Top Banner
Sakamál Þórður Jóhann Eyþórsson hefur verið bendlaður við alræmdasta glæpamál síðari ára, Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. Sjálfur hefur hann verið sakfelldur fyrir tvö mann- dráp. Valur Grettisson [email protected] „Það vita það allir sem vilja að þetta er tómt bull,“ segir Þórður Jóhann Eyþórsson, en hann var handtekinn ásamt Sigurði Stefáni Almarssyni, sem er þekktastur sem Malagafanginn, í síðustu viku vegna gruns um aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar. Rúm 40 ár eru liðin frá hvarfi Guðmund- ar og Geirfinns en endurupp- tökunefnd rannsakar nú málið á ný, og voru þeir handteknir vegna nýrra vísbendinga í málinu. Þórður Jóhann, eða Doddi eins og hann er jafnan kallaður, hefur hlotið þyngsta refsidóm sem hef- ur fallið í hæstarétti, þegar hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir manndráp árið 1993, aðeins tíu árum eftir að hann varð öðrum manni að bana. Doddi lauk betr- unarvistinni árið 2006, og segist hafa haldið sér á beinu brautinni síðan. Hann upplifir handtökuna sem aðför að sér og sinni fram- tíð, enda skyndilega flæktur inni í alræmdasta sakamál Íslands- sögunnar. „Þetta var bara eitthvert ljúg- vitni,“ segir hann um ástæðu þess að hann hafi verið handtekinn í tengslum við málið, en sjálfur var hann 17 ára gamall þegar Guð- mundur og Geirfinnur hurfu. „Ég var spurður hvort ég hefði verið farþegi í bjöllu árið 1974 á Hamarsbrautinni,“ segir Doddi. „Stefán [Almarsson, Malaga- fanginn] átti að vera að keyra bíl- inn. Hann á að hafa misst stjórn, keyrt á eitthvert skilti og svo á Guðmund,“ útskýrir Doddi þegar hann er spurður hvað lögreglan vildi honum. „Þetta var nú bara einhver lygasaga, og ef ég hefði verið höfundur hennar, þá hefði ég nú látið okkur rúnta um á flott- ari bíl,“ segir Doddi og hlær. frettatiminn.is [email protected] [email protected] 32. tölublað 7. árgangur Föstudagur 24.06.2016 „Það er verið að reyna að stúta mér og framtíð minni“ Landslið í ölmenningu EM sýnir svipmót hinnar nýju Evrópu Ég þarf ekki mikið pláss Ólafur Björn á kollegíi á Stúdentagörðum 16 32 Þórður Jóhann Eyþórsson segir það alrangt að hann tengist með einhverjum hætti hvarfi Guðmundar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þórður Jóhann Eyþórsson hafnar því alfarið að tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Saga drengs úr Vogahverfinu Nánar er rætt við Þórð Jóhann inni í blaðinu. 8 22 Á flótta undan fátæktinni í Póllandi B Jadwiga, Artur og Marta sækja matinn í Heiðmörk ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 Nauthólsvík del Sol Í sandölum og ermalausum bol Sumarör og sumarhátíðir Sérblað um sumarhátíðir á Íslandi sumarið 2016 Löggur í skaðabótamál gegn yfirstjórn Spillingarrann- sóknin svartur blettur, segir for- maðurinn 2 Bílaleigur miklu stærri en makríllinn Áhrif ferðamanna á hagkerfið fara stigvaxandi 20% HLEYPUR Í PRINSESSUKJÓL FYRIR GOTT MÁLEFNI SVAVA VAR FYRSTA KONAN Í EINSTAKLINGSKEPPNI WOW CYCLOTHON GOTT AÐ VAKNA MEÐ GLEÐI Í HJARTA Á MÁNUDÖGUM STARFAÐI MEÐ FÖRÐUNARFRÆÐINGI STJARNANNA FÖSTUDAGUR 24.06.16 ÞAÐ ÞARF LÍKA AÐ HLÚA AÐ AÐSTANDENDUM KYNFERÐISBROTAÞOLA HJALTI VIGFÚSSON SUMAR- HÁTÍÐIR 12 SÍÐNA SÉRBLAÐ 6 KRINGLUNNI ISTORE.IS Viðurkenndur endursöluaðili DJI vörurnar fást í iStore Inspire 1 v2.0 Phantom 4 á tilboði! 379.990kr (verð áður 489.990) verð 249.990kr verð frá 98.990kr Phantom 3
36

24 06 2016

Aug 03, 2016

Download

Documents

Fréttatíminn

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: 24 06 2016

Sakamál Þórður Jóhann Eyþórsson hefur verið bendlaður við alræmdasta glæpamál síðari ára, Guð-mundar- og Geirfinnsmálið. Sjálfur hefur hann verið sakfelldur fyrir tvö mann-dráp.Valur [email protected]

„Það vita það allir sem vilja að þetta er tómt bull,“ segir Þórður Jóhann Eyþórsson, en hann var handtekinn ásamt Sigurði Stefáni Almarssyni, sem er þekktastur

sem Malagafanginn, í síðustu viku vegna gruns um aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar. Rúm 40 ár eru liðin frá hvarfi Guðmund-ar og Geirfinns en endurupp-tökunefnd rannsakar nú málið á ný, og voru þeir handteknir vegna nýrra vísbendinga í málinu.

Þórður Jóhann, eða Doddi eins og hann er jafnan kallaður, hefur hlotið þyngsta refsidóm sem hef-ur fallið í hæstarétti, þegar hann var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir manndráp árið 1993, aðeins tíu árum eftir að hann varð öðrum manni að bana. Doddi lauk betr-

unarvistinni árið 2006, og segist hafa haldið sér á beinu brautinni síðan. Hann upplifir handtökuna sem aðför að sér og sinni fram-tíð, enda skyndilega flæktur inni í alræmdasta sakamál Íslands-sögunnar.

„Þetta var bara eitthvert ljúg-vitni,“ segir hann um ástæðu þess að hann hafi verið handtekinn í tengslum við málið, en sjálfur var hann 17 ára gamall þegar Guð-mundur og Geirfinnur hurfu.

„Ég var spurður hvort ég hefði verið farþegi í bjöllu árið 1974 á Hamarsbrautinni,“ segir Doddi.

„Stefán [Almarsson, Malaga-fanginn] átti að vera að keyra bíl-inn. Hann á að hafa misst stjórn, keyrt á eitthvert skilti og svo á Guðmund,“ útskýrir Doddi þegar hann er spurður hvað lögreglan vildi honum. „Þetta var nú bara einhver lygasaga, og ef ég hefði verið höfundur hennar, þá hefði ég nú látið okkur rúnta um á flott-ari bíl,“ segir Doddi og hlær.

frettatiminn.is [email protected]@frettatiminn.is

32. tölublað7. árgangur

Föstudagur 24.06.2016

„Það er verið að reyna að stúta mér og framtíð minni“

Landslið í fjölmenningu EM sýnir svipmót hinnar nýju Evrópu

Ég þarf ekki mikið plássÓlafur Björn á kollegíi á Stúdentagörðum

16

32

Þórður Jóhann Eyþórsson segir það alrangt að hann tengist með einhverjum hætti hvarfi Guðmundar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Þórður Jóhann Eyþórsson hafnar því alfarið að tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Saga drengs úr VogahverfinuNánar er rætt við Þórð Jóhann inni í blaðinu.

8

22

Á flótta undan fátæktinni í Póllandi B Jadwiga, Artur og Marta sækja matinn í Heiðmörk

ÓTAKMARKAÐURLJÓSLEIÐARI

ÓTAKMARKAÐURFARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

8,2X4,7CM.indd 1 2.6.2016 13:09:08

Nauthólsvík del SolÍ sandölum og ermalausum bol

Sumarfjör og sumarhátíðir

ReykjavíkTangarhöfða 8

Sími: 590 2000

Reykjanesbær

Njarðarbraut 9

Sími: 420 3330

Opið virka daga frá 9 til 18

og laugardaga frá 12 til 16.

Verið velkomin í reynsluakstur.

FJÖLHÆFUR OG SPARSAMUR VINNUFÉLAGI

Opel Vivaro

1,6 dísel ECOFLEX notar aðeins 6,1l/100 km

miðað við blandaðan akstur.

Verð frá 3.379.000 kr. án vsk.

Kynntu þér Opel Vivaro á opel.is eða á benni.is

OPEL VIVARO

Sérblað um sumarhátíðir

á Íslandi sumarið 2016

Löggur í skaðabótamál gegn yfirstjórnSpillingarrann-sóknin svartur blettur, segir for-maðurinn

2

Bílaleigur miklu stærri en makríllinnÁhrif ferðamanna á hagkerfið fara stigvaxandi

Ekki missa af marki!Dragðu úr tíðni klósettferða meðan á leik stendur

20% afsláttur*

af SagaPro í vefverslun SagaMedica með afsláttarkóðanum

„EM2016“

*Gildir til 15. júlí

www.sagamedica.is

HLEYPUR Í PRINSESSUKJÓL FYRIRGOTT MÁLEFNI

SVAVA VAR FYRSTAKONAN Í EINSTAKLINGSKEPPNIWOW CYCLOTHON

GOTT AÐ VAKNA MEÐ

GLEÐI Í HJARTA Á MÁNUDÖGUM

STARFAÐI MEÐFÖRÐUNARFRÆÐINGISTJARNANNA

FÖSTUDAGUR 24.06.16

ÞAÐ ÞARF LÍKA AÐ HLÚA AÐ AÐSTANDENDUM KYNFERÐISBROTAÞOLA

HJALTI VIGFÚSSON

SUMAR­HÁTÍÐIR

12 SÍÐNA SÉRBLAÐ

6

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Viðurkenndur endursöluaðiliDJI vörurnar fást í iStore

Inspire 1 v2.0

Phantom 4

á tilboði!379.990kr (verð áður 489.990)

verð

249.990krverð frá

98.990kr

Phantom 3

Page 2: 24 06 2016

2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

Lögregla Fleiri en eitt skaðabótamál gæti verið í uppsiglingu vegna fíkni-efnalögreglumanns sem var hreinsaður af grun um mis-ferli fyrir tæpum mánuði.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

„Æra lögreglumannsins hefur beðið stórkostlegan hnekki,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssam-bands lögreglumanna, um mál lög-reglumannsins sem var hreinsaður af grun um misferli í starfi fyrir tæp-um mánuði. Hann er snúinn aftur til starfa sinna innan lögreglunn-ar en Snorri segir að málinu sé síð-ur en svo lokið. „Maðurinn íhugar nú stöðu sína, meðal annars skaða-bótamál. Fleiri lögreglumenn sem flæktust með einum eða öðrum hætti inn í rannsóknina eru einnig að skoða réttarstöðu sína,“ segir Snorri

„Hann er ekki lengur að sinna því starfi sem hann hafði með hönd-um og hafði mikinn áhuga á,“ seg-ir Snorri. „Málið snýst um að rétta hans hlut að fullu og skaðabótamál er eitt af því sem verið er að skoða,“ segir hann. „Það voru fleiri sem flæktust inn í þetta mál og biðu tjón af. Meðal annars Aldís Hilmarsdótt-ir sem hefur þegar lýst því yfir að hún sé að skoða réttarstöðu sína, þá eru þrír aðrir að fara yfir málið, þar sem þeir telja að málið hafi skaðað starfsferil þeirra hjá lögreglunni.“

Snorri segir að það vegi þungt í þessu sambandi hversu langan tíma málið hafi tekið. Fyrst hafi þessar ávirðingar verið rannsakaðar árið 2012, en þá virðist sem þær komi fyrst fram. Árið 2014 hafi einnig farið fram innanhússrannsókn og síðan aftur núna í ár. Aldrei hafi fundist neitt misjafnt. Hann segir ekki útilokað að málið eigi rætur að rekja til valdabaráttu og togstreitu

innan embættisins. „Málið hefur sett svartan blett á lögregluna,“ seg-ir hann. „Það þarf að koma upp á yfirborðið hvernig þessi áburður varð til og fara nákvæmlega ofan í saumana á því, hvaða áhrif hann hefur haft á starfsferil þeirra lög-reglumanna sem komu við sögu.“

Með nýrri skipan hefur ávana- og fíkniefnadeildin verið lögð nið-ur. Miðlæg rannsóknardeild hefur tekið við rannsókn fíkniefnamála, ofbeldismála og fjármálamisferlis. Snorri segir eftirsjá að deildinni.Fíkniefnamál hafi ákveðna sér-stöðu. Menn séu ekki kærðir fyrir fíkniefnabrot, það þurfi að sækja upplýsingar um þau út í samfélagið.

Mynd | Rut

Stjórnmál „Píratar vilja ekki hætta við eða tefja byggingu nýs Landspítala,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kapteinn Pírata.

Frétt í Fréttablaðinu um að Píratar hefðu samþykkt í rafrænni kosn-ingu að leggjast gegn byggingu nýs spítala við Hringbraut vakti hörð viðbrögð Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði að það mætti ekki með nokkru móti tefja byggingu nýs Landspítala. „Öryggi og mannslíf eru í húfi. Það er bókstaflega hættu-legt að flytja veikt fólk á milli húsa Landspítalans eins og nú þarf að gera. Ný staðsetning mun tefja bygginguna og setja fleiri mannslíf

í hættu,“ sagði Oddný.Helgi Hrafn segir frétt blaðsins

um samþykkt Pírata byggja á misskilningi. Píratar hafi samþykkt í apríl að fara ætti fram fagleg úttekt á staðarvalinu. Hann segir að slík úttekt myndi væntanlega innibera kostnaðinn við að hætta við fram-kvæmdir sem þegar væru hafnar og líkurnar á samþykkt því hverfandi.

„Persónulega finnst mér þessi tillaga koma of seint fram. Ég gæti sjálfur aldrei rökstutt ákvörðun um

að hætta við framkvæmdir eða talað fyrir henni. Það liggur ekki fyrir nein ákvörðun um að tefja fyrir þessum fram-kvæmdum eða falla frá þeim.“ | þká

Sýrlenskar konur í hópi flóttamanna á Akureyri hafa tekið því fagnandi að boðið var upp á sérstaka sund-tíma fyrir konur í sundlaug Glerár-skóla í vetur. Aðalsteinn Siggeirsson, umsjónarmaður laugarinnar, segir að hann hafi ákveðið að prófa þetta í fyrrahaust en hann hafði heyrt útund-an sér að sumar konur vildu frekar stunda laugarnar ef bara konur væru í hópi gestanna. Í árslok kom síðan hópur sýrlenskra flóttamanna til bæj-arins en konur úr þeirra hópi hafa verið duglegar að nýta kvennatímana en myndu aldrei nota almennings-laugar að öðrum kosti. Réttindagæslu-maður þeirra hjá bænum hefur einnig

rætt við forsvarsmenn bæjarins um hvort það sé hægt að stúka af sérstaka búnings- og sturtuaðstöðu fyrir kon-urnar

Til greina kemur að fjölga kvenna-tímum næsta vetur en þeir voru að-eins eitt kvöld í viku en um 20 til 30 konur sóttu tímana. | þká

Vilja ekki hætta við nýjan Landspítala

Persónulega finnst mér þessi tillaga

koma of seint fram, segir Helgi Hrafn.

Gæti aldrei talað fyrir því

Sund

Sýrlensku konurnar ánægðar með kvennatíma

5 íhuga skaðabótamál gegn yfirstjórn lögreglunnar

Málið setti svartan blett á lögregluna

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ekki útilokað að málið eigi rætur að rekja til valdabaráttu og togstreitu innan lögregluembættisins.

Maðurinn er snúinn aftur til starfa fyrir lögregluna en Snorri Magnússon segir að æra hans hafi beðið stórkostlegan hnekki.

Húsnæðismál Slæmt ástand er í Kvennaathvarfinu um þessar mundir þar sem fjöl-mennt er í húsinu. Konurnar eiga óvenju erfitt með að feta sig eftir dvölina þar, því þær eiga ekki séns á almennum leigumarkaði.

Að sögn Sigþrúðar Guðmunds-dóttur, framkvæmdastýru Kvenna-athvarfsins, bíða fátæktargildrur víða þeirra kvenna sem yfirgefa of-beldismenn sína og reyna að koma

undir sig fótunum. Hópurinn sem dvelur í athvarfinu er oft jaðar-settur vegna lítils tengslanets og bágrar félagslegrar eða fjárhagslegr-ar stöðu. Vegna húsnæðisvandans er óvenju erfitt að hefja nýtt líf og brjótast út úr ofbeldissambandi.

„Flestar þessara kvenna gætu komið sér á gott ról ef þær ættu tök á að ljúka námi, læra íslensku eða sækja endurhæfingu sem styrkir stöðu þeirra. Þær þurfa hinsvegar langoftast að hverfa í láglaunastörf þar sem þær eiga litla möguleika á

að bæta úr aðstæðum sínum.“Hún segir húsnæðisvandann stór-

an hluta af þessu því konurnar séu illa samkeppnishæfar á almennum leigumarkaði.

