Top Banner
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hrafnhildur Geirsdóttir Sími: 464 4343, 866 0311 Netfang: [email protected] 35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015 Afmælisbörn dagana 17. sept. — 30. sept. 2015 Frá skrifstofu Skútustaðahrepps. Vegna sumarleyfa verður skrifstofan lokuð 24. og 25. september. Sveitarstjóri Kæru lesendur og viðskiptavinir. MUNIÐ!! Næsta Mýfluga kemur út miðvikudaginn 30. sept. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 14:00 á þriðjudögum. Netfang: [email protected] eða í síma 464 4343/ 866 0311 Kveðja, Hrafnhildur. 18. Gylfi Hrafnkell Yngvason. 20. Héðinn Sverrisson, Leifur Hallgrímsson. 22. Ásgerður Björnsdóttir. 23. Emelíana Brynjúlfsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir. 25. Helga Guðrun Egilsdóttir. 26. Anton Freyr Birgisson. 27. Hólmfríður Ásdís Illugadóttir.
5

35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015 Afmælisbörn ...½flugan-35.-tbl.-16.-sept-2015.pdf · framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því

Jan 10, 2020

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: 35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015 Afmælisbörn ...½flugan-35.-tbl.-16.-sept-2015.pdf · framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því

Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hrafnhildur Geirsdóttir Sími: 464 4343, 866 0311 Netfang: [email protected]

35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015

Afmælisbörn dagana 17. sept. — 30. sept. 2015

Frá skrifstofu Skútustaðahrepps.

Vegna sumarleyfa verður skrifstofan lokuð 24. og 25. september.

Sveitarstjóri

Kæru lesendur og viðskiptavinir.

MUNIÐ!! Næsta Mýfluga kemur út miðvikudaginn 30. sept.

Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 14:00 á þriðjudögum. Netfang: [email protected] eða í síma 464 4343/ 866 0311

Kveðja, Hrafnhildur.

18. Gylfi Hrafnkell Yngvason.

20. Héðinn Sverrisson, Leifur Hallgrímsson.

22. Ásgerður Björnsdóttir.

23. Emelíana Brynjúlfsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir.

25. Helga Guðrun Egilsdóttir.

26. Anton Freyr Birgisson.

27. Hólmfríður Ásdís Illugadóttir.

Page 2: 35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015 Afmælisbörn ...½flugan-35.-tbl.-16.-sept-2015.pdf · framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því

Móðir okkar, Bergljót Sigurbjörnsdóttir,

lést þann 12. júlí sl. og útför hennar fór fram frá Hjallakirkju í Kópavogi þann 21. júlí.

Hennar ósk var að aska hennar yrði jarðsett í leiði pabba okkar í Skútustaðakirkjugarði. Þessa ósk hennar ætlum við systur að uppfylla

laugardaginn 19. september n.k. kl. 13:00 og við það tækifæri mun séra Örnólfur J. Ólafsson hafa litla minningarathöfn í Skútustaðakirkju.

Okkur þætti vænt um að sjá gamla vini hennar og nágranna.

Lilja, Harpa, Erla og Hulda.

Frá og með mánudeginum 21. sept.

verður búðin opin alla daga frá kl. 9:00 – 18:00

Samkaup Strax Mývatnssveit

Einbýlishús til sölu.

Húsið okkar Helluhraun 12 er til sölu ef viðunandi tilboð fæst, byggt árið 1970.

Hús, bílskúr og geymsla eru um 230 fermetra. Stór lóð, sundlaug og heitur pottur.

Hafið endilega samband við okkur ef þið hafið áhuga til að fá nánari upplýsingar.

Kalli - 856 1158 [email protected] Agla - 899 7668 [email protected]

ps. við erum ekki að flytja úr sveitinni ;)

SLÁTURSALA 2015

Slátursala hefst fimmtudaginn 24. sept. og lýkur föstudaginn 9. október.

Opið frá: 10:00 > 12:00 og 13:00 > 17:00

alla virka daga

Mörbrytjun er í boði á þriðjudögum og fimmtudögum. Nauðsynlegt er að panta brytjun deginum áður.

Mjög áríðandi er að vörur séu pantaðar fyrirfram

til að tryggja hraða og góða afgreiðslu.

Sími í slátursölu: 460 8897

Hollur og góður matur á frábæru verði.

Geymið auglýsinguna.

Page 3: 35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015 Afmælisbörn ...½flugan-35.-tbl.-16.-sept-2015.pdf · framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn. Helgi Héðinsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

10. Lagður fram samningur milli Skútustaðahrepps og Norðurár b.s um urðun sorps á sorpurðunarstaðnum í Stekkjarvík. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun.

