Top Banner
FARSKÓLINN MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA www. farskolinn.is HAUST 2012 Komdu og vertu með! „Lestu nú námsvísinn!“
12

Farskolinn namsvisir haust 2012

Mar 26, 2016

Download

Documents

Nasvisir haust 2012
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Farskolinn namsvisir haust 2012

FARSKÓLINN MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA www. farskolinn.isHAU

ST

2012

Komduog vertu

með!

„Lestu nú námsvísinn!“

Page 2: Farskolinn namsvisir haust 2012

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

2

Farskólinn er 20 ára og þér er boðið...

Námsvísir Farskólansfyrir haustið 2012

Útgefandi: Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Samantekt efnis og myndir: Starfsfólk FarskólansHönnun & prentun: Nýprent ehf.

Þá er nýr Námsvísir Farskólans – miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra kominn í þínar hendur. Á vorönn 2012 voru haldin í Farskólanum 34 námskeið af öllum stærðum og gerðum. Þátttakendur voru 358 að tölu, 257 konur og 101 karl. Kennslustundir voru hátt í átta hundruð og nemendastundir voru 7741. Í þessum Námsvísi finnur þú upplýsingar um námskeið af ýmsum toga; bæði námskeið sem metin eru til framhaldsskólaeininga, starfstengd námskeið og tómstundanámskeið. Stjórn Farskólans samþykkti á vorfundi sínum að hafa ákveðið þema í skólastarfinu næstu misserin. Áhersla verður lögð á mannrækt í víðum skilningi; bæði á sál og líkama. Við byrjum á námskeiðum sem tengjast sálartetrinu og fjalla þau um jákvæða sálfræði, hugleiðslu, núvitund og hvernig hægt er að ná hámarksárangri alla daga. Síðar verða auglýst fleiri námskeið sem ætluð eru til að styrkja og næra sálina. Á nýju ári verður síðan boðið upp á námskeið sem tengjast hreyfingu og hollu mataræði. Þann 9. desember næstkomandi verða 20 ár liðin frá því að Farskólinn var gerður að sjálfseignarstofnun með sína eigin skipulagsskrá. Tímamótanna verður minnst með ýmsu móti á komandi skólaári. Fyrst ber að nefna að haldið verður upp á Viku símenntunar síðar í haust þar sem dagskrá verður í boði á öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra; gefið verður út afmælisblað og stefnt að því að halda málþing næsta vor þar sem fræðslu- og rannsóknaraðilar á svæðinu verða kallaðir saman. Þannig að óhætt er að segja að spennandi tímar séu

framundan hjá Farskólanum.Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hefur það hlutverk að bjóða upp á fræðslu og símenntun fyrir fullorðið fólk. Farskólinn þjónar einnig sveitarfélögum og fyrirtækjum og stofnunum. Gott dæmi um það eru námskeið sem undanfarið hafa verið haldin

fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra og fyrir starfsfólk ferðaþjónustuaðila. Farskólinn býður upp á ráðgjöf af ýmsu tagi eins og lesblindugreiningar fyrir þá sem eiga við lestrar- og skriftarvanda að etja. Þessi hópur á einnig kost á því að fara á námskeiðið „Aftur í nám“, en þar fær hver og einn þátttakandi 40 einkastundir með Ron Davis ráðgjafa. Hjá Farskólanum er einnig hægt að hitta náms- og starfsráðgjafa, bæði til að fá upplýsingar og ráðgjöf varðandi nám og eins til að styrkja sig í starfi. Sú ráðgjöf sem hér hefur verið nefnd er þátttakendum að kostnaðarlausu – og það þarf ekki að taka það fram að ráðgjafarnir koma í Námsverin þegar þess er óskað.Ef þér líst á einhver námskeið í þessum Námsvísi þá hvetjum við þig til að skrá þig sem allra fyrst og mundu að fræðslusjóðir stéttarfélaganna taka langflestir þátt í því að greiða niður námskeiðsgjaldið. Svo við ráðleggjum þér að kynna þér reglurnar í þínum fræðslusjóði vel. Nær öll námskeiðin í þessum námsvísi eru í boði um allt Norðurland vestra.Vertu velkomin í Farskólann haustið 2012. Við tökum vel á móti þér.

Fyrir hönd starfsfólks Farskólans.Bryndís Þráinsdóttir

2

Jóhann Ingólfsson verkefnastjóri

[email protected] & 455 6011 / 893 6011

Bryndís Kristín Þráinsdóttir framkvæmdastjóri

[email protected] & 455 6014 / 894 6012

Daglegur rekstur Farskólans, þróunarverkefni, samskipti og Markviss ráðgjöf. Greining á fræðsluþörfum innan fyrirtækja, umsjón námskeiða, kennsla o.fl.

Umsjón með námsveri á Faxatorgi, fjarfunda-búnaði og prófum háskólanema. Skipulagning og umsjón námskeiða, kennsla og fleira.

Starfsfólk

Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttirþjónustustjóri

[email protected] & 455 6010

Skráningar á námskeið, símsvörun, almenn skrifstofustörf og umsjón með námskeiðum.

