Top Banner
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is 2. tbl. 28. árg. Fimmtudagur 14. janúar 2010 Upplag 10.200 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi Á leið til Haítí Fimm úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar í íslensku björgunarsveitinni Íslenska rústabjörgunarsveitin ICE-SAR hélt til Haítí í gær eftir ákvörðun utanríkisráðherra og verður ein fyrsta erlenda björgunarsveitin á vettvang eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir á þriðjudagskvöld. Átti sveitin að vera komin til Haítí undir kvöld í gær að íslenskum tíma og hefja þegar störf. Björgunarsveit Hafnarfjarðar er þátttakandi í starfi sveit- arinnar og munu fimm félagar sveitarinnar sinna þessu útkalli. Gísli Rafn Ólafsson fer sem stjórnandi sveitarinnar, Hjálmar Örn Guðmarsson fer sem stjórnandi á vegum SÞ OSSOC teyminu (On-Site Operations Coordination Centre) og svo fara þrír félagar, þeir Lárus Steindór Björnsson, Sigurður Guðjónsson og Bragi Reynisson sem umsjónarmenn fjarskipta og samskiptamála. Þá fer einnig Hafnfirðingurinn Valgarður Sæmundsson en hann fer á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins en Val- garður er fyrrum félagi í Björg- unarsveit Hafnarfjarðar. Ástandið er mjög slæmt á Haítí og viðbúið að verkefni sveitarinnar verði mjög erfitt, bæði líkamlega og andlega. Alls fara um 35 manns og meðal þess eru m.a. læknir sem mun einnig fylgjast með heilsu Íslendinganna. Íslenska sveitin er ein 13 sveita í heiminum með vottun Sameinuðu þjóðanna í rústa- björgun. TÖLVUVIÐGERÐIR STUTTUR BIÐTÍMI Helluhrauni við Bónus Opið til 18 alla virka daga www.midnet.is s: 564 0690 v/ Drangahraun • 555 3325 Matarbakki úr húsi skoðaðu matseðil vikunnar á www.millihrauna. blog.is Máltíð með súpu og kaffi í sal GOTT VERÐ! kr. 4.000 - 5.500 góð ending • ártatuga reynsla Helga Sæunn og Arndís 699 6878 693 2272 Augnaháralenging NÝTT tilboð nóv. - des. kr. 7.500,- NEGLUR Stofnað 1982 Dalshrauni 24 Sími 555 4855 [email protected] Við prentum Fjarðarpóstinn! ZZZVJPHUNLQJLV 6NRêLê PXQVWXU RJ P\QGLU VJPHUNLQJ#VJPHUNLQJLV 9HUèXUX HNNL 3*|34 2*(+3&$1# Sandblástursfilmur Bílamerkingar Sólarfilmur Öryggisfilmur Fyrirtækjamerkingar Prentum á segl,filmur,striga Stór og smá skilti ÏGêUDVWD DXJOêVLQJLQ )ORWW KYDU VHP HU 1DXèV\QOHJW t yWHOMDQGL P|JXOHLNXP Bæjarhrauni 4 sími 555 4885 2 fyrir 1 kl. 11.30 - 13.30 Shawarma samloka kr. 1.090,- AL-AMIR RESTAURANT RESTAURANT AL-AMIR RESTAURANT Tilboðið gildir út janúar www.asmegin.net • 555 6644 áSvallalaug Vatnsþjálfun - á meðgöngu - við stoðkerfisvanda Hópatímar - við stoðkerfisvanda - eftir barnsburð Hlaupaþjálfun í vatni Íslenska björgunarsveitin eftir að hún stóðst úttekt Sameinuðu þjóðanna í sumar með glans.
16

Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

Feb 21, 2016

Download

Documents

Fjarðarpósturinn, bæjarblað Hafnfirðinga
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

ISSN 1670-4169Vefútgáfa: ISSN 1670-4193

www. f ja rdarpos tu r inn . i s

2. tbl. 28. árg.Fimmtudagur 14. janúar 2010

Upplag 10.200 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi

Á leið til HaítíFimm úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar í íslensku björgunar sveitinni

Íslenska rústabjörgunarsveitin ICE-SAR hélt til Haítí í gær eftir ákvörðun utanríkisráðherra og verður ein fyrsta erlenda björgunarsveitin á vettvang eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir á þriðjudagskvöld. Átti sveitin að vera komin til Haítí undir kvöld í gær að íslenskum tíma og hefja þegar störf.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar er þátttakandi í starfi sveit-arinnar og munu fimm félagar sveitarinnar sinna þessu útkalli.

Gísli Rafn Ólafsson fer sem stjórnandi sveitarinnar, Hjálmar Örn Guðmarsson fer sem stjórnandi á vegum SÞ OSSOC teymi nu (On-Site Operations Coordination Centre) og svo fara þrír félagar, þeir Lárus Steindór Björnsson, Sigurður Guðjónsson og Bragi Reynisson sem umsjónarmenn fjarskipta og samskiptamála.

Þá fer einnig Hafnfirðingurinn Valgarður Sæmundsson en hann fer á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins en Val-garður er fyrrum félagi í Björg-unarsveit Hafnarfjarðar.

Ástandið er mjög slæmt á Haítí og viðbúið að verkefni sveitarinnar verði mjög erfitt,

bæði líkamlega og andlega. Alls fara um 35 manns og meðal þess eru m.a. læknir sem mun einnig fylgjast með heilsu Íslendinganna.

Íslenska sveitin er ein 13 sveita í heiminum með vottun Sameinuðu þjóðanna í rústa-björgun.

TÖLVUVIÐGERÐIR STUTTUR BIÐTÍMI

Helluhrauni við BónusOpið til 18 alla virka daga

www.midnet.iss: 564 0690

v/ Drangahraun • 555 3325

Matarbakkiúr húsiskoðaðu matseðilvikunnar áwww.millihrauna.blog.is

Máltíð meðsúpu og kaffií sal

GOTT VERÐ!kr. 4.000 - 5.500 góð ending • ártatuga reynslaHelga Sæunn og Arndís 699 6878 693 2272Augnaháralenging NÝTTtilboð nóv. - des. kr. 7.500,-

NEGLUR

Stofnað 1982

Dalshrauni 24Sími 555 4855

[email protected]

Reikningar • Nafnspjöld • UmslögBæklingar • Fréttabréf • Bréfsefni

Og fleira

Við prentum Fjarðarpóstinn!

Sandblásturs�lmurBílamerkingarSólar�lmur Öryggis�lmurFyrirtækjamerkingarPrentum á segl,�lmur,strigaStór og smá skilti

Bæjarhrauni 4sími 555 4885

2 fyrir 1kl. 11.30 - 13.30

Shawarma samloka kr. 1.090,-

ARABIC FOODHumus- Falafel-Shawerma

Macloobeh -MskhanGrill - Salads

Bæjarhraun 4 - 220 HafnarfirðiSími 555 4885 - Farsími 820 5882

[email protected]

AL-AMIRRESTAURANT

ARABIC FOODHumus- Falafel-Shawerma

RESTAURANTAL-AMIRRESTAURANT

Tilboðið gildir út janúar

www.asmegin.net • 555 6644áSvallalaug

Vatnsþjálfun- á meðgöngu - við stoðkerfisvanda

Hópatímar- við stoðkerfisvanda- eftir barnsburð

Hlaupaþjálfun í vatni

Íslenska björgunarsveitin eftir að hún stóðst úttekt Sameinuðu þjóðanna í sumar með glans.

Page 2: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

Stjórnmálaflokkum leiðist ekki að setja reglur. Oft er það gert í nafni jafnréttis og lýðræðis en höggva svo þar sem síst skyldi. Fjölmargar reglur eru gallaðar, ekki hefur verið nægilega til þeirra vandað og dómstólar hafa jafnvel túlkað lög á annan veg en höf und ar þeirra og má þá oft um kenna óná kvæmu orðalagi. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur sett sér prófkjörsreglur þar sem m.a. segir:

„Auglýsingar frambjóðenda í ljósvakamiðlum, prent miðl um og vefmiðlum eru óheimilar og mælst er til þess að fram bjóðendur gæti hófs í kynningarstarfi. Kostnaður frambjóðenda vegna þátttöku í prófkjörinu má ekki fara yfir 250 þúsund krónur.“ Gott og blessað að takmarka kostnaðinn en að heimila prentun kynningarrita og dreifa þeim með póstinum á sama tíma og frambjóðendum er bannað að kaupa birtingu á samskonar efni í Fjarðarpóstinum og spara fé, er með ólíkindum og er dæmi um óvandaðar reglur og miðstýringu. Á sama tíma ætlast fram-bjóðendur til að Fjarðarpósturinn birti greinar þeirra endur-gjaldslaust, sem blaðið hefur gert í fjölmörg ár og jafnvel stækkað blaðið til að koma öllum greinum fyrir. Þannig er Samfylkingin að velta kostnaði við prófkjör sitt yfir á sjálfstæðan fjölmiðil á sama tíma og flokkurinn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn sker niður aug lýsinga kostnað til bæjarblaða um yfir 60% á milli ára.

Það væri bænum kostnaðarsamt ef ekkert væri bæjarblaðið og mun erfiðara að koma upplýsingum til skila til bæjarbúa.

Hins vegar er gaman að sjá að fjölmargir taka nú þátt í próf-kjörum flokkanna en minna gaman að sjá að sitjandi bæjarfulltrúar hafa greinilega sameinast í fylkingu við „röðun“ í sæti til að freista þess að tryggja sér örugg sæti. Spyrjum þó að leikslokum.

Guðni Gíslason

Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., [email protected]óri og ábm.: Guðni Gíslason

Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, [email protected]ýsingar: 565 3066, [email protected]

Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: ÍslandspósturISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193

www.fjardarposturinn.is

Ragnar og Ingunn sýna í HafnarborgÁ laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarborg. Á efri hæð sýnir Ragnar Kjartansson afrakstur sýningar Íslands í Fene­yjatvíæringnum 2009 og nefnist sýningin Endalokin. Tónlistar­ og mynd bandsverkinu, Endalokin ­ Kletta fjöll, er varpað á fimm tjöld sam tímis. Á hverju þeirra leikur Ragnar á ólíkt hljóðfæri ásamt tón­listarmanninum Davíð Þór Jónssyni. Verkið var tekið upp um hávetur úti undir berum himni í ægifegurð hins kanadíska Banff þjóðgarðs.Á neðri hæð sýnir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir inn setninguna Ljós­brot. Innsetningin fyllir allan sýn­ingarsalinn með marg litum strengj­um sem minna á geisla úr óskil­greindum ljósgjafa. Verkið er eins­konar völundarhús gagnsærra lita­

flata sem áhorfandinn hefur yfirsýn yfir um leið og litaspil þeirra blandast saman og úr verður heild.

Prjónakaffi í kvöldPrjónakaffi Kvenfélags Hafnarfjarðar­kirkju verður haldið í Vonarhöfn, Hafnarfjarðarkirkju, gengið inn frá Suð urgötu, kl. 20-22 í kvöld fimmtu dag. Allir eru velkomnir.

Sýningar í BæjarbíóiÁ þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvikmyndasafn Íslands myndina Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason í leikstjórn Ævars Kvaran. Myndin var tekin á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli og í Kjós. Í mynd­inni bregður fyrir tæknibrellum sem á þeim tíma þóttu nýstárlegar og gáfu henni aukið gildi, að minnsta kosti fyrir yngstu áhorfendurna.

Loftnets og símaþjónustaViðgerðir og uppsetningar á

loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma­ og tölvulagnir

Loftnetstaekni.issími 894 2460

Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+

í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12

Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar

umræður um fjölbreytt málefni. Allir velkomnir

ÚtfararþjónustaHafnarfjarðar

Frímann Andréssonútfararstjóri

hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSONútfararstjóri

Sími 565 9775 - ALLAN SóLARhRiNgiNN - uth.iS

Eldsneytisverð13. janúar 2010 í Hafnarfirði:

Sölustaður 95 okt. dísilAtlantsolía, Kaplakr. 194,6 193,3Atlantsolía, Suðurhö. 194,6 193,3Orkan, Óseyrarbraut 194,5 193,2ÓB, Hólshrauni 194,6 193,3ÓB, Melabraut 194,6 193,3ÓB, Suðurhellu 194,6 193,3Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur

www.fjardarposturinn.is

Tölvuþjónusta RthorFartölvuviðgerðir

og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús

Ódýr og góð þjónustaSími: 849 2502

Sunnudagur 17. janúar

Messa kl. 11Fermingarbörn aðstoða. Báðir prestar kirkunnar þjóna.

Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn leiðir söng.

Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu.

Gregorgs morgunmessa alla miðvikudaga kl. 8.15

Víðistaðakirkjasunnudagurinn 17. janúar

Sunnudagaskólinn kl. 11Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri,

fer fram í loftsal kirkjunnar.

Guðsþjónusta kl. 11Kór Víðistaðasóknar syngur

undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur.Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson

Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.

www.vidistadakirkja.is

TÖLVUHJÁLPINViðgerðir, vírushreinsanir,

uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús.

