Top Banner
48

Forgjafarkerfið 2016-2019

Aug 04, 2016

Download

Documents

Gildir frá 1. janúar 2016 (Þessi útgáfa kemur í stað allra eldri útgáfna)
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Forgjafarkerfið 2016-2019
Page 2: Forgjafarkerfið 2016-2019

GOLFSAMBAND EVRÓPUForgjafarkerfi

Breytt útgáfa. Gildir frá 1. janúar 2016(Þessi útgáfa kemur í stað allra eldri útgáfna)

Place de la Croix-Blanche 19 -CP 110CH-1066 EpalingesSwitzerland

Sími +41 (21) 785 7060Fax +41 (21) 785 7069Netfang: [email protected]íða: www.ega-golf.ch

.

© EGA 2015. Allur réttur áskilinnEngan hluta þessa rits má afrita, geyma í eða setja í gagnagrunn, afrita eða dreifa í neinu formi á rafrænan, vélrænan, hljóðritaðan, ljósritaðan eða annan hátt, án fengins skriflegs leyfis höfundar. Sérhver einstaklingur sem gerist sekur um eitthvað óleyfilegt varðandi þetta rit getur átt á hættu lögsókn eða borgaralega kröfu um bætur.

Page 3: Forgjafarkerfið 2016-2019

3 -

FORGJAFAR- OG VALLARMATSNEFND EGA (HCRC)Hans Malmström Formaður Ole Vagtborg NorðursvæðiStein Jodal NorðursvæðiHermann Unterdünhofen MiðsvæðiRodger Faailé MiðsvæðiAna Conceição Gabin SuðursvæðiJ. Eduardo Berge Alonso SuðursvæðiLiz Gaertner GB & ÍrlandssvæðiLynne Terry GB & ÍrlandssvæðiMalcolm Gourd Ritari

UPPLÝSINGAR VEGNA SAMBANDS VIÐ FORGJAFAR- OG VALLARMATSNEFND EGA:EGA Handicapping and Course Rating Committee c/o Deutscher Golf Verband e.V.Kreuzberger Ring 6465205, [email protected]

RANNSÓKNARHÓPUR EGA UM FORGJÖF (HRG)J. Eduardo Berge Alonso FormaðurAna Conceição GabinDalibor ProchazkaPeter AusterberryPeter Wilson

FORGJAFAR- OG VALLARMATSNEFND GSÍ Guðmundur Magnússon Guðrún JónsdóttirArnar Geirsson

Page 4: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 4

EFNISYFIRLIT(i) Formáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5(ii) Helstu breytingar 2016 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6(iii) Hvernig nota á handbókina . . . . . . . . . . . . . . . . 7(iv) Stefna EGA í forgjafarmálum . . . . . . . . . . . . . . . 8(v) Yfirlit kerfis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

EGA FORGJAFARKERFIÐ1. Skilgreiningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

2. Golfvöllurinn og vallarmat . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 182.1 Vallarmat . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82.2 Mæling golfvallar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92.3 Breytingar á golfvöllum . . . . . . . . . . . . . . . 192.4 Teigar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 202.5 PAR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 202.6 Gildistími færslna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 212.7 Leyfðar lagfæringar á mældum velli . . . . . . . 22

3. Forgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 243.1 Réttindi og skyldur golfsambands . . . . . . . . 243.2 Réttindi og skyldur héraðssambands . . . . . . 253.4 Réttindi og skyldur aðildarklúbbs . . . . . . . . . 263.3 Réttindi og skyldur forgjafarnefndarinnar . . . 273.5 Réttindi og skyldur leikmannsins . . . . . . . . . 283.6 Gild skor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 283.7 Reiknuð leiðrétting gráa svæðisins (CBA) . . . 313.8 Æfingaskor (EDS) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 333.9 EGA leikforgjöf; leikforgjöf . . . . . . . . . . . . 353.10 Stableford . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 373.11 Að fá EGA forgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . 383.12 Breyting á forgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . 393.13 Svipting (tímabundin) og missir forgjafar . . 413.14 Endurveiting forgjafar . . . . . . . . . . . . . . . 423.15 Endurskoðun forgjafar . . . . . . . . . . . . . . . 423.16 Almennur leikur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43

VIÐAUKARA. Blað úr forgjafarskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45B. Leikforgjafartafla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46C. Leyfð forgjöf í keppni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47D. Úthlutun forgjafarhögga . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51Z. Kerfisvalkostir fyrir golfsambönd . . . . . . . . . . . . 53

EFNISYFIRLIT

Page 5: Forgjafarkerfið 2016-2019

5 -

Þetta er fjórða útgáfa EGA forgjafarkerfisins frá því að það var innleitt árið 2000.Forgjafar- og vallarmatsnefnd EGA er það ánægja að leggja fram endurskoðað kerfi sem greinilega tekur tillit til hefða í Evrópu um forgjöf í golfi, en horfir einnig til framtíðar með því að taka tillit til krafna golfiðkenda sem verða æ fjölbreytilegri.Með hinu endurskoðaða kerfi er leitað eftir samræmingu þar sem hún er talin nauðsynleg fyrir heildstæðni golfforgjafar í Evrópu, um leið er tekið tillit til mismunandi golfmenningar og hefða innan EGA sem verður að leyfa eins mikið sjálfstæði og unnt er.Þess vegna er, í þessari útgáfu EGA forgjafarkerfisins, golfsamböndunum gefið talsvert svigrúm til að hagræða meginþáttum þess, sem tryggir að kerfið sjái þeim fyrir leiðum til að rækta golfíþróttina, auka ánægju af golfleik og mæta hinum margvíslegu þörfum kylfinga.

Meðlimir forgjafarnefnda og aðrir sem leita til þessarar handbókar munu sjá að það eru litlar breytingar á formi hennar frá fyrri útgáfum, uppsetning bókarinnar og framsetning einstakra greina hafa þjónað okkar tilgangi vel og munu gera svo áfram.Lykilatriði kerfisins eru einnig í meginatriðum óbreytt; Vallarmatskerfi USGA, stighækkandi algrím forgjafar, breytt afbrigði CBA; grá svæði ;forgjafarflokkar; aðferðir við endurskoðun forgjafar leikmanns til að tryggja nákvæmni (einnig bætt). Samt er golfsamböndum veitt mikilvæg og víðtæk valkvæð völd sem gerir þeim kleyft að ákvarða hvernig og að hvaða markiþessum lykilatriðum er samtvinnað og hvernig þau snerta aðra þætti kerfisins.Í þessu felst marktæk grundvallarbreyting, en hana teljum við nauðsynlega í nútímalegu forgjafarkerfi

Til að verða við óskinni um meiri upplýsingar og bakgrunn, var 2012 bókin umskrifuð í nýju formi. Með “Yfirliti yfir kerfið” og syrpu Skýringa (EN) vekjum við athygli á röksemdum, lögmálum og hugmyndum manna sem forgjafarbeiting innan EGA byggir á. Þær, ásamt Leiðbeiningum (GN) mynda gott yfirlit sem auðveldar betri skilning á og rétta beitingu kerfisins.Hið mikla starf við undirbúning 2016-2019 útgáfu EGA forgjafarkerfisins er fyrst og fremst samvinnuverkefni sem endurspeglar stöðugan og mjög árangursríkan feril þróunar og nýbreytni með semráði EGA og ykkar, hinna 37 golfsambanda sem hafa innleitt og notað kerfið. Það er með góðum minningum og þakklæti sem við lítum til baka yfir samskipti nefndarinnar við leikmenn, ráðamenn og forgjafarstjórnendur og á mörg bréf, tölvupóstaskipti og heitar umræður sem við höfum átt undanfarin ár. Við vonum einlæglega eð þessi útgáfa EGA forgjafarkerfisins muni nýtast ykkur og kylfingum í ykkar landi sem allra best.Fyrir hönd forgjafar- og vallarmatsnefndar EGA. Hans Malmström, formaður,

(i) FORMÁLI

Page 6: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 6

Þetta er almennt yfirlit yfir meginbreytingar og nær ekki til breytts orðalags.

Uppsetning efnisViðaukum hefur verið fækkað og efni handbókarinnar er aukið með viðbótarupplýsingum á Interneti um úrskurði og breyttar tæknilegar aðferðir, svo sem við endurskoðun forgjafar og CBA.

Kafli 1 - 3• EGA forgjafar skilgreiningin “virk” hefur verið

felld niður (Skilgreiningar).

• CBA: Aukið sjálfræði golfsambanda að beita ekki CBA við alla eða einstaka forgjafarflokka, og að heimila aðildarklúbbum slíkt sjálfræði í einstökum keppnum. (Greinar 3.1.11, 3.7.9).

• Réttur til þátttöku háður forgjöf: Sjálfræði golfsambanda og/eða aðildarklúbba að ákveða takmarkanir á rétti til þátttöku í keppni á grundvelli EGA forgjafar.

• Gildar 9 holu skorir: Gildir nú einnig fyrir forgjafarflokk 2 og bætt við að mögulegt sé að keppa í fleiri en einni gildri 9 holu keppni á dag (Grein 3.6.1.c.).

• EGA leikforgjöf, formúla: Formúlu fyrir forgjafarflokk 6 bætt við, fyrir bæði 18 og 9 holu umferðir.

• Hámark EGA forgjafar: Hámarki EGA forgjafar breytt í 54 (Grein3.11.2).

• Forgjafarflokkar: Forgjafarflokki 6 bætt við, í stað klúbbforgjafar (Grein 3.12.6)

• Hækkun forgjafar: 0,1 hækkun gildir nú einnig fyrir forgjafarflokk 5 (Grein 3.12.6)

• Að fá forgjöf: Fjöldi skora til að fá EGA forgjöf minnkaður. Breyttar aðferðir með tilliti til nýs forgjafarflokks 6 (Greinar 3.11).

• Endurskoðun forgjafar og almennur leikur: Aukið sjálfræði forgjafarnefnda (Greinar 3.15, 3.16)

Valkostir í kerfinu• Valkostir við beitingu kerfisins: Sjálfræði

golfsambanda við upptöku kerfisins (Viðauki Z).

• Valkvæðir möguleikar: Aukið sjálfræði golfsambandanna hvað varðar CBA, gild 9 holu skor og EDS (Greinar 3.1.11, 3.7.9, 3.6.1, 3.8.4).

(ii) HELSTU BREYTINGAR 2016

Page 7: Forgjafarkerfið 2016-2019

7 -

KynÍ handbókinni nær jafnan tilvísun til karlkyns einnig til kvenkyns, nema annað sé tekið fram.

Efnisyfirlit; atriðaskráÍ efnisyfirlitinu eru skráðir meginþættir EGA forgjafarkerfisins 2016-2019 og þar útlistað hvernig handbókin er uppbyggð. Oftast ætti að vera unnt að finna viðeigandi grein með tilvísun í efnisyfirlitið.

Þekkið skilgreiningarnarJafnan þegar notuð eru orð eða hugtök sem skilgreind eru í 1.kafla, eru orðin eða hugtökin skáletruð. Góð þekking á hinum skilgreindu hugtökum er nauðsynleg til þess að beita og túlka EGA forgjafarkerfið.

Skiljið orðinEGA forgjafarkerfið 2016-2019 er ritað á yfirvegaðan hátt. Menn ættu að þekkja og skilja eftirfarandi mismun í orðavali:“ má” = valkostur“ætti” = eindregið mælt með“verður” = fyrirmæli/skylda

Frekari upplýsingarTil þess að bjóða upp á auknar útskýringar og skilning, og til að auðvelda rétta beitingu EGA forgjafarkerfisins, hafa vissir kaflar handbókarinnar verið auknir með útskýringartexta (Skýringum) og leiðbeiningatexta (Leiðbeiningum). Slíkar auka-upplýsingar eru aðskildar frá öðrum texta til að auðkenna sérstöðu þeirra.

Við EGA forgjafarkerfið 2016-2019 er enn fremur stutt með upplýsingaveitu á netinu frá Evrópugolfsambandinu, www.ega-golf.ch

Umboð og valkostirVissir þættir EGA forgjafarkerfisins eru valkvæðir og þá má útfæra eftir geðþótta golfsambands ríkis. Þetta er nánar útskýrt í Viðauka Z.

(iii) HVERNIG NOTA Á HANDBÓKINA

Page 8: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 8

Golfsamband Evrópu (EGA) fer með yfirstjórn EGA forgjafarkerfisins. Framkvæmdastjórn EGA hefur falið Forgjafar- og vallarmatsnefnd EGA að þróa, viðhalda og fylgjast með réttri beitingu EGA forgjafarkerfisins.

TilgangurTilgangur EGA forgjafarkerfisins er:• að gera eins mörgum kylfingum og unnt er, körlum

og konum, mögulegt að fá forgjöf,

• að tryggja sanngirni og samræmi í forgjöf um alla Evrópu,

• að vera sveigjanlegt þannig að það nýtist mismunandi hefðum golfleiks.

• að byggja upp réttláta forgjöf sem endurspeglar getu leikmanna og gerir leikmönnum með mismunandi getu fært að keppa með sömu vinningsmöguleika,

• að skapa sveigjanleika í að skila skorum úr mörgum afbrigðum leiks ( svo sem EGA forgjafarkerfið gerir ráð fyrir), s.s. 9 eða 18 holum, gildum keppnum og umferðum, við skilyrði sem sannarlega sýna getu leikmannsins til að skora.

• að gera mögulegan umreikning EGA forgjafar fyrir mismunandi velli og mismunandi teiga á sama vellinum.

• að sjá kylfingum fyrir EGA leikforgjöf sem er leiðrétt með tilliti til þess hve hlutfallslega erfiður leikinn golfvöllur er miðað við vægi og vallarmat,

• að bjóða upp á algrím (reikniformúlur )sem gera kleyft að nýta tölvur við beitingu kerfisins

• að leita jafnvægis milli nákvæmni og sveigjanleika í notkun fyrir leikmenn og stjórnendur..

BeitingSvo viðhalda megi eftirliti með golfforgjöf má aðeins nota kerfið fyrir meðlimi aðildarklúbbs tengdan golfsambandi með heimild til að nota það, eða einstaka leikmenn skráða af og undir forgjafarstjórn golfsambands. Kerfið ber að endurskoða á fjögurra ára fresti, og aðeins má nota gildandi útgáfu þess.

Réttindi og skyldurGolfsamband Evrópu (EGA)fer með yfirstjórn á framkvæmd EGA forgjafarkerfisins í Evrópu. EGA hefur falið golfsamböndunum stjórnun framkvæmdar EGA forgjafarkerfisins, hverju í sínu landi. Golfsamband lands verður að fá skriflegt endurnýjanlegt leyfi EGA til þess að nota EGA forgjafarkerfið og verður að tryggja rétta EGA forgjöf innan sinna vébanda. EGA

má afturkalla leyfið, telji það að golfsamband lands virði ekki skyldur og reglur kerfisins.

Stefna golfsambanda og aðildarklúbba sem veita EGA forgjöf verður að vera í samræmi við meginreglur og reglugerðir EGA forgjafarkerfisins, og golfreglnanna eins og R &A Rules Limited hefur samþykkt þær.

Eigi samræmi að nást í beitingu EGA forgjafarkerfisins má golfsamband ekki breyta reglugerðum kerfisins nema svo sem sérstakir valkostir í nokkrum greinum 3.kafla handbókarinnar heimila og svo sem Viðauki Z mælir fyrir um. Forgjöf sem golfsamband eða aðildarklúbbur veitir og ekki er í fullu samræmi við EGA forgjafarkerfið má ekki nefna “EGA forgjöf” eða skilgreina sem slíka í forgjafarskírteinum eða annars staðar. Golfsamböndunum er skylt, hvenær sem er, að veita forgjafar- og vallarmatsnefnd EGA sérhverjar upplýsingar er varða forgjöf.

Þýðingar, vörumerki og lagahliðAðeins golfsamböndum sem til þess hafa leyfi frá EGA er heimilt að þýða EGA forgjafarkerfið úr ensku á eigið tungumál. Þýðingin verður í hvívetna að vísa til og viðurkenna grundvallarlögmál og tilgang EGA forgjafarkerfisins. Kerfið verður eftir þýðingu að heita “EGA forgjafarkerfi” og forgjöfin verður að heita “EGA forgjöf”.

Að öðru leyti þarf þýðingin ekki að vera orðrétt og golfsambandið má nota þau hugtök sem tíðkast í eigin landi. Svo tryggja megi alhliða samræmi verður að viðhalda sömu númerun kafla, greina og málsgreina. En golfsamband má birta eigin efnishluta í sérstökum köflum þegar það nýtir rétt sinn til að kjósa valkost innan kefisins, í formi sérstakrar reglu innan verandi texta, eða bæta við texta eftir eigin geðþótta. Golfsambönd verða að senda EGA eintak þýðingar til viðmiðunar og verða að sjá EGA fyrir gögnum til nánari skýringa á frávikum sem þau beita (Sjá einkum Viðauka Z). Golfsambönd verða einnig að fá skriflegt samþykki Golfsambands Bandaríkjanna, USGA, til þess að nota vallarmatskerfið USGA Course Rating System.

Hugtakið “EGA forgjafarkerfi” er skráð vörumerki Golfsambands Evrópu í mörgum löndum svo sem upptalið er á vefsíðu EGA, www.ega-golf.ch, undir “EGA Handicap System Licence Holders. Samtök sem eru ekki réttbær golfsambönd lands eða héraðssambönd, klúbbar sem eru ekki aðildarklúbbar og einstakir kylfingar sem ekki eru meðlimir

(IV) STEFNA EGA Í FORGJAFARMÁLUM

Page 9: Forgjafarkerfið 2016-2019

9 -

aðildarklúbbs, eða hvað forgjöf varðar ekki skráðir af golfsambandi mega ekki nota þetta vörumerki eða neinn hluta EGA forgjafarkerfisins, nema hvað þau mega leggja viðurkenndum golfsamböndum, héraðssamböndum og aðildarklúbbum til framleiðslu og þjónustu í þeim takmarkaða tilgangi að framfylgja EGA forgjafarkerfinu.

Page 10: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 10

Þessi kafli fjallar um grunnlögmál EGA forgjafarkerfisins og heildargrundvöll upptöku þess.

TilgangurTilgangur forgjafarkerfis er að gera kylfingum með mismunandi getu, konum sem körlum, kleyft að taka þátt í mismunandi afbrigðum keppni á eins jöfnum og sanngjörnum grunni og unnt er. Öll forgjafarkerfi koma á og viðhalda mælistiku á leikgetu hverju sinni, hún sýnir þann höggafjölda sem leikmaður á rétt á að nota til leiðréttingar á brúttóskori sínu.

SkorÖll forgjöf vísar til og á rætur að rekja til núverandi og eldri skora leikmanns.Skor leikmanns umferð eftir umferð á gefnu tímabili eru notuð til leiðréttingar forgjafar.Forgjöf sem byggð er á mörgum nýlegum skorum sýnir eðli samkvæmt öruggari mynd af hæfni leikmanns en færri eða eldri skor. Jafnvel hjá leikmanni með rétta forgjöf dreifast skorin yfir og undir meðaltali. Almennt minnkar bilið milli bestu og verstu skora með lægri forgjöf en skorum nálægt meðaltali fjölgar. Það er dæmigert að með hækkandi forgjöf verður meðalskorið hærra og frávik frá meðaltali eykst.

