.

Þeir hópar sem hafa áhuga á að taka að sér verkefni í nafni KFUM og KFUK á Íslandi eru beðnir um að hafa samband við Ella, [email protected], sem allra fyrst og í síðasta lagi 15. janúar 2013.Verð á hátíðina er 169.900 krónur. Innifalið í verðinu er íslensk fararstjórn, allur matur á hátíðinni, gisting og flug til og frá Prag. Gert er ráð fyrir að brottför frá Íslandi verði laugardaginn 3. ágúst og heimkoma að kvöldi laugardagsins 10. ágúst.

Skráning Íslendinga á Evrópuhátíðina fer fram á http://www.kfum.is/evropuhatid2013/skraning-a-evropuhatid-kfum-2013/ og lýkur 25. janúar nk. Nauðsynlegt er að greiða 15.000 króna óafturkræft staðfestingargjald við skráningu.

Sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni, en rúmlega 200 nýnemar Menntaskólans á Akureyri dvöldu þar næturlangt á þessu hausti.

Evrópuhátíð KFUM í Prag 2013- Undirbúningur í fullum gangi

Page 8: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

8

Á haustdögum var í níunda sinn boðið upp á hið gefandi verkefni Jól í skókassa. Undirtektirnar voru vægast sagt mjög góðar þetta árið. Formleg móttaka var á 13 stöðum um allt land fyrir utan lokaskiladaginn í Reykjavík, sem var laugardaginn 10. nóvember. Þann dag var opið hús á Holtavegi 28, aðalstöðvum KFUM og KFUK. Það má með sanni segja að áhuginn hafi aldrei verið meiri; fólk á öllum aldri streymdi í stríðum straumum á Holtaveginn með skókassa undir hendinni fullan af glaðningi handa þurfandi börnum í Úkraínu. Svo mikill var straumur fólks að bílastæðin við Holtaveginn og leikskóla KFUM og KFUK voru meira og minna full allan daginn. Margir stöldruðu við og þáðu léttar veitingar, horfðu á myndasýningu frá síðustu úthlutun gjafanna frá því í byrjun janúar og fengu tækifæri til að lesa ferðasögur frá liðnum árum. Samkomuhúsið iðaði af lífi, gleði og eftirvæntingu, börnum og fullorðnum.

Sjálfboðaliðanna beið mikil og þrotlaus vinna, því fara þurfti yfir kassana, merkja þá, setja biblíumynd með texta á úkraínsku í hvern kassa, flokka þá, raða þeim á vörubretti og koma vörubrettunum vel fyrir í gámnum. Snemma á laugardagskvöldinu varð okkur sem standa að verkefninu ljóst að einn 12 metra langur gámur myndi ekki duga eins og venjulega. Þegar honum var loksins lokað aðfaranótt sunnudagsins var hann alveg stappfullur. Þegar við svo komum saman síðdegis á þriðjudeginum þar á eftir, til að ganga frá skókössum sem komu of seint, var búið að panta annan gám 6 metra langan. Sjö vörubretti fóru inn í hann og var hann nokkuð vel nýttur. En niðurstaðan varð sú að sett var met í fjölda skókassa, því það safnaðist hvorki meira né minna en 5.451 skókassi sem er næstum því 1.300 fleiri kassar en söfnuðust í fyrra. Við sem stöndum að verkefninu erum náttúrulega himinlifandi yfir þessari niðurstöðu. Við viljum þakka öllum þeim sem

tóku þátt í verkefninu á einhvern hátt og einnig viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum um allt land sem lögðu hönd á plóg. Einnig viljum við nota tækifærið og hvetja fólk til að biðja fyrir verkefninu og framtíð þess, fulltrúum okkar sem munu hjálpa við útdeilingu gjafa í Úkraínu um áramótin og náttúrulega fyrir börnunum í Úkraínu.Guði séu þakkir fyrir flott verkefni, allar gjafirnar fyrir börnin og fyrir alla þá sem komu að verkefninu á einn eða annan hátt.

Fyrir hönd Jól í skókassa,Salvar Geir Guðgeirsson.