Sanngjarnt verð

Sími 849 6827

Nú hafa 12.000 manns tekið þátt í hjónanámskeiðum Hafn-ar fjarðarkirkju. Og enn fjölgar þeim sem taka þátt. Því fullt er að verða á næstu námskeið nú á vorönn.

Námskeiðin byggja á fræðslu, verkefnum og heimavinnu. Þau eru öllum opin og henta sér-staklega vel þeim hjónum sem

vilja gera gott hjónaband betra - en ennig hinum sem eiga í erfiðleikum. Þó þau heiti hjónanámskeið eru pör í óvígðri sambúð einnig velkomin.

Leiðbeinandi á námskeið-unum frá upphafi hefur verið sr. Þór hallur Heimisson, sóknar-prestur. Nánar á hafnar-fjardarkirkja.is

1200 á hjónanámskeiðum

Það er alltaf gaman að fyljast með ungu handbolta mönn un um okkar. Hér í leik FH og Hauka.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 3: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 14. janúar 2010

FríkirkjanSunnudagur 17. janúar

Sunnudagaskóli kl. 11

Guðsþjónusta kl. 13Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.

Barnakórinn er byrjaður á ný og eru æfingar í safnaðarheimilinu á miðvikudgöum kl. 16.30.

Öll börn velkomin í skemmtilegt kórstarf.

Allir velkominir í Fríkirkjuna!

www.frikirkja.is

ÁstjarnarkirkjaKirkjuvöllum 1

Sunnudaginn 17. janúar

Guðsþjónusta kl. 11Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Aðalheiður Þorsteinsdóttur organistaPrestur verður sr. Kjartan Jónsson

Sunnudagaskólifyrir börnin á sama tíma

undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.

Heitt á könnunni að lokinni guðsþjónustu.

Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína

www.astjarnarkirkja.is

Hafnarborg Strandgata 34 • www.madurlifandi.is • sími 585 8700

Fja

rða

rpó

stu

rin

n 0

91

2 –

© H

ön

nu

na

rhú

sið

eh

f.

Fáðu frítt kaffimeð kökusneiðinni um helgar hjá Maður lifandi Hafnarborg

Hlaupahópur FHN.k. þriðjudag verður farið af stað með nýjan hlaupahóp FH sem opinn er öllum

sem vilja spretta úr spori.Hlaupið verður á þriðjudögum og

fimmtudögum kl. 17.30 og á laugardögum kl. 10. Hlaupið er frá Kaplakrika.

Mæting á þriðjudag í anddyrinu í Kaplakrika kl. 17.30.Þrjár mismunandi vegalengdir í boði.

Skemmtilegir og hressir þjálfarar taka á móti hlaupurunum.Byrjendur sem lengra komnir — allir velkomnir.

Við afgreiðslu fjárhags áætl-un ar Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2010 gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ýmsar athugasemdir. Við afgreiðslu áætlunar fyrir alla þætti bæjarins sátu 4 fulltrúar þessara flokka ávallt hjá svo fjárhagaáætlunin var samþykkt með 7 atkvæðum og enginn var á móti.

Skuldir 1,4 millj. kr. á íbúaAthugasemdir fulltrúa Sjálf-

stæð isflokks voru ýmsar en m.a. að skuldir bæjarins hafi nær þrefaldast frá 2002 þegar Sam fylking tók við og nú séu skuldir 275% miðað við tekjur.

Fyrir liggi að skuldir og skuldbindingar séu um 1,4 millj. kr. á íbúa en meðatal á landinu sé 770 þús. kr.

Yfirbygging bæjarins og sjórnsýsla hafi þanist út og ekki hafi verið hlustað á hugmyndir fulltrúa D-lista.

Teflt á tæpasta vaðFulltrúi Vinstri grænna sagði

margt í áætluninni vera gott en annað hins vegar lítið útfært. Telur hann teflt á tæpasta vað

þar sem eiginfjárstaða verði neikvæð og afborganir skulda á árinu verði 70% af tekjum ársins. Sagði fulltrúinn að stefna VG sé að leik- og grunn-skóli eigi að vera gjaldfrjáls og á meðan svo sé ekki þurfi að endurskoða afsláttar fyrir komu-lag sem nú er við lýði.

Taka þurfi til skoðunar hvaða þættir íþróttafélaganna teljist til grunn þjónustu, hvaða þættir teljist til mikilvægs forvarna-starfs og hvort, og þá hvernig, eigi að endurskilgreina aðkomu sveit arfélagsins að rekstri þeirra.

Fjölgar í HafnarfirðiFulltrúar Samfylkingar létu

bóka að á sama tíma og það fækkar íbúum í höfuðborg lands ins og stendur í stað í flest-um nærsveitarfélögum okkar, þá fjölgi áfram í Hafnarfirði. Sú staðreynd tali sínu máli.

Segir í bókuninni að Sjálf-stæðisflokkurinn í Hafnarfirði ætti að líta í sinn eigin rann í þeg ar kemur að umræðu um skulda mál og ábyrga efna hags-stjórn umliðins áratugar og hvar höfuðábyrgð á efnhags hruni þjóðar innar liggi. Nýlegar yfir-lýs ingar formanns flokksins þeirra um mistök, valdaþreytu og ábyrgð tali þar skýrustu máli.

Dregið úr fjárfestingumDregið var úr öllum fram-

kvæmd um og fjár fest ingum á ár inu 2009 en fjár festingar-áætlun fyrir árið 2010 verður end urskoðuð þegar línur skýr-ast um fjár mögnun hverrar fram kvæmdar.

Lægri tekjur af fasteignumUmfangsmikið endurmat á

landsvísu varð á matsstofni fast eigna fyrr á árinu en það leiddi til að matsstofn Hafnar-fjarðarbæjar lækkaði um 3,6% á milli ára. Þessi lækkun leiðir til að tekjur vegna fast eigna-gjalda lækka sem nemur þess-um prósentum miðað við álagn-ingu ársins 2009.

Reiknað er með að launa-breyt ingar á árinu 2010 verði óverulegar.

Segja fulltrúar S-lista að fjárhagsáætlun ársins 2010 muni tryggja áfram velferð og jöfnuð meðal bæjarbúa.

Fjárhagsáætlun 2010Minnihlutinn í bæjarstjórn gerir margar athugasemdir

LeiðréttingÍ frétt um fjárhagsáætlun

Hafnarfjarðarkaupstaðar vant-aði ártal aftan við undirfyrirsögn og mátti af henni skilja að gert væri ráð fyrir 2ja milljarða kr. halla á þessu ári. Svo er alls ekki, því þessi setning átti við árið 2009 og beðist velvirðingar á því.

Gert er ráð fyrir 401 milljóna kr. tekjuafgangi A- og B-hluta bæjarsjóðs.

Áætlun A- og B-hluta 2010 Tekjur ............................. 12.922.351 Gjöld .............................. 11.529.782 Afkoma f. fjármagnsliði .... 1.392.569 Fjármagnsliðir ................... (981.927) Afkoma ársins ...................... 410.642 Eignir í árslok .................. 38.365.779 Eigið fé í árslok ................. 1.361.774 Skuldir í árslok ................ 37.004.005 Fjárfestingar ......................... 825.000 Lánsfjárheimild ................. 4.030.000

Page 4: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

Hafnarfjörður er yndislegur bær. Bæjarstæðið er fallegt, bæjar bragurinn skemmtilegur og saga bæjarins er mikil. Hafn-firðingar eru skemmtilegt og lif-andi fólk. Við eigum afreksfólk og meistara í öllum helstu íþrótta greinum, við eig um marga af bestu lista mönnum þjóð ar-innar og við eigum glaða og glæsilega æsku sem mun verða okkar stolt í framtíðinni. Það er þetta sem við verð um að standa vörð um.

Í lok ársins 2002, árið sem núverandi meiri-hluti Samfylkingarinnar í Hafn-arfirði tók við völdum var eigið fé um 4 milljarðar og heildar-skuldir bæjarins í A og B hluta 13,6 milljarðar. Þá var lokið ein-setningu skólanna og fyrsti hluti Áslandshverfisins hafði verið byggður. Íbúafjöldinn var 20.672 manns og bærinn átti sinn hlut í HS orku.

Því miður hefur sigið á ógæfu-hliðina síðan 2002 í fjármálum bæjarins. Í dag skuldar bærinn yfir 38 milljarða og eigið fé er orðið neikvætt. Seldur var hlutur bæjarins í HS Orku fyrir um 7 milljarða skv. samkomulagi við OR. Það má því segja að hefði hluturinn í HS Orku ekki verið seldur þá væru skuldir bæjarins vegna fjárfestinga, framkvæmda

og rekstrar á tímabilinu búnar að hækka um rúmlega 30 milljarða. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að Sjálfstæðismenn í bæjar-stjórn lögðu til á fyrrihluta árs 2007 að selja þennan hlut þá þegar og greiða upp erlendar

skuldir í staðinn. Reiknað hefur verið að hefði verið farið að þeirri tillögu þá væru skuldir bæjarins í dag um 15 milljörðum lægri, eða nálægt 23 millj arðar í stað 38 millj arða nú.

Þetta samsvarar því að skuldir bæjarins hafi hækkað um 8,3 millj-

ón ir á dag í 8 ár. Ef við bærum gæfu til þess að spara þessa skuldasöfnun í 10-15 daga dygði það til að reka einn af leik skól um bæjarins í heilt ár. Skuld ir kalla líka á aukin vaxtagjöld en skulda söfnun upp á rúmar 8 millj ónir þýða 600-900 þúsund krónur í vexti á ársgrundvelli. Það eru um 270 milljónir á ári í aukn ar vaxtagreiðslur bæjarins. Það má gera ýmislegt fyrir þá upp hæð.

Þe tta er því miður eitt af fjölmörgum dæmum um slæma fjár hagsstjórn Samfylkingar-innar.

Höfundur er hagfræðingur og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

8 milljónir á dag í 8 ár!

Valdimar Svavarsson

Þann 30. janúar nk. halda bæði Sjálfstæðisflokkur og Sam-fylking í Hafnarfirði, prófkjör. Í lok maí verða sveitar stjórnar-kosningar. Á þessu tímabili mun Samfylkingarfólk í ræðum og riti keppast við að halda því fram að engin ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af fjár-hagsstöðu og skuldum Hafnarfjarðar en hins vegar munum við Sjálf stæðisfólk halda hinu gagnstæða fram. Það eru marg sönnuð vís indi að fjármálastagl mun ekki skila stjórn-málamönnum betri niðurstöðum í prófkjörum eða kosningum. Fár málastagl er lítt fallið til vin-sælda. Þetta er skiljanlegt en það hlýtur öllum að vera það ljóst, sér staklega eins og staðan í þjóð-félaginu er, að það er meiri ástæða til þess að láta sig það varða hvernig búið er um fjár-hagslegar skuldbindingar skatt-greiðenda en nokkru sinni fyrr.

Í aðsendri grein í Fjarðar póst-inum í síðustu viku fer vara-bæjarfulltrúi Eyjólfur Sæ munds-son yfir skuldastöðu Hafn ar-fjarðar. Eyjólfur vill meina að Samfylkingunni sé treystandi til þess að fara áfram með forystu í

sveitarfélaginu og að fjár hags-staðan sé traustari en haldið hef-ur verið fram. Eyjólfur út skýr ir stöðuna með þeim hætti að gengishrunið sem fylgdi fjár-málakreppunni hafi leikið sveit-

arfélögin grátt og þau hafi „þurft“ að fjár-magna fram kvæmdir sínar með er lendu láns-fé. Máli sínu til stuðn-ings ber vara bæjar-fulltrúinn saman nokkr ar lykil tölur úr árs reikningum Álfta-ness og Reykja víkur. Val hans á sam an -burðar sveitar félög-

unum er at hyglisvert fyrir ýmsar sakir. Vissulega stendur Hafnar-fjörður bet ur en hið gjaldþrota sveitar félag Álftanes. Stað-reyndin er samt sú að Hafn-arfjörður er und ir smásjá eftir-litsnefndar um fjármál sveitar-félaga alveg eins og Álftanes. Hitt sveitarfélagið sem Eyjólfur kýs að bera Hafn arfjörð saman við er Reykjavík. Í því samhengi verður að hafa í huga að verið er að bera saman samstæðu reikn-inga sveitar félag anna en það þýðir að allar skuldir vegna fjárfestinga Orkuveitu Reykja-víkur eru meðtaldar. Á móti skuldum pr. íbúa í Reykja vík eru

gríðarlegar fjárfestingar, m.a. í virkjunum, miklar eignir og framtíðartekjur. Því fer víðs fjarri að slíku sé til að dreifa í Hafn ar-firði. Í tölum Eyjólfs kem ur líka fram að veltufé frá rekstri er marg falt hærra í Reykja vík en í Hafnarfirði en það segir hversu mikið fé sveit arfélagið hefur til að borga niður skuldir og fjár-festa, án þess að taka til þess lán.

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2010 verður ekki lesin öðruvísi en svo að um leið og svigrúm fyrir frekari fjármögnun býðst verður farið í frekari fram-kvæmdir. Þetta þýðir bara aukn-ingu skulda. Það er ekki að sjá að það séu uppi nein áform um að hætta að skuldsetja sveitarfélagið, hvað þá greiða skuldir.