„Með litlar tekjur er ekki úr miklu

að moða á almennum leigumarkaði. Og þegar þær eiga ekki möguleika á að komast í sæmilegt húsnæði, verður það stundum til þess að þær snúa aftur heim til ofbeldismanns-ins. Staða þessara kvenna er slæm af mörgum ástæðum. Oft hafa þær ekki einu sinni aðgang að innbúi sínu. Það er hrikalega sárt að horfa á eftir konu með börn í þessar að-stæður. Einstæðar konur geta deilt leigu með einhverjum eða leigt sér herbergi, en konur með börn lenda oft verulega illa í því.“ |þt

Fá ekki leigt og lenda í fátæktar gildru eftir dvöl sína í Kvennaathvarfinu

Sigþrúður Guð-mundsdóttir segir húsnæðisvandann bitna illa á konum í Kvennaathvarfinu.

Vegna húsnæð-isvandans er óvenju erfitt að hefja nýtt líf og brjótast út úr of-beldissambandi.

Verktakar bera fyrir sig fáfræði um kjaramál

Ekki kærðir til lögreglu ef þeir bæta ráð sittVerkalýðsmál Undirverk-takar sem greiða verkafólki langt undir lágmarkslaun-um eru ekki kærðir til lög-reglu ef þeir bæta ráð sitt.

Allt hefur verið á suðupunkti vegna verkamanna sem starfa langt und-ir lágmarkslaunum á Húsavík og nágrenni, en þeir eru hér á snær-um undirverktaka sem starfa fyr-ir íslensk fyrirtæki. Í öllum tilfell-um hafa verktakarnir lofað bót og betrun eftir að verkalýðsfélagið á staðnum setti þeim úrslitakosti. „Stundum bera þeir fyrir sig fá-fræði eða misskilning,“ segir Aðal-

steinn Baldursson, formaður verka-lýðsfélagsins Framsýnar, en málin eru ekki kærð til lögreglu ef verk-takarnir samþykkja strax að bæta ráð sitt og gera löglega samninga við starfsfólkið. Hann segir að lög-reglan sé þó ávallt upplýst um stöðu mála í verstu tilfellunum, það sé því hægðarleikur að fletta mönnum upp í málaskrám gerist þeir ítrekað brotlegir.

Tvö mál hafa komið upp nýlega þar sem erlend starfsmannaleiga ætlaði að greiða lettneskum og pólskum verkamönnum langt und-ir lágmarkslaunum, allt niður í 580 krónur á tímann. | þká

Page 3: 24 06 2016

LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003 LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002KRINGLUNNI - S: 553-0500www.hrim.is

Skráðu þig á brúðargjafalista á

www.hrim.is

ÚTSKRIFT2016

Brúðkaup2016

Page 4: 24 06 2016

4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

alla föstudaga og laugardaga

Sjónvarp Fram undan er þaulseta fyrir framan sjónvarpið um helgina fyrir þá sem hafa bæði áhuga á pólitík og fótbolta. Fyrir utan venjulega fréttatíma bjóða sjónvarpsstöðvarnar upp á sextán klukkutíma af beinum útsendingum frá leikjum frá laugardegi til mánudagskvölds og 12 klukkutíma af kappræðum og kosningasjónvarpi.

Samtals eru þetta 28 klukkustundir á rétt rúmlega þremur sólarhring-um; frá kvöldinu í kvöld þegar kappræður hefjast í Ríkissjónvarp-inu og þar til f lautað verður til leiksloka í leik Íslands og Englands í Nice á mánudagskvöldið.

Ef við gerum ráð fyrir að tve-ir leikir fari í framlengingu og að áhugasamir horfi í korter á EM--stofuna og líka á kvöldfréttatíma sjónvarpsstöðvanna þá má reikna með að hinir áhugasömustu muni

sitja fyrir framan sjónvarpið í um 33 klukkustundir, frá 18.30 í kvöld og fram undir klukkan 21 á mánu-daginn.

Ef við drögum frá 8 tíma svefn á hverri nóttu þá munu tveir þriðju hlutar vökutímans fara í áhorf á fót-bolta og forsetakosningar.

Viðskipti Framleiðslufyrir-tækið Zik Zak er farið í þrot.

Kvikmyndaframleiðslufyrirtæk-ið Zik Zak hefur verið úrskurðað gjaldþrota, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu sem birt var í gær. Fyrirtækið hefur verið starf-andi í sextán ár og framleitt á ann-an tug kvikmynda. Fyrsta mynd fyrirtækisins var myndin Fíaskó sem var jafnframt fyrsta kvikmynd Ragnars Bragasonar leikstjóra sem er hugsanlega þekktastur fyrir Vaktarseríurnar svokölluðu. Zik Zak framleiddi einnig kvikmynd-ir Dags Kára, meðal annars Nóa

Albínóa og The Good Heart. Stutt-myndin, Síðasti bærinn í dalnum, var einnig framleidd af fyrirtæk-inu, en myndin var tilnefnd til Ósk-arsverðlauna.

Helstu aðstandendur fyrirtækis-ins eru þeir Þórir S. Sigurjónsson og Skúli Malmquist. Ekki náðist í þá við vinnslu fréttarinnar. -vg

Zik Zak leggur upp laupana

Sjónvarpshelgin mikla

28 klukkustundir af kosningum og fótbolta

Sjónvarpsdagskrá hinna áhugasömustuFöstudagur18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 219.00 Kvöldfréttatími Ríkissjónvarpsins19.55 Kappræður forsetaframbjóðendaLaugardagur13.00 Sviss – Portúgal16.00 Wales – Norður Írland18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 219.00 Króatía – Portúgal19.00 Kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins19.10 Kosningasjónvarp Stöðvar 222.00 Kosningavaka RíkissjónvarpsinsSunnudagur12.00 Aukafréttatími Stöðvar 212.00 Aukafréttatími Ríkissjónvarpsins13.00 Frakkland – Írland16.00 Þýskaland – Slóvakía18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 219.00 Ungverjaland – Belgía19.00 Kvöldfréttir RíkissjónvarpsinsMánudagur16.00 Ítalía – Spánn18.00 Kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins18.30 Kvöldfréttir Stöðvar 219.00 Ísland – England

Þórir S. Sigurjónsson var annar eigenda fyrirtækisins, en hann starfar enn við framleiðslu kvik-mynda erlendis.

„Hoppaði í loftið og gólaði af gleði“ Myndlist Egill Sæbjörns-son fer fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringinn á næsta ári. Verkið mun hann vinna í samvinnu við tröll sem hann kynntist fyrir hálfu ári.

„Ég hoppaði upp í loftið og gólaði af gleði og dansaði um herbergið,“ segir Egill Sæbjörnsson aðspurður um viðbrögð sín þegar í ljós kom að hann færi fyrir hönd Íslands á Fen-eyjatvíæringinn. „Við sem komum að lokum til greina vorum búin að bíða í tvær vikur eftir niðurstöðum svo við vorum orðin mjög spennt. Það var búið að kynda mann svo lengi. En þetta er bara rosalegt.“

Aðspurður um verkið segir Eg-ill það verða spes því að því komi tröll sem hann kynntist fyrir hálfu ári. „Tröllin vita ekkert mjög mik-ið um mannlegt samfélag en það eru samt þau sem eru að fara til Feneyja. Þau hafa verið að fylgjast með mér gera myndlist og prófa

að gera eins og það hefur verið mjög gaman. Þau eru mjög stór og skapmikil og með miklar langan-ir og vildu endilega gera sýningu með mér enda eru þau rosalegar frekjur. Ég gafst bara upp og leyfði þeim að vera með í þessu líka, ég mun hjálpa þeim og halda utan um þetta.“

Og hvernig leið þeim að heyra að þið væruð á leið til Feneyja?

„Þau voru rosalega glöð. En þau eru líka svo gráðug í að komast og gera þetta, það er eiginlega hrikalegt. En þetta verður rosalega skemmtilegt, það sem skemmtileg-asta sem ég hef komist í.“ | hh

Dómsmál Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir segir of mörg mál látin niður falla og slíkt sé beinlínis vand-ræðalegt þegar kemur að kynferðisbrotum.Valur Grettisson [email protected]

„Lögmenn eiga að láta reyna meira á þetta í einkamálum,“ segir lög-maðurinn Helga Vala Helgadóttir varðandi það að fara í einkamál í kjölfar árásarmála sem hafa verið látin niður falla hjá lögreglu eða saksóknara. Slík mál eru í bígerð hjá lögmannsstofu Helgu Völu, en að sögn Helgu er það réttlætis-kenndin sem drífur fólk áfram til þess að sækja slík einkamál.

Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst eru 11 ár liðin síðan einkamál var höfðað á svipuðum forsendum, en þá höfðaði kona einkamál gegn þremur mönnum sem áttu að hafa nauðgað henni. Í fyrstu kærði hún málið til lögreglu, en það var að lokum látið niður falla hjá ríkissak-sóknara þar sem það þótti ekki lík-legt til sakfellingar.

„Það eru alveg ofboðslega mörg mál látin niður falla,“ segir Helga Vala og bætir við að það sé mjög hátt hlutfall þegar kemur að kyn-ferðisbrotum. „Það er vandræða-legt hvað það fara fá mál áfram í þeim málaflokki og ég vil meina að þegar dómarar fá ekki nauðsynlega reynslu til þess að skoða afleiðingar og viðbrögð brotaþola, eða hegðun hinna kærðu í kjölfar brota, þá sé ekki að finna nægilega mikla breidd í málunum sem fara fyrir dóminn,“ segir Helga Vala.

Hún telur að ákæruvaldið, hér-aðssaksóknari og ríkissaksóknari, séu allt of ragir við að láta á reyna að gefa út ákærur í brotaflokknum, og það komi í raun niður á réttar-kerfinu. Þannig sé sakfellingarhlut-fall í ofbeldismálum sem fara fyrir dóm afar hátt, en það segir þó að-eins hálfa söguna, enda aðeins lít-ill hluti allra kærðra ofbeldisbrota sem ná svo langt sem inn í dómsali landsins.

Það var síðast árið 2005 sem kona sigraði í hæstarétti þar sem hún fór í mál við þrjá karlmenn sem áttu að hafa nauðgað henni í sumar-bústað. Kærurnar voru látnar niður falla þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan sigraði hins-vegar í einkamálinu, bæði í héraði og hæstarétti. Var mönnunum gert skylt að greiða henni rúma milljón

í skaðabætur.Helga Vala segir að sönnunarkraf-

an í einkamálum sé minni en í saka-málum en bótakrafan í slíkum mál-um er sambærileg og í sakamálum – og hleypur oft á milljónum.

Aðspurð hvað drífi brotaþola áfram til þess að fara í einkamál, svarar Helga Vala: „Tilgangurinn er alltaf sá að fá einhverskonar rétt-læti.“

Hún segir ennfremur að það sé ekki útilokað að farið verði í einka-mál vegna eltihrellamála en, eins og Fréttatíminn hefur fjallað um, þá eru slík mál oft afar þung í vöfum þegar kemur að því að ákæra í þeim og oftar en ekki látin niður falla.

Lögmaður vill láta reyna meira á einkamál þegar réttarkerfið bregst

Undirbýr einkamál vegna kynferðisbrots

Helga Vala Helgadóttir vill láta reyna meira á einkamál þegar réttarkerfið bregst

Mynd | Hari

Það eru alveg ofboðslega mörg mál látin niður falla.

Egill Sæbjörnsson og frek tröll munu fara á Feneyjatvíær-inginn á næsta ári.

„Perkele! Útlendingastofnun neitar mér um ríkisborgararétt, í bili a.m.k.! Og ég fæ ekki að kjósa á laugardag. Þetta segir Lena Nyberg, finnsk kona, sem hefur verið búsett á Íslandi í 30 ár.

„Vegna þess að ég fór í skiptinám til Finnlands í 6 mánuði fyrir tveim árum telst ég ekki hafa búið hér nógu lengi til að fullnægja skilyrðum um ríkis-borgararétt,“ segir hún á Facebook-síðu sinni.

Lena segir að lögfræðingar Útlendingastofnunar telji að lögheim-ili og aðsetur sé það sama. „Ég borg-aði hér þó bæði skatta og útsvar þessa mánuði sem ég var úti en það virðist ekki skipta máli,“ segir Lena sem benti sjálf á það í umsókninni að hún hefði farið í skiptinám með þessum afleiðing-um. | þká

Útlendingastofnun

Neitað um ríkisborgararétt eftir 30 ára búsetu

Lena Nyberg segir að lögfræðingar Útlendingastofn-unar telji að lögheimili og aðsetur sé það sama.

Page 5: 24 06 2016

Tekur appelsínur í karphúsið

Áhugaverðar staðreyndir um mikið magn C-vítamíns og ótrúlega hæfileika paprikunnar til að skipta litum

Geymist bestí 15°–18°hita

Er oft notuð til að fegra mat því þótt hún bragðist mjög vel gefur

fallegur litur hennar mjög sérstakt yfirbragð

islenskt.is

Er algjörlega fitusnauðog inniheldur

lítið af kaloríum

Á að vera þétt og föst í sér og með fallegum og sterkum lit þegar hún er keypt

Er fyrst græn áður en hún breytir um lit

Er svo rík af C-vítamíni að hún jafnast á við fjórar appelsínur

Paprikur eru til í gulum, rauðum,grænum, appelsínugulum, fjólubláum og meira að segja brúnum lit

Inniheldur B6-vítamín

ÍSLE

NSK

A SI

A.IS

SFG

447

61 0

6/09

Page 6: 24 06 2016

6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

Aðeins 48.930 kr.

Stillanlegur hægindastóll.

með skemli. Dökkgrátt

slitsterkt áklæði.

Fullt verð: 69.900 kr.

SILKEBORGhægindastóll30%

AFSLÁTTUR

Afgreiðslutími sjá

www.dorma.isHoltagörðum, 512 6800

Smáratorgi, 512 6800

Dalsbraut 1, Akureyri

Skeiði 1, Ísafjörður

KlikkuðopnunartilboðKomdu í Dorma

HallóZzzmáratorgDormaverslanirnar eru þar með orðnar fjórarSama verð á öllum stöðum

Aðeins 99.900 kr.

KOLDINGhægindastóll

Aðeins 79.900 kr.

Stillanlegur hægindastóll.

með skemli. Rautt eða

grátt slitsterkt áklæði.

Fullt verð: 109.900 kr.

KOLDINGhægindastóll

28%AFSLÁTTUR

Stillanlegur hægindastóll

með skemli. Svart eða

grátt leður.

Fullt verð: 139.900 kr.

27%AFSLÁTTUR

Ferða­menn leysa dagleg vanda málFerðalög Einar Á. Sæ-mundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöll-um, tók meðfylgjandi myndir af ferðamönnum í þjóðgarðinum sem hafa leyst praktísk vandamál á afar fjölbreytilegan hátt.

Þessir ferðamenn á Þingvöllum hafa leyst salernismálin án milligöngu íslenskra stjórnvalda.

Og þessir puttaferðamenn virtust afar vel útbúnir í útivistarfatnaði með

bakpoka. En það sem ekki kemst í bakpokann er væntanlega í tröllaukinni

ferðatösku á hjólumr.

Og þessir ferðamenn notuðu inn-kaupakerru við að ferja farangurinn

milli Gullfoss og Geysis.

Túrismi Þótt eyðsla ferða-manna sé innspýting inn í hagkerfið þá hefur hún langmest áhrif á ferða-mannagreinarnar sjálfar sem tútna út: Flutningar, bílaleigur, ferðaþjónusta, gisting og veitingahúsageir-arnir eru að verða að megin-stoðum íslensks atvinnulífs. Bara bílaleiga til útlendinga er orðinn mun veigameiri þáttur í hagkerfinu en mak-rílveiðar.Gunnar Smári [email protected]

Ekkert bendir til að farið sé að draga út aukningu ferðamanna á Íslandi. Þvert á móti bendir flest til þess að aukningin í ár verði enn meiri en í fyrra. Og það á ekki bara við um fjölda ferðamanna heldur bendir greiðslukortanotkun er-lendra ferðamanna til þess að hver ferðamaður eyði meiri fjármunum á Íslandi í ár en í fyrra. Við fáum því fleiri túrista sem eyða meiru.

Þar ræður mestu að ferðamönn-um frá Bandaríkjunum fjölgar mest. Þeir eyða miklum fjár-munum, langt yfir meðaltali. Að-eins Svisslendingar eyða meiru en Bandaríkjamenn. Í fyrra voru Bandaríkjamenn innan við 20 pró-sent af fjöldanum en þeir stóðu hins vegar að baki um 25 prósent af eyðslunni.

Mest úr verðmætustu stofnunumEf við litum á ferðamenn sömu aug-um og sjávarafla myndum við segja að mikilvægt væri að auka veiðar úr verðmætustu stofnunum. Það er því mikilvægt út frá hagsmun-um ferðaþjónustunnar, sem eru hratt að verða jafnframt hagsmun-ir þjóðarinnar, að ferðamenn frá Bandaríkjunum verða líklega í ár meira en sex sinnum fleiri en þeir voru árið 2010. Á sama tíma hef-ur ferðamönnum fjölgað rúmlega þrefalt.