Metþátttaka í Jól í skókassa

Leiðtogaráðstefnan GLS

Ráðstefnan Global leadership summit (GLS), sem er alþjóðleg leiðtogaráðstefna haldin árlega í 90 löndum, fór fram dagana 2. – 3. nóvember í Neskirkju. KFUM og KFUK kom að undirbúningi ráðstefnunnar og átti fulltrúa í undirbúningsnefnd. Í ár sendi félagið 16 þátttakendur á ráðstefnuna. Sýndar voru níu ræður heimsþekktra fyrirlesara, en meðal þeirra voru Bill Hybels, Condolezza Rice, Jim Collins, John Ortberg og fleiri. Næsta GLS leiðtogaráðstefna verður haldin í Neskirkju 1. og 2. nóvember 2013. Frekari upplýsingar eru á vefsíðunni www.gls.is.

Líf og fjör á Basar KFUK í upphafi aðventu. Basar KFUK var haldinn í 103. sinn laugardaginn 1. desember sl. Basarnefnd félagsins þakkar öllum þeim sem lögðu basarnum lið, hvort sem það var með því að gefa gjafir á hann, aðstoða á einn eða annan hátt eða koma og versla og taka þátt á þessum hátíðisdegi sem basarinn er. Tæp miljón kom inn sem notuð verður til að fegra félagsheimilið á Holtavegi. Við biðjum Guð að blessa alla sem lögðu þessu málefni lið.

Björg Jónsdóttir læknir tekur á móti jólagjöf í skókassa frá ungum þátttakanda.

Alls söfnuðust 5.451 skókassi fyrir jólin 2012.

Page 9: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

9

Boð á aðalfundi starfsstöðva KFUM og KFUK á ÍslandiÍ mars 2013 fara fram árlegir aðalfundir allra níu starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi. Almenn aðalfundarstörf fara fram á hverjum fundi fyrir sig og ný stjórn hverrar starfsstöðvar fyrir starfsárið 2013-2014 verður kjörin.Félagsfólki í KFUM og KFUK á Íslandi er hér með formlega boðið að sækja fundina, þeir eru taldir upp hér fyrir neðan. Fundarstaðir eru gefnir upp í svigum aftast í hverri línu. Allir fundirnir hefjast kl. 20.

5. mars- Aðalfundur KFUM og KFUK

í Reykjanesbæ (Hátúni 36, Reykjanesbæ).

11. mars- Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla

KFUM og KFUK (Vinagarði, Holtavegi 28 Reykjavík).

12. mars- Aðalfundur sumarbúða KFUM og

KFUK í Vindáshlíð (Holtavegi 28, Reykjavík).

13. mars- Aðalfundur sumarbúða KFUM og

KFUK í Kaldárseli (Holtavegi 28, Reykjavík).

19. mars- Aðalfundur sumarbúða KFUM

og KFUK í Ölveri (Holtavegi 28, Reykjavík).

20. mars- Aðalfundur KFUM og KFUK á

Akureyri (Sunnuhlíð 12, Akureyri).- Aðalfundur KFUM og

KFUK í Vestmannaeyjum (Vestmannabraut 5, Vestmannaeyjum).

- Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni (Sunnuhlíð 12, Akureyri).

21. mars- Aðalfundur sumarbúða KFUM og

KFUK í Vatnaskógi (Holtavegi 28 Reykjavík).

Verið velkomin á aðalfundi starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi.

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á rekstri félagsins. Þjónustumiðstöð og starfsstöðvar hafa fundið fyrir samdrætti. Frá árinu 2008 hefur almennt verðlag hækkað um 42,4% sem hefur leitt til þess að aðföng hækka sem og gjaldskrár fyrirtækja. Innkoma til félagsins hefur lækkað og styrkir frá opinberum aðilum minnkað í krónum og að verðgildi. Einnig hefur komið í ljós að dvalargjöld sumarbúða eru mjög viðkvæm fyrir hækkunum og því hafa verið farnar erfiðar leiðir í niðurskurði. Í Þjónustumiðstöðinni hefur einnig þurft að fækka um 2,15 stöðugildi og niðurskurður hefur verið á flestum þáttum. Þó hefur verið reynt að halda æskulýðsstarfi með sama hætti og áður með aukinni ábyrgð sjálfboðaliða. Í lok hvers árs berjast KFUM og KFUK á Íslandi og starfsstöðvar þess við gerð fjárhagsáætlana og róðurinn sýnist þungur, þar sem skuldbindingar, til dæmis vegna launa og fasts kostnaðar, svo sem hita, rafmagns og viðhalds á fasteignum, vega oft þyngst. Erfitt reynist að fá styrki í rekstur því oft vill sá sem styrkir sjá afrakstur í stað þess að greiða fyrir hita. Hins vegar ef við veitum ekki yl í húsin þá líður þátttakendum ekki vel og því eru allir þættir jafn mikilvægir. Allt eru þetta þættir sem KFUM og KFUK á Íslandi og starfsstöðvar þess þurfa að kljást við og eru í þeirri vinnu í dag. Ef þú, félagsmaður