Við þessa skuldasöfnun verður ekki unað. Það er kannski bjart-sýni í núverandi stöðu að halda að hægt sé að greiða niður skuld-ir en bæjarbúar hljóta að gera kröfu til þess að bæjaryfirvöld láti af frekari lántökum og sýni ráðdeild í rekstri Hafnarfjarðar.

Veruleg ástæða er til þess að efast um að Samfylkingunni í Hafnarfirði sé treystandi fyrir þessu verkefni.

Höfundur býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Sjálf stæðis-flokksins í Hafnarfirði.

Fjármál og framtíð Hafnarfjarðar

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

ð ðð ð ð ðððþðþþððððð ý ð

ð

ð ðð ð ð ðððþðþþððððð ý ð

ð

ð ðð ð ð ðððþðþþððððð ý ð

ð

Á hverju ári eru samþykktar reglur og viðmiðanir um afslátt á fasteignagjöldum fyrir elli líf-eyrisþega og öryrkja. Undanfarið hafa verið mismunandi sjónar-mið milli flokka um hvernig haga beri þessum af slætti. Í lögum er gengið út frá því að afsláttur taki mið af tekjum, þannig að þeir sem hafi minnstar tekj ur, fái mestan afslátt. Þetta fellur vel að grund-vallar sjón ar mið um jafnaðarmanna. Stund-um hafa þó verið fluttar tillögur um jafn an afslátt til allra, óháð tekjum. Það þýðir auðvitað að þeir fá afslátt sem ekki þurfa á honum að halda og það verður minna til ráðstöfunar fyrir þá sem virki lega þurfa á að halda.

Sameiginleg tillagaÍ aðdraganda fjárhagsáætlunar

fyrir árið 2010 varð þó sú ánægjulega þróun, að það náðist algjör sátt um útfærslu af slátt-

arins í bæjarstjórn. Afslátturinn er með sambærilegum hætti og undanfarið, en þó er bætt við nýjum flokki, 25% viðmiði, sem þýðir að þeim fjölg ar verulega sem fá einhverja niðurfellingu. Jaf n framt voru tekju-viðmið hækkuð og áfram er veittur af -

sláttur af holræsa gjöld um, en það er ekki gert alls staðar. Það er óhætt að full yrða með góðri samvisku að Hafn arfjörður standist sam an burð við öll helstu við mið unar sveitarfélög hvað

varðar af slátt af fasteignagjöldum – sama hvaða viðmiðun er beitt.

Það er eðli stjórnmálanna að vera ekki alltaf sammála. Við höfum mismunandi lífsskoðun og höfum mismunandi sýn á hlutina. Þess vegna erum við ekki öll í sama flokki. Það er hins vegar gott þegar okkur tekst að koma okkur saman um mikilvæga hluti og það sýnir pólitískan þroska. Þess vegna var ánægjulegt að fá að flytja tillögu í bæjarstjórn fyrir hönd fulltrúa úr öllum flokkum eins og gerðist í þessu sambandi, þegar undirritaður flutti tillögu fyrir sína hönd og tveggja ann-arra bæjarfulltrúa, þeirra Alm ars Grímssonar úr Sjálf stæðisflokki og Guðrúnar Ágústu Guð-mundsdóttur, fulltrúa VG.

Höfundur er formaður fjölskylduráðs og bæjarráðs og gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Þroskað samstarf

Guðmundur Rúnar Árnason

Höfðahöllin flutti sl. vor í nýtt húsnæði að Norðurhellu 8 hér í bæ en fyrirtækið hafði verið til húsa á Ártúnsholtinu frá 1990. Rúnar Ólafsson sölustjóri segir að bílasala hafi gengið nokkuð vel og hafi verið seldir 25-30 bílar í mánuði en fyrirtækið er með 895 bíla á skrá og pláss fyrir um 20 bíla á staðnum. Hann segir bíla af öll um stærðum og gerðum seljast en mun minna sé fengið að láni en fyrr.

Höfðahöllin býður nú upp á réttingar og sprautun á full-komnu verkstæði á staðnum.

Verkstæðið er með viðurkennt Capas þjóna matskerfi svo bíl-

eig endur geta komið með bílana sína í tjónamat þangað.

Höfðahöllin í HafnarfjörðGóð bílasala og bætt þjónusta við bíleigendur

F.v. Sigurbjörn Geirfinnsson, Einar Guðnason og Rúnar Ólafsson.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 5: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 14. janúar 2010

Við berjum niður

verðið!

30-40%AFSLÁTTUR

AF ÖLLUMINNI- OG ÚTILJÓSUM

20-70%AFSLÁTTUR 15%

AFSLÁTTUR

AF ÖLLUMBÚSÁHÖLDUM

AF HITACHI OG B&DRAFMAGNSVERKFÆRUM

25-50%AFSLÁTTUR 20%

AFSLÁTTUR 40%AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM DAMIXABLÖNDUNARTÆKJUM

AF ÖLLUM HEIMILISTÆKJUM

ALLT AÐ

AF ÖLLUM SMÁRAFTÆKJUM

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana

AÐEINS BROT AF ÚRVALINU !!!útsalan er hafin

Húsasmiðjumálning10 ltr.7119961

10 ltr.

Húsasmiðjumálning

10 ltr.10 ltr.10 ltr.10 ltr.10 ltr.

5.9996.995

Horfumst í augu við staðreyndir. Samfylkingunni hefur mistekist.

Var ekki lakastur í sínum bekkVarabæjarfulltrúi Eyjólfur

Sæmundsson gerir í grein sinni í Fjar ð arpóstinum fimmtudaginn 8 janúar síðastliðinn mátt vana tilraun til að fegra fjár hagslega stöðu Hafn ar fjarðar bæj-ar. Hann ber skuldastöðu bæjarins sam an við stöðu Álfta ness sem berst í bökk um og Reykjavík sem hann velur að hafa til við miðunar vegna gríð-ar legra skulda Orkuveitu Reykja víkur. Vara bæjar-fulltrúinn fer með rangar tölur um skuldastöðu Álfta nes því að samkvæmt endur-skoðaðri fjár hagsáætlun fyrir 2009 eru skuldir sveitafélagsins rúmir 4,2 milljarðar eða um 1.600.000 kr. pr. íbúa, en skuldir Hafnarfjarðabæjar eru um 38.000.000 eða 1.480.000 á hvern íbúa í Hafnarfirði. Á þessu sést að ekki munar miklu á skulda-stöðu pr. íbúa í þessum sveitar-félög um enda hafa bæði sveitar-félögin fengið að vörunarbréf frá eftirlitsnefnd sveit ar félaga vegna mikilla skuld setninga.

Horfur um greiðslu skuldaÚtkomuspá fyrir 2009 sýnir að

Hafnarfjörður verður 44 ár að greiða sínar skuldir en ekki 20 ár eins og Eyj ólfur heldur fram. Etv. reynir hann að lesa annað út úr áætlun fyrir árið 2010, en það eru ekki annað en draumórar Sam-fylkingarinnar og mun því miður

ekki stand ast frekar en aðrar áætlanir þeirra.

Í sept. 2010 er á gjald daga kúlu-lán í erlendri mynt að upphæð 6,5 milljarðar kr. Að óbreyttu ástandi á fjár mála mörk uð um er ósennilegt að nýtt lán fáist til að greiða það,

frekar en lán sveitar-félagsins með gjalddaga 2011 og 2012 að svip-uðum fjárhæðum.

Það nýjasta úr her búð-um Sam fylkingarinnar er að leggja til að fasteignir Hafnarfjarðabæjar verði endurmetnar til að auka svig rúm til meiri lántöku.

Það verður þess vegna að spyrja er ekki nóg

komið af skuldum, og hafa menn ekkert lært á banka hrun inu.

Eins verður að geta þess, að svo illa er komið fyrir Hafnarfirði að venju legar ábyrgðir sveitafélagsins duga ekki til, heldur krefjast lánadrottnar fasteignaveðs.

Nokkrar staðreyndir um lélega fjármálastjórn Samfylkingarinnar.

- Frá árinu 2002, þegar Sam-fylkingin tók við stjórn bæj ar-ins, hafa skuldir bæjarins nær þrefaldast og það er nap ur sannleikur að skuldir Hafnar -fjarðar í hlutfalli við tekj ur eru nú 275%.- Skuldir Hafnarfjarðarbæjar eru 1,480.000 milljónum króna á hvern íbúa en að meðaltali eru skuldir sveitarfélaga í land-inu 770 þús. kr á íbúa. Tekjur

bæj arfélagsins hafa rétt dugað fyrir rekstri en fjármagns kostn-að ur og nýjar fram kvæmd ir ver-ið fjármagnaðar með nýjum lánum.- Verstu mistök sem gerð hafa verið í fjármálastjórn bæjarins voru þegar tillögu Sjálf stæðis-flokksins í september 2007 um að selja strax hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja var hafn-að. Ef Samfylkingin hefði ekki þjáðst af ákvarðanafælni væru skuldir bæjarins í dag um 15 millj örðum króna lægri. Þess í stað fóru peningarnir sem Orku veitan greiddi nú í des em-ber í hítina til að greiða yfir-drátt í banka og viðskiptaskuldir sem stofnað var til á árinu 2009.

Samfylkingunni er ekki treystandi.Það er ótrúverðugt þegar vara-

bæjarfulltrúinn Eyjólfi Sæ munds-son reynir að réttlæta afleidda stöðu Hafnarfjarðar með því að benda á að það finnist dæmi um önnur sveit ar félög sem séu ver stödd. Þá er það hvimleitt þegar ekki eru not-aðar nýjustu tölur úr reikningum bæj arfélagsins til viðmiðunar þegar fjall að er um stöðu bæjarins, en ósk hyggja og draumórar látnir ráða ferð. Það er nefnilega staðreynd að það skiptir máli hverjir stjórna Hafn arfirði, og væntanlega bæjar-búum orðið ljóst að Samfylkingin ræður ekki við það hlutverk, og fylkjast því um Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnakosningunum í vor.

Höfundur er oddviti Sjálf-stæðismanna í Hafnarfirði.

Fjármál Hafnarfjarðar

Haraldur Þór Ólason

Halldór Guðjónsson á lag í undanúrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem keppt er um framlag Íslands til Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva sem haldin verður í Olsó í maí.

Halldór hefur verið ötull að senda lög í keppni og er lagið „I belive in angels“ tólfta lag Halldórs í úrslitum á 8 árum í ýmsum keppnum. Hann hefur m.a. tvisvar átt sigurlag í keppninni um Ljósalagið.

Halldór segist hafa góða trú á laginu sem Selfyssingurinn Sigrún Vala syngur gullfallega. Hvetur hann fólk til að fylgjast

með laginu og líki því vel við þá hvetur hann fólk til að taka þátt í kosningunni og gefa því atkvæði sitt.

Hægt er að hlusta á lögin á vef RÚV, http://dagskra.ruv.is/songvakeppnin

Alls eru 15 lög kynnt í keppninni, þegar hafa 3 fallið út í fyrstu keppni og á laugardaginn verða kynnt 5 lög og aðeins tvö komast áfram. Áhorfendur geta kosið í símakosningu. Úrslita-þátturinn verður svo í beinni útsendingu 6. febrúar nk.

Eurovision

Lag Halldórs keppir á laugardag

Halldór Guðjónsson þegar hann var í dúettinum Gunni og Dóri.

Söngkonan Sigrún Vala.

Page 6: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

Nú þegar prófkjör Sjálf-stæðisflokksins hér í Hafnarfirði um val frambjóðenda á lista flokks ins fyrir næstu bæjar-stjórn arkosningar stendur fyrir dyr um langar mig að minna á áherslur okkar sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði stendur á göml um merg og hefur verið einn af máttar-stólpum bæjarfélagsins frá stofnun lýð veldis-ins. Í kosningunum í vor verður tekist á um hvort leiða eigi Hafn ar-fjarðarbæ út úr fjár-hags erfiðleikunum á grund velli stefnu Sam-fylk ingarinnar sem leitt hefur meirihluta í bæjarstjórn síðustu tvö kjörtímabil eða hvort bæj ar-búar telji tímabært að hleypa nýju fólki að við stjórnun bæjar ins.