Halldór B. Gunnlaugssonverkefnastjóri

[email protected]& 455 6013

Umsjón með námskeiðum, háskólanámi, heim-sóknum í fyrirtæki og stofnanir, kennsla og fl.

HelgaHinriksdóttirverkefnastjóri [email protected] & 864-6014

Verkefnastjórn með Eflum Byggð í Húnaþingi vestra. Umsjón og kennsla á námskeiðum.

Stjórn Farskólans skipa:Ásgerður Pálsdóttir, formaður, Ingileif Oddsdóttir, Herdís Klausen, Skúli Skúlason og Hörður Ríkharðsson.

Eftirtalin sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félög eru stofnaðilar að Farskólanum og eiga sína fulltrúa í fulltrúaráði Farskólans.Húnaþing vestra - Húnavatnshreppur -Skagahreppur

Akrahreppur - Sveitarfélagið Skagafjörður - Aldan, stéttarfélag, Skagafirði

Verslunarmannafélag Skagfirðinga - Starfsmannafélag Skagafjarðar

Stéttarfélagið Samstaða, Húnavatnssýslum - Hólaskóli – Háskólinn á Hólum

Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki - Fisk Seafood, Sauðárkróki og Skagaströnd

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Page 3: Farskolinn namsvisir haust 2012

NámsvísirHAUSTIÐ 2012

3

Styrkur þinn til náms

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.sveitamennt.is • [email protected]

Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinniSjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélagannaSjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggurSjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar

Náms- og starfsráðgjafinn fer í fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og býður upp á kynningarfundi um náms- og starfsráðgjöf. Hann tekur einnig á móti einstaklingum í Námsverunum á Norðurlandi vestra eða þar sem óskað er eftir að hitta hann. Með öðrum orðum: „þjónustan kemur til þín“.Ráðgjöfin er þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við Farskólann í síma 455 – 6010 til að fá frekari upplýsingar eða til að panta viðtal eða heimsókn. Einnig má senda tölvupóst á [email protected]. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Farskólans undir „þjónusta og ráðgjöf“.

Náms- og starfsráðgjöf hjá Farskólanum Viltu ráðgjöf við val á námi eða starfsvettvangi? Þjónusta Farskólans er þér að kostnaðarlausu.

Hjá náms- og starfsráðgjafa getur þú meðal annars:• rætt um möguleika þína til að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði• fengið aðstoð við að skipuleggja starfsleit• fengið leiðsögn við gerð ferilskrár (CV)• fengið upplýsingar um nám, störf og raunfærnimat• fengið aðstoð við að finna út hvaða nám eða starf hentar þér best• farið í áhugasviðsgreiningu• fengið leiðsögn um hvaða vinnubrögð henta þér best í námi• skoðað leiðir til að takast á við hindranir í námi

Ráðgjöf og þjónustaHlökkum til

að sjá þig!

Page 4: Farskolinn namsvisir haust 2012

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

4

PREN

T eh

f

Mögnuðborðtölva

DELL All In One 2320 Einfaldaðu líf þitt og hámarkaðu borðpláss með

glæsilegri Inspiron One 2320 borðtölvu með innbyggðum FULL HD 23” snertiskjá, vefmyndavél, 1GB skjákorti,

TV tuner og nýrri kynslóð Core i3 örgjörva frá Intel.Algerlega kjörin tölva – mjög öflug í fjarnáminu!

• 2nd-Generation Intel Core i3-2100 örgjörvi• 3.1GHz, 2C, 3MB Smartcache

• 4GB 1333MHz DDR3 vinnsluminni (1x4096MB)• 2.0MP innbyggð HD vefmyndavél m/hljóðnema

• 1TB SATA harður diskur (7200rpm)• 8X DVD+/-RW geisladrif

• 23” (1920x1080) FULL HD WLED snertiskjár• 1GB NVIDIA GeForce GT 525M skjákort• 10/100/1000 Gigabit Ethernet netkort

• Intel Advanced-N 6230 þráðlaust netkort• Innbyggður DVB-T TV tuner og fjarstýring

• + Intel Wireless Display• + Bluetooth 3.0 High Speed

• Innbyggt HD hljóðkort m/SRS• Innbyggðir JBL hátalarar

og fleira og fleira

G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í NVerslun Kjarnanum Hesteyri 2

550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.tengillehf.is

Kíktu í TengilMikið úrval fartölva frá Lenovo og Dell...

Prentarar og fjölnota-tæki frá Canon...

Úrval af heyrnartólummeð og án mikrófóns og vefmyndavélar... Minnislyklar og harðir diskar til öryggisafritunar á námsgögnum sem ekki mega undir neinum kring-umstæðum glatast.