ForgjöfUppbygging EGA forgjafarkerfisins endurspeglar mismunandi afbrigði skorunar.Það, hve oft leikmenn leika á forgjöf sinni eða betur, er ekki eins sé tekið tillit til hærri eða lægri forgjafar , á þessum grundvelli jafnar kerfið möguleika allra leikmanna. Til dæmis er það líklegt að leikmaður í 1. forgjafarflokki og með rétt reiknaða forgjöf leiki á eða undir forgjöf sinni í um 35% af leiknum umferðum, en leikmaður í 4. forgjafarflokki með rétt reiknaða forgjöf mundi leika á eða undir forgjöf sinni í um 10% leikinna umferða. Leikmaður í framför mun leika oftar undir forgjöf en leikmaður með sömu rétt reiknaða forgjöf. Þetta heldur áfram þar til forgjöf þeirra reiknast orðin rétt, en þá verður skorun þeirra álík annarra með svipaða forgjöf. Andstæð þróun mun sjást hjá leikmönnum í afturför.

Mæling leikgetuLeikgeta, mæld með samanburði við staðal er grundvöllur þess að hljóta EGA forgjöf. Skor verða til af golfvöllum í mismunandi ástandi. Golfvellir geta verið á mörgum landfræðilega ólíkum svæðum og skipulag þeirra verulega mismunandi.

Þessu fylgir að einn golfvöllur getur verið öðrum erfiðari og skor þarf að lagfæra sem þessu nemur eigi að nota þau til að meta getu leikmannsins. Í Vallarmati USGA (USGA Course Rating System) felst hinn nauðsynlegi staðall, og þar með helsta leiðréttingaraðferðin. Kerfið mælir hve erfiður golfvöllur er við eðlilegar aðstæður fyrir bæði meistara og miðlungskylfinga, og metur hann til vallarmats og vægis. Önnur reikniaðferð er til þess að mæta óvenjulegt veður og vallarskilyrði sem eru verulega önnur en eðlilegt telst. Þetta er CBA eða reiknuð leiðrétting gráa svæðisins.

Vallarmat og vægiTil þess að reikna út eiginleika golfvallar hefur EGA forgjafarkerfið tekið upp vallarmatskerfi USGA. Vallarmatið (CR) er mælikvarði á hve völlurinn sé erfiður fyrir kylfing með 0 í forgjöf, en vægið (SR) hve hann sé hlutfallslega erfiður fyrir “Bogey” kylfing miðað við kylfing með 0 í forgjöf. Leikforgjöfin er reiknuð út með tilliti til CR og SR, þannig jafnaður erfiðleikamunur og skor af mismunandi völlum gerð samanburðarhæf. Þessi eiginleiki gerir forgjöf flytjanlega milli allra golfsambanda sem hafa tekið upp EGA forgjafarkerfið, og milli mismunandi teiga sama golfvallar

Reiknuð leiðrétting gráa svæðisins (kemur í stað CSA)Í Vallarmatshandbók USGA segir: “Vallarmat og vægi USGA verður að endurspegla eðlileg skilyrði fyrir tímabilið eða tímabilin þegar flestar umferðir eru leiknar” En, stundum eru umferðir leiknar þegar veðurskilyrði eða vallar eru ekki eðlileg og í EGA forgjafarkerfinu hafa þessar umferðir bein áhrif á forgjöf. Reiknuð leiðrétting gráa svæðisins (CBA) hefur verið þróuð til þess að ákvarða hvenær aðstæður séu svo langt frá eðlilegu að leiðréttingar verði að gera til mótvægis.

Árleg endurskoðun forgjafar og almennur leikurAð veita eða beita forgjöf eru ekki nákvæmnivísindi heldur stærðfræðileg nálgun á leikgetu hverju sinni. Kerfið er vel öflugt hvað varðar leikmenn með stöðuga forgjöf sem skila reglulega inn skor. En þar sem þetta kann að gilda aðeins fyrir einhvern hluta kylfinga viðkomandi golfsambands eru í forgjafarkerfinu tveir eiginleikar ætlaðir til að tryggja leikmönnum rétta forgjöf, endurskoðun forgjafar (yfirleitt til fyrir forgjafarflokka 1 -5, þar sem golfsamböndunum leyfast nokkur frávik) og leiðrétting vegna almenns leiks. Í fyrra tilfellinu má forgjafarnefndinframkvæma endurskoðun forgjafar a.m.k. árlega og ákvarða um hugmyndir að leiðréttri forgjöf.

(V) YFIRLIT KERFIS

Page 11: Forgjafarkerfið 2016-2019

11 -

Í seinna tilfellinu felst aðgerð sem nefndin má beita að vild á tímabilinu milli endurskoðana forgjafar í tilfellum þar sem ekki hefur verið óskað eftir endurskoðun eða henni ekki komið við af einhverjum ástæðum.

GrundvallarlögmálEGA forgjafarkerfið byggir á eftirfarandi grundvallarlögmálum• Sérhver leikmaður muni reyna að skora eins vel og

hann getur á hverri holu í gildri umferð.

• Sérhver leikmaður muni skila inn nægum fjölda skora til að sanna með nokkurri vissu getu sína

• Sérhver aðildarklúbbur eða forgjafarstjórn muni sjá leikmönnum fyrir aðstæðum til að skila inn gildum skorum, annað hvort í gildum keppnum eða sem æfingaskorum (EDS) og viðhalda forgjöf, stranglega í samræmi við kerfið.

Markmið kerfisins er að skapa forgjöf sem gildir ekki aðeins milli klúbba heldur einnig milli golfsambanda. Þessu verður best náð ef allir aðilar, golfsambönd, aðildarklúbbar og leikmenn gera skyldu sína, eftir bestu getu og kunnáttu.

Page 12: Forgjafarkerfið 2016-2019

EGA FORGJAFARKERFIÐ

Page 13: Forgjafarkerfið 2016-2019

13 -

Í EGA forgjafarkerfinu eru jafnan orð og hugtök sem skilgreind eru í þessum kafla skáletruð. Skilgreiningunum er raðað í stafrófsröð . Um skilgreiningar sem varða vallarmatskerfi USGA vísast til: www.usga.org.

AÐILDARKLÚBBUR (Affiliated Club)“Aðildarklúbbur” er golfklúbbur innan vébanda golfsambands eða héraðssambands, eða annarra þeirra samtaka sem tengd eru eða viðurkennd af golfsambandinu eða héraðssambandinu sem forgjafarstjórnir.Ats.: Enginn nema aðildarklúbbur, héraðssamband eða golfsamband mega annast EGA forgjafarkerfið

ALMENNUR LEIKUR (General Play)“Almennur leikur” er aðferð til að breyta EGA forgjöf leikmanns, án tillits til árangurs samkvæmt gildu skori, á tímabilinu milli endurskoðana forgjafar , þannig að taka megi tillit til verulegra breytinga á leikni við golfleik.

“BOGEY”- KYLFINGUR EÐA MEÐALKYLFINGUR (Bogey Golfer)“Bogey” eða meðalkylfingur er leikmaður sem getur leikið á “Bogey” mati af öllum flokkum teiga. Hvað forgjöf varðar, er það skilgreint sem leikmaður með EGA forgjöf um það bil 20 (karl) eða 24 (kona).

“BOGEY”- EÐA MEÐALMAT (Bogey Rating)“Bogey” mat (BR) er USGA skilgreining sem vísar til mats á því hve erfiður golfvöllur sé meðalkylfingum miðað við eðlilegt ástand vallar og veðurs. Það er birt sem fjöldi högga með einum aukastaf, og grundvallað á því að hvaða marki lengd og aðrar fyrirstöður geta haft áhrif á hæfni meðalkylfings að skora.

EGA Golfsamband Evrópu eða “European Golf Association”

EGA FORGJAFARKERFIÐ (EGA Handicap System)“EGA forgjafarkerfið” er aðferð samþykkt af EGA til að meta golfleikni kylfinga og gera mismunandi leiknum kylfingum fært að taka þátt í ýmsum afbrigðum keppni með sem jafnasta og sanngjarnasta vinningsmöguleika.

EGA FORGJÖF (EGA Handicap)“EGA forgjöf” er golfforgjöf veitt innan lögsögu

golfsambands, fengin og viðhaldið í samræmi við skilmála EGA forgjafarkerfisins. EGA forgjöfin er það auðkenni EGA sem táknar hæfni leikmanns sýnda sem höggafjölda með einum aukastaf, miðaðan við golfvöll samkvæmt erfiðleikastaðli til viðmiðunar (vægi 113). Hún er sýnd sem tala, með einum aukastaf fyrir forgjafarflokka 1 - 5, og sem heil tala fyrir forgjafarflokk 6, að hámarki 54.

EGA FORGJAFAR- OG VALLARMATSNEFND ( EGA Handicapping & Course Rating Committee (HCRC)“Forgjafar- og vallarmatsnefnd EGA” er sá aðili sem stjórn EGA hefur tilnefnt til þess að þróa, viðhalda og fylgjast með að EGA forgjafarkerfinu sé rétt beitt af golfsamböndum innan EGA.

EGA LEIKFORGJAFARFORMÚLA (EGA Playing Handicap Formula)“EGA leikforgjafarformúlan” breytir EGA forgjöf í leikforgjöf.EGA leikformúlan fyrir forgjafarflokka 1 - 5 er:

Leikforgjöf (Flokkar 1-5) = EGA forgjöf x + (vallarmat – PAR)vægi113

Aths.: “Plús” forgjöf verður að skrá hér sem neikvæð gildi

EGA leikformúlan fyrir forgjafarflokk 6 er:

Leikforgjöf (Flokkar 6) = EGA forgjöf + mismunur leikforgjafar

EGA leikforgjöf fyrir EGA forgjafarflokk 6 er fundin með því að leggja saman EGA mismun fyrir þann flokk teiga sem leikið er af og EGA forgjöf leikmannsins, að teknu tilliti til kyns.

Dæmi: EGA mismunur af ákveðnum flokki teiga er 3 fyrir karla og 5 fyrir konur.EGA forgjöf karls 38 verður EGA leikforgjöf 41 (38+3). EGA forgjöf konu 41 verður EGA leikforgjöf 46 (41+5).

EGA LEIKFORGJAFARTAFLA (=LEIKFORGJAFARTAFLA) (EGA Playing Handicap Table)“EGA leikforgjafartaflan” er tafla sem breytir EGA forgjöf í leikforgjöf á grundvelli vægis, vallarmats og PAR ákveðinna teiga.

EGA LEIKFORGJÖF (=LEIKFORGJÖF) ( EGA Playing Handicap (= Playing Handicap)“EGA leikforgjöf” er sá fjöldi forgjafarhögga sem leikmaður fær miðað við leik af ákveðnum flokki teiga á viðkomandi golfvelli. Leikforgjöfin er reiknuð á

1. KAFLI – SKILGREININGAR

Page 14: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 14

grundvelli EGA forgjafar með EGA leikforgjafarformúlu eða samkvæmt leikforgjafartöflu. Leikforgjöfin er reiknuð í heilum tölum (0,5 er hækkað upp, “plús” 0,5) hækkar í 0 (“scratch”) og (“plús” 1,5) í (“plús” 1) með notkun EGA leikforgjafar formúlunnar.Aths 1: Leikmaður með “plús” leikforgjöf gefur vellinum forgjafarhögg, frá og með 18 á forgjafartöflu.

Aths. 2: Leikforgjöfin telst vera sú “forgjöf” sem vísað er til í reglu 6-2 í Golfreglunum.

ENDURSKOÐUN FORGJAFAR (Handicap review)Endurskoðun forgjafar er aðgerð framkvæmd minnst árlega, þar sem þess er krafist að forgjafarnefndin yfirfari frammistöðu sérhvers leikmanns sem undir nefndina heyrir með tilliti til gildandi forgjafar hans. Forgjafarnefndin ákveður síðan hvort staðfesta eigi eða leiðrétta forgjöfina svo sem henni þykir hæfa.

FORGJAFARFLOKKAR (Handicap Category)“Forgjafarflokkar”eru flokkaskipting EGA forgjafar samkvæmt eftirfarandi töflu

Forgjafarflokkur EGA forgjöf

1 plús - 4,4

2 4,5 - 11,4

3 11,5 - 18,4

4 18,5 - 26,4

5 26,5 - 36,0

6 37 - 54

FORGJAFARHÖGG (Handicap Stroke)“Forgjafarhögg” er högg sem leikmaður á rétt á að draga frá brúttóskori sínu.Aths.: Leikmaður með “plús” leikforgjöf bætir höggum við brúttóskor sítt.

FORGJAFARNEFND (Handicap Committee)“Forgjafarnefndin” er sá aðili sem aðildarklúbbur hefur tilnefnt til þess að stjórna EGA forgjafarkerfinu innan klúbbsins.

FORGJAFARSKILYRÐI (Handicap Conditions) “Forgjafarskilyrði” eru forsenda þess að gildum skorum megi skila til forgjafarreiknings

Forgjafarskilyrði ríkja aðeins þegar:• Umferðin er leikin á mældum velli minnst 2750

metra löngum og 18 holur, eða 1375 metra og 9 holur.

• Völlurinn sem leikinn er hefur verið metinn af golfsambandinu eða héraðssambandinu í samræmi við vallarmatskerfi USGA.

• Frávik frá mældum velli, þegar leikið er, er ekki meira en 100 metrar plús eða mínus miðað við 18 holur eða 50 metrar miðað við 9 holur .

• Teigmerkin sem notuð eru til að afmarka teiginn (Skilgreining í Golfreglum) eru á teigunum í samræmi við grein 2.7.5

• Umferðin er leikin í samræmi við golfreglurnar (að meðtöldum keppniskilmálum) eins og þær eru samþykktar af R&A Rules Limited.

• Leikform er annað hvort höggleikur, keppni við völlinn /PAR eða Stableford), að því tilskildu að í keppni við völlinn /PAR eða Stableford sé veitt full leyfð forgjöf (=100% x leikforgjöf); og

• Skorið er skráð af viðurkenndum skrifara.

FORGJAFARSTJÓRN (Handicapping Authority)“Forgjafarstjórn” leikmanns er í höndum heimaklúbbs hans eða golfsambands hans. Hvað varðar leikmenn sem ekki eru meðlimir aðildarklúbbs, má golfsamband eða héraðssamband taka að sér ábyrgð forgjafarstjórnar samkvæmt ákvörðun golfsambandsins.

FORGJAFARTAFLA (Handicap Stroke Index)“Forgjafartafla” á skorkorti sýnir á hvaða holum forgjafarhögg skuli gefin eða þegin. Forgjafartöflu verður að birta fyrir sérhvern golfvöll (Golfregla 33-4).

Aths.: Leikmaður með “plús” í leikforgjöf gefur vellinum forgjafarhögg, frá og með 18 á forgjafartöflu.

GILD KEPPNI (Qualifying Competition)“Gild keppni“ er sérhver keppni háð þar sem forgjafarskilyrði gilda.Aths.: Þegar við á verður að reikna CBA við lok sérhverrar umferðar gildrar keppni

GILT SKOR (Qualifying Score)“Gilt skor” er sérhvert skor úr gildri keppni, þ.m.t. skor sem ekki er skilað inn (NR), skor sem leiðrétt er í

1. KAFLI – SKILGREININGAR

Page 15: Forgjafarkerfið 2016-2019

15 -

samræmi við greinar 3.6.2 eða 3.10.3, eða sérhvert æfingaskor.

GILD UMFERÐ (Qualifying Round)“Gild umferð” er sérhver umferð í gildri keppni, eða umferð leikin til þess að skila æfingaskori (EDS).

GOLFSAMBAND (National Association)“Golfsamband” er sérhvert landssamband golfleikara, innan vébanda EGA, og með heimild til að koma fram fyrir hönd EGA við stjórnun EGA forgjafarkerfisins í landi sínu.

GRÁTT SVÆÐI (Buffer Zone)Gráa svæðið er mörk Stableford skora en innan þeirra marka breytist EGA forgjöf leikmanns ekkert. Stableford skor er innan hins gráa svæðis leikmanns samkvæmt eftirfarandi töflu miðað við forgjafarflokk hans: (án reiknaðrar leiðréttingar gráa svæðisins):

ForgjafarflokkurGrátt svæði (Stableford punktar)

18 holu skor 9 holu skor

1 35 - 36 Á ekki við

2 34 - 36 35 - 36

3 33 - 36 35 - 36

4 32 -36 34 - 36

5 31 - 36 33 - 36

6 - -

Aths.1: Grátt svæði fyrir 9 holu skor er annað en grátt svæði fyrir 18 holu skor, til þess að gera þau sambærileg fyrir forgjafarreikning.Aths. 2: Sérstök ákvæði kunna að gilda um gráa svæðið fyrir forgjafarflokka 4 og 5 velji golfsambandið svo (sjá Viðauka Z).

HEIMAKLÚBBUR (Home Club)“Heimaklúbbur” leikmanns er aðildarklúbbur sem leikmaðurinn er félagi í og er ábyrgur fyrir forgjafarstjórn hans.Aths.: Sé leikmaðurinn í fleiri en einum aðildarklúbbi verður hann að tilnefna einn sem sinn heimaklúbb.

HÉRAÐSSAMBAND (Area Authority)

“Héraðssamband” er yfirvald tilnefnt af golfsambandi til þess að fara með umboð golfsambandsins hvað varðar EGA forgjafarkerfið á tilteknu svæði.

LEIKFORGJAFARTAFLA (sjá EGA LEIKFORGJAFARTAFLA)(Playing Handicap Table (See EGA Playing Handicap Table))

LEIKFORGJÖF (sjá EGA LEIKFORGJÖF) (Playing Handicap (see EGA Playing Handicap))

LEYFÐ FORGJÖF (Handicap Allowance)“Leyfð forgjöf” er sá fjöldi forgjafarhögga sem leikmaður fær í forgjafarkeppni. Hún er það hlutfall leikforgjafar sem mótsstjórn keppninnar ákvarðar.

Aths.1: Leikmaður með “plús” í leikforgjöf gefur vellinum forgjafarhögg, frá og með 18 á forgjafartöflu.

Aths.2: Leyfð forgjöf er breytileg eftir tegund keppni (sjá Viðauka C).

Aths.3: Leyfð forgjöf í gildri umferð einstaklingskeppni er: 100% leikforgjafar.

Aths.4: Leyfð forgjöf telst vera sá fjöldi “högga sem skal þiggja” samkvæmt reglu 6-2 í Golfreglunum.

MISMUNUR EGA LEIKFORGJAFAR (NÝR) (EGA Playing Handicap Differential(=Playing Handicap Differential)(New)“Mismunur EGA leikforgjafar” er notaður fyrir forgjafarflokk 6 í Leikforgjafarformúlu EGA. Fyrir 18 holur reiknast hann sem leikforgjöf fyrir EGA forgjöf 36,0 á vellinum sem leikinn er, mínus 36. Fyrir 9 holur reiknast hann sem leikforgjöf fyrir EGA forgjöf 36,0 fyrir 9 holurnar, að frádregnum 18.Dæmi: Samkvæmt Leikforgjafartöflu EGA hefur leikmaður með EGA forgjöf 36 sem leikur 18 holur af ákveðnum flokki teiga, leikforgjöfina 39. Mismunur EGA leikforgjafar við leik af þessum teigum er 39-36=3.

MISMUNUR LEIKFORGJAFAR (sjá MISMUNUR EGA LEIKFORGJAFAR) (Playing Handicap Differential) (see EGA Playing Handicap Differential)

MÆLDUR VÖLLUR (Measured Course)“Mældur völlur” er sérhver völlur sem hefur verið mældur í samræmi við vallarmatshandbók USGA.