Helstu áherslur hægri stefnu hafa ávallt verið að gæta hófs í álögum á heimili og fyrir tæki og aðhalds við ráðstöfun fjármuna úr sameiginlegum sjóð um. Þess-um áherslum er ég sammála og ég vil einnig leggja áherslu á metn að og skýra framtíðarsýn. Hlutverk forystu er að horfa til framtíðar og láta ekki skamm-tíma hagsmuni ráða ferð við ákvarðana töku eða ráðstöfun á fjár munum úr sameiginlegum sjóðum. Ég fyrir mitt leyti tel að tími sé komin til breytinga og vil leggja mitt af mörkum við mótun framtíðarstefnu sem byggir á grunni sjálfstæðisstefnunnar og með einkunnarorðin Frelsi og

Mannúð að leiðarljósi. Í prófkjöri sjálfstæðisflokksins eru að þessu sinni 12 ein stakl ingar sem gefa kost á sér til framboðs. Ég er stolt af því að vera í þessum hópi og og bið um stuðning í eitt af efstu sætum list ans. Ég er Hafn firð-

ingur í húð og hár og hef frá unga aldri haft brenn andi áhuga á stjórn málum. Ég hef tek ið að mér ýmis trúnaðarstörf fyrir Sjálf stæðisflokkinn og er nú for maður full trúa-ráðs sjálfstæðis félag-anna í Hafnarfirði og vara formaður kjör-dæmis ráðs Sjálf stæðis-

flokksins í suðvestur kjör dæmi. Ég er einnig varamaður í fram-kvæmdaráði fyrir hönd flokks-ins. Ég hef víðtæka reynslu af stjórn un og rekstri og starfa nú sem framkvæmdastjóri fyr ir úti-bú á Íslandi frá Lettnesku fyrir-tæki sem framleiðir vörur á bygg ingasviði. Sjálfstæðis flokk-urinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og stærsta fjöldahreyfing á Ísla ndi. Í Hafnarfirði eru yfir 3000 flokkbundnir sjálfstæðis-menn sem ég vil hvetja til þátt-töku í prófkjörinu sem haldið verður þann 30. janúar n.k. í Víðistaðaskóla. Góð þátttaka í próf kjörinu mun skila okkur öfl-ugum framboðslista. Samstaða verður okkar styrkur í kosn ing-unum í vor.

Höfundur er formaður full-trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði.

Kæru Hafnfirðingar

Helga Ingólfsdóttir

Með margvíslegum aðgerðum á nýliðnu ári hefur náðst umtals-verð hagræðing í rekstri bæjar-félagsins og áfram verður haldið á sömu braut á nýju ári. Mikils aðhalds hefur verið gætt í öllum rekstri án þess að grunnþjónusta né gæði almennrar þjónustu við bæjarbúa hafi verið skert.

Rekstarþættir hafa verið endurskipulagðir, þjónustuútboð endur-nýj uð, dregið úr launa kostnaði með fækkun yfirvinnustunda, en d ur skoðun vaktakerfa, stytt-ingu opnunartíma stofnana, lækkun hæstu launa og launa í nefnd um og ráðum. Þá hefur sérstök áhersla verið lögð á markvissa stýringu og stjórnun

fasteigna en þar liggja margir stórir kostnaðarliðir.

Þessar aðgerðir hafa allar skil-að góðum árangri, en lang stærsta einstaka hagræðingin sem náðst hefur á síðustu mánuðum og mun hafa veruleg jákvæð áhrif til næstu fram-tíðar á útgjöld bæjar-félagsins er yfir taka og uppkaup Hafn ar fjarð-ar bæjar á svo nefndum Nýsiseign um.

Yfirtaka bæjar félags ins á einka framkvæmda samn ing um vegna Lækjarskóla, íþrótta húss og sund laug ar, Bjarkahússins og leikskólans Álfa bergs mun hafa í för með sér stórfelldan sparnað fyrir bæjar félagið. Uppkaup á þessum eignum og yfirtaka leigu- og rekstrar samn-

inga sem voru bæjar félaginu afar óhag kvæmir, mun þýða beinan sparnað í rekstrar út-gjöldum uppá hátt í tvö hundr uð milljónir króna á hverju ári.

Þar sem um 15 ár standa eftir af upphaflegum leigu- og rekstrar samningi þá er heild-arsparnaður bæjarfélagsins á þessu tímablili um tveir millj-arð ar króna, auk þess sem bær-inn hefur nú eignast þessar þjón ustubyggingar, en hefði að óbreyttu þurft að semja áfram um leigu- og rekstrargreiðslur þar sem enginn uppkaupsréttur var í gildandi samningi.

Samfylkingin lagðist ákveðið gegn þessum einka fram kæmda-samningum sem voru gerðir þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór síðast með völd hér í bænum á árunum 1998-2002. Það er sérstakt fagnaðarefni að þessir samningar heyra nú sögunni til.

Höfundur er bæjarstjóri.

Lang stærsta hagræðingin

Lúðvík Geirsson

Hámarkslengd aðsendra greinaAth. Aðsendar greinar sem eru lengri en 300 orð verða ekki birtar nema

sérstalega hafi verið um það samið. Greinar eru birtar eftir því sem pláss leyfir.Frambjóðendur Samfylkingar: Hægt er að kaupa pláss fyrir greinar til að tryggja birtingu.

Knattspyrnufélagið Haukar er stærsta íþróttafélagið í Hafnar firði og hefur verið um hríð. Í síðasta blaði Fjarðarpóstsins kom það fram svart á hvítu í grein frá barna- og unglingráði FH.

Ljóst er að Haukar þurfa að standa sig betur í því að fá forráðamenn iðk enda til að skrá sig inn á íbúagáttina. Vil ég hvetja alla þá sem eiga börn í Haukum að fara inn á íbúagátt Hafnar-fjarðarbæjar og merkja við börnin sín í við kom-andi íþróttagrein þegar íbúagáttin opnar 1. febrúar.

Hafnarfjarðarbær hef ur styrkt myndalega við fjöl skyldur bæj ar-ins með niður greiðslum á íþrótta- og tóm stunda gjöldum og hefur það mik ið forvarnarlegt gildi, þetta ber að þakka.

Knattspyrnufélagið Haukar hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. Félagið heldur úti 6 deildum og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Öll þekkjum við þann frábæra árangur sem boltadeildirnar þrjár hafa náð á liðnum árum.

Almenningsdeildin okkar blómstrar nú sem aldrei fyrr og er hlaupahópurinn áberandi á göngustígum bæjarins enda með-limir hans orðnir yfir 100 manns.

Innan Hauka er öflugur hópur 67 ára og eldri sem stundar

körfubolta og göngu einu sinni í viku. Virkilega gaman er að fylgjast með framförum þessa hóps enda sýna rann sóknir að aldrei er of seint að byrja að hreyfa sig.

Í leikjaskóla barn anna koma börn og full orðnir og eiga sam an skemmti-lega stund. Hvert nám-skeið endar með fjölskyldutíma þar sem ömm ur og afar eru áber andi.

Skákdeildin heldur úti æf ingum einu sinni í viku þar sem ungir upprennandi skákmenn mæta og fá kennslu.

Einnig mæta eldri og reyndari skákmenn einu sinni í viku og halda við skákkunnáttu sinni og hitta gamla sem nýja félaga.

Nú í nóvember fór af stað get-raunastarf innan Hauka þar sem Haukafélagar hittast á laugar-dögum milli tíu og tvö og tippa. Þetta hefur gengið framar vonum enda liðin orðin tæplega eitt-hundrað. Síðastliðin laugardag var öllum boðið í „dögurð“ eða brunch og mættu um 250 félagar og áttu saman góða stund.

Ég vil bjóða nýja og gamla Haukafélaga velkomna í allar deildir félagsins. Ásvellir standa öllum opnir. Stöndum saman við að gera frábært félag enn betra.

Höfundur er íþróttastjóri Hauka.

Fjölbreytt starf Hauka

Guðbjörg Norðfjörð

Page 7: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

Hafnarfjarðarkirkja 7Fimmtudagur 14. janúar 2010

HafnarfjarðarkirkjaÞjóðkirkja í Þína Þágu

1. tbl. 31. árg. — Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarkirkju — Ábm.: sr. Þórhallur Heimisson — 14. janúar 2010

Lifandi kirkjustarfUm 10 þúsund manns komu í kirkju og safnaðarheimili í desember

Nú er reglubundið safnaðarstarf hafið á nýju ári og að venju er starfið lifandi og fjölbreytt.

Í desember komu hátt í 10 þúsund mann í kirkju og safnaðarheimili enda var í nógu að snúast í kirkjunni. M.a. komu um 1800 skólabörn í heimsókn í kirkjuna fyrir jólin. Er ánægjulegt að kirkjan nýtist svona vel til fjölbreyttra athafna.

Nýr æskulýðsfulltrúiFramundan er öflugt og gefandi

starf og nú verður sérstök áhersla lögð á æskulýðsstarfið. Auglýst hefur verið eftir æskulýðsfulltrúa í fullt starf. Söfn uðurinn vill efla

barna- og æsku lýðsstarfið á erfiðum tímum í þjóðfélaginu. Markmiðið er að æsku lýðsfulltrúinn haldi utan um barna og æskulýðsstarfið með þeim starfs mönnum sem fyrir eru og nú þegar sinna hver sínum hóp. Í hans yfirumsjón yrði sunnudagaskólinn, sex til níu ára starf, tíu til tólf ára starf, æskulýðsfélögin, foreldramorgnar og samskipti við skóla og leikskóla.

Auglýst er eftir einstaklingi með mikla reynslu af barna- og æsku-lýðsstarfi innan kirkjunnar, guð-fræðiprófi og helst kunnáttu á hljóð-færi.

Hádegistónleikar í Hafnar fjarðar-kirkju hefjast á ný í febrúar.

Þriðjudaginn 23. febrúar leika Gunn ar Gunnarsson flautuleikari og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari fjölbreytta efnisskrá, þriðjudaginn 30. mars leikur Douglas Brotchie organisti Háteigskirkju á bæði org el kirkjunnar og 27. apríl leikur Guð-mundur Sigurðsson á orgelin.

Barbörukórinn undirbýr þessa dag ana upptökur á útsetningum Smára Ólasonar þjóðlagafræðings á íslensk um tónlistararfi. Kórinn flutti útsetningar Smára á tónleikum

sl. október og hyggur á útgáfu efnis-ins á geisladiski á árinu.

Sumardaginn fyrsta kl. 17 heldur kórinn svo tónleika með íslenskri kirkjutónlist í Hafnarfjarðarkirkju.

Kammerkór Hafnarfjarðar flyt ur Sálumessu Gabriels Fauré í kirkj -unni á uppstigningardag kl. 17 und-ir stjórn Helga Bragasonar. Á tón-leikunum koma einnig fram Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur og flytur kórinn Messe basse eftir Fauré ásamt Kammerkórnum. Á orgel leikur Guðmundur Sigurðsson.

Öflugt tónlistarlífHádegistónleikar, upptökur og sálumessa

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 8: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

8 www.hafnarfjardarkirkja.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

Meðvirkni, stærsta samfélagsmein 21. aldarinnar?14. janúar kl. 20-22

Öll höfum við heyrt um hugtakið „meðvirkni“ og öll höfum við ákveðna mynd af því hvað það þýðir. En hvað er meðvirkni í raun og veru? Hverjir verða meðvirkir og hvaðan kemur þessi sjúkleiki? Þessum spurn ingum og mörgum öðr um verð ur svarað á þessu örnámskeiði. Meðvirkni er ástand sem tærir upp sál okkar. Hún hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrir tæki okkar og frama; heilsu og andlegan þroska. Hún er hamlandi og ómeðhöndluð hefur hún eyði leggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra. Meðvirkni er ástand sem skapast þegar einstaklingar búa við óviðunandi aðstæður í langan tíma.

Konur eru konum bestar!21. janúar kl. 20-22

Í upphafi árs er tilefni fyrir konur að minna sig á hversu mikill auður býr í þeim sjálfum og öðrum konum. „Konur eru konum bestar“ er samvera í Hafnarfjarðarkirkju fyrir konur á öllum aldri. Mömmur, ömmur, frænkur, systur og vinkonur eru hvattar til að koma og njóta samverunnar. Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Við ætlum að hlægja hver með annarri, spjalla og kveikja á kertum fyrir framtíð okkar. Eina sem þarf að taka með sér er jákvætt viðhorf og bros á vör.

Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði. Nauðsynlegt er að skrá sig í netfangið: [email protected] eða í síma kirkjunnar 555-1295 eða 555 4166. Leiðbeinandi er sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir.

Hjóna og sambúðarnámskeið!28. janúar, 4. febrúar og 11. febrúar kl. 20-22

Hin sívinsælu hjóna- og sam-búðarnámskeið hefja nú göngu sína á ný. Námskeiðin hafa verið haldin í Hafnarfjarðarkirkju allt frá árinu 1996 og yfir 6000 pör hafa tekið þátt í þeim. Námskeiðin hafa einnig verið haldin á 28 stöðum um land allt og í Noregi og Danmörku. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, verkefnavinnu og heimavinnu. Far-ið er í gegnum helstu gildrur sam-búðarinnar, velt upp hvað það er sem oft kemur í veg fyrir að sambúðin verði hamingjurík og kenndar leiðir til að bæta úr vandanum. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill. Nám skeiðin henta öllum aldri og öllum aðstæðum, enda vinna pörin sjálf á eigin forsendum.

Boðið verður upp á kaffi og súkku -laði. Nauðsynlegt er að skrá sig í net-fangið: [email protected] eða í síma kirkjunnar 555 1295 eða 555 4166. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimisson.

Fullkomnar fjöl skyld ­ur, ekki til eða hvað!18. febrúar kl. 20-22

Hávaðarifrildi og jákvæðar breytingar, tvær hliðar á sama teningi.