Bandaríkjamenn ná að vega upp litla eyðslu Breta, en þeim hefur líka fjölgað hratt undanfarin ár. Ef við búum til einskonar eyðslukörfu úr ferðamönnum þá má ætla að um 25 prósent fjölgun ferðamanna í ár geti gefið allt að 30 prósent aukna eyðslu innanlands. Svo mikið veg-ur sú staðreynd að ferðamönnum frá þjóðum sem eyða miklu fjölgar hraðar en hinum.

Stigmagnandi vöxturReyndar benda upplýsingar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar til að aukningin geti orðið mun meiri en þetta. Á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst greiðslukortanotkun er-lendra ferðamanna um 55 prósent á

Ferðamenn eyddu hálfum milljarði á dag fyrstu mánuði ársins

Áhrif ferðamanna á hagkerfið stigmagnast

Ferðamenn á beit í íslenska hagkerfinu. Ef fer sem horfir mun greiðslukorta-eyðsla ferðamanna á Íslandi verða um 75 til 80 milljörðum króna meiri í ár en í

fyrra. Það er næstum 60 prósent verðmætis alls landaðs sjávarafla í fyrra. Og það er bara aukningin. Ferðamenn munu strauja kort sín á Íslandi í ár fyrir meira en

65 prósent hærri upphæð en verðmæti alls sjávarfangs sem landað var í fyrra.Mynd | Hari

Greiðslukortanotkun erlendra ferðamanna á Íslandi fyrstu fimm mánuði hvers árs í milljörðum króna á núvirði.Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar

Þótt eyðsla ferðamanna sé inn-spýting inn í hagkerfið þá hefur hún langmest áhrif á ferðamanna-greinarnar sjálfar sem tútna út: Flutningar, bílaleigur, ferðaþjón-usta, gisting og veitingahúsageir-arnir eru að verða að meginstoðum íslensks atvinnulífs. Bara bílaleiga til útlendinga er orðinn mun veigameiri þáttur í hagkerfinu en makrílveiðar.

Hlutdeild mismunandi geira í greiðslukortaeyðslu ferðamanna í milljörðum króna.Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar

Mest í flutninga, gistingu og ferðaþjónustu

Gisting12,8

Veitingahús12,8

Menning1,6

Önnur þjónusta4,0

Verslun8,2

Bíla­leigur8,1

Flutningar16,4

Ferða­þjónusta11,7

Eyðsla ferðamanna fer stigvaxandiEyðsla erlendra ferðamanna á Ís-landi óx um heil 55 prósent fyrstu fimm mánuði þessa árs, úr 48 millj-örðum króna í 75 milljarða. Árið á undan var sambærilegur vöxtur 39 prósent og 25 prósent árið þar á undan. Greiðslukortaeyðslan bend-ir til að áhrif ferðamanna á íslenskt samfélag fari stigvaxandi.

2012 2013 2014 2015 2016

22,527,8

34,8

48,3

74,6

föstu verðlagi frá í fyrra. Árið áður var aukningin 39 prósent en 25 pró-sent tvö árin þar á undan.

Þetta er ævintýralegur vöxtur og dregur fram nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist við með viðeig-andi aðgerðum til að mæta þessari aukningu.

Ef horft er til síðustu ára þá hefur aukning fyrstu fimm mánuðina haft forspárgildi fyrir árið allt. Í því ljósi

má reikna með að vöxturinn yfir árið í heild geti orðið um 50 pró-sent. Ef það gengur eftir má reikna með að erlendir ferðamenn noti greiðslukort sín á Íslandi fyrir um 235 milljarða króna í ár

Slík eyðsla jafngildir um 650 milljónum króna á dag að meðaltali. Það er um 450 milljónum króna meira á dag en var fyrir aðeins fjór-um árum.

Page 7: 24 06 2016

Michelsen_MBL_255x390_M116710BLNR_0214.indd 1 04.02.14 12:19

Page 8: 24 06 2016

8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

Siemens kæliskápar á sumartilboði.

Gildir til 24. júní eða meðan birgðir endast.

KæliskápurKG 36VUW20

Hvítur, 186 sm. Útdraganleg „crisper-Box“- skúffa sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. LED-lýsing. „lowFrost“-tækni: Lítil klakamyndun. Stór „bigBox“-frystiskúffa. Hraðfrysting.H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.

Tilboðsverð:

Fullt verð: 94.700 kr.74.900 kr.

Kæliskápur stál 186 smKG 36VVI32

Stál, 186 sm. Orkuflokkur A+. Útdraganleg „crisperBox“-skúffa sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. LED-lýsing. „lowFrost”-tækni: Mjög lítil klakamyndun og affrysting auðveld. Stór „bigBox“-frystiskúffa. Hraðfrysting. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.

Tilboðsverð:

Fullt verð: 133.900 kr.104.900 kr.

Sakamál „Það vita það allir sem vilja að þetta er tómt bull,“ segir Þórður Jóhann Eyþórsson, en hann var handtekinn ásamt Sigurði Stefáni Almarssyni, þekkt-astur sem Malagafanginn, í síðustu viku vegna gruns um aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar. Rúm 40 ár eru liðin frá hvarfi Guðmundar og Geirfinns en endurupp-tökunefnd rannsakar nú málið á ný eftir að Ögmund-ur Jónasson, þáverandi inn-anríkisráðherra, kom á fót rannsóknarnefnd um málið. Valur [email protected]

Þórður Jóhann, eða Doddi eins og hann er jafnan kallaður, hefur hlot-ið þyngsta refsidóm sem hefur fallið í hæstarétti, þegar hann var dæmd-ur í 20 ára fangelsi fyrir manndráp árið 1993, aðeins tíu árum eftir að hann varð öðrum manni að bana. Doddi slapp út úr fangelsi árið 2006 og segist hafa haldið sér á beinu brautinni síðan. Hann upp-lifir handtökuna sem aðför að sér og sinni framtíð, enda skyndilega flæktur inni í alræmdasta sakamál Íslandssögunnar.

Dularfullt hvarf GuðmundarEn byrjum á einkennilegu hvarfi Guðmundar Einarssonar. Í sem stystu máli var Guðmundur á

dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnar-firði í janúar árið 1974. Hann varð viðskila við félaga sína sem fóru til Reykjavíkur. Síðar um nóttina segj-ast tvö vitni hafa séð til Guðmundar ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni, sem síðar átti eftir að verða dæmd-ur fyrir morðið á Guðmundi sem og Geirfinni. Þeir félagar eiga að hafa verið að reyna að stöðva bíla sem áttu leið hjá í því skyni að fá far aftur heim til Reykjavíkur. Þegar þeim tókst ekki að fá far gengu þeir heim til Sævars Cielsielski og Erlu Bolladóttur sem áttu heima á Ham-arsbraut í Hafnarfirði. Þar fyrir var Tryggvi Rúnar Leifsson. Eftir því sem greinir í dómi hæstaréttar urðu átök á milli Guðmundar og Sævars,

Kristjáns Viðars og Tryggva Rúnars vegna ósættis um áfengiskaup, en Guðmundur færðist undan því að leggja fram fé til slíkra viðskipta. Lést hann í átökunum, að því er greinir frá í dómi hæstaréttar. Al-bert mun svo hafa aðstoðað hina þrjár við að flytja líkið út í Hafnar-fjarðarhraun, þar sem það var lagt í gjótu, en fært þaðan aftur á ann-

an stað nokkru síðar. Líkamsleifar Guðmundar hafa aldrei fundist, eins og kunnugt er.

Tryggvi, Sævar og Kristján voru allir dæmdir fyrir morðið á Guð-mundi. Allir drógu þeir vitnisburð sinn til baka strax árið 1977 og hafa sakað lögreglu og fangaverði um að hafa þvingað játningarnar fram.

Nokkur orð um MalagafangannSigurður Stefán Almarsson er fædd-ur árið 1956 og er því sextugur í ár. Hann fékk nafngiftina Malaga-fanginn á níunda áratugnum þegar hann var handtekinn á Malaga á Spáni fyrir innbrot í íslenskt sum-arhús. Fékk hann að dúsa í tæpt ár í fangelsi í landinu en DV fjallaði

Þórður Jóhann hafnar alfarið að tengjast hvarfi GuðmundarÞórður Jóhann Eyþórsson hefur afplánað tvo refsidóma fyrir morð. Nú hefur hann verið bendlaður við alræmdasta sakamál seinni tíma en hann segir handtökuna aðför að framtíð sinni.

Guðmundur Einars-son hvarf í Hafnarf-irði í lok janúar árið 1974. Lik hans hefur aldrei fundist.

Þórður Jóhann Eyþórsson, eða Doddi Double eins og hann hefur stundum verið kallaður, var sakfelldur fyr-ir tvö morð áður en hann varð fertugur.

Page 9: 24 06 2016

*Um 74% þátttakenda í könnun Gallup, sem var unnin fyrir kokkalandsliðið, nefndu lambakjötþegar þeir voru spurðir hver þjóðarréttur Íslendinga væri.

8,4% Fiskréttir 73,9% Lambakjötsréttir 17,7% Annað

Þjóðarréttur Íslendingaer lambakjöt

73,9%

17,7%

8,4%

Page 10: 24 06 2016

10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is

áraábyrgð5

Reynsluaktu nýjum Audi A4Öflugri, sparneytnari og snjallari: Nýr Audi A4 sameinar tækni og fagurfræði með einstökum hætti. Nýstárlegt Audi Virtual mælaborð með 12,3 tommu háskerpu LCD skjá og Bang & Olufsen hljómkerfi (valbúnaður) með þrívíðu hljóði gefa innanrýminu áhrifamikið yfirbragð.

Komdu og reynsluaktu nýjum Audi A4 sem er margverðlaunaður um allan heim.

ítarlega um vistina á sínum tíma, enda einsdæmi á þeim tíma að Ís-lendingur afplánaði í fangelsi svo fjarri heimahögunum. Úr varð að Stefán hlaut samúð þjóðarinnar og hóf DV söfnun fyrir Stefán árið 1985. Upphæðin sem safnaðist fyrir hann er á reiki, en mun hafa verið á bilinu 60 til 100 þúsund krónur. Til gamans má geta uppreiknuð nemur upphæðin um 500 til 800 þúsund krónum á verðlagi dagsins í dag.

Stefán var þó enginn nýgræðing-ur þegar kom að því að sitja í fang-elsi. Hann hafði margsinnis setið inni á Litla-Hrauni og ræddi Frétta-tíminn meðal annars við samferð-armenn Stefáns sem afplánuðu með honum hér á landi skömmu áður en hann fór til Spánar.

„Honum var aldrei treystandi, það var helst það,“ sagði einn fangi sem mundi vel eftir Stefáni. Hann sagði Stefán ekki hafa verið mjög hátt skrifaðan á meðal glæpamanna á Litla-Hrauni. Stefáni er lýst sem myndarlegum manni á yngri árum, hann var hverfull og mikill fíkill. Æskuvinir hans voru meðal annars Bubbi Morthens tónlistarmaður og svo Þórður Jóhann, sem síðar átti eftir að verða dæmdur fyrir tvö morð.

Þegar Fréttatíminn hafði sam-band við Bubba sagðist hann ekki vilja tjá sig um þá félaga. Hann sagði þó í lok skeytisins sem hann sendi blaðamanni: „Báðir eru góðir drengir í kjarna sínum.“

Æskuvinir úr VogunumÞórður Jóhann Eyþórsson er ári yngri en Malagafanginn en þeir ólust upp í Vogunum þegar hverf-ið markaðist af gríðarlega hraðri uppbyggingu og ungu fjölskyldu-fólki. Börnin og unglingarnir háðu hatramma götubardaga sem Doddi og Stefán tóku þátt í, auk þess sem

börnin léku sér í Grafarvoginum og sigldu á öllu sem hægt var að sigla á. Allt frá flekum yfir í bílhræ.

„Við vorum bara æskufélagar, lékum okkur saman á skellinöðrum og svona,“ segir Doddi í viðtali við Fréttatímann þegar hann rifjar upp æskuárin. Strax á unglingsaldri fór slæmt orð af Stefáni og sagði einn viðmælandi Fréttatímans að hann væri enn hræddur við Stefán, kom-inn á miðjan aldur, enda alræmdur strax á unglingsaldri.

Doddi aftur á móti virtist annars-konar maður. Á meðan Stefán braust ítrekað inn og fjármagnaði vímuefnaneyslu sína naut Doddi mikillar kvenhylli á yngri árum en átti á sama tíma í erfiðri baráttu við Bakkus.

„Við hættum að hanga saman upp úr 16 ára aldri, svona eins og gerist oft með æskufélagana,“ út-skýrir Doddi sem fór þá þegar að huga að alvöru lífsins á meðan Stef-án hélt áfram á braut smáglæpa. Í fróðlegri grein dagblaðsins Eintaks frá árinu 1994 – sem rithöfundur-inn Gerður Kristný skrifaði – kem-ur fram að Doddi hafi verið farinn að búa með konu átján ára gamall og eignuðust þau sitt fyrsta barn, stúlku, skömmu síðar.

Barnsmóðir hans sagði í viðtali við Gerði Kristnýju á þessum tíma, þegar hún lýsti Dodda: „Mér fannst Doddi vera mikill persónuleiki og það var mikið í hann spunnið þegar vín var ekki annars vegar. Það var þægilegt að búa með honum þó hann sé svolítil karlremba. Honum

finnst að konan eigi að sjá um heim-ilið og þrífa. Doddi er líka vissulega skapmikill en þess á milli er hann ljúfur. Svo er hann mikill pabbi og hefur alltaf verið óbeinn uppalandi þrátt fyrir fangelsisvistina.“

Doddi DoubleÁrið 1983, þegar Doddi var 26 ára gamall, varð hann Óskari Árna Blomsterberg að bana. Hann stakk Óskar Árna í slagsmálum þegar þeir voru á fylliríi í heimahúsi í miðborg Reykjavíkur. Árásina mátti rekja til slagsmála þeirra á milli nokkru áður, þar sem Doddi varð undir. Í dóminum segir að hann hafi stung-ið Óskar nokkrum sinnum, eða fjór-um sinnum í bakið, og fékk Doddi að dúsa inni í 7 ár. Tíu árum síðar, 1993, myrti Doddi Ragnar Ólafsson. Sá hafði verið í tygjum við kærustu Dodda, sem hafði átt við alvarlegan vímuefnavanda að stríða. Doddi var dæmdur í ævilangt fangelsi í hér-aði, en hæstiréttur mildaði dóminn og fékk hann 20 ára fangelsi. Það er þyngsti refsidómur sem kveðinn hefur verið upp í Hæstarétti Ís-lands.

Þegar Doddi var spurður á sínum tíma hversvegna hann hefði myrt Ragnar, svaraði hann: „Ragnar var að reyna að fá stúlkuna aftur í dóp-ið.“

Eftir þetta hefur Þórður Jóhann verið þekktur sem Doddi Double á meðal þeirra sem til þekkja.

Og þá að samhengi hlutanna Stefán virðist nátengdur Guð-mundar- og Geirfinnsmálinu, en hann hefur áður tvívegis komið ábendingum til lögreglu sem tengj-ast málinu. Þá heldur Erla Bolla-dóttir því fram að Stefán hafi bent á hana og hennar félaga í því skyni að hefna sín á Kristjáni Viðari Við-arssyni, sem átti eftir að verða

Eintak fjallaði um líf Þórðar og varp-

aði athyglisverðu ljósi á líf hans.

Erla Bolladóttir hefur haldið því fram að framburður Stefáns hafi orðið til þess að hún var handtekin.Skjáskot | RUV

Stefán Almarsson, oftast kallaður Malagafanginn, hlaut samúð þjóðar-innar á níunda áratugnum og söfnuðust um 800 þúsund krónur á

verðlagi dagsins í dag þegar hann sat inni í spænsku fangelsi.

Page 11: 24 06 2016

fErSk PlönTusEnDinGsToFupLöntUr, KryDdJurTIr, jArðaBerJaPlönTur ofL

oRkIdeUtIlbOð1.990kR

Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is

20%

24 sumarblóm 4.180kr að eigin vali (F1fræ)

20 stjúpur 3.490krað eigin vali (F1fræ)

oPið Til 21 ölL kVölD

AFSLÁTTUR AFW Sumarblómum og garðrósumW Matjurtum og kryddjurtumW Ávaxtatrjám og berjarunnumW Garðhúsgögnum og vermireitum W Sláttuvélum og tjarnarvörum

SUMARSMELLUR

LíFrænT GælUdýrAfóðuR

20% KynNiNgaRafSlátTur

Kosningavendir og útskriftargjafir Kosningavendir og útskriftargjafir

LíFrænT GælUdýrAfóðuR fErSk PlönTusEnDinGsToFupLöntUr, KryDdJurTIr, jArðaBerJaPlönTur ofL

Page 12: 24 06 2016

12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

dæmdur fyrir bæði morðin.Þannig heldur Erla því fram að

upplýsingar Stefáns hafi leitt til þess að þau voru handtekinn mánuði eft-ir að Stefán benti á þau, og svo úr-skurðuð í gæsluvarðhald, grunuð um manndráp.

Í samtali við Dodda vandaði hann Stefáni ekki kveðjurnar.