1. KAFLI – SKILGREININGAR

Page 16: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 16

MÆLIPUNKTUR FJARLÆGÐAR (Distance Point)“Mælipunktur fjarlægðar” er sá punktur á teig hvaðan lengd holu er mæld og verður að vera auðkenndur með varanlegum og sjáanlegum vísi. Áskilji golfsambandið ekki annað ætti mælipunktur fjarlægðar að vera fyrir miðjum teig, en minnst fjóra metra frá bakhlið hans.

REIKNUÐ LEIÐRÉTTING GRÁA SVÆÐIS (CBA) (Computed Buffer Adjustment CBA)“Reiknuð leiðrétting gráa svæðisins” (CBA) er viðbótar-leiðréttingarstuðull til að bregðast við óeðlilegum leikskilyrðum. CBA er beitt við gráa svæðið fyrir forgjafarflokk leikmanns eftir sérhverja umferð gildrar keppni.

Aths.1: CBA (sé því beitt, sjá Viðauka Z) er reiknað út vegna beitingar forgjafar með aðferð sem lýst er í CBAViðauka á netinu.

Aths.2: CBA er ekki reiknað út fyrir gildar 9 holu umferðir eða æfingaskor.

“SCRATCH”-KYLFINGUR (Scratch Golfer)“SCRATCH kylfingur” er kylfingur sem getur leikið jafnt vallarmati af hvaða teigum sem er. Við forgjafarreikning er það skilgreint sem leikmaður með EGA forgjöf 0,0.

TÍMABIL VETRARREGLNA (Period for Preferred lies)“Tímabil vetrarreglna” er það tímabil sem golfsambandið ákvarðar að forgjafarskilyrði ríki án tillits til beitingar staðarreglu um “bætta legu”, vegna lélegra aðstæðna.Golfsambönd verða að ákvarða tímabil vetrarreglna í sínu landi svo sem þau telja nauðsyn til vegna veðurfars eða annarra skilyrða.

USGA “United States Golf Association” eða Golfsamband Bandaríkjanna

VALLARMAT; VALLARMAT USGA (Course Rating; USGA Course Rating)“Vallarmat”(CR) er tala sem sýnir hve golfvöllur er metinn erfiður kylfingi með forgjöfina 0 (“scratch” kylfingi) miðað við eðlilegt ástand vallar og veðurs. Talan er sýnd sem höggafjöldi með einum aukastaf og byggist á lengd og öðrum hindrunum að því marki sem slíkt gæti haft áhrif á skor “scratch” kylfings.

VANSKRÁÐ SKOR (EKKI SKILAÐ) ( No Return)“Vanskráð skor” (NR) á við hverja þá umferð sem ekki

er lokið við og/eða engu skorkorti er skilað fyrir, auk þess í höggleik aðeins, þegar ekkert skor er skráð á eina eða fleiri holur

VÆGI (Slope Rating)“Vægi” (SR) USGA nafngift sem gefur til kynna hve völlur sé hlutfallslega erfiður með tilliti til vallarmats fyrir kylfinga sem ekki hafa 0 í forgjöf, samanborið við vægi hans .( þ.e. í samanburði við hve völlurinn væri erfiður kylfingum með 0 í forgjöf). Vægi er reiknað frá mismun “Bogey” mats) og vallarmats. Vísitölugolfvöllurinn, í meðallagi erfiður til viðmiðunar, hefur vægið 113.

ÆFINGASKOR (Extra Day Score, EDS)“Æfingaskor” (EDS) er Stableford skor við forgjafarskilyrði, annað en úr gildri keppni, og í samræmi við ákvæði greinar 3.8.

1. KAFLI – SKILGREININGAR

Page 17: Forgjafarkerfið 2016-2019

17 -

2.1 VALLARMAT (Course Rating)2.1.1 Allir golfvellir lands verða að vera metnir af

golfsambandi landsins eða héraðssambandi, með leyfi USGA, hafi því verið falið það, og samkvæmt vallarmatskerfi USGA (Vallarmatshandbók USGA; www.usga.org).

2.1.2 Vallarmatskerfi USGA er eign USGA. Golfsambönd verða að fá skriflegt leyfi frá USGA til þess að nota kerfið. Þau verða að fylgja öllum aðferðum þess nákvæmlega svo sem vallarmatshandbók USGA mælir fyrir um.. Engin frávik leyfast.

Öll túlkun útfærslu er í höndum USGA.

2.1.3 Hvað forgjöf snertir verður aðildarklúbbur að nota aðeins það vallarmat og vægi sem golfsamband, með leyfi þar til, eða héraðssamband , hafi því verið veitt umboð til, gáfu út.

SKÝRING : MEGINREGLUR VALLARMATS OG VÆGISVallar- (CR) og vægismat (SR) eru gildi sem vísa til þess hve erfitt sé að skora á golfvelli og vísa þar af leiðandi einnig til forgjafar leikmannsins. Þessi gildi eru ákvörðuð af þjálfuðu matsteimi í samræmi við matshandbók USGA og við eðlilegt ástand vallar og veðurskilyrði. Í fyrsta lagi eru allar holur mældar frá mælipunktinum að flatarmiðju. Þessar lengdir eru aðlagaðar áhrifum, hvernig bolti rúllar, vindi, hæð yfir sjávarmáli, sveigðum brautum, og aðkomu við flöt til að finna raunlengd til leiks. Högglengd er skilgreind fyrir “scratch”- og “Bogey” leikmenn, konur og karla.Auk lengdar hefur þáttur hindrana áhrif á eigindi golfvallar fyrir golfleik. Þær eru landslag (s.s. hliðarhalli) breidd brauta, aðkoma að flötum, björgunarmöguleikar úr karga og óslægju, varnaráhrif glompa, vallarmörk og kafagras, vatnstorfærur, trjágróður (stærð og þéttleiki) og yfirborð flata.Allir þættir eru metnir, holu fyrir holu, fyrir karla og konur og bæði fyrir “scratch”- og “Bogey” leikmenn (meðal- og lágforgjafarkylfinga). Kerfið býður upp á töflur með gildum og leiðréttingarstöðlum byggðum á víðtækri gagnasöfnun USGA.Vallarmatið ákvarðast af raunlengdum til leiks og áhrifum hindrandi þátta fyrir 18 holu umferð. Talan er sýnd sem höggafjöldi með

einum aukastaf og táknar það skor sem búast má við frá kylfingi með 0 í forgjöf.“Bogey” (meðal) matið er ákvarðað á sama hátt. Það táknar þá skor sem búast má við frá “Bogey” (meðal) leikmanni á viðkomandi velli. Þar sem golfvöllur getur verið ólíkur öðrum hvað varðar erfiðleika fyrir “Bogey” leikmanninn er ljóst að hann ætti að fá fleiri forgjafarhögg á þeim erfiðari. Hlutfallið milli vallarmats og “Bogey” mats er kallað vægi. Það mælir hlutfallslegan erfiðleikastuðul fyrir háforgjafarleikmanninn miðað við vallarmat. Golfvöllur sem telst hlutfallslega jafn erfiður fyrir meðal- og lágforgjafarleikmenn hefur vægið 113.

2.2 MÆLING GOLFVALLAR (Course Measurement)Sérhverja holu verður að mæla eftir láréttum fleti frá mælipunkti fjarlægðar á hverjum teig að flatarmiðju, í samræmi við fyrirmælin í Vallarmatshandbók USGA ( 6. kafli “Measuring Golf Courses”).

2.3 BREYTINGAR Á GOLFVÖLLUM (Alterations to Courses)Þegar gerðar hafa verið varanlegar breytingar á golfvelli sem auka eða minnka lengd hans eða hve erfiður hann sé til leiks verður aðildarklúbburinn , eða annar aðili ábyrgur fyrir viðkomandi golfvelli, að fara fram á nýtt vallarmat og vægis frá golfsambandinu eða héraðssambandi, hafi það til þess umboð.

2.4 TEIGAR (Tees)2.4.1 Á völlum verða að vera minnst einir teigar

fyrir hvort kyn. Þar sem við á er mælt með að teigar séu metnir bæði fyrir karla og konur.

2.4.2 Það geta verið fleiri teigar, sem minnka lengd vallarins fyrir leik svo hæfi mismunandi hópum leikmanna eða teigar fyrir meiri lengd og prófraun fyrir mjög leikna leikmenn.

Eftirfarandi tafla sýnir dæmi um mat og mögulega skilgreiningu teiga.

Vallarmat (CR) og vægi (SR)

2. KAFLI – GOLFVÖLLURINN OG VALLARMAT (Golf Course and Course Rating)

Page 18: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 18

Teigar CR karla SR karla CR

kvennaSR

kvenna

Meistarar (Svartir) 74,9 139 - -

Hvítir 73,9 130 - -

Gulir 72,1 128 79,0 140

Bláir 67,9 125 73,7 134

Rauðir 67,3 120 72,7 128

Appelsínu-gulir

64,5 104 68,0 125

Aths. 1: Aðeins er mælt með litunum

sem stungið er upp á í töflunni, aðra má nota sé það í samræmi við golf-hefðir landsins.

Aths. 2: Mælt er með því að allir teigar séu metnir fyrir karla sé það raunsætt. Það er venjulega óþarfi að teigar séu metnir fyrir konur sé samanlögð heildarlengd af teigunum meiri en 5800 metrar.

2.4.3 Stærð allra teiga verður að vera nógu mikil fyrir teigsvæði sem fullnægir ákvæðum golfreglna. Á öllum flokkum teiga verður að vera mælipunktur sem ætti að staðsetja fyrir miðjum teig, en minnst fjóra metra frá bakhlið. Mælipunkturinn verður alltaf að sjást.

LEIÐBEININGAR : UNGLINGAGOLFAð meta teiga fyrir menn og konur skapar ágætt tækifæri til að sníða völlinn að getu ungra kylfinga, drengja og stúlkna. Þar sem aldur skiptir miklu máli, einkum hvað varðar högglengd, má setja upp sérstaka unglinga- eða fjölskylduteiga. Að meta þessa teiga fyrir karla og konur ætti að skapa öllum aldurshópum næga möguleika á að fá EGA forgjöf og að flytja sig milli teiga eftir því sem getan þróast.

2.5 PAR2.5.1 PAR endurspeglar það skor sem ætlast má til

að “scratch” kylfingur leiki ákveðna holu á.

2.5.2 PAR hverrar holu verður að prenta við hverja holu á skorkorti.

2.5.3 PAR fyrir hverja holu verður að ákvarðast af aðildarklúbbinum, eða öðrum aðila sem ábyrgur er fyrir viðkomandi golfvelli, (nema golfsambandið ákveði annað), með tilliti til mældrar lengdar og erfiðleika holunnar, og verður að vera innan eftirtalinna lengdarmarka, mælt í metrum, af venjulegum teigum.

PAR KONUR KARLAR

3 - —200 - —225

4 185 — 385 220 — 450

5 350— + 415 — +

Dæmi: Lengd holu sem liggur í boga (dogleg) er 430 metrar. Með tilliti til “raunlengdar” og hve holan er að jafnaði erfið má meta hana sem PAR 4 eða 5.

Aths.: PAR má aðeins vera annað en í töflunni hér að ofan við algjör undantekningarskilyrði (og þá að veittri heimild golfsambandsins)

SKÝRING : HVERNIG PAR SKIPTIR MÁLIPAR er ekki mjög góður mælikvarði á það hve erfiður golfvöllur sé. Tveir golfvellir með sama PAR geta verið mjög ólíkir að lengd og hönnun hola. Til dæmis, golfvellir A og B voru gerðir í svipuðu landslagi og tiltölulega jafn erfiðir til leiks.Völlur A: Fjórar PAR 3 holur, um 125 metra langar, og fjórtán PAR 4 holur, um 270 metra langar. Heildarlengdin er 4280 metrar og PAR 68.Völlur B: Fjórar PAR 3 holur, um 200 metra langar, og fjórtán PAR 4 holur um 360 metra langar. Heildarlengd er 5840 metrar og PAR 68.Það er auðsætt að fyrir “scratch” kylfing yrði völlur B mun erfiðari til leiks. Báðir eru vellirnir PAR 68 en vægi þeirra yrði nálægt 63 og 71.Þar sem skor er skráð sem viðmiðun við PAR, yrði leikforgjöfin leiðrétt með (vægi-PAR), fyrir völl A með (-5) og fyrir völl B með (+3).

2.5.4 Samanlagt PAR fyrir allar holur vallarins má

ekki skilja sem tákn um það hve tiltölulega

2. KAFLI – GOLFVÖLLURINN OG VALLARMAT (Golf Course and Course Rating)

Page 19: Forgjafarkerfið 2016-2019

19 -

erfiður völlurinn sé “scratch” kylfingi. Hve tiltölulega erfiður hann sé er skilgreint með vægi.

2.6 GILDISTÍMI FÆRSLNA Á BRAUT (Period for preferred lies)

2.6.1 Á gildistíma færslna á braut ákvörðuðum af golfsambandi gilda forgjafarskilyrði þrátt fyrir að í gildi sé staðarregla um “Færslur “. Utan gildistíma færslna munu forgjafarskilyrði ekki gilda þegar “Færslur” er í gildi nema fengið hafi verið leyfi golfsambands eða héraðssambands.

2.6.2 Að taka upp: “Færslur” krefst nákvæmrar staðarreglu sem veitir leikmönnum lausn svo sem fram kemur í golfreglunum.

2.6.3 Nefndin má setja staðarreglu sem leyfir “Færslur” á hluta hola þegar staðbundnari aðstæður krefjast.

LEIÐBEININGAR: FÆRSLURTilgangur “Færslna” (stundum nefnt “Bætt lega” eða “Vetrarreglur”) er að leyfa að skilað sé gildum skorum þegar leikskilyrði myndu annars ekki leyfa eðlilegan leik vegna lélegs ástands vallarins eða bleytu og forar.

Tilgangur gildistíma færslna er að leyfa sjálfkrafa forgjafarskilyrði án þess að beita þurfi staðarreglu um “Færslur” í sumum hlutum Evrópu, þar sem þessi skilyrði ríkja, einkum yfir vetrarmánuðina.

Golfsambönd mega ákvarða gildistíma færslna í sínu landi svo sem þau telja nauðsynlegt með tilliti til veðurlags og annarra skilyrða, s.s. frá 1. nóvember til 30. apríl, að báðum dögum meðtöldum.

Margir kostir eru fyrir hendi um gerð staðarreglu en “færslur” má ekki gera að skyldu og staðarreglan ætti ekki að vera í gildi nema þegar skilyrði krefjast.

Það er algengur misskilningur að “færslur” sé til þess að vernda völlinn. Það gagnstæða er nær sanni þar sem leikmaðurinn má færa boltann á besta grasblettinn, þaðan sem hann spænir svo upp sína torfu.

Hafið í huga að “færslur” stangast á við það grundvallarlögmál að leika boltanum eins og hann liggur. Forðast ætti að leyfa færslur að óþörfu.

2.7 LEYFÐ LAGFÆRING Á MÆLDUM VELLI (Permitted Adjustment to a Measured Course)

2.7.1 Sérhver aðildarklúbbur, eða annar aðili ábyrgur fyrir viðkomandi golfvelli, verður að reyna að viðhalda alltaf fullri lengd mælds vallar svo leikmönnum gefist næg tækifæri til að leika við forgjafarskilyrði.

2.7.2 Forgjafarskilyrði gilda aðeins sé hinn mældi völlur ekki styttri en 2750 metrar miðað við 18 holur eða 1375 metrar mið við 9 holur.

2.7.3 Forgjafarskilyrði gilda ekki séu frávik frá lengd mælds vallar meiri en 100 metrar miðað við 18 holur, eða 50 metrar miðað við 9 holur.

2.7.4 Til þess að viðhalda eiginleikum vallarins til vallarmats, og með tilliti til ákvæða í grein 2.7.3, verða teigmerkin sem afmarka teiginn (sjá skilgreiningu í Golfreglum) yfirleitt að vera staðsett ekki meira en 10 metrum framan við eða aftan tilheyrandi mælipunkt fjarlægðar.

Aths.: Aðeins í undantekningartilfellum má víkja frá þessu 10 metra hámarki. Slíkt skal aðeins samþykkja ef viðhald (eða mjög erfið veðurskilyrði) neyða klúbbinn eða þann aðila sem er ábyrgur fyrir viðkomandi golfvelli til að staðsetja teigmerkin utan þessara marka. Þó má það ekki vera umfram 100 metra frávikin í grein 2.7.3. Fari svo gilda forgjafarskilyrðin ekki lengur.

2.7.5 Gæta ætti jafnvægis við staðsetningu teigmerkja þannig að heildarlengd leikins vallar samsvari nokkurn veginn hinni mældu lengd frá degi til dags. Þetta er gert með því að nota bæði fram- og bakhluta teigana með tilliti til ástands vallar.

2.7.6 Notkun einnar bráðabirgðaflatar á hverjum níu holum vallar er leyfð, svo fremi að lengd vallarins breytist ekki meira en grein 2.7.3 leyfir.

2.7.7. Klúbburinn, eða annar aðili ábyrgur fyrir viðkomandi golfvelli, verður að tilkynna hinu viðurkennda golfsambandi þegar varanlegar breytingar eru gerðar á golfvellinum. Sé um varanlegrar breytingar að ræða ber golfsambandinu skylda til að endurskoða gildandi vallarmat og vægi og ákvarða hvort endurmats sé þörf

2. KAFLI – GOLFVÖLLURINN OG VALLARMAT (Golf Course and Course Rating)

Page 20: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 20

LEIÐBEININGAR – SKIPULAG VALLAR OG VIÐHALDGolfvöllur er metinn eftir raunlengd til leiks og hversu erfiður hann er við eðlileg skilyrði, sem ættu að jafnaði að ríkja um mitt leiktímabilið þegar flestar umferðir eru leiknar. Sé lengd eða hve erfiður völlurinn er breytt að ráði, hefur það áhrif á skorið og brenglar forgjöfina.

Markmið vallarnefndar og vallarstarfsmanna ætti að vera að viðhalda eiginleikum til vallarmats þeim sömu svo sem framast er unnt allt leiktímabilið. Eftirtalin atriði ætti að hafa í huga:

• Hafið tilbreytingu í holustaðsetningum, þ.e. 6 auðveldar, 6 í meðallagi, 6 erfiðar.

• Hafið tilbreytingu í staðsetningu teiganna, án þess að breyta mældri lengd.

• Viðhaldið skilyrðum frá vallarmati, sérstaklega lengd, sláttuhæð, vídd lendingarsvæða bolta og hraða á flötum.

• Skoðið að fara fram á tímabundið mat fremur en að lýsa völlinn ótækan til forgjafar séu meiri háttar viðgerðir eða breytingaframkvæmdir fyrirhugaðar.

Þetta ástand getur skapast þegar stytta þarf holu verulega, bráðabirgðateigar eru í notkun, glompur eru endurbyggðar eða teknar úr leik eða lengd vallarins hefur verið stytt um meira en 100 metra. Leitið ráða hjá golfsambandinu.