Átök og ágreiningur eru partur af lífi hverrar fjölskylddu. Hér verður fjallað um alvarlegt efni á léttu nótunum. Talað verður um hvernig t.d. ákeðin prestshjón komast hjá því að garga úr sér lungun þegar mikið gengur á og hvernig þekking á því hvernig ágreiningur magnast getur hjálpað til við að skapa friðsælt fjöl-skyldulíf. Lífið í leiðarljósi (Guid ing Light) verður notað til viðmiðunar til að minna á hversu litil dramatík er í raun í lífi íslensku fjölskyldunnar.

Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði. Nauðsynlegt er að skrá sig í netfangið: [email protected] eða í síma kirkjunnar 555-1295 eða 555-4166. Leiðbeinandi er sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir.

Hamingjunámskeið Hafnarfjarðarkirkju4. mars kl. 20-22

Markmið námskeiðsins er að benda fólki á leiðir til að styrkja sig andlega, líkamlega og félagslega í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu og að hjálpa fólki til þess að finna á ný og styrkja lífs gleðina.

Hamingjunámskeiðið bygg ir á hjóna námskeiðum Hafnarfjarðar-

kirkju, en eru einstaklingsmiðuð og ætluð að mæta einstaklingnum í þeirri kreppu sem nú gengur yfir land og þjóð. Grunnur þess eru 10 leiðir til lífshamingju sem farið er í gegnum og hafa reynst mörgum vel um land allt.

Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið. Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heim-isson.

Öll námskeið Hafnarfjarðarkirkju

eru haldin í safnaðarheimili

Strandbergs.

Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur

símar: 555 4166, 891 [email protected]þriðjudaga-föstudaga kl. 10-12og eftir samkomulagi.

Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

símar: 555 1295, 861 [email protected]ánudaga-fimmtudaga kl. 10-12og eftir samkomulagi.

www.hafnarfjardarkirkja.isSafnaðarheimilið Strandberg:Ottó Jónsson staðarhaldari sími 555 1295, [email protected]

Einar Örn Björgvinsson kirkjuþjónn sími 897 0647, [email protected]

Guðmundur Sigurðsson kantor sími 899 5253, [email protected]

Viðtalstímar presta

Fullorðinsfræðsla Hafnarfjarðarkirkju

Námskeið á vorönn 2010

Landsmót Æskulýðssambands Þjóð kirkjunnar var haldið í Vest-mannaeyjum í október s.l. Mættu þang að um 420 unglingar ásamt leiðtogum sínum hvaðan af landinu. Yfirskrift Landsmótsins var „Æskan telur - Tilkomi þitt ríki ...“ og var vers ið úr 1. Tímóteusarbréfi: „Lát engan líta smáum ungum á æsku þína, en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðum, í kærleika, í trú og hreinlífi.“ lagt til grundvallar. Mótið gekk mjög vel og voru unglingarnir til mikilla fyrirmyndar. Meðal þess sem var á dagskrá var fræðsla, leikir, helgihald og alls kyns hópastarf. Þar á meðal voru unglingarnir hvatt ir til að skrifa hvatningarbréf til ráðamanna. Meðal þeirra sem

fengu bréf frá unglingunum voru fjármálaráðuneytið, forsætis ráðu-neytið, landlæknir, Rauði krossinn, Davíð Oddsson og Geir Haarde. Bréfin voru póstlögð til viðkomandi aðila en lesa má þau á vefsíðu ÆSKÞ, www. aeskth.is

Frá Hafnarfjarðarkirkju fór hópur unglinga í 9. bekk og allt upp í 2. bekk í menntaskóla. Gekk ferðin mjög vel og voru unglingarnir okk ar til fyrir myndar. Eitt af atriðum móts-ins var búningakeppni. Lögðu þeir mjög hart að sér að hanna og sauma flotta búninga og lentu í 1. sæti í keppninni. Má geta þess að þetta er annað árið í röð sem ungl ingarnir okkar vinna þessa keppni. Hér má sjá hópinn í búningunum.

Landsmót ÆSKÞ

Page 9: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

Hafnarfjarðarkirkja 9Fimmtudagur 14. janúar 2010

Æskulýðsfélag HafnarfjarðarkirkjuÆskulýðsstarf Hafnarfjarðarkirkju

skiptist í tvo hópa, yngri- og eldri hóp. Annars vegar er starf fyrir ungl-inga í 8. bekk og hinsvegar fyrir 9. bekk og upp í framhaldsskóla. Eldri hópurinn hittist á mánudögum kl. 20 og 8. bekkur á þriðjudögum kl. 19.15. Í æskulýðshópunum eru nú skemmtilegir hópar af hressum ungl ingum sem hefur myndað með sér góðan og verðmætan vinskap. Markmið hvers fundar er að hver og einn fái að vera hann sjálfur og finna styrkleika sína.

Við höfum gert margt skemmti-legt í vetur. Yfirleitt eigum við skemmtilega stund saman í safn-aðarheimili kirkjunnar, Strand bergi, en stundum förum við út úr húsi, t.d. í snjóferð, skauta, heimsækjum önnur æskulýðsfélög o.fl. Á hverjum vetri eru þrjú mót sem félögin taka þátt í, það eru landsmót ÆSKÞ, vormót ÆSKR og sumarmót ÆSKÞ/ ÆSKR. Aðfararnótt föstu-dagsins langa munu unglingar úr Hafnarfjarðarkirkju og öðrum kirkjum af höfuðborgarsvæðinu hittast í Strandbergi og vaka saman alla nóttina. Verkefnið kallast Vaktu með Kristi og kynnast krakkarnir þar sögu Jesús, á einni nóttu. Eldri hópurinn er nú á vorönninni að safna sér fyrir veglegri vorferð.

Það er alltaf hægt að koma og kíkja á æskulýðsfundi hjá okkur í Hafnarfjarðarkirkju. Dyrnar standa ætíð opnar fyrir nýjum sem og gömlum unglingum sem vilja eiga skemmtilega kvöldstund í góðra vina hópi.

Um starfið sjá Munda (699 3134), Þórunn (866 7007) og Siggi.

Netföng: [email protected] og [email protected]

TTT ­ starfiðÞað eru mjög hressir og skemmti-

legir 10 til 12 ára krakkar (5.-7. bekkur) sem hafa komið til okkar á þriðjudögum kl. 17.15-18.15 í vetur. Í starfinu er einblínt á að krakk arnir kynnist hver öðrum og myndi góða vináttu. Við höfum margt gert til skemmtunnar í vetur. Það er alltaf vinsælt að fara í leiki og spurningakeppni en einn af skemmtilegustu fundunum er án efa „ógeðisfundur“ sem verður nú fljótlega. Nú á vorönn munu TTT - krakkar sem eru í 6. bekk taka þátt í kristilegu spurningakeppninni sem haldin verður í Árbæjarkirkju. Valið verður í lið nú í janúar.

Um starfið sjá Munda (699 3134), Þórunn (866 7007) og Siggi.

KrakkaklúbburÞað eru hressir 7-9 ára krakkar (2. -

4. bekkur) sem hittast á fimmtudögum kl. 17-18. Í krakkaklúbbnum er gert margt skemmtilegt saman, t.d. farið

í leiki, spilað, spurningakeppni, föndrað, málað o.fl. Eins og í öðru æskulýðsstarfi er markmiðið að krakk arnir eigi góða stund saman í vináttu og kærleika.

Um starfið sjá Munda (699 3134) og Þórunn (866 7007)

Starfsemi í Hafnarfjarðarkirkju og safnaðarheimili ­ vorönn 2010

Mánudagar 10.00 - 12.00 Viðtalstímar presta • Safnaðarheimili 2. hæð16.45 - 17.30 Barnakór Hafnarfjarðarkirkju (yngri) • Kirkja17.15 - 18.00 Barnakór Hafnarfjarðarkirkju (eldri) • Kirkja18.00 - 19.00 Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju • Kirkja17.00 - 19.00 Barbörukórinn í Hafnarfirði • Vonarhöfn20.00 - 22.00 Æskó 9. og 10. bekkur • Vonarhöfn20.00 - 22.00 I.T.C. (1. og 3. hvern mánud.) • Oddi

Þriðjudagar 10.00 - 12.00 Viðtalstímar presta • Safnaðarheimili 2. hæð12.15 - 12.45 Orgeltónleikar (4. þriðjud. í mán.) • Kirkja17.15 - 18.15 Barnastarf 10 - 12 ára (TTT) • Vonarhöfn19.00 - 21.00 Æskó fermingarbarna • Vonarhöfn21.00 - 22.00 Æskó öldungar • Vonarhöfn19.00 - 21.00 Fermingarfræðsla • Kirkja / safnaðarheimili18.00 - 19.00 Krabbameinsfél. Hafnarfj. (stj.fundur 2. þri. í mán.) • Oddi

Miðvikudagar 08.15 - 08.40 Gregorsk messa • Kirkja08.40 - 09.15 Morgunverður eftir Gregorska messu • Oddi10.00 - 12.00 Viðtalstímar presta • Safnaðarheimili 2. hæð12.45 - 17.00 Skákklúbbur eldri borgara „Riddarinn“ • Vonarhöfn16.00 - 19.00 Orgelkennsla • Kirkja17.15 - 18.30 Sóknarnefndarfundur (2. miðvikud. í mán.) • Oddi19.30 - 21.30 A.A. • Vonarhöfn

Fimmtudagar 07.00 - 08.30 Rótarýklúbburinn Straumur • Ljósbrot / minni Hásalir10.00 - 12.00 Viðtalstímar presta • Safnaðarheimili 2. hæð10.00 - 12.00 Foreldramorgnar • Vonarhöfn17.00 - 18.00 Barnastarf 7 - 9 ára • Vonarhöfn17.30 - 19.00 Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju • Kirkja / Hásalir20.00 - 22.00 Fullorðinsfræðsla • Hásalir20.00 - 22.00 Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju - prjónakaffi

(2. fimmtud. í mán.) • Vonarhöfn Föstudagar 10.00 - 12.00 Viðtalstímar presta • Safnaðarheimili 2. hæð

Sunnudagar 11.00 - 12.00 Messa / Guðsþjónusta • Kirkja11.10 - 12.00 Sunnudagaskóli (hefst í kirkjunni) • Hásalir12.00 - 12.30 Messukaffi - hressing eftir messu • Ljósbrot10.00 - 12.00 A.A. • Vonarhöfn20.30 - 22.00 GSA-fundir • Safnaðarheimili

Gleði í æskulýðsstarfinu

Page 10: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

10 www.hafnarfjardarkirkja.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

HafnarfjarðarkirkjaHelgihald fram yfir páska 2010

Sunnudagur 17. janúar2. sunnudagur eftir þrettánda

Messa kl. 11Fermingarbörn annast helgihald ásamt prestum.

Sunnudagur 24. janúarSíðasti sunnudagur eftir þrettánda. Bænadagur á vetri

Messa kl. 11Fermingarbörn annast helgihald ásamt prestum.

Sunnudagur 31. janúar 1. sunnudagur í níuviknaföstu. (Septuagesimae)

Messa kl. 11Prestur: Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Gídeofélagar koma í heimsókn og predika

Sunnudagur 7. febrúar 2. sunnudagur í níuviknaföstu. Bibíudagurinn

Messa kl. 11Prestur: Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sunnudagur 14. febrúar Sunnudagur í föstuinngangi

Fjölskyldumessa kl. 11Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson

Sunnudagur 21. febrúar 1. sunnudagur í föstu

Messa kl. 11Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson

Kóraheimsókn

Sunnudagur 28. febrúar 2. sunnudagur í föstu

Messa kl. 11Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson

Sunnudagur 7. mars 3. sunnudagur í föstu

Æskulýðsdagurinn kl. 11Æskulýðsfélag kirkjunnar annast helgihaldið

Sunnudagur 14. mars 4. sunnudagur í föstu

Fjölskyldumessa kl. 11Prestur: Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sunnudagur 21. mars 5. sunnudagur í föstu – Boðunardagur Maríu

Messa kl. 11Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson.

Kvöldvaka fermingarbarna og foreldra þeirra kl. 20

Æskulýðsfélagið ananst kaffisölu.

Pálmasunnudagur 28. mars Fermingarmessa kl. 10 og 14

Skírdagur 1. apríl Fermingarmessa kl. 10 og 14

Messa 20.30 Prestur: Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Unglingakór kirkjunnar syngur.

Föstudagurinn langi 2. apríl Helgistund kl.14

Prestur: Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Páskadagur 4. apríl Hátíðarmessa kl. 08Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson

Hátíðarmorgunverður eftir messuna í safnaðarheimilinu

Sunnudagur 11. apríl 1. sunnudagur eftir páska

Fermingarmessa kl. 10 og 14

Sunnudagur 18. apríl 2. sunnudagur eftir páska

Fermingarmessa kl. 10 og 14

www.hafnarfjardarkirkja.is

Organisti er Guðmundur Sigurðsson og Barbörukórinn í Hafnarfirði leiðir söng nema annað sé tekið fram

MorgunmessurAlla miðvikudaga kl. 8.15 fram að páskum.

Sóknarnefnd: Aðalmenn: Sigurjón Pétursson formaður, Jónína Steingrímsdóttir varaformaður, Gunnlaugur Sveinsson gjaldkeri, Björg Jóhannesdóttir ritari, Guðbjörg Edda Eggerts dóttir, Margrét Guðmunds dóttir og Magnús Sigurðsson.