Hagnýtar upplýsingar um FarskólannSkrifstofa á Sauðárkróki

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestraVið Faxatorg, 550 Sauðárkrókur & 455 6010

Heimasíða Farskólans: www.farskolinn.is

Markviss þarfagreining: http://markviss.hugverk.is/Kíkið á okkur á Facebook: Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Námsver og námsstofur:Hvammstangi Höfðabraut 6 Umsjónarmaður: Sigríður Tryggvadóttir Sími 451 2607 / 692 8440Blönduós Grunnskólinn / Þverbraut 1 Þórhalla Guðbjartsdóttir & 452 4147 Ásgerður Pálsdóttir & 452 4932Skagaströnd Einbúastígur 2 Umsjónarmaður: Björn Ingi Óskarsson Sími 452 2747 / 868 8774Sauðárkrókur Við Faxatorg Farskólinn Sími 455 6010

Þjónusta Farskólans:

· Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum og í Farskólanum

· Námskeið af ýmsum toga

· Háskólanám heima í héraði

· Markviss ráðgjöf og sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir

· Greining og ráðgjöf vegna lestrar- og skriftarvanda fullorðinna

· Raunfærnimat

Page 5: Farskolinn namsvisir haust 2012

NámsvísirHAUSTIÐ 2012

5

PREN

T eh

f

Mögnuðborðtölva

DELL All In One 2320 Einfaldaðu líf þitt og hámarkaðu borðpláss með

glæsilegri Inspiron One 2320 borðtölvu með innbyggðum FULL HD 23” snertiskjá, vefmyndavél, 1GB skjákorti,

TV tuner og nýrri kynslóð Core i3 örgjörva frá Intel.Algerlega kjörin tölva – mjög öflug í fjarnáminu!

• 2nd-Generation Intel Core i3-2100 örgjörvi• 3.1GHz, 2C, 3MB Smartcache

• 4GB 1333MHz DDR3 vinnsluminni (1x4096MB)• 2.0MP innbyggð HD vefmyndavél m/hljóðnema

• 1TB SATA harður diskur (7200rpm)• 8X DVD+/-RW geisladrif

• 23” (1920x1080) FULL HD WLED snertiskjár• 1GB NVIDIA GeForce GT 525M skjákort• 10/100/1000 Gigabit Ethernet netkort

• Intel Advanced-N 6230 þráðlaust netkort• Innbyggður DVB-T TV tuner og fjarstýring

• + Intel Wireless Display• + Bluetooth 3.0 High Speed

• Innbyggt HD hljóðkort m/SRS• Innbyggðir JBL hátalarar

og fleira og fleira

G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í NVerslun Kjarnanum Hesteyri 2

550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.tengillehf.is

Kíktu í TengilMikið úrval fartölva frá Lenovo og Dell...

Prentarar og fjölnota-tæki frá Canon...

Úrval af heyrnartólummeð og án mikrófóns og vefmyndavélar... Minnislyklar og harðir diskar til öryggisafritunar á námsgögnum sem ekki mega undir neinum kring-umstæðum glatast.

Þema ársins er mannrækt bæði á líkama og sálJákvæð sálfræði og hamingjan

Núvitund eða Mindfulness

Hugleiðsla

Leiðbeinandi: Hrefna Guðmundsdóttir,sálfræðingur.

Kr. 9.800.- 4,5 kest.

LÝSING: Getum við ákveðið það að vera hamingjusöm?Getum við aukið eigin hamingju? Geta allir orðið hamingjusamir? Hvernig er hægt að nýta styrkleika sína með nýjum hætti?Fjallað um sálfræðilega þætti sem skipta máli þegar við erum að ræða hamingjuna s.s. viðhorf, samskipti, jákvæðni og það að finna að maður stjórnar aðstæðum sínum. Þátttakendur fá ýmsar æfingar úr jákvæðri sálfræði sem þeir geta spreytt sig á vilji þeir auka eigin hamingju.

Leiðbeinandi: Tolli Morthens, listmálari

Kr. 14.900.- 4,5 kest.

LÝSING: Tolli heldur fyrirlestur og býður upp á æfingar í „Mindfulness“ eða það sem á íslensku er kallað núvitund. Núvitund á ættir sínar að rekja til austrænnar heimspeki og felst einkum í því að vera með sjálfum sér og skynjun sinni á líðandi stundu. Talið er að þeir sem stunda núvitund geti bætt verulega líðan sína. Tolli leiðir þátttakendur í gegnum æfingar í Qi Qong og hugleiðslu þar sem áhersla er lögð á kærleikann og nauðsyn þess að hafa hann inni í vitund okkar þegar við hugleiðum. Eftir fyrirlestur og æfingar er gert ráð fyrir umræðum um efnið.Hægt er að kaupa leiðarvísir um núvitund á námskeiðinu og kostar hann 2.000 kr.

Leiðbeinandi: Arnbjörg Kristín Konráðs-dóttir, jógakennari.

Kr. 5.900.- 4,5 kest.

LÝSING: Fjallað verður um hugleiðslu og kosti þess að hugleiða reglulega til að finna innri kyrrð og jafnvægi í daglegu lífi. Kenndar verða fjórar mismunandi leiðir við hugleiðslu úr kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Að námskeiði loknu velur þú eina þeirra til að iðka heima.Frætt verður um tilgang mismunandi einbeitingarpunkta, stöðu handa og notkun mantra. Þátttakendur fá efnið sent til sín á tölvupósti til heimaiðkunar að námskeiði loknu.

