Top Banner
TMM 2012 · 4 29 Bjarni Randver Sigurvinsson Brautryðjandinn Helgi Hóseasson Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis Helgi Hóseasson (1919–2009) var maður sem stóð fast á rétti sínum gagn- vart kerfinu þegar hann taldi á sér brotið og barðist staðfastlega gegn hverju því sem honum misbauð, alveg sérstaklega kristindómi, auðvalds- hyggju og hernaði. Hann var aðgerðarsinni sem helgaði sig hugsjón sinni og helgimyndabrjótur sem beitti óhikað róttæku og grófu orðfæri gegn helstu táknmyndum og fulltrúum þess kerfis sem hann vildi kollvarpa. Vegna mótmælaaðgerða sinna, sem hann stóð jafnan einn að áratugum saman á götuhornum eða fyrir utan kirkjur og opinberar byggingar, var hann að lokum nefndur „Mótmælandi Íslands“ í heimildamynd sem gerð var um hann árið 2003. Ýmsir afskrifuðu hann sem geðveikan en aðrir fundu til samkenndar með honum, vörðu hann og tóku hann sér jafnvel til fyrir- myndar. Þegar hann lést snemma hausts 2009 kom berlega í ljós sú mikla hylli sem hann hafði áunnið sér meðal þjóðarinnar en tugþúsundir fóru þá fram á að honum yrði reist minnismerki eða jafnvel stytta. Á þeim tíma þegar umræðan um minnisvarðann stóð sem hæst tók ég Helga Hóseasson til umfjöllunar í kennslustund í námskeiðinu „Nýtrúar- hreyfingar“ sem ég kenndi þá sem stundakennari við Guðfræði- og trúar- bragðafræðideild HÍ. Ég ræddi þar sérstaklega um Helga sem aðgerðarsinn- aðan helgimyndabrjót og greindi áhrif hans og stuðninginn við hann út frá trúarlífsfélagsfræðilegum forsendum sem m.a. eru sóttar í skilgreiningu Émiles Durkheim á hinu heilaga sem sameiningartákni fjöldans í siðrænu samfélagi. 1 Í því sambandi sýndi ég á fáeinum glærum nokkrar ljósmyndir af mótmælaaðgerðum Helga úr bók um hann og nokkur dæmi um kveðskap hans úr útgefinni ljóðabók hans. Skemmst er frá því að segja að félagið Van- trú, sem átti engan félagsmann í námskeiðinu en hafði gert Helga að heiðurs- félaga sínum, kærði mig innan háskólans 4. febrúar 2010 fyrir glærurnar. Þó að ég væri einnig kærður fyrir aðrar glærur sem vörðuðu Vantrú eða vantrúarfélagar tengdu við sig voru það glærurnar um Helga sem formaður Siðanefndar HÍ, Þórður Harðarson, dró fram sem þungamiðju kærunnar. 2 Ég hef þegar brugðist við allri kæru Vantrúar í ítarlegri greinargerð sem
19

Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

Jan 15, 2023

Download

Documents

Steven Hartman
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

TMM 2012 · 4 29

Bjarni Randver Sigurvinsson

Brautryðjandinn Helgi Hóseasson

Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

Helgi Hóseasson (1919–2009) var maður sem stóð fast á rétti sínum gagn-vart kerfinu þegar hann taldi á sér brotið og barðist staðfastlega gegn hverju því sem honum misbauð, alveg sérstaklega kristindómi, auðvalds-hyggju og hernaði. Hann var aðgerðarsinni sem helgaði sig hugsjón sinni og helgimyndabrjótur sem beitti óhikað róttæku og grófu orðfæri gegn helstu táknmyndum og fulltrúum þess kerfis sem hann vildi kollvarpa. Vegna mótmælaaðgerða sinna, sem hann stóð jafnan einn að áratugum saman á götuhornum eða fyrir utan kirkjur og opinberar byggingar, var hann að lokum nefndur „Mótmælandi Íslands“ í heimildamynd sem gerð var um hann árið 2003. Ýmsir afskrifuðu hann sem geðveikan en aðrir fundu til samkenndar með honum, vörðu hann og tóku hann sér jafnvel til fyrir-myndar. Þegar hann lést snemma hausts 2009 kom berlega í ljós sú mikla hylli sem hann hafði áunnið sér meðal þjóðarinnar en tugþúsundir fóru þá fram á að honum yrði reist minnismerki eða jafnvel stytta.

Á þeim tíma þegar umræðan um minnisvarðann stóð sem hæst tók ég Helga Hóseasson til umfjöllunar í kennslustund í námskeiðinu „Nýtrúar-hreyfingar“ sem ég kenndi þá sem stundakennari við Guðfræði- og trúar-bragðafræðideild HÍ. Ég ræddi þar sérstaklega um Helga sem aðgerðarsinn-aðan helgimyndabrjót og greindi áhrif hans og stuðninginn við hann út frá trúarlífsfélagsfræðilegum forsendum sem m.a. eru sóttar í skilgreiningu Émiles Durkheim á hinu heilaga sem sameiningartákni fjöldans í siðrænu samfélagi.1 Í því sambandi sýndi ég á fáeinum glærum nokkrar ljósmyndir af mótmælaaðgerðum Helga úr bók um hann og nokkur dæmi um kveðskap hans úr útgefinni ljóðabók hans. Skemmst er frá því að segja að félagið Van-trú, sem átti engan félagsmann í námskeiðinu en hafði gert Helga að heiðurs-félaga sínum, kærði mig innan háskólans 4. febrúar 2010 fyrir glærurnar. Þó að ég væri einnig kærður fyrir aðrar glærur sem vörðuðu Vantrú eða vantrúarfélagar tengdu við sig voru það glærurnar um Helga sem formaður Siðanefndar HÍ, Þórður Harðarson, dró fram sem þungamiðju kærunnar.2 Ég hef þegar brugðist við allri kæru Vantrúar í ítarlegri greinargerð sem

Page 2: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

30 TMM 2012 · 4

nefnist Svar við kæru Vantrúar og lögð var fyrir Siðanefnd HÍ 17. maí 2010 en hér verður sjónum fyrst og fremst beint að umfjöllun minni um Helga og vægi hans í trúarsögu landsmanna á síðari árum.

Kærumál VantrúarÍ kæru Vantrúar, félags yfirlýstra trúleysingja sem ýmsir hverjir skilgreina sig sem „herskáa“3 og segjast „berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu, s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum“,4 er því haldið fram að ég kynni ljóðskáldið og mótmælandann Helga Hóseasson einungis sem „orðljótt níðskáld og klámkjaft“ og spurt hvort ég gefi „sann-gjarnt yfirlit um „mannréttindabaráttu“ hans“, baráttu hans við kirkjuna eða trúleysi hans.5

Siðanefndarfulltrúarnir tóku þegar í stað undir getgátur vantrúarfélaga og töldu óhæfu að Helgi Hóseasson, veikur maðurinn, væri yfirleitt nefndur á nafn í háskólakennslu. Í grein sinni „Greinargerð í siðanefndarmáli“ í Morgun blaðinu 8. desember 2011 segir Þórður Harðarson, formaður Siða-nefndar HÍ:

Kannski er þungamiðjan í kærunni röð af glærum, þar sem BRS birtir óviðfelldnar og klámfengnar vísur um þekkt fólk: Forseta, tvo ráðherra, tvo biskupa og a.m.k. einn prest. Kveðskapurinn er eftir látinn mann, sem ekki mun hafa gengið heill til skógar, en tengdist Vantrú. Töldu vantrúarmenn, að BRS vildi með þessu sýna nemendum sínum dæmigerðan málflutning Vantrúar. Bentu þeir á, að mikil ábyrgð væri lögð á íslenska guðfræðinga af lútersskóla að fjalla um trúarhreyfingar, sem þeir virtu e.t.v. ekki mikils.6

Um afdrif kærunnar er það að segja að Vantrú dró hana til baka 28. apríl 2011 en lagði hana fram á nýjan leik ári síðar. Ný sérskipuð Siðanefnd HÍ komst að þeirri niðurstöðu 4. október 2012 að kæran væri tilefnislaus og vísaði henni frá.