Page 11: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 14. janúar 2010

Þegar framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði rann út sl. sunnudag höfðu 22 tilkynnt framboð sitt.

Tveir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér, Ellý Erlingsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Gunnar Svavarsson. Þeir sem gefa kost á sér eru:

Árni Hjörleifsson (62) raf-virki og f.v. bæjarfulltrúi, Árni Björn Ómarsson (44) verk-efnisstjóri, Edda Guð rún S. Guð finnsdóttir (45) kenn ari, Elín Soffía Harðardóttir (51) mat reiðslumeistari og há skóla-nemi, Eyjólfur Þór Sæ munds-son (59) verk fræð ing ur og varabæjarfulltrúi, Geir Guð-brandsson (18) háskóla nemi, Gísli Ósvaldur Valdi marsson (48) verkfræðingur og bæj ar-fulltrúi, Guðfinna Guð munds-dóttir (50) mat reiðslu meistari og bæjarfulltrúi, Guð jón Sveins son (46) for stöðu maður, Guðmundur Rúnar Árnason (49) bæjarfulltrúi og stjórn-málafræðingur, Guðný Ste fáns-dóttir (46) þroskaþjálfi MA, Gunnar Axel Axelsson (34) viðskiptafræðingur, Hallur Guð mundsson (39) kerfis ráð-gjafi og tónlistarmaður, Helena Mjöll Jóhannsdóttir (49) með-ferðarfulltrúi og varabæjar full-trúi, Hörður Þorsteinsson (48)

viðskiptafræðingur, Jón Grét ar Þórsson (27) æsku lýðs starfs-maður, Kristín G. Gunn björns-dóttir (57) hárg reiðslu meistari, Lúðvík Geirsson (50) bæjar-stjóri, Margrét Gauja Magn-úsdóttir (33) kennari og bæjar-fulltrúi, Ragnheiður Ólafs dóttir (47) kennari og íþróttafræðingur, Sigríður Björk Jónsdóttir (37) bygg ingar listfræðingur og Stein unn Dögg Steinsen (30) efna verk fræð ingur.

Athygli vekur að sitjandi bæjarfulltrúar sækjast eftir ákveðnum sætum, Guðmundur Rúnar í 1. sæti, Margrét Gauja í 2. sæti, Gísli Ósvaldur í 3. sæti, Guðfinna í 4. sæti og Lúðvík Geirsson í það 6. sem hann nefn ir baráttusætið en flokk-urinn er með 7 bæjarfulltrúa.

Fjórir stefna í efsta eða eitt af efstu sætunum, fyrir utan Guð-mund Rúnar, Árni Björn og Hörður í 1.-4. og Árni Hjör-leifsson og Eyjólfur Þór í 1.-5.

Forseti bæjarstjórnar, Ellý Erlingsdóttir gefur ekki kost á sér.

Niðurstöður prófkjörs taka mið af reglum um kynjahlutföll og er niðurstaða bindandi nái frambjóðandi 50% gildra at -kvæða í viðkomandi sæti að teknu tilliti til kynjahlutfalls.

22 taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar

Forseti bæjarstjórnar ekki í framboði

Stundum er fullyrt að í sveit ar-stjórnum skipti pólitík engu máli – allir stjórn málaflokkar hafi í reynd sömu stefnu og aðferðirnar séu þær sömu. Kannski hefur litið svo út árið 2007, þegar sveitar stjórnarmenn kepptust sumir við að reisa sér minnis varða með skött um góðærisins og ódýru lánsfé. Hvergi var gefið eftir í út gjöldum til hinna ótölu lega þjóð þrifa-mála, meðan ráðdeild og sparnaði var vikið til hliðar. En árið 2007 rann sitt skeið á enda og nú skerpast póli-tískar línur aftur.

Fyrirhyggju þarf í fjármálumEinna skýrastar verða línurnar

í fjármálum og umsvifum hins opinbera. Ljóst er að bæjaryfir-völd í Hafnarfirði fóru offari í fjárfestingum og skuldasöfnun á undanförnum árum, í stað þess að stilla opinberum umsvifum í hóf og greiða niður skuldir með-an mesta þenslan gekk yfir. Fyrir vikið var bæjarfélagið illa búið undir efnahagssamdráttinn og fjárhagsstaða bæjarins er núna óþægilega þröng, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hollt er að rifja upp umræður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í desember árið

2007 þegar ráð sjálfstæðismanna um að selja hlut bæjarins í Hita-veitu Suðurnesja og ráðstafa and virð inu til þess að greiða skuld ir Hafnarfjarðar voru að engu höfð.

Breytinga er þörfHafnarfjarðarbæ hef-

ur núna verið stjórn að af sama flokknum í átta ár og eins og ekkert hafi breyst býr hann sig undir að gera þau að tólf. En valdþreytunnar er farið að gæta. Og tími er kominn til að taka til eftir sam-kvæmið.

Sjálfstæðis flokk ur-inn í Hafnarfirði býður nú fram öfl ugan hóp fólks sem er tilbúið að takast á við vandasöm verk-efni og rétta stöðu bæjarfélagsins við í samvinnu við íbúa og at vinnulíf bæjarins. Þar stefni ég að 2. sæti á framboðslistanum og kynni mig nánar á vefsíðunni www.kristinnandersen.is. Þegar við göngum til verks með Hafn-firðingum munum við sjá að okkur á eftir að farnast betur – og sú stefna sem við leggjum til grundvallar skiptir raunverulega máli.

Höfundur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-flokksins.

Nýjar línur – ný tækifæri

Kristinn Andersen

Hámarkslengd aðsendra greinaAth. Aðsendar greinar sem eru lengri en 300 orð verða ekki birtar nema

sérstalega hafi verið um það samið. Greinar eru birtar eftir því sem pláss leyfir.

Viltu láta eitthvað

Ungmennastarf Hafna�arðardeildar Rauða kross Íslands er vettvangur fyrir ungt fólk sem vill vinna að mannúðar- og mannréttindamálum í bland við að skemmta sér saman.

10-12 ára miðvikudaga 16:30-18:0013-16 ára ­mmtudaga 17:30-19:0016 ára og eldri ­mmtudaga 19:00-21:00

raudikrossinn.is/hafnar�ordur hafnar�[email protected] sími: 565 12222 Strandgötu 24

gott af þér leiða?

Ferðalög - vettvangsferðir - �ára�anirÁ �ótta - Vegabréf URKÍ-H

Ath. Ókeypis!

FélagsfundurSamfylking í Hafnarfirði

Mánudaginn 18. janúar kl. 20

í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

• Árni Hjörleifsson• Árni Björn Ómarsson• Edda G. Guðfinnsdóttir• Elín Soffía Harðardóttir• Eyjólfur Þór Sæmundsson• Geir Guðbrandsson• Gísli Ó Valdimarsson• Guðfinna Guðmundsdóttir• Guðjón Sveinsson• Guðmundur Rúnar Árnason• Guðný Stefánsdóttir

• Gunnar Axel Axelsson• Hallur Guðmundsson• Helena Mjöll Jóhannsdóttir• Hörður Þorsteinsson• Jón Grétar Þórsson• Kristín Gunnbjörnsdóttir• Lúðvík Geirsson• Margrét Gauja Magnúsdóttir• Ragnheiður Ólafsdóttir• Sigríður Björk Jónsdóttir• Steinunn Dögg Steinssen

Allir velkomnir

Vinstri grænir í Hafnarfirði ákváðu á félagsfundi sínum sl. mánudag að stilla upp fram-boðslista fyrir komandi sveitar-stjórnarkosningar. Var tillagan

samþykkt einróma. Mun upp-stillinganefnd sem kosin var á fundinum gera tillögu að sex efstu fram bjóðendum listans og verður hún borin undir félags-

fund sem áætlaður er 1. febrúar nk. Formaður uppstillinga-nefndar innar er Árni Stefán Jónsson. VG á nú einn bæjar-fulltrúa.

Vinstri grænir stilla upp lista

Page 12: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

Þann 19. desember síðast-liðinn voru 72 nemendur braut-skráð ir frá Iðnskólanum í Hafn-ar firði. Það voru 21 af hár-snyrti braut, þar af tveir sem jafnframt luku stúdentsprófi, 5 af húsasmíðabraut, 20 af pípu-lagningabraut, 9 af rafvirkja-braut, 1 af vélvirkjabraut, 11 af listnámsbratut, þar af tveir sem jafnframt luku stúdentsprófi, 3

af tækniteiknarabraut og 2 af útstillingabraut. Símon Róbert Diðriksson og Aníta Björk Sig-urðardóttir fengu sérstaka við-urkenningu fyrir góðan náms-árangur.

Núna eru stóru flokkarnir í Hafnarfirði búnir að ákveða próf kjörsdag vegna fram boðs-lista fyrir kosningarnar í maí og allir frambjóðendur komnir fram. Þá er næsta skref að kynna þá og málefnin sem þeir berjast fyrir. Ég er núna að taka þátt í mínu fjórða prófkjöri og þeir sem hafa stutt mig áður vita nokkuð vel hvar ég stend. Fyrir hina er rétt að skýra hvað ég tel að verði brýn ustu mál næstu bæjarstjórnar.

Erfiðir tímarÞað er ljóst að skera

þarf mikið niður í rekstri bæjarfélagsins ef möguleiki á að vera á ný fram-kvæmdum og að lokum nið ur-greiðslu skulda bæjar félags ins. Meirihluti Sam fylk ingar uggði ekki að sér síðustu átta ár og hefur margfaldað skuldir okkar. Það er búið og gert og þarf ekki að deila um frekar. Spurningin er sú hvernig náum við tökum á

rekstrinum. Í fyrsta lagi er ljóst að Samfylkingunni mun ekki takast það, reynslan sýnir það. Eini kosturinn er öflugur Sjálf-stæðisflokkur þar sem áhersl-urnar verða skýrar og óum deil-anlegar. Skera þarf niður í rekstri og þar eru skólarnir ekki undan-

þegnir þar sem þeir taka til sín ríflega helm-ing af tekj um bæjarins, einnig þarf að stöðva allt bruðl og óþarfa fjár festingar sem Sam-fylkingin hef ur haft mikið dálæti á, dæmi er endurbygging Bunga-lowsins fyrir tæp ar 100 milljónir á núvirði.Hvað ber að gera

Atvinnulífið er undir staða tekjuöflunar bæjar félagsins, ÍSAL er stærsta fyrir tæki bæjarins ásamt Actavis. Það voru reginmistök núverandi meiri hluta að hjálpa ekki þessu mikil væga og góða fyrirtæki að hrinda stækkunaráformum sín-um í framkvæmd í byrjun kjör-

tímabilsins. Ég mun gera allt sem ég get til að styðja þau áform og tryggja þar með hundr-uð verðmætra starfa. Varðandi ann an atvinnurekstur þá er svig-rúm til lækkunar gjalda ekki mik ið en þó má huga að lækkun vatns gjalds og jafnvel tíma-bundinni lækkun fasteignagjalda á meðan þyngst er í rekstri fyrir-tækjanna. Meginatriðið er að verja núverandi rekstur í bænum og þegar frá líður má huga að því að laða ný fyrirtæki til bæjarins með aðlaðandi rektsrarumhverfi.

Næsta kjörtímabilÞað verða erfiðir tímar næstu

árin, en með hugkvæmni, áræði og djörfung er hægt að ná mikl-um árangri. Ég er stoltur af að tilh eyra þeim glæsilega hópi sem býður fram krafta sína fyrir Sjálf-stæðisflokkinn í Hafnarfirði, þar er gott úrval. Ég býð fram reynslu mína og krafta og óska eft ir stuðningi í eitt af efstu sæt-unum.

Höfundur er varabæjar full-trúi.

Um hvað verður kosið?

Skarphéðinn Orri Björnsson

Meðganga er náttúrulegt ferli og oftast mjög ánægjuleg, þótt sumar konur upplifi ógleði, þreytu, bjúg eða verki.

Heilbrigðisþjónusta á með-göngu er framúrskarandi á Ís -landi og heil brigðis-stétt irnar sem sinna henni leita leiða til að bæta líðan móður og barns á grundvelli bestu þekkingar og við urkenndra aðferða.

Sjúkraþjálfun á með göngu er oftast beint gegn verkjum og óþæg indum í stoð-kerfi.

Meðferð sjúkraþjálfara hefst alltaf á faglegri skoðun og mati og byggir í framhaldinu á flest-um þeim úrræðum sem almenn sjúkraþjálfun býr yfir. Ráðgjöf um líkamsbeitingu getur oft bætt líðan til muna, enda afar

mikilvægt bæði fyrir sál og líkama að konan læri sjálf að þekkja orsakir verkja og aðferðir til að vinna gegn þeim.

Hreyfing og líkamsþjálfun eru alltaf grundvallarþættir í

sjúkraþjálfun, en þungi og verkir á meðgöngu geta takmarkað mögu-leika kvenna á að stunda hvort tveggja.