CBA (Reiknaðri leiðréttingu gráa svæðisins) er ætlað að bæta upp þegar skilyrði eru svo langt frá að vera eðlileg að “eðlilegar aðstæður” ríkja ekki í reynd. Til dæmis getur stórrigning eða mjög langvarandi þurrkur haft áhrif á rúll bolta á vellinum. Þetta getur verulega lengt eða stytt völlinn til leiks. Það getur líka haft áhrif á viðhald hans. Regntíð getur valdið því að kargi verði ekki slegin niður eins og venjulega, og langvarandi þurrkar geta orðið til þess að enginn kargi verði til að slá.

15. kafli Vallarmatshandbókar USGA veitir góðar og nákvæmar ráðleggingar um viðhald metinna þátta og möguleg áhrif þeirra á vallarmat og vægi.

2. KAFLI – GOLFVÖLLURINN OG VALLARMAT (Golf Course and Course Rating)

Page 21: Forgjafarkerfið 2016-2019

21 -

3.1. RÉTTINDI OG SKYLDUR GOLFSAMBANDS (Rights and Obligations of a National Association)

Golfsamband 3.1.1 Fer með stjórn á beitingu EGA

forgjafarkerfisins innan heimalands síns, með fyrirvara um yfirstjórn EGA.

3.1.2 Má ekki breyta eða víkja frá reglum og skilgreiningum EGA forgjafarkerfisins nema tekið sé fram að golfsambandi sé veitt sjálfræði um ákveðinn þátt EGA forgjafarkerfisins (sjá Viðauka Z); helsta ástæðan er vilji til að ná fram víðtæku samræmi í beitingu þess meðal golfsambanda.

3.1.3 Verður að skipa lands-forgjafarnefnd, til að stjórna EGA forgjafarkerfinu í landinu.

Aths.: Lands-forgjafarnefndina má sameina lands-golfreglunefnd eða aðila með svipað eftirlitshlutverk.

3.1.4 Má fela héraðssambandi sérhvern hluta valdsviðs síns.

3.1.5 Verður að ganga úr skugga um að allir vellir sem Golfsambandið samþykkir til forgjafarreiknings hafi vallarmat og vægi ákvarðað í samræmi við vallarmatskerfi USGA.

3.1.6 Verður að fá skriflega heimild frá EGA til að nota EGA forgjafarkerfið.

3.1.7 Verður að tryggja réttmæti EGA forgjafar sem veitt er í stjórnsvæði þess.

3.1.8 Má taka að sér skyldur forgjafarstjórnar ákveði það svo.

Aths.: Taki golfsamband að sér forgjafarstjórn ætti það einnig að taka að sér skyldur skv. greinum 3.3 og 3.4, ef við á.

3.1.9 Á rétt á upplýsingum frá héraðssamböndum og aðildarklúbbum hvenær sem er um beitingu forgjafar.

3.1.10 Verður að leysa sérhverja deilu eða vafaatriði sem vísað er til þess. Úrskurður þess er endanlegur. Geti golfsambandið ekki komist að niðurstöðu, verður það að vísa deilunni eða vafaatriðinu til forgjafar- & vallarmatsnefndar EGA, hverrar úrskurður skal vera endanlegur.

Aths.: Þegar golfsambandið framfylgir valdi sínu verður það að viðurkenna og beita réttum lögskipuðum starfsháttum.

3.1.11 Má, velji það svo, fella niður beitingu CBA í öllum eða ákveðnum forgjafarflokkum og leyfa aðildarklúbbum að beita þessu fráviki á grundvelli einstakra keppna (Sjá grein 3.7 og Viðauka Z)

3.1.12 Má ákvarða takmarkanir vegna 9 holu skora og æfingaskora samkvæmt grein 3.6.1 c og grein 3.8.

3.1.13 Verður að ákvarða hvernig skráningu æfingaskora skuli háttað, ef við á.

3.1.14 Verður að ákvarða gildistíma færslna.

3.1.15 Má krefjast þess að leikmaður standist próf í golfreglum (þ.m.t. siðareglum) áður en honum er veitt EGA forgjöf.

3.1.16 Verður að ákvarða hvernig dæma skuli um (tímabundna) sviptingu EGA forgjafar í samræmi við greinar 3.1.3 og 3.1.4.

3.1.17 Verður að ákvarða áfrýjunarferli sem standa skuli til boða leikmanni sem ekki fellir sig við úrskurð samkvæmt greinum 3.1.3 og 3.1.4.

3.1.18 Má, vilji það svo, áskilja takmarkanir á þátttökurétti í keppni, á grundvelli EGA forgjafar.

3.1.19 Verður að endurskoða EGA forgjöf allra leikmanna með EGA forgjöf + 1,0 eða lægri til þess að stjórna sanngjörnum þátttökurétti í meistarakeppnum innanlands og utan, þar sem krafist er hámarks EGA forgjafar.

LEIÐBEININGAR : TILGANGUR ENDURSKOÐUNAR FORGJAFAR LÁGFORGJAFARKYLFINGATilgangur endurskoðunar forgjafar lágforgjafarkylfinga er að tryggja að forgjafarskráningu þeirra hafi verið við haldið í samræmi við EGA forgjafarkerfið og sérstaklega að öll skor utan heimavallar hafi verið rétt bókuð. Til að framkvæma endurskoðunina er þess krafist af golfsambandinu að forgjafarstjórnir skili sem hluta endurskoðunarinnar forgjafarskrá allra leikmanna með mjög lága forgjöf (úrvalshluta þeirra sem lægsta forgjöf hafa) svo sem golfsambandið skilgreinir hann í samræmi við grein 3.1.19 og þá aðra leikmenn sem golfsambandið tilgreinir. Endurskoðunina verður

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 22: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 22

að grundvalla á samanburði þessara skráa við opinber skor úr víðtæku sviði golfkeppna innanlands og alþjóðlegra.

Reynslan hefur sýnt að leikmenn með ófullkomna forgjafarskrá hafa gjarnan lægri forgjöf en þeim ber. Þótt þetta hafi ekki áhrif í höggleikskeppnum án forgjafar er það mikilvægur þáttur við skráningu í virtar eða úrvalskeppnir og hugsanlega útreikning á reiknaðri leiðréttingu “gráa svæðisins” (CBA). Með því að endurskoða getur golfsambandið betur tryggt jafnari sveit keppenda og komist hjá því að leikmenn sem virða skyldur sínar standi höllum fæti.

3.2 RÉTTINDI OG SKYLDUR HÉRAÐSSAMBANDS (Rights and Obligations of the Area Authority)

Héraðssamband3.2.1 Verður að annast þau verkefni sem

golfsambandið felur því.

3.2.2 Á rétt á upplýsingum sem varða forgjöf frá aðildarklúbbum hvenær sem er.

3.2.3 Verður að skipa nefnd til að annast skyldur svo sem því er falið. Nefndina má sameina annarri nefnd með svipaðar eftirlitsskyldur, sé það talið hæfa.

3.2.4 Má taka að sér ábyrgð forgjafarstjórnar ef golfsambandið mælir svo fyrir um.

3.3 RÉTTINDI OG SKYLDUR AÐILDARKLÚBBSINS (Rights and Obligations of the affiliated Club)

Aðildarklúbbur: 3.3.1 Annast forgjafarstjórn allra meðlima sem

eiga hann fyrir heimaklúbb, háð yfirstjórn héraðssambands (ef við á) og golfsambands.

Undantekning: Golfsamband (eða svæðisstjórn hafi henni verið falið það) mega, vilji þau svo, taka að sér ábyrgð forgjafarstjórnar félaga í aðildarklúbbum undir sinni lögsögu.

3.3.2 Verður að tryggja að EGA forgjafarkerfinu sé rétt beitt í klúbbnum. Sé þessu skilyrði ekki fullnægt réttlættir það að golfsambandið svipti klúbbinn rétti til forgjafarstjórnar, eða beitti þeim aðgerðum sem það telur við eiga.

3.3.3 Má, ef hann vill, takmarka þátttökurétt í keppni undir hans stjórn, á grundvelli EGA forgjafar.

Aths.: Takmarkanir mega gilda fyrir þátttöku í öllum eða einstökum keppnum á vegum aðldarklúbbs.

3.3.4 Verður að skipa forgjafarnefnd til að annast þær skyldur sem lýst er í grein 3.4, og til að tryggja réttmæta EGA forgjöf sem klúbburinn veitir. Nefndina má sameina annarri nefnd með svipaðar eftirlitsskyldur sé það talið viðeigandi.

3.3.5 Er ábyrgur fyrir að tryggja að EGA forgjöf sé við haldið í samræmi við reglur EGA forgjafarkerfisins og í samræmi við sérhverjar sérreglur settar af golfsambandinu.

Aths.: Sérhverri kvörtun vegna beitingar kerfisins, sem aðildarklúbburinn getur ekki leyst, verður að vísa til golfsambandsins eða héraðssambandsins, hafi það til þess umboð, en þessir aðilar mega að vild rannsaka málið svo sem þeir telja við hæfi.

Leiði slík rannsókn í ljós að aðildarklúbburinn hafi brugðist skyldum sínum ætti golfsambandið eða héraðssambandið að áskilja að klúbburinn komi málum í rétt lag. Takist ekki að leysa málið á viðunandi hátt á golfsambandið fullan rétt til að lýsa alla forgjöf aðildarklúbbsins ómarktæka sem EGA forgjöf.

3.3.6 Verður að varðveita forgjafarskrár allra meðlimanna a.m.k. fyrir yfirstandandi og síðastliðið almanaksár, nema að golfsambandið taki að sér ábyrgð á varðveislu slíkra gagna.

3.4 RÉTTINDI OG SKYLDUR FORGJAFAR-NEFNDARINNAR (Rights and Obligations of the Handicap Committee)

Forgjafarnefndin:3.4.1 Verður að halda skrár þar sem nöfn leikmanna

verða að færast áður en gild umferð hefst og forgjafarnefndin verður að hafa vinnureglur sem tryggja að öllum skorum sé skilað til forgjafarnefndarinnar, þ.m.t. þeim sem ekki eru að fullu skráð. (NR skor)

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 23: Forgjafarkerfið 2016-2019

23 -

3.4.2 Verður að tryggja að CBA, ef við á, sé reiknað í samræmi við grein 3.7 við lok hverrar umferðar gildrar keppni. Sjá einnig CBA viðauka á netinu.

3.4.3 Verður að tryggja að EGA forgjöf sérhvers félaga sé skráð svo sem golfsambandið krefst, og til reiðu hvenær sem er.

3.4.4 Verður að tryggja að öll gild skor séu skráð svo fljótt sem unnt er og að öll EGA forgjöf hafi verið rétt reiknuð miðað við skorin í réttri tímaröð.

3.4.5 Verður, þegar félagi skiptir um heimaklúbb, að láta hinum nýja heimaklúbbi í té upplýsingar um gildandi EGA forgjöf leikmannsins og forgjafarnefnd klúbbsins afrit forgjafarbókhalds vegna hans, fyrir yfirstandandi og síðastliðið ár.

3.4.6 Verður að beita valdi sínu til að fella (tímabundið) úr gildi forgjöf samkvæmt greinum 3.13 og 3.14, og til þess að leiðrétta forgjöf samkvæmt grein 3.16, og verður að tilkynna leikmanni slíkar gerðir.

Aths.: Nefndin verður við allar gjörðir samkvæmt valdsviði sínu að tryggja að farið sé eftir öllum lagalegum ákvæðum sem við eiga.

3.4.7 Hefur vald til að úrskurða umferð í gildri keppni ógilda til forgjafar á keppnidegi og áður en leikur hefst, vegna einstaklega vonds veðurs og/eða ástands vallar, sjá einnig grein 3.6.2 i.

Aths.: Forgjafarnefndin ætti aldrei að svipta keppni stöðu gildrar keppni eingöngu til þess að sniðganga ákvæði EGA forgjafarkerfisins og koma í veg fyrir að hún gildi til forgjafarreiknings. Slíkt er andstætt anda EGA forgjafarkerfisins. Forgjafarnefndin ætti að gefa leikmönnunum kost á að skila eins mörgum gildum skorum og unnt er.

3.4.8 Verður að framkvæma minnst árlega endurskoðun EGA forgjafar allra félagsmanna, og einstakra leikmanna þegar þeir óska þess svo sem grein 3.15. mælir fyrir um. Sjá einnig “Handicap Review Appendix” á netinu.

LEIÐBEININGAR: TILGANGUR OG SAMSETNING FORGJAFARNEFNDARINNARStjórnunarstarfsmönnum og framkvæmdastjórum klúbba er hjá vaxandi fjölda þeirra falin dagleg umsjón forgjafarmála. Til að auðvelda þeim verkið er í 2016-2019 útgáfu

EGA forgjafarkerfisins stuðst við tölvuvinnslu , og flesta þætti þess má vinna á sjálfvirkan hátt. En það er enn áríðandi að forgjafarnefndin sé ábyrg fyrir réttri beitingu reglugreinanna og sér í lagi að stjórna endurskoðun forgjafar .

Forgjafarnefndin hefur hið endanlega vald til að ákvarða hvaða forgjöf skuli leiðrétta við endurskoðunina og hve mikið.

Forgjafarnefndin hefur hið endanlega vald til að ákvarða hvort forgjafaskilyrðum sé fullnægt, en má framvísa því til þeirrar nefndar sem sér um keppnina.

Að þekkja kerfið og tilgang þess er meðlimum hennar grundvallarskilyrði; samfelldni í færni nefndarinnar ætti að tryggja. Nefndin sem er ábyrg fyrir forgjafarmálum ( en sem má einnig hafa aðrar skyldur) verður að vera skipuð minnst þremur meðlimum og helst af báðum kynjum.

3.5 RÉTTINDI OG SKYLDUR LEIKMANNSINS (Rights and Obligations of the Player)

Leikmaðurinn:3.5.1 Verður að hafa aðeins eina EGA forgjöf, þá

sem forgjafarstjórn hans úthlutar og skráir. Þessi forgjöf gildir hvarvetna þar sem EGA forgjafarkerfið gildir.

3.5.2 Verður, sé hann meðlimur fleiri en eins aðildarklúbbs, að velja einn aðildarklúbb sem heimaklúbb sinn og tilkynna honum og hinum öðrum klúbbi eða klúbbum þetta val sitt.

3.5.3 Má ekki skipta um heimaklúbb nema með því að tilkynna skiptin fyrirfram, en þau verða að miðast við áramót, nema að hann sé ekki lengur meðlimur í heimaklúbbi sínum eða að báðir aðildarklúbbarnir samþykki að skiptin fari fram fyrr.

3.5.4 Verður að ganga úr skugga um að hann sé skráður svo sem krafist er áður en hann hefur leik í gildri umferð.

3.5.5 Verður að ganga úr skugga um að öll gild skor séu tilkynnt forgjafarstjórn sinni, úr heilum umferðum sem og öðrum. Sé leikið

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 24: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 24

hjá aðildarklúbbi öðrum en heimaklúbbi, er leikmaðurinn skyldur að tilkynna heimaklúbbnum öll skorin.

3.5.6 Verður, áður en hann hefur keppni hjá nokkrum aðildarklúbbi, að ganga úr skugga um að allar tilhlýðilegar breytingar hafi verið gerðar á EGA forgjöf sinni

3.5.7 Verður að hækka eða lækka EGA forgjöf sína þegar þess er krafist eftir gilda umferð vegna skors sem ekki hefur enn verið fært í forgjafarskrá hans. Þessa leiðréttingu ætti að gera miðaða við CBA sé hún vituð og talin gilda . Sé CBA ekki vituð eða í gildi, ætti að leiðrétta hana miðað við CBA=0.

3.5.8 Verður að færa gildandi leikforgjöf sína á öll skorkort sem skilað er að lokinni gildri umferð (Golfreglur, regla 6-2b). Leikmaðurinn ætti einnig forgjafarútreiknings vegna að skrá gildandi EGA forgjöf á skorkortin, jafnvel þótt umferðin sé í keppni án forgjafar.

3.5.9 Verður alltaf að reyna að hlíta ásetningi og tilgangi grundvallarlögmála EGA forgjafarkerfisins.

3.6 GILD SKOR3.6.1 Til þess að nota megi gild skor til

forgjafarreiknings verða þau að fullnægja eftirtöldum skilyrðum:

a. Umferðin var leikin við forgjafarskilyrði.

b. Umferðin var leikin á velli aðildarklúbbs eða á velli samþykktum af golf-sambandinu, metnum samkvæmt EGA vallarmatskerfinu. Eða að leikið var í landi utan lögsögu golfsambands á velli metnum samkvæmt vallarmatskerfi USGA eða Standard Scratch Score kerfi CONGU Council of National Golf Unions (SSS).

c. Umferðin verður að vera 18 holur. Fyrir leikmenn í forgjafarflokkum 2 - 6 eru 9 holu umferðir einnig tækar. 9 holu skor má ekki vera hluti 18 holu umferðar.

Aths.: Golfsambandið má takmarka gild 9 holu skor við aðra forgjafarflokka og/eða fjölda gildra 9 holu skora á almanaksári. Þó, beiti golfssamböndin þessum ákvörðunarrétti, er mjög mælt með að leyfa 9 holu gild skor sem nægi leikmönnum, einkum í forgjafarflokkum 4 - 6 til að skila nægum fjölda gildra skora.

d. Umferðin verður að vera leikin annað hvort í gildri keppni haldinni af i) aðildarklúbbi, ii) héraðssambandi, iii) golfsambandinu, iv) öðrum samtökum sem golfsambandið viðurkennir eða umferðin var leikin fyrir æfingaskor (EDS), sjá grein 3.8.

e. Sé skorið úr leik utan lögsögu golfsambandsins verður það að vera úr gildri keppni haldinni af aðildarklúbbi annars golfsambands eða annars aðila sem golfsambandið viðurkennir. Því verður að skila.

f. Skorið verður að vera umreiknað í Stableford punkta.

3.6.2 Þrátt fyrir ákvæðin í grein 3.6.1, er skor gilt skor jafnvel þótt:

a. umferðin hafi verið ógilt af nefndinni en þá verður hún til “Lækkunar aðeins”

b. reiknuð leiðrétting gráa svæðisins (CBA) hafi verið ákveðin til “Lækkunar aðeins”

c. leikmaðurinn sætti frávísun af ástæðum sem ekki ógilda skor til forgjafar, svo sem útskýrt er hér á eftir í GN um “Skor sem nota má til forgjafar þrátt fyrir frávísun”.

d. umferðin sé leikin með staðarreglu um “bætta legu” í gildi (sjá grein 2.6).

e. umferðin hafi verið ein umferð samanlagðra eða valinna skora í keppni, að því tilskyldu að leikmenn sem mynda lið leiki ekki saman í ráshóp.

f. leikmaðurinn hafi skilað inn vanskráðu (ófullkomnu) skori sem er innan gráa svæðisins eða betri. Sjá GN um NR.

g. leikmaðurinn skilar ekki inn skori, eða það er ófullgert (“NR”), neðar gráa svæðisins og nefndin ákveður að viðurkenna ekki ástæðurnar fyrir NR. Sjá GN um NR.

h. umferðin hafi verið leikin í gildri keppni þar sem ráshóparnir hófu leik af mismundandi teigum (s.s. byssu-start).

i. keppnin hafi verið lýst ógild til forgjafar í samræmi við grein 3.4.7 en leikmaðurinn hafi ákveðið að leika fyrir æfingaskor í samræmi við grein 3.8.