Barátta Mótmælanda ÍslandsHelgi Hóseasson varð landskunnur fyrir andúð sína á þjóðkirkju og kristindómi og baráttu fyrir því að skírn sín yrði tekin til baka og það skráð í þjóðskrá. Það var á sjöunda áratug liðinnar aldar sem hann hóf baráttu sína fyrir alvöru, fyrst árið 1962 þegar hann leitaði til Sigurbjörns Einars-sonar biskups eftir því sem hann kallaði „afskírn“ og með fyrirspurn um hvort „ríkisvaldinu bæri ekki skylda til að fallast á ónýtingu skírnar- og fermingarsáttmála síns og votta það í þjóðskrá, ef hann færi fram á það“, og síðan tveimur árum síðar þegar hann höfðaði mál gegn biskupi til að fá hann dæmdan til að ógilda skírnarsáttmálann. Dómsmálinu var vísað frá á öllum dómsstigum og enginn af þeim prestum sem Helgi leitaði til féllst heldur á

Page 3: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 31

málflutning hans. Svör biskups og annarra presta við fyrirspurnum Helga voru ávallt á þá leið að skírnin væri einkamál milli skírnarþegans og Guðs og væri það undir skírnarþeganum sjálfum komið hvort hann vildi þiggja þá náð Guðs í skírninni sem honum stæði ávallt til boða.7

Svo fór að Helgi lýsti því sjálfur yfir í fermingarguðsþjónustu í Dóm-kirkjunni árið 1966 að hann „ónýtti“ skírnarsáttmálann þegar hann tók sér þar stöðu fyrir framan kirkjugesti við altarisgöngu og hellti víninu með oblátunni í poka sem merktur var með orðinu „SORP“. Hvorki ráðherrar né aðrir embættismenn hins opinbera féllust hins vegar á að þessi ógilding Helga á skírnarsáttmálanum yrði skráð sérstaklega í þjóðskrá þar sem nóg væri að skrá hann utan trúfélaga og var öllum frekari kærum vísað frá. Hag-stofustjóri bauðst þó til að líma yfirlýsingu frá Helga inn í þjóðskrána en það féllst hann ekki á þar sem ógildingin kæmi frá sér en ekki frá ríkisvaldinu.8 Helgi skrifaði meira að segja Kristjáni Eldjárn, forseta Íslands, en fékk ekkert svar. Árið 1969 brá Helgi á það ráð að mæta í útvarpsmessur og hleypa þeim upp með upphrópunum og látum, helst framan við hljóðnemann þegar hann komst í færi við hann. Þurfti brátt lögregluvörð til þess að hindra framgöngu hans og var hann alloft handtekinn fyrir óspektir. Það var einnig um þetta leyti sem hann hóf að taka sér mótmælastöðu með skilti á lofti fyrir framan kirkjur. Árið 1972 réðst hann á göngu forseta Íslands, biskups, ráðherra og þingmanna milli Dómkirkjunnar og Alþingis við setningu Alþingis með því að sletta skyrefni á alla sem hann komst í tæri við, en síðar átti hann tvisvar eftir að útata Stjórnarráðið, fyrst með tjöru árið 1974 og síðan aftur með sterku ryðvarnarefni árið 1981, og brjóta rúður í Alþingishúsinu árið 1976. Auk þess var Helgi grunaður um að hafa árið 1982 brennt til grunna gamla kirkju í Heydölum þar sem bróðir hans var sóknarprestur en því hvorki játaði hann né neitaði og var aldrei ákærður. Sjálfur orðaði Helgi það svo að yfirvöld hefðu ekki þorað að ákæra sig þar sem hann hefði þá notað tækifærið til að koma að því baráttumáli sínu að ógilding hans á skírnarsátt-málanum yrði skráð í þjóðskrá.

Mótmælastöður Helga voru hins vegar friðsamar. Árum saman stóð hann við gatnamót Langholtsvegar og Holtavegar með mótmælaspjöld þar sem á voru ritaðar yfirlýsingar á borð við „Hver skapaði sýkla?“ Dæmi eru um að grunnskólabörn tækju sér þar stöðu með honum og greinir Fréttablaðið frá einum slíkum nemanda árið 2008 sem hélt þar á lofti mótmælaskilti öðru hverju meðan á samræmdu prófunum stóð. Í tilefni af því birtir blaðið að ósk Helga ljóðið „Brennið þið kyrkjur“ þar sem skammirnar um kristindóminn eru ekki sparaðar.9 Sjálfur getur Reynir Harðarson, formaður Vantrúar 2010–2012, þess í viðtali við DV að hann hafi á unglingsaldri fyrst séð Helga þar sem hann stóð í Austurstræti í Reykjavík með skiltið „Brennið þið kirkjur“ og hafi hann þá keypt af honum nokkur rit.10

Helgi var að ýmsu leyti einfari og hann safnaði aldrei í kringum sig hópi fylgismanna sem hann gerði tilkall til að stjórna með einhverjum hætti. Ætt-

Page 4: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

32 TMM 2012 · 4

ingjar hans og vinir hafa haft margt jákvætt um hann að segja og ljóst er að hann var bæði hjálpsamur og fórnfús.11 Mannkostir hans og samúð ýmissa með baráttumálum hans, eða a.m.k. aðdáun á þrautseigju hans, hafa átt stóran þátt í því að mynda í kringum hann fjölmenna aðdáendahreyfingu sem hefur farið vaxandi á síðari árum og gefið honum táknrænt félagslegt hlutverk sem „mótmælanda Íslands“. Umfram allt var Helgi þó helgimynda-brjótur (iconoclast) og aðgerðarsinni (activist) sem beitti gjörningum, ögrun, háði, níði og jafnvel klámi til að árétta andmæli sín gegn þeim gildum, hugmyndum, táknum, stofnunum og einstaklingum sem hann var ósáttur við. Sem helgimyndabrjótur fetaði hann þar að vissu leyti í fót-spor þeirra anarkista og kommúnista sem á fyrri hluta 20. aldar réðust með sambærilegum eða róttækari hætti gegn þeim trúar- og þjóðfélagsstofn-unum sem þeir vildu kollvarpa eða umbylta víða um heim.

Helgi kynnti sjónarmið guðleysingja öllum þeim sem áhuga höfðu, óháð aldri, og er siðrænn húmanismi þar meðtalinn.12 Nafnið Siðmennt er komið frá Helga og átti það félag eftir að heiðra hann sérstaklega fyrir framlag hans án þess þó að hann hafi alla tíð verið virkur þátttakandi í starfsemi þess. Gísli Gunnarsson prófessor við HÍ segir í grein á vef Vantrúar að Helgi hafi yfirleitt átt „samleið með lífskoðunarfélaginu Siðmennt, bjó m.a. til nafn félagsins og átti alla tíð góð samskipti við aðra siðræna húmanista“.13 Sömuleiðis kemur fram í viðtali við Reyni Harðarson í DV að Helgi mætti á fundi Siðmenntar „um nokkurt skeið“.14 Þegar hann lést árið 2009 var það Siðmennt sem sá um útför hans.15

Þjóðkunn táknmynd í lifanda lífiHelgi Hóseasson kom oft við sögu í fjölmiðlum vegna mótmæla sinna og birtust ýmis viðtöl við hann í gegnum árin, auk þess sem hann prýðir umslag rokkplötu Atómstöðvarinnar, Exile Republic.16 Árið 1997 kom út bókin Meðan einhver ennþá þorir: Mannréttindabarátta Helga Hóseas-sonar eftir Einar Björgvinsson, en hún segir frá sögu hans og málflutningi í máli og myndum og gerir fjölmiðlaumfjölluninni ágæt skil.17 Heim-ildamyndin Mótmælandi Íslands (Þóra Fjelsted & Jón Karl Helgason: 2003) var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands og tilnefnd til Edduverðlauna fyrir kvikmyndatöku og bestu heimildamynd ársins.18 Í tilefni frumsýningarinnar í kvikmyndahúsum voru skipulögð mótmæli „víða um Reykjavík til heiðurs Helga“ og birti Morgunblaðið í því sambandi mynd af fjölda ungs fólks með mótmælaspjöld á lofti með slagorð frá honum eða í anda hans.19 Heim-ildamyndin hefur síðan verið sýnd a.m.k. þrisvar í Ríkissjónvarpinu20 og á sérsýningu í félagsmiðstöðinni Snarrót á vegum Vantrúar haustið 2004 en þangað var m.a. þingmönnum boðið.21 Eftir andlát Helga árið 2009 efndi félagið svo aftur til sýningar á myndinni í Friðarhúsinu í samvinnu við Sam-tök hernaðarandstæðinga.22

Page 5: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 33

Í viðtali við Fólk, fylgiblað Morgunblaðsins, lýsir kvik mynda gerðar-maðurinn Jón Karl Helgason, sem sjálfur segist trúa á Guð, Helga Hóseas-syni sem góðum og friðsömum manni sem hafi virt trúarskoðanir annarra.

Mér fór auðvitað að þykja vænt um manninn. Helgi er góður maður. Hann var hinn ljúfasti í samstarfi og bauð okkur ævinlega það sem hann átti til á heimilinu; malt og konfekt fengum við alltaf. Aðeins einu sinni sagði hann nei við því sem við báðum hann um. Það var þegar við fórum fram á að hann kæmi með okkur í kirkjugarðinn til að vitja leiðis konu hans. Útför hennar var gerð frá kirkju og hún var grafin í vígðri mold en að Helga fjarstöddum. Hún átti sína trú og eins og kemur fram í skýrslu um geðrannsóknina sem Helgi gekkst undir reyndi hann aldrei að sannfæra hana um sinn málstað. Hann hefur alltaf virt skoðanir annarra, sem er þroskamerki og meira en hægt er að segja um afstöðu annarra til hans skoðana. […] Helgi er í eðli sínu friðarins maður. Hann er mannvinur og barngóður. Réttlætismál eru honum ofar í huga en okkur flestum. Og hann finnur sig knúinn til að fara út á götu til að vekja athygli á slíkum málum […] Mér finnst þetta falleg afstaða. Ef allir hugsuðu eins og Helgi væri lítið um stríð í heiminum. […] Hann er umfram allt reiður og beiskur vegna framkomu kirkjunnar manna og annarra yfirvalda gagnvart sér.23