eða velunnari, ert aflögufær hvort sem það er með vinnufúsum höndum eða fjármunum mátt þú endilega hafa samband við okkur í Þjónustumiðstöðinni. Hér að neðan eru reikningar til að styðja við starf og verkefni á vegum KFUM og KFUK;KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889- Rekstrarsjóður 525-26-678899 Vatnaskógur kt. 521182-0169- Rekstrarsjóður 117-26-10616- Nýbygging 117-05-189120- Kapellusjóður 101-05-192975Vindáshlíð kt. 590379-0429- Rekstrarsjóður 515-26-163800Ölver kt. 420369-6119- Rekstrarsjóður 552-26-422- Sveinusjóður 701-05-302000Hólavatn kt. 510178-1659- Rekstrarsjóður 565-26-30525Kaldársel kt. 480883-0209- Rekstrarsjóður 545-26-9111- Framkvæmdasjóður 515-14-404800KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379- Rekstrarsjóður 121-26-3385KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049- Rekstrarsjóður 302-26-50031Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369- Rekstrarsjóður 525-26-3734

Þorsteinn Arnórsson, fjármálastjóri

Í kröppum dansi við krónur og aura

Ungmennaráð KFUM og KFUK, sem skipað er fulltrúum unglingadeilda, kom saman helgina 12.-14. október á Norðurlandi. Flest komu þau með strætó að sunnan og á föstudagskvöldinu var hugað að undirbúningi fyrir Heimsáskorun KFUM sem fram fór á laugardeginum. Reyndar gafst líka tími til að kíkja á skautadiskó og í Brynjuís en um nóttina var gist í félagsheimili KFUM og KFUK á Akureyri. Á laugardeginum tók ungmennaráðið virkan þátt í Heimsáskoruninni og síðdegis var svo lagt upp í ferð á Hólavatn. Þegar þangað var komið fengu þau tækifæri til að fræðast um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sú fræðsla byggði á samveru úr Kompás – handbók í mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Á sunnudeginum var síðan unnið að

því að ræða frekar um framtíðarhlutverk ungmennaráðs, um næsta landsþing unga fólksins og margt fleira. Það voru glöð og hress ungmenni sem héldu heim á leið um miðjan dag á sunnudag og má öllum vera ljóst að það er mikill auður fyrir félagið okkar að hafa þetta unga og frábæra fólk í okkar röðum.

Ungmennaráð og Kompás

Page 10: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

10

Nafn: Mjöll Þórarinsdóttir.Aldur: 42 ára.Hvar hefur þú starfað innan KFUM og KFUK? Ég hef unnið í Ölveri og smávegis í Vindáshlíð og Vatnaskógi, var í KSS og í stjórn þar í eitt ár, var með unglingadeild í Hafnarfirði, hef unnið á leikjanámskeiðum og svo hef ég fengið að taka þátt í Jól í skókassa verkefninu.Hver er atvinna þín? Mestmegnis sjálfboðaliði.Hvenær byrjaðir þú í KFUM og KFUK? Ég byrjaði ekki fyrr en um 15 ára í KSS.Getur þú deilt með okkur einni góðri minningu úr starfi félagsins? Ég held að ferðin til Úkraínu sl. janúar verði fyrir valinu. Ég var svo lánsöm að fá að fara sem fulltrúi Jól í skókassa verkefnisins út til Úkraínu til að fylgja eftir gjöfunum sem bárust okkur. Það var ógleymanleg ferð. Að fá að kynnast föður Yevheniy sem er tengiliðurinn okkar