„Þetta var bara eitthvert ljúg-vitni,“ segir hann um ástæðu þess að hann hafi verið handtekinn í tengslum við málið, en sjálfur var hann 17 ára gamall þegar Guðmund-ur og Geirfinnur hurfu.

„Ég var spurður hvort ég hefði verið farþegi í bjöllu árið 1974 á Hamarsbrautinni,“ segir Þórður. „Stefán átti að vera að keyra bíl-inn. Hann á að hafa misst stjórn, keyrt á eitthvert skilti og svo á Guð-mund,“ útskýrir Þórður þegar hann er spurður hvað lögreglan vildi honum. „Þetta var nú bara einhver lygasaga, og ef ég hefði verið höf-undur hennar, þá hefði ég nú látið okkur rúnta um á flottari bíl,“ segir Þórður og hlær.

„Ég lét nú bara dóttur mína fletta því upp á skattkortinu mínu hvar ég var. Þá kom í ljós að ég var að vinna á Eskifirði á þessum tíma,“ segir Þórður og bætir við: „Þetta er bara tilbúningur frá a-ö.“

Lögreglan virðist því vera að skoða hvort ekið hafi verið á Guð-mund þetta kvöld og þá hugsanlega hvort að ökumaður og farþegar hafi svo losað sig við lík Guðmundar þar sem ökumaður hafi átt að vera ölv-aður.

Verið að stúta framtíð minni„Ég verð nú að viðurkenna að ég átti ekki von á þessu,“ segir Þórður spurður hvað honum finnist um að hafa verið bendlaður við málið um 40 árum síðar. Hann segir að Stefán hafi áður nefnt nafn sitt í tengslum við málið í skýrslutökum hjá lög-reglu, en sjálfur hafi Þórður ekki vitað af því fyrr en hann mætti til yfirheyrslu í síðustu viku.

„Ég vissi ekki af þessum fyrri vitnisburði,“ segir Þórður. Hann segist einnig undrandi á handtöku-skipun lögreglunnar, „Ég hefði nú bara mætt ef ég hefði verið boðað-ur í skýrslutöku. Þessi yfirheyrsla tók nú ekki nema um hálftíma. Ég spurði lögfræðinginn minn að því, og þeir halda nú sínum tímum til haga til þess að fá greitt fyrir sína vinnu,“ segir Þórður.

„Ég á nú ekki bara eintóma vini. Ég held að það sé bara verið að

reyna að stúta framtíðinni minni,“ segir Þórður sem er einnig ósáttur við að hann hafi verið kallaður óreglumaður í fjölmiðlum. „Ég er atvinnubílstjóri, og það segir sig sjálft að óreglumenn halda ekki lengi í bílprófið,“ segir Þórður sem losnaði út af Litla-Hrauni árið 2006. Hann hefur síðan unnið ýmsa verkamannavinnu.

Vinnur, étur og sefurÍ grein Gerðar Kristnýjar kom fram að Þórður hefði átt erfitt með að aðlagast samfélaginu aftur eftir að hafa afplánað fyrir fyrra morðið. Spurður hvort það sama hefði átt við nú, þegar hann sat í fangelsi í rúm tíu ár, svarar Þórður: „Ég ber mikla virðingu fyrir Gerði, hún skrifaði góða grein á sínum tíma. Þetta er alltaf vinna. Ég hef lítið annað gert undanfarin ár en að vinna, éta og sofa. Svo kom hrunið og ég varð atvinnulaus í nokkurn tíma, en svo fékk ég aftur vinnu. Ég hef í raun unnið hjá sama fyrirtæk-inu síðan ég losnaði.“

Þórður hefur því unnið sig í gegnum erfiðasta hjallann og virð-ist enn eiga í góðu sambandi við dóttur sína sem nokkuð er fjallað um í grein Gerðar. Þórður reynir að halda sig á beinu brautinni og virð-ist ganga vel, að eigin sögn.

Í lokaorðum greinar Gerðar Kristnýjar árið 1994 varpar Þórður áhugaverðu ljósi á áfengisböl sitt. Því ljúkum við greininni á tilvitn-un í greinina, þar sagði Þórður um eigin glæpi: „Tilfinningin að hafa banað tveimur mönnum er auð-vitað ólýsanleg. Það er ekkert sem getur bætt fyrir það, hvorki fanga-vist né annað. Annars hugsa ég ekki mikið um sjálfan mig. Ég hef heldur áhyggjur af dóttur minni og þeim áhrifum sem þetta hefur hana. Þetta virðist þó ekki há henni neitt í skólanum og hún er minn helsti stuðningsmaður. Það hefur alltaf verið gott samband á milli okkar og við getum talað um allt. Þess vegna hef ég sagt henni frá þessu eins og það gerðist og bent henni á hvað áfengi og vímugjafi geta haft hörmulegar afleiðingar; Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég hefði framið þessa glæpi edrú.“

„Ég var spurður hvort ég hefði verið farþegi í bjöllu árið 1974 á Hamarsbraut-inni.“

Mikið var fjallað um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fjölmiðlum, og var umfjöll-unin af ólíkum toga. Meðal annars var í fyrstu fjallað um umfangsmikla leit að

Guðmundi, sem var upphaflega talinn hafa orðið úti á leið heim til sín.

108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15

VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS

HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ

SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENNT VIÐHALD

Áreiðanleg vörn alla nóttina. Þú upplifir hreinleika og

ferskleika þegar þú vaknar.

Eini tíðatappinn með verndandi SilkTouch™ vængjum

NÝJUNG!

JJ2408

Page 13: 24 06 2016

samsungsetrid.is

sÍÐumúla 9 · sÍmi 530 2900lágmúla 8 · sÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYrir Heimilin Í landinu

Fögnum íþróttasumrinu með nýrri árgerð, 2016-17

55” Samsung KS9005T

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

Tryggðu þér besta sætiðmeð 55” Samsung sjónvarpi

samsung 2016-17

55” Samsung KS7005 55” Samsung KS7505

SUHD TV SUHD TV

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

kr. 479.900,-

kr. 359.900,- kr. 399.900,-

samsung 2016-17 samsung 2016-17

R1-muLTIROOm HÁTaLaRI

FYLgIR ÞEssum sJÓnVÖRPum

Page 14: 24 06 2016

Kjósum öllog kjósum framtíðina!

Á morgun kjósum við forseta Íslands. Þar fáum við

tækifæri til að sýna að við höfum kjark og þor til

þess að standa með framtíð barnanna okkar. Að við

stöndum með lýðræðinu og með náttúru landsins.

Við getum sýnt í verki að við óttumst ekki

komandi ár heldur tökum þeim fagnandi.

Við erum íbúar í landi sem okkur ber skylda

til að rækta og vernda.

Við eigum að nota einstaka aðstöðu okkar til að byggja upplýst og

fallegt samfélag. Við getum unnið saman, hjálpað hvert öðru og

styrkt hvert annað og stækkað. Framtíðin er okkar ef við stöndum

saman og sýnum dirfsku og þor. Það er ekkert að óttast!

Page 15: 24 06 2016

Kjósum öllog kjósum framtíðina!

Á morgun kjósum við forseta Íslands. Þar fáum við

tækifæri til að sýna að við höfum kjark og þor til

þess að standa með framtíð barnanna okkar. Að við

stöndum með lýðræðinu og með náttúru landsins.

Við getum sýnt í verki að við óttumst ekki

komandi ár heldur tökum þeim fagnandi.

Við erum íbúar í landi sem okkur ber skylda

til að rækta og vernda.

Við eigum að nota einstaka aðstöðu okkar til að byggja upplýst og

fallegt samfélag. Við getum unnið saman, hjálpað hvert öðru og

styrkt hvert annað og stækkað. Framtíðin er okkar ef við stöndum

saman og sýnum dirfsku og þor. Það er ekkert að óttast!

Page 16: 24 06 2016

16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

Í Fréttatímanum hefur undanfar-ið verið fjallað um hvernig fyr-irsjáanleg fjölgun ferðamanna mun umbreyta íslensku sam-

félagi. Í heildina litið eru þetta já-kvæðar breytingar. Við erum stödd á upphafsmetrum meiri vaxtar í gjald-eyristekjum en varð hér á stríðsár-unum.

Auknar gjaldeyristekjur munu styrkja stoðirnar undir atvinnulífinu og efnahagnum. Þær munu einnig styrkja blessaða krónuna. Efnahags-stjórn næstu ára mun snúast um að halda verðgildi krónunnar niðri í stað þess að halda henni uppi.

Þessum vexti fylgja erfið og snúin verkefni. Sum snúa að ferðaþjónust-unni sjálfri en önnur að öðrum deild-um samfélagsins.

Stjórnvöld þurfa að hrista af sér slenið og lyfta sér af vegasjoppu- og útihátíðarstiginu hvað varðar aðbún-að ferðamanna. Byggja þarf upp stór-ar þjónustumiðstöðvar með veitinga-sölu, salernisaðstöðu, fræðslu og verslun við Þingvelli, Geysi, Gullfoss, Jökulsárlón og fleiri vinsæla staði. Þar vantar aðstöðu sem getur árlega tekið á móti einni til þremur milljón-um manna. Verkefni dagsins er ekki að bjóða út rekstur á kömrum.

Stjórnvöld þurfa ekki aðeins að styðja við fyrirsjáanlega upp-byggingu ferðaþjónustu heldur ekki síður að gæta að gæðum og neyt-endavernd fyrir ferðamennina. Gera þarf átak til menntunar starfsfólks og byggja upp opið gæða- og verðmat til að beina ferðafólki þangað sem besta þjónustan fæst fyrir lægsta verðið.

Ferðamannaþjónustan er þegar orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins. Með fyrirsjáanlegum vexti mun mikilvægi hennar aukast enn frekar. Íslendingum stendur til boða að verða meðal þeirra þjóða sem hafa mestar tekjur hlutfallslega af ferðaþjónustu. Til að ná þeirri stöðu og viðhalda þurfa stjórnvöld að rífa sig upp úr hagsmunagæslu fyrir hefðbundnar undirstöðugrein-ar og snúa sér af alvöru að upp-byggingu ferðaþjónustu.

Þótt ferðaþjónustan muni þjást af vaxtarverkjum næstu árin er hætt er við að mestur sársaukinn komi fram annars staðar.

Ferðaþjónustan getur skapað mikið af láglaunastörfum en hins vegar hlutfallslega fá störf sem henta ungu og menntuðu fólki. Á sama tíma mun fjölgun ferða-manna þrengja að húsnæðiskostum ungs fólks. Íbúðarhúsnæði verður breytt í gistiheimili, fasteignaverð mun hækka og byggingarverk-takar munu fremur byggja hótel en íbúðarhúsnæði.

Við þessu þarf að bregðast með húsnæðisstefnu sem tryggir öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Setja þarf lög sem tryggja réttindi leigjenda og verja þá fyrir snöggri hækkun leiguverðs. Slíkar reglur eru til í öllum siðuðum lönd-um. Það er löngu tímabært að Ís-lendingar taki þær upp.

Ríki og borg þurfa síðan sjálf að byggja upp mikið af leiguhús-

næði, ein sér eða í félagi við verka-lýðshreyfinguna. Slíkt hefur verið gert í nágrannalöndum okkar og reynst vel. Réttlátur leigumarkað-ur sprettur ekki upp af sjálfum sér. Ísland er sönnun þess.

Stjórnvöld þurfa líka að stórauka framlög til rannsókna og nýsköpun-ar til að virkja innstreymi fjármagns til að skapa betur launuð störf. Að öðrum kosti munum við áfram sjá á eftir ungu menntuðu fólki. Land-flóttinn getur orðið krónískur þrátt fyrir auknar tekjur og meiri hag-vöxt, studdur áframhaldandi lélegri atvinnustefnu.

Samhliða þessum aðgerðum þarf nýja stefnu varðandi innflytjend-ur og flóttamenn. Ferðaþjónustan mun draga til landsins tugi þúsunda starfsmanna á næstu árum. Það er óverjandi að það fólk verði fyrst og fremst flutt inn af fyrirtækjum í leit að ódýru vinnuafli. Setja þarf á stofn virka mannréttindavernd fyrir fólk sem hingað leitar og stór-aukna þjónustu við nýbúa.

Mikil fjölgun ferðamanna breytir forsendum annarra atvinnugreina. Það er til dæmis fráleitt að flytja ís-lenskt lambakjöt til New York þegar ljóst er að New York-búar muni flykkjast til Íslands. Þegar fólkið kemur til lambanna er óþarfi að flytja lömbin til fólksins.

Nú þegar er íslenskur landbúnað-ur hættur að anna eftirspurn eftir smjöri, eggjum, kjúklinga- og nauta-kjöti. Aukinn ferðamannastraumur gerbreytir öðrum forsendum bú-vörusamnings. Byggðasjónarmið hans standast ekki lengur. Landbún-aður var líklega aldrei besta tækið til að tryggja dreifða byggð, en hann er það sannarlega ekki lengur. Ferða-mannaþjónusta hefur kveikt nýtt líf í sveitunum og mun gera það enn frekar á næstu árum. Það er ekki bara gagnslaust heldur skaðlegt að styrkja á sama tíma atvinnugreinar sem hafa litla vaxtarmöguleika og skaffa starfsfólki sínu léleg laun.

Gunnar Smári

FERÐAMENN BREYTA ÖLLU

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

SVÍNVIRKARFYRIR HÓPA

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

ELDHÚSIÐER OPIÐ

11.30–23.30

KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu.

FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL• Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald• Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði• Bar• Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur

Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar.

Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!

GASTROPUB

Page 17: 24 06 2016

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.EN

NEM

M /

SIA

• N

M76

056

SÓL Á SPOTTPRÍSMALLORCA

Frá kr. 49.995 m/hálft fæði innf.Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð.28. júní í 7 nætur.

Ola Tomir Aparthotel

Allt að 60.000 kr. afsláttur

Frá kr.44.995

Allt að64.000 kr.afsláttur á mann

COSTA DEL SOL

Frá kr. 72.795 m/ekkert fæði innif.Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 98.295 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.30. júní í 11 nætur.

Aguamarina Costa Del Sol

Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann

Frá kr. 75.150 m/hálft fæði innif.Netverð á mann frá kr. 75.150 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 106.1395 m.v. 2 fullorðna í íbúð.1. júlí í 7 nætur.

Aparthotel Voramar

Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann

SALOUTENERIFE

Frá kr. 99.795 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 99.745 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 102.695 m.v. 2 fullorðna í íbúð.29. júní í 7 nætur.

Tamaimo Tropical

Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann

Frá kr. 99.095 m/allt innifalið.Netverð á mann frá kr. 99.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 144.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.27. júní í 10 nætur.

Porto Platanias Village

Allt að 60.000 kr. afsláttur á mann

KRÍT KRÍT

Frá kr. 99.820 m/allt innifalið.Netverð á mann frá kr. 99.820 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 145.895 m.v. 2 fullorðna í íbúð.27. júní í 10 nætur.

Sirios Village

Allt að 60.000 kr. afsláttur á mann

Frá kr. 54.995 m/ekkert fæði innif.Netverð á mann frá kr. 54.995 m.v. 2 + 1 í íbúð/herbergi/stúdíói.Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herbergi/stúdíói.30. júní í 11 nætur.

Stökktu

Allt að 64.000 kr. afsláttur á mann

COSTA DEL SOL

MALLORCA

Frá kr. 92.595 m/hálft fæði innf.Netverð á mann frá kr. 92.595 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 104.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð.28. júní í 14 nætur.

Ola Tomir Aparthotel

Allt að 60.000 kr. afsláttur

Page 18: 24 06 2016

18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI

4BLS4KULTRA HD 3840x2160 SNJALLARA 48” SJÓNVARP MEÐ INNBYGGÐU 4K NETFLIX99.990

20ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR119.990

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

Jadwiga Soltysiak býr í Breiðholtinu ásamt Arturi syni sínum og Mörtu eigin-konu hans. Eins og margir Pólverjar á Íslandi koma þau frá austurhluta Póllands, Pólandi B, þar sem fátækt er meiri en vestan megin, landið strjálbýlla og sagan grimmari. Þegar Ryszard, eiginmaður Jadwigu, féll frá á besta aldri varð lífsbarátt-an hörð og Jadwiga sá ekki fram á að geta komið tveim-ur sonum sínum til manns og flutti til Íslands þar sem hún hefur búið sér og fjöl-skyldunni framtíð.Alda Lóa Leifsdó[email protected]

Á Íslandi búa um það bil 11 þúsund Pólverjar og helmingurinn á höfuð-borgarsvæðinu. Pólverjar koma til Íslands í leit að atvinnu og fá oftast vinnu við láglaunstörf þar sem ekki er krafist menntunar þrátt fyrir að oftar en ekki séu þeir með einhvers-konar fagmenntun fyrir. Soltysiak fjölskyldan í Efra-Breiðholti, þau Jad-wiga, Artur og Marta, eru öll með góða menntun sem hefur þó sjaldn-ast nýst þeim störfum þeirra á Íslandi.