Í afar jákvæðri umfjöllun Sæbjörns Valdimarssonar kvikmynda gagn rýn-anda um myndina í Morgunblaðinu segir að hún komi til skila „svipmynd af goðsögn“ sem eigi „samúð manns óskipta“ og nái að ýta við „samvisku þjóðarinnar með sínu hófstillta og þögula andófi“ og spyr hvort ekki eigi að fara eftir stjórnarskrárlögum um trúfrelsi og tjáningarfrelsi í tilfelli Helga.24 Í frekari kynningu á myndinni í blaðinu er svo m.a. sagt að þetta sé mynd „sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara“25 og segir t.d. blaðamaðurinn Árni Þórarinsson það styrk hennar að þar sé sýnd „manneskja með sínar skoðanir og tilfinningar, sársauka og sannfæringu“, sem áhorfandinn eigi að sjá, hlusta á og hugsa um. Þó svo að einhverjum kunni að finnast mótmælaaðgerðir Helga bera „vott um einhvers konar þráhyggju, idjótí, ef ekki hreinlega brenglun og geðfirringu“, þurfi málstaðurinn ekki að vera rangur fyrir það, „a.m.k. að vissu marki“.26 Hilmar Karlsson kvikmyndagagnrýnandi hjá DV segir efnis-tök þessarar eftirminnilegu heimildamyndar skynsamleg og mótmæli Helga virka „skemmtileg í dag“ en erfiðara sé samt að láta sér líka við þann annars óneitanlega merkilega og stórhuga mann þegar hann sé „klaufalega orðljótur gagnvart ráðamönnum“.27 Þórarinn Þórarinsson, kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, kallar Helga „goðsögn í lifanda lífi“, segir „hreint og klárt glapræði að missa af“ myndinni og bætir við:

Þá fer líka ekkert á milli mála að hér er mikill hugsuður á ferð og mótmæli hans og röksemdafærslur eru eins langt frá því að vera óráðshjal geðveiks manns og hugsast getur. Og þó Helgi hafi farið óhefðbundnar leiðir munu sjálfsagt flestir geta séð sannleikskorn í málflutningi hans. Hann er dásamleg persóna, góðhjartaður og hlýr maður sem fær nú loksins uppreisn æru. Yfirbragðið getur þó verið hrjúft en mað-urinn er óslípaður demantur. […] Þetta er mynd sem er öllum holl og því um að gera að drífa sig í bíó og fara svo að mótmæla því sem maður getur ekki sætt sig við.28

Page 6: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

34 TMM 2012 · 4

Í tilefni frumsýningar heimildamyndarinnar áréttar bók mennta fræð ingur-inn Jón Karl Helgason í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins stjórnar-skrárbundinn rétt Helga til að viðra skoðanir sínar á mótmælaspjöldum og spáir allsposkur því að eftir daga hans verði reist stytta af honum:

Síðar á þessari öld verður beinlínis gert ráð fyrir fólki með mótmælaspjöld á Austurvelli að morgni 17. júní, t.d. við hlið lúðrasveitarinnar. Og þá leggur forsætis-ráðherra ekki bara blómsveig við tómhenta styttu Jóns forseta, mótmælanda Íslands # 1, heldur líka við aðra styttu, af mótmælanda Íslands # 2. Sú stytta verður með mótmælaskilti í annarri hendi og fötu í hinni.29

Tónlistarmaðurinn Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) mælir sömuleiðis eindregið með heimildamyndinni fáeinum árum síðar í grein í DV og segist vera í aðdáendaklúbbi Helga þar sem hann sé „táknmynd fyrir það besta í samfélaginu“:30

Það er til marks um kosti okkar þjóðfélags að Helgi Hós fær að tjá skoðanir sínar án þess að verða fyrir aðkasti, a.m.k. verulegu aðkasti. […] Það er til marks um umburðarlyndi að enginn hér sé nógu gaga til að telja sig umboðsmann himnavera og búinn að ákveða að það sé í sínum verkahring að refsa þeim sem móðga veruna. Hvað þá að stjórnvöld sjái sér hag í að espa slíkt rugl upp í fólki. Þess vegna er Helgi Hós táknmynd fyrir allt það besta í samfélagi okkar.31

Fyrirmynd vantrúarfélagaFljótlega eftir að vantrúarfélagar komu á fót vef sínum Vantrú tóku þeir upp málstað Helga Hóseassonar og gagnrýndu þjóðkirkjuna og ríkisvaldið harð-lega víðsvegar um netheima og í fjölmiðlum fyrir að fallast ekki á kröfur hans í trúarefnum og skráningarmálum. Nær hvarvetna þar sem Helgi var gagnrýndur komu vantrúarfélagar honum umsvifalaust til varnar.32 Sjálfir tóku þeir þátt í mótmælum með honum fyrir framan Alþingishúsið við setningu Alþingis haustið 2004 og gerðu hann síðar að heiðursfélaga.33 Í minningargrein um Helga í Morgunblaðinu segir Reynir Harðarson:

Aum er sú stofnun sem getur ekki unnt manni þess að rifta samningi, sem hún þóttist þess umkomin að gera fyrir hans hönd sem ómálga barns, við himnadrauga. Hræsni hennar því yfirgengilegri að hún þykist eini málsvari kærleika og réttlætis hér á jörðu. […] Þeir sem þekktu Helga og baráttu hans vita vel að hann bar af upp-höfnum andskotum sínum eins og gull af eir. […] „Að hallmæla gegn Heilögum anda er einfaldlega trúleysi […]“ Þetta er kærleiksboðskapur óþokkanna sem neit-uðu Helga um nokkurt réttlæti. Skömm þeirra er ævarandi.34

Fram kemur í ritstjórnargrein á vef Vantrúar að með stofnun félagsins hafi vantrúarfélagar verið að svara kalli Helga um að stofna „samtök gegn svona glæpaverki að vera að teygja börn út í þennan andskota“ sem kristindómurinn sé.35 Óhætt er að segja að vantrúarfélagar geri Helga að

Page 7: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 35

hetju í skrifum sínum sem taka beri sér til fyrirmyndar vegna gagnrýni hans á kirkju og kristindóm, enda lýsa þeir því yfir að hann sé í þeirra huga „frumkvöðull og mikilmenni“.36 Þetta birtist m.a. í því þegar þeir minntust þess sem sjálfsagðs hlutar að Helgi skyldi hafa ráðist á ráðamenn þjóðarinnar fyrir utan Alþingishúsið með illþrífanlegum skyrslettum. Af því tilefni stilltu þeir sér upp við setningu Alþingis haustið 2004 og buðu þingmönnum upp á skyr.37 Í viðtali við Fréttablaðið um hvað stæði til segir Óli Gneisti Sóleyjarson, einn af stofnendum Vantrúar, að þessi mótmæli Helga séu þau „eftirminnilegustu“ sem hann muni eftir og beri „vott um frábæran húmor“.38 Annar meðstofnandi félagsins og fyrsti formaður þess, Birgir Baldursson, lýsir Helga ennfremur sem aðgerðarsinna sem hafi verið „sannur heiðursmaður“ og segir að því miður hafi „molbúarnir í þessu villi-mannasamfélagi“ aldrei áður séð „svona aktífisma“ sem hann stóð fyrir.39 Í minningargrein um Helga segir Óli Gneisti:

Helgi leyfði sér að […] hæðast að kennisetningum kristinnar kirkju. Fyrir þetta er ég honum þakklátur. Trúarkreddur þarf að gagnrýna. Helgi ruddi leiðina og þess vegna virðumst við sem fylgjum í kjölfarið ekki jafnskrýtin. […] Við í félaginu Vantrú syrgjum andlát eina heiðursfélaga okkar […] Um leið lofum við því að baráttumál Helga munu ekki gleymast.40

Það er í samræmi við þessa áherslu á mikilvægi hæðni í málflutningi Helga að ýmislegt sem forystumenn Vantrúar hafa birt opinberlega jafnast á við það allra grófasta sem hann lét frá sér fara.41 Að sama skapi hafa vantrúar-félagar andmælt mjög þeirri grein hegningarlaganna sem leggur bann við að trúarefni löglegra trúfélaga séu smánuð. Þannig er þeim Íslendingum lýst sem ofsóttum hetjum á Vantrúarvefnum sem helst hafa verið sakaðir um guðlast á 20. öld og jafnvel hlotið dóma.42 Vantrúarfélaginn Brynjólfur Þorvarðarson kynnir sig jafnvel sem helgimyndabrjót eða „ídíósynkratískan íkonóblasti“ eins og hann orðar það á bloggsíðu sinni sem helguð er baráttu hans gegn kristindómi og öðrum trúarbrögðum.43 Svipaða sögu er að segja af Birgi Baldurssyni en fljótlega eftir að hann hóf bloggferil sinn árið 2002 skrifar hann á vef sinn að hann finni „æ meiri þörf fyrir að gerast aktívisti/boðberi“ þegar að trúmálum komi því að svo mjög þyki sér „trúarbrögðin fara á svig við frjálsa hugsun“.44 Haustið eftir að ég var kærður lýsir Birgir því svo yfir á Facebook-síðu sinni að hann sé helgimyndabrjótur og vísar máli sínu til stuðnings í nýlega grein um helgimyndabrot í Viðskiptablaðinu eftir Guðmund Odd Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands.45 Engu að síður kemur fram undir sömu færslu að ólíkt Brynjólfi hafði Birgir ekki áttað sig fyrr en þá á því hvað fælist í helgimyndabroti og því hafi hann ekki skilið hvað ég var að fara með slíkri hugtakanotkun í kennslustund sem hann aldrei sótti:

Page 8: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

36 TMM 2012 · 4

Ég var kallaður helgimyndabrjótur í kennslu við Háskóla Íslands og fannst eins og verið væri að líkja mér við þá sem vandalísera legsteina eða eitthvað. En þarna er hin fræðilega skýring á hugtakinu og ég get stoltur játað að hafa verið helgimynda-brjótur í bráðum áratug.46

Það sýnir vægi Helga hjá vantrúarfélögum að Óli Gneisti Sóleyjarson stjórnar aðdáendasíðu hans á Facebook þar sem 6319 manns höfðu skráð sig 20. mars 2010 en allmargir láta þar í ljós andúð sína á þjóðkirkjunni og kristindómi og taka undir ýmis fleyg orð frá Helga.47

MinnismerkiViðbrögð landsmanna við andláti Helga Hóseassonar 6. september 2009 sýna ljóslega hversu mikillar lýðhylli hann var farinn að njóta. Fréttin um andlát hans í Morgunblaðinu var höfð með sama sniði og tíðkast um æðstu embættismenn, rithöfunda og listamenn þjóðarinnar.48 Í heilsíðugrein í Fréttablaðinu var hans minnst sem „baráttuharðjaxls og kommúnista“ sem hefði barist „fyrir betra lífi í heiminum til handa öllu mannkyni“ og birtar myndir af m.a. skyrslettum hans og handtöku.49 Á Facebook var stofnaður hópur sem vildi reisa honum minnisvarða á horni Langholts-vegar og Holtavegar. Stjórnandi þess, Alexander Freyr Einarsson, gaf þar upp söfnunarreikning, samþykktan af aðstandendum Helga, sem félags-menn gætu borgað inn á en söfnuninni var gerð skil í fjölda fjölmiðla, m.a. í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna og á forsíðu Fréttablaðsins.50 Fram kemur að á aðeins þremur dögum höfðu 20.000 manns skráð sig í félagið, mun fleiri en höfðu þá skorað á Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands „að stað-festa ekki fyrirvara við ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti í lok ágúst vegna Icesave samninganna við bresk og hollensk stjórnvöld“,51 en 20. mars 2010 voru meðlimirnir alls orðnir 30.045.52 Ýmsir borgarfulltrúar, svo sem Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir, tóku undir mikilvægi þess að reisa minnisvarða53 og var málið tekið til umræðu á borgarráðsfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fram kemur í Fréttablaðinu að Samfylkingin hafi þá síðar um daginn ætlað að leggja „fram þá tillögu að tekið verði frá svæði í borgar-skipulaginu fyrir minnisvarða Helga Hóseassonar“.54 Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, segir í viðtali við Fréttablaðið daginn sem tillagan var lögð fram:

Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu […]55

Vinstri grænir lögðu einnig fram sambærilega tillögu í borgarráði en svo fór síðar í mánuðinum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-flokks vísaði báðum tillögunum frá.56 Alexander Freyr Einarsson lét

Page 9: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 37

þess þó getið eftir fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra Reykjavíkur að hún hefði sagt borgina mjög opna fyrir þessu en heppilegra væri að frumkvæðið kæmi frá „áhugafólki eða hollvinasamtökum frekar en Reykjavíkurborg“.57 Engu að síður lét borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna bóka eftirfarandi athugasemd vegna frávísunarinnar:

Helgi Hóseasson var merkur maður sem vert er að minnast á viðeigandi hátt. Tillaga borgarráðsfulltrúa VG er um að efnt verði til hugmyndasamkeppni á vegum borgar-stjórnar um það hvernig best væri að gera það af virðingu við Helga og látlaust í hans anda. Þetta þyrfti ekki að vera fjárfrekt eða umfangsmikið en ljóst er að margir vilja láta sig málið varða og því undarlegt að tillögunni sé vísað frá.58

Dagblaðspistlahöfundar tóku almennt undir þessa hugmynd um minnis-varða. Þannig líst Kolbeini Óttarssyni Proppé vel á það í Fréttablaðinu að reisa Helga „líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki,“ þar sem það sé „meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands“. Hann hvetur þó umfram allt þá sem vilja minnast Helga til „að horfa til þeirra málefna sem hann mótmælti“ varðandi kirkju- og friðarmál.59 Og Gauti Kristmannsson dósent við HÍ segir í Lesbók Morgunblaðsins:

Helgi varð okkur Íslendingum seint og um síðir að fyrirmynd um staðfestu og baráttu fyrir grundvallarréttindum um sjálfsákvörðunarrétt manna, hann varð að lifandi táknmynd mannréttindabaráttu í landi þar sem menn höfðu lengi ekki nennt eða „haft tíma til“ að hugsa um svo „einfalda“ hluti sem mannréttindi. […] En Helgi fékk aldrei ósk sína uppfyllta, þótt vel hefði mátt finna leið til þess að mínum dómi. Hann var fastur í vistarbandi íslensks vana og þýlyndis sem mikið ríður á að verði rofið; það er mikilvægt að minningu hans verði haldið á lofti.60

Á götuhorninu þar sem Helgi hafði staðið með mótmælaspjöld sín til fjölda ára var fljótlega eftir andlát hans komið fyrir eftirlíkingu af sýklaskiltinu og greinir Fréttablaðið frá því að þangað hafi margir lagt leið sína og lagt blóm á strætisvagnabekk.61 Fram kemur hjá sama blaði daginn eftir að ýmsir íbúar hverfisins hafi „tekið upp skilti til að minnast Helga“ og eru birtar myndir bæði á forsíðu Fréttablaðsins og í Morgunblaðinu af börnum úr Langholts-skóla með mótmælaspjald á lofti gegn hraðakstri á götuhorninu.62 Mánuði eftir andlát Helga stóðu svo unglingar úr félagsmiðstöðvunum Þróttheimum og Buskanum í Voga- og Langholtshverfi fyrir minningargöngu um hann þar sem höfð var þögn í eina mínútu við hornið63 en gangan var m.a. auglýst á vef Reykjavíkurborgar.64 Það voru þó ekki bara börn og unglingar sem efndu til margvíslegra minningarathafna um Helga því að útvarps-mennirnir Simmi og Jói (Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson) á útvarpsstöðinni Bylgjunni sömdu lag um hann sem frumflutt var í þætti þeirra og gert aðgengilegt á netinu. Á bloggsíðu þeirra er hann sagður merki-legur maður sem hafi haft þá mannkosti að vera samkvæmur sjálfum sér,

Page 10: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

38 TMM 2012 · 4

nokkuð „sem fleiri mættu tileinka sér“.65 Þá var einnig efnt til sýningar á mótmælaspjöldum Helga og ljósmyndum Gunnars V. Andréssonar af honum í sýningarsal Norræna hússins snemma árs 201066 en fjölmiðlar gerðu þessu öllu allítarleg skil. Í forsíðuviðtali við Morgunblaðið segist Sveinn Þórhalls-son galleríisti, sem keypt hafði nokkur skilti nokkru fyrir andlát Helga, líta á þau sem listaverk.67

Svo fór að tveir aðskildir hópar afhjúpuðu hvor sitt minnismerkið um Helga á sama götuhorninu, sá fyrri í ágúst 2010 en sá síðari mánuði síðar þegar ár var liðið frá andláti hans. Að fyrra minnismerkinu stóðu þrír kennarar úr Vísinda félagi Menntaskólans við Sund ásamt eiganda ljósmyndaverslunar í nágrenninu og var því komið fyrir á einkalóð.68 Að síðara minnismerkinu, hellu sem á stendur „Hver skapaði sýkla?“ og kostuð var af steinsmiðjunni S. Helgason, stóðu hins vegar Vantrú og Alexander Freyr Einarsson sem jafn-framt efndu til minningarstundar um Helga af því tilefni.69

Bannhelgi Af þessu er ljóst að fjölmenn aðdáendahreyfing hefur á síðari árum myndast í kringum Helga Hóseasson. Ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar og hóparnir fjölbreyttir sem finna til einhvers konar samstöðu eða sam-kenndar með honum. Þannig taka ýmsir undir trúarbragðagagnrýni Helga, segja brotið á mannréttindum hans og draga upp svarta mynd af kirkju og kristindómi. Aðrir kunna að finna samkennd með honum sem „litla manninum“ sem beittur hafi verið órétti af veraldlegum og kirkjulegum yfirvöldum, enginn ráðamaður vilji hlusta á og þegar hann, annars frið-samur maðurinn, grípi í örvæntingu sinni til róttækari aðgerða eins og að sletta skyri á æðstu ráðamenn, sem aðeins hafi sýnt honum fyrirlitningu, sé hann keyrður með fullu afli í götuna af lögreglu og handtekinn. Enn öðrum er hann fulltrúi hins þrjóska alþýðumanns sem lætur ekki beygja sig, sbr. Jón Hreggviðsson eða Bjart í Sumarhúsum hjá Halldóri Laxness. Ef til vill er útbreidd óánægja meðal almennings með yfirvöld í kjölfar bankahrunsins í október 2008 hluti af skýringunni á því mikla fylgi sem Helgi hefur öðlast í uppreisn sinni gegn yfirvaldinu. Heimildamyndin, bóka- og greinaskrif og netumræðan sýna samt að um Helga hafði myndast vaxandi aðdáendahreyfing löngu fyrir bankahrunið. Sé litið á Helga sem trúarlegan leiðtoga, ekki síst vegna afstöðu hans í trúarefnum, er hann fremur ein-staklingshyggjuleiðtogi (cultic) en sértrúarhópsleiðtogi (sectarian) þar sem hann kemur engu skipulagi á fylgismenn sína, veitir þeim ekkert félagslegt taumhald og gerir engar kröfur um kennivald.70 Hann er aðeins leiðtogi að því marki sem fylgismenn hans gera hann að leiðtoga sínum, tákngervingi og fyrirmynd og sækja til hans innblástur.

