Top Banner
Garðurinn FALLEGAR BLÓMSTRANDI PLÖNTUR
8

Blomab díana

Jul 26, 2016

Download

Documents

Diana

Beautiful flowering plants
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Blomab díana

GarðurinnFALLEGAR BLÓMSTRANDI PLÖNTUR

Page 2: Blomab díana

2

Geislasópur (Cytisus purgans) er harðgerð planta sem vex best á sólríkum stað, en þolir hálfskugga. Hann kýs hlýjan og þurran jarðveg og verður ca. 80 – 100 cm. á hæð. Hann vill venjulega garðamold, frekar rýra en

vel framræsta en er ekki mikið fyrir áburð. Þolir illa flutning og vill gott pláss. Það má klippa dauðar greinar í burtu hjá Geislasópnum en það þarf að klippa hann varlega.

Blómgunartími er snemma vors þá skartar Geislasópurinn ilmandi gulum blómum. Ilmurinn er sterkur og fólk þolir það misvel.

Geislasópur

Page 3: Blomab díana

3

Fagursýrena (Elinor) er harðgerð lauffellandi runni. Sýrenan þarf sólríkan vaxtarstað ef hún á að blómstra mikið og fallega. Hún þoli vel hálfskugga en blómstrar þá minna. Plantan verður 2 - 3 m á hæð, er kúlulaga og ilmar

einstaklega vel. Sýrenan þrífst best í rökum jarðvegi, ekki of blautum og vel framræstum. Hún er langlíf en þarf gott rými til að ná góðum þroska. Hægt að nota hana staka eða í þyrpingum.

Blómgunartími er í júní - júlí og blómin eru í uppréttum klösum. Blómin eru stór, skærfjólublá að innan og föl- lilla að utan. Klasarnir verða allt að 20 cm langir.

Fagursýrena

Page 4: Blomab díana

4

Geitaskegg (Aruncus dioicus) er harðgerð, fjölær og eftirsótt planta sem þolir nánast hvað sem er og blómstrar í öllu árferði. Plantan vill jafnan jarðraka en getur vaxið og dafnað bæði í sól og hálfskugga. Karlplantan

er eftirsóttari þar sem hún er blómviljugri og tilkomumeiri. Plantan nær allt að 1,5 m á hæð á sumrin en fellur alveg niður yfir veturinn.

Blómgunartíminn er í júlí og þá er karlplantan þakin ótalmörgum, litlum rjómahvítum blómum. Þau eru saman í stórum greinóttum blómskúfum sem geta náð allt að 50 cm. á lengd.

Geitaskegg

Page 5: Blomab díana

5

Birkikvistur (Spiraea betulifolia) er harðgerður og lauffellandi runni. Plantan verður um 50 - 100 cm. á hæð og hentar vel hvort sem er sem stakstæður eða í lávaxin klippt eða óklippt limgerði. Auðvelt er að móta

Birkikvistinn og hafa hann t.d. kúlulaga, best er að gera það um leið og blómgun lýkur. Birkikvistur þolir vel hálfskugga og gerir ekki mikla kröfur til jarðvegs. Með aldrinum verður mikið af dauðum greinum inn í runnanum og þá er gott að klippa hann alveg niður og láta hann endurnýja sig en einnig er gott að grisja dauðar greinar.

Birkikvistur er mjög fagur í blóma. Blómgunartíminn er í júlí og þá er hann alsettur hvítum blómsveipum en á haustin koma fallegir haustlitir.

Birkikvistur

Page 6: Blomab díana

6

Bóndarós (Paeonia) er auðveld í umhirðu. Mikilvægt er að velja henni góðan stað í upphafi því hún vill helst standa á sama stað árum saman enda getur hún orðið mjög gömul. Bóndarósin þrífst best í frjóum og vel

framræstum jarðvegi. Hún þrífst betur í basískum jarðvegi en súrum. Hún þarf að hafa gott aðgengi að sól og passa að aðrar plöntur steli ekki frá henni ljósi eða næringu. Bóndarósin verður 50-100 cm á hæð en blómin eru stór og þung og þurfa því stuðning ef vel á að vera.

Blómgunartíminn er seint á vorin eða snemma sumars. Bóndarósin er til í fjölbreyttum litum; hvít, gul, bleik, rauð og allt þar á milli.

Bóndarós

Page 7: Blomab díana

7

Hjartablóm (Dicentra spectabilis) er meðalharðgerð fjölær planta. Hún vill vera í sól ef hún á að geta blómstrað mikið og fallega en þolir líka hálfskugga. Plantan vill fá að standa óhreyfð í góðu skjóli og ekki verra

ef hún fær vetrarskýli. Best að planta henni stakstæðri í venjulegri garðmold. Blómin líkjast örsmáum dansmeyjum á tánum, blöðin eru allstór grágræn og margskipt. Hjartablóm verða um 70 – 80 cm á hæð.

Blómgunartíminn er í júní – júlí. Blómstönglarnir eru langir og blómin fjölmörg á hverjum stöngli. Hjartalaga bleik blóm raða sér þétt eftir löngum og sveigðum blómastönglinum

Hjartablóm

Page 8: Blomab díana

Gullregn (Laburnum) er eitt af glæsilegustu trjánum sem er í ræktun á Íslandi. Algengasta tegundin hér á landi er Fjallagullregn og getur það náð allt að 10 m á hæð. Fjallagullregn er yfirleitt margstofna og króna

þess er mjög umfangsmikil. Tegundin er harðgerð og blómviljug. Kjörastæður eru sendinn jarðvegur og sólríkur staður til að það geti blómstrað mikið og fallega. Tréið getur verið viðkvæmt fyrir kuldakasti á vorin og tekur þá seinna við sér það sumarið.

Blómgunartími gullregns er venjulega í júlíbyrjun og fer það ekki fram hjá neinum enda lýsa heiðgulir langir blómaklasarnir upp umhverfið. Fegurðin er engu lík og getur bætt garðeigendum sínum upp sólarleysið þegar svo ber við.

Gullregn

Díana Sigurðardóttir 2016