Til Íslands byrjuðu Pólverjar að koma fyrst undir aldamótin en Pól-land komst undan áhrifavaldi Sov-étríkjanna 1991 þegar það sleit sam-bandinu við Sovétríkin. Fyrir og í kringum aldamótin komu Pólverjar til að vinna í fiski. Það var gjarnan fjölskyldufólk sem kom á þeim tíma og margar fjölskyldur settust að á Íslandi til frambúðar, sérstaklega á Vestfjörðum. Á sama tíma og Pólland gekk í Evrópusambandið 2004 var efnahagslegur uppgangur á Íslandi. Byggingargeirinn fylltist af pólskum karlmönnum og konur fengu störf við þrif og ýmis þjónustu- og um-önnunarstörf. Einnig má finna marga Pólverja í garðyrkju og matvælaiðnaði á Íslandi. Ný bylgja af pólsku verka-fólki til landsins er hafin í kringum nýjasta „búmmið“, ferðamanniðnað-inn á Íslandi.

Tungumálið og fólksflutningarnirFólksflutningar frá Póllandi hafa verið miklir alla tíð en mestir eftir seinni heimstyrjöldina. Flestir fluttu til Bandaríkjanna þar sem 11 milljónir Pólverja búa, aðrir fluttu til Kanada, Englands, Írlands, Brasilíu og annarra landa. Þess má geta að 55 milljónir, karlar og konur, tala pólsku um heim allan á meðan Pólverjar í Póllandi eru 38.5 milljónir. Pólland er á milli stór-

veldanna Rússlands, Þýskalands og Úkraínu. Saga Póllands er stormasöm og ofbeldisfull, en eftir stríð var Pól-landi skipt upp þannig að stór hluti af austur Póllandi fór undir Rússa en Gdansk og hluti af austur Þýskalandi undir Pólland.

Soltysiak í Efra-BreiðholtiJadwiga Soltysiak býr í Breiðholtinu ásamt Arturi, syni sínum, og Mörtu, eiginkonu hans. „Ég fæddist árið 1960, fólkið mitt er bændur og amma tók á móti mér við fæðingu heima á bóndabænum okkar sem er fyrir utan Lomza. Ég gekk 3 km á dag í skólann á hverjum degi. En til þess að ganga í framhaldsskóla þurfti ég að flytja til Lomza þar sem ég kláraði kokka- og þjónabraut við verslunarskólann. Eft-ir námið vann ég í bænum Piatnica á veitingastað. Eftir langa vakt vant-aði mig far heim á sveitabæinn þegar kunningi minn benti mér á að það væri ungur maður að fara á ball í ná-grenni við foreldra mína þar sem

Á flótta undan fátæktinni í Póllandi B

Íslendingar hafa ekki mikinn áhuga á slavneskri menningu, þeir líta meira til Bandaríkjanna. Kannski er það fátæktin í austrinu sem veldur því, segir Artur. Myndir | Alda Lóa

„Kúnninn varð hinn fúlasti og spurði hvort maður ætti að tala ensku eða íslensku á Íslandi? Og rauk síðan á dyr.“

Þykkni frá Winiary gerir gæfumuninn fyrir rabarbarsaftina, segir Jadwiga, en Winiary fæst í pólsku búðinni í Breiðholti sem gömul pólsk framleiðsluvara en er núna í eigu Nestle sem keypti fyrirtækið þegar Pólland sagði skilið við Sovétríkin.

Page 19: 24 06 2016

*Miða

ð við

upp

gefn

ar tö

lur fr

amlei

ðand

a um

elds

neyti

snot

kun

í blön

duðu

m a

kstri

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M7

51

86

Re

na

ult

Ka

dja

r o

g C

ap

tu

r 5

x3

8

BL ehfSævarhöfða 2 / 110 Reykjavík

525 8000 / www.bl.is

GE bílarReykjanesbæwww.gebilar.is420 0400

Bílasalan BílásAkranesiwww.bilas.is431 2622

Bílasala AkureyrarAkureyriwww.bilak.is461 2533

Bílaverkstæði AusturlandsEgilsstöðumwww.bva.is470 5070

IB ehf.Selfossiwww.ib.is480 8080

BL söluumboðVestmannaeyjum481 1313862 2516

Renault CapturDísil, sjálfskipturEyðsla 3,8 l/100 km*

Verð: 3.690.000 kr.Verð á mánuði 56.570 kr.**

Fleiri útgáfur í boði.Nánari upplýsingar á Renault.is

Renault Kadjar 2wdDísil, sjálfskipturEyðsla 3,8 l/100 km*

Verð : 4.390.000 kr.Verð á mánuði 67.278 kr.**

Fleiri útgáfur í boði.Nánari upplýsingar á Renault.is

Hefur þú kynnt þér Captur eða Kadjar frá Renault? Tveir spennandi kostir sem eru hlaðnir staðalbúnaði, 5 stjörnu öryggi og þekktir fyrir þægindi, tæknibúnað og frábært verð. Renault Captur er snaggaralegur bíll í millistærð með hátt undir lægsta punkt, frábær í akstri og fæst í mörgum litaútfærslum. Renault Kadjar er glæsilegur sportjeppi sem fæst bæði með framhjóladrifi eða öflugu fjórhjóladrifi. Kadjar er rúmgóður og einstaklega vel hannaður.Og að sjálfsögðu er sparneytnin í fyrirrúmi í öllum Renault bifreiðum.Þú kemst einfaldlega lengra á Renault.

VERIÐ VELKOMIN AÐ REYNSLUAKA NÝJUM RENAULT Í DAG.

GULLFALLEGIRCAPTUR OG KADJAR

**Mánaðarlegar afborganir í 84 mánuði samkvæmt fjármögnunar reiknivél á Lykill.is. Verð og afborganir geta breyst án fyrirvara.

„ÞÚ TANKAR SJALDNARÁ RENAULT“

Page 20: 24 06 2016

20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

ég bjó. Ég fékk far með þessum unga manni og settist upp á mótor-hjólið hans og við keyrðum heim til mín. En þegar við komum heim þá fleygði ég brauðinu inn sem ég hafði meðferðis inn til fjölskyldunnar og hélt sjálf áfram með Ryszard á ballið.“

Jadwiga átti eftir að vera með Rysz-ard bifvélavirkja næstu árin, þau giftu sig og eignuðust tvo litla drengi þá, Artur og Rafal, en þegar Artur var 12 ára dó Ryszard með ónýtt bris sem var rakið til eiturefna í bílalakkinu sem hann vann með. Jadwiga stóð ein uppi með tvo unga drengi sem voru ennþá í grunnskóla. „Þetta var erfitt hjá mér, ég vann í ostahúsi við að skera og pakka ostum í nokkur ár og fór svo á sumrin í jarðarberjatínslu til Þýskalands. Þar gekk ég marga kílómetra með jarðarberjakörfuna eftir endilöngum akrinum. Ég var svo þreytt eftir daginn í fótunum að fæturnir gátu varla hjólað með mig í háttinn á kvöldin. En tekjurnar dugðu ekki til, þrátt fyrir aðstoð, en mamma hjálpaði mér með strákana og foreldr-ar mínir gáfu okkur mat.“

Afi var riddari á hestiArtur segist vera náttúruunnandi og eiga mjög góðar minningar úr sveitinni hjá móðurafa og ömmu sinni. „Afi var járnsmiður og bóndi og þegar ég var barn sagði hann mér sögur úr stríðinu. Afi var riddari og reið hesti í hernum og hann sagði mér einu sinni að hann hafi barist ásamt gyðingi og þeir skutu á Þjóðverja í sjálfsvörn og syntu yfir á og flúðu yfir til austursins. Afi sagði mér líka frá vinum sínum sem fóru yfir þýsku landamærin að nóttu til og stálu hjól-um sem þeir fluttu yfir og seldu í Pól-landi.“

„En þegar ég var fimm ára flutt-um við frá Piatnica til Lomza, sem er falleg borg í brekku við ánna Narew. Áin liggur fyrir norðan Varsjá, hún

rennur frá ánni Visla og liggur eins og beint strik frá vestri austur til Hvíta--Rússlands. Það er bærinn minn þar sem ég ólst upp ásamt bróður mín-um og gekk í grunnskóla og mennta-skóla.“ Aðspurður um líf í Lomza fyr-ir ungan dreng svarar Artur að það sé allt öðruvísi en hérna, „skólinn strangur og samskipti drengjanna miklu hráslagalegri en á Íslandi, ekki svona kurteisi eins og hérna, mikið slegist og tekist á. Strákarnir voru að prófa eiturlyf, sumir fóru illa út úr því, drengur í blokkinni á móti okk-ur í Lomza er alveg kexruglaður af neyslu.“ Arturi finnst margt í pólsku samfélagi vera eins og Ísland fyrir 10-20 árum og tekur sem dæmi mál-efni samkynhneigðra sem hann seg-ir vera frekar íhaldssöm. En hann er bjartsýnn á að samfélagið eigi eftir að þroskast og batna í rétt átt, það gerist bara hægt.

Lomza í B-hluta PóllandsLomza er 60 þúsund manna borg í dag. Hún er í B-hluta Póllands, sem er hluti landsins fyrir austan ána Visla. Áin, sem rennur í gegnum höfuð-borgina Varsjá sem er í miðju landinu, skiptir Póllandi í A og B hluta. A-hlut-inn fyrir vestan ána með sín þýsku og austurrísku áhrif er ríkari af iðnaði og þar er örari uppbygging í dag. Land-flóttinn er aðallega frá B-hlutanum sem er Rússlandsmegin í austri. Sá hluti einkennist af dreifbýli og land-búnaði og hefur ekki náð sér á strik efnahagslega ennþá. Til Íslands koma flestir frá B-hlutanum, margir frá Kaszuby fyrir norðan Gdansk og einnig stór hluti frá Lomza sem var mikil gyðingaborg fyrir stríð. Árið 1931 voru íbúar þar 28 þúsund en fækkaði niður í 12 þúsund eftir stríð. Trúfrelsið sem hafði áður einkennt Pólland og gerði það að verkum að gyðingar, meðal annarra, settust þar að til þess að fá að lifa óáreittir með

sína trú, endaði með mestu ósköp-um tuttugustu aldar og 3,2 milljónir gyðingar af þeim 3,5 í Póllandi voru þurrkaðar út. Þjóðverjar réðust á Lomza árið 1939 og seinna sama ár afhentu þeir Stalín borgina.

Frændfólk í BolungarvíkÁrið 2000 sá Jadwiga ekki fram á að geta framfleytt sér og strákunum lengur á pólskum launum sínum og þegar hún frétti af frændfólki sínu sem var þegar flutt til Bolungarvík-ur og vann í fiski hafði hún sam-band við það. Fjölskylda hennar í Bolungarvík, sem hvatti hana til að koma til Íslands, hafði komið með þeim sem kallast önnur bylgja inn-flytjenda frá Póllandi en það er straumurinn sem kom til þess að vinna í frystihúsunum rétt áður og um sama leyti og Jadwiga kom til landsins. Það var yfirleitt fjölskyldu-fólk sem settist að. Rúmlega 70% af Pólverjum sem komu til Íslands fyrir 2010 til vinnu komu hingað í gegn-um fjölskyldutengsl. Frændfólk Jad-wigu fyrir vestan vinnur fæst í fiski lengur. Frændi hennar rekur pólska matvörubúð á Ísafirði ásamt pólskri konu sinni og frænka hennar vinnur í leikskóla og giftist Íslendingi.

Flutti á TindaÞegar Jadwiga mætti á flugvöllinn í Varsjá hitti hún aðra Pólverja sem voru á leið til Íslands að vinna. Hún hóf hún störf hjá Matfugli og flutti stuttu síðar á Tinda þar sem pólskt samverkafólk hennar bjó fyrir. Á morgnana keyrðu tveir fólksbílar með fólkið frá Tindum til vinnu hjá Matfugli í Mosfellsbæ. „Ég vann við ýmislegt þarna, hreinsa innyflin úr fuglunum, reita fjaðrir, þrífa og það sem þurfti að gera.“

Í dag býr Jadwiga í Efra Breiðholtinu í eigin íbúð sem hún á skuldlaust. Hún hjólar til vinnu þegar hún tekur ekki strætó í Sundahöfn þar sem hún vinnur hjá fyrirtækinu, Í einum græn-um. Hún byrjar vinnudaginn klukkan 7 á morgnana og lýkur honum klukk-an 15. Hún vinnur í mötuneytinu sem hentar henni vel enda lærði hún matseld en það má segja um Jadwigu að hún er afbragðs kokkur. Á kvöldin þrífur hún tannlæknastofu í Kópa-voginum.

Kom til Íslands í desember 2004 Artur og bróðir hans, Rafal, urðu eftir í íbúðinni í Lomza og kláruðu framhaldsskólann. Artur lærði tré-smíði og vann í tvö ár eftir skóla við þá iðn á meðan yngri bróðir hans kláraði menntaskóla. Snemma í des-ember árið 2004 kom Artur til Ís-lands þegar Jadwiga fékk vinnu fyrir hann hjá Matfugli. „Ég var nokkuð fær að grípa kjúklinga, hljóp á eftir þeim og greip svona tvo til þrjá í sitt hvora höndina. Þetta var nú frekar blóðug vinna. Í framhaldi af því fékk ég vinnu við mína iðngrein við smíði hjá fyrirtæki sem setti upp glerskála en missti þá vinnu 2008 þegar fyrir-tækið minnkaði við sig eftir hrun. Ég var atvinnulaus í 8 mánuði og nýtti tímann til þess að læra íslensku.

Ég hef unnið í pítsufyrirtækjum

síðan 2009, fyrst vann ég nokkra daga hjá Dominos en það var Lithái sem var yfirmaður þar og honum var eitthvað í nöp við mig og setti út á allt sem ég gerði, hann sagði mér upp áður en ég hafði náð tökum á pít-sugerðinni. Kannski var ég eitthvað óöruggur og hann var ekki að gefa neitt eftir heldur hreytti hann í mig ónotum. En stuttu eftir það fékk ég vinnu hjá Pizza Sbarro í Kópavogin-um þar sem ég hef unnið síðan. Ég er ekki eini Pólverjinn hjá því fyrir-tæki en nýlega voru ráðnir tveir aðrir, ungt fólk sem er nýkomið til Íslands en þau tala ekki íslensku og það hefur háð þeim. Unga stúlkan fékk einhver leiðindi yfir sig um daginn þegar hún gat ekki svarað einum kúnnanum. Kúnninn varð hin fúlasti og spurði hvort maður ætti að tala ensku eða ís-lensku á Íslandi? Og rauk síðan á dyr.“

Dreymir um eigið fyrirtækiArtur og Marta kynntust í brúðkaupi bróður Arturs en Marta er vinkona mágkonu Arturs. Stuttu síðar flutti Marta til Íslands og hefur þegar ver-ið hjá honum í fjögur ár. Marta er frá Varsjá, hún er einkabarn foreldra sinna, en hún missti pabba sinn fyrir einu ári. Pabbi Mörtu, Jan Kaja var velmetinn hagfræðingur í Póllandi og frægur fyrir að hafa þróað „lýsandi“ aðferð í hagfræði. Hann hafði sank-að að sér upplýsingum aftur til stofn-unar alþingis á Íslandi sem hann ætlaði að nota til þess að greina efna-hagsbreytur í íslensku efnahagslífi. Því miður dó hann frá því verkefni. Marta er ný hætt að vinna hjá Amer-ican Style þar sem hún var vaktstjóri. Hana dreymir um að opna sitt eig-ið fyrirtæki. Hún er þessa dagana að setja upp viðskiptaáætlun fyrir mat-sölustað. „Í eldhúsinu hjá American Style varð mér ljóst að ég hef áhuga á matargerð og það er það sem ég vil vinna við,“ segir Marta sem lærði markaðs- og auglýsingafræði í Varsjá. Marta er alls ekki sammála Arturi um það að konur séu eitthvað sjálfstæðari á Íslandi en í Póllandi. „Konur fá lægri laun en karlar hérna á Íslandi, alveg eins og í Póllandi, segir hún.“

Matarkistan HeiðmörkÞegar talið berst að samanburðinum á Íslandi og Póllandi þá er það helst að fá ávexti sem vaxa undir berum himni sem þau sakna frá heima-landinu. Þau safna sér líka fyrir hlut-um áður en þau kaupa og forðast að taka lán það er ekki mjög íslenskt. Þau telja það víst að Pólverjar eldi miklu meira heima en Íslendingar. Íslendingar fari meira út og kaupi til-búinn mat. „Það er kannski af því að það er ódýrara, segir Artur, að elda heima, en við eldum allt frá grunni og maturinn er líka betri þannig.“

Jadwiga kemur með fulla skál af hundasúrum sem hún tíndi um morguninn en þær notar hún í pólsku Sorrel súpuna. Jadwiga og Marta eru mjög hissa á Íslendingum hvað þeir nota lítið það sem vex í kringum okkur. Þær bera fram krukkur með hundasúrum í ediklegi, heimagerðar kjötbollur í ediklegi og þrjár tegund-ir af sveppum úr Heiðmörk í ediklegi

Hún klippir furunálatoppa og leggur í sykur-lög, en sírópið af því þykir allra meina bót og er tekið inn við öllum kvillum.