Náðu hámarksárangri alla daga –lifðu lífinu núnaLeiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.

LÝSING: Fylgir þú draumum þínum eftir eða hjakkar þú í sömu hjólförum ár eftir ár?Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?Hvert einasta augnablik skiptir máli og það er kúnst að kunna að njóta þess. Fjallað um markmiðasetningu.

Kr. 7.500.- 4,5 kest.

Page 6: Farskolinn namsvisir haust 2012

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

6

Matur & matargerðSveppatínsla

Útieldun

Veislumatur úr hrossakjöti

Leiðbeinandi: Þóra Björk Jónsdóttir

Leiðbeinandi: Þórhildur María Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Leiðbeinandi: Þórhildur María Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

LÝSING: Kynntir verða helstu matarsveppir sem finnast á Íslandi. Þátttakendur fara út í nærliggjandi skóglendi ásamt leiðbeinanda og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra þátttakendur að greina og hreinsa sveppi. Sagt frá og sýndar aðferðir við geymslu og matreiðslu sveppa. Nemendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.

LÝSING: Útieldun er virkilega skemmtileg og afslappandi. Eldað yfir opnum eldi. Farið verður yfir nokkrar aðferðir sem hægt er að nota við útieldun. Þátttakendur elda sjálfir nokkra rétti sameiginlega og snæða saman í námskeiðslok. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í fatnaði sem má sjá á.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir meðferð og eldun á hrossakjöti. Farið verður yfir þá mörgu mismunandi möguleika sem þetta frábæra, en vannýtta hráefni, býður upp á. Þátttakendur elda sjálfir nokkra rétti undir handleiðslu Þórhildar. Að lokum munu þátttakendur snæða afraksturinn saman. Námskeiðið er ætlað öllum áhugamönnum um matseld.

Kr. 7.900.- 7,5 kest.

Sushi

Leiðbeinandi: Þóra Björk Jónsdóttir

LÝSING: Þátttakendur læra að búa til sushi. Fjallað um hvaða hráefni henta best í sushi. Að lokum gæða þátttakendur sér á afrakstri eigin vinnu og fá stuttan fyrirlestur um japanska siði og venjur. Allt hráefni og kennslugögn innifalin

Kr. 10.900.- 7,5 kest.

Kr. 7.900.- 5 kest.

Kr. 9.600- 5-6 kest.

Heitreyking

Að útbúa gott í kistuna

Leiðbeinandi: Þórhildur María Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Kr. 6.200.- 3 kest.

LÝSING: Það er list að útbúa aðgengilegan mat sem er tilbúinn í frysti. Á námskeiðinu verður farið yfir allmarga möguleika sem hægt er að nýta sér til að útbúa góðan og fljótlegan mat úr kistunni. Markmiðið er að hafa matinn aðgengilegan og fjölbreyttan. Það er ekkert betra en að geta tekið á móti matargestum með litlum fyrirvara og töfrað fram kræsingar t.d fylltan lambahrygg, vetrarlega mauksúpu, rjúkandi heita böku eða grafna villibráð.Gerum kistuna að meiru en bara geymslustað fyrir afurðir sláturtíðarinnar.

Leiðbeinandi: Þórhildur María Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Kr. 8.900.- 5-6 kest.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnþætti heitreykingar á matvælum. Við heitreykingu eru matvæli reykt við hita, andstætt hefðbundinni kaldreykingu sem flestir þekkja. Farið verður yfir undirbúning hráefnisins fyrir heitreykingu og þátttakendum kenndar aðferðir við heitreykingu. Fiskur, villibráð og kjöt verða heitreykt á námskeiðinu og afrakstursins neytt í lok námskeiðs.

Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Sjá pureebba.com.

LÝSING: Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Þetta námskeið sem nýtist öllum þeim sem vilja borða hollari mat og innleiða heilbrigðari lífshætti inn á heimili sitt á einfaldan og þægilegan hátt. Ebba Guðný kennir fólki hvernig má skipta út hráefnum til að gera gamlar og góðar uppskriftir ennþá hollari og bragðbetri sem og að bæta almennt mataræði inni á heimilinu. Margt smátt gerir nefnilega eitt stórt!

Kr. 9.600.- 3-4 kest.

Page 7: Farskolinn namsvisir haust 2012

NámsvísirHAUSTIÐ 2012

7

Starfstengd námskeið Nánari lýsingar á www.farskolinn.is

Málmsmíði

Leiðbeinandi: Björn Sighvatz, framhaldsskólakennari.

LÝSING: Námskeiðið gengur út á að samhæfa hug og hönd í listrænni sköpun með því að smíða eldrós eða kertastjaka úr stáli.

Rafsuða

Leiðbeinandi: Geir Eyjólfsson, framhaldsskólakennari í FNV.

LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú lært um suðustellingar og helstu vírategundir, svo dæmi séu tekin. Námskeiðið er jafnt fyrir lengra komna sem byrjendur. Námskeiðið verður kennt tvo laugardaga.

Kr. 33.400.- 20 kest.

Kr. 16.900.- 12 kest.

