Top Banner
Afmælisdagur Ævars og Sæla Rannveig Lund, 2013 Teikningar: Rakel McMahon @Lestrarsetur Rannveigar Lund Fylgir blaðsíðum 17- 36 í bók
18

Afmaelisdagur 17 36

Apr 15, 2017

Download

Education

flataskoliipad
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Afmaelisdagur 17 36

AfmælisdagurÆvars og SælaRannveig Lund, 2013Teikningar: Rakel McMahon@Lestrarsetur Rannveigar Lund

Fylgir blaðsíðum 17-36 í bók

Page 2: Afmaelisdagur 17 36

- Bílskúrinn er sjó-ræningjaskip, sagði ég.

Við siglum um öllheimsins höf.

- Nei, við erum víkingar.

Sæli vill alltaf fara í víkingaleik.

Afi hans fræðir hann mikið um víkinga.

Ég veit líka mikið um þáþví Sæli fræðir mig.

Bls. 17

Page 3: Afmaelisdagur 17 36

Nú siglum við frá Íslandi

og finnum Grænland, sagði Sæli.

- Já, en fyrst förum við til Írlands

að ræna fólki, sagði ég.

Þar náum við í þræla sem vinna verkin

sem við nennum ekki að vinna.

Bls. 18

Page 4: Afmaelisdagur 17 36

Og ÉG er víkingur, bætti ég við.

- Þú ert þrællinn minn.

Sæli er svo frábært nafn á þræli.

Bls. 18-19

Page 5: Afmaelisdagur 17 36

Þegar við finnum Grænland,

Svo áttu að fæla burt villidýr.

Ég fæ mér að borða á meðan.

Ég verð með snæri og lem þig

ef þú gerir ekki allt sem ég segi.

Bls. 19-20

átt þú að dragaskipið í land.

Page 6: Afmaelisdagur 17 36

- Hættu nú, sagði Sæli.

Ég vil sko ekki vera þræll.Ég get alveg verið víkingur eins og þú.

- Nei, þú getur það ekki.

- Ævar, þú getur alveg eins verið þræll.

- Kemur ekki til mála.

- Ekki ég heldur, sagði Sæli.

Bls. 20-21

Það verður einhver að þræla.

Ég gæti aldrei verið þræll.

Page 7: Afmaelisdagur 17 36

- Mér dettur gott ráð í hugbætti hann við.

Við fáum Æsu systur þínatil að vera með.

Hún gæti verið þræll.

- Hún Æsa! Hún flær þig lifandi

- Flær mig lifandi. Hvað þýðir það?

- Veit það ekki, en það er

Bls. 21 - 22

ef þú biður hana um það.

örugglega mjög slæmt.

Page 8: Afmaelisdagur 17 36

- Ég held að indíánar geri

svoleiðis við óvini sína.

Æsa segir þetta alltaf við mig

þegar ég stríði henni.

- En litlu bræður þínir, er ekki gott

að nota þá fyrir þræla? - Ég nenni nú ekki að hafa þá hér uppi á bílskúr.Svo kæri ég mig ekki um að þú lemjir þá með snæri.

Bls. 23 - 24

Page 9: Afmaelisdagur 17 36

- Ég er hættur í leiknum, sagði ég.

Ég ætla heim. Mér er kalt.

Tærnar á mér eru frosnar.

Ég held líka að smástund sé liðin.

Við máttum bara vera úti á róló í smástund.

Þau verða æf ef ég svík loforð.

En þegar ég ætlaði niður stigann var enginn stigi.

Það var búið að taka hann.

Bls. 25 - 26

Page 10: Afmaelisdagur 17 36

Það var ekkert gaman lengur uppi á þessum skúr.

Ég skalf.

- Ert ÞÚ hræddur? spurði Sæli þegar hann sá það.

- Nei, mér er bara kalt.

Bls. 26

Page 11: Afmaelisdagur 17 36

- Ævar, við verðum að hugsa

- Ég kann ráð, sagði ég. Við bindum saman föt.

Þú ferð úr peysunni og buxunum.

Ég held í annan endann og þú sígur niður.

Ég hef séð svona gert í bíómynd og

ræningjarnir komust niður af þakinu.

og finna ráð til að

komast niður.

Bls. 27 - 28

Page 12: Afmaelisdagur 17 36

- Ævar, þetta er mjög slæmt ráð, sagði Sæli.

Þú gætir til dæmis misst mig.

Eða dottið ofan á mig.

Svo vil ég ekki vera ber.

Það gæti einhver séð mig.

Bls. 28 - 29

Page 13: Afmaelisdagur 17 36

- En ég veit, sagði Sæli.

Við förum með bæn.

Amma segir að það sé oft gott ráð

Svo setti hann lófana saman, lokaði augunum og bærði varirnar.

Á meðan hann fór með bæninahugsaði ég og hugsaði.

Bls. 29 - 30

að fara með bæn þegar eitthvað er að.

Page 14: Afmaelisdagur 17 36

Allt í einu fann ég ráðið.

- Sæli, við verðum að fáfólkið í húsunum til að sjá okkur.

Við verðum með læti,æpum og öskrum eins og við séum særðir.

Þá koma allir út í glugga og sjá okkur.

- Bænin mín var einmitt um

að við fyndum gott ráð, sagði Sæli.

Bls. 31

Page 15: Afmaelisdagur 17 36

Svo byrjuðum við. Ég æpti Æ, æ, æ, æ.Sæli æpti Á, á, á, á, á.

Það var eins og við manninn mælt.

Bls. 32

Allir gluggar í næstu húsum opnuðust.Fullt af augum mændu á okkur.

Page 16: Afmaelisdagur 17 36

- Viljið þið hjálpa okkur.

Við komumst ekki niður, æptum við.

- Bölvuð læti eru þetta,

sagði maður í grænum slopp

Bls. 32 - 33

- Þetta gætu verið strákarnir sem var

auglýst eftir í tíu-fréttum, svaraði hún.

við konu með úfið hár.

-Eruð þið Ævar og Sæli? -Já, æptum við í kór.

Page 17: Afmaelisdagur 17 36

Eftir augnablik birtust tvær mömmur, tveir pabbar,

Æsa stóra systir og litlu bræður Sæla,

frændur og frænkur og fólk úr næstu húsum. - Vá!

Rosalega mæta margir til að ná í okkur, sagði ég.

Það er naumast að við erum vinsælir.

- Við eigum líka afmæli, sagði Sæli.

Bls. 34 - 35

fjórar ömmur og fjórir afar,

Page 18: Afmaelisdagur 17 36

Þennan afmælisdag muna margir ennþá.Alltaf þegar ég ætla að príla upp á bílskúr,

upp í tré eða bara upp á borð, þá er ég minntur á hann.Jæja, þetta var ævintýrið sem gerði pabbasvona æstan í morgun.Það er víst best að fara yfir til Sælasvo að pabbi geti sofið í ró og næði.