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 25: Forgjafarkerfið 2016-2019

25 -

3.6.3 Þrátt fyrir skilyrðin í grein 3.6.1 og greinar 3.8 (Æfingaskor) telst skor ekki vera gilt skor ef:

a. umferðin, sé hún ekki EDS, var leikin í keppni haldinni af þriðja aðila sem ekki fer með forgjafarstjórn.

b. umferðin var afturkölluð vegna ákvörðunar nefndarinnar og skorið var ófullkomið og neðan við gráa svæðið í forgjafarflokkum 1 - 5, eða það var verra en 36 Stableford punktar í forgjafarflokki 6 (sjá Viðauka Z).

c. leikmaðurinn sætti frávísun af ástæðum óásættanlegum til forgjafarreiknings svo sem lýst er í leiðbeiningum (GN) hér á eftir um “Skor ótæk til forgjafarreiknings í tilfelli frávísunar”.

d. umferðin var leikin í keppni þar sem leikmaðurinn lék í liði með einum eða fleiri öðrum (undantekning samanlögð skor, sjá 3.6.2 e).

e. leikmaðurinn ákveður að lýsa umferðina vanskráða (NR) og nefndin ákveður að samþykkja ástæðuna fyrir NR (sjá GN um NR).

f. umferðin var hluti af “Pro-Am-keppni”.

LEIÐBEININGAR: SKOR SEM MÁ NOTA TIL FORGJAFARREIKNINGS Í TILFELLI FRÁVÍSUNARSamkvæmt grein 3.6.2 c eru aðeins ákveðnar gildar umferðir þar sem leikmaður sætir frávísun tækar til forgjafarreiknings. Þetta á almennt við þegar skor má staðfesta þrátt fyrir frávísun af tæknilegum ástæðum.

Lagfært skor kann að þurfa að reikna út svo beita megi niðurstöðu sem komist er að í samræmi við a. til h. hér á eftir til forgjafarreiknings, en forgjafarnefndin verður að kanna alla þætti vandlega.

Aths.: Taka verður tillit til allra vítahögga ásamt réttrar forgjafar og skora á holu eftir holu.

a. Regla 3-4: Leikmaður neitar að fara eftir reglu í höggleik (þ.m.t. Stableford og keppni við PAR) og það hafi áhrif á rétt annars leikmanns.

b. Regla 6-2b: Forgjöfin sem skráð er á skorkortið er hærri en hann á rétt á. Rétta forgjöf ætti að nota við að reikna út leiðrétt skor.

c. Regla 6-3: Leikmaður hefur ekki leik á úthlutuðum rástíma mótsstjórnarinnar, en skilar samt inn skorkorti.

d. Regla 6-6b: Á skorkortið er ekki kvittað af leikmanninum eða skrifaranum, nema að skrifarinn hafi af gildum ástæðum ekki kvittað á það.

e. Regla 6-6d: Of lágt skor gefið upp á einhverja holu.

f. Regla 6-7: Leikmaður tefur óhæfilega leik, ítrekað brot.

g. Regla 6-8: Leikmaður hættir leik.

h. Regla 14-3b: Notkun fjarlægðarmælis.

LEIÐBEININGAR: SKOR SEM EKKI MÁ NOTA TIL FORGJAFARREIKNINGS Í TILFELLI FRÁVÍSUNARSkor sem hafa verið lýstar ótæk vegna tæknilegra brota, þegar ekki er unnt að ákvarða hve mikið leikmaðurinn kunni að hafa hagnast á að brjóta reglu, eru ekki tæk til forgjafarreiknings:

a. Regla 1-2: Alvarlegt brot með því að hafa viljandi áhrif á legu eða hreyfingu boltans.

b. Regla 1-3: Keppendur koma sér saman um að sniðganga reglu eða sleppa áunnu víti.

c. Regla 4-1, 4-2, 4-3 og 4-4: Notkun kylfu eða kylfa sem ekki samræmast reglunum eða eru notaðar í trássi við þær.

d. Regla 5-1 og 5-2: Notkun bolta sem ekki samræmist kröfunum, eða er á annan hátt notaður í trássi við þær.

e. Regla 6-4: Að hafa fleiri en einn kylfubera í einu (svo leiði til frávísunar).

f. Regla 7-1b: Æfing á keppnihvellinum á keppnidegi, fyrir keppnina.

g. Regla 11-1 eða 14-3: Að nota ólöglegt tí, nota gervibúnað eða óvenjulegan útbúnað (annan en tæki til að mæla fjarlægð).

h. Regla 22-1: Að samþykkja að lyfta ekki bolta sem gæti hjálpað öðrum keppanda.

LEIÐBEININGAR : VANSKRÁÐ SKORÆtlast er til að sérhver leikmaður sem tekur þátt í gildri keppni ljúki umferðinni.

Vanskráð skor (NR) á við um hverja þá umferð sem ekki er lokið við og/eða engu skorkorti er skilað fyrir, og auk þess, í höggleik aðeins, þegar ekkert skor hefur verið skráð á eina

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 26: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 26

eða fleiri holur, af ástæðum háðum geðþótta leikmannsins.

Öllum niðurstöðum í gildri keppni eða æfingaskorum (EDS) verður að skila inn án tillits til hvort þær séu tæmandi eða ekki. Sé um ófullkomið skor (NR ) til forgjafarreiknings að ræða verður forgjafarnefndin fyrst að íhuga hvort leikmaðurinn hafi getað staðið við þá skuldbindingu sína að skila in skori, eða ekki. Ef ekki, og ástæðan er veikindi eða afbrigðileg vallarskilyrði, ætti að lýsa skorið ógilt til forgjafar, nema hann hafi þegar skorað á gráa svæðinu eða betur þegar áfallið varð. Hafi leikmaðurinn verið fær um að ljúka við umferðina ,en valið að gera það ekki, ætti forgjafarnefndin annað hvort að nota hinn raunverulega höggafjölda (leiðrétta skor samkvæmt grein 3.6.2 f) eða hækka forgjöfina um 0,1, sjá grein 3.6.2 g.

Þar sem ófullkomið skorkort og NR geta haft áhrif til hækkunar forgjafar leikmanns væri forgjafarnefndinni það rétt að dæma skorið ógilt til forgjafarreiknings hafi leikmaðurinn aðeins getað leikið fáeinar holur. Greinar 3.13 og 3.14 í EGA forgjafarkerfinu bjóða upp á að skoða refsiaðgerðir sé nefndin sannfærð um að NR séu aðeins skráðar til að sniðganga kerfið á óheiðarlegan hátt. Engin skorkort ætti að gefa út til leikmanna sé það ljóst að dagsbirta leyfi ekki að ljúka fullri umferð.

3.7 REIKNUÐ LEIÐRÉTTING GRÁA SVÆÐISINS3.7.1 Við lok sérhverrar umferðar gildrar keppni,

að undanskyldum 9 holu keppnum verður að reikna CBA út samkvæmt aðferðinni sem tilgreind er í CBA Viðaukanum á netinu, ef við á (sjá Viðauka Z).

3.7.2 Aðeins leikmenn í forgjafarflokkum 1 – 4, eru teknir með við CBA útreikninginn. Reiknuð CBA niðurstaðan (ef við á) gildir fyrir leikmenn í forgjafarflokkum 1 - 5.

3.7.3 Möguleg CBA gildi eru +1, 0, -1,-2, -2&RO (Reduction Only - aðeins til lækkunar). Þegar niðurstaða útreiknings uppáleggur að skiluð skor séu -2&RO er -2 svæðisbreytingu beitt til þess að ákvarða hvaða skor leiði til forgjafarlækkunar.

3.7.4 CBA leiðrétting þýðir að hækka eða lækka mörk gráa svæðisins um þann punktafjölda sem er niðurstaða hennar. Þetta verður til þess að frávikssvæði leikmannsins færast upp eða niður. Forgjöf verður leiðrétt í samræmi

við greinar 3.12.3 til 3.12.8 eftir beitingu CBA

Dæmi: Leikmaður í forgjafarflokki 1 skráir skor 33 punkta, CBA er reiknað sem -2.

Gráa svæðið hans væri við eðlilegar aðstæður frá 35 til 36, en er nú 33 til 34. Forgjöf hans helst óbreytt.

3.7.5 Til þess að reikna megi út CBA verður fjöldi leikmanna í keppni að vera minnst tíu (10).

3.7.6 Sé keppni skipulögð fyrir fleiri en einn dag, verður að reikna sér CBA gildi fyrir hvern dag.

3.7.7 Sameina má tvær umferðir sama dags til útreiknings eins CBA séu keppnirnar sama eðlis.

Dæmi: Meistaramót klúbbs, höggleikskeppni, fer fram sama dag fyrir karla, konur og unglinga. Þessar þrjár keppnir má sameina til útreiknings eins CBA.

3.7.8 Ógildi nefndin umferðina af einhverjum réttmætum ástæðum, verður CBA 0 og umferðin gildir til “lækkunar aðeins” (sjá greinar 3.6.2 a., 3.6.3.b) .

3.7.9 Velji golfsamband svo (sjá Viðauka Z) má fella niður CBA útreikning fyrir alla eða einhverja forgjafarflokka. Golfsambandið má veita aðildarklúbbum þennan ákvörðunarrétt á grundvelli einstakra keppna.

SKÝRING : REIKNUÐ LEIÐRÉTTING GRÁA SVÆÐISINS

TilgangurÍ Vallarmatshandbók USGA segir “ Vallarmat og vægi USGA verður að miða við eðlilegar aðstæður á þeim tíma eða tímum þegar flestar umferðir eru leiknar”. En, stundum eru umferðir leiknar þegar annað hvort veður eða ástand vallar er ekki eðlilegt og í EGA forgjafarkerfinu hafa þessar umferðir þó bein áhrif á forgjöf. CBA útreikningurinn var þróaður til að ákvarða hvenær aðstæðurnar séu svo langt frá að vera eðlilegar að slá ætti af matinu til mótvægis vegna forgjafarreiknings, þannig að gildin séu bakfærð til þess sem þau hefðu verið við eðlilegar aðstæður.

Takmark skorunarFyrir CBA útreikning eru eðlilegar aðstæður

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 27: Forgjafarkerfið 2016-2019

27 -

metnar með því að skoða hlutfall leikmanna sem skoruðu innan gráa svæðis síns forgjafarflokks. Niðurstaðan er borin saman við hverju hefði mátt búast við eðlilegar aðstæður og ákvörðun tekin hvort leiðréttingar sé þörf á skorum sem nota á við forgjafarreikning. Þetta getur verið breyting til hækkunar eða lækkunar, og séu leikskilyrði mjög erfið er keppnin lýst til “lækkunar aðeins”

Gráu svæðinLeiðréttingin fæst með því að hnika gráa svæðinu til, skor leikmannsins helst óbreytt. Hnikun gráa svæðisins hefur áhrif á það hvernig skor leikmannsins virkar á forgjöfina við bókun í kerfið.Dæmi: Leikmaður í forgjafarflokki 3 (“grátt svæði” 33-36) skorar 32 punkta og CBA = -1 (skilyrði verri en eðlilegt er). Engin leiðrétting á EGA forgjöf hans þar sem gráa svæðið verður 32-35. Ef hann hefði skorað 36 punkta hefði hann lækkað um 0,3.

Mikilvægi CBAÞar sem CBA byggir á samanburði skora við þann árangur sem búist var við hjá leikmönnum í forgjafarflokkum 1 - 4 kann það að ske að mikill hluti leikmanna sem eru í framför eða leikmanna með of lága forgjöf valdi ótraustri niðurstöðu. Þetta er ein ástæðna þess að leikmenn í hærri forgjafarflokkum teljast ekki með í útreikningum. Til dæmis, í keppni þar sem mikill fjöldi keppenda er byrjendur í framför gæti CBA +1 orðið niðurstaðan jafnvel þótt aðstæður væru eðlilegar eða jafnvel verri. Leikmenn með of lága forgjöf (sem sumir kalla “mont”forgjöf) gætu haft gagnstæð áhrif, sem er andstætt því sem ætti að ske, þ.e. leiðrétting til hækkunar á “mont” forgjöf þeirra. Þessi áhrif sýna hve mjög áríðandi það er að beita endurskoðun forgjafar (sjá hluta 3.15) og leiðréttingu forgjafar á grunni almenns leiks (sjá grein 3.16).

3.8 ÆFINGASKOR (EDS)3.8.1 EDS er gilt skor til forgjafarreiknings, háð

skilyrðum í greinum 3.8.2, 3.8.3, 3.8.4 og 3.8.5.

3.8.2 Golfsamband verður að setja skilmála sem gilda um leik fyrir æfingaskor (sjá Viðauka Z) og má takmarka fjölda slíkra skora.

3.8.3 Leikmenn mega skila EDS aðeins af þeim

völlum sem golfsambandið kann að mæla fyrir um. Til dæmis má einskorða þær við völl heimaklúbbs hans. Leikmaður getur aðeins skilað einni 9 hola EDS umferð leikinni sama dag.

3.8.4 Aðeins leikmenn með EGA forgjöf í forgjafarflokkum 2 – 6 mega skila inn EDS til forgjafarreiknings.

Aths.1: Golfsambandið má undanskilja sérhvern forgjafarflokka 2 - 6 frá því að mega skila inn EDS til forgjafarreiknings, þótt mælt sé með að golfsambönd leyfi EDS að því marki sem nauðsynlegt er fyrir leikmenn til að skila nægum fjölda gildra skora. Þetta er sélega áríðandi fyrir forgjafarflokka 4 - 6.

Aths. 2: Þrátt fyrir ofangreinda takmörkun má golfsamband sem hefur áskilið takmörkun á þátttökurétti í keppni á grundvelli EGA forgjafar leyfa leikmanni sem þannig er útilokaður að skila hinum áskilda fjölda EDS sem þarf til að ná þeim fjölda sem á vantar.

3.8.5 Leikmaðurinn verður að skrá sig á EDS leiklistann áður en hann hefur leik. Skráning hans verður að innihalda upplýsingar um á hvaða golfvelli og af hvaða teigum muni leikið auk þeirra atriða sem golfsamband hans krefst.

3.8.6 Leikmaðurinn verður að skrá á skorkortið atriðin sem upp eru talin í grein 3.8.5 og hann verður að skila skorkortinu undirskrifuðu af sér og skrifaranum.

3.8.7 Skili leikmaðurinn ekki skorkortinu eftir að hafa skráð sig til EDS leiks verður það skráð til forgjafar sem vanskráð skor.

3.8.8 Forgjöf leikmanns er ekki unnt að lækka niður í forgjafarflokk sem ekki má skila EDS úr.

Dæmi 1: Leikmaður með EGA forgjöf 4,7 skilar æfingaskor með 41 Stablefordpunkti. EGA forgjöf hans verður þá aðeins lækkuð um 0,2 punkta, í 4,5 en ekki um 0,7.

Dæmi 2: Þar sem golfsamband leyfir ekki EDS fyrir leikmenn í flokki 2, skilar leikmaður með EGA forgjöf 12,0 EDS með 41 Stablefordpunkti. EGA forgjöf hans mun aðeins lækka um 0,5, í 11,5, en ekki um 1,2.

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 28: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 28

SKÝRING: ÆFINGASKOR (EDS)EGA forgjafarkerfið (ásamt öðrum forgjafarkerfum) er byggt á þeirri forsendu að sérhver leikmaður muni skila inn nægum fjölda skora til nær fullrar sönnunar á leikfærni sinni. Þótt nefndirnar kunni að telja að á leiktímabilinu skapist næg tækifæri til að taka þátt í keppnum, hefur reynslan sýnt að margir leikmenn eiga í basli með að skila inn nægum fjölda skora til að viðhalda forgjöf sem endurspeglar leikfærni sína. Ástæðan getur verið:• -vinna eða fjölskylduástæður hindra þátttöku

í keppnum.• vandkvæði við að fá viðunandi rástíma þá

daga sem þeim hentar.• minnkandi löngun til að leika reglulega

keppnigolf.

EDS hefur verið sniðið til að skapa leið svo auka megi við skor úr gildum keppnum í þágu forgjafarreiknings. Tilgangurinn er að bæta við hinar stundum takmörkuðu upplýsingar úr keppnisgolfi og gera sérhverjum leikmanni fært að skila fleiri gildum skorum til forgjafarreiknings. Þar sem loforðið um að skila skorinu, góðu eða slæmu, er gefið áður en umferðin hefst og forgjafarskilyrði verða að ríkja, samsvarar EDS umferðin tæknilega keppnisumferð. En þess ber að gæta að CBA ferlið virkar ekki við EDS.Það er ólíklegt að leikmenn sem ætla að leika fyrir æfingaskor (EDS) velji sér viljandi CBA -2 dag.

3.9 EGA LEIKFORGJÖF; LEIKFORGJÖF3.9.1 Leikforgjöfin er sá fjöldi forgjafarhögga sem

leikmaðurinn þiggur við leik af ákveðnum teigum leikins golfvallar.

3.9.2 Sé leikforgjöfin neikvæð (nefnd “plús” leikforgjöf) verður leikmaðurinn að gefa vellinum forgjafarhögg frá og með 18 í forgjafartöflu

3.9.3 Leikforgjöf leikmanns finnst með því að umreikna EGA forgjöf hans með leikforgjafarformúlunni.

a) Leikforgjafarformúlan fyrir forgjafarflokka 1 - 5 er:

Leikforgjöf (Flokkar 1-5) = EGA forgjöf x + (vallarmat – PAR)vægi113

b) Leikforgjafarformúlan fyrir forgjafarflokk 6 er:

Leikforgjöf (Flokkar 6) = EGA forgjöf + mismunur leikforgjafar(Playing Hcp Differential)

Aths.: Leikforgjöfin er reiknuð í heilum tölum, 0,5 er hækkað upp. Þetta þýðir að - 0,5 [=”plús” 0,5] hækkar í 0 [“Scratch”] og -1,5 [= “plús”1,5] í [=”plús”1].

3.9.4 Fyrir 9 holu umferð finnst leikforgjöf leikmanns með því að beita EGA forgjöf hans við 9 holu leikforgjafarformúluna:

a) 9 holu leikforgjafarformúlan fyrir forgjafarflokka 2 - 5 er:

Leikforgjöf (F. 2-5) =

+ (vallarm. 9holur - PAR9holur)EGA forgjöf +

2

9 holu vægi113

Dæmi 1: EGA forgjöf leikmanns er 11,8. Hann leikur fyrri 9 holur vallar af gulum teigum.

Gulir teigar karla

18 holur Fyrri 9 holur

Seinni 9 holur

Vallarmat 72,4 35,8 36,6

Vægi 127 122 132

PAR 72 35 37

Forgjafarhögg 14 7 6

Samanlögð leikforgjöf fyrir tvær 9 holu umferðir verður ekki endilega jöfn leikforgjöf fyrir 18 holur. Þetta er vegna þess að tengsl milli vallarmats, vægis og PAR kunna að vera mismunandi fyrir hvorar níu holurnar.