Í kennslustundinni þegar umræðan um minnisvarðann stóð sem hæst fór ég almennum orðum um öll þessi helstu atriði og varpaði fram þeirri spurn-

Page 11: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 39

ingu hvort Helgi hafi hugsanlega tekið á sig mynd heilags sameiningartákns ýmissa ólíkra minnihlutahópa hér á landi samkvæmt skilgreiningu Emiles Durkheim á trúarhugtakinu. Þá verður táknið sem hópurinn sameinast um í siðrænu samfélagi heilagt þegar það er aðgreint frá öllu með bannhelgi og er því ekki sama hvernig með það er farið eða um það rætt.71 Þetta getur gilt um gildismat, hugmyndir, kenningar, hluti, dýr eða einstaklinga og skiptir engu hvort skírskotað sé með einum eða öðrum hætti til hins yfirnáttúrlega. Þjóðfáninn er þannig sígilt dæmi um slíkt trúarlegt sameiningartákn. Í þessu sambandi benti ég nemendum á hversu viðkvæmir ýmsir fylgismenn Helga hafi reynst fyrir gagnrýni á málflutning hans og hvernig viðbrögð þeirra hafi verið. Þegar þeir sem helgimyndabrjótar neita að virða bannhelgi tákna þess kerfis sem þeir vilja kollvarpa verða þeir um leið helgimyndasmiðir þegar þeir sameinast um þau tákn sem þeir upphefja í staðinn og veita bannhelgi með því að standa vörð um þau. Það er í raun í samræmi við þessa greiningu að ég skuli hafa verið kærður fyrir að hafa mögulega rætt um Helga og hug-myndir hans á annan hátt en vantrúarfélögum þóknast.

En ég sagði líka við nemendur að enda þótt fylgismenn Helga líti á mál-flutning hans sem mannréttindabaráttu þar sem hann hafi verið að fara fram á hluti sem þeir telja sjálfsagða þá væri einnig hægt að skoða þetta frá annarri hlið. Með málflutningi sínum um að þjóðkirkjunni beri að ógilda skírnarsáttmálann og „afskíra“ hann með einhverjum hætti hafi Helgi í raun verið að fara fram á að hún breyti trúfræði sinni og helgihaldi til þess eins að þóknast geðþótta hans og veruleikasýn. Það er skilningur þjóðkirkjunnar að skírðir einstaklingar geti snúið baki við skírnarsáttmálanum ef þeir kjósa svo. Þannig er það Helgi einn sem getur hafnað þeirri skírn sem foreldrar hans og nánustu ættingjar töldu vera honum fyrir bestu í barnæsku. Ekki verður betur séð en að þjóðkirkjan hafi alla tíð viðurkennt þennan rétt Helga. Þannig má segja að það sé ósanngjarnt að krefjast þess að þjóðkirkjan gangi lengra og breyti sínum eigin skilningi á inntaki skírnarinnar.

Þetta er sjónarmið sem helstu talsmenn Helga virðast ekki gera ráð fyrir. Þvert á móti virðast þeir líta svo á að kirkjunnar menn hafi sýnt af sér eins mikla ósvífni og hugsast getur með því að neita að aðlaga trúfræði og helgihald þjóðkirkjunnar að kröfum hans. Jafnvel ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Karl Th. Birgisson, frændi Helga sem skrifaði grein til að andmæla hugmyndum um minnismerki um Helga og segir hann hafa verið „snarklikkaðan“ og uppfullan af „hleypidómum, rugli og þvælu“, tekur það sérstaklega fram að hann hafi haft aðeins einn „aug-ljóslega réttlátan málstað […] að verja“, þ.e. andúðina á kristindóminum og kirkjunni.72 Einn af vinum Helga, Eysteinn Björnsson, gagnrýnir einnig í því sambandi virðingarleysi kirkjunnar manna í garð hans og skort á „umburðarlyndi og kristilegum kærleika“ fyrir að verða ekki við kröfum hans. Hann segir í hlýlegri minningargrein um Helga að hann hafi vissulega getað „verið erfiður í umgengni, orðljótur og ósveigjanlegur“ en gefur í skyn

Page 12: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

40 TMM 2012 · 4

að það hafi í raun verið skiljanlegt og umburðarlyndi gagnvart slíku eigi hæglega að geta rúmast innan kristindómsins.73

Jæja, Helgi minn, þá er komið að leiðarlokum. […] Talar ekki ljótt framar. Það var mér vitandi eina syndin sem þú drýgðir, að tala ljótt um trú annarra. Finnist þeir himnafeðgar verða þeir örugglega fyrstir til að fyrirgefa ljót orð í sinn garð. Þeir ku þreifa meira til hjartans en munnsins.74

Í þeim tilgangi að greina trúarbragðagagnrýni Helga sem helgimyndabrjóts og aðgerðarsinna og mótmæli hans í garð þjóðkirkjumanna og ráðamanna landsins notaði ég fáein sýnidæmi af kveðskap hans úr ljóðabókinni Þrælar

Helgimyndabrjótar úr röðum kommúnista í Sovétríkjunum umbreyta kirkju í félags-miðstöð en taka um leið á sig mynd þeirra helgimynda sem þeir eyðileggja og kasta burt. Myndirnar eru úr sovésku kvikmyndinni Bezhin Meadow (Sergei Eisenstein: 1937) sem var bönnuð og öll eintök eyðilögð af. Fyrsta og síðasta myndrammanum úr hverju atriði var þó bjargað og hefur Criterion útgáfufyrirtækið gengið frá þeim í u.þ.b. hálftímalanga stuttmynd sem gefur góða hugmynd um hvers eðlis myndin upprunalega var. Freistandi er að túlka kvikmyndina sem gagnrýni á afdrif bylt-ingarinnar sem hafi þrátt fyrir allt tekið á sig mynd þess sem velt var úr sessi. Á fyrri myndinni er sýnt hvernig andlit helgimyndabrjótsins kemur í stað andlits Maríu meyjar þegar helgimyndin er eyðilögð og á þeirri síðari reynist kommúnistinn lifandi eftirmynd „dýrlingsins“ sem tekinn er niður.

Page 13: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 41

og himnadraugar: Orð sundurlaus og samföst um stjörnótt stóð og stjörnuþjóð. Þessi bók er til á bókasöfnum víða um land og hefur t.d. HÍ hana til útláns fyrir nemendur og starfsfólk á Háskólabókasafninu. Jafnframt hefur bókin verið kynnt í fjölmiðlum og jafnvel heilar síður úr henni birtar.75 Auk þess hafa fylgismenn Helga, m.a. úr röðum Vantrúar, hampað honum sem ljóð-skáldi og birt fjölda verka hans á opinberum vettvangi.76 Nauðsynlegt var að gefa nemendum námskeiðsins sýnidæmin til þess að þeir gætu sjálfir greint eðli þeirra, skoðað þau í samhengi og íhugað það vægi sem þau kunna að hafa fyrir orðræðu eða andmælastíl þeirra aðdáenda sem hvetja til þess að menn hafi frelsi til að segja hvað sem er. Í trúarbragðagagnrýni Helga má finna sígildar spurningar, t.d. um ábyrgð almáttugs Guðs á þjáningu og dauða. Ekki er þó hægt að aðgreina trúarbragðagagnrýni hans frá grófu tungutaki hans því að henni er ætlað að draga niður hið trúarlega og kollvarpa því að hætti helgimyndabrjóta, sbr. t.d. setningin „Giftri konu „Gvuðsi“ reið og gerði henni sig – sú skræfa“77 sem er að finna í ljóði á einni glærunni. Helstu aðdáendur Helga virðast flestir horfa í gegnum fingur sér þegar kemur að ljóðum þar sem hann t.d. með grófum hætti fagnar vofeiflegum dauða forsætisráðherra landsins,78 hæðist að nafngreindum presti fyrir meinta „kynvillu“79 og bölvar ýmsum öðrum með klúru níði.80 Ætla má að flestir þeirra aðdáenda sem vilja minnast Helga með minnisvarða þekki annaðhvort ekki til umdeildustu verka hans, umberi þau vegna mannkosta

Page 14: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

42 TMM 2012 · 4

hans eða líti á þau sem mikilvæga aðferð í uppreisn hans gegn veraldlegu og trúarlegu valdi.