þarna úti, alveg yndislegur maður og margt hægt að læra af honum. Horfa upp á hvað margir bjuggu við léleg kjör. Fá að fara í fangelsi, bæði fullorðinna og unglinga og sjá hvað aðbúnaðurinn þar er hryllilegur, sérstaklega fannst mér átakanlegt að horfa upp á unglingana í þessum ömurlegu vistarverum, þar sem þeir áttu yfir höfði sér nokkurra ára dóm fyrir smávægilega glæpi, það var svo sorglegt og tók virkilega á. En aftur á móti það gleðilega var að fá að hitta öll dásamlegu börnin sem við gátum glatt með gjöfum frá gjafmildum Íslendingum sem svo margir virkilega vanda

sig við að útbúa. Maður getur eiginlega séð umhyggjuna og kærleikann sem settur er í gjafirnar, og þvílíkt að sjá gleðina í andlitum barnanna þegar þau fá fullan kassa af alls konar glaðningi, þar er sko sönn gleði. Ég brosi bara hringinn þegar ég hugsa til þeirra. Hver er eftirlætis ritningarstaður þinn? Ég á nú nokkra eftirlætis ritningarstaði, til dæmis Filippíbréfið 4:4-7:

„Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“

Getur þú gefið lesendum góð ráð? Ji já, ég er viskubrunnur þegar kemur að góðum ráðum ;)Vertu örlát/ur, gefðu bros það margborgar sig. Eða eins og Róbert bangsi segir ... Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Í aðdraganda jólanna þarf margt að gera. Margir taka heimilið í gegn þar sem allt er þrifið hátt og lágt. Sumir fara að dæmi foreldra minna og taka geymsluna í gegn þar sem farið er í gegnum gamalt dót. Sumt á að geyma og annað má gefa. Þá nota margir tækifærið og fara í gegnum fjármál heimilisins enda mikil útgjöld framundan.En það eru fleiri en heimilin sem þurfa að fara í naflaskoðun á þessum tíma ársins. Frjáls félagasamtök á borð við KFUM og KFUK fara í fjármálavinnu, enda nýtt ár að ganga í garð. Áður en það gerist er mikilvægt að forysta félagsins sé búin að ákveða hvernig á að nýta fjármuni þess á næsta ári. Undanfarin ár hafa tekjur félagsins dregist saman á sama tíma og verðlag hefur hækkað. Því hefur að sama skapi þurft að skera niður útgjöld til þess að geta staðið undir grunnþjónustu félagsins. Það hefur haft margvísleg áhrif á starf félagsins, svo sem fækkun starfsfólks, skerðingu í barna- og æskulýðsstarfi, minnkaða þjónustu til sjálfboðaliða, ný verkefni hafa verið sett í bið, álag á starfsmenn hefur aukist og sömuleiðis hefur álag á sjálfboðaliða aukist til muna. Félagið þarf á félagsmönnum að halda og vil ég því kalla þig til aðstoðar. Það er hægt að leggja lið á margvíslegan hátt. T.d. hafa margir tekið að sér afmörkuð verkefni fyrir félagið, s.s. viðhald, endurbætur o.fl. Þá er gjafakerfi félagsins þægileg leið til þess að gefa reglulega til starfsins. Basarinn er

fjáröflun sem jafnan skilar góðum tekjum og eins er flugeldasala KFUM og KFUK gríðarlega mikilvæg fjáröflun en hún verður opin á Holtavegi dagana 28.-31. desember.Þrátt fyrir áskoranir í umhverfi félagsins gengur starf þess þó vel og aðsókn að starfi þess er góð. Það er ekki síst að þakka því frábæra fólki sem stendur að starfsemi félagins, í hvaða mynd sem það er. Takk :)Ert þú með hugmyndir sem þú telur að gæti gagnast félaginu? Hefur þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði til þess að efla enn frekar starf félagsins?Félagið þarf á þér að halda til þess að halda áfram starfinu við boðun fagnaðarerindisins og ég hvet þig til þess að hafa samband við skrifstofuna og bjóða fram krafta þína. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.

Guð blessi þig og fjölskyldu þína.Guðmundur Karl Einarsson, stjórnarmaður í KFUM og KFUK

Mjöll Þórarinsdóttir

Sjálfboðaliðinn

Stjórnarpistill

Guðmundur Karl EinarssonFjölskylduflokkur í Vatnaskógi

8.-10. febrúar 2013

Í febrúar 2013 verður haldinn fjölskylduflokkur í Vatnaskógi. Í flokknum gefst fjölskyldum frábært tækifæri til að efla tengsl og eiga góðan tíma saman i frábæru umhverfi. Boðið er upp á afslappaða, skemmtilega og uppbyggilega dagskrá þar sem fjölskyldan getur notið tímans í Vatnaskógi á eigin forsendum í bland við skemmtilega dagskrá.Fjölskylduflokkur er tilvalinn fyrir fjölskyldur til að:- njóta þess að vera saman.- fara í gönguferðir í fallegu umhverfi.- leika sér í íþróttum og leikjum.- vera með á

Skógarmannakvöldvökum.- taka þátt í fræðslustundum.- skapa í listasmiðjunni.Skráning í fjölskylduflokk er hafin í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, í síma 588 8899 eða á [email protected]

Krakkar að leik í fjölskylduflokki í Vatnaskógi 2012.