Fjöldi forgjafarhögga sem hann þiggur er:

Leikforgjöf =

+ (38,5 –35) = 7,1699 jafnað af = 711,8 *

2

112113

b) 9 holu leikforgjafarformúla fyrir forgjafarflokk 6 er:

Leikforgjöf (Flokkar 6) =

EGA forgjöf 2 + mismunur leikforgjafar 9 holur

Leikforgjöf (F. 2-5) = EGA forgjöf + (9 holu vallarm. – 9 holu par)

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 29: Forgjafarkerfið 2016-2019

29 -

Dæmi 2: EGA forgjöf leikmanns er 40. Hann leikur sömu fyrri 9 holurnar sem sýndar eru í dæmi 1. Af þessum teigum er leikforgjöf fyrir EGA forgjöf 36,0 20 og þar af leiðandi verður mismunur leikforgjafar 9 holur (sjá Skilgreiningar) 2, eða (20-18)

Leikforgjöf = 402 + 2 = 22

Aths.: Leikforgjöfin er upp gefin í heilum tölum, 0,5 hækkað upp. Þetta þýðir -0,5 (=”plús” 0,5 hækkað upp í 0 (scratch) og - 1,5 (=”plús” 1,5) í -1 (=”plús” 1)

3.9.5 Leikforgjöf leikmanns má einnig ákvarða með því að beita EGA forgjöf hans við 9 holu eða 18 holu leikforgjafartöflu /sjá Viðauka B).

3.9.6 Leyfð forgjöf er sá fjöldi forgjafarhögga sem leikmaður þiggur (eða gefur) í forgjafarkeppni. Hún er það hlutfall leikforgjafar sem nefndin sem stjórnar keppninni ákvarðar.

3.9.7 Forgjafarhöggum er deilt niður á holur samkvæmt forgjafartöflunni á skorkortinu. Högg í 9 holu umferð eru tekin samkvæmt viðeigandi forgjafartöflu.

Dæmi: Við 9 hola leik þar sem forgjafarhöggum hefur verið úthlutað leikmanni á jafnar tölur, og hann fær 7 högg, fær hann forgjafarhögg á holur 2, 4, 6, 8,, 10, 12 og 14 á forgjafartöflunni.

3.9.8 EGA forgjöf getur við breytingu í leikforgjöf orðið hærri en hámark EGA forgjafar.

SKÝRING: PLÚS FORGJÖFUpphaflega átti golfforgjöf rætur að rekja til höggleiks. Henni var úthlutað með hliðsjón af leikmanni með 0 í forgjöf og höggin voru dregin frá skor leikmannsins. Þegar það varð nauðsynlegt að veita forgjöf leikmanni sem hafði sýnt að hann var betri en viðmiðunarleikmaðurinn með 0 í forgjöf var, fremur en að veita þeim síðarnefnda og öllum enn betri leikmönnum nýja forgjöf ,viðtekin sú hugmynd að bæta höggum við skor og slík forgjöf skilgreind sem plús forgjöf. Þar sem nettóskor reiknast með því að draga forgjöf leikmannsins frá brúttóskor, verður

plús forgjöf reikningslega neikvæð tala. Forgjöf, allt niður í plús 5, hefur náðst.

SKÝRING: 9 HOLU SKORÞað er ákveðin samsvörun við EDS í röksemdum fyrir að innleiða 9 holu keppnir og 9 holu EDS. Ennfremur, með tilliti til krafna vegna vinnu og fjölskyldulífs eða takmarkaðrar líkamshreysti, hafa 9 holu skor verið innleidd til þess að fjölga tækifærum til að skila gildum skorum. Frá því að 9 holu gildar umferðir voru teknar upp árið 2007 hafa þær orðið mjög vinsælar í fjölda landa, stundum svo að það samsvari 30% allra leikinna umferða ákveðins hóps leikmanna, svo sem hjá eldri leikmönnum og þátttakendum í keppnum að kvöldi til, við takmarkaða dagsbirtu. En, hefðbundin golfumferð, þ.e. 18 holur, er enn talin fyrsti og besti valkosturinn með tilliti til forgjafarreiknings.

3.10 STABLEFORD3.10.1 Til forgjafarreiknings verður að breyta öllum

gildum skorum í Stableford punkta áunna með veittri forgjöf sem 100% x leikforgjöf.

3.10.2 Til forgjafarreiknings eru Stableford punktar veittir þannig miðað við PAR hverrar holu:

Nettóskor á holu PunktarMeira en eitt högg umfram PAR, eða vanskráð skor .. 0Eitt högg umfram PAR ............................................ 1PAR .................................................................... 2Höggi minna en PAR ............................................ 3Tveimur höggum minna en PAR ............................. 4Þremur höggum minna en PAR .............................. 5Fjórum höggum minna en PAR ............................... 6

3.10.3 Leikmaðurinn verður að bæta 18 Stablefordpunktum við árangur 9 hola svo úr verði leiðrétt gilt skor sem skrá má í forgjafarskrá hans. Gild 9 holu skor verða að vera greinilega auðkennd á forgjafarskrá leikmanns, sjá Viðauka A.

3.10.4 Ef við á (sjá Viðauka Z) verður að reikna CBA við lok sérhverrar 18 holu gildrar umferðar samkvæmt aðferðum sem birtar eru í CBA viðaukanum á netinu.

3.10.5 Sérhverju skori í gildri keppni við völlinn (PAR) verður að breyta í Stableford punk ta

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 30: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 30

með því að bæta 36 punktum við árangur leikmannsins:

Dæmi: 2 holur undir : – 2 + 36 = 34 Stableford pkt.

5 holur upp : +5 + 36 = 41 Stableford pkt.Allt jafnt : 0 + 36 = 36 Stableford pkt.

3.10.6 Við eðlilegar aðstæður leikur leikmaður nákvæmlega á forgjöf sinni þegar hann skilar inn 36 punkta Stablefordskor

SKÝRING: STABLEFORDTilgangurinn með því að beita Stablefordpunktum við að reikna út forgjöf er að minnka áhrif sérlega illa leikinnar holu sem ekki gefur rétta mynd af hæfni leikmanns. Önnur forgjafarkerfi nota svipaðar aðferðir við vegið skor svo sem nettó tvo yfir PAR.Þetta takmarkar skorið á illa leikinni holu fyrir leiðrétt heildarskor við útreikning forgjafar. Það leyfir einnig að vanskráðu skori (NR) á holu í höggleik megi breyta í skor til forgjafarreiknings. Skorun í Stableford er mældur árangur samanborinn við PAR; Kerfið var hannað þannig að leikmaður leiki á forgjöf sinni þegar hann skorar 36 Stablefordpunkta á 18 holum. EGA forgjafarkerfið aðlagar forgjöf með því að meta árangur samanborið við vallarmat, þannig að forgjafarhögg eru innifalin í leikforgjafarformúlunni (CR-PAR) til að taka til greina mismuninn á vægi og PAR.

3.11 AÐ FÁ EGA FORGJÖF 3.11.1 EGA forgjöf getur aðeins félagi í

aðildarklúbbi fengið, svo og einstakur aðili að golfsambandi eða einstakur leikmaður sem lýtur beinni skráningu og forgjafarstjórn golfsambandsins.

3.11.2 Hámark EGA forgjafar er 54 fyrir karla og konur.

EGA forgjöf getur orðið hærri en þetta við breytingu í leikforgjöf.

Aths.: Golfsamband má takmarka forgjafarflokk 6 við 45.

3.11.3 Til þess að fá EGA forgjöf verður leikmaður að skila minnst einu Stableford skori , 18 eða 9 hola. Það er stranglega mælt með að forgjafarnefndin fylgist með upphaflegri

forgjöf veittri samkvæmt þessari grein og sé þess þörf framfylgi leiðréttingu vegna almenns leiks í samræmi við aðferðir sem birtar eru í greinum 3.16.

3.11.4 Skor til að fá EGA forgjöf verða að vera úr leik við forgjafarskilyrði hjá heimaklúbbi leikmannsins , eða á öðrum velli viðurkenndum og samþykktum af forgjafarstjórn hans. Leikmaður sem ekki er félagi í aðildarklúbbi verður að leika umferðirnar við forgjafarskilyrði og á golfvelli aðildarklúbbs eða einhverjum öðrum velli viðurkenndum og samþykktum af golfsambandinu, og í samræmi við sérhver fyrirmæli golfsambandsins. Sérhvert skor verður að vera undirritað af skrifaranum og staðfest af leikmanninum

Fjöldi forgjafarhögga sem leikmaðurinn þiggur í þessari umferð er:

Forgjafarhögg = 54 + mismunur leikforgjafar

Fyrir 9 holu umferð er fjöldi forgjafarhögga sem leikmaðurinn þiggur þessi:

Forgjafarhögg = + mismunur leikforgjafar 9 holur542

Þessa tölu má einnig ákvarða með því að beita hámarki EGA forgjafar við leikforgjafartöfluna fyrir völlinn sem leikinn er.

3.11.5 Byrjunar EGA forgjöf verður að reikna á grundvelli skilaðs Stableford skors:

Sé skorið úr 9 holu umferð ætti að bæta 18 Stableford punktum við það.

Byrjunar EGA forgjöf = 54 – (skoraðir puktar – 36)

3.11.6 Forgjafarnefndin má úthluta leikmanni lægri upphafs- EGA forgjöf telji hún að slík lægri EGA forgjöf samsvari betur hæfni leikmannsins.

Í undantekningatilfellum má úthluta hærri EGA forgjöf en fyrsta skor gefur til kynna.

3.11.7 Golfsambandið má, vilji það svo, áskilja að leikmanni sé því aðeins veitt EGA forgjöf að hann hafi staðist próf í golfreglum og siðareglum.

3.11.8 Leikmanni án forgjafar má ekki úthluta EGA forgjöf í forgjafarflokki 1 nema með

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 31: Forgjafarkerfið 2016-2019

31 -

skriflegu samþykki golfsambandsins, eða héraðssambands sem til þess hafi umboð.

LEIÐBEININGAR: ÚTHLUTUN FORGJAFAR Réttlæting þess að veita EGA forgjöf strax þegar leikmaður hefur skilað minnst einu Stableford skori eftir 18 holu (eða 9 holu) umferð samkvæmt ákvæðum greinar 3.11 er að gera forgjafarkerfið aðgengilegt eins mörgum leikmönnum og unnt er, með tilliti til þess hvernig best megi efla golfíþróttina. Það gefur einnig nýliðum í golfleik mögulegt að fylgjast frá byrjun með því hvernig geta þeirra í golfleik þróast.

Aðferðinni sem birtist í greinum 3.11.4 - 3.11.5 er ætlað finna nokkurn veginn það gildi sem samsvarar eða er betra en skor úr einni umferð. Eftir því sem leikmenn skila fleiri skorum verður síðan mögulegt að öðlast betri skilning á hæfileikum þeirra til golfleiks.

Kerfið veitir golfsamböndunum valkosti um vald til að áskilja takmarkanir á þátttöku í golfkeppnum, grundvallaðar á EGA forgjöf, velji þau svo.

Mælt er með að forgjafarnefndir fylgist vel með því hvernig leikmenn sem nýlega hafa fengið forgjöf skora og beiti endurskoðun vegna almenns leiks ef þörf krefur. Þegar leikmenn hafa skilað svo mörgum sem 8 skorum, verður forgjafarnefndinni mögulegt að framkvæma endurskoðun forgjafar (sjá grein 3.15).

Stærðfræðilega virðist það að beinlínis veita upphaflega EGA forgjöf á grundvelli 8 skora ásamt endurskoðun forgjafar samkvæmt grein 3.15 geta boðið upp á byrjunarforgjöf sem þegar er í fullu samræmi við kerfið. En, það er talið óæskilegt að fara fram á slíkan fjölda skora frá leikmanni sem fýsir að byrja að nota EGA forgjafarkerfið eins fljótt og unnt er.

Það er athyglisvert að forgjafarnefndin má úthluta upphafs EGA forgjöf sem heilli tölu annari en reiknuð er samkvæmt grein 3.11.5, telji hún lægri forgjöf betur hæfa getu leikmannsins. Þættir sem skoða þarf eru:

• Fyrri leiksaga og sérhver lægri fyrri forgjöf hjá heimaklúbbi eða einhverjum öðrum klúbbi. Þetta er mjög mikilvægt.

• Á hvaða árstíma og í hvernig veðráttu er skorkortunum skilað.

• Upplýsingar frá kunnugum.

• Forgjöf samkvæmt öðru forgjafarkerfi.

• Önnur frammistaða í íþróttum sem skiptir máli.

• Veiting upphafs forgjafar í forgjafarflokkum 2 eða 3 getur bent til fyrri reynslu þegar engar aðrar augljósar vísbendingar finnast.

3.12 BREYTING Á FORGJÖF3.12.1 Öll gild skor verður að bókfæra sem

Stableford punkta. Forgjafarnefndin verður að skrá öll gild skor leikmanns í réttri tímaröð.

3.12.2 Í forgjafarskrá leikmanns (sýnishorn í Viðauka A) verður að vera:

a Dagsetning skors

b. Hvar var umferðin leikin

c. Skorið og tegund (9 holu og 18 holu skor verða að vera greinilega auðkennd)

d. CBA ef við á (sjá viðauka Z)

e. Hið gilda Stableford skor

f. Hin breytta EGA forgjöf

g. Aðrar þær upplýsingar sem golfsambandið kann að áskilja s.s. vallarmat, vægi , PAR

Aths.: Lagfærð (gild) skor eru Stableford skor reiknuð af forgjafarnefndinni á grundvelli niðurstöðu 9 holu skors, frávísunar eða vanskráðs skors (NR), sjá grein 3.6.

3.12.3 Skili leikmaður gildu skori innan síns gráa svæðis helst EGA forgjöf hans óbreytt.

3.12.4 Skili leikmaður gildu skori með færri Stableford punktum en gráa svæði hans nær til, eða skilar NR, hækkar EGA forgjöf hans, háð endurskoðun forgjafarnefndarinnar, um 0,1 sé hann í forgjafarflokkum 1- 5.

Aths.: En, sérstök ákvæði kunna að gilda sé slíkt skor skráð hjá leikmanni í forgjafarflokkum 4 eða 5 (sjá Viðauka Z).

3.12.5 Skili leikmaður gildu skori betri en innan hans gráa svæðis er EGA forgjöf hans lækkuð sem svarar Stableford punktum umfram gráa svæðið, hve mikið fyrir hvern punkt ræðst af forgjafarflokki hans.

Aths.: Leiðréttingar forgjafar á grundvelli

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 32: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 32

skora í 18 holu keppnum (Greinar 3.12.3, 3.12.4 og 3.12.5) eiga við eftir að gráa svæðið hefur verið leiðrétt í samræmi við CBA aðferð sem lýst er í grein 3.7.

3.12.6 EGA forgjöf verður að breyta svo sem hér segir:

Aths.: Sérstök ákvæði kunna að gilda í forgjafarflokkum 4 eða 5 (sjá Viðauka Z)

For-gjafar-flokkur

EGAforgjöf

Grátt svæði

18 holu skor

9 holu skor

Stableford- punktar neðan

svæðisins:Hækki

aðeins um:

Draga frá fyrir hvern Stableford

-punkt ofan

svæðisins

1 Plús - 4,4 35-36 - 0,1 0,1

2 4,5-11,4 34-36 35-36 0,1 0,2

3 11,5-18,4 33-36 35-36 0,1 0,3

4 18,5-26,4 32-36 34-36 0,1 0,4

5 26,5-36,0 31-36 33-36 0,1 0,5

6 37-54 . . . 1

Fyrir forgjafarflokk 6 dragist heilt högg frá fyrir hvern Stableford punkt umfram 36.

Dæmi: Skili leikmaður með forgjöfina 11,2 Stableford skori með 32 punktum verður EGA forgjöf hans 11,3. Skili hann síðan 42 Stableford punktum lækkar EGA forgjöf hans strax um (42 – 36) x 0,2 = 1,2 eða í EGA forgjöf 10,1.

3.12.7 Lækki EGA forgjöf leikmanns úr hærri forgjafarflokki í lægri forgjafarflokk verður fyrst að lækka hana samkvæmt hærri flokknum, aðeins þar til EGA forgjöf hans lækkar um flokk, en það sem eftir stendur af lækkuninni verður síðan að reikna samkvæmt ákvæðum fyrir lægri flokkinn.

Dæmi: Skili leikmaður með forgjöfina 19,1 (forgjafarflokkur 4) Stableford skori með 42 punkta, lækkar EGA forgjöf hans þannig:

19,1 - (2 x 0,4) = 19,1 – 0,8 = 18,3, sem flytur hann í forgjafarflokk 3, þar sem lækkunin er 0,3 á punkt, sem gerir: 18,3 - (4 x 0,3) = 18,3 – 1,2 = 17,1.

3.12.8 Hækkun og lækkun á EGA forgjöf leikmanns verður forgjafarstjórnin að framkvæma og skrá eins fljótt og unnt er.

Aths.: Leikmaðurinn er ábyrgur fyrir að hækka eða lækka EGA forgjöf sína eftir þörfum að lokinni gildri umferð, vegna skors sem ekki hefur enn verið skráð í forgjafarskrá hans, sjá grein 3.5.7

3.12.9 EGA forgjöf leikmanns er ekki unnt að lækka með því að skila inn æfingaskor (EDS), í forgjafarflokki þar sem ekki má skila inn EDS.

3.12.10 EGA forgjöf leikmanns er ekki unnt að lækka með því að skila inn gildu 9 holu skori, eða með því að skila inn 9 holu æfingaskori, í forgjafarflokki þar sem ekki má skila inn 9 holu skori.

3.13 SVIPTING (TÍMABUNDIN) OG MISSIR FORGJAFAR

3.13.1 Golfsambandið eða forgjafarstjórn leikmanns, mega svipta hann EGA forgjöf sé talið að hann hafi viljandi svikist um að framfylgja skyldum sínum samkvæmt í EGA forgjafarkerfinu.

3.13.2 Ef, eftir tilhlýðilega rannsókn, það telst staðfest að mati forgjafarnefndar leikmanns að hann hafi vanrækt að tilkynna gild skor (utan heimavallar), má svipta hann EGA forgjöf eins lengi og forgjafarnefndin telur hæfa til að afla nauðsynlegra upplýsinga svo veita megi honum aftur forgjöf og leiðrétta hana.

3.13.3 Leikmanninum verður að tilkynna hve lengi sviptingin vari og um sérhver önnur skilyrði sem honum eru sett. Engan leikmann má svipta forgjöf nema hann fái áður tækifæri til að koma fyrir forgjafarnefnd þá sem annast forgjafarstjórn hans.

3.13.4 Með fyrirvara vegna gagnstæðra fyrirmæla gefnum af golfsambandinu, verður upphaf, meðferð og ákvörðun agamáls vegna meints brots í heimaklúbbi að vera í höndum heimaklúbbs kylfingsins. Í öllum öðrum tilfellum verður forgjafarstjórn leikmannsins að fjalla um og úrskurða í málinu.

3.13.5 Sé leikmaður félagi í fleiri en einum aðildarklúbbi, má klúbbur sem ekki er heimaklúbbur hans ekki svipta hann EGA forgjöfinni.

3.13.6 Sé leikmaður sviptur félagsrétti í heimaklúbbi sínum er EGA forgjöf hans sjálfkrafa ógilt

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 33: Forgjafarkerfið 2016-2019

33 -

þar til hann nýtur aftur félagsréttinda.

3.13.7 Á meðan svipting forgjafar varir á leikmaður ekki keppnisrétt í neinu golfmóti þar sem EGA forgjafar er krafist.

3.13.8 Svipting forgjafar leikmanns gildir gagnvart öllum aðildarklúbbum sem hann er félagi í, eða gengur í á meðan sviptingin varir.

3.13.9 Golfsambönd skulu ákvarða málsmeðferð áfrýjunar sem leikmaður eigi kost á sé hann ósáttur við ákvörðun tekna samkvæmt greinum 3.13.1 – 3.13.8

Aths.: Nefndin verður við allar gjörðir samkvæmt valdsviði sínu, svo sem lýst er í greinum 3.13.1 – 3.13.7, að tryggja að farið sé eftir öllum lagalegum skyldum sem við eiga.