„Í eldhúsinu hjá American Style varð mér ljóst að ég hef áhuga á matargerð og það er það sem ég vil vinna við.“

krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 [email protected]

PICK&MIXÞú velur sjálf/ur hvaða liti þú vilt í þinn poka50% afsláttur af PLUSPLUS PICK&MIX barnum á laugardögum

PLUSPLUS kubbana fáið þið í verslun við Gylfaflöt

Soltysiak fjölskyldan í Efra-Breiðholtinu eldar allt frá grunni. Þeim finnst Íslendingar ekki nýta það sem náttúran býður, eins og hundasúrur sem eru dýrindismatur og uppistaðan í pólsku Sorrel súpunni.

Furunálagreinar í sykurlegi er pólskt húsráð við flensu.

og nýlagaða rabarbarasaft. Á haustin tína þær bláber í Heiðmörk og búa til sultu. Í matarkistunni í Heiðmörk tína þær líka skessujurt í súpur og klippa furunálatoppa sem lagðir eru í sykur-lög, en sírópið af því þykir allra meina bót og er tekið inn við öllum kvillum. Þegar ég kveð þessa pólsku fjölskyldu á laugardagseftirmiðdegi er ég leyst út með krukku af sveppum í ediklegi, heimagerðum karamellum og rabar-barakökusneið pakkaðri í álpappír og mér leið eins og ég væri fær í flestan sjó. Ég held ekki að ég hafi verið leyst út með matargjöfum af þessu tagi síðan fyrir þrjátíu árum hjá ömmu minni, henni Ollu.

Page 21: 24 06 2016

RÚM • SÓFAR • HVÍLDARASTÓLAR • HEILSUKODDAR • LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR • BORÐ • SÆNGUR

FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM

VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN

SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍKOpið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16

Í NÝJU VERSLUNINA

LÁTTU ÞÉR LÍÐA VELí�umar

Page 22: 24 06 2016

22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI

Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

BÚDAPEST Í UNGVERJALANDIEin af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

GDANSK Í PÓLLANDIHansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

RIGA Í LETTLANDIGamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

VERÐ FRÁ 87.900.-

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

„Þetta fólk horfir ekki mikið í kringum sig,“ sagði Michel Platini þegar menn byrjuðu að tala um regnbogaliðið sem sameinaði Frakkland sumarið 1998, heimsmeist-arana sem sömuleiðis voru kallaðir génération black, blanc, beur – svarta, hvíta og arabíska kynslóðin.Ásgeir H. Ingó[email protected]

Platini var þó ekki að gagnrýna jákvæðnina gagnvart fjölmenn-ingunni, heldur bara að benda á að þetta var ekkert nýtt. Sjálfur hafði Platini, sem er af ítölskum ættum, spilað með leikmönnum sem fæddir voru í Gvadalúpe, Martiník, Malí og Alsír þegar Frakkar urðu Evrópumeistarar 1984, auk þess sem hann var alls ekki einn um að vera innflytjenda-sonur. Platini sagði þessa umræðu 30 árum á eftir raunveruleikanum – en hún var raunar miklu lengra á eftir en það.

Gamlar og nýjar nýlendurByrjum á örfáum staðreyndum. Frakkar hernámu Alsír árið 1830 og ríktu þar fram að blóðugu frels-isstríði árin 1954 til 1962, en eftir það fékk Alsír sjálfstæði. Tveimur árum áður hafði Senegal feng-ið sjálfstæði frá Frakklandi, án blóðsúthellinga.

Karabíska eyjan Gvadalúpe og Reunion, eyja í Indlandshafi, stutt frá Madagaskar, eru hins vegar ennþá hluti af Frakklandi. Þetta eru bara brot af núverandi og fyrrverandi nýlendum Frakka – en þessar hafa kannski haft hvað mest áhrif á knattspyrnusögu þjóðarinnar.

Sú saga var í raun fjölþjóð-leg nánast frá byrjun. Alex Villaplane fæddist í Alsír árið 1905 og varð árið 1926 fyrsti landsliðsmað-ur Frakka af afrískum ættum. Fjór-um árum síðar þá var hann fyr-irliði liðsins í opnunarleik fyrsta heimsmeist-aramótsins. Ári síðar varð Raoul Diagne svo fyrsti blökkumaður-inn til þess að klæðast landsliðstreyjunni. En þar skildu þó leiðir þeirra tveggja; nú er annars þeirra minnst sem hetju og hins sem óþokka.

Eftir því sem fjar-

aði undan knattspyrnuferli Villaplane, eftir HM 1930, flæktist hann sífellt meir í undirheima Parísarborgar og þegar Þjóðverj-ar hernámu Frakkland áratug

síðar var hann farinn að smygla gulli. En nasist-arnir reyndu ýmislegt til að afla sér fylgis meðal franskra araba og gáfu meðal annars út dagblað

á arabísku þar sem Hitler var sýndur sem frelsar-

inn mikli, sem myndi frelsa þá undan oki

nýlendustefnu og kommúnisma.

Í kjölfarið var mynd-uð Norð-ur-afríska herdeildin,

SS-herdeild sem ætlað var

að hjálpa til við að koma frönsku

andspyrnunni fyrir kattarnef. Villaplane var foringi herdeildar-innar sem varð fljótt alræmd og sýndi

Regnbogi nýlenduvelda rís og fellur

Regnbogaliðið. Zidane, Thuram og félagar, fagna

heimsmeistaratitlinum.

Brautryðjandinn. Raoul Diagne, var fyrsti afríski blökkumaðurinn til að spila fyrir Frakkland og fyrsti landsliðsþjálfari Senegal.

Page 23: 24 06 2016

andspyrnumönnum litla miskunn og skutu meðal annars ellefu andspyrnumenn úti í skurði.

Flest bendir til þess að Villaplane hafi fyrst og fremst verið tækifærissinnaður glæpon, frekar en að hann hafi trúað áróðri nasista, enda reyndi hann að sýna á sér mildari hliðar þegar hann sá að nasistar voru að tapa stríðinu, sem kom þó ekki í veg fyrir að hann var tekinn af lífi eftir að bandamenn frelsuðu París – með franskar herdeildir, sem voru að meirihluta afrískar, í broddi fylkingar.

Raoul Diagne var fæddur í frönsku Gíneu en fluttist til Frakklands barnungur þegar senegalskur faðir hans, Blaise Di-agne, varð fyrsti svarti Afríku-búinn til þess að vera kosinn á franska þingið. Sonurinn varð svo brautryðjandi á fótbolta-vellinum, varnarmiðjumaður sem fékk viðurnefnið svarta köngulóin sökum þess hve leggjalangur hann var.

Hann hafði þó líklega mest áhrif eftir að ferlinum lauk – en árið 1960 varð hann fyrsti landsliðsþjálfari Senegal, sem hafði nýlega öðlast sjálf-stæði, og þótt hann hafi að-eins verið landsliðs-þjálfari í eitt ár voru áhrif hans sem þekktasta knattspyrnumanns Senegals slík að hann hefur ósjaldan verið

kallaður guðfaðir senegalskrar knattspyrnu. Hann var ennþá á lífi þegar Patrick Vieira, arftaki hans sem frægasti senegalski fótbolta-maðurinn, varð heimsmeistari með Frakklandi árið 1998 – og sömuleiðis þegar þessi sami Vieira mátti þola frægt tap gegn upp-runalandinu, Senegal, þegar þeir komust á sitt fyrsta heimsmeist-aramót árið 2002. Diagne lifði líka til að sjá það og dó svo seinna um haustið.

Alsírska andspyrnulandsliðiðFrakkar voru þó ekkert stórveldi í fótboltanum á millistríðsárunum. Þeirra fyrsta gullaldarlið vann brons á HM 1958 og var skipað

stjörnum á borð við hinn pólskættaða Raymond Kopa og markamaskínuna Just Fontaine, sem var fæddur í Marokkó. Það lið hefði þó verið enn sterkara

ef ekki hefði verið fyrir frelsisstríðið í Alsír sem var

þá í algleymingi.Mustapha

Zitouni var lyk-ilmaður í vörn landsliðsins og Rachid Mek-hloufi hafði rað-að inn mörkum fyrir Frakk-landsmeistara St. Etienne – en báðir flúðu þeir Frakkland í apríl 1958,

ÞÚ FÆDDIST TIL AÐ NJÓTA LÍFSINS.

Það er ekkert eitt leyndarmál sem skýrir velgengni FENDT.Tilfinning fyrir sönnum gæðum og þrotlaus vinna til að ná fullkomnun.

FENDT - EF ÞÚ ELSKAR AÐ FERÐAST.

VIKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 8l, hvít

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 3l, hvít

Söluaðilar: Húsasmiðjan, um allt land • Miðstöðin, Vestmannaeyjum Vaskur, Egilsstöðum • Rekstrarvörur, Reykjavik og RV.is

– fyrir ruslið

– fyrir þvottinn

– fyrir þína hluti

Curver fata m.fótstigi 30x27x45 cm - 20 l - svört

Curver fata m.fótstigi 31x35x70 cm - 40 l - svört

Curver fata með fótstigi Slim Bin - 25 l - málm

Curver fata m.fótstigi Slim Bin - 25x42x61 cm 40 l - málm

Curver taukarfa Style með loki - 45x26x62 cm - 60 l - hvít

Curver taukarfa Style með loki - 45x26x62 cm - 60 l - dökkgrá

Curver taukarfa Style með loki - 59x38x27 cm - 45 l - hvít

Curver taukarfa Style með loki - 59x38x27 cm - 45 l - svört

er komið aftur til Íslands!– körfur, box og fötur til allra nota

Knit

Ný lína

2016

Curver karfa Knit með höldum 3l, hvít

Curver karfa ferköntuð Knit með höldum 19l, hvít

Andspyrnufót-bolti. Mustapha Zitouni valdi andspyrnulið Alsír fram yfir HM.

Page 24: 24 06 2016

24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

SÖLUAÐILARReykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199

Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150

Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509

Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333

VélorfMikið úrvalvélorfa með

tvígengis- eðafjórgengismótor.Einnig rafknúin

orf.

ÞÓR FH

Akureyri:Lónsbakka601 AkureyriSími 568-1555

Opnunartími:Opið alla virka dagafrá kl 8:00 - 18:00Lokað um helgar

Reykjavík:Krókháls 16110 ReykjavíkSími 568-1500

Vefsíða og netverslun:

www.thor.is

skömmu fyrir HM, ásamt sjö öðrum leikmönnum af alsírskum uppruna og stofnuðu þeir lið sem spilaði fyrir hönd Alsírsku frels­ishreyfingarinnar og var nokkurs konar forveri alsírska landsliðsins. Þrátt fyrir mótmæli franska knattspyrnusambandsins spiluðu þeir tæplega hundrað leiki við lið víðs vegar að úr heiminum og vöktu mikla hrifningu fyrir góðan leik.

Samband þeirra við fyrrum fé­laga sína úr franska landsliðinu var þó áfram gott – frönsku lands­liðsmennirnir skrifuðu til dæmis allir utan á póstkort sem þeir sendu Zitouni frá Svíþjóð og Mek­hloufi átti eftir að snúa aftur til Frakklands eftir að frelsisstríðinu lauk og vinna þrjá meistaratitla í viðbót. Mörgum Frökkum var vissulega í nöp við hann en fyrir alsírska minnihlutanum var hann hetja.

Þrjátíu árum seinna varð svo hinn alsírskættaði Zinedine Zi­dane stærsta hetja franskrar knattspyrnusögu – og jafnvel al­sírskrar líka – þegar hann tryggði Frökkum sinn fyrsta heimsmeist­aratitil.

Fótboltafabrikkan í KaríbahafinuFranskir leikmenn af alsírsk­um og senegölskum ættum geta þó flestir ráðið núorðið hvort landsliðið þeir spila fyrir. Slíkt val hafa þó leikmenn frá eyjun­um Reunion og Gvadalúpe ekki, enda enn undir stjórn Frakka. Stjarna Frakka á núverandi Evrópumóti, Dimitri Payet, er fæddur og uppalinn í Reunion, en enn merkilegri er þó velgengni gvadalúpskra leikmanna, sem skáka jafnvel Íslendingum þegar kemur að höfðatölunni alræmdu. Þótt aðeins rúmlega 400 þús­und manns búi á eyjunni hefur hún alið af sér fótboltamenn á borð við Thierry Henry, Nicolas Anelka, Sylvain Wiltord, Lili­an Thuram, William Gallas og Kingsley Coman – og fjórir af þeim fjórtán leikmönnum sem komu við sögu í úrslitaleik heimsmeist­aramótsins 2006 hefðu verið löglegir með Gvadalúpe, þetta sumarkvöld þegar Zidane lauk ferlinum með því að stanga varnartröllið Marco Materazzi.

Rasisminn við enda regnbogansEn leikurinn var ekki bara svana­söngur Zidane, hann markaði líka endalok regnbogaliðsins fræga. Hinn umdeildi Raymond Domenech stýrði þeim í úr­slitaleiknum – og þangað komust þeir að margra mati þrátt fyrir Domenech, sú söguskoðun var al­geng að reyndari leikmenn liðsins hafi einfaldlega tekið völdin í bún­ingsklefanum þegar leið á mótið. Franska knattspyrnusambandið stóð þó þétt við bakið á sínum manni – og gerði það áfram eftir skelfilegt Evrópumót tveimur árum síðar.

Það sauð svo upp úr í Suður­Afríku sumarið 2010 þegar leikmenn fóru í verkfall á miðju móti og Frakkar fóru heim með skömm. Og núna þótti frönsku

Fyrir og eftir. Belgíska liðið 1986 var tölu-vert einsleitara en liðið í dag.

<< Fyrir

þjóðinni sinn eigin regnbogi ekki jafn fagur; orðræðan um landsliðið kallaðist á við vaxandi spennu í landinu – óeirðirnar í París árin 2005 og 2007 voru mönnum enn í fersku minni, en þar hafði Sarkozy Frakklandsfor­seti kallað óeirðarseggina óþverra (racaille) – og sama orð var nú haft um landsliðið. Íþróttamála­ráðherrann, Roselyne Bachelot, var einnig gagnrýnd fyrir að kalla liðið caïds immatures, en orðið caïd er slangur úr arabísku yfir smáglæpamenn.

Það kom betur og betur í ljós að fjölmenningin hugnaðist mörgum bara þegar vel gekk – en innflytj­endur urðu vandamál um leið og harðnaði á dalnum. Það var raunar í kjölfar gagnrýni þjóðern­ispopúlistans Jean­Marie Le Pen árið 1996 sem menn fóru fyrst að tala um regnbogaliðið – gagn­rýni Le Pen kom því harkalega í bakið á honum þá, en hins vegar tókst honum með þessu að setja málið á dagskrá og pólarísera umræðuna, þannig að um leið og harðnaði á dalnum fóru ólíkleg­ustu menn að enduróma boðskap hans, þótt í mildaðri útgáfu væri.

Gengi franska liðsins hefur vissulega batnað töluvert síðan 2010 – en þó virðist það ítrekað taka eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö skref fram á við. Laurent Blanc var til dæmis framan af mun vinsælli landsliðsþjálfari en Domenech – en það byrjaði að breytast eftir að samræður um að setja kvóta á afríska leikmenn í frönskum knattspyrnuakademí­um var lekið – þar sem Blanc virt­ist óþægilega jákvæður gagnvart slíkum hugmyndum.

Eftir ágætt heimsmeistaramót þá varð svo einni stærstu stjörnu liðsins, Karim Benzema, sparkað úr liðinu eftir mútuhneyksli – og þótt erfitt sé að mótmæla þeirri ákvörðun sem slíkri er athygl­isvert hversu kynþáttamiðuð viðbrögðin urðu. Það hefur verið talað um að Benzema, sem er ættaður frá Alsír, vilji spila fyrir Frakka en vilji ekki vera franskur, hann syngi ekki einu sinni þjóð­sönginn.

En Benzema er alinn upp í úthverfi Lyon, einu af hinum al­ræmdu banlieues sem umkringja franskar borgir. Þar er fátæktin oft svakaleg og lífsbaráttan hörð – og íbúarnir í miklum meirihluta innflytjendur. Margir franskir landsliðsmenn hafa alist upp í þessum úthverfum – og þar ligg­ur oft stærsti munurinn á þeim og hvítum kollegum þeirra, þetta snýst um stéttabaráttu ekki síður en húðlit.

Skjannahvítir Belgar taka litSíðasti leikur Platini á stórmóti var bronsleikurinn á HM 1986. Andstæðingarnir voru spútniklið Belga, sem áttu efnilegasta mann keppninnar, miðjumanninn Enzo Scifo. Hann átti það sameigin­legt með Platini að vera af ítölsk­um ættum. Fjölþjóðlegra gerðist belgíska liðið þó ekki, leikmenn þess voru allir fæddir í Belgíu og voru skjannahvítir á hörund.

Page 25: 24 06 2016

| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

einnig fáanlegar...

Designer Mints

Nýttbragð

Eftir nokkurn öldudal kom svo önnur gullaldarkynslóð fram í Belgíu – og hún var ólíkt fjöl-þjóðlegri; í hópi liðsins á þessu Evrópumóti eru leikmenn ætt-aðir frá Indónesíu, Kenýa, Malí, Marokkó, Martiník, Portúgal og Spáni – og heilir sex leikmenn liðsins gætu spilað fyrir gömlu nýlenduna Kongó – og Lukaku--bræðurnir eru raunar synir fyrr-um landsliðsmanns Zaire.