HúsgagnaviðgerðirLærðu að hressa upp á heimiliðLeiðbeinandi: Karítas Sigurbjörg Björns-dóttir, húsgagnasmíðameistari.

LÝSING: Á námskeiðinu verður lögð áhersla á límingar á lausum og brotnum húsgögnum og límingar á lausum spón. Einnig verður farið yfir muninn á lökkuðum fleti og olíubornum. Hvað þurfi að hafa í huga þegar farið er í að hressa upp á innanhússmuni, s.s. bæs/litun, pússningu og yfirborðsmeðhöndlun. Á námskeiðinu verður boðið uppá sýnikennslu þar sem þátttakendur fá að spreyta sig. Kennt tvö kvöld eða laugardag.

Kr. 11.500.- 8 kest. 2 skipti

Flökun, hnífabrýningar og hnútagerð

Leiðbeinandi: Rúnar Kristjánsson,netagerðameistari.

LÝSING: Upplagt fyrir frístunda trillukarla og konur. Á námskeiðinu lærir þú að flaka mismunandi tegundir fiska, hvernig þú átt að halda hnífunum þínum flugbeittum og þú lærir að nýta hnúta og splæsingar. Einnig fræðist þú um mismunandi veiðarfæri og aðferðir við að ná í ýmiskonar hnossgæti á sjávarbotninn og færð ráðleggingar um matreiðslu. Grill og pottur verða á staðnum til að elda.

Kr. 4.900.- 4-5 kest.

Úrbeining

Leiðbeinendur: Kjötiðnaðarmenn frá Kjötafurðastöð KS

LÝSING: Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði varðandi úrbeiningu á stórgripakjöti, (naut, hross, folald). Byrjað verður á fyrirlestri, síðan verður verkleg sýnikennsla um helstu atriði í kjötskurði.Að lokum fær hver þátttakandi fjórðung úr skrokki til að úrbeina undir leiðsögn fagmanna.Leiðbeinendur verða tveir og koma frá Kjötafurðastöð KS.Kennt verður á laugardegi.

Kr. 16.200.- 12 kest.

Page 8: Farskolinn namsvisir haust 2012

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

8

Útskurður í tré með Jóni Adólf

Leiðbeinandi: Jón Adólf Steinólfsson, listamaður.

LÝSING: Leiðbeinandi er Jón Adolf sem er einn færasti tréútskurðarmeistari á Íslandi og hefur haldið útskurðarnámskeið í mörg ár. Allt er innifalið í námskeiðinu; efni og verkfæri. Þátttakendur þurfa ekki að koma með neitt og engan grunn að hafa í tréútskurði þar sem um grunnnámskeið er að ræða. Þeir sem eitthvað hafa skorið út fá jafnframt auka leiðbeiningar sem hentar þeim.

Kr. 28.900.-

TóvinnaLeiðbeinandi: Guðrún Hadda Bjarnadóttir, listakona.

LÝSING: Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur nálgist formæður sínar með því að skoða vinnu þeirra, við að koma ull í band. Þátttakendur læri að skoða og meta menningararfinn. Hugleiði útlit, efni, áferð, mynstur og liti og þjálfist í að nýta sér eigin menningu sem uppsprettu hugmynda að eigin vinnu. Læri að virða nothæft hráefni sem til staðar er og aðferðir. Að þátttakendur velti ferlinu fyrir sér og hvers virði það er að halda þeim menningararfi sem þróast hefur frá upphafi, hvernig hlutir fá nöfn og hvaða tilfinning fylgir orði. Nemendur fá reifi til að vinna með, kemba með handkömbum og spinna þráð á halasnældu og rokk. Einnig er spunnið frá plötulopa og lyppum og kembum frá Þingborg. Kennt á þremur laugardögum og best er að koma með og læra á eigin rokk, en þó hægt að fá lánaðan rokk á námskeiðinu.

Kr. 22.900.- 18 kest.

Leiðarvísir að SturlunguEinar Kárason, rithöfundur.

LÝSING: Leiðin inn í Sturlungu er torsóttari og villugjarnari en inn í flestar okkar helstu fornsögur. En þeim sem þangað komast opnast stórbrotinn og óviðjafnanlegur heimur með mögnuðum sögupersónum og dramatískum atburðum. Á þremur kvöldum endursegir Einar Kárason með eigin orðum helstu viðburði og leikendur á sviði 13. aldar, með aðaláherslu á Örlygsstaðabardaga og löngum aðdraganda hans, Flóabardaga og að lokum Flugumýrabrennu. Gott tækifæri gefst til umræðna og leiðbeint verður inn um bakdyr sem opnast að veröld þessarar mögnuðu bókar. Námskeiðið er kennt á laugardegi þegar næg þátttaka næst.

Kr. 19.200.- 10 kest.

Saumanámskeið

Leiðbeinandi: Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskeri.

LÝSING: Námskeiðið er ætluð byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur taka eigin saumavélar með og læra á þær. Þetta er einstaklingsmiðað námskeið, þar sem farið er yfir helstu atriðin varðandi saumaskap; hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Farið yfir nálar, tvinna og annað sem gott er að vita. Hægt er að koma með föt að heiman sem þörf er á að breyta eða laga. Þátttakendur sníða eina flík og sauma. Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar, skriffæri, reglustiku, fatakrít, málband, skæri, títuprjóna og efni sem þeir ætla að nota .