3.13.10 Utan þess þegar leikmaður skiptir um forgjafarstjórn missir hann EGA forgjöf sína strax og hann hættir að vera félagi í aðildarklúbbi eða golfsambandi.

3.14 ENDURVEITING FORGJAFAR3.14.1 Leikmaður sem sviptur hefur verið EGA forgjöf

samkvæmt ákvæðum í greinum 3.13.1 og 3.13.2 getur aftur fengið sína EGA forgjöf svo sem forgjafarnefnd forgjafarstórnar hans ákveður, með fyrirvara vegna ákvæða greinar 3.14.3.

3.14.2 Skuli endurveita EGA forgjöf innan 12 mánaða frá því að leikmaðurinn sætti sviptingu forgjafar eða hann missti hana vegna ákvæða greina 3.13.6 eða 3.13.10 verður, nema í undantekningartilfellum, að endurveita hana sem þá sömu er leikmaðurinn síðast hafði. Í öllum öðrum tilvikum verður leikmanninum veitt ný EGA forgjöf þegar hann hefur fullnægt skilyrðum greinar 3.11.

Aths.: Þegar það á við, ætti að framkvæma endurskoðun forgjafar áður en forgjöfin er endurveitt.

3.4.13 Við veitingu nýrrar forgjafar leikmanns verður forgjafarnefndin að taka tillit til síðustu fyrri forgjafar leikmannsins. Forgjöf í forgjafarflokki 1 má ekki veita nema með skriflegu leyfi golfsambandsins, eða héraðssambands hafi það umboð til.

3.15 ENDURSKOÐUN FORGJAFAR3.15.1 Forgjafarnefnd forgjafarstjórnar verður að

framkvæma endurskoðun forgjafar minnst árlega, að jafnaði í árslok. Skylt er að framkvæma endurskoðun forgjafar allra leikmanna í forgjafarflokkum 1 - 5.

Aths.: Auk þessa má leikmaður biðja um endurskoðun forgjafar sinnar hvenær sem er, samkvæmt ákvæðum greinar 3.15.3, og með tilliti til hvernig forgjafarkerfið er upp sett af golfsambandinu.

3.15.2 Endurskoðun forgjafar er byggð á lágmarki 8 viðeigandi gildum skorum sem skilað var á síðasta 12 mánaða tímabili (sjá Viðauka um endurskoðun forgjafar á netinu)

Tímabilið má lengja í 24 mánuði fyrir þá sem hafa færri en 8 skor.

3.15.3 Mælt er með að forgjafarnefndin framkvæmi allar viðeigandi leiðréttingar forgjafar (til hækkunar eða lækkunar). En, breytingar eru alltaf endanlega samkvæmt ákvörðun forgjafarnefndarinnar.

Aths.1: Golfsambandið, eða héraðs-sambandið sé því falið það, verður að staðfesta allar breytingar sem mælt er með við endurskoðun forgjafar á EGA forgjöf leikmanna í forgjafarflokki 1, eða á EGA forgjöf leikmanns í forgjafarflokki 2, ef slík breyting flytti hann í forgjafarflokk 1.

Aths.2: Hámark breytingar á forgjöf lei k manns er takmarkað með tilliti til forgjafarflokks hans (sjá Viðauka um endurskoðun forgjafar á netinu).

SKÝRING : ENDURSKOÐUN FORGJAFARAðalmarkmið sérhverrar endurskoðunar forgjafar er að meta hvort árangur við skorun allra slíkra leikmanna í forgjafarflokkum 1 – 5 sé í samræmi við hæfni leikmannanna eins og gildandi EGA forgjöf þeirra bendi til. Endurskoðun forgjafar er grundvallarferli innan EGA forgjafarkerfisins.Það er hannað til að fylgjast með að forgjöf leikmanna sýni á sanngjarnan hátt færni þeirra.Til þess að hjálpa forgjafarnefndum við að taka upplýstar ákvarðanir og til þess að stuðla að samkvæmni og einsleika, er skýrsla um endurskoðun forgjafar til reiðu. Skýrslan greinir leikmenn hverra skorun er ekki í

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 34: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 34

samræmi við gildandi forgjöf þeirra. Forgjöf slíkra leikmanna ætti að koma til greina til leiðréttingar. Önnur gögn sem varða hæfni leikmanns má einnig athuga. Ef allir aðilar, sérstaklega forgjafarnefndin og leikmenn, gera skyldu sína þarf mikill meirihluti leikmanna enga leiðréttingu við endurskoðun forgjafar.

3.16 ALMENNUR LEIKUR 3.16.1 Forgjafarnefndin má, ef hún vill, vegna

óvenjulegra aðstæðna, lag færa EGA forgjöf leikmanna utan ferlisins endur skoðun forgjafar, á einstaklingsgrundvelli. Þegar forforgjafarnefndin beitir þessu valdi er hún stranglega bundin af greinum 3.16.2 - 3.16.7 í gerðum sínum.

3.16.2 Þegar forgjafarnefnd leikmanns hefur marktækar sannanir fyrir því að EGA forgjöf hans sýni ekki raunverulega getu hans, má hún lagfæra EGA forgjöfina svo sem henni þykir hæfa, en ekki minna en um eitt heilt högg.

3.16.3 Þegar forgjafarnefndin telur að EGA forgjöf leikmanns í forgjafarflokki 1 skuli lækka, eða að EGA forgjöf leikmanns í forgjafarflokki 2 skuli lækka niður í forgjafarflokk 1, verður forgjafarnefndin að vísa málinu til golfsambandsins, eða héraðssambands hafi það til þess umboð.

3.16.4 Þegar hún ákveður hvort það eigi að lagfæra eða mæla með lagfæringu EGA forgjafar verður forgjafarnefnd forgjafarstjórnar leikmanns að taka til athugunar allar fáanlegar upplýsingar um getu hans. Sérstaklega verður hún að athuga:

• tíðni leikinna umferða.

• fjölda leikinna umferða með tilliti til fjölda tilkynntra gildra skora

• hve oft hefur gildum skorum verið skilað nýlega, ekki aðeins sem hafa verið lægri en EGA forgjöf hans heldur einnig þeim sem eru innan gráa svæðisins eða lakari.

• árangur leikmannsins í holukeppni, betri bolta fjórboltaleiks og öðrum þeim afbrigðum keppni sem ekki gilda til forgjafar.

Aths.1: Forgjafarnefndin ætti að vera sérlega vel á verði bæði vegna leikmanna sem vitað er að séu í framför og leikmanna sem hafa

læknisfræðilegar eða aðrar ástæður sem geta háð möguleikum þeirra til að skora vel.

Aths.2: Forgjafarnefndin má nota skýrsluna um endurskoðun forgjafar til þess að greina leikmenn hverra EGA forgjöf kunni að þurfa lagfæringu í samræmi við almennan leik og til þess að ákvarða viðeigandi (aðlagaða) EGA forgjöf.

3.16.5 Forgjafarnefndin verður að láta leikmanninn vita af sérhverri breytingu á EGA forgjöf hans samkvæmt þessari grein og breytingin tekur gildi þegar hann fær vitneskju um hana.

Sé leikmaðurinn ósáttur við ákvörðun nefndarinnar verður að gefa honum tækifæri til að koma fyrir nefndina. Á þeim fundi verður einnig að gera honum grein fyrir rétti sínum og skyldum samkvæmt EGA forgjafarkerfinu. Forgjafarnefndin verður við allar gjörðir samkvæmt valdsviði sínu, svo sem lýst er í greinum 3.16.1 – 3.16.4, að tryggja að farið sé eftir öllum lagalegum kvöðum sem við eiga.

3.16.6 Golfsambönd verða að ákveða aðferð til áfrýjunar, tiltæka leikmanni sem er óánægður með ákvarðanir samkvæmt greinum 3.16.1 – 3.16.5.

3.16.7 Forgjafarnefndin, eða sá aðili sem stendur fyrir keppni hjá klúbbi sem ekki fer með forgjafarstjórn leikmannsins, má lækka forgjöf hans, liggi gildar ástæður til að ætla að EGA forgjöf hans sé of há. Sérhver slík lækkun gildi aðeins fyrir þá keppni. Heimaklúbbi leikmannsins verður að tilkynna þetta ásamt öllum málsatvikum.

LEIÐBEININGAR: LAGFÆRINGAR VEGNA ALMENNS LEIKSÍ undantekningartilvikum, má forgjafarnefndin lagfæra forgjöf leikmanns á tímabilinu milli endurskoðana forgjafar séu óyggjandi sannanir fyrir því að forgjöf hans sýni ekki raunverulega hæfni hans.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að eitt sérstakt mjög gott eða mjög slæmt skor er ekki haldbær rök fyrir að lækka eða hækka forgjöfina umfram það sem kerfið mælir fyrir um. Lagfæring vegna almenns leiks er lækkun eða hækkun grundvölluð á almennum leik leikmannsins. Sé mynstur sem bendir til

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 35: Forgjafarkerfið 2016-2019

35 -

ósamræmis milli forgjafar og raunverulegra skora væri nefndinni rétt að beita lagfæringunni.

Lagfæringar vegna almenns leiks eru viðbrögð við ástandi sem getur skapast einhvern tíma á árinu og þær ætti að framkvæma á sama almenna grundvelli og endurskoðun forgjafar.

3. KAFLI – FORGJÖF

Page 36: Forgjafarkerfið 2016-2019

VIÐAUKAR

Page 37: Forgjafarkerfið 2016-2019

37 -

Leikmaður: Jónas Jónsson Kt. F.d. 18.01.72Heimaklúbbur Golfklúbburinn Hallandi Aðrir klúbbar:

Dags. leiks Bókað Umf. Hvar Hvað Skor Leiðrétt

gild skor CBA(Breytt) gráa svæði

EGA forgj.

verður:

01.01.17 HR 18.1

15.09.16 15.09.16 1 HGC STP-18 932 33 +1 (34 - 37) 18.1

14.08.16 14.08.16 1 HGC STP - 18 90 36 0 33 - 36 18.0

13.08.16 13.08.16 1 HGC SFD - 18 3289 327 0 33 - 36 18.0

01.07.16 01.07.16 1 Heimaklúbb PAR-18 +1 37 0 33 - 36 17.9

18.06.16 18.06.16 1 HGC SFD-09 17 35 -- 35 - 36 18.2

03.06.16 04.06.16 1 Heimaklúbb EDS-18 31 31 0 33 - 36 18.2

23.05.16 26.05.16 1 HGC SFD-18 29 29 -2 RO (31 - 34) 18.1

11.05.16 11.05.16 2 Heimaklúbb STP -18 92 35 -2 (30 - 34) 18.1

10.05.16 10.05.16 1 Heimaklúbb STP -18 NR/DQ 33 +1 (34 - 37) 18..5

27.04.16 27.04.16 1 Heimaklúbb STP-18 9830 31 -1 (32 -35) 18.4

15.04.16 18.04.16 1 HGC SFD-09 1523 33 -- 35 - 36 18.3

21.03.16 21.03.16 1 Heimaklúbb SFD-18 3431 31 0 33 - 36 18.2

01.01.16 HR 18.2

Skammstafanir:HL (STP) = Höggleikskeppni -09= 9 holur leiknar NR = Vanskráð skorSF (SFD) = Stablefordkeppni -18= 18 holur leiknar DQ = FrávísunPAR = PAR keppni (keppni við völlinn) RO =Aðeins til lækkunar.EDS = Æfingaskor

Tilmæli:Þar sem það er hægt, er mælst til að einstakir leikmenn geti skoðað eigin forgjafarskrá.

Uppsetningu og dæmi á þessu sýnishorni forgjafarskrár má taka upp svo sem samræmist golfsiðum lands og þeim valkostum sem golfsambandið hefur tileinkað sér.

VIÐAUKI A BLAÐ ÚR FORGJAFARSKRÁ

Page 38: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 38

VIÐAUKI B EGA LEIKFORGJAFARTAFLA Enskt sýnishorn

Page 39: Forgjafarkerfið 2016-2019

39 -

1. Leikmenn keppa af mismunandi teigum; eða karlar og konur keppa af sömu teigumVallarmatið endurspeglar hve golfvöllur er erfiður kylfingi með forgjöfina 0. Vallarmatið og vægið, saman einn af hornsteinum EGA forgjafarkerfisins, endurspegla hve erfiður golfvöllur er kylfingum með aðra forgjöf en 0.

Golfvöllurinn með hærra vallarmat er erfiðari. Þegar leikmenn keppa í sömu keppni, en af mismunandi teigum (karlar við konur, eða einnig karlar við karla og konur við konur), eða þegar karlar og konur leika af sömu teigum, ætti leikmaðurinn sem leikur af teigunum með hærra vallarmat að fá viðbótar-forgjafarhögg sem samsvara mismun vallarmatsins. En reikniaðferð fyrir EGA leikforgjöf (sjá grein 3.9.3) jafnar þann mismun og leiðréttir sjálfkrafa leikforgjöfina í samræmi við hann.

PAR getur einnig verið mismunandi af mismunandi teigum, en PAR er ekki mælikvarði á það hve erfiður golfvöllur er. PAR er aðeins tekið með í reikniaðferðinni fyrir leikforgjöf vegna þess að EGA forgjafarkerfið byggir einnig á Stableford skori vegna vegins skors (Sjá EN: Hvernig PAR skiptir máli).

Þetta merkir að í keppni í höggleik og holukeppni, þar sem leikmenn keppa í sömu keppni en af teigum með mismunandi PAR, fá þeir leikmenn sem leika af teigum með hærra PAR viðbótarhögg sem samsvarar muninum á PAR teiganna. Fyrst ætti að ákvarða leikforgjöf og síðan þau viðbótarhögg sem bæta skal við leikforgjöf þeirra eða þess leikmanns sem leikur af teigunum með hærra PAR.

Dæmi 1: Keppi karlar, í höggleik eða holukeppni, af karlateigum þar sem PAR er 71, við konur sem leika af kvennateigum þar sem PAR er 72, verða konurnar að bæta einu höggi við leikforgjöf sína.

Aths.: Við útreikning forgjafar skal viðbótarhöggunum sleppt.

Dæmi 2: Frú A og herra B eru samherjar í blönduðum fjórleik (aðeins í höggleik eða holukeppni ).

Karlarnir leika af karlateigum þar sem PAR er 71 og konurnar af kvennateigum þar sem PAR er 72. Frú A hefur leikforgjöfina 21, herra B 7. Frú A verður að bæta höggi við sína leikforgjöf þannig að hún verður 22. Leikforgjöf liðsins er 50% x (22+7) =29/2 = 14.5 jafnað út í 15.

Sé mælt með minna en fullri leikforgjöf í slíkri

keppni (s.s. fjórleiks-höggleik), verður hin hlutfallslega lækkun leikforgjafar einnig að hafa áhrif á leiðréttingu vegna mismunandi PAR. Í slíku tilfelli er mælt með eftirfarandi aðferð:

1. Finnið leikforgjöfina.

2. Leiðréttið vegna mismunandi PAR.

3. Reiknið veitta forgjöf fyrir afbrigði leiks (t.d. 90%)

Dæmi 3:Í fjórleiks-höggleik leika karlarnir af karlateigum , þar sem PAR er 71, og konurnar af kvennateigum þar sem PAR er 72.

Frú A hefur leikforgjöf 16. Veitt forgjöf í keppninni er 90% af leiðréttri leikforgjöf : 90% x [16 + (72 – 71)] = 90% x 17 = 15.3 sem er jafnað út í 15.

Dæmi 4:Frú A og herra B eru samherjar í blönduðum fjórleik (greensome), (höggleik eða holukeppni).

Karlarnir leika af karlateigum þar sem PAR er 71 og konurnar af framteigum kvenna þar sem PAR er 72. Herra B hefur leikforgjöfina 8 en frú A 21.

Mælt er með að veitt forgjöf sé 60% af lægri forgjöfinni + 40% af þeirri hærri.

Herra B fær 60% af 8 eða 4.8 högg.

Frú A fær 40% af leiðréttri leikforgjöf sinni: 40% x (21 + 1 ) = 8.8 högg

Liðið fær því 4.8 + 8.8 = 13.6 högg, sem er hækkað upp í 14.

2. Veitt forgjöfEGA mælir með að veitt forgjöf skuli vera þannig miðað við eftirtaldar leikaðferðir. Golfsamband má, velji það svo, setja þetta sem fastar reglur. Tilvísun til forgjafar á alltaf við leikforgjöf.

HolukeppniForgjafarhögg skal taka samkvæmt forgjafartöflunni

Tvímenningur: Leikmaðurinn með hærri forgjöf þiggur allan leikforgjafarmismun leikmannanna tveggja.

Fjórmenningur: Liðið með samanlagða hærri leikforgjöf þiggur 50% af mismun samanlagðrar forgjafar hvors liðs (0,5 hækkast upp).

VIÐAUKI C LEYFÐ FORGJÖF Í KEPPNUM

Page 40: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 40

Dæmi:Leikmaður A (leikforgjöf 11) og B (leikforgjöf 18) leika í fjórmenningi holukeppni við leikmenn C ( leikforgjöf 6) og D (leikforgjöf 12)

A og B fá 50% x [(11 + 18) – (6 + 12)] = 50% x (29 – 18) = 50% x 11 = 5,5 sem hækkast upp í 6 högg.

Aths.: Í blönduðum fjórmenningi holukeppni eru forgjafarhögg þegin samkvæmt forgjafartöflu fyrir karla.

Fjórboltaleikur (Betri-bolti): Leikmaðurinn með lægsta leikforgjöf, sem fær enga forgjöf verður að gefa hinum þremur leikmönnunum forgjafarhögg sem svarar 90 % af mismun leikforgjafar.

Aths.: Í blönduðum fjórboltaleik eru forgjafarhögg þegin samkvæmt forgjafartöflu fyrir hvern leikmann.

Blandaður fjórleikur (Greensome):Samherjinn með lægri leikforgjöfina fær 60% af leikforgjöf sinni en sá með þá hærri 40 % leikforgjafar. Tölurnar eru lagðar saman og síðan breytt í heila tölu. Lokatalan (=leikforgjöf liðsins) er jöfnuð út,( 0.5 hækkar í heila tölu). Liðið með hærri leikforgjöfina fær allan mismuninn á samanlagðri forgjöf liðanna. Leiki, við ofangreindar aðstæður, leikmenn af teigum með mismunandi PAR vísast til greinar 1 í þessum viðauka.

Bogey, PAR og Stableford keppnirForgjafarhögg eru þegin samkvæmt forgjafartöflunni, sjá grein 3.9.7

Tvímenningur: Leikmaðurinn fær 100% leikforgjafar sinnar.

Fjórmenningur: Lið fær 50% samanlagðrar leikforgjafar liðsins (0.5 hækkar í heilan).

Fjórboltaleikur (Betri bolti): Sérhver keppandi fær 90% leikforgjafar sinnar.

Fjórbolta höggleikur (Greensome): Samherjinn með lægri leikforgjöfina fær 60% af leikforgjöf sinni en sá með hærri forgjöfina 40 % leikforgjafar. Tölurnar eru fyrst lagðar saman og síðan breytt í heila tölu. Þessi lokatala (= leikforgjöf liðsins er hækkuð upp ( 0.5 hækkar í heilan). Forgjafarhögg skulu tekin samkvæmt forgjafartöflu.