Þessi þróun á sér stað hjá fleiri og fleiri Evrópuþjóðum – þótt hún sé mest áberandi hjá Frökk-um, Belgum og Svisslendingum á þessu móti – og það er líklegt að þau landslið sem enn eru jafn menningarlega fábreytt og belgíska liðið 1986 verði það ekki mikið lengur. Fyrir þessu eru margar og samverkandi ástæð-ur. Nýlendustefnan hefur þýtt að örlög herraþjóða og gamalla nýlendna eru samtvinnuð ára-tugum og öldum eftir að form-legum yfirráðum lauk. Svo eru hvítir Evrópubúar að eignast færri og færri börn og þurfa á hjálp innflytjenda að halda við að halda mannfjöldanum við. Flótta-mannastraumurinn frá Sýrlandi og öðrum löndum í austri mun vafalítið geta af sér merkilegar innflytjendakynslóðir á næstu áratugum.

Þessar kynslóðir finna sig margar fyrst í fótboltanum, því þótt fótbolti sé vinsæll með-al flestra stétta þá virðist hann ósjaldan þrífast best í fátækt. „Ég hyggst hlaupa eins og svartur maður svo ég geti lifað eins og hvítur,“ sagði kamerúnski leika-maðurinn Samuel Eto‘o eitt sinn. Sagan um fátæka götustrákinn sem brýst úr örbirgð í ríkidæmi sökum knattfimi er löngu orðin klisja – en það er umhugsunar-vert hversu algengt er að innflytj-endur séu áberandi í boltasparki þótt þeir séu lítt sýnilegir í öðr-um efri lögum þjóðfélagsins.

Eftir að fótboltamenn hætta eru þeir svo misjafnlega sýni-legir – en leikmenn heimsmeist-araliðsins frá 1998 hafa þó fæstir horfið af sjónarsviðinu. Einn þeirra, varnarmaðurinn Lilian Thuram, hefur verið ötull í að verja innflytjendur og gagnrýndi meðal annars Sarkozy forseta fyr-ir að sýna raunveruleika franskra innflytjenda lítinn skilning. Áður hafði hann svarað áðurnefndum Jean-Marie Le Pen fullum hálsi og staðið fyrir sýningu um skræl-ingjasýningar fortíðarinnar.

Þegar hann fer í heimsóknir í franska skóla þá fer hann með heimskort með sér – nema kortið snýr öfugt við það sem við erum vön og skyndilega eru Evrópa og Suður-Ameríka efst á kortinu. „Ætlunin er að fá þig til að horfa á heiminn upp á nýtt – og sjá að ef þú komst frá Afríku þá getur hún verið í miðju heimsins ekk-ert síður en Evrópa eða Banda-ríkin,“ sagði Thuram í viðtali við Guardian – og svo er bara spurning hvort sífellt litríkari fót-boltalið Evrópu geti kennt okkur að sjá þennan gamla heim upp á nýtt.

<< Fyrir Eftir >>

Page 26: 24 06 2016

26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

Retro hattur

Hljómsveitin Retro Stefson mun troða upp á Græna hattinum á Ak-ureyri í kvöld. Þó nokkur tími er liðinn síðan sveitin hefur túrað um landið en nýverið gaf hljómsveitin út splunkunýtt lag og myndband. Allir á Hattinn til að hlýða á nýja tóna Retro Stefson. Hvar? Græni hatturinn

Hvenær? Kl. 22

GOTT

UM

HELGINA

Heilsaðu Jóni

Jónsmessa er

í dag en það er

fæðingarhátíð Jó-

hannesar skírara. Þó

hátíðin hafi ekki verið

í hæstu hávegum höfð

hér á landi má gera

margt til að halda upp

á daginn. Til dæmis vera

snyrtilegur til fara, heilsa

öllum vinalega sem heita

Jón og bjóða ömmu og afa í

mat. Skála í víni.

Tónlist í maganum

Í kvöld munu þrjár rokkhljóm-sveitir koma saman á BAR 11. O’Bannion, Volcanova og Slor. Lýsa má tónlist hljómsveitanna sem stoner rokki eða metal. Vænta má þess að upplifunin verði mögn-uð. Áhorfendur munu finna fyrir tónlistinni í maganum. Hvar? Bar 11

Hvenær? 21.30

Sólstöðuganga

frá Egilsstöðum

Farið verður í sólstöðugöngu í Stapavík í kvöld á einkabílum frá Ferðafélagshúsinu Tjarnarási á Egilsstöðum. Gengið verður frá Unaósi í Staðavík og til baka. Fararstjóri er enginn annar en Þorsteinn á Unaósi.Hvar? Unaós í Staðavík

Hvenær? Kl. 20

Hvað kostar? 1.000 kr. Frítt fyrir

14 ára og yngri

Bjórhlaup ÁrskógssandiFyrsta bjórhlaup Kalda verður haldið í dag á Árskógssandi og verður frá Bruggsmiðjunni Kalda. Afhending bola verður frá klukkan fimm en hlaupaleiðin er 6 km hringleið. Bjórstöðvar verða á tveimur stöðum á leiðinni og hlauparar ráða hvort þeir ganga eða hlaupa. Hvar? Árskógssandi

Hvenær? Kl. 18

Hvað kostar? 5000 kr.

Höggmyndagarðs- húllumhæSýningin sem ber framangreinda yfirskrift opnar í dag með tilheyrandi húllumhæi og samanstendur af nýjum verkum eftir myndlistarmennina Arnar Ásgeirsson, Emmu Heiðarsdóttur, Sindra Leifsson og Unu Mar-gréti Árnadóttur. „Þegar betur er að gáð kemur í ljós hversu kraftmikil orðin „Ég hef fengið nóg“ eru. Merkustu augnablik mannkynssögunnar eiga sér einmitt stað rétt eftir að það hefur verið sagt.“Hvar? Höggmyndagarðurinn – Nýlendugötu 15

Hvenær? Kl. 20

Plötusnúðar helgarinnar

KJ

AR

GA

TA

BAN

KA

STRÆTI

HAFNARSTRÆTI

AUSTURSTRÆTI

AL

ST

TI

VE

LT

US

UN

D

ST

SS

TR

ÆT

I

ING

ÓL

FS

ST

TI

TR

YG

GV

AG

ATA

SK

ÓL

AV

.ST

.

Prikið

Föstudagur: DJ Kocoon

Laugardagur: DJ Egill Speg-

ill/Nazareth

Húrra

Föstudagur:

DJ KGB

Laugardagur:

Húrra Hús:

Kasper Bjørke,

Sexy Lazer & The

Mansisters

Tívólí

Föstudagur: Balcony

Boyz/KrBear

Laugardagur: Frímann

B2B Intro Beatz

Bravó

Föstudagur: DJ

Davíð Roach

Laugardagur: DJ

Már & Nielsen

NA

US

TIN

AUSTURSTRÆTI

LA

UG

AV

EG

I 22

www.borgarsogusafn.is

Leikhópurinn Lotta,Skringill skógarálfur,Yoga fjölskylduslökun,Skátaleikir ofl.

s: 411-6300

ÁrbæjarsafnKistuhyl 4, Reykjavík

ViðeyReykjavík

Lífið í þorpinu26. júní 13:00 - 16:00

Kaffi og kruðerí í Dillonshúsi

Barnadagurinn25. júní 13:00 - 16:00

Best að mæta á Skarfabakka kl.11:30

Sjá nánar á www.videy.comSjá nánar á www.borgarsogusafn.is

Spákona, lummur í Árbæ,tóskapur, prentun og hestar, kindur og lömb í haga

-25%

ÖLL VIÐARVÖRN OG

PALLAOLÍA

gildir til27.júní

Elskar þú að grilla? O-GRILL

VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720

Page 27: 24 06 2016

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

„HRÍFANDI OG RÓMANTÍSK!“

– INDEPENDENT

FEMINA

Hugljúf og harmræm ástarsaga

sem farið hefur sannkallaða sigurför

um heiminn og hefur nú verið

kvikmynduð í Hollywood.„Fyndin og hrífandi en aldrei fyrirsjáanleg.“

USA TODAY

– IND

YFIR

ÞRJÁR

MILLJÓNIR

EINTAKA

SELDAR!

Page 28: 24 06 2016

28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

1.000-5.000ALLAR VÖRUR Á

KRÓNUR Í VERSLUN OKKAR,

EVANS SMÁRALIND

2 FYRIR 1AF ÖLLUM VÖRUM

Greitt er fyrir dýrarivöruna

Baðstrandartískan

Nauthólsvík/ Costa del Sol

Þeir eru margir Íslendingarnir sem skella sér á strendur landsins þegar vel viðrar. Ylströndin í Nauthólsvík er vinsæll áfangastaður til að baða sig og fara í sjósund, sérstaklega fyrir þá sem lengir eftir sólbaði á Costa del Sol. Samfara því huga margir að sundfatakaupum yfir sum-

artímann en oft getur verið snúið að finna hin fullkomnu sundföt: Þau verða að vera þægileg, sumarleg og í takt við tískuna.

Birna Guðmundsdó[email protected]

Ragn-heiður: Keypti bolinn í Undir-fataversl-

un Selenu„Það er gott að

kaupa sundbol í undirfataverslun-um því þar eru góð sundföt sem passa á konur með stór brjóst. Veruleiki brjóstgóðra kvenna er sá að það er vandi að vera með brjóst í stærð D ef þær vilja líta vel út í baðfötun-um. Mér líður vel í sundbol sem pakkar brjóstunum vel inn og er í góðri lengd því ef hann er ekki í réttri lengd lítur maður út eins og öskupoki.“

Ágústa: Keypti sundbol-inn í The Glam Room í

Hafnarfirði„Ég valdi þennan

sundbol því toppur-inn er einfaldur. Ég get sólað alla bringuna í honum en síðan finnst mér líka gott að geta not-að hann sem bol. Þó rauður sé kannski ekkert svakalega „in“ í sundbolatísku þá finnst mér litur-inn klæða mig vel. Það skiptir rosalega miklu máli að velja sér sundbol sem manni líður vel í og sem passar á mann.“

Bergljót: Keypti sund-bolinn rauða í Primark

í Bretlandi„Ég keypti þennan

sundbol því hann er ódýr og fallegur. Mig langaði í sundbol sem ég gæti verið í þegar ég sæti á sundlaugarbakkan-um, á ströndinni eða pottapartíi. Ég leita alltaf að sundbol sem eru tvöfaldur að framan því þá lítur hann betur út á maganum og heldur hlutunum á sínum stað.“

Page 29: 24 06 2016

SUMARGLEÐI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

20%af öllum sófum og húsgögnum

Page 30: 24 06 2016

30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

„Það kom eiginlega enginn annar staður til greina en Vík í Mýrdal, þarna er rafrænt landslag,“ segir Pan Thorarensen um hátíðina Extreme Chill sem verður haldin í sjöunda skipti í ár og nú í fyrsta skipti í Vík í Mýrdal.

„Það verður minna um partítón-list og meira um ambient-tónlist, auk þess sem þetta verða sitjandi tónleikar. Það má því segja að há-tíðin muni þetta árið í fyrsta sinn standa fullkomlega undir nafn-inu Extreme Chill,“ segir Pan.

„Fólk getur svo farið í göngutúra um þetta fallega svæði, tekið upp hljóð úr umhverfinu eða unnið í sinni tónlist ef það vill.“

Hið 82 ára gamla raftónlistar-goð Hans Joachim Roedelius spilar þetta árið í fyrsta sinn, og raunar í fyrsta sinn á landinu, en hann hefur lengi verið brautryðjandi á sviði raftónlistar og unnið með tónlistarfólki á borð við Brian Eno, Holger Czukay, Michael Rother, og fleiri. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spilar á sömu tón-

leikum, svo það er áhugavert pró-gramm framundan,“ segir Pan.

Tónleikarnir fram í Víkurkirkju og félagsheimilinu Leikskálum þann 2. og 3. júlí.

Mynd frá Vík í Mýrdal, þar sem Extreme Chill Festival – Undir

Jökli verður haldin í ár.

Extreme chill undir annan jökul„Tjillaðri“ hátíð en nokkru sinni fyrr

Aron Can stígur á svið á Gimli-sviðinu í Laugardalnum eftir tíu mínútur. Á sviðinu er norski tónlistar-maðurinn Bernhoft

en í áhorfendaskaranum eru fjöl-margir slánar klæddir bomber--jökkum og stelpur með derhúfur sem virðast ekki hingað komin til að hlusta á norskt rokk heldur að bíða eftir einhverju allt öðru.

„Það er svolítið skrýtið að við séum látin spila á eftir klassísku rokki,“ segir Arnar Leó, dj-inn sem spilar með Aroni.

Það var verið að flýta tónleikum Arons um 10 mínútur, dýrmætur tími þegar setja á upp sviðið fyrir tónleika. Stressið hlýtur að vera að færast yfir hópinn, þó þeir láti á

engu bera.Aron Can er líklega sá lista-

maður sem spilaði hvað oftast á Secret Solstice-hátíðinni um síð-ustu helgi, en auk eigin tónleika tók Aron óvænt lag sitt „Enginn mórall“ á stærsta sviði hátíðarinn-ar á tónleikum Emmsjé Gauta við frábærar undirtektir. En hvernig gekk að spila óvænt á tónleikum annars rappara? „Þetta gekk fokk-ing vel sko,“ segir Aron glaðlega. Hann er þó spenntari fyrir tón-leikunum sem nú eru að hefjast: „Fleiri sem eru hér núna sem komu fyrir mig.“

Frá því lagið Þekkir Stráginn kom út með Aroni Can í febrúar hefur stjarna hans verið á hraðri uppleið. Aron segir þessa miklu athygli á stuttum tíma magnaða en hún komi honum þó ekki beint á óvart:

„Ekkert egó sko, en við viss-um að þetta yrði stórt þegar við gæfum eitthvað út. Við höfum allir verið að gera tónlist lengi, ég þurfti bara að finna réttu mennina að vinna með mér og þá vissi ég að þetta myndi smella saman.“

Tónlist Arons Can byrjar að hljóma á sviðinu og í gegnum tónana heyrast orðin „No judging eyes“, einskonar einkennissetning hópsins sem umkringir Aron og eitt þeirra smáatriða sem gera tón-list strákanna svo vinsæla. Aron tekur við hljóðnema af einum tæknimanninum, stígur á svið og skarinn tryllist.

Aron Can á Secret Solstice

Vissum alltaf að þetta yrði stórt

Salvör Gullbrá Þórarinsdó[email protected]

Skarinn tryllist þegar Aron byrjar að tala í hljóðnemann frá baksviðinu.

Arnar Leó, Garibaldi og Aron Can á bak við Gimli-sviðið, tilbúnir að trylla áhorfendur.

Myndir |Rut

Breyting Airbnb-laganna á mannamáli

1 Það má leigja út fasteignir í allt að níutíu daga á ári án rekstrarleyfis frá stjórnvaldi.

2 Tekjur af því að leigja út rými mega ekki fara yfir eina millj-ón króna.

3 Til að leigja út íbúðina alla níutíu dagana má kostnaður fyrir nóttina því ekki fara yfir 11.111 krónur.

4 Hver sem býður upp á gistingu þarf að láta sýslu-mann vita.

5 Á hverju nýju ári þarf að skrá eignina aftur og það kostar 8.000 krónur.

6 Þeir sem reka heimagistingu án þess að

skrá það eða gera ann-að sem fer gegn lögun-um þurfa að greiða sekt, minnst 10.000 krónur – mest eina milljón króna.