Kr. 25.900.- 18 kest.

Miðaldarkjóll - saumanámskeiðLeiðbeinandi: Beate Stormo, listakona.

LÝSING: Á þessu námskeiði lærir þú að sauma miðaldarkjól. Helstu fyrirmyndir miðaldarkjólsins eru kjólar sem hafa fundist við fornleifauppgröft á Herjólfsnesi á Grænlandi, þar sem Norrænir menn bjuggu. Einnig er stuðst við heimildir úr Sturlungu. Rætt verður um miðaldatísku í Evrópu og aðrar útfærslur skoðaðar. Allt efni er innifalið en hægt er að mæta með eigið efni og þá lækkar námskeiðsgjaldið sem efniskostnaði nemur. Námskeiðið er kennt um helgi; laugardag og sunnudag kl. 10 -16.

Kr. 29.900.- 18 kest.

BjórgerðLeiðbeinandi: Bjórsetur Íslands á Hólum

LÝSING: Að loknu námskeiði hefur þú fengið innsýn í ölgerð. Bjórgerð með malti, humlum, vatni og góðu geri. Einnig verður gert öl með bjór-kitti, möltuðu byggi og humlum. Sýnd verður mölun kornsins, „mesking“, skolun, suða, kæling, loftun og fleira.Rætt verður um hráefni, tæki og aðferðir til að búa til góðan sveitabjór. Námskeiðið er kennt á laugardegi og lýkur mánuði síðar þegar afraksturinn er prófaður. Allt efni og hádegisverður er innifalið. ATH! Nauðsynlegt er að hafa bílstjóra tiltækan eftir seinni heimsókn. Kennslan fer fram á Bjórsetri Íslands að Hólum í Hjaltadal.

Kr. 24.500.- 13 kest.

Hagnýt íslenska

Leiðbeinandi: Laufey Leifsdóttir, ritstjóri.

LÝSING: Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hjálpargögn, rafræn og prentuð, sem nota má við textagerð. Skoðaðar verða nýlegar orðabækur og handbækur og farið yfir hvaða not megi hafa af þeim til að finna upplýsingar um hvernig leysa skal úr helstu álitamálum um rithætti orða og ritreglur. Námskeiðið stendur yfir í tvö kvöld; þrjár kennslustundir í hvort skipti.

Kr. 6.900.- 6 kest

TómstundirNánari lýsingar á www.farskolinn.is

Page 9: Farskolinn namsvisir haust 2012

NámsvísirHAUSTIÐ 2012

Fræðsla um handverk

Leiðbeinandi: Guðrún Hadda Bjarnadóttir, listakona.

LÝSING: Á þessu námskeiði sem er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu er farið um víðan völl og rætt um íslenskt handverk og nauðsyn þess að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins hvort sem er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru. Skemmtilegt, fræðandi og hefur orð á sé fyrir að gefa fólki góðar hugmyndir að eigin handverki. Fyrir alla þá sem hafa gaman að handavinnu hverskonar.

Kr. 5.500.- 2 kest.

Jurtalitun

LÝSING: Farið verður yfir grundvallarlitun og litað með plöntum og innfluttum efnum.· Undirbúningur · Suða á jurtum· Suða á bandi · FrágangurInnifalið er: Námsgögn, efni til litunar og garn.

Kr. 11.200.- 6 kest.

Leiðbeinandi: Guðrún Hadda Bjarnadóttir, listakona.

Þæfing

Leiðbeinandi: Madara Sudare, listakona.

LÝSING: Íslenska ullin hefur haldið hita á okkur Íslendingum frá landnámi og sinnir því hlutverki sínu enn með stökustu prýði. En í höndunum á henni Madöru frá Lettlandi þá verða til hlutir sem opna okkur nýjar víddir í notkun á þessu frábæra hráefni. Hálsmen, bangsar, armbönd og smáir og stórir skrautmunir sem eiga fátt skylt við þessa hefðbundnu notkun okkar flestra.

Kr. 19.900.-15 kest. 4 skipti

Myndlist – litafræði og málun fyrir byrjendur

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, myndlistamaður.

LÝSING: Farið verður í grunn litafræði, myndbyggingu, undirmálun og málun. Auk þess sem nokkrar listastefnur verða skoðaðar. Þátttakendur fá sendan lista yfir þau námsgögn sem þeir þurfa að hafa meðferðis.

Kr. 22.700.-20 kest. 10 sk.

Vertu skapandi í skrifum þínum

Leiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur

LÝSING: Að námskeiði loknu hefur þú fengið innsýn í uppbyggingu skáldsögu, persónusköpun og hvernig maður fangar athygli lesenda. Er draumur þinn að skrifa smásögur

Kr. 11.600.-8 kest. 2 skipti

Bridge fyrir byrjendur

Leiðbeinandi: Ásgrímur Sigurbjörnsson.