Sjúkraþjálfun í vatni auðveldar konum að hreyfa sig án hindrana af völdum verkja. Vatn ið, sérstaklega í djúpri laug, styður við líka mann, dregur úr

álagi á liði og veitir þrýsting sem dregur úr bjúgmyndun. Svalt vatn hvetur æðasamdrátt og dregur úr einkennum æða-hnúta og þyngdarleysið í vatni minnkar verki hvort sem er í hvíld eða við hreyfingu. Þjálfun

í djúpu vatni (án þess að botna) virkjar stöðugleikavöðva lí kam-ans sem er styrkjandi fyrir bak- og kviðvöðva.

Vatnsþjálfun hefur reynst ómetanleg við sjúkraþjálfun vegna stoðkerfiskvilla á með-göngu, en hún er líka holl, góð og skemmtileg fyrir allar barns-hafandi konur.

Áhættuþættir varðandi vatns-þjálfun á meðgöngu undir eftir-liti sjúkraþjálfara eru fáir, enda fylgist sjúkraþjálfari með heilsu fari þátttakenda og lagar þjálf unina að hverri og einni. Íslenskar sundlaugar geta að vísu talist fullheitar fyrir líkams-þjálfun á meðgöngu og ber að gæta að álagi í samræmi við það og fara sér hægt í heitara vatni. Frekari fróðleik um vatnsþjálfun á meðgöngu má finna á www.asmegin.net

Höfundur er sjúkraþjálfari.

Létt og frísk á meðgöngunni Sjúkraþjálfun í vatni

Guðlaug Kristjánsdóttir

Ekki átta ég mig alveg á hver tilgangur greinar þeirra Gísla Björgvinssonar og Jóns Gauta Jónssonar í Fjarðarpóstinum 7. jan ú ar sl. er. Um niðurgreiðslur Hafn arfjarðbæjar til tómstunda- og íþró tta iðkunar. Því miður þá gefa tölur um fjölda iðk enda ekki alveg rétta mynd af niður greiðsl unum.

Fimleikafélagið Björk var sérstaklega dreg ið út í þessari grein þeirra, og mátti jafn vel skilja á þann veg að félagið hafi snupr að bæja-rfélagið á und an förnum ár um. Það er því ekki hjá því kom ist að gera smá athugasemd. Fimleika félagið Björk fékk greitt frá Hafn ar fjarðabæ rétt um 4 millj.kr. vegna haustannar 2008 og rétt um 3,5 millj.kr. vegna haust annar 2009 vegna þessara niður greiðslna. Eða 12,5% sam-dráttur á milli ára en ekki 34% eins og fram kom í grein þeirra Gísla og Jóns Gauta.

Það var tekin ákvörðun seint í september sl. að nú skildi beiðni um niðurgreiðslu koma beint frá foreldr um í gegnum íbúagátt Hafnarfjarðar. Þá höfðu þegar nokkrir foreldrar greitt sín gjöld, og á reikningum okkar kemur greinilega fram niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðabæ. Þó nokkrir foreldrar áttuðu sig ekki á að þeir þurftu samt sem áður að fara inná íbúagáttina og sækja um niðurgreiðslu. Núna um áramótin eru um 800 þ. kr. útistandandi

hjá foreldrum eða Hafnar fjarðar-bæ, reikningar sem foreldrar hafa greitt, en vantar niður-greiðslu þar sem foreldrum iðk-enda láðist að sækja um á íbúagáttinni. Í raun er því frekar

aukning á niður-greiðslum hjá Björk heldur en minnk un, þegar upp er staðið. Má búast við því að sú verði raunin þegar allir bæjarbúar verða búnir að tileinka sér að sækja um niður greiðsl urnar sér staklega.

Loks er rétt að geta þess að ákveðið var að

fella niður 10% um sjónargjald til íþrótta félagana í tengslum við þessar nið ur greiðslur. Það var gert til að draga saman í útgjöldum í þess um málaflokki. Það þurfa allir að draga saman og ekki hægt að gera miklar athugasemdir við það. Á árinu 2008 var þetta gjald um 850 þús.kr. til Fim leika félagsins Björk um 500 þús.kr. á árinu 2009 og verður 0 kr. Á ár inu 2010. Þessa upphæð átti m.a. að nýta til eflingar á barna- og unglingastarfi hjá félögunum. Þetta hefur nú verið skorið af. Þeir Gísli og Jón Gauti fulltrúar í barna- og unglingaráði knatt spyrnudeildar FH, hefðu nú mátt vekja athygli á þessu því það mun væntanlega koma niður á þeirra starfi sem og annarra íþrótta félaga hér í bæ.

Höfundur er formaður fimleikafélagsins Björk.

Niðurgreiðslur Athugasem við grein

Ingvar Kristinsson

Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is

HemlarHemlar

72 brautskráðir frá Iðnskólanum í Hafnarfirði

Útskriftarhópurinn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Page 13: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

www.fjardarposturinn.is 13Fimmtudagur 14. janúar 2010

Sl. sunnudag var Hans Óttar Lindberg kjörinn besti hand-boltamaður Danmerkur. Hans Óttar, sem alla sína tíð hefur búið í Ølstykke í Danmörku, á hafnfirska foreldra, þau eru Tómas Erling Hansson Lindberg, þaklagningarmaður og Sigrún Sigurðardóttir fóstra. Bæði spiluðu þau handbolta með FH á sínum yngri árum.

Fyrir þá sem hafa gaman að ættfræðinni þá er Sigrún dóttir Sigurðar Pálsson, glerslípara og síðast húsvarðar í Lækjarskóla og Guðrúnar Pálsdóttur.

Tómas er sonur Hans P. Lindberg Andréssonar, skipa-smíðameistara, sem átti Nökkva og Ala Lindberg Tómasdóttir en þau voru bæði frá Færeyjum en fluttu hingað 1941.

Hans Óttar er fæddur 1981 og er elstur þriggja systkina. Hans hefur bæði spilað handbolta og fótbolta á sínum yngri árum en valdi síðan handboltann. Hann hefur síðustu ár spilað með Hamburg í Þýskalandi en þar á undan með Viborg á Jótlandi.

Hans Óttar handbolta maður Danmerkur

Hans Óttar, t.v. ásamt foreldr-um sínum Sigrúnu og Tómasi.

Ellý hættirEllý Erlingsdóttir, annar

bæjarfulltrúi Samfylkingar og forseti bæjarstjórnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Tilkynnti hún það flokksfélögum sínum sl. fimmtudag. „Sonur okkar, Kristján Gauti Emilsson, 16 ára, hefur gert þriggja ára samning við unglingaakademíu enska knattspyrnufélagsins Liverpool og hefur fjölskyldan ákveðið að styðja hann á þeirri vegferð“, segir Ellý í samtali við Fjarðarpóstinn.

Snorri vill leiða Sjálf­

stæðis menn á Álfta nesi

Snorri Finnlaugsson, fjár-málastjóri hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisfélags Álftaness við bæjarstjórnarkosningarnar í

vor, en prófkjör félagsins er ráðgert 6. febrúar n.k.

Snorri hefur mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og rekstri og segist vera tilbúinn að leggja fram reynslu sína og þekkingu í þágu Álftnesinga í þeirri erfiðu stöðu sem sveitarfélagið er í og leggur áherslu á að ná samstöðu og sátt um þær ákvarðanir sem fyrir liggur að þurfi að taka um fram tíð Sveitarfélagsins Álfta-ness.

Snorri er nú fjármálastjóri Steypustöðvarinnar ehf og er gift ur Sigríði Birgisdóttur.

Góð þjónustaGuðmundur Hjörleifsson

hafði samband og vildi hrósa einu af dekkjaverkstæði bæjar-ins fyrir góða þjónustu og sann-gjarnt verð. „Ég lét laga eitt dekk sem var viðgerð, um felg-un, jafnvægisstilling og skipting á venjulegum fólksbíl. Fyrir þetta borgaði ég 2.571 kr. hjá Pitstop við Helluhraun. Ég hringdi að gamni mínu í N1 Reykja víkurvegi en samskonar viðgerð þar kostar 7.596 kr.“

Fjölmargir kvarta undan

hundaskítBæjarbúum virðist nú ofbjóða

sóðaskapur af hundaskít á götum og gangstéttum bæjarins og eru hundaeigendur meðal

þeirra sem kvarta. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt í mið-bænum og hafa bréfberar kvart-að undan hundaskít m.a. á Aust ur götunni.

Hjón sem höfðu samband við Fjarðar póstinn ofbauð hunda-

skíturinn, sérstaklega á göngu-stígnum meðfram sjónum, þar sem þau segja viðbjóðinn hvað mestan.

Er skorað á hundaeigendur að hirða skít eftir hunda sína og koma í ruslatunnur. Borið hefur

verið á að plastpokum með hundaskít hafi verið hent inn í runna og inn á lóðir og er slíkur verknaður óverjandi.

Kæru HafnfirðingarVið þökkum stuðninginn á árinu sem var að líða.

Án ykkar gætum við ekki starfrækt eina af öflugustu björgunarsveitum landsins.

Félagar Björgunarsveitar

Hafnarfjarðar

Page 14: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

Húsnæði í boðiRúmgóð 4ra herb. íbúð á Völl-

unum í Hafnarfirði til leigu.Leigist með öllum tækjum, ljósum og

gardínum. Leiga kr. 134.000 með hússjóð. Langtímaleiga.

Upplýsingar í síma 895 2463.

Húsnæði óskastLeikskólakennari og móðir með

eitt barn óskar eftir 3-4 herbergja íbúð á Völlunum til leigu sem

fyrst. Er ábyrg og traust. Greiðslugeta 100.000 kr a mánuði.

Hafið samband í síma 6613014 eða [email protected]

Frábærir leigjendur með kríli og kisu óska eftir 3ja eða 4ra

herbergja íbúð í Hafnarfirði. Stærri en 85m² og undir 120.000.

Upplýsingar í síma 618 5212

BarnapössunÓska eftir stúlku í 9. eða 10. bekk sem hefur gaman af

börnum til þess að gæta 14 mán. drengs tvo eftir miðdaga í viku og hugsanlega ein hver kvöld. Búum í

nágrenni við Öldu túnsskóla. Uppl. í s. 848 7619.

AtvinnaRúmlega þrítug kona óskar eftir atvinnu, margt kemur til greina.

Ég var í Flensborg og er förðunar­fræðingur. Ég er bæði samvisku­söm og áreiðanleg. Hafðu sam­

band við mig í s. 899 8972. Takk fyrir. Guðlaug.

ÞjónustaHeimilistækjaviðgerðir. Geri við

þvottavélar og fl. heimilistæki. Kem í heimahús. Uppl. í s. 772 2049.

ÝmislegtHrukkustraujárn. Hægir á öldrun

húðar. Sjáið munin eftir eina meðferð og heyra hvernig hægt er

að hagnast á því. Uppl. Kidda 899 2708, Pétur 8992740.

BílarTil sölu MMC Galant GTZ V6

árg. 2002, sjálfskiftur toppluúga og fl., nýskoðaður. Verð 980 þ.

Ath skifti á ódyrari. Upp í síma 892 7502.

Tapað - fundiðStálarmband tapaðist í Hafnarfirði

á milli jóla á nýárs. Uppl. í s. 555 0139.

Gullarmband tapaðist í Hafnarfirði. Fundarlaun. Uppl. í s. 897 8560.

Gullhringur tapaðist við gatna mót­in á mótum Arnarhrauns og

Smyrla hrauns. Finnandi vins. hringi í síma 868 4558.

Sl. mánudag var nýju BMX hjóli, Norco Deviant, stolið fyrir utan

Bjarkarhúsið. Hjólið er grágrænt að lit, nánast ónotað. Ef þið hafið uppl. vinsamlegast hafið samband í síma 565 5254/690 1756, María Krista.

Nokia 1661, nýr sími sem ungur eig andi hafði misst við Set­

bergs skóla var tekinn mið vikudaginn í síð­

ustu viku. Upplýsingar um símann má veita

í s. 896 4613.

Til söluTil sölu Ariston 6 kg

barkaþurkkari. Uppl. í s. 772 2049.

Þú getur sent smáauglýsingar á

a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n .i s e ða h r i n g t í s íma 5 6 5 3 0 6 6

A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r.

Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT

R e k s t r a r a ð i l a r :F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !

...eigi leið þú oss í frysti. Þetta sagði lítil dama nýlega þegar hún var að fara með bænina sína fyrir háttinn. En er þetta ekki einmitt það sem við stöndum frammi fyrir þessi misserin? Sam-fylkingin er langt kom in með að leiða okkur í frysti og það kallar varla fram bros hjá nokkrum manni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa skuldir Hafnar-fjarðarbæjar aukist um 8 milljónir á dag síðan árið 2002. Hvert stefnum við? Treystum við núverandi meiri-hluta til að takast á við vanda sem hann skapaði sjálfur á svo stuttum tíma?

Við vitum öll að þörf er á niðurskurði. Við þurfum hins

vegar að framkvæma hann á ábyrgan hátt og af skynsemi þannig að ekki hafist verri skaði af. Við þurfum að passa upp á fyrirtækin í bænum okkar, gera

þeim gott starfsum-hverfi svo skapa megi tækifæri til eflingar bæjarlífsins í sinni víðustu merk ingu. Við þurfum nýtt fólk og nýja hugsun í bæjar-stjórn.