7 Reglurnar taka gildi í janúar 2017.

Með vaxandi ferðamannastraumi leigja æ fleiri Íslendingar út íbúð-ir sínar. Breyting á Airbnb-lögum svokölluðu hefur verið gerð vegna aukinnar skráningar íbúða á síð-um eins og þeim sem er kennd við lögin. Breytingarnar eru

Fleiri myndir á frettatiminn.is

Page 31: 24 06 2016
Page 32: 24 06 2016

32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016

Svanhildur Gréta Kristjánsdó[email protected]

Ég bjó áður með þremur vinum mínum í einum af þessum kokteilsósu-lituðu húsum við Laugardalslaug. Ætli það hafi ekki verið eitt

mesta gaura tímabil sem ég hef átt,“ segir Ólafur Björn Tómasson í litla og huggulega herberginu sínu á Oddagörðum. „Það voru Playsta-tion tölvur, sportpakkinn í sjón-varpinu og allt það. Og auðvitað allt mjög skítugt sem lenti svolítið á mér og einum öðrum að þrífa.“

„Ég fíla að vera hérna, ég þarf ekki mikið pláss,“ segir Ólafur sem fyrir ári síðan kom sér fyrir í Oddagörðunum, sá hluti stúdenta-garða sem nokkur herbergi deila saman eldhúsi. „Staðsetningin er númer eitt, tvö og þrjú. Það versta er kannski hvað maður fer lítið út fyrir hverfið. Ég er alltof latur við að ferðast út fyrir minn litla radí-us. Háskólinn er nokkrum skrefum frá og ég vinn á Stúdentakjallarn-um svo lífið er mikið á sama reitn-um sem er kostur og galli.“

Ólafur er að leggja lokahönd á nám við kvikmyndafræði og er mikill kvikmyndaunnandi. Heimavinnan er ekki af verri endanum en hann reynir að horfa á eina kvikmynd á dag. „Um þessar mundir er ég skotin í kvikmyndinni Lobster en hún kristallar hvar áhugi minn liggur,

distópísk framtíðarmynd sem er falleg fyrir augað. Annars tek ég svona leikstjórasyrpur, um daginn voru það Paul W.S. Anderson myndirnar og í síðustu viku Wes Anderson. Ég vil fylgjast með fleiri kvenleikstjórum en Sofia Coppola er í miklu uppáhaldi.“ Kvikmynd-ir hafa lengi verið áhugamál hjá Ólafi. „Í menntaskóla eyddi ég ófá-um tíuþúsundköllum í DVD mynd-ir. Án efa versta fjárfesting sem hægt er að gera.“

Áhuginn liggur ekki einungis í að horfa og fræðast um mynd-ir heldur einnig að leika í þeim og skrifa handrit. „Ég ætlaði mér alltaf í leikarann. Ég hef þó verið að æfa spuna með Haraldinum síð-an í júlí. Ég beiti síðan aðferðum

þaðan til að skrifa handrit sem ég hyggst gera meira af í framtíðinni, maður þarf bara að gera hlutina.“

Hvað varðar rýmið þá er Ólafur greinilega smekkmaður. Plakötin sem skrýða veggina og myndirnar í hillunum gera rýmið að heimili. „Ég reyni að vinna með litinn á gólfinu og gardínunum, hafa þetta einfalt en ekki of leiðinlegt.“ Sam-eiginlega rýmið nýtir Ólafur í að halda matarboð. „Ég get ekki sagt ég eldi mikið. Ég hef þó neglt einn rétt, grænmetislasagna, og þá býð ég fólki úr ólíkum áttum í mat til mín á Oddagarðana.“

Landslið Póllands komst áfram í 16 liða úrslit eftir leik sinn við Úkraínu á þriðjudag, sem fór 1:0. Eina markið skoraði Jakub Blaszczy kowski glæsi-lega í seinni hálfleik.

Mikil stemning hefur verið á Ingólfstorgi á leikjum Póllands á Evrópumótinu og augljóst að Íslendingar eru ekki eina þjóðin á Íslandi sem fylgist með EM með hjartað í buxunum, enda búa hér um 12 þúsund Pólverjar.

Næsti leikur Póllands er við Sviss á laugardag, klukkan 15. | sgþ

Fleiri myndir á frettatiminn.is

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, [email protected]

VerkfæralagerinnMán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

Miklu meira, en bara ódýrt

Sekkjatrilla 150kg

Dekk og hjól í miklu úrvali

Fötur og balar í öllum stærðum

Frábært úrval af farangursteygjum og

strekkiböndum

Flutningspallar 200/400kg

PU Flex hanskarFlutningstrilla samanbrjótanleg

TILBOÐ kr. 6.995

Frá kr. 5.995

Frá kr. 3.495

Kr. 295

Stemningin á IngólfstorgiEkki bundin við leiki íslenska liðsins

Myndir | Hari

Sjá fleiri myndir á frettatiminn.is

Stúdentgarðarnir #7

Lífið allt á sama radíusnum

Ólafur Björn Tómasson er sjöundi viðmælandi í myndaröðinni Stúdenta-garðarnir. Í tæplega eitt ár hefur smekkmaðurinn búið í kollegíi í Odda-

görðum þar sem sjö manns deila eldhúsi. Hann segir skrítið að venjast því að búa einn en samt með svo mörgum. Bæði skólinn og vinnan eru í bak-garðinum svo Ólafur þarf lítið að ferðast út fyrir sitt hverfi, sem er kostur

og galli fyrir kvikmyndaáhugamanninn.

Ólafur Björn er mikill fagurkeri og leyfði litnum á gólfinu að stýra ferðinni í litavali á húsgögnum og hlutum. Á svölun-um má sjá glitta í „gay pride“ fánann sem Ólafur flaggaði í kjölfar skotárásar-innar í Orlando.

Myndir/Rut

Persónuleg plaköt og ljósmyndir gera herbergið að heimili.

Vinkonurnar Ana, Reagan og Ása kynntust á Te og Kaffi þar sem þær vinna en stelpurnar eru allar frá sitt hvoru landinu. Þær fara saman í fjallgöngur og á hjólabretti.

„Við kynntumst allar í vinnunni en ætli það megi ekki segja að við séum frekar alþjóðlegur hópur, ég er frá Bandaríkjunum, Ana er frá Þýskalandi en ólst upp á Spáni og Ása er frá Íslandi,“ segir Reagan glöð í bragði en hún byrjaði að vinna á kaffihúsinu fyrir rúmu hálfu ári.

Þær Ása og Ana hafa þekkst leng-

ur en aðspurðar segjast þær oft fara á hjólabretti saman. Stelpurn-ar hittast því ekki bara í vinnunni heldur líka utan hennar. „Við fór-um í göngutúr að Glymi þegar við vorum seinast í fríi,“ bætir Reagan við. „Gott fyrir teymið!“

Þær segjast vinna saman á hverjum degi en það geri vinnuna miklu skemmtilegri. „Við erum gott lið. Það skiptir máli að vinna með rétta fólkinu svo allir séu ánægðir. Svo er líka best í heimi að drekka kaffi saman!“, segir Reagan. | bg

Vináttan Kaffi og hjólabretti

Reagan, Ana og Ása fara saman í fjallgöngur og á hjólabretti. Mynd | Rut

Page 33: 24 06 2016

HP Elite x2 2012 knúin áfram með Intel® Core™ m5 örgjörva sem uppfyllir flestar kröfur fyrir fyrirtækjaumhverfi hvað varðar eiginleika og afköst.

Elite x2

Hönnuð fyrir fyrirtækjaumhverfi, dýrkuð af notendum.

Stenst ströngustu öryggiskröfur

Öryggislausnir HP hjálpa til við að verja gögn fólks á ferðinni og jafnvel áður en vélin er ræst.

Meistaraleg hönnun

Falleg notendavæn hönnun og með frábæru lyklaborði.

Auðvelt að þjónusta

Hönnun vélarinnar gerir það að verkum að auðvelt er að skipta út íhlutum ef þörf er á því.

Allar nánari upplýsingar á www.ok.is/elite-x2.Intel, merki Intel, Intel Inside, Intel Core og Core Inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.

Page 34: 24 06 2016

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl. V

erð

gild

a frá

24.

- 2

7. 0

6. 2

016

Bústaðurinn er hvíldar- og griðastaðurinn þinn. Þú vilt að umhverfið sé þægilegt

og hlýlegt en um leið viðhaldslítið og fallegt. Við hjálpum þér að finna réttu

vörurnar til að fullkomna heildarútlitið og ramma inn þína sýn á rýmið.

HEIMILIÐ & BÚSTAÐINNfyrir

Salernisskál vegghengd án setu.

9.795kr.13001410

Grohe | Tempesta III Sturtusett.

6.995kr.15327794fullt verð 7.995.-

Handlaug á vegg. 45x35 cm.

3.995kr.13001400fullt verð 5.195.-

Bestter | hæglokandi salernisseta

5.995kr.10706002fullt verð 8.595.-

Gustavsberg | Nautic Salerni með gólfstút, Seta fylgir ekki.

45.995kr.13002352

Somahoz | Handlaug á vegg eða borð. 45x42 cm.

7.995kr.10708525fullt verð 14.995.-

Grohe | Eurostyle COS Handlaugatæki.

13.995kr.15333552fullt verð 17.995.-

Damixa | Zero Sturtutæki

14.995kr.15557450 fullt verð 17.795.-

Damixa | Space Handlaugatæki

8.995kr.15510821

Damixa | Space Eldhústæki

8.495kr.15510000

Handlaug | fyrir lítil baðher-bergi. 45,5x33,5 cm.

4.995kr.10708535 fullt verð 7.995.-

Grohe | Start EdgeVnr. 15331369

17.995.- Eldhústæki með hárri sveiflu

Lancaster Oak0113498

1.295 kr/m2

fullt verð 1.795 kr/m²

Harðparket, 7mm

Hardy Oak0113507

3.295 kr/m2

fullt verð 4.296 kr/m²

Harðparket, 10mm

KYNNINGARTILBOÐ

Þiljur | hvíttVnr. 0111727

895 kr/m2 fullt verð 1.395 kr/m²2600x154mm, þykkt 7mm, 12 stk í pakka.

BAÐPLÖTUR Á KYNNINGARAFSLÆTTIRearo Selkie eru vatnsheldar veggplötur, sérhannaðar fyrir baðherbergi, sturtur og önnur votrými.

Nánar: www.rearo.co.uk/selkie-board/

-20%

Sturtuklefi 80x80x205 cm/ 90x90x205 cm. Bognar hurðir.Vnr. 10705040/41

62.995.-fullt verð 89.995.-

Sturtubotn fylgir. Blöndunartæki fylgir ekki.

Sturtuklefi 80x80x205 cm. Köntuð hurð.Vnr. 10705035

62.995.-fullt verð 88.995.-

Sturtubotn fylgir. Blöndunartæki fylgir ekki.

tilboðtilboð

tilboð

tilboð

tilboð tilboð

tilboð

tilboðtilboð

tilboð

Þiljur | AskurVnr. 0111656

1.695 kr/m2 fullt verð 2.694 kr/pakkinn2600x154mm, þykkt 10mm, 8 stk í pakka.

Tilboð Tilboð

Krono Original framleiðir endingargóð vinyl- og harðparket sem þola vel högg, núning, álag og hitakerfi.

Nánar: www.krono-original.com

True grit0113590

5.398 kr/m2

fullt verð 5.998 kr/m²

Fyrsta flokks gólfefni. Algerlega laust við plastefni sem gerir það endurvinnanlegt.

Ný kynslóð vinylparkets sem þolir meira álag, rispast ekki og er 100% vatnshelt. Mjög auðvelt að leggja.

Kynningarilboð

Page 35: 24 06 2016

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl. V

erð

gild

a frá

24.

- 2

7. 0

6. 2

016

Bústaðurinn er hvíldar- og griðastaðurinn þinn. Þú vilt að umhverfið sé þægilegt

og hlýlegt en um leið viðhaldslítið og fallegt. Við hjálpum þér að finna réttu

vörurnar til að fullkomna heildarútlitið og ramma inn þína sýn á rýmið.

HEIMILIÐ & BÚSTAÐINNfyrir

Salernisskál vegghengd án setu.

9.795kr.13001410

Grohe | Tempesta III Sturtusett.

6.995kr.15327794fullt verð 7.995.-

Handlaug á vegg. 45x35 cm.

3.995kr.13001400fullt verð 5.195.-

Bestter | hæglokandi salernisseta

5.995kr.10706002fullt verð 8.595.-

Gustavsberg | Nautic Salerni með gólfstút, Seta fylgir ekki.

45.995kr.13002352

Somahoz | Handlaug á vegg eða borð. 45x42 cm.

7.995kr.10708525fullt verð 14.995.-

Grohe | Eurostyle COS Handlaugatæki.

13.995kr.15333552fullt verð 17.995.-

Damixa | Zero Sturtutæki

14.995kr.15557450 fullt verð 17.795.-

Damixa | Space Handlaugatæki

8.995kr.15510821

Damixa | Space Eldhústæki

8.495kr.15510000

Handlaug | fyrir lítil baðher-bergi. 45,5x33,5 cm.

4.995kr.10708535 fullt verð 7.995.-

Grohe | Start EdgeVnr. 15331369

17.995.- Eldhústæki með hárri sveiflu

Lancaster Oak0113498

1.295 kr/m2

fullt verð 1.795 kr/m²

Harðparket, 7mm

Hardy Oak0113507

3.295 kr/m2

fullt verð 4.296 kr/m²

Harðparket, 10mm

KYNNINGARTILBOÐ

Þiljur | hvíttVnr. 0111727

895 kr/m2 fullt verð 1.395 kr/m²2600x154mm, þykkt 7mm, 12 stk í pakka.

BAÐPLÖTUR Á KYNNINGARAFSLÆTTIRearo Selkie eru vatnsheldar veggplötur, sérhannaðar fyrir baðherbergi, sturtur og önnur votrými.

Nánar: www.rearo.co.uk/selkie-board/

-20%

Sturtuklefi 80x80x205 cm/ 90x90x205 cm. Bognar hurðir.Vnr. 10705040/41

62.995.-fullt verð 89.995.-

Sturtubotn fylgir. Blöndunartæki fylgir ekki.

Sturtuklefi 80x80x205 cm. Köntuð hurð.Vnr. 10705035

62.995.-fullt verð 88.995.-

Sturtubotn fylgir. Blöndunartæki fylgir ekki.

tilboðtilboð

tilboð

tilboð

tilboð tilboð

tilboð

tilboðtilboð

tilboð

Þiljur | AskurVnr. 0111656

1.695 kr/m2 fullt verð 2.694 kr/pakkinn2600x154mm, þykkt 10mm, 8 stk í pakka.

Tilboð Tilboð

Krono Original framleiðir endingargóð vinyl- og harðparket sem þola vel högg, núning, álag og hitakerfi.

Nánar: www.krono-original.com

True grit0113590

5.398 kr/m2

fullt verð 5.998 kr/m²

Fyrsta flokks gólfefni. Algerlega laust við plastefni sem gerir það endurvinnanlegt.

Ný kynslóð vinylparkets sem þolir meira álag, rispast ekki og er 100% vatnshelt. Mjög auðvelt að leggja.

Kynningarilboð

Page 36: 24 06 2016

Gott að kjósaForsetakosningar eru um helgina og um að gera að nýta kosn-ingarétt sinn. Ekki er síðra að halda daginn dálítið hátíðlegan, vera snyrtilegur og klæða sig upp. Fá sér kaffibolla með ömmu og halda síðan á kjörstað.

Gott að velta sér í dögginniAðfaranótt laugardags er Jónsmessunótt en þá öðlast dögg sérstakan lækningamátt. Samkvæmt gamalli trú er mjög heil-næmt sé að velta sér nak-inn upp úr dögginni þessa nótt. Geri fólk það batna þeim allir sjúkdómar og þeim verður ekki misdægurt næsta árið á eftir.

Gott að borða brauðtertuMargir útskrifast úr háskólanum um helgina og þá er gott að gera vel við sig og borða nóg af brauðtertu. Fátt er betra en íslenska brauðtertan sem oft býðst í úskriftarveislum landans: Aspas, skinka og majónes. Nammi namm.

GOTT

UM

HELGINA

ÓTAKMARKAÐURLJÓSLEIÐARI

ÓTAKMARKAÐURFARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43

Fólkið mælir með ... Jón Helgi HólmgeirssonÚtiveran: Að hjóla í

stórbrotinni náttúru-

fegurð Nauthólsvíkur-

innar í morgunsárið með ískalda

hafgoluna og yndislegt íslenskt veð-

urfar beint í smettið.

Ísinn: Apaís frá Kjörís. Einfaldur og

bragðgóður.

Flíkin: Peysan Bakkakot frá Farmers

Market. Íslensks sumars er best

notið í góðri peysu. Sérstaklega ef

hún er þokkalega fín.

Uppákoman: KRÁS götumatarmark-

aður sem mun opna í Fógetagarði

í Júlí. Allskonar matur, tónlist og

næsheit. Svo er EM alveg mjög næs.

Hallveig RúnarsdóttirÚtiveran: Kattar-

göngutúrinn sem við

förum á hverju kvöldi

af því að kötturinn okkar

dregur okkur af stað. Nær svo yfir-

leitt að draga tvo til þrjá nágranna-

ketti með svo við erum þekkt sem

skrýtna kattafólkið með hjörðina á

eftir okkur í hverfinu.

Ísinn: Melónuísinn í San Crispino í

Róm. Melónuísinn í Valdísi er sára-

bót þegar maður er ekki í Róm.

Flíkin: Dökkgræna Volcano sláin mín.

Fékk hana á útsölu fyrir nokkrum

árum og hef aldrei notað flík jafn

mikið. Alltaf eins og ný.

Uppákoman: Íslenskur EM fót-

boltaleikur á torginu fyrir framan

Hótel Tórshavn í Færeyjum. Þvílík

stemning!

Una HildardóttirÚtiveran: Ég mæli með

að ganga upp að Háa-

fossi í Þjórsárdal.

Gangan að fossinum

og til baka tekur um 5

tíma. Einn af uppáhalds

stöðum mínum á Íslandi!

Ísinn: Valdís, ekki spurning. Er meira

fyrir kúluís en bragðaref. Á sólríkum

dögum fæ ég mér engiferís frá Val-

dís í hádegismat.

Flíkin: Svarti jakkinn minn frá Alex-

ander Wang. Ég fer varla úr honum

á sumrin, passar við allt.

Uppákoman: Fyrir utan EM er upp-

ákoma vikunnar klárlega forseta-

kosningarnar og svo auðvitað kosn-

ingavakan, vonast eftir glæsilegri

endurkomu frá Kosninga-Tómasi.