Sem dæmi um samsvaranir við klúran stíl Helga má nefna texta Sverris Stormskers sem skráður er „gestahöfundur“ á Vantrúarvefnum.81 Úr röðum sjálfra vantrúarfélaga má ennfremur finna lýsandi dæmi í skrifum Þórðar Ingvarssonar, ritstjóra vefs Vantrúar, um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-ráðherra82 og Sigurbjörn Einarsson biskup,83 en þau jafnast á við það grófasta sem frá Helga kom. Ég forðaðist í kennslustundinni að draga fram sýnidæmi frá þeim aðdáendum sem hvað lengst hafa gengið, en til þess að það verði ljóst hvaða hugsun bjó að baki vali á kveðskap Helga er nauðsynlegt að sýna hér hvernig þeir taka sér níð hans til fyrirmyndar og snúa því m.a. upp á stjórnmál og trúmál. Þannig birtir t.d. Þórður ljósmynd á bloggvef sínum af nær naktri konu í kynlífsstellingu og setur andlitsmynd af forsætisráðherra yfir andlit hennar og skrifar fyrir neðan klúran texta.84 Í inngangi sínum lýsir Þórður Jóhönnu sem „forsætisráðfrú“, rétt eins og Helgi hafði áður gert í kvæði sínu um Ragnhildi Helgadóttur í einu af sýnidæmunum sem ég tók um skáldskap hans: „Ragnhildi skal ríða smokklaust. / Ráðfrú (ekki ráð –herri) sú vill ekki plast“. Í tilefni þess að eitt ár var liðið frá andláti Sigurbjörns Einarssonar biskups birtir Þórður ennfremur minningargrein um hann á bloggvef sínum þar sem hann lætur stóryrðum rigna yfir hann í löngu máli og setur síðan fram grófan klámleikþátt um fund sonarins Karls biskups með föður sínum á dánarbeðinu.85 Þessi skrif eru í anda Helga í kvæðinu á glærunni þar sem hann bölvar eistum Sigurbjörns vegna þess að nokkrir sona hans hafi orðið prestar.86 Í raun eru hugtökin mörg úr þessum kvæðum Helga sem vantrúarfélagar hafa nýtt sér í trúarbragðagagnrýni sinni en þar má einnig nefna byskoppur, krosslafur, Gvuð, Ésú, kyrkja og kristlingur.87

En þó svo að Helgi hikaði ekki við að tala um þá sem hann var ósáttur við með neikvæðum hætti sárnaði honum það augljóslega þegar eitt dagblaðið kallaði hann „Skyrgám“ vegna þess að hann hafði slett skyri á biskup og ráðamenn. Ljóðið „Skyr Tjara“88 snýst um þetta.

Í kjölfar sýnidæmanna um kveðskap Helga koma tvær glærur um tengsl hans við félögin Siðmennt og Vantrú. Fyrri glæran hefur að geyma frétt úr DV af netinu með viðtali við Reyni Harðarson þar sem m.a. kemur fram að Helgi hafi verið heiðursfélagi í Vantrú og nafnið Siðmennt sé komið frá honum.89 Á síðari glærunni er að finna staðfestingu frá Helga í bók hans Þrælar og himnadraugar á því að Siðmenntarheitið sé frá honum komið og er ögrandi orðalagið um ritstuld þar að hætti hans.90 Ég skil orðalag Helga þannig að umræddir einstaklingar einkum úr röðum Siðmenntar og Van-trúar hafi í raun tekið við kyndlinum af honum í baráttu hans. Þó svo að Helgi tali þar um „þjófnað“ sé ég ekki að honum hafi þótt það slæmt sem hann ræðir þar og ekki setti ég það heldur fram með þeim hætti í fyrirlestr-inum. Tilgangurinn með glærunni var fyrst og fremst að draga fram tengslin

Page 15: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 43

og orð Helga og framsetninguna má vart túlka sem áfellisdóm yfir Siðmennt og Vantrú. Helgi lýsti hlutunum á þann hátt að tekið var eftir.

Greining umdeildra texta í háskólakennsluNemendur í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild eru vanir að fást við um-deilda texta úr helgiritum og skrifum alls kyns trúarleiðtoga og fylgismanna þeirra, ekki aðeins frá fyrri tímum heldur einnig í nútímanum. Þann ig er t.d. í lögmálstextum Mósebókanna fjöldi ákvæða um dauðarefsingar við hlutum sem þykja sjálfsagðir í dag og í lok Sálms 137 segir: „Heill þeim er þrífur ungbörn þín og slær þeim niður við stein.“ Þá eru ýmsar umdeildar og gagnrýniverðar yfirlýsingar Marteins Lúthers um t.d. gyðinga91 teknar til umfjöllunar í námskeiðum við deildina og víða innan hennar er fjallað með gagnrýnum hætti um róttækar yfirlýsingar ýmissa trúarleiðtoga nú á tímum, t.d. um skaðsemi samkynhneigðar.

Það verður að teljast einkennilegt ef ekki má taka fyrir í námskeiðum innan háskólans umdeilda texta sem öllum hafa verið gerðir aðgengilegir hér á landi á prenti, m.a. í útlánadeild Háskólabókasafns. Þá myndi vakna sú spurning hvort við hæfi sé að taka til umfjöllunar umdeilda texta úr trúarritum á borð við Biblíuna og skrif trúarleiðtoga eins og Lúthers. Ekki getur heldur talist óvenjulegt eða óeðlilegt að ræða einkenni og tilgang níðkveðskapar í fræðilegu samhengi ef ljóðin gegna ákveðnu félagslegu hlutverki. Meira að segja sjálfur Aristóteles hélt því fram um sögu skáld-skaparlistarinnar að „meðal fornskáldanna urðu sumir hetjuskáld, en aðrir níðskáld“, og fjallar hann um báðar þessar greinar skáldskaparins. Fram kemur hjá honum að smám saman hafi sumir þó orðið „skopleikjaskáld í stað þess að yrkja níð“ þar sem slíkt hafi notið „meiri virðingar“ en níðið hafi þó ávallt verið ein birtingarmynd skáldskaparlistarinnar.92

Sú skoðun hefur komið fram í tengslum við kæruna að ekki sé við hæfi að vitna í ritverk Helga Hóseassonar og jafnvel ekki einu sinni nafngreina hann þar sem hann hafi verið andlega veikur einstaklingur sem hafi ekkert sögulegt, félagslegt og trúarlegt vægi. Þetta sjónarmið hefur farið mjög í taugarnar á vantrúarfélögum og öðrum fylgismönnum Helga sem telja þvert á móti að taka beri málflutning hans og baráttu alvarlega, enda hafi maðurinn gert sér fulla grein fyrir því hvað hann var að gera og hafi að auki haft rétt fyrir sér.93 Reynir Harðarson segir í því sambandi í við-tali við DV að þegar hann fór að kynna sér fyrir hvað Helgi stóð og fyrir hverju hann hafi barist hafi honum þótt það allt skynsamlegt.94 Jafnframt tók kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason, annar höfunda heim-ildamyndarinnar Mótmælandi Íslands, undir það sjónarmið að Helgi væri „heilbrigðari en þeir sem telja hann óheilbrigðan“.95 Hafa ber í huga að hér er um að ræða mann sem a.m.k. út frá félagsfræðilegum forsendum hefur stöðu trúarlegs leiðtoga og er að því er virðist með mun meira fylgi meðal lands-

Page 16: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

44 TMM 2012 · 4

manna en mörg skráð trúfélög. Það væri því undarlegt að taka ekki Helga til umfjöllunar í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar.

NiðurstaðaAf öllu þessu sést að gagnrýni Helga Hóseassonar á kirkju og kristindóm hefur ótvírætt sögulegt, félagslegt og trúarlegt vægi hér á landi á síðari árum, ekki síst vegna þess fylgis sem smám saman myndaðist í kringum hann, þess hlutverks sem þessir aðdáendur hans hafa gefið honum og þeirra áhrifa sem fjölmiðlar hafa haft á þá þróun. Umfjöllunin um Helga í nám-skeiðinu Nýtrúarhreyfingar var alls ekki neikvæð og hann bara kynntur til sögunnar sem „orðljótt níðskáld“ og „klámkjaftur“ eins og segir í kærunni heldur var rætt um samhengi og eðli þeirra sýnidæma sem dregin voru fram á glærum. Það ætti öllum að vera ljóst að glærur eru ekki tæmandi og segja ekki endilega til um áherslur í kennslu. Þó svo að ýmislegt hafi verið dregið fram sem gagnrýna megi Helga fyrir, þá talaði ég einnig um jákvæðar hliðar hans, svo sem lýðhylli hans, jákvæð samskipti hans við ýmis skólabörn og hversu einstaklega velheppnuð nafngift hans á Siðmennt hafi verið. Kjarni málsins varðandi Helga í kærumálinu er sú þversögn að Þórður Harðarson formaður fyrri Siðanefndar HÍ gagnrýnir mig fyrir að ræða um geðsjúkan mann sem ég taki mark á en vantrúarfélagar geta sér til um að ég sem guð-fræðingur hljóti að hafa verið að niðurlægja heilbrigðan manninn með því að taka hann og verk hans til greiningar í háskólakennslu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild. Sérskipuð Siðanefnd HÍ komst að lokum að þeirri niðurstöðu að kæran væri tilefnislaus.