LÝSING: Allir geta lært að spila bridge, en það tekur svolítinn tíma í upphafi að átta sig á leikreglunum. Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður „Standard-sagnkerfisins“. Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri sem langar að læra þetta skemmtilega spil.

Kr. 4.500.- 10 kest. 2 skipti

Enska – byrjendur

Leiðbeinendur á Norðurlandi vestra

LÝSING: Að loknu þessu námskeiði hefur þú byggt upp orðaforða þannig að þú getur kynnt þig á ensku, sagt frá þér, starfi þínu og nánasta umhverfi. Megináhersla er lögð á talmálið; að byggja upp orðaforða og grunnatriði í málfræði. Lögð er áhersla á talæfingar og framburð. Stefnt er að því að þátttakendur öðlist það sjálfstraust sem þarf til að tala ensku. Námsefni, möppur og kaffi er innifalið í verði.

Kr. 41.800.-40 kest.

TungumálNánari lýsingar á www.farskolinn.is

9

Íslenska fyrir útlendinga

Leiðbeinendur: Ýmsir

LÝSING: Í Íslensku fyrir útlendinga er boðið upp á þrjú þyngdarstig. Á öllum stigum er lögð mikil áhersla á talað mál.Emphasis on spoken Icelandic. Texts for beginners and the topics deal with the daily life in the community and Iceland. Three levels: Level 1 (60 lessons) is for complete beginners. Level 2 (60 lessons) and level 3 (60 lessons) are for more advanced students. Level 3 includes Icelandic grammar.

Kr. 28.900.- 60 kest.

eða kannski heila skáldsögu? Ert þú jafnvel með hugmynd að sögu í kollinum? Fyrra kvöldið fá þeir sem vilja verkefni heim með sér, sem þeir skila svo seinna kvöldið.

Page 10: Farskolinn namsvisir haust 2012

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

10

- kynntu þér möguleikana

Landsmennt er fræðslusjóðurSamtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni

Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstakllingsstyrkja í umboði sjóðsins

Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum

Menntun skapar tækifæri

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.landsmennt.is • [email protected]

Þín leið til fræðslu

Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 • www.rikismennt.is • [email protected]

Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan stofnana ríkisins á landsbyggðinni

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna

Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar

Page 11: Farskolinn namsvisir haust 2012

NámsvísirHAUSTIÐ 2012

11

BORGARFLÖT 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5433

Félagsmenn stéttarfélaga eiga rétt á styrkjum vegna náms eða námskeiða sem þeir stunda. Aldan

stéttarfélag á aðild að eftirtöldum sjóðum: Landsmennt fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði, Sveitamennt fyrir starfsmenn sveitafélaga, Sjómennt fyrir

sjómenn og Ríkismennt fyrir ríkisstarfsmenn.

Nú er tækifæri til að skella sér í námið sem þig

hefur alltaf langað í!Kynntu þér málið á skrifstofu stéttarfélaganna

Menntun er málið

– átt þú rétt á styrk?

Viltu sækja þér aukna fræðslu, framhalds- og háskólanám, tungumálanám, tölvunámskeið,

aukin ökuréttindi tómstundanám og allt starfstengt nám,

auk ýmissa annarra námskeiða ?

Ef þú ert félagsmaður í Stéttarfélaginu Samstöðu og hefur greitt til félagsins í a.m.k.

sex mánuði af síðustu tólf áttu rétt á styrk úr starfsmenntasjóðum þeim

sem Samstaða er aðili að.

Leitaðu upplýsinga hjá félaginu um réttindi þín .

& 452 4932 og 451 2730

„Við minnum á að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til náms.Kannaðu réttinn þinn!

Leiðbeinendur: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson ásamt fleirum.

LÝSING: Tekin eru fyrir helstu grundvallaratriði við notkun Excels við alls konar útreikninga og úrvinnslu talna ásamt allri útlitsmótun skjala.Námskeiðið er aðallega ætlað byrjendum en þeir sem fyrst og fremst hafa notað Excel til uppsetningar á töflum og til einfaldra útreikninga munu einnig bæta verulega við þekkingu sína á þessu námskeiði.

Kr. 32.000.-30 kest.

Word 2010

Exel 2010

Leiðbeinendur: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson ásamt fleirum.

LÝSING: Tekin eru fyrir helstu grundvallaratriði í almennri ritvinnslu og læra þátttakendur að nota Word við dagleg verkefni og setja upp skjöl á faglegan máta. Kennslubók í Word 2010 innifalin.

Kr. 32.000-30 kest.

Tölvunámskeið fyrir eldri borgaraLeiðbeinendur: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson ásamt fleirum.

LÝSING: Námskeiðið er sniðið að þörfum eldri borgara. Engin undirstaða er nauðsynleg. Yfirferðin er hæg og reglulega litið um öxl og upprifjunaræfingar gerðar. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að nota tölvuna til að skrifa texta, setja hann snyrtilega upp og prenta. Fara á Netið og taka á móti pósti og senda póst. Leita eftir gagnlegum upplýsingum á Netinu.Allir námsþættir eru kenndir frá grunni og vönduð námsgögn eru innifalin í verði námskeiðsins.

Kr. 32.000-30 kest.