11. Tekið fyrir að nýju umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024. Erindið var áður á dagskrá sveitarstjórnarfundar 26. ágúst 2015. Oddviti bar upp eftirfarandi tilllögu. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ítrekar þá skoðun að ávallt skuli lagðir jarðstrengir þar sem þess er kostur. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps áskilur sér rétt til að hafa skoðun á einstaka liðum og framkvæmdum kerfisáætlunar er varða Skútustaðahrepp í framtíðinni. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur óraunhæft að framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því sé óþarft að byggja upp raforkukerfið með tilliti til þess. Samþykkt samhljóða.

12. Samþykkt að næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 30. september kl 09:15.

13. Til fundarins er mættur Bjarni Jónasson og Dagbjört Bjarnadóttir úr starfshópi um mótun Lýðheilsustefnu Skútustaðahrepps. Bjarni og Dagbjört kynntu drög að lýðheilsustefnu sveitarfélagsins og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Bjarni og Dagbjört yfirgáfu fundinn að kynningu lokinni. Sveitarstjórn þakkar starfshópnum vel unnin störf og vísar um Lýðheilsustefnu til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

14. Slægjufundur 24. október 2015. Skipulag Slægjufundar er í höndum íbúa Reykjahlíðarþorps þetta árið. Sveitarstjórn samþykkir að Sigríður Jóhannesdóttir kalli saman til fyrsta fundar.

Fundi slitið kl. 11:40

Yngvi Ragnar Kristjánsson Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir Helgi Héðinsson Sigurður G. Böðvarsson Arnheiður Almarsdóttir

Árleg inflúensubólusetning á

Heilsugæslustöðinni í Reykjahlíð

Bólusett verður á heilsugæslustöðinni: Fimmtudaginn 24. september kl. 13 - 15 Einnig verður hægt að fá bólusetningu í október á: Mánudögum milli kl. 13 og 15 og fimmtudögum milli kl. 10 og 12.

Þrígild bóluefni gegn inflúensu A og B hafa nú verið framleidd fyrir veturinn 2015–2016 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Þau innihalda eftirtalda stofna: A/California/7/2009 (H1N1)pdm09 pdm09 - líkur stofn

(A/California/7/2009, NYMC X- 179A)*;

A/Switzerland/9715293/2013 (H3N2) - líkur stofn (A/South Australia/55/2014, IVR-175); - B/Phuket/3073/2013.

*svínainflúensuveira frá 2009

Allir einstaklingar eldri en 60 ára ættu að láta bólusetja sig. Einnig öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-,

nýrna-, og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.

Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Þungaðar konur.

Einstaklingar sem tilheyra þessum hópum fá nú inflúensubóluefnið sér að kostnaðarlausu og greiða einungis komugjald við inflúensubólusetningu.

Tímapantanir í síma: 464 0501 og 464 0660

Page 4: 35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015 Afmælisbörn ...½flugan-35.-tbl.-16.-sept-2015.pdf · framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því

Haustveisla í Reynihlíð.

Okkar rómaða haustveisla verður haldin laugardaginn 10 október n.k.

Að venju er mikið lagt í mat og drykk og skemmtun alla. Theodór hefur sett saman þennan matseðil,

drykkjarlistinn er enn í smíðum.

Forréttur: Grafinn lax að hætti Tedda með sýrðum gúrkuteningum,

sinnepsdressingu og söl.

Milliréttur: Hreindýrapate með saltbökuðum rauðrófuteningum og bláberjum.

Seyði:

Lerkisveppaseyði með næpum og perlulauk.

Aðalréttur: Hreindýrasteik með gljáðum shallottlauk, bakaðri steinseljurót

og gulrótum, hasselback kartöflum og portvínssósu

Eftirréttur: Rababarakaka með karamellusósu blönduðum berjum og vanilluís

Eyþór Ingi og Elví munu skemmta gestum og Hera Björk mun láta

ljós sitt skína, loks munu Hemmi og Nilli spila fyrir dansi inn í nóttina.

Við eigum nokkra stóla lausa fyrir heimamenn án gistingar.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Örn í síma 770 0879.

Liður 3. Kröfluvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Sjá bókun við lið 4 í fundargerð sveitarstjórnar. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu á lið 1 í fundargerðinni vegna vanhæfis.

4. Tekið fyrir að nýju umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna tveggja borhola á Kröflusvæði. Erindinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 26. ágúst 2015. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hefur sent inn bréf dags. 25. 08. 2015 sem áréttar skoðun Landsvirkjunar um að fyrir hendi sé heimild fyrir því að borað sé á tilteknum stað við Kröfluvirkjun og vitnar þar í Hæstaréttardóm frá 2009. Skipulagsnefnd að fengnu áliti Skipulagsstofnunar og fengnu lögfræðiáliti frá Jóni Jónssyni hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimild sé fyrir borunum á athafnasvæði Landsvirkjunar í Kröflu fyrir holu K-42 eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Skv. túlkun Skipulagsstofnunar leikur vafi á um að borun holu K-41 hafi fengið umfjöllun í ferli mats á umhverfisáhrifum og þá hvenær. Landeigendur Reykjahlíðar véfengja það að fyrir hendi sé heimild til þessara framkvæmda án frekara samþykkis þeirra og vísa einnig í Hæstaréttardóminn frá 2009 og bókanir fyrri sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um deiliskipulag í Bjarnaflagi sbr. bréf dags. 08.09.2015. Ljóst er að hér er um ágreining milli framkvæmdaraðila og landeigenda að ræða og vill sveitarstjórn bjóða aukinn tíma fyrir málsaðila til að koma málinu á hreint þannig að sveitarstjórn geti tekið vel upplýsta ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis. Hluti umræddra gagna barst eftir fund skipulagsnefndar. Málinu frestað. Samþykkt samhljóða. Helgi Héðinsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