Leikmenn með “plús” forgjöf gefi vellinum eitt eða fleiri högg frá og með 18 á forgjafartöflunni.

Aths.1: Í blönduðum fjórmenningi eru forgjafarhögg þegin samkvæmt forgjafartöflu fyrir karla.

Aths.2: Í blönduðum fjórboltaleik eru forgjafarhögg þegin samkvæmt forgjafartöflu fyrir viðkomandi leikmann.

Í framangreindum leikaðferðum, þegar keppendur leika í sömu keppni en af mismunandi teigum með mismunandi PAR, er engin viðbótarleiðrétting gerð á leikforgjöf vegna mismunar á PAR, þar sem formúlan fyrir leikforgjöf. (sjá grein 3.9.3) leiðréttir þennan mismun.

HöggleikurEinstaklingar: Leikmaðurinn fær 100% leikforgjafar sinnar.

Fjórleikur: Liðið fær 50% af samanlagðri leikforgjöf sinni (0,5 hækkar í heilt högg).

Fjórboltaleikur (Betri bolti): Liðsmenn fá 90% leikforgjafar sinnar hver.

Forgjafarhögg eru tekin samkvæmt forgjafartöflu.

Í blönduðum fjórboltaleik eru forgjafarhögg veitt samkvæmt forgjafartöflu fyrir viðkomandi leikmann.

Fjórboltahöggleikur (Greensome): Samherjinn með lægri leikforgjöfina fær 60% af leikforgjöf sinni en sá með hærri leikforgjöfina 40 % leikforgjafar. Tölurnar eru lagðar saman og síðan breytt í heila tölu.. Þessi lokatala (= leikforgjöf liðsins) er hækkuð upp ( 0,5 hækkar í heilan).

Leiki, við ofangreindar aðstæður, leikmenn af teigum með mismunandi PAR vísast til greinar 1 í þessum viðauka.

Aths.1:Veitt forgjöf í forgjafarkeppni verður að vera tilgreind af nefndinni í keppniskilmálum fyrir keppnina (Golfreglur, regla 33-1).

Aths. 2: Nefndin, sem stjórnar keppni sem standa skal í lengri tíma, má taka fram í keppniskilmálum að breyta megi EGA forgjöf keppenda á meðan keppnin varir.

Aths. 3: Í 36 holu keppni ættu forgjafarhögg að vera veitt eða þegin eins og um tvær 18 holu umferðir sé að ræða.

Aths. 4: Bráðabani. Þegar leika þarf holur til viðbótar í forgjafarkeppni ætti að veita forgjafarhögg samkvæmt forgjafartöflunni.

VIÐAUKI C LEYFÐ FORGJÖF Í KEPPNUM

Page 41: Forgjafarkerfið 2016-2019

41 -

Aths.5: Leikmenn með “plús” forgjöf gefi vellinum eitt eða fleiri högg frá og með 18 á forgjafartöflu.

Golfregla 33-4 áskilur að nefndin skuli “birta töflu sem sýnir á hvaða holum og í hvaða röð forgjafarhögg skuli gefin eða þegin”

Til þess að tryggja samræmi meðal aðildarklúbba er mælt með því að úthlutunin sé á eftirfarandi hátt:• Það er viðurkennd staðreynd að röðun á

forgjafartöflu hefur í raun engin áhrif á Stableford árangur og þar með á forgjafarlagfæringar.

• Það er mjög mikilvægt í holukeppni að forgjafarhöggin dreifist á á allar 18 holurnar án tillits til forgjafarmismunar.

• Þetta næst best með því að úthluta höggum með oddatölu á erfiðari 9 holurnar, venjulega þann helminginn sem er lengri, og jöfnu tölunum á hinar 9.

• Hve holan sé erfið, miðað við PAR, skiptir máli við niðurröðunina.

• Hve hola sé erfið má finna frá “bogey” mati eða með samanburði á meðalskor hóps klúbbfélaga samanborið við PAR.

• Reynið að fá fram eina og sömu forgjafartöflu fyrir alla teiga, karla sem konur.

• Leikmaður sem á að þiggja forgjafarhögg mun almennt þurfa fyrsta högg til jöfnunar á erfiðustu PAR 5 holunni og síðan á erfiðustu PAR 4 holu, því næst á öðrum PAR 5 holum. Næstar í röðinni eru PAR 4 holur og loks PAR 3.

Mjög erfið PAR 3 hola kann að eiga forgang yfir PAR 4 holu. Erfiðar holur eru yfirleitt PAR 5 holur þar sem 3 högg nægja ekki frá teig á flöt eða PAR 4 þar sem 2 högg nægja ekki fyrir meðal leikmanninn.

Úthlutun forgjafarhögga á forgjafartöflu gæti verið á þessa leið:• Skiptið 18 holunum í 6 þriggja holu flokka; 1, 2,

3 síðan 4, 5, 6 o.s.frv.

• Töflunúmer 1 til 4 ekki á holur 1, 2, 3 eða 16, 17, 18.

• Samtala hvers 6 holu flokks ætti að vera á bilinu 27 til 30

• Sé númer 1 notað á fyrri 9 holunum, ætti að nota númer 2 á þeim seinni.

• Öll oddanúmer á þær fyrri og jöfn númer á þær seinni, eða öfugt, er æskilegast, einnig með tilliti til níu holu umferða.

• Forðist að nota númer 1 til 6 á samliggjandi holur.

Dæmi: Úthlutið númeri 1 á erfiðustu holuna af 7, 8, 9. Fyrir 9 holur 4, 5, 6.

Úthlutið númeri 2 á erfiðustu holuna af 13, 14, 15.

Úthlutið númeri 3 á erfiðustu holuna af 4, 5, 6. Fyrir 9 holur 7, 8, 9

Úthlutið númeri 4 á erfiðustu holuna af 10, 11, 12.

Úthlutið númeri 5 á erfiðustu holuna af 1, 2, 3.

Úthlutið númeri 6 á erfiðustu holuna af 16, 17, 18.

Úthlutið númerum 7 til 12 jafnt á flokkana sex, 7 þarf ekki að hæfa í flokki 7, 8, 9.

Úthlutið númerum 13 til 18 á sama hátt.

Niðurstaða:Holur 1, 2, 3 Númer 5, 7, 15 Samtala 27Holur 4, 5, 6 Númer 3, 11, 13 Samtala 27Holur 7, 8, 9 Númer 1, 9, 17 Samtala 27Holur 10, 11, 12 Númer 4. 12. 14 Samtala 30Holur 13, 14, 15 Númer 2, 10, 18 Samtala 30Holur 16, 17, 18 Númer 6, 8, 16 Samtala 30

Nokkrar skammstafanir:CBA: Computed Buffer Adjustment –Reiknuð leiðrétting gráa svæðisins. CONGU: Council of National Golf Unions –Sambandsráð golfsambanda GB/ÍrlandsCR: Course Rating - VallarmatEDS: Extra Day Score – ÆfingaskorEN: Explanatory Note – Skýring(artexti)GN: Guidance Note – Leiðbeining(artexti)HCRC: Handicap and Course Rating Committee - Forgjafar- og vallarmatsnefnd.HR: Handicap Review – Endurskoðun forgjafarHRG: Handicap Research Group - Rannsóknarhópur forgjafarNR: No Return – Vanskráð skor, ekki skilað korti, ekki full- útfyllt o.s.frv.RO: Reduction Only – Til lækkunar forgjafar aðeinsSR: Slope rating - VægiUSGA: United States Golf Association - Bandaríska golfsambandið

Aths.: Skammstafanir í reglubókinni miðast allar við enskan texta.

VIÐAUKI C LEYFÐ FORGJÖF Í KEPPNUM

Page 42: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 42

Tilgangurinn með þessum viðauka er að útskýra:1. Hvernig setja megi EGA forgjafarkerfið upp á ýmsa vegu að vild golfsambandsins.

2. Skref við útfærslu sem þarf að athuga fyrir öll afbrigði hennar.

3. Hvaða valkostir standa öllum golfsamböndunum til boða við upptöku kerfisins, hvert svo sem afbrigðið er.

Golfsambandið verður að sjá EGA fyrir gögnum sem lýsa valinni breyttri uppsetningu ásamt sérhverjum valkosti teknum upp samkvæmt kerfinu. Eyðublað til að greina frá því hvað hafi verið valið fæst á vefsíðu EGA.Golfsambandið verður 1) að velja viðeigandi uppsetningu kerfisins, 2) að gera ráðstafanir með tilliti til upptöku þess, og 3) að velja viðeigandi valkosti. Aðferðinni er lýst hér á eftir.

1. Uppsetning kerfisMismunandi uppsetning kerfisins gerir golfsamböndum fært að breyta ákveðnum þáttum í mynstri forgjafarkerfisins. Þetta væri t.d. gert (i) til þess að tryggja tilhlýðilega nákvæmni þeim leikmönnum sem vænta nákvæmni af kerfinu þegar einfaldari uppbygging þess getur verið til reiðu fyrir þá kylfinga sem ekki þurfa þess eða óska, og (ii) að þjóna mismunandi venjum við golfleik í landinu.

Uppsetning 1Í þessari uppsetningu er kerfið útfært nákvæmlega eins og lýst er í köflum 1 til 3 í handbókinni.

EGA forgjafarflokkur 4 5 6

Forgjöf 18.5 - 26.4 26.5 - 36.0 37 - 54

Grátt svæði -

Talið með til CBA reikn. Nei

CBA hefur áhrif Nei

Hækkunar leiðrétting Ekki krafist (Almennur leikur)

Endurskoðun forgjafar Ekki krafist

VIÐAUKI Z KERFISVALKOSTIR FYRIR GOLFSAMBÖND

Page 43: Forgjafarkerfið 2016-2019

43 -

Uppsetning 2Í þessari uppsetningu eru gerðar breytingar vegna forgjafarflokks 5, svo sem fram kemur í þessari töflu

EGA forgjafarflokkur 4 5 6

Forgjöf 18.5 - 26.4 26.5 - 36.0 37 - 54

Grátt svæði -

Talið með til CBA reikn. Nei Nei

CBA hefur áhrif Nei Nei

Hækkunar leiðrétting Við endursk. forgjafar. og almennan leik aðeins

Ekki krafist (Almennur leikur)

Endurskoðun forgjafar A.m.k. árlega eða oftar. Ekki krafist

Uppsetning 3Í þessari uppsetningu eru gerðar breytingar vegna forgjafarflokka 4 og 5, svo sem fram kemur í þessari töflu

EGA forgjafarflokkur 4 5 6

Forgjöf 18.5 - 26.4 26.5 - 36.0 37 - 54

Grátt svæði - - -

Talið með til CBA reikn. Nei Nei Nei

CBA hefur áhrif Nei Nei Nei

Hækkunar leiðrétting Við endursk. forgjafar. og almennan leik aðeins

Við endursk. forgjafar. og almennan leik aðeins

Ekki krafist (Almennur leikur)

Endurskoðun forgjafar A.m.k. árlega eða oftar A.m.k. árlega eða oftar. Nei

VIÐAUKI Z KERFISVALKOSTIR FYRIR GOLFSAMBÖND

Page 44: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 44

2. Skref við útfærsluÚtfærsluskref við kerfisuppsetningu 1Við kerfisuppsetningu 1 er engra aðgerða krafist, en valkosti verður að velja ( sjá 3. grein þessa viðauka).

Útfærsluskref við kerfisuppsetningu 2Við kerfisuppsetningu 2 þarf að skipta um eftirfarandi greinar EGA forgjafarkerfisins. Auk þess verður að velja valkosti.

Skipta um samsvarandi töflur og greinar úr köflum 1 - 3 og setja eftirfarandi í staðinn (breytingar á greinunum eru undirstrikaðar)

GRÁTT SVÆÐI (Skilgreiningar)

ForgjafarflokkurGrátt svæði (Stableford punktar)

18 holu skorir 9 holu skorir

1 35 - 36 Á ekki við

2 34 - 36 35 - 36

3 33 - 36 35 - 36

4 32 - 36 34 - 36

5 - -

6 - -

3.6.3.b Umferðin var afturkölluð vegna ákvörðunar nefndarinnar og skorið var ófullkomið og neðan við gráa svæðið í forgjafarflokkum 1 - 4, eða það var verra en 36 Stableford punktar í forgjafarflokkum 5 - 6.

3.7.2. Aðeins leikmenn í forgjafarflokkum 1 – 4, verða teknir með við CBA útreikninginn.. Reiknuð CBA niðurstaða gildir fyrir leikmenn í forgjafarflokkum 1 - 4.

3.12.4. Skili leikmaður gildu skori með færri Stableford punktum en gráa svæði hans nær til, eða skilar NR, hækkar EGA forgjöf hans, háð endurskoðun forgjafarnefndarinnar, um 0,1 sé hann í forgjafarflokkum 1- 4.

3.12.6. EGA forgjöf verður að breyta svo sem hér segir:

For gjafar flokkur EGA forgjöf

Grátt svæði

18 holu skor 9 holu skor

Stableford punktar neðan svæðisins:

Hækki aðeins um:

Draga frá fyrir hvern Stableford punkt ofan

svæðisins

1 Plús - 4,4 35 - 36 - 0,1 0,1

2 4,5 - 11,4 34 - 36 35 - 36 0,1 0,2

3 11,5 - 18,4 33 - 36 35 - 36 0,1 0,3

4 18,5 - 26,4 32 - 36 34 - 36 0,1 0,4

5 26,5 - 36,0 0,5

6 37 - 54 . . . 1

Fyrir forgjafarflokka 5 - 6 dragist frá samsvarandi tala fyrir hvern Stableford punkt umfram 36

VIÐAUKI Z KERFISVALKOSTIR FYRIR GOLFSAMBÖND

Page 45: Forgjafarkerfið 2016-2019

45 -

3.15.1. Forgjafarnefnd forgjafarstjórnar verður að framkvæma endurskoðun forgjafar minnst árlega, að jafnaði í árslok. Skylt er að framkvæma endurskoðun forgjafar allra leikmanna í forgjafarflokkum 1 - 5.

Aths.: Auk þessa má leikmaður í forgjafarflokki 5 biðja um endurskoðun forgjafar sinnar hvenær sem er, samkvæmt ákvæðum greinar 3.15.3

Útfærsluskref við kerfisuppsetningu 3Við kerfisuppsetningu 3 þarf að skipta um eftirfarandi greinar EGA forgjafarkerfisins. Auk þess verður að velja valkosti.

Skipta um samsvarandi töflur og greinar úr köflum 1 - 3 og setja eftirfarandi í staðinn (breytingar á greinunum eru undirstrikaðar)

GRÁTT SVÆÐI (Skilgreiningar)

ForgjafarflokkurGrátt svæði (Stableford punktar)

18 holu skor 9 holu skor

1 35 - 36 Á ekki við

2 34 - 36 35 - 36

3 33 - 36 35 - 36

4 - -

5 - -

6 - -

3.6.3.b Umferðin var afturkölluð vegna ákvörðunar nefndarinnar og skorið var ófullkomið og neðan við gráa svæðið í forgjafarflokkum 1 - 3, eða það var verra en 36 Stableford punktar í forgjafarflokkum 4 - 6.

3.7.2. Aðeins leikmenn í forgjafarflokkum 1 – 3, verða teknir með við CBA útreikninginn.. Reiknuð CBA niðurstaða gildir fyrir leikmenn í forgjafarflokkum 1 - 3.

3.12.4. Skili leikmaður gildu skori með færri Stableford punktum en gráa svæði hans nær til, eða skilar NR, hækkar EGA forgjöf hans, háð endurskoðun forgjafarnefndarinnar, um 0,1 sé hann í forgjafarflokkum 1- 3.

VIÐAUKI Z KERFISVALKOSTIR FYRIR GOLFSAMBÖND

Page 46: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 46

3.12.6. EGA forgjöf verður að breyta svo sem hér segir:

For gjafar flokkur EGA forgjöf

Grátt svæði

18 holu skor

9 holu skor

Stableford- punktar neðan svæðisins:

Hækki aðeins um:

Draga frá fyrir hvern Stableford -punkt ofan

svæðisins

1 Plús - 4,4 35 - 36 - 0,1 0,1

2 4,5 - 11,4 34 - 36 35 - 36 0,1 0,2

3 11,5 - 18,4 33 - 36 35 - 36 0,1 0,3

4 18,5 - 26,4 0,4

5 26,5 - 36,0 0,5

6 37 - 54 . . . 1

Fyrir forgjafarflokka 4 - 6 dragist frá samsvarandi tala fyrir hvern Stableford punkt umfram 36

3.15.1. Forgjafarnefnd forgjafarstjórnar verður að framkvæma endurskoðun forgjafar minnst árlega, að jafnaði í árslok. Skylt er að framkvæma endurskoðun forgjafar allra leikmanna í forgjafarflokkum 1 - 5.

Aths.: Auk þessa má leikmaður í forgjafarflokkum 4 - 5 biðja um endurskoðun forgjafar sinnar hvenær sem er, samkvæmt ákvæðum greinar 3.15.3

ValkostirÞað er nokkur fjöldi málsgreina EGA forgjafarkerfisins með valkostum þar sem sérhvert golfsamband verður að tilgreina fyrirmæli til forgjafarstjórnarinnar. Valkostunum eru gerð skil í viðkomandi grein, eða athugasemd við greinina. Í stað athugasemdarinnar má golfsambandið bæta inn reglu eða stefnu í viðkomandi landi, í eigin þýðingu eða birtingu á EGA forgjafarkerfinu.

1. kafli Skilgreiningar• Tímabil færslna á braut er ákvarðað af golfsambandinu. Sjá einnig 2.6.1, 3.1.14

3. kafli Forgjöf• Grein 3.1.4 Framvísa valdi til héraðssambands

• Grein 3.1.8 Taka að sér ábyrgð á forgjafarstjórn, og skilgreina fyrir hvaða hóp leikmanna

• Grein 3.1.11 Valkvætt að afnema beitingu CBA fyrir alla eða ákveðna forgjafarflokka og að leyfa aðildarklúbbum að beita þessum valkosti í einstökum keppnum (sjá einnig 3.7.9)

• Grein 3.1.12 Ákvarða takmarkanir á notkun 9 holu skora og EDS, sjá 3.6.1c og 3.8.1-5

• Grein 3.1.15 Krefjast að hafa staðist próf í golfreglum fyrir úthlutun forgjafar

• Grein 3.1.18 Valkostur að ákveðin EGA forgjöf sé skilyrði fyrir þátttöku í keppni (sjá einnig 3.8.4).

• Grein 3.6.1 c Takmarka notkun 9 holu gildra skora við ákveðna forgjafarflokka og við hámarksfjölda á ári

• Grein 3.8.2 Takmarka fjölda æfingaskora (EDS) á ári

• Grein 3.8.3 Tilgreina völl/velli fyrir æfingaskorir (EDS)

• Grein 3.8.4 Útiloka forgjafarflokka 2 - 6, frá EDS

• Grein 3.11.2 Takmarka forgjafarflokk 6 við 45

• Grein 3.12.3 Valkvætt að bæta skilyrðum við forgjafarskrá leikmanns

VIÐAUKI Z KERFISVALKOSTIR FYRIR GOLFSAMBÖND

Page 47: Forgjafarkerfið 2016-2019

47 -

Page 48: Forgjafarkerfið 2016-2019

- 48