Ég býð mig fram í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 30. jan-

úar næstkomandi og bið um stuðning bæjarbúa til að ég megi nýta krafta mína í að skapa okkur betra samfélag.

Höfundur er viðskipta fræð-ingur og fulltrúi Sjálfstæðis-flokks í umhverfisnefnd.

Gef oss í dag vort daglegt bros...

Jóhanna Fríða Dalkvist

Ég, Geir Jónsson mjólkur-fræðingur gef kost á mér í 1.-4. sæti í prófkjöri Sjálf-stæðis manna í Hafn-arfirði 30. janúar n.k.

Í tuttugu ár var ég í forystu í mínu stétt ar-félagi og hef síðan starfað lengi innan Ki wanis k lúbbs ins Hraun borgar. Síðustu þrjú ár í sóknarnefnd Ás tjarnarkirkju og er núna formaður sóknar-nefndar.

Ég hef starfað lengi innan Sjálf stæðis flokks ins og skipaði

9. sæti á lista flokksins fyr ir síðustu kosningar og sit núna í

f ram kvæmdarráði Hafnarfjarðar.

Helstu áherslur mín-ar eru sterk og ábyrg fjármálastjórn, sam-göngumál, að standa vörð um at vinnu Hafn firðinga og að reynt verði að verja íþrótta-, félags- og velferðakerfið í því erfiða ástandi sem við

búum við.Höfundur er mjólkurfræðingur.

Geir Jónsson

Stefnir á 1.­4. sætið

Íþróttamenn BjarkarTaekwondomaður og klifurkona

íþróttamenn ársins

Íþróttamaður og íþróttakona Fimleikafélagsins voru valin við hátíðlega athöfn 19. desem-ber síðastliðinn.

Fyrir árið 2009 voru það þau Daníel Rhamandan Sigur geirs-son úr Taekwondodeild og Mari anne Van Der Steen úr klif ur deild sem hlutu titilinn íþrótta maður og -kona fim-leikafélagsins Bjarkar.

Íþróttamaður og -kona fim-leikadeildar eru Stefán Ingvars-son og Andrea Rós Jónsdóttir

Íþróttamaður og -kona klifur-deildar eru Stefán Grétar Hall-grímsson og Marianne Van Der Steen

Íþróttamaður og -kona Tae-kwondodeildar eru Daníel Rha-mandan Sigurgeirsson og Edda Björk Ágústsdóttir

Íþróttakona almenn ings deild-ar er Sunna Lind Ingibergsdóttir.

Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • PresturKirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.isVaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Bryndís Valbjarnardóttir

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason

Marianne og Daníel

F.v.: Sunna Lind, Stefán Grétar,Andea Rós, Marianne, Stefán Ingvarsson og Daníel. Á myndina vantar Eddu Björk.

Á veiðar hjá nýrri útgerð

Útgerðarfélagið Völusteinn tók yfir útgerð Festar eins og greint var frá í síðasta blaði.

Einn af bátum útgerðarinnar er Anna GK-540 sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Verður hún notuð aftur?Dráttarbrautin í Drafnarslipp

má muna fífil sinn fegri og hefur líklega dregið upp sitt

síðasta skip. Þó er ekki líklegt að þarna verði byggt á næstunni eins og fyrirhugað var.

Page 15: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 14. janúar 2010

Nýlega opnaði vinnustofa iðju þjálfunar Hrafnistu í Hafn-ar firði vefsíðu, þar sem hægt er að skoða og kaupa fram leiðslu-vörur heimilisfólksins og þeirra sem sækja þjónustu hjá Hrafn-istu í Hafnarfirði. Vöru sala heimilisfólksins hefur til þessa farið fram á sérstökum sölu-basar, sem haldnir eru á sjó-mannadaginn ár hvert og um jólin, en nú hefur verið skapaður vettvangur fyrir stöðuga sölu allan ársins hring.

Guðrún Hallgrímsdóttir, iðju-þjálfi og Dagbjört Jakobsdóttir verkstjóri, sem sér um daglegan rekstur vinnustofunnar á Hrafn-istu, segja að viðbrögðin við opnun netverslunarinnar hafi verið vonum framar sem sjáist vel, meðal annars í gestabók heimasíðunnar.

Iðjuþjálfun Hrafnistu í Hafn-ar firði hefur yfirumsjón með vinnustofu fyrir heimilisfólk, þar sem framleiddar eru vörur af ýmsu tagi. Á fimmta tug manna sinna þar fjölbreyttum hugðarefnum í viku hverri. Er þar því oft þröng á þingi, en alltaf gaman. Boðið er uppá framleiðslu á prjónavörum, nytjavörum úr tré og leir, gerð listmuna úr gleri, bangsagerð, málun á striga og steina ásamt ýmsu öðru.

Viðhalda þátttöku og sköpunargáfu Guðrún segir að markmiðið

með opnun sölusíðunnar sé af tvennum toga. „Markmið með iðjuþjálfuninni og starfsemi vinnustofunnar er að viðhalda þátttöku í iðju og sköpunargáfu þeirra sem hér koma. Mikil-vægur þáttur í þeirri viðleitni er að skapa tækifæri til fjöl breyttr-ar iðju og gegnir framleiðsla og sala á vörum af ýmsu tagi þar mikilvægu hlutverki. Opnun netverslunarinnar er góð leið til að stuðla að áframhaldandi starfi og sköpun á vinnustofunni. Slóðin heimasíðunnar er http://handverksheimilid.123.is/.

Opið alla dagaGuðrún tekur fram að þótt sala

sé hafin á netinu sé vinnu stofan við Hraunvang 7 opin alla virka daga milli kl. 9 og 15 nema á

Handbolti úrslit:Konur:

FH - HK: 24-22Valur - Haukar: 31-27Víkingur - FH: 16-31

Körfubolti úrslit:Konur:

Haukar - Njarðvík: (miðv.d.)Valur - Haukar: 51-71

Næstu leikir:Handbolti

16. jan kl. 15, Framhús Fram - Haukar (úrvalsdeild kvenna)

16. jan. kl. 16. Valsheimili Valur - FH (úrvalsdeild kvenna)

20. jan. kl. 18.30, Kaplakriki FH - KA/Þór (bikarkeppni kvenna)

20. jan. kl. 19.30, Mýrin Stjarnan - Haukar (bikarkeppni kvenna)

Körfubolti20. jan. kl. 19.15, Keflavík

Keflavík - Haukar (úrvalsdeild kvenna)

15. jan. 20, Valsheimili Valur - Haukar (1. deild karla)

Íþróttir

Magnús Waage, viðurkenndur bókariReykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275

Fyrirtæki og einstaklingarFærsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl,

skattakærur, fjármálaráðgjöf.

Vilhelm Hafþórsson er handhafi Sjómannabikarsins árið 2010 sem veittur var að afloknu Nýárssundmóti Íþrótta-sambands fatlaðra í innilauginni í Laugardal á sunnudag. Tæplega 90 krakkar á aldrinum 17 ára og yngri tóku þátt í mótinu en þau komu frá níu aðildarfélögum ÍF.

Fjölmörg glæsileg tilþrif sá ust á mótinu. Afrek mótsins vann Akureyringurinn Vilhelm Hafþórsson í 50 m skriðsundi sem hann synti á 28,80 sek.

Vilhelm hlaut 657 stig fyrir sundið og var því stigahæsti sundmaður mótsins og hlaut af því tilefni Sjómannabikarinn sem nú var afhentur í 27. sinn.

Kolbrún Stefánsdóttir frá Íþróttafélaginu Firði hafnaði í 2. sæti með 542 stig fyrir 50 m bringusund sem hún synti á 45,14 sek.

Guðmundur Hermannsson, ÍFR, varð í 3. sæti með 443 stig er hann synti á 32,08 sek. 50 m skriðsundi.

Nýárssund ÍF tókst velKolbrún Stefánsdóttir úr Firði varð í 2. sæti

F.v. á verðlaunapallinum: Kolbrún, Vilhelm og Guðmundur.

Bergur Ingi Pétursson sleggju kastari var á nýársdag kjörinn íþróttamaður FH fyrir árið 2009. Bergur Ingi hlýtur þá sæmd fyrir góðan árangur í sleggjukasti en hann kastaði

sleggjunni lengst 73,00 m. Bergur Ingi er stigahæsti frjáls-íþróttamaður Íslands og var val-inn Frjálsíþróttamaður Íslands 2009.

Bergur Ingi íþróttamaður FH

Ljós

m.:

AJL

Hrafnista í Hafnarfirði opnar netverslun

Framleiðsluvörur heimilisfólks til sölu

Safnaðarstarf Hafnar fjarðar-kirkju er að færast í eðlilegt horf á ný eftir jólahátíðina. Í gær hófust gregorskar morgun-messur aftur, en þær eru sungn-ar hvern miðvikudagsmorgun kl. 8.15 og boðið er upp á morgunverð á eftir. Vaxandi hópur hefur sótt sér andlega nær ingu í þessar messur á liðnu hausti að sögn sr. Þórhalls Heim issonar sóknarprests en hann segir megin áherslu mess-unnar vera á bænina, helgi-sönginn og altarissamfélagið.

Fyrsta námskeið í Full orðins-fræðslu Hafnarfjarðarkirkju á vor önn verður í kvöld kl. 20-22 og ber heitið „Meðvirkni, stærsta samfélagsmein 21. aldarinnar“.

Öll höfum við heyrt um hug-takið meðvirkni og öll höfum við ákveðna mynd af því hvað það þýðir. En hvað er meðvirkni í raun og veru? Hverjir verða meðvirkir og hvaðan kemur þessi sjúkleiki? Þessum spurn-ingum og mörgum öðrum verð ur svarað á þessu örnámskeiði. „Meðvirkni er ástand sem tærir upp sál okkar. Hún hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar,

börn, vini, skyldmenni; fyrir tæki okkar og frama; heilsu og and-legan þroska. Hún er haml andi og ómeðhöndluð hefur hún eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra. Meðvirkni er ástand sem skapast þegar ein staklingar

búa við óviðunandi aðstæður í langan tíma.“

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Kjartan Pálmason, guð fræð ingur og ráðgjafi Lausnarinnar.Að gangur er ókeypis og öllum opinn.

Morgunmessur og meðvirkni

DempararDemparar

Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is

fimmtu dögum, en þá er opið kl. 10-15, en lokað í hádeginu.

w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s

Verslum í Hafnarfirði!. . o g b y g g j u m u p p e i g i n b æ !

Page 16: Fjarðarpósturinn 2. tbl. 28. árg. - 14. janúar 2010

16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. janúar 2010

Æfingatöflur áwww.haukar.is

Stofnað 1982

Dalshrauni 24 • Sími 555 [email protected]

Reikningar • NafnspjöldUmslög • BæklingarFréttabréf Bréfsefni Og fleira

w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3

Rammíslenskt þorrablót að hætti Fjörugoðans

með þjóðlegum söng víkinga og valkyrja yfir borðhaldi

KjötréttirSúrmaturSjávarfangMeðlætiEftirétturHangikjötLundabaggarHarðfiskurUppstúfog kartöflurSkyrSviðLifrarpylsaHákarlRauðrófurSviðasultaBlóðmörtvær tegundir af síldRófustappa SaltkjötHrútspungarSýrt hvalkjötGrænar baunir SvínasultaBringukollarReykt þorskhrognHverabrauð SviðasultaFlatkökurog smjör Pottréttur

Skoðiðtilboðspakkana -Gisting og maturSjá www.fjorukrain.is

1. Þorrapakki 2. Árshátíðarpakki

3. Sælkerapakki

Sérstakur tilboðsmatseðill,þriggja rétta, á kr. 4.200.

FÆREYSKIR DAGAR5. til 8. mars

Þorrahlaðborð kr. 5.400 á mann

Hljómsveit Rúnars Þórsföstudag 22. og laugardag 23. janúar

Hilmar Sverrisson og Vilhjálmur Guðjónssonföstudag 12. og laugardag 13. febrúar,föstudag 19. og laugardag 20. febrúar.

Hljómsveitin Dans á rósumföstudag 29. janúar og Vestmannaeyjaþorrablót

með sönghópi Átthagafélagsins laugardag 30. janúar og svo aftur föstudag 5. og laugardag 6. febrúar

Líflegt á þrett ánd an­

umHafnfirðingar fögnuðu

þrettánda degi jóla að venju með flugeldum og gleði. Á Ásvöllum stóðu Haukar fyrir hátíð með álfadansi og söng og að sögn Bjarna Hafsteins Geirs-sonar var þátttaka mjög góð í afbragðsveðri.

Flugeldasýning Björgunar-sveitarinnar vakti mikla ánægju og var klappað fyrir henni í lokin.

Engin brenna var að þessu sinni og kom það ekki að sök.

Bæjarbúar voru iðnir við að skjóta upp flugeldum og hefur skotgleði sumra reyndar enst mjög vel og enn líður vart það kvöld að ekki sjáist flugeldur á heiðum himni.

Flugeldasýningin á Ásvöllum.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son