5. Fjármál sveitarfélagsins. Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins 1. jan - 31. júlí 2015. Rekstur tímabilsins er í heild innan fjárhagsáætlunar. Rætt um undirbúning á gerð fjárhagsáætlunar 2016.

6. Lagt fram erindi Laufeyjar Sigurðardóttur dags. 27. ágúst 2015 þar sem spurt er um ýmis mál er varða Höfða. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

7. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hótel Hilton í Reykjavík dagana 23-24. september n.k. Oddviti mun sækja ráðstefnuna.

8. Aðalfundur Eyþings verður haldinn í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit dagana 9. og 10. október n.k. Oddviti og sveitarstjóri fara með atkvæðisrétt Skútustaðahrepps á fundinum.

9. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps á grundvelli 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 um umsókn Helga Héðinssonar, kt. 130488-3589, Geiteyjarströnd 1, 660 Mývatni, f.h. Geiteyjar ehf. Kt. 561202-2650, um viðbót við fyrra rekstrarleyfi, eitt sumarhús. Helgi er með rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga í flokki V.

Page 5: 35. tbl. 7. árg. miðvikudaginn 16. sept. 2015 Afmælisbörn ...½flugan-35.-tbl.-16.-sept-2015.pdf · framleiðslusviðsmynd iii(3) í Kerfisáætlun nái fram að ganga og því

MÝVATN

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps 23. fundur

haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 9. september. 2015, kl 09:15. Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Helgi

Héðinsson,Arnheiður Almarsdóttir og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

1. Fundarsetning. 2. Fundargerð skólanefndar frá 3. september 2015. 3. Fundargerð skipulagsnefndar frá 7. september 2015. 4. Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir tvær borholur á Kröflusvæði. 5. Fjármál sveitarfélagsins. a. Rekstaryfirlit janúar-júlí 2015. b. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2016. 6. Erindi Laufeyjar Sigurðardóttur dags. 27. ágúst 2015. 7. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015. 8. Aðalfundur Eyþings 2015. 9. Umsókn um viðbót á fyrra rekstarleyfi gististaðar í flokki V. 10. Samningur um urðun úrgangs í Stekkjarvík. 11. Tillaga að Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024. 12. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar. 13. Lýðheilsustefna Skútustaðahrepps. 14. Slægjufundur 2015.

1. Oddviti setti fund og lagði til að lið 14 Slægjufundur 2015 yrði bætt á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

2. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 3. september. Fundargerðin er í 6 liðum.

Liður 4. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps staðfestir þátttöku í Þjóðarsáttmála um læsi.

Liður 6. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa í samráði við skólastjóra grunn- og leikskóla og formanni skólanefndar falið að vinna að útfærslu til samanburðar við ákvörðun sveitarstjórnar frá 26. ágúst 2015. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leiti.

3. Lögð fram fundagerð skipulagsnefndar frá 7. september 2015. Fundargerðin er í 3 liðum.

Liður 2. Kálfaströnd. Umsókn UST um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæðum.

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfisumsóknina og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Fundur um sambýli íbúa og ferðamanna.

Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, stendur fyrir opnum fundi um sambýli íbúa og ferðamanna

laugardaginn 26. september n.k.

Fundurinn er opinn öllum, jafnt félögum í Fjöreggi og öðrum. Markmið hans er að ræða helstu núningsfletina sem íbúar sveitarinnar finna

fyrir vegna aukins straums ferðamanna og ekki síður að koma fram með lausnir sem geta bætt samfélagið og umhverfið vegna þessarar þróunar.

Form fundarins verður þjóðfundarform þar sem fyrst verða flutt erindi og síðan gefst þátttakendum kostur á að vinna í hópum þar sem þeir koma sínum málum og skoðunum á framfæri og vinna í átt að lausnamiðuðum

niðurstöðum sem stjórn Fjöreggs mun safna saman eftir fundinn, setja fram á skýran hátt og koma á framfæri við þá aðila sem málið varðar.

Dagskrá fundarins verður nánar auglýst í næstu viku - takið daginn frá!

Stjórn Fjöreggs

Hugarorka