Tilvísanir 1 Durkheim, Emile: The Elementary Forms of Religious Life. The Free Press. New York. 1995. Bls.

44. 2 Þórður Harðarson: „Greinargerð í siðanefndarmáli.“ Morgunblaðið. 8. desember 2011. Bls. 21. 3 Sem dæmi um þetta má nefna að Matthías Ásgeirsson, einn af fimm stofnendum Vantrúar,

kynnir sig sem „herskáan umburðarlyndisfasista“ á Facebook-síðu sinni (http://www.facebook.com/matthias.asgeirsson). Annar meðstofnandi , Óli Gneisti Sóleyjarson, segist mjög sáttur við að vera kallaður „militant atheist“. (Óli Gneisti Sóleyjarson: „Er ritskoðun á Vantrú? Viðbrögð: 04/10/05 15:53.“ Vantrú. 20. september 2005. Vefslóð: www.vantru.is/2005/09/20/13.00/.) Og Magnús S. Magnússon rannsóknarprófessor við HÍ, sem nýgenginn er í félagið, kynnir sig sem „a 100% militant atheist“ á Facebook-síðu sinni (http://www.facebook.com/magnus.s.magnusson).

4 Þannig er þetta orðað í lögum Vantrúar haustmisserið 2009. („Lög Vantrúar.“ Vantrú. 2009. Vefur: http://vantru.is/log_vantruar.shtml.)

5 Reynir Harðarson: Bréf til Siðanefndar Háskóla Íslands. 4. febrúar 2010. 6 Þórður Harðarson: „Greinargerð …“ 7 Einar Björgvinsson: Meðan einhver ennþá þorir: Mannréttindabarátta Helga Hóseassonar

Fjölvaútgáfa. Reykjavík. 1997. Bls. 23–28, 43. 8 Árni Þórarinsson: „Ef allir hugsuðu eins og Helgi …“ Fólkið. Morgunblaðið. 24. október 2003.

Bls. 16. 9 „Heldur heitu fyrir Helga Hóseasson.“ Fréttablaðið. 1. maí 2008. Bls. 62.

Page 17: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 45

10 „Helgi var heiðursfélagi í Vantrú.“ DV.is. 12. september 2009. (http://www.dv.is/frett-ir/2009/9/12/helgi-var-heidursfelagi-i-vantru/.)

11 Eysteinn Björnsson: „Helgi Hóseasson.“ Morgunblaðið. 23. september 2009. Bls. 28; Gunnar Torfason: „Helgi Hóseasson.“ Morgunblaðið. 23. september 2009. Bls. 28–29.

12 Helgi Ingibjargarson: Þrælar og himnadraugar. Orð sundurlaus og samföst um stjörnótt stóð og stjörnuþjóð. Helgi Hóseasson. Reykjavík. 1997. Bls. 133.

13 Gísli Gunnarsson: „Til minningar um Helga Hóseasson III.“ Vantrú. 30. september 2009. (http://www.vantru.is/2009/09/30/09.00/.)

14 „Helgi var heiðursfélagi í Vantrú.“ 15 „Útförin haldin samkvæmt óskum Helga.“ Morgunblaðið. 18. september 2009. Bls. 4. 16 „Helgi Hós á rokkplötu.“ Fréttablaðið. 24. júní 2008. Bls. 46. 17 Einar Björgvinsson: Meðan … 18 Sæbjörn Valdimarsson: „Kvikmynd um kappsfullan mótmælanda.“ Morgunblaðið. 20. júlí

2003. Bls. B 15; „Nói og karamellurnar.“ Morgunblaðið. 4. október 2003. Bls. 67; „Maðurinn sem sletti skyri á alþingismenn.“ DV. 23. október 2003. Bls. 16–17.

19 „Vér mótmælum allir.“ Morgunblaðið. 25. október 2003. Bls. 60. 20 „Heimildamynd um Helga Hóseasson. Mótmælandi Íslands.“ Morgunblaðið. 15. febrúar 2004.

Bls. 70; „Sjónvarp.“ Fréttablaðið. 22. febrúar 2004. Bls. 36; „Við mælum með … Mótmælandi Íslands. Sjónvarpið 20.50. Þögul mótmæli gegn valdstjórninni.“ Fréttablaðið. 26. júlí 2005. Bls. 33.

21 „64 skyrdósir við þingsetningu.“ Fréttablaðið. 30. september 2004. Bls. 43. 22 „Enn fleiri vilja minnismerki.“ Rúv. 9. september 2009. (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/

store64/item297625.) 23 Árni Þórarinsson: „Ef allir hugsuðu eins og Helgi …“ 24 Sæbjörn Valdimarsson: „Hrópandinn á Holtinu.“ Morgunblaðið. 28. október 2003. Bls. 51. 25 Sæbjörn Valdimarsson, Skarphéðinn Guðmundsson og Heiða Jóhannsdóttir: „Bæjarins bestu.“

Morgunblaðið. 8. nóvember 2003. Bls. 63. 26 Árni Þórarinsson: „Ídealismi eða idjótí?“ Fólkið. Morgunblaðið. 24. október 2003. Bls. 18–19. 27 Hilmar Karlsson: „Maður sem kryddar tilveruna.“ DV. 25. október 2003. Bls. 37. 28 Þórarinn Þórarinsson: „Slípaður demantur.“ Fréttablaðið. 24. október 2003. Bls. 35. 29 Jón Karl Helgason: „Mótmælandi Íslands.“ Lesbók Morgunblaðsins. 11. október 2003. Bls. 2. 30 Gunnar Lárus Hjálmarsson: „Um: Helga Hós.“ DV. 6. febrúar 2006. Bls. 39. 31 Sama. 32 Óli Gneisti Sóleyjarson: „Helgi Hóseasson og staðfestar ógildingar.“ Fréttablaðið. 24. septem-

ber 2009. Bls. 25; Skúli Sigurður Ólafsson: „Örstutt um meint píslavætti Helga Hóseassonar.“ Skúli.annáll.is. 16. nóvember 2003. (http://www.skuli.annall.is/2003-11-16/13.26.26/.); Matth-ías Ásgeirsson: „Helgi Hóseasson og skíthælarnir.“ Örvitinn. 6. september 2009. (http://www.orvitinn.com/2009/09/06/22.00/.)

33 „Helgi var heiðursfélagi í Vantrú.“; Óli Gneisti Sóleyjarson: „Helgi Hóseasson.“ Morgunblaðið. 23. september 2009. Bls. 28–29; „Mótmælandi Íslands.“ Fréttablaðið. 4. október 2004. Bls. 49.

34 Reynir Harðarson: „Helgi Hóseasson.“ Morgunblaðið. 23. september 2009. Bls. 28–29. 35 „Helgi Hóseasson.“ Vantrú. 6. september 2009. (http://www.vantru.is/2009/09/06/16.00/.) 36 Sama. 37 Óli Gneisti Sóleyjarson: „Skyrdagurinn á Austurvelli.“ Vantrú. 2. október 2004. (http://www.

vantru.is/2004/10/02/00.56/.); Óli Gneisti Sóleyjarson: „Skyrdagurinn mikli.“ Gneistinn. 3. október 2004. (http://truflun.net/oligneisti/2004/10/03/skyrdagurinn-mikli/.)

38 „64 skyrdósir við þingsetningu.“ Fréttablaðið. 30. september 2004. Bls. 43. 39 Birgir Baldursson: „Helgi Hós var ekki geðveikur.“ Vantrú. 26. febrúar 2010. (http://www.

vantru.is/2010/02/26/09.00/.) 40 Óli Gneisti Sóleyjarson: „Helgi Hóseasson.“ 41 T.d. má benda á skrif Þórðar Ingvarssonar. 42 „Guðlast – Glæpur án fórnarlambs.“ Vantrú. 2010. (http://www.vantru.is/gudlast/.) 43 Brynjólfur Þorvarðsson: „Höfundurinn.“ Brynjólfur Þorvarðsson. 2010. (http://www.binntho.

blog.is/blog/binntho/about/.)

Page 18: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n

46 TMM 2012 · 4

44 Birgir Baldursson: „07.08.02.“ Bloggið. 7. ágúst 2002. (www.birgir.com/blogg030802-150802.html.)

45 Guðmundur Oddur Magnússon: „Þetta er bara fámennur hópur.“ Viðskiptablaðið. 7. október 2010. Bls. 28.

46 Birgir Baldursson: „Birgir Baldursson.“ Facebook. 10. október 2010. (http://www.facebook.com/birgir.baldursson/posts/133783613336882.)

47 „Helgi Hóseasson.“ Facebook. (http://www.facebook.com/helgihoseasson.) 48 „Andlát. Helgi Hóseasson.“ Morgunblaðið. 7. september 2009. Bls. 4. 49 Páll Baldvin Baldvinsson: „Mótmælandi Íslands allur.“ Fréttablaðið. 12. september 2009. Bls.

30. 50 „Galleristi keypti nokkur af mótmælaspjöldum Helga.“ Morgunblaðið. 8. september 2009.