Tölvan og iðnaðarmaðurinnLeiðbeinendur: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson ásamt fleirum

LÝSING: Þegar námskeiði er lokið getur þú meðhöndlað gögn á réttan hátt, búið til möppur, vistað þær og skipulagt gögnin í tölvunni. Þú getur skrifað formleg bréf í Word sem tengjast starfinu, sett upp fjárhagsáætlanir í Excel,gert tilboð í verk, einfalt heimilsbókhald og fleira. Þú getur líka nýtt þér kosti Internetsins, leitað á skipulagðan hátt með leitarvélum, flokkað og metið upplýsingar, lært að versla á netinu og sinna bankamálum og fleiri.

Kr. 58.000-60 kest.

Page 12: Farskolinn namsvisir haust 2012

Vottaðar námskrár Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins (FA)

Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti

Leiðbeinendur: Ýmsir

LÝSING: Þetta námskeið var hannað til að mæta þörfum fólks með stutta formlega skólagöngu sem vill auka færni sína til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Þetta námskeið er metið til allt að 12 framhaldsskólaeininga. Helstu greinar: Námstækni, sjálfsstyrking og samskipti, vinnustaðamenning, vafri og netið, rafræn samskipti, myndvinnsla, ritvinnsla, töflureiknir og færnimappa. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans og á http://frae.is/namsskrar/sterkari-starfsmadur/

Kr. 26.000.-150 kest.

Áttu í erfiðleikum með að lesa og skrifa? Þá er „Aftur í nám“ fyrir þigLeiðbeinandi: Sturla Kristjánsson ogGuðmundur Einarsson

LÝSING: „Aftur í nám“ er ætlað fullorðnu fólki sem glímir við les- eða skrifblindu. Markmiðið með náminu er að styrkja sjálfstraust námsmanna, þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis. Hver þátttakandi fær 40 einstaklingstíma með Ron Davis ráðgjafa og taka þeir um eina viku samtals. Þetta námskeið er í boði um allt Norðurland vestra.

Kr. 6.400.-95 kest.

Fagnámskeið fyrir starfsmennleikskóla á Norðurlandi vestra – fjarkennt að hluta

Kennara á Norðurlandi vestra.

LÝSING: Staðnám og fjarnám kennt í samstarfi fjögurra símenntunarmiðstöðva. Námið stendur yfir í tvær annir og er námskeiðið metið til allt að 17 framhaldsskólaeininga. · Á haustönn 2012 verður kennt í 13 vikur, frá 3. september – 6. desember · Á vorönn 2013 verður kennt í 11 vikur, frá 14. janúar – 22. marsKennt mánudaga og fimmtudaga, kl. 17:30 -20:30, þrjár kennslustundir í senn.Sjá nánar á heimasíðu Farskólans og á http://frae.is/namsskrar/leikskolar/

Kr. 37.000.-210 kest.

„Nám og þjálfun í almennum bók-legum greinum“ – fjarkennt að hlutaLeiðbeinendur: Ýmsir

LÝSING: Byrjaðir þú í framhaldsskóla en kláraðir ekki? Fórstu snemma út á vinnumarkaðinn en hefur nú áhuga á að fara í verknám? Ef þú svarar játandi þá er „Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum“ fyrir þig. Námið er ætlað einstaklingum 23 ára og eldri. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám.Helstu námsgreinar eru: Íslenska, danska, enska, stærðfræði, sjálfsstyrking og námstækni.Kennt er samkvæmt námsskrá Fræðslu miðstöðvar atvinnulífsins. Mennta– og menningamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi. Sjá nánar á heimasíðu Farskólans og á http://frae.is/namsskrar/almennar-boklegar-greinar/Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Kr. 54.000300 kest.

Menntastoðir, fjarnám í samvinnu Farskólans og Símenntunar-miðstöðvarinnar á Vesturlandi

Leiðbeinendur: Ýmsir

LÝSING: Haustið 2012 býður Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi upp á fjarnám í Menntastoðum í samstarfi við Farskólann. Menntastoðir eru grunnnám á framhaldsskólastigi og ætlaðar fólki sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki en sem hefur áhuga á að fara í frekara nám. Eftirtalin fög verða kennd: Stærðfræði, íslenska, enska, danska, námstækni, bókfærsla og tölvu- og upplýsingatækni. Kennsluhættir miðast við þarfir fullorðinna námsmanna og leitast er við að veita námsmönnum góða þjónustu.Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur undir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík. Námið er tvær annir og hefst með staðlotu föstudaginn 21. september í Borgarnesi. Umsóknarfrestur er til 17. september.Nánari upplýsingar má fá hjá Farskólanum og á heimasíðunni www.simenntun.is eða hafa samband við Helgu Lind Hjartardóttur verkefnastjóra í síma 895 – 1662.

Kr. 116.000.-660 kest.

Eflum Byggð í Húnaþingi vestra

Nú höldum við áfram í Eflum Byggð í Húnaþingi vestra.

Upplýsingar og skráning hjá Helgu Hinriksdóttur, verkefnastjóra Eflum Byggðar í síma 864 – 6014.