Page 11: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

11

HugleiðingAð undirbúa hjarta sitt. Það er boðskapur aðventunnar. Að leyfa Guði að mýkja hjartað, breyta því úr hörðu hjarta í hjarta Guðs. Guð sem breytir því með blíðum blæ anda síns, gefur okkur nýtt hjarta, hlýtt hjarta, svo það geti orðið vagga Jesúbarnsins. Þótt ytra myrkrið verði æ þéttara hljómar fagnaðarboðskapurinn: Þið eruð ekki ein og Guðvana mannanna börn, því Guð er á leið til ykkar í syni sínum, frelsara heimsins, til að vera hjá ykkur, í og með ykkur. Hann sem er ljósið sem skín í myrkrinu. Enn á ný væntum við á helgum jólum að fá stærstu gjöf allra tíma, er Guð kemur í

syni sínum, litlu barni reifað og lagt í jötu. Ef við þorum að opna hlið hjartans fyrir Jesúbarninu fyllumst við af lofsöng, gleði, friði og von. Og fáum að þreifa á því að hann er upprisinn, lifandi frelsari.Um leið er aðventan jólafasta, þar sem við göngum í okkur sjálf, íhugum líf okkar, og hún er kall til okkar að rétta hjálparhönd, vera vinur, vera náungi. Guð gefi að við fáum að vera einhverjum bænheyrsla á þessari aðventu, með Guðs hjálp að vera styrk hönd, hugur sem ann og hjarta sem skilur. Á hinni fyrstu jólanótt vitnuðu stjarnan og englarnir um fæðingu Jesúbarnsins í Betlehem. Ávallt síðan hafa skarar fólks sem hefur lotið Jesúbarni jólanna vitnað um hann, og með himneskum hersveitum tekið undir dýrðarsöng engla og manna:Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu, því að frelsarinn er fæddur. Hann sem er ljós og líf. Immanúel, Guð með okkur.

Óttist ekki ómar um alla heimsbyggðinaGuð er á leiðtil okkar

Full eftirvæntingarBíðum við þín JesúsÁ aðventuÁ jólum

Kom þú JesúsStill strengi hjartansSvo að við getum tekið þáttÍ dýrðarsöng englanna á helgum jólum

Guð gefi þér og þínum góða og friðsæla aðventu og blessaða jólahátíð.

Halla Jónsdóttir

Eins og undanfarin ár var haldið samráðsþing þar sem forystufólk og starfsmenn félagsins hittust ásamt þeim forstöðumönnum deilda og starfsmönnum Vinagarðs sem höfðu tök á að vera með. Þátttaka var mjög góð og áttu leiðtogar og fjölskyldur þeirra saman yndislega helgi í Vindáshlíð.Á samráðsþinginu í ár beindum við sjónum að innviðum starfsins, tilgangi þess og okkur sjálfum sem leiðtogum. Áherslan var á þátttakendur sjálfa, uppbyggingu sjálfstrausts okkar sem leiðtoga í kristilegu starfi og hvatningu til að vera ófeimnir erindrekar Krists.Á föstudagskvöldinu fjallaði Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur um hvernig við setjum okkur markmið og vörðum leiðina að þeim. Á laugardeginum ræddi Dr. Sigurður Pálsson við okkur um rétt barna

til að fá að trúa á Guð og rétt foreldra til að ala börn sín upp í trú. Í hópum var rýnt í hvernig við í starfi KFUM og KFUK erum að ná markmiði okkar um að boða börnum trú í deildastarfinu, sumarbúðunum og leiðtogaþjálfuninni. Rætt var hvernig styrkja megi undirbúning leiðtoga og hvaða rými sjálf boðunin fær í starfinu hjá okkur. Sigurður ræddi svo við okkur um hvað felst í trúarlegu uppeldi, hvernig gefa megi börnum tækifæri á að upplifa tengsl við Jesú og hvernig börn geti sett sig í spor þess sem Jesús talar við. Um kvöldið flutti Laura Sch. Thorsteinsson hugleiðingu um eldmóðinn sem stendur okkur til boða og hvernig við getum fyllst krafti Krists. Á sunnudeginum messaði sr. Jón Ómar Gunnarsson í Hallgrímskirkju.Auk þessara kjarngóðu fyrirlestra og hugleiðinga var vönduð og vel skipulögð