Bls. 1; „Minnast Helga.“ Fréttablaðið. 8. september 2009. Bls. 1.; „Margir minnast Helga Hós.“ Fréttablaðið. 8. september 2009. Bls. 20; „Virðing borin fyrir Helga.“ Fréttablaðið. 10. septem-ber 2009. Bls. 2; „Vilja minnast Helga Hóseassonar.“ Mbl.is. 7. september 2009. (http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/09/07/vilja_minnast_helga_hoseassonar/.); Magnús Már Guð-mundsson: „Fundaði með borgarstjóra um minnisvarða um Helga.“ Vísir.is. 23. september 2009. (http://www.visir.is/article/20090923/FRETTIR01/611992958.)

51 Magnús Már Guðmundsson: „Fleiri vilja styttu en mótmæltu Icesave.“ Vísir.is. 9. september 2009. (http://www.visir.is/article/20090909/FRETTIR01/632145258.)

52 „Minnisvarða um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar.“ Facebook. (http://www.facebook.com/group.php?gid=127551237747.); „Frá degi til dags.“ Fréttablaðið. 10. sept-ember 2009. Bls. 18.

53 Magnús Már Guðmundsson: „Fjölgar ört í hópi þeirra sem vilja minnisvarða um Helga.“ Vísir.is. 8. september 2009. (http://www.visir.is/article/20090908/FRETTIR01/552833091.)

54 „Virðing borin …“ 55 Sama. 56 „Minning Helga Hóseassonar: Tillögum um styttu vísað frá.“ Fréttablaðið. 25. september 2009.

Bls. 2. 57 Magnús Már Guðmundsson: „Fundaði með borgarstjóra um minnisvarða um Helga.“ Vísir.is.

23. september 2009. (http://www.visir.is/article/20090923/FRETTIR01/611992958.) 58 „24.9.2009 – – Fundur nr. 5085 – Borgarráð.“ Reykjavíkurborg. 59 Kolbeinn Óttarsson Proppé: „Minnisvarðinn.“ Fréttablaðið. 9. september 2009. Bls. 26. 60 Gauti Kristmannsson: „Mansal, lögvísindi og sannleikur.“ Lesbók Morgunblaðsins. 12. septem-

ber 2009. Bls. 2. 61 „Margir minnast Helga Hós.“ 62 „ný kynslóð mótmælenda tekin við.“ Morgunblaðið. 9. september 2009. Bls. 4; „Mótmæli að

hætti Helga.“ Fréttablaðið. 9. september 2009. Bls. 1. 63 „Gengið til minningar um Helga.“ Fréttablaðið. 7. október 2009. Bls. 16. 64 „Unglingar heiðra Helga Hóseasson.“ Reykjavíkurborg. 7. október 2009. (http://www.reykjavik.

is/desktopdefault.aspx/vetur/Portaldata/2/Resources/skjol/fsk_foreldraleidbeiningar_jan_09.pdf/tabid-3695/2284_read-17065/.)

65 „Simmi og Jói heiðra minningu mótmælenda Íslands.“ Vísir.is. 12. september 2009. (http://www.visir.is/article/20090912/LIFID01/91055238.)

66 „Skilti Helga sýnd.“ Fréttablaðið. 22. janúar 2010. Bls. 30. 67 „Galleristi keypti nokkur af mótmælaspjöldum Helga.“ Morgunblaðið. 8. september 2009. Bls.

1; „Þjóðfélagslegar innsetningar.“ Morgunblaðið. 8. september 2009. Bls. 27. 68 Ragnheiður Tryggvadóttir: „Á horninu þar sem Helgi stóð.“ Fréttablaðið. 17. ágúst 2010. Bls. 22. 69 Valur Grettisson: „Mótmælanda Íslands minnst í kvöld.“ Vísir. 6. september 2010. (http://visir.

is/motmaelanda-islands-minnst-i-kvold/article/2010761077714.); „Hver skapaði sýkla?“ Mbl.is. 7. september 2010. (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/09/07/hver_skapadi_sykla/.)

70 McGuire, Meredith B.: Religion. The Social Context. Wadsworth. Belmont. 1992. Bls. 144–145. 71 Durkheim: The Elementary … Bls. 44. 72 Karl Th. Birgisson: „Sunnudagshugvekja um Helga Hó.“ Herðubreið. 13. september 2009.

(http://www.herdubreid.is/?p=843.) 73 Eysteinn Björnsson: „Helgi Hóseasson.“

Page 19: Brautryðjandinn Helgi Hóseasson: Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis

B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n

TMM 2012 · 4 47

74 Sama. 75 „Helgi Hóseasson mótmælir reykingum.“ DV. 13. júní 2005. Bls. 30; „Í óþökk ríkisvaldsins.“

Fréttablaðið. 18. janúar 2007. Bls. 18. 76 Helgi Hóseasson: „Mikið Jósef mátti smíða.“ Vésteinn Valgarðsson. 5. apríl 2005. (http://www.

vest-1.blogspot.com/2005/04/miki-josef-matti-smia-maria-var-heitin.html.); Helgi Hóseas-son: „Já, – sko þá!“ Vantrú. 13. október 2004. (http://www.vantru.is/2004/10/13/00.00/.); Helgi Hóseasson: „Jólafyllirafturinn.“ Vantrú. 25. desember 2004. (http://www.vantru.is/2004/12/25/00.54/.); „Uppstigningardagur.“ Vantrú. 12. maí 2010. (http://www.vantru.is/2010/05/12/09.00/.); Matthías Ásgeirsson: „Uppstigningardagur.“ Örvitinn. 13. maí 2010. (http://www.orvitinn.com/2010/05/13/11.00/.)

77 Helgi Ingibjargarson: Þrælar … Bls. 188. 78 Sama. Bls. 220. 79 Sama. Bls. 146, 154. 80 Sama. Bls. 146. 81 „Um Vantrú.“ Vantrú. 2010. (http://www.vantru.is/um_vefinn2.shtml.); Plötutíðindi 2009.

Félag hljómplötuframleiðenda. Reykjavík. 2009. Bls. 17. 82 Þórður Ingvarsson: „Jóhanna Sigurðardóttir: Kyntákn Íslands.“ Blogg Dodd. Vefbók Anarkó-

bóhedónistans. 28. október 2009. (http://blogdodd.maurildi.com/2009/10/28/johanna-sig-urðardottir-kyntakn-islands/.); Þórður Ingvarsson: „Jóhanna Sigurðardóttir: Hryðjuverk Í tussunni á mér!!!1!!1111.“ Blogg Dodd. Vefbók Anarkóbóhedónistans. 28. október 2009. (http://blogdodd.maurildi.com/2009/10/21/johanna-sigurðardottir-hryðjuverk/.)

83 Þórður Ingvarsson: „Sirka 1 ár liðið …“ Blogg Dodd. Vefbók Anarkóbóhedónistans. 24. septem-ber 2009. (http://blogdodd.maurildi.com/2009/09/24/sirka-1-ar-liðið/.) Sjá: http://vefsafn.is/.

84 Þórður Ingvarsson: „Jóhanna Sigurðardóttir: Kyntákn Íslands.“ 85 Þórður Ingvarsson: „Sirka …“ 86 Helgi Ingibjargarson: Þrælar … Bls. 146. 87 Lárus Viðar Lárusson: „Trúboð í opinberum skólum.“ Vantrú. 20. júlí 2007. (http://www.

vantru.is/2007/07/20/08.50/); Aiwaz: „Kalli í klípu. Viðbrögð: 01/09/05 14:55.“ Vantrú. 1. september 2005. (http://www.vantru.is/2005/09/01/00.00/.); Aiwaz: „Bókstafstrú í augum ríkiskirkjupresta. Viðbrögð: 03/01/07 09:37.“ Vantrú. 3. janúar 2007. (http://www.vantru.is/2007/01/03/07.30/.); Matthías Ásgeirsson: „Jesús og hjónabandið.“ Vantrú. 2. febrúar 2006. (http://www.vantru.is/2006/02/02/07.00/.); Þórður Ingvarsson: „Sunnudagsbréf.“ Van-trú. 11. október 2009. (http://www.vantru.is/2009/10/11/10.00/.); Kári Svan Rafnsson: „Rit-skoðun. Athugasemdir: 01/04/06 15:00.“ Örvitinn. 1. apríl 2006. (http://www.orvitinn.com/2006/03/31/23.55/); Khomeni: „Aðalatriði starfsemi kirkjunnar. Viðbrögð: 25/04/07 10:38.“ Vantrú. 25. apríl 2007. (http://www.vantru.is/2007/04/22/08.00/.)

88 Helgi Ingibjargarson: Þrælar … Bls. 152. 89 „Helgi var heiðursfélagi í Vantrú.“ 90 Helgi Ingibjargarson: Þrælar … Bls. 133. 91 Bainton, Roland: Marteinn Lúther. Salt. Reykjavík. 1984. Bls. 331–332. 92 Aristóteles: Um skáldskaparlistina. Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík. 1976. Bls. 50–51. 93 Birgir Baldursson: „Helgi Hós var ekki geðveikur.“; Óli Gneisti Sóleyjarson: „Mótmæl-

andi Íslands. Viðbrögð: 04/11/03 19:39.“ Vantrú. 3. nóvember 2003. (http://www.vantru.is/2003/11/03/00.05/.)

94 „Helgi var heiðursfélagi í Vantrú.“ 95 Árni Þórarinsson: „Ef allir hugsuðu eins og Helgi …“