dagskrá fyrir börn í höndum Telmu Ýrar Birgisdóttur, Boga Benediktssonar og Tinnu Birgisdóttur. Íþróttahúsið var vel nýtt og margir fóru í gönguferðir í yndislegri náttúrunni, enda veður einstaklega fallegt. Þrif og matargerð var í höndum sjálfboðaliða sem dekruðu við okkur á allan hátt og er óhætt að segja að við höfum átt nærandi helgi á allan hátt.Reynslan hefur kennt okkur að samráðsþingin styrkja starf okkar í KFUM og KFUK. Þessa helgi nutum við leiðsagnar Drottins, styrktum tengsl okkar innbyrðis og fengum að reyna að við erum öflugur hópur sem getum mikið í krafti Krists.

Auður PálsdóttirFormaður stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi

Trúarlegt sjálfstraust er smitandiSamráðsþing KFUM og KFUK í Vindáshlíð

Halla Jónsdóttir

Page 12: Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2012

12

Fréttabréf KFUM og KFUK á Íslandi, 3. tbl. 2012Ritstjórar: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir og Gyða Karlsdóttir Ábyrgðarmaður: Ása Valgerður GunnsteinsdóttirAð blaðinu unnu: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir, Gyða Karlsdóttir, Halldór Elías Guðmundsson, Auður Pálsdóttir, Ársæll Aðalbergsson, Bogi Benediktsson, Edda Möller, Guðmundur Karl Einarsson, Halla Jónsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Jón Ómar Gunnarsson, Kristín Sveinsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir, Petra Eiríksdóttir, Salvar Guðgeirsson, Tinna Rós Steinsdóttir, Þorsteinn Arnórsson, Þórarinn Björnsson og fleiri.Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 ReykjavíkPrentun: Ísafoldarprentsmiðja.

Viltu sækja um sumarstarf? Sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og á Hólavatni auglýsa störf sumarið 2013.Hægt er að sækja um á sérstöku umsóknarformi á www.kfum.is frá 1. janúar 2013. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2013. „Að starfa í sumarbúðum eru

forréttindi, reynsla sem maður býr að alla ævi“.

Lögmaður sem hefur starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK

„Að starfa í sumarbúðum gefur

manni ómetanlega reynslu sem nýtist alla ævi auk þess sem maður fær tækifæri til að vinna með skemmtilegu fólki sem er þarna af því að það hefur áhuga á að vera þarna, sem gerir vinnuumhverfið þægilegt.“

Lyfjafræðingur sem hefur starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK

„Hvergi fær maður jafn góða reynslu

í mannlegum samskiptum á jafn skömmum og skemmtilegum tíma.“

Prestur sem hefur starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK

Flugeldasala KFUM og KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík

Desember

28kl. 16-22

Desember

29kl. 16-22

Desember

30kl. 13-22

Desember

31kl. 10-16

Flugeldasala KFUM og KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík

Gegn framvísun þessarar afklippu fæst 2.000 króna

kaupauki ef keypt er fyrir 10.000 krónur.

Afmæli leikskólans. Vinagarður hélt upp á 37 ára starfsafmæli þann 17. nóvember síðastliðinn. Sú fallega hefð hefur skapast að börnin sleppi bænablöðrum daginn sem haldið er upp á afmælið. Hvert barn sagði stutta bæn og síðan var hún fest neðan í gasblöðru. Börnin og starfsmenn söfnuðust síðan saman fyrir utan leikskólann og slepptu blöðrunum á sama tíma, og það var gaman að sjá þær svífa til himins þar sem, að sögn barnanna, Guð og Jesús taka við þeim og lesa bænirnar.

Skráning í sumarbúðir Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst laugardaginn 16. mars kl. 12:00. Nánari upplýsingar er nær dregur áwww.kfum.is.

Foringjar í Vatnaskógi aðstoða drengi í fjörunni.